Séð og heyrt 33.tbl.2016

Page 1

Nr. 33 15. sept. 2016 Verð 1.595 kr.

Gerir lífið skemmtilegra! Justin Bieber aleinn í íslenskri sveit

Eyþór Arnalds og Dagmar Una

LEIGÐI BÚA EKKI LÚXUSVILLU LENGUR SAMAN

Sæmi rokk áttræður

Sigmundur Davíð opnar sig

GLÆSILEG AFMÆLISVEISLA ÉG ER RÉTT

9 771025 956009

AÐ BYRJA

Glamúr í Gamla bíói

MANUELA OG MISS UNIVERSE

Þórunn Högna nýbökuð móðir á fimmtugsaldri

ÓLÉTT EN EKKI VEIK

Brjálaðar bónusgreiðslur

ÞARNA BÚA ÞAU


Fegurðardrottningin Tanja Ýr Ástþórsdóttir (24) með augnháralínu:

FALLEGIR FÖRÐUNARFRÆÐINGAR:

Förðunarfræðingarnir Steinunn Ósk og Pálmey Kamilla gátu ekki annað en skemmt sér vel á kynningunni.

FALLEGAR FEGURÐARDROTTNINGAR:

Anna Lára Orlowska, nýkjörin ungfrú Ísland, mætti á svæðið en Tanja Ýr var kjörin ungfrú Ísland árið 2013 og ætti því að geta gefið Önnu góð ráð.

BÓNDI Í HÖRKUFORMI: Lífsstílsbloggarinn Hildur Árnadóttir mætti á svæðið ásamt Aðalheiði Ýr. Þær stöllur leyna þó á sér en Hildur á eitt fallegasta herbergi landsins og Aðalheiður er einkaþjálfari og bóndi.

M U N U K O L N G U A Á K IN MEÐ M

Fyrrum ungfrú Ísland, Tanja Ýr Ástþórsdóttir, hefur gert það gott með gerviaugnháralínu sinni. Tanja hefur náð að byggja upp stórt fyrirtæki og nú var komið að því að kynna ný augnhár sem búin eru til úr minkahárum. Tanja ákvað af því tilefni að bjóða öllum helstu tísku- og förðunarbloggurum landsins á kynninguna og það má með sanni segja að stemningin í Gala-salnum í Kópavogi hafi verið frábær.

A Myndir: BB

ugnhár „Ég var að koma með nýja vöru á markað, nýja augnháralínu þannig að ég ákvað að bjóða helstu bloggurum landsins og stelpum sem ég hef verið að vinna með. Mér fannst líka sniðugt að allar stelpurnar myndu hittast því það er svo gott þegar allir vinna saman,“ segir Tanja Ýr en áhugi á augnhárum hennar hefur aukist hratt.


u:

STJARNA KVÖLDSINS:

Tanja Ýr var stjarna kvöldsins og bauð upp á glæsilega kynningu á nýju augnhárunum.

SÍMI, SÍMI, HERM ÞÚ MÉR ...:

Snjallsíminn hefur tekið fram úr speglinum og hann var notaður óspart.

SÍMAR UPP:

Stelpurnar kepptust við að taka réttu myndina af Tönju Ýr.

TVÆR GÓÐAR:

Vala Fanney og Salóme Ósk eru bloggarar á kalon. is og þær skemmtu sér stórkostlega á kynningunni.

ÞRUSU ÞRENNING:

Anna Lára Orlowska, ungfrú Ísland, mömmubloggarinn Camilla Rut og Helena Reynisdóttir stilltu sér upp fyrir ljósmyndara og brostu sínu breiðasta.

„Ég byrjaði með þetta fyrir ári þannig að þetta stækkar hratt. Ég hef líka lagt allan minn metnað í þetta,“ segir Tanja sem sá fljótlega að þetta yrði vinsælt. „Maður veit auðvitað aldrei hvort þetta slái í gegn þegar maður byrjar en ég vonaðist auðvitað eftir því. Ég sá mjög fljótlega þegar ég byrjaði að þetta væri mjög vinsælt en þegar ég byrjaði á sínum tíma þá gat þetta fallið báðum megin.“

Ný lína

Úrvalið hjá Tönju er mikið en hún veit vel að það þarf að halda áfram að framleiða nýjar vörur. „Þetta eru sem sagt ný augnhár sem ég var að kynna. Eins og staðan er núna er ég bara að selja í gegnum netverslunina tanjacosmetics.com. Nýju augnhárin eru úr minkahárum en eru engu að síður „cruelty free““, segir Tanja sem ætlar sér stóra hluti með fyrirtækið. „Ég er ekki endilega að einbeita mér að íslenskum markaði þótt það sé gaman að vera með þetta hér heima. Ég er ekkert að fara

frá Íslandi en svona augnhár eru mjög vinsæl úti og ég horfi mikið á erlendan markað og þá aðallega Svíþjóð, Írland og Færeyjar.“ „Færeyjar eru auðvitað mjög lítið land þannig að það er mjög auðvelt að geta tekið þann markað yfir. Það getur verið gott að byrja á litlum löndum til að byggja sig upp,“ segir Tanja en hún hefur svo sannarlega lagt allan sinn kraft í fyrirtækið og sér um flesta hluti sjálf. „Allt í kringum fyrirtækið hef ég gert sjálf. Auðvitað hef ég fengið smáhjálp frá vinum en svona aðalvinnuna, að taka myndir og auglýsingar, gerði ég sjálf sem mér fannst miklu persónulegra þar sem fyrirtækið ber auðvitað mitt nafn. Það eru fleiri vörur á leiðinni en það er enn þá leyndarmál. Það tekur mikinn tíma að koma með nýja vöru. Það er ekki hægt að flýta sér með þetta því það þarf allt að vera fullkomið,“ segir Tanja sem er að lifa drauminn. „Það er æðislegt að fá að vinna við það sem maður elskar og að láta drauma sína rætast.“

EIN FYRIR INSTAGRAM:

Stelpurnar voru duglegar að fanga augnablikið á símann og það hafa eflaust margar myndir birst á samfélagsmiðlum þeirra.

VEISLA = TERTA:

Tanja Ýr bauð að sjálfsögðu upp á glæsilega tertu í tilefni dagsins.

SVAKA SKVÍSUR:

Helena Reynisdóttir, sem heldur úti einum vinsælasta makeup Snapchat-aðgangi landsins, lét sig að sjálfsögðu ekki vanta en hún og Tanja Ýr eru góðar vinkonur.

GLÆSILEGAR: Eva Þóra, ein af fyrirsætum Tönju, og Svandís Ósk, eigandi Skinboss, mættu glæsilegar að vanda.


ÉG ER FEGURÐARDROTTNING OG GRÆT AF GLEÐI

É

g get svo svarið það, aldrei hélt ég að ég yrði spennt fyrir fegurðarsamkeppni. Ég sem er alin upp í því að keppni af þessu tagi sé ekkert annað en djöfullegt verkfæri kvenhatara sem hafa það eina hlutverk að setja allar konur í mælanlegt form sem mælir útlit en ekki aðra getu. Ég tygg nú hatt minn og staf af mikilli áfergju og ét allt ofan í mig sem ég hef áður haldið um keppni af þessu tagi og viðurkenni það að ég hreinlega elska fegurðarsamkeppnir – í alvörunni, ég virkilega meina það. Síðustu vikur hef ég fylgst náið með Miss Universe Iceland og fengið að kíkja í alla króka og kima á þeirri keppni og orðið margs vísari. Stúlkurnar sem taka þátt í keppni af þessu tagi leggja sig allar fram við að vera besta útgáfan af sjálfum sér að öllu leyti. Í keppni á þessum mælikvarða verða þær að stíga langt út fyrir þægindarammann og reyna sig í aðstæðum sem þær gera ekki dagsdaglega. Þetta snýst ekki bara um að spranga um á klæðalitlum sundfötum fyrir allra augum, sem ég geri daglega í helstu sundlaugum bæjarins, blikka augum og sveifla hári. Þær hafa bara sig, engan flokk eða stefnur til að fela sig á bak við, þegar þeirra verk erum dæmd, líkt og í öðrum prófkjörum. Á sviðinu standa þær einar berskjaldaðar og eru metnar út frá eiginleikum og hæfni til að bregðast við í fjölbreyttum og erfiðum aðstæðum en þurfa jafnframt að halda haus og eiga samskipti við þær sem att er kappi við. Það er bara ein sem fær kórónu – hinar ekki – en þær fara ekki í fýlu og kenna öllu og öllum um, eins og gerist í hinni „fegurðarsamkeppninni“ sem nefnist prófkjör. Stúlkurnar leggja sig undir dóm og taka niðurstöðunni með reisn og halda höfðinu hátt eins og sannar drottningar gera, þannig skilur á milli sigurvegara og þeirra sem telja sig eiga tilkall til krúnunnar.

Eyþór Arnalds (51) og Dagmar Una Ólafsdóttir (35) eru í fjarbúð: EINU SINNI VAR:

SAMAN EN SAMT Í SUNDUR

Hjónin Eyþór Arnalds og Dagmar Una Ólafsdóttir hafa tekið ákvöruðun um að reka tvö heimili og eru skráð í fjarbúð. Eyþór býr í Reykjavík og hún á Selfossi.

Athafna- og tónlistarmaðurinn Eyþór Arnalds og eiginkona hans, Dagmar Una Ólafsdóttir, búa ekki lengur saman. Þau hafa búið á Selfossi síðustu ár og eiga saman tvo drengi. En parið gekk í hjónaband árið 2007. Eyþór býr og starfar í Reykjavík en Dagmar Una býr enn á Selfossi.

J

ójó Dagmar Una rekur verslunina Fjallkonuna á Selfossi sem sérhæfir sig í sölu á vörum beint frá býli og er mjög bundin yfir rekstrinum. Eyþór sem hefur starfað fyrir fyrirtækið Strokkur Energy sinnir verkefnum fyrir það ásamt ýmsu öðru en hann er þekktur fyrir að hafa ávallt mörg járn í eldinum. Lengi

vel var hann potturinn og pannan í bæjarstjórn Árborgar en hann hefur sagt skilið við stjórnmálin að sinni. Sú saga flaug á milli manna að þau hjón væru lögskilin en staðreyndin er sú að þau eru skráð í fjarbúð. Eyþór býr og starfar í Reykjavík og Dagmar er áfram búsett í húsi þeirra hjóna á Selfossi.

Ragnar Bjarnason (81) og Helle Birthe Bjarnason glóðu sem gull:

Ég dáist að stúlkunum sem kepptu um titilinn Miss Universe Iceland og því sem þær lögðu á sig – þær fara ríkari frá borði en þegar að var komið. Reynslunni ríkari og nokkrum vinkonum líka sem gerir lífið skemmtilegra eins og Séð og Heyrt í viku hverri. Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir

FRÉTTASKOT sími: 515 5683 BIRTÍNGUR útgáfufélag Lyngási 17, 210 Garðabær, s. 515 5500 Útgefandi: Hreinn Loftsson Framkvæmdastjóri: Karl Steinar Óskarsson Fjármálastjóri: Matthías Björnsson Dreifingarstjóri: Halldór Rúnarsson Ritstjóri: Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir asta@birtingur.is Blaðamenn: Garðar B Sigurjónsson gardarb@birtingur.is og Ragna Gestsdóttir ragna@birtingur. is Auglýsingar: Ólafur Valur Ólafsson, Þórdís Una Gunnarsdóttir, Ásthildur Sigurgeirsdóttir og Hjörtur Sveinsson netf.: auglysingar@birtingur. is Umbrot: Linda Guðlaugsdóttir, Elísabet Eir Eyjólfsdóttir og Carína Guðmundsdóttir Myndvinnsla: Guðný Þórarinsdóttir

Prentun: Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja ISSN 1025-9562

ERFISME HV R M

KI

mhverfisvottuð prentsmiðja

U

Tilkynna þarf uppsögn á áskrift fyrir 15. hvers mánaðar og tekur hún þá gildi í lok þess mánaðar. Áskrifandi verður að tilkynna breytingar á heimilisfangi til Birtíngs á tölvupóstfangið askrift@birtingur.is. Sé það ekki gert ábyrgist Birtíngur ekki að tímarit skili sér á rétt heimilisfang. Allur réttur áskilinn varðandi efni (texta og myndir). Öll notkun efnis, t.d. beinar tilvitnanir og endursagnir, er óheimil án skriflegs leyfis útgefanda. Sjá nánar um réttarvernd og gjaldskrá útgefanda á birtingur.is

141

776

PRENTGRIPUR

HAFA STIGIÐ LÍFSDANSINN SAMAN Í S

50 ÁR

amlyndi Hjónin Ragnar Bjarnason og Helle Birthe Bjarnason voru á meðal gesta í 80 ára afmæli Sæma rokk. Þau fögnuðu nýverið gullbrúðkaupi og stigu nettan dans saman í afmælinu, ástfangin sem aldrei fyrr.


Heyrst hefur

... að Auðunn Blöndal hafi keypt sér átta milljóna króna Benz. Nokkuð ljóst að FM957gaurinn er að gera það gott. ... að Hafdís Jónsdóttir úr World Class og Birgitta Líf Björnsdóttir, aðstandendur Ungfrú Ísland, hafi fylgst vel með Miss

Universe og setið frekar aftarlega í Gamla bíói og látið lítið fyrir sér fara. ... að Skúli Mogensen og Íris Arna Geirsdóttir hafi verið sæl saman á Justin Biebertónleikunum en þau sátu í VIPstúkunni.

... að knattspyrnugoðið Hermann Hreiðarsson spili ekki lengur sóló ... ... að Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarog viðskiptaráðherra, hafi ekki bara misst fylgi heldur líka kíló í prófkjörsbaráttunni.

Það fór vel um stórstjörnuna Justin Bieber (22) á Íslandi: LEIKHERBERGI: Eitt af fjölmörgu sem Úlfljótsskáli hefur upp á að bjóða er þetta glæsilega leikherbergi.

GLÆSILEGUR SKÁLI:

Úlfljótsskáli er einn sá glæsilegast á landinu og er tilvalin gistiaðstaða fyrir stórstjörnur.

STÓRSTJARNA:

Það er enginn vafi á því að Justin Bieber er ein stærsta stjarna heims.

BIEBER GISTI ALEINN Í LÚXUSSKÁLA LÚXUS:

Úlfljótsskáli býður upp á nánast allan þann lúxus sem hægt er að óska sér.

Kanadíska poppgoðið Justin Bieber tróð upp á tvennum tónleikum í Kórnum í Kópavogi fyrr í mánuðinum. Bieber er ein allra stærsta tónlistarstjarna heims og því dugir ekkert minna en Úlfljótsskáli fyrir drenginn til að gista í.

L

úxus Heyrst hefur að tónlistarmaðurinn Justin Bieber hafi gist í Úlfljótsskála á meðan á dvöl hans hér á landi stóð. Úlfljótsskáli er glæsilegur í alla staði og þar er lúxusinn í fyrirrúmi. Skálinn er í sérflokki hér á landi þegar það kemur að lúxusgistingu. Þar er að finna átta svefnherbergi, fimm baðherbergi, gufubað, heitan pott,

líkamsræktarstöð og leikjaherbergi, svo fátt eitt sé nefnt. Skálinn er 690 fermetrar að stærð og rúmar þægilega 20 manns. Það sem vekur þó athygli er að Justin Bieber gisti einn í skálanum. Hann hefur greinilega mikla þörf fyrir að vera einn og kúpla sig frá áreiti sem hann verður daglega fyrir hvert sem hann fer. Það tekur á að vera heimsfræg poppstjarna.

Berglind Pétursdóttir (27) er orðin ein:

STEINHÆTT MEÐ STEINÞÓRI Samfélagsmiðlaprinsessan Berglind Pétursdóttir, þekkt sem Berglind Festival á Snapchat, og fyrrum sambýlismaður hennar, Steinþór Helgi Arnsteinsson, umboðsmaður og spurningahöfundur í Gettu betur, hafa slitið sambúð sinni.

A

llt bú Berglind og Steinþór eru vinamög og hafa verið áberandi á skemmtanasenunni í Reykjavík. Berglind er afkastamikill snappari og er dugleg að deila daglegu lífi sínu með áhorfendum. Parið flutti

nýlega saman í íbúð sem þau voru að gera upp og var Berglind dugleg að sýna frá framkvæmdum þeirra. Berglind á einn son með uppistandaranum Dóra DNA en hún og Steinþór eru barnlaus. Berglind tilkynnti um sambandsslitin á

Twitter sem verður að teljast nokkuð frumleg leið til að tilkynna um slíkt en hún er jú einmitt þekkt fyrir að fara óhefðbundar leiðir á samfélagsmiðlum. Ævintýri þeirra er lokið – partíið er búið og því ekki meira festival hjá Berglindi.

Enginn úr starfsliði kappans eða vinir hans sem ferðuðust með honum gistu í skálanum því þarna vildi Justin vera einn til að geta slakað á fyrir tónleikana og náð tengingu við náttúruna. Það gefur augaleið að svona lúxusskála fylgir hár verðmiði en nóttin kostar litlar 350 þúsund krónur.


Sæmi rokk (80 ára) hélt upp á áttræðisafmæli sitt um helgina með pomp og prakt: SÆMUNDUR Í SPARIFÖTUNUM

Afmælisbarnið Sæmundur Pálsson og eiginkona hans, Ásgerður Ásgeirsdóttir, geisluðu af gleði í veislunni.

Dýrmætt að geta fagnað með

stórfjölskyldunni og bestu vinum HAFA ENGU GLEYMT: Guðmundur Steingrímsson trommari og Raggi Bjarna voru léttir í lund og héldu uppi fjörinu.

Myndir: BB

Í tilefni að áttræðisafmælinu sínu þann 31. júlí síðastliðinn bauð Sæmundur Pálsson sem flestir þekkja undir nafninu Sæmi rokk til veislu að heimili sínu að Aflagranda í Reykjavík. Um hundrað manns tóku þátt í veisluhöldunum þar sem var sungið, dansað og trallað. Tónlistin ómaði og veislugestir samglöddust afmælisbarninu.

S

æmi rokk „Ekkert er dýrmætara en að geta fagnað með stórfjölskyldunni og bestu vinum til margra ára á þessum tímamótum,“ sagði Sæmi glaður í bragði. „Stórfjölskyldan fagnaði með mér og konu minni og gaman var að fá gamla og góða vini í fögnuðinn, æskuvini eins og Ragga Bjarna og samferðamenn úr tónlistinni. Sæmi rokk lék á

sínum tíma í myndinni „Með allt á hreinu“ þar sem hann tvistaði til að gleyma og varð landsfrægur fyrir og fékk viðurnefnið Sæmi rokk. „Einnig voru mættir góðvinir mínir úr lögreglunni sem eru mér kærir. En ég saknaði tvíburabróður míns, Magnúsar heitins, sem lést fyrir rúmu ári.“ Sæmi rokk starfaði sem lögreglumaður í áratugi og var þekktur fyrir elskulegheit sín


SPILAÐ FYRIR AFA:

Jóhann Egill Jóhannsson, barnabarn Sæma rokk, og Arnþór Páll Hafsteinsson tóku lagið fyrir afmælisbarnið. Jóhann Egill er sonur Theodóru og þeir Arnþór Páll eru meðlimir úr hljómsveitinni Globe sem meðal annars kom fram á Bæjarhátíð Seltjarnarness sem haldin var á dögunum.

GULLMOLARNIR BARNABÖRNIN:

LÖGULEGIR LAGANNA VERÐIR:

Ása Egilsdóttir, Jakob Eldur Fenger, Thea Björk Fenger, Jóhann Egill Jóhannsson og Arna Sif Jóhannsdóttir með afa, Sæma rokk.

Ingimundur K. Helgason, fyrrverandi aðalvarðstjóri, Sæmi rokk og Böðvar Bragason, fyrrverandi lögreglustjóri, glaðir á bragði en þeir þrír störfuðu saman í lögreglunni í áratugi.

FEGURÐIN UPPMÁLUÐ:

Ólöf Sara Gregory, flugfreyja og dóttir Theodóru, ásamt afa sínum Sæma rokk.

BROSANDI OG GLÖÐ:

Hjónin Sæmi rokk og Ásgerður Ásgeirsdóttir með dótturdóttur sinni, Ásu Egilsdóttur, ásamt tveimur dætrum sínum, Theodóru S. Sæmundsdóttur og Örnu Sigríði Sæmundsdóttur, sem brostu sínu blíðasta í tilefni dagsins.

og hjálpsemi. Á Seltjarnarnesinu þar sem hann starfaði lengi sem lögregluþjónn var hann dáður af börnum og ungmennum. Þar var hann iðulega á vaktinni við að aðstoða krakkana yfir gangbrautir á leið í skóla og leiðbeina þeim í umferðinni til að tryggja öryggi þeirra með bros á vör og elskulegheitum. Það vissu allir hver Sæmi lögga var. „Við hjónin höldum svo til Spánar eftir helgi þar sem við ætlum að njóta sólarinnar næstu þrjá mánuði og skella okkur í siglingu um Miðjarðarhafið og halda áfram að fagna þessum tímamótum.“ Sæmi og frú hafa átt hús á Spáni í yfir tuttugu ár og fara þangað reglulega til að njóta hlýja loftslagsins.

TAKTU TIL VIÐ AÐ TVISTA: Sæmi rokk og frúin tvistuðu við mikinn fögnuð viðstaddra.

ÆSKUFÉLAGARNIR MEÐ EIGINKONUM SÍNUM:

Helle Birthe Bjarnason, Sæmi rokk, Ásgerður Ásgeirsdóttir og Raggi Bjarna söngvari voru glöð í bragði en Sæmi rokk og Raggi Bjarna hafa verið vinir frá barnæsku.

TVEIR GÓÐIR SAMAN:

Raggi Bjarna söngvari og Ásgeir Sæmundsson, sonur Sæma rokk og tónlistarmaður, betur þekktur undir viðurnefninu Geiri Sæm þegar hann var í tónlistinni.


Hildur María Leifsdóttir (23) er nýkrýnd Miss Universe Iceland:

G A G E L R Ö J G AL ÝKRÝND FEGURÐ SAGÐI N

NÝKRÝND MISS UNIVERSE ICELAND:

Hildur María Leifsdóttir var krýnd Miss Universe Iceland við stórglæsilega athöfn í Gamla bíói.

ÞARF AÐ KVEÐJA KÆRÓ:

Unnusti Hildar Maríu, Ólafur Snorri, þarf að sjá á eftir henni í langt ferðalag sem verður án efa bæði spennandi og skemmtilegt. Hann var stoltur af henni og smellti henni rembingskoss á kinn.

Myndir: BB

Fegurðarsamkeppnin Miss Universe Iceland fór fram í Gamla bíói með miklum glæsibrag. Öllu var til tjaldað og mikið í lagt. Manuela Ósk Harðardóttir, fyrrum ungfrú Ísland og fyrrum keppandi í Miss Universe, stóð fyrir keppninni í samstarfi við aðstandendur keppninnar í Bandaríkjunum. Aðstandendur keppenda streymdu prúðbúnir og fullir eftirvæntingar í Gamla bíó. Margir mættu með skilti með hvatningarorðum til keppenda. Hildur María Leifsdóttir stóð uppi sem sigurvegari en alls kepptu 21 stúlka um hnossið.


d:

A GEARGDRGOJTTANIÐNG

URÐ

MAMMAN MANUELA:

Manuela er algjör ofurmamma. Börnin hennar tvö, Jóhann og Elma Rós, voru móður sinni innan handar og aðstoðuðu hana við keppnina. En Jóhann leiddi keppendur inn á svið í síðkjólaatriðinu.

B

rosir í gegnum tárin „Þetta var algörlega geggjað ég er enn að átta mig á þessu,“ sagði Hildur María stuttu eftir að hún var krýnd. Fjölskylda hennar og vinir þyrptust að henni og fögnuðu innilega. Hildar býður skemmtilegt og spennandi ár en hún fer strax til Bandaríkjanna til undirbúnings fyrir lokakeppnina sem fer fram á Filippseyjum í lok janúar á næsta ári. Unnusti hennar, Ólafur Snorri Helgason, fagnaði innilega með sinni heittelskuðu en hann verður nú að sjá á eftir henni í ævintýri lífs hennar. Keppnin var hin glæsilegasta og var með sambærilegu sniði og keppnin erlendis og því er sigurvegarinn vel tilbúinn í stóru keppnina og veit hvers er að vænta. Allir dómararnir voru erlendir og höfðu dvalið hér á landi í nokkra daga og kynnst keppendum náið. Aðspurð Framhald á næstu opnu

ÞREFÖLD FEGURÐ:

Manuela veit hvað hún syngur og er bara með toppfólk með sér en Nia Sanchez, fyrrum ungrú Bandaríkin, og Marissa Powell, fyrrum keppandi í sömu keppni, sátu í dómnefndinni. Þær voru hæstánægðar með dvölina hér og voru sérstaklega ánægðar með að fá tækifæri til að sjá norðurljósin.

MENNIRNIR Í LÍFI MANUELU:

Hollywood-leikaranir Shawn Pyfrom og Cody Kasch eru þekktir fyrir leik sinn í þáttaröðinni Desperate Housewifes en þeir sátu í dómnefndinni. Jóhann, sonur Manuelu, var í stóru hlutverki um kvöldið og gekk í ýmis verk.


LÍKA FEGURÐARDROTTNING:

Nýkrýnd ungfrú Ísland, Anna Lára Orlowska, mætti að sjálfsögðu til að fylgjast með keppninni, Unnusti hennar, Nökkvi Fjalar, skartaði sparibrosi.

Framhald af síðustu opnu

sagði Manuela að erlendir dómarar tryggðu ákveðið hlutleysi gagnvart keppendum og væru á engan hátt tengdir þeim fjölskylduböndum né öðru sem er stundum raunin hér á landi sökum smæðar þjóðarinnar. Keppendur þurftu að leysa ýmsar þrautir, svara erfiðum spurningum og fara í viðtöl við dómara. Á lokakvöldinu sýndu þær skemmtilegt dansatriði en komu einnig fram á sundfötum og svo síðkjólum sem voru hver öðrum glæsilegri. Mikð líf og fjör var baksviðs og gamla óperan iðaði af lífi þar sem hársprey, hlátur og háværar skipanir frá aðstoðarfólki stúlknanna voru allsráðandi. Allt gekk þó eins og smurð vél og var ekki annað að sjá en að stúlkurnar væru allar góðar vinkonur, enda hafa þær kynnst vel á þeim tíma sem undirbúningurinn hefur verið. Stúlkurnar gistu tvær nætur á Center Hótel Plaza áður en þær mættu til lokakeppni og voru því úthvíldar á lokakvöldinu.

FJÖLSKYLDAN ÁN

ÆGÐ: Hildur María var svo sannarlega ekki ein því að fjölskylda hennar mætti henni til halds og trausts. Sto ltið ekki þegar þau stilltu sér upp með djásni fjöl leyndi sér skyldunnar.

TVÆR GYÐJUR:

Sigrún Lilja frá Gyðju Collection var með truflaða hárkollu og minnti á Kleópötru. Hún smellti af mynd með Niu Sanchez sem var ungfrú Bandaríkin 2014 og lenti í öðru sæti í Miss Universe sama ár en Nia sat í dómnefndinni.

ALLT Í ÖLLU:

Teymið sem sá um keppendur kom víða að og hafði fjölbreytt hlutverk. Þessi tvö sáu meðal annars um miðasölu og búninga keppenda. Þau skemmtu sér vel á Íslandi.


TOPP þrenna:

Andrega Sigurðardóttir, Hildur María og Sigrún Eva voru þær sem hrepptu fyrstu þrjú sætin en allar hafa þær tekið þátt í ungfrú Ísland og Sigrún Eva er Ungfrú Ísland 2011. Spennan var mikil fyrir úrslitastundina og andrúmsloftið rafmagnað.

spurt og svarað:

Eva Ruza, kynnir kvöldsins, spurði stelpurnar spjörunum úr en þær svöruðu fagmannlega eins og þeirra var von og vísa.

„BEIBIN“ BÍÐA:

Vinkonurnar Hildur Árnadóttir, Bryndís Hera og Gurrý biðu spenntar eftir því að komast í salinn og fylgjast með keppninni.

BAKVARÐASVEITIN:

Fjölmargir sáu til þess að allt gengi upp, hár, neglur, kjólar og smink. En þessi hópur kom beint frá Miss Universe-keppninni í Bandaríkjunum og lagði sitt af mörkum til að allt gengi upp.

HEPPIN:

Ungfrú Keflavík fékk sérstaka viðurkenningu frá Miss Universe fyrir að vera „true to the concept“ en hana veittu Manuela Ósk og Jorge Esteban eigendur keppninnar á Íslandi.

GÓÐUR: SPENNA:

Hildur María og Sigrún Eva biða spenntar eftir úrslitunum.

Jóhann, sonur Manuelu, fékk að leiða stelpurnar inn þegar síðkjólarnir voru í aðalhlutverki.


UNGFRÚ AKRANES:

Sigrún Eva kom fram fyrir hönd Skagamanna og var flottur fulltrúi þeirra.

SKVÍSA:

Andrea Sigurðardóttir, ungfrú Kópavogur, sýndi lögulegar línurnar í sundfötum við mikinn fögnuð áhorfenda.

ALLT HVÍTT:

Elísa Gróa Steinþórsdóttir klæddist þessu fallega hvíta bikiníi.

RAUTT Í GEGN:

„SELFIE“:

Þegar þú tekur þátt í Miss Universe þá er það óskráð regla að þú tekur að minnsta kosti eina flippsjálfu baksviðs.

Árný klæddist þessum fallega rauða kjól sem passaði svona rosalega vel við sófann sem hún sat í.


Á LEIÐ HEIM:

NÝKRÝND:

Hildur María, Miss Universe Iceland 2016, var að vonum í skýjunum með titillinn góða.

Guðrún Dögg Rúnarsdóttir, ung frú Ísland 2009, lagði það á sig að gan upp Bankastrætið á 18 sentíme ga tra háum hælum. Hún fékk þó hjál p frá vinkonu sinni með ferðatöskun a.

FALLEGAR:

Inga María og Sigrún Eva voru glæsilegar á sviðinu.

ALLT AÐ VERÐA KLÁRT:

Það þurfti að hafa hraðar hendur baksviðs til að gera allt klárt fyrir stóra kvöldið.

STOLT:

Manuela Ósk var ánægð með kvöldið enda gekk það frábærlega.


Bjarki Sigmarsson (43) er frístundabóndi:

FANN TVÍFARA SINN Í TÖLVULEIK M

ehhhh Bílstjóranum Bjarka var skemmt fyrir stuttu þegar Elsa, 16 ára gömul dóttir hans, kom til hans og sýndi honum nafna hans og tvífara í tölvuleik. Um er að ræða tölvuleikinn Subway Surfers og núna er í gangi tímabundið leikhlutinn „Iceland World Tour“. Bjarka má kaupa í leikum með 95 þúsund punktum. „Mér fannst þetta bara ótrúleg tilviljun að þarna væri rauðhærður ungur maður í lopapeysu með lamb undir hendi,“ segir Bjarki og hlær. Hann sjálfur er sköllóttur í dag en var rauðhærður sem ungur maður. Það er þó ekki bara nafnið og háraliturinn sem Bjarki tengdi við heldur líka rollan sem Bjarki í tölvuleiknum röltir um með, þar sem Bjarki sjálfur er frístundabóndi. „Ég er bara frístundabóndi með átta stykki, við félagarnir erum saman með 35 stykki.“ Bjarki hefur verið frístundabóndi síðan 2008. „Þetta er líklega skrýtnasta og vitlausasta áhugamál sem til er og dýrasta lambakjöt í heimi.“

Drífa Pálín Geirsdóttir (38) hefur gaman af því að hekla:

HEKLAR VEÐURTEPPI SÆTAR SAMAN:

H

ekl „Þetta byrjaði með því að ég gerðist meðlimur í heklhóp á Facebook, við byrjuðum nokkrar í honum í upphafi árs og hann er búinn að springa út síðan. Þar eru alls konar mismunandi útgáfur af hekli og prjóni,“ TEPPIÐ GÓÐA: segir Drífa Pálín. ur gef pið „Ég geri þetta þannig pi Drífu er komið en tep tep gt lan rsu hve sjá á landi. Hér má hitastigið hefur verið hér að ég tek hitastig dagsins góða mynd af því hvernig kl. 18:00 með vindkælingu þannig að mitt teppi verður svolítið kalt. Ég ætla að hafa þetta sem veggteppi þannig að þá liggur þetta rétt og þetta á eftir að verða nokkuð stórt. Ég nota rússneskt hekl og held að ég sé sú eina sem notar þannig hekl í hópnum. Drífa Pálín og dóttir hennar, Svanhildur Pálín, eru frábærar mæðgur. Drífa lærði ung að hekla og aldrei að vita nema Svanhildur verði frábær heklari eins og mamma hennar.

Drífu Pálín Geirsdóttur er margt til lista lagt. Hún er í stjórn ADHD-félagsins á Íslandi, er lífheilsufræðingur og lærir nú að verða grunnskólakennari. Þegar Drífa Pálín vill hins vegar slaka á grípur hún í nálina og heklar. Hún setti sér það markmið að hekla hitatölur hvers dags í eitt teppi en verkið kallar hún einfaldlega „Veðurteppt“. Rússneskt hekl er eins og blanda af hekli og prjóni, þá ertu með heklunál en líka prjónaband. Þetta er svolítið eins og vefnaður.“

Byrjaði snemma

Drífa Pálín hefur gaman af því að hekla og byrjaði ung. „Ég held að amma hafi kennt mér að hekla þegar ég var fimm ára og ég hef verið rosalega mikið í alls konar handavinnu, þetta er mín hugleiðsla. Ég get „zone-að“ út og heklað í ró og næði,“ segir Drífa sem er ekki lengi að hekla einn dag. „Það tekur mig um fimm mínútur að hekla einn dag. Ég hef hins vegar þurft að vinna mig aðeins upp, hafði ekkert heklað síðan 20. mars en nú er ég komin vel af stað og er að klára

júlí,“ segir Drífa og það eru miklar pælingar á bak við verkið. „Ég er með Excel-skjal þar sem öllum upplýsingum er safnað, það er mikil stærðfræði á bak við þetta. Ég er ekki veðurfræðingur heldur lífheilsufræðingur og er að læra að verða grunnskólakennari. Ég hef samt mikinn áhuga á stærðfræðinni á bak við vindkælingu og svona. Ég set inn formúlu og hlýtt hitastig er rautt og kaldast er hvítt og fjólublátt. Mælingarnar mínar miðast við klukkan 18 á kvöldin þannig að það er ekki alltaf mjög heitt en það hefur einu sinni komið fyrir að ég hef fengið rauðan lit sem þýðir að það var 18,5 stiga hiti eða hlýrra. Það gerðist 27. júlí sem er einmitt afmælisdagur dóttur minnar. Þá var 20 stiga hiti.“


ÚTSALA

50% afsláttur af völdum vörum

Legugreining Rúmgott Komdu og fáðu fría legugreiningu og faglega ráðgjöf við val á þínu rúmi

Smiðjuvegi 2, Kópavogi (við hliðina á Bónus) - Sími 544 2121 - www.rumgott.is


Þóra H. Ólafsdóttir (54) seldi flíkur:

TÍSKUSKVÍSUR

TÆMDU FATASKÁPANA

ÞÓRA ÞRUMAÐI FULLT AF FLÍKUM Á SLÁRNAR

Þóra var með í fyrsta sinn en konurnar sem mættu með föt sín í Iðnó tilheyra stórum vinahópi. „Við erum vinkonuhópur sem höfum gaman af að hittast og gera eitthvað skemmtilegt saman.“

Það mátti gera góð fatakaup í Iðnó um liðna helgi þegar fjöldi þekktra tískudrottninga og einn tískukóngur tóku sig saman og seldu gersemar úr fataskápum sínum á góðu verði. Á meðal þeirra sem mættu og seldu voru Þóra H. Ólafsdóttir, systurnar Nína Björk og Elma Lísa Gunnarsdætur, Brynja Nordquist flugfreyja og Elísabet Ásberg, listamaður og hönnuður, svo bara nokkrar séu nefndar.

S

mart „Þetta gekk bara snilldarvel og var mjög skemmtilegt,“ segir Þóra H. Ólafsdóttir, sem var ein af sölukonunum. „Það er gaman fyrir konur að geta keypt sér falleg föt á góðu verði, föt sem kosta ekki hálfan handlegg eins og í verslunum hér á landi.“ Einn karlmaður fékk að vera með í hópnum, hárgreiðslumeistarinn Simbi. „Hann er tískulöggan okkar,“ segir Þóra. En af hverju að tæma fataskápinn og selja öðrum? „Það er bara gott að

breyta aðeins til og leyfa öðrum að njóta,“ segir Þóra. „Síðan vorum við sjálfar í því að skipta á milli, þannig að við höfðum kannski ekki mikið upp úr þessu. Margir sem versluðu fengu líka kaupauka, til dæmis ef þú keyptir fyrir ákveðna upphæð, þá fékkstu bol með. Við ætlum að reyna að gera þetta aftur þar sem svo marga langaði til að koma en áttu erfitt með það, enda var miðbærinn nánast lokaður vegna hjólreiðakeppni á sama tíma. Engu að síður var vel mætt og við verðum kannski með annan markað í október,“ segir Þóra.

FLÍKUR SEM FERÐAST HAFA UM HEIMINN

Flugfreyjan geðþekka Brynja Nordquist var mætt með fjölda góðra flíka. Brynja er þekkt fyrir góðan smekk og falleg föt, auk þess sem hún hefur flogið um allan heim og mátti því eiga von á gæðaflíkum á hennar herðatrjám. Hárgreiðslumeistarinn Simbi seldi líka flíkur úr sínum fataskáp, enda alltaf bæði smart í tauinu og með smart hár.

REYFARAKAUP HJÁ RUT Flugfreyjan Rut Róberts var reffileg með rauðan trefil á fatamarkaðinum. En hún var ein af fjölmörgum sem mætti til að selja fallegar flíkur úr fataskápnum. Hér aðstoðar hún áhugasaman viðskiptavin með bros á vör.

SPÁIR Í TÍSKU JAFNT SEM STJÖRNURNAR

Spákonan og gleðigjafinn Sigga Kling mætti að sjálfsögðu á markaðinn, enda alltaf skemmtilegra að spá í stjörnurnar í fallegum flíkum. Hún kíkti meðal annars á úrvalið hjá Simba og hefur kannski hvíslað að honum um leið hvað stjörnurnar geyma í kortunum fyrir hann.

STÆLLEGAR STÖLLUR

FAGURKERAR SKOÐA FATNAÐ

Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson og systurnar Karlotta og Hrafntinna, dætur Kalla í Pelsinum, mættu til að skoða flíkurnar sem Þóra bauð til sölu en öll eru þau annáluð fyrir góðan fatasmekk.

Stöllurnar Rúna Magdalena, eigandi Hár gallerís, og ljósmyndarinn Nína Björk Gunnarsdóttir gerðu jólahreingerninguna snemma í ár og mættu með fullt af fallegum flíkum til að selja í Iðnó.

HANDAGANGUR Í FLÍKUNUM

Það var vel mætt og gestir gátu gert góð kaup og fatað sig upp fyrir veturinn.


ALLTAF Á VAKTINNI FINNDU OKKUR Á FACEBOOK OG SEDOGHEYRT.IS


Smáralind – Kringlan – Glerártorg Fylgstu með á Facebook Lindex Iceland #lindexiceland

Give your baby the best start possible with our sustainable choice

Samfella + buxur,

2995,Gildir aðeins af völdum vörum úr Newborn línunni. Þetta tilboð gildir einu sinni og ekki hægt að nota með öðrum tilboðum eða afslætti.

Lindex-IS-3Aug-420x297-Vikan_SOH.indd 2


2016-07-04 08:44


Arnar Leó Ágústsson (21) er einn stofnenda Reykjavik x Roses: ÞRUSU ÞRENNING:

Sturla, Arnar og Konráð eru að gera það gott með fatalínu sinni. Strákarnir hafa mikla trú á sjálfum sér og ætla sér langt í þessum bransa.

UNGIR OG EFNILEGIR:

Þrátt fyrir ungan aldur eru Sturla og Arnar Leó verslunarstjórar Smash í Kringlunni. Konráð er síðan framkvæmdastjóri Reykjavik x Roses og það er ljóst að þeir félagar eru á leiðinni í mikið ævintýri.

FLOTT FÖT:

Fötin frá Reykjavik x Roses hafa selst eins og heitar lummur enda er hönnunin stílhrein og fötin glæsileg.

HÖNNUÐU FÖT FYRIR KALEO Reykjavik x Roses er fatalína hönnuð af vinunum Arnari Leó, Sturlu og Konráði. Þeir félagar ætla sér stóra hluti í fatabransanum en Arnar Leó og Sturla hafa nú tekið markaðinn á Íslandi með trompi þar sem þeir eru einnig verslunarstjórar fatabúðarinnar Smash í Kringlunni, þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamlir. Fatalína þeirra fæst eingöngu í Smash og það er klárt að þeir félagar eru með eitthvað stórt í höndunum.

H

önnuðir „Þetta er merki sem við byrjuðum með vegna frumkvöðlaverkefnis í MS. Við tókum þátt og unnum meðal annars til verðlauna fyrir vöruna,“ segir Arnar Leó um upphaf fatalínunnar. „Við slökktum á þessu fyrir um það bil tveimur árum því við sáum ekki fram á það að ná að svara allri eftirspurn með skólanum.“

Elska föt

Arnar og Sturla eru verslunarstjórar Smash í Kringlunni og hafa gríðarlegan áhuga á fötum. Það

kom því ekkert annað til greina en að hanna sína eigin fatalínu. „Þetta er eitthvað sem ég og Sturla höfum haft gríðarlegan áhuga á í langan tíma. Við höfum alltaf pælt í því hverju fólk klæðist. Það skemmir ekki fyrir að við erum verlsunarstjórar Smash í Kringlunni þannig að við fylgjumst vel með því sem er vinsælast hverju sinni,“ segir Arnar en eigendur Smash höfðu samband við strákana að fyrra bragði og fengu þá til starfa. „Við tókum við þessari stöðu fyrir þremur mánuðum og erum að hanna línur fyrir Reykjavík x Roses á sama tíma og við erum að sjá um

búðina en varan fæst eingöngu í Smash. Svava og Bjössi, eigendur Smash, vildu fá okkur á fund og buðu okkur starfið. Það er bara ákveðið samkomulag okkar á milli að við fáum að hanna okkar línu og sjáum um búðina á sama tíma. Þau höfðu samband við okkur og leist bara vel á okkur. Þau höfðu engar áhyggjur af því að við værum ungir, við erum svo pottþéttir.“

Mikill áhugi

Arnar Leó segir áhugann á fatalínunni hafa komið á óvart. Fatalínan hefur einungis verið á markaði í nokkra daga og er að seljast upp en hún er ekki einungis fyrir karlpeninginn. „Þessi föt henta fyrir bæði kyn, þetta selst jafnmikið til beggja kynja. Þetta er búið að fljúga út hjá okkur og við bjuggumst ekki alveg við svona miklum vinsældum strax. Þetta er búið að vera í gangi hjá okkur í viku og það eru fjölmargar

vörur hjá okkur uppseldar sem er auðvitað lúxusvandamál,“ segir Arnar ánægður. „Við hönnum vörurnar mikið sjálfir en fáum einnig hjálp frá lærðu fagfólki. Það hefur verið mjög duglegt að hjálpa okkur, gefa okkur nokkrar hugmyndir sem við fáum að vinna með en annars sjáum við um þetta allt sjálfir, við erum bara að prófa okkur áfram. Við saumum líka eitthvað af þessu sjálfir og það munu koma út sérsaumaðar línur. Við gáfum til dæmis strákunum í Kaleo sérsaumaða línu sem er ekki komin út. Það eru til myndir af Kaleo að spila fyrir framan mörg þúsund manns í fötum frá okkur,“ segir Arnar og bætir við að strákarnir séu fullir sjálfstrausts, bjartsýnir og ætli sér langt. „Við ætlum bara eins langt og við getum og erum bara bjartsýnir á að það gangi eftir. Maður verður að vera bjartsýnn og hafa trú á sjálfum sér. Við erum með fólk með okkur sem getur hjálpað okkur að gera þessa hluti svolítið stóra.“


Nýtt íslenskt leikrit eftir Bjarna Jónsson Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is


BLESSUN VEX MEÐ BARNI HVERJU

eiminn skoðar h

Börn eru yndisleg og lán og hamingja vex með barni hverju. Á það jafnt við um konungsfjölskyldur sem og okkur hin. Þriðju kynslóð sænsku konungsfjölskyldunnar sem nú ræður ríkjum í Svíaveldi skipa fimm lítil börn sem öll eru yngri en fimm ára. Það er því líklega nóg af gleði, gráti og glaumi í fjölskylduveislum hjá Carl Gustav konungi.

PRINSESSUFJÖLSKYLDAN:

Madeleine prinsessa, eiginmaðurinn Christopher, dóttirin Leonore og sonurinn Nicolas við skírn Nicolas.

EIN „RETRÓ“:

Ein gömul og góð af konungshjónunum með börnin þrjú: Victoriu, Carl Philip og Madeleine.

Í

slendingar hafa margir hverjir dálæti á sænsku konungsfjölskyldunni. Carl Gustav Svíakonungur tók við krúnunni 15. september 1973, eftir andlát afa síns, Gustafs Adolfs VI konungs. Faðir hans lést í flugslysi þegar Carl Gustav var níu mánaða gamall og varð Carl Gustav þá annar í röðinni að krúnunni á eftir afa sínum. Carl Gustav giftist Silviu, eiginkonu sinni, þann 19. júní 1976

FYRSTA BARNABARNIÐ:

Estelle prinsessa, sem er fjögurra ára, er nú önnur í röðinni að krúnunni.

SKÍRN:

Oscar prins þegar hann var skírður.

SPLUNKUNÝR:

Nicolas prins nokkurra daga gamall.

og eiga þau þrjú börn: dæturnar Victoriu, sem er fædd 1977, og Madeleine, sem er fædd 1982, og soninn Carl Philip, sem er fæddur 1979. Öll eru þau gift og barnabörn konungshjónanna eru orðin fimm talsins. Victoria (hertogaynja af Vestra-Gotlandi) krónprinsessa og eiginmaður hennar, Daniel Westling, eiga tvö börn, dótturina Estelle (hertogaynju af Eystra-


KRÓNPRINSESSUFJÖLSKYLDAN:

Krónprinsessan Victoria, sem er nú fyrst í röðinni að krúnunni, eiginmaðurinn Daniel, dóttirin Estelle og sonurinn Oscar.

Gotlandi), sem fædd er 23. febrúar 2012, og soninn Oscar (hertoga af Skáni), sem fæddur er 2. mars 2016. Carl Philip prins (hertogi af Värmland) og eiginkona hans, Sofia Hellqvist, eiga soninn Alexander (hertoga af Södermanland), sem fæddur er 19. apríl 2016. Madeleine prinsessa (hertogaynja af Helsingjalandi og Gästrikland) og eiginmaður hennar, Christopher O´Neill, eiga tvö börn, dótturina Leonore (hertogaynju af Gotlandi), fædd 20. febrúar 2014, og soninn Nicolas (hertoga af Ångermanland), fæddur 15. júní 2015.

EINS ÁRS:

Leonore prinsessa þegar hún varð eins árs.

PRINSFJÖLSKYLDAN:

Carl Philip prins og eiginkonan Sofia með soninn Alexander.

NÝFÆDDUR:

Alexander prins aðeins nokkurra daga gamall.


bíó

SEPTEMBERS OF SHIRAZ

(2015): Fjölskylda á flótta

Salma Hayek og Adrien Brody leika gyðingahjón sem yfirgefa allt sitt og flýja með fjölskyldu sína frá borginni Shiraz í Íran rétt áður en byltingin varð þar 1979. IMDB: 5,6.

September er runninn upp á dagatalinu. Fjöldi laga er til þar sem orðið september kemur fyrir í titli og/ eða laginu sjálfu. Það er því ekki úr vegi að athuga hvort það sama sé í kvikmyndheiminum og hér skoðum við nokkrar myndir þar sem september kemur fyrir í titli myndarinnar. LIZ IN SEPTEMBER

(2014): Partígella verður ástfangin

september blæs á ný

Spænsk mynd sem fjallar um Liz, partígellu og karlagull sem á hverju ári hefur haldið upp á afmælið sitt á karabískri strönd með vinahópnum. En árið í ár er öðruvísi. Liz er veik en felur veikindi sín fyrir vinum sínum. Þegar ung kona kemur til sögunnar mana vinir Liz hana til að reyna við ókunnugu konuna. Planið fer þó öðruvísi en til stóð. IMDB: 5,6.

COME SEPTEMBER

(1961): Vandræði koma í þrennum

Vellauðugur athafnamaður mætir snemma í árlegt sumarfrí sitt í ítalska villu og kemst þá að því að unnusta hans er orðin þreytt á að bíða eftir bónorðinu og búin að segja já við annan, húsvörðurinn hefur leigt villuna út sem hótel til að græða aukapeninga og gestir hótelsins eru allt ungar stúlkur sem eiga í mestu vandræðum með ítalska aðdáendur sína. Stjórstjörnur þessa tíma, Rock Hudson og Gina Lollobrigida, leika aðalhlutverkin. IMDB: 7,1.

SEPTEMBER

(1987):Ástarflækjur

SEPTEMBER

Mynd Woody Allen sem gerist í sumarhúsum í Vermont og fjallar um Howard sem verður ástfangin af Lane, sem er í sambandi við Peter, sem er að falla fyrir Stephanie, sem er gift og á börn. IMDB: 6,7.

vináttunnar

(2007): Kraftur

Áströlsk mynd um vináttu tveggja 15 ára drengja, annar er hvítur og hinn svartur, sem reyna að halda vináttuböndum þrátt fyrir að félagslegar og pólítískar aðstæður reyni að slíta þá í sundur. IMDB: 6,5.

SEE YOU IN SEPTEMBER (2010): Ástir einhleypra

Lindsay er metnaðargjörn og gengur vel í starfi en gengur illa að finna hinn eina sanna, þrátt fyrir að karlmenn elti hana. Þegar sálfræðingur hennar fer í frí, ákveður hún að græja sinn eigin stuðningshóp, einstaklinga sem glíma við sama vandamál og hún. Á meðal þeirra eru tveir glæpamenn sem ræna hópinn og skilja einstaklingana eftir bundna saman, þannig að það eina í stöðunni er að ræða saman og leysa vandamálin. IMDB: 4.7.


Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2

Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af heilsulyfjum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta.

Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð.

Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur Afgreiðslutími: 9-18:30 virka daga 10-16:00 laugardaga

Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is


Sigyn Blöndal Kristinsdóttir (33) verður með Stundina okkar: STJÓRNANDINN:

Sigyn er nýr þáttarstjórnandi Stundarinnar okkar.

BYRJAÐI UNG: Sigyn er ekki að stíga sín fyrstu skref í sjónvarpi en hún stjórnaði þætti á Stöð 2 aðeins tíu ára gömul.

HLAKKAR TIL:

Sigyn hlakkar til að byrja þáttinn og segir það hafa verið frábæra reynslu að fá að kynnast börnum landsins.

STUNDIN OKKAR MEÐ SIGYN Stundin okkar er elsti sjónvarpsþáttur landsins. Þátturinn á stóran stað í hjarta hvers barns á Íslandi og hefur mótað æsku margra. Sigyn Blöndal er nýr stjórnandi Stundarinnar okkar og hún ætlar að leyfa börnum landsins að njóta sín í þáttunum.

S

tundin okkar „Það er nú bara þannig að ég byrjaði að vinna hérna á RÚV fyrir einu ári síðan, var ráðin inn á Rás 1 og byrjaði að vinna krakkaþætti fyrir útvarpið. Síðan var ég beðin um að koma inn í Krakkafréttir í byrjun apríl og út frá því var ég komin aðeins meira inn á KrakkaRÚV og eitt leiddi af öðru og nú mun ég stjórna Stundinni okkar,“ segir Sigyn. „Okkar hugmynd býður í raun bara ekki upp á brúður,“ segir Sigyn spurð hvort hún muni feta í fótspor margra stjórnenda þáttanna og hafa með sér meðstjórnanda í brúðulíki. „Núna setjum við krakkana algjörlega í forgrunn. Þau leysa þrautir og eru í rauninni bara frábærir krakkar og við fáum að vera partur af því. Við erum í raun

ekki að leika neitt fyrir krakkana, ég verð ekki í neinum karakter. Ég verð bara Sigyn.“

Krakkarnir verða með

Það er varla til sá einstaklingur á Íslandi sem hefur ekki dreymt um að fá að vera með í Stundinni okkar, allavega þegar hann var yngri. Sigyn leyfir krökkum landsins að láta ljós sitt skína. „Fyrsti þáttur er sunnudaginn 2. október. Þetta er fimmtugasta árið sem Stundin okkar fer í loftið og því er þetta elsti sjónvarpsþáttur landsins. Það er bara spennandi vetur fram undan, við erum ekkert að finna upp hjólið en við gerum margt nýtt. Við förum hringinn í kringum landið og hittum krakka á 27 stöðum á landinu og það hefur verið frábært að hitta þessi börn

ÞRAUTIR OG LEIKIR:

Sigyn mun leyfa börnum landsins að spreyta sig á hinum ýmsu þrautum og leikjum. Einn leikurinn ber nafnið Kveikt á perunni og eins og sést á myndinni verður Sigyn í miklu stuði og verður tilbúin í flipp.

og sjá hvað þau eru að gera. Við erum búin að taka upp slatta en svo verður þátturinn líka tekinn upp vikulega þannig að krakkarnir geta haft áhrif á þáttinn, þau fá að vera í miklum samskiptum við þáttinn,“ segir Sigyn sem horfði að sjálfsögðu á Stundina okkar þegar hún var yngri. „Ég held að þetta sé partur af æsku allra, það muna allir eftir því hver var með Stundina okkar þegar þau voru yngri. Helga Stephensen og Lilli voru svolítið mín æska og svo horfði ég á Gunna og Felix í gegnum yngri systkini mín sem og Ástu og Kela en síðan fór maður að detta út úr þessu þegar maður varð eldri.“

Byrjaði tíu ára

Sigyn var ekki frábrugðin öðrum börnum á sínum tíma og dreymdi að sjálfsögðu um að fá að vera með í Stundinni okkar. Hún er þó vel sjóuð í fjölmiðlabransanum en móðir hennar er fjölmiðlakonan Margrét Blöndal og Sigyn byrjaði snemma í sjónvarpinu.

„Það var partur af athyglissýkinni að vilja koma annað hvort fram hjá Hemma Gunn eða vera í Stundinni okkar. Ég held að það langi alla krakka á einhverjum tímapunkti að koma fram í Stundinni okkar, það er bara spennandi. Ég var sjálf með sjónvarpsþátt á Stöð 2 þegar ég var yngri. Hann hét Kýrhausinn og var á dagskrá árið 1993 að mig minnir. Ég og Benedikt Einarsson, sem er núna maðurinn hennar Birgittu Haukdal, vorum að kynna þáttinn saman og Gunnar Helgason hélt utan um þáttinn,“ segir Sigyn sem á tvö börn sem hafa hjálpað til við Stundina okkar. „Strákurinn minn er ellefu ára og stelpan mín sjö ára. Þeim finnst bara nokkuð töff að mamma sé með Stundina okkar, held ég allavega. Þau fá ekki að vera með í þættinum en eru notuð sem tilraunadýr. Ég er búin að drösla þeim með í vinnuna og láta þau prófa þrautirnar og spurningarnar til að gá hvort þetta sé nokkuð erfitt. Þau hafa þurft að þola það að prófa en fá ekki að vera með í alvörunni.“


Birna Kristín Ásbjörnsdóttir (23) vill efla konur:

UNGAR KONUR MEÐ GEÐSJÚKDÓMA – EKKERT TABÚ Stöllurnar Birna Kristín og Helga Lilja eru ungar og öflugar konur sem báðar eru með geðsjúkdómsgreiningu. Þeim fannst vanta stuðningsnet fyrir ungar konur í þeirra stöðu og tóku því af skarið og stofnuðu félag í sumar, Stuðningshópinn Freyju.

U

mhyggja „Stuðningshópurinn var stofnaður með það að markmiði að beita sér fyrir valdeflingu ungra kvenna með geðsjúkdóma og alvarlega vanlíðan og að vera stuðningsnet og staður umburðarlyndis fyrir þessar konur,“ segir Birna Kristín. Félagið heitir Stuðningshópurinn Freyja og var stofnað af Birnu Kristínu fyrr í sumar. Birna Kristín Ásbjörnsdóttir er nuddari, nemandi í djasspíanóleik og píanókennari og hennar hægri hönd er Helga Lilja Óskarsdóttir sem er leikhúsförðunarfræðingur að mennt. Báðar eru þær með geðsjúkdómsgreiningu. „Því miður er lítið pláss fyrir geðsjúkdóma í þessum norm-kassa sem allir eiga að passa í og því eru fordómar í samfélaginu töluverðir gagnvart þeim sem þurfa að leita sér hjálpar við geðsjúkdómum. Lyf og samtalsmeðferðir eru bara eins og að nota gleraugu, það ætti ekki að vera litið hornauga,“ segir Birna Kristín. „Hjá okkur geta konur komið á fundi, deilt reynslu sinni þar og á Facebook-hópnum og fundið að það er engin þörf á því að passa inn í þennan kassa, hér getum við verið eins og við erum án þess að setja upp einhverja grímu. Það er ekki okkur að kenna að við erum eins og við erum og við ættum ekki að þurfa að réttlæta það eða skammast okkar á neinn hátt fyrir það. Hver sem kemur og deilir sinni reynslu eða styður við aðrar á alveg

KÆRLEIKUFR ER ALLTA GÓÐUR

rei á því að „Maður tapar ald na kærleik fin og ð koma á sta gjum nin jaf og styrk frá a Kristín. sínum,“ segir Birn

jafnmikið í þessu og við. Þetta er jafningjafræðsla fyrst og fremst og því enginn sem talar niður til okkar. Mín hugsjón er sú að þær geti farið út með aðeins meiri kjark en þær komu inn með. Það er ekki auðvelt að berjast við sjálfan sig og þarf mikla þrautseigju til og stundum þarf maður bara smávegis áminningu um að maður er sterkari en mann grunar,“ segir Birna Kristín.

Viðhorfsbreytingar er þörf

„Viðhorfsbreyting er lykilatriði, bæði hvað varðar samfélagið og okkur sjálf. Það er fullkomlega eðlilegt að vera öðruvísi, það eru allir eitthvað öðruvísi og alveg óþarfi að vera hræddur við það,“ segir Birna Kristín. „Ég vorkenni frekar fólki sem býr við þá hugsanaskekkju að halda að það sé eitthvað tabú við það að vera með geðsjúkdóma. Við erum ekki annars flokks borgarar þó að við glímum við andleg veikindi. Það segir enginn neitt um mig nema ég sjálf og alveg ótækt að láta samfélagið setja á mig einhvern stimpil sem ég vil ekki hafa.“

Fyrsti fundur næstu helgi

„Fyrsti fundurinn verður haldinn 18. september og við hlökkum til að sjá sem flestar,“ segir Birna Kristín. „Nánari upplýsingar um Stuðningshópinn Freyju og um fundinn má finna á Facebookhópnum okkar, Stuðningshópurinn Freyja.“


Þórunn Högna (45) eignaðist dóttur komin á fimmtugsaldur: MEÐ EIGINMANNINUM OG ÖRVERPINU:

Eiginmaður Þórunnar, Brandur Gunnarsson, er löggiltur fasteignasali og hefur unnið við fasteignasölu í rúman áratug og starfar í dag á fasteignasölunni Borg og er einn af eigendum hennar. Brandur er lærður ljósmyndari og hefur því gott auga fyrir hlutunum og deilir líka áhuganum á fallegum heimilum og hönnun með Þórunni og ber heimili þeirra í Fossvoginum því gott vitni. Nóg er að gera í fasteignabransanum og segir Þórunn að hann þurfi til útlanda ef að hann ætli að taka sér frí.

VANLÍÐANIN REYNDIST VERA STÚLKUBARN Fagurkerann Þórunni Högna tengja flestir við falleg heimili, tísku og förðun, enda hefur atvinna hennar og áhugi legið á því sviði síðan hún var unglingur. Hún varð ung móðir í fyrsta sinn og eignaðist frumburð sinn 17 ára gömul. Seinna bættu hún og eiginmaður hennar, Brandur Gunnarsson, tveimur börnum í hópinn og þrátt fyrir að hafa rætt frekari barneignir fyrir nokkrum árum gerðist ekkert og var Þórunn næst farin að bíða eftir ömmubörnum. Lífið kom henni og fjölskyldu hennar þó skemmtilega á óvart í fyrra þegar Þórunn eignaðist sitt fjórða barn, orðin 44 ára gömul.

Y FEGRAR ÖNNUR HEIMILI EN SITT EIGIÐ:

Þórunn hefur líka gefið einstaklingum ráð varðandi heimili þeirra. „Fyrir svona tveimur árum síðan var ég að fara inn á heimili og veita ráðleggingar, versla húsgögn og svo framvegis, mér finnst þetta mjög skemmtilegt og það getur vel verið að ég fari aftur í það.“

ndisleg „Mér finnst þetta bara dásamlegt. Ég var orðin sátt við mitt og börnin orðin stór. Þetta var eiginlega það síðasta sem mér datt í hug og ég fékk eiginlega pínulítið áfall,“ segir Þórunn um fyrstu viðbrögð hennar þegar hún vissi að hún var orðin ófrísk enn á ný. „Ég var búin að vera í einkaþjálfun í langan tíma, búin að æfa eins og brjálæðingur og ég hélt ég væri bara búin að æfa of mikið af því að allt í einu fór mér að líða svo furðulega.“ Þórunn velti því þó fyrir sér hvort það gæti verið að hún væri ófrísk og tók þungunarpróf sem var neikvætt og hugsaði hjúkk.

Beið eftir ömmubörnum frekar en sínu eigin

Vanlíðan Þórunnar hélt þó áfram og lagði einkaþjálfarinn eindregið til að Þórunn léti skoða sig. Hún ákvað að taka annað þungunarpróf og í þetta sinn var það jákvætt. „Ég hugsaði bara guð minn almáttugur og það næsta sem ég gerði var að hringja í manninn minn. „Guð, en dásamlegt“, voru viðbrögð mannsins míns og ég sagði bara ertu að grínast? er þetta dásamlegt?“ segir Þórunn. „Af því að mér leið svo illa, ég var bara fárveik.“ En ljóst var að lítil stúlka var


Leah mist er lítill gormur en ofboðslega góð:

„Hún er bara lítill gormur en ofboðslega góð,“, segir Þórunn og hossar litlu Leuh Mist. „Ég segi bara við alla sem eru í sömu hugleiðingum í dag: „Go for it!“ Við erum löngu hætt að vera að tjútta allar nætur og finnst æðislegt að vakna með henni á morgnana og hún er ekkert að stoppa okkur í neinu sem við gerum, við erum til dæmis búin að fara tvisvar með hana til útlanda, hún er bara svo þægileg.“

FÖNDURSJÚKUR FAGURKERI:

Þórunn á uppáhaldsstaðnum sínum í eldhúsinu. „Mér finnst ofsalega gaman að föndra og gera hluti sjálf,“ segir Þórunn. „Ég get legið á Pinterest alveg tímunum saman. Ég er skipulagsfrík og er til dæmis búin að gera jólakortin í ár. Ég geri þau í tölvu og svo förum við fjölskyldan alltaf í jólamyndatöku og ég á þá bara eftir að henda myndunum í kortin.“

FLOGIN AFTUR HEIM Í FOSSVOGINN:

Þórunn er alin upp í Fossvoginum og er komin heim aftur en fjölskyldan flutti í Fossvoginn fyrir fjórum árum. „Við gerðum mikið án þess að rústa húsinu, stækkuðum öll hurðargöt og settum hurðir upp í loft, máluðum, lökkuðum parket og flotuðum gólf. Við höldum stílnum á húsinu fyrir utan að við lökkum og málum. Mig langaði ekki að mála hvítt,“ segir Þórunn. „Ég fékk Rut Káradóttur til að aðstoða okkur með litaval og fá svona utanaðkomandi auga,“ segir Þórunn. „Hún kom með þá hugmynd að dekkja bitana í loftinu og loftið og mála innréttingarnar í sama lit. Og ég er svo fegin að við gerðum það í stað þess að rífa allt út eins og mér datt fyrst í hug þegar við komum hér inn.“

á leið í heiminn. Þórunn var veik alla meðgönguna og segir að hún hafi verið fegin að hafa unnið heima. „Ég hefði ekki getað verið í vinnu, það hefði bara verið búið að reka mig, það var alltaf eitthvað að hrjá mig.“ Hún vissi allan tímann að hún væri með stelpu af því að henni leið eins á meðgöngunni og með eldri dótturina. Þórunn og eiginmaður hennar, Brandur Gunnarsson, áttu saman tvö börn, soninn Tristan Þór, sem er 18 ára í dag, og dótturina Birgittu Líf, sem er 16 ára. Fyrir átti Þórunn soninn Aron Högna, sem er 27 ára. Eldri systkinin voru sátt við að lítið systkini væri á leiðinni. „Birgitta var löngu búin að suða um systkini þannig að hún var rosalega ánægð og bræðurnir sögðu bara já!,“ segir Þórunn, sem var löngu farin að spyrja eldri son sinn um ömmubörn og hvenær væri von á þeim. „Það skemmtilega er svo að ég er að verða amma, þau eru að koma með barn núna í desember,“ segir Þórunn og brosir.

Hún átti bara að koma

„Mér finnst þetta æðislegt í dag,“

segir Þórunn, „hún Leah Mist er bara svo dásamleg. Hún átti bara að koma, þetta var eitthvað sem átti að gerast.“ Fyrir fimm, sex árum síðan ræddu þau hjónin frekari barneignir en þá gerðist ekkert. „Ég vil meina að það að ég fór í einkaþjálfun og tók mataræðið í gegn hafi haft þau áhrif að þetta gerðist. Allt fer á fullt í líkamanum, hormónin breytast og þess vegna hefur Leah Mist komið. Ég var þyngri fyrir einhverjum árum og hugsaði ekki eins vel um mig og ég geri í dag,“ segir Þórunn. Leah Mist er fædd lítil og var Þórunn með litla kúlu og sást varla á henni að hún væri ófrísk. „Mér fannst frábært hvað mæðraverndin hugsaði vel um mig. Ég fór fimm eða sex sinnum í vaxtarsónar og fór í allar mælingar og próf sem boðið var upp á, allt kom vel út, en maður er kominn í ákveðinn áhættuhóp eftir 35 ára aldurinn. Ég var með hana á fæðingardeildinni í þrjá sólarhringa af því að hún var fædd svo lítil og blóðþrýstingurinn hjá mér var í hærra lagi. Það var stundum sagt við mig: „Þú ert náttúrlega orðin þetta gömul“,“ segir Þórunn, „og ég finn

alveg að líkaminn er ekki eins og þegar ég var 18 ára.“

Áhuginn og atvinnan hefur alltaf tengst því að hafa fallegt í kringum sig

Þórunn byrjaði í sjónvarpsþáttunum Innlit-útlit 2003 en upphafið má rekja til þess að Vala Matt heimsótti Þórunni. „Við smullum bara saman,“ segir Þórunn. Vala hafði svo samband stuttu seinna og bauð Þórunni að verða aðstoðarþáttastjórnandi. „Henni fannst ég koma vel út í sjónvarpi, vera brosmild og æi, hún er bara svo yndisleg.“ Á þeim tíma var Þórunn að vinna við útstillingar hjá Svövu í 17 og gat sameinað þessi tvö störf. Þórunn var byrjuð að sminka þegar hún var í Réttarholtsskóla, vann í snyrtivörudeildinni í Hagkaup sem unglingur, 19 ára fór hún til Parísar að læra förðun og þegar hún kom heim byrjaði hún að vinna hjá Svövu. Síðan byrjaði hún með förðunarskóla, opnaði verslun og flutti inn eigin merki. „Ég held ég hafi bara farðað yfir mig,“ segir Þórunn aðspurð hvort hún sé að farða í dag. „Ég var úti um allt á sínum tíma, var í Ungfrú Ísland

keppnunum, öllum myndböndum og það var bara brjálað að gera hjá mér.“ Þórunn hefur verið að dúlla sér við að raða og stilla upp hlutum og gera fallegt í kringum sig frá því að hún var barn. „Ég er alveg svakaleg þegar ég byrja“, segir Þórunn. „Í alvörunni mamma,“ segja börnin hennar stundum þegar Þórunn er byrjuð að taka frá þeim hlutina og raða þeim og koma fyrir á sinn stað. Sem unglingur var hún stundum spurð hvort mamma hennar væri með tuskuæði. „Mér finnst bara gaman að hafa fínt í kringum mig og hef bara ótrúlega mikinn áhuga á þessu,“ segir Þórunn. „Þetta er bara áhugamál mitt, ég hef mikinn áhuga á hönnun, tísku, fötum, töskum, skóm, þú ættir að sjá skósafnið mitt.“ Þórunn er með tímarit, Home Magazine, en lítill tími hefur gefist fyrir tímaritið eftir að Leah Mist litla kom í heiminn. „Ég setti tímaritið í frost en mig langar rosalega að halda áfram, mig langar ekki að hætta með blaðið,“ segir Þórunn. Home Magazine hefur komið út í fjögur ár en alls hafa komið út 11 blöð.


ÞARNA BÝR BÓNUSFÓLKIÐ Það vakti mikla athygli hér á landi þegar tilkynnt var um bónusgreiðslur sem stjórnarmenn eignarhaldsfélags Kaupþings og LBI, gamla Landsbankans, eiga von á. Ekki eru allir á eitt sáttir við þessar greiðslur og hafa margir komið fram, meðal annars alþingismenn, og fordæmt greiðslurnar. Hvað sem því líður höfum við ákveðið að taka annan pól í hæðina og sýnum ykkur nú hvar nokkrir af aðalstarfsmönnunum búa.

KAUPÞINGS-FÓLKIÐ

STJÓRNENDUR LBI:

Kolbeinn Árnason (45), stjórnarmaður LBI:

Kolbeinn Árnason sagði upp störfum sem framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) fyrr á þessu ári til að sitja í stjórn gamla Landsbankans. Hann býr í Garðabænum, nánar tiltekið á Tjarnarflöt 3, en húsið er fallega hannað og þarna fer eflaust vel um Kolbein og fjölskyldu hans.

Ársæll Hafsteinsson (58) framkvæmdastjóri: Ársæll er einn af stjórnendum LBI, hann var áður framkvæmdastjóri lögfræðisviðs og útlánaeftirlits Landsbankans. Hann og eiginkona hans, Ingveldur Ýr Jónsdóttir, sem er einmitt systir grínistans Helgu Brögu Jónsdóttur, eiga heima í þessu fallega einbýlishúsi að Vættaborgum 144.

Þórarinn Þorgeirsson (42) er sonur dómarans:

Þórarinn Þorgeirsson er einn af stjórnendum Kaupþings en hann tengdist einnig Al Thani-málinu svokallaða, vegna föðurs síns sem var dómari í málinu. Þórarinn og eiginkona hans, Þóra Katrín Gunnarsdóttir, hafa komið sér vel fyrir á Laugarásvegi 26 en einbýlishús þeirra er glæsilegt, eins og sjá má á myndinni.

Guðmundur Marinó Guðmundsson (50), tengdasonur Pizza Hut:

Guðmundur Marinó, sem gengur iðulega undir nafninu Marinó Guðmundsson, er undirmaður Jóhanns Péturs. Hann og eiginkona hans eiga þetta glæsilega einbýlishús í Garðabænum en Kaldakur 8 er hús sem fær fólk til að stoppa og skoða. Tengdaforeldrar hans, Steindór Ólafsson og Hulda Johansen, áttu og ráku Pizza Hut á Íslandi í fjölmörg ár. Dóttir þeirra, Guðrún Gerður, er gift Marinó.

Jóhann Pétur Reyndal (49) er með græna fingur:

Jóhann Pétur er yfir eignastýringu Kaupþings og á heima á Hofgörðum 21. Þetta snotra einbýlishús er fallegt en það er þó garðurinn sem vekur mesta athygli, enda einkar glæsilegur.

Anna Sigríður Arnardóttir (41) lögfræðingur:

Anna Sigríður er lögfræðingur frá Háskóla Íslands. Hún var áður sérfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu og verkefnastjóri hjá VBS fjárfestingabanka. Hún situr nú í stjórn Kaupþings og býr í þessu fallega húsi við Skólabraut 2.

Hilmar Þór Kristinsson (50) hóteleigandi:

Hilmar Þór og eiginkona hans, Rannveig Eir Einarsdóttir, eru eigendur Lantan ehf en þau voru töluvert í fjölmiðlum fyrr á árinu vegna framkvæmda á hóteli þeirra. Hilmar og Rannveig eru búsett í Vesturbænum, nánar tiltekið Frostaskjóli 9a. Rannveig Eir er einnig eigandi Guðsteins Eyjólfssonar sem er ein glæsilegasta og elsta herrafataverslun landsins.


- Mรกlarameistari


GUÐRÚN VEIGA GUÐMUNDSDÓTTIR (31): gveiga85

Guðrún er mamma, mannfræðingur, matarperri, múltítasker, kaupalki, draumóramanneskja, drykkjukona, nautnaseggur og naglalakkari samkvæmt því sem hún segir sjálf á Facebooksíðu sinni. Fjöldi manns fylgdist með brúðkaupi hennar í beinni á Snapchat í sumar.

ELLÝ ÁRMANNS (46): earmanns

Ellý er landsþekkt sem fjölmiðlakona og rekur hún Fréttanetið með glæsibrag. Hún settist á skólabekk í haust og er í MBAnámi. Hún er einnig einstæð móðir. Margir muna eftir Ellý frá því að hún starfaði sem þula á RÚV en þar var hún þekkt fyrir huggulega framkomu og viðkunnanlegt viðmót.

RAGNHILDUR ÞÓRÐARDÓTTIR (36): ragganagli

Ragnhildur, betur þekkt sem Ragga nagli, er einkaþjálfari og klínískur heilsusálfræðingur. Hún nálgast hollt mataræði, heilbrigðan lífsstíl og hreyfingu með jákvæðri hugsun og heilbrigðum hætti.

R A G E L I T M M E K S STÓR STELPUR SNAPPA Snapchat er fyrir löngu orðinn vinsæll samskiptamiðill Íslendinga, alla vega þeirra af yngri kynslóðinni. Forvitni okkar, athyglisþörf og óþolinmæði fær þar að njóta sín, enda getur hver mynd og myndband varað lengst í tíu sekúndur. Frægir einstaklingar eru duglegir að nýta sér Snapchat enda verða þeir að vera hæfilega sýnilegir til að gleymast ekki. Í síðasta blaði skoðuðum við skemmtilega stráka sem snappa, bæði fræga og minna þekkta og núna er komið að stelpunum.

EVA RUZA MILIJEVIC (33): evaruza

Eva var kynnir á Miss Universe nýlega og hefur einnig verið kynnir á Color Run. Hún rekur, ásamt móður sinni, blómabúðina Ís-blóm þar sem hún galdrar fram gullfallegar blómaskreytingar. Hún er eiginkona og tvíburamóðir og er einn vinsælasti Íslendingurinn á Snapchat.

ANNA MARGRÉT GUNNARSDÓTTIR (28): adhdkisan

Anna Margrét er meistaranemi í markaðsfræði og er búsett í Osló ásamt eiginmanni sínum. Anna Margrét fjallar um Beyoncé, dansa, tísku og lífið frá öðru sjónarhorni. Henni finnst sérstaklega gaman að sýna okkur hvað henni finnst gott að borða. Anna Margrét er ekki einhöm á snappinu, hún býður líka upp á margar mismunandi týpur sem eru ólíkar en eiga það sameiginlegt að vera skemmtilega sjálfhverfar.

BERGLIND PÉTURSDÓTTIR (27): berglindfestival

Berglind er texta- og hugmyndasmiður á Íslensku auglýsingastofunni og sjálfstætt starfandi dansari og danshöfundur. Hún er einnig djammari og einstæð móðir. Snöppin hennar Berglindar eru einstaklega skemmtileg og taka vinir hennar fullan þátt í þessu hjá henni og eru duglegir að vinka til áhorfenda.

BYLGJA BABÝLÓNS: bylgjababylons

Bylgja er uppistandari, grínisti og kattaeigandi. Bylgja er fyndin, fer með okkur á bar og drekkur, er menningarleg eða heima.


NUTRILENK

HOLLRÁÐ VIÐ LIÐKVILLUM NÁTTÚRULEGT FYRIR LIÐINA

Öðlaðist nýtt líf – verkirnir voru hreint helvíti á jörð „Ég starfa sem leikskóla­ kennari og vinn mikið á gólfinu með börnunum. Ég þarf þar af leiðandi sífellt að vera að setjast og standa upp aftur. Ég var greind með slitgigt og hef fundið fyrir verkjum í hægri mjöðminni um árabil. Á tímabili varð ég svo slæm að ég þurfti að fá sprautur og sterk verkjalyf fyrir mjöðmina. Ég skánaði við það en var alltaf með seyðing og verki. Suma daga var ég þokkaleg en aðrir voru hreint helvíti á jörð. Næturnar hafa líka í gegnum árin verið mér erfiðar. Ég var með eilífan seyðing í mjöðminni og niður í tá og gat ómögulega

legið á hægri hliðinni. Ég var farin að haltra. Eftir að ég fór að taka NUTRILENK öðlaðist ég hreinlega nýtt líf. Ég hef notað NUTRILENK GOLD síðan í september 2012 með frábærum árangri, og þá meina ég ÁRANGRI. Í byrjun tók ég 6 töflur á dag í 2 mánuði en í dag tek ég 3 töflur á dag. Núna sef ég allar nætur og get beygt mig án alls sársauka. Ég þurfti orðið aðstoð við að klæða mig í skó og sokka á morgnana, svo slæm var ég orðin. Í dag get ég bókstaflega allt! Ykkur finnst þetta kannski vera ýkt saga … en hún er sönn. Ég öðlaðist nýtt líf með NUTRILENK GOLD.” Ragnheiður Garðarsdóttir leikskólakennari

Hvað getur NUTRILENK gert fyrir þig? Við mikið álag of eftir því sem árin færast yfir getur brjóskvefurinn rýrnað sem veldur því að liðirnir slitna. Mjög margir finna fyrir óþægindum og verkjum þegar liðfletirnir núast saman, sérstaklega í liðamótunum í mjöðmum, hrygg og hnjám. Þess vegna er til mikils að vinna að styrkja liðbrjóskið á náttúrulegan hátt.

Losnaði við verki vegna slitgigtar með NUTRILENK GOLD „Ég hef verið að kljást við slitgigt í hnjám og mjóbaki í fjölmörg ár og prófað margt, bæði lyf og náttúrulyf sem dugað hafa skammt, auk þess að hafa farið í liðþófaaðgerðir. Fyrir rúmum þremur árum gat ég varla beygt mig, var með bólgur í liðum og hreyfigetan takmörkuð. Þá pantaði ég tíma hjá bæklunarlækni sem benti mér á að huga betur að lífstílnum og

taka inn NUTRILENK GOLD. Ég fór að hans ráðum og batinn er ótrúlegur. Ég finn ekki lengur til í hjánum og get hreyft mig óhindrað. Ég er einnig mjög meðvitaður um mataræðið og stunda sjóböð sem eru allra meina bót. Ef ég sleppi því að taka inn NUTRILENK GOLD þá finn ég verkina koma aftur. Ég er því bjartsýnn á að þurfa ekki að heimsækja lækninn aftur fyrr en í fyrsta lagi 75 ára. Ég mæli heilshugar með NUTRILENK GOLD.“ Hinrik Ólafsson leikari, kvikmyndagerðarmaður og leiðsögumaður

Heilbrigður liður

Liður með slitnum bjóskvef

Hefur hjálpað fjölmörgum Nutrilenk Gold inniheldur brjósk úr fiski- og hákarlabeinum sem er öflugt byggingarefni fyrir bein og brjósk, enda ríkt af konditríni, mangani, kollageni og kalki. Nutrilenk hefur hjálpað fjölmörgum sem þjást af liðverkjum.

Prófið sjálf – finnið breytinguna!

Nutrilenk fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana


Sirrý Arnardóttir (51) fagnar leikhúshaustinu:

ALLTAF GEISLANDI: Fjölmiðlakonan Sirrý Arnardóttir og eiginmaður hennar, Kristján Franklín Magnús leikari, voru alsæl með sýninguna. Þau ætla sér að vera dugleg að mæta í leikhúsið í vetur.

SAGA SEM Á ERINDI Leikhúsárið er hafið af jafnmiklum krafti og góð haustlægð. Bæði stóru leikhúsin og sjálfstæðir leikhópar frumsýna þessa daganna íslensk leikverk. Sending er eitt þeirra verka en það er nýtt leikverk eftir Bjarna Jónsson í leikstjórn Mörtu Nordal. Sirrý Arnardóttir og eiginmaður voru meðal frumsýningargesta og höfðu gaman af.

G

óð sending ,,Eitt það góða við haustið er að leikhúslífið fer aftur af stað og virkilega ánægjulegt að sjá nýtt íslenskt leikverk. Leikritið snerti mig og sýnir hvernig samfélagið fór með vistheimilisbörn og áhrifin sem vistin hefur á samskipti þrúgaðs fólk. Mér finnst leikritið eiga mikið

erindi og sagan sterk og kemur okkur við. Marta Nordal leikstýrði af snilld og Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona var meiri háttar. Þorsteinn Bachmann lék sjómanninn og allir aðrir stóðu sig vel. Meira svona innihaldsríkt í vetur, takk,” segir Sirrý Arnardóttir sem verður án efa dugleg að mæta í leikhúsin í vetur.

NORDALIR:

SÉRAN OG FRÚIN:

Séra Pálmi Matthíasson og eiginkona hans, Unnur Ólafsdóttir, eru alltaf jafnhugguleg.

Jóhannes Nordal, fyrrverandi seðlabankastjóri og faðir leikstjórans Mörtu Nordal, mætti í fylgd Salvarar Nordal dóttur sinnar og Kristjáns Garðarssonar tengdasonar síns, en hann er eiginmaður Mörtu Nordal. Sonur þeirra Sigurður var spenntur og hlakkaði til sýningarinnar.


LÉTT Í LUND MEÐ EINTAK Í HENDI:

Kristinn Andersen, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, bróðir Siggu Andersen, ásamt Kristínu Thoroddsen, varabæjarfulltrúa í Hafnarfirði.

MIKIL REISN:

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir lét sig ekki vanta hún bauð vinkonu sinni Sif Stefánsdóttur með í leikhúsið og skemmtu þær sér hið besta.

sFÍN OG FERSK:

BROSA ALLAN HRINGINN: Lára Jóna ndís Hjartardóttir og

Blaðakonan Íris Hauksdóttir og Finnur Flosason maður hennar hlökkuðu tl sýningarinnar.

Bry með nýjustu Sigurðardóttir sælar afurð Rósu.

FÍN OG SÆLLEG:

Rósa Guðbjarstsdóttir og eiginmaður hennar, Jónas Sigurgeirsson, útgefandi hjá Bókafélaginu, voru glöð í bragði í tilefni af útgáfu nýjustu afurðar Rósu.

HRESSAR OG FRÍSKLEGAR:

Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, Fanney Dórothea Halldórsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir glaðar saman.

HRAUST:

Örn Svavarsson sem rak Heilsuhúsið í fjölmörg ár og oftast kenndur við það og kona hans Kristín Ólafsdóttir voru hress og kát.

LEIKHÚSNÖFNUR:

Kristín Hauksdóttir, sýningastjóri Þjóðleikhússins, leit við hjá nöfnu sinni Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússtjóra Borgarleikhúsins, þær voru fullar eftirvæntingar.

DANSARINN OG LEIKKONAN:

Birna Hafstein, formaður stjórnar íslenskra leikara, og Sveinbjörg Þórhallsdóttir, dansari og danshöfundur, létu góða sýningu ekki fram hjá sér fara.

Valdimar Svavarsson (48) mætti í útgáfuteiti hjá Rósu Guðbjartsdóttur í Íshúsi Hafnarfjarðar:

EINFALT OG HOLLT Í NESTISBOXIÐ

SMART SAMAN Í HOLLUSTUNNI: Valdimar Svavarsson hagfræðingur og Rósa Guðbjartsdóttir rithöfundur á góðri stundu.

Rósa Guðbjartsdóttir bauð til teitis í tilefni útgáfu nýjustu bókar sinnar „Hollt nesti, morgunmatur og millimál“ á föstudaginn síðastliðinn í hinu framandi og skemmtilega Íshúsi Hafnarfjarðar. Lífleg og skemmtileg stemning var á svæðinu og boðið var upp á holla og góða smakkrétti þar sem bragðlaukar gestanna nutu sín í botn.

G ALLTAF SMART:

Hilmar Oddsson og kona hans, Guðlaug Matthildur Jakobsdóttir, ætla að taka leikhúsin með trompi í vetur.

ómsætt Valdimar var afar glaður með teitið hennar Rósu og sérstaklega ánægður með nýjustu bók hennar um hollt nesti, morgunmat og millimál. „Eftir að hafa kynnt mér nýjustu bók Rósu sé ég hversu einfalt það getur verið að útbúa hollt og gott nesti fyrir krakkana bæði fyrir skólann og í íþróttirnar. Mjög gott að hafa þessa við höndina

þegar kemur að nestismálum og skemmtilegar útfærslur á samsetningu á hollusturéttum fyrir millimál.“ Góð mæting var í útgáfuteitið og bryddað var upp á skemmtilegheitum. „Það er ávallt gaman að fara í teiti til Rósu, Rósa kann að halda partí og kann það manna best. Það var ljómandi gaman og margt um manninn,“ sagði Valdimar með bros á vör.


stjörnukrossgáta PLATA

SKADDA

SMÁBÝLI

KÆLA

VIÐMÓT

DRÁTTARBEISLI

FLÆÐA

HNOÐAÐ

TALA

FUGL

TRÉ

TÍMABIL

KJÖKUR

TRÖLLKONA FRÍA

ELDSNEYTI FÍFLAST

KLÆÐI

JÖTNA

ÆFA TIGNA

MÓÐGA SNERILL

Í RÖÐ

BRAGUR VÖRUMERKI

TVEIR EINS

KVK NAFN

STARF SJÁ EFTIR

TRÚARLEIÐTOGI DROPA

BÓKSTAFUR SKYLDI

SAMTÖK

YFIRLIÐ

MÆLIEINING

TÖF TVEIR

TVEIR EINS BLÆR

TVEIR EINS

Í RÖÐ

VIÐUR

SJÓN

KVK NAFN

ERLENDIS

TÓMUR

HYGGJA

UTAN

DÝRAHLJÓÐ

LIÐUGUR

SJÁ UM

GRANDI

IÐKA

SKÓLI

INNYFLI

DRUNUR

MUNNI

GARGA

HANGSA

SKÍTUR

ÓSPEKTA

TRÉ

MEGIN

FRÁRENNSLI

Í RÖÐ

ROTNUN

KÚNST

VÖRUMERKI

AMBOÐ

SAMRÆÐA

ÞANGAÐ TIL

ÞUNN KAKA

EYRIR

ARR

HNUSA

ÝLDA

DVALDIST VÖKNA

KJÁNI

FÆÐI

LEIFTUR

TÍÐINDI TÍMABIL

PEST

STREITA JARÐEFNI

SIGTUN ÓSKA

SKRÁ

TÚN

EYÐAST

LOGA

SKARPUR

GRENJA

FYRIRTÆKI

SÖNGLA STÖKUM

TÁLBEITA TUNGUMÁL

GAMALL FLAN EINKAR

SPIL

TVEIR EINS

IÐN

LOFTTEGUND

HÁÐ

DRYKKUR

ORÐTAK

FAÐMUR VÍGT BORÐ

FUGL

TVÍSTRA

GEGNA

FRÁ

DVELJA

SKYLDIR

ERLENDIS

VAÐA

ANDSTREYMI

FITA

ÞVÍLÍKT

MUNNVATN

FYRIRGANGUR

GRÚA

EYÐA ÍÞRÓTTAFÉLAG


Fyrir ba rna a fmælið FJÖLBREYTT ÚRVAL AF GÓÐUM KÖKUM FYRIR BÖRN Á ÖLLUM ALDRI

Skoðið úrvalið á

ok ka rb ak ar i.i s

Einnig úrval af pappadiskum, glösum og servéttum. S tr i k i n u 3 • I ð n b ú ð 2 • G a r ð a b æ • 565 8 0 7 0 • okka rba ka ri. is • f a ce book. com /okka rbak ar


móment

SOS

spurt og svarað

Garðar B. Sigurjónsson

UMKRINGDUR KONUM Á FIMMTUGSALDRI Það er nýr starfsmaður byrjaður að vinna hjá Séð og Heyrt. Hún er kvenkyns. Nú hugsið þið kannski af hverju ég er að taka það fram að hún sé kona, skiptir það einhverju máli? Nei, í raun og veru ekki en þetta er samt erfitt fyrir mig. Leyfið mér að útskýra. Á Séð og Heyrt starfa fjórir blaðamenn. Ég, 23 ára, er augljóslega karlmaður. Hinir starfsmennirnir eru allt konur á fimmtugsaldri og ein af þeim er mamma mín. Ég ræddi áhyggjur mínar í matartíma um daginn við aðra starfsmenn fyrirtækisins. Stelpurnar í umbrotinu og á Húsum og híbýlum skilja nákvæmlega um hvað ég er að tala um. Það getur verið mjög erfitt að vera eini karlmaðurinn á skrifstofunni. Ég hugsa ekki eins og þær og þrír á móti einum er aldrei jafn leikur. Við vinnum blaðið saman og það hefur alltaf gengið vel og það er gott að fá mismunandi skoðanir á hinum ýmsu málum. Eins og gengur og gerist á flestum vinnustöðum kemur oft dauður tími. Þá er fínt að spjalla við félagana um leikina í enska boltanum um síðustu helgi, hvort þú hafir djammað um síðustu helgi eða þá bara hver framtíðarplönin séu. Nú er ég ekki að segja að konur á fimmtugsaldri horfi ekki á fótbolta en mínar gera það ekki og ég hef engan áhuga á að heyra um einhverjar svaðilfarir þeirra á djamminu. Sérstaklega ekki frá mömmu. Sem betur fer fyrir mig er ég nú ekki eini karlmaðurinn í fyrirtækinu. Við erum samt í miklum minnihluta. Stundum byrja allar konurnar að hlæja og ég sit þarna eins og kartafla í horninu og skil ekki neitt. Þessi sem var með frænku þeirra einu sinni í menntaskóla hætti með gaurnum sem önnur þeirra var einu sinni með og það er víst voðalega fyndið. Ekki veit ég af hverju. Ég er umkringdur konum á fimmtugsaldri og ein af þeim er móðir mín. Það eru ekki allir sem geta sagt þetta og kannski sem betur fer því eins frábærar og þessar konur eru þá getur verið erfitt að vera eini ungi karlmaðurinn á staðnum.

FYRSTI KOSSINN MEÐ ELDRI KONU ÚT Í MÓA Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, svarar laufléttum spurningum vikunnar.


MÉR FINNST GAMAN AÐ ...Fá mér göngutúr með hundinn og velta fyrir mér skipulagsmálum eða pólitík. Back to the Future-kvöld eru líka klassísk … og að sjálfsögðu allt sem ég geri með þeim mæðgum, konu minni og dóttur. SÍÐASTA KVÖLDMÁLTÍÐIN? Ég borðaði rosalega gott íslenskt lambakjöt á Akureyri í gærkvöld, ertu að meina það? BRENNDUR EÐA GRAFINN? Brennd svið og grafinn lax. HVAÐ FÆRÐU ÞÉR Á PYLSUNA? Eina með öllu, en bara lítið af öllu. FACEBOOK EÐA TWITTER? Snapchat … og stundum Facebook. HVAR LÆTURÐU KLIPPA ÞIG? Hjá Siggu Bergvins á Passion á Akureyri. HVAÐ GERIRÐU MILLI 5 OG 7 Á DAGINN? Auðvitað ætti maður að vera að horfa á gæðasjónvarpsefni, eins og Antiques Roadshow eða Bargain Hunt og drekka te, en yfirleitt er ég á fundum eða að sinna einhverjum öðrum verkefnum tengdum stjórnmálastarfinu. HVAÐ ERTU MEÐ Í VINSTRI VASANUM? Krumpaða litla minnismiða með upplýsingum um hverja ég þarf að hringja í og fleira. BJÓR EÐA HVÍTVÍN? Þetta eru hvort tveggja góðar landbúnaðarvörur en íslenskur bjór er málið. Hef reyndar aldrei drukkið neitt sterkara en bjór. UPPÁHALDSÚTVARPSMAÐUR? Kann mjög vel við þá nokkra. Siggi Hlö myndi styrkja stöðu sína ef hann spilar Air Supply eða Modern Talking fyrir mig á laugardaginn. Mæti fordómum fyrir tónlistarsmekk minn heima hjá mér. HVER STJÓRNAR SJÓNVARPSFJARSTÝRINGUNNI Á HEIMILINU? Dóttirin hefur alræðisvald. Hef því séð fleiri þætti um Hvolpasveitina en ég kæri mig um. HVERNIG VAR FYRSTI KOSSINN? Skemmtilegur. Sex ára úti í móa með eldri konu (gott ef hún var ekki að verða átta ára). HVER VÆRI TITILL ÆVISÖGU ÞINNAR? Ég er rétt að byrja. HVER ER DRAUMABÍLLINN? DeLorean DMC-12 með Flux Capacitor. FYRSTA STARFIÐ? Tólf ára sem ryðskrapari og málari. Seinna slöngutemjari á Esso við Skógarsel til margra ára. FLOTTASTA KIRKJA Á ÍSLANDI ER ...Dómkirkjan í Reykjavík hefur sérstakt gildi fyrir mig, þar giftum við Anna Stella okkur og þar var dóttir okkar skírð. LANDSPÍTALI VIÐ HRINGBRAUT? Þangað til við byggjum þennan nýja, flotta, við Vífilsstaði. FALLEGASTI STAÐUR Á LANDINU? Landið er allt fallegt en það er eitthvað magnað við Þingvelli, að standa þar á björtum sumardegi, hugsanlega á sömu þúfunni og lögsögumaðurinn Úlfljótur eða Þorgeir Ljósvetningagoði áður fyrr. Svo er náttúrlega allt Norðausturkjördæmi einstaklega fallegt. KJÖT EÐA FISKUR? Við miðjumenn tökum gullna meðalveginn – „Surf ‚n‘ Turf“. HVAÐA OFURKRAFT VÆRIR ÞÚ TIL Í AÐ VERA MEÐ? Það kæmi sér mjög vel að geta skipt sér og verið á nokkrum stöðum í einu.

GIST Í FANGAKLEFA? Nei, ekki nema ég telji með gamalt fangelsi í Stokkhólmi sem hafði verið breytt í farfuglaheimili. Skammt frá heimili okkar í Bretlandi hafði líka gömlu fangelsi verið breytt í hótel og fangaklefunum í hótelherbergi, með gömlu hurðunum og öllu. Þar langaði mig alltaf að prófa að gista. STURTA EÐA BAÐ? Sturta. HVAÐA LEYNDA HÆFILEIKA HEFUR ÞÚ? Fjölmarga að sjálfsögðu. En ég vil halda þeim leyndum. Konunni minni finnst það hæfileiki að ég geti munað röðina á spilastokk utan að og neitar að spila við mig fyrir vikið. Það er betra að halda leyndum hæfileikum leyndum. Í HVERJU FINNST ÞÉR BEST AÐ SOFA? Í rúmi og sem minnstum fötum. Í mesta lagi boxerum. HVAÐA SÖGU SEGJA FORELDRAR ÞÍNIR ENDURTEKIÐ AF ÞÉR? Þær eru nokkrar til dæmis að ég þegar ég var lítill ætlaði ég að verða forsætisráðherra og skrifaði Davíð Oddssyni borgarstjóra bréf þar sem ég fór yfir málin og hvað hann þyrfti að gera. Mamma póstlagði hins vegar ekki bréfið fyrir mig. HVAÐA BÓK EÐA KVIKMYND FÉKK ÞIG SÍÐAST TIL AÐ TÁRAST? Terminator Genesis. Arnie nær mér alltaf. ERTU MEÐ EINHVERJA FÓBÍU? Já, ýmsar. Ég hef til dæmis aldrei vanist símum. Finnst eitthvað skrýtið við að heyra rödd einhvers sem er langt í burtu koma úr litlum kassa. Vil frekar hitta fólk, maður á mann. Á það hins vegar sameiginlegt með Angelu Merkel að vera mjög hrifinn af SMS-um. HVER ER BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ? Að senda Önnu Stellu fyrsta SMS-ið. Ég hringdi auðvitað aldrei í hana. FURÐULEGASTI MATUR SEM ÞÚ HEFUR BORÐAÐ? Steiktir svínatrottarar í matarborginni Lyon. Í Rússlandi borðaði ég líka Spaghetti Bolognese hjá hollenskum nágrönnum mínum á heimavistinni þar sem hakkið hafði greinilega verið framleitt með litlum tilkostnaði eða flokkun. Ég borðaði mikið af McDonaldsfiskborgurum í Rússlandi eftir það. HVAÐ ER NEYÐARLEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR LENT Í? Gleymdi einu sinni að fara í sundskýluna fyrir sund þegar ég var strákur. Þetta var á Hótel Loftleiðum og það voru bara þýskar stelpur í lauginni þannig að þetta var allt í lagi. Svo verð ég alltaf vandræðalegur þegar ég er blekktur og svikinn. Trúi slíku aldrei upp á fólk fyrirfram. KLUKKAN HVAÐ FERÐU Á FÆTUR? Er B-maður. Vil frekar vaka fram eftir og fara seinna á fætur en því miður kemst ég ekki upp með mikið í þeim efnum. ICELANDAIR EÐA WOW? Sá sem fer seinna af stað á morgnana. LEIGIRÐU EÐA ÁTTU? Hvorugt. Eins og er bý ég hjá tengdó. ÍSRAEL EÐA PALESTÍNA? Tveggja ríkja lausn DAGBLAÐ EÐA NET Á MORGNANA? Net. Ég er ekki einu sinni farinn fram úr þegar ég er búinn að skanna fréttirnar. Skoða svo dagblöð sem eru ekki í of mikilli fýlu. Það er líka ákveðin nostalgía í að setjast niður við eldhúsborðið með rótsterkt kaffi og Sunday Times. HVER ER FYRSTA ENDURMINNING ÞÍN? Að leika mér í garðinum við Barónsstíg við stelpu sem bjó í sama húsi.


Rut Reykjalín Parrish (34) býr í draumaborginni: FITNESSDROTTNING:

Rut Reykjalín býr í Boston þar sem að hún vinnur í banka. Hún starfar í krefjandi umhverfi en það stoppar hana ekki í því að keppa í Fitness America.

PÓSAR MEÐ STÍL:

Réttu stellingarnar skipta máli í fitness.

KEPPIR Í FITNESS OG VINNUR Í BANKA Í BOSTON Rut Reykjalín Parrish hefur verið búsett í Boston í 10 ár og starfar í áhættustýringu hjá Santander Bank N.A. og nýtur lífsins með eiginmanni sínum Brandon og Mathildu dóttur þeirra í Boston. Rut tók þátt í Fitness America sem var frumraun hennar í fitnesskeppni og lenti hún í fimmta sæti. Rut nýtur þess að samtvinna fjölskyldulífið, vinnuna og æfingar í Boston.

B

íllaus „Lífið í Boston er bara nokkuð gott þessa stundina. Lífið hér er frekar frábrugðið lífinu á Íslandi á margan hátt. Hér byrjar allt miklu fyrr á daginn og göturnar eru byrjaðar að iða af lífi klukkan sex á morgnana en á móti kemur er að fólk er venjulega að fara að sofa fyrr en á Íslandi. Fólk byrjar að eignast börn mun seinna en á Íslandi og er mjög algengt að fólk byrji að eignast börn um 35 ára aldur aðallega vegna þess að það er mjög dýrt. Hér í Boston eru samgöngur svo miklu betri en heima þannig að fólk þarf ekki að ferðast á bíl, við eigum til dæmis ekki bíl þannig að við göngum, hjólum, tökum lestina eða Uber,” segir Rut um lífið í Boston. Hverfin í Boston skiptast upp eftir menningu og uppruna íbúanna. North End er ítalska hverfið, Southie er írska hverfið, South End er hipster og gay-hverfið. Rut býr ásamt fjölskyldu sinni í Brookline, sem er bær sem liggur við hliðina á Boston. Brookline er mjög alþjóðleg og Rut segir að þar sé mikið af ungum fjölskyldum

aðallega vegna þess að þar eru frábærir almenningsskólar, fallegir garðar og leikvellir sem og mikið úrval af frábærum veitingastöðum. Þarna er hægt að ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur út um allt og einungis nokkrir kílómetrar í miðbæ Boston.

Áhugamálið er áhættustýring í bönkum

Rut er ánægð í vinnunni í bankanum. „Ég hef rosalega gaman af vinnunni minni enda hef ég mikinn áhuga á áhættustýringu í bönkum. Ég er svo heppin að ég er oft fengin til að vinna við alls konar verkefni innan Santander hér í Bandaríkjunum þannig að ég er alltaf að læra eitthvað nýtt. Ég þarf ekki að ferðast mikið út af vinnunni sem hentar mér vel því Brandon ferðast frekar mikið.“

Út að borða með eldri borgurum og Mathildu

„Ég er mikið fyrir að hreyfa mig og vera „aktív“. Áður en ég átti Mathildu þá notaði ég helgarnar

til að lyfta og æfa á daginn og á kvöldin fórum við hjónin eitthvað skemmtilegt út að borða.“ „Núna fer ég mikið í göngutúra með Mathildu og hundana. Ég reyni að vera úti eins mikið og ég get, allavega á sumrin. Stundum leigjum við bíl, við eigum ekki bíl því við höfum ekki þörf fyrir bíl dags daglega, og förum til dæmis til Crane Beach, sem er norðar í Massachusetts, og förum í göngutúr á ströndinni og komum svo við og fáum okkur „lobester roll“ sem er mjög vinsælt hérna í New England. Við förum enn út að borða en við erum með eldri borgurunum um klukkan 17:00 því við tökum Mathildu með okkur,“ segir Rut og brosir. „Á veturna er oft frekar kalt og ekki mikið hægt að vera úti og þá á ég það til að kveikja upp í arninum og sitja og prjóna eða bara slappa af. Ég fer einstaka sinnum á snjóbretti en það er ágætis fjall ekki svo langt frá Boston.“

Matarplanið frábært

„Ég var búin að vera að reyna að koma mér í form sjálf því mig langaði að bæta heilsuna og koma

mér í kjörþyngd en ég hafði verið of þung síðan ég var í menntaskóla. Ég var alltaf eitthvað að æfa og hreyfa mig en sá ekki nógu góðan árangur þannig að ég ákvað að fá mér þjálfara, þetta var í júlí 2014. Í fyrstu var markmið mitt að bæta heilsuna og vera komin í kjörþyngd áður en ég eignaðist barn. En markmiðið breyttist frekar fljótt eftir að ég byrjaði að æfa og borða samkvæmt áætlun þjálfarans því ég sá svo frábæran árangur og fannst þetta svo rosalega gaman. Matarplanið var líka svo frábært því þetta snérist um að borða venjulegan mat bara í réttum skömmtum og leyfa sér smávegis inn á milli. Cathee, þjálfarinn minn, hefur sjálf verið að keppa í fitness og spurði mig hvort ég hefði áhuga á því og ég fór eiginlega bara að hlæja fyrst og sagði henni að það kæmi sko ekki til greina að ég færi að standa hálfnakin upp á sviði og það væri ekki séns að ég gæti komist í þannig form. En svo úr því að allt gekk svona vel ákvað ég að slá til og skráði mig í keppni í fitness-flokki í maí 2015. “


ÍSLAND Á ALLTAF STAÐ Í HJARTANU:

Rut og Brandon heimsækja Ísland reglulega og elska að vera úti í náttúrunni.

ELSKAR DÓTTURINA:

„Dóttir mín stendur upp úr í lífi mínu. Ég sé ekki sólina fyrir henni, þó svo að það sé ekki alltaf auðvelt og oft stressandi að vera með ungabarn þá er hún ljósið í lífinu okkar. “

SÆL SAMAN Í BOSTON:

Rut og Brandon eiginmaður hennar ásamt Mathildu dóttur þeirra.

Hefðbundinn

vinnudagur hjá Rut ✶ Rútínumanneskja – allir dagar nánast eins ✶ Vakna á milli kl. 5:00 og 5:30 ✶ Útbý pela fyrir Mathildu, hafragraut með bláberjum og eggjahvítu fyrir Brandon og mig og Nespresso-kaffi ✶ Snæðum öll saman morgunverð ✶ Kl. 6:30–6:45 legg ég af stað til vinnu hjólandi ef veður leyfir ✶ Kl. 7:00 Brandon fer með Mathildu á leikskólann ✶ Kl. 7:00-7:15 í gjaldfrjálsu ræktina í byggingunni þar sem vinnan mín er ✶ Kl. 8:00–8:30 mætt í vinnuna ✶ Kl. 17:00 vinnudegi lokið og sæki Mathildu í leikskólann ✶ Kl. 17:45 við mæðgurnar komnar heim og leikum okkur aðeins. Síðan fer Mathildur í bað og fær pela og er sofnuð kl.19:00 ✶ Kl:19:00 Brandon kemur heim og við eldum okkur kvöldmat og förum yfir daginn ✶ Undirbúningur fyrir næsta dag, útbý nesti, pakka saman vinnu- og æfingafötum og horfi kannski aðeins á Netflix í tölvunni en við eigum ekki sjónvarp ✶ Kl:21:00 til 21:30 komin í háttinn

Skemmtileg lífreynsla að taka þátt í Fitness America

Rut tók þátt í keppni sem heitir Fitness America sem haldin var í Foxwoods í Connecticut og keppti hún þar í áhugamannaflokki. „Þetta var rosalega skemmtileg lífsreynsla og gaman því að þjálfarinn minn var líka að keppa. Mér gekk ágætlega og var ég í 5. sæti í mínum flokki sem var bara frábært eftir að hafa bara verið að æfa í tíu mánuði. Mamma og Brandon komu með mér og voru þarna að horfa á kroppakeppni í heilan dag, þau voru frekar fegin þegar þetta var allt saman búið enda er ég alls ekki auðveld í umgengni þegar ég er svöng.“

Hlé á æfingum – sólargeisli kom í heiminn

Rut tók sér hlé frá æfingum þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn og byrjaði aftur að æfa þegar Mathilda var um þriggja mánaða, þegar hún fór aftur að vinna, en byrjaði hægt og varlega. „Ég var rosalega dugleg að fara út að ganga meðan

ég var í fæðingarorlofi og byjaði að gera smávegis styrktaræfingar. Ég byrjaði svo af fullum krafti þegar Mathilda var orðin fimm mánaða því mér fannst ég þá loksins líkamlega tilbúin til þess. Ég reyni að lyfta lóðum fimm sinnum í viku og svo þolæfingar svona tvisvar í viku.“ Rut er ekki viss um að hún stefni aftur að því að keppa í fitness. „Núna er ég aðallega að leggja áherslu á að vera í góðu andlegu og líkamlegu formi svo ég hafi sem mesta orku til að takast á við öll verkefni dagsins. Mér fannst líka svolítið erfitt andlega að fara frá því að vera í keppnisformi í að vera ólétt. Ég gerði eiginlega ráð fyrir því að ég yrði enga stund að koma mér aftur í form eftir að ég átti Mathildu og átti mjög erfitt með að sætta mig við það að þetta tekur tíma. Loksins er ég bara frekar sátt í eigin líkama og er búin að sjá það að þetta kemur allt saman með tímanum.“

Mathilda búin að umturna lífinu

Rut segir að lífið hafi allt annan forgang eftir að litli sólargeislinn leit dagsins ljós og er að springa úr

ást. „Mathilda er sko algjört æði,“ segir Rut og brosir allan hringinn. „Rútínan mín hefur kannski ekki breyst svo mikið svona dags daglega, ég var vön að vakna snemma og fara snemma að sofa en núna er bara meira að gera. Ég vinn líka ekki eins lengi og ég var vön og er farin út á slaginu 17:00 og stundum aðeins fyrr því ég vil komast heim til að leika mér við hana. En hún er gjörsamlega búin að umturna lífi mínu á margan annan hátt og ég er að springa úr ást! Lífið mitt hefur allt annan forgang í dag og heimurinn okkar snýst um hana.“

Facebook er málið

Rut kann svo vel við sig í Boston að hún fær sjaldan heimþrá. „En ég sakna fjölskyldunnar oft og mikið, sem betur fer eru svo frábærar samgöngur milli Boston og Íslands að það er auðvelt fyrir fjölskylduna að koma í heimsókn eða fyrir mig að fara til Íslands. Þess á milli er það bara facetime, SMS og myndir á Facebook og Instagram. Þarf að læra á Snapchat.“


HVAÐ ER SVONA MERKILEGT VIÐ ÞAÐ AÐ VERA KARLMAÐUR? Karlmenn eru yndislegir, erfiðir, elskulegir og óþolandi allt í senn. Þetta vita frægu konurnar alveg eins og við hinar. Sumar þeirra hafa átt óborganlegar setningar um karlmenn.

„Veikleiki minn hefur alltaf verið matur og karlmenn, í þeirri röð.“ Dolly Parton

„Gáfaðar konur elska gáfaða menn oftar en gáfaðir menn elska gáfaðar konur.“ Natalie Portman

„Konur sem leitast við að vera jafnar karlmönnum skortir metnað.“ Marilyn Monroe

„Geturðu ímyndað þér heiminn án karlmanna? Engir glæpir og fullt af hamingjusömum feitum konum.“ Rosie O‘Donnell

„Allir karlmenn sem ég hef hitt hafa viljað vernda mig. Ég hef aldrei skilið fyrir hverju.“ Mae West

„Stundum velti ég því fyrir mér hvort að konur og karlmenn passi virkilega vel saman. Kannski ættu þau bara að búa í næsta húsi hvort við annað og kíkja bara í heimsókn öðru hvoru.“ Katharine Hepburn


2X

HRAÐVIRKARI en venjulegar Panodil töflur*

Prófaðu Panodil® Zapp Verkjastillandi og hitalækkandi

* Grattan T.et al., A five way crossover human volunteer study to compare the pharmacokinetics of paracetamol following oral administration of two commercially available paracetamol tablets and three development tablets containing paracetamol in combination with sodium bicarbonate or calcium carbonate European Journal of pharmaceutics and Biopharmaceutics 2000;49 (3). 225‑229. Panodil® Zapp filmuhúðaðar töflur. Inniheldur 500 mg af parasetamóli. Ábendingar: Vægir verkir. Hitalækkandi. Skammtar: Fullorðnir og börn eldri en 12 ára (40 kg): 1 g 3‑4 sinnum á sólarhring, að hámarki 4 g á sólarhring. Í sumum tilvikum geta 500 mg 3‑4 sinnum á sólarhring verið nægileg. Frábendingar: Verulega skert lifrarstarfsemi. Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna. Ef þú tekur annað lyf samtímis sem einnig inniheldur parasetamól er hætta á ofskömmtun. Stærri skammtar en ráðlagðir eru geta valdið lífshættulegum eiturverkunum. Ef grunur er um ofskömmtun skal tafarlaust leita læknis. Leitið ráða hjá lækninum áður en Panodil Zapp er notað, ef þú ert með háan hita, einkenni um sýkingu (t.d. hálsbólgu) eða ef verkirnir vara lengur en í 3 daga, ef þú ert með skerta lifrar‑ eða nýrnastarfsemi, næringarástand þitt er slæmt, t.d. vegna áfengismisnotkunar, lystarleysis eða vannæringar. Þú þarft hugsanlega að taka minni skammta þar sem lifrin gæti annars orðið fyrir skemmdum. Ef þú tekur mörg mismunandi verkjastillandi lyf samtímis í langan tíma getur þú fengið nýrnaskemmdir og hætta verið á nýrnabilun. Ef þú tekur Panodil Zapp við höfuðverk í langan tíma getur höfuðverkurinn orðið verri og tíðari. Hafðu samband við lækni ef þú færð tíð eða dagleg höfuðverkjaköst. Láttu alltaf vita að þú sért á meðferð með Panodil Zapp þegar teknar eru blóð‑ eða þvagprufur. Það getur skipt máli varðandi rannsóknaniðurstöðurnar. Almennt getur venjubundin notkun verkjalyfja, sérstaklega ásamt öðrum verkjastillandi lyfjum, leitt til viðvarandi nýrnaskemmda og hættu á nýrnabilun (nýrnakvilla af völdum verkjalyfja). Panodil Zapp inniheldur 173 mg af natríum (7,5 mmól) í hverri töflu. Taka skal tillit til þess hjá sjúklingum sem eru á natríum‑ eða saltskertu fæði. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með hjartabilun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi: GlaxoSmithKline Consumer Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.

Panodil-Zapp-Red button_A4-ICE.indd 1

23/02/16 09:21


heyrt og hlegið Vinskapur kvenna: Kona kemur ekki heim um nóttina og karlinn krefst skýringa. Hún segist hafa verið hjá vinkonu. Karlinn hringir í 10 vinkonur hennar en engin kannast við neitt. Vinskapur karla: Karl kemur ekki heim um nóttina og konan krefst skýringa. Hann segist hafa verið hjá vini. Konan hringir í 10 vini hans og átta segja að hann hafi verið hjá sér og tveir segja hann vera hjá sér enn þá. Jón skellti sér á djammið, þegar hann var nýkominn inn byrjaði hann á að kaupa sér rándýran drykk. Hann settist niður til þess að njóta drykkjarins þegar gullfalleg kona kom og spurði hann hvort hann vildi dansa. Jón sat þarna og horfði á drykkinn og konuna til skiptis. Síðan fékk hann frábæra hugmynd, hann tók blað og

skrifaði: Ég er búinn að hrækja í glasið og lagði síðan blaðið ofan á glasið. Þegar hann kom til baka og ætlaði að taka blaðið af glasinu, sá hann að einhver hafði skrifað: ÉG LÍKA! Nýjar rannsóknir sýna að það þarf nákvæmlega sex sentimetra þvermál og 15 sentimetra dýpt til að fullnægja þörfum hvers karlmanns. Það kom einnig í ljós í sömu rannsókn að það skiptir ekki máli hvort bjórinn er Carlsberg eða Tuborg.

Nýjar rannsóknir sýna að það þarf nákvæmlega 8,5 sentimetra lengd og 5,4 sentimetra breidd til að fullnægja þörfum hverrar konu!! Það kom einnig í ljós í sömu rannsókn að það skiptir ekki máli hvort kortið er frá Visa eða Mastercard.

Byrjunarlaunin eru ekkert svo há en þau hækka seinna sagði verslunarstjórinn við ljóskuna sem var að sækja um vinnu. Já, ok, ég kem þá bara seinna sagði ljóskan og fór. Jón bráðvantaði nokkra daga í frí frá vinnu en hann vissi að yfirmaður hans myndi aldrei samþykkja það svo hann ákvað að leika sig sturlaðan og sjá hvort yfirmaðurinn myndi ekki gefa honum veikindaleyfi. Hann hengdi sig því upp í loft á fótunum og hékk þar þegar samstarfsmaður hans, ljóska, spurði hann hvað hann væri að gera. -Ég er að leika ljósaperu svo yfirmaðurinn sendi mig í nokkurra daga veikindaleyfi. Nokkrum mínútum síðar kom yfirmaðurinn, spurði hvað Jón væri að gera. Hann svaraði að hann væri ljósapera. -Þú ert augljóslega búinn að vinna yfir þig, farðu heim í nokkra daga og hvíldu þig, sagði yfirmaðurinn. Jón stökk niður og flýtti sér heim. Samstarfsmaður hans, ljóskan, strunsaði út á

eftir honum og yfirmaðurinn spurði hana auðvitað hvert hún væri að fara? -Ég er líka að fara heim, svaraði hún. -Ég get ekki unnið í þessu myrkri!

Voruð þið búin að heyra um gaurinn sem ákvað að fara á grímuball. Efri hlutinn af búningnum var klukka og sá neðri jarðarber. Þegar hann mætti á svæðið spurði fólk furðu lostið hvað hann væri eiginlega. Nú úr að ofan, ber að neðan var svarið. Hversu mörgum karlmönnum hefur þú sofið hjá um ævina? spurði karlmaðurinn. Bara þér elskan svaraði konan, ég var glaðvakandi með öllum hinum.

Sudoku

Svona ræður þú þrautirnar Á þess­ari síðu eru 9x9 SUDOKU-þraut­ir með tölu­stöf­um. Not­aðu töl­urn­ar 1-9. Sami tölu­staf­ur­inn má að­eins koma fyr­ir einu sinni í hverj­um kassa, hverri röð og hverj­um dálki.


Sedogheyrt.is

VINSÆLUSTU FRÉTTIR VIKUNNAR Vefsíðan sedogheyrt.is heldur þér upplýstum um allt það skemmtilegasta sem er í gangi í mannlífinu á hverjum tíma. Hér eru vinsælustu fréttir síðustu viku.

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10

BRUGGAR SEYÐI SEM DREPUR KRABBAMEINSFRUMUR

Þórður Pétursson greindist með krabbamein og líkt og margir sem ganga í gegnum þá reynslu var honum verulega brugðið og tilbúinn til að leita ýmissa leiða til að ná lækningu. EITT FALLEGASTA HÚS LANDSINS TIL SÖLU – SJÁÐU MYNDIRNAR!

Hannes Steindórsson er þekktur sem fasteignasali fræga fólksins og hefur selt eignir fyrir Völu Matt, Björn Hlyn leikara og fleiri góðkunna Íslendinga.

HJÓNABANDIÐ FLAUTAÐ AF

Knattspyrnuparið Hermann Hreiðarsson, fyrrverandi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar og leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, og Ragna Lóa Stefánsdóttir, sem lék með fjölmörgum félagsliðum á Íslandi og var jafnframt leikmaður kvennalandsliðsins í knattspyrnu, standa nú í skilnaði. ODDVITI SJÁLFSTÆÐISMANNA Á LEIÐ Í SAMBÚÐ VIÐ PRESTSDÓTTUR

Heyrst hefur að Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, og Sigríður Hjálmarsdóttir, dóttir séra Hjálmars Jónssonar dómkirkjuprests, séu par og á leið í sambúð. DÍANA ER MARY POPPINS HÁLOFTANNA – VIÐTAL

Díönu Arnfjörð hlakkar til að mæta í vinnuna alla daga, sama hvenær sólarhringsins það er. Hana dreymdi um að verða flugfreyja frá því að hún var lítil stelpa, en „villtist“ þó aðeins af leið áður en hún lét drauminn rætast.

SVAVAR SAUMAR STYRKTARBÖND – VIÐTAL

Svavar Sigursteinsson og eiginkona hans, Lilja Kjalarsdóttir, eru mikið íþróttafólk. Lilja var fyrirliði Stjörnunnar í knattspyrnu og er gömul landsliðskona í knattspyrnu á meðan Svavar hefur tekið þátt í aflraunum, Hálandaleikum og fitness.

MANUELA Í BORG ÁSTARINNAR, HANNA RÚN, TRÚLOFUN OG FRAMBOÐ

Forsíðan er alltaf vinsæl.

RITSTJÓRI DV LAGÐIST NAKINN UPP Í RÚM HJÁ MÖMMU

Kristjón Kormákur Guðjónsson, ritstjóri DV, lumar á mörgum skemmtilegum sögum. Hann er eldklár, harðduglegur, ljúfur og góður penni og svarar spurningum vikunnar.

SNÝST UM SJÁLFSÖRYGGI, EKKI BARA FEGURÐ – MYNDAÞÁTTUR

Hún er drottning samfélagsmiðlanna og á Íslandsmet í fylgjendum á Snapchat og Instagram. Manuela Ósk Harðardóttir hefur mörg járn í eldinum, hún er afkastamikil og kemur hlutunum á hreyfingu.

TÆKLAÐUR AF FEGURÐ, HJÓNABANDIÐ BÚIÐ OG FEGURÐARDROTTNING SÓTTI KÖTT TIL SPÁNAR

Sumar forsíður eru vinsælli og lifa lengur en aðrar.


GAGNSLAUSIR OFURKRAFTAR Marga dreymir um að hafa ofurkraft. Það að geta flogið, verið ofursterkur, lesið hugsanir eða spúið eldi eru allt kraftar sem gætu nýst manni á einn eða annan hátt. Í aðstæðum þar sem allar bjargir virðast bannaðar. Hér má hins vegar sjá fremur gagnslausa ofurkrafta sem nýtast illa í erfiðum aðstæðum.

SÝRUTÁR

Það er lítið hægt að segja um þennan ofurkraft nema það að hann er gagnslaus með öllu. Það er lítill ofurkraftur að geta grátið og hvað þá að gráta tárum úr sýru. Þetta myndi skapa mikið vesen og að öllum líkindum skilja eftir slæm sár á andlitinu.

ÓSÝNILEGUR Í MYRKRI

GETA BREYTT SÉR Í VASAREIKNI

Marga dreymir um að vera ósýnilegur og geta þá jafnvel verið fluga á vegg á áhugaverðum fundum. Það mun hins vegar ekki hjálpa þér mikið að vera ósýnilegur í myrkri. Það segir sig sjálft.

Hamskipti hafa ávallt verið tengd ofurhetjum. Það að geta breytt sér í ljón eða varúlf er eitthvað sem við þekkjum úr ofurhetjuog ævintýramyndum. Það er hins vegar enginn tilgangur með því að geta breytt sér í vasareikni, nema þá kannski til að fá 10 í stærðfræðiprófi.

LAÐA AÐ SÉR BYSSUKÚLUR

Þrátt fyrir að Mjallhvít hafi ekki haft neinn ofurkraft þá laðaði hún að sér dýr, það getur verið skemmtilegt. Það að byssukúlur laðist að þér er ekki eins skemmtilegt.

TALAÐ VIÐ ÁVEXTI

LESA EIGIN HUGSANIR

Hefur þú ekki oft velt því fyrir þér hvað til dæmis maki þinn er að hugsa? Það að geta lesið hugsanir annarra gæti verið frábær skemmtun eða þá óþægileg lífsreynsla. Það hins vegar að geta lesið eigin hugsanir er hins vegar ekkert spennandi og myndi eflaust bara valda hausverk.

Hver hefur ekki viljað getað talað við hundinn sinn? Það gæti oft verið skemmtilegt að komast að því hvað dýrin eru að hugsa og þá getur verið auðveldara að fá þau til að gera ákveðna hluti ef maður gæti talað við þau. Það að geta talað við ávexti yrði þó varla mikil skemmtum. Við getum ekki ímyndað okkur að ananas hafi mikið til málanna að leggja.

OFURHÆGUR

Eins frábært og það er eflaust að geta ferðast um á ofurhraða er það örugglega jafnpirrandi að ferðast um ofurhægt. Við skulum orða það þannig að þú ert ekki að fara að koma þér undan byssukúlum með því móti.


Verð aðeins:

4.090.000 kr. Tivoli DLX | Fjórhjóladrif Dísel | Sjálfskiptur

Verð aðeins:

4.790.000 kr. Korando DLX | Fjórhjóladrif Dísel | Sjálfskiptur

Verð aðeins:

5.690.000 kr. Rexton DLX | Fjórhjóladrif Dísel | Sjálfskiptur | 7 manna

Reykjavík Tangarhöfða 8 590 2000

Reykjanesbær Njarðarbraut 9 420 3330

Bílaríki, Akureyri Glerárgötu 36 461 3636 Verið velkomin í reynsluakstur | Skoðaðu úrvalið á benni.is


SWISS

MADE

P.E.P.®: Aðeins frá JURA

Púlsuppáhelling býr til hinn fullkomna espresso Nýja Z6 frá JURA sýnir svissneskt hugvit eins og það gerist best og lyftir viðmiðum í sjálfvirkum kaffivélum upp í nýjar hæðir. Púlsuppáhelling (P.E.P.®) tryggir réttan uppáhellingartíma og framkallar fullkominn espresso, eins og hann er gerður af heimsins bestu kaffibarþjónum. Auðvelt er að hella upp á alla vinsælustu kaffidrykkina með einni snertingu, þar sem skipting milli mjólkur og mjólkurfroðu er sjálfvirk. Þægilegt aðgengi er að bæði vatnstanki, baunatanki og stjórnborði að framanverðu. Auk þess skynjar vatnskerfið (I.W.S.®) vatnsfilterinn sjálfkrafa. JURA – If you love coffee.

www.jura-z6.com

Opið virka daga frá kl. 10:00-18:00 og laugardaga frá kl. 11:00-15:00 | Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.