Vikan 36. tbl 2016

Page 1

36. tbl. 78. árg. 29. september 2016 1695 kr.

Guðrún Hrund hannar falleg höfuðföt Nýtir eigin reynslu af hármissi

Kjúklingur með kúskús Steikt haustgrænmeti Grafin gæsabringa

Bætum samskiptin

Bleik tíska Innblástur fyrir heimilið af tískupöllunum

Ástrós Rut Sigurðardóttir trúir á kraftaverk

„Mikilvægast

að halda honum á lífi“ Stefna að brúðkaupi og barni á næsta ári

5 690691 200008

Börnin í Bláa

hnettinum



Leiðari

B I RT Í N G U R útgáfufélag

Lyngási 17, 210 Garðabæ, s. 515 5500

Útgefandi: Hreinn Loftsson Framkvæmdarstjóri: Karl Steinar Óskarsson Fjármálastjóri: Matthías Björnsson Yfirmaður hönnunardeildar: Linda Guðlaugsdóttir Yfirmaður ljósmyndadeildar: Aldís Pálsdóttir Dreifingarstjóri: Halldór Rúnarsson

Prentun: Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja

ERFISME HV R M

KI

U

Aðstoðarritstjóri: Guðríður Haraldsdóttir Blaðamenn: Helga Kristjánsdóttir, Hildur Friðriksdóttir, Íris Hauksdóttir, Ragnhildur Aðalsteinsdóttir. Ljósmyndarar: Aldís Pálsdóttir, Hákon Davíð Björnsson, Heiða Helgadóttir, Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir og Ólafur Magnússon Umbrot: Carína Guðmundsdóttir og Elísabet Eir Eyjólfsdóttir, Myndvinnsla: Guðný Þórarinsdóttir Próförk: Margrét Árný Halldórsdóttir, Ragnheiður Linnet Áskriftardeild: Hjördís Svan Aðalheiðardóttir. Auglýsingar: Ólafur Valur Ólafsson, Þórdís Una Gunnarsdóttir, Ásthildur Sigurgeirsdóttir og Hjörtur Sveinsson netf.: auglysingar@birtingur.is Skrifstofa: Ásgerður Margrét Þorsteinsdóttir, Guðrún Helgadóttir Dreifing: Halldór Rúnarsson og Davíð Þór Gíslason. Prentun: Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja.

141

776

PRENTGRIPUR

Tilkynna þarf uppsögn á áskrift fyrir 15. hvers mánaðar og tekur hún þá gildi í lok þess mánaðar.

Þjóðin vill breytingar Um þriðjungur Íslendinga fær krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Þetta er mikill fjöldi og eflaust þekkja langflestir úr hinum hópnum einhvern sem hefur fengið sjúkdóminn. Vikan hefur til margra ára sent frá sér eitt blað á ári helgað Bleiku slaufunni. Við höfum kynnst mörgum mögnuðum hetjum sem hafa sagt okkur sögu sína en sífellt verða meira áberandi þær raddir sem segja að kostnaðurinn við veikindin

Fleira efni tengt þessu málefni má lesa í blaðinu og meðal annars er viðtal við Guðrúnu Hrund Sigurðardóttur, fatahönnuð og fyrrverandi ritstjóra Gestgjafans. Hún hefur þrisvar greinst með krabbamein og jafnoft misst allt hárið í lyfjameðferðum. Hún tók þá ákvörðun í lok síðasta árs þegar hún greindist í þriðja sinn að nýta reynslu sína af hármissinum og stofna eigið fyrirtæki sem sérhæfir sig í höfuðfötum. Guðrún hefur goldið fyrir það að hafa þurft lyf seinnihluta

„... en sífellt verða meira áberandi þær raddir sem segja að kostnaðurinn við veikindin sé að sliga krabbameinssjúklinga. Ekki bara það, heldur fái íslenskir sjúklingar ekki nýjustu og bestu lyf vegna sparnaðar. sé að sliga krabbameinssjúklinga. Ekki bara það, heldur fái íslenskir sjúklingar ekki nýjustu og bestu lyfin vegna sparnaðar. Á meðan efnahagur landsins er sagður vera á stöðugri uppleið kemur það ekki fram í heilbrigðiskerfinu. Það er gríðarlegt áfall eitt og sér að veikjast en ekki aðeins fyrir þann veika, heldur einnig maka og aðra aðstandendur. Það vill þó oft gleymast. Forsíðukonan okkar, Ástrós Rut Sigurðardóttir, segir sögu sína í blaðinu en unnusti hennar veiktist alvarlega fyrir fjórum árum, þá aðeins 25 ára gamall. Líf þeirra snerist á hvolf þegar hann greindist en nú ætla þau að taka veikindin úr aðalhlutverki og setja lífið í fyrsta sæti. Þau ætla að gifta sig um mitt næsta sumar og vona að Ástrós verði þá komin með krúttlega kúlu.

Áskrifandi verður að tilkynna breytingar á heimilisfangi til Birtíngs á tölvupóstfangið askrift@ birtingur.is. Sé það ekki gert ábyrgist Birtíngur ekki að tímarit skili sér á rétt heimilisfang.

árs þegar lyfjaafgreiðslunefnd synjar um þau því allir peningar eru búnir. Er ekki löngu komið að því að snúa þessu við? Í þessu ríka landi okkar þarf að breyta forgangsröðinni til að allir þegnar þess njóti réttlætis og búi við góð kjör, sérstaklega þeir veiku sem okkur ber einfaldlega skylda til að hjálpa, en ekki þyngja byrðar þeirra, eins og gert er.

Guðríður Haraldsdóttir Aðstoðarritstjóri gurri@birtingur.is

Allur réttur áskilinn varðandi efni (texta og myndir). Öll notkun efnis, t.d. beinar tilvitnanir og endursagnir, er óheimil án skriflegs leyfis útgefanda. Sjá nánar um réttarvernd og gjaldskrá útgefanda á birtingur.is

Auglýsingar sími 515 5500 auglýsingar@birtingur.is Áskrift sími 515 5555 www.birtingur.is

steingerður steinarsdóttir

Ragnhildur hildur Aðalsteinsdóttir friðriksdóttir

ritstjóri steingerdur@ birtingur.is

Blaðamaður ragga@birtingur.is

Íris hauksdóttir

Blaðamaður Blaðamaður hildurf@birtingur.is irish@birtingur.is

Helga Kristjánsdóttir Blaðamaður & stílisti helgak@birtingur.is

VIKAN 3


Efnisyfirlit

viðtal

34 „Mikilvægast að halda honum á lífi“ Fyrir fjórum árum settu þau Ástrós Rut Sigurðardóttir og Bjarki Már Sigvaldason lífið á bið þegar Bjarki fékk krabbamein. Hann var þá 25 ára og hún árinu yngri. Í júní á þessu ári greindist hann í fjórða sinn, þar af í annað sinn með æxli í heila. Þótt veikindin hafi breytt framtíðardraumum unga parsins hafa þau nú ákveðið að setja lífið í fyrsta sæti og veikindin í annað og stefna að brúðkaupi og barneignum.

24

42

Forsíðumynd: Aldís Pálsdóttir Förðun, hár og stílisering: Helga Kristjáns Fatnaður: Selected Eftirtaldar vörur voru notaðar við forsíðumyndatöku: Miracle Cushion-farði, Belle De Teint-sólarpúður, Shine Lover-varagloss í lit 286, Grandiôsemaskari, allt frá Lancôme. Stök gerviaugnhár frá Nola.is. Hárvörur frá Moroccanoil. Förðunarburstar frá Real Techniques.

viðtöl

Matur

6 Margrét Eir Hönnudóttir söngkona ætlar að votta annarri frábærri söngkonu, Lindu Ronstadt, virðingu sína með tvennum tónleikum í október. 22 Aldís Amah Hamilton leikkona leyfir okkur að skyggnast í snyrtibudduna sína. 24 Regínu Ósk söngkonu finnst gaman að klæðast flíkum með sögu. 26 Kristján Skúlason brjóstaskurðlæknir segir frá starfsemi Brjóstamiðstöðvarinnar. 40 Helga Sigurrós Valgeirsdóttir á marga skemmtilega uppáhaldshluti. 28 Júlía Skarphéðinsdóttir eldar gómsætan mat. 42 Guðrún Hrund Sigurðardóttir nýtir eigin reynslu af hármissi og hannar falleg höfuðföt. 48 Iðunn Ösp Hlynsdóttir og Gunnar Kristjánsson leika aðalhlutverkin í Bláa hnettinum í Borgarleikhúsinu.

28 Kjúklingur með kúskúsi Kryddsoðinn lambaframpartur Steikt haustgrænmeti Grænt salat með íslenskum feta Grafin gæsabringa með balsamsveppum

Tískan 18 Bleikt og „bjútífúl“ 20 Steldu stílnum

Vikan á samfélagsmiðlum

Greinar 10 Á döfinni 12 Leikhúsumfjöllun: Sending 14 Bíókrítík: Bridget Jones 16 Nokkrar skemmtilegar myndir á RIFF 32 Hvernig tæklar þú erfiðar samræður? 46 Innanhússtíska 52 Þekktar konur og brjóstakrabbamein 54 Flott og gott 56 Stjörnuspá 58 Lífsreynsla 60 Krossgáta/orðaleit/sudoku 62 Ritstjórn dreymir um

Vikan

@vikanmagazine

@vikanmagazine

vikanmagazine

Við erum á facebook, Instagram, Twitter og snapchat. fylgist með því sem gerist á bakvið tjöldin. 4 VIKAN


Lindex-IS-Sept15-210x297-0X-Vikan-Séð og Heyrt.indd 1

2016-08-22 16:55


6 VIKAN


Sungið frá innstu hjartarótum

Texti: Steingerður Steinarsdóttir Mynd: Heiða Helgadóttir

Kraftmikil rödd Margrétar Eirar Hönnudóttur söngkonu hefur fyrir löngu heillað Íslendinga og hún á sér stóran aðdáendahóp. Í október ætlar hún hins vegar að votta annarri frábærri söngkonu virðingu sína en erfiður sjúkdómur hefur neytt þá konu til að hætta söng. Það er Linda Ronstadt sem um ræðir og Margrét hefur þegar glatt hóp aðdáenda hennar sem fagna því að lögin fái að hljóma að nýju.

L

inda var mjög áberandi og vinsæl á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Hennar tónlistarstefna er rokkskotin sveitatónlist. Lag hennar You‘re No Good náði svipuðum vinsældum meðal kvenna í ástarsorg og lag Gloriu Gaynor, I Will Survive. En hvernig kom það til að Margrét ákvað að heiðra þessa söngkonu á tónleikum? „Það er langt síðan að ég heillaðist af Lindu og röddinni hennar en hún bókstaflega söng sig inn í hjarta mitt,“ segir Margrét. „Ég þekkti alltaf lögin hennar og fannst þau rosalega flott en byrjaði kannski ekki að „hlusta” almennilega á þau fyrr en núna. Mér hefur alltaf fundist hún vera svo stórkostlegur túlkandi. Það er eitthvað einlægt og heiðarlegt við það hvernig hún syngur. Maður virkilega finnur til með henni og trúir henni alltaf. Þetta er eitthvað sem ég tek mér til fyrirmyndar þegar ég sjálf fer á svið.“ Þegar Linda tók upp gamlan smell Roy Orbisons og Joe Melson árið 1977 sló hann rækilega í gegn. Blue Bayou er

þrungið heimþrá og nostalgíu eftir því sem einu sinni var og rödd Lindu túlkar eftirsjánna einstaklega vel. Þetta lag varð eiginlega einkennislag hennar og það sem flestir þekkja. Margir eiga fallegar minningar tengdar þessu lagi og fleiri

„Maður virkilega finnur til með henni og trúir henni alltaf. Þetta er eitthvað sem ég tek mér til fyrirmyndar þegar ég sjálf fer á svið.“

smellum hennar. Á Margrét einhverjar slíkar? „Ég á svo sem ekki neinar sérstakar minningar hvað varðar lögin hennar, en ég er að búa þær til núna. Það hefur verið alveg ótrúlega gefandi fyrir mig að setja upp þessa tónleika. Ég var sem sagt með fyrstu tónleikana

síðasta vor og viðbrögðin sem ég fékk voru ótrúleg. Þetta virkilega snerti fólk. Margir sem komu langa leið til að hlusta, sem áttu margar minningar um lögin hennar. Ein stúlka sem sendi mér póst og var svo snortin yfir að hafa fengið að hlusta á lögin sem hún saknaði svo mikið. Við erum kannski með álíka raddir ég og Linda og þetta náði greinilega til hennar. Fyrir mig er þetta ómetanlegt og ég er virkilega þakklát fyrir svona gesti.“

Söngleikir og kántrí segja sögur

Sú tónlist sem Linda er þekktust fyrir er rokkskotin kántrítónlist og þú hefur mikið sungið söngleikjalög. Eiga þessir tveir tónlistarstílar eitthvað sameiginlegt? „Ég hef verið að spreyta mig á svona Folk and Country-tónlist með hljómsveitinni minni Thin Jim. Jökull, maðurinn minn, hefur verið að kynna mig fyrir þessari tónlist. Ég hef alltaf verið mikil textamanneskja og sögurnar sem fylgja þessum lögum eru alveg ótrúlegar. Viðfangsefni eins og ást, svik, drykkja,

VIKAN 7


„Ég ætla að heimsækja nokkra staði úti á landi með jólaprógrammið og það verður mjög látlaust og kósí.“

eftirsjá, öfund, biturð, fyrirgefning er eitthvað sem við þekkjum öll, höfum lent í eða upplifað í gegnum fjölskyldu eða vini. Höfundar eins og Bob Dylan, Townes Van Zandt, Joni Mitchell og Kris Kristofferson eru svo ótrúlegir pennar, þau setja saman texta sem að fara með mann djúpt inn að rótum hjartans. Góðar sögur er algjört konfekt fyrir söngvara alveg sama hvaða tónliststefnu þær tengjast við. Linda Ronstadt er reyndar mikil söngleikjamanneskja þannig að þar eru við líka roslega tengdar, eða ég segi bara svona,“ segir Margrét Eir og hlær. Búið er að skipuleggja tvenna tónleika með þessu efni. Hinir fyrri verða í Salnum í Kópavogi en þeir síðari á Græna hattinum á Akureyri. „Ég varð að fá að gera þetta prógramm aftur. Ég fann að það togaði í mig að fara til Akureyrar með þetta og hann Haukur hjá Græna hattinum er mikill Folk- og Country-maður. Það er frábær stemning á Græna hattinum fyrir svona tónlist. Ég fékk til liðs við mig góða músíkanta til að spila með mér og Guðrún Gunnarsdóttir deilir með mér áhuganum á þessari tónlist og hún var snögg að samþykkja að syngja með mér. Ég er líka með aukagestasöngvara. Ég er til í að halda marga tónleika í viðbót ef fólk vill,“ segir Margrét Eir og ákafinn og áhuginn leyna sér ekki. En hvað er annað fram undan hjá henni í vetur? „Fram undan eru hefðbundin skólastörf. Ég er að stýra og kenna í skólanum mínum MEiriskóla. Það er mjög skemmtilegt og krefjandi starf. Heldur mér á tánum bæði sem söngkonu og manneskju. Vel gæti verið að ég yrði með nokkra jólatónleika. Frostrósir voru partur af mínum jólum í rúmlega tíu ár og mér finnst gaman að auka hátíðleikann hjá fólki um jólin. Ég ætla að heimsækja nokkra staði úti á landi með jólaprógrammið og það verður mjög látlaust og kósí,“ segir Margrét Eir að lokum en hún hlakkar til að takast á við nándina og hlýjuna sem fylgir jafnt jólalögunum og tónlist Lindu Ronstadt.

8 VIKAN

Örlagasaga Lindu Ronstadt Ekki er langt síðan að björt rödd Lindu Ronstadt hljómaði daglega á ljósvakamiðlum, Blue Bayou, You‘re no Good, It‘s so Easy to Fall in Love og ótalmörg fleiri lög snertu strengi í hjörtum tónlistarunnenda um allan heim. Hún hafði svipuð áhrif á þá sem sátu heima í ástarsorg á áttunda áratug síðustu aldar og Adele nú. Parkinsonsjúkdómurinn hefur gert það að verkum að nú er þessi rödd þögnuð.

L

inda Marie Ronstadt fæddist 15. júlí 1946 í Tucson í Arizona. Foreldrar hennar voru vel stætt millistéttarfólk en pabbi hennar, Gilbert, rak vélaverslunina F. Ronstadt Co. Móðir hennar, Ruth Mary, var húsmóðir og rak heimili þeirra á sveitabæ utan við borgina með myndarbrag. Systkinin voru fjögur, tveir bræður og tvær systur. Annar bræðranna Michael var einnig virtur tónlistarmaður en hann lést nýlega úr krabbameini. Ronstadt-fjölskyldan á sér djúpar rætur í sögu Arizona-fylkis en forfeður Lindu voru landnemar þar en pabbi hennar er af þýskum, enskum og mexíkóskum uppruna en í æðum móðurinnar rann einkum hollenskt, þýskt og enskt blóð. Linda átti góða æsku á sléttunum en söngkonan Linda kom fram á sjónarsviðið í byrjun sjöunda áratugs síðustu aldar. Rokkuð sveitatónlist var um þær mundir að öðlast vinsældir og hún tók höndum saman við Bobby Kimmel og Kenny Edwards en þau mynduðu tríóið the Stone Poneys. Árið 1969 sendi hún frá sér sína fyrstu sólóplötu, Hand Sown – Home Grown. Þrátt fyrir að hún slægist í för með stjörnum eins og The Doors, Neil Young og Jackson Browne og væri opnunaratriði þeirra lét frægðin bíða ögn eftir sér. Það var ekki fyrr en árið 1974 þegar önnur

sólóplata hennar, Heart Like a Wheel, kom út að Linda Ronstadt skaust upp alla vinsældalista. Hún fékk Emmyverðlaunin fyrir hana en hefur síðan rakað inn ótal Grammy-verðlaunum, átt gullplötur og platínuplötur, komið fram í ótal sjónvarpsþáttum og hefur fengið inngöngu í Rock and Roll Hall of Fame. En nú er sem sagt þessi einstaka rödd þögnuð en Margrét Eir mun votta henni virðingu sína í Salnum í Kópavogi þann 7. október.


Heilbrigð þarmaflóra er lykillinn að góðri heilsu Léleg þarmaflóra getur valdið ýmiskonar meltingarvandamálum, uppþembu, erfiðum hægðum, sveppasýkingum, húðvandamálum og andlegri vanlíðan. Sýklalyf, neysla á sykri og unnum matvörum, mikil kaffidrykkja, álag og streita og fleiri lífsstílstengdir þættir geta raskað þarmaflórunni.

2 2 hylki a á dag kom nni þarmaflóru í lag!

6

T

ÚR

ULE

G T

T

G

NÁ T T •

milljarðar góðgerla

„Prógastró hefur gert kraftaverk fyrir fjölskylduna mína. Mæli heilshugar með því. Sonur minn var lengi slæmur í maga en eftir að hann fór að taka Prógastró reglulega öðlaðist hann nýtt líf.“ Lóló Rósinkranz, einkaþjálfari í World Class Sölustaðir: Apótek, heilsubúðir og heilsuhillur stórmarkaða og verslana.

RULE


á döfinni Umsjón: Íris Hauksdóttir / irish@birtingur.is

Upprisa – ákall

Listasafn Reykjavíkur vinnur nú að sýningu á verkum Yoko Ono sem verður opnuð í Hafnarhúsinu 7. október. Mörg verka listakonunnar verða til með þátttöku sýningargesta, bæði fyrir sýninguna og eins á meðan á henni stendur. Eitt verkanna, Upprisa, samanstendur af sögum kvenna sem orðið hafa fyrir hverskyns ofbeldi sem rekja má til þess að þær eru konur. Þátttakendur eru beðnir um að skrifa sögu sína og senda til safnsins ásamt ljósmynd af augum sínum.

Bleikur október Bleiki dagurinn hefur notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár í hinum bleika októbermánuði. Vikan hvetur alla landsmenn til að sýna samstöðu, klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi. Undanfarin ár hefur Félag íslenskra gullsmiða staðið fyrir samkeppni hjá sínum félagsmönnum í samstarfi við Krabbameinsfélag Íslands. Þessi samkeppni lukkast vel og margar fallegar og fjölbreyttar slaufur hafa litið dagsins ljós. Bleika slaufan er í ár hönnuð af þeim Lovísu Halldórsdóttur og Unni Eir Björnsdóttur og fer í sölu 1. október. Allur ágóði af sölu bleiku slaufunnar rennur til leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins. Á Facebook-síðu bleiku slaufunnar má finna skemmtilegan leik þar sem fólk er hvatt til að senda skemmtilegar bleikar myndir af sér, vinahópum eða vinnufélögum. Myndirnar verða svo birtar á síðunni sem og á vef bleiku slaufunnar, bleikaslaufan.is. Vikukonur hvetja svo sannarlega alla til að taka þátt og vekja um leið athygli á árveknisátaki bleiku slaufunnar og baráttunni gegn krabbameini hjá konum.

Spennandi snyrtivörur

Mikil eftirvænting ríkir fyrir opnun á snyrtivöruverslun NYX í Hagkaup í Kringlunni. NYX-verslunin mun bjóða upp á gríðarlegt úrval af hágæðasnyrtivörum á viðráðanlegu verði og því líklegt að förðunaráhugafólk hoppi hæð sína og flykkist í Kringluna þegar verslunin opnar þann fyrsta október næstkomandi. Margar af okkar uppáhaldsvörum koma frá vörumerkinu og því mælum við með því að lesendur okkar geri sér ferð í Kringluna í byrjun næsta mánaðar og kynni sér vöruvalið.


ŠKODA Octavia G-TEC

Fyrir náttúruna og veskið

Þú kemst lengra en borgar minna ŠKODA Octavia G-TEC sameinar kosti metans og bensíns; þú nýtir íslenska orku og lækkar eldsneytiskostnað um allt að 35%. Með metantank og 50 lítra bensíntank kemstu ótrúlega langt án þess að fylla á og svo færðu líka frítt í stæði. Komdu og reynsluaktu ŠKODA Octavia G-TEC.

t nú G-Tec fæs kiptur! lfs einnig sjá

Verð frá aðeins:

3.350.000 kr. Sjálfskiptur frá aðeins: 3.550.000 kr. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði

www.skoda.is


Leikhús

Óvænt sending á Nýja sviðinu Leikritið Sending eftir Bjarna Jónsson var frumsýnt fyrr í mánuðinum en verkið sem er rammíslenskt var fyrsta frumsýning Borgarleikhússins þetta leikárið.

Texti: Íris Hauksdóttir

V

erkið gerist á Vestfjörðum fyrir um þremur áratugum en leikmyndin sem rammar inn hugarheim aðalpersónanna, barnlausu hjónanna Róberts og Helgu, er í höndum Gretars Reynissonar og fangar fantavel óhugnanlegt eldhúsdramað sem ber fyrir augu áhorfenda. Tónlistin gegnir jafnframt veigamiklu hlutverki í framvindu verksins en hún er í höndum Guðmundar Vignis Karlssonar. Lýsing Björns Bergsteins Guðmundssonar setur svo punktinn yfir i-ið þegar kemur að þessari martraðakenndu mynd sem lifnar við á Nýja sviðinu í leikstjórn Mörtu Nordal. Höfundur verksins byggir söguna að miklu leyti á skýrslu Breiðavíkurdrengjanna og birtir áhorfendum heim barna sem send hafa verið í vist. Umfjöllunarefnið nístir því inn að beini og skín stjarna yngsta leikarans, Árna Arnarssonar, skært í sýningunni. Sagan segir frá hjónunum Helgu og Róbert og gerist öll á heimili þeirra, nánar

12 VIKAN

tiltekið í eldhúsinu þar sem átök vakna og fortíðardraugar gera vart við sig. Fölgræn eldhúsinnréttingin vekur hugrenningatengsl við rotnun en skáparnir gegna jafnframt hlutverki minninga, hugsana og annarra óuppgerðra mála sem læst hafa verið inni eða þögguð. Róbert hefur ekki gert upp barnsár sín og þvertekur þar af leiðandi fyrir að ganga barni í föðurstað. Hann veður áfram með

hinnar vonsviknu eiginkonu var jafnframt stórgóður. Að mínu mati bar Kristín Þóra höfuð og herðar yfir annars góða meðleikara sína og náðu átakanlegar tilfinningar hennar hámarki í lokaatriði leikritsins. Einlæg og falleg samtöl hennar við litla drenginn voru jafnframt vel unnin. Hilmar Guðjónsson fór með hlutverk Antons, æskuvinar Róberts, og var frábær sem slíkur. Undir gamansömum tilburðum hans kraumaði alvaran sem

Fölgræn eldhúsinnréttingin vekur hugrenningatengsl við rotnun en skáparnir gegna jafnframt hlutverki minninga, hugsana og annarra óuppgerðra mála sem læst hafa verið inni eða þögguð. þvermóðsku og stjórnsemi í fyrirrúmi og vonir og draumar konu hans, sem þráir að verða móðir, skipta hann litlu. Dag einn berst óvænt sending að sunnan sem veldur miklum átökum í lífi hjónanna. Þorsteinn Backmann fer með burðarhlutverk sýningarinnar og fer afskaplega vel með sjálfumglaða sjómanninn Róbert. Kúgunartaktar hans voru sannfærandi og fullvissan um eigið ágæti allsráðandi. Samleikur hans og Kristínar Þóru Haraldsdóttur sem fór með hlutverk

var í raun gegnumgangandi þema þessa natúralíska verks sem er bæði vel skrifað, spennandi og úthugsað. Elma Stefanía Ágústsdóttir fór með lítið hlutverk Maríu barnaverndarkonu og hefði mátt fá meira kjöt á sín handritarbein. Í heildina litið er Sending fantaflott sýning sem birtir okkur nístandi veruleika heimilslausra barna. Áhorfandinn nær smám saman að skilja hvaða fortíðardraugar sækja á sjómanninn því bjargarlausi drengurinn virðist tengjast honum á dularfullan hátt.



Kritík

„Þarna þekki ég þig, Bridget!“ Bridget Jones‘s Baby

Kannski fer Bridget Jones kvikindislega í taugarnar á þér, kannski ekki – og það eitt ákvarðar svolítið hvaða áhrif endurkoma hennar hefur á þig. Mér finnst alls ekki erfitt að skilja aðdráttarafl hennar. Hún er gölluð en samt svo elskuleg og stundum hægt að tengja við hana en ekki fer á milli mála að Renée Zellweger hafi sett sinn svip á hlutverkið, rullu sem sópaði til sín bæði Óskars- og BAFTA-tilnefningu.

Texti: Tómas Valgeirsson, biofikill.com

Z

ellweger hefur legið í talsverðum dvala sem leikkona síðustu árin en eftir að sumar bíómyndirnar hennar, svo sem New in Town, Case 39, Leatherheads og My One and Only, fengu annaðhvort slaka aðsókn eða vonda dóma, stundum hvortveggja, er það kannski skiljanlegt. Sjálfur hef ég aldrei verið mikill aðdáandi hennar en hins vegar hefur mér þótt hún brjálæðislega heillandi í tveimur tilteknum myndum. Önnur þeirra er hin vanmetna Down with Love og hin er Bridget Jones‘ Diary. Því er of snemmt að segja hvort eða hversu mikið hennar hefur verið saknað en eitthvað er nú hressandi að fá hana aftur hér, eflaust vegna þess að Bridget Jones‘s Baby gefur fyrstu myndinni mjög lítið eftir. Hún er stórvel heppnuð, skemmtileg og heillandi viðbót (eða sárabót?) í seríuna eftir gæðahrapið sem einkenndi fyrri framhaldsmyndina frá 2004. Titilpersónan er stigin inn á fimmtugsaldurinn. Hún er nú einhleyp, á fullu í ræktinni og gengur vel í vinnunni sem framleiðandi hjá sjónvarpsstöð. Eftir óvænta, ástríðufulla nótt með fyrrverandi, Mark, dúkka upp gamlar tilfinningar, jákvæðar og neikvæðar. Stuttu síðar tekur lífið snöggan kipp þegar Bridget kemst að því að hún er ólétt. Vandinn er að hún hafði skömmu áður átt sambærilega heita nótt með heillandi Ameríkana að nafni Jack og er því ekki alveg viss um hvor er pabbinn. Bridget er enn sami aulinn og við

14 VIKAN

kynntumst fyrst, en einlægnin og húmorinn heldur lífinu í henni. Zellweger lætur fara þægilega um sig og smeygir sér áreynslulaust í hlutverk breska ruglukollsins eftir öll þessi ár. Henni til stuðnings er auðvitað litríkur og viðkunnanlegur hópur aukaleikara, nýir og kunnuglegir, og taumur leikstýrunnar Sharon Maguire sem sá einnig um fyrstu myndina. Maguire heldur góðu jafnvægi á farsaganginum og einlægum persónuaugnablikum. Í síðustu mynd var reynt að gera hvortveggja en myndin tapaði sér örlítið of mikið í aðstæðum sem betluðu eftir dósahlátri og vissum endurtekningum, en í Bridget Jones‘s Baby – sem er sú lengsta í þríleiknum – hitta aðstæður og brandarar oftar en ekki í mark.

Hugh Grant sýndi þessari mynd engan áhuga, enda ekkert pláss fyrir hann, eða hvað? Patrick Dempsey hleypur f ínt í skarðið fyrir hann og ágætt að sjá Bridget með valkvíða út af tveimur ljúfmennum til tilbreytingar. Dempsey kveikir á þeim stillingum sem hann getur til að bræða sem flesta. Sagan reynir líka að mjólka alla þá óvissu sem hægt er úr giskleiknum. Vissulega er niðurstaðan fyrirsjáanleg, en Maguire leikur sér smávegis að væntingum og mótar skemmtilegt keppnisskap hjá mönnunum út þessa óvenjulegu meðgöngu. Segjast verður þó að enginn stelur senunni meira en Emma Thompson sem fæðingarlæknir Bridget. Jú, sumir brandararnir dragast eilítið á langinn en Bridget Jones‘s Baby heldur umfram allt notalegum dampi og vann mig algjörlega á sitt band með sjarma sínum. Bæði tekst manni að hlæja að Bridget og með henni. Ánægjulegt var að sjá hana enda á háum nótum aftur og þurfa ekki að ranghvolfa augum oft yfir henni. Að sjá þessa persónu taka næsta stóra skref í lífinu má líkja við góðan huggunarmat. Fyrir aðdáendur seríunnar

„... Bridget Jones‘s Baby gefur fyrstu myndinni mjög lítið eftir. Hún er stórvel heppnuð, skemmtileg og heillandi viðbót (eða sárabót?) í seríuna eftir gæðahrapið sem einkenndi fyrri framhaldsmyndina frá 2004.“ Talandi um Mark ... Colin Firth er enn þrælskemmtilegur sem Darcy, yndislega þurr, sem með hverri lotu hefur leyft sér að draga aftar prikið úr sitjandanum. Þróun hans og í raun flestra þrífst á útgeislun leikaranna og á meðan kemistrían á milli hans og Renée skilar sér, er lítið út á að setja. En bíómynd með Bridget Jones væri ekki „hún sjálf“ ef konan væri ekki með tvo ólíka menn í takinu.

er þetta eins og að heilsa upp á góða vini aftur og ég viðurkenni sjálfur að ég saknaði þeirra meira en ég bjóst við. Stundum, en aðeins stundum, er mjúkur Hollywood-sykurpúði bara nákvæmlega það sem við þurfum, tala nú ekki um þegar hann er svona f ínt grillaður.

HHHHH


Pítsusamkeppni Gestgjafinn, Wewalka og Gott í matinn efna til samkeppni um bestu pitsuna. Skilyrðin eru að nota tilbúið pitsudeig frá Wewalka og ost að eigin vali frá MS.

.1 verðlaun

.2 verðlaun

.3 verðlaun

Gjafabréf frá Icelandair að verðmæti 100.000 kr. Gjafakort frá Hagkaup að verðmæti 50.000 kr. Ostakarfa frá Gott í matinn og 12 mánaða áskrift að Gestgjafanum.

Gjafakort frá Hagkaup að verðmæti 30.000 kr. Ostakarfa frá Gott í matinn og 6 mánaða áskrift að Gestgjafanum.

Gjafakort frá Hagkaup að verðmæti 20.000 kr. Ostakarfa frá Gott í matinn og 3 mánaða áskrift að Gestgjafanum.

Senda þarf inn nákvæma uppskrift ásamt mynd á hanna@birtingur.is fyrir 14. október. Við veljum 6 bestu uppskriftirnar, bökum í eldhúsi Gestgjafans og kjósum í fyrstu 3 sætin. Dómnefndin verður skipuð ritstjórn Gestgjafans og valinkunnum gestadómurum. Gefnar verða einkunnir fyrir bragð, áferð frumleika og útlit. Verðlaunauppskriftirnar verða svo birtar í kökublaði Gestgjafans.


kvikmyndir Umsjón: Hildur Friðriksdóttir / hildur@birtingur.is

Kommúnan

Friður og mannréttindi á kvikmyndahátíð Í lok september verður RIFF-hátíðin sett í þrettánda skipti. Hátt í 70 myndir eru sýndar í aðalflokkum hátíðarinnar, auk fjölda stuttmynda og sérsýninga, og koma þær frá 47 löndum. Þemað í ár er friður og mannréttindi og umfjöllunarefni margra þeirra tengist vangaveltum um frið á einn eða annan hátt. Opnunarmyndin er eftir leikstjórann og handritshöfundinn Sólveigu Anspach. Hún bjó og vann í Frakklandi stærstan hluta ævi sinnar. Ein þekktasta mynd Sólveigar, Haut les Coeurs, frá árinu 1999 er átakanleg saga barnshafandi konu sem uppgötvar að hún er með brjóstakrabbamein. Því miður urðu það einnig örlög Sólveigar að fá sjúkdóminn en hún lést í ágúst árið 2015.

Sundáhrifin The Together Project er síðasta kvikmynd Sólveigar Anspach og lokið var við myndina eftir að hún lést. Þegar Samir, hávaxinn fertugur kranamaður sér Agöthu á kaffihúsi er það ást við fyrstu sýn. Samir kemst að því að Agatha er sundkennari í Montreuil. Hann þykist vera ósyndur og skráir sig á sundnámskeið. Eftir aðeins þrjár kennslustundir kemst upp um lygina einmitt þegar hún er að verða hrifin af honum.

Agatha afskrifar Samir og lítur á hann sem mann sem vill bara fá hana í rúmið. Agatha er valin til að vera fulltrúi síns héraðs á tíundu alþjóðlegu sundkennararáðstefnunni á Íslandi. Samir, blindaður af ást, eltir hana, staðráðinn í að sanna virði sitt. Spaugileg og einlæg hetjusaga sem kitlar hláturtaugarnar hefst. Myndin vann til verðlauna í Directors’ Fortnight-flokknum á kvikmyndahátíðinni í Cannes.

InnSæi

The Sea Within, er heimildamynd um leit inn á við, vísindi, náttúru og sköpun. Það þarf að læra að hugsa á nýjan hátt til að fylgja þróun heimsins. Sextíu og fimm prósent barna í framtíðinni verða að sinna störfum sem enn hafa ekki verið fundin upp. Tölfræðin sýnir að þunglyndi verði trúlega aðalsjúkdómsvaldurinn í vestrænum heimi árið 2020. Ofþreyta, 16 VIKAN

Sögusviðið í Kollektivet er Kaupmannahöfn á 8. áratugnum. Erik og Anna eru fræðimenn sem stofna kommúnu í risastóru einbýlishúsi Eriks ásamt dóttur sinni Freju. Sagan hverfist um þessa litlu fjölskyldu en okkur er boðið að taka þátt í húsfundum, kvöldmat og veislum. Ástin og samheldnin taka breytingum þegar nýtt ástarsamband veldur óróa og leggur stærstu þolraunina til þessa á þetta litla samfélag hugsjónafólks. Myndin byggir á samnefndu leikriti leikstjórans Thomas Vinterberg. Myndin hlaut Silfurbjörninn í Berlín.

Dýrafræði

Kvikmyndin Zoology segir frá Natöshu sem er miðaldra starfsmaður í dýragarði. Hún býr enn heima hjá mömmu sinni í smábæ. Hún berst fyrir sjálfstæði en þarf að þola óvenjulegt líf og slúður. Hún er föst í sama fari þar til dag einn ... að vex á hana hali. Í fyrstu skammast hún sín en ákveður svo að nýta þessa breytingu sem tækifæri til að endurskilgreina sjálfa sig sem manneskju og sem konu. Hún fær aðgang að lífi sem hún þekkti ekki áður, hún byrjar samband við karlmann sem finnst hún vera aðlaðandi, hún fer út og leyfir sér að gera sig að fífli svona einu sinni. En svo lýkur þessu seinna kynþroskaskeiði og Natasha þarf að velja á milli raunveruleikans og tálsýnar. Myndin hlaut verðlaun á Karlovy Vary.

Birtingarmynd ofbeldis

Einn af heiðursgestum hátíðarinnar í ár er Deepa Mehta sem gerði kvikmyndina The Anatomy of Violence. Hún segir frá einum alræmdasta glæp sem framinn hefur verið á Indlandi. Í desember árið 2012 fór 23 ára gömul kona inn í strætó í Delhi ásamt vini sínum. Mennirnir sem fyrir voru í vagninum, fimm farþegar og vagnstjórinn nauðguðu allir konunni, lömdu vin hennar og hentu þeim út á götu. Konan dó af sárum sínum tveimur vikum síðar. Í myndinni er staðreyndum og skáldskap blandað saman og hún knúin áfram af tilfinningaþrunginni reiði. Myndin verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í september.

einbeitingarleysi og ofbeldi er orðið samofið menningu okkar á sama tíma og við höfum misst tengslin við náttúruna. Í myndinni hittum við fyrir nafntogaða hugsuði, vísindamenn, listamenn og andlega leiðtoga með róttækar hugmyndir um hvernig við eigum að endurskilgreina hugsun okkar. Breytingar gerast innra með okkur.


VIÐHELDUR UNGLEGUM LJÓMA

NÝTT

CELLULAR PERFECT SKIN Vinnur gegn hrukkum og viðheldur unglegum ljóma húðarinnar. Byltingarkennd formúla með magnolíu þykkni sem eykur mótstöðukraft frumanna gegn stressi og Lumicinol sem dregur úr myndun húðbletta.


Acne Studios, 38.315 kr.

Zara , 9.9 95 k r.

Tíska

Húrra Reykjavík,

34.990 kr.

Bleikt og „bjútífúl“ Í tilefni Bleiku slaufunnar erum við í stelpulegu stuði og fallnar fyrir öllu bleiku og fallegu. Flíkur og fylgihlutir í fölum bleikum tónum eru nútímlegir og töff og lausir við væmni. Umsjón: Helga Kristjáns

Lindex, 2.875 kr.

18 VIKAN

Zara, 7.995

Zara, 6.995 kr.

Eitt af uppáhaldsilmvötnunum okkar, BONBON, kemur úr smiðju Victor & Rolf og er í ótrúlega fallegum umbúðum, eða bleikri slaufu.

kr.

Lindex, 7.675 kr.

Next, 2.790 kr.

Red Valentino.


Zara, 1.49 5 kr.

Couture Creator, Essie.

Alice + Olivia

Zara, 4.495 kr.

Stella McCartney, 5.655 kr. 3.720 kr.

Zara, 16.995 kr.

Zara

, 6.9

95 k

r.

, 44.035 kr.

Undirföt sem Stella McCartney hannaði í fagurbleikum lit til að styðja við baráttuna gegn brjóstakrabbameini.

Húrra Reykjavík, 18.990 kr.

Zara, 6.995 kr.

Alice + Olivia, 31.690

kr.

Kápa, Geysir, 47.800 kr.

Gu

cc

i, 8

6.

21 0

kr .

Húrra Reykjavík, 9.990 kr.

Chloé, 75.355 kr.

VIKAN 19


Tíska

STELDU STÍLNUM

Gamalt verður nýtt

Vero Moda, 10.990 kr.

Zara, 6.995 kr.

Zara, 22.995 kr.

Balenciaga

Zara, 19.995 kr.

Zara, 7.995 kr.

20 VIKAN


Topshop, 6.790 kr.

Zara, 9.995 kr.

Vetements

Gallaflíkur spila stóru rullu á hausttískusýningarpöllunum í ár. Góðu fréttirnar eru að flestar okkar eiga eins og einn gallajakka en hér höfum við tvær skemmtilega ferskar útfærslur á stíliseringu frá tískuhúsunum Vetements og Balenciaga.

Zara, 11.995 kr. Zara, 6.995 kr.

Umsjón: Helga Kristjáns

VIKAN 21


Punt&pjatt

Kaupir ekki vörur sem prófaðar eru á dýrum Aldís Amah Hamilton er ung og efnileg nýútskrifuð leikkona en í vetur leikur hún konu Óþellós í samnefndu leikriti. Samhliða leiklistinni hefur Aldís unnið sem flugfreyja hjá Icelandair og er því með mörg járn í eldinum. Við fengum að skyggnast í snyrtibuddu þessarar fögru freyju en það er henni hjartans mál að kaupa einungis förðunarvörur sem ekki eru prófaðar á dýrum.

22 VIKAN


Hver er fyrsta snyrtivaran sem þú manst eftir að hafa keypt? Það var örugglega einhver gloss frá Body Shop, ég var mikill aðdáandi þeirra á yngri árum. Ég held ég hafi byrjað að mála mig af einhverri alvöru í kringum 14 ára aldur. Þá voru þau rosalega mikið í tísku! Ef þú mættir bara velja eina förðunarvöru, hver væri hún? Hyljari. Ég get vel verið farðalaus alla daga en ef ég verð að gera eitthvað við andlitið á mér þá hyl ég rauða bletti, sérstaklega í kringum nefið. NARShyljarinn minn á sérstakan stað í veskinu mínu. Hvaða snyrtivöru kaupirðu alltaf þegar þú ert í útlöndum? Ég kaupi reyndar allar mínar snyrtivörur í útlöndum þannig að það er undantekning ef það er öfugt. Ef ég kaupi mér vöru á Íslandi þá er það eitthvað frá Benecos, t.d. naglalakk eða varalitur. Ég hef mjög góða reynslu af hvoru tveggja! Hvaða leyndu snyrtivöruperlu er hægt að finna úti í stórmarkaði? Varalitina frá Burt’s Bees. Þeir minna svolítið á varasalva með sterkum lit sem er frábært ef maður er með þurrar varir. Ég nota minn villt og galið þegar ég flýg þar sem mér finnst mattir litir oft verða ljótir í þurra loftinu. Lituðu varasalvarnir þeirra eru líka æðislegir og lykta svo vel. Hver er þín helsta fegurðarfyrirmynd? Engin ein. Ef ég sé einhvern með fallega förðun sem ég vil prófa geri ég það bara. En ég horfi mikið til Suður-Kóreu þegar kemur að léttri og náttúrulegri förðun. Maskari, kinnalitur og litaður varasalvi er mjög algengt á konum þar. Hver eru þín stærstu fegurðar/förðunarmistök? Að dýfa andlitinu á mér ofan í meikdollu sem táningur. Við þurfum mörg að fara í gegnum þann farsa. Hvað ertu ánægðust með í eigin útliti? Stundum er það eitt og stundum annað. Þessa dagana og eftir því sem ég eldist passa ég mig á því að hugsa fallega til sjálfrar mín og passa að vera þakklát fyrir það sem ég er ánægð með og læra að meta „gallana“. Það hefur verið verkefnið síðustu mánuði. Þannig að ég ætla að segja ALLT! Áttu uppáhaldsnaglalakkalit? Já! Hvítglær litur frá Benecos. Ég veit ekki nafnið en hann er ekki alveg glær og ekki með glimmeri. Tvær umferðir af honum láta neglurnar líta út eins og fallegustu gelneglur og ég fæ reglulega hrós fyrir neglurnar þegar ég nota hann. Hver er uppáhaldsfarðinn þinn? Farði frá Bare Minerals hefur slegið í gegn hjá mér ef ég vil farða sem hylur og endist vel. Ég nota hann gjarnan ef ég ætla að tjútta. En almennt nota ég bara hyljarann minn. Hvert er nafnið á uppáhaldsvaralitnum þínum? Hann heitir Pink Honey frá

Benecos. Ég mæli með varalitunum frá þeim þar sem þeir eru náttúrulegir og lausir við óæskileg aukaefni (samkvæmt minni rannsókn). Þessi ákveðni litur er eins og varasalvi og ofsalega fallegur. Hann er beige á litinn sem er mikið í tísku þessa dagana.

rosalega góð en ég veit ekki hversu góð innihaldsefnin í henni eru. Því hvet ég áhugasama til að skoða innihaldið fyrst ef fólk hefur viðkvæma húð eða er umhugað um hvað það setur á húðina og augun. W7 vörur fást í Nettó og eru nýkomnar til landsins held ég.

Hver er besta ilmvatnslykt sem þú hefur fundið? La Chasse Aux Papillons (L’Artisan Parfumeur) er himnesk.

Áttu uppáhaldsvefsíðu tengda förðun og tísku? Ekki lengur. Ég eyddi miklum tíma á YouTube þegar förðunargúruæðið var bara rétt að byrja um 2007. Þá var Michelle Phan mér mikill innblástur en núna veit ég hvaða förðun hentar mér. Ég prófa hins vegar eitthvað nýtt þegar ég sé vinkonur mínar mála sig rosalega vel. Ég nota reyndar síður á borð við My Beauty Bunny til að komast að því hvort vara er „cruelty free“, eða laus við dýraníð. Mér finnst PETA-síðan ekki jafngóð.

Hvaða vörur notarðu á húðina og hvað finnst þér hafa gert gæfumuninn? Ég er mikill Body Shop-aðdáandi og nota til dæmis Youth Serum tvisvar sinnum á dag frá þeim ásamt Charcoal-maskanum þrisvar sinnum í viku. Ég byrjaði bara nýlega að nota þessar vörur og er mjög ánægð með þær. Svo enda ég alltaf á Akvósum-kremi frá Gamla apótekinu og set jafnvel kókosólíu yfir. Andlitið á mér er eyðimörk. Skærar varir eða smokey? Smokey augu. Alltaf. Skær varalitur er bara ströggl finnst mér. Áttu þér uppáhaldsaugnskuggapallettu? Naked 2-pallettan finnst mér mjög falleg. Ég týndi henni og keypti mér ódýra í staðinn frá W7 sem er mjög svipuð (má jafnvel kalla hana eftirhermu). Hún er

Áttu einhver góð förðunarráð í lokin? Ég hvet áhugasama til þess að skoða myndbönd á Netinu til að finna út hvaða stíll og förðun heillar og prófa sig áfram! „Trial and error“ er besta leiðin að mínu mati. Svo skemmir ekki að hugsa vel um húðina með því að þrífa hana og næra vel á milli förðunar. Svo er bara að skoða vel hvað er verið að setja framan í sig því húðin kemur til með að draga efni í sig. Og að sjálfsögðu er best að kaupa dýraníðslausar vörur!

VIKAN 23


Umsjón: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir Myndir: Hákon Davíð Björnsson

Minn stíll

24 VIKAN

„Nýjustu kaupin mín eru geggjaðar sokkabuxur sem ég keypti í Stellu, Bankastræti en þar er ótrúlegt úrval af alls konar sokkabuxum. Ég geng mjög sjaldan í buxum og þá er gott að eiga alls konar sokkabuxur, ekki bara svartar. Svo er ég alltaf að kaupa mér kjóla til að koma fram í og þá verður yfirleitt verslunin Kjólar og konfekt fyrir valinu.


Fullt nafn: Regína Ósk Óskarsdóttir. Aldur: 38. Starfsheiti: Söngkona og söngleiðbeinandi. Maki: Sigursveinn Þór Árnason. Börn: Aníta, 14 ára, Aldís María, 7 ára, og Óskar Árni, 2 ára. Stjörnumerki: Bogmaður. Áhugamál: Tónlist, hreyfing og að fara út að borða. Á döfinni: Alltaf nóg að gera við að syngja og kenna fólki á öllum aldri söng.

„Uppáhaldsfylgihluturinn þessa dagana er belti frá Andreu en það er hægt að poppa ýmislegt upp með því og gera það svalt.“

„Gaman að klæðast flíkum með sögu“ Söngkonan Regína Ósk Óskarsdóttir syngur út um allar trissur ásamt því að stýra Söngskóla Maríu Bjarkar. Hún segist heppin með verkefni og verði til dæmis með skemmtun á jólahlaðborði Hótel Sögu sem hefst í nóvember. „Stíllinn minn er kvenlegur og svartur og mér finnst alltaf gaman að klæðast fötum með einhverja sögu,“ segir Regína. Hún verslar helst í VILA og Vero Moda og svo bara þar sem hún sér eitthvað flott. „Í augnablikinu dreymir mig um að eignast hlýja og góða úlpu og að mínu mati þurfa allar konur að eiga svartan stuttan kjól og flotta hælaskó.“

„Ég skipti alltaf fataskápnum mínum í föt sem ég kem fram í og svo föt sem ég er í dags daglega. Núna er uppáhaldsflíkin jakkakápa úr VILA frá merkinu Object sem er eitt af mínum uppáhalds. Ég keypti hana í Kaupmannahöfn í apríl á þessu ári. Svo á ég nokkra uppáhaldskjóla sem eru búnir að fylgja mér lengi, til dæmis svartur pallíettukjóll sem ég keypti í Rokki&Rósum.“ VIKAN 25


Texti: Hildur Friðriksdóttir Myndir: Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Þverfagleg vinna og persónuleg þjónusta Í byrjun árs 2015 var Brjóstamiðstöðin stofnuð en hún er nú starfandi í húsnæði Klíníkurinnar í Ármúla. Að stofnun þessarar einingar stóðu þeir Kristján Skúli Ásgeirsson brjóstaskurðlæknir og Rógvi Winthereig Rasmussen brjóstaröntgenlæknir. Við náðum tali af Kristjáni Skúla og spurðum hann út í starfsemina.

Í

Brjóstamiðstöðinni vinnur sérhæft teymi sérfræðinga að greiningu, skurðmeðferð og eftirliti kvenna með mein í brjóstum, en auk Kristjáns Skúla og Rógva starfa þar Fjóla Viggósdóttir brjóstahjúkrunarfræðingur og Birna Garðarsdóttir geislafræðingur, með sérhæfingu í myndgreiningum brjósta. „Við leggjum áherslu á þverfaglega vinnu og reynum að veita góða og persónulega þjónustu. Við Rógvi höfum sett okkur það markmið að koma á fót vest-norrænni brjóstamiðstöð, það er

26 VIKAN

eina einingu sem myndi sinna konum á Íslandi, Færeyjum og Grænlandi á þessu sviði,“ segir Kristján Skúli. Hugmynd þessa hafa þeir kynnt víða í þessum löndum við góðar undirtektir og sjá sér tækifæri til að láta þennan draum verða að veruleika á næstu árum en húsnæðið og aðstaðan sem þeir hafa byggt upp í Ármúla er í raun sérhönnuð með þetta markmið í huga. Nú þegar hafa allar skurðaðgerðir færeyskra brjóstakrabbameinssjúklinga undanfarið ár verið framkvæmdar í Brjóstamiðstöðinni.

Kristján Skúli er sem áður segir brjóstaskurðlæknir. Auk þess að sinna greiningu og framkvæma skurðaðgerðir á konum með góðkynja og illkynja mein í brjóstum hefur hann sérstaklega sérhæft sig í uppbyggingu og lagfæringaraðgerðum á brjóstum, meðal annars þeirra sem hafa gengist undir aðgerðir vegna brjóstakrabbameins. „Enn fremur hef ég haft sérstakan áhuga á fræðslu, ráðgjöf, stuðningi og framkvæmd áhættuminnkandi brjóstnámsaðgerða og brjóstauppbygginga hjá konum með ættgengt brjóstakrabbamein, það eru þær sem eru meðal annars arfberar stökkbreytinga í svokölluðum BRCA-genum.“ Auk Brjóstamiðstöðvarinnar starfar Kristján Skúli einnig við Nottingham Breast Institute sem er ein elsta og virtasta sérhæfða brjóstamiðstöð í Bretlandi og ver stórum hluta af tíma sínum við að sinna þessum hópi ungra kvenna sem eru í áhættuhópi. Kristján Skúli hefur starfað með Rógva, meðstofnanda Brjóstamiðstöðvarinnar,


„Brjóstamiðstöðin getur verið undirstaða góðs árangurs í þessum sjúkdómi en einnig mikilvæg fyrir heildræna, persónulega og sjúklingamiðaða þjónustu.“

til margra ára við greiningu og meðferð færeyskra brjóstakrabbameinssjúklinga. Hann er sérhæfður brjóstaröntgenlæknir og starfar meðal annars á háskólasjúkrahúsinu í Lundi. „Hann hefur meðal annars sérhæft sig í brjóstakembileit, eða það sem er stundum kallað skimun. Við höfum því í framtíðinni áhuga á að bjóða upp á brjóstakembileit hjá einkennalausum konum,“ segir hann. Erlendis er vitað að svona eining eins og Brjóstamiðstöðin getur verið undirstaða góðs árangurs í þessum sjúkdómi en einnig mikilvæg fyrir heildræna, persónulega og sjúklingamiðaða þjónustu. „Við teljum líka að í svona einingu skapist það starfsumhverfi sem ungir sérfræðingar í brjóstakrabbameinum vilja vinna í. Við höfum það að markmiði að í framtíðinni geti Brjóstamiðstöðin okkar stuðlað að góðri samvinnu sérfræðinga sem sinna greiningu, meðferð og eftirliti brjóstakrabbameins. Við erum þannig bjartsýnir á framtíðina,“ segir Kristján Skúli að lokum.

VIKAN 27


Matargæðingur

Hrifin af langtímaeldun í augnablikinu

Umsjón: Hildur Friðriksdóttir Myndir: Auðunn Níelsson

Norðlenska matarhátíðin Local Food Festival fer fram á Akureyri 29. september-1. október. Hún endurspeglar hinn mikla styrk Norðurlands sem stærsta matvælaframleiðslusvæðis landsins. Á síðasta ári sóttu um 15 þúsund gestir hátíðina og yfir 30 fyrirtæki kynntu framleiðslu sína en í ár má búast við að sýningin verði enn stærri. Við fengum Júlíu Skarphéðinsdóttur, einn skipuleggjenda hátíðarinnar, til þess að deila með okkur nokkrum ljúffengum haustuppskriftum.

Hvað starfarðu og hvaða verkefni fæstu við um þessar mundir? Um þessar mundir er ég í því skemmtilega verkefni ásamt öðrum að skipuleggja sýninguna Local Food Festival sem sýnir fólki hvaða fagmennska og gríðarlega mikla matvælaframleiðsla fer fram hér á Norðurlandi. Sýningin verður opin fyrir almenning laugardaginn 1. október frá kl 13-18. Þar verða matvælaframleiðendur af öllu svæðinu með sína eigin vöru. Síðan verða keppnir fyrir faglærða og nema í matreiðslu auk þess sem almenningur getur tekið þátt í kökukeppni. Þetta verður skemmtilegt og við hvetjum alla til að mæta.

28 VIKAN

Hvað var það fyrsta sem þú lærðir að elda? Ég man eftir mér uppi á stól við eldavélina hjá ömmu Fríðu á Dalvík að gera grjónagraut, ætli það hafi ekki verið það fyrsta sem ég eldaði.

í matseld nýlega? Á hverju hausti uppgötva ég alltaf hvað við erum heppin og eigum frábært hráefni hérna á þessu landi okkar – hvort sem það er fiskur, kjöt eða grænmeti.

Ertu jafnvíg á bakstur og matseld? Ég get bakað vöfflur ...

Hefur þú ræktað krydd- og/eða matjurtir? Já, já, ekkert eldhús getur verið án þess að hafa allavega ferskt tímían, til dæmis.

Höfðar einhver matreiðsluhefð sérstaklega til þín? Núna er ég hrifin af langtímaeldun eins og uppskriftirnar sýna, annars hallast ég ekki í neinar áttir og festist kannski frekar við eitthvert ákveðið hráefni. Hefur þú uppgötvað einhverja snilld

Er eitthvað sem þú vilt segja um uppskriftirnar? Þetta er eins einfaldur matseðill og hægt er – ferskur og fallegur haustmatur sem er ekkert mál að elda fyrir marga og gera klárt fyrir matarboðið í leiðinni.


Fullt nafn: Júlía Skarphéðinsdóttir. Starf: Sölumaður hjá Garra heildverslun/ matreiðslumaður. Maki: Birgir Torfason. Börn: Á 2 ljúfa drengi, Skarphéðin og Björgvin, fóstursoninn Hilmar Þór, 3 tengdadætur og 2 barnabörn, svo það er ríkidæmi. Ertu A- eða B-manneskja? Vakna við fyrsta hanagal og rýk niður í kaffi og krossgátu. Hvað færðu þér á pizzu? Alveg sama ef það er ostur og ostur. Uppáhaldsmatreiðsluþættir? Silja Mey, systurdóttir mín, er mikil áhugamanneskja um mat og sendir mér stundum þætti sem hún gerir sjálf, Silja‘s Craftys Kitchen, það finnst mér skemmtilegt.

Grafin gæsabringa með balsamkastaníusveppum, klettasalati og ferskum parmesanosti gæsabringa salt 1rauðlaukur 4 hvítlauksgeirar 1 búnt fáfnisgras 1 búnt tímían 2 búnt basilíka 1 búnt steinselja 1 búnt óreganó 1 tsk. ólífuolía 1 tsk. hunang

hráefnin í kryddblöndunni fínt auk rauðlauks og hvítlauks. Setjið kryddið undir og yfir bringuna og hellið olíu og hunangi yfir. Látið vera í kæli í 1-2 sólarhringa.

Hyljið fyrst gæsabringuna með grófu salti og látið hana liggja þannig í um 2 klukkutíma. Skolið bringuna með köldu vatni. Saxið öll

Skerið sveppina í bita og svissið þá í smjöri með ferskum hvítlauk og bætið svo balsamediki og sojasósu við. Látið sjóða í

Balsamsveppir 10 íslenskir kastaníusveppir smjör hvítlaukur, eftir smekk balsamedik, smáskvetta sojasósa, smáskvetta

nokkrar mínútur. Hellið vökvanum af. Skerið gæsabringuna í þunnar sneiðar. Dreifið sveppunum yfir gæsina ásamt klettasalati og í lokin setjið nóg af rifnum parmesanosti.

VIKAN 29


Matargæðingur

Lambaframpartur kryddsoðinn í ofni lambaframpartur á beini salt og pipar rósmarín, nokkrar greinar 2 dl hvítvín 2 gulrætur 2 laukur 2 heilir hvítlaukar Bragðbætið lambaframpartinn með salti og pipar. Skerið gróft niður gulrætur, grænkál og lauk. Setjið allt hráefnið saman í ofnpott með loki og eldið í 3 klukkutíma í 140°C heitum ofni. Steikt haustgrænmeti 4 gulrætur 2 stórir laukar 4 blöð grænkál 1 msk. olía salt og pipar Skerið grænmetið niður og steikið á pönnu þar til það er orðið mjúkt. Smakkið til með salti og pipar.

30 VIKAN

Holtakjúklingur með ísraelsku kúskúsi 4 kjúklingalæri frá Holta ½ l olía gróft salt, eftir smekk ferskt tímían, nokkrar greinar ½ hvítlaukur

Ísraelskt kúskús með grænum ertum 3 dl kúskús 1 msk. grænmetiskraftur 2 dl grænar ertur, frosnar 5 dl heitt vatn

Bragðbætið kjúklinginn með salti, fersku tímíani og hvítlauk. Hellið olíu í botninn á ofnpotti með loki og leggið kjúklinginn ofan í. Setjið lokið á og eldið í 3½ klukkustund í 150°C heitum ofni.

Setjið allt saman í pott og látið suðuna koma upp. Takið af hitanum, setjið lokið á og látið standa í 10-15 mínútur.


ðu me

ra pa

um

um

út

- Sp a r a

f n um - S

v l it á ef n

-S

Ný t t ú t l i

p a r a ðu

t-

ve f num klúbbablað

35. tbl. 78. árg. 22. september 2016 1695 kr.

11. tbl. 2016, verð 2.295 kr.m.vsk.

nr. 349 • 10.tBL. • 2016 • VErð 2295 Kr. 11. tbl. 2016

10. tBL. 2016

STÍLL ER UPP Á birna LÍFnýr OG DAUÐA óperustjóri

HÚS OG HÍBÝLI

Haust tíska

349

eru best ANDREA í fríið? MAACK steinunn rak ísbíl til að eiga

AnnA BirtA hefur tveggjA heimA sýn

„Skyggnin jafneðlileg og að sjá í lit“

veisla við njálsgötu ●

asísk salöt brauðréttir beikon sætar bökur súrsað Grænmeti ●

BJÚTÍ-

SÓLARSVELTI æskuna, erfiðleikana í skólaBÆKURNAR ÍSLENDINGA og það sem gengur á í fitness-heiminum blaaa...SVONA BÆTIR ÞÚ RAUNVERULEGT VINNUANDANN VANDAMÁL

bláir tónar í vetur

verð 1.995 kr.

7. tbl. 2015 09. tbl. 2016

5 690691 050009 5 690691 050009

Skart

ambur marie minnir á íSlenSka náttúru

einfaldlega beikon

HRISTA UPP Í HLUTUNUM

BESTU hörkukvendið opnar sig um

„EkkErt pláss fyrir viðkvæmni og óöryggi“

súrt grænmeti

ÁSLAUG ARNA HIKAR EKKI VIÐ AÐ

talsmaður endaþarmsmaka á íslandi

kúbvErskur baunaréttur

sætar bökur

Ítalskt crostini

Fallegir

litlir bitar í boðið

hauStkranSar

iana bjargaði 450 Stúlkum úr manSali

upplifðu

san francisco

köflótt tÍska 5 690691 160005

5 690691 200008

8. tbl. 8. árg. 2016 Verð 1.895 kr.

Nr. 33 15. sept. 2016 Verð 1.595 kr.

Gerir lífið skemmtilegra! Justin Bieber aleinn í íslenskri sveit

LENGUR SAMAN

Sæmi rokk áttræður

Spurningar um kapphlaupið í geimnum

st markahæ Sjöunda inum! í heim

t Lára Margrédóttir Viðars

Ert þú feimin?

Átökin við Þjóðverja hörðnuðu 1943

GERÐI HIRÐMENN I HÖFÐINU STYTTR

NáNustu starfsmeNN HiNriks Viii Hættu lífi síNu

sagan öll

RÁÐ SEM HJÁLPA!

„AKKURU GERÐUÐ ÞIÐ ÞETTA?“

AÐ BYRJA

SVÖL

NAGLALIST

SLÚÐRIÐ Í VERSÖLUM

Var nunnan laundóttir Loðvíks XIV?

Þórunn Högna nýbökuð móðir á fimmtugsaldri Brjálaðar bónusgreiðslur

ÞARNA BÚA ÞAU

HÚS OG HÍBÝLI GESTGJAFINN VIKAN

Glamúr í Gamla bíói

MANUELA OG MISS UNIVERSE

NÝTT LÍF

Eitt og annað um mannfórnir

Sigmundur Davíð

opnar sig GLÆSILEG AFMÆLISVEISLA ÉG ER RÉTT

ÓLÉTT EN EKKI VEIK

GEIMFERÐAKAPPHLAUPIÐ ANDSPYRNAN Í DANMÖRKU

Eyþór Arnalds og Dagmar Una

LEIGÐI BÚA EKKI LÚXUSVILLU

9 771025 956009

þröngt á þingi?

hvað með blessuð börnin?

anna tara

Olga SOnja greiddi námSlánin með nektardanSi

asísk salöt öðruvísi brauðréttir

fyrir náminu KATRÍN TANJA HLEYPIR ENGRI einfaldaðu NEIKVÆÐNI líf þitt INN

Hollt og gott í nestið

ð áskri e f m

! Zuper-ZAyN

l! Láttu þér líða ve snyrtivörur! Júlía elskar lífrænar inu Slepptu skólastress Freistandi uppskriftir þér? Hvaða æfingar passa

pLakÖt:

Pólland, Ungverjaland, Austur-Þýskland ...

StjarNaN úr NeyÐarVaktINNI!

tayLor kINNey

7

SNIÐUG

Instagram-trikk

• SELENA GOMEZ PYRNU • ZAYN MALIK NDSLIÐIÐ Í KNATTS ÍSLENSKA KARLALA GS • TYLER POSEY S • LUKE HEMMIN BECKY G • ASTRID

ISSN 1670-8407

9 771670 840005

NR 10/2016 1.995 kr.

SKRIÐDREKAR SENDIR GEGN ÞJÓÐUNUM

SÉÐ OG HEYRT

Frelsisvonir slökktar að Stalín látnum

JÚLÍA Löður er með á Löður allanLöður bílinn er Löður með er með er er með með áallan ábílinn allan bílinn ábílinn allan ábílinn bílinn bílinn bílinn Löður Löður er Löður með Löður er með er er með áallan áallan allan ábílinn allan ábílinn allan bílinn bílinn bílinn Löður Löður Löður er með er með er með er Löður með er Löður með er Löður er með ámeð með Löður allan áLöður er með allan ámeð bílinn er allan áLöður með allan ámeð bílinn allan á bílinn áallan allan bílinn ámeð ábílinn allan bílinn áallan allan Löður Löður Löður erLöður Löður með erLöður Löður með erLöður Löður með er Löður með er Löður með er Löður er áer með er Löður allan áer er með allan ámeð bílinn er allan ábílinn Löður bílinn með allan á bílinn allan á er bílinn áallan allan með bílinn áallan allan allan bílinn áallan bílinn bílinn áallan allan Löður með áábílinn bílinn Löður er með á Löður er með ábílinn allan bílinn er áallan Löður er með ábílinn allan bílinnbílinn Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Rain-X býður Rain-X uppá býður Rain-X fullkomna uppá Rain-X býður yfirborðsvörn fullkomna býður uppá fullkomna uppá yfirborðsvörn fullkomna • öryggi Rain-X yfirborðsvörn verndar yfirborðsvörn Rain-X bílinn, verndar Rain-X eykur Rain-X verndar bílinn, útsýni verndar eykur bílinn, og öryggi útsýni bílinn, eykur og eykur útsýni öryggi útsýni ogútsýni öryggi ogog öryggi Hreinn bíll eyðir allt aðRain-X 7% minna eldsneyti Rain-X býður Rain-X uppá býður Rain-X fullkomna uppá býður fullkomna býður uppá fullkomna uppá yfirborðsvörn fullkomna • fullkomna Rain-X yfirborðsvörn verndar yfirborðsvörn Rain-X bílinn, verndar Rain-X eykur •eykur Rain-X verndar bílinn, útsýni verndar eykur bílinn, og öryggi útsýni bílinn, eykur og eykur útsýni öryggi og öryggi Rain-X býður Rain-X uppá býður Rain-X fullkomna uppá býður Rain-X fullkomna uppá yfirborðsvörn býður Rain-X fullkomna uppá yfirborðsvörn Rain-X býður fullkomna uppá býður •fullkomna yfirborðsvörn Rain-X býður Rain-X fullkomna uppá •verndar yfirborðsvörn Rain-X Rain-X býður fullkomna •verndar yfirborðsvörn fullkomna Rain-X bílinn, uppá Rain-X yfirborðsvörn •eykur verndar fullkomna uppá bílinn, Rain-X yfirborðsvörn Rain-X býður útsýni fullkomna •Rain-X eykur verndar Rain-X bílinn, yfirborðsvörn uppá býður Rain-X og útsýni •býður eykur Rain-X verndar öryggi bílinn, yfirborðsvörn uppá •Rain-X býður Rain-X og útsýni verndar eykur fullkomna öryggi bílinn, býður uppá •yfirborðsvörn verndar Rain-X yfirborðsvörn útsýni eykur bílinn, fullkomna öryggi uppá • eykur Rain-X verndar yfirborðsvörn og útsýni eykur fullkomna verndar eykur yfirborðsvörn •bílinn, Rain-X og útsýni öryggi útsýni yfirborðsvörn bílinn, eykur ••öryggi Rain-X og verndar öryggi og eykur útsýni ••eykur verndar öryggi Rain-X bílinn, útsýni og ••útsýni Rain-X verndar öryggi bílinn, og verndar öryggi útsýni eykur bílinn, og útsýni bílinn, eykur öryggi og eykur útsýni öryggi útsýni og öryggi og öryggi Rain-X býður Rain-X uppá býður Rain-X fullkomna uppá býður Rain-X fullkomna uppá yfirborðsvörn býður Rain-X fullkomna uppá yfirborðsvörn Rain-X býður Rain-X uppá býður •yfirborðsvörn Rain-X býður Rain-X fullkomna uppá •uppá verndar yfirborðsvörn Rain-X uppá Rain-X býður fullkomna •býður verndar yfirborðsvörn fullkomna Rain-X bílinn, býður uppá Rain-X yfirborðsvörn •eykur verndar fullkomna uppá bílinn, Rain-X yfirborðsvörn býður útsýni fullkomna •eykur verndar Rain-X bílinn, yfirborðsvörn uppá Rain-X og útsýni •fullkomna eykur Rain-X verndar öryggi bílinn, fullkomna yfirborðsvörn uppá •Rain-X býður Rain-X Rain-X og útsýni verndar eykur fullkomna öryggi bílinn, uppá •og verndar Rain-X býður yfirborðsvörn og útsýni bílinn, fullkomna •bílinn, Rain-X uppá yfirborðsvörn bílinn, og útsýni eykur öryggi verndar eykur yfirborðsvörn •bílinn, Rain-X og útsýni útsýni bílinn, eykur ••allt yfirborðsvörn Rain-X og verndar öryggi og eykur útsýni ••eykur verndar öryggi Rain-X bílinn, útsýni og •verndar öryggi eykur Rain-X bílinn, og öryggi útsýni eykur verndar bílinn, og útsýni eykur bílinn, öryggi og útsýni eykur öryggi og útsýni öryggi ogöryggi öryggi Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn •öryggi Rain-X verndar bílinn, og öryggi Hreinn bíll eyðir Hreinn allt bíll Hreinn að eyðir 7% Hreinn bíll minna allt eyðir að bíll eldsneyti 7% eyðir minna að allt 7% eldsneyti að minna 7% minna eldsneyti eldsneyti Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn •verndar Rain-X verndar bílinn, útsýni og öryggi Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn •bíll Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • að Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Hreinn eyðir Hreinn allt bíll Hreinn að eyðir 7% Hreinn bíll minna allt eyðir að bíll eldsneyti 7% allt eyðir minna að allt 7% eldsneyti að minna minna eldsneyti eldsneyti Hreinn bíll Hreinn eyðir bíll Hreinn allt eyðir að bíll Hreinn 7% allt eyðir minna að bíll Hreinn 7% allt eyðir eldsneyti minna að Hreinn bíll 7% allt eyðir eldsneyti Hreinn minna að bíll 7% allt eyðir bíll Hreinn eldsneyti minna að eyðir 7% allt Hreinn bíll eldsneyti að minna allt eyðir 7% að bíll eldsneyti minna 7% allt Hreinn eyðir minna aðbíll eldsneyti allt 7% Hreinn bíll eldsneyti að minna eyðir 7% bíll Hreinn allt minna eldsneyti eyðir að Hreinn 7% allt eldsneyti eyðir minna bíll 7% allt eyðir eldsneyti minna að allt 7% eldsneyti að minna 7% minna eldsneyti eldsneyti Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn •bíll Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Hreinn bíll Hreinn eyðir bíll Hreinn allt eyðir að bíll Hreinn 7% allt eyðir minna að bíll Hreinn 7% allt eyðir eldsneyti minna að Hreinn bíll 7% allt eyðir eldsneyti Hreinn minna að bíll 7% allt eyðir bíll Hreinn eldsneyti minna að eyðir 7% allt Hreinn bíll eldsneyti að minna allt eyðir 7% að bíll eldsneyti minna 7% allt Hreinn eyðir minna að eldsneyti allt 7% Hreinn bíll eldsneyti að minna eyðir 7% bíll Hreinn allt minna eldsneyti eyðir að bíll Hreinn 7% allt eldsneyti eyðir að minna 7% allt eyðir eldsneyti minna að 7% allt eldsneyti minna að7% 7% eldsneyti minna eldsneyti Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti Hreinn bíll eyðir allt 7% minna eldsneyti Hreinn bíll eyðir allt að 7% eldsneyti Hreinn bíllaðeyðir allt aðminna 7% minna eldsneyti Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

SAGAN ÖLL

Við stöðum--www.lodur.is www.lodur.is- -5680000 5680000 Viðerum erumááfimmtán sextán stöðum Við erum Við á-erum erum Við fimmtán Við erum áerum fimmtán erum stöðum á--stöðum fimmtán á--áfimmtán fimmtán stöðum -stöðum stöðum stöðum www.lodur.is www.lodur.is www.lodur.is 5680000 5680000 5680000 Við erum Við á erum Við fimmtán ástöðum fimmtán erum á-fimmtán fimmtán fimmtán -5680000 stöðum www.lodur.is www.lodur.is -5680000 --www.lodur.is 5680000 5680000 - -5680000 Við Við Við áerum erum Við áerum erum Við áerum fimmtán erum Við áerum stöðum Við erum á-erum Við stöðum fimmtán www.lodur.is á-Við erum stöðum www.lodur.is á erum -fimmtán stöðum á www.lodur.is fimmtán -á stöðum erum Við www.lodur.is fimmtán 5680000 stöðum Við www.lodur.is áVið 5680000 stöðum -5680000 Við erum www.lodur.is -stöðum 5680000 fimmtán www.lodur.is erum á 5680000 www.lodur.is á www.lodur.is -www.lodur.is stöðum -5680000 www.lodur.is 5680000 --stöðum -www.lodur.is 5680000 ---www.lodur.is --- www.lodur.is -5680000 5680000 -- 5680000 -- 5680000 -- 5680000 Viðerum erum Viðerum Við áfimmtán fimmtán Við áfimmtán fimmtán Við ástöðum stöðum fimmtán Við áfimmtán stöðum Við fimmtán erum á -erum Við stöðum fimmtán www.lodur.is áfimmtán -Við erum fimmtán stöðum www.lodur.is áfimmtán erum -Við stöðum á www.lodur.is Við fimmtán --áá stöðum erum Við www.lodur.is -áfimmtán fimmtán 5680000 stöðum --erum www.lodur.is -áfimmtán stöðum --áVið erum www.lodur.is Við -á -stöðum 5680000 fimmtán www.lodur.is erum á -stöðum 5680000 fimmtán www.lodur.is stöðum -5680000 -ástöðum 5680000 stöðum fimmtán ---www.lodur.is -www.lodur.is stöðum -www.lodur.is --stöðum stöðum -www.lodur.is 5680000 --5680000 -www.lodur.is -5680000 5680000 -- 5680000 -- 5680000 5680000 Við erum -stöðum www.lodur.is 5680000 Við erum fimmtán -www.lodur.is www.lodur.is -5680000 5680000 Við erum áerum fimmtán stöðum -www.lodur.is Við erum áfimmtán fimmtán -5680000 www.lodur.is - 5680000 Við ástöðum fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

v l it á ef n

t - Ný t t

Tíska hvaða föt

matur og vín

G e st Gj a f i n n

09 . tbl. 36. árg. 2016

7 . tbl. 38. árg. 2015

og fylgihlutir

út

rif

birtingur.is falleg eldhús

ásk r i f t - N

út l i t á

me ð á s k

BESTU ÁSKRIFTARTILBOÐ OKKAR FINNUR ÞÚ Á:

ð

ýtt

t - Ný t t

- Sp a r a

rif

ðu

Komdu í áskrift

verð 2.195 kr.

k

ve

ð ás

ðu


Samskipti

Hvernig tekur þú á erfiðu samræðunum? Samskipti eru af margvíslegum toga og fæst okkar eiga í miklum vandræðum með að tjá okkur við afgreiðslufólk í verslunum, þá sem veita þjónustu í banka eða þjóna á veitingastöðum. Við komum skýrt og greinilega í orð hvað það er sem við viljum og í flestum tilfellum fáum við það. Þegar kemur að samskiptum við vini og okkar nánustu flækjast málin hins vegar töluvert og erfiðara reynist að tala hreint út.

E

f þér finnst þú of oft lenda í útistöðum við fjölskyldumeðlimi eða vini ættir þú kannski að skoða nokkur af eftirtöldum ráðum og velta fyrir þér hvort þau geti bætt samskipti þín.

Texti: Steingerður Steinarsdóttir

Segðu ég en ekki þú

Talaðu ævinlega út frá sjálfri/sjálfum þér. Í stað þess að segja: „Þú ert alltaf svo frek,“ eða: Þú hefðir getað gert þetta öðruvísi,“ prófaðu að segja: Ég bregst alltaf illa við þegar fólk talar svona við mig. Mér þætti vænt um ef þú notaðir annars konar orðalag,“ eða: „Mér finnst betra þegar fólk gerir hlutina svona.“

Biddu um það sem þú vilt og talaðu skýrt

Fæst okkar eru fær um að lesa hugsanir. Þess vegna er best að segja öðrum ævinlega hvað við viljum og reyna ekki að tala í kringum hlutina. Ef þú vilt ekki fara segðu það, ef þig langar í blátt en ekki bleikt segðu það og hættu að gefa

32 VIKAN

vísbendingar um hvað þig dreymir um. Deildu draumum þínum með maka, vinum og fjölskyldu og vertu viss um að allir viti hvað þér býr í huga.

Gerðu það núna

Ef upp kemur vandi eða eitthvert mál sem þarf að taka á, ekki bíða og vona að það leysist af sjálfu sér. Því lengur sem beðið er með að ræða hluti því erfiðara verður að brydda upp á þeim. Gerðu þess vegna eins fljótt og þú getur eitthvað í málunum. Eina undantekningin frá þessu er þegar reiðin nær tökum á fólki þá er oft betra og bíða og ræða saman þegar meiri ró er komin á samskiptin. Það dregur úr líkum á því að menn segi eitthvað sem þeir sjá eftir síðar.

Biddu um skýringu

Rétt eins og aðrir geta ekki lesið þínar hugsanir átt þú stundum erfitt með að skilja fyllilega hvað aðrir eru að meina. Biddu um skýringar á orðum, gerðum og viðmóti annarra. Ekki gera ráð fyrir að þú skiljir rétt. Stundum hefur vanlíðan ekkert

með þig að gera og þótt einhver virðist fúll er ekki þar með sagt að það beinist að þér. Ef þér finnst hegðun einhvers í þinn garð breytt eða óþægileg spurðu: „Hef ég gert eitthvað sem kom illa við þig?“ eða: „Þú ert svo þögul/l. Er eitthvað að?“ Ef vinur þinn á í vanda sem hefur ekkert með þig að gera getur þú boðið honum að tala um hann við þig hvenær sem hann er tilbúinn. Hafir þú hins vegar óvart gert eitthvað á hlut hans biddu þá afsökunar og reyndu að byggja brú til hans aftur.

Láttu í ljós

Ef þér finnst óþægilegt að tala um eitthvað eða vekja máls á einhverju segðu þá hreinskilnislega frá því hvernig þér líður. Það getur aukið skilning hins aðilans á líkamstjáningu þinni og orðavali. Um leið og þú gefur til kynna að þetta sé erfitt fyrir þig dregur þú úr líkum á að hinn bregðist illa við eða fari í vörn.

Tjáðu jákvæðar tilfinningar

Tjáðu jákvæðar tilfinningar ekkert síður en neikvæðar. Ef þú talar jafnoft um það góða í sambandi þínu við nána vini er auðveldara að ræða neikvæðu hliðarnar. Hrósaðu, þakkaðu og segðu vini þínum hversu vænt þér þykir um hann. Þá veit hann hvar hann hefur þig og þarf ekki að verða sár og svekktur þegar þú vilt ræða og leysa smávægilega hnökra í samskiptum ykkar.


Ein mögnuð! pítsa mEð hráskinku og mozzarElla-osti 1 pakki, 420 g, spelt- og heilhveiti Wewalka-pítsudeig 2 msk. og 1 dl ólífuolía 2 msk. balsamedik 2 tsk. worcestershire-sósa 4 stór hvítlauksrif, söxuð 1 stór rauð paprika 1 poki rifinn mozzarella-ostur 1 stór rauðlaukur, saxaður 3 msk. rifinn parmesanostur 6 þunnar sneiðar hráskinka 2 tsk. ferskt tímían balsamedik salt og pipar

1. Hitið ofninn í 220°C. 2. Hitið 2 msk. olíu á pönnu við miðlungshita. Bætið lauk og eldið þar til hann er gullinn, um 8-12 mínútur. Bætið við ediki og worcestershire-sósu. Lækkið hita og látið krauma þar til vökvinn er horfinn. Bragðbætið með salti og pipar. 3. Hitið 1 dl af olíu á pönnu við miðlungshita. Bætið við hvítlauk og steikið þar til hann byrjar að brúnast, í 2-3 mínútur. Hellið olíu í skál og geymið. 4. Grillið papriku. Geymið í litlum pappírspoka í 10 mínútur. Flysjið húðina af og fræhreinsið og skerið í þunnar sneiðar. 5. Setjið útflatt deigið á bökunarpappírnum á bökunarplötuna. Penslið yfir deigið með hvítlauksolíunni. Stráið rifnum mozzarella-osti yfir, því næst balsamedik-lauknum og paprikunni og sáldrið að lokum parmaesanosti yfir deigið. 6. Bakið í u.þ.b. 15 mínútur. Takið pítsuna út og og raðið hráskinkunni yfir eins og sést á myndinni. Dreifið fersku tímíani yfir. Bakið í 30 sekúndur. Þegar pítsan er tekin út er gott að hella smávegis af balsamediki yfir hana og dreifa ef til vill klettasalati yfir.

upplýsingar um vörur og söluaðila sjá facEbook.com/godgaEti/ og www. wEwalka.is


„Við trúum á kraftaverk“ Fyrir fjórum árum settu þau Ástrós Rut Sigurðardóttir og Bjarki Már Sigvaldason lífið á bið þegar Bjarki fékk krabbamein. Hann var þá 25 ára og hún árinu yngri. Í júní á þessu ári greindist hann í fjórða sinn, þar af í annað sinn með æxli í heila. Ástrós segir okkur sögu þeirra frá sinni hlið, hlið makans. Texti: Guðríður Haraldsdóttir Myndir: Aldís Pálsdóttir Förðun: Helga Kristjáns Fatnaður: Selected

Á

strós hefur mikla og fallega útgeislun og segir sögu sína af stillingu og æðruleysi. Hún hefur þurft að þroskast hratt á síðustu árum og þrátt fyrir mörg áföll á þessum tíma virðist enga uppgjöf að finna á henni. Orðið hetja kemur aftur og aftur upp í hugann á meðan talað er við hana. Mikilvægasta verkefni hennar segir hún vera það að halda unnusta sínum á lífi. Hún segir að erfitt sé að vera veikur á Íslandi. Mjög margir eru að sligast undan háum læknis- og lyfjakostnaði á meðan krabbameinssjúklingar í nágrannalöndunum fá nýrri og miklu betri lyf án þess að borga háar fjárhæðir fyrir. Ástrós ætlar að breyta þessu með einum eða öðrum hætti en hún situr í stjórn Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur. Þótt veikindin hafi breytt framtíðardraumum unga parsins hafa þau nú ákveðið að setja lífið í fyrsta sæti í stað veikindanna og stefna á brúðkaup og barneignir.

Átti að senda hann heim

Í október 2012 hafði Bjarki verið með magaverki en fátt benti þó til þess að hann væri alvarlega veikur. Verkirnir ágerðust og voru mjög slæmir í nokkra daga. „Hann svaf ekki fyrir verkjum eina nóttina og eldsnemma um morguninn fórum við á bráðamóttökuna,“ segir Ástrós. „Honum var gefið verkjalyf og sagt að þetta væri bara magapest. Svo átti að senda hann heim án þess að hann fengi myndatöku. Ég, þrjóska Nautið,

34 VIKAN

sagði unga lækninum að við færum ekki fet nema hann yrði myndaður. Ég þekki Bjarka það vel að ég vissi að þetta var eitthvað verra því hann hefur mjög háan sársaukaþröskuld.“ Þetta dugði, Bjarki var sendur í myndatöku og lagður inn í kjölfarið.

„Honum var gefið verkjalyf og sagt að þetta væri bara magapest. Svo átti að senda hann heim án þess að hann fengi myndatöku. Ég, þrjóska Nautið, sagði unga lækninum að við færum ekki fet nema hann yrði myndaður.“ „Það átti ekki að segja okkur neitt strax, heldur bíða eftir sérfræðingi til að tala við okkur. Ég heyrði unga lækninn segja áhyggjufullan við annan lækni frammi á gangi að hann hefði „ætlað að senda hann heim“. Ég vissi strax að verið var að tala um Bjarka og að þetta væri eitthvað slæmt en við fengum engin svör strax þótt við gengjum fast eftir þeim. Það var talað um að eitthvað lokaði ristlinum en það var ekki fyrr en daginn eftir sem við fengum að vita að það væri illkynja æxli. Það var eins gott að ég stóð fast á mínu, ristillinn var við það að springa og Bjarki hefði væntanlega dáið af afleiðingum þess. Ristillinn var alveg stíflaður og hafði

þanist út, var orðinn um 15 sentimetrar í þvermál sem er mjög mikið.“ Bjarki fór samdægurs í aðgerð þar sem settur var á hann stómapoki. Hann komst svo loks í aðgerð í lok nóvember þar sem æxlið var tekið ásamt 80% af ristlinum. Hann átti síðan að fara í lyfjameðferð fljótlega eftir áramót til að ná öllu, eins og læknar orðuðu það. Ástrós byrjaði að blogga á allaleid. wordpress.com og kafla úr færslum hennar má lesa hér í viðtalinu. „Það tók mig heilt ár að setjast niður fyrir framan tölvuna og opna bloggsíðu. Heilt ár! Ég veit eiginlega ekki alveg af hverju ég byrjaði ekki á þessu fyrr en ég hugsa að það hafi verið feimni ... Að blogga um persónuleg mál eins og þessi er alveg erfitt, mjög erfitt, en ég er alveg á því að mér mun líða miklu betur með að koma þessu frá mér. Segja aðeins frá hvað er í gangi, mínar hugsanir og pælingar, jafnvel deila því hvernig við erum að tækla það að vera með „krabbamein“. Já, ég sagði „við“. Við erum eitt. Ég sé allavega fleiri jákvæða hluti en neikvæða, eina neikvæða sem ég fann var að einhverjum gæti þótt þetta hallærislegt að vera að blogga, en HALLÓ hverjum er ekki skítsama hvað öðrum finnst? Það jákvæða sem ég fann út úr þessu er að hérna get ég upplýst fólk sem þekkir okkur vel en hittir okkur sjaldan, ég get fengið fólk til að sjá mína hlið á þessu ... hlið makans, sem er alveg svolítið spes hlið.“ Af allaleid.wordpress.com


VIKAN 35


Möguleg ófrjósemi

„Skömmu áður en Bjarki átti að fara í lyfjameðferðina sagði hjúkrunarfræðingur okkur að hann gæti orðið ófrjór af völdum meðferðarinnar og það var eiginlega meira áfall en þegar hann greindist,“ segir Ástrós. „Þetta var eitthvað svo endanlegt fannst okkur. Við höfðum fram að þessu litið svo á að þetta væri tímabil sem við tækjumst á við og síðan héldi lífið áfram. Þrátt fyrir þetta vorum við áfram jákvæð og bjartsýn. Við rétt náðum í Art Medica fyrir jólafrí til að láta frysta sæði en í því fundust engar lifandi frumur. Það var kannski ekkert skrítið þar sem hann var nýbúinn að gangast undir stóra aðgerð.“ Þau fengu lyfjameðferðinni frestað um viku og höfðu þrjá til fjóra daga til að geta barn á náttúrulegan hátt. Þá hafði virkni sæðisins aukist upp í 20% sem dugði ekki til. „Ári seinna kom í ljós að lyfjameðferðin hafði ekkert eyðilagt því virknin reyndist 100% og við gátum látið geyma fyrir okkur í „bankanum“ góða,“ segir Ástrós glaðlega. „Bjarki var ótrúlega hress eftir lyfjameðferðina. Hann missti ekki einu sinni hárið, eins og algengt er. Við fórum í þriggja vikna ferð til Ítalíu í kjölfarið og búum enn að minningunum.“ „Hjúkrunarfræðingurinn tók á móti okkur og sýndi okkur aðstöðuna. Ég fékk smá sjokk því þetta varð fyrst raunverulegt þarna inni! Hér áttum við að koma á 3ja vikna fresti næstu 6 mánuði, 4-5 tíma í senn. Mér leist hrikalega illa á þetta, allt svo kalt og stólarnir hræddu mig. Samt var það ekki ég sem var að fara í lyfjagjöfina, ég get rétt ímyndað mér hvað hefur farið fram í hausnum á Bjarka! Stundum líður mér eins og ég sé sjálf að berjast við þennan sjúkdóm, þó svo að ég sé ekki að berjast við hann líkamlega þá er ég að því andlega. Það getur tekið á að vera maki og hafa stanslausar áhyggjur af ástinni sinni. Ég er svona andlegur þátttakandi og það tekur það enginn frá mér.“ Af allaleid.wordpress.com

Fleiri áföll og bónorð

Ári eftir fyrstu greiningu sást blettur í öðru lunga Bjarka. „Læknar héldu fyrst að þeir gætu verið eftir gamalt kvef en þetta reyndust svo vera meinvörp. Einn þriðji var tekinn af hægra lunganu og lyfjameðferð fylgdi á eftir. Sú lyfjameðferð var hræðileg,“ segir Ástrós. „Það þurfti ellefu stoðlyf til að Bjarki héldi einhverju niðri en það dugði ekki til, hann horaðist mikið og varð fárveikur. Einn sólarhringinn kastaði hann upp tuttugu og tvisvar sinnum, ég taldi skiptin. Til að reyna að bæta líðan hans prófuðum við óhefðbundnar lækningar og þá fór honum að líða betur. Maður vill reyna allt þegar lyfin hafa svona slæm áhrif.“ Í október 2014 fór Bjarki að fá mikla höfuðverki og eftir slæmt verkjakast

36 VIKAN

„Það er samt mjög sorglegt að vita af nýjum lyfjum sem gera miklu meira gagn og hafa mun minni aukaverkanir en þau þykja of dýr fyrir íslenska sjúklinga svo við fáum þau ekki.“ fór hann á bráðamóttökuna þar sem greindist í honum heilaæxli. „Mánuði seinna flugum við til London þar sem Bjarki átti að fara í gammageisla. Við flugum út um hádegisbil og ákváðum að fara út að borða um kvöldið. Ítalskur fjölskylduveitingastaður varð fyrir valinu, enda erum við mjög mikið fyrir ítalskan mat. Þar skellti Bjarki sér á skeljarnar og bað mín,“ segir Ástrós og brosir. „Ég sagði strax já og þarna hófst nýr kafli í lífi okkar.“ Geislameðferðin sem var til að drepa æxlið hafði þær aukaverkanir að Bjarki fékk svo mikinn heilabjúg að hann þurfti að vera á sterum í fjórtán mánuði. Hann þyngdist um 40-50 kíló á skömmum tíma. „Bjarki svaf ekki í tvær vikur og missti nánast vitið. Eina nóttina kom ég að honum þar sem hann var að telja skeiðarnar á heimilinu.“ Heilaæxlið reyndist ekki vera alveg dautt svo það var fjarlægt með skurðaðgerð sem fram fór hér á landi. Sex mánuðum seinna, eða í júní á þessu ári, fannst annað æxli á sama stað í heilanum. Það var tekið með skurðaðgerð og geislameðferð fylgdi með og nú er Bjarki í lyfjameðferð sem virkar vel. „Það er samt mjög sorglegt að vita af nýjum lyfjum sem gera miklu meira gagn og hafa mun minni aukaverkanir en þau þykja of dýr fyrir íslenska sjúklinga svo við fáum þau ekki,“ segir Ástrós alvarleg í bragði og vitnaði í ummæli formanns lyfjagreiðslunefndar ríkisins sem staðhæfði í blaðaviðtali að allir peningar til kaupa á nýjum sjúkrahúslyfjum væru uppurnir á þessu ári. „Forgangsröðunin er svo kolröng hér á landi,“ bætir hún við.

Milljónir í læknis- og lyfjakostnað

Bjarki fær um 180 þúsund krónur í örorkubætur á mánuði og að sögn Ástrósar gæti hann ekki lifað á því ef hann væri einn. Veikindi Bjarka hafa kostað þau milljónir í beinum og óbeinum kostnaði. Ástrós hefur fyrir löngu misst töluna á kostnaðinum. „Óbeinn kostnaður er til dæmis sá að ég hætti að vinna um tíma því ég vildi vera til staðar fyrir hann. Það var fullt starf að sinna honum. Hann var svo mikið veikur að hann varð að hafa einhvern hjá sér til að hjálpa honum við daglega hluti og til að hringja á sjúkrabíl þegar þess var þörf og það gerðist nokkrum sinnum. Þessi forgangsröðun mín var rétt. Það var mikilvægast að halda manninum mínum á lífi. Öryrkjar og ellilífeyrisþegar eiga svo innilega skilið að hafa það gott. Enginn hlakkar til að verða gamall og fara á lág eftirlaun og enginn vill verða veikur og þurfa að vera á örorkubótum. Þetta

verður að breytast. Ég vil búa á Íslandi áfram og ætla að gera mitt besta til að breyta þessu.“ Ástrós situr í stjórn Krafts og þar er neyðarsjóður fyrir fólk á aldrinum 18-45 ára þar sem það getur fengið aðstoð við að greiða læknis- og lyfjakostnað sinn. Sótt er um tvisvar á ári og næst nú í október. Hún hvetur fólk til að passa vel upp á allar kvittanir sínar. Ástrós nefnir einnig að Kraftur starfræki faglegt stuðningsnet þar sem jafningjar styðja jafningja. „Ég mæli líka með því að fólk sem greinist með krabbamein fari í Ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélags Íslands til að fá aðstoð. Það er í raun enginn í kerfinu sem segir manni neitt og það er erfitt að þurfa að fara í gegnum þennan frumskóg um leið og barist er við veikindin. Neyðarsjóður Krafts bjargar svo miklu fyrir fólk sem er kippt snögglega út úr öllu, getur ekki unnið en þarf að borga háar fjárhæðir fyrir að halda heilsunni.“

Rándýr tæknifrjóvgun

Ástrós skoðaði á Netinu hvaða skilyrði þau Bjarki þyrftu að uppfylla til að fá að ættleiða barn erlendis frá. „Mig hefur frá barnsaldri dreymt um að ættleiða barn erlendis frá en komst að því að það er ekki auðvelt fyrir fólk í okkar stöðu. Ekki aðeins tekur ferlið langan tíma og er dýrt, heldur eru skilyrðin afar ströng. Sá sem einu sinni hefur fengið krabbamein telst sjaldnast hæfur til að ættleiða, jafnvel þótt hann hafi veikst á barnsaldri og komist yfir veikindin. Vissulega er hvert tilfelli metið og ákvörðun þar um tekin hjá sýslumanni en ég hef velt þessu mikið fyrir mér og er afar ósátt við þetta. Okkur langar mikið til að eignast barn en ég ætla ekki að skoða þennan möguleika strax. Við höfum ákveðið að reyna að eignast barn í gegnum tæknifrjóvgun. Barnið gæti auðvitað þurft að lifa án pabba síns og það er kannski ósanngjarnt að það fengi ekki langan tíma með honum. Síðustu árin höfum við velt þessu fyrir okkur fram og til baka. Hver er réttur barnsins? Hvernig mun barninu líða? Er ég slæm móðir fyrir að koma því í heiminn, gefa því yndislegt líf en mögulega án pabbans? Ég er hætt að hugsa um hvað öðrum finnst og hef ákveðið að hlusta á sjálfa mig og hvað við Bjarki lifum fyrir. Ef Bjarki deyr frá ungu barni sínu og það spyr um hann gæti ég svarað: „Pabbi vildi eignast þig, hann lifði drauminn sinn.“ Krabbameinið sem Bjarki er með hefur verið svolítið óútreiknanlegt. Yfirleitt fara meinvörp fyrst í lifur og síðan í lungu hjá sumum þeirra sem fá ristilkrabba, en svo gerðist ekki í tilfelli Bjarka. Læknirinn


„Ég fór að finna fyrir miklum þyngslum í brjósti og leið út af. Mér leið eins og ég væri að fá fyrir hjartað en þetta reyndist að lokum vera álag sem safnast hafði saman í öll þessi ár.“ VIKAN 37


„Það er ekki þannig að við ætlum að gifta okkur af því að Bjarki er að fara að deyja. Veikindin hafa of lengi verið í aðalhlutverki. Nú ætlum við að setja lífið í fyrsta sæti og veikindin í annað.“

okkar sagði okkur löngu seinna að hann hefði með sjálfum sér gefið honum tvö ár til að lifa en nú eru árin orðin fjögur. Bjarki er svo ungur og sterkur og svo jákvæður og það skiptir máli. Ég trúi því heldur ekki að hann deyi núna þegar við erum að fara að gifta okkur og vonandi eignast barn. Ef við eigum stuttan tíma eftir saman, viljum við nýta hann vel. Við ætlum að gifta okkur 8. júlí á næsta ári og halda veisluna í garðinum heima hjá mömmu og stjúppabba. Ef allt gengur að óskum verð ég komin með krúttlega kúlu þá,“ segir Ástrós og brosir. Glasafrjóvgun kostar 455 þúsund hið minnsta, að sögn Ástrósar. Sjúkratryggingar Íslands borga ekki hluta kostnaðar fyrir fyrstu tilraun en greiða helminginn fyrir aðra og þriðju tilraun. „Það er ekki einu sinni víst að þetta heppnist en við viljum ekki lengur setja lífið á bið. Lífið er akkúrat núna og við eigum að njóta þess að vera til. Vissulega höfum við þó reynt að gæta þess að hafa alltaf eitthvað til að hlakka til.“

38 VIKAN

„Ég átti erfiðast með að halda mér jákvæðri og hugsa jákvæðar hugsanir þegar ég var ein í bíl. Þegar ég keyrði heim af spítalanum til að fara í sturtu eða ná mér í mat þá mátti ég ekki heyra eitt rólegt/sorglegt/rómó lag í útvarpinu án þess að fara að grenja. Pælið í því að lenda á rauðu ljósi við hliðina á gellu sem bara gólar og grenjar ... vandræðalegt! En mér var alveg sama, þetta var mitt móment til að losa mig við tilfinningar því ég bara gat ekki grátið fyrir framan Bjarka. Ég varð að vera sterk ... sterk fyrir hann. Ég komst að því seinna að stundum þarf hann að sjá mig gráta og finna að ég er alveg skíthrædd. Það styrkir okkur bæði.“ Af allaleid.wordpress.com.

„Makinn getur verið í tómu tjóni“ „Við eigum frábæra fjölskyldu og vini,“ segir Ástrós, „og margir hafa lagt okkur lið á einn eða annan hátt. HK, eða Handknattleiksfélag Kópavogs, studdi okkur með því að vera með tvo styrktarfótboltaleiki og einn

handboltaleik þar sem innkoman fór til styrktar okkur. Þetta og fleira varð til þess að ég gat hætt að vinna um tíma og einbeitt mér að því að styðja Bjarka. Ég gat líka unnið með sjálfa mig og álagið sem hefur fylgt þessu.“ Núna í mars hrundi Ástrós niður í vinnunni og fékk taugaáfall. „Ég fór að finna fyrir miklum þyngslum í brjósti og leið út af. Mér leið eins og ég væri að fá fyrir hjartað en þetta reyndist að lokum vera álag sem safnast hafði saman í öll þessi ár. Makinn getur verið í tómu tjóni líka, það gleymist stundum. Ég hef lært á þessum tíma að ef maður getur ekki breytt einhverju í dag, verður maður að sætta sig við það. Það er hægt að sætta sig við aðstæður og sjúkdóminn og á sama tíma gera allt sem maður getur til að hjálpa makanum að heyja sína baráttu. Innri friður er svo gríðarlega mikilvægur. Neikvæðni og biturleiki kemur manni nákvæmlega ekkert áfram í lífinu. Bjarki gæti mjög líklega tapað þessari baráttu en hann gæti líka sigrað. Það skiptir miklu máli að ákveða ekki að makinn muni deyja. Það gæti endað í hjónaskilnaði ef hann lifir. Það þarf að sætta sig við að hann gæti mögulega dáið en ekki ákveða að það muni gerast. Línan þarna á milli er svo þunn.“ Bjarki og Ástrós settu á stofn góðgerðarsamtökin Alla leið á síðasta ári. Þau hyggjast finna verðugt málefni á hverju ári og styrkja það. „Við byrjuðum á því að styðja neyðarsjóð Krafts en höfum kynnt okkur fleiri félög. Það er ekki átak í gangi hjá okkur í augnablikinu. Ef fólk vill styðja Kraft er hægt að fara inn á síðuna kraftur.org og styrkja annaðhvort félagið eða neyðarsjóðinn. Kraftur borgar meðal annars fyrir þrjú sálfræðiviðtöl. Á Landspítalanum er einn sálfræðingur starfandi og mikil mannaskipti en á hverju ári greinast um 1.400 manns með krabbamein, það gefur augaleið að ein manneskja getur ekki sinnt öllum þessum fjölda,“ segir Ástrós. „Þótt þetta hafi verið risastór dalur að fara í gegnum hefur sólin oft skinið á okkur. Við Bjarki erum orðin svo náin og þekkjum hvort annað út og inn. Ekki er hægt að setja verðmiða á þá reynslu. Við búum að henni og erum þakklát fyrir hana. Það er margt sem fólk tekur sem sjálfsögðum hlut í samböndum en við gerum það ekki. Við finnum fyrir mikilli ást og stuðningi allt í kringum okkur, það er margt gott fólk til. Það er ekki þannig að við ætlum að gifta okkur af því að Bjarki er að fara að deyja. Veikindin hafa of lengi verið í aðalhlutverki. Nú ætlum við að setja lífið í fyrsta sæti og veikindin í annað. Við trúum á kraftaverk,“ segir Ástrós að lokum.


Heilsaðu hamingjunni Solaray er hágæða vítamín– og bætiefnalína sem unnin er úr jurtum. Á hverjum degi vinnum við með náttúruleg hráefni sem geislar sólarinnar hafa skapað og fyllt orku. Þannig tryggjum við þér hrein vítamín og bætiefni með mikla virkni. Finndu þinn sólargeisla í næstu heilsuvöruverslun eða apóteki.


Staðurinn minn

Boss-dragtin hefur fylgt mér á marga merkilega staði Helga Sigurrós Valgeirsdóttir starfar sem viðskiptastjóri í sjávarútvegi á fyrirtækjasviði Arion banka en flestum stundum utan vinnu ver hún með fjölskyldu sinni. Hreyfing gegnir jafnframt mikilvægu hlutverki í lífi Helgu en þann vettvang nýtir hún til samskipta við vini og vinnufélaga. Helga átti ekki í neinum vandræðum með að telja til nokkra af sínum uppáhaldshlutum. Umsjón: Íris Hauksdóttir Mynd: Hákon Davíð Björnsson

Við Ævar bjuggum í London og fastur liður með gesti var að fara á Portabello-markaðinn. Þar sá ég þessa áberandi rauðu strigamynd sem kallaði á mig. Ég tímdi aldrei að kaupa hana en þegar við vorum á síðustu stundu að pakka í gáminn fyrir heimferð, ég var þá komin níu mánuði á leið og til fárra verka nytsamleg, varð ég að eignast myndina. Það er oft gott að eiga greiðvikinn og þolinmóðan mann.

Ég tók Barböru mágkonu mína mér til fyrirmyndar og fór að gera myndabækur fyrir hvert ár eftir að hafa lengi dáðst að hennar. Yndislegt að glugga í þær og dæturnar hafa gaman af að rifja upp minningarnar.

Þegar yngri dóttir okkar fæddist eyddum við hluta af fæðingarorlofinu í Taílandi. Þessi forláta græna búddhastytta skilaði sér með okkur heim. Mér þótti búddha ekki sérstakt stáss en hann prýðir áberandi stað í dag á heimilinu og mér þykir vænt um hann fyrir minningar sem tengjast ferðinni. Ég tek vanalega ekki sérstöku ástfóstri við föt en svarta Boss-dragtin mín á sinn sess. Ég keypti hana til að verðlauna mig fyrir síðasta prófið í mastersnáminu mínu 2008. Dragtin hefur fylgt mér á marga og merkilega staði og verður gjarnan fyrir valinu þegar stór dagur er fram undan í vinnunni. 40 VIKAN

Fullt nafn: Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Aldur: 37 ára Starf: Viðskiptastjóri í sjávarútvegi á fyrirtækjasviði Arion banka Maki: Ævar Rafn Björnsson Börn: Embla María (8 ára), Katla Herborg (4 ára). Labradorhundurinn Askur (5 ára) er gjarnan talinn til fjölskyldunnar. Morgunhani eða nátthrafn: Klára það sem hægt er fyrri part og nýt svo seinni parts. Hver væri titill ævisögu þinnar? Veistu um veskið mitt? Hvaða sögufrægu manneskju myndir þú vilja hitta? Ég hef ekki velt því fyrir mér en mikið óskaplega væri ég til í að hitta Obama, hann verður allavega sögufrægur.


Kynning Kynning Kynning

Elskaðu.Lifðu.Njóttu.

100%

LIÐIR

FISK PRÓTÍN

SÆBJ ÚGU

Íslensk þorskprótín

Íslensk Sæbjúgu og þorskprótín Liðkandi blanda með náttúrulegum efnum úr hafinu við Ísland

Einstakir eiginleikar Betri heilsa – meiri orka Femarelle Rejuvenate 4 100% fiskiprótín úr villtum íslenskum þorski

4 Fyrirbyggjandi gegn gigt og gott

Fjölmargar rannsóknir hafa4sýnt að fólk sem vill auka neyslu á hreinu fyrir liðina, vinnur á bólgum Fyrir einkaleyfisvarða innihaldsefniðfiskiprótíni DT56a 4 Ríkt af kollageni og lífvirka efninu stuðla að jafnvægi kvenna 4 á vissu chondrotion sulphate sem verndar liði Hrein heilsubót sem eykur úthald og jafnar Elskaðu árin eftir fertu aldursskeið. Þegar því er náð nýtist fyrir skemmdum og örvar endurbyggingu orkuþörf Vertu þú sjálf á ný vítamínin í Femarelle Rejuenate (B2 á skemmdu brjóski. vítamín og Bíótín (B7) viðeigandi 4 Ríkt af mikilvægum amínósýrum, Amino 100% inniheldur hátt hlutfall af amínóvefjum til að stuðla að viðhaldi sérstaklega tryptophan sýrunni arginín sem gegnir mikilvægu hlutverki í eðlilegs hárs og húðar, eðlilegum á blóðþrýstingi. 4 Inniheldur hátt hlutfall af sínki, joði orkugæfum efnaskiptum lækkun ásamt eðlilegar og járni sálfræilegarar og minni Ég ákvað að prófastarfsemi Active Liver eftir þreytu að Ég er í vinnu þar sem ég þarf að vera benda til að vatnsrofin þorskprótín: ogað slen. Samsetningin hentar best til að mikið ég sá þaðRannsóknir er úr náttúrulegum efnum á ferðinni, ég er í góðu formi og Amino Liðir innihalda einnig: 4 hafakvenna á blóðþrýsting mæta 40 áhrif ára og eldri. og ég hef þörfum fulla trú ámildandi að náttúruefnin í hef trú á að Active Liver geri mér gott. Femarelle hjálpar konum á kolvetni 4 Fiskprótín úr villtum íslenskum þorski 4 Rejuenate virki meira -mettandi en fita og vörunni hjálpi lifrinnni að hreinsa sig. Einnig finn ég mikinn mun á húðinni á aldrinum aðhaft veramildandi þær sjálfar 4 Túrmerik sem hefur sterka bólgueyðandi verkun og öflug 440+ geta áhrifááný. blóðsykur eftir máltíð og aukið

Aukin orka með

Active Liver

aldurskeiði. Þegar því er náð magnar B6 vítamínið þau áhrif sem Femarelle Recharge hefur og hafa rannsóknir sýnt að B6 stuðlar að hormónajafnvægi, eðlilegum orkugæfum efnaskiptum, eðlilegrar sálfræðilegrar starfsemi og minni þreytu og slen. Femarelle Recharge - hjálpar konum á aldrinum 50+ ap taka stjórnina á einkennum tíðahvarfa með hjálp hörfræa á öruggan og áhrifaríkan hátt

FRUM - www.frum.is

FRUM - www.frum.is

Ég er sjúkraliði að mennt og er mér, hún ljómar meira og er mýkri. andoxandi áhrif insúlínnæmi meðvituð um líkamsstarfsemina og veit Ég er mjög ánægð með árangurinn4 C-vítamín sem hvetur eðlilega myndun kollagens í brjóski 4 geta unnið á bólgum vegna þess hve hátt hlutfall er af að fitan getur safnast á lifrina, þess vegna og mæli með Active Liver fyrir fólk sem 4 D-vítamín sem stuðlar að frásogi kalks úr meltingarvegi amínósýrunum leusíni, lysíni og arginíni hverju höfumglútamíni, við bætt vildiAf ég prófa. hugsar um að halda meltingunni góðri. 4 Mangan sem er nauðsynlegt fyrir myndum á brjóski og liðvökva B6aðí Femarelle blönduna? Eftir hafa notað Active Liver í um Ráðlagður dagskammtur 1-3 hylki tvisvar á dag með vatni. það bil 4 mánuði fann ég fljótlega mun Takk fyrir Ráðlagt er að taka 2-3 hylki tvisvar á dag. Hylkin má taka ef svengdar Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að verður vart milli mála. á mér , fékk aukna orku og mér finnst Jóna Hjálmarsdóttir einkaleyfisvarða innihaldsefnið DT56a auðveldara aðjafnvægi halda mér í réttri þyngd. stuðlar að kvenna á vissu

Lifðu til fulls eftir fimmtugt

www.icecare.is

Taktu stjórn á líkamanum

www.icecare.is

Reynslusaga með

LÉTT

LÉTT

Amino Liðum

Mettandi og seðjandi blanda sem auðveldar þyngdarstjórnun. Amino Létt inniheldur: vatnsrofin “Steinþóra var þorskprótín, Mettandi og seðjandi blanda sem auðveldar glúkómannan og króm mjög slæm í Einstakir eiginleikar þyngdarstjórnun. baki og leiddu Amino Létt inniheldur: vatnsrofin þorskprótín, Femarelle Unstoppable Þorskprótín verkirnir í glúkómannan og króm tækni ✔ Framleitt samkvæmt bakinu IceProtein niður í Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að sem byggir á vatnsrofstækni annan fótinn. einkaleyfisvarða innihaldsefnið DT56a Þorskprótín Rannsóknir hafa sýnt fiskprótín sem stuðlar að jafnvægi kvenna4á framleitt vissu Hún varað með Njóttu áranna eftir sextugt samkvæmt IceProtein®✔ tækni meðhöndlað hefur verið með vatni og aldurskeiði. Kalk of D3 vítamín verða að á vatnsrofstækni stöðug óþægindi sem byggir framtíðina vera til staðar í líkamanum til að viðhalda ensímumSigraðu örva og mettunarferli hálf haltraði.líkamans sem 4 rannsóknir hafa sýnt að fiskprótín sem styrk beina hjá konum eftir tíðarhvörf. stuðlar að minni matarlyst Eftir að hún meðhöndlað hefur verið með vatni og Samspil þessara beinmyndandi efna fór að taka inn ensímum og nauðsynlegra næringarefna gerir örva mettunarferli líkamans sem Glúkómannan: Amino Liðir stuðlar okkur kleift að lækka kalkmagnið. Þarað minni matarlyst unnið úr hnýði konjac plöntunnar ✔ Náttúrlegt trefjaefni sæbjúguhylkin Glúkómannan: með minnka líkur á ofskömmtun sem 4 náttúrlegt unnið úr hnýði konjac plöntunnar ✔ Þekkt fyrir einstaka þarf hæfileika hún ekki til að auka umfang sitt í hefur neikvæð áhrif átrefjaefni líkamann. Einnig meltingarveginum hefur það4 sýnt sigfyrir að einstaka DT56a minnkar þekkt hæfileika til að auka umfang sitt í lengur að taka leggangaþurkk og B2 og B7 vítamín eiga og seinkar tæmingu magans ✔ Eykur seddutilfinningu meltingarveginum inn verkjalyf bæði þátt4 í eykur að viðhalda slímmyndun í seddutilfinningu og seinkar tæmingu magans að staðaldri og leggöngunum sem og að minnka þreytu Króm er nauðsynlegt fyrir orkubúskap líkamans vegna hlutverk þess öðlaðist meiri og slen. Króm Samsetning þessarafyrir efnaorkubúskap er er nauðsynlegt líkamans vegna hlutverk þess í efnaskiptum glúkósa og erí bakinu”. talið minnka sykurlöngun. liðleika

FISK PRÓTÍN

FISKPRÓTÍN

®

FRUM - www.frum.is

hentug lausn fyrir konur 60 áraogogereldri. 200 kr af í efnaskiptum glúkósa talið minnka sykurlöngun. Femarelle Unstoppable hjálpar konum m seldu erj hv Ráðlagtum er að taka 2-3 hylki 30 mínútur fyrir aðalmáltíðir á aldrinum 60+ að viðhalda kraftmiklum Dr. Hólfríður Sveinsdóttir er a kk pa le Ráðlagt að taka dagsins rel Femaásamt dagsins tveimur vatnsglösum. Hylkin má einnig takaAmino millivaranna lífsstíl þegar árin er færast yfi r.2-3 hylki 30 mínútur fyrir aðalmáltíðir frumkvöðull í þróun r nu ásamt tveimur vatnsglösum. Hylkin má einnig taka milli mála ef ren er tób í ok og segir þær hafa reynst fólki vel mála ef svengdar verður vart. svengdar verður vart. til Bleiku slaufunnar www.icecare.is Hægt er að finna nánari upplýsingar á heimasíðunni okkar, www.icecare.is

IceCare þín heilsa


„Enginn mátti sjá mig svona“ Þegar Guðrún Hrund Sigurðardóttir, fatahönnuður og fyrrverandi ritstjóri Gestgjafans, greindist með krabbamein í þriðja sinn í lok árs 2015 tók hún þá ákvörðun að nýta menntun sína sem fatahönnuður og reynslu af því að missa hárið þrisvar sinnum og stofna eigið fyrirtæki sem sérhæfir sig í höfuðfötum. Texti: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir Myndir: Heiða Helgadóttir

„Ég greindist með krabbamein í báðum brjóstum í september árið 2009. Brjóstin voru ekki tekin heldur gerður fleygskurður og í kjölfarið fylgdi stíf lyfjameðferð. Eftir það tók við nokkurra vikna geislameðferð,“ segir Guðrún Hrund. Árið 2014 greindist hún með krabbamein í lífhimnu sem er erfiðara viðureignar því ekki er hægt að fjarlægja lífhimnuna nema að hluta til. Hún fór í skurðaðgerð og þau æxli sem hægt var að fjarlægja voru tekin en síðan tók við lyfjameðferð.

„Í dag lít ég á þetta sem tækifæri sem ég hefði aldrei fengið hefði ég ekki misst hárið. Ég fékk tækifæri til að hanna á ný og ekki síst tækifæri til að skapa mér atvinnu.“ „Ég svaraði meðferðinni mjög vel og æxlin hurfu alveg um tíma en ég þurfti að fara í mína þriðju lyfjameðferð í byrjun árs 2016 og lauk henni í júní síðastliðnum. Í dag er ég hrein eins og sagt er en ég get átt von á að þetta komi aftur hvenær sem er. Akkúrat þessa stundina er ég að bíða eftir lokasvari frá lyfjagreiðslunefnd hvort þeir samþykki lyf sem allar líkur eru á að haldi sjúkdómnum niðri og lengi tímann milli lyfjameðferða. Í dag er svarið frá nefndinni „NEI“ því það rúmast ekki innan fjárlaga 2016, peningarnir eru búnir fyrir þetta árið. Ég á sem sagt að gjalda fyrir það að þurfa lyfið seinnipart árs þegar peningarnir eru búnir.“

42 VIKAN

Stóðst upp á hár

Guðrún Hrund missti hárið í öllum lyfjameðferðunum þremur. „Fyrir mér var það gífurlegt áfall þegar ég greindist fyrst árið 2009 enda var ég með gott og meðfærilegt hár. Það var í raun meira áfall en greiningin sjálf, eins fáránlega og það hljómar í dag, en það sýnir líka að maður hugsar ekki raunhæft á þessum tímapunkti. Fljótlega eftir greininguna tók ég þá ákvörðun að klippa hárið mjög stutt til að minnka áfallið þegar það dytti af en mér var tjáð að það myndi gerast sextán dögum eftir fyrstu sprautu og það stóðst upp á hár. Ég var einnig búin að kaupa hárkollu, húfur og slæður. Allt ferlið áður en hárið fór að vaxa aftur var ég ýmist með hárkolluna, húfu eða slæðu og svaf meira að segja með húfu, ekki af því mér væri svona kalt – það mátti bara enginn sjá mig svona, ekki einu sinni mínir nánustu. Ég er svo lánsöm að hafa margt gott fólk í kringum mig, manninn minn, börnin mín og frábærar vinkonur sem hafa stutt mig í gegnum allt þetta ferli. Ég hef einnig fengið mikinn stuðning og hjálp frá Ljósinu og þá vil ég sérstaklega nefna Ernu forstöðukonu. Að líta á björtu hliðarnar hjálpar líka, til dæmis hversu lánsöm ég er að hafa farið létt í gegnum allar lyfjameðferðirnar og svarað þeim ótrúlega vel.“ Fimm árum síðar þegar hún greindist með krabbamein í lífhimnu bjó hún sig aftur undir að missa hárið. „Í þetta sinn var upplifunin hins vegar allt önnur, ég var vissulega komin með mitt

síða þykka hár aftur en nú vissi ég hvað var í vændum. Ég var reyndar búin að fá mér hárkollu aftur en ég notaði hana aldrei því mig langaði miklu frekar að vera með klúta, túrbana eða slæður á höfðinu. Ég fór í leiðangur að reyna að finna slíkt sem ætlað var sérstaklega fyrir þennan hóp en bar lítið úr býtum. Úrvalið var afar takmarkað, að minnska kosti féll það ekki að mínum smekk, þannig að ég fór prófa mig áfram í að útbúa eitthvað sjálf. Ég var svo heppin að vinkona mín sem býr erlendis var dugleg að senda mér bæði efni og tilbúna


„Í dag er svarið frá nefndinni „NEI“ því það rúmast ekki innan fjárlaga 2016, peningarnir eru búnir fyrir þetta árið. Ég á sem sagt að gjalda fyrir það að þurfa lyfið seinnipart árs þegar peningarnir eru búnir.“

Vörur Guðrúnar Hrundar fást í Krínolín, Grandagarði 37, í gömlu verbúðunum.

VIKAN 43


„Ég hanna ýmiss konar höfuðföt en grunnhúfan svokallaða var efst í mínum huga frá upphafi en hún er húfa úr bómull með fyllingu í hnakka sem vantar augljóslega þegar hárið er farið.“

vafninga sem hún hafði saumað fyrir mig og ég notaði óspart í staðinn fyrir hárkollu, enda mun þægilegra.“

Nýtir eigin reynslu

Þegar Guðrún Hrund greindist í þriðja sinn og sá fram á að missa hárið enn einu sinni tók hún þá ákvörðun að gera eitthvað í málunum, nýta menntun sína sem fatahönnuður og reynsluna að missa hárið. Hún stofnaði eigið fyrirtæki sem sérhæfir sig í höfuðfötum undir nafninu mheadwear. „Ég skráði mig á námskeið í janúar síðastliðnum hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Brautargengi, þar sem ég fékk leiðsögn í gerð viðskiptaáætlunar með þetta í huga og boltinn fór að rúlla. Í sumar fékk ég Sigrúnu Einarsdóttur, klæðskera og kjólameistara í versluninni Krínolín, til að hjálpa mér í sníðagerðinni og að þróa grunnhúfuna svokölluðu sem ég hafði fengið hugmyndina að. Eftir nokkurra vikna hönnunar- og þróunarferli var grunnhúfan loksins eins og ég vildi hafa hana og ýmsir fylgihlutir með henni, túrbanar og húfur. Flestar þessar vörur eru allt eins fyrir konur með

44 VIKAN

hár þannig að eftir að hárið fer að vaxa á ný er vel hægt að nota vörurnar,“ segir Guðrún Hrund. „Ég hanna ýmiss konar höfuðföt en grunnhúfan svokallaða var efst í mínum huga frá upphafi en hún er húfa úr bómull með fyllingu í hnakka sem vantar augljóslega þegar hárið er farið. Hana er síðan hægt að skreyta með vafningsböndum og slaufuböndum úr ýmiss konar efnum þannig að möguleikarnir eru margir í notkun grunnhúfunnar. Einnig erum við með túrbana og húfur og svo er ýmislegt nýtt á teikniborðinu. Höfuðfötin eru flest þannig að þau henta ekki síður fyrir konur með hár. Það sama hentar ekki öllum og ég reyni að hafa úrvalið þannig að það henti flestum. Grunnhúfan er vinsælust og svo túrbanarnir en þeir eru fáanlegir bæði í spari- og hversdagsútgáfu.“

Lærði fatahönnun

Guðrún Hrund útskrifaðist sem fatahönnuður frá Köbenhavns Mode- og Design Skole í Kaupmannahöfn árið 1989 og vann við fagið í nokkur ár á eftir. „Það

gekk bara vel, ég hannaði til dæmis fatnað á starfsfólk Íslandsbanka sem og einstaklinga og vann einnig verðlaun í fyrstu Smirnofffatahönnunarkeppninni hér á landi. Í kjölfarið fékk ég að sýna í Royal Albert Hall sem var mikil upplifun. Hönnun var hins vegar ekki mikils metin á þessum tíma og ég fór smátt og smátt að gera annað samhliða til að hafa fastar tekjur. Ég kenndi myndmennt í nokkur ár og svo var ég starfandi á tímaritinu Gestgjafanum í tíu ár, þar af sex ár sem ritstjóri. Í matargerð felst mikil sköpun þannig að ég fékk mikla útrás á Gestgjafanum fyrir sköpunargleðina,“ segir Guðrún. „Í dag lít ég á þetta sem tækifæri sem ég hefði aldrei fengið hefði ég ekki misst hárið. Ég fékk tækifæri til að hanna á ný og ekki síst tækifæri til að skapa mér atvinnu. Ég ætla mér stóra hluti með mheadwear. Um allan heim er fjöldi kvenna í sömu sporum og ég, hafa misst hárið, sína helstu prýði, og þó að þetta sé oftast tímabundið ástand þá vilja flestar konur halda sér til og líta sem best út meðan á meðferð stendur.“ Nánari upplýsingar má finna á Facebook undir nafninu mheadwear.com.


Svíf þú inn í svefninn ...í rúmi frá okkur!

RÚM

ÍSLENSK HÖNNUN – ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA

Vinsæli handáburðurinn frá Crabtree & Evelyn er kominn!

RB rúm | Dalshrauni 8 | Hafnarfirði | Sími: 555 0397 | www.rbrum.is | rum@rbrum.is | erum á facebook Opið alla virka daga frá kl. 09.00-18.00, laugardaga 10.00-14.00, sunnudaga lokað


Hugmyndir fyrir heimilið Hjarn, 17.900 kr.

Trendí tískustraumar Fáum innblástur til að skreyta heimilið frá tískusýningarpöllunum og trendum komandi vetrar. Skál frá Iittala X Issey Miyake, Húsgagnahöllin, 5.290 kr.

Umsjón: Helga Kristjáns

Hrím, 14.990 kr.

Fölbleikt

Flauel

Snúran, 10.900 kr.

Snúran, 10.900 kr.

46 VIKAN

Isabel Marant

rochas

Mjólkurkanna frá Ralph Lauren, Húsgagnahöllin, 24.990 kr.

Hlébarðamynstur

Prabal Gurung

World Market, (Worldmarket.com) 29.530 kr.


Húsgagnahöllin, 1.990 kr.

Skínandi fínt

Líf og list, 11.350 kr.

Phillip Lim

Línan, 10.680 kr. Epal, 13.350 kr.

Opening Ceremony

Novis

Grafískt

Zimmermann

Húsgagnahöllin, 21.990 kr.

Epal, 57.300 kr.

VIKAN 47


Bestu vinir

รก blรกa hnettinum

48 VIKAN


„Það var ótrúlega gaman að hreppa hlutverk Brimis en ég hef aðeins leikið áður.“

Á bláum hnetti búa börn sem fullorðnast ekki. Enginn skipar þeim fyrir verkum og þau stjórna sér sjálf. Kvöld eitt lenda skuggalegar verur á hnettinum og í kjölfarið upphefst ævintýri sem leiðir börnin um dimma skóga, djúpa dali og loftin blá. Þá reynir á vináttu og ráðsnilld barnanna. Texti: Íris Hauksdóttir Myndir: Hákon Davíð Björnsson

S

agan af bláa hnettinum hefur farið sigurför um heiminn en verkið var frumsýnt árið 2001 og vann til fjölda verðlauna. Þau Bergur Þór Ingólfsson og Kristjana Stefánsdóttir taka nú sýninguna í faðminn, semja söngtexta og þjálfa hæfileikarík börn til að leika, syngja og dansa á Stóra sviði Borgarleikhússins. Það eru þau Iðunn Ösp Hlynsdóttir og Gunnar Kristjánsson sem hrepptu aðalhlutverkin í sýningunni en rúmlega fjórtán þúsund börn sóttu um í opnum áheyrnarprufum sem fóru fram síðastliðið vor. Krakkarnir eru að vonum sátt við sinn árangur en tuttugu og þrjú börn taka þátt í leikritinu. „Þetta er önnur sýningin sem ég leik í en áður fór ég með hlutverk í Óvitunum sem sýndir voru í Þjóðleikhúsinu,“ segir Iðunn en hún er fjórtán ára nemi við Foldaskóla. Reynsluboltinn Gunnar, sem þó er árinu yngri, bætir við: „Það var ótrúlega gaman að hreppa hlutverk Brimis en ég hef aðeins leikið áður. Ég vissi að ég kynni að syngja en dansinn

varð ekki mín sterkasta hlið fyrr en í fyrra þegar ég fékk stórkostlega þjálfun hjá fagfólkinu sem sá um danskennsluna í Billy Elliot. Fyrir það hafði ég leikið í Dýrunum í Hálsaskógi, Latabæ og Kuggi svo ég bý að talsverðri reynslu.“ Iðunn grípur orðið og bætir við: „Já, ég vissi alltaf að ég kynni að leika, enda er það mín sterkasta hlið, en þegar mér var boðið hlutverk Huldu, sem er aðalpersóna verksins, vissi ég að ég hlyti að kunna að syngja eitthvað líka. Ég átti aldrei von á að verða valin í leikritið en að hreppa aðalhlutverkið kom skemmtilega á óvart.“

„Við byrjum alla daga í skólanum og mætum svo á æfingu upp í leikhús um klukkan ellefu. Æfingar þar standa í sex tíma, stundum lengur, og eftir það tekur heimavinnan við. Við reynum svo bara að fara snemma að sofa,“ segir Gunnar og Iðunn tekur undir. „Bekkjarsystkinum okkar finnst þetta rosalega kúl og hlakka til að koma og sjá okkur í sýningunni.“ Bæði bera þau leikstjóranum Bergi Þór Ingólfssyni vel söguna og segja hann hreint út sagt frábæran. „Það getur verið erfitt að halda utan um svona stóran krakkahóp en Bergur á auðvelt með það. Það bera allir svo mikla virðingu fyrir honum og þegar hann segir eitthvað þá hlusta allir á hann,“ segir Gunnar en þetta er í annað skiptið sem hann leikur undir hans leikstjórn. „Uppáhaldsatriði mitt í sýningunni er byrjunaratriðið og

Skemmtilegast að fá að fljúga Krakkarnir segja að það taki talsverðan tíma að æfa fyrir stóra sýningu samhliða því að sinna skólanáminu.

VIKAN 49


„Það getur verið erfitt að halda utan um svona stóran krakkahóp en Bergur á auðvelt með það.“

Myndirnar eru teknar á æfingu.

„Í gegnum allar sýningar sem ég hef tekið þátt í í leikhúsinu hef ég eignast marga góða vini og það sama á við um þessa sýningu, þetta eru allt frábærir krakkar og við öll orðnir bestu vinir.“

svo lokasenan,“ Iðunn kinkar kolli til samþykkis. „Já, og flugatriðið, þegar við fáum að fljúga. Við erum ekkert hrædd við það en það getur vissulega verið erfitt fyrir þá sem eru lofthræddir. Þá er gott að minna sig á að þetta er allt bara í kollinum á manni. Ég hugsa þannig þegar sviðskrekkurinn gerir vart við sig. Bara vitleysa í mér og ýti þeim hugsunum til hliðar, hugsa sem minnst. Við erum líka með sérsaumuð flugbelti og þetta er bara skemmtilegt allt saman,“ segir hún. Leikaraefnin ungu segjast staðfastlega stefna á leiklistarnám í náinni framtíð og segjast jafnframt hafa eignast góða vini í meðleikurum sínum. „Í gegnum allar sýningar sem ég hef tekið þátt í í leikhúsinu hef ég eignast marga góða vini og það sama á við um þessa sýningu, þetta eru allt frábærir krakkar og við öll orðnir bestu vinir,“ segir Gunnar og Iðunn samsinnir.

50 VIKAN

„Sýningin fjallar um börn sem búa á bláum hnetti. Þau eru frjáls og á hnettinum búa engir fullorðnir. Það veit því enginn hvernig þau urðu til en þau nærast á náttúrunni einni saman. Dag einn lendir geimskip á hnettinum sem þau halda í fyrstu að sé geimskrímsli. Út úr því kemur maður sem reynir að selja þeim allskonar óþarfa og telur þeim trú um að það séu nauðsynjavörur. Í staðinn fyrir varninginn þurfa börnin að selja honum æskuna sína. Sýningin fjallar þannig um æskuna og sakleysi barna. Jú, og líka að

fara vel með náttúruna. Það er svo margt í boði sem fólk vill telja manni trú um að sé mikilvægt og geri lífið betra en maður þarf ekki veraldlega hluti til þess að verða hamingjusamur.“


2X

HRAÐVIRKARI en venjulegar Panodil töflur*

Prófaðu Panodil® Zapp Verkjastillandi og hitalækkandi

* Grattan T.et al., A five way crossover human volunteer study to compare the pharmacokinetics of paracetamol following oral administration of two commercially available paracetamol tablets and three development tablets containing paracetamol in combination with sodium bicarbonate or calcium carbonate European Journal of pharmaceutics and Biopharmaceutics 2000;49 (3). 225‑229. Panodil® Zapp filmuhúðaðar töflur. Inniheldur 500 mg af parasetamóli. Ábendingar: Vægir verkir. Hitalækkandi. Skammtar: Fullorðnir og börn eldri en 12 ára (40 kg): 1 g 3‑4 sinnum á sólarhring, að hámarki 4 g á sólarhring. Í sumum tilvikum geta 500 mg 3‑4 sinnum á sólarhring verið nægileg. Frábendingar: Verulega skert lifrarstarfsemi. Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna. Ef þú tekur annað lyf samtímis sem einnig inniheldur parasetamól er hætta á ofskömmtun. Stærri skammtar en ráðlagðir eru geta valdið lífshættulegum eiturverkunum. Ef grunur er um ofskömmtun skal tafarlaust leita læknis. Leitið ráða hjá lækninum áður en Panodil Zapp er notað, ef þú ert með háan hita, einkenni um sýkingu (t.d. hálsbólgu) eða ef verkirnir vara lengur en í 3 daga, ef þú ert með skerta lifrar‑ eða nýrnastarfsemi, næringarástand þitt er slæmt, t.d. vegna áfengismisnotkunar, lystarleysis eða vannæringar. Þú þarft hugsanlega að taka minni skammta þar sem lifrin gæti annars orðið fyrir skemmdum. Ef þú tekur mörg mismunandi verkjastillandi lyf samtímis í langan tíma getur þú fengið nýrnaskemmdir og hætta verið á nýrnabilun. Ef þú tekur Panodil Zapp við höfuðverk í langan tíma getur höfuðverkurinn orðið verri og tíðari. Hafðu samband við lækni ef þú færð tíð eða dagleg höfuðverkjaköst. Láttu alltaf vita að þú sért á meðferð með Panodil Zapp þegar teknar eru blóð‑ eða þvagprufur. Það getur skipt máli varðandi rannsóknaniðurstöðurnar. Almennt getur venjubundin notkun verkjalyfja, sérstaklega ásamt öðrum verkjastillandi lyfjum, leitt til viðvarandi nýrnaskemmda og hættu á nýrnabilun (nýrnakvilla af völdum verkjalyfja). Panodil Zapp inniheldur 173 mg af natríum (7,5 mmól) í hverri töflu. Taka skal tillit til þess hjá sjúklingum sem eru á natríum‑ eða saltskertu fæði. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með hjartabilun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi: GlaxoSmithKline Consumer Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.

Panodil-Zapp-Red button_A4-ICE.indd 1

23/02/16 09:21


Opinskáar

um brjóst sín

Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum um heim allan og sem betur fer hafa lífshorfur batnað verulega undanfarin ár. Krabbamein spyr ekki um aldur, fjárhag eða samfélagsstöðu. Fjölmargar stjörnur hafa greinst með brjóstakrabbamein og margar tala opinskátt um sjúkdóminn til þess að upplýsa og ná til annarra kvenna. Hér eru molar frá nokkrum þeirra. Umsjón: Hildur Friðriksdóttir

Christina Applegate „Ég verð enn með stinn og sæt brjóst þegar ég verð níræð – svo það er kostur. Ég verð með bestu brjóstin á elliheimilinu og öfundarefni allra kvennanna við briddsborðið.“

Edie Falco „Líf mitt kemur mér á óvart á hverjum degi – og krabbameinsgreiningin kom mér svo sannarlega á óvart. En það þýðir ekkert annað en að taka þessu öllu með jafnaðargeði.“

Angelina Jolie „Ég er ekki minni kona þó að ég hafi látið fjarlægja bæði brjóstin. Ég upplifi það sem svo að ég hafi tekið sterka ákvörðun sem á engan hátt dragi úr kvenleika mínum – nema þó síður sé.“

52 VIKAN


Cynthia Nixon „Með mína eigin reynslu og reynslu móður minnar að baki er brjóstakrabbi svolítið nágranninn í næsta húsi – ég veit alveg hvernig hann lítur út og þekki allar daglegar venjur hans.“

Sheryl Crow „Ég er í hópi ríflega tvö hundruð þúsund kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein á hverju ári. Ég er lifandi áminning um mikilvægi þess að greinast snemma. Ég hvet allar konur til að taka ábyrgð á eigin heilsu og framtíð og tala við lækninn sinn.“

Olivia Newton-John „Krabbameinsgreiningin breytti lífi mínu. Ég er þakklát fyrir hvern heilbrigðan, nýjan dag. Þetta hefur líka hjálpað mér að forgangsraða betur í lífinu.“

Kylie Minogue „Það sem er mikilvægt að muna er að þú verður enn þá sama manneskjan eftir sjúkdóminn. Vissulega líður manni eins og maður sé að verða að engu. En flestir virðast koma út hinum megin með enn betri sjálfsvitund en áður.“

Shannen Doherty „Þegar öllu er á botninn hvolft þá eru þetta bara brjóst, er það ekki? Auðvitað elska ég þau, þau eru mín og mér þykir þau falleg. Ég myndi samt fórna þeim til þess að lifa af og fá að eldast með manninum mínum.“

VIKAN 53


Flott og gott

Heilbrigði, næring og mýkt Therapy Rejuvenating Protein Cream er létt serum sem skilið er eftir í hárinu. Inniheldur hvítan kavíar sem örvar myndun frumna, nærir hárið og gefur því sterkt og heilbrigt yfirbragð. Inniheldur hvorki natríum klóríð, paraben né súlföt.

Therapy Rejuvenating Radiance Oil er létt blanda með hinni margrómuðu Moroccan Arganolíu og Rejuven8blöndunni sem snöggbreytir útliti og áferð á þurru og skemmdu hári.

L‘Occitane fagnar 40 ára afmæli og kynnir nýja línu úr krydduðu jurtinni verbena. Ilmurinn í línunni er hressandi, endurnærandi og ferskur.

Ný sápa frá L‘Occitane, með muldum verbenalaufum, sem hreinsar og skrúbbar húðina, gerir hana silkimjúka og skilur eftir sig léttan og góðan ilm.

Umsjón: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir Mynd: Óli Magg

Therapy Rejuvenatingsjampóið vinnur á móti öldrun hársins og inniheldur hvítan kavíar sem hreinsar á mildan hátt um leið og hárið fær aukið líf, ljóma og heilbrigði.

L‘Occitane-freyðibað sem ilmar af lavender, freyðir vel og veitir mýkt og ánægju. Lavender og verbena hafa verið hornsteinn L‘Occitane í 40 ár.

54 VIKAN

Therapy Rejuvenatinghárnæringin er rakagefandi, styrkjandi hárnæring með hvítum kavíar sem minnkar flóka og veitir hárinu meira líf.



STJÖRNUSPÁ Hrúturinn

Vogin

21. mars – 19. apríl Einhverjar mjög svo metorðagjarnar manneskjur munu koma inn í líf Hrúta og ýta af stað atburðarás sem mun leiða til betri afkomu þeirra og meiri ánægju í vinnunni. Fólk í þessu merki hefur gott viðskiptavit og er framsýnt sem mun koma sér vel í samskiptum við þessa einstaklinga. Sterkar og hlýjar tilfinningar eru ríkjandi í samböndum Hrúta og þær munu dýpka og styrkjast á næstu vikum. Þeir eru þó frekar lokaðir en nú gæti verið gott að opna sig og segja eitthvað fallegt. Happadagur: 1. október Happatala: 4

23. september – 22. október Vogin hefur þörf fyrir að draga sig í hlé og njóta friðar og hvíldar. Hún hefur lengi staðið í fremstu víglínu og reynt að sætta ólík sjónarmið fólks í nánasta umhverfi þess. Nú er hins vegar komið nóg og Vogin verður að hugsa um sjálfa sig. Hún þarf líka að hugsa vel um ýmsar hugmyndir sem hafa kviknað að undanförnu og útfæra þær vel áður en hún deilir þeim með öðrum. Þótt þetta sé almennt félagslyndasta merkið þurfa Vogir engu að síður á kyrrð að halda af og til. Happadagur: 5. október Happatala: 9

Nautið

Sporðdrekinn

Tvíburarnir

Bogmaðurinn

Krabbinn

Steingeitin

20. apríl – 20. maí Naut munu þurfa að taka nokkrar afgerandi og stórar ákvarðanir hvað varðar fjármál. Hugsanlega hefur lengi verið í bígerð að fjárfesta í einhverju og nú er kominn tími til að láta af því verða. Það borgar sig ekki að taka of mikla áhættu en láta skynsemina ráða. Að öðru leyti heldur áfram sú ánægjulega þróun sem byrjaði fyrir um mánuði síðan og ánægja og gleði ríkir á flestum sviðum lífsins hjá fólki í þessu merki. Einhver viðurkenning berst fyrir vel unnin störf eða þakklæti fyrir greiða. Happadagur: 4. október Happatala: 1

21. maí – 20. júní Í þessari viku njóta Tvíburar þess að vera með sínum nánustu. Matarboð eða önnur samvera er ofarlega á baugi og Tvíburar leitast við að styrkja böndin. Einhver nákominn mun leita til Tvíburans síns eftir stuðningi og það mun taka nokkurn tíma að leysa úr því vandamáli. Líklegt er að einhver muni játa Tvíburanum ást sína og aðdáun á honum og það mun koma þægilega á óvart. Ekkert þessu líkt hefur legið í loftinu en gæti verið upphaf að fallegu ástarsambandi. Happadagur: 3. október Happatala: 3

21. júní – 22. júlí Þung áhersla verður lögð á samskipti í haust. Krabbinn finnur að hann þarf að tjá sig betur og meira ef hann vill ná markmiðum sínum og nú eru stjörnurnar hagstæðar hvað þetta varðar. Þekkingarþorsti og upplýsingaleit eru sömuleiðis ofarlega á baugi. Þetta er einnig góður tími til að skipuleggja sig betur og þróa hugmyndir sem lengi hafa verið í mótun. Í einkalífinu ríkir hamingja og sátt og Krabbar finna fyrir hlýju og væntumþykju frá fólki sínu. Happadagur: 2. október Happatala: 2

Ljónið

23. október – 21. nóvember Samningar og ákvarðanir eru lykilorð í lífi Sporðdreka um þessar mundir. Þeir hafa komist að niðurstöðu í einhverjum málum og munu leiða þau til lykta farsællega í þessari viku. Það þarf að fara varlega í fjármálum núna því margt glepur í félagslífinu sem er fjörugt einmitt núna. Sporðdrekar ættu að velta fyrir sér hvort ekki borgi sig að sleppa einhverju og velja úr viðburði fremur en að reyna að mæta alls staðar. Stundum er betra að vera í notalegum litlum hópi en stórri veislu. Happadagur: 4. október Happatala: 3

22. nóvember – 21. desember Bogmaðurinn mun einbeita sér að starfi sínu núna í haust. Hann er metnaðargjarn og vill komast áfram. Það hjálpar að hann er ákaflega hugmyndaríkur núna og vinnuveitandi tekur sannarlega eftir því hversu skilvirkur hann er í starfi. Nýir og spennandi möguleikar munu bjóðast og skipulag á öllum sviðum lífsins skilar sér. Í einkalífinu ríkir ákveðin stöðnun en það er ekki við því að búast að ástin sé alltaf eins og flugeldasýning og rólegu tímabilin má nota til að treysta sambandið. Happadagur: 2. október Happatala: 7

22. desember – 19. janúar Steingeitin leitast við að víkka sjóndeildarhringinn á margvíslegan máta. Hún vill gjarnan reyna eitthvað nýtt, mennta sig meira og hlusta betur á það sem aðrir hafa fram að færa. Þær þurfa þó að gæta þess að hvílast vel. Stundum nær dugnaður þeirra og drift slíkum tökum á þeim að þær sjást ekki. Það er vísasti vegur til að brenna út eða keyra sig í þrot. Þótt ótalmargt áhugavert bjóðist og tækifærin banki endalaust upp á er gott að muna að nota hluta hvers dags til að hlaða batteríin. Happadagur: 4. október Happatala: 6

Vatnsberinn

23. júlí – 22. ágúst Fjármálin eru í forgrunni hjá Ljónum um þessar mundir. Þau hafa verið að endurskipuleggja og endurskoða ýmislegt. Fólk í þessu merki kann að meta gæði lífsins og þarf að leyfa sér einhverjar nautnir. Það ætti að vera óhætt þótt eitthvað megi draga úr notkun kreditkortsins. Ljónið er að sigla inn í tíma meiri stöðugleika og heppni sem mun bæta efnahagslega afkomu þess til muna en það er ávallt gott að hafa skynsemina að leiðarljósi og muna að spara til mögru áranna. Happadagur: 1. október Happatala: 3

20. janúar – 18. febrúar Eitthvert mótlæti eða uppgjör mun eiga sér stað í þessari viku. Þér gæti fundist þú á einhvern hátt útilokaður úr hópi, kæri Vatnsberi, og veltir fyrir þér hvort þú þurfir ekki að slá af kröfum þínum eða gefa eftir. Það er óþarfi. Einhver hefur misskilið þig og mun sjá að sér fljótlega. Þú finnur styrk þinn inni á heimilinu núna því þar ríkir eining og ástúð. Hallaðu þér að traustum vinum þar til þetta ástand gengur yfir og njóttu stuðnings þeirra. Happadagur: 4. október Happatala: 1

Meyjan

Fiskarnir

23. ágúst – 22. september Meyjan er viðkvæm og meyr í skapi nú á haustdögum. Rómantískt eðli hennar og draumlyndi magnast upp og hún leyfir sér meiri tilfinningasemi en venjulega. Aðrir taka eftir þessu og Meyjur njóta mikillar athygli annarra. Það er eins og allir heillist af henni núna og daðurgirni margra mun koma henni verulega á óvart. Það er þó um að gera að njóta þessa meðan það varir. Allir hafa gott af jákvæðri athygli. Happadagur: 2. október Happatala: 3

56 VIKAN

19. febrúar – 20. Mars Ástin fær mikið rými í lífi þínu, nú á haustdögum. Manneskja sem kemur inn í líf þitt færir með sér gleði og uppörvun. Þetta mun reynast sá stökkpallur sem þú þarft til að ná markmiðum þínum og skapa lífsfyllingu sem hefur vantað. Þú þróar einnig með þér nýja hæfni og nýtir hæfileika sem í nokkurn tíma hafa ekki verið ræktaðir. Þetta mun veita enn frekari ánægju. Þér er því óhætt að horfa björtum augum til framtíðar. Happadagur: 2. október Happatala: 4


MARGFALDUR SIGURVEGARI! ASTRA frá aðeins

2.990.000 KR.

Til hamingju Opel Astra! Nýr Opel Astra vann hug og hjörtu bílasérfræðinga í allri Evrópu og þeir völdu hann Bíl ársins 2016 í Evrópu. Áður hafði hann hampað mörgum virðulegum titlum, m.a. Gullna stýrið 2016 og Bíll ársins í Danmörku 2016. Og enn bætir hann við sig verðlaunum. Nú hefur dómnefnd Bandalags íslenskra bílablaðamanna tilkynnt um val sitt á bíl ársins á Íslandi 2017. Þar ber Opel Astra sigur úr býtum í flokki bíla í sínum stærðarflokki.

Ný Opel Astra.

Meira en þú átt að venjast. Reykjavík Tangarhöfða 8 590 2000

Reykjanesbær Njarðarbraut 9 420 3330

Opið virka daga frá 9 til 18 Laugardaga frá 12 til 16 Verið velkomin í reynsluakstur

OPEL Á ÍSLANDI Kynntu þér Opel fjölskylduna á benni.is | opel.is


Lífsreynsla

Barnaníðingur í hárri stöðu Þegar ég var sautján ára fékk ég vinnu á sveitahóteli. Þetta var í fyrsta skipti sem ég fór að heiman ein og ég var mjög spennt. Vinkona mín hafði fengið vinnu á hestabúgarði í nágrenninu og við ætluðum að skemmta okkur vel þetta sumar og það gekk sannarlega eftir að undanskildu einu ljótu atviki.

É

g kom á hótelið einn einstaklega fallegan júnídag og umhverfið var dásamlegt. Þarna voru fyrir nokkrir aðrir unglingar sem unnu mismunandi störf. Við vorum á aldrinum 14-19 ára, sum úr sveitinni en þau fóru heim á kvöldin og komu til vinnu á morgnana. Ég og fjórar aðrar stelpur bjuggum á hótelinu í þremur litlum herbergjum á gangi fyrir ofan eldhúsið. Vinnan var erfið en við gengum í öll störf. Stundum vorum við herbergisþernur og þrifum, þess á milli á vakt í matsalnum og af og til í móttökunni. Mér fannst það skemmtilegast og mest lifandi af öllum mínum skyldum. Þar fékk ég tækifæri til

„Ungi maðurinn sem hafði verið hvað grófastur við okkur Önnu um kvöldið lá ofan á Fjólu. Hann var hálfnakinn og hún útgrátin og gersamlega miður sín.“ að æfa mig í ensku og halda við dönskunni sem ég talaði ágætlega eftir að hafa búið í Danmörku um tíma þegar ég var barn. Við urðum fljótlega öll góðir vinir og reyndum að hjálpast að eins og við mögulega gátum. Hótelstýran var ströng en réttlát og góð kona. Ein stúlkan sem bjó á hótelinu var aðeins fjórtán ára, reyndar

58 VIKAN

á fimmtánda ári en átti ekki afmæli fyrr en um haustið. Við hinar töldum okkur mun fullorðnari og pössuðum vel upp á hana. Sumarið leið og var hreint út sagt dásamlegt. Ég fór oft á kvöldin og um helgar til vinkonu minnar og fékk þar reiðkennslu. Það var í fyrsta sinn sem ég kynntist íslenska hestinum og fannst það einstaklega skemmtileg upplifun.

Fullir framámenn

Það var undir lok sumarsins sem atvik varð sem varpaði skugga á alla þessa reynslu og hefur fylgt mér síðan. Þá kom saman á ráðstefnu á hótelinu hópur sveitarstjórnarmanna og annarra framámanna í héraðinu. Þeir fengu hádegisverð og kaffi og síðan var hátíðarkvöldverður um kvöldið. Nokkrir þessara manna komu langt að og þeir höfðu pantað gistingu á hótelinu. Ég og þrjár aðrar vorum á vakt í matsalnum. Þar á meðal var Anna, tvítug, einstök og dugleg stelpa sem ég leit mjög upp til. Fjóla, sú sem var aðeins fjórtán ára, var í móttökunni og átti um kvöldið að hjálpa kokkunum að ganga frá. Ég var skotin í aðstoðarkokknum, Nonna, en hann var á svipuðum aldri og ég og bjó í sveitinni. Kvöldið leið og þessir fínu menn urðu flestir leiðinlega drukknir. Þetta var í fyrsta skipti sem ég sá svona hegðun hjá mönnum sem mér hafði verið kennt að bera virðingu fyrir. Heima hjá mér var stundum haft vín um hönd en aldrei þannig að illa færi. Ég

hafði orðið vitni að partíum hjá pabba og mömmu þar sem fólk söng og talaði hátt en allir voru glaðir og kátir. Þetta voru yfirvöld og embættismenn og sumir urðu mjög grófir í tali við mig og Önnu. Einn var sönnu verstur. Það var ungur maður í samanburði við hina þótt okkur fyndist hann eldgamall. Hann reyndi hvað eftir annað að káfa á okkur og króaði Önnu einu sinni af við eldhúsdyrnar og reyndi að kyssa hana. Okkur tókst með mikilli ákveðni að losna við hann en undir lok kvöldsins kom hótelstýran og rak karlana í rúmið. Hún benti þeim á að við biðum eftir að geta gengið frá salnum áður en við færum í rúmið og við yrðum að vakna snemma daginn eftir til að fara að vinna. Þá dröttuðust karlarnir upp og við kláruðum að ganga frá. Þegar við komum fram í eldhús var Fjóla þar að hjálpa Nonna að klára uppvaskið. Ég sagði henni að fara að sofa og ég skyldi taka við. Hún var fegin að sleppa, enda orðin dauðþreytt eftir langa vakt. Hinar stelpurnar tóku til hendinni í eldhúsinu líka og við vorum fljót að ljúka því sem eftir var. Nonni náði í bjór handa okkur öllum og við sátum svolitla stund, drukkum þá, spjölluðum og hlógum.

Skrýtið hljóð

Klukkan var langt gengin í tvö þegar Anna stóð á fætur og sagði að við skyldum drífa okkur upp. Við tvær vorum aðeins fljótari af stað en hinar tvær. Þegar við komum upp stigann heyrðum við eitthvert


„Ég veit ekki af hverju við heyrðum í henni því hún þorði ekki að öskra en við gerðum það samt. Anna var svo reið að hún titraði af vonsku.“

skrýtið hljóð. Anna stoppaði og sagði við mig: „Bíddu, við skulum hlusta.“ Við gerðum það og þarna kom það aftur, eins og hálfkæft kjökurhljóð. „Þetta kemur úr herberginu hennar Fjólu,“ sagði Anna og hljóp af stað. Hún reif í hurðarhúninn en dyrnar voru læstar. Hún byrjaði að banka á hurðina og öskra og Nonni kom hlaupandi upp. Hann sparkaði upp hurðinni og þá blasti við okkur ömurleg sjón. Ungi maðurinn sem hafði verið hvað grófastur við okkur Önnu um kvöldið lá ofan á Fjólu. Hann var hálfnakinn og hún útgrátin og gersamlega miður sín. Anna æddi inn í herbergið reif hann ofan af henni og öskraði á hann svívirðingar. Hann stóð upp og rausaði eitthvað um læti og vitleysu. Hann reyndi líka að halda því fram að Fjóla hefði boðið honum inn og hann ekki gert neitt sem hún hefði ekki viljað. Við rákum hann út og kölluðum hann öllum illum nöfnum. Hann flúði fljótt af hólmi tautandi um yfirgang og frekju. Anna tók Fjólu í fangið og huggaði hana. Hún sagði okkur að hann hefði komið og bankað hjá henni, spurt hana hvort hann mætti ekki koma inn og setjast hjá henni. Hún hafði ekki kunnað við að segja nei en hann var varla fyrr kominn inn en hann fór að reyna að fá hana til við sig. Hún kærði sig ekkert um hann og ýtti honum frá sér lengi vel og bað hann að fara. Hann varð alltaf aðgangsharðari, var með vodkaflösku og reyndi að fá hana til að drekka með sér. Hún þverneitaði því og sagðist ætla að fara

og sækja mig sem var með henni í herbergi. Þá læsti hann dyrunum. Þegar við komum var hann kominn upp í rúmið hennar, búinn að klæða sig úr skyrtunni og hafði reynt allt hvað hann gat til að koma henni úr bolnum líka. Hann hafði káfað á brjóstunum á henni og reynt að kyssa hana hvað eftir annað.

Ung stúlka í áfalli

Hún var orðin mjög hrædd og farin að gráta þegar við komum upp stigann. Ég veit ekki af hverju við heyrðum í henni því hún þorði ekki að öskra en við gerðum það samt. Anna var svo reið að hún titraði af vonsku. Hún vildi að við kærðum en Fjóla grátbað okkur um að gera það ekki. Hún þorði ekki að fara til lögreglunnar og sagðist bara vilja gleyma þessu. Við vorum einfaldlega of ung til að höndla svona atvik þannig að við ákváðum í sameiningu að þegja. Hótelstýran fékk því aldrei að frétta hvað hefði gerst um nóttina. Næstu daga á eftir gerðum við allt hvað við gátum að til að styðja Fjólu en auðvitað hefðum við átt að tala við einhverja fullorðna og fá viðeigandi hjálp. Ég hef nokkrum sinnum hitt Fjólu síðan og hún leitaði sér síðar hjálpar til að vinna úr áfallinu sem hún varð fyrir þessa nótt. Ástæðan fyrir því að þetta situr svo fast í mér er að þessi maður sem þá var ungur hefur síðan risið hátt í samfélaginu. Hann hefur gegnt virðulegum embættum og notið virðingar. Í hvert skipti sem ég hef séð hann í sjónvarpi eða heyrt af einhverri

vegtyllunni hefur mér orðið óglatt. Ég hef einnig heyrt af honum fleiri ljótar sögur og svo virðist sem hann beri litla virðingu fyrir konum og að unglingsstúlkur séu enn í hættu þar sem hann er annars vegar. Ég lærði þó af þessu þá lexíu að þeir sem klifra hátt upp metorðastigann eru ekki endilega góðir menn eða hæfileikaríkir. Ég hef passað mig á því síðan að taka engu sem gefnu og ber ekki virðingu fyrir öðrum en þeim sem hafa áunnið sér hana í mínum augum.

VIKAN 59


Krossgáta 97

ILMEFNI

HARLA

HOLD

SAMTÖK

FRJÓ

HLJÓÐFÆRI

BYLGJA

FLÝTIR

SKORDÝR

ÚR HÓFI

VARKÁRNI

SVELL

STEINFELLA

MÁLMUR TIGNASTI

LAPPI

LYKTA 1

MAKA

ÖNGLA

TRUFLUN

HÆKKA

KRINGUM

ÍÞRÓTTAGREIN

TÍMABILS

HANDFANG

TRAPPA FANGI

VILJA DEILA

3

Í RÖÐ

AÐRAKSTUR

NUDDA ÁRSGAMALL

ÁKÆRA

FESTING

GIRNAST

ÞYS

ÓSKA

NÝLEGA

HANGI

FYRIRVAF

TÓNTEGUND

DRASL 2

LIÐUGUR

KORNTEGUND

ÁTT

NABBI HITA

Í VIÐBÓT

VITNESKJA

PRESSUGER

RÍKI

ÞJÁNINGA

GLUFA

STRIT

MJÖÐUR

STRUNS

TVEIR

EFTIRRIT LEIKUR MÁLA ANA

FERÐ

AF HÆRRI

SVIF

Sendið lausnarorðið fyrir 5. október 2016, ásamt nafni ykkar og heimilisfangi, til Vikunnar, á vikan@birtingur.is eða í bréfi merktu: Vikan 36. tbl. 2016 Lyngási 17 210 Garðabæ

UPPHRÓPUN

DAÐUR

SÉR EFTIR

5

EIGIND

6

PRÓGRAMM

4

5

ÁSTÚÐ

POT

3

TIL SÖLU

STAGL

SJÚGA

2

ÁTT

SLÆMA

PEDALI

HYGGJA

KEYRA

INNYFLA

GÓÐUR

4

60 VIKAN

TVEIR EINS

FALLEGUR

SJÁVARBOTN

1

HÁLFGRAS

ELDSNEYTI

ILLGRESI

6

Krossgátuverðlaun

Ljósmóðir af guðs náð

Einn heppinn þátttakandi fær í krossgátuverðlaun bókina Ljósmóðir af guðs náð. Finnska skáldkonan Katja Kettu, fædd 1978, hefur heillað lesendur víða um lönd með þessari mögnuðu skáldsögu. Fyrir hana hlaut hún tvenn af eftirsóttustu bókmenntaverðlaunum Finna. Mál og menning gefur út. „Hún er rangeyg, fyrirlitin og óskilgetin en hefur einstaka gáfu til að taka á móti börnum. Skelfingarsumarið 1944 hittir hún glæsilegan þýskan SS-foringja lengst norður í Finnlandi og verður heltekin af honum.“

Vinningshafi í 34. tbl. 2016

Samúel Ágústsson Bjarkargrund 33 300 Akranesi Lausnarorð: GORTIR Samúel fær senda bókina Fjársjóður herra Isakowitz sem JPV gefur út.


ÆVINTÝRI

F B F S L A S L L R L S A L H U H M L

L L L E A G E U I E E E R A E S U U U

U A U R R H R R R S S R E S S U T T R

Finndu 15 orð af 16 þau eru lárétt og lóðrétt, á ská eða afturábak.

R R R Ö G Ö N P P E T E S E E T I K G

G N G S E G E E U T A Y E B N R M I B

E E E K S U R N N A F A R T A E R N O

N B N U A R U S K R Í T L A R S E O M

D U A B T Ð D A Ó A S S A S G T Y L B

O R H U A U L Ð S T S A G A I A N T I

R A A S R R I P E S R N E R H R F I B

F T N K A F H R O K K I N S K I N N I

U E S A E A S A T T E G A A I N A G T

R F K S G H Í T R S T N S E S G R A T

B N L E S R R R A K A E Í B R A E R A

E U A T Ó A G E S O N L R D E R S A R

G G U H R T A K A P G E D A D T A S A

A G F K I Í S A M P A T A D E A R L T

D S I U N V E M P A R R R A N F L T T

R A S N R H R E G S E E E I S O G A E

E R E T Y L E N E K S S S G K S A M H

S E T J Þ L T T S R T A T Ú D A R B Ð

B R E T R A H A T Í E N B R A R A E U

D A R E U J A S A S R A T T R T S R A

A S A A M M S E R A G R A H A D B Y R

ALADDÍN BÚKOLLA FRÓÐI GOSI GRÍSHILDUR HANS KLAUFI HLYNI HROKKINSKINNI MJALLHVÍT POTTER RAUÐHETTA SKOPPA SKRÍTLA TINNI ÞYRNIRÓS ÖSKUBUSKA ATH! EITT ORÐANNA ER EKKI AÐ FINNA. HVAÐA ORÐ ER ÞAÐ?

SUDOKU-þrautir

VIKAN 61


mig dreymir um Guðríður Haraldsdóttir / gurri@birtingur.is

fylgihluti Hálsmenin hans Finns „Vígaleg“

Mig langar að eignast tösku á borð við þessa frá Tinganelli Reykjavík. Hún er úr eðalleðri og með cavallino-feld. Hún virðist ekki vera fyrirferðarmikil en virkar þó rúmgóð, sem er best. Ekki sakar að hún er ægifögur og heitir því bráðskemmtilega nafni Vígaleg. Hún er hönnuð af hinni hálfíslensku Valentínu Tinganelli sem er fædd og uppalin á Íslandi en alltaf með annan fótinn í Napólí hjá stóru ítölsku fjölskyldu sinni.

Hálsmen Finns Andréssonar ljósmyndara finnast mér afar flott. Hægt er að velja á milli nokkurra fallegra mynda hans og má nálgast upplýsingar um hálsmenin og fleiri snilldarvörur frá honum á Facebook á „Finnur Photography“.

Roll on-dásemd

Góður ilmur er allra meina bót og sá rétti nauðsynlegur fylgihlutur, að minnsta kosti við sérstök tilefni. Mig hefur lengi dreymt um að eignast þetta Cashmir-ilmvatn frá Donnu Karan en það er því miður ófáanlegt á Íslandi. Það er í roll on-flösku og ilmurinn unaðslegur. Það verður mitt, það verður mitt ... einn góðan veðurdag. Draumar hafa tilhneigingu til að rætast.

Súperkrimmi

Stefán Svan í Stefánsbúð, Miðstræti 12, býður upp á þessa æðislegu, frábæru, dásamlegu sokka með myndum eftir gömlu meistarana. Mig langar eiginlega í þá alla, það er varla hægt að gera upp á milli þeirra. Þeir eru sterkir og teygjanlegir, passa fyrir bæði kynin og svo er mátulega stíf teygja á þeim. Alvörusokkar sem sagt. Stefánsbúð er á Facebook.

62 VIKAN

Sokkamyndir: Aldís Pálsdóttir

Ofursokkar

Mér líður best með góða bók í annarri og kaffibolla í hinni ... Þessi nýútkomna bók eftir Svíann Stefan Ahnhem hefur fengið afar góða dóma víða um heim en hún er fyrsta bókin í röð glæpasagna um lögregluforingjann Fabian Risk. Hún fékk Crimtimeverðlaunin í Svíþjóð sem skáldsaga ársins. Örugglega verðug þess að láta sig dreyma um.


Eirvík flytur hEimilistæki inn Eftir þínum séróskum Endurskapaðu hlýtt og notarlegt andrúmsloft fyrri tíma. Heimilistækin frá Smeg eru miðpunktur athyglinnar hvar sem þau standa.

Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is


Nýfyrir TTstelpur námskeið og konur EFLIR almannaten gsl / HNOTSKÓGUR grafís k h önnun

hefjast með fundi 2. október kl. 17:00  TT-1 námskeiðin okkar fyrir konur fela í sér leiðbeiningar um mataræði, líkamsrækt, sjálfsstyrkingu, fundi, vigtun og mælingar. Þessi sívinsælu námskeið hafa margsannað ágæti sitt og reynst konum afburðavel til að ná markmiðum sínum.

TT-3 námskeiðin okkar eru fyrir 16 - 25 ára stelpur. Þetta eru sérsniðin lífsstílsnámskeið fyrir þær sem vilja taka mataræðið í gegn og komast í gott form. Við byggjum námskeiðin á áralangri reynslu af því að kenna ungmennum líkamsburð og listdans. stelpur 16-25 ára

Komdu, við kunnum þetta! Innritun stendur yfir í síma 581 3730. Nánari upplýsingar á jsb.is Kynntu þér fjölbreytt úrval af námskeiðum og opnum tímum á jsb.is Mótun BM

Hlýtt Yoga

Einkaþjálfun

Fit Form 60+

1-2-3

Áhersla lögð á styrk, liðleika og góðan líkamsburð. Mótandi æfingar fyrir kvið, rassog lærvöðva.

Styrkjandi og liðkandi yoga í heitum sal þar sem áhersla er lögð á meðvitund í æfingum og tengingu við öndun.

Þjálfarar JSB eru fagmenn og vita nákvæmlega hvað þarf til að ná settum markmiðum og aðstoða við aðhald ef þess er óskað.

Alhliða líkamsrækt sem stuðlar að auknu þreki, þoli, liðleika og frábærri líðan.

Bjóðum röð af 30 mínútna krefjandi tímum í opna kerfinu.

Velkomin í okkar hóp! Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • jsb@jsb.is • www.jsb.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.