Vikan 33. tbl. 2016

Page 1

33. tbl. 78. árg. 8. september 2016 1695 kr.

Ragnheiður Elín Árnadóttir á heimili sínu í Keflavík

Förðunarráð

Súpergóð karamella Kanilmuffins Sigríður Soffía býr til mandölur með íslenskum jurtum

Innlit

í ævintýragarð á Akranesi Þorgerður Anna setti heilsu sína í forgang

„Ekki endastöð heldur nýtt upphaf“ Segir vellíðan barna mikilvægasta þátt skólastarfs

5 690691 200008

Helgu

Steldu sportlega stílnum


Ef þér finnst þetta erfitt þá er það af því

ÍSLENSKA/SIA.IS/MSA 75852 08/15

það á að vera erfitt. Meiri átök. Meiri Hleðsla. Meiri árangur.

Katrín Tanja DavÍÐsdÓttir, afrekskona í Crossfit

Hraustasta kona heims 2015

Hver sem íþróttin er, Þá er markmiðið alltaf að verða betri. Hleðsla er íþróttadrykkur úr náttúrulegum íslenskum hágæðapróteinum sem byggir upp vöðvana. Meiri átök. Meiri Hleðsla. Meiri árangur.

hledsla.is


Leiðari

Lífið er ferðalag B I RT Í N G U R útgáfufélag

Lyngási 17, 210 Garðabæ, s. 515 5500

Útgefandi: Hreinn Loftsson Framkvæmdarstjóri: Karl Steinar Óskarsson Fjármálastjóri: Matthías Björnsson Yfirmaður hönnunardeildar: Linda Guðlaugsdóttir Yfirmaður ljósmyndadeildar: Aldís Pálsdóttir Dreifingarstjóri: Halldór Rúnarsson

Prentun: Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja

ERFISME HV R M

KI

U

Aðstoðarritstjóri: Guðríður Haraldsdóttir Blaðamenn: Helga Kristjánsdóttir, Hildur Friðriksdóttir, Íris Hauksdóttir, Ragnhildur Aðalsteinsdóttir. Ljósmyndarar: Aldís Pálsdóttir, Hákon Davíð Björnsson, Heiða Helgadóttir, Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir og Ólafur Magnússon Umbrot: Carína Guðmundsdóttir og Elísabet Eir Eyjólfsdóttir, Myndvinnsla: Guðný Þórarinsdóttir Próförk: Margrét Árný Halldórsdóttir, Ragnheiður Linnet Áskriftardeild: Hjördís Svan Aðalheiðardóttir. Auglýsingar: Ólafur Valur Ólafsson, Þórdís Una Gunnarsdóttir, Ásthildur Sigurgeirsdóttir, Hjörtur Sveinsson og Jónatan Atli Sveinsson netf.: auglysingar@ birtingur.is Skrifstofa: Ásgerður Margrét Þorsteinsdóttir, Guðrún Helgadóttir Dreifing: Halldór Rúnarsson og Davíð Þór Gíslason. Prentun: Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja.

141

776

PRENTGRIPUR

Tilkynna þarf uppsögn á áskrift fyrir 15. hvers mánaðar og tekur hún þá gildi í lok þess mánaðar.

„Tilvera okkar er undarlegt ferðalag“ orti Tómas Guðmundsson. Það er svo sem ekkert nýtt að líkja lífi mannanna við ferð, enda geta líklega flestir fundið samhljóm við eigin upplifanir í þeirri líkingu. Sumir fá raunar sæti í lúxusbíl sem brunar yfir malbik meðan aðrir þurfa að fara fótgangandi og fylgja torfærum stígum og troðningum. Öllum er samt ætlað að læra á leiðinni, sættast við hlutskipti sitt á stundum, hefja sig yfir aðstæður á öðrum tímum og hvílast þess á milli. Þegar Þorgerður

„Þorgerður Anna er þess fullviss að vellíðan barna í skóla sé undirstaða þess að þau læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum og taka ábyrgð á þeim verkefnum sem lífið færir þeim.“ Anna Arnardóttir talaði um þá ákvörðun sína að fara í hjáveituaðgerð benti hún á að það væri ekki endastöð heldur upphaf að einhverju nýju. Hún átti það val að halda áfram að takast á við verkefnið á sama hátt og hún hafði verið að gera en að hennar mati var þessi aðstoð þess virði. Hún hefur síðan fylgt eftir öllum þeim ráðleggingum sem henni voru gefnar og allt gengið vel. Fyrir henni er þessi lífsstíll eðlilegur og sjálfsagður orðinn en nýlega ók hún sínu farartæki út fyrir bæjarmörkin í Garðabæ. Þorgerður Anna kemur nefnilega við sögu ótal margra Íslendinga og hefur áhrif á lífsferðalag þeirra. Hún var lengi skólastjóri Barnaskóla Hjallastefnunar á Vífilstöðum en er nú aðstoðarskólastjóri Mýrarhúsaskóla. Á báðum stöðum tekur hún á móti ungum einstaklingum að stíga sín fyrstu skref innan menntakerfisins og kveður þá eftir tíu ára samveru þegar þeir

Áskrifandi verður að tilkynna breytingar á heimilisfangi til Birtíngs á tölvupóstfangið askrift@ birtingur.is. Sé það ekki gert ábyrgist Birtíngur ekki að tímarit skili sér á rétt heimilisfang.

standa frammi fyrir því að ákveða hvert haldið skuli næst. Þessi ár eru mótunarár og það segir sig sjálft að upplifunin í skólanum mun móta viðhorf, gildi og ýmsa þætti í persónuleikanum. Gefa börnunum leiðarvísa og kort sem nýst geta á ferðalaginu. Þorgerður Anna er þess fullviss að vellíðan barna í skóla sé undirstaða þess að þau læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum og taka ábyrgð á þeim verkefnum sem lífið færir þeim. Lykilorð Mýrarhúsaskóla eru vellíðan, virðing og ábyrgð og þetta eru góð orð. Einkum vegna þess að þau eru gagnvirk. Ef þér líður ekki vel getur þú ekki gefið af þér til annarra og ef þú ekki tekur ábyrgð á eigin gjörðum ertu varla í aðstöðu til að krefjast þess að aðrir sýni ábyrgð gagnvart þér. Að lokum á sá sem ekki sýnir virðingu litla von um að ávinna sér virðingu annarra. Auk þessarar persónulegu túlkunar lýsa þessi orð einnig ákveðinni stefnu og andrúmslofti innan stofnunar sem ætti að skapa bæði hlýju og öryggi. Kannski segja nú sumir að þetta séu bara orð og þau séu lítils megnug ef ekki fylgi gjörðir. En orð eru til alls fyrst. Hugsun og góður ásetningur er lítils virði ef hann er ekki settur í orð. Þegar það hefur verið gert er hægt að setja stefnuna og sigla þann byr sem orðin veita. Og á þessu undarlega ferðalagi okkar um Hótel Jörð verður nefnilega allt loks upp í dvölina tekið frá oss nema ef vera kynni sá orðstír sem menn hafa skapað sér.

steingerður steinarsdóttir ritstjóri steingerdur@birtingur.is

Allur réttur áskilinn varðandi efni (texta og myndir). Öll notkun efnis, t.d. beinar tilvitnanir og endursagnir, er óheimil án skriflegs leyfis útgefanda. Sjá nánar um réttarvernd og gjaldskrá útgefanda á birtingur.is

Auglýsingar sími 515 5500 auglýsingar@birtingur.is Áskrift sími 515 5555 www.birtingur.is

Guðríður Haraldsdóttir

Ragnhildur hildur Aðalsteinsdóttir friðriksdóttir

Aðstoðarritstjóri gurri@birtingur.is

Blaðamaður ragga@birtingur.is

Íris hauksdóttir

Blaðamaður Blaðamaður hildurf@birtingur.is irish@birtingur.is

Helga Kristjánsdóttir Blaðamaður & stílisti helgak@birtingur.is

VIKAN 3


Efnisyfirlit

viðtal

34 „Ekki endastöð heldur nýtt upphaf“ Þorgerður Anna Arnardóttir er öflug kona sem býr að fjölbreyttri reynslu. Í 20 ár hefur hún unnið að menntun barna en hún hefur líka tekið virkan þátt í stjórnmálastarfi og alið upp eigin börn. Kannski má segja að þetta hafi kennt henni að taka á vandamálum áður en í óefni var komið í það minnsta tókst hún þannig á við eigin ofþyngd. Hún komst að í prógrammi á Reykjalundi, vann ötullega í sínum málum og ákvað að fara í hjáveituaðgerð til að skapa sér framtíðarlausn.

26

50

Forsíðumynd: Óli Magg Eftirtaldar vörur voru notaðar við forsíðuförðun: Teint miracle farði, Belle de teint sólarpúður,Hypnôse augnskuggapalletta nr do8, Grandiôse eyeliner nr 2, Grandiôse extreme maskari, Lip Lover varagloss nr 314.

viðtöl

Matur

6 Garðar Þór Þorkelsson les um suðurkóreska grænmetisætu. 12 Ragnheiði Elínu Árnadóttur finnst notalegt að eiga náttfatadag með fjölskyldunni. 26 Björk Eiðsdóttir segir sinn stíl svartan og einfaldan. 30 Elfa Dögg Þórðardóttir lærði tíu ára að baka. 40 Snorri Björnsson stundar ólympískar lyftingar. 42 Elínborg Halldórsdóttir á ævintýralega fallegan garð. 50 Sigríður Soffía Hafliðadóttir býr til mandölur með íslenskum blómum.

30 Fjölnota súpergóð karamella Kanil-muffins með krækiberjum og karamellukremi Límónuskyrterta Stjáni blái Skyr-colada Þriggja mínútna rauðrófugrafinn urriði

Tískan 18 Steldu sportlega stílnum 20 Dragtin kemur aftur 22 Förðunarráð Helgu

Vikan á samfélagsmiðlum

Greinar 8 Spennusögur sem bragð er að 10 Vikan mælir með 16 Minette Walters með nýja bók 24 Taktu þér tak eftir fríið 32 Vertu heill og sannur 46 Kryddaðir tónar á heimilinu 48 Perlur á Fljótsdalshéraði 54 Flott og gott 56 Stjörnuspá 58 Lífsreynsla 60 Krossgáta/orðaleit/sudoku 62 Ritstjórnarmeðlimi dreymir um

Vikan

@vikanmagazine

@vikanmagazine

vikanmagazine

Við erum á facebook, Instagram, Twitter og snapchat. fylgist með því sem gerist á bakvið tjöldin. 4 VIKAN



Lesandinn

„Sennilega myndi hún fjalla um kokk á geimskemmtiferðaskipi“ Garðar Þór Þorkelsson er að lesa bók um suðurkóreska konu sem gerist grænmetisæta á einni nóttu. Í æsku hafði Lísa í Undralandi einna mest áhrif á Garðar en Hobbitinn og Leynigarðurinn fylgja fast á eftir.

Hvað ertu að lesa?

The Vegetarian Han Kang. Bókin fjallar um konu sem gerist grænmetisæta á einni nóttu en ekkert virðist byltingarkenndara í ofurkarllægu samfélagi SuðurKóreu.

Ef þú skrifaðir bók, hvernig bók yrði það?

Sennilega yrði það ljúfsár ástarsaga með gamansömu ívafi um stóra drauma og hversdagslegar þrár. Sennilega myndi hún fjalla um kokk á geimskemmtiferðaskipi sem þyrfti að takast á við áskoranir, eins og að sjóða egg í þyngdarleysi. Sennilega kæmu geim(sjó)ræningjar við sögu, geimóperusöngkona og smyglmunur frá útdauðum geimverukúltúr sem stefndi öllu skipinu – jafnvel allri veröldinni – í voða. Sennilega gerist heill kafli í þyngdarlausu sundlauginni. Mjög líklega reynist matsveinninn góði drjúgur til annarra verka en eldhúsverkanna.

Hvað lastu síðast?

Ashenden eftir Somerset Maugham. Bókin er byggð á reynslu Maughams sem starfaði sem njósnari fyrir Breta í fyrri heimstyrjöldinni og er stórgóð.

Hvaða bækur bíða lesturs?

Umsjón: Guðríður Haraldsdóttir Mynd: Óli Magg

Það vill svo vandræðalega til að ég hef ekkert lesið eftir Roberto Bolano, þannig að ég fjárfesti í The Savages Detectives og er hún næst. Svo bíður smásagnasafnið Store of the Worlds eftir Robert Sheckley, einn áhrifamesta Sci-Fi-höfund eftirstríðsáranna í Bandaríkjunum, líka á náttborðinu.

Hefur einhver bók mótað líf þitt?

Tveir höfundar hafa nýlega haft mótandi áhrif á smekk minn á bókmenntum. Það er í fyrsta lagi Spánverjinn Javier Marías, bækurnar hans (í enskri þýðingu) A Heart so White og Tomorrow in the Battle Think on Me eru með því betra sem ég hef lesið. Hinn er Patrick Modiono og bækurnar hans Rue des Boutiques Obscure, sem ég las á ensku, og Svo þú týnist ekki í hverfinu hérna, sem kom út núna fyrir síðustu jól. Báðum tekst þeim að fá mig til þess að upplifa heiminn á einhverskonar framandi hátt, allavega rétt á meðan ég les þá.

Nafn: Garðar Þór Þorkelsson. Aldur: 26 ára. Starf: Bóksali.

Bestu bækur sem þú last í æsku?

Ég hugsa að Lísa í Undralandi hafi verið sú bók sem hafði mest áhrif á mig sem barn. Leynigarðurinn og Hobbitinn koma hratt á eftir.

6 VIKAN


Gefðu þér tíma og góða framtíð! Skráning er hafin í síma 581 3730

Kynntu þér fjölbreytt úrval af námskeiðum og opnum tímum á jsb.is Mótun BM

Fit Form 60+

TT 1 og TT3

Hlýtt Yoga

Áhersla lögð á styrk, liðleika og góðan líkamsburð. Mótandi æfingar fyrir kvið, rassog lærvöðva.

Alhliða líkamsrækt sem stuðlar að auknu þreki, þoli, liðleika og frábærri líðan.

Alltaf frábær árangur á þessum sívinsælu aðhalds-námskeiðum. Mataræði, lífsstíll og líkamsrækt tekin föstum tökum.

Styrkjandi og liðkandi yoga í heitum sal þar sem áhersla er lögð á meðvitund í æfingum og tengingu við öndun.

1-2-3 Þjálfunarkerfi JSB EFLIR a lmannaten gs l / H N OTSKÓ GUR grafís k h önnun

Bjóðum röð af 30 mínútna krefjandi tímum í opna kerfinu.

Nánari upplýsingar í síma 581 3730 og á jsb.is

Velkomin í okkar hóp! Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • jsb@jsb.is • www.jsb.is


Blóðþorsti eða spennufíkn? Morðsögur er bókmenntagrein sem nýtur ekki bara mikilla vinsælda heldur sívaxandi virðingar um allan heim. Lengi voru morð- og spennusögur flokkaðar með afþreyingarbókum og áttu ekki upp á pallborðið hjá þeim sem töldu sig bera skynbragð á fagurbókmenntir. Þetta álit hefur breyst mikið og bestu glæpasögur teljast nú ekki síður til klassískra bókmennta en sögur af öðru tagi.

E

dgar Alan Poe hefur verið kallaður faðir morðsögunnar en saga hans The Murder in the Rue de Morgue (Morðin í Líkhússtræti) er almennt talin fyrsta leynilögreglusagan. Poe skrifaði fleiri spennusögur og má meðal þeirra nefna The Purloined Letter, Fall of the House Usher og The Tell Tale Heart. Annar Bandaríkjamaður fylgdi í kjölfarið og hefur verið sagðir faðir nútímaspennusagna en sá hét Dashiell Hammett. Sjálfur var hann einkaspæjari hjá Pinkerton-einkaspæjarafyrirtækinu um tíma áður en hann hóf að skrifa. Hammett skrifaði um harðsoðna töffara sem leituðu lausnar gátunnar án þess að láta nokkuð stöðva sig. Þekktasti spæjari hans er Sam Spade sem Humphrey Bogart lék svo eftirminnilega í myndinni The Maltese Falcon. Öðrum snilldarspæjurum bregður hins vegar fyrir í The Thin Man og The Dain Curse sem eru klassískar og frábærar spennusögur eftir Hammett.

Hugmyndasmiðurinn Raymond Chandler

Texti: Steingerður Steinarsdóttir

Þegar verið er að tala um glæpasögur er ekki hægt að líta fram hjá samtímamanni Hammetts, Raymond Chandler. Hann fæddist í Bandaríkjunum en ólst upp á

Raymond Chandler

8 VIKAN

Englandi. Þar gekk hann í einkaskóla og naut á allan hátt þess atlætis sem ungir efristéttar Bretar fengu á árunum fyrir fyrri heimsstyrjöld. Hann sneri aftur til Bandaríkjanna árið 1912 og fyrsta saga hans Blackmailers Don’t Shoot kom út árið 1933. Philip Marlowe er hans frægasti spæjari og sá kom fyrst fram í bókinni Killer in the Rain. Þekktasta saga Chandlers er The

Dashiell Hammett

Big Sleep en hann er einnig frægur fyrir að hafa skrifað handritin að einum þekktustu spennumyndum síns tíma en þær eru: Double Indemnity, The Unseen, The Blue Dahlia og Strangers on a Train. Nokkrir af þekktustu og vinsælustu glæpasagnahöfundum í heimi eru upprunnir í Bretlandi. Sir Arthur Conan Doyle fæddist í Skotlandi 22. maí árið 1859. Hann lærði læknisfræði við Háskólann í Edinborg og gegndi stöðu herlæknis í Búastríðinu árið 1899-1902. Móður hans var frásagnargáfan í blóð borin og sonur hennar hóf að skrifa skáldsögur árið 1887. Fyrsta saga hans um Sherlock Holmes hét A Study in Scarlet. Agatha Christie hefur verið kölluð drottning spennusögunnar og víst er að hún var afkastamikil og bækur hennar hafa notið gífurlegra vinsælda um allan heim. Enn þann dag í dag eru bækur hennar endurútgefnar og gerðar eftir þeim kvikmyndir. Hún fæddist í Torquay 15. september árið 1890 en lést 12. janúar árið 1976. Fyrsta saga hennar The Mysterious Affair at Styles kom út árið 1920 og þar kom fram á sjónarsviðið í fyrsta sinn Belginn sjálfsánægði Hercule Poiroit. Seinna kynnti hún einnig til sögu piparmeyna Ms Marple sem hafði dýpri skilning en flestir á mannlegu eðli, enda hafði hún eytt ævinni í smáþorpi þar sem skoða má mannlega hegðun í návígi.

Ótal fleiri áhugaverðir frumkvöðlar eru meðal spennusagnahöfunda og verður að láta nægja að nefna Ngaio Marsh og Dorothy Perkins. Þessar tvær konur áttu það sameiginlegt með Agöthu Christie að vera upprunnar í breskri yfirstétt. (Ngaio var reyndar nýsjálensk en tengsl fjölskyldu hennar við England og enskar hefðir voru

„Philip Marlowe er hans frægasti spæjari og sá kom fyrst fram í bókinni Killer in the Rain. Þekktasta saga Chandlers er The Big Sleep en hann er einnig frægur fyrir að hafa skrifað handritin að einum þekktustu spennumyndum síns tíma en þær eru: Double Indemnity, The Unseen, The Blue Dahlia og Strangers on a Train.“

Agatha Christie

mikil). Konur hafa reyndar alltaf verið áberandi bæði meðal glæpasagnahöfunda og neytenda þessara bókmennta. Nú á dögum eru margar konur meðal áhugaverðustu höfunda í þessum geira og má þar m.a. nefna Söru Paretsky, Sue Grafton, Janet Evanovich, Kathy Reichs, Patriciu Cornwell og Lindu Barnes.



Hlutir með sál

á döfinni

Óvenjuleg víkingavandræði í Hörpu

Þau Jóhann G. Jóhannsson og Lilja Nótt Þórisdóttir fara hreint út sagt á kostum í sýningunni Icelandic Sagas: The Greatest Hits sem sýnd er í Norðurljósasal Hörpu. Í þessari stórskemmtilegu leikhúsrússibanareið kynnist áhorfandinn þjóðararfi íslenskra fornbókmennta, broti af því besta, á 75 mínútum. Í verkinu lifna við raunsannar lýsingar á óvenjulegum vandamálum víkinga. Vikan mælir svo sannarlega með sýningunni sem flutt er á ensku en hún bæði uppfræðir og skemmir svo ekki sé meira sagt.

DansStöff fyrir káta krakka

DansStöff er kraftmikið og skemmtilegt dansnámskeið þar sem farið er um víðan völl, allt frá hipphoppi yfir í framkomu og leiklist. Unnið er með hreyfingu á fjölbreyttan hátt með dansgleðina í fyrirrúmi. Markmiðið með námskeiðinu er að kynna dansinn sem skemmtilega hreyfingu þar sem hver og einn getur dansað á sínum forsendum. Þeir Júlí Heiðar og Björn Dagur Bjarnason sjá um kennslu en skráning fer fram á heimasíðunni klifrið.is

Dívudans í Kramhúsinu

Beyoncé-dansnámskeiðin í Kramhúsinu eru dívutímar þar sem kenndir eru hinir ýmsu Beyoncé-dansar. Skemmtilegasta líkamsrækt sem völ er á, segja þær sem hafa prófað. Tímarnir miðast við algjöra byrjendur en henta líka þeim sem hafa dansbakgrunn. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni kramhusid.is.

Umsjón: Íris Hauksdóttir

Trúðar sviðsetja „versta“ leikrit Íslandssögunnar

Fyrsta frumsýning vetrarins hjá Menningarfélagi Akureyrar verður ný kómísk og kærleiksrík spunasýning þar sem fjórir trúðar sviðsetja leikrit Matthíasar Jochumssonar sem var frumsýnt í skemmu á Eyrinni árið 1890 í tilefni af þúsund ára afmæli landnáms í Eyjafirði. Sýningin er samsköpun leikhópsins sem útfærir alla listræna þætti verksins en trúðarnir stýra sjálfir allri tækni. Leikarar og höfundar eru þau Benedikt Karl Gröndal, Halldóra Malín Pétursdóttir, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir og Kjartan Darri Kristjánsson en listrænir stjórnendur eru þeir Jón Páll Eyjólfsson og Þóroddur Ingvarsson.

10 VIKAN


Nýtt íslenskt leikrit eftir Bjarna Jónsson Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is


Mikilvægt

að taka sig ekki of alvarlega

Texti: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir Myndir: Óli Magg

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er alin upp í Keflavík og býr þar enn ásamt fjölskyldu sinni. Þar sem dagskráin er að öllu jöfnu þétt eru uppáhaldsstundir fjölskyldunnar þegar hún á notalegan náttfatadag saman. Við heimsóttum Ragnheiði og fengum aðeins að kynnast konunni á bak við ráðherrastólinn.

„Ég er yngst fjögurra systkina og örverpið í fjölskyldunni,“ byrjar Ragnheiður en foreldrar hennar eru Árni Þ. Þorgrímsson, fv. flugumferðarstjóri, sem nýverið fagnaði 85 ára afmæli sínu og er eldhress, og Hólmfríður Guðmundsdóttir sem starfaði lengst af sem aðalbókari í Sparisjóðnum í Keflavík. „Hún lést árið 2003 eftir að hafa glímt lengi við Alzheimer-sjúkdóminn, þann ömurlega sjúkdóm sem rænir fólk persónuleikanum smátt og smátt. Ég fékk mjög gott og ástríkt uppeldi og það var einstaklega gott að alast upp í Keflavík þar sem við krakkarnir nutum mikils frjálsræðis. Við fengum að sprikla innan skýrs ramma og leiðsagnar um það hvað sé rétt og hvað rangt, þannig að ég fann alltaf fyrir miklu trausti foreldra minna sem innprentuðu það snemma í mig að frelsi fylgir alltaf ábyrgð. Mér var kennt að ég gæti gert allt sem ég vildi og orðið allt sem ég vildi ef ég legði mig bara nógu mikið fram og að hlutirnir kæmu ekki upp í hendurnar á manni fyrirhafnarlaust. Það hefur reynst mér gott veganesti.“ Hún segist halda að hún hafi verið

12 VIKAN

ágætisbarn en nokkuð uppátækjasöm á köflum. Systkini hennar eru sjö, tíu og fjórtán árum eldri og hún leit mikið upp til þeirra. „Ég trúði auðvitað öllu sem þau sögðu, þar á meðal því þegar sú systir mín sem er næst mér í röðinni skrökvaði því að mér að ég væri tökubarn. Þetta var frekar „brútal“ hjá henni þar sem hún færði það fram sem sönnunargagn í málinu að búið væri að setja barnamyndir af þeim þremur í einn ramma en að ég væri ein í sér ramma. Þetta átti sér auðvitað þær eðlilegu skýringar að foreldrar mínir höfðu ekki ráðgert frekari barneignir á sínum tíma og höfðu komið því í verk áður en ég fæddist að setja þessar þrjár myndir saman í rammann. Þegar mamma komst að þessu uppátæki systur minnar var myndinni af mér fljótlega bætt í rammann hjá þeim,“ segir Ragnheiður hlæjandi.

Ennþá jafnskotin

Ragnheiður er með stúdentspróf frá Kvennaskólanum í Reykjavík, BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MS-gráðu í alþjóðastjórnmálum frá

Georgetown University í Washington DC. Hún er gift Guðjóni Inga Guðjónssyni, sölu- og markaðsstjóra, og þau eiga tvo syni, Árna Þór, sem er nýorðinn 14 ára, og Helga Matthías, sem er að verða 8 ára. Ragnheiður á einnig tvær stjúpdætur, Gígju og Karítas sem eru 27 og 24 ára. „Ég kynntist manninum mínum árið 1997, kolféll fyrir augum hans þegar augu okkar mættust á reykfylltum bar. Ég hef horft í augu hans síðan og er jafnskotin í honum og ég var þá. Hann er einstakt ljúfmenni með skemmtilegan húmor og hefur staðið við bakið á mér í mínu pólitíska stússi frá fyrsta degi. Og svo er hann líka bara svo sætur,“ segir hún dreymin. Þar sem dagskrá Ragnheiðar er að öllu jöfnu mjög þétt og lítið um frítíma þá eru uppáhaldsstundir fjölskyldunnar þegar þau hafa ekkert að gera. „Þegar engin plön eru og við getum notið þess að eiga notalegan náttfatadag saman. Einföldu, góðu stundirnar þegar við höfum næði til að spjalla um daginn og veginn eru dýrmætastar. Áhugamálin hafa kannski aðeins þurft


„Mér var kennt að ég gæti gert allt sem ég vildi og orðið allt sem ég vildi ef ég legði mig bara nógu mikið fram og að hlutirnir kæmu ekki upp í hendurnar á manni fyrirhafnarlaust.“

VIKAN 13


undan að láta á síðustu árum og allur sá frítími sem maður hefur er nýttur í að hitta góða vini og fjölskyldu. Ég hef til að mynda sagt það við vini mína sem reyna alltaf öðru hvoru að draga mig inn í golfið að það síðasta sem ég þurfi á að halda á þessum tímapunkti í mínu lífi séu tímafrek áhugamál. Mér finnst einstaklega gaman að bjóða fólki heim, halda matarboð eða fara í matarboð hjá skemmtilegum vinum. Ég er afskaplega vinamörg og vildi óska að ég hefði meiri tíma til að verja með þeim. Mér finnst gaman að fara í gönguferðir, stuttar sem langar, og einnig reynum við hjónin að komast á línuskauta eða út að hjóla alltaf þegar færi gefst. Við strengjum þess heit á hverju hausti að draga nú skíðin aftur fram en við höfum því miður ekki stundað það góða sport síðustu árin vegna tímaskorts. Þess sakna ég og strengi heitið sum sé eina ferðina enn hér með.“

„Þetta var frekar „brútal“ hjá henni þar sem hún færði það fram sem sönnunargagn í málinu að búið var að setja barnamyndir af þeim þremur í einn ramma en að ég væri ein í sér ramma.“ Ragnheiður segist ekki vera mikið í klúbbum og þess háttar starfsemi nema ef menn telja Sjálfstæðisflokkinn til klúbbs. „Ég er reyndar meðlimur í félagsskap fjölbreytts hóps kvenna úr atvinnulífinu sem heitir Exedra. Við hittumst einu sinni í mánuði og ræðum það sem hæst ber í þjóðfélaginu og höfum búið okkur til mikilvægt tengslanet þvert á atvinnugreinar, stjórnmálaskoðanir og annað.“

Valin handboltamaður Reykjaness

Ragnheiður var mikið í íþróttum þegar hún var yngri og keppti bæði í

14 VIKAN

handbolta og fótbolta fyrir Keflavík. „Ég get nú meira að segja upplýst það hér að ég var eitt sinn valin handboltamaður Reykjaness og á einhvers staðar forláta bikar því til sönnunar. Eftir að ég hætti í handboltanum hef ég stundað líkamsrækt nokkuð reglulega, hin síðustu ár með góðum vinkonum undir styrkri leiðsögn Önnu Borg einkaþjálfara sem passar upp á að halda okkur við efnið.“ Ragnheiður gegndi starfi aðstoðarmanns ráðherra hjá Geir H. Haarde um níu ára skeið í þremur ráðuneytum, fjármálaráðuneytinu í sjö ár og sitt árið hvort í utanríkis- og forsætisráðuneytinu. „Þá má segja að ég hafi fengið pólitísku bakteríuna í mig. Þá sá ég hversu mikil áhrif maður getur haft til góðs á samfélagið með þátttöku í stjórnmálum og hversu mikilvægt það er að koma hugmyndum og hugsjónum í verk. Ég hafði aldrei gengið með

þingmanninn í maganum en fannst árið 2006, þegar ég reyndi fyrir mér í mínu fyrsta prófkjöri, að þetta væri eitthvað sem ég þyrfti að prófa og lét slag standa. Ég náði markmiðum mínum og hef setið á þingi í rúm níu ár. Nú er ég að taka þátt í prófkjöri í fjórða skiptið þannig að ég er komin með ágætisreynslu í þessum efnum.“ Heiðarleiki, traust og jafnrétti eru þau gildi sem hún metur mikils og reynir að draga fram í öllum sínum verkum. „Ég tel einnig afar mikilvægt að við tökum okkur sjálf ekki of alvarlega, að fara inn í öll verkefni með gleði í farteskinu því án hennar næst enginn árangur. Ég tek það hlutverk að ala syni mína upp í að verða góðir og gegnir einstaklingar afar alvarlega og mín markmið alla daga eru að þeir verði hraustir, öruggir og umfram allt hamingjusamir,“ segir hún að lokum.


Kynning

Förðunarráð frá Söru Dögg – Reykjavík Makeup School Undirbúningur fyrir Miss Universe Iceland er í fullum gangi og nýlega sátu keppendur förðunarnámskeið hjá Söru Dögg, annars eigenda Reykjavík Makeup School. Sara notaði vörur frá Maybelline en keppendur verða farðaðir með þessum vörum á keppninni sjálfri sem fer fram 12. september í Gamla bíói. Sara kom með fullt af góðum ráðum sem stelpurnar geta nýtt sér í undirbúningi keppninnar og að sjálfsögðu eftir hana. Mörg af ráðunum eru sannarlega gullkorn fyrir hvaða konu sem er og er því tilvalið að segja frá nokkrum þeirra hér. Notið farðagrunn til að jafna áferð húðarinnar, láta förðunina endast lengur og grunnförðunin nýtur sín einnig betur. Baby Skin Primer frá Maybelline gerir einmitt það. Setjið hann yfir allt andlitið, ekki bara þar sem ykkur finnst þurfa, til að tryggja að áferð húðarinnar sé jöfn. Með því að setja ljósan varalit, eins og Sultry Sand-litinn frá Maybelline, yfir annan varalit og bara í miðju varanna fá varirnar fallegri áferð og þær virðast þrýstnari. Setjið smávegis af litnum í miðju varanna með varalitabursta og klemmið saman varirnar til að blanda og jafna áferð.

„Ég byrja alltaf yst á augnlokunum og móta skygginguna í kringum augnsvæðið og byggi litina smám saman upp,“ segir Sara. Hún mælir með því að konur hafi í huga að miða við að augnförðunin sé í takt við globus-línuna hjá hverri og einni en það er línan sem myndast við augnbeinið. Sara vann augnförðunina með litum úr The Nudes-pallettunni frá Maybelline.

„Mér finnst margir augnskuggar vera frábærir highlighterar,“ segir Sara en hún notaði Lustrous Beige-augnskuggann frá Maybelline bæði í augnförðunina, til að gefa henni mikinn ljóma og lýsa upp augnsvæðið, og svo líka á húðina, á kinnbeinin, í kringum varir og á nefbrodd. „Munið að setja maskarann alltaf fyrst á neðri augnhárin og svo á þau efri þegar þið eruð búnar að leggja mikla vinnu í fallega augnförðun. Það er svo leiðinlegt þegar maskarinn stimplast á efri augnlokin og skemmir augnförðunina.“ Segir Sara en hér notar hún Lash Sensational í extra svörtu til að gefa dramatískari umgjörð við förðunina. Sara er nú á fullu að undirbúa Maybelline-förðunina sem keppendur munu vera með í Miss Universe en þar fer hún fyrir hópi af útskrifuðum förðunarfræðingum frá Reykjavík Makeup School. Sara og Silla, eigendur skólans, leggja mikla áherslu á að kynna nemendur sína fyrir sem flestum stílum sem eru í gangi í förðunarheiminum í dag og nemendur taka virkan þátt í verkefnum sem þær tvær taka að sér.

Fyrirsæta: Sigurbjörg Ósk, keppandi í Miss Universe Iceland.


Sálfræðispenna af bestu gerð

Fyrir ári sendi Minette Walters frá sér nýja sakamálasögu eftir langt hlé. Þessi áhugaverði rithöfundur er helst þekktur fyrir að hafa haldið við sagnahefð þeirra Agöthu Christie, Ruth Rendell og PD James. Allt frá árinu 1992 þegar fyrsta bók Minette, The Ice House, kom út hefur hún haldið lesendum sínum í helgreipum spennunnar.

Texti: Steingerður Steinarsdóttir

B

ækur hennar eru myrkar og með sálfræðilegu ívafi, enda er konan áhugamanneskja um þau fræði. Gerðar hafa verið kvikmyndir eða sjónvarpsþættir eftir mörgum bókum Minette og líklega verður sú nýjasta, The Cellar engin undantekning hvað það varðar. Ríkissjónvarpið sýndi bæði The Icehouse (Ísmaðurinn) og The Echo (Bergmálið og á Stöð 2 sló Miranda Richardsson svo í gegn í hlutverki sínu í The Scold’s Bridle (Nornagríman) en áður hafði stöðin haft til sýninga þætti eftir annarri bók Minette, Walters The Sculptress (Þungar sakir) og The Dark Room (Myrkur hugans) sem öllum þótti geysilega áhrifamikil nema aðdáendum Walters sem fannst of frjálslega með söguþráð bókarinnar farið. Minette Walters hóf starfsferil sinn sem aðstoðarritstjóri á tímaritinu British Woman’s Weekly en sneri sér síðan að því að skrifa rómantískar framhaldssögur sem birtar voru í blaðinu. Minette giftist og eignaðist tvö börn og helgaði sig uppeldi þeirra næstu árin. Fertug hóf hún nýjan feril og fór að skrifa spennusögur sem strax vöktu mikla athygli. The Sculptress sem hlaut Edgarverðlaunin árið 1994. Edgar-verðlaunin

16 VIKAN

„Hún er mikil áhugamanneskja um sálfræði og afbrotafræði og á heimili hennar er að finna heilt bókasafn uppflettirita um þessi efni.“ eru kennd við Edgar Allan Poe og eru árlega veitt spennusagnahöfundum sem þykja skara fram úr, fyrir ævistarf sitt og einnig er valinn besti byrjandinn og þá viðurkenningu hlaut Minette.

Persónur byggðar á föngum

The Sculptress fjallar um kvenrithöfund sem þjáist af ritstíflu. Útgefandi bóka hennar setur henni þá úrslitakosti að skrifa bók um konu sem situr í fangelsi fyrir óvenjulega hrottalegt morð á móður sinni og systur ella verði samningi hennar við útgáfufyrirtækið rift. Rithöfundurinn Rosalind Leigh er treg til verkefnisins í fyrstu en smátt og smátt nær hin sérstæða peróna Olive Martin, sem mótar mannamyndir úr vaxi í fangelsinu, tökum á rithöfundinum. Hún fer jafnvel að trúa á sakleysi hennar. Svo fer að lokum að í sameiningu tekst konunum tveimur að tína til alla málavexti og margt kemur upp á yfirborðið í tengslum við morðið sem áður var hulið.

Getgátum var að því leitt þegar The Sculptress kom út að hún byggði á sögu breskrar konu sem um það leyti sat í fangelsi fyrir ekki ósvipað morð. Minette Walters hefur frá árinu 1989 í sjálfboðavinnu tekið þátt í starfi líknarsamtaka sem heimsækja fanga í fangelsum. Margir töldu að hún hefði heimsótt þá konu sem sagan átti að vera sniðin eftir og byggt söguna á samtölum þeirra. Minette sjálf hefur þverneitað að svo sé. Hún segist að vísu byggja mikið á reynslu sinni af heimsóknum til fanga en engin einn einstaklingur hafi orðið henni fyrirmynd að einhverjum skáldsagnapersóna sinna. Hún er mjög agaður persónuleiki og skrifar alltaf í tólf tíma á dag. Hún er mikil áhugamanneskja um sálfræði og afbrotafræði og á heimili hennar er að finna heilt bókasafn uppflettirita um þessi efni. Hún les geysilega mikið og sagðist nýlega í viðtali vel geta hugsað sér að læra afbrotafræði og sálfræði.


Caroline Goodall og Pauline Quirke í hlutverkum sínum í The Sculptress.

„Fléttan er spennandi, endirinn óvæntur og persónurnar svo raunverulegar að helst minna þær á manninn eða konuna í næsta húsi.“

Úr sjónvarpsþáttunum The Scold‘s Bridle.

Fjölskyldumanneskja sem lifir venjulegu lífi

Þótt glæpir og sálarlíf glæpamanna sé aðaláhugamál Minette Walter er uppáhaldsbók hennar alls ekki um það efni en það er skáldsagan To Kill a Mockingbird eftir Harper Lee, dásamleg og hjartnæm saga um það hvernig tvö ung systkini verða vitni að því, þegar faðir þeirra tekur að sér að verja svertingja sem sakaður er um nauðgun, hversu langt kynþáttafordómar geta leitt dagfarsprúða nágranna. Minette Walters er ákaflega mikil fjölskyldumanneskja. Hún lagði starfsframann á hilluna um stund eftir að hún átti börnin og hóf ekki að skrifa aftur fyrr en þau voru orðin það stálpuð að þau þurftu ekki jafnmikið á henni að halda. Frístundum sínum ver hún að mestu með fjölskyldunni en auk þess sinnir hún hundunum sínum, öndum og kindum sem hún og maður hennar rækta á sveitasetri sínu í nágrenni við Dorchester. „Ég ræð líka gjarnan krossgátur eða raða púsluspilum. Ég sigli og syndi, leik tennis, les, horfi á sjónvarp og fer í bíó,“ segir hún til að leggja áherslu á hversu venjulegu lífi hún lifi.

Hollywood freistar ekki

Bækur Minette eru einstaklega vel til þess fallnar að kvikmynda. Fléttan er spennandi, endirinn óvæntur og persónurnar svo raunverulegar að helst minna þær á manninn eða konuna í næsta húsi. Minette er hins vegar ekki hrifin af Hollywood og segist ekki tilbúin til að selja þeim í hendur réttinn til að búa til kvikmyndir eftir bókum sínum. „Ég hef fengið tilboð frá Hollywood en læt mig ekki einu sinni dreyma um að taka þeim. Ekkert fengi mig til að skrifa undir Hollywood-samning,“ segir hún hlæjandi. Séð með augum þess sem stendur utan kvikmyndaiðnaðarins er hann einna brotakenndasti og grimmasti viðskiptavettangur sem til er. Rithöfundurinn er svo alltaf sá fyrsti sem fórnað er á altari Mammons og hvers vegna ætti maður að ganga sjálfviljugur í gegnum slíkt.“ BBC hefur unnið flestar þáttaraðir sem gerðar hafa verið eftir bókum Minette og hún er mjög ánægð með útkomuna. „Ég skammast mín ekkert fyrir að viðurkenna að ég vissi að ef gerðir yrðu sjónvarpsþættir eftir einhverri bóka minna væri það auglýsing fyrir hinar sem mjög margt fólk sæi. Sá er hins

vegar hængurinn á að ef þeir klúðra sögunni getur þú ekki kvartað því þú vissir að sú var áhættan þegar þú skrifaðir undir samningin. Þegar gerð var sjónvarpsmynd eftir The Sculptress krosslagði ég fingur og bað um góðan byr. Síðan þá hef ég verið yfir mig hrifin af öllu sem BBC hefur gert eftir bókum mínum. The Sculptress var frábær og The Icehouse enn betri. Ég hef lært það af þessari reynslu að maður verður að vera viss um að maður sé að skrifa undir samninga við fólk sem maður hefur trú og traust á.“ Bækur Minette Walters eru ekki léttar og í þeim er lítið um glettni. Hún segist samt hafa mjög gaman af kímni og skemmtileg orðheppni sé það sem helst komi sér til að hlæja. Sennilega er fátt sem gefur tilefni til að hlæja þegar kafað er djúpt í dekkstu hliðar mannlegs eðlis og illskan könnuð í kjölinn en víst er að þótt Minette veki ekki hlátur eru áreiðanlega fáir sem geta lesið bækur hennar án þess að finna fyrir hrollköldum spenningi.

VIKAN 17


Tíska

Topshop, 16

.490 kr.

Steldu

SPORTLEGA

stílnum

Vero Moda, 5.

Fyrirsæturnar Hailey Baldwin og systurnar Bella og Gigi Hadid eru sannkallaðar tískufyrirmyndir yngri kynslóðarinnar. Stílnum þeirra mætti lýsa sem sportlegum með 90´s ívafi sem hefur heldur betur slegið í gegn síðustu misseri. Við kunnum allavega að meta tísku sem gerir okkur kleift að mæta í vinnuna í joggingbuxum! Umsjón: Helga Kristjáns

Zara, 9.995 kr.

Zara, 6.995 kr.

Zara, 8.995 kr.

Vero Moda, 1.990 kr. 18 VIKAN

Vila, 24.990 kr.

Vero Moda, 6.990 kr.

990 kr.

Skór.is, 15.995 kr.

Topshop, 8.390 kr.


Topshop, 2.990 kr.

o Topsh

p, 2.89

0 kr.

Vila, 4.190 kr.

Ecco, Skór.is, 14.995 kr.

Vila, 8.990 kr.

Topshop, 6.990 kr.

Leggings, joggingbuxur, stuttermabolur, bomber- eða leðurjakki og strigaskór eru uppistaðan í stíl fyrirsætnanna fögru.

, Vila . 0 kr

. Vila, 6.990 kr

2.99

95 k

, 9.9

Zara r. Topshop, 11.490 kr.

VIKAN 19


Tíska

Vinnandi

konan Það getur verið höfuðverkur að finna viðeigandi vinnufatnað. Vikan er með puttann á púlsinum.

Zara, 16.995 kr.

Zimmermann

Umsjón: Helga Kristjáns

r.

5k

20 VIKAN

J. Crew

Zara, 4.995 kr.

Nútímaleg dragt

Klassíska vinnudragtin er orðin hámóðins að nýju. Til að forðast það að vera lummuleg mælum við með því að kaupa eina í skærum lit, eins og tískuhúsið J. Crew sýndi í haustlínu sinni. Elizabeth & James og Zimmermann hönnuðu líka æðislega fallegar útgáfur.

Elizabeth & James

Lindex, 5.755 kr.

, ra

Za

9 7.9


Balenciaga

Stílhugmynd

Tory Burch

Creatures of The Wind

G

47.80 eysir,

0 kr.

Zara, 7.995

kr.

Mínipils-dragtir, sem minna óneitanlega á lúkkið á stelpunum í næntísmyndinni Clueless, koma heitar inn með haustinu. Klæðstu einni slíkri með hnéháum stígvélum í Pretty Woman-anda.

Zara, 16.995

kr.

Michael Kors

Geysir, 54.800 kr.

Lindex, 3.835 kr.

Jason Wu

Prófaðu að nota rúllukragabol undir kjól, eins og sást víða á hausttískusýningapöllunum, það gefur áhugavert tvist á lúkkið og seventís en á sama tíma nútímalegt yfirbragð. Með því að vera í bol undir geturðu líka notað uppáhaldskjólana þína meira í haust og vetur.

VIKAN 21


Punt&pjatt

Á bak við tjöldin Snyrtivöruáhugafólk þekkir flest nöfnin Bobbi Brown og Charlotte Tilbury en vitum við hver er á bak við vörumerkin? Skoðum snillingana á bak við nokkur stærstu nafnanna í bransanum og hvaða snyrtivörur eru þess virði að prófa frá þeim.

Hver

Charlotte Tilbury hefur unnið með öllum helstu

ljósmyndurum og fyrirsætum samtímans og fyrir stærstu tískublöðin í bransanum. Árið 2013 kom snyrtivörulína hennar fyrst á markað og hlaut samstundis einróma lof.

Hvað

Hver

Kevyn Aucoin er einn þekktasti förðunarfræðingur sögunnar og vann á sinni stuttu ævi með mörgum af stærstu stjörnum samtímans, meðal annars Janet Jackson, Cher og Gwyneth Paltrow. Þá hafa förðunarbækur hans einnig notið mikilla vinsælda. Kevyn stofnaði sitt eigið snyrtivörumerki ári fyrir andlát sitt árið 2001 og hefur það dafnað síðan og stimplað sig inn sem hágæðasnyrtivörumerki.

Varablýantarnir frá Charlotte hafa notið mikilla vinsælda. Þeir heita Lip Cheat og liturinn Pillow Talk er fullkominn til þess að teikna örlítið út fyrir varalínuna. Color Chameleonaugnskuggablýantarnir eru æðislegir og hannaðir sérstaklega með augnlit allra kvenna í huga. Auðvelt er að framkalla smokey-augnförðun með því að teikna með litnum í kringum augun og blanda örlítið með fingrunum.

Hvað

Skyggingarpúðrin, eða Sculpting Powder, frá Kevyn Aucoin hafa notið mikilla vinsælda sem og highlighterarnir frá honum. Margir stærstu förðunarfræðingar heims mæla eindregið með The Celestial Powder í litnum Candlelight til að framkalla gullfallegan ljóma á húðina.

Með eigin orðum

Umsjón: Helga Kristjáns

„Fegurðarbransinn er ekki einkaklúbbur, það eru engar óaðlaðandi konur til, bara þær sem skilja ekki máttinn sem farði býr yfir.“

Með eigin orðum „Þess vegna byrjaði ég að farða til að byrja með. Ég vonaði að með því að hjálpa fólki að sjá fegurðina í sjálfu sér gæti ég fundið fegurðina innra með mér.“

22 VIKAN

„Ég uppgötvaði farða þegar ég var þrettán ára og það breytti lífi mínu. Ég byrjaði að nota maskara og fólk kom fram við mig öðruvísi en áður. Ég varð vinsælli og öðlaðist meira sjálfsöryggi.“


Hver

Bobbi Brown er bandarískur förðunarfræðingur og

konan á bak við snyrtivörumerkið með sama nafni. Hún hefur gefið út átta bækur um förðun en árið 1990 kom hún fyrst á markað með tíu varaliti í náttúrulegum tónum sem samstundis fóru í sölu í Bergdorf Goodman. Bobbi er þekkt fyrir „minna er meira-útlit“ þegar kemur að förðun og leggur áherslu á að náttúruleg fegurð kvenna sé undirstrikuð, frekar en hulin.

Hvað

Við mælum með Pot Rouge sem hægt er að nota á varir og kinnar, enda litaúrvalið einstakt og áferðin gullfalleg og náttúruleg. Eins eru hyljararnir og svokallaðir Correctorar frá Bobbi einstakir. Einn besti varalitur sem við höfum prófað kemur úr línu Bobbi og heitir Luxe Lip Color, við mælum klárlega með honum.

Hver

Franski förðunargúrúinn Terry de Gunzburg er konan á bak við snyrtivörumerkið By Terry. Hún hefur stundum verið nefnd Steve Jobs förðunarbransans en sú líking er ekki jafnfurðuleg og hún hljómar. Terry segir að á bak við glamúr og nýsköpun í snyrtivöruheiminum þurfi viðkomandi að elska vísindi. Terry stofnaði By Terry árið 1998 á meðan hún var enn þá listrænn stjórnandi hjá YSL en hún er konan sem hannaði meðal annars gullpennann sívinsæla.

Hvað

Varasalvinn Baume De Rose er einn allra umtalaðasti varasalvi sögunnar og vel þess virði að prófa. Við mælum einnig með farðanum Terribly Densiliss sem hefur notið mikilla vinsælda og er einn sá fallegasti í bransanum, sérstaklega fyrir konur komnar yfir þrítugt. Blauti augnskugginn Ombre Blackstar er sá besti sinnar tegundar sem við höfum nokkru sinni prófað, helst á allan daginn og litaúrvalið er gullfallegt. By Terry-vörurnar fást hjá Madison ilmhúsi.

Með eigin orðum „Hvernig mér líður í eigin skinni er mikilvægara en það hvernig ég lít út. Að hafa sjálfstraust og að líða vel í eigin skinni er það sem í raun og veru gerir þig fallega.“ „Ég trúi því að allar konur séu fallegar án farða en með réttu förðuninni geti þær verið ansi öflugar.“

Með eigin orðum „Þú lítur alltaf út fyrir að vera yngri og það er klæðilegra að förðunin sé örlítið ófullkomin.“

VIKAN 23


Taktu þér tak eftir fríið Nú eru flestir búnir með sitt sumarfrí og komnir aftur til vinnu. Stressið er oftast mikið, enda hafa verkefni iðulega hlaðist upp og margt orðið að sitja á hakanum yfir sumarið. Margir bæta einnig ofurlítið á sig meðan á fríinu stendur vegna þess að þeir hreyfa sig minna og leyfa sér ýmiss konar fæðutegundir sem ekki eru alla jafna á matseðlinum. Hér eru nokkur ráð til að komast fljótt í sama form aftur eftir fríið. Prótín er helst að finna í kjöti, fiski, eggjum, mjólk og ýmsum baunategundum.

1

Prótín

Texti: Steingerður Steinarsdóttir

Borðaðu meira prótín. Þegar menn borða nægilegt magn af prótíni brenna þeir hraðar en þegar kolvetni og fita hafa meira vægi í máltíðum. Prótín er byggingarefni vöðva og hjálpar mönnum að auki að viðhalda vöðvamassanum. Góð þumalfingursregla er að borða sem svarar stærð eigin lófa af prótíni þrisvar á dag. Það ætti að gefa þægilega seddutilfinningu og minnka mjög þörfina fyrir snakk.

2

Sterk krydd

Ýmis sterk krydd geta aukið brennslu líkamans. Flestir þekkja þessi áhrif chili-ávaxtarins en auk hans getur sterkt sinnep, túrmerik og sumar karríblöndur haft sömu áhrif. Veltu fyrir þér hvort indversk eða mexíkósk matreiðsla hljómi ekki spennandi á haustdögum og prófaðu uppskriftir að slíkum réttum nokkrum sinnum í viku.

24 VIKAN

3 Koffín

Koff ín eykur brennslu en gallinn við kaffi er að það virkar sem þvagræsiefni og eykur því þörfina fyrir að drekka og borða. Ef fólk velur að drekka te og kaffi jöfnum höndum yfir daginn má draga úr þeim áhrifum og auka brennsluna verulega með hjálp koff ínsins í þessum drykkjum. Grænt te er mest brennsluaukandi af koff índrykkjum og gott að drekka nokkra bolla af því yfir daginn. Að auki eru ýmis góð lífræn efni í grænu tei sem hafa jákvæð áhrif á heilsuna, til dæmis er það þekkt fyrir að vera vöðvaslakandi og ilmurinn virkar róandi á marga en rannsóknir sýna að stresshormón gera það að verkum að líkaminn heldur í kílóin og þeir sem eru undir miklu álagi eiga erfiðara með að léttast en hinir. Grænt te getur því unnið gegn áhrifum streitu eftir frí. Í hverjum kaffibolla er hins vegar um 100-200 mg af koff íni sem eykur blóðþrýstinginn og örvar meltinguna. Sérfræðingar mæla ekki með að fólk drekki fleiri en þrjá bolla yfir daginn en þeir sem halda sig innan þeirra marka ættu að vera á grænni grein.

4

Fæðubótarefni

Sum fæðubótarefni innihalda efni sem örva meltinguna m.a. efni sem unnin eru úr chili, grænu tei og prótínum. Ef einhverjum finnst of flókið að setja saman máltíð sem inniheldur öll þessi góðu brennsluhvetjandi efni er einfaldlega hægt að kaupa í næsta apóteki töflur sem stytta leiðina.

5

Þakklæti

Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem eru þakklátir eru hamingjusamari en aðrir. Þeim líður einnig betur í eigin skinni og ónæmiskerfið er sterkara. Allir ættu að gefa sér tíma á hverjum degi til að rifja upp eitthvað af því sem þeir hafa ástæðu til að vera þakklátir fyrir og leyfa þakklætistilfinningunni að umvefja sig því hún skilar einstaklega miklu. Ef marka má vísindamenn ná hinir þakklátu lengra í lífinu, þeir njóta betri heilsu, eiga auðveldara með að fyrirgefa, njóta betri samskipta við aðra og skemmta sér oftast betur.


Náttúrulegt Þörunga magnesíum

Mikil virkni Duft í kalt vatn eða boost Styður: Efnaskipti og öflugri brennslu Minni sykurlöngun Slökun og svefn Vöðva- og taugastarfsemi Gott á morgnana og kvöldin 1/3 tsk = 350mg - ekkert bragð

Fæst í apótekum, Krónunni, Fjarðarkaup, Hagkaup, Nettó og Græn heilsa.

E NG I N MAGAÓ NOT


Minn stíll

Umsjón: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir Myndir: Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Fullt nafn: Björk Eiðsdóttir. Aldur: 41 árs. Starfsheiti: Ritstjóri MAN magasín. Maki: Karl Ægir Karlsson. Börn: Blær, Birta og Eiður Breki. Stjörnumerki: Meyja. Hvað þurfa allar konur að eiga í fataskápnum: Svartan blazer, ég hef átt svona 100. Áhugamál: Fjölmiðlar, sjósund og heimur unglinga, nei, djók, það er ekki áhugamál – bara það sem ég er að reyna að skilja þessa stundina til að allir lifi heimilislífið af. Á döfinni: Fagna þriggja ára afmæli MAN og halda áfram inn í fjórða útgáfuárið en líka skreppa til Singapore í stutta heimsókn á haustmánuðum.

„Samfestingurinn minn frá Andreu, sem ég keypti fyrir löngu, hefur verið mikið notaður og engin flík hefur verið í svo miklu uppáhaldi svo lengi – mig langar enn þá í fleiri liti.“ 26 VIKAN


„Aldrei lágbotna“ Björk Eiðsdóttir, ritstjóri og annar eigenda MAN magasín, fagnar um þessar mundir þriggja ára afmæli blaðsins sem kom út í síðustu viku og er glæsilegt að vanda. Hún fór nýlega að stunda sjósund og segist vera að reyna að koma sér aftur í ræktina eftir alltof sólríkt sumar með öllu tilheyrandi. „Stíllinn minn er svartur og einfaldur en aldrei lágbotna, nema við íþróttaiðkun,“ segir Björk sem er þekkt fyrir að bregða ekki út frá þessum vana hvort sem úti er fljúgandi hálka eða stórhríð. „Mig langar agalega í silkikímonó frá Hildi Yeoman og eins og sjá má á nokkrum myndum hérna þá elska ég

fötin frá Andreu, reyndar er allt sem ég nefni hérna íslenskt. Vá, hvað ég er þjóðleg.“ Sú kona sem veitir henni innblástur er Michelle Obama. „Orð hennar „When they go low – we go high,“ hljóma ítrekað í hausnum á mér. Rosa pepp í mótbyr og meðbyr.“

„Kápurnar mínar frá Andreu poppa upp öll dress og svo þykir mér voða vænt um Kron by Kron Kron skóna mína enda langaði mig í þá svo lengi.“

„Nýjustu kaupin mín eru tveir kjólar. Einn frá Spaksmannsspjörum og hinn frá Andreu, báðir svartir og klassískir og mikið notaðir.“ „Ég hef verið dyggur viðskiptavinur Ray Ban í háa herrans tíð. Þetta eru nýjustu en mig langaði að poppa þetta aðeins upp með lit – ekki veitir af. Ég er sjúk í þessi fjólubláu gleraugu.“

„Hringurinn hennar mömmu er í miklu uppáhaldi. Hún erfði hann frá móður sinni og ég erfði hann þegar hún lést í byrjun árs. Hann hefur aldrei og verður aldrei tekinn af mér, nema eftir minn dag þegar dætur mínar geta svo rifist um hann. Ég er alltaf með nokkra skartgripi sem mér þykir vænt um; umræddan hring, annan hring eftir Sif Jakobs sem foreldrar kærastans gáfu mér og er eins og sniðinn á mig, hjartahálsmen frá ASA Jewellery og svo hálsmen frá VERA Design sem ég hef hlaðið á ólíku skrauti frá merkinu og get alltaf breytt að vild. Já, og svo armbandið fagra frá VERA Design.“ VIKAN 27


Matargæðingur

Fullt nafn: Elfa Dögg Þórðardóttir. Starf: Hótel- og veitingahúsastýra. Maki: Jón Þórir Frantzsson. Börn: Arnór, Sandra og Einar Dagur. Ertu A- eða B-manneskja? AB – fer eftir því hversu lengi ég þarf að vaka eða vakna. Hvað færðu þér á pizzu? Pepperoni og allskonar með því. Uppáhaldsmatreiðsluþættir? Það er Gordon Ramsey. Svo nota ég Pinterest mikið til að fá hugmyndir að bakstri.

Umsjón: Íris Hauksdóttir Myndir: Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Gott og gaman að nota íslenska skyrið á ólíkan hátt Elfa Dögg Þórðardóttir opnaði nýverið veitingastaðinn Skyrgerðina sem staðsett er í Hveragerði. Elfa er að eigin sögn ákaflega upptekin af skyrgerð og því kom ekkert annað til greina en að taka þann vinkil á uppskriftirnar sem hún deilir með lesendum Vikunnar.

Hvað starfarðu og hvaða verkefni fæstu við um þessar mundir? Ég er eigandi Frost og Funa hótels og Veitingahússins Varmár. Um áramótin keypti ég svo hús frá 1930 í Hveragerði sem byggt var sem þinghús Ölfusinga og þar var fyrsta verksmiðjuskyrgerð hér á landi. Þar opnaði ég kaffi- og veitingahús sem heitir Skyrgerðin og einnig gistihúsið SKYR á efri hæðum húsnæðisins. Stefnan er svo tekin á að útbúa alvöru gamaldags skyrgerð og sýningu í vetur. Hvað var það fyrsta sem þú lærðir að elda? Ég lærði að baka um tíu ára aldurinn en það fyrsta sem ég eldaði var hafragrautur og að sjóða fisk og kartöflur. Ertu jafnvíg á bakstur og matseld? Ég er betri í að baka.

28 VIKAN

Höfðar einhver matreiðsluhefð sérstaklega til þín? Nei, ekkert sérstaklega, mér finnst íslensk matreiðsla langbest enda flóran af afburðaveitinghúsum hér á landi orðin mun stærri en fyrir nokkrum árum. Ég gæti hugsað mér að fara út að borða á hverjum degi bara til að prófa allt sem í boði er í dag. Verstu mistök sem þú hefur gert í eldhúsinu? Man nú ekki eftir neinu í augnablikinu, nema bara að síminn minn er oft inni í ísskáp. Hefur þú uppgötvað einhverja snilld í matseld nýlega? Já, ég hef uppgötvað hversu gott og gaman er að nota íslenska skyrið á ólíkan hátt og eins hafa kokkarnir sem ég vinn með sýnt mér hversu gaman

er að nota íslenskar jurtir í matseld og til skreytinga. Maður sér reglulega undir hælana á þeim þegar þeir hlaupa út í móa að tína jurtir. Hefur þú ræktað krydd- eða matjurtir? Ég er garðyrkjufræðingur þannig að ég hef talsvert ræktað af matjurtum og einnig verið að prófa mig áfram með spírun og ræktun grænlinga. Annars er komin svo fín sérhæfð ræktun á sviði t.d. kryddjurta hér á landi að mér finnst orðið mjög þægilegt að kaupa tilbúnar plöntur. Hver er stærsta áskorun sem þú hefur mætt í eldamennsku? Það er að fylgja uppskrift og að mæla hlutföll í uppskriftir. Er ekki hrædd við að prófa nýja hluti þó svo að eitthvað mistakist.


Límónuskyrterta

½ pk. kanilkex og ½ pk. hafrakex, mulið í matvinnsluvél 150 g bráðið smjör 100 g gróft saxað mjólkursúkkulaði salt Blandið öllu saman og setjið 1-2 msk. í hverja krukku eða þrýstið í smelluform ef gera á skyrtertu. 500 g hreint skyr safi úr 4 límónum 100 g sykur 250 ml þeyttur rjómi

Hrærið saman skyr, límónusafa og sykur þar til vel blandað og setjið svo þeyttan rjóma út í. Raspið örlítið af límónuberki út í, aðeins græna hlutann. Ef búa á til skyrtertu í formi, þá þarf að setja u.þ.b. sex matarlímsblöð í þessa uppskrift. Setjið svo slurk af skyrblöndunni ofan á botninn í krukkunni. Kælið vel. Skreytt og borið fram sem terta eða eftirréttur. Það er frábært að bjóða upp á nýjungar þegar kemur að drykkjum og skyrkokteilar geta verið mjög bragðgóðir og spennandi, eins og t.d. Skyrmargarita, Skyr-mojito og allskonar.

VIKAN 29


Matargæðingur Fjölnota súpergóð karamella 1 bolli púðursykur ½ bolli mjólk ½ bolli rjómi 4 msk. smjör 1 tsk. vanillusykur Allt soðið á hægum hita í sjö til níu mínútur og kælt. Gott að nota í muffins-fyllingar, ofan á tertur og eins í kremið hér að neðan.

Skyr-colada 1 dós kókosskyr 6 cl malibu ísmolar 3 cl sykursíróp

Allt sett í blandara ásamt dass af ananassafa.

Þriggja mínútna rauðrófugrafinn urriði Graflögur 250 ml rauðrófusafi 37 g salt 27 g sykur 16x10 g bitar af urriða eða laxi Blandið saman rauðrófusafa, salti og sykri þar til allt er vel uppleyst og setjið fiskinn saman við í þrjár mínútur, veiðið upp úr og þerrið á pappír. Meðlæti Blandað blaðsalat og radísur, smjörsteikar rófur og djúpsteiktar gerjaðar sætar kartöflur. 30 VIKAN

Gerjaðar sætar kartöflur Kartöflurnar afhýddar og rifnar með rifjárni, settar í krukku með vatni, klút yfir og látið standa í stofuhita í viku. Þurrka vel og steikja í 180°C heitri olíu þar til stökkar og fallegar. Gott er að hafa balsamikgljáa og þykktan safa af rauðrófum með, þykkt með maizena-mjöli og vatni. Skreytið að vild.


Kanil-muffins með krækiberjum og karamellukremi 150 g smjör 150 g sykur 200 g hveiti 2 tsk. lyftiduft 1 msk. kanill 3 egg örlítil mjólk 100 g krækiber Smjör og sykur þeytt saman, eggjum bætt út í, eitt í einu. Þurrefnum blandað varlega saman við og að endingu krækiberjum. Sett í muffins-form. Hálffyllið formin u.þ.b. Fallegra og betra að nota stór form. Bakað við 200°C í korter eða þannig að kökurnar séu rétt bakaðar í gegn. Karamellusmjörkrem 350 g mjúkt smjör 500 g flórsykur 1 bolli „fjölnota súpergóð karamella“ kalt kaffi eftir þörfum til að ná réttri áferð svo auðvelt sé að sprauta kreminu Allt þeytt vel saman og sprautað ofan á kökurnar og skreytt.

VIKAN 31


Samskipti

Heill og sannur Enginn vill vera sakaður um að vera falskur. Samt erum við það öll af og til. Við grípum til hvítra lyga þegar við viljum ekki særa, segjum eitthvað þvert um hug okkar vegna þess að við höldum að það komi okkur vel og tökum þátt í einhverju sem okkur finnst óþægilegt vegna þess að allir aðrir gera það. En hvernig getum við komist hjá þessu og orðið sannari útgáfur af okkur sjálfum.

Á

hverjum vinnustað er einhver sem ávallt er sammála síðasta ræðumanni. Hann segir öllum bara það sem hann heldur að þeir vilji heyra og enginn veit raunverulega hvar hann stendur. Er hann vinur allra eða engra? Hefur hann sömu skoðanir og þú eða hallast hann á sveif með þeim sem vill gera þveröfugt. Það er erfitt að vinna með svona fólki og á endanum fer það í taugarnar á öllum. Forðastu að verða ein af þessum manneskjum. Það er mun betra að taka þá áhættu að einhverjum muni ekki líka við þig því þú nærð að minnsta kosti að halda sjálfsvirðingunni. Rannsóknir hafa sýnt að flestir eru tilbúnir að fyrirgefa þeim sem eru sannir og heiðarlegir, orðum þeirra og afstöðu þótt hún gangi þvert á þeirra eigin. Við berum virðingu fyrir þeim sem vita hvað þeir vilja og velja að standa með

sannfæringu sinni. Við lítum til þessara einstaklinga sem leiðtoga og treystum þeim til að að leiða mál til farsælla lykta. En til þess að geta fylgt eigin sannfæringu þurfa menn að vita hver hún er. Hafa mótað sér skoðun á hverjum hlut og hafa sýn á hvert þeir vilja stefna. Stundum er það þrautin þyngri því margar leiðir virðast færar og allar jafngóðar. Warren Bennis sagði að helsta hlutverk leiðtoga væri að leyfa sínu innra sjálfi að skína í gegn. Að vera leiðtogi snýst nefnilega fyrst og fremst um þá persónu sem leiðir. Ef hún hefur mótaðar skoðanir á hvernig beri að leiða eru þeir sem fylgja á grænni grein. Þeir velkjast þá aldrei í vafa um hvernig starfið á að fara fram og til hvers er ætlast af þeim. Við höfum öll hæfileika til að vera leiðtogar, taka stjórnina og leiða verkefni, störf eða móta andrúmsloft innan fjölskyldna. En til þess að verða góðir

leiðtogar þurfum við að hafa mótað eigin gildi, þekkja styrkleika okkar, hafa fundið ástríðufullan áhuga á viðfangsefninu og skapað okkur skýra sýn á því hvert við ætlum að leiða hópinn. Til þess að finna þetta út er best að byrja á því að spyrja sjálfan sig fjögurra grundvallarspurninga: Hvað skiptir þig máli? (Grundvallargildi) Í hverju ertu góð? (Styrkleikar) Hverju hefur þú gaman af og hvert sækir þú innblástur? (Eldmóður, ástríða) Hvað viltu? (Sýn)

„Flestir eiga erfitt með að svara þessu fyllilega og skýrt og eins breytast oft svörin frá einu æviskeiði til annars. Líttu á það sem styrkleika að vera ekki of fastmótuð eða -mótaður í viðhorfum þínum.“

Texti: Steingerður Steinarsdóttir

Ef þú getur svarað öllum þessum spurningum skýrt og skilmerkilega veistu hvert þú vilt stefna í lífinu og getur mótað leiðina í samræmi við það. Ef þér finnst erfitt að finna svörin ertu ekki einn á báti. Flestir eiga erfitt með að svara þessu fyllilega og skýrt og eins breytast oft svörin frá einu æviskeiði til annars. Líttu á það sem styrkleika að vera ekki of fastmótuð eða -mótaður í viðhorfum þínum. En taktu þér reglulega tíma til að fara yfir þessar spurningar og móta skýr svör við þeim Ávinningurinn af því er sá að þú finnur til mikils léttis og öðlast styrk til að standa með sjálfum þér eða sjálfri þér næst þegar þörf er á.

32 VIKAN


Kynning Kynning

100%

LIÐIR

FISK PRÓTÍN

SÆBJÚGU

Íslensk þorskprótín

Íslensk Sæbjúgu og þorskprótín Liðkandi blanda með náttúrulegum efnum úr hafinu við Ísland

Betri heilsa – meiri orka 4 100% fiskiprótín úr villtum íslenskum þorski 4 Fyrir fólk sem vill auka neyslu á hreinu fiskiprótíni 4 Hrein heilsubót sem eykur úthald og jafnar orkuþörf

4 Fyrirbyggjandi gegn gigt og gott fyrir liðina, vinnur á bólgum 4 Ríkt af kollageni og lífvirka efninu chondrotion sulphate sem verndar liði fyrir skemmdum og örvar endurbyggingu á skemmdu brjóski. 4 Ríkt af mikilvægum amínósýrum, sérstaklega tryptophan 4 Inniheldur hátt hlutfall af sínki, joði og járni

Aukin orka með

Active Liver

Amino 100% inniheldur hátt hlutfall af amínósýrunni arginín sem gegnir mikilvægu hlutverki í lækkun á blóðþrýstingi.

www.icecare.is

FRUM - www.frum.is

FRUM - www.frum.is

Ég ákvað að prófa Active Liver eftir að Ég er í vinnu þar sem ég þarf að vera benda til að vatnsrofinmikið þorskprótín: ég sá að þaðRannsóknir er úr náttúrulegum efnum á ferðinni, ég er í góðu formi og Amino Liðir innihalda einnig: 4 hafa mildandi áhrif á blóðþrýsting og ég hef fulla trú á að náttúruefnin í hef trú á að Active Liver geri mér gott. 4 Fiskprótín úr villtum íslenskum þorski 4 virki meira mettandi en fita og kolvetni vörunni hjálpi lifrinnni að hreinsa sig. Einnig finn ég mikinn mun á húðinni á 4 Túrmerik sem hefur sterka bólgueyðandi verkun og öflug 4 geta haft mildandi áhrif á blóðsykur eftir máltíð og aukið Ég er sjúkraliði að mennt og er mér, hún ljómar meira og er mýkri. andoxandi áhrif insúlínnæmi meðvituð um líkamsstarfsemina og veit Ég er mjög ánægð með árangurinn4 C-vítamín sem hvetur eðlilega myndun kollagens í brjóski 4 geta unnið á bólgum vegna þess hve hátt hlutfall er af að fitan getur safnast á lifrina, þess vegna og mæli með Active Liver fyrir fólk sem 4 D-vítamín sem stuðlar að frásogi kalks úr meltingarvegi amínósýrunum glútamíni, leusíni, lysíni og arginíni vildi ég prófa. hugsar um að halda meltingunni góðri. 4 Mangan sem er nauðsynlegt fyrir myndum á brjóski og liðvökva Eftir að hafa notað Active Liver í um Ráðlagður dagskammtur 1-3 hylki tvisvar á dag með vatni. það bil 4 mánuði ég fljótlega munverðurTakk fyrirmála. Ráðlagt er að taka 2-3 hylki tvisvar á dag. Hylkinfann má taka ef svengdar vart milli á mér , fékk aukna orku og mér finnst Jóna Hjálmarsdóttir auðveldara að halda mér í réttri þyngd. www.icecare.is

Reynslusaga með

LÉTT

LÉTT

Amino Liðum

Mettandi og seðjandi blanda sem auðveldar þyngdarstjórnun. Amino Létt inniheldur: vatnsrofin “Steinþóra var þorskprótín, Mettandi og seðjandi blanda sem auðveldar glúkómannan og króm mjög slæm í þyngdarstjórnun. baki og leiddu Amino Létt inniheldur: vatnsrofin þorskprótín, Þorskprótín verkirnir í glúkómannan og króm tækni ✔ Framleitt samkvæmt bakinu IceProtein niður í sem byggir á vatnsrofstækni annan fótinn. Þorskprótín Rannsóknir hafa sýnt fiskprótín sem Hún varað með 4 framleitt samkvæmt IceProtein®✔ tækni meðhöndlað hefur verið með vatni og stöðug óþægindi sem byggir á vatnsrofstækni ensímum örva og mettunarferli hálf haltraði.líkamans sem 4 rannsóknir hafa sýnt að fiskprótín sem stuðlar að minni matarlyst Eftir að hún meðhöndlað hefur verið með vatni og fór að taka inn ensímum örva mettunarferli líkamans sem Glúkómannan: Amino Liðir stuðlar að minni matarlyst unnið úr hnýði konjac plöntunnar ✔ Náttúrlegt trefjaefni sæbjúguhylkin Glúkómannan: 4 náttúrlegt trefjaefni unnið úr hnýði konjac plöntunnar ✔ Þekkt fyrir einstaka þarf hæfileika hún ekki til að auka umfang sitt í meltingarveginum 4 þekkt fyrir einstaka hæfileika til að auka umfang sitt í lengur að taka og seinkar tæmingu magans ✔ Eykur seddutilfinningu meltingarveginum inn verkjalyf 4 eykur seddutilfinningu og seinkar tæmingu magans að staðaldri og Króm er nauðsynlegt fyrir orkubúskap líkamans vegna hlutverk þess öðlaðist meiri Króm er nauðsynlegt fyrir orkubúskap líkamans vegna hlutverk þess í efnaskiptum glúkósa og erí bakinu”. talið minnka sykurlöngun. liðleika

FISKPRÓTÍN

FISKPRÓTÍN

®

í efnaskiptum glúkósa og er talið minnka sykurlöngun.

FRUM - www.frum.is

Ráðlagt er að taka 2-3 hylki 30 mínútur fyrir aðalmáltíðir

Dr. Hólfríður Sveinsdóttir er Ráðlagt er að taka 2-3 hylki 30 mínútur fyrir aðalmáltíðir dagsins dagsins ásamt tveimur vatnsglösum. Hylkin má einnig takaAmino millivaranna frumkvöðull í þróun ásamt tveimur vatnsglösum. Hylkin má einnig taka milli mála ef og segir þær hafa reynst fólki vel mála ef svengdar verður vart. svengdar verður vart.

www.icecare.is Hægt er að finna nánari upplýsingar á heimasíðunni okkar, www.icecare.is

IceCare þín heilsa


Þorgerður Anna Arnardóttir skipti um gír

„Ekki endastöð heldur aðstoð við nýtt upphaf“ Þorgerður Anna Arnardóttir er öflug kona sem býr að fjölbreyttri reynslu. Í 20 ár hefur hún unnið að menntun barna en hún hefur líka tekið virkan þátt í stjórnmálastarfi og alið upp eigin börn. Kannski má segja að þetta hafi kennt henni að taka á vandamálum áður en í óefni var komið í það minnsta tókst hún þannig á við eigin ofþyngd.

Texti: Steingerður Steinarsdóttir Myndir: Óli Magg Förðun og stílísering: Kristjana Guðný Rúnarsdóttir

Þ

orgerður Anna kaus að fara í meðferð vegna offitu á Reykjalund og í framhaldi af henni í hjáveituaðgerð. Fyrir mörgum er það stórt og erfitt inngrip en hún tók ákvörðunina að yfirveguðu máli og sér ekki eftir því. „Ég byrjaði að fitna eftir fyrri meðgöngu,“ segir hún. „Ég eignaðist barn ung, var aðeins nítján ára, og hafði ekki átt við þetta vandamál að stríða fram að því. Ég bætti á mig þá en náði því ekki öllu af mér aftur, þegar ég gekk með yngri son minn átta árum síðar varð vandinn enn meiri. Fljótlega skapaðist vítahringur og ég fann að ég þurfti aðstoð við að takast á við þetta. Ég fór í prógramm á Reykjalundi. Það var þriggja ára ferli. Ég byrjaði haustið 2005 í atferlismeðferð. Í framhaldi af því tók ég þá ákvörðun að nýta mér það að fara í hjáveituaðgerð til þess að klára þetta. Ég var auðvitað búin að prófa alla kúra sem um getur og léttast en bætti svo á mig þegar kúrnum sleppti. Ég þurfti aðstoð með hugafarið sem og að koma á reglu á mataræðið. Ég þurfti að grenna mig til að geta hreyft mig og hreyfa mig til að grennast. Þetta eru ógöngur sem

34 VIKAN

margir þekkja. En með meðferðinni á Reykjalundi tókst mér að koma reglu á mataræðið og skapa rútínu í eigin lífi. Með því að vinna með sjálfa mig og setja mér markmið hafðist þetta og ég léttist um tuttugu eða tuttugu og fimm kíló áður en ég fór í aðgerðina. Ekki að kílóin skipti máli en í nóvember í haust eru tíu ár síðan ég fór í hana og ári eftir aðgerðina var markmiðum mínum náð sem ég hafði sett mér á Reykjalundi. Ég er ákaflega sátt í eigin skinni í dag.“

Litlar aukaverkanir

Hvað breyttist við að fara í aðgerð af þessu tagi? „Það er ekki aðgerðin sjálf sem er vendipunktur heldur prógrammið sem farið er í fyrir og eftir hana,“ segir hún. „Þar fær maður aðstoð við að læra að borða og halda sig við ákveðna rútínu og setja hreyfingu inn í daglega stundatöflu. Aðgerðin sjálf er í rauninni bara hjálpartæki til að klára þetta ferli. Lykillinn að þeim bata sem ég hef náð er að fylgja því sem mér var ráðlagt og að taka þau vítamín sem er æskilegt að taka. Það eru ákaflega litlar aukaverkanir, hef dregið úr öllum mjólkurmat og feitum mat.“

Hver er helsti munur á lífi þínu nú og áður en þú fórst á Reykjalund? „Ég er virkari í lífinu, tek meiri þátt, hef meiri kraft, úthald og léttari lund. Þyngdin var ekki farin að há mér í þeim skilningi, ég gerði allt sem ég ætlaði mér en var meðvituð um að það kæmi að því að þetta ástand færi að skemma út frá sér. Fram að þessu var ég ekki með of háan blóðþrýsting, var ekki með kólesterólvandamál eða stoðkerfisvanda en ég var farin að finna fyrir því að ég spáði í á hvaða kaffihús ég gæti farið á upp á að passa í sætin og hvort ég þyrfti framlengingu á sætisbeltið í flugvélinni. Ég slapp við það en þessi atriði urðu til að reka mig áfram og grípa inn í áður en ég

„Ég var auðvitað búin að prófa alla kúra sem um getur og léttast en bætti svo á mig þegar kúrnum sleppti. Ég þurfti aðstoð með hugafarið sem og að koma á reglu á mataræðið.“


VIKAN 35


„Það styttist í nýtt verkefni en eldri sonur minn á von á barni núna í október og ég fæ þann heiður að verða amma. Tilhlökkunin er mikil og því mikilvægt að rækta líkama og sál til geta sinnt því hlutverki eins og best verður á kosið.“

þyrfti að takast á við heilsufarsvandmál en ég hef alltaf verið hraust og heilbrigð.“ Þú hefur greinilega tekið mjög yfirvegaða ákvörðun um að breyta lífi þínu á þennan hátt. Margir sem hafa gengið í gegnum þessa aðgerð eða aðrar sambærilegar lýsa því sem endastöð, síðasta úrræðinu. „Það var aldrei upplifun mín þegar ég var á Reykjalundi. Ég gat valið um að halda áfram eins og ég hafði verið að gera og ekki fara í þessa aðgerð. Eftir samráð við minn lækni og vandlega skoðun á minni stöðu var þessi leið farin. Ég vissi að ég hafði reynt hitt áður og ekki náð settum markmiðum. Ég leit því aldrei á þetta sem endastöð heldur aðstoð við nýtt upphaf. Það viðhorf er gott þegar maður fer í þessa vinnu og styrkir mann.“

Kennari af lífi og sál

Þorgerður Anna er lærður kennari og skólastjórnandi. Hún hefur lengi kennt í Garðabæ en einnig stjórnað skólastarfi, lengst af stýrði hún Barnaskóla Hjallastefnunnar á Vífilsstöðum. Hún er auk þess virk í pólitísku starfi. Hún situr í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og skólanefnd Tónlistarskóla Garðabæjar. Flestir tengja líklega Hjallastefnuna við hugsjónir blómabarna hippatímans svo margir hefðu kannski talið að sjálfstæðiskona myndi velja sér íhaldssamari skólastefnu. „Í tuttugu ár hef ég unnið bæði í hefðbundna skólakerfinu og því sjálfstætt starfandi. Að mínu mati er Hjallastefnan uppeldisstefna sem rímar vel við aðalnámskránna eins og hún er orðin í dag. Katrín Jakobsdóttir vísaði einmitt til þess þegar hún var samþykkt að halda mætti að hún hefði verið skrifuð eftir Hjallastefnunni. En sú stefna felst í því að mæta hverju barni þar sem það er statt hverju sinni, styrkja það í veikleikum þess og leyfa því að njóta styrkleika sinna. En einmitt þannig þarf skólastarf að vera.

36 VIKAN

Ég fór ekki til starfa hjá Hjallastefnunni vegna þess að ég væri ósátt þar sem ég var heldur vegna þess að ég fékk tækifæri til að koma inn í þessa nýju stefnu sem var að byrja að fóta sig í grunnskólastarfi á þeim tíma en hafði fest sig í sessi í leiksskólastarfi. Ég var þá nýbúin að ljúka stjórnendanámi og sonur minn var kominn í skólann og ég var einfaldlega heilluð. Þetta samræmdist vel mínum hugsjónum.“ Hjallastefnan hefur verið umdeild og sumir telja að kynjaskiptingin sé skref aftur á bak. „Ég held að það stafi fyrst og fremst af vanþekkingu fólks á út á hvað kynjaskiptingin gengur. Börnin hittast sem jafningjar í sinni blöndun á hverjum degi. Það er verið að styrkja þau í að eiga samskipti sín á milli. Þarna er verið að mæta börnunum og hjálpa þeim að æfa sig í félagslegri samveru og að öðlast virðingu fyrir fyrir ólíkum kynjum því nú eru kynin orðin fleiri en tvö. Gagnrýnin helgast því oft af þekkingarleysi og því að fólk er búið að mynda sér skoðun áður en það kynnir sér hugmyndafræðina sem að baki liggur.“

Gott að breyta til reglulega Nýlega tók Þorgerður Anna við starfi aðstoðarskólastjóra í Grunnskóla Seltjarnarness og er með komin aftur í hefðbundna skólakerfið. Hvernig kann hún við sig? „Já, nú er ég komin í einn af elstu skólum landsins,“ segir hún brosandi. „Ég ákvað að söðla um eftir að hafa starfað í tíu ár innan Hjallastefnunnar og það er gott að halda sér á tánum, breyta til og ögra sjálfum sér reglulega. Þegar ég var að skoða hvað væri í boði, og það var margt spennandi sem blasti við, fannst mér áhugaverð þessi nálægð sem er í skólastarfi úti á Nesi. Þetta er lítið samfélag og stuttar boðleiðir. Skólinn starfar einnig eftir uppbyggingarstefnunni sem rímar mjög

vel við Hjallastefnuna. Mig langaði hins vegar að reyna mig á nýjum vettvangi og fer svo sem ekki langt frá hugsjónum mínum en fæ að fara aðeins út fyrir rammann minn og koma öðruvísi að skólasamfélaginu en ég hef gert. Ég vann í Garðabæ og bý þar og það gott að fara aðeins út fyrir heimahagana. Það víkkar líka sjóndeildarhringinn.“ En hverjar eru þær hugsjónir og helstu gildi sem þú telur að við eigum að halda í heiðri gagnvart börnunum okkar? „Það eru fyrst og fremst þessi þrjú lykilorð grunnskólans úti á Nesi, virðing, ábyrgð og vellíðan. Við þurfum að tryggja að börnunum líði vel í skólanum, að þau taki ábyrgð á sjálfum sér og beri virðingu fyrir sér, öðrum og umhverfinu. Barn sem hefur trú á sjálfu sér, hefur þor til að takast á við ólíkar aðstæður og er félagslega sterkt eru allir vegir færir. Metnaður vaknar og þau ná að svala eðlislægri forvitni. Barn sem er ekki sátt í eigin skinni, líður ekki vel og er óöruggt sækir á brattann það segir sig sjálft.“ Af hverju valdir þú kennslustarfið í upphafi? Var einhver sérstök ástæða fyrir því? „Já, ég ætlaði að breyta því neikvæða viðhorfi til kennslustarfsins sem mér fannst ríkjandi í samfélaginu þegar ég byrjaði í kennaranámi. Ekki það að ég vildi líka gera allt það sem ég gæti til að börnin okkar nái að þroskast og dafna. Mér fannst kennarastéttin jafnvel tala niður til sín sjálf. Mig langaði til að snúa þessu við og hefja starfið til virðingar að nýju og hef svo sem talað fyrir því hvenær sem ég hef getað. Ég las ekki fyrir löngu síðan aftur bréf sem ég skrifaði sjálfri mér á fyrsta degi í náminu. Við fengum það afhent aftur þegar við útskrifuðumst og einhvern tíma þegar ég var að taka til í bílskúrnum fann ég þetta bréf og þar setti ég mér það markmið að efla virðingu á kennarastarfinu.“


VIKAN 37


„Við hjónin höfum í fimmtán ár borið út blöð með sonum okkar á morgnanna og það er ákaflega gott. Þá er ég komin í gírinn fyrir daginn og þetta hefur hentað okkur afar vel.“

Hálfsdagsstörf í draumasamfélaginu

Finnst kennaranum við búa nægilega vel að börnunum í þessu samfélagi? „Ísland er ekkert sérstaklega barnvænt samfélag,“ segir hún. „Við vinnum mikið. Það þykir vera dyggð að vinna mikið. Báðir foreldrar taka virkan þátt á vinnumarkaði og kannski er þetta skuggahlið jafnréttisbaráttunnar að fólk vill vera hluti af samfélaginu og öðlast sinn starfsframa. Kannski væri draumasamfélagið þannig að uppalendur gætu unnið hálfan daginn hvor um sig og sameinast um uppeldið. Foreldrar gætu skipt verkefnunum heima fyrir og sinnt börnunum vel. Þannig myndi skapast ró og uppeldið án efa verða notalegra verkefni fyrir marga. Það vantar stundum ró og þegar foreldrar eru farnir að tala um að þeir geti ekki beðið eftir að sumarfríinu ljúki. Þau orð eru ekki látin falla í neinni illkvittni. Við erum bara ekki nægilega barnvæn og þurfum að huga að því. Það þarf að lengja fæðingarorlofið, huga að meiri samfellu í skóla- og frístundastarfi og veita öllum börnum jafnan aðgang að slíku starfi óháð efnahag.“ En hvernig gengur þér sjálfri að halda öllum boltum á lofti? Nú ertu í krefjandi starfi, tekur virkan þátt í félagsstörfum þess utan og þarft að huga vel að þinni heilsu eins og aðrir. „Við hjónin höfum í fimmtán ár borið út blöð með sonum okkar á morgnanna og það er ákaflega gott. Þá er ég komin í gírinn fyrir daginn og þetta hefur hentað okkur afar vel. Líkamsrækt í stórri líkamsræktarstöð heillar mig ekki þó svo að ég hafi ávallt stundað einhverja hreyfingu í gegnum tíðina. Í dag eru synir mínir orðnir stálpaðir, sá yngri er sautján ára. Ég spurði hann

38 VIKAN

um daginn hvort við ættum ekki að hætta blaðburðinum en hann var fljótur að svara: „Nei, það er svo gott að vakna á morgnana og fara út.“

Eins og Raggi Bjarna

Þorgerður Anna er elsta barnabarn hins ástsæla söngvara Ragga Bjarna og því ekki úr vegi að spyrja hvort hún taki lagið af og til. „Nei, ég syng ekki, ja ekki nema í bílnum,“ segir hún og hlær. „Ég handleggsbrotnaði einu sinni og var gifsuð þannig að ég var með hangandi hendi. Þegar ég kom upp á spítala í skoðun sagði hjúkrunarkonan: „Þú ert bara eins og Raggi Bjarna.“ „Ha,“ hváði ég. „Hann er afi minn.“ Hún varð ansi vandræðaleg en ég áttaði mig ekki fyrst á því að hún hafði auðvitað ekki haft hugmynd um okkar skyldleika. Ég á hins vegar ungan píanóleikara sem tekur lagið

af og til og hefur sungið með langafa sínum.“ En hefur stjórnmálakonan og kennarinn einhverja framtíðarsýn eða draum um fullkominn skóla og ákjósanlegt samfélag? „Við höldum gleðinni, þannig farnast okkur betur hvort heldur sem er í leik eða starfi. Þá vil ég vinna að því að rækta betur fjölskyldu mína. Það styttist í nýtt verkefni en eldri sonur minn á von á barni núna í október og ég fæ þann heiður að verða amma. Tilhlökkunin er mikil og því mikilvægt að rækta líkama og sál til geta sinnt því hlutverki eins og best verður á kosið.“ Þorgerður Anna verður án nokkurs vafa fyrirmyndaramma og börn á Seltjarnarnesi hafa fengið öflugan bandamann. Þeir sem eru að leita leiða til að bæta heilsu sína geta einnig margt af henni lært.


ACTIVE WAY TO BETTER SKIN

Ekki láta rakaskort koma af stað ótímabærri öldrun húðarinnar

Hafðu áhrif með rakamiklum maska!

HYDRA BOMB TISSUE MASK GRANATEPLA ÞYKKNI + HÝALÚRÓNSÝRA

Prófað af húðlæknum.

• Mjúkur klútur sem virkar eins og rakaplástur á þurra húð. • Ein gríma (maski) = samsvarar vikuskammti af rakaserum.* • Einfalt; gríman lögð yfir andlitið - beðið í 15 mín. - gríman fjarlægð. *Byggt á meðaltals magni á glýserín í HydraBomb vörunum.


Afrekalistinn

Ákveðið afrek að hafa ekki séð Titanic Litblindi ljósmyndarinn og Snapchat-stjarnan góðkunna Snorri Björnsson stundar ólympískar lyftingar þrátt fyrir afar óhentuga líkamsbyggingu. Snorri átti þó ekki í nokkrum vanda með að telja til afrek sín, hvort sem það voru þau sem hann hefur nú þegar lokið eða stefnir á að ljúka í náinni framtíð. Umsjón: Íris Hauksdóttir Mynd: Óli Magg

100 kg snörun. Markmið markmiðanna þegar kemur að ólympískum lyftingum. Þokkalega erfitt að gera þessum múr greinagóð skil þar sem þetta var mjög þýðingarmikil lyfta fyrir mig. Ég fór á æfingu á þriðjudegi, hitaði upp, snaraði 100 kg í fyrsta skipti á ævinni, labbaði út af æfingu og beint á djammið. Splitt. Var kominn mjög nálægt því, svo nálægt því að ég var á skemmtistað á Balí þar sem ég ákvað í miðri „dans-battle“ að hoppa upp í loftið og lenda í splitti. Held ég hafi alvarlega rifið í mér hamstringinn og komst ekki í vatnsrennibrautagarðinn daginn eftir. Gat reyndar ekki labbað sársaukalaust í 2 mánuði á eftir. Endurhæfing hefur gengið vel og núna ári seinna er ég kominn langt á leið með þetta. Mynda íslenska landsliðið. Í ljósi velgengni þeirra finnst mér mjög verðmætt að eiga góðar myndir af nokkrum þessara drengja. Þar að auki var þetta ein skemmtilegasta myndataka sem ég hef tekið að mér svo eftir á að hyggja var þetta f ínasta afrek. Lærði McDonald’s Burger Rap-lagið utan að. Það tók á. Langaði oft að hætta. Mynda fyrir Nike. Veit ekki hvað það er, allt þeirra efni er ótrúlega fagmannlega gert og ég kann afskaplega vel við fyrirtækið. Sérstaklega eftir að ég las Shoe Dog, sjálfskrifaða ævisögu Phil Knight. Mæli með henni. „Certified MUA“.

Tekist að komast í gegnum lífið án þess að sjá Titanic. 200 kg réttstöðulyfta. Ekkert sem liggur á í þessum lóðalyftingum. Ég vil bara verða 85 ára gamall og segjast hafa snarað 100 kg, beygt 170 og „deddað“ 200 við barnabarnið mitt sem ýtir mér áfram í hjólastól. Afturábakheljarstökk.

Fullt nafn: Snorri Björnsson. Aldur: 22 ára. Starf: Ljósmyndari. Maki: :( Börn: :’( Morgunhani eða nátthrafn: Morgunhani. Hver væri titill ævisögu þinnar? Ekki enn þá séð Titanic. Hvaða sögufrægu manneskju myndir þú vilja hitta? Ég hef verið mikill Steve Jobs-aðdáandi frá óþægilega ungum aldri. Annað hvort hann eða Ronnie Coleman. „Shit“ hvað það væri fyndið að hitta þá saman.


TVÖ NÝ

frá Gula miðanum

Vítamín og bætiefni Gula miðans eru sérstaklega valin og þróuð fyrir íslenskar aðstæður. Þess vegna hefur Guli miðinn verið hluti af daglegu lífi Íslendinga í 25 ár. Kynntu þér úrvalið á gulimidinn.is


„Ég á engar almennilegar græjur og notaði fyrst snjóþotu til að flytja allt á milli. Svo fékk ég hjólbörur með sprungið dekk sem ég notaði samt þannig í nokkur ár.“

42 VIKAN


Ævintýragarður Ellýjar

„Líður eins og ég sé að búa til málverk“

Elínborgu Halldórsdóttur myndlistarkonu, eða Ellý í Q4U, er fleira til lista lagt en að syngja og mála. Hún er forfallin garðyrkjuáhugakona og garðurinn sem hún hefur skapað með blóði, svita og tárum er ævintýri líkastur. Við heimsóttum hana á Skagann á miklum blíðviðrisdegi og fengum að skoða garðinn hennar og kíkja á vinnustofuna. Texti: Guðríður Haraldsdóttir Myndir: Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

E

llý býr við Skólabraut, beint á móti Akraneskirkju. Hús hennar er á tveimur hæðum og f ínasti garður er bak við það. Garður sem var í mikilli órækt þegar hún fór að vinna í honum fyrir um átta árum. „Áhuginn á garðrækt hófst þegar ég eignaðist eigin garð í fyrsta skipti, árið 2004 en fram að því hafði ég aldrei átt eða haft aðgang að garði,“ segir Ellý. „Ég fékk mikla hjálp frá gröfumanninum mínum og fjölskyldu hans. Þau gáfu mér torf og svo keypti ég fallegar plöntur. Þannig byrjaði þetta. Ég man að ég kunni ekki neitt og kann það varla enn en maður lærir.“ Ellý flutti í annað hús við Kirkjubraut og þar hófst garðyrkjan fyrir alvöru. „Ég var þó ekki lengi þar og árið 2008 flutti ég í þetta hús á Skólabrautinni. Með mér flutti ég bæði tré í pottum og steina sem mér þótti sérstaklega vænt um. Ég áttaði mig fljótlega á því að garðurinn við Skólabraut hafði eitt sinn verið mjög fallegur en var kominn í algjöra órækt. Það sem ekki er hugsað um verður ljótt.“

„Nú er garðurinn orðinn ein stór hella sem hefur heltekið mig. Þessi vinna nærir mig, er skapandi og mér líður eins og ég sé að búa til málverk,“ segir hún. Fjölmargar tegundir trjáa, runna og blóma er að finna í garðinum, sumar algengar, aðrar sjaldgæfar. Ellý segist ekki hafa hugmynd um nöfnin á mörgum þeirra. „Einu sinni gaf ég tvær afskaplega fallegar plöntur sem ég var ekki viss um heitin á. Önnur þeirra reyndist vera káltegund og hin gleym mér ei,“ segir Ellý

og skellihlær. „Hér í garðinum er einhver afskaplega sjaldgæf kákasusplanta sem ég hélt að væri kirsuberjatré þar sem ég hafði sett niður slíka steina þar sem þetta óx upp. Ég reyni nú að gúggla tegundirnar til að hafa einhverja hugmynd en svo gleymi ég flestum nöfnunum. Eins og ég sagði áðan hef ég þó lært margt, því í upphafi vissi ég ekkert um gróður og ræktun. Hér vex allt mjög vel og tegundirnar eru svo margar að ég hef ekki tölu á

„Hefur heltekið mig“

Ellý byrjaði á því að búa sér til kósíhorn næst húsinu, nokkurs konar verönd en hélt smám saman áfram við að gera allan garðinn að fallegum íverustað. Kósíhornunum hefur fjölgað til muna og Ellý er að vinna við að búa til tjörn aftarlega í garðinum.

VIKAN 43


„Einu sinni gaf ég tvær afskaplega fallegar plöntur sem ég var ekki viss um heitin á. Önnur þeirra reyndist vera káltegund og hin gleym mér ei.“ þeim. Mér finnst erfitt að grisja og henda plöntum og geri það helst ekki, frekar vil ég gefa þær og geri mikið af því. Ég get ekki bjargað öllu þótt mig langi, sumt þarf að fara.“ Ellý ræktar um 100 tré á ári, mestmegnis í pottum. „Ég er að reyna að hætta þessu,“ segir hún brosandi, „enda nóg komið. Ég gaf bróður mínum heilan helling af trjám í sumar. Ásamt því að gefa tré og blóm skipti ég líka á plöntum við aðra. Ég keypti mikið af fræjum um daginn og er spennt að sjá hvað kemur upp.“

„Þetta er eilífðarvinna“

Þótt garðurinn sé ægifagur hvert sem litið er segir Ellý að hann sé enn í vinnslu. „Þetta er eilífðarvinna í sjálfu sér,“ segir hún. Handtökin hljóta að vera mörg og Ellý samsinnir því. „Ég hef verið að helluleggja og þurfti að grafa upp til að geta það. Jarðvegurinn er lélegur og fullur af steinum. Ég tími ekki að fleygja steinunum svo ég hef sigtað fleiri kíló til að ná þeim. Þetta er hálfgerð klikkun, ég veit það. Ég á engar almennilegar græjur og notaði fyrst snjóþotu til að flytja allt á milli. Svo fékk ég hjólbörur með sprungið dekk sem ég notaði samt þannig í nokkur ár. Bíllinn minn er pínulítill svo ég þarf til dæmis að saga timbur niður í smátt til að það komist í hann þegar ég fer með ónýtt

44 VIKAN

dót á haugana. Ég fer frekar margar ferðir en færri því ekki vil ég skemma bílinn minn með því að setja of þungt hlass í hann. Þetta tekur allt gríðarlega mikinn tíma, ég hélt að ég myndi ljúka við garðinn núna í sumar en finnst ég bara vera rétt hálfnuð. Svo er ekki gaman að hafa allt á hvolfi hér, það er þannig þegar ég vinn, en þá nýtur maður ekki garðsins. Ég er ágætlega dugleg að taka til hérna en það fyllist allt af dóti ótrúlega hratt aftur. Aðeins einu sinni í sumar hef ég fengið þá góðu tilfinningu að allt sé orðið svo f ínt í garðinum,“ segir Ellý.

„Sérstök kúnst að raða steinum“

Það hlýtur að þurfa mikla krafta og úthald til að verja öllum þeim mikla tíma sem Ellý gerir í garðinum. Hún segist stundum vinna hátt í tólf tíma á dag í honum þegar gott er veður. „Það heldur í mér lífinu að ég geri leikfimi í minnst tvo tíma flesta daga. Án þess gæti ég ekki unnið í garðinum. Sumt má ég hreinlega ekki gera því bakið á mér býður ekki upp á mikið erfiði. Ég teygi mjög vel, geri pallaleikfimi, dans og ballett, svona bland í poka sem ég hef lært í gegnum tíðina. Mér líður betur með að gera æfingar heima með tónlistina á hæsta en fara

til dæmis út að hlaupa sem mér finnst hundleiðinlegt.“ Ellý sankar að sér ýmsum hlutum sem hún fer höndum um og nýtir síðan sem listaverk í garðinum, hluti eins og borð, stóla, styttur, skálar, vasa og annað slíkt. „Ég er nýbúin að búa til tjörn sem var mikil vinna og á heilmikið af dóti sem nýtist vel í garðinum. Það er almennt sérstök kúnst að raða steinum svo vel fari og svo vaxa blómin jafnvel bara yfir þá,“ segir hún glettnislega. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera í garðinum? „Það er misjafnt. Bara núna áðan fannst mér mjög leiðinlegt að smíða því ég vildi frekar fara að skreyta ...“ Eftir smáumhugsun bætir hún við: „Ætli sé ekki leiðinlegast að hallamæla, ekki síst ef ég ruglast, en það verður allt svo druslulegt, að mínu mati, þegar það fer að hallast. Ég hlakka mikið til þegar allt klárast þótt þetta sé reyndar eilífðarverk.“

Málverkasýning og ný Q4U-plata

Við kíktum inn á vinnustofuna á efri hæð hússins en þar hefur Ellý komið sér vel fyrir. Hún hefur verið að undirbúa sýningu fyrir Hvalfjarðardaga sem verða þó liðnir þegar viðtalið birtist. „Sýningin verður í hesthúsi, á Heynesi,


örstutt frá Akranesi, og ég hef verið önnum kafin við að undirbúa hana, á milli þess sem ég vinn í garðinum. Þess má geta að gröfufólkið sem hjálpaði mér mikið við fyrsta garðinn minn býr á Heynesi. Við höfum kynnst vel í gegnum garðræktina og orðið vel til vina. Svo þarf ég að fara að halda sýningu fljótlega í Reykjavík, ég hef verið allt of ódugleg, eða kannski óframfærin, síðustu árin. Ég mála þó alltaf en það er eins og ég láti þar við sitja.“ Það hefur líka verið nokkuð að gera hjá Ellý í tónlistinni. „Við í Q4U erum búin að gera plötu með mörgum nýjum lögum en það er eins og við séum orðin svolítið löt,“ segir hún og hlær. „Alltaf gaman þegar við drullumst loksins til að gera eitthvað. Við spiluðum þó á útihátíð fyrir norðan um verslunarmannahelgina. Vonandi líður ekki ár þar til við spilum næst,“ bætir hún glettin við. Nú er mál að linni. Veðrið er himneskt og Ellý vill nýta hverja stund sem gefst til að vinna í garðinum, því fyrr sem hún fær góðu tilfinninguna um að allt sé orðið f ínt, því betra. Garðinn hefur hún hannað sjálf og búið til hjálparlaust. Hugmyndirnar koma víða að. „Mér finnst sérlega gaman að fara út í náttúruna og spá í það sem ég sé þar,“ segir þessi fjölhæfa listakona að lokum.

„Svo þarf ég að fara að halda sýningu fljótlega í Reykjavík, ég hef verið allt of ódugleg, eða kannski óframfærin, síðustu árin við að koma mér á framfæri. Ég mála þó alltaf en það eins og ég láti þar við sitja.“ VIKAN 45


Hugmyndir fyrir heimilið

IKEA, 2.290 kr.

Línan, 12.200 kr.

Krydd í tilveruna

Línan, 7.900 kr.

Með haustinu koma iðulega heitari og kryddaðri litatónar aftur í tísku – svo sem kanil-, karrí-, túrmeriklitur og fleiri. Þessir litir tóna sérstaklega vel við dökkan við og málma á borð við kopar og messing.

Fakó, 240.000 kr.

Snúran, 64.900 kr.

Umsjón: Hildur Friðriksdóttir

Snúran, 32.900 kr.

Línan, 6.690 kr. Módern, frá 259.900 kr.

46 VIKAN

IKEA, 49.950 kr.


Hrím, 8.490 kr.

Hrím, 6.490 kr.

IKEA, 67.950 kr.

Línan, 26.550 kr.

Hrím, 14.990 kr.

IKEA, 2.890 kr.

IKEA, 4.690 kr.

Línan, 22.400 kr.

Módern, frá 1.489.900 kr. VIKAN 47


Ferðalög

Perlur á Fljótsdalshéraði

Krosshöfði við Stapavík.

Austurland býr yfir ótal náttúruperlum og áfangastöðum. Hér eru nokkrir spennandi staðir sem við mælum með að fólk skoði þegar það sækir Fljótsdalshérað heim og henta vel fyrir alla fjölskylduna.

Umsjón: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir Myndir: Úr einkasafni

Hellisheiði eystri

Fjallvegurinn milli Vopnafjarðar og Fljótsdalshéraðs er einn sá brattasti á landinu. Þegar komið er upp á topp er útsýnið hins vegar himneskt þar sem Héraðssandarnir blasa við í allri sinni dýrð, Dyrfjöllin og sveitirnar. Ég mæli með að fólk velji þessa leið stundum fram yfir hina hefðbundnu Háreksstaðaleið þegar farið er milli Egilsstaða og Akureyrar. Hellisheiði er aðeins lengri og seinfarnari en gefur mikið af sér.

Laugavellir

Skammt frá Kárahnjúkavirkjun er ein magnaðasta náttúrulaug landsins sem fossar fram af lágum kletti og er því eins og heit sturta undir berum himni á miðju hálendinu. Laugavellir eru vestan megin

við Dimmugljúfur og aka þarf malarveg milli virkjunarinnar og sveitabæjarins Brúar. Afleggjarinn niður í Laugavalladal er aðeins jeppafær. Engin búningsaðstaða er á staðnum og allt eins náttúrulegt og hugsast getur en kamar var þó nýlega settur upp og því óþarfi að gera þarfir sínar á bak við næsta stein.

Sænautasel

Sænautasel er frábært safn aðeins fimm kílómetra frá gamla þjóðveginum sem liggur um Möðrudalsöræfi og Jökuldalsheiði. Torfbærinn sem upphaflega var reistur 1843 og var í byggð í eina öld og endurbyggður árið 1992. Eftir að hafa skoðað bæinn er dásamlegt að setjast niður og fá sér lummur og kakó í skemmtilegum veislusal sem útbúinn hefur verið í gamla fjárhúsinu. Þar er líka hægt að kaupa ekta íslenskar lopapeysur eftir konurnar á svæðinu.

Fardagafoss

Sænautasel.

48 VIKAN

Fardagafoss liggur við rætur Fjarðarheiðar skammt frá Egilsstöðum. Gönguleiðin að fossinum er falleg og útsýnið þaðan gott yfir Héraðið. Hægt er að fara á bakvið fossinn en undanfarin ár hefur orðið vart við hrun í hellinum og því nauðsynlegt að fara að öllu með gát. Ef lagt er af stað frá bílastæðinu, sem

Fardagafoss.

staðsett er fyrir neðan gönguleiðina, tekur gangan að fossinum um hálftíma.

Stapavík

Stikuð gönguleið er frá Unaósi í Hjaltastaðaþinghá út í Stapavík. Um er að ræða létta 2-3 tíma göngu í fallegri náttúru út með Selfljóti. Við ósa fljótsins er Krosshöfði en þar var vörum skipað upp við brattar og erfiðar aðstæður uns bílfær vegur var lagður til Borgarfjarðar eystri árið 1950. Þurfti ládauðan sjó og háflæði til að uppskipun væri möguleg. Á höfðanum standa enn minjar um þessa uppskipun. Stapavík er lítil klettavík sem er aðeins utar. Virkilega falleg gönguleið sem hentar vel fyrir alla fjölskylduna.


2X

HRAÐVIRKARI en venjulegar Panodil töflur*

Prófaðu Panodil® Zapp Verkjastillandi og hitalækkandi

* Grattan T.et al., A five way crossover human volunteer study to compare the pharmacokinetics of paracetamol following oral administration of two commercially available paracetamol tablets and three development tablets containing paracetamol in combination with sodium bicarbonate or calcium carbonate European Journal of pharmaceutics and Biopharmaceutics 2000;49 (3). 225‑229. Panodil® Zapp filmuhúðaðar töflur. Inniheldur 500 mg af parasetamóli. Ábendingar: Vægir verkir. Hitalækkandi. Skammtar: Fullorðnir og börn eldri en 12 ára (40 kg): 1 g 3‑4 sinnum á sólarhring, að hámarki 4 g á sólarhring. Í sumum tilvikum geta 500 mg 3‑4 sinnum á sólarhring verið nægileg. Frábendingar: Verulega skert lifrarstarfsemi. Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna. Ef þú tekur annað lyf samtímis sem einnig inniheldur parasetamól er hætta á ofskömmtun. Stærri skammtar en ráðlagðir eru geta valdið lífshættulegum eiturverkunum. Ef grunur er um ofskömmtun skal tafarlaust leita læknis. Leitið ráða hjá lækninum áður en Panodil Zapp er notað, ef þú ert með háan hita, einkenni um sýkingu (t.d. hálsbólgu) eða ef verkirnir vara lengur en í 3 daga, ef þú ert með skerta lifrar‑ eða nýrnastarfsemi, næringarástand þitt er slæmt, t.d. vegna áfengismisnotkunar, lystarleysis eða vannæringar. Þú þarft hugsanlega að taka minni skammta þar sem lifrin gæti annars orðið fyrir skemmdum. Ef þú tekur mörg mismunandi verkjastillandi lyf samtímis í langan tíma getur þú fengið nýrnaskemmdir og hætta verið á nýrnabilun. Ef þú tekur Panodil Zapp við höfuðverk í langan tíma getur höfuðverkurinn orðið verri og tíðari. Hafðu samband við lækni ef þú færð tíð eða dagleg höfuðverkjaköst. Láttu alltaf vita að þú sért á meðferð með Panodil Zapp þegar teknar eru blóð‑ eða þvagprufur. Það getur skipt máli varðandi rannsóknaniðurstöðurnar. Almennt getur venjubundin notkun verkjalyfja, sérstaklega ásamt öðrum verkjastillandi lyfjum, leitt til viðvarandi nýrnaskemmda og hættu á nýrnabilun (nýrnakvilla af völdum verkjalyfja). Panodil Zapp inniheldur 173 mg af natríum (7,5 mmól) í hverri töflu. Taka skal tillit til þess hjá sjúklingum sem eru á natríum‑ eða saltskertu fæði. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með hjartabilun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi: GlaxoSmithKline Consumer Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.

Panodil-Zapp-Red button_A4-ICE.indd 1

23/02/16 09:21


Sigríður Soffía málar mandölur með íslenskum blómum

Tákn alheimsins,

Umsjón: Steingerður Steinarsdóttir Myndir: Aldís Pálsdóttir

atómsins og hringrásar lífsins Sigríður Soffía Hafliðadóttir er fjölhæfur listamaður og ekki einhöm í sköpun sinni. Stundum er það röddin sem tjáir það sem hún vill koma til skila og þess á milli tæki og tól myndlistarmannsins. Um þessar mundir einbeitir hún sér þó helst að því að sinna þörfum sonar síns sem kom í heiminn í byrjun sumars. „Það er óhætt að segja að ég hafi verið alin upp í kringum heilmikla list,“ segir Sigríður Soff ía. „Foreldar mínir eru listamenn og sjálfkrafa leiddist ég inn á þá braut og var snemma byrjuð að sækja námskeið í hinum ýmsu listgreinum, til dæmis tónlist, leiklist, myndlist og dansi. Samhliða því æfði ég líka allan fjandann og var yfirleitt mjög upptekin eftir skóla, vinkonum mínum til mikillar mæðu. Árið 2011 hóf ég einsöngsnám við Listaháskóla Íslands og útskrifaðist þaðan af braut sem kallast skapandi tónlistarmiðlun árið 2015. Fyrir kom að ég fann fyrir miklum kvíða þegar kom að prófum og tónleikahaldi en þá leitaði

50 VIKAN

ég mikið inn á svið myndlistiarinnar. Ég sótti í að teikna allskyns mynstur líkt og Doodle og Zentangle. Þetta var og er mín hugleiðsla en við það að teikna næ ég skarpari einbeitingu og á auðveldara með að ná tökum á hugsunum mínum og ég finn hvernig yfir mig færist ró og almennt bætt líðan. Ég sæki líka mikið í að hlusta á fallega tónlist á meðan ég teikna en BA-lokaverkefni mitt fjallaði einmitt um það samspil. Samspil hugar, handa og tónlistar. Ég hef enn ekki lært myndlist en það er langþráður draumur sem rætist líklega á næstunni en markmið er að fara í myndlistaskóla samhliða barnauppeldinu.“

Hefur gaman af tattúlist

Meðal þeirra mynstra sem Sigríður Soff ía kýs að teikna eru mandölur. Orðið er komið úr sanskrít og þýðir hringur. Þær tákna eilífðina og alheiminn í indverskum trúarbrögðum og hafa smátt og smátt orðið alþjóðlegri og eru meðal annars vinsæl tattú hjá ungu fólki sem kýs að skreyta líkama sinn. Mandölur hafa táknræna merkingu í indverskum trúarbrögðum. Hvenær uppgötvaðir þú þetta tákn og hvað þýðir það fyrir þig? „Ég hef sérlega gaman af því að skoða tattúlist en þar kemur mandöluformið oft fyrir. Upphaflega fannst mér það bara flott en vegna þess að húðflúr hafa oft tilhneigingu til að tjá sögu eða lífsskoðun varð ég forvitin um þetta symmetríska form og fór að lesa mér til um það. Táknheimur mandölunnar er ævaforn og samofinn sögu trúariðkunar. En formið hefur ekkert upphaf og engan endi og getur staðið fyrir alheiminn og atómið


Fullt nafn: Sigríður Soffía Hafliðadóttir. Stjörnumerki: Vog. Maki: Arnar Dan Kristjánsson. Börn: Hafliði Evert Arnarsson. Uppáhaldsmatur: Lasagne og Reykjavík Chips. Skemmtilegasti framtíðardraumurinn: Að búa á Ítalíu í nokkur ár og eignast Teslu.

VIKAN 51


í senn, hringrás lífisins og leitina að innri friði. Endurtekningin er mantran. Hugleiðslu-mandölu-litabækurnar hafa verið vinsælar í bókabúðum undanfarið enda geta þær stuðlað að bættri líðan. En með því að gefa sér tíma í önnum dagsins og taka upp þá barnslegu athöfn „að lita“ mandölur losar um endorf ín í heilanum, sem er magnað.“ Mandölur Sigríðar Soff íu eru að því leyti persónulegar að efniviðurinn í þeim sprettur úr íslenskri náttúru. Þú kýst að nota íslenskar jurtir sem uppstöðu í mandölum þínum er einhver sérstök ástæða fyrir því? „Íslensk náttúra er mér mikill innblástur yfirleitt,“ segir hún. „Ég hef alltaf haft dálæti á íslenskum jurtum og eftir að mér áskotnaðist eintak af bókinni Íslensk flóra fyrir tveimur árum var ég fallin í blómatrans. Ég byrjaði að mála blóm með vatnslitum og smám saman reyndi ég að finna teikningum mínum farveg. Ég bjó til stafi. B-ið var til dæmis skreytt bláklukku, bláberjalyngi,

52 VIKAN

baldursbrá og fleiri blómategundum sem byrjuðu á „b“. Fólk fór að sýna þessum teikningum áhuga og stafirnir ruku út. Ég á reyndar enn eftir að klára stafrófið, ætli ég geri það ekki í haust, fyrir jól allavega. Í fyrra fór ég að nota blóm í mandölusmíði. Ég elska bæði blóm og mandölur og af hverju ekki að tvinna þetta saman?“

Kórstjóri hjá Domus Vox

Ja, þegar stórt er spurt verður oftast fátt um svör enda engin ástæða til annars en flétta saman mandölusmíði og fallegar jurtir. Ertu að gera fleira um þessar mundir, fyrir utan auðvitað að hugsa um lítinn dreng sem vill hafa mömmu sína óskerta? „Ég er í fæðingarorlofi núna, enda sonurinn aðeins 10 vikna. Ég starfa sem kórstjóri við söngskólann Domus Vox og núna fer það starf að hefjast að nýju eftir sumarfrí auk þess hef ég verið að syngja með litlum sönghópum á allskyns

uppákomum og mun halda því áfram í vetur. Það eru spennandi tímar fram undan hjá mér hvað varðar teikningarnar því ég hef verið að vinna, ásamt frábæru fólki, að nýjum vörulínum sem innihalda flóruteikningarnar og myndir eftir mig. Þetta verður eitthvað sem hentar vel í jólapakkann í vetur.“ Þetta spennandi verkefni er væntanlegt á markað á næstunni og gaman verður að fylgjast með því þegar þar að kemur. En Sigríður Soff ía syngur líka og á áætlun er að hefja frekara nám í myndlist. Hvernig sér hún framtíðina fyrir sér? „Nú blasir veruleikinn við eftir háskólanámið, sjáum til hvernig hann þróast og mótast. Það verður spennandi að sjá hvernig ég næ að púsla söngnum saman við myndlistina og móðurhlutverkið. Nú er bara að skipuleggja sig og láta hendur standa fram úr ermum,“ segir hún glaðlega að lokum. Verk Siggu Soff íu má skoða á Instagram undir #siggasoffia.


ðu me

ra pa

um - Sp a r a

um

út

p a r a ðu

v l it á ef n

-S ve f num

HÚS OG HÍBÝLI

31. TBL. 78. ÁRG. 25. ÁGÚST 2016 1595 KR.

10. tbl. 2016, verð 2.195 kr.m.vsk.

freyðivín oG ber

Eitt læri 4 uppskriftir og meðlæti

Sólrún Bragadóttir stofnar heildrænan söngskóla

GIRNILEGAR BOLLAKÖKUR SÚKKULAÐI-FONDUE QUICHE LORRAINE

9. tBL. 2016

nýr óperustjóri sIlVIa rak ísbíl til að eiga fyrir náminu erla

HaLLGrÍmSKIrKja Í nÝrrI mynd fylgir blaðinu

348

VeGan VEISLA

f n um - S

eru best

BESTU í fríið? BæKUrnar steinunn Í FRÍIÐ birna

faGurKErI Í KópaVOGI

Innlit í sumarbústað

anna tara talsmaður

rÁÐ endaþarmsmaka á íslandi FYRIR FJALLGÖNGUNA

bláber í boðinu

næsta

Grænkál bláber læri dill buff kaldar kökur

hörkukvendið opnar sig um

● ●

5 690691 160005

kósí

hjá Siggu ElEfSEn þar SEm allir litir Eru vElkomnir

1.995 kr. kr. verð 2.195

kaos og

FRUMKVÖÐULL ÁRSINS 2016

7. tbl. 08. tbl. 2015 2016

„Kemst hvergi ef ég leita sökudólga allt mitt líf“

bazaar veitinGastaður

æskuna, erfiðleikana í skóla ÞorBJÖrG og það sem gengur á í JensdÓttIr fitness-heiminum blaaa... 690691 050009 050009 55 690691

KRISTJANA JENNÝ OPNAR SIG UM GAMALT LEYNDARMÁL

Grænmetisbuff í frystinn

forsetafrú íslands

grænkál

dill

Uppáhaldssnyrtivörur Kim Kardashian

5 690691 200008

Nr. 29 18. ágúst. 2016 Verð 1.495 kr.

Rikka og Haraldur pólfari Sigurbjörn, faðir Áslaugar Örnu, geislaði af gleði með kærustunni

FERSKUR BLÆR Í SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM

SOONG-SYSTUR

8. tbl. 8. árg. 2016 Verð 1.895 kr.

Gerir lífið skemmtilegra!

ÁSTFANGNAR FJALLAGEITUR

Reyndu að sameina Kínverja í baráttunni við Japani 1937

st markahæ Sjöunda inum! í heim

t Lára Margrédóttir Viðars

Ert þú feimin?

RÁÐ SEM HJÁLPA!

SVÖL

NAGLALIST

Takk og bless

ÞINGMENN KVEÐJA

Stjórnaði uppreisn indíána í Perú

SAGAN ÖLL

SPURNINGAR OG SVÖR

Hvenær var Egiftaland víðfeðmast? tíma tók l Hve langan að reisa Eiffelturninn? ki var l Hvaða skriðdre algengastur á árunum 1939-1945?

l

7

SVARTHÖFÐI

MIÐALDIR

Hæfileikarík og heillandi

ERLA WIGELUND HÉLT LISTMÁLARINN HJARTNÆMA RÆÐU UNGFRÚ ÍSLAND

TÚPAC AMARU II

mjög umdeildar sálarrannsóknir

Leynibrúðkaup

GAF ÞAU SAMAN Drottning Verðlistans eldhress á níræðisaldri

9 771025 956009

hvað blessuð börnin? balliðmeð byrjað á bessastöðum

LÆTUR EKKI einfaldaðu SETJA lífSIG þitt Í KASSA

! Zuper-ZAyN

l! Láttu þér líða ve snyrtivörur! Júlía elskar lífrænar inu Slepptu skólastress Freistandi uppskriftir þér? Hvaða æfingar passa

pLakÖt:

SIGURGANGA

StjarNaN úr NeyÐarVaktINNI!

tayLor kINNey

7

SNIÐUG

Instagram-trikk

• SELENA GOMEZ PYRNU • ZAYN MALIK NDSLIÐIÐ Í KNATTS ÍSLENSKA KARLALA GS • TYLER POSEY S • LUKE HEMMIN BECKY G • ASTRID

ISSN 1670-8407

9 771670 840005

NR 9/2016 1.895 kr.

NORMANA

NÝTT LÍF HÚS OG HÍBÝLI GESTGJAFINN VIKAN SÉÐ OG HEYRT

Afkomendur víkinga lögðu Evrópu að fótum sér

JÚLÍA Löður er með á Löður allan bílinn er með áallan bílinn Löður er með Löður er áallan ábílinn allan bílinn Löður Löður Löður er með er með er með er Löður með er Löður með er Löður er með ámeð með Löður allan áLöður er með Löður allan ámeð Löður bílinn er allan áLöður með er allan ámeð með er bílinn allan á er með bílinn áallan allan með bílinn ámeð ábílinn allan bílinn áallan allan bílinn allan ábílinn allan ábílinn bílinn bílinn bílinn Löður Löður Löður erLöður Löður með erLöður Löður með erLöður Löður með er Löður með er Löður með er Löður er áer með er Löður allan áer er með Löður allan ámeð Löður bílinn er allan ábílinn Löður bílinn með er allan á með er bílinn allan á með er bílinn áallan allan með bílinn áallan allan allan bílinn áallan bílinn allan áallan bílinn allan ábílinn allan áallan bílinn allan bílinn bílinn Löður með áábílinn bílinn Löður er með á Löður er með ábílinn allan bílinn er áá Löður er með ábílinn allan bílinn Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Rain-X býður Rain-X uppá býður Rain-X fullkomna uppá býður yfirborðsvörn fullkomna býður uppá fullkomna uppá yfirborðsvörn fullkomna • öryggi Rain-X yfirborðsvörn verndar yfirborðsvörn •• Rain-X bílinn, ••bílinn, verndar Rain-X eykur •• eykur Rain-X verndar bílinn, útsýni verndar eykur bílinn, og öryggi útsýni bílinn, eykur og eykur útsýni öryggi útsýni og öryggi og öryggi Hreinn bíll eyðir allt aðRain-X 7% minna eldsneyti Rain-X býður Rain-X uppá býður Rain-X fullkomna uppá býður fullkomna býður uppá fullkomna uppá yfirborðsvörn fullkomna • fullkomna Rain-X yfirborðsvörn verndar yfirborðsvörn Rain-X verndar Rain-X •eykur Rain-X verndar bílinn, útsýni verndar eykur bílinn, og öryggi útsýni bílinn, eykur og eykur útsýni öryggi og öryggi Rain-X býður Rain-X uppá býður Rain-X fullkomna uppá býður Rain-X fullkomna uppá yfirborðsvörn býður Rain-X fullkomna uppá yfirborðsvörn Rain-X býður fullkomna uppá býður •fullkomna yfirborðsvörn Rain-X býður Rain-X fullkomna uppá •verndar yfirborðsvörn Rain-X Rain-X býður fullkomna •verndar yfirborðsvörn fullkomna Rain-X bílinn, uppá Rain-X yfirborðsvörn •eykur verndar fullkomna uppá bílinn, Rain-X yfirborðsvörn Rain-X býður útsýni fullkomna •Rain-X eykur verndar Rain-X bílinn, yfirborðsvörn uppá býður Rain-X og útsýni •býður eykur Rain-X verndar öryggi bílinn, yfirborðsvörn uppá •Rain-X Rain-X býður Rain-X og útsýni verndar eykur fullkomna öryggi bílinn, býður uppá •yfirborðsvörn verndar Rain-X yfirborðsvörn útsýni eykur bílinn, fullkomna öryggi uppá • eykur Rain-X verndar yfirborðsvörn og útsýni eykur fullkomna verndar eykur yfirborðsvörn •bílinn, Rain-X og útsýni öryggi útsýni yfirborðsvörn bílinn, eykur Rain-X og verndar öryggi og eykur útsýni verndar öryggi Rain-X bílinn, útsýni og Rain-X verndar öryggi bílinn, og verndar öryggi útsýni eykur bílinn, og útsýni bílinn, eykur öryggi og eykur útsýni öryggi útsýni ogútsýni öryggi ogog öryggi Rain-X býður Rain-X uppá býður Rain-X fullkomna uppá býður Rain-X fullkomna uppá yfirborðsvörn býður Rain-X fullkomna uppá yfirborðsvörn Rain-X býður Rain-X uppá býður •yfirborðsvörn Rain-X býður Rain-X fullkomna uppá •uppá verndar yfirborðsvörn Rain-X uppá Rain-X býður fullkomna •býður verndar yfirborðsvörn fullkomna Rain-X bílinn, býður uppá Rain-X yfirborðsvörn •eykur verndar fullkomna uppá bílinn, Rain-X yfirborðsvörn býður útsýni fullkomna •eykur verndar Rain-X bílinn, yfirborðsvörn uppá Rain-X og útsýni •fullkomna eykur Rain-X verndar öryggi bílinn, fullkomna yfirborðsvörn uppá •Rain-X býður Rain-X Rain-X og útsýni verndar eykur fullkomna öryggi bílinn, uppá •og verndar Rain-X býður yfirborðsvörn og útsýni bílinn, fullkomna •bílinn, Rain-X uppá yfirborðsvörn bílinn, og útsýni eykur öryggi verndar eykur yfirborðsvörn •bílinn, Rain-X og útsýni öryggi útsýni bílinn, eykur ••allt yfirborðsvörn Rain-X og verndar öryggi og eykur útsýni ••eykur verndar öryggi Rain-X bílinn, útsýni og •verndar öryggi eykur Rain-X bílinn, og öryggi útsýni eykur verndar bílinn, og útsýni eykur bílinn, öryggi og útsýni eykur öryggi og útsýni öryggi ogöryggi öryggi Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn •öryggi Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Hreinn bíll eyðir Hreinn allt bíll Hreinn að eyðir 7% Hreinn bíll minna allt eyðir að bíll eldsneyti 7% eyðir minna að allt 7% eldsneyti að minna 7% minna eldsneyti eldsneyti Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn •verndar Rain-X verndar bílinn, útsýni og öryggi Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn •bíll Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • að Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Hreinn eyðir Hreinn allt bíll Hreinn að eyðir 7% Hreinn bíll minna allt eyðir að bíll eldsneyti 7% allt eyðir minna að allt 7% eldsneyti að minna minna eldsneyti eldsneyti Hreinn bíll Hreinn eyðir bíll Hreinn allt eyðir að bíll Hreinn 7% allt eyðir minna að bíll Hreinn 7% allt eyðir eldsneyti minna að Hreinn bíll 7% allt eyðir eldsneyti Hreinn minna að bíll 7% allt eyðir bíll Hreinn eldsneyti minna að eyðir 7% allt Hreinn bíll eldsneyti að minna allt eyðir 7% að bíll eldsneyti minna 7% allt Hreinn eyðir minna aðbíll eldsneyti allt 7% Hreinn bíll eldsneyti að minna eyðir 7% bíll Hreinn allt minna eldsneyti eyðir að Hreinn 7% allt eldsneyti eyðir minna bíll 7% allt eyðir eldsneyti minna að allt 7% eldsneyti að minna 7% minna eldsneyti eldsneyti Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn •bíll Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Hreinn bíll Hreinn eyðir bíll Hreinn allt eyðir að bíll Hreinn 7% allt eyðir minna að bíll Hreinn 7% allt eyðir eldsneyti minna að Hreinn bíll 7% allt eyðir eldsneyti Hreinn minna að bíll 7% allt eyðir bíll Hreinn eldsneyti minna að eyðir 7% allt Hreinn bíll eldsneyti að minna allt eyðir 7% að bíll eldsneyti minna 7% allt Hreinn eyðir minna að eldsneyti allt 7% Hreinn bíll eldsneyti að minna eyðir 7% bíll Hreinn allt minna eldsneyti eyðir að bíll Hreinn 7% allt eldsneyti eyðir að minna 7% allt eyðir eldsneyti minna að 7% allt eldsneyti minna að7% 7% eldsneyti minna eldsneyti Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti Hreinn bíll eyðir allt 7% minna eldsneyti Hreinn bíll eyðir allt að 7% eldsneyti Hreinn bíllaðeyðir allt aðminna 7% minna eldsneyti Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

SAGAN ÖLL

Við stöðum--www.lodur.is www.lodur.is- -5680000 5680000 Viðerum erumááfimmtán sextán stöðum Við erum Við á-erum Við fimmtán Við erum áerum fimmtán erum stöðum á á fimmtán stöðum -stöðum stöðum --stöðum ---www.lodur.is --- www.lodur.is -- 5680000 -- 5680000 -- 5680000 Við erum Við á erum Við fimmtán ástöðum fimmtán erum á-fimmtán fimmtán fimmtán -5680000 stöðum www.lodur.is www.lodur.is -5680000 --www.lodur.is 5680000 5680000 - -5680000 Við Við Við áerum erum Við áerum erum Við áerum fimmtán erum Við áerum stöðum Við erum á-erum Við stöðum fimmtán www.lodur.is á-Við erum stöðum www.lodur.is á erum -fimmtán stöðum á www.lodur.is fimmtán -á stöðum erum Við www.lodur.is fimmtán 5680000 stöðum erum Við www.lodur.is áVið 5680000 stöðum -5680000 Við erum www.lodur.is -stöðum 5680000 fimmtán www.lodur.is erum á-erum -stöðum 5680000 fimmtán www.lodur.is á--á fimmtán www.lodur.is -www.lodur.is stöðum -5680000 www.lodur.is 5680000 stöðum -www.lodur.is www.lodur.is 5680000 www.lodur.is www.lodur.is -5680000 5680000 5680000 5680000 5680000 Viðerum erum Viðerum Við áfimmtán fimmtán Við áfimmtán fimmtán Við ástöðum stöðum fimmtán Við áfimmtán stöðum Við fimmtán erum á -erum Við stöðum fimmtán www.lodur.is áfimmtán -Við erum fimmtán stöðum www.lodur.is áfimmtán erum -Við stöðum á www.lodur.is Við fimmtán --áá stöðum erum Við www.lodur.is -áfimmtán fimmtán 5680000 stöðum --erum www.lodur.is -áfimmtán stöðum --áVið erum www.lodur.is Við -á -stöðum 5680000 fimmtán www.lodur.is á -stöðum 5680000 fimmtán www.lodur.is stöðum -5680000 -ástöðum 5680000 stöðum fimmtán ---www.lodur.is -www.lodur.is stöðum -www.lodur.is --stöðum stöðum -www.lodur.is 5680000 --5680000 -www.lodur.is -5680000 5680000 -- 5680000 -- 5680000 5680000 Við erum -stöðum www.lodur.is 5680000 Við erum fimmtán -www.lodur.is www.lodur.is -5680000 5680000 Við erum áerum fimmtán stöðum -www.lodur.is Við erum áfimmtán fimmtán -5680000 www.lodur.is - 5680000 Við ástöðum fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

GRAFÍSK MYNSTUR OG GERSEMAR Á HEIMILUM

Góð ráð til að feta

metorðastigann

v l it á ef n

Helgi SvavarS og Stefanía tHorS eiga Heimili með Húmor

nr. 348 • 9.tBL. • 2016 • VErð 2195 Kr.

HRESSTU UPP Á HÁRIÐ

10. tbl. 2016

Tíska hvaða föt

matur og vín

G e st Gj a f i n n

7 . tbl. 08 . tbl.38. 36.árg. árg.2015 2016

HEImILI faStEIGnaSaLa OG GLamÚrpÍu

Ný t t ú t l i

birtingur.is ÍSLEndInGar GErðu upp SVEItaSEtur SItt Í danmörKu

ð áskri e f m

t-

BESTU ÁSKRIFTARTILBOÐ OKKAR FINNUR ÞÚ Á:

ve

út t - Ný t t

Komdu í áskrift

út l i t á

me ð á s k rif

ðu

ásk r i f t - N ð

ýtt

t - Ný t t

- Sp a r a

me ð á s k rif

ðu


Flott og gott

Dramatísk og litrík förðun Volume Effet Faux Cils-maskarinn frá YSL veitir endingargóða gerviaugnháraáferð ásamt einstakri þykkt og lyftingu. Fæst í sex litum.

Armani Code Profume er heillandi og kraftmikill herrailmur með eldheitum krydduðum keimi.

Umsjón: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir Mynd: Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Giant Pro Lineraugnlínutússpenninn hentar vel fyrir dramatískt lúkk. Ný formúlan líkist svörtu bleki, gefur grafíska útkomu og endist vel. Auðveldur í notkun og ilmefna- og parabenfrír.

Shocking Eyeliner frá YSL fæst í dökkbláum, skærbláum og sægrænum lit auk svarta litarins, sem við mælum með að þið prófið stundum að leggja frá ykkur. Eyelinerinn er auðveldur í notkun, nákvæmur og gefur dramatíska förðun.

Vernis A Lévres Pop Water eru næringarríkir og endingargóðir varalitir frá YSL sem gefa hálfgegnsæjan ljóma með einni stroku eða góða þekju með fleiri umferðum.

54 VIKAN

Brow Sculpting Fiber Gel litar, fyllir í göt, mótar, gerir brúnir meiri og hemur óstýrilátar brúnir. Inniheldur þræði (fibers) sem auðvelda uppbyggingu og gefa hverju hári meira umfang. Gelið veitir næringu, endist vel og er ilmefnaog parabenfrítt.



STJÖRNUSPÁ Hrúturinn

Vogin

Nautið

Sporðdrekinn

Tvíburarnir

Bogmaðurinn

21. mars – 19. apríl Undanfarna mánuði hefur Hrúturinn velt fyrir sér stóru spurningunum um tilgang lífsins og hvert hlutverk hans sé innan sköpunarverksins. Nú er hins vegar komið að þeim tímapunkti að rífa sig upp úr þessum djúpu hugsunum og horfa til framtíðar. Svörin verða aldrei einhlít og hver og einn verður að finna sína leið. Mótaðu þér stefnu og horfðu með bjartsýni fram á veginn. Happadagur: 10. september Happatala: 9

20. apríl – 20. maí Nautið leggur mikið upp úr öyggi og festu í lífinu. Þótt þessir hlutir séu mikilvægir er samt gott að slaka á og skemmta sér líka. Naut eru fullfær um að taka því sem að höndum ber og leysa stærstu vandamál. Þau ættu þess vegna að leyfa sér að taka meiri áhættu nú á haustdögum, prófa nýja hluti og fara út á lífið í góðra vina hópi. Gleðin gæti reynst einmitt sú vítamínsprauta sem sjálfstraust Nauta þarfnast. Happadagur: 9. september Happatala: 8

23. september – 22. október Vogin hefur nóg að segja og fólk hlustar á orð hennar. Hún er ákaflega gjörn á að taka of mikið á sig og það getur leitt til þess að hún brenni út. Ef þú lætur á það reyna kæra Vog, kemstu að því að annað fólk vill gjarnan hjálpa þér og taka af þér erfið verkefni. Þú þarft ekki að gera allt ein og sjónarhorn annarra á þá vinnu sem þú ert að vinna getur reynst mjög verðmætt. Happadagur: 15. september Happatala: 9

23. október – 21. nóvember Einhverjar hindranir verða á vegi Sporðdreka um þessar mundir. Þeir ættu ekki að hafa of miklar áhyggjur af þeim og í stað þess að reyna að ýta þeim úr vegi bíða og sjá til. Stundum verður nefnilega minna úr vandanum en virtist ætla að verða í fyrstu. Ekki reyna að rökræða við fólk sem vill ekki hlusta á rök. Reyndu frekar að setja þig í spor erfiðra aðila og finna málamiðlun sem báðir geta sæst á. Happadagur: 11. september Happatala: 5

21. maí – 20. júní Tími er kominn til að Tvíburarnir taki af skarið í samskiptum við aðra og segi hug sinn allan. Hreinskiptni og heiðarleiki er það sem vantar núna. Þeir geta ekki lengur beðið og vonað að einhver breytist eða hlutirnir falli í betri farveg. Stundum þarf að taka fast á til að eitthvað gerist. Segðu því skýrt og greinilega hvað það er sem þú vilt og hvaða lausn þú telur besta og vittu hvort það hefur ekki áhrif. Happadagur: 12. september Happatala: 2

22. nóvember – 21. desember Í haust kemur að þeim tímapunkti að Bogmenn sjá að allar áhyggjur þeirra voru óþarfar og vandamál flest smávægileg. Þessu fylgir mikill léttir og gleði en sú lexía sem þér er ætlað að læra kæri Bogmaður er að aðlögunarhæfni þín og dugnaður fleytir þér ávallt langt. Sanngirni Bogmanna er einnig viðbrugðið og þeir eiga því auðvelt með að sigla milli skers og báru þegar þörf er á. Happadagur: 14. september Happatala: 9

Krabbinn

Steingeitin

Ljónið

Vatnsberinn

21. júní – 22. júlí Þótt peningar séu sannarlega ekki allt eru þeir þó ansi mikilvægir þegar kemur að því að uppfylla daglegar þarfir. Krabbinn veit þetta vel og þegar honum gefst óvænt gott tækifæri til að auka tekjur sínar mun hann stökkva á það og nýta sér allt það góða sem þessi ávinningur hefur í för með sér. Hann er óvenjulega skapandi í hugsun núna og allar þessar hugmyndir nýtast vel til að styrkja stöðu hans á vinnustað. Happadagur: 15. september Happatala: 3

22. desember – 19. janúar Sumir eru gjarnir á að taka á sig of mikla ábyrgð og vilja bera annarra byrðar. Steingeitur eru sannarlega í þeim hópi og þær þurfa að vera varkárar. Það er ævinlega varanlegri lausn að kenna mönnum að bjarga sér sjálfir en að færa þeim lausnina á silfurfati. Þær þurfa þess vegna alls ekki að hafa samviskubit yfir að taka tíma fyrir sjálfa sig núna og einbeita sér að eigin vellíðan fremur en annarra. Happadagur: 13. september Happatala: 4

23. júlí – 22. ágúst Ljónið hefur ávallt haft sterka tilfinningu fyrir eigin gildi. Það þekkir sjálft sig vel og metur stöðu sína ævinlega raunsætt. Þetta gefur því það sjálfstraust sem þarf til að fylgja eftir draumum sínum og nú í haust mun reyna á þann styrk. Aðrir eiga eftir að reyna að draga úr kjarki Ljóna og gera tilraun til að velta sínum vandamálum yfir á þeirra herðar. Nú ríður á að Ljónið taki ekki á sig byrðar umfram það sem það getur borið svo það þarf að sýna ákveðni og festu í samskiptum við þetta fólk. Happadagur: 9. september Happatala: 3

20. janúar – 18. febrúar Vatnsberanum gefst tækifæri til að láta gott af sér leiða í þessari viku og hann mun grípa það báðum höndum. Þeir eru í eðli sínu hjálpsamir og blíðlyndir og þeirra nánustu meta þessa eiginleika þeirra að verðleikum. Stundum þurfa Vatnsberar þó að vera opnari um eigin tilfinningar og muna að enginn getur verið þeim styrkur nema þeir biðji um hjálp. Happadagur: 11. september Happatala: 3

Meyjan

19. febrúar – 20. mars Fiskar ættu að hafa augun opin á vinnustaðnum þessa vikuna og sæta færis til að sýna yfirmanni sínum hvers þeir eru megnugir. Stjörnurnar eru hagstæðar hvað stöðu- eða launahækkun varðar og það er um að gera að grípa byrinn þegar hann gefst. Þeir eiga auðvelt með samskipti og hafa lag á að skapa þægilegt andrúmsloft í kringum sig. Sá eiginleiki er einnig verðmætur á vinnustað. Happadagur: 14. september Happatala: 6

23. ágúst – 22. september Einhver þreyta og orkuleysi sækir að Meyjum og þær þurfa að einbeita sér að því að halda styrk sínum. Það gera þær best með því að vinna eitt verkefni í einu og reyna ekki að hafa augun alls staðar. Þetta reynist hinni nákvæmnu og vandvirku Meyju erfitt en stundum er ekki hjá því komist að draga sig út úr hringiðunni, sinna sjálfum sér og safna orku. Mundu að þú kemur ævinlega tvíefld til baka. Happadagur: 13. september Happatala: 8

56 VIKAN

Fiskarnir


sagan öl l Mossad rændi manni

l Hver skrifaði glæpasöguna? fyrstu

GALAKVÖLDVERÐUR SJÁLFSTÆÐISKVENN A Í HÖRPU

Hvað varð um Rómakeisara? síðasta l Hvenæ r var jörðinn i skipt í tímabe lti? l

Sjá mynd ið irnar!

Sjóðheit undirföt

KAFBÁTAHERNAÐ URINN NR 12/2015 1.795 kr.

6 ráð fyrir hár!

Aukakílóin hurfu Heiðar Suma í Þjóðleikhú rliða sinu:

Úlfahjarðir Hitl sigruðu næstum Bandamenn á ers árunum 1942-19 43

v

Hrekkjavakan

ÁSTFANGIN AFMÆL ISBÖRN

Unglingajóga

uppá fullkom na yfirborðsvörn Rain-X • Rain-X vernda býður Rain-X Rain-X uppá Hreinn býður Rain-X býður Rain-X fullkom bíll uppá r bílinn, eykur býður Rain-X eyðir uppá býður fullkom Rain-X nauppá yfirbor allt býður fullkom Rain-X uppá býður aðRain-X fullkom na Rain-X útsýni og öryggi uppá 7% ðsvörn yfirbor Rain-X býður fullkom na uppá minna yfirbor býður Rain-X fullkom na uppá býður ðsvörn •yfirbor fullkom na Rain-X eldsne uppá ðsvörn býður yfirbor Rain-X býður Rain-X fullkom na Rain-X uppá •ðsvörn Hreinn vernda yfirbor Rain-X Rain-X fullkom na yti uppá uppá Rain-X býður ðsvörn •yfirbor býður fullkom Rain-X na býður bíll Hreinn •rðsvörn býður vernda yfirbor Rain-X fullkom fullkom Rain-X na bílinn, Rain-X Rain-X uppá uppá eyðir •ðsvörn Hreinn uppá vernda yfirbor na Rain-X Rain-X uppá bíll Rain-X yfirbor Hreinn rðsvörn býður •eykur fullkom vernda fullkom Rain-X na allt býður na býður uppá bílinn, Rain-X Rain-X fullkom eyðir bíll Hreinn •rbýður ðsvörn yfirbor vernda yfirbor fullkom að Rain-X Rain-X bílinn, býður býður uppá eyðir útsýni fullkom ðsvörn bíll •rRain-X uppá Hreinn býður uppá 7% Rain-X eykur na vernda na allt býður Rain-X bílinn, Rain-X na bíll eyðir yfirbor ðsvörn Hreinn rðsvörn •eykur yfirbor uppá minna vernda fullkom Rain-X býður na allt að býður Rain-X uppá bílinn, Rain-X yfirbor Rain-X fullkom og eyðir uppá útsýni •býður bíll na býður Hreinn uppá yfirbor 7% rfullkom eykur Rain-X vernda að allt Rain-X býður öryggi fullkom yfirbor útsýni fullkom ðsvörn bíll eyðir uppá eldsne ðsvörn •Rain-X •reykur uppá Hreinn býður 7% minna býður fullkom vernda na allt Rain-X býður Rain-X ðsvörn að Rain-X bílinn, fullkom na og na uppá eyðir Hreinn útsýni bíll ðsvörn vernda yfirbor rRain-X uppá 7% minna eykur að Rain-X yfirbor allt fullkom öryggi bílinn, fullkom ðsvörn og na yti uppá útsýni •bílinn, eyðir bíll na uppá eldsne •yfirbor býður Hreinn Hreinn uppá Rain-X 7% reykur fullkom býður vernda Rain-X minna vernda Rain-X allt na • na að öryggi yfirbor bílinn, fullkom og Rain-X yfirbor bíll eyðir rútsýni uppá eldsne ðsvörn •Rain-X yfirbor minna eykur býður 7% fullkom ðsvörn Rain-X bílinn, ðsvörn að yfirbor allt fullkom fullkom öryggi na na uppá og • eykur uppá yti eyðir bíll Hreinn útsýni uppá bíll býður Rain-X Hreinn eldsne rfullkom vernda rbýður 7% vernda na eykur minna Hreinn ðsvörn yfirbor allt fullkom að bílinn, öryggi bílinn, vernda ðsvörn na yti eyðir eyðir útsýni uppá eldsne •Hreinn Hreinn ðsvörn yfirbor eykur fullkom fullkom vernda 7% allt minna • Rain-X Rain-X býður fullkom na •rna að yfirbor na öryggi Hreinn uppá og Rain-X bíll yti vernda bíll rútsýni eldsne yfirbor eykur ðsvörn bíll 7% að minna ðsvörn yfirbor bílinn, allt •bílinn, yfirbor allt röryggi na •yfirbor yti eyðir og útsýni Rain-X bílinn, eyðir bíll ðsvörn Rain-X Hreinn eldsne uppá •öryggi rog 7% fullkom na eyðir minna yfirbor Hreinn ðsvörn að Rain-X að na bílinn, vernda bíll vernda öryggi Rain-X rna og yti eyðir útsýni útsýni yfirbor ðsvörn yfirbor eldsne eykur bílinn, minna 7% eykur ðsvörn •ðsvörn 7% allt yfirbor •yfirbor allt Hreinn eyðir fullkom na eykur Rain-X og vernda öryggi Hreinn Rain-X býður allt yti vernda bíll rRain-X Hreinn eldsne bíll eykur ðsvörn na minna vernda að minna Rain-X Hreinn yfirbor allt aðbíll •bílinn, röryggi vernda og Rain-X og að bílinn, útsýni yti bílinn, eyðir eykur ðsvörn útsýni eldsne ðsvörn allt yfirbor •vernda 7% ðsvörn eyðir 7% ••eykur eyðir Hreinn útsýni bíll Hreinn uppá að Rain-X vernda reykur vernda öryggi bíll 7% Rain-X öryggi na Rain-X rútsýni yti bílinn, bíll Hreinn eldsne að eldsne rbíll bílinn, minna vernda bíll 7% eykur ðsvörn •ðsvörn minna eyðir allt reykur Hreinn eyðir eykur bílinn, útsýni eykur Rain-X og vernda minna yti allt og allt bílinn, 7% fullkom ••útsýni eyðir ðsvörn •eykur Hreinn bíll •bíll eyðir bíll Rain-X Hreinn minna vernda rrog Rain-X Hreinn að vernda Rain-X vernda öryggi bílinn, og að allt að yti bílinn, yti öryggi útsýni minna eldsne allt eldsne eyðir eyðir 7% útsýni ••ðsvörn Hreinn útsýni bíll og eldsne allt vernda bílinn, röryggi 7% eykur 7% Rain-X allt að eyðir bílinn, Hreinn • að na bíll Hreinn eldsne að vernda rbíll Hreinn vernda öryggi bíll minna eyðir rútsýni Rain-X vernda rog að eykur bílinn, útsýni minna 7% allt minna yti allt bílinn, eldsne að yfirbor yti bílinn, 7% eyðir og og eyðir bíll yti eyðir eykur útsýni Hreinn 7% r•rvernda allt 7% öryggi eykur minna Rain-X bílinn, að allt bíll yti öryggi öryggi minna rrog Hreinn eldsne rútsýni bíll eyðir útsýni vernda rminna útsýni eykur minna bílinn, eldsne og að eldsne 7% eykur allt yti 7% eykur minna allt bílinn, ðsvörn allt eyðir og að eyðir útsýni öryggi ogútsýni eyðir bíll 7% öryggi rútsýni Hreinn eldsne eykur minna vernda 7% öryggi allt að bílinn, eldsne að yti bíllað öryggi og útsýni rminna og eyðir eykur eldsne yti útsýni yti eykur útsýni minna allt 7% allt eldsne eykur 7% bílinn, 7% allt að •yti minna ogog öryggi eyðir öryggi Rain-X yti eldsne að minna eldsne að rbílinn, 7% eykur yti öryggi minna allt og útsýni bílinn, og öryggi eldsne og útsýni 7% yti eykur eyðir allt 7% eldsne minna öryggi að Hreinn öryggi öryggi vernda og eldsne yti útsýni minna minna eldsne eldsne minna 7% eykur og allt yti öryggi útsýni ogog 7%bíll eldsne öryggi minna bíllað öryggi ryti að7% yti eldsne og yti eldsne yti bílinn, eldsne útsýni eyðiraðallt 7% og öryggi eldsne minna yti ytiöryggi eykur ytiyti eldsne ogöryggi öryggi yti aðminna eldsne útsýni yti yti 7% minna yti og öryggi eldsne yti

www.gestgjafinn.is

Rain-X býður

verð 2.095 kr.m

kjarngóðir gúllasrétt ir

GANTAST MEÐ SNOBBIÐ Í GARÐAB Æ

Fimmtugsa fmæli Bjarna Sigur ðssonar og Guðbrands Árna:

www.gestg

12. tbl. 2015,

• Þurrkaðu hárið með bol! • Sykur við úfnu hári! • Þvoðu hárið upp úr kók!

Löður er me ð Löð Löð ur Löð er ur Löð urLöð me er á Löð ur Löð er urLöð allan bílinn me ðer ur Löð me er urLöð Löð me ðer ur Löð me ðer ur me ður er Löð Löð me ðLöð er ur ur Löð me er ðLöð me ður er er ur ur Löð me ðáme Löð ur me me er ðLöð Löð Löð er all ður er ur áLöð me Löð ður an me áer all ur ur me er Löð ur áme er all Löð ðer Löð ð an bíl áður ðáinn ur er all er me Löð ðer er an me er áLöð all ur ðer Löð Löð inn me er an er áme ur ur all me Löð ðan er me bíl ðan ður ur er all ur bíl ur an ððinn áðbíl all ð inn Löð áðáinn me an all me er ur er bíl áall áme me er bíl an ð ur all all me inn me ðbíl an ðbíl áme Löð á inn me ðan er bíl áall all me ð all inn ábíl ur inn an me ðbíl an bíl áan an á inn an all er áá an inn ábíl bíl ðáall áðinn bíl all all an bíl me áinn all an á inn all bíl inn ábíl an áall all all an inn bíl an all á an inn bíl ð all bíl áan all bíl inn bíl inn ábíl bíl an inn an all inn all inn áall an all an inn an bíl an all bíl á inn an bíl all inn bíl an bíl bíl inn bíl aninn inn inn á inn inn all Við bíl inn Viðerum an inn erumááfimm bíl inn sextán tánstöð stöðum Við um-Við Viðerum

VIKAN 1

2015 Verð 1.795 kr.

Súper Selena!

Var að kafna við hljóðnemann Fór í fjórar hjartarafvendingar

ORRUSTAN UM ATLANTSHAFIÐ

9 771025 956009

Gera grín að gin brestum

14. tbl. 7. árg.

Vetrarmatur

Edda og Björ takast á við veikgvin Franz leika sína

Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsst jóri við dauðans dyr:

KÆFISVEFNINN VAR AÐ DREPA MIG

12. tbl. 2015

umhverfiSvæn heimili stEldu stílN um Frá prAdA

Börn Jóns Gnarr ánægð:

NÚ HEITUM VIÐ ÖLL GNARR

Spurningar og svör

Gestgjafinn

SVIPTI HULUNNI KJARNAVOPNAFUM ÍSRAELA

Íspinnar Naan-pizza Nautasalat

Ást!

www.lo ww Við áerum erum w.lodur. Viðerum erum Við áerum dur.isis- -568 Við áfimm tán erum fimm Við áerum fimm Við áfimm tán erum 568000 Við fimm tán áerum um Við stöð Við fimm ástöð tán erum 00000 stöð fimm á-erum tán Við um stöð fimm ww á Við tán um Við stöð fimm á-Við tán erum erum fimm um erum stöð ww áVið tán -erum um Við stöð fimm ww Við erum Við tán -fimm dur. w.lo um stöð áw.lo tán á ww -áVið á-dur. erum w.lo fimm erum um fimm erum Við stöð ww áfimm Við tán fimm is tán -dur. á w.lo stöð um erum Við Við erum ww -á -Við fimm erum dur. w.lo Við erum 568 stöð um stöð tán á ww tán Við is á um erum erum w.lo fimm Við Við Við ww fimm tán fimm is erum á000 -á dur. w.lo stöð 568 um tán stöð um erum Við ww stöð is -568 á-0 fimm erum Við dur. erum Við w.lo erum 568 stöð ww Við fimm tán is 0 -tán tán stöð --dur. 000 um erum um w.lo 568 fimm ww ww fimm um -áfimm is erum erum tán 000 w.lo erum dur. Við fimm um tán stöð á-fimm stöð stöð tán is á --áá á-fimm -um tán 000 dur. erum w.lo w.lo -tán fimm 568 ww ww Við fimm stöð -áá is tán erum ww 0 -tán dur. tán stöð 000 um 568 stöð áá áfimm fimm ww -dur. um tán stöð um áVið -0 is tán dur. w.lo dur. ww w.lo 000 erum fimm fimm w.lo is stöð um tán á tán 0 -um 000 w.lo stöð -0 um 568 áfimm fimm ww um -is stöð is ww w.lo tán ww Við dur. 000 568 fimm -is stöð dur. um tán stöð -568 um tán stöð -000 -ástöð ww 0 -stöð ww w.lo 000 -um 568 568 w.lo stöð w.lo erum ww fimm is um dur. is000 ww tán 0 is --dur. stöð stöð um stöð um tán um w.lo -w.lo -ww ww 0 dur. 000 568 568 -ww dur. dur. ww um w.lo stöð -ww 0 tán -dur. -um átán -w.lo um dur. w.lo ww dur. is ww ww fimm 568 0 000 0 is is 000 --dur. w.lo dur. 000 um w.lo stöð -is ww ---is -568 -000 -w.lo -is 000 um w.lo dur. 568 dur. is ww w.lo ww w.lo 568 568 is 0 0 dur. is -000 --um tán 0dur. -w.lo dur. um 568 ww -568 is 0 is w.lo 000 w.lo dur. w.lo 568 000 ww 0 568 is000 -dur. stöð -dur. w.lo 568 568 000 is ww is 0 is0 -568 w.lo dur. 568 0 000 568 -568 um --dur. -is 000 0 568 w.lo 568 0000 568 is--is568 is000 --0dur. dur. 0 000 0000 000 568 - ww -000 -dur. is 000 0 568 0000 is 00 0568 -isdur. w.lo 000 0 568 000 0000 568 0 000 0- 000 0 is 0 -0000 - 568 0 000 0

Próf: Hvaða rómantíska bíómynd passar fyrir þig? Förðunar systurna r 10 hlutir sem við elskum Ragnhe ið og Rebe ur Lilja Smásaga I S S Nkk

kindakæfa skref fyrir skref

a Ru7t

1670-840

PLaköt:

naan-brau ð sælkerans

ALFIE • POINTLESSBLOG • DEYES • TANYA BURR • AWKWARD ZEDD NATHAN SYKES • ALESSO • BETHANY MOTA • KETTLINGUR

matmaðurin n rossini

5 690691 160005

9 771670 840005

Birtíngur útgáfufélag leitar að öflugum sölufulltrúum í úthringiverkefni á kvöldin. Starfið er hlutastarf og hentar því einkar vel með skóla eða sem aukavinna. Starfslýsing:

Vinnutíminn er frá 18.00 - 22.00 og reiknað er með að sölufulltrúar vinni 2-6 kvöld í viku eftir hentugleika hvers og eins. Góð vinnuaðstaða og frábærir tekjumöguleikar. Jákvæðni Stundvísi Vilji til að ná árangri og verða góður sölumaður. Umsóknir sendist á olafur@birtingur.is

nn.is

gjafi www.gest 12. tbl. Gestgjafinn 2015

, verð 2.095

12. tbl. 2015

kr.m.vsk.

vetr

Vetrarmatur

kr. Verð 1.395 okt. 2015 Nr. 42 29.

árg. 14. tbl. 7.

S-

7 NÓBEL

AR VERÐLAUNAHAF

NÚ HEITUM VIÐ ÖLL GNARR

41. tbl. 77.

kr. r 2015 1395 árg. 22. októbe

di manni

ræn Mossad

Íspinnar Naan-pizza Nautasalat

SVIPTI AF HULUNNIPN VO UM KJARNAAE ÍSR LA

ði fyrstu a? glæpasögun um síðasta l Hvað varð ra? Rómakeisa ni var jörðin l Hvenær elti? skipt í tímab

l Hver skrifa

ÐUR GALAKVÖLDVER ENNA SJÁLFSTÆÐISKV Sjáið Í HÖRPU myndirnar!

rlsdó ður Ka Arnþrú ans dyr: uð við da

rgvin Franz Edda og Bjö kleika sína vei takast á við

að Gera greín m gin br stu

956009

NAÐURINN KAFBÁTAHER

i gsafmæl Fimmtu rðssonar Bjarna Sigu ds Árna: og Guðbran

a Var að kafn ann við hljóðnem ar Fór í fjórafvendingar hjartar Aukakílóin hurfu

arliða Heiðar Sum húsinu: í Þjóðleik

Ð GANTAST ME ABÆ RÐ SNOBBIÐ Í GA

AFMÆLISBÖRN

ÁSTFANGIN u næstum 43 Hitlers sigruð Úlfahjarðirenn á árunum 1942-19 inn inn bíl inn bíl inn inn nbíl bíl nn la bíl nal inn la bíl al ninn la bíl al ánbíl inn la la al án inn inn la al áinn bíl Bandam inn la al bíl áinn bíl á al n nbíl inn la ánla n inn inn la inn al bíl inn bíl inn al bíl inn áal bíl nal bíl nla bíl bíl inn á n la n bíl la nnáal náal inn inn á la eð al nla n al la inn bíl al ánbíl inn al al m la la á eð al bíl án nbíl m ála la ála eð al eð áinn ála bíl er neð la eð al ábíl ála m inn m rer er inn eð al áal bíl m ninn rn inn la bíl al rðu án bíl er m náal inn la eð al er rðu nLö bíl árm inn la Lö áeð ral er bíl neð la inn la Lö ðu ðu al eð áer rer m m bíl Lö n inn la alLö ðu al er áðu m bíl Lö nm Lö eð inn la ðu ám al eð er r er á bíl n eð la eð eð m r er r á eð eð bíl m Lö n ðu la m al r á m m eð eð n m m ðu la ðu er al á eð Lö m m ðu la r er er al er r á eð Lö eð er er m r r al r á Lö eð rLö rðu er m ðuðu áðu eð er rðuer rðu m ðu Lö eð rðu er er Lö ðu eð Lö Lö rLö rðu er m Lö eðreð ðu eð er m rm Lö Lö ðu mðu reð er m Lö ðu er reð m Lö Lö ðu reð er m Lö ðu r er reð er m er m Lö ðuðu ðu 00 eð er rLö m 00 00 r rLö LöLö erðu m Lö 00 ðu 00 00 er 00 00 rðu er 00 Lö -00 00 00 00 00 ðu 568 rLö -00 00 568 00 00 568 -r.is Lö 568 - 568 568 00 ðu LöLö 5 9 77102

Sjóðheit undirföt

NTSHAFIÐ UM ATLA ORRUSTAN

auð naan-br ns sælkera

jóri

FNINN KÆFISVEDREPA MIG VAR AÐ

n umhverfiSvæili heim

Num stEldu stíl Frá prAdA

bol! u hárið með ! hári • Þurrkað við úfnu • Sykur úr kók! hárið upp • Þvoðu

arpsst

ttir útv

r

Spurninga og svör

Súper ! a Selen

n.is

öll sagan

s Gnarr Börn Jón ánægð:

gi giöryg og gi gi öryg iiöryg gi öryg öryg gi og iiútsýn ogigiog rröryg gi og öryggi öryg öryg i gi riiútsýn útsýn eyku gi og ,,og iirrgi útsýn öryg útsýn gi eyku útsýn gi og rog öryg iirr,og bílinn ,útsýn gi útsýn eyku og rröryg öryg eyku bílinn dar ,útsýn , eyku gi og útsýn öryg öryg og ibílinn bílinn reyku eyku eyku ,vern vern ,útsýn og öryg idar ibílinn bílinn dar bílinn eyku giog eyku útsýn dar ,,öryg vern ,útsýn rRainbílinn i og rdar Xdar vern eyku gibílinn Rainútsýn útsýn gi gi ,öryg rog rX öryggi gi bílinn dar X vern eyku og ,rvörn •X X öryg rog gi i og Rainvörn eyku öryg öryg vern eyti •vern og ,dar ,r•X Rainoggieyti igi X eldsn •Xútsýn bílinn ieldsn gi eyti bílinn Raindar eyku útsýn aútsýn öryg idar ieyku orðs vern ••vern ,•ivern X vörn Xbílinn bílinn dar röryg gi eyti eytii og öryg Raingibílinn dar Rainöryg útsýn aútsýn vörn vern idar ieyku orðs útsýn útsýn minn yfirb reyti X útsýn vörn aRaineyku bílinn dar eyti dar orðs Rainarvörn vern ,og Rainrog öryg irvörn aeyti öryg vern •eyku eldsn orðs ,eldsn minn 7% X yfirb vörn útsýn X útsýn aareyku gi vörn eyku a eldsn dar eyti og orðs eyku eyti ar•eyku vern og eyku Rainvern minn rog r•,eyti yfirb omn iað að eldsn , eldsn iorðs ,eldsn •orðs eyku eldsn bílinn 7% X Xdar aa yfirb ,öryg agi ,útsýn gi vörn bílinn a minn Rainorðs eyti orðs öryg vern og Rainminn avörn 7% minn •Xdar yfirb omn allt að iyfirb fullk •7% eyku eldsn bílinn dar X 7% bílinn abílinn ,allt gi aminn bílinn vörn útsýn omn og dar Rainorðs eyti minn öryg iaa 7% yfirb 7% •bílinn rvern yfirb omn allt að eldsn eyku fullk avörn ,•Xdar dar vern eyðir gi eyti dar uppá útsýn og Rainað að orðs öryg fullk minn vern bílinn dar i omn bílinn yfirb eldsn minn 7% •allt rreyku rvern yfirb eldsn eyku fullk eyku vörn X7% útsýn an,útsýn bíll ,Rainvern eyðir orðs omn og ,gi öryggi aeyti að uppá vern omn allt allt að orðs vern öryg rvörn fullk iaRainminn dar eldsn n eldsn 7% yfirb eyðir Xaeyti uppá X eyku Rainvörn a útsýn aallt areyku bíll orðs og ,gi X eyðir rraXbýðu að Xorðs Rainuppá minn omn fullk allt að öryg X romn yfirb iað bílinn fullk dar minn 7% eldsn bílinn •vörn yfirb eyðir eyti uppá aútsýn uppá Hrein útsýn Rain,vörn aeyðir abíll Rainorðs gi bíll nnfullk X omn rrvörn allt r•Xbílinn minn að minn rbýðu 7% fullk allt öryg X yfirb •bíll iyfirb fullk býðu dar •bíll 7% Rainbílinn dar n vern eyðir bíll uppá eyti eyðir •vern •a uppá Hrein vörn býðu ,•útsýn X omn eytia eyti r útsýni ogX býðu rbílinn gi nnRainog eldsn n omn minn allt að 7% romn bílinn 7% öryg eyti fullk eyti X iyfirb býðu RainHrein býðu eldsn Raineyku dar a vern eyðir bíll uppá orðs eyðir •vern a ,Rain•og uppá Hrein aminn omn omn X að gi allt n orðs rbílinn X og vörn eldsn fullk vörn Rainallt 7% rX bílinn dar eldsneyti öryg fullk eyti eldsn iX RainHrein býðu eyku bíll aHrein Raineyðir vern bíll eldsn •Rainorðs eldsn uppá ,bíll aeyti minn útsýn orðs omn orðs yfirb X allt að gi allt n og vörn fullk r•,fullk vörn a avörn minn Rainöryg rnX Raineyti dar orðs yfirb orðs ivern Hrein avörn vern eyðir Rainbýðu eyku Hrein uppá bíll eyðir eldsn •Raineldsn uppá aeldsn •,býðu útsýn X minn 7% rX,útsýn X yfirb bílinn, eyku X allt og vörn neldsn fullk yfirb ryfirb Raina minn aað dar yfirb 7%að rX öryg eyti orðs iRainorðs eyti Hrein býðu a minn eyðir vern minn eyðir Raineyku Hrein uppá uppá yfirb omn a bíll að a útsýn 7% X r omn r X að a dar a og 7% n a 7% vörn Rainbílinn dar býðu r Rainorðs Raini eyti vern bíll býðu bíll minn Hrein eyðir 7% minn 7% eyku uppá yfirb • yfirb omn allt að X eldsn omn fullk omn n að n r allt a a fullk a eyti vörn omn r vern býðu bílinn omn a dar Rainbýðu að Hrein að Rainorðs orðs vern minn bíll Hrein 7% 7% eyku yfirb •rfullk allt X X,avörn eldsn fullk allt nallt X,útsýn allt fullk fullk Raineyðir Rainbílinn uppá rfullk býðu omn aeyti dar Hrein RainHrein að orðs fullk vern minn eyku minn •omn yfirb uppá eldsn rdar X X,yfirb romn avörn an RainaRaineyti bíll eyðir orðs omn Rainbílinn að uppá dar Hrein allt • Rain-X eyðir uppá fullk vern bíllaðeyðir uppá 7% minn 7% n eldsn r•eyku eyðir eyðir r7% uppá uppá býðu vörn eyti nHrein X aallt aRaineyti bíll orðs ryfirb rRainbýðu allt að omn minn að fullk X yfirb vern eldsn •dar 7% bíll bíll X n bíll eyðir eyðir eyðir n bíllallt uppá uppá abýðu býðu vörn X aHrein býðu orðs býðu n bílinn neyti dar rRainallt Hrein omn eldsn minn allt að 7% fullk X yfirb vern býðu eldsn býðu •X X bíll Raineyðir bíll a•vern abílinn orðsvörn 7% minn X Hrein aX Xvörn Rainorðs að eyti n raomn Hrein n Rainallt yfirb 7% fullk Hrein eldsn Hrein bíll Raineyðir uppá a uppá X RainRainareyðir X Xvörn omn orðs eyti allt að n rfullk fullk Rainminn 7% rvörn RainRainyfirb vern býðu eldsn Hrein Hrein •uppá bíll bíll eyðir uppá X vörn X omn aminn að orðs eyti allt n Rainnbýðu minn 7% rfullk RainRainyfirb býðu Hrein •fullk eldsn býðu eyðir uppá bíll omna yfirb a að X a omn allt að X r eyti orðs fullk Rainn Rainminn 7% yfirb Hrein • eldsn bíll býðu Hrein eyðir uppá a allt vörn fullk a omn n allt að X r eyti orðs minn Rain7% býðu Rainyfirb eldsn eyðir bíll uppá Hrein a X vörn a r fullk omn 7% n orðs að fullk minn 7% eyðir býðu Hrein Rainyfirb bíll eldsn r uppá auppá neyðir a eyðir rX að orðs allt Rainminn býðu 7% Hrein bíll eyðir n bíll nallt raXuppá omn að Rainfullk minn býðu Hrein yfirb bíll uppá aXomn omn neyðir að ryfirb Rainallt Hrein fullk 7% Hrein bíll eyðir Rain-X býðu omn nallt rXuppá að Rainfullk býðu Hrein bíll uppá X neyðir rbýðu allt Rainfullk býðu Hrein eyðir bíll rXuppá nallt Rainbýðu Hrein uppá n bíll rX RainHrein X býðu RainHrein RainHreinn bíll Rain-X býðu

5 NR 12/201 1.795 kr.

--r.is -00 00 568 00 568 odu r.is 00 --00 -r.is 00 00 568 00 568 odu r.is 00 w.l -- r.is odu 00 568 00 r.is odu r.is w.l odu odu w.l ww 568 00 r.is r.is w.l 00 ---r.is odu odu 568 00 w.l ww w.l r.is -568 -00 -568 ww odu 00 odu 568 r.is w.l ww 00 00 r.is --ðum -568 ww ww ðum odu 00 0000 r.is r.is 00 w.l 00 00 --568 -r.is 00 ww ww odu 568 w.l -w.l 00 -w.l 00 ðum 00 -00 odu ww ww ðum w.l w.l 568 -w.l 00 568 00 - 568 00 -00 ðum án ðum odu r.is ww -odu stö w.l 568 568 00 stö -stö ðum 00 00 ðum ww r.is -568 ww -odu stö r.is stö w.l r.is 00 -án 568 r.is odu r.is -stö ðum 00 ww ðum án ww odu -mt stö stö 00 -w.l -án 568 án 568 00 r.is odu mt ðum odu odu ww w.l -án mt stö -mt odu ááodu odu w.l stö 00 án -w.l fim án 568 r.is ðum 00 mt ðum w.l 00 -mt w.l stö odu á-fim odu 0mmt m 00 568 00 án w.l ww fim ðum mt r.is r.is mt áá--eru ww -án stö fim -ðum fim stö m 00 00 568 án -r.is 00 w.l ww 00 mt r.is mt eru ww ááfim m -á stö stö fim ww -ðum ww odu án 568 odu - ww 00 -w.l m r.is án w.l 00 mt eru á 80 m m stö fim 568 ww ww fim án ðum án 568 odu 00 eru Við r.is w.l 00 w.l ðum -56 mt -ðum -ðum á eru -fim odu ww fim án ðum 568 00 eru r.is ðum mt mt 00 w.l stö -w.l ðum áVið m -ðum fim Við m odu ww fim ww r.is-eru 00 eru 568 w.l r.is eru Við mt 00 stö ám -m -r.is stö ástö -ðum stö fim án fim odu Við Við ww stö 568 00 eru r.is eru 00 ámt á m odur.is ðum --án fim án Við m ww odu Við án mt án stö w.l 568 eru mt án 00 -án ám m -ðum ðum Við ww odu Við w.lodu stö 568 w.l mtstö mt eru r.is án fim m --án ww fim ðum Við odu eru eru stö 568 stö w.l á r.is -án fim á-m ðum www.l mt fimán Við fim -ámt ww odu Við fim eru fim stö w.l á r.is m ástö ámt án mt ðum m Við ámt ww á odu stö fim fim w.l r.is m -fim án ðum m mt mt Við eru ww á odu m m stö eru w.l án ðum--ww -Við ðum mt eru á-Við ww odu m stö eru m eru fim w.l án eru eru -Við mt ðum Við stöðum áfim ww m á stö fim w.l án eru eru mt Við ðum stö Við ww m á fim stö m Við Við án án eru mt ðum á ww fim stö m Við Við án mt tán eru eru mt ðum á m fim stö Við án eru mt ðum á fim m sex fim stö Við Við eru mt áðum fim stö Við eru mt m tán rum máá ná m Við fim stö ðán

fa kindakæ skref ir skref fyr

kan kjava Hrek

Unglingajóga

Ást!

160005

á

ðir kjarngó ttir gúllasré

Förðunarsysturnar

? fyrir þig Ragnheiður Lilja passar 8407 bíómynd 1 6 7 0 - Rut I S S Nkka og Rebe ntíska aða róma m ku Próf: Hv els sem við 10 hlutir KWARD 8400 05 GUR R • AW a 9 7716 70 ag YA BUR TA • KETTLIN ás TAN Sm MO ES • • DEY HANY öt:

PLak

G BET ESSBLO ALESSO • • POINTL SYKES ALFIE • NATHAN ZEDD

inn

ur matmað rossini

5 690691

ítónlistar

áttunda

6 ráð fyrir hár!

kr.

www.gestgjafin

ur regg RLEY konung aldar BOB MAárat ug síðustu

1.795 2015 Verð


Lífsreynsla

Illt er að leggja ást við þá sem enga kunna á móti Frá því að ég var barn hefur mér fundist sjálfsagt að ég myndi gifta mig og eignast börn. Ég fann líka að allir aðrir gerðu ráð fyrir þessu. Mamma talaði stundum um ömmubörnin sem hún ætti von á í framtíðinni við okkur systurnar og það áður en við urðum kynþroska. Út af fyrir sig er þetta auðvitað eðlilegt því innst inni langar flesta að eignast góðan maka og falleg börn.

Á

tján ára fór ég svo að vera með strák og eftir tvö ár trúlofuðum við okkur. Við bjuggum saman og vorum farin að tala um brúðkaup og börn þegar áfallið reið yfir. Vinkona mín kom til mín dag nokkurn og sagði mér að kærasti minn væri farinn að vera með annarri. Þetta var mikið sjokk og mér fannst hvort tveggja að mér hefði verið hafnað og að mér hefði mistekist eitthvað. Hins vegar var alveg sama hvernig ég velti þessu fyrir mér ég gat ekki fundið, svo óyggjandi væri, í hverju mistökin lágu eða hvers vegna ég var svo ómöguleg að nýja konan var tekin fram fyrir mig. Þrátt fyrir réttindabaráttu kvenna, sem nú hefur staðið í heila öld, og mjög breytt siðferðisviðhorf, virðast konur iðulega dæmdar fyrst og fremst út frá því hvort einhver karlmaður sé í lífi þeirra og þá hver hann er. Ég stofnaði til þó nokkurra sambanda eftir þetta sem entust mislengi. Lengst var ég með manni í fjögur ár en við bjuggum aldrei saman. Sambandið var mest á hans forsendum en með því á ég við að hann hringdi í mig þegar hann vildi að við hittumst eða hann birtist óvænt. Ef ég hugðist gjalda líku líkt var

58 VIKAN

hann iðulega fúll og tók illa á móti mér svo ég vandist því fljótt að bíða eftir að hann léti í sér heyra. Vinkona mín sem er ákaflega vel gift átti það til að vara mig við þessu og segja

„Vinkona mín sem er ákaflega vel gift átti það til að vara mig við þessu og segja mér að þetta væri vísasti vegurinn til þess að fá enn eitt hjartasárið.“ mér að þetta væri vísasti vegurinn til þess að fá enn eitt hjartasárið. Ég vildi ekki hlusta á hana og taldi eins og svo margar aðrar að einhvern daginn myndu augu hans opnast fyrir því hversu dýrmæt ást mín væri og hversu mikilvægur hluti af lífi hans ég væri. Það varð aldrei og eftir að ég áttaði mig á því að ég var ekki sú eina sem beið eftir símtölum hans gafst ég upp. Í þetta sinn tók það mig marga

mánuði að komast yfir sorgina. Það eru svo margir draumar sem maður þarf að grafa þegar samband slitnar. Mér var það nokkur huggun harmi gegn að á meðan einkalífið gekk illa gekk mér allt í haginn í vinnunni. Eftir að slitnaði upp úr trúlofun minni fór ég í háskóla og lauk námi sem gefur starfsréttindi. Ég fékk fljótlega vinnu við mitt fag og síðan tvisvar sinnum stöðuhækkanir með stuttu millibili.

Eiginmaðurinn brást

Á fagráðstefnu hitti ég svo manninn minn. Hann var eins og ég vel metinn á sínu sviði, greindur, skemmtilegur og ótrúlega myndarlegur. Mér fannst ég hafa himin höndum tekið þegar þessi maður fór að veita mér athygli. Samband okkar þróaðist hratt og við fórum að búa saman fljótlega eftir að við kynntumst. Hann langaði mikið til að stofna fjölskyldu og við eignuðumst tvö börn á tæpum tveimur árum. Við vorum ákaflega hamingjusöm og ánægð og mér fannst að loks hefði ég uppskorið eins og til var sáð eftir alla erfiðleikana sem voru að baki. Þegar maðurinn minn yfirgaf mig svo eftir tuttugu og sjö ára hjónaband


„Nú er ég búin að vera ein í tvö ár og kann vel við sjálfstæðið. Ég get gert það sem mig langar til og þarf ekki lengur að taka tillit til manns sem hefur hugsanlega gert einhverjar allt aðrar áætlanir en ég um hvert skuli haldið í sumarfríinu eða hvernig sófa eigi að kaupa.“

hrundi veröldin. Ég lagðist í þunglyndi og hef þurfti að leita mér hjálpar vegna þess. Hvernig sem ég reyndi losnaði ég ekki við þá tilfinningu að ég væri misheppnuð og að á einhvern hátt væri það mér að kenna hvernig fór. Það vantaði ekki að margir sögðu mér að fáránlegt væri að hugsa svona en tilfinningar lúta ekki alltaf lögmálum skynseminnar. Ég veit að ég er ekki ein um að hugsa eitthvað á þessa leið. Konum finnst þær almennt ábyrgar fyrir því að hjónabandið gangi hnökralaust, enda ýtir samfélagið undir þá tilfinningu. Allflest erlend kvennablöð eru yfirfull af greinum um hvernig halda eigi spennu í langtímasamböndum, hvernig lífga megi upp á sambandið eftir að lægð er náð, hvernig gera eigi karlmenn ánægða og halda þeim hamingjusömum og þannig mætti endalaust telja, Sjaldan er talað um hvernig tendra megi ástarneistann hjá eiginkonunni eða hversu lítið þurfi til að viðhalda rómantíkinni í sambandinu, þvert á móti. Blómvendir, konfekt, minkapels eða einhver önnur gjöf er samkvæmt bröndurunum sárabót fyrir hliðarspor eiginmannsins og að konur þiggi hana sáttar og glaðar. Mér fannst maðurinn minn hamingjusamastur ef ég gerði engar kröfur á hann. Hann þoldi ekki það sem hann kallaðir umkvartanir mínir og þegar við rífumst slengdi hann því gjarnan á mig að ef hann væri svona ómögulegur þá gæti ég bara farið. Honum datt ekki í hug að reyna að breyta ögn framkomu sinni því iðulega var það ósköp lítið sem þurfti til. Ég vildi finna aðeins meiri blíðu, umhyggju og samveru.

Konur sem elska of mikið

Margt var samt gott í hjónabandi okkar og ég sakna hans stundum enn. Mér hefur þó tekist að vinna mig frá þeirri vondu tilfinningu að ég sé einskis virði. Þrátt fyrir að ég hafi verið alin upp við það að fjölskyldan væri það mikilvægasta sem maður eigi og einu verðmætin sem mölur og ryð fái ekki grandað er ég ekki tilbúin að fórna hverju sem er fyrir það eitt að eiga maka og félaga í lífinu. Nú er ég búin að vera ein í tvö ár og kann vel við sjálfstæðið. Ég get gert það sem mig langar til og þarf ekki lengur að taka tillit til manns sem hefur hugsanlega gert einhverjar allt aðrar áætlanir en ég um hvert skuli haldið í sumarfríinu eða hvernig sófa eigi að kaupa. Vissulega hugsa ég stundum um að gaman væri að hitta einhvern sem myndi reynast mér góður félagi. Ég finn þó samt að mér finnst mun meira freistandi, ef til þess kæmi að vera í fjarbúð en sambúð. Börnin mín eru uppkomin og ég kann því vel að búa ein. Ég hef lært margt síðan ég skildi en stærsta lexían er án efa sú að ég þarf ekki á karlmanni að halda til að vera hamingjusöm.

VIKAN 59


Krossgáta 94

SILFURHÚÐA

SKARPUR

KLIFUN

NÚMER DRYKKUR STÍGANDI TÓNVERKS

BETRUN

BLÓMI

RÍKI Í EVRÓPU

MÁLMUR

mynd: AdAmhAllgmbh (CC by-SA 3.0 dE)

HVIRFILVINDUR Á FÆTI

LÍMBAND

SKÓLI

KLÆÐLAUS

ÖRK SÓÐA

LJÁ

ÞÖKK 1

VÖRUFLUTNINGUR

STÍGUR MYLLA

ÚTUNGUN GLITTIR

SEYTLAR ÓNEFNDUR

ÓHREINKA

TÁLKNBLÖÐ

ÖNDVERT SKYLDA

LÖGUR

HNUGGINN ANDARTEPPA

GÁLEYSI

SVELL SÝN

GAS ÞRÆTA

ARÐA

DURTUR

ÁFORM

GUÐ

ÁVARPAR

SKYLDI

BUDDA

SKAUT

SJÓR

4

ÚTLIMUR

ÖRVERPI

TALA

SKOLLANS

SAMTALS

2

ÓGÆFA FUGL

NABBI

SPIL

IÐN

GRAFA

FRÚ

REIÐUR

SIGTAST

KYRRÐ

HNUSA

FRÍ

ÞÓ

LEYSIR

ANGAN

RYKÖGN

KK NAFN

SELLU LOFTTEGUND SAMSTÆÐA

RÍKI Í V-AFRÍKU

ELDSNEYTI

UPPGERÐARVEIKI 6

BÓKSTAFUR STEFNA

SKERA

BEINT

LÖGG

2

3

4

Sendið lausnarorðið fyrir 14. september 2016, ásamt nafni ykkar og heimilisfangi, til Vikunnar, á vikan@birtingur.is eða í bréfi merktu: Vikan 33. tbl. 2016 Lyngási 17 210 Garðabæ

60 VIKAN

5

5

SPREI

EGG SVARA

1

3

TRAUST

ELDHÚSÁHALD

KOMAST

TIL SÆGUR

EFTIRSJÁ

6

Krossgátuverðlaun

Sjóveikur í München

Í bókinni gengur Hallgrímur Helgason á hólm við sjálfan sig og lýsir örlagavetri í eigin lífi, sínum fyrsta utan föðulands og móðurhúsa. Sú vist verður honum ekki bara þungbær heldur reynist hún marka braut hans til frambúðar. Beinskeyttur stíll höfundar, skörp hugsun og húmor gera bókina ekki einungis skemmtilega aflestrar heldur einnig afar áhrifamikla. Útgefandi: JPV.

Vinningshafi í 31. tbl. 2016

María Bjargmundardóttir Krummahólum 8 111 Reykjavík Lausnarorð:RAKKAR María fær senda bókina Koparborgin sem Björt gefur út.


BÓKASAFNIÐ

B T S G R H K L Æ G N Á L T Ú F A N L

A E A R E T A S E N G Æ S Æ T L F U U

S R R E T A N G A S A E R S E Æ E R R

U B R D S K L Æ G E N S U L R S S P P

Finndu 15 orð af 16 þau eru lárétt og lóðrétt, á ská eða afturábak.

D I Ð Æ R F N G A S D A T I T I E U E

R Æ R B U U G E R A H B S N R R F L N

A R E L Ð N L R E E I L E G A U Y S G

N E S E A G I E T R S G R A N Ð H K O

E T E R T A R T E F A U F S G R Ö A R

G A B G S T P A R R E R A R Þ Ö G N F

R S T O A A E I S U G E L A A V U D A

A E E G Ð R Ð K A N G S I M R A R I R

G R R E I U E E N R A Ö K M A K Ð D D

A A Æ N R S N P G E R T S I S Ó U Æ R

S G V G G T G S A P T E S R T B R R U

A N I F U E A M R L E S E K A A S A Y

T U N N R N R I L I S A H R M T A S F

S T T U P B T E E S E B N A B A S T T

I Æ Ý G U E I H P R T A T E L S E Á A

L L R G L T D A R T B R A R I E R R R

A U I A T E R S U Æ A E J S N R E M E

T S H N R S A A K Y N G E R E S T A M

A E R D A E Æ U P P L E S T U R R Y T

S M A I N Y R R U M P U L G U R T A R

ÁSTARSÖGUR BARNABÆKUR BÓKAVÖRÐUR FRIÐUR GRIÐASTAÐUR HEIMSPEKI KRIMMAR LEIT LISTASAGA RITHÖFUNDAR SAGNFRÆÐI SKILAFRESTUR UPPLESTUR ÚTLÁN ÞÖGN ÆVINTÝRI ATH! EITT ORÐANNA ER EKKI AÐ FINNA. HVAÐA ORÐ ER ÞAÐ?

SUDOKU-þrautir

VIKAN 61


mig dreymir

Helga Kristjánsdóttir

myndrænt Það gerist ekkert nema okkur dreymi það fyrst Minningar um sumarfrí

Ilmvötn sem minna mig á sólarströnd og sumarfrí heilla mig. Replica-ilmvötnin frá Maison Martin Margiela eiga öll að endurskapa minningar frá góðum stað og stund en Beach Walk er efst á óskalistanum mínum, af augljósum ástæðum, enda segir í lýsingu á ilminum að hann lykti eins og sólkysst og sölt húð.

Ljósmyndadella

Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á ljósmyndun og get gleymt mér tímunum saman yfir tímaritum og ljósmyndabókum. Nýlega hef ég fundið þörf fyrir að spreyta mig á bak við linsuna sjálf, þá ekki bara með förðunarpenslana á lofti. Ég er að leita að hinni fullkomnu græju en ef ég ætti tæpar sex milljónir á lausu yrði Limited Edition-útgáfa af Leica m9-p hugsanlega fyrir valinu. Ástæðan fyrir verðbiluninni á græjunni er vegna þess að franska tískuhúsið Hermès, sem þekktast er fyrir fáránlega dýra fylgihluti, sér um listræna útfærslu.

Sveppalampi úr æsku

Haustpeysa

Ég elska rúllukragapeysur, sérstaklega á haustmánuðum. Þessi hönnun frá Rosetta Getty finnst mér einstaklega falleg með sínar útvíðu ermar og kremaða lit.

Mamma og pabbi fengu Panthella-borðlampann frá Verner Panton í brúðkaupsgjöf og ég man eftir því að hafa dáðst mikið að honum í æsku. Hann brotnaði fyrir nokkrum árum og því útilokað að ég erfi gripinn en mikið væri ég til í að eignast einn slíkan inn á mitt heimili.

Fagrir förðunarburstar

Hönnuðurinn Mara Hoffmann kom nýlega á markað með förðunarbursta í samstarfi við snyrtivöruparadísina Sephora. Ég get alltaf á mig burstum bætt og þá sérstaklega ef þeir eru svona mikið fyrir augað.

62 VIKAN


Opel Corsa Essentia – Verð frá aðeins:

Bílabúð Benna áskilur sér rétt til breytinga á verði og búnaði. Birt með fyrirvara um texta og myndabrengl.

2.190.000 kr.

OPEL CORSA

LÁTTU OPEL KOMA ÞÉR Á ÓVART. Verðlaunagripur frá Opel. Corsa var fyrst kynntur til sögunnar árið 1982, hann sló strax í gegn og hefur selst í um 12,3 milljónum eintaka. Það er heilmargt sem kemur á óvart við nýjustu kynslóðina af Corsa. Bíllinn státar af óvenju fullkomnum tækni- og öryggisbúnaði, glæsilegum línum, sprækum vélum og sparneytni, enda hreppti hann titilinn „Best Buy Car of Europe 2015“ – sem segir í raun allt.

Reykjavík Tangarhöfða 8 590 2000

Reykjanesbær Njarðarbraut 9 420 3330

Opið virka daga frá 9 til 18 Laugardaga frá 12 til 16 Verið velkomin í reynsluakstur

OPEL Á ÍSLANDI Kynntu þér Opel fjölskylduna á benni.is | opel.is


GLASSLINE Unidrain® er þekkt um heim allan fyrir gólfniðurföll sem hafa breytt hugmyndum okkar hvar og hvernig niðurföllum er komið fyrir. Uppsetning á GlassLine (sambyggt niðurfall og sturtuhlið) frá unidrain® byggir á sömu grundvallarhugmyndum og er örugg lausn með sérstaklega fallegum frágangi.

Smiðjuvegi 76

www.unidrain.dk

• Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri Opið virka daga frá 8-18 laugardaga frá 10-15 • www.tengi.is • tengi@tengi.is

Sími 414 1050


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.