F R É TTA B R É F S E PT E M B E R 2 0 1 3
Í SARPINN SKAL SAGAN LÁTIN - SKRÁNING MENNINGARVERÐMÆTA MEÐ ÞVÍ BESTA Á VESTURLÖNDUM Á Íslandi er mikil sagnahefð og söfn landsins hafa þjónað því hlutverki að varðveita sögu landsins innan vébanda sinna, tryggt aðkomu fræðimanna og almennings að gögnum þeirra sem og skráningu.
G
uðný Gerður Gunnarsdóttir er borgarminjavörður, safnstjóri Árbæjarsafns og framkvæmdarstjóri rekstrarfélag Sarpsins, en það sér um rekstur Sarpsins. Guðný Gerður segir að samkvæmt safnalögum beri söfnum landsins að skrá allar minjar og muni, allt frá húsum til ljósmynda til að svara kalli um aukið aðgengi almennings að gögnum safnanna. Undanfarin ár hafa þau söfn og stofnanir, sem eru aðilar að Sarpi, skráð um eina milljón færslna í gagnasafnið sem varðveitt er á svonefndum innri vef. Til þess að tryggja framgang varðveislu gagna á rafrænu formi hefur
Þjóðminjasafnið og Þekking hf. unnið að þróun og hönnun nýs kerfis sem er Sarpur 3.0, en það er öflugt upplýsingakerfi byggt ofan á venslaðan gagnagrunn. Ákveðið þróunarstarf hefur átt sér stað undanfarin ár, þar sem aðilar hafa sameinast um að gera kerfið sem best og notendavænt fyrir almenning. Þekking hefur smíðað nýtt umhverfi fyrir Sarpinn og þróað svokallaðan ytri vef, en sá vefur mun veita almenningi aðgang að þjóðminjum. Sarpur 3.0 samanstendur af tveimur vefjum, innri og ytri vef. Gerð innri vefsins lauk formlega 25. október 2012 og er hann annars vegar opinn gagnaeigendum sem ýmist eru með skráningarréttindi að eigin aðfangaskrám eða lesaðgang að eigin gögnum og annarra.
Ytri vefurinn var opnaður almenningi 13. maí 2013 á vefslóðinni sarpur.is. Vert er að geta þess að vegna höfundarréttarlaga og laga um persónuvernd er ekki hægt að birta öll gögn á ytri vefnum nema að rétthafi hafi veitt til þess leyfi. Það á t.d. við um andlitsmyndir af lifandi fólki. „Allur safnageirinn mun græða á þessu,“ segir Guðný Gerður. „Þessi vinna mun hvetja önnur söfn til þess að taka skráningu sína til endurskoðunar og uppfæra hana svo að hinn ytri miðlægi vefur þjóni notendum sínum sem best. Skráning menningarverðmæta verður með því besta sem við þekkjum í heiminum og í raun verður það þannig að allt það sem við teljum til menningarlegrar arfleiðrar verður aðgengilegt í gegnum miðlægan gagnagrunn, Sarpinn, þ.á m. landskerfi bókasafna í gegnum leitir.is.“ Guðný segir enn fremur að notendur verði með um 30 til 40 söfn og fyrirtæki sem starfa á þessu sviði og að nær megi að telja að 6 til 10 milljón færslunúmer muni að endingu verða almenningi aðgengileg.