Nr. 35 29. sept. 2016 Verð 1.595 kr.
Gerir lífið skemmtilegra!
Kristófer Acox körfuboltakappi
NBA ER MÁLIÐ OG ÍSLENSK KÆRASTA
Guðni Th. kíkti á fimleikamót
FÓR Á EIGIN BÍL
Baugskonur
AFTUR Í BISNESS
9 771025 956009
Drottningin Ásdís Rán
Skautagellur frá Akureyri
SKAUTUÐU TIL SIGURS
SIGRAR FLUGHEIMINN
Andri þýtur um á þyrlu
HEIMSFRÆGUR Í ASÍU
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands (48), styður íslenskt fimleikafólk:
EKKERT VESEN:
Guðni og Edda Margrét komu sér vel fyrir og fylgdust með fimleikafjörinu af mikilli athygli.
ER SKO MEMM:
Forsetinn og yngri dóttir hans, Edda Margrét, ætluðu að kíkja í sund eftir fimleikasýninguna en Salalaugin og fimleikasalurinn eru í sama húsi.
FORSETINN ER MEMM
Íslendingar eru ekki bara „HÚH!“ í fótbolta við erum líka frábær í fimleikum. Í október verður Evrópumót í hópfimleikum í Slóveníu en Íslendingar senda tvö lið á mótið, kvennalandslið og og mix lið. Samhliða Evrópumótinu verður unglingamót en Ísland á einnig tvö lið þar. Landsliðin setja markið hátt og ætla sér á verðlaunapall en leiðin þangað kostar ekki bara æfingar, heldur líka peninga. Þátttakendur þurfa sjálfir að standa straum af kostnaðinum við ferðina og biðla nú til almennings og fyrirtækja með fjáröflunarverkefninu Vertu mEMm. Verkefnið var kynnt á svokölluðu keyrslumóti þar sem liðin sýndu æfingar sínar fyrir troðfullu húsi. Forseti Íslands mætti og hélt hvatningarræðu en hann var í fylgd þriggja ára dóttur sinnar.
M
emm „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á íþróttum, get ekki sagt að ég sé sjálfur góður í fimleikum en ég er mjög stoltur af þeim árangri sem íslenskt fimleikafólk hefur náð og það verður spennandi að fylgjast með þeim í framtíðinni,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, þegar hann ávarpaði fimleikafólkið í troðfullum sal Gerplu að Versölum í Kópavogi.
Guðni Th. hefur verið duglegur við að sækja íþróttaviðburði, hann er alþýðlegur í viðmóti og er oftar en ekki með börnin sín í för. Forsetinn mætti sjálfur á eigin bíl og ætlaði að stinga sér í sund ásamt dótturinni eftir fimleikasýniguna. „Ég vona að ég fái ekki sekt, ég er ekki viss um að ég hafi lagt bílnum á góðum stað,“ sagði Guðni sem er einstaklega alþýðlegur og jákvæður.
SIGURSÆL:
Stúlknalandsliðið og mix lið unglinga unnu bæði brons á síðasta EM, stúlknaliðið var þá ríkjandi Evrópumeistari og var niðurstaðan því undir væntingum sem stendur til að ná í ár.
EINN, TVEIR OG HOPPA:
Það þarf mikla nákvæmni til að ná að svífa
um.
GLÆSILEGAR:
Það er ekki furða að íslenska kvennalandsliðið hafi tvisvar unnið Evrópumeistaratitilinn en hann fengu þær árið 2010 og 2012.
FORSETINN FÉKK PEYSU:
Forsetinn fékk að sjálfsögðu landsliðspeysu að gjöf og var fljótur að skella sér í hana.
TVEIR STERKIR:
VISSIR ÞÚ AÐ:
Einar Ingi Eyþórsson og Ásmundur Óskar Ásmundsson eru orðnir spenntir fyrir Evrópumótinu, þeir keppa með mix liðinu og stefna að sjálfsögðu á verðlaunapall.
● Ísland hefur hampað titlinum tvisvar frá 2010. ● Ísland var fyrsta landið í kvennaflokki til að verja titilinn. ● Landsliðsfólk í hópfimleikum æfir 20 tíma á viku. ● Ísland á 4 lið á mótinu í ár, kvennalið, stúlknalið og blandað lið í unglinga- og fullorðinsflokki. ● Hópfimleikar eru hópíþrótt þar sem 12 skipa lið. ● Keppt er í gólfæfingum, á trampólíni og dýnu. ● Hópfimleikar eru ein fjölmennasta og vinsælasta íþrótt á Íslandi. ● Fjórða hver stúlka, 18 ára og yngri, æfir fimleika. ● Landsliðsfólkið okkar greiðir sjálft 350 þús. kr. fyrir þátttökuna. Upplýsingar fengnar af heimasíðu fimleikasambandsins.
SVÍFANDI FIM:
Það er ekki á færi hvers sem er að leika þessar þrautir eftir.
MAGNAÐUR KRAFTUR:
ri. Þrotlausar æfingar Fimleikafólk leggur mikið á sig til að ná árang að baki og eru lykillinn að árangrinum.
liggja
ÆTLA SÉR LANGT:
unapall.
Íslensku liðin ætla sér langt og stefna á verðla
MAÐUR LOSNAR ALDREI VIÐ BÖRNIN SÍN – ALDREI
J
á, ég á það til að vinna hratt og framkvæma strax. Ég seldi húsið mitt einn, tveir og bingó og pakkaði saman risastórri búslóð á örfáum dögum og kom fyrir hér og hvar um bæinn. Kona á nokkuð mikið af leiritaui, bæði hversdags og spari, og einhver ósköp af fötum, sem ég fer sjaldan eða aldrei í. Ég tók loforð af sjálfri mér að fara í gegnum þetta og gefa út um allar trissur. Við það skal ég standa – ég lofa. Því hvað hefur kona við átján gallabuxur að gera? Maður spyr sig.
Heyrst hefur
Yngri drengirnir fluttu í gömlu herbergi okkar systra og hafa komið sér vel fyrir og sá elsti býr í kjallaranum með sinni draumadís. Allir undir sama þaki. Það mun taka einhvern tíma fyrir okkur að finna takt í þessum nýja hversdagsleika, smyrja samskiptin og skerpa á hlutverkunum. Ég fór á stefnumót daginn eftir að ég flutti inn til pabba. Á meðan ég sat í bíóinu var mér hugsað til föður míns og var að velta því fyrir mér hvort ég ætti ekki að láta hann vita að ég kæmi kannski svolítið seint heim, ég minni á að ég er á fimmtugsaldri, mér finnst ég samt vera 17 ára. Þegar ég læddist niður stigann þá fann ég að pabbi svaf með annað augað opið. Maður losnar greinilega aldrei við börnin sín – og það er bara allt í lagi – eins og lífið á Séð og Heyrt sem er alltaf skemmtilegt. Ásta Hrafnhildur Garðasdóttir
FRÉTTASKOT sími: 515 5683
ERFISME HV R M
KI
mhverfisvottuð prentsmiðja
U
Tilkynna þarf uppsögn á áskrift fyrir 15. hvers mánaðar og tekur hún þá gildi í lok þess mánaðar. Áskrifandi verður að tilkynna breytingar á heimilisfangi til Birtíngs á tölvupóstfangið askrift@birtingur.is. Sé það ekki gert ábyrgist Birtíngur ekki að tímarit skili sér á rétt heimilisfang. Allur réttur áskilinn varðandi efni (texta og myndir). Öll notkun efnis, t.d. beinar tilvitnanir og endursagnir, er óheimil án skriflegs leyfis útgefanda. Sjá nánar um réttarvernd og gjaldskrá útgefanda á birtingur.is
141
776
PRENTGRIPUR
Prentun: Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja ISSN 1025-9562
... að mikið stuð og stemning hafi verið á landsfundi Viðreisnar í Hörpu um helgina og þar hafi verið greinilega hugur í mönnum.
Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir (37)
Og hvert flutti frúin með krakka, ketti og krúsir – jú, til pabba gamla. En ekki hvað, ég seldi ofan af mér slotið og hef ekki fundið annað. En líkt og margt annað í lífi mínu þá gerðist þetta allt nokkuð hraðar en gengur og gerist í fasteignaviðskiptum og afhendingartíminn var mjög knappur. En það hafðist með góðri aðstoð vina og pabba. Hvar væri ég án pabba sem situr nú uppi með dóttur á fimmtugsaldri og hennar ketti og krakka. Ég hreiðraði um mig í bókaherbergi móður minnar heitinnar og er þar með dívan og örfáar nauðsynjar sem komast fyrir í einni tösku, lítilli. Ég þarf í raun og veru ekki mikið meira. Tannbursti, náttföt og meikdolla, það er allt og sumt.
BIRTÍNGUR útgáfufélag Lyngási 17, 210 Garðabær, s. 515 5500 Útgefandi: Hreinn Loftsson Framkvæmdastjóri: Karl Steinar Óskarsson Fjármálastjóri: Matthías Björnsson Dreifingarstjóri: Halldór Rúnarsson Ritstjóri: Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir asta@birtingur.is Blaðamenn: Garðar B Sigurjónsson gardarb@birtingur.is, Sjöfn Þórðardóttir sjofn@birtingur.is og Ragna Gestsdóttir ragna@birtingur.is Auglýsingar: Ólafur Valur Ólafsson, Þórdís Una Gunnarsdóttir, Ásthildur Sigurgeirsdóttir og Hjörtur Sveinsson netf.: auglysingar@birtingur.is Umbrot: Linda Guðlaugsdóttir, Elísabet Eir Eyjólfsdóttir og Carína Guðmundsdóttir Myndvinnsla: Guðný Þórarinsdóttir
... að uppistandarinn Dóri DNA sé hálfnaður með 60 kolvetnislausa daga en hann hefur verið duglegur að leyfa fylgjendum sínum á Twitter að fylgjast með árangrinum.
GÓÐIR VINIR:
Jóhann Wiium, fyrrverandi kærasti Ásdísar, mætti með Ásdísi á tískuvikuna en þau eru góðir vinir.
... að fulltrúar ferðamála í Kína hafi heimsótt Höfuðborgarstofu og fært Áshildi Bragadóttur, forstöðumanni Höfuðborgarstofu, handmálaða silkislæðu en Kínverjar sækja Ísland heim í auknum mæli. ... að það hafi verið fjöldi föngulegra fola á Loftinu um síðustu helgi en þar voru meðal annars Fjölnir Þorgeirsson, Guffi í Gamla bíói, Bjössi í World Class og fyrrum knattspyrnumaðurinn Heiðar Helguson en kapparnir skemmtu sér konunglega.
... að fyrrum Idol-stjarnan Snorri Snorrason hafi gert gríðarlega vel í útsetningu á laginu Rónanum eftir Mikael Tamar Elíasson.
... að Páll Óskar Hjálmtýsson og Högni í Hjaltalín hafi slegið í gegn á afmælistónleikum MH, sem haldnir voru í MH, að MH-ingar hafi ekki gleymt því hvernig á að djamma og að Norðurkjallarinn hafi ekkert breyst í 50 ár.
r (37) var sérstakur gestur á tískuviku í Sofiu:
DROTTNING HÁLOFTANNA – ÆTLAR AÐ VERÐA ATVINNUFLUGMAÐUR Fyrirsætan og athafnakonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir mætti sem sérstakur gestur á Sofia Fashion Week. Þar var Ásdís Rán svo sannarlega á heimavelli því ekki nóg með að hún hrærist í tískuheiminum heldur hefur hún átt heima í Sofiu í Búlgaríu í nokkur ár. Það er þó ekki bara tískan sem Ásdís hefur áhuga á því hún er nú komin aftur til Íslands og ætlar í fjarnám í atvinnuflugmanninum.
FALLEG FÖT:
einkar Tískuvikan í Sofiu var hver rg mö in föt og g glæsile þessi og s ein , leg ótrúlega fal glæsilegi kjóll.
T
íska „Það er alltaf ótrúlega gaman að vera viðstaddur tískuvikur út um allan heim og sjá hvað er að gerast í tískuheiminum, þar sem ég hef unnið mikið við það síðustu ár,“ segir Ásdís Rán. „Ég var sérstakur gestur á Sofia Fashion Week sem var nú haldin í annað sinn og það er alveg frábært að sjá þróunina á milli ára í glæsileika hátíðarinnar. Þarna koma saman helstu hönnuðir landsins, „Fashion-TV“ og fjölmiðlar frá öllum heimshornum. Hátíðin í ár var líka einkar glæsileg og stemningin var alveg frábær,“ segir Ásdís og bendir á að tískan úti sé töluvert frábrugðin tískunni hér á landi. „Tískan hérna úti er töluvert frábrugðin tískunni á Íslandi. Það er meira lagt upp úr glæsileika,
glamúr og léttari fatnaði þar sem hér er auðvitað töluvert hlýrra loftslag og fólk hefur fleiri tækifæri að klæða sig upp á heldur en heima á Klakanum.“
Með annan fótinn á Íslandi
Eins og Séð og Heyrt hefur áður greint frá þá hefur Ásdís Rán verið í flugnámi. Henni er greinilega full alvara með það því nú ætlar hún að taka atvinnuflugmanninn hér á landi. „Ég er nýkomin til Íslands og verð hér á landi með annan fótinn í vetur að taka fjarnám fyrir atvinnuflugmanninn,“ segir Ásdís sem situr aldrei auðum höndum. „Ég er að skoða ýmisleg tækifæri sem eru í boði fyrir mig en er ekkert komin lengra en það eins og er.“
ÍSDROTTNINGIN:
Ásdís Rán var gestur á Sofia Fashion Week og segir hátíðina hafa verið einkar glæsilega í ár en þetta var í annað skipti sem hún er haldin.
Rúnar Guðbrandsson leikstjóri (60) kíkti í leikhús:
SKELLTU SÉR Í LEIKHÚSIÐ:
Rúnar Guðbrandsson leikstjóri tók yngstu börnin sín þrjú með sér í leikhúsið en Úlfhildur, Hallgerður og Rökkvi Rúnar skemmtu sér vel á sýningunni og spurðu margs. Þeim fannst skemmtilegast að sjá krakka á sviðinu og vildu sjá meira að sýningu lokinni.
ÞRUSU SÝNING
Leiksýningin Blái hnötturinn var frumsýnd í Borgarleikhúsinu. Fjölmargir lögðu leið sína á sýninguna og tóku börnin með. Söguna þekkja margir en það er forsetaframbjóðandinn og rithöfundurinn Andri Snær Magnason sem skrifaði söguna en hún hefur slegið í gegn um heim allan. Rúnar Guðbrandsson leikstjóri mætti á sýningu með yngstu börnin og skemmtu sér allir vel.
H
eillandi „Þetta var þrusu sýning, boðskapurinn á heilmikið erindi, og kraftmikil uppsetning. Leikritið fjallar um mikilvægt efni og sýningin var heilmikið sjónarspil. Sýningar eins og þessar gefa leikurum og listafólki tækifæri til að blómstra og hæfileikunum að njóta sín. Hér er á ferðinni sýning þar sem öllu
er til tjaldað: söng, dansi, litum og ljósasýningu. Ég tók yngstu börnin mín þrjú á sýninguna, þau spurðu margs og voru mjög forvitin um allt sem fram fór,“ segir Rúnar Guðbrandsson leikstjóri en hann veit hvað hann syngur og hvetur alla til að drífa sig í leikhúsið og kynna sér veröld Bláa hnattarins.
MAMMA MIA HVAÐ VAR GAMAN:
ALLTAF GLÆSILEG:
María Sólveig var geislandi að venju og skemmti sér vel með ungu dömunum.
Leikaraparið Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Vignir Valþórsson skiptu um hlutverk og voru nú sem áhorfendur. Börnin þeirra voru spennt fyrir sýningunni.
MAMMA, AMMA OG MAMMA:
Bessí Jóhannsdóttir og dóttir hennar, Jóhanna Margrét Gísladóttir, mættu skælbrosandi en Jóhanna eignaðist nýlega sitt fyrsta barn, dreng. Hún mun án efa lesa Söguna af bláa hnettinum fyrir son sinn í framtíðinni.
ANNAÐ HLUTVERK:
HÁTÍÐLEG FORSETAÞRENNA:
Leikonan Jóhanna Vigdís Arnardóttir er oftast sjálf á sviðinu en hún var í hlutverki áhorfanda að þessu sinni og fékk góða gesti með sér.
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, hefur án efa haft margt við Andra Snæ, fyrrum forsetaframbjóðanda, að spjalla og forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson.
GÚDDÍ GÆI:
BROS:
Andri alsæll í faðmi kvenna.
Leikarinn Gísli Örn Garðarson gaf sér tíma til að fara í leikhúsið og tók börnin sín með. Hann leikur illmenni í Eiðinum, nýjustu mynd Baltasrs Kormáks, en hér er hann nokkuð vinalegri en á hvíta tjaldinu.
SKÁLDIÐ OG FJÖLSKYLDAN:
Andri Snær Magnason og eiginkona hans, Margrét Sjöfn Torp, mættu með stórfjölskylduna. Frumsýnining lagðist vel í fjölskylduna.
SONURINN Á SVIÐINU:
MEÐ RÍKIDÆMIÐ Í LEIKHÚSINU:
Eyþór Arnalds er duglegur að sækja leikhús og aðra menningarviðburði. Hann tók barnaskarann með sér en þau Ari Elías, Guðrún Sigríður, Jón Starkaður og Þjóðrekur Hrafn voru spennt fyrir sýningunni og hlökkuðu mikið til.
Kristján Gíslason söngvari var spenntur fyrir frumsýningunni en sonur hans og Elínar Grétu Stefánsdóttur, Gunnar Hrafn, fer með aðahlutverk í sýningunni en hann leikur Brimi. Kristján á miklu barnaláni að fagna og með í för var yngsti sonurinn, sem er nýfæddur, og Andrea og Gísli, eldri börn hans.
ALLT GOTT AÐ FRÉTTA:
Rakel Þorbergsdóttir dreif sig í leikhúsið með dóttur sína, Elsu Santos. Þær mæðgur skemmtu sér vel.
Jóhann Helgi Hlöðversson (49) opnar sérstæðan veitingastað:
AÐ BORÐA Í MYRKRI ER EINSTÖK UPPLIFUN Jóhann Helgi í Vatnsholti fetar ekki alltaf troðnar slóðir. Hann og kona hans, Margrét Ormsdóttir, lifa spennandi og fjölbreyttu lífi þar sem hvert ævintýrið rekur annað. Þau hafa byggt upp stórglæsilegt sveitahótel í Vatnsholti í Flóahreppi, 16 km fyrir utan Selfoss. Þar breyttu þau fjósi, hesthúsi og hlöðu í veitingahús og hafa leyfi fyrir allt að 300 manns í sæti og þar eru 40 hótelherbergi. Í Vatnsholti hafa verið haldnar margar glæsilegar brúðkaupsveislur og mannfagnaðir af ýmsum toga. Til dæmis bjóða þau upp á villibráðarveislu, með meistarakokkinum Úlfari Finnbjörnssyni, fimmta árið í röð sem haldin verður síðustu helgina í nóvember.
K
olsvart Jóhann Helgi og Margrét reka fyrirtækið Jóhann Helgi & Co sem sérhæfir sig í heildarlausnum á leik- og íþróttasvæðum og er með fjölda umboða, johannhelgi.is. Jóhann Helgi er einnig þekktur fyrir einstaka hæfileika í samskiptum við dýr og mætti til dæmis í Ísland Got Talent um árið með hrafninn sinn Krummu.
Að borða í myrkri er einstök upplifun
„Opnunin tókst stórkostlega vel og gestirnir voru í skýjunum yfir þessari mögnuðu upplifun og einstaklega góða mat,“ segir Jóhann Helgi. „Þetta er ótrúleg upplifun fyrir fólk og hin besta skemmtun svo ekki sé talað um matarupplifunina og getgáturnar um hvað er á diskunum,“ segir Jóhann Helgi og brosir ánægður
með viðtökurnar við nýja staðnum. „Í myrkrinu falla allar grímur og feimnin er fljót að hverfa og allt verður einstaklega fyndið og skemmtilegt. Ólíklegasta fólk byrjar jafnvel að syngja. Þegar máltíðinni er lokið og fólk er leitt inn í hinn sýnilega heim þá eru margir enn gagnteknir af þessari einstöku upplifun. Fólk fær þá að sjá mynd af diskunum sem þau völdu og sjá þá hvort getgátur þeirra um réttina voru réttar.“ Undirbúningurinn fyrir opnunina tók um tvö ár enda margt sem þurfti að hugsa út í og hanna, græja og gera. Blind Raven hefur hlotið feikilega góðar viðtökur og hugsa mörg starfsmannafélög og hópar sér gott til glóðarinnar. Blind Raven verður fyrst um sinn aðeins opið fyrir hópa og má senda pantanir og fyrirspurnir á info@hotelvatnsholt. is.
FRÉTTI AF FÍNUM MAT:
Fréttahaukurinn Haukur Hólm var mættur á staðinn til að kanna hvort rétt væri að réttirnir væru fréttnæmir. Hann var alsæll með upplifunina, eins og aðrir gestir þessa kvölds.
HRIFIN AF HRÖFNUM:
Hjónin Jóhann Helgi og Margrét hafa nú opnað fyrsta veitingahús sinnar tegundar á Íslandi þar sem gestir borða í kolsvarta myrkri. Staðurinn fékk nafnið Blind Raven.
s
KOMDU KISA MÍN:
Jóhann Helgi verður fimmtugur í október og mun halda veglega upp á afmælið og er von á miklu húllumhæi í Vatnsholti af því tilefni. „Ég tel mig eiga alla þá veraldlegu muni og hluti sem hugur manns getur girnst, en ég sakna kattarins í Taílandi og vil hitta hann aftur :) Það verður tips-kassi á staðnum mótækilegur fyrir frjáls framlög í ferðasjóð. Skemmtilegt afmæliskort er einnig vel þegið. Hlakka til að sjá þig/ykkur.“
TÖFRAÐIST MEÐ:
Töframaðurinn Einar Mikael var á meðal gesta og hér bíður hann spenntur, ásamt öðrum gestum, eftir að upplifa töfra matseðils Blind Raven.
SÉR UM MATARTÖFRANA:
Það er enginn nýgræðingur í bransansum sem sér um matseðilinn en meistarakokkurinn Úlfar Finnbjörnsson er höfundur réttanna. Hér stillir hann sér upp með þjónum staðarins. tti, grænt fyrir grænmetisrétti
er fyrir kjöt, blátt fyrir sjávarré
i liti. Rautt sem getur þeir valið um fjóra mismunand FRAM: að taka af sér síma og annað SVONA FER FERLIÐ nn, „að gestirnir fá við komu matseðilinn í hönd og þar getaþví að velja sér drykk sem þeir vilja með matnum, þurfa þeir og við eðlilegar aðstæður.“ linum ásamt fram,“ segir Jóha a þjónustu eins „Þetta fer þannig rykk og velja lit af seð sa upp á að veita góð Þegar gestir eru búnir með ford þar sem þjónarnir bera nætursjónauka á höfðinu og pas og hvítt fyrir algjöra óvissu. sal an kvað myr í inn dir leid þeir gefið frá sér ljós. Því næst eru
Gunnar Hrafn (13), Iðunn Ösp (14), Hjörtur Viðar (13) og Guðríður (13) eru nýstirni:
ÆTLA ÖLL AÐ VERÐA LEIKARAR:
Gunnar, Guðríður, Hjörtur og Iðunn leggja undir sig stóra svið Borgarleikhússins og eru staðráðin í að gera leiklistina að ævistarfi.
BRIMIR OG H ULDA SINNUM TV EIR:
Þrátt fyrir langan vin nudag þá er stutt í húmorinn og leikgleðina.
MIKIÐ SJÓNARSPIL:
ÆTLA ÖLL AÐ LÆRA LEIKLIST Sagan af Bláa hnettinum hefur farið sigurför um heiminn, bæði sem bók og leikrit. Fyrrum forsetaframbjóðandinn Andri Snær Magnason er höfundur bókarinnar en sagan hefur komið út á tólf tungumálum. Leikritið var fyrst sett upp í Þjóðleikhúsinu árið 2001 en nú er aftur á fjölunum. Aðalleikararnir í uppsetningu Borgarleikhúsins voru ekki fæddir þegar leikritið var fyrst sett upp í Þjóðleikhúsinu árið 2001. Leikararnir ungu eru orðnir spenntir fyrir frumsýningunni og hlakka til vetrarins.
S
tór börn ,,Við hlökkum til að frumsýna og við verðum öll á svæðinu, ef eitthvað skyldi nú gerast á frumsýningunni,” segir Gunnar Hrafn en hann fer með hlutverk Brimis sem er annað tveggja aðalhlutverka í Bláa hnettinum. Iðunn Ösp fer með hlutverk Huldu sem er besta vinkona Brimis.
Fjölmargir koma að sýningunni og þurftu leikararnir ungu að leggja heilmikið á sig enda töluvert verk að taka þátt í söngleik. Þau Gunnar Hrafn og Iðunn Ösp fara með hlutverk Huldu og Brimis en Hjörtur Viðar og Guðríður hafa æft hlutverkin samtímis. Það má ekkert fara úrskeiðis sem gæti komið í veg fyrir að leikararnir geti ekki
Skuggalegar verur, djúpir dalir, ævintýr, æskufjör og ótrúleg ærsl er það sem boðið verður upp á á sviði Borgarleikhússins.
mætt. En hvernig er þeim tekið af samnemendum sínum? ,,Vel núna, það var aðeins verið að stríða mér þegar að ég lék í Billy Elliott, en núna er öllum sama þannig séð. Það eru allir vanir því að ég sé að leika og svona,“ segir Hjörtur Viðar en hann var einn þeirra sem að lék Billy Elliott á sínum tíma. Undir þetta taka hinir leikarnir og segja öll í einum kór að allir séu orðnir vanir því að sjá þau leika og syngja. Þrátt fyrir að vera vart fermd þá hafa þessir ungu krakkar komið víða við og tekið þátt í fjölmörgum leikritum, talsetningu og ýmsu fleiru.
Heimavinna á kvöldin
Æfingaferli á nýrri sýningu er langt og það tekur tímann að læra bæði
dans og söng. Vinnudagurinn hefst klukkan 10 á morganna og stendur fram til klukkan fimm. En þá er væntanlega frí er það ekki? ,,Nei alls ekki við verðum að vinna upp það sem hinir eru að gera í skólanum, við sleppum ekki við það,” segir Iðunn Ösp sem hefur jafnframt æft fimleika af miklum krafti. Hún er eina í hópnum sem er ekki úr Kópavogi. Það liggur því beinast við að spyrja hvort að listagyðjan sé búsett í Kópavogi. Spurningin vekur kátínu hjá þessum ungu leikurum sem hafa ekki skýringu á því hvers vegna þrjú af fjórum séu öll úr sama bænum. ,,Örugglega bara algjör tilviljun,“ segir Guðríður og þar með eru þau rokin aftur inn á svið því það styttist í frumsýningu.
EKKI LE
NGUR Í MÍNUS: Björn Stefánsson, fyrr vera ndi trommuleikari, hefur yfirgef kjuðann fyrir leiklistina. Hann var á sínum tíma trom ið hljómsveitum á borð við mari í Mínus og Motion boys en leiklist fyrir nokkrum áru snéri sér að m en hana nam hann í Dan mörku. Björn fer með hlutverk Glaums eða Gleði-Glaums en han barnanna í mikið uppnám n þegar að hann lendir á Blá kemur lífi a hnettinum.
SUNGIÐ DANSAÐ OG LEIKIÐ:
Söngleikurinn er fullur af fjöri og gleði. Uppfærslan en litrík og leikmyndin í takti við það. ,,Við ætlum öll að verða leikarar í framtíðinni,” segja þessir ungu en mjög reyndu leikarar.
Lindex-IS-Sept15-210x297-0X-Vikan-Séð og Heyrt.indd 1
2016-08-22 16:55
GJAFASTUÐ:
Gestir sýningarinnar fengu glæsilega gjafapoka frá VILA.
VILA FORSÝNING Á BRIDGET JONES Það var heldur betur stemning á sérstakri boðsýningu VILA á nýjustu mynd Bridget Jones sem ber nafnið Bridget Jones´s Baby. VILA gaf 300 heppnum skvísum miða á sýninguna en hægt var að vinna miða á útvarsstöðinni K100 og á Facebook-síðu VILA sem við mælum með að allir fylgi enda alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera.
G
aman Fyrir sýningu og í hléi var boðið upp á ískalt Pepsi Max og Sommersby fyrir þá sem vildu en einnig var glæsileg kynning á nýja Clay þurrsjampóinu frá L´Oréal og Elnett Voulme Excess-hárlakki. Allar skvísur fengu glæsilegan gjafapoka sem innihélt meðal annars trefil frá VILA, vatnsbrúsa,
fallega lyklakippu, sjampó og næringu frá Sebastian og nýja Sculpt-maskarann frá L´Oréal. Það er óhætt að segja að viðskiptavinir VILA hafi skemmt sér konunglega á þessari sérstöku VILA sýningu í sal A í Laugarásbíó þar sem 300 hressar konur komu saman, enda frábær mynd sem enginn má láta fram hjá sér fara að mati gesta.
STUÐ:
Það var mikil tilhlökkun í lofti þegar beðið var eftir nýjustu myndinni um Bridget Jones.
ALLIR MEÐ POKA:
Það fengu allir gjafapoka frá VILA og allir voru ánægðir með pokann.
ÁHUGAVERT:
Gestirnir skoðuðu vörurnar frá L´Oréal af miklum áhuga.
SOPI OG SPJALL:
GAMAN SAMAN:
Það er gott að fá sér einn sopa af kóki á meðan málin eru rædd.
Það fór enginn heim í fýlu eftir þetta kvöld.
NÓG AÐ DREKKA:
jur af því Gestir sýningarinnar þurftu ekki að hafa áhygg í boði. gum jarfön drykk af nóg var það að verða þyrstir því
POPP OG KÓK:
MÁLIN RÆDD:
Það er algjört lykilatriði að fá sér popp og kók í bíó.
Það var margt sem þurfti að ræða, hvort sem ir, það voru væntingar um myndina, gjafapokarn vörurnar eða bara eitthvað allt annað.
FLOTTAR VÖRUR:
Það var nóg af flottum vörum í boði.
FRÁBÆR STEMNING: Stemningin á sýningunni var alveg frábær og allir skemmtu sér vel.
GLÆSILEGAR: Það voru glæsilegar dömur sem kynntu vörurnar frá L´Oréal.
MIKIÐ FJÖR:
SÍMATÍMI: Síminn er aldrei langt undan.
ALLIR GLAÐIR:
Sýningargestir voru himinlifandi með kvöldið.
Gestirnir voru sammála um það að myndin hafi verið góð og kvöldið enn betra.
Rakel Eva Sævarsdóttir (29) lét matarástardrauminn rætast:
LUKKULEG:
Þau Rakel Eva Sævarsdóttir, Friðrik Ársælsson, Martina V. Nardini og Jón Helgi Erlendsson eru alsæl með viðtökurnar sem Borðið hefur fengið og ætla að halda áfram að nostra við viðskiptavini.
ÓMÓTSTÆÐILEGUR:
LOKSINS
Rifinn grísahnakki frá Ormstöðum með byggi, grænmeti og grilluðu súrdeigsbrauði.
Á ÍSLANDI MÁ TAKA MEÐ VÍN Á STAÐINN Borðið er allt í senn sælkerabúð, „take-away-staður“, veitingastaður og einstaklega aðlaðandi hverfisbúð í hjarta Vesturbæjar. Við Ægisíðu 123 í Vesturbæ Reykjavíkur reka vinahjónin Rakel Eva Sævarsdóttir, Friðrik Ársælsson, Martina V. Nardini og Jón Helgi Erlendsson hverfisveitingastað og sælkeraverslun. Á virkum dögum er boðið upp á hádegismat og kvöldmat en um helgar bröns og helgarmatseðil. Að auki er alltaf hægt að nálgast rjúkandi kaffibolla og nýbakað bakkelsi á Borðinu, brakandi súrdeigsbrauð, skinkur og pylsur skornar eftir pöntun og ýmislegt fleira matarkyns. Einnig er notalegt að borða á staðnum og gæða sér á gómsætum veitingum sem eru á matseðlinum og í borði.
U
naðslega djúsí Einn sólríkan laugardag í júlí árið 2015 hittust vinahjónin á Krás matarmarkaði og þar kviknaði þessi skemmtilega hugmynd að Borðinu. Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa mikinn á áhuga á mat og matargerð en hafa ekki alltaf nægan tíma til að nostra við matargerðina. ,,Talið barst
fljótt að mat og amstri hversdagsins og við spurðum hvort annað af hverju það væri enginn að reyna að brúa bilið milli hefðbundinna take awaystaða og alvöruveitingastaða með því að bjóða upp á djúsí mat sem nostrað hefur verið við til að taka með heim,“ segir Rakel sem er ein af eigendunum fjórum. ,,Við eigum bæði tvö börn
sem þarf að sækja og skutlast með og stöndum daglega frammi fyrir spurningunni: Hvað eigum við að hafa í matinn í kvöld? á leiðinni heim. Okkur finnst öllum ofboðslega gaman að elda heima hjá okkur en það tekur tíma að ákveða matinn, fara út í búð, elda matinn og ganga frá. Þessi tími er einfaldlega ekki í boði flesta virka daga. Þeir sem þekkja okkur vita líka að okkur leiðist ekki að fara út að borða í góðra vina hópi en það verður erfiðara eftir því sem börnin verða fleiri. Við hugsuðum Borðið í rauninni út frá okkur og sem svar við raunverulegu vandamáli sem við stóðum frammi fyrir.“
Hönnunin hefur vakið verðskuldaða athygli
Þegar vinahjónin voru búin að skilgreina vandamálið sem þau ætluðu að leysa og orðin sammála um lausnina, hófust þau handa
við að leita að hentugu húsnæði. ,,Við vorum sammála um að svona konsept ætti heima í hverfi, fremur en í miðbænum eða við stóra umferðarstofnæð en þó í alfaraleið og með góðu aðgengi fyrir viðskiptavini. Við búum í Vesturbænum og á Seltjarnarnesi og keyrðum nánast daglega fram hjá þessu húsnæði sem flestir muna sennilega eftir sem myndabandaleigu og hamborgarabúllu sem bar lengi vel heitið 107.“ Húsnæðið á sér þó mun merkilegri sögu þar sem það hefur hýst bakarí, fiskbúð og lengst af verslunina Straumnes sem var þekkt hverfisverslun á svæðinu. ,,Við festum kaup á húsnæðinu haustið 2015 og hófumst handa við að skipuleggja rýmið. Efnisval og hönnun er að langmestu leyti frá okkur komin en við höfum þó notið dyggrar aðstoðar Sunnu Dóru Einarsdóttur arkitekts við hönnun á rýminu. Það má í raun segja að Jón Helgi sé aðalhönnuður
GIRNILEGUR:
Rifinn sjóurriði sem er í boði á brönsseðli Borðsins, bráðnar í munni.
LÖÐRANDI:
Hágæðaólífuolía frá Portofinu sem Borðið flytur inn.
VILLT:
tryllt Matarmikið og i ðl se at m á t la sa s. sin Borð
GOURMET:
STEMNING:
Notaleg og ljúf stemning á Borðinu þar sem allir njóta sín.
Parma, coppa, salame, cotto, mortadella og ýmis konar góðgæti skorið niður eftir pöntunum. Hvað má bjóða þér mörg grömm, spyr skurðlæknirinn Martina?
GÓMSÆTT: Það er freistandi og kitlar bragðlaukana bakkelsið á Borðinu.
staðarins. Hann hannaði logo-ið okkar, tók stóru ákvarðanirnar í efnisvali og lýsingu húsnæðisins og hannaði meira að segja hillurnar sem hafa vakið verðskuldaða athygli og margir spurt hvort hægt sé að kaupa einhvers staðar.“
Samansafn af hugmyndum og innblæstri
Ólíkt mörgum stöðum sem sprottið hafa upp á Íslandi undanfarin ár, á staðurinn sér enga ákveðna fyrirmynd úti í hinum stóra heimi, þó að eflaust megi finna einhverja samsvörun einhvers staðar. ,,Það má kannski segja að staðurinn sé samansafn af hugmyndum og innblæstri sem við höfum fengið á ferðalögum okkar um heiminn en þau ferðalög hafa oftar en ekki snúist um mat og matargerð.“ Sérstaða staðarins felst í því að hægt er að taka með sér heim flott framsettan
mat sem mikil vinna hefur verið lögð í og fólk er frekar vant að sjá á veitingastöðum. Þrátt fyrir ríka áherslu á take-away er jafnframt hægt að tylla sér niður og borða á staðnum í notalegri aðstöðu.
Fjölskylduvæn stemning fyrir sælkera
Hönnun staðarins mótar svolítið stemninguna. Það er svolítið gaman að borða eða sækja góðan mat umkringdur af alls kyns sælkeravörum og fallegum mublum. ,,Við fáum mikið af fjölskyldufólki og sælkerum á öllum aldri til okkar en allir eru að sjálfsögðu velkomnir. Við leggjum mjög mikla áherslu á góða þjónustu og að starfsfólk okkar geti veitt faglega ráðgjöf um matinn sem í boði er og þær vörur sem við bjóðum upp á hverju sinni,“ segir Rakel og er mjög ánægð með undirtektirnar hjá viðskiptavinum.
Mátt taka vín að heiman
„Borðið er sífellt að aðlagast hverfinu og við hlaupum til og gerum allt sem við getum til að þóknast fólki. Kúnnarnir hafa miklar og góðar skoðanir og okkur finnst það frábært, við elskum mat og kunnum vel að meta nýjar hugmyndir og að heyra af hinu og þessu sem gæti verið sniðugt inn í búð til okkar. Hverfið er líka að aðlagast vel að okkur, sífellt fleiri bætast í kúnnahópinn okkar og tala um hve notalegt það sé að geta borðað dýrindismáltíð heima með börnunum sínum eftir langan vinnudag. Þó má líka segja það að ansi margir eru farnir að borða matinn inni á staðnum hjá okkur og taka börnin með líka, enda er ekki löng bið eftir matnum og notalegt að rölta til okkar hvaðanæva frá í hverfinu. Við höfum einnig tekið upp tappagjald sem víða tíðkast erlendis en þá tekur fólk með sér
sitt eigið vín eða bjór að heiman og nýtur þess með matnum hjá okkur.
Skammtar fyrir heilu matarboðin
Vinsældirnar staðarins aukast stöðugt og það er greinilegt að orðið berst víða. „Til að mynda erum við með viðskiptavini sem keyra ofan af Mýrunum til þess að næla sér í kvöldmat. Að sjálfsögðu finnst okkur það frábært. Einnig hefur það komið dálítið á óvart hvað fólk sækir í að ná í fjölda skammta af mat til þess að halda heilu matarboðin. Það er að sjálfsögðu algerlega frábært og hefur það lukkast ótrúlega vel. Bæði höfum við verið að setja marga skammta á falleg föt sem og að selja heilu brettin af kökum og kræsingum fyrir hinar ýmsu veislur. Fólk hefur einnig verið að fá okkur til að elda fyrir veislur úti á landi og einhvern veginn gerir þetta dagana okkar mjög fjölbreytta og ótrúlega skemmtilega.“
Þyrluflugmaðurinn Andri Jóhannesson (35) lék í risastórri auglýsingu: ELSKAR ÞYRLUR:
Andri Jóhannesson er í draumastarfinu hjá Landhelgisgæslunni. Starfið er einkar gefandi ásamt því að Andri fær að gera það sem hann elskar. Fljúga þyrlu.
M U F Í L S N N A M R BJARGA
M U G N I S Ý L G U A Í R U OG LEIK Andra Jóhannessyni er margt til lista lagt. Hann flýgur þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna, er hljóðmaður og leikur einnig í auglýsingum. Nýjasta auglýsingin sem Andri leikur í er klárlega sú stærsta en hann fékk hlutverk sem flugmaður fyrir flugfélag í Asíu. Auglýsingin sem Andri leikur í verður sýnd um alla Asíu og áætlar Andri að um 2 milljarðar manna muni sjá hana. Þyrluflug á þó hug hans allan en hann er einn af hetjunum í Landhelgisgæslunni sem sjá um að bjarga mannslífum.
R
isastórt „Ég var að leika þyrluflugmann fyrir stórt flugfélag í Asíu. Þetta var tekið upp hér heima að hluta til og ég held að um 2 milljarðar muni sjá þessa auglýsingu. Þetta eru alveg svakalegar tölur í Asíu, enda gríðarlegur fjöldi fólks sem þar býr,“ segir Andri um auglýsinguna. „Ég fékk hlutverkið í gegnum íslenska umboðsskrifstofu. Hún er með fullt af fólki á skrá og það var hringt þaðan og ég spurður hvort ég vildi ekki taka slaginn. Ég hef áður leikið í einhverjum auglýsingum þannig að ég hef einhverja reynslu af þessu,“ segir Andri og honum er svo sannarlega margt til lista lagt. „Ég er að vinna hjá Landhelgis-
SVAKALEGAR GRÆJUR:
Það er eins gott að vera með réttu græjurnar þegar þú starfar hjá Landhelgisgæslunni og þessi nætursjónauki er ein af mörgum mögnuðum græjum sem Andri notar við starf sitt.
UBÚINN: ALLTAF REIÐ ið á og hann þarf
Í FULLUM SKRÚÐA:
tek r. Starf Andra getur n þegar kallið kemu úin tilb a ver að alltaf
Það dugir ekki að skella sér bara á bolnum upp í þyrlu. Andri þarf að vera í rétta gallanum og með allt á hreinu.
ALVÖRUMAÐUR: Andri er ein af hetjunum í Landhelgisgæslunni.
AUGLÝSINGASTJARNA:
Andri leikur í risastórri auglýsingu á vegum flugfélags í Asíu. Auglýsingin verður sýnd um alla Asíu og því ljóst að margir munu sjá Andra í sjónvarpinu.
gæslunni og síðan er ég poppari um helgar. Ég var hljóðmaður hjá Eivör í mörg ár og var að túra með henni og síðan hef ég oft verið með á Iceland Airwaves. Ég er verktaki hjá Exton en í gamla daga var ég þar í fullu starfi.“
Fíkn að fljúga þyrlu
Andri segist hafa dreymt um það sem ungur drengur að fljúga flugvélum. Sá draumur breyttist þó skyndilega eftir fyrstu þyrluferðina. „Þetta byrjaði á því að ég var að vinna hjá Exton fyrir mörgum árum og það var einhver hátíð á flugvellinum. Að fljúga flugvél var alltaf draumur þegar ég var polli og ég fór að fikta eitthvað við það eftir þessa hátíð. Eftir
að ég prófaði að fljúga þyrlu var ekki aftur snúið. Þetta er eins og fíkn. Ég heillaðist síðan af þessu starfi hjá Landhelgisgæslunni. Ég var búinn að lesa bækur um menn sem voru að bjarga mannslífum og mér fannst það mjög spennandi,“ segir Andri sem hefur áður starfað við flug. „Ég var að fljúga fyrir skoskt olíufyrirtæki í Ghana í Afríku og var þar í eitt ár.“
Bjargar mannslífum
Það er ekki fyrir hvern sem er að starfa hjá Landhelgisgæslunni. Starfið getur tekið á enda geta verkefnin verið snúin og oft eru mannslíf í húfi. Andri segir starfið þó vera virkilega gefandi.
„Við erum á vakt í fjóra sólarhringa og svo erum við í fríi í fjóra sólarhringa. Þú veist aldrei hvenær kallið kemur, stundum er lítið að gerast og stundum er allt í gangi. Það eru mörg eftirminnileg atvik sem hafa komið upp. Maður upplifir bæði sorg og gleði hjá fólki frá fyrstu hendi,“ segir Andri. „Ég man eftir einni björgun þar sem við björguðum mönnum á strönduðu skipi og það snerti mikið við mér að hitta fjölskyldur mannanna eftir á. Við fengum heiðursskjöld og þessi björgun stendur mér nær. Þetta er magnað, alveg ofboðslega gefandi starf. Ég myndi ekki vilja skipta á þessu fyrir neitt annað starf,“ segir Andri.
Talar á íslensku
Andri er einn af nokkrum sem taka þátt í auglýsingunni á vegum flugfélagsins en athygli vekur að hann segir sínar línur á íslensku. Andri segist vera tilbúinn að leika í fleiri auglýsingum ef það býðst. „Sagafilm tók þessa auglýsingu upp hér á landi og eins og ég sagði áður þá á þessi auglýsing að fara um alla Asíu sem er auðvitað spennandi. Ég var um borð í einhverri vél og átti að segja nokkrar línur á íslensku. Ég held að það séu fimm einstaklingar í þessari auglýsingu og við segjum línurnar á okkar tungumálum. Það er ekki stefnan að fara út í auglýsingabransann en maður getur alltaf skotist í þetta ef maður fær einhver tilboð.“
Kristófer Acox (22) skorar markadrauma einn á fætur öðrum: HUNGRAÐUR Í STIG:
Kristó einbeitir sér að því að skora stig í leik. Hann og félagar uppskáru eins og sáð var, sæti á EURO 2017.
VILL FINNA KÆRUSTU HEIMA:
Aðspurður hvað kærastan sé að gera svarar Kristó: „Ég er einhleypur eins og er, þannig að ég hef ekki hugmynd um hvað hún er að gera. En 100% samt einhvers staðar á Íslandi!“ segir hann og hlær.
ÆTLAR
Í NBA SNEMMA BEYGIST KRÓKURINN:
Kristó var byrjaður að leika sér ungur með körfubolta, þó að hann hafi ekki byrjað að æfa körfu af alvöru fyrr en hann var í níunda bekk.
Hann er alltaf kallaður Kristó, Kristófer Acox ólst upp hjá móður sinni og ömmu og kynntist ekki föður sínum fyrr en hann var kominn á unglingsár. Hann byrjaði ungur að æfa fótbolta en í lok grunnskólans heillaðist hann af körfunni og tók hana fram yfir. Nú er hann búsettur í Bandaríkjunum þar sem hann spilar í háskólakörfuboltanum og ætlar sér í atvinnumennsku. Fyrsta skrefið á þeirri leið er draumur um sigursæti á Evrópumóti landsliða í körfubolta, en þangað fer hann á næsta ári með íslenska landsliðinu.
E
ngin strákapör „Ég er uppalinn í Vesturbænum af tveimur mikilvægustu konum í lífi mínu, móður minni; Ednu Maríu Jacobsen og Magnhild, ömmu minni heitinni,“ segir Kristó. Kristó var í Vesturbæjarskóla, enda var hann bara hinum megin við götuna frá heimilinu, fór síðan í Hagaskóla og svo í Kvennaskólann í Reykjavík og núna er hann á síðasta ári í Furmanháskólanum í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum. „Ég átti aldrei neitt uppáhaldsfag en fannst samt skárra að vera í fögum sem höfðu eitthvað að gera með tölur í staðinn fyrir bókmenntir,“ segir Kristó. „Ég á margar góðar minningar úr öllum skólunum, besta minningin er örugglega útskriftarferðin hjá
Kvennó, tvær vikur af eintómri skemmtun! Ég get ekki sagt að ég hafi verið uppátækjasamur, var yfirleitt mjög rólegur og gerði ekki mikið nema eitthvað með félögunum bara, sem var yfirleitt planað.“
Ferillinn hófst í KR
Aðspurður af hverju hann valdi KR og fótboltann, svarar Kristó að það sé mjög góð spurning. „Allir vinir mínir voru alltaf í KR og strákarnir sem ég ólst upp með voru flestallir í fótbolta þannig maður elti þannig séð bara hópinn. Ég hafði alltaf mikinn áhuga á íþróttum samt og prófaði meðal annars að fara á handboltaæfingar sem mér fannst hins vegar ekkert spes. Ég var oft beðinn um að koma á körfuboltaæfingar en alvaran
FÉLAGAR FALLAST Í FAÐMA:
Kristó og vinur hans, Martin Hermannsson, hafa æft og keppt saman, bæði í fótbolta og körfu, upp yngri flokkana í KR og síðan í íslenska landsliðinu í körfu. Núna eru þeir á leið saman á EURO 2017.
ÚTSKRIFAÐUR SVARTHÖFÐI:
Kristó útskrifaðist vorið 2013 frá Kvennaskólanum í Reykjavík og auðvitað kom ekkert annað til greina en að henda sér í búning Svarthöfða við dimitteringuna.
AÐDÁANDI NÚMER EITT:
Það dylst engum sem til þekkir að Edna María, mamma Kristós, er hans helsti aðdáandi og bókstaflega að rifna úr stolti yfir árangri sonarins.
SIGUR Á SVISS:
Kristó leikur hér á leikmann Sviss í undankeppni Evrópumóts landsliða. Ísland vann 88-72.
EINN FJÓRÐI FÆREYINGUR:
TROÐSLA:
Móðuramma Kristós, Magnhild, var Færeyingur og hér eru þau saman á Ólafsvöku í Færeyjum.
Já, hann fer létt með að stökkva upp í körfuna, enda tveir metrar á hæð. Hér er Kristó að skora stig á móti andstæðingum sínum.
byrjaði ekki fyrr en í níunda bekk þegar ég fór fyrst að æfa eitthvað af viti,” segir Kristó. „Ég var valinn í úrval fyrir bæði körfu og fótbolta þegar ég var fimmtán ára en komst ekki í lokahópinn í fótbolta þannig að eftir það byrjaði ég að taka körfuna fram yfir fótboltann og hætti á endanum að spila fótbolta 2008.“
Hitti föður sinn fyrst 14 ára
Eins og áður sagði ólst Kristó upp hjá einstæðri móður sinni og þekkti ekki föður sinn, en hafði það einhver áhrif á hann að alast upp án föður? „Það er auðvitað skrítið að hafa ekki pabba sinn í kring um sig þegar maður er að alast upp eins og flestir krakkar gerðu, en ég hefði ekki getað fengið betra uppeldi en
það sem ég fékk fra mömmu minni og ömmu,“ segir Kristó. „Þær sáu alltaf til þess að ég hafði það gott sama hvernig aðstæður voru og er ég þeim ævinlega þakklátur fyrir. Ég var í einhverju sambandi við pabba þegar ég var yngri en þá aðallega bara i gegnum tölvupóst og síma, en mamma var mjög dugleg að halda mér og pabba í einhverju sambandi þótt það hafi ekki verið mikið. Ég hitti hann síðan í fyrsta sinn 2008, ekki nema 14 ára gamall og var það mjög einkennileg tilfinning að hitta hann í eigin persónu loksins, en samt líka mjög gott.“ Tveimur árum síðar flutti Kristó til Bandaríkjanna til föðurs síns. „Ég bjó hjá honum í eitt ár á meðan ég var í „high school“ úti. Samband
okkar á þeim tíma varð mjög brösugt og okkur kom ekki vel saman, sem var síðan ein af ástæðum þess að ég flutti aftur heim til Íslands 2011 og var hér næstu tvo árin,“ segir Kristó. „En samband okkar núna hefur aldrei verið betra og þótt ég
HEIÐUR AÐ SPILA FYRIR ÍSLANDS HÖND:
Kristó telur það fyrst og fremst mjög mikinn heiður að hafa verið valinn í íslenska landsliðið. „Ég var búinn að leggja hart að mér í allt sumar til að eiga möguleika á því að komast í liðið og spila. Það var auðvitað fúlt að missa af tækifærinu síðasta sumar þegar strákarnir fóru á EM þannig að það var extra sætt að fá að taka þátt í þessu verkefni í sumar og hvað þá að komast á EM annað skiptið í röð, ég get ekki beðið eftir næsta sumri. Er strax byrjaður að telja niður dagana til þess að komast upp í vél og fljúga heim.“
Framhald á næstu opnu
FLÚRIN:
Framhald af síðustu opnu
Kristó er orðinn helflúraður og ekki hættur enn þá. Hann heiðraði minningu móðurömmu sinnar með þessu flotta flúri á vinstri upphandlegg. Auk þess er hann með tvö flúr tileinkuð móður sinni, á brjóstkassanum og innanverðum hægri upphandlegg.
POKÉMONKRÚTT:
Kristó var farinn að elta Pokémona löngu fyrir 2016 eða þegar æðið reið fyrst yfir landið í kringum 2000.
ALINN UPP AF MÖMMU OG ÖMMU:
UNGUR AÐDÁANDI:
Heiðdís Sigurðardóttir, 5 ára, mætti á leikinn Ísland-Kýpur í Laugardalshöll í september. Heiðdís beið í 30 mínútur og neitaði að fara heim fyrr en hún væri komin með mynd af uppáhaldsleikmanninum sínum. Kristó varð að sjálfsögðu við beiðni hennar um myndatöku.
Kristó ólst upp hjá einstæðri móður sinni, Ednu Maríu Jacobsen, og bjuggu þau lengst af með móður hennar, Magnhild, en hún lést árið 2011. „Tvær konur sem eru og munu alltaf vera mér allt, sama hvað. Allt sem ég geri, geri ég til að gleðja þær. Amma kvaddi fyrir fimm árum en mér finnst eins og ég hafi haldið í höndina á henni í gær. Hún vakir yfir mér og mínum og fylgir mér hvert hafi bara kynnst en er nokkuð viss um sem ég fer.“
pabba 2008 finnst mér eins og ég hafi þekkt hann allt mitt líf. En ég myndi ekki segja að hann sé ástæðan fyrir því að ég er úti í skóla. Pabbi var hins vegar ein af ástæðunum fyrir því að ég valdi Furman-skólann, þar sem hann býr um tveggja tíma akstursfjarlægð frá skólanum. En ég fór fyrst og fremst út fyrir sjálfan mig.“
Atvinnu-mennskan heillar
GAMLA SETTIÐ:
Kristó er hér með foreldrum sínum, Lemont Acox og Ednu Maríu Jacobsen, eftir sigurleik. Eins og sjá má er móðir hans súperkát með úrslitin.
Skólinn sem Kristó er í heitir Furman University og er staðsettur í Greenville, Suður-Karólínu. „Ég byrjaði 2013, strax eftir Kvennó og er á síðasta árinu mínu og útskrifast sem sagt núna í byrjun maí 2017. Ég er að læra heilbrigðisvísindi (Health Science) en plana nú ekki beint að nýta það eftir útskrift heldur stefni ég að atvinnumennsku. Þori ekki alveg að fara með það hvar,
hvað ég vilji gera á næsta ári,“ segir Kristó.
Meiðsli höfðu af honum eitt ár
Kristó meiddist á fyrsta árinu og missti af nær öllu tímabilinu það árið. Hann ákvað að harka meiðslin og bataferlið af sér úti í stað þess að koma heim til Íslands. „Ég meiddist frekar illa á fyrsta árinu mínu þegar ég braut bein í hægri fætinum. Það þurfti aðgerð og sex mánaða hvíld eftir aðgerð þannig að ég missti af mestöllu tímabilinu það árið. Ég var of óþolinmóður og fór of snemma aftur af stað og meiddist aftur og þurfti að sitja út tvo aukamánuði. Síðan fékk ég sprungu í vinstri fótinn í úrslitaleiknum á öðru árinu mínu þegar um fimm mínútur voru liðnar og þurfti að sitja út sex vikur. Ég slapp hins vegar við öll meiðsli á þriðja árinu mínu og er vonandi búinn með meiðslakvótann i bili!“
Good luck frá Guðna Th.
Það vakti nokkra athygli þegar Kristó spilaði í leiknum á móti Sviss í undankeppni Evrópumóts landsliða hér heima að forseti Íslands ávarpaði hann á ensku með Good luck, en aðra leikmenn á íslensku með: gangi ykkur vel. Kristó tók þessum mistökum forsetans ekki óstinnt upp og skaut bara til baka „Thanks bruh.“ Guðni Th. bað Kristó síðar afsökunar. En hefur Kristó einhvern tíma upplifað rasisma, í körfunni eða
KR-LIÐIÐ:
Kristó æfði fótbolta með sömu strákunum mörg ár upp yngri flokkana í KR. Margir þeirra eru góðir vinir hans enn í dag.
í daglega lífinu? „Ég hef sem betur fer aldrei upplifað neinn rasisma áður, eða ekki svo ég muni eftir. Maður hefur samt heyrt margar ljótar sögur og pabbi á þær nokkrar síðan þegar hann var að spila á Íslandi í gamla daga,“ segir Kristó. „Körfubolti er jú einmitt mjög vinsæll í menningunni hjá blökkumönnum og eru þeir margir góðir sem spila víða um heiminn, og þá aðallega NBA en það er örugglega eitthvað um rasisma í körfunni eins og alls staðar annars staðar í heiminum. Það er kannski mun minna um það heima á Íslandi sem betur fer. En eins og ég segi, persónulega hef ég aldrei orðið fyrir neinu slíku.“ Landsliðið og Evópumót landsliða Kristó mun keppa ásamt félögum sínum í íslenska landsliðinu á Evrópumóti í körfuknattleik karla haustið 2017. Eurobasket mun fara fram í Finnlandi, Ísrael, Rúmeníu og Tyrklandi 31. ágúst til 17. september 2017, Ísland keppir þar með 23 öðrum bestu liðum Evrópu. Kristó segir tilfinninguna að vera kominn í Eurobasket mjög sérstaka. „Ég hef aldrei unnið neitt svona stórt áður þannig að sigurvíman var gríðarleg eftir að við unnum Belga og tryggðum okkur miða áfram. Ég var að taka þátt í fyrsta alvörulandsliðsverkefninu mínu núna í sumar og að komast á svona stórmót í fyrstu undankeppninni minni skemmir alls ekki fyrir,“ segir Kristó sem stefnir að atvinnumennsku og ætlar sér stóra hluti í framtíðinni í körfunni.
www. borgarleikhus.is
Sigrún Andersen (55) opnar þrjár verslanir í Smáralind:
EÐAL:
Skvísurnar Rósa Björk Jónsdóttir og Gulla létu sig ekki vanta.
GJÖRÐ:
FLOTT UMGJÖRÐ Ein af fremstu tískufatakeðjum Evrópu, Cortefiel Grup, hefur undirritað samstarfssamning við fjárfestingafélagið Gjörð um opnun verslana fyrirtækisins hér á landi. Fyrsta skrefið var opnun þriggja nýrra verslana í í Smáralind nú í september, Cortefiel, Springfield og Women´s Secret og var opnuninni fagnað með pomp og prakt síðastliðinn fimmtudag. Cortefiel- samsteypan er meðal stærstu hönnuða og framleiðenda tískufatnaðar í Evrópu með veltu yfir 1.011 billjón evra árið 2014 og er á Spáni gjarnan talinn einn helsti keppinautur tískurisans Inditex sem á vörumerki á borð við Zara, Massimo Dutti, Bershka og fleiri.
T
roðfullt Verslunin Cortefiel var opnuð í síðastliðinni viku á Herrakvöldi Smáralindar. ,,Fullt var út úr dyrum af góðum gestum og fékk þessi glæsilega verslun ótrúlega góðar viðtökur. Þetta er þriðja verslunin í röðinni frá Cortefiel Group sem er opnuð í Smáralind í þessum mánuði. Antonis Kyprianou, framkvæmdastjóri Cortefiel Group, kom frá Spáni til þess að taka þátt í opnuninni og gleðjast með eigendum og viðskiptavinum. Cortefiel-verslunin höfðar fyrst og fremst til kvenna og karla á aldrinum 35 til 45 ára sem hafa opið hugarfar og fylgjast vel með hvað er að gerast í tískunni hverju sinni,“ segir Sigrún Andersen lukkuleg.
Nýjustu straumar og stefnur í tísku
„Við hlökkum til að sýna Íslendingum þær glæsilegu vörur sem Cortefiel, Springfield og Women´s Secret bjóða upp á. Springfield endurspeglar allt það nýjasta í tískuheiminum en hönnuðirnir þar fylgjast afar vel með nýjustu straumum og stefnum
í hönnun og tísku. Viðskiptavinir Smáralindar á aldrinum 20-30 ára koma aldeilis ekki að tómum kofanum hvað varðar gæði á góðu verði. Að sama skapi er Women´s Secret leiðandi í Evrópu á sviði undirfatnaðar, nærfata, sund- og náttfatnaðar með ótrúlega flottar vörur,“ segir Sigrún. ,,Cortefiel þekkja svo fjölmargir Íslendingar. Sú verslun höfðar fyrst og fremst til kvenna og karla á aldrinum 35-45 ára sem hafa opið hugarfar og fylgjast vel með hvað er að gerast í tískunni en á sama tíma gera kröfur um gæði og verð.”
Fyrstu á Norðurlöndum
,,Opnanir nýrra verslana hér á landi eru þær fyrstu á Norðurlöndum. Fyrirtækið rekur fimm verslanakeðjur, Cortefiel, Springfield, Womens Secret, Pedro del Hierro og Fifty Outlet og er með yfir tvö þúsund verslanir og tíu þúsund og fimm hundruð starfsmenn,” segir Sigrún og leggur áherslu á að nýju tískuverslanirnar tilheyri allar Cortefiel-samstæðunni en hafa að öðru leyti gjörólíkar áherslur og höfða til mismunandi hópa.
Eigendur verslananna og meðeigendur (partner) Gjarðar ehf ásamt framkvæmdastjóra Cortefiel Group. Frá vinstri Linda Jóhannsdóttir, Guðrún J. Guðmundsdóttir og Atonis Kyprianou, framkvæmdastjóri Cortefiel Group. Sigrún Andersen, Bryndís Hrafnkelsdóttir og Sara Lind Þrúðardóttir voru stórglæsileg við opnunina í Smáralind.
BRONS:
Þau voru ánægð á opnuninni Inga Reynisdóttir og Gunnar Traustason.
STÍLL:
Það var mikið um að vera í verslununum Cortefiel, Springfield og Women´s Secret. Lifandi gínur voru á sveimi og vöktu verðskuldaða athygli gesta og gangandi. Glæsilegar fyrirsætur sýndu brot af flottu vöruvali verslananna við mikla lukku viðstaddra. En Cortefiel-vörumerkið einkennist af eigin stíl byggt á glæsileika, gæðum og þægindum. Cortefiel höfðar fyrst og fremst til karla og kvenna á aldrinum 35-45 ára sem hafa ungt og opið hugarfar til lífsins og fylgjast vel með nýjustu stefnu og straumum í hönnun og tísku.
GLINGUR:
Anna Margrét Jónsdóttir og Inga Reynisdóttir voru hressar og nutu þessa að skoða nýjust línurnar í tískunni.
GULL:
Sigrún Andersen framkvæmdastjóri og mæðgurnar voru alsælar með opnunina.
SILFUR:
Liv Bergþórsdóttir og Hafdís Jónsdóttir voru ánægðar með nýju viðbótina í verslunarflóruna.
BAUGUR:
Sigrún Edda Jónsdóttir, Jóhanna Marteinsdóttir og Áslaug Briem voru kampakátar á opnuninni.
Líf og fjör á kynningu á nýrri húðvöru fyrir konur: FÆRIR ÍSLENSKUM KONUM L´ORÉAL:
Erna Hrund, vörumerkjastjóri L‘Oréal á Íslandi, sér um vörur L´Oréal á Íslandi og Elísabet er eigandi Bianco í Kringlunni. Með nýju möskunum frá L‘Oréal er leikur einn að multimaska.
FALLEGAR VINKONUR:
Vinkonurnar Díana Bjarna stílisti og hönnuðurinn Andrea eru gullfallegar og glæsilegar og löngu landsþekktar fyrir góðan smekk og hæfileika á sínu sviði.
MULTIMASKING KENNT: Steinunn Edda, förðunarfræðingur og bloggari á trendnet.is, sýnir gestum hvernig nýju maskarnir virka.
EKKI ALLT Í MASKI
Fjöldi glæsilegra kvenna mætti í verslun Lyf og Heilsu í Kringlunni nýlega til að kynna sér nýjustu maskana frá L´Oréal. Maskarnir sem hafa farið sigurför um heiminn á stuttum tíma eru nú þegar orðnir gríðarlega vinsælir á Íslandi þrátt fyrir að vera nýkomnir til landsins. Með möskunum kynnir L´Oréal nýtt trend í fegurðarheiminum: Multimasking.
H
úð Aðferðin Multimasking gengur út á að í raun ætti ekki alltaf að nota sama maskann yfir allt andlitið heldur nota ákveðna maska fyrir ákveðin svæði andlitsins, við erum nefnilega ekki alltaf með sömu vandamál á T-svæðinu, í kinnunum, á nefinu og á hökunni. Leirmaskarnir sem voru kynntir til leiks eru þrír talsins og í þremur litum, svartur, rauður og grænn. Hver og einn hefur sína eiginleika. Sá svarti, Glow-maskinn, er detoxmaski, hann inniheldur kol sem leysir upp eiturefni í húðinni og færir henni
hreinleika og aukinn ljóma. Sá rauði inniheldur þörunga sem gefa mikla næringu og raka en einnig er í honum apríkósuduft sem hjálpar húðinni að endurnýja sig svo áferð hennar verður fallegri og húðholur minna sýnilegar. Sá græni er djúphreinsandi en hann inniheldur grænt Eucalyptus sem er kælandi svo um leið og hann djúphreinsar húðina af öllum óhreinindum, kælir hann og róar húðina, hann dregur úr roða og hjálpar húðinni að verða frísklegri. Allar konur ættu að finna lausn við húðvanda sínum með þessum möskum og hætta þannig að vera í maski.
LEIKUR EINN AÐ MULTIMASKA:
Þær Tinna Þorradóttir, Gyða Dröfn og Fanney Dóra, bloggarar og snapparar, voru ánægðar með nýju maskana frá L´Oréal og hæg heimatökin að ,,multimaska” meðan þær blogga.
ÞRENNA AF BJÚTÍFÚL BLOGGURUM:
Stefanía, Kolbrún Anna og Steinunn Ósk eru allar bloggarar á femme.is.
FÖNGULEG FLJÓÐ:
Sylvía Briem, bloggari á femme.is, Steinunn Edda, förðunarfræðingur og bloggari á trendnet.is, ásamt Hildi Karen voru hæstánægðar með góða kynningu á nýju möskunum frá L´Oréal.
FYLGJAST MEÐ TRENDUNUM:
Svana Lovísa og Linnea eru bloggarar á trendnet.is og eru duglegar að fylgjast með því nýjasta sem er að gerast í snyrtivöruheiminum.
ÚTSALA
50% afsláttur af völdum vörum
Legugreining Rúmgott Komdu og fáðu fría legugreiningu og faglega ráðgjöf við val á þínu rúmi
Smiðjuvegi 2, Kópavogi (við hliðina á Bónus) - Sími 544 2121 - www.rumgott.is
GAME OF THRONES: Blóðug barátta um krúnuna GOT hlaut þrenn verðlaun í flokki dramaþátta; sem besta þáttaröðin, fyrir bestu leikstjórn og fyrir besta handrit. GOT er orðinn verðlaunaðasti þáttur allra tíma frá því Emmyverðlaunin hófu göngu sína árið 1949 með alls 38 verðlaunastyttur en gamla metið átti gamanþátturinn Frasier með 37 verðlaun. Þættirnir eru byggðir á bókaröðinni A Song of Ice and Fire eftir George R.R. Martin og eru nefndir eftir fyrstu bókinni. Sex þáttarraðir eru komnar en gefið hefur verið út að þær verði átta í heildina. Þættirnir gerast í tilbúnum heimi líkum miðaldasamfélagi Evrópu á 15. öld, að mestu leyti á meginlandinu Westeros, sem áður var samsett úr sjö sjálfstæðum konungsríkjum sem nú er stýrt undir einni krúnu. Nafn bókarinnar kemur frá orðum einnar sögupersónunnar en í bókinni sakar Eddard Stark Cersei Lannister um svik, sifjaspell og framhjáhald og hún játar því: „Þegar þú leikur leikinn um krúnurnar, þá vinnur þú eða deyrð, það er ekkert þar á milli.“.
VERÐLAUNA
SJÓNVARPSÞÆTTIR Emmy-verðlaunahátíðin var haldin í 68. sinn nýlega og fór hátíðin fram í Microsoft Theater-höllinni í Los Angeles í Kaliforníu. Emmy-verðlaunin eru ein virtustu sjónvarpsverðlaun heims og voru verðlaunaflokkarnir fjölmargir og mikið um dýrð og glamúr. Margir fóru alsælir heim með styttu fyrir besta leik, leikstjórn, myndatöku og allt annað sem tengist því að gera sjónvarpsþátt. Hér ætlum við að skoða nokkra af þeim sjónvarpsþáttum sem fengu Emmy-verðlaun í ár. NIGHT MANAGER: Hótelstjóri vill verða glæpon
DOWNTON ABBEY: Bresk hefðarfjölskylda og sögulegir atburðir
Susanne Bier fékk verðlaun fyrir bestu leikstjórn. Miniserían sem er í sex þáttum er byggð á samnefndri bók hins þekkta rithöfundar John Le Carré, aðalhlutverkin eru í höndum breskra gæðaleikara, Tom Hiddleston, síðasti kærasti söngkonunnar Taylor Swift leikur aðalhlutverkið og fékk hann tilnefningu til Emmy-verðlauna fyrir. Hiddleston leikur hótelstjóra sem reynir að komast inn í klíku kaldrifjaðs glæpakóngs til að steypa honum af stóli. Hinn geðþekki Hugh Laurie, sem lék Doctor House í samnefndum þáttum, leikur glæpakónginn.
Dame Maggie Smith fékk verðlaun sem besta aukaleikkonan í dramaþætti. Bresk/bandaríska þáttaröðin sem gerist á árunum 1912-1925 fjallar um hefðarfjölskylduna og þjónana í Downton Abbey og koma sögulegir viðburðir þessa tíma við sögu í þáttunum, eins og til dæmis Titanic-sjóslysið og byrjun fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þáttaraðirnar eru alls sex.
MR. ROBOT: Nörd verður tölvuhakkari
Rami Malek fékk verðlaun sem besti leikarinn í dramaþætti. Mr Robot fjallar um ungan netöryggissérfræðing sem ver frítíma sínum í að hakka sig inn í kerfi og fletta ofan af spillingu. Meðal annarra leikara er Christian Slater sem leikur eldri og reyndari anarkista. Önur sería er núna í sýningu og hefur sú þriðja verið ákveðin.
VEEP: Valdatafl og spilling stjórnmálanna
Pólitíski satírugamanþátturinn Veep var valinn besti gamanþátturinn og Julia Louis-Dreyfus var valin besta leikkonan í gamanþætti, þetta eru fimmtu verðlaun hennar í röð fyrir hlutverkið og hennar sjöttu Emmy-verðlaun. Fyrir vikið á hún flestar Emmy-styttur allra gamanleikkvenna í sögunni. Dreyfuss leikur tilbúinn varaforseta Bandaríkjanna og fylgja þættirnir henni og teymi hennar sem reyna sitt besta til að Dreyfuss geti lagt sitt á vogarskálarnar í daglegu ströggli stjórnmálanna í Washington. Sjötta sería þáttanna er nú í bígerð.
THE PEOPLE VERSUS O. J. SIMPSON: Ein þekktustu réttarhöld seinni tíma
Sjónvarpsþáttaröð í tíu þáttum um réttarhöldin yfir O. J. Simpson var valin besta stutta sjónvarpsþáttaröðin. Þrír leikarar þáttaraðarinnar hlutu verðlaun, Sarah Paulson fyrir besta leik kvenna í stuttri þáttaröð eða sjónvarpsmynd, Courtney B. Vance fyrir besta leik karla og Sterling K. Brown fyrir besta leik karla í aukahlutverki. Þættirnir fengu líka verðlaun fyrir besta handrit D.V. DeVincentis. Öll heimsbyggðin fylgdist með þegar fyrrum ruðningshetjan og leikarinn O. J. Simpson var handtekinn og ákærður fyrir morðin á fyrrverandi eiginkonu hans Nicole BrownSimpson og vini hennar Ronald Goldman, Simpson var sýknaður ári síðar, eftir löng og ströng réttarhöld. 2008 var hann hinsvegar dæmdur fyrir fjölda glæpa, þar á meðal vopnað rán og mannrán og situr nú af sér 33 ára dóm. Cuba Gooding Jr. leikur Simpson í þáttunum og vinur okkar úr Friends David Schwimmer leikur Robert Kardashian (föður Kardashian systranna frægu) lögmann hans.
VOICE: Hver syngur best?
Þættirnir Voice voru valdir sem besta raunveruleikaþáttaröðin. Í þáttunum keppa misefnilegir söngvarar um sigur og dómararnir taka þá undir sinn verndarvæng og gera allt til að koma sínum söngvurum sem efst í keppninni. Ellefta sería bandarísku þáttanna er í sýningu og dómarar eru söngvararnir Adam Levine, Blake Shelton, Alicia Keyes og Miley Cyrus.
TRANSPARENT: Pabbi verður kona
Jeffrey Tambor fékk verðlaun sem besti leikari í gamanþætti og Jill Soloway fyrir bestu leikstjórn. Þættirnir fjalla um hefðbundna fjölskyldu í Los Angeles og viðbrögð hennar við því að fjölskyldufaðirinn fer í kynskiptaaðgerð. Fjórða sería þáttanna er í bígerð.
ORPHAN BLACK: Er klónun mannkynsins framtíðin? Tatiana Maslany fékk verðlaun sem besta leikkonan í dramaþætti fyrir hlutverk sín en hún leikur nokkra einstaklinga, klóna í þáttunum sem eru vísindaskáldsögu þættir. Fimmta og síðasta sería þáttanna er nú í tökum.
BLOODLINE: Svarti sauður fjölskyldunnar Ben Mendelsohn fékk verðlaun sem besti aukaleikarinn í dramaþætti. Bloodline fjalla um fjölskyldudrama hjóna sem reka vinsælt strandhótel og fjögurra barna þeirra sem öll eru komin á fullorðinsár. Svarti sauðurinn, sonurinn Danny, snýr heim til að fagna 45 ára brúðkaupsafmæli foreldra sinna og eftir það snýst tilvera þeirra allra á hvolf. Þriðja og síðasta sería þáttanna er í bígerð.
SHERLOCK: THE ABOMINABLE BRIDE: Einkaspæjarinn og læknirinn
Sherlock: Andstyggilega brúðurin var valin besta sjónvarpsmyndin. Bresku gæðaleikararnir Benedict Cumberbatch og Martin Freeman leika félagana Sherlock Holmes og Doctor Watson og er myndin byggð á persónum bókaflokks Arthur Conan Doyle um þá félaga.
SVIFIÐ UM SVELL FLOTTIR TAKTAR:
Kristín Valdís Örnólfsdóttir lenti í öðru sæti í unglingaflokki A en hún keppir fyrir hönd Skautafélags Reykjavíkur.
Haustmót Skautasambands Íslands var haldið með pompi og prakt í Skautahöllinni í Laugardal. Það má með sanni segja að skautadrottningar framtíðarinnar hafi sýnt sínar bestu hliðar og svifu um á skautasvellinu með glans.
SIGURVEGARI:
Emilía Rós úr Skautafélagi Akureyrar sigraði í unglingaflokki A en hún á svo sannarlega framtíðina fyrir sér og er ein sú allra efnilegasta hér á landi.
Á PALLINUM:
Kristín Valdís, Emilía Rós og Margrét Sól skipuðu fyrstu þrjú sætin í unglingaflokki A.
SÆTAR SYSTUR:
Myndir: BB
Systurnar Emilía Rós og Rebekka Rós eru frambærilegar á skautum en Emilía sigraði í unglingaflokki A á meðan systir hennar tók þátt í stúlknaflokki A.
ÓTRÚLEGA FLOTT:
Margrét Sól Torfadóttir úr Skautafélagi Reykjavíkur lenti í þriðja sæti í unglingaflokki A.
FLOTTAR STÚLKUR:
Þær voru flottar stúlkurnar sem röðuðu sér í efstu þrjú sætin í stúlknaflokki A.
GLÆSILEGAR:
Þær Nanna Kristín Bjarnadóttir, Margrét Sól Torfadóttir, Kristín Valdís Örnólfsdóttir og Dóra Lilja Njálsdóttir úr Skautafélagi Reykjavíkur stóðu sig frábærlega.
SVÍFUR UM: SMART Á SKAUTUM:
Rebekka Rós Ómarsdóttir stóð sig vel í stúlknaflokki A og sveif um svellið.
Marta María Jóhannesdóttir sigraði í stúlknaflokki A en hún er ótrúlega efnileg.
SVELLKÖLD:
Nanna Kristín Bjarnadóttir sýndi flotta takta á svellinu.
FLOTTUR KJÓLL:
Dóra Lilja Njálsdóttir sýndi frábæra takta og var í einstaklega flottum kjól.
KOMU, SÁU OG SIGRUÐU:
Emilía Rós og Marta María Jóhannesdóttir koma báðar úr skautafélagi Akureyrar og þær mættu í Laugardalinn og sigruðu sína flokka. Emilía í unglingaflokki A og Marta María í stúlknaflokki A.
STÍLL:
eiminn skoðar h
Georg litli leggur ávallt línunar í tískunni fyrir jafnaldra sína og dressin eins og hann klæðist seljast eins og heitar lummur.
FEGURÐ:
Mæðgurnar geisla af fegurð þegar þær ganga frá borði og vekja athygli hvarvetna.
STÓRGLÆSILEG:
MÓÐURHLUTVERKIÐ:
Ungu hertogahjónin ganga frá borði ásamt börnunum sínum, Georg og Karlottu í Victoria í Kanada.
Katrín er ávallt fáguð og móðurhlutverkið á hug hennar allan.
GEORG OG KARLOTTA
STÁLU SENUNNI VIÐ KOMUNA TIL KANADA Vilhjálmur Bretaprins og eiginkona hans, Katrín Middleton, hófu átta daga opinbera heimsókn til Kanada á dögunum og með í för voru börn þeirra sem bræddu hjörtu allra móttökugesta. Í ferðinni ætla hertogahjónin að heimsækja náttúruundur, hitta flóttamenn og frumbyggja.
R
OYAL Sá stutti, Georg prins, hafði mun meiri áhuga á þyrlunum sem sveimuðu yfir þegar fjölskyldan lenti á flugvellinum í Victoria heldur en hátíðlegum móttökunum sem þau fengu. Litla Karlotta stal algjörlega senunni og krúttaði yfir sig í móttökunni. Justin Trudeau, forsætisráðherra
Kanada, og eiginkona hans, Sophie Grégorie, voru meðal þeirra sem tóku á móti ungu konungsfjölskyldunni á flugvellinum. Sannkallað konungsfjölskylduæði hefur gripið um sig í Victoria vegna heimsóknarinnar en fjölskyldan mun næst leggja leið sína til Vancouver.
VIRÐULEG:
Justin Trudeau forsætisráðherra og kona hans, Sophie Grégorie, tóku á móti ungu hertogafjölskyldunni með virðuleika eins og þeim er lagið.
Heilbrigð þarmaflóra er lykillinn að góðri heilsu Léleg þarmaflóra getur valdið ýmiskonar meltingarvandamálum, uppþembu, erfiðum hægðum, sveppasýkingum, húðvandamálum og andlegri vanlíðan. Sýklalyf, neysla á sykri og unnum matvörum, mikil kaffidrykkja, álag og streita og fleiri lífsstílstengdir þættir geta raskað þarmaflórunni.
2 2 hylki a á dag kom ni n þarmaflóru í lag!
6
T
ÚR
ULE
G T
•
T
TÚ
G
NÁ
NÁ T T •
milljarðar góðgerla
„Prógastró hefur gert kraftaverk fyrir fjölskylduna mína. Mæli heilshugar með því. Sonur minn var lengi slæmur í maga en eftir að hann fór að taka Prógastró reglulega öðlaðist hann nýtt líf.“ Lóló Rósinkranz, einkaþjálfari í World Class Sölustaðir: Apótek, heilsubúðir og heilsuhillur stórmarkaða og verslana.
RULE
Elín María Björnsdóttir (42) sérfræðingur var ánægð með útgáfuboðið:
DUGNAÐUR:
Elín María og Guðrún Högnadóttir ánægðar með afraksturinn og útgáfu bókarinnar.
ÖFLUGAR KONUR Í ÚTGÁFUHAM Útgáfuboð var haldið í tilefni bókarinnar 7 venjur til árangurs í Pennanum Eymundsson í Smáralind á dögunum. FranklinCovey á Íslandi er útgefandi bókarinnar. FranklinCovey er alþjóðlegt þekkingarfyrirtæki sem sérhæfir sig í bættri frammistöðu vinnustaða. Elín María Björnsdóttir er sérfræðingur á heimsvísu í fræðunum á vegum höfuðstöðvana sem og hér á Íslandi. Guðrún Högnadóttir þýddi 7 venjur til árangurs sem beðið hefur verið eftir með eftirvæntingu.
Á
rangur ,,7 venjur til árangurs eftir Stephen R. Covey er tímalaus metsölubók sem hefur fangað hug og hjörtu lesenda í meira en 25 ár. Bókin er ein áhrifamesta og mest selda bók um stjórnun, persónulega forystu og árangur frá upphafi og hefur selst í meira en 25 milljónum eintaka og trónir enn á topp 10 lista NY Times yfir metsölubækur og við erum mjög stoltar af nýjustu afurð okkar,” segir Elín María.
Efnt til útgáfuboðs
besta móti og gleðin var í fyrirrúmi í tilefni dagsins.” Elín María segir jafnframt að 7 venjur til árangurs komi út í íslenskri þýðingu í tilefni 25 ára afmælis bókarinnar. Í bókinni má finna sígild heilræði um árangursríka forystu fyrir alla þá sem vilja hvetja og veita öðrum innblástur. Og mæla þær Elín María og Guðrún eindregið með að allir sem vilji ná árangri á einhverjum sviðum tryggi sér eintak.
GLÆSILEIKI:
Mæðgurnar saman í tilefni dagsins, Elín María Björnsdóttir og dóttir hennar Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir.
,,Við stóðum fyrir útgáfuboði af þessu tilefni og var mætingin með
ELJA:
Guðrún hampar fyrsta eintakinu glöð í bragði með eiginmanni sínum, Kristni Tryggva Gunnarssyni.
VIRÐULEG:
Þau voru glaðbeitt Kristinn Tryggvi Gunnarsson og Sigríður Snævarr og Sigríður nældi sér að sjálfsögðu í eintak.
FJÖLDI:
Margir komu og samglöddust aðstandendum bókarinnar í útgáfuboðinu, meðal annars Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir, Guðríður Ingibjörg Arnardóttir, Liv Bergþórsdóttir og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir.
stjörnukrossgáta SKADDA
PLATA
GERVITENNUR
SMÁBÝLI FUGL
KÆLA
VIÐMÓT
DRÁTTARBEISLI
GALDRASTAFUR
HÖGNUÐUST
TILHLAUP
TÍMABIL
KJÖKUR
URGA FRÍA TRYGGUR FÍFLAST
KLÆÐI ÁRSGAMALL
SKADDAST
ÆFA ÁGÆTIS
VÖRUMERKI
ESPA
Í RÖÐ
BRAGUR DRYKKUR ÞVÆTTINGUR
STARF
TRÚARLEIÐTOGI HÝRA
BÓKSTAFUR BAKSA YFIRLIÐ
MÆLIEINING
TÖF
TVEIR EINS
HÁTTUR
Í RÖÐ
VIÐUR
DRUNUR
MUNNI
GARGA
SVARDAGI
MJÖG
ÞEFA
TRÉ
FYLLIBYTTA
FRÁRENNSLI
BLANDAR SKÍTUR
Í RÖÐ
RÓMVERSK TALA
FRÆGÐARVERKS
SJÁ UM
VANDRÆÐI
KIRTILL
FLÉTTUR
FÚADÝ
LITNINGAR
SJÓN
SKÓLI
ÓSKIPULAG
BÆLI
KÚNST
EKKI
ERLENDIS
ÁTT
HVORT
LIÐUGUR SAMSKONAR
EYRIR
ÞUNN KAKA
HLJÓÐFÆRI
ARR
BÓK
ÞVENGUR
BELTI
DVALDIST KYRRÐ
ÓREIÐA
LOÐFELDUR KJÁNI
FEGRAR
FÆÐI
TÍÐINDI NUGGA
VEIÐI
ASI
SKRÁ
TÚN
GLJÁHÚÐ
EYÐAST
LOGA
ENDAVEGGUR
RANGL
PILI
FUGL ÚÐA
TAUMUR
Í RÖÐ
SÖNGLA
IÐN
FLÖKT
LOFTTEGUND
NOKKRIR
SVELGUR
ORÐTAK
ERLENDIS TVÍSTRA
FRÁ
FISKA
EMBÆTTI
STÚLKA
FLAN
VERA TIL
FITA
TÁLBEITA
GAMALL
FYRIRGANGUR
SIGTUN
FAÐMUR SKORDÝR
PLAT
STREITA
FRÁ
GRÚA
TVEIR EINS MUNNVATN
TOLLA
SEYTLAR
bíó
PILLURNAR VORU ALLSKONAR
– PILLUR Í KVIKMYNDUM
Þær eru þó nokkrar kvikmyndirnar þar sem að pillur hafa komið við sögu á einn eða annan hátt. Oftast er staðan sú að aðalpersónurnar eru háðar eiturlyfjum og vilja halda því ástandi óbreyttu eða reyna sitt besta til að hætta neyslunni. Í öðrum eiga pillurnar að breyta lífinu til hins betra og leiða sannleikann í ljós. Hér lítum við á nokkrar kvikmyndir þar sem pillur koma við sögu.
MATRIX (1999, 2003): Viltu vita sannleikann?
Wachowski-systkinin skrifuðu og leikstýrðu þremur Matrix-myndum sem slógu í gegn um allan heim á sínum tíma. Keanu Reeves leikur Neo sem lifir tvöföldu lífi, á daginn er hann tölvuforritari hjá hugbúnaðarfyrirtæki, á kvöldin er hann hakkarinn Neo. Líf hans kollvarpast þó þegar hann kynnist hakkaranum Morpheus, sem leikinn er af Laurence Fishburne, og í þekktu atriði fyrstu myndarinnar býður hann Neo að velja rauðu pilluna eða bláu pilluna. Bláa pillan: sagan endar hér og þú vaknar og trúir því sem þú vilt trúa. Rauða pillan: Morpheus mun sýna Neo hversu langt blekkingarheimur Matrix nær. IMDB: 8,7; 7,2; 6,7.
REQUIEM FOR A DREAM (2000):
Jennifer Connelly og Jared Leto leika par sem fer á bólakaf í eiturlyfjaneyslu og þau gera allt til að eiga fyrir næsta skammti. Ein fíkn leiðir af annarri. Ellen Burstyn á líka stórleik. Þessi mynd er svakaleg á allan hátt og Premiere valdi hana á sínum tíma sem eina af 25 hættulegustu myndunum. IMDB: 8,4.
DAZED AND CONFUSED (1993):
Ben Affleck og Matthew McConaughey leika hér í einni af þeirra fyrstu myndum, sem fjallar um hóp af krökkum sem eru að klára menntaskólann og vilja drífa í því að detta í það, dópa og sofa hjá. Hér eru þó allar týpur af einstaklingum og ekki erfitt að finna einhvern sem maður tengir við. Einnig er fullt af góðu gömlu rokktónlistinni að finna hér. IMDB: 7,7.
TRAINSPOTTING (1996): Lífsins losti
Ewan McGregor leikur Renton sem er djúpt sokkinn í heim heróíns ásamt vinum sínum. Hann vill þó snúa blaðinu við og gerir sitt besta til að hætta neyslunni. Myndin gerist í Edinborg í Skotlandi og mörg atriði hennar eru ógleymanleg þeim sem hana hafa séð, þar á meðal byrjunaratriðið þar sem Renton flýr lögregluna undir eigin lestri um hvaða leið er sú „rétta“ í lífinu og lagi Iggy Pop „Lust For Life“. IMDB: 8,2.
LIMITLESS (2011): Nýttu heilann 100%
Bradley Cooper leikur Eddie Morra rithöfund sem berst í bökkum, þar til vinur hans kynnir hann fyrir tilraunalyfinu NZT. Morra slær til og verður hin fullkomna útgáfa af sjálfum sér, maðurinn sem allt veit án þess að hafa fyrir því og allir vilja þekkja. En hann eignast jafnframt óvildarmenn sem vilja gera allt til að koma honum fyrir kattarnef. IMDB: 7,4.
GOTHIKA (2003): Sálfræðingur verður sjúklingur
Halle Berry leikur sálfræðing sem vaknar upp sem sjúklingur á geðsjúkrahúsinu sem hún vinnur á og man ekkert hver hún er eða hvað hún hefur gert. Penelope Cruz leikur sjúkling hennar, Charles S. Dutton eiginmann hennar og yfirmann sjúkrahússins og Robert Downey Jr. einn af læknum þess. Hér er ekkert eins og það sýnist. IMDB 5,8.
Jón Jónsson (49) er ekki dæmigerður þó að dæmisagan hér sé dæmalaust skemmtileg:
SÖNN ÍSLENSK DÆGURSAGA Það er gulls ígildi að eiga góða nágranna þegar fólk býr í fjölbýli, fólkið sem passar upp á póstinn og íbúðina þegar þú ert ekki heima, jafnvel vökvar blómin og gefur kettinum. Nágrannar sem banka upp á og fá lánaðan pott af mjólk eða glas af sykri – eða er þetta kannski ekki svona í dag? En svo eru líka til nágrannar eins og hann Jón hér, sem er bæði svakalega utan við sig og heiftarlega stríðinn. Hér á eftir fer sönn saga um það hvað gerðist þegar hann kom þreyttur heim úr vinnu eitt kvöld og hvaða afleiðingar það hafði.
R
éttur maður á röngu m stað „Ég kom heim í þungum þön kum eftir langan vinnudag, tók upp símann og nýtti þessar 5-7 sek úndur sem það tók lyftuna að stöðva á hæ skoða símann minn, bau ðinni til að ð góða kvöldið án þess að líta af skjánu m framan í fólkið sem tók undir kveðjuna, gekk ákveðnum skrefum að heimilinu, opnaði hurðina og kallaði: HÆ, eins og ég geri svarað á móti en andyrið alltaf. Hæ var var ókunnugt. Ég snerist á hæli, lokaði á eftir mér og hraðaði mér á hæðina fyri r ofan, því þar á ég heima. Hvað ætli nág ranninn á neðri hæðinni sé að hugsa núna með þetta HÆ, sem barst úr forstofu nni hjá honum ... hugsaði ég og hló.“ Daginn eftir þegar Jón kom heim fann hann miða í pós tkassanum sínum með eftirfarandi skilab oðum, samskonar miði hafði verið settur í alla póstkassa blokkarinnar:
Ágæti nágranni
ókunnugum Ég vil biðja ykkur, að hleypa ekki að vita þess án nn, síma inn í gegn um dyra ókunnugur að það ist gerð gær Í ra. þeir di erin en flúði af karlmaður kom inn í íbúð mína var. Ég var vettvangi þegar hann varð mín séð hver ekki því gat og tu stur úr n min nýko ð heima og veri hafa að fyrir a var á ferli en þakk náð að hræða hann á brott. gum Vinsamlega ekki hleypa ókunnu inn í húsið. í P. S. Það er skelfileg umgengni ofan í soprgeymslunni, pappír á að fara saman og bláu tunnurnar, tökum höndum göngum vel um.
Íbúi Jón sem er heiftarlega stríðinn eins og áður sagði, sá sér auðvitað leik á borði með að svara með öðrum miða:
Góði granni
Það var ég sem óvart kom inn í andd yri hjá þér og kallaði hæ, taldi mig vera í minni íbúð en fór hæðavillt. Mér brá svo mikið að sjá það að ég var, réttur maður en á röngum stað, að ég hrökklaðist út, ætlaði alls ekki að hræða þig. Ég var upptekinn við að skoða síma nn minn, þar var færsla frá vini á Facebook sem var á þessa leið: „Fjölskyldan vill að ég fái aðstoð vegna drykkju minnar.“ Og ég sem reyni frekar að sjá það broslega í lífinu var að skrifa inn þann texta að hann ætti þá að leigja sér barþjón, þegar ég ruddist inn í andd yrið til þín. Þetta var óvart og ég náði líka að klúð ra færslunni því ég náði ekki að klára skrifin áður en ég hrökklaðis út eins og þú segi r. Færslan eiginlega skyldi eftir fleiri spurning ar fyrir þennan vin minn því ég setti bara inn „Þú ættir þá.“ Sem varð til þess að hann hringdi dauðadrukkinn í mig í gærkvöldi og krafðist skýringa á þessu svari mínu. Ég var sofnaður þegar hann hringdi svo segja má að karma hafi bitið mig í rassinn þarna. Ég lofa þér að fara varlega í framtíðinni og ekki fara hæðavillt aftur. P.S. Til að bæta fyrir þessi mistök mín fór ég í ruslageymsluna og tók þann papp ír sem var á gólfinu og setti í bláu tunnurnar. Og annað, ég ákvað að setja smáglaðnng í póstkass ann þinn, gjafakort fyrir tvo út að borða, ég reyn dar setti það í vitlausan póstkassa þennan við hliðina á þínum. Þú getur bankað upp á hjá þeim og fengið gjafakortið.
Fyrirgefðu og vertu í stuði. Eins og menn hafa kannski fattað nú þegar þá var aldrei um neitt gjafabréf að ræða og ekki fer neinum sögum af því hvort að nágranninn hafi bankað upp á hjá eigendum næsta póstkassa við hliðina á sínum. Jón og nágranni hann búa hins vegar enn þá í sama húsi og því er Jón ekki nafngreindur með fullu nafni hér svo ekki komist upp um hann. Hvernig granni ert þú?
2X
HRAÐVIRKARI en venjulegar Panodil töflur*
Prófaðu Panodil® Zapp Verkjastillandi og hitalækkandi
* Grattan T.et al., A five way crossover human volunteer study to compare the pharmacokinetics of paracetamol following oral administration of two commercially available paracetamol tablets and three development tablets containing paracetamol in combination with sodium bicarbonate or calcium carbonate European Journal of pharmaceutics and Biopharmaceutics 2000;49 (3). 225‑229. Panodil® Zapp filmuhúðaðar töflur. Inniheldur 500 mg af parasetamóli. Ábendingar: Vægir verkir. Hitalækkandi. Skammtar: Fullorðnir og börn eldri en 12 ára (40 kg): 1 g 3‑4 sinnum á sólarhring, að hámarki 4 g á sólarhring. Í sumum tilvikum geta 500 mg 3‑4 sinnum á sólarhring verið nægileg. Frábendingar: Verulega skert lifrarstarfsemi. Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna. Ef þú tekur annað lyf samtímis sem einnig inniheldur parasetamól er hætta á ofskömmtun. Stærri skammtar en ráðlagðir eru geta valdið lífshættulegum eiturverkunum. Ef grunur er um ofskömmtun skal tafarlaust leita læknis. Leitið ráða hjá lækninum áður en Panodil Zapp er notað, ef þú ert með háan hita, einkenni um sýkingu (t.d. hálsbólgu) eða ef verkirnir vara lengur en í 3 daga, ef þú ert með skerta lifrar‑ eða nýrnastarfsemi, næringarástand þitt er slæmt, t.d. vegna áfengismisnotkunar, lystarleysis eða vannæringar. Þú þarft hugsanlega að taka minni skammta þar sem lifrin gæti annars orðið fyrir skemmdum. Ef þú tekur mörg mismunandi verkjastillandi lyf samtímis í langan tíma getur þú fengið nýrnaskemmdir og hætta verið á nýrnabilun. Ef þú tekur Panodil Zapp við höfuðverk í langan tíma getur höfuðverkurinn orðið verri og tíðari. Hafðu samband við lækni ef þú færð tíð eða dagleg höfuðverkjaköst. Láttu alltaf vita að þú sért á meðferð með Panodil Zapp þegar teknar eru blóð‑ eða þvagprufur. Það getur skipt máli varðandi rannsóknaniðurstöðurnar. Almennt getur venjubundin notkun verkjalyfja, sérstaklega ásamt öðrum verkjastillandi lyfjum, leitt til viðvarandi nýrnaskemmda og hættu á nýrnabilun (nýrnakvilla af völdum verkjalyfja). Panodil Zapp inniheldur 173 mg af natríum (7,5 mmól) í hverri töflu. Taka skal tillit til þess hjá sjúklingum sem eru á natríum‑ eða saltskertu fæði. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með hjartabilun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi: GlaxoSmithKline Consumer Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.
Panodil-Zapp-Red button_A4-ICE.indd 1
23/02/16 09:21
móment
lEiftur liðins tíma
BJALLAN GLYMUR sjöfn þórðardóttir
TRYLLINGSLEGA SKEMMTILEG UPPLIFUN Í CHICAGO Fyrstu kynni mín af Chicago voru frábær í alla staði. Ég hef unun af því að fara að heimsækja nýja og skemmtilega staði, hvort sem það eru borgir, þorp, bæir eða jafnvel veitingastaðir. Gaman að prófa nýja staði, kynna sér menninguna, mannlífið, veitingahúsaflóruna, byggingastílinn og taka út verslunarsvæðið. Í þetta skipti var Chicago heimsótt og með í för var eiginmaðurinn og góðir vinir. Við tókum þetta alla leið og ákváðum að vera túristar fyrsta daginn. Fórum í skoðunarferð með leiðsögumanni sem var tryllingslega gaman, ekki bara að fá að sjá og kynnast borginni, heldur var hann svo fyndinn og skemmtilegur að við fengum harðsperrur í magann og vel það. Hann hræddi líka úr okkur líftóruna með því að standa á sama tíma og hann sagði okkur að setjast til að tryggja að engin slys yrðu á fólki þegar við færum undir frægu pallanna um alla Chicago-borg. Til útskýringar þá vorum við í tveggja hæða strætisvagni sem var án þaks og þessir pallar eru alls ekki svo háir og höfuð hans nánast snerti loftið. Við fórum víða, ákváðum að troða í okkur fróðleik og afreka sem mest á sem skemmstum tíma. Við tókum Michigan Avenue sem liggur frá Lake Michigan og inn í gamla hverfi borgarinnar þar sem við fundum allar aðalverslanirnar með allt sem hugurinn girnist. Við skoðuðum háhýsin, en skýjakljúfar eiga uppruna sinn í Chicago, og við skoðuðum Willis Tower sem er með hæstu byggingum í Norður-Ameríku. Toppurinn hjá okkur var að heimsækja Skýjahliðið, sem er betur þekkt sem Baunin, og við mynduðum okkur í bak og fyrir. Aðalatriðið var auðvitað maturinn og meðlætið en við fórum í The Magnificent Mile þar sem er sannkölluð flóra af kaffihúsum, veitingastöðum og börum og trylltum bragðlaukana meira en góðu hófi gegnir. Þvílík dásemd að njóta. Alla dagana fórum við að sjálfsögðu í amerískan morgunverð, árbít, eða lunch eins og sagt er á ensku, síðdegishressingu og að lokum kvöldverð. Chicago var alveg með þetta allt við höndina og næst verður það leikur í NBA-deildinni, sinfónía og leikhús sem komst ekki að í þetta skiptið. En af hverju var fyrsta upplifunin af Chicago svona frábær? Jú, upplifunin var svo margfalt betri af því að við vorum í svo frábærum félagsskap, með gleðigjöfum þar sem var hlegið, spjallað og hlegið aftur. Lífið er svo miklu skemmtilegra þegar við eigum góða vini og fjölskyldu sem við getum notið lífsins með. Maður er manns gaman og matur er manns gaman.
Menntaskólinn við Hamrahlíð fagnar hálfrar aldar afmæli í ár. Fjöldi þekktra einstaklinga hefur útskrifast frá skólanum og á þaðan góðar minningar. Minningar menntaskólaáranna eru mörgum dýrmætar og þar eignast margir sína bestu vini sem verða það ævina út. Nokkrir hressir MH-ingar deila með okkur minningum og myndum frá þeim tíma sem þeir voru nemendur í skólanum.
Kristján Baldursson (42) lögmaður, nýmálabraut, útskrift 1995:
„Ég ólst upp í Safamýri og var í Álftamýrarskóla þannig að leiðin lá alltaf í MH ásamt langflestum úr mínum árgangi. Við komum úr frekar miklum aga og því allmargir sem voru fegnir nýfengna frelsinu í áfangakerfinu. Það voru margar leiðir reyndar á þessum árum til að næla sér í frí í tíma án þess að það kæmi niður á mætingu hjá viðkomandi. Æskuvinur minn Valtýr Gauti Gunnarsson átti það til að banka á dyr skólastofunnar sem ég var í og spyrja hvort eigandi svartrar Daihatsu-bifreiðar væri þar að finna því það hefði verið keyrt á slíkan bíl úti á plani. Ég gaf mig þá alltaf samstundis fram og rauk með honum út á bílaplan þar sem Daihatsu-inn minn stóð heill og óbeyglaður. Því næst brunuðum við félagarnir á kaffihús eða eitthvað slíkt það sem eftir lifði skólastundarinnar. Ég held nú, eftir á að hyggja, að þessir skreppitúrar hafi bara gert okkur gott, enda hefur ræst ágætlega úr okkur félögunum.“
Björn Ingi Hrafnsson (43) stjórnarformaður og útgefandi, útskrift af félagsfræðibraut 1993:
„Ég var í MH 1989-1993, við fórum saman stór vinahópur úr Álftamýrarskóla yfir Miklubrautina og áttum þar yndisleg ár. Líf og fjör, lærdómurinn ekki alltaf í forgangi og unnið með skóla og reynt að bjarga málum á síðustu stundu eins og tilheyrir menntaskólaárunum. Á myndinni er ég í Cancun í Mexíkó í útskriftarferð MH í sumarbyrjun 1993 ásamt Vilhjálmi Vilhjálmssyni, vini mínum. Ég minnist margra frábærra kennara og nemenda og mæli hiklaust með MH. Toppskóli.“
Sigtryggur Ari Jóhannesson (42)
blaðaljósmyndari, félagsfræðibraut, engin útskrift (hefði átt að útskrifast 1994):
„Ég fór í MH, rakleitt á eftir vinahópnum mínum sem að megni til var ári eldri en ég. Skólinn reyndist algjör þungmiðja félags- og menningarlífs. Þar spilaði ég í hljómsveitum og starfaði í listafélagi. Af ýmsum ástæðum hraktist ég samt úr námi þar eftir hér um bil fjórar annir. Sumt var algjörlega ógleymanlegt og sumu gæti ég ekki munað eftir til að bjarga lífi mínu.“
BUSAVÍGSLA: Þær voru oft skrautlegar en allir lifðu af
Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir (46)
Busavígslur voru hefð við móttöku nýnema. Eldri nemendur kölluðust böðlar og sáu um að vígja nýnemana inn, mikið var um allskonar „liti“ sem nemendur voru baðaðir upp úr og best var að mæta í fötum í skólann sem hægt var að henda í ruslið strax og heim var komið því margir komu mjög vel lyktandi heim eða þannig. Busarnir voru svo færðir yfir í Öskjuhlíð að steininum Beneventum. Hér sést Breki Karlsson, sem er forstöðumaður stofnunar um fjármálalæsi í dag, mála nýnema á viðeigandi hátt.
„Ég valdi MH af því að mér fannst andrúmsloftið afslappað og þægilegt. Ég eignaðist marga af mínum bestu vinum í MH þannig að minningarnar eru óteljandi. En ég minnist sérstaklega góðra kennara og þess hversu hjálplegt og þolinmótt starfsfólkið var. MH er skóli þar sem allir fá að njóta sín.“
lögmaður, Land lögmenn og stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs, nýmálabraut, útskrift 1990:
DIMMISJÓN: Alltaf sígilt að taka hana með trompi Fjölnir Geir Bragason (51)
húðflúrmeistari, félagsfræðibraut, útskrift úr öldunadeild 1990:
„MH var í augum ungs manns langmest spennandi og ég var svo heppinn að ég bjó í Hlíðunum. Minnignar úr MH eru óteljandi og flestar eru þær ljúfar en busavígslurnar stóðu upp úr enda mikið lagt í þær þótt þær ættu það til að verða helst til grófar.
Nemendur slettu úr klaufunum þegar ljóst var að útskrift var handan við hornið. Nemendur skiptu sér í hópa og mikið var lagt upp úr búningum hvers hóps fyrir sig. Meðal þekktra einstaklinga hér má sjá Pál Óskar Hjálmtýsson söngvara, Brynhildi Björnsdóttur blaðamann og Ingibjörgu Lárusdóttur, forstöðumann flugfreyja og flugþjóna hjá Icelandair.
Sigþrúður Silju- og Gunnarsdóttir (45) ritstjóri á Forlaginu, nýmálabraut, útskrift í desember 1991:
„Ég sótti um MH af því að ég hafði einhverja hugmynd um að þar væri óskaplega gaman að vera og það rættist heldur betur. Menntaskólaárin voru dásamleg og vel nýtt. Gamla myndin var tekin í kosningabaráttu til ritnefndar skólablaðsins Beneventum sem við sigruðum þannig að einn vetur var undirlagður í skrif, myndatökur og ritstjórn með góðum vinum en ég var líka í nemendastjórn, ræðuliði og kórnum. Og svo var námið skemmtilegt – sumt að minnsta kosti. Það voru frábærir íslenskukennarar þarna árin mín í skólanum og ég tók næstum alla íslenskuáfanga sem í boði voru, miklu fleiri en ég þurfti að taka svo ég gleymdi eiginlega að útskrifast. Það var allt of gaman í MH til að fara þaðan!“
Jennifer Aniston (47) er sæta stelpan í næsta húsi:
EFTIRLÆTI
ALLRA
Leikkonan geðþekka Jennifer Aniston er hvað þekktust fyrir leik sinn sem hin sniðuga Rachel Green í hinum geysivinsælu Friends-þáttum. Þættirnir, sem urðu alls 236, voru sýndir á NBCsjónvarpsstöðinni frá 22. september 1994 til 6. maí 2004 eða í heilan áratug. Aniston fékk Emmy-, Golden Globe- og Screen Actors Guild-verðlaun fyrir hlutverk sitt sem Rachel. Persónan Rachel hefur verið valin sem ein af 100 bestu kvenkarakterum í bandarísku sjónvarpi. Hér kíkjum við yfir nokkur uppáhaldsatriði með stelpunni sem allir elska.
L
júf Aniston er fædd í Sherman Oaks í Kaliforníu, dóttir gríska leikarans John Aniston og bandarísku leikkonunnar Nancy Dow sem lést árið 2016. Foreldrar hennar skildu þegar Aniston var níu ára og ellefu ára gömul uppgötvaði hún leiklistina og hóf nám í Fiorello H. LaGuardia High School of Music Art and Performing Arts á Manhattan þaðan sem hún útskrifaðist. Eftir nokkur minni hlutverk í sjónvarpsþáttaseríum, sem nutu
lítilla vinsælda og floppuðu, og minni hlutverk í kvikmyndum, eins og Ferris Bueller´s Day Off, bauðst Aniston að koma í prufu fyrir hlutverk Monicu Geller í Friends en áður en til kom þótti Courtney Cox henta því hlutverki betur. Því fór svo að Aniston reyndi við rullu Rachelar og við vitum öll hvernig það endaði. Á sama tíma var henni boðið fast hlutverk í Saturday Night Live en hún hafnaði því fyrir Friends, hjúkk segjum við nú bara.
HÚN YFIRGAF VÉLINA:
Líkt og hún heillaði strax í fyrstu senu sinni í þáttunum, hundblaut í brúðarkjól, heillaði hún okkur jafnmikið í lokasenu sinni. Þegar hún yfirgaf flugvélina sem hún ætlaði með til Parísar og bankaði upp á hjá Ross – og við vitum hvernig það fór.
YFIR HANN:
Þátturinn þegar Ross hlustar á símaskilaboð frá Rachel þar sem hún segist komin yfir hann og hann vissi ekki einu sinni að hún væri komin „undir“ hann.
FÆÐING EMMU:
Rachel lenti í heljarinnar fæðingu, 40 klukkustunda, en hún tæklaði það með sínum einstaka Rachel-húmor.
BRÚÐUR Á FLÓTTA:
Í fyrsta þættinum er Rachel kynnt til sögunnar þar sem hún kemur hlaupandi inn á kaffihúsið rennandi blaut og í brúðarkjól leitandi að Monicu. Rachel var þá nýbúin að stinga Barry af við altarið. Með þessari innkomu hófst áratuga samband vinanna við trygga aðdáendur um heim allan.
„PROM-MYNDBANDIГ: Þegar vinirnir horfa saman á myndbandið þegar Ross ætlaði að bjóða Rachel á útskriftarballið en hún fór með öðrum. Og hún fattar að Ross er búinn að elska hana í mörg ár. „Hann er humarinn hennar,“ gólar Phoebe en humrar eiga víst til að finna maka til lífstíðar.
HERRA RACHEL:
Í þættinum „The One In Vegas“ finnst Ross alveg bráðsniðugt að teikna yfirvaraskegg og skegg á Rachel með tússi. Hún harðneitar að láta sjá sig svona á almannafæri en dettur í það með þeim afleiðingum að henni er nokk sama um útlit sitt og giftist Ross.
STÓRIR RASSAR:
Þegar nýbökuðu foreldrarnir Rachel og Ross dansa og syngja við lagið Big Butts til að fá Emmu, dóttur sína, til að hlæja.
FIMM SEKÚNDNA REGLAN: RACHEL ELDAR:
Rachel eldaði einu sinni en það mistókst skelfilega. Meira að segja Joey vildi ekki borða matinn og þá er nú mikið sagt.
Þegar Rachel og Chandler borða saman ostaköku af gólfinu.
PÁSAN:
Við fundum öll til með Rachel og Ross þegar Ross hélt að þau væru í sambandspásu og svaf hjá stelpunni sem vann í ljósritunarbúðinni.
RAPPARAR RÆÐA MÁLIN
„Maður sem kemur fram við konuna sína eins og prinsessu er sönnun þess að sá maður hefur verið alinn upp af drottningu.“ – Wiz Khalifa.
Það eru fáir jafnfærir í því að búa til texta og frægustu rapparar heims. Þeir hafa þó frá ýmsu öðru að segja og hér má sjá nokkur áhugaverð ummæli frá þeim allra helstu.
„Rapparar ganga um með demanta til að vega á móti slæmu tískuviti.“ – A$AP Rocky
„Ég er ekki að segja að ég muni breyta heiminum en ég mun klárlega veita þeim sem breytir heiminum innblástur. Því get ég lofað.“ – 2Pac
„Ég myndi klárlega berja mann með gleraugu.“ – Eminem
„Ef það væri ekki fyrir blandaða kynþætti þá hefðum við engar stelpur til að dansa í myndböndum.“ – Kanye West
„Eitt af mínum markmiðum í lífinu er að hafa stærstu garðsundlaug í heimi.“ – Drake
„Wu-Tang er fyrir börnin.“ – Ol´ Dirty Bastard
„Hann heitir Barack!? Hvað í fjandanum er Barack? Barack Obama. Hvaðan er hann, Afríku? Hvaða rugl er þetta? Þetta er ekki alvöru nafn? Það er ekki séns að gæinn heiti í alvörunni Barack Obama. Þið hljótið að vera að grínast í mér?“ – DMX
VIÐHELDUR UNGLEGUM LJÓMA
NÝTT
CELLULAR PERFECT SKIN Vinnur gegn hrukkum og viðheldur unglegum ljóma húðarinnar. Byltingarkennd formúla með magnolíu þykkni sem eykur mótstöðukraft frumanna gegn stressi og Lumicinol sem dregur úr myndun húðbletta.
heyrt og hlegið Ef þú finnur fyrir einhverju hörðu í munninum og verður blaut/ur milli fótanna..... þá hefur þú snúið bjórnum vitlaust!!
Jón og Gunna voru að horfa á box í sjónvarpinu. Ég verð að viðurkenna að ég varð fyrir miklum vonbrigðum, þessu var öllu lokið á fjórum mínútum sagði Jón svekktur. Gott þá veistu hvernig mér líður sagði Gunna kuldalega. Karlmenn eru alltaf að tala um að konur ættu að koma með leiðbeiningum. Hvers vegna? Hefur þú einhvern tíma séð karlmann lesa leiðbeiningar!!
Kennari í Stýrimannaskólanum spurði nemendur í sjóvinnutíma hvað þetta væri um leið og hann lyfti upp trollneti og ekki stóð á svari: Mörg göt saumuð saman!!
Hvort er sársaukafyllra að fá spark í punginn eða fæða barn? Pottþétt að fá spark í punginn! Það er algengt að allt frá ári eftir að konur fæða þá fara þær að tala um að eignast aftur barn en enginn karlmaður sem hefur fengið spark í punginn fer að tala um ári seinna: „Það er nú alveg kominn tími á að fá aftur spark í punginn!“
Ungur maður sótti um vinnu sem afgreiðslumaður í kaupfélagi úti á landi. Þetta var svona alvörukaupfélag þar sem hægt var að fá allt milli himins og jarðar. Kaupfélagsstjóranum leist vel á manninn þótt hann væri ungur og óreyndur og ákvað að taka hann til reynslu. Hann sagði manninum að mæta morguninn eftir og síðan myndi hann koma um kvöldið og athuga hvernig hefði gengið. Þegar kaupfélagsstjórinn kom í búðina kvöldið eftir spurði hann unga manninn hvað hann hafði afgreitt marga viðskiptavini
þennan fyrsta dag. Bara einn sagði maðurinn. Þetta fannst kaupfélagsstjóranum ekki mikið en spurði hvað hann hefði selt fyrir mikið. Fimm milljónir eitt hundrað níutíu og þrjú þúsund átta hundruð þrjátíu og tvær krónur sagði maðurinn. Fimm milljónir eitt hundrað níutíu og þrjú þúsund átta hundruð þrjátíu og tvær krónur endurtók kaupfélagsstjórinn rasandi hissa. Hvað seldirðu honum eiginlega? Jú, sjáðu til sagði maðurinn, fyrst seldi ég honum lítinn öngul, síðan seldi ég honum miðlungsstóran öngul, þá stóran öngul, svo veiðistöng og síðan spurði ég hann hvar hann ætlaði að veiða. Hann sagðist ætla að veiða í vatninu og þá sagði ég honum að hann þyrfti bát og seldi honum plastbát með 40 hestafla utanborðsmótor. Þá sagði maðurinn að hann gæti aldrei flutt bátinn á Daihatsuinum sínum svo ég fór með hann í véladeildina og seldi honum nýjan Landrover. Nú var andlitið hálfdottið af kaupfélagsstjóranum og hann sagði: Maðurinn kemur hér inn til að kaupa einn lítinn öngul
og þú selur honum bæði bát og bíl. Nei, nei, sagði maðurinn. Hann kom hingað til að kaupa dömubindi handa konunni sinni og ég sagði við hann að fyrst helgin væri hvort eð er ónýt hjá honum væri eins gott fyrir hann að fara að veiða!
Tveir giftir sitja á barnum og eru að spjalla saman. Ég skil ekkert í þessu, í hvert skiptið sem ég fer heim af barnum þá slekk ég á aðalljósunum á bílnum og læt hann renna hljóðlega inn í innkeyrsluna. Ég passa að skella ekki hurðinni og læðist á sokkunum upp stigann, fer úr fötunum áður en ég kem inn í svefnherbergi og leggst varlega í rúmið. Samt æpir konan mín á mig að ég eigi ekki að koma svona seint heim því ég veki hana alltaf! Iss, segir hinn. Þú ert að gera þetta alveg vitlaust. Þegar ég fer heim þá stilli ég á háu ljósin þegar ég kem inn götuna og skransa inn í bílastæðið og flauta. Ég skelli hurðinni og hleyp upp stigann, hossa mér upp í rúm, slæ hana á rassinn og segi: Hver er graður? Hún er alltaf steinsofandi og segir ekki orð.
Sudoku Svona ræður þú þrautirnar Á þessari síðu eru 9x9 SUDOKU-þrautir með tölustöfum. Notaðu tölurnar 1-9. Sami tölustafurinn má aðeins koma fyrir einu sinni í hverjum kassa, hverri röð og hverjum dálki.
- Málarameistari
Sedogheyrt.is
VINSÆLUSTU FRÉTTIR VIKUNNAR Vefsíðan sedogheyrt.is heldur þér upplýstum um allt það skemmtilegasta sem er í gangi í mannlífinu á hverjum tíma. Hér eru vinsælustu fréttir síðustu viku.
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10
VANLÍÐANIN REYNDIST VERA STÚLKUBARN
Fagurkerann Þórunni Högna tengja flestir við falleg heimili, tísku og förðun, enda hefur atvinna hennar og áhugi legið á því sviði síðan hún var unglingur. Hún varð ung móðir í fyrsta sinn og eignaðist frumburð sinn 17 ára gömul.
EIGINKONAN LÉST OG PÉTUR NÁÐI STRAX Í AÐRA
Brandararnir eru alltaf vinsælir.
FJÖLNIR OG MEL B – RÆDDU MÁLIN -Á HLAUPABRETTINU Í LAUGUM
Besti vinur Séð og heyrt, Fjölnir Þorgeirsson, hestakappi og ofurpabbi hefur oftar en ekki ratað á síður blaðsins í gegnum árin. Fjölnir sem var eitt sinn frægasti tengdasonur Bretlands þegar hann var í tygjum við söngkonuna Mel B úr Spice girls.
SKÚLI VÁ, MISS UNIVERSE, ÍVAR HAUKSSON, SIGURLAUG M. JÓNASAR
Nýjasta forsíða Séð og Heyrt vekur alltaf athygli.
SAMAN EN SAMT Í SUNDUR
Athafna- og tónlistarmaðurinn Eyþór Arnalds og eiginkona hans, Dagmar Una Ólafsdóttir, búa ekki lengur saman.
ÁSTMENN ÁSTU-METSÖLUBÓK
Leiðari ritstjóra Séð og Heyrt hefur vakið mikla athygli.
HAFA STIGIÐ LÍFSDANSINN SAMAN Í 50 ÁR
Hjónin Ragnar Bjarnason og Helle Birthe Bjarnason voru á meðal gesta í 80 ára afmæli Sæma rokk.
STEINHÆTT MEÐ STEINÞÓRI
Samfélagsmiðlaprinsessan Berglind Pétursdóttir, þekkt sem Berglind Festival á Snapchat, og fyrrum sambýlismaður hennar, Steinþór Helgi Arnsteinsson, umboðsmaður og spurningahöfundur í Gettu betur, hafa slitið sambúð sinni.
ALLIR Í SMALIÐ – MYNDBAND
Hanna Sigurðardóttir, sem búsett er í Grindavík, hefur gert 21 Hóparamyndbönd, en fjölskylda hennar kennir sig við bæinn Hóp í Grindavík, sem langafi og langamma Hönnu bjuggu á.
EYDDI 2,3 MILLJÓNUM KRÓNA TIL AÐ LÍKJAST BECKHAM EN LÍKIST HONUM EKKERT – MYNDIR
Það er þekkt að hinn venjulegi Jón Jónsson vilji líkjast átrúnaðargoðinu sínu og þeir eru nokkrir sem vilja líkjast fótboltagoðsögninni David Beckham.
SOS
spurt og svarað
MÉR FINNST GAMAN AÐ ... Fólki og náttúru þess. SÍÐASTA KVÖLDMÁLTÍÐIN? Svið á Umferðarmiðstöðinni. BRENNDUR EÐA GRAFINN? Ég vil ekki að prestar séu að paufast með eld við kirkjur – því grafinn. HVAÐ FÆRÐU ÞÉR Á PYLSUNA? Allt mögulegt nema hráan. FACEBOOK EÐA TWITTER? Facebook ef eitthvað er. HVAR LÆTURÐU KLIPPA ÞIG? Hjá Danna á Senter.
SÉR OG
SKYNJAR ÁRU FÓLKS Skemmtikrafturinn Jóhannes Kristjánsson er ein vinsælasta eftirherma landsins. Hann svarar spurningum vikunnar.
HVAÐ GERIRÐU MILLI 5 OG 7 Á DAGINN? Geng og vesenast við mat, úff! HVAÐ ERTU MEÐ Í VINSTRI VASANUM? Miða sem minnir mig á að kaupa D-vítamín í dag.
FLOTTASTA KIRKJA Á ÍSLANDI ER ... Sæbólskirkja á Ingjaldssandi, þegar tilfinningarnar ráða. LANDSPÍTALI VIÐ HRINGBRAUT? Fært fólk og yndislegt. FALLEGASTI STAÐUR Á LANDINU? Hver hefur til síns ágætis nokkuð en Þorsteinshorn á Ingjaldssandi er magnað. KJÖT EÐA FISKUR? Fiskur núna. HVAÐA OFURKRAFT VÆRIR ÞÚ TIL Í AÐ VERA MEÐ? Koma á friði meðal okkar en sennilega verð ég að hinkra nokkuð. GIST Í FANGAKLEFA? Nei, fjandakornið. STURTA EÐA BAÐ? Sturta, sérstaklega í fossi í Hornvík á Hornströndum, dauðhreinsar.
BJÓR EÐA HVÍTVÍN? Þegar stórt er spurt er svarið mysa.
HVAÐA LEYNDA HÆFILEIKA HEFUR ÞÚ? Sé og skynja áru fólks, stundum, því miður.
UPPÁHALDSÚTVARPSMAÐUR? Var Jón Múli.
Í HVERJU FINNST ÞÉR BEST AÐ SOFA? Sem minnstu.
HVER STJÓRNAR SJÓNVARPSFJARSTÝRINGUNNI Á HEIMILINU? Ekki ég.
HVAÐA SÖGU SEGJA FORELDRAR ÞÍNIR ENDURTEKIÐ AF ÞÉR? Mamma sagði fæðingarsögu mína oft þannig að öngvu mun skeika í ævisögunni.
HVERNIG VAR FYRSTI KOSSINN? Heitur og spennandi. HVER VÆRI TITILL ÆVISÖGU ÞINNAR? Mikið var þetta gaman. HVER ER DRAUMABÍLLINN? Land Rover árgerð ´62. FYRSTA STARFIÐ? Fyrsta launaða starfið var að skemmta í beitningarskúr á Þingeyri þegar ég var 7 ára.
HVAÐA BÓK EÐA KVIKMYND FÉKK ÞIG SÍÐAST TIL AÐ TÁRAST? Man sjaldan eftir að hafa vöknað um augu yfir þess konar. ERTU MEÐ EINHVERJA FÓBÍU? Fyrir brjáluðum hestum, enda drápsvélar. HVER ER BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ? Að hafa nú ákveðið að fæðast loks. FURÐULEGASTI MATUR SEM ÞÚ HEFUR BORÐAÐ? Mér finnst ekkert furðulegt í þeim efnum. HVAÐ ER NEYÐARLEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR LENT Í? Ég var staddur í sendiráði Íslands í Moskvu með samnemendum mínum úr HÍ. Sendiherrann, í miðri ræðu, sagði að á eftir byðist okkur að þiggja veitingar af barnum. Reis ég þá þegar úr sæti, einn! Hópurinn hló og hefur þetta lengi verið í minnum haft. KLUKKAN HVAÐ FERÐU Á FÆTUR? Milli 7 og 8. ICELANDAIR EÐA WOW? Hef ekki trú á franskri tækni og líður því betur í Boeing. LEIGIRÐU EÐA ÁTTU? Á. ÍSRAEL EÐA PALESTÍNA? Ísrael í hádeginu, Palestína á kvöldin. DAGBLAÐ EÐA NET Á MORGNANA? Bæði í bland. HVER ER FYRSTA ENDURMINNING ÞÍN? Sitjandi á Farmall Cub, um þriggja ára gamall, akandi af engjunum heim með heyvagn aftan í. Hrafnkell frændi aðstoðaði þó lítið eitt við aksturinn.
Verð aðeins:
4.090.000 kr. Tivoli DLX | Fjórhjóladrif Dísel | Sjálfskiptur
Verð aðeins:
4.790.000 kr. Korando DLX | Fjórhjóladrif Dísel | Sjálfskiptur
Verð aðeins:
5.690.000 kr. Rexton DLX | Fjórhjóladrif Dísel | Sjálfskiptur | 7 manna
Reykjavík Tangarhöfða 8 590 2000
Reykjanesbær Njarðarbraut 9 420 3330
Bílaríki, Akureyri Glerárgötu 36 461 3636 Verið velkomin í reynsluakstur | Skoðaðu úrvalið á benni.is
Í GÓÐRA VINA HÓP á Sigló
Láttu fara vel um þig og þína á Sigló Hótel. Góður matur og drykkir, notalegt andrúmsloft, heitur pottur og gufa ásamt allskonar afþreyingu, passar hverjum vinahóp.
Snorragötu 3b • 580 Siglufirði • Sími 461-7730 • siglohotel@siglohotel.is • www.siglohotel.is