Borgarleikhúsblaðið 2020-2021

Page 1


Komdu í áskrift að töfrum Tryggðu þér bestu sætin á besta verðinu Nánar á borgarleikhus.is Miðasala í síma 568 8000

Allir korthafar:

15

%

afsláttur hjá Hreyfli til og frá leikhúsi gegn því að sýna kortið


Lúxuskort: 8+ sýningar

40 % 30 % 30 % 50

Kaupa kort

% 15% afsláttur af miðum

afsláttur af veitingum

Leikhúskort: 4–7 sýningar afsláttur af miðum

Ertu á leið í menninga r ferð til Reykjav íkur ?

10%

Kaupa kort

afsláttur af veitingum

Barnakort: 3–4 barnasýningar afsláttur af miðum

!

Kaupa kort

Gosi Fuglabjargið Jólaflækja Stúlkan sem stöðvaði heiminn

Ungmennakort: 4 sýningar afsláttur af miðum

Þú getur n otað Ferðagjöfin a hjá okkur

Kaupa kort

25 ára og yngri 1.000 kr. afsláttur af miðum keyptum á sýningardegi

Framhaldskort: Frá síðasta leikári

1

Átt þú sýningar frá síðasta leikári?

Við viljum koma til móts við þá korthafa sem ekki komust á leiksýningar á síðasta leikári sem var aflýst vegna COVID-19 faraldursins. Með Framhaldskorti getur þú einfaldlega fært þær sýningar sem þú átt inni yfir á næsta leikár. Ef þú átt til dæmis inni 2 sýningar frá síðasta leikári þarft þú aðeins að kaupa 2 sýningar til viðbótar til þess að fá Leikhúskort og 30% afslátt af miðaverði auk annarra fríðinda sem fylgja Leikhúskortinu.


ER ÉG MAMMA MÍN?

ROCKY!

SEX Í SVEIT

Umbúðalaust

ROCKY!

Kvöldstund með listamanni

Í ljósi aðstæðna vegna COVID-19 bendum við á að sýningar geta færst til innan leikársins og jafn­vel fallið niður. Allir miðar verða þó tryggðir og munu leik­hús­gestir okkar fá nýja miða ef til þess kemur.

Milda hjartað Jónas Sig

Ertu hér?


9líf Bubbi Morthens Söngleikur

Útlendingurinn Morðgáta

Sölumaður deyr

ORL ANDÓ

M O O R 4.1

Oleanna

Kvöldstund með listamanni

L I VE

GOSI

Stúlkan sem stöðvaði heiminn

Ævintýri spýtustráks

Í ljósi sögunnar

Umbúðalaust

Vera Illugadóttir

Kartöflur

ÉG HLEYP

K O K

Leikhúsið

10 fingur

Óperudagar í Reykjavík 2020

Kvöldstund með listamanni

Fílalag Bergur Ebbi & Snorri Helgason


Kæri leikhúsgestur Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri

Við hefjum nýtt leikár eftir undarlega tíma, krefjandi tíma en jafnframt upp­ lýsandi tíma. Það var lærdómsríkt að lifa allt í einu með vágesti: veiru sem öllu breytti og meðal annars klippti á líflínu leikhússins. Eitt sem lokun leik­hússins kenndi okkur var að andleg næring er nauðsyn og leikhúsið sannaði enn og aftur mikilvægi sitt, mátt og tilgang. Það er því með von í brjósti og fiðring í maga sem ég rita þessi orð — ég hlakka svo til að fylla húsið af lífi á ný. Ég vona að veturinn verði gjöfull og gleðjandi, að við megum njóta samveru og sagna sem eru á dagskrá litríks leikárs Borgarleikhússins. Ég vona að við fáum að gleyma stað og stund, ferðast vítt og breitt, skella upp úr og jafnvel fella tár — yfir fegurð, angurværð, yfir einhverju sem ekkert nafn þarf að hafa en sem hreyfði við. Ég vona að við megum ferðast saman leikárið 2020–2021 og að leikhúsið geri fyrir þig það sem þú gerir fyrir okkur með því að vera gestur Borgarleikhússins. Við erum með 9 líf og þeim ætlum við öllum að lifa til fulls. Oleanna opnar augu okkar fyrir staðli sem stenst ekki skoðun. Við ætlum, á einu bretti, í allar Veislur sem veiran hamlaði, borða heita brauðrétti og hlæja okkur máttlaus. Við leyfum Kristjáni Ingimars að snúa okkur á hvolf í ROOM 4.1 LIVE. Við upplifum örvæntingu sölumannsins sem finnur sig óþarfan í breyttri heimsmynd í klassísku verki Arthur Miller Sölumaður deyr á meðan Lóa tekur lagið á Nýja sviðinu. Í undraverðum óði til listarinnar, náttúrunnar og ástarinnar fáum við svo að ferðast með Orlandó í gegnum nokkur hundruð ár og uppgötva hversu langt á undan sinni samtíð Virginía Woolf var þegar hún kjarnaði í persónunni sem breytist úr ungum manni í fullorðna konu að það ber engum skylda til að skilgreina sig, það skiptir engu máli hvað við erum, aðeins hver við erum. Á Litla sviðinu leysir Friðgeir morðgátu í Útlendingnum, Gísli Örn Hleypur til góðs, Stúlka stöðvar heiminn og í Fuglabjarginu fáum við að upplifa friðland fuglanna í Skrúði. Áfram spyrjum við: Er ég mamma mín?, fáum að heyra um Allt sem

4

Borgarleikhúsið

2020–2021

er frábært, leyfum Rocky að rugla okkur í ríminu og förum Sex í sveitina þar sem vitleysan er ekki öll eins. Í Kvöldstund með listamanni Fílum við lag með Bergi Ebba og Snorra Helga, við verðum Í ljósi sögunnar með Veru Illuga og Halli Ingólfs og Jónas Sig leiðir okkur frá krumpaðri karlmennsku að Mildu hjarta. Í Um­búðalausu leikhúsi sem fer ótroðnar slóðir sp­yrja Ásrún og Halla Þórlaug: Ertu hér? og raddir Matthíasar Tryggva og Evu Rúnar, leikskálda húss-­ ins, munu hljóma. Loks göngum við svo á vit hins óvænta í óperunni Koki. Við höldum áfram með textunarverkefni sem við erum gríðarlega stolt af en boðið er upp á textun á sýningum á Stóra sviði á íslensku, ensku og pólsku. Í Pop-up leikhúsi kennir ýmissa grasa, óvæntir vi­ð­­­­­­­burðir verða kynntir í skyndi og Leiklistarskóli Borgar­leikhússins heldur áfram sinni góðu vegferð. Við kynnum með stolti nýtt og ferskt viðmót á vef­ síðunni okkar í takt við nýja tíma og í forsal bjóðum við upp á stórbætta þjónustu við gesti: glænýjan og glæsilegan bar, góðan mat, afslappað andrúmsloft, tónlist, leiklist, fræðslu og fjör fyrir alla fjölskylduna. Munið næg bílastæði, afslátt hjá Hreyfli og strætó stoppar líka fyrir utan! Kæri gestur, við hlökkum til að upplifa alla liti lífsins með þér! Velkomin(n) í Borgarleikhúsið.

„Ég von stað og breitt, fella tá


na að við fáum að gleyma g stund, ferðast vítt og , skella upp úr og jafnvel ár“ 5

Ljósmynd: Lilja Jónsdóttir


COVID-19

Aftur í leikhús? Alveg pottþétt! Rafrænir miðar Kaupið aðgöngumiða á netinu og notið rafræna leikhúsmiða sé þess kostur.

Mæta tímanlega Komið tímanlega til að forðast bið­raðir og snertingu og skiljið yfir­ hafnir eftir í bíl, verði því komið við.

Húsið opnar Húsið opnar tveimur klukku­stund­ um fyrir sýningu og salir opna 30 mínútum áður en sýning hefst.

Spritt Við aðalinngang, innganga í sali og á salernum er spritt fyrir hendur.

Heilsað Gleðjumst yfir að hitta hvert annað og heilsumst með brosi. Geymum handabönd og faðmlög þar til síðar.

Við erum öll almannavarnir Nánari upplýsingar um COVID viðbúnað má nálgast á borgarleikhus.is eða í síma: 568-8000

6

Borgarleikhúsið

2020–2021

Hóst og hnerr

Hóstið og hnerrið í vasaklút eða í olnbogann.

Kvefeinkenni

Vinsamlegast verið heima ef kvef­ einkenni eða slappleiki gera vart við sig, miðasalan aðstoðar við að finna nýjan sýningartíma.


Leikhús barinn

Við bjóðum upp á úrval veitinga á nýjum og glæsilegum leikhúsbar, sem slær tóninn fyrir ánægju­lega kvöldstund

Súpur Smáréttir Aðalréttir Eftirréttir Bjór & vín Lúxuskort:

15 7

%

afsláttur af veitingum

Hamingjustund á barnum frá kl. 18–19 og að sýningu lokinni

Leikhúskort:

10

%

afsláttur af veitingum

Pantaðu veitingar á borgarleikhus.is


Sissa&Jói

Par á sviði í fjö 8

Borgarleikhúsið

2020–2021

Ljósmyndari: Lilja Jónsdóttir


Kristlín Dís Ingilínardóttir spjallaði við Sissu og Jóa um lífið og listina í tilefni af 40 ára leikafmæli þeirra. Þau Sigrún Edda Björnsdóttir og Jóhann Sigurðarson, ætíð kölluð Sissa og Jói, eru meðal ástsælustu leikara landsins og fagna fjörutíu ára leikafmæli í ár. Bæði útskrifuðust þau frá Leiklistar­skóla Íslands árið 1981 og hafa varla stigið af leiksviðinu síðan og ósjaldan leikið í sömu sýningum. „Við höfum náttúrulega mjög oft verið hjón, eða ég verið hjákona hans, en svo hef ég líka verið dóttir hans og í einu tilviki mamma hans,” segir Sissa skelli­ hlæjandi. „Hún gerði það allt rosalega vel, hún er svo hæfileika­rík,“ bætir Jói við. Að öllum líkindum eru þau eina leik­hús­­parið á landinu sem státar af slíkri sögu. Það verður því að teljast nokkuð viðeigandi að þau fagni þessum tímamótum á leiklistarferli sínum með því að standa enn á ný saman á sviði í leik­ verkinu Sölu­maður deyr eftir Arthur Miller. „Þar förum við í hlutverk hjóna á nýjan leik,“ segir Jói sposkur á svip. Fyrir 45 árum voru þó ekki allir sannfærðir um að Jói og Sissa yrðu trúverðugt par á sviði. „Ég man að við vorum oft pöruð saman í inntökuprófunum fyrir Leiklist­arskólann en skólastjórinn sagði mér seinna að þau hefðu verið að velta fyrir sér hvort við gætum passað saman svona paralega séð, þar sem Jói væri svo hávaxinn en ég nokkuð lágvaxin,“ segir Sissa kímin.

örutíu ár 9

Leiklistargyðjan bankaði snemma að dyrum Aldrei kom annað til greina en að Sissa yrði leikkona. „Mér bara datt ekki nokkurn tímann neitt annað í hug.“ Leik­listin er henni í blóð borin og var hún sumpart alin upp í Iðnó í hringiðu sviðslistanna. „Að alast upp í því umhverfi er náttúrulega þvílíkur ævintýraheimur, þannig að það þurfti ekki mikið ímyndunarafl til að beina mér á þessa braut.“ Jói var aftur á móti meira leitandi. „Ég er ekki úr leik­listarfjölskyldu svo þetta lá nú ekki beint við en sem tán­ingur var ég alltaf að leika einhverja karla og kerl­ingar, herma eftir, og einn daginn þegar ég hafði tekið einhverja senu sagði vinur minn „Jói, þú ættir að vera leikari,“ og það vatt svona upp á sig þar til ég lét til skarar skríða.“ Eftir að hafa rekið augun í auglýsingu um inntöku­ próf í Leiklistarskólann var ekki eftir neinu að bíða. „Ég fór þangað átján ára gamall en komst aldrei lengra en í anddyrið af því að ég guggnaði.“ Fólksfjöldinn sem þar var saman kominn í and­dyr­ inu, óx honum í augum og varð til þess að hann gekk rak­leiðis út og sneri ekki aftur fyrr en þremur árum seinna. Þá kominn til að vera. Það var gleðistund þegar leikaraefnin fengu inn­­göngu í skólann en þó fögnuðu ekki allir jafn innilega. „Við vorum að rifja það upp um daginn að þegar mamma hennar Sissu, Guðrún Ásmundsdóttir leikkona, frétti af því að við hefðum komist inn þá brást hún við með því að segja: „Guð minn almáttugur, aumingja börnin.“ Guðrún hafði kynnst móður Jóa, Guðrúnu Birnu Hannes­dóttur, tónlistarkennara, í Leik­listarskóla Lárusar Páls­sonar þar sem þær lærðu saman. „Hún vissi auðvitað að þessi bransi væri ekki


sá auðveldasti og ekki allir sem eru svo heppnir að geta farið þessa vegferð.“ Samofin leikhússögunni Fjórum áratugum seinna er deginum ljósara að þessu hæfi­leikafólki hefur tekist að gera leiklistina að farsælu ævistarfi og hafa þau komið fram á sviðum nær allra leikhúsa landsins. „Við erum svo lánsöm að hafa fengið að starfa í Iðnó, Þjóðleikhúsinu og svo í Borgarleikhúsinu síðustu árin.“ Aðspurð um hvaða breytingar síðustu áratuga standi upp úr er Sissa skjót til svars. „Fyrir mig þá var það þegar við gengum úr Iðnó upp í Borgarleikhús og leikhúsið opn­aði. Það var mögnuð stund.“ Sissa varð síðar þess heiðurs aðnjótandi að mæla fyrstu setninguna á Stóra sviði leikhússins þegar Höll sumar­landsins var frumsýnd árið 1989. „Tjaldið var dregið frá í allra fyrsta sinn þar sem ég sat á öxlum Valdimars Flygenring í risakjól sem Þórunn í Kömbum og sagði „Þú ert komin til mín.“ Það var draumi líkast.“ Sissa og Jói hafa upplifað miklar breytingar í íslensku leiklistarlífi. „Inn í senuna er komið miklu meira sjónvarpsefni og bíó auk þess sem á öllum póstum er starfað af meiri fagmennsku. Listafólk býr yfir meiri reynslu auk þess sem nýir straumar berast að utan og auðga listina hér á landi. Það hefur verið stór­brotið að fylgjast með öllum þessum breyt­ingum sem nánast undantekningarlaust hafa verið til góðs.“ Jói nefnir að þegar þau Sissa hófu ferilinn lögðu þau metnað sinn í að sjá allar sýningar leikársins. „Þá voru frumsýndar kannski þrettán sýningar árlega en í dag slaga frumsýningar á Reykjavíkur­ svæðinu upp í níutíu, svo það er útilokað að ná öllu.“ Hann telur jákvætt að svo blómleg sena nærist í svo litlu samfélagi. Sissa tekur heils hugar undir og bendir auk þess á þá breytingu sem orðið hefur á hlut­­verkum. „Sérstak­lega þeim sem snúa að konum. Það er ekki lengur þannig að allar leikkonur þurfi að vera alveg rosalega sætar,“ segir Sissa áköf. „Núna eru alls konar týpur í leik­húsinu, eins og í lífinu sjálfu en það er einmitt hlut­verk leikhússins að spegla og segja sögur úr raun­veruleikanum.“ Dýrmætari með aldrinum „Það er svo skrítið að líta yfir farinn veg og uppgötva að í öll þessi ár, þrátt fyrir oft á tíðum þungan róður, hefur aldrei verið leiðinlegt“ segir Jói og bætir við að hann sé ákaflega glaður og þakklátur fyrir að hafa fetað þennan veg. „Ég var einhvern tímann spurð hvort mér hafi aldrei dottið í hug að fara að læra eitthvað annað en ég get alveg sagt fyrir mitt leyti að mér finnst ég vera í stöðugu námi af því að maður er alltaf að takast á við nýjar áskoranir,“ segir Sissa og bendir á að engin sýning sé eins. „Maður er enn þá að skora sjálfan sig á hólm.“ Í gegnum tíðina hafa þau horft á eftir mörgum góð­um vinum sem hafi horfið til annarra starfa. „Við verð­um bara dýrmætari með aldrinum, það

10

Borgarleikhúsið

2020–2021

eru svo fáir eftir á okkar aldri,“ segir Sissa og bætir við að það segi sitt um eðli leikritunar. „Leikritin snúast meira um yngra fólk þar sem eldra fólk er haft til stuðnings.“ Sölumaður á sjötugsaldri Eldri kynslóðin er þó í brennidepli í leikritinu Sölu­ maður deyr. Þar bregða Jói og Sissa sér í hlutverk hjónanna Willy og Lindu Loman og eru þau bæði full eftirvæntingar að fá að takast á við þessi bitastæðu hlutverk. „Arthur Miller er einn af mínum uppáhalds höfundum, við kynnt­umst honum á fyrsta ári í Leik­ listarskólanum og hann hefur fylgt okkur síðan,“ segir Jói og fullyrðir að hér sé á ferðinni eitt af bestu leikritum 20. aldarinnar. Sissa ítrekar að það sé góð ástæða fyrir því að þetta sé mest leikna leikrit Millers. „Fólk vill heimsækja góða sögu aftur og aftur og endurupplifa tengingu við persónurnar sem þar eru á ferð.“ „Það er búið að nútímavæða tungutakið og það hefur tekist alveg ótrúlega vel“ segir Jói. Leikritið hefur verið fært í nýjan búning í þýðingu Kristjáns Þórðar Hrafnssonar og hefur um leið tekið einhverjum breytingum. Í leikritinu er fjölskylduföðurnum, Willy Loman, fylgt eftir en sjálfsmynd hans er í molum vegna þeirra gífurlegu breytinga sem heimurinn og umhverfi hans hafa tekið á skömmum tíma. Linda styður eiginmann sinn í einu og öllu þrátt fyrir augljósa misbresti hans. „Linda líkt og eiginmaður hennar trúir á ameríska drauminn og að maður geti orðið eitthvað bara ef maður er nógu sjarmerandi og fær fólk í lið með sér,“ segir Sissa. „Það dásamlegasta sem Linda veit er að kaupa nýja þvottavél og annað dót sem hún telur sig þurfa til að fullkomna lífshamingju sína.“ Persón­urnar bera sig mikið saman við náungann og hvernig öðrum hefur farnast á lífsleiðinni en lífs­gæða­ kapp­hlaupið byrgir þeim sýn á það sem raun­verulega skiptir máli. Sjónum beint að hinum venjulega manni Leikritið er í rauninni óður til meðalmannsins, Miller lyftir meðalmanninum upp og segir „Það er allt í lagi að vera meðalmaður, það þurfa ekki allir að vera snill-­ingar,“ segir Sissa og Jói tekur undir. Leikritið er upp­­fullt af vonum, draumum og harmi. „En það er líka fullt af húmor og það geta allir speglað sig í sög­ unni og séð eitthvað af sjálfum sér í verkinu líkt og Sissa segir.“ Aðalleikarar verksins eru þar engin undantekning. „Nú erum við bæði komin yfir sextugt líkt og Loman hjónin, búin að koma börnunum frá og vinna ævi­ starfið, þá spyr maður sig hver uppskeran sé eftir allt þetta strit,“ segir Sissa. „Hann Willy fer í gegnum allar tilfinning­arnar sem fylgja því og þær eru alls konar.“ Ofarlega á baugi er hvort manneskja um sextugt sé orðin óþörf í nútímasamfélagi. „Tímarnir breytast svo mikið og viðkomandi upplifir sig kannski ekki í takti við nútímann þegar hann er kominn á þennan aldur og fer þar af leiðandi í ákveðna tilvistar­ kreppu“ heldur Sissa áfram.


Kannist þið eitthvað við slíkar tilfinningar? „Ég eiginlega veit það ekki,“ segir Jói sem viðurkennir að hann hafi lítið spáð í slíka hluti. „Mér finnst ég stundum bara vera 29 ára, hugurinn og sálin eru ein­hvern veginn þannig. Enn er gaman að takast á við ný og krefjandi verkefni þannig að það liggur við að tilfinningin sé sú sama og rétt eftir útskrift. Mér finnst ég bara vera einhvern veginn sprelllifandi.“ Staðan er örlítið flóknari fyrir Sissu. „Ef ég á að vera alveg heiðarleg þá held ég að það sé svolítið erfið­ara fyrir konur að eldast í leiklist en karlmenn. Ekki er jafn mikið af góðum hlutverkum í boði fyrir konur á besta aldri. Ástæða þess er bara staða konunnar og hverjir hafa skrifað sögurnar í gegnum tíðina.“ Hún bendir þó á að ungu skáldin séu í auknum mæli farin að sýna þessum aldurshópi áhuga. „Tyrf­ ingur Tyrfingsson skrifaði fyrir mig æðislega rullu í Kart­öflu­ætunum sem ég hélt ég myndi aldrei fá orðin sextug. Ég átti alveg tímabil þar sem þetta var erfiður róður og ég fékk sáralítið af bitastæðum hlutverkum. Líklega vegna þess að þá var ekki búið að ákveða hvort ég væri enn þá miðaldra eða bara orðin svolítið gömul,“ segir Sissa og brosir. „Í heildina hef ég þó verið lánsöm leikkona og það er mikil gjöf að fá hlutverk eins og Lindu í Sölumaður deyr.“ Þau eru sammála um að það sé spennandi að fá að glíma við þessi hlutverk. „Það eru auðvitað miklar kröfur gerðar og vonandi stöndum við undir því,“ segir Jói. Ekkert auðveldara með aldrinum Eftir áratugaferil bera leikararnir tveir það með sér að vera enn hugfangin af listagyðjunni. „Það eru nokkrir mánuðir í frumsýningu og við erum þegar byrjuð að ræða hvað þetta er stórt og yfirgripsmikið verk fyrir okkur. Það fyrsta sem maður finnur þegar maður les svona verk er: Vá þetta er rosalegt, þetta verður svaka glíma,“ segir Jói spenntur. „Svo er það líka tilhlökkunar­efni að byrja að læra svona magnaðan texta þegar maður er ekki undir stressi,“ segir Sissa. Stressið sleppir þó aldrei alveg tak­inu. „Þetta verður aldrei auðvelt, svona rullur eru alltaf áskorun.“ Er þá enginn nógu reyndur til að klúðra aldrei? „Nei, þetta er lifandi list og við segjum nú líka oft að klúður geta líka verið gjafir,“ segir Sissa. Sissa og Jói eru sammála um að leikhússtritið geti verið þreyt­ andi, en aldrei um of. „Það koma stundum stundir þar sem ég hugsa: Gæti ég ekki verið að gera eitthvað aðeins auðveld­ara? Vegna þess að þetta er mjög krefjandi starf“ segir Jói. „Kannski er þetta eins og í Tsjekhov leikriti, þar er alltaf eitthvað betra annars staðar,“ segir Jói íhugull. „Mannlegu eðli fylgir stöðug leit að grænasta grasinu.“ Hann bendir á að ef fólk hefur mikinn metnað í starfi á það til að taka vinnuna með sér heim sem bitnar svo oft á fjölskyldulífinu. „Maður getur verið svona mislengi að hrista þetta af sér. Það er mjög krefjandi að vera giftur leikara,“ segir Sissa ákveðin. Sissa og Jói skella svo upp úr og senda í sameiningu öllum mökum leikara sitt besta þakklæti ásamt samúðar- og baráttukveðjum.

11

Allar listir á einum stað „Það sem gerir það að verkum að maður heldur áfram í svona fagi er að það eru stórkostleg forréttindi að fá að vinna þar sem sköpunarkraftur er ráðandi,“ segir Sissa uppnumin. Hvergi er meiri sköpunarkraft að finna en á leiksviði þar sem allar listir sameinast á sviði. „Myndlist, tónlist, leikritun, ljósalist, danslist, leiklist, allt kemur saman í stórkostlega hátíð.“ Ein helsta sérstaða leikhússins að mati leikaranna er sameiginleg upplifun. „Ef ég tala alveg út frá sjálfri mér þá held ég að manneskjur þurfi að gráta og hlæja og finna fyrir samlíðan í gleði og harmi, enda eru leik­húsgrímurnar þannig að önnur er sorgmædd og hin glöð,“ segir Sissa. „Þannig er líka lífið sjálft“ heldur hún áfram. „Það eru kannski fimm hundruð manns í salnum og það eru allir að hugsa sitt, einum finnst leiðinlegt, öðrum gaman og svo er kannski einhver annar sem kemst í svo mikið uppnám að hann labbar út eins og nýhreinsaður hundur. Þess vegna held ég að leikhúsið muni alltaf lifa,“ segir Jói og Sissa skýtur inn að það hafi nú þegar lifað mjög, mjög lengi. „Það er búið að spá því dauða síðastliðin tvö þúsund ár.“ Þar eru síðustu áratugir ekki undanskildir. „Leikhúsið átti að deyja þegar kvikmyndavélin kom til sögunnar, og svo þegar sjónvarpið kom, og núna síðast vegna Netflix,“ segja Sissa og Jói í kór. „Við höfum alltaf verið á þeirri skoðun að þetta styðji allt hvert annað. Ef þú ánetjast sögum, hefur gaman að því að sjá sögur, hlusta á sögur og lesa sögur þá viltu bara fleiri sögur.“ Leikararnir hafa því ekki minnstu áhyggjur af framtíð leikhússins. Það er ekki sjálfsagt að geta unnið við það sem maður brennur fyrir lungann úr ævinni. „Maður er lukkunnar pamfíll að hafa fengið að starfa í leikhúsi. Ekki geta allir haft lifibrauð sitt af því að túlka líf annarra. Við erum bara ótrúlega þakklát þjóðinni að hafa þolað okkur í öll þessi ár“ segir Jói brosmildur.


„Hvað verður til þess að maður tekur ákvörðun um að svipta sig lífi?“

Sölumaður deyr Frumsýnt:

janúar

Salur:

Stóra svið

„Willy Loman hefur aldrei malað gull. Nafn hans hefur aldrei verið í blöðunum. Hann er ekki mesta göfugmenni sem uppi hefur verið. En hann er manneskja og núna á hann mjög bágt. Og þess vegna þurfum við að sýna honum nærgætni. Ég ætla ekki að horfa upp á hann fara í gröfina eins og hann væri gamall, umkomulaus hundur. Manneskju í hans aðstæðum þarf að sýna nærgætni, mikla nærgætni.“ Sölumaðurinn hefur tekist á við hlutverk sitt, nánast af full­ komnun, allt sitt líf. Hann elur með sér þann draum að verða númer eitt. Draum um hamingjuríkt líf, velgengni og frægð. Draum um viðurkenningu. Þegar komið er að leiðarlokum í annasömu lífi Willy Lomans er ljóst að draumar hans hafa ekki ræst. Hann ferðaðist um sem sölu­ maður í fjölda ára en er nú að þrotum kominn. Tryggustu við­skipta­ vinir hans eru látnir eða hafa flutt á brott, yngri samstarfs­menn vinna skilvirkara. Sölumennskan er orðin að martröð. Þegar nýr og ungur yfirmaður segir Willy upp störfum, hefst erfið sjálfsskoðun þar sem hann lítur til baka og reynir að skilja hvað fór úrskeiðis. Lífslygin er allsráðandi og gæfuleysi barnanna, sem geta ekki sigrast á falskri hugmyndafræði eldri kynslóðarinnar, verður honum um megn. Hann sér aðeins eina útgönguleið: Sjálfsvíg, dulbúið sem bílslys, svo að fjölskylda hans fái líftrygginguna og geti lifað af henni. Sölumaður deyr er harmræn saga um hrun sjálfsmyndar. Saga fórnarlambs hins vægðarlausa ameríska draums um árangur og fjár­hags­lega velmegun, um glæst og áhyggjulaust líf. Sölumaður deyr er þekktasta leikrit Arthurs Millers og löngum talið eitt mesta meistaraverk 20. aldar í leikritun. Það var frumsýnt árið 1949 og hlaut hin virtu Pulitzer-verðlaun sama ár.

12

Borgarleikhúsið

2020–2021

Höfundur: Arthur Miller Þýðing: Kristján Þórður Hrafnsson Leikstjórn: Kristín Jóhannesdóttir Tónlist: Gyða Valtýsdóttir Leikmynd: Brynja Björnsdóttir Búningar: Þórunn María Jónsdóttir Lýsing: Pálmi Jónsson Hljóð: Garðar Borgþórsson Leikgervi: Elín S. Gísladóttir Leikarar: Aron Már Ólafsson Esther Talía Casey Hjörtur Jóhann Jónsson Jóhann Sigurðarson Rakel Ýr Stefánsdóttir Sigrún Edda Björnsdóttir Stefán Jónsson Valur Freyr Einarsson Þorsteinn Bachmann Þórunn Arna Kristjánsdóttir

Kaupa miða


13


9líf Við erum öll, við erum öll, við erum öll, Bubbi!

Sýningar hefjast:

október

Salur:

Stóra svið

Bubbi Morthens er samofinn þjóðarsálinni í öllum sínum birtingarmyndum: Stjarnan sem rís úr slorinu; fyrst sem málsvari verkalýðsins, svo alþýðusöngvari þjóðarinnar, þá atómpönkari og gúanórokkari sem breytist í ballöðupoppara sem syngur með stór­ sveitum. Skoðanaglaði gasprarinn, skrifblinda ljóð­skáldið, fíkillinn sem reis upp, kvennamaðurinn og sá sem elskar aðeins eina konu, Kúbverjinn og Hollywood-víkingurinn, veiðimaðurinn, friðar­sinninn og box­arinn. Sögur Bubba Morthens eru sögur okkar allra; sögur Íslands. En hver er hann í raun og veru? Og hver erum við? Í þessari stórsýningu leggja leikarar, dansarar, tónlistarmenn og fleiri góðir gestir, allt í sölurnar við leitina að Bubbanum í okkur öllum og fylla sviðið með sögum, lögum, ljóðum og litum þessa elskaða og umdeilda listamanns.

14

Borgarleikhúsið

Þ.T. Morgunblaðið

2020–2021

Höfundur: Ólafur Egill Egilsson Tónlist og söngtextar: Bubbi Morthens Leikstjórn: Ólafur Egill Egilsson Danshöfundur: Lee Proud Tónlistarstjórn: Guðmundur Óskar Guðmundsson Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Búningar: Filippía I. Elísdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Hljóð: Gunnar Sigurbjörnsson og Þórður Gunnar Þorvaldsson Dramatúrg: Andrea Elín Vilhjálmsdóttir Leikgervi: Elín S. Gísladóttir Kórstjórn: Sigríður Soffía Hafliðadóttir Umsjón barna: Ásdís Sif Þórarinsdóttir

Dansarar: Katrín Mist Haraldsdóttir Sólbjört Sigurðardóttir Sölvi Viggósson Dýrfjörð

Kórar: Söngskóli Domus vox Stúlknakór Reykjavíkur og Aurora Hljómsveit: Aron Steinn Ásbjarnarson Guðmundur Óskar Guðmundsson Hjörtur Ingvi Jóhannsson Þorvaldur Þorvaldsson Örn Eldjárn

Leikarar: Aron Már Ólafsson Björn Stefánsson Esther Talía Casey Halldóra Geirharðsdóttir Hjörtur Jóhann Jónsson Jóhann Sigurðarson / Halldór Gylfason Rakel Björk Björnsdóttir / Þórunn Arna Kristjánsdóttir Valur Freyr Einarsson Baldur Björn Arnarsson Gabríel Máni Kristjánsson Hlynur Atli Harðarson

Kaupa miða


15


ORLANDÓ Annað kyn, sama persóna

Frumsýnt:

Salur:

desember Nýja svið

Orlandó er glæsilegur og töfrandi aðalsmaður sem lifir ævin­ týra­legu lífi. Hann er elskhugi Elísabetar I Englands­drottningar, heillar konur, upplifir sögulega viðburði, ferðast um heiminn og sukkar og svallar. En kvöld eitt í Konstantínópel þegar Orlandó er rúmlega þrítugur að aldri, leggst hann til svefns og sefur í sjö sólarhringa. Þegar hann vaknar aftur er hann orðinn kona. Meðan heimurinn í kringum hana tekur stöðugum breytingum, aldirnar líða og tuttugasta öldin rennur upp, þarf Orlandó ekki bara að aðlagast nýjum heimi heldur einnig nýju kyni og kynhlutverki með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgja. Orlandó þykir af mörgum skemmtilegasta skáldsaga Virginiu Woolf. Hún byggði persónu Orlandó á ástkonu sinni, ljóð­skáldinu Vitu Sackville-West og hefur skáldsagan stundum verið nefnd lengsta og mest hrífandi ástarbréf enskrar tungu. Sagan er leikandi létt, spannar margar aldir, sögu heims­ veldisins, upphaf femínismans, ástir og örlög og síðast en ekki síst töframátt skáldskaparins. Hnífskarpt og fyndið – töfrandi og ljóð­rænn dans um tíma, rúm og kyngervi, saga manneskju sem fær ekki aðeins að upplifa tímana tvenna – heldur að reyna til fulls þá möguleika sem mennskan sjálf ber í sér.

16

Borgarleikhúsið

2020–2021

Höfundur: Virginia Woolf Leikgerð: Kristín Eiríksdóttir og Arnbjörg María Danielsen Leikstjórn: Arnbjörg María Danielsen Tónlist: Herdís Stefánsdóttir Leikmynd og búningar: Ingibjörg Jara Sigurðard. Lýsing: Ingi Bekk Leikgervi: Rakel María Hjaltadóttir Hljóðmynd: Þórður Gunnar Þorvaldsson Leikarar: Árni Þór Lárusson Daníel Takefusa Jörundur Ragnarsson Lára Jóhanna Jónsdóttir Vala Kristín Eiríksdóttir

Kaupa miða


17


Veisla Það verður að vera gaman!

Frumsýnt:

október

Salur:

Stóra svið

Þjóðin er orðin veisluþyrst og Veisla er kærkomin vökvun eftir langa þurrð. Á meðan heimsfaraldri stendur kemst þjóðin ekki í neina stóra veislu. Hugsa sér öll afmælin sem enginn getur mætt í, árshátíðirnar, útskriftarveislurnar, brúðkaupin, kóra­ mótin og matarboðin. Að ekki sé minnst á alla óbökuðu heitu brauðréttina og kransakökurnar sem aldrei verða snæddar eða freyðivínið sem aldrei verður dreypt á úr plastglösum á völtum fæti. Þá eru ótalin löngu trúnóin við hálfókunnugar konur, slúður um valdamikið fólk, hátt spiluð lög og grillaðar pylsur á miðnætti. Þjóðin á inni risa summu í Gleði­bankanum og við bjóðum áhorfendum í allt sem þeir hafa misst af í einni stórkostlegri Veislu í Borgarleikhúsinu. Hér sameina krafta sína þau Bergur Þór Ingólfsson, þaul­ reyndur leikhúsmaður og Saga Garðarsdóttir, fyndlistakona, en síðast unnu þau saman við hina geysivinsælu sýningu Kenneth Mána sem frumsýnd var á Litla sviði Borgarleikhússins árið 2014. Partýpinninn Berndsen gerir tónlistina og Veisla verður því bragðgóð en görótt blanda af grínsketsum og tónlist sem svarar áleitnum spurningum á borð við hvort tartalettur séu góðar í alvörunni og hversu hratt skuli ganga um gleðinnar dyr. #veislaiborgo

18

Borgarleikhúsið

2020–2021

Höfundar: Saga Garðarsdóttir og leikhópurinn Söngtextar: Bergur Þór Ingólfsson Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Saga Garðarsdóttir Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson Tónlist: Berndsen Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger Lýsing: Ingi Bekk Hljóð: Þórður Gunnar Þorvaldsson Myndband: Elmar Þórarinsson Sviðshreyfingar: Unnur Elísabet Gunnarsdóttir Leikgervi: Guðbjörg Ívarsdóttir Leikarar: Halldór Gylfason Katla Margrét Þorgeirsdóttir Saga Garðarsdóttir Sigrún Edda Björnsdóttir Sigurður Þór Óskarsson

Kaupa miða


19


Leysir Friðgeir fimmtugt morðmál?

Útlendingurinn Morðgáta Frumsýnt:

október

Salur:

Litla svið

Árið 1970 fannst kvenmannslík í Ísdal, rétt fyrir utan Bergen í Noregi. Konan var alls ekki búin til útivistar og í farangri hennar fundust meðal annars hárkollur og ýmis dulargervi. Við eftirgrennslan lögreglu kom í ljós að hún hafði ferðast vítt og breitt um Evrópu á fölsuðum skilríkjum, en hvorki tókst að upplýsa hver hún var, hvaðan hún kom né hvað í ósköp­ unum hún var að gera í Bergen. Í gegnum tíðina hefur lík­ fundurinn vakið bæði forvitni og umtal í Noregi og um heim allan, en þrátt fyrir ótal kenningar hefur engum tekist að leiða til lykta hvað gerðist djúpt inni í Ísdal og hvað dró þessa út­lensku konu til dauða. En það gæti breyst þegar annar útlendingur fer að grafast fyrir um málið. Þegar íslenskur sviðslistamaður, Friðgeir Einarsson, flytur til Bergen, lætur hann heillast af ráðgátunni og gerir sitt besta til að upplýsa hana. En kannski ekki á þann hátt sem búast hefði mátt við. Friðgeir er hvorki lögreglumaður, né með reynslu af rannsóknarstörfum, en telur sig hafa ákveðna inn­sýn inn í hugsunarhátt konunnar. Hann er jú aðkomumaður, rétt eins og hún var. Útlendingurinn er skandinavískt raunsæisglæpadrama þar sem mál „Ísdalskonunnar“ er nálgast á frumlegan hátt og nýjar kenningar dregnar fram í dagsljósið. Annað verkið frá sama listræna teymi og setti upp verðlaunasýninguna Club Romantica, en það var fyrsti hluti þessa ráðgátuþríleiks. Tónlist verksins er samin af Snorra Helgasyni og flutt á sviðinu af honum sjálfum. Friðgeir hefur starfað með hópum á borð við Kriðpleir, Sex­tán elskendur og Íslenska dansflokknum en auk þess hafa komið út eftir hann tvö smásagnasöfn og skáldsaga.

20

Borgarleikhúsið

2020–2021

Höfundur: Friðgeir Einarsson Leikstjórn: Pétur Ármannsson Tónlist: Snorri Helgason Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir Lýsing: Pálmi Jónsson Hljóð: Þorbjörn Steingrímsson Leikgervi: Elín S. Gísladóttir Flytjendur: Friðgeir Einarsson Snorri Helgason

Kaupa miða


21


Oleanna Hver er sannleikurinn?

Frumsýnt:

Salur:

september Nýja svið

Ung námskona kemur í einkaviðtalstíma til háskólakennara síns. Kennarinn nýtur mikillar velgengni í starfi og einkalífi, er að kaupa sér hús og á von á stöðuhækkun. Það sem byrjar sem sjálfsögð hjálp við námið breytist í miskunnar­lausa baráttu og ógnvænlega atburðarás sem koll­ varpar valdajafnvæginu á milli kennara og nemanda, karls og konu og lífi þeirra beggja í leiðinni. Beitt og meistaralega vel skrifað leikrit sem slær okkur út af laginu og spyr óvæginna spurninga. Á tímum þegar um­ræður og deilur um skilgreiningarvald og ólíkar orðræður hafa magnast er þetta leikrit Mamets um vald og sannleika ofureldfimt.

22

Borgarleikhúsið

2020–2021

Höfundur: David Mamet Þýðing: Kristín Eiríksdóttir Leikstjórn: Hilmir Snær Guðnason / Gunnar Gunnsteinsson Tónlist: Garðar Borgþórsson Leikmynd og búningar: Sean Mackaoui Lýsing: Þórður Orri Pétursson Hljóð: Þorbjörn Steingrímsson og Garðar Borgþórsson Leikgervi: Elín S. Gísladóttir Leikarar: Hilmir Snær Guðnason Vala Kristín Eiríksdóttir

Kaupa miða


23


Loa

Taktu lagið

Nístandi fyndinn sársauki

Frumsýnt:

mars

Salur:

Nýja svið

Lóa er feimin og óframfærin ung stúlka sem býr með óreglu­ samri móður sinni, afskipt og vanrækt. Faðir hennar heitinn skildi eftir sig gríðarlegt plötusafn og Lóa hefur gripið til þess ráðs að loka sig af í eigin heimi, í félagsskap tónlistarinnar sem er hennar eina haldreipi. Smátt og smátt hefur hún náð ótrúlegri leikni í að herma eftir ýmsum frægum söngkonum. Eitt kvöldið kemur móðir hennar heim með nýjan bólfélaga sem er umboðsmaður þriðja flokks skemmtikrafta og dreymir um skjótfenginn gróða. Hann heyrir Lóu syngja og sér sam­ stundis gróðavon í hæfileikum hennar. Jim Cartwright var meðal fremstu leikskálda Bretlands og nutu leikrit hans mikilla vinsælda. Verk hans, Stræti, Barpar og Taktu lagið Lóa hafa öll verið sýnd hér á landi og slógu rækilega í gegn. Nú 25 árum síðar, snýr Lóa aftur til nýrra áhorfenda í glænýrri þýðingu Braga Valdimars.

24

Borgarleikhúsið

2020–2021

Höfundur: Jim Cartwright Þýðing: Bragi Valdimar Skúlason Leikstjórn: Þóra Karítas Árnadóttir Tónlistarstjórn: Garðar Borgþórsson Leikmynd: Sean Mackaoui Búningar: Stefanía Adolfsdóttir Lýsing: Pálmi Jónsson Sviðshreyfingar: Lovísa Ósk Gunnarsdóttir Leikgervi: Guðbjörg Ívarsdóttir Hljóðmynd: Þorbjörn Steingrímsson Hljómsveit: Daði Birgisson Garðar Borgþórsson Kjartan Guðnason Leikarar: Haraldur Ari Stefánsson Jóhann Sigurðarson Jörundur Ragnarsson Katla Margrét Þorgeirsdóttir Rakel Björk Björnsdóttir Sigrún Edda Björnsdóttir Þorsteinn Bachmann

Kaupa miða


25


Rakel Ýr Stefánsdóttir

Valur Freyr Einarsson

Esther Talía Casey

Sólbjört Sigurðardóttir

Á myndina vantar: Arnar Dan Kristjánsson Aron Má Ólafsson Gísla Örn Garðarsson Halldóru Geirharðsdóttur Harald Ara Stefánsson Katrínu Halldóru Sigurðardóttur Sólveigu Guðmundsdóttur Stefán Jónsson Sölva Viggósson Dýrfjörð Þuríði Blævi Jóhannsdóttur Ljósmyndari: Grímur Bjarnason

26

Borgarleikhúsið

2020–2021

Sigrún Edda Björnsdóttir

Daníel Takefusa

Jörundur Ragnarsson

Vala Kristín Eiríksdóttir

Katrín Mist Haraldsdóttir

Katla Margrét Þorgeirsdóttir

Lára Jóhanna Jónsdóttir

Þorstei Bachma


inn ann

Saga Garðarsdóttir

27

Jóhann Sigurðarson

Björn Stefánsson

Hilmir Snær Guðnason

Sigurður Þór Óskarsson

Rakel Björk Björnsdóttir

Bergur Þór Ingólfsson

Halldór Gylfason

Þórunn Arna Kristjánsdóttir

Hjörtur Jóhann Jónsson

Friðgeir Einarsson

Árni Þór Lárusson


ROOM 4.1 LIVE Ótrúleg leikhúsupplifun

Frumsýnt:

mars

Salur:

Stóra svið

Vincent hefur fengið nóg af áreiti hversdagsins og lætur leggja sig inn á sjúkrahús í von um langþráðan frið. Friðurinn er þó víðs fjarri þar sem læknar, hjúkrunarfræðingar og aðrir sjúklingar, hver öðrum sérstakari, vaða inn og út úr sjúkrastofunni. Erillinn í lífi Vincents er meiri en nokkru sinni fyrr. Í sýningu Borgarleikhússins er áhorfendum boðið á tökustað þar sem verið er að taka upp þætti um Vincent og upptökunum er varpað á stóra skjái. Þar má sjá hvernig brögðum og brellum er beitt þegar sviðsmyndinni/sjúkrastofunni, er snúið á alla kanta til að framkalla trylltar hugmyndir leikstjórans. Á sama tíma fara undarlegir hlutir að gerast á tökustað, hugmyndir fá vængi og fara á stjórnlaust flug. Áhorfendur dragast hægt og rólega inn í sjálfa atburða­ rásina. Við lofum ótrúlegri leikhúsupplifun - þetta hafið þið aldrei séð áður. ROOM 4.1 LIVE er tilnefnt til Reumert-verðlaunanna, sviðs­­listaverðlauna Danmerkur. Árið 2012 sýndi Borgar­leik­húsið stjörnu­sýningu Kristjáns, BLAM!, við miklar vinsældir. BLAM! var heiðruð með Reumert-verðlaununum árið 2012 og Grímunni árið 2013. ROOM 4.1 LIVE byggir á þáttaröðinni ROOM 4.1 þar sem Kristján Ingimarsson Company hefur gefið sviðslistum vettvang á alnetinu. Leikhúsið leitast við að nálgast áhorfendur hvar svo sem þeir kunna að vera, í leikhúsinu sjálfu eða á netinu heima hjá sér.

28

Borgarleikhúsið

2020–2021

Höfundur og leikstjórn: Kristján Ingimarsson Leikmynd: Kristian Knudsen, Charlotte Calberg og Kristján Ingimarsson Búningar: Charlotte Calberg Lýsing: Karl Sørensen / Ingi Bekk Tónlist og hljóðmynd: Lasse Munk Dans og sviðshreyfingar: Kristján Ingimarsson, Thomas Bentin, Noora Hannula, Kajsa Bohlin ásamt öðrum þátt­tak­ endum í sýningunni Leikgervi: Ida Seidelin ROOM 4.1 LIVE er samstarfs­verkefni Borgarleikhússins, Íslenska dansflokksins og KICompany. Þátttakendur eru Kristján Ingimarsson, leikarar Borgarleikhússins og dansarar Íslenska dansflokksins.

Kaupa miða



GOSI Ævintýri spýtustráks

Sýningar hefjast:

október

Salur:

Litla svið

Trésmiðurinn Jafet kemst yfir talandi viðardrumb og fær þá hugmynd að smíða úr honum brúðu. Til verður spýtustrákurinn Gosi, forvitinn prakkari sem á erfitt með að feta veg dyggðar­ innar. Í stað þess að hlýða föður sínum heldur hann á vit vafa­ samra ævintýra, kynnist talandi krybbu sem reynir að koma fyrir hann vitinu, lætur undirförulan kött og ref snúa á sig og þarf að ganga í gegnum alls konar hremmingar áður en hann kemst til þroska með dyggri hjálp bláhærðu dísarinnar. Leikarar og tónlistarmenn setja á svið þetta sígilda og ást­sæla ævintýri um spýtustrákinn í nýjum og litríkum búningi. Leikstjóri sýningarinnar, Ágústa Skúladóttir, hefur leikstýrt fjölda barna- og fjölskyldusýninga sem ávallt hafa notið mikilla vinsælda.

30

Borgarleikhúsið

2020–2021

S.B.H. Morgunblaðið „Gosi er allt í senn falleg, fynd­in og töfrandi sýning sem enginn leik­húsunnandi ætti að láta framhjá sér fara.“

Gríman 2020: Barnasýning ársins

Höfundur: Carlo Collodi Leikgerð: Ágústa Skúladóttir, Karl Ágúst Úlfsson og leikhópurinn Söngtextar: Karl Ágúst Úlfsson Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir Tónlist: Eiríkur Stephensen og Eyvindur Karlsson Leikmynd og búningar: Þórunn María Jónsd. Lýsing: Þórður Orri Pétursson Hljóð: Þorbjörn Steingrímsson Myndband: Elmar Þórarinsson Leikgervi: Þórunn María Jónsdóttir og Guðbjörg Ívarsdóttir Grímugerð: Elín S. Gísladóttir Leikarar: Halldór Gylfason Haraldur Ari Stefánsson / Árni Þór Lárusson Katla Margrét Þorgeirsdóttir Eiríkur Stephensen Eyvindur Karlsson

Kaupa miða


31


Allt er úr sama efninu. Ég og þú, hundaskítur og geimryk.

Stúlkan sem stöðvaði heiminn Frumsýnt:

október

Salur:

Litla svið

Getur orðið til töfrandi ævintýraheimur úr ruslinu sem við hendum? Endurvinnsla, undirvitund, umbreyting. Hvað gerir stúlka sem þarf að finna sig á nýjum stað? Til að takast á við stórar áskoranir þarf oft hugrekki til að kafa niður á órætt dýpi. Stúlkan sem stöðvaði heiminn er hrífandi myndræn upp­ lifun fyrir stóra og smáa. Stórkostlegur sköpunarkraftur helst í hendur við kraumandi ímyndunarafl! Áhorfendur eru leiddir úr einni veröld í aðra sem eru hver annarri forvitnilegri, furðulegri og fallegri. Saga stúlkunnar er ófyrirsjáanleg og spennandi en á sama tíma notalega kunnugleg. Töfrandi saga og ævintýraleg upplifun!

Höfundar: Hópurinn ásamt Sveini Ólafi Gunnarssyni Leikstjórn: Helga Arnalds Tónlist og hljóðmynd: Valgeir Sigurðsson Leikmynd og myndheimur: Eva Signý Berger og Helga Arnalds Búningar: Eva Signý Berger Búningasaumur: Alexía Rós Gylfadóttir Lýsing og tæknistjórnun: Fjölnir Gíslason og Kjartan Darri Kristjánsson Sviðshreyfingar: Katrín Gunnarsdóttir Framkvæmda- og kynningastjórn: Alexía Björg Jóhannesdóttir Sviðsstjóri: Þórey Selma Sverrisdóttir Smiðjur og fræðsla: Alexía Rós Gylfadóttir og Ýr Jóhannsdóttir Aðstoðarleikstjórn: Sigríður Sunna Reynisdóttir Aðstoð við handritsgerð og fræðslu: Guðbjörg R. Jóhannesdóttir Leikarar: Benedikt Karl Gröndal Kjartan Darri Kristjánsson Sólveig Guðmundsdóttir Samstarf við leikhúsið 10 fingur.

32

Borgarleikhúsið

2020–2021

Kaupa miða


33


Hvar endarðu ef þú heldur bara áfram að hlaupa?

ÉG HLEYP Frumsýnt:

janúar

Salur:

Litla svið

Maður á ónefndum stað byrjar að hlaupa eftir barnsmissi. Hann hleypur og hleypur og getur ekki hætt. Hann getur ekki höndlað sorgina með öðrum hætti, á hlaupunum finnst honum hann vera léttur, frjáls og sterkur. Þannig getur hann tjáð sig um missinn, ranglætið og varnarleysið sem hrjáir hann. Á hlaupum getur hann sagt frá líðan sinni og tilfinningum, sem mörgum karlmönnum reynist erfitt. Line Mørkeby er eitt fremsta leikskáld Danmerkur og í þessu áleitna leikriti leitar höfundurinn svara við því hvernig við getum lifað áfram eftir barnsmissi. Textinn er rytmískur, knappur og til­finningaríkur og ferðalagið óvenjulegt, átakan­legt og heillandi í senn. Gísli Örn Garðarsson er einn á sviðinu og hleypur í gegn­ um sálarangist aðalpersónunnar.

Höfundur: Line Mørkeby Leikhandrit: Auður Ava Ólafsdóttir Leikstjórn: Baldvin Z Leikmynd: Börkur Jónsson Hljóð: Þorbjörn Steingrímsson Leikgervi: Elín S. Gísladóttir Leikari: Gísli Örn Garðarsson

Tekjur Gísla Arnar af sýningunni renna til samtakanna Nýrrar dögunar, Bergsins, Ljónshjarta og Dropans. „Ég ólst upp í fimleikum, þar sem æfingarnar á hverju áhaldi taka um 40 sekúndur. Ég hef aldrei hlaupið af neinu viti. Ég veit í raun fátt leiðinlegra eða erfiðara. Ég hef ekki eirð í mér til þess. Svo sé ég alla sem eru að hlaupa til að styrkja hin ýmsu mál­efni og ég dáist að öllu þessu fólki sem leggur þetta á sig. Og ekki síst fyrir samtalið sem það býr til um hvernig hvert áfall hefur áhrif á svo marga. Ég hef reynt það á eigin skinni og eftir því sem maður verður eldri, skilur maður betur mikilvægi þess að geta talað við aðra um hvað sem er sem hrjáir mann. Það er líklega eina leiðin til raunverulegs sálarfrelsis. Vonandi verða drengir fram­tíðarinnar betri í þessu en okkar kynslóð. Það er a.m.k. von mín að þessi sýning verði lóð á þær vogarskálar og um leið að hún geti stutt við samtök sem geta notið góðs af því. Mér reiknast til að ég hlaupi 10–12 km á hverri sýningu. Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður.“

34

Borgarleikhúsið

2020–2021

Kaupa miða


35


Fuglabjargið Fróðleg og skemmtileg ævintýraför í friðlandi

Frumsýnt:

janúar

Salur:

Litla svið

Á eynni Skrúði úti fyrir mynni Fáskrúðsfjarðar gerist ýmislegt utan sjónsviðs mannanna. Farfuglar flykkjast þangað í sumar­ frí og stormsvalan fágæta fitjar upp á nefið, lundinn kvartar og kveinar við nágranna sína og þegar veturinn skellur á láta nokkrir hrollkaldir og einmana fuglar í Skrúðshelli sem þeir séu ljóðskáld. Fuglabjargið er áferðarfagurt tónleikhús fyrir börn þar sem hljóðfæraleikarar og söngvarar verksins bregða sér í allra fugla líki. Í verkinu fylgjumst við með einu ári í tilveru eyjunnar þar sem árstíðir koma og fara. Áhorfendur og foreldrar þeirra sitja umhverfis eyjuna innan í mjúkri sviðsmynd sjávarins og upplifa hljóðheiminn allt um kring. Fuglabjargið er nýtt, íslenskt barnaverk eftir höfunda Kart­­ aflna sem hlaut Grímutilnefningu sem leikrit ársins 2020. Tón­ list verksins er í höndum Ingibjargar Ýrar Skarp­héðinsdóttur sem nýlega var kosin bjartasta von íslensks tónlistarlífs í sam­-­ tíma- og klassískri tónlist.

36

Borgarleikhúsið

2020–2021

Höfundur: Birnir Jón Sigurðsson Leikstjórn: Hallveig Kristín Eiríksdóttir Tónlist: Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir Leikmynd: Hallveig Kristín Eiríksdóttir og Birnir Jón Sigurðsson Búningar: Sólveig Spilliaert Lýsing: Mira Svanberg Flytjendur: Björg Brjánsdóttir Björk Níelsdóttir Bryndís Þórsdóttir Halldór Eldjárn Ragnar Pétur Jóhannesson Tumi Árnason Viktoría Sigurðardóttir Samstarf við sviðslistahópinn Hin fræga önd.

Kaupa miða


37


Er ég mamma mín? Sýningar hefjast:

október

Salur:

Nýja svið

Einn daginn neitar húsmóðirin að leika hlutverk sitt og hættir að sinna heimilinu. Hún fer í verkfall, leggur niður störf og leir­tauið safnast upp. Hvernig tekst heimilisfólki að aðlagast breyttum hlutverkum kynjanna og nýjum valdahlutföllum? Verk­ið er fjölskyldusaga sem sögð er á tveimur mismunandi tíma­bilum með áherslu á áhrif hverrar kynslóðar á þá næstu og samskipti hjóna í blíðu og stríðu. Er hægt að brjótast undan hlut­verkunum? Eða verður þú alltaf mamma þín? María Reyndal hefur á undanförnum árum getið sér gott orð sem höfundur og leikstjóri. Kvenfélagið Garpur, sem setur upp verkið í samstarfi við Borgarleikhúsið, hefur áður vakið athygli fyrir Mannasiði og Sóleyju Rós, ræstitækni sem hlaut fimm Grímutilnefningar og tvenn Grímuverðlaun árið 2017 fyrir leikrit ársins og leikkonu ársins í aðalhlutverki. Mannasiðir, sem var páskamynd RÚV 2018, hlaut fjórar tilnefningar til Edduverðlaunanna og var valin besta leikna sjónvarpsefni ársins 2018. Verkið er styrkt af Leiklistarráði, Starfslaunasjóði listamanna og Reykjavíkurborg. Gríman 2020: Kristbjörg Kjeld Besta leikkona í aukahlutverki

S.A. TMM „Kristbjörg Kjeld vann beinlínis leiksigur.“

Höfundur: María Reyndal Leikstjórn: María Reyndal Tónlist: Úlfur Eldjárn Leikmynd: Egill Ingibergsson Búningar: Margrét Einarsdóttir Lýsing: Egill Ingibergsson Leikgervi: Sigríður Rósa Bjarnadóttir Hljóðmynd: Úlfur Eldjárn Leikarar: Arnaldur Halldórsson Katla Njálsdóttir Kristbjörg Kjeld María Ellingsen Sigurður Skúlason Sólveig Guðmundsdóttir Sveinn Ólafur Gunnarsson Samstarf við Kvenfélagið Garp.

Kaupa miða


Club Romantica Sýningar hefjast:

apríl

Salur:

Nýja svið

Þetta byrjar allt með myndaalbúmi sem var keypt á flóa­mark­ aði í Belgíu. Það eina sem við vitum er að belgísk kona fór í frí til Mallorca fyrir 50 árum, drakk sangría, fór á ströndina, sigldi á hjólabát og tók myndir af sér og vinkonu sinni. Eftir tíu ára umhugsun hefur kaupandinn loks ákveðið að reyna að hafa uppi á réttmætum eiganda albúmsins og skila því. En þá þarf hann að leggjast í umfangsmikla rannsóknarvinnu, átta sig á tengslum persónanna á myndunum og hugsanlegum örlögum þeirra. Í Club Romantica kynnir sviðslistamaðurinn og rithöfund­ urinn Friðgeir Einarsson fólkið á myndunum fyrir okkur og notar töfra leikhússins til að svipta hulunni af því hvað varð um þessa belgísku konu. Í leiðinni veltir hann fyrir sér hvað verður um myndaalbúm og minningar okkar þegar við hverf­um af sjónarsviðinu. Hver mun segja okkar sögu? Mun ein­hver muna eftir okkur eftir 40 ár? Með Friðgeiri á sviðinu er tón­ listarmaðurinn Snorri Helgason sem semur tónlist sér­stak­lega fyrir verkið. Club Romantica fékk Grímuverðlaun fyrir leikrit ársins árið 2019 og var auk þess tilnefnt til þriggja annarra verðlauna; sýning ársins, Pétur Ármannsson sem leikstjóri ársins og Snorri Helgason fyrir tónlist ársins. Gríman 2019: Leikrit ársins

S.J. Fréttablaðið „Niðurstaðan er ein besta sýning þessa leikárs.“

Höfundur og leikstjórn: Friðgeir Einarsson Leikstjórn: Pétur Ármannsson Tónlist: Snorri Helgason Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson og Pálmi Jónsson Hljóð: Baldvin Þór Magnússon Sviðshreyfingar: Ásrún Magnúsdóttir Flytjendur: Friðgeir Einarsson Snorri Helgason Í samstarfi við leikhópinn Abendshow. Verkefnið er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneyti — Leiklistarráði.

Kaupa miða


Allt sem er frábært Sýningar hefjast:

mars

Salur:

Litla svið

„Ég byrjaði á listanum þegar ég var 7 ára. Ég ætlaði að gera lista yfir allt sem er frábært og gerir lífið þess virði að lifa því.“ Allt sem er frábært er gleðieinleikur um depurð. Einstök upp­ lifun sem fær fólk til að hlæja þar til það skilur hvers vegna það grætur. Valur Freyr Einarsson gerir í þessu sér­stæða verki lista yfir allt sem er frábært í heiminum. Með aðstoð áhorfenda, sem taka virkan þátt í sýningunni, gerir hann atlögu að depurð­ inni og lífsleiðanum - og segir í leiðinni hrífandi sögu af ást, sorg og ís með dýfu. Verkið er eftir Duncan Macmillan sem er Íslendingum að góðu kunnur sem höfundur leikritanna 1984, Andaðu og Fólk, staðir og hlutir. Allt sem er frábært hefur verið leikið um allan heim og gefið óteljandi áhorfendum nýja sýn á lífið og tilveruna. S.B.H. Morgunblaðið „Valur Freyr er eins og fiskur í vatni í þessari sýningu þar sem hann leikur, syngur og dansar léttilega í gegnum vandmeðfarinn efniviðinn.“

Höfundur: Duncan Macmillan Þýðing og staðfærsla: Kristín Eiríksdóttir Leikstjórn: Ólafur Egill Egilsson Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir Lýsing: Þórður Orri Pétursson Hljóð: Baldvin Þór Magnússon Aðstoðarleikstjórn: Hlynur Páll Pálsson Leikari: Valur Freyr Einarsson

Kaupa miða


Jólaflækja Sýningar hefjast:

Salur:

nóvember Litla svið

Jólaflækja er falleg og fyndin barnasýning sem sýnd hefur verið á jólum frá árinu 2016. Einar er alltaf einn. Líka á jólunum. En Einari leiðist aldrei. Hann finnur alltaf upp á einhverju til að gera einveruna áhugaverða. Þegar hann lokast uppi á háa­lofti heima hjá sér á aðfangadag þarf hann að gera sitt besta til að halda hátíðina heilaga. En Einar er óheppinn og á það til að flækjast í jólaseríum eða lenda í slagsmálum við hangikjöt. Sýningin var tilnefnd til Grímuverðlauna vorið 2017. Hér fer Bergur Þór Ingólfsson á kostum í hlutverki Einars en hann er einnig höfundur og leikstjóri sýningarinnar. Jólaflækja hringir inn jólin á gamansaman og hjartnæman hátt fyrir yngstu áhorf­ endur Borgarleikhússins og fjölskyldur þeirra. S.B.H. Morgunblaðið „Yljar áhorfendum og minnir okkur á að jólin snúast ekki um gjafirnar heldur samveruna við annað fólk“

Höfundur: Bergur Þór Ingólfsson Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson Tónlist: Garðar Borgþórsson Leikmynd og búningar: Móeiður Helgadóttir Lýsing: Garðar Borgþórsson Leikari: Bergur Þór Ingólfsson

Kaupa miða


Kvöldstund með listamanni 42

Borgarleikhúsið

2020–2021

Í ljósi sögunnar Sýningar hefjast:

febrúar

Salur:

Litla svið

Óhætt er að segja að hin vandaða þáttaröð Veru Illuga­dóttur „Í ljósi sögunnar“ hafi slegið í gegn í Ríkisútvarpinu. Í þátt­ unum rekur Vera atburði úr mannkynssögunni á sinn ein­ staka hátt og tengir þá gjarnan við atburði líðandi stundar. Hlustenda­hópurinn hefur stækkað jafnt og þétt þau sjö ár sem þátturinn hefur verið í loftinu, enda sannleikurinn oft lygilegri en nokkur skáldskapur. Og af nógu er að taka. Nú fá frásagnirnar að lifa öðru lífi þegar Vera flytur nýjar sögur í eigin persónu á Nýja sviðinu og nýtur aðstoðar Halls Ingólfssonar, tónlistarmanns, við sviðsetninguna. Þau munu kafa í atburði sem ekki hefur verið fjallað um áður og gefst áhorf­endum og aðdáendum Veru því einstakt tækifæri til að hlýða á hana segja frá í eigin persónu. Höfundur: Vera Illugadóttir Leikstjórn: Valur Freyr Einarsson Hljóð: Garðar Borgþórsson Hljóðmynd: Hallur Ingólfsson Flytjendur: Vera Illugadóttir & Hallur Ingólfsson

Kaupa miða


Fílalag

Sýningar hefjast:

október

Salur:

Litla svið

Milda hjartað Sýningar hefjast:

Salur:

nóvember Nýja svið

Fátt sameinar okkur meira en tónlist. Ekki bara að skapa tónlist og hlýða á tónlist, heldur líka að fíla hana, greina hana og setja hana í alls konar samhengi. Fílalag fjallar um tónlist — hver sýning gengur út að kryfja eitt dægurlag til mergjar — en leiðin að kjarna tónlistarinnar liggur í gegnum alla dægur­menn­inguna og dýpri þætti tilverunnar. Leikhúsgestir eiga von á ferða­lagi með reyndum sviðslistamönnum og er hver sýning einstök, enda nýtt lag tekið fyrir í hvert sinn. Sýningin Fílalag er kvöldstund með listamönnunum Bergi Ebba sem á að baki langan feril sem rithöfundur, uppistandari og fyrirlesari og Snorra Helgasyni sem starfað hefur sem tónlistar­maður í hálfan annan áratug og á að baki fjölmargar sóló­plötur og leikhúsverkefni. Saman hafa þeir gefið út hlað­ varpið Fílalag frá árinu 2014 og eru þættirnir orðnir á þriðja hundrað talsins og uppsöfnuð hlustun um milljón spilanir.

Tónlistarmanninn Jónas Sig. þarf vart að kynna. Nú tekur hann áhorfendur með sér í ferðalag tals og tóna, frá krump­aðri karl­mennsku til mennsku hins milda hjarta. Hann rekur lífs­sögu sína allt frá uppvextinum í sjávarþorpinu Þorláks­höfn til dags­ins í dag. Sagan einkennist af leit hans að sjálfum sér, heil­brigðri karlmennsku og tilgangi þar sem hann speglar sig í þeirri sam­félags­gerð sem hann ólst upp við. Við sjáum sak­leysi bernsk­ unnar verða fyrir áföllum í óvægnum heimi þar sem vinnu­þjarkar bera harm sinn í hljóði. Við fylgjum Jónasi í leitinni að karlmennsku­fyrirmynd — hvort sem hana er að finna hjá sjó­mönn­unum, Obi Wan Kenobi eða Svart­höfða úr Stjörnu­stríðs­myndun­ um. Hér blandast sögur úr lífi Jónasar, tónlistinni og baráttu hans við að verða að manni. Sýningin er fyrir alla sem vilja kynn­ast töfrum hins milda hjarta.

Höfundar og flytjendur: Bergur Ebbi Benediktsson Snorri Helgason

Höfundur og flytjandi: Jónas Sig. Leikstjórn: Þorsteinn Bachmann Hljóðmynd: Þórður Gunnar Þorvaldsson

43

Kaupa miða

Kaupa miða


ROCKY! Sýningar hefjast:

febrúar

Salur:

Nýja svið

„Við verðum að útrýma þessum sjúkdómi sem herjar á landið okkar. Jafnvel þó það þýði borgarastyrjöld.“ –Rocky Balboa Við elskum öll söguna af Rocky, lúsernum sem nær með þraut­ seigju og vinnu að yfirstíga allar hindranir, bera and­stæð­inginn ofurliði og rísa upp sem sigurvegari í lokin. En hvað ef VIÐ erum andstæðingurinn? Hvað ef Rocky er einn af „hinum“? ROCKY! er nýtt danskt leikrit eftir einn áhugaverðasta leik­ hús­mann Dana­veldis, Tue Biering. Verkið vakti mikla athygli á síð­asta ári og þótti taka á frumlegan hátt á erfiðu málefni. Það vakti sterk viðbrögð í Danmörku, mikið lof gagn­r ýnenda og hlaut hin eftirsóttu sviðslistaverðlaun Reumerts. Sýning Óskabarna ógæfunnar var frumsýnd í Tjarnarbíó þann 18. október 2019 og hlaut afar lofsamlega dóma og var meðal annars sögð vera ein besta pólitíska ádeila sem sést hefur á íslensku leiksviði í háa herrans tíð. Sýningin hlaut tilnefningu til Grímunnar 2020 fyrir bestu leikstjórn og Sveinn Ólafur sigraði í flokknum Leikari ársins. Gríman 2020: Sveinn Ólafur Gunnarsson Leikari ársins í aðalhlutverki

Höfundur: Tue Biering Þýðing: Vignir Rafn Valþórsson og Sveinn Ólafur Gunnarsson Leikstjórn: Vignir Rafn Valþórsson Leikmynd og búningar: Enóla Ríkey Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason og Magnús Thorlacius Hljóðmynd: Ísidór Jökull Bjarnason Framkvæmdarstjórn: Jónas Alfreð Birkisson Starfsmaður: Sveinn Óskar Ásbjörnsson Leikari: Sveinn Ólafur Gunnarsson Samstarf við Óskabörn ógæfunnar.

Kaupa miða


Óperudagar í Reykjavík

KOK Frumsýnt:

október

Salur:

Nýja svið

„ég var að leika mann þess vegna brá þér vegna þess að ég stóð upp alltíeinu kveikti eld þess vegna brá þér“

Ljóða- og myndlistarbókin Kok eftir Kristínu Eiríksdóttur öðlast nýtt líf sem tónlistar- og leikhúsupplifun á fjölum Borgar­leik­ hússins nú á haustdögum. Kok vakti verðskuldaða athygli þegar hún kom út árið 2014 og var m.a. tilnefnd til Íslensku bók­mennta­verðlaunanna. Ljóð Kristínar fjalla á óvenjulega bein­ skeyttan hátt um samband og sambandsleysi, ást og andúð, þrá og skeytingarleysi þar sem mannlegt eðli er afhjúpað í öllum sínum dýrlega breyskleika. Í bókinni mynda ljóðin og myndlistin eina heild og í sviðs­verkinu er báðum þessum þáttum gert jafnhátt undir höfði og þeir fléttaðir saman við tónlistina og leikhústöfrana. Nú­ tíma­­óperan Kok er flutt af Hönnu Dóru Sturludóttur, sem um ára­­bil hefur verið meðal fremstu söngvara þjóðarinnar, Unu Sveinbjarnar­dóttur, fiðluleikara og Katie Buckley, hörpuleikara. Verkið er sett upp í tengslum við tónlistarhátíðina Óperu­ daga í samvinnu við leikhópinn Svartan jakka, en hann skipa auk Kristínar þær Þórunn Gréta Sigurðardóttir, tónskáld, og leikstjórinn Kolfinna Nikulásdóttir. Áður hafa þær unnið saman að útvarpsverkinu Fákafen sem hlaut Grímuverðlaunin 2018. Höfundur: Kristín Eiríksdóttir Leikstjórn: Kolfinna Nikulásdóttir Leikmynd og búningar: Steinunn Eyja Halldórsdóttir Tónlist: Þórunn Gréta Sigurðardóttir Lýsing: Pálmi Jónsson Hljóð: Garðar Borgþórsson Myndbandshönnun: Sigurður Möller Sívertsen Framleiðandi: Ragnheiður Maísól Sturludóttir Flytjendur: Hanna Dóra Sturludóttir sópran Katie Buckley harpa Una Sveinbjarnardóttir fiðla Samstarf við leikhópinn Svartur jakki. Verkefnið er styrkt af Reykjavíkurborg og mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Kaupa miða


Borgarleikhúsið fór af stað með nýtt verkefni síðastliðinn vetur sem ber nafnið „Umbúða­laust“. Í hráum sal á 3. hæð leikhússins er rými fyrir rannsóknir og tilraunir þar sem ungt sviðslistafólk fær tækifæri og frelsi til að þróa hugmyndir sínar. Umgjörð sýninganna er með minnsta móti og segja má að þær séu umbúðalausar. Markmiðið er að styrkja grasrótarstarf í íslensku sviðs­ listalífi og efla tengsl yngri kynslóðar sviðshöfunda við áhorfendur Borgarleik­hússins. Í vetur endursýnum við eitt þeirra verkefna sem komst á svið áður en leikhúsunum var lokað vegna samkomubanns, Kartöflur, sem nú er sýnt á Litla sviðinu. Ný sýning, Ertu hér?, verður frumsýnd í lok október. Hirðskáld Borgarleikhússins, þau Eva Rún Snorradóttir og Matthías Tryggvi Haraldsson, munu einnig koma með óvænt framlag í „Umbúðalaust“ röðina.

46

Borgarleikhúsið

2020–2021


Ertu hér? Frumsýnt:

október

Salur:

3. hæð

Dans- og hljóðverk um vináttu stelpna í lífsins ólgusjó. „Við spjölluðum alltaf á MSN áður en við fórum í kirkjuna. Líka áður en við fórum í skólann og eftir að við komum heim, fyrir mat og eftir mat. Þetta voru tvö leynileg hliðarlíf, kirkjan og inter­netið. Þar héldum við fram hjá raunveruleikanum, fram hjá Austó og hinum krökkunum sem mættu á diskótekin. En hvað gerist þegar lífið byrjar og það fer að molna undan fyrir­komulaginu?“ Ásrún Magnúsdóttir og Halla Þórlaug Óskarsdóttir hafa verið bestu vinkonur frá því þær voru sex ára. Þær hafa verið til staðar hvor fyrir aðra - en þær hafa líka ekki verið til staðar. Ertu hér? hefur verið í bígerð í 25 ár og fjallar um að fullorðnast í gegnum vináttuna.

Kartöflur Sýningar hefjast:

Salur:

september Litla svið

Hvort er meira virði: 50 leggings úr gjafaleik á Instagram eða 50 pokar af gullauga? Kartaflan fjölgar sér með spírum í móðurlegg og er ófær um að tjá sig. Hún er stolt jarða sinna, hún er kölluð Keisari eða Blálandsdrottning, Premiere eða Eyvindur nú eða ein­fald­lega Helga, eftir ræktunarkonu sinni Helgu Gísladóttur frá Unnars­ holtskoti í Hrunamannahreppi. Komin frá frönskum sjómönnum sem skildu eftir sig blátt kartöfluútsæði og brún augu austur í Berufirði. Fyrir norðan er kartaflan rauð og harðger og vel fallin til suðu eða í salat. Sviðslistahópurinn CGFC leggur af stað í ferðalag með kartöfluna sem leiðarvísi í tilraunakenndu sviðsverki. Hvað gerist þegar hópurinn sendir óvæntan tölvu­ póst í Þykkvabæinn? Sýningin hlaut tilnefningu til Grímunnar fyrir Leikrit ársins 2020.

Leikarar: Ásrún Magnúsdóttir Halla Þórlaug Óskarsdóttir

Kaupa miða

Meðlimir CGFC: Arnar Geir Gústafsson Birnir Jón Sigurðsson Halldór Eldjárn Hallveig Kristín Eiríksdóttir Ýr Jóhannsdóttir

Kaupa miða


Eva Rún & Matthías Tryggvi Leikskáld Borgarleikhússins leikárið 2020-2021 Eva Rún og Matthías Tryggvi voru valin Leikskáld Leikritunarsjóðs Leikfélags Reykjavíkur 2020–2021, en tilkynnt var um valið við athöfn í Borgarleikhúsinu 6. mars sl. Þau voru valin úr hópi 42 umsækjenda og taka við af Þórdísi Helgadóttur sem var leikskáld Borgarleikhússins á síðasta leikári. Eitt meginmarkmið Leikritunarsjóðs Leikfélags Reykjavíkur er að stuðla að auknum áhuga ungs fólks á leikritunarforminu og kynna verðandi leikskáldum lögmál leiksviðsins. Nú hafa átta leikskáld starfað við leikhúsið undir verndarvæng Leikritunarsjóðs, það eru; Auður Jónsdóttir, Jón Gnarr, Kristín Marja Baldursdóttir, Tyrfingur Tyrfingsson, Salka Guðmunds­ dóttir, Björn Leó Brynjarsson og nú síðast Þórdís Helga­dóttir sem lauk störfum síðasta vor. Markmið sjóðs­ins er einnig að efla nýsköpun og fjölbreytni í íslenskri leikritun, auka vægi leikritunar í samfélaginu og stuðla að því að hún njóti virðingar í samfélagi lista. Formaður stjórnar Leikritunarsjóðsins er frú Vigdís Finnbogadóttir, heiðursfélagi Leikfélags Reykja­víkur. Aðrir í stjórn eru Brynjólfur Bjarnason og Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri.

48

Borgarleikhúsið

2020–2021

Eva Rún Snorradóttir er sjálfstætt starfandi sviðslista­ kona og rithöfundur. Hún útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands, Sviðshöfundabraut vorið 2008. Eva Rún er meðlimur í sviðslistahópunum 16 elsk­endur og Fram­and­verkaflokknum Kviss búmm bang. Hún hefur gefið út þrjár ljóðabækur: Heims­endir fylgir þér alla ævi, 2013, Tappi á himninum, 2016 og Fræ sem frjóvga myrkrið, 2018. Sú síðastnefnda hlaut Maístjörnuna, verðlaun fyrir bestu ljóðabókina árið 2018. Eva Rún starfar reglulega sem stunda­ kennari og leiðbeinandi við Sviðslistadeild LHÍ. Hún er ein af listrænum stjórnendum alþjóðlegu leiklistarhátíðarinnar LÓKAL. Matthías Tryggvi Haraldsson útskrifaðist með BA sem sviðshöfundur frá LHÍ 2018. Hann hlaut verð­ launin Sproti ársins á Grímuverðlaununum 2019 fyrir sýning­una Griðastaður, sem var einnig tilnefnt sem leikrit ársins. Hann skrifaði verkið Stóri Björn og kakkalakkarnir sem valið var í NÚNA 2019 í Borgar­ leikhúsinu. Matthías var núna á dögunum valinn sem fulltrúi Íslands hjá leikfélaginu Cut the Cord sem stendur fyrir leiklistarhátíðinni New Nordics Festival, þar sem stendur til að sýna Griðastað í nýrri þýðingu. Þá hefur hann skrifað leikrit í samstarfi við Þjóð­ leikhúsið, sinnt þýðingum og unnið sem fréttamaður. Matthías er einn af stofnendum HATARA sem keppti fyrir hönd Íslands á Eurovision 2019.

Ljósmyndari: Saga Sig


WWW.ID.IS

Íslenski dansflokkurinn

KYNNTU ÞÉR NÝTT DANSÁR! 49


Fræðsludeild Borgarleikhússins

Markmið fræðsludeildar Borgarleikhússins er að opna leik­­­húsið fyrir ungum jafnt sem öldnum og vekja þannig áhuga nýrra kyn­slóða og nýrra áhorfenda á list leikhússins. Leik­skóla- og grunnskóla­nemendum er meðal annars boðið í heimsóknir í leikhúsið, skoð­unar­ferðir og starfskynningar eru haldnar samkvæmt óskum, auk þess sem margvíslegt efni tengt sýningum er gefið út og gert aðgengilegt á heimasíðu Borgarleikhússins. Leikhúskaffi Eins og undanfarin leikár munu Borgarleikhúsið og Borgar­ bókasafnið Kringlunni bjóða upp á viðburði undir heitinu Leikhúskaffi. Í vetur verða viðburðirnir í tengslum við svið­ setningar Borgarleikhússins á Útlendingnum, Orlandó og Taktu lagið Lóa. Aðstandendur sýninganna segja frá nálgun sinni og æfingaferlinu og í kjölfarið fá gestir stutta kynningu á leikmynd og annarri umgjörð sýningarinnar. Gestum bjóðast svo sérstök afsláttarkjör á leikhúsmiðum í lok Leikhús­kaffisins. Nánari upplýsingar má fá með því að senda póst á hallabjorg@ borgarleikhus.is en viðburðirnir eru jafnframt auglýstir í fréttabréfi Borgarbókasafnsins og á samfélagsmiðlum. Námskeið í samstarfi við Endurmenntun Endurmenntun Háskóla Íslands efnir til námskeiðs í samstarfi við Borgarleikhúsið í tengslum við uppsetningu á Orlandó. Rýnt verður í verkið, bakgrunn þess og hugarheim, auk þess sem þátttakendum verður boðið á æfingu þar sem þeim gefst tækifæri til að hitta aðstandendur sýningarinnar. Innifalið í námskeiðsgjaldi er jafnframt leikhúsmiði á opna æfingu á verkinu. Þess má geta að samstarfsnámskeið Endur­ mennt­unar og Borgarleikhússins hafa verið mjög vinsæl á undanförnum árum og oftar en ekki hafa færri komist að en vildu. Frekari upplýsingar og skráning er hjá Endurmenntun í síma 525-4444 og á endurmenntun.is. Leiklistarskóli Borgarleikhússins Leiklistarskóli Borgarleikhússins er spennandi valkostur fyrir börn og unglinga sem hafa brennandi áhuga á leiklist. Við bjóðum upp á þriggja ára metnaðarfullt leiklistarnám fyrir káta krakka á aldrinum 10–13 ára. Býr lítill leikari á þínu heimili? Boðið verður upp á inntökupróf í skólann í haust. Frekari upp­lýsingar um Leiklistarskólann er hægt að nálgast á vefsíðu Borgarleikhússins og með því að senda póst á leiklistarskoli@borgarleikhus.is. Krakkar skrifa leikrit Undanfarin ár hefur Borgarleikhúsið í samstarfi við RÚV og Krakka­RÚV staðið fyrir leikritunarsamkeppni fyrir börn á aldrinum 6-12 ára, undir yfirskriftinni Krakkar skrifa. Fjölmörg leikrit voru send inn frá krökkum víðs vegar að af landinu, en að lokum voru það leikritin Tímaflakkið mikla og Skrímslalíf sem báru sigur úr býtum. Þau voru verðlaunuð á Sögum, verðlaunahátíð barnanna og munu leikritin verða sett upp af útskriftarnemum Leiklistar­skóla Borgarleikhússins.

50

Borgarleikhúsið

2020–2021

Opnir kynningarfundir Gestum og gangandi verður boðið á kynningarfund þar sem sýningar á nýju leikári verða kynntar. Athugið að miðaframboð er takmarkað en áhugasamir geta tryggt sér ókeypis miða á borgarleikhus.is. Dagsetning verður auglýst síðar. Opnir samlestrar Boðið verður upp á opna samlestra á völdum verkum leikársins á æfingaferlinu en þar lesa leikarar verksins saman handritið. Takmarkað miðaframboð verður á samlestrana og geta áhuga­ samir tryggt sér ókeypis miða á borgarleikhus.is. Allir viðburðir verða kynntir nánar á borgarleikhus.is, á Face­ book-síðu Borgarleikhússins og í fjölmiðlum. Athugið að ókeypis er á þá alla á meðan húsrúm leyfir og því er nauð­synlegt að tryggja sér miða á borgarleikhus.is. Umræður eftir sýningar Í vetur munum við bjóða reglulega upp á umræður eftir sýn­ ingar. Leikhúsgestum býðst þá að sitja eftir í salnum að sýningu lokinni og ræða við aðstandendur sýningarinnar. Skoðunarferðir um húsið Hefur þig alltaf dreymt um að fá að standa á Stóra sviði Borgar­ leikhússins? Nú getur þú látið drauminn rætast því við bjóðum upp á skoðunarferðir um leikhúsið þar sem alls kyns krókar og kimar eru heimsóttir með leiðsögumanni. Panta þarf slíkar ferð­ir hjá Fræðsludeild Borgarleikhússins eða á borgarleikhus.is. Aðgengilegra Borgarleikhús Síðasta vetur hóf Borgarleikhúsið að bjóða upp á sýn­ingar með skjátexta á Stóra sviðinu. Í boði eru textar á íslensku, ensku og pólsku. Leikhúsið er eign okkar allra og mikilvægt að sem flestir geti notið þess. Leikskólasýning ársins Öllum elstu börnum í leikskólum Reykjavíkur verður boðið að kynn­ast leikhúsinu og töfrum þess með bráðfjörugri sýn­ ingu sem er samin sérstaklega fyrir þau undir yfirskriftinni Leikskólasýning ársins. Grunnskólanemendur upplifa leikhúsið Öllum nemendum 5. bekkjar í grunnskólum Reykja­víkur er boðið að verja stundu í Borgar­leik­húsinu, þar sem tækifæri gefst til að skoða og upplifa leikhúsið. 10. bekkingum í grunnskólum Reykja­­víkur er einnig boðið í heimsókn. Að þessu sinni er það ein­­leikurinn Allt sem er frábært frá árinu 2018 sem boðið verð­ur upp á. Sýningin hlaut mikið lof gagnrýnenda og er um­fjöllunarefni hennar afar þarft og mikilvægt. Fræðsludeildin er fyrir þig og alla hina Auk skipulagðrar dagskrár kappkostar fræðsludeildin að sinna eftir fremsta megni öllum þeim sem áhuga hafa á að fræðast meira um starfsemi Borgarleikhússins.


Leikfélag Reykjavíkur

Hádegisfundir í vetur

Leikfélag Reykjavíkur er eitt elsta starfandi menningar­­ félag landsins, stofnað fyrir meira en 120 árum. Það hefur staðið fyrir metnaðarfullum viðburðum í gegnum tíðina og var meðal annars drífandi í bygg­ ingu glæsilega leikhússins okkar, sem hefði aldrei risið án þessa félags. Síðastliðna vetur hefur leik­ félagið staðið fyrir skemmtilegum hádegisfundum um leiklist fyrr og nú. Í vetur verður haldið áfram í svip­uðum dúr í forsal Borgar­leikhússins. Meðan á dag­skrá stendur gefst gestum kostur á að gæða sér á léttum hádegisverði, gegn vægu gjaldi. Þar að auki fá félagar boð á samlestra, opnar æfingar og ýmsa aðra viðburði í leikhúsinu. Leikfélag Reykjavíkur er opið öllum og almennt félags­gjald er 6.000 krónur. Handhafar Leikhúskorta fá félagsgjöld með helmings afslætti, á 3.000 krónur og að sjálfsögðu er ókeypis fyrir 70+. Handhafar Lúxus­korta geta gerst félagar án endurgjalds með því að skrá sig á vef­síðu Borgar­ leikhússins. Skellið ykkur í lifandi félag. Upp­lýsingar um Leikfélagið, sögu þess og sam­þykktir er að finna á borgarleikhus.is.

Veisla – revíur  22.09. / kl. 12–13 Bergur Þór Ingólfsson og Saga Garðarsdóttir fjalla um erindi revíunnar nú á tímum og segja frá sýningunni Veislu. Revíur eru merkileg alþýðuskemmtun sem forðuðu Leikfélagi Reykjavíkur oftar en einu sinni frá fjárhagslegu strandi. Una Margrét Jónsdóttir sem hefur rannsakað revíurnar og gert um þær útvarpsþætti segir frá revíum fyrri tíma. Áratugir í leikhúsinu  20.10. / kl. 12–13 Jóhann Sigurðarson og Sigrún Edda Björnsdóttir hafa verið leikhúspar á fjölum leikhúsanna í fjörutíu ár. Þau segja frá leiklistarferlinum, lífinu í leikhúsinu og hvernig þau viðhalda leikhæfileikum sínum, andlegum og líkamlegum. Leikskáld Borgarleikhússins  17.11. / kl. 12–13 Matthías Tryggvi Haraldsson og Eva Rún Snorradóttir segja frá sér, vinnu sinni á leiklistarsviðinu og hug­ myndum sínum um leikritun og leikhús á 21. öld. Sölumaður deyr og Orlandó  19.01. / kl. 12–13 Kristín Jóhannesdóttir fjallar um sviðsetningu sína á Sölumaður deyr eftir Arthur Miller og Arnbjörg María Danielsen segir frá sviðsetningu sinni á Orlandó eftir Virginiu Woolf. Svava Jakobsdóttir  20.02. / kl. 11–14 Málþing um leikrit Svövu Jakobsdóttur og leikritun íslenskra kvenna. Framsöguerindi, pallborðsumræður og leiklestur á leikriti Svövu, Lokaæfingu.

51


Gott að vita

Veislur og skoðunarferðir Við sjáum bæði um standandi veislur og margrétta máltíðir, bjóðum skoðunarferðir um leikhúsið og sérsníðum viðburði að þörfum ólíkra hópa. Frekari upplýsingar fást á veitingar@borgarleikhus.is. Leikhúsupplifun sælkerans Kitlaðu bragðlaukana með ljúffengum veitingum á Leik­hús­ barnum áður en tjaldið fer upp. Við tökum vel á móti bæði einstaklingum og hópum. Pantaðu á borgarleikhus.is/veitingar eða veitingar@borgarleikhus.is. Mætið tímanlega Við hvetjum gesti til að vera snemma á ferðinni. Tilvalið er að eiga notalega stund fyrir sýningu, glugga í leikskrár og panta veitingar fyrir sýningu og/eða í hléi. Leiksýningar hefjast á tilsettum tíma og er þá leiksalnum lokað. Fáið fréttirnar fyrst Þeir sem eru skráðir á póstlista Borgarleikhússins fá fréttir af tilboðum, sýningum og nýjungum. Einnig er mögulegt að fylgjast með á Facebook, Instagram og YouTube, sjá það sem fram fer að tjaldabaki og vera í beinu sambandi við leikhúsið. Gjöf sem lifnar við Gjafakort fást í miðasölu Borgarleikhússins, á vef Borgar­ leikhússins og á þjónustuborði Kringlunnar. Gjafavörur Við seljum áhugaverða og skemmtilega muni sem tengj­ ast sýningunum, til dæmis leikskrár, bækur, leikrit í útgáfu Borgarleikhússins og margt fleira. Gott aðgengi Í Borgarleikhúsinu er gott aðgengi fyrir hjólastóla. Salerni fyrir fatlaða er staðsett við Nýja sviðið. Stóri og Litli salur hússins eru búnir sérstökum tónmöskvum sem gera notendum heyrnartækja kleift að heyra betur það sem fram fer. Einnig er boðið upp á textun á íslensku, ensku og pólsku á völdum sýningum. Næg bílastæði Fyrir leiksýningar er nóg af bílastæðum við Kringluna, bæði á efri og neðri hæð bílastæðisins. Strætó stoppar við innganginn Við Borgarleikhúsið stansa strætisvagnar frá öllum hverfum borgarinnar. Skildu bílinn eftir heima, njóttu leikhúskvöldsins og náðu síðustu ferð heim. Nánari upplýsingar í síma 568 8000 eða á borgarleikhus.is.

52

Borgarleikhúsið

2020–2021


Útgefandi: Borgarleikhúsið Ritstjórn og ábyrgð: Pétur Rúnar Heimisson Umsjón með textagerð: Hafliði Arngrímsson, Halla Björg Randversdóttir og Maríanna Clara Lúthersdóttir Prentun: Prentmet Oddi Letur: Sharp Grotesk Hönnun: Brandenburg Innihald blaðsins er birt með fyrirvara um breytingar. borgarleikhus.is Sími: 568 8000 Listabraut 3 103 Reykjavík Fylgdu okkur á Facebook og Instagram: @borgarleikhusid



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.