Séð og heyrt tbl.9 2016

Page 1

Nr. 9 10. mars. 2016 Verð 1.495 kr.

t! Sjóðheit 22 ára ur! aldursmun

Sjónvarpsdívan Ólöf Rún og William James Tullock:

FUNDU ÁSTINA Á NÝ

Haraldur Þokkadísin Rikka og arvatni: Örn Ólafsson á Laug

MEÐ PÓLFARA Í GUFUBAÐI

Hildur Þórðardóttir forsetaframbjóðandi:

„ÉG Á EKKI MANN TIL AÐ HLÝJA MÉR Á TÁNUM“ Stefán Ásgrímur úr Biggest Loser:

9 771025 956009

Vinir lýsa frægum vinum:

BESTI VINUR AÐAL

BJARTSÝNN EFTIR HJÓNASKILNAÐ 168 sentimetrar – 153 kíló!

Sefur í ullarsokkum!


Elísabet Ormslev (23) er rísandi tónlistarstjarna:

MAGNAÐAR MÆÐGUR:

Elísabet og Helga eru frábærar saman og margir sem vilja sjá þær starfa saman í tónlist.

FALLEG HJÓN:

Söngvarinn Helgi Björnsson og eiginkona hans, leikkonan Vilborg Halldórsdóttir, skemmtu sér vel.

MAMMA HELDUR MÉR Á JÖRÐINNI

NÝTT LÚKK:

Söngvarinn Friðrik Ómar var með glæný gleraugu og skemmti sér konunglega ásamt Guðrúnu Gunnarsdóttur söngkonu.

Söngkonan Elísabet Ormslev er ein efnilegasta söngkona landsins en hún á ekki langt að sækja hæfileikana þar sem móðir hennar er stórsöngkonan Helga Möller. Elísabet sló í gegn í söngþáttunum The Voice og í Söngvakeppni sjónvarpsins. Elísabet og Helga veittu verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum en Elísabetu dreymir um að sigra þar einn daginn.

SÆTAR:

Elva Dögg Melsteð, skipulagsritari Hörpu, og Inga María Leifsdóttir voru glæsilegar eins og þeirra er von og vísa.

F GÓÐIR SAMAN:

Sigmundur Ernir Rúnarsson, Halldór Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Hörpu, og Ási í Gramminu, sem tók meðal annars á móti verðlaunum Bjarkar Guðmundsdóttur.

rábært „Þetta var rosalega skemmtilegt og allir í mjög góðu stuði. Það var mikill heiður að fá að veita verðlaun á hátíðinni en þetta er í fyrsta skipti sem ég hef komið á þessa verðlaunahátíð og hún stóð algjörlega undir nafni. Það var allt rosalega vel skipulagt og vel upp sett, umgjörðin var mjög flott,“ segir Elísabet. Elísabet er dóttir söngkonunnar Helgu Möller og því liggur beinast við að spyrja hvort eitthvert samstarf sé á borðunum hjá þeim mæðgum. „Eins og staðan er núna þá er

ekkert ákveðið hvort við gerum eitthvað saman en ég er sjálf á fullu að vinna í tónlist þessa stundina. Það er ekki alveg í kortunum hjá mér að gefa út plötu strax en ég er allavega að safna í plötu. Ég er á fullu að semja þessa daganna ásamt því sem ég er í samstarfi við aðra þessa stundina,“ segir Elísabet en spurð að því með hverjum hún sé að vinna er hún þögul sem gröfin. Mamma leiðbeinir Helga Möller, móðir Elísabetar, er ein frægasta söngkona landsins og þekkir öll trixin í bókinni þegar


FLOTTIR:

Tónlistarsnillingurinn Ólafur Arnalds mætti með bros á vör og stillti sér upp með tónlistarmanninum Janusi Rasmussen.

KONUR Í LÍFI RÁÐHERRA:

Sirrý Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, og Brynhildur Einarsdóttir, eiginkona menntamálaráðherra, mættu í sínu fínasta pússi.

ÞRUSU ÞRÍEYKI:

GEISLUÐU:

Salka Sól og vinkona hennar geisluðu af fegurð.

Tónlistarmennirnir Tómas R. Einarsson, Samúel Jón Samúelsson og Sigurður Guðmundsson mættu hressir.

SKEMMTU SÉR:

Söngkonan Guðrún Gunnarsdóttir og Hannes trommari í Buffinu voru glöð að sjá ásamt söngvaranum Eyþóri Inga.

FLOTT SAMAN:

Kalli Baggalútur og Tobba Marinós eru eitt glæsilegasta par landsins og létu sig að sjálfsögðu ekki vanta.

kemur að því að vera söngstjarna á Íslandi. Elísabet þarf því ekki að leita langt til að fá ráðleggingar. „Já, hún hefur alltaf hjálpað mér og veitt mér góð ráð og kennt mér að takast á við alla þessa hluti. Hún þekkir það auðvitað vel hvernig það er að vera þekkt á Íslandi og hún hjálpar mér líka að halda mér á jörðinni. Ég geri bara eins vel og ég get í mínu og spái ekki í neitt út fyrir það.“ „Ég hef alltaf verið syngjandi en ég byrjaði að koma fram þegar ég var svona 14-15 ára, ég tók þátt í Samfés

þegar ég var í níunda bekk og lenti þar í öðru sæti. Ég var svo í hinum og þessum verkefnum en það byrjaði aldrei að rúlla eitthvað fyrr en ég tók þátt í The Voice.“ Elísabet er ung og með stóra drauma og einn af þeim er að vinna til verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum. „Það væri auðvitað algjör draumur að verða einhvern tímann tilnefnd til verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum, það væri alveg frábært.“

ÞRUSU STUÐ:

Björn Thoroddsen, einn fremsti gítarleikari þjóðarinnar, í fínu formi með vinkonum sínum.


FORSETINN SKOTINN Á NETFLIX Ríkissjónvarpið var að hefja sýningar House Of Cards, fjórðu þáttaröðinni um Frank Underwood, forseta Bandríkjanna, og glæsifrú hans og verða þættirnir á dagskrá á mánudagskvöldum næstu tólf vikurnar. Gerist þetta um leið og vitað er að stór hluti þjóðarinnar horfir á þættina á Netflix þar sem öll fjórða serían er í boði og hægt að klára á góðri kvöldstund með sjónvarpssnakki og öðru tilheyrandi. Netflix-áhorfendur vita að í fjórða þætti – eða var það kannski í þeim fimmta – er Frank Underwood sýnt banatilræði eftir sjóðheitan kosningafund og sá sem hleypir af byssunni kemur úr óvæntri átt. Forsetinn lifir, er í dái til að byrja með og þar sem byssukúlan tætti í sundur á honum lifrina hefst örvæntingarfull leit að nýrri lifur fyrir forsetann. Við tekur óstyrkur varaforseti sem aldrei bjóst við að lenda í þessum aðstæðum og hefur ekki önnur ráð en að leita ásjár hjá forsetafrúnni sem tekur öll völd í gegnum hann. Nú má spyrja hvers vegna verið sé að segja frá þessu þar sem Ríkissjónvarpið á eftir að sýna atburðarásina alla fyrir greiðendur afnotagjalda sem eiga alla seríuna eftir? Svarið er einfalt: kaup Ríkissjónvarpsins á House Of Cards er birtingarmynd tímaskekkju þess andrúmslofts sem stofnunin er rekin í. Sýningarréttur á sjónvarpsþáttaröð sem þessari, og öðrum líka, er lítils virði og alls ekki í takt við það sem greitt er fyrir. House Of Cards er úti um allt. Nú er ekki vitað hvað innkaupsverð á seríunni er í bókhaldi Ríkisútvarpsins en hitt er kristaltært að því fé hefði mátt verja betur í framleiðslu á íslensku efni sem nú þegar er ekki til staðar í öllum tölvum og símtækjum landsmanna. Það eitt gæti gert lífið í landinu skemmtilegra, eins og Séð og Heyrt gerir í hverri viku og allan sólarhringinn á Netinu. Eiríkur Jónsson

FRÉTTASKOT sími: 515 5683

TÖFF TVENNA:

Rikka og Haraldur Örn voru glæsileg saman á Laugarvatni um helgina.

Friðrika Hjördís (38) og Haraldur Örn (44) á Laugarvatni:

MEÐ PÓLFARA Í GUFUBAÐI S

jóðheitt Það fór vel á með þokkadísinni Friðriku Hjördísi Geirsdóttur og pólfaranum Haraldi Erni Ólafssyni í gufubaðinu í heilsulindinni Fontana á Laugarvatni um síðustu helgi. Erlendir ferðamenn veittu þeim enga athygli en íslenskir gestir sem þarna voru því meiri. Rikka, eins og Friðrika Hjördís er yfirleitt nefnd, bæði meðal vina og í fjölmiðlum, hefur nýlega sagt skilið við Skúla Mogensen flugkóng í WOW og Haraldur Örn er laus og liðugur og var þarna á heimaslóðum á Laugarvatni þangað sem hann á ættir að rekja. Haraldur Örn er nú einn af framkvæmdastjórum Íslandsbanka

og stýrir þar Íslandssjóðum sem sjá um rekstur verðbréfasjóða bankans. Hann er landsþekktur fyrir pólferðir sínar og raðfjallgöngur þar sem Everest-tindinn ber hæst. Rikka og Haraldur Örn hafa þekkst um hríð, eins og sjá má á myndum á samskiptasíðum, þar sem þau klífa fjöll, arka yfir firnindi og hjóla sem enginn væri morgundagurinn og hvað er þá betra en að slaka á í góðu gufubaði í Fontana á Laugarvatni. Þegar Haraldur er inntur eftir gufubaðsferðinni með Rikku á Laugarvatni er svarið stutt og laggott: „Ég er á fundi.“

FONTANA:

Glæsilegur unaðsreitur í paradís Suðurlands.

BIRTÍNGUR útgáfufélag Lyngási 17, 210 Garðabær, s. 515 5500 Útgefandi: Hreinn Loftsson Framkvæmdastjóri: Karl Steinar Óskarsson Fjármálastjóri: Matthías Björnsson Dreifingarstjóri: Halldór Rúnarsson Ritstjóri: Eiríkur Jónsson, eirikur@birtingur.is Blaðamenn: Ásta hrafnhildur Garðarsdóttir, asta@ birtingur.is Garðar B Sigurjónsson gardarb@birtingur.is og Loftur Atli Eiríksson lofture@birtingur.is Auglýsingar: Ólafur Valur Ólafsson, Þórdís Una Gunnarsdóttir, Ásthildur Sigurgeirsdóttir, Davíð þór Gíslason, Laufar Ómarsson, Hjörtur Sveinsson og Jónatan Atli Sveinsson netf.: auglysingar@ birtingur.is Umbrot: Linda Guðlaugsdóttir, Elísabet Eir Eyjólfsdóttir, Carína Guðmundsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir og Ásgerður Margrét Þorsteinsdóttir. Myndvinnsla: Guðný Þórarinsdóttir

ERFISME HV R M

KI

mhverfisvottuð prentsmiðja

U

Tilkynna þarf uppsögn á áskrift fyrir 15. hvers mánaðar og tekur hún þá gildi í lok þess mánaðar. Áskrifandi verður að tilkynna breytingar á heimilisfangi til Birtíngs á tölvupóstfangið askrift@birtingur.is. Sé það ekki gert ábyrgist Birtíngur ekki að tímarit skili sér á rétt heimilisfang. Allur réttur áskilinn varðandi efni (texta og myndir). Öll notkun efnis, t.d. beinar tilvitnanir og endursagnir, er óheimil án skriflegs leyfis útgefanda. Sjá nánar um réttarvernd og gjaldskrá útgefanda á birtingur.is

141

776

PRENTGRIPUR

Prentun: Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja ISSN 1025-9562

TÖFF:

Haraldur Örn hefur víða farið sem frægt er og ekki alltaf auðveldustu leiðina.


Sjónvarpsdrottningin fyrrverandi Ólöf Rún Skúladóttir (54) og William James Tulloch (76):

BROSA VIÐ LÍFINU:

Ólöf Rún og William James eru fallegt par.

FUNDU ÁSTINA Á NÝ ÐI Lítið hefur farið fyrir sjónvarpsfréttakonunni Ólöfu Rún í opinberu lífi undanfarin ár. Hún er engu að síður sprellfjörug og skellti sér á Edduna á Hilton og frumsýningu óperunnar Don Giovanni í Hörpu.

Á

ÁBERANDI:

Ólöf Rún var áberandi í samkvæmislífinu á sínum tíma og hér er hún í áberandi bleikum kjól með þeim Ingvari E. Sigurðssyni og Felix Bergssyni.

stin spyr ekki um aldur Ólöf Rún var einn vinsælasti fréttamaður landsins um árabil og aufúsugestur, kvöld eftir kvöld, í sjónvarpsstofum landsmanna. Hún var einn aðalfréttamaðurinn á RÚV lengi vel en fór síðan yfir á Stöð 2. Eftir að hafa hætt þar átti hún stutta endurkomu á N4 sjónvarpsstöðinni á Akureyri en lítið hefur farið fyrir henni að undanförnu. Ólöf Rún er engu að síður dugleg að nýta sér þau tækifæri sem lífið býður upp á, hún skrifaði bókina Tækifærin ásamt Hjördísi Hugrúnu, dóttur sinni, en hún fjallar um 50 konur sem allar hafa skarað fram úr, hver á sínu sviði. Ólöf Rún var á margan hátt táknmynd hinnar íslensku húsmóður, frískleg með roða í kinnum, og á fimm börn með

Sigurði Þór Ásgeirssyni en þau skildu fyrir nokkrum árum. Ólöf Rún vill lifa lífinu lifandi og hitti Kanadamanninn William James Tulloch sem er fyrrverandi flugstjóri samkvæmt heimildum Séð og Heyrt. William James er fæddur árið 1939 en ástin spyr ekki um aldur og þau eru mjög samrýnd þrátt fyrir að 22 ár séu á milli þeirra. Ólöf Rún og William James eiga glæsilega íbúð með frábæru útsýni í Kórahverfinu í Kópavogi. Ólöf Rún hefur alltaf verið mikil hestakona og þegar hjónin eru á Íslandi njóta þau friðsældar fyrir austan fjall þar sem þau halda hesta í námunda við Hekluhlíðar. Turtildúfurnar skelltu sér í rómans til Egyptalands í nóvember síðastliðnum og nutu sólarinnar á úlföldum í eyðimerkursandinum með píramída í bakgrunninum.

EIN Á EDDUNNI:

Ólöf Rún var glæsileg á Eddunni og skemmti sér vel þó að eiginmaðurinn, William James, væri fjarri góðu gamni.


Ævintýraleg veisla í Víðidal:

SÆTAR MEÐ SVEÐJU:

Hugmyndaauðgi Fákskvenna er engin takmörk sett þegar búningahönnun er annars vegar og sumar mættu meira að segja vopnaðar á svæðið.

M U N O K S K Á F Á FEIKNA STUÐ

SAUMUÐU SJÁLFAR

Fyrri stjórn kvennadeildar sá sjálf um að sauma sína búninga og skemmti sér vel með vinkonum sínum.

AFMÆLISVEISLA:

Hér er afmælisbarn kvöldsins ásamt hópi vinkvenna en Hulda Gústafsdóttir átti 50 ára afmæli þetta kvöld og gat ekki hugsað sér betri leið til að halda upp á það en á konukvöldi Fáks. Ef vel er að gáð má sjá fegurðardrottninguna Unni Birnu á myndinni en hún er mikil hestakona.

STJÓRNIN

Stjórn kvennadeildar Fáks, þær Hanna Dóra Hjartardóttir, Dagný Ragnarsdóttir, Kolbrún Friðriksdóttir, Anna Magnúsdóttir og Linda Friðriksdóttir voru himinlifandi með vel heppnað kvöld í Víðidal.

Fáar konur eru jafnduglegar að skvetta jafnrækilega úr klaufuum og Fákskonur. Um helgina héldu þær árlegt skemmtikvöld sitt í Fáksheimilinu í Víðidal en þemað að þessu sinni var 1001 nótt. Búningarnir hafa aldrei verið glæsilegri og hestakonurnar hressu brostu á bak við blæjurnar.

A

usturlandaævintýri „Það var rosalegt fjör og svaka gaman. Þetta tókst ótrúlega vel og var virkilega flott kvöld,“ segir Dagný Ragnarsdóttir sem situr í stjórn Fákskvenna sem hafði veg og vanda af skipulagningu kvöldsins. „Við veljum alltaf þema á haustin en þetta er stærsti viðburður ársins hjá okkur. Að þessu sinni var þemað 1001 nótt og eftir að upplýst var um það fóru konurnar ýmist að sauma eða panta sér búninga. Þetta er mikil vinna og heimili viðkomandi eru undirlögð þegar verið er að gera búningana. Við tökum okkur saman í ólíka hópa og þarna var til dæmis 19 manna hópur allur í eins dressi og síðan eru minni og stærri hópar. Það er verið að plana þetta kvöld í fleiri mánuði.“ Hóparnir eru af ýmsum gerðum og í einum þeirra voru konur frá 16 til 60 ára svo dæmi séu tekin.

Veislustjórarnir voru glæsilegir en það voru færeyski söngvarinn og hjartaknúsarinn Jógvan Hansen og sænsk-indverska dans- og matgyðjan Yesmine Olsson. Fóru þau á kostum og Yesmine fékk allar konurnar saman út á gólfið og stjórnaði þeim í glæsilegu dansatriði. Stefán Jakobsson, söngvari úr Dimmu, og Andri Ívarsson, félagi hans, sungu og léku undir borðhaldinu en boðið var upp á sannkallaða sælkeraveislu að austurlenskum hætti. Um 160 konur mættu á kvennakvöldið að þessu sinni og skemmtu sér að kvenna sið fram undir miðnætti en þá fengu karlarnir að slást í hópinn og stuðið stóð fram á rauða nótt.


LITSKRÚÐ:

Mikil vinna liggur að baki búningunum sem voru litskrúðugir og glæsilegir.

SÖNGUR, GLENS OG GAMAN:

Söngur glens og gaman réð ríkjum á kvennakvöldinu og körlunum var ekki hleypt inn fyrr en eftir miðnætti.

HARÐAR:

Ragnheiður frá Hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ skemmti sér ásamt vinkonum.

HJARTAKNÚSARI:

Stefán Jakobsson úr Dimmu söng sig inn í hjörtu Kolbrúnar Friðriksdóttur og Önnu Magnúsdóttur, stjórnarkvenna í kvennadeild Fáks.

FRÁBÆR FRAMMISTAÐA: Veislustjórar kvöldsins, þau Yesmine Olsson og Jógvan Hansen, stóðu sig frábærlega vel.

SÆTAR SAMAN:

Þær Gréta og Jóhanna Margrét voru sætar saman í bleiku.

HESTAKONUR:

Hestafréttakonan Guðrún Pétursdóttir og Thelma Tómasson, fréttamaður á Stöð 2, eru báðar miklar hestakonur.

TÖFF TRÍÓ: RAUÐ NÓTT:

Þessar konur skemmtu sér rauðklæddar og gulli skreyttar fram á rauða nótt.

Þær Gréta, Edda og Jóna Dís voru ævintýralegar í veislunni.


Framhald af síðustu opnu

KVENNABÚR:

Stjörnufréttakonan Thelma Tómasson mætti með föngulegan hóp glæsilegra kvenna á svæðið líkt og um kvennabúr væri að ræða.

FULLKOMINN LEIKUR:

Fákskonur lifðu sig fullkomlega inn í ævintýri 1001 nætur.

MEÐ SELFIESTÖNG:

Hrönn Ægisdóttir mætt með „selfiestöngina“ og smellti flottri mynd af sjálfri sér og vinkonum.

ÆVINTÝRAPRINSESSA: Ester Júlía tók sig vel út, eins og ævintýraprinsessa úr 1001 nótt.

ÆVINTÝRI KVÖLDSINS: DÚNDURHRESSAR

TRÚVERÐUGAR:

Fákskonur lögðu sig allar fram við að vera sem ævintýralegastar og voru trúverðugar í hlutverkum sínum.

Þessar glæsilegu konur lifðu sig inn í ævintýri kvöldsins.

Þær Þórey, Ylfa og Dúna voru dúndurhressar á kvennakvöldinu.

RISAVINDLAR: KLASSÍSKT OG KÓNGABLÁTT:

Svarti og appelsínuguli litirnir eru klassískir saman og kóngabláu buxurnar vöktu líka mikla athygli.

Þær Guðrún Edda og Jóna Dís voru flottar með risavindla ásamt vinkonum sínum.



Ragnheiður Jóna Jónsdóttir (55) breiðir út faðm fortíðar:

BAÐSTOFA KVÓTAPRINSESSU Hannesarholt hefur unnið sér sess sem ein af vinalegustu menningarstofnunum í Reykjavík. Nýverið var blásið til kynningarsamkvæmis vegna vordagskrárinnar sem verður samsett úr mörgum áhugaverðum menningarviðburðum.

M

enning og virðing Hannesarholt er til húsa að Grundarstíg 10 en Hannes Hafstein, skáld og fyrsti ráðherra þjóðarinnar, reisti húsið árið 1915. Ragnheiður keypti húsið á því herrans ári 2007 ásamt eiginmanni sínum, Arnóri Víkingssyni lækni, og börnum þeirra undir merkjum félags sem þau kalla 1904. Ráðist var í miklar framkvæmdir til að koma húsinu í sem næst upprunalegt form og einstakt andrúmsloft tekur á móti gestum hússins þegar þeir koma þangað inn. Ragnheiður kallar það faðm fortíðar en hún er lærður kennari og doktor í menntunarfræðum. Þegar hún var að skrifa doktorsritgerðina sína fór hana að dreyma um nútímaútgáfu af gömlu baðstofunni og henni hefur sannarlega tekist að láta draum sinn rætast í Hannesarholti. Ragnheiður Jóna er komin af mikilli sjávarútvegsfjölskyldu en faðir hennar, Jón Guðmundsson heitinn, var stórútgerðarmaður og eigandi Sjólastöðvarinnar í Hafnarfirði. Hann kom ár sinni vel fyrir borð og eftirlét börnum sínum milljarðaauðævi eftir sinn dag.

VINAMÖRG OG VINSÆL:

Ragnheiður Jóna er vinamörg og vinsæl og það fór vel á með henni og Arnheiði Völu Magnúsdóttur, veitingastjóra í Hannesarholti, og Unu Maríu Óskarsdóttur, verkefnastjóra í forsætisráðuneytinu.

Virkur fjárfestir

Rekstur Hannesarholts er fyrst og fremst hugsjónarstarf en félagið er sjálfseignarstofnun líkt og er algengt rekstrarform lítilla menningarstofnana víða um heim. Ragnheiður Jóna er virkur fjárfestir og hún er í hópi þeirra einstaklinga sem eiga stærstan hlut í Virðingu sem er eitt umfangsmesta fjármálastjórnunarog fjárfestingafyrirtæki landsins. Hannesarholt er ekki safn um Hannes Hafstein þó að andi hans svífi vissulega yfir vötnum en á jarðhæðinni er gott kaffihús þar sem boðið er upp á smárétti og léttar veitingar. Á efri hæðunum er aðstaða fyrir lista- og fræðimenn og til fundarhalda. Við kjallarann var síðan byggður fallegur hljóðeinangraður tónleikasalur fyrir stofutónleika og fyrirlestra. Nú stendur yfir sýning hönnuða í tenglslum við HönnunarMars í Hannesarholti og síðar í mánuðinum verður boðið upp á heimspekispjall, heilsuspjall og djassveislu svo fátt eitt sér talið. Frekari upplýsingar um dagskrána má finna á heimasíðunni hannesarholt.is.

FJÖLSKYLDUFYIRTÆKI:

Þau Jón Ágúst Arnórsson og Marinella Arnórsdóttir, börn Ragnheiðar, eru meðeigendur hennar í 1904 sem á Grundarstíg 10 sem hýsir Hannesarholt. Með þeim á myndinni er unnusta Jóns Ágústar.

FALLEGT HÚS:

Grundarstígur 10 er í eigu Ragnheiðar Jónu og fjölskyldu og þar er Hannesarholt til húsa en ekkert var til sparað þegar húsið var gert upp á einstaklega smekklegan og látlausan hátt.

PÍANÓSNILLINGUR:

Már Gunnarsson er upprennandi píanósnillingur sem efndi til styrktartónleika vegna hljóðfærakaupa í Hannesarholti. Hér er hann með Hörpu Másdóttur, föðursystur sinni og listakonu, og Marinellu Arnórsdóttur.


Andaðu með nefinu

Loft innan fárra mínútna Ilmur af mentól og eukalyptus

Otrivin Menthol ukonserveret, nefúði, lausn. Inniheldur xýlómetazólínhýdróklóríð. Ábendingar: Bólgur og aukin slímmyndun í nefi, kinnholum og nefkoki. Otrivin Menthol 1,0 mg/ml er ætlað fullorðnum og börnum eldri en 12 ára. Fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára: 1 úði í hvora nös 3 sinnum á sólarhring eftir þörfum, lengst í 10 sólarhringa og ekki úða oftar en að hámarki 3 úða í hvora nös á sólarhring. Fyrir fyrstu notkun á að ýta 4 sinnum á úðarann til að undirbúa dæluna. Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingranna. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina. Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Frábendingar: Ofnæmi fyrir xýlómetazólíni eða einhverju innihaldsefnanna. Ekki má nota Otrivin Menthol eftir heiladingulsnám, skurðaðgerðir um nef/munn, hjá sjúklingum með þrönghornsgláku eða nefslímubólgu með óeðlilega þurri nefslímhúð eða með slímhúðarvisnun. Varnaðarorð og varúðarreglur: Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú ert: Þunguð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, ert með skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, hjarta og æðasjúkdóma, slagæðargúlp, erfiðleika við þvaglát, æxli í nýrnahettum, þunglyndi og ert á lyfjameðferð við því. Má ekki nota handa börnum yngri en 12 ára og ekki lengur en í 10 sólarhringa. Sérstaklega skal gæta þess að fara ekki yfir ráðlagðan skammt hjá börnum og öldruðum. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.

Otrivin-Andadu-A4.indd 1

03/02/16 11:26


Sigurbjörg Alma Ingólfsdóttir (25) er orðin stór:

NEFND EFTIR LESTARSTÖÐ Sigurbjörg Alma Ingólfsdóttir heillaði íslenska kvikmyndagesti upp úr skónum þegar að hún lék hina sniðugu Regínu í samnefndri barna- og fjölskyldumynd. Í dag býr hún og starfar í London og kallar sig Siddý Holloway.

VÆRI TIL Í GOTT HLUTVERK:

NEFND EFTIR LESTARSTÖÐ:

Siddý er ekki á leiðinni heim en myndi ekki slá hendinni á móti góðu hlutverki hér.

Sigurbjörg Alma Ingólfsdóttir kallar sig Siddý Holloway en eftirnafnið er nafn á lestarstöð. Siddý er menntaður leikari og býr í London.

DJÚPT Í JÖRÐU:

Siddý starfar fyrir London Transport Museum, hún tók þátt í því að opna neðanjarðarstöðvar sem höfðu verið lokaðar frá seinna stríði.

R

ísandi Siddý eins og hún er ávallt kölluð lauk leiklistarnámi frá Rose Bruford College í London en hún og Salka Sól Eyfeld voru skólasystur þar. Siddý ákvað að freista gæfunnar í stórborginni og dvelja þar áfram að námi loknu. Íslensk eftirnöfn geta reynst flókin í framburði, það getur verið nógu erfitt að hasla sér völl í leiklistarheiminum og þurfa ekki líka að útskýra íslensku nafnahefðina. Kennarar við leiklistarskólann ráðlögðu íslensku nemendunum að taka upp ensk eftirnöfn til að auðvelda þeim aðgang að markaðnum. Siddý tók upp nafnið Holloway í höfuðið á lestarstöð en röð tilviljanna varð til þess að hún starfar í dag fyrir London Transport Museum en þar er rakin saga lestarstöðva í London.

Siddý starfaði við leiðsögn í safninu en var fljótlega fengin til að leiðsegja leiðsögumönnunum, en þar kom leiklistarmenntunin sér vel. Hún fékk einnig það skemmtilega verkefni að vera með í opnun á tveimur lestarstöðvum sem höfðu verið lokaðar frá því í seinna stríði. Lestarstöðvarnar voru leynilegar og grafnar djúpt niður Winston Churchill í annarri þeirra þegar að sprengjum rigndi yfir London. Aðsóknin að lestarstöðvunum sló öll met og nú stendur til að opna fleirri. Verkefnið á samgöngusafninu hefur undið upp á sig og leiklistin setið á hakanum, en Siddý mun ekki slá hendinni á móti skemmtilegu verkefni bjóðist henni það. Lífslestin brunar áfram á fullum krafti og aldrei að vita hvar hún stoppar næst.

BARNASTJARNA:

Siddý sló í gegn sem hin glaða og úrræðagóða Regína í samnefndri dans og söngvamynd eftir Margréti Örnólfsdóttur og Sjón.

Á ÍSLENSKUM BÚNINGI:

Siddý var fjallkona á 17. júní hátíð Íslendingafélagsins í London.



Elín Ösp, sölustjóri Maybelline, hjálpaði dömum að finna sinn rétta FIT me-lit!

FIT me-línan frá Maybelline sló í gegn á Konukvöldi í Smáralind!

STEMNING Á KONUKVÖLDI Í S T

ruflað töff Gríðarleg stemning myndaðist á Konukvöldi Smáralindar og útvarpsstöðvarinnar K100. Konur á öllum aldri streymdu í Smáralindina til að kynna sér nýjar vorvörur verslana og nýta sér góða afslætti. Það iðaði allt af lífi og mikil stemning var á göngugötum Smáralindar. Boðið var upp á drykki, gómsætt popp og glæsilegar snyrtivörunýjungar frá vörumerkjunum Maybelline, Real Techniques og essie voru kynntar. Fjölmargar konur nýttu sér

Sigga Diljá frá Reykjavík Makeup School sýndi gestum og gangandi þessa æðislegu Maybelline-förðun. Falleg förðun sem hentar við hvaða tilefni sem er.

aðstoð og afslátt sem í boði var. Margar dömur hafa beðið í ofvæni eftir FIT me-línunni frá Maybelline sem var kynnt í fyrsta sinn á Íslandi á Konukvöldi Smáralindar. FIT me-línan hefur slegið í gegn um heim allan og er ein þekktasta förðunarlínan í dag. Vörurnar eru þeim eiginleika gæddar að þær gera yfirborð húðarinnar glæsilegt, ljómandi og áferðafallegt. FIT me-vörurnar eru nú fáanlegar á öllum sölustöðum Maybelline ásamt öðrum glæsilegum nýjungum sem allar konur ættu að kynna sér.

FIT me-farðinn er ómissandi í allar snyrtibuddur!

Stína Ottós kynnti nýjungar frá Maybelline fyrir áhugasömum dömum.


Margrét heldur hér á nýja Master Sculpt-púðrinu sem auðveldar konum að móta andlitið með fallegum skyggingarlit og ljómandi highlighter.

Það er mikilvægt að prófa farða á andliti til að finna rétta litinn sem fellur inn í húðina. Kamilla hjálpar hér einni að finna sinn lit. Falsies Push Up-maskarinn sló í gegn á Konukvöldinu og nýttu margar sér tækifærið til að prófa nýjasta maskarann frá Maybelline. Ellen fullkomnar áferð húðarinnar með FIT me-vörunum og Real Techniques.

Í SMÁRALIND Margar íslenskar dömur hafa beðið spenntar eftir að prófa nýja Falsies Push Up-maskarnn frá Maybelline. En maskarinn hefur slegið í gegn í Bandaríkjunum fyrir æðislega útkomu.

Ellen Huld frá Reykjavík Makeup School sýndi fallega förðun á Guðlaugu Elísu með vörum frá Maybelline.

Harpa Rún, Erna Hrund og Sara Dögg eru spenntar yfir komu FIT me-farðans til Íslands. Karen Ýr kynnti spennandi Maybellinenýjungar fyrir gestum í Smáralind.

Framhald á næstu opnu


Framhald af síðustu opnu Erna Hrund kynnti nýju hreinsimottuna frá Real Techniques fyrir áhugasömum gestum á Konukvöldinu. Augabrúnasettið frá Real Techniques er nú komið til Íslands og eflaust margar dömur sem eru með það á óskalistanum miðað við hve fallega mótaðar augabrúnir eru í mikilli tísku.

Mæðgurnar Helga Möller og Elísabet Ormslev sungu fyrir framan Modus í Smáralind við mikinn fögnuð viðstaddra.

Merrild bauð gestum upp á ljúfan kaffibolla.

Gott að byrja kvöldið á glasi af gómsætum Baileys.

Svali og Svavar á K100 gæddu sér á svalandi Plús!


Gríðarleg stemning myndaðist á göngugötunni fyrir framan Lyfju þar sem nýjungar frá Maybelline og Real Techniques voru kynntar.

Gestir á Konukvöldinu smökkuðu á nýju og gómsætu léttvíni, Mosketto, sem vakti að sjálfsögðu lukku.

Hildur hjá essie bauð upp á lökkun inni í Smáralind.

Liturinn Lady Like frá essie hefur slegið í gegn hjá íslenskum konum og seldist upp á Konukvöldinu í Smáralind.

Popp og Pepsi er gómsæt blanda eins og knattspyrnukappinn Hólmbert Friðjóns komst að!

Sumarlínan frá Oroblu er komin í verslanir og var kynnt fyrir áhugasömum gestum í Smáralind.

Maxi Popp bauð gestum upp á brakandi ferskt popp sem sló í gegn.


Kokkastjarnan Hrefna Rósa Sætran (35) og bjórinn Hrefna:

GAMAN:

TÖFF:

Haukur Hreiðar, söngvari Diktu, og eiginkona hans, Guðný Kjartansdóttir, skemmtu sér vel og voru ánægð með Hrefnu.

Frosti Jón og Hranfhildur Hólmgeirsdóttir stílisti létu sig ekki vanta á Skúlabar.

HRESS:

FJÖGUR FRÆKIN:

Erpur Eyvindarson, eða Blaz Roca eins og hann er jafnan kallaður, var hressasti maðurinn á svæðinu.

Tobba Marinós, Kalli Baggalútur, Björk Eiðsdóttir ritstjóri og Auður Húnfjörð auglýsingastjóri skemmtu sér konunglega saman enda ekki á hverjum degi sem maður smakkar nýjan bjór.

HREFNA PASSAR MEÐ ÖLLUM MAT Hrefna Rósa Sætran er einn allra færasti matreiðslumeistari landsins og er nóg að gera hjá henni á Fisk- og Grillmarkaðnum. Nú hefur þó bæst við í flóruna því bjórinn Hrefna var sérstaklega búinn til fyrir Hrefnu Sætran.

B

jór „Ég er alveg rosalega ánægð með þetta, það er mjög skemmtilegt að fá bjór nefndan í höfuðið á sér. Bjórinn átti samt ekki upphaflega að heita Hrefna. Okkur langaði bara í bjór sem myndi tengjast Fisk- og Grillmarkaðnum og það komu upp nokkur nöfn eins og til dæmis Sætran en að lokum var það bruggmeistarinn sem kom með þá hugmynd að nefna hann Hrefnu,“ segir Hrefna. „Það er samt góð og djúp pæling á bak við nafnið. Bjórinn er meðal annars bruggaður úr krækiberjum og

STOLT:

Hrefna Sætran var ánægð með Hrefnu og stolt af því að fá bjór nefndan í höfuðið á sér.

svo er hann er eikarleginn. Hrefna er auðvitað dregið af nafninu Hrafn og hrafnar borða mikið af krækiberjum, þannig fékk hann nafnið.“

Matarbjór

Matur og drykkir eru lifibrauð Hrefnu og því þurfti að huga vel að því að bjórinn myndi passa vel með alls konar mat. „Við erum mjög ánægð með það hvernig bjórinn kom út. Þetta er búið að vera næstum ársverkefni og hann er alveg rosalega góður

FLOTTUR HÓPUR:

Útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson lét sig ekki vanta en hann mætti ásamt unnustu sinni, Hjördísi Ernu Þorgeirsdóttur, Sögu Sigurðardóttur ljósmyndara og Bjarna Sigurðssyni.

og mjög mikill matarbjór. Við erum búin að prófa hann með fullt af mismunandi mat og hann virkar alltaf vel. Hann er frekar sterkur hvað varðar prósentutölu en þó það bragðmikill að maður tekur ekki eftir því að hann sé sterkari en venjulegur bjór.“

Beint á barinn

Hrefna er nú orðin einn af eigendum barsins Skúla og því auðvitað fyrsta verk að koma Hrefnu á krana. „Já, það passar mjög vel að kaupa

sig inn í bar og gefa út bjór á sama tíma. Við keyptum okkur inn í barinn Skúla sem er á Fógetatorgi og héldum frumsýningarpartí bjórsins þar. Það er auðvitað hægt að fá Hrefnu á krana á Skúlabar þótt hann verði aðallega seldur í flösku. Fólkið tók mjög vel í bjórinn þó að ég segi sjálf frá. Það var fráæbr stemning þarna og við buðum upp á mikið af „bjórsnarli“ sem hefur ekki verið venjan á Skúla þannig að allir voru mjög sáttir.“


Strepsils-jardaber-A4 copy.pdf

1

12/02/16

15:17

- nú sykurlaust og með jarðarberjabragði

SYKURLAUST STREPSILS með jarðarberjabragði

Við eymslum og ertingu í hálsi! Strepsils Jordbær Sukkerfri munnsogstöflur. Inniheldur: 2,4-tvíklóróbensýlalkóhól 1,2 mg, amýlmetakresól 0,6 mg. Ábendingar: Eymsli og erting í hálsi. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir og börn 6 ára og eldri: 1 munnsogstafla er látin leysast hægt upp í munni á 2-3 klst. fresti. Börn á aldrinum 6-11 ára: Lyfið skal gefa undir eftirliti fullorðins aðila. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna. Varnaðarorð og varúðarreglur: Ekki nota stærri skammt en ráðlagður er. Sjúklingurinn skal leita læknis ef hann er í vafa eða ef einkenni lagast ekki eða versna innan nokkurra daga. Lyfið inniheldur ísómalt og maltitól sem geta haft væg hægðalosandi áhrif. Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol, sem er mjög sjaldgæft, skulu ekki taka lyfið. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Reckitt Benckiser Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.


ÞRUSU ÞRÍEYKI:

Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritsjóri 365, fréttamaðurinn Þorbjörn Þórðarson og kærasta hans, Ása Dagmar, skemmtu sér vel við athöfnina.

Fréttamaðurinn Þorbjörn Þórðarsson (33) studdi félaga sína:

TOPPMYNDIR – TOPPFÓLK L

insan er ljúf „Ég var þarna aðallega til að styðja samstarfsfólk mitt hjá 365 sem var tilnefnt til verðlauna. Hún Snærós Sindradóttur fékk verðlaun fyrir viðtal ársins sem var mjög ánægjulegt. Við vorum með nokkrar tilnefningar en hún var sú eina sem sigraði að þessu sinni,“ segir Þorbjörn. „Einnig var góðvinur minn Hörður Ægisson tilnefndur en hann vann því miður ekki þetta árið en það er mikill heiður þrátt fyrir það að vera tilnefndur. Það er alltaf gaman að koma á þessa verðlaunahátíð og virkilega gaman að sjá hvað við eigum hæfileikaríka ljósmyndara hér á landi. Þeir mættu hingað til að sýna sín bestu verk.“

GLÆSILEG:

Fjölmiðlakonan og lögfræðingurinn Helga Vala Helgadóttir mætti með bros á vör ásamt barnabarni sínu.

GÓÐ SAMAN: SÆTAR SAMAN: Fréttastjóri Ríkisútvarpsins, Rakel Þorbergsdóttir, lét sig ekki vanta og tók börnin með.

Unnur í Kínaklúbbi Unnar og galleríshaldarinn Jóhann Ágúst Hansen létu sig að sjálfsögðu ekki vanta.

GÓÐUR HÓPUR:

Þær Kristjana, Sólrún, Ingibjörg og Viktoría stilltu sér upp með Reyni Traustasyni, fyrrum ritstjóra DV, en þær eiga það sameiginlegt að hafa fengið uppeldi sitt í fréttamennsku hjá honum á sínum tíma og nú blómstra þær allar, fullskapaðar, með afkvæmi í öðru hvor fangi.

FLOTTUR HÓPUR:

Pétur Gautur, leikkonan María Heba, Sóley Elísardóttir og Sigrún Guðný voru yfir sig ánægð með sýninguna.


FRÁBÆR SAMAN:

Pétur Gautur stillti sér upp ásamt eiginkonu sinni, Berglindi Guðmundsdóttur landslagsarkitekt, og Elsu Yeoman borgarfulltrúa og þau voru ánægð með sýninguna.

rsson (50): Pétur Gautur Svava

N N A H L I T R A Þ R A L Á M FER Í GRÖFINA Myndlistarmaðurinn Pétur Gautur Svavarsson hélt upp á fimmtíu ára afmæli sitt með pompi og prakt og opnaði afmælissýningu.

A

fmæli „Ég hélt afmælissýninguna í Gallerí Fold og á svona sýningum þá leyfir maður sér kannski að vera aðeins óhefðbundnari í uppsetningu heldur en oft áður. Þarna horfi ég bæði fram á veginn og til baka. Ég er með eldri og ný verk og er stundum að endurnýta gamlar hugmyndir þannig að ég horfi fram og til baka og til hliðar, það er mjög gaman að leyfa sér það. Þetta er þó eitthvað sem maður leyfir sér bara á svona tímamótum,“ segir Pétur. Pétur Gautur hefur verið lengi í bransanum og hann er langt frá því að vera hættur. „Ég hélt mína fyrstu sýningu árið 1993 en hafði þá verið að mála í nokkur ár. Þetta er komið hátt í þrjátíu ár sem ég hef málað og ég fer ekkert að slaka á. Ég ætla að mála þangað til ég verð lagður í gröfina. Ég mun vera í þessu eins lengi og heilsan og listagyðjurnar leyfa.“

Við eigum fyrirliggjandi pústkerfi í flestar tegundir bifreiða! Kvikk þjónustan sérhæfir sig í pústþjónustu fyrir flestar gerðir bifreiða. Um er að ræða viðgerðir og smíði auk þess sem við flytjum inn pústkerfi á góðu verði. Einnig sinnum við öðrum þáttum bifreiðaviðgerða s.s. bremsuviðgerðum, undirvagnaviðgerðum, stýrisgangi og fjöðrunarbúnaði. Við leggjum metnað okkar í vandaða þjónustu á góðu verði svo hagkvæmt verði að leita til okkar


Hjördís Harðardóttir (51) er stolt af stöllum síum: SÁTTAR:

Hjördís Harðardóttir og Kristín Magnúsdóttir, frá Kiwanisklúbbnum Sólborg, voru ánægðar með kvöldið.

STYRKTU LEIÐARLJÓS

MÆTTI ÁN NÍNU:

Eyjólfur Kristjánsson lék og söng fyrir Kiwaniskonurnar.

Kiwanisklúbburinn Sólborg úr Hafnarfirði hélt glæsilegt konukvöld til styrktar Leiðarljósi sem er stuðningsmiðstöð langveikra barna. Fjöldi kvenna streymdi í sal Ferðafélagsins og átti gott kvöld.

Ö

rlæti „Við höfum aldrei haldið svona stóran viðburð og vorum mjög stressaðar og spenntar yfir hvernig mundi ganga en þetta fór vonum framar. Húsið fylltist af konum á öllum aldri og það er ljóst að á næsta ári verðum við að vera með stærri sal,“ segir Hjördís Harðardóttir, forseti Sólborgar. Leiðarljós var stofnað 2012 og er stuðningsmiðstöð fyrir langveik börn og fjölskyldur þeirra. Kiwansiklúbburinn Sólborg hefur styrkt fjölmörg verkefni í gegnum

tíðina og í ár var ákveðið að létta undir með Leiðarljósi sem sinnir mikilvægri starfsemi. „Þetta var frábært kvöld og allir skemmtu sér vel. Við vorum með flotta happdrættisvinninga og pinnamaturinn var frábær. Við erum í skýjunum með móttökurnar, það er okkur mikils virði að gefa af okkur til verðugra verkefna. Allir sem komu að þessu með okkur eiga kærar þakkir skilið, ég hlakka strax til næsta árs,“ segir Hjördís sem starfar ötullega fyrir Kiwnishreyfinguna á Íslandi.

ÞRÍR ÆTTLIÐIR:

Þær sleppa ekki tækifærinu og mæta alltaf þar sem Geir Ólafsson er að syngja.

HÉLT UPPI FJÖRINU:

Leikkonan Björk Jakobsdóttir var kynnir á kvöldinu, hún stillti sér upp með tveimur hressum konum.

TRUFLUÐ TVENNA: Björk Jakobsdóttir og Geir Ólafsson slógu í gegn.

KYNNTU SKART:

Hansína Jens kynnti skartgripalínu sína en hún og fleiri mættu með fallegt handverk sem vakti áhuga gestanna.

ÞOKKADÍSIR SÝNDU NÝJUSTU TÍSKU:

Ungfrú Ísland, Arna Ýr Jónsdóttir, og hópur þokkadísa sýndu nýjustu vortískuna.


Nurofen Apelsin

Íbúprófen mixtúra fyrir börn á aldrinum 6 mánaða til 12 ára • Hitalækkandi • Verkjastillandi • Bólgueyðandi Sýnt hefur verið fram á að Nurofen apelsin slær á hitann eftir aðeins 15 mínútur og áhrifanna gætir í allt að 8 klukkustundir

Fæst án lyfseðils í apótekum Nurofen Apelsin 40 mg/ml mixtúra, dreifa. Inniheldur Íbúprófen. Til skammtímameðferðar gegn vægum til miðlungi alvarlegum verkjum eða hita. Skammtar og lyfjagjöf: Til inntöku. Dagsskammtur af Nurofen er 20-30 mg/kg líkamsþyngdar tekin inn í 3-4 aðskildum skömmtum á u.þ.b. 6 til 8 klst. fresti. Mælt er með því að sjúklingar sem eru viðkvæmir í maga taki Nurofen með mat. Ekki ráðlagt fyrir börn yngri en 6 mánaða eða undir 8 kg. Aðeins til skammtímanotkunar. Leita skal til læknis ef einkenni versna. Ef lyfið er notað án lyfseðils og einkenni barnsins eru viðvarandi í meira en 3 daga skal leita til læknis. Lágmarka má aukaverkanir með því að nota lægsta virka skammt í eins stuttan tíma og hægt er til að meðhöndla einkenni. Ekki má taka lyfið ef þú: Hefur ofnæmi fyrir íbúprófeni, bólgueyðandi gigtarlyfjum, hveiti eða einhverju innihaldsefnanna, sögu um berkjukrampa, astma, nefslímubólgu eða ofsakláða í tengslum við inntöku acetýlsalicýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja, sögu um blæðingar eða rof í meltingarvegi í tengslum við fyrri meðferð með bólgueyðandi gigtarlyfjum, virk sár, eða sögu um endurtekin sár/blæðingar í maga, virka blæðingu í heila eða annars staðar, alvarlega lifrarbilun, alvarlega nýrnabilun, alvarlega hjartabilun, storkuvandamál, óútskýrðar truflanir á blóðmyndun svo sem blóðflagnafæð, ert á síðasta þriðjungi meðgöngu, tekur önnur bólgueyðandi gigtarlyf eða meira en 75 mg af acetýlsalicýlsýru daglega, ert með hlaupabólu, hefur nýlega gengist undir stóra skurðaðgerð, hefur ofþornað. Gæta skal sérstakrar varúðar og ræða við lækni eða lyfjafræðing ef þú ert með, hefur einhvern tíman fengið eða átt hættu á að fá: Bandvefssjúkdóm, þarmasjúkdóm, hjarta og/eða æðasjúkdóm, skerta nýrnastarfsemi, lifrarsjúkdóm, óþol fyrir sykrum eða ef þú tekur önnur lyf. Regluleg notkun verkjalyfja getur leitt til varanlegra truflana á nýrnastarfsemi. Andþyngsli geta komið fyrir ef barnið hefur astma, langvinnt nefrennsli, sepa í nefi eða ofnæmissjúkdóma. Örsjaldan hefur verið greint frá alvarlegum viðbrögðum í húð í tengslum við notkun bólgueyðandi gigtarlyfja. Hætta skal notkun Nurofen Apelsin strax við fyrstu merki um útbrot á húð, sár á slímhúðum eða önnur einkenni ofnæmisviðbragða. Lyf svo sem Nurofen Apelsin geta tengst aukinni hættu á hjartaáfalli eða heilaslagi. Ekki nota meira en ráðlagðan skammt og ekki lengur en ráðlagt er. Ef blæðing eða sár koma fram í meltingarvegi ætti að hætta meðferð strax. Hættan á blæðingum, sáramyndun eða rofi í meltingarvegi eykst við notkun stærri skammta af bólgueyðandi gigtarlyfjum, hjá sjúklingum með sögu um sár í meltingarvegi, einkum ef þeim hafa fylgt blæðingar eða rof og hjá öldruðum. Lyfið getur dulið einkenni sýkinga og hita. Sjúklingar með sögu um aukaverkanir í meltingarfærum, sérstaklega aldraðir, ættu að hafa samband við lækni án tafar og greina frá öllum óvenjulegum einkennum frá meltingarvegi. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Reckitt Benckiser Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.


BESTI VINUR AÐAL Þú sérð þau í sjónvarpinu eða á frumsýningum. Þú heyrir í þeim í útvarpinu eða lest um þau í blöðunum. En þekkir þú persónuna á bak við fræga andlitið? Okkur langaði að sjá hvaða manneskjur fræga fólkið á Íslandi hefur að geyma og hvergi er betra að leita en til besta vinar þeirra.

SKIPULAGÐUR MEÐ EINDÆMUM Jóhannesi Ásbjörnssyni (36) lýst af Sigmari Vilhjálmssyni (39): Kostir: Kostir Jóa eru hvað hann er almennt mikill jákvæðismaður. Hann er jákvæður og skipulagður með eindæmum. Gallar: Gallar Jóa eru hvað hann er ótrúlega skipulagður. Hann er mjög kassalaga, það er allt mjög ferkantað hjá honum

en það hefur þó komið honum langt. Gallarnir eru nú ekki fleiri en þetta og þess vegna höfum við örugglega verið svona góðir vinir í allan þennan tíma. Disney karakter: Elmer Fudd, veiðimaðurinn í Looney Tunes.

HATAR AÐ TAPA Í KAPPRÆÐUM KRASSANDI KVENMAÐUR Ásdísi Rán Gunnarsdóttur (36) lýst af Eyglóu Gunnþórsdóttur (63): Kostir: Hún fer ótroðnar slóðir og er mikill fagurkeri. Hún tekur áhættu, er sjálfsörugg og kærleiksrík. Hún er alveg frábær í alla staði. Hún er alveg ótrúlega fullkomin. Hún er krassandi kvenmaður. Gallar: Hún getur stundum verið svolítið utan við sig, það er þó ekki endilega galli. Teiknimyndapersóna: Pocahontas

Ólafi Ragnari Grímssyni (72) lýst af Baldri Óskarssyni (75): Kostir: Ólafur Ragnar er í senn viðurkenndur vísindamaður og pólítískur eldhugi. Hann er hugmyndaríkur kjarkmaður og hamhleypa til vinnu. Hann hefur eflt og styrkt forsetaembættið í sinni tíð og staðið vörð um fullveldi Íslands. Hann situr nú á friðarstóli eftir farsælt starf í tuttugu ár. Svo er hann traustur baráttufélagi og tryggur vinur. Gallar: Hann á afar erfitt með að sætta sig við að bera lægri hlut í kappræðum. Teiknimyndapersóna: Lukku Láki


Á ÞAÐ TIL AÐ UPPHEFJA KARLKYNIÐ Ragnheiði Eiríksdóttur (44) lýst af Guðrúnu Margréti Guðmundsdóttur (54): Kostir: Það að vera með henni og fara til dæmis fyrir utan hússins dyr er klárt ævintýri. Lífið með Röggu er eitt stórt ævintýri og maður getur lent í alls konar uppákomum eins og til dæmis að dansa inn í búðum og fá hláturskast með þjónum. Það er eins og hún nái að draga fram

sparihliðar fólks, fólk keppist við að vera frábært í kringum hana. Gallar: Hún á það til að upphefja karlkynið og svo notar hún ekki sama skónúmerið og ég. Teiknimyndakarakter: Lína Langsokkur

HEFUR STERKA RÉTTLÆTISKENND Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni (40) lýst af Jóhannesi Þór Skúlasyni (43): Kostir: Sigmundur er fylginn sér og hefur skýra sýn á það sem hann tekur sér fyrir hendur. Það er gott að vinna með slíku fólki. Hann hefur sterka réttlætiskennd og leggur áherslu á að klára verkefnin sem hann hefur lagt fyrir sig án þess að láta hluti eins og umtal og skoðanakannanir trufla einbeitnina. Það er ákaflega mikilvægur eiginleiki fyrir mann í hans stöðu. Það er mjög gott að vinna með honum og hann er mikill húmoristi eins og fólk hefur fengið að sjá á snappinu að undanförnu. Hann er leiftrandi klár, stálminnugur og sér yfirleitt fleiri leiki fram í tímann en flestir í kringum hann. Gallar: Það er vond hugmynd fyrir tapsára að spila við hann eins og ég hef sjálfur komist að raun um undanfarin ár. Teiknimyndapersóna: Tinni

NENNIR SJALDAN AÐ TALA VIÐ FRÉTTAMENN Davíði Oddssyni (68) lýst af Hannesi Hólmsteini (63):

MAÐUR ÁRSINS Kristjáni Jóhannssyni (67) lýst af Geiri Ólafssyni (42):

Kostir: Helstu kostir Davíðs eru skarpleiki hans og hreinskilni, heiðarleiki, gott tímaskyn og rík samúð með venjulegu fólki. Gallar: Helsti ókostur hans er, að hann nennir sjaldan að tala við fréttamenn, sem snúast því gegn honum. Teiknimyndapersóna: Hann minnir helst á Mowgli í Skógarlífi (Jungle Book).

Kostir: Ég segi aldrei frá göllum fólks, bara kostum. Hann er vinur vinna sinna og ábyggilegur. Hann er mjög hjálpfús og leggur sig fram um að leiðbeina nemendum sínum til hins ítrasta, er jákvæður og gefandi einstaklingur með stórt hjarta. Hann er maður ársins. Teiknimyndapersóna: Hann er Daffy Duck og ég er Kalli kanína.


Framhald af síðustu opnu

ALGJÖR GRÆJUKALL Jóni Axeli Ólafssyni (52) lýst af Gulla Helga (52): Kostir: Jón Axel er vinur vinna sinna, það er óhætt að segja það. Hann er einstaklega útsjónarsamur og hugmyndaríkur og hann er miklu betri smiður en hann gerir sér grein fyrir sjálfur. Hann er mikill húmoristi. Svo er það nú eitt, hann er einn mesti áhugamaður sem ég þekki um græjur, hann er tækjakall par excelance, hann er rosalega vel inni í öllum nýjungum. Ef það kemur eitthvað nýtt á markaðinn þá kynnir hann sér allt um það. Hann meðal annnars benti á að setja hastöggin í sjónvarpið. Svo er hann góður kokkur líka. Eftir að hann fékk sér stóra græna eggið þá er hann búinn að bjóða

mér oftar í mat en síðan við kynntumst, þegar hann var tíu ára. Hann gerir bestu hægrillaða lambaskanka í heimi. Gallar: Hann þarf alltaf þegar hann er búinn að fá sér nýja græju að hringja í vini sína og láta þá vita af því. Það heitir á krakkamáli að glenna í vini sína. Sá sem tekur því verst er Björgvin Halldórsson, Jón hefur mjög gaman að hringja í hann. Jón er sjálfur búinn að átta sig á því að það er ekki nóg að eiga allar flottustu græjurnar, það þarf að nota þær líka og hann gerir það óspart. Teiknimyndapersóna: Jóakim aðalönd

HATAR GRÁÐOST Ingu Lind Karlsdóttur (40) lýst af Áslaugu Huldu Jónsdóttur (39): Gallar: Helsti ókostur Ingu er að hún getur hvorki sungið né dansað, það er aldrei hægt að draga hana á dansnámskeið eða á dansgólfið. Hún er óþolandi góð í íslensku og á það til að leiðrétta allar málfarsvillur. Hún er algjör veimiltíta þegar það kemur að sterkum mat og hatar gráðost. Það getur stundum verið erfitt að borða með henni. Henni finnst líka allir svo æðislegir og góðir þannig að það er aldrei hægt að slúðra með henni, hún finnur alltaf það góða í fólki. Kostir: Hún er mælskari en allir og fáránlega flinkur penni. Hún er alltaf kát og hlæjandi og þó að hún þoli ekki gráðostasósu og geti ekki borðað sterkan mat þá er hún ótrúlega flinkur kokkur og gaman að koma í mat til hennar. Það er

líka allt svo auðvelt hjá henni, það er aldrei vesen á henni þótt hún eigi sautján börn og hafi verið að stofna fyrirtæki og allt sé stundum á haus. Það er alltaf gaman að vera með henni, alveg sama hvað maður er að gera, hvort sem maður er á skíðum eða úti að ganga með ljóta hundinn hennar. Það er heldur ekki hægt að fá betri ráðgjafa, hvort sem það er í vinnu eða persónulega lífinu. Hún er svona týpa að allir sem hitta Ingu telja hana strax góðan vin. Teiknimyndapersóna: Landkönnuðurinn Dóra. Fyrir utan það að vera sláandi lík henni þá er Inga alltaf með flottar töskur þar sem allt er í, hjálpar vinum sínum og er ótrúlega góð að finna réttu leiðina og svo talar hún líka smávegis spænsku.

VILL ÖLLUM VEL Kjartani Atla Kjartanssyni (31) lýst af Hjörvari Hafliðasyni (35): Kostir: Kostir Kjartans er að hann er gríðarlega jákvæður og mjög duglegur. Hann er ákaflega metnaðarfullur og mjög ljúfur einstaklingur. Hann stendur mjög þétt við bakið á fólki sem að standa honum nálægt. Hann er jákvæður garð svona 99,9% fólks. Það skiptir engu máli um hvern er rætt, viðkomandi er alltaf snillingur í hans huga. Hann sér eitthvað jákvætt við alla. Gallar: Hann er með lélega húð. Hann er ljótur. Skeggið á honum

finnst mér ekki fallegt. Hann er pínu hörundssár, þú þarft að fara svolítið gætilega að honum. Þú þarft að átta þig á að þú ert í návist tilfinningaveru. Fyrir minn smekk þá lætur hann álit annara skipta of miklu máli sem er eitthvað sem hann þarf að læra að hætta að hugsa um. Teiknimyndapersóna: Ned Flanders, hann er þannig að ef þú slærð hann þá býður hann þér hinn vangann. Hann vill að fólki líki vel við sig.

1/3 HOLLENDINGUR Kormáki Geirharðssyni (52) lýst af Skildi Sigurjónssyni (50): Kostir: Hann er skemmtilegur og góður vinur og gott að starfa með honum, annars værum við ekki búnir að starfa saman svona lengi. Gallar: Gallinn er sennilega

hans stærsti kostur líka og það er Hollendingurinn í honum. Hann er einn þriðji Hollendingur og fer því varlega með auranna. Teiknimyndapersóna: Tinni.

SÉÐ OG HEYRT SEfuR aLdREi Líka á netinu allan sólarhringinn

www.sedogheyrt.is



FYRIR 13 ÁRUM

EITT SINN:

Gunnar var í viðtali við Séð og Heyrt fyrir þrettán árum, þá nýbúinn að semja Þjóðhátíðarlagið það árið.

SAMDI LAG FYRIR SJONNA BRINK Gunnar Ingi Guðmundsson var í viðtali við Séð og Heyrt fyrir þrettán árum síðan, þá nýbúinn að semja lag fyrir Þjóðhátíð. Gunnar Ingi ætlaði sér stóra hluti í tónlistinni en ekkert varð af því. Gunnar samdi lagið Draumur um Þjóðhátíð sem hljómsveitin Skítamórall flutti en hefur lítið gefið út síðan þá. „Já, ég man nú alveg eftir því að hafa farið í þetta viðtal. Það var nú ekki mikil umfjöllun í kringum þetta á sínum tíma, allavega ekki eitthvað sem ég fann fyrir. Ég var nú heldur ekki að sækjast eftir neinum vinsældum,“ segir Gunnar spurður út það hvort hann hafi öðlast frægð við gerð á Þjóðhátíðarlaginu „Draumur um Þjóðhátíð“. „Ég var í hljómsveitinni Tópaz á

þessum tíma og við vorum eitthvað að reyna að meika það. Mig minnir að þetta hafi verið þannig að hljómsveitin hafi ekki haft áhuga á að taka þetta lag að sér og ég ákvað því bara að senda það í þessa Þjóðhátíðarlagakeppni.“

Draumurinn búinn

Gunnar Ingi talaði um það fyrir þrettán árum að hann vildi ná langt í tónlistarbransanum og dreymdi

um frægð og frama á því sviði, það hefur þó ekki orðið af því. „Tónlistin er bara í hjáverkum hjá mér í dag, þetta er bara áhugamál. Draumurinn um að verða frægur tónlistarmaður er líklega ekki lengur til staðar og nú er ég bara fjölskyldumaður sem starfar hjá Isavia. Það eru svona 3 ár síðan ég hætti að spila á pöbbum og nú einbeiti ég mér bara að fjölskyldunni.“ „Ég samd þó lag

fyrir Sjonna Brink heitinn. Það heitir „Viltu snerta mína fingur“ og kom út í fyrrasumar. Sjonni söng inn á lagið árið 2010 en hann féll svo skyndilega frá þannig að það varð ekkert úr þessu þá. Þorvaldur Halldórsson samdi textann og lagið kom út í fyrrasumar og naut nokkurra vinsælda.“

GÓÐUR:

Gunnar Ingi ákvað að hætta við tónlistardrauminn og einbeita sér að fjölskyldulífinu.


Bókaðu borð 562 0200 perlan@perlan.is

Gjafa Perlu bréf n Góð g nar jö f við kifær i!

öll tæ

Einstakir 4ra rétta matseðlar Eigðu yndislega kvöldstund í Perlunni KJÖT OG FISKUR

VEGAN

Nauta-carpaccio með parmesan, furuhnetum, rauðrófum, sveppum og klettasalati

Rauðrófu-carpaccio með piparrót, furuhnetum, rauðrófum og fennikkusalati

Humarsúpa Rjómalöguð með Madeira og grilluðum humarhölum

Sveppaseyði með seljurótar-ravioli

Fiskur dagsins ferskasti hverju sinni útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar

Hnetusteik með jarðskokkum, rauðkáli og klettasalati

~ eða ~ Andarbringa með andarlæri, eggaldinmauki, gulrótum, kartöflum og lárviðar-soðgljáa Mjólkursúkkulaðimús með mandarínum og dökkum súkkulaðiís

Stefán Elí Matreiðslumeistari

Döðlukaka með hindberjasultu og sítrónukrapi

Með hverjum 4ra rétta seðli Meðfylgir hverjum 4ra rétta seðli frír fordrykkur! fylgir frír fordrykkur!

Stefán Elí Stefánsson sigraði matreiðslukeppnina Bragð Frakklands árið 2014, og hefur starfað á Domain de Clairefontaine (1 Michelin stjörnur) í Frakklandi, Hibiscus (2 Michelin stjörnur) í London, verið gestakokkur á Ed Auberg (3 Michelin stjörnur) og fékk heiðursverðlaun sem útskriftarnemi ársins í Hótel og veitingaskóla Íslands.

www.gudjono.is · Sími 511 1234


STJÖRNUSPEKI! Frægustu tónlistarmenn heims hafa upplifað margt á sínum ferli og séð fleiri andlit heldur en flestir. Þeir vita hvað þarf til að slá í gegn og þekkja bæði hæðir og lægðir lífsins. Hér eru gullkorn eftir nokkra af frægustu tónlistarmönnum heims.

„Það eina sem ég get gert er að vera ég sjálfur, hver svo sem það er.“ – Bob Dylan.

„Þangað til þú ert tilbúin til að líta asnalega út áttu aldrei möguleika á því að verða hugsanlega goðsagnakennd.“ – Cher.

„Tónlistarmenn hætta ekki, þeir stoppa þegar það er ekki nein tónlist eftir í þeim.“ – Louis Armstrong.

„Það að vilja vera einhver annar er sóun á persónunni sem þú ert.“ – Kurt Cobain.

„Tónlistarmenn vilja vera þessi háa rödd fyrir öll þessi þöglu hjörtu.“ – Billy Joel.

„Sannleikurinn er eins og sólin. Þú getur lokað á hann en hann fer aldrei í burtu.“ – Elvis Presley.


FJÁRFESTU Í HEILSUNNI ÞINNI

NÝTT OFURFÆÐI

í duftformi eða hylkjum Gæða ofurfæðisblanda 31 innihaldsefni Hátt næringargildi Ríkt af andoxunarefnum Hátt hlutfall vítamína, steinefna, ensíma og amínósýra 100% náttúrulegt og lífrænt

„Öflug ofurfæðisblanda fyrir alla þá sem vilja viðhalda góðri heilsu og tryggja að líkaminn fái þau næringarefni sem hann þarfnast. Ég tel blönduna nauðsynlega viðbót við heilbrigt mataræði.“ Evert Víglundsson Lífrænt vottað og framleitt eftir ströngustu gæðakröfum

eigandi og yfirþjálfari CrossFit Reykjavík

Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaða og annarra verslana


bíó

MORÐKVENDI Í KVIKMYNDUM Femme fatale í öðru veldi. Þær vita hvað þær vilja og þær vilja það núna, sama hvað það kostar! Hver segir að það séu einungis karlmennirnir sem myrða nánast allt sem hreyfist í bíó? Þessar konur eru svo sannarlega sturlaðar og verðir þú á vegi þeirra er eins gott að þú forðir þér.

CARRIE WHITE (Carrie)

Ólíkt öðrum morðingjum á þessum lista er Carrie skilgreiningin á því að vera bæld. Móðir Carrie drekkir henni í trúnni og hún veit í raun ekkert um heiminn eða hennar eigin líkama, sem kristallast í raun best í því þegar hún byrjar á blæðingum inn í miðjum sturtuklefanum og tjúllast. Hún er hið fullkomna fórnarlamb eineiltis, mesta hluta myndarinnar, en þegar krakkarnir í skólanum ganga of langt fer allt til fjandans. Carrie leysir úr læðingi allan sinn ofurnáttúrulega mátt. Hana þyrstir í hefnd og máttur hennar er svo gríðarlegur að hún gjörsamlega rústar lokaballi skólans og myrðir alla á hrottafenginn hátt í leiðinni.

ANNIE WILKES (Misery)

Þráhyggja er ekki nógu sterkt orð til að lýsa tilfinningunum sem Annie hefur gagnvart rithöfundinum Paul Sheldon. Annie er afskaplega flókinn karakter þar sem hún fer úr því að vera elskulegur ofuraðdáandi Sheldon yfir í það að vera geðbilaður mannræningi á augnabliki. Eftir að Sheldon slasast í bílslsysi ákveður Annie að hjúkra honum – þannig séð. Annie býr á eyðibýli og þegar hún er ekki upptekin við að gefa Sheldon súpu, drepa löggur eða kenna Sheldon lexíu reynir hún að fá Sheldon til að lífga við Misery, eina af karakterum hans úr bókinni Misery Child. Sheldon greyið fær að þola svívirðilegar pyntingar að hálfu Annie þar sem hann liggur bundinn við rúm.

MALLORY WILSON KNOS (Natural Born Killers)

Mallory er þessi fallega blanda að sætu stelpunni sem er algjörlega farin í hausnum. Mallory er hin trúa og trygga eiginkona, glæpamannsins Mickey Knox. Það er ekkert sem Mallory er ekki tilbúin að gera og engin lína sem hún er ekki tilbúin til að ganga yfir. Mallory fer svo langt í sínum aðgerðum að hið persónulega strik sem við eigum til er punktur fyrir henni, svo langt gekk hún yfir það. Drepa foreldra sína? tékk! Skera mann á háls? tékk! Myrða fjöldann allan af saklausu fólki? Jújú, þú giskaðir á rétt, tékk! Mallory og er kynheit og gjörsamlega sturluð, blanda sem er ávallt hættuleg.

CATHERINE TRAMELL (Basic Instinct)

Kynþokkafull, djörf og gjörsamlega geðveik. Catherine er sú síðasta sem þú myndir vilja sem óvin. Þegar hún er ásökuð um morð á frægri rokkstjörnu ákveður hún að fara í leik kattarins að músinni með lögreglumanninum sem rannsakar málið. Eftir að fleiri smáatriði koma í ljós komumst við að því að Catherine er enn flóknari en við héldum áður. Catherine nær að breyta flestum karlmönnum í undirgefna fávita með kynþokka sínum og þegar hún nær þeim algjörlega á sitt vald byrjar leikurinn.

ALEX FORREST (Fatal Attraction)

Ég þori að veðja að flestir karlmenn væru ekkert á móti því að Alex myndi sjóða kanínuna þeirra. Það sem gerir Alex svona ótrúlega áhugaverða er að á yfirborðinu lítur út fyrir að hún hafi allt í teskeið. Þegar hún ákveður að eiga stutt gaman með giftum manni fer allt á versta veg og endar með því að Alex fær óstjórnlega þráhyggju gagnvart manninum. Áður en langt um líður snappar hún algjörlega og situr fyrir þessum ólukku pamfíl ásamt því að kúga manninn en hún vill ekki peninga, einungis ást og eftirtekt. Það fær hún svo sannarlega en eflasut ekki á þann hátt sem hún bjóst við.



TÁLKVENDI:

eiminn skoðar h

Varaliturinn hefur ýmist verið lofaður eða lastaður. Ungar stúlkur voru á sínum tíma hvattar til að skarta ekki rauðum lit þar sem að það þótti benda til lausætis en varaliturinn hefur einnig verið notaður sem tákn um frelsi kvenna til að tjá sig. Madonna hikar ekki við að ögra umhverfinu og skartar iðulega eldrauðum og ögrandi lit.

KYSSTU MIG

HONNÍ

Þegar amma var ung settu konur upp varalit áður en að þær fóru úr húsi, stundum þurfti ekki meira til að teljast uppáklædd. Eldrauðar varir vekja athygli og draga fram þokka kvenna. Í gegnum tíðina hafa varalitir bæði verið merki um fláræði kvenna og sjálfstæði.

R

autt Talið er að varaliturinn eigi rætur sínar að rekja til Súmera sem byrjuðu að nota varalit fyrir allt að 5000 árum síðan. Kleópatra og hennar fólk kreistu skordýr til að ná út rauðum lit og smurðu á varirnar. Varaliturinn eins og við þekkjum hann í dag hefur verið notaður frá byrjun tuttugustu aldar. Einn þekktasti varalitur nútímans er án efa hárauður Dior nr. 999 sem var fyrsti varaliturinn úr smiðju Christian Dior. Tískudrottningin Coco Chanel skartaði gjarnan eigin útgáfu af rauðum varalit en að hennar mati eru varalitir vopn kvenna.

FYRIR FLIPPAÐA:

Allt er til, líka Star Wars-varalitir.

LJÓSHÆRÐA BOMBAN:

Marilyn Monroe skartaði platínuljósu hári og fór ekki út úr húsi án varalits. Í kvikmyndinni Gentelmen Prefer Blondes var hún með rauðleitan varalit frá Lancôme þegar hún söng um demanta sem besta vin kvenna.

DEMANTADROTTNINGIN: Elísabet Taylor elskaði glamúr og demanta. Í kvikmyndinni Butterfield 8 skrifaði hún skilaboð á spegil með bleikum Estée Lauder-varalit.

KVIKMYNDIN VARALITUR:

Kvikmyndinn Lipstick var frumsýnd árið 1976 en í aðalhlutverkum voru þær Margaux Hemmingway og Muriel Hemmingway ásamt stórstjörnunni Anne Bancroft. Myndin fjallaði, líkt og nafnið gefur til kynna, um varaliti.

DIOR 999:

Hann er rauður, eldrauður, og var fyrsti varaliturinn sem Dior setti í framleiðslu. Þessi er sígildur og ber höfuð og herðar yfir alla aðra.

DAMAN:

„Ef þú ert sorgmædd, bættu þá lit á varirnar og stattu keik,“ sagði Coco Chanel sem gerði svarta kjólinn og rauða varalitinn að einkenni sínu.


LÍKA FYRIR KARLMENN:

Frank N. Furter, aðlapersónan úr Rocky Horror, gekk um í háum hælum og notaði mikinn farða. Í Frakklandi í tíð Lúðvíks 14. var það alsiða að karlmenn væru með rauðan varalit og hárkollur og gáfu þeir konunum ekkert eftir í því.

NÁTTÚRLEG OG SÍGILD:

Margaux Hemmingway var með eftirsótt klassískt útlit. Há kinnbein, þéttar augnabrúnir, þykkar varir og ljóst liðað hár settu hana í hóp fegurstu kvenna.

SNEMMA BEYGIST KRÓKURINN:

Margaux Hemmingway (1954-1996) átti erfitt líf:

Það freistar oft að gramsa í töskunni hennar mömmu og gera sig fína.

KLUKKAN GLUMDI FYRIR HEMMINGWAY

MEÐ VARALIT Í MORGUNMAT:

Audrey Hepburn heillaði heiminn sem samkvæmisflugan Holly Golightly í kvikmyndinni Breakfast at Tiffanys. Í frægri senu þar sem Holly Golightly situr í leigubíl vararlitar hún sig með bleikum Guerlain en varalitir frá þeim þykja með þeim bestu í bransanum.

EFTIRSÓTT FYRIRSÆTA:

Margaux sat fyrir hjá öllum stærstu tímaritum Bandaríkjanna og víðar. Hún var með eindæmum hávaxin, rúmlega 1,80 og ákaflega grönn. Fyrirsætan glímdi við átröskun sem hún ræddi með opinskáum hætti í sjónvarpi.

PARTÍSTELPA:

Allir sem voru eitthvað á áttunda áratugnum sóttu skemmtistaðinn Studio 54, sem var vinsælasti næturklúbbur New York-borgar á þeim tíma. Margaux var þar tíður gestur og gaf ekkert eftir í drykkju og notkun eiturlyfja sem urðu á endanum hennar banamein.

Ö

rlög Margaux Hemmingway, fyrirsæta og leikkona, var einstaklega falleg kona. Hún starfaði sem fyrirsæta á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar og var þekkt í samkvæmislífi New York og Hollywood. Frægðarsól hennar tók að rísa þegar að hún lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Lipstick. En sitt er hvað gæfa og gjörvileiki. Margaux var barnabarn Ernest Hemmingways, eins frægasta rithöfundar heims. Hún var dóttir elsta

sonar hans, Jack Hemmingways. Yngri systir hennar, Muriel Hemmingway, sagði frá því í ævisögu sinni sem kom út árið 2013 að faðir þeirra hefði misnotað systur hennar. Margaux var nefnd eftir rauðvíninu sem foreldrar hennar drukku nóttina sem hún kom undir, kaldhæðni lífsins varð sú að alla sína ævi barðist hún við heiftarlega fíkn og átröskun. Margaux lést af of stórum skammti eiturlyfja einungis 42 ára gömul.

SÉÐ OG HEYRT SEfuR aLdREi Líka á netinu allan sólarhringinn

www.sedogheyrt.is

ÖRLÖG:

Fyrsta stóra hlutverk Margaux var í kvikmyndinni Lipstick sem kom út árið 1976. Þrátt fyrir frægð og frama þá var líf leikkonunnar ekki alltaf dans á rósum. Faðir hennar misnotaði hana sem barn og hún glímdi við lesblindu og fleira sem setti mark sitt á líf hennar.


lEiftur liðins tíma

ÞRÍR ÆTTLIÐIR:

Unnur heitir í höfuðið á móðurömmu sinni Unni Kolbeinsdóttur. Þessi mynd var tekin á fermingardegi Unnar og hér er hún ásamt Baldri, bróður sínum, foreldrum og ömmu.

MAMMA MAMMA MIA Þórunn Sigurðardóttir er móðir Unnar Stefánsdóttur, leikstjóra söngleiksins Mamma Mia, sem án efa á eftir að gera allt vitlaust í Borgarleikhúsinu. Þórunn lék sjálf í Jesus Christ Superstar í upprunalegu uppfærslunni á Íslandi og gerðist síðar leikstjóri. Unnur er með gífurlega öflugt bakland því Stefán Baldursson, faðir hennar, var líka leikari, leikstjóri og þjóðleikhússtjóri. Þórunn er bjartsýn á velgengni Unnar og Mamma Mia og er viss um að stelpan hennar eigi eftir að standa sig eins og hún er vön að gera í leik og starfi.

Í FÖÐURLANDINU:

Hér er Unnur í söngleiknum Land míns föður eftir Kjartan Ragnarsson en með henni á myndinni eru Steinunn Ólína og Pálína Jónsdóttir. Þess má geta að Helgi Björns lék aðalhlutverkið en hann leikur líka aðalhlutverkið í Mamma Mia.

HEILBRIGÐ:

Unnur ræktar líkama og sál. Hér kemur hún í mark í Reykjavíkurmaraþoninu.

SKÁL:

Þórunn og Stefán Baldursson fagna lífinu og skála fyrir því í kampavíni.

Í JÓLASKAPI:

Systkinin Unnur og Baldur í jólaskapi með Stefáni, pabba sínum.

BRÚÐKAUPSDAGURINN:

Unnur og Björn Thors eru ótrúlega hæfileikarík hjón en þessi mynd var tekin á brúðkaupsdegið þeirra.


GÓÐA NÓTT NÝTT LUNAMINO INNIHALDSEFNI: L-tryptófan Sítrónumelissa Lindarblóm Hafrar B-vítamín Magnesíum

Melatónín er myndað úr tryptófani

Sölustaðir: Lyfja, Heilsuhúsið, Apótekið og Fræið Fjarðarkaupum


stjörnukrossgáta KRYDDBLANDA

KERALDI

STEINTEGUND

HVORT

STJÓRNPALLUR

GREIÐA

VARA

BOÐAFÖLL

SPREIA

MERGÐ DRULLA

TENGJA DÚKUR

INNYFLA

HAF

DRYKKJARÍLÁT

BAND

RÓT

Á FÆTI

ASI

ÍÞRÓTTAFÉLAG

ILLGRESI

LITUR

ÚTSÆÐI

FISKA

RYKKORN

EIGIND

IMPRA

KLÁRA

LÍK

EKKI

BLUND

KRAÐAK

LETURTÁKN

PÍLA

TVEIR EINS

TÓNVERK MÆLIEINING

ÁSTÚÐ

STRÍÐNI

BULLARI

GEÐ

GÓL

TVEIR EINS

HASAST

LJÚFUR HEILAN

VEFENGJA

MÝKJA

HÖGG

SPJALLA

GAS

FYRST FÆDD

RUGLA

IÐUKAST

SKYLDIR

Í RÖÐ

NÝJA

MJÖG

KVK. SPENDÝR

SKYGGNI

MEGIN

BYLGJA

SÓDI

TVEIR EINS

SKAF

DÆLING

EINING

FLATBAKA

LASLEIKI

FERÐ


heyrt og hlegið Á spítalanum voru ættingjarnir saman komnir á biðstofunni þar sem einn fjölskyldumeðlimur lá mjög veikur. Loksins kom læknirinn þreytulegur og dapur. „Ég er hræddur um að ég færi ykkur slæm tíðindi,“ sagði hann og horfði upp á áhyggjufull andlit ættingjanna. „Eina von ástvinar ykkar er sú að hann fái heilaígræðslu. Þessi aðgerð hefur ekki enn þá verið prófuð til hlítar og er mjög áhættusöm en er jafnframt eina vonin í þessari stöðu. Tryggingarnar greiða allan kostnað af aðgerðinni en þið þurfið að greiða sjálf fyrir heilann.“ Ættingjarnir sátu hljóðir og meltu með sér þessar fréttir. Eftir dálítinn tíma spurði einn þeirra. „Hvað kostar heili?“ Læknirinn svaraði strax. „Karlmannsheili kostar eina milljón en kvenmannsheili kostar hundrað og fimmtíu þúsund.“ Allir ættingjarnir urðu frekar vandræðalegir en karlmennirnir forðuðust að horfast í augu við konurnar. Nokkrir gátu ekki á sér setið og glottu og jafnvel flissuðu. Einn þeirra gat þó ekki hamið forvitni sína og spurði þeirrar spurningar sem alla langaði að spyrja að. „Af hverju er karlmannsheilinn svona miklu dýrari?“ Læknirinn brosti umburðarlyndur af einfeldni mannsins og útskýrði þetta fyrir öllum hópnum. „Þetta er bara þetta venjulega verð sem sett er upp, við getum ekki selt kvenmannsheila dýrari en þetta því þeir eru notaðir!“ Kona fann Alladínlampa liggjandi í fjörunni. Hún tók hann upp, pússaði hann og hvað haldið þið? Út úr lampanum steig andi. Furðu lostin konan spurði hvort hún fengi þrjár óskir uppfylltar. Andinn svaraði: „Neeei, vegna verðbólgu, stöðugs samdráttar, lágra launa í löndum

Sudoku

þriðja heimsins og heiftarlegrar samkeppni um allan heim, get ég aðeins veitt þér eina ósk og hvers óskar þú þér nú?“ Án þess að hika sagði konan: „Ég óska friðar í Miðausturlöndum. Sérðu þetta kort? Ég vil að þessi lönd hætti að berjast hvert við annað.“ Andinn leit á kortið og hrópaði: „VVVVaaaááááá, er ekki í lagi með þig manneskja! Þessi lönd hafa átt í stríði í þúsundir ára. Ég bý yfir miklum mætti en svona rosalega máttugur er ég ekki! Ég held að þetta sé ekki framkvæmanlegt, þú verður að óska þér einhvers annars.“ Konan hugsaði sig um augnablik og sagði svo: „Okey, ég hef aldrei getað fundið rétta manninn, þú veist: sem er tillitsamur, skemmtilegur, finnst gaman að elda, hjálpar til við að þrífa húsið, er góður í rúminu, semur við fjölskyldu mína, er ekki alltaf að horfa á íþróttirnar og er mér trúr. Já, það sem ég óska mér er: Góður maður!“ Andinn gaf frá sér langt andvarp og sagði: „Láttu mig sjá þetta fjandans kort.“

að því að kynna hvort annað fyrir foreldrum hins aðilans. Fyrst bauð hún honum í mat til foreldra sinna. Við matarborðið var ungi maðurinn eldrauður í framan og horfði niður á diskinn sinn án þess að segja nokkuð. Unga konan hvíslaði undrandi að honum: „Ég vissi ekki að þú værir svona feiminn.“ Hann svaraði um hæl: „Ég vissi ekki að pabbi þinn væri apótekari ...“ Anna skipaði Kalla sínum til dr. Lárusar læknis því henni fannst hann drekka of mikið og illa. Kalli fór á endanum til læknisins. Dr. Lárus sagði honum að ef hann héldi svona áfram þá yrði hann ekki gamall. Þegar Kalli kom heim spurði Anna hvað læknirinn hefði sagt: „Ja, hann vill að ég haldi bara áfram drykkjunni, það heldur mér víst ungum!!!“ Sissó var eitt sinn að segja frá frækinni veiðiferð til Afríku ... „Ég vaknaði eina nóttina við það að ofan á mér lá sú stærsta og ógeðslegasta eiturslanga sem ég hef nokkurn tímann séð.“ „Hvað gastu gert?“ heyrðist spurt. „Ég sá strax að ég gat ekkert gert svo ég hélt bara áfram að sofa.“

Unga parið hafði nú verið saman í nokkra mánuði og sáu ekki sólina hvort fyrir öðru. Þau ákváðu að færa sambandið á næsta stig og hann fór í apótekið til að kaupa verjur. Þar sem hann hafði aldrei verslað eða notað verjur áður bað hann apótekarann að útskýra fyrir sér notkunarleiðbeiningarnar sem hann og gerði af kostgæfni. Allt gekk svo vel hjá unga parinu og því ákváðu þau að færa sambandið á næsta stig og þá var komið

Ljóskan gekk fram hjá ljósastaur og sá miða á honum sem auglýsti íbúð til leigu. Ljóskan bankaði á staurinn. Önnur ljóska kom og spurði af hverju hún væri að banka á staurinn. Hin svaraði: „Hér er verið auglýsa íbúð til leigu en enginn svarar.“ Þá sagði hin: „En skrítið ... það er ljós uppi.“

Svona ræður þú þrautirnar Á þess­ari síðu eru 9x9 SUDOKU-þraut­ir með tölu­stöf­um. Not­aðu töl­urn­ar 1-9. Sami tölu­staf­ur­inn má að­eins koma fyr­ir einu sinni í hverj­um kassa, hverri röð og hverj­um dálki.

Skoðið úrvalið á

okk arb aka ri.is

FLOTTU

AFMÆLISTERTURNAR FÁST HJÁ OKKUR

Einnig úrval af pappadiskum, glösum og servéttum Strikinu 3 • Iðnbúð 2 • Garðabæ • 565 8070 • okkarbakari.is • facebook.com/okkarbakari


móment

Lífsglaði útvarpsmaðurinn Ómar Úlfur Ey ROKKARI:

Ómar er mikill rokkhundur og því lá beinast við að vinna á X-977 og þar sér Ómar til þess að góð tónlist sé spiluð á morgnanna og á milli tólf og fjögur á daginn.

Loftur Atli Eiríksson

SKEMMTILEGRA LÍF Í 20 ÁR Tíminn líður hratt á gervihnattaöld og í ár eru 20 ár síðan Séð og Heyrt kom í fyrsta sinn út á Íslandi. Blaðið var byggt á fastmótaðri skandinavískri forskrift enda algjör óþarfi að finna aftur upp hjólið ef það snýst eins og lög gera ráð fyrir. Fyrsta árið kom blaðið út á tveggja vikna fresti og menn renndu nokkuð blint í sjóinn með hvernig móttökurnar yrðu. Frá upphafi var mótuð sú ritstjórnarstefna að flytja jákvæðar fréttir með litríkum og lifandi myndum sem gerðu lífið skemmtilegra. Formúlan gekk upp og Séð og Heyrt varð strax hluti af íslenskri hversdagsmenningu. Sumir fitjuðu upp á nefið og fannst fréttirnar í blaðinu léttvægar en almenningur var því ekki sammála og blaðið rauk út eins og heitar lummur. Því var ákveðið að tvöfalda útgáfutíðni blaðsins og gefa það út einu sinni í viku og það jók bara vinsældirnar. Ég var svo heppinn að mér bauðst starf á Séð og Heyrt þegar það byrjaði að koma út vikulega en ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki endilega þá trú að blaðið yrði jafnlanglíft og raun ber vitni. Byggði ég það á því að ekki væri til nægilega margt frægt fólk á Íslandi. Staðreyndin er hins vegar sú að með Séð og Heyrt fjölgaði stjörnum á Íslandi og fólk fær aldrei nóg af að lesa um þær. Fyrsta stóra Séð og Heyrt-stjarnan var ævintýramaðurinn og glaumgosinn Fjölnir Þorgeirsson sem skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann var að slá sér upp með Kryddpíunni Mel B. Fólk var forvitið um allt sem Fjölnir tók sér fyrir hendur enda var hann óhræddur við að reyna ný ævintýri. Séð og Heyrt er ábyrgt fyrir að hafa breytt fjölmiðlun og afstöðu fólks til frægs fólks á Íslandi. Aðrir fjölmiðlar hafa reynt að feta sömu leið og reynt að taka upp þá fréttamennsku sem þeir fordæmdu. Staðreyndin er hins vegar sú að Pepsi verður aldrei Kók og Séð og Heyrt heldur enn þá sérstöðu sinni að vera skemmtilegasta stjörnufréttablað þjóðarinnar. Nú förum við inn í þriðja áratuginn með auknum vinsældum á Netinu þar sem fólk getur lesið nýjar fréttir á hverjum degi, sem enginn segir eins og Séð og Heyrt.

ÉG VAR EINU SINNI HÁLFVITI Útvarpsmaðurinn Ómar Úlfur Eyþórsson vaknar með hlustendum X-977 á morgnanna og styttir þeim svo stundir á milli tólf og fjögur á virkum dögum. Ómar Úlfur er laus við alla tilgerð og tekur lífinu með stóískri ró og það smitar út frá sér. Hann er einstaklega lífsglaður og kemur ávallt til dyranna eins og hann er klæddur. Ómar ákvað að breyta nafninu sínu fyrir nokkrum árum því honum fannst hann hafa misst pönkið úr sér.

Ú

lfur „Nei ég hét aldrei Ómar Úlfur, bara Ómar. Ég breytti nafninu mínum fyrir nokkrum árum. Ég var nýbúinn að lesa Sjóræningjann eða Indjánann eftir Jón Gnarr, ég man ekki hvor bókin það var, og þetta hljómar voðalega háfleygt en mér fannst vanta pönkið í líf mitt. Ég var nýorðinn pabbi og búinn að koma mér vel fyrir og allt í einu fór ég að hugsa að mig hefur alltaf langað til að heita Úlfur þannig að ég fór bara og breytti því, mjög í óþökk konunnar minnar,“ segir Ómar og hlær. „Þetta er eiginlega bara sagan á bak við þetta, hún er ekki stærri en það. Þetta er tekið eftir Þeysaralaginu Úlfur sem er í miklu uppáhaldi hjá mér.“ Ómar er forfallinn rokkari og á meðal annars glæsilegt

vínylplötusafn. Eins og með flesta þá á hann erfitt með að negla niður sína uppáhaldshljómsveit en það er þó ein sem fer oftar á fóninn en aðrar. „Það er voðalega oft Cowboys From Hell með Pantera sem fer á fóninn hjá mér. Það er þessi rokkpungur sem að fylgir manni, þetta sveiflast auðvitað til en ef ég ætti að negla niður eina uppáhaldshljómsveit þá væri það Pantera,“ segir Ómar.

Kvikmyndaáhugamaður

Þeir sem hafa hlustað á Ómar á X-inu vita að hann er mikill kvikmyndaáhugamaður. Ómar heldur úti kvikmyndagetraun þar sem hann fær hlustendur sína til að giska á kvikmynd og þegar hann er spurður að því hvernig

VINSÆLL:

Ómar er einn allra vinsælasti útvarpsmaður landsins og samband hans við hlustendur sína er honum mikilvægt. Hann heldur góðu sambandi við sína hlustendur hvort sem það er í gegnum símann, tölvupóst eða snapchat.


fur Eyþórsson (35):

LÍFSGLAÐUR:

Ómar Úlfur er lífsglaður maður og segir hlutina eins og þeir eru og það kemur bersýnilega í ljós þegar á hann er hlustað.

BREYTTUR MAÐUR:

Ómar þakkar fjölskyldu sinni og nánum vinum meðal annars fyrir það að hann hafi náð að snúa blaðinu við fyrir tíu árum og komið sér úr óreglu.

kvikmyndaáhuginn kviknaði, stendur ekki á svörum. „Já ég er mikill kvikmyndaáhugamaður og sú mynd sem ýtti því af stað var hin frábæra Goonies. Þegar við vorum krakkar horfðum við mikið á þá mynd og þetta var komið út í það að við rifum niður allar myndir og málverk á veggnum hjá félaga mínum til að rita fjársjóðskort aftan á þær. Ég er af þessari eitís kynslóð, vídeótæki voru ekkert algeng þótt þau væru komin og það að horfa á vídeóspólu fannst manni alveg geggjað.

Tilgerðarlaus

Ómar Úlfur kemur hreint og beint fram við hlustendur sína og er laus við alla tilgerð. Ef Ómar er illa upplagður þá er hann ekkert að fela það enda er samband hans við hlustendur sína einkar gott og eitthvað sem að Ómar metur mikils. „Það er aðeins önnur stemning hérna á X-inu eins og til dæmis á FM 957,“ segir Ómar en kollegar hans á FM eru þekktir fyrir að vera nokkuð „over the top“ hressir, alveg sama hvað á hefur dunið. „Þegar ég byrjaði aftur á X-inu, sem er nú ekkert svo langt síðan,

þá ákvað ég bara að vera ég sjálfur, ekki það að maður hafi eitthvað verið að þykjast fyrir. Þetta er svona svipað og þegar maður horfir á uppistand og tengir við eitthvað þá er það yfirleitt út af sameiginlegri reynslu og það er sameiginleg reynsla hjá öllum að þetta er upp og niður. Stundum er maður bara í fíling og stundum ekki og það er allt í lagi ef ég er ekki í fíling í loftinu, fólk tengir við það. Þetta er bara lífið. Í staðinn fyrir að vera bara eitthvað með hangandi haus og svo kveikja á míkrafóninum og reyna þá að fara í einhvern gír, það virkar aldrei.“

Var í óreglu

Ómar Úlfur hefur verið viðloðinn útvarpsstörf í mörg ár en hann byrjaði á X-FM árið 2004, það breyttist í Reykjavík FM og þaðan fór Ómar yfir á X-977. Ómar Úlfur er tveggja barna faðir en unnusta hans og barnsmóðir er Bára Jónsdóttir. Ómar segir að föðurhlutverkið hafi breytt sér en áður fyrr var hann hálfviti, eins og hann orðar það sjálfur. „Ég á stelpu og strák og það breytti mér mikið að verða pabbi. Ég var náttúrlega hálfviti fyrir svona

tíu árum og ég hef bara þurft að horfast í augu við það að hafa verið hálfviti en það er bara í lagi ef maður viðurkennir það og reynir að laga sig. Ég er búinn að vera að laga mig og gerði það sem betur fer áður en ég eignaðist son minn, fyrsta barnið mitt. Maður er aldrei fullkominn og verður það aldrei en mikið rosalega líður mér betur eftir að ég lagaði það helsta sem var að.“ „Það er börnunum mínum, konunni minni henni Báru og Frosta og Mána að þakka að ég er ekki meiri hálfviti en ég er í dag,“ segir Ómar og hlær. „Það var bara vesen á mér, bara vesen í hausnum á mér, ég var í óreglu og rugli. Einhvern veginn náði ég ekki að stramma mig af en ég er ekkert búinn að gleyma því hvernig ég var og ég viðurkenni það fúslega að ég var hálfviti og hef bara þurft að díla við það og laga það. Þú sagðir að ég væri tilgerðarlaus og það er bara partur af því að þroskast að viðurkenna svona hluti og vera sáttur í eigin skinni, ég var ekkert svona fyrir 10-15 árum en maður á alltaf að vera ánægður, maður á að vera glaður.“

SÉÐ OG HEYRT SEfuR aLdREi Líka á netinu allan sólarhringinn

www.sedogheyrt.is


a

Sedogheyrt.is

VINSÆLUSTU FRÉTTIR VIKUNNAR Vefsíðan sedogheyrt.is heldur þér upplýstum um allt það skemmtilegasta sem er í gangi í mannlífinu á hverjum tíma. Hér eru vinsælustu fréttir síðustu viku.

1 2 3 4 5

JAKOB FRÍMANN BIÐST AFSÖKUNAR FYRIR HÖND EMMSJÉ GAUTA, MÖRTU MARÍU OG ÁGÚSTU EVU Tónlistarmaðurinn og einn af dómurum Ísland Got Talent, Jakob Frímann Magnússon, ákvað að biðjast afsökunar á hegðun Ágústu Evu Erlendsdóttur, meðdómara síns, og rapparans Emmsjé Gauta, sem er kynnir Ísland Got Talent.

DAVÍÐ SÍÐASTI KÚNNINN

Fréttir herma að Lýður rakari í Lágmúla sé að pakka saman eftir 50 ár sem sjálfstæður atvinnurekandi; byrjaði í bransanum 10. september 1960.

SIGGA KLING ORÐIN AMMA

Dægurstjarnan Sigríður Klingenberg er orðin amma og ræður sér vart fyrir kæti. Hún vonast til að eignast minnst tíu barnabörn í viðbót.

KONAN SEM ELDIST EKKI

Flugfreyjan Brynja Nordquist ljómaði eins og stjarna á Edduverðlaunahátíðinni þar sem hún mætti með manni sínum, Þórhalli Gunnarssyni hjá Saga Film.

EKKERT MÁL AÐ VERA FIMMTUG

Sigríður Arnardóttir fjölmiðlakona er aldrei kölluð annað en Sirrý, hún hefur verið heimilisvinur þjóðarinnar í 30 ár, bæði á skjánum og í útvarpi. Sirrý fagnaði fimmtugsafmælinu sínu síðastliðið sumar, hún er kraftmikil og fellur sjaldan verk úr hendi.

6

FRAKKAR ÓÐIR Í ÓFÆRÐ

7 8

ÓLAFUR RAGNAR HORFIR TIL SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA

9 10

Baltasar Kormákur hélt veglega veislu til að fagna því að tökum á kvikmyndinni Eiðinum væri lokið, ásamt því hversu vel hefði gengið með Ófærð. Atli Geir Grétarsson hannaði leikmyndina fyrir Ófærð og hann var virkilega sáttur með veisluna hans Balta en eins og með alla þá sem komu að Ófærð var það velgengni þáttanna sem gladdi mest.

Heyrst hefur að ástæða þess að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafi ákveðið að leita ekki eftir endurkjöri sé sú að hann eygi möguleika á starfi aðalritara Sameinuðu þjóðanna sem losnar um áramótin þegar núverandi aðalritari, Ban Ki-moon, lætur af störfum en hann tók við í ársbyrjun 2007.

JÓN ÁSGEIR MEÐ NÝJA KLIPPINGU

Hjónin Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir, eigendur 365 miðla, mættu á árshátíð fyrirtækis síns og léku við hvern sinn fingur. Athygli vakti að Jón Ásgeir er kominn með nýja klippingu en heiðurinn af henni á stjörnuhárgreiðslumeistarinn Svavar Örn.

FALLEG OG FRÆG

Það var mikið stuð á árshátíð 365 miðla en þar voru samankomnir margir af frægustu einstaklingum landsins.

VAR ÖLVAÐUR OG ÖRVINGLAÐUR

Ofurparið María Lilja Þrastardóttir fjölmiðlakona og Orri Páll Dýrason, trommuleikari Sigur Rósar, hafa loksins tjáð sig um atburði sem áttu sér stað í byrjun vikunnar en þá ásakaði Orri Páll rapparann Emmsé Gauta um að hafa ráðist á sig.


-S ve f num ÓmÓtstæðIlegIr súrdeIgsbrauð kjúklIngapottréttIr

fjórar flottar sous vide fiSkiSúpur

Fyrir alla

brúskettubar nýtt

í veisluna

Chutney

6

skarTar liTum 1.995 kr. kr. verð 2.195

Bygg – íslenskt ofurkorn

5 690691 160005 5 690691 160005

innanhússarkiTekT í vesTurbænum

Nr. 7 25. feb. 2016 Verð 1.495 kr.

Stjörnurnar skinu skært á árshátíð 365:

HAFÐI HENDUR Í HÁRI JÓNS ÁSGEIRS

Debba spáir í Euro-stílinn:

DRUNGI, BAROKK OG HIPPÍ

og Stórstjarnan Lay Low barn: Agnes Erna eignuðust

FALDI ÓLÉTTUNA ALLA MEÐGÖNGUNA KATRÍN MÁTAR SIGDANSANDI

2. tbl. 8. árg. 2016 Verð 1.795 kr.

Kotra, Trivial Pursuit, Matador, skák ...

VIÐ FORSETANNSUNDLAUGARVÖRÐUR

Kvikmyndaleikstjórinn Óskar Jónasson:

Smellpassar!

9 9771025 771025956009 956009

KONUR MEÐ

ALLTAF AÐ VERÐA ÁSTFANGINN

Jóhannes sprellfjörugur með nýja hjartað:

KRULLUR

FRUMSKÓGARBÓKIN

Sögur frá Indlandi hlutu Nóbelsverðlaun

hlynsírópi og pekanhnetum

Birna rún Eiríksdóttir súKKulAðIbombA spæNsKur sAltfIsKur sló í gEgn í rétti

kiknuðu næstum undan álagi En völdu að halda samBandinu áfram Kjólarnir

hans Valentinos

5 690691 200008 5 690691 200008

VIKAN 3

VERSTI MORÐINGI VESTURSINS

sagan öll Plakö t:

Gregg

SPURNINGAR OG SVÖR

NÝTT LÍF HÚS OG HÍBÝLI

l Hvenær hættu konungbornir

að bera kórónur?

HORFIN STÓRVELDI

MAYARÍKIÐ

Justin

l Hver fann bakteríurnar? l Heitir Blátönn, Bluetooth,

eftir norrænum konungi?

Stríðsfangar færðir guðunum að fórn

Demi Alex

Fílið gleðina!

VILL EIGNAST FLEIRI BÖRN

eru meiri háttar í Moulin rouge

GESTGJAFINN

Sjáið dressin!

Þórður Örn kátur á bakkanum:

Skírnarveisla hjá Geir Ólafs:

SnædíS og TeiTur bAKAður brIe-ostur með

JOHN WESLEY HARDIN

9 SÖGULEG BORÐSPIL

Bella

Ný klipping!

ÁrAmótAheit elsu nielsen urðu Að dAgAtAli

Var barnshafandi þótt ÁrShÁTíðarförðunin læknar teldu annað

glútenfríar uppskriftir - hönnun - menning - tíska snyrtivörur stjarnanna - þrefaldaðu vinnufærnina

ömmu Alltömmu Allt þakka! aðaðþakka!

upplIfðI sIg móðursjúKA í bAráttuNNI fyrIr dóttur síNA

áfANgAstAðIrNIr Að mAtI loNely plANet

æskuna, erfiðleikana í skóla og það sem gengur á í fitness-heiminum blaaa...

Nr. 5 11. feb. 2016 Verð 1.495 kr.

komnAr Aftur hefði mátt í veg „Koma lucy duff-gordon var fyrir mikla erfiðleika“ fyrsti tískumógúllinn

tÍu heitustu

crossfit- og lyftingakonan,

TÖFF TATTÚ FRÆGA FÓLKSINS

KanileplaKaKa

súKKulaði-blÁberJamúffur KrIstíN Ýr á erfItt með Að GranateplaKaKa treystA heIlbrIgðIsKerfINu

hvaða sKilaboð senda eðalsteinar?

anna hulda

7. tbl. 02. tbl. 2015 2016

Íris halldórsdóttir eltI drAumINN um Að VerðA teIKNArI

Jóhann G. ÁsGrímsson „ótjáðar tilfinningar hafa áhrif á hvort mEnn Efna loforð“

AlvörugAllAbuxur

ekki láta doktorsneminn og kennarinn farsímann lætur karlaveldið trufla falleg heimili um sig ekkisig stoppa þig! hörkukvendið opnar

690691 050009 050009 55 690691

ðu me

p a r a ðu

v l it á ef n

www.gestgjafinn.is www.gestgjafinn.is

í viðtali :

hamingjan sést í andlitinu

ra a p

um

um

út

anna tara loksins

talsmaður launaendaþarmsmaka hækkun á íslandi

rjómaBollur

sous vide Fyrir alla Fiskisúpur veislutertur IndverskIr helgarpasta NýStálegur réttIr þorramatur kalt borð bökur Indverskt

var með dótturina á brjósti í fimm ár

f n um - S

hvað meðvinkona, blessuð börnin? þín besta nýtt líf

einfaldaðu líf þitt fáðu

fermingar og afmæli girnilegar

Chutney

SúrdeigSbrauð NýStálegur þorramatur

upp á gátt

natalie portman

Ný t t ú t l i

44 ljós og lampar

ÓmÓtstæðIlegIr kjúklIngapottréttIr

1. tBL. 2016

alavis

nýr óperustjóri rak ísbíl til að eiga opnar fyrir heimilið náminu

7.5.tbl. tbl.78. 78.árg. árg.25. 11. febrúar 2016 1595 kr.

2. tbl. tbl. 2016, 2016, verð verð 2.195 2.195 kr.m.vsk. kr.m.vsk. 3.

– hvað er heiTasT?

Súpur, brauð og og afmæli pottréttir Fermingar

snillingurinn Ólafur arnalds á lifandi heimili

HÚS OG HÍBÝLI

steinunn tinna birna

340

hvaða föt rómantík eru best í vetur í fríið?

Gestgjafinn Gestgjafinn2.3.tbl. tbl.2016 2016

7 . tbl. 02 . tbl.38. 36.árg. árg.2015 2016

Trendin 2016

t-

matur maturog ogvín vín

www.gestgjafinn.is

nr. 340 • 1.tBL. • 2016 • VErð 2195 Kr.

ð áskri e f m

Stóra kokteilfjölskyldan:

VEL HRIST SAMAN

Júlía hitti

Shawn Mendes

Ástin tilfinningavera Próf: Hvernig þig Elskaðu sjálfa ar Svona eru strák Plaköt:

Bollakö k fullar af ur ást ert þú?

MIX • NINA DOBREV • ALEX ROE • LITTLE CHLOË GRACE MORETZ • JUSTIN BIEBER • NICK ROBINSON • DEMI LOVATO

ISSN 1670-8407

9 771670 840005

NASISTARNIR

DREGNIR FYRIR DÓMARA NR 2/2016 1.895 kr.

VIKAN SÉÐ OG HEYRT

Leiðtogar Þriðja ríkisins dæmdir í Nürnberg 1946

JÚLÍA Löður er með á Löður allanLöður bílinn er Löður með er með er er með með áallan ábílinn allan bílinn ábílinn allan ábílinn bílinn bílinn bílinn Löður er með Löður er áallan ábílinn allan bílinn Löður Löður Löður er með er með er með er Löður með er Löður með er Löður er með ámeð með Löður allan áLöður er með allan ámeð bílinn er allan áLöður með allan ámeð bílinn allan á bílinn áallan allan bílinn ámeð ábílinn allan bílinn áallan allan Löður Löður Löður erLöður Löður með erLöður Löður með erLöður Löður með er Löður með er Löður með er Löður er áer með er Löður allan áer er með Löður allan ámeð Löður bílinn er allan ábílinn Löður bílinn með er allan á með er bílinn allan á með er bílinn áallan allan með bílinn áallan allan allan bílinn áallan bílinn áallan bílinn allan ábílinn allan áallan bílinn allan bílinn bílinn Löður með áábílinn bílinn Löður er með á Löður er með ábílinn allan bílinn er áallan Löður er með ábílinn allan bílinn Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Rain-X býður Rain-X uppá býður Rain-X fullkomna uppá Rain-X býður yfirborðsvörn fullkomna býður uppá fullkomna uppá yfirborðsvörn fullkomna • öryggi Rain-X yfirborðsvörn verndar yfirborðsvörn Rain-X bílinn, verndar Rain-X eykur Rain-X verndar bílinn, útsýni verndar eykur bílinn, og öryggi útsýni bílinn, eykur og eykur útsýni öryggi útsýni ogútsýni öryggi ogog öryggi Hreinn bíll eyðir allt aðRain-X 7% minna eldsneyti Rain-X býður uppá Rain-X fullkomna uppá býður fullkomna býður uppá fullkomna uppá yfirborðsvörn fullkomna • fullkomna Rain-X yfirborðsvörn verndar yfirborðsvörn ••yfirborðsvörn Rain-X bílinn, ••verndar Rain-X eykur •eykur Rain-X bílinn, útsýni verndar eykur bílinn, og öryggi útsýni bílinn, eykur og eykur útsýni öryggi og öryggi Rain-X býður Rain-X uppá býður Rain-X fullkomna uppá býður Rain-X fullkomna uppá yfirborðsvörn býður Rain-X fullkomna uppá yfirborðsvörn Rain-X býður fullkomna uppá býður •fullkomna yfirborðsvörn Rain-X býður Rain-X fullkomna uppá •verndar yfirborðsvörn Rain-X Rain-X býður fullkomna •verndar yfirborðsvörn fullkomna Rain-X bílinn, uppá Rain-X yfirborðsvörn •eykur verndar fullkomna uppá bílinn, Rain-X yfirborðsvörn Rain-X býður útsýni fullkomna •Rain-X eykur verndar Rain-X bílinn, yfirborðsvörn uppá býður Rain-X og útsýni •býður eykur Rain-X verndar öryggi bílinn, yfirborðsvörn uppá •Rain-X býður Rain-X og útsýni verndar eykur fullkomna öryggi bílinn, býður uppá •yfirborðsvörn verndar Rain-X yfirborðsvörn útsýni eykur bílinn, fullkomna öryggi uppá • eykur Rain-X verndar yfirborðsvörn og útsýni eykur fullkomna verndar eykur yfirborðsvörn •bílinn, Rain-X og útsýni öryggi útsýni yfirborðsvörn bílinn, eykur ••öryggi Rain-X og verndar öryggi og eykur útsýni ••eykur verndar öryggi Rain-X bílinn, útsýni og ••útsýni Rain-X verndar öryggi bílinn, og verndar öryggi útsýni eykur bílinn, og útsýni bílinn, eykur öryggi og eykur útsýni öryggi útsýni og öryggi og öryggi Rain-X býður Rain-X uppá býður Rain-X fullkomna uppá býður Rain-X fullkomna uppá yfirborðsvörn býður Rain-X fullkomna uppá yfirborðsvörn Rain-X býður Rain-X uppá býður •yfirborðsvörn Rain-X býður Rain-X fullkomna uppá •uppá verndar yfirborðsvörn Rain-X uppá Rain-X býður fullkomna •býður verndar yfirborðsvörn fullkomna Rain-X bílinn, býður uppá Rain-X yfirborðsvörn •eykur verndar fullkomna uppá bílinn, Rain-X yfirborðsvörn Rain-X býður útsýni fullkomna •eykur verndar Rain-X bílinn, yfirborðsvörn uppá býður Rain-X og útsýni •fullkomna eykur Rain-X verndar öryggi bílinn, fullkomna yfirborðsvörn uppá •Rain-X býður Rain-X Rain-X og útsýni verndar eykur fullkomna öryggi bílinn, uppá •og verndar Rain-X býður yfirborðsvörn og útsýni bílinn, fullkomna •bílinn, Rain-X uppá yfirborðsvörn bílinn, og útsýni eykur öryggi verndar eykur yfirborðsvörn •bílinn, Rain-X og útsýni útsýni bílinn, eykur Rain-X og verndar öryggi og eykur útsýni verndar öryggi Rain-X bílinn, útsýni og •verndar verndar öryggi eykur Rain-X bílinn, og öryggi útsýni eykur verndar bílinn, og útsýni eykur bílinn, öryggi og útsýni eykur öryggi og útsýni öryggi ogöryggi öryggi Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn •öryggi Rain-X verndar bílinn, og öryggi Hreinn bíll eyðir Hreinn allt bíll Hreinn að eyðir 7% Hreinn bíll minna allt eyðir að bíll eldsneyti 7% allt eyðir minna að allt 7% eldsneyti að minna 7% minna eldsneyti eldsneyti Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn •verndar Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn •bíll Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • að Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Hreinn eyðir Hreinn allt bíll Hreinn að eyðir 7% Hreinn bíll minna allt eyðir að bíll eldsneyti 7% allt eyðir minna að allt 7% eldsneyti að minna minna eldsneyti eldsneyti Hreinn bíll Hreinn eyðir bíll Hreinn allt eyðir að bíll Hreinn 7% allt eyðir minna að bíll Hreinn 7% allt eyðir eldsneyti minna að Hreinn bíll 7% allt eyðir eldsneyti Hreinn minna að bíll 7% allt eyðir bíll Hreinn eldsneyti minna að eyðir 7% allt Hreinn bíll eldsneyti að minna allt eyðir 7% að bíll eldsneyti minna 7% allt Hreinn eyðir minna aðbíll eldsneyti allt 7% Hreinn bíll eldsneyti að minna eyðir 7% bíll Hreinn allt minna eldsneyti eyðir að Hreinn 7% allt eldsneyti eyðir minna bíll 7% allt eyðir eldsneyti minna að allt 7% eldsneyti að minna 7% minna eldsneyti eldsneyti Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn •bíll Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Hreinn bíll Hreinn eyðir bíll Hreinn allt eyðir að bíll Hreinn 7% allt eyðir minna að bíll Hreinn 7% allt eyðir eldsneyti minna að Hreinn bíll 7% allt eyðir eldsneyti Hreinn minna að bíll 7% allt eyðir bíll Hreinn eldsneyti minna að eyðir 7% allt Hreinn bíll eldsneyti að minna allt eyðir 7% að bíll eldsneyti minna 7% allt Hreinn eyðir minna að eldsneyti allt 7% Hreinn bíll eldsneyti að minna eyðir 7% bíll Hreinn allt minna eldsneyti eyðir að bíll Hreinn 7% allt eldsneyti eyðir að minna 7% allt eyðir eldsneyti minna að 7% allt eldsneyti minna að7% 7% eldsneyti minna eldsneyti Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti Hreinn bíll eyðir allt 7% minna eldsneyti Hreinn bíll eyðir allt að 7% eldsneyti Hreinn bíllaðeyðir allt aðminna 7% minna eldsneyti Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

SAGAN ÖLL

Við stöðum--www.lodur.is www.lodur.is- -5680000 5680000 Viðerum erumááfimmtán sextán stöðum Við erum Við á-erum erum Við fimmtán Við erum áerum fimmtán erum stöðum á--stöðum fimmtán á--áfimmtán fimmtán stöðum -stöðum stöðum stöðum www.lodur.is www.lodur.is www.lodur.is 5680000 5680000 5680000 Við erum Við á fimmtán fimmtán erum á fimmtán fimmtán -5680000 stöðum --stöðum --5680000 -5680000 --www.lodur.is -- 5680000 -- 5680000 - -5680000 Við Við Við áerum erum Við áerum erum Við áerum fimmtán erum Við áerum stöðum Við erum á-erum Við stöðum fimmtán www.lodur.is á-Við erum stöðum www.lodur.is á erum -fimmtán stöðum á www.lodur.is fimmtán -á stöðum erum Við www.lodur.is fimmtán 5680000 stöðum Við www.lodur.is áVið 5680000 stöðum -5680000 Við erum www.lodur.is -stöðum 5680000 fimmtán www.lodur.is erum á 5680000 www.lodur.is á www.lodur.is -www.lodur.is stöðum -5680000 www.lodur.is 5680000 --stöðum -www.lodur.is 5680000 ---www.lodur.is --- www.lodur.is -5680000 5680000 -- 5680000 -- 5680000 -- 5680000 Viðerum erum Viðerum Við áfimmtán fimmtán Við áfimmtán fimmtán Við ástöðum stöðum fimmtán Við áfimmtán stöðum Við fimmtán erum á -erum Við stöðum fimmtán www.lodur.is áfimmtán -Við erum fimmtán stöðum www.lodur.is áfimmtán erum -Við stöðum á www.lodur.is Við fimmtán --áá stöðum erum Við www.lodur.is -áfimmtán fimmtán 5680000 stöðum --erum erum www.lodur.is -áfimmtán stöðum --áVið erum www.lodur.is Við -á ástöðum -stöðum 5680000 fimmtán www.lodur.is erum á-fimmtán -stöðum 5680000 fimmtán www.lodur.is stöðum -5680000 -ástöðum 5680000 stöðum fimmtán ---www.lodur.is -www.lodur.is stöðum -www.lodur.is stöðum -www.lodur.is www.lodur.is 5680000 -www.lodur.is www.lodur.is -5680000 5680000 5680000 5680000 5680000 Við erum -stöðum www.lodur.is 5680000 Við erum fimmtán -www.lodur.is www.lodur.is -5680000 5680000 Við erum áVið fimmtán stöðum -www.lodur.is Við erum áfimmtán fimmtán -5680000 www.lodur.is - 5680000 Við erum ástöðum fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

v l it á ef n

t - Ný t t

- Sp a r a

út

rif

birtingur.is

út l i t á

me ð á s k

BESTU ÁSKRIFTARTILBOÐ OKKAR FINNUR ÞÚ Á:

Tíska Tíska

ásk r i f t - N ð

ýtt

t - Ný t t

- Sp a r a

rif

ðu

Komdu í áskrift

mynd efTir Odee fylgir!

k

ve

ð ás

ðu


Stefán Ásgrímur Sverrisson (37) er sigurvegari:

BJARTSÝNN EFTIR

HJÓNASKILNAÐ Hann er Skagfirðingur í húð og hár og vinnur í Steinullarverksmiðjunni á Sauðárkróki. Stefán Ásgrímur hefur tekist á við stórt verkefni þar sem hann hafði betur; hann sigraði keppnina Biggest Loser á síðasta ári og í ár er hann aftur á merkilegum tímamótum.

LAUN ERFIÐISINS:

Það er ekki allt bannað, þetta má eftir erfiðan dag.

ELSKAÐI MAT:

Stefán Ásgrímur tók að þyngjast óhóflega um fermingu. Honum þótti einfaldlega mjög gott að borða.

B

úið „Jú, jú, það er rétt, við Þóra Dögg höfum ákveðið að fara hvort í sína áttina,“ segir Stefán Ásgrímur spurður um breytta hagi sína og Þóru Daggar Reynisdóttur. „Við höfum verið gift síðan 2007 og eigum þrjú börn en við höfum verið saman frá árinu 1998, með nokkrum hléum eins og gengur. Við einfaldlega þroskuðumst hvort frá öðru. Þau búa á Króknum en ég er fluttur að Hólum, er kominn aftur í sveitina mína.“ Stefán Ásgrímur ólst upp á sveitabænum Efri-Ási, hann segist vera sveitastrákur og að sér líði vel á æskuslóðunum þar sem hann naut góðs atlætis. Hann var lífsglaður krakki og tók þátt í skólaleikritum og öðru félagslífi af miklum krafti, en þrátt fyrir orkuna og gleðina þá glímdi hann við mikla fíkn.

Engin dramatík MEIRI HÁTTAR ÁRANGUR:

Stefán léttist um 60 kíló og stóð uppi sem sigurvegari í keppninni Biggest Loser 2015.

„Ég hætti að stækka upp úr fermingu, en ég hætti ekki að þyngjast. Mamma var yndisleg sveitakelling sem bjó til mjög góðan mat, venjulegan íslenskan sveitamat. Ég

gerði mér ekki grein fyrir því hvað ég borðaði mikið. Það voru hefðbundnir málsverðir og í kaffitímanum raðaði maður í sig brauðsneiðum án þess að telja. Þegar ég fór í keppnina Biggest Loser var ég orðinn 153 kíló en ég er 168 sentimetrar á hæð. Það er engin dramatík á bak við mína sögu eins og sumra keppenda. Ég átti í mesta basli við að dramatísera sögu mína í þættinum, ég var ekki með nein djúsí svör á takteinunum. Ég borðaði einfaldlega of mikið.“ Þættirnir Biggest Loser eiga rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna. Sýnist sitt hverjum um þá aðferð sem þar er beitt. Hópi fólks er safnað saman og dvelur fjarri fjölskyldu og vinum í nokkrar vikur. Keppendur í þáttunum æfa nokkrum sinnum á dag, mataræðið er tekið í gegn og álagið reynist sumum einfaldlega of mikið. Allt kapp er lagt á að keppendur léttist sem mest og sá sem vinnur sem nær því.

Brattur og harður

„Þú þarft að vilja þetta til að ná árangri. Maður droppar bara ekki


EINN, EKKI EINMANA:

Stefán er nýlega skilinn, hann er sáttur við lífið og tilveruna og hlakkar til framtíðarinnar.

JÁRNAGI OG SEIGLA:

„Það þarf vilja og seiglu til að ná þessum, hér dugar ekkert hálfkák.“

NÝTT LÍF:

Stefán er duglegur að hreyfa sig, hann gekk á fjöll í sumar og naut útiverunnar.

KOMINN Í JAFNVÆGI:

Stefán æfir crossfit af kappi í nýrri crossfitstöð sem opnaði nýlega á Sauðárkróki.

BETRI PABBI:

Bætt heilsa jafngildir meiri lífsþrótti. Stefán hefur nú meiri orku en áður til að gera eitthvað skemmtilegt með börnunum sínum.

LÉTTUR OG Í ROSASTUÐI:

inn og tekur þetta með annarri. Maður verður að vera brattur og harður af sér, þetta er farið á seiglunni. Hugur verður að fylgja máli, maður verður að vera andlega kominn á þann stað að vilja leggja þetta á sig til að ná árangri og ég var þar. Þátturinn var mín lífsbjörg. Ég var kominn á endastöð með sjálfan mig. Keppnin var það sem ég þurfti til að rjúfa vítahringinn. Það er ekki hægt að ætlast til þess að fólk nái árangri upp á eigin spýtur, járnaginn sem var í keppninni var það sem ég þurfti.“ Stefán Ásgrímur náði mjög góðum árangri en hann léttist um heil 60 kíló. Við upphaf keppninnar var hann 153 kíló og stóð uppi sem sigurvegari og þá sýndi vigtin 93 kíló. „Keppnin breytti mér, í fyrstu sveif ég um á bleiku skýi en þegar að ég kom niður á jörðina þá áttaði ég mig á því hvað lífsgleðin og lífsgeta mín hafði margfaldast. Það tók aðeins tíma að ná jafnvægi, ég þyngdist í fyrstu en er núna kominn í jafnvægi. Ég æfi crossfit í nýrri stöð á Króknum, reyni að fara eins

oft og ég get og sleppi helst ekki úr viku. Í keppninni fengum við engar mjólkurvörur og ekkert kornmeti. Ég fæ mér smjör og rjóma, það er meinhollt og góðir ostar klikka sjaldnast. Ég borða sjaldnast brauð, þetta er spurning um hófið. Mitt mottó í keppinni var alltaf að það skiptir ekki máli hvað maður dettur oft, bara spurning um að standa upp aftur.

Stefán mætir lífinu með brosi á vör og er staðráðinn í að njóta þess í botn.

Léttara líf

Líf Stefáns hefur tekið stakkaskiptum á mjög stuttum tíma. Hann og eiginkona hans hafa farið hvort í sína áttina og Stefán tekst nú á við lífið með breyttan lífsstíl að vopni. „Ég er opinn fyrir öllu, það eru ýmis tækifæri að opnast sem eru spennandi. Ég slæ ekki hendinni á móti lífinu og ætla mér að lifa því til fulls. Ég hlakka til að takast á við tilveruna með meiri krafti og lífsgleði, þannig verð ég börnunum mínum betri faðir og það eiga þau skilið,“ segir Stefán Ásgrímur sem er léttur og í rosastuði.

- Málarameistari


SOS

spurt og svarað

Á EKKI MANN TIL

AÐ HLÝJA SÉR Á TÁNUM Hildur Þórðardóttir var ein sú fyrsta sem tók skrefið og tilkynnti um forsetaframboð sitt strax og ljóst var að embættið myndi losna. Hér svarar hún spurningum vikunnar.

DONALD TRUMP ER ...? Heppilegur kostur á móti Hillary Clinton af því hann eykur líkurnar á að hún verði kosin, standi valið á milli þeirra tveggja. Hann endurspeglar ákveðnar skoðanir þröngs hóps í Bandaríkjunum og verður vonandi til þess að fjöldinn ákveður að tileinka sér víðsýni og fordómaleysi í auknum mæli. HVAÐA TEGUND AF TANNKREMI NOTARÐU? Ýmist gamla góða Colgate eða matarsódatannkrem í gullumbúðum sem ég man ekki hvað heitir. SÍÐASTA KVÖLDMÁLTÍÐIN? Mín eða Jesú? Í gærkvöldi var ég með kjúklingabringu í tortillu og heimalagaðri tómatsósu. Ljúffengt. BRENND EÐA GRAFIN? Brennd, ekki spurning og helst að láta dreifa öskunni einhvers staðar uppi á heiði svo að afkomendurnir þurfi ekki að vera með samviskubit yfir að hugsa ekki um leiði í kirkjugarði. OPAL EÐA TÓPAS? Hvorugt núna, en blár ópal var uppáhaldið mitt þegar ég var lítil. HVAÐ FÆRÐU ÞÉR Á PYLSUNA? Get ekki lengur borðað pylsur í brauði því þær fara ekki vel í meltingarkerfið, en ég elska Vals tómatsósu á pylsuna og hráan lauk og í raun allt nema steiktan lauk. FACEBOOK EÐA TWITTER? Var frekar sein að komast á Facebook en er nú með framboðssíðuna þar, Hildur Þórðardóttir forsetaframboð 2016, sem ég hvet fólk til að líka við og fylgjast með framboðinu. Twitterreikning opnaði ég ekki fyrr en í fyrradag og þá fyrir framboðið, #frambodhildar. Hef ekki sett neitt inn enn þá, en þetta var líka hugsað í tengslum við myndbandið sem kemur út bráðum og þá fyrir fólk til að senda mér spurningar um það sem því brennur á hjarta í sambandi við framboðið.

HVAÐ GERIRÐU MILLI 5 OG 7 Á DAGINN? Ef ég næ að fara út að ganga í klukkutíma uppi á heiði fyrr um daginn fer þessi tími yfirleitt í að lesa eða skrifa eitthvað í tölvunni eða skutla syni mínum í skylmingar. Ég vinn ekki hefðbundin 9-5 vinnudag svo það er engin regla hjá mér. Ef ég er á kafi í bók skrifa ég á þessum tíma og má ekkert vera að því að hugsa um kvöldmat. HVAÐ ERTU MEÐ Í VINSTRI VASANUM? Gleraugun mín þessa stundina. Þarf þau bara til að keyra, horfa á sjónvarp og þekkja fólk í bænum. BJÓR EÐA HVÍTVÍN? Gamla góða Gvendarbrunnarvatnið frekar. Hitt fer ekki vel í magann á mér. Get þó alveg fengið mér rauðvín með kjötmáltíðum. HVERNIG VAR FYRSTI KOSSINN? Óvæntur, skyndilegur og meira til að prófa en af hrifningu á viðkomandi. HVER VÆRI TITILL ÆVISÖGU ÞINNAR? Þetta er erfið spurning. Ég á eftir að gera svo margt af því sem ég ætlaði. Til dæmis að koma á friði í heiminum. En titillinn verður jákvæður, svo mikið er víst. HVER ER DRAUMABÍLLINN? Honda Civic var lengi draumabíllinn, en veit ekki hvernig hann lítur út núna. Mig langar alla vega í nýrri bíl en ég á núna sem er ekki erfitt því minn er 2004 módel. KJÖT EÐA FISKUR? Ég elska fisk, til dæmis lítið eldaðan hlýra, bara rétt volgan í miðjunni. Elska líka lambakjöt og hreindýrakjöt, lítið eldað en búið að standa í nokkrar mínútur til að blóðið setjist.

HVAR LÆTURÐU KLIPPA ÞIG? Hjá Særúnu vinkonu minni, fylgi henni bara hvert sem hún fer.

GIST Í FANGAKLEFA? Ekki gist en dvalið í fangelsi yfir nótt. Ég lék hlutverk fangavarðar í heimildamynd um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Það sést í höndina á mér þar sem ég opna fyrir einni persónunni. Þetta var í Síðumúlafangelsinu eftir að því var lokað og áður en það var rifið.

BORÐARÐU SVIÐ? Það er orðið mjög langt síðan.Man síðast eftir að hafa borðað svið þegar ég bjó í Hafnarfirði sem hefur verið fyrir um það bil 32 árum. Ég fæ mér frekar rófustöppu, síld og rúgbrauð á þorrablótum.

DRAUMAFORSETI? Vingjarnleg manneskja sem er laus við hroka og yfirlæti, hógvær og kurteis, með góðan þokka og kann sig í öllum aðstæðum. Treysti sjálfri mér til að uppfylla þessar væntingar.

STURTA EÐA BAÐ? Ekkert jafnast á við gott olíubað (smákókosolía sett út í baðvatnið) við kertaljós og jafnvel róandi tónlist en má sjaldnast vera að því svo að sturtan verður oftar fyrir valinu. REYKIRÐU? Nei. Í HVERJU FINNST ÞÉR BEST AÐ SOFA? Nú væri freistandi að segja eins og Marilyn Monroe: Engu nema Chanel nr. 5. En held að ég segi frekar náttkjól og ullarsokkum. Ég á ekki mann til að hlýja mér á tánum. HVER ER BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ? Að gefa fyrstu bókina mína út sjálf. Stór ákvörðun sem tók langan tíma en gaf mér styrk til að gefa út fleiri bækur og síðan bjóða mig fram til forseta. HVAÐA SÖGU SEGJA FORELDRAR ÞÍNIR ENDURTEKIÐ AF ÞÉR? Ætli það sé ekki þegar ég var sex ára í sveitinni og skrifaði heim: „Í gær var slátrað hænum, á morgun fáum við kjúklinga.“ Eða þegar þau voru að reyna að hamra í mig landafræðinni og sögðu: „Hvernig getur þér fundist þetta leiðinlegt, komin af langafa þínum sem fékk verðlaun í landafræði?“ HVAÐA BÓK EÐA KVIKMYND FÉKK ÞIG SÍÐAST TIL AÐ TÁRAST? Ég les svo mikið að ég man það ekki. Ég fæ örugglega hátt í 100 bækur á hverju ári á bókasafninu. Táraðist ekki yfir síðustu bókum sem ég las, enda voru það fræðibækur um samfélagsmál, þótt umfjöllunin um fátæktina og Gúttóslaginn hefði reyndar komið sterkt til greina, enda hræðilegt ástand á þessum tíma. ERTU MEÐ EINHVERJA FÓBÍU? Ég er lofthrædd og mun aldrei stökkva í teygjustökki eða fallhlíf. Reyndar var ég fyrsta fóstrið sem stökk í fallhlíf á Íslandi, því mamma var fyrsta konan og ég var inni í henni, en ekki segja neinum. Svo finnst mér hræðilegt að horfa á uppskurði í sjónvarpinu og líkskurði og þvílíkt. Hrikalegt þegar skotið er inn hjartauppskurði í saklausri umfjöllun um spítalana í fréttunum. HVAÐ ER NEYÐARLEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR LENT Í? Í Grikklandi fyrir mörgum áratugum var ég að dansa grískan hringdans á veitingastað með fullt af fólki og hlýrinn á kjólnum mínum slitnaði svo kjóllinn fór niður

fyrir bert brjóstið. Ég tók ekki eftir þessu strax og kafroðnaði náttúrlega þegar ég sá þetta en vonaði að enginn hefði tekið eftir þessu. Svo þegar ég var að fara út af staðnum stóðu nokkrir hressir menn við dyrnar og fögnuðu mikið þegar ég gekk fram hjá svo líklega höfðu þeir séð herlegheitin. Í nokkra áratugi gekk ég með skömmina út af þessu en ákvað að sleppa henni fyrir nokkrum mánuðum, enda allir búnir að gleyma atvikinu. KLUKKAN HVAÐ FERÐU Á FÆTUR? Helst svona klukkan níu, en þarf stundum að vakna upp úr klukkan sjö til að keyra strákinn minn í skóla niðri í bæ. ICELANDAIR EÐA WOW? Icelandair því það er meira pláss á milli sætanna sem er nauðsynlegt fyrir hávaxið fólk eins og mig. En fagna samkeppninni. LEIGIRÐU EÐA ÁTTU? Er hjá Búseta svo ég á leiguréttinn en borga leigu. KÓK EÐA PEPSÍ? Hvorugt. Drekk ekki gos. ÍSRAEL EÐA PALESTÍNA? Palestína. Ég held alltaf með lítilmagnanum. Hugsaðu þér ef við fengjum hundruð þúsunda manna hingað til lands af einhverju þjóðarbroti sem myndi koma sér upp her og loka okkur Íslendinga af á gamla varnarsvæðinu á Reykjanesi. Við myndum svo þurfa að bíða klukkutímum saman í röð til að sýna skilríki í þeirri von að komast í vinnuna. Auðvitað myndum við mótmæla með öllum mögulegum ráðum. DAGBLAÐ EÐA NET Á MORGNANA? Net eða blað frá deginum áður. Fer helst ekki á náttsloppnum niður að ná í blaðið á morgnana. HVER ER FYRSTA ENDURMINNING ÞÍN? Þegar ég strauk að heiman í fyrsta sinn fimm eða sex ára. Ég lagði af stað úr Laugarásnum í austurátt og ætlaði út í heim en þegar ég sá Ártúnsbrekkuna áttaði ég mig á að ég þekkti engan úti í heimi, svo ég breytti stefnunni í Bústaðahverfið þar sem amma mín bjó. Ég man líka að á ljósunum á Miklubrautinni beið lögreglubíll og græni kallinn var svo lengi að koma að ég fór yfir á rauðum kalli með hjartað í buxunum en löggan stoppaði mig ekki.


Micellar Hreinsivatn

+

Notið á morgnana til að hreinsa húðina og fá frískandi tilfinningu. Notið aftur að kvöldi til að hreinsa andlitið og fjarlægja farða.

Tilfinningin fyrir frískri og mjúkri húð varir lengur ef þú notar jafnframt létta og mjúka 24 stunda* rakakremið okkar.

EINS AUÐVELT

OG 1 + 1

*Prófað á 24 konum

Auðveldar þér að viðhalda hreinni, frískri og mjúkri húð allan daginn með nýju Garnier 1+1 línunni.

Allt í einni lausn

24 stunda* rakakrem



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.