Séð og heyrt 32. tbl. 2016

Page 1

Nr. 32 8. sept. 2016 Verð 1.595 kr.

Gerir lífið skemmtilegra!

Hanna Rún og litla dansfjölskyldan

FLUTTI Í NÝTT HÚS Á ÍTALÍU Þorsteinn í QuizUp setti upp á sig stýri

ÚTI ER ÆVINTÝRI

Fegurðardrottningin Manuela Ósk

EKKI EIN Í BORG ÁSTARINNAR Aron fór á skeljarnar á Spáni

9 771025 956009

NÍNA SAGÐI Ragnheiður Elín í framboði

SITUR EKKI Í SÚPUNNI

JÁ Díana, drottning háloftanna

TEKUR FLUFFUnA MEÐ TROMPI

Páll Páll Magnússon Magnússon á leið leið íí pólitík pólitík á

VAR HREKKJÓTTUR SEM BARN


Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra (48) bauð upp á tónleika á tröp SITJA EKKI Í SÚPUNNI:

Guðjón, Ragnheiður og Helgi sonur þeirra, buðu upp á stórkostlega súpu að hætti hússins.

tBRÆÐRABÓT: Bræðurnir Árni og Þór Sigfússynir mættu og fengu sér í gogginn enda þykja þeir miklir smekksmenn á súpur. Árni Sigfússon, sem er fyrrum bæjarstjóri í Reykjanesbæ, hélt súpuveislur að heimil sínu á Ljósanótt um árabil, hann hefur nú falið ráðherra það verkefni fyrir sína hönd enda steinhættur öllum afskiptum af bæjarpólitík.

M U P P Ö R T Á Ð TÓNAFLÓ Hin árlega Ljósanótt í Reykjanesbæ var að venju einstaklega hátíðleg, bæjarbúar og gestir nutu þess sem var í boði og skemmtu sér vel. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, tók þátt í hátíðinni og bauð upp á tónleika og súpu á eigin heimili. Gjörningurinn heppnaðist vel og mættu um fjögur hundruð manns til að metta bæði sál og líkama á tröppum ráðherra. Tröpputónar eru komnir til að vera.

V

on Trapp „Þetta heppnaðist alveg frábærlega vel í alla staði,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um veislu sem hún blés til og nefndi Tröpputóna. „Við erum ákveðin í því að þetta hafi

verið hinir fyrstu árlegu Tröpputónar á Heiðarbrúninni. Reyndar kom svo mikið kapp í nágrannana að hugmyndir kviknuðu um miklu stærri viðburð að ári þar sem fleiri íbúar í götunni kæmu að. Okkur líst afar vel á það og verður spennandi að fylgja því eftir.“

Do re mi fa so la ti do

„Góður rómur var gerður að súpunni og kláraðist hún upp til agna,“ sagði Ragnheiður um þann mat sem boðið var upp á en Guðjón, eiginmaður hennar, eldaði hreint út sagt ótrúlega frábæra súpu. „Um 300 manns þáðu súpu hjá okkur og síðan voru fjölmargir sem stöldruðu við á leiðinni í eða úr matarboðum sem voru auðvitað um allan bæ þannig að okkur telst til að ekki undir 400 manns hafi notið þessa með okkur. Valdimar og Björgvin Ívar fóru á kostum og yngri sonur okkar, Helgi Matthías, hitaði upp fyrir þá snillinga með dansatriði sem vakti mikla lukku hjá viðstöddum.“

Hið ómþýða lag, minn söngvaseiður ... söngurinn ljúfi nú hljóma skal

„Ljósanótt er skemmtileg hátíð og heppnaðist einstaklega vel að þessu sinni,“ sagði Ragnheiður um framkvæmd Ljósanætur þetta árið. „Veðurguðirnir voru okkur afar hliðhollir alla helgina og var bærinn stútfullur af gestum sem nutu alls þess sem upp á var boðið. Okkur hjónunum hefur lengi langað til að taka þátt með beinum hætti og létum þann gamla draum rætast núna. Mér finnst ánægjulegt að sjá aukna þátttöku heimamanna í dagskránni sem gerir hátíðina enn skemmtilegri,“ sagði ráðherrann með bros á vör en hún stendur í prófkjörsbaráttu um þessar mundir og þeysist um kjördæmið en mikið er um að vera hjá frambjóðendum þessa dagana, enda pólitíkin harður húsbóndi.

KANNSKI SKYLD VON TRAPP:

Árni Þór, sonur Guðjóns og Ragnheiðar, tók nokkur vel valin danspor fyrir gesti og súpuborðandi gesti.


á tröppunum fyrir utan heimili sitt: SÖNGVASEIÐUR:

Jakob Frímann Magnússon var að vanda hress þegar súpan var borin á borð. Höfuðborgarhöfðinginn og Stuðmaðurinn er sjaldan langt fjarri þegar blásið er til veislu.

ÞVÍLÍKT LÚKK:

DÖGGIN Á RÓSUM OG ALLIR KÁTIR:

LÖG OG REGLA:

Umboðsmaðurinn síkáti Einar Bárðarson og Áslaug Thelma Einarsdóttir, eiginkona hans, mættu með son sinn, Einar Birgi, á hátíðina.

Með lögum skal land byggja. Lögreglumenn á vakt kíktu við þegar stund var á milli stríða, þeir fóru alsælir á vaktina saddir af ráðherrasúpu.

Herbert hefur alltaf þótt vera flottur í klæðaburði og stíl eins og sést á þessari mynd.

Herbert Guðmundsson (62) er sögulegur:

HEBBI KÓNGUR – Í HÁSÆTI FRÆGÐARHALLAR

H

ann á heima á safni Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson er orðinn safngripur í Rokksafni Íslands og ekki seinna vænna. Ein þekktustu 80’s jakkaföt kappans eru komin í umsjón safnsins ásamt gleraugum frá þessum tíma sem fara Herberti einstaklega vel.

TEKIN FÖSTUM TÖKUM:

Ragnheiður var handtekin af Bigga löggu, nánar til tekið af vinstri hönd hans. En hvorki voru bögglar í snæri né bundið í kross, líkt og sungið var í Tónaflóði.

Herbert klæddist meðal annars jakkafötunum á mynd sem prýðir umslag hinnar stórkostlegu plötu Dawn Of The Human Revolution sem kom út árið 1985 og innihélt hinn ógleymanlega smell Can’t Walk Away sem skaut Herberti upp á stjörnuhimin íslenskrar tónlistarsögu.

ÞEIR GENGU EKKI FRÁ HONUM:

SÚPUSÖNGUR:

Söngvarinn Valdimar var kátur og söng af sinni stöku Suðurnesjasnilld. Orðið á götunni var að hann myndi einungis taka ábreiðulög eftir hljómsveitina Bowling for Soup en sá orðrómur reyndist ekki réttur þegar á hólminn var komið.

Ingi Þór Ingibergsson og Tómas Young voru gríðarlega sáttir við Herbert og framlag han s til rokksögu Íslands.

SÖGULEG GLERAUGU:

Stór hluti af heildarútliti Herberts eru gleraugu og það eru fáir sem geta borið þau jafntignarlega og hann gerir.


MEÐ KÖTT Í KJAFTINUM U

ndanfarnar nætur hafa reynst mér erfiðar, ekki vegna draumfara eða vegna þess að grenjandi smábörn halda fyrir mér vöku heldur vegna þess að ég vakna ítrekað með kött í kjaftinum og malandi kettling í krullunum. Ég get svo sem sjálfri mér um kennt, kona á ketti, ekki einn ekki tvo heldur þrjá. Og ég er ekki hætt að safna. Læðurnar mínar þrjár þykjast eiga mig með veiðihárum og loppum og vilja stunda stöðugar rökræður við mig á öllum tímum sólarhrings um það sem liggur þeim á hjarta. Ég á í hörkusamræðum við kisurnar mínar um þeirra daglegu vandræði og reyni eftir minni bestu getu að leysa vanda þeirra. Mér er svo iðulega rækilega launað með mjúkri loppu á nefinu og klóri á háls.

Heyrst hefur

... að fyrrum sjónvarpsþulurinn Guðmundur H. Bragason hafi skemmt sér konunglega með vinum sínum á Ljósanótt í Keflavík á tónleikum hljómsveitarinnar Júdas, á veitingastaðnum Ráin.

Aron P. Karlsson (46) og Nína Björk Gunnarsdóttir (39) eru trúlofuð:

Sú elsta, maddama Blíða, er þrílit læða sem á það til að stinga af að heiman, hún fer á djammið með ókunnugum köttum og sendir ekki einu sinni SMS til matmóður sinnar sem missir bæði krullur og gervineglur af áhyggjum yfir útstáelsi kattarins. En svo trítlar hún heim sposk á svip og blikkar blíðlega og þá falla allar sakir niður. Strákastelpan í hópnum, Mía, er skemmtileg blanda af heimilisketti og síams. Henni stendur ekki á sama um fuglana í hverfinu og er liðtæk í meindýravörnum við að fækka þeim, matmóður sinni til ómældrar gleði. Ryksugan vinnur fyrir mat sínum þegar Mía er á vakt. Nýjasta og yngsta viðbótin í kattasafninu er kettlingurinn París. Hún húkkaði sér far frá Þingeyri í sumar og tók sér bólstað í hjarta fjölskyldunnar. París litla lætur ekkert ósnert og er jafnforvitin um ísskápinn og klósettin. Henni þykir fátt skemmtilegra en að vega salt á baðbrúninni þegar matmóðirin dýfir sér í freyðibað og hefur nokkrum sinnum fengið sér sundsprett með frúnni. Þetta litla kattarkríli lítur á mig sem móður sína og eltir mig hvert fótmál. Hún tekur mjálmandi á móti mér að vinnudegi loknum og lítur á það sem sjálfsagðan hlut að sitja ofan á lyklaborðinu þegar ritstjórinn sest við vinnu. Það er því ekkert annað en sjálfsagt að hún beri titil aðstoðarritstjóra. Kettirnir mínir gera líf mitt skemmtilegra og ríkara – tilveran er spennandi og gleðileg með þeim og þeir bjóða upp á ný ævintýri á hverjum degi líkt og Séð og Heyrt gerir í viku hverri. Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir

FRÉTTASKOT sími: 515 5683 BIRTÍNGUR útgáfufélag Lyngási 17, 210 Garðabær, s. 515 5500 Útgefandi: Hreinn Loftsson Framkvæmdastjóri: Karl Steinar Óskarsson Fjármálastjóri: Matthías Björnsson Dreifingarstjóri: Halldór Rúnarsson Ritstjóri: Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir asta@birtingur.is Blaðamenn: Garðar B Sigurjónsson gardarb@birtingur.is, Brynjar Birgisson brynjar@birtingur.is og Ragna Gestsdóttir ragna@birtingur.is Auglýsingar: Ólafur Valur Ólafsson, Þórdís Una Gunnarsdóttir, Ásthildur Sigurgeirsdóttir, Davíð Þór Gíslason, Laufar Ómarsson, Hjörtur Sveinsson og Jónatan Atli Sveinsson netf.: auglysingar@birtingur.is Umbrot: Linda Guðlaugsdóttir, Elísabet Eir Eyjólfsdóttir, Carína Guðmundsdóttir, Kjartan Hreinsson og Hannah Hjördís Herrera. Myndvinnsla: Guðný Þórarinsdóttir

ERFISME HV R M

KI

mhverfisvottuð prentsmiðja

U

Tilkynna þarf uppsögn á áskrift fyrir 15. hvers mánaðar og tekur hún þá gildi í lok þess mánaðar. Áskrifandi verður að tilkynna breytingar á heimilisfangi til Birtíngs á tölvupóstfangið askrift@birtingur.is. Sé það ekki gert ábyrgist Birtíngur ekki að tímarit skili sér á rétt heimilisfang. Allur réttur áskilinn varðandi efni (texta og myndir). Öll notkun efnis, t.d. beinar tilvitnanir og endursagnir, er óheimil án skriflegs leyfis útgefanda. Sjá nánar um réttarvernd og gjaldskrá útgefanda á birtingur.is 141

776

PRENTGRIPUR

Prentun: Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja ISSN 1025-9562

TRÚLOFUN Á SPÁNI

Athafnamaðurinn Aron P. Karlsson og fyrrverandi ofurfyrirsætan, Nína Björk Gunnarsdóttir, trúlofuðu sig á Spáni.

J

á! Aron P. Karlsson og Nína Björk Gunnarsdóttir drógu sig saman í fyrra og sambandið vakti mikla eftirtekt en þau eru bæði þekkt úr samkvæmislífinu í Reykjavík. Sambandið hefur blómstrað og nú virðist brúðkaup vera í vændum því parið trúlofaði sig nýlega við rómantíska athöfn á Spáni.

Nína Björk starfar nú sem ljósmyndari en hún sló í gegn á sínum tíma sem fyrirsæta, en hún er einnig systir leikkonunnar Elmu Lísu Gunnarsdóttur. Aron hefur verið afkastamikill í fasteignabransanum og hefur verið í ýmsum viðskiptum meðal annars með föður sínum, Kalla í Pelsinum.


... að Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir lögmaður, einn eigenda Land lögmanna, hafi dregið fram gömlu íþróttaskóna og skellt sér á meistaramót eldri iðkenda í frjálsum íþróttum. Þaðan kom hún heim með verðlaun og sýndi að hún hefur engu gleymt.

... að söngkonan Gréta Grétarsdóttir, dóttir tónlistarmannsins Grétars Örvarssonar, hafi skellt sér upp á svið á skemmtistaðnum Græna herberginu með söngvaranum Eyþóri Inga og tekið lagið Vertu ekki að plata mig. Gréta fór létt með að feta í fótspor Siggu Beinteins og þræddi háu tónana eins og ekkert væri.

Gísli Örn Garðarsson (42) og týndu guttarnir:

... að alþingiskonan Unnur Brá Konráðsdóttir og Sigurður Ingi Sigurpálsson hafi eignast stúlkubarn 1. september síðastliðinn. Stúlkan er þriðja barn Unnar Brár.

... að hljóðupptökumaðurinn Gunnar Smári Helgason, faðir Helga Hrafns pírata, og Kristín Sigurjónsdóttir, fréttaritari og ljósmyndari, séu komin í samband.

Manuela Ósk Harðardóttir (33) og Shawn Pyform (30) voru slök í París:

TÖFRANDI SAMAN Í PARÍS

HVAR ERU ÞEIR?:

Gísli Örn skemmti sér vel á húðflúrshátíðinni, alveg þangað til að gutta-hópurinn sem hann tók með sér byrjaði að sundrast. Eins og gengur og gerist með litla gaura eru þeir forvitnir og eiga það til að ráfa frá hópnum. Gísli fékk að kynnast því en allt fór þó vel að lokum.

Samfélagsmiðladrottningin Manuela Ósk Harðardóttir er nýlega komin heim frá París sem er að margra mati rómantískasta borg í heimi en þangað leitar ástfangið fólk til að fagna lífinu og ástinni. Manuela var ekki ein á ferð en „vinur“ hennar, Holllywoodleikarinn Shawn Pyform var með henni í borg ástarinnar.

GÍSLI GLATAÐI

GUTTUNUM

R

ómó Leikarinn Shawn Pyform er þrítugur Bandaríkjamaður sem er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sitt sem Andrew Van De Kamp í öllum seríum Desperate Housewives. Hann er mikill aðdáandi Íslands og góður vinur Manuelu, en þau kynntust í Los Angeles. Shawn er á leið til Íslands og verður í dómnefnd Miss

Universe Iceland sem fer fram 12. september í Gamla bíói, en Manuela er umsjónarmaður keppninnar. Allra augu verða án efa á þeim og vilja eflaust margir fá svar við spurningunni hvort að þau séu nýtt par eða bara vinir.

Stórleikarinn Gísli Örn Garðarsson skellti sér á Icelandic Tattoo Expo sem haldin var í fimmta sinn á Hótel Sögu. Það gekk þó ekki alveg áfallalaust fyrir sig.

T

apað fundið Leikarinn Gísli Örn Garðarsson mætti með hóp af litlum guttum á Icelandic Tattoo Expo. Guttahópurinn samanstóð af Garðari, syni Gísla, og vinum hans og frændum. Bræðurnir Filippus og Flóki Árnasynir, synir Árna Filippussonar eins helsta kvikmyndatökumanns landsins, voru með í för en þeir eru litlu frændur eiginkonu Gísla en Árni og Gísli eru mágar. Gísli hafði ekki verið lengi á húðflúrshátíðinni þegar Filippus

litli týndist. Filippus gekk út af baðherbergi grátandi og var greinilega í miklu uppnámi yfir því að hafa týnt hópnum. Kynnir hátíðarinnar auglýsti eftir forráðamanni Filippusar og þá mætti Gísli Örn á stökki í gegnum allan hópinn. Filippus var fundinn og allir glaðir, héldu menn. Það fyrsta sem Gísli segir eftir að hafa náð í Filippus var: „Jæja strákar, þá þurfum við bara að finna Flóka”.

LEIÐRÉTTING

Soffía Karlsdóttir, sviðstjóri menningarog samskiptasviðs Seltjarnarnesbæjar, var ranglega sögð 64 ára gömul í síðasta tölublaði Séð og Heyrt. Raunin er sú að hún er 53 ára gömul og er beðist velvirðingar á þessum mistökum.


Hátíðleg stemning var á fyrstu frumsýningu vetrarins í Þjóðleikhús

EKKI BARA BRAGGABLÚS Söngleikurinn Djöflaeyjan var fyrsta frumsýning á nýju leikári Þjóðleikhússins. Mikil hátíðarstemning var í leikhúshöllinni við Hverfisgötuna þegar prúðbúnir gestir tóku að streyma inn. Sögu fjölskyldunnar í braggahverfinu þekkja fjölmargir og persónur og leikendur í Djöflaeyjunni eru fyrir mörgum ljóslifandi. Saga fjölskyldunnar á sér hliðstæðu í raunveruleikanum en það var rithöfundurinn Einar Kárason sem setti söguna á blað. Djöflaeyjan hefur verið sett í söngleikjabúning og það sannaðist vel að góða saga blífur hvort sem hún er sungin eða bara leikin.

D

ollar gas Sagan af örlögum og ástum fólksins í braggahvefinu er samofin þroskasögu þjóðar. Samhliða sögu Badda, Tomma, Karólínu, Gógóar og Dollýar kynnumst við því hvernig þjóðin fer úr sveit á möl í blokk. Vaxtarverkirnir hafa ýmsar aukaverkanir. Djöflaeyjan hefur áður verið sett upp á sviði og var kvikmynduð árið 1996. Í kvikmyndaútgáfunni áttu fjölmargir af fremstu leikurum þjóðarinnar stórleik og nú ganga hlutverkin á milli kynslóða. Baltasar Kormákur,

sem lék Badda á sínum tíma, kemur að framleiðslu þessarar uppsetningar en sonur hans, Baltasar Breki Samper, leikur nú Grjóna, besta vin Badda, sem var leikinn af Ingvari Sigurðssyni með svo eftirminnilegum hætti í kvikmyndinni, en dóttir hans, Snæfríður Ingvarsdóttir, leikur Hveragerði í uppsetningu Þjóðleikhússins nú. Saga fjölskyldunnar á erindi við allar kynslóðir, bæði þeirra sem koma að uppsetningunni núna og þeirra sem standa á sviðinu.

MAMMA MÆTTI MEÐ:

HRESSA FÓLKIÐ:

Nanna Ósk Jónsdóttir mætti í leikhúsið ásamt syni sínum, Ólafi Laufdal Jónssyni, og vinkonu sinni, Ragnheiði Þengilsdóttur.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var heiðursgestur sýningarinnar en hann mætti með móður sinni, Margréti Thorlacius. Leikarar sýningarinnar brugðu á leik og nýttu sér nærveru forsetans og fléttuðu því inn í sýninguna við mikinn fögnuð áhorefnda


eikhúsinu.

PABBI KÁRASON:

Rithöfundurinn Einar Kárason mætti í fylgd dætra sinna, Kamillu og Júlíu Margrétar.

FRUMSÝNDI TENGDASONINN:

Leikstjórinn Baltasar Kormákur og Lilja Pálmadóttir, kona hans, mættu með börnin og tengdasoninn á frumsýninguna en sýningin er unnin í samstarfi við Baltasar. Jón Viðar Arnórsson og Sóllilja Baltasarsdóttir geisluðu af hamingju en þau hafa verið par um nokkurt skeið. Jón Viðar er fyrrum sambýlismaður Ágústu Evu Erlendsdóttur leikkonu. Synir Lilju og Baltasars, Pálmi og Stormur Jón, gefa foreldrum sínum ekkert eftir í myndugleik.

GEISLANDI OG NÝGIFT:

Víkingur Heiðar píanóleikari og nýbökuð eiginkona hans, Halla Oddný, njóta greinilega hveitibrauðsdaganna en þau gengu í hjónband í sumar.

HLJÓÐMAÐURINN OG UMBINN:

Kristinn hljóðmaður, Hjálmur og kona hans, María Rut Reynisdóttir, eru listunnendur en hún er umboðsmaður Ásgeirs Trausta.

FORELDRAKYNSLÓÐIN:

Þau voru með fiðrildi í maganum, Ingvar Sigurðsson og Edda Heiðrún Backmann, en börn þeirra léku stór hlutverk í sýningunni. Snæfríður Ingvarsdóttir þreytti frumraun sína í stóru hlutverki á sviði Þjóðleikhússins sem Gerður í Djöflaeyjunni og óhætt að segja að hún hafi stolið senununni í frábæru einsöngsatriði og háði harða baráttu um sviðsljósið við Arnmund Ernst, son Eddu Heiðrúnar, en hann fór með hlutverk Danna í sýninguni. Óhætt að segja að kynslóðaskipti eigi sér stað á fjölum leikhússins.

MAMMA OG PABBI SAMPER:

Kristjana og Baltasar foreldrar Baltasars Kormáks mættu til að sjá barnabarnið Baltasar á sviði. Framhald á næstu opnu


Framhald af síðustu opnu

ELLIN ÞRJÚ:

Tinna Gunnlaugsdóttir, leikari og fyrrum þjóðleikhússtjóri, Egill Ólafsson, listamaður og listunnandi, í góðu stuði með Ara Matthíassyni, núverandi leikhússtjóra og leikara.

STUND MILLI STRÍÐA:

Tónlistarparið Karl Olgeirsson og Sigríður Eyrún hafa staðið í ströngu þessa dagana en þau nýttu kærkomið tækifæri til að hvíla hugann og mættu í leikhúsið.

LÍKA NÝGIFT:

Ragnar Kjartansson og Ingibjörg Sigurjónsdóttir svífa um í alsælu hveitibrauðsins en þau gengu í hjónaband síðsumars.

EKKI BARA BRAGGABLÚS:

Hann er þekktastur undir nafninu Aggi og á sinn hluta í Djöflaeyjunni, hann heitir Þórarinn Óskar Þórarinsson og mætti í leikhúsið ásamt Pálínu, konu sinni.

LISTRÆN ARNALDS:

Systkinin Eyþór og Bergþóra Arnalds mættu saman á sýninguna og hlökkuðu mikið til.

ENGINN BRAGGABLÚS HÉR:

Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri og Gígja Tryggvadóttir, eiginkona hans, voru kampakát ásamt börnum sínum, þeim Birtu, Jóni Tryggva og Júlíu en hún átti einmitt afmæli sama dag.

HELLISBÚINN OG SONUR:

Bjarni Haukur Þórsson mætti með son sinn í leikhúsið. Bjarni Haukur er búsettu í Svíþjóð en er með annan fótinn hér á landi.


SVAKALEGT SELFÍ:

Gaui litli missti ekki af tækifærinu til að smella í sjálfu með leikhússtjóranum.

LISTUNNANDI NÚMER EITT:

Sveinn Einarsson, fyrrum þjóðleikhússtjóri, lætur sig aldrei vanta á frumsýningar. Hann mætti í fylgd eiginkonu sinnar, Þóru Kristjánsdóttur.

SMEKKLEG:

Hjónin Signý Pálsdóttir og Árni hlökkuðu mikið til.

BISKUPSHJÓNIN:

Karl Sigurbjörnsson og Kristín Guðjónsdóttir eru foreldrar Góa en hann fer með stórt hlutverk í sýningunni og sló í gegn með skemmtilegu söngatriði.

ALLTAF GLÖÐ:

Hjónin Sindri Sindrason og KristbjörgSigurðardóttir brostu sínu breiðasta, þau eru foreldrar sjónvarpsmannsins geðþekka Sindra Sindrasonar á Stöð 2.

ALLTAF SPORTLEGUR:

Umboðsmaðurinn og auglýsingaséníð Valli sport var auðvitað mættur í leikhúsið.

ÞRUSU ÞRENNA:

Björn Blöndal borgarfulltrúi og Sigurbjörg, eiginkona hans, voru spennt fyrir sýningunni líkt og Rúnar Guðbrandsson leikstjóri.


Smáralind – Kringlan – Glerártorg Fylgstu með á Facebook Lindex Iceland #lindexiceland

Give your baby the best start possible with our sustainable choice

Samfella + buxur,

2995,Gildir aðeins af völdum vörum úr Newborn línunni. Þetta tilboð gildir einu sinni og ekki hægt að nota með öðrum tilboðum eða afslætti.

Lindex-IS-3Aug-420x297-Vikan_SOH.indd 2


2016-07-04 08:44


Eva Ruza Milijevic (33) kynnir fallegustu konur landsins:

KYNNTIST EIGINMANNINUM Á SÁLARBALLI

ELSKAR HÁRIÐ SITT:

Eins og sést þá elskar Eva hárið sitt og það elskar hana enda er hún mjög elskuleg manneskja að sögn allra sem þekkja hana og jafnvel þeirra sem þekkja hana ekki.

FRÆGT FÓLK ELSKAR HANA:

Nicky Byrne, fyrrum meðlimur Westlife, var mjög sáttur með þessa mynd af þeim Evu.

Miss Universe Iceland verður haldin með pomp og prakt í Gamla bíói 12. september þar sem gullfallegar yngismeyjar stíga á stokk með vonarglampa í augum um að verða krýndar sem Miss Universe Iceland. Stuðboltinn Eva Ruza Milijevic sér um að kynna keppnina en hún er sjálf reynslubolti þegar kemur að slíkum keppnum.

H

úmoristi á Snapchat ,,Jei, skemmtilegt verkefni,” segir Eva Rut um hennar fyrstu hugsun þegar henni var boðið að vera kynnir Miss Universe Iceland. ,,Ég er alltaf til, ég er búin að vera kynnir á Color Run síðustu tvö sumur og ég tek öllu svona fagnandi.” Eva er einn vinsælasti Íslendingurinn á samfélagsmiðlinum Snapchat en hún tekur þeim vinsældum af mikilli hógværð. ,,Ég er ágætlega vinsæl. Ég er búin að lenda í því undanfarið að fólk þekkir mig og segir: ,,o, my god, þú ert Eva Ruza” en þetta er ekki hlutur sem ég spái í því þegar ég labba inn í Bónus, er ég ekkert að sveifla hárinu,” segir Eva hlæjandi en í dag eru yfir þrjú þúsund manns sem fylgjast með henni á Snapchat.

Vandræðaleg myndbönd

Aðspurð segist Eva ekkert vera stressuð. ,,Maður fær alltaf smávegis í magann en ég veit þegar kemur að þessu þá verður maður til í þetta. Stelpurnar sem taka þátt eru örugglega meira stressaðar, þær þurfa að koma fram á bikiníi, í síðkjólum og svara spurningum á ensku.” Eva hefur alltaf verið mikið fyrir að koma fram að eigin sögn ,,Ég hef alltaf verið mjög athyglisjúk. Það eru til mjög mörg vandræðaleg myndbönd af

mér frá því ég var lítil að setja upp tískusýningar og leikþætti.”

Kynntust á Sálarballi

,,Ég kynnist honum á Sálarballi á Broadway,” segir Eva um Sigurð, eiginmann hennar, en þau hafa verið saman frá því að hún var 17 ára. ,,Þetta var ást við fyrstu sýn, ég hef haldið fast í hann síðan. Hann er fyrsti kærasti minn,” og Eva segir að hann sé fyndinn og það sé henni mikilvægt. ,,Hann má eiga það að hann er mjög fyndinn og hann hlær að mínum bröndurum,” en saman eiga þau sjö ára gamla tvíbura sem heita Marina og Stanko. Húmor er Evu mjög ofarlega í huga þegar kemur að því hvort hún tengir við fólk eða ekki. ,,Ég hef alltaf verið mikill aðdaándi Pétur Jóhanns. Hann er alltaf hress og kátur, mér finnst hann vera með húmorinn á réttum stað og mér finnst það mikilvægt í fari fólks,” segir Eva.

SÚ VINSÆLASTA: HVAÐ SEGIR ÞÚ GOTT: Eva tælir hér myndavélina eins og henni einni er lagið.

Þegar Eva var fegurðardrottning var hún gífurlega vinsæl og þessi mynd er sönnun þess.

LITIR ALLS STAÐAR:

Eva hefur verið kynnir í Color Run síðnustu tvö ár og gert það með frábærum árangri.

Vinsælasta stúlka Reykjavíkur

,,Ég horfði á Ungfrú Ísland, hef gert það lengi,” segir Eva um fegurðarsamkeppnir á Íslandi. ,,Ég hef alltaf fylgst með. Mér hefur alltaf fundist Hrafnhildur Hafsteinsdóttir rosalega flott,” og Eva þekkir þennan heim vel. ,,Ég tók þátt í Ungfrú Reykjavík 2001 og var valin vinsælasta stúlkan,” segir Eva skellihlæjandi.

Á TALI HJÁ EV U:

Eva fór út til Svíþjóðar vegna Eurovision og tók viðtöl . Þau voru góð.


Pítsusamkeppni Gestgjafinn, Wewalka og Gott í matinn efna til samkeppni um bestu pitsuna. Skilyrðin eru að nota tilbúið pitsudeig frá Wewalka og ost að eigin vali frá MS.

.1 verðlaun

.2 verðlaun

.3 verðlaun

Gjafabréf frá Icelandair að verðmæti 100.000 kr. Gjafakort frá Hagkaup að verðmæti 50.000 kr. Ostakarfa frá Gott í matinn og 12 mánaða áskrift að Gestgjafanum.

Gjafakort frá Hagkaup að verðmæti 30.000 kr. Ostakarfa frá Gott í matinn og 6 mánaða áskrift að Gestgjafanum.

Gjafakort frá Hagkaup að verðmæti 20.000 kr. Ostakarfa frá Gott í matinn og 3 mánaða áskrift að Gestgjafanum.

Senda þarf inn nákvæma uppskrift ásamt mynd á hanna@birtingur.is fyrir 14. október. Við veljum 6 bestu uppskriftirnar, bökum í eldhúsi Gestgjafans og kjósum í fyrstu 3 sætin. Dómnefndin verður skipuð ritstjórn Gestgjafans og valinkunnum gestadómurum. Gefnar verða einkunnir fyrir bragð, áferð frumleika og útlit. Verðlaunauppskriftirnar verða svo birtar í kökublaði Gestgjafans.


Díana Arnfjörð (39) er í draumastarfinu:

MARY POPPINS HÁLOFTANNA

FLOGIÐ Á VIT NÝRRA ÆVINTÝRA

„Bros er tungumál sem allir skilja,“ segir Díana og hún er svo sannarlega með heillandi bros sjálf og sjarmerandi. „Það er enginn dagur alveg eins. Þú kynnist ótrúlega miklu af fólki frá öllum löndum,“ segir Díana. „Hjá Wow er svo mikið af frábæru starfsfólki. Ég hlakka til að fara í flug, hvort ég er að fara að fljúga með nýju fólki eða gömlum félögum. Mér finnst alltaf gaman að fara í vinnuna alveg sama hvað klukkan er. Hver dagur færir nýja áskorun. Ég hlakka mest til að lenda í fæðingu um borð.“

Díönu Arnfjörð hlakkar til að mæta í vinnuna alla daga, sama hvenær sólarhringsins það er. Hana dreymdi um að verða flugfreyja frá því að hún var lítil stelpa, en „villtist“ þó aðeins af leið áður en hún lét drauminn rætast. Í dag er hún fyrsta freyja hjá WOW og ætlar hún aldrei að hætta að fljúga. Díana sinnir starfinu af miklum metnaði og alúð og er oft kölluð Mary Poppins háloftanna því hún er með ráð við öllu. Díana hugsar ekki bara vel um farþeganna heldur dekrar hún við samstarfsmenn sína og er jafnvel með það á hreinu hvernig þeir vilja hafa kaffið sitt. Díana er hin fullkomna flugfreyja.

B

ros er tungumálið „Við ætluðum að verða flugmenn saman,“ segir Díana og á þar við sjálfa sig og eiginmann sinn, sem starfar sem tölvunarfræðingur með eigið fyrirtæki. Þær fyrirætlanir breyttust þó, þau eignuðust frumburðinn þegar þau voru ung, fluttu til London og komu síðan heim til Íslands aftur og fluttu síðan til Lúxemborgar þar sem þau bjuggu í tíu ár. „Maðurinn minn var í handbolta og að vinna og svo fórum við á flakk þannig að það varð ekkert úr þessu. En það kæmi mér ekkert á óvart að hann færi seinna í flugið með dóttur okkar. Í dag eru börnin orðin þrjú, tveir

synir, 10 og 20 ára, og dóttir sem er 16 ára. „Dóttir mín er að læra í MR og að læra flug hjá Geirfugli. Yngri sonurinn vill verða flugþjónn en sá eldri hefur ekki áhuga á að fara í háloftin.“

Eiginmaðurinn vissi ekkert

Díönu hætti aldrei að dreyma um flugfreyjustarfið og þegar hún var búsett í Lúxemborg með yngri soninn nokkurra mánaða gamlan, sá hún auglýsingu þar sem Iceland Express auglýsti eftir flugfreyjum. „Ég sótti um og lét eiginmanninn ekkert vita,“ segir Díana og brosir. Svo kom að því að hún var boðuð í


HEFÐBUNDINN VINNUDAGUR FLUGFREYJU:

„Í gær fór ég upp í rúm kl. 20.00, en þegar við förum í morgunflug svona snemma þá er ég komin upp í rúm snemma, gott að ná góðum svefni og þá vakna ég um 1 klst. áður en við erum sótt. Þegar ég var að byrja að vinna við þetta þá voru það alveg tveir tímar fyrir, þá var aðeins meira stress, en já núna vakna ég 50- 60 mínútum fyrir. Það tekur mig um eina og hálfa mínútu að setja upp hárið og um fimm mínútur að gera andlitið tilbúið svo þetta er innan við tíu mínútur. Þá er megnið búið þegar ég er búin með þetta. Síðan hita ég mér egg til að taka með mér og nesti í flug og fæ mér lýsi, vatn og smávegis morgunmat, skelli mér svo í uniformið, skil eftir post it-miða fyrir fjölskylduna hvað þarf að muna í dag og fer yfir hvort ég sé ekki örugglega með allt það sem ég þarf. Ég er komin í pick up allavega tíu mínútum áður en rútan fer, þá hef ég tíma til að redda mér ef eitthvað hefur gleymst og hlusta á góða tónlist, syng mig í gang. Þetta kenndi hún vinkona mín Edda Björgvins okkur. Síðan hitti ég starfslið mitt, við förum yfir flugið, hvert við erum að fara, flugtíma og tölum um öryggisbunað og skyndihjálp og byrjum ballið (flugið). Í dag fer ég til Frankfurt. Það sem er skemmtilegt við starfið er að við förum út um allt, ekki alltaf á sömu staðina. Þegar flugið er búið þá er best að fara úr uniforminu, (þá sérstaklega taka hárið niður og fara úr sokkabuxunum) skella sér í World Class Laugum eða til Rósu í Líkamslögun í smánudd, síðan tekur mömmulífið við.“

DÍANA ATHUGAR HVORT AÐ ALLT SÉ MEÐ Í TÖSKUNNI GÓÐU:

Það er ýmislegt sem leynist í töskunni góðu og Díana grípur oft með sér í næstu búðarferð hluti sem farþegar spyrja um en eru ekki til um borð. Sem dæmi má nefna að einn farþegi gleymdi lesgleraugum heima og núna leynist eitt par í töskunni. Meðal annarra hluta má nefna liti og litablöð, spil, súrefnismæli, blóðþrýstingsmæli, snuð, bleyjur, brunagel, allskonar plástra, nikótíntyggjó, teppi, gömlu húfuna hennar Díönu, („margir stilla sér upp við hurðina áður en þeir ganga inn og þá er gaman að henda húfunni á hausinn á þeim“), eyrnatappa, blindraletur, kórónur, lítil kort sem skrifa má á og óska fólki til hamingju með afmælið/brúðkaupsdaginn eða annað.

BRUGÐIÐ Á LEIK

„Það er svo gaman hjá Wow og stundum fáum við að leika okkur aðeins,“ segir Díana. „Eins og fyrir leikinn Ísland-Frakkland á EM í sumar þá klæddum við okkur upp í búninga og tókum lagið um borð.“

viðtal og skrapp hún því til Íslands. „Síðan þegar ég fékk starfið varð ég auðvitað að láta eiginmanninn vita. Og ég byrjaði á námskeiðinu þegar sonur okkar var bara lítill.“ Díana hefur flogið síðan og myndi ekki vilja gera neitt annað í dag, en hún er þó enn þá að mennta sig. „Ég á einn tölvuáfanga eftir í viðskiptafræðinni og eitt ár í kennó í gamla kerfinu. Núna er ég í fjarnámi í sálfræði við Háskólann á Akureyri af því að mér finnst það nám tengjast svo starfinu. Ég væri til í að enda í fluginu og í starfsmannamálum, ég tími ekki að hætta í fluginu,“ segir Díana. „Ætli ég verði ekki eina 75 ára flugfreyjan.“

Kæru farþegar – velkomnir um borð

Díana segir að flugfreyjustarfið sé ólíkt öðrum störfum sem hún hefur unnið við og sambandið við vinnufélagana nánara. „Þetta verður eins og fjölskylda, eins og í stoppum og svona. Maður kynnist samstarfsfélögunum svo náið og eignast góða vini. Stundum lendir maður í að fljúga mikið með sama

fólkinu. Og það eru nokkrar Mary Poppins í starfinu.“ Vinnufélagarnir vinna ekki bara saman. Þeir hittast utan vinnu og er Díana í saumaklúbbi með nokkrum þeirra. „Svo fórum við í jóga. Maður verður að passa vel upp á heilsuna í þessu starfi,“ segir Díana. „Fyrir mér er góður endir á erfiðu eða skemmtilegu flugi að fara í betri stofuna í World class eða í sogæðanudd. Það hjálpar mér rosa mikið,“ segir Díana.

Fullkomin fluffa

„Að mínu mati þarf hún að vera tilbúin að takast á við allskonar verkefni, brosa, vera þolinmóð, geta verið bæði A- og B-manneskja, jákvæð og skemmtileg. Þú þarft ekki að vera með fimm háskólapróf. Mér finnst voða gott að vera með hjúkku um borð. Við lærum samt öll öryggisatriði, eins og skyndihjálp einu sinni ári,“ segir Díana, „og símenntun í starfinu er mikil og góð.“ Samstarfsfélagarnir tala líka vel saman og miðla reynslunni á milli, bæði góðri og slæmri. „Ef við lendum í einhverju þá fá hinar að frétta það og hvernig brugðist var

við. Þetta starf er svo mikið „teamwork“, þú þarft að vera svo góður í því að vinna með öðrum.“ Díana er fyrsta freyja en segir að þó að hún sé yfir þá líti hún á starfið sem samstarf. „Ég segi sem dæmi: „Ég er fyrirliðinn í dag, mig vantar markmann og skyttu sitt hvorum megin svo leikurinn gangi upp,“ svo við erum öll á sama plani.“

Enginn dagur eins

Hjartastopp frá Alicante er það erfiðasta sem komið hefur fyrir á vakt hjá Díönu, „en við vorum það heppin að það var læknir og hjúkrunarkonur um borð. Við hittum þennan farþega um daginn og hann bauð okkur út að borða, alveg yndislegur,“ segir Díana. „WOW gerði rosalega góða hluti líka.“ En þó að atvik eins og hjartastoppið geti komið fyrir þá eru þau sem betur fer ekki algeng, flestar vaktir ganga sinn vanagang.

Taskan góða

Díana hefur verið kölluð Mary Poppins háloftanna vegna flugfreyjutöskunnar hennar en í henni leynist ýmislegt. Ekkert af dótinu sem þar leynist eru hlutir sem flugfélög gera kröfur

um að flugfreyjurnar þeirra séu með heldur hefur Díana bara bætt í hana ýmsum hlutum sem hún hefur lært í starfinu að geti létt farþegum hennar flugið eða bætt einhverju „extra“ við ferðina til að gera hana eftirminnilegri. Sem dæmi um nokkra hluti má nefna snuð. „Við vorum einu sinni með barn sem grét svo mikið og var búið að týna snuðinu sínu, þannig að ég er með eitt slíkt og ónotað í töskunni,“ segir Díana. Hún fór einnig í Blindrafélag Íslands og bað þá að gera fyrir sig leiðbeiningar um öryggisatriði á blindraletri, hún er einnig með skrifað hjá sér hvernig allir flugmennirnir vilja kaffið sitt, enda sparar það henni að spyrja þá í hvert sinn. Og fyrir heyrnarlausa útbjó hún miða sem hún afhendir þeim þar sem fram kemur lengd flugtíma og „velkomin um borð“ kveðjan sem við sem heyrandi erum tökum eftir þegar lagt er af stað í flug. „Mér líður bara rosalega vel þegar bæði ég og farþegarnir eru ánægðir,“ segir Díana og brosir og ljóst er að þarna fer kona sem elskar starfið sitt og viðskiptavinina og býr yfir þessum x-faktor sem allir góðir starfsmenn búa yfir.


Þorsteinn Baldur Friðriksson (37) var tölvuleikjaprins Íslands:

VANILLUPRINSINN OG SÉÐ OG HEYRT Þorsteinn Baldur Friðriksson hefur á undanförnum fimm árum verið einn mest áberandi athafnamaður Íslands og ekki að ástæðulausu. Hann stofnaði tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla sem á skömmum tíma varð eitt þekktasta fyrirtæki landsins eftir að hafa gefið út snjallsímaleikinn QuizUp. En hann varð skyndilega einn vinsælasti nýi tölvuleikur heims.

A Hanna Heiða (28) datt í lukkupottinn:

HREPPTI

VANILLUPRINSINN A

mor Þorsteinn B. Friðriksson, töframaðurinn í tölvufyrirtækinu Plain Vanilla, hefur fundið ástina og er alsæll. Sú útvalda heitir Jóhanna Ragnheiður Lárusdóttir, alltaf kölluð Hanna Heiða og starfar sem stuðningsfulltrúi hjá Reykjavíkurborg. Þorsteinn, sem er 35 ára, keypti glæsilega hæð og kjallara í húsi við Ægisíðu 96 fyrir nokkrum mánuðum og þar hafa iðnaðarmenn verið að verki sleitulaust síðan en nú sér fyrir endann á því. Þorsteinn gerir ráð fyrir að geta flutt inn í næsta mánuði – og þá með Hönnu Heiðu – ástinni sinni.

Þorsteinn B. Friðriksson (36) er flottur piparsveinn:

HERRA QUIZUP

Á LAUSU

G

óð spurning Velgengni QuizUp er flestum kunn. Spurningaleikurinn hefur farið sigurför um heiminn og haslar sér nú völl í Kína og brátt verður sjónvarpsþáttur byggður á spurningaleiknum sýndur í Bandaríkjunum. Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri Plain Vanilla sem á QuizUp, hefur vakið athygli kvenþjóðarinnar og oft verið nefndur einn heitasti piparsveinn landsins. Hann er nýlega komin úr sambandi og því er spurningaprinsinn á lausu. Það liggur því beinast við að spyrja, hve lengi?

llt búið Allt er breytingum háð, velgengni fyrirtækisins náði flugeldahæð á örskömmum tíma og sprakk út en það kom líka niður með prikinu. Forsvarsmenn fyrirtækisins ákváðu að taka stóran séns þegar þeir ætluðu að stóla á gagnvirkan sjónvarpsþátt byggðan á QuizUp en það átti að gerast í samstarfi við sjónvarpsstöðina NBC. Þau plön gengu ekki eftir og því var ákveðið að skella í lás. Þorsteinn hefur á þessum ævintýraárum Plain Vanilla verið reglulegur gestur á síðum Séð og Heyrt og því vel við hæfi að rifja upp helstu greinar blaðsins um þennan glæsilega athafnamann.

PASSAR VEL VIÐ ÁSDÍSI RÁN

Tölvuleikjaforstjórinn Þorsteinn, forstjóri Plain Vanilla, er Krabbi, hæverskur og lætur ekki mikið fyrir sér fara. Ljónið Ásdís Rán gæti hæglega sett upp „beauty quiz“ fyrir hann og þannig fært fyrirtækið inn á nýjan markað sem Þorsteini hefur jafnvel ekki dottið í hug að fara inn á.


Þorsteinn Friðriksson (36) í Plain Vanilla:

VEÐJAR Á ÁSTINA Samkeppni um ástina hefur færst æ meira úr raunheimum og yfir á hið rafræna svið. Fjölmörg forrit og smáforrit (öpp) og netsíður bjóða upp á makaleit. Eitt þeirra fyrirtækja sem stefnir inn á markaðstorg ástarinnar er fyrirtækið Plain Vanilla en þeir eru með spurningaleikinn QuizUp sem hefur slegið rækilega í gegn.

Á

st „Þegar okkur varð ljóst að QuizUp væri að tengja fólk saman þá ákváðum við að víkka okkur út. Það eru miklu meiri líkur á því að fólk sem hefur sameiginleg áhugamál nái saman. Ein ljósmynd segir ekki mikið um manneskju,“ segir Þorsteinn sem gefur ekkert upp um eigin ástamál. Fjöldi fyrirtækja eru á leikjamarkaðnum en kosturinn við QuizUp er að hann höfðar til svo

breiðs hóps, fólk á öllum aldri um heim allan spilar hann. Í leiknum eru eitt þúsund efnisatriði, þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Ást í leyni

„Markmiðið með nýjungunum hjá okkur er að auðvelda fólki að mynda tengsl. Kannski leynist ástin á QuizUp. Við hjá Plain Vanilla erum spennt fyrir þessum

uppfærslum og erum handviss um að þetta slái öll met.“ Þorsteinn er starfs síns vegna mikið á ferð og flugi, hann flengist stranda á milli í Bandaríkjum á milli þess sem að hann sinnir starfseminni hér heima.

Opnar í New York

„Við erum að opna skrifstofu í New York, það fer fólk héðan út og svo verður ráðinn mannskapur úti.

Við erum alls ekki að draga saman seglin hér á landi, heldur að færa okkur nær auglýsingamarkaðnum, draga úr Skype-fundum. Það er mikilvægt á þessum kvika markaði að vera í nálægð við hann og við teljum það henta okkar starfsemi að vera með útibú í Bandaríkjunum,“ segir Þorsteinn sem rýkur af stað til fundar við starfsmenn sína.

HÚS RÍKA OG FRÆGA FÓLKSINS

Við Ægissíðu stendur eitt glæsilegasta einbýlishús landsins. Ægissíða 96 var byggð árið 1952 og síðan þá hefur fólk nánast barist um að kalla það heimili sitt. Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi Plain Vanilla, býr nú í húsinu og hefur gert um nokkurt skeið. Þorsteinn hefur endurinnréttað húsið að sínum stíl og gert það glæsilega, hann er þó ekki eina þekkta andlitið sem hefur búið á Ægissíðu 96.

Þorsteinn í Plain Vanilla (36) og Friðrika Hjördís Geirsdóttir (37) eru ekki par:

EKKI MEÐ RIKKU „Ég er búinn að heyra þetta en það er ekki fótur fyrir þessu,“ segir athafnamaðurinn Þorsteinn Baldur Friðriksson í Plain Vanilla um orðróm þess efnis að hann og fjölmiðlastjarnan Rikka séu nýjasta parið í bænum – og það alveg sjóðheitt. Þorsteinn segist kannast við Rikku og hún sé yndisleg stelpa en svo ekki söguna meir. Rikka hætti sem kunnugt er fyrir skemmstu með Skúla Mogensen í WOW og á orðrómurinn líklega rætur í löngun almennings á mannamótum til að spyrða hana saman við einhvern annan athafnamann og þar lá Þorsteinn í Plain Vanilla vel við höggi.

S

mart Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, bjó í risi hússins um nokkurt skeið en sá sem flutti inn á eftir henni var lögfræðingurinn Sveinn Andri Sveinsson. Nágranni Hönnu Birnu og Sveins Andra á miðhæð hússins var Ágúst Baldursson kvikmyndaleikstjóri en hann hefur mestmegnis unnið við gerð auglýsinga og starfar mest erlendis. Hann keypti síðan kjallara hússins og opnaði á milli. Listinn er þó lengri en þetta því Eyjólfur Sveinsson athafnamaður, sem átti meðal annars DV í fjölmörg ár, keypti af Ágústi og bjó í húsinu ásamt sambýliskonu sinni, Evu Bergþóru Guðbergsdóttur, fréttakonu til margra ára á Stöð 2, en þau er nú búsett í Bandaríkjunum. Síðan gekk húsið kaupum og sölum þar til Þorsteinn keypti húsið, gerði það upp og býr þar í dag. Sannkölluð veisluvilla.


Karin Kristjana Hindborg (34) er eigandi Nola: GLÆSILEG: GAMAN Í VINNUNNI:

Natalía og Svanborg Signý eru starfsmenn Nola og þar er gaman að vinna.

Karin opnaði nýverið verslunina Nola og það má með sanni segja að viðtökurnar hafi verið jákvæðar enda býður Karin upp á frábær merki.

FERSK OG FALLEG FÖRÐUN Karin Kristjana opnaði nýverið snyrtivöruverslunina Nola. Hún segist hafa fengið hugmyndina að því að opna snyrtivöruverslun þar sem hún taldi skort á mörgum fallegum snyrtivörumerkjum hér á landi. Karin datt í lukkupottinn þegar hún náði að landa hinu stórglæsilega merki Anastasia Beverly Hills og þegar ný verslun er opnuð er að sjálfsögðu fyrsta verk að halda veglega opnunarveislu.

F

örðun „Það gekk alveg ótrúlega vel. Þetta var rosalega gaman og allir ánægðir með þessa viðbót enda eru þetta toppmerki sem við erum með og þau eru að slá í gegn úti um allan heim,“ segir Karin. „Ég var fyrst með þetta merki, Anastasia Beverly Hills, í netverslun og síðan opnuðum við verslun í byrjun júlí. Við tókum síðan inn PRO-línuna núna og erum eini viðurkenndi söluaðilinn á landinu.“

Elskar snyrtivörur

Áhugi Karinar á snyrtivörum er svo mikill að hún ákvað að stofna sína eigin verslun. Það getur þó verið erfitt að koma sér af stað í þessum bransa en það hefur þó gengið ótrúlega vel hjá Karin. „Ég var búin að vera að sminka í átta ár og hef alltaf verið mikill snyrtivöruaðdáandi frá því að ég

var lítil stelpa. Það eru bara til svo rosalega mörg flott merki sem mér fannst vanta hér á landi þannig að ég ákvað bara að taka þetta að mér sjálf. Ég vildi breikka úrvalið hér heima, þess vegna ákvað ég að fara út í þennan bransa,“ segir Karin sem segir að það hafi tekið dágóðan tíma að komast af stað. „Það tók svolítið langan tíma að ná þessu merki inn, Anastasia Beverly Hills, því það er alveg hrikalega stórt. Það var auðvitað smávegis basl í byrjun að stofna svona verslun en um leið og ég var komin með nokkur merki inn þá rúllaði boltinn nokkuð hratt. Ég sérhæfi mig svolítið í því að vera með vörur sem eru með góðum innihaldsefnum. Ég er til dæmis með vegan-vörur og allar vörurnar sem ég býð upp á eru „cruelty-free“. Ég spái mikið í það hvaðan merkið kemur og hver saga merkisins er.“

Vegan-förðun

Snyrtivörumarkaðurinn er harður og ótrúlegt úrval til af snyrtivörum. Karin nær þó að skera sig frá öðrum með því að bjóða meðal annars upp á vegan-förðun en vegan-lífsstíllinn nýtur gríðarlegs fylgis hér á landi og fer ört vaxandi. „Við erum alltaf að bæta við okkur. Nú erum við til dæmis að fara að bjóða upp á förðun. Það er hægt að bóka okkur í nokkrar mismunandi farðanir og það sem skilgreinir okkur meðal annars frá öðrum er að við erum með veganförðun en vegan-fólk er mjög stækkandi hópur hér á landi,“ segir Karin og spurð út í Nola, nafnið á versluninni, segir Karin að stundum sé einfaldleikinn bestur. „Ég vildi bara fá eitthvert nafn sem væri einfalt, auðvelt að bera fram og alþjóðlegt. Það er hugsunin á bak við nafnið.“

FLOTT FÖRÐUN:

Á opnuninni var að sjálfsögðu hægt að fá frábæra förðun.

FRÁBÆR STEMNING:

Opnunin gekk frábærlega og gestirnir skemmtu sér konunglega.

KUNNA ÞETTA:

Gunnhildur Birna, verslunarstjóri Nola, og Karin Kristjana kunna öll helstu trixin þegar kemur að förðun og taka vel á móti viðskiptavinum Nola.



Björk Eiðsdóttir, ritstjóri og blaðamaður (41), fagnar afmæli:

SÉÐ OG HEYRTSTÚLKURNAR KOMA VÍÐA VIÐ Fyrrum ritstjóri Séð og Heyrt Björk Eiðsdóttir, núverandi eigandi og ritstjóri tímaritsins MAN, hélt veglega afmælisveislu þar sem hún fagnaði þriggja ára afmæli tímaritsins. Björk og samstarfsfólk hennar hefur áralanga reynslu af störfum í fjölmiðlum og tóku stóran séns þegar ákveðið var að stofna eigið tímarit.

HIÐ LJÓSA MAN OG HENNAR FÓLK: Ritstjórinn Björk Eiðsdóttir, Karl Ægir, kærastinn hennar, og dóttir Bjarkar, Blær, voru alsæl á afmælisdeginum.

S

SVAKA SKVÍSUR:

María Guðvarðardóttir og Elín Reynisdóttir létu sig ekki vanta og sýndu hvernig ætti að pósa með stæl.

FJÖLMIÐLASTJÖRNUR:

jálfstætt fólk „Ég held að það sem aðgreini okkur frá mörgum þeirra sem reynt hafa að vera ein á báti sé reynslan. Við vissum nokkurn veginn hvað við vorum að fara út í og vorum með báða fæturna á jörðinni. Svo höfum við aldrei verið feimnar við að vinna mikið og það hefur ekkert breyst. Við vinnum alltof mikið en aðeins þannig er þetta mögulegt – svo er líka gaman,“ segir Björk Eiðsdóttir, ritstjóri og eigandi tímaritsins MAN. Björk Eiðsdóttir, ritstjóri MAN, hefur starfað við fjölmiðla í fjölmörg ár og komið víða við, líkt og þekkt er meðal fjölmiðlamanna á Íslandi. Rekstur prentmiðla er ekki alltaf einfaldur og að mörgu að hyggja í því samhengi. Björk hefur sjálf tekið flest þeirra forsíðuviðtala sem birtast á síðum blaðs hennar. „Það er erfitt að gera upp á milli

viðtala – á þessum þremur árum hef ég sjálf tekið þrjátíu þeirra forsíðuviðtala sem hafa birst hjá okkur, þannig að erfitt er að gera upp á milli þeirra. En til að nefna einhverja þá er til dæmis Elísabet Ronalds kvikmyndaklippari eftirminnileg því að hún er svo fersk og ófeimin við að flagga skoðunum sínum og svo er hún líka nettur dólgur, sem ég elska. Dorrit Moussaieff, fyrrum forsetafrú, var líka eftirminnileg af svipuðum ástæðum, þó ólíkar konur séu, svo líka allt havaríið við að mynda á Bessastöðum, en það var skemmtilegt ævintýri að taka þátt í.“ Björk og samstarfsfólk hennar héldu veglega afmælisveislu á Bazaar Oddsson sem er skemmtilegur veitingastaður þar sem áður var stórverslunin JL við Hringbraut.

Andrea Róbertsdóttir, fegurðardrottning, fyrirsæta og fjölmiðlakona, svo fátt eitt af hennar ferli sé tilgreint, var fersk og hress ásamt vinkonu sinni.

SÉÐ OG HEYRT-STÚLKURNAR:

Marta María og Tobba Marinós hafa báðar mikla reynslu úr fjölmiðlum en þær störfuðu báðar sem blaðamenn á Séð og Heyrt fyrir nokkrum árum. Regína, dóttir Tobbu, var með í för og skemmti sér konunglega, enda ber stúlkan nafn með rentu því Regína þýðir einmitt drottning.

ÞESSAR Í ESSINU SÍNU:

Stöllurnar Sigga og Silla skörtuðu snilldarsólskinsbrosi.

HAFSJÓR AF REYNSLU:

Auður Húnfjörð er hin hliðin á MAN, henni var vel tekið af góðum gestum.

„Veislan var frábær þar mættu starfsfólk okkar, viðmælendur, auglýsendur og aðrir velunnarar. Það á alltaf að fagna þegar vel gengur – jafnvel þótt mikið sé að gera og við höfðum alvarlega íhugað að sleppa því í ár. Þrír er töfratala og því fáránlegt að halda ekki upp á þriggja ára afmæli. Það sem kemur okkur kannski mest á óvart er hversu mikil vinna það er að búa til mánaðarlegt glanstímarit. Þó að við höfum verið með fæturna á jörðinni í byrjun þá hefur okkur líklega ekki órað fyrir vinnustundunum fram undan næstu árin. Það eru margir sem koma að hverju tölublaði og handtökin ótal mörg og utanumhaldið tímafrekt. Líklega áttuðum við okkur ekki fyllilega á því í upphafi,“ segir Björk en þær Auður Húnfjörð samstarfskona eru hvergi nærri hættar og ætla að fagna fleiri afmælum í framtíðinni.

DÓTTIR OG SON:

Systkinin Karl og Elín Sigurðarbörn voru staðráðin í að njóta veislunnar.

ERRIN ÞRJÚ, RÁÐHERRA, RITSTJÓRI OG RÍKISLÖGMAÐUR:

Ólöf Nordal innanríkisráðherra, Björk Eiðsdóttir ritstjóri og Guðrún Sesselja, lögmaður hjá ríksilögmanni, renndu í rándýrt bros.


Fannar Elíasson (20) er óhræddur við nálina:

ÁNÆGÐUR Í VINNUNNI:

Fannar stillir sér upp við bjórdæluna á Papas en hann er einmitt kominn með aldur til að dæla af henni, en á Papas ganga allir starfsmenn í öll störf þegar þeir hafa aldur til. Fannar er ánægður í vinnunni og mun starfa þar áfram með skólanum í vetur. Hver veit hvaða vinna og flúr tekur næst við.

MEÐ HVATNINGARORÐ Á RIFBEINUNUM:

Það er eins gott að engin stafsetningarvilla leynist í þessu stóra og flotta flúri en Fannar og Fjölnir Geir Tattoo fóru vel yfir að svo væri ekki.

FERILSKRÁIN

LEGGUR BOTNINN Í STARFIÐ:

Fannar var ekki lengi að hugsa sig um þegar eigendur Papas skoruðu á hann að flúra nafn staðarins á sig. Hann fór strax daginn eftir og uppskar 100.000 kr. frá vinnuveitendunum. Foreldrar Fannars, Laufey Sæunn Birgisdóttir og Elías Magnús Rögnvaldsson, kipptu sér lítið upp við þetta. „Mamma talaði samt um að þetta yrði alltaf á mér en ég hef engar áhyggjur af þessu,“ segir Fannar.

FLÚRUÐ Á RASSINN Flúraður Fannar Elíasson er tvítugur gaur frá Grindavík. Hann, eins og margir nemendur, vinnur með skóla á veitingastaðnum Papas. Hann tekur starfinu létt og gengur nú um með nafn vinnustaðarins flúrað á rassinum.

L

íkamsskraut „Mér finnst þetta bara flott að skreyta líkamann með flúri,“ segir Fannar. Hann er kominn með tvö húðflúr á líkamann, annað tengt áhugamálinu, lyftingum, og hitt er nafn vinnustaðarins. Fyrra flúrið fékk hann sér sumarið 2015 og er það „motivation“ fyrir lyftingarnar. „Þetta er tilvitnun á ensku og ég er með það á rifbeininu,“ segir Fannar. Fjölnir Geir sá um

að flúra Fannar og var farið vel yfir að engin stafsetningarvilla leyndist í textanum. Þrátt fyrir að vera óhræddur við að skreyta líkamann með flúrum ætlar Fannar sjálfur ekki að læra listina. „Ég er á náttúrufræðibraut í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stefni á að verða dýralæknir,“ segir Fannar.

Tók áskorun frá yfirmönnunum Fannar

fékk

sér

annað

flúrið

fyrir þremur vikum síðan eftir að vinnuveitendur hans, Þormar Ómarsson og Gylfi Arnar Ísleifsson, eigendur Papas, skoruðu á hann. „Ég þurfti ekkert að hugsa þetta lengi og fór bara strax næsta dag,“ segir Fannar. En Sigrún Rós á Bleksmiðjunni sá um að merkja hann vinnustaðnum varanlega, á rassinum! Vinnuveitendurnir bara hlógu að því að Fannar hefði tekið áskoruninni en stóðu að sjálfsögðu við sitt og Fannar uppskar 100.000 kr. fyrir uppátækið. Stefnir hann á að enda með ferilskrána á rassinum? „Já, ef ég mun fara að vinna á fleiri stöðum þá er alveg pláss fyrir fleiri flúr,“ segir Fannar og hlær.


Svavar Sigursteinsson (36) hannar bönd fyrir alla: GAMAN AÐ ÆFA:

Það þarf ekki að fara í líkamsræktarstöð til að æfa með TWI-böndunum. Það er þægilegt að geta skellt þeim á sig heima og taka síðan nokkrar æfingar.

ÁKÖF:

Lilja og Svavar æfa ekki bara ákaft heldur eru þau einnig harðduglegt fólk. Mestur tími Svavars fer í böndin á meðan Lilja starfar sem framkvæmdastjóri rannsóknar- og þróunarsviðs hjá líftæknifyrirtækinu Genis.

ALVÖRU KÚPA:

Þegar Svavar bjó í Bandaríkjunum veiddi hann meðal annars villisvín ásamt félaga sínum en það er ekki fyrir alla að stökkva ofan á villisvín og rista það á hol.

SVAVAR SAUMAR STYRKTARBÖND Svavar Sigursteinsson og eiginkona hans, Lilja Kjalarsdóttir, eru mikið íþróttafólk. Lilja var fyrirliði Stjörnunnar í knattspyrnu og er gömul landsliðskona í knattspyrnu en Svavar hefur tekið þátt í aflraunum, Hálandaleikum og fitness. Þau vita bæði að íþróttum geta fylgt meiðsli og hafa því ákveðið að sauma bönd sem bæði geta komið í veg fyrir meiðsli og hjálpað til við að losna við þau. Train With Intensity-böndin, eða TWI til styttingar, hafa svo sannarlega slegið í gegn.

T

WI „Ástæðan fyrir því að við byrjuðum með þetta var sú að ég var að keppa á Hálandaleikum og í aflraunum í Bandaríkjunum og náði að rústa á mér hnénu. Það var mælt með þessum gúmmiteygjum sem margir þekkja en þær voru bara óþægilegar, alltaf að slitna og rífa í hárin og svona,“ segir Svavar. „Við fórum að hugsa um það

hvernig væri hægt að betrumbæta þetta. Við erum ekkert að finna upp hjólið hérna en þessar teygjur eru úr mjúku efni og eru þægilegar. Við prófuðum þetta á aflraunamönnunum í Jakabóli til að gá hvort þetta myndi slitna en þetta heldur gríðarlega vel.“

Saumar sjálfur

„Þetta byrjaði bara þannig að ég

settist við saumavélina og er enn þá að. Ég keypti fullt af efni og ætla bara að halda áfram að sauma þangað til það er búið. Þá get ég séð hvernig stærðirnar á þessu eiga að vera og byrjað svo að panta eftir því,“ segir Svavar og bætir við að hann sé ekkert náttúrutalent á saumavélina. „Ég fékk nú bara saumavélina frá frænku konu minnar lánaða og síðan kenndi konan mín mér að þræða vélina. Ég er alls enginn fatahönnuður en er ágætur á saumavélinni. Ég hef verið að keppa í fullt af íþróttum, aflraunum, fitness og á Hálandaleikum og var bara að reyna að finna mér eitthvað sem virkaði. Ég var ekki að finna það hér heima þannig að ég prófaði bara að fara á fullt í þetta og það virkaði fyrir mig.“

Konur stór markhópur

„Við byrjuðum að auglýsa böndin og komumst að því að konurnar eru stærsti markaðshópurinn. Þetta tekur mikið á lærin og rassinn til dæmis þannig að það verður allt stinnt og flott. Við höfum mætt út um allt land með fríar kynningar. Við erum búin að vera dugleg að fara á staði þar sem kannski markaðurinn er ekki mjög stór, eins og til dæmis Patreksfjörð og Ísafjörð,“ segir Svavar og það má svo sannarlega segja að teygjurnar séu að slá í gegn. „Líkamsræktarstöðvar hafa haft samband við okkur og vilja búa til sérstaka tíma úr þessu, bara eins og spinning eða TRX-tíma. Sjúkraþjálfarar hafa verið að mæla með þessu og kvennalandsliðið


EINBEITTUR:

Svavar tekur sig vel út fyrir framan saumavélina en hann saumar hvert band af mikilli nákvæmni og það sést á vörunni. Böndin eru mjúk og þægileg en einnig gríðarlega sterk.

*BAMM* *BAMM* !HÚH!:

Að sjálfsögðu er hægt að fá böndin í íslensku fánalitunum, enda frábær íslensk hönnun.

í fótbolta er einmitt með þetta þannig að þetta gengur mjög vel hjá okkur.“ „Það eru tveir þjálfarar byrjaðir að auglýsa TWI-tíma, bara svona eins og spinning-tíma, og eins og ég sagði áðan þá er þetta alveg gríðarlega vinsælt hjá konum,“ segir Svavar og bætir við að þetta sé fyrir alla. „Þetta er frábært fyrir þá sem eru til dæmis með hné- eða mjaðmameiðsli. Það eru margir sem nota þetta í uppbyggingu á hnjám og mjöðmum. Þetta hjálpar til að styrkja mjaðmirnar og ef þú ert með sterkar mjaðmir þá ertu með sterk hné og sterkt bak. Það sem er einstaklega ánægjulegt er að sjúkraþjálfarar eru að benda á okkur því þeir vita að þetta virkar. Þetta er í raun fyrir alla, hvort sem

það er venjulegt fólk, íþróttamenn eða aflraunafólk. Þetta er einnig frábært fyrir nýbakaðar mæður, það er líka hægt að nota þetta hvar sem er, hvort sem það er heima hjá þér, uppi í sumarbústað eða í ræktinni.“

Meira á leiðinni

Þrátt fyrir að TWI-böndin njóti gríðarlegra vinsælda þá er Svavar ekkert að slaka á. Hann er nú þegar byrjaður með næstu vöru. „Við erum búin að vera að þróa band sem er fyrir tennisolnboga og „runners- og jumpersknee.” Þau hafa virkað alveg rosalega vel. Við erum ekki að panta þetta að utan, við erum að búa þetta til sjálf þannig að við rekumst á alla gallana á leiðinni og lögum þá. Þessi nýju bönd eru hins vegar að virka það vel að sjúkraþjálfarar eru byrjaðir

að benda á okkur, þrátt fyrir að við séum ekki einu sinni byrjuð að framleiða þetta.“ „Böndin hjálpa vöðvanum, undir hnénu til dæmis, að ná sér. Bandið fer alveg utan um hnéð eða olnbogann. Við erum að fara í þetta bráðum, það er bara svo mikið að gera hjá okkur þessa stundina að við komum þessu ekki alveg strax að. Það er hins vegar góður höfuðverkur að eiga við, við bjuggumst ekki við svona rosalega miklum vinsældum,“ segir Svavar en hann þekkir það vel að þurfa að ná sér eftir íþróttameiðsli þar sem hann starfaði lengi sem þjálfari í Bandaríkjunum og hefur keppt í fjölda íþrótta. „Ég var að þjálfa í Bandaríkjunum í Metroflex Gym, sem er gamla ræktin hans Ronnie Coleman sem er

einhver albesti vaxtarræktarkappi allra tíma en hann hefur unnið titillinn Mr. Olympia átta sinnum. Maðurinn sem á það gym er svona „Texas-pabbi“ minn. Við náðum vel saman og gerðum skemmtilega hluti. Eitt sinn veiddum við villisvín saman og ég á einmitt hauskúpuna af því. Þá notar þú hunda til að elta uppi svínin og þegar hundarnir hafa náð svíni þarftu að vera snöggur að hugsa, stökkva á svínið og stinga það, þetta er nokkuð brútalt,“ segir Svavar og bætir við að hann vonist til að gera TWI að sinni aðalvinnu. „Ég vinn aðeins í Perform í Kópavogi en annars er ég á fullu í teygjunum. Planið er að gera þetta að minni aðalvinnu og einbeita mér bara að þessu.“


Áslaug Guðrúnardóttir (43) er listunnandi:

FYRSTA EINKASÝNINGIN:

ALDREI

Thulin Johansen varð 70 ára nýverið og opnaði af því tilefni sína fyrstu einkasýningu og jafnframt stórafmælissýningu. Thulin ber aldurinn vel og er í fantaformi, bæði við myndlistartrönurnar og í starfinu, en hann hefur starfað sem stefnuvottur í 35 ár. Upphaflega átti hann aðeins að leysa Hauk Morthens af en Thulin ílengdist heldur betur í starfinu. Hann er listamaður í tómstundum og starfar af miklum krafti með Grósku, félagi áhugalistamanna í Garðabæ. Það verður spennandi að fylgjast með kappanum á næsta áratug á þessu sviði.

SKORTUR Á GÓÐRI LIST Myndlistin er ein af tjáningarformum listamanna og sem betur fer fyrir unnendur góðrar myndlistar er nóg til af flinkum listamönnum á þessu sviði. Tveir þeirra opnuðu sýningar um síðustu helgi: Thulin Johansen opnaði afmælissýningu sína í listasalnum Grósku, Garðatorgi í Garðabæ, og Hildur Bjarnadóttir opnaði sýninguna Vistkerfi lita á Kjarvalsstöðum.

L

ist er góð „Myndlistarkonan Hildur Bjarnadóttir er í doktorsnámi í myndlist í Noregi og hún er annar Íslendingurinn sem það gerir,“ segir Áslaug. „Hildur er búin að vinna að sýningunni í þrjú ár og er með miklar og stórar hugmyndir. Hún sem sagt litar silkiefni og þræði úr jurtum sem vaxa á landi sem hún á í Flóanum, þar sem vinnustofa hennar er. Hver silkidúkur er

litaður úr einni ákveðinni jurt. Svo litar hún úr þræðina sem hún vefur myndverkin úr með sama hætti. Myndverkin líta út eins og málverkastrigi.“ Vel var mætt á sýningu Hildar og góð stemning. „Við héldum að það yrði kannski léleg mæting en svo var ekki, það var fullt hús. Svo daginn eftir var listamannaspjall og þar var einnig góð mæting.“

STJÓRNA AF LIST:

Ólöf Kristín Sigurðardóttir er sýningarstjóri á Kjarvalsstöðum, og þar á meðal sýningar Hildar, og Áslaug Guðrúnardóttir er kynningarstjóri Listasafns Reykjavíkur.

Á KJARVALSSTÖÐUM, EKKI Í KÍNA:

LJÚFIR LISTUNNENDUR:

Huld Ingimarsdóttir, skrifstofustjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, og borgarfulltrúinn Elsa HrafnhildurYeoman nutu listarinnar.

Unnur Guðjónsdóttir, sem er þekkt fyrir Kínaklúbb sinn og góðar og fróðlegar ferðir um Kína, er mikill unnandi myndlistar og má oft sjá hana sem gest á myndlistarsýningum.

LISTFENG SAMAN:

Gunnar Gunnarsson, sálfræðingur og myndlistarmaður, kynnti sér listina ásamt Jódísi Hlöðversdóttur, systur Bryndísar Hlöðversdóttur ríkissáttasemjara.



Hanna Rún (26) og Nikita (29) á flakki með litla prinsinn:

FORMLEGA ORÐIN STJÖRNUPAR:

Hanna Rún og Nikita eru fyrst íslenskra dansara til að verða „stjörnupar“ en nafnbótina fá 50 efstu pörin af tæplega 3.000 á alþjóðlega heimslistanum.

HEIMSÓTTU AFA OG ÖMMU Í FALLEG MÆÐGIN:

Vladimir í góðum höndum móður sinnar á ströndinni.

OFURHUGI:

Vladimir litli er sannkallaður ofurhugi og hikaði ekki við að skella sér upp í gin hákarls.

Danshjónin Hanna Rún Bazev Óladóttir og Nikita Bazev fluttu í sumar til Ítalíu ásamt syni sínum Vladimir Óla Bazev. Hanna Rún hefur orðið Íslandsmeistari á hverju ári síðan 1997 ef frá eru talin árin 2012 þegar hún veiktist og 2014 þegar hún var ólétt að Vladimir Óla. Hún hefur nokkrum sinnum verið valin dansari árins og varð íþróttakona Garðabæjar árið 2010. Saman státa Hanna Rún og Nikita af besta árangri sem Íslendingar hafa náð á heimsmeistaramóti og Evrópu-bikarmóti í latin-dönsum.

K

eppa fyrir Ísland „Eftir að Vladimir litli fæddist fyrir tveimur árum settum við okkur hjónin það markmið að verða eitt af fimmtíu bestu danspörum í heiminum. Við höfðum verið nálægt því áður en nú vantaði um 600 sæti til að ná markmiðinu. Á alþjóðlega heimslistanum eru um 2.800 pör en á undraverðan hátt tókst okkur að ferðast um heiminn, safna sigrum og komast inn á topp fimmtíu. Við hlutum þá nafngiftina „stjörnupar“

en við erum fyrst íslenskra dansara til að ná þeim árangri,“ segir Hanna Rún.

Nýtt hús á Ítalíu

Í sumar tók litla dansfjölskyldan ákvörðun um að flytja frá Þýskalandi yfir til Ítalíu. Þau höfðu fundið stórt og fallegt hús á góðum stað. Í garðinum getur Vladimir Óli leikið sér með bíla eða við skemmtilega hundinn í næsta húsi. Þau stöldruðu þó ekki lengi við í nýja húsinu heldur fóru

beint í vikuferð til Caorle til að taka átt í Team Diablo-æfingabúðunum. „Team Diablo eru stærstu æfingabúðir í heimi þar sem 580 pör frá 50 löndum æfa frá 05:45 til 23:00 á kvöldin. Sem betur fer eru stundum pásur sem er hægt að nota til að versla eða fara á ströndina. Vladimir Óla finnst stöndin æði og hleypur út um allt með pabba sínum. Hann er frekar stórtækur skeljasafnari en skeljarnar fara með heim svo hægt sé að föndra eitthvað fallegt með mömmu,“ segir Hanna Rún. „Við fórum öll saman út að borða í Caorle til að fagna tveggja ára brúðkaupsafmælinu. Svo var farið í göngutúr í bænum og sá stutti var æstur í að prófa öll leiktækin. Eftir góða viku á Caorle var stutt stopp heima áður en haldið var til Rússlands að heimsækja fjölskyldu Nikita.“


NÝJASTA ÆÐIÐ AÐ SAFNA SKELJUM:

Feðgarnir Vladimir og Nikita leituðu að fallegum skeljum á ströndinni og munu eflaust föndra eitthvað fallegt úr þeim.

FÓRU Í SIGLINGU MEÐ VINAFÓLKI:

Fjölskyldan sigldi yfir á eyju þar sem grillið var tekið fram og gleðin var við völd.

HÖRKUKROPPAR:

Nikita og Hanna Rún eru í stórkostlegu formi enda ekki við öðru að búast hjá einu besta danspari heims.

ENGINN SVANGUR:

Nikita sá um að grilla fyrir allan hópinn svo enginn yrði nú svangur. Svo hélt litla dansfjölskyldan brátt aftur heim á leið til Ítalíu.

FLUTT Í ÆÐISLEGT HÚS Á ÍTALÍU:

Fjölskyldan flutti frá Þýskalandi í sumar og kom sér fyrir á Ítalíu. Nýja húsið er á fullkomnum stað þar sem er nóg pláss og hægt að leika sér í garðinum einnig fékk Vladimir Óli inngöngu í ítalskan leikskóla.

U Í RÚSSLANDI!

Litli prinsinn í fjölskyldunni vill helst prófa öll leiktækin.

Heimsóttu afa og ömmu í Rússlandi

Dansfjölskyldan ákvað að heimsækja vinafólk og fjölskyldu í Rússlandi. Foreldrar Nikita, amma, afi, langamma og litli bróðir tóku vel á móti þeim. „Það var 30 stiga hiti og Vladimir aðstoðaði langömmu Galinu við að vökva garðinn. Þetta var alveg frábært þar sem við gátum gætt okkur á alls kyns berjum, ávöxtum, grænmeti og frábæru hunangi úr býflugnabúi afa gamla,“ segir Hanna um dvölina í Rússlandi. „Eftir siglingu með vinafólki okkar var komið að kveðjustund. Fyrst fórum við samt í veiðiferð með fjölskyldunni. Afinn veiddi fiska sem fóru á grillið fyrir utan þann litla sem Vladimir Óli vildi sleppa. Nikita grillaði svo ofan í mannskapinn svo enginn færi svangur heim.“

ELSKAR LEIKTÆKI:

BÓMULLARBRÚÐKAUP Í CAORLE:

Nikita og Hanna Rún héldu upp á 2 ára brúðkaupsafmælið í Caorle þar sem þau voru í æfingabúðum.


LENTI Í SLAGSMÁLUM VIÐ ORLANDO BLOOM

Leikarinn Orlando Bloom var allt annað en sáttur við orð sem Justin lét falla í garð Miröndu Kerr, fyrrum eiginkonu Orlando Bloom, á skemmtistað sem þeir voru á. Leikarinn reyndi að kýla Justin en hann náði að beygja sig og koma sér í burtu.

eiminn skoðar h

JUSTIN BIEBER GERIR SKANDAL Íslandsvinurinn Justin Bieber hefur verið í sviðsljósi fjölmiðla frá því að hann var sextán ára gamall. Fyrir marga sem verða heimsfrægir svo fljótt og svo ungir getur öll þessi athygli haft gríðarlega mikil áhrif á sálarlífið. Á þessum árum hafa fréttir af söngvaranum knáa ekki alltaf verið jákvæðar og óhætt er að segja að hann hafi gert marga skandala á þeim tíma.

HANDTEKINN FYRIR AÐ KEYRA FULLUR

Virkilega heimskulegt hjá kappanum en ekki aðeins var hann fullur að keyra heldur var hann þegar búinn að missa bílprófið og streittist á móti lögreglunni þegar hún reyndi að handtaka hann. Myndin sem var tekin af honum á lögreglustöðinni er hins vegar gullfalleg, hann má eiga það.

LAMDI BÍLSTJÓRANN SINN

Í hinu friðsæla landi Kanada gaf Justin sig fram við lögreglu eftir að hafa verið kærður af bílstjóra sínum fyrir að ráðast á sig.

MYNDAÐUR AÐ KOMA ÚT AF HÓRUHÚSI

SAGÐI RASÍSKAN BRANDARA

Nýlega var myndband af 15 ára gömlum Justin sett á Netið þar sem hann sagði tvo rasíska brandara og notaði orðið „nigger“ í því samhengi.

Hann var 19 ára þegar hann var myndaður að koma út af einu frægasta hóruhúsi Brasilíu umvafinn laki og öryggisvörðum. Margir benda á þetta atvik sem fyrstu vísbendingu þess að þarna hafi söngvarinn hætt að vera krúttlegur drengur og orðið að manni sem var kominn í ruglið.

GRAFFAÐI Á ALMANNAEIGN

Eftir að hafa heimsótt brasilískt hóruhús ákvað söngvarinn að taka upp spreybrúsa og spreyja á vegg án leyfis og var sektaður um háa fjárhæð. Myndin er sömuleiðis einstaklega tæp og rasísk að mati margra.


FJÖLSKYLDA

JUSTIN BIEBERS

JEREMY BIEBER

Faðir söngvarans knáa. Þó að samband Jeremy við móður Justins hafi ekki gengið eftir hafa þau haldið góðu sambandi alla tíð síðan. Jeremy kenndi Justin að keyra og á gítar og kenndi honum lög eftir Bob Dylan, Deep Purple, Metallica og Jimi Hendrix. Í dag starfar hann sem smiður og í byggingarvinnu en á sínum yngri árum keppti hann í MMA-bardögum. Hann er faðir Jazmyn Bieber og Jaxon Bieber sem eru hálfsystkini Justins.

Justin Bieber er kannski einn frægasti söngvari heims en hann væri ekki á þeim stað sem hann er í dag ef ekki væri fyrir fjölskyldu hans. Hún hefur verið stoð hans og stytta í gegnum súrt og sætt.

GEORGE BIEBER

Afinn George Bieber hefur lítið verið í sviðsljósinu en hann vill meina að barnabarninu sé sama um sig og ömmu sína. „Hann hringir aldrei og stundum held ég að honum sé sama um okkur. Ég verð hryggur því að líf okkar í dag er frekar lélegt. Ég get ekki unnið vegna veikinda svo að við höfum litlar sem engar tekjur. Hann var svo stór hluti af lífi okkar en nú er eins og hann sé ókunnugur. Ég þakka Guði fyrir að við eigum tíu önnur barnabörn,“ sagði George um söngvarann.

PISSAÐI Í SKÚRINGARFÖTU

Í myndbandi sem tekið var á skemmtistað í New York-borg var söngvarinn sýnilega blindfullur. Á leið sinni í bakherbergi staðarins stoppaði hann og meig í nærliggjandi skúringafötu meðan hann öskraði: „Fjandinn hafi Bill Clinton.“

JAXON BIEBER

Fæddur árið 2009 og hann elskar bróður sinn. Hann er kallaður Litli Bieber, Prinsinn og Litli Justin af aðdáendum söngvarans.

PATTIE MALLETTE

Pattie var aðeins 17 ára þegar hún varð ólétt að Justin. Hún þótti sjálf efnileg leik- og söngkona þegar hún var yngri og kom fram í sjónvarpsþáttum sem slík. Hún var í upphafi umboðsmaður Justins en þegar hann varð stórstjarna ákvað hún að stíga til hliðar. Árið 2012 gaf hún út bók með endurminningum sínum þar sem hún fór yfir erfiða æsku sína en henni var nauðgað, hún var rekin úr skóla og handtekin fyrir þjófnað á sínum yngri árum.

GRAS Í EINKAÞOTUNNI

Lögreglan í Detroit leitaði í einkaþotu Justins að grasi og fann helling af því en fylgdarlið hans sagðist bera ábyrgð á því. Sagt er að flugmennirnir hafi þurft að fljúga flugvélinni með gasgrímur vegna þess hve mikið gras var reykt um borð í vélinni meðan hún var á lofti.

JAZMYN BIEBER

Hálfsystir poppstjörnunnar sem fæddist árið 2008. Hún er kölluð Jazzy af vinum sínum en hún kallar bróður sinn Boo Boo. Aðdáendur Justin Biebers ákváðu í sameiningu að hún yrði kölluð Prinsessan þegar hún væri rædd á spjallborðum kappans.


Sigríður Beinteinsdóttir (54) býður til tónlistarveislu:

LIFNA VIÐ Í HÖRPU Söngdívurnar Sigríður Beinteinsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Ragnheiður Gröndal og Sigríður Thorlacius slá röddum saman í Hörpu í október þar sem þær heiðra minningu einnar virtustu og vinsælustu söngkonu sem Ísland hefur alið, Ellýjar Vilhjálms, en Ellý hefði orðið áttræð 28. desember 2015. Fjóreykið skipa ólíkar söngkonur, en þær ná einstaklega vel saman, bæði á sviðinu og utan þess og bera greinilega mikla virðingu fyrir viðfangsefninu, Ellý, og hver annarri.

S

mellpassa saman „Hugmyndin um að halda Ellýjartónleika kom upphaflega frá Guðrúnu,“ segir Sigga. „Ellý hefur verið okkar uppáhald bara frá því að við Guðrún vorum litlar stelpur.“ Guðrún bætir við að líklega haldi flestar íslenskar söngkonur upp á Ellý. „Hún á svona stað í hjarta okkar allra.“ „Ég hlustaði ekki mikið á þessa tónlist þegar ég var lítil,“ segir Sigríður. „En eftir því sem ég varð eldri þá læddist hún inn, enda er Ellý svo stór, hún er bara ein þarna á stalli. Maður finnur hvað maður verður ríkari að hlusta á þessa tónlist.“ „Við erum auðvitað af annarri kynslóð,“ segir Guðrún og

skellihlær, „við vorum bara með eina útvarpsstöð.“ Ragga var orðin 25 ára þegar hún eignaðist safndisk með Ellý. „Ellý var mögnuð söngkona, allar útsendingar svo flottar og allt í hæsta gæðaflokki. Þetta eru allt ódauðlegar upptökur og það þekkja þetta allir, allavega af vissri kynslóð. Við erum fyrst og fremst að heiðra minningu hennar, þessarar sterku flottu konu.“ Sigríður bætir við að Ellý hljóti að hafa verið rosalegur karakter, „það hallmælti henni enginn, hvorki samstarfsmenn né aðrir, fólk bara dýrkaði hana.“

Virðing fyrir viðfangsefninu

„Það er greinilegt að Ellý valdi ofan í sig efnið, þetta hentar henni

allt svo vel,“ segir Sigga. Guðrún nefnir sem dæmi um gæði söngsins söngleikjaplötu Ellýjar sem var tekin upp í London. „Þarna syngur hún með hljómsveit, það var bara ýtt á upptöku og hún byrjar að syngja,“ segir Guðrún. „Upptaka byrjaði að morgni og endaði að kvöldi og þá var bara plata komin með 12-14 lögum og tilbúin. Á tímum Ellýjar var það algengt að tónlistarfólk spilaði fyrir gesti á böllum sex daga í viku. „Maður varð bara að vera góður,“ segir Sigga. Það var ekkert hægt að taka pásu þegar maður var ekki í stuði eða slappur. „Ellý var með allan pakkann,“ segir Sigga. „Maður ber virðingu fyrir þessu ævistarfi og við hvaða aðstæður fólk á þessum tíma söng, það fór um með rútu og söng alls staðar um landið. Þetta hefur ekki verið neitt smávegis ferðalag og álag. Þetta voru þvílíkar stórstjörnur á þessum tíma,“ segir Guðrún. „Fyrst var barnaskemmtun yfir daginn, svo tók við leikrevía, svo smávegis djasslög áður en ballið byrjaði og svo ball fram undir morgun.“

Raggi Bjarna hefur sagt Guðrúnu eina og eina sögu af Ellý. „Hún var svo góð við hann og þegar hann var með leikþætti stóð hún og hvíslaði út í væng. Hann greinilega heyrði aldrei neitt eða hún hvíslaði svona lágt, þannig að hún kom bara fram á svið, skellti handritinu í fangið á honum og sagði „Lestu þetta bara sjálfur!“ segir Guðrún. Apasagan er auðvitað fræg, en Ellý smyglaði apa frá Spáni til Íslands. „Hún var bara með hann í töskunni og svo bjó hann hjá henni þar til hún gafst upp, eins og ég skil vel,“ segir Guðrún. „Svo var honum komið fyrir hjá góðu fólki í Hveragerði og þetta var apinn sem við skoðuðum í Eden. Í minningunni er þetta risastór górilla, en svo var þetta bara Línu Langsokks api,“ segir Guðrún og þær Sigga skellihlæja. Það er ljóst að Ellýjarskvísurnar skemmta sér konunglega saman og ljóst að von er á innilegum, persónulegum og skemmtilegum Ellýjartónleikum í Hörpu í október.


NÆSTA KYNSLÓÐ TEKUR VIÐ KYNDLINUM

„Þær voru val númer eitt og við erum svo glaðar að þær vildu vera með,“ segir Guðrún og á þá við Röggu og Sigríði. „Við Sigga erum fullar af aðdáun, við sitjum bara til hliðar og hlustum á þær og finnst þær vera bestu söngkonur landsins.“ „Þær fara svo vel með efnið og texta og okkur fannst þær passa svo vel inn í þessa tónlist,“ segir Sigga. „Við sitjum á hliðarlínunni líka og dáumst að þeim,“ segir Sigríður og á við Siggu og Guðrúnu. „Það er rosalega gaman að vera bara í svona söngkvennahópi. Við erum allar mjög ólíkar, samt geta allar sungið saman, það er sami skilningur á tónlistinni en hver og ein samt með sitt. Við eigum líka auðvelt með að syngja allar fjórar saman sem er ekki sjálfgefið.“

SKAPA EIGIN VERKEFNI

Ellýjarskvísurnar segja það ekki mikið mál að vera söngkonur í dag. „Ég held maður þurfi svolítið að búa verkefnin til, fá hugmyndir og framkvæma þær, þora að framkvæma þær,“ segir Sigga. Guðrún segir Siggu mjög drífandi að koma hlutunum í framkvæmd, meðan hún sé sjálf aðeins varkárari. Sigga segir símann hafa hringt stanslaust eftir Eurovision-ævintýrið kringum 1990. „Þá var klikkað að gera í nokkur ár. En eins og landið liggur í dag, þá eru dansleikir og sveitaböll dottin út, enginn að gefa út geisladisk, þannig að við þurfum að búa til okkar eigin gigg.“ „Á einhverjum tímapunkti er maður að taka mörgu, en svo er æðislegt að vera kominn á stað þar sem að maður getur valið það sem hentar manni,“ segir Sigríður. „Svo þarf maður líka sjálfur að kasta upp einhverjum boltum. Það er óskastaðan að geta valið það sem hentar manni.“ „Já stundum hringir síminn og maður er ráðinn til að vinna ákveðið verkefni eins og til dæmis að syngja í jarðarför, brúðkaupi eða ýmsum viðburðum,“ segir Ragga. „Svo verður maður að leggja inn sjálfur ef að maður vill vera í öðru en því sem maður er ráðinn í. Hvar vil ég vera eftir tíu, tuttugu ár?“ „Maður þekkir það þegar maður er búinn að vera lengi í bransanum að hann fer í hæðir og lægðir, kúnstin er að lifa af lægðirnar,“ segir Guðrún. „Ef að þú ætlar að vera í bransanum verður þú að þrjóskast við, láta þig hafa þessar lægðir ef þær koma og búa þér til verkefni af því að það kemur alltaf eitthvað.“ Ellýjarskvísurnar kannast ekki mikið við sumarfrí og segjast jafnvel ekki kunna við að taka sér langt sumarfrí.

SÖNGFERILLINN VAR EKKI ALLTAF FYRSTA VAL

Þó að Ellýjarskvísurnar séu allar landsþekktar söngkonur þá áttu þær eins og aðrar ungar stúlkur drauma um að vera fjölmargt áður en söngurinn tók við. „Mig langaði að verða margt og gera milljón hluti; dýralæknir, blómakona,“ segir Sigríður. „Blómabúð Siggu Tholl,“ leggur Sigga til. „Ég byrjaði svo rosalega ung eða um 15 ára í Samfés,“ segir Ragga. „En ég man eftir að vilja verða flugfreyja, búðarkona en svo hef ég mikla ástríðu fyrir jóga, en mitt fyrsta val var alltaf tónlistin.“ „Þegar ég var krakki kom söngurinn voða fljótt og mér skilst að ég hafi byrjað að syngja fjögurra fimm ára fyrir allskonar fólk,“ segir Sigga. „Þegar maður var að horfa á Eurovision sem lítill krakki og hugsaði, vá þetta er eitthvað sem mig langar að gera þegar ég verð stór. Mig langaði að verða sálfræðingur, hjálpa fólki og einu sinni langaði mig að verða innanhússarkitekt.“ „Mig langaði að vera leikkona,“ segir Guðrún. „Ég var þriggja fjögurra ára þegar ég sat upp í gluggakistu og var að performa fyrir bangsa og dúkkur sem ég hafði raðað á gólfið, svo dró ég gardínurnar til og frá og klappaði fyrir sjálfri mér.“ Og þær skvísurnar skellihlæja allar. „Mér finnst gaman að tala líka,“ segir Guðrún. „Það er nú kostur við hana Guðrúnu að hún er svo skemmtileg,“ segir Sigga og þær hlæja allar aftur.


bíó

The Breakfast Club (1985):

Þekktustu leikarar 80´s-tímans saman í mynd Myndin er ein af þeim klassísku frá níunda áratugnum og inniheldur rjómann af vinsælustu leikurum yngri kynslóðar þess tíma: Emilio Estevez, Judd Nelson, Ally Sheedy og Molly Ringvald til að nefna nokkra. John Hughes leikstýrir, framleiðir og skrifar handrit. Myndin fjallar um fimm unglinga sem tilheyra mismunandi klíkum í skólanum og neyðast til að sitja eftir vegna hegðunarbrota einn laugardag saman í skólanum. Þau kynnast hvert öðru þennan dag og komast að því að þau eru mun meira en steríótýpur. Myndin inniheldur einnig lag Simple Minds, Don´t You Forget About Me. IMDB 7,9.

R U L L E K S N N I L Ó K S AFTUR Á Haustið hefur bankað upp á samkvæmt dagatalinu og rútínan, blessuð rútínan sem svo margir fagna, því komin til að vera fram að næsta sumri. Eitt af því sem fylgir haustinu er að skólarnir byrja aftur með tilheyrandi skólabókakaupum, námskrám, lærdómi og nýjum og gömlum vinum. Hér eru nokkrar skólamyndir sem hafa slegið í gegn meðal áhorfenda um allan heim og eru margar þeirra orðnar klassískar á meðal bíóáhorfenda.

Clueless (1995):

Grease (1978):

Myndin sem kynnti Travolta og Newton-John fyrir okkur Dans- og söngvamyndin Koppafeiti, eins og myndin hét í íslenskri þýðingu í Háskólabíói forðum, fjallar um Sandy og Danny sem kynnast og verða skotin eitt sumar. Tilviljun ræður því að Sandy byrjar síðan í sama menntaskóla þar sem Danny er forsprakki aðalstrákaklíkunnar í skólanum og Sandy er góða stelpan og ekki nógu töff og kúl. John Travolta og Olivia Newton-John leika aðalhlutverkin og urðu bæði stórstjörnur í kjölfarið. Bæði myndin og platan með tónlistinni nutu mikilla vinsælda á sínum tíma. IMDB 7,2.

School Of Rock (2003):

Rokk, skólarokk. Jack Black leikur rokksöngvara og gítarleikara í kröggum sem rekinn er úr hljómsveit og ræður sig sem afleysingakennara í virtum einkaskóla. Þegar hann sér að nokkrir nemenda hans búa yfir tónlistarhæfileikum stofnar hann hljómsveit með þeim í því skyni að vinna tónlistarkeppni og geta greitt leiguna. IMDB 7,1.

Mean Girls (2004):

Góða stelpan eða vinsæla stelpan. Lindsay Lohan leikur Cady sem hefur verið í heimakennslu og byrjar í fyrsta sinn í skóla 16 ára í menntaskóla. Þar kynnist hún sætu stelpunum í aðalklíkunni og verður brátt jafnandstyggileg og þær. Myndin rekur svo hvernig Cady tekst á við þessar nýju vinkonur, gamla vini og sæta strákinn sem hún kynnist. IMDB: 7,0.

Tískudrós hjálpar fólki að finna ástina. Alicia Silverstone leikur hina dekruðu og forríku Cher og er myndin lauslega byggð á bókinni Emma eftir Jane Austen. Cher rífst stöðugt við stjúpbróður sinn, Josh, leikinn af Paul Rudd, en hann hefur meiri metnað í lífinu en að vera vinsæll og sætur og er lögfræðingur. Cher er góð í að hjálpa vinum sínum að finna ástina og kemur einnig einmana kennurum saman. En mun hún finna ástina sjálf og hafa metnað til að læra í skólanum? Sjónvarpsþáttaröð og bækur fylgdu í kjölfar myndarinnar sem er löngu orðin klassísk meðal aðdáenda hennar. IMDB 6,8.

Ferris Bueller´s Day Off (1986):

Skróp í skóla er bara vesen. Hér er önnur mynd úr smiðju John Hughes en hann leikstýrir, skrifar handrit og er meðframleiðandi. Matthew Broderick leikur Ferris Bueller sem þarf nauðsynlega að skrópa í skólanum af og til og beitir ýmsum brögðum til að það gangi upp. Við fylgjumst með einum skrópdegi hans þar sem hann platar kærustu sína og besta vin sinn til að skrópa með sér. Skólastjórann grunar þó að brögð séu í tafli og ætlar sér að nappa Ferris og félaga hans. IMDB 7,9



Fjölnir Tattoo (51) reddaði vegg og flúraði heila helgi:

FLOTTUR HÓPUR: Fjölnir fékk vegg handa Jóhönnu til að graffa á og um leið og það fréttist vildu fleiri taka þátt. Ludvig Lewinsky var ekki lengi að stökkva á tækifærið sem og annar einstaklingur sem vill ekki láta nafns síns getið.

KÓNGURINN:

Fjölni Tattoo þekkja allir íslenskir áhugamenn um húðflúr. Hann er einfaldlega kóngurinn í flúrinu.

ALLTAF MÁ FLÚRI Á SIG BÆTA:

Þetta bak er orðið vel skreytt en enn er smápláss fyrir meira.

LISTAVERK Á VEGGJUM OG FÓLKI STÓRSTJARNA:

Jóhanna er ein sú færasta í flúrum.

Icelandic Tattoo Expo var haldið í fimmta sinn. Fjölmargir húðflúrarar mættu til að sýna list sína og þyrstir húðflúrsáhugamenn biðu í röðum eftir því að fá nýtt flúr. Fjölnir Geir Bragason, Fjölnir Tattoo, er eflaust þekktasta andlit húðflúrsmenningarinnar á Íslandi og hann lét sig að sjálfsögðu ekki vanta á hátíðina. Hann stóð þó í öðrum verkefnum einnig því hann reddaði vegg í Reykjavík fyrir Jóhönnu Bluebird, stórstjörnu í húðflúrsheiminum, til að graffa á.

L

istaverk „Þetta eru listamenn sem koma úr öllum áttum. Þetta er alveg súperhæfileikaríkt fólk og það sem það tekur sér fyrir hendur verður alltaf að snilld,“ segir Fjölnir. „Þau hafa verið að graffa í Svíþjóð. Hvert sem Jóhanna Bluebird fer þá langar hana að graffa einn vegg. Hún spurði mig hvort hún gæti fengið einn vegg til að graffa og mér

tókst að redda henni vegg. Ludvig Lewinsky fékk veður af þessu og langaði að vera með. Þegar Jóhanna byrjar þá stökkva fleiri til. Jóhanna er magnaður listamaður og mjög þekkt í okkar heimi. Hún hefur verið valinn besti húðflúrsmeistari Svíþjóðar mörg ár í röð. Hún er alveg ótrúleg. Lenti á landinu klukkan tvö og var mætt klukkan fjögur í bæinn og


GAMAN SAMAN:

Það er gaman að geta spjallað við húðflúrarann og slegið á létta strengi.

FURÐULEG SKEMMTIATRIÐI: EINN SÁ BESTI:

Gunnar V., sem Séð og Heyrt hefur áður fjallað um, mætti á hátíðina en það voru einungis útvaldir sem fengu flúr frá þessum manni en hann er einn sá allra besti í heimi.

Skemmtiatriðin á hátíðinni voru mörg og stundum furðuleg. Þetta „gimp“ fékk að finna til tevatnsins, mörgum til mikillar ánægju.

„BEAUTY IS PAIN“:

Það getur verið misvont að fá sér húðflúr. Þessari fannst það mjög vont.

UPPHAFIÐ:

Hér má sjá flúrarann Kai flúra mann í bólivískum stíl og notaði við það upphaflegu aðferðina, slegið á stöng sem hefur nál á endanum.

SMART Á SKART:

Svanur hjá Tattoo og Skart stendur fyrir Icelandic Tattoo Expo og hann var hress eins og alltaf.

RÓLEGT OG ÞÆGILEGT:

Það er gott að geta komið sér vel fyrir áður en maður fær sér húðflúr eins og þessi sem tók því rólega á meðan bak hennar var flúrað.

fór strax að mála. Hún er algjör dugnaðarforkur.“

Alltaf að læra

Fjölnir var að sjálfsögðu mættur á Icelandic Tattoo Expo, bæði til að flúra og til að fylgjast með. „Hátíðin gekk alveg rosalega vel, þetta er mjög sérstök stemning. Það er frábært að fá svona hæfilekaríkt og duglegt fólk, þetta eru allt miklir vinnuþjarkar,“ segir Fjölnir sem segist, þrátt fyrir mörg ár í bransanum, alltaf vera að læra eitthvað nýtt. „Það er mjög vinalegt samband þarna inni og það er frábært að fylgjast með því sem aðrir eru að gera. Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt, sjá hvernig aðferðir aðrir eru að nota þrátt fyrir að í grunninn sé þetta allt það sama.“

ÁTÖK:

Þessi fékk sér húðflúr á ristina og eins og sést á svipnum getur það verið óþægilegt.

GOTT GRAFF:

Ludvig fékk að graffa á vegginn og gerði það af stakri snilld.


stjörnukrossgáta SKADDA

PLATA

ER

SMÁBÝLI

KÆLA

GALGOPI

UMHYGGJA

Í RÖÐ

TÍMABIL

VIÐMÓT

FYLKI

DRÁTTARBEISLI

SMÁGREIN

HOPP ÞJÓNUSTUFRÍA STÚLKA

FÍFLAST KLÆÐI

KÚNST

ÆFA

VÖRUMERKI

MENNTA

KJÖKUR

BRAGUR LITA

MEGIN

UXI

Í RÖÐ

ÞANGAÐ TIL

SKRAMBI

TRÉ STARF

TRÚARLEIÐTOGI FRAMKVÆMA

NÝLEGA FRÁRENNSLI

TIND

ÓSKORÐAÐ

GARGA

FRÁ

SKRAUTSTEINN

SJÁ UM

SLEN

BÁRA

YFIRLIÐ

MÆLIEINING

TÖF

TVEIR EINS

KNÆPA

Í RÖÐ

DRUNUR

BÓKSTAFUR

ÁTT

DRYKKUR SKÍTUR

MUNNI

OFBJÓÐA

ANGIST

VIÐUR

HÓLMI

SJÓN

SKÓLI HVORT

KÚGUN

VAFI

TVEIR EINS

LIÐUGUR FYRIR HÖND

ERLENDIS

INNILEIKUR

ÞUNN KAKA

EYRIR

SVIKARI

MATREIÐA

ARR

HNOÐAÐ ANGAN

STJÓRNPALLUR DVALDIST Á FÆTI

KJÁNI

FÆÐI

HLUTDEILD

TÍÐINDI ÁRATALA

ÍÞRÓTT

STREITA HARLA

SIGTUN HITA

SKRÁ

TÚN

STÖNGULENDI

EYÐAST

HÁÐ

PLAT

FORMÓÐIR

TVEIR EINS

SÖNGLA LÉLEGUR

HEIMSÁLFU

ANDI

FAÐMUR FISKUR

ERLENDIS FLÓN

TÍMAEINING

LOFTTEGUND

ORÐTAK

FLÍK

GJALDA TALA

IÐN

SKÓLI

TVÍSTRA

FRÁ

HÆRRA

FRÁRENNSLI

FLAN

ÓÐAGOT

FITA

TÁLBEITA

GAMALL

LOGA

MUNNVATN

FYRIRGANGUR

GRÚA

MÁNUÐUR


2X

HRAÐVIRKARI en venjulegar Panodil töflur*

Prófaðu Panodil® Zapp Verkjastillandi og hitalækkandi

* Grattan T.et al., A five way crossover human volunteer study to compare the pharmacokinetics of paracetamol following oral administration of two commercially available paracetamol tablets and three development tablets containing paracetamol in combination with sodium bicarbonate or calcium carbonate European Journal of pharmaceutics and Biopharmaceutics 2000;49 (3). 225‑229. Panodil® Zapp filmuhúðaðar töflur. Inniheldur 500 mg af parasetamóli. Ábendingar: Vægir verkir. Hitalækkandi. Skammtar: Fullorðnir og börn eldri en 12 ára (40 kg): 1 g 3‑4 sinnum á sólarhring, að hámarki 4 g á sólarhring. Í sumum tilvikum geta 500 mg 3‑4 sinnum á sólarhring verið nægileg. Frábendingar: Verulega skert lifrarstarfsemi. Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna. Ef þú tekur annað lyf samtímis sem einnig inniheldur parasetamól er hætta á ofskömmtun. Stærri skammtar en ráðlagðir eru geta valdið lífshættulegum eiturverkunum. Ef grunur er um ofskömmtun skal tafarlaust leita læknis. Leitið ráða hjá lækninum áður en Panodil Zapp er notað, ef þú ert með háan hita, einkenni um sýkingu (t.d. hálsbólgu) eða ef verkirnir vara lengur en í 3 daga, ef þú ert með skerta lifrar‑ eða nýrnastarfsemi, næringarástand þitt er slæmt, t.d. vegna áfengismisnotkunar, lystarleysis eða vannæringar. Þú þarft hugsanlega að taka minni skammta þar sem lifrin gæti annars orðið fyrir skemmdum. Ef þú tekur mörg mismunandi verkjastillandi lyf samtímis í langan tíma getur þú fengið nýrnaskemmdir og hætta verið á nýrnabilun. Ef þú tekur Panodil Zapp við höfuðverk í langan tíma getur höfuðverkurinn orðið verri og tíðari. Hafðu samband við lækni ef þú færð tíð eða dagleg höfuðverkjaköst. Láttu alltaf vita að þú sért á meðferð með Panodil Zapp þegar teknar eru blóð‑ eða þvagprufur. Það getur skipt máli varðandi rannsóknaniðurstöðurnar. Almennt getur venjubundin notkun verkjalyfja, sérstaklega ásamt öðrum verkjastillandi lyfjum, leitt til viðvarandi nýrnaskemmda og hættu á nýrnabilun (nýrnakvilla af völdum verkjalyfja). Panodil Zapp inniheldur 173 mg af natríum (7,5 mmól) í hverri töflu. Taka skal tillit til þess hjá sjúklingum sem eru á natríum‑ eða saltskertu fæði. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með hjartabilun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi: GlaxoSmithKline Consumer Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.

Panodil-Zapp-Red button_A4-ICE.indd 1

23/02/16 09:21


móment

brynjar Birgisson

„ÞÚ MÁTT BRUNDA YFIR ANDLITIÐ Á MÉR“ Fyrir nokkrum árum síðan var ég nemandi í Kvikmyndaskóla Íslands, sem var að mestu leyti frábær reynsla. Eins og gefur að skilja þá þurfa nemendur sem stunda kvikmyndanám að kvikmynda. Í einum ákveðnum áfanga átti bekkurinn að þýða atriði úr erlendum bíómyndum yfir á íslensku og taka atriðin upp. Okkur var úthlutað myndavélum og leikurum en annars máttum við útfæra atriðin á þann veg sem við vildum. Við vorum nokkrir ungir menn saman í bekk og allir vildum við verða næsti Stanley Kubrick, Uwe Boll eða Sidney Lumet og vorum tilbúnir til að hjálpa hver öðrum á því ferðalagi. Ef ég á að vera algjörlega hreinskilinn þá man ég ekki hvaða atriði ég valdi og skiptir það litlu máli. Það sem skiptir öllu máli er atriðið sem Trausti, bekkjarbróðir minn, valdi. Hann valdi atriði úr kvikmyndinni Leaving Las Vegas þar sem vændiskona sefur hjá aðalsöguhetjunni á hótelherbergi, ef minnið svíkur mig ekki. Trausti vildi hins vegar útfæra þetta á sinn eigin máta og vildi að maðurinn hefði selt allar eignir sínar fyrir utan eina dýnu og væri á kojufylleríi. Trausti var nokkuð naskur þegar kom að framleiðslu og setti sig í samband við fasteignasölu sem leyfði honum að taka upp atriðið í kjallaraherbergi í tveggja hæða húsi í Reykjavík. Við mættum galvaskir á staðinn, tilbúnir í ævintýri. Við vorum mættir með myndavélar, hljóðupptökugræjur, ljósabúnað og allt heila klabbið. Við komum fyrir dýnu og tómum áfengisflöskum og biðum eftir leikurunum, karli og konu á þrítugsaldri. Þau höfðu útskrifast úr Kvikmyndaskólanum af leiklistarbraut árinu á undan og því talsvert sjóaðri en við í tökum. Þau komu sér í búninga og var leikkonan nokkuð létt og djarflega klædd og átti að sitja klofvega yfir mótleikara sínum sem lá á dýnunni, á bakinu, allt atriðið. Eins og gengur og gerist var atriðið æft nokkrum sinnum og hafði Trausti það alveg á tæru hvernig hann vildi hafa hlutina. Myndavélin átti að vera svona og lýsingin svona. Hann fór yfir atriðið með leikurunum af nákvæmni meðan við hinir stilltum öllum upptökubúnaði upp. Svo hófum við að taka atriðið upp, af fullri alvöru, og verður að segjast að atriðið var nokkuð gróft, málfarslega séð, að mati sumra. Við tókum atriðið tvisvar sinnum upp og gekk vel en Trausti ákvað að gera þetta einu sinni til viðbótar. Þegar atriðið var hálfnað sagði leikkonan eftirfarandi setningu, klædd sem hálfnakin vændiskona. „Þú mátt ríða mér í rassinn og þú mátt brunda yfir andlitið á mér. Passaðu að það fari ekki í hárið, ég var að þvo það.“ Um leið og leikkonan kláraði þessa setningu sáum við að í hurðargættinni stóð fasteignasali með tvenn miðaldra hjón sér við hlið sem trúðu ekki eigin augum eða eyrum. Þau voru mætt í opið hús en þess í stað gengu þau inn á okkur að taka upp kvikmynd sem var í þeirra augum greinilega klámmynd. Ég elska að vera listamaður.

ÍRAFÁR:

„Ein gömul og góð frá Írafárstímanum. Það voru góð ár. Ótrúlega skemmtilegur tími með frábæru fólki í bandinu.“

BRÆÐURNIR: „Við bræðurnir, sennilega í kringum 1981, ég er líklega tveggja ára á þessari mynd. Ég er þessi litli í miðjunni. Óli Fannar, um það bil sex ára, vinstra megin við mig og Hjörtur Freyr, í kringum tíu ára, hægra megin.“

HÁRPRÚÐUR:

„Á öðru ári í MH, alltaf að æfa mig á gítarinn og safna hári. Stórkostlegt hár!“

FYRSTI SKÓLADAGURINN:

„Fyrsti skóladagurinn, með glænýja tösku á bakinu, heima á Klaustri.“

TVEIR FLOTTIR Á SVIÐI:

„Þarna erum við Kiddi Grétars á sviði í Eldborg að lifa okkur inn í spilamennskuna í Tinu Turner showinu.“

GIFTUR:

„Við Þorbjörg giftum okkur 29. september 2007. Þá voru eldri tveir strákarnir okkar eins og hálfs og þriggja og hálfs árs gamlir og enn þá tvö ár í yngsta pjakkinn.“

V L


lEiftur liðins tíma

UNGLINGSÁRIN:

„Ég er sennilega svona 15-16 ára þarna.“

EINN AF STRÁKUNUM:

„Ég er yngstur af þremur bræðrum og við eigum samtals 8 stráka! Engin stelpa hefur fæðst í fjölskylduna síðan mamma fæddist 1949! Við hittumst oft, öll hjörðin og þá er mikið stuð, við ákváðum að taka mynd af okkur þremur með synina átta og það var eins og að smala saman köttum. Allir á ferð og flugi, alltaf einhver að hlæja og einhver ekki að horfa í myndavélina.“

SKÍRÐUR:

„Á skírnardaginn. Eitthvað pinku ósáttur.“

VIGNIR SNÆR LÍTUR TIL BAKA Gítarleikarinn, söngvarinn, lagahöfundurinn og einn af eigendum skemmtistaðarins Græna herbergið í Lækjargötu, Vignir Snær Vigfússon er einn af bestu og vinsælustu gítarleikurum þjóðarinnar. Hann hefur nóg að gera bæði í tónlistinni og einkalífinu en Vignir Snær er giftur og faðir þriggja drengja. Vignir Snær opnar myndaalbúm sitt fyrir lesendum Séð og Heyrt.

FJÖLSKYLDAN:

„Við Þorbjörg með syni okkar þrjá um síðustu jól, Hrafnkel Daða, Arnald Loga og Egil Hrafn og hundastelpuna okkar hana Hnetu. Gassi vinur okkar og snillingur tók myndina.“

UPPÁHALDS:

„Þessi er í algjöru uppáhaldi. Þarna er ég með Tinnu Lind Gunnarsdóttur, leikkonu og æskuvinkonu minni, að leika á ganginum á Skerjavöllum á Kirkjubæjarklaustri þar sem við ólumst upp sitthvoru megin við götuna. Við erum svona þriggja-fjögurra ára þarna. Ég er að sjálfsögðu með dótagítar og Tinna er í karakter. Snemma beygist krókurinn!“

VINIR SJONNA:

„Rétt áður en við í Vinum Sjonna fórum á svið í Düsseldorf 2011.“


FLOTTUSTU

Stundum er fyrsta farrými ekki nóg fyrir fína og fræga fólkið og þá er bara eitt í boði, að fjárfesta í einkaþotu. Þessar þotur eru engin smásmíði og verðmiðinn eftir því. Hvort sem þær eru skreyttar með gulli, stórar, litlar, gamlar eða nýjar þá eiga þær það sameiginlegt að lúxusinn og þægindin eru í fyrirrúmi.

EINKAÞOTUR STJARNANNA FLUGMAÐURINN

John Travolta (62) flýgur sjálfur: Stórleikarinn John Travolta er eflaust frægasti flugmaður í heimi. Leikarinn á hvorki meira né minna en sjö flugvélar en þar á meðal má finna Boeing 707, Bombardier Challenger 601, Boeing 727 og þrjár Gulfstream-þotur. Leikarinn er mjög fær flugmaður og flýgur alla jafna þotunum sínum sjálfur. Þá hefur hann einnig breytt veröndinni hjá sér í flugskýli.

„VENJULEGA“ ÞOTAN Tom Cruise (54) á G4:

Einn vinsælasti hasarleikari síðustu ára, Tom Cruise, á að sjálfsögðu einkaþotu. Tom fer þó ekki ótroðnar slóðir með sinni þotu en hann á eitt stykki af G4, Gulfstream-þotu, sem er mjög vinsæl á meðal ríka og fræga fólksins en hún kostar 36 milljónir dollara en það eru rúmlega fjórir milljarðar króna.

LITRÍKI EIGANDINN

Mark Cuban (58) fílar stórar vélar:

Athafnamaðurinn Mark Cuban, sem er meðal annars eigandi körfuboltaliðsins Dallas Mavericks, er ótrúlega litríkur karakter. Hann elskar að vera miðpunktur athyglinnar og hvert sem hann fer er fjör. Það er því ekki við öðru að búast en að Cuban fljúgi um í klassavél en hann fjárfesti í Boeing-þotu fyrir 144 milljónir dollara sem eru hvorki meira né minna en 17 milljarðar króna. Þetta er þó bara klink fyrir Cuban og alls ekki eina þotan hans því hann á aðra Boeing-vél og þrjár Gulfstream-þotur.

GULL ÚT UM ALLT

Donald Trump (70) lifir hátt:

Forsetaefni repúblikana, auðjöfurinn Donald Trump, lifir svo sannarlega hátt og hefur gert það síðustu áratugi. Hann er einn allra áhugaverðasti maður heims og hefur gert það gott í viðskiptalífinu. Trump-nafnið er hans vörumerki og með því skreytir hann byggingar sínar og að sjálfsögðu flugvélina sína en þar er um að ræða eina glæsilegustu flugvél heims. Boeing 757vél Trumps hefur allan þann lúxus sem hægt er að ímynda sér. Trump elskar gull og sýnir það bersýnilega í þotunni sinni en inni í henni er nánast allt skreytt gulli. Hnífapörin eru úr gulli og jafnvel sætisólaslíðrin eru einnig úr gulli. Það mætti færa ágætisrök fyrir því að ef Trump skyldi ná kjöri sem forseti Bandaríkjanna væri hann að fara niður á við hvað varðar klassa í flugvélum en þótt vélin hans kosti „aðeins“ 100 milljónir dollara, 11,6 milljarða króna, sem er einn fjórði af því sem Air Force One-vél forseta Bandaríkjanna kostar er lúxusinn töluvert meiri hjá Trump.


UNDIR PARI Tiger Woods (40) á geggjaða G5:

Tiger Woods var eitt sinn óstöðvandi þegar kom að því að spila golf. Hann var langbesti golfari heims áður en persónuleg vandamál hans tóku yfir en þrátt fyrir það sem Tiger hefur gengið í gegnum í fjölskyldulífinu á hann enn nóg af peningum og lifir hátt. Fyrrum besti golfari heims er ekkert að fara að ferðast um með Easy Jet heldur á hann hreint út sagt geggjaða Gulfstream G550, hlaðna lúxus og þægindum, sem fæst á 53 milljónir dollara eða um sex milljarða króna.

ALVEG EINS

Oprah Winfrey (62), Celine Dion (48) og Steven Spielberg (69) eiga eins þotu:

Oprah, Celine Dion og leikstjórinn Steven Spielberg eru sannkallaðir hákarlar þegar kemur að skemmtanabransanum. Oprah er þekktust sem drottning sjónvarpsins, Celine Dion er einhver alvinsælasta söngkona heims og kvikmyndir Steven Spielbergs eiga ákveðinn stað í hjörtum flestra. Þau eiga þó eitt annað sameiginlegt og það er að öll eiga þau einkaþotu af gerðinni Global Express XRS sem kostar litlar 42 milljónir dollara sem gera um 4,9 milljarða íslenskra króna.

GRÍN Á G5

Jim Carrey (64) á G5:

Jim Carrey er einn vinsælasti og frægasti gamanleikari heims. Hann hefur leikið í fjölda kvikmynda og munar ekkert um það að kaupa sér eina Gulfstream 5-vél á 60 milljónir dollara, sjö milljarða króna. Leikarinn elskar einkaþotuna sína enda varla annað hægt þegar maður ferðast með þessu móti.

BANDÍTINN

Roman Abramovich (49) flýgur með stæl:

Þoturnar gerast ekki miklu flottari en sú sem rússnenski milljarðamæringurinn og eigandi knattspyrnuliðsins Chelsea FC, Roman Abramovich, á. Þessi Boeing 767 er sérhönnuð fyrir kappann og útbúin öllum þeim lúxus sem hægt er að troða í eina vél. Roman hefur líka fundið skemmtilegt nafn á vélina en hann kallar hana „The Bandit“ eða Bandítinn. Þetta er ekki eina vélin sem Abramovich á en hún er svo sannarlega sú flottasta. Þrátt fyrir að líta eðlilega út í fyrstu kemur svo sannarlega í ljós hvernig fjármálin hjá Roman standa þegar vélin er skoðuð betur. Hún er þakin gulli og gimsteinum sem hefur verið komið fallega fyrir, bæði utan á og innan í vélinni. Vélin gæti allt eins flutt forseta Bandaríkjana, svo örugg er hún, og verðmiðinn er ekkert grín, 270 milljónir dollara eða um 31 milljarður króna.

SÚ ALLRA FLOTTASTA

Barack Obama (55) er á forsetavélinni:

Forseti Bandaríkjanna þarf að geta stokkið upp í vél hvenær sem er og þá dugir ekkert slor. Air Force One-vélin er einhver fullkomnasta flugvél allra tíma. Sú sem er í notkun þessa stundina er Boeing 747-200B og kostar allt í allt um 400 milljónir dollara í framleiðslu, sem gera um 46 milljarða króna. Þessi flugvél er í raun Hvíta húsið í háloftunum þar sem forsetinn hefur allt sem hann þarf til að stjórna landinu. Það er heldur ekki til öruggari flugvél en hún er útbúin öllum þeim öryggisbúnaði sem þú getur ímyndað þér.


STEFÁN ÖRN STEFÁNSSON (36): ztebbi

Bifreiðasmiðurinn Stefán er búsettur á Ísafirði og við fáum að fylgjast með honum í vinnunni og veðurblíðunni fyrir vestan. Stefán vinnur einn og hendir því oft í eintal við sjálfan sig milli þess sem hann breytir bíldruslum í eðalvagna.

PÉTUR ÖRN GUÐMUNDSSON (44): gramedlan

Leikarinn og söngvarinn Pétur Örn er mjög virkur á Snapchat. Við getum vaknað með honum alla morgna, fengið okkur kaffi, klappað kisunum hans og svo hendust við með honum á æfingar og upp á svið í Hörpu, svo eitthvað sé nefnt. Síðan bjóðum við honum góða nótt.

SÓLI HÓLM (33): soliholm

Útvarpsmaðurinn, skemmtikrafturinn og eftirherman Sóli Hólm leyfir okkur að fylgjast með daglegu lífi sínu, bæði heima og heiman. Hversdagsraunir í bland við skemmtilegar uppákomur tengdar vinnunni hans.

R I G E L I T M M E K S R STÓ STRÁKAR SNAPPA

Snapchat er fyrir löngu orðinn aðalsamskiptamiðill Íslendinga, alla vega þeirra af yngri kynslóðinni. Forvitni okkar, athyglisþörf og óþolinmæði fær þar að njóta sín, enda getur hver mynd/myndband orðið lengst 10 sekúndur. Frægir einstaklingar eru flestir duglegir að nýta sér Snapchat enda verða þeir að vera hæfilega sýnilegir svo þeir gleymist ekki. Hér skoðum við nokkra skemmtilega stráka sem snappa, bæði fræga og minna þekkta.

JÓHANN G. JÓHANNSSON (44): joijohannsson

Leikarinn Jói er virkur á Snapchat og við fáum að fylgja honum á leiksviðinu, í tökur, viðtöl og fleira. Hann er líka stundum að leika í útlöndum og að sjálfsögðu snappar hann þaðan.

HJÁLMAR ÖRN JÓHANNSSON (42): hjalmarorn110

Hjálmar Örn vinnur á bílaleigu og hendir í nokkra karaktera sem flestir hafa slegið í gegn. Sem dæmi má nefna femínistann Karl Önnuson Magnason Sigrúnarson.

TRUKKAVAKTIN: trukkavaktin1

Hvað er skemmtilegra en töffarar á stórum trukkum? Hér fáum við að fylgjast með nokkrum trukkabílstjórum, bæði heima og erlendis, sem skipta snappinu á milli sín og taka okkur með í trukkaferðalag hvenær sem er sólarhringsins.

ÞÓRIR SÆMUNDSSON (35): thorirsaem

Leikarinn Þórir bregður sér í gervi ólíkra aðila, bæði íslenskra og erlendra, á milli þess sem hann hendist í ræktina, vaknar með blóm í hárinu eða bregður sér í útvarpsviðtöl. Við fáum einnig að fylgja honum á svið leikhússins.


ðu me

ra pa

um

um

v l it á ef n

p a r a ðu S -

út

- Sp a r a

f n um - S

ve f num Eitt læri

HÚS OG HÍBÝLI

4 uppskriftir og meðlæti

Sólrún Bragadóttir stofnar heildrænan söngskóla

9. tBL. 2016

GIRNILEGAR BOLLAKÖKUR SÚKKULAÐI-FONDUE QUICHE LORRAINE

Innlit í sumarbústað

anna tara talsmaður

rÁÐ endaþarmsmaka á íslandi FYRIR FJALLGÖNGUNA

bláber í boðinu

næsta

Grænkál bláber læri dill buff kaldar kökur ● ●

5 690691 160005

kósí

hjá Siggu ElEfSEn þar SEm allir litir Eru vElkomnir

1.995 kr. kr. verð 2.195

kaos og

FRUMKVÖÐULL ÁRSINS 2016

7. tbl. 08. tbl. 2015 2016

„Kemst hvergi ef ég leita sökudólga allt mitt líf“

bazaar veitinGastaður

hörkukvendið opnar sig um

690691 050009 050009 55 690691

KRISTJANA JENNÝ OPNAR SIG UM GAMALT LEYNDARMÁL

Grænmetisbuff í frystinn

æskuna, erfiðleikana í skóla ÞorBJÖrG og það sem gengur á í JensdÓttIr fitness-heiminum blaaa...

grænkál

dill

Uppáhaldssnyrtivörur Kim Kardashian

5 690691 200008

Nr. 29 18. ágúst. 2016 Verð 1.495 kr.

Rikka og Haraldur pólfari Sigurbjörn, faðir Áslaugar Örnu, geislaði af gleði með kærustunni

FERSKUR BLÆR Í SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM

SOONG-SYSTUR

8. tbl. 8. árg. 2016 Verð 1.895 kr.

Gerir lífið skemmtilegra!

ÁSTFANGNAR FJALLAGEITUR

Reyndu að sameina Kínverja í baráttunni við Japani 1937

st markahæ Sjöunda inum! í heim

t Lára Margrédóttir Viðars

Ert þú feimin?

RÁÐ SEM HJÁLPA!

SVÖL

NAGLALIST

Takk og bless

ÞINGMENN KVEÐJA

Stjórnaði uppreisn indíána í Perú

SAGAN ÖLL

SPURNINGAR OG SVÖR

Hvenær var Egiftaland víðfeðmast? tíma tók l Hve langan að reisa Eiffelturninn? ki var l Hvaða skriðdre algengastur á árunum 1939-1945?

l

7

SVARTHÖFÐI

MIÐALDIR

Hæfileikarík og heillandi

ERLA WIGELUND HÉLT LISTMÁLARINN HJARTNÆMA RÆÐU UNGFRÚ ÍSLAND

TÚPAC AMARU II

mjög umdeildar sálarrannsóknir

Leynibrúðkaup

GAF ÞAU SAMAN Drottning Verðlistans eldhress á níræðisaldri

9 771025 956009

hvað blessuð börnin? balliðmeð byrjað á bessastöðum

LÆTUR EKKI einfaldaðu SETJA lífSIG þitt Í KASSA

forsetafrú íslands

! Zuper-ZAyN

l! Láttu þér líða ve snyrtivörur! Júlía elskar lífrænar inu Slepptu skólastress Freistandi uppskriftir þér? Hvaða æfingar passa

pLakÖt:

SIGURGANGA

StjarNaN úr NeyÐarVaktINNI!

tayLor kINNey

7

SNIÐUG

Instagram-trikk

• SELENA GOMEZ PYRNU • ZAYN MALIK NDSLIÐIÐ Í KNATTS ÍSLENSKA KARLALA GS • TYLER POSEY S • LUKE HEMMIN BECKY G • ASTRID

ISSN 1670-8407

9 771670 840005

Ný t t ú t l i

HaLLGrÍmSKIrKja Í nÝrrI mynd fylgir blaðinu

348

VeGan VEISLA

nýr óperustjóri sIlVIa rak ísbíl til að eiga fyrir náminu erla

faGurKErI Í KópaVOGI

t-

eru best

BESTU í fríið? BæKUrnar steinunn Í FRÍIÐ birna

31. TBL. 78. ÁRG. 25. ÁGÚST 2016 1595 KR.

10. tbl. 2016, verð 2.195 kr.m.vsk.

freyðivín oG ber

NR 9/2016 1.895 kr.

NORMANA

NÝTT LÍF HÚS OG HÍBÝLI GESTGJAFINN VIKAN SÉÐ OG HEYRT

Afkomendur víkinga lögðu Evrópu að fótum sér

JÚLÍA Löður er með á Löður allanLöður bílinn er Löður með er með er er með með áallan ábílinn allan bílinn ábílinn allan ábílinn bílinn bílinn bílinn Löður Löður er Löður með Löður er með er er með áallan áallan allan ábílinn allan ábílinn allan bílinn bílinn bílinn Löður Löður Löður er með er með er með er Löður með er Löður með er Löður er með ámeð með Löður allan áLöður er með allan ámeð bílinn er allan áLöður með allan ámeð bílinn allan á bílinn áallan allan bílinn ámeð ábílinn allan bílinn áallan allan Löður Löður Löður erLöður Löður með erLöður Löður með erLöður Löður með er Löður með er Löður með er Löður er áer með er Löður allan áer er með allan ámeð bílinn er allan ábílinn Löður bílinn með allan á bílinn allan á er bílinn áallan allan með bílinn áallan allan allan bílinn áallan bílinn bílinn áallan allan Löður með áábílinn bílinn Löður er með á Löður er með ábílinn allan bílinn er áallan Löður er með ábílinn allan bílinnbílinn Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Rain-X býður Rain-X uppá býður Rain-X fullkomna uppá Rain-X býður yfirborðsvörn fullkomna býður uppá fullkomna uppá yfirborðsvörn fullkomna • öryggi Rain-X yfirborðsvörn verndar yfirborðsvörn Rain-X bílinn, verndar Rain-X eykur Rain-X verndar bílinn, útsýni verndar eykur bílinn, og öryggi útsýni bílinn, eykur og eykur útsýni öryggi útsýni ogútsýni öryggi ogog öryggi Hreinn bíll eyðir allt aðRain-X 7% minna eldsneyti Rain-X býður Rain-X uppá býður Rain-X fullkomna uppá býður fullkomna býður uppá fullkomna uppá yfirborðsvörn fullkomna • fullkomna Rain-X yfirborðsvörn verndar yfirborðsvörn Rain-X bílinn, verndar Rain-X eykur •eykur Rain-X verndar bílinn, útsýni verndar eykur bílinn, og öryggi útsýni bílinn, eykur og eykur útsýni öryggi og öryggi Rain-X býður Rain-X uppá býður Rain-X fullkomna uppá býður Rain-X fullkomna uppá yfirborðsvörn býður Rain-X fullkomna uppá yfirborðsvörn Rain-X býður fullkomna uppá býður •fullkomna yfirborðsvörn Rain-X býður Rain-X fullkomna uppá •verndar yfirborðsvörn Rain-X Rain-X býður fullkomna •verndar yfirborðsvörn fullkomna Rain-X bílinn, uppá Rain-X yfirborðsvörn •eykur verndar fullkomna uppá bílinn, Rain-X yfirborðsvörn Rain-X býður útsýni fullkomna •Rain-X eykur verndar Rain-X bílinn, yfirborðsvörn uppá býður Rain-X og útsýni •býður eykur Rain-X verndar öryggi bílinn, yfirborðsvörn uppá •Rain-X býður Rain-X og útsýni verndar eykur fullkomna öryggi bílinn, býður uppá •yfirborðsvörn verndar Rain-X yfirborðsvörn útsýni eykur bílinn, fullkomna öryggi uppá • eykur Rain-X verndar yfirborðsvörn og útsýni eykur fullkomna verndar eykur yfirborðsvörn •bílinn, Rain-X og útsýni öryggi útsýni yfirborðsvörn bílinn, eykur ••öryggi Rain-X og verndar öryggi og eykur útsýni ••eykur verndar öryggi Rain-X bílinn, útsýni og ••útsýni Rain-X verndar öryggi bílinn, og verndar öryggi útsýni eykur bílinn, og útsýni bílinn, eykur öryggi og eykur útsýni öryggi útsýni og öryggi og öryggi Rain-X býður Rain-X uppá býður Rain-X fullkomna uppá býður Rain-X fullkomna uppá yfirborðsvörn býður Rain-X fullkomna uppá yfirborðsvörn Rain-X býður Rain-X uppá býður •yfirborðsvörn Rain-X býður Rain-X fullkomna uppá •uppá verndar yfirborðsvörn Rain-X uppá Rain-X býður fullkomna •býður verndar yfirborðsvörn fullkomna Rain-X bílinn, býður uppá Rain-X yfirborðsvörn •eykur verndar fullkomna uppá bílinn, Rain-X yfirborðsvörn býður útsýni fullkomna •eykur verndar Rain-X bílinn, yfirborðsvörn uppá Rain-X og útsýni •fullkomna eykur Rain-X verndar öryggi bílinn, fullkomna yfirborðsvörn uppá •Rain-X býður Rain-X Rain-X og útsýni verndar eykur fullkomna öryggi bílinn, uppá •og verndar Rain-X býður yfirborðsvörn og útsýni bílinn, fullkomna •bílinn, Rain-X uppá yfirborðsvörn bílinn, og útsýni eykur öryggi verndar eykur yfirborðsvörn •bílinn, Rain-X og útsýni útsýni bílinn, eykur ••allt yfirborðsvörn Rain-X og verndar öryggi og eykur útsýni ••eykur verndar öryggi Rain-X bílinn, útsýni og •verndar öryggi eykur Rain-X bílinn, og öryggi útsýni eykur verndar bílinn, og útsýni eykur bílinn, öryggi og útsýni eykur öryggi og útsýni öryggi ogöryggi öryggi Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn •öryggi Rain-X verndar bílinn, og öryggi Hreinn bíll eyðir Hreinn allt bíll Hreinn að eyðir 7% Hreinn bíll minna allt eyðir að bíll eldsneyti 7% eyðir minna að allt 7% eldsneyti að minna 7% minna eldsneyti eldsneyti Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn •verndar Rain-X verndar bílinn, útsýni og öryggi Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn •bíll Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • að Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Hreinn eyðir Hreinn allt bíll Hreinn að eyðir 7% Hreinn bíll minna allt eyðir að bíll eldsneyti 7% allt eyðir minna að allt 7% eldsneyti að minna minna eldsneyti eldsneyti Hreinn bíll Hreinn eyðir bíll Hreinn allt eyðir að bíll Hreinn 7% allt eyðir minna að bíll Hreinn 7% allt eyðir eldsneyti minna að Hreinn bíll 7% allt eyðir eldsneyti Hreinn minna að bíll 7% allt eyðir bíll Hreinn eldsneyti minna að eyðir 7% allt Hreinn bíll eldsneyti að minna allt eyðir 7% að bíll eldsneyti minna 7% allt Hreinn eyðir minna aðbíll eldsneyti allt 7% Hreinn bíll eldsneyti að minna eyðir 7% bíll Hreinn allt minna eldsneyti eyðir að Hreinn 7% allt eldsneyti eyðir minna bíll 7% allt eyðir eldsneyti minna að allt 7% eldsneyti að minna 7% minna eldsneyti eldsneyti Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn •bíll Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Hreinn bíll Hreinn eyðir bíll Hreinn allt eyðir að bíll Hreinn 7% allt eyðir minna að bíll Hreinn 7% allt eyðir eldsneyti minna að Hreinn bíll 7% allt eyðir eldsneyti Hreinn minna að bíll 7% allt eyðir bíll Hreinn eldsneyti minna að eyðir 7% allt Hreinn bíll eldsneyti að minna allt eyðir 7% að bíll eldsneyti minna 7% allt Hreinn eyðir minna að eldsneyti allt 7% Hreinn bíll eldsneyti að minna eyðir 7% bíll Hreinn allt minna eldsneyti eyðir að bíll Hreinn 7% allt eldsneyti eyðir að minna 7% allt eyðir eldsneyti minna að 7% allt eldsneyti minna að7% 7% eldsneyti minna eldsneyti Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti Hreinn bíll eyðir allt 7% minna eldsneyti Hreinn bíll eyðir allt að 7% eldsneyti Hreinn bíllaðeyðir allt aðminna 7% minna eldsneyti Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

SAGAN ÖLL

Við stöðum--www.lodur.is www.lodur.is- -5680000 5680000 Viðerum erumááfimmtán sextán stöðum Við erum Við á-erum erum Við fimmtán Við erum áerum fimmtán erum stöðum á--stöðum fimmtán á--áfimmtán fimmtán stöðum -stöðum stöðum stöðum www.lodur.is www.lodur.is www.lodur.is 5680000 5680000 5680000 Við erum Við á erum Við fimmtán ástöðum fimmtán erum á-fimmtán fimmtán fimmtán -5680000 stöðum www.lodur.is www.lodur.is -5680000 --www.lodur.is 5680000 5680000 - -5680000 Við Við Við áerum erum Við áerum erum Við áerum fimmtán erum Við áerum stöðum Við erum á-erum Við stöðum fimmtán www.lodur.is á-Við erum stöðum www.lodur.is á erum -fimmtán stöðum á www.lodur.is fimmtán -á stöðum erum Við www.lodur.is fimmtán 5680000 stöðum Við www.lodur.is áVið 5680000 stöðum -5680000 Við erum www.lodur.is -stöðum 5680000 fimmtán www.lodur.is erum á 5680000 www.lodur.is á www.lodur.is -www.lodur.is stöðum -5680000 www.lodur.is 5680000 --stöðum -www.lodur.is 5680000 ---www.lodur.is --- www.lodur.is -5680000 5680000 -- 5680000 -- 5680000 -- 5680000 Viðerum erum Viðerum Við áfimmtán fimmtán Við áfimmtán fimmtán Við ástöðum stöðum fimmtán Við áfimmtán stöðum Við fimmtán erum á -erum Við stöðum fimmtán www.lodur.is áfimmtán -Við erum fimmtán stöðum www.lodur.is áfimmtán erum -Við stöðum á www.lodur.is Við fimmtán --áá stöðum erum Við www.lodur.is -áfimmtán fimmtán 5680000 stöðum --erum www.lodur.is -áfimmtán stöðum --áVið erum www.lodur.is Við -á -stöðum 5680000 fimmtán www.lodur.is erum á -stöðum 5680000 fimmtán www.lodur.is stöðum -5680000 -ástöðum 5680000 stöðum fimmtán ---www.lodur.is -www.lodur.is stöðum -www.lodur.is --stöðum stöðum -www.lodur.is 5680000 --5680000 -www.lodur.is -5680000 5680000 -- 5680000 -- 5680000 5680000 Við erum -stöðum www.lodur.is 5680000 Við erum fimmtán -www.lodur.is www.lodur.is -5680000 5680000 Við erum áerum fimmtán stöðum -www.lodur.is Við erum áfimmtán fimmtán -5680000 www.lodur.is - 5680000 Við ástöðum fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

GRAFÍSK MYNSTUR OG GERSEMAR Á HEIMILUM

Góð ráð til að feta

metorðastigann

v l it á ef n

t - Ný t t

Helgi SvavarS og Stefanía tHorS eiga Heimili með Húmor

nr. 348 • 9.tBL. • 2016 • VErð 2195 Kr.

HRESSTU UPP Á HÁRIÐ

10. tbl. 2016

Tíska hvaða föt

ð áskri e f m

matur og vín

G e st Gj a f i n n

7 . tbl. 08 . tbl.38. 36.árg. árg.2015 2016

HEImILI faStEIGnaSaLa OG GLamÚrpÍu

út

rif

birtingur.is

ásk r i f t - N

út l i t á

me ð á s k

BESTU ÁSKRIFTARTILBOÐ OKKAR FINNUR ÞÚ Á:

ð

ýtt

t - Ný t t

- Sp a r a

rif

ðu

Komdu í áskrift

ÍSLEndInGar GErðu upp SVEItaSEtur SItt Í danmörKu

k

ve

ð ás

ðu


heyrt og hlegið Kona ein kom heim úr vinnunni mjög þreytt. Maðurinn hennar lét renna í freyðibað fyrir hana og hvítvín á kantinum. Henni fór þá að svíða undarlega mikið og fannst skrítin lykt af sápukúlunum. Hún stóð því upp og ákvað að fara í sturtu. Eftir sturtuna segir hún við manninn sinn þegar hún kom inn í rúm: Hvað settir þú eiginlega í baðið mitt? Hann svaraði um hæl:Yes Ultra, leysir það ekki upp alla fitu?

Jón var að keyra bíl með ljósku sem farþega. Hann bað hana síðan að stinga út hausnum og athuga hvort stefnuljósið virkaði. Ljóskan varð við beiðninni: Já, nei, já, nei, já ... Eiginmaður er sá sem stendur með þér í erfiðleikunum sem þú hefðir aldrei lent í ef þú hefðir ekki gifst honum!

Eiginkonan: Mikið vildi ég vera dagblað, þá væri ég í höndunum á þér allan daginn. Eiginmaðurinn: Það vildi ég líka, þá væri ég með nýtt á hverjum degi.

Jón og konan hans haldast alltaf í hendur, ef hann sleppir verslar hún! Skipulagsfræðingur var að ljúka við fyrirlestur sinn í háskólanum og endaði á því að segja stúdentunum að reyna ekkert af því sem hann hafði talað um heima hjá sér. Einn stúdentanna rétti upp hönd og spurði hvers vegna. Jú, sjáðu til. Ég hafði fylgst með vinnuaðferðum konunnar við morgunverðarborðið í fjölda ára. Hún fór fjölda ferða milli ísskápsins, eldavélarinnar, eldhúsborðsins og skápanna og oftast nær hélt hún aðeins á einum hlut í einu. Dag einn spurði ég hana hvers vegna hún prófaði ekki að halda á fleiri hlutum í einu. Sparaði þetta henni tíma? spurði stúdentinn. Reyndar sparaði þetta henni tíma. Hún var vön að vera í kringum 20 mínútur að útbúa morgunmatinn. Núna tekur það mig tæpar 10 mínútur.

Þegar konur búast við kynlífi er það ekki ósvipað því þegar þær búast við snjókomu, þær vita ekki hversu margir sentimetrar koma og ekki hversu lengi það varir - bara að það verður hált! Soffía var að giftast Jóni sjóara. Þegar hún var að klæða sig fyrir brúðkaupið uppgötvaði hún sér til mikillar skelfingar að hún hafði gleymt skónum sínum heima.

Systir hennar bauðst til að lána henni uppháu stígvélin sín til að redda þessu. Þegar veislan var á enda, hugsaði Soffía um það eitt að komast úr stígvélunum, enda einu númeri of lítil. Þegar hún og Jón komu inn í herbergi henti hún sér á rúmið og bað Jón að toga af sér stígvélin. Eins og siður er í góðum brúðkaupum, hópaðist fjölskyldan að dyrunum til að verða vitni að fyrsta fjöri brúðhjónanna. Og þau heyrðu akkúrat það sem þau bjuggust við: Stunur, puð, skarkala og öðru hvoru óp. Loksins heyrðu þau Jón segja: Vá, þetta var þröngt! Síðan, sér til undrunar, heyrðu þau Jón segja: Jæja, núna hitt!! Og í kjölfarið heyra þau enn meiri stunur og læti. En loks heyrðist Jón æpa: Vá, þetta var enn þrengra en hitt! That’s my boy, sagði pabbi Jóns, einu sinni sjóari, alltaf sjóari!

Sudoku Svona ræður þú þrautirnar

Á þess­ari síðu eru 9x9 SUDOKU-þraut­ir með tölu­stöf­um. Not­aðu töl­urn­ar 1-9. Sami tölu­staf­ur­inn má að­eins koma fyr­ir einu sinni í hverj­um kassa, hverri röð og hverj­um dálki.

Við eigum fyrirliggjandi pústkerfi í flestar tegundir bifreiða! Kvikk þjónustan sérhæfir sig í pústþjónustu fyrir flestar gerðir bifreiða. Um er að ræða viðgerðir og smíði auk þess sem við flytjum inn pústkerfi á góðu verði. Einnig sinnum við öðrum þáttum bifreiðaviðgerða s.s. bremsuviðgerðum, undirvagnaviðgerðum, stýrisgangi og fjöðrunarbúnaði. Við leggjum metnað okkar í vandaða þjónustu á góðu verði svo hagkvæmt verði að leita til okkar


Sedogheyrt.is

VINSÆLUSTU FRÉTTIR VIKUNNAR Vefsíðan sedogheyrt.is heldur þér upplýstum um allt það skemmtilegasta sem er í gangi í mannlífinu á hverjum tíma. Hér eru vinsælustu fréttir síðustu viku.

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10

EITT FALLEGASTA HÚS LANDSINS TIL SÖLU – SJÁÐU MYNDIRNAR!

Hannes Steindórsson er þekktur sem fasteignasali fræga fólksins og hefur selt eignir fyrir Völu Matt, Björn Hlyn leikara og fleiri góðkunna Íslendinga. Hann kynnir nú einbýlishús í Kópavogi.

TÆKLAÐUR AF FEGURÐ, HJÓNABANDIÐ BÚIÐ OG FEGURÐARDROTTNING SÓTTI KÖTT TIL SPÁNAR

Það er mikill gleðidagur þegar nýtt tölublað af Séð og Heyrt kemur út.

RITSTJÓRI DV LAGÐIST NAKINN UPP Í RÚM HJÁ MÖMMU

Kristjón Kormákur Guðjónsson, ritstjóri DV, á margar skemmtilegar sögur upp í erminni. Hann er eldklár, harðduglegur, ljúfur og góður penni og svarar spurningum vikunnar.

SÁLIN VERÐUR STÁLIN Í ÞUNGAROKKSÚTGÁFU – MYNDBAND

Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns gaf lagið Hvar er draumurinn út á samnefndri plötu árið 1989. Lagið hefur alla tíð síðan verið eitt af þekktari lögum hljómsveitarinnar og er sungið hástöfum af tónleika- og ballgestum.

SNÝST UM SJÁLFSÖRYGGI, EKKI BARA FEGURÐ – MYNDAÞÁTTUR

Hún er drottning samfélagsmiðlanna á Íslandi og á Íslandsmet í fylgjendum á Snapchat og Instagram. Manuela Ósk Harðardóttir hefur mörg járn í eldinum.

FURÐULEGASTI FATNAÐUR KIM KARDASHIAN TIL ÞESSA?

Drottning samfélagsmiðlanna Kim Kardashian er mynduð í bak og fyrir hvar sem hún stígur niður fæti.

FORSETINN FÆR NÝJAN ÍSSKÁP

Sú fiskisaga hefur flogið um bæinn að byggja eigi við Bessastaði og bæta við herbergjum til að fjölskylda forsetans, Guðna Th., geti flutt inn og komið sér fyrir.

BÓLBEITA MÖRTU MARÍU

Páll Winkel og Marta María eru yfir sig ástfangin og eru eitt allra glæsilegasta par landsins.

SVALI TEKINN! FANNST SVAVAR KEYRA OF HÆGT! – FYNDIÐ MYNDBAND

Í skemmtilegu myndbandi sem Svali&Svavar á K100 deildu má sjá Svala kvarta undan hægum akstri vinar síns.

MAGNI EYÐILAGÐI ROCKSTAR-PEYSUNA Í ÞVOTTI! – 10 ÁRA MYNDBAND!

Sumarið 2006 fór Ísland á hliðina þegar Magna tókst að komast í raunveruleikaþáttinn Rockstar: Supernova.


SOS

spurt og svarað

LÆTUR KLIPPA SIG Í VESTMANNAEYJUM

Fjölmiðlamaðurinn, Vestmannaeyingurinn og nú verðandi stjórnmálamaðurinn Páll Magnússon svarar laufléttum spurningum vikunnar.

BRENNDUR EÐA GRAFINN? Grafinn.

GIST Í FANGAKLEFA? Nei.

MÉR FINNST GAMAN AÐ ... horfa á ÍBV vinna fótboltaleik.

STURTA EÐA BAÐ? Bað. HVAÐA LEYNDA HÆFILEIKA HEFUR ÞÚ? Enga.

HVAÐ FÆRÐU ÞÉR Á PYLSUNA? Tómatsósu, mikið sinnep og steiktan.

Í HVERJU FINNST ÞÉR BEST AÐ SOFA? Engu.

FACEBOOK EÐA TWITTER? Facebook eftir að ég fór í prófkjör.

HVER ER BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ? Hætta að drekka áfengi.

HVAR LÆTURÐU KLIPPA ÞIG? Hjá feðgunum Viktori og Ragga í Eyjum en Studio Hallgerði í Reykjavík.

HVAÐA SÖGU SEGJA FORELDRAR ÞÍNIR ENDURTEKIÐ AF ÞÉR? Þau sögðu margar sögur, til dæmis þegar ég var alltaf að blanda salti í sykurinn fyrir kaffiboð sem þau héldu, alveg sama hvað ég var skammaður mikið.

HVAÐ GERIRÐU MILLI 5 OG 7 Á DAGINN? Allt mögulegt. HVAÐ ERTU MEÐ Í VINSTRI VASANUM? Kreditkort. BJÓR EÐA HVÍTVÍN? Sódavatn og kaffi. UPPÁHALDSÚTVARPSMAÐUR? Þori ekki að segja það. HVER STJÓRNAR SJÓNVARPSFJARSTÝRINGUNNI Á HEIMILINU? Samvinnuverkefni! HVERNIG VAR FYRSTI KOSSINN? Vandræðalegur. HVER VÆRI TITILL ÆVISÖGU ÞINNAR? Þetta líf! HVER ER DRAUMABÍLLINN? Audi R8. FYRSTA STARFIÐ? Slíta humar. FLOTTASTA KIRKJA Á ÍSLANDI ER ... Landakirkja í Vestmannaeyjum.

HVAÐA BÓK EÐA KVIKMYND FÉKK ÞIG SÍÐAST TIL AÐ TÁRAST? Man það ekki alveg. Tárast svo oft! ERTU MEÐ EINHVERJA FÓBÍU? Held ekki – helst rottur. FURÐULEGASTI MATUR SEM ÞÚ HEFUR BORÐAÐ? Einhverjar steiktar pöddur í Taílandi. HVAÐ ER NEYÐARLEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR LENT Í? Er svo hryllilega ómannglöggur að ég er alltaf að lenda í því að þekkja ekki fólk sem ég á að nauðþekkja, jafnvel nákomna ættingja. Þetta er hræðilegt! Skil ekki Skaparann að hafa​haft þetta svona – ekkert hef ég gert honum!​ KLUKKAN HVAÐ FERÐU Á FÆTUR? ​Allur gangur á því.​ ICELANDAIR EÐA WOW? ​Icelandair.​ LEIGIRÐU EÐA ÁTTU?​Á.​

LANDSPÍTALI VIÐ HRINGBRAUT? Bæði og.

ÍSRAEL EÐA PALESTÍNA? ​Bæði.​

FALLEGASTI STAÐUR Á LANDINU? Vestmannaeyjar.

DAGBLAÐ EÐA NET Á MORGNANA?​Hvort tveggja.​

KJÖT EÐA FISKUR? Humar.

HVER ER FYRSTA ENDURMINNING ÞÍN?​ Hljóp á hvassan miðstöðvarofn og þurfti að sauma saman á mér hausinn. Það þurfti oft að sauma á mér hausinn í æsku – níu sinnum sagði mamma.​

HVAÐA OFURKRAFT VÆRIR ÞÚ TIL Í AÐ VERA MEÐ? Fallega söngrödd.


OPEL BÍLL ÁRSINS Í EVRÓPU!

ASTRA frá aðeins

2.990.000 KR.

Margfaldur sigurvegari. Opel hefur varla haft undan að taka við verðlaunum og viðurkenningum, frá bílasérfræðinum jafnt sem neytendum, fyrir Opel Astra. Fyrir utan titilinn Bíll ársins í Evrópu, sem er eftirsóttasta viðurkenning sem bílaframleiðendum hlotnast, má nefna Gullna stýrið, Bíll ársins í Danmörku, Bíll ársins í Skotlandi, ásamt sérstakri umhverfisviðurkenningu þar í landi, svo fátt eitt sé nefnt. Sjáðu meira á opel.is.

Ný Opel Astra.

Meira en þú átt að venjast. Reykjavík Tangarhöfða 8 590 2000

Reykjanesbær Njarðarbraut 9 420 3330

Opið virka daga frá 9 til 18 Laugardaga frá 12 til 16 Verið velkomin í reynsluakstur

OPEL Á ÍSLANDI Kynntu þér Opel fjölskylduna á benni.is | opel.is


EYKUR ÞITT NÁTTÚRULEGA Q10 Í HÚÐINNI ENDURHEIMTU 10 ÁRA TAPAÐ MAGN AF Q10 Á AÐEINS TVEIM VIKUM


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.