Heilsan Sigurður Ragnar, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu: „Það er aðdáunarvert hvernig sumir nálgast íþróttina sína og gera hana að forgangsatriði í lífinu“
líkami
apríl
þitt eintak 2. tbl. 2013
frítt
Basískt og súrt
mataræði Föst í hryllingsmynd
Auðna Ýrr Oddsdóttir:
„Fólk, sem hafði verið vinir mínir, talaði ekki við mig úti á götu“
ANDLEG HEILSA geðraskanir
Hollt og gott
Ævintýraleg afþreying
Heilbrigð sál
í hraustum líkama
HREYFING • viðtöl • hár • HAMINGJA
FRÍTT Í STÆÐI
CHEVROLET SPARK
Öruggt sparnaðarráð fyrir heimilið Chevrolet Spark er skynsamlegt sparnaðarráð sem verður að veruleika í minni útgjöldum heimilisins. Hann er sparneytinn, umhverfisvænn og fæst á afar hagstæðu verði. Rekstrarsparnaður með Spark skilar sér því bæði í heimilisbudduna og í betra andrúmslofti. Aktu Sparklega. Tangarhöfða 8 • Reykjavík • 590 2000 Njarðarbraut 9 • Reykjanesbæ • 420 3330 Bílaríki • Glerárgötu 36 • Akureyri • 461 3636 Nánari upplýsingar á benni.is
efnisyfirlit
12
4 RISTJÓRASPJALL 6 MOLAR 8 FALLEGT HÁR 10 STAÐREYNDIR UM MATARÆÐI 12 Sigurður Ragnar 20 ÆVINTÝRALEG AFÞREYING 22 HJÓLAÐU AF STAÐ! 26 DR. ANNA RAGNA MAGNÚSARDÓTTIR 32 UMHIRÐA NAGLA 34 HEILINN ER FURÐUVERK 36 HEIMATILBÚNAR SNYRTIVÖRUR 40 AUÐNA ÝRR ODDSDÓTTIR 44 HEILBRIGÐ SÁL Í HRAUSTUM LÍKAMA 46 ÞARFTU Á PEPPI AÐ HALDA? 48 HÉÐINN UNNSTEINSSON 51 GEÐHEILBRIGÐI 52 HVAÐ ER BASÍSKT OG SÚRT MATARÆÐI? 54 VAKIR ÞÚ OF LENGI? 56 HVAR OG HVENÆR SEM ER ... 62 UPPSKRIFTIR 64 KRYDDAÐU SAMBANDIÐ 66 STALDRAÐU VIÐ ...
Siggi Raggi þjálfar kvennalandsliðið í fótbolta
„Það er að mörgu leyti erfiðara fyrir stelpu að vera framúrskarandi í því sem hún er að gera“ „Niðurstöður sumra rannsókna benda til að nægilegt magn af omega-3 fitusýrum í fæði móður geti dregið úr fæðingarþunglyndi.“
26
Dr. Anna RagnaMagnúsdóttir
AuðnaÝrr Oddsdóttir
40
48 Héðinn Unnsteinsson
„Ég fylltist mikilli sorg sem ég réð ekki við.“
„Það má ekki festast í hefðinni af því að hlutirnir hafa alltaf verið gerðir á ákveðinn hátt.“ Heilsan 3
ritstjóraspjall
Sól í hjarta Nú eru vorboðarnir mættir til landsins og gróðurinn farinn að lifna við og dagurinn að lengjast. En það er enn þá skítkalt úti, sólin er í blekkingarleik og skín sínu bjartasta á meðan norðanvindar leika okkur grátt. Fólk leggst í hrönnum í rúmið með heiftarlegt kvef eftir að hafa látið gluggaveðrið blekkja sig; við megum ekki gleyma því að við búum á Íslandi og það er bara apríl. Það breytir því þó ekki að vorið er mætt í dyragættina og því ber að fagna með sól í hjarta og bros á vör. Fyrstu mánuðir ársins geta oft virst agalega langir, dimmir og kaldir en nú er kominn tími til að hrista af sér slenið. Þegar dagarnir fara að lengjast finnst manni oft auðveldara að takast á við snúningsbolta lífsins en á dimmum vetrardögum en stundum virðist allt fara úrskeiðis og þá snýst allt um það hvernig þú tekur á því. Ætlarðu að gefast upp eða takast á við það og halda ótrauð/ur áfram? Ef sýn þín á lífið snýst um hvað það er erfitt þá verður það erfitt en jákvæð hugsun breytir öllu. Dæmið snýst um það að hugsa ekki hvað muni ekki gerast, heldur að hugsa um hvað eigi að gerast, hugsa um óskir og væntingar frekar en óttann. Forgangsröðun skiptir höfuðmáli í lífinu og þegar maður hættir
Heilsan
U
KI
ERFISME HV R M
141
776
PRENTGRIPUR
Allur réttur áskilinn varðandi efni (texta og myndir). Öll notkun efnis, t.d. beinar tilvitnanir og endursagnir, er óheimil án skriflegs leyfis útgefanda. Sjá nánar um réttarvernd og gjaldskrá útgefanda á birtingur.is
Gleðilegt vor! Halldóra Anna Hagalín ritstjóri
Ritstjóri: Halldóra Anna Hagalín Blaðamenn: Erna Hreinsdóttir, Hallgerður Hallgrímsdóttir, Helga Kristjánsdóttir, Kristín Ýr Gunnarsdóttir, Marta Goðadóttir, Ólöf Jakobína Ernudóttir, Ragnhildur Aðalsteinsdóttir, Sigríður Bragadóttir, Tómas Rizzo Ljósmyndarar: Björn Blöndal, Ernir Eyjólfsson, Kristinn Magnússon Umbrot: Carína Guðmundsdóttir, Elísabet Eir Eyjólfsdóttir, Magnús Geir Gíslason Myndvinnsla: Guðný Þórarinsdóttir Próförk: Guðrún Nellý Sigurðardóttir, Margrét Árný Halldórsdóttir, Ragnheiður Linnet Áskriftardeild: Ásgerður Margrét Þorsteinsdóttir, Ólafur Valur Ólafsson Viðskiptastjórar: Auður Húnfjörð, Einar Björgvin Davíðsson, Haraldur Logi, Kristjana Sveinbjörnsdóttir, Kristján Aðalsteinsson, Sólveig Haraldsdóttir, Þórdís Una Gunnarsdóttir Auglýsingar: auglysingar@birtingur.is Skrifstofa: Auður Guðjónsdóttir, Guðrún Helgadóttir Dreifing: Halldór Örn Rúnarsson Prentun: Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja.
Auglýsingar sími 515 5500 auglýsingar@birtingur.is 4 Heilsan
Það er svo margt skemmtilegt, fróðlegt og áhugavert í gangi allt í kringum okkur öll og við hjá Heilsunni hvetjum ykkur til að senda okkur ábendingar um efni á heilsan@birtingur.is.
þitt eintak
BIRTÍNGUR útgáfufélag Lyngás 17, 210 Garðabæ, s. 515 5500 Útgefandi: Hreinn Loftsson Framkvæmdarstjóri: Karl Steinar Óskarsson Fjármálastjóri: Matthías Björnsson Yfirmaður hönnunardeildar: Linda Guðlaugsdóttir Yfirmaður ljósmyndadeildar: Kristinn Magnússon Dreifingarstjóri: Jóhannes Kr. Kristinsson Sölu- og markaðsstjóri: Árni Þór Árnason Prentun: Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja
að hafa samviskubit yfir því að heimilið sé ekki skúrað, að þvottakarfan sé ekki tóm, að maður hafi ekkert hreyft sig þann daginn þá fylgir því svo mikið frelsi. Sem einstaklingur, móðir, ritstjóri, vinkona, systir og dóttir hef ég svo sannarlega komist að því að það er ekki hægt að sinna öllu eða öllum alltaf og þó svo að maður segi stundum nei við beiðnum frá sínum nánustu þá ferst heimurinn ekki. Svo má ekki gleyma mætti gluggatjaldnanna þegar óvægin sólin lýsir upp stofugólfið!
ASICS BAKPOKI VERÐ KR.12.990 ASICS KAYANO VERÐ KR. 32.990.ASICS BUXUR VERÐ KR.9.990
ASICS BOLUR VERÐ KR.8.990.-
ASICS HLAUPAJAKKI VERÐ KR.14.990.-
HLAUPTU LENGRA Í ASICS!
ASICS BAKPOKI VERÐ KR.12.990
ASICS BOLUR VERÐ KR.8.990.-
ASICS KINSEI VERÐ KR. 39.990.-
ASICS HLAUPAJAKKI VERÐ KR. 14.990.-
ASICS BUXUR VERÐ KR.10.990.-
SPORTÍS MÖRKIN 6
108 REYKJAVÍK
S:520-1000
SPORTIS.IS
Gómsætt
fyrir þurra húð
NIP+FAB-merkið kemur sterkt inn þegar leitað er að gómsætu kremi fyrir þurra húð á köldum vordögum. Sætur ilmur kremanna vekur skynfærin og bætir og nærir þurra húðina á sama tíma. Kremið veitir 24 klukkustunda raka og fyrirbyggir rakatap. Kremið er parabenafrítt og dregur fram fallegan ljóma í húðinni.
Mary Poppins
Einn vinsælasta söngleik heims er loksins hægt að sjá á fjölum leikhússins. Hjá Mary Poppins getur allt gerst! Hér er ekkert venjulegt leikverk á ferðinni; sagan er leiftrandi og sjónarspilinu eru engin takmörk sett. Börn og fullorðnir, allir skemmta sér jafnvel á meðan fylgst er með Mary Poppins lífga upp á heimilislífið í Kirsutrjárunni, breyta grárri Lundúnaborg í litríkt ævintýri þar sem sótarar dansa upp um veggi og loft. Tónlistina þekkja allir og hún birtist hér í nýjum heillandi útsetningum. Dansatriðin í Mary Poppins eru stórglæsileg enda gengur Íslenski dansflokkurinn til liðs við listamenn Borgarleikhússins í þessari stórsýningu. Við mælum eindregið með því að lesendur láti ekki þessa glæsilegu sýningu framhjá sér fara!
Hreinsiefni Ódýr og góð hreinsiefni eru jafnan nærtak á flestum heimilum, auk þess eru þau umhverfisvæn. Borðedik: Oft kallað glært edik er lífrænt þ.e. þynnt ediksýra. Borðedik klýfur fitu og nær fram gljáa og eyðir vondri lykt. Rúðuúði: Blandið vatni og ediki, 1 hluti af ediki á móti 10 hlutum af vatni, í blómaúðabrúsa og úðið á gler og spegla. Þurrkið vel og strjúkið yfir með gömlum krumpuðum dagblöðum. Prentsvertan eykur gljáa.
Vítamín og steinefni eru nauðsynleg fyrir vöxt og viðhald heilbrigðs líkama. Vítamínskortur getur skert starfshæfni líkamans verulega og oft verður þess ekki vart fyrr en á reynir. Með því að taka fjölvítamín á hverjum degi eflir maður eigið heilbrigði, bæði andlega og líkamlega.
Fæst í verslunum um land allt
Salernis- og blettahreinsir: Ediki er hellt í salernisskálina og látið liggja yfir nótt. Burstað vel og sturtað niður. Ef litur er fastur í flík er gott að leggja hana í bleyti í vatn með ediki, 4 msk. af ediki í 5 lítra vatni. Látið liggja í u.þ.b. hálfa klukkustund. Flíkin er síðan skoluð og þvegin á hefðbundinn máta. Eins má setja dálítið af ediki í þvottavélina í stað þvottaefnis til að flík haldi betur lit sínum. Heimild: leidbeiningarstod.is
molar
Sólarvörn
Nýtt sjampó og hárnæring
Eight Hour Cream frá Elizabeth Arden er létt olíufrí formúla sem veitir öfluga SPF 50-vörn gegn skaðlegu geislunum UVA/ UVB sem valda sólbruna og ótímabærri öldrun húðar. Kremið hylur húðina fullkomlega og skilur ekki eftir sýnilega filmu auk þess sem það gefur raka í allt að átta tíma. Kremið er með stimpil alþjóða krabbameinssamtakanna og er laust við PABA-efnið sem er þekktur ofnæmisvaldur í húðvörum.
Colour Rescue Verndar litað hár fyrir sólarljósi og heldur litnum lengur með jurtaformúlu sem festir litinn með varnareiginleikum sínum. Formúlan verndar einnig gegn sindurefnum og dregur úr ljósnæmi hárs og er andoxun fyrir hárið.
Ráð til að skera lauk án tára Allir hafa lent í því að gráta sáran þegar laukur er skorinn. Hér eru nokkur góð ráð í boði tímaritsins Gestgjafans til að berjast við tárin. 1. Kælið laukinn í u.þ.b. 30 mínútur í ísskáp áður en hann er skorinn. 2. Skerðu laukinn undir eldhúsviftunni, þá fýkur gasensímið út í loftið.
3. Notið vel brýndan hníf, hann rífur síður frumuveggi plöntufrumnanna í lauknum og því losnar minna af gasensíminu sem kemur okkur til að gráta. 4. Settu þrjár eldspýtur upp í munninn og láttu brennisteininn standa út úr munninum á meðan þú skerð laukinn. 5. Settu á þig sundgleraugu, kannski ekki gott að gera þetta
ef þú átt von á gestum eftir nokkrar mínútur, þú gætir fengið smáfar í kringum augun. 6. Kveiktu á kerti og hafðu nálægt brettinu, loginn dregur að sér eitthvað af gasinu. 7. Tyggðu tyggjó á meðan þú skerð laukinn, sumir segja að það hjálpi. 8. Ef allt bregst þá má líka nota matvinnsluvélina.
D-vítamín alla daga! D-vítamín er nauðsynlegt til að stýra kalkbúskap líkamans. Það getur hjálpað til að fyrirbyggja ýmsa sjálfsofnæmissjúkdóma og stuðlað að auknum vöðvastyrk og þannig dregið úr líkunum á að fólk detti og beinbrjóti sig. Allt of marga Íslendinga skortir D-vítamín og hollt fæði og sólarljós veitir ekki nægilegan dagskammt. Bættu úr því með „Allt í einni”
Af hverju kynjaskipting? Konur tapa reglulega meira járni en karlar er þær fara á blæðingar. Einnig þurfa ófrískar konur og konur með barn á brjósti meira af fjörefnum en karlar. Af þessum ástæðum er aukið magn af járni, kalki og fólati í „Allt í einni” fyrir konur.
Upplýsingar um vítamín og steinefni fengnar af vef Landlæknisembættisins
Heilsan 7
hár
Á sex til átta vikna fresti skaltu láta særa hárið. Þetta kemur í veg fyrir slitna enda og hárið verður sterkara fyrir vikið.
leyndarmál að fallegu og heilbrigðu hári Settu glans-serum út í djúpnæringuna kvöldið fyrir stóra viðburði, hvort sem það er veisla, brúðkaup eða árshátíð. Best er að bíða í 15 mínútur og skola síðan allt vel úr. Hárið verður silkimjúkt og glansandi. Hárgreiðslukonan hennar Natalie Portman mælir sterklega með þessari aðferð. Eins og flestir vita þá fer hiti mjög illa með hárið. Reyndu að takmarka notkun á hárblásara, krullujárni og sléttujárni til þess að viðhalda heilbrigðu hári. Gott er að nota hitavörn og stilla hárblásarann á miðlungshita, en ekki heitasta valkostinn. Frábært ráð til að róa hársvörðinn er að skola hárið með köldu vatni eftir heita sturtu. Þessi aðferð gefur hárinu mikinn glans. Hárteygjur geta slitið hárið, sérstaklega þessar litlu, mjóu. Best er að nota mjúkar og breiðar hárteygjur. Eitt allra besta ráðið er að setja ólífuolíu eða möndluolíu í hársvörðinn yfir nótt. Settu handklæði yfir koddann þinn og skolaðu úr hárinu um morguninn. Omega-3-fitusýrur eru nauðsynlegar fyrir fallegt hár. Hörfræolía, valhnetur og lax eru góðir kostir. Að nota rétta hárburstann getur skipt sköpum. Sá bursti sem fer best með hárið er Tangle Teezer eða flækjuburstinn.
Hárið er viðkvæmast þegar það er blautt og þess vegna er mjög slæmt að greiða hárið á meðan það er blautt. Sérstaklega fyrir sítt hár. Þegar hárið er orðið alveg þurrt, þá er best að byrja með burstann neðst og vinna sig upp að hársverðinum.
8 Heilsan
Indverskar konur eru með hár. fallegt einstak lega Aishwarya Rai er ein þeirra og þykir ákaflega falleg. Hún var eitt sinn kosin Miss World og er nú andlit fyrir hár og förðunarlínu L´ORÉAL. eru: leynda rmál Hennar Neem Oil, Coconut Oil og Almond Oil. Indverskar konur blanda oft kókosolíu út í litinn á hárgreiðslustofunni til að fá meiri glans í hárið.
Slepptu hárlakki ef þú vilt glansandi hár. Oft getur verið mjög erfitt að láta ljóst, aflitað hár glansa. Hárlakk gerir illt verra og getur hreinlega tekið allan glansinn úr hárinu og skilið það eftir matt og þurrt. Notaðu Leave In-hárnæringu eftir sturtu. Hún verndar hárið og gefur því raka yfir daginn.
100 %
lausn fyrir * þurra húð
Dugar í yfir 200 skipti.
Norwegian Formula® Hand Cream veitir jafnvel þurrustu höndum skjótvirkan og endingargóðan raka. Smáklípa af þessari glýserín-bættu norsku blöndu veitir jafnvel sprungnum og þurrum höndum samstundis raka. Hendurnar verða áþreifanlega mýkri og húðin jafnari, jafnvel við erfiðustu veðurskilyrði. - Oftast mælt með af bandarískum húðsjúkdómalæknum - Vinsælasta húðvörulína í Bandaríkjunum
DEVELOPED WITH DERMATOLOGISTS
Nokkrar staðreyndir um mataræði ...
texti: tinna alavis
Mikilvægi andoxunarefna
10 Heilsan
Okkur er sagt að borða grænmeti af gildri og góðri ástæðu. Í grænmeti og ávöxtum er mikið af vítamínum, steinefnum og trefjum, en fáar hitaeiningar. Grænmeti er einnig ríkt af andoxunarefnum. Langskýrustu ummerkin um skort á andoxunarefnum eru öldrun um aldur fram. Glögglega er hægt að sjá hverjir fá nóg af andoxunarefnum og hverjir ekki. Horfið á húð þeirra, andlit, snerpu og berið saman við aðra á sama aldri. Andoxunarefni eru undirstaða og kjarni þess að vernda frumuhimnur líkamans. Að neyta matar sem inniheldur mikið af andoxunarefnum, er fyrsta skrefið til þess að hægja á öldrunarferlinu og viðhalda líkamanum unglegum og hraustum. Skortur á andoxunarefnum kemur til af mörgu, þar á meðal því að við borðum ekki nóg af ávöxtum og grænmeti sem og af öðrum andoxunarríkum mat eða drykkjum. Fjölbreytnin ætti að vera í fyrirrúmi í vali á þessum afurðum sem öðrum. Grænmetið, sem og ávextirnir, getur verið ferskt, þurrkað, fryst og matreitt á ótal vegu. Mælt er með því að borða sex bolla af grænmeti á dag.
Hollt og gott millimál ●
Blandaðu saman hnetum, möndlum, graskersfræjum og þurrkuðum gojiberjum. Fullt af næringarefnum og hollum fitusýrum. ●
Soðin egg eru gott prótín fyrir kroppinn. ●
Hrein jógúrt með kanil. Kanill kemur jafnvægi á blóðsykurinn. ●
Ávextir og ber eru stútfull af vítamínum. ●
Speltkex með lífrænu hnetusmjöri, hummus eða heimatilbúnu avókadói.
líkami Hvaða ofurfæðu ættum við að borða á hverjum degi?
Hvaða mat er best að borða til að fá fallega og glóandi húð?
● Chia-fræ ● Bláber ● Kókosvatn ● Avókadó ● Engiferrót ● Spírulína ● Graskersfræ ● Spínat ● Aloe vera ● Brokkólí ● Tómatar ● Goji-ber ● Hrátt hunang ● Grænt te ● Hveitigras ● Hörfræolía ● Möndlur ● Sesamfræ ● Kaldpressuð kókosolía ● Jarðarber
Ef þú borðar hollar fitusýrur, eins og lax, ólífuolíu, hörfræ og hnetur, kemur það í veg fyrir að húðin verði þurr og þar af leiðandi verður hún glóandi af heilbrigði. Til þess að gefa húðinni sem besta möguleika á að vera falleg, er nauðsynlegt að minnka sykurneyslu. Með því að drekka um 2 lítra af vatni á dag, ásamt því að borða vatnsmikla ávexti og grænmeti, verður húðin falleg á litinn og með geislandi áferð.
Lífsstíll Reyndu að minnka neyslu á: Kaffi ● Áfengi ● Sykri ● Unnum matvælum ● Kjöti ● Mjólkurvörum ● Einföldum kolvetnum (hvítt brauð, pasta, hvít hrísgrjón o.s.frv.) ●
Fáðu þér frekar: Ferskt grænmeti ● Ávexti ● Grófmeti (quinoa, spelt og bókhveiti) ● Jurtate ● Ferskan fisk ●
Þetta gefur orku og hraustlegt útlit.
Vatn er uppspretta heilsu og vellíðunar Byrjaðu daginn á því að kreista hálfa sítrónu út í vatn. Þessi aðferð er mjög góð fyrir lifrina, gefur þér C-vítamín og hjálpar til við að halda líkamanum basískum. Vatn gegnir margvíslegum hlutverkum og er lífsnauðsynlegt manninum og öðrum lífverum. Mælt er með því að drekka 8 vatnsglös á dag. Vatnstap líkamans er um 2-2,5 lítrar yfir daginn. Heilsan 11
Aflar sér ekki alltaf vina Hann starfar sem A-landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu og fræðslustjóri Knattspyrnusambands Íslands. Hann er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum og sá fljótlega að hann gæti aldrei gert öllum til hæfis í starfi sínu sem þjálfari. Siggi Raggi er giftur, á eina dóttur og er fæddur á fullveldisdegi Íslands árið 1973. Texti: Halldóra Anna Hagalín Myndir: Kristinn magnússon
12 Heilsan
viรฐtal
Heilsan 13
S
igurður Ragnar Eyjólfsson, öðru nafni Siggi Raggi, er íþróttafræðingur og með Masters-gráðu í íþróttasálfræði frá University of North Carolina at Greensboro. Þá hefur hann lokið Pro Licence-þjálfaragráðu frá enska knattspyrnusambandinu en það eru æðstu viðurkenndu þjálfararéttindin innan knattspyrnunnar í Evrópu. Auk starfa sinna hjá KSÍ starfar hann einnig sem fyrirlesari og ráðgjafi fyrir fyrirtæki, íþróttafélög, íþróttafólk, stjórnendur, skóla, afrekshópa og fleiri.
„Það er að mörgu leyti erfiðara fyrir stelpu að vera framúrskarandi í því sem hún er að gera“ Verður þú fyrir aðkasti fyrir að vera þekkt andlit? Það er stundum þreytandi þegar fólk þekkir mann að því er virðist alls staðar, því að eðlisfari líður mér best út af fyrir mig með fjölskyldu minni og vinum. Ég verð kannski helst fyrir aðkasti þegar illa gengur og fólk kallar eftir að maður verði rekinn úr vinnunni sinni; ég er í starfi sem aflar mér ekki alltaf vina í fótboltanum, það geta margir verið ósáttir, bæði þeir sem eru ekki valdir í landsliðið eða hafa á því sterkar skoðanir hvernig liðið eigi að spila og svo framvegis. Það er þó hluti af starfinu. Í upphafi fannst mér mjög erfitt að fólki líkaði illa við mig eða eitthvað sem ég var að gera, mér var annt um mitt orðspor og að gera þau verkefni sem ég skilaði af mér vel. En ég sá fljótlega að ég gæti aldrei gert öllum til hæfis í þessu starfi og því verða alltaf einhverjir óánægðir eða á móti mér. Í dag er það ekki markmið mitt að hafa alla ánægða heldur að ná árangri með landsliðið og þetta truflar mig ekki eins mikið en ómálefnaleg gagnrýni fer þó í taugarnar á mér stundum.
Hvar er á döfinni? Ég starfa sem fræðslustjóri KSÍ en vinn um leið að undirbúningi A-landsliðs kvenna sem tekur þátt í úrslitakeppni Evrópumóts A-landsliða kvenna sem fer fram í Svíþjóð í sumar. Það er gríðarlega spennandi verkefni og aðeins í annað skipti sem A-landslið kvenna kemst í lokakeppni.
Hver eru helstu áhugamál þín? Þjálfun, knattspyrna, golf, tónlist, kvikmyndir og hæfileikamótun, hvað þarf til að ná árangri.
Hvernig hugsar þú um heilsu þína? Undanfarin ár hef ég unnið of mikið og það hefur verið á kostnað heilsunnar, ég hef því miður sett hana neðar á forgangslistann. Á tímabili missti ég aðeins jafnvægið í þessu og það er ekki gott. En ég
14 Heilsan
er með árskort á líkamsræktarstöð og reyni að fara í hádeginu eða eftir vinnu að hreyfa mig, hlaupa, hjóla og styrkja mig. Á sumrin finnst mér gaman að hjóla í vinnuna og heim og það er góð hreyfing því ég bý töluvert frá vinnustaðnum. Ég fór í fimm hnéaðgerðir á vinstra hnénu þegar ég var leikmaður í fótbolta og í dag get ég ekki gert allar þær hreyfingar sem ég vil út af því. Það hefur áhrif á hvernig ég æfi. Á veturna förum við fjölskyldan stundum á skíði og á sumrin spila ég eins mikið golf og ég kemst í. Eins er stefnan að stunda meira göngur og útivist en við löbbuðum Fimmvörðuháls í fyrrasumar og það er fátt skemmtilegra en svoleiðis hreyfing í góðra vina hópi.
Hvernig er mataræði þitt? Ég fæ mér yfirleitt morgunkorn á morgnana eða súrmjólk og appelsínusafa. Í hádegismat er stundum boðið upp á eitthvað að borða í vinnunni eða ég tek með mér nesti eða afganga frá kvöldmatnum kvöldinu áður. Fer einstaka sinnum út að borða í hádeginu. Á kvöldin borðum við svo heita máltíð alltaf fjölskyldan, erum oftast með kjúkling, pasta, hrísgrjón, kartöflur, ávaxtasalat, grænmetissalat og ávaxtasafa. Ég hef aldrei drukkið áfengi eða reykt eða notað munntóbak svo það er allt jákvætt fyrir heilsuna. Ég forðast líka að drekka gos.
VIÐTAL
„... ég er í starfi sem aflar mér ekki alltaf vina í fótboltanum“
Heilsan 15
„... ómálefnaleg gagnrýni fer þó í taugarnar á mér stundum“
16 Heilsan
VIÐTAL
Eru einhverjar freistingar sem þú getur alls ekki staðist? Já, ég hef alltaf verið svolítill nammigrís. Ég hef þó reynt að taka mig á en það gengur misvel. Mér finnst að maður megi alveg leyfa sér svolítið í mat en ég vil í staðinn vera duglegri að hreyfa mig.
Hvar og hvenær ertu hamingjusamastur? Það sem hefur veitt mér mesta hamingju í lífinu er dóttir mín, konan mín, fjölskyldan mín og vinir mínir. Allt annað bliknar í samanburði við góðar stundir með fólkinu sem manni þykir vænst um.
Hvernig er hinn týpíski dagur hjá þér?
Ég vakna og fæ mér morgunmat með fjölskyldunni, keyri dóttur mína í skólann og keyri svo konuna mína í vinnuna, eða hún mig. Á sumrin hjóla ég oft í vinnuna. Ég er yfirleitt mættur um klukkan 8.30 í vinnuna. Vinn til klukkan 12 og fer þá og hreyfi mig í hádeginu ef það er ekki of mikið að gera í vinnunni. Því miður er oft mikið að gera. Borða svo og vinn til yfirleitt til fjögur og fer þá með dóttur mína á fótbolta- eða fimleikaæfingu, fer svo heim og eyði kvöldinu í faðmi fjölskyldunnar. Á kvöldin er ég oft að vinna einhverja tölvuvinnu, undirbúa landsliðið eða fer á leik til að fylgjast sem best með stelpunum. Ég vinn oft svolítið fram á nótt því þá er góður vinnufriður og ég laus við áreitið sem ég fæ í vinnunni.
Hvað þarf til að ná árangri í íþróttum? Þetta er rosalega stór og áhugaverð spurning og ég hef lengi leitað svara við henni. Það er engin ein formúla til. Mikilvægasti aðilinn í því að ná árangri er íþróttamaðurinn sjálfur og ástríða hans fyrir því að ná eins langt og hann getur. Ég hef ráðlagt íþróttafólki að vera mjög duglegt að æfa, fá góða þjálfun (magn er ekki alltaf sama og gæði samt), huga vel að heilsu sinni, mataræði og hvíld. Byggja síðan leik sinn út frá styrkleikunum sem viðkomandi hefur, stúdera aðra sem hafa náð langt á sama sviði með það fyrir augum að læra af þeim. Stuðningur frá maka eða nánustu fjölskyldu skiptir máli og að læra vel tæknilega færni er gríðarlega mikilvægt ef stefnt er í fremstu röð. Þegar tæknileg færni er komin þarf að æfa til að geta gert hana hraðar og hraðar. Að vera góður íþróttamaður (vera í toppformi) er ekki síður mikilvægt og það að hafa mikið keppnisskap og metnað er mikilvægt. Okkar bestu leikmenn skera sig úr hvað varðar hugarfar og trú á eigin getu.
Það er aðdáunarvert hvernig sumir nálgast íþrótt sína og gera hana að forgangsatriði í lífinu. Sumir virðast hafa eitthvað innra með sér sem knýr þá áfram og hjálpar þeim til að skara fram úr þó svo að þeir geti oft ekki útskýrt sjálfir hvað það er sem þeir hafa.
En árangri almennt? Ég held að lögmálin séu ekki svo ólík. Þú þarft að hafa ástríðu fyrir því sem þú ert að gera, leggja á þig mikla vinnu (það er óhjákvæmilegt), hafa eða öðlast þekkingu og hafa gott fólk í kringum þig sem er tilbúið að hjálpa þér. Mikilvægasti aðilinn er alltaf þú sjálfur en það er líka mikilvægt að finna rétta fólkið sem þú telur að geti hjálpað þér.
Af hverju fórstu út í það að þjálfa? Í upphafi til að svala eigin metnaði til að ná árangri sem þjálfari og vera seinna boðið að taka við öðru eftirsóknarverðara liði. En það breyttist fljótlega og er í dag gjörbreytt. Í dag þjálfa ég til að hjálpa öðrum að ná árangri, það er miklu göfugra og skemmtilegra. Þjálfun á að snúast um íþróttamanninn sjálfan en ekki þjálfarann. Þjálfun er bæði list og vísindi og engir tveir leikmenn eru eins og því er þjálfarastarfið að mörgu leyti ofboðslega gefandi og skemmtilegt en líka oft á tíðum mjög tímafrekt og erfitt. Þegar gengur vel er auðvelt að vera þjálfari en þegar gengur illa reynir á staðfestu og karakter þinn og hversu vel þú getur rökstutt og unnið áfram með þína hugmyndafræði þrátt fyrir mótlætið. Það þarf stundum sterk bein í þessu starfi. Bestu vopnin eru þekking, hreinskilni og að vera trúr sinni hugmyndafræði og gildum sem maður hefur sem manneskja. Að hafa gott fólk í kringum sig til aðstoðar er líka gríðarlega mikilvægt.
Hvernig er að þjálfa landsliðið og hvað gerirðu til að halda hópnum saman? Það er ofboðslega gaman og gefandi. Við reynum að gera liðið okkar það eftirsóknarverðasta að vera í og notum til þess ólíkar leiðir. Það þarf að vera það eftirsóknarvert að leikmenn séu tilbúnir að leggja á sig það sem til þarf til að koma til baka eftir barneignir, koma tilbaka eftir krossbandaslit og það eftirsóknarvert að leikmenn séu tilbúnir að leggja á sig gríðarmikla vinnu og fórnir til að vera hluti af liðinu. Það þarf því að vera árangurshvetjandi og metnaðarfullt umhverfi hjá okkur og fólkið í kringum landsliðið þarf að stefna í sömu átt og styðja Heilsan 17
„Það er aðdáunarvert hvernig sumir nálgast íþróttina sína og gera hana að forgangsatriði í lífinu“
stelpurnar í átt að réttu marki. Ég kalla það fólk landsliðið á bak við landsliðið og við köllum það líka litlu fjölskylduna okkar og það lið er ekkert síðra en kvennalandsliðið og þar er gríðarleg samstaða, vinnusemi og frábær liðsandi. Liðsheild er sameiginlegt verkefni hjá leikmönnum og starfsmönnum liðsins. Það er ekki einn maður sem býr til liðsheild. Þegar leikmenn landsliðsins hafa verið spurðir af hverju landsliðið hafi náð góðum árangri hefur helsta svar þeirra verið vegna öflugrar liðsheildar. Liðsheild er stöðug vinna því landsliðið breytist stöðugt milli leikja.
Hvað hefur komið þér mest á óvart varðandi stelpurnar? Nokkur atriði. Þær eru viðkvæmari fyrir gagnrýni, þær gera oft úlfalda úr mýflugu og lesa stundum vitlaust í það sem er sagt við þær. Þær þurfa að ræða hluti miklu meira en strákar sem getur bæði verið gott og slæmt. Þeim finnst jákvæður liðsandi miklu mikilvægari en strákum og eru tilbúnari til að vinna með þann liðsanda. Þær hafa meiri metnað og leggja meira á sig en ég bjóst við í byrjun. Þær vilja hafa sitt hlutverk algjörlega á hreinu og eru oft fullkomnunarsinnar. Það er að mörgu leyti erfiðara fyrir stelpu að vera framúrskarandi í því sem hún er að gera. Svo hef ég séð betur og betur að heimurinn okkar er byggður upp þannig að þar hallar verulega á hlut kvenna og þær hafa þurft að berjast fyrir hlutum sem strákar þurfa ekki einu sinni að hugsa um. En þetta er samt stöðugt að breytast til betri vegar og Ísland er komið lengra í þessu málum en flest önnur lönd.
Hve oft æfir liðið og hvernig fylgistu með þeim á milli æfinga? Landsliðið kemur eingöngu saman til æfinga um 3 dögum fyrir landsleik og við spilum átta til tólf landsleiki á ári. Við fáum því ekki mikinn tíma saman. Þess á milli er ég að fylgjast með leikjum þeirra með því að fara á völlinn, skoða upptökur af leikjum þeirra, vera í sambandi við þær og þjálfara þeirra o.s.frv. Við tökum reglulega þrekpróf til að fylgjast betur með þeim.
Lumar þú á góðum ráðum varðandi heilsu? Settu heilsuna ofarlega í forgangsröðunina. Ekki gleyma þér í of mikilli vinnu eða amstri dagsins, vandamálið er oftast ekki stærra en það að koma sér á æfingu. Þegar maður er kominn finnst manni yfirleitt gaman og líður vel á eftir.
18 Heilsan
kynning
grennri og orkumeiri Björn Ingi Stefánsson mælir með Alpha Daily en hann hefur neytt drykkjarins í tæpt ár.
Alpha Daily
Hollustuafurð Aðalinnihald drykkjarins er lífrænt eplaedik og lífrænt hráhunang. Einnig eru aðrar kryddjurtir, s.s. óreganó, í drykknum sem gera virkni hans meiri. Eplaedik og hunang eru þekkt fyrir að hafa góð áhrif á ýmsa þætti líkamans og hafa verið notuð frá fornu fari til að styrkja líkamann.
myndir: kristinn magnússon
B
jörn Ingi Stefánsson, framkvæmdarstjóri og Kríunesbóndi, mælir með Alpha Daily en hann hefur neytt drykkjarins í tæpt ár. „Drykkurinn hefur hjálpað mér að grennast. Löngun í sykur hefur minnkað og ég er allur orkumeiri og frískari,“ segir Björn. Hann segist ekki hafa fundið áhrif af drykknum alveg strax frá fyrsta degi en að fljótlega hafi hann byrjað að finna mikinn mun til hins betra. „Ég drekk blönduna á hverjum degi. Best finnst mér að drekka hana á fastandi maga þegar ég vakna. Ég fæ ekki betri svaladrykk þegar hann er ískaldur, hann er mjög góður við þorsta,“ segir Björn sem einnig finnur mikinn mun á húð sinni. „Ég hef verið með viðkvæma húð lengi en er góður núna, ekki eins þurr. Einnig er ég laus við einhverskonar magaóþol sem ég hafði verið að glíma við auk þess sem ég upplifi drykkinn bæði vatns- og bjúglosandi.“ Alpha fæst í Hagkaup, Víði, Fjarðarkaupum, Kosti, Melabúðinni, Heilsuhúsinu, Lifandi markaði, Garðheimum og Blómavali. Drykkurinn er í glerflöskum sem má fara með til Alvöru heilsuvara á Smiðjuvegi 38, Kópavogi, og fá áfyllingu á góðu verði.
Virknin er margþætt og talin hafa m.a. eftirfarandi áhrif: ● bætir meltingarflóruna ● bjúg og bólgulosandi ● vatnslosandi ● jákvæð áhrif á ónæmiskerfið ● hjálpar til að jafna sýrustig líkamans ● græðandi og gott t.d. við hálsbólgu ● bakteríudrepandi ● hreinsandi áhrif á æðkerfi líkamans
Heilsan 19
Ævintýraleg
afþreying
Dreymir þig um að fara í ísklifur, jöklagöngu, rafting eða fjórhjólaferð? Hér á landi er hægt að upplifa þetta allt saman ásamt fjöldanum öllum af annarri afþreyingu sem í boði er víða um landið. Umsjón: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir úr vikunni
Ísklifur, vélsleða- og skíðaferðir
Aðstæður fyrir vélsleðaiðkun eru einnig mjög góðar í austfirsku Ölpunum og bjóða ferðaskipuleggjendur hjá Mjóeyri í Eskifirði upp á vélsleðaferðir um svæðið. Á Mjóeyri er einnig boðið upp á aðra afþreyingu á veturna og má m.a. nefna ísklifur og skíðaferðir. Þegar snjóar og frýs eru aðstæðurnar á Austfjörðum með öllum sínum fjöllum og fossum mjög góðar fyrir ísklifur. Á Eskifirði er einnig hægt að klífa eina upplýsta náttúrulega fossinn á Íslandi. Í Breiðdal eru aðstæður til ísklifurs einnig mjög góðar. Nánar á mjoeyri.is.
Rafting í Vestari og Austari Jökulsá í Skagafirði Fyrirtækið Arctic Rafting býður upp á rafting bæði í Vestari og Austari Jökulsá í Skagafirði. Fjölskylduferðir eru í Vestari Jökulsá, sem liggur í gegnum fallegt landslag Vesturdals og töfrandi Jökulsárgljúfrin. Á leiðinni er búið til heitt kakó með vatni sem er soðið rétt við árbakkann. Þú gætir ákveðið að fleygja þér fram af kletti ofan í ána, fara í vatnsslag eða kannski viltu bara að fljóta niður ána og njóta gullfallegs útsýnisins í gljúfrinu. Aldurstakmark - 8 ára.
Austari jökulsá
Von er á ótrúlegu adrenalínævintýri í Jökulsá Austari en áin ryður leið sína í gegnum Austurdal sem er þekkt fyrir að vera
20 Heilsan
sérstaklega fallegt og þröngt svæði. Þetta er ekki ferð fyrir fólk með músarhjarta. Jökulsá Austari tekur á móti þér með kraftmiklum drunum og ógnvekjandi gargi. Ýkjulaust, þá átt þú eftir að öskra úr þér lungun í „Screaming Lady“, vera orðlaus í „Lost“, biðja um miskunn í „Græna herberginu“ og stíga inn í óttann í 8 metra háu klettastökki í ána. Við náum okkur svo niður úr adrenalínvímunni með því að fljóta og synda niður með ljúfum straumum ármóta Jökulsár Austari og Vestari þar til við erum komin í grennd við höfuðstöðvar okkar á Hafgrímsstöðum. Aldurstakmark - 18 ára. Nánari upplýsingar á netfanginu info@ adventures.is.
Jökulganga og ísklifur Jöklamenn (Glacier Guides) er ævintýrafyrirtæki sem sérhæfir sig í fagmannlegri fjallaleiðsögn og leggur metnað sinn í að bjóða upp á sem fjölbreyttast úrval jökla- og fjallaferða. Höfuðstöðvar Jöklamanna eru í Skaftafelli, vel staðsettar gagnvart hrikalegri náttúru svæðisins sem veitir okkur innblástur til góðra verka. Meðal þess sem boðið er upp á er: Jöklaganga á Snæfellsjökli, Eyjafjallajökli, Sólheimajökli, Falljökli og einnig Virkisjökli í Skaftafelli. Ísklifur á Sólheimajökli og Falljökli í Skaftafelli. Göngu- og fjallaferðir á Heklu, Sólheimajökul, Snæfellsjökul, Eyjafjallajökul, Hvannadalshnjúk, Hrútfjallstinda, Sveinstind, Þverártindsegg og Þumal og margt fleira. Nánar á glacierguides.is.
Fjórhjólaævintýri á Reykjanesi Fyrirtækið Fjórhjólaævintýri býður upp á fjórhjólaferðir í nágrenni Bláa lónsins, í Krýsuvík og á Reykjanesi, og ferðirnar eru frá hálftíma upp í dagsferðir. Boðið er upp á góð fjórhjól, vatnsheldan og hlýjan galla, hjálma og vettlinga og lagður metnaður í að ferðirnar verði skemmtilegar, þægilegar og í sátt og samlindi við náttúru landsins. Raðið saman ykkar pakka og leitið tilboða í minni og stærri hópa. Nánari upplýsingar á heimasíðunni atv4x4.is.
Kajakferðir á Pollinum
Fátt er betra til að komast í snertingu við náttúruna, fuglalífið og kajakróður, enda eru kajakar hljóðlát fley og lipur. Kajakróður er frekar auðveldur og þátttakendur fá stutta leiðsögn í róðri og öryggismálum áður en haldið er af stað. Enginn ætti að hræðast kajakróður, enda öryggi tryggt og róðurinn allur innfjarða. Ísafjörður hefur á síðustu árum skipað sér sess sem kajakmiðstöð Íslands og æfa margir bestu ræðarar landsins á Ísafirði. Klæðnaður er eftir veðri og mælt er með að vera í fötum sem þola smávegis bleytu. Nánar á vesturferdir.is.
Skipulagðar göngur á Austurlandi
Á Austurlandi eru ótal gönguleiðir um fjöll og firði og margir fjallstoppar sem veita stórkostlegt útsýni yfir landið. Þó nokkrir gönguklúbbar eru starfræktir í fjórðungnum og eru fjölmargar ferðir farnar jafnt sumar sem vetur. Fyrirtækið Wildboys.is býður upp á skipulagðar fjallgöngur og aðrar gönguferðir á Austurlandi í hverjum mánuði allt árið um kring og tekur að sér leiðsögn fyrir hópa á ýmsa tinda og gönguleiðir.
Heilsu- og jógafrí
Inspiration Iceland er fyrirtæki á Svalbarðseyri við Eyjafjörð sem leggur áherslu á lifandi og skemmtileg ferðalög og býður upp á ævintýraferðir til orkustaða og náttúrulinda, heilsu- og jógafrí undir miðnætursólinni og norðurljósunum. Boðið er upp á dagsferðir, slökunardaga og spennandi vikulöng pakkafrí. Nánar á innrikraftur.is.
Fjórhjólaferðir á Norðurlandi Á Engimýri í Öxnadal er boðið upp á fjórhjólaferðir um Öxnadalinn fyrir einstaklinga og hópa. Ferðirnar eru við allra hæfi, allt frá klukkutíma ferðum til dagsferða. Jafnframt er boðið upp á lengri ferðir um hálendi landsins. Einnig er tekið á móti hópum (20-30 manns) og boðið upp á að halda veislur á eftir. Ef hópar eru stærri er hægt að hafa hópinn tvískiptan og hinn helmingurinn fer í leiki eða létta gönguferð. Ferðaþjónustuaðilar í Engimýri búa yfir langri reynslu af skipulagningu ferða um hálendið, jafnt að sumri sem vetri. Reyndir leiðsögumenn, öll öryggistæki og búnaður, fyrsta flokks matur og allt sem til þarf. Nánar á engimyri.is.
Heilsan 21
Hjólreiðar Við þekkjum það öll að vera föst í viðjum vanans og finna okkur ýmsar ástæður til að viðhalda þeim. En er hægt að hafa áhrif á þig? Viltu skipta um gír? Hvaða hindrar þig í að gera hjólreiðar að lífsstíl þínum? Texti: Guðný Einarsdóttir og Páll Guðjónsson / hjolreidar.is Myndir: úr safni
22 Heilsan
Formið batnar fljótt við hjólreiðar
En hvaða leið er best?
Hjólaðu rólega í byrjun. Veldu eigin hraða og taktu þér tíma. Kannaðu umhverfi þitt og finndu hentugustu leiðirnar fyrir þig. Líkamsástand þitt mun batna ef hjólreiðar verða hluti af lífsstílnum, kílóin hverfa í framhaldinu. Hjólaðu í léttum gír upp brekkur og í miklum mótvindi og einbeittu þér að því að minnka álag á hnén.
Er leiðin svo löng?
Leiðin sem þú ert vön/vanur að fara á bílnum er ekki endilega sú heppilegasta fyrir hjólið. Stígar liggja víða þar sem ekki eru götur, t.d. í Fossvogsdal. Með hjólavefsjánni á vefsíðunni hjolreidar.is getur þú fengið tillögur að leiðum milli staða. Það þarf bara að draga græna hjólið á staðsetningu þína á kortinu og rauða stoppmerkið á áfangastað og vefsjáin teiknar leið fyrir þig. Kortið sýnir líka hvar göngustígar liggja og þannig gætir þú stytt leið þína og séð nýja hlið á borginni.
Eftir því sem styrkur þinn eykst breytist hugarfar þitt gagnvart vegalengdum. Prófaðu að hjóla í vinnuna og taka strætó heim á kvöldin. Leyfilegt er að taka hjól með í flesta vagna. Skipuleggðu hjólreiðarnar í samhengi við almenningssamgöngur. Hjólaðu til vinnufélaga og verið samferða hluta leiðarinnar, það er gaman að hjóla með öðrum.
Vertu viss um að hjólið sé í góðu lagi áður en þú ferð af stað, þó sérstaklega bremsurnar. Kannski þarf bara að stilla hjólið? Ef það bremsar illa, skiptir illa um gíra eða dekkið rekst í brettið með hávaða eru það smávægilegar viðgerðir.
Hjólið mitt er gamalt
ÍSLENSKA SIA.IS MSA 62676 01.2013
HLEðSLA MEð SÚKKULAðIBRAGðI NÚ FÆST HLEðSLA Í FERNU MEð SÚKKULAðIBRAGðI, KJÖRIN EFTIR GÓðA ÆFINGU EðA BARA Í DAGSINS ÖNN. HÚN ER GÓðUR KOSTUR MILLI MÁLA OG ER RÍK AF PRÓTEINUM. HENTAR FLESTUM ÞEIM SEM HAFA MJÓLKURSYKURSÓÞOL.
KATRÍN TANJA DAVÍÐSDÓTTIR CROSSFIT-KONA
100%
HÁGÆÐA PRÓTEIN
Reiðhjól þurfa viðhald líkt og önnur farartæki. Farðu með hjólið þitt í viðgerð og láttu yfirfara það. Lærðu að stilla hjólið þitt svo þér líði betur á því. Sækja má upplýsingar um reiðhjólaviðhald á Netið. Hægt er að fara á viðgerðarnámskeið og læra að sjá um viðhald á hjólinu. Fáðu þér nýtt hjól. Það borgar sig fljótt upp.
Þarf ég sérstök hjólaföt? Notaðu þinn venjubundna klæðnað þegar veður og aðstæður leyfa. Notaðu það sem þú átt í skápunum. Notaðu venjulega skó. Bolur og vindheldur jakki duga í flestum veðrum og gott ef loftar aðeins um líkamann. Fötin og annar útbúnaður kemur smátt og smátt og endist lengi.
Veðrið og rigningin Er veðrið svo slæmt þegar þú ert komin(n) út? Reiknaðu með aðeins meiri tíma ef það er mótvindur. Hjólaðu í léttum gír eins og þú værir að hjóla upp brekku. Áttu vatnshelda flík í fataskápnum? Ef ekki, er kominn tími til að eignast hana. Ef þú ert í vinnunni þegar byrjar að rigna og ekkert vatnshelt til staðar, taktu þá strætó heim eða fáðu far. Njóttu þessa að þjóta heim, blotna á leiðinni og fara í þurrt heima. Gerðu ráðstafanir til að mæta íslenskri veðráttu, til dæmis með því að hafa ætíð auðpakkanlegan hlífðarjakka meðferðis. Gerðu ráðstafanir til að vera sýnilegur. Notaðu ljós og annan búnað til vera sýnilegur í myrkri og lélegu skyggni.
Ég þarf að snúast í vinnunni og eftir vinnu Fáðu þér bögglabera og töskur á hjólið. Skoðaðu einnig farangursvagna og barnakerrur. Fáðu þér góðan lás til að geta læst hjólinu þínu með traustum hætti við eitthvað. Skipuleggðu vikuna. Notaðu bílinn einn dag í viku. Gerðu allar útréttingar þann dag og gerðu stórinnkaup í leiðinni.
Hvað geri ég með ótal gíra? Gírar auðvelda hjólreiðar, léttur gír gerir brekkur auðveldar og þungur gír gefur góðan hraða. Stilltu keðjuna á miðtannhjólið að framan. Einbeittu þér að því að stilla afturtannhjólin í fyrstu. Litla tannhjólið að framan er fyrir brekkur, lágt drif, og er notað með þremur léttustu gírunum að aftan. Stóra tannhjólið er fyrir hraða siglingu, hátt drif, og er notað með þremur þyngstu gírunum að aftan. Fáanleg eru hjól með innbyggðum gírum. Fleiri gírar gera hjólreiðar auðveldari. Sjö gírar og yfir duga í flest.
Hvað geri ég í haust þegar fer að kólna? Bætir á þig hlýrri flíkum og finnur góða vetrarskó. Kaupir þér öflug ljós og lætur setja nagladekk undir. Og hjólar svo líka um veturinn. Engir gluggar að skafa.
Vissir þú að ... ... á 15 mínútum nærðu að hjóla hálfa borgina? ... stuttar ferðir taka minni tíma á hjóli en bíl? ... ferðir sem eru 7-10 km taka álíka langan tíma á bíl og hjóli á annatímum innanbæjar? Heilsan mælir með hjolreiðar.is ... í minni sveitarfélögum tekur aðeins nokkrar mínútur að fara þorpið á enda? ... leitin að bílastæðum er úr sögunni ef þú ert á reiðhjóli, það sparar tíma? ... að það er mjög skemmtilegt að taka fram úr bílaröðinni á háannatímum?
24 Heilsan
FÁÐU GÓÐ RÁÐ VIÐ OFNÆMI
NEUTRAL.IS
jafinn
EVrópumEistarar 2012 spánn Gestg jafinn 3. tbl 3. tbl . 2012 . 2012
EVrópumEistarar 2012 spánn
Nr. 27 – 2012 Verð: 895 kr. 5. júlí
35 ÁR 35AA
3. tb
ar 20
r ski08r2. l31e. jannúark20iríufarar s p fara nm lely ó íu p m óly is
nú 31. ja
g.
. ár tbl. 25
9 771025 9 771025 956009 956009
5 69 5 0691 690691 1600 1600 05 05
Vínsí
PLAKÖT PLAK ÖT
ðurn
Vínsí
Græ
Græ
nt o
msæ
nt o
g gó
msæ
tt -
nud
tt -
agsk
Sun
nud
agsk
akan akan
- Bú
ðaráp
- Bú
ðaráp
- All - All
rahan
da
LÍF
NN
LÍF
NN
búnu með Prúð
DABANKINN i skipulagINN Komdu DA lið!NK drasBA HUGMáYN ipulagi Komdu sk ! lið á dras
u fólkiHUGMYN
ÍFU ILÍF Ð EEIL AÐ A
28. júní
ben kØin r íer rk búðirna
kr. 2012 9956. tbl. 2012 kr. 2012 9956. tbl. 2012
verð 1.59
VIÐTÖL ❤ PLAKÖT ❤ VANDRÓ ❤ FRÁ LESENDUM ❤ OG ALLT HITT fagu maack andrea erinn fagurk ack
5 kr. m/v
andrea
sk
di á ísland blíða á an i l ís bongób a líð bongó
28. júní
verð 1.59
5 kr. m/v
sk
291
●
ssfe marg ð ga lifaen alg ta mæ rgir á jör lisðtav lifa mæta ● Verð í listaverk
Hvekro ði ●●Voru á jör r?
ma í Verð ●●Hve erkði
120
BosNíu Eva Klon Bo owski sefN Eva gr uríu up mKl anonowskp
ruÍÍgÐÐg T s r r u T s k r r elgrdikBruettuumm uunnddirir ugg m ue ðu aiim Ð r y ay e pe ð S a Ð v r l a e p S Rommeal vðeelgdi Bre
7 7
sögur sannar gu kunnrar Visö nn urar saög .is jafinn .gestg nnar ynsluswww úsrú ku re Ág Vi Kolb fs ur Lí al ög tir rv sdót arKja rún ynsluswww.gestgjafinn.is lbein re Kon fs Lí sigrú tir ót óttir
943 1940–1
i a grefna be 943 r-Afrík upinp Ekki m man Norðu Afríka 1940–1 isnaursa bein af Ekkikam rður-marleik Nosu isuse rr sa af l sumarleik kaírkru öBe seNl Nr. 26 – 2012
Nr. 26 – 2012
Verð: 895 kr.
28. júní
Verð: 895 kr.
28. júní
í köBeN
tmað lomt lRl al a
ttth hheee Sæ effnnd æ dd d SvStö vlu öh luBffnn S
lisblað lisblað afmæafmæ
5 Kr. ð 159 • VEr 2012 . 95 Kr tBL. • rð 15 2 • VE • 201
. • 4995 27. tbl. 74. árg. 5. júlí 12012 kr.
n an ma am sa ts tt et se ss ús nii hú r á j f ú n h r r krúfjá sk ðs eð me m
. 2 9 kr.m.vsk. n r 1.595 6. tbl. 2012, verð L. .tB 91 • 4 nr. 2
Gerir lífið skemm Gerir lífið tilegra! skemmtilegra mistö! k
0%%prinsinn 20 2 n primnsivanrð se rð ta Siddhar ma Gauta ta Siddhar ma Gauta
B Sö jöjö v jö vlu öluBB grrv gin vg vin in jö rrg v in ss ss
Sner Snier afitu afrtutirltiLlos Sner Snier LoA af sn áitu af A rtu ge ei nmat ági le ge eiti rlfo og vín ngi ur s sBrie ti o aní nLlrs Lsen tale fo oA sen á eiági rs A ge dn nm udu le ge eingifo og vínm ur s sBrie m mat aní n rs tale foen rsen dble udu mm ssu m
yggva lu og tr gva nun er og tryg unahön n lu Kni sem tæ verðla nu arer
Grill Grill
taugasjúkdóm á lífsleiðinni
sd ndsd muar n ein rúsæ sigín lit Krist /úttir litót ndsd í inn rúnmu ín sæ istrg liti KrBe land aís/út Kllit n í inn Bergrú he ndci laar Min heKlaís ar Min c
fék gríska fékkk grís ka santorini: blessunn áá san torini:
öning ahgg i sem í By aunin ngun ðlKn ltila alþýðulist ve ertæ Byrð ing t-var do Byngg aunin ng íee
1.595 kr.m.vsk. 7. tbl. 2012, verð 1.595 kr.m.vsk. 7. tbl. 2012, verð
Sami Sami kjó ll! kjóll!
75 á
hvar hsvplaraorf sDuflupgkoaf
●
75 á
lar Du Amel flugka Amel
hj itl am FrFa nn „v u í ísnum Fastir itlausa“ álf Fann „v
● ● ● ● ●
Hemmi Hrei áHem Hre hanmi dah laui á handahlau
HRasa HRasa OG DaT OG DaT
Ærslafullur í eyjum! Ærsl afullur í eyjum!
Heimili forseta Heim ili forseta-framb jóðendanna: framb jóðen danna:
Eftirréttir Eftirréttir
sósur sósur
KK gr By Félti t-verðl een do FéKK gr
fyrir
fyrir
tu uðak! stærskö tö ndrshjtuánÁsmnntrauisða líu ! laæ st um líuálfu dkön laFrFanam tra stir í ísn sa“ á Ásau
semBúvaddddaa Bú
➔➔
ólympíufararnir okkar 2012 tBL. 2012 4. tBL. 4. 2012
Kjúklingur og fiskur
a nest utandyra nestii íí ferðalagið ferðalag Ingeborg ið Einarsson (91 árs) hanbýr astéein l við góða á phalan as lin tél þrátt fyrir heilsu um á pallin um krabbamein og
9 771670 840005
7. tbl. 2012 n 7. tbl. n 2012 Gestgjafin Gestgjafin
LI LI OG HÍBÝ OG HÍBÝ HÚS 291 HÚS
Gestgjafinn 6. tbl. 2012
TÍSKAN, STJÖRNUSPÁ, GÆLUDÝRIN, VIÐTÖL, STJÖRNUMOLAR OG ALLT HITT
g spurnrin Ö & sv urnosinsfeg sp Voru krr r? Öga ir algen & sv
sumar heitar eldfl íkta hei ungr Eyst i árð sumarKo r va niur æng fl sjór ík nu ur Eystrasalti Ko ningi á Nýtt sjóræ líf Nýtt lí í fí
laað ti ráðáti rHlla aðPum óð4r 0áðmááær 10 gó la i uPuminnlit g vðel a 0úúfattm 1lí0ta Hlla 4 it is u á in s æ ð hnson innJol Ágústa n líta velballfaðsins soal hnrv JoKja ta n Kin
9 771670 840005
9 771670 840005
eikunum ympíul ði ba ku á Ól Gíslatö k með blóð leikunum 1972 lau á Ólympíu aði ku ðb blórð Gíslatö k meðva laungur 1972nu rasalti
rðardóttir Pálína sigu ardóttir rð Pálína sigu
gan ra
ISSN 1670-8407
in morÐÐin fjÖllddaacm oenr h n Ö ü fÍjm12 chen elÍdmün0
i innandr heimav sf di anu inneð HÚ r heimav u HÚsfeð
sa b sa Kin gan ra
Í BÚs esinTn! TaÐin n!
ISSN 1670-8407
ma
T F I ENDURNÝJUÐU R K S Á l il r g grill DU Í tiN! tiT M át H lE kjúklingur t s fs á a l K O % f a 5 1 % u og fiskur fááððu 15 t.. tt ogg f slláát fs tii o 0% aaf mariit
17. jún 17 . júníí E ldað Eul dndayrð ta
Sætu JED WĄR Sæt Beus D Í BÚsWĄR JED TBaÐ TD
L LL Ö L N Ö A GAN AG SSA
✔ VINAVANDAMÁL RL RNUVINI STJÖVAND ✔ VINA AMÁ kr. ✔ R ERT ÞÚ? 1.395 012u F: HVERNIG VINU 7/2PRÓ NR ✔st RNUVINIR ottu STJÖ ✔ n 95 kr. 14 flna R ERT ÞÚ? r í kØbe 1.3 012u : HVERNIG VINU búðir 7/2PRÓF NR st ✔ VIÐTÖL ❤ PLAKÖT ❤ VANDRÓ ❤ FRÁ LESENDUM ❤ OG ALLT HITT 14 flottu n
ið ðina Sið ýS ihý brúðkaupsferðina Seldi ffeellllih il t r brúðkaougpsfer i ó d g f til Sel og a bÖrn gup ga odSfíójróg bbÖrrúnðkoau ndS í jó an p íla aíl tta brúðka Sæ æ
F
F ir BBFF vinnir eessttuu vi B B ÍFU
narsdóttir
di Hugmyn
Ofursvala
LĄDY GĄGĄ Ofursvala LĄDY GĄGĄ
u fólki
framliðn
mliðn ðbúnu fra með Prú
Hlín ag fengið fa rsdóttir i en SegiSt Hlínhaagna ið pe ng feld fa he nað up ar nn giStæha i en Sean uprpeld br ðu annað r hennar bræðu
ar ĄDĄM LĄMB ERT konurn fyrir LĄMBERT Hugmyndirr fy rir
rir g aðrir rð o ðm ðfe jóongi asem meðfreirrð t i se u . a e sömu m rónna. Íran ið fy ir tkjó gk d ryk nlsi? / ána ngið ömorð rðfyurm TE FÖRÐUN HENTAR ÞÉR? ki a fe iðasnn orilðljið nge ns /MÍran ö m kfaró ÓF: HVAÐA STJÖRNUFÖRÐUN HEN FSPR TAR ÞÉR? fá i? án SJÁL ! a hafa fheanfig ha Ek ls Ste nðnm ljör/ðSauklaaussvaíí far 4 A STJÖ nge ns M kki h ÞÚ SÉRT FÖRÐUNARÓÐ! f HVAÐ AÐRNU í ISSN 1670-8407 ÓF:INGA h e u a R UM FSPR v il fá k us 4 END y? / Lola VÍSB ig kko UNARÓÐ i g þ í haufindr ð m Ste SJÁL 10 r4 s k ned ttir S SÉRT a n ÞÚ va r AÐ e s ISSN 1670-8407 en R UMSTJARNANNAFÖRÐ h ndrdurap K rinseddóy? / / Loka 4 10 VÍSBEND INGAANIR þv g FARÐ r Telur sig R ru g n KAÐA ö r ir ra h n KLIK u 4 tt ÞóKe Ka dóff n iomörg nhni / Hve STJARNANNA ib ANIR ur ndnrap rins FARÐ o Teeluftir hreum R ð in KAÐA á 4 KLIK teve óra Kaff gu n mi m nÞ nin r / S /H iboð TÍSKAN, eftir n matur STJÖRNUSPÁ, GÆLUDÝRIN, VIÐTÖL, STJÖRNUMOLAR OG ALLTog HITTvín 9 771670 840005 á www.gestgjafinn.is e r á Drojöttnlminiðgulann/i Steinun MA
rnar
da
stu Kafyll u KynþoKn r llst urKKaafy Kkyonnþo
matu r og vín matu r og vín
u Evu Ev
SVON ONA 20% A BÚ BÚA tíímar A ÞA ÞAU! u2 U! SV ut fááððu eiinnu g f o f a e n g t í f o þ a f i s n r n .i t í ut i r naut k þ f t u i i s s g Li r fi n .i á r in i R r na k a LÚir LifiwRwwwwÍÍ .b irX XttUUssin!!gu marit .b tíím LÚ st Kom íí ás öTöffaraleg innn áá w u páhhaaldds ð p in r a dúndrandi u f ð r a u a v s eeðða f desertar r.i.is ur inggu u þér t tin Myyn irt e bir ik M leik v d @ l arle t n mar af su b su sa if t ð @ mis r a ki t e í m Ek k af a m sa if skr í maata Ekki mis tarrgetra t áá aas st ós ð gerð pó hestarnir ölvup .IS grænmeti ur
– meistaraþjófur eða einstakur snillingur?
maís og lauk maís og laukur
gjafinn.is gjafinn.is www.gest www.gest
www.gestgjafinn.is
einarsson rikka steindi jr. matarmikil kjúklingasalöt steinunn vala sigfúsdóttir ferðalög:
Tom Cruise í vel lystingum inl-ise í vellys Tom vín Cru in ámEð Hragril vín fna björgum: tingum ámEð l-bjö Hra gril fna num mat rgum:
sumartíska
matnum
9 9 7710 7710 25 25 9560 9560 09 09
Spáðu í egg u 3valur freyr omddu indverskir
ðurnar - Græ ðurnar nt og - Græ nt og gómsætt gómsæ -895 Sunn kr. 14. júní tt -895 udagsk Nr. 24 – 2012 Verð: Sunn kr. 14. júní akan udagsk Nr. 24 – 2012 Verð: akan -- Búðará Búðaráp - Allra pð- Al handa lraha Gerir lífið gra! nda Gerir lífitile
rub rub eti grænm
Quentin tarantino
vel hö nnukjúklingaréttir ð suve höve ml ar nnisu sum lað fljótlegir arve isla fiskréttir
skelfiskur skelfiskur
Elfa björk rúnarsdóttir
stu tust uu thhlilieieititiötu R.IS ir UR nir GU rlv ut NG IN TI n ennddlífi r u RT IR s BI @B a e R@ ð s UR e GU björguðu a NG IN ð 5 TI e 5 R 5 I 5 p B T 5 5 | p R 5 0 I o 00 | B 15 5 Topp 50 55 515 -5 þorskur a5 15ir blað fjörugGrill 515 hennar T r S:: 5 blað ur Ku frjókornaofnæmi ísK Æ || S nís an BÆ ma AB ÐA 0 17 | 2210 RÐ fyrir þá sem þora110 rar m AR inka!gdu í sím rii lfarar GA rhjúkHeit þjálfa var orsakIr og ráð 10 G lta 50 gva yfir bo gg fót þjá ö lta h 50 yfir H bo UppriSa d g fót | ö S yn uppskriftir ÁS 17 myndh UppriSa YNGÁ uppskriftir m T AÐ n Ibiza og ítalía
skemm gra! skemmtile
„CURVY“
Wow!
956009 55 956009
N! FÆR FIMMTA STRÁKIN
með Hrafn Gunnlaugsæli: grand barnaafm
P OPP
Ný
apía! ía! barn rnap
BBQ BBQog oggrill grill
gerir Rikkaa gerir Rikk kaup:: góð kaup góð
hJör
sannar sögur Lífsreynslusögur Vikunnar
OG kYNÞOkkafULL!
n Eiríks: Lögreglustjórinn stefá
SAGAN ÖLL MANNLÍF in er nótntir rird urK gur Ke Fag rard sura óttir gissu Fa dís gis hJördís
Vínsíðurnar - Grænt og gómsætt - Sunnudagskakan - Búðaráp - Allrahanda
www.gest ww gjafinn.is w.gestgja finn.is
bbQ nýjasta græ sósurnar jan sagan
ENdURNýTIR ! ÁRSHÁTíÐARdRESSIÐ
grilla
- Allrahanda Búðaráp kakan -- Búðar áp - Allrahanda udagskakan Sunnudags t og gómsætt - Sunn Vínsíðurnar - Grænt og gómsætt Vínsíðurnar - Græn apríl 2012 apríl 2012
31. janúar 2008 2. tbl. 25. árg. 31. janúar 2008 2. tbl. 25. árg.
KíNA
„Menn vilja hafa útlitið íí lagi“ lagi“ útlitið
n vín
ITINN ÁTTAVITINN ✔ ÁTTAV ✔ íRINN PAPPíRINN ✔ PAPP ✔ Klaufabárðar ... Klaufabárðar IÐ ... PÚÐRIÐ ✔ PÚÐR ✔
ðar ötvaðar ppgötva Nýuppg Nýu dir myndir lar myn rgamlar aldargam alda andii 9. Indl tbl.Indl frá 2012,and 9. tbl. frá verð 1.59 201 2, ver 5 kr.m ð 1.595 kr.m.vsk. .vsk. ðuföllll Skriðufö Skri Heilgril ærðu kaff 0 kaff 197la lau mb ðærð - auðveld1970 aragðin en a byg
en þú heldu
1595 kr. m/vsk 1595 kr. m/vsk
EngEyinga EngEyinga
FeGRuNARAÐGeRÐIR FeGRuNARAÐGeRÐIR AR RKGAR ME FRÁ GAR FRÁ INNIN UPPFINNIN UPPF kARLA „Menn vilja hafa
lonsku rceílon aa Barce Ba rist Ba um spænsku nna í spæn ma rimanna vinst tu milli ma rima r og tta vinst og Barátta tu milli r ví Bará inni yrjöldinni arastyrjöld borgarast borg
•• •• ••
Sumir tapa, aðrir hagnast
aðrir hagnast TÆKNI ••Sumir VÍN •• FÓLK FÓLKtapa, LJÓSMYNDUN TÍSKA •• MATUR MATUR •• BÍLAR BÍLAR TÆKNI VÍN •• LJÓSMYNDUN •• TÍSKA
160005 160005 690691 5 5690691
5 690691 160005
rs nþórs Gunnþó Ernaa Gun Ern num:: vefnum sæll áá vef vinsæ vin
LYNG Fékk bónorð FyrIr Framan G700 manns AG || L LA FÉL FUFÉ ÁFU GÁ TG ÚT RÚ UR G N U Í G T N R Í IRT BI B
Gestg Gestg jafinn jafinn 9. 9. tbl. tbl. 2012 2012
n Saman Sama 17! síðan 17! síðan
Fyrsta orðIð sEm hún lærðI var „hEstur“
1.395 kr. 1.395 kr.
M Mannlíf an nl í f 2 . 2.t bltbl. . 2 929á rg . 2 02012 12 árg.
GOTT AÐ GOT A GÓÐA A GÓÐ EIGA EIG U! KONU! KON
NR 6/2012 NR 6/2012
Heit hjúkka!
RG HINDENBURG HINDíENBU M lJÓSUM í lJÓSU M lOGUM lOGU 1931 1931
ild sígild sK síg ensK íslen ísl hönnun hönnun
í Knattspyrnu
STóRSkoTALIÐSÆFING STóRSkoTALIÐSÆFING oG RokkAÐuR PuccINI
Einar Kárason Kárason tekur tekur hús hús á á Agli Agli Einar Ólafssyni og Þór Breiðfjörð
m nu um kju jun arí rík nd da
Hafdís Hafdís
Webergasgrill Webergasgrill krossgátuverðlaun íí krossgátuverðlaun
kr. 950 kr. 74 950 verðmæti 74 verðmæti
tónleika tónleika og HH leið og um leið um frum eignast frum eignast
899 kr. m.vsk. www.mannlif.is 899 kr. m.vsk. www.mannlif.is
MATARLIST MATARLIST
Er matur matur list? list? Er Hönnuðir Hönnuðir á rff rff á
HeIMASMíÐuÐ HjóL
Samfélag
r
24. tbl. 74. árg. 14. jú 24. tbl. 74. árg. 14. jú
í í i! i! órór rprp StSnt vnava óó sjsj
rnan varpsstja sjónvarps stjarnan: sjón Leós: ir Leós Reynir Reyn
5 690691 200008
GestgjaGestgja finn 8. finn 8.
r u t s y UN!! r f FFÖRÐU a
74. árg. 74. árg.
rahan
sum
RÓMEÓ: RÓMEÓ ĄDĄM:
Nýja stjarnan Nýja stjarnan
u r / F tt verð mááriDro lmiðla ór S Eyþ nnarrður ri / Fjö Guór ve Smá Eyþ nnar Gu
Sun
eg Skraauurtltltíeg sKa m Sskura tí r a sKa
MA
sum
í vestur oli konfektm num bæ í vestur
26. tbl.
i ÖðruvíS
8. tbl. 2012, verð 1.5 95 kr.m 8. tbl. 2012, .vsk. verð 1.5 95 kr.m .vsk.
Bestu vinkonu
ð að iðha Frmið s ar ú sFur arhús
ra ol ve ekatm nfar ákohj bænum
26. tbl.
g gó
Í snyrtibuddum jr vríSim Ögðriarufiþá rse Í STJARN snyrtibuANNA ddum jafi gfy allt m eiga STJARNANNAfy rir þá se lt al ga ei
Ta TaS im a i PERRY þéT a KATY í hSET i égTT r ROKKAR! þ KATY E o b g í h im PERRY r ROKKAR! bo
on rnssounm bjö s síð ww n .gest l sæbkwjö srm gju m afi nn.is egill sb íð ó wíwsw.m æ ge gileð bók í stgjafinn.is em d ð elan me n í iceland sso jónsson í ic s e ann jón jóhannes on jóh fsson ur Ólafsu sð gvi Ód laa ður g y Tr gvii au
ar -
ar -
ðurn
n g loo owloon a kg w l élako a a fé f m m Í m amSl lÍ nd dii Sa S EBBY Sla ú an DDRY EBĄBY N ú m ÍÍS Sl ĄN RYm m u m r du un á ur nd tu diirr bá tt u öllrd át p v ip erru ö um k n be d á mjhóim v i rdr fsk rnfnjá ár a s r f h Ha tjóimfnjjiiá H st fs h af hjá
ab ? nniðatabpiasðð? kasn íð n a ratr ið tap E k stríð r E
to torrttiillur llur
PLAKÖT PLAKÖT
ZE ĄYĄ BestuND vinkonurnar og ZEBE NDLL ĄYĄĄ og BELLĄ
múm uppá ínálfa ha m afmæ uppá ldsúam fmínæálf li li a hald kæ safm skaafm ælisk an li akan
008 008 691 200 691 200 5 690 5 690
. árg.
síð2u 13 síður
Kr. ð 1595
• VEr ww • 2012 w.ge stgja finn.is Kr. 9 5 ug 1 5la E r ður 2 • Vsig ww • 2 0 1og 6 . t B L .so 293 • sts wn.gestg n r . lm Pá i ge jafin n.is laug ur sig og stsson Pálmi ge BL. 3 • 6.t nr. 29
Astma- og ofnæmisfélagið á Íslandi mælir með vörum frá
6. tbl 4.árg. 6. tbl 2012 4.árg. Verð 20121.395 Verðkr. 1.395 kr.
an
w.m
l. 25
tb 08 2.
nlif.is
– skre gar og ve ytingar itingar
ndi nna ir Spe ntað ndiá geans ððirináni p in S veit sgbaysgtag ni d ggðin eitnin vla sby land
k m/vs
k m/vs
ar teil æri koktáeallirlaaf rri æ k ko á allra f
sk. ww
.v kr. m
2 201
nlif.is
g vín
g vín
2007
89
899
FLUTTI INN FLUTTI INN GLÆSIBÍL! GLÆSIBÍL!
ur o
ur o
rosa rosalegab r ris legaarnaafmæaeðl s ra rséisrs li mta uhú ð kt barn þ m rar eig aafm ave eeð a ld raleu hú li mta araærs á hj r s eð kt sé þ eiga a ar ld i em
ferm in ferm garveis inBergrún garv Íris la heim HANNAÐI Saumaður eisla a á SkjáEinum: í Verona! ið heim Bergrún Íris HANNAÐI öllurtæBRÚÐARSINN EIGIN vvSaumað a ákSkjáEinum: í Verona! if æ ið ri EIGINÓL! öll tæVÖNDURINN SINN BRÚÐARKJ BRÚÐARkifæ ri ÚR PAPPÍR! BRÚÐARKJÓL! VÖNDURINN ÚR PAPPÍR!
Emil Hallfreðs og Ása María: Emil Hallfreðs og Ása María:
mat mat
6 tbl.Nýtt 6 tbl.Nýtt 35. Líf 35. Líf tbl. tbl. 30. árg.2.2012 árg. 30. 2. 2012 árg. 2007 árg.
m.v 9 kr.
2 201
an w.m
sk. ww
780 690691 308
5
í jún
ww estgj w.gestgj afinn afinn .is .is
F Í F L Í NL N N N A A M M a a iSa g inga priy S p rE in U p g n Ey U Ep g En
í jún
sk.
sk.
Fe 01 – skrerm2 in ytingar g og 2 ve0 itin12
www.g
t as gn astma- og ha Dönsku t as n ð g a ofnæmissamtökin ha a, ap rir rt að i , m a Su ap rt m5i 6 9 0 6 9 1 3 0 8 7 8 0 Su rir
kr.m .v kr.m .v
HÆTT TT SA SAM MAN AN!! HÆ
Gylfi Sig í Reykjavík: Gylfi Sig í Reykjavík:
sjóStór nva í rp sjóStór i! nva í rpi!
595
Þórunn Antonía og Ágúst Ben FerstmBent: Þórunn Antonía og Ágú 2 ingt:
lar að vinna KATIE FLÚIN! TOM OG TRÚIN, um hvernig hún æt lar að vinna KATIE FLÚIN! æt n hú ig ern hv um
Ólaf Ragnar
rð 1.
6. tBL. 20126. tBL. 2012
Búið spil! Búið spil!
Allt um Vísindakirkjuna!
órrss nó Arrn ra A óra Þó Þ Ólaf Ragnar
595
12, ve
s sumarhaúrt s m ú s h r g a o m su eim arilti sm o13g2 h ili im e h r
.is
.is
ablað rhúsablað sumarhús
Allt um Vísindakirkjuna!
Hollywood skilnaður á Hollywood Íslandi: skilnaður á TOM Íslandi: OG TRÚIN,
rð 1.
l. 20
Gerir lífið skemmtilegra! Gerir lífið skemmtilegra!
ÁR
Senuþjófurinn Senuþjófurinn
12, ve
suma HÍBÝLI OG HÍBÝLI HÚS OG 293 HÚS
4. TBL. 2012
VERÐ 1.595 KR. M/VSK
l. 20
Nr. 27 – 2012 Verð: 895 kr. 5. júlí
jafin n jafin n
Barna afm æli og æli og fermi fermi ngar ngar
VERÐ 1.595 KR. M/VSK
www .gestg
3. tb
Barna afm
árg.2.2007 30. Líf tbl.Nýtt tbl. 30. árg. 2007 Nýtt Líf 2. 2012 4. TBL. 35. ÁRG. 4. TBL. 35. ÁRG. 2012
4. TBL. 2012
www .gestg
293
Sumarauki, Sumarleikur, Blár Ópal og plakat af spænska landsliðinu Sumarauki, Sumarleikur, Blár Ópal og plakat af spænska landsliðinu
9. tbl 4.árg. Verð 1.395Verð kr. 1.395 kr. 9. 2012 tbl 4.árg. 2012
Gestg
STÆRRA BLAÐ – SAMA VERÐ! STÆRRA BLAÐ – SAMA VERÐ!
David Oldfield Oldfield smíðar smíðar David einstök hjól í kjallara
múSlÍma
Hildur sverrisdóttir
„erfitt að vera dóttir
Þorvaldsdóttir sigríður Þorvaldsdóttir sigríður
vaknaði og g einungis talað ens
fór í endurHæfingu að læra íslensku u sló í gegn í en sin
Dr. Anna Ragna Magnúsardóttir. „Við sem búum norðarlega á hnettinum þurfum D-vítamín yfir veturinn og það fáum við úr lýsinu, auk þess sem það er í mörgum ómega-3 hylkjum. D-vítamín er líka gott fyrir taugakerfið og ég mæli með að fólk taki fljótandi lýsi og borði nóg af fiski en taki D-vítamíntöflur ella.“
26 Heilsan
viðtal
Ómega-3 fitusýrur
og góð, andleg líðan Ómega-3 fitusýrur geta m.a. haft góð áhrif á andlega líðan. Sumir sem þjást af geðröskunum geta minnkað neyslu geðlyfja ef þeir taka inn ómega-3 fitusýrur sem er aðallega að finna í fiski og lýsi. Texti: Svava Jónsdóttir Myndir: Kristinn Magnússon
D
r. Anna Ragna Magnúsardóttir útskrifaðist árið 1999 frá Háskóla Íslands sem matvælafræðingur með áherslu á næringarfræði. Eftir það var hún um tíma skiptinemi við Konunglega dýralækna- og landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn þar sem hún stundaði nám í næringarfræði mannsins. Hún lauk árið 2009 doktorsprófi í heilbrigðisvísindum frá læknadeild Háskóla Íslands og er titill doktorsritgerðarinnar „Ómega-3 fitusýrur í rauðfrumum barnshafandi kvenna. Tengsl við neyslu og útkomu meðgöngu“. Anna Ragna er með starfsleyfi sem næringarfræðingur og hefur sótt námskeið á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands um átraskanir, hugræna atferlismeðferð, gjörhygli, jákvæða sálfræði og fleira. Hún rekur heilsuráðgjöfina Heilræði sem veitir fræðslu og ráðgjöf um holla og fjölbreytta næringu, gefandi og skemmtilega líkamsrækt og andlega og nærandi geðrækt. „Ég mæli með því að borða næringarríka og fjölbreytta fæðu. Best er að borða matinn sem minnst unninn; kaupum hráefni og eldum heima. Það er það sem skiptir máli fyrir almenna heilsu.“
Fiskur og lýsi Nauðsynlegt er að neyta fæðu sem inniheldur ómega-3 fitusýrur þar sem líkaminn getur ekki framleitt þær sjálfur. Sjávarfang og lýsi er ríkt af fjölómettuðu ómega-3 fitusýrunum DHA og EPA. Alfa-línólensýra (ALA) er ómega-3 fitusýra sem er í örfáum jurtum og jurtaolíum eins og sojaolíu, repjuolíu, rósakáli, valhnetum og hörfræjum; alfa-línólensýra úr jurtum hefur mun minni virkni en Heilsan 27
þær ómega-3 fitusýrur sem eru í fiski og lýsi. „Fyrir þá sem vilja ekki eða geta ekki borðað fisk, tekið lýsi eða ómega-3 hylki er nauðsynlegt að borða þessar jurtir eða jurtaolíur. Ómega-3 fitusýrur tempra bólguviðbrögð í líkamanum, þynna blóðið og lækka blóðþrýstinginn. Niðurstöður rannsókna benda til þess að þeir sem neyta fiskafurða sem innihalda ómega-3 fitusýrur séu í minni hættu en aðrir að fá kransæðasjúkdóma sem og að neysla á fiski og lýsi dragi úr líkum á því að þeir sem hafa fengið kransæðasjúkdóm fái hann aftur.“ Næringin skiptir líka máli þegar kemur að góðri, andlegri líðan. Ómega-3 fitusýran DHA er mikilvæg fyrir heilann og taugakerfið og benda niðurstöður rannsókna til að nægilegt magn af ómega-3 fitusýrum í fæði geti haft góð áhrif á andlega heilsu og líðan. Fólk sem þjáist af þunglyndi hefur mælst með minna magn af DHA í frumuhimnum en aðrir. Sumir finna fyrir því sem kallast skammdegisþunglyndi sem tengist því að sólin lætur lítið sjá sig yfir vetrartímann. „Við sem búum norðarlega á hnettinum þurfum D-vítamín yfir veturinn og það fáum við úr lýsinu auk þess sem það er í mörgum ómega-3 hylkjum. D-vítamín er líka gott fyrir taugakerfið og ég mæli með að fólk taki fljótandi lýsi og borði nóg af fiski en taki D-vítamíntöflur ella.“
Á fósturskeiði Lengi býr að fyrstu gerð og bendir Anna Ragna á mikilvægi þess að konur á barneignaraldri og verðandi mæður borði fæðu sem er rík af ómega-3 fitusýrum. „Það skiptir máli fyrir þroska fóstursins og uppbyggingu heilans. Fóstrið fær ómega-3 fitusýrur frá móðurinni í gegnum fylgjuna.“ Mikið er af DHA í frumuhimnum
28 Heilsan
heilans. DHA gerir himnurnar sveigjanlegri og tekur þátt í ýmissi starfsemi í frumunum. Þess má geta að í rannsókn sinni í doktorsnáminu komst Anna Ragna að því að neysla lýsis í byrjun meðgöngu tengdist aukinni þyngd nýbura óháð meðgöngulengd. „Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að lýsisneysla og góð staða ómega-3 fitusýra í rauðum blóðkornum í byrjun meðgöngu tengist heilbrigðri aukningu í fæðingarþyngd og léttari fylgju en há fæðingarþyngd og tiltölulega lág fylgjuþyngd hafa verið tengd minni hættu á háþrýstingi og hjarta- og æðasjúkdómum á fullorðinsárum. Athugið að þarna er ég ekki að tala um þá aukningu sem verður á fæðingarþyngd barna kvenna með háan líkamsþyngdarstuðul og meðgöngusykursýki. Sú aukning er ekki heilbrigð, heldur merki um að fóstrið hefur fengið of mikinn glúkósa. Það getur haft neikvæð áhrif á langtímaheilsu einstaklingsins á meðan ómega-3 fitusýrur gætu verið einn af þeim þáttum sem hafa jákvæð áhrif á langtímaheilsu.“ DHA er byggingarefni heilahimna fóstursins og skiptir því miklu máli fyrir þroska heilans í móðurkviði. Anna Ragna bætir við að fóstrið geymi líka DHA í fituvef sínum en það gerist síðustu þrjá mánuði meðgöngunnar. „Fyrirbura skortir þess vegna að miklu eða öllu leyti þennan DHA-forða sem fullburi er búinn að safna í fituvef sinn. Í dag er fyrirburaþurrmjólk alltaf með DHA en fullburaþurrmjólk er það að jafnaði ekki. Öll fullburaþurrmjólk á þó að innihalda alfa-línólensýru sem er bót í máli þó að hún sé ekki nærri eins virk og DHA. Barnið gengur á DHA forðann í fituvefnum fyrsta árið eftir fæðinguna til að halda áfram að þroska og stækka heilann. DHA er auk þess í brjóstamjólk og í meira magni ef móðirin borðar fisk
ISIO 4 með D-vítamíni góð fyrir æðakerfið ISIO4 er heilsusamleg blanda af olíum — auðug af náttúrulegu E-vítamíni og viðbættu D-vítamíni. Olíurnar fjórar sem sameinast í ISIO4, repju-, oléisol-, sólblóma- og vínberjaolía, eru ríkar af E-vítamíni, andoxunarefni sem verndar frumur líkamans. Auk þess inniheldur ISIO4 núna meira af D-vítamíni sem hjálpar þér að styrkja ónæmiskerfið. Hugsaðu um heilsuna og veldu ISIO4 með lífsnauðsynlegum Omega-3 fyrir hjarta og æðakerfi og Omega-6 til að halda kólesteróli í skefjum.
ÍSLENSKA SIA.IS NAT 58050 03/12
Olían er bragðgóð og hentar vel í alla matargerð, heita rétti sem kalda.
„Best er að borða matinn sem minnst unninn; kaupum hráefni og eldum heima.“
eða tekur lýsi. Það tekur fullbura hins vegar aðeins tvo mánuði að klára þennan forða í fituvef ef hann fær enga uppsprettu af ómega-3 fitusýrum í fæði sínu.“
Gegn þunglyndi Fæðingarþunglyndi er þunglyndi móður á meðgöngu og eftir fæðingu. „Niðurstöður sumra rannsókna benda til að nægilegt magn af ómega-3 fitusýrum í fæði móður geti dregið úr fæðingarþunglyndi.“ Ástæðan er sú að ef móðir fær ekki nóg af ómega-3 fitusýrum úr fæði sínu minnkar magn þessara fitusýra í líkama hennar þegar líður á meðgönguna og með hverri meðgöngu ef stuttur tími líður milli þungana. Magnið minnkar líka eftir því sem hún er lengur með barn á brjósti. Þetta er eitt af því sem getur stuðlað að fæðingarþunglyndi; fóstrið/brjóstmylkingurinn gengur á forða móðurinnar af ómega-3 fitusýrum. Anna Ragna segir að ómega-3 fitusýrur hafi ekki bara áhrif á fæðingarþunglyndi heldur geti þær temprað einkenni þunglyndis almennt. „Einnig eru vísbendingar um að fitusýrurnar dragi úr geðhvörfum, einkennum persónuleikaröskunar og jafnvel einhverfueinkennum, ofvirkni og athyglisbresti. Til eru rannsóknir þar sem geðklofasjúklingar hafa tekið ómega-3 og minnkað lyfjaskammtinn á móti. Aukaverkanir af ómega-3 fitusýrum eru litlar, jafnvel þó að þær séu teknar í lyfjafræðilegum skömmtum. Mælt er með 1-3 grömmum á dag fyrir fólk með geðraskanir. Í 10 ml af lýsi - hálfri matskeið - eru 1,8 grömm af ómega-3 og þar af næstum 1 gramm af DHA. Magnið í ómega-3 hylkjum er umtalsvert minna.“
30 Heilsan
Andoxunarefni Andoxunarefni vernda ómega-3 fitusýrurnar þannig að þær oxast síður og skila fullri virkni í líkamanum. Anna Ragna talar um mikilvægi þess að borða andoxunarríka fæðu en það eru ávextir, grænmeti og ber. „Með því móti fær maður blöndu margra andoxunarefna og önnur næringarefni í hæfilegum hlutföllum hvert við annað. Auk þess fær maður ýmis önnur plöntuefni sem eru frá náttúrunnar hendi í jurtunum. Það er miklu betra heldur en að taka andoxunarefni í pilluformi.“ Anna Ragna segir að E-vítamín sé aðalandoxunarefnið í frumuhimnum á meðan önnur andoxunarefni séu uppleyst í vökvum líkamans. E-vítamíni sé bætt í langflestar tegundir af lýsi og í ómega-3 hylki til að vernda ómega-3 fitusýrurnar fyrir þránun. „Þetta er viðbætt E-vítamín því frá náttúrunnar hendi er ekkert E-vítamín í lýsi.“ E-vítamín er annars að finna í jurtaolíum og fituríku grænmeti eins og avókadói. Þótt það sé vissulega mikilvægt að fá nóg af ómega-3 fitusýrum upp á andlega heilsu að gera segir Anna Ragna mikilvægast að hlúa að sér andlega og líkamlega. „Hreyfing hefur mjög góð áhrif á andlega líðan og sérstaklega þolþjálfun sem minnkar streitu, léttir lundina og bætir geðið. Það er líka gott að vera úti í náttúrunni, annaðhvort einn eða í góðum félagsskap, og fá andlegan stuðning. Það er nauðsynlegt fyrir fólk með geðraskanir að viðurkenna vandann og sækja sér aðstoð. Það er hægt að fara til sálfræðings eða læra núvitund eða gjörhygli. Sjálfshjálparfundir hafa hjálpað mörgum. Þar hittist fólk með svipuð vandamál, talar saman, tjáir sig og fær félagslegan stuðning. Þetta er það sem skiptir langmestu máli fyrir andlega heilsu.“
FYRIR STERKAR OG HREINAR TENNUR
Heilbrigðar og fallegar neglur Útlit og litblær naglanna segja mikið um heilsufar okkar almennt og góð umhirða þeirra gefur vísbendingu um að við hugsum vel um okkur á annan hátt líka. Það er þó ekki nóg að sinna nöglunum sjálfum vel því naglaböndin eru órjúfanlegur hluti af þeim og ástand þeirra hefur mikil áhrif á neglurnar sjálfar.
Forðastu að snyrta naglaböndin of mikið, ef gengið er of hart að þeim geta þau orðið þykk og farið að breiða úr sér. Ekki nota málmáhöld á naglaböndin, þau geta skaðað viðkvæma húðina á þessu svæði.
Skortur á góðri umhirðu naglabanda getur leitt til alls konar vandamála, haft slæm áhrif á naglaheilsuna og útlitið um leið. Naglaböndin eru dautt skinn við rót naglanna sem liggur á milli naglanna og húðarinnar á fingrinum og þau verja líkamann fyrir sveppum, bakteríum o.fl. Óheilbrigð naglabönd eru því ekki aðeins til vansa útlitslega, heldur geta þau leitt til óþæginda og jafnvel sársauka og heilsufarsvandamála. Viljir þú viðhalda góðu naglaheilbrigði og forðast ofantalin vandamál í tengslum við naglaböndin má prófa að fylgja eftirfarandi ráðum.
Önnur góð ráð fyrir fallegar neglur
Naglaböndin skipta máli! Nauðsynlegt er að viðhalda réttu rakastigi á naglaböndunum. Verði þau tætingsleg eða jafnvel rifin er það merki um að þau séu of þurr og þarfnist viðbragða sem fyrst. Þó verður að gæta sín og ekki ganga of langt því t.d. of mikil snerting við sápuvatn getur leitt af sér þurrk, rauðleitan blæ og óþægindi. Þegar þú kemur úr sturtu eða baði skaltu nudda naglaböndin varlega upp úr volgri ólífuolíu með fingurgómunum. Einnig má blanda saman tveimur teskeiðum af Eucalyptus-olíu og einni teskeið af Jojoba-olíu og nota blönduna í staðinn fyrir ólífuolíuna. Þetta kemur í veg fyrir að naglaböndin þorni upp. Ef naglaböndin virðast drusluleg skaltu reyna að nudda varlega burt dauða skinnið með mjúkum þvottapoka. Ekki ýta harkalega á naglaböndin og forðastu í lengstu lög að bíta þau af.
Umsjón: Hrund Þórsdóttir
Notaðu ávallt naglabandaeyði (fæst t.d. í apótekum) og mjúkan trépinna til að mýkja naglaböndin upp þegar þú snyrtir þau. Naglabandaolía eða -krem er ekki nóg eitt og sér.
32 Heilsan
Leyfðu naglabandaeyðinum að liggja á í dálitla stund áður en þú ýtir naglaböndunum varlega upp með litlum hringlaga hreyfingum í átt að rót naglarinnar. Þetta hjálpar þér að fjarlægja síðan dauða skinnið í kringum neglurnar. Gott er að endurtaka þetta minnst þrisvar sinnum fyrir hverja nögl. Þurrkaðu dauða skinnið burt með bómull og berðu raka á naglaböndin.
Vendu þig á að bera ávallt rakagefandi krem á þig eftir að þú þværð þér um hendurnar. Ekki nota naglalakkseyði oftar en einu sinni í viku, því hann þurrkar upp neglurnar og svæðið í kringum þær. Þegar þú notar naglaþjöl skaltu hafa neglurnar þurrar, það gefur þér betra færi á að móta nöglina að vild. Beittu þjölinni alltaf í sömu átt (ekki fram og til baka) og notaðu mjúkar hreyfingar. Notaðu naglalakksgrunn (e. basecoat) undir naglalakkið. Það lætur naglalakkið endast lengur á og kemur í veg fyrir að dökkir litir skilji eftir ljóta slikju á nöglunum. Notaðu þunnt lag af naglalakki, það auðveldar að bera það á og flýtir fyrir að það þorni.
Gott er að setja yfirlakk (e. top coat) yfir naglalakkið ef þú hefur tíma. Það eykur endingu lakksins, gefur fallegan gljáa og verndar neglurnar því það fær raka til að haldast betur á þeim en ella. Notaðu hanska þegar þú vinnur með hreinsiefni á heimilinu eða annars staðar. Ef þú ferð í handsnyrtingu skaltu fullvissa þig um að snyrtifræðingurinn sótthreinsi öll tól sem notuð eru á hendurnar á þér, eða mæta með þín eigin. Gættu þess líka að almennt hreinlæti sé viðhaft og að snyrtifræðingurinn þvoi sér um hendur á milli þess sem hann sinnir viðskiptavinum. Ef þú ert með bólgur eða sýkingar í nöglum eða naglaböndum skaltu fara til húðsjúkdómalæknis eða löggilts fótaaðgerðafræðings ... og ekki slá því á frest!
Augl_SILK_Brudarblad.pdf
C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
1
4/8/13
9:50 PM
15
leyndarmál um heilann Heilinn er mikilvægasta líffæri líkamans en hve mikið veistu í alvöru um þitt mikilvægasta tól?
1
Hann gerir okkur mannleg
Heilinn skilur okkur frá öðrum dýrum. Hann er líffærið sem að myndar og skipuleggur hegðun okkar og geymir gáfurnar. Ef heilinn skemmist missum við yfirleitt hluta af persónuleika okkar sem sýnir í stuttu máli að heilinn er það sem við erum.
2
Klístruð áferð Heilinn er u.þ.b. 80% vatn sem er meðal annars ástæðan fyrir því að við verðum að drekka nóg af vatni. Vökvinn, ásamt virku brotunum í heilafrumunum, gefur heilanum geláferð sem er ólíkt öðrum líffærum.
3
Tökum vísindin frá
4
Skilaboðin áframsend
Heilinn skiptist í framheila, litla heilann sem stjórnar samhæfingu vöðvahreyfinga og heilastofn sem er neðri hluti heilans. Framheilinn hýsir ennisblaðið sem stjórnar tilfinningum og hegðun: heimkynni skynjunar og mótorsins sem bera ábyrgð á hreyfingu og skynjun; gagnaugablaðið, sem geymir minningar; hvirfilblaðið sem stjórnar rýmisskynjun og að lokum hnakkablaðið sem ber ábyrgð á sjóninni. Litli heilinn stjórnar jafnvæginu á meðan heilafrumurnar senda boðin niður mænuna til vöðvanna okkar, húðarinnar og annarra líffæra.
Heilinn starfar með heilasellum og trefjum. Sellurnar búa til skilaboð sem hjálpa líkamsstarfseminni, skilaboðin sendast áfram til annarra parta heilans eða niður eftir heilastofninum með trefjum. Ef sellurnar vantaði myndu engin skilaboð verða til en ef trefjar myndi vanta myndu skilaboðin ekki komast áfram, þannig að þetta er hvoru tveggja jafnmikilvægir hlutir fyrir heilastarfsemina.
34 Heilsan
5
Byrjar að starfa í móðurkviði
6
Hjartans mál
Heilinn er einn af fyrstu líffærunum til að þróast. Hins vegar verður mikilvægasta þróunin eftir fæðingu en þá þróast mýelínið sem leyfir taugatrefjunum að bera boðin áfram. Fyrstu trefjarnar til að myndast eru þær sem bera ábyrgð á sjóninni og á endanum gerir mýelín þróunarferlið okkur kleift að læra að hreyfa okkur, finna tilfinningar og að skilja.
Það kemur fólki oft á óvart hvað heilinn kemur að starfsemi margra líffæra. Tökum hjartað sem dæmi; það væri eðlilegt að áætla að hjartslættinum og blóðþrýstingnum væri stjórnað af hjartanu sjálfu en heilinn hefur sitt hlutverk í því líka. Ef heilinn verður afslappaður eins og til dæmis eftir íhugun eða slakandi tónlist þá eru skilaboð send með heilatauginni beint niður að hjartanu að hægja á sér. Á meðan hjartað og önnur líffæri geta lifað af án heilans þá væri starfsemi þeirra verulega skert án hans, til dæmis við heiladauða.
7
11
8
12
Áverkar geta verið líkamlegir ...
Flestum áverkum á heila er hægt að skipta í þrjú stig. Fyrsti „áverkinn“ er þegar beinir áverkar verða, til dæmis við bílslys eða fall. Þá getur höfuðkúpan fengið á sig mikið högg og heilatrefjarnar snúið upp á sig eða rifnað við höggið. Annar „áverkinn“ er þegar súrefnisskortur verður, t.d. vegna blóðmissis eða annarra áfalla og jafnvel ef líkamsstelling verður til þess að hindra blóðflæði. Að lokum er þriðji „áverkinn“ sem getur hindrað blóðflæðið þegar til dæmis bólga, mar eða blóðtappi myndast í heila.
... eða efnahvarfatengdir Efnaboðberar eru kröftug efni sem verða til í heiladinglinum og stýra bæði líkamlegum og tilfinningalegum framkvæmdum. Líffræðileg eða lífstílstengd áhrif, eins og stress, geta orsakað breytingu í framleiðslu þessara efna sem getur orðið til alls kyns heilatruflana. Parkinsonsjúkdómurinn kemur til að mynda upp hjá fólki sem framleiðir ekki nóg af dópamíni, efni sem ber ábyrgð á hreyfingu, sem leiðir svo til skjálfta og hægra viðbragða sem eru einkennandi fyrir sjúkdóminn, á meðan þunglyndi er afleiðing af ójafnvægi í efnum sem innihalda „gleðihormónið“ serótónín. Það að drekka of mikið af áfengi getur leitt af sér skammtímabreytingu í efnajafnvægi heilans og ruglað starfsemi framheilans sem heldur hegðun okkar venjulega í skefjum.
9
Að komast hjá heilaskemmdum
Þó svo að slag sé mjög algeng dauðaorsök þá er hægt að koma í veg fyrir allt að 80% af öllum slögum. Slag gerist þegar hluti heilans fær ekki nægilegt súrefni, oft vegna blóðtappa, og heilasellurnar deyja af þeim ástæðum. Hár blóðþrýstingur og hátt kólesterólmagn í líkamanum eru einnig mjög algeng orsök slaga og við ættum að láta athuga hvort tveggja á hverju ári. Ef þú reykir þá minnkar þú verulega líkurnar á slagi ef þú hættir strax. Einnig hefur það haft verulega góð áhrif á kólesterólmagnið í líkamanum að borða nóg af grænmeti, ávöxtum og trefjum.
10
Að breyta hugsanahættinum
Getum við þjálfað heilann?
Endalausar rannsóknir sýna að hvernig við örvum heilann okkar hefur meiri áhrif en erfðalegir þættir. Lykillinn að því að halda heilanum eins heilbrigðum og mögulegt er virðist vera að læra nýja hluti. Öll „púsl“ örva heilann á mismunandi hátt – krossgátur æfa til dæmis hlutann sem á við málnotkun og að eiga við hluti með höndunum þjálfar hreyfingarhlutann. Svo það að prófa nýja hluti og upplifa breytilegar kringumstæður mun hjálpa heilanum við nýjar tengingar og örva hann. Hins vegar eru engar sannanir um það að heilaleikir svokallaðir efli kraft heilans.
Karlar og konur eru ekki eins
Rannsóknir hafa sýnt fram á mismun á uppbyggingu heilans hjá körlum og konum. Þessi munur virðist hafa áhrif á hegðun okkar flestra strax sem börn, eins og til dæmis velja strákar og stelpur oftast mismunandi leikföng. Rannsókn meðal taugavísindamanna í Kaliforníu hefur einnig sýnt vísbendingar um mismunandi viðbrögð karla og kvenna við stressandi aðstæðum.
13
Að jafna sig eftir slag Í sumum tilfellum er möguleiki á að neyða heilann til að endurskipuleggja sig. Til dæmis ef sjúklingur sem hefur orðið fyrir slagi hefur misst máttinn í vinstri hendi er hægt að setja hægri höndina í fatla til þess að sjúklingurinn sé neyddur til að reyna að nota vinstri höndina. Eftir þjálfun endurskipuleggur heilinn sig og lærir að nota vinstri höndina aftur.
14
Breytt sýn
Nýleg þróun á sviði heilarannsókna gefur okkur möguleikann á ákveðinni tækni til þess á að sjá hvernig heilinn starfar í raun. Vonin er sú að þetta geti verið leið til að finna út hvernig við getum eflt heilastarfssemi okkar.
15
Tímamót
Fyrstu opinberu tilrauninni á stofnfrumum fósturvísa hefur verið hleypt af stað í Bretlandi. Rannsóknin miðar að því að sprauta mennskum fósturvísastofnfrumum í sjúklinga sem eru lamaðir eftir mænuskaða í von um að frumurnar muni örva framleiðslu á mýelíni í kringum skaddaðar taugar og að þannig megi endurheimta hreyfimátt. Ef rannsóknin heppnast þá verður það risastórt skref áfram í hvernig hægt er að meðhöndla heilaraskanir eins og lömun.
Á síðasta áratuginum hafa vísindamenn unnið gríðarlega gott starf við að greina hvað það er sem gerir okkur líklegri til þess að fá Alzheimer-sjúkdóminn og að þróa tækni til greina sjúkdóminn áður en til nokkurra einkenna kemur. Þetta hefur gert það að verkum að greining getur komið til mun fyrr en áður var og vonandi munu nýjar meðferðir og lækningar fyrir Alzheimer koma upp á borðið bráðlega.
Heilsan 35
Heimatilbúnar snyrtivörur eru sífellt að verða vinsælli. Ef þú vilt nota náttúrulegar snyrtivörur verður þú að vera tilbúin að leita þær uppi og lesa á umbúðirnar.Til dæmis er betra fyrir húð þína að nota hreina hveitikímolíu, sem er rík af E-vítamíni, frekar en rándýrt krem með allskonar aukaefnum. Gott er að hafa í huga að okkur ætti að vera óhætt að borða allt sem við berum á húðina. Þegar þú verslar snyrtivörur, skaltu vera viss um að þær séu lausar við tilbúin rotvarnar-, ilm- og litarefni, jarðolíur, parabenefni, paraffín, phthalates, propylene glycol, PABA, petrolatum og önnur kemísk efni.
Líkamsskrúbbur úr kaffibaunum
Heimatilbúnar snyrtivörur
Texti: Tinna Alavis
Andlitsskrúbbur
36 Heilsan
Innihald: 60 g fínmalaður brúnn sykur, 60 ml sesamolía,10 dropar af eucalyptus essential-olíu. Leiðbeiningar: Blandið öllu saman í litla skál. Geymið inni í ísskáp í lokuðum umbúðum. Notið skrúbbinn 3-4 sinnum í viku að kvöldi til.
Kostir:
Brúnn sykur djúphreinsar húðina, þéttir húðholur og gefur húðinni fallegri áferð. Sesamolían gefur mikinn raka og mýkir skrúbbinn, þannig að auðvelt er að bera hann á. Eucalyptus-olían er náttúruleg sótthreinsun fyrir húðina.
Innihald: 150 g fínmalaðar kaffibaunir (kaffikorgurinn sem verður eftir í pokanum eftir að hellt hefur verið upp á kaffi er einnig tilvalinn), 150 g fínmalaður brúnn sykur, sesamolía. Leiðbeiningar: Blandið öllu saman, þannig að úr verði þykkur og mjúkur leir. Bleytið húðina og nuddið skrúbbnum á allan líkamann, gott er að byrja neðst og vinna sig alla leið upp að hálsi. Hreinsið skrúbbinn því næst af og berið þunnt lag af hunangi á líkamann og látið bíða í 5 mínútur. Skolið hunangið af áður en þið þurrkið ykkur og endið á því að bera á ykkur uppáhaldsolíuna ykkar eða rakakremið.
Kostir:
Bæði kaffibaunirnar og brúni sykurinn vinna vel saman til að hreinsa húðina. Sykurinn er frábær til að taka dauðar húðfrumur og kaffið vinnur á appelsínuhúð.
líkami
Stinnandi klakameðferð Innihald: 150 ml sítrónusafi, 150 ml sterkt blandað rauðrunnate, 150 ml sterkt blandað myntute, 150 ml af Reyka vodka.
Andlitsvatn Innihald: 90 ml sterkt blandað rauðrunnate, 90 ml sterkt blandað kamillute, 60 ml hreinn Aloe Vera-safi. Leiðbeiningar: Hristið allt vel saman og setjið í spreibrúsa. Berið á hreina húð kvölds og morgna með bómull og látið húðina drekka í sig vökvann. Einnig er hægt að spreia blöndunni yfir farða til að fá gljáandi áferð.
Leiðbeiningar: Hrærið blönduna saman og setjið í klakabox. Hvern ísmola er hægt að nota í nokkur skipti, einfaldlega látið hann aftur inn í frystinn. Haltu á ísmolanum með bómull og nuddaðu á allt andlitið og hálsinn í 2-3 mínútur.
Kostir:
Kostir:
Þessi meðferð þéttir og stinnir húðina og gefur henni unglegra útlit.
Frábært er að nota andlitsvatnið áður en þú berð rakakrem á húðina. Einnig er mjög gott að spreia blöndunni í andlitið til að fríska upp á andlitsfarðann, ef farið er t.d. út að borða eða í leikhús eftir vinnu. Rauðrunnateið inniheldur mikið magn af C-vítamíni sem byggir upp kollagen húðarinnar. Kamilluteið er róandi og græðandi, á meðan Aloe Vera tekur roðann í húðinni. Blandan styrkir ytra lag húðarinnar, hægir á öldrunareinkennum, róar og sefar húðina.
Heilsan 37
Dekurmaski Innihald: 1 msk. hrein lífræn jógúrt, 2 msk. hunang, 1 msk. af fínmöluðum höfrum, 1 stk. A-vítamíntafla, 1 stk. E-vítamíntafla, 5 dropar lavender-olía. Leiðbeiningar: Hræið hráefnunum saman og setjið í glerskál. Dýfið bómull í blönduna og berið á andlitið. Nuddið húðina varlega í 1-2 mínútur. Gerið þetta tvisvar til þrisvar sinnum í viku fyrir nóttina og látið standa til morguns.
Kostir:
Mjólkursýran tekur umframolíu og endurnærir húðina. Einnig virkar þetta vel til að taka dauðar húðfrumur sem get lokað húðholunum. Mjólk hefur mjög róandi áhrif á húðina. Sítrónusafinn stinnir og þéttir húðina, ásamt því að hreinsa hana mjög vel. Einnig minnkar blandan ójafnan húðlit.
Lúxuslíkamsskrúbbur Innihald: 60 ml möndluolía, 30 g sjávarsalt, 30 g fínmalaður brúnn sykur, 15 dropar af eucalyptus essential-olíu. Leiðbeiningar: Blandið öllu saman í skál og nuddið skrúbbnum á rakan líkamann.
38 Heilsan
Kostir:
Skrúbburinn fjarlægir dauðar húðfrumur og gefur þurri, líflausri húð góðan raka. Húðin verður silkimjúk og stinn, eftir þennan endurnærandi skrúbb.
Föst í hryllingsmynd Auðna Ýrr Oddsdóttir var greind með alvarlegan geðsjúkdóm fyrir tæpum 10 árum en með hjálp meðferðar á geðdeild, geðlyfja og annarra úrræða hafa síðustu ár verið mun betri.Auðna Ýrr talar m.a. um sjúkdóminn og mikilvægi reglulegrar hreyfingar. Hreyfing og omega-3-fitusýrur eru á meðal þess sem hjálpa Auðnu. Texti: Svava Jónsdóttir Myndir: Ernir Eyjólfsson
A
uðna Ýrr er 36 ára gömul. Hún er í rauðri peysu, svörtum leggings og brúnum skóm og með dökkblátt naglalakk. Auðna bjó úti á landi á æskuárunum – á Skagaströnd og á Bíldudal. „Ég átti rosalega góða æsku, var góður námsmaður og var mikið í íþróttum og vann til verðlauna sem krakki. Ég byrjaði að reykja og drekka frekar ung en ég lét það ekki bitna á náminu þannig að það gekk allt upp.“ Auðna flutti til Reykjavíkur 16 ára gömul til að stunda nám við Menntaskólann í Reykjavík. „Ég var að elta vinkonu mína frá Bíldudal sem er árinu eldri. Í skólanum kynntist ég fólki og fórum við að fikta við hassreykingar. Ég flosnaði upp úr náminu í MR af því að ég átti erfitt með að vakna til að mæta í skólann. Mér fannst gaman í skólanum en stundaði ekkert námið og hélt ég gæti lesið allt rétt fyrir próf en svo varð raunin önnur. Ég hafði aldrei fengið
40 Heilsan
jafnlága meðaleinkunn. Ég hóf síðan nám í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Ég var farin að pönka mig upp, var með skrýtnar klippingar og vildi vera spes. Ég fann fyrir þrýstingi frá þeim sem ég umgekkst að vera öðruvísi og standa út úr. Álagið var mikið en ég var í vinnu með náminu til að reyna að sjá fyrir mér. Ég var orðin dauðþreytt á að vera í notuðum fötum frá „hjálpó“ og reyna að vera spes. Ég vildi bara vera aftur ég sjálf. Ég fylltist mikilli sorg sem ég réð ekki við. Mér fannst erfitt að fara í strætó og fannst ókunnugt fólk vera ógeðslegt. Mér fannst bara margt vera svo ógeðslegt. Ég fékk hryllingstilfinningu fyrir umhverfi mínu. Ég grét og grét eftir sveppateskvöld og ég hef aldrei upplifað jafnmikla sorg og erfiðleika yfir engu. Þetta voru afleiðingar neyslunnar. Ég vissi að eitthvað var að og vissi að ég þyrfti aðstoð. Ég pantaði tíma hjá geðlækni þar sem það var ódýrara á þessum tíma heldur
viðtal en viðtal hjá sálfræðingi. Ég fékk greiningu á vægu þunglyndi og kvíða tengdum sjúkdómi sem heitir þráhyggja sem lýsti sér í mínu tilfelli með hugsunum sem ég réð ekki við. Í mínu tilfelli held ég að veikindin hafi komið vegna samblands af því að vera í óþekktum aðstæðum þar sem ég kannaðist ekki við mig, undir álagi og streitu og í neyslu vímuefna. Lyfin, sem geðlæknirinn vildi að ég tæki, virkuðu vel og allt fór að ganga upp. Ég hélt ekki áfram í námi, heldur fór að vinna og upplifði að ég væri aftur ég sjálf.“
Töluðu ekki við hana Auðna talar um erfiðleika sem tóku við þegar hún vildi aftur vera hún sjálf – segir að þá hafi hún ekki lengur þótt nógu góður félagsskapur þeirra sem hún hafði umgengist mest. Segir að hún hafi verið lögð í einelti af MR-félögum sínum og vinum þeirra. „Fólk, sem hafði verið vinir mínir, talaði ekki við mig úti á götu. Það var of sárt þannig að ég þorði ekki niður í bæ. Þá jókst kvíðinn. Ég held að fólk hafi orðið hrætt þegar það vissi að ég var komin með þessar geðgreiningar; það hefur haldið að þetta væri eitthvað annað og kannski að ég væri hættuleg sem ég var ekki. Ég hef verið að berjast svolítið fyrir því að geðgreiningar byggi ekki upp misskilning.“ Auðna var 18 ára þegar hún fór fyrst til geðlæknis. Hún átti um tveggja ára gott tímabil en eftir áfall sem hún lenti í fór hún aftur í neyslu. „Ég var í mikilli neyslu á níu mánaða tímabili. Ég reykti hass og prófaði önnur sterkari efni en aldrei í miklu magni. Mér tókst að hætta sjálfri í neyslu og fara að vinna. Ég fékk vinnu á leikskóla og gekk það ágætlega. Leikskólastjórinn var pottþétt kona, ég upplifði stuðning frá henni og það var gott að vinna hjá henni. Ég hætti þar til að halda áfram í námi sem gekk því miður ekki upp vegna kvíða. Ég prófaði nokkur störf en röð óhappa gerði það að verkum að það gekk það ekki upp. Síðan fékk ég vinnu á heilabilunardeild á Grund þar sem var mikið andlegt álag en vinnan afar þroskandi. Ég varð að mínu mati önnur manneskja. Þegar ég var búin að vinna á Grund í um eitt og hálft ár skipti ég yfir á næturvaktir sem gætu hafa truflað jafnvægi mitt. Álagið var mikið og mér fannst ég ekki geta unnið lengur þarna. Ég flutti á Djúpavog til nokkurra mánaða til að vera nálægt móður minni, systur og systurdóttur. Ég var bara í afleysingum og var orðin atvinnulaus og húsnæðislaus svo ég ætlaði aftur til Reykjavíkur til að finna mér vinnu og heimili en þar fór að síga á ógæfuhliðina aftur. Ég þótti ekki hæf til vinnu lengur af fólki í kringum mig. Ég átti að fara inn á Reykjalund en geðlæknirinn þar skynjaði að ég vildi ekki fara þarna inn. Hann stappaði í mig stálinu ásamt pabba en of margir voru á því að ég væri vanheil og því fór sem fór og það tóku sig upp alvarlegri veikindi. Uppbyggjandi umhverfi verður að vera til staðar svo að manni fari fram.“
Eins og í helvíti Auðnu hefur tvisvar sinnum verið nauðgað. Hún var tvítug þegar það gerðist í fyrra skiptið og 23 ára í það seinna. „Ég fór eftir fyrra skiptið að vera með strák sem var í neyslu en ég hafði lítinn áhuga á honum, mestan áhuga hafði ég á að komast í einhvers konar vímu. Ég var flest kvöld undir áhrifum annaðhvort frá hassi eða pilsner. Á sama tíma var ég að taka geðlyf sem er ekki góð blanda en ég vildi sem mest reyna að deyfa tilfinningar mínar. Ég fór að finna fyrir mikilli reiði eftir seinni nauðgunina, fékk nóg og átti erfitt tímabil. Ég lenti á svipuðum tíma í síðhvörfum en það eru seinni tíma fráhvörf. Þetta lýsti sér hjá mér eins og ég væri að fara yfir um, ég fékk sjóntruflanir og gekk undarlega. Mér leið eins og ég væri í helvíti. Vegna þess að ég var svona undarleg í háttum þá spottaði fólk að það væri eitthvað að sem gerði hlutina enn þá erfiðari.
Auðna Ýrr Oddsdóttir. „Ég var einstaklega heppin. Læknir og iðjuþjálfi skynjuðu hvað var að mér og mættu mér eins og ég skynjaði mig en ekki eins og fólk sá mig. Þau stóðu með mér í allri minni baráttu. Ég fékk ótrúlega góða meðferð en þau sögðu að það væri kannski mér að þakka því ég væri samvinnuþýð þó að ég hefði verið tortryggin fyrst.“
Þarna upplifði ég mitt innra helvíti og fannst ég vera föst í hryllingsmynd.“ Auðnu finnst erfitt að útskýra þetta nákvæmlega og vill frekar halda áfram en að dvelja í þessum tíma.
Á geðdeild Auðna vildi ekki leita sér hjálpar heldur jafna sig sjálf. Segir að það hafi þó ekki verið hægt. „Mér var hins vegar farið að líða betur og mér fannst ég vera að jafna mig hægt og rólega. Það var þá sem kona, sem er tengd fjölskyldunni, vildi koma mér inn á Reykjalund. Ég varð reið. Ég upplifði að enginn vildi hafa mig og flúði inn í herbergi sem ég leigði og einangraði mig algjörlega. Ég reyndi að gráta og vissi ekki hvað ég ætti að gera. Þá fór að birtast hjá mér fullt af fólki en ég réð ekkert við það. Það voru alls konar indíánar en margir geðklofagreindir sjá indíána. Ég sá líka látna ættingja sem stækkuðu og minnkuðu. Ég gerði mér grein fyrir því að þetta var ekki skyggnigáfa þegar ég sá Abraham Lincoln, Kennedy og fleiri sem voru mikið að reyna að tala við mig. Ég sá þá ekki með augunum heldur var þetta eins og að dreyma Heilsan 41
„Ég átti rosalega góða æsku, var góður námsmaður og var mikið í íþróttum og vann til verðlauna sem krakki.“
42 Heilsan
viðtal vakandi. Þannig lýsir þetta sér. Ég var meira og minna í herberginu í nokkra mánuði og það hafði enginn afskipti af mér. Fólkið mitt fór að hafa áhyggjur þegar ekkert hafði heyrst í mér í þrjá mánuði og sagði að ég þyrfti að fara á geðdeild. Ég vildi það náttúrlega ekki og ég vonaði að þetta gengi yfir. Mér var sagt að ef ég færi ekki þar inn þá yrði fenginn dómari til að svipta mig sjálfræði. Ég var mjög fúl og reið.“ Hún var 27 ára þegar hún lagðist inn og segist hafi upplifað jákvæða meðhöndlun á geðdeild. „Ég var einstaklega heppin. Læknir og iðjuþjálfi skynjuðu hvað var að mér og mættu mér eins og ég skynjaði mig en ekki eins og fólk sá mig. Þau stóðu með mér í allri minni baráttu. Ég fékk ótrúlega góða meðferð en þau sögðu að það væri kannski mér að þakka því ég væri samvinnuþýð þó ég hefði verið tortryggin fyrst.“
Með fókus Tæp 10 ár eru liðin síðan hún lagðist inn á geðdeild í fyrra skiptið en svo lagðist hún aftur inn innan árs. Þá upplifði hún aftur eins og hún væri stödd í hryllingsmynd. „Það var samt aðeins öðruvísi; mun verra og ógeðslegra.“ Í dag tekur hún lyfin samviskusamlega, talar við geðlækni reglulega í síma og hittir iðjuþjálfa sem aðstoðar hana í sínum málum. „Þessi 10 ár hafa verið ljúf. Ofsalega góð. Ég er laus við sjóntruflanirnar og fyrstu lyfin virka enn. Ég hef verið með fókus í þennan tíma. Auðvitað hefur eitthvað komið upp á í mínu lífi en ég hef náð að höndla það betur.“ Hún er spurð hvort hún finni enn fyrir einkennum. „Nei. Eða jú. Ja. Ég sá nunnu þegar ég var að koma mér upp úr veikindunum upp á spítala. Hún var svo góð að hún bjargaði mér alveg. Ég sé hana enn þá; hún er eiginlega alltaf hjá mér. Ég sá líka fullt af englum þegar ég var að koma út úr veikindunum; ég sem trúði ekki einu sinni á svoleiðis.“ Lítil englasytta er ein af fáum hlutum sem skreyta heimilið. „Þó að þetta sé hluti af veikindunum, að sjá nunnuna, þá vil ég ekki sleppa þessu. Þetta er svo fallegt og gott. Það fylgir þessu hlýja og ég næ að anda þegar ég hugsa um englana. Yfirleitt sé ég þetta þó ekki.“
Passar upp á heilsuna Auðna er á örorkulífeyri vegna veikindanna en hefur haft ýmislegt fyrir stafni síðustu ár. Hún kláraði stúdentinn 2009, kláraði 30 einingar í heimspeki og var t.d. í tvö ár í hlutastarfi hjá Hlutverkasetri og gerði kannanir á líðan fólks í þjónustukjörnum á vegum Reykjavíkurborgar. „Ég vann þar að réttindabaráttu og reyndi að fá aðeins úrás fyrir reiði mína og réttlætiskennd. Það að vera í vinnu og gera gagn í samfélaginu hafði góð áhrif á sjálfstraustið og þroskaði mig. Ég prófaði að fara í nám í iðjuþjálfun en það gekk ekki upp því álagið var mikið. Þeir sem eru með þessa greiningu verða að fara varlega. Ég má ekki lesa of lengi eða vera undir miklu álagi því þá geta einkenni komið aftur fram.“ Sömu sögu er að segja um vinnu – hún treystir sér ekki til að vinna fulla vinnu. „Ég var nýlega í fjóra tíma á dag á listnámskeiði í Hlutverkasetri og það tók rosalega á. Ég var alveg búin á eftir.“ Auðna er dugleg að hugsa um heilsuna – bæði andlega og líkamlega – og hefur t.d. geðorðin 10 til hliðsjónar. „Ég hreyfi mig reglulega og passa vel upp á næringuna. Það gerir kraftaverk. Ég reyni að hugsa ekki um veikindin og veikindatímabilið og bið guð um að sjá um allt það erfiða í fortíðinni. Trúin hefur bjargað mér mikið og ég reyni að einbeita mér að hinu jákvæða í heiminum; þetta er svolítill Pollýönnuleikur en hann virkar með tímanum.“ Hvernig er hefðbundinn dagur? „Ég vakna snemma en það er eitt af því sem ég geri til að hafa
sólarhringinn í lagi. Ég les, prjóna og er í tölvunni og fer kannski í gönguferð, í Hlutverkasetur eða í sund.“ Hún býr ein. Hvað með félagsskap? Er hann ekki nauðsynlegur upp á líðanina að gera? „Jú, ég hitti fólk við og við en ég er sjálfri mér nóg. Mér finnst gott að hlusta á Rás 1. Það er eins og maður sé kominn heim. Ég er utan af landi og ólst upp við Rás 1.“
Fordómar Hún segir að kerfið komi á vissan hátt til móts við sig. „Ég er að setja á stofn hóp fyrir fólk með geðklofagreiningu sem getur spjallað um veikindi sín án þess að hafa fagaðila. Mér finnst orðið geðklofi ekki gefa rétta mynd af því hvernig sjúkdómurinn er. Þetta er ljótt orð og mig langar til að skrifa landlækni bréf og biðja hann um breytingu. Að mínu mati er þetta löngu orðið úrelt orð og gefur ranga mynd af sjúkdómnum. Það er áfall að fá þessa sjúkdómsgreiningu og það vilja fáir með þessa greiningu kannast við að hafa hana.“ Hún segist stundum finna fyrir fordómum. „Það er oft sagt við mig að ég líti miklu betur út en kannski nokkru áður. Mér finnst það lýsa fordómum. Ég forðast annars fólk sem er með fordóma.“ Hún talar líka um fordóma á meðal þeirra sem eiga við geðræn vandamál að stríða. „Það eru stéttaskiptingar en þær eru flóknar og erfitt að færa þær í orð.“
Lyfjaskammtur minnkaður Líf Auðnu hefur ekki verið auðvelt en hún segist hafa lært ýmislegt. „Ég hef lært að skilja fólk sem ég dæmdi áður. Ég hló áður fyrr að fólki sem spurði undarlegra spurninga og hegðaði sér undarlega en í dag hef ég fullan skilning á því hvaða raunir það er að ganga í gegnum. Ég verð stundum sorgmædd þegar ég hugsa til þeirra sem eru þar fastir.“ Hún andvarpar. Það er oft sagt að hreyfing sé góð fyrir líkama og sál. Hún virkar vel fyrir Auðnu sem gengur reglulega og segist finna mikinn mun á sér. „Ég er kannski þung og orkulaus og nenni ekki einu sinni í skóna þegar ég er að fara út. Ég fer samt í þá og geng í hálftíma eða klukkutíma. Ég er létt og glöð eftir gönguferðina og laus við stress og reiði og einhvern veginn fara allar erfiðar tilfinningar í burtu. Þær hverfa einhvern veginn út með svitanum.“ Hún tekur líka omega-3-fitusýrur og ber á sig kókosolíu til að láta sér líða betur. „Ég er fljót að detta niður ef ég passa ekki upp á þetta tvennt. Ég finn fyrir aukaverkunum af lyfjunum og þar sem líðanin er góð og mér hefur gengið vel er ég að prófa mig áfram í að minnka lyfin. Ég er að gera þetta hægt og rólega og hef leitað mér aðstoðar hjá góðu fólki sem hefur reynslu af þessu. Hvað með draumana? „Í dag er ég sátt og hafa margir draumar mínir ræst. En þegar ég leyfi huganum að reika þá væri ég til í að búa í smábæ, mennta mig meira eða bara lesa einhvers staðar úti í sveit. Ég kann vel við náttúruna og að ganga úti og fara í fjallgöngur.“ Hún segist vera hamingjusöm. „Það þarf lítið til að gleðja mig og ég er frekar sátt og ánægð með tilveru mína. Það er líka út af því að ég fer út að ganga, á mitt stuðningsnet, á vini sem sneru ekki við mér baki og foreldrar mínir eru sterkir.“ Engillinn stendur skjannahvítur á skáp. Auðna segist vera trúuð. „Eftir þessa reynslu var trúin það eina sem hélt mér uppi. Trúin hálpar; sérstaklega ef maður er í mikilli vanlíðan og sér svona fallegt.“ Hún á við nunnuna sem hún sá og sér stundum enn. „Það góða rek ég aldrei út.“ Hún nær í pípu sem hún segist reykja reglulega. Af hverju pípu? „Það er ódýrast.“ Hún kveður brosandi og hlakkar til þess að komast út í gönguferð.
Heilsan 43
Heilbrigð sál í hraustum líkama Sá þáttur sem hefur hvað mest áhrif á heilsu og heilbrigði fólks á öllum aldri er hreyfing og það hefur fjöldi rannsókna staðfest. Líkur á sjúkdómum minnka og möguleikinn á hamingjuríkara lífi eykst. Heilsan hvetur lesendur sína til þess að stunda reglubundna hreyfingu. Alls kyns skemmtileg námskeið eru í boði en núna ætlum við að skoða hvað er hægt að gera án þess að það kosti nokkuð, nema þá kannski smátíma.
Farðu í göngu Hóaðu í vin eða vinkonu og farið saman í göngu. Ferskt loft og súrefni er svo gott og þegar þið eruð búin að ganga í smástund þá verðið þið mun frískari en áður. Oft er ekkert sérstakt fyrir stafni og þá er tilvalið að stinga upp á þessu frekar en nammiáti og DVD-mynd (þó svo að það sé kósí svona öðru hverju). Svo er líka bara notalegt að eiga stund með sjálfum sér og fara ein/n í göngu. Þú getur haft mp3-spilarann í gangi með uppáhaldstónlistinni og virkilega notið þess! Passaðu bara að gæta vel að umferðinni. Farðu út að hlaupa Þeir sem fara reglulega út að hlaupa segja að ekkert sé betra. Það hreinsi algjörlega hugann og veiti fullkomna útrás. Á Netinu er hægt að finna fullt af sniðugum síðum til þess að koma manni af stað í hlaupinu, t.d. er manni kennt á slóðinni http://c25k.com/ hvernig maður kemst frá því, á 9 vikum, að vera sófakartafla og í það að geta hlaupið 5 km. Hægt er að niðurhala leiðbeiningar í mp3-spilarann sem segir manni nákvæmlega hvað á að gera frá viku til viku eða lesa mjög góðar leiðbeiningar um þetta. 44 Heilsan
Sippaðu Manstu í „gamla“ daga þegar manni þótti svo gaman að sippa? Prófaðu að grafa upp gamla sippubandið og nýttu tímann þegar það eru ekki of margir heima og sippaðu, þetta er frábær útrás. Skautaðu um á malbikinu Ekki er mjög langt síðan línuskautarnir ruddu sér braut hér á Íslandi en vinsældir þeirra fara jafnt og þétt vaxandi. Vertu bara viss um að kunna að stoppa áður en þú leggur í brekkurnar! Fín útrás fyrir aukaorku; auk þess að vera með góða tónlist í eyrunum er um að gera að dilla sér með og sveifla höndunum! Svo er líka skemmtilegt að notast bara við gömlu fjögurra hjóla hjólaskautana (ef þú lumar á slíkum), á þeim er líka auðveldara að ná jafnvægi og ekki skemmir fyrir að þeir eru í tísku! Mundu bara að hvernig sem skautarnir eru er best að vera með hlífðarbúnaðinn á hreinu. Leiktu þér Sorglegt er að sjá hvað fáir fara út að leika sér í dag. Fátt er skemmtilegra en að fara út með hópi af góðum vinum í skemmtilega og fjöruga leiki, t.d. skotbolta, fallin spýta, hafnabolta eða brennó. Prófaðu að fara á Netið og leita að útileikjum. Margir möguleikar koma upp. Safnaðu saman smáhópi og skemmtið ykkur saman! Litlu skæruliðarnir Ef þú átt ekki barn sjálfur skaltu fá eitthvert barn til þess að fara út að leika með þér. Krakkar á aldrinum 3-6 ára hafa flestir endalausa orku og eru æstir í að fá einhvern til þess að leika við. Ef vinirnir nenna ekki út að leika, finndu þér þá einn svona skæruliða til að skottast með úti við.
NÁTTÚRULEGA SÆTUEFNIÐ
Prófaðu boltaleiki Við flesta skóla eru fótboltavellir og körfuboltavellir. Hóið vinum saman og farið í fót- eða körfubolta. Ef ekki næst mannskapur í fullt lið þá er líka hægt að fara í vítaspyrnukeppni. Þú getur notið fjölbreyttrar hreyfingar með vinahópnum þínum eða í einrúmi. Oft er afar notalegt og róandi að vera einn á báti. Stundum þarf maður bara að komast aðeins frá og eiga stund með sjálfum sér. Hollt og gott er líka að nota tímann sem þú hefur til að hugsa um hvað þú vilt gera í framtíðinni, hvað þér finnst gaman, hvernig vinnan og heimilislífið gengur og fleira svoleiðis. Stundum er nefnilega svo mikið að gera að maður gleymir að hugsa um sjálfan sig. Það styrkir líka sjálfstraustið að vita hvað þú vilt og hvað þú stendur fyrir. Að stunda skemmtilega hreyfingu með vinahópnum getur líka styrkt vinaböndin. Stundum vill það gleymast að það er hægt að gera svo miklu meira en að hanga heima í tölvunni og glápa á sjónvarpið! Mundu bara að þegar þú ætlar virkilega að njóta heilbrigðrar útiveru er skynsamlegast að líta út um gluggann áður en haldið er af stað og muna svo að klæða sig eftir veðri. Það er ekkert töff við að vera blár í framan af kulda!
Verndar tennur Hentar sykursjúkum Upplagt í matargerð Inniheldur fáar hitaeiningar
medico.is
Heilsan 45
Peppaðu þig
upp
Við getum verið gagnrýnin á okkur sjálf og fundist við ekki vera nógu góð eins og við erum. Nú er kominn tími til að hætta því.
Ég er einstök persóna!
Farðu vel með sjálfa/n þig
Þorðu að vera Þorðu að vera þú sjálf/ur. Ekki eyða orkunni í að velta því fyrir þér hvernig aðrir vilja að þú sért. Þú ert aðalpersónan í þínu lífi. Þú ert þú og það er einmitt það sem er það besta við þig!
Sofðu Sjáðu til þess að þú fáir góðan svefn. Sá sem er úthvíldur hefur meiri orku, er glaðari og hugsar skýrar en ella. Svefn er einföld leið til að líta jákvæðari augum á sjálfa/n sig og lífið.
flestir gera eru þau að tengja það sem þeir gera við það hveru mikils virði þeir eru; að finnast þeir meira virði eftir því hvað þeir afreka.
þarf á orkunni að halda til að geta virkað vel allan daginn.
Borðaðu rétt Borðaðu hollan mat og umfram allt, borðaðu Varúð - Ekki gera þetta! Ein algengustu mistökin sem nóg! Ekki sleppa morgunmatnum né hádegismatnum. Líkaminn
En það er bara einn sem getur verið bestur. Maður á alltaf eftir að hitta einhvern sem getur hlaupið hraðar en maður sjálfur, teiknað betur, dansað betur eða byggt hærri spilaborgir. Erum við þá einhvers minna virði? Nei, alls ekki.
Deildu örygginu með öðrum Ef þú sýnir öðrum að þér líki vel við sjálfa/n þig og hafir sterkt sjálfsálit sendir þú frá þér öryggi. Það veldur því að aðrir í kringum þig þora líka að vera þeir sjálfir. Mundu að innst inni erum við öll frekar lík, við viljum að öðrum líki við okkur og viljum finna fyrir öryggi. Svo þú skalt láta þér þykja vænt um þig og um leið munt þú senda góða strauma til allra í kringum þig. Er eitthvað sem veldur þér vanlíðan? Er eitthvað sem veldur þér vanlíðan? Veittu því eftirtekt, hversu lítið sem það kann að vera. Mundu að lítið sár á fingri getur valdið miklum sársauka. Ef einhver kemur illa fram við þig skaltu gera eitthvað í því. Hafir þú áhyggjur af einhverju, talaðu þá um það við einhvern sem getur hjálpað þér. Þegar þú hefur losað þig undan því sem veldur hjá þér vanlíðan þá mun allt virðast auðveldara. Útbúðu uppáhaldslista Náðu þér í blað og gerðu það flott með því að mála flottan ramma með fram köntunum, límdu á það límmiða eða klipptu það út í flott form. Skrifaðu síðan lista yfir þá hluti sem gera þig hamingjusama/n, litla hversdagslega hluti, skemmtilegar minningar eða spennandi framtíðarplön. Settu listann á stað þar sem hann er sýnilegur og þar sem þú sérð hann oft. Það minnir okkur á að hamingja er hrein vítamínsprengja fyrir sálina. 46 Heilsan
Hlæðu, hlæðu og hlæðu meira! Já, einmitt, hlæðu eins mikið og þú getur. Þegar við hlæjum gerist margt í líkama okkar. Innri líffærin, eins og hjartað og lungun, fá nudd, stress og
Peppa sig upp Byggja upp og styrkja
Sjálfsálit g Sjálfsálit þitt er sýn þín á þi þér sem persónu og hvers virði finnst þú vera. órói minnkar og við verðum í raun heilbrigðari. Leitaðu í það sem vekur hjá þér hlátur; lestu skemmtilegar bækur og blöð, horfðu á skemmtilegar kvikmyndir og fíflastu eins og þú getur með vinum þínum. Haha!
Sjálfsálit og ást Ert þú ástfangin/n í laumi? Þetta er stóra áskorunin. Hér getur þú virkilega prófað allt sem þú hefur lært. Hugsaðu svona: Ekki láta sem þú sért einhver önnur/annar en þú ert. Ef þið byrjið að vera saman þá mun hún/hann fljótt komast að því að þú varst að látast og verður kannski ekki lengur hrifinn af því hvernig þú ert. Vertu frekar þú sjálf/ur frá byrjun. Ef viðkomandi er hrifinn af þér þá er hann hrifinn af þér eins og þú ert. Ef ekki þá passið þið kannski einfaldlega ekki saman. Það verður þá ástarsorg í smátíma, en þú munt ganga stolt/ur burt með óskerta virðingu. ATH! Það er ekkert að því að sýna sínar bestu hliðar. Allir hafa einhverja galla. Það þarf þó ekki að auglýsa þá alla í einu!
Þrjú ráð á leiðinni! Þú getur ef þú vilt – Trúðu á sjálfa/n þig. Vertu hreinskilin/n við sjálfa/n þig – Stattu á þínum skoðunum og þorðu að hugsa sjálfstætt. Berðu virðingu – Berðu virðingu fyrir bæði sjálfri/sjálfum þér og öðrum.
Hugsaðu þér að ... ... þú sért einstök manneskja og dýrmæt. Af þeim 7 milljörðum manna sem búa á jörðinni er bara ein manneskja eins og þú. Ekki gleyma því. ekkert gaman af því að leika í leikritum eða að okkur þyki karrí ekki gott. Láttu reyna á mörkin; prófaðu, smakkaðu og mátaðu. Kannski uppgötvar þú ný áhugamál eða nýjar hliðar á sjálfri/sjálfum þér sem þú vissir ekki af áður. Það mun gefa þér: - meiri skilning á sjálfri/sjálfum þér - reynslu sem gerir þig vísari - kjark til að mistakast; að gera mistök er nefnilega í góðu lagi
Æfing: Prófaðu þetta! Þú þarft: 10 mínútur og spegil Gerðu svona: Stilltu þér upp fyrir framan spegilinn. Ímyndaðu þér að það sé spotti upp úr höfðinu á þér og upp í loft. Láttu sem þú takir í spottann og holning þín mun breytast á einu augabragði. Líkamsstaðan hefur mikil áhrif á það hvernig umhverfið sér þig. Beint bak segir: Ég er athyglinnar virði. Líttu í augun á sjálfri/sjálfum þér án þess að líta undan. Ákveðið augnaráð gerir bæði þig og þann sem þú talar við öruggari.
ljómann í húðinni? Þarftu að bæta
Healthy mix línan hefur allt sem þú þarft fyrir meiri ljóma og ferskari ásýnd
Þessi girnilega og sérhæfða lína býður uppá: Endurbætta formúlu Healthy Mix foundation í nýjum pakkningum og nýjan tón af kinnalit sem undirstrikar ljóma og heilbrigða útgeislun húðarinnar
Æfðu þig í því að tala skýrt og rólega. Útskýrðu eitthvað fyrir sjálfri/sjálfum þér í speglinum, t.d. minningu, eða lestu nokkrar línur úr ljóði. Talaðu rólega og segðu orðin skýrar en þú ert vön/vanur. Gerðu þetta aftur og aftur þar til þú ert ánægð/ur.
Ytri búningur og innri maður Reyndu að muna eftir öllu því sem þú nú hefur tileinkað þér þegar þú hittir annað fólk. Þá munt þú líta út fyrir að vera sjálfsörugg/ur og það mun ríma vel við innra sjálfsöryggi þitt.
Reyndu á þolmörkin Við teljum okkur oft vita hvar mörkin liggja. Við teljum okkur trú um að við þorum ekki að prófa nýjar íþróttir, að við hefðum Heilsan 47
Líkaminn eins og lyfseðill Héðinn Unnsteinsson, stefnumótunarfræðingur hjá forsætisráðuneytinu, þekkir vel til geðheilbrigðiskerfisins hér á landi; í fyrstu sem notandi en síðan hefur hann unnið að ýmsum verkefnum í áraraðir, auk þess sem hann vann um tíma hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni,WHO. Hann segist telja að 30-40% þeirra sem fara á heilsugæslustöðvar geri það vegna einhvers konar lyndisraskana. Texti: Svava Jónsdóttir Myndir: Ernir Eyjólfsson
„Fyrstu kynni mín af geðheilbrigðiskerfinu voru sem notandi árið 1992. Ég fékk í kjölfarið áhuga á málaflokknum og fannst sérstaklega áhugavert hvernig kerfið virkaði. Ég fór að skrifa opinberlega um þessi mál árið 1995 og gaf út bækling í samvinnu við Lyfjaverslun Íslands og geðlækni um tiltekinn geðsjúkdóm. Ég vann hjá Íslenskri erfðagreiningu árið 1998 og safnaði gögnum um geðraskanir út af rannsóknum þeirra í erfðafræði og rakst oft á gögn um „mental health promotion“ eða geðrækt. Mér datt í hug hvort það væri ekki hægt að setja geðræktarverkefni í gang á Íslandi. Ég gekk árið 1999 í níu mánuði með þessa hugmynd á milli yfirlæknis geðsviðs á Landspítalanum, landlæknis, aðila í heilbrigðisráðuneytinu og aðila hjá Geðhjálp. Þetta varð á endanum samvinnuverkefni landlæknisembættisins, heilbrigðisráðuneytisins, geðsviðs Landspítalans, heilsugæslunnar og Geðhjálpar. Þetta hefði hins vegar ekki gerst nema að tilstuðlan Styrmis Gunnarssonar sem hafði samband við forstjóra og forsvarsmenn nokkurra stórra fyrirtækja sem lögðu um 40 milljónir í verkefnið. Það var ákveðið að Geðhjálp héldi utan um verkefnið og var ég ráðinn til að stýra því. Ég vann þar í þrjú ár og unnum við mikið á þeim tíma við að efla geðheilsu og ná til sem flestra til að vinna gegn fordómum.“ Héðinn hélt um 200 fyrirlestra víða um land á þessum þremur árum. „Ég talaði um geðraskanir og hvað fólk gæti gert til að stuðla að bættu geðheilbrigði.“ Héðinn hóf síðan í Bretlandi meistaranám í stefnumótun með áherslu á heilbrigðismál. Hann var í starfsnámi hjá
48 Heilsan
Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, WHO, í Genf. Hann skrifaði þá grein um geðræktarverkefnið sem hann hafði unnið að á Íslandi og fékk verkefnið í kjölfarið verðlaun hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og World Federation for Mental Health sem voru veitt á NýjaSjálandi árið 2004. „Það fékk verðlaun sem eitt af fimm bestu geðræktarverkefnum í heimi.“ Héðinn segir að þótt verkefnið lifi ekki lengur því lífi sem það gerði áður þá lifi sumar afurðir þess áfram svo sem geðorðin 10 en seglar með þeim voru sendir á öll heimili í landinu á sínum tíma.
Þættir sem skipta máli „Það er unnið meira með afleiðingar geðröskunar í staðinn fyrir að vinna meira með orsakaþættina. Þar kemur heilsueflingin og lýðheilsan inn en mér finnst oft og tíðum gæta ákveðins instantisma; það kemur eitthvað upp og þá á strax að taka á því með lyfjainngripi. Nú ætla ég ekki að gera lítið úr gagnsemi lyfja. Saga geðlæknisfræðinnar hefur hins vegar verið svolítið saga tilrauna og við hristum höfuðið yfir því sem var gert fyrir 50-60 árum. Á sama hátt munu börn og barnabörn okkar hrista höfuðið yfir því sem er gert núna. Ég held að svona mikil lyfjanotkun endurspegli að hluta til instantismann í samfélaginu; við viljum fá lausnina strax. Það er svo ofboðslega mikið fólgið í líkama okkar en hann er að hluta eins og lyfseðill. Hreyfing er gríðarlega mikilvægur þáttur hvað varðar adrenalín, dópamín og seratónín sem hægt er að virkja með hreyfingu. Svefn og hvíld eru mikilvægir þættir, mataræði er mikilvægur þáttur og fyrir mér er bæn, hugleiðsla og
viðtal
„Ég held að svona mikil lyfjanotkun endurspegli að hluta til instantismann í samfélaginu; við viljum fá lausnina strax.“
Heilsan 49
tenging við ákveðið æðruleysi mikilvæg. Ég vil líka nefna jákvæð og uppbyggileg samskipti við annað fólk. Auðvitað skiptir líka félagsleg og efnahagsleg staða máli en geðsjúkdómar virðast vera tíðari á meðal þeirra sem hafa minna á milli handanna. Ég tel að áherslan á úrlausnir við geðröskunum þurfi að vera á ákveðið jafnvægi milli lyfja og þátta eins og aukinnar samtalsmeðferðar, hreyfingar og ýmissa annarra þátta.“
Góð meðferð á Íslandi Héðinn segir að álagið á geðheilbrigðisstarfsfólk hafi aukist vegna aukinna greininga og að fleiri þurfi á þjónustu að halda en áður. Hann segir að niðurstöður rannsókna hafi sýnt fram á að 30-40% þeirra sem fara á heilsugæslustöðvar geri það vegna einhvers konar lyndisraskana. Héðinn segir að þjónustan við fólk með geðraskanir og geðfatlaða hafi breyst mikið á síðustu árum og að hér á landi sé hún góð miðað við mörg önnur lönd. „Ég held að þjónustan sé fjársvelt. Það breytir því samt ekki að það er hægt að leggja drög að skipulags- og verklagsbreytingum sem gætu orðið til þess að þjónustan yrði betri. Þetta væri hægt að gera án þess að auka fjármagn mikið. Það er t.d. hægt að breyta þjónustunni á geðdeildum og breyta verklagsreglum út frá lögræðislögunum. Ég barðist t.d. fyrir litlu atriði fyrir 10-15 árum – að starfsfólk og sjúklingar á geðdeildum borðuðu saman. Það er um að gera að prófa eitthvað nýtt. Það má ekki festast í hefðinni af því að hlutirnir hafa alltaf verið gerðir á ákveðinn hátt. Meðferðir hafa styrkst mjög mikið en fólk á að komast sem fyrst út í samfélagið aftur. Ég er á þeirri skoðun að það eigi ekki að stunda endurhæfingu á geðsjúkrahúsum, heldur að hún eigi að fara fram í eins miklum mæli og hægt er úti í samfélaginu. Það er ákveðin þversögn í því að endurhæfa einstaklinga til virkrar samfélagsþátttöku inni á sjúkrastofnun. Mér finnst að aðilar á vinnumarkaðnum eigi að gefa fólki tækifæri á 20-30% starfi fljótlega eftir að það hefur veikst. Samhliða því þyrfti að taka upp starfsgetumat í stað örorkumats í ákveðnum skrefum.“ Héðinn segist telja að meðvitund Íslendinga um geðheilbrigði hafi aukist síðustu ár sem og þekking um geðraskanir. „Niðurstöður rannsókna sýna hins vegar að fordómar eru enn þá miklir þótt þeir birtist ekki alltaf í mismunun. Ég tel að fólk láti ekki alltaf í ljós ef það er með einhverja fordóma en m.a. kom það fram í alþjóðlegri rannsókn að á Íslandi vilja mun færri búa við hliðina á einstaklingi með geðröskun en fólki með líkamlegan sjúkdóm.“ Hann segir lítið hægt að gera til að koma í veg fyrir fordóma. „Við erum að tala um mannlegt eðli og mannlega breytni og það er erfitt að eiga við það. Ég tel að auðveldara sé að takast á við mismunun. Ég er sannfærður um að umræðan þarf að halda áfram; það þurfa fleiri að koma fram og segja sína sögu. Viðhorf í þessum málaflokki er svolítið eins og kerfið; eins og olíuskip sem breytir hægt um stefnu, að því gefnu að umræðan haldi áfram.“
heilbrigðisstofnunarinnar sem haldinn var í Helsinki árið 2005 og geðheilbrigðissáttmála Evrópusambandsins árið 2006, auk íslenskra áherslna. Tillögurnar eiga að ná til ársins 2020. 1. Efla geðheilbrigðisþjónustu innan heilsugæslunnar í samvinnu við aðra þætti velferðarþjónustu. 2. Efla geðrækt og vekja athygli á mikilvægi góðrar geðheilsu. 3. Að aðlaga sérhæfða geðþjónustu innan stofnana að samfélagsnálgun. 4. Vinna á fordómum, mismunun og félagslegri einangrun. 5. Bataferli og valdefling. 6. Bæta geðheilbrigði jaðarhópa og viðkvæmra lífsskeiða. 7. Tryggja að fjárveitingar séu tryggðar á grundvelli þeirra þarfa sem hafa verið skilgreindar sem viðmið. „Þörfin á geðheilbrigðisáætlun undir heildarstefnu í velferðarmálum er mikil. Stöðugt er verið að ýta á um lengri tíma sýn í málaflokknum sem innrömuð yrði í fjármagnaða aðgerðaáætlun. Setja þar fram fá, raunhæf, hlutlæg markmið og fáar aðgerðir til að byrja með sem hrundið yrði í framkvæmd. Orðræðuna undanfarin ár þarf að binda í slíka framtíðarsýn og áætlun sem nauðsynlegt er að sé fjármögnuð. Samvinna um slíkt sem fæli í sér skipulags- og vinnulagsbreytingar er skynsamlegasta leiðin til enn betra geðheilbrigðiskerfis. Samhliða þarf að auka markvisst við fjárveitingar en á grundvelli stefnu og áætlunar. Slíkt er að mínu viti sú leið sem er markvissust að breytingum og framförum.”
„ Það má ekki festast í hefðinni af því að hlutirnir hafa alltaf verið gerðir á ákveðinn hátt.”
Tillögur að sjö markmiðum Hópur margra aðila úr geðheilbrigðiskerfinu, sem heilbrigðisráðuneytið hafði forgöngu um að hittust, kom með á sínum tíma tillögur að sjö áherslum að aðgerðum sem byggðust á hugmyndafræði geðheilbrigðisyfirlýsingar ráðherrafundar Evrópuskrifstofu Alþjóða-
50 Heilsan
Salbjörg Bjarnadóttir, geðhjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri hjá landlæknisembættinu, segir að hjá embættinu sé lögð á það áhersla ef fólk þjáist af geðrænum vanda að hafa í huga fimm þætti út frá meðferðarlegu sjónarhorni:
1.
Notendur þurfa að fá viðtöl (við sálfræðinga, geðlækna, heimilislækna, geðhjúkrunarfræðinga eða félagsráðgjafa) þar sem farið er yfir ýmislegt sem notandinn vill ræða úr lífshlaupi sínu svo sem hvað varðar uppeldi, skólagöngu, vináttu, tengsl, vinnu, samskipti, maka/börn, áföll og sorg, auk þess sem lögð er áhersla á að skoða styrkleika og hvernig viðkomandi hefur áður unnið úr málum og hvaða stuðning hann hefur í nærsamfélaginu.
2.
Notendur þurfa að fá fræðslu um sjúkdóminn; svo sem sjúkdóminn sjálfan, einkenni, hvað ber að varast, horfur, bata og von.
3.
4.
Margir þurfa að taka lyf, stundum í stuttan tíma og stundum í langan tíma.
Margir notendur þurfa að gera lífsstílsbreytingar, s.s. skoða samskipti sín við aðra, svefn, næringu, hreyfingu, notkun á áfengi og öðrum vímuefnum (en þau geta dregið úr bata eða viðhaldið vandanum og/eða látið hann vaxa og jafnvel kallað fram þvílíkt vonleysi að viðkomandi ákveður að fyrirfara sér).
5.
Enginn er eyland og allir þurfa að skoða sín nánustu samskipti. Því er nauðsynlegt að hafa fjölskylduvinnu og fræðslu fyrir þá nánustu því þeir eru jú oft haldreipi einstaklingsins sem er að kljást við geðrænan vanda.
Heilsan 51
Basískt og súrt mataræði Undanfarið hefur basískt og súrt mataræði verið talsvert í umræðunni og kynnti Heilsan sér málið. Texti: Tinna Alavis
S
érfræðingar hafa fundið út að mataræðið þarf að vera 70-80% basískt og 20-30% súrt. Fólk sem fylgir þessum ráðleggingum, stundar reglulega hreyfingu, fær góðan svefn og tileinkar sér lífsstíl sem heldur sýrustigi líkamans í jafnvægi, er yfirleitt við góða heilsu og í toppmálum. Auk þess að vera afkastameira dagsdaglega. Mikilvægt er að kynna sér vel hvaða matur hefur basamyndandi og sýrumyndandi áhrif. Þó svo að sítróna sé súr á bragðið, er hún mjög basamyndandi fyrir líkamann.
Sýrumyndandi fæða
Kjöt: beikon, nautakjöt, lambakjöt, humar, túnfiskur, svínakjöt, egg, fiskur, kalkúnn, skelfiskur, rækjur. Ávextir: apríkósur, ber, döðlur, rúsínur, ananas, appelsínur, epli, perur, mangó, ferskjur, sveskjur, plómur. Hnetur og fræ: kasjúhnetur, pekanhnetur, pistasíuhnetur, valhnetur. Mjólkurvörur: smjör, ostur, mjólk, rjómi, jógúrt, mysa, kotasæla, ís. Drykkir: áfengi, svart te, kaffi, kolsýrt vatn, orkudrykkir, mjólk, kakó.
PH-gildi er mælieiningin til þess að mæla sýrustig líkamans. Gildið segir til um hvort líkaminn sé basískur eða súr. Til þess að kanna sýrustigið er hægt að kaupa strimla, sem þú pissar á. Hægt er að nálgast þá í heilsuverslunum og apótekum. Sýrustig þvags er ekki það sama og í blóðinu, en algengt sýrustig þvags er á milli 6-8. Ef talan sýnir undir 6, þarf að auka basamyndandi fæðu. Ef pH-gildi þvagsins er á þessu bili (6-8) ertu í góðum málum. Fólk ætti að vera meðvitað um að fyrsta mæling dagsins er yfirleitt lægri en þær sem gerðar eru síðar yfir daginn og er það alveg eðlilegt. Í hinum vestræna heimi er offita algengt vandamál og ástæðan er meðal annars sú að fólk borðar töluvert meira af súrum en basískum mat. Líkaminn leitar í jafnvægi og þegar þú byrjar að neyta fæðu sem er basísk er auðveldara að ná kjörþyngd og losna
Basamyndandi fæða Grænmeti: aspas, chili, grænar baunir, sætar kartöflur, kóríander, gulrætur, laukur, gúrkur, brokkólí, paprika, spínat, kál, basilíka, hvítlaukur, sellerí, radísur. Ávextir: avókadó, tómatar, sítrónur, kókoshnetur. Olíur: avókadóolía, kókosolía, hörfræolía, ólífuolía. Hnetur og fræ: sesamfræ, sólblómafræ, hörfræ, möndlur. Annað: hveitigras, tófú, jurtate.
við óþarfa fitu. Einnig finnur fólk fyrir mun meira úthaldi og orku þegar líkaminn er í jafnvægi. Eitt algengasta einkenni of mikillar sýrusöfnunar er þreyta. Líkaminn þolir illa langvarandi sýruuppsöfnun og það hefur neikvæð áhrif á alla líkamsstarfsemina. Þetta getur leitt til ýmissa sjúkdóma síðar meir. Passaðu að ofgera líkamanum ekki með sykri, reykingum og áfengi, sem kemur sýrustigi líkamans úr jafnvægi.
Lífrænt hráefni er alltaf basískara en ólífrænt Mikilvægt er að drekka mikið vatn, til að afsýra líkamann. En líkaminn er jú um 70% vatn. Hátt pH-gildi er einkennandi fyrir íslenskt vatn eða um 7-9. Ef vatn er lægra en 7, þá er það súrt og ef hærra er það basískt. Mælikvarðinn er frá 0 sem er mjög súrt og til 14 sem er mjög basískt. Ef vatn er látið standa í um sólarhring, þá fellur pH-gildið á því og fer úr u.þ.b. 8.5 niður í 7 á þeim tíma. Við pH = 7 er vatnið „hlutlaust“.
52 Heilsan
Ég vaki allt of lengi – en þú? Þó svo að ekki sé um að ræða eiginlegt svefnvandamál þá fara mörg okkar allt of seint að sofa. Hvers vegna í ósköpunum vökum við fram eftir öllu til þess eins að vera þreytt og stúrin daginn eftir? Og hvað er til ráða? „Ég finn mér ótal hluti að gera þegar á að fara að koma mér í rúmið,“ segir Helga, 36 ára, móðir í kröfuhörðu starfi. „Skyndilega man ég eftir mikilvægum tölvupósti sem ég verð að svara, að ég þarf að setja í eina þvottavél eða greiða reikning í heimabankanum. Ef ég finn mér ekkert slíkt að gera þá fer ég að horfa á mynd eða lesa bók. Það er ekki það að mér sé neitt illa við svefn og á morgnana bölva ég sjálfri mér fyrir næturbröltið og lofa að fara fyrr að sofa næst, en gleymi því jafnhraðan.“
úr vikunni
Það er of mikið að gera Þessi hegðun getur átt sér líkamlegar ástæður eða verið genatengd. Sumar líkamsklukkur starfa hreinlega samkvæmt 25 klukkustunda kerfi. Hvaðan ætli tilhneigingin til að vera „næturmanneskja“ eða að teygja endalaust á deginum sé sprottin? Fyrst má telja aldurinn en ungt fólk á það til að vera nátthrafnar en börn og eldri borgarar vakna oft fyrir allar aldir. Sumir eiga það þó til að réttlæta þessa hegðun með því að segjast lítið þurfa að sofa. En í flestum tilfellum er staðreyndin sú að það fólk er ekki að hlusta á líkama sinn og horfir fram hjá þreytumerkjunum. Margir sérfræðingar vilja meina að ofnotkun okkar á tækninýjungum endi hreinlega í ofvirku samfélagi. Til þess að virkilega hvílast verðurðu að leggja frá þér bókina, slökkva á iPad-inum og hætta að senda SMS eða hanga á Netinu.
54 Heilsan
Hræðsla við svefnleysi Þeir sem þjást af frestunaráráttu eru oft lengi að koma sér í bólið en þarna getur þó verið undirliggjandi vandamál. Ef þú átt í erfiðleikum með svefn gætirðu endað í vítahring þar sem þú óttast að leggjast í rúmið og sérð fyrir þér að þú veltir þér stöðugt í rúminu. Ef þú heldur að þú verðir andvaka, hver er þá tilgangurinn með að fara í rúmið? Fyrir suma er þetta sífellda næturbrölt hreinlega hluti af uppreisn. Síðast þegar þú fórst í rúmið fyrr en þig langaði var kannski þegar þú varst 11 ára og foreldrar þínir réðu yfir þér. Það má vera að þú sért hreinlega búin/n að ákveða að sem fullorðin manneskja getir þú ráðið þessu sjálf/ur. Sumir líta hreinlega þannig á að með því að láta ekki eftir lönguninni til að fara í rúmið þá sé maður aðeins meira við stjórnvölinn.
Ég þarf meiri tíma fyrir sjálfa/n mig Sumir eiga erfitt með að koma sér í rúmið því það þýðir einfaldlega eitt – enn einn rúnturinn í hinni síendurteknu svefn-/vinnurútínu. Eftir erfiðan vinnudag er mikilvægt að ná svolítilli slökun til að fá ekki á tilfinninguna að vinnan sé að taka yfir allt í lífinu. Það er því mikið atriði að fá að gera það sem manni finnst skemmtilegt og mikilvægt svo okkur finnist við lifandi. Einnig gæti verið að þessi tími fari einmitt ekkert í þig sjálfa/n heldur einmitt í að vinna húsverkin óendanlegu. Það er svo auðvelt að sannfæra sjálfan sig um að maður þurfi að vera í tölvunni í klukkustund í viðbót eða að það sé algjörlega nauðsynlegt að setja í þessa vél á meðan ekkert er eins mikilvægt og svefninn.
„Til þess að virkilega hvílast verðurðu að leggja frá þér bókina, slökkva á iPad-inum og hætta að senda SMS eða hanga á Netinu.“
„Það er svo auðvelt að sannfæra sjálfan sig um að maður þurfi að vera í tölvunni í klukkustund í viðbót eða að það sé algjörlega nauðsynlegt að setja í þessa vél á meðan ekkert er eins mikilvægt og svefninn.“ Hvað geturðu gert? Undirbúðu kvöldið
Góður nætursvefn er skipulagður fyrir fram. Það gerirðu með því að gefa heilanum merki um að fara að sofa með því að rólega minnka umstang og áreiti og lækka hávaðann, ljósið og hitann.
Undirbúðu líkamann Láttu líkamann vita að það er komið að háttatíma. Ekki fara að skoða tölvupóstinn eða Fésbókina þegar þú ert að undirbúa þig fyrir svefninn. Þú ættir jafnvel að hefja undirbúninginn fyrr á daginn. Það er staðreynd að það er ekkert vinsælt að vera geispandi í vinnunni svo við reynum að fela þreytuna með kaffi, tei, orkudrykkjum o.s.frv. En það er ágætt viðmið að halda sig frá öllu slíku eftir klukkan fjögur á daginn.
Þekktu þreytumerkin Hlustaðu á líkamann svo þú missir ekki af tækifærinu til að sofna. Hversu oft hefur maður ekki verið dauðþreyttur og hálfdottandi yfir sjónvarpsfréttunum og svo eldhress um tíuellefuleytið? Fylgstu með ... Sviði í augum og einbeitingarskortur eru ágætis dæmi um að tími sé kominn til að fara að halla sér.
Vendu þig á að gera eitthvað eftir vinnu Ef þú átt ekki mikinn frítíma þá þarftu líklega smápásu á milli vinnunnar og heimilisins og því gæti verið sniðugt að gera eitthvað eftir vinnu suma daga vikunnar, fara í ræktina, kíkja einn kaffi með vini eða vinkonu, fara í bíó. Finndu þér tíma til að sinna sjálfri/um þér og ef það er ekki hægt eftir vinnu væri kannski hægt að gera það t.d. í hádegishléinu, skreppa í mat með vini eða fara í ræktina eða stutta gönguferð. Þannig finnst þér þú kannski síður svikin/n um tíma með sjálfum/ri þér og ert ekki vakandi fram eftir öllu af því bara. Reyndu að rugla ekki í líkamsklukkunni og íhugaðu jafnvel að hafa kvöldmatinn fyrr á ferðinni því það gerir það að verkum að þú ferð líklega fyrr að sofa.
Settu börnin fyrr í rúmið Ef þú átt börn þá er kyrrðin eftir að þau eru sofnuð ómetanleg og oft vökum við of lengi hreinlega vegna þess að við erum svo þakklát fyrir friðinn. Því er um að gera að setja þau aðeins fyrr í rúmið, ekki fresta því endalaust, þú færð betri svefn og þau líka sem mun gera morguninn betri í alla staði. Elda fyrr, ganga frá fyrr, svæfa fyrr, njóta sín fyrr og sofna fyrr!
Ólöf, 41 árs „Eftir að ég skildi fyrir tveimur árum, fór ég að eiga erfitt með svefn. Andlega álagið var farið að segja til sín og farið að hafa áhrif á líkamlega líðan. Í stað þess að taka svefnlyf fór ég að leita mér hjálpar og komst að því að að koma sér upp rútínu, líkt og mælt er með fyrir börn, getur mjög sniðugt. Ég kom mér upp rútínu við að hreinsa húðina og bursta tennurnar snemma. Að hafa kringumstæður svipaðar rétt eins og þegar börnum eru sagðar sömu sögurnar kvöld eftir kvöld fyrir svefninn og t.d. klórað á bakinu, beðnar bænir, sungið saman o.s.frv. getur haft mikið að segja. Ég gerði t.d. slökunarog öndunaræfingar fyrir svefninn og það hjálpaði mér við að finna aftur svefnrútínuna sem ég var búin að týna og koma mér í rúmið fyrr á kvöldin.“
Heilsan 55
HVAR og
hvenær
SEM ER!
Hér sýnir Ásthildur Björnsdóttir okkur góðar æfingar sem við getum gert úti í vorblíðunni eða bara hvar sem er og hvenær sem er.
Upphitun:
Hver æfing er gerð 10 sinnum og farið í gegnum alla rútínuna þrisvar sinnum.
Sprellikall
Umsjón: Halldóra Anna Hagalín Myndir: Bragi Þór Jósefsson
Rétta vel úr sér.
56 Heilsan
Hægt er að fá upplýsingar varðandi þjálfun með því að senda póst á netfangið: heilsuhjukkan@gmail.com. Hún er einnig með Facebook-síðuna: Ásthildur Björns – ÍAK einkaþjálfari og heilsuhjúkka. Klæðnaður: Under Armour – Altis, Bæjarhrauni 8, 220 Hafnarfirði. Boltar, púði og teygja fást hjá Eirbergi, Stórhöfða 25, 110 Reykjavík. Hár: Solid Hár, Laugavegi 176, 105 Reykjavík.
Hoppa með fætur til hliðar og rétta vel úr handleggjum.
líkami Klappkall
Rétta vel úr handleggjum beint fram. Hoppa með fætur til hliðar og rétta vel úr handleggjum og fótleggjum.
Klippikall
Rétta vel úr handleggjum og fætur út til hliðanna. Hoppa og um leið halda handleggjunum beinum fram og hægri handleggur og vinstri handleggur skiptast á að vera yfir og undir. Eins með fótleggi – til skiptis fram og aftur fyrir.
Spider
Byrjunarstaða armbeygjustaða. Halda kvið vel spenntum og skiptast á að fara með hné eins nálægt olnbogum og hægt er.
Hnébeygjutrítl
Halda bakinu beinu og horfa fram. Byrja í hnébeygjustöðu og hoppa með hnén saman og aftur í sundur til skiptis.
Heilsan 57
Efri hluti: Í öllum æfingum skal spenna kviðvöðvana á meðan á æfingu stendur. Hverja æfingu skal gera 10 sinnum og farið í gegnum allt þrisvar sinnum.
Hælar lyftast aðeins í pressunni.
Axlarpressa
Byrjunarstaða, tær eru í jörðinni allan tímann.
Y-axlarlyftur á bolta
Halda efri búk uppréttum og kyrrum allan tímann.
Súmóarmbeygjur
Forðast að missa höfuðið niður og mjóbak niður í fettu. Einnig hægt að gera á hnjánum eða jafnvel við vegg. Lyfta olnbogum til skiptis vel upp eftir hverja armbeygju.
Lyfta upp beinum handleggjum með þumla upp í loft, út með brjóstkassann og klemma saman herðablöðin, halda stöðunni í um 3-5 sek. Endurtaka. Einnig hægt að gera án bolta.
Renna sér fram eins langt og hægt er án þess að olnbogar fari frá jörðu.
Standandi róður
Byrjunarstaða; rétta úr sér og halla aðeins fram, skiptir ekki máli hvor fótur er fyrir framan.
Þríhöfði
Byrjunarstaða; plankastaða. Olnbogar eru beint undir öxlum.
Axlir og olnbogar vel aftur og klemma saman herðablöðin.
58 Heilsan
Neðri hluti: í öllum æfingum skal halda bakinu beinu. Hverja æfingu skal gera 10 sinnum og farið í gegnum allt þrisvar sinnum.
Hliðarskref með tvisti
Framstig
Byrjunarstaða: Staðið upprétt með axlarbil á milli fóta. Stigið fram með hægri fót þannig að hné nemi við jörðu og farið aftur tilbaka í upprétta stöðu.
Byrjunarstaða; staðið upprétt með fætur vel í sundur. Stigið með hægri fót vel aftur fyrir og til hliðar og hallað fram á sama tíma þannig að fingur snerta hæl á vinstri fæti. Endurtekið á hinni hliðinni.
Stokkið upp og neðri búk snúið þannig að stigið sé í vinstri fót og sá hægri hafður beygður um hné, hendur snerta alltaf jörðu á milli hoppa.
Snjóbrettið Flugvél Byrjunarstaða; staðið á öðrum fæti og teygt vel úr sér. Það er í lagi að hnéð á þeim fæti sem staðið er í, sé örlítið bogið. Endurtekið á hinum fætinum.
Byrjunarstaða; stigið í hægri fót og vinstri hafður beygður um hné fyrir aftan.
Heilsan 59
Miðjusvæði:
Í öllum æfingum skiptir miklu máli að spenna vel kviðinn.
Dragbolti
Byrjunarstaða; hafa lófana beint fyrir neðan axlirnar. Halda rassinum eins kyrrum og hægt er þegar boltinn er dreginn að líkamanum.
Plankajafnvægi Byrjunarstaða; armbeygjustaða, hendur beint fyrir neðan axlir. Fyrir óvana er nóg að halda þeirri stöðu. Fyrir vana er hægri handlegg og vinstri fæti lyft upp og haldið og aftur niður í byrjunarstöðu gert eins með vinstri handlegg og hægri fæti. Endurtekið.
Hliðarsprelliplanki
Byrjunarstaða; olnbogi beint undir öxl. Einnig hægt að gera á hnjánum. Fyrir óvana er nóg að halda þessari stöðu.
Fyrir vana er efri fætinum lyft hægt og rólega upp til skiptis. Endurtekið á hinni hliðinni.
60 Heilsan
Snúningur með bolta
Byrjunarstaða; halla sér aðeins aftur, halda bakinu beinu. Hælar snerta jörðu eða þeim er haldið uppi. Halda t.d. á bolta og vinda svo efri búk til hliðanna.
Æfingavörurnar sem Ásthildur notaði.
Jafnvægi á púða
Hægt að nota eitthvað mjúkt eins og kodda. Halda bakinu beinu og ná að halda eins lengi og hægt er án þess að missa bak og fætur niður.
Teygjur:
Halda hverri teygju í 30 sekúndur.
Framanverðir lærvöðvar
Passa að ýta mjöðmunum fram.
Brjóstvöðvateygja Ýta þeirri öxl niður sem er nær boltanum. Einnig hægt að gera við vegg eða jafnvel tré.
Aftanverðir lærvöðvar
Halda bakinu beinu allan tímann.
Kviður Heilsan 61
matur
Hafðu það gróft Ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á að í grófu kornmeti felist mikil hollusta, ekki síður en í grænmeti og ávöxtum. Neysla á heilkorni er m.a. talin minnka hættu á hjarta- og æðasjúkdómum ásamt því að hafa áhrif á insúlín- og blóðsykurssveiflur í líkamanum. Það nýtist því vel í þyngdarstjórnun og í baráttunni við t.d. sykursýki 2. úr: gestgjafanum
G
róft kornmeti er saðsamara en fínmalað korn og það er því gott fyrir okkur að auka hlut grófa kornsins, fræja og hneta í mataræðinu. Í heilkornum er mikið af vítamínum, steinefnum og trefjum sem gera okkur gott. En það er ekki nóg að brauð heiti „heilhveitibrauð“ því oft er hlutfall grófa mjölsins lítið á móti háu hlutfalli af hvítu hveiti í brauðunum sem við kaupum t.d. í stórmörkuðum. Það er því um að gera að fylla á grófa lagerinn í skúffunum og njóta þess að borða
trefja- og næringarrík heimabökuð brauð og bakkelsi. Einnig er um að gera að prófa sig áfram með mismunandi tegundir af mjöli, skipta t.d. út helmingnum af hvíta hveitinu fyrir grófara mjöl og fræ. Þannig er hægt að auka hollustuna í matnum til mikilla muna. Í mörgum verslunum má nú finna úrval mjöltegunda sem gaman er að prófa, t.d. ýmsar heilkornablöndur, kókoshnetumjöl, hrísgrjónamjöl, baunamjöl ýmiskonar, kínóamjöl og möndlumjöl sem er t.d. góður kostur fyrir þá sem þola illa glúten.
Hvítlaukskex u.þ.b. 35 stk. (fer eftir stærð og lögun) 1 ½ dl möndlumjöl (almond flourfæst t.d. í Kosti) 1 dl hveitikím ½ dl sólblómafræ ½ dl hörfræ ½ dl sesamfræ 1 tsk. rósmarín ½ tsk. salt ½ tsk. tímían ½ tsk. lyftiduft ¼ tsk. matarsódi 1 hvítlauksgeiri, rifinn fínt (eða 1 tsk. hvítlauksmauk) 1 msk. ólífuolía 1 dl vatn Stillið ofninn á 180°C. Setjið þurrefnin saman í skál. Blandið hvítlauk saman við ólífuolíuna og bætið út í þurrefnin ásamt vatninu. Hrærið allt vel saman. Ef deigið er of blautt er gott að láta það standa í 10-20 mín., þá draga þurrefnin í sig vökvann. Setjið deigið á bökunarpappír og aðra örk yfir. Notið kökukefli til þess að fletja deigið út á milli pappírsins, það á að vera frekar þunnt. Takið efri bökunarpappírinn varlega af og skerið í bita með pizzuskera. Bakið í 18-20 mín. Látið kólna og geymið í loftþéttu íláti.
62 Heilsan
Fljótlegt og gerlaust haframjölsbrauð u.þ.b. 12 sneiðar Mjög einfalt og gott gerlaust brauð sem er tilvalið að skella í með stuttum fyrirvara. 3 ½ dl heilhveiti 3 ½ dl haframjöl 1 dl hveitkím ½ dl hörfræ 4 tsk. lyftiduft 1 tsk. salt ½ líter ab-mjólk 1 msk. sólblómafræ til þess að strá yfir (má sleppa) Hitið ofn í 200°C. Setjið smjörpappír í jólakökuform. Setjið þurrefnin og fræ saman í skál, hrærið hungangi saman við ab-mjólk og blandið öllu saman með sleif. Setjið deigið í formið og bakið í u.þ.b. 50 mín.
Hawai-brauð u.þ.b. 12 sneiðar Skemmtileg tilbreyting frá t.d. bananabrauði. Gott með smjöri og jafnvel smávegis sultu. 1 dl kókospálmasykur 2 egg 60 g smjör, brætt 1 stór dós ananaskurl (432 g) 1 ½ dl kókosmjöl 100 g valhnetur, gróft skornar 4 ½ dl heilhveiti 2 ½ tsk. lyftiduft ½ tsk. salt 1-2 msk. hrásykur til þess að strá yfir 3-4 saxaðar valhnetur, til þess að strá yfir
Stillið ofn á 180°C. Sigtið safann frá ananasinum. Hrærið saman sykur og egg og bætið svo smjörinu saman við. Blandið þurrefnunum saman við ásamt ananas og setjið deigið í smjörpappírsklætt jólakökuform. Stráið hrásykri og valhnetum yfir og bakið í 45 mín.
Heilsan 63
Einfaldar leiðir til að
krydda sambandið Misjafnt er hvað pör eru dugleg að gera hluti saman til að krydda sambandið þegar grár hversdagurinn tekur við eftir gáskafulla hveitibrauðsdaga svo ekki sé talað um þegar börnin fara að koma í heiminn og taka í burtu mestallan frítímann. Notalegar stundir þurfa þó ekki að vera flóknar og geta vel samræmst daglegum athöfnum – eina sem þarf er smávegis hugmyndaflug.
Ekki leita langt yfir skammt
Skoðaðu hvað sniðugt er hægt að gera í þínu nánasta umhverfi því oft er það sem sniðugt er að gera rétt fyrir framan nefið á okkur. Það þarf ekki alltaf að ferðast langar leiðir, krefjast mikils útbúnaðar eða fjárútláta að gera eitthvað skemmtilegt. Farið saman á bókasafnið og kíkið á bækur og blöð saman. Þar er til dæmis hægt að kíkja í gömul tímarit og oft er ekkert fyndnara en að sjá hvað fólk og tískan hefur breyst í áranna rás. Farið saman í gönguferð á staði sem ykkur hefur aldrei dottið í hug að fara á en stendur ykkur nærri. Þá gæti takmarkið til dæmis verið að ganga leið og götur sem þið hafið ekki farið áður og þá mun áreiðanleg margt koma á óvart.
Texti: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir Úr Vikunni
Saman í heimilisverkin
Í stað þess að híma í sitthvoru horninu við heimilisverkin getur verið sniðugt að boða til stefnumóts við þvottafjallið, uppvaskið eða eldamennskuna. Þegar mikið er að gera eru oft fáar stundir sem nást til að spjalla saman um daginn og veginn. Það getur því verið mjög skemmtilegt að njóta þess að vera saman á stundum sem mörgum finnst kvöð. Þeir sem hafa prófað þetta hafa sagt að á þessum klukkutíma sem tók að brjóta saman allan hreina þvottinn sem hafði safnast saman hafi þau hjónin náð að spjalla meira saman en í langan tíma. Það sama á við um eldamennsku – njótið þess að búa til matinn og spjalla saman í leiðinni um daginn og veginn. Sumir hafa líka nefnt að það sé ofsalega róandi að vaska upp, eins og hálfgerð hugleiðsla, og þarna geta pör hugleitt saman án þess að verða fyrir nokkurri truflun. Af hverju ekki að njóta þessara daglegu athafna, það þarf að gera þær hvort sem er.
64 Heilsan
líkami
Taka til í geymslunni – saman Margir hugsa til þess með hryllingi að fara í gegnum allt dótið sem hefur safnast saman í geymslunni á undanförnum árum og flestir muna varla hvað þar reynist vera – alla vega í fæstum tilfellum hlutir sem vantar því þeirra hefur ekki verið saknað síðan þeir fór í geymsluna. En þetta þarf ekki að vera svo slæmt. Skipuleggið stefnumót í geymslunni því þetta þarf ekki að vera svo leiðinlegt ef þið gerið þetta saman. Þegar hver hluturinn birtist á fætur öðrum þá rifjar það upp alls konar skemmtilegar minningar, t.d. lampinn frá Gunnu frænku sem ykkur fannst svo ljótur, hallærislegi jakkinn sem makinn kom með í sambandið en mátti aldrei henda og svo framvegis. Þegar þið hafið farið í gegnum allt og flokkað eftir því hvort eigi að geyma það áfram, henda eða að losa ykkur við þá getið þið auglýst eigulega hluti á bland.is, jafnvel pantað bás í Kolaportinu eða haldið bílskúrssölu og grætt á öllu saman.
Sólarhringssjónvarpsmaraþon
Farið saman á hótel í einn sólarhring með allar seríurnar af uppáhaldssjónvarpsþættinum ykkar og skipuleggið maraþon. Setjið fyrirfram reglur um hluti sem þið eigið að gera ef eitthvað ákveðið gerist í þáttunum. Ef þetta er til dæmis Friends gætuð þið haft: Alltaf þegar Phoebe spilar á gítarinn þá á að fara í sleik, alltaf þegar Joey reynir að sjarmera einhvern upp úr skónum á að kyssast, þegar Ross gerir eitthvað vandræðalegt á að fara úr að ofan og svo framvegis.
Stefnumót á virkum degi Stundum henta virkir dagar betur til stefnumóta en helgar sem oft eru fullar af dagskrá og fólk vill kannski frekar nýta með börnunum. Fáðu pössun á mánudagskvöldi, taktu á móti makanum með sjóðheitu baði, kertaljósum og hafðu betri fötin tilbúin. Svo getið þið skellt ykkur út að borða, jafnvel í einn kaffibolla á eftir og samt verið komin heim á skikkanlegum tíma til að hleypa barnapíunni heim og komast það tímanlega í rúmið að þið verðið ekki að deyja úr þreytu daginn eftir. Auðvitað mætti líka skreppa saman í bíó eða leikhús en það gefur ykkur náttúrlega ekki eins mikinn tíma til að tala saman.
Hittast í hádeginu
Sama hversu mikið við höfum að gera þá þurfum við alltaf að gefa okkur tíma til að borða og því er einhvern veginn svo hentugt að nota þær stundir til að njóta samvista. Skipuleggið að hittast sem oftast í hádeginu og fá ykkur „löns“ saman. Þetta brýtur upp vinnudaginn, þið hittist og eigið saman stund – gætu verið einu stundirnar sumar vikurnar sem þið hafið til að hittast bara tvö saman. Stundum gætuð þið jafnvel gripið með ykkur pizzu, góðan heilsudrykk eða jafnvel bara fengið ykkur skyr eða eitthvað álíka fljótlegt og hist heima í hádeginu – fengið ykkur einn stuttan í leiðinni.
Sjónvarpslaus fimmtudagskvöld
Mörg okkar muna þá tíð þegar engar sjónvarpsútsendingar voru á fimmtudagskvöldum og ekki í júlí heldur. Á þessari tækniöld sem nú er runnin upp þá væri ekki vitlaust að hverfa einstöku sinnum aftur til þessara tíma. Slökkvið á sjónvarpinu, GSM-símum, Neti og tölvum. Heimasíminn má lifa svona til öryggis. Kveikið á kertum og njótið þess að vera heima í kyrrðinni frá þessu utanaðkomandi áreiti. Ef þið eigið börn þá skuluð þið leyfa þeim að njóta þessara stunda með ykkur. Komið saman og látið ykkur detta eitthvað sniðugt til að gera saman, t.d. spila, teikna, fara í leiki eins og að fela hlut, mjálmaðu nú kisa mín eða hollinn skollinn. Þarna gæti skapast tími sem allir fjölskyldumeðlimir gætu kunnað að meta og þjappað ykkur saman.
Dansnámskeið
Mikil skemmtun og samvera getur verið fólgin í því að fara saman á dansnámskeið. Það er bara enn skemmtilegra ef þið hafið aldrei kunnað neitt að dansa því þá getið þið grenjað af hlátri yfir klunnaskapnum og tilraununum til að ná sporunum rétt. Hver veit nema þið náið svo að láta þetta allt smella saman að lokum og getið þá svifið um í hvort annars örmum og slegið í gegn á dansgólfum skemmtistaðanna.
Heilsan 65
Staldraðu við!
Við erum öll með u.þ.b. 100.000 hár á höfðinu. Á hverjum degi losna u.þ.b. 50 hár og óeðlilegt hárlos getur stafað af slæmum hársverði.
„Hver sá sem hefur aldrei gert mistök, hefur aldrei reynt neitt nýtt.“ Albert Einstein
Lykilatriði í að halda húðinni heilbrigðri og glansandi er vökvi og góðar olíur. Vökvinn í húðfrumunum heldur okkur unglegum og gefur húðinni stinnt yfirbragð. Fitukirtlarnir sjá svo um að smyrja yfirborð húðarinnar til Staldraðu við og veltu að halda vökvajafnvæginu og fyrir þér eigin líðan verja húðina. og hugsun, við getum eflaust öll bætt okkur „Þrautseigja er að mistakast nítján á einn hátt eða annan. sinnum og heppnast í tuttugasta Heilbrigð sál í hraustum skiptið.“ líkama er frasi sem Julie Andrews aldrei er tugginn nóg oft enda erum við Vatn líkamans er u.þ.b. 60% af ekki fær um að færa líkamsþunganum að meðaltali börnunum okkar, og gegnir margvíslegu hlutverki fjölskyldu eða vinum sem gerir það lífsnauðsynlegt hamingju ef við byrjum manninum og öðrum lifandi verum. ekki á sjálfum okkur.
„Gott líf felst í því að gera þá hluti vel sem maður getur gert vel.“ Aristóteles B5-vítamín er þekkt sem „afstressunarvítamínið“. Það hefur mikið að segja við framleiðslu adrenalínhormónsins og í uppbyggingu mótefna, upptöku vítamína og við ummyndun fitu, kolvetna og prótína í orku. Það er nauðsynlegt til að líkaminn myndi D-vítamín, flýtir græðslu sára og dregur úr einkennum liðagigtar. „Þegar ein hurð lokast, opnast önnur; en stundum horfum við með svo mikilli eftirsjá á lokuðu hurðina að við sjáum ekki þá sem hefur opnast.“ Alexander Graham Bell
Geðorðin 10 Hugsaðu jákvætt, það er léttara. Hlúðu að því sem þér þykir vænt um. Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir. Lærðu af mistökum þínum. Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina. 66 Heilsan
Flæktu ekki líf þitt að óþörfu. Reyndu að skilja og hvetja aðra í kringum þig. Gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup. Finndu og ræktaðu hæfileika þína. Settu þér markmið og láttu drauma þína rætast.
6 einfaldar reglur sem byggja á loforði Latabæjar: * og drykkir sem börn hafa 1 Matur gaman af að neyta
2 Fjölbreytt fæða við hvert tækifæri 3 Viðeigandi skammtastærðir 4 Takmarkað magn af fitu, salti og sykri 5 Án gervibragðefna, -sætuefna, & -litarefna 6 3 Vítamínbætt og rotvarnarefni aðeins þegar við á
*Nánari upplýsingar um Loforð Latabæjar má finna á www.latibaer.is TM & © 2013 LazyTown Entertainment. A Time Warner company. All rights reserved.