35. tbl. 78. árg. 22. september 2016 1695 kr.
Olga Sonja Greiddi námslánin með nektardansi
„Ekkert pláss fyrir viðkvæmni og óöryggi“
Skart
Ambur Marie minnir á íslenska náttúru
Anna Birta hefur tveggja heima sýn
„Skyggnin jafneðlileg og að sjá í lit“ Kúbverskur baunaréttur Ítalskt crostini
Fallegir
haustkransar
Iana bjargaði 450 stúlkum úr mansali Köflótt tíska 5 690691 200008
Eirvík flytur heimilistæki inn eftir þínum séróskum Endurskapaðu hlýtt og notarlegt andrúmsloft fyrri tíma. Heimilistækin frá Smeg eru miðpunktur athyglinnar hvar sem þau standa.
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is
Leiðari
B I RT Í N G U R útgáfufélag
Lyngási 17, 210 Garðabæ, s. 515 5500
Útgefandi: Hreinn Loftsson Framkvæmdarstjóri: Karl Steinar Óskarsson Fjármálastjóri: Matthías Björnsson Yfirmaður hönnunardeildar: Linda Guðlaugsdóttir Yfirmaður ljósmyndadeildar: Aldís Pálsdóttir Dreifingarstjóri: Halldór Rúnarsson
Prentun: Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja
ERFISME HV R M
KI
U
Aðstoðarritstjóri: Guðríður Haraldsdóttir Blaðamenn: Helga Kristjánsdóttir, Hildur Friðriksdóttir, Íris Hauksdóttir, Ragnhildur Aðalsteinsdóttir. Ljósmyndarar: Aldís Pálsdóttir, Hákon Davíð Björnsson, Heiða Helgadóttir, Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir og Ólafur Magnússon Umbrot: Carína Guðmundsdóttir og Elísabet Eir Eyjólfsdóttir, Myndvinnsla: Guðný Þórarinsdóttir Próförk: Margrét Árný Halldórsdóttir, Ragnheiður Linnet Áskriftardeild: Hjördís Svan Aðalheiðardóttir. Auglýsingar: Ólafur Valur Ólafsson, Þórdís Una Gunnarsdóttir, Ásthildur Sigurgeirsdóttir og Hjörtur Sveinsson netf.: auglysingar@birtingur.is Skrifstofa: Ásgerður Margrét Þorsteinsdóttir, Guðrún Helgadóttir Dreifing: Halldór Rúnarsson og Davíð Þór Gíslason. Prentun: Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja.
141
776
PRENTGRIPUR
Tilkynna þarf uppsögn á áskrift fyrir 15. hvers mánaðar og tekur hún þá gildi í lok þess mánaðar.
„Uns vaknar þú, manst og skilur allt“ Ljóðlínan hér að ofan er úr ljóði Roberts Browning, Evelyn Hope. Það fjallar um mann sem stendur yfir moldum stúlku og tjáir henni ást sína. Hann vonast til þess að þau hittist hinum megin og nái saman. Þarna er gert ráð fyrir að eftir dauðann taki við eitthvað annað sem gefi mönnum tækifæri til að uppfylla óskir sem ekki náðist að láta rætast í þessum
„Miðillinn og leikkonan Anna Birta Tryggvadóttir þarf ekki að efast eða velta þessu fyrir sér. Hennar skynjun er önnur en okkar flestra og hún þekkir ekki annað.“ heimi. Það er falleg sýn en ekki allir trúa að við taki heimur handan tilveru okkar hér og hvað þá að hægt sé að teygja sig út yfir gröf og dauða, eiga samskipti við þá sem eru farnir. Miðillinn og leikkonan Anna Birta Tryggvadóttir þarf ekki að efast eða velta þessu fyrir sér. Hennar skynjun er önnur en okkar flestra og hún þekkir ekki annað. Hún segist telja að skyggni sé í genum sumra og líkt og góð greind sé dýpri og fyllri skynjun sumum gefin. Það er erfitt að taka afstöðu gagnvart þessum málum þegar maður er sjálfur álíka næmur og nálapúði. Vísindin hafa lengi rannsakað miðla, reimleika og aðra yfirskilvitlega hluti og hvorki tekist að sanna né afsanna slík fyrirbæri. Fólk eins og Anna Birta er umdeilt og þeir til sem dæma það hart. Aðrir trúa á miðilsgáfurnar og sækja til þeirra stuðning, ráð, huggun og
Áskrifandi verður að tilkynna breytingar á heimilisfangi til Birtíngs á tölvupóstfangið askrift@ birtingur.is. Sé það ekki gert ábyrgist Birtíngur ekki að tímarit skili sér á rétt heimilisfang.
leiðbeiningar. Er þeim það ekki frjálst? Rétt eins og margir velja að fara óhefðbundnar leiðir að lækningu sjúkdóma er nokkuð sem mælir á móti því að feta óvísindalegar leiðir í andlegri leit? Því verður auðvitað hver að svara fyrir sig. Anna Birta hefur hins vegar tveggja heima sýn í öðrum skilningi líka því hún stendur með annan fótinn í grískum menningarheimi en hinn í íslenskum. Hún ferðast oft milli landanna og vinnur á báðum stöðum. Nýlega fór hún í viðtal í gríska Marie Claire og lýsti upplifun sinni af heiminum og miðilsstarfinu. Hún er einnig með bók í smíðum um þetta efni en hugmyndin að henni kviknaði eftir mikið fjaðrafok í fjölmiðlum í fyrra eftir skyggnilýsingarfund Önnu Birtu. Grikkland á djúpar rætur í sál hennar en á Íslandi er fjölskyldan og það togar líka. Það er fróðlegt að heyra hana lýsa skyggnigáfunni sem jafneðlilegu fyrirbæri og að sjá í lit. Mér finnst erfitt að fullyrða að upplifanir einhvers af heiminum séu rangar vegna þess að ég veit að ekkert okkar sér hlutina eins. Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens segist sjá liti þegar hann heyrir tóna og enginn efast um þá upplifun. Anna Birta segir athyglisvert að menn skuli ekki vilja læra af, heyra um og skoða þá sem sjá öðruvísi. Ég er sammála því. Er ekki nauðsynlegt að heyra allar raddir, halda opnum huga þar til við vöknum og skiljum allt.
steingerður steinarsdóttir ritstjóri steingerdur@birtingur.is
Allur réttur áskilinn varðandi efni (texta og myndir). Öll notkun efnis, t.d. beinar tilvitnanir og endursagnir, er óheimil án skriflegs leyfis útgefanda. Sjá nánar um réttarvernd og gjaldskrá útgefanda á birtingur.is
Auglýsingar sími 515 5500 auglýsingar@birtingur.is Áskrift sími 515 5555 www.birtingur.is
Guðríður Haraldsdóttir
Ragnhildur hildur Aðalsteinsdóttir friðriksdóttir
Aðstoðarritstjóri gurri@birtingur.is
Blaðamaður ragga@birtingur.is
Íris hauksdóttir
Blaðamaður Blaðamaður hildurf@birtingur.is irish@birtingur.is
Helga Kristjánsdóttir Blaðamaður & stílisti helgak@birtingur.is
VIKAN 3
Efnisyfirlit
viðtal
34 „Skyggni er hluti af greind“ Miðillinn Anna Birta Tryggvadóttir hefur tveggja heima sýn í fleiri en einum skilningi. Á unglingsárunum varð hún vör við að hún sá og skynjaði fleira en flestir og þegar hún gekk með dóttur sína jókst þetta til muna. Hún hefur undanfarin ár þroskað skyggnigáfuna og vinnur nú á læknastofu í Grikklandi þar sem hún býr hluta ársins. Hún á sterkar rætur bæði á Íslandi og í landi guðanna á Ólympusfjalli og því jafnvíg á gríska og íslenska menningu.
22
24
Forsíðumynd: Heiða Helgadóttir Förðun: Nenita Margret Antonio Aguilar Kjóll: Kjartan Ágúst Pálsson
viðtöl
Matur
6 Olga Sonja Thorarensen talar um stripp á sviði og utan þess. 22 Hera Rún Ragnarsdóttir opnar snyrtibudduna. 24 Jóhann G. Jóhannsson segir frá unnum afrekum og ýmsu sem hann á eftir. 26 Stefanía Svavarsdóttir er algjört kameljón þegar kemur að klæðaburði. 28 Harpa Stefánsdóttir eldar grænmetisrétti frá öllum heimshornum. 42 Hildur Líf Higgins heillaðist af Ambur Marie og skartgripum hennar. 48 Margrét Oddný Leópoldsdóttir býr til glæsilega haustkransa.
28 Kúbverskur baunaréttur Paprikuídýfa Ítalskt crostini
Tískan 18 Köflótt tíska 20 Mýkt og fegurð
Vikan á samfélagsmiðlum
Greinar 10 Á döfinni 12 Nýtt á skjánum 14 Bækur 16 Nokkrir áhugaverðir staðir á Norðurlandi 40 Djöflaeyjan í Þjóðleikhúsinu 46 Svarthvítt, stílhreint og sígilt á heimilinu 50 Iana Matei bjargar stúlkum úr höndum þrælasala 54 Flott og gott 56 Stjörnuspá 58 Lífsreynsla 60 Krossgáta/orðaleit/sudoku 62 Ritstjórn dreymir um
Vikan
@vikanmagazine
@vikanmagazine
vikanmagazine
Við erum á facebook, Instagram, Twitter og snapchat. fylgist með því sem gerist á bakvið tjöldin. 4 VIKAN
Lindex-IS-Sept15-210x297-0X-Vikan-Séð og Heyrt.indd 1
2016-08-22 16:55
Greiddi námslánin með nektardansi Opnunarverk Tjarnabíós er sýniningin STRIPP þar sem áhorfendur kynnast heimi nektardansstaða með augum leikkonunnar Olgu Sonju Thorarensen. Verkið vinnur Olga í samstarfi við leikhópinn Dance For Me en sýninguna byggir hún á reynslu sinni sem fatafella í Þýskalandi og fjallar um öfgafullan ójöfnuð í nútímasamfélagi. Texti: Íris Hauksdóttir Myndir: Aldís Pálsdóttir
O
lga Sonja útskrifaðist af leiklistarbraut frá Listaháskóla Íslands árið 2012. Strax eftir útskrift bauðst henni þátttaka í framsæknu verkefni með danska leikhópnum Signa sem hugðist sýna leikverk í leikhúsinu Volksbühne í Berlín. Verkið var ögrandi sjö tíma sýning sem krafðist þátttöku áhorfenda í salnum. Hlutverk Olgu var barnung nektardansmær og eiturlyfjaf íkill sem sætti illri meðferð árásargjarnra trúða. Verkið var byggt á Gleðileiknum guðdómlega eftir Dante og fékk Olga engin laun fyrir sýninguna. „Til að ná endum saman tók ég lán frá bankanum á meðan á verkefninu stóð. Eftir að sýningum lauk sótti ég um nokkur störf sem öll áttu það sameiginlegt að vera illa launuð. Ég flutti til Berlínar eftir útskrift, þar sem ég bý enn í dag, og prófaði að sækja um starf á strippstað í borginni. Mig langaði að sannreyna hvort það væri eins vel launað og af var látið því bankaskuldin var farin að íþyngja mér. Ég las umsagnir um strippstaði á Trip Advisor og sendi inn umsóknir á vinsælustu staðina. Fljótlega fékk ég boð um atvinnuviðtal og í kjölfarið var ég ráðin til starfa á vel metnum strippstað í borginni. Hugmyndin að færa hlutverk mitt úr sýningunni yfir í raunveruleika kviknaði í kjölfarið.“
Ekkert pláss fyrir viðkvæmni eða óöryggi
Á staðnum, sem flokkast sem svokallaður topless-bar, starfa einungis kvenkyns stripparar sem afklæðast öllu nema nærbuxum. Langflestir viðskiptavinir voru karlkyns og segist Olga hafa þurft að mæta eigin fordómum þegar kom að viðskiptavinum staðarins. „Ég viðurkenni fúslega að hafa haft ákveðna fordóma gagnvart þessum heimi. En eftir að hafa kynnst honum frá fyrstu hendi fóru
6 VIKAN
hlutirnir að skýrast fyrir mér. Ég upplifði hafði á mig og mér fannst ég verða að svo skýrt ójöfnuð og stigveldi heimsins fylgjast markvisst með því hvort skoðanir og það hvernig mismunandi aðgengi að mínar myndu breytast í þessu umhverfi. peningum mótar stöðu fólks. Margir En þó að kveikjan að sýningunni spretti einskorða þessa sýn við kynlífsiðnaðinn upp úr þessum dagbókarskrifum var það en fyrir mér á þetta líka við um aldrei planið í upphafi. Til að byrja með þjónustuiðnaðinn. Þessi kúgun á sér stað vildi ég einfaldlega skrá upplifun mína annars staðar í samfélaginu, innan listaþví áður en ég hóf störf hafði ég aldrei og leikhúsheimsins svo dæmi sé tekið. stigið fæti inn á strippstað sjálf. Ég vildi Konur í samfélagi okkar eru sjaldnar í fylgjast með breytingunni en það sem stjórnendahlutverkum og fá í mörgum gerðist var að starfsreynslan breyttist í tilfellum minna greitt fyrir vinnu sína en rannsóknarvettvang. Ég náði að vinna karlar í sömu stöðu.“ upp skuldina á örskömmum tíma og Ein beittasta ádeila sýningarinnar er hætti störfum í kjölfarið. Eftir á að einmitt sú hvernig einstaklingar taka hyggja var starfið ekki eins íþyngjandi og að sér niðurlægjandi störf fyrir peninga margir skyldu halda en mér fannst þetta og á það ekki aðeins við um konur. Í sýningunni bendir mótleikkona Olgu, „Ég viðurkenni fúslega að hafa haft Broake, á dverginn sem ákveðna fordóma gagnvart þessum heimi. selur félagsskap sinn En eftir að hafa kynnst honum frá fyrstu síendurtekið í steggjagleði af þeirri einu ástæðu að hendi fóru hlutirnir að skýrast fyrir mér.“ hann er dvergvaxinn, sem þykir fyndið. Olga segir að verkið spegli á „míkrókosmískan“ hátt samfélagið í áhugaverð upplifun. Með sýningunni heild sinni. „Þarna er allt drifið áfram leikum við okkur að mörkum veruleika af ákveðnum grunnhvötum, kynlífi, og skáldskapar og leyfum okkur að peningum og völdum. Þetta er í raun nálgast efnið á fyndinn og einlægan hátt.“ eins og frumskógur. Ég sá um leið að Olga segir himin og haf vera milli það var ekkert pláss fyrir viðkvæmni eða þess að starfa sem strippari og leika óöryggi þarna inni. Maður varð að vera strippara í leiksýningu. Munurinn eins og dýr því þessi heimur er algjört felist þó fyrst og fremst í virðingunni. „survival of the fittest“. Og þannig virkar „Það er álitið göfugra að mæta á heimurinn oftar en ekki þegar maður leiksýningu. Væntingar áhorfandans skoðar hann undir yfirborðinu.“ eru af allt öðrum toga en þeirra sem sækja nektarstaði, enda er þeim einungis ætlað að höfða til kynferðislegra hvata. Ævintýraland Kúnnar strippstaðarins höfðu flestir fyrir fullorðna fyrirfram ákveðnar hugmyndir, eða Olga segir það hafi þó ekki verið við skulum frekar segja fantasíur, sem hugmynd hennar í upphafi að færa þeir lögðu fram fyrir okkur stelpurnar. reynslu sína á svið en fljótlega eftir að Að þessu leyti sé ég strippstaðinn sem hún hóf störf á strippstaðnum hafi hún hálfgerðan fantasíuheim, ævintýraland hafið dagbókarskrif. „Ég vildi skrásetja fyrir fullorðna. Það áhugaverða var þó ferlið. Ég fann hversu mikil áhrif vinnan
„Þetta er í raun eins og frumskógur. Ég sá um leið að það var ekkert pláss fyrir viðkvæmni eða óöryggi þarna inni. Maður varð að vera eins og dýr því þessi heimur er algjört „survival of the fittest“.“
VIKAN 7
brengluð. Að sama skapi viðurkenni ég að stundum leið mér eins og ég væri notuð í leikhúsinu. Ég vann launalaust í hálft ár og þegar ég hugsa um það finnst mér stigveldið ekki síður augljóst í leikhúsinu. Stripparinn fær alltaf borgað og í Berlín er stripp löglegt svo dansarar vinna einfaldlega sem verktakar. Ég kom alltaf fram undir dulnefni og segja má að ég hafi verið í karakter þótt aðstæður væru raunverulegar. Í sýningunni minni hér í Tjarnarbíói er ég hins vegar að leika sjálfa mig og setja raunveruleika minn á svið þó að það verði alltaf um leið skáldskapur.“
Skapa rými fyrir skoðanir áhorfenda
„Eftir að hafa tekið þátt í að skapa fantasíur annarra fórum við í að sótthreinsa súlurnar.“
að sjá þegar fantasían brotnaði niður og hversdagsleikinn tók við. Þegar ljósin kvikna og dyravörðurinn æpir að nú verði hann að loka staðnum. Eftir að hafa tekið þátt í að skapa fantasíur annarra fórum við í að sótthreinsa súlurnar. Á einhverjum tímapunkti vorkenndi ég líka kúnnunum því margir hverjir voru bara einmana menn sem vildu spjalla. Ég upplifði okkur stelpurnar í svo mikilli samstöðu, komnar þarna saman til að græða peninga. Þá fór mér að líða eins og ég væri að notfæra mér þá, enda var ég, rétt eins og allar hinar, einungis þarna til að græða peninga á þeim. Stelpurnar sem ég vann með komu sömuleiðis úr allskonar áttum og aðstæðum. Ein var að safna fyrir brúðkaupinu sínu meðan önnur var að borga upp námslán. Þær áttu það þó flestar sameiginlegt að vera sterkar stelpur með allt sitt á hreinu.“
Ólíkir verðmiðar á líkama fólks
Olga tekur þó skýrt fram að saga hennar sé síður en svo saga allra strippara. „Ég gæti aldrei leyft mér að alhæfa um aðra. Þetta er einungis saga mín sem snertir á ýmsum ólíkum málefnum, hugsunum mínum og skoðunum á samfélaginu.
8 VIKAN
Þetta er mín leið til að reyna að skilja heiminn í gegnum þessa reynslu og ég geri mér fulla grein fyrir því að það eru ekki allir í sömu forréttindastöðu, að geta valið sér þetta á svona augljósan hátt. Því þegar allt kemur til alls hefði ég eflaust getað bjargað mínum skuldamálum á annan hátt. Með verkinu vildum við hins vegar ekki ofureinfalda þann flókna heim sem við búum í, eins og að segja að allar konur sem starfað hafa í kynlífsiðnaðinum séu fórnarlömb og allir karlar illmenni. Markmið okkar var frekar að varpa fram spurningum og skapa umræðu. Eins finnst mér við ekki hafa rétt á að dæma konur sem taka þátt í þessum heimi, enda er það ekki í okkar höndum að segja hvernig hlutirnir eigi að vera. Ein sú mikilvægasta spurning sem ég tefli fram með sýningunni er hvernig verðmæti einstaklinga er metið á óhugnanlega mismunandi hátt. Ég til að mynda dansaði eða naut samveru við viðskiptavini án kynlífs fyrir allt að þúsund evrum á kvöldi meðan aðrar stelpur seldu líkama sinn fyrir þrjátíu evrur sama kvöld. Mér finnst ótrúlegt að sjá hvað hægt er að setja ólíka verðmiða á líkama fólks og gildi fólks er að sama skapi svo misjafnt. Þessi hugsun er svo
Verkið tekur sem fyrr segir enga afstöðu með eða móti starfsemi strippklúbba og segir Olga það alltaf hafa verið skýra stefnu hjá leikhópnum. „Ég fékk þau Pétur Ármannson og Broakan Davison með mér í verkefnið því ég vissi hvernig þau höfðu fært raunveruleikann á svið í fyrri sýningum sínum og þóttist vita að þetta gæti orðið áhugavert samstarf. Þó að umfjöllunarefnið sé þungt og við veltum fyrir okkur erfiðum málefnum var vinnan grátbrosleg og ég vona að það skíni í gegnum sýninguna. Það að konur skuli vinna við að fara úr fötum fyrir peninga og fá fyrir það meiri peninga en flest önnur störf, sem að mínu mati er mikið vandamál, vona ég að mínar persónulegu skoðanir komi ekki of sterkt fram í verkinu. Að mínu mati er áhugaverðast fyrir áhorfendur að vera ekki mataðir á skoðunum annarra. Rauður þráður sýningarinnar er vissulega frelsi einstaklingsins og þar af leiðandi hans hugmyndir um líkamann, siðferði og femínískar skoðanir. Það hvernig þessi heimur hefur áhrif á aðrar konur í heiminum er stór og flókin spurning sem ég hef sjálf engin svör við sé út í það farið. Sameiginlegt markmið okkar sem hóps var strax frá upphafi að skapa rými fyrir áhorfendur til að meðtaka og mynda sér sínar eigin skoðanir án þess að hefja persónur sýningarinnar upp á stall og því síður að gera lítið úr þeim. Við viljum að áhorfendur tengi við bresti persónunnar, því þeir eru sammannlegir. Og þá á ég við þá bresti í mannlegu fari sem fæstir þora að horfast í augun við. Það sem við brennum öll fyrir að ræða eru þessar takmarkanir kvenna þegar kemur að atvinnulífi og ólíkt aðgengi að peningum. Skuldir eru að sama skapi mjög áberandi í íslensku samfélagi í dag. Markmið okkar var að sviðsetja raunverulega sögu á fyndinn og einlægan hátt, rétt eins og önnur verk Dance For Me-leikhópsins hafa verið. Þó að verkið logi vissulega af pólitískum undirtóni og gagnrýni samfélagið harðlega er markmiðið síður en svo að predika ákveðinn boðskap. Við viljum varpa fram erfiðum spurningum um efnahagsástandið, skuldir og stöðu ungra kvenna í nútímaheimi,“ segir Olga að lokum.
Vikan mælir með Umsjón: Íris Hauksdóttir / irish@birtingur.is
Íslenskur fíll á Brúðulofti Þjóðleikhússins
Brúðusýningin Íslenski fíllinn er sýnd um þessar mundir á Brúðuloftinu í Þjóðleikhúsinu. Þar er sagt frá litlum munaðarlausum fílsunga sem ferðast frá Afríku til Íslands í leit að vatni. Sýningin er falleg á að líta og sagan bæði skemmtileg og skondin. Boðskapinn má svo rekja til þess hvernig við tökum á móti þeim sem eru öðruvísi en við sjálf. Sýningin er framleidd af Brúðuheimum og Þjóðleikhúsinu og hefur undirbúningsvinna fyrir verkið staðið í tvö ár en Ágústa Skúladóttir leikstýrir sýningunni og Hildur M. Jónsdóttir sér um verkefnastjórn.
Stundin okkar
með nýju sniði Í ár fagnar Stundin okkar fimmtíu ára afmæli sínu en þátturinn hefur verið í stöðugri þróun og birtist börnum landsins nú með nýju sniði. Sigyn Blöndal er nýr umsjónarmaður Stundarinnar og fer fyrsti þátturinn í loftið 2. október. Í þáttunum verða börn í forgrunni og barnamenningu, tónlist, leikjum og fræðslu gert hátt undir höfði. Sigyn er hlustendum Rásar 1 vel kunn þar sem hún hefur starfað við dagskrárgerð síðastliðinn vetur. Hún hefur einnig verið annar umsjónarmanna Krakkafrétta. Stundin mun því mynda sterk tengsl við KrakkaRÚV og verður vettvangur þar sem raddir barna fá að heyrast og mun búa til farveg fyrir hugmyndir þeirra og hæfileika. En KrakkaRÚV leggur einmitt mikla áherslu á að efla þjónustu við börn.
STRIPP í Tjarnarbíói
Sýningin STRIPP er sýnd um þessar mundir í Tjarnarbíói en verkið er samvinna þeirra Olgu Sonju Thorarensen, Péturs Ármannssonar og Brogan Davison. Verkið vinnur Olga upp úr dagbókarskriftum sínum meðan hún starfaði sem fatafella í Þýskalandi en þrátt fyrir að umfjöllunarefnið sé alvarlegt er sýningin keyrð áfram á krafti og húmor. STRIPP var frumsýnt á sviðslistahátíðinni Everyboy´s Spectacular og er fyrsta frumsýning Tjarnarbíós á leikárinu.
Óvænt Sending í Borgarleikhúsinu
Leikritið Sending eftir Bjarna Jónsson var frumsýnt fyrir skömmu á Nýja sviði Borgarleikhússins í leikstjórn Mörtu Nordal. Í aðalhlutverkum eru þau Þorsteinn Bachmann og Kristín Þóra Haraldsdóttir en leikmynd er í höndum Gretars Reynissonar. Sagan segir frá barnlausum hjónum vestur á fjörðum sem berst óvænt sending. Sýningin leikur sér með tíma og rúm og gerir bjargarleysi og útskúfun að meginviðfangsefni sínu.
GÆÐAUPPFÆRSLA TRÓPÍ HEFUR GENGIÐ Í GEGNUM STÓRA UPPFÆRSLU.
VIÐ HÖFUM TEKIÐ Í NOTKUN NÝJUSTU TÆKNI Í PÖKKUNARLÍNUM OKKAR TIL AÐ TRYGGJA ÞÉR OKKAR BESTA ÁVAXTASAFA – ALLTAF!
ÁV E X T I R B R A G Ð A S T A LV E G E I N S
©2015 The Coca Cola Company - all rights reserved
OKK AR BESTI
kvikmyndir og sjónvarp Umsjón: Hildur Friðriksdót
tir / hildur@birtingur.is
Kóngurinn í Kólumbíu 2. september
Nýtt og væntanlegt á Netflix
Fyrsta sería af Narcos var án efa eitt besta og vinsælasta sjónvarpsefni síðasta árs. Þann 2. september varð önnur sería af þáttarröðinni aðgengileg, aðdáendum til ómældrar gleði. Þættirnir fjalla um uppgang kókaínkóngsins Pablo Escobars í Kólumbíu á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Fyrsta sería stiklaði á stóru frá 1970 til 1992 en önnur sería hefst þar sem henni lauk, þegar Escobar er staddur í fangelsinu La Cathedral. Pablo Escobar var drepinn í áhlaupi lögreglu á fylgsni hans í borginni Medellín þann 2. desember 1993. Þrátt fyrir að hann eigi bara um eitt ár eftir ólifað þá hefur Netflix þegar skipulagt 3. og 4. seríu, svo það er greinilega margt spennandi fram undan.
Nú eru liðnir níu mánuðir frá því að Íslendingar fengu aðgang að Netflix og úrvalið eykst frá degi til dags. Þó að Netflix hafi upphaflega byrjað sem nokkurs konar myndbandsleiga á Netinu hafa þeir á undanförnum árum einnig framleitt eigið efni sem hefur fengið mikið lof gagnrýnenda jafnt sem áhorfenda, til dæmis House of Cards og Orange Is the New Black. Hér eru nokkrar seríur sem eru væntanlegar frá þeim í haust.
Mæðgurnar snúa aftur 25. nóvember
Í mörg ár voru Gilmore Girls, eða Mæðgurnar eins og þátturinn kallaðist á íslensku, fastur liður á Ríkissjónvarpinu. Konur, ungar sem aldnar, fylgdust spenntar með ævintýrum mæðgnanna Lorelai og Rory sem bjuggu í smábænum Stars Hollow. Eftir sjö seríur voru margir aðdáendur ekki par sáttir við endinn og héldu í vonina um að þráðurinn yrði
Konan með krúnuna 4. nóvember
Nýjasti þáttur Netflix er The Crown sem segir frá ævi og valdatíð Elísabetar II Bretadrottningar, allt frá brúðkaupi hennar árið 1947 til dagsins í dag. Handritshöfundur þáttanna er Peter Morgan sem skrifaði einnig handritið að kvikmyndinni The Queen og leikritinu The Audience sem fjölluðu einnig um drottninguna. Í fyrstu seríunni eru tíu þættir en alls verða þeir sextíu, yfir sex seríur. Hún er sögð íburðarmesta og dýrasta framleiðsla Netflix hingað til.
12 VIKAN
tekinn upp á ný. Í október síðastliðinum tilkynnti Netflix að þeir ætluðu að gera einmitt það. Netflix-serían hefur fengið nafnið Gilmore Girls: A Year in the Life og um er að ræða fjóra þætti, einn fyrir hverja árstíð, sem eru um níutíu mínútur að lengd hver. Allir helstu vinir og vandamenn mæðgnanna ásamt furðufuglum bæjaranis snúa aftur.
Ofurkraftar 30. september
Ofurhetjan Luke Cage var fyrst kynntur til sögunnar í Netflix-seríunni um Jessicu Jones sem sýnd var í nóvember í fyrra. Bæði Jessica og Luke eru hluti af Marvel-heiminum sem Avengers-kvikmyndirnar gerast í. Luke er fyrrum fangi sem var ranglega sakaður um og fangelsaður fyrir glæp. Tilraun gefur honum yfirnáttúrulegan styrk og órjúfanlega húð sem gerir honum kleift að sleppa úr fangelsi. Nú reynir hann að fara huldu höfði í Harlem en fljótlega nær fortíðin að bíta í hælana á honum og hann þarf að berjast fyrir lífi sínu.
Þekking gæði Þjónusta
bækur Texti: Steingerður Steinarsdóttir / steingerdur@birtingur.is
Heimspekingur og metsöluhöfundur
Lars Saabye Christensen er einn virtasti og þekktasti rithöfundur Norðmanna um þessar mundir. Hans fyrsta bók var ljóðasafnið Sagan af Gly og fyrir hana hlaut hann Tarjei Vesaas byrjandaverðlaunin. Fyrir Hálfbróðurinn hlaut hann svo bæði Brage-verðlaunin og bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Þetta er áhugaverður rithöfundur sem hikar ekki við að taka á siðferðilegum álitamálum.
L
ars fæddist 21. september árið 1953 í Ósló. Hann ætlaði sér ævinlega að starfa við skriftir en hann hafði gefið út þrjú ljóðasöfn og þrjár skáldsögur áður en lesendur kveiktu á því að þarna var á ferð áhugaverður höfundur. Það var uppvaxtarsagan Beatles sem kom út árið 1984 sem sló í gegn og heillaði gersamlega ungt fólk í Noregi. Síðan kom bókin Hermann en sú saga fjallar um drenginn Hermann sem er frískur eins og fiskur og sér heiminn gegnum sérstæð gleraugu ímyndunaraflsins. Daginn sem hann fer í klippingu og rakarinn biður um að fá að tala við mömmu hans breytist hins vegar allt og Hermann þarf að gera ýmislegt upp við sig. Hálfbróðirinn kom út árið 2001 en það er átakamikil fjölskyldusaga sem segir frá Veru og sonum hennar. Fred kemur undir þegar ráðist er á hana á þurrkloftinu daginn sem Norðmenn fagna að lokum seinni heimstyrjaldarinnar. Drengurinn
14 VIKAN
fæðist í sjúkrabílnum á leiðinni á spítalann en í kringum tilveru hálfbróður hans Barnum er minni dramatík en það er hann sem segir söguna. Módelið kom út á íslensku árið 2007 en í þeirri sögu tekst höfundur á við ýmsar erfiðar siðferðisspurningar. Hvað gerir málari sem er að missa sjónina? Er réttlætanlegt að leita allra mögulegra leiða til að fá lækningu jafnvel þótt önnur manneskja þurfi að greiða hana dýru verði? Í þessari sögu skín í gegn hroki og yfirgangur íbúa ríkra iðnríkja og það hversu blind við erum gagnvart því hversu gæðum þessa heims er misskipt. Lars vísar nokkrum sinnum í Villiöndina eftir Ibsen í þessari sögu og ekki að furða því hann á það sameiginlegt með skáldbróður sínum og landa að velta fyrir sér hvort syndir feðranna komi niður á börnunum. Módelið er áhrifamikil saga sem óhjákvæmilega neyðir lesendur til að líta í eigin barm. Fyrsta skáldsaga Lars Saabye
Christensen hét Amatören og sjálfur hefur hann sagt að sá titill hæfi öllum hans bókum því hann kjósi að fjalla fyrst og fremst um manneskjur sem berjist við eigið innra óöryggi og vanti ákveðna yfirsýn yfir eigið líf. Fólk sem ekki takist að ná árangri á öllum sviðum og geri mistök en sé fyrst og fremst mannlegt. Hann segir einnig að sér þyki vænt um allar sínar persónur. Í október árið 2006 hlaut Lars titilinn, Kommandør av Den konglige norske St. Olavs Orden, fyrir framlag sitt til norskra bókmennta en hann hefur bæði norskt og danskt ríkisfang.
Nýtt íslenskt leikrit eftir Bjarna Jónsson Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Molar um Norðurland Það er margt sem hægt er að skoða þegar ferðast er um landið en hér koma nokkrar hugmyndir að áhugaverðum stöðum á Norðurlandi.
Ólafshús á Sauðárkróki
Hvalaskoðun á Húsavík Margir tengja hvalaskoðunarferðir fyrst og fremst við erlenda ferðamenn en stundum er mikilvægt að vera ferðamaður í eigin landi og sigla á ný mið. Reglubundnar hvalaskoðunarferðir í Skjálfandaflóa hófust á Knerrinum árið 1995 en síðan þá hefur hvalaskoðun vaxið fiskur um hrygg og farþegum fjölgað ört undanfarin ár. Í upphafi var hrefnan algengasti hvalurinn í flóanum en síðan hafa fleiri tegundir bæst í hópinn. Má þar nefna hnúfubakinn sem vekur ávallt verðskuldaða athygli því hann lyftir yfirleitt sporði áður en hann
kafar og á það til að veifa geysistórum bægslum eða jafnvel stökkva upp úr yfirborðinu. Flóinn er þó ekki einungis vinsæll vegna hvalanna því fuglar og almenn náttúrufegurð á sinn þátt í að gera hvalaskoðun í Skjálfandaflóa eftirminnilega. Í flóanum eru tvær eyjar, Lundey og Flatey, þar sem fjölmargir fuglar verpa, til að mynda lundar, kríur og svartfugl auk þess sem súlur, kjóar og skúmar sjást þar oft í ætisleit. Hin tignarlegu Víknafjöll í vestanverðum flóanum setja óneitanlega svip sinn á ferðirnar.
Texti: Íris Hauksdóttir
Sundlaugin á Hofsósi Þessi fallega sundlaug er hönnuð af Basalt arkitektum, Sigríði Sigþórsdóttur, og rís vestan við Staðarbjarg. Laugin var vígð árið 2010 og fellur hugvitssamlega inn í landslagið þar sem himinn og vatn virðast renna saman í eitt. Í einfaldleika sínum nær mannvirkið að magna áhrif umhverfisins en sjón er sannarlega sögu ríkari. Byggingin, sem var gjöf þeirra Lilju Pálmadóttur og Steinunnar Jónsdóttur til íbúa Hofsós á kvenréttindadaginn 19. júní 2007, er hógvær í landslaginu en upphefur fallegt landslag fjarðar, fjalla og Drangeyjar þar sem hugmyndaríkir sundkappar geta ímyndað sér að þeir séu að þreyta Drangeyjarsund að hætti Grettis. Sannarlega einstök upplifun sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
16 VIKAN
Veitingastaðurinn Ólafshús á Sauðárkróki sérhæfir sig í fjölbreyttu matarúrvali, allt frá pizzum upp í steikur. Ólafshús er staðsett við Aðalgötu en húsið var byggt árið 1897 og nefnt eftir Ólafi Jónssyni söðlasmiði sem stóð fyrir byggingunni. Ólafur bjó jafnframt í húsinu til dauðadags en eftir það stóð Sparisjóður Sauðakróks fyrir stækkun á húsnæðinu. Árið 1968 keypti frímúrarastúkan Mælifell húsið og seldi Baldri Úlfarssyni það árið 1982. Sama ár opnaði Baldur veitingastaðinn Sælkerahúsið á staðnum. Herdís Gunnarsdóttir opnaði svo Dalakofann árið 1990 og tveimur árum síðar breytti Pálmi Sævar Þórðarson nafni staðarins í Pálmalund en hann bjó jafnframt í húsinu í þrjú ár. Árið 1994 tóku Guðmundur Jónbjörnsson og Eydís Ármannsdóttir við rekstrinum og opnuðu sama ár veitingastaðinn Pollann sem sérhæfði sig í pizzum. Ólafur Jónsson frá Hellulandi keyptu svo húsið hundrað árum eftir að nafni hans lét byggja það og tók aftur upp upprunalegt heiti á Ólafshúsi. Kristín Magnúsdóttir og Sigurpáll Aðalsteinsson keypti svo húsið í ársbyrjun 2005 og hafa haldið rekstrinum síðan en samfelldur veitingarekstur hefur því verið í húsinu frá árinu 1982.
Lystigarðurinn á Akureyri Lystigarðsfélagið var stofnað 1909 og stuðlaði meðal annars að sköpun og ræktun Lystigarðsins sem opnaður var formlega árið 1912. Í lögum félagsins var gert ráð fyrir fimm manna stjórn er skipti sjálf með sér störfum. Fyrsta stjórnin var kjörin og skipuð eingöngu konum. Frú Sigríður Sæmundsson formaður, frú Alma Thorarensen gjaldkeri og frú Anna Stephensen ritari. Í framkvæmdanefnd voru kosnar þær frú María Guðmundsson og frú Anna Catharine Schiöth. Sáu konurnar um fjáröflun til rekstrar garðsins og varðandi skipulagið kom að góðum notum sú reynsla og þekking sem frú Anna Schiöth hafði kynnst í heimalandi sínu, Danmörku. Talið er að Anna hafi séð um teikningu upprunalega hluta Lystigarðsins og fyrirkomulag og var raunar lífið og sálin í öllum framkvæmdum innan félagsins hin fyrstu ár.
Selasetrið á Hvammstanga
Kaffi Kú á Akureyri Hjónin Einar Örn Aðalsteinsson og Sesselja Barðdal opnuðu þetta vinalega kaffihús í september árið 2011 og hafa viðtökurnar verið vonum framar. Það sem gerir staðinn óvenjulegan er að kaffihúsið er rekið í tæknivæddasta fjósi landsins þar sem gestir geta notið dýrindisveitinga og fylgst um leið með mjaltaróbót mjólka kýrnar á neðri hæðinni. Í fremri sal
hússins er smekklegur bar með sætum fyrir þrjátíu manns ásamt leikhorni fyrir börn en inn af honum er gengið út á svalir sem lokaðar hafa verið með gleri allan hringinn. Svalirnar eru staðsettar inni í fjósinu og er hreint út sagt einstök upplifun að fylgjast þaðan með kúm og kálfum.
Selasetur Íslands var stofnað árið 2005 með það markmið að efla náttúrutengda ferðaþjónustu í Húnaþingi vestra, vinna að eflingu selaskoðunar á svæðinu og standa fyrir fjölbreyttum rannsóknum, fræðslu og upplýsingamiðlun um seli við Ísland. Selasetrið eignaðist í upphafi tvær hæðir að Brekkugötu 2, Hvammstanga, þar sem verslun Sigurðar Pálmasonar var til húsa. Þar voru settar upp fræðslusýningar um seli og húsnæðið nýtt fyrir fjölþætta starfsemi setursins. Með auknum umsvifum var hluti starfseminnar fluttur í húsnæði í eigu Kaupfélags Vestur-Húnvetninga niður við Hvammstangahöfn sumarið 2011. Þar hefur rannsóknaraðstaða verið standsett ásamt upplýsingamiðstöð héraðsins og móttaka ferðamanna.
VIKAN 17
Tíska
Köflótt klassík Fögnum haustinu með því að draga fram köflóttar og kósí yfirhafnir. Parið saman við rifnar gallabuxur og leður til þess að halda í töffarann! Umsjón: Helga Kristjáns
Burberry 18 VIKAN
Zara, 9.995 kr.
5 kr. 24.99
Calvin Klein Zara,
Barbara Bui Topshop, 5.29 0 kr.
6.715 kr.
1 Perkins,
3.490 kr.
GS skรณ r, 46.99 5 kr.
Lindex,
Dorothy
Eyrys, 29.535 kr.
Zara, 7.995 kr.
r.
4.995 k
Zara, 1
kr. 1.990 Vila, 1
Zara, 19.995 kr.
Sonia Rykiel, Kronkron, 149.900 kr.
Lindex, 9.595 kr.
Zara, 9.995 kr.
Zara, 16.995 kr.
VIKAN 19
Tíska
Kvenleg mýkt Við fögnum fjölbreytileikanum hér á Vikunni og því að fyrirsætur í stærri stærðum, en þeim allra minnstu, séu að verða meira áberandi í fjölmiðlum. Tvær þeirra þekktustu í bransanum, þær Candice Huffin og Ashley Graham, eru ný andlit haust- og vetrarlínu Lindex en stærri stærðir hafa bæst inn í allar tískulínurnar í dömudeild þeirra og um leið hefur sérstök Generous-deild verið lögð af. Við fórum á stúfana í leit að frábærum haustflíkum og þá sérstaklega með konur af mýkri gerðinni í huga.
Next, 4.990 kr.
Karen Millen, 17.990 kr.
Lindex, 6.715 kr.
Umsjón: Helga Kristjáns
Dorothy Perkins, 4.995 kr.
20 VIKAN
Vila, 3.490 kr Vila, 10.990 kr.
Bianco, 26.795 kr.
Lindex, 7.675 kr.
Dorothy Perkins, 5.795 kr.
Next, 8.490 kr.
Lindex, 7.675 kr. Vila, 7.690 kr.
Dorothy Perkins, 6.495 kr.
Vila, 6.990 kr.
Lindex, 5.755 kr.
Lindex, 9.595 kr.
Lindex, 28.795 kr
Bianco, 12.995 kr. Next, 5.490 kr.
Bianco, 24.990 kr.
VIKAN 21
Punt&pjatt
,,Notaði meik yfir varirnar og baðaði mig í sólarpúðri” Hera Rún Ragnarsdóttir er mikil pjattrófa en hún rekur snyrtivöruverslunina Alenu. Við kíktum í snyrtibudduna hennar og forvitnuðumst um þær vörur sem henni þykir bestar. Umsjón: Helga Kristjáns Myndir: hákon davíð björnsson
Hver er besti farði sem þú hefur notað? Ég nota HD-farðann frá Cailyn og Beyond Perfecting frá Clinique til skiptis. Þeir henta mér mjög vel þar sem ég er með mjög olíukennda húð. Hver er uppáhaldsvaraliturinn þinn? Tveir eru í uppáhaldi en þeir eru báðir mattir varalitir frá Cailyn nr. 43 og 65. Hvaða snyrtivöru kaupirðu alltaf í Fríhöfninni? Ég kaupi aldrei neina eina sérstaka en viðurkenni að ég tek mér dágóða stund í skoða snyrtivörurnar og kaupi alltaf eitthvað á endanum. Hvað er besta förðunar/fegrunarráð sem þú hefur fengið? Keep blending eða að halda endalaust áfram að blanda og það eru engar reglur þegar það kemur að förðun. Hvað ertu ánægðust með í eigin útliti? Ætli ég sé ekki ánægðust með varirnar og kjálkann. Annars er ég bara almennt sátt í eigin skinni. Besti ilmur sem þú hefur fundið? Í uppáhaldi hjá mér er Onika frá Nicki Minaj. Hvaða snyrtivara er á óskalistanum þínum? Úff, þær eru svo margar ... en ætli Kylie- og Jeffree Star-snyrtivörurnar séu ekki efst á listanum. Uppáhaldsvefsíða tengd tísku og förðun? Ég horfi langmest á Carli Bybel af því hún er svo einlæg og ótrúlega klár. Og ef ég nefni eina íslenska líka þá er Bára Jónsdóttir ótrúlega flink og skemmtileg. Það er hægt að finna hana undir BáraBeauty á Youtube. Hver eru stærstu förðunarmistökin sem þú hefur gert? Haha, ætli ég hafi ekki gert eins og margar stelpur á þeim tíma, setti alltaf meik yfir varirnar og baðaði mig í sólarpúðri!
22 VIKAN
VIKAN 23
Afrekalistinn
Börnin
fóru fram úr væntingum Leikarinn Jóhann G. Jóhannsson hefur í mörgu að snúast en hann leikur í sýningunni Icelandic Sagas – The Greatest Hits í Hörpu. Jóhann fer jafnframt með hlutverk í kvikmyndinni Eiðnum sem sýnd er í bíóhúsum borgarinnar auk þess að leika aðalhlutverk í þýskum kvikmyndum sem frumsýndar verða innan skamms. Umsjón: Íris Hauksdóttir Mynd: Aldís Pálsdóttir
√
Eignast heilbrigða og mannbætandi eiginkonu. Lifa hamingjusömu og heilbrigðu lífi. Afrek sem vonandi flesta langar að ná.
√ √ √
Eignast fullkomin börn. Það stóð aldrei annað til og það má segja að þau hafi farið fram úr væntingum. Sjá drengina mína vaxa úr grasi hamingjusama og sátta við sjálfa sig. Það væri mitt mesta afrek að uppeldið takist vel. Verða leikari, draumur frá því ég var 6 ára með Jógu systur á æfingum á Þorláki þreytta hjá Leikfélagi Kópavogs. Stefni á frekari áskoranir og sigra í heimi kvikmynda og sjónvarps. Það gengur vel að fá verkefni, bæði innanlands og utan, og því stefni ég einbeittur áfram veginn. Búa erlendis og mennta mig. Ég lærði leiklist og kvikmyndafræði í Bandaríkjunum og tók meistaragráðu í stjórnun í Bretlandi. Ég sigldi mikið með pabba þegar ég var yngri og var alltaf heillaður af heiminum. Viðurkenningu fyrir störf mín. Ekki endilega verðlaun heldur áframhaldandi velgengni. Þó að ég myndi ekki afþakka verðlaun.
Fullt nafn: Jóhann Gunnar Jóhannsson. Aldur: 44 ára. Starf: Leikari, framleiðandi, framkvæmdastjóri. Maki: Guðrún Kaldal. Börn: Jóhann Kaldal Jóhannsson og Krummi Kaldal Jóhannsson. Morgunhani eða nátthrafn: Ég er eiginlega MorgunHrafn. Er að breytast úr nátthrafni í morgunhana en alltaf stutt í hrafninn aftur. Hver væri titill ævisögu þinnar? Með þykkt hár, að aftan. Hvaða sögufrægu manneskju myndir þú vilja hitta? Ég umgengst svo gott og vel gert fólk að ég hef ekki þörf á að hitta sögufræga persónu.
NÝTT BÆTIEF NI FYRIR SVEFN
Sefur þú illa á nóttunni? LUNAMINO Lunamino er nýtt svefnbætiefni sem inniheldur L-tryptófan, valdar jurtir og bætiefni sem öll eru þekkt fyrir róandi og slakandi áhrif. Það hjálpar okkur að sofna og nætursvefninn verður betri og samfelldari.
Sölustaðir: Flest apótek og heilsubúðir
Minn stíll
Umsjón: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir Myndir: Óli Magg
Fullt nafn: Stefanía Svavarsdóttir. Aldur: 24 ára. Starfsheiti: Söngkona. Maki: Benjamín Náttmörður Árnason. Börn: Tvö stjúpbörn, hundarnir Monsa og Snjólfur. Stjörnumerki: Ljón. Hvaða kona veitir þér innblástur? Beyoncé, hún er svo glæsileg og mannleg. Áhugamál: Tónlist, fólk, ferðalög, andleg málefni, dýr og stjörnuspeki. Á döfinni: Kenna í Söngskóla Maríu, syngja á miðvikudags- og fimmudagskvöldum í Bjórgarðinum, halda áfram að rækta líkama og sál og njóta lífsins og tilverunnar.
26 VIKAN
„Hatturinn minn úr Forever 21 er í sérstöku uppáhaldi.“
Kameljón
„Nýjustu kaupin mín eru brún rúskinnsstígvél sem ná upp á læri. Ég elska þau. Það er hægt að para þau við svo margt og svo eru þau mjög flott uppi á sviði.“
í fatavali
Stefanía Svavarsdóttir hefur sungið frá því hún man eftir sér og unnið við söng frá því hún var 14 ára. Þessa dagana kennir hún við Söngskóla Maríu Bjarkar, vinnur hlutastarf á elliheimili og syngur þess á milli út um allt með hinum ýmsu snillingum. „Ég er algjört kameljón þegar kemur að því að velja sviðsföt. Stundum mála ég mig „smokey“, fer í háar gallabuxur og gellulegan topp. Önnur kvöld fer ég í sætan sixties-kjól og set á mig þykkan eyeliner og varalit. Dagsdaglega eru það gallabuxur og sætur bolur eða skyrta sem verða alltaf fyrir valinu og strigaskór eða hælar,“ segir Stefanía.
Efst á óskalista hennar er töff þykkur gallajakki og flott derhúfa og hún verslar mest í Sautján, Kolaportinu, American Eagle Outfitters, Forever 21, H&M og AliExpress. „Allar konur ættu að eiga þykka vetrarkápu, svartar gallabuxur og lítinn svartan kjól sem hægt er að poppa upp á marga vegu.“
„Uppáhaldsflíkin mín er mussa úr Einveru sem ég gaf sjálfri mér í 17 eða 18 ára afmælisgjöf. Hún er ótrúlega falleg og ég er svo hrifin af mynstrinu í henni. Ég hef notað hana endalaust mikið og það sér ekki á henni.“
„Mér þykir alltaf vænt um fermingarkjólinn minn. Ég þræddi Kringluna endilanga í leit að kjól, rak svo augun í þennan og varð bara ástfangin af honum. Ég hef aldrei notað hann aftur en leit stórglæsilega út í honum á fermingardaginn.“
VIKAN 27
Matargæðingur
Kjötlausir
réttir frá öllum heimshornum Harpa Stefánsdóttir hætti fyrir skömmu að borða kjöt og henni finnst að fleiri mættu minnka kjötneyslu sína því það er brýnt umhverfis- og dýravelferðarmál. Hún stofnaði vefsíðuna Eldhúsatlasinn með það fyrir augum að finna og elda uppskriftir að hefðbundnum grænmetisréttum eða kjötlausum réttum frá 196 löndum, það er, öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna auk Palestínu, Vestur-Sahara og Tíbet. Vefsíðan var einnig hluti af meistaraverkefni hennar í hagnýtri menningarmiðlun. Við fengum hana til að deila með okkur nokkrum af sínum uppáhaldsréttum. Hvað starfarðu og hvaða verkefni fæstu við um þessar mundir? Ég er tiltölulega nýútskrifuð úr meistaranámi og er að leita mér að spennandi starfi. Svo er ég að undirbúa „makeover“ fyrir vefsíðuna mína – eldhúsatlasinn.is.
Umsjón: Hildur Friðriksdóttir Myndir: Óli Magg
Hvað var það fyrsta sem þú lærðir að elda? Hafragrautur og pizza. Ertu jafnvíg á bakstur og matseld? Ég hef ekki látið reyna mikið á baksturshæfileikana. Höfðar einhver matreiðsluhefð sérstaklega til þín? Indversk matargerð er í miklu uppáhaldi en ég kynntist grænmetisfæði þegar ég bjó á Indlandi. Suðurindverskur heimilsmatur er það besta sem ég veit. Hrísgrjón, dal og chili í öll mál. Verstu mistök sem þú hefur gert í eldhúsinu? Ég reyndi að búa til heita avókadósúpu eftir uppskrift frá Trinidad & Tobago. Hún var alveg ótrúlega viðbjóðsleg. Hefur þú uppgötvað einhverja snilld í matseld nýlega? Já, ég var að læra að
28 VIKAN
Fullt nafn: Harpa Stefánsdóttir. Maki: Ármann Gunnarsson. Börn: Engin. Ertu A- eða B-manneskja? B-manneskja. Hvað færðu þér á pizzu? Sveppi, þistilhjörtu og jalapenos. Uppáhaldsmatreiðsluþættir? A cook abroad og Cooked. Bloggsíða: Eldhúsatlasinn.is.
baka fullkomin pítubrauð með því að nota undirskál af blómapotti. Það er svolítil vinna en ég mun aldrei kaupa pítubrauð úr búð framar. Hefur þú ræktað krydd- og/eða matjurtir? Ég er með grænkál, salat, sellerí, vorlauk og kryddjurtir í garðinum. Hver er stærsta áskorun sem þú hefur mætt í eldamennsku? Stærsta áskorunin var að hætta að borða kjöt og þurfa að
hugsa alla eldamennsku upp á nýtt. En það var svo sannarlega skemmtileg og spennandi áskorun. Eitthvað sem þú vilt segja um uppskriftina? Ég legg mikla áherslu á að nota eingöngu egg frá hænum sem fá að njóta útiveru og lifa lífinu lifandi. Frekar sleppi ég eggjum en að nota egg frá búrhænum eða innilokuðum hænum.
Frijoles negros
Kúbverskar svartar baunir 300 g svartar baunir 4 bollar vatn 1-2 grænar paprikur stór laukur 2-3 hvítlauksrif 1 tsk. cumin 1 tsk. óreganó 1 ½ msk. rauðvínsedik ¾ bolli rauðvín 1-2 tsk. sykur 1 lárviðarlauf 2-3 msk. ólífuolía salt og svartur pipar eftir smekk Leggið baunirnar í bleyti yfir nótt eða samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Hellið vatninu af og setjið baunirnar í pott. Setjið 4 bolla af nýju vatni og 1 msk. af ólífuolíu. Látið suðuna koma upp. Lækkið hitann, setjið lokið yfir og látið baunirnar
sjóða þar til þær verða meyrar, eða í um það bil klukkustund. Það er mikilvægt að salta baunirnar ekki á þessu stigi og það má ekki hella vatninu af baununum. Saxið niður laukinn og paprikuna og steikið í ólífuolíu. Bætið við hvítlauk, salti og pipar eftir smekk og steikið í 1-2 mínútur í viðbót. Hellið baununum (með suðuvatninu) út á pönnuna og bætið rauðvíni, ediki, lárviðarlaufi, cumin og óreganó saman við. Setjið lok yfir og leyfið réttinum að krauma í 20 mínútur og hrærið í af og til. Fjarlægið lárviðarlaufið. Takið ½ bolla af baunum og búið til þykkt mauk, til dæmis með töfrasprota eða mortéli, og bætið aftur út í réttinn. Þá verður hann þykkari og betri. Bætið við 1-2 tsk. af sykri og meira salti og pipar eftir smekk. Takið pönnuna af hellunni, dreifið einni msk. af ólífuolíu yfir réttinn, setjið lokið á og látið standa í 10 mínútur. Berið fram með hrísgrjónum, fullt af límónusafa, ferskum kóríander, söxuðum lauk, avókadó og tortilla-flögum.
VIKAN 29
Matargæðingur Muhammara
Sýrlensk ídýfa úr grilluðum paprikum og valhnetum 3 rauðar paprikur 50 g valhnetur 1 dl góð brauðmylsna, mæli með heimagerðri eða einhverri gæðabrauðmylsnu 1-2 hvítlauksgeirar 1 msk. sítrónusafi 2 tsk. granateplasíróp, fæst í Istanbul Market í Ármúla ½ tsk. cumin (má sleppa) ½ tsk chili-flögur 2 msk. ólífuolía salt eftir smekk
Byrjið á því að hita ofninn í 200°C. Ristið valhneturnar létt í ofninum en varist að láta þær dökkna mikið. Nuddið hýðið af þeim með viskustykki. Þannig losnið þið við beiskjuna í hnetunum. Hitið því næst grillið í ofninum og grillið paprikurnar. Setjið öll innihaldsefnin í matvinnsuvél eða blandara og maukið vel og vandlega. Smakkið til með sítrónusafa, hvítlauk, salti og kryddi. Skreytið með granateplakjörnum, ristuðum hnetum og steinselju og berið fram með góðu brauði.
Crostini alla caprese
Ítalskar snittur með íslenskum heirloom-tómötum súrdeigsnittubrauð mozzarella-kúla íslenskir heirloom-tómatar, eða aðrir smátómatar fersk basilíka góð ólífuolía hvítlauksrif salt og pipar Skerið brauðið í þunnar sneiðar og grillið á grillpönnu eða í ofni þar til brauðið verður stökkt. Nuddið hvítlauk á brauðneiðarnar og dreypið á þær ólífuolíu. Skerið niður tómata og mozzarella og bragðbætið með salti, pipar og ólífuolíu. Skerið niður ferska basilíku. Þá á bara eftir að raða salatinu fallega á snitturnar.
Sabich-salat frá Ísrael
Magn í uppskriftinni fer eftir smekk og þörfum, uppskriftin er í raun bara samsetningin. Í salatinu eiga að vera tvær dressingar. Uppskriftirnar hér að neðan gefa meira magn en þarf í eitt salat, en þær geymast í um tvær vikur í ísskáp. sneiðar. Stráið salti á sneiðarnar og pressið úr þeim vökvann í um það bil klukkustund, til dæmis steiktar eggaldinsneiðar með því að leggja viskustykki yfir og svo bretti soðnar kartöflur og þungan pott ofan á það. Þetta er gert til þess harðsoðin egg, frá lausagönguhænum að ná vökva og beiskju úr grænmetinu. Steikið léttsýrt rauðkál eggaldinsneiðarnar því næst í mikilli ólífuolíu granateplakjarnar eða mangó-chutney þar til þær verða gullinbrúnar, fallegar og mjúkar í gegn. Leggið sneiðarnar á hreint viskustykki eða eldhúspappír til að losna við umframolíuna. Palestínskt salat Raðið innihaldsefnunum fallega á disk, setjið gúrka dressingarnar yfir salatið og skreytið með tómatar granateplakjörnum eða mangó-chutney. steinselja sítrónusafi ólífuolía Tahini-dressing salt Má milda sósuna með því að blanda jógúrt eða kasjúhnetumauki út í hana. Skerið rauðkálið í mjóa strimla, kreistið vel af sítrónusafa yfir og saltið. Leyfið þessu að liggja ½ hvítlaukshaus í sigti í svolitla stund, skolið það svo í örstutta 80 ml ferskur sítrónusafi stund með köldu vatni og leggið til hliðar. Útbúið ½ bolli ljóst tahini palestínska salatið: Fræhreinsið tómata og ¼ tsk. cumin-duft og smávegis cayenne-pipar gúrkur, í jöfnum hlutföllum, og skerið í litla bita. kalt vatn Fínsaxið fullt af steinselju. Blandið öllu saman salt eftir smekk með skvettu af ólífuolíu og sítrónusafa. Saltið svo eftir smekk. Sjóðið kartöflur, skerið í sneiðar Takið hvíta hýðið utan af hvítlauknum en afhýðið og saltið. Sjóðið egg og skerið í tvennt eða ekki sjálf hvítlauksrifin. Setjið hvítlauksrifin, fernt. Byrjið á því að skera eggaldin í um 1½ cm
30 VIKAN
sítrónusafann og salt í blandara. Blandið þar til verður úr þykkt mauk. Setjið maukið í fínt sigti yfir stóra skál og þrýstið sem mestum vökva í gegnum sigtið. Bætið tahini, cumin og cayenne út í sítrónu/hvítlauksblönduna og pískið vel saman. Þegar sósan fer að þykkna er gott að bæta við nokkrum matskeiðum af köldu vatni í einu og píska saman þar til sósan verður létt og silkimjúk. Saltið svo eftir smekk. Zhug Jemensk kóríanderdressing. 2 búnt af ferskum kóríander (stilkarnir líka) 4-6 græn chili-aldin, færri eða fleiri, fræhreinsa eða ekki, fer allt eftir smekk 2-3 msk. ólífuolía 2 msk. sítrónusafi smávegis cumin-duft tvö hvítlauksrif salt eftir smekk, ég nota u.þ.b. teskeið Saxið innihaldsefnin gróflega og setjið svo í matvinnsluvél eða blandara. Athugið að kóríanderstilkarnir fara með. Blandið vel svo úr verði fíngert mauk. Bætið við örlitlu vatni ef þarf. Bara einni teskeið í einu svo maukið verði ekki of þunnt. Smakkið til með salti, sítrónusafa, hvítlauk og cumin.
VIKAN 31
María Björk og Sara Dögg.
María Björk Einarsdóttir er Miss Maybelline Í Miss Universe-keppninni sem fram fór þann 12. september síðastliðinn hlaut Hildur María titilinn Miss Universe Iceland. En fleiri keppendur hlutu titla. Meðal annars var það í höndum Söru Daggar Johansen, annars eigenda Reykjavík Makeup School og Maybelline á Íslandi, að velja hver myndi hreppa Miss Maybelline-titilinn. Það var María Björk en að auki bar hún fyrir titilinn Miss Capital Region í keppninni. Erna Hrund, vörumerkjastjóri Maybelline, og Sara Dögg, annar eigenda Reykjavík Makeup School, í skýjunum með Maríu Björk nýkrýnda Miss Maybelline.
32 VIKAN
Karen Ýr, Harpa og Stebba Sól, förðunarfræðingar frá Reykjavík Makeup School, voru hluti af teyminu sem sá um förðun keppenda.
Kynning María Björk Einarsdóttir, Miss Maybelline.
Nýju Master Strobing Stick highlighterarnir frá Maybelline eru væntanlegir hingað til Íslands á næstu vikum. það er alltaf tími fyrir myndatökur!
Sóley Auður, Miss Garðabær, búin í förðun.
Karen Ýr fullkomnar hér augnförðun Árnýar sem tók þátt í keppninni.
M
aybelline var einn af styrktaraðilum keppninnar í ár en allar stelpurnar voru farðaðar með vörum frá Maybelline í keppninni sjálfri og í undirbúningi hennar. Förðunarfræðingar frá Reykjavík Makeup School sáu um förðunina á keppendunum en Sara Dögg hannaði förðunina og fór fyrir þessu glæsilega teymi. María Björk fékk að sjálfsögðu veglega gjöf frá Maybelline sem innihélt meðal annars allar nýjungar frá Maybelline sem væntanlegar eru í sölu á Íslandi á næstu vikum. Hún fær líka einkakennslu í förðun hjá Söru Dögg auk þess að sitja fyrir í myndatökum fyrir Maybelline á Íslandi næsta árið.
María Björk glæsileg eftir Maybelline-förðunina og hárgreiðslan flott sem nemendur úr Hárakademíunni sáu um með vörum frá Label M.
Sara Linneth förðunarfræðingur fullkomnar förðunina með Master Strobing Stick.
VIKAN 33
Skyggnigáfan
jafneðlileg og að sjá í lit Leikkonan og miðillinn Anna Birta Tryggvadóttir stendur á landamærum tveggja heima í margvíslegum skilningi. Hún skiptir tíma sínum milli Íslands og Grikklands, ólíkra menningarheima, en að auki opnaðist henni á unglingsárum sýn inn í handanheima og skyggnigáfan hefur magnast síðan. Anna Birta var nýlega í viðtali við gríska Marie Claire og lýsti upplifun sinni og nú gerir hún það sama fyrir lesendur Vikunnar. Texti: Íris Hauksdóttir Myndir: Heiða Helgadóttir Förðun: Nenita Margret Antonio Aguilar Kjóll: Kjartan Ágúst Pálson
34 VIKAN
„Ég fæ að sjá, eða upplifa, ef leynist mein í fólki og stundum einfaldlega ef það vantar eitthvert vítamín. Sömuleiðis veit ég hvort blóðsykurinn er í ójafnvægi eða hvort kona er með egglos eða ófrísk.“ VIKAN 35
„Að mínu mati er enginn maður æðri öðrum og ég tel að allir guðir spegli sama guðinn, það er að segja skynjun mannsins á honum í ólíkum menningarsamfélögum á þeim tíma sem þau urðu til.“
36 VIKAN
A
nna Birta telur að allir búi yfir skynjunarkrafti og þótt skyggnigáfan hafi ekki alltaf verið henni til ánægju hefur hún tekið þá ákvörðun að vinna með hana fremur en að hafna henni. „Ég held að það vakni enginn og hugsi í dag er frábær dagur til að verða miðill. Ég held að það séu allir með þessa skynjun í kerfinu hjá sér en rétt eins og botnlanginn er í okkur öllum en springur hjá sumum þá sprakk þessi skyggniskynjun út hjá mér eins og fleirum. Í mínu tilfelli gerðist það í kringum unglingsárin og eftir fæðingu dóttur minnar jókst hún til muna. Til að byrja með fannst mér þetta óþægilegt en þegar ég lærði á þennan vöðva fannst mér þetta jafneðlilegt og að sjá í lit,“ segir Anna Birta sem í dag starfar líka á læknastofu í Aþenu. „Ég hugsa að samfélagið eigi erfitt með þetta starfsheiti vegna þess að þegar fólk hugsar um miðla tengir það hugsunina ósjálfrátt við trúarbrögð. Ég vil meina að þessi eiginleiki sem við köllum miðilsgáfu eða skyggni sé algjörlega óháð trúarbrögðum. Ég trúi að efnið sem knýr umheiminn áfram búi innra með hverri manneskju og að við séum öll með vitund og hún sé hluti af hugmyndum okkar um guð. Ef hver og einn einstaklingur áttaði sig á hve ótakmarkaðir eiginleikar hans eru ættum við mun auðveldara með að lifa í sátt og samlyndi.“
Sér bak við orkumúrinn
Anna Birta tekur sér málhvíld en heldur svo áfram. „Þegar ég tala um miðilsgáfuna finnst mér ég oft vera að segja að jörðin sé kringlótt og margt fólk svari: „Nei, hún er flöt.“ Ég vil meina að skyggni sé hluti af greind sem hefur enn ekki verið kortlögð. Ef ég væri sú eina í heiminum sem segðist sjá og skynja fyndist mér mjög eðlilegt að fólk ranghvolfdi augunum. En þessi eiginleiki er virkur hjá mörgum. En vegna þess að við miðlar sjáum á bak við eða fram hjá orkumúrunum sem ramma inn hversdagsskynjun okkar þá fara margir í kerfi. Eðlilega, vegna þess að okkur er sagt að trúa því sem við sjáum og getum þreifað á en ef þú ert innan um einstaklinga sem sjá handan þessa skipulagða raunheims af hverju ekki að kanna það sem þeir sjá? Mér finnst mjög áhugavert að ræða þessi mál af því að þetta er minn raunveruleiki og ég þekki fullt af miðlum og spámiðlum sem sjá rétt eins og ég. Þetta er langt því frá að vera sagan af Palla sem var einn í heiminum. Umræðan er hins vegar stundum svolítið á þeim nótum. Ég vil meina að skyggni sé í genum. Að skyggnt fólk hafi aukna skynjun. Rétt eins og sumir fæðast með
einstakar stærðfræðigáfur eða límminni þá er þetta hæfileiki sem sumir eiga greiðari aðgang að. Ég trúi því að eitthvað í líkama mínum skynji meira en venjulegt þykir. Ég hef sent fólk til læknis og það hefur fengið rétta greiningu. Ég fæ að sjá, eða upplifa, ef leynist mein í fólki og stundum einfaldlega ef það vantar eitthvert vítamín. Sömuleiðis veit ég hvort blóðsykurinn er í ójafnvægi eða hvort kona er með egglos eða ófrísk. Það hefur ekkert að gera með handanheima og þessi eiginleiki kemur mér alltaf jafnmikið á óvart. Ég líki þessu stundum við Internetið, það er alls staðar, þú sérð það ekki en það er þarna og „router-inn“ er millistykkið. Eitthvað í kerfinu hjá mér virkar eins og router og ég næ tengingu. Miðilseiginleiki minn les líkamsminni einstaklinga og við vinnum úr gömlum áföllum. Stundum finnst mér þetta eins og að ég sjái áfalla-öpp í líkömum skjólstæðinga minna og við eyðum þeim
„Til að byrja með fannst mér þetta óþægilegt en þegar ég lærði á þennan vöðva fannst mér þetta jafneðlilegt og að sjá í lit.“
í sameningu. Miðilstíminn snýst ekki bara um handanheimafólk. En ég held að miðlar séu í raun skeptískari en þeir sem ekki sjá, fólk gleymir því. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort ég myndi trúa á miðla ef ég væri sjálf ekki skyggn. Ég þurfti langan tíma til að trúa og treysta á þetta óhefðbundna upplýsingaflæði. En það gerðist með tímanum. Ég segi einfaldlega frá því sem ég skynja og upplýsingarnar reynast réttar.“
Annað viðhorf til miðla í Grikklandi
Líffræðilegur faðir Önnu Birtu, Tryggvi Ingason dó áður en hún fæddist en móðir hennar, Ingibjörg Ingadóttir, kynntist uppeldisföður Önnu Birtu, Antonis Lionaraki, þegar þau voru bæði við nám í Guildford í Bretlandi. Þau giftust fljótt og eignuðust saman tvö börn. „Ég ólst upp í Grikklandi til átta ára aldurs en flutti heim þegar foreldrar mínir skildu. Ég hef alltaf upplifað mig gríska, enda átti ég yndislega barnæsku. Í garðinum okkar í Xanthippou voru bæði f íkju- og sítrónutré, þar lék ég mér með skjaldbökur og kanínur sem hlupu frjálsar um garðinn okkar. Foreldrar mínir eru mjög músíkalskir og ég ólst upp við mikla tónlist, hita og gleði. Gríski afi
minn, Manolis, var herforingi og mikill vinur minn. Hann kenndi mér margt. Grikkland er einstakt land og fólkið þar yndislegt. Mér eru minnistæð orð grísku leikkonunnar Melinu Mercouri sem sagðist hafa fæðst grísk og muni sömuleiðis deyja grísk, en hún sagði þetta eftir að gríska herforingjastjórnin meinaði henni að koma til landsins vegna pólítiskra skoðana hennar. Ég hins vegar fæddist íslensk en mun deyja grísk.“ Nostalgían eftir litum, umhverfi og ofar öllu fjölskyldunni kallaði Önnu Birtu aftur heim til Grikklands eftir að hafa lokið stúdentsprófi héðan frá Íslandi. Hún lagði stund á leiklist í Aþenu og segir tímann hafa verið yndislegan. „Eftir útskrift vann ég sem leikkona þar í borg og bjó til tuttugu og sjö ára aldurs eða þangað til yndislega dóttir mín bankaði óvænt upp á. Eftir fæðingu hennar jókst skyggnigáfan til muna og var á endanum orðin óþægilega fyrirferðarmikil, svo mikil að ég vildi láta loka á hana. Ég sótti í kjölfarið fund til Bíbíar miðils sem benti mér góðfúslega á að vinna frekar með þetta í stað þess að afneita og ég fór að hennar ráðum, miklu meira af forvitni en öðru. Meðan ég var við nám í leiklistarskólanum og fór út á lífið með vinum mínum kom þessi eiginleiki upp eins og nokkurs konar partítrikk en vitað er að ef miðlar fá sér í glas losnar um ákveðnar hömlur, efi okkar minnkar til muna. Í mínu tilfelli jókst næmnin og ég upplýsti fólkið í kringum mig nákvæmlega um hvað ég sá og skynjaði í kringum það, meira í gríni en alvöru, enda var ekkert meira fjarri mér en að vinna nokkurn tímann sem miðill, það hafði mér aldrei dottið til hugar né fundist áhugavert. Okkur bekkjarfélögunum fannst þetta öllum rosalega skemmtilegt og ég varð alltaf jafnhissa þegar upplýsingarnar reyndust réttar en ég tók þetta aldrei alvarlega.“ Anna Birta segir annars konar viðhorf til miðla í Grikklandi en hér á landi. Muninn segist hún rekja til mismunandi trúarbragða. „Grikkir eru upp til hópa mjög trúaðir. Þeir eru orthodox-trúar og hafa yfirhöfuð annað viðhorf til kirkjunnar. Það er þó meira samfélagslegt því fólk giftir sig i kirkju og lætur skíra börnin sín frekar út af hefðum en trúarsannfæringu. Trúað fólk á þess vegna upp til hópa mun auðveldara með að opna huga sinn gagnvart því að látnir ættingjar séu einhvers staðar meðan sá trúlausi hefur ekki endilega búið sér til rými eða flöt fyrir aðra orkuvídd. Ég upplifi að fólk sjái bara tvennt í stöðunni, líf eftir dauðann samkvæmt trúarbrögðum eða ekki neitt. Mín skoðun er hins vegar sú að þá verði óumflýjanleg umbreyting innra efnis okkar, eða sálarinnar, óháð hugmynd
VIKAN 37
„Ég treysti því sem ég skynja og ég er full lotningar gagnvart því sem mér er sýnt. Þeir einstaklingar sem koma til mín eru gjafirnar mínar því þótt þeir sjái ekki það sem ég sé þá staðfesta þeir það sem ég ber á milli yfir filmuna sem aðskilur heimana tvo og svo treysti ég í æðruleysi því sem ég heyri því tíminn virðist ætla að leiða allt í ljós.“
okkar um hvað gerist eftir síðasta andardrátt líkamans. Orka eyðist ekki“
Trúarbrögð orðin að samfélagsslysi
Sjálf var Anna Birta trúlaus áður en skyggnigáfan fór að taka pláss í lífi hennar. Í dag segist hún vera trúlaus í hefðbundnum skilningi flestra. „Ég trúi ekki á trúarbrögð en ég trúi á vitund mannsins sem ég vil meina að sé brot af hinni eiginlegu vitund alls. Jafnframt því trúi ég að sú vitund sé til í stærri skilningi orðsins, eða einhvers konar alvitund. Ég vil meina að enginn munur sé á efninu í hverjum manni. Það er enginn heilagari en annar. Jesús, Múhameð og Búdda skynjuðu sinn eigin mikilfengleika og töluðu um sína innri uppljómun. Þannig urðu þeir óvart forsprakkar trúarbragða. Ég vil meina að guð sé í öllum. Uppljómunin felst svo í að skynja hina ótakmörkuðu vitund og kærleikann í sjálfum sér og síðan í næsta manni.“ Anna Birta segir að trúarbrögð samtímans séu sífellt að verða að meira og meira samfélagsslysi þó að margt í kjarna þeirra hafi byrjað með fallegri hugsjón manna og viðleitni til að virkja náungakærleikann. „Með því að afgirða eða takmarka mennskuna í fólki verða til óheppileg samfélagsmynstur, svo líður tíminn og maðurinn breytist og beltið í kringum maga trúarbragðanna springur því maðurinn hefur skipt um skoðun og það getur varla talist synd. Ég er ekki að segja að það eigi að eyða trúarbrögðum en það þarf að uppfæra trúarleg viðmið, boðin og bönnin, til að draga úr þessari stöðugu sundrung því kannski hefur guð breyst síðustu 2000 árin. Hann er kannski bara meðvitundin í hverjum manni á sama tíma og hún er alls staðar. Að mínu
38 VIKAN
mati er enginn maður æðri öðrum og ég tel að allir guðir spegli sama guðinn, það er að segja skynjun mannsins á honum í ólíkum menningarsamfélögum á þeim tíma sem þeir urðu til.“
Full þakklætis og auðmýktar
Þótt Anna Birta hafi í fyrstu viljað loka fyrir skyggnigáfuna hefur hún sömuleiðs opnað henni ótal dyr og gefið henni mikið. „Í starfi mínu hef ég kynnst svo mörgu frábæru fólki og það hefur ýtt undir trú mína á fegurðina í hverjum manni og styrk hans til að komast í gegnum erfðleika lífsins. Ég er full auðmýktar gagnvart hverjum og einum sem kemur til mín og finn stöðugt fyrir þakklæti. Lífið er fullt af ævintýrum og nú síðast hafði blaðamaður frá grísku útgáfu tímaritsins Marie Claire samband við mig og vildi fræðast um starf mitt. Viðtalið birtist fyrir stuttu og ég hafði afskaplega gaman af því að upplifa þetta. Þannig hefur vinna mín fært mér ótal skemmtileg tækifæri og allt í einu er ég komin með skrifstofu og farin að vinna sem miðill á læknastofu í Aþenu.“ Anna Birta segist stundum upplifa sig líkt og Lísu í Undralandi þegar hún fór í gegnum spegilinn og henni opnuðust dyr að einstöku völdunarhúsi. „Ég finn leiðina inn og sé annarskonar raunveruleika en þegar ég reyni að sýna öðrum hann verður hann ósýnilegur og allt handan tilveru okkar. Ég treysti því sem ég skynja og ég er full lotningar gagnvart því sem mér er sýnt. Þeir einstaklingar sem koma til mín eru gjafirnar mínar því þótt þeir sjái ekki það sem ég sé þá staðfesta þeir það sem ég ber á milli yfir filmuna sem aðskilur heimana tvo og svo treysti ég í æðruleysi því sem ég heyri því tíminn
virðist ætla að leiða allt í ljós.“ Fyrir rúmu ári varð mikil umfjöllun um starf Önnu Birtu í kjölfar þess að útvarpsþátturinn Harmageddon fjallaði um hana. Hvernig upplifðir þú þetta? „Það kom mér mikið á óvart hversu margir hafa takmarkaða trú á miðlum þar sem þetta er hversdagsraunveruleiki minn fannst mér ekkert athugavert að segja í sjónvarpsviðtali að ég sæi dáið fólk. Í raun var þetta fjaðrafok mér til mikillar gæfu því mér bauðst útgáfusamningur í kjölfarið og ákvað að nýta mér það til að útskýra eins vel og ég get hvað um ræðir. Vonandi nær það að auka skilning fólks. Við miðlar erum svolítið eins og X-men flokkurinn. Höfum einstaka skynjunarhæfileika og fólk leitar til okkar vegna þess að það hefur heyrt okkar getið og fundið þögn hjá okkur. Það er ekki eins og við höngum utan við kirkjur eftir jarðarfarir í leit að kúnnum. Í dag bý ég með dóttur minni í Vesturbænum en heimsæki Aþenu oft, vegna þess að ég vinn mikið þar. Ég lifi því meiriháttar ævintýralífi en ég starfa sömuleiðis sem jógakennari. Ég reyni eftir fremsta megni að hlaupa, synda eða dansa alla daga. Ég nýt þess að skapa og lifa alla daga til fulls. Líf mitt snýst þó aðallega um fallegu dóttur mína. Næst á dagskrá er svo að fá hinn frábæra töfralækni Roel Fredrix til landsins í byrjun október. Hann er hollenskur heilari og alveg hreint út sagt magnaður. Við ætlum að sameina krafta okkar með jóga, heilun og skyggni. Fyrir áhugasama má benda á síðuna mína, annabirta.com. Mín upplifun á starfinu er að það veitir fólki vellíðan og mér um leið mikla gleði,“ segir hún að lokum.
Kritík
Amerískur gúmmídraumur
Vetrardagskrá Þjóðleikhússins hófst með eymd og volæði þegar hin þjóðþekkta skáldsaga Einars Kárasonar Djöflaeyjan var frumsýnd fyrir skömmu. Leikgerðin er unnin af leikstjóra sýningarinnar Atla Rafni Sigurðarsyni ásamt dramatúrgnum Melkorku Teklu Ólafsdóttur og leikhópnum öllum.
Texti: Íris Hauksdóttir
S
ýningin er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og Baltasars Kormáks sem lék titilhlutverkið í samnefndri kvikmynd fyrir sléttum tveimur áratugum síðan. Vegna anna varð Baltasar frá að hverfa og tók Atli Rafn því við keflinu. Sterkasti hluti sýningarinnar er að mínu mati leikmynd Vytautas Narbutas sem er braggi á hvolfi. Bragginn breytist svo í krá og miðbæjargötu eftir hentisemi og táknar að mínu mati aðalpersónu verksins, ömmueftirlætið hann Badda sem leikinn er af Þóri Sæmundssyni. Baddi er rótlaus og reynir að flýja nöturleg heimkynni sín til Ameríku. Þaðan snýr hann svo aftur, tilgerðarlegur töffaraskapurinn uppmálaður, enda tilheyrði hann ekki samfélagi Ameríkana þrátt fyrir að hafa reynt sitt besta. Þórir túlkaði Badda á undarlegan hátt og atgervið ekki í líkingu við þann töffara sem persónan stendur fyrir. Ekki var heldur að sjá að nokkur innan fjölskyldunnar óttaðist hann, eins og lög gera ráð fyrir, þar sem hann silaðist um sviðið og lét sig síga ofan í næsta stól fullur af sjálfsvorkunn og hatri. Af örlögum Badda undanskildum er rauður þráður skáldsögunnar saga
40 VIKAN
ættmóðurinnar Karólínu spákonu og stórfjölskyldu hennar en í leikgerðinni fá barnabörn hennar aukið vægi. Það er erfitt að endurskapa þá Karólínu sem Sigurveig Jónsdóttir túlkaði svo eftirminnilega í kvikmyndinni og að mínu mati fór Guðrún Gísladóttir fyrirsjáanlega leið í leik sínum. Ég hefði viljað sjá hana taka meira pláss á sviðinu þar sem hún tekur sífellt við fleiri lausaleikskrógum kanamellunnar, dóttur
„Þrátt fyrir að fjalla um sorg og dauða keyrir leikhópurinn sýninguna áfram á húmor og gleði sem var þakklát leið.“ sinnar. Eggert Þorleifsson er alltaf frábær þrátt fyrir einsleitan leikstíl. Fyrirvinnan og fjölskyldufaðirinn Tommi var sannarlega kómískur og stóð fyrir sínu. Í lok sýningarinnar stendur hann jafnframt uppi sem sigurvegari, þegar bragginn er loksins rifinn.
Húmor og gleði í fyrirrúmi
Þrátt fyrir að fjalla um sorg og dauða keyrir leikhópurinn sýninguna áfram
á húmor og gleði sem var góð leið. Sjálf hefði ég þó viljað skynja frekari tímaramma því í flestum atriðum var um að ræða eftirstríðsárin en í öðrum var eins og samtíminn hefði heilsað. Þetta kom best fram í tónlistinni sem var fallega útfærð af Memfismaf íunni. Snæfríður Ingvarsdóttir fór með hlutverk Gerðar og lýsti upp sviðið þrátt fyrir að segja fátt. Hana virtist skorta sjálfstæðan vilja þegar kom að baráttu bræðranna um aðdáun hennar og ferðast á milli þeirra eins og viljalaust verkfæri en söng engu að síður eins og engill. Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Guðjón Karlsson áttu óumdeilanlega besta atriði sýningarinnar í kostulegu söngatriði en Edda Björg Eyjólfsdóttir var jafnframt stórf ín sem móðirin Gógó. Baltasar Breki Samper fór vel með viðkvæmt hlutverk Grjóna en gaman hefði verið að sjá hann í titilhlutverki sýningarinnar. Hallgrímur Ólafsson smellpassaði í hlutverk hins kúgaða heimilisföður og Arnmundur Ernst Backman var einlægur sem hinn undirgefni bróðir Danni en óx í stóra stjörnu og fékk að lokum uppreisn æru gegn valdasjúkum bróður sínum. Búningar Filippíu Elísdóttur, lýsing Halldórs Óskarssonar og sviðshreyfingar Margrétar Bjarnadóttur voru til fyrirmyndar. Flestir leikaranna stóðu sig með mikilli prýði og það er vel þess virði að berja sýninguna augum.
2X
HRAÐVIRKARI en venjulegar Panodil töflur*
Prófaðu Panodil® Zapp Verkjastillandi og hitalækkandi
* Grattan T.et al., A five way crossover human volunteer study to compare the pharmacokinetics of paracetamol following oral administration of two commercially available paracetamol tablets and three development tablets containing paracetamol in combination with sodium bicarbonate or calcium carbonate European Journal of pharmaceutics and Biopharmaceutics 2000;49 (3). 225‑229. Panodil® Zapp filmuhúðaðar töflur. Inniheldur 500 mg af parasetamóli. Ábendingar: Vægir verkir. Hitalækkandi. Skammtar: Fullorðnir og börn eldri en 12 ára (40 kg): 1 g 3‑4 sinnum á sólarhring, að hámarki 4 g á sólarhring. Í sumum tilvikum geta 500 mg 3‑4 sinnum á sólarhring verið nægileg. Frábendingar: Verulega skert lifrarstarfsemi. Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna. Ef þú tekur annað lyf samtímis sem einnig inniheldur parasetamól er hætta á ofskömmtun. Stærri skammtar en ráðlagðir eru geta valdið lífshættulegum eiturverkunum. Ef grunur er um ofskömmtun skal tafarlaust leita læknis. Leitið ráða hjá lækninum áður en Panodil Zapp er notað, ef þú ert með háan hita, einkenni um sýkingu (t.d. hálsbólgu) eða ef verkirnir vara lengur en í 3 daga, ef þú ert með skerta lifrar‑ eða nýrnastarfsemi, næringarástand þitt er slæmt, t.d. vegna áfengismisnotkunar, lystarleysis eða vannæringar. Þú þarft hugsanlega að taka minni skammta þar sem lifrin gæti annars orðið fyrir skemmdum. Ef þú tekur mörg mismunandi verkjastillandi lyf samtímis í langan tíma getur þú fengið nýrnaskemmdir og hætta verið á nýrnabilun. Ef þú tekur Panodil Zapp við höfuðverk í langan tíma getur höfuðverkurinn orðið verri og tíðari. Hafðu samband við lækni ef þú færð tíð eða dagleg höfuðverkjaköst. Láttu alltaf vita að þú sért á meðferð með Panodil Zapp þegar teknar eru blóð‑ eða þvagprufur. Það getur skipt máli varðandi rannsóknaniðurstöðurnar. Almennt getur venjubundin notkun verkjalyfja, sérstaklega ásamt öðrum verkjastillandi lyfjum, leitt til viðvarandi nýrnaskemmda og hættu á nýrnabilun (nýrnakvilla af völdum verkjalyfja). Panodil Zapp inniheldur 173 mg af natríum (7,5 mmól) í hverri töflu. Taka skal tillit til þess hjá sjúklingum sem eru á natríum‑ eða saltskertu fæði. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með hjartabilun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi: GlaxoSmithKline Consumer Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.
Panodil-Zapp-Red button_A4-ICE.indd 1
23/02/16 09:21
Skartgripahönnuðurinn Ambur Marie Whipple.
Heillaðist af náttúru Íslands Skartgripahönnuðurinn Ambur Marie Whipple fann sterka tengingu við Ísland þegar hún kynntist landinu fyrir nokkrum árum. Hönnun hennar ber þess merki að hún er af indíánaættum og nýlega bætti hún við gripum sem hafa íslenskan blæ og lét mynda þá með hérlendum fyrirsætum í íslenskri náttúru. Texti: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir Myndir: Ólafur Harðarson Förðun og stílisering: Hildur Líf og Þorkatla Inga Fatnaður: Lindex og Vero Moda Mynd af Ambur: Christina McLauchin
A
Isla-eyrnalokkar, gullhúðaðir með hráum demanti.
42 VIKAN
mbur hannar undir nafninu Ambur Marie Jewelry og byrjaði að hanna með ömmu sinni sem vann mikið með orkusteina og silfur. Þær eru af indíánaættum og fengu innblástur úr fornum stíl ættbálka sinna. Ambur lærði síðar hjá vini sínum sem kenndi henni meðal annars að vinna með gull og silfur. Hennar helsti efniviður eru hágæða orkusteinar, perlur, gull, silfur og hráir demantar. Hún bætir reglulega
við þekkingu sína og kemur inn með alls kyns nýjungar. „Hún býr í Kaliforníu en finnur fyrir sterkri tengingu við Ísland, finnur þar orku, frið og heilun. Eftir að hún kynntist landinu fyrir nokkrum árum var hún staðráðin í að hanna gripi með íslenskum blæ. Sum verkanna hafa verið í vinnsu í yfir tvö ár,“ segir Hildur Líf Higgins en í vor hafði Ambur samband við hana og Þorkötlu Ingu Karlsdóttur og leitaði eftir samstarfi varðandi nýjar auglýsingar. Úr varð að þær
VIKAN 43
Tundra-armbandið er hannað úr sjaldgæfum aqua moss-orkusteinum og silfri. Innblásturinn fékk Ambur frá Vatnajökli.
stíliseruðu myndatöku á skartinu með fyrirsætum í íslenskri náttúru. „Við réðum til okkar yndislegt fólk, ljósmyndarann Ólaf Harðarson, fyrirsætuna Loubna Idrisi og leikkonuna, fyrirsætuna og töfrakonuna Huldu Lind Kristins sem komst nýlega á samning í London svo það eru spennandi tímar fram undan hjá henni,“ segir Hildur sem einnig sat fyrir á nokkrum myndanna. Hildur er búsett í Bandaríkjunum en hún er silfursmiður, stílisti og förðunarfræðingur
44 VIKAN
í fæðingarorlofi og nýráðin sem stílisti hjá AMJ. Þorkatla býr á Íslandi og er skartgripa- og silfursmiður, stílisti og förðunarfræðingur. „Ambur hefur ætíð borið virðingu fyrir náttúrunni, mönnum og dýrum. Hún er vegan og notast við vegan-leður og efniviðurinn er „cruelty free“. Hún gefur reglulega stóran hluta ágóðans af öllu skarti til góðgerðarmála og er iðin við að fara á góðgerðarsamkomur. Hún heldur sig alveg frá glamúrnum í LA og er hálfgerður hippi. Hún dásamar Ísland
mikið og vill koma því til skila til okkar Íslendinga að vernda ætíð og koma vel fram við landið okkar, sumt fáum við ekki til baka. Náttúruvernd skili sér um ókomna tíð. Ísland sé magnaður staður og Íslendingar heppnari en flestar aðrar þjóðir.“ Ambur er núna að hanna línu fyrir þekkta leikkonu í Los Angeles sem hreifst af hráa stílnum hennar. Skartið er til sölu í verslunum víða í Bandaríkjunum og á heimasíðu hönnuðarins amburmariejewelry.com.
Pítsusamkeppni Gestgjafinn, Wewalka og Gott í matinn efna til samkeppni um bestu pitsuna. Skilyrðin eru að nota tilbúið pitsudeig frá Wewalka og ost að eigin vali frá MS.
.1 verðlaun
.2 verðlaun
.3 verðlaun
Gjafabréf frá Icelandair að verðmæti 100.000 kr. Gjafakort frá Hagkaup að verðmæti 50.000 kr. Ostakarfa frá Gott í matinn og 12 mánaða áskrift að Gestgjafanum.
Gjafakort frá Hagkaup að verðmæti 30.000 kr. Ostakarfa frá Gott í matinn og 6 mánaða áskrift að Gestgjafanum.
Gjafakort frá Hagkaup að verðmæti 20.000 kr. Ostakarfa frá Gott í matinn og 3 mánaða áskrift að Gestgjafanum.
Senda þarf inn nákvæma uppskrift ásamt mynd á hanna@birtingur.is fyrir 14. október. Við veljum 6 bestu uppskriftirnar, bökum í eldhúsi Gestgjafans og kjósum í fyrstu 3 sætin. Dómnefndin verður skipuð ritstjórn Gestgjafans og valinkunnum gestadómurum. Gefnar verða einkunnir fyrir bragð, áferð frumleika og útlit. Verðlaunauppskriftirnar verða svo birtar í kökublaði Gestgjafans.
Hugmyndir fyrir heimilið
Fakó, 9.600 kr. Línan, 48.700 kr.
Litir koma og fara en svarthvítt er alltaf í tísku. Undanfarin ár hafa ljós húsgögn mestmegnis verið í tísku en upp á síðkastið hefur dökkur viður og jafnvel svartlökkuð húsgögn komið sterk inn. Þegar fáir litir eru notaðir er enn mikilvægara að leika sér meira með áferð og blanda saman glansandi og möttum munum. ILVA, 13.995 kr.
IKEA, 995 kr.
ILVA, 24.900 kr.
Umsjón: Hildur Friðriksdóttir
IKEA, 79.950 kr.
46 VIKAN
Fakó, 79.000 kr.
Epal, 25.800 kr.
ILVA, 12.995 kr.
IKEA, 6.990 kr.
IKEA, 19.990 kr.
Fakó, 21.900 kr.
Epal, 32.500 kr. IKEA, 895 kr. Fakó, 4.900 kr.
Línan, 32.700 kr.
IKEA, 179.900 kr.
VIKAN 47
„Í mörg ár var ég mjög dugleg við að safna fyrir hana jurtum og í síðasta sinn sem hún gerði kransa þá kenndi hún mér og Söru, barnabarni sínu, handtökin. Það var dýrmæt stund því við vissum ekki þá að kransarnir hennar yrðu ekki fleiri.“
og úr
48 VIKAN
Til kransagerðar þarf Jurtir og annað sem nota á til skreytinga Hring úr hálmi eða greinum Blómavír Garðklippur Vírklippur Glært lakk á spreybrúsa (ef vill)
Skemmtilegra ef kransinn endurspeglar
karakter þess sem gerir hann
Margrét Oddný Leópoldsdóttir hannar og framleiðir heimilisvörur undir merkinu Gola & Glóra. Í septemberbyrjun hélt hún skemmtilegt námskeið í gerð haustkransa í vinnustofu sinni í Íshúsi Hafnarfjarðar. Haustkransar hafa ákveðið tilfinningagildi fyrir henni því hún lærði kransagerðina frá móður sinni sem lést skömmu síðar. Hún segir alla geta gert krans því fegurð þeirra liggur í fegurð náttúrunnar. Hún deilir hér með okkur helstu ráðleggingum og leiðbeiningum við gerð haustkransa.
M
argrét er alin upp í náttúru Borgarfjarðar og þykir því gott að geta fært náttúruna inn á heimilið með fallegum kransi. Móðir hennar, Olga Sigurðardóttir heitin, tók upp þann sið á efri árum að búa til það sem hún kallaði haustkransa til að gefa börnum sínum, vinum og vandamönnum. „Frá miðjum ágúst og
næstu fjórar til sex vikurnar fór hún allra sinna ferða með garðklippur í vasanum og safnaði jurtum í kransa.“ Þegar bakið sveik hana um bogrið tóku ættingjar við söfnunarstarfinu en Olga hélt áfram að gera kransana. „Í mörg ár var ég mjög dugleg við að safna fyrir hana jurtum og í síðasta sinn sem hún gerði kransa þá kenndi hún mér og Söru,
barnabarni sínu, handtökin. Það var dýrmæt stund því við vissum ekki þá að kransarnir hennar yrðu ekki fleiri,“ segir Margrét. Margrét og Sara hafa haldið áfram að gera kransa allar götur síðan. Hún segist ekki fylgja tískustraumum í kransagerð því henni þyki skemmtilegra ef kransinn endurspegli karakter þess sem geri hann. Þegar hún gerir kransa fyrir aðra reynir hún að haga því þannig að stílinn falli að þeirri manneskju. „Það er svo skemmtilegt við kransagerðina að hún afhjúpar persónuleika okkar. Ég er vandvirk, þolinmóð og litaglöð og það endurspeglast í mínum krönsum. Þeir eiginleikar eru samt engan veginn forsendan fyrir því að gera fallegan krans. Það geta allir gert kransa og þeir verða allir fallegir hvort sem maður er handlaginn eða með tíu þumalputta. Fegurðin fellst nefnilega í jurtunum og
VIKAN 49
1
2
Það er hægt að nota alls konar annað hráefni í kransana en búið er að telja upp. Til dæmis köngla, kanilstangir, þurrkaða sítrusávexti í sneiðum, hnetur, trjábörk, fjaðrir, skeljar, borða eða hvað sem er.
3
4
5
6
1. Festið vírinn við kransinn. 2. Búið til pínulitla vendi úr jurtunum. 3. Leggið hvern vönd á kransinn og vefjið vírnum utan um. 4. Það getur verið gott ráð að hafa vendina í byrjun svolítið mislanga til að auðvelda samskeytin í lokin. 5. Stundum þarf að vefja 2-3 hringi til að búntið haldist.
50 VIKAN
6. Raðið þannig hverjum vendinum á fætur öðrum allan hringinn og reynið að fela vírinn jafnóðum. Erfiðast er að enda verkið þar sem maður byrjaði. Ef það myndast dæld í kransinn á samskeytunum er sniðugt að hengja kransinn bara upp á þeim stað með breiðum borða.
þær voru hannaðar til að vera í óreiðu út um allt. Þannig eru þær í náttúrunni og því má kransinn vera svolítið villtur og tættur líka,“ segir hún. Mikilvægasti þátturinn í ferlinu er söfnun jurta, en það þarf að hafa augun opin og vera einnig reiðubúinn til að hugsa út fyrir kassann. Samkvæmt Margréti er hægt að nota hvaða jurtir sem er í kransa – hvort sem það eru fjölær blóm, villtar jurtir eða illgresi. „Þú finnur jurtirnar úti í garði, í Elliðaárdalnum og með fram illa hirtum götum iðnaðarhverfa.“ Valið á plöntunum ræður því hins vegar hversu endingargóður kransinn verður. „Mínir kransar endast fram á vor og jafnvel sumarið líka. Blóm og laufblöð hvers konar endast illa nema þau séu líkari því að vera þykkblöðungar, eins og til dæmis sortulyng, silfurkambur og blöð frúarlykils. Öll barrheld tré og runnar endast vel. Svo er líka sniðugt að nota puntstrá og sölnuð blóm. Það getur verið gaman að nota ýmis konar ber en það er vert að hafa í huga að ef kransinn á að vera úti er líklegt að fuglarnir næli sér í berin nema kransinn sé vel varinn. Hægt er að auka endingu kransins til muna með glæru lakki en ekki lakka kransinn ef fuglarnir komast í hann, við viljum ekki eitra fyrir þessum elskum,“ segir Margrét. Auk þess að vera með eigin vinnustofu rekur Margrét versluna Skúmaskot á Skólavörðustíg ásamt níu frábærum hönnuðum og listamönnum. Þeir sem vilja kynna sér haustkransagerðina eða hönnun Margrétar frekar er bent á vefsíðu hennar, gola.is.
raðu me
pa
um
um
- Sp a r a
p a r a ðu
v l it á ef n
-S ve f num
●
HEImILI
● ●
bláir tónar í vetur
verð 1.995 kr.
7. tbl. 2015 09. tbl. 2016
út
veisla við njálsgötu
sænsk áhrif á HLÝLEGu
●
BJÚTÍ-
SÓLARSVELTI æskuna, erfiðleikana í skólaBÆKURNAR ÍSLENDINGA og það sem gengur á í fitness-heiminum blaaa...SVONA BÆTIR ÞÚ RAUNVERULEGT VINNUANDANN VANDAMÁL 5 690691 050009 5 690691 050009
AnnA BirtA hefur tveggjA heimA sýn
„Skyggnin jafneðlileg og að sjá í lit“
einfaldlega beikon
asísk salöt brauðréttir beikon sætar bökur súrsað Grænmeti
BESTU hörkukvendið opnar sig um
Skart
ambur marie minnir á íSlenSka náttúru
súrt grænmeti
ÁSLAUG ARNA HIKAR EKKI VIÐ AÐ
HRISTA UPP Í HLUTUNUM
Hollt og gott í nestið
f n um - S kúbvErskur baunaréttur
sætar bökur
Ítalskt crostini
Fallegir
litlir bitar í boðið
hauStkranSar
iana bjargaði 450 Stúlkum úr manSali
upplifðu
san francisco
köflótt tÍska 5 690691 160005
5 690691 200008
8. tbl. 8. árg. 2016 Verð 1.895 kr.
Nr. 33 15. sept. 2016 Verð 1.595 kr.
Gerir lífið skemmtilegra! Justin Bieber aleinn í íslenskri sveit
LENGUR SAMAN
Sæmi rokk áttræður
Spurningar um kapphlaupið í geimnum
st markahæ Sjöunda inum! í heim
t Lára Margrédóttir Viðars
Ert þú feimin?
Átökin við Þjóðverja hörðnuðu 1943
GERÐI HIRÐMENN I HÖFÐINU STYTTR
NáNustu starfsmeNN HiNriks Viii Hættu lífi síNu
sagan öll
RÁÐ SEM HJÁLPA!
„AKKURU GERÐUÐ ÞIÐ ÞETTA?“
AÐ BYRJA
SVÖL
NAGLALIST
SLÚÐRIÐ Í VERSÖLUM
Var nunnan laundóttir Loðvíks XIV?
Þórunn Högna nýbökuð móðir á fimmtugsaldri Brjálaðar bónusgreiðslur
ÞARNA BÚA ÞAU
HÚS OG HÍBÝLI GESTGJAFINN VIKAN
Glamúr í Gamla bíói
MANUELA OG MISS UNIVERSE
NÝTT LÍF
Eitt og annað um mannfórnir
Sigmundur Davíð
opnar sig GLÆSILEG AFMÆLISVEISLA ÉG ER RÉTT
ÓLÉTT EN EKKI VEIK
GEIMFERÐAKAPPHLAUPIÐ ANDSPYRNAN Í DANMÖRKU
Eyþór Arnalds og Dagmar Una
LEIGÐI BÚA EKKI LÚXUSVILLU
9 771025 956009
þröngt á þingi?
hvað með blessuð börnin?
anna tara
„EkkErt pláss fyrir viðkvæmni og óöryggi“
öðruvísi brauðréttir
fyrir náminu KATRÍN TANJA HLEYPIR ENGRI einfaldaðu NEIKVÆÐNI líf þitt INN talsmaður endaþarmsmaka á íslandi
Ný t t ú t l i
rak ísbíl til að eiga
t-
fyLGIr BLaðInu
Olga SOnja greiddi námSlánin með nektardanSi
asísk salöt
! Zuper-ZAyN
l! Láttu þér líða ve snyrtivörur! Júlía elskar lífrænar inu Slepptu skólastress ftir Freistandi uppskri þér? Hvaða æfingar passa
pLakÖt:
Pólland, Ungverjaland, Austur-Þýskland ...
StjarNaN úr NeyÐarVaktINNI!
tayLor kINNey
7
SNIÐUG
Instagram-trikk
• SELENA GOMEZ PYRNU • ZAYN MALIK NDSLIÐIÐ Í KNATTS ÍSLENSKA KARLALA GS • TYLER POSEY S • LUKE HEMMIN BECKY G • ASTRID
ISSN 1670-8407
9 771670 840005
NR 10/2016 1.995 kr.
SKRIÐDREKAR SENDIR GEGN ÞJÓÐUNUM
SÉÐ OG HEYRT
Frelsisvonir slökktar að Stalín látnum
JÚLÍA Löður er með á Löður allanLöður bílinn er Löður með er með er er með með áallan ábílinn allan bílinn ábílinn allan ábílinn bílinn bílinn bílinn Löður er með Löður er áallan ábílinn allan bílinn Löður Löður Löður er með er með er með er Löður með er Löður með er Löður er með ámeð með Löður allan áLöður er með allan ámeð bílinn er allan áLöður með allan ámeð bílinn allan á bílinn áallan allan bílinn ámeð ábílinn allan bílinn áallan allan Löður Löður Löður erLöður Löður með erLöður Löður með erLöður Löður með er Löður með er Löður með er Löður er áer með er Löður allan áer er með Löður allan ámeð Löður bílinn er allan ábílinn Löður bílinn með er allan á með er bílinn allan á með er bílinn áallan allan með bílinn áallan allan allan bílinn áallan bílinn áallan bílinn allan ábílinn allan áallan bílinn allan bílinn bílinn Löður með áábílinn bílinn Löður er með á Löður er með ábílinn allan bílinn er áallan Löður er með ábílinn allan bílinn Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Rain-X býður Rain-X uppá býður Rain-X fullkomna uppá Rain-X býður yfirborðsvörn fullkomna býður uppá fullkomna uppá yfirborðsvörn fullkomna • öryggi Rain-X yfirborðsvörn verndar yfirborðsvörn Rain-X bílinn, verndar Rain-X eykur Rain-X verndar bílinn, útsýni verndar eykur bílinn, og öryggi útsýni bílinn, eykur og eykur útsýni öryggi útsýni ogútsýni öryggi ogog öryggi Hreinn bíll eyðir allt aðRain-X 7% minna eldsneyti Rain-X býður uppá Rain-X fullkomna uppá býður fullkomna býður uppá fullkomna uppá yfirborðsvörn fullkomna • fullkomna Rain-X yfirborðsvörn verndar yfirborðsvörn ••yfirborðsvörn Rain-X bílinn, ••verndar Rain-X eykur •eykur Rain-X bílinn, útsýni verndar eykur bílinn, og öryggi útsýni bílinn, eykur og eykur útsýni öryggi og öryggi Rain-X býður Rain-X uppá býður Rain-X fullkomna uppá býður Rain-X fullkomna uppá yfirborðsvörn býður Rain-X fullkomna uppá yfirborðsvörn Rain-X býður fullkomna uppá býður •fullkomna yfirborðsvörn Rain-X býður Rain-X fullkomna uppá •verndar yfirborðsvörn Rain-X Rain-X býður fullkomna •verndar yfirborðsvörn fullkomna Rain-X bílinn, uppá Rain-X yfirborðsvörn •eykur verndar fullkomna uppá bílinn, Rain-X yfirborðsvörn Rain-X býður útsýni fullkomna •Rain-X eykur verndar Rain-X bílinn, yfirborðsvörn uppá býður Rain-X og útsýni •býður eykur Rain-X verndar öryggi bílinn, yfirborðsvörn uppá •Rain-X býður Rain-X og útsýni verndar eykur fullkomna öryggi bílinn, býður uppá •yfirborðsvörn verndar Rain-X yfirborðsvörn útsýni eykur bílinn, fullkomna öryggi uppá • eykur Rain-X verndar yfirborðsvörn og útsýni eykur fullkomna verndar eykur yfirborðsvörn •bílinn, Rain-X og útsýni öryggi útsýni yfirborðsvörn bílinn, eykur ••öryggi Rain-X og verndar öryggi og eykur útsýni ••eykur verndar öryggi Rain-X bílinn, útsýni og ••útsýni Rain-X verndar öryggi bílinn, og verndar öryggi útsýni eykur bílinn, og útsýni bílinn, eykur öryggi og eykur útsýni öryggi útsýni og öryggi og öryggi Rain-X býður Rain-X uppá býður Rain-X fullkomna uppá býður Rain-X fullkomna uppá yfirborðsvörn býður Rain-X fullkomna uppá yfirborðsvörn Rain-X býður Rain-X uppá býður •yfirborðsvörn Rain-X býður Rain-X fullkomna uppá •uppá verndar yfirborðsvörn Rain-X uppá Rain-X býður fullkomna •býður verndar yfirborðsvörn fullkomna Rain-X bílinn, býður uppá Rain-X yfirborðsvörn •eykur verndar fullkomna uppá bílinn, Rain-X yfirborðsvörn Rain-X býður útsýni fullkomna •eykur verndar Rain-X bílinn, yfirborðsvörn uppá býður Rain-X og útsýni •fullkomna eykur Rain-X verndar öryggi bílinn, fullkomna yfirborðsvörn uppá •Rain-X býður Rain-X Rain-X og útsýni verndar eykur fullkomna öryggi bílinn, uppá •og verndar Rain-X býður yfirborðsvörn og útsýni bílinn, fullkomna •bílinn, Rain-X uppá yfirborðsvörn bílinn, og útsýni eykur öryggi verndar eykur yfirborðsvörn •bílinn, Rain-X og útsýni útsýni bílinn, eykur Rain-X og verndar öryggi og eykur útsýni verndar öryggi Rain-X bílinn, útsýni og •verndar verndar öryggi eykur Rain-X bílinn, og öryggi útsýni eykur verndar bílinn, og útsýni eykur bílinn, öryggi og útsýni eykur öryggi og útsýni öryggi ogöryggi öryggi Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn •öryggi Rain-X verndar bílinn, og öryggi Hreinn bíll eyðir Hreinn allt bíll Hreinn að eyðir 7% Hreinn bíll minna allt eyðir að bíll eldsneyti 7% allt eyðir minna að allt 7% eldsneyti að minna 7% minna eldsneyti eldsneyti Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn •verndar Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn •bíll Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • að Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Hreinn eyðir Hreinn allt bíll Hreinn að eyðir 7% Hreinn bíll minna allt eyðir að bíll eldsneyti 7% allt eyðir minna að allt 7% eldsneyti að minna minna eldsneyti eldsneyti Hreinn bíll Hreinn eyðir bíll Hreinn allt eyðir að bíll Hreinn 7% allt eyðir minna að bíll Hreinn 7% allt eyðir eldsneyti minna að Hreinn bíll 7% allt eyðir eldsneyti Hreinn minna að bíll 7% allt eyðir bíll Hreinn eldsneyti minna að eyðir 7% allt Hreinn bíll eldsneyti að minna allt eyðir 7% að bíll eldsneyti minna 7% allt Hreinn eyðir minna aðbíll eldsneyti allt 7% Hreinn bíll eldsneyti að minna eyðir 7% bíll Hreinn allt minna eldsneyti eyðir að Hreinn 7% allt eldsneyti eyðir minna bíll 7% allt eyðir eldsneyti minna að allt 7% eldsneyti að minna 7% minna eldsneyti eldsneyti Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn •bíll Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Hreinn bíll Hreinn eyðir bíll Hreinn allt eyðir að bíll Hreinn 7% allt eyðir minna að bíll Hreinn 7% allt eyðir eldsneyti minna að Hreinn bíll 7% allt eyðir eldsneyti Hreinn minna að bíll 7% allt eyðir bíll Hreinn eldsneyti minna að eyðir 7% allt Hreinn bíll eldsneyti að minna allt eyðir 7% að bíll eldsneyti minna 7% allt Hreinn eyðir minna að eldsneyti allt 7% Hreinn bíll eldsneyti að minna eyðir 7% bíll Hreinn allt minna eldsneyti eyðir að bíll Hreinn 7% allt eldsneyti eyðir að minna 7% allt eyðir eldsneyti minna að 7% allt eldsneyti minna að7% 7% eldsneyti minna eldsneyti Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti Hreinn bíll eyðir allt 7% minna eldsneyti Hreinn bíll eyðir allt að 7% eldsneyti Hreinn bíllaðeyðir allt aðminna 7% minna eldsneyti Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti
SAGAN ÖLL
Við stöðum--www.lodur.is www.lodur.is- -5680000 5680000 Viðerum erumááfimmtán sextán stöðum Við erum Við á-erum erum Við fimmtán Við erum áerum fimmtán erum stöðum á--stöðum fimmtán á--áfimmtán fimmtán stöðum -stöðum stöðum stöðum www.lodur.is www.lodur.is www.lodur.is 5680000 5680000 5680000 Við erum Við á fimmtán fimmtán erum á fimmtán fimmtán -5680000 stöðum --stöðum --5680000 -5680000 --www.lodur.is -- 5680000 -- 5680000 - -5680000 Við Við Við áerum erum Við áerum erum Við áerum fimmtán erum Við áerum stöðum Við erum á-erum Við stöðum fimmtán www.lodur.is á-Við erum stöðum www.lodur.is á erum -fimmtán stöðum á www.lodur.is fimmtán -á stöðum erum Við www.lodur.is fimmtán 5680000 stöðum Við www.lodur.is áVið 5680000 stöðum -5680000 Við erum www.lodur.is -stöðum 5680000 fimmtán www.lodur.is erum á 5680000 www.lodur.is á www.lodur.is -www.lodur.is stöðum -5680000 www.lodur.is 5680000 --stöðum -www.lodur.is 5680000 ---www.lodur.is --- www.lodur.is -5680000 5680000 -- 5680000 -- 5680000 -- 5680000 Viðerum erum Viðerum Við áfimmtán fimmtán Við áfimmtán fimmtán Við ástöðum stöðum fimmtán Við áfimmtán stöðum Við fimmtán erum á -erum Við stöðum fimmtán www.lodur.is áfimmtán -Við erum fimmtán stöðum www.lodur.is áfimmtán erum -Við stöðum á www.lodur.is Við fimmtán --áá stöðum erum Við www.lodur.is -áfimmtán fimmtán 5680000 stöðum --erum erum www.lodur.is -áfimmtán stöðum --áVið erum www.lodur.is Við -á ástöðum -stöðum 5680000 fimmtán www.lodur.is erum á-fimmtán -stöðum 5680000 fimmtán www.lodur.is stöðum -5680000 -ástöðum 5680000 stöðum fimmtán ---www.lodur.is -www.lodur.is stöðum -www.lodur.is stöðum -www.lodur.is www.lodur.is 5680000 -www.lodur.is www.lodur.is -5680000 5680000 5680000 5680000 5680000 Við erum -stöðum www.lodur.is 5680000 Við erum fimmtán -www.lodur.is www.lodur.is -5680000 5680000 Við erum áVið fimmtán stöðum -www.lodur.is Við erum áfimmtán fimmtán -5680000 www.lodur.is - 5680000 Við erum ástöðum fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000
tá
v l it á ef n
t - Ný t t
11. tbl. 2016
LOVEtanK
Hrár GLamÚr á nÝjum VÍnBar
35. tbl. 78. árg. 22. september 2016 1695 kr.
11. tbl. 2016, verð 2.295 kr.m.vsk.
10. tBL. 2016
STÍLL ER UPP Á birna LÍFnýr OG DAUÐA óperustjóri
mynd EftIr
HÚS OG HÍBÝLI
Haust tíska
349
eru best ANDREA í fríið? MAACK steinunn
spennandi
SjarmI Í HLÍðunum
matur og vín
G e st Gj a f i n n
09 . tbl. 36. árg. 2016
7 . tbl. 38. árg. 2015
nr. 349 • 10.tBL. • 2016 • VErð 2295 Kr.
ð áskri f
klúbbablað
verð 2.195 kr.
Tíska hvaða föt
út
rif
birtingur.is og fylgihlutir
me
út l i t á
me ð á s k
BESTU ÁSKRIFTARTILBOÐ OKKAR FINNUR ÞÚ Á:
ásk r i f t - N ð
ýtt
t - Ný t t
- Sp a r a
rif
ðu
Komdu í áskrift
falleg eldhús
k
ve
ð ás
ðu
Skar upp herör gegn þrælasölum Kvöld nokkurt árið 1998 var hringt í rúmenska sálfræðinginn Iönu Matei. Hún var beðin um að koma á lögreglustöðina og hafa með sér föt handa þremur vændiskonum. Þegar þangað kom mættu henni þrjár skelfingu lostnar unglingsstúlkur illa klæddar og með margvíslega áverka. Þær báru með sér að hafa gengið í gegnum hræðilega hluti.
Texti: Steingerður Steinarsdóttir
I
önu rann til rifja ástand stúlknanna og ekki kom síður illa við hana að starfsmaður félagsmálayfirvalda á stöðinni sagði við hana: „Ég get ekki farið með þessar hórur á munaðarleysingjahælið vegna þess að þær gætu skapað slæmt fordæmi fyrir hin börnin.“ Iana hófst þegar handa við að skapa úrræði fyrir þessar og aðrar ungar rúmenskar stúlkur sem lent hafa í höndum samviskulausra þrælasala. Fyrsta athvarf sitt opnaði hún innan við viku eftir að hún hafði verið kölluð á lögreglustöðina. Síðan þá hefur hún opnað mörg sambærileg heimili og hjálpað ótal fórnarlömbum mansals að hefja nýtt líf. Hún hefur meira að segja gengið á hólm við þrælasalana og bókstaflega sótt sumar stúlkurnar í hendur þeirra. „Ég veit ekki hvort ég er hugrökk,“ segir hún um þær aðgerðir sínar. „Ég veit hins vegar að ég er reið, öskureið því fólki sem gerir þetta, fólki sem lemur unglingsstúlku, nauðgar henni, neyðir hana í vændi og skilur hana eftir markaða áfallinu til lífstíðar.“
Mansal mikið vandamál
Í Rúmeníu er mansal mikið vandamál og skýrslur herma að þar týnist fleiri stúlkur inn í kerfi þrælahaldara en í nokkru öðru landi í Evrópu. Vandamálið braust út og stækkaði hratt á tíunda áratug síðustu aldar meðan stríðið á Balkanskaga stóð yfir. Þá var greiður aðgangur samviskulausra manna að þeim sem
52 VIKAN
stóðu höllum fæti í samfélaginu. Sumar stúlkur voru seldar af fjölskyldum sínum en neyðin var slík að það var eina úrræðið. Konur voru sömuleiðis seldar og stundum frá börnum sínum. Ringulreiðin eftir áralangan ófrið gerði þrælasölunum einnig auðvelt að skipuleggja smyglhringi og leynilegar leiðir til að koma konunum yfir landamæri.
„Hún tók virkan þátt í pólitískum mótmælum gegn Sovétvaldinu en var svo óheppin að týna veskinu sínu í uppþotum á háskólatorginu og taldi hún sér ekki óhætt að dvelja í landinu lengur, skildi son sinn eftir hjá móður sinni og fór yfir landamærin til Serbíu á ólöglegan hátt.“ Eftirspurnin virtist næg í lýðræðis- og velmegunarríkjum Evrópu og svo undarlega brá við að viðskiptavinirnir töldu óþarft að spyrja spurninga þótt stúlkurnar væru iðulega mjög deyfðar af eiturlyfjum og á þeim væru sjáanlegir áverkar eftir ofbeldi. „Menn sem stunda mansal skipuleggja sig ekkert síður vel en vopnasalar og eiturlyfjasmyglarar,“ segir Iana. „En að
selja fólk hefur reynst mun ábatasamara en að selja nokkra aðra vöru. Byssu getur þú aðeins selt einu sinni og hvern skammt af vímuefni en stúlku getur þú selt þúsund sinnum eða eins lengi og hún lifir auðvitað. Undanfarin ár hafa fórnarlömbin orðið sífellt yngri. Núorðið má sjá allt niður í níu ára stelpur við vinnu á götunni. Þrælasalarnir klæða þær í kynæsandi fatnað og farða þær en samt er ekki hægt að leyna því að þær eru mjög ungar.”
Var þegar farin að hjálpa götubörnum
Þegar Iana opnaði fyrsta athvarf sitt í Pitesti sagði hún skilið við þægilegt borgarlegt líf sitt í Ástralíu en þar hafði hún búið í um það bil áratug. Hún fæddist í Orăștie, smábæ í Transylvaníu en íbúar þar eru um 21.000. Þriggja ára flutti hún með fjölskyldu sinni til Búkarest og þaðan til Pitesti. Móðir hennar var hæfileikaríkur íþróttamaður og keppti í fimmþraut en pabbi hennar var fótboltaþjálfari. Iana er hæfileikarík á mörgum sviðum. Hún er óvenjulega næm fyrir tungumálum og talar fjögur reiprennandi. Hún lærði veggmálun til að byrja með og hitti fyrri mann sinn Dimitri þegar hún var að vinna að viðgerð á veggmálverkum í Chica Tei-höllinni. Þau eiga saman soninn Stefan en Iana skildi við Dimitri vegna drykkjuskapar hans. Hún tók virkan þátt í pólitískum mótmælum gegn Sovétvaldinu en var svo
„Árið 2010 var Iana Matei sæmd titlinum „Evrópumaður ársins“. Hún hefur rænt stúlkum úr herbúðum þrælahaldaranna rétt fyrir framan nefið á þeim ef svo má að orði komast. Það er mjög hættuleg iðja því þessum mönnum er trúandi til alls.“
óheppin að týna veskinu sínu í uppþotum á háskólatorginu og taldi hún sér ekki óhætt að dvelja í landinu lengur, skildi son sinn eftir hjá móður sinni og fór yfir landamærin til Serbíu á ólöglegan hátt. Hún var handtekin og dæmd í tuttugu daga fangelsi. Þar hóf hún hungurverkfall til að mótmæla fangelsun sinni og krafðist þess að fulltrúi flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna fengi að heimsækja hana. Hún fékk það í gegn og hann hjálpaði henni að fá son sinn til sín eftir að hún var komin í flóttamannabúðir í Serbíu og þaðan komst hún til Ástralíu. Þegar hún þurfti að flýja var hún byrjuð að læra sálfræði og hélt því áfram eftir að til Eyjaálfu kom. Lokaritgerð sína skrifaði hún um götubörn og hóf að taka viðtöl við þau. Aðstæður þeirra vöktu samúð hennar og löngun til að hjálpa svo hún stofnaði samtökin Reaching Out. Hún var í heimsókn hjá móður sinni í Pitesti þegar hún áttaði sig á að börn áttu ekki síður erfitt uppdráttar í Rúmeníu svo hún kom samtökunum af stað þar líka og eftir hið örlagaríka símtal frá lögreglunni árið 1998 voru þau strax nýtt til að hjálpa stúlkunum.
Geta ekki snúið heim
Til að byrja með leigði Iana íbúð og bjó þar sjálf ásamt fyrstu stúlkunum sem hún bjargaði. Framlög frá velgjörðafólki gerðu henni kleift að ráða félagsráðgjafa og sálfræðinga í vinnu og leita annarra
úrræða til að hjálpa stúlkunum að komast yfir áfallastreituröskun og önnur sálræn vandamál og taka aftur upp líf sem að einhverju leyti svipar til þess sem jafnaldrar þeirra þekkja. Hún setti á stofn skóla og kenndi þeim ýmiss konar listsköpun og handverk. „Það er til þess að þær hugsi minna,“ segir hún en stærsta áskorunin felst í því að skila þeim aftur út í samfélagið. „Erfiðast er að breyta viðhorfum fólks. Í þorpunum eru stúlkurnar mínar kallaðar ljótum nöfnum. Margir vilja ekkert hafa að gera með stúlku sem verið hefur í vændi. Engu máli skiptir í þeirra augum að stúlkan var neydd til að gera það sem hún gerði eða hún var barn þegar þrælasalarnir náðu til hennar. Í þeirra augum eru hún aðeins skítug hóra. En hvernig í ósköpunum er hægt að kalla þrettán ára misnotaða stúlku vændiskonu?“ Samtök Iönu Matei heita Reaching Out Romania og þau hafa vaxið hratt á undanförnum árum og smátt og smátt hafa viðhorfin verið að breytast. Nú eru félagsmálayfirvöld og lögregla farin að vísa ungum konum til Iönu þegar mál þeirra koma inn á borð til þeirra eða þær finnast á götunni. Þær eru ekki fyrr komnar til Iönu en hún og samstarfsfólk hennar byrja að hugga og heila. Gerð er áætlun fyrir hverja og eina og hún löguð að þörfum þeirra og lagður grunnur að menntun og kunnáttu sem þær þurfa að tileinka sér.
„Þessar stúlkur hafa stundum enga þekkingu á neinu sem varðar hversdagslífið, þær kunna ekki að elda, þrífa eða fara með peninga,“ segir Iana. „Saga þeirra er ávallt eins: þær koma úr mjög brotnum fjölskyldum þar sem þær hafa þegar þurft að þola margvíslegt andlegt og líkamlegt ofbeldi.“ Árið 2010 var Iana Matei sæmd titlinum „Evrópumaður ársins“. Hún hefur rænt stúlkum úr herbúðum þrælahaldaranna rétt fyrir framan nefið á þeim ef svo má að orði komast. Það er mjög hættuleg iðja því þessum mönnum er trúandi til alls. Á hinn bóginn hefur hjálpað Iönu í vinnu hennar að þrælahaldararnir trúa ekki að neinn þori að skora þá á hólm eða ganga gegn þeim. Þeir vita að allir eru hræddir við þá og þess vegna hafa þeir sjaldan varann á. Sú staðreynd hefur gert það að verkum að Iana hefur komist upp með að ræna af þeim börnum. „Í hvert skipti sem ég ræni af þeim stúlku eru þeir gapandi af undrun,“ segir hún en engu að síður heldur hún öllum upplýsingum um hvernig hún fer að því fyrir sig. „Við skipuleggjum björgunaraðgerðir okkar ævinlega vel og ég tala lítið um þær því ég vil halda áfram og bjarga fleiri stúlkum.“ Þeir sem vilja kynna sér samtök Iönu betur geta skoðað starfsemi þeirra á vefnum á slóðinni: www.reachingout.ro.
VIKAN 53
Flott og gott
Litríkar og ferskar
Mades Recipes er bað, líkams- og hárlína frá Mades Cosmetics sem kom á markað í vor. Línan er í hressandi skærum litum og til í fjórum ilmtegundum: Fruity Festival, Spicy Sensation, Juicy Delight og Herbal Happiness. Madesvörurnar fást í Lyfju og Apótekinu.
Umsjón: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir Mynd: Óli Magg
Stackable bað- og líkamsvörurnar frá Mades Cosmetics koma í sjö ilmtegundum: Lily, Spicy, Exotic, Peony, Poppy, Blossom og Fruity.
54 VIKAN
Frískandi Stackablebaðperlur sem mýkja og næra húðina.
HVÍ TA HÚ S IÐ / S ÍA 13-1292
gómsætar grillpizzur Galdurinn við að grilla pizzu er að ná upp nógu miklum hita í grillið svo að osturinn bráðni. Það getur verið gott að baka pizzuna yfir óbeinum hita og að sjálfsögðu nota ost sem bráðnar hratt eins og Gott í matinn pizzaostinn. Bættu við rjómaosti og fetaosti til að gera grillpizzurnar algjörlega ómótstæðilegar.
STJÖRNUSPÁ Hrúturinn
Vogin
21. mars – 19. apríl Farðu varlega í að bera þig saman við aðra í þessari viku kæri Hrútur. Þú ert haldinn fullkomnunaráráttu og samanburðurinn er því sjaldnast þér í vil. Þetta er þó eingöngu þannig í þínum huga. Staðreyndin er sú að þú býrð yfir gríðarlegri hæfni og getur allt sem þú vilt. Hættu því að grafa undan sjálfstrausti þínu með þessu móti og einblíndu þess í stað á velgengni þína og allt það sem þú hefur áorkað. Happadagur: 25. september Happatala: 6
23. september – 22. október Allt gerist á meiri hraða núna en Voginni þykir gott. Það er uppskerutími og allt það sem Vogin hefur unnið að undanfarin ár mun nú blómstra og fara á flug. Þótt þér virðist þetta stundum hálfgerð rússíbanareið er um að gera að halla sér aftur á bak og njóta ferðarinnar. Þú átt þetta skilið. Einhverjir hnökrar verða í einkalífinu um mánaðamótin en hin sanngjarna Vog mun slétta úr þeim fljótt og vel. Happadagur: 26. september Happatala: 5
Nautið
Sporðdrekinn
20. apríl – 20. maí Sólskin og gleði eru ríkjandi í sálarlífi Nauta og það er eins og sumarið taki engan endi hjá þeim. Þetta smitar út í umhverfið og margir heillast af léttleikanum sem hið annars rólega og yfirvegaða Naut sýnir um þessar mundir. Gættu þó hófs í öllu og hugsaðu vel um heilsuna. Það er gott að undirbúa sig fyrir veturinn með hollu mataræði og góðri hreyfingu. Happadagur: 29. september Happatala: 7
Tvíburarnir
21. maí – 20. júní Tvíburar einbeita sér að uppbyggingu og breytingum inni á heimilinu í þessari viku. Einhver litagleði hefur gripið um sig og þeir hafa þörf fyrir að skapa notalegt andrúmsloft hvíldar og gleði í sínu nánasta umhverfi. Hvað starfsframa varðar hafa Tvíburar byggt traustar undirstöður og eiga því auðvelt með að byggja ofan á það sem á vantar. Mikið fjör færist í ástarlífið um mánaðamótin og þá er um að gera að njóta. Happadagur: 29. september Happatala: 5
Krabbinn
21. júní – 22. júlí Skemmtilegir endurfundir við gamla vini ber hæst þessa vikuna og þeim fylgja nýjar fréttir eða upplýsingar sem munu varpa ljósi á eitthvað sem áður var hulið. Einhver ferðalög eru einnig fram undan og ekki gefast margar stundir til hvíldar. Krabbinn á auðvelt með að höndla annríkið en meira að segja hann þarf að gæta sín og passa að gefa sér einnig góðan tíma til að slaka á. Happadagur: 28. september Happatala: 7
Ljónið
23. júlí – 22. ágúst Ljónið gengur einbeitt og orkumikið inn í haustið. Einhver deyfð og áhugaleysi einkenndi sumarið en nú er eins og sýnin verði skarpari og afköstin aukast margfalt. Þetta mun sannarlega skila sér á vinnustað en einnig verður margt þægilegra í einkalífinu. Ljón munu skera niður allan óþarfa. Orkusugur sem hafa íþyngt Ljónum geta átt von á að þeim verði hent út af vinalistanum. Happadagur: 30. september Happatala: 6
Meyjan
23. ágúst – 22. september Haustið verður góður tími hjá Meyjum. Þær ættu að fjárfesta í einhverju skemmtilegu sem lengi hefur verið draumur að gera, t.d. áhugaverðu námi, ferðalögum eða áskriftarmiðum í leikhús. Júpíter er ríkjandi í merkinu um þessar mundir og hann blæs vindi í seglin hvað vinnu og starfsframa varðar. Ástarlífið mun koma þægilega á óvart í lok september og byrjun október og einhver kemur þægilega á óvart. Happadagur: 29. september Happatala: 1
56 VIKAN
23. október – 21. nóvember Samvinna er lykilorðið í lífi Sporðdreka um þessar mundir. Þeir fá aðra auðveldlega í lið með sér og munu geta náð markmiðum sínum með stuðningi frá samstarfsmönnum og vinum. Aukið sjálfstraust og sjálfstæði kemur með Venusi inn í Sporðdrekamerkið um mánaðamótin og það geislar af fólki í þessu merki núna. Nýttu þennan kraft til að sækja á brattann og láta drauma rætast. Happadagur: 24. september Happatala: 9
Bogmaðurinn
22. nóvember – 21. desember Sköpunarkraftur þinn er í hámarki núna, kæri Bogmaður og þú afkastar gríðarlega miklu. Gættu þess þó að þessi mikla vinnugleði verði ekki til þess að þú sláir af vandvirkniskröfum. Sumir eiga einnig erfitt með að fylgja þér þegar orka þín er svona mikil og þú þarft að gefa þeim tækifæri til að ná þér. Það gefst lítill tími til að skemmta sér en þú verður að passa að eiga stundir með fjölskyldunni. Happadagur: 28. september Happatala: 5
Steingeitin
22. desember – 19. janúar Steingeitin er enn í sumarfrísskapi. Hún er ofurlítið eirðarlaus og fær útrás í ferðalögum, löngum og stuttum. Margt nýtt kemur inn í líf Steingeita um þessar mundir og sumt mun reynast þeim ómetanlegt þegar fram líða stundir. Árangur næst einnig á margvíslegum sviðum og einhver gömul deilumál leysast farsællega. Ástarlífið er í rólegum en öruggum fasa. Happadagur: 27. september Happatala: 2
Vatnsberinn
20. janúar – 18. febrúar Einhver streita og spenna einkennir líf þitt í þessari viku kæri Vatnsberi. Þú ert kvíðinn og hefur áhyggjur en þegar nær dregur mánaðamótum sérðu að þær voru ástæðulausar. Þú ert einstaklega tilfinninganæmur og góðlyndur í eðli þínu og tekur þess vegna stundum of nærri þér framkomu og orð annarra. Mundu að allt líður hjá og ávallt er nóg af fólk sem metur þig mikils. Happadagur: 24. september Happatala: 7
Fiskarnir
19. febrúar – 20. mars Nánd og gleði er það sem allt snýst um í lífi Fiska um þessar mundir. Þeir taka sínum nánustu opnum örmum og eiga auðveldar með að tala um sín hjartans mál en nokkru sinni áður. Þetta mun skila nauðsynlegri hreinsun á andrúmsloftinu og auðvelda nýtt upphaf og betri samskipti. Ást og rómantík blómstra í svona andrúmslofti og þeir sem eru í sambandi finna að neistar eru teknir að fljúga að nýju. Happadagur: 27. september Happatala: 5
sagan öl l Mossad rændi manni
l Hver skrifaði glæpasöguna? fyrstu
GALAKVÖLDVERÐUR SJÁLFSTÆÐISKVENN A Í HÖRPU
Hvað varð um Rómakeisara? síðasta l Hvenæ r var jörðinn i skipt í tímabe lti? l
Sjá mynd ið irnar!
Sjóðheit undirföt
Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsst jóri við dauðans dyr:
KÆFISVEFNINN VAR AÐ DREPA MIG
KAFBÁTAHERNAÐ URINN
Heiðar Suma í Þjóðleikhú rliða sinu:
Úlfahjarðir Hitl sigruðu næstum Bandamenn á ers árunum 1942-19 43
GANTAST MEÐ SNOBBIÐ Í GARÐAB Æ
Fimmtugsa fmæli Bjarna Sigur ðssonar og Guðbrands Árna:
verð 2.095 kr.
v kjarngóðir gúllasrétt ir
Hrekkjavakan
ÁSTFANGIN AFMÆL Löður er me ISBÖRN ð Löð Löð ur Löð er ur Löð urLöð me er á Löð ur Löð er urLöð allan bílinn me ðer ur Löð me er urLöð Löð me ðer ur Löð me ðer ur me ður er Löð Löð me ðLöð er ur ur Löð me er ðLöð me ður er er ur ur Löð me ðáme Löð ur me me er ðLöð Löð Löð er all ður er ur áLöð me Löð ður an me áer all ur ur me er Löð ur áme er all Löð ðer Löð ð Löð an bíl áður ðáinn ur er ur all er me Löð ðer er ur me an me er áLöð all ur ðer Löð Löð inn me er an er áme ur ur all me ðan bíl ðá er all ur bíl ur an ððinn áðbíl all ð inn Löð áðáer me an all me inn er me ur er ðan bíl áall me er bíl an ð ur all all me inn me ðbíl an ðbíl áme Löð á inn me ðan an er bíl áall all me ð all ð inn á bíl all ur inn an me all ð an bíl bíl á an á inn an all er á all all an inn inn á bíl bíl ð á bíl á all all an bíl me á an all an á inn all inn bíl inn á an áan inn bíl á all inn ð bíl bíl inn bíl inn ábíl bíl áan an all inn an all an all bíl á inn all inn áall an bíl all an inn an bíl an all bíl á inn an bíl all inn bíl an bíl bíl inn bíl aninn inn inn á inn inn all Við bíl inn Viðerum an inn erumááfimm bíl inn sextán tánstöð stöðum Við um-Við Viðerum uppá fullkom na yfirborðsvörn Rain-X • Rain-X vernda býður Rain-X Rain-X uppá Hreinn býður Rain-X býður Rain-X fullkom bíll uppá r bílinn, eykur býður Rain-X eyðir uppá býður fullkom Rain-X nauppá yfirbor allt býður fullkom Rain-X uppá býður aðRain-X fullkom na Rain-X útsýni og öryggi uppá 7% ðsvörn yfirbor Rain-X býður fullkom na uppá minna yfirbor býður Rain-X fullkom na uppá býður ðsvörn •yfirbor fullkom na Rain-X eldsne uppá ðsvörn býður yfirbor Rain-X býður Rain-X fullkom na Rain-X uppá •ðsvörn Hreinn vernda yfirbor Rain-X Rain-X fullkom na yti uppá uppá Rain-X býður ðsvörn •yfirbor býður fullkom Rain-X na býður bíll Hreinn •rðsvörn býður vernda yfirbor Rain-X fullkom fullkom Rain-X na bílinn, Rain-X Rain-X uppá uppá eyðir •ðsvörn Hreinn uppá vernda yfirbor na Rain-X Rain-X uppá bíll Rain-X yfirbor Hreinn rðsvörn býður •eykur fullkom vernda fullkom Rain-X na allt býður na býður uppá bílinn, Rain-X Rain-X fullkom eyðir bíll Hreinn •rbýður ðsvörn yfirbor vernda yfirbor fullkom að Rain-X Rain-X bílinn, býður býður uppá eyðir útsýni fullkom ðsvörn bíll •rRain-X uppá Hreinn býður uppá 7% Rain-X eykur na vernda na allt býður Rain-X bílinn, Rain-X na bíll eyðir yfirbor ðsvörn Hreinn rðsvörn •eykur yfirbor uppá minna vernda fullkom Rain-X býður na allt að býður Rain-X uppá bílinn, Rain-X yfirbor Rain-X fullkom og eyðir uppá útsýni •býður bíll na býður Hreinn uppá yfirbor 7% rfullkom eykur Rain-X vernda að allt Rain-X býður öryggi fullkom yfirbor útsýni fullkom ðsvörn bíll eyðir uppá eldsne ðsvörn •Rain-X •reykur uppá Hreinn býður 7% minna býður fullkom vernda na allt Rain-X býður Rain-X ðsvörn að Rain-X bílinn, fullkom na og na uppá eyðir Hreinn útsýni bíll ðsvörn vernda yfirbor rRain-X uppá 7% minna eykur að Rain-X yfirbor allt fullkom öryggi bílinn, fullkom ðsvörn og na yti uppá útsýni •bílinn, eyðir bíll na uppá eldsne •yfirbor býður Hreinn Hreinn uppá Rain-X 7% reykur fullkom býður vernda Rain-X minna vernda Rain-X allt na • na að öryggi yfirbor bílinn, fullkom og Rain-X yfirbor bíll eyðir rútsýni uppá eldsne ðsvörn •Rain-X yfirbor minna eykur býður 7% fullkom ðsvörn Rain-X bílinn, ðsvörn að yfirbor allt fullkom fullkom öryggi na na uppá og • eykur uppá yti eyðir bíll Hreinn útsýni uppá bíll býður Rain-X Hreinn eldsne rfullkom vernda rbýður 7% vernda na eykur minna Hreinn ðsvörn yfirbor allt fullkom að bílinn, öryggi bílinn, vernda ðsvörn na yti eyðir eyðir útsýni uppá eldsne •Hreinn Hreinn ðsvörn yfirbor eykur fullkom fullkom vernda 7% allt minna • Rain-X Rain-X býður fullkom na •rna að yfirbor na öryggi Hreinn uppá og Rain-X bíll yti vernda bíll rútsýni eldsne yfirbor eykur ðsvörn bíll 7% að minna ðsvörn yfirbor bílinn, allt •bílinn, yfirbor allt röryggi na •yfirbor yti eyðir og útsýni Rain-X bílinn, eyðir bíll ðsvörn Rain-X Hreinn eldsne uppá •öryggi rog 7% fullkom na eyðir minna yfirbor Hreinn ðsvörn að Rain-X að na bílinn, vernda bíll vernda öryggi Rain-X rna og yti eyðir útsýni útsýni yfirbor ðsvörn yfirbor eldsne eykur bílinn, minna 7% eykur ðsvörn •ðsvörn 7% allt yfirbor •yfirbor allt Hreinn eyðir fullkom na eykur Rain-X og vernda öryggi Hreinn Rain-X býður allt yti vernda bíll rRain-X Hreinn eldsne bíll eykur ðsvörn na minna vernda að minna Rain-X Hreinn yfirbor allt aðbíll •bílinn, röryggi vernda og Rain-X og að bílinn, útsýni yti bílinn, eyðir eykur ðsvörn útsýni eldsne ðsvörn allt yfirbor •vernda 7% ðsvörn eyðir 7% ••eykur eyðir Hreinn útsýni bíll Hreinn uppá að Rain-X vernda reykur vernda öryggi bíll 7% Rain-X öryggi na Rain-X rútsýni yti bílinn, bíll Hreinn eldsne að eldsne rbíll bílinn, minna vernda bíll 7% eykur ðsvörn •ðsvörn minna eyðir allt reykur Hreinn eyðir eykur bílinn, útsýni eykur Rain-X og vernda minna yti allt og allt bílinn, 7% fullkom ••útsýni eyðir ðsvörn •eykur Hreinn bíll •bíll eyðir bíll Rain-X Hreinn minna vernda rrog Rain-X Hreinn að vernda Rain-X vernda öryggi bílinn, og að allt að yti bílinn, yti öryggi útsýni minna eldsne allt eldsne eyðir eyðir 7% útsýni ••ðsvörn Hreinn útsýni bíll og eldsne allt vernda bílinn, röryggi 7% eykur 7% Rain-X allt að eyðir bílinn, Hreinn • að na bíll Hreinn eldsne að vernda rbíll Hreinn vernda öryggi bíll minna eyðir rútsýni Rain-X vernda rog að eykur bílinn, útsýni minna 7% allt minna yti allt eldsne bílinn, að yfirbor yti bílinn, 7% eyðir og og eyðir bíll yti eyðir eykur útsýni Hreinn 7% r•rvernda allt 7% öryggi eykur minna Rain-X bílinn, að allt bíll yti öryggi öryggi minna rrog Hreinn eldsne rútsýni bíll eyðir útsýni vernda rminna útsýni eykur minna bílinn, eldsne og að eldsne 7% eykur allt yti 7% eykur minna allt bílinn, ðsvörn allt eyðir og að eyðir útsýni öryggi ogútsýni eyðir bíll 7% öryggi rútsýni Hreinn eldsne eykur minna vernda 7% öryggi allt að bílinn, eldsne að yti bíllað öryggi og útsýni rminna og eyðir eykur eldsne yti útsýni yti eykur útsýni minna allt 7% allt eldsne eykur 7% bílinn, 7% allt að •yti minna ogog öryggi eyðir öryggi Rain-X yti eldsne að minna eldsne að rbílinn, 7% eykur yti öryggi minna allt og útsýni bílinn, og öryggi eldsne og útsýni 7% yti eykur eyðir allt 7% eldsne minna öryggi að Hreinn öryggi öryggi vernda og eldsne yti útsýni minna minna eldsne eldsne minna 7% eykur og allt yti öryggi útsýni ogog 7%bíll eldsne öryggi minna bíllað öryggi ryti að7% yti eldsne og yti eldsne yti bílinn, eldsne útsýni eyðiraðallt 7% og öryggi eldsne minna yti ytiöryggi eykur ytiyti eldsne ogöryggi öryggi yti aðminna eldsne útsýni yti yti 7% minna yti og öryggi eldsne yti
www.gestgjafinn.is
Unglingajóga
Rain-X býður
VIKAN 1
12. tbl. 2015,
6 ráð fyrir hár!
• Þurrkaðu hárið með bol! • Sykur við úfnu hári! • Þvoðu hárið upp úr kók!
Aukakílóin hurfu
9 771025 956009
NR 12/2015 1.795 kr.
www.gestg
Vetrarmatur
Edda og Björ takast á við veikgvin Franz leika sína
2015 Verð 1.795 kr.
Súper Selena!
Var að kafna við hljóðnemann Fór í fjórar hjartarafvendingar
ORRUSTAN UM ATLANTSHAFIÐ
Gera grín að gin brestum
14. tbl. 7. árg.
12. tbl. 2015
umhverfiSvæn heimili stEldu stílN um Frá prAdA
Börn Jóns Gnarr ánægð:
NÚ HEITUM VIÐ ÖLL GNARR
Spurningar og svör
Gestgjafinn
SVIPTI HULUNNI KJARNAVOPNAFUM ÍSRAELA
Íspinnar Naan-pizza Nautasalat
Ást!
www.lo ww Við áerum erum w.lodur. Viðerum erum Við áerum dur.isis- -568 Við áfimm tán erum fimm Við áerum fimm Við áfimm tán erum 568000 Við fimm tán áerum um Við stöð Við fimm ástöð tán erum 00000 stöð fimm á-erum tán Við um stöð fimm ww á Við tán um Við stöð fimm á-Við tán erum erum fimm um erum stöð ww áVið tán -erum um Við stöð fimm ww Við erum Við tán -fimm dur. w.lo um stöð áw.lo tán á ww -áVið á-dur. erum w.lo fimm erum um fimm erum Við stöð ww áfimm Við tán fimm is tán -dur. á w.lo stöð um erum Við Við erum ww -á -Við fimm erum dur. w.lo Við erum 568 stöð um stöð tán á ww tán Við is á um erum erum w.lo fimm Við Við Við ww fimm tán fimm is erum á000 -á dur. w.lo stöð 568 um tán stöð um erum Við ww stöð is -568 á-0 fimm erum Við dur. erum Við w.lo erum 568 stöð ww Við fimm tán is 0 -tán tán stöð --dur. 000 um erum um w.lo 568 fimm ww ww fimm um -áfimm is erum erum tán 000 w.lo erum dur. Við fimm um tán stöð á-fimm stöð stöð tán is á --áá á-fimm -um tán 000 dur. erum w.lo w.lo -tán fimm 568 ww ww Við fimm stöð -áá is tán erum ww 0 -tán dur. tán stöð 000 um 568 stöð áá áfimm fimm ww -dur. um tán stöð um áVið -0 is tán dur. w.lo dur. ww w.lo 000 erum fimm fimm w.lo is stöð um tán á tán 0 -um 000 w.lo stöð -0 um 568 áfimm fimm ww um -is stöð is ww w.lo tán ww Við dur. 000 568 fimm -is stöð dur. um tán stöð -568 um tán stöð -000 -ástöð ww 0 -stöð ww w.lo 000 -um 568 568 w.lo stöð w.lo erum ww fimm is um dur. is000 ww tán 0 is --dur. stöð stöð um stöð um tán um w.lo -w.lo -ww ww 0 dur. 000 568 568 -ww dur. dur. ww um w.lo stöð -ww 0 tán -dur. -um átán -w.lo um dur. w.lo ww dur. is ww ww fimm 568 0 000 0 is is 000 --dur. w.lo dur. 000 um w.lo stöð -is ww ---is -568 -000 -w.lo -is 000 um w.lo dur. 568 dur. is ww w.lo ww w.lo 568 568 is 0 0 dur. is -000 --um tán 0dur. -w.lo dur. um 568 ww -568 is 0 is w.lo 000 w.lo dur. w.lo 568 000 ww 0 568 is000 -dur. stöð -dur. w.lo 568 568 000 is ww is 0 is0 -568 w.lo dur. 568 0 000 568 -568 um --dur. -is 000 0 568 w.lo 568 0000 568 is--is568 is000 --0dur. dur. 0 000 0000 000 568 - ww -000 -dur. is 000 0 568 0000 is 00 0568 -isdur. w.lo 000 0 568 000 0000 568 0 000 0- 000 0 is 0 -0000 - 568 0 000 0
Próf: Hvaða rómantíska bíómynd passar fyrir þig? Förðunar systurna r 10 hlutir sem við elskum Ragnhe ið og Rebe ur Lilja Smásaga I S S Nkk
kindakæfa skref fyrir skref
a Ru7t
1670-840
PLaköt:
naan-brau ð sælkerans
ALFIE • POINTLESSBLOG • DEYES • TANYA BURR • AWKWARD ZEDD NATHAN SYKES • ALESSO • BETHANY MOTA • KETTLINGUR
matmaðurin n rossini
5 690691 160005
9 771670 840005
Birtíngur útgáfufélag leitar að öflugum sölufulltrúum í úthringiverkefni á kvöldin. Starfið er hlutastarf og hentar því einkar vel með skóla eða sem aukavinna. Starfslýsing:
Vinnutíminn er frá 18.00 - 22.00 og reiknað er með að sölufulltrúar vinni 2-6 kvöld í viku eftir hentugleika hvers og eins. Góð vinnuaðstaða og frábærir tekjumöguleikar. Jákvæðni Stundvísi Vilji til að ná árangri og verða góður sölumaður. Umsóknir sendist á olafur@birtingur.is
nn.is
gjafi www.gest 12. tbl. Gestgjafinn 2015
, verð 2.095
12. tbl. 2015
kr.m.vsk.
vetr
Vetrarmatur
kr. Verð 1.395 okt. 2015 Nr. 42 29.
árg. 2015 14. tbl. 7.
S-
7 NÓBEL
AR VERÐLAUNAHAF
NÚ HEITUM VIÐ ÖLL GNARR
41. tbl. 77.
kr. r 2015 1395 árg. 22. októbe
Mo
Íspinnar Naan-pizza Nautasalat
SVIPTI AF HULUNNIPN VO UM KJARNAAE ÍSR LA
ði fyrstu a? glæpasögun um síðasta l Hvað varð ra? Rómakeisa ni var jörðin l Hvenær elti? tímab í skipt
l Hver skrifa
ÐUR GALAKVÖLDVER ENNA SJÁLFSTÆÐISKV Sjáið Í HÖRPU myndirnar!
rlsdó ður Ka Arnþrú ans dyr: uð við da
n umhverfiSvæili heim
rgvin Franz Edda og Bjö kleika sína vei takast á við
að Gera greín m gin br stu
ORRUSTAN
NAÐURINN KAFBÁTAHER
i gsafmæl Fimmtu rðssonar Bjarna Sigu ds Árna: og Guðbran
arliða Heiðar Sum húsinu: í Þjóðleik
Ð GANTAST ME ABÆ RÐ SNOBBIÐ Í GA
AFMÆLISBÖRN
ÁSTFANGIN u næstum 43 Hitlers sigruð Úlfahjarðirenn á árunum 1942-19 inn inn bíl inn bíl inn inn nbíl bíl nn la bíl nal inn la bíl al ninn la bíl al ánbíl inn la la al án inn inn la al áinn bíl Bandam inn la al bíl áinn bíl á al n nbíl inn la ánla n inn inn la inn al bíl inn bíl inn al bíl inn áal bíl nal bíl nla bíl bíl inn á n la n bíl la nnáal náal inn inn á la eð al nla n al la inn bíl al ánbíl inn al al m la la á eð al bíl án nbíl m ála la ála eð al eð áinn ála bíl er neð la eð al ábíl ála m inn m rer er inn eð al áal bíl m ninn rn inn la bíl al rðu án bíl er m náal inn la eð al er rðu nLö bíl árm inn la Lö ðu áeð ral er m bíl neð la inn la Lö ðu ðu al eð áer rer m m bíl Lö n inn la alLö ðu al er á m bíl Lö n Lö eð inn la ðu ám al eð er r er á bíl n eð la eð eð m r er r á eð eð bíl m Lö n ðu la m al r á m m eð eð n m m ðu la ðu er al á eð Lö m m ðu la r er er al er r r áerer eð Lö eð m al r ðu ám Lö eð rrLö rðu er m ðu áer eð er rðu rðu ðu Lö eð rðu er er m ðu Lö ðu eð Lö Lö r r er m Lö Lö eð ðu eð er m r Lö Lö ðu ðu eð m r er m Lö ðu eð er r m Lö Lö ðu er eð r er m Lö ðu r eð r er m Lö ðu reð er m Lö ðuðu ðu 00 er reð m 00 00 rðu LöLö er m Lö 00 ðu 00 00 er rLö 00 00 00 rðu er 00 Lö -00 00 00 00 00 ðu rLö -00 00 568 00 00 568 --r.is Lö 568 - 568 568 00 ðu 00 --r.is -568 00 568 568 odu r.is 00 --00 r.is 00 00 LöLö 568 00 568 odu r.is 00 w.l -- r.is odu 00 568 00 r.is odu r.is w.l odu odu w.l 568 00 r.is r.is w.l 00 -- ww odu odu 568 00 w.l ww w.l r.is -568 -00 00 -568 ww odu 00 00 odu 568 5 9 77102
Sjóðheit undirföt
NTSHAFIÐ UM ATLA
956009
Num stEldu stíl Frá prAdA
gi giöryg og gi gi öryg iiöryg gi öryg öryg gi og iiútsýn ogigiog rröryg gi og öryggi öryg öryg i gi riiútsýn útsýn eyku gi og ,,og iirrgi útsýn öryg útsýn gi eyku útsýn gi og rog öryg iirr,og bílinn ,útsýn gi útsýn eyku og rröryg öryg eyku bílinn dar ,útsýn , eyku gi og útsýn öryg öryg og ibílinn bílinn reyku eyku eyku ,vern vern ,útsýn og öryg idar ibílinn bílinn dar bílinn eyku giog eyku útsýn dar ,,öryg vern ,útsýn rRainbílinn i og rdar Xdar vern eyku gibílinn Rainútsýn útsýn gi gi ,öryg rog rX öryggi gi bílinn dar X vern eyku og ,rvörn •X X öryg rog gi i og Rainvörn eyku öryg öryg vern eyti •vern og ,dar ,r•X Rainoggieyti igi X eldsn •Xútsýn bílinn ieldsn gi eyti bílinn Raindar eyku útsýn aútsýn öryg idar ieyku orðs vern ••vern ,•ivern X vörn Xbílinn bílinn dar röryg gi eyti eytii og öryg Raingibílinn dar Rainöryg útsýn aútsýn vörn vern idar ieyku orðs útsýn útsýn minn yfirb reyti X útsýn vörn aRaineyku bílinn dar eyti dar orðs Rainarvörn vern ,og Rainrog öryg irvörn aeyti öryg vern •eyku eldsn orðs ,eldsn minn 7% X yfirb vörn útsýn X útsýn aareyku gi vörn eyku a eldsn dar eyti og orðs eyku eyti ar•eyku vern og eyku Rainvern minn rog r•,eyti yfirb omn iað að eldsn , eldsn iorðs ,eldsn •orðs eyku eldsn bílinn 7% X Xdar aa yfirb ,öryg agi ,útsýn gi vörn bílinn a minn Rainorðs eyti orðs öryg vern og Rainminn avörn 7% minn •Xdar yfirb omn allt að iyfirb fullk •7% eyku eldsn bílinn dar X 7% bílinn abílinn ,allt gi aminn bílinn vörn útsýn omn og dar Rainorðs eyti minn öryg iaa 7% yfirb 7% •bílinn rvern yfirb omn allt að eldsn eyku fullk avörn ,•Xdar dar vern eyðir gi eyti dar uppá útsýn og Rainað að orðs öryg fullk minn vern bílinn dar i omn bílinn yfirb eldsn minn 7% •allt rreyku rvern yfirb eldsn eyku fullk eyku vörn X7% útsýn an,útsýn bíll ,Rainvern eyðir orðs omn og ,gi öryggi aeyti að uppá vern omn allt allt að orðs vern öryg rvörn fullk iaRainminn dar eldsn n eldsn 7% yfirb eyðir Xaeyti uppá X eyku Rainvörn a útsýn aallt areyku bíll orðs og ,gi X eyðir rraXbýðu að Xorðs Rainuppá minn omn fullk allt að öryg X romn yfirb iað bílinn fullk dar minn 7% eldsn bílinn •vörn yfirb eyðir eyti uppá aútsýn uppá Hrein útsýn Rain,vörn aeyðir abíll Rainorðs gi bíll nnfullk X omn rrvörn allt r•Xbílinn minn að minn rbýðu 7% fullk allt öryg X yfirb •bíll iyfirb fullk býðu dar •bíll 7% Rainbílinn dar n vern Raineyðir bíll uppá eyti eyðir •vern •a uppá Hrein vörn býðu ,•útsýn X omn eytia eyti r útsýni ogX býðu rbílinn gi nnRainog eldsn n omn minn allt að 7% romn bílinn 7% öryg eyti fullk eyti X iyfirb býðu RainHrein býðu eldsn Raineyku dar a vern eyðir bíll uppá orðs eyðir •vern a ,Rain•og uppá Hrein aminn omn omn X að gi allt n orðs rbílinn X og vörn eldsn fullk vörn Rainallt 7% rX bílinn dar eldsneyti öryg fullk eyti eldsn iX RainHrein býðu eyku bíll aHrein eyðir vern bíll eldsn orðs eldsn uppá ,bíll aeyti minn útsýn orðs omn orðs yfirb X allt að gi allt n og vörn r•,fullk vörn a avörn Rainöryg rnX Raineyti dar orðs yfirb orðs ivern Hrein avörn vern eyðir Rainbýðu eyku Hrein uppá bíll eyðir eldsn •Raineldsn uppá aeldsn •,býðu útsýn X minn 7% X yfirb bílinn, eyku X allt og vörn neldsn fullk yfirb ryfirb Raina minn aað dar yfirb 7% minn öryg eyti orðs Hrein býðu a•Rainminn eyðir vern minn eyðir RainHrein uppá yfirb omn a bíll að aorðs útsýn 7% rX omn rorðs X að aeyku auppá og n7% aeldsn 7% vörn bílinn dar býðu rfullk RainiRaineyti vern bíll býðu bíll minn Hrein eyðir minn uppá yfirb •Rainyfirb omn allt að eldsn omn fullk ,útsýn omn n að nað rrX allt aeldsn aiRainfullk aeyti vörn omn rrXX býðu bílinn omn aeyti dar Rainbýðu að Hrein Rainorðs orðs vern minn bíll Hrein 7% 7% yfirb •eyku allt X verndar eytiRainX X,avörn fullk ,útsýn allt að 7% nallt X allt fullk fullk eyðir eyti Rainbílinn uppá reyku býðu omn a7% dar Hrein RainHrein að fullk orðs fullk vern minn eyku minn •omn yfirb uppá rdar XX,yfirb romn avörn an RainaRaineyti bíll eyðir orðs omn Rainbílinn að uppá dar Hrein allt fullk eyðir uppá fullk vern bíllaðeyðir uppá 7% minn 7% n eldsn r•eyku eyðir eyðir r7% uppá uppá rneyti býðu vörn nHrein X aallt aRaineyti bíll orðs ryfirb rRainbýðu allt að omn minn að fullk X yfirb vern eldsn •dar 7% bíll vörn • Rainbíll X n bíll eyðir eyðir eyðir n bíllallt uppá uppá abýðu býðu vörn X aHrein býðu orðs býðu n bílinn dar rRainallt Hrein omn eldsn minn allt að 7% fullk X yfirb vern býðu eldsn býðu •X X bíll Raineyðir bíll a•vern abílinn X Hrein aX Xvörn Rainorðs að eyti n raomn Hrein n minn Rainallt yfirb 7% fullk býðu Hrein eldsn Hrein bíll Raineyðir uppá a uppá X RainRainareyðir X Xvörn minn omn orðs eyti allt að n rfullk fullk Rainminn 7% rvörn RainRainyfirb vern býðu eldsn Hrein Hrein •uppá a yfirborðs allt að bíll bíll eyðir uppá X vörn X omn a að 7% orðs eyti allt n Rainn fullk minn 7% r RainRainyfirb býðu Hrein • eldsn býðu eyðir uppá bíll omn a X a omn allt að X r eyti orðs fullk Rainn Rainminn 7% yfirb Hrein • eldsn bíll býðu Hrein eyðir uppá a vörn a neyðir allt rX eyti orðs fullk minn Rain7% býðu Rainyfirb eldsn eyðir bíll auppá vörn abíll rX omn n Hrein orðs að fullk minn 7% eyðir býðu Hrein Rainyfirb bíll eldsn uppá r uppá fullk aomn neyðir aað rX að orðs allt Rainfullk minn býðu 7% Hrein eyðir n bíll nallt raXuppá omn allt að Rainfullk minn býðu Hrein yfirb bíll uppá aXomn omn neyðir að ryfirb Rainallt Hrein fullk 7% Hrein bíll eyðir Rain-X býðu omn n7% rXuppá að Rainfullk býðu Hrein bíll uppá X neyðir rbýðu allt Rainfullk býðu Hrein eyðir bíll rXuppá nallt Rainbýðu Hrein uppá n bíll rX RainHrein X býðu RainHrein RainHreinn bíll Rain-X býðu
5 NR 12/201 1.795 kr.
r.is 00 00 w.l ww 00 00 r.is --ðum -568 ww -00 ww ðum odu 00 r.is r.is 00 w.l 00 00 --568 -r.is 00 ww ww odu r.is w.l -w.l 00 -w.l 00 ðum - 568 odu ww ww ðum w.l w.l 568 -w.l 00 568 00 - 568 00 -00 ðum án ðum odu r.is ww -odu stö w.l 568 568 00 stö -stö ðum 00 00 ðum ww r.is -568 ww -odu stö r.is stö w.l r.is 00 -án 568 r.is odu r.is -stö ðum 00 ww ðum án ww odu -mt stö stö 00 -w.l -án 568 án 568 00 r.is odu mt ðum odu odu ww w.l -án mt stö -mt odu ááodu odu w.l stö 00 án -w.l fim án 568 r.is ðum 00 mt ðum w.l 00 -mt w.l stö odu á-fim odu 0mmt m 00 568 00 án w.l ww fim ðum mt r.is r.is mt áá--eru ww -án stö fim -ðum fim stö m 00 00 568 án -r.is 00 w.l ww 00 mt r.is mt eru ww ááfim m -á stö stö fim ww -ðum ww odu án 568 odu - ww 00 -w.l m r.is án w.l 00 mt eru á 80 m m stö fim 568 ww ww fim án ðum án 568 odu 00 eru Við r.is w.l 00 w.l ðum -56 mt -ðum -ðum á eru -fim odu ww fim án ðum 568 00 eru r.is ðum mt mt 00 w.l stö -w.l ðum áVið m -ðum fim Við m odu ww fim ww r.is-eru 00 eru 568 w.l r.is eru Við mt 00 stö ám -m -r.is stö ástö -ðum stö fim án fim odu Við Við ww stö 568 00 eru r.is eru 00 ámt á m odur.is ðum --án fim án Við m ww odu Við án mt án stö w.l 568 eru mt án 00 -án ám m -ðum ðum Við ww odu Við w.lodu stö 568 w.l mtstö mt eru r.is án fim m --án ww fim ðum Við odu eru eru stö 568 stö w.l á r.is -án fim á-m ðum www.l mt fimán Við fim -ámt ww odu Við fim eru fim stö w.l á r.is m ástö ámt án mt ðum m Við ámt ww á odu stö fim fim w.l r.is m -fim án ðum m mt mt Við eru ww á odu m m stö eru w.l án ðum--ww -Við ðum mt eru á-Við ww odu m stö eru m eru fim w.l án eru eru -Við mt ðum Við stöðum áfim ww m á stö fim w.l án eru eru mt Við ðum Við ww m á fim stö Við Við ánstö án -eru mt áðum ww fim stö m Við Við án tán -eru mt ðum ám m stö Við án eru mt áðum sexmt fim stö Við Við eru iðeru ááfim mt ðum tán áfim m rum n fim stö
auð naan-br ns sælkera
jóri
FNINN KÆFISVEDREPA MIG VAR AÐ a Var að kafn ann við hljóðnem ar Fór í fjórafvendingar hjartar Aukakílóin hurfu
bol! u hárið með ! hári • Þurrkað við úfnu • Sykur úr kók! hárið upp • Þvoðu
arpsst
ttir útv
r
Spurninga og svör
ni
di man ssad ræn
Súper ! a Selen
n.is
öll sagan
s Gnarr Börn Jón ánægð:
fa kindakæ skref ir skref fyr
kan kjava Hrek
Unglingajóga
Ást!
160005
á
ðir kjarngó ttir gúllasré
Förðunarsysturnar
? fyrir þig Ragnheiður Lilja passar 8407 bíómynd 1 6 7 0 - Rut I S S Nkka og Rebe ntíska aða róma Próf: Hv elskum sem við tir hlu 10 KWARD 8400 05 • AW GUR 7716 70 a TLIN BURR 9 ag KET YA • Smás MOTA ES • TAN • DEY HANY öt:
PLak
G BET ESSBLO ALESSO • • POINTL SYKES ALFIE • NATHAN ZEDD
inn
ur matmað rossini
5 690691
ítónlistar
áttunda
6 ráð fyrir hár!
kr.
www.gestgjafin
ur regg RLEY konung aldar BOB MAárat ug síðustu
Verð 1.795
Lífsreynsla
„Ég vissi ekki að ég var beitt ofbeldi“ Ég var fimmtán að verða sextán ára þegar ég kynntist manninum mínum. Hann var tíu árum eldri en ég, vinnufélagi föður míns og mjög trúaður eins og pabbi og mamma. Við fórum að vera saman eftir að ég lét undan þrýstingi hans og svaf hjá honum kvöld nokkurt en enginn hafði sagt mér að gæti sagt nei. Í fimmtán ár eftir það bjó ég við mikið ofbeldi án þess að gera mér grein fyrir því.
É
g varð fljótlega barnshafandi og hann vildi að við giftum okkur. Mamma og pabbi voru mjög ánægð með mannsefni mitt svo ég reyndi að vera það líka. Ég var hins vegar ekki ástfangin af honum, þekkti hann tæpast og fann eiginlega ekki fyrir neinum tilfinningum gagnvart honum öðrum en þeim að mér fannst dálítið til um að hann hefði áhuga á mér. Kynlífið fannst mér frá upphafi andstyggilegt og vont en enginn hafði sagt mér að það gæti verið öðruvísi svo ég hélt að þannig upplifðu aðrar konur það líka. Fyrstu árin sá hann algjörlega um allt annað en það sem sneri að heimilishaldinu. Hann vildi ekki að ég ynni úti en lét mig hafa peninga vikulega sem ég átti að láta duga fyrir reikningum. Hann gerði mér einnig ljóst að hann vildi ákveðið skipulag og rútínu á rekstri heimilisins. Þvottur var til dæmis þveginn á tilteknum dögum, aðra daga átti ég að þrífa og enn einn daginn að nota í bakstur. Á hverju hausti var soðin sulta, tekið slátur og saltað kjöt í tunnur. Svona hafði þetta verið á hans æskuheimili og hann vildi halda í hefðirnar. Ég kunni ekkert af þessu en var send í læri til tengdamömmu sem kenndi mér listirnar.
Alltaf ein
Þegar ég hugsa til baka var ég mjög einmana á þessum tíma. Tengdamamma leit greinilega á mig sem hálfgerðan bjána eða barn, í það minnsta talaði hún þannig
58 VIKAN
til mín og maðurinn minn hafði engan áhuga á samræðum. Hann kom heim til að þrífa sig, borða og hvílast og lá oftast inn í stofu og las blöðin fram að mat en hraut svo yfir sjónvarpinu þangað til tími var kominn til að fara inn í rúm. Ég reyndi stundum að tala við hann en gafst fljótt upp því hann var áhugalaus og annars hugar. Mjög fljótt fann ég líka að það borgaði sig að láta hann vera og þykjast önnum kafin á kvöldin því þá slapp ég frekar við að þurfa að eiga kynlíf með
„Kynlífið var ævinlega skylduverk og honum virtist alveg sama þótt ég væri fullkomlega áhugalaus og biði þess eins að hann lyki sér af.“ honum. Ég drollaði eins lengi og ég gat fram eftir til að meiri líkur væru á að hann væri sofnaður þegar ég kæmi inn. Eftir að drengurinn okkar fæddist missti ég tvisvar fóstur en tvítug var ég orðin tveggja barna móðir og við það að bugast. Í dag tel ég að fæðingarþunglyndi hafi þjáð mig eftir að dóttir mín fæddist en enginn virtist taka eftir því að mér leið stöðugt verr. Ég var hætt að þrífa mig, sinnti heimilinu eins lítið og ég komst upp með og svaf flesta daga meira og minna. Ég hafði fengið leiksskólapláss fyrir drenginn og eftir að hafa farið með hann á morgnana skreið ég upp í rúm aftur og
lá þar milli gjafa. Dóttir mín var vært barn sem vaknaði aðeins til að nærast og það hefur líklega bjargað mér. Ef hún hefði verið veik eða þurft meiri umhyggju hefði ég sennilega fengið taugaáfall. Björgun mín kom hins vegar úr óvæntri átt. Systir mannsins míns flutti úr sveitinni í bæinn og þurfti tímabundið á húsnæði að halda og bjó hjá okkur. Hún var glaðlynd, skemmtileg og hafði allt önnur viðhorf til lífsins en hinir í fjölskyldunni. Henni hafði tekist að brjótast undan ofurvaldi trúarskoðana foreldra sinna og ætlaði í háskóla. Enginn fjölskyldumeðlimur var hrifinn af þessu en þeir sættu sig við ákvörðun hennar. Hún varð vinkona mín og hvatti mig til að menntast eða skoða atvinnumöguleika, ekki loka mig af inni á heimilinu. Hún lánaði mér líka bækur sem voru gerólíkar því sem ég hafði áður verið að lesa og opnuðu mér nýja sýn á lífið.
Aukið sjálfstæði
Félagskapurinn við þessa nýju vinkonu varð líka til þess að ég reif mig upp úr mókinu og smátt og smátt fór þunglyndið að lagast. Þótt mér dytti enn ekki í hug að sækja um vinnu eða breyta öðru í daglegum venjum höfðu orð hennar og vera á heimilinu samt sáð einhverjum fræjum. Ég fór að leita meira eftir félagsskap utan heimilisins. Tók aftur upp samband við gamla vinkonu úr æsku og heimsótti mágkonu mína hvenær sem ég gat. Þegar dóttir mín fékk leiksskólapláss sagði ég manninum mínum að ég ætlaði
„Í dag veit ég aðeins eitt fyrir víst og það er að ég mun aldrei aftur láta aðra stjórna mér og aldrei framar vera í sambandi við mann sem ég elska ekki.“
að reyna að fá vinnu þótt ekki væri nema hluta úr degi. Hann var fúll í fyrstu en lét svo undan, enda var afkoma okkar ekkert of góð. Ég fékk vinnu við afgreiðslu í búð hálfan daginn og fór að bera út blöð á morgnana. Svona liðu árin og samband mitt við manninn varð æ daufara. Kynlífið var ævinlega skylduverk og honum virtist alveg sama þótt ég væri fullkomlega áhugalaus og biði þess eins að hann lyki sér af. Hann gerði aldrei tilraun til að gæla við mig eða láta vel að mér og við áttum fátt sameiginlegt. Eftir fimmtán ára sambúð gerði ég mér einn daginn ljóst að ég væri búin að fá nóg. Ég bað um skilnað. Það varð allt brjálað, bæði í hans fjölskyldu og minni. Mamma kom í vinnuna til mín og grátbað mig að endurskoða ákvörðun mína, tengdamamma hringdi og hellti sér yfir mig, pabbi spurði hvort ég vissi hvað ég væri að gera fjölskyldunni og bræður mínir tilkynntu mér að þeir ætluðu ekki að styðja mig fjárhagslega.
Aðstoð hjá sálfræðingi
Eina manneskjan sem stóð með mér var mágkona mín og tengdamóðir mín hætti að tala við mig þegar hún gerði sér grein fyrir að ég var ákveðin í að halda þessu til streitu. Móðir mín er vinkona hennar og skammar mig reglulega fyrir að hafa skilið við þennan góða dreng. Þetta mikla moldviðri var við það að buga mig þegar samstarfskona mín ráðlagði mér að fara og tala við sálfræðing. Það varð til þess að ég gerði mér smátt og smátt grein fyrir að ég
hafði verið beitt grófu ofbeldi, andlegu og kynferðislegu. Í dag er ég í litlu sambandi við fjölskyldu mína. Ég hef gert mér grein fyrir að þeirra tegund af kristni er ekki mín, enda gengur hún út á að kúga aðra en ekki kærleika. Maðurinn minn fyrrverandi hefur sennilega verið jafnfáfróður og ég í kynferðismálum en ég veit það nú að það er nauðgun að þrýsta fimmtán ára barni til að að hafa mök við sig og neyða sjálfan sig upp á konu sem er gersamlega áhugalaus. Það er ofbeldi að stjórna maka sínum og gera hann fjárhagslega háðan sér, ofbeldi að tala ekki við manneskju heldur eingöngu til hennar. Mér voru alla tíð gefin fyrirmæli, sagt hvernig ég ætti að hegða mér, hvað að gera og hvert að fara. Vilji minn var aldrei virtur og ég fékk ekkert tækifæri til að þroskast og dafna. Nú er ég hins vegar að reyna að kynnast sjálfri mér með hjálp fagfólks og þroska með mér sjálfstæðan vilja. Ég á tvö börn og ætla að reyna að mennta mig eitthvað til að geta skapað okkur betra líf. Í dag veit ég aðeins eitt fyrir víst og það er að ég mun aldrei aftur láta aðra stjórna mér og aldrei framar vera í sambandi við mann sem ég elska ekki.
VIKAN 59
Krossgáta 96
NAPUR
HÆRRA
SLEIKJA
TVEIR EINS
BÓK
DYGGUR
HAFNA
AFHENDING
EVRÓPULAND
ÞRÁSTAGLAST
TEMUR
SAGGI
HLJÓÐFÆRI FRÁ
JARÐEFNI
HVORT
MÆLIEINING
UNGT RÍKI Í N-AFRÍKU
HANGA
ÓSKIPT 1
HRÍNA
DEYÐA
BLAÐA DJAMM
MATS INNILEIKUR
ÁTT
SAMRÆÐA
REIÐUR
BRESTIR 6
BAKTAL
FJÚK
LÓÐ ÚTSKIPUN
STRENGJAHLJÓÐFÆRI
Í RÖÐ
EI
GUBB
ÍHUGA VÍNÓRAR
MARÐARDÝR MEGINATRIÐI
4
SÓT
REYNDAR
SNÖGGUR SKORÐAÐA
VÆTA
2
TUNNU FUGL
EINKENNI
BRAK
JAFNVEL
AÐ
YFIRBRAGÐ
NÁLÆGT SPYR
MÆTA
ÁFENGISBLANDA
ÁKEFÐ
ÓSIGUR
ANDLIT
ÓLÆTI
TALA
TEYGJUDÝR
GERVIEFNI
STUNDIR
FLÍK
FATAEFNI
BRODDUR
STROFF
ENDURBÆTA
NUDD
SPRIKL
TVEIR EINS
ELSKA
GLÓÐAR
KALDAKOL
SVELGUR
2
LYFTIST
3
Í RÖÐ
RÁS
3
4
Sendið lausnarorðið fyrir 28. september 2016, ásamt nafni ykkar og heimilisfangi, til Vikunnar, á vikan@birtingur.is eða í bréfi merktu: Vikan 35. tbl. 2016 Lyngási 17 210 Garðabæ
60 VIKAN
BEINT
PASSI
AFLI
1
ÓVILD
KVARSSTEIN
5
5
HRYGGUR
FISKUR
6
Krossgátuverðlaun
Krakkaskrattar
Lisa gegnir herþjónustu í Afganistan þegar hún fær símtal að heiman. Yngri systir hennar, hæfileikaríkur píanóleikari, hefur reynt að fyrirfara sér. Á leiðinni heim til Danmerkur rifjar Lisa upp bernsku sína á Jótlandi sem markað hefur allt líf hennar og systkina hennar þriggja. Þau voru samstillt í upphafi en þroskuðust í ólíkar áttir og nú er komið að uppgjöri og endurfundum. Höfundur: AnneCatharine Riebnitzsky.Útgefandi: JPV.
Vinningshafi í 33. tbl. 2016
Páll Eyjólfsson Laxakvísl 4 110 Reykjavík Lausnarorð: GLUPRA Páll fær senda bókina Sjóveikur í München sem JPV gefur út.
FORSÆTISRÁÐHERRAR
F A R L B B R R E G E E R A R S N M A
L R E U U U U T B K Y T E R A R U R R
U E S R R R Ð J M I L G S E S A G T E
R T E B H E R M A N N U A S A G F E S
B E N E A T U E T A S Y N A R E N R A
E F T N L E G R R E R N E N E G U A T
Finndu 15 orð af 16 þau eru lárétt og lóðrétt, á ská eða afturábak.
N V O D L N I E T G E J R T S E G S A
D A R O D G S T E K M E T R Þ S G E N
O S F F Ó A L E R F I R E O A I A N A
R E E E R R I N S A L D R S R N S A N
F A T S H E R E A R A S E E E R R R A
E N A T Ö S P R N V T A S N S A U E G
N N S E G E R G Í E T S A F E J M S E
G A E R U T E A I R Y N R Ö J B Í Y T
A H R E R N N N S T U A I T E A R G E
R Ó G S Ð A N A R Y I R E R T R G A R
E J A E U R A R A N N U G N A E N E T
S A R N R E R A D J U F N I N G I T I
T R A A A G E S A K N A R M I A E U G
A E S F R J S E R L R L A S N S T I U
R S T E F Á N T A Æ E Ó S E G A S O D
A E A R E D F R G E S E A K A T A P A
G T N S S E H A J E P E R A R A R A S
E G A T A R Y S K N T S A S A R N S T
BENEDIKT BJARNI BJÖRN DAVÍÐ EMIL GEIR GUNNAR HALLDÓR HERMANN JÓHANNA ÓLAFUR SIGMUNDUR SIGURÐUR STEFÁN STEINGRÍMUR ÞORSTEINN ATH! EITT ORÐANNA ER EKKI AÐ FINNA. HVAÐA ORÐ ER ÞAÐ?
SUDOKU-þrautir
VIKAN 61
mig dreymir Umsjón: Steingerður Steinarsdóttir / steingerdur@birtingur.is
milt hauströkkur Þjóðleg og skemmtileg kerti
Haustið hefur alltaf verið minn tími. Þótt sumarið sé gott er ekkert sem jafnast á við þungt rökkrið í mildu veðri á haustin. Náttúran er litfegurri en nokkru sinni fyrr, skólarnir komnir á fullt skrið og ný tíska skreytir blöðin. Þá er notalegt að láta sig dreyma um allt og ekkert.
Haustið er tími kertaljósanna og það er óskaplega gaman að raða upp alls konar kertum á bakka og tína fram alla kertastjaka heimilisins og lýsa upp kvöldmyrkrið með þessum fallegu ljósum. Vörurnar frá Heklu Íslandi eru óskaplega skemmtilegar. Hönnuðurinn dregur fram margt af því besta úr íslenskri náttúru og menningu og setur fram á einstakan hátt. Berjakertin passa líka svo vel á haustin.
Myndavél til að fanga minningarnar
Ekki fyrir svo löngu síðan lauk lífi fyrstu stafrænu myndavélarinnar sem ég eignaðist. Hún var lítil og ákaflega einföld en dugði mér mjög vel. Ég og vélar tölum alls ekki sama tungumál og mér líkar best við tæki sem sjaldan og lítið þarf að stilla. Helst myndi ég vilja að ekki væru fleiri en tveir takkar á hverju tæki en engu að síður vil ég að þau skili mér góðu verki. Mig langar óskaplega að eignast góða myndavél sem er einföld í notkun og eiginlega hugsar fyrir mig. Þessi fallega vél frá Canon er einmitt líkleg til að vera svo snjöll.
Hlýr og fallegur
Mér hefur alltaf fundist hausttískan einstaklega spennandi. Þá koma vönduð efni og klassísk snið aftur eftir rósótta þunna kjóla og stuttbuxur sumarsins. Dragtir og kjólar hafa líka alltaf höfðað til mín. Þessi kjóll frá Baum und Pferdgarten er mjög gott dæmi um það sem mér finnst best við hausttískuna. Sniðið er stílhreint, liturinn klassískur og efnið hlýtt og vandað. Það eru Ilse Jacobsen-búðirnar í Garðabæ og á Laugavegi sem selja vörur frá þessu danska hátískumerki.
Litríkar varir Góð bók
Haustið er líka tími lesturs. Mér fannst gaman í skóla og hlakkaði ævinlega til að byrja nám aftur eftir sumarfrí. Kannski finnst mér þess vegna svo nauðsynlegt núorðið að viða að mér mörgum og góðum bókum á haustin og leggjast í lestur. Nú hlakka ég sérstaklega til að lesa framhaldið af Framúrskarandi vinkona, Saga af nýju ættarnafni eftir Elenu Ferrante.
62 VIKAN
Ég kaupi mér gjarnan nýjan varalit á haustin. Bæði vegna þess að haustlínur snyrtivörufyrirtækjanna eru oft í ákaflega djúpum og fögrum litum en líka til að lífga upp á útlitið. Þegar litríku laufin eru öll fokin burtu með haustlægðunum og allar jurtir dánar er gott að hressa upp á útlitið með fallegum varalit en rauður er litur haustsins í ár eins og sést á þessum glæsilega lit úr haustlínu Chanel. Hann er mattur og heitir Rouge Vie.
Verð aðeins:
4.090.000 kr. Tivoli DLX | Fjórhjóladrif Dísel | Sjálfskiptur
Verð aðeins:
4.790.000 kr. Korando DLX | Fjórhjóladrif Dísel | Sjálfskiptur
Verð aðeins:
5.690.000 kr. Rexton DLX | Fjórhjóladrif Dísel | Sjálfskiptur | 7 manna
Reykjavík Tangarhöfða 8 590 2000
Reykjanesbær Njarðarbraut 9 420 3330
Bílaríki, Akureyri Glerárgötu 36 461 3636 Verið velkomin í reynsluakstur | Skoðaðu úrvalið á benni.is