Þekking fréttablað 2

Page 1

f r é tta b r é f j ú n í 2 0 1 3

Þekking styrkir verkefnið

„Allir örUggir heim“

Nýverið tók Þekking þátt í að styrkja verkefnið „Allir öruggir heim“ sem er á vegum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Verkefnið fólst í því að gefa öllum skólum á landinu endurskinsvesti til að nota í vettvangsferðum barna í 1. bekk. Um 4.400 börn eru í árganginum á landinu öllu.

Í

tilkynningu frá Landsbjörgu segir að vettvangsferðir séu rótgróinn hluti af skólastarfi. Til að tryggja öryggi nema meðan á þeim stendur er mikilvægt að þeir séu vel sýnilegir. Bílstjóri sér gangandi vegfaranda með endurskin úr 120-130 metra fjarlægð en ef gangandi vegfarandi er ekki með endurskinsmerki þá sér bílstjórinn hann ekki fyrr en úr 20-30 metra fjarlægð og bílstjóri sem ekur

á 60 km hraða þarf um 37 m til að stöðva bílinn þ.e. ef undirlag er þurrt. Vestin eru af vandaðri gerð og er það von þeirra sem að átakinu standa að þau nýtist skólunum næstu árin. Endurskinsvesti ætti að nota allt árið um kring. Það er okkur hjá Þekkingu sönn ánægja að taka þátt í að styrkja átak sem þetta.

Á myndinni má sjá myndarleg börn í 1. bekk í Hlíðaskóla í Reykjavík í nýju endurskinsvestunum.


Þekking fær Cloud Accelerate Partner-vottun hjá Microsoft

Hjá Þekkingu hefur undanfarin misseri farið fram markviss uppbygging á þjónustu og þekkingu á skýjalausnum frá Microsoft. Í kjölfarið hefur Þekking fengið Cloud Accelerate Partner-vottun hjá Microsoft. Vottunin gerir kröfur um að samstarfsaðilar Microsoft, eins og Þekking, hafi sýnt fram á mikla tæknilega getu í innleiðingu og daglegri þjónustu og rekstri á skýjalausnum Microsoft. Jafnframt þessu þarf að sýna fram á styrkleika í söluráðgjöf og vitnisburði ánægðra viðskiptavina. Í því samhengi má minna á að Þekking hefur innleitt Office 365 með góðum árangri hjá m.a. WOW air og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Fyrir hvað stendur skýjalausn? Með skýjalausnum er átt við kerfi frá Microsoft, líkt og Office 365, sem Microsoft hýsir og viðheldur í „skýinu“. Fyrirtæki og stofnanir geta með einföldum hætti, með aðstoð samstarfsaðila eins og Þekkingar, samið um aðgang að Exchange-tölvupósti, Lync-samskiptalausninni, Sharepointhópvinnukerfinu og Office-vöndlinum á útstöðvar notenda.

Nýtt starfsfólk hjá Þekkingu Þekking hefur bætt nýju fólki við góðan hóp starfsmanna. Arnar Pétursson Arnar hefur hafið störf hjá þjónustuveri Þekkingar á Akureyri. Arnar er B.Sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum á Akureyri og hefur nokkuð átt við forritun ásamt því að hafa komið að uppbyggingu og rekstri tölvukerfa í gegnum tíðina. Bjarni Freyr Guðmundsson Bjarni Freyr sinnir starfi viðskiptastjóra hjá Þekkingu á Akureyri, ásamt almennum söluverkefnum. Bjarni Freyr er viðskiptafræðingur að mennt og er frá Akureyri. Hann hefur reynslu af bæði sölustörfum og viðskiptaumsjón, m.a. frá Vodafone og Nova.

Þjónusta Þekkingar

Þekking getur boðið upp á fjölbreytta þjónustu fyrir fyrirtæki og stofnanir sem nota Office 365. Meðal verkefna sem Þekking sinnir má nefna: » Ráðgjöf við val á Office 365-pökkum » Aðstoð við innleiðingu á Office 365 » Daglegur rekstur á umhverfinu og aðstoð við notendur Nánari upplýsingar um Office 365 veitir Sigrún Ýr Árnadóttir. sigrun@thekking.is

Þekking fær Professional Solution Provider Partner-vottun frá VMware

Þ

ekking hefur hlotið Professional Solution Provider Partner-vottun frá VMware. Þessi vottun kemur í kjölfar þess að fyrirtækið hefur undanfarin misseri byggt markvisst upp þekkingu á lausnum frá VMware. Þekking hefur vottaða sérfræðinga á sínum snærum sem annast ráðgjöf, innleiðingar og rekstur á VMwareumhverfi viðskiptavina. Fyrirtækið rekur nú þegar fjöldamörg VMware-umhverfi fyrir viðskiptavini sína ásamt því að bjóða VMware sem hluta af hýsingarþjónustu fyrirtækisins. Þekking annast sömuleiðis sölu á VMware-leyfum til fyrirtækja og stofnana á Íslandi.

Izaar Arnar Þorsteinsson Izaar Arnar hóf nýlega störf hjá þjónustuveri Þekkingar. Hann mun sinna almennri notendaþjónustu auk þess sem hann hefur góða þekkingu á þjónustu við Office 365, skýjalausnina frá Microsoft og öðru sem tengist Office 365.

Nánari upplýsingar veitir sölusvið Þekkingar í síma 460-3100 eða sala@ thekking.is

Bergur Ólafsson Bergur hefur hafið störf á Ráðgjafaog sérlausnasviði Þekkingar. Bergur mun vera í verkefnum tengdum skjalastjórn og Sharepoint. Bergur var áður starfandi sem ráðgjafi í Sharepoint hjá Maritech í u.þ.b. ár og þar á undan var hann hjá Advania í þrjú ár sem Sharepoint-ráðgjafi.


Hagræðing, samskipti, samvinna

Þekking hefur á undaförnum mánuðum náð góðum árangi í innleiðingum hjá viðskiptavinum á Office 365 skýjalausninni frá Microsoft. Skemmst er frá því að segja að Þekking hefur áunnið sér s.k. Cloud Accelerate partner vottun frá Microsoft, sem einungis samstarfsaðilar í fremstu röð fá. Við tókum hús á Sigrúnu Ýr Árnadóttur, viðskiptastjóra Office 365 hjá Þekkingu, og Guðmundi Frey Ómarssyni, viðskiptastjóri hjá Microsoft á Íslandi, til að fræðast nánar um lausnina.

Hvað er Office 365? „Með Office 365 er Microsoft búið að sameina allar vinsælustu skýjalausnir sínar, þ.e. lync online, sharepoint online, exchange online ásamt Office-pakkanum, í einn þægilegan pakka sem er hægt að aðlaga að þörfum hvers og eins fyrirtækis. Officepakkann er hægt að setja upp á allt að fimm útstöðvum en jafnvel þó að þú sért að nota Office 365 á tölvu sem hefur ekki Officepakkann uppsettan þá getur þú samt notað forritin í gegnum vefsíðu, svokallað office on demand, en þá færðu aðgang að fullri útgáfu af Office-pakkanum án þess að þurfa að hala pakkanum niður á tölvuna ásamt tilheyrandi uppsetningu,“ segir Sigrún. „Lync er samskiptaþjónusta þar sem þú hefur auðveldan aðgang að öllum samstarfsmönnum og getur fylgst með því hvort þeir séu við, hringt í gegnum tölvuna, spjallað og haldið online-fundi með hljóði og mynd. Þú getur jafnframt boðið utanaðkomandi á fundinn, þó svo hann sé ekki með Lync sett upp á sinni tölvu. Lync tengist einnig við póstinn þinn og gefur þér til kynna hvort viðkomandi aðili sem þú ert að senda á sé við eða til dæmis í fríi (ef viðkomandinn er líka með Lync uppsett). Sharepoint online er svo gríðarlega öflugt skjalastjórnunarkerfi, það býður upp á endalausa möguleika, t.d. varðandi utanumhald á viðskiptamönnum, samningum og verkefnum. Mjög auðvelt er að deila skjölum með öðrum og margir geta unnið í hverju skjali á sama tíma.“

Hverjir ættu að nota Office 365 og hvernig nýtist það fyrirtækjum? „Þar sem að Office 365 nýtist sérlega vel við fjarvinnu nýtist það mjög vel fyrirtækjum með dreifða starfsemi hvort sem þau eru lítil eða stór og í rauninni í hvaða geira sem er. Það eru ákveðnar lausnir sem henta betur litlum fyrirtækjum og ákveðnar lausnir sem henta frekar stærri fyrirtækjum. Þetta er einnig góð lausn fyrir þá sem eru með starfsmenn sem eru mikið á ferðinni eða þar sem starfsfólk vinnur ekki við skrifborð en þarf samt að hafa aðgang að tölvupósti og kannski innraneti, gæðahandbók eða einhverju slíku. Lykilatriðið er að fyrirtæki hafa greiðari aðgang að gögnum sínum hvar sem starfsmenn eru staddir,“ segir Sigrún.

fyrirtækisins, uppsetningu, utanumhaldi og kennslu varðandi þjónustuna. Þetta á sérstaklega við um Sharepoint Online og Lync online. Þessi þjónusta getur skapað mikil verðmæti fyrir fyrirtæki með réttri uppsetningu og kennslu og getur opnað nýjar dyr fyrir fyrirtæki hvað varðar hagræðingu, samskipti, samvinnu, aðgengi að gögnum og utanumhald gagna,“ segir Guðmundur og bætir við, „Þekking hefur líka staðið sig vel í sölu á Office 365 og hefur náð svokölluðum Cloud Accelerate status frá Microsoft sem eingöngu mjög fáir samstarfsaðilar Microsoft á Íslandi hafa náð. Samstarfsaðilar eins og Þekking hafa líka bein tengsl við Microsoft og eiga því auðveldara með að afla sér upplýsinga og fá beina aðstoð frá okkur.“

Hversu mikilvægir eru samstarfsaðilar eins og Þekking? „Office 365 er frekar ný þjónusta frá Microsoft og býður upp á nokkrar áskriftarleiðir sem henta mismunandi fyrirtækjum og því mikilvægt að kynna sér vel hvaða leið í Office 365 hentar fyrirtækinu og þeirra notendum best. Samstarfsaðili eins og Þekking er mikilvægur hlekkur í þessari leit og þeir geta hjálpað fyrirtækjum að spara tíma og peninga við val á réttri leið. Auk þess getur samstarfsaðili eins og Þekking aðstoðað við að láta þjónustuna passa sem best inn í rekstrarumhverfi fyrirtækisins og ná þannig hámarksafköstum. Til dæmis með greiningu á innra umhverfi

Hvernig þjónustu getur Þekking boðið fyrirtækjum í sambandi við 365? „Við hjá Þekkingu getum séð um innleiðingu á Office 365 fyrir fyrirtæki ásamt því að aðlaga það að öðrum kerfum. Við veitum einnig ráðgjöf varðandi notkun og val á leyfisleiðum, auk þess að halda námskeið fyrir notendur,“ segir Sigrún. „Við getum einnig veitt ráðgjöf og aðstoð við hönnun og innleiðingu á Sharepoint. Við erum með gott þjónustuver sem leysir vandamál sem geta komið upp við daglega notkun Office 365 ásamt því að sjá um daglega umsýslu og rekstur á Office 365, eins og t.d. stofnun og eyðing notenda, aðgangsstýring, samskipti við Microsoft o.fl.“


Fotoware Það var margt um manninn á Fotoware-kynningu Þekkingar í Hörpu þann 10. apríl. Frábær þátttaka var og ljóst að áhugi á Fotoware er mikill hjá þeim fyrirtækjum og stofnunum sem vilja halda utan um stafrænar eignir sínar.

Fjárstýringardagurinn Þann 8. mars var Fjárstýringardagurinn haldinn í Háskólanum í Reykjavík. Starfsfólk Þekkingar var þar með kynningarbás og ekki stóð á áhuga gesta.


Veeam

Þekking, í samstarfi við Veeam, stóð fyrir kynningu á Veeam-afritunarlausninni í Hörpu þann 18. apríl. Veeam er gríðarlega öflug lausn fyrir þau fyrirtæki sem reka VMWare- eða HyperV-umhverfi, enda leyndi áhuginn meðal gesta sér ekki.


Karl Steinar Óskarsson, framkvæmdastjóri Birtíngs:

Mikil verðmæti í góðum myndum Birtíngur ehf er eitt stærsta útgáfufélag á Íslandi og það stærsta í tímaritaútgáfu. Við framleiðslu tímarita skipta myndir og umsýsla með þær miklu máli og því er mikilvægt að blaðamenn og ritstjórar eigi greiðan aðgang að viðeigandi myndefni. Karl Steinar Óskarsson, framkvæmdastjóri Birtíngs, segir gríðarleg verðmæti liggja í góðum myndum. Af hverju Fotoware? „Birtíngur hefur notað Fotowarehugbúnaðinn frá Þekkingu árum saman með góðum árangri,“ segir Karl Steinar. „Búnaðurinn gerir alla vinnslu auðveldari og er um leið gagnagrunnur með endalausa uppsprettu af myndum sem auðvelt er að kalla fram. Fyrirtæki eins og Birtíngur verður að hafa greiðan aðgang að myndefni til að gefa viðkomandi umfjöllunarefni meiri trúverðugleika og líf. Það er t.d. ekki nóg að vera með góðar uppskriftir í Gestgjafanum, heldur verður að krydda textann með myndum af viðfangsefninu til að lesandann langi að prófa. Fotoware er því næst sjálfum blaðamanninum og ljósmyndaranum í öllu framleiðsluferlinu.“

Hverjir eru aðalkostir Fotoware? „Allir starfsmenn Birtings hafa aðgang að Fotoware og geta með einföldum hætti sett inn myndir og flutt myndir úr hugbúnaðinum yfir í myndvinnslu. Í hvert skipti sem myndum er bætt inn í kerfið fara þær í gagnabanka þaðan sem hægt verður að kalla þær upp síðar, jafnvel mörgum árum síðar ef þörf krefur. Það getur sparað kostnað við ljósmyndun til muna þegar hægt er að finna og nýta eldri myndir á auðveldan hátt, enda gríðarlegir fjársjóðir sem felast í myndasafni Birtíngs. Fotoware forðar þessum fjársjóðum frá glötun og gleymsku, þ.e.a.s. ef myndirnar eru vel merktar þegar þær eru settar inn.“

Nýtt starfsfólk hjá Þekkingu Kristján Pálmi Krossdal Gunnarsson Kristján er nýr starfsmaður á Ráðgjafa- og sérlausnasviði Þekkingar á Akureyri og starfar sem forritari. Kristján útskrifaðist með B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2011 og starfaði áður sem forritari hjá Friðriki Skúlasyni ehf.

Björn Þorkelsson Björn er nýr starfsmaður í þjónustuveri Þekkingar. Björn er kerfisfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hefur góða þekkingu á almennum rekstri útstöðva og notendaþjónustu. Hann er einnig nokkuð kræfur forritari.

Heiðar Ingi Eggertsson Heiðar Ingi hefur hafið störf á rekstrarsviði Þekkingar á Akureyri. Heiðar Ingi mun sinna almennum tæknistörfum, kassaþjónustu og þjónustu við tölvukerfi viðskiptavina Þekkingar.


„Áreiðanleiki þjónustunnar í heild er til

fyrirmyndar“

Ásprent Stíll ehf. var stofnað árið 2003 og þar starfa 40 manns. Fyrirtækið er staðsett á Akureyri og er stærsta prentþjónustu og útgáfufyrirtæki á landsbyggðinni en það rekur prentsmiðjuna Ásprent, auglýsingastofuna og skiltagerðina Stíl og stafrænu prentstofuna Stell auk þess að gefa út Dagskrána sem kemur út vikulega og er dreift inn á hvert heimili og fyrirtæki á Eyjafjarðarsvæðinu. Ómar Pétursson hjá Ásprent Stíl segir ákvörðun um að taka tilboði Þekkingar hafa verið hárrétta.

Hvers vegna valdi Ásprent Stíll þjónustu Þekkingar? „Síðastliðið haust buðum við út þjónustu á sviði hýsingar, tölvu- og símkerfamála til valinna fyrirtækja. Þekking bauð lægst auk þess að leggja málin upp með þeim hætti að við treystum þeim fullkomlega til að standa undir væntingum varðandi þjónustustig og áreiðanleika,“ segir Ómar. „Sú ákvörðun að færa þjónustuna til þeirra var hárrétt. Starfsmenn Þekkingar hafa lagt sig mjög fram um að kynnast fyrirtækinu okkar og setja sig inn í það sem skiptir okkur máli varðandi þeirra þjónustu. Þeir eru mjög fljótir að bregðast við þegar á þarf að halda og leysa öll mál fljótt og örugglega.

Áreiðanleiki þjónustunnar í heild er til fyrirmyndar.“ Hver er helsti ávinningur Ásprents Stíls af samstarfinu við Þekkingu? „Auk þess að hafa sparað okkur umtalsverða fjármuni með flutningi á þjónustu til þeirra liggur helsti ávinningurinn í nálægðinni við þá. Þeir eru aldrei lengra í burtu en eitt símtal eða einn tölvupóstur. Við höfum beinan aðgang að þeim tæknimönnum sem við þurfum á að halda, þeir svara fljótt og vel og eru fljótir að finna lausn á málunum. Á þessu er mikill munur frá fyrri þjónustuaðila okkar. Ég tel að helsti styrkur Þekkingar liggi í þessu.“


Fréttabréf Þekkingar Ritstjóri: Auðunn Stefánsson Umsjón: Guðrún Vaka Helgadóttir og Jón Kristinn Snæhólm Ljósmyndarar: Ernir Eyjólfsson, Heiða Helgadóttir, Kristinn Magnússon og Auðunn Níelsson

Hafnarstræti 93-95 600 Akureyri s: 460 3100

U r ð a r hva r f 6 2 0 3 K ó pav o g u r s: 4603100

Framleitt af Birtíngi ehf. fyrir Þekkingu Prentun: ásprent

www.thekking.is

thekking@thekking.is

Sýndarvæðing netþjóna: Sparnaður í vistun og rekstri tölvukerfa

Sýndarvæðing netþjóna fyrirtækja er sú lausn sem fyrirtæki bæði hérlendis og erlendis nota í auknum mæli enda um mikla hagræðingu í rekstri þeirra að ræða. Þekking býður viðskiptavinum sínum upp á bestu mögulegu lausnir þegar kemur að sýndarvæðingu netþjóna.

Sparnaður

Það kemur oftar en ekki fyrir að fyrirtæki offjárfesti í tölvubúnaði og haldi úti mannskap, plássi og eyði dýrmætum tíma í rekstur og viðhald óhentugra tölvukerfa. Almennt er það viðurkennt í alþjóðlegum upplýsingatæknifræðum að fyrirtæki noti um og yfir 65-70% af áætluðum rekstrarkostnaði við upplýsingatækni til þess að viðhalda þeim kerfum sem nýtast eiga í að spara vinnu, tíma og fjármagn. Einnig hefur það komið í ljós að að meðaltali eru einungis um 10-15% af getu kerfanna nýtt í daglegri notkun og því er fjárfesting, rekstur og tímaeyðsla fyrirtækjanna í engu samræmi við ætlaða framlegð þeirra. Það eru nokkrir sparnaðarþættir sem skipta mestu máli þegar um sparnað í rekstri tölvukerfa fyrirtækja er að ræða. Í stað þess að fyrirtækin séu með, eins og

áður sagði, mikinn tölvurekstur hjá sér eru öll gögn og tölvuupplýsingar geymdar í sýndarvélaumhverfi vistuðu hjá Þekkingu en ekki innan viðkomandi fyrirtækis í dýrum og óhentugum tölvukerfum og tölvurýmum. Sýndarvæðing netþjóna eins ákveðins fyrirtækis er í raun færsla áþreifanlegra tölvukerfa og miðlara til hýsingarfyrirtækis eins og Þekkingar sem rekur og á sýndarvélaumhverfið. Kostnaður við rekstur, viðhald, öryggisráðstafanir, „manntíma“ og pláss fellur að mestu niður enda hin áþreifanlegu kerfi, eða „járnið“ svokallaða, nánast úr sögunni. Venjulega getur það tekið frá fimm og allt upp í fimmtán daga fyrir fyrirtæki að koma netþjóni í rekstur frá því að ákvörðun liggur fyrir. Það þarf að panta búnað hjá birgja, sækja og setja upp í sal, setja upp stýrikerfi og einnig eru varahlutir oft lengi á leiðinni. Með sýndarvæddu umhverfi fer þessi tími niður í allt að 20 mínútur og því gífurlegt hagræði í sveigjanleika og viðbragði umhverfisins. Ef fyrirtæki er búið að sýndarvæða sína netþjóna er allt viðhald, breytingar og þjónusta einungis eitt símtal. Þess má til gamans má geta að Útgáfufélagið Birtíngur, sem annaðist vinnslu þessa fréttabréfs, fór úr u.þ.b. 20 „físískum“ netþjónum niður í 3 við það að sýndarvæða sitt umhverfi í kjölfar flutnings á tölvuþjónustu til Þekkingar. Öryggi

Öryggi mikilvægra tölvugagna og kerfa fyrirtækja er einn af grunnþáttum reksturs þeirra og því mikilvægt að kerfi þeirra séu aðskilin. Aðskilnaður tölvukerfa tryggir að ef eitt kerfi hrynur eða bilar hefur það ekki áhrif á önnur kerfi þannig að líkur á alvarlegum rekstrartruflunum í kjölfarið eru hverfandi. Mikill tími og kostnaður fer í að fyrirbyggja að svona neyðarástand

komi upp meðal fyrirtækja en þjónusta Þekkingar gengur út á að sýndarvélarnar og kerfin séu aðskilin og geti því ekki haft neikvæð áhrif hvert á annað ef eitthvað fer úrskeiðis. Þannig er hlutverkum skipt á milli sýndarvéla; t.d. er ein vél með póstkerfi, önnur með bókhaldskerfi og svo eru gagnagrunnar á þeirri þriðju. Umhverfi

Umhverfisþættir sýndarvæðingarinnar eru mjög mikilvægir. „Við búum við tiltölulega ódýra raforku miðað við þau lönd sem við berum okkur saman við en það er engu að síður staðreynd að rafmagnsnotkun fyrirtækja hvað varðar tölvukerfi fer niður um allt að 90% við sýndarvæðingu þeirra. Þetta er kallaður „grænn tölvurekstur“ eða „Green Computing“. Sparnaður við kælingu tölvukerfa gleymist oft í þessu enda tekur það jafnmikið rafmagn að kæla tölvur og halda þeim í gangi, þ.e. kílóvatt á móti kílóvatti. Við flutning úr hefðbundnum tölvurekstri yfir í sýndarvæðingu minnkar það pláss sem þarf mjög mikið. Algengt er að tölvubúnaður sem tekur einn tölvuskáp, u.þ.b. 220 cm á hæð, komist fyrir í u.þ.b. 50 cm plássi og því hægt að segja að þéttni umhverfis fjórfaldist að minnsta kosti við sýndarvæðingu. Sýndarvélbúnaður verður ekki úreldur og þarf því ekki að enduruppsetja vélar sökum gamals vélbúnaðar, þannig að langtímaáhrif sýndarvæðingarinnar á umhverfið eru augljós. Sérstaða Þekkingar

Þekking er þjónustufyrirtæki sem kappkostar að þjóna öllum fyrirtækjum óháð vörumerkjum og umboðum í heimi hug- og vélbúnaðar. Þekking er ekki í innflutningi og smásölu og fyrirtækið býður upp á þann búnað sem hentar okkar viðskiptavinum óháð byrgjum.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.