Síðustu dagar Sæunnar
![](https://assets.isu.pub/document-structure/221125091816-8e9f310df6cfb148b527c94eba5c0ecb/v1/aedc4072d7ff3b5e94ae28c4436153c7.jpeg)
Leikarar: Guðrún S. Gísladóttir Jóhann Sigurðarson Snorri Engilbertsson
Höfundur: Matthías Tryggvi Haraldsson
Leikstjórn: Una Þorleifsdóttir Leikmynd, búningar og myndbönd: Elín Hansdóttir
Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson
Lýsing: Pálmi Jónsson
Hljóðmynd: Þorbjörn Steingrímsson Myndvinnsla: Elmar Þórarinsson
Leikgervi: Elín S. Gísladóttir
Síðustu dagar Sæunnar er 705. frumsýning Leikfélags Reykjavíkur
Frumsýning 28. október 2022 á
Litla sviði Borgarleikhússins Sýningartími er ein og hálf klukkustund Ljósmyndir eru teknar á æfingum og eru því ekki endanleg heimild um sýninguna
Sýningarstjórn: Þórey Selma Sverrisdóttir
Aðstoð við sviðshreyfingar: Sveinbjörg Þórhallsdóttir
Tæknikeyrsla: Elías Geir Óskarsson Óskar Gíslason
Sérstakar þakkir: Arna Dögg Einarsdóttir Bergur Þór Ingólfsson Droplaugarstaðir
Leikskrá
Ritstjórn: Halla Björg Randversdóttir og Maríanna Clara Lúthersdóttir Útgefandi: Leikfélag Reykjavíkur Leikhússtjóri: Brynhildur Guðjónsdóttir Ljósmyndun: Grímur Bjarnason Útlit og umbrot: Brandenburg
þegar ég er búin að raða myndunum. Þá bara rugla ég þeim. Og svona finn upp betra kerfi. Til að raða þeim.“
„Svo
„Ég er ekki dáin, ég er ekki verkefni.“
„Hefurðu smakkað svartan morgunverð? Það er sko kaffi, viskí, vindill. Svartur morgunverður.“
Samstarf leikskáldsins Matthíasar Tryggva Haraldssonar og leikstjórans Unu Þorleifsdóttur hófst fyrr en margan grunar. Þau sátu fyrir svörum um samstarfið, þróun verksins, lífið, listina og auðvitað dauðann.
Matti, hvaðan kom hugmyndin að þessu verki og hvernig þróaðist hún?
Matti: Fyrst kom náttúrulega hugmyndin að öðru verki sem hét Griðastaður og var uppspretta mjög frjós tímabils í Listaháskólanum og síðan fullklárað með sýningu í Tjarnarbíó. Þar fór ég svona að þreifa á þemum og tóni sem mér finnst ætla að verða mitt aðalsmerki sem höfundur, þó að framtíðin sé auðvitað óskrifað blað.
Það er skemmtilega stórt stökk frá ungum manni í tilvistarkreppu sem var fjallað um í Griðastað yfir í dauðvona móður hans inni á hjúkrunarheimili.
Matti: Já! Ungi maðurinn missir mömmu sína en í þessu tilfelli er það móðirin sem við heimsækjum og talar til okkar. Ég á ömmu. Það er hugmyndalind út af fyrir sig. Ég tók viðtöl við gerð leikritsins sem urðu reyndar allt annar handleggur og var útvarpað á Rás 1 undir formerkjunum Allir deyja [útvarpsþáttaröð]. Dauðinn er náttúrulega … oh, það er svo plebbalegt að segja að dauðinn sé sammannlegur. Dauðinn … það er skyldumæting til hans. Þannig að það er eins gott að kyngja þeim bita.
Una: En myndirðu ekki segja að verkið væri rannsókn á dauðanum? Eða hvað er það sem kveikir hugmyndina að því?
Matti: Úff … Þetta eru mjög góðar spurningar.
Una: Það má líka bara segja „Ég veit það ekki!“
Matti: (Hlær dátt) Ég hef ekki hugmynd um hvers vegna ég skrifa það sem ég skrifa og Una er miklu betur til þess fallin að segja okkur um hvað verkið raunverulega er.
Kannski smitaðist þú bara þegar þið Eva Rún voruð saman uppi á skrifstofu sem leikskáld Borgarleikhússins og hún var líka að skrifa verk um dauðann, þótt það sé með allt öðrum formerkjum og á allt öðrum forsendum.
Matti: Vissulega. Einhvers konar smit átti sér stað á milli okkar Evu, hvort það voru covid smit eða hugmyndasmit skal ég ekki segja. En vissulega var þessi mamma búin að deyja í öðru verki áður en að covid kom. Þannig að það var búið að planta hugmyndinni um dauðann.
Una: Kannski líka hugmyndinni um samband móður og sonar?
Matti: Já, mamma gerir grín að mér og segir: „Hérna er hann sonur minn sem drepur alltaf mömmuna í öllum leikritum sem hann skrifar.“
Þannig að kannski veit hún hvaðan þessi hugmynd kemur.
Þannig að við ættum kannski að taka viðtal við mömmu þína?
Matti: Já, það væri sterkur leikur.
En hvað var það við verkið sem kveikti í þér Una?
Una: Mér finnst þetta mjög áhugaverður texti og mjög skemmtilegur, það er leikur með tungumálið og ímyndunaraflið sem mér finnst mjög skemmtilegt. En svo líka þessi hugmynd um dauðann eða sáttina – núið jafnvel – sem mér finnst líka mjög áhugaverð, hvernig maður er aldrei í núinu en þráir það endalaust. Og þessi löngun eða endalausa tilraun til að fylla upp í tómið með alls konar hlutum sem eru í raun tilgangslausir eða gefa hlutum merkingu sem hafa í sjálfu sér enga merkingu.
Halla„Dauðinn
Hvernig við búum til merkingu. Svo finnst mér líka ákveðið element –stjórnsemi – vera mjög áhugavert. Það er held ég fátt sem lýsir meiri stjórnsemi en að reyna að stjórna eigin dauða – sem að maður getur náttúrulega ekki. En að reyna að stjórna honum finnst mér áhugavert. Þannig að það er kannski það sem mér fannst áhugavert þegar ég las það fyrst. Þessi þemu og element. Húmorinn líka. En þetta er líka áskorun – út af viðfangsefni verksins og út af þeim veikindum sem persónurnar glíma við þá er þetta líka mikil áskorun, bæði fyrir mig og leikarana – og það er líka áhugavert – bara svona í vinnunni.
Þetta með að vera í núinu er eitthvað sem öðlast meiri dýpt þegar persónurnar eru að tapa minninu og eru alltaf upp á nýtt í núinu. Muna bara augnablikið.
Una: Einmitt. Svo er það hvað við skilgreinum sem núið – það er náttúrulega önnur umræða og núvitund bara mjög pólitískt fyrirbæri. En það sem hún tekur upp úr sambandi við samfélagið og þá strauma og hluti sem eru að gerast í samfélaginu – þessi eilífa löngun okkar til að upplifa hamingjuna í núinu. En það er önnur umræða.
Matti: Ég man miklu skýrar hvað mér finnst leikritið vera um þegar ég hlusta á Unu tala. Það var einn punktur sem ég var búin að hugsa mér að segja í svona viðtali og það var að líf manns er ekki rökrétt narratíva og heiðarlegur leiktexti hlýtur að endurspegla það. Líf manns er bara það sem maður man, einmitt í núinu, sitjandi á einhverju elliheimili.
Una: Já, og sögurnar sem maður segir sjálfum sér -
Matti: - af því og upp úr því! Og stóra spurningin hlýtur að vera hvort það kalli fram sátt eða sekt – og þú ert sjálf dómarinn þar.
Það er kannski líka það erfiða við þetta – að vera sjálfur dómarinn? Það er enginn annar sem kemur og dæmir fyrir mann.
Una: En kannski er sáttin eins og hamingjan? Er maður einhvern tímann raunverulega sáttur? Eða í hverju felst þá sáttin? Felst hún ekki bara í því að segja „Ég er ekki hamingjusamur“? Og að það er bara allt í lagi!
Hvernig hefur samvinnan verið?
Matti: Samvinnan hófst þegar ég sótti um nám í Listaháskólanum árið 2015. Þá sat Una fyrir nefnd um það hvort ég ætti að fá að sækja nám.
Una: Já, var ég formaður nefndarinnar? Talaði ég við þig?
Matti: Já!
Una: Já, ég hef verið formaður (þau hlæja bæði)
Matti: Og svo hélt það áfram þegar Una kenndi kúrsinn „Leikstjórn“. Það er mjög sniðugt að vita hvað leikstjóri gerir ef maður ætlar að skrifa leikrit. (Una kinkar kolli) Enn og aftur heldur það áfram þegar ég gerist svo brattur að senda Unu handrit. Og mér finnst núna mjög skemmtilegt að hún sé að meðhöndla þennan texta og á þessum forsendum. Ekki mikið meira um það að segja. Hún bara eiginlega ræður. Ég er ekkert mikið að skipta mér af. Ég segi alveg eitthvað en ég líka bara treysti ferlinu. Og ég ætla ekki að þykjast hafa of mikil áhrif á það. En kannski er það líka samstarf út af fyrir sig?
Já, þá vinnur þú með henni en ekki gegn henni eins og þú gætir gert. Það gerist og þá fer mikil orka hjá leikstjóranum í að verja af hverju hún tekur þær ákvarðanir sem hún tekur.
Una: Stundum snýst þetta kannski ekki um traust. Þetta er náttúrulega alltaf snúið – líka fyrir leikstjórann. Því þetta eru í raun tvö ólík ferli – fyrst er hlutverk mitt að vera styðjandi við hugmyndir Matthíasar og ég tala inn í þær –það sem hann er að skrifa en svo breytist það því leikritið er listaverk í sjálfu sér og þjónar sínum lögmálum. En svo eru bara hlutir sem að gerast þegar þú kemur inn á svið – inn í rými, þar eru leikarar og þá breytast hlutir og það er í rauninni í sjálfu sér annað verk en verk Matthíasar og þá breytist svolítið mitt hlutverk. Þá þjóna ég sviðinu en ekki leikritinu fyrst og fremst. En það er líka töluvert annað þegar maður er að vinna með verk sem hefur verið sýnt oft áður og fólk þekkir. Þá getur maður gert það sem maður vill – ráðist meira á það – ef hægt er að tala um það þannig. En þegar um frumflutning er að ræða þá finnst mér að það sé hlutverk mitt sem leikstjóra að koma höfundarverki leikskáldsins til skila – eins nálægt því og hann ímyndaði sér – en samt þjóna líka sýningunni og listrænni sýn minni.
Ef þetta væri Shakespeare verk þá myndir þú bara hugsa: „Hvaða sögu vil ég segja?“
Una: Já, hvaða sögu vil ég segja – hvað er það sem mér finnst áhugavert – hvað vil ég draga fram. Það gilda önnur lögmál um það þegar verið er að vinna með ný verk.
Matti: Já, þetta er til dæmis allt eitthvað sem
ég hef heyrt Unu segja áður uppi í Listaháskóla og get þess vegna andað með nefinu.
Una: Stundum þegar sýningar eru ræddar skortir skilning á því að þetta er annar miðill – að texti á blaði hefur í sjálfu sér ekkert með leikhús að gera. Af því að leikhús fæðist ekki fyrr en textinn er kominn fram á varir leikarans, það er þá sem verður til það sem við getum kallað sviðsetningu og hún þjónar bara allt öðrum lögmálum.
Matti: Mér finnst líka áhugavert þetta sem Una nefndi – „Hvað höfundur sér fyrir sér“ Ég held að höfundur viti sjaldnast hvað hann sjái fyrir sér og ef það eru einhverjir svipir sem hann þykist sjá þá eru þeir eingöngu verkfæri til þess að halda áfram að skrifa – ekki leiðarvísir að sýningu. Og maður hlýtur að vera meðvitaður um þetta ef maður ætlar að skrifa leiktexta. Það þýðir á einhvern hátt að búa yfir skilningi á því ferli sem tekur við – hvað það getur verið margbreytilegt.
Una: Já, því svo getur verið að ef það hefði verið annar leikstjóri – og aðrir leikarar þá hefði kannski verið meira „þetta gengur ekki – þú verður að færa þetta til!“ Því það eru svo margir X-factorar.
Matti: Það er voða gaman að sjá alls konar fyrir sér – en það er ekki verkfræðiteikning af húsinu sem er verið að byggja.
Una: Nei, ekki einu sinni það sem ég sé fyrir mér. Því ég líka sé alls konar fyrir mér við lestur – eða fyrsta lestur – þá koma alls konar tilfinningar eða hugmyndir en svo orðar maður þær og fólk gerir eitthvað og það er mjög sjaldan sem það er nákvæmlega það sem maður sá fyrir sér. En það inniber – og það er kannski það sem ég meina með því sem
þú sem leikskáld sérð fyrir þér Matthías – að það inniber einhverja tilfinningu – einhverja stemningu sem liggur eins og rauður þráður í gegnum þetta allt. Það er stemning sem hann er að vinna með og það er stemning sem ég er að vinna með og það er samskonar tilfinning eða flötur á einhverju sem birtist svo vonandi áhorfendum – sem þeir skynja. Það er í rauninni það eina sem við getum unnið með – að ég er að reyna að eima –
Matti: Anda verksins!
Una: Andann!
Matti: Hver er andi þessa verks – það er einhver sameiginlegur skilningur.
Una: Já, að við séum sammála um það –hvar erum við? Við erum til dæmis mjög mikið í hjartanu í þessari sýningu – við erum ekki mikið í hausnum – þetta er ekki hugmyndafræðilegt verk. Ég meina það ekki illa – ég meina – þetta er ekki um hugmyndafræði – þetta er um fólk – þetta er í hjartanu.
Matti: Já.
Una: Þú vilt ekki tala við hausinn á áhorfendum – þú vilt tala við hjarta þeirra.
Í raun er hægt að segja að við vitum bara fimm atriði um lífið. Þau atriði hafa búddistar verið svo hugguleg að setja fram í hinar svokölluðu áminningarnar fimm: *Við erum öll þeirrar náttúru að eldast, ekkert fær því breytt að við munum öll eldast á meðan við erum á lífi. *Við erum öll þeirrar náttúru að veikjast og þjást. Það er engin undankomuleið frá því. *Við erum öll þeirrar náttúru að við munum deyja. Dauðinn er óumflýjanlegur. *Allt og öll þau sem við elskum munu breytast. Aðskilnaður er óumflýjanlegur. *Gjörðir okkar eru það eina sem við skiljum eftir okkur. Við flýjum ekki gjörðir okkar og afleiðingar þeirra. Einu sinni fór ég til fólks á elliheimili með upptökutæki og bað það um að segja með aldraðri röddu sinni: Innan í mér er myrkur. Mörg vildu taka þátt og það var tilkomumikið. Fallegt og óhugnanlegt. Eins og lífið sjálft. Það sem vakti fyrir mér var í grófum dráttum þetta að þegar við opnum munninn sjá aðrir myrkur. Þetta var á svona sómatísku leveli sem sagt. Ég gleymi ekki því að ein kona brást illa við, reiddist, fannst þetta vera fáránlegt, vildi ekki setja það fram að innan í henni væri myrkur. Líklega hefur þetta snert viðkvæman streng hjá henni. Enda efnið í raun kannski ekkert til þess að grínast með. Ég var að ýja að dauðanum án þess að orða það beint. Og það er bara ekki þannig sem á að gera hlutina.
Þetta haust var ég mikið að vinna verk um dauðann, lesa mér til um hann og ræða hann opinskátt við kollega mína. Amma mín var þarna 95 ára og sagði reglulega: „Ég vona
að þetta verði mín síðustu jól“. Þá spratt ég upp og sagði: „Nei elsku amma mín, hvaða. Ég vona ekki, þú átt nóg eftir“. Lokaði hlerum fyrir allar brýr að samtali um dauðann. Gat það ekki og gat heldur ekki séð hversu lítilsvirðandi það var. Hversu margir á elliheimilum deyja án innihaldsríks samtals um dauðann við sína nánustu? Vegna þessa hlera sem við setjum upp til að vernda eigið tilfinningalíf og í góðri en hugsunarlausri trú um að við séum að vernda hina líka.
Til að toppa þetta mótsagnarkennda haust sótti ég um ásamt kollegum mínum að vera með sviðslistanámskeið um dauðann fyrir eldri borgara. Eftir mikinn áhuga hjá skipuleggjendum félagsstarfsins fyrir umsókn frá okkur heyrðum við aldrei til baka þegar umsóknin var send. Efnið afhjúpað. Það var ekki áhugi fyrir þessu. Kannski fannst þeim við vera á hálum ís. Á ekki bara að tala um eitthvað skemmtilegt við fólk á grafarbakkanum? Eins og við mundum bara sleppa því að ræða húsið sem við erum að fara að flytja í eða ferðalagið sem við erum að fara að leggja af stað í? Undarlegt. En það var kannski fyrir bestu, kannski hefði einungis einn eldri borgari mætt, amma mín. Þá hefði ég setið í eigin súpu.
Takk fyrir þetta verk. Takk fyrir upptökurnar Sæunn. Tölum um dauðann, veikindin, allt sem við munum missa, hvernig við munum eldast, breytast, hverfa. Aðskilnað okkar. Það er sterkt að þora því og það tengir okkur saman.
Athöfnin:
Ég er í þjóðkirkjunni og vil að útför mín fari fram í
Ég er í fríkirkju og vil að útför mín fari fram í
Ég óska eftir að sr. , annist útför mína
Ég óska eftir borgaralegri útför
Ég óska eftir því að minningarstund verði haldin í
Nánar um framkvæmdina
Ég læt fjölskyldu mína um að ákveða þessa þætti
Jarðarför eða bálför?
Ég vil að líkamsleifar mínar verði jarðsettar í kirkjugarði
Ég vil að líkamsleifar mínar verði brenndar og jarðsettar í
Ég læt fjölskyldu mína um að ákveða þessa þætti
Aðrir þættir sem skipta mig máli: Hvít kista Viðarkista Duftker
Kistuskreyting: Blóm, tegund og litir Íslenski fáninn
Klæðnaður: Eigin fatnaður Líkklæði
Líkmenn:
Sálmar og önnur tónlist: Tónlistarfólk: Organisti Einsöngur Kór Önnur atriði sem skipta mig máli:
Guðrún S. Gísladóttir
útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið
1977. Hún á að baki ótal hlutverk á sviði en hún hefur starfað hjá flestum leikhúsum landsins sem og komið fram í kvikmyndum og sjónvarpi. Af nýlegum verkefnum hennar má nefna Framúrskarandi vinkonu í Þjóðleikhúsinu og Mávinn í Borgarleikhúsinu. Guðrún hefur margoft verið tilnefnd til Grímunnar og hlaut verðlaunin fyrir Mýrarljós. Þá hefur hún fengið Menningarverðlaun DV og Stefaníustjakann árið 2012.
lauk prófi frá Leiklistarskóla Íslands árið 1981 og stundaði söng og tónlistarnám í Nýja Tónlistarskólanum. Jóhann hefur leikið jöfnum höndum hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Þjóðleikhúsinu, auk þess að hafa tekið að sér fjöldamörg hlutverk í kvikmyndum og sjónvarpi. Af nýlegum verkum í Borgarleikhúsinu má nefna: Vanja frænda, Sölumaður deyr og Emil í Kattholti. Hann hefur fengið ófáar tilnefningar til Grímverðlauna og hlaut Stefaníustjakann árið 2013.
Snorri Engilbertsson útskrifaðist frá LHÍ vorið 2012. Hann hefur einnig stundað nám í samkvæmisdönsum og frekara leiklistarnám í París. Snorri hefur lengst af starfað hjá Þjóðleikhúsinu og lék þar síðast í Framúrskarandi vinkonu. Hann á einnig að baki farsælan feril í kvikmyndum og sjónvarpi. Snorri var tilnefndur til Grímuverðlauna fyrir leik sinn í Hafinu og Framúrskarandi vinkonu. Þetta er í fyrsta sinn sem Snorri leikur í Borgarleikhúsinu.
útskrifaðist með BA gráðu í sviðslistum frá Listaháskóla Íslands árið 2018. Hann hefur skrifað og leikstýrt eigin verkum og hefur þar að auki komið að ýmsum sýningum. Þá kom hann fram fyrir Íslands hönd í Eurovision ásamt hljómsveitinni Hatara. Hann var leikskáld Borgarleikhússins leikárin 2020-2022. Meðal verka hans má nefna Griðastað, Stóra Björn og kakkalakkana og Vloggið. Hann hlaut Grímuverðlaun sem Sproti ársins árið 2019 og var tilnefndur fyrir leikrit ársins það sama ár.
Una Þorleifsdóttir útskrifaðist frá Royal Holloway University of London árið 2004 með meistaragráðu í leikstjórn. Hún hefur unnið sem dósent á Sviðslistabraut Listaháskóla Íslands. Af nýlegum verkum sem hún hefur leikstýrt í Borgarleikhúsinu má nefna Dúkkuheimili annar hluti og Þétting hryggðar. Hún hefur oft verið tilnefnd til Grímuverðlaunanna og hlotið Grímuna nokkrum sinnum.
Elín Hansdóttir útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2003 og magistergráðu frá KHB-Weissensee í Berlín árið 2007. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga bæði hérlendis sem og á erlendum vettvangi. Hún hefur hannað leikmyndir fyrir Þjóðleikhúsið en einnig fyrir Burgtheater í Vín. Elín hlaut Bjartsýnisverðlaunin árið 2017 og árið 2021 hlaut hún Grímuverðlaun fyrir leikmynd sína við Vertu úlfur í Þjóðleikhúsinu.
Þorbjörn Steingrímsson lauk hljóðtækninámi á vegum Tækniskólans og Stúdíó Sýrlands árið 2016. Hann hóf að starfa sem hljóðmaður í Borgarleikhúsinu 2017 og var fastráðinn við hljóðdeild leikhússins árið 2019. Meðal nýlegra sýninga sem Þorbjörn hefur unnið að eru Ein komst undan, Njála á hundavaði og Á eigin vegum.
Gísli Galdur Þorgeirsson er tónskáld, tónlistarmaður og hljóðhönnuður. Hann útskrifaðist frá Rytmisk Musikkonservatorium í Danmörku með BA gráðu í hljóðtækni árið 2015 en stundaði einnig nám í slagverksleik og raftónlist. Hann hefur samið tónlist við fjölmargar kvikmyndir og sjónvarpsþætti en líka verið afkastamikið leikhústónskáld. Meðal nýlegra verka má nefna Atómstöðina og Sjö ævintýri um skömm í Þjóðleikhúsinu. Hann hefur verið tilnefndur til Eddunnar og Grímunnar og hlaut þá síðarnefndu fyrir Humanimal árið 2009. Pálmi Jónsson er fastráðinn ljósa- og myndbandshönnuður hjá Borgarleikhúsinu sem starfað hefur víða síðustu ár bæði sem sjálfstætt starfandi hönnuður og fyrir hinar ýmsu lista- og menningarstofnanir. Þá hefur hann gert myndbönd fyrir listamenn á borð við Valdimar og Reykjavíkurdætur. Af nýlegum verkefnum hans í Borgarleikhúsinu má nefna Emil í Kattholti, Ég hleyp og Á eigin vegum.
Elmar Þórarinsson hefur starfað sem leikhústæknir hjá Leikfélagi Reykjavíkur síðan 2008. Ásamt því að vinna sem ljósamaður við sýningar sér Elmar um myndbandsupptökur og heimildagerð á sýningum Borgarleikhússins. Elmar hannaði myndbönd fyrir uppfærslur leikhússins á Helgi Þór rofnar, Emil í Kattholti og Fyrrverandi svo dæmi séu nefnd, en hann var tilnefndur til Grímuverðlaunanna fyrir þá fyrstnefndu.
Elín S. Gísladóttir útskrifaðist úr textíldeild MHÍ árið 1990. Hún hefur starfað við leikgervadeild Borgarleikhússins frá árinu 2005 og haustið 2018 tók hún við sem deildarstjóri leikgervadeildar. Elín hefur starfað við fjöldann allan af sýningum eins og Níu líf, Emil í Kattholti og Fyrrverandi svo nýleg dæmi séu nefnd. Elín sinnir einnig listsköpun undir eigin nafni.
„Ég er ennþá að hugsa þetta með duftker eða kistu. Hvort sé betra. Það er smá verðmunur.“
Starfsfólk Borgarleikhússins
Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri
Kristín Ögmundsdóttir, framkvæmdastjóri
Magnús Þór Þorbergsson, leiklistarráðunautur
Maríanna Clara Lúthersdóttir, listrænn ráðunautur
Kári Gíslason, skipulagsstjóri
Halla Björg Randversdóttir, fræðslustýra
Hlynur Páll Pálsson, samskiptastjóri
Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri
Alexía Björg Jóhannesdóttir, kynningarstjóri
Katrín Gústavsdóttir, fjármálastjóri
Helga Pálmadóttir, aðalbókari og launafulltrúi
Emelía Antonsdóttir Crivello, skólastjóri
Leikarar
Árni Þór Lárusson
Ásthildur Úa Sigurðardóttir
Bergur Þór Ingólfsson
Birgitta Birgisdóttir
Björn Stefánsson
Elín Hall
Eiríkur Stephensen
Esther Talía Casey
Gísli Örn Garðarsson
Guðrún S. Gísladóttir
Halldór Gylfason
Halldóra Geirharðsdóttir
Haraldur Ari Stefánsson
Hilmir Snær Guðnason
Hjörleifur Hjartarson
Hjörtur Jóhann Jónsson
Jóhann Sigurðarson
Jörundur Ragnarsson
Katla Margrét Þorgeirsdóttir
Katrín Mist Haraldsdóttir
Rakel Björk Björnsdóttir (í leyfi)
Rakel Ýr Stefánsdóttir
Sigrún Edda Björnsdóttir
Sigurður Þór Óskarsson
Snorri Engilbertsson
Sólveig Arnarsdóttir
Sólveig Guðmundsdóttir
Sölvi Dýrfjörð
Vala Kristín Eiríksdóttir
Valur Freyr Einarsson
Vilhelm Neto
Þorsteinn Bachmann
Þórunn Arna Kristjánsdóttir
Anna Pála Kristjánsdóttir, sýningarstjóri Stóra svið
Christopher Astridge, sýningarstjóri Nýja svið
Halla Káradóttir, sýningarstjóri Stóra svið
Þórey Selma Sverrisdóttir, sýningarstjóri Litla svið
Leiksvið
Kjartan Þórisson, deildarstjóri
Alex James Guðjónsson, sviðsmaður Bergur Kelti Ólafsson, sviðsmaður Gunnar Bersi Björnsson, sviðsmaður
Ljósadeild
Steinar Snæbjörnsson, deildarstjóri Elmar Þórarinsson, myndbandshönnun Gunnar Hildimar Halldórsson, ljósamaður Hallur Ingi Pétursson, ljósamaður Pálmi Jónsson, ljósahönnuður
Hljóðdeild
Garðar Borgþórsson, deildarstjóri (í leyfi) Jón Örn Eiríksson, hljóðmaður Þorbjörn Steingrímsson, hljóðmaður
Búningadeild
Stefanía Adolfsdóttir, deildarstjóri Ingunn Lára Brynjólfsdóttir, búningagerð Maggý Dögg Emilsdóttir, búningagerð Vilborg Lilja Bragadóttir, umsjón búninga
Leikgervadeild
Elín S. Gísladóttir, deildarstjóri Guðbjörg Ívarsdóttir, hárgreiðsla
Leikmunadeild
Móeiður Helgadóttir, deildarstjóri Fanney Sizemore, leikmunavörður Högni Sigurþórsson, leikmunavörður Sólrún María Jóhannsdóttir, leikmunavörður
Leikmyndadeild
Viðar Jónsson, deildarstjóri Finnur Guðmundsson Olguson, smiður (í leyfi) Franz Valgarðsson, smiður Halldór Sturluson, smiður Helgi Þórsson, smiður Reynir Þorsteinsson, smiður
Miðasala og veitingadeild
Erna Þorkelsdóttir, miðasölustjóri Anna Jónína Valgeirsdóttir, veitingastjóri Davíð Edward Anderson, vaktstjóri Elísabet Alla Rúnarsdóttir, vaktstjóri Monika Melkorka Arnarsdóttir, vaktstjóri
Rosalie Rut Sigrúnardóttir, vaktstjóri
Guðrún Ásgerður Sölvadóttir, þjónustufulltrúi
Magdalena Sif Lýðsdóttir, þjónustufulltrúi
María Kristmanns, þjónustufulltrúi
María Lapas, þjónustufulltrúi
Thelma Þormarsdóttir, þjónustufulltrúi
Theodóra Guðnadóttir, þjónustufulltrúi
Mötuneyti
Aðalbjörn Jóelsson, yfirmatreiðslumaður
Roberto Biraghi, aðstoðarmaður
Ræsting
Andreea Udrea, ræstitæknir
Grazyna Sapok, ræstitæknir
Ingibjörg Magnúsdóttir, ræstitæknir
Móttaka
Ágústa Magnúsdóttir, móttökuritari
Helga Jóna Óðinsdóttir, móttökuritari
Umsjón húss
Ögmundur Þór Jóhannesson
Stjórn
Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður Ingibjörg E. Guðmundsdóttir, varaformaður Védís Hervör Árnadóttir, ritari
Hilmar Oddsson, meðstjórnandi
Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, meðstjórnandi Sigríður Hagalín Björnsdóttir, varamaður Þorsteinn S. Ásmundsson, varamaður
Borgarleikhúsið
Listabraut 3, 103 Reykjavík
Miðasala: 568-8000, skrifstofa: 568-5500
Netfang: borgarleikhus@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is
Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús. Jafnframt er stuðningur nokkurra öflugustu fyrirtækja landsins ómetanlegur. Fyrir þetta erum við afar þakklát.