Nuby

Page 1

Upplýsingabæklingur fyrir nýbakaða foreldra

FINAL 0%

BISPHENOL

A

VECTOR


Efnisyfirlit BLS

• Brjóstagjöf er ákjósanlegust

4

• Stuðningsvörur við brjóstagjöf

7

• Pelagjöf innblásin af náttúrunni

11

• Heildar gjafalína frá 0-18 m...

12

• Vörur fyrir fasta fæðu

22

• Bað- og snyrtivörur

23

• Ráðleggingar um snuð

24

• Hjálpaðu barninu að vera afslappað... svo þú

2

getur verið það líka!

26

• Lítil stærð, mikil þægindi

28

• Vandamál tengd tanntöku

29


Velkomin Nûby™ Natural Touch™ Okkar sýn: Gæði eru lykilatriði í allri framleiðslu okkar hjá Nûby™ Frá árinu 1970 hefur Nuby™ tileinkað sér framleiðslu á hágæða vörum með nýstárlegri hönnun innblásinni af náttúrunni með það að leiðarljósi að næra börn á auðveldan og öruggan hátt. Nûby™ er dreift til yfir 155 landa um allan heim og hefur hlotið lof milljóna barna og fjölskyldna þeirra í þau 40 ár sem vörumerkið hefur verið á markaði. Stöðug fjárfesting Nuby í rannsóknum, hönnun, tækni, nýsköpun og hugverkavernd hefur gert það að verkum að vörumerkið er nú meðal þeirra fremstu í framleiðslu á barnavörum og ört vaxandi á heimsvísu. Hlutverk: Nûby Natural Touch™ vörur eru hannaðar af sérfræðingum til að bjóða ykkur foreldrum sem náttúrulegastar lausnir á ferðalagi ykkar í gegnum foreldrahlutverkið. Natural Touch™ styður sérstaklega löngun móður og viðleitni hennar til að hafa barn sitt á brjósti. Móður er gert kleift að lengja brjóstagjöfina með því að viðhalda mjólkurframleiðslunni þegar hún þarf að vera aðskilin frá barninu sínu. Hvort sem þú ert tilvonandi foreldri, nýorðin(n) foreldri, með barn á brjósti eða pela, þá vitum við að ekkert er betra fyrir barnið þitt en Nûby™. BPA stefna Nûby™ Margar vísindalegar rannsóknir hafa bent til þess að BPA magn í plastpelum geti verið skaðlegt börnum. Til að bregðast við þessum niðurstöðum ákváðum við hjá Nuby að fjarlægja allt BPA úr ÖLLUM okkar vörum til að koma í veg fyrir hvers kyns áhættu, taka af allan vafa og gera foreldrum kleift að bjóða börnum sínum uppá öruggasta kostinn.

FINAL 0%

BISPHENOL

A

VECTOR


Brjóstagjöf er ákjósanlegust... Fyrir barnið… Brjóstagjöf er öruggasta og náttúrulegasta leiðin til að fæða nýfædda barnið þitt. Brjóstamjólkin sem þú framleiðir fyrir barnið þitt er sú næring sem ætluð er barninu frá náttúrunnar hendi og fullnægir þörfum barnsins fyrstu sex mánuðina. Brjóstamjólkin hefur að geyma mótefni gegn ýmsum sjúkdómum og hjálpar því til við að styrkja ónæmiskerfi barnsins. Brjóstagjöf styrkir sambandið milli móður og barns bæði líkamlega og andlega. Fyrir móður… Brjóstagjöf örvar samdrátt í leginu og hjálpar því að komast í svipaða stærð og fyrir barnsburð. Brjóstagjöf hjálpar mæðrum að komast í form þar sem fitu, sem safnaðist á meðgöngu, er breytt í orku til að framleiða mjólk. Mæður með barn á brjósti brenna um 200-300 kaloríum af fitu daglega á fyrstu þremur mánuðunum við það að framleiða orku til að gefa brjóst. Flestar mæður vilja gefa börnum sínum bestu næringu sem völ er á. Því er mikilvægt fyrir þær að vera meðvitaðar um heilbrigt líferni og borða hollan mat. Með hollu mataræði og líkamlegri hreyfingu ættu mæður með börn á brjósti að geta náð upprunalegri þyngd og viðhaldið henni. Hvernig á að gefa barni brjóst? Nokkrar breytingar á líkamanum útskýrðar... Brjóstamjólk er framleidd náttúrulega af líkama þínum og flæðir úr geirvörtunni þegar barnið byrjar að örva hana eða sjúga. Það er eindregið mælt með að kynna barnið fyrir brjóstinu sem fyrst eftir fæðingu. Þetta er mikilvægt af mörgum ástæðum. Það hjálpar líkama þínum að hefja mjólkurframleiðsluna og skapar líkamlegt samband milli þín og barnsins þíns. Brjóstin þín munu framleiða brodd fyrstu dagana sem er ljósgulur vökvi og þykkari en brjóstamjólk. Broddurinn er fullur af próteini og vítamínum og þó að um lítið magn sé að ræða er broddurinn afar mikilvægur nýburum. Því oftar sem barnið er lagt á brjóst því fyrr hefst framleiðslan á mjólk. Það gerist yfirleitt eftir um þrjá daga. Að leggja barnið oft á brjóst hjálpar móður og barni að finna hentuga og þægilega brjóstagjafarstellingu. Það er móður og barni afar mikilvægt að líða vel og vera afslöppuð við brjóstagjöf. Fyrir sumar konar eru fyrstu dagar og/eða vikur brjóstagjafar erfiðar. Gættu þess að verða ekki stressuð, það eru allar líkur á að þú og barnið þitt finnið réttu leiðina að þessu þó að það geti tekið sinn tíma. Fyrsta skrefið er að leggja barnið rétt á brjóstið, ekki hika við að leita ráðlegginga um hvernig best er að athafna sig.

4


Skref 1: Komdu þér vel fyrir og láttu fara vel um þig Mikilvægasti þátturinn í árangursríkri brjóstagjöf er stellingin sem þú ert í þegar þú gefur barninu. Mikilvægt er að styðja vel við höfuð og háls barnsins. Fáðu aðstoð frá ljósmóður eða brjóstagjafaráðgjafa eftir fæðingu við val á stellingu og til að fullvissa þig um að barnið taki brjóstið rétt og nái skilvirku sogi á geirvörtu. Um er að ræða fjórar megin stellingar við brjóstagjöf. Prófaðu þær allar til að finna hvaða stelling hentar ykkur best. Það er einnig gott að breyta um stellingu við og við. Annars er engin ein stelling sú besta, afar persónubundið er hvaða stelling hentar og til eru fleiri stellingar sem ekki eru nefndar hér að neðan. 1. Kjöltustaða: Sittu með hendurnar sveigðar í kjöltunni. Höfuð barnsins hvílir í olnbogabótinni og líkami þess meðfram framhandlegg þínum og í kjöltunni. Bringa barnsins á að liggja upp að líkama þínum, svo barnið þurfi ekki að snúa höfðinu til að ná til brjóstsins. 2. Öfug kjöltustaða: Sittu með aðra hendina sveigða í kjöltunni og haltu með hinni um brjóstið. Höfuð barnsins hvílir í lófa þínum og líkami þess liggur í áttina að olnboganum. Þessi stelling er mjög góð til að fá barnið til þess að ná geirvörtunni almennilega, þar sem þú getur stjórnað höfði barnsins. 3. Fótbolta stellingin: Sittu með olbogann boginn meðfram síðunni. Höfuð barnsins liggur í lófa þínum og snýr að brjóstinu. Líkami þess hvílir á handlegg þínum og fætur þess snúa í átt að baki þínu Gott getur verið að sitja örlítið á ská til þess að fætur barnsins rekist ekki í stólbak og hamli þannig aðgengi þess að brjóstinu. Þessi stelling er góð ef þú ert með stálma, sárar geirvörtur eða stíflaða mjólkurkirtla. Stellingin er einnig góð eftir keisaraskurð, því barnið liggur ekki á viðkvæmum maganum. Auk þess er hún mikið notuð í tvíburagjafir. 4. Liggjandi: Leggstu á hliðina og leggðu barnið á hliðina þétt upp við þig svo það snúi að þér. Þú getur notað púða við bak barnsins til að það rúlli ekki aftur á bakið. Settu andlit barnsins við brjóstið og athugaðu hvort það geti andað með nefinu, til þess að barnið geti auðveldlega andað með nefinu getur það þurft að sveigja höfuðið örlítið aftur. Þessi stelling er góð í næturgjafirnar eða eftir keisara.

Skref 2: Að taka brjóstið rétt Að barnið taki brjóstið rétt er annað mikilvægt skref í brjóstagjöf. Þegar þú gefur brjóst mundu að færa barnið að brjóstinu en ekki brjóstið að barninu. Leggðu geirvörtuna lauslega við efri vör barnsins og þegar barnið opnar munninn (eins og það sé að geyspa) leggur þú ekki bara vörtuna upp í barnið heldur alveg neðri vörtubauginn líka til að það nái góðu taki á brjóstinu. Geirvartan sjálf á að bera við innri góm barnsins og það á að vera smá pláss á milli nef barnsins og brjóstsins. Þessi staða ætti að koma í veg fyrir að þú fáir sárar geirvörtur. Ef að barnið tekur brjóstið vitlaust settu litla fingur í munnvik barnsins, rjúfðu sogið og reyndu aftur. Mikilvægt er að muna að þetta er brjóstagjöf ekki geirvörtugjöf, passaðu því að barnið sjúgi brjóstið ekki bara geirvörtuna..

Mjólkurframleiðslan... Reglulegar gjafir: Því oftar sem brjóstin eru örvuð, því meiri mjólk er framleidd. Þú ættir því alltaf að svara kalli barnsins og gefa því að drekka þegar það sýnir merki um þorsta til þess að viðhalda mjólkurframleiðslunni. Börn eru misjöfn, en að meðaltali drekka þau á 2-3 tíma fresti yfir daginn og nóttunni fyrstu vikurnar og tekur gjöf allt að 30 mín. Brjóstamjólkin skiptist í tvennt: Fyrst framleiðir líkaminn formjólk. Hún er þunn og er framleidd til að svala þorsta barnsins. Síðan er framleidd svokölluð eftirmjólk sem er fituríkari, rík af vítamínum og seðjar hungur barnsins. Barnið vill líklegast drekka á 2-3 tíma fresti, dag og nótt. Þú átt að geta framleitt alla þá mjólk sem barnið þitt þarf og jafnvel meira. Ef þér finnst þú á einhverjum tímapunkti framleiða mjólk umfram það magn sem barnið þitt nær að drekka getur brjóstapumpa komið sér vel. Þú getur þá pumpað þig og geymt mjólkina þar til síðar. Passaðu bara að kynna þér vel hvernig best er að geyma brjóstamjólkina og hve lengi hún geymist. Nûby™ Natural Touch™ pumpan er einföld, þægileg og fullkomin til í að ná umfram mjólkinni

5



Stuðningsvörur við brjóstagöf... Nûby™ Natural Touch™ var þróað til að styðja þig í þeirri ákvörðun að gefa barninu þínu brjóst. Línan inniheldur brjóstapumpur og vörur sem aðstoða þig að gefa brjóst og gera þér kleift að gefa brjóst eins lengi og þú vilt. Stillanlegt sog

Adjustable vacuum valve

SoftFlex™ 2-N-1 Breast Pump Set SoftFlex 2-n-1 Breast Pump Set Mjúk silíkonhetta með örvandi mynstri: Mynstrið er náttúrulegt viðkomu og hjálpar hettunni að veita meira sog svo mjólkin safnist fljótt. Stillanlegur soghnappur: Breytir sogkrafti pumpunnar eftir þínum þörfum. Passar á alla Natural Touch pela og könnur: Þú getur safnað mjólkinni saman, geymt hana eða gefið hana strax með hvaða Natural Touch pela eða könnu sem er. Settið inniheldur SoftFlex handpumpu og 2 pela (150ml + 240ml) ásamt geymsluloki

Að geyma brjóstamjólk... Mæður með barn á brjósti geta geymt auka mjólk í kæli eða frysti. Safnið auka mjólkinni með pumpunni, setið geymslulokið á og skellið pelanum inn í kæli eða frysti. Fer eftir því hvenær þú ætlar að nota mjólkina. Einnig er hægt að setja mjólkina í þar til gerða poka sem henta til geymslu á brjóstamjólk. Mjólk geymist við stofuhita (22 gráður) í um 10 klst, í kæli í þrjá daga, í frystihólfi í þrjár vikur, í frystiskáp í þrjá mánuði og í frystikistu í allt að ár. Passa þarf að hafa mjólkina mjög aftarlega eða neðarlega á geymslustöðunum þar sem hitastigið helst jafnt.

7


Brjóstahlífar Lausnin fyrir extra viðkvæmar, flatar eða innfallnar geirvörtur. Auðveldar í notkun, festast vel við húðina. 67642 - Nipple Protector Pakki með 2 stykkjum + geymsluboxi

Brjóstagjafi™ Árangursrík lausn fyrir þær sem eru með sárar geirvörtur eða sýkingu í brjóstum. Auðveldur í notkun og hjálpar barninu að fara frá brjósti yfir í pela. Haldið brjóstagjafanum tryggilega yfir brjóstinu, þannig að geirvartan liggi vel inní gjafanum. Handmjólkið inn í gjafann þar til hann er alveg fullur (til að fá allt loft úr honum) og byrjið að gefa barninu.

67669 - Nipple Feeder™

8


Geirvörtuhlíf Hjálpar að verja geirvörturnar gegn núningi frá fatnaði milli gjafa. Auðvelt að setja inn í haldarann og súrefni kemst óhindrað að geirvörtunni.

Þægilegri og öruggari leið en t.d. plastfilman, sem getur gleymst að taka af og farið inn í munn barnsins, einnig hindrar hún að súrefni leiki um geirvörtuna.

67720 - Nipple Assist™ 2 í pakka

9



Pelagjöf innblásin af náttúrunni

Nûby™ SoftFlex™ túttan líkist geirvörtunni og er kjarninn í öllu gjafaferlinu. Túttan er mjúk viðkomu, náttúruleg mótun hennar sveigist og beygist og líkir eftir brjósti móður sem hjálpar

barninu að staðsetja túttuna rétt til að sjúga. Líkir eftir náttúrulegri verkun brjóstagjafar. Túttan hjálpar mikið > PACKAGING NIPPLES PACKAGING við umskipti frá brjóstagjöf yfir í pelagjöf. >>NIPPLES NIPPLES PACKAGING SLOW SLOW SLOW

67660

MEDIUM MEDIUM MEDIUM

67661

FAST FAST FAST

67662

TRIPLE TRIPLE TRIPLE

67678

0m+ 0m+ 0m+

3m+ 3m+ 3m+

6m+ 6m+ 6m+

SoftFlex™ túttan er með þremur utanáliggjandi lokum neðst á túttunni sem kemur í veg fyrir magakrampa og mjúka hnúða á yfirborði túttunar sem nudda góma barnsins.

0-6m+ 0-6m+ 0-6m+

Ráð um pelagjöf • Reyndu að velja pela og túttu sem líkja eftir brjósti móður. Það hjálpar til við að fara frá brjósti yfir í pela. • Flestir foreldrar kaupa um 8-10 pela ef þeir gefa börnum sínum eingöngu pela • Þú getur notað silíkon og latex túttur. Silíkon túttan er glær og ilmlaus og endist lengur, á meðan latex hefur pínu sérstaka lykt og endist skemur. • Veldu túttu sem er með lítið flæði fyrir nýburann, en vertu tilbúin með túttu með meðal flæði ef barnið vill drekka hraðar. • Leitaðu eftir túttu og pela sem eru með vörn gegn magakrampa. Þegar barnið sýgur pelann myndast loft inn í pelanum, en góð vörn kemur í veg fyrir það og leyfir barninu að sjúga stöðugt og áreynslulaust. • Notaðu pelabursta til að hreinsa pelana og tútturnar vel og vandlega áður en þú sýður eða sótthreinsar. • Ef þú ert á milli brjóstagjafar og pelagjafar, fáðu maka þinn, fjölskyldumeðlim eða vin til þess að gefa barninu fyrstu pelagjöfina. Börn eru mjög næm fyrir lykt og geta orðið ringluð við það að fá pela frá móður en ekki brjóstið. • Slakaðu á og taktu þinn tíma í gjöfina, leyfðu smá hvíld á milli. • Ekki flýta þér að gefa barninu, leyfðu því að taka sinn tíma í gjöfina. • Notaðu hvíldarstoppin á milli til að strjúka bakið á barninu og fá það til að ropa. Nuby býður uppá breiða línu af pelum, túttum og aukahlutum án BPA, sem veitir barninu þínu örugga og góða gjöf. 11


Heildargjafalína frá 0-18m...

Flott & handhæg!

12


...í 3 auðveldum skrefum Softflex™ gjafabúnaður er hannaður sem heildarlausn fyrir nýbura og börn til allt að 18 mánaða. Sérstaklega þróaðar vörur sem henta þremur mismunandi stigum pelagjafar og leiða þig í gegnum hvert skref.

Nýburapelar

Pelagjöf

No Spill kanna

Þessir pelar eru góð lausn ef skipta á alfarið úr brjóstagjöf yfir í pelagjöf eða þegar þú gefur einungis pela. Pelarnir eru sérstaklega hannaðir fyrir fyrirbura og nýbura sem eru viðkvæmir fyrir magakrömpum og bakflæði.

Pelarnir, sem eru gerðir úr endurvinnanlegu polypropylen, eru sérstaklega hannaðir fyrir börn sem eru orðin vön að drekka úr pela. SoftFlex túttan ábyrgist þægileg umskipti úr brjóstagjöf yfir í pelagjöf.

Stílhrein lekafrí kanna með mjúkum silíkon stút sem hjálpar við að þróa góm og tennur barna.

Fæst í 240 og 330ml

Fæst í 240ml

Fæst í 150 og 210ml

13


Það er ekki alltaf mögulegt að gefa barninu sínu brjóst. Ákveðnar aðstæður eins og heilsa móður, innfallnar geirvörtur, ákveðinn kvilli hjá nýbura o.s.frv. geta komið í veg fyrir brjóstagjöf. Hér að neðan má sjá hluta úr rannsókn sem gerð var á vegum La Leche League (LLL) sem eru alþjóðleg samtök sem allt frá árinu 1956 hafa veitt upplýsingar og ráðgjöf til kvenna sem vilja gefa barninu sínu brjóst. 1. Brjóstagjöf hjálpar barninu þínu að læra að sjúga, kyngja og anda um leið. 2. Börn sem drekka úr pela drekka oft of mikið. Til að barnið fái mettandi tilfinningu, þarf barnið ekki aðeins að fá mjólk í magann sinn, það þarf líka að fullnægja sogþörfinni. Þess vegna drekkur barnið pelann lengur en það þarf. Í lok pelagjafar flæðir mjólkin hraðar þar sem það er komið mikið loft í pelann. Í brjóstagjöfinni er þessu öfugt farið, þá flæðir mjólkin hægar. Á ákveðnum tímapunkti hefur barnið fengið næga mjólk í magann og hættir að sjúga og drekka. Þegar barnið drekkur úr pela verður maginn fyrr fullur og það áður en sogþörfinni hefur verið fullnægt. Þess vegna heldur barnið oft áfram að drekka og fær aðeins of mikið. 3. Maginn og þarmarnir virka ekkert hraðar þó barnið fái pela og þegar barnið hefur drukkið of mikið er mjólkin lengur í maganum. Það líður því lengri tími þar til barnið biður um meira að drekka því það drakk of mikið til að byrja með. Niðurstaðan er því að maginn eykur ummál sitt, barnið drekkur meira og bíður lengur á milli gjafa því það tekur magann og þarmana lengri tíma að melta allt magnið. Þetta virkar hagnýtt að því er virðist. Í staðinn fyrir 8-12 gjafir sem barnið vanalega biður um, fer það að biðja um 5-6 gjafir. En er það heilbrigt? Börn þjást meira en fullorðnir af magakrampa og öðrum meltingartruflunum eins og bakflæði.

Hvernig þekkjum við magakrampa? • Lítið barn sem þjáist af magakrampa grætur stanslaust ( í meira en 3 tíma á hverjum degi, sérstaklega á nóttunni) og iðar af óþægindum. • Maginn blæs út • Um 30% barna fá magakrampa • Magakrampi kemur yfirleitt fram þegar nýburinn er 2-4 vikna og getur varað fram til 3 mánaða og allt að 6-9 mánaða í verstu tilvikunum. Og til að vera ekki of alvarleg, það er oft erfitt að vita hvort að það eru foreldrarnir eða börnin sem þjást meira af magakrampanum. Að heyra börnin gráta í marga tíma í senn getur reynst foreldrum erfitt.

Af hverju sum börn fá magakrampa eða önnur magavandamál? 1. Meltingarfæri nýbura eru óþroskuð og viðkvæm þegar kemur að samsetningu á næringu þess 2. Þegar barn er á pela flæðir mjólkin greiðar en þegar barnið er á brjósti, sem getur orsakað meira magn af mjólk í færri gjöfum og aukið álag á meltingarfærin. 3. Barn gleypir meira loft í pelagjöf. Þrýstingurinn í pelanum truflar náttúrulega öndun barnsins, sem þar að leiðandi gleypir meira loft á milli gjafa. Einnig fara loftbólurnar sem myndast inní pelanum í túttuna og sogast uppí barnið með mjólkinni.

14

Pelagjöf eða brjóstagjöf


t Ný t

Pelar með sótthreinsuðum pokum

E kr ngi am nn pi

3 x Anti colic

Algjör lofttæming

Það sem kemst næst brjóstagjöf • Á meðan gjöf stendur dregst pokinn saman þegar barnið sýgur mjólkina. Loftlaus gjöf (eins og brjóstagjöfin). • Barnið getur drukkið á hliðinni eins og í brjóstagjöf. • Einstakt hreinlæti og praktískt þegar þú ert á ferðinni, í hverri gjöf nýtir þú þér nýjan sótthreinsaðan poka. Pokarnir eru 100% endurvinnanlegir • Pelarnir eru mjög auðveldir í þrifum Aðrir jákvæðir punktar: • Þarft ekki að vera með 8 eða fleiri hreinsaða pela yfir daginn • Ert á ferðinni með aðeins einn pela • Fullkomið fyrir tvíbura 92466 - Anti Colic peli 180ml + 5 einnota pokar

Ekkert tómarúm... ekkert loft! Það er mögulegt að fjarlægja ALLT loft úr pelanum með því að ýta pokanum upp með fingrunum í gegnum opið á pelanum eftir að mjólk hefur verið sett í pokann.

67744 - Einnota pokar 50 stk.

15



Mjúkir pelar úr silíkoni Pelarnir sem eru gerðir úr 100% BPA fríu silíkoni eru besti kosturinn þegar fara á frá brjóstagjöf yfir í pelagjöf eða þegar brjóstagjöfin gengur ekki upp. Silíkon er gott einangrunarefni og heldur því mjólkinni volgri út alla gjöfina. Einnig er hægt að þrýsta á pelana sem hjálpar við gjöfina.

Léttur þrýstingur skiptir sköpum... Á túttunni eru fjórir flipar sem koma í veg fyrir að loft safnist fyrir í pelanum og minnkar því líkur á magakrampa hjá nýburanum

2 x Anti-colic

Skref 1: Pelarnir eru með SoftFlex™ túttu úr mjúku silíkoni ætluð nýburum 0m+

FINAL

67016 - 150ml Natural Nurser™ STEP 1

0%

BISPHENOL

A

VECTOR 0%

BISPHENOL

A

17


Pelar Þegar barnið þitt er orðið vant pelagjöf býður Nûby™ upp á aðrar BPA fríar lausnir í náttúrulegri gjöf.

Skref 2: Pelar eru gerðir úr 100% endurvinnalegu hágæða polypropylene (BPA frítt) fyrir pelagjöf. Þeir eru einnig með nýju SoftFlex túttunni sem líkir eftir móðurbrjóstinu.

Anti-colic

BPA fríir pelar í þremur litum með fallegum myndum.

240ml Natural Nurser™ Skref 2: 68008 - Bleikur/ 68007 - Blár / 68028 - Grænn Með túttu með meðalflæði 3m+

18


Þurrmjólkur skammtari Passar inní pelana. Á ferðinni ertu alltaf með rétt magn í pelann með þér. Helltu úr skammtaranum í vatnsfylltann pelann. Blandaðu saman og hitaðu pelann. Gerist ekki auðveldara.

Fylgir ákveðnum Nûby™ pelum

19


Við erum með þér alla leið! Að kynna barnið fyrir fastri fæðu og drykk byrjar yfirleitt um 4-6 mánaða. Þetta er allt annað en brjósta-eða pelagjöf og krefst mikillar þolinmæði og þrifa til að byrja með. Því er mikilvægt að velja matarílát sem eru auðveld og hagnýt í notkun. Skref 3: SoftFlex stútkannan er með sérstakan lekafrían stút úr mjúku silíkoni sem er mjög auðveldur í notkun, þrifum og veitir náttúrulega drykkjuaðferð sem stuðlar að heilbrigðum munn- og tannþroska. Stúturinn er sérstaklega hannaður svo hann opnist við lítinn þrýsting og þarf því ekki mikið sog, en of mikið sog getur eyðilagt nýju tennurnar og mjúka góminn. 69001 - Bleik Natural Sipper 69000 - Blá Natural Sipper

Nûby Natural Touch™ SoftFlex™Natural Sipper

sehr gut Ausgabe 10/2011

Ekkert mál að víxla fram og tilbaka!

SAFNA

GEYMA

GEFA

Alla pelana og könnurnar er hægt að nota með brjóstapumpunni og geta síðan auðveldlega orðið að geymsluílátum fyrir mjólkina, orðið að pela, grautagjafa eða stútkönnu. Pumpa- geyma- gefa -> ein vara!

20



Vörur fyrir fasta fæðu Nûby™ hefur hannað mikið úrval af vörum fyrir matartíma ungbarna sem taka foreldra og börn í skemmtilegt ferðalag í gegnum þetta nýja þroskaferli. Allar vörurnar eru hannaðar með náttúrulegan þroska barna í huga og þær framfarir frá því að fá matinn beint frá foreldrum yfir í að næra sig sjálft.

Fæðukreistir™ Auðveld og þægileg leið til að næra barnið hvar sem er og hvenær sem er. Þegar barnið er tilbúið í fasta fæðu, byrjaðu þá að gefa því með þessum handhæga grautagjafa. Settu graut, mauk eða það sem þú vilt gefa barninu í sílikon gjafann og þrýstu létt á hann. Barnamaturinn kemur niður um gat í skeiðinni og niður í skeiðina sjálfa. Einnig er hægt að nota gjafann fyrir mjólk. Hylki utan um skeiðina fylgir til að tryggja hreinlæti. Matartíminn hefur aldrei verið auðveldari! 67648 - Squeeze Feeder™

Sogskál m/loki og skeið Nûby™ hefur hannað frábæra lausn fyrir matartímann. Skálin er búin til úr hörðu og þolnu polypropylene og er þægileg í dagvistina, í ferðalagið eða hvenær sem færi gefst. Skálin helst stöðug með sogskálinni, lokið festist vel á og heldur matnum ferskum, kemur í veg fyrir óþarfa sull og gerir skálina að þægilegu geymsuíláti. Skálina og skeiðina má skella í uppþvottavél og í örbylgjuofn og skeiðin er hönnuð fyrir auðvelda og örugga notkun. 67699 - Suction bowl & Spoon

Hitaskeiðar Mjúkar og sveigjanlegar skeiðar sem gera þær einstaklega þægilegar til að gefa barninu fyrstu fæðuna. Mýkt skeiðanna henta vel fyrir mjúka góma og nýjar tennur. Skeiðin breytir um lit ef maturinn er of heitur svo engin hætta er á að barnið brennist. 5277- Hitaskeiðar 2 í pakka

22


Bað- og snyrtivörur Nefsuga og eyrnahreinsir Barnalæknar mæla með að nota sog til að sjúga slím úr nefi ungbarna. Nefsugan frá Nûby™ er auðveld og árangursrík. Þú þrýstir á belginn, setur stútinn varlega upp í nef barnsins og sleppir þrýstingnum á belgnum. Hreinsið síðan slímið sem hefur safnast fyrir í stútnum eftir hvert sog.

172- Nasal Aspirator & Ear Syringe Set

Naglasnyrtisett Öruggt og þægilegt naglasett til að snyrta neglur barnsins. Settið inniheldur ungbarnanaglaklippur, skæri úr riðfríu stáli og fína plastnaglaþjöl. Þessir hlutir eru hannaðir með litlar ungbarnaneglur í huga og eru auðveld í notkun fyrir fullorðna.

4774- Nail Care set

23


Ráðleggingar um snuð Það er eðlilegt fyrir börn að sjúga og þess vegna eru þau hrifin af snuðum. Sogið getur róað og huggað ef knús er ekki nóg og margir foreldrar ákveða að gefa barni sínu snuð. þegar þú finnur snuð sem barnið þitt er ánægt með, áttar þú þig fljótt á því að barnið vill halda sig við þá hönnun og fúlsar við öðrum snuðum. • Af öryggis- og hreinlætisástæðum ættir þú að endurnýja snuð barnsins þíns á um 4ja vikna fresti. • Gakktu úr skugga um að snuðið sé hreint áður en það er gefið barninu. • Kannaðu hvort að snuðið sé nokkuð rifið eða hefur orðið fyrir öðru hnjaski áður en það er gefið barninu og skiptu því út ef svo er. • Ekki dýfa snuðinu í sætan vökva, það getur eyðilagt tennur barnsins. • Ekki binda borða eða snúru um snuðið. • Það er fín hugmynd að vera alltaf með auka snuð nálægt svo þú sért alltaf með eitt sótthreinsað við hendina til að róa barnið.

Að venja barn af snuði Minnka notkun - Mælt er með að draga smám saman úr notkun barnsins á snuði hægt og rólega en það hjálpar til við að venja barnið af snuðinu án þess að valda barninu miklu uppnámi. Að róa barnið með annarri tækni- Nota leikfang eða skemmtilegan leik til að róa barnið og fá það til að gleyma grátnum. Þegar það er í uppnámi, er hægt að prófa að róa það með knúsi eða tónlist. Skipti- Fyrir eldri börn getur virkað að fá þau til að skipta snuðinu út fyrir nýtt leikfang. Fara með barnið í búðina og gera þetta að ævintýri. Einnig er hægt að hengja það upp í snuddutréð í húsdýragarðinum. Kominn tími til- Sýna barninu að vinir þess eru ekki lengur með snuð, þó ekki gera grín að barninu þó að það sé enn með snuð því þá getur barnið farið í baklás. Reyndu að útskýra að hin börnin séu orðin stór og barnið ætti að prófa það líka. Nûby™ framleiðir breitt úrval af snuðum í ýmisskonar lögun, stærð og hönnun og því ættir þú alltaf að finna snuð sem hentar barninu þínu . Öll Nûby™ snuðin eru með litla hnúða aftast á túttunni sem nudda viðkvæma góma og veita börnum ró og þægindi. Natural Flex™ snuðin beygjast, teygjast og hreyfast eins og móðurbrjóstið. Þau fást í mörgum litum.

24


Af hverju gráta börn? Grátur er hluti af tungumáli nýburans og er eina leiðin sem hann hefur til að eiga samskipti við þig. Best er því að reyna að skilja grátinn. Það eru margar ástæður fyrir gráti barnsins: Barnið er svangt, því er kalt eða heitt, þarf nýja bleyju eða er þreytt og vantar gott knús. Grátandi barn er oft stressandi fyrir móður og föður og ætlum við hjá Nûby™ að gera allt sem við getum til að hjálpa ykkur að gera barnið hamingjusamt. Það getur stundum verið erfitt að róa barnið, því er gott að prófa ýmsar aðferðir og sjá hvað því líkar best. Mundu að val barnsins breytist eftir því sem það vex, verið því þolinmóð. Það getur verið pirrandi að það sem róaði það í síðustu viku lætur það fara að gráta í þessari. Það eru margar ástæður fyrir því af hverju barnið grætur. Það getur ekki gert neitt sjálft, börn treysta á aðra til að gefa þeim að borða, veita þeim hlýju og þau þægindi sem þau þurfa. Gráturinn er þeirra leið til að láta vita af þörfum sínum. Sem nýbakað foreldri, getur verið erfitt að vita hvað það er sem barnið vill. Er það svangt, er því kalt, er það þyrst, leiðist því eða vantar því knús? Fyrstu dagarnir, áður en þú ert búin að læra hvað það er sem barnið vill, geta verið erfiðir. En með tímanum lærir þú að mismunandi grátmynstur þýðir eitthvað ákveðið og lærir hvernig þú getur róað barnið strax. Eftir því sem barnið eldist lærir það aðrar leiðir til að tjá sig við okkur. Það verður betra að halda augnsambandi, gefa frá sér hljóð og brosa. Allt þetta gerir það að verkum að barnið þarf síður að gráta. Aðal ástæðurnar fyrir því að barnið grætur koma hér að neðan. Ef það gengur ekki að róa barnið, prófaðu þá að færa þig niður listann og sjá hvort að eitthvað af þessu sé ástæðan. Með því getur þú verið fullviss um að þú hefur reynt að fullnægja þörfum þess eins vel og þú getur. Er barnið svangt?- Þetta er algengasta ástæðan, barnið hættir kannski ekki strax að gráta en það róast meir og meir eftir því sem magafyllin verður meiri. Líður barninu vel?- Er bleyjan nokkuð full eða eru einhverjir óþægilegar miðar á fötunum sem eru að meiða það eða eru fötin of þröng? Er barninu of heitt?- Það er mjög mikilvægt að barninu sé ekki of heitt né kalt. Hitinn í herbergi barnsins á að vera milli 18-21 °C Vantar barninu þínu knús?- Börn sækja í öryggi. Er barnið þreytt?- Ungabörn þurfa mikinn svefn, reyndu að fækka heimsóknum og ekki örva þau of mikið fyrst til að byrja með.

25


Hjálpaðu barninu að vera afslappað... svo þú getir verið það líka! Hnúðar

Sumum foreldrum finnst óþægilegt að gefa barninu sínu snuð, en sogþörf barns er náttúrulegt fyrirbæri sem þarf að bregðast við. Nûby™ hefur þróað úrval af stílhreinum og öruggum snuðum sem eru framleidd samkvæmt hæstu öryggisstöðlum.

Öll snuðin eru með litla hnúða, sem Nûby™ hefur einkaleyfi á, og nudda góm barnsins. Gómlaga snuðin aðstoða við náttúrulega þróun á góm og tönnum hvernig sem það liggur upp í munn barnsins. Nûby™ snuðin eru til fyrir börn frá 0-18 mánaða og fást í ýmsum útfærslum. Natural Flex snuð (0-12 mán) kúlulaga NATURAL FLEX™ snuðin sem Nûby™ hefur einkaleyfi á teygjast, beygjast og hreyfast eins og geirvarta móður. Þessar hreyfingar stuðla að náttúrulegu sogi hjá barninu.

Natural Flex™ snuðin eru einnig með hnúða aftast á túttunni sem nudda viðkvæma góma.

67536 MACS8 - 0-6m 67536 LACS8 - 6m+

Aðrar Natural Flex™ týpur Natural Flex™ snuðin fást gómlaga, kúlulaga og ávöl. Því ættir þú að geta fundið snuð sem er öruggt og hentar barninu þínu.

67537 MAOS8 - 0-6m 67537 LAOS8 - 6m+

26

67538 MAFS8 - 0-6m 67538 LAFS8 - 6m+

Na

tu

ral

FLE

X™


Klassísku snuðin (0-18 mán) Natural Touch™ klassísku gómlaga snuðin eru stílhrein og framleidd samkvæmt hæstu öryggisstöðlum. Túttan er hönnuð til að passa í munn barnsins og hnúðarnir aftast á túttunni nudda viðkvæman góm barnsins.

lF

LE

X™

67522SOSN:0-6m 67522MOSN: 6m+

Með hverju snuði fylgir geymslubox.

GEO™ Klassísk snuð(0-18 months)

Gómlaga snuð. Flott og stílhrein snuð, með hæsta gæða staðal. Loftkerfi snuddunar fær loftið til að leika á milli viðkvæmu húð barnsins og snuddunar og hnúðarnir aftast á túttunni nudda góm barnsins.

5718SOSN-0-6m 5718MOSN-6m+

Snuðahaldari® Þessi bönd eru þægileg lausn á því vandamáli að týna eða missa snuðið. Þau tryggja það að snuðið er alltaf hjá barninu.

67679 - Pacifinder®

27


Lítil stærð, mikil þægindi Softees™ nagdót er hannað til að róa góm barnsins við tanntöku. Hart og mjúkt yfirborð nuddar góminn og hjálpar tönninni að koma niður.

Nagsnuð fyrsta nagdótið (0+ mán) Sérstök áferð nagdótsins róar viðkvæman góm barnsins ásamt því að örva varir og tungu barnsins sem stuðlar að þægilegri umskiptum frá brjóstagjöf í fasta fæðu.

67918 - Gum-eez™ Geymslubox fylgir.

Coolbite nagsnuð (3+ months) Nûby™ notar pûrICE™ gel í kælidót sitt sem gerir það að verkum að dótið helst lengur kalt en vatnsfyllt nagdót. Kæligelið kælir auma góma þegar búið að vera í kæliskáp. Hin ýmsa áferð og litríka hönnun gerir kælidótið að góðri og róandi ánægju.

467- Coolbite teethers.

Mjúkt nagdót m/ hringlu (6+ mán) Naghringlan er með mjúkri og harðri áferð sem hjálpar við að nudda og róa viðkvæma góma. Hringlan fæst í mismunandi lögun, litum og stærðum, er létt og auðvelt fyrir barnið að halda á. Lítil en veitir mikil þægindi.

67911 - Rattle Teether Geymslubox fylgir.

28


Vandamál tengd tanntöku Mjög mismunandi er eftir börnum hvenær þau byrja að taka tennur. Börn geta fæðst með tennur eða verið enn tannlaus við eins árs. Algengast er þó að börn byrji að fá tennur um 6-9 mánaða. Ef barnið er með rauðar kinnar, slefar mikið, vaknar oftar upp á nóttunni en áður, fær smá hitaslæðing og er með viðkvæman rass, þá eru það að öllum líkindum að fá tennur. Aftur á móti fá sum börn engin einkenni. Verið tilbúin með nagdót, kælidót og fyrsta tannburstann þegar tanntökutímabilið hefst. Barnið hefur barnatennurnar eru alveg þangað til það er orðið 5 ára. Mikilvægt er að hugsa vel um þær svo að barnið þjáist ekki af óþægindum eða þurfi að fara í meðferð hjá tannlækni.

Einkenni tanntöku

Með það í huga að ferlið er mismunandi eftir barni, en áður en þú sérð tönnina geta eftirfarandi einkenni staðfest grun þinn um að barnið sé að fá tennur. Þörfin fyrir að naga. Þrýstinginn sem myndast þegar tönn er að koma er hægt að minnka með mótþrýstingi, þess vegna vilja börnin oft naga eitthvað. Nagið getur líka verið tilkomið því barninu finnst eitthvað skrýtið vera að gerast í munninum og er að kanna það. Áður en ný tönn kemur fram, getur myndast rauð, bólgin bunga eins og marblettur á góm barnsins. Stundum kemur smá rifa á góminn og glittir í tönn áður en tönnin kemur upp. Þetta ættir þú að geta séð ef þú færð barnið þitt til að hafa munninn opinn nógu lengi. Mikið slef getur orsakast af tönn en það er einnig venjulegt skref í uppvextinum, ekki gera því ráð fyrir því að slef þýði tennur. Ef barnið er órólegt og pirrað á nóttunni getur það verið vegna tanntöku. Eyrnatog getur verið vegna eyrnabólgu en það getur líka komið til vegna tanntöku þar sem verkurinn í kjálkanum getur leitt upp í eyrað. Breytingar á matarvenjum. Þau börn sem eru byrjuð að borða fasta fæðu vilja fá oftar brjóst eða pela því skeiðin særir viðkvæman góminn. Önnur börn vilja það frekar öfugt, borða meira en vanalega þar sem mótþrýstingurinn léttir á. Börn sem eru enn á brjósti eða pela drekka hratt til að byrja með og hætta fljótt þar sem sogið setur óþæginlegan þrýsting á góminn og eyrnagöngin.

29


Tímalína tannanna Vanalega koma tennurnar tvær saman. Fyrst koma tvær í miðjan neðri góminn. Um mánuði seinna koma tvær framtennur. Það er þó ekki óvanalegt að sjá börn með fjórar tennur í neðri gómi og engar í efri, eða öfugt. Almenna tímlínan: 6 mánaða: miðju tennur í neðri góm 8 mánaða: miðju tennur í efri góm 10 mánaða: neðri og efri hliðar tennur 14 mánaða: fyrstu jaxlarnir 18 mánaða: augntennurnar

Hvernig get ég róað barnið mitt í tanntökunni? Það getur verið að þú þurfir að prófa mismunandi aðferðir til að finna hvað er best fyrir barnið þitt Blautur eða frosinn þvottapoki- Hafði einn endann þurrann svo barnið geti haldið í hann. Þykktin á efninu gerir pokann góðan að japla á og kuldinn deyfir góminn. Nagdót sem er búið að geyma í ísskápnum getur einnig hjálpað til, en frosið dót er of hart fyrir viðkvæma góma barnsins. Ef tönnin er enn djúpt inn í gómnum og hefur ekki enn búið til marblett getur verið gott að setja mótþrýsting eða titring á svæðið. Nuddaðu svæðið með hreinum fingri. Stílar geta dregið úr óþægindum í ákveðinn tíma ásamt deyfigelum, en gættu þess að fara ekki fram úr ráðlagðum dagskammti. Gleyma verknum- Þú getur oft róað barnið með því að láta það gleyma verknum. Leiktu meira við barnið, bjóddu því nýtt leikfang og ekki gleyma að knús gerir mikið: smá extra knús í sófanum gæti verið einmitt það sem barnið þitt þarf á að halda til að gleyma óþægindunum.

Hvenær á að hringja á lækni? Sum einkenni tanntöku geta verið merki um veikindi, hringdu í lækni ef einkennin versna t.d. ef hitinn hækkar eða er í langan tíma (meira en 2-3 daga). Einnig ef engar tennur hafa komið við 15 mánaða aldur, þá er líklegt að barnalæknirinn sendi ykkur til tannlæknis til að taka röntgenmynd af tönnunum. Tanntaka getur verið alveg upp í tveggja ára, en eftir að fyrstu tennurnar eru komnar virðist það vera sársaukaminna þegar fleiri bætast við, sumir vilja meina að börn venjist tanntökunni.

Hvernig hugsa ég um tennur barnsins? Þegar fyrstu tennurnar líta dagsins ljós, hreinsaðu þær tvisvar á dag með því að nudda þær mjúklega með þvottapoka, keyptu síðan barnatannbursta. Það er mikilvægt að hugsa vel um tennurnar frá upphafi.

30


Fyrir tannhirðuna Fingratannbursti • Fyrir góða tannhirðu strax frá upphafi. • Mismunandi yfirborð veitir ýmsa kosti við að hreinsa og róa viðkvæma góma 67726 - Finger & Toothbrush

Tannburstasett með þremur burstum Fyrsta tannhirðan í þremur þrepum. 1. Notaður til að bursta og nudda góminn. 2. Nuddar og hreinsar á meðan á tanntöku stendur. 3. Mjúkur nælon bursti til að bursta þegar tennur koma upp.

754-Tannburstasett

31


nuby

.com

Kíktu á okkur á facebook

http://www.facebook.com/Nuby.Barnavorur


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.