Séð og heyrt 31. tbl 2016

Page 1

Nr. 31 1. sept. 2016 Verð 1.595 kr.

Gerir lífið skemmtilegra!

Heimsdrottningarnar höfðu betur

HEMMI FELLDUR Á HEIMAVELLI

s Fótboltaparið Hemmi Hreiðar og Ragna Lóa

HJÓNABANDIÐ TENGDAMAMMA FLAUTAð AF Þórunn Björnsdóttir, kórstjóri Íslands

HERRA HEINZ

Bryndís kann að klippa

9 771025 956009

EIN HEIT Á LAUSU Guðbjörg Hermanns, fyrrum ungfrú Ísland

Sótti KÖTT til SPÁNar

Glæsiveisla hjá indverska sendiherranum

Stefán Karl skiptir um gír

FRÚIN ELDAÐI SJÁLF

RÆKTAR BARA GRAS


Þórarinn Jónsson (72) er höfðingi heim að sækja:

PARTÍ

HJÁ PÓRA

Hjónin að Laxnesi, Þórarinn Jónsson, alltaf nefndur Póri, og eiginkona hans, Ragnheiður Gíslason, hafa rekið hestaleiguna að Laxnesi frá árinu 1968. Hestaleigan þeirra er án efa sú alvinsælasta á landinu og þangað er stöðugur straumur ferðamanna. Hjónin taka á móti þúsundum gesta í hverjum mánuði og er varla til sá ferðaþjónustuaðili sem ekki hefur komið til þeirra. Hjónin hentu upp glæsilegu hlöðuballi þar sem ferðaþjónustuaðilar komu saman og gera upp ferðasumarið.

S HJÓNIN AÐ LAXNESI:

Póri og Ragnheiður, kona hans, taka á móti þúsundum gesta á ári hverju.

GEISLANDI DÍS:

Þessa unga snót aðstoðaði afa og ömmu sína við veisluna. Brynja er sjálf liðtæk hestamanneskja og hefur margsinnis unnið til verðlauna á þeim vettvangi.

EKTA KÁNRTRÍSTÆL:

Þær eru eldhressar stelpurnar frá Eldingu og voru eldfljótar að tileinka sér ekta „kántrí“-stæl.

veitaball „Hér er alltaf fjör, Svanur vinur okkar í Grillvagninum grillaði ofan í mannskapinn og hljómsveitin var ekki af verri endanum, en Sigríður Thorlacius og Siggi í Hjálmum sungu gamla og góða kántríslagara, þau eru auðvitað einstök. Hér var tjúttað langt fram eftir nóttu og virkilega skemmtilegt að fagna sumarlokum með þessum hætti,“ segir Póri sem er ókrýndur konungur Mosfellsdals.

NÓG TIL:

Bjórdælan gekk allt kvöldið.


ELDHÚSPARTÝ:

Ég er kominn heim ómaði um allt hús og hentu nokkrir gestir í veglegt eldhúspartí.

SKEMMTILEGA SKEGGJAÐUR:

Jóhannes Arason vert á Hótel Búðum skemmti sér hið besta á hlöðuballinu.

DANSAÐ Á LINUNNI:

Gestir æfðu sig í línudansi með miklum tilþrifum.

Í BLÁSKINNSSKÓM:

Curver var langflottastur í tauinu. Hann klæddist sérstökum bláskinnskóm og var í jakka í stíl. Curver þeytti skífum á milli atriða og sá til þess gestir sátu ekki kyrrir.

HLAÐIN HLAÐA:

Það var þétt setið í hlöðunni að Laxnesi og rífandi stemning.

PÓSAÐ MEÐ PÓRA:

GRILLANDI STEMNING: Svanur og Hildur hjá Grillvagninum voru í rífandi stuði og stilltu sér upp með Póra og Þórunni dóttur hans.

RÓMANTÍSKIR KÁNTRÍSLAGARAR:

Sigríður og Sigurður sungu sígilda smelli og léku sér að lögum Patsy Klein og Johnny Cash.

Teitur Þorkelsson, fyrrum fréttamaður og núverandi leiðsögumaður, er góður vinur Póra, hann stillti sér upp með honum líkt og Árni Páll Árnason sem er mikill hestamaður. Eiríkur, aldavinur Póra, missti ekki af tækifærinu til að pósa með Póra.

MEÐ BURGER OG BJÓR:

Bjarni Grímsson ákvað að fara alla leið, fékk sér bæði borgara og bjór.


EKKI ALLTAF STÖNGIN INN

J

á, lífið getur stundum verið snúið og leikurinn ekki alltaf manni í hag. Það er ekki alltaf hægt að halda hreinu. Stundum dæmir lífið rangstöðu.

Þrátt fyrir frábært lið og keppnisskap þá getur stemningin í klefanum verið döpur og smitast út á völlinn og skyndilega er liðið komið í bullandi fallbaráttu. Sama hversu hátt maður öskrar dómaraskandall þá er rauða spjaldið komið á loft. Lífið er ekki bara leikur, það er hörð keppni þar sem leikið er upp á hvert mark. Það skiptir máli að lesa leikinn rétt og stilla upp í varnarvegg þegar mest liggur við. Þrátt fyrir góðan vilja til að bjarga á línunni þá lekur boltinn stundum út af og innkastið missir marks. Hvað skal þá gera? Játa sig sigraðan eða senda nýjan leikmann inn á völlinn og jafnvel reka þjálfarann.

Heyrst hefur

... að athafnamaðurinn og fyrrum útrásarvíkingurinn Magnús Ármann hafi komið við á Skeljungsstöðinni í Garðabæ og keypt sér pulsu með öllu og appelsín, hann reif þetta í sig á methraða en á meðan var fyllt á Porchejeppann hans. Hann átti hins vegar í erfiðleikum

Hermann Hreiðarsson (42) og Ragna Lóa Stefánsdóttir (49) eru skilin: GAME OVER:

Knattspyrnuhetjurnar Hermann Hreiðarsson og Ragna Lóa Stefánsdóttir gáfu hjónabandinu rauða spjaldið og hafa flautað það af.

Þegar liðið er komið í botnbaráttu þá er jafnvel kominn tími til að skipta um félagslið eða sætta sig við að spila í annarri deild. En hey – lífið er samt ekki bara tár, bros og takkaskór. Sættum okkur við niðurstöðuna, dveljum ekki á varamannabekknum eða húkum í klefanum. Hendum gallanum í þvott, reimum á okkur nýja skó og örkum út á völlinn og rífum keppnisskapið í gang. KOMA SVO – tæklum tilveruna með stæl, látum ekki dæma á okkur víti. Leikgleðin skiptir öllu máli og er rétta leiðin til að spila til sigurs. Áfram við. Gerum lífið skemmtilegra – saman eða sundur – líkt og Séð og Heyrt gerir á hverjum degi.

Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir

FRÉTTASKOT sími: 515 5683 BIRTÍNGUR útgáfufélag Lyngási 17, 210 Garðabær, s. 515 5500 Útgefandi: Hreinn Loftsson Framkvæmdastjóri: Karl Steinar Óskarsson Fjármálastjóri: Matthías Björnsson Dreifingarstjóri: Halldór Rúnarsson Ritstjóri: Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir asta@birtingur.is Blaðamenn: Garðar B Sigurjónsson gardarb@birtingur.is, Brynjar Birgisson brynjar@birtingur.is og Ragna Gestsdóttir ragna@birtingur.is Auglýsingar: Ólafur Valur Ólafsson, Þórdís Una Gunnarsdóttir, Ásthildur Sigurgeirsdóttir, Davíð Þór Gíslason, Laufar Ómarsson, Hjörtur Sveinsson og Jónatan Atli Sveinsson netf.: auglysingar@birtingur.is Umbrot: Linda Guðlaugsdóttir, Elísabet Eir Eyjólfsdóttir, Carína Guðmundsdóttir, Kjartan Hreinsson og Hannah Hjördís Herrera. Myndvinnsla: Guðný Þórarinsdóttir

ERFISME HV R M

KI

mhverfisvottuð prentsmiðja

U

Tilkynna þarf uppsögn á áskrift fyrir 15. hvers mánaðar og tekur hún þá gildi í lok þess mánaðar. Áskrifandi verður að tilkynna breytingar á heimilisfangi til Birtíngs á tölvupóstfangið askrift@birtingur.is. Sé það ekki gert ábyrgist Birtíngur ekki að tímarit skili sér á rétt heimilisfang. Allur réttur áskilinn varðandi efni (texta og myndir). Öll notkun efnis, t.d. beinar tilvitnanir og endursagnir, er óheimil án skriflegs leyfis útgefanda. Sjá nánar um réttarvernd og gjaldskrá útgefanda á birtingur.is 141

776

PRENTGRIPUR

Prentun: Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja ISSN 1025-9562

HJÓNABANDIÐ FLAUTAÐ AF Knattspyrnuparið Hermann Hreiðarsson, fyrrverandi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar og leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, og Ragna Lóa Stefánsdóttir, sem lék með fjölmörgum félagsliðum á Íslandi og var jafnframt leikmaður kvennalandsliðsins í knattspyrnu, standa nú í skilnaði. Samkvæmt heimildum blaðsins flutti Hermann út af heimilinu fyrir nokkru.

L

eikslok Hermann Hreiðarsson tilkynnti leikmönnum Fylkis, en hann er þjálfari liðsins, að hann og Ragna Lóa stæðu í skilnaði. Án efa hefur einkalíf þjálfarans haft áhrif á gengi liðsins í sumar en það hefur ekki verið með besta móti. Eins og staðan er nú er Fylkir í ellefta sæti deildarinnar, einungis með fjórtán stig. Hjónin eru bæði þekkt fyrir einstakt keppnisskap enda afreksfólk í íþróttum og hafa í gegnum árin verið áberandi í

skemmtanalífinu. Þau vekja ávallt mikla eftirtekt í samkvæmum og ekki síst fyrir skrautlegan fatastíl. Hermann og Ragna eiga tvær dætur saman en fyrir átti Ragna tvö börn. Ragna Lóa og Hermann hafa verið saman frá árinu 1996, en Ragna var þá þrítug, hún verður fimmtug í september. Hermann Hreiðarsson er átta árum yngri en Ragna, hann og faðir hans reka Stracta hótel á Hellu. Hjónabandið hefur verið flautað af og nú spila þau bæði í einhleypu deildinni.


með að greiða, þar sem að hann mundi ekki pinnúmerið á kortinu. Það reddaðist þó að lokum þar sem kappinn hringdi í eiginkonuna, sem var með allt á hreinu. ... að Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaðurinn geðþekki, boði endurkomu stuttbuxnadrengjanna í sjónvarpi en þessa dagana klæðist hann

eingöngu stuttbuxum. Það er þó ekki komið til af góðu því að hann getur ekki gengið um á síðum buxum næstu vikur þar sem að hann sleit hásin á vinstra fæti og er kyrfilega bundinn inn í gifs. Stuttbuxnasafnið kemur því að góðum notum næstu vikurnar. ... að Bretar og Bandaríkjamenn séu duglegir að gefa íslenskum leiðsögumönnum þjórfé en Kínverjar og Indverjar dragi sjaldan upp budduna í þeim tilgangi.

... að Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri og Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, sem starfaði á sínum tíma sem framkvæmdastjóri Hofs á Akureyri, hafi gengið í hjónaband um helgina. Saman eiga þau tvo drengi en fyrir átti Ingibjörg þrjú börn. Þau voru gefin saman í Dómkirkjunni og geisluðu af gleði og hamingju.

... að dr. Viðar Halldórsson félagsfræðingur og Áslaug Magnúsdóttir lögfræðingur hafi gengið í hjónaband um helgina og var veislan haldin á Bergsson mathúsi. Brúðurin klæddist gylltum retrokjól. Viðar er meðal annars þekktur fyrir störf sín hjá íþróttahreyfingunni.

Þórunn Björnsdóttir kórstjóri (62) á ríkasta tengdason Íslands:

... að Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, og Sigríður Hjálmarsdóttir, dóttir séra Hjálmars Jónssonar dómkirkjuprests, séu par og á leið í sambúð.

TENGDÓ:

Þórunn Björnsdóttir er þekkt fyrir góða stjórn a kórum, nú er spurning hversu mikla stjórn hún hefur á nýjum tengdasyni.

ER TENGDAMAMMA FRÆGUSTU TÓMATSÓSUFJÖLSKYLDU Í HEIMI Sá kórstjóri landsins sem hefur hlotið flest verðlaun, Þórunn Björnsdóttir, fyrrverandi kórstjóri skólaskórs Kársnesskóla, er nýbökuð tengdamóðir tómatsósuguðsins frá Heinz. Dóttir hennar, María Marteinsdóttir, gekk að eiga einn af ríkustu mönnum heims sem er einnig stjúpsonur John Kerrys, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vígslan fór fram í Svíþjóð þar sem parið er búsett.

K

etchup Það er óneitanlega töff að eiga dóttur sem giftir sig inn í eina af ríkustu fjölskyldum í heimi. Dóttir Þórunnar Björnsdóttur, kórstjóra skólakórs Kárssenskóla, og Marteins H. Friðrikssonar, organista heitins, María Marteinsdóttir, gekk að eiga unnusta sinn, Andre Heinz, nýverið í Svíþjóð þar sem brúðhjónin eru búsett. Athöfnin vakti gríðarlega mikla athygli ytra ekki síst vegna gestalistans en á

honum voru fjársterkir aðilar og heimsfrægar Hollywood-stjörnur en þar bar nærvera Jodie Foster hæst. María er uppalin Kópavogsmær, sótti framhaldsnám í eðlisfræði til Stokkhólms en þar kynntist hún nýbökuðum eiginmanni. Hún er skráður starfsmaður á Karólínska sjúkrahúsinu sem er mörgum Íslendingum að góðu kunnugt. Veislan var hin veglegasta en sænskir fjölmiðlar fengu ekki mikið svigrúm til að fylgjast með vígslunni

... Jóhannes Haukur hafi æft taktana fyrir ungbarnasund en hann var í buslulauginni í Laugardal með yngstu dótturinni og á sama tíma var Fjölnir Þorgeirsson sultuslakur í heita pottinum þar sem að hann slakaði vel á. ... að ofurskutlan Íris Arna Geirsdóttir æfi af kappi þessa daganna í World Class á milli þess sem hún flýgur um á vængjum ástarinnar en einn heitasti piparsveinn landsins hefur flogið í fang snótarinnar og lent á heimavelli hennar. ... að fljúgandi ferð sé á flugforstjóranum Skúla Mogensen þessa dagana og nýlega sást hann við veiðar í Straumfjarðará þar sem klæðnaður hans vakti heilmikla athygli en hann skartaði meðal annars forláta gulu bindi og var áberandi virðulegur.

FORÐAST FJÖLMIÐLA:

María Marteinsdóttir og nýbakaður eiginmaður hennar, Andre Heinz, forðast kastljós fjölmiðla og fáar myndir eru til af þeim saman. Andre Heinz er erfingi tómatsósuveldisins. Móðir hans er gift John Kerry sem er fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Það er því ljóst að nýjasti tengdasonur Íslands er vel tengdur og fáránlega ríkur.


ÁVALLT GRÆNN:

Þessa stundina er Stefán Karl á kafi í grænsprettunum sínum. Seinni part ársins fer hann þó til Bandaríkjanna að leika græna tröllið Grinch og því má segja að hann sé alltaf grænn.

Leikarinn Stefán Karl Stefánsson (41) ræktar ofurfæðu:

STEFÁN KARL RÆKTAR GRAS Stefán Karl Stefánsson er einn ástsælasti leikari landsins. Hann sló í gegn sem Glanni glæpur í Latabæ og hefur gert það gott í Bandaríkjunum síðustu ár sem tröllið Grinch. Leiklistin á þó ekki hug hans allan því Stefán Karl elskar garðyrkjustörf og hann hefur nú tekið þann áhuga skrefinu lengra með því að rækta grænsprettur.

VIÐ STÖRF:

Stefáni finnst gaman að rækta og talar um að tilgangur lífsins sé einmitt að rækta garðinn sinn.

GÓÐ HRÁEFNI:

Stefán Karl leggur mikið upp úr því að hráefnin séu góð. Það er mikil en skemmtileg vinna að rækta grænsprettur.

HERRAMANNSMATUR:

Grænspretturnar eru ríkar af vítamínum og hafa verið notaðar lengi í matargerð en komu þó seint hingað til lands.

G

ott gras „Já, það má segja að ég sé að rækta gras. Þetta heita grænsprettur sem er íslensk þýðing á micro greens. Þetta hefur verið í gangi í amerískum eldhúsum lengi og kom ekki hingað til lands fyrr en fyrir nokkrum árum, allavega að einhverju viti,“ segir Stefán Karl. „Þetta er svona ofurfæða sem hefur verið borðuð lengi í Kaliforníu, til dæmis. Þú sérð þetta meðal annars mikið á sushibitum. Áður fyrr tóku menn bara risastóran kóríander og söxuðu niður en ég rækta minni skammta. Þetta er spíra og á endann koma kímblöðin. Þetta eru fyrstu blöðin sem koma á öll fræ, það eru þessi kímblöð sem við erum á eftir. Við ræktum þau og þetta er mjög sérhæfð ræktun, við erum ekki bara að rækta eitthvað út í bláinn.“


MÁ BJÓÐA ÞÉR?:

Stefán Karl hefur unun af því að sjá fólki fyrir hollri og næringarríkri fæðu.

GRÆNIR FINGUR:

Þegar Stefán Karl er ekki að leika er hann annaðhvort í garðinum sínum eða að rækta grænspretturnar sínar.

VÆNT OG GRÆNT:

Grænspretturnar hans Stefáns eru ekki bara hollar heldur líka einstaklega bragðgóðar.

Næringarríkt

Spretturnar sem Stefán Karl ræktar eru stútfullar af næringu og vítamínum. Stórir hlutir koma svo sannarlega í litlum pakkningum. „Þetta verður fjórum til sjö sinnum sterkara í bragði, næringu og vítamínum heldur en fullvaxta planta með því að rækta blöðin í micro greens og skera þau upp. Þetta er eitthvað sem okkar frábæru kokkar eru búnir að uppgötva og nota í tonnavís. Það er enginn annar að framleiða þetta hér á landi að mínu viti. Það eru aðrir að framleiða spírur en ekki þessi micro greens,“ segir leikarinn góðkunni sem fékk hugmyndina að ræktuninni í Kaliforníu þar sem hann bjó lengi. „Ég var búinn að búa í Kaliforníu í tíu ár og undraði mig á að sjá þetta ekki hér heima. Þaðan fékk ég

hugmyndina um að byrja að rækta þetta. Maður sá bara lambakjöt, skyrtertu, rabarbara og kál. Með tilkomu mikils túrisma og aukinnar hráefnisvitundar var mjög hávær krafa að starta svona batteríi sem ég gerði og við erum alveg á haus. Við höfum vel undan núna, sem betur fer, en það er bara ánægjulegur vandi fram undan sýnist mér.“

Grænir fingur

Þegar Stefán er ekki að leika er það garðyrkjan og ræktun sem á hug hans allan. Hann er með skærgræna fingur og líður vel í garðinum sínum og segir ræktunina vera tilgang lífsins. „Þetta er tilgangur lífsins, að rækta garðinn sinn. Í víðasta skilningi þess. Þarna finnst mér ég hafa einhvern tilgang, þetta er svolítið eins og í leiklistinni. Maður

vill hafa áhrif á fólk og það er eins til dæmis með blaðamenn. Blaðamenn vilja skrifa eitthvað skemmtilegt og finnst gaman að heyra þegar fólk vill lesa eitthvað sem þeir skrifa. Eins og með leiklistina þá er mjög gefandi að fá nokkur þúsund manns á kvöldi að hlusta á mann. Mér finnst ekki gaman að gera eitthvað sem er tilgangslaust. Mér finnst mjög gefandi að búa til hráefni sem er stútfullt af vítamínum og gefur af sér. Þetta er svipað með leiklistina, það er kannski pínulítið einmanalegt þegar maður býr þetta til en svo fá margir að njóta, það er það sem gefur manni mest.“

700 sýningar

Stefán Karl hefur svo sannarlega slegið í gegn í leiklistinni. Hann hefur leikið Trölla sem stal jólunum

í fjölmörg ár úti í Bandaríkjunum og þar er fullt á hverja sýningu. „Ég er að leika Grinch í Bandaríkjunum. Ég fer út í október að æfa og verð að leika þar. Ég kem svo aftur heim í janúar. Það er ekkert á döfinni með íslensku leikhúsin, ég held að það sé búið að ráða í öll hlutverk og svona. Þetta er níunda árið mitt á sviði sem Grinch en það tíunda með hópnum sem stendur að þessu. Þetta fer að nálgast 700 sýningar í yfir 60 borgum. Allt í allt hafa 2,3 milljónir séð sýninguna,“ segir Stefán Karl sem er ekki mikið fyrir frægðina. „Sem betur fer er ég meikaður mikið þegar ég er Grinch. Ég myndi ekki nenna að standa í því að allir úti á götu þekki mig, það er auðvitað þannig á Íslandi en það er líka allt í lagi.“


Hermann Hreiðarsson (42) var leikandi léttur á heimavelli:

FEIKNA FÖGUR OG FÓTAFIM

SVONA Á AÐ GER ‘ETTA:

MYNDIR BB

Hannes hvað? Hver er þessi Hannes? Það er ný manneskja mætt á svæðið og hún kann sitt fag, nema hvað.

Keppendur í Miss Universe Iceland efndu til góðgerðarmóts í fótbolta. Þær reimuðu á sig takkaskóna og lögðu sig allar fram, enda margar hverjar vanar á vellinum. Markmið þeirra var líka að vekja athygli á keppninni og safna fé fyrir gott málefni en þær ákváðu að styrkja Kvennaathvarfið. Mótið var hið skemmtilegasta og gáfu stúlkurnar mótherjunum ekkert eftir.

M

ark Leikið var á Fylkisvelli og voru andstæðingarnir ekki af verri endanum en þjálfari Fylkis, Hermann Hreiðarsson, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu, reyndi fyrir sér í markinu. Þórir Sæm leikari sýndi það að hann er verulega liðtækur með boltann. Dómgæslan var í höndum Garðars Gunnlaugssonar, leikmanns ÍA, en að jafnaði er hann ekki í hlutverki dómara. Hlutverkaskiptin vöktu mikla kátínu áhorfenda sem skemmtu

sér vel á meðan þeir fylgdust með leiknum. Það var mál manna að vel hefði tekist til, mótherjar stúlknanna voru teknir í bakaríið og auðvitað stóðu þær uppi sem sigurvegarar. Flestra augu voru á Hermanni Hreiðarssyni en fiskisagan um skilnað hans var nokkuð frek í umræðunni. Það breytti því þó ekki að keppendur í Miss Universe Iceland sýndu neglur og klær og gáfu vel í, enda uppskáru þær sigur að lokum.

5 VÍTI, Í ALVÖRUNNI, VÍTI:

Jú, jú, það var dæmt víti, og viti menn, Hermann varði ekki, 1-0, drottningar á móti viðvaningum.


1

HENDI?:

Aldrei, aldrei, dómaraskandall og ekkert annað.

LT: ÚTLITIÐ ER EKKI ALr á vellinum, er ekki nóg að vera sætastu

2 3

Það rkað í bolta. menn þurfa líka að geta spa

: DÓMARASKANDALLa,“ glumdi í

vinn „Ég er kominn hingað til að við dómgæsluna. ur sátt i ekk var sem Hemma var ekki alltaf og a heyr sér í En hann lét vel taði rautt heim og a mál sáttur við framgang spjald á dómarann.

tERTU AÐ DJÓKA;

Nei, okkur er ekki hlátur í hug, hér er alvara á ferð. Tækling er tækling og víti er víti, hér skulum við hafa reglurnar í heiðri.

4

UR OG ÆSILEGUR LEIKEF TIR: EKKERT GEFIÐ ningur Það er verulega mikill misskil purnar stel að a hald n men ef gi gan í tt á mæ hafi and Icel erse í Miss Univ svæðið til að tapa.

5

FELLD FEGURUR AF DROTT ÐARN Það er óh INGU: ætt

a að Herma nn Hreiða ð segja rs stærri og sterkari a hafi átt ndstæðinga á vellinum í leyndu á sé gegnum árin en þ ær allt í þett r stúlkurnar og gáfu a og gerð u sér lítið og felldu fyrir kónginn.

ÞARF AÐ LÚTA Í GRASIÐ:

Það var nokkuð augljóst að atvinnumaðurinn átti ekki séns, stúlkurnar í liði Miss Universe Iceland kalla ekki allt ömmu sína og gáfu ekkert eftir. Framhald á næstu opnu


Framhald af síðustu opnu

DROTTNINGIN MÆTT:

HVER ER JÚNÍK:

Manuela var að sjálfsögðu með á vellinum og gaf allt sem hún átti, það fæst ekki staðfest en sagan segir að meistaraleg stoðsending hafi janfvel verið á hennar ábyrgð.

Sama hvað þú ætlar að gera á vellinum þá verður það að teljast nokkuð gott að tefla fram Söru í Júník.

PÍS OF KEIK:

Andrea Sigurðardóttir, keppandi í Miss Universe Iceland, var spræk eftir keppnina og klár í slaginn aftur.

ERTU AÐ DJÓKA? VÍTI?:

Dómgæsla af þessu tagi hefur ekki áður sést; ef þetta heldur svona áfram þá þýðir það endalok knattspyrnu eins og við þekkjum hana.

tÖLL DÝRIN Í SKÓGINUM:

Og allt var til gamans og gagns gert. Stórskotalið andstæðinganna með atvinnumann í knattspyrnu, leikmann Fylkis og fyrrum ungfrú Ísland í sínum röðum dugði ekki til sigurs. Stúlkurnar í Miss Universe söfnuðu góðri upphæð sem rann til Kvennaathvarfsins og kemur án efa að góðum notum.


ÚTSALA 50% afsláttur af völdum vörum

Legugreining Rúmgott Komdu og fáðu fría legugreiningu og faglega ráðgjöf við val á þínu rúmi

Frí heimsending á hjónarúmum

Smiðjuvegi 2, Kópavogi (við hliðina á Bónus) - Sími 544 2121 - www.rumgott.is


Bryndís Jónsdóttir (49) og Kristján Kormákur Guðjónsson (40) eru náskyld:

vissir þú

Bryndís Sighvatsdóttir (33) leitar að maka:

FRÆG FRÆNDSYSTKIN Á FORSÍÐU

S ALVEG MAKALAUS E in heit á lausu Þeir sem eru á lausu og á besta aldri þekkja þá þrautagöngu sem því fylgir að leita að einu réttu manneskjunni sem gerir lífið betra og skemmtilegra. Stundum er það þannig að öll öpp heimsins virðast ekki duga til þess að finna þá manneskju sem gerir lífið skemmtilegra eins og Séð og Heyrt gerir alla daga. Bryndís Sighvatsdóttir er 33 ára hársnyrtir hjá Gallerí Útlit, hún hefur fyrir löngu gefist upp á snjallforritum, eins og Tinder, því þau eru ekki eins snjöll og af

er látið, þar er sitthvað gæfa og gjörvileiki. Bryndís er kona á besta aldri sem er enn á markaðinum og hún, eins og fleiri, hefur vafrað um á samskiptasíðunni Tinder en það skilar ekki nægum árangri að hennar mati. Bryndís er eins og margir orðin langþreytt á að lesa um makaleysi stjarnanna á Íslandi og finnst vel við hæfi að veita upplýsingar um eigið makaleysi hér á síðum Séð og Heyrt. Og hvar en ekki hér, þar sem lífið er skemmtilegra, er best að leita eftir maka. Með húmorinn að vopni er best að ná árangri.

kyld Það er ekki leiðum að líkjast á Íslandi. Þar sem tilveran er eitt lítið þorp eru allir skyldir sjálfum sér að minnsta kosti tvisvar. Margt er líkt með skyldum eins og sannaðist á forsíðu síðasta tölublaðs Séð og Heyrt. Þar var að finna hlið við hlið ritstjóra DV og hönnuð heimkynna nýs forseta. Það er ekki nóg með að þau séu náskyld heldur eiga þau nokkuð veglegan frændgarð. Hönnuðurinn Bryndís Eva Jónsdóttir og Kristjón Kormákur, ritstjóri DV, prýddu síðustu forsíðu Séð og Heyrt. Þau eru bæði fagmenn á sínu sviði en það sem kannski færri vita er að þau eru náskyld. Bryndís Eva og móðir Kristjóns, Elísabet Jökulsdóttir, forsetaframbjóðandi og rithöfundur, eru bræðradætur.

Faðir Elísabetar og afi Kristjóns, Jökull Jakobsson rithöfundur, var bróðir Jóns Einars Jakobssonar lögfræðings sem er faðir Bryndísar Evu. Frændgarðurinn er stór og margir sem tengjast þessari fjölskyldu eru áberandi í íslensku menningarlífi. Hrafn Jökulsson, skáld og athafnamaður í skák, og rithöfundurinn Illugi Jökulsson eru móðurbræður ritstjóra DV. Blaðamennskan virðist liggja vel fyrir þessari fjölskyldu en Þór Jónsson, fyrrum fréttamaður Tímans og síðar aðstoðarfréttastjóri Stöðvar 2, er bróðir Bryndísar Evu sem vinnur nú hörðum höndum að því að endurbæta Bessastaði en Guðni Th. er fyrrum bekkjarbróðir hennar í MR og nágranni í Garðabæ þar sem að þau ólust upp.

Magnús Þór Gylfason (42) og Edda Hermannsdóttir (30) keyptu sér hús saman:

KEYPTU HÚS AF LANGAFABARNI FORSETA ÍSLANDS

F

lutt Samskiptasnillingarnir Magnús Þór og Edda Hermanns hafa verið par í nokkurn tíma og hafa tekið ákvörðun um að færa sambandið upp á annað stig. Þau fjárfestu nýlega í glæsivillu á Seltjarnarnesi þar sem þau ætla sér að hefja sambúð. Fyrri eigendur eru ættstórir en Sólveig Pálsdóttir, sem átti glæsihúsið að Unnarbraut

á Seltjarnarnesi, á ættir sínar að rekja til forsetahjónanna Ásgeirs Ásgeirssonar og Dóru Þórhallsdóttur en þau voru langafi og -amma hennar. Það mun væntanlega fara vel um skötuhjúin í þessu fallega húsi. Tréð sem stendur fyrir framan húsið hefur hlotið verðlaun sem fallegasta tréð á Seltjarnarnesi og gera önnur tré betur. Þau starfa bæði á sviði

samskipta, hann hjá Landsvirkjun og hún hjá Íslandsbanka, og því ættu þau ekki að eiga í neinum vandræðum með að ræða um breytingar á nýju húsnæði. Samskiptatæknin er upp á tíu hjá parinu sem ætlar sér framtíð á Seltjarnarnesi en þangað flytja þau bráðlega með börn og buru.


Elfa Rut Gísladóttir (20) er mikil íþróttamanneskja:

NÝ UNGFRÚ ÍSLAND:

Anna Lára Orlowska er nýkjörin ungfrú Ísland. Hún gaf sér ekki langan tíma til að vera í eftirpartíinu, hún var að vonum örþreytt eftir daginn og smellti sér heim til að ná í smávegis fegrunarblund.

UNGFRÚ SPORT:

Sirrý, Elfa Rut og Donna Cruz voru mjög sáttar með kvöldið enda er þátttaka í Ungfrú Ísland einstök upplifun.

ÍÞRÓTTAKRYDDIÐ Ungfrú Ísland var haldin á dögunum í Hörpu með pomp og prakt eins og venjan er. Alls tók 21 stúlka þátt í þetta skipti og allar voru þær einstaklega glæsilegar. Það var Anna Lára Orlowska sem var krýnd ungfrú Ísland þetta árið. Stelpurnar voru þó allar mjög sáttar eftir daginn og var haldið á B5 í eftirpartí. Keppnin hefur alla tíð verið stökkpallur fyrir drauma þátttakenda og má búast við slíku hjá Elfu Rut Gísladóttir sem var nýverið krýnd Miss Sport Iceland.

S

portí „Mér fannst þetta ganga ótrúlega vel, allir voru að standa sig eins og hetjur,“ segir Elfa Rut Gísladóttir sem var krýnd Miss Sport Iceland í Ungfrú Ísland. „Þetta kom rosalega flott út. Ekki skemmir fyrir að vera með svona yndislegum stelpum. Það var ekkert vesen milli okkar, við vorum að peppa hver aðra allan tímann.“ „Það hefðu allar geta unnið,“ segir Elfa Rut um sigur hennar sem Miss Sport. „Ég byrjaði í samkvæmisdönsum þegar ég var þriggja ára og þegar ég var níu ára fór ég að læra að að vera á listskautum og ég var í því í mörg ár

SÝNDU STUÐNING:

Keppendur frá því í fyrra mættu til að upplifa stemninguna og sýna stelpunum stuðning.

en þurfti að hætta út af meiðslum. En ég er búin að vera að kenna spinning seinustu tvö ár í World Class.“ Hvaða fólk hefur staðið við hlið Elfu í öllum undirbúningnum? „Foreldrar mínir styðja mig í gegnum allt, þau hjálpa mér þegar mér líður illa. Stappa í mig stálinu þegar ég með lítið hjarta. Þau hafa alltaf verið til staðar. Ég elska þau.“

Ungfrúin á Twitter

„Okkur fannst það svolítið fyndið,“ segir Elfa um fölsuðu Ungfrú Ísland Twitter-síðuna sem hefur fengið gríðarlega mikla athygli fyrir misgóða og misfyndna brandara.

TVÆR MEÐ BORÐA:

SKILAÐI KRÚNUNNI:

Arna Ýr Jónsdóttir var kjörin ungfrú Ísland á síðasta ári. Arna mætti auðvitað í eftirpartíið þar sem þau Björn Leifsson voru hress.

„Sá sem var að gera þetta var ekkert að setja út á okkur. Hann var bara að segja hluti sem meikuðu ekki neinn sense,“ en Elfa vill meina að það hafi ekki verið mikið af gagnrýni. „Það er alltaf gagnrýni á þessa keppni. Auðvitað sjáum við einhverja gagnrýni en hún hefur ekki verið mikil og alls ekkert áreiti í gangi. Við stöndum allar saman og Arna Ýr, sem vann í fyrra, hefur hjálpað okkur mikið. Ef eitthvað kom upp á töluðum við allar saman, sem heild.“

Skálað fyrir fegurðinni

Eftir keppnina var haldið á B5 og fagnað. „Við hittumst öll þar, ættingjar og vinir á B5 og þar voru allir að knúsa alla og rosalega glaðir með kvöldið. Við ætlum ekki að slíta sambandi og við ætlum allar að hittast og horfa á keppnina saman,“ segir Elfa um stemninguna á B5. Í svona keppnum eru kjólarnir gríðarlega mikilvægir og mikið

Top Model keppninnar, Aníta Ösp, og Talent keppninnar, Hulda, voru gullfallegar að vanda og virkilega glaðar.

MEGASKVÍS:

Arna Ýr og Telma Rut voru eldhressar í eftirpartíinu og héldu uppi góðri stemningu ásamt hinum gestunum.

lagt í að velja þann rétta en hvar fékk Elfa sinn kjól? „Ég fékk hann í Brúðarkjólaleigu Katrínar og fékk strax að heyra ... Nei, þetta er ekki í þinni stærð“ en ég fékk að máta hann. Eftir að ég fór í hann þá fannst mér að ég þyrfti að vera í honum og lét minnka hann að mínu vaxtarlagi,“ en Elfa var einnig í glæsilegum samfesting í eftirpartíinu sem hún keypti úti á Spáni. Samfestingurinn var líka of stór en hana langaði svo í hann að móðir hennar sá um að minnka hann. Ungfrú Ísland hefur lengi þótt vera góður stökkpallur fyrir konur til að koma sér á framfæri í hinum ýmsu geirum og sú er raunin hjá henni Elfu. „Það er strax búið að koma tækifæri um að vera í tónlistarmyndbandi og auglýsingu. Þannig að ég mun vera í einhverju þannig,“ segir Elfa hlæjandi en hún hafði ekki farið í myndatöku hjá atvinnuljósmyndara síðan hún fermdist áður en hún tók þátt í Ungfrú Ísland.

SVALAR MÆÐGUR:

Hafdís Jónsdóttir, eða Dísa í World Class eins og hún er oftast kölluð, og Birgitta Líf, dóttir hennar, voru samhentar og unnu sem ein kona en World Class er eigandi keppninnar Miss World Iceland.


Indversku sendiherrahjónin Rajiv Nagpal (54) og Prem Nagpal (55) opnuðu heimili sitt:

VEL KRYDDAÐ OG HEITT:

Indverska sendiherrafrúin stendur sjálf við pottana, matseldin er mikil ástríða og hver réttur er sérstakur og það tekur langan tíma að laga matinn.

SKÁL:

HÖFÐINGAR HEIM AÐ SÆKJA:

Indversku sendiherrahjónin ásamt yngri dóttur þeirra, Divya. Hún var í stuttri heimsókn hér á landi en hún er námsmaður í Bretlandi.

FJÖLÞJÓÐLEGT:

Runólfur Oddsson, sendiherrann og hinn hollenski Joost höfðu um margt að spjalla á meðan þeir biðu eftir matnum.

GLÆSILEG

Boðið var upp á hefðbundinn indverskan fordrykk. María Kristín Gylfadóttir og Ármann Reynisson voru sátt með þennan svalandi rósadrykk, þau áttu gott spjall við dóttur sendiherrans.

OG VEL KRYDDUÐ VEISLA Indversku sendiherrahjónin hér á landi buðu til glæsilegrar veislu á heimili sínu. Þau búa í einu glæsilegasta einbýlishúsi landsins sem stendur tignarlega við Laugarásveg. Húsið sem er hið veglegasta og vel prýtt kristalsljósakrónum var áður í eigu fjölskyldu Rolfs Johansen heildsala og á þeim tíma sem að fjölskylda hans bjó þar voru haldnar ófáar glæsiveislurnar. Sendiherrafrúin sá sjálf um alla matseld enda listakokkur.

K

ristall og krydd Indverska sendiherrafrúin bauð upp á fjölbreytt úrval indverska rétta, boðið var upp á kjöt og grænmeti. Allt krydd flytur frúin með sér að heiman og því var maturinn eins og hann gerist bestur. „Ég er mjög ánægð með

íslenska lambakjötið, það passar vel með kryddinu, hráefnið hér er gott en allt krydd tek ég með mér að heiman og auðvitað er chili í öllu því það er enginn matur án chili,“ segir indverska sendiherrafrúin sem er alsæl með dvölina hér á landi.


GLÆSILEGT HEIMILI:

Heimilið er glæsilegt og ber íbúunum fagurt vitni.

KÁTT Á HJALLA:

Það var mikið skrafað og spjallað. Í stofunni hangir fjöldi kristalsljósakróna sem gefa stofunni skemmtilegan blæ.

HEIMSFRÆGUR Á INDLANDI:

Myndlistarmaðurinn og arkitektinn Guðjón Bjarnason vinnur heilmikið á Indlandi en þar er hann með fjölmörg verkefni í vinnslu. Hann er meðal annars að hanna eitt stærsta tónlistarhús sem risið hefur á Indlandi. Þar er heilmikill uppgangur og líta Indverjar gjarnan til Norðurlandanna þegar þeir sækja hugmyndir um nútímalegar byggingar. Á Indlandi er mikill uppsveifla og fjölmörg tækifæri sem endurspeglast í yngri stjórnmálamönnunum sem nú eru óðum að taka við stjórnataumunum þar í landi.

GÓÐUR HÓPUR:

Allir gestirnir eiga það sameiginlegt að tengjast Indlandi með einum eða öðrum hætti. Ágústa Berg og eiginmaður hennar Bala Kamallakharan stilltu sér upp með hjónunum Ársæli Harðarsyni og Ingibjörgu Kristjánsdóttur, konu hans.

VIP:

GJÖRIÐ SVO VEL:

Gestirnir gerðu matnum góð skil, enda einstaklega ljúffengur og ekki á hverjum degi sem að færi gefst til að smakka ekta indverskan mat ættaðan úr eldhúsi sendiherrans.

Hafdís Vilhjálmsdóttir er formaður vináttufélags Íslands og Pondicherry en það er skammstafað VIP. Hún er góð vinkona sendiherrafrúarinnar og var auðvitað mætt í veisluna.


MISS UNIVERSE ICELAND 2016 Þátttakendur í keppninni um Miss Universe Iceland 2016 eru nú á fullu í undirbúningi fyrir keppnina sem haldin verður mánudaginn 12. september næstkomandi í Gamla bíói. Í ár tekur 21 stúlka þátt víðs vegar að af landinu. Séð og Heyrt hefur þegar kynnt 16 stúlkur til leiks og hér eru síðustu fimm.

Árný

Árný Rún Helgadóttir (22)

Árný Rún er Hvergerðingur, en ber titilinn Miss Universe Selfoss þar sem faðir hennar er frá Selfossi, Sporðdreki og er einhleyp. Aðaláhugamál hennar eru leiklist og að ferðast um landið og njóta náttúrunnar. Ef þú myndir fá að hitta eina fræga manneskju: „Michelle Obama.“ Hvernig mun það breyta lífi þínu ef þú vinnur: „Að vera partur af þessari keppni er búið að vera frábær lífsreynsla hvort sem ég vinn eða ekki. En ef ég myndi vinna þá myndi ég nýta það tækifæri til þess að láta gott af mér leiða.“

Guðrún Dögg Rúnarsdóttir (25)

Guðrún Dögg er frá Akranesi, Vatnsberi og í sambandi. Aðaláhugamál hennar eru útivera, jóga, dýrin (börnin) hennar og hún elskar að fara í sjósund. Hönnun af öllu tagi hefur alltaf heillað Guðrúnu og þá sérstaklega skartgripahönnun. Guðrún er förðunarfræðingur og nýtur þess virkilega að starfa við það. Ef þú myndir hitta eina fræga manneskju: „Það eru margir frægir einstaklingar sem ég væri til í að hitta en einstaklingurinn sem kemur fyrst upp í kollinn í fljótu bragði er Angelina Jolie. Flott kona sem lætur gott af sér leiða og nýtir frægðina til þess að vekja athygli á ýmiss konar málefnum, sem mér þykir aðdáunarvert.“ Hvernig myndi það breyta lífi þínu að vinna: „Miss Universe er rosalega flott og umfangsmikil keppni. Það að komast út að keppa í Miss Universe getur opnað svo ótalmargar dyr og skapað ný tækifæri, aldrei að vita hvað það myndi hafa í för með sér.“

Guðrún


Andrea Sigurðardóttir (22)

Andrea er Kópavogsbúi, Vog og er einhleyp. Aðaláhugamál hennar eru heilbrigt líferni, dans, söngur og að ferðast. Ef þú myndir fá að hitta eina fræga manneskju: „Angelina Jolie.“ Hvernig mun það breyta lífi þínu ef þú vinnur: „Orðlaus en ef sú ósk rætist væri hálfu markmiði náð og þá myndi taka við að byggja upp vettvang til að hjálpa og styrkja þau málefni sem liggja mér á hjarta og að geta verið góð fyrirmynd.“

Hildur María Leifsdóttir (23)

Hildur María er Kópavogsbúi, Vog og í sambandi. Aðaláhugamál hennar eru að ferðast, handbolti og snjóbretti. Ef þú myndir fá að hitta eina fræga manneskju: „Margot Robbie.“ Hvernig mun það breyta lífi þínu ef þú vinnur: „Það myndi opna margar dyr og mörg tækifæri í lífinu. Ég á mér stóra drauma og mun það klárlega hjálpa mér að koma þeim á framfæri. Ferðast til margra landa, kynnast mismunandi þjóðum og vera hvetjandi og góð fyrirmynd.“

Þóranna Þórarinsdóttir (27)

Þóranna er Reykvíkingur en ber titilinn Miss Universe Vestmannaeyjar, þar sem faðir hennar er frá Vestmannaeyjum, og er Vog.

Andrea

Þóranna

Hildur

MISS UNIVERSE-KEPPNIN

Miss Universe er alþjóðleg fegurðarsamkeppni sem rekin er af Miss Universe-samtökunum. Keppnin er, ásamt Miss World og Miss Earth, þekktasta og sú fegurðarsamkeppni sem fær mesta umfjöllun hér í heimi. Keppnin er haldin í yfir 190 löndum um allan heim og horfir hálfur milljarður manna á keppnina á hverju ári. Keppnin var upphaflega stofnuð 1952 af fataframleiðandanum Pacific Knitting Mills. Miss Universe Organization gefur aðilum sem óska eftir að halda keppnina leyfi til að halda hana í viðkomandi landi og samþykkir hvernig staðið er að vali keppenda. Núverandi logo keppninnar: „Kona meðal stjarna“ er frá 1998. Miss Universe-samtökin hvetja konur til að efla það sjálfsöryggi sem þær búa yfir til að ná bestu eiginleikum sínum fram. Kona með sjálfstraust hefur kraft og öryggi til að gera breytingar, fyrst í eigin umhverfi sem haft getur áhrif á alþjóðavettvangi. Miss Universe hvetur hverja konu til að stíga út fyrir þægindarammann, vera hún sjálf og halda áfram að skilgreina hvað það þýðir að vera með gott sjálfstraust.

PROUD SPONSOR OF MISS UNIVERSE ICELAND


Guðbjörg Hermannsdóttir (36) er kattakonan í fegurstu mynd:

KATTADROTTNING

Guðbjörg var fegurðardrottning Íslands fyrir nokkrum árum síðan, í dag er hún ótvíræð kattadrottning. Hún á samtals 10 ketti og heimili hennar ber þess merki, þar sem vel er hugsað um þessa heimilismeðlimi.

ÚR FEGURÐ Í KATTAFÁR Guðbjörg Hermannsdóttir var valin fegursta kona Íslands 1998. Hún er fædd og uppalin í Grindavík og býr þar enn í dag ásamt unnusta, þremur börnum og tíu köttum. Kattaáhugann fékk hún strax í barnæsku en áhuginn á að rækta ketti kom á fullorðinsárunum. Guðbjörg er „all-in“ í því sem hún gerir, er virk í starfi Kynjakatta, Kattaræktarfélags Íslands og tók við formannsembætti félagsins í fyrra og nýlega fór hún ásamt vinkonu sinni, Kristínu Holm, til Spánar þangað sem þær sóttu kött sem þær höfðu keypt.

M

KOMDU KISA MÍN, KLÓ ER FALLEG ÞÍN: Kettlingar Guðbjargar eru glaðir og gáskafullir eins og kettlinga er vandi. Hér bregður Guðbjörg á leik með einum þeirra.

jááááá „Ég veit ekki alveg hvaðan þessi kattaáhugi kemur, ég hef alltaf átt ketti alveg síðan ég var barn. Og ef ég átti ekki ketti þá „stal“ ég þeim,“ segir Guðbjörg og hlær. „Ég er bara sveitabarn alveg út í gegn og við kettirnir erum „like one.“ En af hverju að rækta ketti, er ekki nóg að eiga bara ketti? „Ég eiginlega datt inn á það að rækta þá, ég er svo hrifin af norska skógarkettinum. Það er enginn karakter eins og þessi tegund hefur þróast með árunum,“ segir Guðbjörg. „Ég á til dæmis eina tíu ára læðu sem er akkúrat öfug við aðra ketti sem ég á. Kattaræktunin er áhugamál, þetta er ekki eitthvað sem ég græði á. Ég veit ekkert skemmtilegra en þegar það kemur ný tegund til landsins, sú nýjasta er russian blue. Það er alveg hellingur af tegundum til.“ Auk þess að rækta ketti þá á Guðbjörg sjálf tíu stykki, þar af fimm kettlinga. Kattaeigendur og áhugamenn reka saman félagið Kynjaketti, Kattaræktarfélag Íslands og tók Guðbjörg við embætti formanns í

fyrra og mun gegna því til tveggja ára. Finna má félagið og allar helstu upplýsingar á kynjakettir.is.

Mælir með að tryggja dýrin

Got hjá köttum Guðbjargar eru á svona þriggja ára fresti, fyrsta got var 2008, síðan einu sinni á ári 2010-2013 og svo núna síðast 2016. „Gotin eru alveg frá því að vera hefðbundin og þá koma 4-5 kettlingar og veit ég um einn ræktanda sem fékk níu kettlinga úr einu goti.“ Gotið í ár eiga þær Guðbjörg og Kristín saman. „Þá komu fimm kettlingar og ákváðum við að halda þremur sjálfar,“ segir Guðbjörg. Allir kettir sem Guðbjörg lætur fara frá sér eru með ættarbók, örmerktir, bólusettir, geldir, heilsársskoðaðir og tryggðir. „Ég mæli með að fólk tryggi dýrin sín, það kostar ekki mikið á ári, á móti því að aðgerð ef til hennar kemur kostar oft helling,“ segir Guðbjörg. Sjálf hefur Guðbjörg lent í því að köttur hafi þurft í bráðaaðgerð af því að hann gleypti aðskotahlut.

Sótti kött til Spánar

Guðbjörg og vinkona hennar, Kristín Holm, fóru saman til Spánar í ár og sóttu eina læðu þangað. Kristín býr í Keflavík og deilir kattaáhuganum með Guðbjörgu, á sjö ketti sjálf og er ritari Kattaræktarfélags Íslands. En af hverju að sækja kött alla leið til Spánar? „Málið er að við erum ekki að para saman skylda einstaklinga og þegar maður er komin út í horn og vantar nýtt blóð í ræktunina þá fara svona vitleysingar eins og ég af stað og þetta er heilmikið ferli,“ segir Guðbjörg. Hún er með í huga hverju hún er að leita að og finnur ræktanda en þó að hann sé fundinn þá er hann kannski ekki tilbúinn til að selja kött til Íslands. „Margir stoppa við það að Ísland er svo einangrað. Það þekkist alveg að Íslendingar hafi farið út og sótt dýr, við vorum búnar að kaupa læðuna og þá var spurningin hvort við vildum fá hana senda eina heim eða fara og sækja hana,“ segir Guðbjörg. Þannig að þær skelltu sér til Spánar, voru þar í sex daga og fengu þannig að strjúka henni, klappa og kynnast henni


MIKIÐ MALAR ÞÚ, MÉR ÞAÐ LÍKAR NÚ: Guðbjörg með einum af mörgum gullfallegra katta sem hún á.

KOMNAR Í KETTINA:

Vinkonurnar Guðbjörg og Kristín deila áhugamálinu á köttum algjörlega saman. Þær sitja saman í stjórn Kynjakatta, kattaræktarfélags Íslands, eiga samtals 17 ketti, þar af einn saman sem þær sóttu til Spánar. Kattalíf er þeirra líf og yndi.

ÞÚ ERT SNIÐUG LÉTT OG LIÐUG LEIKUR BÆÐI SNÖR OG FÚS:

Hér má sjá nokkra af köttum Guðbjargar, en á heimilinu er allt sem þeir þarfnast. Þar á meðal tvær stórar klifurgrindur fyrir þá að klifra og leika sér í.

aðeins áður en haldið var með hana af stað til nýrra heimkynna. Árið 2014 flutti Guðbjörg inn högna sem kom frá Svíþjóð og þá kom ræktandinn með köttinn til hennar og gisti hjá henni í tvær nætur. „Stundum vilja ræktendurnir koma sjálfir með köttinn og er það í raun þægilegra,“ segir Guðbjörg. „Það er líka gaman að þegar erlendi ræktandinn kemur hingað þá sér hann hvert kötturinn er að fara.“

Leitar logandi ljósi að húsnæði á hverju ári

Guðbjörg er sem fyrr sagði formaður Kynjakatta, Kattaræktarfélags Íslands og er öllum sem áhuga hafa velkomið að ganga í félagið. Félagið heldur einnig fjórar sýningar á ári, vor og haust, þar sem allir eru velkomnir að koma og kynnast köttunum og eigendum þeirra. „Það hefur orðið mikil aukning á köttum á sýningunum og það er mikil aukning á húsköttum og við erum komin með sérflokk fyrir þá,“ segir Guðbjörg. Erlendir dómarar koma til að dæma kettina og næsta sýning er í október. „Vandamálið er að finna húsnæði og fá það leigt, helst húsnæði sem kostar ekki hálfan handlegg,“ segir Guðbjörg. „Við erum lítið áhugamannafélag og höfum hreinlega ekki efni á að greiða háar fjárhæðir í leigu

GÆGIST OFT INN UM GLUGGA:

Þessi krúttlegi kettlingur lét heimsókn ljósmyndara ekkert trufla sig við að stökkva inn og út um gluggann og kíkja til veðurs.

fyrir örfáa daga. Við lendum í þessu sama á hverju ári að eiga í vandræðum með að finna húsnæði til leigu. Þannig að ef það er einhver þarna úti sem á stórt húsnæði með klósettaðstöðu, sem er til í að leigja okkur, þá má viðkomandi endilega hafa samband við mig. Erlendis eru kattasýningar haldnar í íþróttahöllum og virðist það vera lítið mál,“ segir Guðbjörg. „Þetta er landkynning þar sem erlendir dómarar eru að koma og því skiptir máli að allt sé tipptopp.“ Guðbjörg fór 2014 til Osló í Noregi á Scandinavian Show og mættu þar einstaklingar frá öllum skandinavísku löndunum. „Þarna sá maður hvað þetta er allt öðruvísi úti og þetta var skemmtileg upplifun. Og það var ekki bara kattasýning í höllinni heldur mátti þar meðal annars finna dverghesta, kakkalakka og kanínur. Bara öll gæludýr komin saman í einni höll og ekkert vesen,“ segir Guðbjörg og brosir.

Kettir Guðbjargar keppa

Guðbjörg fer stundum með eigin ketti og keppir á kattasýningum hér heima. „Ég fer með mína ketti og þeir fá sína dóma og ef þeir komast áfram í „Best In Show“ þá er það bara frábært. Ég hef samt mest gaman af félagsstarfinu, að hitta aðra „kreisí“ kattaáhugamenn sem deila áhugamálinu með mér.“

ERT ÞÚ „CRAZY CAT LADY“ Taktu prófið og tékkaðu á því Æsist þú upp við að heyra niðursuðudós opnaða? Finnst þér kettir vera klárari en fólk? Eyðir þú meira í læknareikninga fyrir kettina þína en sjálfa þig? Kaupir þú frekar ístegundina sem kettirnir þínir fíla en þú sjálf? Þekkir þú kettina þína í sundur eftir áferð tungunnar þegar þeir baða þig? Áttu fleiri en eina flík með kattarmyndum á? Áttu vefsíðu (Facebook-síðu, Instagram-síðu, blogsíðu eða annað slíkt) sem er tileinkuð köttunum þínum? Eyðir þú meira í jólagjafir handa köttunum þínum en handa fjölskyldunni þinni? Kaupir þú fleiri en eina tegund af kattamat af því að nokkrir af köttunum þínum eru „pikkí“ á matinn sinn? Finnst þér að hin forna dýrkun Egypta á köttum sé einu réttu trúarbrögðin?

Ef fjögur eða fleiri atriði hér að ofan eiga við um þig, þá ertu kolklikkuð kattarkona. Það eru engin lyf til við þessu, farðu og strjúktu köttunum þínum!!


Sigrún Edda Jónsdóttir (48) sá um styrktargolf á Seltjarnarnesi:

HÉLDU FRÁBÆRT MÓT:

Sigrún Edda Jónsdóttir, mótsstjóri og bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi, Málfríður Pálsdóttir athafnakona og Sjöfn Þórðardóttir, verkefnastjóri og formaður Soroptimistaklúbbsins, var fagnað fyrir að hafa skipulagt svona frábært mót til styrktar málefni sem þarf á því að halda.

HOLA Í HÖGGI:

Athafnakonurnar Halldóra Jenný Gísladóttir og Kristín Jónsdóttir voru mjög sáttar með golfmótið og mætti kalla það holu í höggi.

SKÁL Í BOÐINU:

Björg Þórarinsdóttir, Ásrún Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur, Björk Hreinsdóttir Soroptimistasystir og Ólöf Þórarinsdóttir voru í miklu stuði og stóðu sig með prýði á mótinu.

KONUR Í HOLUM STYrkJA GOTT MÁLEFNI Styrktargolfmót Soroptimstasystra á Seltjarnarnesi fór fram á Nesvellinum á Seltjarnarnesi. Tæplega 100 konur skemmtu sér á golfvellinum og var leikgleðin í fyrirrúmi. Færri komust að en vildu, slíkar voru vinsældirnar.

M

ikið fjör „Þetta var í fimmta skiptið sem við höldum slíkt mót. Þetta er ein aðalfjáröflunarleið okkar Seltjarnarnessystra ásamt happdrætti á skemmtikvöldi í nóvember með þeim vinningum sem ekki ganga út í golfmótinu en við höfum notið góðvildar fjölmargra

RAUTT OG HVÍTT:

fyrirtækja sem styrkja okkar í þessu góða málefni,“ segir Sigrún Edda Jónsdóttir, Soroptimistasystir og bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi, sem sá um mótstjórnina.

Biðlisti á mótið

Mótið fór fram í blíðskaparveðri, eins og verið hefur í sumar þar sem

Sigríður Sigurjónsdóttir Soroptimistasystir, Helga Hilmarsdóttir, Dagný Oddsdóttir og Theodóra Gunnarsdóttir voru auðvitað mættar á svæðið í gott golf og frábæran félagsskap.

SYSTRAGOLF:

Systurnar Ásta Pétursdóttir fjárfestir og Erla Pétursdóttir athafnakona voru til í tuskið og gekk þeim víst einstaklega vel.

konur spiluðu golf með bros á vör. Fullt var á mótinu og vel það þar sem bæta þurfti við hollum til að koma öllum að en þetta var í fimmta skipti sem mótið var haldið. Hefð er fyrir því að bjóða keppendum upp á hressingu þar sem 5. og 9. teigur á Nesinu mætast; gómsætt heimabakað góðgæti, drykki og svo er skálað í freyðivíni sem ávallt vekur jafnmikla lukku.

Hjálpa fórnarlömbum ofbeldis

systra er notaður til að styrkja verkefni sem nefnist Gæfuspor sem er sniðið að því að koma konum sem hafa verið fórnarlömb ofbeldis aftur af stað út í lífið og fellur þetta verkefni sérlega vel að markmiðum Soroptimista. Við höfum styrkt þetta verkefni tvö síðustu árin og fengið yfirlit yfir hvernig þessi námskeið hafa nýst konum og erum mjög sáttar við hversu vel styrkurinn nýtist,“ segir Sigrún Edda glöð í bragði.

„Afraksturinn af golfmótinu okkar

SÍKÁTAR OG SVALAR:

Finnbjörg Skaftadóttir, Guðrún Maggie Magnúsdóttir og Kristrún Þórðardóttir létu sig ekki vanta enda um gríðarlega gott og mikilvæg málefni að ræða.

BLÍÐAR OG BROSMILDAR:

Guðrún Garðarsdóttir, Kristín Sigurgeirsdóttir og Hildur Björg Halldórsdóttir tóku þétt um kylfurnar og slóu kúlurnar of öllu afli til styrktar fórnarlömbum ofbeldis.


Elínborg Halldórsdóttir (54) er lagvís og listfengin: ER MEÐ GRÆNA FINGUR:

„Ég er hrifin af náttúrunni, ég er náttúrufrík.“ Ellý hefur verið búsett á Akranesi síðan 2011 og eignaðist þá í fyrsta sinn á ævinni garð. „Í gamla daga í pönkinu var ég að stela afleggjurum þegar ég var í partíi í blokkunum, hætti því þegar ég dró heim með mér risastórt plastblóm.“

GERIR ALLT SJÁLF:

BJÚTÍFUL BALLERÍNUR:

Ellý er sjálfstæð kona og vön að bjarga sér sjálf og gerir allt heima fyrir nema að pípa. „Ég á bora, sagir og allt sem til þarf og er voða montin með mig þegar einhver kemur og vill hjálpa mér. Það er gaman að geta bjargað sér sjálf.“ Hún þáði þó hjálp við að hengja upp myndirnar á sýningunni í Heynesi.

„Aftan á hverri mynd er sagan um myndina.“

DÆTURNAR VORU MEÐ Í MYNDUM:

Dætur Ellýjar komust ekki á sýninguna að þessu sinni en þær voru þó með í málverkunum. Þessi mynd er af Halldóru.

HÚN VAR ALLTAF BEST Í MYNDLIST Elínborg Halldórsdóttir er landsmönnum best kunn sem söngkona hljómsveitarinnar Q4U sem fyrst kom fram á sjónarsviðið á níunda áratug síðustu aldar. Q4U er enn að spila og ný plata á leiðinni en tónlistin er ekki eini vettvangurinn þar sem Ellý hefur fundið hæfileikum sínum farveg, hún er líka feiknagóður listmálari og hélt nýlega sýningu í hesthúsinu í Heynesi.

H

andlagin pönkamma „Ég hef málað alla tíð, alveg frá því ég var lítil stelpa,“ segir Ellý. „Kennarar mínir sáu að ég hafði hæfileika og hvöttu mig áfram og myndlistin var eitthvað sem ég var best í. Myndlistin var mitt fag.“ Ellý hefur haldið sýningar um allt land, í Reykjavík, Eden í Hveragerði og á Stokkseyri svo eitthvað sé nefnt. Nýjasta sýningin var hluti af Hvalfjarðardögum og hélt Ellý hana í hesthúsinu í Heynesi í Hvalfjarðarsveit. Fjöldi fólks mætti og naut verka Ellýjar sem eru af ýmsum toga. Ellý hyggur á sýningu í Reykjavík en segist að sama skapi ekki nógu dugleg að koma sér á framfæri með

því að finna stað fyrir sýninguna. „Helst myndi ég vilja finna iðnaðarhúsnæði sem er hálfhrátt og gera það að mínu,“ segir Ellý. „Ég vil leika mér með sýninguna og blanda henni saman við tónlist. Ég vil hafa svolítið meira um að vera, ekki bara hefðbundna sýningu þar sem allir standa penir, prúðir og kurteisir, mér finnst voða gaman að hafa „action“,“ segir Ellý. Það er líka nóg að gera í tónlistinni, Q4U spilaði á tónlistarhátíðinni Norðanpaunk á Laugarbakka um verslunarmannahelgina og ný plata er á leiðinni. „Við erum búin að taka plötuna upp og það er búið að gera „cover-ið“ og allt,“ segir Ellý. Útgáfudagur er þó ekki kominn.

Listagenin ganga í erfðir

Ellý á fjórar dætur og sú elsta, Erna, á tvo syni. Systurnar hafa allar erft listagen móður sinnar og nefnir Ellý sem dæmi að Alexandra syngi og að Erna hafi verið á listabraut í fjölbraut áður en hún ákvað að klára hjúkrunarfræði en núna leggur hún stund á læknisfræði í Slóvakíu. „Barnabörnin mín eiga eftir að verða listamenn, Jón Ingi, sá eldri, er bæði fær að teikna og spilar á gítar og sá yngri, Gunnþór, verður ábyggilega listamaður líka,“ segir Ellý. Faðir þeirra, Óli Rúnar Jónsson er gítarleikari í Atómstöðinni og Loftskeytamönnum og faðir Ernu er tónlistarmaðurinn Gunnþór Sigurðsson, bassaleikari Q4U. Systir hans er söngkonan Þuríður Sigurðardóttir, sem er einnig fær listmálari og Erró er frændi þeirra. Það er því ljóst að nóg er af listrænum hæfileikum í ætt ömmustrákanna.

LISTRÆN LJÓS:

Ellý gerði líka þessa fallegu kertastjaka sem létu ljós sitt skína á listasýningunni.


Kolbrún Björgólfsdóttir (64) hreifst með í Hörpu: VAMOS A BAILAR:

Kogga ásamt vinkonu sinni, Arndísi Jóhannsdóttur, sem er dugleg að drífa hana með á tónleika. Gypsy Kings komu þeim skemmtilega á óvart með kröftugu og þaulæfðu prógrammi.

LO QUIERO:

Hjónin Kristjana Ólafsdóttir og Sigurður G. Steinþórsson voru glimrandi af gleði yfir Manolo og félögum en þau hjónin hafa rekið Gull og Silfur til fjölda ára við góðan orðstír.

TRUFLAÐ BAMBOLEO Hljómsveitin Gypsy Kings hélt tónleika nýlega í Eldborgarsal Hörpu en heljarinnar flamengó- og rúmbuæði reið yfir heimsbyggðina þegar þeir urðu feiknavinsælir á níunda áratug síðustu aldar. Strákarnir sýndu að þeir hafa engu gleymt en sveitina skipa bæði eldri meðlimir hennar og nýir sem tilbúnir eru að taka við keflinu og halda uppi fjörinu. Hljómsveitin flytur lög sín á spænsku og kom lögum á vinsældalista um allan heim.

S

tuðlest „Mér fannst þetta mjög gaman, það var mikil stemning,“ segir Kolbrún, betur þekkt sem listakonan Kogga. „Fólkið í salnum kom mér líka mjög á óvart, ég sneri hausnum öfugt. Þeir náðu að hrífa salinn strax í fyrsta lagi, fólk var að dansa allan tímann. Þetta er ekki svona það algengasta að sjá, ekki kannski fyrr en fólk er komið í stuð.“ Vinkona Koggu, Arndís Jóhannsdóttir, dreif hana með á tónleikana og sá Kogga alls ekki eftir að hafa farið. „Við förum talsvert á tónleika saman en Arndís er þó duglegri en ég og hún er líka dugleg að kveikja í mér og koma mér af stað,“ segir Kogga. „Ég er alltaf ógurlega glöð þegar ég er komin á staðinn en þarf stundum að taka ákvörðun um að fara.“

SÁ YNGSTI SLÓ Í GEGN:

Yngsti söngvarinn í hópnum var algjör perla hópsins og sló gjörsamlega í gegn hjá tónleikagestum sem fögnuðu honum gríðarlega í hvert skipti sem hann hóf upp raust sína.

Strákarnir í Gypsy Kings eru með fimm gítara og einn bassa en engar trommur. „Þeir þurfa engar trommur, þeir slá taktinn á gítarana,“ segir Kogga. „Og þetta var svo mikill taktur hjá þeim, gríðarlega þétt og þaulæft. Ég sagði einmitt við Arndísi að þetta væri eins og járnbrautarlest sem hefði farið af stað og stoppaði ekki fyrr en á endastöð.“ Gypsy Kings spila sígaunatónlist og kom það Koggu á óvart að það voru ekki bara spænsk lög á lagalistanum, heldur tónlist frá öllum löndum, þar á meðal ítölsk lög. Það er óhætt að segja að Gypsy Kings hafi komið suðrænum yl í hug og hjörtu tónleikagesta sem væntanlega mun hlýja þeim eitthvað inn í komandi vetur.

BEM BEM MARIA:

Hjónin Guðmundur Hallvarðsson og Hólmfríður María Óladóttir stigu nettan dans í Hörpu við taktfasta tóna Gypsy Kings.

BAMBOLEO BAMBOLEA:

SÓLSKINSTÓNLIST Í LOK SUMARS:

Tónlist Gypsy Kings-strákanna féll vel í kramið og tónar þeirra sendu tónleikagesti dillandi út í haustgarrann sem farinn er að blása um Hörpu sem og annars staðar.

Forsprakkinn Manolo sá um að rífa salinn upp og allir tóku undir í einu þekktasta lagi sígaunakonunganna.


Magni Ásgeirsson (37) og Sverrir Bergmann (35) eru báðir flottir:

MEÐ HÚMOR FYRIR ÞESSU

Sverrir hafði alveg húmor fyrir þessum mistökum og birti þessa mynd á Instagram.

FLOTTIR SAMAN

Það er kannski ekki skrítið að okkur hafi orðið á þessi mistök, strákarnir eru nokkuð líkir: báðir myndarlegir og flottir, hæfileikaríkir listamenn og greinilega með svipaðan fatasmekk.

TÖFF SKALLAPOPPARAR OG EKKI LEIÐUM AÐ LÍKJAST M istök Já, okkur geta orðið á mistök og við viðurkennum það bara!! Fjöldi góðra gesta mætti í afmælispartí Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum, þar á meðal Magni og Sverrir sem ljósmyndari Séð og Heyrt festi á filmu ásamt öðrum. Undir mynd af Magna smelltum við hins vegar nafni Sverris og biðjumst við velvirðingar á því. Ekki af því að við vitum ekki hver

hann er, við erum nýbúin að fá að kíkja í myndaalbúmið hans í Leiftur. Magni var auðvitað fljótur að sjá mistökin og birti mynd á Instagram og þótti þetta greinilega bara skemmtilegt og ekki leiðum að líkjast. Og setti á Facebook-síðu sína með orðunum: „Ég hló upphátt … Takk Séð og Heyrt fyrir að sanna að ég VAR frægur.“


Hildur Arna Gunnarsdóttir (41) skipulagði flottasta útimarkað sumarsins:

VÍKINGABRAUÐ: Þessi bás bauð upp á flatbrauð til sölu sem bar nafnið Víkingabrauð og stóð fólk í röð til þess að fá smakk.

SKIPULAGSDROTTNING:

Hildur Arna var mjög stolt af markaðinum en það fór mikil vinna hjá henni og öðrum í að koma þessu saman.

BLÖÐRUGERÐARMEISTARI:

Krakkarnir voru gífurlega spenntir að sjá hvað blöðrusnillingur töfraði fram næst. Meðal þess sem hann gerði var Spiderman, hundur og mörgæs.

ÞEIR SEM KOMA EINU SINNI – KOMA AFTUR Á hverju ári, undanfarin ellefu ár, hafa íbúasamtök Laugardals skipulagt útimarkað síðla sumars. Svo vel hefur gengið að markaðurinn hefur stækkað gríðarlega mikið á þessum tíma og hefur fjöldi seljenda margfaldast. Þrátt fyrir að hafa tekið yfir allt bílastæði Menntaskólans við Sund myndaðist á köflum þvaga.

M

ikil eftirvænting „Þetta er í fjórtánda sinn sem útimarkaðurinn er haldinn en ellefta árið,“ segir Hildur Anna Gunnarsdóttir, einn af skipuleggjendum markaðarins. „Því að í fyrstu skiptin vorum við bæði með sumar- og vetrarmarkað. Útimarkaðurinn byrjaði hérna hjá Menntaskólanum við Sund. Svo hefur þetta verið eitt af verkefnum íbúasamtakanna og innan þeirra eru margar deildir, meðal annars markaðsdeild og hún hefur haft það verkefni að halda utan um útimarkaðinn. Fyrsta árið voru

kannski 20 seljendur en nú eru þeir að verða 160 til 180 þannig að þetta er orðið stórt og mikið verkefni. Fólk bíður eftirvæntingarfullt á hverjum ári.“

Snýst um mannlífið

„Nei, ég er ekki að selja. Stundum sel ég, stundum ekki,“ segir Hildur Arna spurð út í hvort hún sé með sölubás. „Í ár langaði mig bara til að njóta þess að vera gestur, labba á milli, taka myndir, kaupa eitthvað og fá mér kaffi. Þetta snýst ekki allt um söluna, þetta snýst ótrúlega mikið um mannlífið.“

Plötuspilarar og flatbrauð

En hvað fannst Hildi skemmtilegast á markaðnum? „Ég á plötuspilara frá Fisher, sem maður hefur ekki séð lengi, og ég sá einn þannig og hann var fljótur að fara. Það var kona að selja flatbrauð, grillað yfir viðarkolum, mér fannst það mjög skemmtilegt,“ en það var gríðarlega mikið úrval af alls konar hlutum. „Það er verið að selja grænmeti og það er verið að skiptast á plöntum. Plötusafnarar og bókasafnarar koma alltaf snemma. Þetta er einstakur viðburður. Þeir sem koma einu sinni, þeir koma aftur. Það eru þúsundir gesta sem koma yfir daginn,“ segir Hildur brosandi og kát.

EINN SPIDERMAN, TAKK: EIN MEÐ ÖLLU:

Fólk þurfti svo sannarlega á næringu að halda eftir að hafa rölt um þennan risastóra markað og voru pylsur til sölu sem fólk slafraði í sig af bestu lyst.

Það var auðvitað boðið upp á andlitsmálun fyrir börnin og mátti sjá kettlinga og Spiderman á flakki um allan markaðinn.

EITTHVAÐ FYRIR ALLA:

Það var ótrúlegt úrval á markaðnum og voru föt, skór, bækur, spil og DVD-myndir mjög vinsælar hjá seljendum.

ALLT TROÐIÐ:

Það vantaði svo sannar lega ekki fólksfjöldann en mörg þúsund manns lög ðu leið sína á markaðin að freista þess að finn n til a frábæra hluti og það var svo sannarlega nóg af þei m.


Út með hundinn? Hoppaðu upp í Polo!

VW Polo frá aðeins

2.490.000 kr.

Það er sama hvert tilefnið er, það verður alltaf meira spennandi með Volkswagen Polo. Hann hefur þennan eiginleika að keyra þig áfram með hvað sem þér dettur í hug. Gefðu hugarfluginu lausan tauminn og hoppaðu upp í Polo. Ævintýrin bíða þín.

www.volkswagen.is

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði


DANSDROTTNING:

Tanya Dimitrova, eigandi Heilsuskólans, fitness- og danskennari, er fögur eins og gyðjan Aþena.

AFMÆLISHÁTÍÐ HJÁ DANSGYÐJUM Þriggja ára afmælishátíð Heilsuskóla Tanyu var haldin með stæl í Kópavogi. Grískt yfirbragð var þema kvöldsins. Dömurnar sem æfa og dansa í Heilsuskólanum mættu klæddar eins og glæsilegar grískar gyðjur ásamt eiginmönnum sem einnig voru klæddir að hætti Forn-Grikkja. Það skapaðist frábær stemning og mikil gleði var ríkjandi á hátíðinni. Frumleg skemmtiatriði voru í boði í veislunni og allir skemmtu sér konunglega.

FULL AF ÞOKKA:

María Kristín Steinunn, ljósmyndalistakona og dansari Heilsuskólans, er eins og gyðjan Hera á þessari mynd því þokkinn geislar af henni.

FJÖLSKYLDAN SKIPTIR MÁLI:

UM LÖND OG STRÖND:

Tanya ásamt eiginmanni sínum, dr. Halldóri Svavarssyni, margföldum Íslandsmeistara og Norðurlandameistara í karate og dósent í verkfræði við Háskólann í Reykjavík, og syninum Simeon Bæring Halldórssyni.

Rósa Ólafsdóttir, landfræðingur og dansari Heilsuskólans, með sitt seiðandi rauða hár minnir mikið á Afródítu.

NEMENDUR OG VELUNNARAR:

Gyðjurnar ásamt nemendum og velunnurum Heilsuskóla Tanyu voru öll gífurlega hress.

ÞRJÁR GYÐJUR:

Aþena, Hera og Afródíta samankomnar og láta ekkert stoppa sig.



SJÓNVARPSSTJÖRNUR Í FIMMTÍU ÁR

Gísli Marteinn Baldursson (44) er sprellfjörugur og litríkur:

Í ár eru fimmtíu ár frá því að sjónvarpsútsendingar hófust á Íslandi undir merkjum RÚV. Þann 30. september 1966 var fyrsta sjónvarpsútsendingin. Það var hátíðleg stund á heimilum landsmanna þegar þáverandi útvarpsstjóri ávarpaði þjóðina sem sat sem límd við skjáinn þar sem þá var að finna og fylgdist spennt með útsendingunni. Ríkissjónvarpið var með einokunarstöðu á sjónvarpsmarkaði þar til að Stöð 2 hóf útsendingar.

G

ott kvöld Til að byrja með voru útsendingar á miðvikudögum og föstudögum. En síðar var sjónvarpað alla daga nema fimmtudaga en það breyttist ekki fyrr en árið 1987. Þeir sem birtust á skjánum urðu heimsfrægir á Íslandi og sannir heimilisvinir sem allir töldu sig þekkja. Sjónvarpsdagskráin var hefðbundin og rammaði inn tilveru margra og sumir jafnvel miðuðu félagslíf sitt eftir því hvað var á dagskrá hverju sinni. Góðkunningjar þjóðarinnar eru fjölmargir og eiga flestir sér sinn uppáhaldssjónvarpsmann.

SÍKÁTUR OG SNIÐUGUR

Gísli Marteinn hóf störf á RÚV árið 1997 og er enn að. Hann hefur komið víða við á þeim tíma, starfað sem fréttamaður og umsjónarmaður dægurmálaþátta og stjórnað fjölmörgum skemmtiþáttum eins og Laugardagskvöld með Gísla Marteini. Hann hlaut Edduverðlaunin 2003 sem sjónvarpsmaður ársins. Gísli Marteinn hvarf af skjánum í nokkur ár og sat sem borgarfulltrúi en áhorfendum RÚV til mikillar gleði birtist hann aftur þar og verður vonandi sem lengst.

Rósa Ingólfsdóttir (69) kom sífellt á óvart:

OFURÞULAN

Sú sjónvarpsþula sem flestir landsmenn kannast við. Rósa Ingólfsdóttir er menntuð leikkona og naut sín einstaklega vel á skjám allra landsmanna og þóttu kynningar hennar gífurlega skemmtilegar og frumlegar en hún skrifaði þær sjálf að hennar eigin sögn. Rósa þótti líka stórgóð söngkona og gaf meðal annars út plötuna “Rósa” árið 1972 sem fékk góðar viðtökur.

Logi Bergmann Eiðsson (49) fjölhæfur fjörkálfur:

VEIT ALLT Í huga margra er hann herra Gettu Betur. Viðbragðsfljótur, snjall og einstaklega orðheppinn. Logi var spyrill í spurningaþáttunum vinsælu á árunum 1999 til 2005. Logi var þar auki fréttalesari í mörg ár. Logi, eins og margir á þessum lista hlaut sömuleiðis Edduverðlaun fyrir að vera vinsælasti sjónvarpsmaður Íslands árið 2001.

Hermann Gunnarsson (19462013) var eftirlæti þjóðarinnar:

EKKERT STRESS OG ALLTAF HRESS

Hermann Gunnarssonn, kallaður Hemmi Gunn, var einn ástsælasti sjónvarpsmaður á Íslandi í mörg ár. Eftir að hafa verið einn besti knattspyrnumaður Íslands hóf Hemmi störf á RÚV sem íþróttafréttamaður en það var árið 1987 sem hann varð að goðsögn. Þá hóf göngu sína spjallog skemmtiþátturinn Á tali hjá Hemma Gunn og óhætt er að segja að Hemmi hafi orðið þekktasta andlit landsins. Þátturinn var á dagskrá í tíu ár. Hermann þótti líka liðtækur söngvari og kom margsinnis fram með Sumargleðinni og fleiri sveitum. Smellurinn Einn dans við mig sem að Hemmi flutti svo listilega er enn vinsæll á öldum ljósvakans. Hermann lést fyrir aldur fram og varð þjóðinni mikill harmdauði.

Stundum kallaður Herra veður en Páll flutti veðurfréttir í sjónvarpi í 23 ár og þótti, og þykir ennþá, einn sá allra besti í bransanum. Hann var tilnefndur til íslensku bókmenntaverðlaunana árið 1997 fyrir fræðibókina Vínlandsgátan. Páll var einnig veðurstofustjóri frá 1989 til loka ársins 1993. Páll bar iðulega slaufu og var einstaklega virðulegur á skjánum.

Páll Bergþórsson (90) aldrei með vindinn í fanginu:

SPÁÐI ALLTAF RÉTT


:

Bjarni Fel (80) er pabbi enska fótboltans á Íslandi:

MANST EFTIR UNITED Bjarni Fel er guðfaðir enska boltans á Íslandi. Lýsingar hans á kappleikjum í ensku úrvalsdeildinni voru kostulegar og óhætt er að segja að Bjarni, að öðrum ólöstuðum hafi kynnt enska fótboltann fyrir þjóðinni. Bjarni starfaði sem íþróttafréttamaður hjá RÚV og lagði línurnar fyrir þá sem á eftir komu. Bjarni var sjálfur landsliðsmaður í knattspyrnu og hafði viðurnefnið Rauða ljónið. Hann hlaut heiðurskjöld KSÍ árið 2004.

Helga Steffensen (82) og Bryndís Schram (78) voru bestu vinir barnanna:

STUNDIN OKKAR ROKKAR

Bogi Ágústsson (64) ávallt virðulegur:

Helga stjórnaði Stundinni okkar frá 1987 til 1994 og auðvitað var Helga með apann Lilla með sér en þau tvö hafa verið saman frá því að Helga byrjaði með Brúðubílinn, sem hún stjórnar enn þann dag í dag. Fyrir framlag sitt til barnamenningar og leiklistar var Helga sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 2007.

GOTT KVÖLD,

Bryndís Schram stjórnaði Stundinni okkar á áttunda áratugnum. Laddi var henni til halds og trausts sem Þórður húsvörður, en hann var óborganlegur sem slíkur og þekktur fyrir segja sínar skoðanir umbúðalaust. Forláta tóbaksklútur var vörumerki hans, hann snýtti sér rækilega og sló svo hressilega úr klútnum fyrir framan Bryndísi. Gárungar byrjuðu að kalla Stundina okkar pabbatímann þegar Bryndís tók við, fjöldi feðra sem settust niður til að fylgjast með barnatímanum er sagður hafa stóraukist, vegna þess hversu margir feður byrjuðu að horfa á þáttinn með börnunum svo glæsileg þótti Bryndís.

Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST Bogi hefur verið allt í öllu á RÚV frá því að hann hóf störf þar árið 1977. Fréttamaður erlendra frétta, aðstoðarframkvæmdastjóri Útvarpsins, fréttastjóri Sjónvarpsins, forstöðumaður fréttasviðs og þekktasti aðalfréttalesari RÚV frá upphafi. Hann stjórnaði einnig þáttunum Hringborðið, Viðtalið og Fréttaaukinn. Bogi er líka annálaður KR-ingur og hefur tekið virkan þátt í KR-útvarpinu frá því að það hóf útsendingar árið 1997.

Stundin okkar er elsti sjónvarpsþáttur RÚV ásamt fréttum. Fjölmargir heimilisvinir ungra áhorfenda glöddu börn á öllum aldri á sunnudögum klukkan sex, og gera enn.

Spaugstofan (30) senda yfir til okkar:

ALVÖRU GRÍN OG GLENS Ragnheiður Elín Clausen (48) einlæg:

VINALEG OG LJÚF Ragnheiður Elín Clausen var heimilisvinur allra Íslendinga á meðan hún starfaði sem þula hjá Ríkissjónvarpinu; draumadís allra karla og fyrirmynd flestra kvenna. Ragnheiður er rödd Vefþulunar, sem var heimasíða þar sem fólk gat skrifað inn íslenska texta og látið lesa þá upp fyrir sig og var notuð mikið í starfi Blindrafélags Íslands.

Leikararnir og vinirnir Örn Árnason, Karl Ágúst Úlfsson, Pálmi Gestsson, Sigurður Sigurjónsson og Randver Þorláksson voru stór partur af lífi Íslendinga sem Spaugstofan. En þeir fögnuðu 30 ára afmæli í ár og settu upp leiksýningu af því tilefni í Þjóðleikhúsinu sem sló rækilega í gegn. Spaugstofan gladdi áhofendur á hverju laugardagskvöldi þar sem þjóðþekktir einstaklingar, sérstaklega stjórnmálamenn fengu stundum á sig gríngusur. Kristján heiti ég Ólafsson, Ragnar Reykás og félagarnir Bogi og Örvar eru þjóðinni kærir og frasar þeirra löngu oðrnir hluti af daglegu máli.

Ómar Ragnarsson (75) var allt í öllu:

HVER ER HANN HVERT FÓR HANN HVAR VAR HANN Ómar Ragnarsson hefur verið tíður gestur á RÚV allt frá því að sjónvarpið hóf göngu sína á Íslandi og er hann það ennþá í dag. Ómar hefur starfað sem fréttamaður, rithöfundur, skemmtikraftur, tónlistarmaður og meira að segja fjórfaldur Íslandsmeistari í rallakstri. Ómar gerði líka Stiklur, eina þekktustu sjónvarpsþáttaröð Íslands frá upphafi, þar sem þjóðin kynntist Gísla á Uppsölum í fyrsta sinn. Ómar hefur tvisvar fengið Edduverðlaun sem vinsælasti sjónvarpsmaður ársins.

1966

– Sjónvarpið hefur útsendingu. Einungis sent út á föstudögum og miðvikudögum til að byrja með. Vilhjálmur Gíslason útvarpsstjóri. – Andrés Björnsson útvarpsstjóri. – Sjónvarpað í lit. – Fyrsta sinn dagskrá í júlí. – Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri. – Sent út á fimmtudegi. – Heimir Steinsson útvarpsstjóri. – Pétur Guðfinnsson útvarpsstjóri. – Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri. – RÚV flytur af Laugavegi í Efstaleiti. – Páll Magnússon útvarpsstjóri. – RÚV breytt í opinbert hlutafélag. – Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri.

1968 1975 1983 1985 1987 1991 1996 1998 2000 2005 2007 2014


Wojciech Julian Jurasz (38) klífur tinda: Á TOPPI TILVERUNNAR:

Wojciech er stoltur starfsmaður Íslenska Gámafélagsins og tók fána fyrirtækisins með sér í fjallaklifrið.

EKKI ALLTAF Í RUSLI Wojciech Julian Jurasz er mikill fjallagarpur sem heldur sér í formi með því að sækja sorptunnur við heimili fólks. Þessi pólskættaði starfsmaður Íslenska Gámafélagsins er nýkominn til lands aftur eftir að hafa klifið Elbrus, eitt af hæstu fjöllum heims.

G

lás af fjöllum „Ævintýri mín í fjöllunum byrjuðu í æsku minni,“ segir Wojciech Julian Jurasz, fjallagarpur og sorptæknir. „Dag eftir dag óx lyst mín á fjöllunum. Ég byrjaði að klífa fjöllin sem voru nálægt heimili mínu. Svo varð ég að klífa hærri fjöll. Ég kleif hæstu fjöll Póllands og Slóvakíu. Ég klifraði líka í Ölpunum en ekkert dugir mér, ég ert alltaf að hugsa um stærri og erfiðari klifurferðir.“

ENGAN PAPPA AÐ FINNA HÉR:

Það skiptir engu máli í hvaða átt er litið, Vinirnir mikilvægir hér er aðeins að finna Hæstu fjöll sem Wojciech hafði klifið óspillta náttúru.

áður en hann fór á tind Elbrus eru Großglockner í Austurríki sem er 3.798 metrar á hæð og Mont Blanc í Frakklandi sem er 4.809 metrar á hæð. „Í fyrra þegar ég og þrír vinir mínir vorum að klífa Mont Blanc fæddist sú hugmynd að klífa hæstu tinda heims. Síðan þá höfum við æft allan þann tíma sem við höfum haft lausan. Með hjálp vina og mikum viljastyrk er allt hægt,“ segir Wojeiech kátur í bragði.

EKKERT RUSLAFJALL: Í vinnunni klífur Wojciech ruslafjöll en í frístundum sínum klífur hann hæstu fjöll heims.

VINIR SKIPTA MÁLI:

Wojciech vill meina að þessi afrek hans væru ómöguleg án aðstoð góðra vina.

SOFIÐ UNDIR STJÖRNUM: Gullfallegar stjörnur bíða þeirra sem klífa svo há fjöll eins og hann Wojciech gerir.



Soffía Karlsdóttir (64) var sátt með bæjarhátíð Seltjarnarnessbæjar:

EKKI BARA LÍTIÐ OG LÁGT

EITT LAG ENN:

Það var mikið líf á sundlaugarbakkanum þar sem tónlist hljómaði í eyrum gesta.

ÉG ÆTLA AÐ FÁ TVÆR, TAKK FYRIR:

Gleðin var mikil á Seltjarnarnesi fyrir stuttu þegar bæjarhátíð Seltjarnarness fór fram. Hátíðin hefur verið haldin nokkur ár í röð en í ár var hún sú umfangsmesta og fjölbreytt dagskrá á boðstólum.

S

tuð í Plútó Brekkusöngurinn í Plútóbrekku vakti mikla lukku á föstudagskvöldinu þar sem Ingó, fyrrverandi Veðurguð, stýrði fjöldasöng. „Stemningin var stórkostleg,“ segir Soffía Karlsdóttir, sviðsstjóri menningar- og samskiptasviðs Seltjarnarnessbæjar, en fjölmenni lagði leið sína í brekkusönginn og telur hún að hátt í þúsund manns hafi mætt á svæðið. „Það hefur verið metþátttaka og veðrið hefur leikið við okkur alla helgina. Framtakinu var afar vel tekið af bæjarbúum og ég vona sannarlega að hátíðin og brekkusöngurinn sé komið til að vera,“ sagði Soffía.

Fóru alla leið í litagleðinni

Götugrill bæjarins fóru einnig fram á laugardeginum þar sem stemningin var gríðarlega góð. Soffía segir ánægjulegt hvað bæjarbúar tóku höndum saman og að allir hafi tekið þátt, ungir sem aldnir. „Það var gaman að sjá hvað sumir tóku

hverfalitinn sinn alla leið, mættu klæddir í sínum einkennislit frá toppi til táar og dekkuðu borðin í sama lit,“ segir Soffía létt í bragði. Hljómsveitin Bandmenn hélt svo uppi fjörinu um kvöldið og lék fyrir dansi á stuðballinu í Félagsheimili Seltjarnarness fram eftir nóttu.

Appelsínugul messa

Íbúar Seltjarnarness kepptust við að skreyta húsin einkennislit sínum en verðlaun voru veitt fyrir frumlegustu húsaskreytinguna. Úrslitin voru kunngjörð í appelsínugulu messunni sem haldin var í Seltjarnarneskirkju á sunnudeginum. Boðið var upp á appelsínugular veigar í tilefni þess. „Hryggjarstykkið í svona hátíðum eru bæjarbúarnir sjálfir en án þeirra þátttöku væri hátíðin svipur hjá sjón. Undirbúningurinn og hátíðin sjálf tókust ótrúlega vel og við getum strax farið að hlakka til næsta árs,“ segir Soffía.

Auðvitað gat fólk fengið sér gæðapylsur í matinn og sumir fengu sér fleiri en eina.

ÚTI Í GÓÐA VEÐRINU:

Veðrið var hreint út sagt stórkostlegt og nutu gestir þess einstaklega vel.

PLÚTÓ OG PRINGLES:

Á meðan fólk hlýddi á söng tónlistarmanna var fullkomið að fá sér smávegis snakk.

ALLIR AÐ DANSA:

Það var boðið upp á Vatnazumba sem hún Olga stýrði af mikilli þekkingu, reynslu og visku.

KÓSÝ:

Þessar tvær voru glaðar með frábæra tónlist, frábæra sundlaug og frábæran dag.

INGÓ VINSÆLL:

Krakkarnir hópuðust í kringum fyrrverandi Veðurguðinn þegar hann tók upp kassagítarinn.


ðu me

ra pa

um

um

v l it á ef n

p a r a ðu S -

út

- Sp a r a

f n um - S

ve f num Eitt læri

HÚS OG HÍBÝLI

4 uppskriftir og meðlæti

Sólrún Bragadóttir stofnar heildrænan söngskóla

9. tBL. 2016

GIRNILEGAR BOLLAKÖKUR SÚKKULAÐI-FONDUE QUICHE LORRAINE

Innlit í sumarbústað

anna tara talsmaður

rÁÐ endaþarmsmaka á íslandi FYRIR FJALLGÖNGUNA

bláber í boðinu

næsta

Grænkál bláber læri dill buff kaldar kökur ● ●

5 690691 160005

kósí

hjá Siggu ElEfSEn þar SEm allir litir Eru vElkomnir

1.995 kr. kr. verð 2.195

kaos og

FRUMKVÖÐULL ÁRSINS 2016

7. tbl. 08. tbl. 2015 2016

„Kemst hvergi ef ég leita sökudólga allt mitt líf“

bazaar veitinGastaður

hörkukvendið opnar sig um

690691 050009 050009 55 690691

KRISTJANA JENNÝ OPNAR SIG UM GAMALT LEYNDARMÁL

Grænmetisbuff í frystinn

æskuna, erfiðleikana í skóla ÞorBJÖrG og það sem gengur á í JensdÓttIr fitness-heiminum blaaa...

grænkál

dill

Uppáhaldssnyrtivörur Kim Kardashian

5 690691 200008

Nr. 29 18. ágúst. 2016 Verð 1.495 kr.

Rikka og Haraldur pólfari Sigurbjörn, faðir Áslaugar Örnu, geislaði af gleði með kærustunni

FERSKUR BLÆR Í SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM

SOONG-SYSTUR

8. tbl. 8. árg. 2016 Verð 1.895 kr.

Gerir lífið skemmtilegra!

ÁSTFANGNAR FJALLAGEITUR

Reyndu að sameina Kínverja í baráttunni við Japani 1937

st markahæ Sjöunda inum! í heim

t Lára Margrédóttir Viðars

Ert þú feimin?

RÁÐ SEM HJÁLPA!

SVÖL

NAGLALIST

Takk og bless

ÞINGMENN KVEÐJA

Stjórnaði uppreisn indíána í Perú

SAGAN ÖLL

SPURNINGAR OG SVÖR

Hvenær var Egiftaland víðfeðmast? tíma tók l Hve langan að reisa Eiffelturninn? ki var l Hvaða skriðdre algengastur á árunum 1939-1945?

l

7

SVARTHÖFÐI

MIÐALDIR

Hæfileikarík og heillandi

ERLA WIGELUND HÉLT LISTMÁLARINN HJARTNÆMA RÆÐU UNGFRÚ ÍSLAND

TÚPAC AMARU II

mjög umdeildar sálarrannsóknir

Leynibrúðkaup

GAF ÞAU SAMAN Drottning Verðlistans eldhress á níræðisaldri

9 771025 956009

hvað blessuð börnin? balliðmeð byrjað á bessastöðum

LÆTUR EKKI einfaldaðu SETJA lífSIG þitt Í KASSA

forsetafrú íslands

! Zuper-ZAyN

l! Láttu þér líða ve snyrtivörur! Júlía elskar lífrænar inu Slepptu skólastress Freistandi uppskriftir þér? Hvaða æfingar passa

pLakÖt:

SIGURGANGA

StjarNaN úr NeyÐarVaktINNI!

tayLor kINNey

7

SNIÐUG

Instagram-trikk

• SELENA GOMEZ PYRNU • ZAYN MALIK NDSLIÐIÐ Í KNATTS ÍSLENSKA KARLALA GS • TYLER POSEY S • LUKE HEMMIN BECKY G • ASTRID

ISSN 1670-8407

9 771670 840005

Ný t t ú t l i

HaLLGrÍmSKIrKja Í nÝrrI mynd fylgir blaðinu

348

VeGan VEISLA

nýr óperustjóri sIlVIa rak ísbíl til að eiga fyrir náminu erla

faGurKErI Í KópaVOGI

t-

eru best

BESTU í fríið? BæKUrnar steinunn Í FRÍIÐ birna

31. TBL. 78. ÁRG. 25. ÁGÚST 2016 1595 KR.

10. tbl. 2016, verð 2.195 kr.m.vsk.

freyðivín oG ber

NR 9/2016 1.895 kr.

NORMANA

NÝTT LÍF HÚS OG HÍBÝLI GESTGJAFINN VIKAN SÉÐ OG HEYRT

Afkomendur víkinga lögðu Evrópu að fótum sér

JÚLÍA Löður er með á Löður allanLöður bílinn er Löður með er með er er með með áallan ábílinn allan bílinn ábílinn allan ábílinn bílinn bílinn bílinn Löður Löður er Löður með Löður er með er er með áallan áallan allan ábílinn allan ábílinn allan bílinn bílinn bílinn Löður Löður Löður er með er með er með er Löður með er Löður með er Löður er með ámeð með Löður allan áLöður er með allan ámeð bílinn er allan áLöður með allan ámeð bílinn allan á bílinn áallan allan bílinn ámeð ábílinn allan bílinn áallan allan Löður Löður Löður erLöður Löður með erLöður Löður með erLöður Löður með er Löður með er Löður með er Löður er áer með er Löður allan áer er með allan ámeð bílinn er allan ábílinn Löður bílinn með allan á bílinn allan á er bílinn áallan allan með bílinn áallan allan allan bílinn áallan bílinn bílinn áallan allan Löður með áábílinn bílinn Löður er með á Löður er með ábílinn allan bílinn er áallan Löður er með ábílinn allan bílinnbílinn Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Rain-X býður Rain-X uppá býður Rain-X fullkomna uppá Rain-X býður yfirborðsvörn fullkomna býður uppá fullkomna uppá yfirborðsvörn fullkomna • öryggi Rain-X yfirborðsvörn verndar yfirborðsvörn Rain-X bílinn, verndar Rain-X eykur Rain-X verndar bílinn, útsýni verndar eykur bílinn, og öryggi útsýni bílinn, eykur og eykur útsýni öryggi útsýni ogútsýni öryggi ogog öryggi Hreinn bíll eyðir allt aðRain-X 7% minna eldsneyti Rain-X býður Rain-X uppá býður Rain-X fullkomna uppá býður fullkomna býður uppá fullkomna uppá yfirborðsvörn fullkomna • fullkomna Rain-X yfirborðsvörn verndar yfirborðsvörn Rain-X bílinn, verndar Rain-X eykur •eykur Rain-X verndar bílinn, útsýni verndar eykur bílinn, og öryggi útsýni bílinn, eykur og eykur útsýni öryggi og öryggi Rain-X býður Rain-X uppá býður Rain-X fullkomna uppá býður Rain-X fullkomna uppá yfirborðsvörn býður Rain-X fullkomna uppá yfirborðsvörn Rain-X býður fullkomna uppá býður •fullkomna yfirborðsvörn Rain-X býður Rain-X fullkomna uppá •verndar yfirborðsvörn Rain-X Rain-X býður fullkomna •verndar yfirborðsvörn fullkomna Rain-X bílinn, uppá Rain-X yfirborðsvörn •eykur verndar fullkomna uppá bílinn, Rain-X yfirborðsvörn Rain-X býður útsýni fullkomna •Rain-X eykur verndar Rain-X bílinn, yfirborðsvörn uppá býður Rain-X og útsýni •býður eykur Rain-X verndar öryggi bílinn, yfirborðsvörn uppá •Rain-X býður Rain-X og útsýni verndar eykur fullkomna öryggi bílinn, býður uppá •yfirborðsvörn verndar Rain-X yfirborðsvörn útsýni eykur bílinn, fullkomna öryggi uppá • eykur Rain-X verndar yfirborðsvörn og útsýni eykur fullkomna verndar eykur yfirborðsvörn •bílinn, Rain-X og útsýni öryggi útsýni yfirborðsvörn bílinn, eykur ••öryggi Rain-X og verndar öryggi og eykur útsýni ••eykur verndar öryggi Rain-X bílinn, útsýni og ••útsýni Rain-X verndar öryggi bílinn, og verndar öryggi útsýni eykur bílinn, og útsýni bílinn, eykur öryggi og eykur útsýni öryggi útsýni og öryggi og öryggi Rain-X býður Rain-X uppá býður Rain-X fullkomna uppá býður Rain-X fullkomna uppá yfirborðsvörn býður Rain-X fullkomna uppá yfirborðsvörn Rain-X býður Rain-X uppá býður •yfirborðsvörn Rain-X býður Rain-X fullkomna uppá •uppá verndar yfirborðsvörn Rain-X uppá Rain-X býður fullkomna •býður verndar yfirborðsvörn fullkomna Rain-X bílinn, býður uppá Rain-X yfirborðsvörn •eykur verndar fullkomna uppá bílinn, Rain-X yfirborðsvörn býður útsýni fullkomna •eykur verndar Rain-X bílinn, yfirborðsvörn uppá Rain-X og útsýni •fullkomna eykur Rain-X verndar öryggi bílinn, fullkomna yfirborðsvörn uppá •Rain-X býður Rain-X Rain-X og útsýni verndar eykur fullkomna öryggi bílinn, uppá •og verndar Rain-X býður yfirborðsvörn og útsýni bílinn, fullkomna •bílinn, Rain-X uppá yfirborðsvörn bílinn, og útsýni eykur öryggi verndar eykur yfirborðsvörn •bílinn, Rain-X og útsýni útsýni bílinn, eykur ••allt yfirborðsvörn Rain-X og verndar öryggi og eykur útsýni ••eykur verndar öryggi Rain-X bílinn, útsýni og •verndar öryggi eykur Rain-X bílinn, og öryggi útsýni eykur verndar bílinn, og útsýni eykur bílinn, öryggi og útsýni eykur öryggi og útsýni öryggi ogöryggi öryggi Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn •öryggi Rain-X verndar bílinn, og öryggi Hreinn bíll eyðir Hreinn allt bíll Hreinn að eyðir 7% Hreinn bíll minna allt eyðir að bíll eldsneyti 7% eyðir minna að allt 7% eldsneyti að minna 7% minna eldsneyti eldsneyti Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn •verndar Rain-X verndar bílinn, útsýni og öryggi Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn •bíll Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • að Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Hreinn eyðir Hreinn allt bíll Hreinn að eyðir 7% Hreinn bíll minna allt eyðir að bíll eldsneyti 7% allt eyðir minna að allt 7% eldsneyti að minna minna eldsneyti eldsneyti Hreinn bíll Hreinn eyðir bíll Hreinn allt eyðir að bíll Hreinn 7% allt eyðir minna að bíll Hreinn 7% allt eyðir eldsneyti minna að Hreinn bíll 7% allt eyðir eldsneyti Hreinn minna að bíll 7% allt eyðir bíll Hreinn eldsneyti minna að eyðir 7% allt Hreinn bíll eldsneyti að minna allt eyðir 7% að bíll eldsneyti minna 7% allt Hreinn eyðir minna aðbíll eldsneyti allt 7% Hreinn bíll eldsneyti að minna eyðir 7% bíll Hreinn allt minna eldsneyti eyðir að Hreinn 7% allt eldsneyti eyðir minna bíll 7% allt eyðir eldsneyti minna að allt 7% eldsneyti að minna 7% minna eldsneyti eldsneyti Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn •bíll Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Hreinn bíll Hreinn eyðir bíll Hreinn allt eyðir að bíll Hreinn 7% allt eyðir minna að bíll Hreinn 7% allt eyðir eldsneyti minna að Hreinn bíll 7% allt eyðir eldsneyti Hreinn minna að bíll 7% allt eyðir bíll Hreinn eldsneyti minna að eyðir 7% allt Hreinn bíll eldsneyti að minna allt eyðir 7% að bíll eldsneyti minna 7% allt Hreinn eyðir minna að eldsneyti allt 7% Hreinn bíll eldsneyti að minna eyðir 7% bíll Hreinn allt minna eldsneyti eyðir að bíll Hreinn 7% allt eldsneyti eyðir að minna 7% allt eyðir eldsneyti minna að 7% allt eldsneyti minna að7% 7% eldsneyti minna eldsneyti Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti Hreinn bíll eyðir allt 7% minna eldsneyti Hreinn bíll eyðir allt að 7% eldsneyti Hreinn bíllaðeyðir allt aðminna 7% minna eldsneyti Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

SAGAN ÖLL

Við stöðum--www.lodur.is www.lodur.is- -5680000 5680000 Viðerum erumááfimmtán sextán stöðum Við erum Við á-erum erum Við fimmtán Við erum áerum fimmtán erum stöðum á--stöðum fimmtán á--áfimmtán fimmtán stöðum -stöðum stöðum stöðum www.lodur.is www.lodur.is www.lodur.is 5680000 5680000 5680000 Við erum Við á erum Við fimmtán ástöðum fimmtán erum á-fimmtán fimmtán fimmtán -5680000 stöðum www.lodur.is www.lodur.is -5680000 --www.lodur.is 5680000 5680000 - -5680000 Við Við Við áerum erum Við áerum erum Við áerum fimmtán erum Við áerum stöðum Við erum á-erum Við stöðum fimmtán www.lodur.is á-Við erum stöðum www.lodur.is á erum -fimmtán stöðum á www.lodur.is fimmtán -á stöðum erum Við www.lodur.is fimmtán 5680000 stöðum Við www.lodur.is áVið 5680000 stöðum -5680000 Við erum www.lodur.is -stöðum 5680000 fimmtán www.lodur.is erum á 5680000 www.lodur.is á www.lodur.is -www.lodur.is stöðum -5680000 www.lodur.is 5680000 --stöðum -www.lodur.is 5680000 ---www.lodur.is --- www.lodur.is -5680000 5680000 -- 5680000 -- 5680000 -- 5680000 Viðerum erum Viðerum Við áfimmtán fimmtán Við áfimmtán fimmtán Við ástöðum stöðum fimmtán Við áfimmtán stöðum Við fimmtán erum á -erum Við stöðum fimmtán www.lodur.is áfimmtán -Við erum fimmtán stöðum www.lodur.is áfimmtán erum -Við stöðum á www.lodur.is Við fimmtán --áá stöðum erum Við www.lodur.is -áfimmtán fimmtán 5680000 stöðum --erum www.lodur.is -áfimmtán stöðum --áVið erum www.lodur.is Við -á -stöðum 5680000 fimmtán www.lodur.is erum á -stöðum 5680000 fimmtán www.lodur.is stöðum -5680000 -ástöðum 5680000 stöðum fimmtán ---www.lodur.is -www.lodur.is stöðum -www.lodur.is --stöðum stöðum -www.lodur.is 5680000 --5680000 -www.lodur.is -5680000 5680000 -- 5680000 -- 5680000 5680000 Við erum -stöðum www.lodur.is 5680000 Við erum fimmtán -www.lodur.is www.lodur.is -5680000 5680000 Við erum áerum fimmtán stöðum -www.lodur.is Við erum áfimmtán fimmtán -5680000 www.lodur.is - 5680000 Við ástöðum fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

GRAFÍSK MYNSTUR OG GERSEMAR Á HEIMILUM

Góð ráð til að feta

metorðastigann

v l it á ef n

t - Ný t t

Helgi SvavarS og Stefanía tHorS eiga Heimili með Húmor

nr. 348 • 9.tBL. • 2016 • VErð 2195 Kr.

HRESSTU UPP Á HÁRIÐ

10. tbl. 2016

Tíska hvaða föt

ð áskri e f m

matur og vín

G e st Gj a f i n n

7 . tbl. 08 . tbl.38. 36.árg. árg.2015 2016

HEImILI faStEIGnaSaLa OG GLamÚrpÍu

út

rif

birtingur.is

ásk r i f t - N

út l i t á

me ð á s k

BESTU ÁSKRIFTARTILBOÐ OKKAR FINNUR ÞÚ Á:

ð

ýtt

t - Ný t t

- Sp a r a

rif

ðu

Komdu í áskrift

ÍSLEndInGar GErðu upp SVEItaSEtur SItt Í danmörKu

k

ve

ð ás

ðu


stjörnukrossgáta SKADDA

SMÁBÝLI

STAMPUR

PLATA

KÆLA

ELSKA

FLUGA

VIÐMÓT

DRÁTTARBEISLI

KONUNGUR BÖÐUN

JAPLA

FRÍA VISNAR

FÍFLAST KLÆÐI

KÚNST

ÆFA

VÖRUMERKI

MJÚKUR LÉLEGUR

Í RÖÐ

TÍMABIL

KJÖKUR

BRAGUR RÁF

Í RÖÐ

REGLA

GAGN

BÚÐARHILLA

TRÉ STARF

TRÚARLEIÐTOGI

MÖKK FRÁRENNSLI

UPPFYLLA

SPIK

HLJÓTA

Í RÖÐ

FLÝTIR

STOPP

RÖK

GARGA

SJÁ UM

SPYRJA

BÓKSTAFUR SKÍTUR

YFIRLIÐ

MÆLIEINING

TÖF

TVEIR EINS

BÓKSTAFUR

TÖF SKÍTUR

DRUNUR

MUNNI

TVEIR EINS

FLUMBRA

VIÐUR

LOGA

BLÓÐHLAUP

SJÓN

SKÓLI STÓRT

ALDUR

Í RÖÐ

LIÐUGUR

TVEIR EINS

ILLGRESI

ERLENDIS JURT

MÁLA

NÍÐA ÞUNN KAKA

EYRIR

ARR

LÍTIL VERSLUN

ÞAKBRÚN

BÓK

DVALDIST MATARÍLÁT

KJÁNI

FÆÐI

TÖNG

TÍÐINDI MÁNUÐUR NÁÐIR

FORM

STREITA MÁLMUR

SIGTUN FISKUR

SKRÁ

TÚN

EYÐAST

LOGA VESALDÓMUR

KLASTUR

FLAN KUSK

TVÍSTRA

GINNA KIPRA KK NAFN

SAMTÖK

SÖNGLA

FÆDDI UTAN

IÐN

SÁLDRA

TÁLBEITA RÍKI Í SUÐURASÍU

GAMALL

FRÁ

EINSÖNGUR

ERLENDIS

STÆLA

KARL

FITA

MUNNVATN

FYRIRGANGUR

GRÚA

LOFTTEGUND

EINÓMUR

FISKUR

ORÐTAK

FAÐMUR GRANALDIN

LEIKTÆKI

SAMTALS


Snókermeistarinn Jóhannes B. Jóhannesson (43) tók kjuðann af hillunni:

GULLKJUÐINN MÆTTUR AFTUR MEÐ ÞEIM BESTA Í BRANSANUM

SIGURVEGARI EFTIR FRÍ

Jói með besta snókerspilara allra tíma, Stephen Hendry.

Jói sigraði Íslandsmeistaramótið í maí síðastliðnum með yfirburðum.

DRAUMUR VERÐUR AÐ GISTIHEIMILI

Jói fyrir utan Gabriel Guesthouse sem finna má á gabrielguesthou se. com og á Facebook.

Jóhannes B. Jóhannesson sannaði það enn og aftur að hann er færasti snókerspilari landsins þegar hann sigraði Íslandsmótið með yfirburðum. Jóhannes hafði ekki keppt í snóker í tæplega tíu ár en ákvað að mæta aftur og sýna öllum hvernig á að gera þetta. Það er þó ekki bara snóker sem kemst að hjá Jóhannesi því hann ákvað að láta gamlan draum rætast og opna gistiheimili í Vestmannaeyjum.

S

nóker „Þetta gengur bara mjög fínt, bara rosalega vel. Þetta hefur verið gamall draumur hjá mér, að opna gistiheimili. Ég var búinn að skoða mörg hús og ég hef alltaf kunnað mjög vel við Vestmannaeyjar; núna ákvað ég að láta slag standa. Það var ekkert endilega planið að opna í Vestmannaeyjum en þetta gengur mjög vel. Ég kom hingað mjög oft á árum áður og var með kennslu og sýningar, það eru mörg snókerborð hérna í Vestmannaeyjum,“ segir Jói. „Þetta hús var í niðurníðslu og því þurfti að laga heilmikið í því. Ég keypti húsið árið 2014 aðeins örfáum vikum eftir að sonur okkar, hann Gabriel Birgir, fæddist og lá því beint við að skíra gistiheimilið Gabriel Guesthouse en við opnuðum núna fyrr í sumar. Þetta var alveg tveggja ára verkefni.“

Kynntust á gistiheimili

Jóhannes hefur alltaf dreymt um að eiga gistiheimili og það má með sanni segja að hann og eiginkona hans smellpassi saman þar sem hún deilir með honum gistiheimilisdraumi hans. „Konan mín og barnið eru ekki með mér núna, þau eru bæði í Reykjavík, en við erum komin með lögheimili hérna í Vestmannaeyjum,“ segir Jói en eiginkona hans er frá Brasilíu. „Við kynntumst hér á Íslandi. Hún kom til Íslands upphaflega til að heimsækja bestu vinkonu sína.

Það var alltaf draumur hennar líka að vera með sitt eigið gistiheimili. Besta vinkona hennar á íslenskan mann og þau eiga gistiheimili á Höfn í Hornafirði. Við kynntumst bara svona eins og gengur og gerist í dag, á Netinu, og síðan fór ég bara til Hafnar og við smellpössuðum saman.“

Vill alltaf vinna

Jóhannes er margfaldur Íslandsmeistari í snóker og án nokkurs vafa einn sá allra besti sem Ísland hefur alið af sér. Hann lagði þó kjuðann sinn á hilluna fyrir nokkrum árum en ákvað að láta reyna á Íslandsmótið í ár og til að gera langa sögu stutta þá pakkaði hann því saman. „Ég held að ég sé með átján Íslandsmeistaratitla í heildina en sex í meistaraflokki. Ég hætti í kringum 2007 en síðan hef ég aðeins verið að leika mér inn á milli. Þetta hefur verið meira áhugamál núna, ég var auðvitað nánast kominn í atvinnumennsku þarna um aldamótin,“ segir Jói sem mætti með nýja taktík í síðasta Íslandsmót. „Ég ákvað að mæta aftur og fékk mér linsur. Ég er búinn að reyna að spila með gleraugu og það hefur gengið hálf brösuglega þannig að ég ákvað bara viku fyrir þetta Íslandsmót að fá mér linsur í fyrsta skipti og það virkaði bara svona rosalega vel. Þessi sigur var í rauninni aldrei í neinni hættu,“ segir Jói og bætir við að hann hafi

ekki mætt þangað til að vera með. „Mig langaði bara að vinna mótið. Ég var ekkert að spila til að vera með, ég er ekki þannig. Það kom bara eitthvert hungur í mig aftur og mig langaði bara virkilega að taka þetta. Ég viðurkenni að það voru ekkert allir neitt sérstaklega sáttir við að gamli karlinn hafi komið þarna aftur og tekið þetta en þetta var alveg ótrúlega sætur sigur, líklega sá sætasti sem ég hef upplifað. Ég var nánast ekki búinn að æfa neitt í tíu ár. Það er ekki eins og ég hafi verið búinn að setja upp eitthvert æfingaprógram fyrir keppnina. Þetta er samt mismunandi, sumir spilarar þurfa að æfa mjög mikið en aðrir hafa þetta bara meira í sér,“ segir Jói sem hefur ákveðið að halda kjuðanum frá hillunni í smástund í viðbót. „Ég hugsa að ég haldi áfram. Norðurlandamótið verður haldið hér á landi í janúar og planið er að taka þátt í því,“ segir Jóhannes en hann er þrefaldur Norðurlandameistari.

FANN KONUNA Á NETINU

Jói kynntist Gliciu á Netinu; þau smullu saman við fyrsta fund á Höfn í Hornafirði.

SONURINN SEM GISTIHEIMILIÐ ER NEFNT EFTIR

Glicia með son þeirra Jóa, Gabriel, um borð í Herjólfi á leið til Eyja. Sonurinn kom í heiminn stuttu áður en gistiheimilið var opnað og auðvitað er það nefnt eftir honum.

GOS Á AFMÆLISDEGI PABBA JÓA

Hér sést Gabriel Guesthouse lengst til vinstri á gosmyndinni, en hún er tekin 1973 þegar gos í Heimaey var hafið. „Gosið hófst á 40 ára afmæli föður míns heitins 23. janúar 1973 og ég fæddist 10. ágúst sama ár. Ferðamönnum sem til okkar koma finnst þetta skemmtilegur vinkill,“ segir Jói.


? A T I E B L Ó B R E HVAÐ Allir sem hafa verið einhleypir og vilja koma sér í mjúkinn hjá hinu kyninu, hvort sem er á Netinu í spjalli, með SMS eða í eigin persónu á djamminu, hafa fleygt fram bólbeitu. Sumar þeirra notum við án þess að „fatta“ það meðan aðrar eru útpældar og ætlaðar til að ná einstaklingnum heim með sér þegar ballið er búð eða á stefnumót fljótlega.

V

eiðilína Samkvæmt skilgreiningu Wikipedia er veiðilína („pikköpplína“ og bólbeita) setning til að brjóta ísinn í samræðum við annan einstakling sem viðkomandi hefur kynferðislegan áhuga á og/eða langar til að kynnast betur. Það helsta sem einkennir veiðilínur er hnyttni og fyndin hugrenningatengsl. Jafnvel dulin klúryrði og ágengni í framsetningu og eru þær jafnvel stundum settar

fram með öfugsnúnum hætti. Þær geta líka verið mjög klámfengnar og ruddalegar. Veiðilínur verða mjög fljótt að lágkúrulegum klisjum, jafnvel hættulega óviðurkvæmilegar, ofurvæmnar og þá um leið illa þokkaðar. Þær hafa þá öfug áhrif við það sem ætlast var til af þeim í fyrstu. Það má skipta einstaklingum upp í nokkrar týpur eftir því hvaða bólbeitu þeir nota:

Nördalega týpan:

*Viltu koma heim og skoða frímerkjasafnið mitt? *Þú kveikir í mér eins og ég á tölvunni. *IPadinn þinn og minn gætu átt vel saman.

Varkára týpan:

*Ertu systir hennar Guðrúnar? *Kemurðu oft hingað? *Vorum við ekki saman í íslensku í MH?

Dónalega týpan:

*Sæl, má ég sulla í druslunni þinni? *Hvað er það við mig sem fær þig til að vilja rífast við mig? *Töff buxur, má ég prófa rennilásinn?

Hróstýpan:

-Þú ættir að leika í auglýsingum, þú hefur svo hvítt og fallegt bros. *Ertu grísk? Nei, nú, ég hélt að allar gyðjur væru grískar. *Á skalanum 1-10 þá ert þú nía og ég þessi eini sem þig vantar.

Sjálfsörugga týpan:

*Þetta er happadagurinn þinn. Það vill svo til að ég er á lausu. *Fyrirgefðu hvaða bólbeita virkar best á þig? *Á ég að hringja í þig í fyrramálið eða bara ýta við þér? *Þú lítur út eins og næsti kærasti minn/kærasta mín. *Ég er kannski ekki sætasti gaurinn hérna inni en ég er sá eini sem er að tala við þig.


sagan öl l Mossad rændi manni

l Hver skrifaði glæpasöguna? fyrstu

GALAKVÖLDVERÐUR SJÁLFSTÆÐISKVENN A Í HÖRPU

Hvað varð um Rómakeisara? síðasta l Hvenæ r var jörðinn i skipt í tímabe lti? l

Sjá mynd ið irnar!

Sjóðheit undirföt

KAFBÁTAHERNAÐ URINN NR 12/2015 1.795 kr.

6 ráð fyrir hár!

Aukakílóin hurfu Heiðar Suma í Þjóðleikhú rliða sinu:

Úlfahjarðir Hitl sigruðu næstum Bandamenn á ers árunum 1942-19 43

v

Hrekkjavakan

ÁSTFANGIN AFMÆL ISBÖRN

Unglingajóga

uppá fullkom na yfirborðsvörn Rain-X • Rain-X vernda býður Rain-X Rain-X uppá Hreinn býður Rain-X býður Rain-X fullkom bíll uppá r bílinn, eykur býður Rain-X eyðir uppá býður fullkom Rain-X nauppá yfirbor allt býður fullkom Rain-X uppá býður aðRain-X fullkom na Rain-X útsýni og öryggi uppá 7% ðsvörn yfirbor Rain-X býður fullkom na uppá minna yfirbor býður Rain-X fullkom na uppá býður ðsvörn •yfirbor fullkom na Rain-X eldsne uppá ðsvörn býður yfirbor Rain-X býður Rain-X fullkom na Rain-X uppá •ðsvörn Hreinn vernda yfirbor Rain-X Rain-X fullkom na yti uppá uppá Rain-X býður ðsvörn •yfirbor býður fullkom Rain-X na býður bíll Hreinn •rðsvörn býður vernda yfirbor Rain-X fullkom fullkom Rain-X na bílinn, Rain-X Rain-X uppá uppá eyðir •ðsvörn Hreinn uppá vernda yfirbor na Rain-X Rain-X uppá bíll Rain-X yfirbor Hreinn rðsvörn býður •eykur fullkom vernda fullkom Rain-X na allt býður na býður uppá bílinn, Rain-X Rain-X fullkom eyðir bíll Hreinn •rbýður ðsvörn yfirbor vernda yfirbor fullkom að Rain-X Rain-X bílinn, býður býður uppá eyðir útsýni fullkom ðsvörn bíll •rRain-X uppá Hreinn býður uppá 7% Rain-X eykur na vernda na allt býður Rain-X bílinn, Rain-X na bíll eyðir yfirbor ðsvörn Hreinn rðsvörn •eykur yfirbor uppá minna vernda fullkom Rain-X býður na allt að býður Rain-X uppá bílinn, Rain-X yfirbor Rain-X fullkom og eyðir uppá útsýni •býður bíll na býður Hreinn uppá yfirbor 7% rfullkom eykur Rain-X vernda að allt Rain-X býður öryggi fullkom yfirbor útsýni fullkom ðsvörn bíll eyðir uppá eldsne ðsvörn •Rain-X •reykur uppá Hreinn býður 7% minna býður fullkom vernda na allt Rain-X býður Rain-X ðsvörn að Rain-X bílinn, fullkom na og na uppá eyðir Hreinn útsýni bíll ðsvörn vernda yfirbor rRain-X uppá 7% minna eykur að Rain-X yfirbor allt fullkom öryggi bílinn, fullkom ðsvörn og na yti uppá útsýni •bílinn, eyðir bíll na uppá eldsne •yfirbor býður Hreinn Hreinn uppá Rain-X 7% reykur fullkom býður vernda Rain-X minna vernda Rain-X allt na • na að öryggi yfirbor bílinn, fullkom og Rain-X yfirbor bíll eyðir rútsýni uppá eldsne ðsvörn •Rain-X yfirbor minna eykur býður 7% fullkom ðsvörn Rain-X bílinn, ðsvörn að yfirbor allt fullkom fullkom öryggi na na uppá og • eykur uppá yti eyðir bíll Hreinn útsýni uppá bíll býður Rain-X Hreinn eldsne rfullkom vernda rbýður 7% vernda na eykur minna Hreinn ðsvörn yfirbor allt fullkom að bílinn, öryggi bílinn, vernda ðsvörn na yti eyðir eyðir útsýni uppá eldsne •Hreinn Hreinn ðsvörn yfirbor eykur fullkom fullkom vernda 7% allt minna • Rain-X Rain-X býður fullkom na •rna að yfirbor na öryggi Hreinn uppá og Rain-X bíll yti vernda bíll rútsýni eldsne yfirbor eykur ðsvörn bíll 7% að minna ðsvörn yfirbor bílinn, allt •bílinn, yfirbor allt röryggi na •yfirbor yti eyðir og útsýni Rain-X bílinn, eyðir bíll ðsvörn Rain-X Hreinn eldsne uppá •öryggi rog 7% fullkom na eyðir minna yfirbor Hreinn ðsvörn að Rain-X að na bílinn, vernda bíll vernda öryggi Rain-X rna og yti eyðir útsýni útsýni yfirbor ðsvörn yfirbor eldsne eykur bílinn, minna 7% eykur ðsvörn •ðsvörn 7% allt yfirbor •yfirbor allt Hreinn eyðir fullkom na eykur Rain-X og vernda öryggi Hreinn Rain-X býður allt yti vernda bíll rRain-X Hreinn eldsne bíll eykur ðsvörn na minna vernda að minna Rain-X Hreinn yfirbor allt aðbíll •bílinn, röryggi vernda og Rain-X og að bílinn, útsýni yti bílinn, eyðir eykur ðsvörn útsýni eldsne ðsvörn allt yfirbor •vernda 7% ðsvörn eyðir 7% ••eykur eyðir Hreinn útsýni bíll Hreinn uppá að Rain-X vernda reykur vernda öryggi bíll 7% Rain-X öryggi na Rain-X rútsýni yti bílinn, bíll Hreinn eldsne að eldsne rbíll bílinn, minna vernda bíll 7% eykur ðsvörn •ðsvörn minna eyðir allt reykur Hreinn eyðir eykur bílinn, útsýni eykur Rain-X og vernda minna yti allt og allt bílinn, 7% fullkom ••útsýni eyðir ðsvörn •eykur Hreinn bíll •bíll eyðir bíll Rain-X Hreinn minna vernda rrog Rain-X Hreinn að vernda Rain-X vernda öryggi bílinn, og að allt að yti bílinn, yti öryggi útsýni minna eldsne allt eldsne eyðir eyðir 7% útsýni ••ðsvörn Hreinn útsýni bíll og eldsne allt vernda bílinn, röryggi 7% eykur 7% Rain-X allt að eyðir bílinn, Hreinn • að na bíll Hreinn eldsne að vernda rbíll Hreinn vernda öryggi bíll minna eyðir rútsýni Rain-X vernda rog að eykur bílinn, útsýni minna 7% allt minna yti allt bílinn, eldsne að yfirbor yti bílinn, 7% eyðir og og eyðir bíll yti eyðir eykur útsýni Hreinn 7% r•rvernda allt 7% öryggi eykur minna Rain-X bílinn, að allt bíll yti öryggi öryggi minna rrog Hreinn eldsne rútsýni bíll eyðir útsýni vernda rminna útsýni eykur minna bílinn, eldsne og að eldsne 7% eykur allt yti 7% eykur minna allt bílinn, ðsvörn allt eyðir og að eyðir útsýni öryggi ogútsýni eyðir bíll 7% öryggi rútsýni Hreinn eldsne eykur minna vernda 7% öryggi allt að bílinn, eldsne að yti bíllað öryggi og útsýni rminna og eyðir eykur eldsne yti útsýni yti eykur útsýni minna allt 7% allt eldsne eykur 7% bílinn, 7% allt að •yti minna ogog öryggi eyðir öryggi Rain-X yti eldsne að minna eldsne að rbílinn, 7% eykur yti öryggi minna allt og útsýni bílinn, og öryggi eldsne og útsýni 7% yti eykur eyðir allt 7% eldsne minna öryggi að Hreinn öryggi öryggi vernda og eldsne yti útsýni minna minna eldsne eldsne minna 7% eykur og allt yti öryggi útsýni ogog 7%bíll eldsne öryggi minna bíllað öryggi ryti að7% yti eldsne og yti eldsne yti bílinn, eldsne útsýni eyðiraðallt 7% og öryggi eldsne minna yti ytiöryggi eykur ytiyti eldsne ogöryggi öryggi yti aðminna eldsne útsýni yti yti 7% minna yti og öryggi eldsne yti

www.gestgjafinn.is

Rain-X býður

verð 2.095 k

kjarngóðir gúllasrétt ir

GANTAST MEÐ SNOBBIÐ Í GARÐAB Æ

Fimmtugsa fmæli Bjarna Sigur ðssonar og Guðbrands Árna:

www.ges

12. tbl. 2015,

• Þurrkaðu hárið með bol! • Sykur við úfnu hári! • Þvoðu hárið upp úr kók!

Löður er me ð Löð Löð ur Löð er ur Löð urLöð me er á Löð ur Löð er urLöð allan bílinn me ðer ur Löð me er urLöð Löð me ðer ur Löð me ðer ur me ður er Löð Löð me ðLöð er ur ur Löð me er ðLöð me ður er er ur ur Löð me ðáme Löð ur me me er ðLöð Löð Löð er all ður er ur áLöð me Löð ður an me áer all ur ur me er Löð ur áme er all Löð ðer Löð ð an bíl áður ðáinn ur er all er me Löð ðer er an me er áLöð all ur ðer Löð Löð inn me er an er áme ur ur all me Löð ðan er me bíl ðan ður ur er all ur bíl ur an ððinn áðbíl all ð inn Löð áðáinn me an all me er ur er bíl áall áme me er bíl an ð ur all all me inn me ðbíl an ðbíl áme Löð á inn me ðan er bíl áall all me ð all inn ábíl ur inn an me ðbíl an bíl áan an á inn an all er áá an inn ábíl bíl ðáall áðinn bíl all all an bíl me áinn all an á inn all bíl inn ábíl an áall all all an inn bíl an all á an inn bíl ð all bíl áan all bíl inn bíl inn ábíl bíl an inn an all inn all inn áall an all an inn an bíl an all bíl á inn an bíl all inn bíl an bíl bíl inn bíl aninn inn inn á inn inn all Við bíl inn Viðerum an inn erumááfimm bíl inn sextán tánstöð stöðum Við um-Við Viðerum

VIKAN 1

2015 Verð 1.795 kr.

Súper Selena!

Var að kafna við hljóðnemann Fór í fjórar hjartarafvendingar

ORRUSTAN UM ATLANTSHAFIÐ

9 771025 956009

Gera grín að gin brestum

14. tbl. 7. árg.

Vetrarmatur

Edda og Björ takast á við veikgvin Franz leika sína

Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsst jóri við dauðans dyr:

KÆFISVEFNINN VAR AÐ DREPA MIG

12. tbl. 2015

umhverfiSvæn heimili stEldu stílN um Frá prAdA

Börn Jóns Gnarr ánægð:

NÚ HEITUM VIÐ ÖLL GNARR

Spurningar og svör

Gestgjafinn

SVIPTI HULUNNI KJARNAVOPNAFUM ÍSRAELA

Íspinnar Naan-pizza Nautasalat

Ást!

www.lo ww Við áerum erum w.lodur. Viðerum erum Við áerum dur.isis- -568 Við áfimm tán erum fimm Við áerum fimm Við áfimm tán erum 568000 Við fimm tán áerum um Við stöð Við fimm ástöð tán erum 00000 stöð fimm á-erum tán Við um stöð fimm ww á Við tán um Við stöð fimm á-Við tán erum erum fimm um erum stöð ww áVið tán -erum um Við stöð fimm ww Við erum Við tán -fimm dur. w.lo um stöð áw.lo tán á ww -áVið á-dur. erum w.lo fimm erum um fimm erum Við stöð ww áfimm Við tán fimm is tán -dur. á w.lo stöð um erum Við Við erum ww -á -Við fimm erum dur. w.lo Við erum 568 stöð um stöð tán á ww tán Við is á um erum erum w.lo fimm Við Við Við ww fimm tán fimm is erum á000 -á dur. w.lo stöð 568 um tán stöð um erum Við ww stöð is -568 á-0 fimm erum Við dur. erum Við w.lo erum 568 stöð ww Við fimm tán is 0 -tán tán stöð --dur. 000 um erum um w.lo 568 fimm ww ww fimm um -áfimm is erum erum tán 000 w.lo erum dur. Við fimm um tán stöð á-fimm stöð stöð tán is á --áá á-fimm -um tán 000 dur. erum w.lo w.lo -tán fimm 568 ww ww Við fimm stöð -áá is tán erum ww 0 -tán dur. tán stöð 000 um 568 stöð áá áfimm fimm ww -dur. um tán stöð um áVið -0 is tán dur. w.lo dur. ww w.lo 000 erum fimm fimm w.lo is stöð um tán á tán 0 -um 000 w.lo stöð -0 um 568 áfimm fimm ww um -is stöð is ww w.lo tán ww Við dur. 000 568 fimm -is stöð dur. um tán stöð -568 um tán stöð -000 -ástöð ww 0 -stöð ww w.lo 000 -um 568 568 w.lo stöð w.lo erum ww fimm is um dur. is000 ww tán 0 is --dur. stöð stöð um stöð um tán um w.lo -w.lo -ww ww 0 dur. 000 568 568 -ww dur. dur. ww um w.lo stöð -ww 0 tán -dur. -um átán -w.lo um dur. w.lo ww dur. is ww ww fimm 568 0 000 0 is is 000 --dur. w.lo dur. 000 um w.lo stöð -is ww ---is -568 -000 -w.lo -is 000 um w.lo dur. 568 dur. is ww w.lo ww w.lo 568 568 is 0 0 dur. is -000 --um tán 0dur. -w.lo dur. um 568 ww -568 is 0 is w.lo 000 w.lo dur. w.lo 568 000 ww 0 568 is000 -dur. stöð -dur. w.lo 568 568 000 is ww is 0 is0 -568 w.lo dur. 568 0 000 568 -568 um --dur. -is 000 0 568 w.lo 568 0000 568 is--is568 is000 --0dur. dur. 0 000 0000 000 568 - ww -000 -dur. is 000 0 568 0000 is 00 0568 -isdur. w.lo 000 0 568 000 0000 568 0 000 0- 000 0 is 0 -0000 - 568 0 000 0

Próf: Hvaða rómantíska bíómynd passar fyrir þig? Förðunar systurna r 10 hlutir sem við elskum Ragnhe ið og Rebe ur Lilja Smásaga I S S Nkk

kindakæfa skref fyrir skref

a Ru7t

1670-840

PLaköt:

naan-brau ð sælkerans

ALFIE • POINTLESSBLOG • DEYES • TANYA BURR • AWKWARD ZEDD NATHAN SYKES • ALESSO • BETHANY MOTA • KETTLINGUR

matmaðurin n rossini

5 690691 160005

9 771670 840005

Birtíngur útgáfufélag leitar að öflugum sölufulltrúum í úthringiverkefni á kvöldin. Starfið er hlutastarf og hentar því einkar vel með skóla eða sem aukavinna. Starfslýsing:

Vinnutíminn er frá 18.00 - 22.00 og reiknað er með að sölufulltrúar vinni 2-6 kvöld í viku eftir hentugleika hvers og eins. Góð vinnuaðstaða og frábærir tekjumöguleikar. Jákvæðni Stundvísi Vilji til að ná árangri og verða góður sölumaður. Umsóknir sendist á olafur@birtingur.is

nn.is

gjafi www.gest 12. tbl. Gestgjafinn 2015

, verð 2.095

12. tbl. 2015

kr.m.vsk.

vetr

Vetrarmatur

kr. Verð 1.395 okt. 2015 Nr. 42 29.

árg. 14. tbl. 7.

S-

7 NÓBEL

AR VERÐLAUNAHAF

NÚ HEITUM VIÐ ÖLL GNARR

41. tbl. 77.

kr. r 2015 1395 árg. 22. októbe

di manni

ræn Mossad

Íspinnar Naan-pizza Nautasalat

SVIPTI AF HULUNNIPN VO UM KJARNAAE ÍSR LA

ði fyrstu a? glæpasögun um síðasta l Hvað varð ra? Rómakeisa ni var jörðin l Hvenær elti? skipt í tímab

l Hver skrifa

ÐUR GALAKVÖLDVER ENNA SJÁLFSTÆÐISKV Sjáið Í HÖRPU myndirnar!

rlsdó ður Ka Arnþrú ans dyr: uð við da

rgvin Franz Edda og Bjö kleika sína vei takast á við

að Gera greín m gin br stu

956009

NAÐURINN KAFBÁTAHER

i gsafmæl Fimmtu rðssonar Bjarna Sigu ds Árna: og Guðbran

a Var að kafn ann við hljóðnem ar Fór í fjórafvendingar hjartar Aukakílóin hurfu

arliða Heiðar Sum húsinu: í Þjóðleik

Ð GANTAST ME ABÆ RÐ SNOBBIÐ Í GA

AFMÆLISBÖRN

ÁSTFANGIN u næstum 43 Hitlers sigruð Úlfahjarðirenn á árunum 1942-19 inn inn bíl inn bíl inn inn nbíl bíl nn la bíl nal inn la bíl al ninn la bíl al ánbíl inn la la al án inn inn la al áinn bíl Bandam inn la al bíl áinn bíl á al n nbíl inn la ánla n inn inn la inn al bíl inn bíl inn al bíl inn áal bíl nal bíl nla bíl bíl inn á n la n bíl la nnáal náal inn inn á la eð al nla n al la inn bíl al ánbíl inn al al m la la á eð al bíl án nbíl m ála la ála eð al eð áinn ála bíl er neð la eð al ábíl ála m inn m rer er inn eð al áal bíl m ninn rn inn la bíl al rðu án bíl er m náal inn la eð al er rðu nLö bíl árm inn la Lö áeð ral er bíl neð la inn la Lö ðu ðu al eð áer rer m m bíl Lö n inn la alLö ðu al er áðu m bíl Lö nm Lö eð inn la ðu ám al eð er r er á bíl n eð la eð eð m r er r á eð eð bíl m Lö n ðu la m al r á m m eð eð n m m ðu la ðu er al á eð Lö m m ðu la r er er al er r á eð Lö eð er er m r r al r á Lö eð rLö rðu er m ðuðu áðu eð er rðuer rðu m ðu Lö eð rðu er er Lö ðu eð Lö Lö rLö rðu er m Lö eðreð ðu eð er m rm Lö Lö ðu mðu reð er m Lö ðu er reð m Lö Lö ðu reð er m Lö ðu r er reð er m er m Lö ðuðu ðu 00 eð er rLö m 00 00 r rLö LöLö erðu m Lö 00 ðu 00 00 er 00 00 rðu er 00 Lö -00 00 00 00 00 ðu 568 rLö -00 00 568 00 00 568 -r.is Lö 568 - 568 568 00 ðu LöLö 5 9 77102

Sjóðheit undirföt

NTSHAFIÐ UM ATLA ORRUSTAN

auð naan-br ns sælkera

jóri

FNINN KÆFISVEDREPA MIG VAR AÐ

n umhverfiSvæili heim

Num stEldu stíl Frá prAdA

bol! u hárið með ! hári • Þurrkað við úfnu • Sykur úr kók! hárið upp • Þvoðu

arpsst

ttir útv

r

Spurninga og svör

Súper ! a Selen

n.is

öll sagan

s Gnarr Börn Jón ánægð:

gi giöryg og gi gi öryg iiöryg gi öryg öryg gi og iiútsýn ogigiog rröryg gi og öryggi öryg öryg i gi riiútsýn útsýn eyku gi og ,,og iirrgi útsýn öryg útsýn gi eyku útsýn gi og rog öryg iirr,og bílinn ,útsýn gi útsýn eyku og rröryg öryg eyku bílinn dar ,útsýn , eyku gi og útsýn öryg öryg og ibílinn bílinn reyku eyku eyku ,vern vern ,útsýn og öryg idar ibílinn bílinn dar bílinn eyku giog eyku útsýn dar ,,öryg vern ,útsýn rRainbílinn i og rdar Xdar vern eyku gibílinn Rainútsýn útsýn gi gi ,öryg rog rX öryggi gi bílinn dar X vern eyku og ,rvörn •X X öryg rog gi i og Rainvörn eyku öryg öryg vern eyti •vern og ,dar ,r•X Rainoggieyti igi X eldsn •Xútsýn bílinn ieldsn gi eyti bílinn Raindar eyku útsýn aútsýn öryg idar ieyku orðs vern ••vern ,•ivern X vörn Xbílinn bílinn dar röryg gi eyti eytii og öryg Raingibílinn dar Rainöryg útsýn aútsýn vörn vern idar ieyku orðs útsýn útsýn minn yfirb reyti X útsýn vörn aRaineyku bílinn dar eyti dar orðs Rainarvörn vern ,og Rainrog öryg irvörn aeyti öryg vern •eyku eldsn orðs ,eldsn minn 7% X yfirb vörn útsýn X útsýn aareyku gi vörn eyku a eldsn dar eyti og orðs eyku eyti ar•eyku vern og eyku Rainvern minn rog r•,eyti yfirb omn iað að eldsn , eldsn iorðs ,eldsn •orðs eyku eldsn bílinn 7% X Xdar aa yfirb ,öryg agi ,útsýn gi vörn bílinn a minn Rainorðs eyti orðs öryg vern og Rainminn avörn 7% minn •Xdar yfirb omn allt að iyfirb fullk •7% eyku eldsn bílinn dar X 7% bílinn abílinn ,allt gi aminn bílinn vörn útsýn omn og dar Rainorðs eyti minn öryg iaa 7% yfirb 7% •bílinn rvern yfirb omn allt að eldsn eyku fullk avörn ,•Xdar dar vern eyðir gi eyti dar uppá útsýn og Rainað að orðs öryg fullk minn vern bílinn dar i omn bílinn yfirb eldsn minn 7% •allt rreyku rvern yfirb eldsn eyku fullk eyku vörn X7% útsýn an,útsýn bíll ,Rainvern eyðir orðs omn og ,gi öryggi aeyti að uppá vern omn allt allt að orðs vern öryg rvörn fullk iaRainminn dar eldsn n eldsn 7% yfirb eyðir Xaeyti uppá X eyku Rainvörn a útsýn aallt areyku bíll orðs og ,gi X eyðir rraXbýðu að Xorðs Rainuppá minn omn fullk allt að öryg X romn yfirb iað bílinn fullk dar minn 7% eldsn bílinn •vörn yfirb eyðir eyti uppá aútsýn uppá Hrein útsýn Rain,vörn aeyðir abíll Rainorðs gi bíll nnfullk X omn rrvörn allt r•Xbílinn minn að minn rbýðu 7% fullk allt öryg X yfirb •bíll iyfirb fullk býðu dar •bíll 7% Rainbílinn dar n vern eyðir bíll uppá eyti eyðir •vern •a uppá Hrein vörn býðu ,•útsýn X omn eytia eyti r útsýni ogX býðu rbílinn gi nnRainog eldsn n omn minn allt að 7% romn bílinn 7% öryg eyti fullk eyti X iyfirb býðu RainHrein býðu eldsn Raineyku dar a vern eyðir bíll uppá orðs eyðir •vern a ,Rain•og uppá Hrein aminn omn omn X að gi allt n orðs rbílinn X og vörn eldsn fullk vörn Rainallt 7% rX bílinn dar eldsneyti öryg fullk eyti eldsn iX RainHrein býðu eyku bíll aHrein Raineyðir vern bíll eldsn •Rainorðs eldsn uppá ,bíll aeyti minn útsýn orðs omn orðs yfirb X allt að gi allt n og vörn fullk r•,fullk vörn a avörn minn Rainöryg rnX Raineyti dar orðs yfirb orðs ivern Hrein avörn vern eyðir Rainbýðu eyku Hrein uppá bíll eyðir eldsn •Raineldsn uppá aeldsn •,býðu útsýn X minn 7% rX,útsýn X yfirb bílinn, eyku X allt og vörn neldsn fullk yfirb ryfirb Raina minn aað dar yfirb 7%að rX öryg eyti orðs iRainorðs eyti Hrein býðu a minn eyðir vern minn eyðir Raineyku Hrein uppá uppá yfirb omn a bíll að a útsýn 7% X r omn r X að a dar a og 7% n a 7% vörn Rainbílinn dar býðu r Rainorðs Raini eyti vern bíll býðu bíll minn Hrein eyðir 7% minn 7% eyku uppá yfirb • yfirb omn allt að X eldsn omn fullk omn n að n r allt a a fullk a eyti vörn omn r vern býðu bílinn omn a dar Rainbýðu að Hrein að Rainorðs orðs vern minn bíll Hrein 7% 7% eyku yfirb •rfullk allt X X,avörn eldsn fullk allt nallt X,útsýn allt fullk fullk Raineyðir Rainbílinn uppá rfullk býðu omn aeyti dar Hrein RainHrein að orðs fullk vern minn eyku minn •omn yfirb uppá eldsn rdar X X,yfirb romn avörn an RainaRaineyti bíll eyðir orðs omn Rainbílinn að uppá dar Hrein allt • Rain-X eyðir uppá fullk vern bíllaðeyðir uppá 7% minn 7% n eldsn r•eyku eyðir eyðir r7% uppá uppá býðu vörn eyti nHrein X aallt aRaineyti bíll orðs ryfirb rRainbýðu allt að omn minn að fullk X yfirb vern eldsn •dar 7% bíll bíll X n bíll eyðir eyðir eyðir n bíllallt uppá uppá abýðu býðu vörn X aHrein býðu orðs býðu n bílinn neyti dar rRainallt Hrein omn eldsn minn allt að 7% fullk X yfirb vern býðu eldsn býðu •X X bíll Raineyðir bíll a•vern abílinn orðsvörn 7% minn X Hrein aX Xvörn Rainorðs að eyti n raomn Hrein n Rainallt yfirb 7% fullk Hrein eldsn Hrein bíll Raineyðir uppá a uppá X RainRainareyðir X Xvörn omn orðs eyti allt að n rfullk fullk Rainminn 7% rvörn RainRainyfirb vern býðu eldsn Hrein Hrein •uppá bíll bíll eyðir uppá X vörn X omn aminn að orðs eyti allt n Rainnbýðu minn 7% rfullk RainRainyfirb býðu Hrein •fullk eldsn býðu eyðir uppá bíll omna yfirb a að X a omn allt að X r eyti orðs fullk Rainn Rainminn 7% yfirb Hrein • eldsn bíll býðu Hrein eyðir uppá a allt vörn fullk a omn n allt að X r eyti orðs minn Rain7% býðu Rainyfirb eldsn eyðir bíll uppá Hrein a X vörn a r fullk omn 7% n orðs að fullk minn 7% eyðir býðu Hrein Rainyfirb bíll eldsn r uppá auppá neyðir a eyðir rX að orðs allt Rainminn býðu 7% Hrein bíll eyðir n bíll nallt raXuppá omn að Rainfullk minn býðu Hrein yfirb bíll uppá aXomn omn neyðir að ryfirb Rainallt Hrein fullk 7% Hrein bíll eyðir Rain-X býðu omn nallt rXuppá að Rainfullk býðu Hrein bíll uppá X neyðir rbýðu allt Rainfullk býðu Hrein eyðir bíll rXuppá nallt Rainbýðu Hrein uppá n bíll rX RainHrein X býðu RainHrein RainHreinn bíll Rain-X býðu

5 NR 12/201 1.795 kr.

--r.is -00 00 568 00 568 odu r.is 00 --00 -r.is 00 00 568 00 568 odu r.is 00 w.l -- r.is odu 00 568 00 r.is odu r.is w.l odu odu w.l ww 568 00 r.is r.is w.l 00 ---r.is odu odu 568 00 w.l ww w.l r.is -568 -00 -568 ww odu 00 odu 568 r.is w.l ww 00 00 r.is --ðum -568 ww ww ðum odu 00 0000 r.is r.is 00 w.l 00 00 --568 -r.is 00 ww ww odu 568 w.l -w.l 00 -w.l 00 ðum 00 -00 odu ww ww ðum w.l w.l 568 -w.l 00 568 00 - 568 00 -00 ðum án ðum odu r.is ww -odu stö w.l 568 568 00 stö -stö ðum 00 00 ðum ww r.is -568 ww -odu stö r.is stö w.l r.is 00 -án 568 r.is odu r.is -stö ðum 00 ww ðum án ww odu -mt stö stö 00 -w.l -án 568 án 568 00 r.is odu mt ðum odu odu ww w.l -án mt stö -mt odu ááodu odu w.l stö 00 án -w.l fim án 568 r.is ðum 00 mt ðum w.l 00 -mt w.l stö odu á-fim odu 0mmt m 00 568 00 án w.l ww fim ðum mt r.is r.is mt áá--eru ww -án stö fim -ðum fim stö m 00 00 568 án -r.is 00 w.l ww 00 mt r.is mt eru ww ááfim m -á stö stö fim ww -ðum ww odu án 568 odu - ww 00 -w.l m r.is án w.l 00 mt eru á 80 m m stö fim 568 ww ww fim án ðum án 568 odu 00 eru Við r.is w.l 00 w.l ðum -56 mt -ðum -ðum á eru -fim odu ww fim án ðum 568 00 eru r.is ðum mt mt 00 w.l stö -w.l ðum áVið m -ðum fim Við m odu ww fim ww r.is-eru 00 eru 568 w.l r.is eru Við mt 00 stö ám -m -r.is stö ástö -ðum stö fim án fim odu Við Við ww stö 568 00 eru r.is eru 00 ámt á m odur.is ðum --án fim án Við m ww odu Við án mt án stö w.l 568 eru mt án 00 -án ám m -ðum ðum Við ww odu Við w.lodu stö 568 w.l mtstö mt eru r.is án fim m --án ww fim ðum Við odu eru eru stö 568 stö w.l á r.is -án fim á-m ðum www.l mt fimán Við fim -ámt ww odu Við fim eru fim stö w.l á r.is m ástö ámt án mt ðum m Við ámt ww á odu stö fim fim w.l r.is m -fim án ðum m mt mt Við eru ww á odu m m stö eru w.l án ðum--ww -Við ðum mt eru á-Við ww odu m stö eru m eru fim w.l án eru eru -Við mt ðum Við stöðum áfim ww m á stö fim w.l án eru eru mt Við ðum stö Við ww m á fim stö m Við Við án án eru mt ðum á ww fim stö m Við Við án mt tán eru eru mt ðum á m fim stö Við án eru mt ðum á fim m sex fim stö Við Við eru mt áðum fim stö Við eru mt m tán rum máá ná m Við fim stö ðán

fa kindakæ skref ir skref fyr

kan kjava Hrek

Unglingajóga

Ást!

160005

á

ðir kjarngó ttir gúllasré

Förðunarsysturnar

? fyrir þig Ragnheiður Lilja passar 8407 bíómynd 1 6 7 0 - Rut I S S Nkka og Rebe ntíska aða róma m ku Próf: Hv els sem við 10 hlutir KWARD 8400 05 GUR R • AW a 9 7716 70 ag YA BUR TA • KETTLIN ás TAN Sm MO ES • • DEY HANY öt:

PLak

G BET ESSBLO ALESSO • • POINTL SYKES ALFIE • NATHAN ZEDD

inn

ur matmað rossini

5 690691

ítónlistar

áttunda

6 ráð fyrir hár!

kr.

www.gestgjafin

ur regg RLEY konung aldar BOB MAárat ug síðustu

1.795 2015 Verð


móment

Ragna Gestsdóttir

lífsins lexíur Á lífsleiðinni erum við alltaf að læra eitthvað, sama hvort við nemum þann lærdóm í skóla lífsins eða í einhverjum af þeim fjölda skóla sem í boði er á öllum skólastigum heima og erlendis. Sumar lexíur lærir maður fljótt og vel, aðrar er maður lengur að tileinka sér og sumar lærast líklega aldrei. Bestu lexíurnar, bæði góðar og slæmar, hef ég lært í skóla lífsins og hef reynt að tileinka mér þessar sem taldar eru hér á eftir. Þar sem ég er einlægur og óstýrilátur þrjóskupúki gengur það ekki alltaf upp, en það kemur alltaf nýr dagur og ný lexía:

EUROBANDIÐ:

„Þessi er tekin rétt áður við stigum á svið fyrsta kvöldið okkar í höllinni í Belgrad 2008. Við Regína Ósk ásamt Guðrúnu Gunnars, Pétri Erni, Grétari Örvars og Heru Björk.“

STÓRAFMÆLISTÓNLEIKAR:

„Ég hélt afmælistónleika í Hofi, Akureyri, í október 2011 þegar ég varð þrítugur og flutti þar mikið af frumsömdu efni.“

• Það er engin skylda að nýta allar gjafirnar sem þú fékkst í vöggugjöf, þær voru gefnar án skilyrða. Það er hins vegar hrein heimska að nýta sér ekki þessar þrjár í ómældu magni: gáfur, góðmennsku og gjafmildi.

LÍTUR

• Lestu og lærðu alla ævi, líka það sem er ekki kennt í bókum. • Fólk sem baktalar þig er skræfur, það hefur ekki kjark til að segja þér hlutina í eigin persónu. Vorkenndu því og tileinkaðu þér valkvæða heyrn. • Lærðu að setja þig í spor annarra, jafnvel þó að þú komist ekki í skóna þeirra.

PAKKAFLÓÐ: „Þessi var tekin jólin 1984 í Steinsstöðum í Öxnadal hjá ömmu og afa. Pakkafjörið alveg að hefjast.“

• Eignastu nýja vini, en haltu vinskap við þá gömlu líka. Hver og einn er einstakur og frábær viðbót í minningabankann. Svo verður svo gaman að þekkja einhverja þegar þú mætir á Grund. • Sannir vinir standa með þér í gleði og sorg, það er gott en ekki skylda að komast að því minnst einu sinni á ævinni. • Þú hættir ekki að hlæja þegar þú eldist, þú eldist þegar þú hættir að hlæja. • Reyndu við yngri karlmenn, þeir eru skemmtilegri og sprækari, en alveg jafnvitlausir og þeir eldri (sorrí strákar). • Fólk mun særa þig, yfirgefa þig og stinga þig í bakið. Reyndu að kynnast fólki og snúðu óhrædd við því baki. Öll sár gróa um síðir. • Komdu fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig, flestir hafa þetta í heiðri. Þeir fáu sem gera það eru siðlaus skítseyði sem er alltaf gott að losna við. • Brosum og munum að lífið er of stutt fyrir falska vini, vondan mat, lélega tónlist, leiðinlegar bækur, flatan bjór, ljóta skó, lélegt kynlíf og að aka um á leiðinlegum bílum. • Það gengur allt mun betur ef jákvæðni er með í för og tónlist, helst sú sem þú getur sungið með (illa). Áhyggjur valda líka hrukkum, sem gera mann eldri. • Elskaðu þig skilyrðislaust, ef að þú gerir það ekki geturðu ekki ætlast til að aðrir geri það. • Við eigum öll rétt á hamingjunni.

FISKIDAGURINN:

„Hér er ég ásamt Matta Matt og Eyþóri Inga rétt eftir Fiskidagstónleikana á Dalvík núna í ágúst. Ég held ég hafi sleppt úr einum Fiskidegi í 15 ár.“

LIÐTÆKUR VIÐ SETTIÐ:

„Hér er ég átta ára gamall og orðinn nokkuð efnilegur miðað við aldur.“


lEiftur liðins tíma

HIRÐLEIKARI RIGG:

SENDIRÁÐSBOÐ:

„Hér erum við félagarnir ég og Kristján Grétarsson, sem er gítar-hirðleikari RIGG viðburða, baksviðs í Hörpu. Ég í hlutverki tónleikahaldarans, í símanum og nóg að gera.“

„Við Ármann Skæringsson, kærastinn minn, erum hér í boði hjá Guðmundi Árna Stefánssyni, þáverandi sendiherra Íslands í Stokkhólmi. Ég hélt tónleika í Göta Lejon.“

BRÓÐIR OG TROMMUKENNARI:

„Halli bróðir kenndi mér á trommur, ég var svona 5-6 ára þegar ég byrjaði að fikta á þær hjá honum.“

FRIÐRIK ÓMAR LÍTUR TIL BAKA Tónlistarmaðurinn, eigandi RIGG viðburða og einn af eigendum Græna herbergisins í Lækjargötu, Dalvíkingurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson er löngu orðinn að þjóðareign. Næstu tónleikar RIGG eru heiðurstónleikar Freddie Mercury sjötugur og haldnir verða í Hörpu 3. september og Hofi 10. september næstkomandi. Friðrik Ómar opnar myndaalbúm sitt fyrir lesendum Séð og Heyrt.

LÖGGULAG:

„Hér tökum við pabbi, Hjörleifur Halldórsson, lagið saman á afmælistónleikunum mínum. Við sungum löggusönginn úr söngleiknum Rjúkandi ráð eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni.“

GARGANDI GAUKAR:

„Ég ásamt æskuvinum mínum 1993 í fyrstu hljómsveitinni okkar.“ Efri röð: Einar Örn, Friðrik Ómar, Hilmir Freyr, Gunnar. Neðri röð: Snorri og Davíð Ingi.

FERMINGARDRENGUR:

„Hér er ég á fermingardaginn 4. júní 1995 með pabba og ömmu minni heitinni, Svanhvíti Jónsdóttur frá Steinsstöðum í Öxnadal.“

- Málarameistari


ÉG VAR FEGURÐARDROTTNING eiminn skoðar h

Þátttaka í fegurðarsamkeppni, svo ekki sé talað um sigur í slíkri, opnar ýmsar dyr fyrir þær stúlkur sem vilja það. Margar fegurðardrottningar hafa tekið boðinu og hafið feril sem leikkonur, söngkonur, látið til sín taka í mannúðarmálum eða stjórnmálum svo nokkur dæmi séu nefnd. Hér tökum við fyrir nokkrar þekktar fyrrverandi fegurðardrottningar sem eru löngu orðnar frægar fyrir annað en bara fegurðina. Þær eru ekki bara „bjútí“, þær eru líka eldklárar og metnaðarfullar.

OG NÚNA ER ÉG ...

PRIYANKA CHOPRA (34): Góðgerðasendiherra

Chopra er leikkona, söngkona, mannúðarsinni og ungfrú heimur 2000. Hún er ein af þekktustu stjörnum Indlands og ein hæst launaða leikkona landsins. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna og í ár útnefndi Time hana sem eina af 100 áhrifamestu persónum heims. Chopra ætlaði að leggja stund á nám í tæknifræði eða sálfræði, en eftir sigurinn í Ungfrú heimi fékk hún tilboð um að leika í kvikmyndum og þáði það. Hún hefur leikið í fjölda Bollywood-kvikmynda og ferilinn í Hollywood er nýhafinn, en hún leikur í kvikmyndinni Baywatch sem kemur út á næsta ári og sjónvarpsþáttunum Quantico, en önnur sería þeirra hefst í haust. Sem söngkona hefur hún gefið út þrjú lög. Hún er eigandi framleiðslufyrirtækisins Purple Pepple Pictures. Árið 2010 útnefndi UNICEF hana sem góðgerðasendiherra mannréttinda barna.

KAIANE ALDORINO (30): Varaborgarstjóri

Aldorino er dansari og fegurðardrottning sem var krýnd ungfrú heimur 2009. Árið 2011 samþykkti þing landsins einróma að sæma hana tveimur orðum, Frelsis- og heiðursmedalíu Gíbraltar. Hún var skipuð varaborgarstjóri Gíbraltar í mars 2014.


LINOR ABARGIL (36): Lögfræðingur

Abargil er ísraelskur lögfræðingur, leikkona, fyrirsæta og fegurðardrottning og var valin ungfrú heimur 1998. Hún hefur barist ötullega á alþjóðavettvangi gegn kynferðisofbeldi. Árið 2013 kom út heimildarmyndin Brave Miss World, sem leikstýrt var af Cecilia Peck, dóttur leikarans Gregory Peck. Myndin fjallaði um Abargil og nauðgun sem hún var fyrir stuttu áður en hún var krýnd ungfrú heimur, árásarmaður hennar var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir glæpinn.

MEGAN LYNNE YOUNG (26): Þáttastjórnandi

Megan Kynne Young er leikkona, fyrirsæta, þáttastjórnandi og fegurðardrottning. Hún var valin ungfrú Filippseyjar og var valin ungfrú heimur 2013. Hún er einn af þáttastjórnendum Starstruck, þar sem leitað er að hæfileikaríkum einstaklingum og leikur aðalhlutverk þáttanna MariMar.

UNNUR BIRNA VILHJÁLMSDÓTTIR (32): Lögfræðingur

Unnur Birna er leikkona, fyrirsæta, lögfræðingur og fegurðardrottning. Unnur Birna var ungfrú Ísland 2005 og var valin ungfrú heimur 2005. Unnur Birna hélt lögfræðinámi sínu áfram og starfar í dag sem héraðsdómslögmaður.


SKELLIHLÆJANDI STJÖRNUR

„Ef þú getur látið stelpu hlæja geturðu látið hana gera hvað sem er.“ – Marilyn Monroe.

Fína og fræga fólkið hefur upplifað meira en flestir. Erfiðir tímar koma upp hjá því eins og öðrum en eins og sagt er þá er hláturinn besta meðalið. Þetta fræga fólk veit það.

„Ég horfi á Messi og hann fær mig til að hlæja. Stórkostlegur knattspyrnumaður sem er bara enn þá eins og krakki að leika sér. Ofurstjarna en enn þá krakki. Hann er svo saklaus þegar hann spilar fótbolta. Hann er bara að spila og leika sér.“ – Johan Cruyff.

„Það að geta látið einhvern hlæja óstjórnlega er stærra en allt annað.“ – Bernie Mac.

„Ef þú vilt láta Guð hlæja, segðu honum þá frá framtíðarplönum þínum.“ – Woody Allen.

„Hlátur er helsta útflutningsvara Bandaríkjanna.“ – Walt Disney.

„Dagur án hláturs er illa nýttur.“ – Charlie Chaplin.

„Planið mitt er að gleyma sársauka lífsins. Gleyma sársaukanum, gera grín að honum, minnka hann og hlæja.“ – Jim Carrey.



heyrt og hlegið Jón var nýbyrjaður í skóla og fór til pabba síns og spurði: Fá kennararnir laun? Já, elskan mín, svaraði pabbi hans. Það er mjög óréttlátt, sagði Jón þá, það erum við sem vinnum alla vinnuna!!

Tveir drengir komu í lyfjaverslun og báðu um dömubindi. Afgreiðslumaðurinn spurði eldri drenginn: Hvað ertu gamall ? Átta svaraði stráksi. Afgreiðslumaðurinn spurði aftur: Veistu til hvers þetta er notað ? Stráksi svaraði: Ekki alveg, þetta er ekki fyrir mig sko, þetta er fyrir hann, og benti á yngri strákinn. Hann er sko fjögurra ára. Við sáum í sjónvarpinu að ef maður notar svona getur maður bæði hjólað og synt en hann getur hvorugt. Hvað eiga bensínstöðvar og kynlíf fólks á miðjum aldri sameiginlegt ? Jú, fyrir tuttugu árum síðan var full þjónusta í boði án þess að farið væri neitt sérstaklega fram á það, fyrir tíu árum síðan þurfti maður að hnippa í einhvern til að fá einhverja þjónustu og núna verðum við bara að sjá um þetta sjálf!

Eftir að hafa eignast fjórtánda barnið ákváðu hafnfirsku hjónin að nú væri komið nóg. Rúmið væri orðið alltof lítið og engin leið að félagsmálayfirvöld liðsinntu þeim enn á ný með styrk til að kaupa enn stærra rúm. Maðurinn fór því til heimilislæknisins og bar upp vandamálið við hann. Læknirinn sagði að til væri ein leið sem héti ófrjósemisaðgerð en hún væri reyndar dálítið dýr og löng bið eftir henni. Hann kynni hins vegar gamalt húsráð sem sjaldan brygðist og mælti með því við manninn. Út á hvað gengur það? spurði hann. Jú, sagði læknirinn, þú tekur tóma gos- eða bjórdós setur knippi af kínverjum ofan í hana setur hana síðan upp að eyranu og telur upp að tíu. Maðurinn hristi hausinn og sagðist svo sem ekkert vera að drukkna úr gáfum en þetta hljómaði afar heimskulega. Læknirinn fullvissaði hann um að

þetta mundi virka og hvatti hann eindregið til að prófa. Hafnfirðingurinn fór því heim, útvegaði sér tóma gosdós og knippi af kínverjum. Setti kínverjana í dósina, kveikti í þeim og bar síðan dósina upp að eyranu. Hann byrjaði síðan að telja: 1, 2, 3, 4, 5 og síðan varð töf meðan hann stakk dósinni milli læranna til að geta haldið áfram að telja upp í tíu á hinni hendinni. Þessi aðferð virkar líka í Grindavík, sums staðar á Vestfjörðum og víðast hvar á Suðurlandi.

Kona lést eftir löng veikindi og mætti við hlið himnaríkis þar sem Lykla-Pétur tók á móti henni. Í gegnum hliðið gat hún séð fólk sem hún kannaðist við úr lifanda lífi skemmta sér konunglega, hlæja og almennt vera hamingjusamt. Er þetta himnaríki, hvernig kemst ég inn fyrir? spurði hún Lykla-Pétur. Já, þetta er himnaríki, svarar Pétur. Það eina sem þú þarf að gera er að stafa eitt orð fyrir mig og ef þér tekst það þá kemstu inn fyrir. Hvaða orð? svarar konan. Orðið er ást, svarar Pétur. Hún stafar orðið rétt og er hleypt inn í himnaríki. Hún dvaldi þar sátt og sæl í nokkurn tíma en saknaði samt alltaf eiginmanns síns sem var enn þá sprelllifandi. Einn daginn óskaði konan eftir

að verða aðstoðarkona LyklaPéturs við að taka á móti þeim sem bönkuðu upp á í himnaríki. Og hún var bæði einstaklega glöð og himinlifandi þegar hún sá eiginmann sinn mættan þar. Elskan mín, ég hélt þú ætlaðir aldrei að mæta, ég hef saknað þín svo mikið. Segðu mér hvað ertu búinn að gera síðan ég lést? Var lífið erfitt hjá þér? Og eiginmaðurinn svaraði massakátur: Gott að sjá þig líka. Já, ég hef sko haft nóg að gera. Ég var sorgmæddur þegar þú lést en ég var orðinn skotinn í hjúkkunni sem annaðist þig síðustu dagana og við giftum okkur nokkrum mánuðum seinna. Og síðan vann ég stóra pottinn í lottó. Geturðu ímyndað þér? Ég keypti mér risa einbýlishús, bíl, hætti að vinna og ég og nýja konan ferðuðumst um allan heim og nutum lífsins. Við vorum einmitt í fríi núna á Grikklandi og ég var á sjóskíðum þegar annað þeirra datt af og ég fékk það í hausinn. En hér er ég, það var erfitt að yfirgefa nýju konuna mína og jarðlífið en gaman að sjá þig samt. En hvað allt er fallegt hérna, er þetta himnaríki? Konan leit á mann sinn, brosti og sagði: Jæja, ég saknaði þín alveg svakalega og var að vona að þú saknaðir mín líka en lífið heldur áfram, ha? Rétt er það, svaraði maðurinn. Hvernig líkar þér hér í himnaríki. Aldrei datt mér í hug að ég kæmist hingað, er auðvelt að komast inn? Ó, já, svaraði konan, þú þarft bara að stafa eitt orð rétt? Og hvert er orðið, sagði maðurinn. Tékkóslóvakía! svaraði konan.

Sudoku

Skoðið úrvalið á

Svona ræður þú þrautirnar

ok ka rba ka ri.i s

FLOTTU

AFMÆLISTERTURNAR FÁST HJÁ OKKUR

Einnig úrval af pappadiskum, glösum og servéttum Strikinu 3 • Iðnbúð 2 • Garðabæ • 565 8070 • okkarbakari.is • facebook.com/okkarbakari

Á þess­ari síðu eru 9x9 SUDOKU-þraut­ir með tölu­stöf­um. Not­aðu töl­urn­ar 1-9. Sami tölu­staf­ur­inn má að­eins koma fyr­ir einu sinni í hverj­um kassa, hverri röð og hverj­um dálki.


Sedogheyrt.is

VINSÆLUSTU FRÉTTIR VIKUNNAR Vefsíðan sedogheyrt.is heldur þér upplýstum um allt það skemmtilegasta sem er í gangi í mannlífinu á hverjum tíma. Hér eru vinsælustu fréttir síðustu viku.

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10

DÓRA TAKEFUSA KEYPTI LAKTÓSAFRÍA MJÓLK

Þessi ársgamla frétt fór allt í einu á flug á netinu.

GIFTING ÁRSINS – ALBERT OG BERGÞÓR PÚSSAÐIR SAMAN

Albert (50) og Bergþór (59) eru giftir. Strákarnir létu loks verða af því og giftu sig á afmælisdegi Alberts 16. ágúst síðastliðinn.

ÁSTFANGIN RIKKA, LEYNIBRÚÐKAUP OG VONARSTJARNA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS

Forsíðu-Rikka vakti mikla athygli.

ANNA LÁRA KRÝND UNGFRÚ ÍSLAND: „ÞETTA VERÐUR ROSALEGT ÁR!!“

Nýkrýnd ungfrú Ísland 2016 heitir Anna Lára Orlowska og er 22 ára starfsmaður í félagsmiðstöð. Hún hefur gaman af zumba og elskar að föndra. MYNDAR YFIRGEFNA SKÓ Á VÍÐAVANGI

Reynir Ólafsson, sem er einhleypur, starfar sem kerfisstjóri hjá Fjármálaeftirliti ríkisins. Það eru þó ekki bara tölvurnar sem hann á að áhugamáli. Hann myndar yfirgefna skó víðs vegar um landið.

ÁGÚSTA EVA FER HAMFÖRUM

Ágústa Eva er augljóslega í framkvæmdum heima fyrir en hún birti myndir af sér á Snapchat í dag þar sem hún er að rústa vegg í stofunni heima hjá sér.

SELMA SELUR

Heyrst hefur að söngkonan og Eurovision-stjarnan Selma Björnsdóttir hugsi sér til hreyfings en hún birti status á Facebook-síðu sinni um að hún hyggist setja risíbúð sína í Barmahlíðinni í sölu.

WINKEL FANGI SMARTLANDS, NAKINN MEÐ ÚTIGANGSMANNI OG GIFTING ÁRSINS

Ný forsíða slær alltaf í gegn.

FLÚRUÐ UNDIR BRJÓSTUNUM

Fyrirsætan Alda Coco skellti sér til Lettlands í sumar og fékk sér magnað flúr undir brjóstin.

LITIÐ TIL BAKA MEÐ STEBBA JAK

Söngvarinn Stefán Jakobsson er með mörg járn í eldinum en hann er meðal annars söngvari hljómsveitarinnar Dimmu, sem vinnur að nýrri plötu sem kemur út með vorinu. Stefán opnar myndaalbúm sitt fyrir lesendur Séð og Heyrt.


SOS

HVAÐA BÓK EÐA KVIKMYND FÉKK ÞIG SÍÐAST TIL AÐ TÁRAST? Sem barn grét ég yfir E.T. Í seinni tíð hefur mér fundist erfiðast að horfa á myndir þar sem börn lenda í hættu. ERTU MEÐ EINHVERJA FÓBÍU? Nei, var einu sinni flughræddur og svo rann það einhvern veginn af mér.

spurt og svarað

FURÐULEGASTI MATUR SEM ÞÚ HEFUR BORÐAÐ? Furðulegt er afstætt hugtak. Einu sinni borðaði ég – reglulega meira að segja – innyfli úr svínum sem var pakkað smekklega inn í pylsu og sett á brauð, eða þetta borið fram með hvítri sósu og kartöflum.

Fyrsti kossinn var ágæt tilraun

HVAÐ ER NEYÐARLEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR LENT Í? Fyrir nokkuð mörgum árum, þegar ég vaknaði eftir djamm uppi í rúmi hjá mömmu og pabba. Þá kom ég heim úr bænum og vildi ólmur sofa á milli þeirra. Eftir að ég lagðist niður var ekki hægt að hagga mér, þannig að mamma þurfti á endanum að víkja. Ég vaknaði við hliðina á pabba og brá mjög mikið, vægast sagt.

Fjölmiðlamaðurinn og íþróttagarpurinn Kjartan Atli Kjartansson svarar spurningum vikunnar. Kjartan Atli er margra manna maki í fjölmiðlum, hann er bæði með eigin þátt í útvarpi og svo bregður honum fyrir á skjánum þar sem að hann gegnir ýmsum hlutverkum. Kjartan Atli svarar spurningum vikunnar.

KLUKKAN HVAÐ FERÐU Á FÆTUR? Ég er árrisull maður mjög. Er farinn á fætur klukkan sex alla virka morgna. Um helgar sefur maður aðeins lengur.

MÉR FINNST GAMAN AÐ ... Vera til SÍÐASTA KVÖLDMÁLTÍÐIN? Ef ég væri á dauðadeild í fangelsi í Bandaríkjunum myndi ég biðja um plokkfisk. Líklega myndi ég ráða einhvern tíma þá sem að redda málunum, þannig að ég fengi aukadag á lífi. Svo er það líka góður matur. BRENNDUR EÐA GRAFINN? Brenndur. Til þess að taka minna pláss. HVAÐ FÆRÐU ÞÉR Á PYLSUNA? Allt nema pylsuna. FACEBOOK EÐA TWITTER? Facebook er vettvangur þeirra einlægu, Twitter er vettvangur þeirra kaldhæðnu. HVAR LÆTURÐU KLIPPA ÞIG? Alltaf hjá honum Gísla í Hárlínunni á horni Snorrabrautar og Hverfisgötu. Gísli er natinn, nákvæmur og naskur.

FYRSTA STARFIÐ? Í stálheildsölunni Ferro Zink, þegar ég var að fara í 10. bekk. FLOTTASTA KIRKJA Á ÍSLANDI ER ... Bessastaðakirkja, ekki spurning. LANDSPÍTALI VIÐ HRINGBRAUT? Hef ekki kynnt mér málið nægilega vel til að hafa fastmótaða skoðun. Ég held að við gætum karpað endalaust um staðsetninguna. Mikilvægast, að ég held, er að byrja sem fyrst á byggingu nýs spítala. Hann verður ekki fullkominn, en hann verður þarfaþing. Síðan verður hægt að finna lausnir á umferð og öðru ef nauðsyn krefur. FALLEGASTI STAÐUR Á LANDINU? Ásbyrgi. KJÖT EÐA FISKUR? Fiskur. HVAÐA OFURKRAFT VÆRIR ÞÚ TIL Í AÐ VERA MEÐ? Geta verið á mörgum stöðum á sama tíma.

HVAÐ GERIRÐU MILLI 5 OG 7 Á DAGINN? Líklegast að skrifa íþróttafréttir eða að þjálfa. Ef ekki þá slappa ég af.

GIST Í FANGAKLEFA? Nei, aldrei.

HVAÐ ERTU MEÐ Í VINSTRI VASANUM? Ekkert eins og er. Veski, vinnupassi, lyklar og sími er það eina sem ég þarf að muna eftir.

HVAÐA LEYNDA HÆFILEIKA HEFUR ÞÚ? Hæfileikar eiga ekki að vera leyndir.

BJÓR EÐA HVÍTVÍN? Alltaf bjór. Finnst bjór góður en hvítvín vont. UPPÁHALDSÚTVARPSMAÐUR? Verð ég ekki að segja Hjörvar Hafliðason? HVER STJÓRNAR SJÓNVARPSFJARSTÝRINGUNNI Á HEIMILINU? Ef fjölskyldan er að horfa saman, þá ræður sú yngsta yfirleitt ferðinni. HVERNIG VAR FYRSTI KOSSINN? Hann var tilraunastarfsemi. HVER VÆRI TITILL ÆVISÖGU ÞINNAR? How To Fake Success For Dummies. HVER ER DRAUMABÍLLINN? Porsche 959 árgerð 1988 grár og Saab 900 blæjubíll árgerð 1986-1988 rauður.

STURTA EÐA BAÐ? Fer eftir skapinu.

Í HVERJU FINNST ÞÉR BEST AÐ SOFA? Ég var með ákaflega skrítnar svefnvenjur, svaf alltaf kappklæddur. En nú er þetta að breytast. Nú er það að sofa í sem minnstu og hafa herbergið sem kaldast. HVER ER BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ? Að byrja að æfa körfubolta. Í gegnum hann kynntist ég ástinni minni, Pálínu Gunnlaugsdóttur. HVAÐA SÖGU SEGJA FORELDRAR ÞÍNIR ENDURTEKIÐ AF ÞÉR? Ég fæ reglulega að heyra söguna af því þegar ég týndist á Mallorca, þriggja eða fjögurra ára að aldri. Þá nennti ég ekki að láta passa mig og stakk af. Leitarlið var ræst út og á endanum fann lögreglan mig. Þegar ég mætti aftur upp á hótel var ég víst furðu lostinn yfir að hafa verið handtekinn en ekki settur í handjárn og gerði lítið úr spænsku lögreglunni fyrir þau afglöp í starfi.

ICELANDAIR EÐA WOW? Ég hef í gegnum tíðina verið mikill Icelandair-maður, en WOW er líka flott. LEIGIRÐU EÐA ÁTTU? Er stóreignamaður. ÍSRAEL EÐA PALESTÍNA? Ég var grjótharður í þessari deilu þegar ég var yngri. Í landsleik á móti Ísrael með U18 ára landsliðinu í körfubolta, sneri ég baki í ísraelska fánann þegar þjóðsöngur þeirra var spilaður. Ég er ekki alveg svona heitur í dag og veit að deilan er flókin. En ég hef mikla samúð með baráttu Palestínumanna, þó að ég viti að það eru ekki „góðir og vondir karlar“. DAGBLAÐ EÐA NET Á MORGNANA? Ég fínkembi alla fréttamiðla, hvort sem þeir eru á stafrænu eða ekki alla morgna. HVER ER FYRSTA ENDURMINNING ÞÍN? Þegar ég fékk fyrsta hermannabúninginn minn og fór beint út á götu og byrjaði að stýra umferðinni. Var þá á leiðinni með pabba í ferðalag á Stokksnes í Hornafirði, en pabbi vann fyrir bandaríska herinn. Á leifturminningu úr ferðinni, þegar ég opnaði ísskápinn í íbúðinni sem við gistum í, en þar var bara Kit Kat og kók. Það þótti mér mjög ákjósanleg fæða.


GLASSLINE Unidrain® er þekkt um heim allan fyrir gólfniðurföll sem hafa breytt hugmyndum okkar hvar og hvernig niðurföllum er komið fyrir. Uppsetning á GlassLine (sambyggt niðurfall og sturtuhlið) frá unidrain® byggir á sömu grundvallarhugmyndum og er örugg lausn með sérstaklega fallegum frágangi.

Smiðjuvegi 76

www.unidrain.dk

• Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri Opið virka daga frá 8-18 laugardaga frá 10-15 • www.tengi.is • tengi@tengi.is

Sími 414 1050


Verð frá aðeins

3.490.000 kr.

Velkomin í Tívolí! Fjórhjóladrifinn / Sjálfskiptur / Ríkulega búinn Bílabúð Benna kynnir sportjeppann Tivoli, nýjasta smellinn frá bílaframleiðandanum SsangYong í Suður-Kóreu. Sportjeppinn Tivoli er allt í senn, flottur, ríkulega búinn, fjórhjóladrifinn og einstaklega lipur í akstri. Tivoli er fyrir þá kröfuhörðu sem kunna að meta stílhreina hönnun, gegnheil gæði og frábært verð.

Kíktu í heimsókn á benni.is. Verið velkomin í reynsluakstur. Reykjavík Tangarhöfða 8 Sími: 590 2000

Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330

Opnunartímar Virka daga frá 9:00 til 18:00 Laugardaga frá 12:00 til 16:00

4WD – læst

4WD – 50/50 skipt


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.