Vikan 34.tbl.2016

Page 1

34. tbl. 78. árg. 15. september 2016 1695 kr.

Gunnhildur komst lífs af fyrir kraftaverk

Konan sem teiknaði skrifpúlt Nóbelsskáldsins Pálína Ósk heldur saumaklúbb úti undir beru lofti

„Ég átti margar grímur og faldi vanlíðanina“ Sítrónu-risotto Karamellukjöt Marenssamlokur með hindberjarjóma

Haustlitirnir í tískunni

Hlébarðamynstrið kemur aftur 5 690691 200008


EYKUR ÞITT NÁTTÚRULEGA Q10 Í HÚÐINNI ENDURHEIMTU 10 ÁRA TAPAÐ MAGN AF Q10 Á AÐEINS TVEIM VIKUM


Leiðari

Örlagarík augnablik B I RT Í N G U R útgáfufélag

Lyngási 17, 210 Garðabæ, s. 515 5500

Útgefandi: Hreinn Loftsson Framkvæmdarstjóri: Karl Steinar Óskarsson Fjármálastjóri: Matthías Björnsson Yfirmaður hönnunardeildar: Linda Guðlaugsdóttir Yfirmaður ljósmyndadeildar: Aldís Pálsdóttir Dreifingarstjóri: Halldór Rúnarsson

Prentun: Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja

ERFISME HV R M

KI

U

Aðstoðarritstjóri: Guðríður Haraldsdóttir Blaðamenn: Helga Kristjánsdóttir, Hildur Friðriksdóttir, Íris Hauksdóttir, Ragnhildur Aðalsteinsdóttir. Ljósmyndarar: Aldís Pálsdóttir, Hákon Davíð Björnsson, Heiða Helgadóttir, Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir og Ólafur Magnússon Umbrot: Carína Guðmundsdóttir og Elísabet Eir Eyjólfsdóttir, Myndvinnsla: Guðný Þórarinsdóttir Próförk: Margrét Árný Halldórsdóttir, Ragnheiður Linnet Áskriftardeild: Hjördís Svan Aðalheiðardóttir. Auglýsingar: Ólafur Valur Ólafsson, Þórdís Una Gunnarsdóttir, Ásthildur Sigurgeirsdóttir og Hjörtur Sveinsson netf.: auglysingar@birtingur.is Skrifstofa: Ásgerður Margrét Þorsteinsdóttir, Guðrún Helgadóttir Dreifing: Halldór Rúnarsson og Davíð Þór Gíslason. Prentun: Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja.

141

776

PRENTGRIPUR

Tilkynna þarf uppsögn á áskrift fyrir 15. hvers mánaðar og tekur hún þá gildi í lok þess mánaðar.

Þegar við kveðjum okkar nánustu og leggjum aftur útidyrnar heima dettur okkur aldrei í hug annað en við eigum eftir að opna þær aftur að vörmu spori og heilsa. Samt er það svo að eitt augnablik getur öllu breytt og sumir koma ekki aftur. Aðir þurfa að horfast í augu við að lífið verður aldrei samt og endurskoða þarf alla drauma og framtíðarplön. Gunnhildur Þorbjörg Sigþórsdóttir stóð í þeim sporum fyrir tuttugu og fimm árum. Hún fór í bíltúr með vinum sínum eitt sumarkvöld árið 1991, fékk að aka bílnum og velti honum. Við tóku langir erfiðir mánuðir þar sem Gunnhildur

„Við tóku langir erfiðir mánuðir þar sem Gunnhildur barðist fyrir lífi sínu og síðar endurhæfing þar sem hún leitaðist við að finna leiðir til að aðlagast þeim skaða sem hún hafði hlotið í slysinu og bæta lífsgæði sín.“ barðist fyrir lífi sínu og síðar endurhæfing þar sem hún leitaðist við að finna leiðir til að aðlagast þeim skaða sem hún hafði hlotið í slysinu og bæta lífsgæði sín. Gunnhildur er einstaklega þakklát öllu því góða fólki sem kom að meðferð hennar en notuð var byltingarkennd aðferð til að bjarga henni sem ekki hafði verið reynd áður. Hún gagnrýnir þó þá staðreynd að þótt líkamanum væri vel sinnt og allir boðnir og búnir að sýna henni hlýju og ástúð fékk hún enga sálfræðiþjónustu. Löngu seinna þegar Gunnhildur gekk í gegnum skilnað opnuðust gömul sár sem hún hafði talið gróin og hún fór að vinna úr áfallinu. Þegar einstaklingur stendur frammi fyrir eigin dauðleika gerist eitthvað. Það breytir manneskjunni og sýn hennar á lífið. Fyrsta

Áskrifandi verður að tilkynna breytingar á heimilisfangi til Birtíngs á tölvupóstfangið askrift@ birtingur.is. Sé það ekki gert ábyrgist Birtíngur ekki að tímarit skili sér á rétt heimilisfang.

tilfinningin er auðvitað þakklæti, óumræðanleg og djúp þökk fyrir að ekki hafi farið á versta veg og manni hafi verið gefið nýtt tækifæri. En undir niðri situr óttinn og óöryggið. Nú veit þessi manneskja nefnilega hversu hnífskörp og mjó línan er milli lífs og dauða. Ekkert er gefið og enginn veit sinn næturstað. Þótt vissulega séu slíkar hugsanir ekki alltaf efst í huganum skapa þær samt ákveðna vanlíðan. Það hjálpar að ræða um hana og læra að treysta að nýju. Sá sem þarf að takast á við varanlegan skaða syrgir einnig missinn. Gunnhildur missti heyrn, tær og annað lungað. Þessi upprennandi afrekskona í íþróttum varð að gefa upp á bátinn alla von um að standa aftur á verðlaunapalli, að minnsta kosti í frjálsum íþróttum. Hún glímir einnig við ákveðið jafnvægisleysi vegna útlimamissisins og heyrnarleysið háði henni lengi. Nýlega fór hún í kuðungsígræðslu og það bætti mjög heyrnina. Gunnhildur lýsir því hversu einstakt það er að fá aftur að heyra hljóð sem hún hafði ekki heyrt í mörg ár, meðal annars hljóðið í dyrabjöllunni á æskuheimilinu. Það er áhrifamikið að heyra sögu sem þessa og hún leiðir hugann að því að oftast drögum við andann léttar þegar fréttist af alvarlegum bílslysum þar sem allir komust lífs af. Staðreyndin er hins vegar sú að það er upphaf sögunnar ekki endir. Það sem við tekur er nefnilega þraut sem reyna mun manninn. Gunnhildur hefði hugsanlega gengið ósködduð frá slysinu hefði hún verið í bílbelti og það er vert að muna að aldrei er of varlega farið.

steingerður steinarsdóttir ritstjóri steingerdur@birtingur.is

Allur réttur áskilinn varðandi efni (texta og myndir). Öll notkun efnis, t.d. beinar tilvitnanir og endursagnir, er óheimil án skriflegs leyfis útgefanda. Sjá nánar um réttarvernd og gjaldskrá útgefanda á birtingur.is

Auglýsingar sími 515 5500 auglýsingar@birtingur.is Áskrift sími 515 5555 www.birtingur.is

Guðríður Haraldsdóttir

Ragnhildur hildur Aðalsteinsdóttir friðriksdóttir

Aðstoðarritstjóri gurri@birtingur.is

Blaðamaður ragga@birtingur.is

Íris hauksdóttir

Blaðamaður Blaðamaður hildurf@birtingur.is irish@birtingur.is

Helga Kristjánsdóttir Blaðamaður & stílisti helgak@birtingur.is

VIKAN 3


Efnisyfirlit

viðtal

34 „Án ykkar væri ég ekki hér“ Fyrir aldarfjórðungi lenti Gunnhildur Þorbjörg Sigþórsdóttir í alvarlegu bílslysi rétt fyrir utan Þingeyri. Aðstæður voru þannig að í raun er kraftaverk að Gunnhildur lifði af. Þegar fréttir berast af slíku draga allir andann léttar og fagna því að ekki hafi verið um banaslys að ræða en við tekur hins vegar ævinlega löng og ströng leið til bata. Gunnhildur segir Vikunni þá sögu.

6

26

Forsíðumynd: Heiða Helgadóttir Förðun, hár og stílisering: Helga Kristjáns Eftirtaldar vörur voru notaðar við forsíðumyndatöku: Teint Miracle-farði, Belle de Teint-sólarpúður, Gloss in Love-varagloss, Grandiôse Extrememaskari, allt frá Lancôme. Gerviaugnhár frá Modelrock, fást hjá Nola.is. Förðunarburstar frá Real Techniques. Hárvörur frá Moroccanoil.

viðtöl

Matur

6 Birta Fróðadóttir setti upp sýningu í minningu ömmu sinnar. 26 Riitta Anne Maarit Kaipainen fílar litríkan fatnað. 28 Sigurlaug Jóhannesdóttir starfar sem einkakokkur í London. 40 Eydís Eir Björnsdóttir fjárfestir ekki tilfinningalega í hlutum. 42 Pálína Ósk Hraundal fléttar útivist og hreyfingu inn í hversdagslífið.

28 Karamellukjöt Sítrónu-risotto með ofnbökuðum aspas Pönnusteiktur þorskur með parmesanosti Appelsínu- og engifergljáðir kjúklingabitar með kínóasalati Marenssamlokur með hindberjarjóma

Tískan 18 Hlébarðamynstrið kemur aftur 20 Haustlitirnir eru að birtast 22 Förðunarráð Helgu

Vikan á samfélagsmiðlum

Greinar 10 Á döfinni 12 Nýtt á skjánum 14 Bókahillan 16 Saga undirfatanna 24 Náttúrulegar ítalskar hárvörur 46 Trendin á Instagram 48 Búðardalur heimsóttur 50 Hin hliðin á Lousiu May Alcott 54 Flott og gott 56 Stjörnuspá 58 Lífsreynsla 60 Krossgáta/orðaleit/sudoku 62 Ritstjórnarmeðlimi dreymir um

Vikan

@vikanmagazine

@vikanmagazine

vikanmagazine

Við erum á facebook, Instagram, Twitter og snapchat. fylgist með því sem gerist á bakvið tjöldin. 4 VIKAN



Umsjón: Steingerður Steinarsdóttir Myndir: Aldís Pálsdóttir og úr einkasafni

Konan sem teiknaði skrifpúlt Nóbelskáldsins Saga kvenna sem rutt hafa brautina eða skarað fram úr er oft fyrirferðarminni en karla og stundum virðast þær jafnvel gleymast. Svo ánægjulega vill þó til að líf merkrar konu er rifjað upp í Listasal Mosfellsbæjar um þessar mundir. Það er barnabarn fyrstu konunnar hér á landi í innanhúsarkitektúr og húsgagnasmíði og alnafna hennar Birta Fróðadóttir sem tekið hefur saman í máli og myndum helstu verk þessarar merku konu.

A

uk þess að læra innanhússarkitektúr var Birta lærður húsgagnasmiður og smíðaði mörg falleg og merkileg húsgögn, meðal annars skrifpúlt Nóbelskáldsins Halldórs Laxness. Eplið fellur víst sjaldan langt frá eikinni og sýnir sig í því að Birta yngri er arkitekt og starfar á teiknistofunni Glámu-Kím. En hvernig kom það til að hún ákvað að setja upp þessa sýningu? „Fyrir mörgun árum færði pabbi heitinn mér bunka af skólateikningum móður sinnar, Birtu,“ segir hún. „Á þeim tíma var ég sjálf í arkitektúrnámi í Kaupmannahöfn og þess vegna fannst honum að ég ætti að

6 VIKAN

fá teikningarnar. Mér fannst þetta æði athyglisvert, bæði að hún hafi verið í námi í innanhússarkitektúr fyrir meira en sextíu árum og líka fyrir hversu fallegar teikningarnar voru. Ég hef alla tíð verið mjög áhugasöm um ömmu mína Birtu, alnöfnu mína, og hennar sögu og alltaf fundist hún áhugaverð kona, en ég náði aldrei að hitta hana þar sem hún lést fyrir mína tíð. Pabbi arfleiddi mig einnig af sveinsstykki hennar úr húsgagnasmíðinni sem er afar fallegt skrifborð og er á sýningunni. Mér fannst það vera hlutverk mitt að gera sögu Birtu skil á einn eða annan hátt og þannig kviknaði hugmyndin að sýningunni.“

Líklega er ekkert undarlegt að saga svo sérstæðrar konu verði barnabarni hennar hugleikin, ekki hvað síst þegar það heldur við nafni hennar. En hvað hefur það gefið þér að setja þessa sýningu upp? „Stærsta gjöfin við að setja sýninguna saman hefur verið að fá að kynnast Birtu í gegnum rannsóknarvinnuna. Ég hef bæði fengið að kynnast þessari ungu hugrökku og sjálfstæðu konu sem fór sínar eigin leiðir en einnig landnemanum og frumkvöðlinum Birtu sem settist að á Íslandi og eignaðist átta börn og lét sína eigin drauma lönd og leið og helgaði líf sitt þess í stað stórri fjölskyldu sinni og lífinu í Mosfellsdalnum. Mér finnst saga Birtu merkileg fyrir margar sakir. Þessi vinna hefur gefið mér betri innsýn í hversu mikið staða kvenna í okkar þjóðfélagi hefur breyst á stuttu tímabili.“

Hugrökk og frökk stúlka

Þú hefur án efa alist upp við sögur af ömmu þinni og hefur haft verk hennar


„Ég hef fundið fyrir þakklæti frá sýningargestum fyrir að hafa dregið upp heildarmynd af lífi og störfum konu á þennan hátt. Fólk er mjög áhugasamt um sýninguna og vel yfir hundrað manns mættu á fyrstu leiðsögnina.“

Eftir því var tekið hversu nákvæmar og fallegar teikningar Birtu voru þegar hún stundaði nám í innanhússarkitektúr.

Skrifborð Nóbelskáldsins að Gljúfrasteini.

VIKAN 7


fyrir augum frá æsku. Hvað kom þér hins vegar mest á óvart þegar þú hófst bakgrunnsvinnuna? „Það kom mér á óvart hversu frökk og hugrökk Birta var sem ung stúlka. Hún hjólaði til dæmis til Þýskalands með vinkonu sinni árið 1937 alla leið til München. Síðan dvaldi hún í Róm árið eftir það í heilan vetur. Ung að árum var hún því orðin nokkuð veraldarvön. Svo kemur hún til Íslands rétt eftir stríð þegar hér var mikill skortur á efnum og vörum og fólk enn að skríða út úr moldarkofunum til þess eins að flytja inn í úldna hermannabragga. Það hlýtur að hafa verið ákveðið sjokk að koma til landsins á þessum umbrotatímum. En hún virðist hafa verið ótrúlega nægjusöm og uppfinningasöm því henni tókst alltaf að gera mikið úr litlu og settu þau fjölskyldan sjálf upp bragga í dalnum og bjuggu þar við prýðis húsakost í hartnær tíu ár. Þannig að Birta virtist fljótt hafa aðlagast hér og tekið algjöru ástfóstri við Ísland, náttúruna, sveitalífið og hestamennskuna.“ Birta á nú sjálf lítið barn. Hún segist stundum hafa velt því fyrir sér hvað hún hefði eiginlega verið að spá að ráðast í þetta mikla verk að taka saman lífshlaup og sögu ömmu sinnar og setja upp sýningu. Ef miðað er við hennar stöðu á sínum tíma gæti það virst lítið afrek en fannst henni hún á einhvern hátt getað sett sig í spor ömmu sinnar eða samsamað sig tilfinningum hennar og upplifununum meðan hún vann að sýningunni? „Sjálf er ég með mitt fyrsta barn á brjósti sem var áskorun út af fyrir sig miðað við þá vinnu sem ég þurfti að leggja í sýninguna síðustu mánuði,“ segir hún. „Þegar ég var mitt í mestu törninni fannst mér galið að hafa valið þessa tímasetningu fyrir sýninguna. En Birta stappaði í mig stálinu og svaraði mér með glotti af gömlu ljósmyndunum, enda sjálf komin með sex börn þegar hún var á sama aldri og ég og endalaust líka að smíða eitthvað og gera og græja.“ Hver er markmið þitt með sýningunni? „Markmiðið er að varpa ljósi á sögu Birtu. Þegar hún kom til Íslands dreymdi hana um að opna verslun og vera með

Fjölskyldan á góðri stundu.

„Svo kemur hún til Íslands rétt eftir stríð þegar hér var mikill skortur á efnum og vörum og fólk enn að skríða út úr moldarkofunum til þess eins að flytja inn í úldna hermannabragga.“ eigið verkstæði en í tímans rás urðu þeir draumar að lúta í lægra haldi fyrir hversdaglegu basli fyrir stóru búi og barnaskara. Saga Birtu endurspeglar sögu margra kvenna á þessum tíma. Ýmsar konur fóru utan og námu margvíslegar listgreinar og komu svo heim og gengu beint inn í húsmóðurhlutverkið sem oftast nær tók tíma þeirra allan. Það þótti einfaldlega ekki sjálfsagt að þær færu að vinna við eitthvað annað utan heimilisins.“

Þakklátir sýningargestir

Hvernig viðbrögð hefur þú fengið? „Viðbrögðin við sýningunni hafa verið mjög jákvæð,“ segir Birta. „Ég hef fundið fyrir þakklæti frá sýningargestum fyrir að hafa dregið upp heildarmynd af lífi og störfum konu á þennan hátt. Fólk er mjög áhugasamt um sýninguna og vel yfir hundrað manns mættu á fyrstu leiðsögnina. Það hefur vakið athygli fólks

Smiður eða ekki Smiður eða ekki er yfirskrift sýningar um líf Birtu Fróðadóttur (f. 1919 d. 1975), innanhússarkitekts og húsgagnasmiðs, í Listasal Mosfellsbæjar. Hún var fyrsta konan hérlendis sem var menntuð í innanhússarkitektúr og var þar að auki með sveinspróf í húsgagnasmíði. Birta var dönsk að uppruna, kom hingað til lands og settist að í Mosfellsdal árið 1945. Birta og maður hennar, Jóhann Kr. Jónsson, stofnuðu og ráku í áratugi gróðrarstöðina Dalsgarð. Þekktasta verk Birtu á sviði innanhúss- og húsgagnahönnunar eru innviðir Gljúfrasteins – heimilis Halldórs Kiljans Laxness og fjölskyldu hans. Meðal annars teiknaði Birta skrifpúlt fyrir nóbelskáldið auk þess að vera sérlegur

8 VIKAN

ráðgjafi þeirra hjóna Auðar og Halldórs við skipulag innanhúss, s.s. efnis- og litaval og val á húsgögnum og húsbúnaði. Á sýningunni verða sýnd sveinsstykki Birtu úr húsgagnasmíðinni og skrifpúlt Halldórs Laxness auk vinnuteikninga, skólaverkefna og ljósmynda. Það er óhætt að fullyrða að Birta hafi verið sannkallaður brautryðjandi á sínu sviði og hún bjó yfir fágætri sérþekkingu á sviði handverks og hönnunar sem lítt eða ekkert var þekkt á Íslandi fyrir hennar tíð. Verk hennar eru ekki mörg, enda þurfti hún að standa fyrir stóru heimili og ala upp mörg börn en í ljósi þess má einnig dást að hve miklu hún þó afkastaði og stórkostlegt að fá tækifæri til að kynnast þessari merku konu.

að allar þessar teikningar hafi varðveist í sjötíu ár. Einnig eru margir áhugasamir um að skoða skrifpúlt Halldórs Laxness sem var smíðað eftir teikningum Birtu og er í fyrsta skipti til sýnis utan Gljúfrasteins síðan það var sett þar upp árið 1945.“ Þegar tekist hefur verið á við svona stórt verkefni verður líklega flest annað lítilvægt en hvað er svo fram undan hjá arkitektinum og móðurinni? „Við taka síðustu mánuðir fæðingarorlofsins sem mig langar að halda áfram að njóta með frumburðinum, henni Silfru litlu. Mig langar líka að reyna að kafa dýpra í sögu Birtu og halda áfram að skrásetja og vonandi gefa út í einhverju formi síðar,“ segir Birta að lokum en nefna má að hún verður með leiðsögn um sýninguna í Listasal Mosfellsbæjar laugardaginn 17. september klukkan 14.



Vikan mælir með Umsjón: Íris Hauksdóttir / irish@birtingur.is

Bakstursmaraþon

Blöku

Lilja Katrín Gunnarsdóttir er þessa dagana í óðaönn að undirbúa heldur óvenjulegt maraþon. Lilja, sem heldur úti bökunarblogginu blaka.is, stefnir nefnilega á að baka í heilan sólarhring samfleytt. Maraþonið verður haldið að heimili hennar að Melgerði 21 í Kópavogi og geta gestir og gangandi gætt sér á kaffi og kökum frá og með hádegi laugardaginn 17. september. Handþeytarann hyggst Lilja svo leggja frá sér í hádeginu á sunnudeginum. Bakkelsið mun ekki kosta krónu en á staðnum verða sérstakir styrktarbaukar og mun söfnunarféð renna til styrktar Krafti sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Lilja vill jafnframt benda áhugasömum á að þeir sem ekki sjá sér fært að mæta á svæðið geta styrkt félagið á styrktarsíðu Krafts og merkt framlagið bökunarmaraþon eða blaka.

Kennslueldhús sælkerans

Salt Eldhús er skemmtilegur valkostur á íslenskum sælkeramarkaði. Kennslueldhúsið, sem staðsett er við Þórunnartún, býður upp á fjölbreytt úrval matreiðslunámskeiða þar sem þátttakendur elda sjálfir allan mat frá grunni. Námskeiðin henta bæði byrjendum sem og lengra komnum og geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Fjöldatakmörkun er á hverju námskeiði fyrir sig svo hver og einn þátttakandi fær góða kennslu frá fagfólki í algjörum sérflokki þar sem áhersla er lögð á ferskt hráefni, góða kennslu og frammúrskarandi aðstöðu. Í lok hvers námskeiðs slá matgæðingarnir svo upp veislu í borðstofunni og njóta afraksturs kvöldstundarinnar.

Lungamjúkur og ljúffengur matur

Ein af skemmtilegri eldunaraðferðum síðastliðinna ára er án efa „sous vide“-eldunaraðferðin. Þrátt fyrir nýtilfengnar vinsældir er aðferðin meira en tvö hundruð ára gömul og hefur verið notuð af mörgum matreiðslumönnum frá því á sjöunda áratugnum. Hráefninu er pakkað í matarplast og eldað við kjörhita í ákveðinn tíma sem tryggir að maturinn fær fullkomna eldun.


Norsk hönnun og gæði

15% kynningarafsláttur

Verð áður r. 335.000 k Verð með afslætti r. 284.750 k

Innlit Ármúla 27 Sími 544 8181 www.innlit.is ●


kvikmyndir og sjónvarp Umsjón: Hildur Friðriksdóttir / hildur@birtingur.is

Gamla, góða Bridget snýr aftur Nú styttist í að sagan um hina skemmtilegu en seinheppnu Bridget Jones haldi áfram með frumsýningu þriðju myndarinnar, Bridget Jones’s Baby.

S

Down With Love

íðast þegar við skildum við Bridget fyrir tólf árum var hún nýkomin heim úr fangelsi í Taílandi og tekin aftur saman við Mark Darcy. Nú er hún hins vegar næstum fertug og á milli manna ef svo má segja. Skömmu eftir að flosnar upp úr sambandi hennar og Marks kynnist hún bandarískum sjarmör, Jack Quant, og allt virðist vera á uppleið. En þegar hún verður svo ófrísk að sínu fyrsta barni kemur í ljós að hún veit ekki hvor þeirra er faðirinn. Eins og í fyrri myndunum um Bridget Jones er það húmorinn og rómantíkin sem ræður ríkjum í lífi og starfi Bridgetar þótt alvaran sé auðvitað aldrei langt undan. Myndin hefur hlotið almennt lof gagnrýnenda og það er bókað mál að aðdáendur Bridgetar verða ekki sviknir.

systrunum Jane, Elizabeth, Mary, Kitty og Lydiu Bennet og hvernig leitin að eiginmanni setur líf þeirra úr skorðum, sérstaklega þegar auðugur ungur maður, herra Bingley kemur í sveitina ásamt vini sínum herra Darcy. Sagan hafði greinileg áhrif á Helen Fielding sem skrifaði bækurnar um Bridget Jones, hún gekk meira að segja svo langt að skíra annan manninn í lífi Bridgetar Mark Darcy. Árið 1995 gerði BBC sjónvarpsstöðin þætti byggða á sögunni. Þar lék myndarlegur maður að nafni Colin Firth hinn stirðbusalega Darcy og gerði það svo vel að það kom enginn annar til greina til að leika Mark Darcy í Bridget Jones‘s Diary sex árum síðar.

Down With Love

Meðganga og barneignir eru vinsælt umfjöllunarefni í kvikmhyndum, en þær eru mjög misgóðar. Myndin What to Expect When You‘re Expecting er innblásinn af metsölubókinni með sama nafni og fjallar um fimm pör og hvernig líf þeirra fer allt á hvolf þegar von er á barni inn á heimilið. Heldur betur stjörnum prýdd bíómynd þó að handritið sé kannski ekki upp á marga fiska

Áður en hún tók við hlutverki Bridgetar hafði Renée Zellweger leikið nokkrar áhugaverðar kvenpersónur. Í myndinni Down With Love leikur hún skörunginn Barböru Novak sem er nýkomin til New York frá Maine eftir að hafa skrifað bók sem kennir konum að stunda kynlíf eins og karlmenn og aðskilja ást algjörlega úr jöfnunni. Með skrifum sínum vill Barbara efla konur í samfélaginu og brjóta feðraveldið á bak aftur. Catcher Block er vinsæll blaðamaður og mikill kvennabósi sem á að skrifa grein um Novak. Hann dulbýr sig sem geimfarann Zip Martin til að tæla Novak til fylgis við sig. Allt er þó ekki sem sýnist, ekki einu sinni Barbara sjálf.

Pride and Prejudice

Hroki og hleypidómar, skáldsaga Jane Austen, er meðal þekktusta ástarsagna bókmenntaheimsins. Hún segir frá

What to Expect When You‘re Expecting

Grey‘s Anatomy

Grey‘s Anatomy

What to Expect When You‘re Expecting

Þó að Patrick Dempsey sé nýliðinn í Bridget Jones‘s Baby er hann mörgum kunnur sem Derek Shepherd, eða McDreamy, úr þáttaröðinni Grey‘s Anatomy. Þeir þættir segja frá ástum og örlögum læknanna við Seattle Grace-spítalann en Derek Shepherd er heilaskurðlæknir sem fellur fyrir læknanemanum Meredith Grey. Á síðasta ári yfirgaf Dempsey þættina á mjög dramatískan máta svo ekki sé meira sagt svo það er ákveðin huggun að sjá hann nú aftur á hvíta tjaldinu. Pride and Prejudice

12 VIKAN


NÝTT ÞYNGDARSTJÓRNUNAREFNI GlucoSlim inniheldur glucomannantrefjar sem stuðla að þyngdartapi, sé það tekið inn sem hluti af orkusnauðu mataræði.

RANNSÓKNIR STAÐFESTA VIRKNINA

Matvælastofnun Evrópu samþykkir glucomannantrefjar sem þyngdarstjórnunarefni og hafa rannsóknir sýnt fram á að þessar trefjar geta stuðlað að þyngdartapi.

Trefjarnar taka pláss í maganum og framkalla þannig seddutilfinningu svo að fólk borðar minna. Þær hægja á tæmingu úr maga og stuðla því einnig að því að lengri tími líður áður en við verðum aftur svöng.

Sölustaðir: Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana.


bækur Texti: Steingerður Steinarsdóttir / steingerdur@birtingur.is

Hin óborganlega

Precious Ramotswe Alexander McCall Smith eða Sandy eins og hann er gjarnan kallaður fæddist í Ródesíu sem nú heitir Zimbabwe árið 1948. Hann ólst upp í Bulawayo og lauk þaðan framhaldsskólaprófi. Eftir það hélt hann til Skotlands og lauk lagaprófi frá Edinborgarháskóla en Afríka togaði í hann og því sneri hann aftur og kenndi við lagadeild háskólans í Botswana.

A

llt frá því hann hóf laganám vöktu helst áhuga hjá honum þau lög og reglugerðir sem sneru að læknisfræði og siðfræðilegum álitamálum í lífræði og lífrænni efnafræði. Fljótlega varð hann einn fremsti sérfræðingur Breta á því sviði og hann hefur skrifað nokkrar fræðibækur um þetta efni. Hann var gerður að formanni the British Medical Journal Ethics Committee og sat í þeirri nefnd allt til ársins 2002. Eftir að hann sneri aftur til Skotlands kenndi hann við laga- og læknisfræðideildir háskólans í Edinborg eða þar til hann hætti til að helga sig alfarið ritstörfum.

Afkastamikill og fjölhæfur

Þessi einstaki rithöfundur er mjög fjölhæfur því hann hefur skrifaði fræðibækur, barnabækur, ferðabækur

og skáldsögur. Hann er einnig mjög afkastamikill. Auk bókanna um Precious Ramotswe hefur hann þegar gefið út bókaröð um Isabel Dalhousie sem er kvenspæjari ekki ólíkur Ms. Marple, Agöthu Christie. Fyrsta bókin í þeim flokki Sunnudagsklúbbur heimspekinganna, hefur komið út í íslenskri þýðingu. Höfundurinn segir þessar tvær bókaseríur allsendis óskyldar þótt ákveðið andrúmsloft notalegheita einkenni báðar. Það má vissulega til sanns vegar færa og bæði Isabel og Precious eiga stóran aðdáendahóp um allan heim. Hann var einnig dálkahöfundur fyrir The Scotsman og hafa þrjú greinasöfn undir samheitinu 44 Scotland Street verið gefin út með þeim skrifum hans en seinni tvær bækurnar bera undirtitlana Espresso Tales og Love Over Scotland. Kvikmyndafyrirtækið Moving Title Films

„Höfundurinn segir þessar tvær bókaseríur allsendis óskyldar þótt ákveðið andrúmsloft notalegheita einkenni báðar. Það má vissulega til sanns vegar færa og bæði Isabel og Precious eiga stóran aðdáendahóp um allan heim.“

14 VIKAN

réttinn til að gera kvikmynd byggða á þessari bókaseríu en enn hefur myndin ekki litið dagsins ljós en sjónvarpsþætti hafa verið gerðir eftir bókunum um Precious Ramotswe. Sennilega þætti öllum nóg að skrifa jafnmikið og Alexander McCall Smith gerir en hann lætur sér það ekki nægja. Með fram ritstörfunum leikur hann á básúnu í The Really Terrible Orchestra, hljómsveit sem nýtur sívaxandi vinsælda. Alexander hefru verið veitt CBE-orðan fyrir ritstörf sín en hann er enn við góða heilsu og hvergi nærri hættur. Þó nokkrar bækur um kvenspæjarann í Botswana hafa komið út á íslensku og einnig um Isabel Dalhousie. Þetta er áhugaverður rithöfundur og sjálfsagt að hafa augun opin og grípa bók eftir hann á bókasafninu eða næst þegar leitað er að einhverju að lesa í bókbúð.


GLASSLINE Unidrain® er þekkt um heim allan fyrir gólfniðurföll sem hafa breytt hugmyndum okkar hvar og hvernig niðurföllum er komið fyrir. Uppsetning á GlassLine (sambyggt niðurfall og sturtuhlið) frá unidrain® byggir á sömu grundvallarhugmyndum og er örugg lausn með sérstaklega fallegum frágangi.

Smiðjuvegi 76

www.unidrain.dk

• Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri Opið virka daga frá 8-18 laugardaga frá 10-15 • www.tengi.is • tengi@tengi.is

Sími 414 1050


Saga undirfata Í dag eru nærföt sjálfsagður hluti af klæðnaði okkar en það hefur ekki alltaf verið svo. Talið er að á tímum Forngrikkja og Rómaveldis hafi fyrstu gerðir nærfata komið fram og var það hin einfalda lendaskýla sem var notuð af báðum kynjum og konur reyrðu einnig efni um barm sinn. Rétt eins og með annan tískufatnað hefur hönnun undirfata fleygt fram og á hverri öld kom eitthvað nýtt fram. Hér er stiklað á stóru yfir helstu atriði í sögu og þróun kvenundirfata. Bólstrað og útsaumað undirpils.

Konur klæddust chemiseundirskyrtu innan undir kjólum í aldaraðir.

Mörg pils en engar buxur Mjótt mitti var helsti kostur korselettsins.

Umsjón: Hildur Friðriksdóttir

Barmur breytist

Árið 1913 markaðssetti Mary Phelps Jacob fyrsta eiginlega brjóstahaldarann sem voru tveir vasaklútar bundnir saman með silkiborða. Upprunalega vildi hún reyna að fela hvalbein sem stóð upp úr korselettinu hennar og sást í gegnum kjóla. Fljótlega fóru konur að biðja hana um að sauma brjóstahaldara fyrir sig líka svo hún sótti um einkaleyfi á hönnun sinni. Þegar korselettið datt úr tísku í kringum fyrri heimstyrjöldina fóru hönnuðir að einbeita sér enn frekar að brjóstahöldurum. Á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar nutu hlýralausir brjóstahaldarar mikilla vinsælda en þeir þrýstu brjóstunum vel upp og gáfu oddmjótt, keilulaga útlit. Árið 1961 markaðssetti Wonderbra-fyrirtækið fyrsta push-up-brjóstahaldarann sem sló öll sölumet en hönnun hans er nokkurn veginn sú sama enn þann dag í dag. Á áttunda áratugnum komst náttúrulegt form brjósta aftur í tísku og það þótti sérstaklega flott ef geirvörtur sáust í gegnum fatnað. Brjóstahaldarar þess tíma voru því þunnir og ekki með miklum stuðningi. Í dag er fjölmargar gerðir brjóstahaldara fáanlegar: hlýralausir, til brjóstagjafar, með eða án spanga, íþróttatoppar, push-up, balcony og svo framvegis. Allir ættu því að finna einn við sitt hæfi en mikilvægast er þó að þeir séu í réttri stærð því annað getur haft slæm áhrif á bak og axlir.

16 VIKAN

Á miðöldum fram til aldamótanna 1800 klæddust konur ekki nærbuxum. Í bók sinni Knickers, An Intimate Appraisal, skrifar Rosemary Hawthorne að fyrir frönsku byltinguna, árið 1789, hafi konur látið sér nægja að klæðast síðum pilsum, einu eða fleiri undirpilsum, korseletti og chemise sem var nokkurs konar síður nærbolur yfirleitt úr bómull eða líni. Þykk og jafnvel bólstruð undirpils voru mjög vinsæl á 18. öld og voru meira að segja sýnilegur hluti af klæðnaði kvenna. Frumstæður brjóstahaldari frá 1915.

Auglýsingin fræga með Wonderbra push-up-brjóstahaldaranum. Brjóstahaldarar á 5. og 6. áratug síðustu aldar voru fremur keilulaga.


Fullkominn vöxtur

Konur hafa klæðst korselettum, eða lífstykkjum, allt frá 17. öld til að aðlaga og breyta holdafari sínu, draga inn mitti og reyra niður eða lyfta barmi. Algengast var að nota hvalbein til að gefa stífleika. Á 19. öld vildu konur ná fram svokölluðu stundaglaslagi og fóru að minnka mittið til muna. Skömmu seinna komust S-laga korselett í tísku en þau drógu inn mitti, ýttu maga aftur, brjóstunum upp og rassinum út. Yfirleitt þurfti tvo til að koma konu í korselett því það var reyrt utan um hana. Eins og gefur að skilja höfðu korselettin áhrif á heilsu kvenna sem áttu oftar en ekki erfitt með andardrátt, gátu lítið sem ekkert borðað og hreyft sig mjög takmarkað. Einnig er talað um að innri líffæri hafi færst til meira en getur talist gott. Í kjölfar fyrri heimsstyrjaldar breyttist klæðnaður kvenna mikið, Coco Chanel kom fram á sjónarsviðið í París og lagði áherslu á drengjalegt útlit og sportlegan fatnað. Korselettið vék því um stund. En þegar Christian Dior kynnti fyrstu tískulínu sína árið 1947 var ljóst að mittið átti að vera ofurmjótt, mjaðmirnar ávalar og barmurinn hár. Korselettið var þá kynnt sem nauðsynlegur hluti af fataskáp hverrar konu og fjallað var um mikilvægi góðra undirfata í tískutímaritum. Í þetta skiptið var það þó léttara og einfaldara en áður, þannig að það Hér má sjá muninn á eldri gerð þurfti ekki endilega korseletts og svo Korselett frá 1730 úr heilan her til að koma S-laga korseletts. silki og hvalbeini. konunni í það.

Neðan mittis

Á 19. öld viku þykk kjólaefni fyrir silki og léttari efnum og því var aukin þörf fyrir nærbuxur, bæði til þess að halda á sér hita og svo var meiri hætta á að þynnri efni þyrluðust upp. Til að byrja með voru nærbuxur bæði efnismiklar og síðar, en þær náðu alveg niður fyrir hné, hnepptar og bundnar í mittið en klofið var haft opið af hreinlætisástæðum. Á 20. öld fóru svo nærbuxur ört minnkandi – auk þess sem klofið lokaðist, sem betur fer. Á þriðja áratugnum þegar flapper-tískan var allsráðandi klæddust konur nærbuxum með svokölluðu frönsku sniði, nokkurs konar silkistuttbuxur með blúnduborða á hvorum legg. Eftir því sem á leið öldina og kjólar þrengdust urðu nærbuxur fyrirferðarminni en þar komu gerviefni sterk inn. Á tíunda áratugnum varð undirfatabylting, þökk sé G-strengnum, og allt í einu varð mottóið: Því efnisminni sem nærbuxur eru því betra. Tískan á þessum tíma var síðan þannig að buxur náðu rétt upp fyrir mjaðmir og helst átti G-strengurinn að sjást. Allt saman mjög smekklegt. Á undanförnum árum hefur orðið ákveðið bakslag gegn óþægilegum og efnislitlum nærfötum. Gamlir stílar hafa einnig aftur látið á sér kræla, eins og til dæmis háa mittið sem var svo einkennandi um miðbik síðustu aldar. Vinsældir G-strengsins eru eignaðar fatahönnuðinum Rudi Gernreicht. Hér sést grindarkjóll á málverki eftir Robert Peake.

Rasspúði frá 1884.

Aðhaldsfatnaður 5. áratugarins.

Ekkert frelsi enn

Þó að korselett og krínólínur hafi horfið af markaði á 20. öld þá þýddi það ekki að undirföt kvenna færu að sýna náttúrulegan vöxt þeirra. Gerviefni fóru að ryðja sér til rúms í kjölfar síðari heimsstyrjaldar og bylting varð við tilkomu nælonsins og teygjuefnanna á 6. áratugnum. Teygjuefni var til dæmis notað í ýmiss konar aðhaldsfatnað svo notkun spanga minnkaði, sem gerði undirfötin léttari og meðfærilegri en áður. Líkamsímyndin sem var í tísku á 7. áratugnum var grannvaxin og brjóstalítil kona, í anda þeirra Audrey Hepburn og síðar Twiggy, og þá komu stífir brjóstahaldarar og aðhaldsbuxur að góðum notum fyrir þær sem ekki voru drengjalegar frá náttúrunnar hendi. Enn þann dag í dag eru aðhaldsnærföt staðalbúnaður kvenna og sú kona sem hefur náð hvað mestri velgengni í viðskiptum er Sara Blakely sem fann upp hinar frægu Spanx-aðhaldsbuxur. Þær sjást reglulega á lærum frægra kvenna, sama hversu grannar þær eru, og eru gerðar til að slétta úr öllum misfellum og fellingum. Krínólína.

Upp og út

Á 19. öld urðu krínólínur og rasspúðar hluti af undirfatnaði kvenna. Krínólína er grind sem heldur fallegu lagi á pilsinu sem kemur yfir. Yfirleitt var notuð stífuð bómull en einnig hvalabein og jafnvel stál. Á 16. öld hafði svipuð hönnun verið í tísku, svokallaður grindarkjóll (e. farthingale), nema þá var formið á pilsinu allt annað. Krínólína myndar nokkurs konar keilu, víkkar eftir því sem neðar dregur, en grindarkjóllinn víkkaði þvert út frá mjöðmum til að ýkja mjaðmabreidd kvenna. Seinnipart aldarinnar fóru vinsældir krínólína minnkandi og rasspúðar (e. bustle) komu í þeirra stað. Rasspúðar mynduðu hillu neðst á baki kvenna til að ýkja kvenlega formið og skapa mótvægi við brjóstin að framan ásamt því að lyfta pilsinu upp að aftan. Þeir auðvelduðu konum einnig að komast ferða sinna því þær þurftu ekki að draga pilsið á eftir sér. VIKAN 17


Tíska

Haustlitirnir Nú er haustið gengið í garð með allri sinni litadýrð og hausttískan ber þess vitni. Rústrauðar, gulbrúnar og fagurgrænar flíkur eru á óskalistanum okkar og ekki verra ef þær eru úr ull eða rúskinni, til að halda á okkur hita á svölum haustmorgnum.

Maia, 19.990 kr.

See by Chloé

Umsjón: Helga Kristjáns

Karen Millen, 88.990 kr.

Marc Jacobs, 105.788 kr.

Geysir, 13.800 kr. Zara, 5.995 kr. 18 VIKAN

Zara, 19.995 kr.


ChloĂŠ, 199.965 kr.

Selected, 11.990 kr.

Geysir, 47.800 kr. Geysir, 27.800 kr.

Selected, 39.990 kr.

Karen Millen, 29.990 kr.

Zara, 11.995 kr.

Gk, 42.995 kr.

Maia, 21.990 kr. VIKAN 19


Tíska

Stella McCartney

LE PARD Hlébarðamynstrið hefur komið og farið úr tísku síðustu áratugina. Í haust verða yfirhafnir með mynstrinu sérstaklega í sviðsljósinu. Prófaðu þig áfram og stíliseraðu með nútímalegum, hversdagslegum og töffaralegum flíkum, til að forðast það að festast í fortíðinni.

Alexander Wang

Umsjón: Helga Kristjáns

Farmers M

kr.

arket, 42.5 00

kr.

Zara, 11.995

Zara, 11.995 kr.

20 VIKAN


Maia, 22.9 90 kr.

Stella McCartney, 69.450 kr.

J. Crew

Boutique Moschino, 101.700 kr.

Topshop Unique, 8.950 kr.

Baksiviรฐs hjรก Isabel Marant.

J. Crew, 44.445 kr.

VIKAN 21


Punt&pjatt

Réttu tökin og tólin

Förðunarfræðingur Vikunnar kennir okkur réttu tökin og mælir með snyrtivörum sem hafa lengi átt heima í „snyrtivöru-kittinu“ hennar.

Réttu tólin

Réttu tólin eru gríðarlega mikilvæg þegar kemur að fallegri förðun. Hér eru þeir förðunarburstar sem henni finnst mikilvægast að eiga.

Pencil Brush, til að blanda blautan eyeliner upp við augnhárin og setja augnskugga á neðri augnháralínuna.

Umsjón: Helga Kristjáns

Real Techniques Setting Brush, til þess að setja púður undir augun og fyrir highlighter.

MAC 217 Blending Brush, til að blanda augnskuggann vel og til að setja skugga í globus-línuna.

22 VIKAN

Real Techniques Blush Brush, fyrir sólarpúður og kinnaliti.

Full Coverage Face Brush frá Bobbi Brown eða Real Techniques Buffing Brush, fyrir fljótandi farða.

Örmjór eyeliner-pensill fyrir blautan eyeliner.

Real Techniques Shading Brush, til að setja augnskugga yfir allt augnlokið.


Samlokuaðferðin

Til þess að förðunarvaran sem þú notar gefi sem bestan lit og förðunin haldist vel á allan liðlangan daginn, mæli ég með því að nota samlokuaðferðina svokölluðu.

Fyrst er blautur hyljari borinn á undir augu og dumpað inn með rökum förðunarsvampi og því næst er púður notað undir augun, til að festa hyljarann. Þannig kemurðu í veg fyrir að hyljarinn festist í f ínum línum og hverfi á skömmum tíma. Ég get mælt með Fit Me-hyljaranum frá Maybelline og Bare Minerals Well Restedpúðrinu.

Undir augnskugga finnst mér best að nota Color Tattoo frá Maybelline, Ombre Blackstar frá By Terry eða Paint Pot frá MAC. Þegar búið er að nota blauta grunninn er augnskugginn í púðurformi borinn á.

Notaðu blautt sólarpúður í anda Soleil Tan de Chanel til að framkalla lit á húðina og farðu svo yfir með venjulegu sólarpúðri. Guerlainsólarpúðrin eru sívinsæl og ekki að ástæðulausu.

Notaðu vel yddaðan varablýant yfir allar varirnar og berðu því næst á þig varalitinn, hann mun haldast á vörunum mun lengur en ella. Le Contour-varablýantarnir frá Lancôme eru brilljant.

Vertu þinn eigin förðunarfræðingur og blandaðu saman því besta úr blautu förðunarvörunum þínum. Þú gætir til dæmis blandað saman ljómandi farða á við Fit Me frá Maybelline og Long-Wear Even Finishfarðanum frá Bobbi Brown til að fá örlítinn ljóma í farða sem endist og endist á húðinni.

VIKAN 23


Húðumhirða

Með virðingu fyrir náttúrunni Ítalska fyrirtækið Davines framleiðir vistvænar, náttúrulegar og hágæða hárvörur.

Æ

fingin skapar meistarann segir máltækið. Davines var stofnað árið 1983 af Bollati-fjölskyldunni í ítölsku borginni Parma. Í upphafi var fyrirtækið aðeins rannsóknarstofa sem framleiddi hágæða hárvörur fyrir önnur alþjóðleg snyrtivörufyrirtæki. Loks ákvað það að nýta áratuga reynslu sína og hefja framleiðslu á eigin vörulínum, bæði fyrir hár og húð. Þeirra helsta markmið er að

Umsjón: Hildur Friðriksdóttir

Eins og nafnið gefur til kynna þá er Essentials-línan frá Davines ómissandi þáttur í hárumhirðunni. Í henni eru átta fjölskyldur, hver með sitt hlutverk, og í hverri fjölskyldu er sjampó, næring og viðbótarvara. Minu fyrir litað hár, NouNou er mjög nærandi fyrir þurrt eða skemmt hár, Momo er rakagefandi, Dede gefur glans, Love fyrir krullað eða úfið hár, Melu er uppbyggjandi fyrir sítt og slitið hár og loks Volu gefur þunnu eða flötu hári aukna fyllingu.

Naturaltech-línan sameinar krafta náttúrunnar og ... vísindanna. Í línunni eru fjölmargar vörur sem eiga það sameiginlegt að leysa ýmis hárvandamál. Innan línunnar má meðal annars finna Energizing-vörur sem eiga að draga úr hárlosi og Wellbeing-vörur sem næra og fríska upp á allar hárgerðir.

Oi-línan er vinsælasta lína Davines og hún samanstendur af sex vörutegundum, meðal annars sjampói, sturtusápu og unaðslegum handáburði. Línan gefur gríðarlegan glans og mýkt án þess að þyngja hárið. Helsta innihaldsefnið er roucou-olía frá Amazon sem er mjög rík af beta-karótíni. Hún byggir upp hár og ýtir undir hraðari hárvöxt, hjálpar til við að laga skaða sem orðið hefur af UVgeislum og kemur í veg fyrir öldrun húðar og hárs.

24 VIKAN

nota aðeins fyrsta flokks náttúruleg og vistvæn hráefni. Þessi hráefni koma frá sjálfbærum bóndabýlum á Ítalíu, en á umbúðunum er að finna nafn bóndans, býlisins og jurtarinnar sem hann ræktar. Virðing fyrir náttúrunni og sjálfbærni eru höfð að leiðarljósi í einu og öllu – allar umbúðir eru endurnýtanlegar og endurvinnanlegar og eitt prósent ágóðans af hverri seldri vöru rennur til umhverfismála.

Hvort sem það er hár, andlit, eða líkami þá er til einföld lausn. Fjórar margnota vörur mynda Authentic-línuna. Vörurnar innihalda milli 98 og 100% náttúruleg innihaldsefni og eru lausar við súlföt, paraben, gerviliti og sílíkon, svo eitthvað sé nefnt. Þær eru mjög nærandi og rakagefandi og hentar mjög vel fyrir allar hár- og húðgerðir.

Í More Insidelínunni eru svo ýmiss konar mótunarvörur, allt frá möttu vaxi í glansandi hársprey. Eins og með aðrar línur Davines eru aðeins hágæða náttúruleg efni notuð sem valda sem minnstum skaða fyrir umhverfið.


TVÖ NÝ

frá Gula miðanum

Vítamín og bætiefni Gula miðans eru sérstaklega valin og þróuð fyrir íslenskar aðstæður. Þess vegna hefur Guli miðinn verið hluti af daglegu lífi Íslendinga í 25 ár. Kynntu þér úrvalið á gulimidinn.is


Umsjón: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir Myndir: Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Minn stíll

„Ég er ástfangin af þessum svarthvíta kjól sem ég fékk nýlega. Síðir kjólar eru málið í haust.“

26 VIKAN

Fullt nafn: Riitta Anne Maarit Kaipainen. Aldur: 35 ára. Starfsheiti: Eigandi og framkvæmdastjóri Finnsku búðarinnar og Reykjavik‘s Cutest. Maki: Haraldur Unnar Guðmundsson, sviðsmaður í Borgarleikhúsinu. Börn: Sindri Tapio, 3 ára, Röskva Kaarina, 5 ára, og stjúpsynirnir Flóki, 17 ára, og Alexander, 23 ára. Stjörnumerki: Steingeit. Hvað þurfa allar konur að eiga? Napue Gin, góðar svartar buxur, hvíta skyrtu, sem ég á ekki, og brjóstahaldara sem passa vel. Áhugamál: Myndlist, leiklist og bókmenntir. Mér finnst mjög gaman að lesa og fara í leikhús og ég elska hesta. Ég er að vinna að því að komast aftur á hestbak. Á döfinni: Ferð með Satu, Piiu og eiginmönnum okkar til Parísar í haust á Fashion Week, það verður gaman.


Litríkur og klassískur stíll Riitta Anne Maarit Kaipainen rekur Finnsku búðina ásamt Piiu Mettälä og Satu Rämö. Í versluninni er seld finnsk hönnun, mest fatnaður og heimilisvörur. Þær selja einnig íslenska hönnun í Reykjavik‘s Cutest á Laugavegi. Maarit segir að þessar tvær verslanir haldi henni vel upptekinni ásamt fjölskyldunni að sjálfsögðu. „Stíllinn minn er litríkur, ég f íla mynstur og bjarta liti en samt helst klassísk föt sem standast tímans tönn. Mér finnst mikilvægt að fötin sem ég kaupi séu sem umhverfisvænust og að framleiðslan standist allar siðferðiskröfur,“ segir Maarit. Hana langar í nýja yfirhöfn fyrir veturinn og hugsar að Marimekko verði fyrir valinu. „Hef augastað á úlpu með appelsínugulu blómamynstri. Ég versla nær eingöngu hjá okkur í Finnsku búðinni en kíki einnig annað slagið í til dæmis ORG og Mýrina. Síðustu gallabuxnainnkaup mín voru hjá Urban

„Nýjustu kaupin mín eru buxur frá Marimekko, með köflóttu mynstri, sem eru dásamlegar vinnubuxur. Í endann á júlí keypti ég Toms-sandala frá ORG. Við vorum á leiðinni til Finnlands í hitann og ég átti ekki sandala.

Outfitters og íslensku lopapeysurnar mínar eru prjónaðar af Báru, yndislegu tengdaömmu minni.“ Hvaða konur veita þér innblástur? „Björk. Náttúrlega Björk. Hún er með stíl sem allir þekkja og er hennar eigin. Vigdís Finnbogadóttir er alltaf glæsileg og fyrsti forsetinn sem ég lærði að þekkja á eftir þeim finnska þegar ég var í 4. bekk. Listakonan og rithöfundurinn Tove Jansson, sem er meðal annars höfundur Múmínálfanna, var einnig mögnuð og ótrúlega flott kona.“ „Mér þykir alltaf vænt um þennan Birnukjól sem ég keypti fyrir opnunarpartí Finnsku búðarinnar í júní 2012. Ég nota hann alltaf annað slagið enda gengur hann við öll tækifæri. Einnig elska ég finnska þjóðbúninginn sem amma mín lét sauma fyrir mig fyrir tuttugu árum síðan.“

„Hreindýraleðurslúffurnar mínar eru í algeru uppáhaldi. Mér verður mjög auðveldlega kalt á höndunum og get ekki verið án lúffa á veturna. Mamma keypti handa mér einar slíkar fyrir fimmtán árum síðan en þegar þær „dóu“ síðasta vetur fékk ég mér nýjar frá Maritu Huurinainen. Hlýrri vettlingar eru ekki til og endast að eilífu, eða svona næstum því.“

„Ég hef átt þetta appelsínugula leðurveski frá Marimekko í nokkur ár og það fylgir mér nánast hvert sem ég fer. Það er fallegt, einfalt og vel skipulagt.

VIKAN 27


Matargæðingur

Mikilvægast

að treysta eigin bragðlaukum Sigurlaug Jóhannesdóttir, eða Silla eins og hún er yfirleitt kölluð, er búsett í London og starfar þar sem einkakokkur ásamt því að halda úti blogginu sillaskitchen.com. Hún saknar mest íslenska fisksins og lambakjötsins en nýtur þess í botn að búa í stórborg þar sem hún getur stöðugt séð og smakkað eitthvað nýtt í matargerð. Umsjón: Hildur Friðriksdóttir Myndir: Daði Hrafn Sveinbjarnarson

Hvað starfarðu og hvaða verkefni fæstu við um þessar mundir? Ég starfa sem einkakokkur og tek að mér ýmis verkefni, allt frá því að elda hversdagsmat nokkra daga í viku fyrir fjölskyldur eða einstaklinga, upp í stærri veislur og matarboð. Hér í London er mjög mikið um nokkurs konar pop-up veitingastaði sem kallaðir eru „supperclub“ þannig að ég hef líka verið að fást við það og verið með íslenska supperclub sem hafa alveg slegið í gegn. Einnig býð ég upp á matreiðslunámskeið þar sem ég fer heim til fólks sem vill annað hvort læra grunnundirstöður í matargerð eða læra að galdra fram eitthvað aðeins meira framandi og freistandi. Hvað var það fyrsta sem þú lærðir að elda? Þegar ég var krakki og þurfti að bjarga mér sjálf eftir skóla á daginn þá var það yfirleitt egg í brauði með tómatsósu. Þá tók ég brauðsneið sem oftar en ekki 28 VIKAN

var franskbrauð, gerði gat í brauðið, setti það á pönnu og braut egg í miðjuna. Þetta gat ég borðað dag eftir dag og drukkið Nesquick með. Ég var svo heppin, og kannski um leið óheppin, að ég átti mömmu sem var mjög dugleg í eldhúsinu og eldaði allar máltíðir á heimilinu, bæði í hádeginu og á kvöldin. Við máttum helst ekki koma inn í eldhús og hjálpa svo ég lærði mjög takmarkað að elda þegar ég var krakki. Þegar ég flutti að heiman um tvítugt og þurfti að standa á eigin fótum lærði ég eitthvað nýtt á hverjum degi því ég var alltaf að prófa mig áfram. Ertu jafnvíg á bakstur og matseld? Nei, ég er engan veginn jafnvíg. Þar sem ég á gríðarlega erfitt með að fylgja uppskriftum, mæla og vigta þá verð ég að viðurkenna að bakstur er ekki mín sterkasta hlið. Ég get alveg bakað, hrært í súkkulaðikökur og marens og hvað annað en ég reyni að gera sem minnst af því.

Krakkarnir mínir væru alveg til í að ég væri duglegri við bakstur en þau fara að komast á þann aldur að þau geta bara séð um baksturinn sjálf. Höfðar einhver matreiðsluhefð sérstaklega til þín? Ég fæ þessa spurningu mjög oft og ég á dálítið erfitt með að svara henni. Ef ég er alveg heiðarleg hallast ég líklega mest í áttina að einfaldri ítalskri matargerð og elda mestmegnis eitthvað sem líkist henni. En ég fer reglulega í gegnum tímabil þar sem ég elda mikið af einhverri ákveðinni tegund matar. Stundum er ég undir asískum áhrifum og stundum dett ég í að elda mjög breskan mat og þá elda ég eitthvað eins og shepherds pie eða breskar pylsur. Á sumrin á ég það til að elda eitthvað sem tekur eins stuttan tíma og hægt er en er jafnframt létt og ferskt. En á veturna eru pottréttir og matarmiklar súpur í aðalhlutverki. Ef ég


Fullt nafn: Sigurlaug Jóhannesdóttir. Starf: Sjálfstætt starfandi kokkur. Maki: Daði Hrafn Sveinbjarnarson einkaþjálfari. Börn: Lilja Bríet, 11 ára, og Kristófer, 8 ára. Ertu A- eða B-manneskja? Ætli ég sé ekki A-manneskja. Ég vil fara frekar snemma í rúmið og vakna frekar snemma en er ekkert vöknuð fyrir fyrsta hanagal. Hvað færðu þér á pizzu? Uppáhaldspizzan heitir Fiorentina og á henni er ferskt spínat, ólífur og egg. Uppáhaldsmatreiðsluþættir? Þeir eru svo margir en ef ég á að nefna eitthvern þá elska ég að vakna á laugardagsmorgnum, drekka kaffið mitt og horfa á þætti sem heita Saturday Kitchen. Það er góð blanda af matreiðsluþætti og spjallþætti. En ég verð eiginlega að segja að sá sjónvarpskokkur sem ég nenni að horfa á aftur og aftur og virðist gera allt svo fallegt og girnilegt er Nigella, vinkona mín. Hún getur látið einfaldasta og leiðinlegasta matinn líta út eins og eitthvað sem guðirnir gáfu henni, það er ekki öllum gefið að gera það sem hún gerir. Bloggsíða: Hún er sillaskitchen.com. Svo er ég á Facebook, Instagram og Snapchat undir sillaskitchen.

Pönnusteiktur þorskur með parmesanosti Eitt af því sem ég sakna mest af íslensku hráefni er fiskurinn og lambakjötið. Ég get lifað án þess að fá flest annað. Mér finnst mjög notalegt að vita af því að ég eigi íslenskan fisk í frystinum og ligg á honum eins og ormur á gulli. En þegar ég elda hann þá reyni ég að vanda mig eins mikið og ég mögulega get til að eyðileggja ekki þessa dásemd. Þessi uppskrift er bæði einföld og eitthvað sem allri fjölskyldunni finnst gott. Þorskurinn verður stökkur að utan en dásamlega mjúkur að innan. Það eina sem þarf að passa hér er að ofelda ekki fiskinn en annars er þetta uppskrift sem allir ættu að ráða við. Ég notaði þorskhnakka en það má nota hvaða hvíta fisk sem er – ýsa eða jafnvel skötuselur myndu til dæmis virka vel. 1 kg þorskur 3-4 msk. hveiti 3 egg

fæ þessa spurningu aftur í næstu viku þá mun ég örugglega gefa eitthvað allt annað svar, það er bara svo erfitt að svara þessu.

berum á borð mat sem okkur þykir góður því þá eru allar líkur á því að öðrum finnist hann góður líka.

Verstu mistök sem þú hefur gert í eldhúsinu? Ég hef sem betur fer ekki gert mörg mistök í eldhúsinu. En ég held að verstu mistökin sem ég hafi gert í gegnum tíðina séu að treysta ekki eigin bragðlaukum. Ég hef nokkrum sinnum fallið í þá gryfju að elda mat sem ég held að þeir sem ég er að elda fyrir vilji borða, í stað þess að elda mat sem ég veit að er góður. Ég held að ég sé því miður ekki ein um þetta – margir forðast að elda eitthvað því þeir halda að þeir geti það ekki eða að það verði ekki gott. Það mikilvægasta sem ég segi við fólk þegar ég hjálpa því við að læra að elda er að hafa sjálfstraust og treysta því sem það er að gera. Við höfum öll bragðlauka og vitum nokkurn veginn hvað er gott og hvað ekki. Treystum því eigin bragðlaukum og

Hefur þú uppgötvað einhverja snilld í matseld nýlega? Ég er svo heppin að búa í stórborg þar sem fólk alls staðar að úr heiminum býr og hægt að finna allt milli himins og jarðar þegar kemur að matargerð. Ég er því alltaf að sjá og smakka eitthvað nýtt. Eitt af verkefnum mínum þessa dagana er að elda fyrir indverska fjölskyldu reglulega og ég komst að því að indverskur matur er ekki eins vondur og ég hélt að hann væri. Ég hef margsinnis borðað indverskan mat, bæði á Íslandi og erlendis, en hef aldrei verið neitt sérstaklega hrifin. En þegar ég kynntist þessari fjölskyldu smakkaði ég alvöru indverskan mat og fékk algjörlega nýja sýn á þessa matargerð. Þannig að það má segja að ég sé nýbúin að uppgötva þá snilld sem alvöru indversk matargerð er.

50 g rifinn parmesanostur 100 g hvít brauðmylsna salt og pipar bragðlítil olía, t.d. repjuolía Byrjið á því að skera þorskinn í sneiðar og þerra hann með pappír. Saltið og piprið fiskinn. Setjið hveiti í eina skál, brjótið egg og pískið létt í annarri skál og blandið saman brauðmylsnu og parmesanosti í þeirri þriðju. Veltið fiskinum fyrst upp úr hveiti, svo eggjum og síðast brauðmylsnu og osti. Hitið olíu á miðlungsheitri pönnu og steikið fiskinn þar til hann er orðinn gullinn og fallegur. Ég bar þetta fram með sítrónubátum og kartöflumús með miklu smjöri. Það þarf í raun enga sósu með þessu en köld hvítlaukssósa, eða eitthvað slíkt, væri fullkomin.

Hefur þú ræktað krydd- og/eða matjurtir? Já, ég hef alltaf reynt að gera það – bæði á Íslandi og hér í London. Ég hef bæði verið með stóran matjurtagarð með alls konar grænmeti og líka bara nokkrar kryddjurtir í potti. Mér finnst alveg ómetanlegt að geta gengið út í garð og klippt mér eitthvað, eins og rósmarín eða basilíku, og fengið fersk lárviðarlauf í pottréttina mína. Hver er stærsta áskorun sem þú hefur mætt í eldamennsku? Eins og ég hef áður sagt þá er heilmikið mál að treysta á sjálfa sig og það hefur satt að segja verið mín stærsta áskorun síðustu misseri. Það er ekki auðvelt að standa á eigin fótum og treysta því að þú sért nógu góð til að gera eitthvað. Til dæmis að taka þá ákvörðun að gerast sjálfstætt starfandi kokkur og standa og falla með því sem ég ber á borð. Sem betur fer hefur þetta gengið vel og ég er glöð að hafa tekið þessa ákvörðun.

VIKAN 29


Matargæðingur

Appelsínu- og engifergljáðir kjúklingabitar með kínóasalati Þegar ég eldaði þennan rétt í fyrsta skipti var ég viss um að þetta væri uppskrift sem myndi slá í gegn. Uppskriftin er einföld í framkvæmd en bragðið flókið og dásamlegt. Réttinn er hægt að elda bæði á grillinu eða í ofni og nota hvaða hluta kjúklingsins sem er. Í þetta sinn notaði ég heil læri, það er, bæði legginn og lærið en það má allt eins nota bringur. Pottþétt uppskrift til að elda þegar gestir eru væntanlegir en tíminn af skornum skammti því ýmist er hægt að láta kjúklinginn liggja í marineringunni yfir nótt eða bara í hálftíma – hann verður frábær samt sem áður. Með þessu var ég með kínóasalat en það má skipta því út fyrir núðlur eða hrísgrjón. Við erum bara svo hrifin af kínóa að mér finnst það passa einstaklega vel með réttum eins og þessum. 4 heil kjúklingalæri 2 msk. bragðlítil olía, t.d. repjuolía 3 msk. sojasósa 2 msk. hunang safi og rifinn börkur af einni appelsínu rifinn börkur af einni límónu safi úr hálfri límónu u.þ.b. 2 cm bútur af rifnu engifer 1 hvítlauksrif, maukað eða rifið

30 VIKAN

1 rautt chili-aldin, fræin fjarlægð ef vill, smátt saxað lítil handfylli fínt saxað ferskt kóríander (má vera steinselja) salt og pipar, en farið varlega í saltið því sojasósan er sölt Blandið öllum hráefnunum saman og smakkið til með salti og pipar. Ef þið viljið hafa marineringuna sætari þá má bæta við dálitlu hunangi en það má ekki vera of mikið því þetta verður aðeins sætara þegar það eldast. Einnig má bæta við meira af appelsínu- eða límónusafa því ávextirnir hafa mismikinn safa og því þarf stundum að bæta aðeins við. Þetta þarf svo bara að fá að marinerast í að minnsta kosti hálftíma en ef þið munið eftir því að gera þetta kvöldinu áður eruð þið í góðum málum. Hitið ofninn í 180°C með blæstri, eldunartími fer eftir stærð bitanna en fyrir stærri kjúklingabita eins og ég var með þurfti 40 mínútur til að þeir væru klístraðir og sætir utan á en safaríkir innan í. Á meðan kjúklingurinn eldast er sniðugt að kíkja á hann á 15 mínútna fresti til að ausa safanum yfir hann, þá verður hann algjörlega himneskur. Leyfið svo kjúklingnum að hvíla á meðan kínóasalatið er útbúið.

Kínóasalat með grænmeti 1 bolli kínóa 2 bollar kjúklingasoð (vatn og teningur) grænmeti að eigin vali – ég notaði brokkólí, rauðlauk, sveppi, rauða papriku og aspas en það er auðvitað tilvalið að nýta allt sem til er í ísskápnum. ólífuolía salt og pipar soðið af kjúklingnum Ég er með algjörlega skothelda leið til að sjóða kínóa. Setjið í pott einn hluta kínóa á móti tveimur hlutum af vatni, eða soði, og hitið að suðu. Lækkið hitann og leyfið þessu að sjóða í 12 mínútur, með lokinu á, og þá ætti allur vökvinn að vera gufaður upp. Ekki taka lokið af heldur leyfið þessu að standa í 5-10 mínútur og hrærið svo upp í því með gaffli. Þessi aðferð klikkar ekki! Á meðan kínóað er að sjóða og hvíla þá er tilvalið að saxa grænmetið í litla bita. Það er svo steikt í olíu á heitri pönnu í 2-3 mínútur og bragðbætt með örlitlu af salti og pipar. Hellið yfir hluta af safanum af kjúklingnum og leyfið honum að sjóða aðeins niður á pönnunni með grænmetinu. Blandið grænmetinu og kínóanu saman og berið fram með kjúklingnum og hellið afganginum af safanum yfir kjúklinginn. Einfalt grænt salat myndi svo bara gera þennan rétt betri.


Karamellukjöt Börnin mín fundu upp þetta nafn og það passar ótrúlega vel við. Kjötið er örlítið sætt og það karamelliserast alveg æðislega þegar það er steikt eða grillað. Marineringuna er hægt að nota fyrir litlar steikur eða stærri bita eins og lund eða fillet. Ef ég væri á Íslandi myndi ég alveg örugglega nota folaldakjöt, þá væri þetta alveg fullkomið. Þessi uppskrift af marineringu dugar fyrir þrjár beinlausar 200 g steikur en það er mjög auðvelt að stækka eða minnka hana eftir því sem hentar hverju sinni. Nautasteik er alla jafna ekki ódýr matur en það er hægt að komast af með minna af kjöti ef meðlætinu er hagað rétt. Ég geri til dæmis oftast kínóasalat með alls konar grænmeti, sneiði kjötið þunnt og raða því ofan á. Þá er ég komin með mjög veglegt nautakjötskínóasalat. En þegar ég vil gera vel við fjölskylduna þá er kartöflusalat, bökuð kartafla eða eitthvað slíkt auðvitað algjört dúndur með svona dásemd.

½ rautt chili-aldin 1 stilkur ferskt rósmarín örlítið salt Byrjið á því að saxa chili og rósmarín og setja í skál. Kremjið hvítlaukinn með hnífi en ekki saxa hann. Blandið öllum hinum hráefnunum saman við og hellið yfir kjötið. Leyfið þessu að marinerast í hálfa til eina klukkustund, það er allt sem þarf. Það er erfitt að segja til um eldunartíma á kjötinu, það fer allt eftir þykktinni á steikunum og hvort

það er eldað á grilli eða á pönnu. Ég eldaði þessar steikur á kolagrilli, í 2 mínútur á hvorri hlið til að fá kjötið medium-rare. Eftir að kjötið er steikt er það sett beint aftur ofan í marineringuna og látið hvíla þar í 5 mínútur. Safinn af kjötinn lekur út í marineringuna og drekkur blönduna svo aftur í sig þegar það fær að hvílast. Dóttir mín elskar þetta kjöt svo mikið að hún drekkur yfirleitt restina af kjötsafanum og marineringunni. Ég get nokkurn veginn lofað því að þetta mun slá í gegn á hvaða matarborði sem er.

600 g nautasteik 1 stór msk. dijon-sinnep 2 msk. sojasósa 2 msk. hlynsíróp 2 msk. ólífuolía 2 msk. balsamedik 1 msk. worchestershire-sósa 2 hvítlauskrif

VIKAN 31


Matargæðingur Marenssamlokur með hindberjarjóma Ég elska eftirrétti sem hver og einn fær á diski eða í skál. Allir fá sinn rétt, fallega skreyttan, bara fyrir sig. Þessi krúttlegi eftirréttur er svo dásamlega fallegur og bragðgóður – og fyrir einhvern eins og mig sem er ekkert sérstaklega klár að baka þá er hann barnaleikur einn. Nú þegar tíma berjanna fer senn að ljúka þá er tilvalið að henda í einn svona fyrir fjölskylduna og nota til dæmis fersk íslensk bláber eða jarðarber. Eða vera djarfur og nota granatepli, ástaraldin eða blöndu af þeim ávöxtum sem manni finnast bestir. Marenssamlokur fyrir fjóra 2 eggjahvítur 100 g sykur Hitið ofninn í 100°C. Þeytið eggin og bætið sykri út í smátt og smátt. Útbúið átta jafnar litlar doppur, um það bil matskeið hverja, á bökunarplötu. Bakið í ofninum í klukkutíma. Slökkvið á ofninum og látið marensinn standa í honum í smástund í viðbót. Fylling 1 peli rjómi 2 dl fersk hindber 1 msk. flórsykur Þeytið rjómann og stráið flórsykrinum saman við. Stappið berin og blandið saman við. Setjið 4 litlar kökur á diska, 1 á hvern disk. Skiptið berjarjómanum jafnt á kökurnar og setjið hinar 4 kökurnar ofan á og myndið þannig sætar samlokur. Skreytið með ferskum berjum og fallegum myntulaufum. Gott er að láta kökurnar standa í kæli í hálftíma til klukkutíma. Ótrúlega einfalt og dásamlega gott. Sumir eru ekki hrifnir af rjóma eða vilja nota eitthvað annað. Þá er tilvalið að nota gríska jógúrt eða skyr í staðinn fyrir rjómann eða blanda jógúrt eða sýrðum rjóma saman við þeyttan rjóma. Þá verður rétturinn aðeins léttari.

Sítrónu-risotto með ofnbökuðum aspas Eitt af því sem okkur í fjölskyldunni þykir sérstaklega gott er risotto. Það er svo einfaldur réttur sem hægt er að bragðbæta á svo margan hátt. Ég geri ýmist þessa uppskrift eða bý til útgáfu með villisveppum sem er algjörlega frábær. Það tekur um það bil hálftíma að elda þetta frá byrjun til enda. Það má bera það fram með ferskum aspas, eins og ég geri hér, eða steiktri kjúklingabringu, grilluðum laxi eða jafnvel smjörsteiktum humar ef maður vill gera vel við sig. Þá er þetta orðið að rétti sem myndi hæfa hvaða matarboði sem er. Uppskriftin er fyrir 4 en ég geri alltaf aðeins meira, því þetta er bara einfaldlega of gott. Samt virðist vera alveg sama hvað ég geri mikið, við klárum það alltaf. 1 lítri kjúklingasoð (má vera grænmetissoð) 3 skalottlaukar, fínt saxaðir (má nota venjulegan lauk) 2 stilkar sellerí, fínt saxaðir 3 hvítlauksrif, smátt söxuð salt og pipar smjör og ólífuolía til steikingar 400 g risotto-grjón (aborio-grjón) 1 lítið glas hvítvín, má vera soð 70 g smjör 100 g ferskur rifinn parmesanostur safi og fínt rifinn börkur af 1-2 sítrónum lítið handfylli steinselja, smátt söxuð Byrjið á því að hita smjör og olíu á pönnu og steikið lauk, hvítlauk og sellerí á miðlungshita í 3-4 mínútur. Hækkið hitann og skellið hrísgrjónunum út í. Hrærið stanslaust í grjónunum í 2-3 mínútur. Bætið víninu út í og látið það sjóða niður.

32 VIKAN

Lækkið niður í lágan til miðlungshita og byrjið að ausa heitu kjúklingasoðinu út í, einni ausu í einu, og leyfið þeirri fyrri að sjóða niður að mestu áður en sú næsta er sett út í. Svo er bara að halda áfram að ausa þar til risotto-ið er tilbúið, það á að vera „al dente“ eða mjúkt að utan en aðeins stinnt að innan – ekki mauksoðið eins og grjónagrautur. Þegar síðasta ausan af soðinu er sett út í fer börkurinn og safinn úr sítrónunni út í líka. Byrjið á safa úr hálfri sítrónu og smakkið ykkur áfram, þetta á ekki að vera súrt heldur bara gott sítrónubragð. Þegar grjónin eru tilbúin smakkið þau til með örlitlu salti og pipar og takið þau svo af hellunni og hrærið smjörið, steinseljuna og parmesanostinn rösklega saman við og berið strax fram. Það er ekki gott að láta þetta standa lengi eftir að það er tilbúið. Aspasinn 12-16 ferskir grænir aspasstilkar 1 msk. sítrónusafi rifinn börkur af hálfri sítrónu 2 msk. ólífuolía 35 g rifinn parmesanostur ögn af salti og pipar Hitið ofninn á 220°C með blæstri. Blandið öllum hráefnunum saman og veltið aspasinum upp úr blöndunni. Raðið á ofngrind og bakið í 8-10 mínútur eða þar til hann er farinn að brúnast vel án þess þó að brenna. Berið fram með risotto-inu. Með svona rétti er nóg að hafa einfalt grænt salat eða nýbakað brauð.


Pítsusamkeppni Gestgjafinn, Wewalka og Gott í matinn efna til samkeppni um bestu pitsuna. Skilyrðin eru að nota tilbúið pitsudeig frá Wewalka og ost að eigin vali frá MS.

rðl 1. v e a un

rðl 2. ve a un

rðl 3. ve au n

Gjafabréf frá Icelandair að verðmæti 100.000 kr. Gjafakort frá Hagkaup að verðmæti 50.000 kr. Ostakarfa frá Gott í matinn og 12 mánaða áskrift að Gestgjafanum.

Gjafakort frá Hagkaup að verðmæti 30.000 kr. Ostakarfa frá Gott í matinn og 6 mánaða áskrift að Gestgjafanum.

Gjafakort frá Hagkaup að verðmæti 20.000 kr. Ostakarfa frá Gott í matinn og 3 mánaða áskrift að Gestgjafanum.

Senda þarf inn nákvæma uppskrift ásamt mynd á hanna@birtingur.is fyrir 14. október. Við veljum 6 bestu uppskriftirnar, bökum í eldhúsi Gestgjafans og kjósum í fyrstu 3 sætin. Dómnefndin verður skipuð ritstjórn Gestgjafans og valinkunnum gestadómurum. Gefnar verða einkunnir fyrir bragð, áferð frumleika og útlit. Verðlaunauppskriftirnar verða svo birtar í kökublaði Gestgjafans.


„Mér finnst heilbrigðisstarfsfólkið á okkar litla Íslandi vera alveg einstakt. Vinnan sem það vinnur er svo ómetanleg. Í mínu tilfelli frestaði fólk sumarfríinu sínu til að vaka yfir mér því líf mitt var í hættu.“

34 VIKAN


„Án ykkar allra væri ég ekki hér“ Fyrir tuttugu og fimm árum lenti Gunnhildur Þorbjörg Sigþórsdóttir í alvarlegu bílslysi rétt fyrir utan Þingeyri og kraftaverk að hún lifði það af. Hún er virkilega þakklát heilbrigðisstarfsfólki hér á Íslandi sem bjargaði lífi hennar með tækni sem aldrei hafði verið notuð áður hér á landi. Texti: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir Myndir: Heiða Helgadóttir Förðun og stílisering: Helga Kristjáns

M

argoft höfum við séð litlar fréttir í dagblöðum um alvarleg slys sem við lesum með óhug. Við gleðjumst yfir að manneskjan skuli ekki vera í lífshættu og snúum okkur aftur að daglegu lífi. Raunin er hins vegar oft sú að á bak við þessar agnarsmáu fréttir er miklu stærri saga, jafnvel áralöng barátta við að ná þó ekki væri nema hluta af þeim lífsgæðum sem okkur þykja sjálfsögð. Ströng líkamleg endurhæfing en ekki síst andleg. Á síðu tvö í Morgunblaðinu þann 2. júlí 1991 birtist eftirfarandi frétt: „Sextán ára stúlka slasaðist alvarlega er hún velti bifreið í beygju rétt við flugvöllinn í Dýrafirði á sunnudag. Stúlkan var flutt með sjúkravél til Reykjavíkur ásamt einum af þremur farþegum í bílnum. Sá reynist lítt slasaður. Hún liggur hins vegar þungt haldin á gjörgæsludeild, en er þó ekki talin í lífshættu.“ Umrædd stúlka var Gunnhildur, ung og upprennandi íþróttakona á Þingeyri, sem fór í þessa örlagaríku bílferð ásamt þremur vinum sínum. „Við vorum á leiðinni í sveitina þegar ég fékk að keyra bílinn. Bíllinn valt og þar sem ég var ekki í bílbelti kastaðist ég út úr bílnum og lenti undir honum,“ byrjar Gunnhildur þegar hún rifjar upp slysið. „Vinur minn sem átti bílinn brást hárrétt við og sagði að ekki mætti hreyfa við mér. Hann hljóp upp að næsta sveitabæ og hringdi á hjálp. Sjúkraflutningamennirnir ásamt heimilislækninum heima á Þingeyri brugðust einnig hárrétt við og ég var flutt suður í þeirri stellingu sem ég

lenti í við slysið. Þegar mér var snúið við komuna til Reykjavíkur blánaði ég öll upp og því ljóst að fyrstu viðbrögð á slysstað skiptu öllu máli.“

Bjargað með nýrri meðferð

Gunnhildur hlaut alvarlega innvortis áverka, var haldið sofandi í átta vikur og lífi hennar bjargað með meðferð, sem þá var ný af nálinni, í hjarta- og lungnavél. Þessi meðferð var eini möguleikinn til að bjarga lífi hennar og því var áhættan tekin. Í grein í Morgunblaðinu þann 31. janúar 1992 er meðferðinni lýst ýtarlega. Þar kemur meðal annars fram að Gunnhildur missti annað lungað og hitt lungað var óstarfhæft í langan tíma. Til að viðhalda lífi hennar þurfti gervilunga og gervihjarta og var nauðsynlegur búnaður fenginn erlendis frá. Í meðferðinni eru notaðar sérstakar slöngur með efni sem veldur ekki storknun í blóði. Þess vegna þurfti ekki að gefa blóðþynningarlyf og því hægt að meðhöndla Gunnhildi án þess að lífshættulegar blæðingar yrðu. Líkami Gunnhildar var einnig kældur verulega til að hægja á efnaskiptum og takmarka þörf á súrefnisflutningi. Björgunin vakti mikla athygli og fylgdust læknar á Norðurlöndunum og í Bandaríkjunum náið með. Mjög margir komu að björgun Gunnhildar og hún er íslensku heilbrigðisstarfsfólki ævinlega þakklát. „Ég er svo innilega þakklát öllu því fólki sem kom að mínum málum eftir slysið. Mér var ekki hugað líf en læknarnir hérna

heima gáfust ekki upp og notuðu þessa aðferð sem hafði aldrei verið notuð áður. Mér finnst heilbrigðisstarfsfólkið á okkar litla Íslandi vera alveg einstakt. Vinnan sem það vinnur er svo ómetanleg. Í mínu tilfelli frestaði fólk sumarfríinu sínu til að vaka yfir mér því líf mitt var í hættu. Starfsfólki bráðamóttökunnar, Bjarna Torfasyni, hjarta- og lungnalækni, og öllu hans teymi, starfsfólki gjörgæslunnar og 11 G lungnadeildarinnar vil ég senda innilegt faðmlag, þakklæti og hlýhug. Ég veit að sum þeirra eru farin og sendi ég ættingjum þeirra stórt faðmlag. Einnig langar mig að senda innilegar þakkir til starfsfólks Reykjalundar, heimilislæknisins míns heima á Þingeyri á þessum tíma, sjúkraflutningamannanna, vina minna sem voru með mér í bílnum og fjölskyldu minnar. Án ykkar allra væri ég ekki hér. Mikilvægi flugvallarins í Reykjavík sannaðist vel í þessu tilfelli því þarna skipti hver mínúta máli og nauðsynlegt að koma mér sem allra fyrst á Landspítalann að heiman. Pabbi kom með mér í sjúkravélinni og mamma og systkini mín keyrandi. Elsta systir mín bjó í bænum. Þau vöktu yfir mér í þessari miklu óvissu. Mamma var hjá mér allan tímann sem ég lá inni á spítalanum og pabbi fór svo vestur að vinna. Þetta tók mjög mikið á fjölskylduna mína. Íbúar Þingeyrar sýndu okkur mikla hlýju og haldin var bænastund þegar ég lá í dái. Þessi samhugur var okkur mikill styrkur.“

Táknmiklir draumar VIKAN 35


Fyrst eftir að Gunnhildur komst aftur til meðvitundar, átta vikum eftir slysið, var hún máttfarin og það tók hana tíma að átta sig á aðstæðum. „Ég man ég vaknaði og gat mig hvergi hreyft eða talað. Ég var umvafin ástúð og hlýju frá mínum nánustu, fann svo mikinn styrk þegar þau snertu hönd mína og kysstu létt á höfuð mitt. Það er svo mikilvægt að finna fyrir fólkinu sínu, þeim sem maður elskar mest. Ég ráðlegg aðstandendum að tala við fólk sem liggur í dái og segja allt sem þeir vilja segja, það skilaði sér í mínu tilfelli. Einnig fann ég þessa hlýju frá starfsmönnum bráðadeildar. Þau voru mér svo innilega góð og það líður varla sá dagur að ég hugsi ekki til þeirra. Helst langar mig að faðma þau innilega. Þau gerðu allt, og þá meina ég allt, til að mér liði sem best.“ En það tók á fyrir sextán ára stúlku

að geta sig hvergi hreyft og þurfa að láta aðra sinna sér. „Bleyjuskiptin voru mér mjög erfið en stóðu sem betur fer ekki lengi yfir eftir að ég vaknaði. Þá var lagt bekken undir mig og ég gerði þarfir mínar í það. Ég veit að þetta er persónulegt en það gerir mér gott að tala um þetta. Ég lokaði allt innra með mér og talaði ekkert um líðan mína eftir slysið. Þegar sjúkraþjálfarinn, indæl kona, mætti í dyrnar á stofunni minni breyttist ég í Skúla fúla. Ég starði illum augum á hana og næstum hvæsti á hana. Sjúkraþjálfunin var auðvitað þörf og var tekin í agnarlitlum skrefum en henni fylgdi svo mikill sársauki. Ég hef oft hugsað til hennar og viljað biðja hana afsöknuar á hegðun minni.“ Gunnhildur man ekkert eftir slysinu en man óljóst eftir að hafa verið að keppa í frjálsum íþróttum á Flateyri þennan dag.

„Þar vann ég mínar síðustu medalíur sem voru fimm gull þann daginn. Um kvöldið vorum við krakkarnir að spila fótbolta, eins og flest önnur kvöld. Meira man ég ekki.“ Gunnhildi dreymdi mjög mikið á meðan hún var í dái og þegar hún fór að segja frá draumum sínum var margt sem gat passað við það sem var að gerast á sjúkrastofunni. „Í öllum draumunum gat ég ekki hreyft mig, lá bara út af. Í einum draumnum lá ég í árabáti úti á vatni, gat ekkert hreyft mig og það voru alltaf að koma einhver kvikindi að bíta í mig. Læknarnir sögðu að þarna hafi mig mögulega verið að dreyma þegar þeir voru að stinga mig með nálum og þess háttar. Í annað skiptið dreymdi mig að elsta systir mín var að keyra mig áfram í rúmi. Við erum úti og fyrir utan stórmarkað sem við fórum í gegnum. Hinum megin við hann var halli niður að stóru vatni. Þar sem hún var að reyna að klöngrast með mig niður hallann missti hún tökin á rúminu, ég rann niður, fór á bólakaf í vatnið og fannst ég vera að drukkna. Mér var sagt að þetta gæti passað við atvik sem gerðist þegar þessi systir mín var eitt sinn hjá mér og öll tæki fóru að pípa. Þá var mitt eina lunga

„Þennan draum má túlka á þann veg að einhver að handan hafi verið að sækja mig en aðrir þeim megin hafi ekki verið sammála. Minn tími var ekki kominn.“ að falla saman, læknarnir hópuðust inn og náðu að bjarga mér. Svo man ég líka eftir konu sem mig dreymdi mjög mikið, falleg kona sem var svo blíð og góð við mig. Í einum draumnum vorum við á báti og komum að ofsalega fallegu húsi sem hægt var að sigla undir og fara inn í neðan frá upp glæsilegan stiga. Hún fór með mig inn, lagði mig niður og strauk mér og hjúkraði. Frammi heyrði ég alltaf í einhverjum manni sem var svo ofsalega reiður og sagði konunni stöðugt að fara með mig, ég ætti ekki að vera þarna. Þennan draum má túlka á þann veg að einhver að handan hafi verið að sækja mig en aðrir þeim megin hafi ekki verið sammála. Minn tími var ekki kominn.“

Syrgði í felum

Eftir að Gunnhildur útskrifaðist af spítalanum tók við endurhæfing á Reykjalundi. Þar var hún á lungnadeild, langyngsti skjólstæðingurinn, og segist hafa verið eins og litla barnið allra hinna. „Starfsfólkið var mér sem fjölskylda. Mér leið vel þarna og fékk mikla hlýju og umhyggju en það voru mörg kvöld sem ég grét mig í svefn. Ég átti erfitt með að vakna á morgnana, hafði litla lyst á að borða og það var áhyggjuefni. Því var allt gert til að ég fengi það sem mér þótti gott að borða. Ég kom upp á Reykjalund í hjólastól, fór svo að geta fikrað mig áfram með göngugrind og smátt og smátt gat ég

36 VIKAN


„Ég fékk rosalega góða umönnun og allt gert til að endurhæfa líkamann og koma honum í sem best ástand. Eftir á að hyggja sé ég að það vantaði sálræna aðstoð. Ég fékk aldrei áfallahjálp eða markvissa andlega hjálp.“

labbað lengra og lengra.“ Vegna ofkælingar í meðferðinni í hjartaog lungnavélinni fékk Gunnhildur drep í tærnar og þær voru fjarlægðar eftir að hún hafði verið á Reykjalundi um tíma. „Ég var mjög ósátt við það og heimtaði að fá tærnar afhentar í krukku eftir aðgerðina,“ segir hún og hlær. „Það var erfitt fyrir íþróttakonuna mig að sætta mig við að vera hætt í frjálsum sem voru líf mitt og yndi. Ég ætlaði mér alltaf stóra hluti á því sviði og þau voru mörg tárin sem ég felldi þegar ég syrgði þann draum. Ég átti margar grímur, faldi vanlíðan mína og grét yfirleitt þegar ég var ein en þá helltist yfir mig reiði, sorg og söknuður. En svo jafnaði ég mig og fann til þakklætis yfir því að vera á lífi. Ég fékk rosalega góða umönnun og allt var gert til að endurhæfa líkamann og koma honum í sem best ástand. Eftir á að hyggja sé ég að það vantaði sálræna aðstoð. Ég fékk aldrei áfallahjálp eða markvissa andlega hjálp. Sjúkrahúspresturinn ræddi eitthvað við mig stuttu eftir að ég vaknaði og það var mjög gott en sálfræðimeðferð hefði gert mikið fyrir mig. Það létti lund mína þegar ég fór að æfa borðtennis í Íþróttafélagi fatlaðra en þangað sendu íþróttafræðingar Reykjalundar mig. Ég æfði af fullum krafti og fór nokkrum sinnum erlendis að keppa. Ég hef alltaf haft mikið keppnisskap og þarna fékk ég útrás fyrir það. Það var ekki fyrr en á fullorðinsárum sem ég fór að vinna í sjálfri mér og úr áföllunum í lífinu. Eftir að ég skildi við eiginmann minn fyrir nokkrum árum opnuðust sár sem ég hélt að ég væri komin yfir. En með aðstoð sálfræðings á Reykjalundi og teyminu mínu þar, og nú áframhaldandi ráðgjöf, hef ég náð að koma sjálfi mínu á betri veg og er enn að vinna í því.“

Þóttist heyra

Í kjölfar slyssins tapaði Gunnhildur heyrn á báðum eyrum og sex mánuðum eftir slysið var farið að bera á miklu heyrnarleysi. „Ég tapaði heyrninni hratt, fór í mælingu og niðurstaðan varð sú að ég þurfti heyrnartæki í bæði eyrun. Í þessu ferli upplifði ég mikla fordóma gagnvart sjálfri mér og átti mjög erfitt með að sætta mig við þetta. Mér fannst að aðeins gamalt fólk glímdi við heyrnarleysi enda þekkti ég ekkert annað. Ég faldi það, dró mig inn í skel og reyndi að komast hjá því að tala við fólk að fyrra bragði. Ef ég var í hópi náði ég engu af því sem verið var að tala um en sagði aldrei neitt og þorði aldrei að viðurkenna heyrnarleysið. Þegar einhver hló, hló ég með, þótt ég hefði ekki hugmynd um af hverju verið var að

hlæja, ég þóttist bara heyra. Fyrstu árin mín sem heyrnarskertur unglingur voru mjög erfið andlega. Ég fór í Iðnskólann í Reykjavík í tvær annir en hætti vegna þess að ég fékk enga hjálp. Mér bauðst að fara á táknmálsnámskeið á Reykjalundi en lærði ekki nóg til þess að ég gæti notað táknmálstúlk. Í mínu tilviki hefði rittúlkur verið besta úrræðið á þessum tíma.“ Heyrnartæki magna upp hljóðin og Gunnhildur átti til að þreytast fljótt þegar mikið var af umhverfishljóðum. „Útvarp, sjónvarp, mas, barnsgrátur og þess háttar varð að óbærilegum hávaða með heyrnartækjunum. En sem betur fer eru tækin orðin betri í dag, dempa niður þessi hljóð og greina betur það sem viðkomandi einbeitir sér að. Ég hef í gegnum tíðina verið í margskonar félagsskap án þess að skilja nokkuð hvað um var rætt. Stundum hef ég þóst vita hvað verið var að segja og síðan verið hissa seinna á einhverju sem mér hefur verið sagt. Þá hef ég stundum fengið viðbrögðin: „Ég var að segja þér þetta áðan.“ Það getur verið svolítið vandræðalegt. Ég viðurkenni alveg að ég mætti vera duglegri að láta fólk vita þegar ég næ ekki því sem það segir en það væri

ekki skemmtileg samkoma ef ég gengi á alla og segði: „Ha, hvað sagðir þú?“ Erfiðast er þegar einn talar og ég einbeiti mér að því að hlusta á hann og svo tekur annar undir og svo næsti. Þá næ ég engu samhengi.“ Í maí 2005 fór Gunnhildur til Svíþjóðar í kuðungsígræðslu sem gerbreytti lífi hennar. Í aðgerðinni er rafskautum komið fyrir í innra eyra og tæki sem nemur hljóð sendir rafboð inn í kuðunginn og áfram eftir heyrnartauginni til heilans. „Ég var heyrandi til sextán ára aldurs og síðan mikið heyrnarskert til þrítugs. Kuðungsígræðsla veitir mun eðlilegri heyrn en heyrnartæki. Upplifunin var himnesk þegar ég byrjaði að heyra á ný eftir allan þennan tíma. Ég hafði lengi verið hrædd við að fara í aðgerðina og hélt í þessa litlu heyrn sem ég hafði. En ég sé alls ekki eftir því að hafa farið og vildi óska að ég hefði farið fyrr. Það er svo dásamlegt að heyra aftur þessi litlu hljóð sem okkur finnst svo sjálfsögð og eru orðin mér miklu meira virði. Til dæmis að heyra vatnið renna úr krananum, tístið í fuglunum, stefnuljósahljóðið í bílnum, brakið í ristuðu brauði þegar ég smyr það og þegar ég smelli fingrum. Einnig

VIKAN 37


að geta talað í síma við hvern sem er og hlustað á tónlist. Mér er svo minnisstætt þegar ég sat í eldhúsinu á æskuheimili mínu og dyrjabjallan, þessi gamla góða „dingdooong“, hringdi og ég heyrði í henni í fyrsta sinn eftir öll þessi ár. Það var eitthvað svo yndisleg tilfinning. Ég þurfti svolítinn tíma til að þjálfa með mér þessa nýju tækni og hljóðin komu til mín smám saman. Það besta við þetta allt saman er svo auðvitað að heyra í börnunum mínum, ekki síst þegar þau kalla á mig úr öðru herbergi. Börnin mín ólust upp við heyrnarleysi mitt og það var mikil breyting fyrir þau þegar ég fór að heyra betur. Þau voru vön að láta mig til dæmis alltaf vita áður en þau fór á klósettið því þau vissu að það þýddi ekkert að kalla á hjálp. Þegar þau byrjuðu á leikskóla sagði einn leikskólakennarinn við mig hvað henni fyndist sætt þegar mín börn kæmu og pikkuðu í starfsfólkið ef þau þyrftu athygli í staðinn fyrir að kalla og kalla.“

Óttaðist að eignast ekki börn

Gunnhildur á þrjú börn, tvær stelpur sem eru sautján og átján ára og dreng sem er þrettán ára. „Þau eru kraftaverkin mín þrjú og minn stærsti fjársjóður. Ég varð mjög hrædd þegar ég varð ófrísk að frumburði mínum því ég hélt að

líkaminn gæti ekki tekist á við þetta. Sú hugsun leitaði oft á mig eftir slysið að ég ætti aldrei eftir að eignast mann og börn, getað stofnað fjölskyldu. Ég reif mig stanslaust niður, fannst ég svo gölluð og hafði ekkert sjálfstraust. Ég var viss um að svona hugsuðu allir um mig meðan staðreyndin var sú að fordómarnir komu langmest frá mér sjálfri. Eftir að ég kynntist barnsföður mínum og fyrrverandi eiginmanni gerðust hlutirnir hratt og ég varð fljótlega ófrísk. Einn læknir hafði áhyggjur af því að ég gæti lent í öndunarerfiðleikum og átt erfitt með súrefnisupptöku en raunin varð önnur. Einu erfiðleikarnir voru þeir að ég hélt engu niðri alla meðgönguna sem er algengur fylgifiskur og hefur sennilega ekkert með slysið að gera. Fæðingin gekk svo eins og í sögu og ég eignaðist tuttugu marka stúlku. Hinar tvær meðgöngurnar voru mér betri og ég fæddi öll börnin mín eðlilega. Ég hafði að sjálfsögðu áhyggjur af því að heyra ekki í börnunum, sérstaklega á nóttunni, en einhvern veginn lærði ég að skynja grátinn ef þau vöknuðu. Ég notaði einnig barnapíutæki sem blikkaði ef þau grétu og fylgdist vel með því, sérstaklega meðan þau sváfu yfir daginn. Svo verð ég líka að viðurkenna að ég var stöðugt að tékka á þeim,“ segir hún og brosir.

Annað áfall

Maður hefði haldið að nóg væri komið og ekki meira leggjandi á manneskju eins og Gunnhildi sem var búin að ná sér ótrúlega vel þegar hún lenti í aftanákeyrslu árið 2014. „Nú glími ég við afleiðingar hennar og á töluvert í land. Ég fékk hnykk á háls og herðar og dofnaði vinstra megin í andlitinu og niður vinstri hönd. Miklir háls- og herðaverkir ásamt taugaverkjum í handlegg hrjá mig núna og síðustu tvö ár hafa verið erfið andlega og líkamlega. Eftir stóra slysið var ég dugleg að halda mér í líkamlegu formi bæði hvað varðar þol og styrk. Að vera með eitt lunga og auk þess að finna fyrir jafnvægisleysi vegna missis útlima gerir það að verkum að líkamsbyggingin skekkist og allt stoðkerfið fer í ólag. Þetta hef ég þurft að passa upp á, hef alltaf verið í sjúkraþjálfun, gert æfingar og þannig haldið mér góðri. Ég verð fljótt móð en það hefur aldrei hrætt mig að mæðast, ég tel það bara af hinu góða. En núna eftir þessa aftanákeyrslu reynist erfiðara fyrir mig að halda mér í góðu formi þar sem vinstri höndin á mér er kraftlaus, úlnliðurinn læstur og miklir verkir. Ég var byrjuð að æfa blak og sakna þess mikið að geta ekki stundað það lengur. Ég er hjá frábærum sjúkraþjálfara í Hafnarfirði sem er búinn að hjálpa mér ótrúlega mikið í gegnum þetta áfall og ég held ótrauð áfram. Ég hef alltaf átt erfitt með að biðja um hjálp og vil gera hlutina sjálf en meðan ég er í þessum aðstæðum

„Með þessu vildi ég líka brýna fyrir krökkunum hversu mikilvæg bílbeltanotkun er því ef ég hefði verið í belti þennan örlagaríka dag þá hefði ég að öllum líkindum labbað burtu af slysstað.“

verð ég að kyngja stoltinu og fá aðstoð við það sem er mér erfitt. En markmiðið er að ná fyrri styrk og það væri frábært að komast eitthvað út á vinnumarkaðinn. Ég elska til dæmis að vinna með börnum, þau eru svo yndisleg. Í mörg ár var ég alltaf heima á Þingeyri á sumrin og var með leikjanámskeið fyrir krakkana. Það voru frábærir tímar sem gáfu mér mjög mikið. Börn eru svo fordómalaus og blátt áfram. Ég tók mér alltaf tíma til að segja þeim frá slysinu og afleiðingum þess og þau spurðu að öllu sem þeim datt í hug. Sennilega hef ég á þessum tíma talað meira við þau um slysið en fullorðið fólk og sérfræðinga. Með þessu vildi ég líka brýna fyrir krökkunum hversu mikilvæg bílbeltanotkun er því ef ég hefði verið í belti þennan örlagaríka dag þá hefði ég að öllum líkindum labbað burtu af slysstað.“

38 VIKAN


Í GÓÐRA VINA HÓP á Sigló

Láttu fara vel um þig og þína á Sigló Hótel. Góður matur og drykkir, notalegt andrúmsloft, heitur pottur og gufa ásamt allskonar afþreyingu, passar hverjum vinahóp.

Snorragötu 3b • 580 Siglufirði • Sími 461-7730 • siglohotel@siglohotel.is • www.siglohotel.is


Staðurinn minn

Hef aldrei fjárfest tilfinningalega í hlutum Eydís Eir Björnsdóttir starfar sem handritshöfundur en dreymir um að verða leikstjóri þegar hún verður stór enda elskar hún að segja sögur. Eydís lærði snemma að fjárfesta ekki í dauðum hlutum enda alltaf á faraldsfæti.

Umsjón: Íris Hauksdóttir Mynd: Óli Magg

Retro kvikmyndafilmur. Lúkka vel og finn lyktina af sögunni sem þær hafa að geyma. Fékk þær í AFF consept store. Bækurnar mínar – Draumalandið eftir Andra Snæ og svo fyrsta bókin sem ég las mér til skemmtunar og náði að klára eftir að ég fór á lyf við athyglisbresti – Pollýanna.

Stjörnumerkjaljónynjustytta sem ég fékk í 23 ára afmælisgjöf frá vinkonum mínum. Alltaf þegar ég horfi á hana minnir hún mig á að vera eins og ég er og elska sjálfa mig, sama hvað. 40 VIKAN

Fullt nafn: Eydís Eir Björnsdóttir. Aldur: 30 ára. Starf: Kvikmyndagerðarmaður. Maki: Sjálfstæð. Börn: Björn Leó, 6 ára. Morgunhani eða nátthrafn: Ég er bæði, fer eftir tunglstöðu. Elska að vakna snemma, svo á ég mínar skapandi nætur. Hver væri titill ævisögu þinnar? Höfundur óþekktur. Hvaða sögufrægu manneskju myndir þú vilja hitta? Edgar Allan Poe, Angelinu Jolie, David Bowie og Bette Davis – fullkomið partí.

Lucky Records plötuspilarinn minn og plöturnar mínar. Vinyllin er alltaf bestur og Ingvi Lucky er alltaf með puttann á púlsinum varðandi músík.


ðu me

ra a p

v l it á ef n

f n um - S

um

út

p a r a ðu

v l it á ef n

-S ve f num

HaLLGrÍmSKIrKja Í nÝrrI mynd fylgir blaðinu

HÚS OG HÍBÝLI

Eitt læri 4 uppskriftir og meðlæti

Sólrún Bragadóttir stofnar heildrænan söngskóla

GIRNILEGAR BOLLAKÖKUR SÚKKULAÐI-FONDUE QUICHE LORRAINE

9. tBL. 2016

VeGan VEISLA

nýr óperustjóri sIlVIa rak ísbíl til að eiga fyrir náminu erla

faGurKErI Í KópaVOGI 348

HRESSTU UPP Á HÁRIÐ

eru best

BESTU í fríið? BæKUrnar steinunn Í FRÍIÐ birna

31. TBL. 78. ÁRG. 25. ÁGÚST 2016 1595 KR.

10. tbl. 2016, verð 2.195 kr.m.vsk.

freyðivín oG ber

10. tbl. 2016

Helgi SvavarS og Stefanía tHorS eiga Heimili með Húmor

nr. 348 • 9.tBL. • 2016 • VErð 2195 Kr.

matur og vín

G e st Gj a f i n n

7 . tbl. 08 . tbl.38. 36.árg. árg.2015 2016

Tíska hvaða föt

Innlit í sumarbústað

anna tara talsmaður

rÁÐ endaþarmsmaka á íslandi FYRIR FJALLGÖNGUNA

bláber í boðinu

næsta

Grænkál bláber læri dill buff kaldar kökur ● ●

5 690691 160005

kósí

hjá Siggu ElEfSEn þar SEm allir litir Eru vElkomnir

1.995 kr. kr. verð 2.195

kaos og

FRUMKVÖÐULL ÁRSINS 2016

7. tbl. 08. tbl. 2015 2016

„Kemst hvergi ef ég leita sökudólga allt mitt líf“

bazaar veitinGastaður

hörkukvendið opnar sig um

690691 050009 050009 55 690691

KRISTJANA JENNÝ OPNAR SIG UM GAMALT LEYNDARMÁL

Grænmetisbuff í frystinn

æskuna, erfiðleikana í skóla ÞorBJÖrG og það sem gengur á í JensdÓttIr fitness-heiminum blaaa...

grænkál

dill

Uppáhaldssnyrtivörur Kim Kardashian

5 690691 200008

Nr. 29 18. ágúst. 2016 Verð 1.495 kr.

Rikka og Haraldur pólfari Sigurbjörn, faðir Áslaugar Örnu, geislaði af gleði með kærustunni

FERSKUR BLÆR Í SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM

SOONG-SYSTUR

8. tbl. 8. árg. 2016 Verð 1.895 kr.

Gerir lífið skemmtilegra!

ÁSTFANGNAR FJALLAGEITUR

Reyndu að sameina Kínverja í baráttunni við Japani 1937

st markahæ Sjöunda inum! í heim

t Lára Margrédóttir Viðars

Ert þú feimin?

RÁÐ SEM HJÁLPA!

SVÖL

NAGLALIST

SVARTHÖFÐI

Takk og bless

ÞINGMENN KVEÐJA

Stjórnaði uppreisn indíána í Perú

SAGAN ÖLL

SPURNINGAR OG SVÖR

Hvenær var Egiftaland víðfeðmast? tíma tók l Hve langan að reisa Eiffelturninn? ki var l Hvaða skriðdre algengastur á árunum 1939-1945?

l

7

MIÐALDIR

Hæfileikarík og heillandi

ERLA WIGELUND HÉLT LISTMÁLARINN HJARTNÆMA RÆÐU UNGFRÚ ÍSLAND

TÚPAC AMARU II

mjög umdeildar sálarrannsóknir

Leynibrúðkaup

GAF ÞAU SAMAN Drottning Verðlistans eldhress á níræðisaldri

9 771025 956009

hvað blessuð börnin? balliðmeð byrjað á bessastöðum

LÆTUR EKKI einfaldaðu SETJA lífSIG þitt Í KASSA

forsetafrú íslands

! Zuper-ZAyN

l! Láttu þér líða ve snyrtivörur! Júlía elskar lífrænar inu Slepptu skólastress ftir Freistandi uppskri þér? Hvaða æfingar passa

pLakÖt:

SIGURGANGA

StjarNaN úr NeyÐarVaktINNI!

tayLor kINNey

7

SNIÐUG

Instagram-trikk

• SELENA GOMEZ PYRNU • ZAYN MALIK NDSLIÐIÐ Í KNATTS ÍSLENSKA KARLALA GS • TYLER POSEY S • LUKE HEMMIN BECKY G • ASTRID

ISSN 1670-8407

9 771670 840005

Ný t t ú t l i

birtingur.is HEImILI faStEIGnaSaLa OG GLamÚrpÍu

t-

BESTU ÁSKRIFTARTILBOÐ OKKAR FINNUR ÞÚ Á:

ð áskri f

NR 9/2016 1.895 kr.

NORMANA

NÝTT LÍF HÚS OG HÍBÝLI GESTGJAFINN VIKAN SÉÐ OG HEYRT

Afkomendur víkinga lögðu Evrópu að fótum sér

JÚLÍA Löður er með á Löður allanLöður bílinn er Löður með er með er er með með áallan ábílinn allan bílinn ábílinn allan ábílinn bílinn bílinn bílinn Löður er með Löður er áallan ábílinn allan bílinn Löður Löður Löður er með er með er með er Löður með er Löður með er Löður er með ámeð með Löður allan áLöður er með allan ámeð bílinn er allan áLöður með allan ámeð bílinn allan á bílinn áallan allan bílinn ámeð ábílinn allan bílinn áallan allan Löður Löður Löður erLöður Löður með erLöður Löður með erLöður Löður með er Löður með er Löður með er Löður er áer með er Löður allan áer er með Löður allan ámeð Löður bílinn er allan ábílinn Löður bílinn með er allan á með er bílinn allan á með er bílinn áallan allan með bílinn áallan allan allan bílinn áallan bílinn áallan bílinn allan ábílinn allan áallan bílinn allan bílinn bílinn Löður með áábílinn bílinn Löður er með á Löður er með ábílinn allan bílinn er áallan Löður er með ábílinn allan bílinn Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Rain-X býður Rain-X uppá býður Rain-X fullkomna uppá Rain-X býður yfirborðsvörn fullkomna býður uppá fullkomna uppá yfirborðsvörn fullkomna • öryggi Rain-X yfirborðsvörn verndar yfirborðsvörn Rain-X bílinn, verndar Rain-X eykur Rain-X verndar bílinn, útsýni verndar eykur bílinn, og öryggi útsýni bílinn, eykur og eykur útsýni öryggi útsýni ogútsýni öryggi ogog öryggi Hreinn bíll eyðir allt aðRain-X 7% minna eldsneyti Rain-X býður uppá Rain-X fullkomna uppá býður fullkomna býður uppá fullkomna uppá yfirborðsvörn fullkomna • fullkomna Rain-X yfirborðsvörn verndar yfirborðsvörn ••yfirborðsvörn Rain-X bílinn, ••verndar Rain-X eykur •eykur Rain-X bílinn, útsýni verndar eykur bílinn, og öryggi útsýni bílinn, eykur og eykur útsýni öryggi og öryggi Rain-X býður Rain-X uppá býður Rain-X fullkomna uppá býður Rain-X fullkomna uppá yfirborðsvörn býður Rain-X fullkomna uppá yfirborðsvörn Rain-X býður fullkomna uppá býður •fullkomna yfirborðsvörn Rain-X býður Rain-X fullkomna uppá •verndar yfirborðsvörn Rain-X Rain-X býður fullkomna •verndar yfirborðsvörn fullkomna Rain-X bílinn, uppá Rain-X yfirborðsvörn •eykur verndar fullkomna uppá bílinn, Rain-X yfirborðsvörn Rain-X býður útsýni fullkomna •Rain-X eykur verndar Rain-X bílinn, yfirborðsvörn uppá býður Rain-X og útsýni •býður eykur Rain-X verndar öryggi bílinn, yfirborðsvörn uppá •Rain-X býður Rain-X og útsýni verndar eykur fullkomna öryggi bílinn, býður uppá •yfirborðsvörn verndar Rain-X yfirborðsvörn útsýni eykur bílinn, fullkomna öryggi uppá • eykur Rain-X verndar yfirborðsvörn og útsýni eykur fullkomna verndar eykur yfirborðsvörn •bílinn, Rain-X og útsýni öryggi útsýni yfirborðsvörn bílinn, eykur ••öryggi Rain-X og verndar öryggi og eykur útsýni ••eykur verndar öryggi Rain-X bílinn, útsýni og ••útsýni Rain-X verndar öryggi bílinn, og verndar öryggi útsýni eykur bílinn, og útsýni bílinn, eykur öryggi og eykur útsýni öryggi útsýni og öryggi og öryggi Rain-X býður Rain-X uppá býður Rain-X fullkomna uppá býður Rain-X fullkomna uppá yfirborðsvörn býður Rain-X fullkomna uppá yfirborðsvörn Rain-X býður Rain-X uppá býður •yfirborðsvörn Rain-X býður Rain-X fullkomna uppá •uppá verndar yfirborðsvörn Rain-X uppá Rain-X býður fullkomna •býður verndar yfirborðsvörn fullkomna Rain-X bílinn, býður uppá Rain-X yfirborðsvörn •eykur verndar fullkomna uppá bílinn, Rain-X yfirborðsvörn Rain-X býður útsýni fullkomna •eykur verndar Rain-X bílinn, yfirborðsvörn uppá býður Rain-X og útsýni •fullkomna eykur Rain-X verndar öryggi bílinn, fullkomna yfirborðsvörn uppá •Rain-X býður Rain-X Rain-X og útsýni verndar eykur fullkomna öryggi bílinn, uppá •og verndar Rain-X býður yfirborðsvörn og útsýni bílinn, fullkomna •bílinn, Rain-X uppá yfirborðsvörn bílinn, og útsýni eykur öryggi verndar eykur yfirborðsvörn •bílinn, Rain-X og útsýni útsýni bílinn, eykur Rain-X og verndar öryggi og eykur útsýni verndar öryggi Rain-X bílinn, útsýni og •verndar verndar öryggi eykur Rain-X bílinn, og öryggi útsýni eykur verndar bílinn, og útsýni eykur bílinn, öryggi og útsýni eykur öryggi og útsýni öryggi ogöryggi öryggi Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn •öryggi Rain-X verndar bílinn, og öryggi Hreinn bíll eyðir Hreinn allt bíll Hreinn að eyðir 7% Hreinn bíll minna allt eyðir að bíll eldsneyti 7% allt eyðir minna að allt 7% eldsneyti að minna 7% minna eldsneyti eldsneyti Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn •verndar Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn •bíll Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • að Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Hreinn eyðir Hreinn allt bíll Hreinn að eyðir 7% Hreinn bíll minna allt eyðir að bíll eldsneyti 7% allt eyðir minna að allt 7% eldsneyti að minna minna eldsneyti eldsneyti Hreinn bíll Hreinn eyðir bíll Hreinn allt eyðir að bíll Hreinn 7% allt eyðir minna að bíll Hreinn 7% allt eyðir eldsneyti minna að Hreinn bíll 7% allt eyðir eldsneyti Hreinn minna að bíll 7% allt eyðir bíll Hreinn eldsneyti minna að eyðir 7% allt Hreinn bíll eldsneyti að minna allt eyðir 7% að bíll eldsneyti minna 7% allt Hreinn eyðir minna aðbíll eldsneyti allt 7% Hreinn bíll eldsneyti að minna eyðir 7% bíll Hreinn allt minna eldsneyti eyðir að Hreinn 7% allt eldsneyti eyðir minna bíll 7% allt eyðir eldsneyti minna að allt 7% eldsneyti að minna 7% minna eldsneyti eldsneyti Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn •bíll Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Hreinn bíll Hreinn eyðir bíll Hreinn allt eyðir að bíll Hreinn 7% allt eyðir minna að bíll Hreinn 7% allt eyðir eldsneyti minna að Hreinn bíll 7% allt eyðir eldsneyti Hreinn minna að bíll 7% allt eyðir bíll Hreinn eldsneyti minna að eyðir 7% allt Hreinn bíll eldsneyti að minna allt eyðir 7% að bíll eldsneyti minna 7% allt Hreinn eyðir minna að eldsneyti allt 7% Hreinn bíll eldsneyti að minna eyðir 7% bíll Hreinn allt minna eldsneyti eyðir að bíll Hreinn 7% allt eldsneyti eyðir að minna 7% allt eyðir eldsneyti minna að 7% allt eldsneyti minna að7% 7% eldsneyti minna eldsneyti Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti Hreinn bíll eyðir allt 7% minna eldsneyti Hreinn bíll eyðir allt að 7% eldsneyti Hreinn bíllaðeyðir allt aðminna 7% minna eldsneyti Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

SAGAN ÖLL

Við stöðum--www.lodur.is www.lodur.is- -5680000 5680000 Viðerum erumááfimmtán sextán stöðum Við erum Við á-erum erum Við fimmtán Við erum áerum fimmtán erum stöðum á--stöðum fimmtán á--áfimmtán fimmtán stöðum -stöðum stöðum stöðum www.lodur.is www.lodur.is www.lodur.is 5680000 5680000 5680000 Við erum Við á fimmtán fimmtán erum á fimmtán fimmtán -5680000 stöðum --stöðum --5680000 -5680000 --www.lodur.is -- 5680000 -- 5680000 - -5680000 Við Við Við áerum erum Við áerum erum Við áerum fimmtán erum Við áerum stöðum Við erum á-erum Við stöðum fimmtán www.lodur.is á-Við erum stöðum www.lodur.is á erum -fimmtán stöðum á www.lodur.is fimmtán -á stöðum erum Við www.lodur.is fimmtán 5680000 stöðum Við www.lodur.is áVið 5680000 stöðum -5680000 Við erum www.lodur.is -stöðum 5680000 fimmtán www.lodur.is erum á 5680000 www.lodur.is á www.lodur.is -www.lodur.is stöðum -5680000 www.lodur.is 5680000 --stöðum -www.lodur.is 5680000 ---www.lodur.is --- www.lodur.is -5680000 5680000 -- 5680000 -- 5680000 -- 5680000 Viðerum erum Viðerum Við áfimmtán fimmtán Við áfimmtán fimmtán Við ástöðum stöðum fimmtán Við áfimmtán stöðum Við fimmtán erum á -erum Við stöðum fimmtán www.lodur.is áfimmtán -Við erum fimmtán stöðum www.lodur.is áfimmtán erum -Við stöðum á www.lodur.is Við fimmtán --áá stöðum erum Við www.lodur.is -áfimmtán fimmtán 5680000 stöðum --erum erum www.lodur.is -áfimmtán stöðum --áVið erum www.lodur.is Við -á ástöðum -stöðum 5680000 fimmtán www.lodur.is erum á-fimmtán -stöðum 5680000 fimmtán www.lodur.is stöðum -5680000 -ástöðum 5680000 stöðum fimmtán ---www.lodur.is -www.lodur.is stöðum -www.lodur.is stöðum -www.lodur.is www.lodur.is 5680000 -www.lodur.is www.lodur.is -5680000 5680000 5680000 5680000 5680000 Við erum -stöðum www.lodur.is 5680000 Við erum fimmtán -www.lodur.is www.lodur.is -5680000 5680000 Við erum áVið fimmtán stöðum -www.lodur.is Við erum áfimmtán fimmtán -5680000 www.lodur.is - 5680000 Við erum ástöðum fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

GRAFÍSK MYNSTUR OG GERSEMAR Á HEIMILUM

Góð ráð til að feta

metorðastigann

um

út t - Ný t t

Komdu í áskrift

ÍSLEndInGar GErðu upp SVEItaSEtur SItt Í danmörKu

me

út l i t á

me ð á s k rif

ðu

ásk r i f t - N ð

ýtt

t - Ný t t

- Sp a r a

rif

- Sp a r a

k

ve

ð ás

ðu


Pálína Ósk hefur ástríðufullan áhuga á útivist

Aldrei verið mikilvægara en nú að stunda hreyfingu

Texti: Steingerður Steinarsdóttir Myndir: Pálína Ósk Hraundal

Útivist í fallegri náttúru er mörgu fólki nauðsyn en Pálína Ósk Hraundal tekur ástina á óbyggðum skrefinu lengra. Þetta er í senn áhugamál og ástríða. Hún nýtur þess að ferðast um í öllum veðrum og segir nestisferðir alls ekki bundnar við sólardaga og sjálfsagt að nýta það sem umhverfið hefur upp á að bjóða til að gera góða máltíð betri.

42 VIKAN

Fullt nafn: Pálína Ósk Hraundal. Maki: Ísak Sigurjón Einarsson. Börn: Íris Antonía Ísaksdóttir, 11 ára. Stjörnumerki: Fiskur. Áhugamál: Útilíf og útieldun. Lífsmottó: It’s only cold if you are standing still.


P

álína Ósk er lærður útivistarfræðingur. Hvar er hægt að læra það og hvernig er slíkt nám samansett? „Við skulum frekar segja ferðamálafræðingur með áherslu á útilíf,“ segir hún. „Ég kláraði BA-gráðu í ferðamálafræði á Hólum í Hjaltadal þar sem aðstæður eru frábærar til að stunda slíkt nám. Síðan lá leiðin til Noregs þar sem ég fór í meistaranám í náttúrutengdri ferðaþjónustu en sérhæfði mig eins mikið og mögulegt var í áföngum tengdum útilífi og heilsu. Það er þrælskemmtilegt að tvinna þessi fög saman, ferðamál og útilíf. Ég hef lengi notað útivist (slow outdoor life) í vinnu minni með börnum og konum og kemst alltaf betur og betur að því hvað útivistin og hreyfingin í náttúrunni gefur okkur mikið frelsi. Síðustu ár hef ég líka sjálf notað umhverfi mitt markvisst í hversdagsleikanum bæði með fjölskyldu minni og fyrir mig. Til dæmis nota ég margar aðferðir til að festa betur upplifanir í náttúrunni í minni, ná slökun í hversdagsleikanum og síðast en ekki síst nota ég bál mikið í þessari aðferðafræði. Við fjölskyldan borðuðum oft úti í náttúrunni árið 2015 til að ná samveru og útistundum inn í dagatalið í mjög svo miklu annríki hversdagsleikans.“

Bauð saumaklúbbnum út í skóg

Það er að heyra að þú sért mjög hugmyndarík og útsjónarsöm að flétta útivist og hreyfingu inn í daglegt líf. Áttu einhver góð ráð fyrir fólk sem vill reyna að gera það sama? „Ég tel mikilvægt að flækja ekki hlutina of mikið. Það fer oft mikil orka í það að hugsa um framkvæmdina í stað þess einfaldlega að framkvæma. Það er áskorun sem ég held að við könnumst öll við og ég er alltaf sjálf að vinna með þennan þátt. Framkvæma meira og hugsa minna. Öll hreyfing er betri en engin hreyfing. Valið er alltaf okkar og mitt val hefur verið að fara „út að leika“ sem allra oftast, helst með ljúffengan mat til að elda úti og skemmtilegu fólki. Það er fátt sem toppar það. Þetta málefni er ástríða mín, sérstaklega í ljósi þess að við eigum yfir höfuð oft erfitt með að ná að koma inn í þaulskipulagða dagskrá þessum 30 mínútum hreyfingar sem æskilegt er að fá á dag. Ég tel áhersluna vera of mikla á markmið og ákveðna kúra eða tiltekna mánuði í líkamsrækt. Við þurfum að ná þessu meira inn sem lífsstíl að mínu mati og til þess vantar okkur oft hugmyndir. Ég nota sjálf mikið þá aðferð að borða kvöldmatinn stundum úti. Þannig náum við okkur í hreyfingu

og næringu á hinum annars „týpíska“ mánudegi eða þriðjudegi. Uppskriftir að slíkum útimat þurfa auðvitað að vera einfaldar og þægilegar svo eitthvað verði úr plönunum að fara út. Ég er oft búin að undirbúa útistundina á sunnudegi fyrir mánudag og hugsa um þetta eins og að mæta í ræktina eða annað sem veitir okkur vellíðan. Stundum hef ég dregið saumaklúbbinn með mér út með prímus eða bál og allir eru ferskari eftir slíka kvöldstund en að vera inni í stofu allt kvöldið. Ég hélt upp á afmæli mitt í fyrra og bauð tuttugu dömum út að borða og græjaði átta ólíka tapas-rétti yfir báli úti í skógi. Ég á afmæli í mars þannig að það var mjög kalt og algjör skylda að mæta í ullarfatnaði en ekki kjól. Þannig fengum við flotta upplifun og útiveru inn í hverdagsleikann.“

Hvatning mikilvæg

Pálína Ósk hefur fullan skilning á því að stundum getur verið erfitt að koma sér af stað en hún hefur líka ráð undir rifi hverju. „Hvatning er mikilvæg og hægt er að nota margar ólíkar aðferðir til að koma sér út þegar viljinn eftir vinnudaginn er ekki mikill eða jafnvel ekki til staðar,“ segir hún. „Mikilvægt er að gefa sér rými til þess að setjast niður, jafnvel loka augunum, hlusta og slaka á. Slökkva á

VIKAN 43


Sunnudagsupplifun pönnukökur með súkkulaðibitum

Takið með ykkur pönnukökudeig í brúsa og súkkulaðiplötu ásamt prímus og pönnu. Pönnukökurnar eru leið að hjartanu og er ég viss um að útivistin verður eftirminnilegri og jafnvel léttari ef við erum með svona ráð í pokahorninu. Nú þegar berjatímabilið er alls ráðandi og berin á lynginu upp á sitt besta þá er ekki úr vegi að týna nokkur bláber og krækiber til þess að borða með.

símanum og leyfa sér 30 mínútur í ró og næði úti án truflana. Alla jafna erum við umkringd áreiti úr öllum áttum. Samfélagsmiðlar pressa jafnvel á okkur að standa okkur vel og samanburður er mikill oft og tíðum. Ég tel það aldrei hafa verið mikilvægara en núna að leyfa sér að slaka á og stunda hreyfingu sem okkur þykir skemmtileg. Það hefur verið rannsakað að stress fer illa með okkur og getur verið neikvæður áhrifavaldur í lífi okkar. Því þurfum við að vera meðvituð um hvernig við vinnum með stress og hvernig við minnkum stressandi aðstæður. Við erum búsett í Noregi og höfum verið það síðustu sjö ár og ég hef lært mikið af Norðmönnunum hvernig þeir koma alltaf þessum dásamlegu náttúrustundum inn í dagskrá sína. Ég er að auki lærður ljósmyndari og hef tekið fjölda ljósmynda sem ég hef notað fyrir námskeið sem ég hef haldið og eins bara til hvatningar.“

44 VIKAN

Hvernig taka og fjölskylda og vinir því að vera dregin í tíma og ótíma upp á fjöll, inn í skóg og út á tún? „Það gengur vel. Ég er auðvitað heppin með það að fjölskylda mín deilir með mér þessu áhugamáli. Íris Antonía, dóttir mín, var á útilífsleikskóla hér í Noregi í tvö ár og þar var engin innivera þessar sjö klukkustundir sem hún dvaldi þar dag hvern. Við sendum hana með nesti fyrir daginn sem hún gat svo hitað yfir báli með leikskólakennurunum og hinum leikskólabörnunum. Hádegismaturinn þeirra var alltaf borðaður við bál. Hún öðlaðist mjög mikilvægan skilning og þekkingu á náttúrunni þennan tíma sem hún var á þessum leikskóla og varð aðeins einu sinni veik. En útiveran hefur pottþétt átt sinn þátt í því að styrkja ónæmiskerfið og byggja það upp. Ég tel útiveruna sjaldan hafa verið jafnmikilvæga og núna í þessum tæknivædda heimi sem við búum í. Þessi leið hefur hentað okkur og minn boðskapur er sá að við allavega hugsum

út í það hvað útivera getur gert mikið fyrir okkur og engum hefur nokkru sinni liðið illa eftir kvöldgönguna okkar eða daginn í fjallinu. Vinahópnum hefur hingað til þótt spennandi að koma með mér út í skóg og ákveðin upplifun að borða með okkur úti í stað inni. Einnig er skemmtilegt að nota umhverfið vel og mikill kostur að börnin geti hlaupið út um allt án þess að þeir fullorðnu séu að stressa sig eitthvað. Þessum lífsstíl fylgir mikið frelsi.“ Fjölskyldan er búsett í Noregi. Eruð þið væntanleg heim með þennan góða boðskap? „Við fluttum upphaflega út vegna náms og höfum ílengst aðeins hér. Einhvern daginn komum við heim, Ísland er og verður alltaf best í heimi. Ég hugsa að þjóðarstoltið verði jafnvel meira þegar maður er búsettur erlendis og er ég ákaflega stolt af því að vera frá Íslandi,“ segir Pálína Ósk að lokum.


Prófaðu Fabiu í sólarhring

Gildir út apríl 2016.

ŠKODA Fabia býr yfir ótal kostum, en fögur orð og fyrirheit koma ekki í staðinn fyrir persónulega reynslu. Því langar okkur að lána þér Fabiu í sólarhring. Komdu við hjá okkur eða sendu póst á skoda@hekla.is og fáðu nýja ŠKODA Fabiu til reynslu í 24 tíma. Hlökkum til að sjá þig. Verð frá aðeins

2.290.000 kr. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði

www.skoda.is


Hugmyndir fyrir heimilið Skandinavíski innanhússstíllinn er sívinsæll um heim allan og Instagrampóstar í þeim stíl njóta ávallt mikilla vinsælda.

Instagram Trendin á

Það er auðvelt að sjá hver trendin eru með því að skoða vinsælustu póstana á Instagram, bæði hvað tískuna í fatnaði og förðun varðar en eins þegar kemur að innanhússhönnunartrendum. Skoðum hvað vinsælustu Instagram-póstarnir segja okkur um hvað er heitast í dag. Umsjón: Helga Kristjáns

Íbúðir í frönskum anda með einstökum innanhússmunum virðast alltaf ná upp á pallborðið hjá þeim sem skoða Instagram. La Chance Bolt Stool fæst meðal annars hjá Nest. co.uk á u.þ.b. 80.310 kr.

46 VIKAN

Brúnir leðursófar njóta mikilla vinsælda og eru út um allt á innanhússhönnunarsíðum á Instagram. Þessi fallegi leðursófi fæst hjá Tekk og kostar 275.000 kr.


Íburðarmiklar ljósakrónur njóta mikilla vinsælda. Þessi fallega ljósakróna er eftir Gino Sarfatti fyrir Flos og kom fyrst á markað árið 1958, hún fæst hjá Lúmex.

Grafískar flísar hafa verið einstaklega áberandi síðustu árin, hvort sem þær eru notaðar á veggi eða gólf, inni í eldhúsi eða á baðherberginu.

Dökkblár litur virðist vera sá vinsælasti um þessar mundir. IKEA, 25.950 kr.

Vinsælustu baðherbergismyndirnar á Instagram eiga það sameiginlegt að innihalda vel uppstilltar, hipp og kúl snyrtivörur í mínimalískum umbúðum. Þar koma snyrtivörurnar frá Aesop meðal annars sterkar inn en þær vörur fást hjá Madison ilmhúsi.

Exótískar gólfmottur hafa verið mikið innanhússhönnunaræði og vinsælustu póstarnir á Instagram innihalda yfirleitt eina slíka. Línan, 57.900 kr.

VIKAN 47


Ferðalög Búðardalur við Hvammsfjörð

Litli bærinn við

stígvélafjörðinn Jóhanna Leópoldsdóttir, leiðsögukona Vikunnar um Búðardal. Hún nýtti hverja stund í haust til að tína sveppi og ber.

Texti og myndir: Guðríður Haraldsdóttir

Hljómsveitin Lónlí Blú Bojs kom Búðardal vissulega á kortið með laginu Heim í Búðardal en þessi gróðursæli og skemmtilegi staður sem Búðardalur er, hefur upp á svo miklu meira að bjóða en bara brúðarval og partí ...

I

nn úr Breiðafirði liggur Hvammsfjörður sem Búðardalur stendur við. Hvammsfjörður er í laginu eins og stígvél og bærinn er staðsettur mitt á milli táar og hæls. Íbúar eru tæplega 300 talsins en sýslan öll telur hátt í 700 manns. Dalirnir eru meðal annars sögusvið Laxdælu og Sturlungu og Auður djúpúðga var þar landnámskona. Héðan sigldi Eiríkur rauði til Grænlands og er sýning helguð honum og syni hans, Leifi Eiríkssyni, í Leifsbúð þar sem einnig er upplýsingaþjónusta og kaffihús. Svo var það Dalamaður, Björn Bjarnarson, sýslumaður á Sauðafelli í Dölum, sem var einn þeirra sem stofnuðu danska tímaritið Hjemmet.

48 VIKAN

Jóhanna Leópoldsdóttir, sem nýlega flutti til Búðardals, sýndi Vikunni bæinn.

Allt ... nema kirkja

Óvenjulegt og skemmtilegt tjaldstæði er í bænum, þar sem tjaldbúar eru ekki hver ofan í öðrum, heldur geta fundið sér eigið einkarjóður. Strætisvagn númer 59 gengur til og frá Borgarnesi og fer eina ferð fjóra daga vikunnar, mánudaga, miðvikudaga, föstudaga og sunnudaga, og stoppar fyrir framan Samkaup þar sem kaupfélagið var áður til húsa. Í Búðardal er að finna heilsugæslu, lyfjaafgreiðslu, banka, pósthús, alls konar verkstæði, eins og raftækja-, trésmíða- og dekkjaverkstæði, starfsstöð fyrir Rarik og Vegagerðina, f ína

flokkunarstöð fyrir sorp, ungmennafélag, hárgreiðslukonu, mjög virkt skátafélag, frystihús, björgunarsveit, Rauða krossinn, veitingastað, kaffihús, söfn og sýningar, Kvenfélagið Þorgerði Egilsdóttur, handverksgallerí, blómabúð, kaffi- og veitingastaði, krá, ostagerð, áfengisverslun og margt fleira. „Hér er allt nema kirkja,“ bendir Jóhanna á en næsta kirkja er í Hjarðarholti, skammt frá Búðardal.

Dásamlegir Dalaostar

Stærsti vinnustaður Búðardals er Mjólkursamlagið sem sér um að framleiða alla mygluosta á landinu. Þangað örkuðum við Jóhanna. Lúðvík Hermannsson mjólkurbústjóri heldur utan um starfsemina ásamt minni stöðvum á Ísafirði og Egilsstöðum. „Hér var opnað árið 1964 og í upphafi var búið til undanrennuduft og mjólkurprótín fyrir markaði erlendis,“ segir Lúðvík. „Staðurinn hefur stækkað mikið, enda sjö sinnum byggt við. MS


Blómalindin, blóm, gjafavara, kaffi og gamlar bækur.

Fína flokkunarstöð er að finna í Búðardal.

hefur alltaf átt þetta og það er líklega ástæðan fyrir því að þetta er enn í góðum rekstri. Tíu árum eftir opnun var Mjólkurbú Grundarfjarðar lagt niður og sameinað þessu. Árið 1977 hófst svo ostagerðin og um leið var hætt með þurrduftið. Yrja og Brie voru fyrstu mygluostarnir sem framleiddir voru hér, frá 1980, en gráðaostur var gerður á Akureyri og annar á Selfossi en fyrir átta árum var ákveðið að hafa alla mygluostagerð á einum stað og ostabúið hér í Búðardal er nú skilgreint sem handverksbú. Hér starfa alls 25 manns en tveir þeirra eru á Ísafirði. Við gerum allan fetasost og mygluost og ef allt er talið eru þetta um 50 tegundir.“ Íslensku ostarnir líkjast helst þeim hollensku, að sögn Lúðvíks, og í mestu uppáhaldi hjá honum, eftir að vera áminntur um sannsögli, er osturinn Sveitabiti sem framleiddur er á Sauðárkróki. „Einstaklega góður ofan á brauð,“ segir hann.

Ljúffengir ostar úr Dölunum.

Hetjur hafsins

Niðri við höfn spjalla saman tveir fyrrum sjómenn en þeir komust lífs af þegar togarinn Elliði fórst árið 1962. Sú saga er sögð í Útkallsbókinni Örlagaskotið sem kom út árið 2014. Siggi, sem er vinstra megin á myndinni, var yngstur í áhöfninni, 15 ára gamall. Birgir átti von á fyrsta barni sínu á þessum tíma. „Didda, konan mín, hlustaði á bátabylgjuna allan tímann og gat fylgst með atburðum. Þetta gerðist 10. febrúar og dóttir okkar kom í heiminn 7. mars.“ Hjónin búa í Reykjavík en keyptu hús skammt frá höfninni í Búðardal. „Þetta er æskuheimili mitt og hér dveljum við oft.“

Kræsingar, kaffi og handverk

Veiðistaðurinn er afar góður veitingastaður að sögn heimamanna og annarra sem hafa smakkað það sem þar er í boði en ekki reyndist vera tími í þetta skiptið til að bragða á kræsingum hafsins. Blómalindin er kaffihús, blóma- og

Siggi, t.v., og Birgir, fyrrum sjómenn og báðir söguhetjur í Útkallsbókinni Örlagaskotið, 2014.

gjafavöruverslun og þar er líka hægt að kaupa gamlar bækur eða skipta á bókum. Eigandinn, Boga Kristín Thorlacius, býður upp á f ínasta Bógóta-espressókaffi frá Kaffitári. Boga stefnir að því að stækka staðinn. Handverkshópurinn Bolli er með gallerí þar sem handverksfólk úr Búðardal og nágrenni selur verk sín. Þegar okkur ber að garði er þar alsælt erlent par að festa kaup á lopapeysu.

Hljómsveitin B4 og réttaball

Að sjálfsögðu er starfrækt hljómsveit í Búðardal. Hún heitir B4 (frb.: Bí for) en gítarleikari sveitarinnar er Hilmar, sambýlismaður Jóhönnu og bróðir Birgis sem bjargaðist þegar togarinn Elliði fórst. Hljómsveitin mun spila gamlar dægurflugur og rokkslagara á réttaballinu í Tjarnarlundi í Saurbæ, Dölum, þann 17. sept. nk.

VIKAN 49


Hin hliðin á Louisu May Alcott

Texti: Steingerður Steinarsdóttir

Rétt fyrir miðja öldina var Jo March, aðalsöguhetja Yngismeyja (Little Women), helsta fyrirmynd stelpna í Bandaríkjunum og víðar. Bókin naut mikilla vinsælda og hún var þýdd á ótal tungumál. Sagan rekur uppvaxtarsögu þriggja ólíkra systra og það hvernig þær takast á við kvenhlutverkið. Þær þrjár sem lifa finna sína aðferð og verða umhyggjusamar eiginkonur, mæður og hjúkrunarkonur veikra ættingja.

Á

rið 1933 var svo gerð kvikmynd eftir bókinni, með Kathrine Hepburn í hlutverki Jo March. Reynt var að endurtaka leikinn árið 1995 þegar Susan Sarandon lék móðurina og Winona Ryder lék Jo. Myndin var ágætlega gerð og naut velgengni, enda var þá mjög í tísku að dusta rykið af gömlum bókum kvenrithöfunda og gera eftir þeim kvikmyndir. (Þrjár bóka Jane Austin voru kvikmyndaðar um svipað leyti og stuttu áður hafði kvikmyndin The Age

50 VIKAN

of Innocence verið gerð eftir sögu Edith Wharton). Louisa May Alcott skrifaði um duglegar, bjartsýnar ungar konur sem ólust upp í kærleiksríkri fjölskyldu. Jo March, sem allar stúlkur vildu líkjast, var listamaður sem þráði sjálfstæði og það að finna sína eigin rödd. Almennt hefur verið talið að Louisa hafi byggt skrif sín á reynslu sinni af eigin æskuheimili en þar var ekki allt sem sýndist. Faðir Louisu var mikill hugsjónamaður og hann trúði á heimspekikenningar Emersons og Thoreaus en þeir voru

hugsæishyggjumenn sem lögðu áherslu á að innsæi fleytti mönnum oft lengra en menntun og rökhugsun. Alcott sagði sjálfur að Edensgarður væri að vakna í Nýja-Englandi og átti þar við heimili sitt og konu sinnar. Hann var kvenréttindamaður og trúði á afnám þrælahalds og dætur hans voru menntaðar á sama hátt og tíðkaðist að mennta karlmenn á þeim tíma. Hann var hins vegar afleitur fjármálamaður og heimilið var alltaf á vonarvöl. Louisa vann sem saumakona, heimilishjálp, kennari, leikari, ferðafélagi og hjúkrunarkona, allt til að reyna að ná endum saman, en jafnframt var hún farin að skrifa smásögur undir nafninu L.M. Alcott. Þar sem ritstjórar töldu að L.M. Alcott væri karlmaður fékk hún borgað það sama og karlrithöfundar og fljótlega var hún orðin fyrirvinna fjölskyldu sinnar.


Louisa May Alcott

„Hún var kvenréttindakona og barðist fyrir kosningarétti kvenna auk þess sem hún, eins og Jo March, barðist við að ná þroska sem rithöfundur og vinna fyrir sér sjálf.“

Kvenréttindakona sem þráði sjálfstæði

Hún var mikilvirkur höfundur og skrifaði einnig ljóð undir listamannsnafninu Flora Fairfield og litlu síðar fór hún að skrifa melódramtísk leikrit undir nafninu A.M. Barnard. Hún þráði alla tíð sjálfstæði og ekki hvað síst fjárhagslegt sjálfstæði og þegar bókin Yngismeyjar, eða Little Women, kom út árið 1870 leit út fyrir að sá draumur hennar myndi rætast. Bókinni var strax tekið vel og Louisa var auk þess í föstu starfi um þær mundir sem ritstjóri tímarits fyrir ungar stúlkur. Næstu bækur voru mjög í sama dúr og sú fyrri; Little Men, Eight Cousins og Jo’s Boys byggðu allar á uppvexti Louisu og snerust að miklu leyti um Marchfjölskylduna og þær persónur sem við kynntumst í Little Women. Louisa hvatti alla tíð konur til að feta þær brautir sem hugur þeirra stæði til

í lífinu. Hún var kvenréttindakona og barðist fyrir kosningarétti kvenna auk þess sem hún, eins og Jo March, barðist við að ná þroska sem rithöfundur og vinna fyrir sér sjálf. Fjölskyldan var hins vegar allt hennar líf bundin eins og klafi um háls hennar. Jafnvel velgengni Yngismeyja nægði ekki til að losa hana undan þeirri byrði að sjá fyrir systrum sínum og foreldrum. Pabbi hennar kallaði hana jafnan „tryggðartröll dyggðarinnar“ og hann gat trútt um talað því þessi dóttir, systir og frænka reyndist sá klettur sem öll fjölskyldan byggði á og í hennar vasa seildust ótal hendur eftir aurum. Árið 1860 skrifaði hún til vinar: „Ég held að ég hafi sál karlmanns sem hefur fyrir einhverja duttlunga náttúrunnar lent í kvenlíkama.“ Um það leyti var hún að reyna að skapa sér nafn sem rithöfundur og hafði gefið út bókina Hospital Sketches sem lýsti reynslu hennar

sem hjúkrunarkonu í frelsisstríðinu. Hún skrifaði þá einnig söguna The Chase sem lýsir á áhrifamikinn hátt ást sem breytist í þráhyggju. Útgefendur höfnuðu bókinni en Yngismeyjar var strax tekin og vinsældir hennar urðu til þess að Louisa hélt sig við þessa tegund bókmennta næstu árin. Ástarsögurnar An Old-Fashioned Girl og Rose In Bloom komu næstar og eru að mati sumra nánast kennslubækur fyrir stúlkur um hvernig þær eiga að lifa eftir hugmyndum Louisu um kvenréttindi en samt innan hefðbundins kvenhlutverks þess tíma. Louisa gafst ekki upp á eltingaleiknum sínum því hún gerði margar tilraunir til að endurskrifa The Chase þannig að útgefendum líkaði en allt kom fyrir ekki. Bókin féll síðan í gleymsku og dá og það var ekki fyrr en árið 1995 að hún kom í leitirnar. Kennari nokkur, Kent Bicknell, sem safnar alls konar munum tegndum

VIKAN 51


Tvær kvikmyndir hafa verið gerðar eftir sögunni Little Women.

„Louisa átti hvorki eiginmann né elskhuga eftir því sem best er vitað en ljóð sem fannst í fórum hennar eftir að hún dó bendir til þess að hún hafi trúað því að mögulegt væri að kynnast ástinni hinum megin grafar tækist það ekki í hérvistinni.“

rithöfundum og er mikill aðdáandi Louisu May Alcott, rakst á handrit hennar í fornbókaverslun á Manhattan. Áður en handritið barst þangað hafði það legið ásamt öðrum skjölum úr dánarbúi Louisu á bókasafninu í Harvard. Bicknell varð yfir sig hissa að finna áður óútgefið handrit eftir Louisu og ekki minnkaði undrun hans þegar hann las bókina.

Bókmenntalegur geðklofi

The Chase, eða A Long Fatal Love Chase, er nefnilega reyfari af bestu gerð. Hún segir sögu þráhyggjukenndrar ástar og er svo spennandi að lesandinn getur vart látið hana frá sér fyrr en sögulokin eru ljós. Já, mikið rétt, þetta er ekki bók eftir Harold Robbins, Jackie Collins eða Sidney Sheldon, þetta er saga eftir Louisu May Alcott. Kent Bicknell varð strax ákveðinn í að gera það sem Louisa gat aldrei, nefnilega að fá bókina útgefna. Hann fékk lánaða peninga hjá vini sínum til að búa handritið í þann búning sem nauðsynlegur er í dag til að útgáfufyrirtækin líti við handritum og síðan seldi hann Random House útgáfuréttinn fyrir 1,5 milljónir Bandaríkjadala. Sennilega þarf vinurinn ekki að kvíða því að lánið fáist ekki endurgreitt. Hollywood er þegar farið að undirbúa kvikmyndun sögunnar og bókmenntagagnrýnendur eiga tæplega orð yfir að sami penni skyldi hafa ritað The Rose in Bloom og þennan reyfara, sem siðferði Viktoríutímans, en það

52 VIKAN

ríkti óbeislað á Nýja-Englandi líka, gat ekki sætt sig við. Sumir gagnrýnendur hafa gengið svo langt að tala um bókmenntalegan geðklofa. The Chase fjallar um baráttu góðs og ills eins og hún birtist í sambandi þeirra Rosamond og Philips Tempests. Hún er saklaus, falleg en villt í skapi. Hann er dökkur yfirlitum, ákveðinn og með stingandi, áköf augu. Hann spilar fjárhættuspil við afa Rosamond og potturinn er rétturinn til að giftast henni. Hann giftist henni á fölskum forsendum og fer með hana á snekkju sína en þegar hún uppgötvar illsku hans flýr hún. Hann eltir hana þvert yfir Evrópu og sagan er hröð og spennandi. Rosamond felur sig á sveitasetri, í klaustri og á geðveikrahæli. Flóttinn og eftirförin leiða einnig til morðs, fjárkúgunar, barnsráns, tvíkvænis og ástarævintýris með presti. Kynlífslýsingar eru engar þótt oft sé andrúmsloftið þrungið erótískri spennu. Athyglisvert er að á einum stað í bókinni stynur söguhetjan Rosamond eftir miklar píslir: „Ég myndi með glöðu geði selja sál mína skrattanum gæti ég um frjálst höfuð strokið í eitt ár.“ Án efa hafa tilfinningar þessu líkar oft bærst í brjósti Louisu sjálfrar. Rosamond er lokuð inni á geðveikrahæli vegna þessarar frelsisþrár en það þótti ótvírætt merki um geðbilun ef konur létu í ljósi ósk um að standa á eigin fótum óháðar karlmönnum á þessum tíma og vitað er að margar konur hlutu svipuð örlög og Rosamond

að þessu leyti. Í bókinni The Chase deyr Rosamond án þess að ná langþráðu frelsi og það gerði Louisa sjálf einnig. Þegar aðrir fjölskyldumeðlimir náðu því smátt og smátt að standa á eigin fótum án hennar hjálpar virtist faðir hennar sífellt verða meira hjálparvana. Það endaði með því að hún sá um hann allt til dauðadags og kaldhæðnin hefði varla getað verið meiri því sama dag og jarðarför föður hennar fór fram dó Louisa May, 55 ára gömul. Louisa átti hvorki eiginmann né elskhuga eftir því sem best er vitað en ljóð sem fannst í fórum hennar eftir að hún dó bendir til þess að hún hafi trúað því að mögulegt væri að kynnast ástinni hinum megin grafar tækist það ekki í hérvistinni. Í ljóðinu segir: „Í guðdómlegri veröld munt þú finna eilífan vin.“ Louisa trúði á endurholdgun og líf eftir dauðann eins og margir hugsæishyggjumenn. Kannski var það vonda stelpan í henni sem gerði sér vonir um ást og hamingju hinum megin grafar eða það sem hún kallaði karlmanninn í sér en er víst að hún var einstök kona, langt á undan sinni samtíð í hugsun og þótt hæfileikar hennar hafi að sumu leyti aldrei fengið að njóta sín vegna þess gelda og þröngsýna samfélags sem hún bjó í verður þó að dást að henni fyrir það að hafa kennt ótal ungum stúlkum að sjálfstæði og ræktun eigin gáfan er eftirsóknarvert og sjálfsagt.



Flott og gott

Drögum fram það besta Skygging er orðin partur af daglegri förðun nútímakonunnar og snýst um að móta og draga fram það besta í andlitinu. Contour‘n Strobe Kit frá Gosh er með highlighter sem dregur fram kinnbein, hálfmattan kinnalit sem frískar kinnarnar og tvo matta bronzera til að fullkomna mótun. Létt og kremuð áferð sem blandast húðinni vel. Pallettan fæst í tveimur gerðum.

MAC BB-kremin eða Beauty Balm gefa fallega áferð, góðan raka og nátturulegan lit ásamt því að draga úr olíumyndun húðarinnar. Notuð ein og sér eða undir farða. SPF 35.

Umsjón: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir Mynd: Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Gosh Velvet Touch eru mattir, kremaðir og mjúkir varalitir með djúpum litatónum og hafa góða endingu.

Flott ferðasett í Shiseido IBUKIlínunni með nauðsynlegum húðvörum til að halda rakastigi húðarinnar í jafnvægi. Hreinsifroða, rakavatn og rakakrem, allt í 30 ml umbúðum.

54 VIKAN

J´adore Eau Lumiére er nýr ferskur og fágaður dömuilmur sem tilheyrir flórufjölskyldunni. Francois Demachy, ilmhönnuður Dior, teflir fram einstökum ferskleika blóðappelsínu, sætum keimi magnolíu og vanillu ásamt höfugri damaskusrós og neroli.


2X

HRAÐVIRKARI en venjulegar Panodil töflur*

Prófaðu Panodil® Zapp Verkjastillandi og hitalækkandi

* Grattan T.et al., A five way crossover human volunteer study to compare the pharmacokinetics of paracetamol following oral administration of two commercially available paracetamol tablets and three development tablets containing paracetamol in combination with sodium bicarbonate or calcium carbonate European Journal of pharmaceutics and Biopharmaceutics 2000;49 (3). 225‑229. Panodil® Zapp filmuhúðaðar töflur. Inniheldur 500 mg af parasetamóli. Ábendingar: Vægir verkir. Hitalækkandi. Skammtar: Fullorðnir og börn eldri en 12 ára (40 kg): 1 g 3‑4 sinnum á sólarhring, að hámarki 4 g á sólarhring. Í sumum tilvikum geta 500 mg 3‑4 sinnum á sólarhring verið nægileg. Frábendingar: Verulega skert lifrarstarfsemi. Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna. Ef þú tekur annað lyf samtímis sem einnig inniheldur parasetamól er hætta á ofskömmtun. Stærri skammtar en ráðlagðir eru geta valdið lífshættulegum eiturverkunum. Ef grunur er um ofskömmtun skal tafarlaust leita læknis. Leitið ráða hjá lækninum áður en Panodil Zapp er notað, ef þú ert með háan hita, einkenni um sýkingu (t.d. hálsbólgu) eða ef verkirnir vara lengur en í 3 daga, ef þú ert með skerta lifrar‑ eða nýrnastarfsemi, næringarástand þitt er slæmt, t.d. vegna áfengismisnotkunar, lystarleysis eða vannæringar. Þú þarft hugsanlega að taka minni skammta þar sem lifrin gæti annars orðið fyrir skemmdum. Ef þú tekur mörg mismunandi verkjastillandi lyf samtímis í langan tíma getur þú fengið nýrnaskemmdir og hætta verið á nýrnabilun. Ef þú tekur Panodil Zapp við höfuðverk í langan tíma getur höfuðverkurinn orðið verri og tíðari. Hafðu samband við lækni ef þú færð tíð eða dagleg höfuðverkjaköst. Láttu alltaf vita að þú sért á meðferð með Panodil Zapp þegar teknar eru blóð‑ eða þvagprufur. Það getur skipt máli varðandi rannsóknaniðurstöðurnar. Almennt getur venjubundin notkun verkjalyfja, sérstaklega ásamt öðrum verkjastillandi lyfjum, leitt til viðvarandi nýrnaskemmda og hættu á nýrnabilun (nýrnakvilla af völdum verkjalyfja). Panodil Zapp inniheldur 173 mg af natríum (7,5 mmól) í hverri töflu. Taka skal tillit til þess hjá sjúklingum sem eru á natríum‑ eða saltskertu fæði. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með hjartabilun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi: GlaxoSmithKline Consumer Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.

Panodil-Zapp-Red button_A4-ICE.indd 1

23/02/16 09:21


STJÖRNUSPÁ Hrúturinn

Vogin

Nautið

Sporðdrekinn

Tvíburarnir

Bogmaðurinn

21. mars – 19. apríl Næring, bæði andleg og líkamleg, býðst Hrútum í stórum skömmtum í haust. Þeir fá tækifæri til endurmenntunar eða ákveða að víkka sjóndeildarhringinn með því að reyna eitthvað alveg nýtt. Þetta eru spennandi tímar og mikil gleði mun fylgja í kjölfarið. Hrúturinn hefur ánægju af að takast á við krefjandi verkefni og áskoranir og mun þess vegna blómstra við þessar aðstæður. Happadagur: 17. september Happatala: 1

20. apríl – 20. maí Lífið gengur sinn vanagang hjá Nautum þessa viku og hjá ævintýragjarnara merki væri það leiðigjarnt en hin fastheldnu og rólegu Naut telja það kjöraðstæður. Þau leitast við að skapa fastar skorður á öllu í lífi sínu og finnst best þegar ekkert truflar þau. Nú eru sem sagt slíkar aðstæður og um að gera að njóta. Ef einhverjum örfáum Nautum leiðist kyrrstaðan er kjörið að skreppa í norðurljósaferð með fjölskylduna. Happadagur: 19. september Happatala: 5

23. september – 22. október Félagslífið er fjörugt um þessar mundir og það er einmitt það sem Vogin þarfnast núna. Hún er umkringd vinum og finnur hversu gott það er að eiga góða að. Væntumþykja annarra umlykur þig þessa vikuna og gefur þér kraft og endurnýjaða orku. Samvinna er lykillinn að því að ná fram sínum hjartans málum og hin sanngjarna Vog er samvinnufúsust allra merkjanna. Happadagur: 16. september Happatala: 3

23. október – 21. nóvember Þetta er ekki tími til að slaka á eða hugsa um að fara í frí. Stjörnurnar hafa skipað sér þannig í merki Sporðdrekans að ný tækifæri til frama, fjárhagslegs ávinnings og árangurs opnast oftar og betur en nokkru sinni fyrr. Vertu vakandi, gríptu gæsina þegar hún gefst og það mun skila sér margfalt til baka. Einhverjar góðar fréttir sem munu koma við hjarta þitt berast einnig í þessari viku. Happadagur: 21. september Happatala: 2

21. maí – 20. júní Miklar annir í félagslífnu einkenna þessa vikur. Boðum í veislur og uppákomur rignir inn og Tvíburar hafa vart undan að svara. Tvíeðli Tvíburanna gerir það að verkum að í aðra röndina njóta þeir sín í margmenninu og eru hrókar alls fagnaðar en þreytast fljótt og draga sig í hlé til að hvílast og íhuga eins fljótt og þeir geta. Þeir ættu ekki að hafa samviskubit vegna þessa heldur bara leyfa sér að hlusta á eigin þarfir. Happadagur: 20. september Happatala: 3

22. nóvember – 21. desember Bogmaðurinn er fullur forvitni og þekkingarþorsta um þessar mundir. Hann leggur upp í könnunarleiðangra bæði í eiginlegum og óeiginlegum skilningi og það mun skila honum bæði aukinni ánægju og árangri. Einhvejir Bogmenn finna sjálfsagt til eirðarleysis og kunna að vera svolítið skapstyggir en það gengur fljótt yfir um leið og þeir finna rannsóknarþörf sinni farveg. Happadagur: 20. september Happatala: 1

Krabbinn

Steingeitin

Ljónið

Vatnsberinn

21. júní – 22. júlí Haustið er góður tími fyrir Krabba. Þeir eru miklir náttúruunnendur og njóta haustlitanna í alls konar útivist. Þetta er gott fyrir fjölskyldulífið og Krabbinn ætti að draga sem flesta með sér í göngutúra og berjamó því hann er í essinu sínu við slíkar aðstæður og vinir og fjölskylda munu heillast af þessum hamingjusama Krabba. Einhver heilsufarsvandamál munu láta á sér kræla en það gengur fljótt yfir. Happadagur: 18. september Happatala: 6

23. júlí – 22. ágúst Alla jafna eru Ljón seinþreytt til vandræða og kjósa frekar að draga sig í hlé en að slást þegar þau telja málefnið ekki þess virði. Nú kemur hins vegar upp á bardagi sem þau verða að fara í og reka upp kröftugt ljónsöskur. Einhver vandi sem Ljónið hefur ýtt á undan sér er núna aðkallandi og það þarf að vinna úr þessu máli og leiða það til farsælla lykta. Besta ráðið er að búa sig vel undir þessi átök, vera rökfastur og standa á sínu. Þá ætti vandinn að leysast farsællega. Happadagur: 21. september Happatala: 6

Meyjan

23. ágúst – 22. september Meyjunni dreymir stóra drauma og er svolítið utan við sig þessa dagana. Hún lætur berast með straumnum og spyrnir lítt á móti vilja annarra, enda einhver mýkt og blíða sem fylgir þessu draumkennda ástandi. Það er ástæðulaust að hafa áhyggjur, hin skipulagða Meyja má alveg við því að leyfa sér slökun af og til og láta aðra um að vera hinir jarðbundnu. Njóttu draumanna því þeir skila líka árangri. Happadagur: 17. september Happatala: 2

56 VIKAN

22. desember – 19. janúar Tærleiki og hreinsun gætu verið einkunnarorð Steingeita um þessar mundir. Þær hafa þörf fyrir að taka til í skápum, losa sig við gamla hluti og endurnýja flest. Það er gott að ganga í gegnum slík tímabil en mundu að taka til í hugarfylgsnunum líka. Nú er góður tími til að græða gömul sár og henda frá sér byrðum úr fortíðinni sem of lengi hafa dregið úr þér kjark og þor. Það eru góðir tímar fram undan. Happadagur: 22. september Happatala: 8

20. janúar – 18. febrúar Haustið verður töfrum líkast í lífi Vatnsbera. Eitthvað óvænt og skemmtilegt bíður við hvert horn og það er eins og allir hafi tekið sig saman og ákveðið að sýna Vatnsberum vináttu og skilning. Tækifæri gefast til að byrja á einhverju nýju, hér geta verið um að ræða sambönd, verkefni eða áhugamál. Allir eiga skilið annað tækifæri í lífinu og þetta er þinn tími til að leiðrétta gömul mistök og leggja grunn að betri framtíð. Happadagur: 21. september Happatala: 4

Fiskarnir

19. febrúar – 20. mars Léttleiki og leikgleði einkennir Fiskinn um þessar mundir. Þeir hafa gaman af að daðra og skemmta sér og það er ekkert athugavert við að sleppa ofurlítið fram af sér beislinu af og til. Gættu þess þó að aðrir misskilji þig ekki og taki of alvarlega eitthvað sem þú meinar lítið með. Þetta er góður tími til að láta gamla drauma rætast og slaka á í góðra vina hópi. Happadagur: 17. september Happatala: 6


sagan öl l Mossad rændi manni

l Hver skrifaði glæpasöguna? fyrstu

GALAKVÖLDVERÐUR SJÁLFSTÆÐISKVENN A Í HÖRPU

Hvað varð um Rómakeisara? síðasta l Hvenæ r var jörðinn i skipt í tímabe lti? l

Sjá mynd ið irnar!

Sjóðheit undirföt

KAFBÁTAHERNAÐ URINN NR 12/2015 1.795 kr.

6 ráð fyrir hár!

Aukakílóin hurfu Heiðar Suma í Þjóðleikhú rliða sinu:

Úlfahjarðir Hitl sigruðu næstum Bandamenn á ers árunum 1942-19 43

v

Hrekkjavakan

ÁSTFANGIN AFMÆL ISBÖRN

Unglingajóga

uppá fullkom na yfirborðsvörn Rain-X • Rain-X vernda býður Rain-X Rain-X uppá Hreinn býður Rain-X býður Rain-X fullkom bíll uppá r bílinn, eykur býður Rain-X eyðir uppá býður fullkom Rain-X nauppá yfirbor allt býður fullkom Rain-X uppá býður aðRain-X fullkom na Rain-X útsýni og öryggi uppá 7% ðsvörn yfirbor Rain-X býður fullkom na uppá minna yfirbor býður Rain-X fullkom na uppá býður ðsvörn •yfirbor fullkom na Rain-X eldsne uppá ðsvörn býður yfirbor Rain-X býður Rain-X fullkom na Rain-X uppá •ðsvörn Hreinn vernda yfirbor Rain-X Rain-X fullkom na yti uppá uppá Rain-X býður ðsvörn •yfirbor býður fullkom Rain-X na býður bíll Hreinn •rðsvörn býður vernda yfirbor Rain-X fullkom fullkom Rain-X na bílinn, Rain-X Rain-X uppá uppá eyðir •ðsvörn Hreinn uppá vernda yfirbor na Rain-X Rain-X uppá bíll Rain-X yfirbor Hreinn rðsvörn býður •eykur fullkom vernda fullkom Rain-X na allt býður na býður uppá bílinn, Rain-X Rain-X fullkom eyðir bíll Hreinn •rbýður ðsvörn yfirbor vernda yfirbor fullkom að Rain-X Rain-X bílinn, býður býður uppá eyðir útsýni fullkom ðsvörn bíll •rRain-X uppá Hreinn býður uppá 7% Rain-X eykur na vernda na allt býður Rain-X bílinn, Rain-X na bíll eyðir yfirbor ðsvörn Hreinn rðsvörn •eykur yfirbor uppá minna vernda fullkom Rain-X býður na allt að býður Rain-X uppá bílinn, Rain-X yfirbor Rain-X fullkom og eyðir uppá útsýni •býður bíll na býður Hreinn uppá yfirbor 7% rfullkom eykur Rain-X vernda að allt Rain-X býður öryggi fullkom yfirbor útsýni fullkom ðsvörn bíll eyðir uppá eldsne ðsvörn •Rain-X •reykur uppá Hreinn býður 7% minna býður fullkom vernda na allt Rain-X býður Rain-X ðsvörn að Rain-X bílinn, fullkom na og na uppá eyðir Hreinn útsýni bíll ðsvörn vernda yfirbor rRain-X uppá 7% minna eykur að Rain-X yfirbor allt fullkom öryggi bílinn, fullkom ðsvörn og na yti uppá útsýni •bílinn, eyðir bíll na uppá eldsne •yfirbor býður Hreinn Hreinn uppá Rain-X 7% reykur fullkom býður vernda Rain-X minna vernda Rain-X allt na • na að öryggi yfirbor bílinn, fullkom og Rain-X yfirbor bíll eyðir rútsýni uppá eldsne ðsvörn •Rain-X yfirbor minna eykur býður 7% fullkom ðsvörn Rain-X bílinn, ðsvörn að yfirbor allt fullkom fullkom öryggi na na uppá og • eykur uppá yti eyðir bíll Hreinn útsýni uppá bíll býður Rain-X Hreinn eldsne rfullkom vernda rbýður 7% vernda na eykur minna Hreinn ðsvörn yfirbor allt fullkom að bílinn, öryggi bílinn, vernda ðsvörn na yti eyðir eyðir útsýni uppá eldsne •Hreinn Hreinn ðsvörn yfirbor eykur fullkom fullkom vernda 7% allt minna • Rain-X Rain-X býður fullkom na •rna að yfirbor na öryggi Hreinn uppá og Rain-X bíll yti vernda bíll rútsýni eldsne yfirbor eykur ðsvörn bíll 7% að minna ðsvörn yfirbor bílinn, allt •bílinn, yfirbor allt röryggi na •yfirbor yti eyðir og útsýni Rain-X bílinn, eyðir bíll ðsvörn Rain-X Hreinn eldsne uppá •öryggi rog 7% fullkom na eyðir minna yfirbor Hreinn ðsvörn að Rain-X að na bílinn, vernda bíll vernda öryggi Rain-X rna og yti eyðir útsýni útsýni yfirbor ðsvörn yfirbor eldsne eykur bílinn, minna 7% eykur ðsvörn •ðsvörn 7% allt yfirbor •yfirbor allt Hreinn eyðir fullkom na eykur Rain-X og vernda öryggi Hreinn Rain-X býður allt yti vernda bíll rRain-X Hreinn eldsne bíll eykur ðsvörn na minna vernda að minna Rain-X Hreinn yfirbor allt aðbíll •bílinn, röryggi vernda og Rain-X og að bílinn, útsýni yti bílinn, eyðir eykur ðsvörn útsýni eldsne ðsvörn allt yfirbor •vernda 7% ðsvörn eyðir 7% ••eykur eyðir Hreinn útsýni bíll Hreinn uppá að Rain-X vernda reykur vernda öryggi bíll 7% Rain-X öryggi na Rain-X rútsýni yti bílinn, bíll Hreinn eldsne að eldsne rbíll bílinn, minna vernda bíll 7% eykur ðsvörn •ðsvörn minna eyðir allt reykur Hreinn eyðir eykur bílinn, útsýni eykur Rain-X og vernda minna yti allt og allt bílinn, 7% fullkom ••útsýni eyðir ðsvörn •eykur Hreinn bíll •bíll eyðir bíll Rain-X Hreinn minna vernda rrog Rain-X Hreinn að vernda Rain-X vernda öryggi bílinn, og að allt að yti bílinn, yti öryggi útsýni minna eldsne allt eldsne eyðir eyðir 7% útsýni ••ðsvörn Hreinn útsýni bíll og eldsne allt vernda bílinn, röryggi 7% eykur 7% Rain-X allt að eyðir bílinn, Hreinn • að na bíll Hreinn eldsne að vernda rbíll Hreinn vernda öryggi bíll minna eyðir rútsýni Rain-X vernda rog að eykur bílinn, útsýni minna 7% allt minna yti allt bílinn, eldsne að yfirbor yti bílinn, 7% eyðir og og eyðir bíll yti eyðir eykur útsýni Hreinn 7% r•rvernda allt 7% öryggi eykur minna Rain-X bílinn, að allt bíll yti öryggi öryggi minna rrog Hreinn eldsne rútsýni bíll eyðir útsýni vernda rminna útsýni eykur minna bílinn, eldsne og að eldsne 7% eykur allt yti 7% eykur minna allt bílinn, ðsvörn allt eyðir og að eyðir útsýni öryggi ogútsýni eyðir bíll 7% öryggi rútsýni Hreinn eldsne eykur minna vernda 7% öryggi allt að bílinn, eldsne að yti bíllað öryggi og útsýni rminna og eyðir eykur eldsne yti útsýni yti eykur útsýni minna allt 7% allt eldsne eykur 7% bílinn, 7% allt að •yti minna ogog öryggi eyðir öryggi Rain-X yti eldsne að minna eldsne að rbílinn, 7% eykur yti öryggi minna allt og útsýni bílinn, og öryggi eldsne og útsýni 7% yti eykur eyðir allt 7% eldsne minna öryggi að Hreinn öryggi öryggi vernda og eldsne yti útsýni minna minna eldsne eldsne minna 7% eykur og allt yti öryggi útsýni ogog 7%bíll eldsne öryggi minna bíllað öryggi ryti að7% yti eldsne og yti eldsne yti bílinn, eldsne útsýni eyðiraðallt 7% og öryggi eldsne minna yti ytiöryggi eykur ytiyti eldsne ogöryggi öryggi yti aðminna eldsne útsýni yti yti 7% minna yti og öryggi eldsne yti

www.gestgjafinn.is

Rain-X býður

verð 2.095 k

kjarngóðir gúllasrétt ir

GANTAST MEÐ SNOBBIÐ Í GARÐAB Æ

Fimmtugsa fmæli Bjarna Sigur ðssonar og Guðbrands Árna:

www.ges

12. tbl. 2015,

• Þurrkaðu hárið með bol! • Sykur við úfnu hári! • Þvoðu hárið upp úr kók!

Löður er me ð Löð Löð ur Löð er ur Löð urLöð me er á Löð ur Löð er urLöð allan bílinn me ðer ur Löð me er urLöð Löð me ðer ur Löð me ðer ur me ður er Löð Löð me ðLöð er ur ur Löð me er ðLöð me ður er er ur ur Löð me ðáme Löð ur me me er ðLöð Löð Löð er all ður er ur áLöð me Löð ður an me áer all ur ur me er Löð ur áme er all Löð ðer Löð ð an bíl áður ðáinn ur er all er me Löð ðer er an me er áLöð all ur ðer Löð Löð inn me er an er áme ur ur all me Löð ðan er me bíl ðan ður ur er all ur bíl ur an ððinn áðbíl all ð inn Löð áðáinn me an all me er ur er bíl áall áme me er bíl an ð ur all all me inn me ðbíl an ðbíl áme Löð á inn me ðan er bíl áall all me ð all inn ábíl ur inn an me ðbíl an bíl áan an á inn an all er áá an inn ábíl bíl ðáall áðinn bíl all all an bíl me áinn all an á inn all bíl inn ábíl an áall all all an inn bíl an all á an inn bíl ð all bíl áan all bíl inn bíl inn ábíl bíl an inn an all inn all inn áall an all an inn an bíl an all bíl á inn an bíl all inn bíl an bíl bíl inn bíl aninn inn inn á inn inn all Við bíl inn Viðerum an inn erumááfimm bíl inn sextán tánstöð stöðum Við um-Við Viðerum

VIKAN 1

2015 Verð 1.795 kr.

Súper Selena!

Var að kafna við hljóðnemann Fór í fjórar hjartarafvendingar

ORRUSTAN UM ATLANTSHAFIÐ

9 771025 956009

Gera grín að gin brestum

14. tbl. 7. árg.

Vetrarmatur

Edda og Björ takast á við veikgvin Franz leika sína

Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsst jóri við dauðans dyr:

KÆFISVEFNINN VAR AÐ DREPA MIG

12. tbl. 2015

umhverfiSvæn heimili stEldu stílN um Frá prAdA

Börn Jóns Gnarr ánægð:

NÚ HEITUM VIÐ ÖLL GNARR

Spurningar og svör

Gestgjafinn

SVIPTI HULUNNI KJARNAVOPNAFUM ÍSRAELA

Íspinnar Naan-pizza Nautasalat

Ást!

www.lo ww Við áerum erum w.lodur. Viðerum erum Við áerum dur.isis- -568 Við áfimm tán erum fimm Við áerum fimm Við áfimm tán erum 568000 Við fimm tán áerum um Við stöð Við fimm ástöð tán erum 00000 stöð fimm á-erum tán Við um stöð fimm ww á Við tán um Við stöð fimm á-Við tán erum erum fimm um erum stöð ww áVið tán -erum um Við stöð fimm ww Við erum Við tán -fimm dur. w.lo um stöð áw.lo tán á ww -áVið á-dur. erum w.lo fimm erum um fimm erum Við stöð ww áfimm Við tán fimm is tán -dur. á w.lo stöð um erum Við Við erum ww -á -Við fimm erum dur. w.lo Við erum 568 stöð um stöð tán á ww tán Við is á um erum erum w.lo fimm Við Við Við ww fimm tán fimm is erum á000 -á dur. w.lo stöð 568 um tán stöð um erum Við ww stöð is -568 á-0 fimm erum Við dur. erum Við w.lo erum 568 stöð ww Við fimm tán is 0 -tán tán stöð --dur. 000 um erum um w.lo 568 fimm ww ww fimm um -áfimm is erum erum tán 000 w.lo erum dur. Við fimm um tán stöð á-fimm stöð stöð tán is á --áá á-fimm -um tán 000 dur. erum w.lo w.lo -tán fimm 568 ww ww Við fimm stöð -áá is tán erum ww 0 -tán dur. tán stöð 000 um 568 stöð áá áfimm fimm ww -dur. um tán stöð um áVið -0 is tán dur. w.lo dur. ww w.lo 000 erum fimm fimm w.lo is stöð um tán á tán 0 -um 000 w.lo stöð -0 um 568 áfimm fimm ww um -is stöð is ww w.lo tán ww Við dur. 000 568 fimm -is stöð dur. um tán stöð -568 um tán stöð -000 -ástöð ww 0 -stöð ww w.lo 000 -um 568 568 w.lo stöð w.lo erum ww fimm is um dur. is000 ww tán 0 is --dur. stöð stöð um stöð um tán um w.lo -w.lo -ww ww 0 dur. 000 568 568 -ww dur. dur. ww um w.lo stöð -ww 0 tán -dur. -um átán -w.lo um dur. w.lo ww dur. is ww ww fimm 568 0 000 0 is is 000 --dur. w.lo dur. 000 um w.lo stöð -is ww ---is -568 -000 -w.lo -is 000 um w.lo dur. 568 dur. is ww w.lo ww w.lo 568 568 is 0 0 dur. is -000 --um tán 0dur. -w.lo dur. um 568 ww -568 is 0 is w.lo 000 w.lo dur. w.lo 568 000 ww 0 568 is000 -dur. stöð -dur. w.lo 568 568 000 is ww is 0 is0 -568 w.lo dur. 568 0 000 568 -568 um --dur. -is 000 0 568 w.lo 568 0000 568 is--is568 is000 --0dur. dur. 0 000 0000 000 568 - ww -000 -dur. is 000 0 568 0000 is 00 0568 -isdur. w.lo 000 0 568 000 0000 568 0 000 0- 000 0 is 0 -0000 - 568 0 000 0

Próf: Hvaða rómantíska bíómynd passar fyrir þig? Förðunar systurna r 10 hlutir sem við elskum Ragnhe ið og Rebe ur Lilja Smásaga I S S Nkk

kindakæfa skref fyrir skref

a Ru7t

1670-840

PLaköt:

naan-brau ð sælkerans

ALFIE • POINTLESSBLOG • DEYES • TANYA BURR • AWKWARD ZEDD NATHAN SYKES • ALESSO • BETHANY MOTA • KETTLINGUR

matmaðurin n rossini

5 690691 160005

9 771670 840005

Birtíngur útgáfufélag leitar að öflugum sölufulltrúum í úthringiverkefni á kvöldin. Starfið er hlutastarf og hentar því einkar vel með skóla eða sem aukavinna. Starfslýsing:

Vinnutíminn er frá 18.00 - 22.00 og reiknað er með að sölufulltrúar vinni 2-6 kvöld í viku eftir hentugleika hvers og eins. Góð vinnuaðstaða og frábærir tekjumöguleikar. Jákvæðni Stundvísi Vilji til að ná árangri og verða góður sölumaður. Umsóknir sendist á olafur@birtingur.is

nn.is

gjafi www.gest 12. tbl. Gestgjafinn 2015

, verð 2.095

12. tbl. 2015

kr.m.vsk.

vetr

Vetrarmatur

kr. Verð 1.395 okt. 2015 Nr. 42 29.

árg. 14. tbl. 7.

S-

7 NÓBEL

AR VERÐLAUNAHAF

NÚ HEITUM VIÐ ÖLL GNARR

41. tbl. 77.

kr. r 2015 1395 árg. 22. októbe

di manni

ræn Mossad

Íspinnar Naan-pizza Nautasalat

SVIPTI AF HULUNNIPN VO UM KJARNAAE ÍSR LA

ði fyrstu a? glæpasögun um síðasta l Hvað varð ra? Rómakeisa ni var jörðin l Hvenær elti? skipt í tímab

l Hver skrifa

ÐUR GALAKVÖLDVER ENNA SJÁLFSTÆÐISKV Sjáið Í HÖRPU myndirnar!

rlsdó ður Ka Arnþrú ans dyr: uð við da

rgvin Franz Edda og Bjö kleika sína vei takast á við

að Gera greín m gin br stu

956009

NAÐURINN KAFBÁTAHER

i gsafmæl Fimmtu rðssonar Bjarna Sigu ds Árna: og Guðbran

a Var að kafn ann við hljóðnem ar Fór í fjórafvendingar hjartar Aukakílóin hurfu

arliða Heiðar Sum húsinu: í Þjóðleik

Ð GANTAST ME ABÆ RÐ SNOBBIÐ Í GA

AFMÆLISBÖRN

ÁSTFANGIN u næstum 43 Hitlers sigruð Úlfahjarðirenn á árunum 1942-19 inn inn bíl inn bíl inn inn nbíl bíl nn la bíl nal inn la bíl al ninn la bíl al ánbíl inn la la al án inn inn la al áinn bíl Bandam inn la al bíl áinn bíl á al n nbíl inn la ánla n inn inn la inn al bíl inn bíl inn al bíl inn áal bíl nal bíl nla bíl bíl inn á n la n bíl la nnáal náal inn inn á la eð al nla n al la inn bíl al ánbíl inn al al m la la á eð al bíl án nbíl m ála la ála eð al eð áinn ála bíl er neð la eð al ábíl ála m inn m rer er inn eð al áal bíl m ninn rn inn la bíl al rðu án bíl er m náal inn la eð al er rðu nLö bíl árm inn la Lö áeð ral er bíl neð la inn la Lö ðu ðu al eð áer rer m m bíl Lö n inn la alLö ðu al er áðu m bíl Lö nm Lö eð inn la ðu ám al eð er r er á bíl n eð la eð eð m r er r á eð eð bíl m Lö n ðu la m al r á m m eð eð n m m ðu la ðu er al á eð Lö m m ðu la r er er al er r á eð Lö eð er er m r r al r á Lö eð rLö rðu er m ðuðu áðu eð er rðuer rðu m ðu Lö eð rðu er er Lö ðu eð Lö Lö rLö rðu er m Lö eðreð ðu eð er m rm Lö Lö ðu mðu reð er m Lö ðu er reð m Lö Lö ðu reð er m Lö ðu r er reð er m er m Lö ðuðu ðu 00 eð er rLö m 00 00 r rLö LöLö erðu m Lö 00 ðu 00 00 er 00 00 rðu er 00 Lö -00 00 00 00 00 ðu 568 rLö -00 00 568 00 00 568 -r.is Lö 568 - 568 568 00 ðu LöLö 5 9 77102

Sjóðheit undirföt

NTSHAFIÐ UM ATLA ORRUSTAN

auð naan-br ns sælkera

jóri

FNINN KÆFISVEDREPA MIG VAR AÐ

n umhverfiSvæili heim

Num stEldu stíl Frá prAdA

bol! u hárið með ! hári • Þurrkað við úfnu • Sykur úr kók! hárið upp • Þvoðu

arpsst

ttir útv

r

Spurninga og svör

Súper ! a Selen

n.is

öll sagan

s Gnarr Börn Jón ánægð:

gi giöryg og gi gi öryg iiöryg gi öryg öryg gi og iiútsýn ogigiog rröryg gi og öryggi öryg öryg i gi riiútsýn útsýn eyku gi og ,,og iirrgi útsýn öryg útsýn gi eyku útsýn gi og rog öryg iirr,og bílinn ,útsýn gi útsýn eyku og rröryg öryg eyku bílinn dar ,útsýn , eyku gi og útsýn öryg öryg og ibílinn bílinn reyku eyku eyku ,vern vern ,útsýn og öryg idar ibílinn bílinn dar bílinn eyku giog eyku útsýn dar ,,öryg vern ,útsýn rRainbílinn i og rdar Xdar vern eyku gibílinn Rainútsýn útsýn gi gi ,öryg rog rX öryggi gi bílinn dar X vern eyku og ,rvörn •X X öryg rog gi i og Rainvörn eyku öryg öryg vern eyti •vern og ,dar ,r•X Rainoggieyti igi X eldsn •Xútsýn bílinn ieldsn gi eyti bílinn Raindar eyku útsýn aútsýn öryg idar ieyku orðs vern ••vern ,•ivern X vörn Xbílinn bílinn dar röryg gi eyti eytii og öryg Raingibílinn dar Rainöryg útsýn aútsýn vörn vern idar ieyku orðs útsýn útsýn minn yfirb reyti X útsýn vörn aRaineyku bílinn dar eyti dar orðs Rainarvörn vern ,og Rainrog öryg irvörn aeyti öryg vern •eyku eldsn orðs ,eldsn minn 7% X yfirb vörn útsýn X útsýn aareyku gi vörn eyku a eldsn dar eyti og orðs eyku eyti ar•eyku vern og eyku Rainvern minn rog r•,eyti yfirb omn iað að eldsn , eldsn iorðs ,eldsn •orðs eyku eldsn bílinn 7% X Xdar aa yfirb ,öryg agi ,útsýn gi vörn bílinn a minn Rainorðs eyti orðs öryg vern og Rainminn avörn 7% minn •Xdar yfirb omn allt að iyfirb fullk •7% eyku eldsn bílinn dar X 7% bílinn abílinn ,allt gi aminn bílinn vörn útsýn omn og dar Rainorðs eyti minn öryg iaa 7% yfirb 7% •bílinn rvern yfirb omn allt að eldsn eyku fullk avörn ,•Xdar dar vern eyðir gi eyti dar uppá útsýn og Rainað að orðs öryg fullk minn vern bílinn dar i omn bílinn yfirb eldsn minn 7% •allt rreyku rvern yfirb eldsn eyku fullk eyku vörn X7% útsýn an,útsýn bíll ,Rainvern eyðir orðs omn og ,gi öryggi aeyti að uppá vern omn allt allt að orðs vern öryg rvörn fullk iaRainminn dar eldsn n eldsn 7% yfirb eyðir Xaeyti uppá X eyku Rainvörn a útsýn aallt areyku bíll orðs og ,gi X eyðir rraXbýðu að Xorðs Rainuppá minn omn fullk allt að öryg X romn yfirb iað bílinn fullk dar minn 7% eldsn bílinn •vörn yfirb eyðir eyti uppá aútsýn uppá Hrein útsýn Rain,vörn aeyðir abíll Rainorðs gi bíll nnfullk X omn rrvörn allt r•Xbílinn minn að minn rbýðu 7% fullk allt öryg X yfirb •bíll iyfirb fullk býðu dar •bíll 7% Rainbílinn dar n vern eyðir bíll uppá eyti eyðir •vern •a uppá Hrein vörn býðu ,•útsýn X omn eytia eyti r útsýni ogX býðu rbílinn gi nnRainog eldsn n omn minn allt að 7% romn bílinn 7% öryg eyti fullk eyti X iyfirb býðu RainHrein býðu eldsn Raineyku dar a vern eyðir bíll uppá orðs eyðir •vern a ,Rain•og uppá Hrein aminn omn omn X að gi allt n orðs rbílinn X og vörn eldsn fullk vörn Rainallt 7% rX bílinn dar eldsneyti öryg fullk eyti eldsn iX RainHrein býðu eyku bíll aHrein Raineyðir vern bíll eldsn •Rainorðs eldsn uppá ,bíll aeyti minn útsýn orðs omn orðs yfirb X allt að gi allt n og vörn fullk r•,fullk vörn a avörn minn Rainöryg rnX Raineyti dar orðs yfirb orðs ivern Hrein avörn vern eyðir Rainbýðu eyku Hrein uppá bíll eyðir eldsn •Raineldsn uppá aeldsn •,býðu útsýn X minn 7% rX,útsýn X yfirb bílinn, eyku X allt og vörn neldsn fullk yfirb ryfirb Raina minn aað dar yfirb 7%að rX öryg eyti orðs iRainorðs eyti Hrein býðu a minn eyðir vern minn eyðir Raineyku Hrein uppá uppá yfirb omn a bíll að a útsýn 7% X r omn r X að a dar a og 7% n a 7% vörn Rainbílinn dar býðu r Rainorðs Raini eyti vern bíll býðu bíll minn Hrein eyðir 7% minn 7% eyku uppá yfirb • yfirb omn allt að X eldsn omn fullk omn n að n r allt a a fullk a eyti vörn omn r vern býðu bílinn omn a dar Rainbýðu að Hrein að Rainorðs orðs vern minn bíll Hrein 7% 7% eyku yfirb •rfullk allt X X,avörn eldsn fullk allt nallt X,útsýn allt fullk fullk Raineyðir Rainbílinn uppá rfullk býðu omn aeyti dar Hrein RainHrein að orðs fullk vern minn eyku minn •omn yfirb uppá eldsn rdar X X,yfirb romn avörn an RainaRaineyti bíll eyðir orðs omn Rainbílinn að uppá dar Hrein allt • Rain-X eyðir uppá fullk vern bíllaðeyðir uppá 7% minn 7% n eldsn r•eyku eyðir eyðir r7% uppá uppá býðu vörn eyti nHrein X aallt aRaineyti bíll orðs ryfirb rRainbýðu allt að omn minn að fullk X yfirb vern eldsn •dar 7% bíll bíll X n bíll eyðir eyðir eyðir n bíllallt uppá uppá abýðu býðu vörn X aHrein býðu orðs býðu n bílinn neyti dar rRainallt Hrein omn eldsn minn allt að 7% fullk X yfirb vern býðu eldsn býðu •X X bíll Raineyðir bíll a•vern abílinn orðsvörn 7% minn X Hrein aX Xvörn Rainorðs að eyti n raomn Hrein n Rainallt yfirb 7% fullk Hrein eldsn Hrein bíll Raineyðir uppá a uppá X RainRainareyðir X Xvörn omn orðs eyti allt að n rfullk fullk Rainminn 7% rvörn RainRainyfirb vern býðu eldsn Hrein Hrein •uppá bíll bíll eyðir uppá X vörn X omn aminn að orðs eyti allt n Rainnbýðu minn 7% rfullk RainRainyfirb býðu Hrein •fullk eldsn býðu eyðir uppá bíll omna yfirb a að X a omn allt að X r eyti orðs fullk Rainn Rainminn 7% yfirb Hrein • eldsn bíll býðu Hrein eyðir uppá a allt vörn fullk a omn n allt að X r eyti orðs minn Rain7% býðu Rainyfirb eldsn eyðir bíll uppá Hrein a X vörn a r fullk omn 7% n orðs að fullk minn 7% eyðir býðu Hrein Rainyfirb bíll eldsn r uppá auppá neyðir a eyðir rX að orðs allt Rainminn býðu 7% Hrein bíll eyðir n bíll nallt raXuppá omn að Rainfullk minn býðu Hrein yfirb bíll uppá aXomn omn neyðir að ryfirb Rainallt Hrein fullk 7% Hrein bíll eyðir Rain-X býðu omn nallt rXuppá að Rainfullk býðu Hrein bíll uppá X neyðir rbýðu allt Rainfullk býðu Hrein eyðir bíll rXuppá nallt Rainbýðu Hrein uppá n bíll rX RainHrein X býðu RainHrein RainHreinn bíll Rain-X býðu

5 NR 12/201 1.795 kr.

--r.is -00 00 568 00 568 odu r.is 00 --00 -r.is 00 00 568 00 568 odu r.is 00 w.l -- r.is odu 00 568 00 r.is odu r.is w.l odu odu w.l ww 568 00 r.is r.is w.l 00 ---r.is odu odu 568 00 w.l ww w.l r.is -568 -00 -568 ww odu 00 odu 568 r.is w.l ww 00 00 r.is --ðum -568 ww ww ðum odu 00 0000 r.is r.is 00 w.l 00 00 --568 -r.is 00 ww ww odu 568 w.l -w.l 00 -w.l 00 ðum 00 -00 odu ww ww ðum w.l w.l 568 -w.l 00 568 00 - 568 00 -00 ðum án ðum odu r.is ww -odu stö w.l 568 568 00 stö -stö ðum 00 00 ðum ww r.is -568 ww -odu stö r.is stö w.l r.is 00 -án 568 r.is odu r.is -stö ðum 00 ww ðum án ww odu -mt stö stö 00 -w.l -án 568 án 568 00 r.is odu mt ðum odu odu ww w.l -án mt stö -mt odu ááodu odu w.l stö 00 án -w.l fim án 568 r.is ðum 00 mt ðum w.l 00 -mt w.l stö odu á-fim odu 0mmt m 00 568 00 án w.l ww fim ðum mt r.is r.is mt áá--eru ww -án stö fim -ðum fim stö m 00 00 568 án -r.is 00 w.l ww 00 mt r.is mt eru ww ááfim m -á stö stö fim ww -ðum ww odu án 568 odu - ww 00 -w.l m r.is án w.l 00 mt eru á 80 m m stö fim 568 ww ww fim án ðum án 568 odu 00 eru Við r.is w.l 00 w.l ðum -56 mt -ðum -ðum á eru -fim odu ww fim án ðum 568 00 eru r.is ðum mt mt 00 w.l stö -w.l ðum áVið m -ðum fim Við m odu ww fim ww r.is-eru 00 eru 568 w.l r.is eru Við mt 00 stö ám -m -r.is stö ástö -ðum stö fim án fim odu Við Við ww stö 568 00 eru r.is eru 00 ámt á m odur.is ðum --án fim án Við m ww odu Við án mt án stö w.l 568 eru mt án 00 -án ám m -ðum ðum Við ww odu Við w.lodu stö 568 w.l mtstö mt eru r.is án fim m --án ww fim ðum Við odu eru eru stö 568 stö w.l á r.is -án fim á-m ðum www.l mt fimán Við fim -ámt ww odu Við fim eru fim stö w.l á r.is m ástö ámt án mt ðum m Við ámt ww á odu stö fim fim w.l r.is m -fim án ðum m mt mt Við eru ww á odu m m stö eru w.l án ðum--ww -Við ðum mt eru á-Við ww odu m stö eru m eru fim w.l án eru eru -Við mt ðum Við stöðum áfim ww m á stö fim w.l án eru eru mt Við ðum stö Við ww m á fim stö m Við Við án án eru mt ðum á ww fim stö m Við Við án mt tán eru eru mt ðum á m fim stö Við án eru mt ðum á fim m sex fim stö Við Við eru mt áðum fim stö Við eru mt m tán rum máá ná m Við fim stö ðán

fa kindakæ skref ir skref fyr

kan kjava Hrek

Unglingajóga

Ást!

160005

á

ðir kjarngó ttir gúllasré

Förðunarsysturnar

? fyrir þig Ragnheiður Lilja passar 8407 bíómynd 1 6 7 0 - Rut I S S Nkka og Rebe ntíska aða róma m ku Próf: Hv els sem við 10 hlutir KWARD 8400 05 GUR R • AW a 9 7716 70 ag YA BUR TA • KETTLIN ás TAN Sm MO ES • • DEY HANY öt:

PLak

G BET ESSBLO ALESSO • • POINTL SYKES ALFIE • NATHAN ZEDD

inn

ur matmað rossini

5 690691

ítónlistar

áttunda

6 ráð fyrir hár!

kr.

www.gestgjafin

ur regg RLEY konung aldar BOB MAárat ug síðustu

1.795 2015 Verð


Lífsreynsla

Hann bankaði á gluggann minn Þegar ég hitti Sigga var hann efnilegur íþróttamaður og á uppleið á vinnustaðnum sínum. Hann var skemmtilegur, ákveðinn og þægilegur í umgengni. Mér hefði aldrei dottið í hug að hlutirnir gætu snúist svo algerlega við á stuttum tíma og raunin varð. Á endanum fannst mér ég ekki eiga annars úrkosti en að skilja en sú ákvörðun kostaði mig bestu vinkonu mína þegar maðurinn hennar bankaði á gluggann hjá mér.

V

ið Siggi giftum okkur á fallegum vordegi og höfðum þá nýlega fest kaup á íbúð í draumahverfinu okkar. Þetta var yndislegur dagur og mér fannst ég heppnasta kona í heimi. Þremur árum seinna fannst mér á hinn bóginn sú ógæfusamasta. Sigga var sagt upp í hruninu og það var honum mikið áfall. Það virtist fara mjög í taugarnar á honum að ég hélt minni vinnu og hann kom sífellt verr fram við mig. Ég viðurkenni að ég fór í vörn og hefði líklega getað verið þolinmóðari og skilningsríkari. Til að gera langa sögu stutta jukust samskiptavandamál okkar næstu tvö árin þótt Siggi fengi aðra vinnu og líf okkar félli að sumu leyti í sömu skorður og áður. Í gegnum þessa miklu erfiðleika átti ég alltaf einn mikilvægan og einstakan stuðningsaðila. Besta vinkona mín Bára var til staðar hvenær sem ég þurfti á að halda. Ég hef ekki tölu á símtölunum, kaffishúsafundunum og þeim skiptum sem ég grét við eldhúsborðið hennar. Þótt Bára stæði fyrst og fremst með mér var hún mjög góð í að leiða mér fyrir sjónir að Siggi hefði ýmislegt til síns máls og ég mætti líka að reyna að koma til móts við hann en ætti ekki bara að gera kröfur. En þrátt fyrir góð ráð Báru og viðleitni hennar til að vera sönn vinkona endaði það með því að við Siggi ákváðum að skilja.

í kjallaranum hjá mömmu og pabba

Skilnaðurinn var ekki í góðu, enda held ég að það fyrirbæri sé ekki til. Vissulega létti okkur báðum þegar við höfðum tekið þessa ákvörðun en togstreitan var enn mikil. Siggi neitaði að flytja út úr íbúðinni og úr varð að ég flutti í herbergi í kjallaranum hjá mömmu og pabba. Mér leið hræðilega á þessu tímabili.

58 VIKAN

Fannst mér hafa mistekist allt í lífinu og vera komin á byrjunarreit aftur. Enn var Bára mitt helsta haldreipi og ég hringdi í hana nánast á hverjum degi, kom við eða tjattaði á Facebook. Ég trúði henni eitt sinn fyrir því að við Siggi hefðum ekki lifað saman sem hjón í tæpt ár. Ég sagði að ég saknaði þess og væri farin að þrá að vera með karlmanni aftur. Í aðra röndina var ég að grínast því það var í rauninni það sem ég vildi síst af öllu. Mér hraus satt að segja hugur við að líta á annan mann en Sigga og fannst ömurlegt að vera einhleyp aftur. Mér datt aldrei í hug að þessi orð mín við eldhúsborðið hjá Báru myndu fara lengra.

Ég hefði sagt konunni hans að ég hefði verið svelt ansi lengi og hann væri alveg tilbúinn til að hjálpa mér. Ég varð svo hissa að ég átti ekki orð. Ég starði bara á þennan rólega mann sem ég hafði alltaf talið að væri svo ástfanginn af vinkonu minni að hann sæi enga aðra en hana. Nú stóð hann þarna og bauð mér kynlíf.

Brjáluð af reiði

Svo áttaði ég mig á að Bára hafði sagt honum allt sem ég hafði sagt henni og ég brjálaðist af reiði. Ég hellti mér yfir hann. Sagði honum að þótt ég hefði átt í erfiðleikum í hjónabandinu þýddi það ekki að ég hefði áhuga á hvaða manni

„Ég brotnaði niður og fór að gráta. Þegar ég gat talað stundi ég upp: „Hann bankaði á gluggann minn.“ „Hver bankaði á gluggann þinn?“ spurði Bára. „Benni,“ svaraði ég hágrátandi.“

Seint að kvöldi var bankað á kjallaragluggann minn. Ég var hálfsofandi en datt í hug að mamma hefði gleymt húslyklunum sínum því ég vissi að hún var í saumaklúbb. Ég dreif mig þess vegna á fætur og kíkti út. Fyrir utan stóð ekki mamma heldur Benni, maður Báru. Ég varð steinhissa og fór því fram og opnaði þvottahúsdyrnar fyrir hann. Hann flissaði eins og asni þegar ég opnaði og ég sá að hann var svolítið í því. Ég spurði auðvitað strax hvort það væri allt í lagi með Báru og hvers vegna hann væri kominn. Hann vildi engu svara til að byrja með en þegar við komum inn í herbergið mitt gerði hann mér erindið fullljóst. Hann sagðist vera kominn til að bjóða mér þjónustu.

sem væri og síst af öllu eiginmanni bestu vinkonu minnar. Mér fyndist líka óskiljanlegt að hann væri mættur á gluggann hjá mér um miðja nótt þegar hann ætti yndislega konu og börn heima. Hann maldaði eitthvað í móinn en var fljótur að sjá að hann kæmist ekki lengra með mig svo hann drattaðist út. Í dyrunum sneri hans sér við og sagði: „Þú segir Báru ekki neitt. Það yrði bara til að særa hana.“ Þegar ég lokaði dyrunum fannst mér einmitt það sama. Ég vildi síðast af öllu eyðileggja hjónaband vinkonu minnar þegar ég sjálf var að ganga í gegnum sársaukann og sorgina sem fylgdi skilnaði. Næstu dagar voru því


„Ég hellti mér yfir hann. Sagði honum að þótt ég hefði átt í erfiðleikum í hjónabandinu þýddi það ekki að ég hefði áhuga á hvaða manni sem væri og síst af öllu eiginmanni bestu vinkonu minnar.“

ofboðslega erfiðir. Bára hringdi auðvitað eins og venjulega og ég varð að láta sem ekkert væri og það var ömurlegt. Ég held að Bára hafi skynjað að eitthvað var öðruvísi en áður því hún spurði mig aftur og aftur hvort allt væri í lagi. Ég svaraði að ég hefði það eins gott og mögulegt væri miðað við aðstæður í hvert sinn og hún virtist taka það gott og gilt. Mér leið hins vegar stöðugt verr. Ég þarfnaðist vinkonu minnar en þetta ömurlega leyndarmál stóð á milli okkar eins og veggur. Mér fannst ég hafa svikið hana þótt ég hefði svo sannarlega ekki gert neitt. Ég var því farin að forðast Báru og auðvitað skynjaði hún að eitthvað mikið var að. Dag nokkurn kom hún því til mín þegar hún hafði sótt yngra barnið á leikskólann og sagðist vilja vita hvað gengi á. Hún spurði hvort Siggi hefði beitt mig ofbeldi og sagði að ég ætti ekki að leyna því ef svo væri. Ég ætlaði ekki að segja neitt en gat ekki logið að þessari frábæru manneskju.

Brotnaði niður

Ég brotnaði niður og fór að gráta. Þegar ég gat talað stundi ég upp: „Hann bankaði á gluggann minn.“ „Hver bankaði á gluggann þinn?“ spurði Bára. „Benni,“ svaraði ég hágrátandi. Bára sagði ekkert fleira, spurði einskis. Hún reif barnið upp af gólfinu þar sem það var að leika sér og stormaði út. Ég hljóp á eftir henni, kallaði á eftir henni að ekkert hefði gerst að ég hefði séð til þess en hún hlustaði

ekki á mig, leit ekki einu sinni við. Mér leið hræðilega á eftir og margreyndi að hringja í Báru. Hún svaraði ekki símtölum frá mér og ég skrifaði henni þess í stað langt bréf á Facebook. Þar sagði ég að Benni hafi verið fullur og ábyggilega ekki meint neitt með þessu, að ég hefði rekið hann út og mér þætti þetta ömurlegt. Svo sagði ég henni hversu vænt mér þætti um hana og hversu dýrmæt vinátta hennar væri. Að ég vildi gera hvað sem væri til að halda henni. Bára svaraði engu og daginn eftir sá ég að hún hafði blokkerað mig á Facebook. Ég ákvað að gefa henni smátíma til að jafna sig því síst af öllu vildi ég missa vinkonu mína. En tíminn leið og Bára hafði ekki samband við mig. Ég reyndi nokkrum sinnum að hringja og senda henni skilaboð gegnum sameiginlega vini en hún svaraði mér aldrei. Það var eins og ég hefði verið sú sem átti upptökin að þessu andstyggilega máli. Ég get vel skilið að Bára hafi orðið sár yfir hegðun eiginmanns síns og enga konu langar að heyra að maður hennar hafi heimsótt bestu vinkonu hennar um nótt í þeim tilgangi að sofa hjá henni. En ég rak hann út. Hann bankaði á gluggann minn ekki öfugt. Nú eru liðnir átján mánuðir síðan þetta gerðist og ég veit að ég hef misst vináttu Báru. Ég sé mikið eftir henni og þykir enn jafnvænt um hana. Hún býr enn með Benna sínum og ég frétti stundum af henni gegnum vinkonur. Þær segja að hún þagni ævinlega þegar nafn mitt er nefnt og beini talinu að öðru. Bára

talar ekki illa um mig til þess er hún of vönduð en ég segi heldur engum hvað varð til þess að við slitum vinskap. Ég hef sagt æskuvinkonu okkar að þetta tengist skilnaði mínum annað veit fólk ekki. Sjálf er ég að jafna mig og byggja upp líf án Sigga. Við erum farin að geta talað saman og höfum getað gengið frá skilnaðnum í sæmilegri sátt. Til allrar lukku áttum við ekki börn en nóg annað hefur þurft að rífast um. Mikið sakna ég Báru minnar og ég vildi óska að hugsanagangur karlmanna væri líkari okkar kvenna.

VIKAN 59


Krossgáta 95

BRAUÐGERÐ

ÁREYNSLA

NARSL

Á FÆTI

SKEL

DJÆF

YFIRRÁÐ

SEFA

AÐÞRENGDUR FYRIRGEFA

SRÍÐNI

SVÖRÐ

SPIL

LJÓMI PIRRA

TERTA

1

SKARTGRIPUR YFIRHÖFN

HNETA

ÓSKIPT

LYF HVIÐA Á ENDANUM

HRÓP

HITI

VENJA FARMRÚM

TVEIR EINS

KORR 5

SVARAÐI ATORKA VARKÁRNI

KOMIÐ VIÐ

Í RÖÐ

BUNDIÐ

MÁLHELTI

ÚTVEGUN

RÁNDÝR

RÍKI Í S-AMERÍKU BRAGÐBÆTA

2

LOFTTEGUND

NAGLBÍTUR

TEIKNIBLEK

LÍMBAND

GÖMUL

ÁSTÆÐUR

FUGL

ÞJÁLFUN

NÁNAST

VARA

ÞVAGA

ÓÐ

VÖLLUR

ÁTT

HLJÓM

RAUP

BOLA

TRAUÐUR

REKKJA

FRÁSÖGN

ERLENDIS

STEFNA

KJASSA

ÞEI

SIÐA

NEF

ERGJA

3

4

Sendið lausnarorðið fyrir 21. september 2016, ásamt nafni ykkar og heimilisfangi, til Vikunnar, á vikan@birtingur.is eða í bréfi merktu: Vikan 34. tbl. 2016 Lyngási 17 210 Garðabæ

5

4

ÁN

REIST ÞAK

2

ÓÐAGOT

SPÍRA

KLAFI

ÞANGAÐ TIL

SPYRJA

6

KROPP

BLÓMI

MJAKA

HRÍNA

3

SPRIKL

TÆPLEGA

MÁLMUR HÁVAÐI

DRASL

FUGLAHLJÓÐ

60 VIKAN

SVELGUR

FUGL

ÁVÖXTUR

1

VOND

BLAÐRA

6

Krossgátuverðlaun

Fjársjóður herra Isakowitz

Þegar níu ára sonur Dannys Watten heyrir af fjársjóðnum sem langafi hans skildi eftir þegar hann var fluttur í útrýmingabúðir nasista finnst honum upplagt að leita hans. Ásamt föður Dannys halda þeir feðgar á slóðir ættfeðranna og rifja í leiðinni upp ævintýri þeirra og sögu stríðsátakanna. Fjölskyldusaga eins og þær gerast bestar. Útgefandi: JPV.

Vinningshafi í 32. tbl. 2016

Heiðrún Jónasdóttir Lindargötu 17 580 Siglufirði Lausnarorð: BANANI Heiðrún fær senda bókina Koparborgin sem Björt gefur út.


HANNYRÐIR

A R E R L U M A F A R F E V A M V H L

P L R I E R U R A R E E R E S I E Ö E

E S K T S T T L S E S S K T T R R G R

Finndu 15 orð af 16 þau eru lárétt og lóðrétt, á ská eða afturábak.

R A E E E E P O E T E E E R A P T U E

T M S H H I E P R A R R Y E G I I R N

O B A S N S S I T N A A T S T L L Ð G

D E T K Y A A S R G B T R A F E V U A

A R R A K T T E A A A A A N A S A R R

S T O R I R R T N R T S N A S A S F A

A R M P L A E R G N E R G F A R A S S

G O B O L G N A A E S G A U T G G T E

A K A T A E G N R S R U G N A Ð R A H

N N S R T N A G E G H Ð A S F G A R N

G E E A R O M Y N S T U R A L A B E I

E T G N O T A M E A V M A E A R N D P

R R R G F O T E S R I B S T F E E Ó R

T A A E A F R R T T N L R R A Ð S R U

O K N T S T O T I E N A R Y D L A B T

F E G R E A S I M R I R P B F A F E A

L S O A G R E G B E R E R L N F L T S

E A L S R E R A K G E N J E U N U R R

T R S E A S A L U A S I Ó D G A B E A

R E P R N T T S S S G N N R G S A M F

A S A Y E I S I R Æ K S A M U A S A I

AÐFERÐ BALDYRA BRÓDERA GARN HARÐANGUR HEKLA HNYKILL KNIPLA LOPI MYNSTUR NÁLAPÚÐI PRJÓNA SAUMA SKÆRI TVINNI VEFA ATH! EITT ORÐANNA ER EKKI AÐ FINNA. HVAÐA ORÐ ER ÞAÐ?

SUDOKU-þrautir

VIKAN 61


mig dreymir Umsjón: hildur friðriksdóttir / hildurf@birtingur.is

... septemberkvöld

í stórborg Ég er með ferðabakteríuna á háu stigi og langar stöðugt til útlanda. Nú er ég búin að setja sjálfa mig í straff og má því ekki fara utan fyrr en á næsta ári – en ég læt mig enn dreyma.

Mattar, dökkar varir Ég kynntist nýverið

möttu varalökkunum frá NYX og ég fæ ekki nóg. Formúlan er einfaldlega sú besta sem ég hef prófað – þeir haldast vel á, þurrka ekki varirnar og það er ekkert vesen að bæta á eftir því sem líður á daginn. Ég á fjóra liti sem stendur en þeir eru flestir fremur sumarlegir fyrir íslenska haustið. Litirnir heita allir eftir stórborgum heimsins og mig dreymir um dökkrauða litinn Copenhagen.

Stílhreinn og svalur

Parísarilmur Að mínu mati þá hefur YSL ekki enn slegið feilnótu þegar kemur að ilmvötnum. Ég var mikill aðdáandi Black Opium þegar það kom út á sínum tíma og þó Manifestoilmurinn klæði mig ekki þá þykir mér hann ótrúlega góður á öðrum konum. Ég var því mjög spennt að heyra að nýr ilmur kæmi með haustinu. Mon Paris er skemmtileg blanda ávaxta- og blómatóna en þungamiðjan er chypre-ilmurinn, það er mosi, musk og patchouli.

Ég á í nokkurs konar ástar-haturs-sambandi við COS því vörulínur þeirra henta ekki alltaf mínum vexti þó mér þyki þær fallegar. Það á þó ekki við um haustlínuna í ár og þegar ég var stödd í London hefði ég getað farið út með hálfa búðina. Ég lét mér duga að kaupa einn silkikjól en er enn þá að hugsa um þennan dökkbláa peysukjól sem ég skildi eftir. Hann var bæði hversdags- og sparilegur svo það var hægt að nýta hann við fjölmörg tækifæri. Alltaf getur maður verið vitur eftir á.

Gömul og góð Í sumar las ég óvenju mikið, þökk sé

miklum ferðalögum og bókaklúbbnum Heimsbókmenntir og hanastél. Ég las meðal annars fyrsta bindið af Dalalífi eftir Guðrúnu frá Lundi og hún kom mér skemmtilega á óvart. Nú langar mig bara að halda áfram og klára allar bækurnar. Næsta bókin í röðinni ber líka svo spennandi undirtitil: Alvara og sorgir. Það getur ekki klikkað.

Framtíðarfjárfesting

Ef ég ynni nokkrar milljónir í lottóinu þá væri mitt fyrsta verk að fjárfesta í Chanel-tösku, eða það væri allavega freistandi. Boy er til dæmis fullkominn blanda af tímalausum elegans og töffaraskap. Ég myndi eflaust kaupa klassíska svarta tösku en ef ég væri aðeins djarfari myndi ég skella mér á dökkbláa. 62 VIKAN


OPEL BÍLL ÁRSINS Í EVRÓPU!

ASTRA frá aðeins

2.990.000 KR.

Margfaldur sigurvegari. Opel hefur varla haft undan að taka við verðlaunum og viðurkenningum, frá bílasérfræðinum jafnt sem neytendum, fyrir Opel Astra. Fyrir utan titilinn Bíll ársins í Evrópu, sem er eftirsóttasta viðurkenning sem bílaframleiðendum hlotnast, má nefna Gullna stýrið, Bíll ársins í Danmörku, Bíll ársins í Skotlandi, ásamt sérstakri umhverfisviðurkenningu þar í landi, svo fátt eitt sé nefnt. Sjáðu meira á opel.is.

Ný Opel Astra.

Meira en þú átt að venjast. Reykjavík Tangarhöfða 8 590 2000

Reykjanesbær Njarðarbraut 9 420 3330

Opið virka daga frá 9 til 18 Laugardaga frá 12 til 16 Verið velkomin í reynsluakstur

OPEL Á ÍSLANDI Kynntu þér Opel fjölskylduna á benni.is | opel.is


MARIA NILA

PUMP UP THE VOLUME

REGISTERED WITH

Leaping Bunny | Peta | Vegan Societ y

SULPHATE & PARABEN FREE

100% VEGAN

PRODUCED IN SWEDEN


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.