Heilsan
líkami
NÓVEMBER þitt eintak
frítt
3. tbl. 2012
Heildræn meðferð í óhefðbundnum lækningum - Nudd og heilun - Hómópatía og nálastungur - Höfuðbeina- og spjaldhryggjarjöfnun - Dáleiðsla og jóga
Falleg húð í kólnandi veðri
HVAR og
hvenær SEM ER!
elísabet margeirsdóttir: „Að bæta sig svolítið á hverjum degi veitir fólki ekki bara bætt útlit heldur gleði og aukið sjálfstraust“
Lína Guðnadóttir:
„Að eiga góða fjölskyldu og vini gefur lífinu gildi“
Hafsteinn Ægir Geirsson:
„... hjólreiðar númer eitt“
Hjólum ívetur
HÚÐ • hamingja • HÁR • Hreyfing • Líkami • sál
KATRÍN TANJA DAVÍðSDÓTTIR LYFTINGAKONA
ÍSLENSKA SIA.IS MSA 61008 09.2012
NÝTT! HLEðSLA MEð SÚKKULAðIBRAGðI KJÖRIN EFTIR GÓðA ÆFINGU EðA BARA Í DAGSINS ÖNN. HÚN ER GÓðUR KOSTUR MILLI MÁLA OG ER RÍK AF PRÓTEINUM. HENTAR FLESTUM ÞEIM SEM HAFA MJÓLKURSYKURSÓÞOL.
100%
HÁGÆÐA PRÓTEIN
efnisyfirlit
6 RITSTJÓRASPJALL 8 MOLAR 10 FALLEG HÚÐ 12 HEIMATILBÚNAR HÚÐ- OG HÁRMEÐFERÐIR 14 FEGURÐ OG DEKUR 18 ELÍSABET MARGEIRSDÓTTIR, VEÐURFRÉTTAKONA OG NÆRINGARFRÆÐINGUR 24 EKKI GLEYMA VÍTAMÍNUNUM 26 HEILDRÆN LÆKNING Í ÓHEFÐBUNDNUM MEÐFERÐUM 32 VETRARAFÞREYING
18
ELÍSABET MARGEIRSDÓTTIR
„Að bæta sig svolítið á hverjum degi veitir fólki ekki bara bætt útlit heldur gleði og aukið sjálfstraust.“
36 ÍÞRÓTTATÍSKA 40 HAFSTEINN ÆGIR GEIRSSON HJÓLAGARPUR ER HAMINGJUSAMASTUR MEÐ KÆRUSTUNA Á KANTINUM EFTIR ERFIÐA ÆFINGU 44 GRÆJAÐU HJÓLIÐ FYRIR VETURINN 46 BAKVERKIR ERU NÚTÍMAVANDAMÁL 48 LÍNA GUÐNADÓTTIR EINKAÞJÁLFARI 52 HVAR OG HVENÆR SEM ER ... 60 HOLLAR KÖKUR 62 HEILSUHORNIÐ 64 HEGÐUM OKKUR VEL Á INTERNETINU 66 10 LEIÐIR TIL AÐ KOMAST Í GEGNUM VETURINN
48 LÍNA
GUÐNADÓTTIR
„... forréttindi að fá að vera í vinnu þar sem maður bæði gefur af sér og fær að taka á móti.“ 4 Heilsan
ÍSLENSKA SIA.IS UTI 61226 09/12
Hertu þig upp NÁÐU ÁRANGRI. ÚTILÍF – HOLTAGÖRÐUM. GLÆSIBÆ. KRINGLUNNI. SMÁRALIND. WWW.UTILIF.IS
ritstjóraspjall
Hamingja ofar ríkidæmi Síðustu daga hefur verið mér hugleikin sú umræða hvort peningar kaupi hamingju eða það er að segja hvort fólk almennt trúi því að með því að kaupa sér fokdýra íbúð, flottari bíl eða nýjustu græjurnar að þá verði það loksins hamingjusamt. Æskuvinkona mín var að flytja til landsins frá Noregi með börnin sín þrjú og þegar hún talar um að hafa verið að flytja heim hefur hún fengið það viðmót að hún hljóti að vera snarklikkuð, að flytja frá Noregi til Íslands á sama tíma og fjöldinn allur er að flytja til Noregs í leit að betra lífi. En málið er að henni líður betur á Íslandi og þó svo að fjárhagurinn mögulega þrengist þá er hún tilbúin að taka því, búa við þrengri kost, vera hagsýnni í innkaupum og þar fram eftir götunum. Hún er nefnilega ekki svo klikkuð, hún hefur bara komist að því að á Íslandi líður henni best og að peningar kaupa ekki hamingju. Húrra fyrir henni! Vel launuð atvinna eða atvinna sem þú elskar? Þessi spurning vefst eflaust fyrir ansi mörgum, enda er það eðlilegt þar sem að sjálfsögðu vilja flestir búa við fjárhagslegt öryggi. En þá er líka spurning um hvað er nóg? Mér hefur heyrst það á vinum og vandamönnum að þó svo að innkoman aukist sé afgangur alltaf sá sami um mánaðamótin, eða núll krónur. Ætli maður sníði sér ekki alltaf stakk eftir vexti? Vinapar mitt fór í ferðalag fyrir nokkru, ferðalag sem hafði verið á dagskránni lengi, enda var ferðinni heitið hinum megin á hnöttinn. Meðal annarra voru heimsótt fátæk lönd, þar sem raunveruleg fátækt er, þar sem margra kílómetra ganga er í vatn og skólaganga ekki á allra færi. Athygli mína vakti þegar ég sat heima í stofu að skoða óskaplega flottar myndir frá ferðalaginu að á andliti barnanna, þessara svöngu og fátæku barna, sem sum hver áttu ekki heimili og önnur voru fötluð, var bros og gleðin skein úr augum þeirra.
Eftir að hafa skoðað þessar myndir hugsaði ég um hvað ég hefði það sjálf gott, ég horfði á fullan fataskáp sona minna, matinn í ísskápnum, skólabækur á borðinu og legókubba sem dreifast um allt heimilið og fann til svo mikils þakklætis og ekki síður hamingju vegna þess að við hefðum heilsu, húsnæði og hvert annað. Munum að þakka fyrir það sem við höfum, munum að öfunda ekki náungann sem virðist eiga allt sem hugurinn girnist og hugsum um hvað við raunverulega þurfum til að vera hamingjusöm. Gleði- og hamingjukveðjur, Halldóra Anna Hagalín ritstjóri
Kristjana Sveinbjörnsdóttir, kiddy@birtingur.is. Sími: 515 5689 og 695 3169
Heilsan
þitt eintak
Prentun: Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja
ERFISME HV R M
KI
U
Ritstjóri Halldóra Anna Hagalín Auglýsingastjóri Kristjana Sveinbjörnsdóttir, kiddy@birtingur.is. Sími: 515 5689 og 695 3169 Prentun Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja.
141
776
PRENTGRIPUR
Allur réttur áskilinn varðandi efni (texta og myndir). Öll notkun efnis, t.d. beinar tilvitnanir og endursagnir, er óheimil án skriflegs leyfis útgefanda. Sjá nánar um réttarvernd og gjaldskrá útgefanda á birtingur.is
6 Heilsan
BIRTÍNGUR útgáfufélag Lyngási 17, 210 Garðabæ, s. 515 5500 Útgefandi: Hreinn Loftsson Framkvæmdastjóri: Karl Steinar Óskarsson Fjármálastjóri: Matthías Björnsson Yfirmaður hönnunardeildar: Linda Guðlaugsdóttir Yfirmaður ljósmyndadeildar: Kristinn Magnússon Dreifingarstjóri: Jóhannes Kr. Kristinsson Blaðamenn: Benedikt Bóas Hinriksson, Björk Eiðsdóttir, Erna Hreinsdóttir, Hallgerður Hallgrímsdóttir, Helga Kristjánsdóttir, Kristín Ýr Gunnarsdóttir, Marta Goðadóttir, Ólöf Jakobína Ernudóttir, Ragnhildur
Aðalsteinsdóttir, Sigríður Bragadóttir, Sólveig Jónsdóttir, Tómas Rizzo, Úlfar Finnbjörnsson, Þórunn Högna Ljósmyndarar: Björn Blöndal, Bragi Þór Jósefsson, Karl Petersen, Rakel Ósk Sigurðardóttir Umbrot: Magnús Geir Gíslason Myndvinnsla: Guðný Þórarinsdóttir. Próförk: Guðrún Nellý Sigurðardóttir, Margrét Árný Halldórsdóttir, Ragnheiður Linnet Áskriftardeild: Ásgerður Margrét Þorsteinsdóttir, Ólafur Valur Ólafsson Skrifstofa: Auður Guðjónsdóttir, Guðrún Helgadóttir Dreifing: Halldór Örn Rúnarsson
Dönsku astma- og ofnæmissamtökin
Astma- og ofnæmisfélagið á Íslandi mælir með vörum frá Neutral
ÞVottaefni fyrir hVert tilefni
hafðu Það fínt
StórÞVottur framundan?
Silkihönskum, ullarteppum og dúnúlpum hæfir 30 til 40 gráðu þvottur í höndum eða vél með Neutral Uldog finvask.
nú er Það SVart Neutral Sort vask varðveitir svartan glæsileikann svo hann tapi ekki lit sínum. Upplitað er bara ekki í tísku þessa dagana.
Ekkert jafnast á við Neutral Storvask til að komast til botns í þvottakörfunni. Hentar fyrir þvott af öllu tagi.
Létt er að flokka litríka sokka.
ÍSLENSKA SIA.IS NAT 60805 08.2012
Fyrir alla muni, ekki láta þennan lenda í hvíta þvottinum.
nú er Það hVítt
haltu lífi í litunum
Ensímin í Neutral Hvid vask losa þig við erfiða bletti og óhreinindi. Það skilar sér í björtum og hvítum þvotti. Fljótandi Neutral leysist vel upp og hentar því líka vel í handþvottinn.
Settu svolítið af Neutral Color í hólfið og njóttu þess að fá þvottinn jafn litríkan úr vélinni aftur. Þetta er kröftugt, þú notar bara lítið af dufti í hverja vél. Fljótandi Neutral Color endist líka og endist.
nánari upplýSingar á neutral.iS
Múffubókin hennar Nönnu
Í haust kom út ný bók frá Nönnu Rögnvaldardóttur, Múffur í hvert mál, þar sem er að finna múffuuppskriftir af ýmsum toga, allt frá uppskriftum að hollum og orkuríkum múffum til sparilegra kaffiboðsmúffa. En það er ekki bara við mannfólkið sem getum gætt okkur á gómsætum múffum, því í bókinni er meira að segja að finna uppskriftir að múffum fyrir hunda og ketti. Bókinni er skipt niður í kafla eftir tíma dags og tilefni og er afskaplega aðgengileg og skemmtileg eins og við er að búast af Nönnu.
Popitas Zero – örbylgjupopp án viðbættrar fitu
Vissuð þið að poki af örbylgjupoppi getur innihaldið meira en 25% af viðbættri fitu? Popitas Zero er örbylgjupopp sem inniheldur enga viðbætta fitu án þess að fórna bragðgæðunum. Í einum poka eru aðeins 246 kaloríur, tæpur helmingur af kaloríunum sem eru í venjulegum poka af poppkorni, þrátt fyrir sama magn af poppuðum maís. Popitas Zero er glænýtt þar sem notuð er 100% náttúruleg aðferð sem gefur upphaflega bragðið en er án viðbættrar fitu. Nú er skemmtilegra en nokkru sinni fyrr að njóta góðs, holls snarls.
Klifið
Klifið er fræðslusetur fyrir Garðbæinga og aðra áhugasama. Markmið Klifsins er að bjóða upp á fjölbreytt og skapandi námskeið fyrir börn og fullorðna sem auðga líf fólks. Námskeiðin eru fyrir alla, óháð menntun. Klifið er vettvangur þar sem fólk á öllum aldri getur komið saman og lært eitthvað nýtt og framandi undir leiðsögn fagfólks og sérfræðinga á sínu sviði. Í boði eru ýmis skemmtileg frístundanámskeið fyrir börn jafnt sem fullorðna. Upplifið Klifið, lærið og lifið eru einkunnarorð Klifsins og er þá verið að vísa í meiri meðvitund fólks um það að taka frá tíma til að gera eitthvað nýtt og skemmtilegt. Klifid.is.
Tölvuleikjaforritun fyrir krakka
Skema sérhæfir sig í kennslu og rannsóknum – með sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði að leiðarljósi. Skema stendur fyrir námskeiðum fyrir ungt fólk í leikjaforritun og mun stuðla að því að kennsla í forritun verði í boði í grunn- og framhaldsskólum landsins auk þess að rannsaka þau áhrif sem kennsla í forritun hefur á hina ýmsu þætti þroska og námsgetu barna. Á byrjendanámskeiðunum fá þátttakendur kennslu og innsýn í möguleika tækninnar á skemmtilegan og áhugaverðan máta. Kennslan byggir á leikjaforritun auk þess sem fléttað er inn í kennsluna hugarkortum og flæðiritum við ,,hönnun“ leikjanna. Markmið námskeiðanna er að þátttakendur sjái forrit verða að veruleika auk þess sem þátttakendur munu sjá hvað forritun getur verið skemmtileg og áhugaverð. Sjá nánar á skema.is.
8 Heilsan
Tónlistarleikhús í Kramhúsinu
Í Tónlistarleikhúsinu er unnið með grunnaðferðir leiklistarinnar og áhersla lögð á spunavinnu. Sköpunargleði barnanna fær að njóta sín til fullnustu í vinnu hópsins að sameiginlegri lokaafurð þar sem hugmyndir barnanna eru settar á svið. Farið verður í margs konar æfingar sem þjálfa m.a. einbeitingu, líkamsvitund, samskipti, framkomu, samvinnu, rödd, rýmisskynjun og tillitssemi. Vinsæl námskeið þar sem ævintýrin gerast. Nánari upplýsingar eru á kramhusid.is.
20 girnilegar uppskriftir og 16 falleg sílíkonform
Út er komin á íslensku bókin Bollakökur sem hefur að geyma 20 uppskriftir að ljúffengum bollakökum og leiðbeiningar sem gera bollakökubaksturinn auðveldan og skemmtilegan. Bókin er gefin út í vinsælli matreiðslubókaröð frönsku matreiðslubókaútgáfunnar Larousse. Bollakökubókin er í fallegri gjafaöskju ásamt 16 fjölnota sílíkonformum.
Heilsuréttir fjölskyldunnar
Í Heilsuréttum fjölskyldunnar eru uppskriftir að ljúffengum réttum sem fjölskyldan elskar en bókin er skrifuð fyrir þá sem vilja bæta mataræði og lífsstíl fjölskyldunnar. Höfundur bókarinnar, Berglind Sigmarsdóttir, er fjögurra barna móðir og mikil áhugamanneskja um heilsu og matargerð. Hún hefur mikla reynslu af því að elda hollan mat og aðlaga uppáhaldsrétti barnanna að hollara og næringarríkara mataræði. Gefin eru ráð um hvernig hægt er að draga úr sykurneyslu barna og ungmenna – og hvernig við fáum börn og unglinga til að borða heilsusamlegan mat og bæta lífsstíl sinn.
Heilsan 9
Falleg húð Veðrið fer kólnandi hér á Fróni og senn líður að því að veturinn komi með tilheyrandi kulda. Það er algengt að húðin finni fyrir þessum veðurfarsbreytingum og því er umhirða hennar mjög mikilvæg á þessum árstíma. Húð okkar getur verið mjög misjöfn. Hún getur verið þurr, viðkvæm, blönduð eða feit. Það er misjafnt eftir húðgerð hvernig hún bregst við frosti. Gott er að þekkja húðgerð sína vel og fylgjast með breytingum hennar. Þekki kona húð sína vel þá er einfaldara að fá ráðleggingar um hvernig best er að hirða hana. Hér eru ráð um hvernig gott er að hirða húðina til þess að gera hana sterkari og tilbúna í frostið! Texti: Kristín Ýr Gunnarsdóttir
HREINSUN Hér er lykilatriðið að hafa hlutina einfalda. Þú þarft að finna góðan hreinsi sem húðin bregst vel við. Þá er gott að vera meðvitaður um húðtegund sína. Forðastu að nota sápu, hún vill oft þurrka húðina. Andlitið er viðkvæmt fyrir sápu svo það er gott að hafa það ráð í huga að sápa á aðeins að snerta líkama þinn frá hálsi og niður. Veldu kremkenndan hreinsi ef þú ert með þurra húð en tæran hreinsi ef þú ert með feita húð. Ekki hreinsa húðina of oft en þvoðu hana alltaf áður en þú ferð að sofa og berðu á þig næturkrem. Húðin vinnur best á nóttunni því þá er ekkert áreiti á henni. Á daginn hefur hún ekki undan að verja sig fyrir óhreinindum, mengun og þess háttar. Notaðu vatn til að hreinsa óhreinindin af, gott er að hafa það heitt því það losar um stíflaðar svitaholur. Notaðu síðan hreinsinn og þvoðu hann af með volgu vatni. Á morgnana er sniðugt að skvetta framan í sig volgu vatni og vekja húðina þannig.
SKRÚBBAÐU
NOTAÐU KREM Allar húðtegundir þurfa á raka að halda. Þrátt fyrir að húð þín sé feit þá hefur hún gott af raka. Það þarf bara að velja kremið vel, oft þarf að prófa sig áfram með nokkrar gerðir. Þegar þú hefur fundið það krem sem að virkar fyrir þig. Haltu þig þá við það! Það þarf samt að passa sig að nota kremið ekki óhóflega því þá getur það stíflað svitaholurnar. Sumir fegrunarsérfræðingar mæla með augnkremi vegna þess að húðin í kringum augun er afar næm og þunn. Augnkremin eru gerð til að þykkja þetta svæði og það gæti verið sniðugt.
10 Heilsan
Þetta er skref sem algengt er að fólk sleppi en er algjörlega nauðsynlegt einu sinni í viku fyrir húðina. Ef þú byrjar á þessu skrefi þá áttu eftir að finna mun strax. Ein af ástæðum þess að húð karla á það til að líta út fyrir að vera yngri en húð kvenna er vegna þess að þegar þeir raka sig þá skrúbba þeir húðina í leiðinni. Það eru til nokkrar leiðir til að skrúbba húðina og ná góðum árangri með hana. Skrúbbið virkar þannig að það er verið að fjarlæga efsta lag húðarinnar, sem eru dauðu húðfrumurnar. Passaðu þig að nota ekki of grófan skrúbb og gott er að hafa hann með fínum kornum. Of grófur skrúbbur getur frekar valdið húðinni skaða en að hann geri eitthvað gott fyrir hana. Á þessum klukkutíma sem það tekur að skrúbba húðina getur þú gert hana mun unglegri. Skrúbb einu sinni í viku heldur húðinni glóandi allan ársins hring.
Láttu skynsemina ráða Decubal ecological eru lífrænt vottaðar og Svansmerktar húðvörur • • • •
Body Cream rakagefandi líkamskrem Hand Cream mýkjandi handáburður Body Lotion létt húðmjólk Face Cream nærandi andlitskrem
H VÍT A H Ú SIÐ/S ÍA / AC TA VIS 11 50 72
Decubal Ecological húðvörurnar henta sérlega vel þurri og viðkvæmri húð og fást í apótekum
Án: • parabena • ilmefna • litarefna
Heimatilbúnar hár- og húðmeðferðir Gæti verið að allt sem þú þurfir til að öðlast fallega húð eða fullkomið hár leynist í eldhússkápunum þínum? Það er óvitlaust að fara að líta sér örlítið nær varðandi það sem við notum á húðina og í hárið. Rándýr krem, maskar og næring er kannski ekki málið og stappaður banani og gulrætur gætu jafnvel gert alveg sama gagn! Erum við ekki alltaf að reyna að vera náttúrulegri í mataræði og þess háttar? Hvers vegna ekki að fara alla leið? Hér eru nokkrar hugmyndir að náttúrulegum húð- og hármeðferðum:
Slétt og falleg húð: Góðar aðferðir til að losna við dauða og þurra húð, koma í veg fyrir hrukkur og bólur eða einfaldlega hressa sig við. Bananahrukkumeðferð: Stappaðu ¼ banana þar til hann er vel maukaður. Berðu á andlitið og hafðu á í 15-20 mínútur. Skolaðu af með volgu vatni og skvettu svo smávegis af köldu vatni yfir í lokin og þurrkaðu varlega af. Náttúrulegt skrúbb: Sjávarsalt er frábært til að losa sig við dauða og þurra húð. Bleyttu andlitið (eða aðra líkamsparta ef því er að skipta), taktu 2 teskeiðar af sjávarsalti og nuddaðu MJÚKLEGA með blautum þvottapoka eða fingrum á húðina. Einbeittu þér að enni, nefi og kinnum en haltu saltinu frá augnsvæðinu. Gerðu þetta í 2-3 mínútur og skolaðu loks andlitið með köldu vatni. Endurtaktu þetta reglulega en þó ekki oftar en einu sinni í viku. Gulrótarmaski: Þú þarft 2-3 stórar gulrætur og 4 ½ teskeið af hunangi. Sjóddu og maukaðu gulræturnar og blandaðu svo hunanginu út í. Berðu varlega á andlitið og bíddu í 10 mínútur. Skolaðu af með köldu vatni til að loka svitaholunum. Hunangsmaski: Hunang er frábært hráefni í andlitsmaska. Bleyttu þvottapoka með heitu vatni og leggðtu yfir andlitið til að opna svitaholurnar. Smyrðu hunangi yfir andlitið og láttu standa í 15-30 mínútur. Skolaðu af með volgu vatni og loks köldu vatni til að loka svitaholunum. Gott er að endurtaka þetta vikulega. Hressandi appelsínujógúrtmaski: Í þennan þarftu 1 teskeið af hreinni jógúrt og safann úr ¼ appelsínu. Blandaðu þessu tvennu saman og smyrðu á andlitið. Þetta er bæði kælandi og afslappandi maski. Hafðu hann á í um 5 mínútur og skolaðu hann þá af. Jógúrt hreinsar og nærir húðina og appelsínusafinn er fullur af C-vítamíni.
12 Heilsan
Eplamaski (góður fyrir feita og bólótta húð): Þú þarft 1 miðlungsstórt epli, fínsaxað, og 5 teskeiðar af hunangi. Blandaðu eplinu og hunanginu vel saman. Berðu á húðina og láttu standa í 10 mínútur. Skolaðu af með köldu vatni. Silkimjúkir fætur: Blandaðu saman 1 bolla af sítrónusafa, smá kanil, 2 teskeiðum ólífuolíu, ¼ bolla mjólk og svo vatni (skiptir ekki máli hversu miklu). Kanillinn er til að búa til góða lykt svo ef þér líkar hann ekki þá má skipta honum út fyrir eitthvert annað krydd eða jafnvel ilmvatn. Blandaðu þessu öllu í baðkerið og dýfðu fótunum ofan í og leyfðu blöndunni að virka í dágóða stund. Þurrkaðu svo fæturna eða skolaðu þá með vatni og mildri sápu. Gerðu þetta í nokkrar vikur og fæturnir verða silkimjúkir.
Glansandi hár: Góðar aðferðir til að gefa hárinu gljáa, fjarlægja sjampóleifar og margt fleira: Ljóst hár: Bættu tveimur teskeiðum af sítrónusafa í vatnið sem þú notar til að skola hárið. Brúnt eða rautt hár: Bættu tveimur teskeiðum af eplaediki í vatnið sem þú skolar hárið með. Hrærðu einni teskeið af hunangi í 4 bolla af volgu vatni. Eftir að hafa þvegið hárið með sjampói, helltu þá blöndunni yfir hárið. Ekki skola blönduna úr og þurrkaðu hárið eins og venjulega. Eggjablanda: Hrærðu tvö egg rólega saman við slatta af mjólk og helltu yfir hárið. Láttu standa í hárinu í 5 mínútur, skolaðu hárið og þú munt sjá glansinn um leið. Náttúrulegar strípur: Sítrónusafi og sólargeislar, örugg leið til að lýsa hvaða hár sem er. Ráð við flösu: Helltu ediki í hárið, nuddaðu því í hársvörðinn og leyfðu að þorna (tekur örfáar mínútur). Næst skaltu þvo hárið og gerðu þetta daglega þar til flasan er horfin, sem ætti ekki að taka meira en nokkra daga.
„Þetta er einmitt Það sem hárið á mér Þarf nauðsynlega á að halda.“ Doutzen Kroes
Ómissandi olía léttleiki NýjuNg: næranDi formúla fyrir allar hárGerðir
GuðdómleGt hár 1 olía – 1001 notkunarmöguleiki áður en hárið er þVeGið. sem næranDi Kúr. í þurrt hár áður en það er Greitt. í loKin til þess að fá hárið til að Glansa falleGa. n Gerir hárið silKimjúKt án þess að þynGja það n VernDar oG nærir n Veitir Gljáa oG Kemur í VeG fyrir úfið hár
EXTRAORDINARY OIL Því þú átt það skilið
Fegurð og dekur
Ferskt og frískandi Hárvörur frá L‘Oréal
fyrir komandi vetur
Elvital Arginine Resist sjampó og hárnæring er fyrir viðkvæmt hár sem á það til að vera flatt og slitna. Endurvekur hártrefjar, endurnærir hárið frá rót til enda og gerir það sterkara. Inniheldur arginine og próín. Elvital Nutri Gloss Crystal er sjampólína sem er sérstaklega gerð fyrir sítt, fíngert og flatt hár, sem misst hefur sjarmann, og gefur hárinu heilbrigðan glans. Formúlan er auðguð með sjáanlegum og uppleysanlegum míkrókristöllum sem gefa hárinu heilbrigðan glans.
Húðhreinsivörur frá Nivea Nivea Purifying Wash Gel. Sápulaust hreinsigel fyrir feita húð með örsmáum kornum sem hreinsar húðina, dregur úr og fjarlægir óhreinindi. Gefur matta áferð. Nivea Mattifying Day Care. Rakagefandi dagkrem án olíu fyrir feita húð. Inniheldur sítrónugras og hrísþykkni sem veitir raka og stuðlar að eðlilegri olíuframleiðslu húðarinnar. SPF 8.
Nivea Mattifying Toner. Andlitsvatn fyrir feita húð sem fjarlægir leifar af hreinsivörunum, lokar húðinni og kemur jafnvægi á hana.
Nivea Refreshing Cleansing Mousse Létt en mjúk hreinsifroða fyrir venjulega húð, sem hreinsar og fjarlægir umframfitu af T-svæði, veitir raka, róar og hjálpar húðinni að endurnýjast.
Texti: Magna Sveinsdóttir Myndir: Rakel Ósk Sigurðardóttir
Frísklegur svitalyktareyðir frá Rexona
Svitalyktareyðirinn inniheldur svokallað Motionsense System, micro-kúlur sem verða virkar um leið og húðin byrjar að hitna, áður en svitamyndunin á sér stað. Hann hefur öfluga virkni í allt að 48 klukkutíma, er frábær fyrir fólk sem er á ferðinni og þá sem eru í ræktinni. Er til fyrir karla og konur og bæði sem roll on og sprei.
14 Heilsan
Elvital Extraordinary Oil er hárolía sem gefur hárinu fallegan glans og djúpnærir það og hárið verður létt og mjúkt eftir notkun. Hún er í senn næring, hármótunarefni og serum með blöndu af sex mismunandi blómaolíum. Fáanleg í allar gerðir hárs og einnig fyrir litað hár.
Andlitslína frá Neutral Face Cream er milt rakakrem fyrir allar húðtýpur, smýgur auðveldlega inn í húðina og gerir hana mjúka og teygjanlega. Inniheldur E-vítamín og glýserín sem vernda húðina og vinna á móti húðertingu. Face Wash er mild og rakagefandi hreinsifroða sem hreinsar burt krem, farða og óhreinindi án þess að þurrka húðina. Skin Tonic er rakagefandi andlitsvatn án alkóhóls. Fjarlægir leifar af hreinsivörum, lokar húðholunum og frískar upp húðina án þess að skapa strekkta tilfinningu í henni. Inniheldur allantoin og panthenol B5 pro-vítamín sem vernda húðina. Makeup Removal Wipes eru mildir hreinsiklútar sem fjarlægja farða og vatnsheldan maskara ásamt því að viðhalda raka í húðinni. Pakkningin er með loki sem hindrar að klútarnir þorni upp.
VERSLUN
Myndir: Rakel Ósk Sigurðardóttir
Ný heilsuverslun Holland & Barrett var stofnað 1870 af þeim Alfred Slapps Barrett og Major William Holland og verslaði þá með fatnað og matvöru. Síðustu 80 árin hefur keðjan eingöngu verslað með heilsuvörur og fæðubótarefni. Á Bretlandseyjum rekur keðjan yfir 620 verslanir, auk þess sem verið er að setja upp rúmlega 320 verslanir í Kína. Auk þess eru útibú frá keðjunni í nokkrum öðrum löndum, þar á meðal Íslandi frá 13. október 2012. Egill Ragnar Sigurðsson viðskiptafræðingur er verslunarstjóri og hefur hann lokið þjálfun í heilsuráðgjöf í London. Heilsan tók Egil tali og fékk að heyra nánar um þessa nýju verslun og hugmyndina á bak við hana.
Af hverju að opna búð núna? Nýbreytni „Helstu rök fyrir að opna þessa nýju búð á Íslandi er að keðjan Egill segir nýbreytnina hjá Holland and Barrett vera meira framleiðir gífurlega mikið af heilsuvörum í háum gæðaflokki og vöruúrval af hágæðaheilsuvörum með öflugri ráðgjöf sérhæfðra er með um 3500 vörunúmer á lager,“ útskýrir Egill og bætir við að starfsmanna. „Starfsmenn styðjast við öflugan ráðgjafapakka og í versluninni í Smáralind sé mikið vöruúrval á um 1500 vörulínum stóran upplýsingagagnagrunn frá keðjunni og hefur fyrirtækið af heilsuvörum. „Því bjóðum við upp á langmesta vöruúrvalið á þróað mjög öflugt fræðslukerfi sem notað er í verslunum til að heilsuvörum á mjög hagstæðu verði. tryggja að viðskiptavinir fái vörur sem þeim gagnast sem best og Eina leiðin til að flytja þessar vörur til Íslands var að setja upp að ekki sé verið að selja heilsuvörur sem gætu talist skaðlegar eða útibú, svokallað franchise, en vörur Holland & Barrett eru jafnvel gagnslitlar. eingöngu seldar í verslunum keðjunnar. Það var fyrir um tíu Ráðgjöf okkar fer fram í búðinni og í sérstöku viðtalsherbergi inn árum sem áhuginn vaknaði af búðinni. Heilsusérfræðingar á að opna verslun hér á landi eru Guðríður Einarsdóttir Fróðleikur: Maitake-töflur er japanskur sveppur sem en það var ekki fyrr en árið lyfjafræðingur sem annast hefur verið notaður í fjölda ára í Japan. Þessi sveppur 2011 að jákvæðar undirtektir sérhæfða heilsuráðgjöf, styrkir ónæmiskerfið sérstaklega vel, til dæmis hentar komu frá Holland and Barrett Kolbrún Kjerulf það fólki sem hefur verið veikt lengi til að ná fyrri kröftum. Retail Ltd. og var búðin loks næringarráðgjafi, Þorbjörg Maitake kemur í veg fyrir að þú veikist og ef þú ert að opnuð í Smáralind í október Guðjónsdóttir hómópati sem veikjast eða ert veik/ur þá verður þú góð/ur á örfáum síðastliðnum. Sérhæfing annast sérhæfða ráðgjöf í dögum. Reishi er japanskur sveppur sem er sérstaklega verslunarinnar byggist á að hómópatíu og Egill Ragnar góður fyrir fólk sem er slæmt af ofnæmi. Þessar vörur eru vera með mikil vörugæði og sem annast almenna ráðgjöf fáanlegar í Holland & Barrett, Smáralind. eitt mesta úrval landsins af í Holland and Barrett-vörum. heilsuvörum á mjög hagstæðu Einnig þurfa allir starfsmenn verði, svo sem vítamínum, búðarinnar að fara í Holland & húðvörum og ýmsum pökkuðum heilsumatvælum en margar Barrett-þjálfunarferli hér á landi sem er gert til að viðskiptavinir fái af þessum vörum hafa ekki verið áður til sölu á Íslandi. Einnig sem bestar ráðleggingar.“ sérhæfir búðin sig í öflugri heilsuráðgjöf án endurgjalds sem er www.hollandandbarrett.is hægt að panta á heimasíðu okkar“. Heilsan 15
Fegurð og dekur
Þokkafullir og djarfir haustlitir L’Oréal Color Riche - varalitir Átta nýir litir hafa bæst við í Color Richevaralitalínuna sem passa vel í litaflóruna sem verður áberandi í haust. En þá verða rauðir litir og berjalitir eins og bleikir og fjólubláir áberandi í förðun.
Fallegir haustlitir úr naglalakkalínu L’Oréal.
Nude Magique BB frá L’Oréal Um er að ræða nýja kynslóð förðunarvara sem eru að slá í gegn um allan heim! Litað rakakrem sem gefur góðan grunn fyrir förðunarvörur, á sama hátt og primer. Í línunni eru fáanlegir 2 mismunandi litir en kremið jafnar út hörundslit, eins og litað dagkrem, og hylur minniháttar misfellur og roða. Púðrið í línunni er létt og kremkennt og það fellur vel inn í húðina svo maður finnur ekki fyrir því. Púðrið veitir húðinni allt það sama og kremið gerir en við mælum þó með að nota rakakrem undir til að auðvelda ásetninguna.
Texti: Magna Sveinsdóttir Myndir: Rakel Ósk Sigurðardóttir
L‘Absolu Creme de Mat. Fljótandi varalitir frá Lancôme með mattri áferð sem gefa fulla þekju og djúpan flauelslit á varirnar.
Vernis in Love, Lancôme. Flottir litir úr Paris by Nightlínunni og töfrayfirlakk sem gefur matta áferð.
Hypnôse Brown Shaper frá Lancôme. Litlaust gel sem mótar augabrúnir, gefur náttúrulega áferð og helst allan daginn.
Lancôme Le Crayon Sourcil. Silkimjúkur augnbrúnablýantur og greiða sem í tveimur skrefum móta fullkomnar augabrúnir.
Lancôme Le Regard Pro. Palletta fyrir augabrúnir sem hjálpar þér að móta og skerpa fullkomna augabrúnalínu í réttum lit.
16 Heilsan
Gel-eyeliner frá L’Oréal er með þéttum litarögnum sem gera línurnar breiðar og áberandi. Hann endist í 24 tíma, er vatnsþolinn og smitar ekki. Pensillinn fylgir með.
NÝTT Max Factor Eye Brightening er byltingakenndur maskari sem ýkir þinn náttúrulega augnlit og gefur fallegri og bjartari augu. Þú velur maskara eftir þínum augnlit.
Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu, jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær. Extra minnkar upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstri hversdagsins.
Myndir: Myriam Marti Texti: Halldóra Anna Hagalín
VIÐTaL
18 Heilsan
„Að bæta sig svolítið á hverjum degi veitir fólki ekki bara bætt útlit heldur gleði og aukið sjálftraust.“
VIÐTAL
Hreyfing er lykilatriði Elísabet Margeirsdóttir er sjálfstætt starfandi næringarfræðingur og veðurfréttakona á Stöð 2 í hlutastarfi. Hún er 27 ára Reykjavíkurbúi í sambúð og segist byrja flesta daga á því að fara út að hlaupa og hlusta á fréttir. Þéttskipaðir dagar Elísabet segir það vera heldur langt síðan hún var í mjög fastri rútínu en bætir þó við að þetta sé smám saman að komast í fastar skorður. „Flesta daga byrja ég á að fara út að hlaupa og hlusta á fréttir. Síðan er heilagasta stund dagsins ábyggilega þegar ég galdra fram hafragrautinn. Ég byrja yfirleitt að vinna klukkan níu en þá er ég ýmist með viðtalsdaga eða sinni ráðgjöf í gegnum Netið. Ef ég er í veðurfréttum um kvöldið þá reyni ég að hætta fyrr í vinnunni. Mér finnst oft gott að hreinsa hugann með því að taka stutt hlaup eða skella mér í ræktina rétt áður en ég mæti upp á Stöð 2 seinni partinn. Sem betur fer þá er streitan fyrir veðurvaktirnar ekki eins mikil og í fyrstu og það er í góðu lagi að bæta við aukavinnutíma suma daga. Starfið er skemmtilegt og
tíminn líður hratt á vaktinni. Ég er laus um hálfátta flesta daga og þá er stefnan tekin heim. Oftast elda ég einfaldan kvöldmat. Ég nýti kvöldin oft í verkefnavinnu en nú þegar haustið er komið er stundum gott að slaka á fyrir framan skemmtilegan sjónvarpsþátt. Stundum mætti ég þó slaka á og dunda mér við eitthvað sem tengist ekki vinnu eða hlaupum á kvöldin og um helgar.“
Hlaup og heilbrigður lífsstíll Elísabet eyðir miklum tíma í hlaup, þá bæði í að hugsa um og stunda þau. Hún segir áhugamálin sín tengjast flest heilbrigðum lífsstíl eins og næringarfræði, mat og fjallamennsku en hlaup og allt sem tengist þeim séu án efa hennar aðaláhugamál. „Ég byrjaði um miðjan menntaskóla að skokka mér til heilsubótar Heilsan 19
VIÐTaL en núna meira en tíu árum seinna finnst mér rosalega gaman að takast á við erfiðar og langar keppnir. Ásamt því að hlaupa mikið þá eyði ég stundum allt of miklum tíma í að hugsa um hlaup, lesa um hlaup og kynna mér ný hlaup. Það er þess vegna mjög gaman hjá mér þessa dagana en ég er að skrifa handbók fyrir hlaupara ásamt Karen Kjartansdóttur, vinkonu og samstarfskonu. Það getur verið krefjandi að skipuleggja sig vel þegar maður stjórnar tíma sínum sjálfur. Þetta er líka spurning um ákveðna forgangsröðun og ég reyni að tileinka mér þann hugsunarhátt. Held að aðalatriðið sé að byrja hvern dag frekar snemma á góðum morgunverði og skipuleggja verkefni dagsins. Setja sér raunhæf markmið fyrir hvern dag og ekki ætla sér of mikið á hverjum degi. Ef ég veit að morgundagurinn er troðinn af verkefnum þá er lykilatriði að vakna fyrr og ljúka æfingu dagsins sem fyrst.“
Veðurfréttakona og næringarfræðingur „Störfin fara bara ágætlega saman en ég hef minnkað aðeins við mig í veðurfréttunum og mestöll orka mín fer núna í að veita viðskiptavinum ráðgjöf varðandi næringu og heilsu. Ég byrjaði í veðurfréttunum þegar ég var að ljúka grunnnámi frá Raunvísindadeild HÍ, en ég hef verið í fimm ár í þessu starfi. Upphaflega voru þetta örfáar afleysingavaktir yfir sumartímann en síðan breyttist það. Veðurfréttirnar voru mjög hentug aukavinna samhliða meistaranámi mínu í næringarfræði. Stundum hef ég íhugað að bæta við þekkingu mína í veðurfræði en ég læt háskólagráðu í næringarfræði duga í bili. Hún er það fagsvið sem ég hef kosið mér að vinna við í framtíðinni.“ Elísabet er með fyrirtækið Beta næringarráðgjöf og segist hafa verið hvött áfram af fólki í kringum sig til þess að gera eitthvað upp á eigin spýtur eftir að hafa klárað nám sitt. „Ég hafði fengið ýmsar fyrirspurnir eftir að ég lauk náminu og í kjölfarið ákvað ég að setja á laggirnar litla stofu á mínum eigin forsendum. Eins og staðan er í dag þá eru ekki margar stöður fyrir nýútskrifaða næringarfræðinga en það er hins vegar mikil eftirspurn frá fólki sem vill persónulega ráðgjöf. Þetta er virkilega gefandi og skemmtilegt starf og mig langar að fást við þetta næstu misserin. Ég læri heilmikið á hverjum degi í starfinu og mynda tengsl við fólk, það gerir þetta skemmtilegt. Hver veit nema að ég fari í frekara framhaldsnám seinna meir og fari að fást við rannsóknir.“
20 Heilsan
Heilsa, hreyfing og freistingar „Ég tel að hreyfing sé lykilatriði þegar kemur að góðri heilsu, bættri líðan og auknu sjálfstrausti. Hins vegar er ekki hægt að hreyfa af sér slæmt mataræði. Ég efli mína heilsu með því að hlaupa og hreyfa mig daglega, borða hollt og reyni að halda óþarfa streitu í lágmarki. Einnig drekk ég áfengi sjaldan og þá í hófi. Það er mikill munur á að drekka eitt vínglas nokkra daga í viku og að drekka yfir sig einn dag í viku.“ Hún stenst freistingar með því að halda þeim frá heimilinu og segist ekki kaupa þær inn nema nema við ákveðin tilefni eða ef von er á góðum gestum. „Það eru alltaf reglulega veislur og kaffiboð og það er gott að geta þegið þá af og til kræsingar með góðri samvisku. Ég er reyndar frekar heppin að því leyti að ég hef aldrei verið neinn rosalegur nammigrís. Hef til dæmis aldrei á ævi minni borðað lakkrís. Hins vegar þykir mér súkkulaði rosalega gott og hef lengi verið sjúk í súkkulaðirúsínur. Ég lifi algjörlega samkvæmt þeirri reglu að allt sé gott í hófi en ákveðna hluti á maður að borða sjaldan og helst aldrei.
Einfalt en fjölbreytt mataræði Mataræði mitt er frekar einfalt og látlaust. Ég borða hollan mat sem mér þykir góður í öll mál án þess að hafa mikið fyrir honum. Ég er alltaf með ýmsar útfærslur af hafra- eða bygggraut á morgnana. Hádegismaturinn sem ég útbý sjálf er oft samloka úr heilkornabrauði með miklu grænmeti og kjöti. Á kvöldin er það yfirleitt kjöt eða fiskur með sætum kartöflum og grænmeti. Milli mála fæ ég mér ávexti eða skyr. Um helgar elda ég meiri sælkeramat eins og steik með bérnaise-sósu eða pastarétti og er einstaka sinnum með eftirrétt. Það er ekki flókið að borða hollt og heldur ekki dýrt, en mig blöskrar oft það sem er verið að
„Fjölbreytni þykir mér lykillinn að góðu mataræði“
FÖTIN SKAPA KONUNA ÚTSÖLUSTAÐIR: SPORTÍS - ÚTILÍF - INTERSPORT - ATLAS GÖNGUGREINING, REYKJAVÍK
- LÍKAMI OG LÍFSTÍLL, KÓPAVOGI - MÚSIK OG SPORT, HAFNARFIRÐI - OZONE, AKRANESI BORGARSPORT, BORGARNESI - HAFNARBÚÐIN, ÍSAFIRÐI - SPORTVER, AKUREYRI - SKÓBÚÐ HÚSAVÍKUR, HÚSAVÍK - FJARÐASPORT, NESKAUPSSTAÐ - SKÓGAR, EGILSSTÖÐUM, GALLERÍ OZONE, SELFOSSI - SPORTBÆR, SELFOSSI - EFNALAUG SUÐURLANDS, SELFOSSI.
SPORTÍS MÖRKIN 6
108 REYKJAVÍK
S:520-1000
SPORTIS.IS
VIÐTaL selja fólki í mörgum heilsubúðum. Nú virðist vera nauðsynlegt að borða allar tegundir af alls konar „ofurfæði“. Fólk getur lifað mjög heilbrigðu lífi með því að borða hefðbundinn íslenskan mat og nóg af grænmeti og ávöxtum. Fjölbreytni þykir mér lykillinn að góðu mataræði og eins að sneiða hjá mikið unnum matvörum og viðbættum sykri.
Á döfinni er svo að vera dugleg í allan vetur að sinna gömlum og nýjum skjólstæðingum. Ég hlakka mikið til næsta vors og sumars, en þá ætla ég að byrja á að hlaupa Boston-maraþonið í apríl og vonandi í enda sumarsins mun ég hlaupa í fyrsta sinn hundrað mílna fjallahlaup.“
Ætli ég þurfi ekki stundum að passa skammtana sem ég borða. Matarlystin mín ræðst mikið af því hversu mikið ég hleyp. Þær vikur sem ég hleyp hvað mest hef ég haft ýmist mjög góða matarlyst eða stundum litla. Ótrúlegt en satt þá er auðvelt að borða meira en maður brennir þrátt fyrir að hlaupa um hundrað kílómetra á viku. Þá verður aðeins meira mál að vera í þessu „kaloríur inn og út“ jafnvægi. Þetta er eitt af því sem ég aðstoða skjólstæðinga mína með en margir af þeim stunda þolíþróttir.“
Elísabet segir allt of marga gefa sér of lítinn tíma til að huga að góðri næringu. „Það kemur mér oft á óvart hversu margir sleppa til dæmis morgunverðinum vegna tímaskorts. Ég gæti til dæmis ekki byrjað daginn án þess að borða vel. Morgunmaturinn er undirstaða dagsins, vekur mig betur en kaffi og ég er líklegri til þess að borða hollt og hæfilega mikið þar til ég fer að sofa eftir góðan morgunverð. Þó að það eigi alls ekki við alla en þá getur morgunmaturinn oft auðveldað fólki að léttast.
Hamingjusöm að hausti
Ég get aldrei hætt að tönglast á því hve hreyfing er mikilvæg fyrir bæði gott útlit og góða líðan. Maður er alltaf ferskari og léttari eftir gott hlaup en bara það að fara út að hlaupa í eitt skipti getur aukið sjálfstraust til muna þá daga sem maður vaknar til dæmis tuskulegur eða þreyttur. Ég held að hlaupin hjálpi mörgum að líða vel í eigin líkama. Að bæta sig svolítið á hverjum degi veitir fólki ekki bara betra útlit heldur einnig gleði og aukið sjálftraust.“
„Ég er mjög hamingjusöm. Hef nýlega komið mér vel fyrir í fallegri íbúð í Þingholtunum með kærastanum mínum og starfa við það sem mér finnst skemmtilegast. Ég er líka alltaf mjög hamingjusöm þegar ég hef skemmtileg og krefjandi markmið til að stefna að. Og sama hversu þreytt ég er þá er ég aldrei jafnglöð og á hlaupum með góðum vinum í fallegu umhverfi.
Gefðu þér tíma
„Ég lifi algjörlega samkvæmt þeirri reglu að allt sé gott í hófi“
22 Heilsan
Vítamín Öll þurfum við á næringu og vítamíni að halda. Flest vítamín eigum við að geta fengið úr fæðu okkar með því að velja fjölbreyttan mat en þó eru nokkur vítamín sem algengt er að fólk þurfi að taka aukreitis með fæðunni. Þar er einna algengast D-vítamínið, Omega og svo má ekki gleyma lýsinu okkar sem hefur löngum verið talið gefa okkur Íslendingum víkingakraftinn og hreystina margómuðu. Heimildir: heilsa.is, doktor.is og víðar af Netinu.
D-vítamín D-vítamín er stundum kallað sólarvítamínið þar sem það myndast í húðinni fyrir tilstilli útfjólublárra geisla sólarinnar. D-vítamín er mikilvægt fyrir beinheilsu þar sem það örvar frásog kalks úr meltingarvegi og stuðlar að eðlilegum kalkstyrk í blóði. Hjá börnum styður það við beinvöxt og hjá fullorðnum hjálpar það við að viðhalda styrk beina. D-vítamínskortur er algengur á Íslandi, sérstaklega yfir vetrarmánuðina og er því mörgum nauðsynlegt að taka D-vítamín sem fæðubótarefni. Það eru ekki mörg matvæli sem innihalda
D-vítamín en helst er það að finna í feitum fiski, eins og laxi og lúðu, einnig er það að finna í smjörlíki og eggjarauðum.
Þorskalýsi Þorskalýsi styrkir vöxt tanna og beina, hefur góð áhrif á sjónina og byggir upp viðnám gegn ýmsum kvillum. Það er auðugt af Omega-3 fitusýrum og víða um heim er verið að rannsaka ítarlega áhrif þeirra á ýmsa sjúkdóma, svo sem sóríasis, astma, hjarta-, geð- og gigtarsjúkdóma. Niðurstöður rannsóknanna hafa vakið mikla athygli og sýna að fitusýrurnar koma líkamanum til góða á mörgum sviðum. Þær skýra hollustu lýsisins sem löngum hefur verið kunn meðal Íslendinga.
Omega-3-6-9 Omega-3-6-9 er einnig þekkt sem F-vítamín en þetta eru fitusýrur sem þurfa að koma með mat en líkaminn getur ekki framleitt sjálfur. Þetta eru fjölómettaðar fitusýrur sem oftast eru notaðar til að berjast gegn of háu kólesteróli, hjartasjúkdómum og til að koma í veg fyrir blóðtappa. Omega fitusýrur hafa reynst vel við of háum blóðþrýstingi, hjartasjúkdómum, liðagigt, brjóstakrabbameini, sóríasis, exemi, þyngdartapi, æðakölkun, á heilastarfsemi og gegn fyrirtíðaspennu.
Í Proactiv® Solution , þriggja þrepa bólu- og húðhreinsikerfinu, eru efni sem hreinsa húð þína og eyða bólum. Með daglegri notkum koma efnin í veg fyrir að nýjar bólur nái að myndast og halda húð þinni hreinni og frískri. Vegna þess hve örugg við erum um að Proactiv® Solution sé rétta bólu- og húð-hreinsikerfið fyrir þig bjóðum við þér að prófa það án áhættu og með skilarétti í allt að 60 daga. Þannig sannfærist þú um virkni Proactiv® Solution .
Eftirtalin sjálfstæð Apótek selja einnig Proactiv Solution:
24 Heilsan
Við bjóðum þér að prófa Proactiv® Solution og erum fullviss um að þú náir sama árangri og milljónir ánægðir notendur um allan heim. Ef þú nærð ekki árangri, þá færðu endurgreitt. Við lofum því! Kynntu þér Proactiv® Solution nánar á án allrar áhættu!
heilsubudin.is
Kalk Kalk, öðru nafni kalsíum, er það steinefni sem mest er af í líkamanum. Það er um 1,5 til 2% af líkamsþyngd, þar af 99% í beinum. Kalk er nauðsynlegt fyrir vöxt og viðhald beina og tanna. Það er mikilvægt fyrir myndun ensíma í líkamanum. Samdráttur vöðva, sending rafboða, stjórnun hjartsláttar og storknun blóðs þarfnast kalks. Rannsóknir benda til að kalk lækki blóðþrýsting, minnki blóðfitu og dragi úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum. Kalk eykur gæði svefns ef það er tekið að kvöldi og er einnig gott við tíðaspennu.
Texti: Svava Jónsdóttir Myndir: Myriam Marti og Ernir Eyjólfsson
Heildræn meðferð
26 Heilsan
í óhefðbundnum lækningum Til eru nokkrar tegundir óhefðbundinna lækninga og hefur reynslan sýnt að mörgum líður betur eftir að hafa nýtt sér þá þjónustu sem boðið er upp á. Hvort sem um er að ræða dáleiðslu, heilsunudd, heilun, hómópatíu, höfuðbeina- og spjaldhryggjarjöfnun eða nálastungur þá má segja að þessar aðferðir eigi það sameiginlegt að um heildrænar meðferðir sé að ræða sem hafa áhrif á líkama og sál.
Dáleiðsla og yoga bætir líðan Hildur Vera Sæmundsdóttir vinnur hjá Hugarafli og Geðheilsu - eftirfylgd þar sem hún býður m.a. upp á viðtöl og dáleiðslu, hathayoga-tíma, dansyoga-tíma og tíma sem samanstanda af öndunaræfingum, djúpslökun og setu í hugleiðslu.
Þ
að var iðjuþjálfi með víðtæka reynslu af geðheilbrigðismálum og fólk sem hafði glímt við geðraskanir sem stofnaði Hugarafl fyrir níu árum en þangað leitar fólk sem vill bæta líðan sína. Starfsemin er fjölbreytt og má þar nefna dáleiðslu sem Hildur Vera sinnir. „Dáleiðsla er margra alda gömul tækni og ætluð til lækninga. Fólk hefur þekkt afl dáleiðslunnar í þúsundir ára til að auðvelda lærdóm, lækna andleg sár, bæta frammistöðu, breyta venjum og hraða lækningu líkamlegra meina.“ Hildur Vera sinnir dáleiðslu gagnvart öllu mögulegu sem hrjáir fólk en sérhæfði sig í dáleiðslu þeirra sem þjást af þunglyndi. „Dáleiðarinn þarf að vera búinn að útskýra fyrir viðkomandi að ekkert slæmt muni gerast og hann geti alltaf hætt. Það er mikilvægt að dáleiðslutæknir og skjólstæðingur hittist og ræði saman um allar hliðar vandans en síðan er mismunandi tækni notuð,“ segir Hildur Vera en þeir sem eru dáleiddir eru með fullri vitund allan tímann. „Dáleiðslan er náttúrulegt ástand sem við förum í á hverjum degi. Nóg er að koma einu sinni í dáleiðslu en sé fólk að glíma við þunglyndi þarf að koma oftar til að því líði betur.“
Gerðar eru öndunaræfingar og hreyfingar sem styrkja og hafa áhrif á öll líffærakerfi líkamans en þannig fer mikil hreinsun í gang. Það sem er mest áberandi er að fólk sem stundar yoga verður meðvitaðra og finnur löngun til að lifa heilbrigðara lífi. Yoga færir fólki gleði og er umbreytandi - breytingin á sér stað innan frá og nær síðan út.“ Hildur Vera segir það misjafnt hve oft fólk þarf að koma í yoga til að finna bætta líðan, það fari einfaldlega eftir ástundun viðkomandi. „Fólk í Hugarafli, sem hefur stundað það vel, er sjáanlega glaðara og hamingjusamara fyrir vikið. Þeir sem veikjast á geði missa oft tilfinninguna fyrir líkamanum vegna lyfjanna. Við leyfum okkur að finna líkamann í yoga. Orðið yoga er sanskrítarorð og þýðir eining á huga, anda og líkama. Ástæðan fyrir því að fólk veikist, hvort sem það er andlega eða líkamlega, er að það fer úr lögmálunum svokölluðu: Að stunda andlegt líferni, borða hreina fæðu, hreyfa sig og hafa reglu á svefninum. Sum geðlyf hafa þau áhrif að fólk fitnar og þess vegna treystir fólk sér ekki í yoga.“ Hildur Vera er líka með tíma í dans-yoga. „Það er frábær leið til að tengjast líkama sínum og anda og það losar um svo margt.“
Anda - sitja - slaka Hildur Vera segist nota tækni úr dáleiðslunni til að leiða fólk í djúpslökun. „Þetta er tími sem ég kalla Anda - sitja - slaka. Það er persónubundið hversu djúpt fólk fer. Byrjað er á að slaka á líkamanum og síðan er hægt á hreyfingum hugans með ákveðnum aðferðum. Í hugleiðslu gerist tvennt: Athyglin færist annars vegar frá hugmyndaheiminum að andardrættinum eða hjartslættinum - markvisst aftur og aftur - og hins vegar að því hvernig viðkomandi líður hið innra. Það er eðli hugans að vera á sífelldri hreyfingu hugsana en það er hægt að róa hreyfingar hugans.“ Það er bæði gott að stunda hugleiðslu einn og í hóp. Hildur Vera segir að leggja þurfi áherslu á að slaka á, fara í huganum yfir líkamann, hvernig viðkomandi líði líkamlega og hafa svo athyglina á önduninni. Hún segir að fólk hlusti ekki nógu mikið á líkamann eða hugann. „Fólk getur tileinkað sér meiri stjórn á huganum með því að stunda hugleiðslu. Fólki er kennt að „fara frá sjálfu sér“ eins og ég kalla það en margir leyfa sér ekki að finna þegar þeim líður illa. Þeir flýja þá m.a. í ýmiss konar neyslu, t.d. í mat, tölvur, sjónvarp, áfengi og önnur fíkniefni.“
Glaðari og hamingjusamari Yoga hefur verið stundað í margar aldir og var upphaflega hugsað til að styrkja líkamann til þess að fólk gæti setið í hugleiðslu. „Það er svo margt sem ávinnst með ástundun yoga. Það losar t.d. um höft og gerir viðkomandi frjálsari, styrkir sjálfstraust og viðkomandi verður hæfari til að takast á við lífið.
„Fólk hefur þekkt afl dáleiðslunnar í þúsundir ára til að auðvelda lærdóm, lækna andleg sár, bæta frammistöðu, breyta venjum og hraða lækningu líkamlegra meina.“ Heilsan 27
Nuddari og heilari framleiðir jurtavörur Gerður Benediktsdóttir er nuddari sem nýtir heilunarhæfileika sína í því starfi. Þá framleiðir hún og selur jurtavörur.
„Fólk verður auk þess dálítið hissa þegar ég lýsi látnum ástvinum þess sem fylgja því.“
G
erður Benediktsdóttir hefur alla tíð verið skyggn. Hún byrjaði ung að vinna á Landakotsspítala og segir að ein nunnan þar, sem var nuddari, hafi sagt að hún væri með heilarahendur. „Ég hafði ekki hugmynd um hvað manneskjan meinti með þessu en ég lærði fyrstu handtökin hjá henni. Síðar lærði ég nudd bæði hér á landi og erlendis. Ég hef hjálpað geysilega mörgum í gegnum ævina með nuddinu mínu,“ segir Gerður sem hefur nýtt sér heilunarhæfileika í starfi sínu. Hún segir að ekki viti allir skjólstæðingar hennar um þá hæfileika en að þeir séu fljótir að finna þá. „Fólk verður auk þess dálítið hissa þegar ég lýsi látnum ástvinum þess sem fylgja því.“
Sumir gráta á bekknum Hvað varðar þá að handan sem hjálpa Gerði í þessu starfi þá segir hún að um sé að ræða góða engla - hjálparengla. Hún segir að sumir hafi verið læknamiðlar í lifanda lífi og nefnir sérstaklega einn. „Það er svo furðulegt að fólk sem hefur verið alveg í vandræðum og veit ekkert hvað það á að gera eftir að hafa kannski farið til ótal lækna og ekkert gengur þá tekur það kannski símaskrána og finnur nafnið mitt þar. Þá er það þeir sem bendir fólki á mig.“
Aðgerðir óþarfar Gerður nefnir nokkur dæmi þar sem meðferð hennar hefur borið árangur. „Það kom til mín maður sem átti að skera upp. Hann kom til mín í fimm skipti og eftir það þurfti ekki að skera hann. Læknarnir höfðu enga skýringu á því.“ Hún segir frá öðru dæmi. „Ég seldi jurtavörurnar mínar í Kolaportinu á sínum tíma. Þangað kom einu sinni stúlka sem var voðalega hrædd og illa fyrirkölluð. Ég sagði við hana að það væri eitthvað að henni í ristlinum. Hún horfði bara á mig. Ég sagði henni að prófa að taka mikið af oxytarm, sem eru töflur sem eru góðar fyrir ristilinn, og keypti hún slíkar töflur af mér. Þegar ég var einhverju sinni að selja í Kolaportinu rauk stúlkan upp í fangið á mér og kyssti mig. Ég var þá búin að gleyma henni og spurði hvort ég hefði hjálpað henni. Hún sagði þá að hún hefði farið í fyrsta skipti í Kolaportið þegar hún kom til mín í fyrra skiptið og hafa gengið beint til mín en það var nýbúið að greina
28 Heilsan
hana með krabbameinsæxli í ristli og átti að fjarlægja hann. Hún tók hins vegar svo mikið af þessum töflum, sem ég seldi henni, að hún skilaði út óþverranum.“ Kona kom til Gerðar fyrir mörgum árum og sagði Gerður við hana að hún ætti að láta athuga strax í sér skjaldkirtilinn. „Hún var geysilega mikil. Hún kom nokkrum mánuðum seinna og ég þekkti hana ekki aftur; hún var orðin miklu grennri. Hún hafði verið skorin akút en kalkkirtlarnir voru farnir að stíflast og allt í óreglu.“
Vantar myntu Gerður byrjaði að útbúa jurtate árið 1966 og síðan hefur hún framleitt te og jurtavörur eins og krem og smyrsl svo sem birkismyrsl, birkiolíu, jurtablöndu, vallhumal, húðkrem og 24 stunda krem. Birkismyrsl er hreinsandi og vinnur m.a. á bólum og bóluörum og þykir vera örvandi fyrir blóðrásina. Þá er það gott við psoriasis. Birkiolía hentar vel eftir sund á þurra húð, exem og þurra bletti auk þess sem hún er góð við fótakláða og örvar blóðrásina. Jurtablandan er góð við gyllinæð og munnangri auk þess að græða vel skrámur og smásár. Vallhumall er elsta lækningajurt á Íslandi og þykir góður á sára vöðva auk þess sem kremið er gott við bruna og sem rakakrem og hreinsikrem. Húðkremið er ætlað viðkvæmri húð og hefur reynst vel við rósroða og rauðri húð, 24 stunda kremið eyðir bólgu, dregur úr verkjum í fótum og örvar blóðrásina.
Tínir jurtir í öll þessi krem „Ég er fljót að sjá hvað passar fólki og þá þarf fólk ekki nema eitt krem – sem er í senn dagkrem, næturkrem og hreinsikrem. Það er óþarfi að vera að kaupa einhver dýr krem.“ Þá framleiðir hún sápur og hárnæringu. Hún fer út í náttúruna og tínir en vill að eitt komi fram: „Mig vantar myntu. Ef einhver á myntu í garðinum sínum og vill losna við hana þá skal ég hirða hana alla.“
líkami
Hómópatía og nálastungur samþættar Ágústa Kr.Andersen er hómópati og nálastungufræðingur og leggur áherslu á að samþætta þær meðferðir.Til hennar leitar fólk með líkamlega og andlega vanlíðan.
Á
gústa Kr. Andersen stundaði nám í hómópatíu við Oxford Brookes University í Bretlandi en hún starfar sem hómópati og nálastungusérfræðingur hjá Stofu hinna fjögurra árstíða. Hún segir að áherslan í óhefðbundnum lækningum eða náttúrulækningum sé hin heildræna nálgun. „Ég greini ekki sjúkdóma og lækna þá heldur greini ég ójafnvægi í manneskjunni og hjálpa henni að verða heil. Ég ýti undir það kerfi sem vill ná bata og jafnvægi. Fólk lendir stundum í öngstræti en það hafa allir sína veiku hlekki og sín hjólför sem þeir lenda í og er misjafnt af hverju það stafar; það getur til dæmis tengst erfðum eða tilfinningaróti. Hvort sem það er líkamlegt eða tilfinningalegt þá hafa allir tilhneigingu til ójafnvægis.“ Ágústa segir að í starfi sínu leggi hún megináherslu á að greina einstaklinginn út frá hómópatíunni annars vegar og fimm elementa nálastungum hins vegar. Hvað remedíurnar, eða smáskammtana, varðar þá segir Ágústa að fleiri þúsund efni úr lífríkinu séu notuð í þær svo sem jurtir, steinefni og sölt.
Einstaklingsbundin meðferð Ágústa segir að hómópatía hafi virkað sérstaklega vel fyrr börn. „Fólk kemur út af öllu mögulegu svo sem svefnleysi, meltingarvandamálum, húðvandamálum og tilfinningalegum vandamálum.“ Misjafnar skoðanir eru á gagnsemi hómópatíu en Ágústa segir að viðbrögð fólks séu yfirleitt góð og að fólk komi gjarnan aftur til hennar þar sem það finnur að meðferðin virkar. „Meðferðin er einstaklingsbundin og stundum þarf ég að prófa fleiri en eina remedíu áður en ég finn þá réttu. Kosturinn er sá að remedía virkar eins og lykill að skrá - annaðhvort virkar hún eða ekki. Þá eru aukaverkanir litlar sem engar.
Nátengt taugakerfinu Ágústa segir lýsingar á líðan skjólstæðinga sinna mismunandi þegar þeir liggja á bekknum. „Margir segja að það sé eins og allt fari af stað inni í þeim. Fólk getur líka fundið mikla vellíðan og oft kemur þreyta upp. Fólk finnur fyrir létti í vöðvum eða liðum sem ég sting í. Ef um tilfinningastíflur er að ræða þá getur losnað um þær.“ Hún hefur fengið ýmsar athugasemdir, svo sem að fólki líði miklu betur og sé orkumeira eftir nálastungurnar. Einnig hefur hún heyrt fólk segja að það sé orðið eins og það var áður. „Þá er margt fólk sem hefur sagt við mig að það hafi ekki vitað hve illa því leið áður en það fór í nálastungur. Það gerist svo hægt þegar fólk bugast og það lagar sig að aðstæðum: Það reynir, bítur á jaxlinn, tekur verkjatöflur ... gerir ýmislegt til að keyra sig áfram en það kemur að skuldadögum.“ Ágústa segir ýmsar kenningar tengjast því hvað gerist þegar fólk fari í nálastungur. „Margar rannsóknir benda til þess að nálastungur tengist taugakerfinu sem er stjórntæki líkamans og hafa þær mælanleg, lífeðlisfræðileg áhrif. Nálastungur eru líklega mest rannsakaðar af óhefðbundnum lækningum og eru í mikilli sókn bæði sem sjálfstæð meðferð og eins til að styðja hefðbundnar meðferðir.“ „Margar rannsóknir benda til þess að nálastungur tengist taugakerfinu sem er stjórntæki líkamans og hafa þær mælanleg, lífeðlisfræðileg áhrif.“
Finna rót vandans Ágústa lærði einnig nálastungur. „Nálastungur byggja á ævagömlum fræðum um manninn, bæði í stóru og smáu samhengi. Sömu lögmálin eru að baki þeim og að baki hómópatíunni - að hvetja manneskjuna til að lækna sig sjálf. Það er í rauninni verið að nota punkta á líkamanum sem tengjast ákveðinni orku í líkamanum sem aftur tengist ákveðnum líffærum, líffærakerfum og andlegri og tilfinningalegri líðan. Þetta er allt öðruvísi en hefðbundnar lækningar þar sem áhersla er lögð á lífeðlisfræði og efnafræði.“ Hvers vegna fimm elementa nálastungur? Jú, Ágústa segir að elementin yin og yang skiptist í fimm tegundir af mismunandi orku, tilfinningum, sterkum og veikum hliðum ... „Hlutverk nálastungufræðingsins er að greina viðkomandi manneskju, hvar veikleikar hennar liggja andlega og líkamlega og hver persónuleikinn er. Þegar maður sér hvert mynstur og tilhneiging viðkomandi er þá er hægt að byrja á meðferðinni og finna rót vandans.“ Heilsan 29
„Aðalmarkmiðið er að finna jafnvægi í líkamanum og jafnvægi á milli sálar og líkama. Það er eins og það slakni á miðtaugakerfinu og öllum líkamanum og það myndast ákveðinn friður og kyrrð.“
Höfuðbeina- og spjaldhryggjarjöfnun Inga Þórðardóttir, höfuðbeina- og spjaldhryggjarjafnari, segir að við meðferðina sé eins og það slakni á miðtaugakerfinu og að það myndist ákveðinn friður og kyrrð hjá manneskjunni.
I
nga Þórðardóttir, sem hefur starfað við höfuðbeina- og spjaldhryggjarjöfnun á annan áratug, segir að meðferðin felist í mjög léttri snertingu og hlustun á starfsemi líkamans. „Við þessa snertingu er eins og það skapist svigrúm fyrir líkamann til þess að heila sig, losa sig úr festum og höftum, svo sem eftir fæðingu, þar sem eitthvað hefur ekki náð að jafna sig auk þess sem allir verða fyrir einu og öðru í gegnum lífið.“ Ástæðurnar fyrir því að fólk leitar til hennar er m.a. höfuðverkur, bakvandamál, svefnvandamál, foreldrar koma með ungbörn sem eru með magakveisu auk þess sem fólk með lesblindu, ofvirkni og athyglisbrest hefur leitað til hennar. „Það er svo ótalmargt til þar sem þessi meðferð hefur gefið góða raun.“ Meðferðin virkar á því kerfi sem kallað er höfuðbeina- og spjaldhryggjarkerfið sem gert er úr heilahimnum, beinum höfuðs og spjaldhryggjar, mænuvökva og bandvefs. Meðferðin á að geta haft áhrif á óheilbrigð líkamleg og sálræn mynstur og stuðlað að heilbrigði en hún hefur áhrif m.a. á stoðkerfið, taugakerfið, blóðrásarkerfið, ónæmiskerfið, bandvef, innri líffæri og vökva- og orkuflæði líkamans. Þá er lögð áhersla á barnshafandi konur og nýbakaðar mæður en Inga segir að meðferðin geti hjálpað konum í fæðingu með því að lina verki og gera hana auðveldari. „Aðalmarkmiðið er að finna jafnvægi í líkamanum og jafnvægi á milli sálar og líkama. Það er eins og það slakni á miðtaugakerfinu og öllum líkamanum og það myndast ákveðinn friður og kyrrð. Fólk finnur hvernig slaknar á huganum. Það er svo mikill hraði í samfélaginu og fólki liggur oft svo mikið á og þegar það slaknar svona á miðtaugakerfinu finnur fólk fyrir slökun sem það hefur jafnvel aldrei kynnst áður, nema kannski þeir sem stunda hugleiðslu og íhugun. Margir lýsa þessu sem svo að þeir séu ekki sofandi en þeir séu svo slakir að þeir geti ekki hreyft sig.“
Fyrir líkama og sál Inga segir að það sé lágmark að fólk komi þrisvar til fimm sinnum til að gefa líkamanum tækifæri til að kynnast meðferðinni. „Það
30 Heilsan
er þó misjafnt hve oft fólk kemur til mín. Ég hef verið afskaplega lánsöm í mínu starfi og fengið fólk til mín mjög oft og jafnvel til margra ára. Það notar þessa meðferð til að vinda ofan af sér og hefur jafnvel komið einu sinni í viku til lengri tíma vegna álags í starfi eða einkalífi. Ég hef fengið að kynnast því hvað meðferðin vinnur djúpt í líkamanum og hvernig mynstrin losna smátt og smátt.“ Viðbrögðin við meðferðinni eru yfirleitt jákvæð. „Ég hef verið spurð hvað ég hafi gert við viðkomandi sem hafa jafnvel líkt þessu við kraftaverk. Sumir líkja þessu við að öðlast nýtt líf. Meðferðin hefur gefið góða raun við þunglyndi og sállíkamlegum einkennum. Þegar losnar um eitthvað í líkamanum í meðferðinni og þá má segja að sálin fari að blómstra.“ Inga telur að skiptar skoðanir séu á svona meðferð meðal lækna. „Ég hugsa að í heildina sé þetta eitthvað sem sé enn ekki meðtekið innan vísindanna. Samt hef ég heyrt að fleiri læknar séu orðnir jákvæðari fyrir meðferðinni og að tilganginum sé náð ef fólki líði betur.“
Fleiri konur Inga segir að yngsti skjólstæðingur sinn hafi verið nánast nýfæddur og sá elsti 100 ára. „Það koma færri karlmenn en konur en sumir koma vegna þess að konurnar þeirra eru búnar að prófa og vilja að þeir prófi líka. Þeir koma náttúrlega með einhver vandamál en sumir karlar telja að það batni ekki nema með átökum. Meðferðin hefur komið mörgum karlmanninum skemmtilega á óvart.“ Inga stendur ásamt Birnu Imsland að stofnun nýs skóla, Höfuðlausn cranio-skóla, þar sem höfuðbeina- og spjaldhryggarjöfnun verður kennd og munu nemendur útskrifast sem höfuðbeina- og spjaldhryggjarjafnarar. Námið tekur þrjú ár og er kennt eina helgi í mánuði yfir veturinn. „Vandað hefur verið til allra þátta og metnaður lagður í gerð námsefnis á íslensku. Skólinn er systurskóli CCST í London en þaðan kemur grunnur námsefnis sem hefur verið að þróast í nær þrjátíu ár.“ Einkunnarorð skólans eru „Lifandi kyrrð“.
líkami
Hreyfir við líkama og sál Kristjana Kjartansdóttir, heilsunuddari hjá 9 mánuðum, segir að til sín leiti fólk með ýmis vandamál, m.a. stoðkerfisvandamál, streitu og jafnvel þunglyndi og svo verðandi mæður.
N
udd hefur verið notað í gegnum aldirnar ef ekki árþúsundin í þeirri viðleitni að bæta líðan fólks. Kristjana Kjartansdóttir, heilsunuddari hjá 9 mánuðum, segir að í Nuddskólanum sé m.a. kennt klassískt nudd, heildrænt nudd, svæðanudd, sogæðanudd, íþróttanudd og ilmolíufræði en í starfi sínu notar hún þessar aðferðir eftir því sem við á hverju sinni. Kristjana segist í auknum mæli fá til sín fólk sem læknar hafa ráðlagt að fara í nudd frekar en að fá ávísað lyfjum. „Mér finnst það mjög jákvæð þróun en átta mig ekki á því hvað veldur, hugsanlega hefur það áhrif að það er meiri umræða í samfélaginu um óhefðbundnar lækningar og heildrænar meðferðir.“ Kristjana segir ákveðinn hóp leita til nuddara. „Oftast tengist það stoðkerfisvandamálum - fólk finnur til í baki, hálsi, herðum og handleggjum, einnig er þetta íþróttafólk og konur í meðgöngunuddi. Ég nota mikið trigger-punktanudd í mínu nuddi en trigger-punktar eru spennupunktar sem safnast fyrir í vöðvum og geta sent frá sér leiðniverk eða doða til nær- eða fjærliggjandi svæða. Með því að þrýsta á punktinn er hægt að fá vöðvann til að slaka á smátt og smátt og finnur fólk oft þegar verkur og/eða leiðni minnkar jafnt og þétt þegar unnið er á slíkum punktum.“ Hún segir að í nuddi verði aukið blóðflæði til vefja og það slaknar á spennu og hreyfigeta eykst. Hún bendir til dæmis á að margir fái höfuðverk vegna vöðvabólgu sem stafar oftast af of litlu blóðflæði; með því að auka blóðflæði verður líðan strax betri. „Árangursríkast er að koma í nudd vikulega til að byrja með ef fólk er mjög slæmt, þá hálfsmánaðarlega og síðan heldur fólk sér við með því að koma reglulega eða um einu sinni í mánuði. Þó væri best að koma með ákveðnu millibili til fyrirbyggjandi meðferðar þar sem nudd er talið hafa jákvæð áhrif á ónæmiskerfið, það hjálpar til við losun úrgangsefna, gefur góða slökun, losar um streitu, er frískandi, endurnærandi og jafnvægisstillandi.“
Verðandi mæður í meðgöngunudd Verðandi mæður finna gjarnan fyrir þreytu og spennu í brjóstbaki, á mjaðmasvæði og einnig fótum og eru þetta aðalástæðurnar fyrir því að þær koma í meðgöngunudd. „Sumar koma bara vegna þess að þær fá gjafabréf í meðgöngunudd hjá okkur en þær verða yfirleitt svo ánægðar að þær halda áfram að koma til okkar. Konur, sem eru kannski komnar þrjá mánuði á leið, fara í nudd og koma af og til til að byrja með og koma síðan reglulega síðustu tvo þrjá mánuðina og svo eru sumar sem koma reglulega alla meðgönguna. Konum sem eru langt gengnar með börn sín finnst gott að koma í nudd þar sem þær geta legið á maganum en við erum með bekki sem eru með holu fyrir magann og brjóstin. Þær hafa stundum grínast með það hvort ekki sé hægt að leigja
„Nudd veitir fólki öryggi í samskiptum, hreyfir við svo mörgu og getur losað um streitu á sál og líkama.“
aðstöðuna - og þá bara til að liggja á maganum. Ég hef fengið konur til mín sem hafa sagt að nuddið hafi haldið þeim gangandi á meðgöngunni. Það er auðvitað frábært að heyra slíkt og svo er voða gaman þegar það kemur SMS með upplýsingum um að barnið sé fætt.“ Nýbakaðar mæður leita líka í heilsunudd - Kristjana segir að sumar konur sem eru að eignast sitt fyrsta barn verði stundum stressaðar í tengslum við brjóstagjöfina og finni þá gjarnan fyrir þreytu og spennu í herðum og handleggjum. Hún nefnir líka konur sem eiga börn fyrir og ef mikið álag er heimafyrir.
Ekki húmbúk eða kukl Kristjana segir að margir álíti óhefðbundnar lækningar hálfgert húmbúkk og kukl og að þeir þurfi alltaf að fá staðfestingu á niðurstöðum vísindalegra rannsókna. „Niðurstöður rannsókna hafa m.a. sýnt fram á að nudd styrkir sjálfstraustið, dregur úr kvíða, vinnur gegn þunglyndi og dregur úr magni streituhormóna í blóði og er því slakandi fyrir þá sem þjást af streitu og miklu álagi. Nudd getur líka hjálpað þeim sem eru þunglyndir og lokaðir því þá fá þeir þessa nánu snertingu. Og þetta skynja ég oft hjá fólki. Nudd veitir fólki öryggi í samskiptum, hreyfir við svo mörgu og getur losað um streitu á sál og líkama. Sumir finna mikla breytingu og finnst þeir finna allt fara af stað inni í sér. Upplifun fólks er þó misjöfn og eins hvað það lætur uppi um hvernig því líður eftir nuddið.“ Kristjana segir það gefa sér mikið að geta hjálpað fólki með þessari aðferð. „Ég er auðvitað miklu hlynntari því að fólk komi í nudd og noti óhefðbundnar aðferðir frekar en að taka lyf ef það er hægt. Það er auðvitað bara frábært þegar það svo kemur að því að geta hjálpað því að ná bata, ef við getum orðað það svo. Ég bendi fólki gjarnan á hvað það getur gert til að láta sér líða betur svo það fari ekki í sama farið aftur, kenni því að hjálpa sér sjálft ef svo má segja. Ég gef fólki líka ráðleggingar, ef það vill, varðandi hreyfingu, mataræði, vinnustellingar og fleira sem hefur svo mikil áhrif á líðan fólks almennt.“ Heilsan 31
Kvöldganga í norðurljósadýrð og bað í heitri Náttúrulaug
Texti: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir Myndir: Úr einkasöfnum
Þó að veturinn nái yfir meirihluta ársins hér á landi er svo sannarlega ýmislegt sem hægt er að gera sér til skemmtunar. Hægt er að njóta útiverunnar í snjó, á ís og í heitum náttúrulaugum sem eru allt í kringum landið. Þegar bylur geysar úti má svo kúra sig yfir föndri, spilum og góðri bók með rjúkandi kakóbolla.
32 Heilsan
Í ferð Jöklajeppa í Grjótbotni á Vatnajökli.
HREYFING
Kvöldganga í norðurljósadýrð og kyrrð er yndisleg.
Dásamlegt er að slaka á í náttúruböðunum í Laugarvatni Fontana. Keila á ísilögðu Mývatni er eitt af því sem Sel-hótel Mývatn býður upp á.
Jöklaferðir
Upp með snjótroðara og skíða niður
Jeppa- og sleðaferðir á jökul eru bráðskemmtilegar. Skipulagðar ferðir eru víða um landið og einnig er hægt að fara á einkabílum. Ekki er mælt með því að farið sé á eigin vegum á jökul, nema viðkomandi sé vanur ferðum á jökul, hafi kynnt sér allar aðstæður og láti vita um ferðaáætlun. Fyrirtækið Jöklajeppar á Höfn í Hornafirði býður fjölbreyttar jeppa- og sleðaferðir um Vatnajökul og hægt að panta ferðir allt árið um kring. glacierjeeps.is
Ferðir upp á Kaldbak í Eyjafirði, fyrir ofan Grenivík, eru alltaf vinsælar. Farið með snjótroðara upp og ferðin tekur um 45 mínútur. Á toppnum gefst góður tími til að njóta útsýnisins og bílstjórarnir ólatir við að fræða farþega um það sem fyrir augun ber. Bíllinn fer sömu leið niður en farþegarnir geta valið annað hvort að fara með honum aftur eða renna sér niður brekkurnar á skíðum, sleðum eða snjóþotum. Hægt er að fá lánaða snjóþotu ef ævintýraþráin tekur völdin. kaldbaksferdir.com
Alvöruvetur og tilbúinn snjór Heimsókn til Akureyar er alltaf gulls ígildi – ekki síst á veturna. Snjóframleiðsluvélarnar í Hlíðarfjalli gera það að verkum að skíðavertíðin hefur lengst í báða enda. Á heimasíðu Hlíðarfjalls segir að snjórinn sé að byrja að koma í fjallið en forsvarsmenn bíða eftir frostinu. Vilja helst sjá -5 gráður í nokkra daga til að snjóframleiðsla geti hafist sem ætti að verða fljótlega. hlidarfjall.is
Skíði og snjóbretti Veturinn er óskatími þeirra sem stunda skíða- og snjóbrettaiðkun. Frábær hreyfing og góð leið til að fá ferskt loft. Ekkert toppar að fá sér svo kakó í lokin! Helstu staðirnir eru Bláfjöll, Hlíðarfjall, Oddskarð og í Tungudal í Ísafirði. Að auki eru góð skíðasvæði á Dalvík, Siglufirði og Seyðisfirði. Einnig er hægt að sameina góða fjallgöngu og skíðaíþróttina með því að labba upp á fjall eða jökul og skíða niður. Farið þó að öllu með gát, verið vel útbúin og látið vita af ferðum ykkar.
Gufa, sund og göngutúrar Laugarvatn og nágrenni er dásamlegt á veturna. Gufa, sund og göngutúrar í kósí umhverfi er ævintýri líkast. Þegar frostið er mikið er svo hægt að skauta á vatninu – algjör paradís! Náttúruböðin í Laugarvatn Fontana eru opin allan ársins hring og á veturna klukkan 14-21. Þar má upplifa hina einstöku gufu beint yfir gufuhvernum fræga, baða sig í heilsubaðvatni í þrískiptri baðlaug og dvelja í heitri saununni. fontana.is
Leikir á ísilögðu Mývatni Mývatnssveit er yndisleg í vetrarbúningi og þar má gera ýmislegt skemmtilegt. Hægt er að skauta á Mývatninu, fara í snjósleðaferðir, gönguferðir til dæmis á Hverfjall, heimsækja fuglasafnið og svo auðvitað að skola af sér í Jarðböðunum. Sel-hótel Mývatn býður upp á notalega gistingu og þar er hægt að dekra við sig í mat og drykk. Fyrirtækið hefur áralanga reynslu í afþreyingu fyrir gesti sína. Um er að ræða jeppaferðir, snjósleðaferðir, skíðagöngu, go-kart á ís, keilu á ís, golf á ís, krikket á ís og svo mætti lengi telja. myvatn.is Heilsan 33
Útreiðartúr í Rauðhólum Að fara á hestbak í Rauðhólum í nettri hríð er alveg sérstök upplifun en þar er magnað umhverfi. Hestaleigan Íslenski hesturinn er staðsett skammt frá Rauðavatni, í Fjárborgum, Surtlugötu 3 í Reykjavík. Þar er hægt að leigja hesta í styttri og lengri ferðir innan Reykjavíkur, mæta í vikulega útreiðarhópa ásamt því sem fyrirtækið skipuleggur hestaferðir um allt landið. islenskihesturinn.is
Heit laug og náttúruleg sturta á hálendinu Á Austurlandi er gaman að fara inn að Laugafelli við Snæfellið, í nýja húsið þar og fara í pottinn. Kíkja svo á Kárahnjúkavirkjun, Hafrahvammagljúfur og jafnvel Laugavelli í leiðinni en þar er hægt að baða sig líka og fara í náttúrulega sturtu.
Þegar myrkrið og kuldinn skellur á er líka alltaf notalegt að eiga kósí stundir inni við að föndra, spila eða lesa góða bók.
Heita sturtan á Laugavöllum, skammt frá Kárahnjúkavirkjun.
Riðið út við Rauðhóla.
34 Heilsan
Björn S. Gunnarsson, doktor í næringarog matvælafræði, og vöruþróunarstjóri MS.
Ný Hleðsla með
súkkulaðibragði Mjólkursamsalan hóf nýlega framleiðslu á Hleðslu í fernu með súkkulaðibragði. „Þegar ákveðið var að hefja þróun á Hleðslu í fernu var ákveðið að leita í reynslubankann en við hjá MS höfum áratuga langa reynslu af því að framleiða Kókómjólk,“ segir Björn S. Gunnarsson, doktor í næringar- og matvælafræði, sem jafnframt er vöruþróunarstjóri MS. „Mikil áhersla var lögð á að bragðið væri gott en það getur reynst erfitt þegar um er að ræða mjög prótínríka drykki,“ segir dr. Björn. „Við höfum kynnt nýju Hleðsluna mikið meðal íþróttafólks og almennings undanfarið og hefur bragðið fengið góða dóma hjá fólki svo að allt bendir til að okkur hafi tekist ætlunarverkið.“ Hleðsla inniheldur 22 g af íslenskum hágæðaprótínum og er þetta eini prótíndrykkurinn sem inniheldur eingöngu íslensk prótín. Hleðsla er jafnframt án hvíts sykurs og án sætuefna en inniheldur þess í stað agave-safa. Hún er einnig mjög fitulítil
(0,5%) og inniheldur aðeins 65 hitaeiningar í 100 g. Hún er enn fremur mjög kalkrík en ýmsar rannsóknir benda til þess að kalk geti hjálpað fólki við þyngdartap. Búið er að kljúfa mjólkursykurinn sem þýðir að hún hentar flestum sem hafa mjólkursykursóþol. Nýlega hófust svo birtingar á nýjum sjónvarpsauglýsingum fyrir Hleðslu í fernu. Í auglýsingunum birtast fjórir þekktir íþróttamenn við íþróttaiðkun sína. Íþróttamennirnir sem tóku þátt í þessu verkefni voru meðal annars Jakob Jóhann Sveinsson, sundmaður og ólympíufari, og Katrín Tanja Davíðsdóttir crossfitkona sem lenti í öðru sæti kvenna á Evrópumótinu í vor. Auglýsingarnar voru teknar upp við Hvaleyrarvatn og fleiri staði í sumar og leikstjóri var Guðjón Jónsson. Heilsan 35
Tíska
Íþróttaföt
og allskyns skemmtilegir
fylgihlutir Viltu æfa inni eða úti?
Réttu íþróttafötin geta gert gæfumuninn og bætt líðan líkamans við ýmsar aðstæður. Buxur sem halda vel við leggina og halda blóðflæðinu góðu, vesti og jakkar í skærum litum svo við sjáumst úti í myrkrinu og íþróttahaldarar sem vernda brjóstin og bakið. Hvort sem það eru buxur, bolir, skór eða sokkar, vellíðan í íþróttafötunum skiptir öllu máli. Ekki skemmir það svo fyrir ef fötin líta vel út.
CW-X-stuðningshaldari Útilíf, 12.990 kr. Casall-buxur með stroffi neðst Útilíf, 13.990 kr.
Nike-stuttbuxur Útilíf, 7.990 kr. Nike-hlaupabolur Útilíf, 11.990 kr. Nike-hlaupabuxur Útilíf, 8.990 kr.
Myndir: Rakel Ósk Sigurðardóttir
Asics-hlaupabuxur, stuttar Sportís, 7.990 kr.
Puma-buxur Útilíf, 7.990 kr. Nike-jakki Útilíf, 15.990 kr.
36 Heilsan
Reebok-æfingabolur Útilíf, 12.990 kr. Casall-buxur með bandi neðst Útilíf, 12.990 kr.
Nike-hlaupajakki Útilíf, 17.990 kr.
Asics-hlaupabuxur Sportís, 17.990 kr. Asics-langermabolur Sportís, 17.990 kr.
Nike-hlaupa/hjólavesti Útilíf, 15.990 kr.
CW-X-æfingabolur Útilíf, 17.990 kr. CW-X æfingabuxur Útilíf, 19.990 kr.
Casall-toppur Sportís, 8.490 kr.
Casall-stuðningshaldari Sportís, 7.990 kr. Peysa Sportís, 14.990 kr. Æfingabuxur Sportís, 10.990 kr.
Heilsan 37
Réttur fótabúnaður skiptir öllu máli
Asics Gel Kayanao-skór Sportís, 29.990 kr.
Asics Gel Nimbus Sportís, 29.990 kr.
Sokkar með þrýstipunktum, frábærir fyrir hlaupara Útilíf, 3.690 kr.
Þrýstisokkar fyrir kálfa, góðir fyrir blóðflæðið Útilíf, 8.990 kr.
Til að auka viðnám í æfingum Vikt Eirberg, 32.750 kr.
Frábær græja sem getur átt þráðlaus samskipti við tölvu og snjallsíma.
Æfingateygja Eirberg, 2.590 kr.
Hnéhlíf Eirberg, 10.950 kr.
Teygjusokkur með vafningi Eirberg, 12.650 kr.
Þótt þú sért aum/ ur í kroppnum þá geturðu samt hreyft þig með réttu fylgihlutunum. 38 Heilsan
Viltu auka jafnvægi líkamans? Jafnvægisplata Eirberg, 6.380 kr.
TÍSKA Þú getur gert æfingar hvar og hvenær sem er ... Casall fjölnota þjálfari Sportís, 13.990 kr.
Jóga/æfingadýna Eirberg, 3.890 kr.
Sippuband Útilíf, 3.990 kr.
Æfingabolti Útilíf, 7.490 kr.
Casall-húllahringur (2 kg) Sportís, 7.990 kr.
Æfðu líkamann og nuddaðu á sama tíma
Lóð (2 kg) Útilíf, 5.890 kr.
Nuddrúlla Eirberg, 5.470 kr.
Fyrir lúinn kropp eftir góða æfingu er svona græja snilld!
Casalljafnvægissessa Sportís, 6.990 kr.
Þessi passar upp á líkamsstöðu þína við tölvuna og þjálfar jafnvægið á sama tíma
Nuddgræja Eirberg, 21.890 kr. Heilsan 39
Texti: Halldóra Anna Hagalín Myndir: Myrian Marti
„fínt að hjóla rólega í vinnuna“
40 Heilsan
VIÐTAL Í hnotskurn: Hver er maðurinn: Hafsteinn Ægir Geirsson. Aldur: 32 ára. Hvaðan kemurðu: Fæddur og uppalinn í Skerjafirði (sem er jú í Reykjavík). Hjúskaparstaða: Á frábæra kærustu, María Ögn heitir hún. Börn: Á lítinn hlut í einu barni. Atvinna: Vinn í hjólreiðaversluninni Erninum.
Hjólagarpur Hafsteinn Ægir er sannkallaður hjólagarpur og hefur tekið þátt í fjölda keppna. Hann hefur unnið marga sigrana og aðspurður segist hann alls ekki geta valið á milli þeirra. Þá er hann einnig siglingamaður mikill og hefur keppt á tveimur Ólympíuleikum í því sporti. Heilsan spurði kappann út í daginn og veginn. Hvernig er týpískur dagur hjá þér? Vakna 7:00 og „snúsa“ 1000 sinnum. Hjóla í vinnuna. Sturta í vinnunni. KAFFI. Svo eru það bara hin ýmsu störf sem þarf að leysa yfir daginn. Klára vinnuna klukkan sex og fer þá á æfingu. Hjóla yfirleitt í tvo til þrjá tíma. Þá kem ég heim, borða og tek klassískan Internet-hring uppi í sófa og fer yfir daginn með Maríu og við skiptumst á sögum. Hver eru helstu áhugamál þín? Uuuu ... servíettusöfnun, hekl og Leiðarljós. Nei, að sjálfsögðu eru það hjólreiðar númer eitt og svo önnur útivist! Hjólreiðar, hvenær og af hverju fórstu út í þær? Byrjaði að hjóla með siglingum 2003, vantaði góða þrekæfingu. Fannst þetta hrikalega gaman og byrjaði að mæta á æfingar þá um veturinn. Tók þátt í minni fyrstu keppni vorið 2004 og stóð mig bara þokkalega, mitt fyrsta sæti í hjólreiðum. Ég þakka svo góðan árangur í fyrsta lagi fullt af fólki í kringum mig sem vildi allt fyrir mig gera. Svo eru það endalaust margir kílómetrar á hjólinu, í hvaða veðri sem er. Hvernig er skipulagið? Skipulag er ekki mitt sérsvið, en ég hef þó náð að púsla þessu öllu þokkalega vel saman. Kemur sér reyndar vel að kærasta mín er líka að hjóla og getum við því hjólað saman nokkuð oft og þannig notað þann tíma saman. Sumir dagar eru reyndar langir og kemur maður oft mjög þreyttur heim. Hvernig hugsar þú um heilsuna? Ég reyni að sofa eins mikið og ég get, sjö til níu tíma, og borða vel. Ég get ekki staðist mat sem er reyndar ágætt þar sem ég þarf á honum að halda. Mataræði er alltaf hægt að bæta og mitt er klárlega hægt að bæta. Ég hef þó þá reglu að hafa grunninn hollan og góðan en fylli oft upp í með einhverju ekkert sérlega hollu. En aðalatriðið er matur, svefn og hreyfing. Heilsan 41
„servíettusöfnun, hekl og Leiðarljós“
Hvað þyrftir þú helst að bæta á þessu sviði? Mat og svefn. Hvar og hvenær ertu hamingjusamastur? Heima eftir erfiða æfingu, með kærustuna á kantinum og góðan mat! Finnst þér þú ná að sinna öllu? Já, svona þokkalega. Væri þó til í minni vinnu, getur verið erfitt að standa í lappirnar heilan dag og taka svo erfiða æfingu.
42 Heilsan
Hvað er á döfinni hjá þér? Keppa í hjólreiðum eitt sumar í viðbót og sjá svo til. Kominn tími til að gera eitthvað annað. Lumarðu á góðum ráðum varðandi hjólreiðar fyrir lesendur Heilsunnar? Já, að vera í góðum fatnaði er lykill að því að geta hjóla allan veturinn. Það gerir hjólatúrinn mun skemmtilegri. Svo að passa sig að hjóla ekki alltaf í botni heldur reyna að hjóla líka rólega. Það er til dæmis fínt að hjóla rólega í vinnuna en taka eina og eina brekku á góðu gasi.
það er eitthvað í vatninu fjölbreytt úrval næringarefna... 24/7 gott bragð í hverri flösku náttúrulega bragðbætt
Heimild: Íslenski fjallahjólaklúbburinn
Ekki hætta að hjóla
Það er algjör óþarfi að setja reiðhjólið inn í geymslu þó svo að veturinn sé genginn í garð. Hins vegar er nauðsynlegt að útbúa hjólið þannig að hjólreiðaferðin verði sem áhættuminnst. Góð ljós að framan og aftan Góð ljós að framan og aftan eru nauðsynleg í vetrarmyrkrinu. Rafhlöður hafa stuttan líftíma í kuldanum og því þarf að muna að endurnýja þær reglulega, eða endurhlaða séu notaðar hleðslurafhlöður. Það getur verið gott að vera með tvö ljós að framan, gott ljós til að lýsa upp það sem fram undan er og blikkljós fyrir sýnileikann.
Bretti og aurhlífar Bretti og aurhlíf á frambretti setjum við einnig á hjólið, þá verða föt hjólreiðamannsins og hjólið sjálft síður útötuð í slabbi, bleytu og salti sem safnast á göngu- og hjólastíga að vetrarlagi. Bretti sem eru skrúfuð á stell reiðhjólsins en ekki smellt eru best, langflest ný reiðhjól í dag eru seld með þessum áskrúfuðu brettum. Góð aurhlíf neðst á frambretti ræður hvort hjólreiðamaðurinn verður
holdvotur til fóta, eða tærnar og skótauið þurrt og hlýtt.
Nagladekk Hægt er að fá nagladekk fyrir reiðhjól og þau eru alveg bráðnauðsynleg ef maður ætlar sér að nota reiðhjólið reglulega í vetur. Til eru ýmsar gerðir og tegundir með mismunandi mörgum nöglum í, allt frá sjötíu til hátt í þrjú hundruð. Mestu skiptir þó með vetrar- eða nagladekkin á reiðhjólinu að gúmmíblandan í vetrardekkjunum harðnar ekki eins í kulda líkt og ódýru sumardekkin gera. Allt þýðir þetta aukið grip, sem er afar nauðsynlegt fyrir hjólreiðamanninn að vetrarlagi. Á reiðhjóli er grip framdekksins afar mikilvægt, reiðhjólið eltir alltaf framhjólið og á stjórn framhjólsins veltur stöðugleiki reiðhjólsins. Stöðugleikinn og jafnvægið veltur á framhjólinu í orðsins fyllstu merkingu. Það er lítið vandamál ef reiðhjólið skrikar til að aftan, þá leggst það bara rólega á hliðina, en ef framhjólið rennur til þá verður fallið verra og alvarlegra. Þess vegna setjum við nagladekk á reiðhjól, helst bæði hjól en undantekningalaust að framan. Nagladekk á reiðhjóli veita nauðsynlegt öryggi og gera hjólreiðarnar yfir veturinn auðveldari.
Fatnaður Það þarf alls ekki sérstakan hjóla sportfatnað til að hjóla milli staða á veturna. Flestar vetrarflíkur henta vel og nú eru sumar hjólreiðaverslanir jafnvel farnar að bjóða fatnað sem lítur út eins og tískufatnaður en eru sniðin með hjólreiðar í huga. Gefðu þér góðan tíma til að komast á milli staða og hjólaðu bara rólega, þá ertu ekkert að svitna. Þó er vert að huga að nokkrum atriðum. Til að verjast kuldanum og bleytunni, gera margir þau mistök að
44 Heilsan
LÍKAMI
klæða sig of mikið. Við hjólreiðarnar hitnar líkaminn og sá hiti og raki sem myndast þarf að komast út úr skjólflíkunum án þess að hleypa of miklu af köldu vetrarlofti að líkamanum. Þess vegna er ekki gott að vera kappklæddur þegar lagt er af stað á reiðhjólinu á köldum vetrarmorgni. Betra er að hafa aukafatnað með og geyma hann í vatnsþéttri tösku eða í plastpoka í hjólatöskunni. Ekki þarf að fara mikið fyrir slíkum aukafatnaði en aldrei er meiri fjölbreytni í íslensku veðurfari en einmitt á veturna og þá getur regnjakki og buxur, aukavettlingar, þykkari eða þynnri peysa í hjólatöskunni gert gæfumuninn. Fatnaður úr svokölluðum öndunarefnum, það er efnum sem á ytra yfirborði hrinda frá sér vætu og eru vindþétt en hleypa þó í gegnum sig raka sem berst frá líkamanum, er afar hentugur sem ystu skjólflíkur. Margir hjólreiðamenn klæðast sem ystu skjólflíkum fötum sem aðeins eru vatns- og vindheld að framanverðu, en úr fleece-efni eða öðrum gerviefnum á baki. Þannig klæðnaður dugar líka ágætlega að vetrarlagi. Kostir hans eru til dæmis þeir, að umframhiti og raki leita út um bakhluta klæðnaðarins. Þannig verður þeim sem hjólar, aldrei of heitt og rakamyndun vegna svita er lítil. Innst fata er best að vera í þunnum bol úr efni sem hleypir vel í gegnum sig raka. Bómullarbolir eru óhentugir þar sem bómullarefni safnar í sig rakanum og er lengi að þorna. Sumum finnst best að vera bara í peysu úr góðu fleece- eða gerviefni og engu þar innanundir. Yst fata er gott að vera í síðum buxum úr efni sem situr vel að líkamanum, heldur vel hita og er ekki mjög rakadrægt. Ýmsar íþróttabuxur eða útivistarfatnaður kemur til greina, en langbest er að eiga síðar hjólabuxur með vind- og vatnsþéttu efni að framan.
Skóhlífar og hjólavettlingar Til fóta getum við verið í sömu skóm og þegar við hjóluðum í sumar. Notast má við venjulega íþróttaskó, góða gönguskó eða
kuldaskó í svipuðum stíl. Ef skórnir eru viðkvæmir er hægt að kaupa sérstakar skóhlífar. Þær eru úr þunnu vatnsheldu nælonefni og er á afar auðveldan og fljótlegan hátt smeygt upp á skóna. Skóhlífarnar ná mismunandi langt upp á fótlegginn, eftir því hvaða tegund við kaupum en fyrir þá sem nota hjólið mest innanbæjar er nóg að kaupa þá gerð af skóhlífum sem nær rétt upp fyrir ökkla. Skóhlífarnar verja okkur fyrir bleytu og slabbi sem fylgir vetrinum, en það er einmitt nauðsynlegt í borgum og bæjum þar sem fólk kýs að nota salt á göturnar en ekki í grautinn. Ekki má gleyma efri útlimum hjólreiðafólks, höndunum, en í hjólaverslunum er mikið úrval af hjólavettlingum fyrir veturinn. Fatnaður fyrir vetrarhjólreiðar þarf ekki að vera dýr, það má kaupa þetta smám saman eftir því sem áhuginn eykst. Svo hentar hjólafatnaður einnig vel sem skíðagöngufatnaður þegar allt er komið á kaf í hvíta mjöll.
Bremsur og gírar Bremsur þarf að stilla vel og athuga oft, bremsugetan minnkar að vetrarlagi, einkum vegna bleytu sem sest á gjarðirnar á dekkjum reiðhjólsins. Skálabremsur eru orðnar algengar á nýjum hjólum enda halda þær eiginleikum sínum betur við til dæmis vetraraðstæður. Á veturna notum við gjarnan léttari gír en þegar hjólað er að sumarlagi. Mótstaðan er í heild meiri, aukinn vindur, undirlagið óslétt og meiri mótstaða í vetrardekkjunum. Hæfileg áreynsla fæst því með réttri notkun á gírum reiðhjólsins. Meðalhraði hjólreiðamannsins minnkar nokkuð að vetrarlagi, svo stundum þarf að leggja aðeins fyrr af stað. Keðjuna þarf einnig að smyrja reglulega á veturna svo hún endist betur. Svo er bara að leggja varlega af stað, það er gaman að hjóla á veturna. Heilsan 45
Bakverkir eru nútímavandamál
M
Texti: Halldóra Anna Hagalín Myndir: Ernir Eyjólfsson
agni Bernhardsson stofnaði Kírópraktorstofu Íslands og hefur nú fengið til liðs við sig þá Jón Arnar Magnússon og Gunnstein Örn Steinarsson. Hugmyndin er að hafa í Sporthúsinu alhliða þjónustu við líkamann eins og á svo mörgum stöðum úti í heimi en í húsinu sameinast sjúkraþjálfarar, nuddarar, alhliða líkamsrækt, einkaþjálfarar, kírópraktorar og búð með fæðubótarefnum undir einu þaki með það að markmiði að hjálpa fólki að komast í gott líkamlegt form. Blaðamaður hitti drengina sem starfa á Kírópraktorstofu Íslands og forvitnaðist nánar um starf þeirra og hvernig þetta virkar allt saman.
46 Heilsan
eru meðal vandamála sem geta komið vegna þrýstings á taugar.“ Þeir útskýra líka að nýrna- og lifrarvandamál hafi stóraukist á sama tíma og áfengisneysla hafi ekki gert það. Hins vegar sé það verkjatöflusala sem hafi stóraukist. Fólki finnist eðlilegt að taka 1-3 töflur á dag.
Fólk á öllum aldri
Til þeirra félaganna hafa foreldrar leitað með nýfædd börn eftir erfiðar fæðingar, lítil börn með magakveisur og elsta konan sem hefur leitað til þeirra er 96 ára og kemur reglulega til að halda sér við. „Níutíu og þriggja ára maður sem kemur til okkar reglulega skilur ekkert í því að hnéð sé eitthvað að gefa sig, þessir hlutir eigi Betur starfandi líkami að virka. Það er ekki hægt að kvarta þegar maður heyrir svona,“ Þeir eru allir með bakgrunn í íþróttum og sáu þannig hvað segir Magni. „Í fyrsta tíma er tekin röntgenmynd sem er svo varpað kírópraktor gat gert fyrir kroppinn. Áhrifin og hugmyndafræðin beint upp á skjá og farið er yfir hana með viðkomandi. Greiningin við að finna orsök vandamálanna heillaði þá alla. Sumir kemur þá strax og hægt er að fara að vinna í að leiðrétta orsökina íþróttamenn fara í hnykkingu fyrir stór mót sem forvörn og vegna um leið. Kírópraktorinn gerir mælingarnar fyrir þess að þeir vita hvaða hnykkingar geta gert framan þig og útskýrir vel hvað er að gerast og fyrir líkamann segja félagarnir og bæta við að þú færð svo myndirnar með þér á geisladisk Láttu ekki verki og íþróttamennirnir finni greinilega að þeir verða þannig að þú getur farið með myndirnar til óþægindi koma í bakið á liðugri og líkaminn starfar betur. „Vaið vinnum annarra fagaðila ef þú vilt,“ útskýrir hann og þér. Hryggurinn þinn er með sjúkraþjálfurum, bæklunarlæknum, grunnur að góðri heilsu. bætir við: „Við sjáum slit á röntgenmyndum heimilislæknum og fleiri, okkur finnst vanta að og svo finnum við út af hverju slitið er að aðilar innan heilbrigðisgeirans starfi saman og myndast. Áætlun er gerð um hve langan tíma í samvinnu þannig að fólki sé vísað á milli eftir því hvað á við. Það það tekur að laga vandamálin. Þó svo að í fyrsta tíma finnist oft er skylda heilbrigðisaðila í mismunandi stéttum að tala saman. mikill munur þá er engan veginn kominn stöðugleiki á hrygginn Kírópraktík er gömul stétt en ekki gömul á Íslandi, greinin er eftir einn tíma, þannig er mikilvægt að mæta reglulega á meðan tiltölulega ný hér á landi. Fólk veit of lítið og þekkir ekki úrræðið. á meðferð stendur en ekki hætta meðferð þó að þér líði vel í dag.“ Við vinnum vel með læknum og eru þeir farnir að senda sjúklinga til okkar í auknum mæli, þar á meðal bæklunarlækna og Verkjar þig í kroppinn? heimilislækna. Við erum að vinna í því að kynna þetta betur fyrir Starf kírópraktorsins er að finna og leiðrétta hryggvandamál svo almenningi. Það eru svo margir kvillar sem geta verið afleiðing af taugakerfið geti starfað á hámarksgetu. Svæði sem hefur misst klemmdum taugum í kringum hrygginn og stirðleika í hreyfingu eðlilega hreyfigetu slitnar hraðar en svæði sem hreyfist eðlilega hans. Við sendum líka fólk hiklaust á aðra staði ef við teljum að og er stöðugt. Með því að koma eðlilegri hreyfigetu aftur á með hnykkingar séu ekki lausnin fyrir viðkomandi. Vöðvar geta til dæmis réttum aðferðum getur líkaminn sem betur fer myndað smátt og verið alveg búnir á því vegna langvarandi skekkju í líkamanum og smátt stöðugleika og stöðvað óeðlilegan slithraða. Kírópraktor þá eru sjúkraþjálfarar og nuddarar mjög mikilvægir. En fyrst þarf flýtir hraða batans með því að koma á eðlilegu taugaflæði milli heilans og líkamans. Líkaminn á að starfa rétt. „Við erum að vinna í að laga skekkjuna og koma hreyfingu á hrygginn. Því miður er algengara að fólk komi inn kvalið af verkjum en best því að finna orsök vandans en ekki afleiðingu. Þú veist alveg sjálf/ væri að fólk kæmi í skoðun sem forvörn, þá væri hægt að koma í ur hver afleiðingin er, það er verkur,“ segir Magni. veg fyrir að verkirnir myndist. Heyrnar-, sjón- og hægðavandamál „Eftir fyrstu greininguna þá tekur hver tími kannski bara tíu
líkami
Jón Arnar Magnússon
Magni Bernhardsson
mínútur. Við sýnum þér kannski þrjár til fjórar æfingar og teygjur, sérhæfðar æfingar fyrir þig, og þú gerir þær heima. Þá ert þú að flýta fyrir meðferðinni og að mynda stöðugleika. Þegar það eru kannski einn til tveir mánuðir á milli tíma þá ert þú á fullu að halda þér við. Þú verður að hafa einhver ráð sjálf/ur til þess að viðhalda þessu, til að viðhalda þeirri hreyfingu sem við erum að búa til fyrir hrygginn.“
Brjósklos Flestir hafa heyrt af fólki sem þarf að fara í brjósklosaðgerð og margir hafa þurft að upplifa slíkt sjálfir en strákarnir útskýra að oft gleymist að finna orsökina og ef hún er enn þá til staðar getur þú jafnvel farið í þrjár aðgerðir en alltaf lent í því að verkirnir byrji aftur. Magni segir það stafi af því að skekkjan sé enn þá til staðar. „Í raun er búið að setja tímabundinn plástur á verkinn en ekki laga endanlega. Fólk hefur komið eftir aðra eða þriðju brjósklosaðgerð og segir að það sé eitthvað að, þá kemur í ljós að það er kannski stuttur fótur eða skekkja í hryggnum. Ef verkurinn kemur aftur þá er eitthvað í gangi sem þarf að laga. Stuttur fótur er algengt vandamál og þá er settur hæll í skóna. Þá leiðréttist líkamsstaðan en það þarf líka að vinna með hrygginn til að fá eðlilega hreyfingu í hann aftur. Hreyfingin milli hryggjaliðanna er mikilvægust. Þykktin á brjóskinu á milli liðanna er mælanleg og það er hún sem þynnist við ranga hreyfingu á hryggjarliðunum. Á röntgenmyndinni er brjóskið mælt og staðan á hryggnum og greinilegt er hvar skekkja er eða þynning á brjóski. Okkur finnst mikilvægt að fólk viti hvað er að, mér finnst alltaf jafnsorglegt að fólk skuli vera búið að fara í tvær til þrjár brjósklosaðgerðir . Ég byrja á því að spyrja af hverju viðkomandi hafi farið í þessa aðgerð en enginn hefur sagt honum ástæðuna, hann hefur bara ekki hugmynd. Aðgerðin ein og sér er ekki nægileg, það þarf að finna orsökina fyrir brjósklosinu.“
Allskonar vandamál
Gunnsteinn Örn Steinarsson
Leitaðu hjálpar Strákarnir útskýra að eftir líkamlegt áfall eða slys er nauðsynlegt að gefa líkamanum þrjá mánuði til þess að jafna sig, annað er óraunhæft. „Helsta ástæða fjarvista frá vinnu eru stoðkerfisvandamál. Það eru ekki veikindi barna eða flensa. En vegna stoðkerfisvandamála þá ertu kannski frá í tvær vikur í einu. Það sorglegasta sem við sjáum er fólk sem er búið að skila sínu til þjóðfélagsins, búið að vinna sína vinnu alla daga og alla sína ævi og búið að koma börnunum upp og þá loksins þegar kominn er tími fyrir það sjálft þá hrynur heilsan. Viðkomandi getur ekki farið og labbað fjallið sem planið var að labba. Þá hugsar maður, bara ef ég hefði hitt þig fyrir 20 árum, þá hefðum við getað komið í veg fyrir slit og minni líkur væru á verkjum. Góð þróun er að fólk kemur fyrr inn til okkar, áður en í óefni er komið. Það er þó langt í land þar. Ekki bíða þangað til allt er farið í vitleysu því að þá þarftu kannski 30 tíma í staðinn fyrir þrjá tíma sem þú hefðir kannski þurft til að fyrirbyggja vandann. Líkaminn hefur eiginleika til að laga sig sjálfur. Í nútímaþjóðfélagi þar sem krakkar sitja löngum stundum við tölvu eru höfuðverkir og bakverkir orðnir allt of algengir en það er oft vegna rangrar líkamsstöðu. Röng líkamsstaða og mikil tölvunotkun leiðir af sér bakverki þannig að þetta er að stórum hluta til nútímavandamál. Góð heilsa er ekki sú að það sé ekki stöðugur verkur allan daginn. Ef þú kemst í vinnuna þrátt fyrir verki þá er heilsan ekki góð. Góð heilsa er verkjalausir dagar.“
„Góð heilsa eru verkjalausir dagar“
„Fólk gerir sér oft ekki grein fyrir því áður en það sér röntgenmyndirnar hversu mikil skekkja er í raun og veru í gangi. Verkurinn er orðinn „eðlilegur“ en verkur á aldrei að vera venjulegur og á aldrei að vera orðinn að vana. Við leiðréttum skekkjur í hrygg en hryggjarliðir geta fest saman og þá kemst ekki eðlileg hreyfing á þá. Ef smið skeikar um sentimetra þá lokast hurðin ekki og þannig er það líka í líkamanum, það má engu skeika til þess að líkaminn starfi eðlilega. Til að nefna annað dæmi þá eru vaxtarverkir hjá krökkum ekki til, nema ef barn vex um 15 sentimetra á einu ári; verkirnir eru oft afleiðing af einhverju öðru, svo sem stuttum fótlegg, rangri líkamsstöðu eða skekkju í hrygg. Oft sést skekkjan í líkamanum um leið og horft er á líkama barnsins þegar það stendur fyrir framan mann. Þvagleki er annað vandamál sem margir þekkja. Þvagblaðran er poki sem veit ekki neitt, ef klemma er á tauginni sem liggur þangað er erfiðara að stjórna henni og þá getur lekið. Við höfum aðstoðað marga krakka sem eiga við þennan vanda að stríða.“ Heilsan 47
Texti: Halld贸ra Anna Hagal铆n Myndir: Myriam Marti
48 Heilsan
VIÐTAL
Orkubolti Lína Guðnadóttir er lífsglöð fimm barna móðir, einkaþjálfari og er að læra á mótorhjól svo eitthvað sé upp talið. Hún er ofurhress 33 ára stelpa með ljúfa nærveru sem segist þakklát fyrir lífið og tilveruna. Með þrjár dætur og tvö stjúpbörn eru dagarnir hennar langir en skemmtilegir og í samtali við Heilsuna talar Lína meðal annars um þau forréttindi sem fylgja því að vera móðir og í vinnu sem hún elskar. Þakklát Ég er þakklát fyrir lífið; þakklát fyrir allar dæturnar og fjölskylduna, þakklát vinnuna mína og þakklát fyrir verkefnin sem banka á dyrnar. Verkin mín vil ég gera af alúð og vandvirkni og skila vel af mér. Ég viðurkenni það fúslega að það er ekki verra að vera snjall í því að púsla. Ég þarf ósjaldan að púsla dögunum saman þannig að allir ná að sinna sínum verkefnum og vera á þeim stöðum sem þeir þurfa að vera á. Það dugir ekkert minna en gott skipulag, útkrotaða dagbókin mín ber þess merki. Það má eiginlega segja það að þakklæti sé það sem gefur mér stöðugt kraft til að teygja arma mína yfir allt sem þarf. Með jákvæðnina að vopni er allt hægt. Ég lít á það sem forréttindi að fá að vera mamma og eiga litlar perlur sem maður ber ábyrgð á að koma vel frá sér út í lífið. Það eru líka forréttindi að fá að vera í vinnu þar sem maður bæði gefur af sér og fær að taka á móti.
Langir dagar Á mjög venjulegum degi hringir vekjaraklukkan mín kl. 05.05 en þá stekk ég á fætur og smelli í mig einum bolla af soðnu vatni með tveimur matskeiðum af nýkreistum sítrónusafa. Svo mæti ég í Hress, annaðhvort til að þjálfa eða taka á því sjálf. Kem heim um sjöleytið, vek alla molana mína, græja morgunmat, skóladót og nesti. Eftir að allir eru komnir á sína staði fer ég aftur í vinnuna mína að þjálfa dásamlega jákvætt og hresst fólk. Um tvöleytið koma tvær ungar skólastúlkur heim. Þær eru ríkar af vinkonum sem kíkja gjarnan heim með þeim og þá er ekkert annað í boði en að hafa gaman og smella í dásamlega hollar múffur eða speltvöfflur eftir uppskrift frá Ebbu Guðnýju, bestu vinkonu minni og snillingi. Þegar magar eru mettir og skvísurnar farnar að leika skemmti ég mér yfirleitt í þvottinum. Sá sem á þvottakörfu þarf sennilega ekki að hafa áhyggjur af því að leiðast. Hún sér manni alltaf fyrir verkefnum, blessunin. Seinnipartinn kemur yngsta skvísan heim og þá yfirleitt tekur við skutl út um allan bæ, í fótbolta, dans eða ballett. Að því loknu er komið að kvöldmat hjá okkur eins og annars staðar. Við látum hendur standa fram úr ermum og eldum eitthvað dásamlegt fyrir kroppinn og sálina.
Svo þarf maturinn eiginlega að vera fallegur svo það sé nú gaman að borða hann. Maðurinn minn sér um að ganga frá eftir matinn, sem er ósköp ljúft, á meðan lesa dæturnar heima og mamman græjar baðið fyrir háttinn. Þegar stúlkur eru komnar í sín rúm sest einkaþjálfarinn fyrir framan tölvuna og svarar pósti og vinnur ýmislegt þar til það kemur háttatími. Fyrir háttatíma fær hraðsuðuketillinn það verkefni að sjóða einn bolla af vatni sem blandast við þrjár teskeiðar af magnesíum, sem er algjör snilld. Magnesíum hjálpar mér að slaka vel á og róa hugann minn þannig að ég sofi djúpt og vel! Svona dagur er endurtekinn alveg fimm sinnum í viku. Helgarnar eru svo aðeins öðruvísi.
Setti fókusinn á sjálfa sig Ég byrjaði í rauninni bara sem eigandi að korti í ræktina. Sagan er nefnilega þannig að ég gekk með og eignaðist þrjár stúlkur á fjórum árum. Það var auðvitað mjög yndislegt, en á þeim tíma hreyfði ég mig ekki nóg og borðaði of mikið. Ég var alltaf að baka og í mömmó alla leið. Það er reyndar dásamlegt að baka en það sem ég valdi að baka var kannski ekki svo snjallt. Ég stóð frammi fyrir því að ég þurfti annaðhvort að sætta mig við stúlkuna sem stóð hinum megin í speglinum eða gera eitthvað í málunum. Ég var ómeðvitað farin að setja mér skorður í lífinu vegna þess hversu ósátt ég var með sjálfa mig. Ég fór ekki sund, elskaði ekki að vera úti í sól þar sem ég gat ekki falið mig í peysu og fleira í þeim dúr. Ég hef alltaf haft mjög ákveðnar skoðanir og verið mjög sjálfstæð en á þessum stað þá var ég alls ekki svo örugg með mig. Ég var með fókusinn á öllum öðrum og öllu öðru en mér. Niðurstaðan varð sú að ég ákvað að gera eitthvað í málunum. Mig langaði að líða vel í eigin kroppi, langaði að gera margt sem mig hafði dreymt um og mig langaði að vera heilbrigð og hraust. Með sterkt hjarta og gott þol. Ég valdi að fara þá leið að fá mér einkaþjálfara. Ég var búin þá þegar að prófa svo margt. Allskonar kúra og námskeið. Alltaf hafði ég gefist upp á leiðinni. Í þetta sinn vildi ég gera þetta af alvöru og hafa einhvern sem gæti haldið í höndina mína og gefið mér aðhald. Segja mér hvað ég ætti að borða, hvaða æfingar ég ætti að gera og hvaða markmið væru Heilsan 49
„... þakklæti er það sem gefur mér stöðugt kraft til að teygja arma mína yfir allt sem þarf“ raunhæf á hvaða tíma. Ég hafði frétt af henni Telmu Matthíasdóttur í Hress í Hafnarfirði. Bæði hafði ég séð „fyrir og eftir“ myndir af fólki sem hafði verið hjá henni og svo hafði vinkona mín náð dásamlegum árangri hjá henni. Telma stóðst allar mínar væntingar og svo miklu meira en það. Hún reyndist mér svo miklu meira en þjálfari. Hún var með mér í liði alla leið. Telma er án efa ein af þeim manneskjum sem ég á að í lífinu sem hafa haft hvað mestu áhrif á mitt líf og það svo sannarlega til hins betra. Á leiðinni minni með vigtina niður og sálina upp þá fann ég það fljótt hvað líkamsræktin var í raun og veru miklu meira en líkamsrækt, það að hreyfa kroppinn er í rauninni heilsurækt. Við ræktum sálina okkar líka þegar við hugsum vel um líkamann. Heilbrigð sál í hraustum líkama – það er alveg satt. Ég var búin að finna umhverfi sem mér leið vel í. Ég kunni strax vel við mig í Hress, þægileg stærð af stöð, mér fannst allir svo vinalegir og andrúmsloftið alveg einstaklega ljúft. Það ríkir svo mikil jákvæðni inni á stað þar sem allir eru að gera eitthvað uppbyggandi, eins og að hreyfa sig. Fólk skilur allt hitt eftir fyrir utan og kemur inn til að taka á því og fer endurnært út.
Leiðin liggur áfram Ég var heima með dæturnar mínar þangað til þær voru tveggja ára og komust inn á leikskóla. Á þessum tíma, þegar ég hafði náð mínum markmiðum, voru þær komnar í leikskóla. Þá var komið að því að ákveða hvað mig langaði að verða þegar ég yrði stór. Ég er svo sem búin að læra ýmislegt. Kláraði stúdentsprófið mitt, lauk hönnunarbraut frá Iðnskólanum, tók eitt ár í sagnfræði og annað í Kennaraháskólanum, þá vann ég líka lengi með blóm og langaði jafnvel að verða blómaskreytir. Ég sem sagt vissi ekkert hvað mig langaði að gera fyrr en loksins þarna. Mig langaði að verða einkaþjálfari og starfa í þessum geira. Mig langaði að vinna í umhverfinu sem hafði svona mikil áhrif á mitt líf. Ég hef staðið báðum megin við borðið, ég get rétt út hönd með reynslu. Ég hef gaman af því að vinna með fólki og það er eitthvað sem mig hefur alltaf langað að gera. Ég veit alveg hvað það er
50 Heilsan
að standa upp úr sófanum, segja bless við fólkið í sjónvarpinu og hætta að kaupa drasl í matinn. Ég veit alveg hvað það er að eiga kexpakka uppi í skáp sem hættir ekki að kalla á mann fyrr en maður er búinn að þagga niður í honum ... með því að éta hann. Það er hægt að hætta þessu, það er hægt að taka stjórnina í sínar hendur og ganga í áttina að heilbrigðu lífi. Það þarf engar öfgar til. Ég sótti um ÍAK einkaþjálfarnám hjá Keili og var ein af þeim sem komst þar að. Ég útskrifaðist reynslunni og yndislegum vinum ríkari í júní 2012. Fyrr um vorið byrjaði ég að þjálfa og var svo einstaklega heppin að fá að þjálfa á minni stöð, þar sem ég hristi kílóin mín af, í Hress í Hafnarfirði. Starfsfólkið þar er einstaklega hlýlegt og gott. Það hafa allir tekið mér opnum örmum og með brosi á vör. Ég hef svo sannarlega fengið tækifæri til að takast á við ný verkefni þar. Yndislegt að vinna þar. Ég er þeim einstaklega þakklát fyrir. Leiðin héðan er bara áfram. Ég ætla að ná mér í meiri þekkingu á þessu sviði og horfa bjartsýn til framtíðar. Eitt af því sem mig langar til að vinna með í framtíðinni eru unglingar í ofþyngd. Það er því miður vandamál sem er að aukast, ekki bara hjá okkur á Íslandi heldur í heiminum. Heilsuhreysti ungs fólks er mér gríðarlega hugleikin. Slíkt yrði þó auðvitað unnið í samráði við foreldra en margir foreldrar eru bæði ráðþrota og finna sig jafnvel vanmáttuga gagnvart þessari þróun.
Svefninn mikilvægastur Aðalatriðið er góður svefn. Það fann ég þegar ég fékk að upplifa það að vera vansvefta en yngsta dóttir mín var svo ljúf að sjá til þess fyrstu þrjú ár ævi sinnar að gefa mér þá reynslu. Ef svefninn vantar fer margt úr skorðum. Bæði hvað líkamann varðar, eins og að borða reglulega, velja næringu af skynsemi með huganum en ekki bara bragðinu og hvað er fljótlegast. Andlega hliðin verður líka ekki jafnsterk ef við erum vansvefta. Svo er því miður allt of algengt að fólk gleymi að vökva kroppinn sinn með vatni. Þá er ég ekki að meina að fara í sturtu! Margir drekka alltof lítið vatn. Vatn er gríðarlega mikilvægt fyrir alla líkamsstarfsemina okkar, meltinguna sem og húðina. Það er
VIÐTAL sorglegt hvað margir velja sykraða safa/ gos eða kaffi í staðinn fyrir dásamlega góða vatnið sem við Íslendingar eigum. Árangurinn kemur með því að gefast ekki upp. Að halda alltaf áfram og trúa því statt og stöðugt að maður muni og geti komist á áfangastað. Það að ég gafst ekki upp og hélt áfram á ég Telmu minni, vinum og fjölskyldu að þakka. Fólki sem hafði trú á mér og hvatti mig áfram. Það var líka lykilatriði þegar ég ákvað og fattaði að ég væri ekki í megrun, heldur væri ég að breyta um lífsstíl og mynstur. Að venja mig á það að velja rétt og hreyfa mig meira dagsdaglega. Gera það hluta af lífsrútínunni. Ef maður gerir það þá er alveg svigrúm innan ákveðins ramma að leyfa sér stundum eitthvað sætt. Það að hugsa þetta svona kom mér alveg ótrúlega langt og yfir erfiðasta hjallann.
Breytingin Ég hef alltaf verið jákvæð og bjartsýn; með bros á vörunum og gleði í hjartanu. Ég er það að sjálfsögðu áfram en helsti munurinn í dag er sá að ég hef trú á sjálfri mér. Ég þori að sækjast eftir því sem heillar mig. Það er ekki jafnerfitt að stíga út fyrir þægindarammann. Ég er sterkari ég að innan en ekki bara í vöðvunum. Ég hreyfi mig á hverjum degi og hef gaman af því, það er ekki kvöð. Ég hugsa um næringuna sem ég vel mér og hugsa um hvaða orku ég er að setja í kroppinn minn. Bæði hvað varðar mat og drykk. Þetta val hefur auðvitað áhrif á börnin mín, af því að nú get ég valið betra fyrir þau líka og gefið þeim þá gjöf að þekkja snjallan mat sem gefur okkur góða fyllingu og er stútfullur af jákvæðri orku sem líkaminn getur nýtt.
Frítími og áhugamál Ég vil helst vera með fjölskyldunni og vinum þegar ég á frí. Ég er rík af vinkonum og elska að fara með þeim á góðan stað að borða sushi eða eitthvað svakalega hollt og gott. Á sumrin þykir mér ljúft að fara út að hjóla með fólkinu mínu eða sulla í sundlaug. Ég hef líka gaman af því að leika mér að spila á gítar og mér þykir gaman að syngja. Krossgátur og góðar bækur eru í uppáhaldi og mótorhjól þykja mér gleðjandi. Er að læra á mótorhjól og draumurinn er að eignast slíka græju.
Leynitrixið Mér dettur strax eitt gott í hug ... kókosolía! Bæði í kroppinn og á kroppinn. Hún er algjört dúndur! Gott er að skrúbba henni á sig fyrir sturtu eða bera hana á sig eftir sturtu. Setja skeið af henni í baðið hjá krökkunum og allir verða ilmandi mjúkir og sætir. Svo er hún bakteríudrepandi og góð fyrir kerfið okkar að innan. Kókosolía hefur líka jákvæð áhrif á fitubrennslu og gefur okkur margar góðar gjafir í kroppinn. Ég er með kókosolíu í eldhússkápnum og líka inni á baði.
Fjölskyldan í forgang Ég viðurkenni það fúslega að eftir að ég fór í skóla og að vinna hef ég þurft að játa mig sigraða á sumum sviðum varðandi heimilið mitt eða öllu heldur lækka fullkomnunarstandardinn minn aðeins. Ég held að ég hafi nefnilega verið íslensk útgáfa af Mörthu Stewart á tímabili. Einu sinni hefði ég örugglega getað haldið matarboð á gólfinu hjá mér og sleppt því að bjóða fólki diska. Gólfið var glampandi hreint. Ég set fjölskylduna alltaf í forgang og sinni öllu þar eftir bestu getu. Vinnan mín skiptir mig líka máli og að sinna mínum viðskiptavinum vel. Ég vil líka gefa mér tíma til að hitta vinkonur mínar, enda er það með eindæmum endurnærandi. Að eiga góða fjölskyldu og vini gefur lífinu gildi. Hins vegar held ég að sá sem fer allra verst út úr þessu annasama lífi mínu sé bíllinn minn ... ég hef engan tíma til að þrífa hann nógu vel. En allt hitt tekst. Svo ef vikan er strembin næ ég jafnvæginu aftur um helgarnar. Ég er hamingjusömust þegar ég fæ tækifæri til að gleðja aðra. Þá fyllist hjartað mitt af hamingju.
„Að eiga góða fjölskyldu og vini gefur lífinu gildi“
Heilsan 51
HVAR og
hvenær SEM ER! Birna Markúsdóttir sýnir okkur hér nokkrar góðar æfingar úr Warrior Yoga en þær Birna og Eygló Egilsdóttir byrjuðu með Warrior Yoga-kennslu í World Class í haust. Birna segir þetta vera nýja nálgun í þjálfun þar sem blandað er saman tækniþjálfun, jógastöðum og jógateygjum.
MC Hammer með teygju
Staðsettu teygjuna fyrir neðan hné, hafðu mjaðmabreidd á milli fóta og þrýstu hnjánum út til hliðanna. Hafðu beygju í hnjánum og farðu niður í þá stöðu sem þú treystir þér í. Haltu bakinu beinu og spenntu kviðvöðvana. Þrýstu hnjánum út í teygjuna, dragðu síðan hnén næstum því saman og þrýstu svo hnjánum aftur út í teygjuna. Þetta er ein endurtekning. Gerðu 15-20 endurtekningar mjög hægt.
Umsjón: Halldóra Anna Hagalín Myndir: Rakel Ósk Sigurðardóttir
Hnébeygja á öðrum fæti
52 Heilsan
Byrjaðu í uppréttri standandi stöðu, stígðu með öðrum fæti lítið skref aftur og settu tábergið í gólfið. Spenntu kviðvöðvana til að minnka fettu í mjóbaki, þrýstu mjöðmum aftur og fáðu beygju frá mjöðmum og beygðu síðan hné og láttu þig síga niður í þá hæð sem þú treystir þér í. Hafðu þungann á táberginu á aftari fætinum og á öllum fremri fætinum. Gerðu 15-20 endurtekningar á hvorum fæti fyrir sig.
Hliðarstig
Stígðu með öðrum fæti vel út til hliðar - getur miðað við tvöfalda mjaðmabreidd. Þrýstu mjöðmum vel aftur, beygðu hné og slakaðu niður í þá stöðu sem þú treystir þér í. Mikilvægt er að þrýsta rassinum vel aftur, halda bakinu beinu og spenna kviðvöðvana. Gott er að ímynda sér að það sé stóll fyrir aftan sem þú ætlar að setjast á. Bein lína á að vera frá miðjum brjóstkassa, niður að hné og hnéð fer yfir aðra eða þriðju tá. Settu þungann í allan fótinn. Skiptu síðan yfir á hina hliðina. Gerðu 15-20 endurtekningar á hvorn fót.
Yoga mudra
Byrjaðu í uppréttri stöðu og teygðu handleggi fyrir aftan bak. Spenntu greipar og láttu lófa snúa að bakinu. Andaðu vel að og þrýstu brjóstkassanum fram, spenntu kviðinn og hallaðu þér fram frá mjöðmum. Gott er að beygja hnén og slaka kvið og brjóstkassa í átt að lærum. Ef það er erfitt að ná höndum saman fyrir aftan bak er sniðugt að nota viskustykki eða lítið handklæði til að grípa um. Æfingin gefur mikla og góða teygju inn í brjóstvöðvana. Komdu út úr stöðunni ef þú færð klemmu í axlirnar. Haltu þessari stöðu í a.m.k. 30 sekúndur. Heilsan 53
Klukkan
Byrjaðu í uppréttri stöðu, beygðu hné og teygðu annan fótinn eins langt fram og þú getur (- kl. 12 -) tánni máttu tylla í gólfið. Því næst teygir þú fótinn út til hliðar, tyllir tánni og hefur áfram beygju á hnénu (- kl. 3-). Næst teygirðu fótinn aftur fyrir þig og tyllir tánni í gólfið (- kl. 6 -). Síðasta staðan er að krossa fótinn fyrir aftan þann sem þú stendur í, teygir vel til hliðar og tyllir tánni í (- kl. 9 -). Þá er einn hringur búinn. Gerðu 10-20 hringi á hvorum fæti.
Hoppa og lenda með stíl
Byrjar í uppréttri stöðu og stendur í báða fætur. Því næst hoppa stutt fram og lenda á öðrum fætinum. Gott er að miða að því að lenda á táberginu og síðan á öllum fætinum til að forðast það að lenda á hælnum. Mikilvægt er að lenda létt og hljóðlega. Haltu lendingarstöðunni í a.m.k. 3 sekúndur. Gerðu 10-20 hopp fyrir hvorn fót.
54 Heilsan
Skautarahopp
Byrjaðu í annarri hvorri stöðunni. Beygðu hnéð vel, teygðu annan fótlegginn fyrir aftan og vel út til hliðar. Teygðu handlegg niður í átt að gólfi, haltu bakinu beinu og spenntu kviðvöðvana vel. Því næst hopparðu létt úr þessari stöðu yfir á hinn fótinn og farðu í sömu stöðu þeim megin - skiptu á milli hægri og vinstri. Það má tylla tánni í gólfið á aftari fætinum en það hjálpar til við jafnvægi annars er flott að tylla ekki með tánni og gera æfinguna hraðar en ella. Gott er að gera 10-20 endurtekningar á hvorn fót. Mikilvægt er að lenda létt og hljóðlega.
líkami Sleggjan
Hundur úti að pissa
Myndaðu þríhyrningslaga stöðu með hné í gólfi og hendur líkt og í fjórfótastöðu. Teygðu annan fótlegginn vel út til hliðar. Lyftu fótleggnum upp frá gólfi, haltu honum beinum og spenntu vel rassvöðvann. Passaðu að það komi ekki of mikill snúningur á mjaðmirnar við lyftuna og reyndu að lyfta fótleggnum upp í sömu hæð og mjaðmir. Ef við náum því ekki þá lyftum við eins hátt og við getum. Haltu stöðunni í 3-10 sekúndur. Gerðu 6-10 endurtekningar á hvorri hlið.
Komdu niður í stöðu á fjórum fótum. Hafðu axlarbreidd á milli handa, hendur beint fyrir neðan axlir og mjaðmabreidd á milli hnjánna, hné beint fyrir neðan mjaðmir. Lyftu öðrum fæti upp frá gólfinu, áfram með bogið hné, fettu tær í átt að gólfinu og spenntu rassvöðva. Haltu stöðunni í 5-10 sekúndur. Því næst ferðu með hné út til hliðar, beint út frá mjöðmum og heldur sömu stöðu á hné og fæti, spennir rassvöðva og reynir að halda hné og ökkla í sömu hæð. Haltu þessari stöðu í 5-10 sekúndur. Gerðu 10-15 endurtekningar á hvorri hlið.
Herðablaðið í pokann
Sestu aftur á hælana og hafðu ristar í gólfinu. Ef þessi staða er óþægileg má færa sig upp á hnén, setjast á stól eða koma upp í standandi stöðu. Teygðu annan handlegginn beint upp í átt að lofti og reyndu að halda um herðablaðið með gagnstæðri hendi til að finna hreyfinguna á því. Teygðu handlegginn eins hátt og þú getur, spenntu kviðvöðvana og haltu hryggnum beinum. Nú fer herðablaðið upp úr pokanum. Því næsta dregurðu herðablaðið aftur niður, slakar öxlinni frá eyranu og færir herðablaðið aftur ofan í pokann og finnur vöðvana spennast þar sem þú heldur hendinni. Þetta er ein endurtekning. Mikilvægt er að halda upprétta handleggnum alveg beinum eða því sem næst. Það á ekkert annað að hreyfast nema herðablaðið. Hafðu engar áhyggjur þótt þú náir æfingunni ekki strax eða finnir ekki herðablaðið hreyfast. Það tekur taugakerfið og vöðvakerfið tíma að læra hreyfinguna og það tekur þig líka tíma að læra hreyfinguna. Gerðu 20 endurtekningar hvorum megin. Heilsan 55
Sambaplanki
Byrjaðu í plankastöðu á olnbogum. Þessa æfingu má gera hvort sem er á tánum eða hnjánum. Hafðu olnboga beint fyrir neðan axlir og lófana í gólfinu. Spenntu alla vöðva í líkamanum og spenntu kviðvöðvana vel. Næst réttir þú hægri handlegg beint út til hliðar og snertir gólfið með fingurgómum og færir handlegginn síðan í byrjunarstöðu. Sama gerirðu vinstra megin. Því næst færirðu beinan hægri fótlegginn út til hliðar og tyllir með tánni og dregur síðan inn í byrjunarstöðuna aftur. Sama gerirðu með vinstri fótleggnum. Þetta er ein endurtekning. Mæli með því að gerðar séu 5-15 endurtekningar - fer allt eftir þínum styrk og þinni getu. Mikilvægt er að vera meðvitaður um að halda spennu í líkamanum allan tímann á meðan æfingin er gerð og halda hryggnum beinum. Passa vel upp á að ef það koma eymsli í mjóbakið þá skal hætta æfingunni og slaka á.
Hliðarplankatvist
Byrjaðu í plankastöðu á olnbogum. Þessa æfingu má gera hvort sem er á tánum eða hnjánum. Hafðu olnboga beint fyrir neðan axlir og lófana í gólfinu. Spenntu alla vöðva í líkamanum og kviðvöðvana vel. Næst færirðu þig í einni samfelldri hreyfingu, með líkamann alveg beinan, yfir í hliðarplankastöðu. Þú hefur fæturna saman. Haltu stöðunni í 15 sekúndur. Þetta er ein endurtekning. Gerðu 10 endurtekningar rólega á hvorri hlið. Æfinguna má gera á hnjánum til að létta álagið á mjóbakinu.
56 Heilsan
Það er einfaldara en þú heldur að búa til gott sushi
Með vörulínunni frá Saitaku verður sushi-gerðin leikur einn. Mikið úrval hráefna í hæsta gæðaflokki tryggir ljúffengt sushi eins og Japanir vilja hafa það. Einfaldar leiðbeiningar og uppskriftir er að finna á umbúðunum.
Einbreið brú
Vertu í liggjandi stöðu á bakinu, beygðu hné og færðu hæla eins nálægt rassvöðvum og mögulegt er. Teygðu handleggi niður með hliðum og settu lófana í gólfið. Teygðu annan fótlegginn upp í 90° eða minna, spenntu kviðvöðva og lyftu mjöðmum upp frá gólfi. Spenntu rassvöðva vel og lyftu mjöðmum enn betur upp. Haltu a.m.k. í eina sekúndu og sígðu svo aftur niður í gólf. Gerðu 10-20 endurtekningar á hvorum fæti. Ef æfingin reynist þér erfið svona á öðrum fæti er í góðu lagi að gera tvíbreiða brú með báðum fótum í gólfinu og lyfta mjöðmum upp frá gólfinu - sama hreyfing og spenna.
Brjóstbaksblessarinn
Vertu í liggjandi stöðu á bakinu. Slakaðu á fótleggjum, leyfðu hælunum að detta út til hliðanna, slakaðu á rassvöðvum og bakvöðvum. Teygðu handleggina beint út frá öxlum, í T-stöðu, beygðu olnboga í 90° og hafðu lófa í gólfinu. Hafðu enni í gólfinu og haltu því þar í gegnum alla æfinguna. Eina sem þú gerir er að lyfta olnbogum og höndum upp frá gólfinu og þrýsta herðablöðunum saman. Haltu þeirri stöðu í a.m.k. þrjá sekúndur og slaka svo niður. Þetta er ein endurtekning. Það má hafa spennu í kviðvöðvum á meðan en önnur spenna í líkamanum er ekki í boði nema á milli herðablaðanna. Gerðu 10-20 endurtekningar af þessari æfingu.
Bátur
Byrjaðu í liggjandi stöðu á kviðnum, hafðu handleggi niður með hliðum, láttu lófa snúa niður í gólf eða að lærum. Hafðu fótleggi þétt saman og ennið í gólfinu. Andaðu djúpt að og lyftu höfði, brjóstkassa, handleggjum og fótleggjum upp frá gólfinu. Haltu stöðunni og spenntu alla vöðva í líkamanum, þá sérstaklega kvið- og rassvöðva. Haltu stöðunni í a.m.k. sex sekúndur. Gerðu sex til tíu endurtekningar af þessari æfingu. Mikilvægt er að framkvæma æfinguna rólega og stjórna allri hreyfingunni, bæði upp frá gólfinu og niður aftur. Taktu svo 5-10 mín. slökun í lokin og þá ertu tilbúin/n í allt! Einfalt er að breyta æfingaröðinni í lotuþjálfun, það er að framkvæma æfingu í 40-50 sekúndur og hvíla í 20 sekúndur á milli æfinga Allt um WARRIOR YOGA á www.warrioryoga.is.
58 Heilsan
ISIO 4 með D-vítamíni góð fyrir æðakerfið ISIO4 er heilsusamleg blanda af olíum — auðug af náttúrulegu E-vítamíni og viðbættu D-vítamíni. Olíurnar fjórar sem sameinast í ISIO4, repju-, oléisol-, sólblóma- og vínberjaolía, eru ríkar af E-vítamíni, andoxunarefni sem verndar frumur líkamans. Auk þess inniheldur ISIO4 núna meira af D-vítamíni sem hjálpar þér að styrkja ónæmiskerfið. Hugsaðu um heilsuna og veldu ISIO4 með lífsnauðsynlegum Omega-3 fyrir hjarta og æðakerfi og Omega-6 til að halda kólesteróli í skefjum.
ÍSLENSKA SIA.IS NAT 58050 03/12
Olían er bragðgóð og hentar vel í alla matargerð, heita rétti sem kalda.
Úr Gestgjafanum
Að njóta– köku án samviskubits Að njóta köku án þess að vera með samviskubit er það sem alla sælkera dreymir um. Því miður er það nú þannig að öll sætindi innihalda talsverða orku, við það verður ekki ráðið og það á ekki síður við um „heilsubakstur“ eða „heilsusælgæti“. Það skiptir þó máli úr hverju orkan kemur og hvort hún er bætt trefjum eða næringu. Besta leiðin til þess að vita hvað sætindin innihalda sem við látum ofan í okkur er að baka eða búa þau til sjálf.Við getum líka snúið uppáhaldskökunum okkar í átt að hollustu og gert tilraunir með að breyta hvíta sykrinum í hrásykur og nota minna magn af honum, nota heilhveiti eða lífrænt spelt í staðinn fyrir hvítt hveiti og nota íslenskt smjör
Eplakaka 6-8 sneiðar Þetta er yndisleg og bragðmikil eplakaka. Við notuðum steinmalað heilhveiti frá Móður Jörð í allar kökurnar í þættinum með góðum árangri. Þetta heilhveiti er gróft og kjarnmikið. Fylling: 2 epli, skræld og kjarnhreinsuð 2 msk. smjör 1 msk. hrásykur Hitið ofninn í 180°C. Skerið epli í báta og skerið hvern bát í 3-4 hluta. Hitið smjör og sykur á pönnu og steikið eplabitana í blöndunni, lækkið hitann og látið eplin malla í 4-5 mín. eða þar til þau eru komin með svolitla karamelluhúð.
60 Heilsan
eða góðar olíur og sleppa alveg hertri fitu sem við höfum ekkert við að gera. Oft kemur skemmtilega á óvart hvað kökur sem eru með hrásykri og heilhveiti eru bragðmiklar og „djúsí“, kókoshrásykur er til dæmis mjög bragðmikill og er frábær í allar matarmiklar kökur og súkkulaðikökur. Heimabakstur hefur oft meiri gæði og við fáum meira fyrir peninginn.Veljið vel það sem þið ætlið að baka, til dæmis kökur sem innihalda lítinn sykur og eru með ávöxtum, berjum, hnetum, góðum olíum eða grænmeti eins og graskeri, gulrótum eða kúrbít. Prófið að nota heilhveiti annað hvort eingöngu eða prófið að nota helming af heilhveiti á móti hveitinu og sjáið hvað það gerir.
Kakan: 150 g smjör 80 hrásykur 2 egg 80 g heilhveiti 40 g möndlumjöl eða möndluflögur aðeins malaðar 1-2 tsk. vanilludropar Hrærið smjör og sykur mjög vel saman. Bætið eggjum út í, fyrst öðru og svo hinu, og hrærið vel saman. Bætið heilhveiti og möndlu- mjöli saman við og blandið með sleikju. Setjið bökunarpappír í botninn á 22 cm formi og jafnið deiginu í það. Raðið eplabitunum ofan á og hellið vökvanum af pönnunni, ef hann er einhver, ofan á. Bakið kökuna í 30 mín. og berið fram strax. Kökuna má frysta.
matur
Perubaka 8-10 sneiðar
Bökuskel: 240 g heilhveiti 2-3 msk. hrásykur 170 g smjör, kalt ½ dl ískalt vatn Hitið ofninn í 180°C. Sigtið hveiti á borð, bætið sykri út í og myljið smjör saman við þar til smjörið verður eins og smáar baunir í hveitinu. Gerið laut í hveitið og hellið vatni þar í, hnoðið létt saman þar til deigið er samlagað (þetta má líka gera í skál). Pakkið deiginu inn í plastfilmu og geymið í kæli í 15 mín. Einnig má laga deigið í matvinnsluvél. Þá er allt nema vatn sett í vélina og stillt á mesta hraða í 10 sek. Hellið þá vatni í og hrærið saman í 30 sek. eða þar til deigið er vel samlagað. Hvolfið deiginu á borðið og hnoðið það létt saman í höndunum í lokin.
Það er betra en að láta vélina vinna lengi áfram, því þá eyðileggjast smjörklumparnir. Geymið deigið í 10-15 mín. í kæli. Það má gjarnan kæla deigið í sólarhring en þá er gott að láta það bíða á borðinu í 15-20 mín. áður en þið fletjið það út. Deigið má frysta í 3 mánuði. Fylling: 3 ferskar perur 2-3msk. hlynsíróp 1-2 msk. smjör 1 egg eða smávegis af mjólk til að pensla á kantana Fletjið deigið út á heilhveitistráðu borði og flytjið það síðan yfir á bökunarpappírsklædda ofnplötu. Flysjið perur og skerið í báta. Raðið þeim fallega á deigið en ekki alveg út í endana. Hitið síróp og smjör saman og hellið yfir perurnar. Búið til brún á bökuna með því að bretta deigið inn á perurnar allan hringinn. Bakið í miðjum ofni í 25-30 mín. og berið fram strax. Fylgihlutir eru frá Kokku og í einkaeign. Heilsan 61
Heilsan
og hollustan Náttúruleg slökun – fæðubótarefni
Texti : Kristjana Sveinbjörnsdóttir
Powerade ION4
62 Heilsan
Powerade kynnti nýverið nýja kynslóð af Poweradeíþróttadrykkjum undir heitinu Powerade ION4. Þessi nýjung er þróuð í samstarfi við íþróttafræðinga og meðlimi breska ólympíuliðsins og var opinber íþróttadrykkur Ólympíuleikanna í London 2012. Á meðan aðrir hefðbundnir íþróttadrykkir endurnýja einungis tvö af steinefnum líkamans sem tapast við líkamsþjálfun þá endurnýjar Powerade ION4-formúlan fjögur, þau eru: natríum, kalíum, kalsíum og magnesíum. Megintilgangur Powerade-íþróttadrykkja er að ná upp vökvajafnvægi líkamans á sem skemmstum tíma til að hámarka árangur. Powerade er mest seldi íþróttadrykkur á Íslandi og hefur sannað sig um árabil sem fyrsti kostur hjá mörgum af fremstu íþróttamönnum landsins.
Náttúruleg slökun er góð lausn fyrir þá sem vilja hafa magnesíum í eðlilegu magni í líkamanum sem og jafnvægi við kalkinntöku. Náttúruleg slökun kemur á jafnvægi vegna ofneyslu kalks þannig að það dregur smám saman úr uppsöfnuðu kalki í líkamanum sem getur bætt heilsu og dregið út fjölmörgum einkennum magensíumskorts. Magnesíum hjálpar ekki aðeins vöðvum og taugum að starfa eðlilega, það hjálpar líkamanum að viðhalda stöðugum hjartslætti, eflir heilbrigði ónæmiskerfisins og styrkir bein. Það hjálpar til við að viðhalda blóðsykursjafnvægi, eðlilegum blóðþrýstingi og gegnir ákveðnu hlutverki til að auka orku. Það hefur einnig róandi áhrif og bætir svefninn sé það tekið inn á kvöldin.
heilsuhornið
Nýtt og prótínríkt Hleðsluskyr
Hleðsluskyrið kom nýlega á markað í tveimur tegundum, með bláberjabragði annars vegar og hins vegar hreint sem inniheldur heil 26 g af prótínum og ber norræna hollustumerkið „Skráargatið“ . Hleðsluskyr inniheldur 100% hágæðaprótín, framleidd úr íslenskri mjólk. Við þróun vörunnar var vandað mjög til eigin gerðar og áferðar. Þó er aðgreining á Hleðsluskyri miðað við aðrar skyrtegundir helst sú að það inniheldur hærra hlutfall af mysuprótínum en annað skyr og áferðin er einstaklega mjúk, skyrið hefur enn fremur sérlega milt bragð. Hlutfall mysuprótína í skyrinu er u.þ.b. 40 %. Mysuprótín henta einstaklega vel við uppbyggingu vöðva og eru jafnframt talin auðmeltanlegri en önnur prótín. Hleðsluskyr er í 200 g dósum með skeið í lokinu og hentar vel sem máltíð, milli mála eða í Boost-drykki. Nánari upplýsingar er að finna á www.ms.is.
5 daga pakkinn frá Nupo
Eðal Toppur
Eðal Toppur er fáanlegur með eplum og trefjum og einnig ferskjum, aloe vera og andoxunarefnum. Trefjar bæta meltingarstarfsemi líkamans og hægja á upptöku næringarefna úr meltingarvegi. Einnig getur trefjarík fæða dregið úr hættunni á því að fá ýmisskonar kvilla, s.s. sykursýki, hjartasjúkdóma og krabbamein. Andoxunarefni geta stuðlað að verndun á frumum líkamans og eru undirstaða og kjarni þess að vernda frumuhimnur líkamans fyrir skemmdum af völdun oxunar. E-vítamín er afar mikilvægt fyrir hjarta og blóðrás.
5 daga pakkinn er frábær leið til að halda hitaeiningunum í lágmarki, 5 daga pakkinn inniheldur matseðil sem byggir á máltíðum af Nuponæringarfæði ásamt hefðbundnu mataræði daglega. Einnig er ráðlagður dagskammtur af vítamínum, steinefnum og næringarefnum í Nupo. Þegar sett er saman hefðbundið mataræði með Nupo þá gerir það þér kleift að halda hitaeiningafjöldanum í lágmarki og þú ferð þá leið sem hentar þér best. Nupo er vottað af læknum og lyfjafræðingum. Pakkinn inniheldur 17 skammta af shake, 8 skammta af súpum, 4 skammta af Nupo-stöngum, 1 hristara og 5 daga matseðil.
Heilsan 63
Hegðum okkur vel á Internetinu Á Internetinu er hafsjór af upplýsingum og margar samskiptasíður sem fólk hefur nýtt sér. Samfélagið, t.d. á Facebook, fer ört stækkandi og fleiri og fleiri geta fylgst með öðrum úr fjarlægð. Eru samskiptasíður að fjarlægja okkur hvert frá öðru? Bryndís Einarsdóttir, sálfræðingur á Heilsustöðinni, svarar spurningum varðandi þetta.
V
ið þurfum auðvitað alltaf að gæta okkar þegar kemur að netnotkun. Það er mikilvægt að við tökum ábyrgð á því sem við skrifum á Internetið og hegðum okkur vel þar eins og annars staðar. Það þarf líka að pæla í því hvað telst eðlileg upplýsingagjöf. Er eðlilegt að fólk labbi inn á kaffistofu á vinnustaðnum sínum og tilkynni öllum þar að viðkomandi hafi farið í sturtu um morguninn og borðað ristað brauð með jarðarberjasultu í morgunmat? Ef þetta er ekki það sem þú gerir þá er álíka óeðlilegt að skrifa um það á Facebook. Svo ég tali ekki um hluti sem geta skipt okkur eða aðra verulega miklu máli. Hafa foreldrar til dæmis rétt á því að setja inn tilkynningar um allt sem er að gerast í lífi barna þeirra á Facebook eða getur það komið barninu í koll?” spyr Bryndís. Hún bendir á að fólk þarf að nálgast Netið með gagnrýnum huga: „Við getum skoðað þetta út frá samskiptum og þá hvort við séum að tapa tækifæri til að eiga dýrmæt og gefandi raunveruleg samskipti af því við eyðum of miklum tíma í að fylgjast með hvað einhverjir fengu sér í morgunmat.”
Ópersónuleg samskipti
Texti: Kristín Ýr Gunnarsdóttir Myndir: xxx
Bryndís segir að hún hafi ekki tekið eftir því að vandamál milli fólks hafi aukist eftir komu samskiptasíðna. Hún segir það þá meira vera að fólk sé farið að draga sig í hlé frá raunverulegum samskiptum
64 Heilsan
Bryndís Einarsdóttir
og farið að nýta Netið til að tala við fólk. „Það er auðveldara fyrir fólk að draga úr samskiptum við annað fólk samhliða aukinni dvöl á Internetinu og fólk á auðveldara með að einangra sig. Ég get samt ekki séð að samskiptasíður hafi einhver veruleg áhrif á raunveruleikann, því enn þá er margt sem krefst þess að þú talir við fólk í eigin persónu. Hins vegar geta síðurnar skekkt sýn okkar á hver við erum í samanburði við aðra. Það er að segja samanburðurinn er ekki alltaf sannur og réttur,” segir hún. En ætli við séum farin að fjarlægjast hvert annað og er nándin orðin minni? „Þetta er í raun beggja blands, hraðinn í samfélaginu hefur kallað á þessa þörf, fólk hefur möguleika á að viðhalda tengslum sem það annars hefði ekki tíma til en á sama hátt verða samskiptin hugsanlega oftar ópersónulegri og fjarlægari. Það er auðvelt að stilla upp ákveðinni mynd af sjálfum sér á Netinu og í raun gerum við það oft ómeðvitað, t.d. setja sumir bara inn statusa þegar þeir eru í góðu skapi, aðrir bara þegar þeir eru að kvarta yfir einhverju, aðrir þegar þeir eru að reyna að selja eitthvað og svo framvegis. Við þurfum öll að vera meðvituð um að sú mynd sem við sjáum af einhverjum, t.d. á Facebook, er aldrei heil, þetta er bara lítill gluggi inn í tilveru einnar manneskju. Það þarf líklega meira til til að kynnast einhverjum en bara Facebook,” segir hún.
Auðvelt að einangra sig Bryndís segir að hún hafi sjálf ekki orðið mikið vör við að verið sé að stofna til ástarsambanda eftir kynni á Netinu: „Auðvitað eru einhver dæmi um það og líklega fleiri en ég veit um. Þetta hjálpar líka fólki að finna sér félaga og það er ekkert neikvætt við það. Fólk sem á við mikla feimni að stríða eða fer lítið út á meðal fólks á kannski auðveldara með að finna sér maka á Netinu,” segir hún. Bryndís segir að það komi stundum inn á borð til sín vandamál sem tengjast til dæmis Facebook. Fólk er þá að endurnýja kynni kannski við æskuástina eða tala á opinn og einlægan hátt við einhvern sem virðist skilja allt svo vel, svona á Internetinu: „Fólk finnur stundum gamla félaga og vini, kveikir í gömlum glóðum með spjalli og það hefur komið fyrir að það þróist út í framhjáhald eða efasemdir um það hjónaband eða samband sem viðkomandi er í. Þá er mikilvægt að hafa í huga að við sjáum einungis þá mynd sem hinn aðilinn stillir upp á Internetinu.” Bryndís nefnir að það geti verið auðvelt fyrir fólk að draga sig út úr samskiptum við fólk með því að eyða of miklum tíma á Netinu: „Þetta gerist stundum hægt og rólega, freistingin er til staðar, tíminn flýgur frá fólki. Þetta er einnig mjög auðveld og freistandi flóttaleið og áður en fólk gerir sér grein fyrir því er það kannski
„Fólk er stundum að finna gamla félaga og vini, kveikja í gömlum glóðum með spjalli og það hefur komið fyrir að það þróist út í framhjáhald eða efasemdir um það hjónaband eða samband sem viðkomandi er í.” hætt að fara út á meðal fólks, nennir ekki að hafa sig til, klæða sig upp á, elda sér mat eða fara út og kaupa í matinn. Þegar notkun er farin að leiða til neikvæðra aðstæðna og líðanar og jafnvel koma í veg fyrir heilbrigt líferni, félagslega, líkamlega eða andlega, þá þarf viðkomandi að endurskoða veru sína fyrir framan tölvuna eitthvað,” segir hún og bætir við að við þurfum að leggja okkur fram við að nýta Netið og tæknina til að skapa tækifæri til raunverulegra samskipta, til dæmis að koma á endurfundum við gamla vini.
Mannleg samskipti í forgang Aðspurð hvort hún haldi að þessi þróun hafi góð eða slæm áhrif á samskipti okkar við aðra segir hún að það sé mikilvægt að taka Internetinu með fyrirvara. „Þegar á heildina er litið getur það haft slæm áhrif á samskipti okkar ef við gleypum við öllu sem er á Netinu án gagnrýnnar hugsunar. Þetta getur einnig haft slæm áhrif ef einstaklingur glímir við vandamál eins og félagsfælni, þunglyndi, mikla streitu og svo framvegis, þar sem Internetið þjónar tilgangi tímaþjófs, það er Internetið er notað sem flóttaleið frá sársauka og sorg frekar en að nýta tímann í uppbyggilegri og hjálplegri aðgerðir sem til lengri tíma leiða til betri líðanar. Hins vegar ef við tökum því sem er á Internetinu með smá fyrirvara, höfum húmor fyrir þessu og takmörkum tíma okkar sem fer í þetta og látum mannleg samskipti hafa forgang þá getur þetta verið gagnlegt og skemmtilegt tæki í hraða nútímans,” segir hún. „Gullna reglan er að koma alltaf fram við aðra eins og við viljum að sé komið fram við okkur bæði í raunveruleika og á Netinu. Þetta þurfum við að læra og kenna svo börnunum okkar. Það sem er sett á Netið lifir að eilífu og það endurspeglar hver við erum sem manneskjur. Góð regla er líka að benda á að það á aldrei að segja eða gera neitt á Netinu sem maður er ekki tilbúinn að gera eða segja augliti til auglitis. Þetta vill stundum gleymast og því miður eru börn, og þá sérstaklega unglingar, oft orðin ansi frökk í athugasemdum og myndskeiðum á Netinu,” segir hún að lokum.
Kennum börnum að umgangast Netið Það er órjúfanleg staðreynd að Internetið er framtíð barnanna okkar. Við þurfum því að leggja okkur fram við að kenna þeim samskiptareglur og gera þeim grein fyrir því að það sem þau skrifa á Internetið hefur áhrif, að það er hægt að koma upp um nafnleynd og að það ljóta sem er skrifað er jafnsærandi og ef það væri sagt augliti til auglitis. Kennið börnunum á hættur Internetsins. Það geta margir verið þar undir fölsku flaggi. Vafrið um Netið með barninu og kennið því að umgangast það með virðingu. Fræðið börnin um afleiðingar sem illgjörn skrif, óheimilar myndbirtingar eða óviðeigandi myndbönd geta haft í för með sér. Það sem fer á Netið hverfur ekki svo auðveldlega aftur. Fylgist með því hvað barnið er að gera á Netinu. Ef vakna spurningar, ræðið þá við barnið um þær síður sem það er að heimsækja. Fræðið barnið um að mannleg samskipti skipta miklu máli. Lífið getur ekki bara farið fram í gegnum tölvuna. Gerðu samning við barnið um netnotkun þess. Settu reglur um hvernig fara á með perónulegar upplýsingar á Netinu, spjall og tölvupósta og gerðu barninu grein fyrir þeim mörkum sem þarf að virða. Ræddu við barnið þitt um þá áhættu sem að getur fylgt því að fara og hitta netvin. Leggðu áherslu á að barnið skoði efni á Netinu með gagnrýnum hætti. Heilsan 65
10
leiðir til að komast í gegnum veturinn Það er komið að því, veturinn er genginn í garð með tilheyrandi myrkri og kulda. En þar sem flestum líður sem það sé vetur hér níu mánuði á ári þá er um að gera að njóta hans bara. Hér eru nokkrar leiðir. 1. Stútfylltu kertalagerinn Sprittkerti, ilmkerti og venjuleg kerti ættu alltaf að vera til á lager á heimilinu og það er um að gera að kveikja á þeim sem oftast. Það er t.d. vanmetið að kveikja á kertum á morgnana í svartasta skammdeginu. Kerti, hafragrautur, rjúkandi kaffi og morgunútvarpið gerir morgunstundina svo ljúfa að tilhugsunin um að skafa bílrúðurnar verður næstum því bærileg. 2. Dragðu frá öllum gluggum á daginn Og leyfðu hinum fáu og skammvinnu sólargeislum að ná alla leið inn. Það er út í hött að hafa allt dregið fyrir, jafnvel þó að það sé myrkur stóran hluta sólarhringsins, okkur munar um allt. 3. Fáðu þér dagljósalampa Hann hermir eftir náttúrulegri birtu. Þessir lampar hafa hjálpað mörgum sem kljást við skammdegisþunglyndi. 4. Skipuleggðu eitthvað skemmtilegt Maður hefur það oft á tilfinningunni að meirihluta ársins sé þjóðin heima hjá sér. Oft er það vissulega svo að maður hreinlega nennir engu þegar kuldaboli vælir við dyrnar. Það segir manni að aldrei sé eins nauðsynlegt að vera með skemmtilegt skipulag og einmitt yfir vetrarmánuðina. Á sumrin er varla hægt að koma að einum fundi með vinum þar sem allir eru svo uppteknir en á veturna er lítið um að vera. Skipuleggðu matarboð eða spilakvöld. Stofnaðu jafnvel matar- eða spilaklúbb sem hittist með jöfnu millibili og þá er ekki jafnfreistandi að kúra undir teppi með popp og vídeóspólu. 5. Farðu í sund Sundkappar vita vel að sundferðir einskorðast ekki við góðviðrisdaga. Hreyfing í vatni í fersku lofti, myrkri og kulda er nefnilega alveg hreint ótrúlega hressandi. Að labba í gegnum snjóinn yfir í gufuna eða
66 Heilsan
heita pottinn gerir svo kraftaverk fyrir sál og líkama ... Spurðu hvaða Finna sem er! 6. Farðu í göngu Það sama gildir hér, hreyfing í fersku lofti lyftir sálinni. Kuldi er engin afsökun, það er bara um að gera að klæða sig vel og arka af stað. Þú sérð ekki eftir því, enda verður maður hreint ótrúlega ferskur og útitekinn eftir hreyfingu í kulda. 7. Lestu góða bók Svo þegar ekki viðrar til útiveru (34 m/sek og úrkoma er löggild afsökun) þá er ekki úr vegi að kveikja á kertum og lesa góða bók. Veturinn er svo sannarlega tími bókanna, það vita Íslendingar og jólabókaflóðið. 8. Búðu um rúmin á morgnana Það skiptir hreint ótrúlegu máli að koma heim þar sem heimilið er fínt og rúmin uppábúin. Það nenna þessu fæstir á erfiðum vetrarmorgnum en þetta skilar sér klárlega! 9. Farðu til sólarlanda Það er auðvitað tóm þvæla að ferðast til sólarlanda á þeim þremur mánuðum sem veðrið er vonandi bærilegt hér á landi. Sólarlandaferðir ættu að einskorðast við vetrarmánuðina, janúar, febrúar, mars ... þetta er tíminn til að skella sér í sólina, já eða jafnvel skíðaferð. 10. Skelltu þér í bæjarferð Það er ótrúlega rómantískt og skemmtilegt að rölta um Þingholtin á köldum vetrardegi, kíkja í búðir og búðarglugga, rölta á söfn og kaffihús. Úr nægu er að velja, jafnvel fá sér smábita á veitingastað eða kíkja í bíó. Hér snýst þetta um að dúða sig, brosa og njóta einstakrar miðbæjarstemningar.
Nuddrúlla Nuddrúllan mýkir upp stífa og auma vöðva eftir æfingar. Íslenskar leiðbeiningar með myndum.
Balance fit Gott jafnvægi er undirstaða hreyfingar. Jafnvægispúði með göddum og lofti.
Æfinga og yogadýnur
Stuðningshlífar – fjölbreytt úrval.
Core trainer - æfingateygja Býður upp á marga möguleika til að styrkja bak- og kviðvöðva, handleggi og fótleggi. Bæklingur með æfingum fylgir.
Æfingateygjur Fjölbreytt úrval af æfingateygjum með mismunandi stífleika.
Bakteygjubretti Gefur góða teygju á mjóbak og brjóstbak. Dregur úr bakverkjum og bætir líkamsstöðu. Fæst nú einnig með þrýstipunktanuddi á bakvöðva.
Verslaðu á vefnum
Frí sending að 20 kg
1 árs skilaréttur
Opið virka daga kl. 9 -18 og laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A - A c t a v i s 1 1 1 1 7 1
Göngum frá verknum
Íbúfen®
– Bólgueyðandi og verkjastillandi
Notkunarsvið: Íbúfen inniheldur íbúprófen sem er bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Íbúfen tilheyrir flokki lyfja sem kölluð eru NSAID lyf (bólgueyðandi lyf sem ekki eru sterar). Íbúfen er notað við vægum til meðal miklum verkjum eins og höfuðverk, mígreni, tannpínu, tíðaverkjum og hita. Ekki má taka Íbúfen: Þeir sem hafa ofnæmi fyrir íbúprófeni, öðrum skyldum lyfjum eða einhverju hjálparefnanna. Þeir sem fengið hafa ofnæmisviðbrögð eins og astma, nefrennsli, útbrot með kláða eða ef varir, andlit, tunga eða háls hafa bólgnað upp eftir að hafa tekið íbúprófen eða skyld lyf. Þeir sem þjáðst hafa af sárum eða blæðingum í maga eða smáþörmum (skeifugörn) í tengslum við fyrri notkun bólgueyðandi verkjalyfja, þjást núna af sárum eða blæðingum í maga eða smáþörmum (skeifugörn) eða hafa áður þjáðst af slíku, tvisvar eða oftar, með alvarleg lifrar-, nýrna-, eða hjartavandamál (kransæðasjúkdómar meðtaldir), þeir sem þjást af umtalsverðum vökvaskorti (vegna uppkasta, niðurgangs eða of lítillar vökvaneyslu), eru með einhverjar blæðingar (blæðingar í heila meðtaldar), eru með sjúkdóm af óþekktum uppruna sem leiðir til óeðlilegrar myndunar blóðfrumna. Sérstök varnaðarorð: Þeir sem eru með rauða úlfa (SLE) eða aðra sjálfsnæmissjúkdóma, arfgengan sjúkdóm sem hefur áhrif á blóðrauða, hemoglóbín (purpuraveiki), langvarandi bólgusjúkdóma í þörmum eins og bólgur í ristli með sárum (sáraristilbólgu), bólgur í meltingarvegi (Crohn´s) eða aðra maga- eða þarmasjúkdóma, truflanir á blóðfrumnamyndun, vandamál tengd blóðstorknun, ofnæmi, ofnæmiskvef, astma, langvarandi bólgur í nefslímhúð, kinnbeinaholum, kokeitlum eða langvarandi teppusjúkdóma í öndunarvegi, blóðrásarkvilla í slagæðum handleggja og fóta, lifrar-, nýrna- eða hjartavandamál eða háan blóðþrýsting, nýkomnir úr meiriháttar skurðaðgerð ættu ekki að nota lyfið. Meðganga/brjóstagjöf: Íbúprófen má ekki taka á síðustu 3 mánuðum meðgöngu. Aðeins ætti að nota Íbúfen á fyrstu 6 mánuðum meðgöngu í samráði við lækni og ef það er algerlega nauðsynlegt. Íbúprófen getur gert konum erfiðara með að verða þungaðar. Þessi áhrif ganga til baka þegar hætt er að taka lyfið. Íbúprófen berst í brjóstamjólk í litlum mæli og brjóstagjöf þarf yfirleitt ekki að hætta meðan á skammtíma meðferð stendur. Ef lengri tíma meðferð er áætluð, ætti að meta hvort hætta eigi brjóstagjöf. Aukaverkanir: Svartar, tjörukenndar hægðir eða blóðlituð uppköst (sár í meltingarvegi með blæðingum), brjóstsviði, kviðverkir, meltingartruflanir, truflanir í meltingarfærum s.s. niðurgangur, ógleði, uppköst, vindgangur og harðlífi, sáramyndun í meltingarvegi með eða án rofs, þarmabólga og versnandi bólga í ristli og meltingarvegi (Crohn´s) og pokamyndun í digurgirni (rof eða fistlar), smásæjar blæðingar frá þörmum sem geta leitt til blóðleysis, sára og bólgu í munni, höfuðverkur, syfja, svimi, sundl, þreyta, æsingur, svefnleysi og viðkvæmni. Skammtastærðir: Fullorðnir og unglingar eldri en 12 ára (≥ 40 kg): 200-400 mg sem einn skammtur eða 3-4 sinnum á dag með 4-6 klst. millibili. Hámarks dagsskammtur er 1200 mg. Börn 6-9 ára (20-29 kg): 200 mg, 1-3 sinnum á dag á 4-6 klst. fresti eftir þörfum. Hámarks skammtur er 600 mg á dag. Börn 10-12 ára (30-40 kg): 200 mg, 1-4 sinnum á dag á 4-6 klst. fresti eftir þörfum. Hámarks skammtur er 800 mg á dag. Sjá nánar í fylgiseðli. Börn 12 ára og yngri eiga ekki að nota Íbúfen nema í samráði við lækni. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 6 ára. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Nóvember 2011.