Séð og heyrt 34. tbl. 2016

Page 1

Nr. 34 22. sept. 2016 Verð 1.595 kr.

Gerir lífið skemmtilegra!

Skúli Mogensen og Íris Arna

ERU VÁ! SAMAN

Fegurðardrottningin Hildur María

ÆTLAR ALLA LEIÐ Jóhanna Guðrún opnar myndaalbúmið

VAR LÍTIÐ

KRÚTT Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

KOM, SÁ OG SIGRAÐI

9 771025 956009

Leikkonan efnilega Rakel Björk Ívar Hauksson golfkennari

SENDIHERRA NIKE Á SPÁNI

Sigurlaug M. Jónasdóttir snýr aftur sem þula

FÆDDUR RÚVARI

MARGT TIL LISTA LAGT


Anna Björk Birgisdóttir (50) aðstoðaði við afmælistónleikana:

FIMMTUGUR STEFÁN FYLLTI ELDBORG

FUNHEITUR:

Stefán var funheitur, eins og segir í lagi hans og Friðriks Sturlusonar, á sviðinu í Hörpu. Ásamt góðum gestasöngvurum, bakröddum og hljóðfæraleikurum rúllaði hann upp tveimur afmælistónleikum í röð fyrir troðfullum Eldborgarsal í Hörpu.

Söngvarinn sívinsæli Stefán Hilmarsson átti fimmtugsafmæli fyrr í sumar, nánar tiltekið 26. júní síðastliðinn, og af því tilefni boðaði hann til afmælistónleika í Eldborgarsal Hörpu. Strax seldist upp á tónleikana og ákvað Stebbi því að halda aukatónleika sama kvöld sem einnig fylltust. Stefán á að baki rúmlega 30 ára söngferil og það var því af nógu efni að taka. Gestasöngvarar voru Björgvin Halldórsson, Páll Rósinkrans og Jóhanna Guðrún Jónsdóttir. Eyjólf Kristjánsson má svo að sjálfsögðu ekki vanta og fluttu þeir félagar meðal annars lagið um óskilgetna dóttur þeirra, Nínu. Gospelkórinn Gisp og Hornaflokkurinn Honk komu einnig við sögu auk þéttrar hljómsveitar.

S

ál Sá sem átti veg og vanda af skipulagningu tónleikanna var Stefán sjálfur og til aðstoðar var eiginkona hans, Anna Björk Birgisdóttur. „Okkur fannst vel til takast og stemningin var skemmtileg,“ segir Anna Björk. „Það var líka frábær hópur listamanna með okkur sem gerði okkur kleift að gera tónleikana svona vel úr garði.“

Sjaldan fellur eplið lagt frá ... föðurnum

Eldri sonur Stefáns og Önnu Bjarkar, Birgir Steinn, kom einnig fram ásamt félögum sínum og söng fyrsta sólólag sitt, Falling, en þeir voru ekki auglýstir í dagskránni. Var þeim vel fagnað af gestunum. En voru þeir stressaðir að syngja fyrir fullan sal í Eldborg? „Nei, nei, þeim fannst bara heiður að vera

með og ég sá ekki betur en þeir skemmtu sér hið besta,“ segir Anna Björk.

Gefur af sér á fleiri vegu en með tónlistinni

Í tilefni tónleikanna ákvað Stefán að gefa af sér. „Það voru gerðir bolir í tilefni dagsins og lagði fyrirtækið Margt smátt til bolina og prentun án endurgjalds. Allur ágóði rann því til LÍFs, styrktarfélags kvennadeildar Landspítalans,“ segir Anna Björk. „Bolirnir seldust nánast upp.“ Stefán gaf einnig út safndisk sem kom til landsins korter í tónleika og rétt náðust í hús í tæka tíð. Diskurinn inniheldur 39 lög frá ferli Stefáns og heitir Úrvalslög og seldist hann vel.

Í FYLGSNUM HJARTANS:

Konan við hlið Stefáns og sú sem stendur hjarta hans næst, auk sonanna Birgis Steins og Steingríms Dags, er eiginkonan Anna Björk Birgisdóttir. Anna Björk hafði veg og vanda af skipulagi tónleikanna og meðan Stefán hafði sig til þá gaf Anna Björk sér tíma til að heilsa upp á tónleikagesti sem mættir voru. Hér stillir hún sér upp með Berglindi Rut Hilmarsdóttur, Hilmari Sigurðssyni, Guðrúnu Kristjánsdóttur og Katrínu Dögg Hilmarsdóttur.

ALDREI EINN Á FERÐ:

Útvarpsmaðurinn geðþekki Ívar Guðmundsson og kærasta hans, Dagný Dögg Bæringsdóttir, skemmtu sér konunglega á tónleikum Stefáns. En þau voru svo sannarlega ekki bara tvö á ferð, heldur mættu með vinafólki sínu. Þar mátti finna hestakappann Fjölni Þorgeirsson, athafnamanninn Andrés Pétur og hjónin Hilmar Finn Binder og Laufeyju Stefánsdóttur.


TÍMINN OG VIÐ:

ÞÚ FERÐ MÉR SVO ÓSKÖP VEL:

Jason Kristinn Ólafsson, fyrrum handboltakappi og sölufulltrúi á fasteignasölunni Mikluborg, og eiginkona hans, Helena Björk Magnúsdóttir, fara hvort öðru einstaklega vel en þau byrjuðu saman í Verzló á sínum tíma.

Söngvararnir Páll Rósinkrans og Jóhanna Guðrún Jónsdóttir voru gestasöngvarar á tónleikum Stefáns og voru mætt tímanlega í græna herbergið í Hörpu þar sem þau gáfu sér tíma fyrir létt spjall og myndatöku fyrir tónleikana.

FLJÚGÐU, FLJÚGÐU:

Vinkonunar Nadia Tamimi og Eva Ösp Arnardóttir komu kampakátar fljúgandi upp stigann í Hörpu og hlökkuðu augljóslega mikið til.

ENGINN EFI:

Það er enginn efi á því að Þórunn Pálsdóttir, fasteignasali á fasteignasölunni Mikluborg, er stórglæsileg en Þórunn brosti glaðlega til ljósmyndarans og hlakkaði mikið til að hlýða á Stebba Hilmars.

ÉG VISSI ÞAÐ:

Flottustu gæjarnir í bransanum voru að sjálfsögðu mættir, stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson, sem var gestasöngvari á tónleikunum, og rótarinn Gústi rót, sem hefur verið samstarfsmaður allra helstu tónlistarmanna landsins. Þessir strákar vita alveg hvað þeir eru að gera.

GÓÐA FERÐ:

ÞÚ FULLKOMNAR MIG:

Kærustuparið Júlíus Sigurjónsson og Sigurbjörg Hjálmarsdóttir ljómuðu af gleði þegar þau mættu í Hörpu. Júlíus er þekktur fyrir diskóin sem hann heldur reglulega og er októbermánuður þéttbókaður en Júlli verður með Júlladiskó í Berlín. Þann 8. október verður hann í Ölhúsinu Hafnarfirði og toppar svo októbermánuð með eigin fertugsafmæli og diskó.

Blaðakonan Ragna Gestsdóttir hitti félaga sinn úr Grindavík, smiðinn Hafþór Bjarna Helgason, í Hörpu. En hann og eiginkona hans, Guðríður Sæmundsdóttir, voru á meðal fjölmargra sem áttu góða ferð í höfuðborgina á afmælistónleika Stefáns.

UM: ía UM ÁHRIF ona hans, Mar UNDIR ÞÍNnn Jón Axel Ólafsson og eigink æli sínu í Hörpu di fm

Disney-útgefan var árs brúðkaupsa tu fagnað eins í fyrra. Nokkrum dögum síðar B. Johnson, gá r be em pt 14. se . en þau giftu sig vit ævintýranna í Danmörku á Jón Axel floginn

KOMINN TÍMI TIL:

Íþróttafréttamaðurinn Valtýr Björn Valtýsson mætti ekki einn í Hörpu heldur tók félagana Bergsvein Bergsveinsson og Herra Akureyri, Birgi Torfason, með sér. Það var alveg kominn tími til að ná þessum föngulegu folum saman á mynd.


ÁSTMENN ÁSTU S íðustu dagar hafa verið mjög skemmtilegir, vægast sagt. Ég neita því ekki að ég hef skemmt mér nokkuð vel yfir fjölmiðlafári sem reið yfir og hefur að mestu snúist um sjálfa mig. Nú sjá aðrir um leikinn og undirrituð og meint ástamál hennar eru umfjöllunarefni í fjölmiðlum. Og það er ekkert nema skemmtilegt. Því hver er ég að vera með kjaft og leiðindi þegar starf mitt snýst um að segja frá ástamálum annarra. Og nei, það er ekki slúður, þetta eru fréttir. Við flytjum fréttir af fólki, gleði helst og stundum líka sorgum. Séð og Heyrt hefur fylgt þjóðinni í tuttugu ár og ég hef sjálf margoft verið umfjöllunarefni á síðum þess og hef alltaf haft gaman af. Af hverju ekki, hvers vegna ekki að segja frá því sem er gleðilegt í lífi fólks og leyfa öðrum að gleðjast með manni?

Heyrst hefur

... að 80´s töffarinn og eigandi auglýsingastofunnar Pipar/ TBWA Siggi Hlö hafi að eigin sögn verið eins og fermingardama á Biebertónleikum nema hann fór á tónleika í New York með besta tónlistarmanni heims Jeff Lynne og ELO. Sigurður fór þó ekki einn en með honum var frítt föruneyti: eiginkona hans,

Kristjón Kormákur Guðjónsson (40) og Auður Ösp Guðmundsdóttir (30):

„Ásta, þú ættir alltaf að vera á forsíðu Séð og Heyrt,“ gall iðulega í forvera mínum á ritstjórastóli. „Þú og þessi ástamál þín eru efni í bók, Ástmenn Ástu, það yrði sko metsölustykki,“ – og svo hló hann að eigin fyndni. En það yrði nú nokkuð leiðigjarnt að skrifa eingöngu um sjálfa sig, það yrði á endanum mjög einhæft. Því er það bæði bráðsmart og smellið að aðrir miðlar taki það að sér. Séð og Heyrt flytur fréttir af fólki og lífi þess, við segjum frá því sem er markvert en fellum enga dóma um gjörðir eða menn. Það er ekki okkar hlutverk og sú staða á aldrei að koma upp að fjölmiðlar leggi dóm á þá sem þeir fjalla um. Þeir sem hafa verið áberandi í sviðsljósinu hafa ákveðna sérstöðu þegar fjallað er um þá. Einkalíf þeirra og breytingar á því er á milli tannanna á fólki og er oft tilefni til smjatts og þvaðurs. Óstaðfest slúður er ekki frétt. Ég er enn að hugsa um metsölubókina Ástmenn Ástu, ég er staðráðin í að skrifa nokkra nýja kafla í þá sögu á næstunni, ykkur verður öllum boðið í útgáfuteitið þegar að því kemur. Ég lofa því að það verður skemmtilegt, líkt og Séð og Heyrt er í viku hverri. Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir

FRÉTTASKOT sími: 515 5683 BIRTÍNGUR útgáfufélag Lyngási 17, 210 Garðabær, s. 515 5500 Útgefandi: Hreinn Loftsson Framkvæmdastjóri: Karl Steinar Óskarsson Fjármálastjóri: Matthías Björnsson Dreifingarstjóri: Halldór Rúnarsson Ritstjóri: Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir asta@birtingur.is Blaðamenn: Garðar B Sigurjónsson gardarb@birtingur.is og Ragna Gestsdóttir ragna@birtingur. is Auglýsingar: Ólafur Valur Ólafsson, Þórdís Una Gunnarsdóttir, Ásthildur Sigurgeirsdóttir og Hjörtur Sveinsson netf.: auglysingar@birtingur. is Umbrot: Linda Guðlaugsdóttir, Elísabet Eir Eyjólfsdóttir og Carína Guðmundsdóttir Myndvinnsla: Guðný Þórarinsdóttir

Prentun: Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja ISSN 1025-9562

ERFISME HV R M

KI

mhverfisvottuð prentsmiðja

U

Tilkynna þarf uppsögn á áskrift fyrir 15. hvers mánaðar og tekur hún þá gildi í lok þess mánaðar. Áskrifandi verður að tilkynna breytingar á heimilisfangi til Birtíngs á tölvupóstfangið askrift@birtingur.is. Sé það ekki gert ábyrgist Birtíngur ekki að tímarit skili sér á rétt heimilisfang. Allur réttur áskilinn varðandi efni (texta og myndir). Öll notkun efnis, t.d. beinar tilvitnanir og endursagnir, er óheimil án skriflegs leyfis útgefanda. Sjá nánar um réttarvernd og gjaldskrá útgefanda á birtingur.is

141

776

PRENTGRIPUR

FLOTT MEÐ FRÉTTANEF

F

rétt Fréttirnar færðu blaðamennina Kristjón og Auði Ösp saman en turtildúfurnar sleikja nú sólina saman á Spáni. Kristjón Kormákur tók við ritstjórnartaumunum á DV úr hendi Eggerts Skúlasonar í sumar og stýrir þar góðu fleyi

ásamt Kolbrúnu Bergþórsdóttur. Auður Ösp er blaðamaður á DV og fóru hún og Kristjón að sjást saman í byrjun sumars. Nú er sambandið hins vegar orðið opinbert og Kristjón fluttur inn til sinnar heittelskuðu.


Þorbjörg Sigurðardóttir, nýgifta ofurparið Bjarni Ákason, forstjóri Eplis, og Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, eigandi tiska.is, hjónin Valdimar Grímsson, eigandi Eplis, og Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari, sem á yngri árum var skærasta fimleikastjarna landsins, hjónin Guðsteinn Halldórsson smiður og Guðlaug B. Þórarinsdóttir og hjónin Íris Hafsteinsdóttir og Rikki Sigmundsson, eigendur Garmini-verslunarinnar.

... að knattspyrnjuhetjan Hermann Hreiðarsson hafi gætt sér á ljúffengum hádegismat á Saffran. Hemmi var sportlega klæddur í bol og skyrtu og léttur í fasi þrátt fyrir mánudag. ... að Sveinn Andri Sveinsson lögmaður hafi arkað glaðbeittur í gegnum Austurstræti með grænmetisbakka á lofti. Hann lét fjölmiðlafár dagsins ekki

trufla sig við göngutúrinn og beið þess greinilega að snæða hollan hádegismat. ... að Kristrún Ösp Barkardóttir, barnsmóðir hans Sveins Andra, sé flutt til Svíþjóðar ásamt Viktori Helga Hjartarsyni, sambýlismanni sínum, og tveimur sonum hennar en eldri drenginn Baltasar Breka á hún með Sveini Andra Sveinssyni.

... að stórleikarinn Benedikt Erlingsson og kona hans, leikkonan Charlotte Bøving, séu að flytja úr miðbæ Reykjavíkur til Mosfellsbæjar. Þau keyptu hús Bergsteins Björgúlfssonar kvikmyndatökumanns en hann myndaði verðlaunamynd Benedikts Hross í oss. Þeir félagar eru báðir miklir hestamenn.

Skúli Mogensen (48) og Íris Arna Geirsdóttir (29):

FLJÚGANDI

FLOTT SAMAN

W

ow „Komdu með mér til að kanna heiminn,“ segir í lagi Sálarmanna og það hefur Skúli Mogensen, eigandi WOW air, svo sannarlega gert undanfarið en hann hefur verið duglegur að ferðast um með Írisi Örnu Geirsdóttur. Nýlega voru þau stödd í Amsterdam ásamt Birni Inga Hrafnssyni, eiganda DV og Vefpressunnar, og eiginkonu

hans, Kolfinnu Von Arnardóttur, en Íris Arna og Kolfinna Von eru vinkonur. Skúli og Íris Arna ferðuðust einnig til Mexíkó saman í sumar og heyrst hefur að þau hafi látið vel hvort að öðru í VIP-stúkunni á tónleikum Justins Bieber í Kórnum nú í byrjun september. Það verður gaman að sjá hvort ástarfiðrildin eigi eftir að hreiðra um sig hjá þeim núna í vetur.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (41) hreinsar til:

TEKIÐ HEF ÉG HVOLPA TVO

Á

i Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, er aðsópsmikill á meðfylgjandi mynd sem tekin var í afmæli sem Simmi var gestur í en þar sést hann fleygja

strákunum í Föstudagslögunum út á eyrunum. Allt er þetta þó í gríni gert en strákarnir voru að skemmta í afmælinu. Stefán Jakobsson og Andri Ívarsson skipa saman dúettinn Föstudagslögin en þeir taka upp þekkt lög og birta á Facebook-

síðu sinni með samnefndu nafni. Þeir sem vilja hlýða á þá og athuga hvort þeir eru enn með tóneyra eftir aðfarirnar geta brugðið sér á næstu tónleika þeirra sem verða á Café Rosenbrg föstudaginn 30. september næstkomandi.


Yesmine Olsson (43) sá Ove:

SVAKALEGA SÆNSKT OG SKEMMTILEGT Sýningin Maður að nafni Ove var frumsýnd í Kassanum í Þjóðleikhúsinu og þar var margt um manninn og mikið um dýrðir. Þetta er einleikur, byggður á samnefndri metsölubók, en Sigurður Sigurjónsson fer með öll hlutverkin og það var mál manna að hann væri stórkostlegur í hlutverkum sínum. Matgæðingurinn sænski Yesmine Olson var ein af þeim sem skellti sér í leikhúsið og hún var einstaklega ánægð með sýninguna.

S

ænskt „Mér fannst sýningin ótrúlega skemmtileg. Ég fer ekki oft í leikhús því ég skil ekki alltaf allt sem er verið að segja en þessi sýning var frábær og alveg svakalega sænsk. Ég þekkti söguna aðeins því maðurinn minn var búinn að lesa bókina. Mér fannst þetta mjög fyndið því þetta var alveg ótrúlega sænskt og ég sá marga í þessum karakter sem ég þekki, eins og til dæmis afa minn og pabba,“ segir Yesmine.

Siggi stórkostlegur

Siggi Sigurjóns fer með hlutverkin í sýningunni og það var aðdáunarvert að fylgjast með honum einum á sviði í einn og hálfan klukkutíma.

SÆNSK OG SÆL:

Yesmine og sænski sendiherrann, Bosse Hedberg, skemmtu sér konunglega á sýningunni.

„Hann er náttúrulega einn besti leikari sem Ísland á. Hann var alveg stórkostlegur,“ segir Yesmine sem þekkir einnig til leikstjóra sýningarinnar, Bjarna Hauks Þórssonar, en hann á heima í Svíþjóð. Sænska tengingin er þó ekki ástæða þess að hann þekkir Yesmine. „Ég var að þjálfa hann í gamla daga, það var alveg fyrir hundrað árum,“ segir Yesmine og hlær. „Þannig kynnist ég honum fyrst og hef fylgst með honum síðan þá. Það hefur verið virkilega skemmtilegt að fylgjast með honum, hann er alltaf að gera eitthvað nýtt og skemmtilegt og gerir alltaf hluti sem virka.“

GLÆSILEGAR:

Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri og Margrét Pálmadóttir, einn þekktasti kórstjóri landsins, mættu í sínu fínasta pússi.

SMART-SAMLOKA:

Fjölmiðlakonan Marta María stillti sér upp ásamt Illuga Gunnarssyni TVÖ menntamálaráðherra, sem kveður GÓÐ: nú senn svið stjórnmálanna, Theodóra og Jói dans, og kærasta sínum, Páli Winkel zumba-snillingarnir, létu fangelsismálastjóra. sig að sjálfsögðu ekki vanta því Bjarni Haukur, leikstjóri sýningarinnar, er æskuvinur Jóa.

ÁNÆGÐ: FALLEG HJÓN:

Sjöfn Pálsdóttir og eiginmaður hennar, Þórhallur Sigurðsson leikstjóri, mættu glæsileg að vanda og með bros á vör.

GLÆSILEG HJÓN:

Ingimundur Sigfússon, fyrrverandi sendiherra, og eiginkona hans, Valgerður Valsdóttir, skemmtu sér vel á sýningunni. Ingimund þekkja margir sem Ingimund í Heklu en hann átti Heklu á sínum tíma.

Júlía Aradóttir, markaðsstjóri Þjóðleikhússins og dóttir þjóðleikhússtjóra, var ánægð með kvöldið.

ALVÖRUKONUR:

Sirrý Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra, og Jóhanna Pálsdóttir verslunarkona brostu breitt fyrir ljósmyndara.

ÞRUSU ÞRENNING:

Þórunn Sigurðardóttir, Melkorka Tekla Ólafsdóttir dramatúrg og eiginmaður hennar, rithöfundurinn og leikskáldið Kristján Þórður Hrafnsson, sonur Hrafns Gunnlaugssonar kvikmyndaleikstjóra, voru í flottum gír.



Ívar Hauksson (51) golfkennari er í draumastarfinu á Spáni:

ÁSTFANGIN OG GLÖÐ Á SPÁNI:

SKEMMTILEGT:

Ívar og konan hans, Ana Molti, eru hamingjusöm saman á Spáni.

Feðgin mætt saman í sirkus en Ívar veit ekkert skemmtilegra en að vera með fjölskyldunni í frítíma sínum og njóta samverunnar.

MEISTARATAKTAR:

Ívar með réttu tökin á vellinum, ekki við öðru að búast af þessum reynslubolta í golfinu.

ER SENDIHERRA NIKE Á SPÁNI Hvern dreymir ekki um að vinna sem golfkennari á Spáni, á einu flottasta golfhóteli sem fyrirfinnst, allan ársins hring. Ívar er einn þeirra sem vinnur við það sem honum finnst skemmtilegast að gera, spila og kenna golf. Ívar starfar sem golfkennari á Head Professional á Mar Menor Intercontinental, fimm stjörnu golfhóteli á Spáni. Ívar hefur búið á Spáni í tuttugu ár og mestan tímann búið á Murcia. Konan hans Ívars heitir Ana Molti Pelegrin og hafa þau búið saman í sextán ár. Þau eiga saman tvær dætur, Raguel, 13 ára, og Melanie, 8 ára, og báðar eru þær með íslenskan ríkisborgararétt.

L

júft ,,Lífið á Spáni er mjög ljúft, ég tala nú ekki um þegar maður getur unnið við það sem manni finnst skemmtilegt að gera. Lífið hér er mjög frábrugðið lífinu á Íslandi og þá kannski ef við tökum veraldlega hluti þá eru þeir mjög lítils virði hjá Spánverjum. Til dæmis er þeim nákvæmlega sama á hvernig borði maturinn er borinn fram eða á hvernig stólum er setið þegar borðað er, þeim er nákvæmlega sama um það svo framarlega sem maturinn er góður. Það er það sem skiptir þá máli.“

RÉTTU SVEIFLURNAR:

Ívar með nemanda sinn og kennir réttu sveiflurnar.

Ótrúlegustu hlutir geta gerst

,,Ég byrja vinnudaginn milli klukkan níu og tíu á morgnana með kennslu og vinn til klukkan sautján eða átján og fólk kemur alls staðar að

í kennslu. Ég er með marga fasta kúnna sem koma aftur og aftur frá mörgum löndum,“ segir Ívar og er mjög ánægður með það. ,,Vinnan mín er mjög fjölbreytt og sérlega skemmtileg, þú veist aldrei hverju þú átt von á í golfkennslu og ótrúlegustu hlutir geta gerst frá degi til dags.

Fjöldi Íslendinga pantar gegnum Facebook

,,Gríðarlegur fjöldi Íslendinga kemur hingað í kennslu og á golfnámskeið. Ég er með ferðir fyrir íslendinga sem ég auglýsi á Facebook og til að mynda komu tæplega 300 manns á þessu ári á tímabilinu frá byrjun mars til júníbyrjunar. Svo hefur aðsóknin bara verið að aukast

og mikið bókað hjá mér í nánustu framtíð,“ segir Ívar og er mjög ánægður með aðsóknina.

Ferðirnar á Mar Menor

Í golfferðunum á Mar Menor felst að þeir sem vilja koma panta beint hjá Ívari og hann gengur frá öllu fyrir þá. ,,Sumir koma á golfnámskeið og sumir koma í golfkennslu og aðrir koma í golf og golfkennslu. Hóparnir sem koma eru frá einum upp í tuttugu og fimm í hóp venjulega. Þörf þeirra einstaklinga sem koma er mjög misjöfn og geta þeirra er mismunandi en það er alltaf jafngaman að kenna og ég hef óendanlega þolinmæði til kenna hverjum sem er golf,“ segir Ívar sem veit allt um golf.

Sendiherra Nike

Lítill fugl hvíslaði að okkur að Ívar væri sendiherra Nike á Spáni. ,,Já, það er rétt. Nike bauð mér þennan samning í lok síðasta árs og það var mikill heiður fyrir mig að fá þennan samning og viðurkenning á því sem ég hef verið að gera hér til margra ára.“

Fasteignasali líka

Ívar lætur sér ekki bara nægja að kenna golf og halda golfnámskeið, stunda


SÆT SAMAN:

Feðginin skemmta sér saman í tívolí á Spáni.

VÍGALEGUR:

Ívar er ávallt vel búinn í golfkennslunni og öflugur sendiherra Nike á Spáni.

FLOTTIR SAMAN:

Framkvæmdastjóri Mar Menor, Antonio Solano, ásamt Ívari á hótelsvæðinu.

GULLMOLARNIR:

Ívar er afar stoltur af dætrum sínum, þeim Raguel (13) og Melanie (8).

einkaþjálfun og vera sendiherra Nike. Hann er líka fasteignasali. ,,Ég hef selt margar eignir til Íslendinga í gegnum árin en við getum sagt að þau ár sem kreppan var hvað sem mest var mikil lægð í fasteignabransanum en núna er allt að lifna við aftur og fólk er farið að kaupa. Bankarnir eru farnir að lána sem var bara ekki til í dæminu á þessum mesta krepputíma.“

Æfir sex sinnum í viku

,,Vinnudagarnir hjá mér geta verið mjög langir í heildina því á kvöldin er ég með einkaþjálfun og núna er ég með 28 manns, stundum fleiri og stundum færri. Ég er með einstaklinga bæði í æfingum og næringarprógrammi. En þegar ég á frí fer ég gjarnan út að borða með fjölskyldunni.“ Helstu áhugamál Ívars eru líkamsrækt og vaxtarrækt og æfir hann ávallt sex sinnum í viku. ,,Ég hlusta mikið á tónlist og hef einnig áhuga á að horfa á góðar bíómyndir og náttúrulega að vera með fjölskyldu minni,“ segir Ívar sem er afar stoltur af konu sinni og dætrum.

Fyrsta fríið í ágúst í rúm átta ár

Ívar segist aldrei fá heimþrá og líður vel á Spáni. ,,Síðustu þrjú ár

hef ég farið til Íslands í júní til að kenna golf í Básum í 10 daga í samvinnu við GR og mér finnst það mjög gaman. Gaman að hitta gamla vini og kunningja. En ég mun ekki flytja til Íslands aftur,“ segir Ívar ákveðinn á svipinn. ,,Ferðir til Íslands hafa annars verið af skornum skammti þar sem ég vinn mikið en mæðgurnar hafa komið til Íslands. Ég tek afar sjaldan frí og til að mynda fór ég í tíu daga frí núna í ágúst og hafði þá ekki farið í frí í átta ár og fjóra mánuði.“ Konan hans Ívars talar íslensku og talar eingöngu íslensku við dætur þeirra. ,,Dætur mínar skilja íslenskuna en eru ekki farnar að tala hana enn sem komið er.“

Lifa lífinu lifandi – númer eitt

Ívar er þakklátur fyrir lífið. ,,Það sem stendur helst upp úr þegar ég hugsa um lífið í heild er fyrst og fremst velgengni mín í því sem ég hef tekið mér fyrir hendur og ég sé ekki eftir neinu og svo auðvitað fjölskyldan mín og hafa góða heilsu og getu til að gera það sem ég vil gera og númer eitt er að hafa gaman af því sem maður er að gera.“

ÁSTIN Í LÍFI ÍVARS:

Ana Molti á góðri stundu.

STÓRGLÆSILEGT:

Golfhótelið Mar Menor skartar sínu fegursta og þvílíkt augnakonfekt.


LÚXUSEYJAN ÍSLAND

Síðustu ár hefur ferðamönnum á Íslandi fjölgað gífurlega. Flestir eru þeir venjulegt fólk sem hefur ákveðið að skoða það hvað landið okkar hefur upp á að bjóða en þó eru alltaf einhverjir sem vita ekki aura sinna tal. Fyrir þá sem geta straujað kortið af vild og ekki fundið fyrir því er hægt að upplifa ótrúlegan lúxus hér á landi. Lúxusferðir með þyrlum, jeppum og snekkjum er aðeins eitt af fáu sem íslensk ferðaþjónusta hefur upp á að bjóða. Hér má sjá hina típísku íslensku lúxusferð frá upphafi til enda. BLÁA LÓNIÐ

BIEBER Í BLÁA LÓNINU:

Eftir langt flug er tilvalið að fá bílstjórann þinn til að skutla þér á lúxus Mercedes Benz Sprinterbílnum, sem þú leigðir hjá icelimo.is á 50.000 krónur fyrir klukkutímann, í Bláa Lónið en það ertu að sjálfsögðu búinn að leigja út af fyrir þig. Kanadíska poppgoðið Justin Bieber nýtti sér þetta þegar hann hélt tónleika hér á landi, fyrr í mánuðinum, en fleiri frægir einstaklingar hafa leigt sér Bláa Lónið eins og til dæmis raunveruleikastjarnan Kim Kardashian.

Tónlistarmaðurinn Justin Bieber leigði Bláa Lónið fyrir sig og sína og hafði gaman af.

JEPPAFERÐ

Ef að flughræðsla þín kemur í veg fyrir að þú munir njóta þyrluferðar skaltu ekki örvænta. Icelandluxurytours. com bjóða upp á lúxusjeppaferðir. Hægt er að velja mismunandi pakka eftir því hvað þú vilt upplifa en eins og fólk veit er allt falt fyrir rétta verðið og séu núllin nógu mörg er hægt að útbúa sína eigin ferð. Pakkarnir sem boðið er upp á kosta 150.000 krónur og þar er úr nægu að velja. Hvort sem þú vilt skoða Eyjafjallajökul og Þórsmörk, Reykjanesskagann og enda í Bláa Lóninu eða taka alvörujeppaferð um hálendið er ljóst að þarna er eitthvað fyrir alla.

Á SJÓ

Þrátt fyrir að þú sért erlendur ferðamaður sem átt allt of mikið af peningum þurfa hlutirnir ekki alltaf að kosta annan handlegginn. Elding.is býður til dæmis upp á hvalaskoðun á fínu verði en dýrasti pakkinn hjá þeim kostar ekki nema 22.990 krónur á mann en þar ferðast þú um á gúmmítuðru og fylgist með hvölum leika listir sínar. Ef þú vilt hins vegar láta kortið finna fyrir því er að sjálfsögðu hægt að verða við því. Hjá pinkiceland. is getur þú leigt snekkjuna Hörpu og siglt um í alvörulúxus. Eins og gengur og gerist með svona ferðir er erfitt að finna verðið á þessum pakka en miðað er við klukkutímann og það er klárt mál að þetta er dýrara en að kaupa sér pylsu og kók út í sjoppu. Það hefur þó komið fyrir oftar en einu sinni að frægir erlendir aðilar mæta bara á snekkjunum sínum og ein af þeim sem vakti mikla athygli var snekkja auðkýfingsins Paul Allen, annars af stofnendum Microsoft, en Octopus, snekkja hans, er ein fullkomnasta snekkja heims.


KIMYE:

Kim Kardashian og Kanye West gistu meðal annars á 101 hotel þegar þau komu síðast til landsins.

AFMÆLI Á RANGÁ:

Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian hélt upp á afmælið sitt ásamt vinum sínum á Hótel Rangá.

OFURHJÓN:

Jay Z og Beyoncé Knowles eru ein frægustu hjón heims og það dugir ekkert minna en The Trophy Lodge þegar svona hákarlar mæta á svæðið.

GISTING

Ef þú vilt baða þig í lúxus og njóta náttúru Íslands á sama tíma mælum við með gistingu á Hótel Rangá. Þar sem þú ert erlendur ferðamaður sem veist ekki aura þinna tal og vilt baða þig í lúxus ertu að sjálfsögðu að fara að gista í Brúðarsvítunni en nóttin þar kostar 87.400 krónur. Það vantar ekki lúxusinn á Hótel Rangá, þar er maturinn í hæsta gæðaflokki ásamt því sem þú getur látið dekra við þig allan daginn með hinum ýmsu þægindum eins og nuddi eða bara láta þreytuna líða úr þér í heita pottinum. Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian gisti á Hótel Rangá þegar hún kom hingað til lands og hélt meðal annars upp á afmæli sitt þar. Þegar það kemur að gistingu í bænum er 101 hotel með svítuna fyrir þig. Til að upplifa lúxus í miðbænum mælum við með svítunni á 101 hotel í Reykjavík en nóttin þar kostar 105.000

krónur enda um heila íbúð að ræða þar sem allt flæðir í lúxus. Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian og eiginmaður hennar, rapparinn Kanye West, gistu til dæmis á 101 hotel þegar þau komu til landsins fyrr á árinu. Gisting á Hótel Rangá og 101 hotel er flott en á ekkert í The Trophy lodge í Úthlíð. Þarna gista stórstjörnur og þær frægustu sem gist hafa í skálanum eru eflaust ofurhjónin Beyoncé Knowles og Jay Z. The Trophy Lodge er einhver allra flottasti staður landsins. Þú þarft að vera einhver til að fá að gista þarna og það er algjörlega ómögulegt að komast að því hvað nóttin kostar. Við skulum orða það þannig að ef þú þarft að spyrja hvað nóttin kostar þá áttu ekki fyrir henni. Vefsíða The Trophy Lodge gefur ekkert upp og segir einfaldlega: „Coming Soon, fit for a king“. Staðurinn er í eigu Jóhannesar Stefánssonar í Múlakaffi.

GLAUMGOSI Á ÞYRLU:

Instagram-kóngurinn Dan Bilzerian skellti sér meðal annars í þyrluferð um Ísland þegar hann kom hingað í skemmtiferð fyrr á árinu.

MILLJARÐAMÆRINGUR:

Paul Allen er einn ríkasti maður heims og hann þarf ekki að leigja sér snekkju hér á landi, þó að það sé að sjálfsögðu í boði. Hann mætti frekar á sinni eigin snekkju.

ÞYRLUFERÐ

Eftir að þú ert búinn að sofa úr þér ferðalagið daginn áður er kominn tími til að skoða Ísland á einstakan hátt – úr þyrlu. Dýrasti pakkinn sem fyrirtækið helicopter.is býður upp á kostar 175.900 krónur á mann og sá pakki er ekkert slor. Pakkinn heitir Essential Iceland og sýnir þér á fjórum tímum í raun og veru allt sem okkar frábæra land hefur upp á að bjóða. Þú ferðast í þyrlu yfir fallegustu fossa landsins,

eldfjallagígja, Þingvelli og margt fleira sem leyfir þér að upplifa allt það besta á landinu okkar fagra. Fjölmargir frægir einstaklingar hafa nýtt sér þyrluferðir um Ísland eins og til dæmis rapparinn Kanye West og raunveruleikastjarnan Kim Kardashian sem og glaumgosinn og Instagram-kóngurinn Dan Bilzerian. Helicopter.is býður þó upp á fleiri túra og einn sá vinsælasti er Heli-Ice Caving-túrinn þar sem Langjökull er skoðaður innan frá.


gordjöss glamúr

eiminn skoðar h

Emmy-verðlaunahátíðin var haldin í 68. sinn nýlega og fór hátíðin fram í Microsoft Theaterhöllinni í Los Angeles í Kaliforníu. Emmy-verðlaunin eru ein virtustu sjónvarpsverðlaun heims. Verðlaunaflokkarnir eru fjölmargir, eins og gefur að skilja, en það sem vekur ekki síður athygli gesta og sjónvarpsáhorfenda um allan heim eru kjólarnir sem skvísurnar í Hollywood klæðast. Timaritið InStyle velur að vanda þær best klæddu og þessar voru valdar í ár.

7. JULIA LOUIS DREYFUS

Aðalleikkona Weep klæðist Carolinu Herrera. Hún fór heim með Emmy-verðlaun fyrir leik sinn í þáttunum.

10. MILLIE BOBBY nger BROWN Aðalleikkona Stra Things klæðist Valentino.

1. KERRY WASHINGTON

2. Sarah Paulson

Aðalleikkona Scandal er langt gengin með annað barn sitt og klæðist kjól sem Brandon Maxwell sérhannaði fyrir hana.

Aðalleikkona The People vs. O. J. Simpson: American Crime Story klæðist Prada. Hún fór heim með Emmy-verðlaun fyrir leik sinn í þáttunum. Hún var einnig tilnefnd fyrir American Horror Story: Hotel.

3. PRIYANKA CHOPRA

Aðalleikkona Quantico og fyrrum Ungfrú heimur klæðist Jason Wu.

4. SOPHIE TURNER Leikkona Game Of Thrones klæðist Valentino.

9. TRACEE ELLIS ROSS

Leikkona Blackish klæðist Ralph Lauren.

5. ANGELA BASSETT Leikkona American Horror Story: Hotel klæðist Christian Siriano.

6. TARAJI P. HENSON

Aðalleikkona Empire klæðist Veru Wang.

8. SOFIA VERGARA

Leikkonan klæðist Atelier Versage.


GLASSLINE Unidrain® er þekkt um heim allan fyrir gólfniðurföll sem hafa breytt hugmyndum okkar hvar og hvernig niðurföllum er komið fyrir. Uppsetning á GlassLine (sambyggt niðurfall og sturtuhlið) frá unidrain® byggir á sömu grundvallarhugmyndum og er örugg lausn með sérstaklega fallegum frágangi.

Smiðjuvegi 76

www.unidrain.dk

• Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri Opið virka daga frá 8-18 laugardaga frá 10-15 • www.tengi.is • tengi@tengi.is

Sími 414 1050


FALLEG FLJÓÐ:

Sigrún Eva, Ragnhildur, Andrea, Sóley og María Björk tilbúnar til að fara á svið.

GLIMRANDI

GLEÐI

Líf og fjör myndaðist í Gamla Bíói þann 12. september síðastliðinn þar sem Miss Universe Iceland-keppnin fór fram í fyrsta sinn. Hildur María, Miss Glacier Lagoon, hreppti titilinn eftirsótta og mun hún því taka þátt í keppninni Miss Universe á næsta ári fyrir hönd landsins en keppnin fer fram á Filippseyjum.

F

egurð Miss Universe-keppnin er mjög vinsæl hjá ungum konum en með titlinum fylgja gríðarlega veglegir skólastyrkir og fjölmörg tækifæri. Fyrrum handhafar titilsins hafa margar hverjar látið til sín taka í góðgerðarstörfum og margar hámenntaðar konur í atvinnuheiminum bera þennan titil. Umsjónaraðilar keppninnar hér heima eru þau Manuela Ósk og Jorge Esteban en þau vinna eftir stífum alþjóðlegum reglum. Stelpurnar sem taka þátt fá meðal annars óundirbúnar spurningar á sviði

sem tengjast áhugamálum þeirra, markmiðum þeirra og samfélagslegri ábyrgð. Til landsins komu erlendir dómarar, þar á meðal fyrrum Miss USA, Nia Sanchez, og leikararnir Shawn Pyform og Cody Kasch.

Miss Maybelline

Keppendur fengu mikinn stuðning frá fagaðilum í undirbúningi keppninnar. Maybelline var einn af styrktaraðilum keppninnar ásamt Reykjavík Makeup School en förðunarfræðingar frá þessum flotta skóla sáu um að farða

keppendur með vörum frá Maybelline. Í fyrsta sinn var svo krýnd Miss Maybelline sem var einn af aukatitlunum sem keppendur gátu fengið. Í lok kvöldsins var svo boðið í eftirpartí í Pedersen-svítunni á efstu hæð Gamla Bíós þar sem gleðin var við völd og nýrri fegurðardrottningu fagnað.

GLÆSILEGAR: Keppendur geisluðu á sviði með Maybellineförðunina sína.

MISS MAYBELLINE:

KANN ÞETTA:

Aron Can sá um að skemmta aðdáendum í hléi.

María Björk hlaut titilinn Miss Maybelline og fékk að launum veglega gjafakörfu ásamt því að hún mun sitja fyrir í myndatökum fyrir merkið í ár.

FLOTTAR SAMAN:

Stórglæsilegar fegurðardrottningar, þær Manuela Ósk og Hildur María.


DÚNDUR DRESS:

Keppendur voru í sérhönnuðum dressum, sem komu frá Bandaríkjunum, í opnunaratriðinu sem var sérstaklega glæsilegt og skapaði mikla stemningu.

HIN FEGURÐARDROTTNINGIN: Nýkrýnd Ungfrú Ísland, Anna Lára Orlowska, ásamt kærasta sínum, Nökkva Fjalari Orrasyni.

ÁNÆGÐAR:

Harpa Ómarsdóttir, eigandi Hárakademíunnar, og Sara Dögg, annar eigenda Reykjavík Makeup School, sáttar eftir góðan undirbúning. Þær fóru fyrir teymum fagfólks sem sáu um útlit keppenda.

STJÖRNUR:

Amerísku leikararnir Cody Kasch og Shawn Pyform, sem eru best þekktir sem Zach Young og Andrew Van de Kamp, sátu í dómnefnd fyrir Miss Universe Iceland, hér ásamt Andreu sem varð í þriðja sæti.

STEMNING:

Fordrykkurinn var í boði Somersby og Pepsi og Doritos bauð upp á snakk fyrir gestina sem sló svo sannarlega í gegn.

GLÆSILEG:

ÞRJÁR GÓÐAR:

Sigrún Eva sem varð í öðru sæti, Hildur María, Miss Universe Iceland, og Andrea sem varð í þriðja sæti.

Hafdís, sem hlaut titilinn Miss Director‘s Choice, valin af Jorge og Manuelu Ósk, ásamt Miss Universe Iceland, Hildi Maríu.

SIGURVEGARI:

Hildur María stórglæsileg fyrir sýninguna, nokkrum tímum áður en hún var krýnd Miss Universe Iceland 2016.

TILBÚNAR:

Steinunn Edda, bloggari á Trendnet, Erna Hrund frá Maybelline og Sara Dögg frá Reykjavík Makeup School spenntar fyrir keppnina.

FALLEG FÖRÐUN:

Helga Sæunn frá Reykjavík Makeup School notar nýju augnskuggapallettuna frá Maybelline, Rock Nudes.

FLOTT:

ÞRUSU ÞRENNING:

Ólafía Ósk, Andrea og María Björk tilbúnar í keppnina.

Allir keppendur voru farðaðir með vörum frá Maybelline. Hér má sjá nokkrar nýjungar sem eru væntanlegar á næstunni.

FLOTT SAMAN:

Baldur Rafn Gylfason, eigandi Label M á Íslandi, mætti að sjálfsögðu á staðinn ásamt eiginkonu sinni, Sigrúnu Bender. Nemendur úr Hárakademíunni sáu um hár keppenda með vörum frá Label M.


FREYJA MYNDAR Freyja er 12 ára stelpa sem hefur gaman af því að æfa sig í ljósmyndun.


LITRÍKT

með linsunni Freyja er ungur og upprennandi ljósmyndari. Þrátt fyrir ungan aldur nær hún að fanga frábærar myndir á vélina sína og hefur verið dugleg að taka myndir í sumar.

L

itir Freyja var á ferð, vopnuð myndavélinni, í sumar og leit við á Hvammstanga. Hvammstangi er lítill bær sem kúrir við ysta haf og Freyja tók litríkar myndir sem sýna vel fegurðina á Hvammstanga. Þrátt fyrir að elstu húsin séu ekki reisuleg né risastór gleðja þau samt augað og fallegir litirnir kallast á við blágráa tóna hafs og himins.

Myndir: Freyja Eaton Blöndal


Katla Hreiðarsdóttir innanhússhönnuður (32) í skýjunum með viðtökurnar í Múlanum: LUKKULEG:

Katla er ein af eigendum verslunarinnar Systur og makar en fyrirtækið er rekið af tveimur systrum, Kötlu og systur hennar, Maríu Kristu, sem er grafsískur hönnuður, ásamt mökum þeirra, Þórhildi Guðmundsdóttur, sem er maki Kötlu, og Berki Jónssyni, eiginmanni Maríu Kristu. Þau voru alsæl með viðtökur viðskiptavina í nýja húsnæðinu í Múlanum en verslunin hefur flúið af Laugaveginum og er komin í Múlann.

GLAÐAR:

Katla Hreiðarsdóttir og Svava Halldórsdóttir voru glaðar í bragði og skáluðu í tilefni opnunarinnar.

TARFUR FRÁ KRISTU DESIGN:

Allar vörur Volcano og Kristu Design eru framleiddar hér á landi en þær reka einnig verkstæði, vinnustofu og saumastofu þar sem fjöldi starfsmanna vinnur við að koma vörunum frá hugmynd að veruleika.

TROÐFULLT:

Mikill fjöldi fólks lagði leið sína á opnun verslunarinnar Systur og makar í Múlanum.

Sjarminn dofnaði

og lundabúðir spretta upp

Stórglæsilegt opnunarteiti var haldið í nýjum húsakynnum verslunarinnar Systur og makar í Síðumúla á dögunum en eigendurnir ákváðu að loka á Laugaveginum og flytja verslunina í skemmtilegra umhverfi. Katla Hreiðarsdóttir var alsæl með viðtökur viðskiptavina á opnuninni og fjöldi fólks lagði leið sína í teitið. Katla er innanhússhönnuður og ein af fjórum eigendum verslunarinnar Systur og makar.

S

jarminn ,,Ég hef séð rosalega miklar breytingar á miðbænum síðustu ár og of margar rótgrónar verslanir hafa þurft að víkja fyrir sérhönnuðum ferðamannabúðum sem mér finnst því miður alltof mikið af. Mesti sjarminn sem fylgdi Laugaveginum hefur dofnað. Áður var ekki allt fullt af stórum keðjuverslunum og lundabúðum. Það er afar leitt að sjá þróunina sem hefur orðið á

miðbænum á þessum stutta tíma um leið og margt jákvætt er að gerast og mikil uppbygging er í gangi. Lausn þarf að finna við þessari þróun, margir hafa nefnt að setja kvóta á svona búðir, í það minnsta þarf að grípa inn í,“ segir Katla og bendir á að þetta sé hennar mat. En í byrjun sumars fengu rekstraraðilarnir tilkynningu þess efnis að þeir væru að missa húsnæðið. Katla hefur rekið

verslunina Volcano Design á sama stað síðan 2009 og henni var svo breytt fyrir rúmu ári í verslunina Systur og makar sem býður upp á mun meira úrval en fatnað.

Yfir í Múlann

Eftir að hafa rekið verslunina á Laugavegi síðustu 7 ár kom ekkert annað til greina hjá þeim systrum en að halda sig þar eftir sameininguna. En það var ekki raunhæft þar sem leigan hækkaði og hækkaði og er nú komin upp úr öllu valdi og allir ætla að græða meira en sá næsti. ,,Við sáum að þetta væri kannski ekki lengur staðurinn fyrir okkur þar sem verslun með íslenska framleiðslu fylgir jú mikill kostnaður,“ segir Katla til áréttingar. Til að vera vissar settu þær af stað skoðanakönnun þar sem kúnnarnir

þeirra voru einfaldlega spurðir hvar þeir vildu sjá verslunina Systur og maka. ,,Svörin komu okkur vægast sagt á óvart, kúnnarnir vildu okkur alls staðar annars staðar en í 101-hverfinu. Það víkkaði auðvitað sjóndeildarhringinn og margir nefndu verslunarmiðstöðvarnar, Hafnarfjörð, og jafnvel Granda og enn fleiri töluðu um Skeifuna og Múlann. Vinnustofan okkar er í Síðumúla 32 svo það var tilvalið að reyna að fá húsnæði nálægt henni. Svo leitin hófst og við fundum núverandi húsnæði okkar í Síðumúla 21, sem er töluvert stærra en fyrra húsnæðið en við ákváðum að taka áhættuna og stökkva á það. Við stækkunina gátum við nú tekið inn aðeins fleiri merki sem okkur hafði lengi dreymt um, eins og t.d. Nkuku-


HÖNNUN:

Óróarnir frá Kristu Design boða jólin. Verslunin er einskonar samastaður fyrir hönnunarmerki systranna Volcano Design og Kristu Design undir einum hatti þar sem þær selja eigin hönnun í formi fatnaðar, skarts og heimilisvöru. Einnig er boðið upp á úrval af vörum frá Crabtree & Evelyn, Essie, Nkuku, Insight-hárvörur, ilmvörur, plaköt og fleira. Systur og makar reka saman þrjár verslanir, eina í Reykjavík aðra á Akureyri og þá þriðju á Netinu.

TÓNAR:

Gítaristinn Bjarni Már Ingólfsson gleður gesti með fallegum tónum.

DEKUR:

GLEÐUR AUGAÐ:

Þórhalla Kristjánsdóttir í lökkun hjá Essie.

TÖFF:

Hönnunarvörurnar grípa Hildigunni Smáradóttur föstum tökum.

Bergrós Kjartansdóttir og Þóra Jóna Jónatansdóttir voru hrifnar af nýja staðnum.

FLOTTAR:

Eygló Erla Þórisdóttir og Kristín Eysteins mættu hressar.

HRESSAR:

Berglind Beinsteins, Sigríður Beinsteins og Elsa Bára Traustadóttir brostu sínu breiðasta í opnunarteitinu.

vörurnar sem eru „Fairtrade-vörur“, dásamlega fallegar og passa vel við okkar merki.“ Einnig komu þær upp stóru kaffihorni og stefnan er tekin á að vera með langar opnanir, kynningar og skemmtilegheit fyrsta fimmtudag í mánuði fyrir alla sem vilja koma og hlusta og/eða kynna eigin vörur, enda nóg rými. ,,Við trúum á að dreifa gleðinni og nýta „hypið“ þegar það á sér stað, ekki keppa alltaf öll í sitthvoru horninu, það hefur margsannað sig að það að vinna saman margborgar sig.“

Dásamleg stemning og mikil ánægja í opnunarteitinu

Veglegt opnunarteiti var haldið í tilefni flutninganna í Síðmúlann og var öllu tjaldað til. Yfir tvö hundruð manns komu við og fögnuðu flutningunum og nutu

SYSTUR:

Ofurkátar systur, ánægðar með flutninginn í Múlann.

góðra veiga. Það var fullt út úr dyrum frá klukkan sjö til níu um kvöldið. Boðið var upp á osta frá Búrinu, en Eirný ostaséní er góð vinkona fjóreykisins, drykkjarföng frá Ölgerðinni og gómsætt súkkulaði frá Omnom. Einnig voru hönnuðir og umboðsaðilar með kynningu á vörunum sem Systur og makar selja í versluninni. Gleðin var í forgrunni sem og gjafmildi verslunareigenda. ,,Við ákváðum að vera með tombólu og söfnuðum saman rúmlega fimmtíu vinningum frá mörgum af þeim merkjum sem við seljum frá. Við gáfum fullt af gjöfum sjálf og hugsunin var að fyrstu fimmtíu sem myndu versla fengju að draga miða og fengju þá allir aukavinning. Við vorum í sjokki yfir viðtökunum og það var röð við kassann frá opnun til lokunar og vinningarnir

kláruðust ískyggilega hratt svo þetta var frábært kvöld í einu og öllu,“ segir Katla og brosir allan hringinn. ,,Dásamleg stemning var á staðnum, allir svakalega jákvæðir með flutningana og stærðina á búðinni. Margir töluðu um hvað það væri mikilvægt að vera með bílastæðin beint fyrir framan og hvað við værum komin miðsvæðis. Eins var mikið nefnt hvað miðbærinn væri nú í einu og öllu hugsaður fyrir ferðamennina og það þótti mér leitt að heyra. Ég held að við séum ekki þau einu sem erum á því að þegar við ferðumst um heiminn viljum við ekki aðeins upplifa vinsælustu staðina heldur líka menningu hvers staðar fyrir sig og fylgjast með íbúum. Þetta megum við hér heima ekki missa. Við þurfum að halda okkar sérkennum.“

Snapchat er málið Fyrir ári síðan tók fjóreykið sumarbústað í gegn og leyfði kúnnunum að fylgjast með því verkefni frá upphafi til enda sem var gríðarlega vinsælt. ,,Okkur datt því í hug að leyfa öllum að fylgjast með þessum breytingum líka enda sjáum við um allt og gerum allt sjálf. Við bættum Snapchat-miðlinum við sem stækkaði mjög ört og fólk beið í ofvæni að sjá skemmtilegar lausnir, málningarvinnu og jú fíflaskapinn í okkur því við erum jú bara við og reynum að hafa þetta allt létt og skemmtilegt. Að fíflast í gegnum þessar miklu breytingar var gott því stressið yfir flutningunum gat auðveldlega náð yfirhöndinni því við vissum auðvitað ekkert hvort þetta væri rétt ákvörðun.“


Hildur María Leifsdóttir (23) er fegurðardrottning:

KEPPNI Í FEGURÐ ALVEG EKTA FEGURÐARDROTTNING: Hildur María Leifsdóttir verður fulltrúi Íslands í lokakeppninni um tiltilinn ungfrú alheimur sem fer fram á Filippseyjum í lok janúar á næsta ári.


Í GÓÐU FORMI:

Hildur María er handboltastelpa, hún spilar hægra horn með meistaraflokki ÍR. En liðið sér nú eftir henni í annarskonar keppni. Hildur María segir handboltann halda sér í formi.

TÓK ÞÁTT Á SÍÐUSTU STUNDU:

Þeir síðustu verða fyrstir sannaðist heldur betur því Hildur María tók þátt í keppninni á síðustu stundu, rétt áður en þátttökufresturinn rann út.

Hildur María Leifsdóttir er nýkrýnd Miss Universe Iceland. Hún er ósköp venjuleg handboltastelpa sem grunaði ekki fyrir nokkrum mánuðum síðan að hún væri á leiðinni í eitt skemmtilegasta ferðalag lífsins. Hildur María starfar sem flugfreyja hjá Icelandair og keppir með ÍR í handbolta en hún spilar í hægra horni. Hildur María verður fulltrúi Íslands í lokakeppni Miss Universe sem fer fram á Filippseyjum í lok janúar á næsta ári.

G

eggjað „Ég var lengi að ákveða mig og skráði mig í keppnina síðasta daginn. Það sem heillaði mig mest var að dómararnir voru erlendir. Það fannst mér skipta mestu máli, þeir komu alveg hlutlausir að borði, þekktu okkur ekkert og dæmdu okkur út frá því sem þeir sáu og heyrðu á meðan við vorum í ferlinu. Keppnin er líka þekkt erlendis og risastórt nafn á alþjóðavísu og ég veit að þetta veitir mér svakalega mikla möguleika. Ég verð á ferðinni í Bandaríkjunum næstu þrjár vikur þar sem Manuela og Jorge, sem sjá um keppnina, verða með mér á flakki. Ég tek þátt í tískusýningum og mun hitta aðila sem tengjast keppninni. Við förum líka á tvær keppnir og verður áhugavert að sjá

hvernig fyrirkomulagið á þeim er þarna úti,“ segir Hildur María sem mun án efa mæta í þennan leik full af keppnisskapi, líkt og hún gerir á handboltavellinum.

GÓÐ BLANDA: Handbolti og fegurð fara vel saman.

Handboltastelpa

Hildur María Leifsdóttir hefur æft handbolta frá því að hún var smástelpa, hún er mikil keppnismanneskja og veit hvað þarf til að ná árangri. „Ég er alveg með það á hreinu að handboltinn mun hjálpa til við að ná árangri í keppninni í janúar. Handboltinn hefur líka haldið mér í formi og ég get borðað það sem ég vil og geri það. Það albesta sem ég fæ er nautasteik með béarnaise-sósu, ég er alæta á mat. Auðvitað passa ég vel upp á að borða næringarríkan Framhald á næstu opnu


Framhald af síðustu opnu

ALVEG EKTA:

Þessi kóróna er sko ekkert frat.

SKJA: KEPPNISMANNE og ætlar inn Hildur María er klár í slag i. inn ppn ake lok í leið sér alla

MEÐ FERÐABAKTERÍU:

Hildur María starfar sem flugfreyja hjá Icelandair. Hún er dugleg að ferðast um heiminn með kærastanum sínum og er því vel undirbúin fyrir titilinn ungfrú alheimur en sú sem hlýtur hann mun ferðast um allan heim.

mat og hollan en ég er engin öfgamanneskja þegar kemur að mataræði og hreyfingu.“ Hildur María starfar sem flugfreyja hjá Icelandair og er því vön að vera á flakki um heiminn sem er án efa mikill kostur fyrir keppanda í Miss Universe. „Ég hef farið um allan heim. Við kærastinn

minn, Ólafur Snorri, vorum á Balí rétt áður en ég tók þátt í keppninni hérna heima. Við erum dugleg að ferðast um heiminn. Foreldrar mínir eru vanir því að ég sé á flakki og vita að ég spjara mig,“ segir Hildur María sem ætlar sér alla leið í lokakeppninni.

ERLENDIR DÓMARAR MIKILL KOSTUR:

„Það sem réð úrslitum um að ég tók þátt í kepninni var að dómararnir voru erlendir, það fannst mér mikill kostur. Keppnin var líka mjög vel skipulögð og allt utanumhald alveg frábært.“

ÖRVHENT HORNASKYTTA:

„Ég hef verið í handbolta frá því að ég var smástelpa og er viss um að íþróttir séu frábær undirbúningur fyrir fegurðarsamkeppni.“


NÝTT BÆTIEF NI FYRIR SVEFN

Sefur þú illa á nóttunni? LUNAMINO Lunamino er nýtt svefnbætiefni sem inniheldur L-tryptófan, valdar jurtir og bætiefni sem öll eru þekkt fyrir róandi og slakandi áhrif. Það hjálpar okkur að sofna og nætursvefninn verður betri og samfelldari.

Sölustaðir: Flest apótek og heilsubúðir


Sjöfn Þórðardóttir (44) fyrir Séð og keyrt: tignarlegur:

Draumabíllinn skartar tímalausri hönnun, tignarlegur, sterklegur og með skarpar línur.

framúrskarandi:

Framúrskarandi aksturseiginleikar.

lúxus í fyrirrúmi: Lúxusjeppi í orðsins fyllstu merkingu.

töfrandi eðalfákur Ég kynnti mér þennan aflmikla og töfrandi fák, Audi Q7 e-tron, sem heillaði mig gjörsamlega upp úr skónum þegar ég settist upp í hann í fyrsta skipti, ég varð ástfangin við fyrstu sýn. Hönnunin á Audi Q7 er að mínu mati tímalaus, fáguð innan sem utan.

F

ramúrskarandi Þegar maður horfir á hann, virkar hann svo tignarlegur með voldugum framenda, sterklegur með skörpum línum. Q7 hef­ ur alla þá eiginleika sem ég gæti hugsað mér að hafa í mínum eigin draumabíl og er í orðsins fyllstu merkingu lúxusjeppinn. Hann er eins og hugur manns og gæti verið einn af fjölskyldunni.

Lúxusjeppi í orðsins fyllstu merkingu

Bíllinn sem ég prófaði er svonefnd e-tron-týpa eða tengiltvinnbíll,

fjórhjóladrifinn sem gengur bæði fyrir rafmagnsmótor og dísilvél. Það var magnað þegar ég var að ræsa bílinn að ég fann varla fyrir því að hann væri kominn í gang þar sem vélin er bæði ótrúlega hljóðlát og þýð. Að keyra Q7 er mögnuð upplifun, ég upplifði mig eins og ég svifi á skýi eða að ég væri stödd í lúxusfarþegaþotu á fyrsta farrými og nyti lífsins. Hann er dúnmjúkur í öllum þeim akstri sem ég prófaði, utanbæjar sem innanbæjar. Það heyrðist varla í vélinni og lítið sem ekkert veghljóð og því hrein unun að aka þessum bíl. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það að

aksturseiginleikar bílsins eru hreint og beint framúrskarandi.

Kraftmikill, sparneytinn og umhverfisvænn

Þessi glæsilegi sport- og lúxusjeppi er ótrúlega aflmikill þegar báðir aflgjafarnir eru nýttir samtímis eða 373 hestöfl lesendur góðir. Þegar ekið er á rafmagni þá er drægnin allt að 56 km og slík vegalengd ætti að duga flestum höfuðborgarbúum í borgarsnattinu og enginn útblástur. Ég er talsmaður þess að draga úr útblæstri og það er sem betur fer mikil vitundarvakning í þeim málaflokki og því er e-tron frábær kostur fyrir þá sem eru umhverfisvænir og það sem meira er að það tekur einungis 2 ½ klst. að hlaða rafhlöðuna frá núlli. Samþætting rafmagns og dísilvélarinnar í blönduðum akstri

snerpa, hraði og fegðurð:

Blæs ekki úr nös þegar sprett er úr spori.

er ótrúleg á þessum stóra jeppa og magnað hvað Q7 er hagkvæmur í keyrslu.

Ríkulega búinn

Ég er einstaklega hrifin af því hve vel Q7 er búinn staðalbúnaði og er sá flottasti sem og notendavænasti sem ég hef prófað. Q7 er með MMI Navigation Plus, sem er íslenskt leiðsögukerfi (3D kerfi), og stafrænan skjá í mælaborði. Á honum er hægt að fylgjast með stöðu aflmælis, drægni og orkuflæði. Einnig býður Q7 upp á tengimöguleika við Google Android Auto og Apple CarPlay í gegnum flottan margmiðlunarskjá sem þýðir að hægt er að spegla viðmót snjallsímans fram á skjánum sem hentar konu eins og mér sem ávallt er tengd. Ríkulegur staðalbúnaðurinn er mjög einfaldur


Kynning

Ragnheiður M. Kristjónsdóttir, markaðsfulltrúi Heklu (44), í skýjunum með viðtökurnar á frumsýningu hjá HEKLU:

STOLT:

Ragnheiður M. Kristjónsdóttir var himinlifandi og stolt af sínum á frumsýningardeginum.

Í SKÝJUNUM:

Þeir Hendrik Berndsen, stjórnarformaður og einn eigenda HERTZ á Íslandi, og forstjóri HEKLU, Friðbert Friðbertsson, voru svo sannarlega í skýjunum með viðbrögð kúnnana á nýja Audi Q7 eintakinu.

HRESSAR:

María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptatengsla hjá HEKLU, og Ragnheiður M. Kristjónsdóttir voru hinar hressustu í tilefni dagsins.

ómótstæðilegur: Varð ástfangin við fyrstu sýn.

FRAMÚRSKARANDI FRUMSÝNING Bílaumboðið HEKLA frumsýndi um helgina stórglæsilegan Audi Q7 e-tron quattro sem er fyrsti fjórhjóladrifni dísiltengiltvinnbíll heims og sameinar krafta rafmagnsmótors og dísilvélar. Það er óhætt að segja að bílsins hafi verið beðið með mikilli eftirvæntningu.

E langflottastur: Flottasti og notendavænasti staðalbúnaðurinn.

í notkun og ég lærði strax á hann og öll aðstaða og innanrýmið er klárlega með því besta sem gerist. Q7 er ótrúlega rúmgóður í alla staði sem og farangursrýmið, ég tala nú ekki um ef aftursætin eru felld niður þá er það risastórt. Nóg pláss er fyrir alla fjölskylduna og nýjasta fjölskyldumeðliminn okkar, hundinn Freka.

Arabískur veðhlaupahestur eða jeppi

Aksturinn á þessu aflmikla flaggskipi frá Audi líkist ekki beint jeppa þó svo að ég sæti hátt. Q7 er eitthvað svo næmur, allt viðbragð og hreyfingar líkjast helst fólksbíl og öll stýring í akstri er mjög næm og viðbragð gott. Þessi sportlegi og kraftmikli jeppi minnir mig helst á arabískan veðhlaupahest sem blæs ekki úr nös við að spretta úr spori. Það var

eiginlega ekki fyrr en ég hækkaði hann upp með loftpúðafjöðruninni að mér fannst eins og Q7 væri ekki lengur stór og rúmgóður fólksbíll heldur orðinn fullvaxta jeppi.

Lúxusþægindi fyrir upptekna konu

Ég hef dálæti á öllum lúxusþægindum og Q7 hefur allt sem hugur konu girnist. Hann getur lagt sjálfur í stæði, það er lyklalaust aðgengi með snertilausri opnun á afturhlera sem er toppur fyrir mig þegar ég kem úr búðinni með fullar hendur af pokum, ég þarf aðeins að setja fótinn aðeins undir afturenda bílsins og þá opnast skottið, þvílík þægindi. Einnig er lyklalaus ræsing, hiti í sætum og stýri, rafdrifin framsæti, allt nauðsynlegur búnaður fyrir dekurrófu eins og mig. Ég naut hverrar mínútu í þessum eðaltöffara og mæli hiklaust með Q7.

ftirvænting ,,Viðtökurnar voru sérlegar góðar um helgina og ljóst að bílsins hefur verið beðið með eftirvæntingu. Byrjað var að taka við pöntunum í mars og á þriðja tug bíla voru pantaðir fyrir fram, óséðir áður en fyrstu eintökin komu til landsins. Það sem vegur þungt í þessum áhuga á bílum eru tækninýjungarnar, vistvænir kostir og hversu góða dóma hann hefur fengið erlendis og hjá íslenskum bílablaðamönnum.” Ragnheiður er mjög ánægð með hve vel frumsýningardagurinn heppnaðist.

,,Það var stöðugur straumur gesta í Audi-salnum og voru biðraðir eftir að komast í reynsluakstur. Sölumennirnir fengu mjög mikið af fyrirspurnum og fundu fyrir gríðarlegum áhuga á bílnum. Áhugi fólks á vistvænni vöru hefur aukist mikið að undanförnu og þar kemur Q7 e-tron sterkur inn. Eldsneytisnotkun hans er undir tveimur lítrum af dísil á hverja hundrað kílómetra og svo eru tengiltvinnbílar umhverfisvænir og bera því hagstæða tolla,” segir Ragnheiðar og er afar stolt af þessu nýja eintaki í húsi.

EÐALEINTAK:

Forstjóri HEKLU, Friðbert Friðbertson, með nýjasta eintakið frá Audi, sigurvegara dagsins.


BIRGITTA JÓNS – BJÚtÍFÚL BRUSSA

Þriðja myndin um Bridget Jones, Bridget Jones´s Baby, er nú mætt á kvikmyndatjaldið. Breski rithöfundurinn Helen Fielding gaf Bridget fyrst líf í dálkum sínum í blaðinu The Independent 1995. Dálkarnir hétu Bridget Jones´s Diary eða Dagbók Birgittu Jóns og fjölluðu þeir um hina rúmlega þrítugu Bridget sem var einhleyp og búsett í London, Englandi. Dálkarnir fjölluðu um leit Bridget að ástinni, á sama tíma og hún reyndi að átta sig á hvaða spilum lífið úthlutaði henni og djammaði og datt á trúnó með vinahópnum.

B

jútí Foreldrar Bridget voru svo búsettir í sveitasælunni fyrir utan London og heimsótti Bridget þá reglulega. Dálkarnir gerðu jafnframt góðlátlegt grín að konuglanstímaritum eins og Cosmopolitan sem ávallt bjóða upp á reglur um hvernig við konur eigum að vera og hvað við eigum að gera. Dálkarnir voru gefnir út í bók 1996, Bridget Jones´s Diary og framhaldið kom svo út 1999 Bridget Jones: The Edge of Reason. Báðar bækurnar voru færðar yfir á hvíta tjaldið, sú fyrri 2001 og sú seinni 2004. Renée Zellweger fór í ömmubrækurnar hennar Bridget og sjarmatröllin Hugh Grant og Colin Firth voru mennirnir í lífi hennar, sá fyrri yfirmaður hennar með brókasótt og sá seinni seinheppni stirðbusalegi lögfræðingurinn, sem á foreldra sem búa í næsta húsi við foreldra Bridget. Fielding gaf síðan þriðju bókina út 2013, Bridget Jones: Mad About the Boy og gerist hún 14 árum eftir atburði bókarinnar sem kom út 2004.

Nokkurrar gagnrýni gætti þegar hin bandaríska Zellweger fékk hlutverk Bridget sem er eins bresk og þær gerast, en þær gagnrýnisraddir voru fljótlega þaggaðar niður þar sem að hún stóð sig frábærlega í hlutverkinu og talaði með fullkomnum breskum hreim auk þess sem hún uppskar Óskarstilnefningu fyrir. Kvikmyndirnar fylgja bókunum ekki staf fyrir staf og sú nýjasta er þar engin undantekning og fylgir alls ekki þriðju bókinni. Hugh Grant vildi ekki vera með að þessu sinni og sjarmörinn Patrick Dempsey eða McDreamy eins og allar konur sem horft hafa á Grey´s Anatomy þekkja hann, bætist því í hlutverk vonbiðla Bridget. Í nýjustu myndinni, Bridget Jones´s Baby, stendur sögupersónan í þeim sporum að vera orðin ólétt og í nokkrum bobba. En fleiri en einn kemur til greina sem faðir barnsins. Það má því gera ráð fyrir æsispennandi sögu sem mun án efa kæta alla.

ERT ÞÚ BRIDGET JONES?

Taktu prófið og tékkaðu á því

Ertu eldri en 30 ára og single? Hefur þú farið í „ömmubrókum“ á djammið af því að þær eru þægilegar og/eða þvottadagur og þú ætlar hvort eð er ekki að draga neitt „drasl“ með þér heim? Áttu tvo ketti eða fleiri? Hefur þig dreymt um og/eða verið skotin í myndarlega yfirmanninum? Líður þér alltaf eins og þú sért ennþá 13 ára með spangir í fjölskylduboðum? Hefur þú klárað tveggja lítra ís, ein upp í sófa á náttfötunum? Lítur þú svo á að hvítvínsflaska (eða tvær) geti hæglega flokkast sem máltíð? Hefur þú fengið þér aðeins of mikið í tána í einhverju vinnupartý og sagt og gert hluti sem þú ættir ekki að hafa gert? Hefur þú einhverntíma mætt í veislu eða partí og algjörlega misskilið „dresskódið“ og „markaðssvæðið“? Ert þú ítrekað að skrifa niður eitthvert heiti, sem þú frestar svo fram á næsta ár og stendur aldrei við? (byrja í ræktinni, hætta að drekka, hætta að djamma, hætta að reykja, hætta að reyna við vonlausa karlmenn og svo framvegis)

Ef fimm eða fleiri atriði hér að ofan eiga við um þig, þá ertu BRIDGET JONES. Hringdu í stelpurnar þínar, skellið ykkur á Bridget í bíó og svo á trúnó með hvítvínsglas í hendi.


Norsk hönnun og gæði

15% kynningarafsláttur

Verð áður r. 335.000 k Verð með afslætti r. 284.750 k

Innlit Ármúla 27 Sími 544 8181 www.innlit.is ●


Leikkonan Rakel Björk Björnsdóttir (20) er ung og upprennandi:

RÍSANDI STJARNA Í LEIKLIST EFNILEG:

Rakel Björk er gríðarlega efnileg leikkona og það verður án efa gaman að fylgjast með því sem hún tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.

Rakel Björk Björnsdóttir sló í gegn með frammistöðu sinni í kvikmyndinni Þröstum. Þessi unga söng- og leikkona er á leikarabraut í Listaháskóla Íslands en leiklistin á hug hennar allan. Hún er þó einnig frambærileg söngkona og ætlar að láta drauma sína rætast. Rakel er á leið utan til að vera viðstödd kvikmyndahátíð vegna Þrasta en hún og móðir hennar ákváðu að fara saman og skella í eina mæðgnaferð í leiðinni.

L

eikkona „Þetta er kvikmyndahátíð í Frankfurt sem heitir Lucas International Film Festival og er fyrir unga kvikmyndagerðarmenn og -áhugamenn. Ég lék í Þröstum og er að fara út sem fulltrúi þeirra. Áhorfendahópurinn er mest ungt fólk, börn og unglingar,“ segir Rakel full tilhlökkunar en þetta er ekki eina kvikmyndahátíðin sem hún hefur farið á. „Ég fór á Toronto International Film Festival í fyrra þegar Þrestir voru frumsýndir og einnig San Sebastian þar sem myndin vann aðalverðlaunin.“

Byrjaði ung

ÞUMALINN UPP:

Rakel er á sínu fyrsta ári í Listaháskóla Íslands og hlakkar til að geta unnið við það sem hún elskar.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Rakel þó nokkra reynslu þegar kemur að leiklist. Hún byrjaði ung að syngja og leika og hefur haldið áfram á þeirri braut. „Ég byrjaði að leika þegar ég var níu ára. Þá byrjaði ég í Sönglist í Borgarleikhúsinu og lék þar með Borgarbörnum í nokkur ár. Síðan hef ég tekið þátt í skólaleikritum í grunnskóla og var einnig í Herranótt í MR. Ég hef líka aðeins tekið þátt í auglýsingamyndböndum og tónlistarmyndböndum en frumraunin í kvikmyndum var í myndinni Falskur fugl,“ segir Rakel og rifjar upp hvernig það kom til að

hún fékk hlutverkið í Þröstum. „Það var haft samband við mig og ég fór í prufur til Rúnars leikstjóra. Þetta var skemmtileg og frekar stutt prufa. Þegar ég kom út þá sagði Rúnar að honum litist vel á mig en ég væri mögulega of gömul. Síðan hafði hann samband við mig nokkrum mánuðum síðar og tilkynnti mér að ég væri komin með hlutverkið. Það tók mig smátíma að átta mig á því hver væri að hringja því ég var búin að steingleyma því að ég hafði farið í prufu og hugsaði bara: Hvaða Rúnar?“ segir Rakel og hlær.

Adrenalín á sviði

Rakel stundar nám við Listaháskóla Íslands og er þar á fyrsta ári. Hún segist enn vera að átta sig á því hvort kvikmyndir eða leikhús eigi betur við hana en vonast þó til að gera hvort tveggja. „Þetta er svo ólíkt, að vera á sviði eða leika í kvikmynd. Leiktæknin er mjög ólík og þetta er öðruvísi upplifun. Á sviði ertu að upplifa þetta í núinu og adrenalínið streymir inn en í kvikmyndum þarftu að bíða miklu lengur eftir því að sjá afraksturinn en sú frammistaða lifir að sjálfsögðu mun lengur. Ég er ekki búin að ákveða hvort ég muni leggja fyrir mig en ég held að það sé langskemmtilegast að gera hvort tveggja,“ segir Rakel. „Ég held að á næstu þremur


LEIKKONA:

Rakel hefur unun af því að leika, hvort sem það er á sviði eða í kvikmyndum.

SKEMMTILEG:

Rakel tekur sjálfa sig ekki of alvarlega og lifir lífinu brosandi.

árum muni ég komast betur að því hvernig leikkona og listamaður ég er. Það er einmitt það sem ég er að rannsaka núna í Listaháskólanum. Það sem skiptir mig mestu máli í leiklist er einlægni.“

Söngkonan

Rakel er margt til lista lagt og hún er ekki einungis fær leikkona heldur einnig afbragðssöngkona og gaf nýverið út sitt fyrsta lag, What if. „Já, ég hef sungið mikið og var að gefa út mitt fyrsta lag. Ég hef alltaf verið að semja lög, alveg frá því að ég var pínulítil, og þetta er í fyrsta skipti sem ég gef út lag og deili því með fólkinu í kringum mig. Lagið heitir What if og þetta fjallar í rauninni um ástarsorg eða eitthvert samband sem hefur ekki gengið upp. Þetta er ekki einhver persónuleg reynsla frá mér samt. Maður hefur átt nokkra kærasta en þetta er tilbúin saga þótt ég noti sumar sögur frá mér til að hafa þetta aðeins nær mér,“ segir Karen sem fékk góða hjálp við lagið. „Ég gerði tónlistarmyndband með vinum mínum við þetta lag og við erum alveg ótrúlega spennt fyrir því. Kristinn Evertsson sá um undirspilið og upptökuna og þetta heppnaðist allt alveg frábærlega,“ segir Rakel sem dreymir um að geta starfað við það sem hún elskar að gera. „Ég er kannski ekki með eitthvert eitt skýrt markmið. Ég vonast bara til að geta starfað við söng- og leiklist í framtíðinni og fengið einhverja útrás í því. Draumurinn er að geta starfað við list mína í framtíðinni. Maður veit aldrei hvað gerist en ég vonast til að fá tækifæri til að halda áfram að gera það sem ég elska.“

LIÐUG:

Í leiklistinni er kostur að vera liðugur og í góðu formi. Það er eitthvað sem Rakel þarf ekki að hafa áhyggjur af.

MARGT TIL LISTA LAGT:

Rakel er ekki einungis efnileg leikkona heldur einnig frábær söngkona og gaf nýverið út sitt fyrsta lag.


Robert C. Barber (66) er höfðingi heim að sækja:

ALLIR VELKOMNIR Bandaríski sendiherrann, Robert C. Barber, nýtur þess að vera á Íslandi. Hann er duglegur að bjóða til móttöku en hann bauð í eina slíka í tilefni af því að nýr starfsmaður, Jill Esposito, kom til starfa í sendiráðinu en hún er næstráðandi á eftir sendiherranum.

U

SA „Ég hlakka til að starfa með Jill og kynna hana fyrir landi og þjóð. Íslendingar hafa tekið vel á móti mér og munu án efa líka taka vel á móti Jill. Ég kann virkilega vel við mig hér og líður vel hérna. Synir mínir hafa allir fengið Íslandsbaketeríuna og eru duglegir að ferðast um landið. Það er mikill fengur í því að fá Jill, hún er reynslumikil og hefur starfað víða um heiminn, hún á án efa eftir að reynast okkur vel,“ segir Robert sem er orðinn nokkuð sleipur í íslenskunni eftir dvölina hér.

VELKOMNIR VINIR:

Robert C. Barber og Jill Esposito tóku brosandi á móti gestum í veglegri móttöku í sendiráðinu.

HEITIR LÍKA KJARTAN:

Kjartan Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ mætti á svæðið.

SVOLÍTIÐ ERLENDIS:

Stefán Haukur Jóhannesson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, stóð á spjalli við Össur Skarphépinsson sem gegndi eitt sinn embætti utanríkisráðherra.

ALLTAF HRESS:

Kjartan Gunnarsson, fjárfestir og fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, lék á als oddi og gantaðist við Áshildi Bragadóttur, forstöðumann Höfuðborgarstofu.

EKKI LENGUR MÁR:

Heiðar Guðjónsson fjárfestir og eiginkona hans, Sigríður Sól Björnsdóttir sem er dóttir Björns Bjarnasonar fyrrverandi ráðherra, voru alsæl. Heiðar er aðsópsmikill og hefur lagt sitt á vogarskálarnar í umræðunni um efnahagsstjórnun landsins. Heiðar hét áður Heiðar Már en var þá gjarnan ruglað saman við Hreiðar Má sem hefur setið inni fyrir efnahagsbrot. Hreiðar og Heiðar eru ekki sami maðurinn.

BROSMILD:

Sigríður Snævarr, eiginkona Kjartans Gunnarssonar, gegndi eitt sinn stöðu sendiherra. Hún leit við og tók gesti tali.

ÞEKKILEG ÞRENNA:

Fulltrúi landhelgisgæslunnar Jón B. Guðnason var kátur og hress ásamt Urði Gunnarsdóttur og Vilhjálmi Bjarnasyni þingmanni.

NORRÆN MENNING:

Þjóðleikhússtjóri Ari Matthíasson og hinn danski Mikkel Harder, sem er forstöðumaður Norræna húsins, voru á menningarlegum nótum.



FRÆGIR RÆÐA HJÓNABÖND Flestöll leitumst við eftir því að eyða lífinu með einhverjum sem við elskum. Fræga fólkið er engin undantekning þar en hér má sjá nokkur frábær ummæli frá nokkrum af frægustu einstaklingum heims um hjónaband.

„Hvert er leyndarmálið mitt hvað varðar hjónaband? Eiginkonan mín segir mér að ef ég skildi ákveða að hætta þessu og fara þá ætlar hún að koma með mér.“ – Jon Bon Jovi.

„Ég veit ekkert um kynlíf því ég var alltaf gift.“ – Zsa Zsa Gabor.

„Hinn fullkomni eiginmaður skilur hvert orð sem eiginkona hans segir ekki.“ – Alfred Hitchcock.

„Við erum með tvær reglur í okkar hjónabandi. Sú fyrsta er að ég læt henni líða eins og hún sé að fá allt sem hún vill. Sú seinni er að hún fær í raun og veru allt sem hún vill og hingað til hefur það gengið mjög vel.“ – Justin Timberlake.

„Lykillinn að því að vera saman er að ykkur líki vel hvort við annað og þurfið á hvort öðru að halda.“ – Chris Rock.

„Viltu vita hvernig hjónaband virkar? Þú vaknar, hún er þar. Þú kemur heim úr vinnunni, hún er þar. Þú sofnar, hún er þar. Þú borðar kvöldmat, hún er þar. Ég veit að þetta hljómar kannski óþægilega en það er það ekki, í alvöru.“ – Ray Romano.

„Áður en þú giftist manneskju skaltu fyrst láta hana nota tölvu með hægri Internet-tengingu. Þá fyrst sérðu hvernig manneskjan er.“ – Will Ferrell.


ALLTAF Á VAKTINNI FINNDU OKKUR Á FACEBOOK OG SEDOGHEYRT.IS


Alexandra Chernyshova (36) er rússnesk sópransöngkona:

VINÁTTA:

Vinkonurnar, Lubov Molina, Alexandra og Valeria Petrova í kaffipásu í Perlunni á milli æfinga fyrir tónleikana.

MENNINGARBRÚ Á MILLI ÍSLANDS OG RÚSSLANDS

FAGURGALINN:

Í upphaf tónleikanna söng Alexandra eitt frægasta lag Rússa Næturgalann, eða Solovey, á rússnesku við undirleik Jónínu Ernu Arnardóttur með glæsibrag.

Alexandra, sópransöngkona, tónskáld og kennari, er ættuð frá Rússlandi. Alexandra hefur búið á Íslandi í 13 ár og er gift Íslendingi. Hún bjó í Sovétríkjunum í tólf ár, Úkraníu í ellefu ár og flutti þaðan til Íslands. Í æsku ferðaðist hún mikið með foreldrum sínum sem voru dugleg að kynna menningu frá öðrum löndum fyrir henni. Hún þakkar foreldrum sínum fyrir þá arfleifð en segir jafnframt að hún muni aldrei gleyma rótum sínum sem eru í Úkraníu og Rússlandi.

F

egurð Alexandra stóð fyrir einstaklega fallegum tónleikum í Kaldalóni í Hörpunni á dögunum. Heiti tónleikanna var Russian Souvenir og ætlunin var að tengja saman menningarheima Rússlands og Íslands. „Það er eitt sem ég finn sterkt fyrir í tónlist og menningu beggja landa, Rússlands og Íslands, en það er dýpt, þrá, sorg, ást, frelsi og fegurð náttúrunnar. Mig langaði

með þessum tónleikum að byggja menningarbrú á milli Rússlands og Íslands gegnum tónaflóðið,“ segir Alexandra brosandi og ánægð með afraksturinn. „Fram komu listamenn frá Moskvu sem vinna með hinum virta Opera Center G. Vishnevskaja, þær Valeria Petrova píanóleikari og Lubov Molina mezzosópran, ásamt listamönnunum frá Íslandi, þeim Alexöndru Chernyshovu sópransöngkonu, Jónínu Ernu


EINSTAKAR:

Eftir tónleikana streymdu gestir að þeim Lubov og Alexöndru og vildu eiginhandaráritun hjá þeim stöllum.

GLÆSILEIKI:

Gleðin var við völd eftir tónleikana og voru hjónin Jónas Ingimundarson og Ágústa Hauksdóttir alsæl með afraksturinn hjá þeim stöllum.

GLIMRANDI GLEÐI:

Þessar brostu allan hringinn eftir tónleikana,Valeria Petrova, Lubov Molina, Jónína Erna Arnardóttir, Guðrún Ásmundsdóttir og Alexsandra Chernyshova og tóku sjálfu í tilefni dagsins.

Arnarsdóttur píanóleikara og Guðrúnu Ásmundsdóttur sem var kynnir á tónleikunum. Sungið var fyrir troðfullum sal og ég er í skýjunum með hversu vel tókst til.“ Alexandra og Lubov eru tengdar vináttuböndum og voru þessir tónleikar vináttuverkefni og uppskera vináttu þeirra.

Gestirnir heillaðir upp úr skónum

,,Á tónleikunum voru mörg kunnugleg andlit af óperusviðinu, má þar nefna Jónas Ingimundarson einleikara, Þóru Einarsdóttur sóparnsöngkonu og söngdívuna Elsu Waage. Rússneski sendiherrann á Íslandi, Anton Vasiliev, var líka heillaður af vináttutónleikum okkar, Russian Souvenir. Það sem stendur helst upp úr eftir tónleikana eru þakkir og hrós frá tónleikagestum sem sögðust hafa verið að upplifa

eitthvað alveg sérstakt í Kaldalóni. Ég er afar þakklát fyrir þetta og að geta glatt tónleikagesti.“

Rússneskir óperusöngvarar syngja á íslensku í Moskvu

,,Fyrstu tónleikar sem ég stóð fyrir voru með rússneskum tónskáldum eins og Rimskiy-Korsakov, Tchaykovskiy, Rachmaninoff, Glinka og Prokofiev og voru haldnir í Reykjavík. Næst liggur leiðin til Moskvu og þar ætla ég að kynna frumsömdu óperuna Skáldið og biskupsdótturina, libretto eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur, um vináttu Hallgríms Péturssonar og Ragnheiðar Brynjólfsdóttur. En þar munu rússneskir óperusöngvarar syngja á íslensku í fyrsta skipti svo ég viti til.“ Sannarlega spennandi tímar fram undan hjá óperuunnendum segir Alexandra og hvetur áhugasama til að fylgjast með.

FÓR Á KOSTUM:

Lubov Molina söngkona fór á kostum á tónleikunum og söng á íslensku.


stjörnukrossgáta SKADDA

VOPN

SMÁBÝLI

KÆLA

VIÐMÓT

DRÁTTARBEISLI

SÓÐA

GOGG

VEIÐARFÆRI

HRYGGÐAR

Í RÖÐ

TÍMABIL

KJÖKUR

PLATA

RÍKIS FRÍA EFNAFÍFLAST SAMBAND

KLÆÐI

KÚNST HÖRFA

ÆFA INNILEIKUR

VÖRUMERKI

BOR SKJÓTUR

BRAGUR VÖRUMERKI

FRIÐUR

ÓFRÆGJA

STARF ELDSNEYTI

TRÚARLEIÐTOGI ÓKYRR

BÓKSTAFUR ÖKUTÆKJA

SKEL

YFIRLIÐ

MÆLIEINING

TÖF ÓLÆTI

TVEIR EINS FÉLAGAR

HARÐÆRI

Í RÖÐ

DRUNUR

MUNNI

GARGA

DYFTA

SKÍTUR

MÁLMUR

TRÉ

BYLGJA

FRÁRENNSLI

TVEIR EINS

VIÐUR

SJÁ UM

KROPP

TJARA

LEIKNI

ÁRSTÍÐ

ÞÓTT

SJÓN

SKÓLI MJAKAST

UPPISTAÐA

Í RÖÐ

LIÐUGUR ROT

ERLENDIS BERIST TIL

SVÖRÐUR

VÆTTI

NEFNA EYRIR

ÞUNN KAKA

ARR

UPPHRÓPUN

DVALDIST

ENDIR

STILLA

RISI GEÐKLOFI KJÁNI

FÆÐI

TÍÐINDI

DRASL

STREITA

SIGTUN

HANDA

STAGL

SKRÁ MAÐUR

EYÐAST

LOGA

UMRÓT

FESTA

FITA

DRYKKUR

SÖNGLA FLOTT

FALLEGA

FLAN SAMTÖK

VITLAUST TALA

IÐN

LOFTTEGUND

MÁNUÐUR

TÖFRAORÐ

ORÐTAK

FAÐMUR FISKUR

ERLENDIS SKARTTVÍSTRA GRIPUR

GAMALL

FRÁ

SELUR

TÁLBEITA

MUNNVATN

FYRIRGANGUR

GRÚA

RÆÐA LEYNILEGA TÚN

STANSA

TÍMAEINING

ALGER

GERÐ


2X

HRAÐVIRKARI en venjulegar Panodil töflur*

Prófaðu Panodil® Zapp Verkjastillandi og hitalækkandi

* Grattan T.et al., A five way crossover human volunteer study to compare the pharmacokinetics of paracetamol following oral administration of two commercially available paracetamol tablets and three development tablets containing paracetamol in combination with sodium bicarbonate or calcium carbonate European Journal of pharmaceutics and Biopharmaceutics 2000;49 (3). 225‑229. Panodil® Zapp filmuhúðaðar töflur. Inniheldur 500 mg af parasetamóli. Ábendingar: Vægir verkir. Hitalækkandi. Skammtar: Fullorðnir og börn eldri en 12 ára (40 kg): 1 g 3‑4 sinnum á sólarhring, að hámarki 4 g á sólarhring. Í sumum tilvikum geta 500 mg 3‑4 sinnum á sólarhring verið nægileg. Frábendingar: Verulega skert lifrarstarfsemi. Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna. Ef þú tekur annað lyf samtímis sem einnig inniheldur parasetamól er hætta á ofskömmtun. Stærri skammtar en ráðlagðir eru geta valdið lífshættulegum eiturverkunum. Ef grunur er um ofskömmtun skal tafarlaust leita læknis. Leitið ráða hjá lækninum áður en Panodil Zapp er notað, ef þú ert með háan hita, einkenni um sýkingu (t.d. hálsbólgu) eða ef verkirnir vara lengur en í 3 daga, ef þú ert með skerta lifrar‑ eða nýrnastarfsemi, næringarástand þitt er slæmt, t.d. vegna áfengismisnotkunar, lystarleysis eða vannæringar. Þú þarft hugsanlega að taka minni skammta þar sem lifrin gæti annars orðið fyrir skemmdum. Ef þú tekur mörg mismunandi verkjastillandi lyf samtímis í langan tíma getur þú fengið nýrnaskemmdir og hætta verið á nýrnabilun. Ef þú tekur Panodil Zapp við höfuðverk í langan tíma getur höfuðverkurinn orðið verri og tíðari. Hafðu samband við lækni ef þú færð tíð eða dagleg höfuðverkjaköst. Láttu alltaf vita að þú sért á meðferð með Panodil Zapp þegar teknar eru blóð‑ eða þvagprufur. Það getur skipt máli varðandi rannsóknaniðurstöðurnar. Almennt getur venjubundin notkun verkjalyfja, sérstaklega ásamt öðrum verkjastillandi lyfjum, leitt til viðvarandi nýrnaskemmda og hættu á nýrnabilun (nýrnakvilla af völdum verkjalyfja). Panodil Zapp inniheldur 173 mg af natríum (7,5 mmól) í hverri töflu. Taka skal tillit til þess hjá sjúklingum sem eru á natríum‑ eða saltskertu fæði. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með hjartabilun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi: GlaxoSmithKline Consumer Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.

Panodil-Zapp-Red button_A4-ICE.indd 1

23/02/16 09:21


móment SUMARLEG:

Það getur verið gaman að leika sér á sumrin.

FLOTT FEÐGIN: Jóhanna Guðrún og Jón Sverrir Sverrisson á góðri stundu.

Ragna Gestsdóttir

ÖPPIN Í LÍFI MÍNU Í dag þykir maður ekki vera kona með konum nema eiga snjallsíma og auðvitað að vera með helstu öppin á hreinu. Ég er ein af þeim sem er núll tæknivædd þegar kemur að flestu þessu stöffi þó að ég hafi alveg heilasellu til að ná í þetta í símann. Byrjum á Snapchat, jú ég er þar. Set inn kannski eitt snap í my story á viku, sem er yfirleitt á hlið samkvæmt vinkonu minni eða úr fókus eða eitthvað annað. Hins vegar ef þú ert skemmtileg/ur þá hef ég rosalega gaman af að fylgjast með þér svona þegar ég man eftir að opna snappið. Hvað er samt málið með alla þessa filtera þarna? Seríöslí fólk, hrekkjavaka er einu sinni á ári og ekkert mál að vera býfluga þá. Plís hættið þessu, þið eruð æði án filtera.

Ég er líka á Instagram, einmitt. Ég veit að það bíða allir spenntir á læktakkanum, eftir að ég smelli inn fyrstu myndinni minni þar. Forstjóri Endomondo bíður líka spenntur eftir að ég hreyfi mig (meira) en hann verður fyrst að svara póstinum mínum þar sem ég bið hann að tengja úrið mitt við Endomondo, þangað til það gerist ætla ég bara að snúa mér í sófanum áfram. Þau öpp sem ég nota hins vegar eru þrjú. Tónlistarveitan Spotify er svakalega mikið notuð, enda gefur tónlistin lífinu lit og hverri tilfinningu lag. Bookshots er ótrúlega sniðugt, ég sótti mér ókeypis bók eftir James Patterson og get núna alltaf litið í bók hvar sem ég á lausa stund. Þriðja appið sem ég nota er svo að sjálfsögðu Tinder, enda bara asnalegt að vera einhleyp og ekki þar. Það er ekkert leyndarmál að kona vill kynnast manni (nánari kröfulista má nálgast í gegnum einkaskilaboð á Facebook eða með bögglapósti, þungum) Og á Tinder þar gerast sko undur og stórmerki, eða ekki! Þar inni hef ég lækað vini mína, bæði sem ég þekki í raunveruleikanum og þá sem eru bara svona kunningjar á Facebook, stundum hef ég fengið læk á móti og stundum ekki. Stundum þegar ég hef fengið læk á móti, þá er búið að unmatcha mig daginn eftir og svo verður dúddinn súber kjánalegur næst þegar við hittumst. Í öðrum tilvikum dett ég í spjall við vininn á Tinder (sem hefur aldrei sent mér svo mikið sem hæ á Facebok) og svo gerist ekkert, nema ég poppa bara og horfi á nýjustu þáttaröðina sem var að detta inn á Netflix. Það eru hins vegar alveg nokkur öpp sem myndu klárlega glæða líf mitt gleði, kannski eru þau til, ég hef bara ekki nennt að athuga það. „Húsið þrífur sig sjálft,“ „bíllinn glansbónaður“, „þú þarft aldrei að spyrja hvað á að vera í matinn“ öppin eru klárlega dæmi um öpp sem kona á miðjum aldri væri til í að sækja núna strax. Þannig að ef að þú veist hvort þau eru til máttu senda mér línu, takk fyrir.

MEÐ ATVINNUMÖNNUM: Jóhanna Guðrún byrjaði snemma að vinna með fagfólki í tónlist.

sÍ FAÐMI BRÆÐRA:

Hér má sjá Jóhönnu í öruggum höndum bræðra sinna, Steindórs Arnars og Sverris Snævars.

ALLT AÐ GERAST:

Jóhanna hefur verið dugleg við það að láta drauma sína rætast.


lEiftur liðins tíma

LÍFIÐ ER LEIKUR:

Það er alltaf gaman að leika sér.

TIL BAKA MEÐ BARNASTJÖRNU Jóhanna Guðrún Jónsdóttir sló í gegn hér á landi ung að árum með íðilfagurri rödd sinni. Nú er hún orðin að einni allra bestu söngkonu landsins og opnar myndaalbúmið fyrir okkur.

MAMMA OG PABBI:

KRÚTT:

Margrét Steindórsdóttir og Jón Sverrir eru svo sannarlega stolt af dóttur sinni.

Tveggja ára í fallegum kjól.

BORGARBARN:

Jóhanna hefur ferðast um heiminn vegna söngsins og verið mikið í Bandaríkjunum.

DÚKKAN:

Flestar ef ekki allar ungar stelpur hafa átt eina uppáhaldsdúkku yfir ævina.

UNNIÐ AÐ PLÖTU:

Hér er Jóhanna Guðrún með framleiðandanum Lee sem vann plötuna Butterflies and Elvis með Jóhönnu.


Karen Blackwell (27) elskar það sem hún gerir og ætlar sér stóra hluti:

GÓÐAR SAMAN:

Karen er hér með Khadiyah Lewis frá Love & Hip Hop Atlanta. Þær voru saman með tískusýningu en bolurinn sem Karen klæðist er hennar eigin hönnun.

ALVÖRUFÓLK:

Fyrirsætan Kissie Lee er hér með tónlistarkonunni Faith Evans og Keke Wyatt.

HANNAR FÖT

Í BANDARÍKJUNUM Karen Blackwell er eigandi KICE Collection. Hún er búsett í Atlanta í Bandaríkjunum og hannar og saumar föt heima hjá sér. Hún stefnir hátt í fatabransanum og lætur ekkert stoppa sig.

H

önnuður „Ég byrjaði að hanna og sauma föt heima hjá mér fyrir þremur árum. Mig bara langaði að hanna föt og keypti mér saumavél. Síðan fór ég að afla mér upplýsinga um það hvernig þetta væri gert með því til dæmis að horfa á myndbönd á Youtube, lesa bækur og æfa mig helling,“ segir Karen um upphafið af fatahönnunarferli hennar. „Ég hef ekki hætt síðan og þetta er eitthvað sem ég virkilega elska að gera. Ég bý í Atlanta með eiginmanni mínum, Stacy

Blackwell, og saman eigum við þrjú börn en allt í allt eigum við fimm. Okkur líður mjög vel hérna og höfum það gott.“

Ísland spennandi

Það er ekki algengt fyrir Bandaríkjamenn að hitta Íslendinga og Karen segir það alltaf vera mjög spennandi fyrir fólk þegar það heyri af uppruna hennar. Það að vera Íslendingur hjálpar henni þó ekki endilega. „Það er ekkert endilega að hjálpa mér hvað varðar hönnunina að


LITRÍKT:

Hér má sjá fyrisætuna Kissie Lee í myndatöku fyrir KICE.

​TVÆR GÓÐAR:

Karen og fyrirsætan Kaylah hafa unnið saman.

ALLTAF Í VINNUNNI:

Karen lét það ekki stoppa sig að vera komin fimm mánuði á leið heldur stillti hún upp fyrir myndtöku.

ALGJÖR HUNDUR:

Það getur verið gott að þekkja fræga einstaklinga þegar maður vill koma sér á framfæri í Bandaríkjunum. Hér er Karen með rapphundinum Snoop Dogg.

vera frá Íslandi en fólki finnst mjög gaman að heyra það. Ég hef oft lent í því að fólki bregður og oft hef ég heyrt að ég sé fyrsta manneskjan sem það hittir frá Íslandi. Fólki finnst líka gaman að segja frá því að það klæðist fötum frá erlendum hönnuði,“ segir Karen sem er með nokkur járn í eldinum. „Ég er að búa mér til tengslanet og hef sýnt núna á tveimur tískusýningum. Mér er boðið að vera með á sýningu oft í mánuði en ég er svona „one woman show“ og er ekki með neinn til að aðstoða mig þannig að það er oft erfitt að taka þátt í þessum sýningum þótt það væri svakalega gaman.“ „Ég hef ekki enn hannað fyrir nein stór nöfn í bransanum en ég

hef þó verið í kringum marga fræga einstaklinga og vonandi næ ég einhverjum þekktum inn bráðlega.“

Ætlar alla leið

Fatabransinn getur verið harður og margir sem vilja koma sinni hönnun á framfæri. Karen ætlar sér stóra hluti og lætur ekkert stöðva sig. „Ég stefni hátt í bransanum og fólk sem þekkir mig veit að ég mun ekki láta neitt stöðva mig í því að komast á toppinn. Ég trúi því að sama hversu stórir draumar þínir eru þá geti þeir ræst. Þú þarft bara að vilja hlutina og vera tilbúin til að vinna fyrir þeim. Jákvæðni skiptir einnig miklu máli og getur fleytt þér langt.“

GÓÐ SAMAN:

Karen og rapparinn David Banner fengu mynd af sér saman en Karen er í kjól frá KICE.


bíó

THE BRIDE (KILL BILL): Úr brúðarkjól í blóðbað.

kvenhetjur á hvíta tjaldinu

Uma Thurman leikur brúðurina í tveimur myndum Kill Bill og hér er sko ekkert elsku mamma neitt! Brúðurin vaknar í fyrri myndinni úr dásvefni og kemst að því að fyrrum kennari hennar hefur látið drepa tilvonandi eiginmann hennar og alla gesti sem mættir voru í brúðkaup. Hún skellir sér í gulan Hensongalla og fer af stað að leita hefnda. Myndirnar eru ekki fyrir viðkvæma. IMDB: 8,1 og 8,0.

ELISABETH SWANN (PIRATES OF THE CARIBBEAN): Hefðardama verður að sjóræningja. Keira Knightley leikur Elisabeth Swann í þremur myndum um Sjóræningja Karíbahafsins (myndirnar eru orðnar fimm). Swann elst upp hjá ástríkum föður sem vill gifta hana yfirmanni í hernum, hún er hins vegar ástfangin af járnsmiðnum Will Turner sem endurgeldur ást hennar. Þegar sjóræningjar ræna Swann fer Turner í björgunarleiðangur. Swann leggur hins vegar kjólunum, klæðist karlmannsfötum og berst við hlið sjóræningjana með sverð í báðum höndum. IMDB: 8,1, 7,3 og 7,1.

Í þessari viku er nýjasta myndin um Bridget Jones, sú þriðja í röðinni, frumsýnd í íslenskum kvikmyndahúsum. Það eru ekki til margar kvikmyndaseríur þar sem aðalpersónan er kona og jafnvel nafn myndarinnar tengt persónunni. En þó má finna nokkrar frægar kvikmyndaseríur þar sem að aðalpersónan eða ein þeirra er kona. Hér lítum við á nokkrar þeirra. HERMIONE GRANGER (HARRY POTTER): Galdrastelpa berst gegn hinu illa.

Emma Watson lék Hermione Granger í öllum sjö myndunum um galdrastrákinn Harry Potter. Hermione er algjört kennaragull, kann allt og er best í öllu. Harry og Ron vinur hans bjarga henni í fyrstu myndinni og eftir það eru þau órjúfanleg þrenna og Hermione sýnir að hún hefur fleira til brunns að bera en bara gáfur. Saman reyna þau að koma í veg fyrir að illi galdramaðurinn Voldemort, sem drap foreldra Harry, nái stjórn í galdraheiminum. IMDB: 7,5-8,1.

RIPLEY (ALIEN): Hörkukvendi ræðst á veru úr öðrum heimi.

Sigourney Weaver leikur Ellen Louise Ripley í vísindaskáldsögumyndunum Alien, sem voru fjórar. Fyrir hlutverk sitt í fyrstu myndinni uppskar hún Óskarsverðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki auk þess að vera tilnefnd til fleiri verðlauna. Ripley er liðsforingi áhafnar geimskips og sú eina sem kemst lífs af þegar geimvera gerir sig heimakomna í geimskipinu. Ripley sýnir að hún er hörkukvendi. IMDB: 8,5; 8,4; 6,4 og 6,3.

BRIDGET JONES (BRIDGET JONES): PRINCESS LEIA (STAR WARS): Prinsessa í forystu.

Carrie Fisher leikur prinsessuna Leiu í fjórum myndum Star Wars (þær eru orðnar sjö). Leia er ekki dæmigerð prinsessa sem er sæt og prúð alla daga, hún er með munninn fyrir neðan nefið, kann að fara með byssur og bjarga sér sjálf og er ein af þeim sem leiðir andspyrnuherinn gegn Svarthöfða og mönnum hans. IMDB: 8,7; 8,8; 8,4 og 8,2.

Renée Zellweger leikur hina seinheppnu Bridget, en allar konur sem eru orðnar eldri en 25 ára og hafa verið einhleypar geta samsamað sig henni. Myndirnar eru orðnar þrjár og sú nýjasta þar sem að Bridget er með barni er að detta í sýningar í kvikmyndahúsum um allan heim. Við fjöllum betur um Bridget annars staðar í blaðinu. IMDB: 6,7, 5,9 og 6,9.

SARAH CONNOR (TERMINATOR): Gengilbeina verður frelsishetja.

Linda Hamilton leikur Söruh Connor í fyrstu tveimur Terminator-myndunum (þær eru orðnar fimm í heildina). Gengilbeinan Sarah þarf að berjast fyrir lífi sínu og ófædds sonar síns og í myndunum fylgjumst við með henni þróast frá því að verða kona sem þarf að bjarga í að verða flóttamaður og að lokum hörkutól, sem er reiðubúin að fórna öllu þar á meðal eigin lífi til að bjarga lífi sonar síns. Atriðið þar sem að hún hleður byssuna með annarri hendi, handleggsbrotin á hinni, er svakalegt, enda kom Hamilton sér í truflað form fyrir seinni myndina. IMDB: 8,1 og 8.5.


www. borgarleikhus.is


heyrt og hlegið

Tveir drengir voru á heimleið úr sunnudagaskólanum. Þeir höfðu verið að hlusta á þrumuræðu um djöfulinn og ill verk hans. Annar þeirra spurði hinn: Hvað finnst þér eiginlega um þetta tal um djöfulinn? Hinn svaraði spekingslega: Ætli þetta sé ekki svipað og með jólasveininn. Þetta er örugglega bara hann pabbi þinn! Á bæ einum var bóndi sem hét Jóhannes. Hann átti mergð af börnum og hafði nú eignast tvíbura. Þegar verið var að skíra þá sagði presturinn: Heppinn ertu, Jóhannes minn að hafa lánast að eignast öll þessi börn. Sjálfur leggst ég á bæn á hverju kvöldi og bið um þó ekki væri nema einn erfingja en allt kemur fyrir ekki. Já, en elsku besti, sagði Jóhannes, það er ekki nóg að biðja.

Klósettþrif eða hvernig kötturinn getur komið að góðum notum: 1. Lyftu upp báðum klósettsetunum og settu hálfan bolla af gæludýrasjampói í vatnið í skálinni. 2. Taktu heimilisköttinn í fangið og strjúktu honum á róandi hátt meðan þú heldur á honum inn á baðherbergið. 3. Með einni snöggri hreyfingu, settu köttinn ofan í klósettið og bæði lokin niður. Þú gætir þurft að standa ofan á klósettsetunni. 4. Kötturinn mun berjast um sjálfan sig og gefa frá sér furðuleg hljóð. Vertu ekkert að spá í hljóðin sem koma úr klósettinu. Kötturinn hefur virkilega gaman af þessu. 5. Sturtaðu niður þrisvar eða fjórum sinnum. Það myndar „ofurþvott“ og „skol.“ 6. Biddu einhvern að opna útidyrnar. Passaðu að enginn sé fyrir á leiðinni milli baðherbergisins og útidyranna. 7. Stattu eins langt fyrir aftan klósettið og þú getur og lyftu báðum setunum snögglega. 8. Kötturinn mun skjótast upp úr klósettinu, þjóta fram úr baðherberginu og hlaupa út þar sem hann mun þurrka sig. 9. Bæði prívatið og kötturinn verða skínandi hrein. Með bestu kveðju, heimilishundurinn Snati

Sudoku

Ensk hefðarfrú ætlaði að eyða fríi sinu í þýsku fjallaþorpi. Hún kunni ekki mikið í þýsku en kom þó saman bréfi á bjagaðri þýsku, sem hún sendi skólastjóranum í þorpinu. Í bréfinu bað hún skólastjórann um upplýsingar um eitt og annað, svo sem staðsetningu hússins sem hún átti að dvelja í, útsýni og fleira. Jú, jú, skólastjórinn skildi þetta allt nema eitt. Það var skammstöfun sem hann botnaði alls ekkert i. Frúin hafði skrifað: Eftir því sem ég kemst næst er væntanlegur dvalarstaður minn mjög afskekktur. Þér megið því ekki vera undrandi þótt ég gerist svo djörf að spyrja, hvort á staðnum sé nokkuð WC? WC, hugsaði skólastjórinn, hvað er það nú fyrir nokkuð? Og þar sem skólastjórinn gat ómögulega fundið út merkingu þessarar skammstöfunar fór hann til vinar síns þorpsprestsins og bað hann að hjálpa sér. Og að lokum fundu

þeir vinirnir það út að þessi skammstöfun ætti við þann fræga stað skógarkapelluna sem laðaði að sér fjölda ferðamanna á hverju sumri. Að sjálfsögðu hét kapellan á ensku Wood Chapel sem trúlega væri skammstafað WC. Ánægður með þessi málalok, skrifaði skólastjórinn frúnni síðan svarbréf: Yðar náð! WC er staðsett um það bil tíu kílómetra frá húsi yðar, mitt í afar fallegum furuskógi. Þar er opið á þriðjudögum og föstudögum milli klukkan 5 og 7. Þetta kemur sér ef til vill illa fyrir yður, ef þér eruð vön að heimsækja slíkan stað daglega. En ég get glatt yður með því að margir hafa með sér mat og dvelja á staðnum daglangt. Í WC eru sæti fyrir 80 manns en jafnframt eru svo næg stæði. Ég vil þó ráðleggja frúnni að mæta snemma því að þeir sem koma seint geta ekki verið öruggir um að komast inn. Hljómburðurinn þarna er mjög góður svo jafnvel hin veikustu hljóð heyrast mjög vel. Ég vildi svo að lokum ráðleggja frúnni að heimsækja umræddan stað á föstudögum, því að þá er þarna orgelundirleikur. P.S. Konan mín og ég höfum ekki haft tækifæri til að heimsækja þennan stað í þrjá mánuði og veldur það okkur að sjálfsögðu miklum kvölum en því miður, leiðin er svo löng.

Svona ræður þú þrautirnar Á þess­ari síðu eru 9x9 SUDOKU-þraut­ir með tölu­stöf­um. Not­aðu töl­urn­ar 1-9. Sami tölu­staf­ur­inn má að­eins koma fyr­ir einu sinni í hverj­um kassa, hverri röð og hverj­um dálki.


Sedogheyrt.is

VINSÆLUSTU FRÉTTIR VIKUNNAR Vefsíðan sedogheyrt.is heldur þér upplýstum um allt það skemmtilegasta sem er í gangi í mannlífinu á hverjum tíma. Hér eru vinsælustu fréttir síðustu viku.

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10

MARY POPPINS HÁLOFTANNA

Díana Arnfjörð hlakkar til að mæta í vinnuna alla daga, sama hvenær sólarhringsins það er. Hana dreymdi um að verða flugfreyja frá því að hún var lítil stelpa, en „villtist“ þó aðeins af leið áður en hún lét drauminn rætast.

„ÞÚ MÁTT BRUNDA YFIR ANDLITIÐ Á MÉR“

Mómentin eru oft mjög vinsæl.

STÓRSKEMMTILEGIR STRÁKAR SNAPPA

Snapchat er fyrir löngu orðið aðalsamskiptamiðill Íslendinga, alla vega þeirra af yngri kynslóðinni. Forvitni okkar, athyglisþörf og óþolinmæði fær þar að njóta sín, enda getur hver/t mynd/myndband orðið lengst 10 sekúndur.

FERILSKRÁIN FLÚRUÐ Á RASSINN

Fannar Elíasson er tvítugur gaur frá Grindavík. Hann, eins og margir nemendur, vinnur með skóla á veitingastaðnum Papas. Hann tekur starfinu létt og gengur nú um með nafn vinnustaðarins flúrað á rassinum.

FITUFRYSTING – HVAÐ ER ÞAÐ? – MYNDIR

Gamlar fréttir eiga það til að dúkka upp og verða vinsælar.

BIEBER GISTI ALEINN Í LÚXUSSKÁLA

Kanadíska poppgoðið Justin Bieber tróð upp á tveimur tónleikum í Kórnum í Kópavogi fyrr í mánuðinum. Bieber er ein allra stærsta tónlistarstjarna heims og því dugir ekkert minna en Úlfljótsskáli fyrir drenginn til að gista í.

BIEBER, BÓNUSFÓLK, MISS UNIVERSE OG SIGMUNDUR DAVÍÐ

Nýjasta forsíðan er alltaf vinsæl.

ÉG VAR FEGURÐARDROTTNING OG NÚNA ER ÉG …

Þátttaka í fegurðarsamkeppni, svo ekki sé talað um sigur í slíkri, opnar ýmsar dyr fyrir þær stúlkur sem vilja það. BRUGGAR SEYÐI SEM DREPUR KRABBAMEINSFRUMUR

Þórður Pétursson greindist með krabbamein og líkt og margir sem ganga í gegnum þá reynslu var honum verulega brugðið og tilbúinn til að leita ýmissa leiða til að ná lækningu.

AUÐUNN BLÖNDAL Á GLÆNÝJUM BENZ

Heyrst hefur að Auðunn Blöndal hafi keypt sér átta milljóna króna Benz. Nokkuð ljóst að FM957-gaurinn er að gera það gott.


SOS

spurt og svarað

MEÐ RÚVSTIMPIL Á RASSINUM

Sigurlaug Margrét Jónasdóttir er þáttastjórnandi á Ríkisútvarpinu og hefur starfað á RÚV í áratugi. Hún mun taka við nýju starfi sem útvarpsþula 1. október en hún starfaði lengi vel sem sjónvarpsþula og ætti því að þekkja vel starfsins. Hún er dóttir Jónasar Jónassonar, eins þekktasta útvarpsmanns fyrri tíðar, og hún svarar spurningum vikunnar. MÉR FINNST GAMAN AÐ ... ganga um gamlar götur í Flórens.

HVAÐA OFURKRAFT VÆRIR ÞÚ TIL Í AÐ VERA MEÐ? Ég væri til að lesa hugsanir fólks.

SÍÐASTA KVÖLDMÁLTÍÐIN? Heiðagæs með ævintýralega góðri sósu sem samanstendur af púrtvíni, bláberjasultu, rjóma og krafti og kartöflum sem Halldór frændi minn fyrir norðan gaf mér steiktar í andafitu sem ég fann í frysti.

GIST Í FANGAKLEFA? Nei.

BRENNDUR EÐA GRAFINN? Ég á enn eftir að ákveða mig. HVAÐ FÆRÐU ÞÉR Á PYLSUNA? Tómat, undir og ofan á. FACEBOOK EÐA TWITTER? Facebook. HVAR LÆTURÐU KLIPPA ÞIG? Hjá vinkonu minni Heiði Óttarsdóttur hjá Blondie. HVAÐ GERIRÐU MILLI 5 OG 7 Á DAGINN? Saxa hvítlauk, steiki í olíu, bæti við tómötum, og læt malla lengi, helli mér rauðvín í glas og dæsi yfir því að í raun og veru þurfi ég að ryksuga, sem ég geri auðvitað ekki. HVAÐ ERTU MEÐ Í VINSTRI VASANUM? Varalit. BJÓR EÐA HVÍTVÍN? Hvítvín. UPPÁHALDSÚTVARPSMAÐUR? Það eru margir í útvarpinu sem ég held upp á en ég ætla nú að nefna kennarann minn Jónas Jónasson. HVER STJÓRNAR SJÓNVARPSFJARSTÝRINGUNNI Á HEIMILINU? Barnabarnið Rökkvi Freysson.

STURTA EÐA BAÐ? Klárlega Badedas-bað. HVAÐA LEYNDA HÆFILEIKA HEFUR ÞÚ? Enga sem mér dettur í hug. Í HVERJU FINNST ÞÉR BEST AÐ SOFA? Náttkjól. HVAÐA SÖGU SEGJA FORELDRAR ÞÍNIR ENDURTEKIÐ AF ÞÉR? Þegar ég, 4 ára, kvaddi prúðbúna foreldra mína sem voru á leið í jarðarför afa Jónasar og ég horfi á þau með bros á vör og sagði, góða skemmtun. HVAÐA BÓK EÐA KVIKMYND FÉKK ÞIG SÍÐAST TIL AÐ TÁRAST? Ítalska kvimyndin La vita é bella. Græt í hvert skipti sem ég horfi á hana. ERTU MEÐ EINHVERJA FÓBÍU? Nei enga en verð þó að viðurkenna að ég fæ alltaf gæsahúð þegar ég sé silfurskottu, eflaust vegna þess að þær bjuggu í hveitiboxinu á æskuheimili mínu í Eskihlíðinni. HVER ER BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ? Að flytja með Torfa mínum til Flórens á sínum tíma. FURÐULEGASTI MATUR SEM ÞÚ HEFUR BORÐAÐ? Vellingur.

HVERNIG VAR FYRSTI KOSSINN? Vandræðalegur.

HVAÐ ER NEYÐARLEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR LENT Í? Ég er enn að bíða eftir því.

HVER VÆRI TITILL ÆVISÖGU ÞINNAR? Með rúvstimpilinn á rassinum.

KLUKKAN HVAÐ FERÐU Á FÆTUR? Klukkan sjö.

HVER ER DRAUMABÍLLINN? SAAB 96 ljósbrúnn.

ICELANDAIR EÐA WOW? Icelandair, get ekki grínið hjá Wow.

FYRSTA STARFIÐ? Tíu ára á aðalskrifstofu Útvarpsins, þá fékk ég það starf að merkja útprentuð dagskrárplögg sem send voru hlustendum þess, svo þeir þyrftu nú ekki að fletta dagblöðum til að vita hvað væri á dagskránni. FLOTTASTA KIRKJA Á ÍSLANDI ER ... Háteigskirkja. LANDSPÍTALI VIÐ HRINGBRAUT? Hef vandræðalega litla skoðun á því. FALLEGASTI STAÐUR Á LANDINU? Laxárdalur í Suður-Þingeyjarsýslu. KJÖT EÐA FISKUR? Kjöt og fiskur.

LEIGIRÐU EÐA ÁTTU? Ég á hús. ÍSRAEL EÐA PALESTÍNA? Palestína. DAGBLAÐ EÐA NET Á MORGNANA? Dagblað. HVER ER FYRSTA ENDURMINNING ÞÍN? Held það sé þegar ég 4 ára skreið út um gluggann á kjallaraíbúð foreldra mina við Ægisíðuna og gekk niður í fjöru til að horfa á frændur mína grásleppukarlana og henda steinum í sjóinn.




Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.