Nýtt líf febrúar 2016

Page 1


Nýr glitrandi demantur

Diamond Dust_Nyttlif_opna.indd 2-3


Nýja lúxus Diamond Dust línan Inniheldur sérhannaða Micro-Diamond blöndu úr ekta demantaögnum sem skilja eftir sig stórkostlega áferð sem færir hárinu glæsileika, silkimýkt og mikinn ljóma.

Sérstök blanda af fimm hágæða innihaldsefnum. Svartar og hvítar demantaagnir, kampavín, olía úr hvítum rósablöðum og perlur fjarlægja eiturefni og uppsöfnuð óhreinindi úr hári og hársverði um leið og blandan umbreytir ástandi hársins.

Lúxus Body Lotion fylgir frítt með ef þú kaupir bæði sjampó og hárnæring í Diamond Dust línunni.

Algjör umbreyting fyrir hárið

/labelm á Íslandi

2.2.2016 20:34


UPPLIFÐU FRUMK VÖÐULINN Í HÁR - OLÍU BR ANSANUM, HINAR EINU SÖNNU HÁRVÖRUR FR Á MOROCCANOIL. SELDAR Á HÁGÆ ÐA HÁRSNYRTISTOFUM UM HEIM ALL AN.

512-7777 | www.moroccanoil.com



Fallegar vรถrur fyrir heimiliรฐ frรก Broste Copenhagen


Reykjavík Bíldshöfða 20

Akureyri Dalsbraut 1

www.husgagnahollin.is 558 1100


8

efnisyfirlit

14

FEBRÚAR MOLAR

12

HITT OG ÞETTA

TÍSKA

16 HEITT

ÉG ÓSKA MÉR

20

THEODÓRA MJÖLL

HEIMSÓKN

22

TINNA ALAVIS

MÍN MENNING

26

RAGNA ÁRNADÓTTIR

VIÐTAL

30

HANNA EIRÍKSDÓTTIR

TÍSKA

34 GÖTUTÍSKA

TÍSKUÍKON

36

DAPHNE GUINNESS

LÍFSSTÍLL

38

SKAÐSEMI SNJALLSÍMANS

GÓÐ RÁÐ

40

FÁÐU LAUNAHÆKKUN

VIÐTAL

44

ANNA HULDA ÓLAFSDÓTTIR

TÍSKA

52 BARBARELLA

TÍSKA

60

DIMMA OG DULÚÐ

VIÐTAL

72

LINDA BJÖRG ÁRNADÓTTIR

VIÐTAL

74

KATRÍN GUNNARSDÓTTIR

VIÐTAL

76

NATALIE PORTMAN

ÚTLIT

82

SNYRTIVÖRUR STJARNANNA

ÚTLIT

86

SPENNANDI NÝJUNGAR

LÍFSSTÍLL

90

AFEITRAÐU VINAHÓPINN

HEIMILIÐ

92

KLASSÍSK HÖNNUN

MATUR

94

ÞÓRUNN EVA GUÐBJARGAR THAPA

STJÖRNUSPÁ

98

HVAÐ ER Á DÖFINNI HJÁ ÞÉR?

Ekki missa af okkur

60

86

@nytt_lif

@Nyttlifmagazine

nyttlif

Við erum á Instagram, Twitter og snapchat! Ekki missa af því sem við erum að bauka við vinnslu hvers blaðs.


*NIÐURSTÖÐUR PRÓFA Á HÚÐ KVENNA N=21

NÝTT / NÝTT

FARÐI SEM FULLKOMNAR HÚÐINA LÝTALAUS ÁFERÐ Í 16 KLST* FARÐI SEM FULLKOMNAR HÚÐINA LÝTALAUS ÁFERÐ Í 16 KLST*


ritstjórn

10

Ritstjóri erna hreinsdóttir erna@birtingur.is

@ernahreins

Vefsíða www.birtingur.is/nyttlif Áskriftarsími 5155555 Auglýsingar: auglýsingar@birtingur.is S: 515 5500 Lausasöluverð 2.095 kr

En nú stend ég við það!

BIRTÍNGUR útgáfufélag Lyngási 17, 210 garðabæ, s. 515 5500

Talið er að hugtak, eitthvað í líkingu við áramótaheit, megi rekja allt aftur til Babýloníumanna en þeir lofuðu guðum sínum að borga skuldir og skila óskilamunum við upphaf hvers árs. Rómverjar héldu einnig í þann sið að lofa guðinn Janus um áramót en nafnið janúar er einmitt dregið af nafni Janusar. Sá hafði tvö andlit, eitt horfði til fortíðar en hitt til framtíðar. Alla tíð síðan hafa einhverjar útgáfur af áramótaheitum verið við lýði ýmist af trúarlegum ástæðum eða líkt og þekkist í nútímanum; lífsstílsbreytingar. Það er löngu þekkt staðreynd að flestir eiga erfitt með að halda heitin þegar fram á árið líður og sjaldnast lengur en fyrsta mánuð ársins. Þegar þetta blað kemur út hafa flestir sem strengdu heit horfið frá áætlunum sínum. Hvers vegna ætli þörfin til að strengja heit sé svo rík þrátt fyrir að við höfum langflest lært af reynslunni. Tíu kílóin sem áttu að hverfa í fyrra eru allt í einu orðin fimmtán í ár! Það er sterkt í eðli okkar að vilja bæta okkur og rækta en flestöll ætlum við að tileinka okkur betra líferni þegar að tímamótum kemur. Okkur er gefinn nýr séns að meðaltali á 365 daga fresti (366 daga í ár) því höfum við nægan tíma til stefnu og getum skipulagt markmiðið í þaula þegar áramótin eru í seilingarfjarlægð. Á fyrsta degi ársins rísum við úr rekkju, til í tuskið (ef tuskið hefur ekki verið um of kvöldið áður) og ætlum að taka nýja árið með trukki hvert svo sem ármótaheitið var. Það er einmitt ein af meginástæðum hvers vegna áramótin eru svona vinsæl til lífsstílsbreytinga. Við höfum setta dagsetningu, skýrt nýtt upphaf, hvatningu frá vinum og vandamönnum sem standa í svipuðum sporum og auðveldara virðist vera að tækla púlið næstu daga. Því miður berjast fæstir til þrautar og áður en janúar er liðinn hafa margir gleymt eða gefist upp á því sem ákveðið var. Talið er að um 90% áramótaheita fari í vaskinn á fyrri hluta ársins. En er þá eitthvað varið í það að setja sér markmið ef þau fara strax út um þúfur? Rannsóknir hafa sýnt að það að setja sér skýr markmið hefur jákvæð áhrif og löngunin til að bæta sjálfan sig gefur þrótt í breytingaferlið. Þó að háleitum markmiðum hafi ekki verið náð má glöggt sjá að breytingar til batnaðar hafa orðið að einhverju leyti, það er þó í áttina. Niðurstaðan er þá sú að batnandi mönnum er best að lifa.

útgefandi: Hreinn Loftsson framkvæmdastjóri: Karl Steinar Óskarsson Fjármálastjóri: Matthías Björnsson Yfirmaður hönnunardeildar: Linda Guðlaugsdóttir Yfirmaður ljósmyndadeildar: Rut Sigurðardóttir Dreifingarstjóri: Jóhannes Kr. Kristinsson Blaðamenn: anna brynja baldursdóttir, Erna Hreinsdóttir, anna margrét gunnarsdóttir, díana bergsdóttir, svava jónsdóttir og Lilja Ósk Sigurðardóttir. Ljósmyndarar: heiða helgadóttir, Aldís pálsdóttir, hákon davíð björnsson, rut sigurðardóttir og Rafael pinho. Myndvinnsla: Guðný Þórarinsdóttir Umbrot: Carína Guðmundsdóttir, Elísabet Eir Eyjólfsdóttir, OG margrét guðmundsdóttir. Auglýsingar: Ólafur Valur Ólafsson, Ásthildur Sigurgeirsdóttir, Hörður Þórhallsson, Davíð Gíslason,Þórdís Una Gunnarsdóttir og laufar ómarsson.

Erna Hreinsdóttir Ritstjóri

Próförk: Guðrún Nellý Sigurðardóttir, Margrét Árný Halldórsdóttir og Ragnheiður Linnet. Áskriftardeild: Hjördís Svan Aðalheiðardóttir. Skrifstofa Auður Guðjónsdóttir, Guðrún Helgadóttir

Förðun forsíðudömunnar var í höndum Kristjönu Guðnýju Rúnarsdóttur með eftirtaldar vörur frá Lancôme:

Dreifing: Halldór Örn Rúnarsson

tbl. 39. 38.árg. árg.2016 2015 17 .. tbl.

Tíska Tíska hvaða föt

flott fyrir eru best sportið í fríið?

nýr óperustjóri verðlaUn rak ísbíl til að eiga fyrir nýsnáminu lífs

margrét lára

anna tara

talsmaður endaþarmsmaka á íslandi

ágústa johnson

móðurhlutverkið markar byrjun ekki endalok

það er jákvætt að eldast

Anna brynja baldursdóttir blaðamaður anna@birtingur.is @annabrynja79

Lilja ósk Sigurðardóttir blaðamaður Prentun: Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja

liljas@birtingur.is

@liljasigurdar

fann frið hörkukvendið opnar sig um í sorginni

æskuna, erfiðleikana í skóla og það sem gengur á í fitness-heiminum blaaa... tbl. 2016 2015 1.7.tbl.

1.995 kr. kr. verð 2.195

Fatnaður: Next

Anna Gréta oddsdóttir blaðamaður annagreta@birtingur.is

Teint Miracle Concealer Pen, Teint Miracle, Shine Lover Lipstick (212), Hypnôse Star Eyes (8), Les Sourcils Définis, Hypnôse Volume-à-porter, Belle De Teint

141

776

PRENTGRIPUR

Prentun: Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja.

aron már

690691 050009 050009 55 690691

ERFISME HV R M

KI

hvað með blessuð nýtt ár nýtt líf börnin?

2016

einfaldaðu líf þitt

U

steinunn birna snYrtivÖrU-

@annagreta88

Allur réttur áskilinn varðandi efni (texta og myndir). Öll notkun efnis, t.d. beinar tilvitnanir og endursagnir, er óheimil án skriflegs leyfis útgefanda. Sjá nánar um réttarvernd og gjaldskrá útgefanda á birtingur.is Tilkynna þarf uppsögn á áskrift fyrir 15. hvers mánaðar og tekur hún þá gildi í lok þess mánaðar.



molar

12

Eivør

með útgáfutónleika Ein af okkar uppáhaldssöngkonum (og forsíðudömum), Eivør Pálsdóttir, verður með útgáfutónleika á Græna Hattinum, Akureyri, þann 27. febrúar og í Gamla Bíói, Reykjavík, þann 28. febrúar næstkomandi. Er þetta tíunda plata söngkonunnar frá Syðrigøtu og ber hún titilinn Slør en lögin á plötunni, sem öll eru ný, eru flutt á móðurmáli hennar, færeysku. Platan hefur hlotið frábæra dóma en hún endurspeglar leitina að frelsinu og þörfina til að finna sinn stað í heiminum. Nánari upplýsingar og miða má nálgast á heimasíðunni tix.is.

„H ún var að biðja um það“

Asking for it er ný skáldsaga eftir hina írsku Louisu O’Neill og fjallar um nauðgun sem á sér stað í heimapartíi, afleiðingarnar og upplifun allra sem eiga hlut að máli. Atburðarásin fjallar þó sérstaklega um fórnarlambið og hvernig stúlkan uppgötvar hægt og rólega að samfélagið vill meina að það hafi verið hún sem „bauð upp á“ verknaðinn og hvernig öll spjót beinast að henni en ekki gerandanum. Asking for it hefur fengið gríðarlega góða dóma og þykir hún sýna aðstæður fórnarlamba kynferðisofbeldis í raunverulegu ljósi og hvernig við sem samfélag bregðumst við kynferðisofbeldi, með gerendameðvirkni og svokallaðri drusluskömm.

Framhaldssaga Patti Smith Skáld- og listakonan Patti Smith hefur nú gefið út seinni hlutann af sjálfsævisögu sinni, Patti Smith: M Train. Fyrra bindið, Just Kids, kom út árið 2010 og þykir ein af betri bókum seinni ára. Nú heldur Patti áfram og færir sig frá æsingnum sem einkennir ungdómsárin og kortleggur hér líf sitt, minningar, drauma og þrár. Frásagnir Patti eru myndskreyttar með polaroid-myndum frá hinum ýmsu tímabilum í lífi hennar, sem gefa skemmtilega innsýn í þann áhugaverða og merkilega heim sem umlykur þessa afar sérstöku konu.


Frábær lausn gegn

hárlosi og hárþynningu

Nioxin vörurnar hafa svo sannarlega hjálpað fjölda fólks sem glímir við hárþynningu og hárlos af mörgum mismunandi ástæðum. Nioxin vörurnar virka mjög vel og það sýna frábær viðbrögð þúsunda viðskiptavina á Íslandi.

NÝTT NIOXIN MÓTUNARLÍNA

Frábær viðbót við Nioxin. Tvær mótunarlínur, Light Plex sveigjanleg og létt mótun. Pro Thick gefur fyllingu og gott hald. Einstök virkni fyrir fíngert og þunnt hár.

NIOXIN ER MEST SELDA VÖRULÍNA Í HEIMI FYRIR ÞÁ SEM KLJÁST VIÐ HÁRLOS OG HÁRÞYNNINGU. NIOXIN FÆST EINGÖNGU Á HÁRSNYRTISTOFUM.

FÁÐU RÁÐGJÖF Á HÁRSNYRTISTOFUNNI ÞINNI EÐA Á NIOXIN.COM


molar

14

Seimei, japönsk-íslensk

vefverslun

Íslenska vefverslunin Seimei var nýlega opnuð en verslunin sérhæfir sig í handunnum vörum frá Japan og Filippseyjum. Má þar einnig finna fallega hönnun frá Víetnam, Svíþjóð og Finnlandi. Markmið Seimei er að selja gæðahönnunarvörur beint frá framleiðanda, milliliðalaust, á Netinu og þannig halda verðinu niðri. Mun verslunin einnig hefja sölu á húsgögnum eins og borðstofuborðum og slíku en munu þá vörurnar vera til sýnis í sérstöku sýningarrými á Íslandi. Nánari upplýsingar má finna á síðu verslunarinnar seimei.is.

Galvan X

OPENING CEREMONY

Nýju og spennandi samstarfi var nýlega hleypt af stokkunum á meðal tískumerkjanna Opening Ceremony og Galvan en Sóla Káradóttir er listrænn stjórnandi þess síðarnefnda. Ætlunin er að hanna í sameiningu klassíska fatalínu sem hentar bæði elítunni í Hollywood sem og hinum almenna borgara. Búast má við sérsniðnum Swarovski-skreyttum flíkum fyrir stjörnurnar í bland við vandaðar flíkur sem auðvelt er að nálgast og klæðast. Opening Ceremony er þekkt fyrir að vinna með öðrum merkjum og er nokkuð ljóst að hið nýja og ferska merki Galvan á sannarlega eftir að njóta góðs af athyglinni sem mun án efa fylgja samstarfinu.

Demantailmur frá Tiffany & co.

Skartgripa- og demantamerkið Tiffany & co. þarf eflaust ekki að kynna en færri vita að það framleiðir einnig ilmvötn fyrir bæði dömur og herra. Nú hyggst Tiffany’s koma á markað nýjum ilm í samstarfi við ilmhúsið þekkta Coty en þaðan hafa komið margir af vinsælustu ilmvötnum seinni ára, eins og Marc Jacobs, Calvin Klein og Chloe. Mikil leynd hvílir yfir ilminum og einkennum hans en búast má við að hann verði ríkulegur og að einhverju leyti byggður á demöntum. Enn er óstaðfest hvenær nákvæmlega ilmurinn kemur út en búast má við honum á árinu. Hver vill ekki ilma eins og demantur?


FAGFÓLK VELUR

TERRANOVA VÍTAMÍN a til að lstæðinga mín jó sk fá ð a ð vi a ná fram grunninn eð því að reyn m g o u ð fæ fnanna. borða hreina gu næringare hámarks nýtin ð beina g mikilvægt a jö m ir yk þ r é M inn gæða um á að taka ín m um g in ð indiefni eða skjólstæ ekki fylliefni, b a ld ha ni in m litarefni, bætiefni se n, dýraafurðir, te lú g i, fn re a ð önnur bur rotvarnarefni. bragðefni eða

ust

lala æli ég tvímæ Þess vegna m a. með Terranov

Sif Garðarsaþjálfari lfi & Eink

Heilsumarkþjá

lífsnauðsynlegar heilsu fólks til að viðhalda heilbrigðri líkamstarfssemi. Omega 3 6 7 9 oil blend frá Terranova inniheldur snilldar samsetningu af bestu olíum sem jurtaríkið hefur upp á að bjóða.

Grunn vítamínið er auðvitað Full Spectrum sem er alhliða fjölvítamín. Snilldin við Terranova er að þar hefur verið hugsað um hvert bætiefni fyrir sig og einnig heildina þannig að hvert næringarefni bæti upptöku hinna og vinna þannig saman að betri virkni og nýtingu.

Lifedrink ætti að vera skyldueign í eldhúsi allra sem vilja lifa heilsusamlegu Góðgerlarnir Probiotic Complex frá Terranova Góðgerlarnir Probiotic Complex frá Terranova eru hverrar krónu virði með því að vera snilldarlega samsett af öllum helstu góðgerlunum ásamt rót króklapparinnar sem er frábær stuðningur við aukningu góðgerla í líkamanum.

næringardrykkur til að skella í sig í byrjun dags án allra aukaefna.

Terranova stendur fyrir gæði, hreinleika og hámarks virkni. Inniheldur engin fylliefni, bindiefni eða önnur aukaefni. Terranova bætiefnin sem virka.

Nánar á facebook - Terranova Heilsa

Fæst í heilsuvörubúðum, Lyfju og í Nettó


Rómans

í vetrarríki Vero Moda, 3.890 kr.

Alberta Ferretti

Second Female, Maia, 13.990 kr.

. 75 kr

Mother of Pearl

ex, 7.6

Baum und Pferdgarten, Ilse Jakobsen, 42.900 kr.

Zara, 9.995 kr.

Warehouse, 14.490 kr.

Lind

Zara, 3.995 kr.

Vero Moda, 6.390 kr.

heitt 16

Lindex, 3.835 kr. Warehouse, 12.490 kr.

Pandora, 13.990 kr. Munthe, Kultur, 32.900 kr.

Michael Kors, Leonard, 27.500 kr.


Ef þér finnst þetta erfitt þá er það af því

ÍSLENSKA/SIA.IS/MSA 75852 08/15

það á að vera erfitt. Meiri átök. Meiri Hleðsla. Meiri árangur.

Katrín Tanja DavÍÐsdÓttir, afrekskona í Crossfit

Hraustasta kona heims 2015

Hver sem íþróttin er, Þá er markmiðið alltaf að verða betri. Hleðsla er íþróttadrykkur úr náttúrulegum íslenskum hágæðapróteinum sem byggir upp vöðvana. Meiri átök. Meiri Hleðsla. Meiri árangur.

hledsla.is


heitt

Guðdómlegar

18

Zara, 6.9

peysur

95 kr.

Fendi, net-aporter.com, 106.136 kr.

– þessar ættu að halda á manni hita fram á vor Zara

Mulberry

Topshop, 10.990 kr .

.

Temperley London, net-aporter.com, 62.147 kr.

Won hund red

.

Kenzo, Gotta,

Á döfinni

Hunkydory, Mathilda, 22.990 kr

Tibi

Delpozo

Joseph

Zara, 6.990 kr.

Warehouse, 11.990 kr.

– tvílitar peysur og litafletir

Munthe, Kultur,

Selected, 19.590 kr.


NÝJAR VÖRUR VIKULEGA

KRINGLUNNI OG SMÁRALIND | VEROMODAICELAND


nýtt líf

20

ndi.com, 22 8.095 kr.

Anastasia Contour Kit, nola.is, 13.990 kr.

Kápa frá Helicopter, Kiosk, 89.000 kr. Sólgleraugu frá Ellery, modaoperandi. com, 63.215 kr.

modaopera

Skór, Stuart Weitzman, 64.909 kr.

Sett í stíl, þetta fæst í Zara.

Galakjóll fr á

Alex Perry,

J Brand, útvíðar buxur, asos.com, 39.977 kr.

sos, 7.6 8

Nærföt frá Lonely, Jör

íðar bu r og útv Karrígu la

Hárskraut, asos.com, 1.280 kr.

Theodóra Mjöll er einn af tískuspekúlöntum Nýs Lífs. Hún hefur séð um hárið á fyrirsætum og forsíðudömum okkar til fjölda ára. Hér er það sem hún óskar sér heitast þessa dagana.

xur frá A

Big Lovelakkrís frá Johan Bülow Lakrids, 1.990 kr.

Coal, ilmur eftir Andreu Maack, 13.900 kr.

Tungldagatal eftir Einar Guðmundsson, 7.000 kr.

2 kr.

Adidas með stáltá, þessa er hægt að panta á asos.com, 17.926 kr.

Ég óska mér …

Loðinn bakpoki frá adidas, asos. com, 8.110 kr.

Hnéhá stígvél, þessi eru frá Stuart Weitzman, 114.047 kr.

Fila-hettupeysa, asos.com, 9.958 kr.

Moschino-handtaska, asos.com, 35.282 kr.

Pels frá Nina Ricci, modaoperandi.com, 1.133.958 kr.

Síður peysukjóll, French Connection, asos. com, 14.938 kr.


„ERU ÞAÐ HEITU „ERU ÞAÐ HEITU ““ LAUGARNAR? LAUGARNAR?

HVERNIG KEMST HVERNIG KEMST 330.000 MANNA 330.000 MANNA ÞJÓÐ Á EM? ÞJÓÐ Á EM? Það eru margir þættir sem stuðla að því að einstaklingar og lið ná að skipa sér í fremstu röð. Kjarkur, dugur og þor eru þar á meðal. Það hjálpar líka alltaf að taka Lýsi.

Það eru margir þættir sem stuðla að því að einstaklingar og lið ná að skipa sér í fremstu röð. Kjarkur, dugur og þor eru þar á meðal. Það hjálpar líka alltaf að taka Lýsi.

LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR LEYNIVOPN.IS


heimsókn

22

Fjölbreytileikinn skemmtilegastur

Umsjón: Anna Gréta Oddsdóttir Myndir: Hákon Davíð Björnsson

Tinna Alavis er þekkt fyrir að vera fagurkeri í húð og hár. Tinna býr nú ásamt manni sínum og ungri dóttur í gullfallegu húsi í Húsafelli. Hægt er að sjá fylgjast með lífi Tinnu og dóttur hennar, Ísabellu, á alavis.is.


Umsjón: Anna Gréta Oddsdóttir Myndir: Hákon Davíð Björnsson

nýtt líf

23

Hvert leitarðu þegar þig vantar innblástur fyrir fataskápinn? Ég fæ oftast hugmyndir á Netinu á lífsstíls- og tískubloggum, Instagram og Pinterest. Velur þú þægindi fram yfir lúkkið eða öfugt? Áður fyrr valdi ég lúkkið en eftir að ég varð móðir vel ég þægilegar flíkur sem eru samt sem áður fallegar. Hvaða fatahönnuður er í uppáhaldi? Roberto Cavalli. Hver er þín uppáhaldsflík? Nýji jakkinn minn sem ég fékk í jólagjöf. Fylgist þú með tískustraumum og -stefnum? Já, ég hef áhuga á öllu sem tengist tísku og hönnun. Mér finnst fjölbreytileikinn skemmtilegastur og það er alltaf áhugavert að sjá hvað fólk er með ólíkan smekk.

Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum? Fatastíllinn minn þessa stundina er pínu rokkaður sem er virkilega ólíkt mér. Í gegnum tíðina hef ég oftast klætt mig í hlýlega pastelliti og flíkur í fínni kantinum en núna er ég mikið í leðurbuxum eða gallabuxum og töff jakka við. Ég veit ekki hvort það er þessi árstími eða hvað en í janúar og febrúar hef ég mest keypt föt í svörtu og silfri. Þegar sólin hækkar á lofti fer ég að öllum líkindum aftur í pastellitina mína. Hefur þú alltaf haft áhuga á stíl og útliti? Já, ég held að það sé alveg óhætt að segja það. Ég hef gaman af því að vera vel tilhöfð og snyrtileg en auðvitað er allt gott í hófi. Ég spái mikið í hönnun og finnst mismunandi fatastílar skemmtilegir. Hver er þín fyrsta tískuminning? Ég minnist þess helst þegar ég fékk háhælaða skó í fyrsta skipti. Mér fannst það sérstaklega skemmtilegt og leið eins og ég væri komin í fullorðinna manna tölu. Hver er þín helsta tískufyrirmynd? Ég fylgist með nokkrum erlendum lífsstílsbloggurum sem eru klárlega mínar helstu tískufyrirmyndir. Einnig finnst mér leikkonan Blake Lively með mjög góðan fatasmekk, ásamt fyrirsætunum Rosie Huntington-Whiteley og Miranda Kerr.

Ertu mikið með fylgihluti og ef svo er, eru þeir mikilfenglegir eða látlausir? Ég er nánast alltaf með úr, hringi og hálsfesti en sjaldnar með eyrnalokka. Fylgihlutir gleðja svo sannarlega augað en ég kaupi mest af töskum og skóm. Það fer svo eftir tilefni hvort fylgihlutirnir eru látlausir eða mikilfenglegir. Áttu eftirminnilega minningu af tískuslysi? Já, ég held að buffalo-skórnir hafi verið verstir. Er einhver tegund af flíkum sem þú safnar að þér eða er jöfn dreifing í fataskápnum? Ég fell auðveldlega fyrir fallegum jökkum og sparilegum toppum.


heimsókn

24

„Ég minnist þess helst þegar ég fékk háhælaða skó í fyrsta skipti ... og leið eins og ég væri komin í fullorðinna manna tölu.“

Ef þú þyrftir að klæðast einu og sama dressinu það sem eftir er, hvað yrði þá fyrir valinu? Ég myndi velja samsetningu sem væri klassísk og tímalaus. Velur þú flíkur af kostgæfni eða leyfirðu tilviljunum að ráða lokaútgáfunni? Ég vel flíkur af kostgæfni. Hvar kaupir þú aðallega fötin þín? Ég er sérstaklega hrifin af merkinu AndreA, enda hágæða hönnun og einstaklega falleg. Undanfarið hef ég aðallega verslað þar og erlendis. Hvernig myndir þú lýsa heimilisstílnum þínum? Heimilisstíllinn minn er nýtískulegur og mínimalískur en þó hlýlegur. Þeir litir sem eru áberandi hjá mér þessa stundina eru svartur, hvítur og kopar. Til þess að heimilið sé ekki of svart og hvítt þá kaupi ég púða og blóm í björtum litum. Ég er hrifin af öllu sem kemur frá merkjunum Eames, Ferm LIVING, by Lassen og HAY. Ert þú eða maki þinn allsráðandi þegar kemur að því að stílisera heimilið? Hann spáir sem betur fer lítið í stíliseringu og leyfir mér að ráða þessum hlutum. Hvaðan sækir þú innblástur þegar kemur að því að stílisera heimilið? Ég fæ mikinn

innblástur við það að skoða Bolig, Bo Bedre og Elle Decoration. Auk þess eyði ég líka dágóðum tíma í að skoða hin ýmsu hönnunarblogg. Hvernig heldur þú þér í formi? Ég held mér aðallega í formi með því að hlaupa á eftir litlu stelpunni minni en annars hef ég alltaf tileinkað mér hollt mataræði og heilbrigðan lífsstíl. Mér finnst einnig gaman að fara út að hlaupa og á skíði. Hvað borðar þú í morgunmat? Ristað brauð, hafragraut eða boost. Stundum ab-mjólk með perubragði og ef ég vil vera í hollustunni þá útbý ég chia-graut. Ertu A- eða B-manneskja? Ég er A-manneskja eftir að dóttir mín fæddist en nýt þess líka að vera B-manneskja af og til þegar tækifæri gefst.


ERIOUS GLAMOUR If you take looking glamorous seriously you’ll love the new S Factor range from TIGI with sensational shampoos and conditioners and stunning stylers Available in premium salons, S Factor has star quality with a capital ‘S’.

ERIOUS GLAMOUR BEGINS IN SALON www.sfactorbytigi.com

S-FACTOR_AMOR_ADVERTISING_CONSUMER10_SP.indd 1

S Factor by TIGI

06/01/2015 11:56


menning

26

„Síðan grenjaði ég af hlátri yfir Kenneth Mána, þetta getur nú leikhúsið gert manni.“

Ertu almennt fyrir kvikmyndir og hverslags myndir þá? Ég er forfallinn Star Wars-aðdáandi, mér finnst myndirnar allar góðar, hver á sinn hátt. Þessi árin virðast ævintýramyndir heilla mig mest og best ef það eru flottar orrustur í þeim, eins og í Lord of the Rings. Ekkert jafnast þó á við bardagasenurnar eftir japanska kvikmyndaleikstjórann Kurosawa, en Sjö samúræjar og Ran eru í miklu uppáhaldi. Einnig er Woody Allen fastur gestur í vídeótækinu.

Hvernig tónlist hlustar þú mest á? Ég hlusta mikið á popp, house, diskó og fönk. Ég fíla líka sumar tegundir þungarokks og ef ég ætla að taka á því í ræktinni er Rammstein málið. Djass róar síðan taugarnar, til dæmis raulið í Chet Baker. Ef ég á að nefna uppáhaldsplötur þá eru það sennilega Emergency on Planet Earth og The Return of the Space Cowboy með Jamiroquai.

Úr Hemingway í Rammstein

Bókin á náttborðinu: Ég er nýbyrjuð á Death in the Afternoon eftir Hemingway en ég hef legið í amerískum rithöfundum undanfarið. Hemingway er frábær, ástríðan og brothætt karlmennskan er aldrei langt undan í bókum hans. Þá uppgötvaði ég fyrir stuttu annað nóbelsverðlaunaskáld, Saul Bellow, og heillaðist af frásögnum hans af innra sálarlífi og togstreitu sögupersónanna. Af núlifandi, yngri höfundum má nefna Jonathan Franzen en hann er mjög áhugaverður samfélagsrýnir. Ég var að enda við að klára nýjustu bók hans, Purity, sem var áhugaverð en kannski ekki alveg jafngóð og fyrri bækur hans, Corrections og Freedom.

Hvaða sviðslist heillar þig mest og er eitthvað verk sem þú gætir mælt með? Það má vera hvaðeina, alltaf skemmtilegt að fara á sýningu. Drama og uppistand er í uppáhaldi. Ég hrífst af sterkum kvenpersónum og því breyskari sem þær eru, því áhugaverðari. Ég fór nýlega á Sporvagninn Girnd í Þjóðleikhúsinu, en ein aðalsögupersónan, Blance, er ein af mínum uppáhalds. Þetta var flott sýning, ég varð ekki fyrir vonbrigðum og fékk kökk í hálsinn í lokaatriðinu, svo magnað var það. Síðan grenjaði ég af hlátri yfir Kenneth Mána, þetta getur nú leikhúsið gert manni.

Hvaða þáttaröð er í uppáhaldi? Tvíhöfði er í uppáhaldi en við fjölskyldan höfum spilað þá í ýmsum ferðalögum um landið og hlegið dátt. Að vísu er húmorinn algjörlega yfirgengilegur en einmitt þess vegna eru þættirnir svo fyndnir. Fóstbræður eru líka í uppáhaldi en hvers kyns fíflagangur er algjörlega nauðsynlegur til að vega upp á móti amstri dagsins. Þessir þættir gera það að verkum að ýmis ofurhversdagsleg atriði verða drepfyndin, maður man eftir ýmsum atriðum við ólíklegustu tækifæri.

Umsjón: Anna Gréta Oddsdóttir Mynd: Aldís Pálsdóttir

Ragna Árnadóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra og aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, kann að njóta menningar úr hinum ýmsu áttum.


FERSKUR KOSTUR

BRAKANDI FERSKT BBQ SALAT INNIHELDUR SALATBLÖNDU, KJÚKLING, MAÍS SALSA, PICO DE GALLO (MILD SALSA), SÝRÐAN RJÓMA, KÓRÍANDER, RAUÐLAUK OG ER TOPPAÐ MEÐ RISTUÐUM PEKANHNETUM. BBQ SALAT INNIHELDUR 352 KALÓRÍUR.

1359


nýtt líf

28

Það sem er á leiðinni …

UPP

Launahækkun. Er ekki kominn tími til að hækka launin sín? Það finnst okkur. Fáðu góð ráð og almennt pepp frá kjarnakonum úr atvinnulífinu á bls. 40 og skelltu þér svo í launaviðtal. Ömmustíll. Þessi stíll er réttilega kallaður Ömmu-Chic og hvernig væri bara að fá að gramsa í skápnum hennar ömmu, hún á eftir að fíla það. (Mynd: Gucci) Menningardagar. Rölt á milli listhúsa og gallería með rjúkandi heitan to go-kaffibolla er úrvalsskemmtun. Það er ávallt mikið um að vera á listasöfnum borgarinnar og tilvalið að njóta menningar með hækkandi sól. Við mælum með Menningarkorti Reykjavíkur ef þú ætlar að stunda þessa iðju á næstunni. Vatnskoddar. Þessi heilsusamlega uppfinning er algjörlega að gera það fyrir okkur, meðlimur ritstjórnar fékk slíkan í jólagjöf og nú er ekki aftur snúið frá vatnskoddanum. Reyndar þarf að hörfa frá til að sinna vinnu í nokkra tíma. Ekki bara fyrir eldri borgara, líka fyrir unga og helst fyrir heilsuna.

NIÐUR Rusl. Það er ótrúlegt hvað það fer mikið af úrgangi í súginn; óþarfaumbúðir og afgangsmatvæli. Við reynum að forðast pakkningar sem eru um of og sleppum því að taka poka í verslunum. Við vonumst til að fleiri fylgi þessu fordæmi og pæli í því hverju er verið að henda. Einnig mælum við með því að fylgjast með Vakandi á Facebook til frekari innblásturs. Svifbretti. Ef þú vilt líta út eins og Justin Bieber þegar hann var óþolandi, fáðu þér þá svifbretti. En ef þú vilt láta taka þig alvarlega, sem virðulega manneskju … ekki fá þér svifbretti. Ef þú fékkst svona í jólagjöf eru allar líkur á að þú sért nú þegar handleggsbrotin eða löngu komin með leiða á þessu. Beint á Bland með þetta. Klossar. Unglingastíllinn sem tröllreið hér öllu með tilheyrandi klossaskóm er sem betur fer að líða hjá. Það voru því miður ekki bara unglingarnir sem tileinkuðu sér þessa tísku, unglingaveikin smitar allan aldur. Nú á þessi stíll einungis heima hjá Goth-fólkinu. Við skulum bara hafa það þannig. Hljómsveitabolir. Hversu líklegt er að stúlkan í Metallica-bolnum hafi hlustað á svörtu-plötuna eða þekki eitt lag með hljómsveitinni? Hljómsveitabolir eru bara fyrir þá sem kaupa bol á tónleikum og lifa lífinu fyrir uppáhaldshljómsveitina, ekki samt vera sú týpa.

vinkonu app Fyrst við notum Netið til að versla, fylgjast með tíðahringnum og finna stefnumót, er það þá nokkuð svo galin hugmynd að nota það til að eignast nýjar vinkonur? Flestum vinkonum okkar kynntumst við á einhverju skólastiginu eða þegar við komum fyrst á vinnumarkaðinn. Með árunum verður, einhverra hluta vegna, erfiðara að eignast nýjar, nánar vinkonur. Nú er mögulega komin lausn á þessu því nýtt app, sem á að gera konum auðveldara með að tengjast öðrum konum með vinskap í huga, er komið út. Appið, sem kallast Hey! VINA, líkist Tinder-appinu í stíl og meðhöndlun. Það gerir þér kleift að finna konur með sömu áhugamál, vinna í sama geira eða hafa áhuga á að gera eitthvað skemmtilegt þegar þær eru lausar á sunnudagseftirmiðdegi. Olivia June Poole tók þátt í að hanna appið eftir að hún flutti til San Francisco til að vinna í tæknigeiranum. Hún þekkti engan þar í borg og ákvað að skrá sig á stefnumótasíðu til að reyna að eignast kvenkyns vini. Kynslóðir dagsins í dag eru lunknar að nota tæknina og því þótti við hæfi að hanna vinkonu-app, en eins og hún hafði rekið sig á sjálf, þá var greinileg þörf á slíku. „Við hönnuðum appið til að sinna þörfum kvenna sem hafa flutt sig um set, skipt um starfsvettvang og breytt um lífsstíl af einhverju tagi. Á fullorðinsárum okkar tökum við ýmsar ákvarðanir sem núverandi vinir okkar styðja ekki alltaf og því er mikilvægt að bæta nýjum í hópinn, sem kannski skilja þig betur eins og þú skilgreinir þig í dag,“ segir hún. Appið er ætlað konum og við skráningu ertu beðin að tengjast Facebook-prófílnum þínum til þess að hægt sé að staðfesta auðkenni þitt. Því næst svararðu nokkrum persónuleikaspurningum eins og til dæmis hvort þú drekkir kaffi eða léttvín og hvort þú myndir skilgreina þig sem innhverfa eða úthverfa. Þegar þú ert búin að gefa upplýsingar um áhugamál og lífsstíl þá kemur appið með uppástungur um konur sem samsvara þér mögulega vel (eru gott „match“). Sem dæmi: ef þú ert einhleyp og ert að leita að frábærri vængkonu (e. wing-lady) þ.e. týpu sem veitir þér stuðning í makaleitinni með því að fara með þér á viðburði þar sem líklegt er að nóg verði af testósteróni í sömu hugleiðingum, þá hjálpar appið þér að finna samsvörun. Sama má segja ef þú ert að æfa fyrir maraþon og vantar hlaupafélaga eða ert að prófa nýjan lífsstíl og leitar að einhverjum í sama pakka. Þegar þú svo finnur einhverja sem þú vilt kynnast þá rennirðu fingrinum til hægri á skjánum, eins og á Tinder, og appið sér um að „kynna“ ykkur sem getur verið góður ísbrjótur. „Við vonum að konur finni ferðafélaga, hádegisstefnumót, vængkonur, mæður með börn á sama aldri, æfingafélaga og jafnvel nýjar bestu vinkonur á þessum vettvangi,“ segir Poole jafnframt. Appið er nýtt af nálinni og nýtur vaxandi vinsælda erlendis. Nú er það undir íslenskum konum að skrá sig í massavís og stækka í leiðinni vinahópinn! Símahulstur fyrir bestu vinkonur, casegorilla.com, 1.490 kr.


HEFUR ÞÚ PRÓFAÐ? VIÐ KYNNUM SPENNANDI NÝJUNG FRÁ OROBLU – ALL COLORS SLIM FIT Sokkabuxur með léttu aðhaldi. Þær forma og móta kvenlegan vöxt yfir maga, rass og læri. Strengur er extra breiður, þægilegur og rúllast ekki niður. Falleg silkiáferð sem lætur fötin liggja fallega, hvort sem er undir kjól eða buxum.


spurt og svaraรฐ

30


nýtt líf

31

„Kynjajafnrétti strax í dag fyrir allar konur!“

Umsjón: Anna Margrét Gunnarsdóttir Myndir: Hákon Davíð Björnsson

Hanna Eiríksdóttir starfar sem verkefnastýra hjá UN Women, ásamt því að halda úti hlaðvarpsþættinum Englaryki með vinkonu sinni og Los Angeles-búanum Dröfn Ösp Snorradóttur Rozas. Nýtt Líf spjallaði við Hönnu um slúður, femínisma og hvernig er að bjóða heilum milljarði í danspartí.

Hvernig kom það til að þið vinkonurnar stofnuðuð hlaðvarpið Englaryk? Við vinkonurnar vorum svo heppnar að vera boðið að vera með þátt á Alvarpinu. Dröfn vinkona býr í Los Angeles og er þátturinn góð afsökun fyrir okkur að spjalla meira saman og hlæja að fólkinu í Hollywood. Við köllum þáttinn okkar „slúður með heila“. Við tökum þetta ekki mjög alvarlega en það er gaman að skoða fréttir frá englaborginni með t.d. femínískum augum. Nafnið á hlaðvarpinu hljómar skemmtilega en hvaðan kemur það? Það er ekki flókið. Þetta er tilvísun úr kvikmyndinni Friday þar sem englaryk kemur við sögu. Myndin var í miklu uppáhaldi hjá mér sem unglingi. Nafnið á líka svo skemmtilega við um Hollywood. Hefurðu lengi fylgst með gangi mála í stjörnuheiminum? Ég elska bíómyndir og sjónvarp. Að glápa á kvikmyndir er nokkurs konar áhugamál hjá mér. Sumir fara á skíði, ég fer í bíó. Áhugi á skemmtilegu Hollywood-slúðri helst svolítið í hendur við það. Hvað þykir þér áhugaverðast við slúðurpressuna? Hvað hún er fullkomlega sturluð og hvað það fer mikið fyrir henni. Bleiku síðurnar í dagblöðunum og á vefmiðlunum eru ávallt mest lesnu fréttirnar. Það er sorglegt og í senn þrælmerkilegt og mér finnst það segja svolítið um okkur sem samfélag. Er einhver stjarna sem er í sérlegu uppáhaldi hjá þér og þú fylgist með? Ég er veik fyrir Tom Hardy og skammast mín ekkert fyrir það. En áhugaverðast er að fylgjast með fólki sem lifir fyrir þessa athygli og er frægt fyrir nákvæmlega ekki neitt. Það er gjörsamlega klikkað. Hvað veldur því, að þínu mati, að við mannfólkið erum svo

forvitin og áhugasöm um hagi þeirra sem eru frægir? Ætli það sé ekki þessi ótrúlega forvitni sem býr innra með okkur öllum? Þú sérð ekki aðeins um að skemmta landanum með slúðurspjalli, heldur starfarðu hjá UN Women á Íslandi sem herferðarstýra. Hvernig upplifirðu að vinna málefni tengt konum um allan heim? Það eru forréttindi að mæta í vinnuna á hverjum degi og fá að starfa fyrir einu samtökin á Íslandi sem vinna að þessum málaflokki. Síðan vinn ég líka með fáránlega skemmtilegum konum. Hvað er Milljarður rís og hvert er markmiðið með þeirri herferð? Milljarður rís er svo sannarlega skemmtilegri en jólin að mínu mati og ég hlakka alltaf til febrúarmánaðar. Þetta er í fjórða sinn sem Milljarður rís verður haldinn víðs vegar um landið. Markmiðið er að hvetja fólk til þess að koma saman og dansa gegn ofbeldi og fyrir mannréttindum kvenna. Það skemmtilega við Milljarður rís er að viðburðurinn fer fram í yfir 200 löndum og því er óhætt að segja að með samtakamætti okkar getum við látið jörðina hristast. Í fyrra voru það hin vinsælu armbönd með áletruninni „Fokk ofbeldi“ seld til styrktar Milljarður rís, geturðu sagt frá „Fokk ofbeldi“ – afurð ársins í ár og hvernig hún kom til? Við seldum Fokk ofbeldi-armbönd í fyrra og í ár létum við búa til æðislega fallegar húfur. Við horfum mikið til tískunnar en einnig notagildis. Það þurfa allir góða húfu fyrir veturinn en svo er alltaf skemmtilegra að kaupa sér eitthvað til styrktar góðu málefni sem er líka fallegt. Húfurnar verða til sölu í Eymundsson frá 11.-25. febrúar og kosta aðeins 3.900 kr.


spurt og svarað

32

„Barátta kvenna í fátækustu löndum heims er líka okkar barátta.“

Hefur þú alltaf haft áhuga á mannréttindamálum? Já, ég held það en það kviknaði hjá mér mikill femínískur andi fyrir svona 10 árum síðan þegar ég starfaði sem blaðamaður í mjög svo karllægu umhverfi. Þá tók ég ákvörðun að leita mér að mastersnámi tengdu mannréttindum. Ég fór í mastersnám við Sussex-háskóla 2009 og hóf störf hjá UN Women 2010. Hvað hefur komið þér mest á óvart eftir að þú hófst störf við UN Women? Hvað Íslendingum er annt um kynjajafnrétti og hvað það er mikilvægt að fólk uppgötvi að við erum öll í sama bátnum. Barátta kvenna í fátækustu löndum heims er líka okkar barátta. Hvers vegna er mikilvægt að UN Women sé starfrækt á Íslandi? Við höfum sýnt það að þegar við tökum okkur saman þá eru okkur allir vegir færir. Eitt helsta áhersluatriði landsnefndarinnar er að safna fé til verkefna UN Women í

fátækustu löndum heims. Hér ríkir mesta jafnréttið samkvæmt World Econmic Forum og því fylgir ábyrgð. Við megum ekki hætta fyrr en að allar konur og stúlkur búa við raunverulegt kynjajafnrétti. Hversu upplýstur er hinn almenni borgari, að þínu mati, um réttindamál kvenna? Ég hef tekið eftir mikilli breytingu undanfarin fimm ár. Fólk í dag er mun upplýstara og áhugasamara um kynjafnrétti og femínisma – sérstaklega ungt fólk. Það er ótrúlega mikil innspýting fyrir mig og okkur öll. Framtíðin er mjög björt. Ef þú gætir breytt heiminum með því að blikka augunum einu sinni, hverju myndir þú breyta? Kynjajafnrétti strax í dag fyrir allar konur! Hver er þín helsta fyrirmynd og af hverju? Konurnar í kringum mig eru mínar fyrirmyndir. Amma mín heitin var matríark og sameiningartákn fjölskyldunnar. Hún umvafði alla af svo miklum kærleika og kom fram við alla af virðingu. Það finnst mér ótrúlega fallegur kostur. Svo er mamma mín sterkasta, öflugasta og fallegasta kona sem ég veit um. Ég vil vera eins og hún.



götutíska

34

Parísartískan

– gatan á Haute Couture Couture-tískuvikan í París var haldin á dögunum þar sem fínustu handverk tískunnar flögruðu um fyrirsæturnar er þær örkuðu niður pallana. Þetta er án efa fínasta tískuvikan sem völ er á. Um leið og fyrstu sólargeislar vorsins skinu á tískugesti á leið sinni á sýningarnar smellti ljósmyndarinn okkar Adam Katz Sinding myndum af dýrðinni.

Myndir: Adam Katz Sinding


götustíska 35

Myndir: Adam Katz Sinding


#Nl-tískuíkon

36

Ísköld tískutýpa og hetja í hjáverkum

Daphne Guinness er uppalin í Bretlandi en einnig á Spáni og dvaldist hún þá gjarnan í 18. aldar kastala sem er í eigu fjölskyldunnar. Það kemur því ekki á óvart að stíll hennar sé svo óvenjulegur, enda gæti lífsstíll hennar seint talist venjulegur. Daphne hefur starfað við eitt og annað yfir ævina en þar má helst nefna leiklist, stíliseringu, sem músa fyrir ýmsa listamenn, ásamt því að „dabbla” í tónlist og söng. Daphne var áður hluti af afar sérstæðum vinahóp sem taldi meðal annars fatahönnuðinn Alexander McQueen og hina stórmerkilegu Isabella Blow en bæði féllu þau fyrir eigin hendi. Í bresku listaelítunni fór mikið fyrir þremenningunum á sínum tíma en innanbúðarmenn vilja meina að ekki hafi verið allt sem sýndist í vináttu þeirra og eru enn þá margar sögusagnir á kreiki um hrikaleg rifrildi þeirra og svik. Þegar Isabella Blow lést kom Daphne Guinness í veg fyrir að hátískusafn Isabellu, sem innihélt m.a. útskriftarlínu McQueens, yrði selt á uppboði hjá Christies’s. Tilhugsunin um að þessir merkisgripir gætu komist í hendur einhvers sem væri ekki nægilega „tískuhneigður“ olli víst miklum áhyggjum innan breska tískuiðnaðarins og höfðu margir áhyggjur af því að illa yrði farið með mikilvæg tísku- og listaverk. Er Daphne kom svo aðvífandi og „bjargaði“ dánarbúi Isabellu Blow með því að kaupa það á staðnum má segja að tískuheimurinn hafi andað léttar og umsvifalaust tekið Guinness í dýrlingatölu.

Texti: Anna Margrét Gunnarsdóttir

Daphne Guinness, líkt og nafnið gefur til kynna, er erfingi að írska bjórveldinu Guinness og hefur því alla tíð lifað heldur sérstöku lífi. Stíl hennar væri í besta falli lýst sem ævintýralegum með gotneskum áhrifum en hún hefur einnig tilhneigingu til að líta til hins óþekkta, eins og til geimvera og álfadísa.


37

Þær flíkur sem voru í eigu Blow eru í raun ómetanlegt safn af magnaðri samtímahönnun þar sem list mætir tísku. Þar á meðal voru hattar sem líkjast fremur skúlptúrum en höfuðfötum, ógrynni af skartgripum, margar af þekktustu hönnunum McQueen og fleiri, ásamt Manolo Blahnik-hælaskóm í hundraðatali. Stíll Daphne er þó eilítið frábrugðinn Blow að því leyti að Daphne fer lengra með hlutverkaleiki sína í klæðnaði og yfirfærir þá á hár, förðun, neglur og aukahluti. Hennar helsta útlitseinkenni er án efa Drakúlahárið sem er hvítt með svörtum lokk í miðjunni. Oftar en ekki notar hún litalinsur, sárlega þröng korsilett, hina allra ópraktískustu hælaskó og drungalega dökka smokey-augnförðun. Í raun er allt sem Daphne Guinness klæðist eitthvað sem við hin myndum aðeins skarta fyrir einstaklega metnaðarfullan hrekkjavökubúning. Guinness er eitt af þeim tískuíkonum sem upplifa tísku líkt og trúarbrögð og myndi hún því eflaust teljast strangtrúuð. Einhverjir vilja jafnvel meina að tíska sé hennar ofsatrú en Guinness veigrar sér til dæmis ekki við að nota naglalakk sem varalit, það er ef liturinn hentar vel. Tíska birtist í öllum myndum, sum tískuíkon klæðast aðeins gallabuxum og hvítum skyrtum en svo koma einstaklingar, eins og Daphne Guinness, sem ekki aðeins aðhyllast tísku heldur tilbiðja hana, neita sér um allt sem heitir þægindi í nafni tískunnar og gefa ekkert eftir. Eins sérkennileg og Daphne Guinness kemur fyrir má þó ekki gleyma að það eru einmitt tískufurðufuglar, eins og Guinness, sem á ögurstundu hefja sig á loft og koma tískuheiminum til bjargar.

nýtt líf


vinnan

38

Þrefaldaðu vinnufærnina og efldu sköpunarkraftinn Þegar snjallsíminn bípir, titrar eða gefur frá sér hljóð af einhverju tagi þá er truflunin svo mikil að þú missir einbeitinguna samstundis og skiptir þá engu hvort þú skoðar símann eða ekki. Við komumst að því að mikilvægt er að slökkva á öllum óþarfa tilkynningum og áreitinu sem þeim fylgja ef við viljum halda vinnufærni okkar í lagi og sköpunarkraftinum á lífi.

Niðurstöður rannsóknarinnar fengust að mestu eftir að sjálfboðaliðar hennar voru settir í athyglispróf. Færni þátttakenda til að vinna ákveðið verkefni skertist svo um munar þegar símar þeirra titruðu eða gáfu frá sér hljóð. Raunar voru þeir þrisvar sinnum líklegri til að gera mistök en þeir þátttakendur sem höfðu slökkt á símum sínum. Þátttakendur vissu ekki fyrir prófið að

rannsóknarteymið myndi vera að senda þeim tilkynningar. Meira að segja var niðurstaðan sú að truflunin þótti jafnmikil og ef símanum hefði verið svarað með tali eða texta. Þetta gæti haft alvarlegar afleiðingar ef hugsað er til símanotkunar okkar t.d. undir stýri. Við höfum komist að því að stöðugt flæði tilkynninga getur haft virkilega skaðleg áhrif á vinnuframlag og færni. Þetta er snúið mál því fyrir mörgum okkar þá eru símarnir líflína okkar við heiminn utan vinnunnar. Við viljum auðvitað að hægt sé að ná í okkur ef um neyðartilfelli er að ræða en í mörgum tilfellum er vinnusími á borðum sem hægt væri að nota meira. En hvað með þá sem nota símann sem vinnutæki? Tökum sem dæmi gífurlega upptekna framkvæmdastýru (þetta á þó ekki aðeins við um stjórnendur!) sem óskar þess að fleiri klukkutímar væru í sólarhringnum. Hún nýtir hvert andartak sem gefst til að svara tölvupóstum og sést þessi týpa gjarnan athafna sig í símanum í röðinni í matvörubúðinni. Hún lítur á þetta sem snilld og upplifir það að hún sé að koma meiru í verk en ella. Í sumum tilfellum er þetta kannski snilld en þeir sem vinna við hugmyndasköpun eða vinna með sköpunarkraftinn yfirhöfuð gætu með þessari hegðun verið að drepa sjaldgæfu og dýrmætu andartökin þar sem hugurinn fær frið (stundum kallað leiði).

Umsjón: Anna Brynja Baldursdóttir Mynd: Dreamstime

Tilkynningar (e. notifications) á snjallsímanum þínum eru gagnlegar ef þú virkilega vilt þær, t.d. þegar þú færð SMS. En hvað með allar hinar? Þarftu að vita af því í hvert sinn sem gamall skólafélagi skrifar eitthvað á Facebook eða þegar þú ert komin með ný líf í leiknum sem þú spilar vandræðalega oft? Kannski telurðu þig hafa vanist þessu áreiti nú þegar og þú lítur ekki einu sinni á símann þegar hann gefur frá sér tilkynningu og hefur ekki einu sinni látið það hvarfla að þér að þetta sé einhver raunveruleg truflun. Ef svo er þá ættirðu sannarlega að lesa áfram. Samkvæmt nýrri rannsókn Florida State-háskólans þá er truflunin frá einni tilkynningu á símanum þínum nægilega mikil til að veikja einbeitingu þína merkjanlega á vinnu þinni þá stundina. Við það eitt að heyra bíp, finna titring eða sjá út undan þér glugga poppa upp á skjánum færist fókusinn. Þú ferð ósjálfrátt að velta því fyrir þér hver hafi verið að reyna að ná í þig og af hverju.


nýtt líf

39

Við vissum, löngu fyrir tíma snjallsímanna, að sá tími sem við verjum í að gera ekki neitt, m.ö.o. þegar okkur leiddist, væri gagnlegur til að kveikja í og viðhalda sköpunarkrafti okkar. En með snjallsíma í hönd er hugur okkar alltaf upptekinn og fær aldrei tækifæri til að láta sér leiðast. Og það hlýtur að hafa áhrif á sköpunarkraftinn. Ef allur okkar aukatími fer í að pósta á Facebook eða Instagram, tísta, snappa, spila leik eða fylgjast með því sem aðrir eru að gera á samfélagsmiðlum erum við þá nokkurn tímann ein með hugsunum okkar? Fær hugurinn þá nokkurn tímann tækifæri til að reika? Erum við þá ekki að veikja sköpunarkraft okkar? Til að bæta gráu ofan á svart þá hafa nýlegar rannsóknir sýnt að snjallsímar þjálfa heila okkar í að finna fyrir leiða á enn auðveldari hátt, þ.e. með því að eyða fókus okkar. Við þetta myndast vítahringur þar sem stöðugt áreiti dregur úr getu okkar til að skemmta sjálfum okkur sem síðan ýtir okkur í að sækjast eftir enn ákafara áreiti. En hvað getum við gert til að ná jafnvægi á milli þess að nota símann og þeirri löngun til að halda sköpunarkraftinum á lífi? Enginn skortur er á ráðum í

þessum málum en hér eru tvö fyrir þá sem vilja endurheimta sköpunarkraft sinn og bæta vinnufærni sína. Í fyrsta lagi skaltu horfa á verkefni sem krefst fullrar athygli þinnar, eins og t.d. verkefni sem þarf að vinna innan tímaramma og akstur. Í þessum tilfellum skaltu þagga algjörlega í símanum þínum t.d. með því að stilla hann á „Do Not Disturb“ eða hreinlega setja símann í flugham (e. airplane mode). Í öðru lagi skaltu fara yfir allan app-listann í símanum þínum og velja gaumgæfilega hvaða öpp fá leyfi til að senda þér tilkynningar. Við mælum með því að slökkva á þeim öllum þannig að þú þurfir gagngert að opna appið til að sjá virknina. Við mælum með því að þú takir aðeins eftir virkni símans ef hann hringir eða ef þú færð skilaboð, s.s. eins og símar voru upphaflega hannaðir. Á vinnutíma myndum við þó að sjálfsögðu mæla með því að síminn sé stilltur án hljóðs. Ef þér finnst vandamálið enn meira og að þér líði eins og um einhvers konar fíkn sé að ræða þá skaltu hafa samband við lækni.


1 2 3 vinnan

40

Hvernig nærðu árangri í launaviðtali?

Umsjón: Anna Brynja Baldursdóttir, anna@birtingur.is

Þú veist að það er tímabært að panta launaviðtal hjá yfirmanni þínum en frestar því stöðugt og gæti ein ástæða þess verið að mörgum konum þykir kvíðvænlegt að biðja um launahækkun. Við leituðum til kvenna í atvinnulífinu sem hafa náð langt á sínu sviði og báðum þær um að deila hjálplegum ráðum fyrir aðrar konur í þessum efnum.

Haltu raunsæi um eigið ágæti

Þú ert ekki ein!

Áður en þú gerir nokkuð þarftu að gera þér grein fyrir þessu: Að „biðja“ um launa- eða stöðuhækkun er rangnefni. Þú ert ekki þiggjandi í viðræðunum. Það er ekki verið að „gefa þér“ launaeða stöðuhækkun. Þú ert að fara fram á breytingu á upphaflegum samningi af því að þú hefur annað og meira fram að færa í dag en þú gerðir í upphafi. Þú ert búin að bæta þig sem starfsmaður og það er ekki ókeypis. Því er samið upp á nýtt þannig að samningurinn endurspegli þína vinnu og það sem er greitt fyrir hana. Það er lykilatriði að undirbúa sig vel. Halda raunsæi um eigið ágæti og þá bætingu sem orðið hefur á þér og starfinu þínu – miðað við þegar upphaflega var samið. Æfðu rökstuðning þinn fyrir framan maka eða samstarfsaðila sem þú treystir – bæði til að tryggja að það sem þú segir sé skiljanlegt og raunhæft – en ekki síður reyndar til að ganga úr skugga um að þú getir talað upphátt um eigið ágæti. Þú þarft að trúa á þig í þessum efnum eins og um DNA-ið þitt væri að ræða – enda ertu að fara fram á aukin útgjöld fyrirtækisins eða að þú sért tekin fram yfir annan hæfan aðila. Ef þú byggir samtalið á fleiri en þremur lykilatriðum sem auðvelt er að muna, t.d. frumkvæði sem þú hefur tekið eða útsjónarsemi sem þú hefur sýnt – þá skaltu vera með punkta á blaði. Á þessum fundi viltu hvorki gleyma neinu né draga neitt undan. Settu þér fjárhagsleg markmið – og ef þú ert kona skaltu bæta hressilega við – og þá fyrst ertu að tala um sömu markmið og hinn helmingur mannkynsins er líklegur til að setja sér. Vertu góður og skynsamur samningamaður og t.d. tilbúin að semja um að markmiðinu verði náð í fyrir fram skilgreindum áföngum. Ef þú nærð hins vegar alls ekki markmiðum þínum – fáðu þá góðan rökstuðning fyrir því. Ef þér finnast skýringarnar ekki sanngjarnar í þinn garð – skaltu hugsa þinn gang og aldrei detta í meðvirkni með vinnuveitandanum þínum. Lífið er of gott til að eyða tímanum á vinnustað þar sem þér finnst þú ekki metin af verðleikum – og að segja upp er oft það besta sem kemur fyrir mann.

Aflaðu þér upplýsinga um hvað fólk í sambærilegum störfum er með í laun. Þú kemst fljótt að því að þínar óskir eru ekki „út úr kortinu“. Það skiptir auðvitað máli hvar þú starfar, hjá einkafyrirtæki eða hinu opinbera. Ríki og sum sveitarfélög hafa oftast minna svigrúm en einkageirinn en þó ekki alltaf. Nýttu svigrúmið sem stofnanasamningar gefa hjá ríkinu. Komdu hreint fram. Engar afsakanir. Flestar konur hafa fyrir fjölskyldu að sjá. Þú þarft ekki að réttlæta beiðnina í löngu máli. Ekki efast um að þú eigir rétt á launahækkun. Með öðrum orðum: Hagaðu þér eins og karl! Vertu alltaf fagleg og sanngjörn, vel upplýst og tilbúin til að hlusta. Ef yfirmaður þinn metur þig ekki að verðleikum, þá þarftu að hugsa þinn gang. Mundu að þú hefur alltaf val, þó það geti verið snúið. Hugsaðu til allra kvennanna sem ruddu veginn fyrir okkur hinar. Þú ert ekki ein!

Farðu á fulla ferð – og gangi þér vel!

Helga Hlín Hákonardóttir hdl. meðeigandi hjá Strategíu og stjórnarmaður í atvinnulífinu

Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM

Bætið við upphæðina Mín ráðlegging varðandi launaviðtal er undirbúningur númer eitt, tvö og þrjú. Finna samanburðarhópa til að bera sig saman við, skoða breytingu á launavísitölu, heyra í öðrum í svipaðri stöðu … og selja síðan hugmynd sína. Varast að eiga uppsafnaðan vanda og því er gott að setja í ráðningasamning að árlega eigi sér stað launaviðtal. Meta síðan aðstæður fyrirtækisins hverju sinni. Til kvenna; bætið við upphæðina sem þið eruð með í huga – okkur konum hættir alltaf til að vera með lægri kröfur en karlar. Katrín Olga Jóhannesdóttir stjórnarformaður Já hf. og verðandi formaður Viðskiptaráðs Íslands


519 6300

namreykjavik.is

NAM býður upp á ferska, frumlega og bragðmikla rétti sem kveikja í ímyndunaraflinu. Hópmatseðillinn hentar vel fyrir fundi, veislur og aðra mannfagnaði og veisluþjónustuna má sníða að hverjum viðburði fyrir sig. Bjóddu gestunum upp á eitthvað alveg sérstakt ... án fyrirhafnar.

Nýbýlavegi, Laugavegi & Bíldshöfða

Nútíma asísk matargerð... fyrir veisluna


5 4 vinnan

42

Hafðu trú á sjálfri þér

Tíminn skiptir öllu máli

Í allmörgum stofnanasamningum ríkisstarfsmanna í dag er kveðið á um launaviðtöl, þ.e. að starfsmaður geti óskað eftir launaviðtali einu sinni á ári. Verum upplýstar um kjarasamninga, stofnanasamninga og ekki síður launaseðlana okkar. Fylgjumst með að við fáum þær hækkanir sem við eigum rétt á, til dæmis vegna starfsaldurs. Áður en farið er í launaviðtal er gott að fara í sjálfsskoðun, þú sjálf þarft að sýna að þú verðskuldir launahækkun. Sjálfskoðunin þarf að vera út frá starfinu og stofnuninni, þ.e. skoðaðu stöðu þína og reyndu að meta styrkleika, veikleika og jafnframt hvaða tækifæri þú hefur. Spurningar eins og hvert er framlag þitt til stofnunarinnar, hvernig stendur þú þig í vinnunni, hefur þú sýnt árangur í starfi, og hvar sérðu þig í framtíðinni eru allt spurningar sem þarf að svara áður en farið er í launaviðtal. Gott er að punkta niður hjá sér atriði sem styðja það að þú eigir rétt á launahækkun og koma með í viðtalið, svo ekkert gleymist. Þú þarft að hafa trú á sjálfri sér, setja raunhæf markmið og nota sannfæringarkraftinn um að þú sért þess virði að fá ákveðin laun. Að lokum ef viðtalið fer ekki á þann veg sem þú vildir þá má líta á neitun sem ákveðinn lærdóm, því nei getur verið leið að já-i í framtíðinni. Algeng mistök sem gott væri að forðast er að koma óundirbúin í viðtalið og að rök þín fyrir hækkun séu „af því bara“.

Við erum öll sölumenn sama í hvaða starfi við erum. Við erum að selja okkur sjálf og það kemur best fram þegar verið að biðja um launahækkun. Þegar þú veist hvað er rétt verð fyrir „hausinn“ á þér þá ertu líklegri til að ná árangri í launaviðtali. Þú verður að hafa trú á sjálfri þér, hvað þú getur gert og að þú sért mikilvæg fyrir fyrirtækið. Undirbúningur skiptir höfuðmáli. Í launaviðtalinu þarft þú að leggja áherslu á mikilvægi þekkingar, reynslu þinnar í starfi og hversu mikils virði þú ert fyrir fyrirtækið. Farðu yfir þau verkefni sem þú hefur náð árangri í og leggðu fram áætlun hvernig þú ætlar að ná enn frekari árangri. Mundu að þetta er viðskiptafundur og þitt markmið er að ná launahækkun. Tíminn skiptir öllu máli, ekki biðja um launaviðtal þegar brjálað er að gera hjá yfirmanni þínum og heldur ekki þegar þú veist að fyrirtæki sem þú vinnur hjá er að skera niður. Varast skal að ræða þína eigin fjárhagsstöðu eða annarra í viðtalinu. Þú skalt forðast að benda á hvernig aðrir standa sig verr. Öll neikvæð umræða fylgir „boomerang“-reglunni, þ.e. neikvæðni kemur aftur til þín. Annað sem skiptir máli er að yfirmanni getur verið illa við að það sé bent á að fyrirtækið sé ekki að standa sig í gagnvart launamun kynjanna, betra er að benda á hver markaðslaun eru í viðkomandi starfi. Góður yfirmaður hins vegar skilur þannig vísbendingu og bregst rétt við en það er þitt að þekkja þinn yfirmann. Ef þú ert í þeirri stöðu að hafa nýlega náð árangri fyrir fyrirtækið þá er „akkúrat“ rétti tíminn til að sækja um launahækkun.

6

Ólöf Friðriksdóttir mannauðsstjóri Samgöngustofu

Ákveðni er ekki frekja

Undirbúningurinn skiptir sköpum. Árangur í öllum samningaviðræðum veltur á undirbúningnum. Að semja um laun er í engu frábrugðið öðrum samningum – ef þú hefur unnið heimavinnuna þína vel, er hálfur sigur unninn. Spurningin er hins vegar, hvernig geturðu undirbúið þig? Enginn á að fara í samningaviðræður nema gera sér fyrir fram grein fyrir því hvaða niðurstaða er raunhæf og ásættanleg. Hvaða tölu getur þú sætt þig við? Og hvaða tala er raunhæf ? Rökstuddar kröfur. Þú verður að sýna fram á verðmæti þitt fyrir fyrirtækið og rökstyðja kröfur þínar. Fæstir fá nákvæmlega það sem þeir vilja í launaviðtalinu en atvinnurekendur vilja halda í verðmæta starfsmenn. Skoðaðu eigin stöðu – hver þekking þín er, kunnátta og reynsla. Skoðaðu stöðu fyrirtækisins – hvaða ávinningi skilar þú fyrir fyrirtækið og hver er þörf þess fyrir þína starfskrafta. Og síðast en ekki síst, skoðaðu hvað hefur breyst frá síðasta launaviðtali og reyndu að meta hvaða breytingar eru fram undan. Því meira sem þú veist ... Upplýsingar um laun og launaþróun er að finna víða. VR gerir til að mynda launakönnun árlega þar sem sjá má laun fyrir einstaka stéttir og launaþróun milli ára.

Ruth Elfarsdóttir framkvæmdastjóri fjármála Alcoa Fjarðaráli

Nýttu þér launakannanir og gerðu samanburð. Nýttu þér einnig reiknivélar sem sýna hvernig laun hafa þróast á vinnumarkaðnum í heild. Því meira sem þú veist um launaþróun í þínu eigin starfi, því sterkari er staða þín. Ákveðni er ekki frekja. Konur heyra ýmist að þær séu ekki nógu ákveðnar í samningaviðræðum eða að þær séu of frekar. Ákveðni sem grundvallast á rökstuddum upplýsingum um þitt eigið verðmæti fyrir fyrirtækið er ekki frekja – fyrir henni er innistæða. Þú veist hvað þú getur lagt af mörkum og þú veist hverju þú hefur skilað. Þú ert þinn besti talsmaður. Lærðu af reynslunni. Undirbúningurinn fyrir næsta launaviðtal hefst um leið og þessu viðtali er lokið. Það er alltaf gott að punkta hjá sér hvað gekk vel í viðtalinu og hvað mátti betur fara. Það er mikilvægt að spyrja sjálfa sig nokkurra spurninga. Ertu sátt við niðurstöðuna? Ertu sátt við eigin frammistöðu? Hvaða lærdóm má draga af viðtalinu? Þarna hefst undirbúningurinn – og hann er lykillinn að góðu gengi.

Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR


ÁRANGUR ER

UNDIRBÚNINGUR „Ég vil ekki bara vera góð í sumu, ég vil vera góð í öllu.“

nowfoods.is

ÁRNASYNIR

Jakobína Jónsdóttir Crossfit þjálfari

m Nú í nýju m umbúðu

NOW er breið lína hágæða fæðubótarefna sem eru án allra óæskilegra aukefna, svo sem litar-, bragð-, rotvarnar- og uppfylliefna.

Gæði • Hreinleiki • Virkni


viรฐtal

44


45

listin að láta vaða Einhvern veginn púslast dagarnir saman hjá Önnu Huldu Ólafsdóttur, doktorsnema í verkfræði, kennara við Háskóla Íslands, keppnismanneskju, lyftinga- og crossfit-þjálfara og móður. Hún segist kunna best við sig þegar það er yfirdrifið nóg um að vera en leggur mest upp úr því að búa til góðar minningar. Sorgin knúði dyra á sama tíma og Anna Hulda fetaði sín fyrstu skref í móðurhlutverkinu þar sem hún var ákveðin í að fylgja eigin sannfæringu og hafa dóttur sína á brjósti í nokkur ár.

Texti: Sólveig Jónsdóttir Myndir: Aldís Pálsdóttir Förðun: Kristjana Guðný Rúnarsdóttir með Lancôme Fatnaður: Casall, Cintamani og Freddy

nýtt líf


viðtal

46

Hún var að sjálfsögðu ekkert á brjósti eins og ungbarn þegar hún var orðin eldri og þetta var meira bara okkar stund heldur en að næringin væri nauðsynleg fyrir hana. Hún myndi sennilega vilja vera enn þá á brjósti ef hún fengi að ráða.

ún er forvitin en dálítið feimin unga stúlkan sem tekur á móti mér á heimilinu og segir frá því að hún heiti Guðrún, sé fimm ára gömul og á leikskólanum Múlaborg. Mæðgurnar eru nýkomnar heim eftir annasaman dag og við fáum okkur sæti í stofunni og virðum fyrir okkur útsýnið sem er baðað bleikri birtu. Daginn er að lengja. Anna Hulda er gift Gunnari Hilmarssyni en þau gengu að eiga hvort annað í fyrra eftir 13 ára samband. Fjölskyldur þeirra hafa þó tengst mun lengur en feður þeirra gengu saman í Menntaskólann í Reykjavík og mæður Gunnars og Önnu Huldu unnu báðar hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur áður en unga fólkið fór að draga sig saman. Hún hlær þegar hún rifjar upp hvernig fjölskyldur þeirra komust að því að þau væru orðin par. „Gunni er gítarleikari og var að spila í einhverju atriði í Gettu betur. Við vorum búin að vera saman í mánuð upp á dag þegar þetta var en vorum ekki búin að segja foreldrum okkar frá því. Hann var að spila í einhverjum svörtum, rifnum hlýrabol og skrifaði „Anna Hulda“ framan á bolinn með krít og teiknaði fullt af hjörtum í kring. Svo er þetta í sjónvarpinu og krítin einhvern vegin lýsist upp svo þetta varð ótrúlega áberandi. Ef það hefði bara staðið „Anna“ þá hefði það kannski verið öðruvísi en þarna fór þetta ekkert á milli mála. Tengdamamma fór strax að velta því fyrir sér hvort dóttir Guðrúnar samstarfskonu hennar héti ekki örugglega Anna Hulda. Þetta varð svo ágætisumræðuefni á Fræðslumiðstöðinni enda varð nokkuð ljóst hvernig málin stóðu eftir þennan gjörning hans Gunna.“ Ekkert skrýtið við að vera lengi á brjósti Guðrún kemur fram og sest hjá okkur, hvíslar einhverju að móður sinni, bregður sér afsíðis en kemur aftur skömmu seinna með dverghamsturinn Mínu í lófanum. „Mína var ákveðin málamiðlun. Við sættumst á hamstur í staðinn fyrir að fá okkur kött, sem var það sem Guðrúnu langaði mest í,“ útskýrir Anna Hulda. Eins og hamstra er siður eyðir Mína deginum í svefn en fer á kreik á nóttunni, oft með látum. Guðrún segir stolt frá því að hún sofi svo fast að hún vakni aldrei við lætin í Mínu. Það er greinilega afar hlýtt á milli þeirra mæðgna. Talið berst að brjóstagjöf og því að Anna Hulda var með dóttur sína á brjósti þar til hún varð fimm ára gömul, nokkuð sem hún segir að mörgum hafi vissulega þótt skrýtið.

„Mér fannst þetta bara yndislegt og leyfði henni svolítið að ráða þessu. Við erum mjög nánar og ég trúi sterkt á að þetta sé hollt og gott fyrir barnið, andlega og líkamlega. Hún var að sjálfsögðu ekkert á brjósti eins og ungbarn þegar hún var orðin eldri og þetta var meira bara okkar stund heldur en að næringin væri nauðsynleg fyrir hana. Hún myndi sennilega vilja vera enn þá á brjósti ef hún fengi að ráða. Mér fannst þetta aldrei neitt skrýtið enda sjálf alin upp við að vera á brjósti til fimm ára aldurs. Það hætti í rauninni bara vegna þess að bróðir minn var á leiðinni en mamma var með barn á brjósti samfleytt í tíu ár. Ég fann ekki fyrir neikvæðni varðandi það að vera enn með dóttur mína á brjósti en var heldur ekkert að flagga þessu út um allt. En ég var hins vegar mjög ákveðin í því að hafa þetta svona og það var kannski þess vegna sem fólk þorði ekki að segja eitthvað leiðinlegt eða neikvætt við mig í sambandi við þetta.“ Anna Hulda er Reykvíkingur, kemur úr Breiðholtinu, og á tvo eldri bræður og einn yngri en tuttugu ára aldurmunur er á milli elsta bróður hennar og þess yngsta. Elsti bróðir hennar, Þór, er þroskaskertur eftir að hafa fengið heilahimnubólgu sem barn. „Það mótaði mömmu mjög mikið enda var hún bara 18 ára þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn. Pabbi og mamma gátu hugsað mjög vel um hann heima en eftir að pabbi veiktist alvarlega nýverið lögðumst við á eitt um að koma Þór á nýtt heimili þar sem hann gæti lært að vera sjálfstæðari. Hann er nýkominn í þjónustuíbúð niðri í bæ, er mjög sæll með það og stendur sig rosalega vel.“ Mamma sterkasta fyrirmyndin Anna Hulda segir mikla eftirvæntingu hafa ríkt hjá móður sinni þegar ljóst var að von væri á fyrsta barnabarninu enda hafi hana verið farið að lengja eftir einu slíku. Daginn áður en dóttirin átti að koma í heiminn fékk fjölskyldan hins vegar þær fregnir að móðir Önnu Huldu, Guðrún Þórsdóttir, hefði greinst með krabbamein. „Hún dó mánuði seinna en hún náði að verða amma. Þær náðu að hittast og við héldum skírnina á sjúkrahúsinu þar sem hún hélt Guðrúnu okkar undir skírn. Tíminn eftir að mamma dó var mjög erfiður. Hún var besta vinkona mín og við vorum svo nánar. Mér finnst ég hafa verið allt önnur manneskja áður en mamma veiktist. Ég reiddi mig alltaf mikið á hana og hringdi í hana ef eitthvað var. Mamma var fæddur foringi. Ef eitthvað var í gangi einhvers staðar þá var hún mætt upp á stól til þess að verkstýra. Hún var ótrúleg


47

nýtt líf


viðtal

48

Í heilt ár eftir að hún dó fannst mér ég einhvern vegin ekki gera neitt. Ég var með lítið barn og að vinna í meistaraverkefninu mínu en ég var öll hálfdofin og gerði ekkert.

manneskja og er mín fyrirmynd í lífinu. Mikill mannþekkjari og mátti ekkert aumt sjá. Hún sá kannski manneskju sem hún þekkti ekkert en gat séð að viðkomandi hafði ekki mikið á milli handanna. Skömmu síðar var mamma svo mætt til þessarar manneskju með úlpu eða eitthvað álíka og hluturinn þar með kominn með annað hlutverk hjá einhverjum sem hafði meiri þörf fyrir hann. Mamma var líka afskaplega hörð af sér. Hún átti heima efst uppi í Breiðholti og vann í Borgartúni og hjólaði eða gekk til og frá vinnu á hverjum einasta degi, sama hvernig viðraði og hún stundaði sjósund í Nauthólsvík í öllum veðrum. Einu sinni fór ég með myndavélina mína með mér á laugardagsmorgni og smellti af henni myndum í sjónum í snjókomunni. Þetta var í lok mars og svo greindist hún í apríl. Læknarnir trúðu ekki að hún hefði verið að gera þetta því þarna var hún orðin mjög veik. Ég þurfti að sýna þeim myndirnar sem sönnunargagn því þeir trúðu því ekki að hún hefði verið fær um þetta. Ég sýndi þeim þær líka vegna þess að mér fannst það einfaldlega ekki geta verið satt að hún væri svona veik, hafandi verið að synda í ísköldum sjó nokkrum vikum áður. Hún var svo dugleg og ég horfi alltaf til þess ef mér finnst eitthvað vera erfitt í mínu lífi. Eftir að mamma dó fékk ég gífurlega mörg skilaboð frá fólki sem sagði mér frá því hvernig hún hefði breytt lífi þess. Hún lét sig varða um annað fólk. Missirinn að henni var þess vegna svo ótrúlega mikill á margan hátt. Í heilt ár eftir að hún dó fannst mér ég einhvern vegin ekki gera neitt. Ég var með lítið barn og að vinna í meistaraverkefninu mínu en ég var öll hálfdofin og gerði ekkert. Ég byrjaði í crossfit þegar dóttir mín var ársgömul og fór í það af fullum krafti, hálfpartinn til að rífa sjálfa mig upp úr þessum stað sem ég var á. Ég þurfti að ná að stilla sjálfa mig af.“ Safnar góðum minningum Á yngri árum var Anna Hulda í landsliðinu í fimleikum og segist því hafa haft góðan grunn þegar hún hellti sér út í crossfitíþróttina. Hún segist vera hálfgerð öfgakona, það sé svolítið allt eða ekkert í hennar bókum. Í þeim stíl var aðdragandinn að fyrsta alþjóðlega mótinu hennar í lyftingum til að mynda mjög stuttur. „Ég fór á grunnnámskeið í crossfit sem ég kláraði ekki og hætti svo bara alveg. Byrjaði síðan aftur og sleppti því þá að fara á grunnnámskeið og ætlaði bara að gera þetta sjálf. Ég fékk aðstoð við að læra ólympísku lyftingarnar og var búin að einbeita mér að því í rúman mánuð þegar ég keppti á Reykjavíkurleikunum.

Það var mjög gaman. Ég hugsa líka oft um að ég er bara í því að búa til góðar minningar og það er þá allavega hægt að hlæja að þeim seinna ef þannig fer. Ég keppi eiginlega meira heldur en ég æfi en ég tók það líka svolítið með mér frá mömmu að láta bara vaða. Annaðhvort fer þetta illa eða ekki og ótrúlega oft hefur mér gengið miklu betur á mótum heldur en ég þorði að vona. Ég tek því heldur ekki of alvarlega ef mér gengur illa. Sérstaklega eins og í þessari íþrótt þar sem ég keppi oftar en ekki við stelpur sem eru atvinnumanneskjur.“ Verðlaunagripirnir eru orðnir þónokkuð margir og Anna Hulda hefur náð gríðarlega góðum árangri á sterkum alþjóðlegum mótum. „Árið 2013 og 2015 keppti ég á heimsmeistaramótinu í crossfit með liðinu mínu frá Crossfit Reykjavík. Við lentum í öðru


49

sæti á Evrópumeistaramótinu árið 2013 og því þriðja á mótinu 2015. Ég keppti í einstaklingskeppni á Evrópumeistaramótinu fyrir tveimur árum og hafnaði þá í níunda sæti. Ég hef keppt á mjög mörgum mótum í lyftingunum og var kosin lyftingakona ársins 2012, 2013 og 2014 og var fyrsta íslenska konan til að fara á Evrópumeistaramót í lyftingum.“ Hún segist þrífast best og koma mestu í verk þegar mikið er í gangi. Og það er alltaf nóg að gera. Margir bera því við að fá ekki pössun fyrir börnin til að geta brugðið sér á æfingar eða stundað líkamsrækt. Anna Hulda er með ráð við því. „Við hreyfum okkur saman mæðgurnar og Guðrún kemur með mér á æfingar því annars myndi ég ábyggilega aldrei æfa. Ég tek léttari æfingar þegar Guðrún er með en hún er líka dugleg að búa til æfingar.

nýtt líf

Við teygjum oft saman eða gerum stuttar æfingar hér heima á gólfinu og á æfingunum þar sem hún er með mér fer ég bara í þyngingarvesti. Oft förum við líka öll þrjú saman og skiptumst þá á að gera æfingarnar með henni. Við vinnum bara með þetta.“ Allt er orsök eða afleiðing Anna Hulda er nýorðin þrjátíu og eins árs og hefur lokið doktorsverkefni sínu við iðnaðar-, véla- og tölvunarverkfræðideild Háskóla Íslands. Nýverið hlaut hún alþjóðleg verðlaun, IPMA Young Researcher Awards 2015, fyrir verkefnið sitt og tók við viðurkenningunni í ævintýralegri ferð til Afríku. Nú er það sjálf doktorsvörnin sem er eftir. „Þetta er langt og strangt ferli en það lítur út fyrir að það sé allt að smella


viðtal

50

Ég hef stundum upplifað að þurfa að hafa sérstaklega fyrir því að vera tekin alvarlega í þessu starfsumhverfi þó svo að mér finnist það hafa lagast í seinni tíð. En þetta getur stundum verið erfitt og jafnvel hálfóþægilegt.

saman og að ég verji verkefni mitt í mars. Þá ættu allir prófessorarnir og andmælendurnir að vera á landinu á sama tíma,“ segir hún og brosir við. Anna Hulda hefur hafið störf við nýstofnað System Dynamic Center við Háskóla Íslands, sem enn er á þróunarstigi, þar sem hún er annar tveggja starfsmanna. Verkefnin fram undan eru fjölbreytt og spennandi. Það er greinilegt á öllu að hún er áhugasöm um starf sitt og gengst fúslega við því að hafa verið dálítill nörd í háskólanum. Hún hugsar sig um í góða stund eftir að ég spyr hvort hún geti útskýrt efni doktorsverkefnisins á leikmannamáli. „Lokaverkefni mitt í meistaranáminu fjallaði um gæðastjórnun í mannvirkjagerð og mig langaði til að halda þeirri vinnu áfram, sérstaklega til að nota það sem kallað er kvik kerfislíkön og er aðferðafræði til að skoða uppbyggingu flókinna kerfa. Ég er í rauninni að sérhæfa mig í þessari aðferðafræði og er að rannsaka áfram gæðastjórnun í mannvirkjagerð. Ég gerði bakgrunnsrannsókn þar sem ég tók viðtöl við verktaka og verkkaupa, tengdi þær niðurstöður áfram og hélt margar vinnusmiðjur þangað sem ég bauð öllum helstu hagsmunaaðilum í mannvirkjagerð og sérfræðingum í gæðastjórnun. Hóplíkanagerð er stór hluti af þessari vinnu, það er að segja að fá sjónahorn allra að málinu. Ef ég sest sjálf niður og bý til kvikt kerfislíkan þá er það mjög mikið út frá mínu þekkingarsviði en ég vildi fá alla að borðinu: sérfræðinga, leikmenn, forstjóra og verktaka. Í vinnusmiðjunni kortleggja þeir hvernig þeir sjá kerfið fyrir sér og við drögum upp nokkurs konar orsaka- og afleiðingamynd þar sem allir þættir, hvort sem það eru aðgerðir eða upplýsingar, tengjast. Við erum umkringd kerfum í daglegu lífi, orsökum og afleiðingum. Ég fer til dæmis inn á baðherbergi og skrúfa frá krananum. Ef vatnið er of heitt þá geri ég eitthvað í því, framkvæmi einhverja aðgerð, set kalda vatnið á. Þannig fæ ég svörun við því sem ég geri. Allt er orsök eða afleiðing. Við afmörkum kerfið í þessum vinnusmiðjum sem ég leiði, ég greini gögnin eftir þær og sendi skýrslu til þeirra sem sátu smiðjuna. Þetta er mikil samvinna sem fer fram þarna.“

Hún segir fáa sérfræðinga á þessu sviði vera starfandi hér á landi. Og hún rekst á fáar konur í þessum geira. „Mér finnst það alltaf jafnsérstakt þegar ég fer á ráðstefnur hvað við konurnar erum fáar. Í vinnusmiðjunum sem ég hef haldið eru karlmenn líka í miklum meirihluta og í mörgu af því sem tengist verkfræði eru yfirleitt ekki margar konur. Ég vann um tíma á verkfræðistofu á sviði sem þjónustaði álver þar sem ég var um tíma bæði yngst og eina konan á svæðinu. Ég hef stundum upplifað að þurfa að hafa sérstaklega fyrir því að vera tekin alvarlega í þessu starfsumhverfi þó svo að mér finnist það hafa lagast í seinni tíð. En þetta getur stundum verið erfitt og jafnvel hálfóþægilegt. Ég hef alltaf verið meðvituð um að láta þetta aldrei stoppa mig og verið hörð á því að láta bara vaða og ganga í hlutina,“ segir Anna Hulda ákveðin að lokum. Anna Hulda heldur úti afar vinsælli Instagram-síðu sem vert er að fylgjast með: annahuldaolafs


NÝJAR VÖRUR VIKULEGA

facebook.com/selected.island Instagram: @selectediceland

KRINGLUNNI OG SMÁRALIND


nýtt líf

52


nýtt líf

53

Fékk útrás fyrir hippaþrána

Umsjón: Anna Brynja Baldursdóttir Mynf af Hugrúnu: Aldís Pálsdóttir

Hugrún Harðardóttir hárgreiðslukona hefur alla tíð haft sérstakan áhuga á tvennu: stíliseringu og öllu tengdu 70´s tímanum. Hún sameinaði þetta tvennt þegar hún fékk hugmynd að myndaþætti sem hún framkvæmdi með draumateyminu sínu.

„Mig langaði að gera fallegan myndaþátt sem ég myndi stílisera sjálf og mér datt Saga Sig ljósmyndari í hug því hún hefur myndað svo fallega tískuþætti. Ég fékk vinkonu mína, Söru Oddsdóttur, með mér í þetta verkefni en hún rak verslunina Rokk og rósir í mörg ár og á fjársjóð af allskonar fíniríi. Þannig að hún kom hlaðin flíkum og fylgihlutum á hárgreiðslustofuna mína þar sem myndirnar voru teknar. Ásdís Gunnarsdóttir farðaði svo stelpurnar fyrir mig í anda þessa tíma. Þær náðu því alveg hver mín hugmynd var og ég held að ég hafi náð að setja saman algjört draumateymi. Fyrirsæturnar þekki ég líka vel, Elma er góð vinkona mín og Magdalena hefur komið á stofuna mína í langan tíma og hefur verið módel hjá mér áður. Þetta var því mjög afslappað allt saman og við höfðum mjög gaman af þessu. Tilgangurinn með myndaþættinum var í raun sá að mig langaði að eiga fallegar myndir sem væru teknar á stofunni en ég var ekki með fókusinn á hárið heldur frekar á heildarútlitið. Ég vildi myndir sem væru lýsandi fyrir andrúmsloftið sem er til staðar á stofunni og best væri að lýsa sem „70´s-hippa-glamrokkstemningu“.“ Hugrún hefur alltaf verið heilluð af 7. og 8. áratugnum og helst af því augnayndi sem þessum tíma fylgir. „Þetta voru líka spennandi tímar sem einkenndust af miklum breytingum. Þarna myndast gríðarlega stórt kynslóðabil á milli foreldra og barna sem hafði ekki þekkst á áratugunum á undan. Heimurinn fór úr þessu stífa samfélagi sem einkenndi 5. og 6. áratuginn yfir í hippa og frjálsar ástir á 7. og 8. áratugnum. Ég lifi mig inn í þennan tíma og ég hef stundum óskað þess að hafa verið unglingur þá þó að ég sé ekki viss hvernig ég hefði höndlað alla sýruna sem fólk var að gleypa!“ segir hún og hlær. „Ég er með smá hippaþrá inni

í mér en ég er ekki viss um að ég hefði funkerað í því samfélagi. Ég er nefnilega öryggisfíkill og elska að hafa allt í röð og reglu. Ég þoli t.d. ekki að vita ekki nákvæmlega hver staðan er alls staðar. Þetta snýst ekki um að þurfa að vita hana en ég vil vita hana. Þarna kemur reglupésinn í mér sterkur inn. Ef ég fæ t.a.m. stöðumælasekt þá borga ég hana um leið og ég kem heim. Ég vil alltaf hafa hreint borð. Þetta hjálpar mér örugglega þegar kemur að því að reka fyrirtæki. Ég er sjálf með minn stól á stofunni og mína kúnna þannig að það er nóg að gera en ég held að þetta sé passlega stórt fyrir mig til að hafa yfirsýn yfir. Ég myndi þó þiggja aðeins fleiri klukkutíma í sólarhringinn.“ Hugrún nefndi hárgreiðslustofu sína eftir íkonísku sci-fi kvikmyndinni Barbarellu sem kom út 1968 en hún er í miklu uppáhaldi hjá henni. „Sagan á bak við þetta er dálítið fyndin en hún tengist leikstjóra myndarinnar, Roger Vadim. Ég hef mikinn áhuga á ævisögum stjarnanna frá þessum tíma og hef lesið þær ófáar og ég tók eftir því að nafnið hans kom oft fyrir. Fyrsta eiginkona Vadims var hin guðdómlega Brigitte Bardot og ég las auðvitað hennar ævisögu. Jane Fonda var þriðja eiginkona hans og lék sjálfa Barbarellu en það var í ævisögu Keith Richards sem ég rakst fyrst á nafnið Barbarella. Það er óhætt að segja að kvikmyndin sé í dag sannkölluð költ-mynd. Ég held að það sé af því að hún er svo mikið fyrir augað en hún er byggð á teiknimyndasögu þannig að búningarnir og útlit myndarinnar er mjög skemmtilegt. Þegar ég var að leita að nafni á stofuna þá var ég að gramsa í bókunum mínum og langaði að finna nafn frá þessum tíma. Þetta nafn kallaði á mig og mér fannst einnig skemmtilegt að Barbarella gæti túlkast sem kvenkynsútgáfa orðsins „barber“,“ segir hún að lokum.


nýtt líf

54


55

nýtt líf


nýtt líf

56


57

nýtt líf


nýtt líf

58


59

nýtt líf

Ljósmyndari: Saga Sigurðardóttir Stílistar: Hugrún Harðardóttir og Sara Oddsdóttir Förðun: Ásdís Gunnarsdóttir Fyrirsætur: Elma Stefanía og Magdalena Sara


Hinar helgu systur Ljósmyndari: Helen Sobiralski Stílisti: Christina Van Zon frá Nude Agency Hár: Angela Hertel Förðun: Katharina Handel Fyrirsætur: Darja frá Pearl Management og Andrine frá Core Management


Kj贸ll, Melampo Sk贸r, Ted Baker Axlaskraut, Esther Perbandt Kj贸ll, Stine Goya Belti, Melampo Sk贸r, Lipsy Eyrnalokkar, William Fan Hringur, Kinraden


Jakki, By Malene Birger Skyrta, Esther Perbandt Buxur, By Malene Birger Eyrnalokkar, Vibe Harsløf Eyrnalokkar, Jane Køning Hattur, Bencraft Hatters


Allur klรฆรฐnaรฐur, Mads Dinesen


Kjóll, Mads Dinesen Toppur, Vladimir Karaleev Leðurtoppur, By Malene Birger Svunta, Vintage Skór, Shoe Passion Hálsmen, Esther Perbandt Eyrnalokkar, Kinraden Kjóll, Augustin Teboul Skór, Scarasso Hattur, Esther Perbandt


Skyrta, Melampo Pils, Henrik Vibskov Vesti, Tim Labenda Stígvél, The kooples


Toppur, Tim Labenda Pils, Whitetail Belti, Esther Perbandt Sk贸r, The Kooples Eyrnalokkar, Sabrina Dehoff Toppur, Cheap Monday Pils, Augustin Teboul Armband, William Fan


Kj贸ll, Galvan Hattur, Andersen & Berner Hanskar, Augustin Teboul


Toppur, Steinrohner Pils, Cheap Monday Eyrnalokkar, Sabrina Dehoff Toppur, Esther Perbandt Eyrnalokkar, Sabrina Dehoff


Toppur, Augustin Teboul Skyrta, Pugnat Pils, Esther Perbandt Hanskar, Augustin Teboul Hattur, Mads Dinesen Kj贸ll, Sportmax Skyrta, Zara Hattur, Mads Dinesen


Kjรณll, By Malene Birger Hรถfuรฐskraut, Augustin Teboul Hanskar, Augustin Teboul Eyrnalokkar, Kinraden



Mynd: Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

spurt og svarað 72


Mynd: Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

nýtt líf

73

Meiri gæði tryggð með evrópskri framleiðslu Linda Björg Árnadóttir er stofnandi hönnunarfyrirtækisins Scintilla sem hefur vaxið mjög frá stofnun þess. Markmið Scintilla er að hanna og framleiða áhugaverðar gæðavörur fyrir heimili og hótel. Þú stofnaðir merkið Scintilla árið 2009. Hefur merkið þróast mikið frá stofnun þess? Ég stofnaði fyrirtækið formlega 2010 þannig að við verðum 6 ára í ár. Ég var auðvitað bara einyrki í upphafi en núna er fyrirtækið með 4 eigendur og nokkra starfsmenn. Það hefur í raun allt breyst, bæði markmið og dagleg starfssemi. Fyrirtækið hefur þroskast og vaxið og ég er þakklát fyrir að með mér í þessu er gott fólk. Hvert var markmiðið með merkinu í upphafi? Hefur vöxtur þess farið fram úr væntingum þínum? Markmiðið var alltaf að búa til hönnunarfyrirtæki sem legði áherslu á textílvöru en væri einnig með fatnað, ekki ósvipað Marimekko eða Missoni. Það er enn þá stefnan að Scintilla verði vörumerki þekkt á alþjóðlegum markaði. Heimilislína okkar stækkar sífellt og við stefnum að því að sýna nýja línu af eldhústextíl á HönnunarMars. Hótellína okkar hefur bæst við og þar erum við einungis að vinna á innanlandsmarkaði. Við finnum að það vantar einhvern á þann markað sem getur boðið upp á sérlausnir, t.d. sérhönnuð rúmteppi, púða eða gardínur. Það er núna aukin samkeppni á hótelmarkaðnum og gististaðir verða að fara að skapa sér sérstöðu. Við erum að bjóða vönduð rúmföt og handklæði sem eru með okkar mynstrum og eru íslensk hönnun. Það er hægt að bæta hótelherbergi töluvert með vönduðum rúmfötum. Það er gaman að taka þátt í þeirri miklu þróun og vexti sem á sér stað í ferðamannaiðnaðinum um þessar mundir. Hvaðan kom áhuginn fyrir því að hanna og framleiða rúmföt og heimilisvarning? Ég er bæði menntuð sem fata- og textílhönnuður og vann í tískuheiminum í einhvern tíma og fékk innsýn inn í hann. Ég vildi stofna mitt eigið fyrirtæki en hafði ekki áhuga á að gera tískufatnað vegna þess hve stuttan líftíma varan hefur. Það er kostnaðarsamt að koma með tvær nýjar línur á ári, eða fleiri, og ég vildi vera með vöru sem ég gat átt á lager án þess að verðgildið myndi rýrna. Hvernig myndirðu lýsa hugmyndafræðinni á bak við Scintilla? Markmið Scintilla er að hanna og framleiða áhugaverðar gæðavörur fyrir heimili og hótel. Ég hef, við hönnun á Scintillavörum, lagt áherslu á munstur og mótíf og er markmiðið að vinna með framsækna grafík. Einnig skipta litir og samsetning þeirra miklu máli í Scintilla-vörulínunni. Hönnun Scintilla leggur áherslu á róandi og glaðlega liti, munstur og jafnvægi í umhverfinu.

Hvaða skoðun hefurðu á sjálfbærri/vistvænni tísku? Ég tel að það sé núna orðið nokkuð ljóst að við þurfum að fara að hugsa betur um náttúruna og þar af leiðandi hugsa meira um hvað við kaupum, hvernig það var búið til og hvar. Scintilla leggur áherslu á að nota náttúruleg og umhverfisvæn efni og framleiðir mest af vörunum í Evrópu. Með því að framleiða í Evrópu þá geta viðskiptavinir Scintilla verið vissir um að aðbúnaður fólks við framleiðslu er í lagi og varan hefur ekki verið flutt yfir hálfan hnöttinn sem er mjög óumhverfisvænt. Einnig eru meiri gæði tryggð með evrópskri framleiðslu en framleiðendur í álfunni búa yfir þekkingu sem margir framleiðendur annars staðar hafa ekki. Hvernig myndirðu lýsa stöðu hönnunar á Íslandi og hvert sérðu hana stefna í nánustu framtíð? Staða hönnunar á Íslandi hefur breyst mikið á síðastliðnum 20 árum en betur má ef duga skal. Það er mikilvægt að til verði þekking á rekstri fyrirtækja í hönnun og að til verði fyrirtæki sem hafa raunverulegan rekstrargrundvöll. Það er ekkert mál að búa til einhverja smart vörur en það er bara svona 2% af því sem þarf að gera. Mikilvægt er að koma vörunni á markað og selja hana og þannig skapa rekstrargrundvöll. Það virðist skorta skilning á þessu hér en Ísland er of lítið til þess að hægt sé að reka hönnunafyrirtæki á innanlandsmarkaði þannig að erlend tengsl og þekking á mörkuðum skiptir miklu máli. Íslenskir fjölmiðlar hafa gert mikið af því síðastliðin ár að fjalla um einhverja hönnuði sem „snillinga“ og gert veg þeirra mikinn. Svo tveimur árum seinna er viðkomandi búinn að loka sínu fyrirtæki og kominn er nýr „snillingur“ fram á sjónarsviðið. Það er ekkert mjög erfitt að vera frægur í íslenskum fjölmiðlum. Það þarf núna að leggja áherslu á að skapa þekkingu innan iðnaðarins og að þeir sem eru að byrja byggi á þeirri þekkingu sem þegar hefur orðið til. Ungir hönnuðir geta ekki bara farið af stað og gert það sem þeim þykir kúl og smart nema auðvitað að þeir séu einungis að nota eigin peninga. Það skiptir miklu máli að fjárfestar komi að íslenskri hönnun og sjái hana sem góða fjárfestingu. Hvað getum við gert betur? Það sem betur má fara er til dæmis umfjöllun fjölmiðla um hönnun. Það verður að hætta að líta á þetta sem föndur eða sem áhugamál og gefa greininni tækifæri til að verða alvöruiðngrein. Til þess að það megi verða þá verða fjölmiðlar að fjalla um hana sem slíka, spyrja spurninga sem skipta máli og vera gagnrýnir.


dans

74

Skyggnst í hugarheim danshöfundar

Hvað hefur þú lengi verið að dansa, hvar lærðir þú og hvenær byrjaðir þú að semja dansverk? Ég byrjaði níu ára að dansa freestyle í dansskóla Birnu Björns og fyrstu ódauðlegu dansverkin voru fyrir freestyle-keppnina í Tónabæ. Síðan fór ég í Listdansskóla Íslands og tók einnig eitt ár í samtímadansi við Listaháskóla Íslands. Eftir það fór ég til Hollands að læra og kláraði BA-gráðu árið 2008 í danssmíði við ArtEZ Listaháskólann í Arnhem. Ég fór snemma að semja samhliða skólanum og hef gert það samhliða ferlinum sem dansari.

Hvað varð það sem heillaði þig við þessa starfsgrein, af hverju helltir þú þér út í hana? Ég byrjaði ung að dansa eins og margir starfandi í faginu, dansinn varð ástríðan mín og með blöndu af þrjósku, vinnusemi og „þetta reddast“ viðhorfinu hefur maður getað haldið áfram. En mér finnst dansinn líka svo opið og skapandi listform, hægt að gera tilraunir og prófa sig áfram í nýjar áttir. Hvernig er dansverk samið og hvernig gerir þú það? Það eru margar aðferðir við að semja dans. Hluti af danshöfundanáminu snerist

Mynd: Nanna Dís

Katrín Gunnarsdóttir, dansari og danshöfundur, vinnur nú hörðum höndum að því að setja upp verkið Kvika í Þjóðleikhúsinu. Dansverkið fjallar um orkuna sem býr í líkamanum og tenginguna sem myndast á milli dansara og áhorfanda.


75

einmitt um að prófa mismunandi leiðir við að semja, læra af öðrum höfundum og lesa kenningar um dans og danssmíðar. Mínar aðferðir hafa breyst í gegnum árin en oft byrja ég á heimildavinnu og les mér til um viðfangsefnið. Í öðrum verkum hef ég byrjað í æfingarýminu í spuna, tekið upp á vídeó, horft, valið úr efni og prjónað þetta áfram þannig. Mér finnst líka gott að búa til svona hugarkort og púsla verkinu smátt og smátt saman. Hver er mesti munurinn á því að semja dans og að dansa verk annarra? Sem dansari þá fær maður að vinna eftir mismunandi listrænni sýn eftir því hver er að semja verkið. Sem höfundur er ég að leita að mínu sjónarhorni á hlutina, það er oft persónulegra fyrir mig. Segðu okkur aðeins frá verkinu Kvika? Kvika fjallar um líkamlega nærveru og orkuna sem myndast milli dansarans á sviðinu og áhorfandans. Í verkinu vinn ég út frá upplifun dansarans, reynslu hans af því að koma fram á sviði og hvernig við lítum á hans hlutverk. Er dansarinn einskonar aðdráttarafl, á hann að sýna sig eða erfiða fyrir okkur á sviðinu? Hvað heillar okkur við dansandi líkama? Mér fannst líka áhugavert að skoða tengingar milli fólks á sviðinu og hvernig þessi sviðsorka myndast. Hvernig fékkstu hugmyndina að Kviku og hvernig hófst ferlið við framkvæmd? Hugmyndin varð til eftir að ég hafði verið að skoða mína dansreynslu og alla þá mismunandi stíla og form sem ég hef dansað sjálf í gegnum árin. Í kjölfarið fór ég að velta því fyrir hvað sé sameiginlegt með mismunandi dansformum, og reyna að leita að einhvers konar kjarna, hreyfieiginleikum sem t.d. dancehall, trúarlegir dansar og dramatískur ballett eiga sameiginlegt. Ferlið hófst því á að skoða ýmis dansform, en einnig að skoða eftirminnileg augnablik á sviði, bæði í sýningum annarra og okkar sem koma að verkinu. Hvers vegna samdir þú verkið Kvika? Mig langaði virkilega að velta því fyrir mér hvað sé svona spennandi við að dansa á sviði fyrir framan annað fólk. Þetta sprettur líka upp úr forvitni til að reyna að skilja manneskjuna, hvernig við hegðum okkur og höfum líkamleg áhrif á hvert annað. Hvað fleira þarf að hafa við huga við gerð dansverks, annað en dansinn sjálfan? Það er svo margt, það þarf að vinna leikmynd og búninga, lýsingu og hljóðmynd. Síðan þarf að halda utan um skipulag og framkvæmdina, fjármagna verkið og finna því samstarfsaðila, stað og tíma. Oft eru þá dansæfingar á daginn en síðan eru það fundir, tölvupósturinn og excel-skjölin, eins og venjulegt er í svona verkefni.

dans

Þetta er lífið þessa dagana, að skapa og skipuleggja á víxl. Hugsar þú stanslaust um hreyfigetu líkamans? Ég reyni að taka vinnuna ekki of mikið með mér heim, en í miðju vinnuferlinu er maður yfirleitt með dansinn á heilanum, veltir fyrir sér dansefni að æfingum, hvernig hægt sé að setja það saman og skapa mismunandi hughrif. Ég hef mestan áhuga á blæbrigðum í hreyfingum, sprengikrafti og slökun, samspilinu við gólfið og við aðra dansara. Hvaðan færð þú innblástur? Hann kemur úr öllum áttum og ekkert endilega meðvitað. Við búum við svo mikið áreiti í umhverfinu að maður reynir frekar að ná að tæma hugann. Það er gott að leita að smávegis kyrrð, hangsa og láta sér leiðast svolítið, það kemur hugmyndafluginu yfirleitt af stað. Það er mikil gróska í dansmenningunni á Íslandi, hverju telur þú að því sé að þakka? Það er margt sem hefur breyst frá því að ég byrjaði í faginu. Undanfarin ár hefur Reykjavík Dance Festival vaxið og dafnað, í dag eru starfræktar vinnustofur fyrir danshöfunda, aukið fjármagn hefur verið sett í sjálfstæða danslistamenn og Íslenski dansflokkurinn er líka að eflast. Dansnám við Listaháskólann hefur stækkað og eflt senuna og aukið samtalið við aðrar listgreinar. Við eigum framúrskarandi atvinnudansara og danshöfunda sem gera það gott á alþjóðlegum vettvangi, hafa sýnt á hátíðum víða um heim, dansað með virtum dansflokkum og standast fyllilega samanburðinn við dansara erlendis. Er erfitt að vera dansari á Íslandi? Það er erfitt að lifa af á svona litlum markaði, enda vinna margir íslenskir danslistamenn erlendis. Til dæmis þá hófst hugmyndavinnan fyrir Kviku fyrir tveimur árum, það þurfti að finna fjármagn, samstarfsaðila og láta allt ganga upp. Áhorfendahópurinn er ekki heldur stór en hann fer stækkandi. Fólk á ekki að vera hrætt við að fara á danssýningar, um að gera að prófa eitthvað nýtt og kíkja á danssýningu. Er erfitt að vera dansari yfirhöfuð? Það getur verið erfitt, bæði tekur það á líkamann til lengri tíma og svo er vinnuumhverfið mjög ótryggt og sú óvissa er, held ég, erfiðasti hlutinn við að starfa í svona fagi, það er hætta á að fólk brenni út eða gefist upp þrátt fyrir að hafa mikla hæfileika. En svona vinna er líka mjög gefandi, það koma góð og slæm tímabil eins og í öðrum atvinnugreinum. Dansverkið Kvika verður frumsýnt í Kassanum, Þjóðleikhúsinu 3.mars. Nánari upplýsingar á www.leikhusid.is


nýtt líf

76

Úr myndatöku fyrir Dior herferð sem tekin var á dögunum.


viðtal

77

FALLEGUST ÞEGAR HÚN DANSAR

Texti: Lilja Ósk Sigurðardóttir liljas@birtingur.is Myndir: Dior

Leikkonan Natalie Portman býr yfir óútskýrðum þokka og sjarma sem heillað hefur heimsbyggðina. Hér spjallar hún við Nýtt Líf um förðun, samstarfið með Dior og lífið í París.

Þú býrð núna í París. Hefur hugmyndafræði þín um fegurð og förðun breyst eftir flutningana? Já! Parísardömurnar eru alltaf svo smart og töff. Þær hafa gefið mér frábær ráð um stíl og förðun þannig að útlitið virkar mjög náttúrulegt og fyrirhafnarlaust. Franskar konur nota ekki mikinn farða en húðin virkar samt alltaf svo mjúk og falleg. Ég er enn þá að reyna að læra hvernig þær fara að þessu. Hver er helsti munurinn á frönskum og amerískum konum þegar kemur að förðun? Franskar konur nota færri vörur. Allt sem þær gera virkar svo fyrirhafnarlaust og náttúrulegt. Áttu þér eftirlætisstaði í París? París er svo falleg og það eru svo margir ótrúlegir staðir í borginni. Þessa dagana er ég mjög hrifin af LVHM Foundation, óperunni og Palais de Tokyo. Hvernig er hefðbundinn sunnudagur í París? Hljóðlátur! Allt er lokað á sunnudögum í París. Fyrst var erfitt að venjast því en núna elska ég það því þá fara sunnudagar í að slaka á og verja tíma með fjölskyldunni. Engar útréttingar, engir staðir sem maður þarf að fara á því allt er lokað. Sunnudagar snúast því alfarið um að verja tíma með einhverjum eða taka sér pásu frá öllu. Tileinkarðu þér sérstakt mataræði þegar þú ert að vinna? Ég reyni alltaf að huga vel að mataræði mínu og ég tileinka mér veganlífsstíl, þ.e. borða engar dýraafurðir. Þegar ég er að vinna reyni ég að auka prótíninntökuna með hnetum og fleiru til að fá aukna orku. Hver er rútínan þín fyrir stóra viðburði til að líta sem best út? Ég held að góður svefn sé það besta til að líta vel út og nóg af vatni. Ef ég næ þessu þá lítur húðin alltaf vel út. Hvaða önnur ráð, ásamt hreyfingu og vatnsdrykkju, hefurðu sem stuðla að heilbrigðu útliti? Þetta hljómar kannski einfalt en ég held að það sé mikilvægt að gera hluti sem maður elskar og gerir mann hamingjusaman. Hvort sem það er að verja tíma með fjölskyldu, vinum eða sinna áhugamálum. Ég held að hamingjan sjáist í andlitinu. Hvaða förðunarvara er alltaf í töskunni? Ég elska Dior Lip Glow, það er næring fyrir varirnar með smálit sem lítur vel út á öllum. Hvort sem ég er förðuð eða bara að slaka á þá fullkomnar Lip Glow alltaf útlitið. Hvernig er morgunrútínan þín þegar kemur að húðumhirðu og förðun? Mér finnst gott að þvo andlitið með Joelle Ciocco og nota

lífrænt rakakrem sem heitir Pi Organic. Ef ég er ekki að vinna er förðunin mín einföld, nota Diorshow-maskarann, Lip Glow og set til dæmis Diorskin Forever Makeup Base og svo Diorskin Forever & Ever lausa púðrið yfir. Hvernig er förðun þín þegar þú ert ekki að vinna? Yfirleitt er ég með mikla förðun þegar ég er að vinna svo að þegar ég er í fríi þá vil ég gefa húðinni líka smáfrí. Ég held henni hreinni og nota gott rakakrem á borð við Dior Hydralife Pro Youth Cream. Áttu þér eftirminnilega uppgötvun þegar kemur að förðun? Já! Þegar ég var í þættinum The Professional vildu þau ekki að ég liti út fyrir að vera of förðuð svo að þau notuðu rauðrófusafa sem kinnalit. Sjálf nota ég gjarnan varalit sem kinnalit. Hefurðu uppgötvað áhugaverða snyrtivöru á ferðalögum þínum? Franska rósavatnið, sem fæst í öllum apótekum í Frakklandi, er eitthvað sem ég elska. Ég nota það sem andlitsvatn. Hver þeirra kvikmynda sem þú hefur leikið í stendur upp úr hvað förðun varðar? Þetta er einmitt eitt af því frábæra við að vera leikkona að maður fær að prófa mismunandi útlit og persónuleika. Þegar ég lék í V for Vendetta þá var eitthvað frelsandi og einfalt við að raka af mér allt hárið. Í Black Swan var ég með fallega sviðsförðun og í Star Wars fékk ég að leika mér með Kabuki-förðun. Hvernig er best að farða sig eftir langa nótt úti á lífinu? Þetta er góð spurning! Ég held að minna sé meira. Nota gott rakakrem, hyljara og litað dagkrem og toppa með góðum maskara. Þegar þú ert þreytt og skortir vökva getur mikil förðun ýtt undir það. Hver er þín eftirlætisáferð á húðinni með notkun förðunarvara? Mér finnst alltaf fallegt þegar húðin mín er mött en býr í senn yfir náttúrulegum ljóma. Ég nota Diorskin Forever-farðagrunninn og -farðann saman, þannig fæ ég einmitt þessa möttu en ljómandi áferð. Síðan set ég á mig smávegis af Diorblush Sculpt í litnum Pink Shape, það gefur mér náttúrulegt útlit. Þetta er tilvalin hversdagsförðun. Diorskin Forever-farðinn veitir mikla þekju og endist allan daginn en myndirðu nota hann á hverjum degi eða bara við sérstök tilefni? Ég elska þennan farða! Hann er einfaldur og hreinn og þess vegna nota ég hann mjög reglulega, ekki bara við sérstök tilefni. Þótt hann þeki vel þá er hann léttur og mér finnst eins og ég sé ekki með neitt á húðinni.


viรฐtal

78


79

Nú ertu andlit Forever-herferðar Dior. Hvernig gekk samstarfið með öllu teyminu? Þetta var svo skemmtilegt, við hlógum allan daginn. Teymið sem kemur að þessum herferðum samanstendur af frábæru fólki og á þessum tímapunkti er ég farin að líta á það sem fjölskyldu mína. Á setti er alltaf góð tónlist, góður matur og mikið hlegið. Hvernig telurðu að samstarf þitt með Dior hafi haft áhrif á feril þinn? Það er mikill heiður að vera í sama flokki og frábærar konur á borð við Jennifer Lawrence, Marion Cotillard, Rihanna og Charleze Theron og mér finnst ég mjög lánsöm að vera með þeim í hópi sem andlit Dior. Ég hef verið að vinna með Dior svo lengi og þau hafa stutt mikið við bakið á mér og við feril minn. Ég hef líka verið svo heppin að fá að ferðast til ótrúlegustu staða með Diorteyminu og þannig hef ég uppgötvað mismunandi menningu sem ég hefði kannski annars ekki fengið að upplifa. Mér finnst ég mjög heppin að hafa Dior í lífi mínu. Hvernig finnst þér að vinna með Peter Phillips? Hann er snillingur! Ég elska hann og hann er sannur listamaður og hefur staðið sig vel sem listrænn stjórnandi hjá Dior. Hann lætur mig alltaf líta vel út og hann er yndisleg manneskja og þess vegna er alltaf ánægjulegt að vinna með honum. Finnst þér þú tengja við gildi Dior? Sú staðreynd að Dior hvetur konur til þess að vera besta útgáfan af sjálfum sér höfðar mikið til mín og eins að konum eigi að líða vel í eigin skinni. Ég tengi mikið við þessi gildi. Hvaða varalitur er í uppáhaldi? Rouge Dior-varaliturinn í lit Trafalgar 844 er í miklu uppáhaldi. Þetta er appelsínurauður litur sem er auðvelt að nota við öll tilefni. Hver var fyrsta Dior-varan sem þú eignaðist? Diorshowmaskarinn. Hvað er besta ráðið sem förðunarfræðingur hefur gefið þér? Að nota svamp til að bera á mig farða. Þannig verður ásýndin mun náttúrulegri og farðinn blandast húðinni betur. Hvaða farði frá Dior er í uppáhaldi? Diorskin Forever er fyrsta val fyrir hversdagsförðun. Ég get treyst á þann farða fyrir fullkomna, matta áferð og nægilega þekju fyrir húðina. Ég nota líka Diorskin Nude Air þegar ég vil léttari förðun og svo nota ég Diorskin Star fyrir sérstök tilefni. Hvort er mikilvægara fyrir þér, varalitur eða farði? Það er frekar persónubundið val en fyrir mig fer það eftir tilefninu. Sennilega er farði mikilvægari. Hvernig förðun er auðkennandi fyrir þig? Náttúruleg. Hverjir eru uppáhaldsstaðir þínir í heiminum? Japan, Ítalía og allir staðir þar sem ég get kafað.

viðtal

Eyðiströnd í einn mánuð. Hvaða bók? Hvaða snyrtivara? Hlutur? Kvikmynd? Máltíð? Bók: Allar bækur eftir Elenu Ferrante. Snyrtivara: Dior Bronze-sólarvörn. Hlutur: Tónlist í einhverju formi. Kvikmynd: Election. Máltíð: Grænmetis-couscous. Hvenær finnst þér þú vera fallegust? Þegar ég dansa. Hvað er árangur í þínum augum? Að vera fullnægð. Hvernig getur förðun aukið sjálfstraust þitt á rauða dreglinum? Þegar ég er förðuð fyrir rauða dregilinn finnst mér ég stíga inn í ákveðið hlutverk og förðun er stór partur af því. Förðunarfræðingarnir eru ótrúlegir og geta unnið kraftaverk til að láta mig líta út fyrir að vera úthvíld, bjartari o.s.frv. Hvaða verkefni eru fram undan hjá þér? Eitthvað sem þú vilt deila með okkur? Já, það er talsvert fram undan. Í vor kemur út fyrsta kvikmyndin sem ég leikstýri og ber titilinn A Tale of Love and Darkness. Ég er mjög spennt og stressuð á sama tíma, þetta er mjög persónulegt verkefni fyrir mig og ég get ekki beðið eftir að áhorfendur sjái myndina. Jafnframt er ég að fara að leika í fjórum kvikmyndum svo það er nóg að gera og ég er mjög stolt af öllum þessum verkefnum. Hvaða ráð hefurðu fyrir konur til að sameina frama og fjölskyldulíf? Gefðu sjálfri þér pásu. Við gerum alltaf svo miklar kröfur til okkar og mikill tími fer í að halda jafnvægi á öllum vígstöðvum. Ef þú átt slæman dag þá skaltu ekki láta það móta þig því það kemur alltaf nýr dagur. Ég held líka að það sé mikilvægt að taka frá tíma fyrir sjálfan sig. Það er auðvelt að gleyma því en það er svo mikilvægt.


{ s pa r a ð u } og komdu í Áskrift að nýju lífi 20% - 35% afsláttur á Birtingur.is. kynntu þér tilboðin


nýtt líf

81

fegurð MÓTUN ANDLITSINS MEÐ DIOR

ralph lauren

Ég er gífurlega spennt fyrir nýju mótandi kinnalitunum frá Dior en þetta tvískipta púður kom í fjórum litasamsetningum. Litaði helmingurinn er mattur á meðan sá ljósi býr yfir ljómandi áferð og saman skapar púðrið aukna skerpu í andlitinu. Dior Diorblush Sculpt, 8.200 kr.

Snyrtipenninn mælir með

Lilja ósk, fegurðargúrú, mælir hér með vel völdum vörum úr snyrtiskáp Nýs Lífs.

UMBREYTING ÁFERÐAR MEÐ SMASHBOX

FARÐI Á FERÐINNI FRÁ ESTÉE LAUDER

Einn uppáhaldsfarðinn minn er Double Wear frá Estée Lauder og því hoppaði ég hæð mína (í huganum) þegar ég sá þessa nýjung. Þetta er létt útgáfa af farðanum sem kemur í ferðavænum umbúðum með stórum spegli og svampi. Fullkomið í töskuna og á ferðinni til að halda farðanum ferskum yfir daginn. Estée Lauder Double Wear Makeup To Go, 9.799 kr.

Þessi gelkenndi vökvi er algjör snilld en með honum geturðu skapað matta áferð á hvaða varalit sem er. Ég nota þetta bæði með varalitum og varalitablýöntum með mjög góðum árangri. Smashbox InstaMatte Lipstick Transformer, væntanlegt.

MAGNAÐUR HANDÁBURÐUR FRÁ DAVINES Ítalska hár- og húðvörumerkið Davines er að gera góða hluti þessa dagana og er það handáburðurinn frá merkinu sem á hug okkar allan. Hann smýgur hratt inn í hendurnar, endist vel en er þó ekki olíukenndur. Hendurnar verða silkimjúkar án þess að það bitni á lyklaborðinu. Davines OI Hand Balm, 3.400 kr.

FLJÓTVIRKANDI GRISJUMASKAR FRÁ KARUKA

Grisjumaskar eru eitt heitasta trendið í húðumhirðu í dag og Karuna framleiðir frábæra slíka maska. Eftir að hafa lagt grisjuna á andlitið fann ég kælandi og endurnærandi áhrif en mikill vökvi var í pakkningunni svo ég bar þetta á allan líkamann. Óhætt er að segja að ég vaknaði eins og ný daginn eftir. Karuna Face Mask, 2.490 kr. (Nola.is)


nýtt líf

82

SNYRTIVÖRUR STJARNANNA Hvað leynist í snyrtiveskinu?

Guerlain Terracotta Bronzing Powder, 7.999 kr.

Chanel Coco Mademoiselle Eau de Parfum, 11.799 kr.

Til að skyggja og lýsa andlitið notar hún tvo mismunandi liti af Bobbi Brown Foundation Stick en fyrir einfalt, sólkysst útlit er Guerlain Terracottasólarpúðrið í uppáhaldi. Hún kaupir andlitskremið sitt í heilsubúðinni Whole Foods en það er frá Dr.Hauschka og nefnist Rose Day Cream.

Uppáhaldsmaskari hennar er Chanel Inimitable Intense, Keira segir hann greiða vel í gegnum augnhárin og lengja þau. Hvað ilmvatn varðar er hún andlit Chanel Coco Mademoiselle og segir ilminn í miklu uppáhaldi; hann sé ekki of sterkur, ekki of sætur, heldur í fullkomnu jafnvægi.

Chanel Inimitable Intense, 5.629 kr.

Bobbi Brown Foundation Stick, 8.389 kr.

Dr. Hauschka Rose Da y Cream, 4.619 kr

JENNIFER LOPEZ

KEIRA KNIGHTLEY

St. Tropez Self Tan Luxe Dry Oil, 7.599 kr.

Rimmel Lasting Finish by Kate Moss, 2.499 kr.

KATE MOSS

Til að fá frísklegt útlit segir Kate að St. Tropez Self Tan Luxe Dry Oil sé nauðsynjavara í snyrtiveskinu og segist treysta á Créme De La Mer til að halda húðinni góðri. Kate hannaði varalitalínu í samstarfi við snyrtivörumerkið Rimmel og þar eru allir hennar uppáhaldsvaralitir.

La Mer Créme De La Mer, 25.600 kr. (Sigurboginn)

Dior Diorshow, 5.799 kr.

Dior Addict Lip Glow, 5.799 kr.

Dior Star Concealer, 5.399 kr.

NATALIE PORTMAN

Til að fela baugana segist Natalie ávallt nota Dior Star Concealer og Dior Diorshow maskarann til að opna og skerpa augnumgjörðina. Ein snyrtivara sem hún notar hvað mest er Dior Addict Lip Glow en hann ýtir undir náttúrulegan lit varanna og veitir góða næringu.


*sjampó + hárnæring vs sjampó án hárnæringar

*sjampó + hárnæring vs sjampó án hárnæringar


nýtt líf

Lancôme Trésor Eau de Parfum, 7.899 kr.

Jane Iredale PurePressed Mineral Powder, 10.900 kr. (Madison Ilmhús)

Maybelline Great Lash Mascara, 1.869 kr.

Dior Diorskin Nude Air Tan Powder, 8.599 kr.

Lancôme Rouge in Love, 5.229 kr.

PENELOPE CRUZ

Ilmvatnið Trésor Eau de Parfum frá Lancôme hefur ætíð verið uppáhaldsilmvatn Penelope, alveg frá unglingsárum. Hvað varaliti varðar segir hún að Rouge In Love-formúlan frá Lancôme sé sérlega góð og er hún alltaf með varalit úr þeirri línu í veskinu.

ANNE HATHAWAY

Eftir langt ferðalag segir Anne ekkert jafnast á við heitt bað með L’Occitane Lavender Foaming Bath.

Kérastase Bain Elixir Ultime Shampoo, 4.990 kr. (sapa.is)

By Terry Pureté de Rose Refreshing Cleansing Gel, 6.300 kr. (Madison Ilmhús)

Gucci Premiére Eau de Parfum, 11.799 kr.

KIM KARDASHIAN

BLAKE LIVELY

Blake segir hárvörur frá Kérastase í miklu uppáhaldi, sérstaklega Elixir Ultime Bain Shampoo. Þegar kemur að ilmvatni leitar hún að góðri blöndu mjúkra og sterkra tóna og segist hafa fundið það í Gucci Premiére Eau de Parfum.

Kim elskar rósailm og notar By Terry Pureté de Rose Refreshing Cleansing Gel, einmitt út af rósailminum sem það býr yfir. Hún segir húð sína vera þurra og að hún noti þykkt og næringarmikið rakakrem öllum stundum. Rakakremið sem er í uppáhaldi hjá henni er Guerlain Orchidée Impériale The Rich Cream. Maskarar frá Lancôme eru í miklu uppáhaldi hjá henni en sá sem hún notar mest er Lancôme Définicils High Definition Mascara.

Lancôme Définicils High Definition, 5.429 kr.

Maybelline Lash Stiletto er uppáhaldsmaskarinn hennar og hún notar Jane Iredale PurePressed Mineral Powder þegar hún vill jafna húðlitinn og hafa matt yfirbragð á húðinni. Til að hressa upp á augnsvæðið notar hún hyljara frá By Terry sem nefnist Touch Expert Advanced, setur hann undir augun og í kringum nefið og blandar honum með svampi. Hún segist nota sólarpúður mikið og hennar eftirlæti er Dior Diorskin Nude Air Tan Powder.

By Terry Touch Expert Advanced, 6.700 kr. (Madison Ilmhús)

L’Occitane Lavender Foaming Bath, 3.990 kr.

CINDY CRAWFORD

84

Guerlain Orchidée Impériale The Rich Cream, 63.998 kr.


HYDRATION HYDRATION

Sothys kynnir vísindalega Sothys vísindalega nýjung kynnir í rakagjöf.

Ha. Ha. hPM* hPM*

Allt að

+71% +71% Allt að

raka aukning eftir eina raka notkun.*** aukning eftir eina notkun.***

Ha. Ha. bPM* bPM*

b1055. * Boletus extract. b1055. *

Boletus extract.

Þreföld Þreföld hyaluronic Sýra** hyaluronic Sýra**

www.sothys.com www.sothys.com

Útsölustaðir Sothys: Hagkaup Kringlunni, Lyfja smáratorgi, Lyfja Neskaupsstað og Lyfja Keflavík, Árbæjarapotek, Garðsapótek, Apotek Siglufjarðar, Stjörnusól, Snyrtistofan Hilma, Snyrtistofan Arona, Snyrtistofan Abaco, Snyrtistofan Fagra, Snyrtistofan Wanita, Snyrtistofan Dekurdís, Snyrtistofan Afrodita ogLyfja Hárgreiðslustofan Útsölustaðir Sothys: Hagkaup Kringlunni, Lyfja smáratorgi, Neskaupsstað og Flikk Lyfja Keflavík, Árbæjarapotek, Garðsapótek, Apotek Siglufjarðar, Stjörnusól, Snyrtistofan * Ha HPM =HigH Molecular weigHt Hyaluronic acid, Ha bPM = low Molecular weigHt Hyaluronic acid, b1055 = SotHyS excluSive Patented 1055 boletuS extract. Hilma, Snyrtistofan Arona, Snyrtistofan Abaco, Snyrtistofan Fagra, Snyrtistofan of tHe Hydrating range include tHree key active ingredientS: tHe Patented boletuS extract, low Molecular weigHt Hyaluronic **tHe forMulaS Wanita, Snyrtistofan Dekurdís, Snyrtistofan Afrodita og 1055 Hárgreiðslustofan Flikk acid or HigH Molecular weigHt Hyaluronic acid Solution. tHe forMulaS of tHe retail ProductS eacH include two active ingredientS. MeaSureMentS , averageacid on, 5 PeoPle=. a for tHe total Panel of 14 PeoPleextract : +39%. ***= clorneoMeter * Ha HPM =HigH Molecular weigHt Hyaluronic acid, Ha bPM ow Molecular weigHt Hyaluronic b1055 Sverage otHyS excluSive Patented 1055 boletuS **tHe forMulaS of tHe Hydrating range include tHree key active ingredientS: tHe Patented 1055 boletuS extract, low Molecular weigHt Hyaluronic acid or HigH Molecular weigHt Hyaluronic acid Solution. tHe forMulaS of tHe retail ProductS eacH include two active ingredientS. *** corneoMeter MeaSureMentS, average on 5 PeoPle. average for tHe total Panel of 14 PeoPle: +39%

photos : jean-françois photos : jean-françois verganti ·verganti jean-baptiste · jean-baptiste guiton · 08/15 guiton · sothys · 08/15 paris, · sothys siègeparis, social siège et institut social etdeinstitut beauté,de 128 beauté, rue du128 faubourg rue du faubourg saint honoré, saintf honoré, 75008 paris f 75008 - siren paris 451-170 siren 807451 rcs170 807 rcs paris. paris.

nýjung í rakagjöf.


snyrtivörur

86

nýtt HIÐ FULLKOMNA AUGABRÚNAPÚÐUR

Smashbox Brow Tech Shaping Powder er einstök snyrtivara sem inniheldur langvararndi púðurkennda formúlu sem kemur í umbúðum sem einkennandi eru fyrir eyeliner. Burstinn veitir fullkomna nákvæmni við ásetningu og gerir augabrúnirnar samstundis þéttari og mótaðri.

ENDURBÆTT ÚTGÁFA FRÁ YSL

CHANEL SÆKIR INNBLÁSTUR TIL L.A.

Yves Saint Laurent Touche Éclat Le Teint kemur nú í endurbættri útgáfu sem gefur meiri þekju, þægindi og ljóma en samt með þeirri fjaðurléttu, grímulausu áferð sem farðinn er þekktur fyrir. Að sama skapi er hærra SPF-gildi og samhliða farðanum kemur á markað nýr farðabursti sem hjálpar þér að bera rétt magn af farðanum á andlitið.

Chanel Collection L.A. Sunrise er vorlína tískuhússins í ár. Bjartir, líflegir litir eru í aðalhlutverki sem lýsa því hvernig sólargeislarnir endurspeglast í arkitektúr og náttúru Los Angeles.

NÝR POISON-ILMUR FRÁ DIOR

Biðin er nú á enda en Dior kemur loksins með á markað nýjan ilm innan Poison-línunnar. Dior Poison Girl Eau de Parfum hefur frískandi angan af appelínu og tóna af rósum og vanillu sem skapa hlýjan, austurlenskan sætleika sem ætlað er að höfða til hinnar sjálfstæðu konu sem eltir drauma sína og lætur fátt stöðva sig í leiðinni.

NÝR MASKARI FRÁ BOBBI BROWN

Nýr maskari snyrtivörudrottningarinnar ber heitið Eye Opening Mascara og veitir okkur kolsvört, löng og þykk augnhár samstundis. Maskarinn hentar vel þeim sem vilja mikil og dramatísk augnhár.

NÝ ÚTGÁFA AF BLACK OPIUM

Nuit Blanche er árleg listahátíð í París sem gengur alla nóttina og sækir ný útgáfa af Black Opium innblástur í hátíðina. Yves Saint Laurent Black Opium Nuit Blanche Eau de Parfum er nýjasta viðbótin í gífurlega vinsælli Opium-línu tískuhússins og minnir ilmurinn á munúðarfullan kvenleikann. Orka kaffitónanna sameinast appelsínutónum, vanillu og sandalvið.

LÝTALAUS ÁSÝND SEM ENDIST

Dior Diorskin Forever SPF 35 er endurbætt útgáfa af þessum goðsagnakennda farða. Nýja formúlan er þunn en sérlega þekjandi og endist allan daginn þökk sé blöndu tveggja pólimera sem byggja á Wear-Lock-tækninni. Farðinn er einnig mattandi en Actic-Mat-tækni kemur í veg fyrir óæskilegan glans og púðuragnir draga í sig olíu. Samhliða farðanum kemur á markað Dior Diorskin Forever & Ever Wear SPF 20 sem er farðagrunnur og lengir endingu farðans sem ofan á hann fer. Einnig kemur á markað Dior Diorskin Forever & Ever Control sem er laust púður og tekur burt allan óæskilegan gljáa í húðinni og veitir náttúrulega ásýnd.

LÚXUS FRÁ LABEL.M

Label.m Diamond Dust-línan inniheldur sjampó, næringu og líkamskrem en allar vörurnar innihalda Micro-Diamond Complex, sem er sérstök blanda af svörtum og hvítum demantaögnum, kampavíni, olíu úr hvítum rósablöðum og perlum sem vinna að því að fjarlægja uppsöfnuð óhreinindi úr hárinu. Vörurnar veita hárinu silkiáferð, byggir það upp og eru án súlfata og parabena.


every now & then I indulge in something

wicked.�


snyrtivörur

88

LITUR Í STÍL VIÐ ILMINN

Guerlain Le Petite Robe Noire er einn vinsælasti ilmur merkisins og nú var ákveðið að para liti við ilminn. Varalitir og naglalökk voru hönnuð til að endurspegla lögun ilmvatnsflöskunnar og má finna Le Petite Robe Noire-ilminn af vörunum. Skemmtileg leið til að njóta ilmvatnsins til fulls.

MAC X ELLIE GOULDING

Snyrtivörumerkið MAC og poppstjarnan Ellie Goulding sköpuðu sérlega flotta snyrtivörulínu sem kemur í takmörkuðu upplagi. Vörurnar eru allar í fallegum tónum sem Ellie er sjálf hrifin af og fara öllum vel. Línan verður einungis fáanleg í verslun MAC í Kringlunni.

HEILBRIGÐUR LJÓMI

Chanel Les Beiges Healthy Glow Foundation SPF 25 er nýr fljótandi farði innan Les Beiges-línunnar en vörurnar stuðla allar að náttúrulegu og heilbrigðu útliti. Farðinn er léttur og leyfir húðinni að anda en formúlan inniheldur rakasýrur sem veita húðinni næringu og sólarvörn sem verndar hana. Að sama skapi inniheldur farðinn Kalanchoe-þykkni en það eykur rakastig húðarinnar og hefur góð andoxunaráhrif.

LJÓMANDI AUGNKREM

Lavera Illuminating eye cream inniheldur koffín, perlu-extrakt og agnir sem endurvarpa ljósi (light reflecting pigments). Kremið mýkir og styrkir augnsvæðið og dregur úr fínum línum og hrukkum.

EILÍFUR LJÓMI

Vorlína Guerlain byggir á þeirri einstöku ljóstækni sem Meteorites hefur fært okkur í gegnum árin. Línan inniheldur vörur sem eru bæði litaleiðréttandi og skapa náttúrulegan ljóma sem einkennir úthvílda, heilbrigða og líflega húð.

KYNLAUS ILMUR CALVIN KLEIN

Calvin Klein CK2 Eau de Toilette er framhald af hinum vinsæla CK One sem kom á markað fyrst árið 1994. Líkt og sá upprunalegi þá er CK2 fyrir bæði kynin og einkennist að ferskum viðartónum og óvenjulegri samsetningu wasabi, mandarínu og fjólulaufa.


DAY CREAM

www.sensai-cosmetics.com

CELLULAR PERFORMANCE

Falleg húð gerir daginn betri Kremið sem hindrar hvimleið ummerki öldrunar á húð þinni alla daga, alltaf. Byrjaðu daginn með því að láta frískandi angan gæla við skilningarvit þín og upplifðu áður óþekkta útgeislun húðarinnar við notkun SENSAI CELLULAR PERFORMANCE DAY CREAM. Kremið ver húð þína fyrir utanaðkomandi áreiti, svo sem loftmengun og ræðst til atlögu gegn fimm helstu ummerkjum öldrunar á húðinni* en einmitt þannig tekst þér að upplifa sífellt fallegri og silkikenndari húð með hverjum deginum sem líður. *Þurrki, slappleika (minnkandi teygjanleika), fínum línum, hrukkum og fölgráum litarhætti.

Skin enriched with the moisture of Silk

AC1535_DayCream_NyttLif_220x297.indd 1

26/01/2016 13:47


nýtt líf

90

Afeitraðu vinkvennasambandið Samband vinkvenna er sér á báti í samfélaginu. Við treystum hver annarri fyrir innstu hugarórum okkar og styðjum hver aðra þegar bjátar á. En á það við um allar vinkonur okkar? Er mögulega einhver vinátta í lífi þínu sem gerir meiri skaða en gagn?

Samfélagið hefur líklega aldrei verið jafnmeðvitað um heilsu og nú til dags. Við veltum fyrir okkur næringarinnihaldi, líkamlegu hreysti, lífrænum afurðum og eiturefnum sem skaða umhverfið. Þrátt fyrir það gerum við okkur ekki jafnvel grein fyrir því að samband okkar við annað fólk getur haft skaðleg áhrif á heilsu okkar, alveg eins og skyndibitinn. Í raun og veru mætti segja að óheilbrigð sambönd geti eitrað umhverfi okkar sem getur einkennst af streitu, depurð, kvíða og öðrum heilsufarslegum vandamálum. Óheilbrigð sambönd geta verið af ýmsum toga, þau geta t.a.m. verið við maka, vini, foreldra eða vinnufélaga. Ef við tökum fyrir vinkvennasambönd þá getur verið erfitt að slíta þeim, ekki satt? Og ef þú tekur skrefið þá er sem samfélagið taki andköf af skömm. Við vitum að ekkert samband er alfarið sæluríkt og án átaka en hvernig veistu hvort þú ert í óheilbrigðu eða jafnvel eitruðu sambandi? Hér eru nokkur atriði sem gætu varpað ljósi á það. Poppar eitthvert nafn upp í hugann við lesturinn? Þá er kannski tímabært að endurskoða tengslin og jafnvel slíta þeim.

eruð farnar að líkjast dramadrottningum sem sjást helst í raunveruleikaþáttum, þá ætti það að vera ykkur viðvörunarmerki. Ágreiningur aftur á móti getur birst víða – eins og í tímaáætlunum ykkar. Ef vinkona þín hefur ekki fyrir því að finna, og gefa, þér tíma eins og þú gerir, þá metur hún mögulega vináttu þína ekki að sömu verðleikum. Vináttan er sveiflukennd Sum óheilbrigð vinasambönd sveiflast á milli þess að vera frábær og skelfileg en slík ósamkvæmni getur verið hættumerki. Það sem er óútreiknanlegt getur tekið sinn toll. Þegar þú veist ekki við hverju er að búast af vinkonu þinni sem þú átt að geta treyst á, geturðu farið að upplifa stress, kvíða eða depurð. Þú finnur fyrir líkamlegum einkennum Vinátta getur eflt andlega og líkamlega heilsu þína en slæm vinátta getur haft þveröfug áhrif. Ef þú ferð að finna fyrir höfuðverk eða ónotum í maga fyrir eða eftir samverustundir með vinkonunni, þá gerir sambandið meiri skaða en gagn.

Hún þarf stöðugt á þér að halda Það er eitt að eiga vinkonu sem stólar á þig en annað þegar hún er orðin svo þurfandi að hún er farin að þurrausa þig og mikilvægan tíma þinn. Vinátta snýst sannarlega um að hafa einhvern í lífi okkar sem styður okkur þegar við þurfum á því að halda. En ef þú upplifir þig sem hækjuna hennar í öllum aðstæðum, alltaf, þá skaltu vara þig.

Hún sér ekki eigin galla Þú ákveður að ræða við vinkonu þína fyrir að vera of ásakandi og lítillækkandi gagnvart þér en hennar svör eru að þú sért of viðkvæm. Góð vinkona ætti að taka ábendingum þínum með opnum huga og sýna vilja til að ræða vandamálin. Ef viðbrögðin eru á þá leið að hún vilji ekki horfast í augu við vandann þá er þetta ekki samband sem þú vilt halda til streitu.

Þú kvíðir því að hitta hana og þér léttir þegar hún fer Mundu þetta: Vinasambönd eru sjálfviljug sambönd. Það er enginn sem neyðir þig til að vera vinkona einhverrar manneskju. Ef þú stendur þig endurtekið að því að hunsa símtölin hennar eða spinnur upp afsakanir til að komast hjá því að hitta hana í hádegismat, þá er líklega kominn tími til að „hætta saman“.

Hún bregst trausti þínu Konur gera óskrifaðan traustssáttmála með vinkonum sínum því þær deila svo miklu úr lífi sínu með þeim. Þannig að þegar vinkona þín svíkur sáttmálann, þá skaltu ekki hunsa innsæi þitt sem segir þér að það er stórmál, því það er það! Traust er ekki eitthvað ómerkilegt – og svik eru merki um að skynsamlegt sé að endurskoða sambandið. Ef vinkona bregst trausti þá getur þeirri vináttu lokið með því, og annað eins þarf ekki að gerast nema einu sinni.

Stöðugur ágreiningur Þetta atriði snýst ekki um að vera alltaf að rífast – en ef þið


www.sensai-cosmetics.com

SILKY PURIFYING Hvers vegna tvöföld hreinsun?

Svar: Aðeins þannig verður húð þín TANDURHREIN og LJÓMANDI. Tveggja þrepa húðhreinsunin frá SENSAI er hönnuð í þeim tilgangi að hreinsa fyrst á áhrifaríkan hátt öll fituuppleysanleg óhreinindi og allan farða af húðinni. Þar á eftir eru vatnsuppleysanleg óhreinindi, svo sem sviti, hreinsuð burt. Gerðu tvöföldu hreinsunina að þínu eigin lífsstíl í daglegri umhirðu húðarinnar! SILKY PURIFYING - tvöfalda hreinsunin - er byggð á efnum sem unnin eru úr þráðum hins heimsþekkta gæðasilkis Koishimaru og er tvímælalaust grunnurinn að því að geta öðlast húð með silkimjúkri áferð.

Skin enriched with the moisture of Silk

AC978_SilkyPurifying_NyttLif220x297.indd 1

20/08/14 14:38


nýtt líf

92

Klassík í eldhúsinu

Hvað hefur lítið sem ekkert breyst í gegnum árin? Það er vel lukkuð hönnun. Margir af þessum eftirfarandi munum hafa lifað nánast óbreyttir eða í sínu upprunalega formi í eldhúsum kynslóð eftir kynslóð. Þessir hlutir eru tákn um klassíska hönnun sem standast tímans tönn.

Duralex Picardiemjólkurglös

Það jafnast ekkert á við ískaldan mjólkursopa úr þessum, reyndar eru þau þekkt sem bjórglös í öðrum löndum og glös til tedrykkju í enn öðrum. Ekki skiptir það miklu máli því glösin eru einfaldlega flott, hentug og óbrjótanleg. Glösin eru frönsk og hafa verið sögð „fullkomnustu drykkjarílát sem maðurinn hefur skapað“. Duralex-fyrirtækið var nýlega keypt og bjargað frá glötun.

KitchenAid-hrærivél

Ein vinsælasta brúðargjöfin á síðastliðnum áratugum. Hrærivélin var hönnuð snemma á

fjórða áratugnum og var valin íkon amerískrar hönnunar af MoMa. Aðalsnilldin er sú að partar og aukahlutir passa bæði í upprunalegu vélarnar og þær sem eru nýjar. Ef maður erfir gamla vél er hægt að kaupa nýja varahluti ef þarf. Eign sem getur gengið á milli kynslóða.

Coca-Cola-glerflaska

Án efa auðþekkjanlegustu umbúðir í heiminum. Það eru margar sögur til um það hvernig lagið á kókflöskunni varð til, rétt eins og mörg önnur mysterían í kóksögunni. Það var þó ekki löguleg dama sem hafði áhrif á hönnuðinn, Earl R. Dean, heldur lagið á kakóávextinum. Fyrsti sopinn úr nýstárlegri kókflösku var tekinn árið 1916.

Philippe Stark-djúspressa

Það er ekki leiðinlegt að kreista safa með einhverju sem líkist eldflaug. Djúspressan er flottur skúlptúr og í senn nytsamlegt tæki, fullkomin og einföld hönnun. Philippe hannaði ,,djúsarann” fyrir fyrirtækið Alessi þegar hann átti í raun að koma með hugmynd að bakka.

Royal Baking Powder

Það þarf ekki að stinga þessari inn í skáp eftir notkun, umbúðirnar eru svo fallegar. Það var sonur annars stofnenda fyrirtækisins sem hannaði upphaflega merkimiðann á dolluna, útlitið hefur ekki breyst ýkja mikið síðan 1866.


NÝTT

BYRJAÐU AÐ GERA VIÐ! Með nýju Colgate Komplett Daily Repair tannkremi getur þú unnið stigi og bólgu í tannholdi.

PIPAR \ TBWA

SÍA

160459

gegn tannskemmdum á byrjunar-

Nú gerir þú við þegar þú burstar.


matur

i ð a l e m r gú

94

Glútenfrítt

3 bollar GF-hveiti 1 bolli GF-haframjöl 1 tsk. salt sjóðandi vatn eftir þörfum. smjör Þurrefnunum er blandað saman, því næst er deigið hnoðað með sjóðandi vatninu. Ég setti deigið í hrærivél og hnoðaði. Þegar deigið hefur verið hnoðað pensla ég það að utan með smjöri (bræði það) til að halda því blautu. Því næst er tekið smávegis af deiginu í einu og flatt út, ég tók skál til að fá flott lag á hverja köku. Ég nota pönnukökupönnu þar sem ég á ekki gamaldags hellu til að steikja þær á. Ég set eldavélina á hæsta hita og fæ góðan hita á pönnuna áður en ég set kökuna á. Þegar kakan er komin á sting ég með beittum hníf nokkrum sinnum í hana. Ég sný henni nokkrum sinnum eða þar til flottur og góður litur er kominn á kökuna og svo koll af kolli. Gott er að raða kökunum á disk, hverri ofan á aðra til að þær þorni ekki upp. Gott er að setja þær í frysti og taka út eftir þörfum svo að þær séu alltaf eins og nýjar.

Umsjón: Anna Gréta Oddsdóttir Myndir: Heiða Helgadóttir

Þórunn Eva Guðbjargar Thapa gaf nýverið út bókina Glútenfrítt líf sem hefur fengið mjög góðar viðtökur. Þórunn hefur þurft að breyta mikið til í mataræðinu eftir að hún greindist með hveitiofnæmi og heldur úti Facebook-síðunni Glútenfrítt líf þar sem hægt er að fylgjast með daglegu mataræði hennar.

flatkökur


95

nýtt líf

morgunverðar-múffur 2 bollar ber 1/2 bolli vatn 2 1/2 bolli haframjöl (hægt að búa til hafrahveiti í matvinnsluvél til að hafa þær fínar) 1/2 tsk. matarsódi 2 tsk. kanill 1/2 tsk. vanilludropar 1/4 bolli agave-síróp (má líka vera hunang) 3 egg 2 msk. brædd kókosolía (ég nota H-Berg því hún er bragð- og lyktarlaus)

Hita ofninn í 180°C. Blanda saman öllum þurrefnum í skál. Næst skal blanda saman öllu nema kókosolíunni í aðra skál. Öllu er svo blandað saman í eina skál og hrært vel. Athugið að best er að bæta kókosolíunni við síðast, annars gæti hún verið farin að harðna og verður þá erfitt að blanda öllu saman. Berjunum bætt við í lokin og blandað létt saman við. Setjið í muffins-form og bakið í 20-25 mínútur eða þangað til kökurnar verða aðeins brúnar. Þessi uppskrift gefur 12 múffur. Hægt er að bæta við 2 matskeiðum af prótíndufti og eru kökurnar þá snilld fyrir æfingu. Það eru endalausir möguleikar á að breyta þessari uppskrift t.d. að prófa að nota mismunandi ávexti, eins og hindber, bláber, jarðarber og epli sem dæmi.


matur

96

Hollt og gott gúllas 1 kg gúllas (við notum folaldakjöt) 2 msk. kókosolía (ég nota frá H-berg, bragð- og lyktarlausa) 1 laukur, saxaður 5-6 hvítlauksgeirar, pressaðir 1 bréf beikon (má líka nota beikonkurl) 1 paprika, skorin í bita 6 gulrætur, skornar í bita 3 bollar sætar kartöflur, skornar í teninga 150 g tómat-purée 1-2 nautakraftsteningar 5 bollar vatn salt og pipar eftir smekk 5 msk. reykt paprikukrydd smávegis ferskt engifer örlítið af ferskum chili

Kókosolían hituð í potti í smástund, gúllasið steikt í nokkrar mínútur (6-8 mín.). Beikonið er steikt á sérpönnu og það svo skorið niður í bita. Beikoninu, grænmetinu, hvítlauknum, chili-inu og engiferinu er bætt út í og steikt áfram í nokkrar mínútur (8-10 mín.). Paprikukryddinu bætt við og eldað í nokkrar mínútur til viðbótar, muna að hræra vel í á meðan. Tómat-purée, kjötkraftinum og vatninu er bætt saman við og látið malla í um það bil klst., án þess að hafa lokið á. Sætu kartöflunum er því næst bætt út í og þær látnar malla í um það bil 45-60 mín. til viðbótar. Fer eftir hvernig kjöt við erum með hversu langan tíma við látum þetta malla. Folaldakjötið þarf aðeins minni tíma. Þessi uppskrift dugar vel fyrir okkur fjögurra manna fjölskylduna og jafnvel í hádegismatinn í vinnuna daginn eftir. Við gerum mjög oft 2-3x þessa uppskrift og frystum til að eiga. Snilld að geta náð í þetta í frysti þegar maður nennir ekki að elda. Gott er að búa til gott salat með.


Bílabúð Benna áskilur sér rétt til breytinga án fyrirvara á verði og búnaði.

*Ríkulegur staðalbúnaður

Lýsingarorð óskast! Þetta er hann; sportjeppinn sem vakti athygli þína í umferðinni á dögunum. Hann heitir Macan og er frá Porsche. Mörg falleg orð hafa verið höfð um Macan frá því að hann var frumsýndur. Við höfum heyrt þau nokkur: Glæsilegur, aðlaðandi, flottur, nettur og framúrskarandi. Þetta er spurning um smekk hvers og eins. Nú spyrjum við þig: Hvernig myndir þú lýsa Porsche Macan, ef þú mættir gera það í einu orði?

Porsche Macan S Diesel Verð: 11.490 þús. kr.* Við vitum öll að útlitið segir ekki allt, þess vegna mælum við með því að þú reynsluakir Macan áður en þú lýsir upplifun þinni - í einu orði.

Porsche Macan S Diesel Hröðun 6.3 sek. 0-100 km/klst.

Porsche á Íslandi • Bílabúð Benna Vagnhöfða 23 • 110 Reykjavík • S: 590 2000 porsche@porsche.is • www.benni.is

Opnunartími Virka daga frá 9:00 til 18:00 Laugardaga frá 12:00 til 16:00


stjörnuspá

98

janúar 2016 Bogmaðurinn

Hrúturinn

Ljónið

Það er svo margt sem er gott að kunna í lífinu. Reikna, lesa, skrifa, sjóða kartöflur. En eitt vill oft gleymast og það er kaldhæðnin. Hrúturinn verður oft fyrir barðinu á kaldhæðnisleysi annarra og er því stundum málaður upp sem rugludallur. Þú skalt þó ekki missa dampinn, kæri kaldhæðni Hrútur, febrúar er kaldur og leiðinlegur og því fullkomið umhverfi til að viðra skraufþurran húmorinn til að létta lundina.

Það er fátt eins ógnvekjandi og ljónaöskur. Þetta veit Ljónið vel og nýtir sér óspart þegar það vill fá sínu framgengt. Þó að það sé þægilegt að láta bara heyra í sér er þetta í raun bara hrein og bein kúgun. Það er ekki rétt að fara í gegnum lífið og einfaldlega neyða alla til að fylgja þinni sannfæringu, bara af því fólki stafar ógn af þér. Þó að það virki kannski vel núna þá getur þetta valdið þér miklum vandræðum í framtíðinni.

Þú býrð yfir svo mörgum góðum hugmyndum sem þú veist fyrir víst að gætu slegið í gegn. Eini vandinn er að það virðist enginn annar fatta snilldina. Nú átt þú, Bogmaður kær, að nota tímann og viðra þessar góðu hugmyndir við vini og vandamenn. Sjáðu hvort meðalmaðurinn skilji hugmyndina og sjái kosti hennar. Það gerist nefnilega ekkert nema þú látir verða af því og leggir vinnu í málin. Gangi þér allt í haginn!

Meyjan

Steingeit

Nautið

Gullna reglan, þú þekkir hana, ekki satt? Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig. Kæra Naut, ef allir myndu launa þér gyllta greiðann þá værir þú ekki í góðum málum. Undanfarnir mánuðir hafa ekki verið auðveldir en ef þú vilt að lukkan fari að snúast þér í hag þá verður þú að fara að bæta framkomuna. Þótt þú viljir rúlla í gegnum lífið á valtara, þá þarftu ekki að keyra yfir alla sem verða á vegi þínum. Það er leiðinlegt (og subbulegt). Tvíburarnir

Í febrúarmánuði ætlar þú að opna þig meira og hætta að sitja á öllum skoðunum. Það er alveg merkilegt hvað þú getur haldið aftur af þér og allt of sjaldan sýnt hversu mikið í þér býr. Þú ert nefnilega alveg stórmerkileg manneskja en af einhverjum ástæðum hefur það farið fram hjá þér. Þessi stjörnuspá vill brýna fyrir þér að hætta öllum þessum komplexum og stefna að sterkari sjálfsmynd á komandi vormánuðum.

Þú er yfirleitt í góðu skapi og reynir auðvitað að deila glaðværðinni með öllum í kringum þig. Eins vel og þetta plan hljómar þá gengur það ekki alltaf upp og stundum þegar þú „smælar framan í heiminn“ þá færðu bara fokkmerki á móti – hundleiðinlegt alveg. En, Meyja kær, þú verður að muna að svona meðvirkni er óþarfi. Þótt þú sért að reyna vera kát þá þurfa ekki allir að vera það. Það mikilvægasta er að þér líði vel og gleðin sé einlæg.

Þú ert svo ástfangin og getur hreinlega ekki beðið eftir heilögum Valentínusardegi, hvílík lukka fyrir allt og alla! En ertu að taka alla með í reikninginn? Það finnst nefnilega alls ekki öllum gaman á Valentínusardaginn, sumum líður frekar illa þá. Þú mátt auðvitað fagna ástinni alla daga en plís, það eru allir komnir ógeð af ástföngnum kjánakrökkum gólandi: „…þú komst við hjartað í mééér.“ Þessi stjörnuspá aðhyllist lágstemmdar ástaryfirlýsingar.

Vogin

Vatnsberinn

Þú er fullorðin, ekki satt? Eða svona hér um bil. Þá verður þú að hætta að treysta á annað fólk. Það er alltaf einhver að redda einhverju fyrir þig; gera, græja, fixa og fegra. Í febrúarmánuði ætlar þú að einsetja þér að gera hluti upp á eigin spýtur. Það eru til tól sem nota má í lífinu, eins og Internetið og rökhugsun – í raun þarftu ekki mikið meira. Hættu að biðja vini og vandamenn um að gera hluti fyrir þig , gerðu þetta frekar sjálf, þú getur allt! Sporðdrekinn

Krabbinn

Febrúar verður algjör veisla fyrir Krabbann. Reyndar er ekkert í gangi og ekki beint margt spennandi í sjóndeildarhringnum. En það er aukaatriði, Krabbinn ætlar að gera gott úr öllu sem tilheyrir köldum og leiðinlegum febrúarmánuði. Það er nefnilega mikill hæfileiki að geta snúið leiðindum í gleði, fýlufund í partí, væli í glens og gaman. Krabbinn er búinn að ákveða að febrúar verði í raun besti mánuður ársins. Góða skemmtun!

Þú hefur haft óþarflega miklar áhyggjur undanfarið, það er sárt að sjá þig í þessu ástandi. Þú ert nánast að kikkna undan álaginu en af hverju ertu með öll heimsins vandamál á bakinu? Hér er góð og gild þumalputtaregla þegar kemur að áhyggjum; Getur þú gert eitthvað í málunum? Ef svarið er já er augljóst hver lausin er. En ef svarið er nei, þú getur ekkert gert – af hverju ertu að hafa áhyggjur? Þú getur ekki stjórnað neinu nema þinni eigin líðan. Láttu þér líða vel, gakktu í málið strax í dag.

Febrúarmánuðurinn verður allsvakalegur. Þú ætlar nefnilega að prufa allskonar nýja hluti og hitta nýtt fólk. Ah, nú dæsir þú eflaust, þú nennir þessu alls ekki. En þú þarft á þessu að halda, lausnin við lífsleiða þínum felst í breytingum og nýungum. Þú mátt gera hvað sem er en það verður að vera nýtt að einhverju leyti. Veganmataræði, bogfimi, Tinder, teygjustökk, fjólublátt naglalakk – hvað sem er! Ein nýjung á dag kemur skapinu í lag. Fiskarnir

Í mánuðinum muntu uppgvöta að ekki er allt sem sýnist. Vissir þú að allt í kringum þig eru fáránlega góðar leynitýpur? Þú ert búin að vanmeta allskonar snillinga sem eru í þínu nálægasta umhverfi. Veittu fólkinu í kringum þig aukna athygli og bráðlega muntu sjá að mörg þeirra eru stórskemmtileg. Maður þarf stundum að gefa fólki smáséns í stað þess að dæma alla á einu augnabliki. Kannski er fólk að vanmeta þig? Ertu þú leynikall? Láttu þá ljós þitt skína í febrúar.


Audi A3 e-tron Sameinar tvo heima. Audi A3 e-tron sameinar helstu kosti raf- og bensínbíla. Raforkan ein og sér dugar í flestar ferðir innanbæjar, eða allt að 50 kílómetra. Í lengri ferðum gengur sparneytin bensínvél til liðs við e-tron rafdrifið svo samanlögð akstursdrægni er 940 kílómetrar. Með Audi A3 e-tron eru þér allir vegir færir. A3 Sportback e-tron, 204 hö, 7,6 sek 0-100 km/klst., CO2 35 g/km, eyðsla: 1,5 l. í blönduðum akstri. Verð frá 5.190.000 kr.

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · www.audi.is



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.