Vikan 37. tbl. 2016

Page 1

Klúbbablaðið

37. tbl. 78. árg. 6. október 2016 1695 kr.

Gómsætar uppskriftir

Hlýleg

hausttíska Valgerði Árnadóttur líður best í vöðlum og föðurlandi

Mangókjúklingur Hindberjadraumur Epla-Nachos Spínatídýfa Oreo-Milka-ostabaka

„Hollt að brjóta upp þessar staðalímyndir“ Mjúkar og sterkar tískufyrirmyndir Vanda Sigurgeirs

„Ætla með þýðingu nafnsins í gröfina“

5 690691 200008

Djúsíbörgers hjóla, grilla og veiða Fitnessdrottningar í kökuklúbbnum Fatness


Nýfyrir TTstelpur námskeið og konur EFLIR almannaten gsl / HNOTSKÓGUR grafís k h önnun

hefjast með fundi 2. október kl. 17:00  TT-1 námskeiðin okkar fyrir konur fela í sér leiðbeiningar um mataræði, líkamsrækt, sjálfsstyrkingu, fundi, vigtun og mælingar. Þessi sívinsælu námskeið hafa margsannað ágæti sitt og reynst konum afburðavel til að ná markmiðum sínum.

TT-3 námskeiðin okkar eru fyrir 16 - 25 ára stelpur. Þetta eru sérsniðin lífsstílsnámskeið fyrir þær sem vilja taka mataræðið í gegn og komast í gott form. Við byggjum námskeiðin á áralangri reynslu af því að kenna ungmennum líkamsburð og listdans. stelpur 16-25 ára

Komdu, við kunnum þetta! Innritun stendur yfir í síma 581 3730. Nánari upplýsingar á jsb.is Kynntu þér fjölbreytt úrval af námskeiðum og opnum tímum á jsb.is Mótun BM

Hlýtt Yoga

Einkaþjálfun

Fit Form 60+

1-2-3

Áhersla lögð á styrk, liðleika og góðan líkamsburð. Mótandi æfingar fyrir kvið, rassog lærvöðva.

Styrkjandi og liðkandi yoga í heitum sal þar sem áhersla er lögð á meðvitund í æfingum og tengingu við öndun.

Þjálfarar JSB eru fagmenn og vita nákvæmlega hvað þarf til að ná settum markmiðum og aðstoða við aðhald ef þess er óskað.

Alhliða líkamsrækt sem stuðlar að auknu þreki, þoli, liðleika og frábærri líðan.

Bjóðum röð af 30 mínútna krefjandi tímum í opna kerfinu.

Velkomin í okkar hóp! Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • jsb@jsb.is • www.jsb.is


Leiðari

Heimur vináttu og kræsinga B I RT Í N G U R útgáfufélag

Lyngási 17, 210 Garðabæ, s. 515 5500

Útgefandi: Hreinn Loftsson Framkvæmdarstjóri: Karl Steinar Óskarsson Fjármálastjóri: Matthías Björnsson Yfirmaður hönnunardeildar: Linda Guðlaugsdóttir Yfirmaður ljósmyndadeildar: Aldís Pálsdóttir Dreifingarstjóri: Halldór Rúnarsson

Prentun: Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja

ERFISME HV R M

KI

U

Aðstoðarritstjóri: Guðríður Haraldsdóttir Blaðamenn: Helga Kristjánsdóttir, Hildur Friðriksdóttir, Íris Hauksdóttir, Ragnhildur Aðalsteinsdóttir. Ljósmyndarar: Aldís Pálsdóttir, Hákon Davíð Björnsson, Heiða Helgadóttir, Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir og Ólafur Magnússon Umbrot: Carína Guðmundsdóttir og Elísabet Eir Eyjólfsdóttir, Myndvinnsla: Guðný Þórarinsdóttir Próförk: Margrét Árný Halldórsdóttir, Ragnheiður Linnet Áskriftardeild: Hjördís Svan Aðalheiðardóttir. Auglýsingar: Ólafur Valur Ólafsson, Þórdís Una Gunnarsdóttir, Ásthildur Sigurgeirsdóttir og Hjörtur Sveinsson netf.: auglysingar@birtingur.is Skrifstofa: Ásgerður Margrét Þorsteinsdóttir, Guðrún Helgadóttir Dreifing: Halldór Rúnarsson og Davíð Þór Gíslason. Prentun: Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja.

141

776

PRENTGRIPUR

Tilkynna þarf uppsögn á áskrift fyrir 15. hvers mánaðar og tekur hún þá gildi í lok þess mánaðar.

Þá er árlega klúbbablaðið okkar komið út, fullt af skemmtilegum klúbbasögum og girnilegum uppskriftum. Við höfum heimsótt ýmsa klúbba í gegnum tíðina og fengið að vita sögu þeirra, ásamt uppskriftum að kræsingum sem meðlimir gæða sér á þegar hist er. Lengi vel hélt ég því fram að ég hefði aldrei verið í neinum saumaklúbbi en þegar betur var að gáð var það ekki alveg rétt. Saumaklúbbar eru svo mismunandi og handavinna aukaatriði í mörgum þeirra.

„Þótt handavinna væri sjaldnast gerð, var þetta að sjálfsögðu saumaklúbbur og það af betri gerðinni. Ekki er þó víst að Sunnudagsklúbbsfélagar mínir séu á sama máli.“ Árum saman fór ég flest sunnudagskvöld í heimsókn til vinkonu á Álftanesi. Þar sátum við fimm vinkonur, oft fleiri, stundum karlar líka, enda opið hús, drukkum kaffi, borðuðum osta og kex, jafnvel köku, og hlustuðum á skemmtilega tónlist á meðan við spjölluðum. Þótt handavinna væri sjaldnast gerð, var þetta að sjálfsögðu saumaklúbbur og það af betri gerðinni. Ekki er þó víst að Sunnudagsklúbbsfélagar mínir séu á sama máli um það. En ólíkt mörgum saumaklúbbum, kannski flestum, var og er meðlimafjöldinn mjög frjálslegur og ekki niðurneglt hverjir fá að vera með. Við byrjuðum að hittast á níunda áratug síðustu aldar. Fjórar vinkvennanna og „stofnfélaga“ fóru hver í sína áttina með

Áskrifandi verður að tilkynna breytingar á heimilisfangi til Birtíngs á tölvupóstfangið askrift@ birtingur.is. Sé það ekki gert ábyrgist Birtíngur ekki að tímarit skili sér á rétt heimilisfang.

tímanum, til Ameríku og Akraness og allt þar á milli, svo nú náum við ekki að hittast allar fimm nema kannski einu sinni á ári, yfirleitt sjaldnar. Samt er eins og við höfum síðast hist í gær. Það er orðið algjört aukaatriði hvaða vikudagur er þegar Sunnudagsklúbburinn hittist á Álftanesinu góða og oft erum við mun fleiri en fimm. Vináttan breytist ekkert þótt flest annað hafi tekið breytingum. Vinátta virðist vera það lím sem límir flesta saumaklúbba saman og hún er oftast líka fyrir hendi þegar áhugamálin sameina. Vinátta er ómetanleg og ætti aldrei að vanmeta. Nú er ég í tveimur klúbbum: Hekls Angels sem heklar saman einu sinni í mánuði og Dúlluhópnum í Bókasafni Akraness sem situr saman með handavinnu tvo eftirmiðdaga í mánuði. Klúbbastarf er ótrúlega gefandi og skemmtilegt, alltaf einhver sem getur leiðbeint og miðlað af reynslu sinni, ekki bara varðandi handavinnu ... Við vonum að lesendur njóti þess að lesa um klúbbana og prófi uppskriftirnar í eigin klúbbi eða fyrir sjálfa sig og fjölskylduna. Í blaðinu er líka margt annað áhugavert og skemmtilegt að vanda. Við á Vikunni þökkum kærlega öllum þeim klúbbum sem leyfðu okkur að skyggnast inn í heim þeirra, heim vináttu og kræsinga, og deildu með okkur uppskriftum.

Guðríður Haraldsdóttir Aðstoðarritstjóri gurri@birtingur.is

Allur réttur áskilinn varðandi efni (texta og myndir). Öll notkun efnis, t.d. beinar tilvitnanir og endursagnir, er óheimil án skriflegs leyfis útgefanda. Sjá nánar um réttarvernd og gjaldskrá útgefanda á birtingur.is

Auglýsingar sími 515 5500 auglýsingar@birtingur.is Áskrift sími 515 5555 www.birtingur.is

steingerður steinarsdóttir

Ragnhildur hildur Aðalsteinsdóttir friðriksdóttir

ritstjóri steingerdur@ birtingur.is

Blaðamaður ragga@birtingur.is

Íris hauksdóttir

Blaðamaður Blaðamaður hildurf@birtingur.is irish@birtingur.is

Helga Kristjánsdóttir Blaðamaður & stílisti helgak@birtingur.is

VIKAN 3


Efnisyfirlit

viðtal

34 „Því meira sem ég þarf að leggja á mig, því ánægðari er ég“ Valgerður Árnadóttir er fædd inn í veiðiheiminn. Veiðin hefur gefið henni fjölmörg spennandi tækifæri en líka ógleymanlegar stundir með fjölskyldu og vinum. Þetta er mikið karlasport en hún vill brjóta staðalímyndir á bak aftur og sýna konum að þær geti gert nákvæmlega það sem þær vilja.

26

48

Forsíðumynd: Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir Förðun, hár og stílisering: Helga Kristjáns Fatnaður: Selected Eftirtaldar vörur voru notaðar við forsíðumyndatöku: Teint Miracle-farði, Belle De Teint-sólarpúður, Grandiôse eyeliner og maskari, allt frá Lancôme. Naked 3-augnskuggapalletta frá Urban Decay, Cream Cup-varalitur frá MAC og gerviaugnhár frá Modelrock, fást hjá Nola.is. Förðunarburstar frá Real Techniques. Hárvörur frá Moroccanoil.

viðtöl

Matur

6 Vanda Sigurgeirsdóttir lektor hefur verið í saumaklúbbnum TOG í 35 ár ásamt vinkonum sínum úr MA. 16 Hjördís Dögg Grímarsdóttir er í Djúsíbörgers, tuttugu ára saumaklúbbi sem hittist reglulega og gerir margt skemmtilegt saman. 22 Andrea Ida Jónsdóttir er í mömmusaumaklúbbi. 26 Sara Linneth, stuðningsfulltrúi og förðunarfræðingur, hefur einfaldan og töffaralegan stíl. 28 Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir er í kökuklúbbnum Fatness með fitness-vinkonum sínum. 40 Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Tjarnarbíós, á marga eftirlætishluti. 42 Valgerður Halldórsdóttir, félags- og fjölskylduráðgjafi, er í skemmtilegum frænkuklúbbi sem hittist árlega. 48 Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi og bókaritstjóri, gefur nokkrar góðar klúbbauppskriftir.

6 Epla-nachos – Mangókjúklingur með sætum kartöflum – Hindberjadraumur 14 Frönsk súkkulaðikaka með Rolo-Bingókúlukremi – Snakkbrauðréttur – Marensbomba með Oreo-mulningi 22 Hin fullkomna franska súkkulaðikaka 28 Spínatídýfa – Bláberjakaka – Mexíkóskur ofnréttur Salsatúnfiskdýfa – Skinkuhorn – Eplakaka með karamellusósu Döðlugott – Oreo-Milka-ostabaka 42 Spínatpasta – Heitir tómatar – Tai Sweet Chilikjúklingasalat – Eplakaka með hindberjasultu – Blómkálsgratín 48 Múffur með graskersfræjum og trönuberjum – Eggjabaka með sveppum – Salthnetuæði

Tískan 18 Hlýleg hausttíska 20 Flottar tískufyrirmyndir

Vikan á samfélagsmiðlum

Greinar 10 Vikan mælir með 12 Bókaumfjöllun 24 Bíómyndir gerðar eftir spennusögum 32 Flott og gott 46 Bláir tónar á heimilinu 52 Stjörnur opna sig um vináttuna 54 Andlitshárin – hvað skal gera? 56 Stjörnuspá 58 Lífsreynsla 60 Krossgáta 62 Ritstjórn dreymir um

Vikan

@vikanmagazine

@vikanmagazine

vikanmagazine

Við erum á facebook, Instagram, Twitter og snapchat. fylgist með því sem gerist á bakvið tjöldin. 4 VIKAN


Slökun - Vellíðan - Upplifun - Verið velkomin í Mývatnssveit -

www.jardbodin.is · sími 464 4411 · info@jardbodin.is


Klúbbar

„Ætlar með þýðingu nafnsins í gröfina“

Umsjón: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir Myndir: Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands, hefur verið í saumaklúbbnum TOG í 35 ár ásamt vinkonum sínum úr Menntaskólanum á Akureyri. Við fengum að slást í för með þeim á dögunum og Vanda fræddi okkur í leiðinni um doktorsritgerð um einelti sem hún vinnur að. „Við kynntumst haustið 1981 og er ég svo innilega þakklát fyrir að örlögin leiddu mig á heimavist Menntaskólans á Akureyri þetta haust. Þar, á ganginum Spena, hitti ég fyrir tólf stelpur sem komu víðsvegar að af landinu. Með okkur tókst vinátta sem hefur haldist í 35 ár. Við heitum TOG og enginn nema við vitum hvað það þýðir. Dóttir mín spurði mig fyrir nokkru hvort ég ætlaði ekki að segja henni á dánarbeðinum hvað TOG þýddi. „Nei,“ svaraði ég og það fannst henni alveg fáránlegt, að ég ætlaði virkilega með þetta í gröfina. En þannig verður það,“ segir Vanda brosandi. „Við sem búum á höfuðborgarsvæðinu hittumst einu sinni í mánuði í saumaklúbb sem hinar mæta í ef þær eru á svæðinu. Einnig förum við í húsmæðraorlof, skemmtiferðir erlendis, höldum árshátíð og einu sinni á ári förum við í helgarferð með fjölskyldurnar okkar. Í þeim ferðum höfum við farið út um allt land. Þá er þriggja daga „reunion“ hluti af því að vera útskrifaður frá MA og er á fimm ára fresti. Ekki má gleyma að 2014 fór stór hluti hópsins á Snæfellsjökul og Hvannadalshnjúk. Við höfum því náð að halda vel hópinn þó að við búum á Höfn, Akureyri, undir Eyjafjöllum, á höfuðborgarsvæðinu og í Berlín. Hjarta mitt er fullt af hlýju, kærleik og ást þegar kemur að þessum yndislegu vinkonum.“

Samvinna foreldra mikilvæg í eineltismálum

Vanda kennir nemendum í tómstundaog félagsmálafræði við Háskóla Íslands og stofnaði nýlega fyrirtækið KVAN ásamt Önnu Steinsen vinkonu sinni og eiginmönnum þeirra. „Við bjóðum upp

6 VIKAN

á fræðslufyrirlestra og námskeið fyrir kennara og fagfólk, foreldra, börn og ungt fólk. Með þessu rættist draumur okkar Önnu um stofnun fyrirtækis sem hefur það markmið að fræða og þjálfa alla sem vinna með börnum í skóla og tómstundastarfi, ásamt því að styðja og styrkja börnin sjálf. Viðfangsefnin eru til að mynda einelti, kvíði, sjálfstraust, sjálfsmynd, samskipti, vináttuþjálfun og félagsfærni. Einnig bjóðum við upp á sértækar lausnir fyrir skóla og sveitarfélög, meðal annars í erfiðum samskipta- og eineltismálum.“ Í doktorsritgerð sem Vanda vinnur að rannsakar hún hvað betur megi fara í aðgerðum gegn einelti og nú þegar hefur ýmislegt áhugavert komið í ljós. „Eitt er að við þurfum að vinna mun betur með gerendur, vinna markvisst með þeim í að breyta þeirra hegðun. Þá er ekki nóg að vinna aðeins með þolendur og gerendur, heldur þarf að vinna með allan hópinn, sem og allan foreldrahópinn. Einelti er félagslegt vandamál sem kemur öllum við og hefur eitrandi áhrif á alla í viðkomandi bekk. Einnig eru inngrip í mörgum tilfellum ekki nógu langvarandi. Það er kannski rætt við krakkana einu sinni eða tvisvar en í flóknum eineltismálum er það alls ekki nóg. Í einstaka tilfellum,

sérstaklega ef gripið er snemma inn í gæti það verið nóg en almennt segi ég að það þurfi lágmark tíu skipta markvissa hópeflandi vinnu með allan hópinn, ásamt langvarandi vinnu með þolendur OG gerendur til að leysa úr einelti og samskiptavanda í bekkjum. Því þurfa skólarnir virkilega að spá í sínar aðferðir, hvort þær séu nægilega árangursríkar og taki mið af því valda ójafnvægi og menningu sem oft er hluti af einelti. Þegar kemur að foreldrum þá skiptir miklu máli að þeir séu opnir og jákvæðir gagnvart samstarfi við skólana, ekki síst foreldrar gerenda sem stundum fara í vörn. Margir kennarar segja að ein meginástæða þess að næst að leysa eineltismál með farsælum hætti er gott samstarf við foreldra. Að sama skapi ef illa gengur að leysa úr málum þá er ein meginskýringin sú að foreldrar eru ekki til í samstarf. Mér finnst því mikilvægt að allir líti á eineltismál í skólum sem samvinnuverkefni skóla, foreldra og barna. Að foreldrar taki þátt í vinnunni því það er mjög margt sem hægt er að gera heima. Að lokum vil ég nefna að einelti er í raun mjög alvarleg ógn sem við sem samfélag glímum við. Ógn við vellíðan, lífsgæði, líkamlega og andlega heilsu þúsunda barna og fullorðinna.


Hindberjadraumur

Ég hafði smakkað eitthvað álíka áður, ásamt því að hægt er að kaupa hollusturétti með múslí í botninum. Þaðan kom hugmyndin. múslí, stökkt 400 g grísk jógúrt 1 peli rjómi vanilludropar, -stöng eða -duft 1 askja hindber 1 poki Nóakropp Tæplega hálffyllið glas af múslí. Hrærið saman gríska jógúrt og rjóma og bætið smávegis vanillu við. Látið eina til tvær skeiðar af rjómablöndunni ofan á múslíið og dreifið nokkrum ferskum

hindberjum og Nóakroppkúlum þar ofan á. Setjið þá aðeins meira af blöndunni yfir og skreytið að lokum með hindberjum og Nóakroppi.

Mangókjúklingur með sætum kartöflum, fetaosti og kexmulningi

af síðunni Gulur, rauður, grænn og salt 2 sætar kartöflur, skornar í litla teninga 100 g ferskt spínat 1 krukka fetaostur 3-4 kjúklingabringur 15-20 stk. af Ritz-kexi 1 krukka mangó-chutney

Setjið kartöflurnar í eldfast mót. Látið spínatið þar yfir og fetaost ásamt olíu yfir það. Skerið kjúklingabringurnar í bita og brúnið á pönnu, kryddið með kjúklingakryddi og bætið mangóchutney saman við. Hellið í ofnfasta mótið og myljið síðan kex yfir allt. Látið réttinn inn í 200°C heitan ofn í um 20 mínútur. Eftir þann tíma setjið þið álpappír yfir og látið aftur inn í ofn í um 20-30 mínútur. Stingið í sætu kartöflurnar til að athuga hvort þær séu eldaðar í gegn. Ef ekki bætið þá aðeins við eldunartímann. Berið fram með hrísgrjónum, góðu salati og hvítlauksbrauði.

Þetta vandamál verður ekki leyst einungis innan skólanna heldur þurfum við öll að standa saman í baráttunni gegn einelti.“

Félagsskapurinn aðalmálið

Þegar saumaklúbburinn TOG hittist bjóða þær upp á kvöldmat, oft forrétt, aðalrétt og eftirrétt. „Yfirleitt er hollur matur. Einhverjar fá sér vín, aðrar ekki, sumar eru í kaffinu, ekki allar samt. Ekkert saumað. Annars er maturinn ekki aðalmálið heldur félagsskapurinn. Þetta segi ég vegna þess að þær eru allar miklu betri en ég í eldhúsinu. Ég var nefnilega að þjálfa í 30 ár og alltaf í burtu á kvöldmatartímum. Minn ástkæri eiginmaður, Jakob F. Þorsteinsson, hefur því séð um að elda. En nú er ég hætt að þjálfa og öll að koma til í eldamennskunni,“ segir hún og hlær. „Að þessu sinni bauð ég upp eplanachos í forrétt og kjúklingarétt í aðalrétt. Báða þessa rétti fann ég á síðunni Gulur, rauður, grænn og salt. Mér finnst það frábær uppskriftasíða sem ég nota oft. Eftirréttinn bjó ég að hluta til sjálf, fékk hugmyndir hér og þar.“

VIKAN 7


Klúbbablaðið

„Á myndinni eru Bryndís Þóra Þórsdóttir, Erla Kristinsdóttir, Erla Kjartansdóttir, Elfa B. Sævarsdóttir og ég. Íris Hulda Jónsdóttir var í London. Þar fyrir utan eru Þórgunnur Torfadóttir, Eva Þengilsdóttir, Fjóla Björk Jónsdóttir, Kristjana Sigurgeirsdóttir, Inga Karlsdóttir, Ingveldur Sveinsdóttir og Lena Jónsdóttir í hópnum.“

Ómótstæðilegt epla-nachos

af síðunni Gulur, rauður, grænn og salt 3-4 rauð epli, kjarnahreinsuð og skorin í sneiðar 1/2 sítróna eða límóna 4 msk. hnetusmjör (fínt) 1 lúka möndlur, niðurskornar 1 lúka pekanhnetur 1 lúka kókosflögur 1 lúka súkkulaðidropar Raðið eplasneiðunum á disk og kreistið sítrónusafa yfir. Sýran í sítrónunni kemur hér í veg fyrir að eplin verði brún. Bræðið hnetusmjörið í potti og dreifið yfir eplin. Stráið möndlum, pekanhnetum, kókosflögum og síðan súkkulaðidropum yfir allt og endið með því að dreifa fljótandi hnetusmjörinu yfir allt. Geymið í nokkrar mínútur og leyfið hnetusmjörinu að harðna örlítið. Hér er ekkert heilagt og tilvalið að prófa sig áfram með t.d. ferskum berjum, hunangi, sírópi, öðrum hnetum og þess háttar. Tilvalið að nýta það sem maður á nú þegar til. Athugið að það er erfitt að bræða gróft hnetusmjör, best að hafa það fínt.

8 VIKAN


Fylgdu okkur á facebook – Lindex Iceland

The Balloon Sweater Peysa,

5755,-

Lindex-Si-IS-September22-210x297-Vikan-Heyrt.indd 1

2016-09-01 10:02


Vikan mælir með Umsjón: Íris Hauksdóttir / irish@birtingur.is

Ove í Kassanum

Maður sem heitir Ove, eftir Fredrik Backman, er bráðfyndinn og nístandi sænskur einleikur um sorg og gleði, einangrun og nánd. Verkið byggist á samnefndri skáldssögu sem notið hefur mikilla vinsælda og segir frá hinum reglufasta Ove sem að mati annarra íbúa úthverfisins er óþolandi smámunasamur og skapillur. Þegar ólétt kona að nafni Parvaneh flytur með fjölskyldu sína í götuna missir Ove tök á sínu skipulagða lífi. Sigurður Sigurjónsson hefur hlotið mikið lof fyrir leik sinn en Bjarni Haukur Þórsson leikstýrir verkinu sem sýnt er í Kassanum við Þjóðleikhúsið um þessar mundir.

Toppsnyrtivörur á sanngjörnu verði

Stertabenda í Kúlunni

Sýningin Stertabenda eftir Marius von Mayenburg, var útskriftarverkefni Grétu Kristínar Ómarsdóttur frá Sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands síðastliðið vor. Sýningin sem er meinfyndin og hárbeitt atlaga að íslenskri þjóðarsál hlaut fádæma góðar viðtökur og komust færri að en vildu. Örfáar sýningar verða nú settar upp í Kúlunni í samstarfi við Þjóðleikhúsið en verkið er ekki við hæfni barna. Hljómsveitin Eva sér um tónlist en fjórir ástríðufullir leikarar keppast við að vinna hylli áhorfenda með öllum ráðum og gervum. Enda má allt í ást og leikhúsi. Sjón er svo sannarlega sögu ríkari.

Við mælum eindregið með því að konur sem hafa áhuga á snyrtivörum geri sér ferð í Make Up Store í Smáralindinni. Gæðin á vörunum þar eru með þeim allra mestu sem við höfum prófað og við mælum sérstaklega með Microshadowaugnskuggunum. Ekki skemmir fyrir að verðið er sanngjarnt og þjónustan í fyrirrúmi.


KonfeKtsamKeppni GestGjafans, odense oG nóa síríus Kanntu að búa til gómsætan KonfeKtmola, eða átt þú þitt uppáhaldsKonfeKt sem þú gerir fyrir hver jól? Taktu þátt í konfektsamkeppni Gestgjafans, Odense og Nóa Síríus þar sem við leitum að besta konfektmolanum. Skilyrði er að nota vörur frá Nóa Síríus og Odense-vörur í konfektið. Vegleg verðlaun eru í boði.

Keppnin fer fram 10. nóvember í húsakynnum Gestgjafans að Lyngási 17, Garðabæ og má skila inn molunum á milli klukkan 9:00 og 17:00. Dæmt er eftir útliti, bragði og áferð. Valinkunnir sælkerar, ásamt ritstjórn Gestgjafans, munu dæma besta molann. Þið sendið okkur 5-8 mola eða stykki sem samsvara því. Molarnir skulu merktir með leyninafni en uppskrift, fullt nafn og sími í lokuðu umslagi, merkt leyninafninu, fest við umbúðirnar. Veittir eru vinningar fyrir fyrstu 3 sætin.

Úrslitin verða kunngerð í jólablaði Gestgjafans og verðlaunauppskriftir í þremur efstu sætunum birtar. Verðlaunin eru: 1. Magimix matvinnsluvél frá Eirvík, gjafakarfa frá Nóa Siríus, gjafakarfa frá Odense og 12 mánaða áskrift að Gestgjafanum. 2. Gjafakarfa frá Nóa Siríus, gjafakarfa frá Odense og 6 mánaða áskrift að Gestgjafanum. 3. Gjafakarfa frá Nóa Siríus, gjafakarfa frá Odense og 3 mánaða áskrift að Gestgjafanum.


bækur Texti: Steingerður Steinarsdóttir / steingerdur@birtingur.is

Maður tveggja heima

Allt frá því að smásagnasafnið Níu lyklar kom út hefur Ólafur Jóhann Ólafsson verið meðal vinsælustu og virtustu rithöfunda okkar Íslendinga. Hann hefur afrekað ótrúlega margt á bókmenntasviðinu, sérstaklega í ljósi þess að jafnframt skrifunum hefur hann klifið upp í efsta þrep metorðastigans í bandarísku viðskiptalífi.

Ó

lafur Jóhann Ólafsson hlaut O‘Henry-verðlaunin árið 2007 en þau eru kennd við bandarískan smásagnahöfund. Þetta var í fyrsta sinn sem Íslendingur hlýtur þessi verðlaun en meðal fyrri verðlaunahafa eru Ernst Hemingway, William Faulkner, JD Salinger og fleiri snillingar. Ólafur hlaut verðlaunin fyrir smásöguna Apríl úr smásagnasafninu Aldingarðinum. Ólafur Jóhann fæddist í Reykjavík þann 26. september 1962. Hann lærði eðlisfræði í Brandeis-háskóla í Massachusettes en þar vakti hann athygli forstjóra Sony sem réð hann til fyrirtækis síns strax að loknu námi árið 1985. Áratug síðar settist hann í sæti aðstoðarforstjóra Sony í Bandaríkjunum og var gerður að forstjóra margmiðlunardeildar fyrirtækisins. Hann átti meðal annars þátt í því að þróa geisladiskinn og undir forystu hans hleypti fyrirtækið af stokkunum PlayStation-leikjatölvunni.

12 VIKAN

Fyrsta bók þessa fjölhæfa manns kom út um svipað leyti og hann fór að setja mark sitt á viðskiptalífið, eða árið 1986. Það var smásagnasafn sem hét Níu lyklar. Bókin vakti mikla athygli og sömuleiðis skáldsögurnar Markaðstorg guðanna og Fyrirgefning syndanna sem fylgdu í kjölfarið. Fyrirgefning syndanna varð metsölubók og hlaut hann íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir hana. Hún var síðar gefin út í Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Danmörku og Noregi. Næsta bók hans var Sniglaveislan en leikrit byggt á þeirri sögu var frumsýnt hjá Leikfélagi Akureyrar árið 2001. Ólafur Jóhann hélt áfram að skrifa meðfram störfum sínum í viðskiptaheiminum. Árið 1996 tók hann að sér að veita forstöðu fjárfestingafyrirtækinu Advanta en sagan Lávarður heims var gefin út það sama ár. Síðar varð hann annar tveggja æðstu yfirmanna TimeWarner Digital Media og vann að samruna þess fyrirtækis og

America Online. Þar myndaðist fyrirtæki sem var það stærsta sinnar tegundar í heiminum á þeim tíma. Þrátt fyrir annir sem þessu fylgdu gaf hann sér tíma til að skrifa leikritið Fjögur hjörtu og skáldsöguna Slóð fiðrildanna. Nú er í undirbúningi að gera kvikmynd eftir þeirri sögu. Undanfarin ár hefur hann dregið mjög úr vinnu sinni í viðskiptaheiminum og að mestu helgað sig ritstörfum. Honum er einkar lagið að segja sögur og hefur sagt í viðtölum að hugmyndir að söguefnum komi víða að og persónur stundum byggðar á bræðingi af því fólki sem hann hefur hitt á lífsleiðinni. Ólafur Jóhann er kvæntur Önnu Ólafsdóttur og þau eiga þrjú börn. Fjölskyldan býr í New York en dvelur oft á Íslandi lungann úr sumrinu.



Klúbbar

Saumaklúbburinn Djúsíbúrgers

„Dásamlegt að eiga svona gott net vina“

Fullt nafn: Hjördís Dögg Grímarsdóttir. Aldur: 36 ára. Maki: Dagur Þórisson. Börn: Aron Elvar, 12 ára, og Marinó Ísak, 9 ára. Starf: Kennari í unglingadeild Grundaskóla. Áhugamál: Að blogga um kökur á mömmur.is. Uppáhaldsmatur: Kjúklingur eða lambalæri. Besta bakkelsið: Er sjúk í marenstertur.

Hjördís Dögg Grímarsdóttir er í saumaklúbbnum Djúsíbúrger sem var stofnaður fyrir tuttugu árum á Akranesi. Hún starfar sem kennari og vinnur ýmis verkefni tengd kökum. Margir þekkja hana úr sjónvarpsauglýsingum Betty Crocker á Íslandi. Hjördís hefur haldið mörg námskeið í kökuskreytingum, hún skrifar kökublogg og snappar um kökur og um árabil sá hún um stórglæsilega kökuþætti í kökublaði Vikunnar. Texti: Guðríður Haraldsdóttir Myndir: Aldís Pálsdóttir

„Við erum 16 talsins í Djúsíbúrgers og komum úr báðum grunnskólunum, eða Grunda- og Brekkubæjarskóla. Flestar eru fæddar 1979 en við erum tvær fæddar 1980,“ segir Hjördís. „Klúbburinn er einmitt 20 ára á þessu ári. Það komast ekki alltaf allar þegar við hittumst en við erum sjaldnast færri en tíu.“ Þetta er enginn venjulegur klúbbur því þótt stelpurnar hittist nokkuð reglulega heima hjá hver annarri, fara þær líka saman í ferðalög, með eða án fjölskyldunnar. „Við höfum meðal annars farið saman í óvissuferðir og útilegur, grillað saman í sumarbústað og tekið veiðihús á leigu heila helgi. Stundum hittumst við í skógræktinni á Akranesi, gerum bara það sem okkur dettur í hug. Við förum saman á árlega viðburði, eins og Þorrablót Skagamanna, Kvennakvöld ÍA og Lopapeysuballið. Óvissuferð er farin einu sinni á ári, klúbbnum er skipt í nefnd sem ákveður hvert skal halda. Við höfum m.a. farið til Vestmannaeyja, Skagafjarðar og í Stykkishólm. Einnig höfum heimsótt meðlimi sem búa erlendis.

14 VIKAN

Reiðhjólaferð um Skagann er ómissandi, árlegur viðburður. Í ár var reiðhjólaferðin með draugasöguívafi. Árið áður voru listaverkin á Akranesi skoðuð. Það er dásamlegt að eiga svona gott net vina og við reynum að nota hvert tilefni til að hittast.“ Klúbburinn er með grúppu á Facebook þar sem mikil samskipti fara fram, hugmyndir eru ræddar og tímasetningar fastsettar fyrir næsta klúbb. „Helmingurinn býr enn á Akranesi,“ segir Hjördís, „en tvær búa í Kópavogi, ein í Hafnarfirði og önnur á Húsavík. Sumar eru búsettar í útlöndum: í Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Bretlandi og þegar þær koma til landsins er blásið til saumaklúbbs. „Það er engin skylda að fastsetja sérstakan dag fyrir klúbbinn, við reynum bara að hittast sem oftast. Það kemur alveg fyrir að einhver úr hópnum ákveður með skömmum fyrirvara að vilja hittast. Þá er farið út að borða, við skellum okkur í pottinn eða grillum úti á palli. Besta mætingin er oft

þegar við ákveðum að hittast aukalega með skömmum fyrirvara. Þá geta líka börnin eða makar komið með enda ekki sjálfur klúbburinn.“ Umræðuefnin í klúbbnum eru af ýmsum toga. „Við ræðum til dæmis það sem er að gerast hjá hverri og einni og svo bara um daginn og veginn, það eru alltaf næg umræðuefni,“ segir Hjördís og brosir. Hún býður upp á marenstertu, franska súkkulaðiköku og brauðrétt sem hún segir dæmigert fyrir það sem hún er almennt með þegar kemur að henni að halda saumaklúbb. „Ég er oft með snakk og ídýfur að auki. Það er mjög misjafnt hvað boðið er upp á hjá okkur. Ein í Kópavogi bauð okkur upp á kjúklingarétt, önnur var með popp og djús og svo hefur verið allt þar á milli á boðstólum. Að hittast og spjalla er númer eitt,“ segir hún að lokum. Hjördís er með skemmtilegt kökublogg á mömmur.is og það er hægt að fylgjast með henni við kökugerð og skreytingar á mommur.is á Snapchat.


Frönsk súkkulaðikaka með Rolo-Bingókúlukremi Botn 100 g 70% súkkulaði 100 g rjómasúkkulaði 200 g smjör 4 egg 250 g sykur 1 tsk. vanilludropar 70 g hveiti Bræðið saman yfir vatnsbaði súkkulaði og smjör og leyfið að kólna.

Þeytið vel saman egg og sykur og blandið vanilludropum saman við. Hrærið súkkulaðiblönduna varlega saman við ásamt hveitinu. Setjið deigið í smurt form með bökunarpappír í botninum. Bakið við 170°C í u.þ.b. 30-35 mínútur. Mjög gott er að nota springform. Rolo-Bingókúlukrem 6 stk. Bingókúlur 1 rúlla Rolo-molar

70 g mjólkursúkkulaði u.þ.b. 2 msk. rjómi Maltesers-kúlur og jarðarber til skrauts Hitið Bingókúlur, Rolo-mola, súkkulaði og rjóma saman í potti yfir vatnsbaði þar til hefur bráðnað. Hellið kreminu yfir tertuna og dreifið Malteserskúlumulningi yfir til skrauts, ásamt jarðarberjunum.

VIKAN 15


Klúbbar

Snakkbrauðréttur 1 samlokubrauð – skorið í teninga 8 sneiðar beikon 1 pakki skinka ½-1 stk. rauðlaukur 1 paprika 10-15 stk. sólþurrkaðir tómatar (í krukku) 1 dós villisveppasmurostur ½ l rjómi 100 g rjómaostur ½ tsk. hvítlauksblanda frá Pottagöldrum 1-2 grænmetisteningar rifinn ostur snakk Skerið brauðið í teninga og steikið það síðan upp úr smjöri og 3 msk. af olíunni af sólþurrkuðu tómötunum. Setjið villisveppasmurostinn, rjóma, rjómaost, grænmetistening og hvítlauksblöndukryddið saman í pott og bræðið saman. Steikið beikon á pönnu ásamt smátt skorinni skinku, lauk, papriku og sólþurrkuðum tómötum. Blandið síðan saman við smurostablönduna. Setjið brauðteningana í eldfast mót, hellið blöndunni yfir og blandið vel saman. Sáldrið osti yfir ásamt snakkflögum. Hitið í u.þ.b. 30 mínútur við 180°C.

Marensbomba með Oreo-mulningi 4 eggjahvítur 350 g sykur 1 tsk. lyftiduft Fylling ½ l rjómi, þeyttur bláber 3-4 kókosbollur 10 stk. súkkulaðihúðað Oreo-kex Þeytið eggjahvíturnar þar til þær eru orðnar léttar og ljósar. Bætið sykrinum hægt saman við og þeytið áfram þar til blandan er stífþeytt. Blandið lyftidufti varlega saman við að lokum. Setjið marensblönduna á bökunarpappír og mótið hring. Bakið botninn í 1 ½ klst. við 130°C. Þeytið rjómann og setjið yfir marensbotninn. Sáldrið bláberjum yfir, rífið kókosbollur í sundur og setjið í rjómann. Myljið Oreo-kex gróft og setjið að lokum yfir ásamt meira af bláberjum. 16 VIKAN

Hjólaferð með þema er árlegur viðburður hjá klúbbnum. Á myndinni er hluti klúbbsins. Efst frá vinstri: Guðrún Lind Gísladóttir, Ása Þóra Guðmundsdóttir, Lilja Gunnarsdóttir, Margrét Inga Guðbjartsdóttir og Lára Dóra Valdimarsdóttir. Í miðju: Erna Hafnes Magnúsdóttir og Gíslína Erna Valentínusardóttir. Fremst eru Berglind Fróðadóttir og Hjördís Dögg..


2X

HRAÐVIRKARI en venjulegar Panodil töflur*

Prófaðu Panodil® Zapp Verkjastillandi og hitalækkandi

* Grattan T.et al., A five way crossover human volunteer study to compare the pharmacokinetics of paracetamol following oral administration of two commercially available paracetamol tablets and three development tablets containing paracetamol in combination with sodium bicarbonate or calcium carbonate European Journal of pharmaceutics and Biopharmaceutics 2000;49 (3). 225‑229. Panodil® Zapp filmuhúðaðar töflur. Inniheldur 500 mg af parasetamóli. Ábendingar: Vægir verkir. Hitalækkandi. Skammtar: Fullorðnir og börn eldri en 12 ára (40 kg): 1 g 3‑4 sinnum á sólarhring, að hámarki 4 g á sólarhring. Í sumum tilvikum geta 500 mg 3‑4 sinnum á sólarhring verið nægileg. Frábendingar: Verulega skert lifrarstarfsemi. Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna. Ef þú tekur annað lyf samtímis sem einnig inniheldur parasetamól er hætta á ofskömmtun. Stærri skammtar en ráðlagðir eru geta valdið lífshættulegum eiturverkunum. Ef grunur er um ofskömmtun skal tafarlaust leita læknis. Leitið ráða hjá lækninum áður en Panodil Zapp er notað, ef þú ert með háan hita, einkenni um sýkingu (t.d. hálsbólgu) eða ef verkirnir vara lengur en í 3 daga, ef þú ert með skerta lifrar‑ eða nýrnastarfsemi, næringarástand þitt er slæmt, t.d. vegna áfengismisnotkunar, lystarleysis eða vannæringar. Þú þarft hugsanlega að taka minni skammta þar sem lifrin gæti annars orðið fyrir skemmdum. Ef þú tekur mörg mismunandi verkjastillandi lyf samtímis í langan tíma getur þú fengið nýrnaskemmdir og hætta verið á nýrnabilun. Ef þú tekur Panodil Zapp við höfuðverk í langan tíma getur höfuðverkurinn orðið verri og tíðari. Hafðu samband við lækni ef þú færð tíð eða dagleg höfuðverkjaköst. Láttu alltaf vita að þú sért á meðferð með Panodil Zapp þegar teknar eru blóð‑ eða þvagprufur. Það getur skipt máli varðandi rannsóknaniðurstöðurnar. Almennt getur venjubundin notkun verkjalyfja, sérstaklega ásamt öðrum verkjastillandi lyfjum, leitt til viðvarandi nýrnaskemmda og hættu á nýrnabilun (nýrnakvilla af völdum verkjalyfja). Panodil Zapp inniheldur 173 mg af natríum (7,5 mmól) í hverri töflu. Taka skal tillit til þess hjá sjúklingum sem eru á natríum‑ eða saltskertu fæði. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með hjartabilun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi: GlaxoSmithKline Consumer Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.

Panodil-Zapp-Red button_A4-ICE.indd 1

23/02/16 09:21


Tíska

Haustfílingur Á hverju hausti tökum við fram þykkar prjónapeysur, ullarkápur og stígvél. Kannski ekki frumlegasti stíllinn en hann reynist okkur vel og við erum meira en tilbúnar að taka hann alla leið á næstunni, með flíkum og fylgihlutum í dásamlegum haustlitum. Umsjón: Helga Kristjáns

Zara, 11.995 kr.

Geysir, 26.800 kr.

Malene Birger, Eva, 41.995 kr.

3.590

fiel, 2 Corte

Cortefiel, 8.990 kr.

kr.

Selected, 29.990 kr.

18 VIKAN


5 kr. 9 .9 9 Zara ,

Geysir, 25.800 kr.

Vila, 3.490 kr.

Acne Studios, 70.300 kr.

Selected, 7.990 kr. Vero Moda, 8.990 kr.

Gsk skรณr, 29.995 kr.

. 0 kr

9.99 a, 1

Mai

Ilse Jacobsen, 23.600 kr.

Linde

Zara, 22.995 kr.

x, 5.7

55 kr.

Geysir, 22.800 kr.

Cortefiel, 7.490 kr.

Zara, 19.995 kr.

VIKAN 19


Tíska

Mjúkar og sterkar

fyrirmyndir

Sýnt hefur verið fram á að mörgum konum líður verr með sjálfar sig eftir að hafa flett í gegnum tískublöð. Fyrirsætur í minnstu stærðum prýða síður þeirra í miklum meirihluta og þar sem meðalkonan er talsvert stærri er kannski ekki skrítið að fyrirmyndirnar séu örlítið á skjön við raunveruleikann og augljóslega erfitt að samsama sig hinni hefbundnu ofurfyrirsætu. Við fögnum fjölbreytileikanum hér á Vikunni og mælum með nokkrum dásamlega mjúkum og sterkum fyrirmyndum sem gaman er að fylgjast með á samfélagsmiðlunum. Umsjón: Helga Kristjáns

Franceta Johnson

Tískubloggarinn Franceta Johnson er frábær tískufyrirmynd og fyrirmynd kvenna almennt og þá sérstaklega þeirra sem eru í stærri stærðum. Hægt er að finna hana á Instagram undir @francetajohnson.

Candice Huffine

Candice Huffine er andlit sem margir ættu að kannast við en hún hefur unnið fyrir mörg stærstu nöfnin í bransanum og meðal annars pósað fyrir hið víðfræga Pirelli-dagatal. Candice er mjúk fyrirsæta í hörkuformi sem gaman er að fylgjast með á samfélagsmiðlunum. Hana má finna á Instagram, @candicehuffine.

Tara Lynn

Hægt er að finna Töru Lynn á Instagram undir @taralynn en hún er ein frægasta yfirstærðarfyrirsæta heims í dag. Hún er hvað þekktust fyrir undirfatafyrirsætustörf sín en hún hefur einnig meðal annars setið fyrir á forsíðum ítalska Vogue og Elle. 20 VIKAN


Denise Bidot

„There is no wrong way to be a woman,“ segir á forsíðunni á vefsíðu fyrirsætunnar Denise Bidot og gætum við ekki verið þeim orðum meira sammála. Gullfalleg og klár kona með guðdómlegar mjúkar línur sem hægt er að líta upp til. Denisebidot.com og @denisebidot á Instagram.

Gabi Fresh

Gabi Fresh byrjaði með tískublogg árið 2008 þar sem áhugasvið hennar, tíska og blaðamennska, kom að góðum notum. Síðan þá hefur bloggið orðið að hennar aðalstarfi og hún áhrifamikil tískufyrirmynd fyrir konur af mýkri gerðinni. Við mælum með vefsíðunni hennar Gabifresh.com.

Ashley Graham

Nafn Ashley Graham er á allra vörum en hún er fyrsta fyrirsætan í yfirstærð til að prýða forsíðu tímaritsins Sports Illustrated. Þá hefur hún einnig birst á síðum Vogue, Harper´s Bazaar, Glamour og Elle. Nýverið höfum við einnig séð hana í herferð fyrir sænska fataframleiðandann Lindex. Líklega stærsta nafnið í „mjúku konu bransanum“ í dag og virkilega þess virði að fylgjast með ævintýrum hennar á Instagram, hvort sem það er til að fá stíl- eða förðunarinnblástur eða til að fá pepp almennt. @theashleygraham.

Tanesha Awasthi

Tanesha Awasthi er stílisti og tískubloggari sem heldur út blogginu Girl With Curves. Hún hefur mikið talað fyrir því að konur taki líkama sinn í sátt og um sjálfstraust almennt. Greinar eftir hana hafa birst í mörgum stærstu tískutímaritum heims þar sem hún gefur stílistaráð fyrir konur af öllum stærðum og gerðum. Taneshaawasthi.com.

Nadia Aboulhosn

Nadia Aboulhosn er líbanskamerískur tískubloggari og fyrirsæta sem virðist vera að minnka gjána á milli fyrirsætna í minnstu stærðum og svokallaðri yfirstærð (sem við á ritstjórn Vikunnar köllum bara eðlilega stærð!). Hún hefur unnið að fatalínum fyrir boohoo.com, Addition Elle og Lord & Taylor og birst í stærstu tískublöðum heims á borð við ítalska Vogue. Nadia er mikil talskona jákvæðrar líkamsvitundar og sjálfssáttar og hefur smám saman byggt upp ný viðmið og nýja fegurðarímynd innan tískubransans. Fylgist með dívunni á Nadiaaboulhosn.com. VIKAN 21


Klúbbar

fullkomna

Hin franska súkkulaðikaka

Andrea Ida Jónsdóttir er í ónefndum saumaklúbbi sem varð til út frá bumbugrúppu á Facebook. Hinar tilvonandi mæður smullu svona líka vel saman og hafa hist reglulega, hvort sem það er til að spila, prjóna, spjalla eða bara til að borða ljómandi fínar veitingar. Andrea Ida er mikill sælkeri og leitaði lengi að hinni fullkomnu frönsku súkkulaðiköku. Afraksturinn má finna hér en kakan hefur margoft slegið í gegn hjá henni, enda hvorki of þétt né dökk, að eigin sögn. Svo er ekki verra að uppskriftin er einstaklega einföld og fljótleg, sem er nauðsynlegt fyrir uppteknar mæður ungra barna.

Frönsk súkkulaðikaka 200 g suðusúkkulaði 4 egg 200 g smjör eða smjörlíki 2 dl sykur 1 dl hveiti Umsjón: Helga Kristjáns Myndir: Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Byrjið á að kveikja á ofninum og stillið á blástur á 175°C. Sníðið smjörpappír í botninn á springformi og smyrjið hliðarnar. Þeytið eggin og sykurinn saman. Á meðan bræðið þið smjörið og súkkulaðið saman við lágan hita og passið að hræra reglulega. Hellið svo súkkulaðiblöndunni saman við eggin og sykurinn og hrærið í á meðan. Síðast en ekki síst – 1 dl hveiti og hrærið þar til allt hefur blandast saman. Deiginu er svo hellt í formið og það sett inn í miðjan, heitan, ofninn. Bakið í u.þ.b. 25-35 mín. – eftir því hversu blauta þið viljið hafa kökuna. Krem: 100 g suðusúkkulaði 50 g smjör 2 msk. síróp

Andrea Ida Jónsdóttir og sonur hennar, Arnar Þórarinn Agnarsson.

22 VIKAN

Smjör, síróp og súkkulaði brætt saman við lágan hita. Munið að hræra reglulega. Þegar kakan hefur kólnað aðeins er hægt að hvolfa henni á kökudisk, hella kreminu yfir og dreifa vel úr því með skeið svo það leki aðeins niður á diskinn. Jarðarber eru svakalega góð með en alls ekki nauðsynleg – þeyttur rjómi er það hins vegar!


Svíf þú inn í svefninn ...í rúmi frá okkur!

RÚM

ÍSLENSK HÖNNUN – ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA

Vinsæli handáburðurinn frá Crabtree & Evelyn er kominn!

RB rúm | Dalshrauni 8 | Hafnarfirði | Sími: 555 0397 | www.rbrum.is | rum@rbrum.is | erum á facebook Opið alla virka daga frá kl. 09.00-18.00, laugardaga 10.00-14.00, sunnudaga lokað


kvikmyndir Umsjón: Hildur Friðriksdóttir / hildur@birtingur.is

Draugar fortíðar og nútíðar

Spennandi spennumyndir Það jafnast ekkert á við spennandi krimma nú þegar skammdegið skellur á. Í vikunni verður kvikmyndin Girl on a Train frumsýnd, en hún er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Paulu Hawkins, og því er ekki úr vegi að skoða nokkrar fleiri kvikmyndir sem eru byggðar á glæpasögum.

Út um lestargluggann

Hin fráskilda og drykkfelda Rachel Watson tekur lestina inn til New York á hverjum degi þegar hún heldur til vinnu. Hún fer þá fram hjá gamla húsinu sínu á leiðinni en hún bjó þar með eiginmanni sínum sem býr þar enn en með nýrri eiginkonu og barni. Hún reynir að hugsa ekki of mikið um vanlíðan sína og byrjar þá að fylgjast með pari sem býr neðar í hverfinu, Megan og Scott Hipwell. Hún skapar draumalíf fyrir þau í eigin höfði, um hvað þau séu ótrúlega hamingjusöm fjölskylda. En

dag einn, þegar lestin fer fram hjá, sér hún eitthvað sem slær hana út af laginu og hún reiðist. Næsta dag vaknar hún með rosalega timburmenn, allskonar meiðsli og marbletti, en man ekkert frá kvöldinu áður. Það eina sem hún veit er að eitthvað slæmt gerðist. Síðan sér hún sjónvarpsfréttirnar: Megan Hipwell er týnd. Rachel blandast inn í lögreglumálið og reynir að finna út úr hvað gerðist – og hvað hún sjálf var að gera þetta kvöld.

24 VIKAN

Svarthvítur krimmi

Tvær aðrar kvikmyndir höfðu áður verið gerðar eftir bókinni The Maltese Falcon eftir Dashiell Hammett en þær náðu engri velgengni. Sagan fjallar um leynilögreglumannin Sam Spade sem dregst inn í flókið mál. Ung kona kemur inn á skrifstofu Spade & Archer og segist vera að leita að systur sinni og býður þeim háa fjárupphæð fyrir að vernda sig fyrir manni að nafni Floyd Thursby. Hann trúir henni auðvitað ekki en trúir peningunum hennar. Í ljós kemur að konan er ein af þremur svikahröppum sem eru á höttunum eftir fjársjóði, fágætri og dýrmætri fálkastyttu. Inn í söguna fléttast alls kyns svik, prettir og morð, en myndin er ein af þeim fáu sem verður bara betri því oftar sem maður horfir á hana.

Glæpir og glamúr

Allt á yfirborðinu

Þau virkuðu svo fullkomin út á við en á fimm ára brúðkaupsafmælinu neyðist Nick Dunne til að tilkynna að eiginkona hans, Amy, sé týnd. Eftir því sem þrýstingur frá lögreglu og fjölmiðlum eykst fer sú mynd sem hann málar af sambandi þeirra að molna niður. Fljótlega, í ljósi lyga, svika og furðulegrar hegðunar hans, fara menn að spyrja sig að því hvort hann hafi kannski drepið eiginkonu sína. Ekki er þó allt sem sýnist ... Spennusagan Gone Girl eftir Gyllian Flynn var án efa ein vinsælasta og

Mystic River segir frá afdrifaríkri ævi þriggja æskuvina í Boston. Sumarið 1975 eru vinirnir, Dave Boyle, Jimmy og Sean, að leika sér á gangstétt þegar Dave er rænt af tveimur mönnum og misþyrmt kynferðislega í nokkra daga áður en hann sleppur loks. Þessi hræðilegi atburður dregur dilk á eftir sér fram á fullorðinsár drengjanna. Tuttugu og fimm árum seinna er Jimmy fyrrum fangi og þriggja barna faðir og þegar dóttir hans, Katie, finnst látin er Dave grunaður um verknaðinn. Sean er í morðdeild rannsóknarlögreglunnar og rannsakar morðið á Katie. Hann þarf að takast á við drauga úr fortíð og nútíð til að leysa morðmálið. Bókin eftir Dennis Lehane kom út árið 2001 og vakti takmarkaða athygli en kvikmyndin sem kom út tveimur árum seinna var tilnefnd til fjölmargra verðlauna og tveir leikaranna, Sean Penn og Tim Robbins, hlutu Óskarsverðlaun fyrir hlutverk sín.

umtalaðasta bók ársins 2012. Allir virtust hafa ólíkar skoðanir á persónunum og endinum að sjálfsögðu. Myndin, sem kom út 2014, vakti ekki alveg jafnsterk viðbrögð en er engu að síður góð útfærsla á bókinni.

L.A. Confidential er lauslega byggð á samnefndri skáldsögu eftir James Ellroy. Sagan gerist í Los Angeles á sjötta áratug síðustu aldar og segir frá spillingu innan lögreglunnar og áhrifa Hollywood. Skotárás á sér stað á matsölustað. Þrír lögreglumenn leita sannleikans, hver á sinn hátt: Ed Exley, fyrirmyndarlöggan sem er tilbúin að gera nánast allt til að klífa metorðastigann innan lögreglunnar, fyrir utan það að selja sál sína, Bud White, sem er tilbúinn að brjóta reglur til að ná fram réttlæti en á erfitt með að hemja skap sitt, og Jack Vincennes, sem er alltaf að leita að frægð og peningum þar til samviska hans ýtir honum út í að slást í hóp með Exley og White. Saman kafa þeir djúpt í leit að sannleikanum í dimmri glæpaveröld Los Angeles.


Kynning Kynning Kynning

sofðu rótt í alla100% nótt

LIÐIR

ICECARE KYNNIR FISK Melissa PRÓTÍN Dream-töflurnar fá þig til að slaka á, sofa betur og vakna endurnærð/ur. Þetta Íslensk þorskprótín er ekki lyf heldur náttúruleg vítamín og jurtir.

SÆBJ ÚGU

Íslensk Sæbjúgu og þorskprótín Liðkandi blanda með náttúrulegum efnum úr hafinu við Ísland

Betri heilsa – meiri orka 4 100% fiskiprótín úr villtum íslenskum þorski 4 Fyrirbyggjandi gegn gigt og gott SOFÐU BETUR MEÐ MELISSA DREAM fyrir líkamann liðina, vinnur á bólgum 4 Fyrir fólk sem vill auka neyslu á hreinu Svefnleysi er skaðlegt fyrir Í gegnum aldirnar hefur sítrónumelissa Við búum í hröðu og erilsömu samfélagi sem og veldur þvíefninu fiskiprótíni (lemon balm) verið 4 Ríkt af kollageni lífvirka vinsæl meðal grasalækna. varan að svefntruflanir eru algengarchondrotion og geta stuðlað að vanlíðan. sulphate sem verndar liði 4 Þaðan Hrein dregur heilsubót sem nafn eykursitt, úthald og jafnar fyrir endurnýjar skemmdum sig og örvar orkuþörfsamsettu náttúruvörur Melissa Dream. Þessar vísindalega Svefnleysi veldur því að líkaminn hægarendurbyggingu brjóski. eru hannaðar til að aðstoða þig við að sofa betur og sem getur veikt ónæmiskerfið.á Ískemmdu raun getur svefnleysi 4 Ríkt afTil mikilvægum amínósýrum, 100% inniheldur vakna endurnærð/ur ogAmino þær innihalda ekki efnihátt semhlutfall hafa af amínóverið mjög skaðlegt fyrir líkamann. þess að hjálpa þér sérstaklega tryptophan sýrunni arginín inniheldur sem gegnir náttúrulegu mikilvægu hlutverkivið í að losna við hvíldar- og svefnlausar sljóvgandi áhrif. Sítrónumelissutaflan nætur ættir þú að lækkun blóðþrýstingi. 4 Inniheldur hátt hlutfall af sínki, amínósýruna L-theanine, semáhjálpar til við slökun, auk prófa Melissa Dream-töflurnar, þær viðhalda góðum og joði og járni alhliðaaðB-vítamína sem stuðla Aukég þarf endurnærandi svefni. Ég ákvað prófa Active Liver eftirað aðeðlilegri Égtaugastarfsemi. er í vinnu þar sem að vera Rannsóknir benda til að þorskprótín: þess inniheldur taflan mikið af vatnsrofin magnesíum sem stuðlar að ég sá að það er úr náttúrulegum efnum mikið á ferðinni, ég er í góðu formi og Amino Liðir innihalda einnig: 4 hafa mildandi áhrif á blóðþrýsting eðlilegri vöðvastarfsemi og dregur úr óþægindum í og ég hef fulla trú á að náttúruefnin í þar með hef trú á að Active Liver geri mér gott. 4 Fiskprótín úr villtum íslenskum þorski 4 virki meira mettandi en fita og kolvetni fótum og handleggjum og bætir svefn. vörunni hjálpi lifrinnni að hreinsa sig. Einnig finn ég mikinn mun á húðinni á 4 Túrmerik sem hefur sterka bólgueyðandi verkun og öflug 4 geta haft mildandi áhrif á blóðsykur eftir máltíð og aukið Ég er sjúkraliði að mennt og er mér, hún ljómar meira og er mýkri. andoxandi áhrif insúlínnæmi meðvituð um líkamsstarfsemina og veit Ég er mjög ánægð með árangurinn4 C-vítamín sem hvetur eðlilega myndun kollagens í brjóski 4 geta unnið á bólgum vegna þess hve hátt hlutfall er af að fitan getur safnast á lifrina, þess vegna og mæli með Active Liver fyrir fólk sem 4 D-vítamín sem stuðlar að frásogi kalks úr meltingarvegi amínósýrunum glútamíni, leusíni, lysíni og arginíni vildi ég prófa. hugsar um að halda meltingunni góðri. 4 Mangan sem er nauðsynlegt fyrir myndum á brjóski og liðvökva Eftir að hafa notað Active Liver í um Ráðlagður dagskammtur 1-3 hylki tvisvar á dag með vatni. það bil 4 mánuði ég fljótlega munverðurTakk fyrirmála. Ráðlagt er að taka 2-3 hylki tvisvar á dag. Hylkinfann má taka ef svengdar vart milli

Aukin orka með

FRUM - www.frum.is

Fæðubótarefni fyrir innra eyra

á mér , fékk aukna orku og mér finnst auðveldara að halda mér í réttri þyngd.

Jóna Hjálmarsdóttir

www.icecare.is

FRUM - www.frum.is

Active Liver

Um 30% einstaklinga á aldrinum 45 ára og eldri upplifa einhverskonar óþægindi vegna heyrnar og/eða heyrnartaps. Slíkt getur haft mikil áhrif á líf fólks og ekki síður rænt fólk mikilli orku. Sífellt fleiri hafa gripið til ráðstafana gegn þessari þróun sem getur hægt verulega á lífsstílnum og og seðjandi blanda sem auðveldar minnkað gleðina FISK í lífinu. Það gera þeir með því aðMettandi taka Vita PRÓTÍN þyngdarstjórnun. EarTM fæðubótarefnið. Amino Létt inniheldur: vatnsrofin “Steinþóra var þorskprótín,

www.icecare.is

Reynslusaga með

LÉTT

LÉTT

Amino Liðum

Mettandi og seðjandi blanda sem auðveldar glúkómannan og króm mjög slæm í þyngdarstjórnun. baki og leiddu Amino Létt inniheldur: vatnsrofin þorskprótín, Tímamótauppgötvun Skortir þig magnesíum? Þorskprótín verkirnir í glúkómannan og króm

FISKPRÓTÍN

New Nordic hefur þróað byltingarkennt fæðubótarefni með Meðsamkvæmt aldrinum minnkar líkamans og geta ® tækni IceProtein ✔ Framleitt bakinu niður í magnesíummagn jurtaefnum sem unnin eru úr ginkgo biloba sem hjálpar til sem byggir líkamans til að taka upp magnesíum úr fæðunni minnkar. á vatnsrofstækni annan fótinn. Þorskprótín við að viðhalda heyrn, berki franskra barrtjráa sem hjálpa til Fæða okkar hefur sömuleiðis Rannsóknir hafa sýnt fiskprótínmikil sem áhrif á magnesíumbúskap Hún varað með 4 framleitt samkvæmt IceProtein®✔ tækni við að viðhalda góðri háráæðablóðrás magnesíum sem meðhöndlað líkamans. Til dæmis gengur fosfórsýra sem notuð er í marga hefur verið með vatni og stöðug óþægindi sem byggir og á vatnsrofstækni hjálpar til við að viðhalda4eðlilegri starfsemi taugakerfisins gosdrykki á magnesíumforða líkamans. Neysla áfengis ensímum örva mettunarferli líkamans sem og hálf haltraði. rannsóknir hafa sýnt að fiskprótín sem svo sem boðflutningi, móttöku og úrvinnslu minnkar sömuleiðis stuðlar að minni matarlyst Eftir að húnmagnesíumupptöku líkamans. meðhöndlað hefur skynupplýsinga verið með vatni og (taugaboða). Fullorðnir einstaklingar á öllum aldri mega nota sem fór að taka inn ensímum örva mettunarferli líkamans fæðubótarefnið. Glúkómannan: Amino Liðir stuðlar að minni matarlyst

Börkur barrtrjáa og gingko

unnið úr hnýði konjac plöntunnar ✔ Náttúrlegt trefjaefni sæbjúguhylkin Glúkómannan: Auk magnesíums inniheldur Vita umfang EarTM sitt einnig Þekkt fyrir einstaka hæfileika í náttúrulega ✔ 4 náttúrlegt trefjaefni unnið úr hnýði konjac plöntunnar þarf hún ekki til að auka Ekki galdrar heldur hrein vísindi blöndu af þykkni unnu úr berki barrtrjáa og gingko biloba. meltingarveginum 4 þekkt fyriráeinstaka hæfileika til að starfsmanna auka umfang sitt lengur að taka Með rannsóknum magnesíuminntöku í í Bæði þessiinn náttúruefni hafa tæmingu verið notuð um aldir sökum Eykur seddutilfinningu og seinkar magans ✔ meltingarveginum verkjalyf flugher Bandaríkjanna sem eru stöðugt í miklum hávaða lífefnafræðilegrar virkni 4 eykur seddutilfinningu og seinkar tæmingu magans að staðaldri og þeirra. Börkur ákveðinna barrtrjáa hafa vísindamenn komist nær því að uppgötva leyndardóma

FRUM - www.frum.is

tilöðlaðist viðfyrir að viðhalda æðavirkni og hlutverk blóðrás íþess Króm er hjálpar nauðsynlegt orkubúskap líkamans vegna meiri góðri magnesíums. Í innra eyranu eru þúsundir örsmárra hára sem háræðum. Lauf gingko biloba-trésins hjálpa sömuleiðis við að Króm er nauðsynlegt fyrir orkubúskap líkamans vegna hlutverk þess í efnaskiptum glúkósa og erí bakinu”. talið minnka sykurlöngun. liðleika tengjast skynfrumum. Vísindamenn hafa uppgötvað tengsl viðhalda góðri blóðrás háræða sem og góðri heyrn. í efnaskiptum glúkósa og er talið minnka sykurlöngun. milli rafvakajafnvægis (elecrtrolyte balance) og heyrnar. er að taka 2-3 hylki 30 mínútur fyrir aðalmáltíðir Rafvakaójafnvægi hefur neikvæð áhrif á getu skynfruma Ráðlagt Dr. Hólfríður Sveinsdóttir er Ráðlagt er að taka 2-3 hylki 30 mínútur fyrir aðalmáltíðir dagsins dagsins ásamt tveimur vatnsglösum. Hylkin má einnig takaAmino millivaranna frumkvöðull í þróun innra eyrans til að nema hljóðbylgjur. Magnesíum er rafvaki Stökktu á vagninn ásamt tveimur vatnsglösum. Hylkin má einnig taka milli mála ef og segir þær hafa reynst fólki vel mála ef svengdar verður vart. og ef þaðsvengdar skortir íverður fæðunni leiðir það til rafvakaójafnvægis í Sífellt fleiri taka Vita Ear daglega. Þú getur líka notið ávinninga vart. líkamanum. Magnesíumið í Vita EarTM viðheldur eðlilegu Vita Ear. Vita Ear fæst í apótekum, heilsubúðum, heilsuhillum jafnvægi rafvaka í líkamanum. stórmarkaða um land allt og í vefverslun Icecare, www.icecare.is. www.icecare.is Hægt er að finna nánari upplýsingar á heimasíðunni okkar, www.icecare.is

IceCare þín heilsa


Minn stíll

Umsjón: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir Myndir: Hákon Davíð Björnsson

Fullt nafn: Sara Linneth Castaneda. Aldur: 22 ára. Starfsheiti: Sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur og stuðningsfulltrúi. Maki: Einhleyp. Börn: 0. Stjörnumerki: Meyja. Áhugamál: Allt sem tengist tísku og förðun, tónlist og vera með vinum og fjölskyldu. Á döfinni: Halda áfram að starfa við það sem ég starfa, njóta þess að vera með þeim sem mér þykir vænt um, bæta við mig menntun og njóta lífsins.

„Uppáhaldsfylgihlutirnir eru sennilega benie-húfan mín og hringir sem ég er alltaf með í eyrunum.“

26 VIKAN


„Fann loksins hinn fullkomna kögurjakka“ Sara Linneth hefur alltaf haft mikinn áhuga á tísku og förðun og útskrifaðist úr Reykjavík Makeup School í vor. Hún er einnig stuðningsfulltrúi í grunnskóla og bloggar um ýmislegt sem tengist förðunar- og snyrtivörum á krom.is.

„Nýlega keypti ég kjól úr Monki af vinkonu minni. Mér finnst hann ótrúlega flottur og þar sem mér finnst virkilega erfitt að finna kjól sem ég fíla, þá kýldi ég bara á þennan.“

„Stíllinn minn er frekar einfaldur og töffaralegur. Ég er mikið fyrir „oversized“ jakka og peysur við svartar gallabuxur og einhverja töff skó. Þegar ég fer eitthvað f ínna þá klæðist ég frekar klassískum stíl. Ég forðast að vera of væmin í klæðaburði, þannig að ég krydda aðeins klæðnaðinn með því að fara til dæmis í rifnar gallabuxur, set á mig „choker“ eða fer í einhvern stóran jakka. Blanda gjarnan þessum tveimur stílum saman,“ segir Sara. Hún verslar mest í Weekday, Monki og Húrra Reykjavík. „Einnig elska ég að fara í Episode sem er vintage-búð með fullt af gersemum. Eins finn ég mér oft einhvað fallegt í Zöru og Spútnik. Efst á óskalistanum þessa stundina eru nýir strigaskór. Annaðhvort Nike Air Max ´95 eða Nike Air Presto Ultra Flyknit. Það er vandræðalega langur tími síðan ég splæsti á mig flottum strigaskóm.“ Hvaða þekkta kona veitir þér innblástur? „Engin sérstök. Ég held mikið upp á Yeezy-línuna frá Kanye West, Balmain, Vetements og Alexander Wang. Kardashian- og Jenner-systurnar eru oft í klæðnaði frá þeim, þannig að ætli það veiti mér ekki innblástur. Annars fylgist ég mikið með allskonar tískubloggurum á Instagram.“ „Uppáhaldsflíkin mín er líklega rúskinnskögurjakkinn minn sem ég keypti á 5.000 krónur á fatamarkaði fyrir þremur árum. Ég veit ekki hversu lengi ég var búin að leita að hinum fullkomna „oversized“ kögurjakka og fann hann loksins. Það sem ég elska líka við hann er að hann er vintage og það sést vel á honum að hann er búinn að fara á milli manna, örugglega í mörg ár.“

„Mér þykir alltaf vænt um leðurjakkann sem ég fékk í afmælisgjöf frá mömmu minni. Ég nota hann mjög mikið og mig var búið að dreyma um hann í langan tíma þegar ég loksins eignaðist hann.“ VIKAN 27


Klúbbar

Byrjaði sem lítill

Umsjón: Íris Hauksdóttir Myndir: Rán Bjargar

matarklámsklúbbur

Líkamsræktardrottningarnar í kökuklúbbnum Fatness kynntust í Bandaríkjunum árið 2012 þar sem þær kepptu í fitness. Þær fundu fljótt fyrir sameiginlegum áhuga sínum á sætmeti og skiptust á uppskriftum meðan á keppnistímanum stóð. Eftir mót héldu þær svo kökuklúbba sem undu fljótt upp á sig.

28 VIKAN

S

telpurnar eiga það sameiginlegt að hafa allar verið í þjálfun hjá Konna í World Class Laugum og kynntust því í gegnum sameiginlegan áhuga sinn á sportinu. „Við eigum allar þetta tvennt sameiginlegt, að æfa og gera vel við okkur inn á milli. Klúbburinn var formlega stofnaður eftir mótið í Ohio. Fyrst sem lítill matarklámsklúbbur sem stækkaði fljótt og dafnaði og varð að þessum yndislega saumaklúbb sem hann er í dag,“ segir gestgjafinn Aðalheiður Ýr. Hún segir nafnið hafa sprottið af sportinu svo nafngiftin Fatness hafi því átt vel við. „Yfir keppnistímann áttum við það til að liggja yfir uppskriftasíðum og senda hver

á aðra. Við gátum rætt endalaust um það hvað við ætluðum að baka og borða eftir mót.“

Sælkeraástin sameiginleg

Engin regla er á hversu oft er hist en stelpurnar hittast að meðaltali einu sinni í mánuði. „Það eru ekki alltaf kökuboð, stundum förum við út að borða, höldum partí og kíkjum út á lífið eða tökum æfingar saman. Við höfum farið í bústaðaferðir saman og í raun bara allt sem okkur dettur í hug. Við höfum haldið matarboð en kökuboðin eru vinsælust, enda erum við allar miklir sælkerar.“ Aðalheiður segir hópinn alltaf hittast fyrir jólin og þá helst á jólahlaðborði.


Efri röð frá vinstri: Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir, Magnea Gunnarsdóttir, Erna Guðrún Björnsdóttir, Kristín Egilsdóttir, Íris Arna Geirsdóttir, Sandra Jónsdóttir, Sif Sveinsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Helen Halldórsdóttir, Una Margrét Heimisdóttir, Kristjana Huld Kristinsdóttir, Vilborg Sigurþórsdóttir, Sigríður Ómarsdóttir

Spínatdýfa Aðalheiðar Ýrar Ólafsdóttur 2 brauð, eitt sem skál og annað skorið í sneiðar; ég notaði súrdeigsbrauð 250 g frosið spínat, þiðnað og klappað þurrt ½ laukur ½ rauð paprika 2 hvítlauskrif, pressuð 1 msk. ólífuolía 2 msk. grænt pestó úr krukku ½ tsk. worcestershire-sósa, má sleppa eða nota tabascosósu ¼ tsk. paprikukrydd ¼ tsk. salt 1/8 tsk. svartur pipar 8 msk. majónes 115 g rjómaostur 100 g rifinn parmesanostur 50 g rifinn cheddar-ostur 50 g rifinn mozzarella-ostur

Hitið ofn í 180°C. Skerið innan úr súrdeigsbrauði og gerið að skál. Hitið pönnu með olíu og mýkið laukinn í fimm mínútur. Bætið papriku og hvítlauk saman við. Bætið spínati, pestó, worcestershire-sósu, paprikukryddi, salti, pipar og majónesi og hrærið allt saman. Lækkið hitann og hrærið rjómaost saman við. Bætið svo sýrða rjómanum, parmesanosti og cheddarosti við og hrærið vel. Hellið svo í brauðið og setið mozarella-ostinn yfir. Bakið í 20 mínútur, eða þangað til osturinn hefur náð gullnum lit. Berið fram heitt með brauði, kexi eða snakki.

Bláberjakaka Söndru Jónsdóttur 1 pakki brúnt Lu-kex 2 pelar rjómi vanilluskyr, stór bláber

„Jólaklúbburinn er einn af stóru viðburðum okkar og þá reyna allar að komast. Oft höfum við haft sérstakt jólaþema og einu sinni héldum við sérstakt „chrismas vacation-kvöld“ þar sem við mættum allar í jólapeysum og buðum upp á eggjapúns. Á sumrin hittumst við sjaldnar en höfum þó haldið nokkrar grillveislur. Við erum mjög fjölmennur klúbbur og erfitt fyrir allar að komast, til að mynda eru nokkrar búsettar erlendis og fá þá klúbbinn beint í æð í gegnum Skype. Við reynum svo að hittast þegar þær eru á landinu. Næst á dagskrá er að plana utanlandsferð saman. Þar myndum við setja stefnuna á kökunámskeið eða kynningu á sælkeramat.“

Lu-kexið er mulið í botninn á forminu. Rjóminn þeyttur og skyrinu blandað varlega saman við og svo sett ofan á kexmulninginn. Að lokum eru bláber sett ofan á.

VIKAN 29


Klúbbar

Salsa túnfiskdýfa Kristjönu Huldar Kristinsdóttur

Salsa túnfiskdýfa Kristjönu Huldar Kristinsdóttur 2 túnfiskdósir, hellið helmingi af olíunni frá fiskinum ½ poki af kóríander, laufin slitin af stilknum 1 rauðlaukur ½ kreist sítróna yfir Skerið allt smátt og hrærið saman.

Skinkuhorn Sifjar Sveinsdóttur 100 g smjör 900 g hveiti 60 g sykur ½ tsk. salt ½ l mjólk 12 g þurrger 1 egg til að pensla hornin með 2 pakkar skinkumyrja Bræðið smjör á lágum hita, bætið mjólkinni, þurrgerinu og sykrinum við. Látið standa

30 VIKAN

Skinkuhorn Sifjar Sveinsdóttur

í tíu mínútur. Bætið við hveitinu og saltinu og hnoðið saman. Látið deigið lyfta sér í 45 mínútur undir rökum klút. Skiptið deiginu í minni einingar og fletjið út í hring. Smyrjið skinkumyrjunni á og skerið eins og litlar pizzusneiðar og rúlla upp frá breiðari endanum. Setja á bökunarplötu og penslið með egginu. Bakið við 225°C í níu mínútur.

papriku og skinku í litla bita og dreifið yfir eldfasta mótið með brauðinu. Þegar mexíkóski osturinn er bráðnaður má þynna sósuna örlítið með mjólk eftir þörf. Bætið sósunni ofan í eldfasta mótið og blandið vel saman. Dreifið ostinum svo yfir réttinn og síðan er snakkinu raðað ofan á. Bakið þangað til osturinn hefur náð gylltum lit.

Mexíkóskur ofnréttur Sigríðar Ómarsdóttur

Döðlugott Unu Margrétar Heimisdóttur

1 skinkubréf 1 mexíkóskur ostur ½ l rjómi 2-3 dl mjólk 1 stór paprika 1 stórt franskbrauð 1 poki pizzuostur salt og pipar snakk

200 g döðlur saxaðar niður 150 g smjör 100 g púðursykur 3 msk. síróp 15 sykurpúðar 5 bollar Rice Krispies ½ poki lakkrískurl 3 stórir Þristar skornir í bita 400 g rjómasúkkulaði eða hvítt súkkulaði

Hitið ofn í 180°C. Bræðið saman í potti mexíkóska ostinn og rjómann. Skerið skorpuna af brauðinu og tætið í eldfast mót. Skerið

Bræðið döðlur og smjör í potti. Bætið púðursykri, sírópi og sykurpúðum

við. Hrærið Rice Krispies, lakkrískurl og þrista saman við. Klæðið meðalstórt eldfast mót með smjörpappír og hellið blöndunni yfir. Frystið í nokkrar mínútur. Hellið bræddu súkkulaði yfir og setjið aftur í frysti. Takið döðlugottið út þrem tímum áður en það er borið fram og skerið í bita.

Eplakaka með karmellusósu Sifjar Sveinsdóttur 250 g smjör 250 g sykur 250 g hveiti 2 tsk. lyftiduft 1 tsk. vanilludropar 4 egg 3 græn epli kanilsykur Hrærið sykur og smjör létt og ljóst. Bætið eggjum saman við og hrærið á milli. Blandið þurrefnum og vanilludropum við. Hellið helmingi deigs í form. Afhýðið epli og skerið í


Mexíkóskur ofnréttur Sigríðar Ómarsdóttur

Döðlugott Unu Margrétar Heimisdóttur

skífur og potið ofan í deigið. Hellið restinni af deiginu yfir og raðið eplunum fallega ofan á. Stráið kanilsykri yfir og bakið við 180°C í 45-60 mínútur. Karamellusósa 2 dl rjómi 2 msk. síróp 100 g púðursykur Setjið allt saman í pott og leyfið að malla í fimm mínútur. Takið af hellunni og bætið þá 40 g af smjöri og 1 tsk. af vanillusykri saman við. Kælið og hellið yfir kökuna.

Oreo Milka-ostabaka Helenar Halldórsdóttur Þetta er frekar þung baka en syndsamlega góð. Mæli með því að gera hana daginn áður og geyma í kæli. Ég skar hana í litla munnbita.

Eplakaka með karmellusósu Sifjar Sveinsdóttur

Botn 2 kassar Oreo-kex 145 g smjör Myljið 12 Oreo-kex gróft og restina fínt. Blandið grófa og fína kexmulningnum saman og hrærið við smjörið. Þrýstið blöndunni þétt niður og aðeins upp meðfram brúninni. Súkkulaðilag 100 g smjör 150 g dökkt súkkulaði 1 ½ dl hveiti ½ tsk. lyftiduft 1 msk. kakó ½ tsk. salt 1 egg 2 eggjarauður 2 dl sykur 1 tsk. vanilludropar 2 plötur af Milka Oreosúkkulaði Bræðið saman smjör og súkkulaði, látið kólna í ísskáp. Sigtið hveiti, kakó og lyftiduft í skál. Pískið egg, eggjarauður og sykur. Bætið vanilludropum og salti við

Oreo Milka-ostabaka Helenar Halldórsdóttur

og hrærið. Blandið saman við súkkulaðiblönduna. Bætið þurrefnunum við og passið ykkur að hræra ekki of mikið. Hellið yfir bökubotninn og bakið við 180°C í 15 mínútur. Gott er að hræra í rjómaostalaginu á meðan súkkulaðifyllingin er að bakast. Takið bökuna út úr ofninum og leyfið henni að kólna lítillega. Raðið Milka Oreo-súkkulaðibitunum jafnt ofan á bakaða súkkulaðilagið.

Rjómaostalag 230 g rjómaostur við stofuhita ½ dl sykur 2 eggjahvítur ½ tsk. vanilludropar Hrærið rjómaost og sykur. Bætið eggjahvítum og vanilludropum við og hrærið vel. Hellið rjómaostslaginu yfir og bakið við 180°C í 20 mínútur. Slökkvið á ofninum og leyfið kökunni að kólna.

VIKAN 31


Flott og gott

Bjartir tónar Contour‘n Strobe Kit frá Gosh er með highlighter sem dregur fram kinnbein, hálfmattan kinnalit sem gerir kinnarnar frísklegar og tvo matta bronsliti til að fullkomna mótun. Létt og kremuð áferð blandast húðinni vel. Pallettan fæst í tveimur gerðum.

Boss the Scent er nýr og heillandi dömuilmur sem er innblásinn af samnefndum herrailmi. Hann er kvenlegur, hlýr og töfrandi með angan af ferskjum, freysliljum (fresíum) og austurlenskum blómum ásamt ristuðu kakói.

Flottir litir úr nýju neon-línunni frá Essie. Hér eru litirnir gallery gal og in it to win it.

Umsjón: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir Mynd: Óli Magg

Rouge Allure Ink frá Chanel er mattur fljótandi varalitur sem veitir langvarandi endingu og klístrast ekki. Inniheldur meðal annars jojobaolíu, E-vítamín, möndlur, grænt te og sérstakt vax sem gefa einstaka mýkt og vörn. Kemur í átta djúptóna litum.

Dimensions De Chanel, nýi maskarinn frá Chanel, er auðveldur í notkun, þornar ekki og helst lengi. Hann lengir augnhárin, sveigir þau og gefur þeim fyllingu og næringu. Formúlan er þannig að maskarinn smitar ekki út frá sér, molnar ekki og hann er vatns- og svitaþolinn.

32 VIKAN


Nýtt frá Kitchen Joy! Hollir, góðir skyndiréttir á aðeins 5-6 mínútum!


34 VIKAN


„Því meira sem ég þarf að leggja á mig, því ánægðari er ég“ Valgerður Árnadóttir er fædd inn í veiðiheiminn. Veiðin hefur gefið henni fjölmörg spennandi tækifæri en líka ógleymanlegar stundir með fjölskyldu og vinum. Þetta er mikið karlasport en hún vill brjóta staðalímyndir á bak aftur og sýna konum að þær geti gert nákvæmlega það sem þær vilja. Texti: Hildur Friðriksdóttir Myndir: Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir og úr einkasafni Förðun og stílisering: Helga Kristjáns

„Ég var víst fjögurra ára þegar ég setti fyrst í fisk. Mamma hafði keypt einhverja litla bensínstöðvarstöng til að hafa ofan af fyrir mér á meðan pabbi var í veiði. Ég var svo bara eitthvað að dóla mér og setti óvart í stóran lax. Mamma trúði vart eigin augum, stöngin alveg kengbogin og allt í vitleysu, en hann losnaði af áður en hún gat nokkuð gert,“ segir Valgerður kímin. Þegar hún fæddist, árið 1988, höfðu foreldrar hennar tekið sína fyrstu laxveiðiá á leigu í Kjósinni en þau stofnuðu veiðiferðaþjónustufyrirtækið Lax-á ári áður. „Pabbi var þar alveg fram að fæðingu minni,“ segir hún og hlær dátt. „Ég fæddist því inn í veiðina. Þau héldu áfram að stækka fyrirtækið næstu árin. Ég var alltaf viðriðin reksturinn, man til dæmis eftir því að hafa verið að prenta og hefta bæklinga sem barn. Ég var líka alltaf í kringum kúnnana í veiðinni. Margir þeirra eru enn kúnnar okkar og þeir kalla mig enn í dag litlu Völu, þar sem við mamma berum sama nafn. Þótt ég sé að verða þrítug verð ég alltaf litla Vala í þeirra augum.“ Næstu árum varði Valgerður meira eða minna á árbakkanum. „Veiðidagar eru mjög langir dagar, um það bil tólf tímar, og það var ýmsum brögðum beitt til að hafa ofan af fyrir manni. Þegar pabbi var að veiða á orm í denn var ég oft látin fá

einn orm um morguninn og sagt að passa hann. Svo var ég bara í viðbragðsstöðu með minn orm og beið eftir því að pabbi myndi vilja veiða á hann, sem hann gerði auðvitað ekki fyrr en alveg undir lokin. Annars held ég að það hafi gert mér mjög gott að vera mikið úti við og hafa nóg fyrir stafni sem barn þar sem ég var og er mjög orkumikil. Ég þarf mikla hreyfingu og uni mér best þegar mest er að gera.“ Veiðiáhugi hennar hefur vaxið stöðugt síðan en í dag er þetta bæði starf hennar og áhugamál. „Ég held ég geti bara ekki hætt. Ég fæ enn þá þvílíkt kitl í magann við tilhugsunina að fara að veiða og á erfitt með að einbeita mér að einhverju öðru ef ég veit að ég gæti verið að veiða.“

Þolinmæði eða þrjóska

Það er í raun mesta furða hvað Valgerður unir sér vel í veiði því hún er að eigin sögn ótrúlega óþolinmóð að eðlisfari. „Einu skiptin sem ég næ að sýna einhverja þolinmæði er þegar ég er að veiða. Mamma er reyndar ekki alveg

sammála því heldur segir hún að það sé bara staðfesta og þrjóska. Ég elska að takast á við nýjar áskoranir. Í veiðinni eru alltaf nýjar og nýjar áskoranir. Þú ert aldrei útskrifaður og búinn læra allt. Það er alltaf hægt að læra nýja tækni, bæta sig og keppa við sjálfan sig. Þess vegna er ég svo sjúk í þetta.“ Útiveran er líka stór kostur í hennar huga. „Mér þykir ofboðslega gott að vera úti í náttúrunni og þar fæ ég almennilegan frið. Ég er venjulega að hugsa um milljón hluti í einu dagsdaglega og fer úr einu í annað – ég er kannski búin að hugsa um hundrað og fimmtíu hluti bara á meðan ég er í sturtu. Aftur á móti get ég staðið úti í vatni að veiða í marga klukkutíma og ekki hugsað um neitt annað – ég er bara þar í núinu. Það gerist líka allt svo hratt í nútímasamfélagi og það er svo gott fyrir mann að kúpla sig út úr því. Best finnst mér ef það er ekki einu sinni símasamband, því þá veit ég ekkert hvað er í gangi í bænum og þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu,“ segir hún. Valgerður hefur veitt í flestum ám og vötnum landsins og á sína uppáhaldsstaði. „Uppáhaldsáin mín er líklega Stóra-Laxá skammt hjá Flúðum en það tók mig alveg tvö ár að samþykkja að prófa að veiða þar. Pabbi hefur lengi verið mjög heillaður af þessari á. Ég var alltaf að veiða í ám með meiri magnveiði en þarna eru stærri en færri fiskar. Stundum þegar ég spurði pabba hvað hann hefði veitt mikið yfir daginn var svarið ekkert og þá hugsaði ég: Glætan! Árið 2012 gaf

„Við þurftum því að finna öll tiltekin ráð til að ná til þeirra. Það gekk svo langt að ég var í eitt skiptið tekin að skríða meðfram bakkanum og tók með hendinni í sporðinn á laxinum en sleppti honum auðvitað aftur. Við vorum eins og litlir krakkar aftur, sprangandi um náttúruna í leit að fiskum og ævintýrum.“ VIKAN 35


36 VIKAN


„Ég er venjulega að hugsa um milljón hluti í einu dagsdaglega og fer úr einu í annað – ég er kannski búin að hugsa um hundrað og fimmtíu hluti bara á meðan ég er í sturtu. Aftur á móti get ég staðið úti í vatni að veiða í marga klukkutíma og ekki hugsað um neitt annað – ég er bara þar í núinu.“

ég mig loksins og fór með honum og fór ég ekki í aðra á það sem eftir var af sumri. Hún er svo falleg, liggur öll í gljúfrum, og það er dálítið brölt að komast að henni – en því meira vesen og því meira sem ég þarf að leggja á mig, því ánægðari er ég. Ég vil helst þurfa að hafa fyrir þessu því þá eru verðlaunin enn meira virði.“ Valgerður ferðast einnig mikið til útlanda til að veiða en hún var í eina viku í Noregi fyrir skömmu bara að veiða með föður sínum og á síðasta ári fór hún til Mexíkó þar sem hún stundaði saltvatnsveiðar. Það kemur því eflaust einhverjum á óvart að hún er logandi hrædd við að fljúga. „Ég geri mér fyllilega grein fyrir að þetta er ekki rökréttur ótti en það hjálpar mér lítið. Þetta virðist heldur ekki lagast því oftar sem ég flýg. Þegar ég og pabbi vorum í Noregi um daginn fórum við alveg nyrst í landið og til þess þarf að taka þrjár flugvélar, eða litlar rellur. Pabbi vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar ég var næstum farin að gráta af hræðslu þegar ein vélin hristist aðeins of mikið. En ég læt þetta ekkert stoppa mig, líður bara eins og sigurvegara í hvert skipti sem ég kemst lífs af frá borði,“ segir hún skellihlæjandi. Hún er um þessar mundir að skipuleggja draumaferðina sína til Belize í Mið-Ameríku. „Ég kom fyrst þangað þegar ég var barn og mig langar mjög mikið að fara aftur – flakka á milli staða í tvær til þrjár vikur og veiða. Algjör draumur. Þegar ég fer í frí reyni ég alltaf að finna einhverja veiði. Mér finnst erfitt að vera kyrr lengi. Ég get verið á

sólarströnd í einn dag og svo vil ég fara að gera eitthvað.“

Móðurhlutverkið þroskandi Veiðiferðir snúast um meira en að fara í dýrustu árnar og veiða sem mest. „Mínar bestu minningar eru úr ferðum þar sem var jafnvel lítil sem engin veiði. Til dæmis fórum við fjölskyldan nýlega í veiðiferð í Hallá hjá Skagaströnd. Það er á sem við höfum lengi verið með á leigu en ég ekki komið í sjálf. Það hafði verið lítið vatn í dágóðan tíma og við pabbi vissum að veiðimöguleikar væru mjög litlir. Ég fór því ekki í ferðina með miklar væntingar um veiði. Síðan reyndist þetta ein besta ferð sem ég hef farið í. Það var mjög lítið vatn og þar af leiðandi eiginlega enginn fiskur. Þegar vatnið er svona lítið þá fela fiskarnir sig og við þurftum því að beita öllum tiltækum ráðum til að ná til þeirra. Það gekk svo langt að ég var í eitt skiptið tekin að skríða meðfram bakkanum og tók með hendinni í sporðinn á laxinum en sleppti honum auðvitað aftur. Við vorum eins og litlir krakkar aftur, sprangandi um náttúruna í leit að fiskum og ævintýrum. Síðan er mér ógleymanlegt þegar dóttir mín, Matthildur, landaði maríulaxinum sínum í sumar, átta ára gömul.“ Þær mæðgur eru mjög samrýndar. „Ég grínast oft með að það sé dálítill Gilmore Girls-f ílingur hjá okkur því við erum mestmegnis bara tvær og mjög mikið saman. Ég held líka að það breyti sambandinu dálítið að ég var ung mamma, við erum meiri vinkonur

og stundum má vart á milli sjá hvor sé foreldrið. Hún segir stundum við mig: „Mamma ertu ekki að fara út á morgun? Ertu búin að finna vegabréfið þitt?““ Valgerður varð móðir 19 ára sem hafði auðvitað mikil áhrif á lífið en segir eitt besta ráðið sem hún hafi fengið varðandi það að vera ung móðir hafi verið frá föðursystur sinni. „Hún sagði mér að þetta væri mitt líf og það þyrfti ekki að breytast við það að eignast barn. Ég gæti gert allt sem mig dreymdi um, hvort sem það væri að mennta mig eða ferðast. Þannig að Matthildi hefur verið druslað með í veiði frá því hún var pínulítil, rétt eins og mér. Hún hefur bara haft gott af því, held ég, enda er hún þroskuð og klár stelpa.“ Valgerður fór að ráðum frænku sinnar og hélt sínu striki. Hún segir jafnframt að móðurhlutverkið hafi strax haft mög þroskandi áhrif á sig. „Áður en ég varð ólétt var ég svolítið týnd í því sem ég vildi gera í lífinu og mínum markmiðum. Ég einbeitti mér að hlutum sem skilja lítið sem ekkert eftir sig. En eftir að ég komst að því að ég ætti von á barni var eins og það hefði kviknað á ljósi, ég ákvað strax að ég bæri ábyrgð og eins og allt sem ég hef tekið mér fyrir hendur þá er það bara allt eða ekkert. Ég skráði mig strax aftur í skóla, setti mér markmið og náði þeim. Það má því segja að dóttir mín sé eitt það allra besta sem hefur komið fyrir í mínu lífi að svo rosalega mörgu leyti.“

Spennandi tækifæri

Eftir menntaskóla ákvað Valgerður að fara í lögfræði. „Ég vissi ekki alveg hvað

VIKAN 37


ég ætti að læra eftir menntaskóla. Ég ákvað að fara í Háskóla Íslands og eftir að hafa skoðað námsframboðið valdi ég lögfræði án þess að vita neitt almennilega hvað ég væri að fara út í. Síðan fann ég mig bara algjörlega í því fagi.“ Hún er nýflutt heim eftir nokkurra ára dvöl í Danmörku þar sem hún kláraði meistaranám sitt í lögfræði. „Ég flutti heim, því eins og mamma gerði svo mikið grín að þá er engin veiði í Danmörku,“ segir hún og glottir. „Í raun var ég minnst í Danmörku, ég var alltaf að ferðast hingað og þangað vegna veiði og vinnu. Þannig að það var bara best fyrir mig og dóttur mína að koma heim þar sem mitt öryggisnet er og okkur líður best.“ Valgerður starfar í dag sem framkvæmdastjóri fjölskyldufyrirtækisins sem er nú með um þrjátíu ára reynslu á Íslandi. „Þetta er auðvitað mjög árstíðabundinn rekstur. Tímabilið er frá apríl fram til október en langmest yfir sumartímann. Svo sinnum við líka skotveiðihópum í september, október og nóvember. Þannig að við sinnum hópum tvo þriðju af árinu og notum svo restina til að skipuleggja næsta ár. Inn á milli ég skrifa ég fyrir alls kyns tímarit, bæði veiðitímarit og almenn ferðatímarit, og held úti mínu eigin bloggi. Það byrjaði eiginlega bara af því að ég á svo erfitt með að sitja kyrr og horfa á sjónvarpið. Ég hef líka verið að vinna aðeins með samfélagsmiðlafyrirtækinu Angling IQ sem er fyrir veiðiunnendur. Ég er einnig í samstarfi við mörg önnur fyrirtæki, eins og 66°Norður sem er ótrúlega fjölbreytt og er ég þakklát fyrir. Þannig að þetta er samblanda af alls konar hlutum sem eru þó allir eitthvað veiðitengdir.“ Í fyrra gerði breska ríkissjónvarpið BBC þættina Earth’s Wildest Waters: The Big Fish. Í þáttunum ferðaðist hópur stangveiðimanna um heiminn og þeir látnir þreyta ákveðnar þrautir á hverjum stað. Upphaflega ætlaði Valgerður að taka þátt í keppninni en vegna þess að hún var ekki breskur ríkisborgari gekk það ekki upp. Í staðinn bauðst henni að vera dómari í fyrsta þættinum sem var tekinn upp hér á Íslandi. „Ég var eini kvendómarinn í þáttunum og það í fyrsta þættinum sem var sýndur, mér fannst það ágætt því þetta er svo mikið karlasport. Það voru þrjár keppnir hér heima sem ég dæmdi ásamt hinum dómaranum. Þetta voru alls tíu dagar sem við vorum við tökur. Stjórnandinn hafði orð á því hvað ég væri lítið stressuð fyrir framan myndavélina og spurði hvort ég hefði unnið í sjónvarpi áður. Þegar ég neitaði því spurði hún mig hvað ég héldi að margir myndu horfa á þetta. Ég sagðist kannski halda hálf milljón en þá hló hún og sagði að það væri nær nokkrum milljónum. Þá varð ég aðeins meira stressuð. Það var frábært að fá að kynnast þessu teymi og ég hef haldið sambandi við marga þeirra.“

38 VIKAN

Snýr staðalímyndum á hvolf

Valgerður telur að flestir geti haft gaman af að veiða þegar þeir hafa sig út í það. Undanfarin ár hafa fleiri konur farið að stunda þetta og alltaf eru að verða til fleiri kvennaveiðihópar. „Það sem er svo frábært við veiðina er að færni er algjörlega óháð kyni. Karlar og konur hafa alveg sömu burði til að verða góð í veiðum. Í mörgum íþróttum er skipt niður í kyn þannig að konur spila aldrei með eða á móti körlum, oft vegna ólíkra líkamlegra burða. Veiðin er hins vegar bara einstaklingsbundin – það fer bara eftir tækni manns og hversu duglegur maður er að æfa sig.“ Það skiptir Valgerði máli að hvetja konur og ungar stelpur til þess að stunda útivist, ekki endilega veiði, en fyrst og fremst bara að gera það sem þær vilja. „Ég hætti til að mynda að veiða á unglingsárunum, ekki af því að mér þótti það ekki skemmtilegt lengur heldur af því að ég hafði áhyggjur af því hvað öðrum fannst um það. Ég hafði áhyggjur af því að strákum þætti það ekki nógu kvenlegt eða bara stórfurðulegt. Svo

þroskast maður og áttar sig á því að manni er bara nákvæmlega sama. Mér finnst þess vegna skemmtilegt að geta verið heilbrigð fyrirmynd fyrir stelpur á þeim viðkvæma aldri. Það er alltaf hollt að brjóta upp þessar staðalímyndir, sama hverjar þær eru. Þótt Valgerður sé langoftast í vöðlum og föðurlandi, og líður hvað best þannig í náttúrunni, þá fer hún líka alveg út á lífið og þykir gaman að hafa sig til, setja á sig gerviaugnhár og varalit, fara í hæla og allt sem því fylgir. Hún segist oft lenda í því að fólk sem þekki hana ekki og sjái hana voða prúðbúna missi andlitið þegar það kemst að því að hún hafi verið í vöðlum í brjáluðu veðri að veiða kvöldið áður. „Það er enginn sem segir að ef maður er í kjól geti maður ekki líka verið grútskítugur úti í náttúrunni. Mér finnst einnig mikilvægt sem mamma að miðla því til dóttur minnar að hún geti gert það sem hún vill, litið út eins og hún vill og að það hvernig hún ákveði að klæða sig eða ekki segi ekkert til um hvernig manneskja hún er. Ég er ánægð hvað hún er með sterka sjálfsmynd og skoðanir á hlutunum. Ég vil að hún sé með sjálfstraust og trúi á sjálfa sig, það skiptir svo miklu máli,“ segir hún að lokum.


Klassískar Mozart-kúlur (15 stk.)

200 g ODENSE marsípan 50 g ODENSE núggat 100 g ODENSE dökkur súkkulaðihjúpur eða ODENSE dökkt súkkulaði Skerið marsípanlengjuna í sneiðar, setjið svo smá klípu af núggati í miðjuna og hnoðið í kúlur. Dýfið kúlunum tvisvar í bræddan súkkulaðihjúp eða temprað súkkulaði.

Ef súkkulaði er notað er mikilvægt að tempra það rétt. Fleiri uppskriftir á www.odensemarsipan.is

PIPAR \ TBWA • SÍA

Gott ráð:


Staðurinn minn

Hugleiði best í eldhúsinu Friðrik Friðriksson segir matreiðsluna sitt helsta áhugamál en hann hefur jafnframt verið iðinn við hlaup og því skipi hlaupaskórnir sérstakan sess. Friðrik átti ekki í neinum vandræðum með að tína til nokkra fleiri hluti sem eiga það sameiginlegt að vera eftirlæti hans.

1. Hef verið mikill Apple-maður frá því að ég eignaðist mína fyrstu iBook 2005, síðan kom iPhone 2 og síðar iPhone 4 og nú loks eignaðist ég 6S. Þetta er mitt helst vinnutæki og tómstundagaman. 2. Við hefjum alla morgna á Bræðarborgarstíg á bleksvörtu kaffi úr mokkakönnunni og ristuðu súrdeigsbrauði með osti og sultu. 3. Ég ver löngum stundum í eldhúsinu og sé nánast alfarið um matreiðsluna á heimilinu. Eldhúsið var endurbætt nú í sumar með nýrri eldavél og borðplötu. Matreiðslan er mitt áhugamál og mín hugleiðsla. 4. Ég hef verið iðinn við hlaupin frá 2009, hljóp maraþon 2012 og Laugaveginn 2013. Asics Fujiskórnir fluttu mig 55 km leið frá Landmannalaugum niður í Þórsmörk. 5. Þessa fínu koparpönnu fengum við í brúðkaupsgjöf 2014. Hún er í notkun flesta daga vikunnar.

Umsjón: Íris Hauksdóttir Mynd: Hákon Davíð Björnsson

1

Fullt nafn: Friðrik Friðriksson. Aldur: 44 ára. Starf: Framkvæmdastjóri Tjarnarbíós. Maki: Álfrún Helga Örnólfsdóttir leikkona. Börn: Margrét, 8 ára, og Kolbrún Helga, 5 ára. Morgunhani eða nátthrafn: Nátthrafn þessa dagana. Mér þykir gott að eiga einhvern „me time“ þegar börn (og stundum eiginkona) eru sofnuð. Hver væri titill ævisögu þinnar? Umstang eða jafnvel U-beygjur. 40 VIKAN

4

2 5

3


Amerísk pottapizza Það gerist varla meiri djúsí og betri amerísk pottapizza en þessi Upside down pizza

1 stk. Wewalka amerískt pizzudeig 2 bollar rifinn mozzarellaostur ½ stk. gul paprika (skorin í ræmur) ½ stk. græn paprik (skorin í ræmur) ½ stk. rauðlaukur (skorinn í ræmur) 200 g nautahakk ½ bréf pepperoni 2 bollar pizzasósa (sjá uppskrift) ½ bolli rifinn parmesanostur Pizzasósa 2 msk smjör ½ stk. rauðlaukur (smátt saxaður) 2 stk. hvítlauksrif (smátt söxuð)

½ msk salt 1 msk oreganó ½ msk chilipiparflögur sykur á hnifsoddi 2 og ½ bolli tómatapassata eða 1 dós maukaðir tómatar Bræðið smjörið í potti og glærið laukinn í smástund. Bætið hvítlauk og kryddum saman við og steikið áfram í 2-3 mínútur. Bætið þá tómötunum saman við og látið malla á lægsta hita í a.m.k. 20-30 mínútur. Hrærið af og til í pottinum.

Pizzan Hitið ofninn í 220°C. Steikið papriku og rauðlauksstrimla á háum hita í nokkrar mínútur. Kryddið með salti, pipar og óreganó. Takið af pönnunni og steikið hakkið þar til það er gegnsteikt. Saltið og piprið. Smyrjið pottpönnu (28 cm) að innan og setjið deigið ofaní. Látið það ná vel uppá hliðarnar. Dreifið ostinum jafnt yfir botninn. Þar ofan á kemur grænmetið, síðan pepperónisneiðar og hakkið kemur efst. Þá er pizzasósunni hellt yfir allt saman parmesanosti stráð yfir. Bakað í 220°C heitum ofninum í ca 10-15 mínútur eða þar til botninn er fallega brúnn.

upplýsingar um vörur og söluaðila sjá facebook.com/Godgaeti/ og www. wewalka.is


Klúbbar

Vildu halda hópinn eftir

skilnað Valgerður Halldórsdóttir, félags- og fjölskylduráðgjafi hjá Vensl - Stjúptengsl og aðjúnkt í HÍ, er í skemmtilegum frænkuklúbbi sem kallar sig Stellurnar. Valgerður bauð frænkunum heim á dögunum og við fengum að slást í för og mynda kræsingarnar. Umsjón: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir Myndir: Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

„Frænkuklúbbinn var formlega stofnaður fyrir um það bil 26 árum. Aðdragandi þess var að þegar foreldrar mínir skildu urðu breytingar á samskiptum mömmu við fyrrverandi tengdafjölskyldu sína. Mamma mín, Edda Einarsdóttir, og systur pabba, Ester og Stella Vilhjálmsdætur, höfðu hins vegar verið góðar vinkonur og vildu halda í vináttuna. Það var að frumkvæði okkar mömmu, nokkrum árum síðar, að hætta að tala um hvað það væri gaman að hittast og gera eitthvað í málinu. Úr varð að við héldum matarboð fyrir föðursystur mínar og átta dætur þeirra og eina tengdadóttur sem við erum glaðar að fylgdi með. Síðan hefur systir mömmu bæst í hópinn. Það segir ef til mest um ánægju okkar með hópinn að við erum enn að hittast 26 árum síðar,“ segir Valgerður. Frænkurnar skiptast á að halda frænkuklúbbinn einu sinni á ári og svo hittast þær alltaf á aðventunni þar sem skipst er á gjöfum. „Við höfum komið upp þeirri hefð að það má ekki kaupa

42 VIKAN

neitt í jólagjöf heldur finna eitthvað sem til er heima hjá okkur og segja sögu gjafarinnar, til dæmis um ferðalag hallærislegu f ílahálsfestarinnar eða Orabaunadósarinnar. Það er merkilegt að fá ævisögu einhvers út frá Orabaunum. Síðan hafa bæst við stórafmæli, giftingar og fleira. Við hlæjum mikið og skiptumst á sögum um eitt og annað í lífinu okkar.“ Í aðventuboðinu panta þær yfirleitt matinn heim og koma með eigin drykki. „Nema Sigga frænka býður alltaf upp á danskt jólaákavíti. Í hinu boðinu ræður gestgjafinn bara hverju sinni hvað er boðið upp á. Ef hann er í stuði að elda eitthvað handa hópnum þá er það flott en einnig er í f ínu lagi að biðja frænkurnar að koma með eitthvað til viðbótar eins og ég gerði fyrir þetta boð.“

Aðstoðar foreldra með börn á tveimur heimilum

Valgerður er félags- og fjölskylduráðgjafi hjá Vensl - Stjúptengsl og er með nokkur námskeið í gangi fyrir

fólk í stjúpfjölskyldum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. „Auk þess starfa ég við fjölskylduráðgjöf. Ég er jafnframt að vinna að rannsókn á því hvernig fólki gengur að aðlaga starf sitt og einkalíf með börn á tveimur eða fleiri heimilum og verður spennandi að sjá þær niðurstöður. Í viðtölum kemur oft í ljós að stór hluti fólks lifir afar ólíku lífi milli vikna rétt eins og börn þeirra sem getur skapað ýmsa árekstra þó að það hafi líka kosti. Nýjasta verkefnið hjá Vensl er samstarf við Karen Ármann Helgadóttur lögfræðing þar sem við bjóðum meðal annars upp á sáttamiðlun og gerð foreldasamninga, þ.e. við aðstoðum foreldra við að komast að samkomulagi um hvernig þeir ætla að sinna hlutverki sínu sem foreldrar með börn á tveimur heimilum og/eða veitum fólki lögfræðilega ráðgjöf varðandi skilnað, forsjá, umgengi, lögheimili og fleira. Við leggjum áherslu á að foreldrar eigi samráð við maka sína við gerð samninga séu þeir til staðar.“


Spínatpasta Eddu Jónsdóttur 1 msk. ólífuolía 1 lítill laukur 2 geirar hvítlaukur 1 dós skornir tómatar 1/2 tsk. oregano 1/2 tsk. basilíka 1 tsk. chili-pipar 1/2 tsk. salt 2 msk. tómat-purrée 60 g rjómaostur 1/4 parmesanostur 450 g penne-pasta 172 g poki spínat Sjóðið pastað í 7-10 mínútur. Skerið laukinn, merjið hvítlaukinn og setjið á pönnuna ásamt ólífuolíunni í u.þ.b. 5 mínútur á miðlungshita. Bætið síðan niðursoðnu tómötunum saman við ásamt safanum, oregano, basilíku, salti og chili og hrærið. Setjið tómat-purrée út í og hálfan bolla af vatni og lækkið hitann á pönnunni. Látið síðan rjómaostinn á pönnuna og hrærið þangað til að sósan er orðin rjómakennd. Síðan er parmesanostinum bætt við og hann látinn bráðna í sósunni. Bætið þá spínatinu við og hrærið varlega í um það bil 3-5 mínútur. Látið pastað að lokum út í, saltið og piprið eftir þörfum og stráið niðurskorinni ferskri basilíku yfir þegar rétturinn er borinn fram. Rétturinn er borinn fram heitur.

„Við köllum okkur Stellurnar eftir elsta meðlimnum Stellu föðursystur minni sem er á níræðisaldri. Í hópnum eru auk Valgerðar: Ester Vilhjálmsdóttir, Valgerður Olgeirsdóttir, Kolbrún Olgeirsdóttir, Edda Olgeirsdóttir, Sigríður Olgeirsdóttir, Stella Vilhjálmsdóttir, Eygló Jónsdóttir, Sjöfn Jónsdóttir og Edda Jónsdóttir en með á myndinni er dóttir hennar, Nanna Karen Snæbjörnsdóttir. Þær sem áttu ekki heimangengt að þessu sinni eru, Vala Jónsdóttir, Hrönn Jónsdóttir, Kristín Einarsdóttir, Edda Einarsdóttir og Árný Sveinsdóttir.“

VIKAN 43


Klúbbablaðið

Heitir tómatar

Tómatar eru í miklu uppáhaldi hjá mér sem meðlæti bæði kaldir og ekki síður heitir. Þessi uppskrift varð til hjá mér fyrir nokkrum árum og er enn vinsæl á heimilinu og meðal gesta enda hollt og gott meðlæti með hvaða mat sem er. Sigríður Olgeirsdóttir gerði réttinn.

Setjið í pott og sjóðið í 1 mínútu. Hrærið í á meðan og einnig meðan kólnar. Geymið ¼ af mareringunni. Leggið kjúklingabringurnar í restina af mareneringunni í að minnsta kosti 1 klukkustund. Skerið þær í strimla, saltið og piprið, steikið á pönnu og látið kólna.

2 box af kokteiltómötum, má líka skera venjulega tómata í bita 2-3 ferskar döðlur kryddfetaostur salt og pipar

Salat blandað salat mangó kisuberjatómatar

Setjið tómatana í eldfast mót, skerið döðlurnar í bita og stráið yfir. Látið kryddfetaostinn út í ásamt smávegis af olíunni og blandið varlega saman. Saltið og piprið eftir smekk. Bakið í 10-15 mínútur í ofni við 180°C.

Tai Sweet Chili-kjúklingasalat Eddu Olgeirsdóttur 3 kjúklingabringur Marenering ½ bolli olía ¼ bolli balsamedik 2 msk. sykur 2 msk. sojasósa

44 VIKAN

ristaðar furuhnetur og sesamfræ núðlur sweet hot chili-sósa Ristið núðlur sem búið er að brytja smátt á pönnu. Setjið salatið á fat og dreifið síðan mangó (nóg af því) og kirsuberjatómötum yfir ásamt sweet hot chili-sósu. Látið því næst núðlur, kjúkling, furuhnetur og sesamfræ yfir ásamt restinni af mareneringunni. Berið fram með góðu brauði.


Eplakaka Valgerðar Olgeirsdóttur 1-2 pakkar Lu Bastogne-kex 2-4 Jonagold-epli hindberjasulta 1-2 pelar rjómi 1 stk. Granatepli - fræ Ákveðið magn eftir stærð fatsins sem á að nota. Myljið kexið í botninn á fatinu, rífið eplin yfir og smyrjið sultuna ofan á eplin. Setjið svo þeyttan rjóma þar yfir og látið granateplafræin ofan á rjómann. Gott er einnig að kreista safa úr granateplinu yfir rjómann.

Blómkálsgratín 1 blómkálshöfuð ¼ l mjólk 60 g hveiti 50 g smjör 2 egg 1 tsk. salt ½ tsk. sykur Hrærið hveiti í mjókina þar til sýður og látið sjóða í tvær mínútur. Brytjið smjör út í og hrærið saman við en látið ekki

sjóða. Bætið salti og sykri í jafninginn og látið kólna. Látið svo hálfþeyttar eggjarauðurnar út í og blandið síðast stífþeyttum eggjahvítunum saman við. Smyrjið eldfast mót og stráið yfir raspi. Látið helming deigsins í mótið og þar ofan á blómkálið (soðið í fimm mínútur og tekið í hríslur). Setjið afganginn ofan á og stráið raspi yfir. Bakið vel í heitum ofni í um það bil 40 mínútur. Í þennan rétt er einnig gott að nota brokkólí með blómkálinu. Berið fram með snittubrauði.

VIKAN 45


Hugmyndir fyrir heimilið

Blátóna Við fengum innblástur til að skreyta heimili okkar í bláum tónum, frá Pantone-litunum Airy Blue og Riverside. Blátt skal það vera, bæði á heimilinu og í fatatískunni í haust. Umsjón: Helga Kristjáns

r.

0k

,2

an

Lacoste

Fendi

Lín

Epal, 17.150 kr.

0 2.8

Línan,

Ralph Lauren, Húsgagnahöllin, 79.990 kr.

Húsgagnahöllin, 109.990 kr.

46 VIKAN

r.

0k

r. 7.900 k

,

an úr

Sn

0 9.9


Húsgagnahöllin , 7.990 kr.

Norr11, 2.990 kr.

Línan, 61.200 kr.

Húsgagnahöllin, 139.990 kr.

Húsgagnahöllin, 16.990 kr.

Anthropologie, 885 kr.

Línan, 6.500 kr.

Hjarn, 1

6.990 kr.

VIKAN 47


Klúbbar

Hollir réttir í klúbbinn Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og ritstjóri hjá Bókafélaginu, sendi nýlega frá sér bókina Hollt nesti – morgunmatur og millimál. Margar uppskriftanna henta vel til að bera fram í klúbbnum eða þegar gesti ber að garði. Umsjón: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir Myndir: Rósa Guðbjartsdóttir Myndir af Rósu: Óli Magg

„Bókin er stútfull af hugmyndum að hollu nesti í skólann, vinnuna, ferðalagið eða útivistina, sem og uppskriftum að staðgóðum morgunmat og næringarríku snarli til að gæða sér á milli mála. Einnig eru ráðleggingar um hvernig við bætum matarvenjur okkar, viðhöldum góðri orku og einbeitingu og höldum blóðsykrinum í jafnvægi. Enginn hvítur sykur eða hvítt hveiti er notað í uppskriftunum sem eru einfaldar og henta jafnt byrjendum sem lengra komnum. Í bókinni eru uppskriftir sem orðið hafa til í gegnum árin og naut ég aðstoðar unglingsdóttur minnar við margar þeirra en hún hefur mikinn áhuga á að búa sér til hollt og gott nesti og morgunmat. Sjálf er ég alltaf með hollt snarl í töskunni til að grípa til á milli mála. Það kemur sér oft vel á löngum fundum og þá er mikilvægt að millimálið gefi manni orku sem endist fram að hádegis- eða kvöldverði,“ segir Rósa. Hún segir að mikil vakning sé gagnvart takmörkun á unnum matvælum sem oft eru hlaðin sykri, salti og alls kyns

48 VIKAN

aukaefnum. „Ef maturinn okkar er sem ferskastur og eldaður frá grunni þá vitum við hvað við erum að láta inn fyrir okkar varir og hvað við erum að gefa fjölskyldunni. Þannig getum við líka verið viss um að maturinn sé næringarríkur og heilsusamlegur. Í bókinni eru ráðleggingar um hvernig best er að bæta mataræði og matarvenjur sínar og fjölskyldunnar í skynsömum skrefum. Einnig eru gefin ráð um hvernig hægt er að vinna gegn sykurþörfinni. En eins og nafn bókarinnar gefur til kynna er hún full af uppskriftum og hugmyndum að hollu nesti, morgunmat og millimáli og ætti því að gagnast vel öllum þeim sem aðhyllast heilsusamlegt mataræði og lífsstíl.“

Í mörgu að snúast

Hún segir að margar uppskriftir úr bókinni henti vel til að bera fram í klúbbum og þegar gesti ber að garði. „Til dæmis hollar kökur eða aðrir ,,sætir bitar“ sem alltaf er gaman að bjóða upp á, sbr. Salthnetuæði sem hér er gefin uppskrift að. Einnig eru

uppskriftir að gómsætu hrökkkexi og hafrakexi sem er afar gott með ostum og slíku eða eggjabökur sem eru æðislegar með fersku salati og kaldri sósu.“ Ýmis skemmtileg og krefjandi verkefni eru fram undan hjá Rósu. Vinna við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs á hinum ýmsu sviðum Hafnarfjarðarbæjar stendur nú yfir og hjá Bókafélaginu er nóg að gera við að undirbúa jólabókaflóðið. „Í bæjarmálunum er í nógu að snúast á þessum árstíma og nú stendur kosningabaráttan fyrir þingkosningarnar sem hæst. Ég mun sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði leggja félögum mínum lið í þeirri baráttu en ég er hálfgerður kosningaf íkill, finnst alltaf jafngaman í því stússi öllu. Á útgáfuvettvanginum er líka nóg að gera við að koma út nýjum bókum í hverri viku nánast um þessar mundir. Einnig mun ég á næstunni fara á hina árlegu bókamesssu í Frankfurt og kynna mér það nýjasta í bransanum og undirbúa útgáfutitla næsta árs.“


Múffur með graskersfræjum og trönuberjum 10-12 stk.

3 dl hafraflögur 2 dl gróft spelt- eða heilhveiti 2 tsk. lyftiduft 3 egg 1 dl hunang eða hlynsíróp 5 msk. hrein jógúrt, t.d. grísk jógúrt 1 dl þurrkuð trönuber eða rúsínur 1 dl grakersfræ Hitið ofninn í 225°C. Blandið þurrefnum saman í skál. Hrærið egg, hunang og jógúrt saman og blandið síðan við þurrefnin. Bætið trönuberjum og helmingnum af graskersfræjunum við deigið. Skiptið deiginu í múffuform og stráið hinum helmingnum af fræjunum ofan á. Bakið í um 15 mínútur.

Eggjabaka með sveppum, skinku og kryddjurtum 1 msk. smjör eða olía til steikingar 200 g sveppir, niðurskornir 8 egg 1 dl rjómi eða mjólk 4-5 skinkusneiðar, smátt niðurskornar 2 handfylli ferskar kryddjurtir 1 dl grænkál eða spínat, gróft saxað 1 dl rifinn ostur salt og grófmalaður pipar Hitið ofninn í 200°C. Steikið sveppi við meðalhita í ólífuolíu eða smjöri þar til verða brúnaðir. Takið af hitanum. Hrærið egg og mjólk eða rjóma saman í stórri skál. Bætið sveppunum, skinku, kryddjurtum, káli og osti saman við eggjahræruna. Saltið og piprið. Hellið í eldfast mót og bakið í um 25 mínútur. Berið fram gjarnan með kaldri hvítlaukssósu og salati.

VIKAN 49


Klúbbar

Salthnetuæði 14 stk. döðlur 2 ½ dl hafraflögur 2 msk. hlynsíróp 2 msk. möndlumjólk 5 msk. hnetu- eða möndlusmjör 2 dl salthnetur og ½ dl til að strá yfir Súkkulaðihjúpur 2 dl kakó 4-5 msk. hlynsíróp, að smekk 1½ dl kókosolía, fljótandi Maukið döðlur í matvinnsluvél. Bætið hafraflögum, hlynsírópi, möndlumjólk og hnetu- eða möndlusmjöri saman við. Blandið loks salthnetum saman við en best er að hneturnar saxist aðeins lítillega því gott er að finna vel fyrir þeim þegar bitið er í góðgætið. Þrýstið deiginu í lítið form, gjarnan klætt bökunarpappír. Þjappið því vel í mótið en gott er að nota bökunarpappír við verkið. Hrærið kakódufti, hlynsírópi og kókosolíu vel saman í lítilli skál. Hellið súkkulaðiblöndunni yfir deigið í forminu, saxið salthnetur og stráið yfir. Kælið í a.m.k. 2 klst., skerið í bita og njótið. Geymið í kæli.

50 VIKAN


56% súkkulaði

Einstakt súkkulaðibragð Síríus súkkulaði hefur fylgt íslensku þjóðinni síðan 1933. Þannig hafa Íslendingar notið Síríus súkkulaðis á stórum sem hversdagslegri stundum lengur en þeir hafa notið sjálfstæðis. Síríus 56% súkkulaði er með háu kakóinnihaldi og gefur kröftugt súkkulaðibragð með silkimjúkri áferð og ljúffengu eftirbragði. Það hentar mjög vel í bakstur, auk þess að vera einstaklega gómsætt eitt og sér.

ÁRNASYNIR

... svo gott


Vinur í raun Til þess að eignast vin þarftu að vera vinur sjálfur, eða eins og gríski heimspekingurinn Aristóteles sagði: Vinurinn er annað sjálf. Þegar talað er sambönd stjarnanna í Hollywood er yfirleitt einblínt á ástarsambönd og vináttan gleymast. Hér eru nokkur dæmi um stjörnuvinkonur og hvað þær hafa að segja um vináttuna. Umsjón: Hildur Friðriksdóttir

Reese Witherspoon og Sophia Vergara „Ég veit ekki hvað ég hefði gert á mörgum erfiðum tímabilum lífs míns ef ég ætti ekki svona góðar vinkonur.“

Jennifer Aniston og Courteney Cox

„Við komum öll frá ófullkomnum heimilum og þegar við fullorðnumst þá finnum við aðra fjölskyldu í vinum okkar þar sem við erum ýmist foreldrar, systkini eða börn. Það er okkar valda fjölskylda. Það jafnast ekkert á við tryggan, áreiðanlegan og góðan vin.“

52 VIKAN

Tina Fey og Amy Poehler „Hvorug okkar á systur þannig að við erum valdar systur hvor annarrar.“


Drew Barrymore og Cameron Diaz

Nicole Kidman og Naomi Watts

Michelle Williams og Zoe Kazan

„Naomi og ég erum mjög, mjög góðar vinkonur og höfum náð að halda þeirri vináttu í gegnum súrt og sætt. Ég held að það sé fremur sjaldgæft, sérstaklega meðal leikkvenna, og ég er stolt af vináttu okkar.“

„Ó, Zoe – Ég myndi flytja aftur til Brooklyn vegna hennar. Hún gerir mig ánægða með líf mitt. Það að þekkja hana, sitja við kvöldverðarborðið eða fara í göngutúra með henni er það besta í heimi.“ „Að eiga virkilega góðar vinkonur sem ég veit ég get reitt mig á hefur hjálpað mér mjög mikið. Cameron er ein af bestu vinkonum sem hægt er að eignast. Hún hefur svo mikla ást að gefa.“

Selena Gomez og Taylor Swift

Gwyneth Paltrow og Beyonce „Besta meðalið við ástarsorg er tími og góðar vinkonur.“

„Öll mín vandamál eru leyst með Taylor. Ef ég stend einhvern tíma frammi fyrir erfiðleikum þá kemur hún mér til bjargar og gefur vel útpæld og hugulsöm ráð.“

VIKAN 53


Óæskileg hár Andlitshár kvenna, og hvernig á að fjarlægja þau, er enn þá tabú – en við erum ekki að tala um að plokka augabrúnir á nokkurra vikna fresti heldur yfirvararskegg, búkonuhár, barta og fleira. Hér eru nokkrar ólíkar leiðir sem hægt er að nota til að fjarlægja þau.

Rakstur

Rakstur er án efa vinsælasta aðferð til háreyðingar á líkamanum en rakstur á andliti er nokkuð sem lítið hefur verið rætt um fram að þessu. Síðustu mánuði hefur fjöldi greina um rakstur kvenna birst í tímaritum og á vefmiðlum en þessi aðferð er sögð hafa hreinsandi og mýkjandi áhrif á húðina ásamt því að losa viðkomandi við öll litlu hárin. Sagan segir að stjörnur sjötta áratugarins, til dæmis Marilyn Monroe og Elizabeth Taylor, hafi reglulega rakað á sér andlitið. Þær hugrökku sem vilja fylgja í fótspor þeirra ættu að bleyta andlitið með volgu vatni, bera á sig raksápu og raka síðan með nýju rakvélarblaði í sömu átt og hárið vex. Hárið sem vex aftur er ekki dekkra og þykkara eins og mýtan segir heldur er endinn flatur svo það virðist þykkara og hárið hefur ekki verið lýst af sólinni.

Umsjón: Hildur Friðriksdóttir

Háreyðingarkrem

Ein auðveldasta og algengasta aðferðin til háreyðingar á andlitinu er að nota háreyðingarkrem. Til eru sérgerðir fyrir andlit sem erta síður húðina. Mikilvægt er að lesa vel leiðbeiningarnar sem fylgja kremunum áður en þau eru notuð. Þægilegt er að bera háreyðingarkrem á og hægt er að gera aðra hluti á meðan það er að virka og síðan er það einfaldlega skolað af. Mikilvægt er að taka tímann og ekki láta það vera of lengi á andlitinu því þá er hætta á að húðin brenni. Helsti galli háreyðingarkrema er án efa lyktin en þau eru ekki dýr og árangurinn endist í nokkra daga svo það gæti verið þess virði.

54 VIKAN

Vax

Vinsældir vaxins hafa aukist til muna undanfarin áratug en það er líklega auðveldasta leiðin til að fjarlægja hár til lengri tíma. Við það að vaxa er hárið fjarlægt með rótum og húðin er því slétt og silkimjúk á eftir. Það vex líka hægar til baka og því endist afraksturinn í fleiri vikur, jafnvel mánuði. Vax er alls ekki sársaukalaust en það er þó sársaukaminna en margir ímynda sér. Þegar vax er notað á andlitið er gott að hafa í huga að djúphreinsa húðina daginn áður og reyna að sleppa því að mála sig rétt á eftir meðan húðin er enn aðeins opin. Gallar vaxins er kostnaður, það er dýrt að fara reglulega á snyrtistofu og svo getur áferðin á svæðinu sem vaxað er verið ólík restinni af andlitinu þannig að það verður erfiðara að setja á sig farða.

Þræðing

Þessi stórmerkilega aðferð kemur frá Miðausturlöndum og Indlandi. Bómullarþráður er notaður til að plokka upp mörg hár í senn án þess að erta húðina fyrir neðan, þannig að þetta sameinar helstu kosti plokkunar og vax. Margar stjörnur í Hollywood vilja aðeins nota þessa aðferð. Þetta er dálítið flókin tækni og það getur tekið dálítinn tíma að komast upp á lag með hana en til er gríðarlegt magn YouTube-kennslumyndbanda sem hægt er að skoða.

Lýsing

Epilator-rakvélar

Epilator-rakvélar virka þannig að í stað rakvélablaða eru á vélarhausnum hundruð lítilla plokkara sem grípa hár og toga það upp með rótum. Eins og með vax þá getur þessi aðferð verið frekar sársaukafull en flestir segja að sársaukinn sé mestur í fyrsta skiptið og svo venjist hann. Flestum Epilator-rakvélum sem hægt er að kaupa fylgir sérstakur haus sem ætlaður er til að fjarlægja hár á andliti. Þessi tæki hafa ekki enn náð miklum vinsældum hér á landi en eru mjög vinsæl úti í heimi, enda hreinleg og handhæg leið til að ná langvarandi hárleysi heima fyrir en árangurinn getur enst í allt að fjórar vikur.

IPL / Laser

Háreyðing með leifturljósi, eða laser, er tækni sem hefur verið notuð í mörg ár. Meðferðin virkar í stuttu máli þannig að geisli fer í gegnum húðina og hitar upp hárið. Hitinn í hárinu veldur því að hársekkurinn missir hæfni sína til að mynda hár. Þeir hársekkir sem eyðast svona mynda aldrei hár aftur. Misjafnt er milli einstaklinga hversu margar meðferðir þarf á hvert húðsvæði en algengt er að þær séu milli þrjár og sex með rúmum mánuði milli meðferða. Kostnaðurinn er, eins og gefur að skilja, mikill en hver meðferð getur kostað tugi þúsunda. Einnig getur húðin brunnið við laserinn og það skilið eftir sig ljót ör. Undanfarin ár hafa komið á markað tæki til notkunar heima og mörg þeirra virka en þar sem þau eru ekki jafnöflug tekur ferlið enn lengri tíma en hárvöxturinn minnkar samt aðeins með hverri meðferð.

Þær sem vilja alls ekki rífa hárið upp með rótum né raka það, eða eru bara með f íngerð hár, geta lýst hárin í staðinn með sérstökum bleikiefnum. Það er þó ekki ráðlagt að aflita stór svæði í einu því bleikiefni geta gert húðina viðkvæmari fyrir UV-geislum og þá er meiri hætta á að húðin brenni eða verði mislit í sólinni.


Prógastró, öflugi asídófílusinn getur hjálpað þér!

VISSIR ÞÚ AÐ PRÓGASTRÓ GÓÐGERLARNIR: stuðla að heilbrigðri magaflóru geta stuðlað að minnkuðu ummáli maga virka við hægðatregðu og niðurgangi vinna gegn candida- og sveppasýkingu

2 hylki a á dag kom ni meltingun í lag!

6

T

ÚR

ULE

G

T

• T

G

NÁ T T •

milljarðar góðgerla

RULE

2

„Prógastró hefur gert kraftaverk fyrir fjölskylduna mína. Mæli heilshugar með því. Sonur minn var lengi slæmur í maga en eftir að hann fór að taka Prógastró reglulega öðlaðist hann nýtt líf.“ Lóló Rósinkranz, einkaþjálfari í World Class Sölustaðir: Apótek, heilsubúðir og heilsuhillur stórmarkaða og verslana.


STJÖRNUSPÁ Hrúturinn

Vogin

21. mars – 19. apríl Kviknað gæti í gömlum glæðum hjá einhleypum Hrútum þegar þeir hitta manneskju sem áður var þeim náin. Að minnsta kosti virðist eitthvað spennandi vera í nánd í ástamálum. Lofaðir Hrútar fara ekki varhluta af rómatík sem liggur í loftinu þessa dagana. Þú hefur ríkan metnað og vilt sanna þig í þeim verkefnum sem fram undan eru. Allt á eftir að ganga eins og í sögu hjá þér og fjármálin batna til muna í kjölfarið. Happadagur: 7. október Happatala: 7

23. september – 22. október Margt nýtt og gott er í gangi í kringum Vogina og ástvini hennar þessa dagana. Vissulega er sagt að Vogin eigi erfitt með að velja, en stutt er í að þú takir góða ákvörðun sem byggist á vali milli tveggja góðra hluta. Ákvörðunin reynist ekki bara rétt, heldur hefur hún margt gott í för með sér, bæði fyrir þig og aðra. Þú býrð yfir sterkri réttlætiskennd og vilt öðrum gott en ekki gleyma sjálfri/ sjálfum þér og réttlæti þér til handa. Happadagur: 7. október Happatala: 3

Nautið

Sporðdrekinn

Tvíburarnir

Bogmaðurinn

Krabbinn

Steingeitin

Ljónið

Vatnsberinn

20. apríl – 20. maí Sitt af hverju sem Nautið hefur litið á sem sjálfsagt í lífinu fer að virðast verðmætara en áður og það finnur þörf til að kafa til botns í ýmsum málum sem tengjast fortíðinni. Þú áttar þig á því að breytinga gæti verið þörf á sumum sviðum á meðan þú ert mjög sátt/ur við annað. Bjóddu nýtt fólk velkomið inn í líf þitt, það er nóg pláss fyrir fleiri. Mundu að það er þroskamerki að skipta um skoðun og gerir þig að betri manneskju. Happadagur: 11. október Happatala: 6 21. maí – 20. júní Börn, eða eitthvað þeim tengt, verða Tvíburanum ofarlega í huga á næstunni. Þú býður spennandi breytingar velkomnar inn í líf þitt, enda hefur kyrrstaða aldrei höfðað mikið til þín. Óvænt verkefni rekur á fjörur þínar og hvort sem það tengist starfi eða bara tilverunni sjálfri, ákveður þú að takast á við það af fullum krafti. Stutt ferðalag getur gert þér gott áður en þú hefst handa, reyndu að minnsta kosti að vera vel hvíld/ur. Happadagur: 8. október Happatala: 9 21. júní – 22. júlí Miklar breytingar liggja í loftinu hjá Krabbanum. Þær gætu orðið á bæði stórum sem og léttvægari sviðum en allar eru þær mikilvægar. Þú þarft ekki að ráðast til atlögu strax, Krabbi sæll, betra er að hugsa málin vel og vandlega og framkvæma síðan á þínum hraða. Þiggðu þá aðstoð sem býðst en láttu aðra ekki hafa of mikil áhrif á ákvarðanir þínar. Fólkið í kringum þig vill gefa þér ráð, sum ráðin eru góð, önnur ekki. Happadagur: 10. október Happatala: 7

23. október – 21. nóvember Sporðdrekinn upplifir meira veraldlegt öryggi nú og á næstu misserum en oft áður. Engin heppni er fólgin í örygginu, heldur er það dugnaður, þér tekst alltaf að bjarga þér. Þú þarft að sýna ögn meiri stjórnsemi ef þú vilt að ákveðið mál leysist. Um leið kveður þú ákveðna erfiðleika sem þú hefur verið að kljást við. Gættu þín á að vera ekki of dómhörð/harður gagnvart manneskju sem vill þér bara vel. Ósk þín rætist fljótlega. Happadagur: 9. október Happatala: 4 22. nóvember – 21. desember Þótt Bogmaðurinn hafi fulla stjórn á kringumstæðum sínum á hann kannski ekki von á þeim mikla og góða ávinningi sem bíður handan við hornið. Eitthvað mjög gott gerist í veraldlegu málunum; óvæntir peningar, launahækkun eða annað sem kemur sér vel fyrir pyngjuna. Þú mætir óvæntum liðlegheitum fólksins í kringum þig þegar þú ákveður að gera breytingar sem eru svolítið erfiðar en munu skila þér miklu. Happadagur: 7. október Happatala: 9 22. desember – 19. janúar Einhvers konar erfiðleikar, vonbrigði, sorg, svik eða annað neikvætt hefur angrað þig en það er ekki spurning hvað manni hefur verið gert, heldur hvernig maður tekur því. Þú hefur gífurlega mikinn styrk og þegar þú lítur til baka finnst þér þetta tímabil eins og gott innlegg í reynslubankann. Já, og svo bíður þín óvænt heppni í fjármálum, mögulega vinningur. Ekki eyða öllu í nauðsynjar, geymdu eitthvað í dekur. Happadagur: 6. október Happatala: 5

23. júlí – 22. ágúst Ljónið hefur stórar fyrirætlanir og það lítur út fyrir að því takist að koma þeim í framkvæmd. Ekki eru allir á eitt sáttir við þetta en fólk stendur samt með þér og vill styðja þig. Ýmis tækifæri bíða þín og þú munt eiga óvenjuauðvelt með að koma þér og málstað þínum á framfæri. Ekki gleyma að rækta listræna hæfileika þína þótt annríki sé mikið. Það endurnærir þig að geta annað slagið einbeitt þér að öðru en vinnunni. Happadagur: 7. október Happatala: 8

20. janúar – 18. febrúar Gott fólk er í kringum Vatnsberann þótt hann átti sig ekki alltaf á þeirri heppni sinni. Af því hann er svo góðu vanur gæti hann þurft að sýna sérstaka varúð á næstunni, ekki síst þegar kemur að því að gera samninga. Annars muntu finna fyrir meiri orku en oft áður og það er eins og nýr og spennandi hæfileiki skjóti upp kollinum hjá þér. Það er líka eins og þú eigir óvenju auðvelt með að tækla alla erfiðleika á næstunni. Happadagur: 12. október Happatala: 7

Meyjan

Fiskarnir

23. ágúst – 22. september Haustið er tími Meyjunnar sem nýtur þess að skipuleggja komandi vetur. Kannski heldur þú meira upp á vorið eða sumarið, jafnvel sjálfan veturinn, en nú ertu virkilega í essinu þínu. Það er auðveldara að hitta fólk núna, allt er einhvern veginn fastskorðað, leikhúsin farin af stað og alls kyns spennandi hlutir í gangi sem þú ferð ekki varhluta af. Þú blómstrar þessa dagana og aðdráttaafl þitt er mikið. Happadagur: 12. október Happatala: 1

56 VIKAN

19. febrúar – 20. mars Hjá Fiskunum verður engin logmolla því góðar breytingar eru í nánd, þær gætu tengst vinnu á einhvern hátt. Mundu bara að reyna að þvinga góðu hlutina ekki áfram, leyfðu þeim að gerast á sínum hraða. Innsæi þitt er sterkt og þú ættir að finna hvenær óhætt er að grípa inn í og hvenær ekki. Þú ert á réttri leið á svo margan hátt og átt skilið alla þá hamingju sem er á leiðinni til þín. Þú hefur góða stjórn á málum. Happadagur: 8. október Happatala: 5


Pítsusamkeppni Gestgjafinn, Wewalka og Gott í matinn efna til samkeppni um bestu pitsuna. Skilyrðin eru að nota tilbúið pitsudeig frá Wewalka og ost að eigin vali frá MS.

rðl 1. v e a un

rðl 2. ve a un

rðl 3. ve au n

Gjafabréf frá Icelandair að verðmæti 100.000 kr. Gjafakort frá Hagkaup að verðmæti 50.000 kr. Ostakarfa frá Gott í matinn og 12 mánaða áskrift að Gestgjafanum.

Gjafakort frá Hagkaup að verðmæti 30.000 kr. Ostakarfa frá Gott í matinn og 6 mánaða áskrift að Gestgjafanum.

Gjafakort frá Hagkaup að verðmæti 20.000 kr. Ostakarfa frá Gott í matinn og 3 mánaða áskrift að Gestgjafanum.

Senda þarf inn nákvæma uppskrift ásamt mynd á hanna@birtingur.is fyrir 14. október. Við veljum 6 bestu uppskriftirnar, bökum í eldhúsi Gestgjafans og kjósum í fyrstu 3 sætin. Dómnefndin verður skipuð ritstjórn Gestgjafans og valinkunnum gestadómurum. Gefnar verða einkunnir fyrir bragð, áferð frumleika og útlit. Verðlaunauppskriftirnar verða svo birtar í kökublaði Gestgjafans.


Lífsreynsla

Amma kom fyrir mig

vitinu Mörgum árum eftir skilnað foreldra minna áttaði ég mig á því að mömmu hafði nánast tekist að eyðileggja samband mitt við pabba.

É

g var fimm ára þegar foreldrar mínir skildu. Þau voru mjög ólík á allan hátt, ég skil eiginlega ekki hvernig þau náðu saman á sínum tíma. Mamma fór að læra hjúkrun þegar ég var tveggja ára og hefur alla tíð unnið við það. Pabbi er mikill bíladellukarl og alla tíð, fyrir utan nokkur ár úti á sjó, hefur hann unnið á hinum ýmsu verkstæðum. Hann er listamaður á sínu sviði og hefur gert upp marga bíla og þótt hann sé ekki lærður bifvélavirki er hann eftirsóttur starfsmaður. Mamma vildi að hann menntaði sig og þau rifust mikið um það. Síðar kom í ljós að pabbi er lesblindur og það hafði mikið dregið úr honum því hann hélt að hann væri of heimskur til að geta lært.

Einn og einn bíltúr

Eftir um það bil tvö ár kynntist mamma góðum manni sem hún giftist. Hann var og er frábær og þótt ég kallaði hann ekki pabba, var hann mér eins og besti faðir. Þau mamma eignuðust saman þrjú börn á næstu árum. Pabbi fór á sjóinn eftir skilnaðinn og var sjómaður í tvö eða þrjú ár. Enginn samningur var gerður um umgengni en líklega var þögult samkomulag um að hann hitti mig þegar hann gæti. Hann bjó hjá foreldrum sínum úti á landi á meðan hann safnaði sér fyrir eigin íbúð og sótti sjóinn þaðan. Pabbi bauð mér stöku sinnum í bíltúr þegar hann kom í land og ég man að mér þótti mjög gaman að hitta hann. Það kom einhvern veginn aldrei til greina að ég

gisti hjá honum. Þegar pabbi var síðan fluttur í eigin íbúð í Reykjavík var engin hefð fyrir að ég gisti og þar fyrir utan langaði mig ekki til þess. Mamma var alltaf leiðinleg við pabba þegar hann hringdi. Svo tautaði hún eitthvað eins og hún vorkenndi mér að þurfa að hitta hann. „Pabbi þinn hafði samband. Nennirðu að hitta hann á þriðudaginn eftir skóla?“ spurði hún kannski ef ég var ekki heima þegar hann hringdi. Svo er ég viss um að ég hef ekki fengið að vita af öllum skiptunum sem hann hringdi. Þetta síaðist inn og smám saman dró úr tilhlökkun minni að vera með pabba. Stundum sagðist ég frekar vilja leika mér við vinkonurnar en fara í bíltúr með honum og ég held að það hafi glatt mömmu.

„Mamma var alltaf leiðinleg við pabba þegar hann hringdi. Svo tautaði hún eitthvað eins og hún vorkenndi mér að þurfa að hitta hann. „Pabbi þinn hafði samband. Nennirðu að hitta hann á þriðudaginn eftir skóla?““ 58 VIKAN

Þótt mamma segði aldrei beint við mig að pabbi væri asni eða aumingi, fann ég alltaf vel fyrir pirringi og fyrirlitningu hennar í hans garð. Ég man að amma, mamma hennar, sagði stundum: „Láttu barnið ekki heyra til þín,“ ef hún var viðstödd og heyrði eitthvað. Á unglingsárunum var pabbi í mínum huga einhver maður sem átti að heita pabbi minn en átti það varla skilið. Mér þótti vænt um hann á vissan hátt en vildi samt sem minnst af honum vita. Hann bjó með konu sem átti tvö börn fyrir og saman eignuðust þau tvö í viðbót. Ég hitti konuna nokkrum sinnum, hún var ósköp indæl og litlu hálfsystkini mín mikil krútt en ég leit ekki á þetta fólk sem hluta af fjölskyldu minni.

Fallegur greiði eða smjaður?

Þótt mamma hafi oft verið eitruð í orðum gagnvart pabba, get ég ekki kennt henni alfarið um sambandsleysið við pabba. Hann var sjálfur svolítið óframfærinn


og hefur eflaust fundið straumana frá okkur mömmu því ég var örugglega orðin kuldaleg og oft fúl við hann strax í kringum tíu, ellefu ára aldurinn. Óafvitandi kenndi ég honum um hversu sjaldan við hittumst. Ég var orðin sautján ára þegar ég vaknaði loks til vitundar um þann ljóta leik sem mamma hafði leikið ...

amma sagði að ég yrði að reyna að skilja mömmu. Hún hefði verið svekkt út í pabba og ekki fundist hann eiga skilið að vera í miklum samskiptum við barn sitt. Fyrstu árin eftir skilnaðinn drakk hann nokkrum sinnum í sig kjark til að hringja í mömmu og biðja um meiri umgengni við mig. Mamma hefði dæmt hann eftir þessum símtölum og viljað vernda mig

„Á tímabili reyndi pabbi mikið til að fá meiri umgengni við mig og ætlaði í hart. Hann var kominn með lögfræðing í málið en svo gugnaði hann vegna þess að hann vildi ekki koma lífi mínu í uppnám.“ Mamma og stjúpi minn höfðu gefið mér gamlan en góðan bíl sem skemmdist illa nokkrum mánuðum seinna þegar ég lenti í árekstri. Ökumaðurinn sem kom á móti mér var annars hugar, eflaust í símanum, og bíll hans rásaði yfir á minn vegarhelming. Enginn slasaðist, sem betur fer, líklega vegna þess að ég hafði séð í hvað stefndi og var nánast búin að stöðva bílinn þegar áreksturinn varð, hinn var ekki á mikilli ferð. Pabbi frétti af þessu og hringdi í mig. Hann fullvissaði sig um að allt væri í lagi hjá mér og bauðst til að lána mér ágætan bíl sem ég mætti hafa eins lengi og ég vildi. Ég þáði það og þegar ég sagði mömmu frá því gretti hún sig og sagði: „Á nú að fara að smjaðra fyrir þér?“ Ég yppti öxlum og sagði að það hlyti að vera. Ég fæ enn sting í magann þegar ég hugsa um þessi orðaskipti. Pabbi kom með bílinn og ég þakkaði honum fyrir. Ég man að mér fannst þetta sjálfsagt, eins og hann hreinlega skuldaði mér þetta fyrir að vera svona lélegur faðir ...

Augun opnast

Ég heimsótti ömmu ekki svo löngu seinna, móðurömmu mína sem ég hafði verið mikið hjá í gegnum tíðina. Hún er hrein og bein manneskja sem kenndi mér að búa til bestu pönnukökur í heimi. Ég sagði ömmu frá því að pabbi hefði lánað mér bíl og bætti hæðnislega við: „Hann er eitthvað að reyna að smjaðra fyrir mér.“ Ég vissi ekki hvert amma ætlaði. Hún skipaði mér að setjast niður og síðan las hún þvílíkt yfir mér á meðan ég sat eins og lömuð. Amma sagðist ekki hafa viljað skipta sér of mikið af því hvernig mamma talaði um sinn fyrrverandi en hana hefði ekki grunað að það hefði haft svona mikil áhrif á mig. Pabbi væri einstaklega góður maður og að þau mamma hefðu bara ekki átt vel saman. Það væri engin afsökun fyrir því að mamma talaði eins og hún gerði. Amma sagði að pabbi hefði saknað mín mikið en mamma reynt að vernda mig fyrir honum eins og hann væri eitthvert skrímsli. Fyrst eftir skilnaðinn hefði pabbi stundum komið í kaffi til hennar til að tala um mig og aldrei hefði hann sagt hnjóðsyrði um mömmu. Fyrstu viðbrögð mín voru reiði en

fyrir honum en þetta hafi gengið allt of langt hjá henni. Það hefði orðið að vana hjá henni að tala um pabba af fyrirlitningu. Amma hefði ekki almennilega áttað sig á þessu fyrr en þennan dag hve mikil áhrif það hefði haft á mig. Á tímabili reyndi pabbi mikið til að fá meiri umgengni við mig og ætlaði í hart. Hann var kominn með lögfræðing í málið en svo gugnaði hann vegna þess að hann vildi ekki koma lífi mínu í uppnám. Ég fékk tár í augun þegar amma sagði mér frá þessu og fannst ég hafa verið svikin. Öll ástin til pabba sem ég hafði ómeðvitað bælt niður kom til baka, enn sterkari en áður. Ég vildi að við amma hefðum átt þetta samtal löngu fyrr.

samkomulaginu góðu þótt við séum ekki alltaf sátt hvort við annað. Hann hélt fram hjá mér og ég man að ég var svo reið að mér fannst hann ekki eiga skilið að umgangast drengina okkar en sú hugsun stóð þó ekki lengi. Strákarnir búa hjá mér en hitta pabba sinn oft og mikið. Þeir dýrka hann og dá og ég mun aldrei segja neitt til að skemma það. Ég get ekki skilið hvað mömmu gekk til á sínum tíma að koma í veg fyrir að við pabbi ættum góð samskipti. Hún fer í mikla vörn ef ég reyni að ræða það við hana. Ég held að verndarhvöt hafi fyrst og fremst ráðið ferðinni hjá henni en örugglega vottur af eigingirni og hefndarlöngun, líka ákveðið þroskaleysi. Ég get ekki erft þetta við hana, hún þjáist víst nóg yfir því að þurfa að vera í sömu barnaafmælum og pabbi og að vita hversu gott og náið samband ég á við hann.

Góðar breytingar

Mér fannst ég ekki geta ráðist á mömmu og skammað hana en hún hefur ekki dirfst að segja neitt ljótt um pabba í mín eyru síðan amma talaði við mig. Það var miklu mikilvægara að efla sambandið við pabba en rífast í mömmu. Víst varð ég stundum fúl út í mömmu út af þessu og lét hana heyra það en ég skammaði pabba líka fyrir að hafa ekki reynt betur. „Ég vildi ekki pína þig til að hitta mig,“ svaraði hann bara. Við pabbi erum í miklu og góðu sambandi. Við höfum haft fimmtán góð ár til að bæta upp glataðan tíma. Á meðan amma lifði minnti ég hana reglulega á að það væri henni að þakka hvað allt hefði breyst til góðs. Hún gladdist mikið yfir þessu en mamma virðist ekki sérlega sátt. Álit hennar á pabba hefur lítið breyst. Ég gifti mig og eignaðist tvo stráka með manninum mínum. Við skildum en höfum drengjanna vegna reynt að halda

VIKAN 59


Krossgáta 98

GAGNTAKA

FEITI

TVEIR EINS

MÁLMUR

TVEIR EINS

BLÓM

HEIÐURSMERKI

TVEIR EINS

JURT

HÓFDÝR

ERFÐAVÍSA

HNETA

TIND

ÁLIT HEIMSÁLFA

KORTABÓK

MATARÍLÁT 1

HVETJA

DRUNUR

Á FÆTI

ATA

2

SKRUMSKÆLING

NABBI

FLANA

ÁTT

AFHENDIR

SÆTUEFNI

MÚTTA SJÚKDÓMUR

NYTSEMI

GRAFA

HLJÓÐFÆRI EFNI ÖLDURHÚS BORÐAÐI

DUGNAÐUR

REYNDAR

BAKTAL

KLISJA

GÓL

UMFANG

ÖSKRA

HLUTDEILD

PLANTA

RÆFILL

HLUT

RANGL

5

FLATORMUR

ERFIÐI

STÖÐVA

ULLAREFNI

LÍMBAND 3

ÖRVERPI SKIP

UMSÖGN STROFF

RAUL

SKIKI

TVEIR EINS

LÆRA

GISINN

GUFUHREINSA

TÚN

MJAKA

EFNASAMBAND ÓHEILINDI

LÍFRÆN SÝRA

KJÁNI

ÍÞRÓTTAFÉLAG

HOLA

ÓGRYNNI ARRA

HJARA LÉT

HÁTÍÐ

KVK NAFN

FUGL

LÓ UNG

HLJÓMA

KITLANDI

KYRRÐ

RÓMVERSK TALA

4

6

YNDI

FISKUR

MINNKA

SEFA

1

2

3

4

Sendið lausnarorðið fyrir 12. október 2016, ásamt nafni ykkar og heimilisfangi, til Vikunnar, á vikan@birtingur.is eða í bréfi merktu: Vikan 37. tbl. 2016 Lyngási 17 210 Garðabæ

60 VIKAN

5

LOFT

ANGAN

6

Krossgátuverðlaun

Drottningarfórnin

Einn heppinn þátttakandi fær í krossgátuverðlaun bókina Drottningarfórnin eftir einn vinsælasta höfund Danmerkur Hanne-Vibeke Holst. Bókin er sjálfstætt framhald metsölubókanna Krónprinsessan og Konungsmorðið. Elizabeth Meyer, formaður danska Jafnaðamannaflokksins, gæti orðið fyrsti forsætisráðherra landsins og fram undan eru tvísýnar kosningar. Enginn veit að Meyer á sér leyndarmál sem hún varðveitir af grimmd en er óðum að missa tökin á. Æsispennandi saga um miskunnarlausa valdabaráttu og þær fórnir sem þarf að færa til að komast til æðstu metorða. Þýðandi Halldóra Jónsdóttir. Útgefandi: Vaka-Helgafell.

Vinningshafi í 35. tbl. 2016

Andrea Þórey Hjaltadóttir Kvistási 601 Akureyri Lausnarorð: DRASLA Andrea fær senda bókina Krakkaskrattar sem JPV gefur út.


Lendir þú í biðröð í haust?

U T P I K S AG! ÍD Toyo harðskeljadekkin eru ekki nagladekk og mega fara undir bílinn strax! Eitt er öruggt; veturinn kemur og þegar hann kemur gerist það með hvelli. Flestir hafa nóg annað við tímann að gera en að standa í biðröðum. Notkun á Toyo harðskeljadekkjum er ekki bundin við ákveðnar dagsetningar og þau mega því fara undir bílinn strax. UMBOÐSMENN UM LAND ALLT

590 2045 | BENNI.IS

Toyo harðskeljadekkin hafa fyrir löngu sannað sig við íslenskar aðstæður. Þau eru einstaklega gripsterk, hljóðlát og umhverfisvæn.

Tangarhöfði 15 110 Reykjavík 590 2045

Fiskislóð 30 101 Reykjavík 561 4110

Grjótháls 10 110 Reykjavík 561 4210

Lyngási 8 210 Garðabæ 565 8600

Njarðarbraut 9 260 Reykjanesbæ 420 3333


mig dreymir Helga Kristjánsdóttir / helgak@birtingur.is

Háleitir draumar Skýjahnoðrar í formi skótaus og öryggisnet á nefið eru meðal þeirra hluta sem ég læt mig dreyma um að þessu sinni. Lífið er betra þegar við leyfum okkur að dreyma ... Balmain-bjútí

Þessi dásamlega ull- og kasmírblanda er yfirhöfn drauma minna en hún kemur úr smiðju Balmain og kostar þar af leiðandi hvíturnar úr augunum. Ég held bara áfram að láta mig dreyma ...

Verðlaunaburstar

Gæði í gegn

Ég hef enn ekki gerst svo fræg að eignast snyrtivörur frá Tom Ford en augnskuggapalletturnar frá honum hafa lengi vermt minn óskalista.

Nýlega rambaði ég inn í Make Up Store og féll fyrir förðunarburstunum frá My Kit Co. Ég stóðst ekki freistinguna og fór út með nokkra sem eru fínasta viðbót í ört vaxandi förðunarburstasafn mitt. Eftir að ég kom heim kynnti ég mér My Kit Co betur og komst að því að þetta burstamerki vann nýlega til verðlauna hjá breska Harper´s Bazaar og hefur heldur betur slegið í gegn upp á síðkastið. Nú dreymir mig um að eignast alla burstana í vörulínunni, gæðin eru frábær og verðið sanngjarnt. Burstarnir fást eins og er í Make Up Store meðan verið er að kynna þá en munu svo vera í boði á vefsíðunni Mstore.is.

Skýjahnoðrar og skótau

Það sem ég hef lært af biturri reynslu af ódýrum og óþægilegum skóm í gegnum tíðina er að nú er ég of gömul í svoleiðis kjaftæði. Eftir að ég kynntist skónum úr Adidas-línu Stellu McCartney langar mig bara að klæðast þeim og engu öðru framar. Þessi dásamlegu vetrarstígvél líta út fyrir að vera algerir skýjahnoðrar fyrir tásurnar og fara beint á topp óskalistans míns.

Úr smiðju Miucciu Prada

Ég elska gleraugun mín, bæði út af þeirri augljósu ástæðu að ég sé betur með þeim en þau eru líka ákveðið öryggisnet, mér finnst ég stundum hálfnakin án þeirra. Ég gæti vel hugsað mér að eignast nokkur í viðbót, svona til skiptana eftir skapi og stíl en ég kolféll fyrir þessari týpu frá Miu Miu sem er klassísk með svolítið skemmtilegu tvisti, eins og Miucciu Prada er von og vísa. 62 VIKAN


www.krokur.net

522 4600 Taktu Krók á leiðarenda Krókur er sérhæft fyrirtæki í flutningum og björgun ökutækja. Ef bíllinn þinn bilar er mikilvægt að fá fagmenn til að flytja bílinn á réttan og öruggan hátt. Krókur býður m.a. uppá: • Starfsmenn sem eru þjálfaðir og reyndir í bíla- og tækjaflutningum • 24 stunda þjónustu allt árið um kring • Björgunarþjónustu og aðstoð ef bílar bila eða flytja þarf þá á verkstæði

á þinni leið Suðurhraun 3, 210 Garðabær



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.