Séð og heyrt tbl.10 2016

Page 1

Nr. 10 17. mars. 2016 Verð 1.495 kr.

Einkaviðtal! Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar:

SKRIFAR BÓK UM líf látinnar DÓTTUR SINNAR gst Sigga Kling hefur yn við að verða amma:

Leikkonan Hafdís Helga sló í gegn í Fyrir framan annað fólk:

9 771025 956009

RÓMANTÍKIN BEST í hversdagsleikanum

G N I L K Y B A B R A ELSK Í RÆMUR um! t ö f s n i Íe

Sænsku sendiherrahjónin buðu upp á freyðivín á Mamma Mia:

DANSA EFTIR ABBA-TÓNLIST

JACKIE CHAN KEYPTI ÍSLENSKAN PELS AF DÖGG HJALTALÍN


Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (50) elskar leikhúsið:

TVÆR GÓÐAR:

Þogerður Katrín og Sigrún Björk Jakobsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri Akureyrar, skemmtu sér vel á sýningunni.

DÚNDUR PAR:

Söngkonan Salka Sól og rapparinn Arnar Freyr eru eitt allra flottasta par landsins.

DÁSAMLEGUR

HRYLLINGUR GÓÐIR VINIR: BLÓÐUGT:

Það var boðið upp á vampírudrykki í tilefni sýningarinnar.

Vinirnir Bergur Finnbogason arkitekt og Erna Hreinsdóttir, ritstjóri Nýs Lífs, mættu í Þjóðleikhúsið og voru í blússandi stuði.

Sýningin „Hleyptu þeim rétta inn“ var loksins frumsýnd í Þjóðleikhúsinu. Aðalleikkona verksins, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, fótbrotnaði rétt fyrir frumsýningu og var því fjarri góðu gamni á sviðinu ásamt því sem fresta þurfti sýningunni um nokkrar vikur. Það var því mikill spenningur á meðal leikhúsgesta þegar loks var komið að því að þetta hryllingsverk fengi að njóta sín á fjölum Þjóðleikhússins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi ráðherra, lét sig ekki vanta.

V

ampýra á sviði „Þetta var alveg ljómandi sýning. Hún var öðruvísi og gaman að sjá hvað við eigum góða leikara. Við Íslendingar erum mjög heppnir með leikara og svo verð ég að minnast á leikmyndina, hún var alveg ótrúlega skemmtileg,“ segir Þorgerður Katrín. „Ég er mikil leikhúsmanneskja og er til að mynda formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur. Ég

hef alist upp við það að fylgjast með leikhúsi og þetta gefur lífinu ákveðið gildi.“

Óþægindatilfinning

Verk á borð við „Hleyptu þeim rétta inn“ sést ekki oft á fjölum leikhúsanna en Þorgerður fagnar því hversu vel verkið var framkvæmt. „Það var svolítið eins og þetta væri gert fyrir kvikmynd, enda er

það upprunalega hugmyndin, en þau gerðu þetta afskaplega vel og Selma Björnsdóttir er mjög flinkur leikstjóri, á því er enginn vafi. Maður hafði ákveðna samúð með þessum aðalpersónum, mér fannst leikararnir gera þetta mjög vel,“ segir Þorgerður Katrín en varð hún hrædd á sýningunni. „Við skulum segja að manni hafi ekki alltaf liðið vel, það kom stundum upp óþægindatilfinning.“

Leikhúsið dásamlegt

Þorgerður Katrín hefur alist upp við leikhús allt sitt líf sem dóttir stórleikarans Gunnars Eyjólfssonar og á erfitt með að velja sitt uppáhaldsverk. „Þau eru svo mörg góð. Ég myndi segja að „Sölumaður deyr“ og „Kabarett“ séu þau verk sem koma fyrst upp í hugann en það er svo mikið til af frábærum verkum að það er ekki hægt að gera upp á milli þeirra. Leikhúsið er alveg dásamlegur staður þar sem allir geta notið sín og ég vona einnig að allir fari á Mamma Mia, það var mögnuð upplifun.“


Í STÍL:

Erna Hauksdóttir, fyrrverandi framkvæmdarstjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, og dóttir hennar, Birna Hafstein leikkona, voru sætar að vanda og alveg í stíl hvor við aðra.

GÓÐ:

Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri og hjónin Skafti Jónsson og Kristín Þorgeirsdóttir, yfirritstjóri 365, létu sig að sjálfsögðu ekki vanta.

HRESSAR:

Elísabet Sveinsdóttir og Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri RÚV, mættu með bros á vör og tilbúnar í hrollvekju.

FÓTBROTIN:

SÆT SAMAN:

Björk Eiðsdóttir, ritstjóri MAN, og Karl Ægir Karlsson, doktor í taugavísindum, mættu í sínu fínasta pússi.

FLOTT SYSTKINI:

Stormur Jón Kormákur Baltasarsson og Stella Rín Bieltvedt mættu í Þjóðleikhúsið og stilltu sér upp fyrir myndatöku.

FLOTTUR HÓPUR:

Helga Lilja Björnsdóttir, Jakobína Finnbogadóttir, handboltakappinn Ólafur Stefánsson og Hildur Jakobína Tryggvadóttir mættu hress og kát í Þjóðleikhúsið.

Vigdís Hrefna Pálsdóttir átti að fara með eitt af aðalhlutverkum sýningarinnar en hún fótbrotnaði á einni af síðustu æfingunum fyrir frumsýningu og var því fjarri góðu gamni á sviðinu. Hún mætti þó með bros á vör þrátt fyrir allt.


FRAMHJÁHALD Í SVISS

Sigga Kling (56) hefur yngst við að verða am

Öll erum við með snert af einhverri þráhyggju og stundum virðist sem hún, í öllum sínum fjölbreytileika, einkenni samfélagsumræðuna og jafnvel stjórnarhætti í landinu. Í bókinni Fram hjá eftir Jill Alexander Essbaum, sem út kom í íslenskri þýðingu, er fjallað um unga húsmóðir í Sviss sem byrjar að halda fram hjá ótt og títt í stað þess að detta í áfengi og pillur heima þar sem henni leiðist. Þetta þróast í raðframhjáhald og húsmóðirin leitar hjálpar hjá geðlækni sem útskýrir fyrir henni hvað þráhyggja er og í framhaldinu – áráttan sem framhjáhaldið er orðið. Og geðlæknirinn segir: Þráhyggja eru þær varnir sem manneskjan kemur sér upp þegar hún veit ekki hvert skal stefna. Þá fer hún að endurtaka ýmsar athafnir til að einfalda líf sitt. En árátta? Það er þegar þessar varnir hverfa og öll vitleysan rennur út í eitt. Einkenni þessarar sálsýki er víða að sjá í íslensku samfélagi. Stundum er hún meinlaus, eins og þegar menn fara alltaf í sama skápinn í sundi og sömu sturtuna. Keyra alltaf sömu leið í vinnuna. Fara alltaf í sömu búðina. Eða vilja ekki nema eina sort af sokkum. Við sjáum þráhyggju stjórnmálamanna sem sitja áfram sama á hverju gengur og pólitískt líf þeirra verður hreinlega árátta. Við sjáum menn reyna að framleiða vöru sem lítil eftirspurn er eftir bara vegna þess að eigendur telja hana eiga erindi við almenning. Og áfram mætti telja. En strax og fólk áttar sig á því að þráhyggja er ekki annað en varnir þess sem veit ekki hvert á að stefna, svo ekki sé minnst á áráttuna em fylgir þegar varnirnar hrynja, verður allt einfaldara og skemmtilegra eins og Séð og Heyrt í hverri viku og allan sólarhringinn á Netinu. Eiríkur Jónsson

FRÉTTASKOT sími: 515 5683 BIRTÍNGUR útgáfufélag Lyngási 17, 210 Garðabær, s. 515 5500 ÚTGEFANDI: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Karl Steinar Óskarsson FJÁRMÁLASTJÓRI: Matthías Björnsson DREIFINGARSTJÓRI: Halldór Rúnarsson RITSTJÓRI: Eiríkur Jónsson, eirikur@birtingur.is BLAÐAMENN: Ásta hrafnhildur Garðarsdóttir, asta@ birtingur.is Garðar B Sigurjónsson gardarb@birtingur.is og Loftur Atli Eiríksson lofture@birtingur.is AUGLÝSINGAR: Ólafur Valur Ólafsson, Þórdís Una Gunnarsdóttir, Ásthildur Sigurgeirsdóttir, Davíð þór Gíslason, Laufar Ómarsson, Hjörtur Sveinsson og Jónatan Atli Sveinsson netf.: auglysingar@ birtingur.is UMBROT: Linda Guðlaugsdóttir, Elísabet Eir Eyjólfsdóttir, Carína Guðmundsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir og Ásgerður Margrét Þorsteinsdóttir. MYNDVINNSLA: Guðný Þórarinsdóttir

ERFISME HV R M

KI

mhverfisvottuð prentsmiðja

U

Tilkynna þarf uppsögn á áskrift fyrir 15. hvers mánaðar og tekur hún þá gildi í lok þess mánaðar. Áskrifandi verður að tilkynna breytingar á heimilisfangi til Birtíngs á tölvupóstfangið askrift@birtingur.is. Sé það ekki gert ábyrgist Birtíngur ekki að tímarit skili sér á rétt heimilisfang. Allur réttur áskilinn varðandi efni (texta og myndir). Öll notkun efnis, t.d. beinar tilvitnanir og endursagnir, er óheimil án skriflegs leyfis útgefanda. Sjá nánar um réttarvernd og gjaldskrá útgefanda á birtingur.is

141

776

PRENTGRIPUR

Prentun: Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja ISSN 1025-9562

EINS DRESS:

Baby Kling var bara vikugömul þegar hún fékk fyrsta dressið eins og amma.

ELSKAR BABY KLING Í RÆMUR

Sigga Kling og Baby Kling eru komnar í páskastuð. Baby Kling fékk föt eins og amma hennar og Sigga Kling er að rifna úr monti yfir Spádómspáskaeggjunum frá Góu.

K

ling & Kling „Það er enn þá skemmtilegra en ég bjóst við að verða amma. Baby Kling er alltaf glöð og rosalega vær. Hún grætur ekki en ég veit ekki hvort það er nýja gerðin af börnum eða hvað. Þetta er allt svo auðvelt og ég hef bara yngst upp við að verða amma,“ segir stjörnuspákonan Sigga Kling um nýja hlutverkið sitt. „Þegar þetta gerist fer allur fókusinn af fánýtum hversdagslegum vandamálum yfir á einstaklinginn og maður hættir

að hafa áhyggjur af einhverju sem skiptir engu máli,“ bætir hún við. „Þetta breytir öllu lífinu og tengir mann við kærleikann og gleðina. Svo er ég svo heppin að hún býr bara hérna á móti mér þannig að Baby Kling er aðeins 40 sekúndur frá ömmu sinni.“ Sigga ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í umönnun Baby Kling „Nú er ég að fá sérkörfu svo að ég get passað hana eins mikið og mögulegt er. Hún er fyrsta barnabarnið mitt og ég var búin að


rða amma:

HIMINLIFANDI:

Foreldrarnir, Sigrún Erla Kling og Viktor Eyjólfsson, eru himinlifandi með Baby Kling.

PÁSKABLÓM:

Sigga blómstrar á páskunum og ef hún er ekki í páskastuði, er hún í jólastuði eða sumarstuði.

SKEMMTILEGT HLUTVERK:

Sigga fílar sig vel í ömmuhlutverkinu og segir það enn þá skemmtilegra en hún bjóst við.

PÁSKAKÓNGUR OG PÁSKADROTTNING:

Sigga Kling og Ingi í Sign sneru bökum saman við gerð Spádómseggjanna frá Góu en auk stjörnumerkjabókar leynist í sumum þeirra ávísun á flotta stjörnumerkjaskartgripi frá Sign.

spá fyrir þessu fyrir mörgum árum. Auðvitað endaði þetta með því að ég varð amma en maður þarf ekki að vera mikil spákona að sjá það,“ segir stjörnuspákonan og hlær.

Þrjósk sexa

Litla daman er ekki búin að fá nafn enn sem komið er. „Hún er bara Baby Kling enn þá því það veit enginn enn hvað hún á að heita. Svo skemmtilega vill til að í síðustu viku fékk ég viðurkenningu frá mannanafnanefnd að ég mætti

heita Kling. Það var búið að velkjast aðeins fyrir þeim en Gnarr ruddi brautina þannig að núna er ég löglega Kling og Baby Kling verður það líka.“ Talnaspekin er Baby Kling í hag. „Hún fæddist 3/3 2016 sem er rosalega góður dagur til að fæðast á því það er mikill listamannadagur,“ segir Sigga. „Hún er sexa samkvæmt indverskri talnaspeki og hún verður því mikil fjölskyldumanneskja en dálítið þrjósk sem er mjög gott því þá nærðu þeim árangri sem þú vilt.“

Báðar í eins dressi

Anna og Lovísa Tómas í Kjólar og konfekt hanna skrautlegu og skemmtilegu fötin hennar Siggu og hún lætur Baby Kling njóta þess líka. „Ég fæ, að heita, nýtt dress í hverri viku því þetta er áhugamál hjá mér og Baby Kling fékk dress úr sama efni,“ segir hún. „Í framtíðinni fær Baby Kling dress eins og amma hennar og ég ætla að dekra hana í ræmur en samt ekki gefa henni of mikið nammi.“ Það gæti reynst flókið því í ár er

þriðja árið í röð sem Góa framleiðir Spádómspáskaegg Siggu Kling. „Í eggjunum er að finna bók með stjörnuspá fyrir öll merkin svo fólk geti séð hvað gerist næstu 12 mánuði,“ segir Sigga. „Í mörgum eggjanna leynist líka ávísun á sérhannaða stjörnumerkjaskartgripi frá Inga í Sign. Það er búið að vera ógeðslega gaman að fá svona stjörnumerkjalínu búna til af Sign. Ég er að drepast úr monti yfir þessu.“


Sænsku sendiherrahjónin Christina og Bosse Hedberg (64) skemmtu

Á N Í V I Ð Y E R F U Ð U B FRUMSÝNINGUNNI

Sænski sendiherrann, Bosse Hedberg, hafði aldrei séð Mamma Mia þegar hann fór á frumsýninguna í Borgarleikhúsinu. Hann er mikill Abba-aðdáandi og nýtur þess að vera fulltrúi þjóðar sinnar á Íslandi.

S

ænsk-íslensk samvinna „Þetta var frábær sýning og mikið að gerast á sviðinu allan tímann. Það kom greinilega fram að listamennirnir voru allir þaulæfðir og vissu fullkomlega hvað þeir áttu að gera. Mamma Mia hefur notið mikillar velgegni úti um allan heim frá því söngleikurinn var fyrst sviðsettur í London árið 1999 og við erum að sjálfsögðu stolt af því að tónlistin er frá Svíþjóð,“ segir Bosse Hedberg. „Sendiráðið kom ekkert að

uppsetningu verksins á Íslandi en við vorum látin vita af því að til stæði að sýna það og fengum að njóta þess heiðurs að bjóða upp á freyðvín á frumsýningunni. Það var því einstaklega ánægjulegt að fá að njóta frumsýningarinnar og virkilega gaman.“ Þó að Bosse skilji ekki tungumálið finnst honum virkilega metnaðarfullt að setja söngleikinn upp á íslensku og segir það greinilega hafa fallið í kramið hjá áhorfendum. Líkt og flestir aðrir

SENDIHERRAHJÓNIN:

Sænsku sendiherrahjónin, Bosse og Christina Hedberg, voru að sjálfsögðu í hópi frumsýningargesta.

er Bosse hrifinn af Abba. „Abba skildi eftir sig tónlist sem lifir og hún höfðar jafnvel enn þá til ungs fólks,“ segir hann. „Það er gott að dansa við hana og tónlistin er mjög fjölbreytt, líkt og hjá Bítlunum. Smellirnir eru svo margir en ég treysti mér ekki til að gera upp á milli þeirra.“ Bosse og Christina hafa verið tvö og hálft ár á Íslandi og líkar það vel. „Það eina sem ég sakna er vorið því það kemur eiginlega ekkert vor á Íslandi. Við eigum hús í Suður-

Svíþjóð og á þessum tíma er vorið að koma þar,“ segir hann. Sendiherrahjónin fengu sér hund frá Stokkseyri og finnst gaman að fara í gönguferðir. „Við kunnum vel að meta Íslendinga, hreina loftið og íslenskan mat. Við höfum mest ferðast um sunnan- og vestanvert landið og um Vestfirði og til Vestmannaeyja. Í sumar er svo meiningin að fara í kringum landið og heimsækja heiðurskonsúla Svíþjóðar á Seyðisfirði, Húsavík og Ísafirði.“


mmtu sér vel á Mamma Mia:

AFI FORSETI:

Ólafu­ r Ragn­ar Gríms­son var í góðum félagsskap í Borgarleikhúsinu með Kristínu Eysteinsdóttur leikhússtjóra og afastelpunum sínum, þeim Katrín Önnu, Kötlu og Urði.

FLOTTAR MÆÐGUR:

Þær Bessí Jóhannsdóttir og Jóhanna Gísladóttir, dagskrárstjóri á Stöð 2, voru glæsilegar á frumsýningunni en Jóhanna ber barn undir belti.

FYLGJAST MEÐ:

Eva María Jónsdóttir, fjölmiðlastjarna og miðaldafræðingur, og Sigurpáll Scheving læknir eru virkir þátttakendur í menningarlífinu.

MEÐ MÖMMU OG PABBA:

SKEMMTILEG FEÐGIN:

Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður og Kolfinna Von Arnardóttir sáu söngleikinn ásamt foreldrum Björns, þeim Hrafni Björnssyni og Björk Gunnarsdóttur.

Klara Feðginin Einar Bárðarson og a góð a met að na kun jörg Þorb r. tónlist og flottar leiksýninga

SÆLKERA

SÚRDEIGSBRAUÐ bökuð eftir aldagömlum hefðum

SÍÐDEGISBAKSTUR

EFTIRVÆNTINGARFULL:

Mamma Mia er ekta fjölskyldusýning og þau Egill, 4 ára, og Ragnheiður Eyja, 9 ára, voru eftirvæntingarfull með pabba sínum, Ólafi Agli Egilssyni leikara fyrir sýninguna. Framhald á næstu opnu

Um kl. 15 alla virka daga tökum við nýbökuð súrdeigsbrauð úr ofninum, fást einungis í Iðnbúð 2

Skoðið úrvalið á

o k k ar b ak ar

i. is

Strikinu 3 • Iðnbúð 2 • Garðabæ • 565 8070 • facebook.com/okkarbakari


Framhald af síðustu opnu

MEÐ TENGDAMÖMMU:

Jó­hann Sig­urðar­son leikari mætti með Guðrúnu Er­lends­dótt­ir, tengdamömmu sína, í Borgarleikhúsið en dóttir hennar og mágkona Jóhanns, Jóhanna Vigdís, fer með eitt aðalhlutverkið.

ÞRJÁR GÓÐAR:

Mæðgurnar Nína Dögg Filippusdóttir og Rakel María Gísladóttir voru í flottum fíling ásamt Kristínu Maríu Brink, dóttur Sjonna Brink, en þau Nína Dögg voru uppeldissystkini.

FLOTT FEÐGIN: Feðginin Sveinn Andri og Júlíana Amelía voru flott saman í leikhúsinu.

HJÓNAGAMAN:

Hjónin Hilmir Snær Guðnason og Bryndís Jónsdóttir skemmtu sér vel, líkt og hjónin Sigríður Jónsdóttir og Ólafur Thoroddsen.

SMART MÆÐGIN

Marta María Jónasdóttir, dómari í Ísland Got Talent, var smart að vanda með syni sínum, Kolbeini Ara Jóhannessyni.

ÖFLUG

Kynningar- og markaðsstjórarnir Jón Þorgeir Kristjánsson og Alexía Björg Jóhannesdóttir voru í sjöunda himni enda um 35.000 miðar þegar seldir á sýninguna.

BROSTU BLÍTT:

Gunnhildur Arnardóttir, tengdamóðir Bubba Morthens, brosti blítt ásamt Ingibjörgu Óskarsdóttur, vinkonu sinni.



Dögg Hjaltalín (39) framleiðir íslenska lambapelsa:

JACKIE CHAN

UMVAFINN HLÝJU:

Dögg Hjaltalín framleiðir pelsa úr alíslenskum lambagærum. Pelsarnir eru hlýir og léttir og sniðið hentar öllum – meira að segja konum sem eru komnar átta mánuði á leið eins og Dögg.

KEYPTI ÍSLENSKAN PELS FRÁ NORA ÍSLANDSVINUR:

Stórleikarinn Jackie Chan dvaldi hér á landi við kvikmyndatökur. Hann varð mjög hrifinn af landi og þjóð og að sjálfsögðu keypti hann pels frá NORA, skjannahvítan.

Athafnakonan Dögg Hjaltalín og Ingibjörg Finnbogadóttir, hönnuður hjá NORA, kynntu nýja liti í pelsalínu sinni á Hönnunarmars. Pelsarnir eru úr íslenskum lambagærum og eru alfarið hannaðir og framleiddir hér á landi.

H

lýtt „Ég átti gamlan lambapels sem ég keypti á flóamarkaði og ég notaði hann heilmikið og þegar að hann var úr sér genginn þá fór ég að leita að sambærilegri íslenskri flík en fann hvergi. Þetta var til í gamla daga en hefur ekki verið í framleiðslu hér lengi. Hugmyndin að framleiðslu NORA á lambapelsum kviknaði þannig. Það er ekki hægt að fá betri skjólflík. Jackie Chan kom við hjá okkur og keypti sér einn

hvítan pels til að taka með heim,“ segir Dögg Hjaltalín sem framleiðir pelsana í samstarfi við Ingibjörgu Finnbogadóttur hönnuð. Framleiðslan og hráefnið er alíslenskt. Ingibjörg Finnbogadóttir hannar pelsana og þeir eru saumaðir á verkstæði NORU í Bygggörðum á Seltjarnarnesi en það er Anna María Þorsteinsdóttir klæðskeri sem saumar pelsana. Gærurnar eru sútaðar hjá Loðskinni á Sauðárkróki. Fyrst um sinn voru

eingöngu hvítir pelsar fáanlegir en nú hefur bæst í litaflóruna. Ráðgert er að bæta svo við fjölbreyttari sniðum. „Hugmyndin á bak við NORA var að endurvekja íslenska lambapelsinn sem var á sínum tíma ákaflega vinsæl flík hér á landi. Við teljum að verðmæti íslensku gærunnar aukist með því að gera eftirsóknarverða flík úr þessu góða og hlýja hráefni. Pelsarnir er léttir og sniðið hentar öllum, þeir ganga jafnt hversdags og spari,“ segir Dögg Hjaltalín sem er stolt af framleiðslunni.

PASSAR FYRIR ALLA:

Pelsarnir eru með þægilegu sniði og sígildu sem hentar konum á öllum aldri.

NORA:

Ingibjörg Finnbogadóttir og Dögg Hjaltalín eiga heiðurinn af pelsaframleiðslunni og leggja sitt af mörkum við að efla íslenska framleiðslu.

VEL TEKIÐ:

Kynning í Hörpu á nýju litalínunni gekk vel og var margt um manninn.


AwApuhi Wild GinGer Awapuhi Wild Ginger er hágæða lúxus hársnyrtilína frá Paul Mitchell. Línan hentar öllum hárgerðum, veitir raka og gerir við hárið. Vörurnar eru parabena- og glútenlausar og viðhalda lit lengur í hárinu. Awapuhi Wild Ginger fæst eingöngu á hársnyrtistofum.


Vilhelm Einarsson (31), yfirpizzagerðarmaður á Shake & Pizza:

TVEIR GÓÐIR:

Simmi og Villi taka vel á móti þeim gestum sem mæta á Shake & Pizza og bjóða þeim upp á framandi og góðar pizzur.

VEGAS:

Sigmar og Vilhelm mættu með Beikonsultupizzuna til Vegas og höfnuðu í fjórða sæti.

GALIN:

Beikonsultupizzan er alveg galin en þess virði að prófa enda engin pizza hér á landi sem hefur náð jafngóðum árangri í International Pizza Expo.

ÞETTA ER GEGGJUÐ PIZZA

Beikonsultupizza Shake&Pizza hafnaði í fjórða sæti í stærstu pizzasamkeppni í heiminum í Las Vegas, International Pizza Expo. Þeir Sigmar Vilhjálmsson og Vilhelm Einarsson voru landi og þjóð til sóma og aðeins hársbreidd frá því að komast í úrslit.

P

izza „Við tókum þátt í flokki sem heitir ,,International Non-traditional pizza of the year“. Það er keppt í fimm flokkum og það eru keppendur alls staðar úr heiminum. Margir Bandaríkjamenn og Ítalir en ég held ég geti hengt mig upp á það að við séum fyrstu Íslendingar sem tökum þátt,“ segir Vilhelm. „Í okkar deild voru 60 keppendur og við skilum okkur í fjórða sæti sem er alveg frábært. Við bjuggumst ekki við að komast svona langt en við vissum að við værum með alveg geggjaða pizzu í höndunum. Þegar

við komum út þá sáum við að við vorum ekki að keppa við neina áhugamenn og við erum því mjög sáttir með að lenda í fjórða sætinu.“

Næstum í úrslit

Með Beikonsultupizzunni komust félagarnir langt í keppninni og minnstu munaði að þeir kæmust í úrslit keppninnar. „Hefðum við skilað okkur í þriðja sæti þá hefðum við farið í úrslit og við vorum ekki nema 0,03 stigum frá því að lenda í þriðja sætinu og þá hefðum við átt möguleika á að keppa um tiltilinn „Pizza

maker of the year“. Það er eitthvert verðlaunafé, nokkur þúsund dollarar fyrir sigurvegarann, en titillinn er mun merkilegri. Sá sem vinnur þessa keppni má merkja veitingastaðinn sem með titlinum „Pizza maker of the year“ og það er gríðarlega stórt.“ „Þetta er í þriðja sinn sem ég fer á sýninguna en hef aldrei keppt áður. Þú sækir um að fá að taka þátt og gefur lýsingu á pizzunni þinni og svo færðu úthlutað keppnisrétti ef þú ert með nógu frambærilega pizzzu, bara það að fá inngöngu í keppnina er mikill heiður,“ segir Vilhelm. En ætla þeir að taka aftur þátt á næsta ári? „Ég þarf að beina þessari spurningu til Simma Vill,“ segir Vilhelm og hlær.

Galin pizza

Beikonsultupizza kemur kannski mörgum spánskt fyrir sjónir en nafnið eitt kitlar bragðlaukanna. „Við vorum bara hérna í tilraunaeldhúsi í sumar þar sem matseðilinn okkar varð til. Þar voru saman komnir menn með mikla og góða bragðlauka og við vorum sammála um að það þyrfti eitthvað að vinna meira með þessa pizzu.“ „Eins og Simmi segir þá er þetta algjörlega galin pizza, hún er svo góð. En svona án alls gríns þá kemur hún virkilega á óvart. Fólk er oft mjög hrætt að prófa svona pizzur en best er að tveir til þrír mæti saman og velji sér sína pizzu, taki til dæmis hálfa og hálfa, og þá muntu pottþétt verða sáttur.“


Bændur í Bænum er opið alla virka daga frá kl. 12. Nethylur 2c og baenduribaenum.is sími 586-8001


FRÆGASTIR:

Kaczyñski-bræðurnir eru einhverjir frægustu tvíburabræður heims.

FRÆGIR TVÍBURAR

Hjá þessum einstaklingum á 2 fyrir 1 svo sannarlega við. Sambandið á milli systkina er sérstakt og þá sérstaklega á milli þeirra sem deildu móðurkviði. Þrátt fyrir að vera nánast alveg eins þegar kemur að útlitinu velja tvíburar sér ekki alltaf sama vettvanginn, oft, en ekki alltaf. Hér má sjá nokkra af frægustu tvíburunum.

PÓLSKU BRÆÐURNIR Lech (f. 1949, d. 2010) og Jaroslaw Kaczyñski (66):

P

ólsku tvíburabræðurnir Lech og Jaroslaw Kaczyñski eru eflaust frægustu tvíburar heims. Jaroslaw er lögfræðingur að mennt og formaður PiS (Pólska íhaldsflokksins) sem hann stofnaði árið 2001. Jaroslaw bauð sig fram til forseta Póllands árið 2010 en laut í lægra haldi fyrir Bronislaw Komorowski. Lech Kaczyñski var forseti Póllands frá árinu 2005 þar til hann lést í flugslysi árið 2010. Margir af æðstu stjórnarmönnum Póllands fórust í slysinu og mörgum kom það spánskt fyrir sjónir hversu lítið var vitað um flugslysið og að bróðir forsetans, Jaroslaw, skyldi tilkynna um framboð sitt til forseta strax í kjölfarið. Uppi hafa verið sögusagnir um að flugslysið hafi í raun verið vel heppnuð morðtilraun.

HALLGRÍMSBRÆÐUR Gunnar Helgason (50) og Ásmundur Helgason (50):

G

unnar og Ásmundur hafa farið mikinn í menningarheimi Íslendinga. Gunnar stjórnaði Stundinni okkar í Ríkissjónvarpinu á sínum tíma og hefur skrifað fjöldann allan af vinsælum barnabókum ásamt því að hafa gefið mikið til leiklistarmenningar á Íslandi. Ásmundur hefur á sama tíma haslað sér völd sem einn helsti markaðsmaður landsins og því ljóst að þeir bræður völdu sér mismunandi leiðir en hafa skarað fram úr í þeim báðum. Svo eru þeir litlu bræður Hallgríms Helgarsonar rithöfundar.

SKAGINN:

Bjarki og Arnar eru stoltir Skagamenn og Skaginn er stoltur af þeim.

BOLTABRÆÐURNIR Bjarki Gunnlaugsson (43) og Arnar Gunnlaugsson (43):

HRESSIR:

Það líður vart sú stund að þú sjáir ekki Hallgrímsbræðurna með bros á vör enda eru þeir ávallt hressir.

B

jarki og Arnar völdu svipaða leið í lífinu. Skagabræðurnir sýndu snemma mikla færni í fótbolta og voru fljótir að skara fram úr á því sviði. Þeir spiluðu báðir lengi í atvinnumennsku og samanlagt yfir 50 landsleiki fyrir Ísland. Eftir að atvinnumannaferlinum lauk héldu þeir bræður á vit ævintýranna í viðskiptaheiminum.


Soffía Karlsdóttir (45) syngur lög Joni Mitchell: DÝRMÆTT:

FORSETADÆTUR Guðrún Tinna Ólafsdóttir (40) og Svanhildur Dalla Ólafsdóttir (40):

Soffía Karlsdóttir og söngkonan Joni Mitchell eiga sama afmælisdag. Söngkonan er í sérstöku uppáhaldi hjá Soffíu. Sonur hennar, Karl Hjaltason, söng eitt lag með móður sinni.

T

inna og Dalla, eins og þær eru jafnankallaðar,erutvíburadætur Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Guðrún Tinna er viðskiptafræðingur og Svanhildur Dalla er stjórnmálafræðingur og lögfræðingur. Eins og gefur að skilja eru tvíburar ekki algengir og hvað þá að forseti heillar þjóðar eignist tvíbura. Það er þó ekki einsdæmi því ekki þarf að leita lengra en til George W. Bush, fyrrum forseta Bandaríkjanna, en hann á einnig tvíburadætur, Jennu og Barböru Bush, en þær eru fæddar árið 1981.

FLOTTAR:

Forsetadæturnar eru flottar konur og þær einu í heiminum sem eru tvíburadætur sitjandi forseta.

STJÖRNUDRAUMUR Á ÍRABAKKA MAGNAÐIR:

Clausen-bræðurnir náðu framúrskarandi árangri í öllu því sem þeir tóku sér fyrir hendur.

CLAUSEN-BRÆÐUR Haukur Clausen (f. 1928, d. 2003) og Örn Clausen (f. 1928, d. 2008):

T

víburabræðurnir Haukur og Örn Clausen eru án efa einhverjir fremstu og glæsilegustu íþróttamenn í sögu íslenskra íþrótta, en báðir kepptu þeir fyrir ÍR. Þeir náðu einstökum árangri á einstaklega stuttum ferli. Þeir bræður hættu í íþróttum einungis 22 ára gamlir en Haukur var einn fremsti spretthlaupari heims á sinni tíð og var meðal þátttakenda á Ólympíuleikunum árið 1948. Örn var tugþrautarkappi í heimsklassa og hafnaði meðal annars í 12. sæti á Ólympíuleikunum árið 1948 þrátt fyrir að hafa lítið sem ekkert æft fyrir sumar keppnisgreinarnar. Haukur og Örn fóru þó ekki sömu leið í atvinnumálum en Örn var hæstaréttarlögmaður á meðan Haukur var tannlæknir. Haukur Clausen lést árið 2003 og Örn Clausen árið 2008. Þeirra verður þó ávallt minnst sem tveggja af fremstu íþróttamönnum Íslands.

Soffía Karlsdóttir söngkona hélt tónleika til heiðurs söngkonunni Joni Mitchell. Hún fékk einvala lið söngvara og tónlistarmanna til liðs við sig. Tónleikarnir fóru fram í Peterson-svítunni í Gamla bíói og tókust feikivel.

E

inlæg „Joni dregur fram æskuminningar, ég fékk Joni með móðurmjólkinni og hún hefur alltaf verið hluti af minni tilveru. Mamma hlustaði á hana þegar ég var krakki og hún var eins og hluti af heimilislífinu á Írabakkanum þar sem við bjuggum. Svo er ég endalaust stolt af því að eiga afmæli sama dag og hún, auðvitað er hún Sporðdreki,“ segir Soffía Karlsdóttir söngkona sem ætlar að endurtaka leikinn í sumar. Joni Mitchell er í uppáhaldi hjá mörgum og er lifandi goðsögn í heimi tónlistarmanna. „Ég leita alltaf í hennar tónlist og einnig í Cohen eftir innnblæstri,

FLOTTAR:

Söngkonurnar Ester Jökulsdóttir og Þórunn Erna Clausen voru gestasöngvarar á tónleikunum.

huggun eða styrk. Svo auðvitað því eldri sem ég varð, því betur skildi ég textana og þann boðskap sem lögum hennar fylgdi. Ég er að syngja lögin hennar fyrst núna því ég lagði ekki í að gera þetta fyrr, en mér finnst ég vera tilbúin og vonandi verð ég Joni og hennar listsköpun til sóma. Ég var með flott fólk með mér sem veit nákvæmlega hvað þetta skiptir mig miklu máli. Pálmi Sigurhjartar og Pétur Valgarð sjá um spilasnilldina og sem gestasöngvara hef ég Guðrúnu Árnýju systur, Ester Jökuls og Þórunni Clausen og svo er sonur minn, Karl Friðrik, með eitt lag,“ segir Soffía Karlsdóttir söngkona sem var alsæl eftir tónleikana.

SLÆR Á LÉTTA STERNGI:

Pétur Valgarð lék undir á gítarinn af sinni alkunnu snilld.


Valdís Ösp Ívarsdóttir (42) er ný í sviðsljósinu: Kastljósið beindist að hjónunum Vigfúsi Bjarna Albertssyni sjúkrahúspresti og eiginkonu hans, Valdísi Ösp Ívarsdóttur, þegar þau tilkynntu framboð hans til forseta Íslands. Tilkynningin kom mörgum á óvart og eðlilega varð þjóðin forvitin um þessi hjón. Kastljósið beinist ekki síður að maka forsetaframbjóðenda og því liggur beint við að spyrja: Hver er konan?

STEFNIR Á BESSASTAÐI.

Valdis Ösp Ívarsdóttir fíkniráðgjafi stefnir að því að verða næsta forsetafrú Íslands.

Í FRAMBOÐI:

Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur tilkynnti um framboð sitt á fjölmennum fundi á Hótel Borg. Valdís Ösp, eiginkona hans, og börnin þrjú standa þétt saman og stefna ótrauð áfram til sigurs.

HÖRKUDUGLEG NÚTÍMAKONA:

Valdís Ösp starfar á ráðgjafamiðstöðinni Shalom. Hún er þriggja barna móðir, með græna fingur, hefur gaman af því að baka og sækir orku í Laxá í Aðaldal, sem er sveitin hennar.

STEFNIR Á BESSASTAÐI Valdís Ösp Ívarsdóttir er með mastersgráðu í fíknifræðum frá Hazelden Graduate School of Addiction í Minnesota, en henni lauk hún árið 2003. Hún er einnig með BA-próf í guðfræði og kynjafræðum frá Háskóla Íslands. Hún starfar sem ráðgjafi á ráðgjafamistöðinni Shalom. Valdís og Vigfús eiga þrjú börn. Hvar ertu fædd og uppalin? Á Akureyri Í hvaða grunnskóla gekkstu? Gagnfræðaskóla Akureyrar Hver voru þín helstu

áhugamál? Ég var í fimleikum og dansi þegar ég var yngri en í dag er það listsköpun sem á hug minn í tómstundum og ég fer líka í sjósund. Kanntu brauð að baka? Ég elska að baka, hvíli mig oft við bakstur. Hvert fer fjölskyldan á sumrin? Við förum norður á Laxamýri í sveitina okkar sem allir í fjölskyldunni elska. Ertu með græna fingur? Ég elskaði að rækta grænmeti í skólagörðunum heima á Akureyri

þegar var lítil, já, ég er með græna fingur þegar ég gef mér tíma. Hvað þykir fjölskyldunni best að borða? Ég elda alltaf, mér finnst mikilvægt að sinna næringunni vel. Uppáhaldsmaturinn okkar er kalkúnn og lambakjöt. Hver er uppáhaldsstaðurinn á Íslandi? Laxá í Aðaldal, það er sveitin mín. Hvernig fatastíl ertu með? Ég vil vera fín en smárokkuð líka. Hvernig mamma ertu? Það skemmtilegasta við að vera mamma er að vera í góðum

tengslum við börnin á öllum aldri, þau eru svo frábærar verur. Hvernig var bónorðið? Við Vigfús vorum bara búin að vera saman í sex mánuði og hann var á leið til Ameríku í nám. Hann spurðu mig hvort ég ætlaði með honum út? Ég sagði já. Þá verðum við að gifta okkur sagði hann sem við svo gerðum þremur mánuðum seinna. Flottur. Hvert er hlutverk maka forsetans? Hann á að bæta hann upp.


Bragðaðu á ævintýrinu

Skotti, Mía Refastelpa, Stormur Staurfótur og allir hinir úr Freyjuheiminum eru komin aftur með ljúffengu páskaeggin frá Freyju. Stökktu á páskaeggin frá Freyju því þau eru ævintýri líkust.

ÞÁTTTÖKUMIÐI Í EM-DRAUMALEIK FREYJU LEYNIST Í ÖLLUM PÁSKAEGGJUM FRÁ FREYJU. UPPLIFÐU PÁSKAÆVINTÝRIÐ Á freyjuheimur.is Finndu Freyjuheim á Facebook


Skartgripahönnuðurinn Steinunn Vala Sigfúsdóttir (36): GLEÐIBROS:

Steinunn Vala Sigfúsdóttir, hönnuður hjá Hring eftir hring, á tali við Unu Sighvatsdóttur fréttakonu.

HAMINGJA Á HÖNNUNARMARS ÁHUGASAMAR: Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir frá Ihanna Home og Hildur María Gunnarsdóttir frá Reykjavík Raincoats skemmtu sér vel.

GÓÐ HUGMYND:

Þessti skemmtilega skreytta keramíkkúla er hönnuð sem hnífaparastandur, nýstárleg og sniðug.

RÉTTA DRESSIÐ:

Grímkell Pétur Sigurþórsson hjá Arctic Watches fylgdist áhugasamur með en hann klæddist nýjustu tísku frá Reykjavik Raincoats. Regnjakkarnir hafa slegið rækilega í gegn, sérstaklega hjá erlendum ferðamönnum.

Áhugafólk um hönnun beið spennt eftir HönnunarMars þegar fjöldi sýninga af hönnun af ýmsu tagi opnaði um borg og bý. Sjö hönnuðir sýndu handverk og hönnun sína á samsýningu sem var haldin í Stöðlakoti en þar var rekið gallerí í fjölmörg ár en í dag er þar gistiheimili fyrir ferðamenn.

M

ars „Við fengum inni í Stöðlakoti, fallegu litlu húsi sem kúrir við Bókhlöðustíg. Við erum fimm í hópnum sem höfum alltaf verið á HönnunarMars og við sýnum gjarnan saman,“ segir Steinnun Vala Sigfúsdóttir, skartpripahönnuður hjá Hring eftir hring. Í Stöðlakoti leiddu alls sjö hönnuðir saman hesta sína. Hönnuðirnir voru með ólíka hönnun, allt frá skartgripum til regnjakka. Það er greinilega mikil gróska í íslenskri hönnun. „Það er ótrúlega gaman að sjá

FÍNAR OG FLOTTAR:

Þær Marý Ólafsdóttir frá MARÝ hönnun, Björg Juto og Anna Þórunn Hauksdóttir sem hannar undir eigin nafni ANNA ÞÓRUNN nutu sín vel.

þróunina sem hefur verið í þessum geira. HönnunarMars í ár var alveg frábær, greinin hefur þroskast og er orðin svo fagleg. Það er langt og strangt ferli á bak við uppbyggingu á vörumerki. Erlendir ferðamenn hafa áhuga á því sem við gerum og versla gjarnan í ferðamannaverslunum en þeir kaupa frekar minni vörur en stærri og dýrari hönnunarvöru,“ segir Steinunn Vala sem heldur ótrauð áfram í því að koma Íslandi á alheimskortið sem land hönnunar og hugvits.


GÓÐA NÓTT NÝTT LUNAMINO INNIHALDSEFNI: L-tryptófan Sítrónumelissa Lindarblóm Hafrar B-vítamín Magnesíum

Melatónín er myndað úr tryptófani

Sölustaðir: Lyfja, Heilsuhúsið, Apótekið og Fræið Fjarðarkaupum


Guðrún Scheving Thorsteinsson (44) á fullri ferð:

DUGLEG:

Guðrún er á fullu í búðarrekstri ásamt því að vera barnalæknir. Geri aðrir betur.

BARNALÆKNIR Í BÚÐARREKSTRI Guðrún Scheving Thorsteinsson er einn eigenda búðarinnar Indiska hér á landi. Vörurnar frá Indiska fá innblástur sinn, eins og nafnið gefur til kynna, frá Indlandi og hefur fyrirtækið allt frá stofnun þess verið duglegt að gefa af sér til góðgerðamála.

I

ndverskt „Þetta er sænsk verslunarkeðja sem er rúmlega 100 ára gömul. Hún var upphaflega stofnuð af manni sem var í hjálparstarfi á Indlandi. Hann byrjaði selja þetta í Svíþjóð og alveg frá upphafi hefur alltaf ákveðinn hagnaður farið í góðgerðastörf til Indlands. Indiska er með ákveðin góðgerðaverkefni hverju sinni og það er hægt að nálgast þau á

indiska.com en þar er þetta allt tekið fram,“ segir Guðrún. „Við notum indverskt handverk. Það er mismunandi handbragð frá mismunandi bæjum í Indlandi og vinnuaflið kemur einnig frá þessum bæjum. Þetta er atvinnuskapandi ásamt því sem hluti af hagnaðinum fer í góðgerðastörf. Það er þessi góðgerðahugsun sem kemur frá þeim sem heillaði mig mest.“

Kynntist Indiska í Svíþjóð

Guðrún Scheving er barnalæknir og því nóg að gera. Það er því ekki úr vegi að spyrja hvort hún hafi tíma fyrir búðarreksturinn. „Þetta getur verið svolítið flókið. Ég er ekki að vinna í búðinni en ég er eigandi og stjórnarformaður. Þetta getur verið svolítið púsl en þetta er aukagleðigjafi í mínu lífi. Ég kynntist þessari verslun þegar ég var í námi í Svíþjóð og fannst þetta svo falleg hönnun, ásamt því sem manni líður vel með að versla þarna því góðgerðastarfsemin er svo mikil. Þegar ég kom heim fannst mér

ómögulegt að hafa þetta ekki hér, þannig að árið 2012 ákvað ég ásamt þremur öðrum konum að opna búðina hér á landi og það hefur gengið mjög vel. Okkur hefur verið tekið alveg ótrúlega vel og erum mjög glaðar með það.“ Guðrún hefur gaman af búðarrekstri og þegar hún er spurð hvort hún ætli sér að opna fleiri búðir heldur hún öllu opnu. „Það er nú ekki í plönunum eins og er. Ég er að drukkna í vöktum þessa stundina og nóg að gera en mér finnst þetta það skemmtilegt að það er aldrei að vita.“

FJÓRAR FRÆKNAR:

Guðrún og Sigríður ásamt tveimur af starfsmönnum sínum, þeim Kristjönu og Sólveigu, sem sjá til þess að viðskiptavinum Indiska líði alltaf vel og fái frábæra þjónustu.

TVÆR GÓÐAR: Guðrún og Sigríður Ragna eru tveir af eigendum Indiska og viðskiptin blómstra.


Fermingartilboð

Rúm, verð frá 74.669 kr. 50% afsláttur af aukahlutum með öllum fermingarrúmum

Smiðjuvegi 2, Kópavogi (við hliðina á Bónus) - Sími 544 2121 - www.rumgott.is


Axel Björnsson (25), söngvari og gítarleikari Pink Street Boys:

VÆRI DRAUMUR AÐ FYLLA WEMBLEY

ROKK OG RÓL:

Axel er frontmaður Pink Street Boys og ætlar sér að upplifa rokkdrauminn, sama hvað það kostar.

PINK STREET BOYS:

Víðir Alexander Jónsson, Jónbjörn Birgisson, Einar Björn Þórarinsson og Axel Björnsson skipa hljómsveitina og eru á leiðinni í Evróputúr.

THE STROKES:

Hljómsveitin The Strokes var stofnuð árið 1998 í New York og hefur selt yfir fimm milljónir platna. Það er stórt skref fyrir Pink Street Boys að fá að hita upp fyrir þessa sveit.

Hljómsveitin Pink Street Boys hefur vakið mikla athygli undanfarið og leggur nú af stað í Evróputúr. Þessir bílskúrsrokkarar ætla sér stóra hluti og leyfa sér að dreyma stórt því rokkaralífið heillar.

R

okk og ról „Við erum á leiðinni í smá Evróputúr. Við förum til átta landa og meðal annars til London, Þýskalands, Belgíu og Frakklands. Við hitum meðal annars upp fyrir The Strokes sem er gríðarlega stórt band, þannig að það er allt að gerast.“ „Við erum í þessu bílskúrsrokki. Þetta er bara gamaldags og hávaðasamt rokk og ról, þannig

viljum við hafa það. Við stofnuðum hljómsveitina árið 2013 og erum búnir að spila á Airwaves og vorum meðal annars tilnefndir til norrænu tónlistarverðlaunanna í fyrra og það var mikill heiður. Við erum bara frekar góðir, held ég,“ segir Axel og hlær.

Erum ekki góðir strákar

Pink Street Boys hafa náð miklum

árangri á stuttum tíma og það að hita upp fyrir stórsveitina The Strokes er stórt tækifæri eins og flestir tónlistaráhugamenn gera sér grein fyrir. „Það var maður hérna á síðasta Iceland Airwaves, ítalskur gaur sem heitir Corido, sem sá okkur spila á Gauknum og hann ákvað að gerast umboðsmaður okkar í Evrópu. Hann hefur hjálpað okkur mikið. Þetta er tveggja vikna túr og það er alveg gríðarlegur spenningur yfir þessu hjá okkur. Maður er búinn að stefna að rokkdraumnum síðan maður var þrettán ára og nú er þetta allt að smella saman.“

Við gerum lítið annað þessa dagana en að undirbúa þetta, það er lítill tími fyrir kærustuna, eins og er, en hún er skilningsrík,“ segir Axel og bætir við að rokkdraumurinn sé stór. „Við leyfum okkur alveg að dreyma stórt og þetta lítur vel út núna. Það væri auðvitað draumur að fylla Wembley en við sjáum til hvernig þetta fer allt saman. Það væri líka hrikalega gaman að fá að taka sett með Liam Gallagher, hann er svona rokk-idol hjá mér. Við erum meiri Oasis-menn heldur en Blur, við erum ekki góðu strákarnir.“


HAFÐU ÞAÐ GAMAN! TENERIFE - COSTA BRAVA - KANARÍ COSTA DORADA - ALBIR - BENIDORM Það er alltaf sól og sæla hjá Gaman Ferðum. Við bjóðum ferðir á sanngjörnu verði í sólina. Kíktu á gaman.is, skoðaðu úrvalið og gerðu verðsamanburð! Komdu með okkur, það verður bara Gaman.

Gaman Ferðir fljúga með WOW air / www.gaman.is / gaman@gaman.is / S: 560 2000


Ragna Erlendsdóttir (35), móðir Ellu Dísar (2006-2014):

MÓÐURÁST: Ragna og Ella Dís á góðri stund.

SKRIFAR BÓK UM líf látinnar DÓTTUR Ragna Erlendsdóttir hefur upplifað það að vera bæði ein elskaðasta kona Íslands og sú hataðasta. Líf hennar hefur verið ævintýri líkast og í fjölmörg ár var hún þekkt sem móðir Ellu Dísar. Ragna var bæði lofuð og löstuð fyrir baráttuna sem hún háði fyrir dóttur sína og enn í dag sér ekki fyrir endann á þeirri vegferð. Í dag vinnur Ragna að bók um líf dóttur sinnar sem var fjölskyldu hennar mikill harmdauði.

Ö

rlög „Ég týndi sjálfri mér í langan tíma og þurfti að hafa fyrir því að koma til baka sem manneskja. Álagið var ómennskt. Í dag sæki ég styrk til dætra minna, Miu og Jasmínar, án þeirra væri ég ekki á lífi,“ segir Ragna Erlendsdóttir, þriggja barna móðir og betur þekkt sem móðir Ellu Dísar. Það vakti óskipta athygli á sínum tíma þegar Ragna hóf að blogga um veikindi dóttur sinnar. En dóttir hennar, Ella Dís, var með óútskýrð veikindi á þeim tíma. Veikindi stúlkunnar voru læknum ráðgáta en

afleiðingin var sú að Ella Dís var bundin við hjólastól, átti erfitt með að anda sjálf og gat á endanum enga björg sér veitt. Hún fæddist árið 2006 og lést á Barnaspítala Hringsins í júní 2014, einungis átta ára gömul. Á örskömmum tíma urðu þær mæðgur þjóðþekktar og með bloggi sínu vakti Ragna athygli á ástandi barnsins og félagslegum aðstæðum fjölskyldunnar. „Ég fann fyrir mikilli elsku og stuðningi frá þjóðinni og það veitti mér mikinn styrk. Mér tókst að safna fjármunum til að styðja við Ellu Dís og fjármagna umönnun

hennar. Hún var með sértæka þjónustu og þurfti mikinn búnað og það var kostnaðarsamt, styrkir eru ekki ríflegir og ég á tvö önnur börn sem þurfti að sjá fyrir. Ég er mjög þakklát öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum á sínum tíma til að gera líf hennar léttara.“

Þrautaganga foreldra

„Þeir sem eiga langveik börn hafa margir hverjir sömu sögu að segja. Það er enginn sem réttir þér leiðbeiningabækling með svörum við öllum þeim spurningum sem foreldrar langveikra standa frammi fyrir. Þetta er algjör frumskógur. Barnið þitt er veikt og enginn getur sagt þér hvað er að. Foreldrar eru agjörlega varnalausir þegar þeir standa frammi fyrir þeirri þolraun að eiga langveikt barn. Það eru engin rétt viðbrögð þegar svona stendur á. Foreldrar berjast fyrir hönd barna sinna með þeim ráðum sem þeir þekkja og hafa, annað geta þeir ekki gert.“

GEFST ALDREI UPP:

Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar, heldur áfram að berjast fyrir dóttur sína.

Það gekk ekki þrautalaust fyrir sig að fá úr því skorið hvað var að valda Ellu Dís svo miklum veikindum. Ragna flakkaði með barnið á milli spítala hér og til Englands, þar sem hún bjó um stund, en barnsfaðir hennar er enskur og búsettur þar. „Þetta var hræðilegt, það vissi enginn neitt, hvorki hér né á Englandi. Ég stóð í stríði við læknana hér á landi og það endaði eins og alþjóð veit ekki vel. Ég fór með Ellu Dís til Englands í óþökk yfirvalda hér því að ég vildi fá úr því skorið hvað væri að barninu mínu. Svo kom niðurstaðan að lokum, en of seint.“

Þungar ásakanir

„Mér var gefið að sök að hafa valdið barninu mínu skaða, hryllileg staða. Ég var ásökuð um að hafa haft áhrif á veikindi hennar. Hvernig svarar maður svoleiðis? Ég óska engum að þurfa að standa í því að bera þetta af sér. Það varð allt vitlaust hérna heima þegar það fréttist að ensk yfirvöld


SÆLAR SYSTUR:

Systurnar saman á góðri stund.

KOMIN Á GÓÐAN STAÐ:

Ragna og dætur hennar voru á hrakhólum en eru komnar með fasta búsetu í fallegri íbúð á góðum stað í Reykjavík og lífið er að færast í fastar skorður.

ELLA DÍS:

Litla stúlkan Ella Dís lést eftir langvarandi veikindi á heimili sínu þann 5. júní 2014, hún var átta ára gömul.

Ragna er að leggja lokahönd á sögu Ellu Dísar, hún vonast til þess að bókin komi út sem fyrst.

„Fólk hatar mig enn þá, ég er með stimpil á mér sem athyglissjúk og móðursjúk kona sem olli barninu sínu skaða. En ég veit sannleikann. Barnið mitt var veikt, hún var dóttir mín og nú er hún dáin. Ég gerði allt sem ég taldi vera rétt til að halda í henni lífi. Dæmi hver sem vill, ég veit sannleikann og hann kemur fram í bókinni.“

Ella Dís lifir áfram

„Ég er þessa stundina að vinna að bók um líf Ellu Dísar þar sem saga hennar verður sögð. Ég er með gott fólk með mér sem er að aðstoða mig við að leggja lokahönd á bókina. Sagan verður sögð út frá sjónarhorni

„Dætur mínar, Mia og Jasmín halda í mér lífinu, án þeirra væri ég ekki hér.“

SKRIFAR BÓK UM DÓTTUR SÍNA:

LÆT EKKI BUGAST:

hefðu borið mig þessum sökum. Ég missti allan stuðning hérna heima og var hrikalega ein.“ Stuttu eftir þennan skell kom greiningin sem breytti öllu. Ella Dís var greind með Brown Vialetto Van Leereheilkenni (BVVL) en við því er enginn lækning, hins vegar reynist gagnlegt að dæla B2-vítamíni í sjúklingin en það dregur úr einkennum hans. En líkt og með aðra sambærilega sjúkdóma þá er erfitt að greina þá. „Það var bæði skellur og léttir að fá greininguna loksins. Ég vissi allan tímann að það var ekki mér að kenna að barnið mitt væri veikt. Ef hún hefði greinst fyrr þá væri hún á lífií dag, það er mín trú.“

STYRKUR:

hennar. Ég vonast til þess að ganga frá samningi við útgefanda fljótlega. Það tekur á að lesa bloggið þar er margt sem að ég var búin að gleyma, margar ljúfsárar minningar sem bæði ýfa upp sárin og ylja um hjartaræturnar.“ Líf mæðgnanna er komin í fastan farveg. Þær eiga huggulegt heimil í Reykjavík og eftir að hafa verið á hrakhólum þá eru þær komnar með fasta búsetu og þeim líður vel. En þrautagöngunni er ekki lokið. Ragna stendur í málaferlum vegna atvika sem, að hennar mati, leiddu til dauða Ellu Dísar. „Ég stend í málaferlum við þá sem sinntu henni síðustu lífsmetrana. Það mál er í ferli og ég er vongóð um jákvæða niðurstöðu. Mér er alveg sama um allar bótafjárhæðir, ég vil bara fá úrlausn og niðurstöðu, ég set ekki verðmiða á líf dóttur minnar,“ segir Ragna Erlendsdóttir sem berst fyrir dóttur sína út yfir gröf og dauða.

MINNINGIN LIFIR:

„Ég vil muna hana lifandi, ég treysti mér ekki enn til að fara í kirkjugarðinn, ég hreinlega get það ekki. Mamma fer og skilar kveðju frá mér.“


Skódrottningin Marta Jónsdóttir (45):

SMEKKKONA: Marta kann að gera vel við konur og bauð upp á dýrindis súkkulaði úr smiðju Hafliða súkkulaðimeistara.

MÖGNUÐ MARTA

N

ýtt Það ríkti mikil spenna í verslun Mörtu Jonsson á Laugavegi þegar nýja fatlínan hennar var kynnt til leiks. Marta, sem er fyrst og fremst þekkt fyrir skóhönnun sína, fetar nú nýjar slóðir með fatalínu sinni. Fatalínan sem er vorleg og rómantísk féll í góðan jarðveg. Marta er höfðingi heim að sækja og bauð upp á dýrindis súkkulaði úr smiðju Hafliða konfektmeistara. Það verður spennandi að fylgjast með Mörtu í framtíðinni sem er að feta nýjar slóðir sem fatahönnuður.

SPENNTAR „GO SMART“:

Kolbrún Ýr Arnardóttir, verslunarstjóri Marta Jonsson í Kringlunni, og Lína Knútsdóttir, verslunarstjóri verslunarinnar á Laugavegi, voru skælbrosandi og glaðar með móttökurnar.

Á LJÚFUM NÓTUM:

Friðrik Karlsson gældi við tóneyra gesta með ljúfum gítarleik.

FLOTTAR MÆÐGUR:

Laufey Johansen leit við ásamt dætrum sínum, Matthildi og Eygló.


Nurofen Apelsin

Íbúprófen mixtúra fyrir börn á aldrinum 6 mánaða til 12 ára • Hitalækkandi • Verkjastillandi • Bólgueyðandi Sýnt hefur verið fram á að Nurofen apelsin slær á hitann eftir aðeins 15 mínútur og áhrifanna gætir í allt að 8 klukkustundir

Fæst án lyfseðils í apótekum Nurofen Apelsin 40 mg/ml mixtúra, dreifa. Inniheldur Íbúprófen. Til skammtímameðferðar gegn vægum til miðlungi alvarlegum verkjum eða hita. Skammtar og lyfjagjöf: Til inntöku. Dagsskammtur af Nurofen er 20-30 mg/kg líkamsþyngdar tekin inn í 3-4 aðskildum skömmtum á u.þ.b. 6 til 8 klst. fresti. Mælt er með því að sjúklingar sem eru viðkvæmir í maga taki Nurofen með mat. Ekki ráðlagt fyrir börn yngri en 6 mánaða eða undir 8 kg. Aðeins til skammtímanotkunar. Leita skal til læknis ef einkenni versna. Ef lyfið er notað án lyfseðils og einkenni barnsins eru viðvarandi í meira en 3 daga skal leita til læknis. Lágmarka má aukaverkanir með því að nota lægsta virka skammt í eins stuttan tíma og hægt er til að meðhöndla einkenni. Ekki má taka lyfið ef þú: Hefur ofnæmi fyrir íbúprófeni, bólgueyðandi gigtarlyfjum, hveiti eða einhverju innihaldsefnanna, sögu um berkjukrampa, astma, nefslímubólgu eða ofsakláða í tengslum við inntöku acetýlsalicýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja, sögu um blæðingar eða rof í meltingarvegi í tengslum við fyrri meðferð með bólgueyðandi gigtarlyfjum, virk sár, eða sögu um endurtekin sár/blæðingar í maga, virka blæðingu í heila eða annars staðar, alvarlega lifrarbilun, alvarlega nýrnabilun, alvarlega hjartabilun, storkuvandamál, óútskýrðar truflanir á blóðmyndun svo sem blóðflagnafæð, ert á síðasta þriðjungi meðgöngu, tekur önnur bólgueyðandi gigtarlyf eða meira en 75 mg af acetýlsalicýlsýru daglega, ert með hlaupabólu, hefur nýlega gengist undir stóra skurðaðgerð, hefur ofþornað. Gæta skal sérstakrar varúðar og ræða við lækni eða lyfjafræðing ef þú ert með, hefur einhvern tíman fengið eða átt hættu á að fá: Bandvefssjúkdóm, þarmasjúkdóm, hjarta og/eða æðasjúkdóm, skerta nýrnastarfsemi, lifrarsjúkdóm, óþol fyrir sykrum eða ef þú tekur önnur lyf. Regluleg notkun verkjalyfja getur leitt til varanlegra truflana á nýrnastarfsemi. Andþyngsli geta komið fyrir ef barnið hefur astma, langvinnt nefrennsli, sepa í nefi eða ofnæmissjúkdóma. Örsjaldan hefur verið greint frá alvarlegum viðbrögðum í húð í tengslum við notkun bólgueyðandi gigtarlyfja. Hætta skal notkun Nurofen Apelsin strax við fyrstu merki um útbrot á húð, sár á slímhúðum eða önnur einkenni ofnæmisviðbragða. Lyf svo sem Nurofen Apelsin geta tengst aukinni hættu á hjartaáfalli eða heilaslagi. Ekki nota meira en ráðlagðan skammt og ekki lengur en ráðlagt er. Ef blæðing eða sár koma fram í meltingarvegi ætti að hætta meðferð strax. Hættan á blæðingum, sáramyndun eða rofi í meltingarvegi eykst við notkun stærri skammta af bólgueyðandi gigtarlyfjum, hjá sjúklingum með sögu um sár í meltingarvegi, einkum ef þeim hafa fylgt blæðingar eða rof og hjá öldruðum. Lyfið getur dulið einkenni sýkinga og hita. Sjúklingar með sögu um aukaverkanir í meltingarfærum, sérstaklega aldraðir, ættu að hafa samband við lækni án tafar og greina frá öllum óvenjulegum einkennum frá meltingarvegi. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Reckitt Benckiser Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.


FYRIR 14 ÁRUM

Áslaug Ósk Reynisdóttir (32) var ein af Séð og Heyrt stúlkunum:

SKEMMTILEGT FLIPP Séð og Heyrt stúlkan prýddi öftustu síðu blaðsins um árabil og þær eru margar sem setið hafa fyrir. Hjá sumum var þetta upphafið að glæstum fyrirsætuferli en hjá öðrum einungis örstutt gaman. Áslaug Ósk Reynisdóttir var ein af Séð og Heyrt stúlkunum og okkur lék forvitni á að vita hvað Séð og Heyrt stúlka væri að gera nú fjórtán árum seinna.

EINU SINNI VAR:

Áslaug Ósk var Séð og Heyrt stúlka fyrir fjórtán árum.

MAMMA:

Áslaug Ósk er tveggja barna móðir og hér er hún ásamt öðrum syni sínum, Guðmundi Reyni.

S

krýtin upplifun „Já, ég man mjög vel eftir þessu. Ég sótti nú ekkert um að vera Séð og Heyrt stúlka heldur var það bara ljósmyndarinn sem bað mig um það á sínum tíma. Ég lét fyrirsætustörfin alveg í friði eftir þetta og hef ekkert setið fyrir. Þetta var bara skemmtilegt flipp á þeim tíma. Þetta var samt mjög skrítin upplifun og ég var alls ekki vön því að sitja svona fyrir,“ segir

Áslaug. Áslaug talaði um það fyrir 14 árum að draumurinn væri að gerast flugfreyja og hún lét svo sannarlega verða af því. „Ég var flugfreyja hjá Primera Air árið 2014 en núna er ég bara í fæðingarorlofi. Ég er með einn sjö mánaða pjakk hjá mér ásamt því sem ég á einn sex ára strák. Það lýsir mér mjög vel í dag. Ég er bara mamma.

Fyrirsætuferillinn hjá mér er algjörlega búinn, nú ferðast ég bara um heiminn ásamt því að vera eins góð móðir og ég mögulega get.“


hvað meðvinkona, blessuð börnin? þín besta nýtt líf

einfaldaðu líf þitt fáðu

sous vide Fyrir alla

fjórar flottar sous vide fiSkiSúpur

Fyrir alla

talsmaður launaendaþarmsmaka hækkun á íslandi www.gestgjafinn.is

í viðtali :

Jóhann G. ÁsGrímsson „ótjáðar tilfinningar hafa áhrif á hvort mEnn Efna loforð“ KanileplaKaKa súKKulaði-blÁberJamúffur GranateplaKaKa

AlvörugAllAbuxur komnAr Aftur lucy duff-gordon var fyrsti tískumógúllinn

IndverskIr NýStálegur réttIr þorramatur

anna tara loksins

Indverskt Chutney

ÁrAmótAheit elsu nielsen urðu Að dAgAtAli hvaða sKilaboð senda eðalsteinar?

anna hulda

hamingjan sést í andlitinu

Birna rún Eiríksdóttir sló í gEgn í rétti

crossfit- og lyftingakonan,

ekki láta doktorsneminn og kennarinn farsímann lætur karlaveldið trufla falleg heimili um sig ekkisig stoppa þig! hörkukvendið opnar

6

690691 050009 050009 55 690691

innanhússarkiTekT í vesTurbænum

skarTar liTum 1.995 kr. kr. verð 2.195

7. tbl. 02. tbl. 2015 2016

Var barnshafandi þótt læknar teldu annað

TÖFF TATTÚ FRÆGA FÓLKSINS

Bygg – íslenskt ofurkorn

5 690691 160005

æskuna, erfiðleikana í skóla og það sem gengur á í fitness-heiminum blaaa...

glútenfríar uppskriftir - hönnun - menning - tíska snyrtivörur stjarnanna - þrefaldaðu vinnufærnina

Allt ömmu að þakka!

kiknuðu næstum undan álagi En völdu að halda samBandinu áfram

5 690691 200008

JOHN WESLEY HARDIN

9 SÖGULEG BORÐSPIL

Kotra, Trivial Pursuit, Matador, skák ...

FRUMSKÓGARBÓKIN

Sögur frá Indlandi hlutu Nóbelsverðlaun

VERSTI MORÐINGI VESTURSINS

sagan öll

Nr. 5 11. feb. 2016 Verð 1.495 kr.

ðu me

p a r a ðu S -

Chutney

Fiskisúpur

var með dótturina á brjósti í fimm ár

ra pa

um - Sp a r a

um

ve f num ÓmÓtstæðIlegIr súrdeIgsbrauð kjúklIngapottréttIr

SPURNINGAR OG SVÖR

NÝTT LÍF HÚS OG HÍBÝLI

l Hvenær hættu konungbornir

að bera kórónur?

HORFIN STÓRVELDI

MAYARÍKIÐ og Stórstjarnan Lay Low barn: Agnes Erna eignuðust

FALDI ÓLÉTTUNA ALLA ÖNGUNA KATRÍN MÁTAR SIG MEÐG VIÐ FORSETANN

l Heitir Blátönn, Bluetooth,

eftir norrænum konungi?

Stríðsfangar færðir guðunum að fórn

NASISTARNIR

DREGNIR FYRIR DÓMARA

Smellpassar!

9 771025 956009

l Hver fann bakteríurnar?

Jóhannes sprellfjörugur með nýja hjartað:

Stóra kokteilfjölskyldan:

VEL HRIST SAMAN

NR 2/2016 1.895 kr.

GESTGJAFINN VIKAN SÉÐ OG HEYRT

Leiðtogar Þriðja ríkisins dæmdir í Nürnberg 1946

JÚLÍA Löður er með á Löður allan bílinn er með áallan bílinn Löður Löður er Löður með Löður er með er er með áallan áallan allan ábílinn allan ábílinn allan bílinn bílinn bílinn Löður Löður Löður er með er með er með er Löður með er Löður með er Löður er með ámeð með Löður allan áLöður er með Löður allan ámeð Löður bílinn er allan áLöður með er allan ámeð með er bílinn allan á er með bílinn áallan allan með bílinn ámeð ábílinn allan bílinn áallan allan bílinn allan ábílinn allan ábílinn bílinn bílinn bílinn Löður Löður Löður erLöður Löður með erLöður Löður með erLöður Löður með er Löður með er Löður með er Löður er áer með er Löður allan áer er með allan ámeð bílinn er allan ábílinn Löður bílinn með allan á bílinn allan á er bílinn áallan allan með bílinn áallan allan allan bílinn áallan bílinn allan bílinn áallan allan Löður með áábílinn bílinn Löður er með á Löður er með ábílinn allan bílinn er áá Löður er með ábílinn allan bílinnbílinn Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Rain-X býður Rain-X uppá býður Rain-X fullkomna uppá Rain-X býður yfirborðsvörn fullkomna býður uppá fullkomna uppá yfirborðsvörn fullkomna • öryggi Rain-X yfirborðsvörn verndar yfirborðsvörn Rain-X bílinn, verndar Rain-X eykur Rain-X verndar bílinn, útsýni verndar eykur bílinn, og öryggi útsýni bílinn, eykur og eykur útsýni öryggi útsýni ogútsýni öryggi ogog öryggi Hreinn bíll eyðir allt aðRain-X 7% minna eldsneyti Rain-X býður Rain-X uppá býður Rain-X fullkomna uppá býður fullkomna býður uppá fullkomna uppá yfirborðsvörn fullkomna • fullkomna Rain-X yfirborðsvörn verndar yfirborðsvörn Rain-X bílinn, verndar Rain-X eykur •eykur Rain-X verndar bílinn, útsýni verndar eykur bílinn, og öryggi útsýni bílinn, eykur og eykur útsýni öryggi og öryggi Rain-X býður Rain-X uppá býður Rain-X fullkomna uppá býður Rain-X fullkomna uppá yfirborðsvörn býður Rain-X fullkomna uppá yfirborðsvörn Rain-X býður fullkomna uppá býður •fullkomna yfirborðsvörn Rain-X býður Rain-X fullkomna uppá •verndar yfirborðsvörn Rain-X Rain-X býður fullkomna •verndar yfirborðsvörn fullkomna Rain-X bílinn, uppá Rain-X yfirborðsvörn •eykur verndar fullkomna uppá bílinn, Rain-X yfirborðsvörn Rain-X býður útsýni fullkomna •Rain-X eykur verndar Rain-X bílinn, yfirborðsvörn uppá býður Rain-X og útsýni •býður eykur Rain-X verndar öryggi bílinn, yfirborðsvörn uppá •Rain-X býður Rain-X og útsýni verndar eykur fullkomna öryggi bílinn, býður uppá •yfirborðsvörn verndar Rain-X yfirborðsvörn útsýni eykur bílinn, fullkomna öryggi uppá • eykur Rain-X verndar yfirborðsvörn og útsýni eykur fullkomna verndar eykur yfirborðsvörn •bílinn, Rain-X og útsýni öryggi útsýni yfirborðsvörn bílinn, eykur ••öryggi Rain-X og verndar öryggi og eykur útsýni ••eykur verndar öryggi Rain-X bílinn, útsýni og ••útsýni Rain-X verndar öryggi bílinn, og verndar öryggi útsýni eykur bílinn, og útsýni bílinn, eykur öryggi og eykur útsýni öryggi útsýni og öryggi og öryggi Rain-X býður Rain-X uppá býður Rain-X fullkomna uppá býður Rain-X fullkomna uppá yfirborðsvörn býður Rain-X fullkomna uppá yfirborðsvörn Rain-X býður Rain-X uppá býður •yfirborðsvörn Rain-X býður Rain-X fullkomna uppá •uppá verndar yfirborðsvörn Rain-X uppá Rain-X býður fullkomna •býður verndar yfirborðsvörn fullkomna Rain-X bílinn, býður uppá Rain-X yfirborðsvörn •eykur verndar fullkomna uppá bílinn, Rain-X yfirborðsvörn býður útsýni fullkomna •eykur verndar Rain-X bílinn, yfirborðsvörn uppá Rain-X og útsýni •fullkomna eykur Rain-X verndar öryggi bílinn, fullkomna yfirborðsvörn uppá •Rain-X býður Rain-X Rain-X og útsýni verndar eykur fullkomna öryggi bílinn, uppá •og verndar Rain-X býður yfirborðsvörn og útsýni bílinn, fullkomna •bílinn, Rain-X uppá yfirborðsvörn bílinn, og útsýni eykur öryggi verndar eykur yfirborðsvörn •bílinn, Rain-X og útsýni útsýni bílinn, eykur ••allt yfirborðsvörn Rain-X og verndar öryggi og eykur útsýni ••eykur verndar öryggi Rain-X bílinn, útsýni og •verndar öryggi eykur Rain-X bílinn, og öryggi útsýni eykur verndar bílinn, og útsýni eykur bílinn, öryggi og útsýni eykur öryggi og útsýni öryggi ogöryggi öryggi Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn •öryggi Rain-X verndar bílinn, og öryggi Hreinn bíll eyðir Hreinn allt bíll Hreinn að eyðir 7% Hreinn bíll minna allt eyðir að bíll eldsneyti 7% eyðir minna að allt 7% eldsneyti að minna 7% minna eldsneyti eldsneyti Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn •verndar Rain-X verndar bílinn, útsýni og öryggi Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn •bíll Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • að Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Hreinn eyðir Hreinn allt bíll Hreinn að eyðir 7% Hreinn bíll minna allt eyðir að bíll eldsneyti 7% allt eyðir minna að allt 7% eldsneyti að minna minna eldsneyti eldsneyti Hreinn bíll Hreinn eyðir bíll Hreinn allt eyðir að bíll Hreinn 7% allt eyðir minna að bíll Hreinn 7% allt eyðir eldsneyti minna að Hreinn bíll 7% allt eyðir eldsneyti Hreinn minna að bíll 7% allt eyðir bíll Hreinn eldsneyti minna að eyðir 7% allt Hreinn bíll eldsneyti að minna allt eyðir 7% að bíll eldsneyti minna 7% allt Hreinn eyðir minna aðbíll eldsneyti allt 7% Hreinn bíll eldsneyti að minna eyðir 7% bíll Hreinn allt minna eldsneyti eyðir að Hreinn 7% allt eldsneyti eyðir minna bíll 7% allt eyðir eldsneyti minna að allt 7% eldsneyti að minna 7% minna eldsneyti eldsneyti Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn •bíll Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Hreinn bíll Hreinn eyðir bíll Hreinn allt eyðir að bíll Hreinn 7% allt eyðir minna að bíll Hreinn 7% allt eyðir eldsneyti minna að Hreinn bíll 7% allt eyðir eldsneyti Hreinn minna að bíll 7% allt eyðir bíll Hreinn eldsneyti minna að eyðir 7% allt Hreinn bíll eldsneyti að minna allt eyðir 7% að bíll eldsneyti minna 7% allt Hreinn eyðir minna að eldsneyti allt 7% Hreinn bíll eldsneyti að minna eyðir 7% bíll Hreinn allt minna eldsneyti eyðir að bíll Hreinn 7% allt eldsneyti eyðir að minna 7% allt eyðir eldsneyti minna að 7% allt eldsneyti minna að7% 7% eldsneyti minna eldsneyti Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti Hreinn bíll eyðir allt 7% minna eldsneyti Hreinn bíll eyðir allt að 7% eldsneyti Hreinn bíllaðeyðir allt aðminna 7% minna eldsneyti Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

SAGAN ÖLL

Við stöðum--www.lodur.is www.lodur.is- -5680000 5680000 Viðerum erumááfimmtán sextán stöðum Við erum Við á-erum erum Við fimmtán Við erum áerum fimmtán erum stöðum á--stöðum fimmtán á--áfimmtán fimmtán stöðum -stöðum stöðum stöðum www.lodur.is www.lodur.is www.lodur.is 5680000 5680000 5680000 Við erum Við á erum Við fimmtán ástöðum fimmtán erum á-fimmtán fimmtán fimmtán -5680000 stöðum www.lodur.is www.lodur.is -5680000 --www.lodur.is 5680000 5680000 - -5680000 Við Við Við áerum erum Við áerum erum Við áerum fimmtán erum Við áerum stöðum Við erum á-erum Við stöðum fimmtán www.lodur.is á-Við erum stöðum www.lodur.is á erum -fimmtán stöðum á www.lodur.is fimmtán -á stöðum erum Við www.lodur.is fimmtán 5680000 stöðum Við www.lodur.is áVið 5680000 stöðum -5680000 Við erum www.lodur.is -stöðum 5680000 fimmtán www.lodur.is erum á 5680000 www.lodur.is á www.lodur.is -www.lodur.is stöðum -5680000 www.lodur.is 5680000 --stöðum -www.lodur.is 5680000 ---www.lodur.is --- www.lodur.is -5680000 5680000 -- 5680000 -- 5680000 -- 5680000 Viðerum erum Viðerum Við áfimmtán fimmtán Við áfimmtán fimmtán Við ástöðum stöðum fimmtán Við áfimmtán stöðum Við fimmtán erum á -erum Við stöðum fimmtán www.lodur.is áfimmtán -Við erum fimmtán stöðum www.lodur.is áfimmtán erum -Við stöðum á www.lodur.is Við fimmtán --áá stöðum erum Við www.lodur.is -áfimmtán fimmtán 5680000 stöðum --erum www.lodur.is -áfimmtán stöðum --áVið erum www.lodur.is Við -á -stöðum 5680000 fimmtán www.lodur.is erum á -stöðum 5680000 fimmtán www.lodur.is stöðum -5680000 -ástöðum 5680000 stöðum fimmtán ---www.lodur.is -www.lodur.is stöðum -www.lodur.is --stöðum stöðum -www.lodur.is 5680000 --5680000 -www.lodur.is -5680000 5680000 -- 5680000 -- 5680000 5680000 Við erum -stöðum www.lodur.is 5680000 Við erum fimmtán -www.lodur.is www.lodur.is -5680000 5680000 Við erum áerum fimmtán stöðum -www.lodur.is Við erum áfimmtán fimmtán -5680000 www.lodur.is - 5680000 Við ástöðum fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

v l it á ef n

girnilegar rjómaBollur

SúrdeigSbrauð NýStálegur þorramatur

upp á gátt

natalie portman

út

44 ljós og lampar

ÓmÓtstæðIlegIr kjúklIngapottréttIr

1. tBL. 2016

alavis

nýr óperustjóri rak ísbíl til að eiga opnar fyrir heimilið náminu

5. tbl. 78. árg. 11. febrúar 2016 1595 kr.

2. tbl. 2016, verð 2.195 kr.m.vsk.

– hvað er heiTasT?

Súpur, brauð og pottréttir

snillingurinn Ólafur arnalds á lifandi heimili

HÚS OG HÍBÝLI

steinunn tinna birna

340

hvaða föt rómantík eru best í vetur í fríið?

Trendin 2016

f n um - S

nr. 340 • 1.tBL. • 2016 • VErð 2195 Kr.

Gestgjafinn 2. tbl. 2016

7 . tbl. 02 . tbl.38. 36.árg. árg.2015 2016

Tíska Tíska

ve

v l it á ef n

matur og vín

www.gestgjafinn.is

Ný t t ú t l i

birtingur.is

ð áskri e f m

t-

BESTU ÁSKRIFTARTILBOÐ OKKAR FINNUR ÞÚ Á:

mynd efTir Odee fylgir!

út t - Ný t t

Komdu í áskrift

út l i t á

me ð á s k rif

ðu

ásk r i f t - N ð

ýtt

t - Ný t t

- Sp a r a

me ð á s k rif

ðu


STJÖRNUSPEKI!

„Ég fékk 1.600 mínus 800 mínus 200 á SAT-prófunum mínum þannig að ég er mjög gáfaður.“ – Shaquille O´Neal

Íþróttamenn eiga það til að segja ótrúlegustu hluti. Sumir eru fyndnir, sumir sniðugir og aðrir alveg fáránlega vitlausir. Hér eru nokkur skemmtileg íþróttaummæli.

„Þetta er bara vinna. Grasið vex, fuglar fljúga, öldur skella á sandinum og ég lem fólk.“ – Muhammad Ali

„Ég hélt alltaf að Lacrosse væri eitthvað sem þú fyndir í la church.“ – Robin Williams

„Ég tapaði aldrei leik, ég rann bara út á tíma.“ – Michael Jordan

„Hokkí er íþrótt fyrir hvíta, körfubolti er íþrótt fyrir svarta og golf er íþrótt fyrir hvíta sem klæða sig eins og melludólgar.“ – Tiger Woods

„Ég eyddi 90% af peningunum mínum í kvenmenn og áfengi. Restinni eyddi ég í vitleysu.“ – George Best


- nú sykurlaust og með jarðarberjabragði

SYKURLAUST STREPSILS með jarðarberjabragði

Við eymslum og ertingu í hálsi! Strepsils Jordbær Sukkerfri munnsogstöflur. Inniheldur: 2,4-tvíklóróbensýlalkóhól 1,2 mg, amýlmetakresól 0,6 mg. Ábendingar: Eymsli og erting í hálsi. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir og börn 6 ára og eldri: 1 munnsogstafla er látin leysast hægt upp í munni á 2-3 klst. fresti. Börn á aldrinum 6-11 ára: Lyfið skal gefa undir eftirliti fullorðins aðila. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna. Varnaðarorð og varúðarreglur: Ekki nota stærri skammt en ráðlagður er. Sjúklingurinn skal leita læknis ef hann er í vafa eða ef einkenni lagast ekki eða versna innan nokkurra daga. Lyfið inniheldur ísómalt og maltitól sem geta haft væg hægðalosandi áhrif. Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol, sem er mjög sjaldgæft, skulu ekki taka lyfið. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Reckitt Benckiser Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.


bíó

APAR Í BÍÓ Apalæti? Já, þokkalega og nóg af þeim. Apar hafa alltaf verið vinsælir í kvikmyndabransanum enda líkir okkur mannfólkinu í flestu. Hér má sjá nokkra af eftirminnilegustu kvikmyndaöpunum.

CORNELIUS (Planet of the Apes, 1968)

Áður en leikarinn Andy Serkis færði okkur Caesar var það Roddy McDowall sem átti heiðurinn af frægasta apanum í Planet of the Apes-heiminum. Cornelius er eiginmaður Ziru, sem leikin er af Kim Hunter, og fær strax áhuga á mannskepnunni Taylor, Charlton Heston, og hleypir brúnum yfir þeirri þróun sem á sér stað á mannskepnunni. Talandi um uppásnúna darwinska saltkringlu.

NIKKO (The Wizard of Oz, 1939)

Eins og það sé ekki nógu töff fyrir að vera vængjaður api, þá er Nikko þar að auki foringinn í apaflugsveit vondu nornarinnar í vestri. Flestir halda að kvartett Dóróteu fái alla skemmtunina en Nikko fær að haga sér illa án þess að þurfa að taka afleiðingunum. Nikko rænir meðal annars hundinum Toto og rífur allt innan úr Fuglahræðunni en vonda nornin í vestri fær alla sökina á sig.

REYKJANDI CAPUCHIN (The Hangover Part II, 2011) Eitt af „go to“ fyndnu atriðunum, þegar Todd Phillip ákvað að færa okkur Hangovermyndirnar, var keðjureykjandi capuchin-apinn. Hann rokkaði gallajakkann með stæl og passaði skilgreiningin á því að láta eins og algjör api við hann. Hann lét öllum illum látum, keðjureykti og hjálpaði til við fíkniefnasölu en þrátt fyrir allt var þessi litli loðni vargur einungis að leita eftir ást og hana fann hann í fangi Zach Galafianakis.

KONG (King Kong, 1933)

RAFIKI (The Lion King, 1994)

Það má færa rök fyrir því að Rafiki hafi verið einn af hinum mörgu stereótýpísku karakterum sem komu frá Disney en fór þó ekki jafnlangt og Whoopi Goldberg gerði með sinni túlkun á híenunni Shenzi sem var þrælaforingi illmennisins Skara. Rafiki er nánast alvitur og hjálpar meðal annars Simba að finna konunginn innra með sér. Hann skiptir úr því að vera yfirvegaður hugsuður yfir í það að verða algjörlega sturlaður api sem lemur vit í þann sem hann talar við, bókstaflega, á einu augabragði. Rafiki er einhver eftirminnilegasti karakter í sögu Disneys og vinsæll meðal áhorfenda alls staðar í heiminum.

Án efa konungur allra kvikmyndaapa sem ekki þarf að kynna fyrir neinum. Kong hefur komið sér vel fyrir í kvikmyndasögunni sem eitt af mögnuðustu kvikmyndaskrímlsum heims. Myndin er þó einnig sorgarsaga þar sem græðgi mannskepnunnar kemur bersýnilega í ljós og sýnir hversu sjaldan við leyfum náttúrunni að vera í friði. King Kong breytti því hvernig við sjáum ýmsa hluti. Empire State-byggingin virkar tómleg þegar Kong er ekki að klifra hana og lemja frá sér smárellur. Brellur í kvikmyndum tóku kipp og aldrei munum við líta górillur sömu augum.


Bílabúð Benna áskilur sér rétt til breytinga á verði og búnaði án fyrirvara. Bíll á mynd Chevrolet Cruze LTZ.

NÝR CRUZE LTZ

NOTAÐUR CRUZE VERÐ FRÁ:

3.590.000 KR.

1.590.000 KR.

AÐEINS 10% ÚTBORGUN: 359.000 KR.

SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á BENNI.IS

ELDSNEYTI Í HEILT ÁR MEÐ NÝJUM OG NOTUÐUM CHEVROLET Við tökum forskot á vorið og færum þér glæsilegan kaupauka í Vorboði Chevrolet. Nýjum og notuðum Chevrolet bílum hjá Bílabúð Benna fylgir eldsneyti til aksturs í heilt ár.* Fáðu nánari upplýsingar um Vorboð Chevrolet á benni.is eða kíktu í heimsókn og spjallaðu við þjónustufulltrúa okkar. * Miðað er við 15.000 km akstur á ári og uppgefna meðaleyðslu eldsneytis í blönduðum akstri frá framleiðanda. Eldsneytisverð er miðað við algengasta verð eldsneytis hjá OrkanX á kaupdegi bíls. Vorboð Chevrolet gildir ekki með öðrum tilboðum eða sérsamningum.

Nánari upplýsingar á benni.is. Verið velkomin í reynsluakstur. Reykjavík Tangarhöfða 8 Sími: 590 2000

Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330

Akureyri Glerárgötu 36 Sími: 461 3636

Opnunartímar Virka daga frá 9 til 18 Laugardaga frá 12 til 16


ALDREI AFTUR ABBA eiminn skoðar h

NÚ:

ABBA var vinsæl og er vinsæl. Meðlimir hljómsveitarinnar náðust saman á mynd þegar þau komu saman í Stokkhólmi í janúar á þessu ári. En þau hafa ekki verið mynduð saman sem hópur síðan árið 2008. Þrátt fyrir þrýsting frá aðdáendum þá ætla þau sér ekki að koma saman aftur.

ABBA:

Mamma mia hvað hljómsveitin var vinsæl.

ABBA er án efa ástsælasta söngsveit allra tíma. Hún kom sá og sigraði heiminn í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu Waterloo árið 1974. Hljómsveitin hefur ekki komið saman aftur frá árinu 1982 þegar hún hætti að starfa. Aðdáendur sveitarinnar eiga sér þá ósk heitasta að ABBA verði með endurkomu en meðlimir hennar hafa fram til þessa neitað því að hljómsveitin komi aftur saman.

M

ögnuð Hljómsveitin Abba var stofnuð í Stokkhólmi árið 1972, meðlimirnir Agnetha Fältskog, Björn Ulvaeus, Benny Andersson og Anni-Frid Lyngstad mynduðu hljómsveitina sem varð ein sú allra vinsælasta í heimi og er enn.

Abba er ein söluhæsta hljómsveit allra tíma og þrátt fyrir að hafa ekki starfað frá árinu 1982 þá eru vinsældir hljómsveitarinnar enn gríðarlegar og það er ekki síst hinum geysivinsæla söngleik Mamma Mia að þakka. Þá sögu þekkja allir og nú er söngleikurinn á

fjölum Borgarleikhússins og uppselt marga mánuði fram í tímann. Snemma á þessu ári var blásið til mikillar hátíðar í Stokkhólmi þegar fyrsta Mamma Mia the Party byrjaði en það er kvöldskemmtun á veitingastaðnum Tyrol þar í borg. Gestir staðarins upplifa stemninguna

sem ríkti í myndinni og fá grískan mat og atriði úr söngleiknum eru flutt. Hljómsveitinni var boðið á fyrsta kvöldið og mættu öll. Athygli vakti að þau vildu ekki láta mynda sig saman á rauða dreglinum sem styrkti enn þá staðreynd að hljómsveitin hyggur ekki á endurkomu.


A Anni-Frid:

Dökku lokkarnir og breiða brosið heillaði heiminn á sínum tíma. Hún og Benny Anderson voru hjón á meðan ABBA-ævintýrið stóð sem hæst. Anni-Frid, sem er komin yfir sjötugt, mætti ásamt sambýlismanni sínum á opnunina.

Benny:

Hann var sá skeggjaði í hljómsveitinni, þannig þekktu aðdáendurnir þá Björn í sundur. Eftir að hljómsveitin lagði upp laupana hefur hann komið að fjölmörgum verkefnum í samstarfi við Björn og líka starfað sjálfstætt. Benny var áður kvæntur Anni-Frid en þau skildu í lok árs 1980, seinni kona hans er Mona Nörklit en þau gengu í hjónaband 1981. Hjónin eru samhent og mætti hún að sjálfsögðu með eiginmanninum á uppákomuna í janúar.

Björn:

Björn hefur átt mikilli velgengni að fagna og hefur tekist að gera Abba að gífurlegu stórveldi. Söngleikurinn Mamma mia er hugarsmíð hans og Bennys og sér ekki fyrir endann á vinsældum hans. Það er Björn sem stendur á bak við kvöldverðarskemmtunina Mamma Mia the Party. Hann er talsmaður hljómsveitarinnar og hefur margítrekað að þau muni aldrei koma saman aftur því að best sé að muna þau eins og þau voru. Björn og Agnetha voru gift á meðan ABBA -ævintýrið stóð sem hæst en hjónabandið lifði ekki frægðina af. Stuttu eftir skilnaðinn kvæntist hann Lenu Kallersjö blaðamanni og eru þau enn gift í dag.

Agnethe:

Hún var eftirlæti allra með sítt ljóst hár og var í huga margra hin dæmigerða saklausa sænska ljóska. Agnethe reyndi fyrir sér með sólóferli eftir að ABBAævintýrinu lauk en með mjög misjöfnum árangri. Hún giftist á tíunda áratugnum en það hjónaband stóð stutt, hún mætti ásamt vini sínum á hátíðina í janúar.

SÉÐ OG HEYRT SEfuR aLdREi Líka á netinu allan sólarhringinn

www.sedogheyrt.is


kynning

HENTAR ÖLLUM:

COMMA býður upp á tvær línur, klæðilegan sparifatnað og þægilegan vinnufatnað sem hentar við öll tækifæri.

VORLEGT OG FALLEGT HJÁ

COMMA Smart Þýska vörumerkið COMMA hefur náð gríðarlegum vinsældum um allan heim og í heimalandi sínu er það fremst í flokki kvenfatnaðar. Vorlínan er í senn rómantísk og hversdagleg skreytt með blúndum og blómaprenti. Sumar- og vortískan er létt og verður khaki-fatnaður áberandi en hann gefur línunni ferskleika í bland við gróflega prjónaðar peysur og gallabuxur sem gefur línunni þennan afslappaða stíl.

KLÆÐILEGT OG FALLEGT:

Hjá COMMA vantar ekki litadýrðina og sniðin. Takmarkið er að ná því besta fram í hverri konu með klæðilegum og fallegum fatnaði. Í versluninni er boðið upp á aðstoð við að finna rétta klæðnaðinn. Hjá COMMA er hægt að finna allan klæðnað fyrir veisluna, vinnuna og hversdagslífið.

VORLÍNAN:

COMMA hringir inn vorið, fallegt, fágað, töff og allt fyrir veisluna. Verslun Comma er í Smáralind og þar er vel tekið á móti öllum. Þeir sem vilja kynna sér nýjasta nýtt geta kíkt á facebooksíðuna, facebook.com/ CommaIceland.

NÝTT OG HEITT:

Nýjasta línan er MONACO GLAM, hún er sjóðheit og hefur vakið mikla athygli. Lystileg smáatriði ýta undir kvenleikann í fatnaðnum. Jacquard-prjónamunstur, silkiáferð og viðsnúanleg efni skapa fjölbreytileikann í marslínunni. Spennandi ikat print leggur áherslu á heildarmyndina og gerir línuna mjög áhugaverða. Síð vesti eru fullkomin fyrir þetta nýtísku lagskipta útlit.



stjörnukrossgáta HINKRAÐU

UMRÓT

HRUMUR

TVEIR EINS

AÐA

PRANG

TUNGUMÁL

KIRNA TÍMABILS

BLÝKÚLA

SPYR

BRAGUR

ROT LEIKFÖNG

VÆNLEIKI

SPREI

Í RÖÐ

LAGFÆRING

NÁ YFIR

HLJÓÐFÆRI

KVEÐJA

HLJÓÐFÆRI

MARBENDILL

ÓSKAÐI

LEIKUR

STÚLKA

MERGÐ

TVEIR EINS

FLÖTUR

HLJÓM

DRAUGUR

TILVIST

TÁLKNBLAÐ SNÍKJUDÝR

EINKAR

NÁM

GJALDMIÐILL

FAT

TVEIR EINS

ÆST

EINUNGIS Í RÖÐ VEGA SKORDÝR GÁLEYSI

LAKARI

LOTA

BÆN

LÍNA

MJÖÐUR

SKJÓLA

ÞÖKK LALLA

GABBA

DÝRKA

TÍSKU

MERKI

SINNI

UMHYGGJA NÁLÆGAR TÆKIFÆRI

ÓSVIKINN

DÆLING

HÆRRA

LISTAMAÐUR

PJÁTUR IÐKA

STEINTEGUND

ÍSSKÁPUR

ÉTANDI

DEIGJA

UMFRAM

SÍÐRI


heyrt og hlegið „10 þúsund áhorfendur, 22 leikmenn og 3 dómarar og dúfufjandinn þurfti að skíta á hausinn á mér!!!!“

Tveir menn ræddu saman: Maður 1: Heyrðu, ég er loksins búinn að komast að því hvernig ég get greint kettina mína tvo í sundur. Maður 2: Nú, hvernig? Maður 1: Jú sjáðu til, svarti kötturinn er með aðeins minni eyru heldur en hvíti kötturinn. Tvær konur á elliheimili voru að ræða saman og ákváðu að gera eitthvað „villt“. Önnur sagðist ætla að æsa karlana aðeins upp og hlaupa nakin um setustofuna. Og það gerði hún. Tveir karlar sem sátu þar litu upp og sagði annar: „Var þetta ekki hún Gunna sem hljóp hér í geng?“ „Jú, það held ég,“ sagði hinn. „Sástu í hverju hún var?“ „Nei,“ svaraði hinn, „en hvað svo sem það var þá sýndist mér ekki veita af því að strauja það.“

Lögreglumaður á Akranesi gengur fram á hann Tóta þar sem hann er að skríða í kringum ljósastaur svo löggan spyr hvað hann sé að gera: „Ég týndi lyklunum mínum,“ segir Tóti svo löggan hjálpar Tóta að leita en finnur enga lykla svo löggan spyr hvar hann hafi týnt lyklunum: „Einhvers staðar þarna lengra í burtu,“ segir Tóti og bendir eitthvað út í bláinn svo löggan spyr af hverju hann sé þá að leita í kringum ljósastaurinn: „Jú, það er miklu meira ljós hérna!!!“ Lögga stoppaði ljóskuna sem ók á móti umferðinni á einstefnugötu. Löggan: „Sástu ekki örvarnar?“ Ljóskan: „Ha? Ég sá nú ekki einu sinni indíánana.“

Bindindispostulinn: „Já, og hvers vegna haldið þið að hann gerði það?!!!“ Röddin: „Af því að hann er asni!“ Skjaldbaka er á ferðinni í New York þegar gengi af sniglum kemur og rænir hana. Lögreglan mætir á staðinn til að rannsaka þetta og spyr skjaldbökuna hvað hafi gerst. „Ég veit það ekki,“ svarar skjaldbakan, „þetta gerðist allt svo hratt.“

Finnur smellti sér á fótboltaleik og eftir leikinn þegar allir voru farnir sat hann einn eftir og sagði í sífellu 10 þúsund áhorfendur, 22 leikmenn og 3 dómarar. Vallarvörðurinn kemur til hans og spyr hvort ekki sé allt í lagi og þá segir Finnur: Kennari sem er að kenna lögfræði: „Vitið þið hver er refsingin við tvíkvæni?“ spurði hann nemendurna. Einn neminn réttir upp höndina og svarar: „Tvær tengdamömmur.“ Bindindispostuli var að predika yfir lýðnum og sagði: „Ef asni mætti velja um það, hvort hann vildi heldur drekka úr fötu fullri af vatni eða fötu fullri af vodka, hvort haldið þið að hann myndi velja?!“ Rödd úr hópnum: „Auðvitað vatnið!“

Sudoku Svona ræður þú þrautirnar

Á þess­ari síðu eru 9x9 SUDOKU-þraut­ir með tölu­stöf­um. Not­aðu töl­urn­ar 1-9. Sami tölu­staf­ur­inn má að­eins koma fyr­ir einu sinni í hverj­um kassa, hverri röð og hverj­um dálki.

Við eigum fyrirliggjandi pústkerfi í flestar tegundir bifreiða! Kvikk þjónustan sérhæfir sig í pústþjónustu fyrir flestar gerðir bifreiða. Um er að ræða viðgerðir og smíði auk þess sem við flytjum inn pústkerfi á góðu verði. Einnig sinnum við öðrum þáttum bifreiðaviðgerða s.s. bremsuviðgerðum, undirvagnaviðgerðum, stýrisgangi og fjöðrunarbúnaði. Við leggjum metnað okkar í vandaða þjónustu á góðu verði svo hagkvæmt verði að leita til okkar


móment

Myndlistarmennirnir Jón Óskar (61) og Bja

Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir

NAUT: ÞÚ ERT MEÐ DELLU FYRIR STJÖRNUSPEKI, LEITAÐU AÐSTOÐAR. Ég viðurkenni það fúslega að ég renni augunum yfir stjörnuspánna á hverjum degi. Það er mér jafn nauðsynlegt að fá vitneskju um hvaða ævintýrum ég lendi í þann daginn og að það er mér lífsnauðsynlegt að drekka nokkra bolla af kaffi áður en ég held út í daginn. Að sjálfsögðu geri ég mér fulla grein fyrir því að hér er um saklausa dægrastyttingu að ræða en samt setur að manni stundum hrollur þegar í stjörnuspánni stendur eitthvað í þessa áttina: Gefðu engar upplýsingar um einkalíf þitt nema það sé nauðsynlegt. Það eru ekki allir viðhlæjendur vinir. Ég er fædd í maí og tilheyri því merki nautsins, sem finnst auðvitað langflottasta merkið. Allir sem eru fæddir undir því góða merki eru auðvitað harðduglegt fólk, fylgið sér og jarðbundið. Við erum líka miklir og góðir elskuhugar og í alla staði frábær. Þetta veit ég, las það einhverstaðar. Reyndar skilst mér að þeir sem eru fæddir í hinum stjörnmerkjunum séu álíka meiriháttar, en ég kýs að líta undan þeirri staðreynd. Þrátt fyrir að hafa lesið stjörnuspá dagsins með morgunbollanum þá man ég sjaldnast hvað stendur þar. Ég viðurkenni hinsvegar að þegar Sigga Kling birtir mánaðarspá sína þá lúsles ég hver einasta orð líkt og sé á leiðinni í lokapróf. Ég beið í ofvæni eftir marsspá Siggu og gaf mér góðan tíma í að rýna í forspá hennar. Sigga veit sínu viti, hún er naut, og þau er best, í alvörunni. Og hún Sigga mín Kling olli mér sko ekki vonbrigðum í þetta sinn frekar en áður; “Þú hefur líka svo mikla hæfileika í því að líta lífið öðrum augum en flestir og núna er tíminn að skoða sig um og horfa í kringum sig, hvort sem þú ert í skóla eða vinnu, því ástríða er þinn drifkraftur og ef hún er ekki til staðar í því sem þú ert að gera þá dofnar neistinn þinn. Love is all you need ætti að vera mottóið þitt næstu mánuðina.” Já já og auðvitað spáir hún í ástarmálinn. Ég set upp sparihanska og varalit og býð spennt eftir því að ástarspáinn rætist: “Tímabilið sem þú ert að fara inn í núna mun færa þér ástarævintýri, langt ástarævintýri, elsku nautið mitt. Þú þarft að upplifa tilfinninguna og breiða faðminn út á móti henni. “ Love is all you need - takk Sigga ég elska þig.

GÓÐIR SAMAN:

Listamennirnir Jón Óskar og Bjarni Sigurbjörnsson við hluta af verkinu.

TÖFFARAR Í ANARKÍU Það var sjóðandi fjör, fljótandi veitingar og dynjandi rokktónlist þegar listamennirnir Jón Óskar og Bjarni Sigurbjörnsson opnðu sýningu í galleríinu Anarkíu við Hamraborg í Kópavogi.

S

tórlist Þeir félagarnir sýndu eitt verk, þriggja metra hátt og 30 metra breitt, sem þeir máluðu saman og höfðu áður sýnt í Ketilhúsinu á Akureyri þar sem verkið var sérsniðið inn í húsið. „Við vildum líka sýna þetta hér fyrir sunnan,“ segir Bjarni og Jón Óskar bætir við: „Það getur orðið erfitt að finna kaupanda að svona stóru verki en það er aldrei að vita. Menn eru og hafa verið stórhuga hér í Kópavogi.“ Fjöldi manns gerði sér ferð í Kópavoginn til að fagna með listamönnunum og fjörið var svo mikið að hlátrasköllin bergmáluðu í Hamraborginni fyrir ofan.

FAGNANDI:

Halldór B. Runólfsson, forstöðumaður Listasafns Íslands, kom fagnandi og kannski í kauphugleiðingum.


og Bjarni Sigurbjörnsson (49):

MEISTARINN:

Árni Páll Jóhannsson hönnuður er meðal þeirra fremstu í faginu og hefur orðstír hans borist langt út fyrir landsteinana. Honum leist vel á verkið stóra.

GAMAN:

Forstöðumaður Listasafns Íslands skemmti sér konunglega með listamanninum.

FEÐGAR OG FÉLAGI:

Listheimspekingurinn Jón Proppé á milli feðganna Jóns Óskars og sonar hans, Burkna.

UNUN:

Heiða í Unun var sprellfjörug.

LÍSA OG BÖGGI:

Útvarpskonan góðkunna Lísa Pálsdóttir er listunnandi og það má einnig segja um eiginmann hennar, Björgúlf Egilsson.

FAGURKERI:

Ármann Reynisson lætur góðan listviðburð ekki fram hjá sér fara og var best klæddi maðurinn á staðnum, í rauðleitum ullarjakka og þunnri leðurskyrtu.


a

Sedogheyrt.is

VINSÆLUSTU FRÉTTIR VIKUNNAR Vefsíðan sedogheyrt.is heldur þér upplýstum um allt það skemmtilegasta sem er í gangi í mannlífinu á hverjum tíma. Hér eru vinsælustu fréttir síðustu viku.

1 2 3 4 5

Í GUFUBAÐI MEÐ PÓLFARA

Forsíða nýjasta tölublaðs Séð og Heyrt vekur alltaf mikla athygli. Það getur orðið jafnheitt í gufubaðinu á Laugarvatni og það getur orðið kalt í frosthörkunni á norðurpólnum.

JAKOB FRÍMANN BIÐST AFSÖKUNAR FYRIR HÖND EMMSJÉ GAUTA, MÖRTU MARÍU OG ÁGÚSTU EVU Tónlistarmaðurinn og einn af dómurum Ísland Got Talent, Jakob Frímann Magnússon, ákvað að biðjast afsökunar á hegðun Ágústu Evu Erlendsdóttur, meðdómara síns, og rapparans Emmsjé Gauta, sem er kynnir Ísland Got Talent.

SIGGA KLING ORÐIN AMMA

Dægurstjarnan Sigríður Klingenberg er orðin amma og ræður sér vart fyrir kæti. Hún vonast til að eignast minnst tíu barnabörn í viðbót.

KONAN SEM ELDIST EKKI

Flugfreyjan Brynja Nordquist ljómaði eins og stjarna á Edduverðlaunahátíðinni þar sem hún mætti með manni sínum, Þórhalli Gunnarssyni hjá Saga Film.

ÉG HEF ALDREI FARIÐ Í ÞYRLU MEÐ BJARNA BEN

„Ég hef aldrei farið í þyrlu með Bjarna Ben,“ segir Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar og fyrrum forstjóri 365 miðla, vegna fréttar þess efnis að þeir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi birst á fjallstoppi á skíðasvæði á Ítalíu í þyrlu.

6

MÖMMU ÁSDÍSAR FINNST HÚN KRASSANDI KVENMAÐUR

7 8

FUNDU ÁSTINA Á NÝ

9

SIENNA MILLER ER SPENNT AÐ KOMA TIL ÍSLANDS – Í EINKAVIÐTALI VIÐ NÝTT LÍF

10

Kostir: Hún fer ótroðnar slóðir og er mikill fagurkeri. Hún tekur áhættu, er sjálfsörugg og kærleiksrík. Hún er alveg frábær í alla staði. Hún er alveg ótrúlega fullkomin. Hún er krassandi kvenmaður.

Lítið hefur farið fyrir sjónvarpsfréttakonunni Ólöfu Rún í opinberu lífi undanfarin ár. Hún er engu að síður sprellfjörug og skellti sér á Edduna á Hilton og frumsýningu óperunnar Don Giovanni í Hörpu.

STEFÁN BJARTSÝNN EFTIR HJÓNASKILNAÐ

Hann er Skagfirðingur í húð og hár og vinnur í Steinullarverksmiðjunni á Sauðárkróki. Stefán Ásgrímur hefur tekist á við stórt verkefni þar sem hann hafði betur; hann sigraði í keppninni Biggest Loser á síðasta ári og í ár er hann aftur á merkilegum tímamótum.

Einkaviðtal „Þetta viðtal er hjartnæmt, einlægt og opinskátt. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd,“ segir Anna Brynja Baldursdóttir, blaðamaður á Nýju Lífi sem nýverið tók einkaviðtal við leikkonuna og fyrirsætuna Siennu Miller.

BRJÁLAÐAR Í BOX

Það eru ekki bara sveittir vöðvastæltir karlar með glóðarauga sem boxa. Box er líka fyrir konur. Í Hnefaleikamiðstöðinni er hópur kvenna sem æfir fitness-box og hreinlega elskar það.



Hafdís Helga Helgadóttir (26) leikkona elskar Guðmund Rúnar Ingvarsson (31): NÝ KVIKMYNDASTJARNA: Hafdís Helga skilar hlutverki sínu feikivel í Fyrir framan annað fólk og hún skaust rakleiðis upp á stjörnuhimininn.

SÆT FJÖLSKYLDA:

Litla fjölskyldan nýtur hverrar stundar sem hún á saman.

RÓMANTÍKIN Í

HVERSDAGSLEIKANUM BEST Frammistaða Hafdísar Helgu í rómantísku gamanmyndinni Fyrir framan annað fólk hefur vakið mikla athygli. Sjálf fann hún ástina óvænt í grillpartíi en segir að eiginmaðurinn sé ekki mjög rómantískur.

R

ómantísk á uppleið „Við kynntumst fyrir átta árum í fyrsta grillpartíi vorsins árið 2008 um hvítasunnuna,“ segir Hafdís Helga þegar hún er spurð hvernig atvikaðist að þau Guðmundur Rúnar byrjuðu saman. „ Frænka hans dró hann í partí hjá strák sem hann þekkti ekki neitt og ég var þar með vinkonu minni en hvorugt okkar þekkti gestgjafann mikið. Þetta var því kannski eini sénsinn fyrir okkur að hittast og svo varð ekki aftur snúið.“ Örlagadísirnar voru á fullu að vefa

vef sinn en var þetta ást við fyrstu sýn? „Það var kannski ekki ást en við urðum bæði mjög hrifin hvort af öðru, eiginlega um leið og hann labbaði inn í partíið. Ég nefndi það við vinkonu mína og hann kom skömmu síðar til mín og kynnti sig. Ég flutti fljótlega eftir það úr foreldrahúsum og við fórum að búa í Þingholtunum og síðan um tíma í Suður-Frakklandi. Þegar við komum heim aftur keyptum við okkur íbúð í Vesturbænum og höfum búið hér í sex ár.“

Ásbjörn er ávöxtur ástarinnar

Hafdís Helga og Guðmundur Rúnar vissu hvað þau vildu og hentu sér í hnapphelduna. „Við giftum okkur í Garðakirkju árið 2012 og það var yndislegur dagur,“ segir hún. „Við hrifumst bæði af kirkjunni þó að við værum hvorugt úr Garðabæ en Guðmundur sem nemur fornleifafræði kemur úr Hafnarfirði.“ Hafdís Helga hikar þegar hún er spurð hvað sé það rómantískasta sem hún hefur lent í. „Vandamálið er að Guðmundur er ekkert rómantískur. Það er bara ég sem er rómantísk. Bónorð hans er engu að síður líklega mesta rómantík sem ég hef upplifað. Við vorum nýbúin að kaupa íbúðina og það var allt á hvolfi því við vorum að gera hana upp. Hann

kraup á kné og var mjög krúttlegur í kaosinu. Hann var búinn að kaupa dýrasta rauðvín sem hann hafði keypt fram að því og þetta kom mér algjörlega að óvörum. Mér finnst rómantíkin skemmtilegust í hversdagsleikanum því þá kemur hún mest á óvart.“ Ást hjónanna ungu bar ávöxt þegar þau eignuðust soninn Ásbjörn Helga en hann varð tveggja ára í janúar. „Móðurhlutverkið er ólýsanlegt og það hefur gefið lífinu nýja merkingu,“ segir Hafdís Helga. „Ásbjörn Helgi hefur gefið öllu meiri dýpt og gleði og manni þykir vænna um allt fyrir vikið.“

Spennandi tímar fram undan

Hafdís Helga hefur sannarlega skotist hratt upp á stjörnuhimininn


FLOTT HJÓN:

Hafdís Helga og Guðmundur Rúnar eru flott hjón og lífið leikur við þau

NÝTT LÍF:

Móðurhlutverkið er stærsta hlutverk Hafdísar Helgu hingað til og hún segir það hafa gjöbreytt lífi sínu.

FALLEG:

Fegurðin geislar af Hafdísi Helgu sem á framtíðina fyrir sér.

ELDHEIT ÁST:

Þó að Hafdís Helga segi að Guðmundur Rúnar sé ekki rómantískur fór eldheit ást þeirra ekki fram hjá neinum í brúðkaupi þeirra.

með hlutverki sínu í Fyrir framan annað fólk. En hvernig var að leika í myndinni? „Þetta var frábært ferli og ótrúleg reynsla,“ segir hún. „Allt gekk samkvæmt áætlun og True North og Óskar eru fagmenn fram í fingurgóma. Æfinga- og tökutíminn var næstum heilt ár og það var mjög skemmtilegt. Við byrjuðum að æfa í janúar en aðaltökutímabilið var í júlí. Svo þurftum við að taka aukatökudaga í október og þetta var allt mjög lærdómsríkt fyrir mig.“ Fáar íslenskar myndir sem flokka má sem rómantískar gamanmyndir hafa verið gerðar. „Það er frábært hvað viðtökurnar hafa verið jákvæðar og gaman hvað fólk tekur myndinni opnum örmum

og hlær og grætur með okkur,“ segir Hafdís Helga. „Maður þorir kannski ekki fyrir fram að gera ráð fyrir svona góðum viðtökum en ég hafði samt mikla trú á þessu verkefni því það var svo frábært fólk í hverri einustu stöðu og vinnuferlið gekk svo vel. Ég hafði aldrei áhyggjur af að útkoman yrði slæm.“ Framtíðin er björt hjá Hafdísi Helgu og ýmis skemmtileg verkefni í bígerð. „Það er margt að hrærast en ekkert fast sett þannig að ég geti talað um það,“ segir hún dularfull. „Ég er að skoða ýmislegt og það eru að opnast nýir möguleikar með myndinni. Eitt er þó víst en það er að það eru spennandi tímar fram undan.“

SÉÐ OG HEYRT SEfuR aLdREi Líka á netinu allan sólarhringinn

www.sedogheyrt.is


SOS

spurt og svarað

DJÚPSTEIKT MARS

YRÐI SÍÐASTA KVÖLDMÁLTÍÐIN Reynir Þór Eggertsson er þekktur sem JúróReynir, enda fáir jafnmiklir aðdáendur og vel að sér í sögu Eurovision-keppninnar. Hann svarar spurningum vikunnar.

DONALD TRUMP ER ...? Stórhættulegt illmenni. HVAÐA TEGUND AF TANNKREMI NOTARÐU? Colgate. SÍÐASTA KVÖLDMÁLTÍÐIN? Djúpsteikt Mars (ef ég veit að þetta verður sú síðasta). BRENNDUR EÐA GRAFINN? Grafinn. OPAL EÐA TÓPAS? Opal. HVAÐ FÆRÐU ÞÉR Á PYLSUNA? Tómat og mikið sinnep. FACEBOOK EÐA TWITTER? Facebook dagsdaglega, Twitter fyrir skemmtilega sjónvarpsviðburði, t.d. Eurovision og eldhúsdagsumræður. HVAR LÆTURÐU KLIPPA ÞIG? N Hárstofu í Garðabæ. BORÐARÐU SVIÐ? Nei, bara þá tunguna. HVAÐ GERIRÐU MILLI 5 OG 7 Á DAGINN? Er stundum á fundum, stundum í vinnunni og stundum að leggja mig. HVAÐ ERTU MEÐ Í VINSTRI VASANUM? Veskið mitt. BJÓR EÐA HVÍTVÍN? Bjór.

HVERNIG VAR FYRSTI KOSSINN? Vandræðalegur, ég var með tyggjó.

HVAÐA BÓK EÐA KVIKMYND FÉKK ÞIG SÍÐAST TIL AÐ TÁRAST? The All-Girl Filling Station‘s Last Reunion eftir Fannie Flagg.

HVER VÆRI TITILL ÆVISÖGU ÞINNAR? Ekki viss, en veit að titillinn á einum kafla væri „Þegar ég fékk (ekki) 2,5“.

ERTU MEÐ EINHVERJA FÓBÍU? Já, fyrir þurrkuðum ávöxtum (rúsínum, kúrenum, sveskjum, gráfíkjum, fíkjum, döðlum, og þess háttar).

HVER ER DRAUMABÍLLINN? Ódýr í rekstri og mengunarlaus. KJÖT EÐA FISKUR? Fiskur. GIST Í FANGAKLEFA? Nei, en hef kennt í fangelsi. DRAUMAFORSETI? Vigdís Finnbogadóttir. STURTA EÐA BAÐ? Sturta, kemst í fæst baðkör. REYKIRÐU? Nei. Í HVERJU FINNST ÞÉR BEST AÐ SOFA? Rúmi. HVER ER BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ? Að flytja til útlanda og læra að standa á eigin fótum í framandi umhverfi. HVAÐA SÖGU SEGJA FORELDRAR ÞÍNIR ENDURTEKIÐ AF ÞÉR? Þegar afi sagði mér að einni kindinni hans hefði verið slátrað af því að hún væri orðin gömul eins og þau amma og ég spurði hvort þeim yrði þá ekki líka slátrað.

HVAÐ ER NEYÐARLEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR LENT Í? Ekkert svar. KLUKKAN HVAÐ FERÐU Á FÆTUR? Það fer eftir því hvenær ég þarf að vakna. Ef ég ræð mér alveg sjálfur, þá um kl. 11. ICELANDAIR EÐA WOW? Icelandair yfirleitt, nema Wow sé miklu ódýrara. LEIGIRÐU EÐA ÁTTU? Var að kaupa mér íbúð eftir að hafa leigt í mörg ár. KÓK EÐA PEPSÍ? Pepsí Max. ÍSRAEL EÐA PALESTÍNA? Palestína. DAGBLAÐ EÐA NET Á MORGNANA? www.visir.is og www.ruv.is HVER ER FYRSTA ENDURMINNING ÞÍN? Ég er ekki alveg viss, man heldur langt aftur, en líklega er það Freyja amma mín að vinna í bíóinu í Hólminum.



Andaðu með nefinu

Loft innan fárra mínútna Ilmur af mentól og eukalyptus

Otrivin Menthol ukonserveret, nefúði, lausn. Inniheldur xýlómetazólínhýdróklóríð. Ábendingar: Bólgur og aukin slímmyndun í nefi, kinnholum og nefkoki. Otrivin Menthol 1,0 mg/ml er ætlað fullorðnum og börnum eldri en 12 ára. Fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára: 1 úði í hvora nös 3 sinnum á sólarhring eftir þörfum, lengst í 10 sólarhringa og ekki úða oftar en að hámarki 3 úða í hvora nös á sólarhring. Fyrir fyrstu notkun á að ýta 4 sinnum á úðarann til að undirbúa dæluna. Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingranna. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina. Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Frábendingar: Ofnæmi fyrir xýlómetazólíni eða einhverju innihaldsefnanna. Ekki má nota Otrivin Menthol eftir heiladingulsnám, skurðaðgerðir um nef/munn, hjá sjúklingum með þrönghornsgláku eða nefslímubólgu með óeðlilega þurri nefslímhúð eða með slímhúðarvisnun. Varnaðarorð og varúðarreglur: Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú ert: Þunguð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, ert með skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, hjarta og æðasjúkdóma, slagæðargúlp, erfiðleika við þvaglát, æxli í nýrnahettum, þunglyndi og ert á lyfjameðferð við því. Má ekki nota handa börnum yngri en 12 ára og ekki lengur en í 10 sólarhringa. Sérstaklega skal gæta þess að fara ekki yfir ráðlagðan skammt hjá börnum og öldruðum. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.

Otrivin-Andadu-A4.indd 1

03/02/16 11:26


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.