þekking mars 2013

Page 1

f r é tta b r é f m a r s 2 0 1 3

Stærri og betri

hýsingarsalur Stefán Jóhannesson, framkvæmdastjóri Þekkingar, hefur unnið hjá fyrirtækinu frá stofnun þess árið 1999. Hann segir fyrirtækið hafa vaxið og dafnað í gegnum árin og með tilkomu nýja húsnæðisins að Urðarhvarfi 6 í Kópavogi eru þeim flestir vegir færir.

Þ

ekking á upphaf sitt að rekja til Kaupfélags Eyfirðinga, gamla KEA stórveldisins. „Þekking er stofnuð rétt fyrir aldamótin. Á þeim tíma voru að eiga sér stað miklar breytingar hjá KEA. Verið var að búta félagið niður og deildir voru klipptar út. Ég byrjaði að vinna hjá KEA 1988 og þá sem forritari. Á þeim tíma sem breytingarnar áttu sér stað var ég deildarstjóri tölvudeildar. Tölvudeildinni var kippt út og úr varð félagið Þekking og ég fylgdi auðvitað með,“ segir Stefán í léttum tón. Stefán segir félagið hafa fengið í vöggugjöf viðskiptasamninga sem urðu til út úr KEA. „Þessi viðskiptasambönd hafa mörg hver haldist allan þennan tíma. Þrátt fyrir breytingar á eignarhaldi, sameiningar félaga og svo framvegis. Það voru tíu starfsmenn sem komu frá KEA í þetta félag en í dag erum við um sextíu. Árið 2001 sameinuðust við svo félagi sem hét Tristan sem var með starfsemi í Hlíðasmára í Kópavoginum. Upp frá því fengum við nokkuð góða fótfestu hér á suðvesturhorninu,“ segir hann um þróun fyrirtækisins. Tvær öflugar starfstöðvar

Höfuðstöðvar Þekkingar eru fyrir norðan á Akureyri og þar starfa um tuttugu og fimm manns. Á Höfuðborgarsvæðinu eru þeir nokkuð fleiri. „Við erum því með tvær öflugar starfsstöðvar. Við skilgreinum okkur sem þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni. Við rekum tölvuþjónustu, hýsingu og bjóðum fyrirtækjum upp á að koma með búnaðinn sinn inn í öruggt umhverfi hjá okkur. Við erum með glæsilegan hýsingarsal hér í Kópavogi og góða aðstöðu á Akureyri. Þessir tveir salir eru svo samtengdir með ljósleiðara til að auka öryggið,“ segir Stefán um fyrirtækið og starfsemina. „Eitt stærsta atriðið í okkar þjónustu er þessi rekstrarþjónusta. Við sjáum um að reka kerfi og veita þjónustu fyrir fyrirtæki

og stofnanir. Þetta er allt frá því að við störfum sem tölvudeild fyrirtækja upp í að við vinnum með tölvudeildum og veitum þeim sérhæfða aðstoð eða þjónustu,“ segir Stefán. Vel búinn hýsingarsalur

nefna fjórar ljósleiðaratengingar. Það má því ýmislegt klikka áður en það bitnar á þjónustunni,“ segir hann. Stefán segir að þegar þetta allt kemur saman þá kosti það sitt. Þetta er svo sérhæft rými. „Þegar fyrirtæki eru að velta fyrir sér hvað skal gera við tölvubúnaðinn, hvort þau eigi sjálf að byggja hýsingarsal eða geyma þetta hjá sérhæfðum aðila er niðurstaðan oftast sú síðar nefnda.“ Persónuleg og góð þjónusta

Eins og Stefán hefur nefnt breytti það miklu fyrir Þekkingu að flytja í húsnæðið við Urðarhvarf. Húsnæðið er stærra og betra og hýsingarsalurinn stór og góður. „Við sjáum og finnum að viðskiptalífið er að taka við sér aftur. Það er að koma inn meira af nýjum verkefnum og viðskiptavinirnir eru farnir að huga að endurnýjun á búnaði. Það er eitthvað sem var mikið í frosti vegna efnahagsmála. Það skiptir auðvitað máli fyrir fyrirtæki eins og Þekkingu,“ segir hann. Stefán segir Þekkingu leggja fyrst og fremst upp með að veita viðskiptavinum sínum persónulega og góða þjónustu. „Við viljum að viðskiptavinurinn upplifi og finni fyrir því að hann skiptir máli. Við teljum okkur hafa þá sérstöðu enn í dag þrátt fyrir að viðskiptavinum hafi fjölgað og við stækkað,“ segir Stefán að lokum.

Stefán segir það hafa breytt miklu fyrir fyrirtækið að flytja í Urðarhvarf. Starfsemin í Hlíðasmáranum var sprungin og þar var ekki pláss fyrir fleiri viðskiptavini. Í Urðarhvarfinu er glæsilegur hýsingarsalur og er það skref upp á við fyrir fyrirtækið að hafa hann. „Það gera sér kannski ekki allir grein fyrir því hvað hýsingarsalur er og hversu mikilvægt er að geyma tölvugögnin sín á slíkum stað. Tölvubúnaður er þess eðlis að það er ekki heppilegt að geyma hann í venjulegu skrifstofurými. Hann er viðkvæmur fyrir ýmis konar utan að komandi þáttum. Eitt er ytra öryggi, þú vilt ekki að einhver geti labbað inn og tekið búnaðinn þinn, eða komist í disk úr búnaðinum og komist þannig yfir gögnin þín. Ytra öryggi er því mjög mikilvægt. Hýsingarsalurinn okkar hefur aðgangskerfi, vöktun og ýmis eftirlitskerfi. Við erum til dæmis með myndavélakerfi sem greinir hreyfingu. Svo þarf líka að hugsa út í umhverfisöryggið, að hita og rakastigið sé rétt sem og brunavarnir. Rafmagnsmálin eru líka mjög mikilvæg. Fólk „Við erum líka með margfaldar gleymir stundum að huga tengingar þarna inn og má að þeim. Við erum með meðal annars nefna fjórar stóra dísel rafstöð sem ljósleiðaratengingar. Það má tekur við ef eitthvað ólag því ýmislegt klikka áður en það kemur á rafmagnið, t.d. bitnar á þjónustunni,“ flökt eða útsláttur. Okkar viðskiptavinir verða ekki fyrir truflun komi það upp á. Við erum líka með margfaldar tengingar þarna inn og má meðal annars


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
þekking mars 2013 by Birtingur - Issuu