Man n líf 6. t bl. 29 árg. 2012
desember
2012
6.tbl. 2 9 á r g. 1 .69 5. - m / vs k
Slagur e ða sams tarf? Át ökin í Sjálfstæðisflokkn um skoðuð
Margeir Pétursson í viðtali við Einar Kárason „Líklega hefði verið betra að fara á hausinn í hruninu eins og allir hinir“
1 . 6 9 5 . - m/v sk
Hanna birna hikar
KÝS FRIÐ FREMUR EN STRÍÐ
átökin í - EN MISSIR HÚN ÞÁ AF sjálfstæðisflokknum TÆKIFÆRINU?
Sigurður Guðmundsson um tónlist og fleira... „Ég vissi allt
af að ég myndi enda í þessu“ Tinni tekinn í viðtal „Það er ljúft að koma aftur til Íslands“ Hafliði á Ármótum gæsaskytta Vill rjúpnakvóta fyrir fellda refi Matur, tíska, bílar, tónlist, bíómyndir
the new intense fragrance for men
desember
2012
6.tbl. 29 árg. 1.695.- m/vsk
ÍÐ R EN STR INU? Ð FREMU KIFÆR KÝS FRI N ÞÁ AF TÆ KNUM SIR HÚ ISFLOK - EN MIS Í SJÁLFSTÆÐ IR 18 ÁR ÁTÖKIN LEIFÐIN EFT OG ARF ISSTJÓRN Í RÍK
MARGEIR PÉTURSSON „Líklega hefði verið betra RÆÐIR VIÐ EINAR að fara á hausinn í hruninu KÁRASON eins og allir hinir“
Sigurður Guðmundsson um tónlist og fleira... „Ég vissi alltaf að ég myndi enda í þessu“ Tinni tekinn í viðtal „Það er ljúft að koma aftur til Íslands“ Hafliði á Ármótum gæsaskytta Vill rjúpnakvóta fyrir fellda refi Matur, tíska, bílar, tónlist, bíómyndir
Ritstjóri: Karl Steinar Óskarsson karl@birtingur.is Auglýsingastjóri: Ragnar Petersen ragnar@birtingur.is Sími: 515 5655 Áskriftarsími: 515 5555 Lausasöluverð: 1.695 krónur Öll réttindi áskilin
6 . tb l . 2 9 á rg .
BIRTÍNGUR útgáfufélag
Lynghálsi 5, 110 Reykjavík, s. 515 5500
Ritstjórapistill
osningavetur er hafinn og mikill skjálfti innan gömlu flokkanna. Fjöldi nýrra framboða eru komin fram og virðist óánægjufylgi dreifast á þau framboð. Í skoðanakönnunum að undanförnu segjast um 20% kjósenda ætla að kjósa þessi nýju framboð. Hvaða áhrif mun það hafa á stjórnarmyndun? Sterkt kjarnafylgi Sjálf stæðisflokksins mun sennilega koma honum til góða og ætla má að hann fái flesta þingmenn. Það er því mikið hagsmunamál fyrir Sjálfstæðisflokkinn að friður ríki og innanflokksdeilur verði lagðar til hliðar. Tækifærið til þess að ná stjórnartaumunum aftur kemur í vor. Það kann að skýra þá ákvörðun Hönnu Birnu að fara ekki í formannsframboð á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í febrúar næstkomandi. Halda friðinn. Sú ákvörðun gæti þó orðið til þess að efla Bjarna Benediktsson nái hann því markmiði sínu að verða næsti forsætisráðherra. Þá er ekki víst að tími Hönnu Birnu komi nokkurn tímann. Þetta gæti því reynst söguleg ákvörðun hjá henni. Mannlíf tók púlsinn á forystumálum sjálfstæðismanna í upphafi kosningavetrar. Margeir Pétursson athafnamaður hefur komið sér vel fyrir í Úkraínu. Þar rekur hann rótgróinn banka ásamt því að keppa annað slagið á skákmótum. Einar Kárason rithöfundur heimsótti Margeir og spjallaði við hann um stórmeistara takta og bróðurmissi sem var Margeiri þungbær. Sigurður Guðmundsson, tónlistarmaður með meiru, ræðir um bakgrunn sinn í tónlistinni, tónlistarnám og margt fleira. Hann er nýkomin frá Kúbu þar sem andinn var fangaður.
Njótið vel. Karl Steinar
Prentun: Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja
4
ERFISME HV R M
KI
U
Margt fleira er í þessu blaði sem kemur nú út í síðasta skipti á þessu ári.
Útgefandi Hreinn Loftsson Framkvæmdastjóri Karl Steinar Óskarsson Yfirmaður hönnunardeildar Linda Guðlaugsdóttir Yfirmaður ljósmyndadeildar Rakel Ósk Sigurðardóttir Dreifingarstjóri Jóhannes Kr. Kristinsson Blaðamenn Jón Kristinn Snæhólm, Róbert Schmidt, Guðjón Guðmundsson, Kolbeinn Tumi Daðason, Nicola Girolami, Kristín Ýr, Tómas Valgeirsson, Einar Kárason, Guðrún Vaka, Arnar Gauti. Ljósmyndarar Ernir Eyjólfsson, Myriam Marti Guðmundsdóttir, Kristinn Magnússon, Rakel Ósk Sigurðardóttir. Útlitshönnun BIRTÍNGUR Myndvinnsla Guðný Þórarinsdóttir. Próförk Guðrún Nellý Sigurðardóttir, Margrét Árný Halldórsdóttir, Ragnheiður Linnet Áskriftardeild Ólafur Valur Ólafsson Skrifstofa Auður Guðjónsdóttir, Guðrún Helgadóttir Dreifing Halldór Örn Rúnarsson, Prentun Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja. Allur réttur áskilinn varðandi efni ( texta og myndir). Öll notkun efnis, t.d. beinar tilvitnanir og endursagnir, er óheimil án skriflegs leyfis útgefanda. Sjá nánar um réttarvernd og gjaldskrá útgefanda á birtingur.is
141
776
PRENTGRIPUR
N° 1 Á HEIMSVÍSU Í HÚÐSNYRTIVÖRUM FYRIR HERRA *
BECAUSE THIRST CAN’T WAIT
SVALAÐU HÚÐINNI MEÐ
AQUAPOWER
ÖFLUGU RAKAGEFANDI ANDLITSGELI • Tryggir 24 klst. rakagjöf ** • Létt og frískandi geláferð • Virk efni unnin úr ígildi 5000 lítra af thermal spa vatni *** * Euromonitor 2011. Valin dreifing. Tímabil 2010 ** Instrumental test, 24 viðfangsefni ***Hreint seyði af Thermal Plankton í 50 ml krukku
LIVE LIKE A MAN, WATCH THE MOVIE
Notaður snjallsímann þinn til að skanna QR kóðann.
www.biothermhomme.com
LIVE LIKE A MAN
8
Efnisyfirlit
8
70
38
56
Slagur eða samstarf? Átökin í Sjálfstæðisflokknum skoðuð.
26 Margeir Pétursson ræðir við Einar Kárason um Úkraínu, bróðurmissi og fleira.
26 42
38 Kúba. Guðjón Guðmundsson segir frá reynslu sinni. 42 Rafhael Pinho, ljósmyndari með meiru. 48 Sigurður Guðmundsson tónlistarmaður segir frá sjálfum sér. 56 Hinn eini sanni Tinni heimsótti Reykjavík. 64 Reynsluakstur Mercedes Benz 68
Hafliði gæsaskytta á Ármótum
70 Tískuþáttur 82 Hátíðarvínin 92
6
Kokkálaði kokkurinn
68
48
THE NEW FRAGRANCE
THE ORIGINAL FRAGRANCE
8
HannaBirna hikar – en missir hún þá af tækifærinu?
Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, bauð sig fram gegn Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi fyrir réttu ári síðan en beið ósigur – hún fékk 44% atkvæða en Bjarni 55%. Að loknum prófkjörum þar sem Hanna Birna vann glæsilegan sigur í Reykjavík en Bjarni hlaut fremur slaka kosningu í Kraganum hefur staðan opnast á nýjan leik. Kjósi Bjarni að víkja til hliðar t.d. vegna þrýstings innan flokksins er Hanna Birna augljós arftaki hans sem formaður. Á þessari stundu verður að teljast ólíklegt að hann geri það. Hanna Birna hefur því um tvennt að velja: Hún getur boðið sig fram gegn Bjarna á landsfundinum í febrúar á næsta ári eða teflt biðleik; tekið stöðu varaformanns – sem er laus eftir að Ólöf Nordal hætti í stjórnmálum og séð síðan til hvernig gengur í alþingiskosningum á vori komanda. Yfirlýsingar Hönnu Birnu í kjölfar prófkjörsins í Reykjavík benda til að hún muni ekki efna til átaka innan flokksins svo skömmu fyrir kosningar. Hún leggi meiri áherslu á samstarf allra sjálfstæðismanna um að koma ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar dóttir frá völdum. Texti: Ritstjórn Mannlífs Myndir: Myndasafn Birtíngs 9
H
anna Birna Kristjánsdóttir lýsti því yfir í fjölmiðlum í september sl. fyrir prófkjörin í Reykjavík og í Kraganum, að hún hygðist ekki bjóða sig fram í formannsslag gegn Bjarna Benedikts syni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn verður 21. – 24. febrúar á næsta ári. Hún hefur sjálfsagt talið eins og flestir aðrir, að Bjarni myndi sigra með yfirburðum í kosningu um fyrsta sætið í prófkjöri flokksins í Kraganum 10. nóvember sl. Bjarni vann nokkuð sannfærandi sigur í formannskosningunni í fyrra og hún gat ekki verið viss um niðurstöðu prófkjörsins í Reykjavík 24. nóvember, þar sem hún bauð sig fram í fyrsta sætið í fyrsta skipti og atti þar kappi við sterkan mótframbjóðanda, Illuga Gunnarsson, formann þingflokks sjálfstæðismanna, en hann er reynslubolti í pólitík og einn af helstu sam starfsmönnum Bjarna í flokknum. Eftir að úrslitin í prófkjörinu lágu fyrir endurtók Hanna Birna þá yfirlýsingu, að hún hygðist ekki fara fram gegna Bjarna á landsfundinum. Hún er eigi að síður í mjög sterkri stöðu komi til þess af einhverjum ástæðum að Bjarni dragi sig í hlé t.d. ef hann lætur undan þrýstingi innan flokksins og segir af sér fyrir landsfundinn eða ef hann nær ekki viðunandi árangri í alþingiskosningum eða við stjórnarmyndun í vor.
Veik staða formannsins
Að loknum prófkjörum í Reykjavík og í Kraganum er staðan allt önnur en menn ímynduðu sér að hún yrði fyrir prófkjörin. Bjarni fékk 53,8% kosningu í 1. sæti listans í Kraganum, en ekki þau 70-80% sem menn töldu almennt að hann hlyti að fá sem formaður flokksins og forystu maður í kjördæminu til margra ára. Einn frambjóðenda í prófkjör inu, Ragnar Önundarson, sóttist eftir fyrsta sætinu og hélt uppi opin skárri og harðri gagnrýni á Bjarna í prófkjörsslagnum. Bjarni hefur einnig mátt þola mikla og harða umfjöllun í fjölmiðlum um þátttöku sína í viðskiptalífinu fyrir hrun ekki síst í DV. Þó að Ragnar Önundar son hafi ekki náð inn á listann – og ekki einu sinni víst að hann hafi ætlað sér það – þá er ekki nokkur vafi að málflutningur hans í prófkjör inu skaðaði Bjarna. Sjálfstæðismenn í kjördæminu hafa brugðist við óvæginni gagnrýni á formanninn með því að kjósa aðra frambjóðend ur í fyrsta sæti listans. Lítil þátttaka í prófkjörinu er einnig til marks um áhugaleysi almennra stuðningsmanna flokksins gagnvart Bjarna og raunar öðrum frambjóðendum flokksins í kjördæminu, en aðeins um þriðjungur þeirra sem voru á kjörskrá greiddu atkvæði. Þessi tvö atriði sýna veika stöðu Bjarna og flokksforystunnar, en önnur atriði koma þar einnig til skoðunar. Hástökkvari prófkjörsins var Vilhjálmur Bjarna son, lektor, sem hefur verið óvæginn í gagnrýni sinni á viðskipta siðferði og stjórnarhætti fyrir hrun og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður og Evrópusinni, náði öðru sæti í keppni við Jón Gunnars son, þingmann, sem hefur verið náinn stuðningsmaður Bjarna í þing inu á síðustu árum.
Glæsileg innreið í landsmálin
Hanna Birna Kristjánsdóttir vann afgerandi sigur í prófkjöri sjálfstæðis manna í Reykjavík 24. nóvember sl. Hún fékk um 74% atkvæða þrátt fyrir að hún hefði sterkan mótframbjóðanda, Illuga Gunnarsson, einn reynslumesta þingmann flokksins. Illugi varð í öðru sæti en athygli vekur að Pétur Blöndal, þingmaður, skaut þingmönnunum Guðlaugi Þór Þórðarsyni og Birgi Ármannssyni aftur fyrir sig á listanum og náði þriðja sæti. Nýliðinn Brynjar Níelsson, lögmaður, skaust upp í fjórða sætið og má segja að þau þrjú, Hanna Birna, Pétur og Brynjar, séu sigurvegararnir. Kosningaþáttaka var sögð góð og það undirstrikar, að meiri áhugi var frambjóðendum heldur en í prófkjörinu í Kragan um. Þá vekur athygli, að Guðlaugur Þór skyldi halda sæti á listanum miðað við þá harkalegu gagnrýni, sem hann hefur sætt á undanförn um misserum utan flokks og innan vegna styrkjamála.
Þorsteinn Pálsson hjólaði í Hönnu Birnu
Málefnalega bar einna helst til tíðinda í kosningabaráttu Sjálfstæðis flokksins í Reykjavík fyrir prófkjörið, að Þorsteinn Pálsson, fyrrum formaður flokksins og forsætisráðherra, setti fram mjög þunga gagn rýni á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í grein í Fréttablaðinu 17. nóvem ber sl. um leið og hann hældi Illuga Gunnarssyni á hvert reipi. Það 10
eru ekki góð meðmæli fyrir Hönnu Birnu, að fá þá einkunn frá „grand old man“ í Sjálfstæðisflokknum, að hún sé grunnhyggin og tali í frös um. Orðrétt sagði Þorsteinn: „Illugi Gunnarsson, sem er í fyrsta sæti í Reykjavík norður, hefur gert meir en aðrir þingmenn flokksins í því að brjóta mál til mergjar á hugmyndafræðilegum grundvelli í greinum og fyrirlestrum, hvort heldur er á sviði menntunar eða efnahagsstjórnunar. Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrum borgarstjóri, er algjör andstæða. Hún stendur fyrir einföld skilaboð fremur en djúpar rökræður. Eigi að síður var það mat manna í Silfri Egils að hún stæði best að vígi. Hún á til að mynda enga aðra erfiða fortíð í pólitík en að hafa skilið skuldavanda Orkuveitunnar eftir til úrlausnar fyrir Besta flokkinn.“
Hvað gerist í framhaldinu?
Sjálfstæðismenn í Reykjavík virðast ekki hafa verið sammála framan greindu mati Þorsteins Pálssonar. Mögulega felst mikið vanmat á Hönnu Birnu í umsögn Þorsteins. Hún er að minnsta kosti nógu klók til að skapa sér í lykilstöðu í Sjálfstæðisflokknum, en kann hún að vinna úr henni?. Túlka má úrslit prófkjöranna í Reykjavík og í Kraganum á þann hátt, að sjálfstæðismenn vilji endurnýja forystu flokksins og vilji konur til æðstu metorða. Um leið hljóta menn að velta því fyrir sér hvort ekki sé nauðsynlegt að fara með þetta alla leið og skipta um formann á landsfundinum í febrúar. En það kostar átök og þá er spurt í Sjálf stæðisflokknum, hvort ekki sé mikilvægara að snúa bökum saman um meginmarkmiðið, sem er að koma ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardótt ur frá völdum. Hanna Birna virðist velja síðari kostinn. Hugsanlega verður mikill þrýstingur á Bjarna að stíga til hliðar fyrir Hönnu Birnu á landsfundinum þannig að óvægin gagnrýni á hann innan flokks sem utan verði flokknum ekki fjötur um fót í kosningabaráttunni. En hvers vegna skyldi Bjarni gera það? Ekkert nýtt hefur komið fram varðandi gagnrýni á hann vegna afskipta hans af viðskiptum fyrir hrun – sem ekki hefur verið í umræðunni í mörg ár - og þrátt fyrir þá gagnrýni benda skoðanakannanir til þess að Sjálfstæðisflokkurinn undir stjórn Bjarna verði í sterkri stöðu eftir næstu alþingiskosningar. Takist honum að mynda ríkisstjórn og verða forsætisráðherra eru hon um allir vegir færir til framtíðar. Hér getur því átt við hið fornkveðna um afstöðu Hönnu Birnu: Að hika er sama og að tapa.
Í
Mannlífi er að þessu sinni skyggnst undir yfirborðið í átökum sjálfstæðismanna á undanförnum árum og einnig er fjallað um arfleifð Sjálfstæðisflokksins eftir 18 ár í ríkisstjórn 1991-2009. Þá eru einnig dregnar upp svipmyndir af þeim Bjarna og Hönnu Birnu – helstu leiðtogum Sjálfstæðisflokksins nú um stundir.
Niðurstaða prófkjörs Sjálfstæðismanna í Kraganum varð þessi: 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7.
Bjarni Benediktsson - 2728 atkvæði í 1. sæti Ragnheiður Ríkharðsdóttir - 2153 atkvæði í 1. – 2. sæti Jón Gunnarsson - 2267 atkvæði í 1. – 3. sæti Vilhjálmur Bjarnason - 2378 atkvæði í 1. – 4. sæti Elín Hirst - 2547 atkvæði í 1. – 5. sæti Óli Björn Kárason - 2642 atkvæði í 1. – 6. sæti Karen Elísabet Halldórsdóttir - 2039 atkvæði í 1. – 7. sæti
Alls voru greidd 5070 atkvæði í prófkjörinu. Auðir og ógildir seðlar voru 159 talsins.
Kosningaþátttaka var 34% Niðurstaða prófkjörs Sjálfstæðismanna í Reykjavík varð þessi: 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10.
Hanna Birna Kristjánsdóttir - 5438 atkvæði í 1. sæti Illugi Gunnarsson - 2695 atkvæði í 1. - 2 sæti Pétur H. Blöndal - 3004 atkvæði í1.- 3. sæti Brynjar Níelsson - 3722 atkvæði í 1. - 4. sæti Guðlaugur Þór Þórðarson - 3503 atkvæði í 1. - 5. sæti Birgir Ármannsson - 3196 atkvæði í 1.- 6. sæti Sigríður Á. Andersen - 3894 atkvæði í 1. - 7. sæti Áslaug María Friðriksdóttir - 4413 atkvæði í 1. - 8. sæti Ingibjörg Óðinsdóttir - 2950 atkvæði Elínbjörg Magnúsdóttir - 2848 atkvæði
Alls voru greidd 7546 atkvæði í prófkjörinu þar af voru auðir og ógildir seðlar voru 224 talsins.
Kosningaþátttaka var 37 %
Hver er Hanna Birna Kristjánsdóttir? Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi er 46 ára stjórnmálafræðingur frá HÍ 1991 með meist arapróf í alþjóðlegum og evrópskum stjórn málum frá háskólanum í Edinborg 1993. Hún er gift Vilhjálmi Jens Árnasyni heimspekingi og eiga þau tvær dætur. Hún er fædd og uppalin í Hafnarfirði, lauk verslunarskólaprófi frá VÍ 1984 og stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1986. Hún var starfsmaður Öryggismálanefndar 1990-1991, deildarsérfræðingur í menntamála ráðuneytinu 1994-1995 og framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna 1995-1999. Á árunum 1999-2006 var Hanna Birna aðstoðar framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Hún var kjörin borgarfulltrúi í Reykjavík árið 2002 og varð oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn um mitt ár 2008. Hún var forseti borgarstjórnar á árunum 2006-2008. Hanna Birna var kjörin borgarstjóri í ágúst 2008, en lét af embætti að loknum kosningunum 2010 þegar Besti flokk urinn og Samfylkingin mynduðu meirihluta. Hanna Birna var kjörin forseti borgarstjórnar í júní 2010 með 15 samhljóða atkvæðum. Með því átti að mynda sögulegt samstarf minnihlutans við meirihluta borgarstjórnar, en samstarfið stóð aðeins í tíu mánuði. Hanna Birna sagði af sér forsetaembættinu í apríl 2011 vegna málefnaá greinings við meirihlutann. Ekki er greinanlegur mikill munur málefnalega á milli Hönnu Birnu og Bjarna Benediktssonar. Hún hefur nýlega lýst því yfir að hún sé andvíg aðild Íslands að ESB og vilji að kosið verði sem fyrst um hvort slíta beri aðildarviðræðum. Hún er fylgjandi núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi og telur að krónan verði áfram við lýði á næstu árum. Hún vill aukinn aga við hagstjórn og er talsmaður þess að skattar verði lækkaðir og fjárfesting aukin í atvinnulífinu. Þá hefur hún sagt að ekki séu for sendur fyrir því að færa Reykjavíkurflugvöll í ná inni framtíð og að miðstöð innanlandsflugs verði að vera á höfuðborgarsvæðinu. Hanna Birna hefur gagnrýnt þá átakahefð, sem hefur einkennt íslensk stjórnmál í langan tíma að hennar mati og vildi leggja áherslu á þá afstöðu með samstöðu minnihluta og meirihluta borgarstjórnar Reykja víkur eftir síðustu kosningar. Hún taldi að meiri hlutinn hefði brugðist í því efni og vilji til sam starfs hefði verið orðin tóm. Hanna Birna hefur sagt að skuldavandi heimilanna sé eitt brýnasta viðfangsefni stjórnmálanna nú um stundir þar sem stóra úrlausnarefnið sé betri hagstjórn. Hanna Birna er með þéttan kjarna stuðnings manna í kringum sig. Þeir helstu eru Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar, Kjartan Gunnarsson, fyrrum framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi, Þór Sigfússon, fyrrverandi forstjóri Sjóvár, og Hannes Hólm steinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands. 11
Hver er Bjarni Benediktsson? Bjarni Benediktsson, alþingismaður og formaður Sjálf stæðisflokksins, er 42 ára lögfræðingur frá HÍ 1995. Hann stundaði nám í þýsku og lögfræði í Þýskalandi 1995-96 og er með LL.M.-gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Miami 1997. Þá er hann löggiltur verðbréfamiðlari. Hann er kvæntur Þóru Margréti Baldvinsdóttur og eiga þau fjögur börn. Hann er fæddur og uppalinn í Garðabæ þar sem hann stundaði knattspyrnu með góðum árangri og lauk stúdentsprófi frá MR 1989. Bjarni starfaði sem fulltrúi sýslumannsins í Keflavík 1995 og vann sem lögfræðingur hjá Eimskipafélagi Íslands 1997-99 og vann sem lögmaður hjá LEX 19992003. Bjarni var kjörinn á þing fyrir Suðvesturkjördæmi 2003. Hann var formaður allsherjarnefndar Alþingis 2003-2007 og formaður utanríkismálanefndar 20072009. Bjarni var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi 2009 og fékk um 60% atkvæða en Kristj án Þór Júlíusson fékk um 40% atkvæða. Bjarni var endurkjörinn formaður á landsfundi 2010 með 62% atkvæða en Pétur H. Blöndal fékk um 30% atkvæða. Loks var Bjarni endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins í fyrra – í nóvember 2011 – og hlaut 55% atkvæða en Hanna Birna Kristjánsdóttir fékk 44% atkvæða. Pólitísk stefnumið Bjarna eru vitaskuld samofin stefnu Sjálfstæðisflokksins og ekki greinanlegur mikill munur á viðhorfum hans og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í þeim efnum. Hann er andvígur aðild að ESB, leggur áherslu á lægri skatta og aukna fjárfestingu í atvinnu lífinu. Hann er talsmaður kvótakerfisins og krónunnar og telur afnám gjaldeyrishafta, ásamt skuldavanda heimilanna, einna stærsta úrlausnarefni stjórnmál anna á næstunni. Þátttaka Bjarna í viðskiptum á árunum fyrir 2008 hefur verið gagnrýnd í fjölmiðlum. Þar gegndi hann veigamiklu hlutverki í viðskiptum fjölskyldu sinnar í samstarfi við föður sinn, Benedikt Sveins son, og föðurbróður, Einar Sveinsson, og var um skeið stjórnarformaður olíufélagsins N1 og eignar haldsfélagsins BNT. Bjarni hefur átt í vök að verjast vegna þessara starfa sinna – einkum vegna ásakana DV um óeðlilega framgöngu í svonefndu „Vafnings máli“ og mikilla afskrifta í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu olíufélagsins. Bjarni hefur brugð ist hart til varna og ekkert gefið eftir í þeim slag. Ekki er vitað til þess að hann tengist rannsóknum á „Vafningsmálinu“ eða nokkrum öðrum opinberum rannsóknum í tengslum við hrunið. Málið hefur verið honum ákveðin eldskírn og valdið honum erfið leikum, t.d. í síðasta prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kraganum. Sama er að segja um samskipti hans við fyrrum formann Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson, sem hefur gagnrýnt Bjarna í ritstjórnarskrifum Morgunblaðsins, m.a. fyrir afstöðu gagnvart síðustu Icesave-samningunum sem bandaríski lögfræðing urinn Lee C. Buchheit samdi um fyrir hönd Íslands, en Bjarni var fylgjandi þeim samningum. Meðal helstu stuðningsmanna Bjarna eru Illugi Gunn arsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, Jón Gunnarsson alþingismaður, Sigurður Kári Kristjánsson lögfræðingur, Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðis flokksins, og Jónmundur Guðmarsson, framkvæmda stjóri Sjálfstæðisflokksins. 12
Í heiðni
Harðlínumenn eflast með Hönnu Birnu Jón Kristinn Snæhólm skoðar átökin innan Sjálfstæðisflokksins, en sú barátta hefur á stundum verið hatrömm og einkennst af fullkomn um fjandskap á milli einstakra manna og fylkinga. Jón Kristinn er með BA-gráðu í sagnfræði frá HÍ og meistaragráðu í evrópskum og alþjóðastjórnmálum frá Edinborgarháskóla. Hann hefur starfað í sveitarstjórnarmálum í Kópavogi og var aðstoðarmaður borgarstjóra. Jón Kristinn hefur um langt árabil tekið þátt í innra starfi Sjálfstæðis flokksins og þekkir manna best átakasögu flokksins á síðustu árum.
fóru garpar, sem féllu fyrir vopnum, til Valhallar en hinir, sem dóu úr elli eða veikindum, til heljar. Til að tryggja Valhallarvist létu aldnir vígamenn sig falla á sverð eða spjót ef forsjónin hafði ekki tryggt hetjudauða á vígvellinum. Dramatíkin í íslenskum stjórnmálum undanfarið, og þá aðallega innan Sjálfstæðisflokksins, náði hámarki þegar prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík lauk 24. nóvember sl. Prófkjöri flokksins í Suðvesturkjör dæmi, kallað Kraginn, lauk 10. nóvember. Á öðrum stað hér í Mannlífi er gerð grein fyrir prófkjörunum og úrslitum þeirra en til að skilja betur bakgrunn þeirra átaka sem þar áttu sér stað, einkum í Reykja víkurkjördæmunum, er nauðsynlegt að fjalla um Sjálfstæðisflokkinn almennt, forystumál hans og þann fortíðarvanda sem hann óneitanle ga glímir við í dag og getur hæglega valdið honum búsifjum fylgislega séð í næstu kosningum.
Brotthvarf Davíðs. Nýr valdakjarni
Á vordögum 2007 hafði Sjálfstæðisflokkurinn setið á valdastóli frá 1991, eða í 16 ár, þar af veitt ríkisstjórn forsæti í 13 ár. Heil kynslóð hafði alist upp án þess að þekkja annað en Davíð Oddsson sem forsætisráðherra og eitthvert lið í kringum hann sem kallaðist ríkisstjórn. Davíð var ljós berinn, deildi og drottnaði, gaf og tók, ákvað hverjir fengju eða héngju og pólitískur frami einstaklinga innan Sjálfstæðisflokksins ákvarðaðist í raun af viðhorfi Davíðs til þeirra í hvert skipti fyrir sig. Auðvitað gat Davíð Oddsson hvorki ráðið úrslitum einstakra prófkjara um landið allt né raðað á alla framboðslista. Reykjavík var hins vegar hans og þar giltu hans lög. Þannig var það um Gunnar I. Birgisson sem sótti fast að ná fyrsta sæti D-listans í Reykjaneskjördæmi í prófkjörinu 1998 og keppti þar við Árna Mathiesen, síðar fjármálaráðherra. Sjö ár um á undan hafði Davíð beðið Gunnar um stuðning til formennsku í
Davíð Oddsson og Geir Haarde Inspectorar úr MR og síðar formenn Sjálfstæðisflokksins.
13
flokknum er sýnt þótti að Þorsteinn Pálsson hefði einangrað Sjálfstæðis flokkinn á hinum pólitíska vettvangi. Davíð Oddsson hafði þá árið áður sem borgarstjóri gefið Gunnari I. Birgissyni góð ráð í bæjar- og sveit arstjórnarkosningunum þar sem Gunnar var nýr og óreyndur oddviti sjálfstæðismanna í Kópavogi. Gunnar neitaði Davíð um stuðning og á fundi þeirra á skrifstofu borgarstjóra er Gunnar var á leið út sagði Davíð: „Gunnar! Ég er bæði langrækinn og hefnigjarn.“ Gunnar I. Birgisson náði öðru sætinu í Reykjanesi 1998 og flaug inn á þing en ráðherra varð hann ekki. Árni varð ráðherra, Sigríður Anna líka og síðar Þorgerður Katrín en ekki Gunnar.
V
ið brotthvarf Davíðs myndaðist pólitískt svarthol í Sjálfstæðis flokknum. Geir Haarde tók við keflinu og um skamma hríð virtist flokkurinn undir hans stjórn og varaformannsins, Þor gerðar Katrínar, blómstra. Vorið 2007 myndaði Geir ríkisstjórn með Samfylkingu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og árið á undan hafði Sjálfstæðisflokkurinn myndað meirihluta með Framsóknarflokknum í Reykjavík undir forystu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar. Geir og Vilhjálmur voru vinir og höfðu gott samband sín á milli í þessum tveimur valda mestu embættum þjóðarinnar. Vilhjálmur var fremur vinsæll borgar stjóri framan af og jók fylgi sitt og flokksins jafnt og þétt. Þeir, ásamt
Vilhjálmur Þ. og Jón Kristinn Snæhólm kanna aðstæður þegar horn Lækjargötu og Bankastrætis brann 18. apríl 2007.
Gísli Marteinn, Vilhjálmur Þ. og Hanna Birna. Borgarstórinn króaður af vegna REI.
Gunnar I. Birgisson varð ekki ráðherra.
Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þáverandi heilbrigðisráðherra, mynduðu nýjan valdakjarna í flokknum. Fyrir utan stóðu fyrrverandi Davíðs menn sem biðu þess að ná völdum í flokknum aftur. Í þessum hópi voru mest áberandi þau Björn Bjarnason, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Ásdís Halla Bragadóttir, Kjartan Gunnarsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var utan hins nýja valdakjarna og átti samleið með þeim Hönnu Birnu og Ásdísi Höllu en naut á hinn bóginn hvorki stuðnings né samúðar Björns, Gísla Marteins, Kjartans og Hannesar. Hún var of vinstrisinnuð fyrir þeirra smekk.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Vinstrið í Sjálfstæðisflokknum.
Gunnar neitaði Davíð um stuðning og á fundi þeirra á skrifstofu borgarstjóra er Gunnar var á leið út sagði Davíð: „Gunnar! Ég er bæði langrækinn og hefnigjarn.“ Gunnar I. Birgisson náði öðru sætinu í Reykjanesi 1998 og flaug inn á þing en ráðherra varð hann ekki. 14
Biðin eftir brauðinu
Hvað átti þessi „föngulegi“ hópur sameiginlegt annað en að hafa brot ist til valda og áhrifa í Sjálfstæðisflokknum á Davíðstímanum? Rétt er að skoða þá mynd aðeins nánar. Björn Bjarnason var svekktur og það rann eldur í æðum hans. Enn og aftur hafði flokkurinn svikið hann, sjálfan son eins sigursælasta og öfl ugasta foringja Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssonar. Fyrst tapaði hann fyrir Friðriki Sophussyni í formannsslag SUS árið 1973 en það var hjóm eitt í samanburði við tapið fyrir Guðlaugi Þór um forystusætið í Reykjavík í prófkjörinu fyrir alþingiskosningarnar 2007. Svikin voru al ger að mati Björns sem og niðurlæging hans, enda studdu Vilhjálmur og Geir Guðlaug og öflugasta kosningavél í manna minnum (af gárungum kölluð „Björnsbakaríið“) sá um að munurinn á Birni og Guðlaugi varð umtalsverður.
H
anna Birna Kristjánsdóttir stefndi að því ótrauð að verða borg arstjóri. Því voru það ekki góð tíðindi fyrir hana síðsumars 2007 að mælingar á fylgi flokksins í Reykjavík, samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins, sýndu um 50% og fylgi borgarstjórans, Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, var um og yfir 63%. Ekki bætti það úr skák að Vilhjálmur, Guðlaugur og Geir höfðu stungið bandamann hennar, Björn Bjarnason, pólitísku banasári. Hinn pólitíski uppalandi Hönnu Birnu sem og hennar nánasti samverkamaður, Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi bæjarstjóri Garða bæjar, var á útleið úr stjórnmálum. Gísli Marteinn Baldursson hafði klakist út í pólitískri útungunarvél Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar og hlaut þar skólun í rétttrún aðarhugsun frjálshyggjunnar líkt og Hanna Birna, Ásdís Halla og höfundur þessarar greinar. Haustdaga 2005 gekk Hannes Hólmsteinn á milli áhrifamanna í flokknum og mælti mjög fyrir framboði Gísla Marteins til forystu í borginni og lét að því liggja að framboð hans væri með velþóknun Davíðs Oddssonar. Því fór þó fjarri. Gísli Marteinn var í boði þeirra Björns Bjarnasonar, Hannesar Hólmsteins og Kjartans Gunnarssonar sem borgarstjóraefni flokksins en sú vegferð endaði í sárum vonbrigðum í þriðja sætinu. Björn, Kjartan og Hannes þoldu illa sína veiku stöðu. Kjartan Gunnarsson og Hannes Hólmsteinn Gissurar son voru vanir því að fá að ráða því sem þeir vildu innan Sjálfstæðisflokksins svo fremi Davíð samþykkti það. Gott dæmi um það er þegar þeir fengu því framgengt á tíunda áratug síðustu aldar að náinn samverkamaður þeirra, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, var gerður að forman ni útvarpsráðs og í gegnum hann stýrðu þeir félagar í umboði Davíðs Oddssonar og Björns Bjarnasonar mannaráðningum á RÚV með misjöfnum árangri. Þannig var frama og vegtyllum skammtað til einstaklinga án tillits til annars en flokkslegra hagsmuna eins og þeir voru skilgreindir af þessum hópi. Ekki var vel í það tekið ef „óprúttnir“ framapotarar unnu frambjóðendur þeirra í prófkjörum og komust til valda og áhrifa. En nú var sem sagt staðan orðin sú, að þeir voru ekki lengur hafðir með í ráðum, réðu engu, enginn spurði þá leyfis fyrir einu né neinu. Þeir voru „out“ og undu því illa. Veruleikinn, sem blasti við þessari gömlu valdaklíku flokksins, var ömurlegur. Ekkert hafði gengið upp. Gísli Marteinn var ekki borgarst jóri, Hanna Birna í pólitísku tómarúmi vegna vinsælda Vilhjálms Þ. og Ásdís Halla orðin afhuga pólitískum frama og því alls ekki á leið í framkvæmdastjórastöðu flokksins. Geir, Vilhjálmur Þ. og Guðlaug ur Þór stóðu þarna í veginum.
Jón Gunnarsson.
Öll él styttir upp um síðir
En svo kom tækifærið! REI – Reykjavík Energy Invest kom eins og guðsgjöf upp í hendurnar á þessum hópi sem í daglegu tali innan gras rótar Sjálfstæðisflokksins er kallaður „náhirðin“. REI-málið snerist einfaldlega um það að færa erlend áhættuverkefni Orkuveitu Reykja víkur í sérstakt fyrirtæki og efna til samstarfs við innlend fyrirtæki í svipuðum verkefnum úti í hinum stóra heimi. Aðalhugsunin á bak við stofnun REI var að lágmarka áhættu eigenda Orkuveitunnar, þ.e. skattgreiðenda, og hámarka fjárfestingu þeirra verkefna sem erlendis voru með samstarfi við einkaaðila. Aðalkeppinautur OR á erlendum orkufjárfestingarmarkaði var Geysir Green Energy og fljótlega þótti einsýnt að betra væri að sameina félögin heldur en láta þau keppa innbyrðis um verkefni í útlöndum. Stofnun REI var sam þykkt af öllum borgarfulltrú um Sjálfstæðisflokksins.
En það kom tundurdufl í tuðruna! Meðal helstu eig enda GGE voru „götustrákarnir“ Hannes Smára son og Jón Ásgeir Jóhannesson og það hentaði „flokkselítunni“ alls ekki. Fyrir hönd Davíðs Oddssonar gengu þeir Kjartan Gunnarsson, þáverandi varaformaður Landsbankans (en bankinn var raunar einnig bendlaður við erl enda orkuútrás), Hannes Hólmsteinn (með framrétta höndina í Landsbankanum) og Björn Bjarnason (pólitískt séð sár og reiður út í Guðlaug Þór og Vilhjálm Þ.) gjörsamlega af göflunum. Þeir tóku Hönnu Birnu og Gísla Martein á beinið. Að makka svona með óvinum flokkselítunnar var óskilj anlegt. Á fordæmalausum fundi, í Ráð herrabústaðnum í Tjarnargötu, boðuð um af Hönnu Birnu, Þorgerði Katrínu og Gísla Marteini, gengu sex borgarfulltrúar á fund Geirs Haarde þar sem Vilhjálmur Þ. borgarstjóri var klagaður fyrir sambands leysi og einræðistilburði við sameiningu REI og GGE. Að vísu voru þrír af þessum sex borgarfulltrúum, þau Kjartan Magn ússon, Júlíus Vífill Ingvarsson og Jórunn Frímannsdóttir, algerlega grunlausir um efni fundarins sem og forsætisráðherr ann sjálfur, Geir Haarde. Björn Bjarnason. Hægrið í Sjálfstæðisflokknum.
15
16
Þ
að er ekkert launungarmál lengur að á þessum fundi tilkynnti Hanna Birna að hún gæti myndað meirihluta með einu símtali þar sem Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri-grænna, yrði formaður borgarráðs og hún sjálf borgarstjóri. Þannig myndi hún stöðva framgang samruna REI og GGE. Skömmu síðar sprakk meirihlutinn í Reykjavík og Vilhjálmur var úti í kuldanum. Röð atvika, vandræðagangs og bak tjaldamakks olli því síðan að Hanna Birna náði takmarkinu, hún varð borgarstjóri síðustu tvö ár kjörtímabilsins þar sem „samræðustjórnmál“ í anda Samfylkingarinnar voru iðkuð af fullum krafti en vandamálin látin hrannast upp, t.d. í Orkuveitu Reykjavíkur. Ekki er nokkur vafi að þessi „Hannaða“ atburðarás leiddi til þess að Sjálfstæðisflokkur inn í borginni hlaut afhroð í bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum vorið 2010. Fjárhagsvandi Orkuveitunnar er ein versta arfleifð borgar stjóratíðar Hönnu Birnu sem lét þetta flaggskip borgarinnar reka á reiðanum þau tvö ár sem hún stóð við stjórnvöl borgarinnar. Það kom síðan í hlut „Besta flokksins“ að hreinsa þar til, sem er eins mikil tragíkómedía og hugsast getur. Hin ábyrga Hanna Birna gerði ekkert en grínistinn Jón Gnarr tók til hendinni!
Jón Gnarr orðinn borgarstjóri.
Kné fylgir kviði
Næstir á aftökulistanum voru þeir Geir Haarde og Guðlaugur Þór. Strax og Geir tók við af Davíð sem formaður fóru þær raddir að heyrast að Geir væri enn í skugga Davíðs og vissulega var nokkuð til í því. En ákveðin öfl, einkum ofantalinn hópur, ýttu stöðugt undir þá umræðu með eilífum samanburði á Geir og Davíð og endalausu baktali: „Þetta hefði Davíð ekki gert.“ „Þetta myndi Davíð aldrei segja.“ Geir var sagður fundarstjóri á fundum ríkisstjórnarinnar, hann væri seinn til ákvarð anatöku o.s.frv. Svona var sýknt og heilagt grafið undan Geir og staða hans því veik þegar hin alþjóðlega efnahagskreppa brast á haustið 2008. Engin ríkisstjórn og enginn foringi Sjálfstæðisflokksins hefur þurft að glíma við aðrar eins efnahagslegar hamfarir og Geir. Það var þeim mun erfiðara fyrir hann að baknagið úr hans eigin ranni jókst jafnt og þétt. Hnefi alheimskreppunnar skall á íslensku efnahagslífi með fullum þunga með tilheyrandi bankahruni, gjaldþrotum fyrirtækja, niðurbroti krónunnar og uppnámi um þriðjungs heimila í landinu vegna stökkbreyttra gengislána og hlutabréfataps. Geir Haarde stóð í brúnni og á honum stóðu öll spjót. Þegar mestu látunum linnti kom þó í ljós að þær efnahagsráðstafanir, sem hann hafði forystu um, þ.e. sam starfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, endurskipulagning bankakerf isins og tímabundin gjaldeyrishöft, lögðu grunninn að þeim efna hagsbata sem nú virðist í augsýn. En menn voru á fullu í baktalinu gegn Geir á sama tíma og hann stóð í stórræðum og sami hópur þar á ferð. Hann var ekki nógu harður við útrásarvíkingana sem áttu bank ana, hann var of linur við Samfylkinguna og allt of undanlátssamur við hina erlendu fréttamenn: „Yes, sir.“ „Mabe I should have.“ Alveg eins og í REI-málinu þar sem Vilhjálmur Þ. stóð einn var Geir Haarde aleinn í miðju fárviðrinu. Til dæmis er nú vitað að þegar Geir stóð sveittur fyrir framan alheimspressuna í Iðnó, steinsnar frá Ráðhúsi Hönnu Birnu, kom upp sú hugmynd meðal forystumanna Sjálfstæðisflokksins að borgarstjórinn, Hanna Birna, myndi bjóða erl endu blaðamönnunum yfir í Ráðhúsið í kynningu á jarðvarmanýtingu Íslendinga og forystu landsins á sviði endurnýjanlegra orkugjafa. Væri borgarstjóri til í að bjóða þeim síðan upp í Hellisheiðarvirkjun þar sem næg, jákvæð myndefni væru til staðar og þannig hjálpa Geir með já kvæðum fréttum frá Íslandi?
Guðlaugur Þór og Jórunn Frímannsdóttir.
Svörin úr Ráðhúsi Reykjavíkur voru þessi: Borgarstjórinn hefur hvorki áhuga á að samsama sig Sjálfstæðisflokknum né Geir Haarde um þess ar mundir. Skilaboðin voru skýr: Geir var geislavirkur pólitískt séð. Aðför þessa hóps gegn Guðlaugi Þór Þórðarsyni var einnig mjög svæsin. Eins og áður kom fram, lagði Guðlaugur Björn Bjarnason í sögu legu prófkjöri haustið 2006. Borgarstjórnarkosningarnar árið áður voru Sjálfstæðisflokknum mjög dýrar og hann á hvínandi kúpunni og engan veginn í stakk búinn að heyja kosningabaráttu til Alþingis á vordögum 2007. Geir Haarde, ásamt nýjum framkvæmdastjóra, Andra Óttarssyni, var eðli málsins samkvæmt brugðið yfir slæmri stöðu flokksins og fór þess á leit við nokkra valinkunna flokksmenn, þar á meðal Guðlaug Þór Þórðarson, að fá einstaklinga til að afla flokknum fjár til að bæta stöðuna.
G
uðlaugur hafði orðið fyrir því slysi að brennast mjög illa á baki er hann settist með dagblað í hendi fyrir framan tekerti í gluggakistu heima hjá sér þannig að kviknaði í nælonskyrtu hans. Guðlaugur lá á brunadeild Landspítalans þegar Geir hafði sam band og bað hann um að hringja í nokkra einstaklinga til að safna fé fyrir flokkinn sem og hann gerði. Um 25 milljónir söfnuðust í gegn um þá einstaklinga sem fóru af stað fyrir tilstilli Guðlaugs Þórs og við fénu tóku þeir Kjartan Gunnarsson, fráfarandi framkvæmdastjóri flokksins, og Andri Óttarsson, þá nýráðinn framkvæmdastjóri hans. Báðir voru þeir skráðir með prókúru Sjálfstæðisflokksins. Í janúar 2009 sprakk ríkisstjórn Geirs Haarde, enda Samfylkingin búin á taugum eftir hörð mótmæli og árásir á Alþingi og ráðherra ríkis stjórnar hans. Þjóðfélagið var í sárum og raunar alveg helsjúkt. Vinstrigrænir nýttu sér ástandið og komust til áhrifa. Minnihlutastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar, varin hlutleysi Framsóknar flokksins, tók tímabundið við völdum en kosningar boðaðar í apríl það árið. Prófkjör voru í farvatninu og sjálfstæðismenn vængjuðu sig til fram boðs og nú tíðkuðust breiðu spjótin. Í Morgunblaðinu fóru að birtast fréttir um styrkjamál Guðlaugs; að Guðlaugur hefði náð í „allskonar“ styrki bæði fyrir prófkjörið 2007 og síðar fyrir flokkinn árið eftir með miður góðum aðferðum og óeðli legum tengslum við bankamenn og útrásarvíkinga. Það kom því stuðn ingsmönnum Guðlaugs, og þó sérstaklega þeim sem veittu styrkina, mjög á óvart þegar þessi „óeðlilegu samskipti“ voru reifuð á síðum
Illugi Gunnarsson.
17
Hver var þá glæpur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar? Jú, að beiðni for manns flokksins bað hann nokkra einstaklinga að safna fjármunum, jú, hann hafði fengið fjárframlög í prófkjöri sínu þar sem hann vann Björn Bjarnason og jú, hann skilaði fyrstur manna framtali yfir fjárframlög og kostnað til Ríkisendurskoðunar þar sem allt liggur frammi. Sá yðar sem syndlaus er ...
Sópa nýir vendir best?
Ekki verður með sanni sagt að núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, hafi unnið sannfærandi sigur í Kragaprófkjörinu. Formannsdagar hans síðan í mars 2009 hafa verið því líkastir þegar „absúrd“ teiknimyndafígúra hoppar á jarðsprengjusvæði á skoppara priki og lendir á öllum sprengjunum! Hveitibrauðsdagar hans voru og eru enn núll talsins. Fyrst styrkjamálið, svo mesta kosningaafhroð í 80 ára sögu flokksins, svo skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis með tilheyrandi vandræðum margra þingmanna flokksins, svo sem Illuga Gunnarssonar, síðan Icesave-kosningarnar og afstaða hans í þeim seinni, mótframboð gegn honum á þremur síðustu landsfundum, veik kosning í forystusætið í Kraganum og síðast enn ekki síst hans persónulegu fjármál og fjölskyldunnar. Þau mál eru enn á milli tan nanna á fólki og í fjölmiðlum, þá DV sérstaklega. Það virðist engu skipta hversu oft og ítarlega Bjarni svarar og útskýrir aðkomu sína að fjármálum og fjárfestingum fjölskyldunnar, það eru alltaf einhver öfl innan flokksins sem halda baknaginu áfram til þess að grafa undan honum.
N Formaður í ólgusjó.
Morgunblaðsins, enda margir þeirra komnir í fjármálaráð flokksins og fengið þakkarorð frá Kjartani Gunnarssyni. Dag eftir dag fór Agn es Bragadóttir hamförum án þess að geta heimilda né sýna fram á í hverju þessi óeðlilegu samskipti Guðlaugs fólust; „ ... lesendur Morgunblaðsins myndu trúa mér ef þeir sæju þau gögn sem ég hef undir höndum,“ skrifaði Agnes á forsíðu Moggans. En þá settu ýmsir í brýnnar þegar Kjartan Gunnarsson kannaðist hvorki við að hafa tekið á móti krónu af þessum peningum né kvittað fyrir og setti því ábyrgðina alla á herðar Geirs Haarde og Andra Óttarssonar. Margir vissu betur og undruðust þessi óheilindi Kjartans. Opinbert veiðileyfi var nú gefið út af „flokkselítunni“ á Guðlaug Þór. Illugi Gunnarsson var settur til höfuðs honum í fyrsta sætið þrátt fyrir setu hans í stjórn peningamarkaðssjóðs Glitnis númer 9 sem þá nýlega hafði fengið milljarða frá skattgreiðendum til að bæta upp tap vegna vafasamra fjárfestinga í fyrirtækjum eigenda bankans. Illugi Gunnars son vann prófkjörið og leiddi sjálfstæðismenn í gegnum pólitískt af hroð, enda flokknum kennt um efnahagsástandið í landinu sem var í rúst. Illugi vék síðan af þingi vegna málefna Sjóðs 9 en sneri aftur er úrskurðað var af lögfræðiskrifstofu úti í bæ að ekkert væri athugavert við starfsemi sjóðsins.
ú er vitað hverjir stóðu að framboði Hönnu Birnu gegn Bjarna á landsfundinum í nóvember 2011 og hver rótin var. Þar var títt nefnd „flokkselítan“ eða „náhirðin“ að verki, einfaldlega vegna þess að Bjarni leyfði sér að fara eigin leiðir og hlusta ekki á ráðlegg ingar og óskir hennar um stöðuveitingar innan flokksins sem utan. Endanlega sauð upp úr þegar Bjarni sýndi þó það hugrekki er hann sagði það ískalt mat sitt að samþykkja ætti Lee Buchheit-samninginn vegna Icesave frekar en að hætta á dómstólaleiðina. Stóri frændinn í Engeyjarættinni, Björn Bjarnason, sem ávallt hefur talið sig vera al vald í mótun utanríkisstefnu Sjálfstæðisflokksins, fékk pólitískt æðiskast og sakaði Bjarna um svik, bæði við þjóð sína og flokk. Í miðjum látunum spurðu menn sig að vísu hvers vegna Björn og hans fólk í elítunni létu svona þegar fyrrverandi varaformaður bankaráðsins sem hannaði Ice save-svindlið, Kjartan Gunnarsson, var innsti koppur í liði hans.
Bjarni Benediktsson og Elín Hirst.
„Aðdragandinn að landsfundi Sjálfstæðisflokksins í nóvember 2011 var æði sögulegur sem og fundurinn sjálfur.“
Guðlaugur Þór og Illugi Gunnarsson.
18
Pétur Blöndal.
Ragnar Önundarson.
Bjarni Benediktsson styrkti stöðu sína í flokknum þrátt fyrir að mikill meirihluti sjálfstæðismanna væri í grundvallaratriðum á móti samning um við Breta og Hollendinga. Menn voru hrifnir af því að þarna sýndi Bjarni af sér hugrekki og forystutakta, eitthvað sem svo mikil eftir spurn var eftir í fari hans. Á vordögum 2011 var farið að undirbúa framboð gegn Bjarna og þótti Hanna Birna líklegasti kosturinn þrátt fyrir að hún hefði leitt Sjálfstæðis flokkinn í Reykjavík í gegnum verstu kosningaúrslit sögunnar í borg arstjórnarkosningunum 2010 (Sigur! Sigur!) og hefði enga aðkomu að landsmálunum. Þá lét hún fjárhagsmálefni Orkuveitu Reykjavíkur af skiptalaus þau tvö ár sem hún var borgarstjóri og er það líklega versta arfleifð hennar sem borgarstjóra. Hún átti sem sagt að stýra flokknum
Vilhjálmur Bjarnason.
Birgir Ármannsson
í harðri stjórnarandstöðu frá Austurvelli með gjallarhorn að vopni! Aðdragandinn að landsfundi Sjálfstæðisflokksins í nóvember 2011 var æði sögulegur sem og fundurinn sjálfur. Nýjar línur urðu til þar sem fornir andstæðingar sátu hlið við hlið og unnu sínum frambjóð anda fylgi. Þannig sátu þeir Guðlaugur Þór, Illugi Gunnarsson, Jón Kristinn Snæhólm (sá er þetta ritar), Jón Gunnarsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Birgir Ármannsson og Óli Björn Kárason á rökstólum fyrir Bjarna Benediktsson en nær óhugsandi hefði verið að þessir aðilar hefðu verið sammála um neinn hlut fyrir landsfundinn. Mest áberandi við hlið Hönnu Birnu voru Björn Bjarnason, Ásdís Halla, Þór Sigfússon (fyrrverandi forstjóri Sjóvár), Steingrímur Sigurgeirsson (þáverandi formaður Varðar, fulltrúaráðsins í Reykjavík) og Magnús Þór Gylfa son (fyrrum aðstoðarmaður Hönnu Birnu) en þeir Þór og Steingrímur höfðu hingað til tilheyrt harðasta stuðningskjarna Guðlaugs Þórs. Einna mesta athygli vakti þó sú staðreynd að rúmur helmingurinn af aðal- og varaborgarfulltrúum flokksins snerust gegn Hönnu Birnu til formanns flokksins. Bjarni hafði sigur en Hanna Birna virtist taka ósigrinum illa.
Ríkisstjórn eða dauði?
Núna í nóvember var ár síðan að þau Bjarni og Hanna Birna tókust á um formannsstólinn og hugsanlegt er að slagurinn endurtaki sig á næsta landsfundi því stuðningsmenn Hönnu Birnu líta á niðurstöðu landsfundarins 2011 sem bráðabirgðaniðurstöðu. Bjóði hún sig ekki fram gegn Bjarna á landsfundinum eftir áramótin, á enn þá eftir að sjá hvernig flokkurinn kemur undan alþingiskosningunum í apríl undir forystu Bjarna. Hvort hann nái að mynda ríkisstjórn eður ei. Hanna Birna er nú í sterkri stöðu eftir prófkjörið í Reykjavík, þar sem hún náði forystusæti. Ekki er víst að framboð hennar hefði verið eins auðvelt ef hún hefði þurft að glíma við fráfarandi varaformann Sjálf stæðisflokksins, Ólöfu Nordal, sem nú á haustdögum ákvað að hætta í stjórnmálum, og Guðlaug Þór sem aðeins sóttist eftir öðru sætinu og keppti því ekki við hana um hina eiginlegu forystu. En það eru fleiri bjúgverplar á lofti. Í nýjasta hefti Þjóðmála ræðst Björn Bjarnason af hörku gegn Guðlaugi Þór Þórðarsyni vegna fjár framlaga í prófkjörsbaráttunni sem lagði Björn að velli fyrir sex ár um síðan. Ekki lét Björn sér nægja að hjóla í Guðlaug. Hann sakaði „grasrótina“, hinn almenna flokksmann, í Reykjavík um að kjósa eftir því hvað væri matarkyns á prófkjörsskrifstofunum!
Þ
Hanna Birna. Úr Ráðhúsi í ríkisstjórn?
að er gömul saga og ný að það er mjög erfitt að spá fyrir um hlut ina, þá sérstaklega framtíðina. Eitt er víst að það verða miklar breytingar á þingliði Sjálfstæðisflokksins eftir næstu kosningar. Ekki er hægt að útiloka að boðið verði fram gegn Bjarna á næsta lands fundi og hlýtur Hanna Birna að velta þessu öllu gaumgæfilega fyrir sér, ásamt stuðningsmönnum sínum. Vopnaglamrið í Valhöll hefur því naumast náð hámarki og öruggt er að þaðan mun enginn ganga ósár út. Þær pólitísku og sögulegu for sendur eru hreinlega ekki fyrir hendi svo annað megi verða. Þess vegna verða það vígamóðir garpar sem ganga til kosningabaráttunnar 2013 og undir liðsmönnum þeirra komið hvort sættir takast. Flokknum mun ekkert verða ágengt án liðsinnis þeirra tug þúsunda manna og kvenna sem sleitulaust vinna sjálfstæðisstefnunni brautargengi um land allt. Án grasrótarinnar er flokkurinn dæmdur í aðra fjögurra ára eyðimerkur göngu utan ríkisstjórnar og áhrifalaus. 19
Viðeyjarstjórnin viðurkennir sjálfstæði Eystrarsaltsríkjanna.
Arfleifð Sjálfstæðisflokksins eftir 18 ár í ríkisstjórn
Tekið saman af Árna Daníel Júlíussyni sagnfræðingi
Leiðir til túlkunar
Er saga Sjálfstæðisflokksins undanfarin 20 ára um leið saga Davíðs Oddssonar sem flokksleiðtoga og eftir 2004 fyrrverandi flokksleiðtoga sem varpar löngum skugga yfir flokkinn? Það er ein leið til að túlka sögu flokksins á þessum 20 árum. Önnur leið til að túlka hana er að flokkurinn hafi tekið um 1990 við góðu búi þjóðfélags sem hafði, sérstaklega í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar 20
1983-1987 sem Sjálfstæðisflokkurinn átti aðild að, tekið ákveðin skref í átt til opnara samfélags og ávaxtað það vel í fyrstu, en síðan hafi hrunið yfir skyggt allan þann árangur.
Forysta vinstriflokkanna í innleiðingu frjálshyggju
Á áratugnum 1980-1990, og raunar allt frá 1970, var forysta flokksins veik og forystumenn Framsóknar
flokksins léku yfirleitt lykilhlutverk í stjórnmálunum, fyrst Ólafur Jóhannesson og síðan Steingrímur Hermannsson. Færa má að því góð rök að stjórn Steingríms Hermannssonar 1983-1987 – sem var samstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks – hafi verið fyrsta raunverulega frjálshyggjustjórnin, miklu fremur en Viðreisnarstjórnin til dæmis. Á árunum 1980-1990 voru sem sagt lögð drög að því sem síðar kom í ljós að var grundvallarstefnu breyting samfélagsins til hægri, í nýfrjálshyggjuátt, og það var í rauninni gert að verulegu leyti undir forystu vinstriaflanna, ekki einungis Framsóknar flokksins, heldur áttu menn eins og Ólafur Ragnar Grímsson stóran þátt í að frelsa fjármálasviðið undan valdi pólitíkusa, og slík stefnumál höfðu mikinn hljómgrunn meðal Bandalags jafnaðar manna og krata almennt. Lengi hafði verið kvartað yfir því að stjórnmálamenn notuðu vaxtaákvarðanir, gengisákvarðanir og önnur slík tæki til að afla sér vinsælda, sem síðan leiddi til óðaverðbólgu og ann arra þjóðfélagsmeina.
inn á forsendur þessarar sáttar; kjör bænda skyldu sambærileg við kjör iðnaðarmanna og verkafólks í bæjum, byggt skyldi upp ókeypis menntakerfi og heilbrigðiskerfi opið öllum, almannatryggingar voru innleiddar og verkalýðsfélög voru viðurkennd sem og samningsréttur þeirra. Þannig voru, með orðum nýfrjálshyggjumanna 9. áratugarins, innbyggðir í þjóðfélagið hvers kyns markaðsskekkjandi þættir. Um þetta var víðtæk sátt í samfélaginu, en átökin beindust inn á svið eins og deilur um hermálið, landhelgismálið og baráttuna við verðbólguna. Í hermálinu voru harðar deilur en vinstrimenn höfðu forystu um útfærslu landhelg innar og voru einnig við völd þegar verðbólgan tók að geisa mest upp úr 1970, eftir hrun Bretton Woods-samkomulagsins og olíuverðhækkanir.
Nýir straumar
Styrmir Gunnarsson.
Þjóðarsáttin
Þetta tengist umræðum um þjóðarsáttina svokölluðu, sem gerð var 1990, en með henni var verðbólgudraug urinn kveðinn í kútinn um talsvert langt skeið. Það hefur verið talsvert deiluefni milli Sjálfstæðisflokksins annars vegar og vinstrimanna hins vegar hvort þakka eigi ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar þjóðarsátt ina að einhverju leyti eða hvort „aðilar vinnumark aðarins“ eigi alfarið heiðurinn af sáttinni, sem að sjálfsögðu fellur betur að söguskilningi sjálfstæðis manna. Síðan líta margir svo á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið að leika lausum hala í 18 ár í nýfrjáls hyggjuleik, en því lauk öllu saman með þeim skelfilegasta hætti sem hægt er að hugsa sér, mesta hruni sem orðið hefur á Íslandi, búsáhaldabyltingu og stjórn vinstriflokkanna Samfylkingar og Vinstri grænna, en þau öfl – sem í sögulegu samhengi kenna má við verkalýðinn – hafa aldrei áður setið ein við stjórnvölinn. Eftir standi afar laskað orðspor hins áður svo virðulega flokks, stefnuleysi og for ystuleysi. Eins og Styrmir Gunnarsson orðaði það í viðtali í Kastljósi á dögunum þá mótaðist þjóðfélagið allt á tímabilinu 1980-2008 æ meir af hagsmunum persóna, fyrirtækja, sérhagsmunum hvers konar, en ekki af hugsjónabaráttu. Peningarnir flæðandi út um allt, spillingin blómstraði og eitraði samfélagið.
Um 1980 urðu verulegar breytingar á viðhorfi „leið andi afla“ í samfélaginu. Ekki var lengur talið að nauðsynlegt væri að kosta jafnmiklu til og áður til að viðhalda stéttarfriðinum; árangursríkar aðgerðir Thatcher og Reagans gegn verkalýðshreyfingunni í Bretlandi og Bandaríkjunum sýndu að slíkt var ekkert lögmál. Á áratugnum 1980-1990 var farið að tala um „kostnaðarvitund“ (sem táknaði að ákveðið var að láta almenning fara að greiða fyrir hluta af þjónustu sem áður hafði verið ókeypis). Talað var um að allt of mikið afl verkalýðsfélaganna væri mjög skaðlegt fyrir efnahaginn og hagvöxtinn, og að landbún aðarkerfið væri dýrt og þjóðin hefði ekki efni á því. Einnig var talið að ekki væri lengur unnt að efla velferðarkerfið, þjóðin hefði heldur ekki efni á því. Þetta var í samhljómi við alþjóðlega strauma, Reagan og Thatcher skáru mikið niður í efnahags kerfinu, lækkuðu skatta og einkavæddu fyrirtæki í bak og fyrir.
Deigla hugmynda
Önnur hlið á þessu máli var hin mikla umræða um nauðsyn á opnun samfélagsins og afnám haftanna á 8. og 9. áratugnum. Eftir á að hyggja sýnist svo sem þá umræðu hefði þurft að taka dýpra og spyrja af hverju höftunum hefði verið komið á til að byrja með, en einhvern veginn gleymdist það. Á 8. og 9. áratugnum kom fram í Sjálfstæðisflokkn um hópur sem nefndur hefur verið Eimreiðarhópu rinn. Hann sendi frá sér ritið Uppreisn frjálshy
ggjunnar árið 1981, sem ýmsir hafa túlkað sem stefnuyfirlýsingu einbeitts hóps byltingarmanna. Þeir hafi síðan gert nýfrjálshyggjubyltingu sem tókst. Slíkt er ef til vill oftúlkun, því að um 1975 var talsvert mikill hljómgrunnur í samfélaginu fyrir gagnrýni á það sem kallað var sjóðasukk og spilling og mikill vilji fyrir því að losa viðskiptalífið og eink um bankakerfið undan valdi stjórnmálanna. Þekkt asti talsmaður þessara hugmynda var Vilmundur Gylfason, og Bandalag jafnaðarmanna var stofnað í kringum þær, en þær voru líka áhrifamiklar meðal ungra sjálfstæðismanna og jafnvel vinstrimanna einnig, eins og fram hefur komið. Einnig töldu margir framsóknarmenn að miklar endurbætur þyrfti að gera á landbúnaðarkerfinu, til að gera það skilvirkara og ódýrara, og gengust raunar fyrir slík um endurbótum á því frá 1979.
Davíð Oddsson kemur fram
Sjálfstæðisflokkurinn hefur að sögn þeirra sem vel þekkja til breyst mikið frá 1990. Á þeim tíma var hann enn þá að mestu borgaralegur, frjálslyndur flokkur með góð tengsl við hinn nýja samhljóm um opnun samfélagsins sem þá var orðinn til. Þegar Davíð Oddsson kom fram og gekk á hólm við Þorstein Pálsson, þáverandi formann flokksins, 1991 var hann vinsæll borgarstjóri, raunar eins og Geir Hallgrímsson áður en hann varð foringi Sjálf stæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu Davíðs Odssonar fékk 60% atkvæða í Reykjavík og 10 af 15 borgarfulltrúum árið 1990. Það var fáhey rður og mikill sigur.
„Talað var um að allt of mikið afl verkalýðsfélaganna væri mjög skaðlegt fyrir efnahaginn og hagvöxtinn.“
Þjóðfélagssátt eftirstríðsáranna
Þetta er viðhorf manns sem ólst upp við þjóðfélags sátt eftirstríðsáranna, þjóðfélagssátt sem mótaðist á millistríðsárunum undir handarjaðri Framsóknar flokks og Alþýðuflokks og efldist mjög þegar Nýsköpunastjórnin var mynduð og bæði Sósíalista flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn gengust í raun
Vilmundur Gylfason.
Hr. Ólafur Ragnar Grímsson.
21
Þorsteinn Pálsson.
Þorsteinn Pálsson á að hafa verið handvalinn til forystu af Geir og Morgunblaðsmönnum. Hann hafði þótt standa sig vel sem formaður Vinnuveit endasambandsins, en reyndist síðan hafa svipaða galla og Geir, virkaði stífur í fjölmiðlum og náði aldrei vopnum sínum sem formaður. Hvorki Þor steinn né Geir voru úthverfir eða karismatískir á þann hátt sem flokkurinn þurfti á að halda og þetta var síðan undirstrikað þegar ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar, sem mynduð var 1987, klofnaði í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Eftir það hófst markviss vinna í Sjálfstæðisflokkn um, undir forystu Friðriks Sophussonar og Harðar Sigurgestssonar, við að móta það hver yrði stefna flokksins kæmist hann í ríkisstjórn á nýjan leik. Þeir munu hafa notið aðstoðar Steingríms Ara Arasonar og fleiri við þetta starf. Þegar Viðeyjarstjórnin var mynduð var það grundvöllur „hvítbókar“ sem Hreinn Loftsson og Guðmundur Einarsson, aðstoðarmaður Jóns Sigurðssonar, ritstýrðu, en Guðmundur hafði einmitt verið í Bandalagi jafnaðarmanna. Þeir Geir og Þorsteinn voru báðir fremur veikir leiðtogar, sem kom niður á stöðu flokksins allt tímabilið 1970-1990, raunar allt frá því Bjarni Bene diktsson féll frá og sjálfstæðismenn voru farnir að þrá öflugan leiðtoga. Leiðtoga af kalíber Bjarna Benediktssonar eða Ólafs Thors. Þegar Davíð kom fram felldi hann Þorstein úr leiðtogastóli og stóð síðan undir orðspori sínu, sem hann hafði aflað sér í borgarstjórn, sem harður og óvæginn, en karisma tískur leiðtogi.
Steingrímur Hermannsson.
tryggra stuðningsmanna. Þessi hópur hafi náð flokknum undir sig og fengið aðgang að öllu því skipulagi, hálfgerðri leyniþjónustu þúsunda manna sem frá segir í ævisögu Gunnars Thoroddsen eftir Guðna Th. Jóhannesson, skrímsli sem náði um allt samfélagið og gaf upplýsingar um hvaðeina sem forystan þurfti á að halda. Þeir sem best þekkja til starfa Davíðs á þessum árum telja þó að áhrif öfganýfrjálshyggjumanna eins og Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar hafi verið ofmetin. Á tímabilinu 1990-2000 hafi Davíð fremur hlustað á ráð manna eins og Jóhannesar Nordal, Harðar Sigurgestssonar, Friðriks Sophus
22
Evrópusinninn Davíð skiptir um skoðun
Um 1990 var Davíð enn þá Evrópusambandssinni, andstætt Þorstein Pálssyni til að mynda. Ýmislegt sem eftir hann er að finna frá þessu skeiði sýnir tiltölulega frjálslyndan stjórnmálamann, með ágæt tengsl við frjálslynda hugmyndastrauma sem til dæmis er að finna í breska íhaldsflokknum. Á þessum tíma urðu hins vegar breytingar í Evrópu sambandinu þegar Maastricht-samkomulagið var gert og afstaða Davíðs breyttist. Flokkurinn þrengd ist, ásýndin harðnaði. Harðar var tekið á andstöðu innan flokksins, eins og þeir Kristján Pálsson og Sverrir Hermannsson hafa meðal annars. Á ákveðnu augnabliki, að líkindum í kringum 1996, varð grundvallarbreyting. Til varð flokkur þar sem foringjadýrkun og dýrkun leiðtogans var í hásæti. Það var kominn sterkur formaður, sterkur leiðtogi með öllum kostum og göllum þess. Þegar þar var komið sögu fór Davíð Oddsson á ákveðinn stall, flokkurinn var hann og hann var flokkurinn. Um leið hvarf Davíð frá öllum hugmyndum um Evrópuaðild.
Sviðin grasrót, dapurleg arfleifð
Flokkurinn barinn til hlýðni
Sagan segir að Davíð hafi í kringum sig hóp sem hann hleypir að sér og ráðgast við, lítinn hóp
sonar, Jóns Steinars Gunnlaugssonar og náinna samstarfsmanna, eins og Ólafs Davíðssonar. Kjartan Gunnarsson hafi einnig verið mjög áhrifamikill á þessu tímabili en hann telst ekki nýfrjálshyggju maður heldur íhaldsmaður af gamla skólanum.
Geir Hallgrímsson.
Arfleifðin kemur í ljós þegar menn stíga til hliðar. Ekkert hafði sprottið í þessum stóra skugga. Á skeiði Davíðs til 2005 var grasrótin í flokknum orðin býsna sviðin. Það varð fátt um fína drætti þegar losnaði um heljartökin sem hrammurinn
hafði – persónutöfrar Davíðs héldu nánast einir flokknum saman. Geir Haarde var farsæll teknókrati en hefur verið kallaður ídealískur frjálshyggjufauti í efnahagsmálum. Hann var ef til vill einn af þeim fáu sem gat unnið við hlið Davíðs sem maður nr. 2, en afstaða hans til efnahagsmála var hans Akkilesar hæll. Það varð hrun. Eftir stóðu í Sjálfstæðisflokkn um systkinin stjórnleysi og ráðleysi.
Hvað ef?
Jón Baldvin Hannibalsson ritaði eftirfarandi á árinu 2007 um EES-samninginn og pólitískar afl eiðingar hans: Vinstristjórnin, sem bar stjórnskipulega ábyrgð á samningsniðurstöðunni, hélt velli í kosningunum vorið 1991. Vinstristjórnin hefði því væntanlega setið áfram við völd kjörtímabilið 1991-1995, ef forystumenn Framsóknaflokks og Alþýðubandalags hefðu ekki í kosningabaráttunni snúið baki við EES-samningnum. Það voru mikil pólitísk mistök, sem dregið hafa langan slóða á eftir sér. Stjórnmálaþróunin hefði trúlega orðið öll önnur en hún varð. Davíð Oddsson hefði orðið að láta sér leiðast í stjórnarandstöðu. Örlög Framsóknarflokksins hefðu getað orðið öll önnur og þekkilegri en nú er orðið. Og samruninn á vinstrivæng hefði trúlega tekist betur á grundvelli vaxandi gagnkvæms trausts í stjórnarsamvinnu.
Davíð Oddsson.
Jón Baldvin.
Jón Baldvin ræðir síðan ástæður þess að Davíð Oddsson skipti um skoðun á Evrópumálum á tíma bilinu 1991-1994. Hann telur að meginástæðan fyrir því hafi verið þörfin á því að halda Sjálfstæðisflokkn um saman. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf notið þess hver su ótrúlega breiður hópur stendur að honum. Hluti bænda, heildsalar, verslunarmenn, iðnrekendur, útgerðarmenn, embættismenn og sjálfstæðir at vinnurekendur af ýmsu tagi hafa síðan 1929 í megi natriðum setið á sátts höfði í einum mjög stórum flokki og tilraunir til klofnings eða stofnunar nýs hægriflokks hafa alltaf mistekist. Árangurinn hefur verið eftir því: Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf notið fylgis á milli 30 og 40% kjósenda. Jón Baldvin telur að áhrif útgerðarmanna hafi verið afgerandi varðandi stefnubreytingu Davíðs, þeir hafi ekki viljað ganga í Evrópusambandið eða
gefa eftir á nokkurn hátt gagnvart því. Jafnframt hafi Sjálfstæðisflokkurinn aldrei viljað gefa eftir stuðning bænda og því stutt það sem Jón Baldvin kallar búverndarstefnuna. Hannes Hólmsteinn hafi fengið að tala um frjálshyggju en í raun hafi ekki verið gert upp við „innilokunarstefnuna“, sem hér hefur verið nefnd samfélagssáttin. Það er vissulega áhugavert að leiða hugann að því hvað gerst hefði ef Alþýðubandalag og framsóknar menn hefðu gengist inn á Evrópuvináttu 1991, eins og Jón Baldvin vildi. Ímyndum okkur að Íslending ar hefðu gengið inn í Evrópusambandið um leið og Finnar og Svíar 1995 og tekið upp evru. Það leiðir hugann að afdrifum Írlands, Grikklands og fleiri ríkja í hruninu. Í stað þess hvarf Sjálfstæðis flokkurinn eftir 1995 frá þeirri opnun sem verið hafði í gangi allt frá því um 1983 og hafnaði aðild að Evrópubandalaginu. Það bjargaði í raun því sem bjargað varð í hruninu.
Haldið í arfleifð
Arfleifð þjóðfélagssáttarinnar 1930-1980 eða svo var í rauninni aldrei kastað fyrir róða að fullu þrátt fyrir tilraunir til uppgjörs við hana á 8. og 9. áratug num. Erlendu útgerðarauðvaldi var ekki hleypt
inn á fiskimiðin á ný og erlendum landbúnaðarrisa fyrirtækjum ekki leyft að nema hér land á neytenda marki. Það er lykilatriði í skilningi á sögu Sjálfstæðis flokksins á sl. 20 árum. Það var samt gengið talsvert langt í opnun samfélagsins og nútímavæðingu, með samþykki allra hinna hefðbundnu stjórnmálaflokka, og Sjálfstæðisflokknum verður því ekki einum kennt um afleiðingarnar, hrunið mikla.
„Á þessum tíma urðu hins vegar breytingar í Evrópusambandinu þegar Maastricht-samkomulagið var gert og afstaða Davíðs breyttist. Flokkurinn þrengdist, ásýndin harðnaði.“ 23
Hvað vilt þú gefa
karli þínum í jólagjöf, frú mín góð? – Hver kannast ekki við þá hugarkvöl að finna hentuga, fallega, og skemmti lega jólagjöf handa karlinum á heimilinu? Hvað á það að vera þetta árið? Peysa, bindi, lúffur, flaska af góðu víni, áskrift að Mannlífi eða dekurdagur á einhverri líkamsræktarstöðinni í bænum? Allt eru þetta góðar hugmyndir en hér eru nokkrar sem þér datt ef til vill ekki í hug.
Burt með bumbuna Er byrjað að síga á ógæfuhliðina bumbulega séð? Er þyngdaraflið farið að toga aðeins í? Ekkert mál: Hreyfing býður upp á fjölbreytt námskeið sem kippir þessu í liðinn. Clubb Fitt-námskeiðið gefur þrjá einkatíma og er með almenna tíma í þrekhring þar sem kílóin leka af. Fullur aðgangur allan sólarhringinn er að stöðinni svo engin afsökun dugar varðandi lokunar tíma eða tímaleysi hans. Verð 19.900 kr.
Leynist kokkur í karli? Flestir karlmenn hafa gaman af því að stússast í eldhúsinu en eiga það jafnan sameginlegt að vera frekar einhæfir í eldamennskunni. Þeir hjá 19du hæðinni í Turninum í Kópavogi hafa boðið uppá skemmtileg matreiðslunámskeið sem öllum körlum er holt að fara á. Sushi nám skeiðin voru vinsæl í Turninum en reglulega er boðið uppá skemmtileg námskeið víða í bænum þannig að ómögulegt er að gefa verðhug myndir hér. Best er að fara inn á matreiðslunámskeið.is til að fá það sem hentar þínum klára kokki
Búðu til dellukall Alla litla stráka dreymir um að fljúga flugvélum, litlum sem stórum, og sumir láta verða af því að láta drauminn rætast og ganga alla leið, þ.e. verða flugmenn. Flugskóli Íslands er með kynningarflugtíma sem varir í 20 mínútur á 8.000-10.000 kr. þar sem karlinn fær að stýra Cessnu 152 II eða Cessnu 172 SP með reyndum flugkennara. Ef karlinn er alger töffari þá væri ráð að splæsa klukkutíma í þotuþjálfa (simulator) á krónur 17.000. Æðisleg upplifun sem kannski gæti orðið að einu stóru flugævintýri fjölskyldunnar. 24
Aukið úthald og vöðvastyrkur með
AstaZan andoxunarefni ™
• Lagar stirðleika, eymsli og bólgur
Master Cesar Rodriguez 50 ára, margfaldur verðlaunahafi á heimsmeistaramótum.
• Flýtir endurheimt eftir áreynslu
Fyrrum þjálfari ólympíuliðs Mexikó.
• 62% meiri vöðvastyrkur á 12 vikum*
Meðlimur í Taekwondo “Hall of Fame”. Þjálfari hjá íþróttafélaginu Ármanni.
’’Vegna gamalla íþróttameiðsla og margra ára álags á bak, mjaðmir og hné gat ég ekki sparkað há spörk án verkja og átti erfitt með að halda jafnvægi. Strax eftir að ég fékk Lifestream AstaZan hurfu allir verkir, hef meiri úthald, liðugleika og styrk. Laus við bólgur og stirðleika. Líður vel í líkamanum þó ég sé að kenna og æfa frá morgni til kvölds, innri styrkur og einbeiting hefur líka eflst.
% hlutfall andoxunarvirkni í mg.
Lifræn bætiefni frá Lifestream hafa reynst mér betur en aðrar vörur sem ég hef prófað. Ég nota AstaZan daglega„.
Samanburður á andoxunarvirkni
Prentun.is
AstaZan eykur jafnramt upptöku og nýtingu líkamans á öðrum andoxunarefnum.
Evrópumeistari 2012 í Soo-bahk-do Þriggja mánaða tvíblind rannsókn* Lútein andoxunarefni sem styrkir sjón gegn töluþreytu, sól og hrörnun í augnbotnum.**
1 hylki á dag. Virkar s trax!
*Malmsten, Curt, L. Dietary supplementation with astaxanthin-rich algal meal improves muscle endurance – a double blind study. Karolinska Institute, Sweden. 1998. ** Method of retarding and ameliorating central nervous system and eye damage. U.S. Patent #5527533.
Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaup, Nettó, Fríhöfninni.
www.celsus.is
„Líklega hefði verið betra
að fara á hausinn
í hruninu eins
og allir hinir“ Rithöfundurinn Einar Kárason ræðir við Margeir Pétursson í Úkraínu Texti: Einar
Kárason Myndir: Yurko Dyachyshyn
Nú í byrjun nóvember 2012 hitti undirritaður bankamanninn og skákmeistarann Margeir Pétursson á heimaslóðum hans í Úkraínu. Við höfðum reyndar hist þar einu sinni áður, það var fyrir rúmu ári þegar góðvinur og gamall skólabróðir þess sem hér setur orð á blað átti erindi til Úkraínu til að tala við þarlenda menn sem buðust til að smíða fyrir hann seglskútu. Hann vildi hafa með sér ferðafélaga og bauð mér að slást í för. Við fréttum svo að samlandi vor, Margeir Pétursson skák meistari og bankamaður, stofnandi MP-banka sem við hann er kenndur, byggi nú og starfaði í Úkraínu. Við höfðum heyrt af honum þar í gegnum sameiginlega kunningja og sent hon um tölvupóst áður en við lögðum af stað. Margeir svaraði af ljúfmennsku, vildi fyrir alla muni að við næðum að hittast, en þessa helgi er við dvöldumst í landinu var hann þó búinn að munstra sig á skákmót í nágrannaríkinu Hvíta-Rússlandi; höf uðborginni Minsk. Hann ætlaði að koma akandi þaðan daginn áður en við héldum heim, og ef ferðir gengju greiðlega ættum við að ná að hittast í höfuðborginni Kiev, eða Kænugarði, þetta kvöld. Og brátt bárust frá honum boð, um að hann væri að aka inn yfir landamærin og tiltók útikaffihús í miðbænum þar sem gott væri að hittast. Við þangað. Gerðu jafntefli við landslið Sovétríkjanna
Margeir bauð strax af sér góðan þokka, þetta er maður af meðalhæð, fíngerður og örlítið álútur. Við þekktum hann ekkert áður, ég hafði séð hann skýra skák í sjónvarpi og síðar úttala sig um peningamál og bankastarfsemi. Skákmenn hafa á sér nördaorð eins og flestir kannast við, menn reikna heldur með að þeir geti verið dálítið skrýtnir; fræg er lýsing á skáksnillingum í „Manntafli“ eftir Stefan Zweig, og Íslendingar allir þekkja einn sinn frægasta ættleidda son, sjálfan Bobby Fischer; erkitýpu hins brjálaða snillings. Margeir tilheyrir kynslóð fjögurra jafn aldra sem voru börn þegar „Einvígi aldarinnar“ á milli Fischers og Spasskys var háð í Reykjavík 1972, og þessir fjórmenningar urðu þá svo helteknir af skák bakteríu að þeir áttu allir eftir að verða stórmeistarar; mynduðu meðal annars landslið sem átti eftir að ná ótrúlegum árangri á stórmótum; af 160 liðum sem 26
sendu sveitir á Ólympíuskákmót voru fjórmenningarnir að berjast í toppsætum við þjóðir Sovétríkjanna; fræg varð viðureign á Ólympíumótinu í Dubai 1986 þegar strákarnir okkar tefldu við sjálf Sovétríkin, sem skörtuðu bæði Kasparov og Karpov og töpuðu helst engri rimmu; þá gerðu strákarnir 2-2 jafntefli, og Margeir sem var á fjórða borði vann sína skák. Ég hafði ímyndað mér að Margeir gæti verið heldur þurr og húmorslaus mað ur, þannig virkaði hann í sjónvarpi, en þó mundum við ferðafélagarnir báðir eftir bróður hans, Haraldi heitnum, sem var samtíða okkur í fyrsta bekk í mennta skóla og þótti mjög frjór og skemmtilegur strákur. Hann réð sig á síldarbát sem fór til veiða í Norðursjónum, en þar lenti sá efnisdrengur í slysi og drukknaði í höfninni í Hirtshals í Danmörku. Og maður var fljótur að átta sig á því í samræðum við Margeir þetta kvöld að hann gat ekki síður verið skemmtilegur en bróðir sinn heitinn. Margeir var orðinn mjög fróður um sögu og menningu ríkja Austur-Evrópu, vitnaði gjarnan í Árna Bergmann og hans skrif um þjóðir þessara landa, ekki síst sögulegu skáldsögu na hans um Þorvald víðförla, auk þess sem Margeir talar rússnesku reiprennandi, hafði tekið uppá því að læra hana meðan hann stundaði skákina af sem mesta kappi. En ef menn vildu lesa sig til um það sem nýjast og best var skrifað í skákfræðum þurftu menn helst að kunna það mál.
Skemmtilegur með pókerfeis
Ég þóttist líka sjá að svipurinn sem Margeir hafði komið sér upp og gat virst durts legur í sjónvarpi var eitthvað af því tagi sem menn kalla pókerfeis, að sýna ekki svip brigði, og getur eflaust komið sér vel í skák og bankabissnes. Enda reyndist Margeir okkur vera bæði stórskemmtilegur og sérlega greiðvikinn náungi. Margeir var semsé nýkominn frá Minsk í Hvíta-Rússlandi, eða „Belarús“ eins og hann kallaði það stundum að hætti heimamanna, en ég hafði stundum heyrt mis jafnlega látið af þeirri borg; heyrt sagt hana vera dæmi um leiðinlegan byggingarstíl kommúnistaríkjanna og almennt um Austur-Evrópu grámann. Ég sagðist hafa spurt að þetta væri heldur ljótur og leiðinlegur staður, vitnaði til orða einhvers sem ég hafði hitt sem sagði að helsta attraksjón Minsk væri sú að þaðan væri stutt til Tsjérnóbil. En Margeir glotti og bandaði frá sér hendinni og sagði að Minsk væri frábærlega fín og vel skipulögð borg. Og útskýrði fyrir mér: Minsk var jöfnuð við jörðu í seinni heimsstyrjöldinni. Eftir stríð voru svo eitthvað rúmlega hundrað þúsund stríðsfangar á svæðinu. Og heimamenn bentu á rústirnar og sögðu við fangana: „Sjáið, hvað þið hafið gert. Þið verðið að laga þetta.“ Svo að borgin er endurbyggð af ítölskum hönnuðum og þýskum verkfræðingum, og ber þess vitni.
27
Margeir útskýrði líka eitt og annað um samfélagsþróunina í Úkraínu og sagði að hrun Sovétríkjanna hefði ekki eingöngu leitt blessun og framfarir yfir þegnana. Eins og til dæmis með heilbrigðismálin, á tíma kommúnismans voru spítalarnir kannski ekki sérlega flottir, en læknarnir voru vel menntaðir og allir höfðu aðgang að þeim. En núorðið mega þeir bara drepast sem veikjast en hafa ekki efni á læknis kostnaði.
Vildi ekki kynnast Fischer
Ég vildi að sjálfsögðu heyra sögur úr skákheiminum, hann hefur mér alltaf þótt spennandi. Spurði Margeir meðal annars um kynni hans af Bobby Fischer, ekki síst síðustu æviárin eftir að hann fékk hæli á Íslandi. En Margeir sagðist hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að kynnast honum ekki, til að forðast djúp vonbrigði. Fischer var hans hetja og fyrirmynd í æsku; maðurinn sem barðist við og sigraði ofureflið. En svo mátti sjá hann eftir að hann birtist á sjónarsviðinu á ný sem hrækj andi og froðufellandi gyðingahatara, það var ekki þess virði að verða vitni að því. Einhvern tíma á árunum meðan Margeir var að stofna og byggja upp MP bank ann á Íslandi hafði hann ásamt íslenskum samstarfsaðilum keypt banka í vestur hluta Úkraínu, kenndan við borgina Lviv. Og er við lögðum á ný leið okkar í austur veg, nú í nóvember 2012, var ákveðið að heimsækja skákmeistarann.
Á slóðum góða dátans Svejk
Við sátum á heimili hans í Lviv, sem Pólverjar kalla Lvov, en borgin tilheyrði þeim þar til Þýskaland og Sovétríkin gerðu griðasáttmálann árið 1939 og innlimuðu svo hvorir sinn part af Póllandi, og hófst við það seinni heimstyrjöldin. Eftir stríð þegar Pólland var endurreist skiluðu svo Sovétmenn ekki sínum parti, og nú telst þetta landsvæði vera vesturhluti Úkraínu. Fyrir lok fyrri heimstyrjaldarinn ar hét þetta land hins vegar Galisía og heyrði undir Austurríki-Ungverjaland,
„Það var mjög mikilvægt að vinna sigur í þessum slag,“ segir Margeir; „menn héldu kannski að þar sem við værum útlendingar myndum við lyppast niður.“ 28
eða Habsborgaraveldið, sem góði dátinn Svejk var sendur til að berjast fyrir og segir frá í hinni frægu bók Tékkans Jaroslav Hasek, og berst einmitt leikurinn á þessar slóðir, og kallaðist borgin þá Lemberg. Það er einmitt stytta af Svejk við veitingastað hjá aðaltorgi borgarinnar, sem hefur á sér yfirbragð Habsborgaranna; minnir á Vín og Prag og Búdapest, og líka Kraków sem einnig tilheyrði Galisíu. Það hentar manni eins og Margeiri, með áhuga á menningu, landafræði og sögu að búa á svona stað. Og inni í stofunni hans í Habsborgarlegu húsi frá 19. öld, og var byggt á sínum tíma yfir austurrískan banka, erum við sestir hjá afar litríku skák borði, en Margeir skýrir fyrir mér að taflmennirnir eigi að tákna herlið þeirra Péturs mikla Rússakeisara og Karls tólfta Svíakonungs í orrustunni við Poltava árið 1709.
Börðu okkar menn og hentu þeim út af svæðinu
Ég velti því fyrir mér þar sem við sátum við taflborðið hvort ekki væri flókið fyrir útlending að stunda viðskipti í þessu framandi landi. Margeir glotti að því og sagði spillinguna mikla, og það versta væri að hún virtist fara heldur vaxandi. Hann sagði mér sem dæmi um það söguna af kassagerð sem lenti í höndum hans og hans manna. Kassagerðin í Lviv var í viðskiptum við Bank Lviv áður en íslenskir aðilar tóku við rekstri hans. Eftir hrunið 2008 lenti hún í vandræðum og bankinn hugðist ganga að veðum sínum í eigninni. Það gekk hins vegar mjög illa þar sem eigendur hennar voru afar vel tengdir og með góðan aðgang að lögreglu og dómstólum. Það var ekki fyrr en eftir tveggja ára þóf að það tókst með harðfylgi ræðismanns Íslands í Úkraínu að ná yfirráðum yfir henni sumarið 2011. Hann náði að koma helstu löggæsluyfirvöldum borgarinnar saman á fund og útskýrði að það gengi ekki að neita bankanum um lögmætan rétt sinn. Það hafðist, en þá tók þó ekki betra við, einn góðan veðurdag renndi flutningabíll inn á svæðið og var hleypt í gegnum varðhlið. Bílstjórinn þóttist vera að afhenda vöru og sagðist þurfa að fá kvittunina stimplaða. Þegar komið var með stimpil fyrirtækisins þusti hópur út úr skottinu, börðu okkar menn, hentu þeim út af svæðinu og hirtu stimpil inn, sem skiptir lykilmáli hér um slóðir. Þetta var svona tilbrigði við Trójuhestinn. Það tók þrjá mánuði til viðbótar að ná aftur yfirráðum, þá skipti miklu máli að skipt var um öryggisgæslufyrirtæki, en það hafði okkur láðst að gera í fyrra skipt ið. Nú gengur verksmiðjan vel en það þarf að kosta upp á verði með alvæpni allan sólarhringinn. Framkvæmdastjóri verksmiðjunnar, einn þeirra sem hafði verið laminn í Tróju -innrásinni er aftur kominn til starfa. „Og maður treystir mönnum sem hafa látið lemja sig fyrir mann,“ bætir Margeir við. „Hann heitir reyndar Ingvar Helgason, eða Igor Olegovits.“
„Það var mjög mikilvægt að vinna sigur í þessum slag,“ segir Margeir; „menn héldu kannski að þar sem við værum útlendingar myndum við lyppast niður. En eftir þetta sáu menn að það að þvælast fyrir Bank Lviv með mútum og yfirgangi borgaði sig ekki.“
Bank Lviv er í eigu Íslendinga
„Bank Lviv var stofnaður í Sovétríkjunum 1989 og er því orðinn 23 ára, sem þykir mikið hér. Við höfum ráðið honum í sjö ár, þar af síðustu fjögur í alþjóðlegri banka kreppu. Þetta var lítill banki, en hefur vaxið mjög. Svíar og Þjóðverjar fjárfestu hér í bönkum skömmu á eftir okkur en hafa allir gefist upp og farið. Við höfum hins vegar að því leyti notið góðs af því að við höfum styrkt mjög okkar starfs mannahóp sem er nú orðinn mjög reyndur og flinkur.“ Hverjir eiga bankann? „Það er hlutafélag í eigu íslenskra aðila og mitt verkefni er að gæta hagsmuna þess.“ Margeir fæddist árið 1960 inni í Sólheimum og gekk í Vogaskóla. Þaðan lá leið in í MH þar sem hann segist hafa verið hálfgerður atvinnumaður í skák. Hann fór fyrst á Ólympíuskákmót 1976, þá sextán ára og var 1. varamaður, en síðast í Armeníu 1996, á fyrsta borði. Hann lauk lögfræðiprófi 1984 og fór að vinna í Bún aðarbankanum. Varð stórmeistari í skák 1986, efir að hafa unnið hið fræga Hastings mót og gerðist atvinnumaður 1988. Í gegnum skákina lærði hann ekki bara rúss nesku heldur kynntist hann líka fjármálaheiminum í gegnum erlenda kollega sína, og ekki síst er hann hann tefldi á mótum sem svissneskir bankar héldu. Hann byrjaði að mjaka sér út úr skákinni 1992 og hóf þá á ný háskólanám, nú í hag fræði. Og rétt áður en því námi lauk stofnaði hann fyrirtækið MP verðbréf, sem seinna varð að MP banka. Hann missti yfirráðin yfir MP bankanum fyrir rúmum tveimur árum, eins og nánar verður vikið að, og hefur síðan dvalist að mestu leyti hér í Úkraínu við að reka Lviv-bankann. Sigríður, kona hans, heldur heimili þeirra í Hlíðunum í Reykjavík, og þar býr líka einkadóttirin Elísabet, lífeðlisfræðingur og langhlaupari, sem segir stundum veðurfréttir á Stöð 2.
ég að ég var of bjartsýnn. MP banki stóð af sér hrunið og skilaði hagnaði á árinu 2008. Bankinn fékk umsókn sína um viðskiptabankaleyfi afgreidda í október 2008 og varð þar með eini íslenski viðskiptabankinn með hreinan skjöld gagnvart erlendum lánardrottnum. Ég man hvað það kom okkar erlendu lánardrottnum á óvart þegar við greiddum okkar skuldbindingar á gjalddaga. Eftir hrunið virtist svo sem Byr Sparisjóður stæði mjög vel að vígi en það var samstarfsaðili okkar og hluthafi. Sparifjáreigendur tóku út fé úr þremur stóru föllnu viðskiptabönkunum og lögðu inn hjá Byr. En Byr náði því miður ekki vopnum sínum, eignasafnið reyndist lakara en uppgjör höfðu gefið til kynna og deilur innan Byrs gengu svo endanlega frá honum. Það var þó mikið reynt til að bjarga Byr af hálfu stjórnmálamanna sem stofnfjáreigendur virtust hafa greiðan aðgang að, hann var endurreistur með ærn um tilkostnaði á árinu 2010, en aðeins hálfu öðru ári seinna var allt komið í sama horf og Byr afh entur Íslandsbanka.
Ríkið gaf frá sér 850 milljónir
Vorið 2009 urðu þau tíðindi að rekstur SPRON var stöðvaður. Byr var jafnframt að missa flugið. Fyrrverandi starfsmenn SPRON höfðu þá samband og úr varð að við sömdum við slitastjórn SPRON um að yfirtaka stóran hluta rekstrarins. Fyrir þetta vorum við tilbúin að greiða 850 milljónir króna, sem hefðu komið beint til lækkunar á skuldbindingum ríkissjóðs vegna SPRON. Þessu var þó hafnað af fjármálaráðuneytinu og fékk ég það staðfest í símtali að ástæðan var ótti við að MP banki sem naut mikilla vinsælda og var í uppgangi myndi ná til sín óþægi lega stórum hluta af innlánum í bankakerfinu. Þetta myndi þýða að vandamál yrði að fjármagna eignir nýju bankanna. En ríkið gaf frá sér þessar 850 milljónir. Við vorum þó ekki af baki dottin eftir þetta og hófum viðskiptabankastarf semi með opnun útibús fyrir almenning. Þetta gekk mjög vel og viðskiptavinir streymdu til okkar. Aukning innlána var gríðarlega mikil og fjármögnun bankans og lausafjárstaða var með eindæmum góð. Samt voru þetta ekki nema 2-3% af heild arinnlánum kerfisins og þessi góða lausafjárstaða gaf okkur fyrst og fremst færi á
Einbeitti sér að skákinni eftir bróðurmissinn
Við vorum komnir í austurhluta landsins daginn eftir, Margeir slóst í för til að hitta mennina sem eru að byggja seglskútu. Þarna er öðruvísi um að litast en í hinni miðevrópsku Lviv; við vorum komnir fast að landamærum Rússlands, enda hafði Margeir sagt okkur: „Þarna erum við bara komnir í gamla Sovétið.“ Við sátum að kvöldlagi veitingastað og ég spurði Margeir um þá lífsreynslu að missa bróður sinn í slysi á unga aldri. Og sagan sem hann sagði mér var nokkurn veginn svona: „Við Halli vorum nánir, hann var fimm árum eldri en ég, og ég leit auðvitað mikið upp til hans. Við háðum mjög langt innbyrðis skákeinvígi okkar í milli. Hann var í fyrsta bekk í menntaskóla, en á vorprófunum féll hann; það var mikið um félagslíf og skemmtanir og einhvern veginn tókst honum að falla með naumindum. Á okkar heimili ríkti strangari agi en gengur og gerist og fallið þeim mun meiri vonbrigði. Það held ég að hafi átt sinn þátt í að Halli ákvað að fara ekki aftur í skóla næsta vetur, heldur bara á sjóinn. Hann var á síldarbát í Norðursjónum, og er þeir voru í höfn í Hirtshals hvarf hann. Þetta var 1. desember. Hans var leitað lengi áður en hann fannst í höfninni. Það var hræðilegur óvissutími. Þetta var árið 1972. Sama ár og „Einvígi aldarinnar“ á milli Fischers og Spasskys, sem kveikti fyrir alvöru í mér skákbakteríuna. Eftir þetta áfall varð allt mjög erfitt og ég fór að einangra mig, lokaði mig eiginlega inni í skákinni.“ Hefur unnið 25 alþjóðleg skákmót og áður en atvinnumannsferlinum lauk komst hæst í 22. sæti á heimslistanum „Það var um svipað leyti sem ég sá Fischer hrækj andi og froðufellandi í Svartfjallalandi, og hugsaði með mér að það væri óþarfi að verða svona góður! Framan af var ég bestur í varnartaflmennsku; að verjast og fara síðan í snarpa gagnsókn. – það átti reyndar eftir að breytast og ég varð meiri sóknarskákmaður þegar leið á ferilinn. En reynslan af þessari varnartaktík hefur reynst vel í þeim hremmingum sem yfir hafa dunið. Eins og með bankann hérna úti, staða hans í heimskreppunni var talin gjörtöpuð, en nú er hann að rétta úr kútnum, farinn að skila hagnaði og ég ætla að skila honum af mér með sóma. Sama er með MP bankann heima. Við komum honum í gegnum hrunið við illan leik, tefldum þar skák sem virtist töpuð, en hann starfar enn með sóma.
En við áttum eftir að tala um MP banka, og hvernig á því stóð að Margeir missti yfirráð yfir honum „Það hefði líklega verið betra að fara á hausinn í hruninu eins og allir hinir. Þá væri ég líklega að safna atkvæðum í prófkjöri frekar en að standa vörð um íslenskar eignir og hagsmuni úti í Úkraínu, því landi Evrópu þar sem erfiðast er að eiga viðskipti. MP banki var mjög vel undir það búinn að mæta hruni á Íslandi, en það var óger legt að gera sér grein fyrir því hversu algert hrunið í fjármálageiranum yrði. Ég var gagnrýndur á Íslandi fyrir að vera svartsýnn og sérvitur leiðindapúki, en eftir á sé
Einar Kárason og Margeir Pétursson að tefla.
„Eins og fram kemur í viðtalinu hefur Margeir lag á því að setja upp heldur svona óræðan svip - pókerfeis. Ágætur vinur þess sem þetta skrifar, mað ur sem um árabil hefur hrærst í íslenska viðskiptalífinu, sagði þá sögu að hann hefði í fyrsta sinn hitt Margeir inni á skrifstofu bankamannsins í MP banka. Vinurinn úr viðskiptalífinu var með sæmilega fjárhæð sem hann vildi festa í einhverju arðbæru og lagði dæmið fyrir Margeir, sagðist gjarnan vilja prófa að starfa með honum. Nefndi upphæðina sem hann var með og sagðist vilja svo og svo háa ávöxtun á hana, og þar sem þetta var á bóluárunum og völlur á íslenskum bissnesmönnum sagðist hann hafa haft ávöxtunarkröfuna allmyndarlega. Hann sagði að undir sinni digurbarka legri ræðu hafi hann verið í vafa um að Margeir væri yfirleitt að hlusta; annars vegar hafi hann gjóað augunum á sjónvarpsskjái sem birtu línurit yfir gengi hlutabréfa, en í hina röndina verið eins og hann væri að sofna. En þegar maðurinn lauk máli sínu opnaði Margeir augun, leit á hann og sagði: „Með þínar gróðahugmyndir, vinur, þá get ég eiginlega ekki ráðlagt þér neitt annað en að fara með peningana til Las Vegas.“ 29
Margeir býr í íbúð frá tímum keisaradæmisins Austurríki-Ungverjalands. Bæði af íbúðinni og glæsilegri breiðgötunni er erfitt að átta sig á því hvort við séum stödd á 21. öld eða þeirri nítjándu. „Tímaleysi er þema íbúðarinnar“ segir Margeir.
að halda okkar sterku stöðu sem stærsti viðskiptavakinn með skuldabréf íslenska ríkisins. Það var mikill meðbyr og við fórum að finna fyrir hræðslu og tortryggni í okkar garð af hálfu keppinautanna, nýju bankanna sem höfðu verið reistir á rúst um bankanna sem urðu gjaldþrota. Þeir vissu að við höfðum allt sem þurfti til keppa við þá og með miklu hagkvæmari rekstur. Bankastarfsemi á 21. öld fer að mestu leyti fram við sjálfsafgreiðslu á Internetinu. Engin þörf er á dýrri yfirbygg ingu. Sú staðreynd að 5% af þjóðarframleiðslu Íslands fari í rekstrarkostnað banka kerfis er auðvitað brjálæðislegt.
Fjármálaeftirlitið braut gróflega á okkur og lak öllu í fjölmiðla
Síðla árs 2009 fór af stað atburðarás sem varð til þess að stöðva uppgang MP banka. Sérstakur saksóknari fór í húsleit og handtökur hjá Byr og MP banka vegna útlána sem Byr veitti. Forráðamenn Byrs hafa síðan verið dæmdir brotlegir í Hæstarétti í svonefndu Exeter-máli, en fyrrum framkvæmdastjóri MP banka þarf enn þann dag í dag að svara til saka fyrir lánveitingu sem hann gat augljóslega ekki borið ábyrgð á. Hann hefur verið sýknaður í fjölskipuðum héraðsdómi af öllum dómur um. Að þessu máli skuli að hluta til hafi verið beint gegn okkur held ég að hafi verið vegna þrýstings frá ákveðnum hópi stofnfjáreigenda í Byr sem héldu að þeir gætu bjargað stofnfé sínu með því að varpa ábyrgð yfir á okkur. Einnig kom þetta samkeppnisaðilum mjög vel. Á sama tíma vorum við í sameiginlegri hags munagæslu fyrir okkur og Byr. Með harðfylgi tókst okkur að ná hlutabréfum í breska knattspyrnufélaginu West Ham út úr þrotabúi Björgólfs Guðmundssonar. Þetta kom Byr enn meira til góða en okkur, en í því máli virtust þeir áhugalausir um að gæta hagsmuna sinna. Annað áfall kom um miðjan desember 2009 þegar Fjármálaeftirlitið fór í vett vangsrannsókn hjá okkur. Þetta hafði gerst áður, en nú ætlaði FME greinilega að bæta upp slæleg vinnubrögð í föllnu bönkunum og tók MP banka hreinlega í gíslingu. Eftir langa rannsókn komust þeir að því að við værum sekir um að vera með stórar áhættuskuldbindingar gagnvart tengdum aðilum upp á 126% af eigin fé, en hámarkið er 25%. Við þurftum að fara í dómsmál til að hnekkja þessari lögleysu og unnum það bæði fyrir Héraðsdómi og Hæstarétti. Á meðan var þessu öllu lekið skilmerkilega í fjölmiðla.
„Það hefði líklega verið betra að fara á hausinn í hruninu eins og allir hinir. Þá væri ég líklega að safna atkvæðum í prófkjöri frekar en að standa vörð um íslenskar eignir og hagsmuni úti í Úkraínu, því landi Evrópu þar sem erfiðast er að eiga viðskipti. 30
31
Þarna braut FME gróflega á okkur, en eins og Már Guðmundsson, Seðlabanka stjóri, sagði við mig á fundi niðri í Seðlabanka um þetta leyti, þegar við reyndum að fá leiðréttingu okkar mála, „eftirlitsaðilar voru of linir fyrir hrun, nú eru þeir e.t.v of harðir, en þannig er þetta bara“. Þetta var nú það umhverfi sem við mátt um búa við eftir að hafa lifað hrunið af. Hitt sem FME gagnrýndi var okkar erlenda eignasafn, sem það vildi færa stórlega niður og viðurkenndi jafnvel ekki fasteignaveð. Seðlabankinn var einnig stanslaust á bakinu á okkur fyrir mikla gjaldeyrisskekkju sem við vorum með. Hún kom til af því að fyrir hrun höfðum við reynt að spenna beltin og komið okkur upp varasjóðum í gjaldeyri. Þeir stórhækkuðu í verði við fall krónunnar og þannig varð misvægið til. Ef við hefðum fengið að nota þennan mikla forða í núverandi gjaldeyrisútboðum Seðlabankans þá hefðum við hagnast gríðarlega. En það átti fyrst að ná forðanum af okkur og síðan slaka á höftunum.
og fremst eftir eignum í Úkraínu og víðar. Ég var mjög ósáttur með fjárhagslegu niðurstöðuna fyrir mína hönd en eftir á sé ég að það var hreint kraftaverk að það náðist að sigla gegnum alla þá gjörningavinda sem á móti okkur blésu. Það var eins og tekin hefði verið ákvörðun í kerfinu um að á Íslandi ætti ekki að vera sjálf stæður banki starfandi. Fjármálaeftirlitið reyndi allt til að koma MP banka undir slitastjórn, þótt lagaskilyrði væru ekki fyrir hendi. Þeir reyndu hvað eftir annað að hræða stjórn bankans til að gefast upp, en sem betur fór stóð hún í báða fætur. Á meðan nýja stjórnin var að greiða úr málum þá kaus Seðlabanki Íslands að vega að MP banka í haustskýrslu sinni 2010 að því er virtist til að reyna að fram kalla áhlaup sparifjáreigenda á bankann. Þá gerði þrotabú Kaupþings háa kröfu á okkur og gengu fram með þeim hætti að þeim virtist mikilvægara að stöðva rekstur bankans en fá kröfur sínar greiddar. Á sama tíma og þetta gekk á þá jós ríkið milljörðum í vonlausa sparisjóði og fjármálafyrirtæki sem voru í náðinni. Við fengum hins vegar ekki krónu frá ríkinu og ekki einu sinni aðlögunartíma að nýjum og breyttum aðstæðum. Ég er afar ánægður og stoltur af því að MP banki er starfandi í dag sem sjálfstæður viðskiptabanki þótt ég hafi enga fjárhagslega hagsmuni af rekstri hans, öðruvísi en sem viðskiptavinur. Það sem mér hefði þó fundist sárgrætilegast ef við hefðum þurft að gefast upp var að okkar ágæta starfsfólk hefði þá misst vinnuna, sem það átti síður en svo skilið. Það stóð sig frábærlega vel fyrir og eftir hrunið. MP banki náði að verja eignasöfn viðskiptavina að fullu á árinu 2008. Starfsmenn föllnu bankanna þar sem viðskiptavinir töpuðu ógrynni fjár, eru flestir enn við störf. Það hafa komið til mín menn sem hafa sagt mér að ef ekki verið fyrir MP banka þá hefðu þeir tapað öllu sínu sparifé. Það var því til einhvers barist og ég vona að starfsfólk MP banka haldi áfram á sömu braut.
Margeir ásamt ræðismanni Íslands í Úkraínu, Konstantyn Malovanny, lengst t.v. og framkvæmdastjórn Bank Lviv.
Stillt upp við vegg af slitastjórn Landsbankans
Þessar slæmu fréttir af fyrirtækinu ollu því að innlánavöxtur hægði mikið á sér. Flestallir viðskiptavinir héldu tryggð við okkur, en þeir sem höfðu velt því fyrir sér að skipta um banka hafa líklega velt fyrir sér hvort við værum ekki bara jafn slæmir og hinir. Eftir þessi áföll í lok árs 2009 tók ekki betra við í janúar 2010. Þá bættust við slitastjórnir föllnu bankanna. FME boðaði okkur á sinn fund og tilkynnti okkur að slitastjórn Landsbankans hygðist gera á okkur 7,5 milljarða kröfu vegna riftunar á uppgjöri. Þetta var meira en eigið fé bankans og kom okkur gersamlega í opna skjöldu. Þarna var slitastjórnin að reyna að notfæra sér það að Landsbankinn fór í þrot og ýmsar ráðstafanir hugsanlega riftanlegar samkvæmt gjaldþrotalögum. Við fengum tvö lögfræðiálit sem skýrlega tóku á því að slitastjórnin ætti engan rétt. En hún hafði engu að tapa á meðan að við gátum ekki birt uppgjör með svona stóran óvissuþátt. MP banki hafði aukið hlutafé um áramótin 2009-2010 en hefði betur látið það ógert með þessi ósköp hangandi yfir sér. Nú voru allar frekari hlutafjáraukningar til að fjármagna vöxt bankans óhugsandi. Skilaboð frá FME voru þau að við yrðum með einhverjum hætti að semja og klukkutíma fyrir aðalfund bankans sem var frestað fram í lok júní 2010 samdi ég um að greiða 750 milljónir króna, gegn betri vitund. Venjulegt fyrirtæki sem fær á sig umdeil anlega kröfu getur varist fyrir dómstólum, en fyrir viðskiptabanka sem þarf að uppfylla strangar kröfur er það óhugsandi með öllu. Viðskiptasiðferði þessara skilanefnda og slitastjórna er með ólíkindum, skilaboðin voru þau að þeim væri alveg sama þótt við færum á hausinn og þeir fengju ekki neitt. Þeir hirtu ekki einu sinni um að fá sjálfstætt lögfræðiálit og höfnuðu gerðadómi. Eftir öll þessi ósköp sá ég að ekki væri vært á innlendum markaði. Ég ákvað að víkja sem stjórnarformaður og fékk ágætan mann Ragnar Þ. Guðgeirsson í minn stað, en hann hafði einmitt hjálpað til við að ýta MP verðbréfum úr vör á sínum tíma á árunum 1999-2000. Einnig kom Jón Gunnar Jónsson, sem nú er forstjóri Bankasýslu ríkisins, inn í stjórnina. Ég einbeitti mér hins vegar að erlendu starf seminni og þar veitti ekki af. Mér var mjög létt við þessa tilhögun og gat snúið mér alfarið að rekstri í Litháen og í Úkraínu. Reksturinn í Litháen var útibú MP banka en Úkraína var á vegum íslenskra fjárfestingarfélaga. Nærri allir okkar samstarfsaðilar um rekstur í Úkraínu höfðu þá helst úr lestinni, misstu sína hluti eða höfðu farið í þrot í hruninu heima.Við vorum því alfarið með þetta á bakinu.
Yfirvöld reyndu að knésetja MP banka
Með nýjum stjórnarmönnum í MP banka blésu nýir vindar og þeim tókst að selja bankann á Íslandi og útibúið í Litháen. Við, fyrri hluthafar, héldum fyrst 32
Í kassagerðinni sem stríðið stóð um.
Margeir hefur mikinn áhuga á sögu þeirra slóða sem hann ferðast um. Þegar ég var úti að taka við hann viðtalið sagði hann mér að hann færi á næstu dögum að funda í héraðinu Zakarpatia, sem Jósef „frændi“ Stalín hefði innlimað í Sovétríkin, og tilheyrir nú Úkraínu. Og bætti því við að þaðan væri Andy Warhol ættaður, og hefði kallað svæðið „nowhere in Europe.“ Ferðafélagi minn, skurðlæknirinn Auðun Svavar Sigurðsson, sem er hallur undir frjálshyggju, sagðist þá halda að þar væri Milton Friedman einnig upprunninn. Ég sendi Margeiri svo uppkast að viðtalinu og tiltók mánudag sem myndi henta mér vel ef hann vildi hringja inn einhverjar lagfæringar. Og fékk til baka svohljóðandi tölvupóst: „Mánudagurinn seinnipartinn er fínn, ég er reyndar að fara á sunnudag inn með félaga mína til Uzhgorod. Það er í héraðinu Zakarpatia, sem Jósef frændi teiknaði inní Sovétríkin í lok seinni heimsstyrjaldarinnar án þess að nein landfræðileg eða söguleg rök séu fyrir því. Á íslensku heitir þetta ‘Handan Karpatafjalla’. Munum við þar minnast Andy Warhols sem er frá héraðinu en sagðist reyndar sjálfur vera ‘from nowhere in Europe’. Einnig mun ég reyna að sannreyna hvort þau Friedman hjónin séu þaðan eins og Auðun Svavar vinur vor hélt fram. Þarna eru glæsilegir kastalar og einn þeirra rammgerður tók við af Bastillunni sem fjölmennasta fangelsi fyrir pólitíska fanga í Evrópu þegar hún féll. Þarna áði að sjálfsögðu góði dátinn Svejk. Ég verð kominn úr þessum leiðangri ca kl. 5 að ísl. tíma. Hringi þegar ég er á leiðinni yfir Karpatafjöllin. Kveðja, Margeir“
Gefðu hlýju í jólagjöf 100% KANADÍSK GÆÐI
SPORTÍS OPNUNARTÍMI: MÁN - FÖS.: 10-18. LAU.: 12-16.
MÖRKIN 6
108 REYKJAVÍK
S:520-1000
SPORTIS.IS
Svindlað á
Ólympíuleikunum Texti: Kolbeinn Tumi Myndir: Úr safni
Ólympíuleikarnir í London í sumar verða lengi í minnum hafðir. Fremstu íþróttamenn heimsins unnu hvert afrekið á fætur öðru og langþráðir draum ar urðu að veruleika. Í tilfelli hvít-rússnesku kúluvarpskonunnar Nadzeyu Ostapchuk var draumurinn dýru verði keyptur. Í ljós kom að hún hafði notað ólögleg lyf til þess að bæta árangur sinn og fékk hún því aðeins notið gull verðlaunanna í nokkra daga áður en hún var réttilega svipt þeim. Fjölmargir hafa í gegnum tíðina reynt að stytta sér leið á toppinn með ólöglegum lyfjum en aðrar og frumlegri leiðir hafa þó einnig verið farnar.
G
ríðarlegur hiti setti svip sinn á Ólympíuleikana í St. Louis í Bandaríkjunum árið 1904. Daginn sem keppni í maraþon hlaupi karla fór fram mældist hitinn 32ºC í skugganum þegar keppendur voru ræstir klukkan þrjú. Þá hjálpaði rykið, sem bifreiðar fylgdarliða hlauparanna þyrluðu upp af þurrum moldarvegunum, ekki hlaupurunum í baráttunni við að ná andanum. Aðeins fjórtán af þeim tuttugu og sjö hlaupurum sem skráðir voru til leiks luku keppni. Einn þeirra sem gafst upp eftir 14,5 kílómetra af þeim fjörutíu sem hlaupnir voru í þá daga var Bandaríkjamaðurinn Frederick Lorz. Örmagna fékk hann sér sæti í bifreið þjálfara síns sem ók sem leið lá í átt að ólympíuleikvanginum eftir hlaupaleiðinni. Rennireiðin var ekki áreiðanlegri en svo að hún gaf upp öndina þegar um átta kílómetrar voru í leikvanginn. Lorz hélt því áfram á tveimur jafnfljótum. Þegar Lorz nálgaðist leikvanginn brutust út fagnaðarlæti, enda heimamaðurinn fyrstur hlauparanna sem rúmum þremur klukkustundum fyrr höfðu yfirgefið leik vanginn. Hann lét það ógert að útskýra ástæðuna fyrir frábærum hlaupatíma sínum, naut augnabliksins og stillti sér upp í myndatökur. Síðar sagðist hann ein faldlega hafa verið að grínast. Skipuleggjendur leikanna höfðu ekki mikinn húmor fyrir því sem virtist tilburðir til svindls og var hann settur í ævilangt bann frá keppni í íþróttum. Nokkrum mánuðum síðar var sú ákvörðun endurskoðuð svo Lorz gat keppt í Boston-maraþonhlaupinu 1905 – sem hann vann. Framganga Lorz í maraþonhlaupinu var langt í frá það eina sem vakti athygli. Andarín Carvajal, bréfberi frá Kúbu, þótti afar sigurstranglegur og leiddi hlaupið lengst af. Þegar hann varð var við eplatré á vegi sínum þegar ellefu kílómetrar voru í mark settist hann að snæðingi, enda hafði efnasnauði Kúbverjinn ekki neytt matar í fjörutíu klukkustundir. Þrátt fyrir matarhléið náði Carvajal fjórða sæti. 34
Með tvo kalda á kantinum
Íþróttamenn hafa eins lengi og elstu menn muna, líklega enn lengur, notað lyf til þess að bæta árangur sinn. Það var þó ekki fyrr en 1968 sem Alþjóðaólympíunefndin ákvað að hefja eftirlit með notkun árangursbætandi lyfja. Sumarólympíuleikarnir í Mexíkó það ár mörkuðu því tímamót í lyfjaeftirliti en aðeins einn keppandi var grip inn glóðvolgur. Svíinn Hans-Gunnar Liljenwall á þann vafasama heiður að hafa fyrstur ólympíufara verið vísað úr keppni vegna ólöglegrar lyfjanotkunar. Liljenwall keppti í nútímafimmtarþraut sem, þrátt fyrir að vera keppnisgrein á hverjum Ólympíuleikum, fer lík lega fram hjá flestum Íslendingum. Keppt er í víðavangshlaupi, hindrunarhlaupi á hestbaki, skriðsundi, skylmingum með lagsverði og skotfimi með skammbyssu. Það var einmitt í skotfiminni sem Svíinn var gripinn með báðar hendur fullar. Stöðug hönd er lykillinn að árangri í skotfimi og hvað er betra til þess að róa taugarnar en vel blandaður drykkur. Magn áfengis í blóði Svíans reyndist langt yfir mörkum og viður kenndi Liljenwall að hann hefði fengið sér „tvo bjóra“ til þess að koma sér í gírinn. Kappinn þurfti að skila bronsverðlaunum sínum sem var vafalítið svekkjandi. Ekki síst í ljósi þess að fjölmargir keppinautanna lágu undir grun um að hafa notað róandi lyf sem ekki voru á bannlista á þessum tíma.
Svindl Ostapchuk vakti sérstaka athygli á Íslandi þar sem hún þótti með eindæmum lík Hans Steinari Bjarnasyni, íþróttafréttamanni RÚV, í útliti.
Háþróað svindl Nútímafimmtarþraut komst aftur á forsíður blaðanna á leikunum í Montreal sum arið 1976. Lið Sovétmanna átti gullverðlaun að verja frá því á leikunum í München fjórum árum fyrr. Ótrúleg uppákoma í skylmingakeppninni varð til þess að draum urinn um að verja gullið varð að engu. Boris Onischenko fór mikinn með sverðið í keppni sem ýmist stóð í þrjár mínútur eða þar til annar náði höggi á andstæðing sinn. Allur yfirfatnaður skylmingafólks er rafleiðandi en þannig fæst staðfest þegar högg næst. Þá kviknar ljós og því allur vafi á því hvort snerting hafi orðið úr mynd inni. Eða hvað? Í fyrstu einvígjum dagsins mætti Onischenko breskum andstæðingum. Þann fyrsta vann hann þægilega og í þeim næsta reiddi hann til höggs og ljós kviknaði snert ingu til staðfestingar. Breski andstæðingurinn mótmælti en dómararnir létu kvörtun Bretans sem vind um eyru þjóta. Næsti andstæðingur var reynsluboltinn Jim Fox en þeir Onischenko höfðu marga hildina háð í gegnum árin og var ágætlega til vina. Aftur réðst Onischenko til atlögu og sló til Fox sem hörfaði fimlega. Engu að síður kviknaði ljós því til staðfestingar að Sovétmaðurinn hefði náð fullgildu hög gi á andstæðing sinn. Uppi varð fótur og fit sem lauk með grannskoðun á sverði Onischenko sem Sovétmenn reyndu þó að fela. Í ljós kom að undir leðurlagi inni í skafti sverðsins hafði verið komið fyrir háþróuðum rafeindabúnaði. Með honum gat Onischenko sjálfur stýrt því hvenær ljósið kviknaði og þar með tryggt sér sigur gegn andstæðingi sínum. Sá sovéski var sendur heim með skömm.
Svíinn Hans-Gunnar Liljenwall á þann vafasama heiður að hafa fyrstur ólympíufara verið vísað úr keppni vegna ólöglegrar lyfjanotkunar.
á mótinu fengu þeir þau skilaboð frá þjálfara sínum að taka fótinn af bensíngjöf inni. Yfirburðirnir væru alltof miklir. Liðið sigldi þó nokkuð þægilega í gegnum leiki sína og vann að endingu til gullverðlauna. Sigurinn vakti athygli heima fyrir og spænska dagblaðið Marca birti stóra mynd af sigurliðinu. Eins og gefur að skilja könnuðust ýmsir við andlit og nöfn sigur reifra körfuknattleiksmannanna en vissu ekki til þess að þeir hefðu unnið til verð launa á Ólympíumótinu, hvað þá í flokki þroskahamlaðra. Úr varð orðrómur um að ekki væri allt með felldu sem varð til þess að leikmenn flugu heim með hár kollur og gerviskegg. Orðrómurinn um svindlið var svo að endingu staðfestur með skrifum blaðamannsins Ribagorda sem skilaði verðlaunapeningi sínum til Alþjóðaólympíuhreyfingar fatlaðra (IPC) og útskýrði í smáatriðum það svindl sem átt hafði sér stað. Ólympíuhreyfing fatlaðra á Spáni hafði séð sér leik á borði til þess að afla fjár en hreyfingin átti að fá mikla fjármuni fyrir hver gullverðlaun sín. Svindl Spánverja varð til þess að þroskahömluðum var meinuð þátttaka á næstu Ólympíumótum fatlaðra, í Aþenu 2004 og Peking 2008. Sú staðreynd að þátttöku þjóðirnar sáu sjálfar um að velja þátttakendur á mótin hafði verið töluvert gagn rýnd eftir mótið í Atlanta 1996 og í aðdraganda mótsins í Sydney. Svindl Spánverja var dropinn sem fyllti mælinn. Þroskahamlaðir voru aftur meðal þátttakenda í London í sumar en miðað var við að keppendur hefðu greindarvísitölu undir 75. Þá gengust allir keppendur undir yfirgripsmikið próf til staðfestingar greindarvísitölunni í aðdraganda mótsins.
Þroskahömluðum meinuð þátttaka Þegar keppendur á Ólympíuleikunum halda til síns heima eftir lokaathöfnina er íþróttaveislan í raun aðeins hálfnuð. Ólympíumót fatlaðra fylgir í kjölfarið með fremstu íþróttamönnum heimsins sem ekki ganga heilir til skógar. Líkt og á leikum ófatlaðra hafa komið upp atvik sem sett hafa svartan blett á þessa hátíð sigra og gleði. Sá svartasti var líklega á mótinu í Sydney árið 2000 og hafði sínar afleiðingar. Spánverjar stóðu sig með prýði á Ólympíumótinu og höfnuðu í þriðja sæti yfir flest verðlaun á eftir Bandaríkjamönnum og Bretum. Meðal afreka sem Spánverjar unnu voru gullverðlaun í körfuknattleik þroskahamlaðra. Nokkrum vikum eftir mótið uppljóstraði Carlos Ribagorda að hann, líkt og tíu af tólf leikmönnum liðsins, væri fullkomlega heilbrigður. Honum hefði boðist að spila með liðinu og þar sem hann starfaði sem blaðamaður hefði hann séð möguleika á að segja ótrúlega sögu og þegið boðið. Leikmennirnir áttu það allir sameiginlegt að vera góðir körfubolta spilarar sem reyndist þeirra fyrsta hindrun. Mörgum stigum yfir í fyrsta leik sínum
„Sumarólympíuleikarnir í Mexíkó það ár mörkuðu því tímamót í lyfjaeftirliti en aðeins einn kepp andi var gripinn glóðvolgur.“ Andarín Carvajal, bréfberi frá Kúbu, þótti afar sigurstranglegur og leiddi hlaupið lengst af.
Boris Onischenko fór mikinn með sverðið.
35
Barnaníðingur í
Buckingham Mikið hneyksli skekur nú Bretaveldi þar sem einn þekktasti útvarps- og sjónvarps maður landsins, Jimmy Savile, er sakaður um áralanga kynferðislega misnotkun ungra stelpna og drengja. Þetta ógeðfellda hátterni hans þreifst í skjóli vinsælda, frægðar og náinna tengsla við áhrifamenn í stjórnmálum og kóngafólk bresku hirðarinnar. Hneykslið ristir djúpt í þjóðarsál Breta því meintur öfuguggaháttur Sir Jimmy Saviles varð ekki opinber fyrr en nokkrum dögum eftir andlát hans, 29. októ ber 2011, en þráfelldur orðrómur og kvartanir um framkomu hans höfðu gengið fjöll um hærra í áratugi án þess að þeir sem höfðu völd og áhrif gerðu eitthvað í málinu. Einn af Bevin-strákunum.
James Wilson Vincent Savile var fæddur þann 31. október 1926 í Leeds á Englandi og var yngsta barnið af sjö systkinum en foreldrar hans voru strangtrúaðir kaþólikkar, faðirinn, Vincent, endurskoðandi og tryggingasölumaður, en móðirin Agnes Monica hin hefðbundna húsmóðir. Savile óx upp í skugga krepp unnar þar sem hnignun breska heimsveldisins og uppgangur fasismans einkenndi alla þjóðfélagslega umræðu og þjóðarbrag. Þegar seinni heimsstyrjöld in skall á voru Bretar á engan hátt reiðubúnir til að mæta ofurefli herja Hitlers, þökk sé friðþægingar stefnu Nevile Chamberlains, og því börn og ungl ingar rekin í kolanámurnar til að halda þjóðfélagi og hergagnaframleiðslunni gangandi. Jimmy Savile var því einn að hinum margfrægu Bevin-strákum, „The Bevin Boys“, sem hetjulega á ungaaldri lögðu líf sitt í hættu niðri í kolanámunum meðan feður þeirra og eldri bræður börðust við Öxulveldin. Það var í þessu umhverfi sem Savile mótaðist og hans lífsskoðanir. Þarna mættust hreinræktaður
Darwinismi þar sem þeir sterkustu lifðu af og hobbískt ríki náttúrunnar þar sem þeir sterkustu settu leikreglurnar. Savile slasaðist alvarlega á mænu í mikilli sprengingu í South Kirkby-kolanámunum í Yorkshire og lá hann á sjúkrahúsi og var í endur hæfingu um langt tímabil. Til dauðadags sótti hann í sjúkrahús sem velgjörðarmaður og fjáröflunaraðili, enda voru þau ein aðalveiðilenda hans þegar komast þurfti yfir ný og fersk fórnarlömb hans brengluðu fýsna. Önnur veiðimið hans voru vinnustaðir hans í fjölmiðlum þar sem hann sá um kynningu á vin sælum dægurlögum og þáttagerð fyrir enskan ung dóm. Mestu voðaverkin voru framin í skjóli einnar virtustu fjölmiðlasamsteypu heims, BBC.
Réð því hverjir „meikuðu“ það!
Ferill Jimmy Saviles byrjaði í stríðsbyrjun þegar hann þeytti skífum í mörgum danshöllum Bret lands en þá var siður að efna til dansleikja í stórum danssölum til að efla þjóðarmóral og koma upplý singum til almennings. Savile komst fljótlega upp á
lagið með að heilla fólk með töffaraskap og líflegri framkomu við kynningar á lögum sem hann valdi. Hann hélt því statt og stöðugt fram að hann hefði verið sá fyrsti í heiminum til að nota míkrafón með plötuspilara og síðan tvo plötuspilara til að engin bið yrði á milli laganna. Frægðarsól hans byrjaði að rísa þegar hann var ráðinn sem plötusnúður á áróðursstöðinni Radio Luxemburg árið 1958 sem meðal annars hafði það hlutverk að senda vestur evrópska poppmenningu til Austur-Evrópu og dulinn áróður fyrir lýðræði og frjálsum markaðs búskap. Það að stýra þáttum um popp, hvort sem það var í útvarpi og síðar í sjónvarpi, gaf mikil völd og áhrif og tryggði mikið samneyti við tónlistar menn. Jimmy Savile var einn af þeim sem réðu því hvaða tónlistarmenn og hljómsveitir náðu eyrum breskra ungmenna, hann talaði við hlustendurna og hafði mikið um það að segja hvort tónlistarmenn „meikuðu“ það eða ekki.
Safnaði 40 milljónum punda.
Savile birtist fyrst í sjónvarpi árið 1960 í þáttunum „Young at Heart“ á „Tyne Tees Television“ en varð síðan frægasti sjónvarpskynnir á sviði popp- og rokkmenningar þegar hann kynnti vikulega það vinsælasta í breskum tónlistarheimi í þætti BBC „Topp of the Popps“ sem einnig hafði mikil áhrif á meginlandi Evrópu. Sjöundi áratugur síðustu aldar var áratugur Bítlanna, Rolling Stones, Cliff Richard, The Shadows og The Who svo einhverjar hljómsveitir séu nefndar. Allir þessir tónlistarmenn og hljómsveitir þeirra komu til Savile í þáttinn og þar með varð hann einn mest áberandi og valda mesti áhrifamaður í vestrænni dægurlagatónlist með aðgang að öllum sem skiptu máli í breska heimsveldinu. Annar þáttur, sem hann stjórnaði, „Jim´ll Fixi it“, fór á öldur ljósvakans árið 1973 en markmið hans var að láta drauma barna og ung linga rætast. Báðir þessir þættir tryggðu Jimmy Savile ómældan aðgang að börnum og unglingum Texti: Jón Kristinn Snæhólm Myndir: úr safni
36
„Þetta er bara hann Jimmy að grínast í þér,“ var sagt við eina stelpu þegar hún kvartaði yfir kynferðislegri áreitni.“ þar sem hann gat komið vilja sínum fram en einnig tryggðu þeir honum virðingarsess í samfélaginu sem hann gat notað til að finna ný og saklaus fórnarlömb. Í gegnum ýmiss konar góðgerðastarfsemi og þá sérstak lega varðandi sjúkrastofnanir sem önnuðust langveik börn, fötluð eða með geðræna sjúkdóma. Ásamt viðamiklu sjálfboðastarfi á þessum stofnunum safnaði Savile yfir 40 milljónum punda í gegnum fjáraflanir og tengda góðgerðaatburði en í sjálfb oða liðastarfi sínu nýtti hann aðstöðu sína til að níðast á og nauðga börnum og unglingum sem sér enga björg gátu veitt. Oft voru þetta fárveikir einstaklingar sem urðu fyrir barðinu á honum sem og ungar hjúkrun arkonur sem störfuðu á sjúkrahúsunum.
Þetta er bara hann Jimmy að grínast í þér.
Þrátt fyrir þrálátan orðróm og ásakanir foreldra um ósæmilegt athæfi innan veggja BBC og kvartanir hjúkrunarfólks vegna óhefts aðgangs Saviles að sjúklingum tóku yfirmenn hans á BBC ekki á mál inu né þeir sem stjórnuðu þeim sjúkrastofnunum þar sem hann vann sitt sjálfboðaliðastarf. „Þetta er bara hann Jimmy að grínast í þér,“ var sagt við eina
stelpu þegar hún kvartaði yfir kynferðislegri áreitni Saviles í búningsklefa sínum eftir útsendingu. Önn ur sem komið hefur fram með svipaðar ásakanir sagði bresku lögreglunni að yfirmenn Saviles á BBC hefðu einfaldlega spurt hana hvort henni hefði ekki þótt þuklið gott og ef svo væri ekki, hvort hún væri lesbía? Þöggunin var alger og á meðan Jimmy Savile nauðgaði eða svívirti börn og unglinga á annan hátt var hann sæmdur orðu breska heimsveldisins, OBE, „The Order of the British Empire“, af hendi Elísarbetar II árið 1972 sem endanlega tryggði hon um varanlegan sess innan hástéttarsamfélags þeirra
frægu og ríku í Bretlandi sem og ósnertanleika gagnvart brotaþolum sínum. För Jimmy Saviles upp breska metorðastigann lauk með því að árið 1990, á afmæli Elísabetar II, var hann aðlaður fyrir góðgerðastarfsemi sína og varð þá Sir Jimmy Savile, heiður sem einungis einstaklingum er veittur fyrir einstakan riddaraskap gagnvart ensku þjóðinni. Aðrar vegtyllur sem þessum miður þokkaða manni veittust á lífsleiðinni voru foringja- og riddaratign dýrlingsins Georgs mikla, veitt af Jóni Páli II páfa, heiðursdoktorsnafnbót við háskólann í Leeds og heiðursfélagi í hinu konunglega félagi útvarps manna svo eitthvað sé nefnt.
T
alið er að yfir 300 fórnarlömb Jimmy Saviles liggi sár og svívirt eftir hann og þá sem stunduðu álíka iðju í skjóli forréttinda hans. Menn, sem stóðu honum nærri, eins og popparinn Garry Glitter og Freddie Starr, hafa verið handtekn ir vegna ásakana um barnaníð með honum og er von til að réttlætið og laganna armur nái til þeirra. Jimmy Savile liggur nú í ómerktri gröf og er minning hans og eignir ataðar auri og líkur á að allar hans vegsem dir verði afturkallaðar þrátt fyrir dauða hans. Sir James Wilson Vincent Savile slapp ef til vill undan jarðneskri réttvísi en eitt er víst að réttlætið sigrar alltaf að lokum, enda munu æðri máttarvöld sjá til að svo fari.
„Bevin-strákarnir sem Jimmy Savile tilheyrði voru strákar að mestu undir herskyldualdri sem voru skyldaðir til að vinna í bresku kolanámunum frá 1943 til 1948. Bevin-áætlunin var nefnd í höfuðið á Ernest Bevin sem var atvinnu- og þegnskylduráðherra í samsteypustjórn Winston Churchills í seinni heimsstyrjöldinni. Um 48.000 ungir menn unnu í kolanámunum við mjög frumstæð og stórhættuleg skilyrði. Lítið var fjallað um störf þeirra, enda ekkert um að ræða nema hreinræktaða þrælkunarvinnu. Framlag strákanna er nú viðurkennt sem mikil hetjudáð í þágu bresku þjóðarinnar og kallað neðanjarðarvígstöðvarnar, „The Underground Front“.
37
Með tóman maga í
skjóli pálmanna Hvað er sniðugra en prófa á eigin skinni að hverfa frá mis heppnuðum kapítalisma og hefja nýtt líf undir alræðis stjórn forsjár- og einkahyggju í kommúnistalandi? Guðjón Guðmundsson blaðamaður taldi það alla vega vænlegan kost í stöðunni í kjölfar hrunsins.
A Texti og myndir: Guðjón Guðmundsson
lveg frá því ég fyrst man eftir mér hefur orðið Kúba haft yfir sér dulúðugan blæ. Fyrstu hugrenningatengslin höfðu eitthvað með jafnfjarstæðu kennt að gera og höfuðkúpu. Þannig virkar barnshugurinn. En seinna tengdi ég eyjuna við hörundsdökkt fólk, stóra vindla, sól og pálmatré. Þegar barnsskónum hafði verið slitið og vitundin um umheiminn orðin meiri, tengdi ég Kúbu við sjálfstæði og næstum fífldirfskufullt stolt gagnvart nágrannanum í norðri.
Land hinna lánsömu?
Eins og flestir Íslendingar taldi ég mig í hópi hinna lánsömu langt fram á 21. öldina. Hér ríkti sannkallað góðæri og allir sem á þurftu að halda, og hinir líka, höfðu aðgang að innlendum og erlendum lánum hjá bönkunum. Við vitum hvernig það endaði. Í kjölfar hrunsins tóku margir sig upp og fluttu til Noregs og annarra
Evrópulanda. Þegar dagblaðið þar sem ég vann fór í gjaldþrot pakkaði ég saman og hélt til Matanzas sem stendur við samnefndan flóa, sunnan vert fyrir miðri eyjunni. Breyttir fjöl skylduhagir gerðu mér það líka kleift að láta þennan draum rætast. Ég fór sem sagt úr kapítalísku skipu lagi, sem hafði opinberað sínar verstu hliðar, í kommúnískt skipulag með alla sína ágalla sem ég átti eftir að upplifa mjög sterkt í þau tæpu tvö ár sem ég bjó í Matanzas. Í desember 2007 hafði ég fyrst kom ið til landsins í fylgd fjögurra félaga. Við leigðum okkur bíla og ókum vítt og breitt um landið og heimsóttum marga af markverðustu stöðunum í sögu landsins. Síðasti áfangastaður var ekki beinlínis á þeim lista. En af einhverjum ástæðum tók ég ástfóstri við Matanzas. Ekki minnkaði vænt umþykjan þegar ég kynntist þar inn fæddri konu sem, eins og staðurinn, heillaði mig upp úr skónum. Það var því ekki flókin ákvörðun að flytja úr
neikvæðu andrúmsloftinu sem ríkti á Íslandi á þessum tíma í sólina og sömbuna á Kúbu. En auðvitað hafði ég ekki kynnst hinni raunverulegu Kúbu á þessu ferðaflandri á milli hótela á nútímalegum, evrópskum bílum – í allsnægtum.
Húsbyggingar og vöruskortur
Ég hafði líka erindi þegar ég hélt þangað í júní 2010. Eins og sannur Íslendingur hafði ég hafið byggingu lítils húss ofan á annað hús með kon unni minni í Los Mangos-hverfinu í Matanzas. Það er ódýrt að byggja á Kúbu en það reynir á þolrifin. Bygg
3
38
ingarefni, eins og sandur og sement, fæst ekki vikum og jafnvel mánuðum saman og þegar það loks er til er eins gott að fresta ekki kaupunum því það klárast strax. Það fyrsta sem lærist við dvöl í landinu er að þolinmæðin er meira en dyggð. Á Kúbu er hún lífsnauðsyn. Á áróðursskiltum í borginni, sem eru ótal mörg, er eitt sem mér fannst ávallt dálítið upplýsandi: Revolución es construir (Byltingin er að byggja). Ótrúlegur fjöldi ungs fólks stendur í því áratugum saman að koma sér upp þaki yfir höfuðið og yfirleitt eru þetta litlar útbyggingar frá heimilum foreldranna. Byggingartími lítilla íbúða getur verið allt upp í 20 ár. Verkefnið er tekið í skömmtum. Það er lagt fyrir nokkrum sekkjum af sandi eða sementi og það geymt inni á stofugólfi hjá ættingjunum og smám saman tekst að aura saman fyrir steypustyrktarjárni og hleðslusteinum. Svo þegar kemur að framkvæmdum hjálpast allir að. Frændinn er góður í járnabindingu og vinur hans múrar og tekur minna fyrir vinnuna en ella, og bræður, systur og allur frændgarð urinn handlangar og hjálpar til. En það er líka margt annað sem reynir á þolrif þess sem býr á Kúbu. Almenn ur vöruskortur er eitt af því. Vikum
saman getur orðið skortur á algengri vöru eins og kaffi og fæða innfæddra er fábreyttari en Vesturlandabúar eiga að venjast. Yfirleitt stendur venjuleg um Kúbana ekki annað til boða en baunir og hrísgrjón en kjúklingakjöt eða svínakjöt er til hátíðabrigða. Með þessu er einatt sama meðlætið sem er baunasoð sem er blandað út á hrísgrjón. Samt iðar sjórinn allt í kring af feitum fiski en tækjakosturinn er enginn. Almenningur má ekki eiga vélknúna báta en þeir sem eiga lekar skektur róa til fiskjar. Hægt er að fá kjúklinga, pylsur og hakk í dollarabúðunum og kex frá Kína en verðið er svipað og á matvöru í Evrópu og ekki á færi venjulegs fólks að kaupa eitt eða neitt í dollarabúðun um sem taka einungis CUC. Poki með fjórum kjúklingaleggjum kostar á milli 2-3 dollara og þegar haft er í huga að meðal mánaðarlaun á Kúbu er 25 dollarar er augljóst að þessar búðir eru ekki fyrir innfædda. Þess í stað verslar almenningur í svokölluð um bodegas þar sem ríkið niðurgreiðir matinn og notast er við skömmtunar seðla. Þar er greitt í kúbönskum pesó um en vöruvalið er nánast ekkert.
Dorgað á ströndinni
Annað sem plagar útlendinginn í kú
banska veruleikanum er tilbreytingar leysið. Matanzas er 300.000 manna borg en þar var lengst af ekkert kvik myndahús og einungis tvær bókabúðir sem selja þó eingöngu sérvalin, sósíalísk áróðursrit. Engin sundlaug er í borginni en góð strönd er í bænum sem hægt er að nota frá vori fram til hausts. Eftir það skella á hitabeltisstormar og þaragróður þekur ströndina. Í tilbreytingarleysinu tók ég upp á því að fara niður að strönd með veiðistöng sem ég keypti í túristaparadísinni Vara dero. Hún er aðeins í 30 km fjarlægð frá Matanzas og þar er lífið á lúxushótelun um eins fjarri veruleika innfæddra og hugsast getur. Þar er boðið upp á úrvalsnautasteikur og humar með fínum rauðvínum frá Spáni. Bannað er að selja nautakjöt á frjálsum markaði á Kúbu og liggur við því allt að fimm ára fangelsisvist. Kjötið fer allt á hótelin, til flokksklíkunnar eða til útflutnings. Sama á við um humarinn. Nokkrum sinnum í mánuði er afskurður og bein af nautgripum flutt frá Varadero og þau seld innfæddum á útimörkuðum. Óréttlætið í landi jöfnuðarins er svo hrópandi að það hreyfir við öllum sem kynnast raunverulegri hlið Kúbu. Það var við dorgið sem ég kynntist nokkrum bláfátækum Kúbönum sem voru við veiðarnar af illri nauðsyn en
ekki til að drepa tímann eins og ég. Næstu vikur og mánuði var það fastur liður að hjóla niður á strönd með veiðistöngina upp úr bakpokanum en veiðifélagarnir voru með kúbönsku gerðina af stöngum sem er úr bam busviði.
F
iskurinn sem veiðist frá strönd inni er lítill og magur en félagar mínir hirtu allt sem að landi kom. Væri fiskurinn of smár til að steikja var hann notaður heill í súpu. Eftirsóknin í önnur prótín en fást úr baununum er slík að eitt sinn varð ég vitni að því á ströndinni þegar einn útsjónarsamur veiðimaður kastaði handfæri með flotholti í átt að pelí kana sem uggði ekki að sér og gleypti agnið. Hann endaði síðan í súpupott inum síðar um kvöldið. Þrátt fyrir erfiðleika og lífsbaráttu hafa Matanzeros ekki týnt lífsneistan um. Þótt flest gangi út á að skapa sér tækifæri til að þéna peninga sleppa þeir fram af sér beislinu í salsa á nokkrum af útidansstöðum borgarinnar. Þar njóta þeir sín og það er algjörlega magnað að sjá hvernig þeim er í blóð borið að hreyfa sig við taktfastan rytmann í kúbönsku salsa. Eftirlætissetning inn fædds Matanzero, sem lýsir lífsvið horfinu og kannski sáttinni sem er
nauðsynleg til að komast af þar sem flestar bjargir eru bannaðar, hljómar svona: No es facile pero tamboco difficile. Lífið er ekki auðvelt en það er heldur ekki óviðráðanlegt. Eitt má sósíalistaflokkurinn kú banski eiga; honum hefur tekist að varpa upp þeirri mynd af Kúbu í huga flestra Evrópubúa að þar búi lands menn við þokkalegan kost, frábært mennta- og heilbrigðiskerfi þótt frelsi til athafna og ferða sé takmarkað. Ekk ert af þessu er rétt nema frelsissvipt ingin. Samt elska ég Kúbu eins og mitt annað föðurland og fylgist grannt með þeim litlu skrefum sem nú eru stigin í átt að opnara samfélagi og vísi að einkaframtaki meðal einstaklinga.
1. Vitico, fimmtugur rafvirki, á mótorhjól. Hér með syni sínum, El Gordito (litli, feiti). 2. Feðgar að dorga við ströndina í Matanzas. 3. Dómínó er spilað af miklu kappi alls staðar þar sem skugga er að finna. 4. Leiðir liggja til allra átta frá miðbæ Matanzas. 5. Kúbanskar dísir í algleymingu á salsakvöldi á El Tenis. 6. Húsið orðið fokhelt og stutt í innflutningsveisluna.
39
Texti og myndir: Andreas Lúðvíksson
Coffs Harbour, New South Wales, Ástralíu
Ég er staddur í lítilli 19 sæta flugvél á leiðinni frá Brisbane í Queensland og ferðinni er heitið til lítillar borgar eða meira bæjar að nafni Coffs Harbour í New South Wales. Þegar ég lagði upp í ferðina vissi lítið um bæinn annað en að mér var boðið að vinna þar í staðinn fyrir í Brisbane í eina 5 mánuði við að byggja nýja vatnshreinsistöð fyrir bæjarfélagið. Mér þótti þetta gott tækifæri þar sem ég var að stíga mín fyrstu skref sem verkfræðingur í Ástralíu og hjá stóru fyrirtæki að nafni Abigroup. Veður þennan dag var einstaklega gott og í aðfluginu var ljóst að hérna var um einstaklega fagran stað að ræða þar sem við blöstu hvítar strendur svo langt sem augað eygði.
Coffs Harbour
Coffs Harbour er strandbær á norður strönd New South Wales í Ástralíu sem er 10 klst. á undan Íslandi í tíma. Bærinn er mitt á milli Sydney og Bris bane og hér búa um 70.000 manns. Fólksfjölgun er mikil og er áætlað að hérna búi tæplega 90.000 manns árið 2016. Bærinn státar af rólegu og vin gjarnlegu umhverfi og einkennist af frábærum ströndum, sól og miklu úti vistarumhverfi. Bærinn er mitt á milli hárra fjalla og hvítra óspilltra stranda sem hafa verið kosnar hreinustu strandir Ástralíu. Ógrynni af suðræn 40
um gróðri er að finna í görðum og aðliggjandi skógum. Coffs Harbour hefur verið kosin um árabil sú borg þar sem er besta loftslag í Ástralíu, því hér verður aldrei of heitt né of kalt vegna nálægðar við sjó og fjalllendi. Meðalhámarkshiti allt árið um kring er rúmar 23 gráður með sumarhita sjaldan meiri en rúmar 30 gráður og vetrarhita sjaldan minni en 15 gráður að degi og 10 gráður að nóttu. Coffs Harbour er nálægt fjölda þjóðgarða, uppi í fjalllendi vestan borg arinnar, þar sem getur í undantekning um myndast frost að næturlagi.
Coffs Harbour hefur virka kaffi húsa- og veitingastaðamenningu. Mikið líf er við bátahöfnina á hverj um degi; fiskibátar að landa nýveidd um fiski í fiskbúðina og nærliggjandi veitingastaði. Miklar breytingar eru í vændum á höfninni á næstu árum þar sem fyrirhugað er að byggja meira af opnu fjölskyldusvæði og veitinga stöðum og opnast þá fleiri svæði til hvalaskoðunar, en hvalir synda hérna upp og niður með strandlengjunni í ferð sinni til og frá suðurpólnum og er gaman að fylgjast með leik þeirra á því tímabili.
Coffs Harbour er skipt í þrjú aðal svæði sem eru hinn raunverulegi miðbær eða CBD, Jetty Strip sem er staðsett ekki fjarri bátahöfninni og Park Beach Plaza sem er verslunar miðstöð. Upprunalegi miðbærinn hefur nýlega verið uppgerður og var meðal annars sett upp stórt segl yfir göngu götuna og hefur kaffihúsum fjölgað gríðarlega við þetta. The Jetty Strip er miðja veitingaog matsölustaða í Coffs Harbour. Flestir þeirra eru á 300 metra langri aðalgötunni. Þar er mjög fjölbreytt
Ástralíu og Cape York, sem er nyrsti syni, Elvar, Bjarka og Brynjar, sem að sem yfirverkfræðingur við „Vegna langra stranda starfaði tangi meginlandsins. Það er vert að sjálfsögðu allir stunda strandlífið hérna byggingu viðhaldsstöðvar fyrir lestar taka það fram að vegalengdir hérna og sín sjóbretti (surf boards). Þar sem sem flytja kol frá námum til hafnar. í Coffs segir það sig eru ekki alveg þær sömu og heima á veðurblíðan hér í Coffs Harbour er Mest af þessari framleiðslu, hvort Íslandi og er hver ferð á bilinu 5000sjálft að brimbretta heldur er kol í Queensland eða Iron alltaf sú sama: sól og heiðskírt. 8000km. Fyrir ralláhugamenn þá má ore (járnkjarni?) í Vestur-Ástralíu, er stundun er mjög vin flutt til Kína til frekari vinnslu. Einnig Áhugamál líka geta þess að hérna fer árlega fram heimsmeistarakeppni í ralli (World hafa fundist miklar gasnámur nærri sæl hérna og er hægt Roma sem er í miðju Queensland og Vegna staðsetningar Coffs er á svæð Rally Championship) og er mikið fjör inun um margt að velja hvað áhuga í bænum þá helgina. mun það auka möguleika á FIFO- að stunda þá iðkun mál varðar og ógrynni hluta sem ég vinnu í framtíðinni. hef prófað hérna í fyrsta skipti. Hef allt árið um kring og ég meðal annars lært köfun og þar Matur Coffs Cup sem Coffs er staðsett þar sem hlýtt Eins og að ofan getur er mikið af í öllum vindáttum.“ Einn af stóru viðburðum bæjarins er stóra rifs (Great Barrier Reef) vatn veitingastöðum hérna í Coffs og þrír
úrval matsölu- og veitingastaða í boði í þessari götu sem og niðri við báta höfnina sem er ekki fjarri. Park Beach Plaza er síðan hin týpíska verslunarmiðstöð með samansafni verslana og veitingastaða.
Iðnaður og atvinna
Ein stærsta atvinnugrein í Coffs Har bour er bananaframleiðsla og hefur verið um áratuga skeið. Til að leggja áherslu á þessa grein ákvað bæjarfélagið að byggja einn stærsta banana í heimi, Big Banana, eða stóra bananann svo kallaða. Hann var byggður árið 1964 og var sá fyrsti sinnar tegundar af margskonar stórum hlutum í Ástra líu. Þessi stóri banani er sennilega þekktasta kennileiti Coffs Harbour og hefur fylgt í kjölfarið fjöldi stórra kennileita í Ástralíu, meðal annars stór rækja, stór hrútur, stór ananas, stór maur, stórt epli o.s.frv. Hægt er að skoða þessa hluti á http://www.big things.com.au/. Önnur atvinnugrein er ræktun bláberja sem nokkrir bananabændur hafa tekið upp til að dreifa áhættunni af bananaframleiðslunni og ræktun avókadós en einnig eru hérna nokkrir víngarðar þar sem ræktuð eru vínber auk þess sem þau eru flutt hingað frá kaldara loftslagi til víngerðar. Þegar ég flutti hingað var ætlunin að vera hérna í um 5 mánuði þangað til ég flytti til Brisbane í næsta verkefni. Ég var hins vegar heldur lengur hérna en ég ætlaði þar sem ég var beðinn að sjá um verkefnið út ábyrgðartíma bilið. Fimm mánuðir urðu því að 2 ½ ári áður en varði. Þar sem ekki er mikið um stórframkvæmdir í kring um Coffs og flest verkefni lítil þá er mikill fjöldi fólks sem býr hérna vegna lífsstíls og stundar svokölluð Fly In Fly Out (FIFO) störf í norðurhluta Queensland og Vestur-Ástralíu, sér staklega störf tengd námugerð sem er í miklum uppgangi eins og er. Þar sem ég hitti yndislega stelpu á lokavikum mínum hérna í Coffs ákvað ég að gera Coffs að mínum heimabæ og taka að mér verkefni með slíkt að leiðarljósi. Þurfti ég því að fljúga 2 og 3 flug hvora leið, samtals um 2500 km og vann 10 daga í röð og fékk 4 daga í frí þar á eftir. Þetta voru mikil ferðalög en mjög gefandi vinna þar sem ég
svokallaður Coffs Cup sem eru veð reiðar haldnar fyrstu helgi í ágúst hvers árs. Þetta eru kappreiðar og mæta yfirleitt á milli 12.000-15.000 manns á þennan viðburð. Allir klæðast sínu fínasta skarti og kvenmenn eru í kjólum og bera hatta. Þriðja árið sem ég sótti þennan viðburð hitti ég af mikilli tilviljun annan Íslending sem var að spjalla við félaga minn við hliðina á mér. Kom í ljós að hann og hans fjölskylda hafa búið hérna í Coffs Harbour. Hefur myndast góð vinátta á milli okkar og komumst við að því að þau ráku meðal annars einn af vinsælustu veitingastöðunum í Jetty Strip fyrir mörgum árum síðan. Þetta var fyrsti veitingastaður sinnar tegundar hér þar sem viðskiptavinum var boðið upp á steinasteik að sínum eigin hætti og marga aðra sérrétti. Alla vega síðan við hittumst hafa þau Sigga og Gulli verið okkur einstaklega hjálp leg með ráðleggingar og höfum við meðal annars farið á ostanámskeið hjá þeim, lært að búa til skyr sem og fengið upplýsingar hvar hægt er að reykja hangikjöt fyrir jól og páska. Gulli vinnur við að gera neyðarút gangateikningar og aðrar tækniteikn ingar fyrir fyrirtæki og þess á milli fer hann með Siggu út um allt, þar sem hún kennir fólki að gera margskonar osta og sitthvað annað sem hún tekur sér fyrir hendur að kenna. Eiga þau hjónin þrjá syni, Eiga þau hjónin þrjá
frá norðri mætir kaldari suðurhafssjó skapar það einstaka blöndu af suðrænu fiskilífi og fallegu rifjasjávarlífi (Coral). Einnig er mikið af gránunnuhákörl um (Grey Nurse Shark) hérna sem hægt er að kafa með þar sem þeir eru ekki eins árásargjarnir eins og margir aðrir hákarlar. Þetta áhugamál mitt hefur meðal annars leitt til þess að ég fór upp á Rifið mikla (Great Barrier Reef) til að kafa og er ekki hægt að lýsa þeirri upplifum, slík var fegurð rifsin og sjávarlífsins í kringum það. Vegna langra stranda í Coffs segir það sig sjálft að brimbrettastundun er mjög vinsæl hérna og er hægt að stunda þá iðkun allt árið um kring og í öllum vindáttum. Sjálfur reyndi ég þetta skemmtilega sport en náði ekki miklum árangri og sætti mig því við að leggja það á hilluna áður en frekari árangri yrði náð. Þar sem Coffs er byggð á milli strandar og fjalla er mjög mikið um skemmtilega vegi og slóða hérna og því mikil mótorhjólamenning í nágrenninu með tilheyrandi mótor hjólaklúbbum. Þetta hefur leitt til þess að ég hef tekið upp mótorhjólaiðkun og á bæði gott götuhjól (Triumph Tiger 1050) og ferðahjól (Triumph Tiger 800XC). Við höfum ekki einungis stundað þetta áhugamál hérna í nágrenninu heldur farið í langar ferðir til úthjara Ástralíu, svo sem Birdsville, sem er nánast miðja
af uppáhaldstöðunum okkar eru:
Yknot bistro at the Yacht club, Coffs Harbour - http://www.yknotbistro. com.au/ Bátaklúbburinn tók miklum framför um fyrir um tveimur árum þegar Sally og Marcus tóku við rekstrinum og buðu upp á einfalda og fljótlega rétti. Ávallt ferskur fiskur og besti salt og pipar flathaus (Flathead) og snapp er sem er hægt að fá í Coffs og ekki skemmir staðsetningin á ströndinni. Latitude 30, Coffs Harbour - http:// latitude30.com.au/ Marcus, eigandi staðarins, er breskur og hefur sérstakt lag á að bera fram áhugaverðan mat með góðu víni. Hann seldi sinn hlut í Yknot til Sally og opnaði þennan stað handan við hornið. Frábær staðsetning við höfnina og frábærir réttir, bæði sem aðalréttir og léttir tapasréttir. Einnig frábær lifandi djassmúsík á sunnudögum. Zulus, Coffs Harbour - http://www. zuluscoffs.com/ Veitingastaður í anda Heston Blu menthals þar sem bornir eru fram réttir sem þú býst ekki við (gastron omy). Kokkurinn Joel og þjónninn Josh eru par og hafa rekið þennan stað síðan 2009. Einn af eigendum er síðan frá Afríku og bætir það á úrval ið með góðu úrvali afrískra rétta..
41
42
Strákurinn
með myndavélina
Rafael Pinho ljósmyndari ólst upp í Belo Horizonte í Brasilíu. Hann hefur haslað sér völl innan auglýsingabransans og hlaut verðlaun á auglýsingahátíðinni í Cannes fyrir ljósmyndir sínar fyrir herferð Volkswagen-sendibíla. Hann kom fyrst til Ísland árið 2006 og heill aðist af bláa litnum sem hann sér hér í öllu. Texti: Kristín Ýr Gunnarsdóttir Myndir: Rafael Pinho
„Tímarnir eru svo breyttir í dag með allri tækninni að ljósmyndun þarf að vera meiri skapandi en áður. Þú þarft að vera öðruvísi en hinir.“
Í
sland hefur smám saman orðið mitt annað föðurland. Ég kom hér í fyrsta skiptið árið 2006. Góður vinur minn úti í Berlín var giftur íslenskri konu. Hann var að vinna með arkitekt hér á landi og þeir buðu mér vinnu yfir sumarið. Þetta var mjög heillandi boð á þessum tíma. Ég hafði ekkert heyrt um Ísland fyrr en þarna. Vissi í raun ekkert um landið fyrr en ég kom og ég hafði ekki hugmynd um hverju ég átti von á,“ segir Rafael um fyrstu kynni sín af Íslandi. „Í hreinskilni sagt þá líkaði mér ekki dvölin hér á landi fyrst um sinn. Ég er frá borg þar sem er miklu fleira fólk og ég átti erfitt með að venjast því hversu fátt fólk er hér. Fyrsti mánuð urinn var sjokk. Ég leigði herbergi á Laugaveginum. Gat ekki hugsað mér að vera annars staðar vegna þess að mér fannst það vera eini staðurinn sem ég sá fólk. Ég vandist þessu síðan, kynntist fólki og lærði að meta góðu hlutina sem ég upplifði hér.“
Ragnar Kjartansson bað mig að koma og mynda verk hans á Feneyjartvíæringnum 2009 fyrir bók sem Hatje Cantz gaf út. Verkið var 6 mánaða gjörningur en Ragnar málaði eitt portrett af Páli Hauki Björnssyni á hverjum degi.
43
Plasttré í Coney Island í New York.
Ljósmyndaáhuginn kviknaði í náminu
Þetta er portrett af Parísarbúanum Igor Dewe. Hann er dansari, sviðslistamaður og tískugúrú. Hérna er hann í pappaskónum sem hann hannaði standandi undir brú í einu af hættulegri hverfum Parísarborgar. Þegar tökum lauk spratt einn fíkillinn undan brúnni og sakaði Igor um að hafa stolið pappakassanum sínum kvöldinu áður.
44
Rafael lærði arkitektúr í heimalandi sínu en var þekktur sem strákurinn með myndavélina. Á þeim tíma var andinn annar og það þótti einstakt ef þú hafðir aðgang að myndavél. „Ég er ekki strákur inn sem fékk fyrstu myndavélina sína fimm ára og byrjaði þá að taka myndir. Ég átti mér ekki endilega þann draum að verða ljósmyndari. Það æxlaðist bara þannig. Eitt leiddi af öðru. Þegar ég var í arkitektanáminu þá átti ég myndavél. Ef þú áttir myndavél á þessum tíma þá var tekið eftir því. Ég fór því smám saman að verða áhugsamur um það sem ég myndaði og hugsa út í myndirnar sem ég tók,“ segir hann um upphafið að ljósmyndaáhuga sínum. Rafael útskrifaðist sem arkitekt en áhugi hans lá ekki á því sviði. Tveimur mánuðum eftir útskrift fékk hann fyrsta ljósmyndaverkefnið sitt í auglýsingabransanum og heillaðist. „Ég áttaði mig á því að þetta væri það sem mig langaði að vinna við. Ég hafði unnið sem lærlingur við arkitektúr en fannst það einsleitt. Það var ekki fyrr en ég kom til Íslands sem ég fór að vinna við arkitektúr í eitt sumar. Ég ætlaði að stoppa hér rétt yfir sumarið 2006 en ílengdist og fór ekki aftur til Berlínar fyrr en einu og hálfu ári seinna,“ segir hann.
Úr myndaseríu sem ég kalla Wanderlust, myndir sem ég hef safnað í gegnum árin á ferðalagi mínu um heiminn í leit að tilgangi og merkingu. Vegur nálægt Hofsósi.
Klippimynd. Borgarlandslag í New York og skítugir hanskar og skór eftir árlegan jólaruðningsleik bæjarins Towson í Maryland-ríki í Bandaríkjunum.
„Ef þú áttir myndavél á þessum tíma þá var tekið eftir því. Ég fór því smám saman að verða áhugsamur um það sem ég myndaði og hugsa út í myndirnar sem ég tók.“
Klippimynd. Borgarlandslag frá Tapei og kirsuberjatré í blóma í Hamborg.
45
„Á sumrin er það eins en á veturna hefur það furðulegan bláma í sér. Mér þykir það mjög fallegt. Allt er blátt.“ The Cannes Lions
Tímaritsmyndir teknar í bíó í Sáo Paulo. kvikmyndahúsið er frá 5. áratugnum en hefur verið breytt í tónleikasal.
Rafael hefur verið að hasla sér völl innan auglýsingabransans og á þessu ári vann hann til verðlauna. The Cannes Lions er ein stærsta og þekktasta keppni auglýsingaheimsins. Á hverju ári mæta rúmlega níuþúsund manns frá öllum hliðum auglýsingaiðnaðarins og keppast um þessi eftirsóttu verðlaun. Verðlaunin eru veitt fyrir skapandi auglýsingar í fjölmiðlum. „Þessi verðlaun opnuðu mörg tæki færi fyrir mig. Ég hef tekið þátt í nokkrum herferðum. Ég fékk þessi verðlaun fyrir herferð fyrir Volkswagen-sendibíla. Sumir í auglýsingabransanum eru ekki fyrir verðlaun. Ég held að það sé rang ur hugsanaháttur. Við eigum alltaf að reyna að ná eins langt og við getum. Það er mín skoðun. Þetta er frábært fyrir mig sem ljósmyndara. Ég kemst fyrr að þegar ég sæki um störf og fer ekki aftast í röðina. Ég er með umboðsskrifstofur í London og í Saó Paulo. Mér bjóðast skemmtileg verkefni og stefnan er auðvitað að taka þátt í fleiri verkefnum og fá fleiri verðlaun,“ segir hann. Aðspurður að því hvernig myndir hann tekur segir hann auðveldara að sýna þær en segja frá þeim. Hann segist ekki sérhæfa sig í einhverju einu heldur vinna mikið með ljós og lýsingu mynd anna. „Sumir ljósmyndarar sérhæfa sig í einhverju einu. Ég veit til dæmis um einn mann sem sérhæfir sig í að taka myndir af bjór. Hann gerir ekkert annað. Tekur ekki myndir af vatni eða víni. Bara bjór í glasi. Ég held að það sé ekki mjög gaman. Tímarnir eru svo breyttir í dag með allri tækn inni að ljósmyndun þarf að vera meiri skapandi en áður. Þú þarft að vera öðruvísi en hinir. Það er því ekki viðfangsefnið sem skiptir öllu máli heldur hvernig þú vinnur með litina og viðfangsefnið og hvernig þú getur gert viðfangsefnið að öðruvísi myndformi en hinir geta. Fyrir 30 árum gastu verið ljósmyndari ef þú kunnir tæknilega á myndavél, en í dag er það ekki nóg,“ segir hann.
Furðulegur blámi í öllu
Þegar Rafael ræðir um veðurfarið á Íslandi segir hann það misskilning að veturinn sé harðari og erfiðari hér á landi en annars staðar. Hann segir veturinn einstakan hér á landi og litina sem hægt er að vinna með frábæra. „Fólk kvartar hér en það er ekki svo slæmt. Ég hef viðmið annars staðar frá og hef lært að meta veturinn hér. Ég hef til dæmis verið einn vetur í Kaupmannahöfn. Þar er allt miklu grárra og kaldara. Það er allt annað en hér. Þar er ekki hægt að sjá himininn almenni lega. Sem ljósmyndara þá finnst mér frábært hvað það er fallegt hér á veturna og hvað það eru margir fallegir staðir til. „Ljósið hér er öðruvísi en annars staðar á veturna. Á sumrin er það eins en á veturna hefur það furðulegan bláma í sér. Mér þykir það mjög fallegt. Allt er blátt. Meira að segja skuggarnir eru bláir. Ég fór að nýta mér þennan bláa lit í myndunum mínum og hef náð mörgum fallegum myndum. Ef þú skoðar vel og pælir í skugganum þá sérðu að hann er blár.
Flytur þegar hann finnur ástæðu til
Rafael segist ekki sjá fyrir sér að setjast alveg að á Íslandi, en ekki heldur neins staðar annars staðar. Tímarnir eru hins vegar breyttir hjá honum og hann mun tengjast landinu um ókomna tíð. Hann á íslenska kærustu og saman eiga þau litla stúlku. Hann segist því alltaf verða með annan fótinn hér á landi. „Ég hef búið í fimm mismunandi löndum frá því ég kom hér fyrst árið 2006. Þegar ég finn ástæðu til að flytja þá læt ég verða af því. Ég ferðast mikið vegna vinnunnar en er fyrst núna að prófa að ferðast frá konu og ungri dóttur. Það hefur gengið furðuvel og Flóra, dóttir mín, hefur nú þegar skroppið með okkur nokkrar langar ferðir og hefur meira að segja „aðstoðað“ mig í tökum í Sáo Paulo. Þar skemmti hún kúnnunum á meðan ég sinnti vinnunni. Að vera svona alþjóðleg fjölskylda með rætur í tveimur heimsálfum lítur örugglega út fyrir að vera flókið en það hefur samt þann kost að maður hefur ekki tíma til verða leiður á neinum einum stað,“ segir hann að lokum.
VW: Auglýsing fyrir Volkswagen-sendibíla. Fékk Cannes Lion-verðlaunin árið 2012 fyrir þessa mynd.
Hluti af portrett-myndaröð sem ég gerði fyrir brasilískt tímarit um fólkið í miðbæ Reykjavíkur.
46
Casall í jólapakkann fyrir duglegu konuna þína! SPORTÍS OPNUNARTÍMI: MÁN - FÖS.: 10-18. LAU.: 12-16.
MÖRKIN 6
108 REYKJAVÍK
S:520-1000
SPORTIS.IS
48
Sigurður Guðmundsson:
„Ég vissi alltaf enda í þessu“
Umsjón: Guðrún Vaka Helgadóttir Myndir: Kristinn Magnússon
Myndir frá Kúbu: Guðmundur Kristinn Jónsson og
Ívar Kristján Ívarsson
Stílisti: Arnar Gauti / Elite Model Management Fatnaður Sigurðar: JÖR eftir Guðmund Jörundsson,
sokkar og höfuðföt í einkaeign.
Þ
að liggur beinast við að byrja á byrjuninni og segja frá því að Sigurður er fæddur í Keflavík 15. mars 1978 en er Njarð víkingur og bjó ásamt foreldrum sínum, Guðmundi Kristni Sigurðssyni og Gróu Hreinsdóttur, í Njarðvíkunum fram til tvítugs. „Það var mikil tónlist á heimilinu. Mamma er píanókennari og organisti og pabbi er söngvari þannig að það var mikil músík. Afar mínir og ömmur sungu mikið líka og það má segja að þetta hafi verið mér í blóð borið. „Sigurður segist þó ekki hafa haft of mikinn áhuga á að vera með foreldrum sínum í tónlistarstarfi. „Ég var náttúrlega bara gutti fyrst og svo þegar maður fór að stálpast og svona þá þótti ekkert sérlega töff það sem foreldrarnir voru að gera. En ég undi mér ágætlega við þetta og ég var svo heppinn að foreldrar mínir voru mikið að vinna svo ég var mikið hjá
Tónlistarmaðurinn Sigurður Guðmundsson er maður sem erfitt er að „googla“ enda heitir hann algengu nafni og auk þess hefur lítið verið skrifað um hann einan og sér. Algengara er að nafni hans bregði fyrir í sambandi við hljómsveitir hans, svo sem Hjálma og Memfismafíuna og glöggir tónlistarnördar kannast jafnvel við hann úr hljómsveitinni Fálkum frá Kefla vík. Svo vill nefnilega til að Sigurður er meðal afkastamestu tónlistarmanna landsins. Hann er liðtækur á orgel, spreng lærður á gítar og frábær söngvari auk þess sem eftir hann liggur dágott safn frumsaminna laga. Blaðamaður hitti Sigurð á heimavelli í snoturri íbúð í Vesturbænum þar sem hann býr ásamt unnustu sinni, Tinnu Ingvarsdóttur, og tveggja ára gamalli dóttur þeirra, Ástríði Ösp.
ömmum mínum þar sem var mjög mikið sungið. Þær kenndu mér mjög mikið af textum og gömlum kvæðum og þær eru líklega ástæðan fyrir því að ég er frekar forn í fari tónlistarlegaséð. Mér finnst miklu þægilegra „sánd“ í þessu eldra efni. Svona gamli RÚVhljómurinn sem er reyndar allur meira og minna tekinn upp í Danmörku,“ segir Sigurður
Músík er mikils virði Hvernig hófst þitt tónlistarnám? „Ég byrjaði bara svona eins og krakkar gera sem eiga músíkalska foreldra. Foreldrarnir svo sem fatta það að það er öllum börnum hollt að læra eitthvað í tónlist. Ég var svona fimm til sex ára á blokkflautu, svo fór ég að reyna að ákveða hvað mig langaði að spila á en hafði náttúrlega ekki hundsvit á því frekar en öðru, en ég stoppaði við á svona hinum og þessum hljóðfærum.
Það var ekki fyrr en ég var kominn upp að fermingu að ég áttaði mig á því að það væri gaman að spila á gítar af því að þá er hægt að spila og syngja á sama tíma og að það myndi henta mér ágætlega þótt ég hafi nú ekki mikið sungið svona framan af ævinni. Það var eiginlega ekki fyrr en töluverðu eftir að Hjálmar byrjuðu og eiginlega ekki fyrr en ég breyttist í „Sigurð Guðmundsson og Memfis mafíuna“ að ég fór að syngja eitthvað að ráði,“ upplýsir Sigurður. Hefur þú einhverja skoðun á tónlistarnámi í dag? „Ég þekki það ekki alveg, ég hef ekki verið viðloðandi tónlistarskóla að ráði í nokkuð mörguð ár. En ég held að það sé að mörgu leyti ágætt. Það eina sem ég held að mætti vera meira af er að hjá ráðafólki mætti vera meiri skilningur á því að þetta er mikils virði. Það er mikils virði að fólk sé að
stunda músík. Og það er með ólíkind um, miðað við hvað kosturinn er þröngur og lítið um tækifæri og lítið um húsnæði fyrir ungar hljómsveitir til að starfa í, hvað það er mikið af hljómsveitum á Íslandi. Það er mikill munur á því hvað er viðtekið og hvað er gjaldgengt í tónlist í dag og eins og þegar mamma mín var að læra. Þá var bara sagt „viltu gjöra svo vel að lesa þessar nótur“, það var ekkert frelsi til að gera það sem mann langaði til að gera heldur var þetta bara meira eins og iðnnám. Hlutirnir áttu bara að vera svona og svona en það hefur sem betur fer breyst mjög mikið. Það er gott og það er þó allavega mikið af tónlistarskólum, mikið af krökkum sem byrja í tónlistarnámi og mikill áhugi fyrir músík. Það er gaman að sjá og ég hef tekið eftir því núna og eiginlega bara á þessu ári, hvað standardinn er orðinn hár og mikið af plötum sem eru að koma út núna sem eru mjög vel unnar og mikill metnaður 49
í gangi. Svo hefur maður heyrt frá útlendingum sem eru að koma hingað, þeir eru bara agndofa yfir því hvað það er mikið tónlistarlíf hérna.“ Finnst þér íslenskt tónlistarlíf hafa verið að blómstra, t.d. undanfarin 5 ár? „Já og í raun og veru bara undanfarin 40 ár, alltaf meira og meira. Útflutn ingur á íslenskri tónlist er orðinn ansi stór biti af kökunni og eiginlega ótrúlegt hversu lítið er hlúð að því. Það er erfitt fyrir okkur að fara til út landa til að spila, það er dýrt, og það er lítill skilningur á því að kannski þyrfti að styrkja þetta aðeins meira og svo þyrfti að gera fólki auðveldara fyrir að finna húsnæði við hæfi til þess að iðka þetta áhugamál sem getsvo þróast yfir í atvinnu. Það er ekki bara á þessum grundvelli heldur á mörgum öðrum þar sem þarf að hreinsa úr hornunum. En ég held að þetta sé allt á réttri leið.
Ekki bara áhugamál Hvernig finnst þér fjölmiðlum ganga að kynna íslenska tónlist, t.d. með þáttum eins og Hljómskálanum þar sem þú hefur sjálfur komið fram? „Já, ég þekki nú vel til þeirra sem gera þann þátt og samkvæmt minni vitneskju var alveg vöntun á svona
50
þætti. Það hefur verið lítið gert af því að fylgjast með músík sem er núna. Mér finnst það mjög flott hjá þeim að hafa farið út í þetta dótarí. Það hefur náttúrlega verið mjög lítið af tónlistar þáttum fyrir utan einhverjar stöku framkomur í þáttum eins og Kastljósi og Mósaík. En það hefur lítið verið af svona tónlistarþáttum þannig lagað. Það er líka skemmtilegur vinkill að láta fólk gera eitthvað fyrir þáttinn og blanda saman fólki úr ólíkum áttum til að gera eitthvað saman. Öll inn lögn í flóruna er til hins betra.“ Umræðan um greiðslu til tónlistar manna sem koma fram í Kastljósi var nokkuð áberandi fyrir nokkrum vikum. Aðspurður segist Sigurður hafa fylgst með þessari umræðu. „Já ég hef gert það og þekki þetta svolítið af eigin raun líka. Sko, munurinn er sá að samkvæmt skilgreiningu er Hljómskálinn skemmtiþáttur en Kast ljós er fréttaskýringaþáttur og það er annar taxti sem fylgir því. Ég veit ekki betur en að þeir sem koma fram í Hljómskálanum hafi fengið eitthvað borgað, það er klárlega ekki mjög mikið en það er eitthvað smotterí svona til málamynda. „Það er kannski eitt sem er kannski gömul saga og ný varðandi músíkanta á Íslandi, það er þessi gamla týpíska spurning „Hvað gerir þú?“ „Ég er tónlistarmaður.“ „Jájá, en við hvað vinnurðu?“ og það einhvern veginn
hefur verið „mentalitetið“ hérna að það sé ekki vinna að vera tónlistarmaður heldur sé það áhugamál. Mér finnst leiðinlegt að heyra, eins og með þetta mál, að það eigi að vera þættinum frjálst að fá tónlistarmenn til að koma og spila og borga þeim ekki neitt fyrir af því að það sé svo góð kynning fyrir músíkanta að koma og spila í þessum þætti. Þá erum við búin að hoppa til baka um 30 ár í rauninni, af því að það hefur svo lengi verið þannig og við erum búin að vera að berjast svo mikið við að fólk skuli halda að músík sé bara áhugamál. „Það þykir ekkert tiltökumál að fá t.d. músíkant til að spila í veislu og á meðan það þykir sjálfsagt að borga öllum sem vinna í veislunni, til dæmis kokkunum og þjónunum, er honum bara boðið upp á köku. Það er þetta sem við þurfum að vera svolítið á tán um gagnvart og mér finnst það ekki rétt þróun að það eigi að færa inn í mentalitet þjóðarinnar að allir sem koma fram í sjónvarpi séu bara að kynna sig og eigi þar af leiðandi ekki að fá neitt borgað. Mér finnst það fár ánleg pæling vegna þess að það er til dæmis búið að vera að þreifa á þessu með Kastljósið á ýmsa vegu. Það er auðvitað dýrt að halda úti mannskap til að taka upp tónlist í sjónvarpinu og á tímabili voru þeir farnir að færa þetta út úr stúdíóinu þar og koma til dæmis í stúdíóið til okkar til að taka
„Það þykir ekkert tiltökumál að fá t.d. músíkant til að spila í veislu og á meðan það þykir sjálfsagt að borga öllum sem vinna í veislunni, til dæmis kokkunum og þjónunum, er hon um bara boðið upp á köku.“ upp því þá þurftu þeir ekki að borga [innsk. blm. fyrir hljóðvinnsluna]. Það var ódýrara að senda tveggja manna „crew“ inn í Hljóðrita til að taka upp þar. „Ég skil alveg að þeir þurfi að spara en ég skil samt ekki alveg hvernig þeir eru að fara að því. Það er kannski ekki ráðlegt að hafa of mörg orð um það batterí allt saman. Ég er samt á þeirri skoðun að það eigi ekki að leyfa fólki að komast upp með að hafa þá hug mynd enn þá í kollinum að við séum alltaf bara að vinna að því að kynna sjálf okkur. Upptaka úr sjónvarpi er líka, þegar fram í sækir, t.d. eftir 5,
10, 15 eða 20 ár, orðin einhvers virði fyrir þau að eiga og að sjálfsögðu ber að borga fyrir það. Þótt þetta hafi ekki verið háar upphæðir svo sem, á mann. Í samhengi við annað þá er þetta hverfandi kostnaður að mínu mati, það er margt annað sem er miklu dýrara held ég og sem skiptir ekki jafnmiklu máli. „Ég ætla samt ekki að fara að tjá mig um Ríkisútvarpið sem slíkt. En sem prinsippatriði þá held ég að samningar FÍH við öll svona kompaní sem vilja níðast á tónlistarmönnum undir því falska flaggi að við séum að „prómótera“ okkur, séu af hinu góða. Annars fær fólk tilfinningu fyrir því að það sé alltaf hægt að hóa í tónlis tarmenn og fá þá til að gera eitthvað fyrir ekki neitt undir því yfirvarpi að þeir séu að kynna sig. Við höfum alltaf þurft að bíta þetta svolítið af okkur, bæði Hjálmar og ég og þau verkefni sem ég hef verið viðloðandi, þetta er svolítið erfitt að eiga við.
Alltaf ákveðinn í að verða tónlistarmaður
Sigurður segir metnaðinn fyrir tón listinni hafa verið kominn strax á unglingsárunum. „Ég vissi alltaf að ég myndi enda í þessu. Það var eitthvað sem hvíslaði því að mér og ég hafði einhvern veginn ekki áhuga á því að leggja neitt annað fyrir mig eða læra neitt annað. Ég fór aðeins í eitt hvert grunnám í framhaldsskóla og eitthvert rafiðnaðarnám en svo fannst mér þetta bara svo leiðinlegt að ég meikaði það ekki.“ Á unglingsárunum tók Sigurður þátt í nokkrum bílskúrsböndum þar sem hann, feiminn og ljóshærður með sítt hár, spilaði á gítar. Fyrsta hljómsveit hans sem gaf út plötu, og reyndar tvær, var hljómsveitin Fálkar frá Keflavík en þar spilaði Sigurður á orgel. Hljómsveit in spilaði „instrúmental gleðipopp“ sem að sögn Sigurðar var mikill uppgangur í á árunum 1997-2000. Fyrsta plata sveitarinnar hét Ástarkveðja frá Kefla vík og kom út árið 2000, seinni platan kom út ári síðar. Hún bar einfaldlega nafn hljómsveitarinnar og naut lagið „Flugufrelsarinn“ (ábreiða af hinu þekkta lagi Sigurósar) mikilla vinsælda. „Það var einhver sixtísbylgja í gangi þarna og allir komnir í mokkajakka og með sixtíshárgreiðslur. Þetta var skömmu eftir að herrafataverslun Kormáks og Skjaldar opnaði og það kom þarna ein hver skápastaðinn andblær inn í þetta,“ segir Sigurður.
Rúnar Júl og Hjálmar
Fáar hljómsveitir hafa notið viðlíka vinsælda meðal allra aldurshópa og reggae-sveitin Hjálmar. Hvernig kom það til að nokkrir íslenskir tónlistar menn fóru að spila reggae? „Það var þannig að við vorum heimagangar hjá Rúnari Júl í Geim
steini í Keflavík. Kiddi [innsk. blm. Guðmundur Kristinn Jónsson] var þar að vinna við upptökur og ég var svona lausamaður hálfgerður. Rúnar bað okkur um að spila inn á plötu með sér sem heitir Það þarf fólk eins og þig [2002] og þar vildi hann hafa tvö reggae-lög. Við komum nú svona hálfpartinn af fjöllum. Ég kunni ein hver örlítil skil á þessu en ekki mikil. Við fórum aðeins að grufla og kom umst að því að þetta var bara gaman. Lagið „Gott að gefa“ kom út á þessari plötu og varð nokkuð vinsælt. Fólk er enn með það á heilanum og biður um það á tónleikum okkar. Í kjölfarið á þessu þá fórum við að velta því fyrir okkur hvað það gæti verið gaman að prófa að stofna svona reggae-hljóm sveit,“ segir Sigurður. Kunnuð þið þá ekkert að spila reggae áður en þið stofnuðuð Hjálma? „Í rauninni ekkert að ráði. Ég átti reyndar góðan vin sem hlustaði mikið á reggae. Mér fannst þetta skemmtilegt og gaman að hlusta á, en ég get ekki sagt að ég hafi verið búinn að stúdera þessa tónlist mikið áður en við byrjuð um. Enda var það kannski bara lán í óláni þannig lagað séð því það kom í veg fyrir að við værum eitthvað að reyna að vera eins og einhver önnur
„Það er alveg sama hversu góð hljóm sveitin er og hversu vinsæl og hversu mikið spiluð, maður þarf að vera í alla vega þrem eða fjór um hljómsveitum til að geta lifað góðu lífi af tónlistinni.“ reggae-hljómsveit ... Í fyrsta lagi erum við náttúrulega ekki rastafarar og erum ekki svartir og erum ekki með „dreadlokka“. Við erum bara Íslend ingar en einhvern veginn frá upphafi var okkur þetta ansi tamt,“ segir Sig urður en bætti við síðar „Fyrsta platan bar þess auðvitað merki að þarna voru hálfgerðir viðvaningar á ferð.“ „Og við bara byrjuðum. Við vorum búnir að kynna okkur trommuleik ara [Kristin Snæ Agnarsson] sem samkvæmt nýjustu heimildum gat svona klórað sig fram úr reggae-inu. Við vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að hann þekkti til Steina [Þorsteins Einarssonar] sem er gítarleikari og söngvari hjá okkur og þar með
Frá upptökum við Okkar menn í Havana var tekin upp í Egrem-hljóðverinu á Havana nú í haust. Efst til vinstri: Tómas R. Einarsson. Efst til hægri: Guðmundur Kristinn Jónsson og Sigurður Guðmundsson. Miðja til vinstri: César Hechacarria Mustelier. Miðja til hægri: Jorge Luis Reyes, Karel Páez Ulacia og Bragi Valdimar Skúlason. Neðst: Samúel Jón Samúelsson, Guðmundur Kristinn og Tómas R. byrjaði þetta,“ segir Sigurður. „Steini kunni þessu ágætlega skil og einhvern veginn er hann svona runninn undan blústrénu og átti góðan lager af lögum sem voru upphaflega blúslög en hafa flest öðlast nýtt líf í Hjálmum. Það var mikill fengur að fá hann inn af því að hann átti fullt af efni og hefur verið miklu afkastameiri höfundur innan hljómsveitarinnar heldur en ég. Ég á sjálfur yfirleitt svona 2-3 lög á hverri plötu, eitthvað svoleiðis.“ Sigurður segir að eitt erfiðasta verk efnið sem hljómsveitin glímdi við í upphafi hafi verið að finna bassaleik ara sem gat spilað í reggae-takti, „Á fyrstu plötunni okkar varð ég bara að spila allan bassann inn, bara svona af illri nauðsyn. Við vorum búnir að reyna nokkra bassaleikara en það var einhvern veginn enginn sem gat „púllað“ þetta almennilega. Þá þurfti bara að leita yfir hafið til Svíþjóðar og við hringdum í kunningja þeirra Steina og Kidda trommara sem höfðu verið að læra með þeim úti í Svíþjóð og þeir komu til landsins og voru hérna með annan fótinn frá 2004-2006,“ útskýrir Sigurður.
Héldu tónleika fyrir skattinum
Árið 2006 héldu Hjálmar kveðjutón leika en komu svo saman aftur skömmu síðar. Sigurður útskýrir þetta: „Við komumst fljótt að því að það var miklu leiðinlegra að vera ekki að spila heldur en að vera að spila. Hléið entist nú ekki miklu lengur en í 2-3
mánuði. Við þurftum reyndar líka að gera skil á ákveðnum hlutum gagn vart skattayfirvöldum. Við fengum einhvern bakreikning upp á nokkur hundruð þúsund þannig að við mátt um gjöra svo vel að koma saman aftur og vinna fyrir þessari skuld.“ Það er sem sagt skattayfirvöldum að þakka að hljómsveitin kom saman aftur? „Ég ætla nú ekki að ganga það langt. Skatturinn er eflaust ágætur til síns brúks og hann orsakaði það að við þurftum að koma saman og halda áfram. Þarna voru Svíarnir enn með okkur og það voru gerðar örfáar ferð ir í viðbót fyrir þá að koma hingað að spila og við bjuggum til þriðju plötu na okkar sem heitir Ferðasót,“ segir Sigurður. Hann talar um að þreyta hafi verið komin í mannskapinn á þessum tíma og ákveðið hrun yfirvof andi í hljómsveitinni. „Við vorum búnir að skipta um trommuleikara og fá nýjan hljómborðsleikara og svo voru þeir búnir að vera að fljúga fram og til baka milli Svíþjóðar og Íslands nánast stanslaust, stoppandi misstutt. Þeir voru orðnir þreyttir á þessu og þetta var bara allt farið að lýjast.“ Kom til greina að hætta á þeim tímapunkti? „Nei alls ekki, við ákváðum bara að þetta væri ágætt af sænska karlpeningn um og íslenskuðum bara bandið alfarið. 51
Við fengum þá menn sem einhvern veginn lá beinast við að fá, Helga Svavar [Helgason] og Valda Kolla [Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson], fækkuðum aft ur niður í fimm manns og það samstarf hefur gengið ákaflega vel. Maður kemur í manns stað. Við það að hljómsveitin varð íslensk urðu öll samskipti einfaldari og svona meiri samgangur milli hljóm sveitarmeðlima og almennt bara meira samband. Allir hlutir hafa sinn tíma og þarna var kominn tími fyrir þetta. Við þökkuðum Svíunum bara fyrir og það var alveg gagnkvæmur skilningur með það,“ segir Sigurður.
Spiluðu sig út í horn
Lítið hefur heyrst frá Hjálmum á þessu ári og hlæjandi segir Sigurður ástæð una vera þá að hljómsveitin spilaði of mikið á síðasta ári. „Við tókum hraustlega á því í fyrra sem orsakaði það að vegna smæðar markaðarins hérna á Íslandi þá er ansi auðvelt, ef maður er hljómsveit eins og Hjálmar, að spila sig svolítið út í horn. Vegna þess að það er í raun svo takmarkaður fjöldi af fólki sem er að sækja í þetta að ráði. Maður er að spila kannski tugi tónleika í Reykjavík á ári og við lentum í því 2011 og áttuðum okkur því miður ekki á því fyrr en kannski aðeins of seint að við vorum búnir að ofkeyra markaðinn. Þannig að við tók um ákvörðun um það að gefa Íslandi 52
smáhlé og ætluðum ekkert að gefa út plötu á þessu ári eða neitt. Einbeittum okkur í staðinn að því að spila erlendis svona síðastliðið sumar og vorum að spila alveg slatta á festivölum í Evrópu. Það hefur því farið frekar lítið fyrir okkur hér á Íslandi upp á síðkastið.“ Hvernig gekk að spila erlendis? Eru Hjálmar að reyna að „meika það“? „Það gekk mjög vel. Við erum orðnir svo gamlir að við erum ekkert í þeim leik lengur að vera að reyna að meika það á erlendri grund. Við höfum ekki áhuga eða orku til að vera að hugsa þannig. Í rauninni þá er þetta aðallega hugsað sem vettvangur fyrir okkur til að geta haldið áfram að spila af einhverju ráði af því að hljómsveitin er frábær og æðisleg og það er leiðin legt að vera frá svona litlu landi með svona góða hljómsveit, eins og vænt anlega margir aðrir sem hafa verið í góðum hljómsveitum vita og þekkja héðan. Þetta er svo lítill markaður til að vera að vinna að ráði og kannski ástæðan fyrir því að hljómsveitir leita út fyrir landsteinana. Það er alveg sama hversu góð hljómsveitin er og hversu vinsæl og hversu mikið spiluð, maður þarf að vera í allavega þrem eða fjórum hljómsveitum til að geta lifað góðu lífi af tónlistinni.
Frá Hjálmum til Memfis mafíunnar
Sigurður segist aðeins vera aukamað ur í Memfismafíunni þrátt fyrir að vera í aðalhlutverki á sínum eigin plötum. „Það er út af því að ég er söng varinn, það verður alltaf að vera einn svona aðal og á mínum plötum er ég hann. En það þarf að koma fram að það er ekkert ég sem á þessa hljóm sveit, það er annar, innan gæsalappa. Á plötunni „Gilligill“ er það Bragi Valdi mar Skúlason og Memfismafían. Það þurfti aðeins að koma fram á þeim tíma þegar sú plata kom fram svo fólk væri ekki að rugla því saman að þetta væri hljómsveitin mín. Memfismafían er í rauninni ekki hljómsveit, hún er ekki með fasta meðlimi og strangt til tekið eru þetta kannski meira regnhlífasamtök yfir framleiðslu á alls kyns efni og svona hálfgerð umboðs skrifsstofa fyrir ákveðin verkefni. Þetta er náttúrlega svolítið í gríni, nokkurn veginn eins og mafía,“ segir Sigurður og útskýrir nafngiftina fyrir okkur. „Við fundum upp þetta nafn þegar við vorum að gera fyrstu plötuna mína og grínið er það að Keflavík hefur oft verið kölluð Liverpool Íslands, Hljómar eru náttúrlega úr Keflavík og bítlahljómsveitir komu frá Keflavík. Þá er Hafnarfjörður oft kallaður Memphis af því að Björgvin Halldórsson er úr Hafnarfirði og kallar sig stundum Elvis
„Maður verður að setja sér svona smá girðingu þannig að maður fari ekki bara út um víðan völl.“ Íslands. Þaðan kemur þessi tenging. Þegar við fórum inn í Hafnarfjörð og byrjuðum að vinna inni í Hljóðrita þá hafði Björgvin samband við hann Kidda og spurði: „Hva, ertu kominn til Memphis?“ og svona í kjölfarið á því voru rifjaðir upp ýmsir brandarar sem hafa orðið til í kringum samskipti Björgvins við okkur og aðra menn. En okkur fannst þetta skemmtileg pæling, að vera Memfismafían, þar sem Memfismafían var náttúrlega mafían í kringum Elvis. Nema í því tilviki var það reyndar meira eins og mafía en í okkar tilviki er þetta náttúrlega aðallega tónlistartengt,“ segir Sigurður hlæjandi og bætir við: „Memfismafían er svona saman safn af mönnum sem eru að vinna í og með í hljóðversupptökum, allt frá mínu efni og blandast svo inn í Baggalút, Senuþjófana og Hjálma. Þetta er svolítið samansafn af þessum böndum sem eru á okkar snærum.
Má þá segja að Memfismafían hafi ekki verið til áður en þú réðst í gerð fyrstu plötunnar þinnar? „Nei í rauninni ekki. Þetta fólk var náttúrlega búið að vera að vinna saman í einhvern tíma og það var alveg hægur leikur fyrir okkur að fá inn þá menn sem okkur vantaði. Við vorum náttúrlega á þessum tíma búnir að vera að vinna mikið með hinum og þessum og búnir að skapa okkur nafn innan Hjálma þannig að fólk vissi hverjir við vorum. Þá er lítið mál að hringja bara og fá það sem okkur vantar. Okkur hins vegar vantaði nafn á batteríið. Mér fannst ekki alveg nógu gott að þetta væri bara „Sigurður Guðmundsson“ á plötunni minni af því að það vantaði þá einhvern veginn punktinn yfir i-ið,“ segir Sigurður og er sammála því að einhver gamaldags glæsileiki fylgi því að hafa mafíu á bak við sig. „Já, við áttuðum okkur á því um leið og nafnið var komið. Starfs emin hafði samt alveg verið til áður og er enn til í mismunandi myndum.
Óður til mömmu og ömmu
Fyrsta sólóplata Sigurðar, Oft spurði ég mömmu, kom út árið 2008 en þar er Memfismafían kynnt til leiks í fyrsta sinn. „Ég var búinn að vera að gera mig kláran í að syngja meira á þessum tímapunkti. Ég fann að mig langaði að gera svona plötu sem í raun var svona smávegis virðingarvottur við þetta „stöff “ sem lá mér næst tónlistarlega og þaðan er nafnið sprottið. Þetta er allt frekar móður- og ömmutengt. Ég var búinn að vera að grúska í þessu og finna mér lög sem ég vildi syngja. Svo kom upp þessi pæling hvort við ættum að prófa þetta og prófa að gera þetta svona. Við gerðum plötuna bara gamaldags frá A-Ö,“ segir Sigurður og vísar þar til sérstakrar upptökutækni sem notuð var við gerð plötunnar. „Þetta er náttúrlega bara gömul tækni. Fyrir 1960 þá var þetta bara leiðin til að taka upp plötur. Þá var bara einn míkrófónn og leiðin var bara að raða bandinu í kringum hann þannig að allt heyrðist og stundum heyrðist of mikið í einhverju. Okkur fannst þetta
spennandi verkefni af því að við vorum búnir að gera allt mögulegt annað og það var gaman að prófa þetta þó að það hafi ekki verið nema það, bara til þess að prófa þetta. Að gera svona plötu og sjá hvort þetta virkaði, og þetta virkaði og hljómaði. Platan er ekkert fullkomin en hún hefur þennan hljóm sem við vorum að leita eftir.“ Í kjölfar þessarar fyrstu plötu var ráð ist í gerð jólaplötu og Sigurður segir að ákveðið hafi verið að gera hana „grand“. Platan kom út árið 2010og ber nafnið Nú stendur mikið til en segja má að hún hafi strax orðið „sígild“ enda ber hún svipaðan hljóm og fyrri plata Sigurðar þrátt fyrir að hafa verið tekin upp á nútímalegri hátt.
Kvefaður á Havana
Þriðja plata Sigurðar, Okkar menn á Havana, kom út nú í nóvember síðastliðnum og var hún nær alfarið tekin upp í hinu fornfræga Egremhljóðveri í Havana. Á plötunni spila þekktir kúbanskir hljómlistarmenn, t.d. Tres-gítarleikarinn Cesar Hecha varria, píanóleikarinn Emilio Morales og trompetleikarinn Julio Padrón ásamt hópi slagverksleikara. Platan inniheldur ellefu frumsamin lög eftir Sigurð sjálfan, Tómas R. Einarsson, Samúel Jón Samúelsson og Braga Valdimar Skúlason sem einnig samdi textana við lögin. Lagið „Blánótt“ af plötunni hefur fengið góða spilun á útvarpsstöðum og gaman er að fylgjast með Sigurði og félögum í hljóðverinu í Havana í myndbandi við lagið sem hægt er að skoða á YouTube. Þar er líka smellurinn „Síðasti móhítóinn“ sem er svo sannarlega til þess fallinn að ylja manni í skammdeginu og langt fram á næsta sumar. Þrátt fyrir steikjandi hita við upp tökurnar segist Sigurður hafa glímt við svívirðilega kvefpest á meðan á upptökunum stóð sem varð til þess að taka þurfti upp söng hans aftur þegar heim var komið þar sem þeir höfðu aðeins fimm daga til að ljúka upptökum úti á Kúbu. „Svona seinni part annars dagsins þá var ég farinn að finna fyrir ein hverju í hálsinum og svo á þriðja degi var ég orðinn allur uppstíflaður og man varla eftir öðru eins slímmagni og leyndist þarna í ennisholunum á mér. Við þurftum bara að halda áfram og vinna. En þetta var svo sem ekkert stórmál, ég þurfti bara að syngja þetta aftur þegar ég kom heim og var orðinn góður. Við ætluðum auðvitað að reyna að ná þessu öllu úti en það er víst ekki hægt að díla við náttúruöflin. Einhvern tímann hitti ég nú reyndar mann sem vildi meina það að ég væri alltaf eins og ég væri kvefaður. En ég get voða lítið gert í því, ég er kannski örlítið nefmæltur en ég passaði mig á því að vera orðinn þokkalegur áður en
ég söng þetta aftur. Það voru ákveðin leiðindi en ég held að platan hafi bara orðið betri fyrir vikið. Hvernig datt ykkur í hug að búa plötu á Havana? „Þetta var aðallega hugmynd frá Kidda og við fengum Tómas R. Einarsson í lið með okkur. Ég var alveg byrjaður að leggja drög að því að gera nýja plötu en ég vissi ekkert í hvaða stíl ég myndi gera hana endilega,“ segir Sigurður og bætir við, „áður en við fórum út þá vissum við ekkert hvernig þetta myndi koma út, hvort að þeir úti á Kúbu myndu skilja hvað við værum að fara með þessu. En svo einhvern veginn er svo gaman að upplifa það að músík er svo „universal“ að þeir gripu þetta bara um leið og þetta var ekkert mál. Um leið og lögin okkar voru komin inn á „teip“ með kúbönsk um tónlistarmönnum þá hljómuðu þau alveg eins og þau hefðu getað verið bara kúbönsk lög.“ Gerðust svipaðir hlutir þegar Hjálm ar fóru út til Jamaíka? „Já, nema þá var þetta aðeins öðru vísi, þá vorum við búnir að gera mjög mikið áður en við fórum út. Við vorum eiginlega búnir að taka upp flest lögin. Ástæða þeirrar ferðar var að fá dálítið krydd út í það sem við vorum búnir að gera. Við vorum búnir að taka upp eiginlega heila plötu í Hafnarfirði en ætluðum svo að fá slagverk og fleira úti á Jamaíka. Svo æxlaðist það þannig að það voru tvö eða þrjú lög tekin upp á Jamaíka frá grunni vegna þess að við höfðum smátíma. En tilgangurinn þar var bara að krydda það sem við vorum búnir að gera. Núna þegar við fórum til Kúbu þá ætluðum við bara að gera þetta allt þar, sem lukkaðist mjög vel að öllu leyti nema söngurinn,“ segir Sigurður og segir að Jamaíka og Kúba séu ótrúlega ólíkar eyjur þrátt fyrir að vera nálægt hvor annarri. „Þetta er alveg sitt hvor heimurinn. En hins vegar það sem maður áttar sig á þegar maður kemur til svona ólíkra staða, ef maður kemst aðeins undir yfirborðið, er að fólk er alltaf eins, fólk er alltaf fólk, sama hvernig það er á litinn eða hvaða bakgrunn það hefur. Mér fannst mjög gaman, og lenti í því bæði á Jamaíka og Kúbu, að frá heimamönnum fengum við á báðum stöðum grænan stimpil, að við værum að gera eitthvað af viti. Ég veit ekkert hvort það stafaði af því að mennirnir voru að fá vel borgað eða hvað. Músík nær einhvern veginn að tengja menn á milli heimsálfa og menningarheima og það þarf ekki einu sinni orð til þess, það þarf bara að vera einhver fílingur í gangi. Mér finnst mjög gaman að fá að upplifa það
53
að maður er ekki einn í heiminum, það eru fleiri sem eru að gera álíka hluti þótt þeir búi við annan kost.“
Eyjaskeggjar í stofu fangelsi
Kúbönsk tónlist er með hressilegan og léttan takt og Sigurður segir að þar sé ekki vanþörf á því að lyfta sér upp með hjálp tónlistar. „Það er allt í niðurníðslu þarna. Stjórnvöld, sem hafa verið við lýði þarna í um 60 ár, eru búin að hafa ansi geigvænleg áhrif á þetta land. Ef stefnunni sem er í gangi á Kúbu er stillt upp á móti t.d. þeirri stefnu sem er í Bandaríkjunum þar sem allt snýst um fjármagn þá er svo fyndið, eða kannski sorglegt, að sjá hvað þetta er að mörgu leyti svipað. Að fólk er á endanum komið í hálfgert stofufangelsi. Þarna er nátt úrlega ekkert ferðafrelsi, fólk hefur ekkert efni á að fara eitt né neitt eða fær ekki leyfi til að gera það. Þetta er í rauninni staðan hér á Íslandi líka, það er ekkert svo langt frá því að við séum í raun innilokuð hérna á eyjunni okkar vegna þess að við skuldum svo mikla peninga. Þarna er
það bara vegna þess að það er einhver hugsjón sem felst í því að allir eigi að vera jafnir og það hefur einhvern veginn sú áhrif að það breytast allir í kindur. Fólk er alltaf fólk, það er ekki það, og andinn er til staðar, en það er svoleiðis búið að berja fólk niður og njörva það við jörðina. Það er engin gulrót fyrir fólk til að gera betur og þess vegna er Havanaborg í niðurníðslu. Fólk hefur ekki áhuga á að gera neitt upp vegna þess að „þetta er ekki mitt vandamál“, það er mentalitetið. Svo er auðvitað skortur á öllu; málningu, sápu og sjampói, þannig að það er allt orðið frekar mikið niðurnítt og fólki virðist sama vegna þess að það á þetta hvort eð er ekki. Svo er aftur forvitnilegt að pæla í því hvað gerist ef Kúba opnast meira en hún er núna. Ég hugsa að fólk yrði fljótt að stökkva á öll tækifæri sem gefast því það hefur sýnt sig að ef fólk fær tækifæri til að fara þaðan þá fer það þaðan. Hljómsveitir og íþróttalið sem fá að fara frá Kúbu koma iðulega bara hálf til baka vegna þess að fólk hreinlega vill ekki vera þarna, það eru svo litlir möguleikar.
Frá æfingum Sigurðar og Memfismafíunnar fyrir jólatónleikana sem fram fóru þann 30. desember sl.
54
Bjartsýnn fyrir næsta ár Úr reggae yfir í gamaldags íslenskt og nú Kúba, ertu að safna stílum? „Þetta er í raun ákveðin gulrót. Ég hef mjög gaman af því að gera hluti sem eru svona pínulítið innrammaðir. Í staðinn fyrir að apa eftir einhverju öðru þá tekst ég á við ákveðin verk efni. Og mér finnst þetta svolítið skemmtilegt, að prófa að gera jóla plötu og Kúbuplötu og gera hluti þar sem maður verður að setja sér svona smá girðingu þannig að maður fari ekki bara út um víðan völl.
Er í þessu og verður í þessu
Í desember verður nóg að gera hjá Sigurði. „Það er að byrja núna æfinga törn, bæði bandið mitt og svo fyrir Baggalútstónleikana, ég spila með þeim líka þannig að það er mikil tón leikatörn þar. Svo er ég með tónleika í Tjarnarbíói núna 30. nóvember. Það eru í rauninni útgáfutónleikar fyrir plötuna mína svona í bland við jólaefnið. Þetta verða svona sólarjól. Svo á næsta ári ætla ég að sjá bara
til hvort fólk hefur enn áhuga á að hlusta á mig, maður getur einhvern veginn aldrei verið alveg viss um það fyrirfram. En eins og ég segi, ég er í þessu og verð í þessu. Ertu með einhver járn í eldinum fyrir næsta ár? „Já, maður verður bara að vera bjart sýnn og reyna að gera eitthvað af viti,“ segir Sigurður að lokum.
„Músík nær ein hvern veginn að tengja menn á milli heimsálfa og menn ingarheima og það þarf ekki einu sinni orð til þess, það þarf bara að vera einhver fílingur í gangi.“
þú Kemst þANgAð
með oKKur!
Njóttu þess Að FerðAst Á eiNFAldAN hÁtt. Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll. Kauptu miða núna á www.flugrutan.is
Alltaf laus sæti. Frí þráðlaus internet tenging í öllum bílum
Skannaðu strikamerkið með snjallsímanum þínum
BSÍ - Umferðarmiðstöðin 101 Reykjavík 580 5400 main@re.is • www.re.is
R O
56
Tinni á Íslandi Tinni og vinir hans eru mörgum kunnir og ævintýri þeirra fastur liður í uppeldi þús unda Íslendinga. Enn og aftur hafa risið deilur um hvort sá frásagnarmáti sem settur er fram í bókmenntaverkunum um hann sé boðlegur yngri lesendum þar sem kyn þáttafordómar, kvenfyrirlitning, nýlenduhyggja og neikvæðar staðalímyndir ráða ríkj um, þá sérstaklega í fyrri verkunum. Er um að ræða enn eina sænsk-sósíaldemókratísku velferðarnauðhyggjuna þar sem á að vernda lesandann fyrir óæskilegum straumum og stefnum bókmenntanna eða nauðsynlegar varnir til að sporna við vaxandi þjóðernis hyggju og óþoli milli mismunandi kynþátta og menningarstrauma? Jón Kristinn Snæhólm hitti Tinna og Tobba á skrifstofum Birtíngs í lok nóvember og spjallaði um ævintýri þeirra og alþjóðamál. Módel: Fannar Alexander Snæhólm Myndir: Ernir Eyjólfsson
F
rá Tinna í Kongó til Pikka-rónan na hefur mikið vatn runnið til sjávar og heimsmyndin breyst. Nýlenduveldi Evrópu hafa vikið fyrir stærri ríkjum, s.s Kína, Rússlandi og Bandaríkjunum, og þungamiðja alþjóðlegra atburða færst á yfirráð asvæði þeirra. Þú hefur sótt þessi lönd heim á æðisögulegum tímabilum þeirra. Hvert er þitt mat á stöðu alþjóðamála í dag, þá sérstaklega á stöðu Evrópu í alþjóðasamfélaginu? Já, ég er undir miklum áhrifum frá manni sem hét Walles og var minn mentor í alþjóða fræðum. Hann var ritstjóri tímritsins 20. öldin sem gefið var út í Brussel en ég var að vinna í auglýsingadeildinni á blaðinu. Walles dreymdi um sameinaða Evrópu og hafði það mikil áhrif á mig, einfaldlega vegna þess hvernig Evrópa var leikin eftir fyrri heimsstyrjöldina. Marga af eldri og reyndari mönnum dreymdi um að þetta gerðist aldrei aftur. Þjóðarbandalagið var stofnað stuttu eftir stríð en reyndist síðan gagnslaust eins og kemur fram í einni af minni fyrstu bók, Bláa lótusnum. Við vildum að sameinuð Evrópa væri mótvægi við
Bandaríkin og Rússland. Á þessum tíma litu menn svo á að hið nýja stóra ríki í heiminum væri Sovétríkin og með eða án Bretlands var það ríkjandi pólitísk skoðun að samruni Evrópuríkja væri alls ekki tímabær. Sem betur fer hefur það hins vegar ræst núna þótt erfitt sé að spá nákvæmlega hvernig staðan er sökum alheimskreppunnar. Kreppan kemur verulega niður á ríkjum Evrópu, eins og Portúgal, Spáni og Grikklandi. Ég er hins vegar ánægður með sameiningarferli Evrópu og sérstaklega þar sem flest öll ríki AusturEvrópu hafa sameinast undir merkjum ESB. Gamla Evrópa er að verða til, það er að segja eins og hún var fyrir fyrri heimsstyrjöldina þar sem frjálst flæði fjármagns og vinnua
fls einkenndu atvinnuhætti álfunnar. Með auknum tækniframförum hefur heimurinn minnkað og vægi Evrópu í alþjóðastjórnmál um og viðskiptum líka. Ég gleðst þó afskaplega yfir þeirri lýðræðisþróun sem átti sér stað í allri Evrópu.
Hvert er álit þitt á Bandaríkjunum? Fyrst kynntist ég Bandaríkjunum í gegnum kvikmyndir frá Hollywood. Á þessum tíma voru þau ógn við stöðu Evrópu og mér leist ekkert vel á. Fyrri heimsstyrjöldin kollvarp aði skoðunum Evrópubúa á stöðu Evrópu í heiminum. Evrópa var í rúst og þeir sem komu til hjálpar voru Bandaríkjamenn.
„Ég er hins vegar ánægður með sameiningarferli Evrópu og sérstaklega þar sem flest öll ríki Austur-Evrópu hafa sameinast undir merkjum ESB.“ 57
Spurningin er: „Voru þeir góður bjargvætt ur?“ Fólk dreymdi um hina góðu sameinuðu Evrópu sem nánast var hið heilaga rómverska ríki, byggt á ákveðnum kristilegum hugmynd um um sameinað ríki páfans. Ég elska indíána. Ég var skáti og indíánar, frumbyggjar Ameríku, eru toppurinn á frjálsræðinu og nánast guðir í mínum augum. Hvítu Bandaríkjamennirnir hins vegar, fulltrúar stórveldisins sem bjargaði Evrópu, voru í mínum augum ekkert sérstak lega góðir. Ég var smitaður af staðalímyndum þar sem Bandaríkin voru skýjakljúfar, fullir af spillingu þar sem olíufurstar, bankamenn og glæpamenn réðu ríkjum.
Er þetta svona svipað viðhorf og við höf um til sumra bankamanna í dag? Ég held það hafi alltaf verið lítið álit á þeim. Þegar ég kom til Bandaríkjanna 1971 sá ég að ég hafði verið með mjög barnaleg viðhorf til þeirra en ég verð að segja að í ferðum mínum þangað varð ég fyrir miklum vonbrigðum.
Í bókum þeim sem skrifaðar hafa verið um ævintýri þín hafa verið dregnar upp mjög algengar staðalímyndir af þjóð félögum og þegnum þeirra. Má þar nefna glæpahefðina í Bandaríkjunum, grimmd Japana og hernaðarhyggju þeirra gegn Kínverjum, slóttugheit araba, alræðis hyggju Austur-Evrópu og síðast en ekki síst er þeldökkum þegnum Kongó lýst sem heimskum, hjátrúarfullum og undirgefn um skríl sem varla er viðbjargandi án þinnar hjálpar. Ertu lýðræðissinni? Já, ég er lýðræðissinni. Engin spurning. Ég hef alltaf verið á bandi þess undirokaða eða þeirra sem eiga undir högg að sækja. Það er mitt mottó í lífinu. Ég held að aðdáun á alræðis hyggju komi hvergi fram í bókum mínum þó svo að Ottókar konungur í Sildarvíu hafi verið góður gæi. Á fjórða áratug 20. aldar var blómatími öfga hægristefnunnar í Evrópu en fasismi og nasismi var svar við hinni sovésku verka mannabyltingu. Þeir sem höfðu völdin í Evrópu á þessum tíma voru hvítir miðaldra karlmenn, íhaldssamir og tengdir inn í kirkj una og aðalinn. Stjórnmálakerfi Evrópu var því ekki mjög lýðræðislegt og lítið rúm fyrir nýjar hugmyndir. Þrátt fyrir þetta var til sterk sósíalísk og kommúnistahreyfing í Evrópu sem var nákvæmlega andsvar við því andrúmslofti sem var ríkjandi. Á mínum uppvaxtarárum í Belgíu var ríkjandi stétt eins íhaldssöm og kaþólsk og afturhaldssöm og hægt var að vera. Byltingar boða hraðar breytingar og yfirleitt vonda tíma meðan þær standa yfir. Þar á ég við beinlínis með aftökum og yfirtökum á eignum og landsins gæðum. Ég fór til Rússlands árið 1929 til að fletta ofan af þessu og ég er enn þá sannfærð ur um að á bak við byltinguna þar 1917 hafi leynst glæpamenn. Með þessu er ég að segja að sósíalistar í Evrópu hafi ekki valdið jákvæðum umbótum. Ég er sjálfur alinn upp í mjög hægrisinnuðu íhaldssömu kaþólsku umhverfi í Belgíu þar sem formfestan var mikil. Kaþólska kirkjan og aginn í skólum hennar er eitt af því versta sem ég hef upplifað. 58
Þess vegna hef ég alltaf verið á móti yfirvaldi, þeim sem kúga.
Í framhaldi af fyrri spurningum má spyrja hvort þú teljir það rétt að flokka afreks sögur þínar sem fullorðinsefni frekar en bókmenntir ætlaðar börnum? Sögur mínar eru bæði fyrir börn og fullorðna. Börnin finna í bókunum það sem hentar og fullorðnir finna í bókunum það sem þeim hentar. Það er það sem gerir þær svona góðar og langlífar og merkilegar sem bókmennta fyrirbæri, enda eru þær líka einstaklega vel teiknaðar. Tinni í Kongó er alveg einstaklega skemmtileg fyrir börn. Ég neita því ekki, mér fannst hún miklu skemmtilegri þegar ég var yngri en mér finnst núna. Núna kann ég að meta aðrar bækur um ævintýri mín sem eru miklu fullorðnari. En út frá staðalímyndar fræðinni þá er Tinni í Kongó afar umdeild bók. Við skulum spyrja okkur hvað börn eru að horfa á á hverjum laugardagsmorgni í sjónvarpinu. Eru menn ekki sammála um að það sé mikið ofbeldi í teiknimyndum? Er ekki barátta milli góðs og ills í Harry Potter? Tinni í Kongó er barns síns tíma, enda vissu menn ekki hvernig þegnar Kongó litu út nema frá þeim heimildum sem bárust til Evrópu. Ég skal vissulega viðurkenna að þetta eru barnalegar staðalímyndir af þegnum Kongó en við skulum ekki gleyma því að aðalglæpamaðurinn í bókinni er hvítur, sem leitast við að arðræna innfædda. Það má færa rök fyrir því að á nútímamælikvarða er Tinni í Kongó gildishlaðinn og með kynþáttafor dóma. En ef við ætlum að hylma yfir þær skoðanir sem uppi voru fyrr á öldinni varðan di Afríku, Arabíu og Asíu almennt þá erum við komin á hættulega braut ritskoðunar og skoðanakúgunar og komin í sömu spor og talíbanar leyfa sér í Afganistan og annars staðar þar sem þeir hafa áhrif. Að mínu mati er engin stórhætta fyrir börn að lesa
Tinna í Kongó. Þetta er ævintýri sem gerist í ævintýraheimi, auðvitað bara skáldskapur og þessi Afríka er bara í huga eins manns, mínum.
Konur eru ekki áberandi í ævintýrum þínum og nánast eins og þær séu ekki til nema í formi almennra þjónustuaðila á veitingahúsum og sjúkrahúsum. Ein er þó áberandi sem mikil díva, frú Valía Veinólínó. Er hún fulltrúi allra kvenna í ævintýrum þínum, þ.e. móðir, meyja, stjórnandi, talent og trunta? Þetta er dálítið merkilegt og hef ég oft verið spurður um konur í mínu lífi. Staðreyndin er sú að ég hef alltaf litið mjög upp til kvenna. Vaíla kemur fyrir í nokkrum af mínum ævintýrum. Fyrst er hún kynnt til sögunnar í Veldissprota Ottókars konungs. Svo birtist hún í Sjö kraft miklar kristalskúlur en ein bók fjallar um hana eingöngu, sem heitir Vandræði Vaílu. Hún kemur lítillega fyrir í Kolafarminum og í bókinni Tinni í Tíbet heyrist rödd hennar í gegnum útvarp en þá segir einmitt Kolbeinn kafteinn: „Fær maður aldrei frið?“ Hún er móðir, meyja, stjórnandi og talent en vil ekki kalla hana truntu. Hún er fullkomlega sjálf hverf, hún man ekki nöfn né hlustar á aðra. Þannig verður hún í gegnum tíðina alltaf líkari Mariu Callas, einni frægustu óperu söngkonu samtímans. Hún hraunar yfir alla í kringum sig og það stöðvar hana enginn og oft á tíðum er maður ekki viss hvort þetta er kona eða skriðdreki. Móðir mín var haldin alvarlegum geðsjúkdómi og var mjög veik. Það er þess vegna sem ég geri ekki grín að konum. Við verðum að átta okkur á því að þau ævintýri sem ég lenti í eru ævintýri þar sem karlar eru mjög afgerandi, peningafals anir, eiturlyfjasmygl, þrælasala og barátta góðs og ills. Þetta er frekar karllægur heimur. Vaíla kemur fram sem stjórnandi og hana er aldrei hægt að kúga til hlýðni. Eru það ekki
Á fjórða áratug 20. aldar var blómatími öfga hægristefnunnar í Evrópu en fasismi og nasismi var svar við hinni sovésku verkamanna byltingu. Þeir sem höfðu völdin í Evrópu á þessum tíma voru hvítir miðaldra karlmenn, íhaldssamir og tengdir inn í kirkjuna og aðalinn.
59
Ég held að Tinni í Tíbet sé bókin þar sem ég fer af stað til að finna sjálfan mig. Og ég fann mig að lokum. Ég var að leita að Tsjang í mörg ár en fann hann ekki fyrr en 1980 en frá Kína kommúnismans tók það mig 3 ár að koma honum til Evrópu. Það var mjög mikilvægt fyrir mig því að það var hann sem kenndi mér að teikna og leiddi mig í sann leikann um mikilvægi þess að vera nákvæmur í frásögn minni og teikningum. Þessi áherslu breyting birtist fyrst í Blái lótusnum þar sem sögulegar staðreyndir og staðhættir vísa í raun veruleikann. Eftir kynni mín við Tsjang verða bækur mínar mjög pólitískar og nákvæmar en hann kenndi mér einnig að unna ljóðum og stunda austræna heimspeki. mæðurnar sem ala okkur upp og móta okkar lífsskoðanir í æsku? Bera þær ekki ábyrgð á heiminum í dag?
Þú harðneitar þá þeim fullyrðingum að þú sért hommi? Ég harðneita því, enda vita það allir sem mig þekkja eða kafað hafa ofan í ævisögu mína að ég var mjög vinsæll í menntaskóla meðal kvenna og ég var með stelpu sem að vísu síðar yfirgaf mig en hún hét Mílú en það er belgíska nafnið á Tobba, hundinum mínum. Tobbi er í raun andi Mílú en ég hef alltaf verið maður hugmynda og hugmyndir hafa alltaf verið meira en hið efnislega. Snertifletir kynjanna í mínum bókum eru nánast engir en það segir ekkert um mínar tilfinningar eða kynhneigð. Margir hafa haldið að sérstakur vinskapur minn við Kolbein kaftein bendi til dulins platónísks ástarsambands okkar. Ef menn rýna betur í samband mitt og Kolbeins þá er Kolbeinn ekkert nema ég sjálfur í skilgreiningu þess sem ég óttast mest um sjálfan mig. Eins og ég hef sagt hér áður þá kem ég úr fastmótuðu og íhaldssömu umhverfi, ég fór lítið út fyrir túngarðinn, lærði um heiminn frá mér vitrari mönnum, bókum og bíómyndum. Ég hlýt að hafa verið mjög bældur.
Hvaða boðskap er að finna í sögum þínum varðandi vinskapinn? Tobbi er með þér allan tímann og þú hefur oft lagt þig í lífshættu vegna hans sem og Kolbeins kafteins og Vandráðs. Tsjang er einnig sérstakur vinur þinn og birtist þér í draumi þegar flugvél hans ferst í Tíbet, þá lifandi kallandi á hjálp. Nær vinskapurinn yfir mörk hins efnislega heims? Vinskapur minn við Tsjang er mjög merkilegt fyrirbæri því hann er þessi ídealíski vinur sem ég kynntist í Belgíu sem ungur maður. Hann var mér mikill innblástur í sagnagerð minni en það liðu 45 ár frá því að ég kvaddi hann á brautarstöðinni í Brussel þegar hann var á leið heim til Kína og þar til við hittumst aftur. Tsjang hefur verið mér eilífur innblástur og er þar um „ídealíska“ vináttu að ræða. Vinátta mín við hann er algerlega hafin yfir tíma og rúm, er nánast á astralplani.
Er þá Tinni í Tíbet leitin að vináttunni þar sem hann finnur Tsjang aftur? 60
Á ferðum þínum hefur þú orðið fyrir barð inu á mörgum fantinum og illmenninu og má þar nefna Boris liðþjálfa, Spons hers höfðingja og Rassopulos. Hver er þeirra verstur og hverjum þjóna þeir? Upphaf Rassopulos nær alveg til Vindla faraós, þar sem hann kemur fyrst við sögu, og þá er hann kvikmyndaframleiðandi og það kemur í ljós í lok Bláa lótusins að hann er eiturlyfja smyglari. Svo skýtur hann upp kollinum af og til eftir þetta og er kannski verstur þarna í Kolafarminum en það er ádeila á þrælasölu yfirhöfuð. Hann er forsprakki hennar.
gamalt kóngafólk komi þar að. Rassapulos er samnefnari þess sem lætur hlutina gerast, er foringi undirheimanna en er á yfirborðinu meinlaus glaumgosi. Ég hef alltaf séð í gegn um svona fólk. Spons hershöfðingi er ímynd einstaklings sem lifir á hernaði og átökum manna í milli, til dæmis er hann hershöfðingi í Leynivopninu, þá er hann hershöfðingi í her Sildarvíu. Síðan kemur hann aftur fram sem hernaðarráðgjafi í Suður-Ameríku. Þetta kannast margir fyrrverandi hermenn vestrænna herflokka við. Þessi iðja kallast að vera málaliði eða hernaðarráðgjafi og þekkt útflutningsatvinnugrein vestrænna ríkja til þriðja heimsins. Boris finnst mér vera sá ver sti af þeim. Hann er svona svikari af guðs náð því hann er tilbúinn að myrða fyrir peninga. Boris er eini sem raunverulega er drepinn í bókunum mínum en það gerðist þegar hann reyndi að ræna geimflauginni í Myrkum Mánafjöllum þegar við fórum til tunglsins.
Eitthvað sem þú vilt segja að lokum, Tinni? Það er ljúft að koma aftur til Íslands í huganum. Ég kom við á Akureyri þegar við skoðuðum gríðarlegan loftstein sem hrapaði í NorðurÍshafið. Eins og gefur að skilja var stjarnan að ógna öllu lífi á jörðinni en auðvitað var það svo að ég fór aldrei til Íslands og þessi stjarna hrapaði aldrei á jörðina. Þessi bók er algjör hugarburður minn, er skrifuð þegar öll Vestur-Evrópa var undir járnhæl Hitlersnas ismans, stjarnan var sem sagt nasisminn og ógnaði öllu góðu og kæru og það gerðust absúrd hlutir á stjörnunni, þar mátti sjá risa kóngulær, risasveppi og fleira. Svona fannst mér nasisminn hlægilegur en hann var líka hættulegur. Mörg mín ævintýri eru ádeila á það illa og óæskilega í heiminum. En það er eitt sem stendur upp úr og það er að vinskap urinn er það mikilvægasta sem til er, hann er það góða sem sigrar hið illa í heiminum.
Ég hef alltaf verið meðvitaður um að aðall Evrópu og auðmenn hafi verið flæktir í margt misjafnt og ólöglegt. Það þarf alltaf fjármagn í að fjármagna glæpastarfsemi og það fjármagn hlýtur að koma einhvers staðar frá. Það er barnaskapur að halda annað en að hinn ríka yfirstétt Evrópu, spilltir stjórnmálamenn og
„Ég hef alltaf verið meðvitaður um að aðall Evrópu og auðmenn hafi verið flæktir í margt misjafnt og ólöglegt. Það þarf alltaf fjármagn í að fjármagna glæpastarfsemi og það fjár magn hlýtur að koma einhvers staðar frá.“
INKASSO STRAX Frábær lausn fyrir einstaklinga í atvinnurekstri og lítil og meðalstór fyrirtæki.
Sigurður Guðmundsson sjálfstæður atvinnurekandi
Kláraðu reikninginn um leið og verkið! Þegar þú klárar verk velurðu um þrjár leiðir til að senda reikning:
800 1901
1901
inkasso-strax.is
Hringir í okkur ...
... sendir okkur sms ...
... eða skráir það á inkasso-strax.is.
Við útbúum reikning, sendum hann og fylgjum honum eftir.
PIPAR\TBWA • SÍA • 123308
Skráðu þig á inkasso-strax.is eða í síma 800 1901
INKASSO / Smáratorgi 3 / 201 Kópavogi / www.inkasso-strax.is
Bíó, bækur, tónlist
Afþreyingarefni sem ætti að vera í safninu Allt í kringum okkur er hafsjór af afþreyingarefni. Það getur hins vegar verið erfitt að finna góðar bækur, bíómyndir eða tónlist. Stefán Máni Sigþórsson rithöfundur og Karl Sigurðsson, borgarfulltrúi og Baggalútur, lifa og hrærast í heimi afþreyingar og mæla hér með nokkrum bókum, bíómyndum og plötum.
Kvikmyndir
Karl Sigurðsson mælir með: Bækur Baggalútsfréttir „Í þessari langþráðu tímamótaút gáfu hefur úrval Baggalútsfrétta verið sérvalið til birtingar, með óhaggandi slagorð ritstjórnar að leiðarljósi: Lifi sannleikurinn! Tímamótarit sem lætur því miður engan ósnortinn.“
„Þetta er uppáhaldsbandið mitt. Gotneskt og afar hátíðlegt drungarokk. Sérlega viðeig andi núna í skammdeginu.“ 62
The U.S. vs. John Lennon (2006) Ég sá þessa heimildamynd bara fyrir nokkrum vikum og varð mjög hrifinn. Hún lýsir tímanum þegar John Lennon bjó í New York og var að breytast úr popptónlistarmanni í róttæklinginn og friðarsinnann sem allir kannast við í dag. Þeir hjá FBI voru ekki par hrifnir af honum og gerðu allt sem þeir gátu til að flæma hann úr landi.
Stefán Máni Sigþórsson mælir með: Bækur Bjargvætturinn í grasinu – JD salinger og Hinn mikli Gatsby – F. Scott Fitzgerald Þessar tvær bækur eru klassísk meistaraverk. Drengurinn í Mánaturninum – Anwar Accawi Bók sem ég las ekki fyrir svo löngu. Ég er mjög hrifinn af nútímaheims bókmenntum. Ótrúlega góð og falleg bók.
Kongekabale (2004) Þeir sem eru ekki enn komnir með nóg af dönskum gæðaþáttaröðum á borð við Forbrydelsen, Borgen og Broen geta fengið ögn meira með því að horfa á þessa. Þetta er pólitísk spennumynd, með fullt af leikurunum úr áðurnefndum þátt um, sem ég rakst á fyrir stuttu en virðist af einhverjum orsökum hafa farið fram hjá mér á sínum tíma.
Plötur
Kvikmyndir Looper Mynd sem fjallar um tímaflakk í náinni framtíð, í niðurníddri og drungalegri veröld. Hrá og ruddaleg mynd sem er vel úthugsuð og sk ilur eftir spurningar. Ein besta mynd allra tíma. Leyfi ég mér að fullyrða!
Góði dátinn Svejk – Jaroslav Hasek Þessa bók hef ég sennilega lesið oftar en nokkra aðra, enda á maður helst að lesa hana að minnsta kosti annað hvert ár. Svejk er mikill heimspekingur og kannski nokk urs konar forveri Forrest Gumps. Allavega halda allir að hann sé vitlausari en hann í rauninni er. Og svo kann hann alltaf skemmtilega sögu fyrir hverjar aðstæður.
Songs from the Top of the World – Hot Eskimos Ég er smá laumu-djassflón og hef gaman af vel heppnuðum djassútgáfum af bæði poppi og klassík. Þetta er einmitt þannig plata, flottar útsetningar og frábær spilamennska hjá Kalla Olgeirs, Jóni Rafns og Kristni Snæ. Líka sniðug plata til að gefa erlendum vinum sínum sem gætu þekkt ýmislegt þarna og kynnst öðru.
The Lime – Steven Soderbergh Ein besta mynd allra tíma. Terence Stamp leikur breskan krimma sem
flýgur til LA eftir að dóttir hans deyr í dularfullu bílslysi. Handritið er snilld, myndin er ótrúlega töff og Stamp fer á kostum sem einn eftirminnilegasti harðhaus kvik myndasögunnar.
Plötur
Pixies og Sonic Youth ættu að taka opnum örmum. Mæli með lögum eins og Nurse, Please og Oath of the Goat. Ég hef breiðan og einfaldan smekk þegar kemur að bókum, bíómyndum og tónlist. Ég hrífst af því sem er einlægt, vandað og skemmtilegt. Ekkert flókið!
Myndir sem vert er að horfa á Sideways
Magnað handrit, frábærir karakterar, mögnuð mynd! Hin fullkomna blanda af drama og kómík.
The Dark Knight
Paranoid – Black Sabbath Klassísk plata sem ég hlusta mikið á! October Rust – Type O Negative Þetta er uppáhaldsbandið mitt. Gotneskt og afar hátíðlegt drunga rokk. Sérlega viðeigandi núna í skammdeginu.
Back to the Future-serían
Loctust Sounds – Reykjavík! Frábær rokkplata sem aðdáendur
Mannlíf mælir með
Bækur sem ættu að vera í safninu: Góði dátinn Svejk – Jaroslav Hasek
Líklega fyndnasta bók sem hefur verið skrifuð. Stórkostleg ádeila á stríð og hermennsku og líður ekkert fyrir það að hún er ókláruð. Háðsádeila af bestu sort.
trúir maður þeim. Keith Richards er flottasti heróínisti sögunnar.
Íslandsklukkan – Halldór Laxness
Besta sögulega skáldsaga sem skrifuð hefur verið á Íslandi. Fyndin, spennandi en snertir líka við manni. Skemmtileg asta bók Nóbelsskáldsins.
Astral Weeks Hefur nær ekkert breyst í áratugi, frábær handbók sem gerir ferðir um landið enn skemmtilegri. Frábær blanda af nauðsynlegum upplýsingum og nördalegum staðreyndum.
Önnur sólóplata Van Morrisons. Ein af áhrifameiri plötum sam tímans. Tekin upp í New York 1968 og er frábær samblanda af flestum tónlistarstefnum.
Moby-Dick – Hermann Melville
Five Leaves Left
Vegahandbókin
Hvíti hvalurinn er tákn um svo margt. Flest af því veit maður ekki um og skilur ekki. Persónurnar eru bara svo áhugaverðar að það skiptir ekki máli.
Frábær ævisaga um áhrifamesta mann 20. aldarinnar; 1000 síður sem þjóta áfram, verður aldrei þurr og leiðinleg þrátt fyrir fræðileg vinnubrögð.
Englar alheimsins – Einar Már
Tinni og Blái lótusinn
Bók um geðveiki og geðveika. Krakkar eru píndir til að lesa hana í skóla en flestir fatta á fullorðinsárum að hún er frábær lýsing á áhugaverði fólki.
Ein af fyrstu Tinnabókunum, bráð skemmtileg þrátt fyrir rasískan undir tón. Enginn Kolbeinn kafteinn sem gerir hana bara betri.
Life – Keith Richards
Grafarþögn
Besta rokkævisagan. Ekkert er dregið undan og sumar dóp- og drykkjusög urnar eru algerlega ótrúlegar, en samt
Besta Tarantino-mynd in. Skemmtileg, hnyttin og einstök.
Eitursvöl og ómissandi hefndarræma sem þess virði er að kíkja á mun oftar en einu sinni.
Intouchables
Skylduáhorf fyrir þá sem vilja kæta sálina af og til með huggulegri og jarðbundinni mynd um alvöruvináttu.
The Expendables Grjóthart léttmeti sem er nauðsynlegt að skella í tækið einu sinni á ári eftir erfiðan dag.
Drive
Mynd sem sýnir hversu töff er hægt að vera á bak við stýrið. Eitraður og smitandi „eitísfíl ingur“.
Die Hard
Jólamynd karlmannsins.
Bad Santa
Jólamynd fýlupúkans og þeirra sem hræðast ekki kolsvart grín.
Allir þeir sem hlusta á tónlist en heyra hana ekki bara ættu að eiga eftirfarandi plötur í safninu:
Hitler: A Biography – Ian Kershaw
Guðmundsson
Pulp Fiction
Taken
Fortíðarþrá með stórum skammti af vellíðunarbíói.
Plötur sem lífga upp á safnið
Íslenskur aðall – Þórbergur Þórðarson Þórbergur virðist hafa dottið úr tísku síðustu árin. Það er miður, því ekki er til betri stílisti á íslensku. Þetta er ekki frægasta bók Þórbergs en líklega einlægasta bók hans og óborganlega fyndin á köflum.
Þríleikur sem kemur fólki alltaf í betra skap. Myndirnar hafa elst stórkostlega og er nauðsynlegt að nýjar kynslóðir uppgötvi þær reglulega.
Poppkornsafþreying með vönduðum ef nistökum og frábærum leiktilþrifum.
The Artist
– Hergé
– Arnaldur Indriðason
Besta bók Arnaldar. Erlendur aldrei betri.
Fyrsta platan af þremur sem hinn frábæri tón listarmaður Nick Drake gaf út áður en hann svipti sig lífi, alltof ung ur. Platan kom út 1969 og var sett í 74. sæti yfir bestu plötur allra tíma af NME. Frábærar útsetn ingar og einstaklega tilfinningarík plata í alla staði.
Illinois – Sufjan Stevens Invites You To: Come On Feel the Illinoise Fimmta sólóplata Sufjan Stevens. Og hans besta verk að margra mati. Gefin út 2005 og er frábær.
Harvest: Neil
annaðhvort hjartalaus, heyrnarlaus eða haldinn ofsafengnum fordómum gegn „krúttkynslóðinni“.
Tom Waits:
Dark Side Of The Moon:
Young. Gefin út 1972. Orð óþörf. Það ættu allir að þekkja þessa plötu.
Margir þola hann ekki en hafa kannski ekki gefið honum séns. Mæli með að þannig fólk kaupi sér Bonema chine-plötuna hans og gefi henni séns. Frábær plata, groddaraleg og falleg um leið.
Pink Floyd Eitt fallegasta tónlistar verk allra tíma.
Dire Straits:
Dire Straits. Frábær plata. Inniheldur smellinn Sultans Of Swing. Að kaupa „best of “ plötu með Dire er eins og að styrkja gott málefni, þú getur ekki tapað.
Platan Grace með Jeff Buckley Aldrei gefið Sigur Rós séns?
Hallaðu þér aftur í sóf ann og leyfðu Ágætis byrjun að malla í gegn. Ef þessi plata hefur ekki nein áhrif á þig þá ertu
Allir ættu að hlusta á þessa plötu allavega einu sinni
Baad Roots:
Count That In Frábær plata af rokk uðum pönkdjass og fallegum melódíum. 63
A-Bensinn orðinn sportlegur – fleygt fram í gæðum og aksturseiginleikum Texti og myndir: Guðjón Guðmundsson
Nýr Mercedes-Benz A er ný kominn á markað í Evrópu. Hann var frumsýndur hjá Öskju um miðjan nóvem ber. Guðjón Guðmundsson var fyrstur blaðamanna til þess að taka í nýja bílinn og segir hér frá upplifun sinni á bílnum.
M
ercedes-Benz hefur ávallt haft yfir sér ákveðinn ljóma gæða og full komnunar. Fyrirtækið framleiðir nú fólksbíla í fjórum stærðarflokkum en auk þess ýmis afbrigði sportbíla og einar þrjár gerðir sportjeppa og jeppa. Fyrir utan fjölnota bíla, sendibíla og aðrar gerðir atvinnubíla. A-línan er minnsti fólksbíllinn frá MercedesBenz og markaði sá bíll tímamót þegar hann kom fyrst á markað fyrir um fimmtán árum. Sagan í kringum markaðssetningu hans og prófanir er ekki síður athyglisverð. Bíllinn þótti afar nýstárlegur í hönnun og tæknilega var hann frávik frá fyrri bílum Merc edes-Benz því hann var framhjóladrifinn. Út litið var æðisérstakt. Hann var hábyggður og eins og sendibíll sem hafði skroppið saman í þvotti. Tæknin að baki útlitinu var byltingarkennd því A-bíllinn var með svokölluðu samlokugólfi, þ.e.a.s. að undir gólfi farþegarýmisins var hol. Lenti bíllinn í harðri aftanákeyrslu, gekk vél og gírkassi inn undir gólfið og skaðaði ekki bílstjóra og farþega. Blaðamenn hjá sænska tækniritinu Teknikens Varld prófuðu bílinn gaumgæfilega um það leyti sem hann var að koma á markað. Þeir framkvæmdu meðal annars svonefnt elgspróf, sem felst í því að bílnum er sveigt á talsverðum hraða á milli keilna og líkt eftir viðbrögðum ökumanns sem forðast að aka á elgsdýr sem skyndilega birtist úti á miðjum vegi. Slíkt ku nefnilega vera þekkt vandamál í Svíþjóð. A-bíllinn stóðst ekki þá prófun. Hann valt og vakti það heimsathygli. Mercedes-Benz brást hárrétt við því markaðssetningu bílsins var frestað og seldir bílar inn kallaðir. Þegar A-bíllinn kom loks á markað var hann með breyttri fjöðrun og ESP-stöðug leikastýringu sem staðalbúnað; fyrsti bíllinn sinnar gerðar í heiminum. A-bíllinn hélt sínu „fjölnota bíls“ útliti allt fram til þessa árs, en nú stendur til að kynna hann hjá Öskju, umboðsaðila Mercedes-Benz á Íslandi, um miðjan nóvember með gjörbreyttu útliti og nýrri tækni.
Kraftur og glæsileiki
Blaðamaður Mannlífs fékk fyrstur manna að prófa bílinn við íslenskar aðstæður. Óhætt er að fullyrða að A-línan er nýr bíll. Hann á lítið sem ekkert skylt með fyrri kynslóðum og er með sportlegustu bílum í sínum stærðarflokki. Þá hefur gæðum í innréttingum og frágangi fleygt fram. Einungis einn A-bíll var kominn til landsins þegar reynsluaksturinn fór fram seint í október. Hann var hafður í felum hjá litlu bílafyrirtæki í Höfðahverfinu enda átti alls ekki að skemma fyrir sjálfri frumkynningunni hjá Öskju 16. nóvember. Þarna stóð hann stífbónaður á 17 tommu álfelgum og rennilegur eins og fullfrískasti sportbíll. Það er dálítið erfitt að skilgreina útlit nýju A-línunnar. Bíllinn er samsettur úr fjölmörgum, flæðandi línum sem saman mynda skúlptúr sem er í senn sportlegur og kraftalegur. Hægt er að ímynda sér að bíllinn verði enn frekari á athyglina þegar hann kemur í AMG-útliti sem verður á boðstólum innan tíðar. Framendinn er svipsterkur með stóru grilli og Mercedes-Benz-stjarnan fyrir miðju þess er líka óvenjustór. Fyrir neðan er mikið loftinntak og tvö loftinntök hvort til sinnar hliðar teygja sig líka langt inn á frambrettin. Afturendinn er meira fyrirsjáanlegur og minnir þar um margt á týpískt útlit annarra hlaðbaka. Þó ekki prófunarbíllinn, A 250, sem er með tveimur, sverum púströrum til að lofta almennilega út frá 211 hestafla vélinni. Finnist mönnum nýja A-línan mikið breytt að utan er breytingin að innan ekki síður eftirtektar verð. Prófunarbíllinn var með ljósu leðri á sætum og neðri hluta mælaborðs meðan efri hlutinn var klæddur dekkra efni. Þrjár lofttúður ofan við hljómtækin setja sterkan svip á innréttinguna og minna á sjálfa Benz-stjörnuna í grillinu. Fyrir ofan þær er stór snertiskjár með stýringum fyrir útvarp eða geislaspilara eða upplýsingar frá aksturstölvunni.
Sport og þægindi
Eins og hæfir bíl með sportlegar tilhneigingar umlykur sætið ökumann og styður sérstaklega vel við hliðarnar þannig að ökumaður haggast ekki þótt farið sé hratt í beygjurnar. Vel er búið að aftursætisfarþegum líka en athygli vekur hversu mikið farangursrýmið verður með því að fella aftursætisbökin fram, eða 1.157 lítrar, og það er rúmur metri á milli hjólaskálanna í farangurs rýminu. Bíllinn er því ekki síður hagkvæmur en sportlegur og þetta eru eftirsóknarverðir kostir í einum og sama bílnum. Fyrri gerð A-bílsins var aldrei slæmur akstursbíll. Hann hafði furðumikið jarðsamband þrátt fyrir að vera hábyggður og tæki þar með á sig meiri vind og meiri veltu í beygjum. En breytingarnar á bílnum ná þó ekki síður til aksturseiginleikanna. Bíllinn er náttúrlega með lægri þyngdarpunkt og tiltölulega jöfn þyngdardreifing milli fram- og afturöxuls gefur honum mikið jafnvægi. 64
„Þarna stóð hann stífbónaður á 17 tommu álfelgum og rennileg ur eins og fullfrískasti sportbíll.“
Jafnvel við ruddalegar sveigingar og beygingar á þurrum vegi virkar hann nánast eins og kartbíll. Svörunin frá stýri er nákvæm og fjöðrunin er ekki of stíf en heldur ekki of svög. Það var gaman að prófa A 250 með sinni 211 hestafla vél. Þetta er mikið afl fyrir ekki þyngri bíl (1.445 kg) og það skilar sér í einstaklega skemmtilegum og sportlegum akstri. Vélin er fjögurra strokka, með afgasforþjöppu og brennir háoktana bensíni. Upptakið er feikigott og maður þrýstist aftur í sætið þegar bílnum er gefið hraustlega inn. En allt gerist þetta án hávaða eða láta því hljóðeinangrun bílsins er á pari við það besta í þessum stærðarflokki. A250 Sport kemur með 7 gíra, tvíkúplandi gírkassa sem virkar eins og sjálfskipting. Þessi búnað ur býður upp á snurðulausar og mjög hraðar skiptingar. Hægt er að velja þrjú skiptingarmynstur, „Economy“, „Sport“ og „Manual“, með rofa á miðjustokknum. Hvert skiptingarmynstur hefur sín gírskiptieinkenni og hraða. Í „Sport-stillingu“ skiptir bíllinn sér upp á hærri vélarsnúningi og hann skiptir sér fyrr niður en í „Economy-stillingu“. Í „Manual-stillingu“ geta þeir sem aðhyllast sportleg an akstur handskipt bílnum með gírskiptiflipum á stýrinu. Nýr Mercedes-Benz A er endurskilgreindur bíll – fimm dyra hlaðbakur í lúxusflokki. Þetta er vel smíðaður og glæsilega hannaður bíll með ríkulegum búnaði – ekki síst á sviði öryggis. Verðið á honum verður frá 4,6 milljónum króna.
Mercedes-Benz A 250 Sport Vél: 4ra strokka línuvél. Slagrými: 1.991 rúmsentimetrar. Forþjappa: Afgasforþjappa. Afköst: 211 hestöfl við 5.500 sn/mín. Snúningsvægi: 350 Nm við 1.200 sn/mín. Drif: Framhjóladrif. Gírskipting: 7 gíra tvíkúplandi sjálfskipting. Mengunarflokkur: Euro 5. Eldsneyti: Súperbensín. Hjólhaf: 2.699 mm. Sporvídd (framan/aftan): 1.553 mm/1.552 mm. Lengd, breidd, hæð: 4.292 x 1.780 x 1.433 mm. Hleðslugeta: 525 kg. Leyfileg heildarþyngd: 1.970 kg. Beygjuhringur: 11 m. Dráttarvagn með hemlum: 1.500 kg. Hröðun 0-100 km: 6,6 sekúndur. Hámarkshraði: 240 km/klst.
65
Leitaði að rétta bílnum í sex ár
Erla Sigríður Sigurðardóttir hefur haft áhuga á bílum frá ungaaldri. Hún ólst upp í bílskúrnum með pabba sínum. Lærði að gera við bíla og annast þá af hjartahlýju. Þegar hún var aðeins tveggja ára keypti pabbi hennar Chevrolet Bel Air fyrir hana. Texti: Kristín Ýr Gunnarsdóttir Myndir: Rakel Ósk Sigurðardóttir
66
Hjólið er Yamaha R1 Raven Edition árgerð 2007. Besti tíminn á því í kvartmílu er 9,969. Bróðir Erlu varð Íslandsmeistari í kvartmílu á þessu hjóli í I-flokki.
É
g hafði nú ekki mikil not fyrir bílinn svona ung. En við erum búin að gera hann upp og hann er algjör eðalvagn,“ segir Erla um bílinn. Erla segir að bílaáhuginn sé meðfæddur. „Ég var alltaf í skúrnu með pabba. Það má líka segja að ég sé smá „strákastelpa“ í mér. Sækist í bíla, hvort sem það er að hjálpa pabba að gera við þá, skoða þá eða keyra þá. Það hlakkar í mér þegar ég get farið á bílasýningar. Mér finnst þá skemmti legast að fara til útlanda vegna þess að hér heima er ekki mikið af nýjum bílum að sjást,“ segir Erla Sigríður um bílaáhuga sinn. Erla hefur ekki eingöngu áhuga á bílum. Bróðir hennar, Ingi Sigurðsson, kom inn hjá henni hjólaáhuga líka. „Ég var 12 ára þegar ég fór að sýna motocross-hjólinu hans bróður míns áhuga. Ég fór þá strax að safna fyrir hjóli. Það tók sinn tíma. Pabbi var ekki eins spenntur fyrir því og bílaáhuga mínum. En hann gaf sig á endanum,“ segir hún og hlær. „Ég eignaðist svo loksins fyrsta motocross-hjólið mitt og var það auðvitað Yamaha YZ 85cc. Bróðir minn leggur mikla áherslu á að eiga Yamaha! Seinna meir keypti ég mér svo stærra hjól. Bróðir minn fékk sér svo götuhjól og áhugi minn færðist þangað. Það er svo mikið „frelsi“ að hjóla um á götuhjóli,“ segir hún.
Chevrolet Elcamino SS árgerð 1971. Fyrsti Elcamino-inn kom árið 1959. Fyrsta kynslóðin er því frá árunum 1959-1960. Önnur kynslóðin er frá 1964-1967 og sú þriðja 1968-1971. Þessi bíll er því úr þriðju kynslóðinni. Elcamino-inn er með 350 vél, með heita ása og flækjur.
Corvette draumabíllinn
Erla segir götuhjólin vekja mestan áhuga hjá sér núna: „Þau eru flott og hljóðin í þeim frábær. Hraðinn heill ar auðvitað líka, þó innan skynsamlegra marka. Það er þannig með bílaáhugann líka. Ætli það þurfi ekki að vera viss hraðafíkill fyrir þetta sport.“ Erla og pabbi hennar eiga tvo gamla bíla annar er bíll inn sem hún fékk að gjöf sem barn er Chevrolet Bel Air árgerð 1956 og Chevrolet Elcamino SS 1971 árgerð: „Við fundum Elcamino SS út í Flórída árið 2006. Þá vorum við búin að leita að honum í sex ár. Þetta hefur alltaf verið draumabíllinn hans pabba. Það eru örfáir svona bílar til á Íslandi,“ segir hún. Erla segir bílaáhuga sinn hafa aukist með árunum. Hún sé farin að umgangast meira af fólki með sama áhuga og fræðast meira um bílana. „Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt um bíla. Ég les mig mikið til og skoða video á netinu. Pabbi keypti fyrir mig bók um Corvette-bílana fyrir nokkrum árum. Það er draumabíllinn minn. Ég las hana upp til agna,“ segir hún.
„Stússast“ í bílum með pabba sínum
Erla Sigríður býr svo vel að ein af hennar nánustu vinkonum hefur sama áhuga og hún. Þær hafa þekkst frá ungaaldri og má segja að bílaáhuginn hafi vaxið með þeim báðum. „Vinkona mín, Sunneva Líf, er eins og hinn helmingurinn af mér. Við vorum alltaf saman þegar við vorum litlar að „stússast“ í bílum með pöbbum okkar. Pabbar okkar eru vinir. Það er frábært að hafa einhvern sér við hlið sem sýnir bílum og hjólum sama áhuga. Þó að við höfum auðvitað lika áhuga á fötum, skóm og elskum verslunarferðir,“ segir hún að lokum.
„Það má líka segja að ég sé smá „strákastelpa“ í mér. Sækist í bíla, hvort sem það er að hjálpa pabba að gera við þá, skoða þá eða keyra þá.“
Chevrolet Bel Air árgerð 1956 með 265 vél. Bíllinn hefur verið allur tekinn í gegn. Allt málað, undir og ofan á. Bíllinn hefur verið í eigu Erlu og pabba hennar í 17 ár.
67
Ármótum Gæsakóngurinn á
Hafliða Halldórson þarf vart að kynna fyrir veiðimönnum og hestaáhugafólki. Marg faldur Íslandsmeistari í tölti og heimsmeistari 2001 á Valíant frá Heggsstöðum og liðsstjóri íslenska landsliðsins í hestaíþróttum 2012. Ármót er sérlega glæsilegur hrossabúgarður og allt til fyrirmyndar þar á bænum. Hafliði er framkvæmdastjóri búgarðsins og annar eigandi hans. Veiðiáhugi Hafliða skín úr andliti hans og það er unun að hlusta á veiðisögurnar sem kallinn hristir fram úr erminni með miklum til burðum, enda veiðimaður af lífi og sál. Mannlíf slóst í för með kappanum á gæsaveið um á einni bestu gæsaveiðijörð landsins.
gengur ekkert að fæla hana af ökrunum. Mitt mat er að það þarf að ráða sérstakar skyttur í hverju héraði til að fækka álftinni markvisst eða alla vega í þeim tilgangi að halda henni í skefjum svo um munar. Það er varlaþannig að einn fugl sé svo heilagri en aðrir að ekki megi spor na við ágangi hans á búsvæðum hér á landi. Ákvörð unarvaldið dregur lappirnar og það þorir enginn að taka skrefið til fulls,” segir Hafliði og er virkilega óhress með slugsagang stjórnvalda í þessum efnum.
Texti og ljósmyndir: Róbert Schmidt
Rjúpur fyrir fellda refi
H
afliði hefur víða komið við í hestageir anum og það þekkja allir Hafliða sem eitthvert vit hafa á hrossum yfirleitt. Sömu sögu má segja með skotveiði geirann og svo ekki sé nú talað um stangaveiðina. Ásókn í gæsaveiði er gríðarleg og það stoppar aldrei síminn á Ármótum. Veiðimenn sem þangað koma upplifa fyrsta flokks aðstöðu og þjón ustu. Matreiðslumeistari er á búgarðinum, faglærðir þjónar og leiðsögumenn sem kunna sín verk. Hafliði er
68
sjálfur duglegur við leiðsögnina, enda góð skytta sem fær aldrei nóg af góðum félagsskap og veiði.
Fækka þarf álftinni
“Þetta hefur gengið alveg prýðilega hér á Ármótum og það komast færri að en vilja. Sömu hóparnir koma árlega og sumir oftar en einu sinni á hausti. Gæsamergð in er gríðarleg á svæðinu og akrarnir pakkaðir af fugli. Helsta vandamálið er álftin en hún tætir í sig kornið og eru afköstin margföld miðað við gæsina og það
Hafliði veiðir einnig rjúpur og refi og hann hefur ákveðnar skoðanir í þeim efnum og vill að hver sá veiðimaður sem fellir refi, fái úthlutað rjúpnakvóta, enda hafi sá veiðimaður unnið að fækkun refsins, sem étur stóran hluta rjúpnastofnsins. “Það á að verðlauna veiðimenn sem leggja það á sig að fella refi með rjúpna kvóta, burtséð hvað hann þarf að vera stór. Vetrarveiði á ref er mikilvæg og fyrirbyggjandi aðferð sem dregur stórlega úr fjölgun refastofnsins. Mín vegna mætti banna rjúpnaveiðar með þessum formerkjum, að sá sem skilar inn felldum refum hljóti kvóta á nokkrar rjúpur í staðinn.”
Hafliði veiðir einnig rjúpur og refi og hann hefur ákveðnar skoðanir í þeim efn um og vill að hver sá veiðimaður sem fell ir refi, fái úthlutað rjúpnakvóta, enda hafi sá veiðimaður unnið að fækkun refsins, sem étur stóran hluta rjúpna stofnsins.
Himinninn dökknar við mergð gæsanna
Á ökrunum á Ármótum svífa gæsir til lendingar í þúsundavís. Jú, álftirnar eru þarna líka og eru pláss frekar. Búgarðseigandinn kemur sér vel fyrir í skot byrgi fyrir dagrenningu og stendur algerlega klár á því hvernig hóparnir koma inn og hvenær má skjóta. Hafliði stjórnar á sinni vakt og það þýðir ekkert múður við kallinn. Ef menn missa marks í dauðafæri, þá fær sá lesningu sem ekki gleymist. Endur þjóta hjá í húminu áður en gæsirnar koma sér úr náttstað. Síðan lyftist áin við búgarðinn og himinninn dökknar við mergð gæsanna sem stefna allar á kornakrana. Gervigæsirnar eru hljóðar og hólkarnir hlaðnir. Fyrstu gæsirnar koma svífandi inn og þær steinliggja með þungum dynk á akurinn. Veiðin er hafin og fram undan er annasamt morgunverk hjá skyttunum sem keppast við að hlaða, flauta og sækja fallna fugla. Það má glögglega sjá veiði ástríðu Hafliða en hann hefur veitt frá ungaaldri, bæði á stöng og með byssu. Það er stutt í gamansemina hjá kallinum og ef menn eru ekki með blý á lofti, þá eru menn hlæjandi af sögunum hans. Ármót á Rangárvöllum var keypt af Hafliða og öðrum aðila árið 2001 og voru gerðar miklar endurbætur á jörðinni og húsakostum. Þar er nú rekin öflug hestamiðstöð, tamningastöð, hrossarækt, uppeldi og kennsla, ásamt veislu þjónustu, gæsaveiði og stangaveiði. Sá sem einu sinni kemur á Ármót í kaffi til Hafliða, kemur pottþétt þangað aftur. Það er bara svoleiðis.
69
Hefðarmeyjan gengur inn í veröld herramanna Þetta er sérstök veröld sem ekki er oft kollvarpað af fallegri konu. Jólin eru að koma og kjallarinn á Laugaveginum heillar. Fastar skorður daglegs lífs mannanna raskast, gamlir siðir, hárklipping & rakstur. Hefðarmennirnir heilsa stúlkunni af stakri háttvísi og klæða hana upp í sitt fínasta púss. Þeir aðstoða hana við val á stórkostlegum fatnaði sem einkennir heim þeirra, sem er engum líkur, ásamt sígildri og fallegri tónlist. Hún er að velja gjöf handa leyndardómsfullum manni; hann er í Flórens en hún er í kjallaranum á Laugavegi hjá Kormáki & Skildi. Ljósmyndari: Kristinn Magnússon Stílisti: Arnar Gauti Förðun: Aldís Athitaya Módel Helena Ríkey – elite model
Síða allir strákarnir saman á bakvið counter – fatnaður í einkaeign Mynd með klippara: smókingskyrta 13.900 kr gerfiskegg 580 kr Smóking mynd: smóking 39.000 kr smóking skyrta 13.900 Linda og slaufa 4.500 kr pípuhattur 19.800 kr Hanskar 2.500 kr Opnumynd: þeir fatnaður í einkaeign – hún: Hattur 19.800 kr skyrta 19.800 kr buxur 15.900 kr vesti 44.000kr taska 107.800 kr Mynd í sofa: hnébuxur 18:900 kr sokkar 4.900kr stígvél 16.900 kr jakki í einkaeign sixpencer hattur 15.900 kr
70
71
72
73
74
75
76
CMYK
210x297 VPH09_S_A4
Kálaðu rútínunni í rúminu
Það er ekkert víst að karlinn þinn viti að rútínan í rúminu er orðin að vandamáli. Því síður er hann nægjanlega hugaður né vel upplýstur hvernig skuli bjarga málunum í betra horf. Þess vegna skalt þú fara og kaupa það sem þig langar í og gefa honum það í jólagjöf. Þau hjá Adam og Evu leiða þig í gegnum dótabúðina og uppfylla þínar óskir.
Hér eru nokkur dæmi: Quantum bleikur Þessi handhægi titrari er sniðinn með sínum silkimjúkum línum að þínum þörfum. Hann er auðveldur meðferðar og hægt er að lauma honum með við hvert tækifæri, hann rennur fyrir hafnarlaust í átt að þínum unaði og lætur hverja taug rauð-glóa. Þessi þarf 1 LR1 N batterí Hann kostar 3993 kr
Bleikur sætur Jólastelpubúningur Góða skemmtun. Kostar 12993 kr
ID Stimulating kemur í tveimur útgáfum. Mild eða Wild. Mild er eins og nafnið gefur til kynna mildari útgáfan og kannski hentugt fyrir þær konur sem eru viðkvæmari. Wild er kröftugari útgáfan og svíkur enga. Best er að bera lítið magn á og örva hann vel með gelinu. Kostar 2493 kr
Eggið. Það er vatnshelt að öllu leiti og má taka það með sér í sturtuna eða baðið og njóta sinna persónulegu stunda. Eggið er framleitt úr sílikoni og ABS plasti. Það hefur sjö mismunandi hraðastillingar og handhæg fjarstýring veitir þér þá stjórn sem þú þarft til að geta slappað af og leyft ánægjunni að taka við. Stillingar: Þrjár mismunandi hraðastillingar með takti, ein stigvaxandi hraðastilling og þrjár titrandi hraðastillingar. Tækið þarf 2 AAA Batterí. Og kostar 6493 kr
Þetta er hins vegar pakkinn sem ekki fer undir tréð en verður sá eftirminnanlegasti alla tíð fyrir folann þinn. 78
RÉTTA BRAGÐIÐ ÚR AUSTRI
Fæst í verslunum Hagkaups og Bónus
Herrailmir
Umsjón: Karl Steinar Myndir: Ernir Eyjólfsson
Paco Rabane – Black XS. Líflegur og munúðarfullur ilmur.
Giorgio Armani – Armani Code Ultimate. Hættulegur. Ávanabindandi og tælandi.
Diesel – Only The Brave Tattoo – Ilmur hugrekkis, uppreisnar og þess sem deilir lífsgildum.
L´Eau D´Issey – Pour Homme Sport. Fyllir þig orku og ferskleika. Dragðu djúpt andann.
80
Giorgio Armani – Armani Code. Tælandi, elegant og leyndardómsfullur
Giorgio Armani – Acqua Di Gio. Goðsögn af sjó og jörð. Ferskur, hreinn og orkugefandi.
Diesel – Fuel For Life. Sexí og orkugefandi lífsins elexír.
Giorgio Armani – Armani Sport Code. Tæknilegur, nautnafullur, ferskur og spennandi.
Jean Paul Gaultier – Kokorico. Fíkjulauf, kakóbaunir og viður. Tælandi og fullur af orku.
Emporio Armani ...lui. Nútímalegur ilmur fyrir fágaðan, náttúrulegan, orkufullan og kynþokkafullan karlmann.
Chanel – Allure Homme Sport Eau Extréme. Maðurinn sem þrífst á ýktum tilfinningum, sá sem leitar stöðugt að nýjum áskorunum. Adrenalínflæði, kynþokki, orka og drifkraftur.
Yves Saint Laurent – L´Homme Libre. Viltu upplifa frelsi? Frísklegur karlmannlegur ilmur.
81
Hátíð í bæ
Mannlíf tók saman þau vín og þá bjóra sem henta sérlega vel um hátíðarnar. Í baksturinn, fyrir forréttinn, aðalréttinn og svo að sjálfsögðu með kaffinu og eftirréttinum. Mikilvægt er að velja vín af kostgæfni, vanda valið. Því auðvitað vilja menn gera vel við sig í mat og drykk um jól og áramót. 82
Bollinger Special Cuveé Gullið og tært. Ferskt, með mikilli fyllingu og með fínlegum loftbólum. Angan af þroskuðum ávöxtum, aprikósum og eik. Langt viðvarandi og þægilega ferskt eftirbragð.
Kampavín Fátt er skemmtilegra í góðra vina hópi en að skála í Kampavíni. Fagna náðum markmiðum eða tímamótum. Nú um hátíðirnar verða vonandi mörg tækifæri til þess að skála og fagna. Gleðjast með góðum vinum. Kampavín er líka mjög gott að drekka með mat og ætti að fara mjög vel með hátíðarmatnum þar sem það á við. Það skapast alltaf skemmtileg stemning þegar kampavínsflaska er opnuð.
Bollinger er fullkominn fordrykkur, ferskleikinn æsir upp hungrið og frískar upp bragðlaukana. Frábært vín með öllu sjávarfangi, klassískt með humri og kavíar en vegna eikargerjunarinnar hefur vínið það mikinn kraft að það er frábært með öllu ljósu kjöti.
Moet & Chandon Ljóssítrónugult. Frekar létt og þurrt. Ferskt með mildum epla-, sítrus- og stjörnuávaxtakeim. Kampavín á rætur sínar að rekja allt til 18. aldar og var í raun fundið upp fyrir slysni. Franski munkurinn Don Perignon var að brugga, en sökum mistaka í gerjunarferlinu myduðust loftbólur í víninu. Þegar hann svo bragðaði, varð honum á orði: „ Ég drekk stjörnur“. Það leið ekki á löngu að þetta vín það eftirsóttasta á meðal frönsku yfirstéttarinnar. Árlega eru framleiddar 25 milljón flöskur af Möet & Candon, sem er mest selda kampavín í heiminum. 83
Ölvisholt Jólabjór Kryddin eru mjúk og í góðu jafnvægi við sætt maltbragðið, sem kemur frá léttristuðu munich-malti, ásamt keimi af kanil, negul, engifer og appelsínuberki. Hallertau Hersbrucker-ilmhumlar styðja síðan við ásamt breskum First Gol- humlum, sem gefur bjórnum þá fyllingu sem jólabjór þarf að hafa.
Jólabjórinn Jólabjórinn hefur notið vaxandi vinsælda á Íslandi. Hann fæst nú í fjölda tegunda í Vínbúðunum. Árið 2011 seldust yfir 500.000 lítrar af jólabjór sem þykir allnokkuð mikið. Hann hefur meiri karakter en hefðbundinn bjór og er yfirleitt dekkri og bragðmeiri. Jólabjórinn er orðinn hluti af aðventunni hjá Íslendingum eins og frændum vorum Dönum. Mörgum þykir hann alveg ómissandi partur af jólaundirbúningnum.
Einstök
Doppel Bock Mikil fylling, með ríkulegu maltbragði, sem nýtur sín án mikilla áhrifa frá ríkulegu alkóhólbragðinu. Vel gerður lagerbjór, bruggaður að hætti Þjóðverja, líkt og sterkir Bock bjórar eru. 84
jólabjórinn Í jólabjórnum eru 3 tegundir af malti, Pilsner malt, munich malt og mikið af caramel malti sem gefur honum þennan skemmtilega lit og smá bragð af karamellu. Í jólabjórinn fara tvær tegundir af humlum þar af hinir vinsælu tékknesku Saaz humlar. Fyrir utan þetta bætist svo að sjálfsögðu ger(lager ger) og vatn.
Stella Artois Gullinn. Meðalfylling, með lítilli beiskju, ósætur. Léttur sítrustónn og kornkeimur. Passar með: Alifugla- og lambakjöti, humri, fiskréttum, skelfiski og smáréttum.
Víking jólabjór Mikil fylling og góð froða. Þétt og mjúkt eftirbragð. Bruggaður í Vienna-stíl: að aðalgerjun lokinni, hefst eftirgerjun við lágt hitastig sem gefur þetta óviðjafnanlega bragð.
Jóla Bock Sterkur lagerbjór. Góð fylling, með ríkulegum maltkeim í eftirbragði og vermandi alkóhóli í bakgrunni.
85
René Muré Gewurtztraminer Signature Gullin að lit með angan af sætu kryddi og sætum ávexti eins og þurrkuðum apríkósum, sveskj um og eplum. Þykkur í munni með sætu í góðu jafnvægi við skemmtilegan ferskleika sem myndast í eftirbragði. Þurrkaðir ávextir og ferskt mangó, lychée og ástríðuávöxt ur einkenna þetta vín. Eina rétta vínið með reyktu kjöti eins og hangikjöti og hamborgarhrygg.
Faustino VII tinto Angan af vanillu og ferskum berjum, ungur ferskur og berjaríkur í munni, flauelsmjúkt og fágað með áköfu eftirbragði. Gott með lamba og nautakjöti.
Piccini Chianti Piccini organic Piccini Memoro Strágult. Meðalfylling, þurrt, fersk sýra. Ljós ávöxtur, pera, eik og hunang.
86
Kirsuberjarautt. Létt meðalfylling, þurrt, fersk sýra og miðlungstannín. Rauð ber, skógarbotn og létt krydd. Lífrænt vín sem er frábært með alifuglakjöti og hamborgarhrygg.
Piccini Memoro
Masi Campofiorin
Dökkrúbínrautt. Þétt fylling, þurrt, fersk sýra og þroskuð tannín. Sælgætiskenndur berjablámi, vanilla og eik. Gott með bragðmiklum mat, t.d. nauta- og lambakjöti, pottréttum og frábært með ostum.
Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, fersk sýra og þroskuð tannín. Rauð ber, barkarkrydd, rúsínur og lyng. Er gott með t.d. lamba- og svínakjöti, villibráð og allskonar grillréttum.
Masi Modello Kirsuberjarautt. meðalfylling, þurrt, fersk sýra og þroskuð tannín. Kirsuber, laufkrydd og vanilla. Passar vel með lambaog svínakjöti.
Rosemount Cabernet Merlot Kirsuberjarautt. Meðalfylling. Þurrt, fersk sýra og lítil tanin. Tónar af sólberjum, plómum og dökkum berjum. Fer einstaklega vel með nautakjöti.
87
Tia Maria kaffilíkjör Magnað kaffibragðið, með keim af vanillu, Rennur ljúft saman við krydduað bragðið af Jamaica-rommi. Hreinn unaður með góðum kaffibolla og gefur kokteilum framandi bragð.
Galliano Skærgulur. Mjög sætur, með þétta og mjúka fyllingu. Vanillu-, mintu- og kryddtónar. Heitt eftirbragð. Galliano er sætur jurtalíkjör fyrst framleiddur af ítalska brandíframleiðandandum Arturo Vaccari árið 1896. Líkjörinn inniheldur allt að 30 jurta– og kryddtegundir, til að mynda, anís, einiber, lavender, piparmintu og vanillu. Öllum innihaldsefnum er vandlega blandað saman í framleiðslu-ferlinu sem gerir Galliano að því sem hann er.
Tillaga að einum góðum Tia Espresso Martini 30 ml Tia Maria 30 ml Espresso kaffi 45 ml Vodka 15 ml sykur síróp (50/50 vatn og sykur brætt saman) Hristist sman með muldum ísmolum. Borið fram í Martiniglasi, skreytt með kaffibaunum.
Disaronno Amaretto, möndlulíkjör Hinn eini sanni. Ómissandi með hátíðarkaffinu og gerir Tiramisu að Tiramisu.
Linie Aquavit Ljósgullið. Meðalfylling, þurrt. Kúmen, krydd, tunna. Heitt eftirbragð.
88
Víking Classic Ljósrauðbrúnn. Meiri fylling og dekkri að lit en hinn hefðbundni ljósi lagerbjór. Létt humlaður og með væga beiskju sem leyfir maltinu að njóta sín. Bruggaður úr pilsnermalti ásamt þremur gerðum af dekkra malti sem gefa ölítinn sætukenndan karamellukeim í bragðið.
Leffe Blonde Reyktum laxi og reyktu kjöti, lambakjöti, súkkulaði, gráðaosti og brie.
HOEGAARDEN Gullinn, skýjaður hveitibjór. Einstakt bragðið ber keim af appelsínuberki og coriander. Bragðast einstaklega vel með bragðmildum mat.
Leffe Brune Smáréttum, foie gras, hamborgarhrygg, nautakjöti, dökku súkkulaði og jarðarberjum, ostum t.d. parmesan og camembert.
89
Larsen VSOP Ljósrafgullið. Sætuvottur með meðalfyllingu. Blómlegt, með keim af þurrkuðum sítrus og vanillu.
Remy Martin VSOP Rafgullið. Þurrt, frekar létt með fínlegan blóma- og tunnutón, barkarkeim og löngu, ágengu eftirbragði. Heitt sprittbragð. Remy Martin er leiðandi koníaksframleiðandi frá Fine Champagne Cognac. Í framleiðslu sinni notar Rémy Martin aðeins eauxde-vie þrúgur sem koma frá tveimur af bestu ræktunarsvæðum Cognac-héraðsins, Grande Champagne og Petite Champagne. Talið er að eaux-de-vie frá þessum svæðum hafi bestu eiginleika til geymslu og eru þess vegna talin meira virði. Í dag er aðeins 17% af öllu seldu koníaki í heiminum komið frá Fine Champagne og 80% af því koníaki framleitt af Rémy Martin.
90
Larsen XO
Larsen VS
Rafgullið. Mjúkt með sætuvotti og keim af þurrkuðum ávöxtum, sítrusberki, púðursykri, eik og vanillu.
Gullið. Sætuvottur með léttri meðalfyllingu. Grösugt, með keim af vanillu, sítrus og hnetum. Langt eftirbragð.
Hennessy VS Rafgullið. Þurrt, með mjúka meðalfyllingu. Keimur af eplum, appelsínuberki, barkarkryddi, eik og vanillu. Heitt eftirbragð.
Hennessy VSOP Rafgullið. Þurrt, með þéttri fyllingu. Sætkenndir tónar af þurkk uðum ávöxtum og mjúkri eik. Létt alkóhólsbragð með löngu eftirbragði.
STROH 60 Ljós-jarðarberjarautt. Sætuvottur. Rommkúlur. Heitt stingandi eftirbragð. Stroh er austurrískt romm og er framleitt í mismunandi styrkleikum, Stroh 40, Stroh 54, Stroh 60 og Stroh 80. Stroh hefur unnið til margra verðlauna í gegnum tíðina og hlaut það gullverðlaun á Exposition Universelle í París. Í dag fæst Stroh í yfir 40 löndum víðsvegar um heiminn. Meðal Íslendinga sem og annarra landa hefur verið rík hefð að blanda Stroh út í heitt kakó. En til eru fjöldinn allur af uppskriftum að drykkjum og eftirréttum með Stroh sem má finna inn á heimasíðu vörumerkisins; www.stroh.at
Ibis XO Brandy Þurrt og mjúkt. Ljúfur keimur af þurrkuðum ávöxtum, púðursykri, eik og vanillu.
91
92
Texti: Nicola Girolami Myndir: Karl Petersson
Uppskriftir hins kokkálaða
Fljótlegt og ljúffengt frá Róm “La cucina Romana” eða “rómversk matar gerðarlist” er tilvísun í mat sem á ættir að rekja til ítölsku borgarinnar Rómar. Matar gerðarlistin byggir á því að nota hráefni sem er í blóma á hverjum tíma úr nálægum sveitum og á einfaldan hátt, skv. uppskrift um sem hafa gengið kynslóða á milli.
U
ppskriftirnar segja til um góða næringu og mikið af henni! Mikilvægustu hráefnin eru grænmeti (ætiþistlar og baunir af ýmsu tagi, s.s. fava-baunir), kjöt (mjólkurlamb og geita kjöt) og ostar (Pecorino Romana og Ricotta). Strutto er algengur bragðbætir en það er svínafita sem er undir búin og sett á dósir til að eiga fyrir veturinn. Einnig er fitan af hráskinku notuð, en ólífuolía er helst notuð á hrátt grænmeti og jú, einstaka sinnum til steikingar. Hver dagur á sinn sérrétt, svo sem gnocchi á fimmtudögum, baccalá (saltaður þorskur) á föstudögum og trippa á laugardögum. Það er áhugavert hversu mikið af hefðum nútímans sækja beint í tíma rómverska keisaraveldisins, líkt og notkun ólífuolíunnar sem þá var einna helst innflutt frá Suður-Spáni og Norður-Afríku. Olían var flutt á milli í svo til einnota kerum úr keramíki, sem í dag hafa myndað hæð í Róm sem kallast Monte Testaccio eða Monte dei cocci, hæð hinna mölvuðu kera. Vín á einnig ættir að rekja til Rómar til forna, en það var oft borið fram með vatni og hunangi saman við, líklega til að milda bragðið en víngerð þessa tíma var ekki langt á veg komin. Að drekka á fastandi maga þótti smáborgaralegt og gróft að mati Rómverja til forna og nokkuð öruggt merki um áfengissýki. Réttmæt ásökun um áfengissýki var örugg og hraðvirk leið til að gera út um pólitíska andstæðinga. 93
Rómversk matargerðarlist í dag, þrátt fyrir að byggja á aldagamalli hefð, er um margt ólík því sem þekkt ist í Róm til forna. Nálægar sveitir hafa haft sín áhrif sem endurspeglast í mörgum sérréttinum. Það er þó áhugavert hversu vel matargerðarlistin hefur haldið í uppruna sinn án tilkomu tískubylgna og ávallt haldið tryggð við einfaldleikann, þrátt fyrir árekstra við páfa veldi og yfirstéttir. “Saltimbocca alla Romana” er eitt af flaggskipum rómverskrar matargerðarlistar en uppruni þessa ljúffenga réttar er þó á huldu. Við vitum að Pellegrino Artusi (ítalskur matargagnrýnandi, rithöfundur og lífskúnstner) smakkaði réttinn, í Róm á hinum sögu fræga stað “The Venetia” áður en hann fór að breiðast út í önnur eldhús Rómar. Bókstafleg merking réttarins er “stökkur í munni” en það er akkúrat það sem þessi unaðslega blanda kálfakjöts, hráskinku, salvíu og hvít víns gerir. Hér er uppskriftin.
Góð ráð: Leggið hliðina með skinkunni niður á pönnuna fyrst, snúið svo við og steikið hinum megin. Þannig er kjötið tilbúið til framreiðslu strax.
Crostino alla ponticiana:
Hér höfum við annan demant úr rómverska eldhúsinu, “crostini alla ponticiana”, eða ponticiana-brauð. Þennan rétt má finna á matseðlum pizzustaða í Róm, oft er hann kallaður “crostino prosciutto e funghi”. Nafnið kemur frá ævafornum hluta borgarinnar og er réttur inn auðþekkjanlegur, þökk sé ríkulegu áleggi. Þetta er í raun brauðbotn sem er steiktur í smjöri, þakinn mozzarella-osti, hráskinku, krydduðum sveppum og hitaður í ofni. Fyrir fjóra sem forréttur: 4 stórar brauðsneiðar skornar í tvennt eða 8 litlar sneiðar 30 g smjör 8 sneiðar af hráskinku 2x125 g mozzarella-ostur 400 g sveppir 2 hvítlauksgeirar flatblaða steinselja salt og pipar eftir smekk Hitið smjörið og léttsteikið brauðsneiðarnar. Leggið svo brauðið á bökunarpappír á ofnplötu og þekið með mozzarella, skinku og krydduðum sveppum. Bætið salti og pipar við eftir smekk. Bakið við 200°C í forhituðum ofni þar til osturinn bráðnar, eða í u.þ.b. 10 mín.
Saltimbocca alla Romana:
Uppskriftin hefur verið í stöðugri þróun undanfarin ár. Sumir velta kjötinu upp úr hveiti áður en það fer á pönnuna, líklega til að auka upptöku kryddsins, aðrir rúlla kjötinu og enn aðrir nota olíu í stað smjörs. Hér er upprunalega uppskriftin. Notið viðeigandi meðlæti, svo sem kartöflur, baunir, gulrætur eða annað grænmeti. Fyrir fjóra: 50 g smjör 8 þunnar sneiðar af kálfakjöti pipar eftir smekk 8 sneiðar af hráskinku salt eftir smekk 8 salvíublöð 200 ml hvítvín Undirbúið kjötið, snyrtið fitu og sinar. Leggið sneið arnar á bökunarpappír og brjótið yfir, hamrið svo og fletjið út með kjöthamri. Takið hráskinkusneiðarnar og leggið ofan á kálfakjötssneiðarnar. Þvoið og þurrk ið salvíuna og leggið eitt blað ofan á hverja sneið og festið með tannstöngli. Ef ekki er til nógu stór panna til að steikja allar sneið arnar í einu er best að skipta kjötinu í tvo skammta. Bræðið helming smjörsins og þegar það er orðið vel heitt byrjið þá á að brúna kjötið í nokkrar mínútur á hvorri hlið. Hellið helmingnum af hvítvíninu út á pönnuna þegar kjötið hefur tekið lit. Leyfið áfenginu að gufa upp, saltið og piprið eftir smekk. Takið kjötið af pönnunni, leggið á heitan disk, hellið soðinu úr pönnunni og hefjist svo handa við seinni skammtinn. Berið réttinn fram heitan og vætið í með soðinu. 94
Góð ráð! Það er best að nota hvítt súrdeigsbrauð Þannig á að meðhöndla sveppina: Skerið þá í þunnar sneiðar Steikið helmingaða hvítlauksgeirana á pönnu. Takið þá af þegar þeir eru farnir að brúnast. Hækkið hitann og skutlið sveppunum á pönnuna. Hrærið oft í með viðarskeið. Að lokum er salti, pipar og steinselju bætt við. Takið af hitanum.
95
Aðsóknarmestu myndir ársins:
Aðsóknarminnstu myndir ársins:
Kvikmyndaárið gert upp!
Þessar sem allir þurftu að sjá
Þær sem fóru fram hjá land anum
Texti: Tómas Valgeirsson
The Awakening Aðsóknarmestu myndir ársins:
Þessar sem allir þurftu að sjá
Skyfall
– tæplega 70 þúsund manns
Aðsóknarminnstu myndir ársins:
Rotten Tomatoes einkunn:
The Lady
Bestu myndir ársins
Þær sem fóru fram hjá land anum
Rotten Tomatoes einkunn:
60%
34%
The Awakening
Rotten Tomatoes einkunn:
60% Skyfall
– tæplega 70 þúsund manns
Intouchables
– u.þ.b. 64 þúsund manns
Rotten Tomatoes einkunn:
34%
Machine Gun Preacher
29%
Intouchables
– u.þ.b. 64 þúsund manns
– rúmlega 63 þúsund
Machine Gun Preacher Rotten Tomatoes einkunn:
29%
Salmon Fishing in the Yemen Rotten Tomatoes einkunn:
67%
The Dark Knight Rises – rúmlega 63 þúsund
Svartur á leik
– tæplega 63 þúsund
Salmon Fishing in the Yemen Rotten Tomatoes einkunn:
67%
Bestu myndir ársins
Cloud Atlas
Þær gerast varla metnaðar fyllri en þetta. Sjálfstæð risaframleiðsla þar sem sex gerólíkar sögur eru sagðar á sama tíma (og striginn nær frá búningadrama til sam særistryllis, gamanmyndar og vísindaskáldsögu, svo aðeins eitthvað sé nefnt) með þekktum Cloud Atlasleikurum í alls gervum, földum Þærkyns gerast varla metnaðar og áberandi. Cloud Atlas er fyllri en þetta. Sjálfstæð stórbrotin mynd, mögulega risaframleiðsla þar sem sex fullþung fráhrindandi gerólíkarog sögur eru sagðar á fyrir þá sem samasuma, tíma en (ogfyrir striginn nær leita sér að einhverju frá búningadrama til breiðu sam og verki sem særúthugsuðu istryllis, gamanmyndar finnst á hverju strái ndaskáldsögu, og vísiekki svoer þessi skylduáhorf! aðeins eitthvað sé nefnt) með þekktum leikurum í alls kyns gervum, földum og áberandi. Cloud Atlas er stórbrotin mynd, mögulega fullþung og fráhrindandi fyrir suma, en fyrir þá sem leita sér að einhverju breiðu og úthugsuðu verki sem finnst ekki á hverju strái er þessi skylduáhorf!
The Descendants
Svartur á leik
– tæplega 63 þúsund Djúpið – 50 þúsund
manns sem er nýbúinn að missa konu sína ... og kemst síðar að því að hún hefur verið að halda fram hjá honum. Þrælskemmtilegt og minnisstætt handrit sem gleymir aldrei húmornum í alvarleikanum. Huggulegri sófamynd er vart hægt að finna á öllu árinu.
Shame The Lady
Rotten Tomatoes einkunn:
The Dark Knight Rises
bestu frammistöðu George Clooney frá upphafi. Hér er hann í hlutverki brotins manns sem er nýbúinn að missa konu sína ... og kemst síðar að því að hún hefur verið að halda fram hjá honum. Þrælskemmtilegt og minnisstætt handrit sem gleymir aldrei húmornum í alvarleikanum. Huggulegri bestu frammistöðu George sófamynd er vart hægt að Clooney frá upphafi. Hér finna á öllu árinu. brotins er hann í hlutverki
Submarine
Rotten Tomatoes einkunn:
87%
Sannkölluð perla! Mannleg, einlæg og bæði fyndin og sorgleg á sama tíma. Frá leikstjóra og handrits höfundi Sideways kemur mynd sem markar líklega
Harmsaga kynlífsfíkils. Margir kvikmyndaunnendur trylltust þegar kom í ljós að gæðaleikarinn Michael Fassbender hafði ekki fengið Óskarstilnefningu fyrir krefjandi hlutverk sitt í þessari djörfu, óþægilegu en raunsæju og áhrifaríku mynd um fíkn sem er alls Shame ekki eins skemmtileg Harmsaga kynlífsfíkils.og hún hljómar. Fassbender er Margir kvikmyndaunnendur óaðfinnanlegur og öruggt trylltust þegar kom í ljós er fullyrða að hann átti aðað gæðaleikarinn Michael verðlaunin – ef ekki tilnefn Fassbender hafði ekki inguna – skilið. fengið Óskarstilnefningu fyrir krefjandi hlutverk sitt í þessari djörfu, óþægilegu en raunsæju og áhrifaríku mynd um fíkn sem er alls ekki eins skemmtileg og hún hljómar. Fassbender er óaðfinnanlegur og öruggt er að fullyrða að hann átti verðlaunin – ef ekki tilnefn inguna – skilið.
Skyfall
Hasarmynd fyrir herramann inn. Daniel Craig heldur „kúl inu“ sem aldrei fyrr í einni ef ekki albestu Bond-myndinni sem gerð hefur verið, sem segir mikið um kvikmynda sögu sem nær yfir hálfa
öld. Leikstjórnin er útpæld, myndatakan gullfalleg og hasarinn svíkur ekki frekar en óvenjulega uppbygg ingin. Hér er aldrei dauður punktur og er ómögulega hægt að biðja um betra illmenni í Bond-mynd. Það er alls ekki skrítið að þetta sé vinsælasta myndin á árinu, enda stóðust margir ekki öld. Leikstjórnin er út pæld, mátið að sjá hana oftar en myndatakan gullfalleg og einu sinni.svíkur ekki frekar hasarinn
en óvenjulega uppbygg ingin. Hér er aldrei dauður punktur og er ómögulega hægt að biðja um betra illmenni í Bond-mynd. Það er alls ekki skrítið að þetta sé vinsælasta myndin á árinu, enda stóðust margir ekki mátið að sjá hana oftar en einu sinni.
Tinker Tailor Soldier Spy
Njósnatryllir fyrir full orðna. Hér eru byssuhvellir í lágmarki og lítið um eltingarleiki og slagsmál en í staðinn bara vel vafinn söguþráður sem heldur sér ávallt á jarðbundnum nótum. Handritið er afar vel unnið, Tinkermargbrotið Tailor og krefst óslitinnar athygli áhorfand Soldier Spy ans. Síðan er varla hægt Njósnatryllir fyrir full að kvarta undan faglegri orðna. Hér eru byssuhvellir umgjörð í lágmarkiog ogekki lítiðsíst umþegar virtir stórleik a rar gæða eltingarleiki og slagsmál efnið miklu lífi, envel á meðal en í staðinn bara vafinn góðra manna eru þeir Gary söguþráður sem heldur Oldman, Firth, John sér ávalltColin á jarðbundnum Hurt, Mark Strong er ogafar Tomvel nótum. Handritið Hardy, hefur aldrei átt unnið, sem margbrotið og krefst betra ár. athygli áhorfand óslitinnar ans. Síðan er varla hægt að kvarta ómissandi: undan faglegri Aðrar umgjörð og ekkiRises, síst þegar The Dark Knight virtir stórleikarar gæða Intouchables, Looper, Silver efnið miklu lífi, en á meðal Linings Playbook, Lawless, góðra manna eru þeir Gary The Avengers, The Raid, Oldman, Colin Firth, John Hugo,Mark KillerStrong Joe, Moonrise Hurt, og Tom Kingdom. Hardy, sem hefur aldrei átt betra ár.
Aðrar ómissandi: Skyfall mynd, mögulega „Cloud Atlas er stórbrotin fullþung og The Dark Knight Rises, Hasarmynd fyrir herramann fráhrindandi fyririnn. suma, fyrir semIntouchables, leita sér að ein Looper, Silver Sannkölluð perla! Mannleg, Daniel en Craig heldurþá „kúl einlæg og bæði fyndin inu“ sem aldrei fyrr í einni ef Linings Playbook, Lawless, hverju breiðu og úthugsuðu verki sem finnst ekki á og sorgleg á sama tíma. ekki albestu Bond-myndinni The Avengers, The Raid, hverjuogstrái er þessisemskylduáhorf!“ Frá leikstjóra handrits gerð hefur verið, sem Hugo, Killer Joe, Moonrise
The Descendants
Submarine Djúpið – 50 þúsund 96
Rotten Tomatoes einkunn:
87%
höfundi Sideways kemur mynd sem markar líklega
segir mikið um kvikmynda sögu sem nær yfir hálfa
Kingdom.
Zafira Tourer 7 sæta 4,5 l á 100 km í blönduðum akstri
OPEL ZAFIRA TOURER
E N N E M M / S Í A / N M 5 4 74 5
NÝR, ÞÝSKUR BÍLL. Fágaður 7 sæta fjölskyldubíll. Opel Zafira Tourer er fjölskyldubíll sem fer fram úr öllum væntingum. Þessi einstaklega rúmgóði bíll tekur sjö í sæti, er ótrúlega sparneytinn og hannaður með tilliti til þæginda. Opel Zafira Tourer er draumabíll fyrir fjölskyldu á ferðinni.
Opel er brautryðjandi. Þýskir bílar eru þekktir fyrir gæði og í hópi þeirra er Opel í fararbroddi. Einstök sparneytni, framsækin hönnun og vönduð smíði þar sem hvert smáatriði skiptir máli tryggðu Opel titilinn Bíll ársins í Evrópu 2012.
Opel hlaut þann heiður að eiga bíl ársins árið 2009 og aftur árið 2012. Notar aðeins frá 4,5 lítrum á 100 km í blönduðum akstri. Opel bílar eru þjónustaðir af BL, Sævarhöfða 2.
Opel / BL ehf.
Opel | Ármúli 17 | 108 Reykjavík | 525 8000
Hvernig á að selja sig? Umsjón: Dóra Lind Vigfúsdóttir
Vertu sjálfsöruggur, ákveðinn og vænlegur varningur! Hver kannast ekki við það að sækja um vinnu á eftir vinnu á eftir vinnu og upp skera lítið sem ekkert? Það er fátt eins átakanlega erfitt fyrir sálartetrið og að upplifa sig sem gagnslausa, útrunna og óspennandi vöru. Þú veist kannski sjálfur hversu mikill snillingur þú ert á þínu sviði, en hvernig á verðandi vinnu veitandi þinn að vita það? Hvað þarf að gera til að standa upp úr hundruðum umsækjenda, vera eftirminnilegur og krækja í starfið? Vertu með skothelda ferilskrá
Leitaðu þér upplýsinga hjá fagaðilum um uppbygg ingu ferilskrár. Hvað skiptir máli? Ertu að sækja um starf í kappátsbransanum? Ef ekki, þá skiptir engu máli þótt ferilskráin státi af því að þú getir torgað 29 pylsum á þremur mínútum.
Virkjaðu tenslanetið
Við búum á litlu landi svo það er mjög líklegt að ein hver þekki einhvern sem þekkir einhvern að gagni. Það er enginn að tala um klíkuskap, en vertu með eyru og augu opin öllum stundum og hafðu orð á því við hvern sem vill hlusta að þú sért að leita þér að vinnu. Það síast inn og vinir og vandamenn muna eftir þér þegar vinnumál ber á góma í þeirra kreðsum. 98
Hugsaðu út fyrir rammann
Skráðu þig á LinkedIn. Gerðu glósu um þig og atvinnuleit þína á Facebook og deildu meðal vina. Skoðaðu BranchOut. Nýttu þér Twitter, #atvinnuleit gæti trendað! Fáðu meðmæli úr óvæntum áttum, útbúðu undirskriftalista, fáðu fólk til að skora á vinnu veitandann að ráða þig og taktu með þér í atvinnuvið talið. Komdu á óvart.
Vertu óhræddur við breytingar
Ungt og ólofað fólk býr svo vel að heimurinn er leikvöllur þess. Ef þig langar að vinna í tísku, farðu til Mílanó. Ef tæknin kallar, skoðaðu atvinnuleyfis mál í Silicon Valley. Farðu þangað sem vinnan er, ef þú hefur möguleika á. Þú hefur líklega engu að tapa, en gætir grætt svo ótal margt! Slagorð Nike á vel við, Just do it.
Finndu hvers virði þú ert
hversu margir voru kallaðir í viðtal, hversu margir sóttu um starfið og hvert framhaldið er. Er önnur umferð viðtala? Máttu búast við því að vera beðinn um að skila verkefni? Haltu áfram að sýna áhuga, þrátt fyrir að formlegt viðtal sé að baki, ekki þjóta út með sveitta lófa og þakka himnunum fyrir að hafa komist klakklaust frá þessari raun. Færðu ekki símtal eða tölvupóst á umræddum degi? Hringdu, minntu á þig og ítrekaðu áhuga þinn á starfinu. Mundu að það sem þér finnst ókostur í eigin fari getur verið verðmætt að mati annarra. Ertu óþarflega jarðbundinn? Það getur þýtt aðhaldssemi í fjármálum. Ertu hvatvís? Stundum er hik það sama og tap. Nýttu þér kosti þína, vertu heiðarlegur varðandi ókosti og mundu að enginn er fullkominn! Sumir segja að góðir hlutir gerist hægt. Aðrir segja að góðir hlutir gerist í kjölfar gríðarlegrar vinnu og undirbúnings. Hvorum hópnum viltu tilheyra?
Vertu raunhæfur. Athugaðu hversu vel starfið er borgað sem þú ert að skoða og hvort þú ert með viðeigandi menntun. Skoðaðu byrjunarlaun í brans anum og notaðu sem viðmið. Vertu svo heiðarlegur, bæði við þig og vinnuveitandann, það er fátt jafn kjánalegt og að fara fram á himinhá laun fyrir starf sem þú veist að þú veldur ekki. Ofmat getur jaðrað við drambsemi.
Seldu þig
„Be so good they can’t ignore you,“ sagði vitur maður eitt sinn. Ókei, Steve Martin á að hafa sagt þetta, en það er sitthvað til í þessu. Mættu öruggur og undirbúinn í viðtalið. Vertu snyrtilegur, hafðu líkamstjáninguna á hreinu, gefðu af þér og brostu. Hugsaðu jákvætt, horfðu í augun á viðmælanda þínum og beittu sannfæringarkrafti þínum, daðraðu jafnvel örlítið! Þú veist að þú ert maðurinn í starfið, stattu öruggur á þínu og seldu það!
Sýndu áhuga
Að viðtali loknu skaltu fá að vita hversu langan tíma viðkomandi ætlar sér í úrvinnslu umsókna,
Erfiður dagur í vinnunni? Voru viðskiptavinir þínir dónalegir? Samstarfsmenn erfiðir? Yfirmenn hvassir? Áttirðu það skilið? Sum störf reyna virki lega á þolinmæðina og sum störf krefjast baks á breidd við Herðubreið. Skildu vinnuna eftir í vinnunni. Farðu í ósýnilega jakkann þinn fyrir vinnu og leyfðu skítnum að lenda á honum. Farðu svo ÚR skítuga jakkanum við lok dags og skildu hann eftir. Stundum þarf ósýnilegi jakkinn að vera heilgalli, en mundu að gera vinnuna ekki það persónulega að hún liggi á þér eins og mara þegar heim er komið.
T H E
N E W
F R A G R A N C E
www.pacorabanne.com