Þekking fréttablað 2

Page 1

f r é tta b r é f j ú n í 2 0 1 3

Þekking styrkir verkefnið

„Allir örUggir heim“

Nýverið tók Þekking þátt í að styrkja verkefnið „Allir öruggir heim“ sem er á vegum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Verkefnið fólst í því að gefa öllum skólum á landinu endurskinsvesti til að nota í vettvangsferðum barna í 1. bekk. Um 4.400 börn eru í árganginum á landinu öllu.

Í

tilkynningu frá Landsbjörgu segir að vettvangsferðir séu rótgróinn hluti af skólastarfi. Til að tryggja öryggi nema meðan á þeim stendur er mikilvægt að þeir séu vel sýnilegir. Bílstjóri sér gangandi vegfaranda með endurskin úr 120-130 metra fjarlægð en ef gangandi vegfarandi er ekki með endurskinsmerki þá sér bílstjórinn hann ekki fyrr en úr 20-30 metra fjarlægð og bílstjóri sem ekur

á 60 km hraða þarf um 37 m til að stöðva bílinn þ.e. ef undirlag er þurrt. Vestin eru af vandaðri gerð og er það von þeirra sem að átakinu standa að þau nýtist skólunum næstu árin. Endurskinsvesti ætti að nota allt árið um kring. Það er okkur hjá Þekkingu sönn ánægja að taka þátt í að styrkja átak sem þetta.

Á myndinni má sjá myndarleg börn í 1. bekk í Hlíðaskóla í Reykjavík í nýju endurskinsvestunum.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.