Borgarleikhúsið 2021-2022

Page 1

Við erum mætt til leiks

Borgarleikhúsið 2021­­—2022


Komdu í áskrift að töfrum Tryggðu þér bestu sætin á besta verðinu Nánar á borgarleikhus.is Miðasala í síma 568 8000


Leikhústvenna: 2–3 sýningar

20 % 30 % 40 % 50 %

Ertu á leið í menningarf erð til Reykjavík ur?

afsláttur af miðum

Leikhúskort: 4–7 sýningar afsláttur af miðum

10%

Þú getur no tað Ferðagjöfin a hjá okkur

afsláttur af veitingum

Lúxuskort: 8+ sýningar afsláttur af miðum

15% afsláttur af veitingum

Ungmennakort: 4 sýningar afsláttur af miðum

25 ára og yngri

Fjölbreyttar leiðir – hvað hentar þér?


Umbúðalaust

Í samstarfi við Miðnætti

How to make love to a man

Umbúðalaust

Tjaldið

Á vísum stað

202 2022


Hundur í óskilum

A st r i d L i n dg re n

Margrét Guðmundsdóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Edda Björgvinsdóttir og Kristbjörg Kjeld

N J Á L A Á

H U N D A V A Ð I

Eftir Caryl Churchill

Úr smiðju CommonNonsense

Töfraheimur Kjarvals

FY RR VE R A NDI

Úff hvað allt er dýrt hérna

TU JEST ZA DROGO Úr smiðju CommonNonsense

FYRRVERANDI Í samstarfi við leikhópinn PóliS

Kjarval Eftir Line Mørkeby

Umbúðalaust

ER ÉG MAMMA MÍN?

Gísli Örn Garðarsson

Ertu hér?

Útlendingurinn Morðgáta

GOSI M O O R 4.1 L I VE

Umbúðalaust

Ævintýri spýtustráks

FemCon

ÞOKA Í samstarfi við leikhópinn Sel


Kæri leikhúsgestur Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri

Í upphafi nýs leikárs ávarpa ég þig, full vonar um að við megum á næstu mánuðum njóta sagna og söngva, samveru og skemmtunar í Borgarleikhúsinu okkar allra. Þegar þessi orð eru rituð er í fullum gangi sýning á Níu lífum, stórsöngleiknum sem bíða þurfti í átján mánuði eftir að komast aftur á svið, en eins og öllum er kunnugt varð sýningin heimsfaraldri að bráð í mars 2020. Vegna stærðar hennar og umfangs lánaðist okkur ekki að koma henni aftur af stað fyrr en nú – og þvílík gleði og gæsahúð að sjá og heyra viðbrögð áhorfenda! Það er ekki sjálfgefið að leiksýning lifi slíkar hremmingar af en þegar kjarninn er heill og hjartað heitt þá er tilgangurinn skýr. Slíkar sögur hafa níu líf og við erum rétt að hefja vegferðina. Að þessu sinni prýða kápu kynningarrits Borgarleikhússins smámyndir af listamönnum hússins – þeim sem stíga munu á svið og segja okkur sögurnar sem við þurfum og þráum. Hver smámynd segir áhugaverða og kvika sögu en saman mynda þær heillandi og forvitnilega heild. Þrá manneskjunnar og þörf til að heyra sögur er frumþörf. Við speglum okkur í sögum til að skilja okkur sjálf og finna tilgang. Án sagna væri til lítils að lifa og við í Borgarleikhúsinu leggjum allan okkar metnað í að segja mikilvægar sögur og stuðla að fjölbreytni í því sem við berum á borð fyrir þig, kæri gestur. Í vetur leggjum við áherslu á okkar sögur, sögur sem eru nálægar okkur og við getum tengt við. Sögur Íslendinga, borgarbúa og sögur sem staðsetja okkur eru Níu líf, Þétting hryggðar eftir Dóra DNA og Fyrrverandi úr smiðju CommonNonsense.

4

Borgarleikhúsið

2021–2022

Við nærum fornsöguáhugann á hundavaði um Njálu. Nærandi nostalgíu og horfinn tíma sem þó setur allt í rétt samhengi finnum við í fjölskyldusýningunum Kjarval og Emil í Kattholti en sá síðarnefndi birtist okkur í tali og tónum á Stóra sviðinu í nóvember. Við snertum á djúpum og sárum tilfinningum í Ég hleyp og stígum inn í glundroðahugsun heims á hverfanda hveli í Ein komst undan. Við galopnum samtal við nærumhverfi og nýja Íslendinga í Tu jest za drogo sem leikin er á pólsku og barnasýningin Þoka er leikin á íslensku og færeysku til jafns. Allra fyrsta leikhúsreynslan, skynjunarleikhús fyrir börn frá þriggja mánaða til þriggja ára, er svo í boði snemma á morgnana í ljúfu sýningunni Tjaldinu. Síðast en ekki síst fáum við að sjá áhugaverðar rannsóknir yngri kynslóðar sviðslistafólks í Umbúðalausu en að þessu sinni bjóðum við fjóra frábæra hópa velkomna í hús. Í samstarfi við Íslenska dansflokkinn bjóðum við svo upp á tvær glæsilegar sýningar á Stóra sviðinu: Rómeó og Júlíu og upplifunarleikhús KICompany í Room 4.1-LIVE. Okkar tilgangur er að segja sögur og það er af nógu að taka á glænýju og spennandi leikári sem við hlökkum til að njóta til fulls! Við höfum staðið af okkur storma og erum þakklát þér, kæri gestur, fyrir skilninginn, þolinmæðina og traustið. Nú vantar okkur ekkert nema samveruna. Við hlökkum til að taka á móti þér í Borgarleikhúsinu á ný. Gleðilegt nýtt leikár. Við erum mætt til leiks!

„Okkar t sögur og á glæný við hlökk


tilgangur er að segja g það er af nógu að taka ýju og spennandi leikári sem kum til að njóta til fulls!“ 5

Ljósmynd: Viðar Logi


Leikhúsbarinn

Góð byrjun á góðu kvöldi Nýr og glæsilegur leikhúsbar hefur opnað í forsal leikhússins. Kitlaðu bragðlaukana með ljúffengum veitingum á Leikhúsbarnum áður en tjaldið fer upp.

6

Borgarleikhúsið

2021–2022


7


Teboð og tortíming

Ein komst undan Frumsýnt:

janúar

Salur:

Litla svið

Á ljúfu síðdegi sitja fjórar nágrannakonur í bakgarði einnar þeirra og ræða allt milli himins og jarðar: sápuóperur, barnabörnin, horfnar hverfisverslanir, drauma um að fljúga og óstjórnlegan ótta við ketti. Undir broslegum hversdeginum krauma leyndarmál og sársauki langrar ævi og allt um kring leynist yfirvofandi – eða jafnvel afstaðinn – heimsendir. Með einstökum húmor rennur teboð saman við hörmungar og náttúruhamfarir, sem eru jafn skelfilegar og þær eru kostulegar og staðfesta þau orð leikskáldsins Samuel Beckett að ekkert sé fyndnara en óhamingjan. Caryl Churchill (f. 1938) er eitt helsta og afkastamesta leikskáld Breta síðustu áratuga, en eftir hana liggja á sjötta tug leikverka fyrir svið, útvarp og sjónvarp. Ein komst undan er skrifað fyrir fjórar leikkonur sem allar eru að minnsta kosti sjötugar og þar eru sögur eldri kvenna í forgrunni, kvenna sem hafa staðið af sér áföll og árekstra í heimi sem virðist stöðugt á heljarþröm. Í þessu magnaða verki sameina fjórar af ástsælustu leikkonum þjóðarinnar krafta sína, þær Edda Björgvinsdóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Kristbjörg Kjeld og Margrét Guðmundsdóttir, í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur.

8

Borgarleikhúsið

2021–2022

Höfundur: Caryl Churchill Þýðandi: Kristín Eiríksdóttir Leikstjórn: Kristín Jóhannesdóttir Tónlist: Garðar Borgþórsson Leikmynd: Egill Ingibergsson og Móeiður Helgadóttir Búningar: Stefanía Adolfsdóttir Lýsing: Egill Ingibergsson Leikgervi: Guðbjörg Ívarsdóttir Leikarar: Edda Björgvinsdóttir Guðrún Ásmundsdóttir Kristbjörg Kjeld Margrét Guðmundsdóttir


9


9líf Við erum öll, við erum öll, við erum öll, Bubbi!

Sýningar hefjast:

ágúst

Stóra svið

Bubbi Morthens er samofinn þjóðarsálinni í öllum sínum birtingarmyndum: Stjarnan sem rís úr slorinu; fyrst sem málsvari verkalýðsins, svo alþýðusöngvari þjóðarinnar, þá atómpönkari og gúanórokkari sem breytist í ballöðupoppara sem syngur með stór­sveitum. Skoðanaglaði gasprarinn, skrifblinda ljóð­skáldið, fíkillinn sem reis upp, kvennamaðurinn og sá sem elskar að­eins eina konu, Kúbverjinn og Hollywoodvíkingurinn, veiðimaðurinn, friðar­­sinninn og box­­arinn. Sögur Bubba Morthens eru sögur okkar allra; sögur Íslands. En hver er hann í raun og veru? Og hver erum við? Í þessari stórsýningu leggja leikarar, dans­ arar, tónlistarmenn og fleiri góðir gestir, allt í sölurnar við leitina að Bubbanum í okkur öllum og fylla sviðið með sögum, lögum, ljóðum og litum þessa elskaða og umdeilda listamanns.

10

Borgarleikhúsið

Þ.T. Morgunblaðið

Salur:

2021–2022

Höfundur og leikstjóri: Ólafur Egill Egilsson Tónlist og söngtextar: Bubbi Morthens Danshöfundur: Lee Proud Tónlistarstjórn: Guðmundur Óskar Guðmundsson Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Búningar: Filippía I. Elísdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Hljóð: Gunnar Sigurbjörnsson og Þórður Gunnar Þorvaldsson Leikgervi: Elín S. Gísladóttir Dramatúrg: Andrea Vilhjálmsdóttir Leikarar: Aron Már Ólafsson Björn Stefánsson Esther Talía Casey Halldóra Geirharðsdóttir Hjörtur Jóhann Jónsson Halldór Gylfason Rakel Björk Björnsdóttir Valur Freyr Einarsson Baldur Björn Arnarsson Gabríel Máni Kristjánsson Hlynur Atli Harðarson

Dansarar: Björn Dagur Bjarnason Höskuldur Þór Jónsson Katrín Mist Haraldsdóttir Sólbjört Sigurðardóttir Sölvi Viggósson Dýrfjörð

Kórar: Söngskólinn Domus vox Stúlknakór Reykjavíkur og Aurora Hljómsveit: Aron Steinn Ásbjarnarson Guðmundur Óskar Guðmundsson Hjörtur Ingvi Jóhannsson Þorvaldur Þorvaldsson Örn Eldjárn


11


Emil Eftirlæti allra loksins í Borgarleikhúsinu

í Kattholti Frumsýnt:

Salur:

nóvember Stóra svið Hver kannast ekki við Emil í Kattholti, uppátækjasama og hjarta­hlýja drenginn sem er hugarsmíð barnabókahöfundarins ástsæla Astrid Lindgren? Síðan Emil kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1963, hefur hann átt vísan stað í hjörtum barna jafnt sem fullorðinna um heim allan og er nafn hans samofið hugmyndum um lífsgleði og prakkaraskap. Hér kynnumst við ekki bara Emil og Ídu, litlu systur hans, heldur einnig misþolinmóðum foreldrum þeirra Ölmu og Anton, hinni seinheppnu Línu vinnukonu, sögukonunni Týtuberja Mæju, vafasömu Ráðskunni á fátækrahælinu og síðast en ekki síst stórvini Emils, Alfreð vinnumanni. Hér mun ekki skorta fjörið þegar leikstjórinn Þórunn Arna Kristjánsdóttir leiðir glæsilegan hóp leikara og tónlistarmanna inn í Smálöndin sænsku. Kattholt er heill heimur ævintýra og nú lifnar hann sem aldrei fyrr í söngvum og gleði á stóra sviði Borgarleikhússins.

Höfundur: Astrid Lindgren Höfundur leikgerðar: Johan Gille Þýðing: Þórarinn Eldjárn Leikstjórn: Þórunn Arna Kristjánsdóttir Tónlist: Georg Riedel og Fredrik Åkerblom Danshöfundur: Lee Proud Tónlistarstjórn: Agnar Már Magnússon Leikmynd: Eva Signý Berger Búningar: María Th. Ólafsdóttir Lýsing: Pálmi Jónsson Hljóð: Þórður Gunnar Þorvaldsson Myndbönd: Elmar Þórarinsson Leikgervi: Elín S. Gísladóttir Aðstoðarleikstjórn: Hlynur Páll Pálsson Leikarar: Aron Már Ólafsson Árni Þór Lárusson Ásthildur Úa Sigurðardóttir Esther Talía Casey Haraldur Ari Stefánsson Hjörtur Jóhann Jónsson Jóhann Sigurðarson Rakel Ýr Stefánsdóttir Sigrún Edda Björnsdóttir Sigurður Þór Óskarsson Sólveig Arnarsdóttir Sólveig Guðmundsdóttir Þorsteinn Bachmann Gunnar Erik Snorrason Hlynur Atli Harðarson Sóley Rún Arnarsdóttir Þórunn Obba Gunnarsdóttir Hljóðfæraleikarar: Agnar Már Magnússon Andrés Þór Gunnlaugsson Haukur Gröndal Kjartan Guðnason Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir

12

Borgarleikhúsið

2021–2022


13


„Þetta hjónaband stefndi bara í áttina að lestarslysi. Svo ég ákvað að stökkva út.“

Fyrrveran Frumsýnt:

mars

Salur:

Nýja svið

Vinir hittast til að kryfja málin í „symposium“; sam­ ræðum með víni, þar sem allt er undir; samböndin, samlífið, draumarnir, áföllin, sjálfshjálparnámskeiðin, samskiptin við tengdó og stjúpbörnin og síðast en ekki síst fyrrverandi! Hversu oft hugsarðu um fyrrverandi? Er eðlilegt að stjúpsystkini klóri augun úr hvoru öðru? Hvað eru eiginlega margir í þessu hjónabandi? Er hundurinn ekki óeðlilega ástleitinn? Hver var að tala um opið samband? Þúsundþjalasmiðurinn Valur Freyr Einarsson leikstýrir hér eigin verki með aðra meðlimi CommonNonsense sér við hlið en hópurinn, með Ilmi Stefánsdóttur myndlistarkonu og leikmyndahöfundi og tónlistarmanninum Davíð Þór Jónssyni innanborðs, á að baki dásamlegar sýningar á borð við Söngleikinn Leg og Tengdó. Útkoman er myljandi fyndið og hjartnæmt verk sem speglar flókið fjölskyldulíf og sambönd nútímans þannig að við finnum samhljóm við okkar eigin grátbroslegu tilveru.

14

Borgarleikhúsið

2021–2022

Höfundur og leikstjóri: Valur Freyr Einarsson Tónlist: Davíð Þór Jónsson Leikmynd og búningar: Ilmur Stefánsdóttir Lýsing: Ingi Bekk Hljóð: Salka Valsdóttir Leikgervi: Rakel María Hjaltadóttir Leikarar: Esther Talía Casey Halldór Gylfason Jörundur Ragnarsson Katla Margrét Þorgeirsdóttir Vala Kristín Eiríksdóttir Þorsteinn Bachmann


ndi 15


Ég hleyp Hvar endarðu ef þú heldur bara áfram að hlaupa?

Frumsýnt:

október

Salur:

Litla svið

Maður á ónefndum stað byrjar að hlaupa eftir barnsmissi. Hann hleypur og hleypur og getur ekki hætt. Hann getur ekki höndlað sorgina með öðrum hætti, á hlaupunum finnst honum hann vera léttur, frjáls og sterkur. Þannig getur hann tjáð sig um missinn, ranglætið og varnarleysið sem hrjáir hann. Á hlaupum getur hann sagt frá líðan sinni og tilfinningum, sem mörgum karlmönnum reynist erfitt. Line Mørkeby er eitt fremsta leikskáld Danmerkur og í þessu áleitna leikriti leitar höfundurinn svara við því hvernig við getum lifað áfram eftir barnsmissi. Textinn er rytmískur, knappur og til­finningaríkur og ferðalagið óvenjulegt, átakan­legt og heillandi í senn. Gísli Örn Garð­arsson er einn á sviðinu og hleypur í gegn­um sálar­angist aðalpersónunnar í leikstjórn Hörpu Arnardóttur.

16

Borgarleikhúsið

2021–2022

Höfundur: Line Mørkeby Þýðandi: Auður Ava Ólafsdóttir Leikstjórn: Harpa Arnardóttir Leikmynd: Börkur Jónsson Búningar: Filippía Elísdóttir Hljóð: Garðar Borgþórsson Leikgervi: Elín S. Gísladóttir Leikari: Gísli Örn Garðarsson


p 17


„Það hjólar enginn svona vegalengd í norðanátt og skafrenningi nema hann sé geðbilaður.“

ÞÉTTING HRYGGÐAR Frumsýnt:

Salur:

september Litla svið

„Við erum öll einbýlishús, jólaskrautið uppi og öll ljós kveikt, ein uppi á hól og enginn veit hvað er að gerast inni.“ Húsmóðir úr Hlíðunum, arkitekt úr Vesturbænum, unglingur úr Breiðholti og iðnaðarmaður úr Grafarvogi – Fjórir Reyk­ víkingar eru læstir inni í fundarherbergi í Borgartúninu af öryggisástæðum. Þau deila um skipulagsmál, Domino's og hverjum sé raunverulega hægt að kenna um allt sem er að. Ef byggðin er of þétt, þá heyrum við tómahljóðið í hjörtum nágranna okkar og þá er erfiðara að sofna á kvöldin. Þar liggur vandinn. Þétting hryggðar er ferskt og meinfyndið verk eftir uppi­standarann, rithöfundinn, víninnflytjandann og áhuga­ boxarann Halldór Laxness Halldórsson – Dóra DNA.

18

Borgarleikhúsið

2021–2022

Höfundur: Halldór Laxness Halldórsson Leikstjórn: Una Þorleifsdóttir Tónlist og hljóð: Garðar Borgþórsson Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger Lýsing: Kjartan Þórisson Leikgervi: Guðbjörg Ívarsdóttir Sviðshöfundur: Jóhann Kristófer Stefánsson Leikarar: Jörundur Ragnarsson Rakel Ýr Stefánsdóttir Sveinn Ólafur Gunnarsson Vala Kristín Eiríksdóttir


19


Njála á hundavaði Þeir eru komnir aftur!

Frumsýnt:

Salur:

nóvember Nýja svið

Eftir að hafa farið á hundavaði um sögu íslensku þjóðarinnar í þremur brakandi skemmtilegum sýningum – Sögu þjóðar, Öldinni okkar og Kvenfólki – snýr hinn óviðjafnanlegi dúett Hundur í óskilum aftur og ræðst á einn af hornsteinum íslenskrar menningar – sjálfa Njálu. Drepfyndin sýning þar sem þeir Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur Stephensen hlaupa meira en hæð sína í öllum herklæðum í gegnum skrautlegt persónugallerí Njálu. Við sögu koma taðskegglingar, hornkerlingar, kinnhestar, kartneglur og þjófsaugu svo fátt eitt sé nefnt.

20

Borgarleikhúsið

2021–2022

Höfundur: Óþekktur Leikgerð: Hjörleifur Hjartarson Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir Tónlist: Hundur í óskilum Leikmynd og búningar: Þórunn María Jónsdóttir Lýsing: Ingi Bekk Hljóð: Þorbjörn Steingrímsson Leikgervi: Elín S. Gísladóttir Leikarar: Eiríkur Stephensen Hjörleifur Hjartarson


21


Kjar Flýtið ykkur út og sjáið fegurðina!

Frumsýnt:

Salur:

september Litla svið

Listmálarinn Jóhannes Sveinsson Kjarval var ekki bara einn merkasti málari sem Íslendingar hafa átt, heldur má segja að hann hafi átt stóran þátt í að kenna þjóð sinni að meta stórbrotna náttúru landsins, náttúrunnar vegna. En hver var þessi sérkennilegi maður – og hvaðan kom hann? Í leikandi léttri fjölskyldusýningu sem byggir að hluta til á verðlaunabók Margrétar Tryggvadóttur um listamanninn, er leitast við að draga upp mynd af Kjarval; drengnum, manninum og málaranum. Listin sjálf er sömuleiðis í brennidepli; hvernig hún er allt í kringum okkur og hefur áhrif á lífið alla daga, við horfum á listina og ef við erum heppin þá horfir hún til baka. Jóhannes Kjarval batt bagga sína ekki sömu hnútum og samferðamenn hans en kenndi okkur að líta umhverfið nýjum augum og sjá listina í hinu stórbrotna jafnt sem hinu hversdagslega – í hrikalegu hrauni en líka í mygluðum flatkökum.

22

Borgarleikhúsið

2021–2022

Höfundur leikgerðar og leikstjóri: Stefán Hallur Stefánsson Tónlist: Úlfur Eldjárn Leikmynd og búningar: Guðný Hrund Sigurðardóttir Lýsing: Pálmi Jónsson Hljóð: Þorbjörn Steingrímsson Leikgervi: Elín S. Gísladóttir Sviðshreyfingar: Kata Ingva Aðstoðarmaður leikstjóra: Rakel Björk Björnsdóttir Leikarar: Haraldur Ari Stefánsson Þuríður Blær Jóhannsdóttir Að hluta til byggt á bók Margrétar Tryggvadóttur — Kjarval – Málarinn sem fór sínar eigin leiðir


rval 23


Guðrún Ásmunds, Kristbjörg Kjeld &

Margrét Guðmunds

24

Borgarleikhúsið

2021–2022


Augnablikin lifa

Stórleikkonurnar Guðrún Ásmundsdóttir, Kristbjörg Kjeld og Margrét Guðmundsdóttir hafa haft í nógu að snúast undanfarna daga; æfingar, búningamátun, ljósmyndataka og nú eru þær mættar í viðtal upp á bókasafn Borgarleikhússins. Í vetur munu þær nefnilega standa saman á sviðinu og leika ásamt hinni óviðjafnanlegu Eddu Björgvinsdóttur undir styrkri stjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Verkefnið er hið fyndna en óvenjulega leikrit Caryl Churchill, Escaped Alone, sem í frábærri þýðingu Kristínar Eiríksdóttur ber nafnið Ein komst undan. Verkið, sem hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda um heim allan, er stutt en gerir miklar kröfur til leikkvennanna fjögurra. Það þarf þó engan að undra að þær Guðrún, Kristbjörg og Margrét víli ekki fyrir sér að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur enda búa þær samanlagt yfir meira en tvöhundruð ára leikreynslu sem verður að teljast algjörlega einstakt. Margrét Guðmundsdóttir starfaði stærstan hluta ferils síns hjá Þjóðleikhúsinu á meðan Guðrún Ásmundsdóttir var Leikfélagskona og lék niðri í Iðnó og svo í Borgarleikhúsinu þegar það reis. Kristbjörg lék mikið í Þjóðleikhúsinu en hefur til lengri tíma starfað hjá báðum húsum og allar eiga þær sömuleiðis að baki feril í útvarpsleikhúsi, sjónvarpi og kvikmyndum. Þó Kristbjörg og Margrét hafi áður leikið saman verður þetta í fyrsta sinn sem þær standa allar þrjár saman á sviði. Það verður söguleg stund og óhætt að segja að gæsahúðin hafi verið allsráðandi hjá öllu starfsfólki hússins á fyrsta samlestri verksins síðastliðið vor. Leikkonurnar námu leiklist erlendis sem og hér heima og náðu þær að kynnast mörgu af því merkisfólki sem mótaði listgreinina á Íslandi, fólkinu sem ruddi brautina og gerði metnaðarfullt atvinnuleikhús að veruleika. Því er vel við hæfi nú, þegar 125 ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur er á næsta leiti, að ræða við þessar stórskemmtilegu konur um þeirra fyrstu spor á listabrautinni – en ekki síður um það sem er handan við hornið. Á fallegum vordegi í maí hafa „unglingarnir“ Edda Björgvinsdóttir og Kristín Jóhannesdóttir fengið frí en Magnús Þór Þorbergsson og Maríanna Clara Lúthersdóttir hitta elstu starfandi listamenn Borgarleikhússins í spjalli. Það væri þó synd að segja að hár aldur leikkvennanna sé það fyrsta sem kemur upp í hugann því hlátrasköllin bergmála eftir göngum hússins þegar spyrlana ber að garði. Leikkonurnar eru enda ekkert ef ekki fullar af ástríðu fyrir listinni og leikhúsinu og auðvitað lífinu sjálfu.

„Ég vil út! Það brennur eldur í æðum mér!“ Aðspurðar um hversu langt sé síðan leikferillinn hófst er Margrét fyrst til svars. Margrét: Ég er búin að vera sjötíu ár núna í vor. (Þær hlæja allar dátt og Margrét kinkar glettin kolli). Margrét: Akkúrat! Kristbjörg: Mín fyrsta frumsýning í Þjóðleikhúsinu var 1957. En þá var ég búin að leika með áhugaleikfélögum áður í Hafnarfirði. En 1957, þá lék ég í Horft frá brúnni og Önnu Frank. Guðrún: Fyrsta sem ég lék eftir að ég kom úr námi á Englandi var Kirsuberjagarðurinn í Þjóðleikhúsinu 1957. Og ég hélt alltaf að ég yrði hjá Þjóðleikhúsinu – ég átti að fara að leika í Föðurnum, ungu stelpuna. En þá fór ég að eiga Sigrúnu Eddu og ég hugsaði þetta er bara búið, glatað að eilífu, ég á aldrei eftir að leika framar – orðin ólétt og allt það. En svo hringdi síminn 1958 þegar Sigrún Edda var svona þriggja vikna, og það var Helgi Skúlason og hann spurði hvort ég vildi vera með í leikriti niðri í Iðnó. „Guð! Jesús minn! Já takk!“ „Heyrðu þetta er nú lítið hlutverk Gunna …“. „Allt í lagi, allt í lagi þótt það sé lítið hlutverk!“ „Og þetta er um stúlku, hún er vinnukona og hún er svo löt og heimsk að hún myndi skera af sér nefið áður en hún fyndi lyktina úr ruslafötunni.“ Og ég sagði: „Þetta er einmitt hlutverk fyrir mig! Og þakka þér kærlega fyrir!“ Og svo átti ég að fara á fyrsta samlestur sem var á sviðinu í Iðnó og á leiðinni að heiman, þá hugsaði ég: Jesús minn, ég hef fitnað svo mikið við barnsburðinn. Hann á eftir að sjá mig og bara segja mér upp! Því miður – bara: „Við höfum nú ekki hugsað okkur Dóru svona!“ En ég kom niður í Iðnó og fólkið var uppi á sviði. Og þá reis Helgi, sem var leikstjórinn, á fætur þegar hann sá mig koma og sagði: „Guðrún! Þetta er fínt! Dóra á að vera svona feit!“ Og þar með var ég komin inn í Leikfélag Reykjavíkur og svo var ég þar það sem eftir var. (Þær hlæja allar dátt) Margrét: Ég lærði í Þjóðleikhússkólanum og svo í RADA. Og jú, það var bara fínt í RADA. Kristbjörg: Varstu ekki með Peter O‘Toole? Margrét: Jújú, Kristbjörg: Og einhverjum fleirum fínum! Margrét: Albert Finney … Já, þeir voru bekkjarfélagar mínir. Spyrlarnir taka sér augnablik til að melta þessar fréttir en Margrét er auðvitað sallaróleg yfir hinum frægu bekkjarbræðrum sínum. Kristbjörg: Ég fór í Þjóðleikhússkólann – og svo á öll möguleg námskeið eftir það. Alltaf á námskeiðum út um allt því mér fannst

25


einhvern veginn vanta eitthvað í þetta nám í Þjóðleikhússkólanum. Þannig að ég var alltaf að fara til útlanda og finna upp hjólið. Hvernig maður ætti að gera þetta. Margrét: Þeir voru náttúrulega fjölbreyttari þessir skólar úti – og maður var þarna allan daginn. Alveg frá því á morgnana til – ja til fjögur. Guðrún: Þjóðleikhússkólinn var kvöldskóli, hann var frá fimm, af því fólk var yfirleitt að vinna og gat svo komið úr vinnunni klukkan fimm. Margrét: Já, maður vann... Kristbjörg: Og svo um helgar – á laugardögum. Margrét: Maður var þarna alltaf öll kvöld að æfa senurnar. Kristbjörg: Og svo var maður statisti í sýningunum og horfði á eldri leikarana. Margrét: Já, alveg frá byrjun! Kristbjörg: Það var heilmikill skóli í rauninni. Guðrún: Ég var hjá Lárusi Pálssyni í þrjú ár og ég held því enn þá fram að hann hafi verið besti kennari sem við fengum. Margrét: Ég var eitt ár hjá honum. Guðrún: Fannst þér hann ekki dásamlegur? Margrét: Jú, hann var fínn. Guðrún: Og hvað það var mikill kúltúr í honum Lárusi. Kristbjörg: Já, hann var skólaður – svo vel menntaður leikari. Hann var lengi í Danmörku áður en hann kom heim – var að leika þar. Maríanna: Já, hann kom bara heim út af stríðinu. Kristbjörg: Já, hvað hét skipið? Magnús: Ja, borgin hét Petsamo. Kristbjörg: Petsamo fararnir voru þeir kallaðir. Margrét: Regína Þórðardóttir kom líka heim með Petsamo. Kristbjörg: Já hún var líka þarna. Hér er átt við fræga för strandferðaskipsins Esju til Petsamo í Norður-Finnlandi, en þangað fór skipið til að sækja 258 manns sem höfðu orðið innlyksa á meginlandi Evrópu vegna seinni heimsstyrjaldarinnar. Þótt Bretar og Þjóðverjar hefðu gefið leyfi fyrir ferðinni var þetta engu að síður mikil hættuför. Margrét: En maður kynntist líka vinnubrögðum þessa fólks þarna af því maður fékk alltaf að vera með í leikritunum. Guðrún: Já, það mátti þá! Það er eitt af þessu – þegar átti að vera svo góður við ungu leikarana að það átti að banna að taka okkur í sýningarnar af því við vorum að vinna kauplaust! Kristbjörg: Við vorum alltaf statistar – hvað vorum við eiginlega að gera þarna? (Þær hlæja allar) Margrét: Bara allt mögulegt! Guðrún: Við vorum í öllu – við áttum bara heima þarna. Margrét: Einhvern tímann, þegar ég var

26

Borgarleikhúsið

2021–2022

nýkomin inn í Þjóðleikhússkólann þá var ég skrifstofudama í einhverju verki og fór bara inn og út af sviðinu – ég sagði ekki neitt sko. Kristbjörg: Nei, einmitt, ég var hjúkka, kom inn með bakka og var alveg að drepast ég var svo nervös áður en ég fór inn með þennan blessaða bakka. (Þær hlæja allar) Guðrún: Ég man líka þegar maður var statisti, virðingin sem maður bar fyrir leikurunum. Kristbjörg: Já mikil ósköp! Guðrún: Ég var einu sinni statisti í TyrkjaGuddu, við vorum í 100 manna hellinum afskaplega aum og þá rauk Klemens Jónsson upp á stein og sagði: „Ég vil út, það brennur eldur í æðum mér!“ og rauk út. Guð, mér fannst þetta svo flott. Svo hef ég sagt barnabörnunum mínum þetta og þau segja oft þessa setningu þegar þau eru að fara út. „Ég vil út, það brennur eldur í æðum mér!“ (Þær skellihlæja)

Helgi Skúlason og Guðrún Ásmundsdóttir í Blóðbrullaupi 1959.


Pelagónía sem einu sinni var Guðrún: Svo upplifði ég það að stoppa virðulegan leikara, sem átti það til að mæta fullur, þegar hann var þarna kominn í vitlausan búning. Hann var mættur í vitlaust leikrit og var kominn í sýslumannsbúninginn úr held ég Skugga-Sveini. Og ég bara mæti honum og segi (með uppburðalítilli röddu) „fyrirgefðu, þetta er ekki Skugga-Sveinn“ „Hvað segirðu vina mín?“. „Flýttu þér, flýttu þér inn í herbergi og skiptu um búning“. Kristbjörg: Einmitt, það var dálítið mikið drukkið þarna á byrjunarárunum. Margrét: Ég man þarna einu sinni þegar ég var að leika í Krítarhringnum eftir Klabund, það gerðist í Kína, hann var mandarín sem átti mig – ég var konan hans. Og svo deyr persónan á sviðinu, eiginmaður minn, og ég náttúrulega græt; „Eiginmaður minn!“ og hann bara hraut hástöfum. (Þær hlæja allar) Hann var blindfullur. Kristbjörg: Ég lenti líka í því í einni af mínum fyrstu sýningum, ég held að það hafi verið fjórir sem voru fullir – og það var bara ekkert spaug fyrir kornunga leikkonu. En maður er nú ekkert að tala mikið um þetta, manni finnst það nú leiðinlegt. (Hinar samsinna) Guðrún: Nei, einmitt, en ég man eftir því niðri í Iðnó, það var þarna einn klefi – við vorum sko leikararnir með svona klefa og einn þeirra hét nú bara Pelagónía – Þeir voru alltaf að staupa sig karlarnir! Margrét: Æjá jæja, karlgreyin, blessuð sé minning þeirra. Guðrún og Kristbjörg: Já, blessuð sé minning þeirra. Kristbjörg: En svo hætti þetta – þetta var bara bannað. Guðrún: Já, það var Guðmundur Pálsson sem var framkvæmdastjóri hjá Leikfélaginu. Hann stoppaði þetta bara af. Það var alltaf tekið svona góðlátlega á þessu – nema Gummi bara tók þetta í gegn. Sagði bara við kallana: „Ef þú ætlar að haga þér svona, þá þarft þú að kaupa upp sýninguna – það er uppselt!“ Ég man eftir að hann hótaði einhverjum þeirra þessu. En þetta lagaði þetta! Kristbjörg: Já, það var farið að taka á þessu alveg – fólki voru settir afarkostir – líka í Þjóðleikhúsinu. Margrét: Þeir voru bara látnir fara – Gestur Pálsson var látinn fara! En svo hætti Gestur að drekka og var einhvern tímann á útvarpsæfingu og þeir voru svona að grínast við hann strákarnir: „Jæja Gestur minn, er ekki gott að vera hættur að drekka? Nú áttu náttúrulega alltaf nóga peninga!“ „Já, neinei, elskan mín,

27

þetta fer bara allt saman í fjölskylduna og svoleiðis vitleysu núna!“ svaraði hann. Hann hafði alveg húmor fyrir þessu. Hann var voða indæll. Guðrún: Hann var svo skemmtilegur! Kristbjörg: Gestur Pálsson – ógleymanlegur – myndin af honum með sígarettuna og það var alltaf svo löng aska á sígarettunni – hann sló aldrei af! Maríanna: Þetta hefur nú kannski líka byrjað af því fólk var búið að vinna allan daginn og svo var sýnt fram á nótt... Margrét: Já, já, fólk var að hressa sig á æfingum og svona. Guðrún: Elskan mín, þeir höfðu enga afsökun! Við skulum ekkert vera að búa til afsakanir – og þeir komust upp með þetta af því þeir voru svo frægir. Maður sér þetta meira að segja í fundargerðarbókunum – það var þannig að einn leikarinn var dálítið tæpur og mætir eitt sinn blindfullur og það er náð í formann leikfélagsins til að stoppa og biðja áhorfendur afsökunar. Og formaðurinn kom svo – hann bjó þarna einhvers staðar rétt hjá í miðbænum og gekk fram fyrir tjaldið og bað áhorfendur innilega afsökunar – einn leikarinn hefði nefnilega veikst... En þá var vinurinn mættur: „Hvaða helvítis vitleysa! Ég er ekkert veikur – ég er bara fullur! Það er allt og sumt!“. Ég las þetta í fundargerðarbók! Það kom svo í ljós að allir áhorfendur í salnum voru frá Hafnarfirði – og þá var sko ekkert smáræði að komast frá Hafnarfirði til miðbæjar Reykjavíkur! Þetta var ferðalag! Svoleiðis að það er ákveðið á fundi hjá leikfélaginu – þetta er í fundargerðarbókinni – að senda tvo menn til að banka upp á í hverju einasta húsi í Hafnarfirði til þess að biðjast afsökunar! Og segja að þeim

Kristbjörg Kjeld og Valur Gíslason í Önnu Frank 1958.


væri boðin önnur sýning! En ég sé alltaf fyrir mér þessa menn að banka upp á: „Fyrirgefið – við erum hér frá Leikfélagi Reykjavíkur...Við biðjumst innilega afsökunar á þessu...“ Maríanna: En þetta er ekki svona lengur! Guðrún: Ekki aldeilis! Margrét: Nei nei nei! Kristbjörg: Það er ekkert fjör í þessu lengur! (Þær hlæja allar dátt)

Leiklistin heillaði alltaf Maríanna: En þegar þið ákveðið að verða leikkonur – var það ekki frekar óvenjulegt? Margrét: Ég ákvað þetta bara strax – foreldrar mínir höfðu bæði alltaf verið áhugaleikarar úti á landi og bróðir minn var búinn að vera í skólanum hjá Lárusi Pálssyni og þetta bara síaðist inn í mig einhvern veginn og ég var bara alltaf alveg ákveðin í þessu! Og ég man að ég labbaði bara heim til Lárusar þegar ég var sextán ára gömul og spurði hann hvort ég mætti ekki koma í skólann hjá honum næsta vetur. Jújú, það var allt í lagi. Kristbjörg: Ég fór að leika með Leikfélagi Hafnarfjarðar þegar ég var fimmtán ára – þá lék ég þar fyrst. Ég átti vinkonu sem var hvíslari þar og þetta kitlaði mig alltaf svolítið, allt þetta stand. Ég spurði hana svo einhvern tímann hvort það væri ekki eitthvað sem ég gæti gert þarna – svo allt í einu var bara bankað hjá mér og þá hafði forfallast leikkona í leikriti sem hét Aumingja Hanna og það átti að frumsýnast eftir viku og þau spurðu hvort ég vildi taka við hlutverkinu. Ég sagði bara: „Já“, voða spennt. Og þannig byrjaði ég í því. Svo hitti ég Flosa Ólafsson leikara – þá vorum við að leika saman í Hafnarfirði – og hann var þá kominn inn í Þjóðleikhússkólann. Og hann var alltaf að spyrja hvort ég ætlaði ekki að sækja um – og mér fannst það svo stórt allt saman – það var ekki fyrir mig. En svo kom hann einhvern tímann að heimsækja mig á skrifstofuna og sagði: „Lánaðu mér símann“ og ég sagði: „já, já, gjörðu svo vel“ og þá hringdi hann bara og sagði: „Já halló, Ævar Kvaran, það er hérna stelpa sem langar svo mikið að fara í Þjóðleikhússkólann – geturðu hjálpað henni með inntökuprófið?“ „Já, já.“ Hann gat það. Þannig sendi Flosi mig í inntökuprófið til Ævars – þetta er algjörlega Flosa mál! Í alvöru – ég hefði ekki haft frumkvæðið í þessu – ég var bara of uppburðarlítil til þess – mér fannst þetta einhver veginn of mikið og of stórt fyrir mig. Guðrún: Ég er alin upp af einstæðum föður sem var þannig að hann leyfði okkur allt. Ég og Páll bróðir minn, læknir, við fengum að gera allt sem okkur datt í hug. Ég fékk að hafa leikhús heima við Laugaveg 2 og náði svo í áhorfendur bara með því að fara út á Laugaveg og ná þar

28

Borgarleikhúsið

2021–2022

kannski í einhver hjón, stakk bara lófanum í lófann á manninum og sagði: „Viltu koma að sjá leikhús?“ Og maðurinn leit á konuna sína og sagði „já, já, við skulum fara og sjá leikhús.“ Og svo var farið með þau upp tröppurnar á Laugavegi 2 og þar var manninum og konunni vísað í gulan, gamlan sófa. Síðan vorum við búin að koma upp Álafossteppum fyrir leiksviðið og Páll bróðir minn dró frá þegar allt var tilbúið og Guðrún Ásmundsdóttir gekk inn á sviðið með blóm í hárinu og flutti Helgu Jarlsdóttur og svo var þetta búið! En þannig byrjaði þetta – ég flutti Helgu Jarlsdóttur með blóm í hárinu og þau klöppuðu af eintómri skyldurækni – kostaði ekkert inn. Svo sagði pabbi: „Gunna mín, ég á vinkonu sem er skólastjóri í húsmæðraskóla í Sorø í Danmörku og hún segir að það sé velkomið að taka á móti þér.“ „En pabbi – mig langar svo að verða leikkona!“ „Nú, af hverju gerir þú ekki eitthvað í því?“ Og svo sagði hann mér að fara til Lárusar Pálssonar. Ég hafði séð hann í Ímyndunarveikinni í Þjóðleikhúsinu og man eftir því enn þá. Hann var ógleymanlegur! Ég var fimmtán ára þegar ég hringdi dyrabjöllunni þarna á Víðimelnum þar sem Lárus bjó. Og ég sagði: „Ég ætlaði bara að spyrja hvort ég myndi geta fengið að læra að leika hjá þér?“ „Ha...“ sagði Lárus. Ég held honum hafi fundist ég svolítið ungæðisleg. Og hann sagði: „Það er bara þannig að ég tek ekki nemendur yngri en nítján ára.“ Og ég sagði: „Fínt, ég er nítján!“ Þetta varð til þess að ég var þrjá vetur hjá honum. Þá var ég loksins komin á skikkanlegan aldur fyrir Þjóðleikhússkólann. Margrét: Ég er svolítið hissa hvað ég var frökk, því ég var nú alltaf svo feimin. En ég var bara ekkert feimin við þetta – að fara heim til Lárusar. Mér fannst þetta svo sjálfsagður hlutur einhvern veginn. Eins þegar ég var að fara að leika – fyrsta árið í skólanum – þegar ég lék þarna í Litla Kláus og Stóra Kláus – mér fannst það alveg sjálfsagt að ég færi að leika (skellihlær). Magnús: Það verður líka kannski sjálfsagðara að velja sér þetta starf þegar Þjóðleikhúsið tekur til starfa. Guðrún: Já, en þá héldu allir að Leikfélag Reykjavíkur yrði lagt niður. Kristbjörg: Það stóð til! Guðrún: Þessi hópur sem var þarna niðri í Leikfélaginu var ungt fólk sem hafði verið að stíga sín fyrstu skref í leikhúsinu – en þá kemur þarna leikstjóri og setur upp algjörlega frábæra sýningu með þessu unga fólki, Pi-pa-ki og hann teiknar leiktjöldin sjálfur – sem voru slíkt undur. Þetta var Gunnar Hansen, og mér hefur alltaf fundist að það hafi ekki verið nógu mikið gert úr því hvað hann var merkilegur. Og sýningin þótti svo mögnuð að það þurfti allur bærinn að sjá hana – var ekki Gísli Halldórsson í aðalhlutverkinu? Það var hans fyrsta!


Margrét: Jújú, og Erna Sigurleifs og Guðbjörg Þorbjarnar. Kristbjörg: Ég sá Pi-pa-ki – það var með fyrstu sýningunum sem ég sá – þá var ég í Flensborg. Og ég gleymi ekki henni Ernu Sigurleifs – mér fannst hún svo stórkostleg. Hún hafði svona rödd sem var eitthvað svo seiðandi. Margrét: Já, hún var ægilega fín. Guðrún: Ég man svo vel, Kristbjörg að við vorum báðar ungar leikkonur og vorum báðar svo heillaðar af Ernu Sigurleifs – og Erna talaði dálítið í gegnum nefið og okkur fannst þetta það alflottasta og fórum að reyna að leika þetta eftir – tala svona í gegnum nefið! Kristbjörg: Já, mér fannst hún svo flott! Guðrún: Og það kom í ljós að það var pláss fyrir tvö leikhús í Reykjavík! Margrét: Og þau voru vel sótt – stundum var sýnt líka á þriðjudögum og miðvikudögum – það voru bara mánudagar sem ekki var sýnt. Kristbjörg: Já, það voru bara öll kvöld vikunnar. Magnús: Guðrún, þú varst alltaf hjá Leikfélagi Reykjavíkur og þú Margrét meira í Þjóðleikhúsinu, hvernig voru tengslin þarna á milli, var mikil togstreita? Guðrún: Elskan mín þau gátu ekkert þarna í Þjóðleikhúsinu. (þær skellihlæja) Margrét: Í sambandi við þessa togstreitu sem fólk hefur talað um. Það fer voðalega mikið í taugarnar á mér oft, þegar verið er að segja „já þessir leikarar, þeir eru allir uppi á móti hverjum öðrum. Maður veit alveg hvernig þetta er þarna í leikhúsinu það eru klíkur og allir uppi á móti öllum og allir öfunda alla“. Þetta er svo mikið út í hött að ég verð bara reið þegar fólk talar svona. Kristbjörg og Guðrún samsinna og eru sammála því að það sé enginn rígur á milli leikaranna.

List augnabliksins Maríanna: Það er svo merkilegt hvað þetta hverfula listform lifir sterkt í minningunni. List leikarans hverfur en svo man maður samt alveg ótrúlega mörg augnablik. Bara frá sýningum sem maður sá sem barn eða unglingur. Augnablik sem verða eilíf. Guðrún: Já, ég man þegar ég var með Ragnar son minn sem þá var lítill polli og við sáum Litla Kláus og Stóra Kláus. Hann var alveg yfir sig hrifinn. Svo sagði hann við mig á leiðinni heim; „Mamma veistu hvað ég vil verða þegar ég er orðinn stór? Ég vil verða vondur maður!“ Bessi Bjarnason hafði leikið Stóra Kláus sem var svo mikil skepna en Bessa tókst að leika hann þannig að hann var svo fyndinn og skemmtilegur í allri sinni illsku að barnið vildi bara verða vondur maður því þeir væru þeir einu sem væru eitthvað skemmtilegir! Margrét: Ég lék konuna hans Bessa í Stóra

29

Kláusi og Litla Kláusi. Á einni sýningunni er hann að þruma yfir krökkunum. Krakkarnir eru komnir undir sætin af hræðslu. Hann segir „Er enginn hérna sem stendur með mér?“ Þá segir einn: „Jú ég!“ Svo var það bara fyrir nokkrum árum í laugunum, að við Bessi [sem var einnig eiginmaður hennar í raunheimum] erum þar og þá kemur til okkar maður og segir sæll og blessaður Bessi, manstu ekki eftir mér. „Nei“ segir Bessi og þá segir maðurinn „það var ég sem stóð með þér“. Þetta mundi hann – orðinn fullorðinn maður! (þær hlæja) Maríanna: Ein lokaspurning, hvernig er að vera komnar saman hér? Leggst ekki bara vel í ykkur að takast á við Ein komst undan með Kristínu Jóhannesdóttur? Margrét: Jú, afskaplega vel. Guðrún: Jú, af því það er skemmtilegt fólk í þessu – og mér finnst svo gott andrúmsloft í húsinu! Kristbjörg: Jú, mikil ósköp. Guðrún: Góður hópur og gaman að vinna saman, mjög gott andrúmsloft í húsinu. Margrét: Það er samt erfitt að rata í þessu húsi! Þær hlæja allar og hlátrasköllin hljóma eftir stigaganginum alla leiðina út þegar viðtalinu lýkur. Það er hreinlega áþreifanlegt hvað Borgarleikhúsið hlakkar til að bjóða þessar mögnuðu leikkonur aftur velkomnar nú í haust.

Margrét Guðmundsdóttir ásamt Bessa Bjarnasyni, Sverri Guðmundssyni og Jóni Júlíussyni í Galdrakarlinum í Oz 1967.


Ásthildur Úa Sigurðardóttir

Gísli Örn Garðarsson

Jörundur Ragnarsson

Sólveig Guðmundsdóttir

Þorsteinn Bachmann

Kristbjörg Kjeld

Sveinn Ólafur Gunnarsson

Rakel Ýr Stefánsdóttir

Halldór Gylfason

Haraldur Ari Stefánsson

Saga Garðarsdóttir

Björn Stefánsson

Sólveig Arnarsdóttir

Sigurður Skúlason

Edda Björgvinsdóttir

Aron Már Ólafsson

Rakel Björk Björnsdóttir

Hjörtur Jóhann Jónsson

Sigurður Þór Óskarsson

Katla Margrét Þorgeirsdóttir


Margrét Guðmundsdóttir

Bergur Þór Ingólfsson

Þórunn Arna Kristjánsdóttir

Guðrún Ásmundsdóttir

Þuríður Blær Jóhannsdóttir

Aldís Amah Hamilton

Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson

Esther Talía Casey

Sölvi Viggósson

Katrín Mist Haraldsdóttir

Baldur Björn Arnarsson, Gabríel Máni Kristjánsson og Hlynur Atli Harðarson

Árni Þór Lárusson

Halldóra Geirharðsdóttir

Sólbjört Sigurðardóttir

Vala Kristín Eiríksdóttir

Ljósmyndari: Viðar Logi Hugmyndasmiður og yfirstílisti: Filippía Elísdóttir

Jóhann Sigurðarson

Sigrún Edda Björnsdóttir

Daníel Takefusa

Valur Freyr Einarsson


Veisla

Það verður að vera gaman!

Sýningar hefjast:

Salur:

september Stóra svið

Þjóðin er orðin veisluþyrst og Veisla er kærkomin vökvun eftir langa þurrð. Á meðan á heimsfaraldri stendur kemst þjóðin ekki í neina stóra veislu. Hugsa sér öll afmælin sem enginn getur mætt í, árshátíðirnar, útskriftarveislurnar, brúðkaupin, kóra­mótin og matarboðin. Að ekki sé minnst á alla óbökuðu heitu brauðréttina og kransakökurnar sem aldrei verða snæddar eða freyðivínið sem aldrei verður dreypt á úr plastglösum á völtum fæti. Þá eru ótalin löngu trúnóin við hálfókunnugar konur, slúður um valdamikið fólk, hátt spiluð lög og grillaðar pylsur á miðnætti. Þjóðin á inni risa summu í Gleði­bankanum og við bjóðum áhorfendum í allt sem þeir hafa misst af í einni stórkostlegri Veislu í Borgarleikhúsinu. Hér sameina krafta sína þau Bergur Þór Ingólfsson, þaul­reyndur leikhúsmaður og Saga Garðarsdóttir, fyndlistakona, en síðast unnu þau saman við hina geysivinsælu sýningu Kenneth Mána sem frumsýnd var á Litla sviði Borgarleikhússins árið 2014. Partýpinninn Davíð Berndsen gerir tónlistina og Veisla er því bragðgóð en görótt blanda af grínsketsum og tónlist. #veislaiborgo

32

Borgarleikhúsið

2021–2022

S.J. Fréttablaðið „Sigurður Þór Óskarsson fer á kostum og litar hvern karakter með mismunandi persónueinkennum.“

Yfirumsjón með handriti: Saga Garðarsdóttir Höfundar: Saga Garðarsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sigurður Þór Óskarsson og Halldór Gylfason Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson Tónlist: Davíð Berndsen Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger Lýsing: Ingi Bekk Upptökustjórn og útsetningar: Þórður Gunnar Þorvaldsson Sviðshreyfingar: Unnur Elísabet Gunnarsdóttir Myndband: Elmar Þórarinsson Leikgervi: Guðbjörg Ívarsdóttir Leikarar: Ásthildur Úa Sigurðardóttir Björn Stefánsson Halldór Gylfason Katla Margrét Þorgeirsdóttir Saga Garðarsdóttir Sigrún Edda Björnsdóttir Sigurður Þór Óskarsson


33


Leysir Friðgeir fimmtugt morðmál?

Útlendingurinn Morðgáta Sýningar hefjast:

maí

Salur:

Litla svið

Árið 1970 fannst kvenmannslík í Ísdal, rétt fyrir utan Bergen í Noregi. Konan var alls ekki búin til útivistar og í farangri hennar fundust meðal annars hárkollur og ýmis dulargervi. Við eftirgrennslan lögreglu kom í ljós að hún hafði ferðast vítt og breitt um Evrópu á fölsuðum skilríkjum, en hvorki tókst að upplýsa hver hún var, hvaðan hún kom né hvað í ósköp­unum hún var að gera í Bergen. Í gegnum tíðina hefur lík­fundurinn vakið bæði forvitni og umtal í Noregi og um heim allan, en þrátt fyrir ótal kenningar hefur engum tekist að leiða til lykta hvað gerðist djúpt inni í Ísdal og hvað dró þessa út­ lensku konu til dauða. En það gæti breyst þegar annar útlendingur fer að grafast fyrir um málið. Þegar íslenskur sviðslistamaður, Friðgeir Einarsson, flytur til Bergen, lætur hann heillast af ráðgátunni og gerir sitt besta til að upplýsa hana. En kannski ekki á þann hátt sem búast hefði mátt við. Friðgeir er hvorki lögreglumaður, né með reynslu af rannsóknarstörfum, en telur sig hafa ákveðna inn­sýn inn í hugsunarhátt konunnar. Hann er jú aðkomumaður, rétt eins og hún var. Útlendingurinn er skandinavískt raunsæis­glæpa­ drama þar sem mál „Ísdalskonunnar“ er nálgast á frumlegan hátt og nýjar kenningar dregnar fram í dagsljósið. Annað verkið frá sama listræna teymi og setti upp verðlaunasýninguna Club Romantica, en það var fyrsti hluti þessa ráðgátuþríleiks. Tónlist verksins er samin af Snorra Helgasyni og flutt á sviðinu af honum sjálfum.

34

Borgarleikhúsið

2021–2022

S.B.H. Morgunblaðið

Höfundur: Friðgeir Einarsson Leikstjórn: Pétur Ármannsson Tónlist: Snorri Helgason Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir Lýsing: Pálmi Jónsson Hljóð: Þorbjörn Steingrímsson Leikgervi: Elín S. Gísladóttir Flytjendur: Friðgeir Einarsson Snorri Helgason


35


Ótrúleg leikhúsupplifun

ROOM 4.1 LIVE Frumsýnt:

Salur:

maí

Stóra svið

Vincent hefur fengið nóg af áreiti hversdagsins og lætur leggja sig inn á sjúkrahús í von um langþráðan frið. Friðurinn er þó víðs fjarri þar sem læknar, hjúkrunarfræðingar og aðrir sjúklingar, hver öðrum sérstakari, vaða inn og út úr sjúkrastofunni. Erillinn í lífi Vincents er meiri en nokkru sinni fyrr. Í sýningu Borgarleikhússins er áhorfendum boðið á tökustað þar sem verið er að taka upp þætti um Vincent og upptökunum er varpað á stóra skjái. Þar má sjá hvernig brögðum og brellum er beitt þegar sviðsmyndinni/ sjúkrastofunni, er snúið á alla kanta til að framkalla trylltar hugmyndir leikstjórans. Á sama tíma fara undarlegir hlutir að gerast á tökustað, hugmyndir fá vængi og fara á stjórnlaust flug. Áhorfendur dragast hægt og rólega inn í sjálfa atburða­rásina. Við lofum ótrúlegri leikhúsupplifun — þetta hafið þið aldrei séð áður. ROOM 4.1 LIVE var tilnefnt til Reumert-verðlaunanna, sviðs­­listaverðlauna Danmerkur. Árið 2012 sýndi Borgar­leik­húsið stjörnu­sýningu Kristjáns, BLAM!, við miklar vinsældir. BLAM! var heiðruð með Reumert-verðlaununum árið 2012 og Grímunni árið 2013.

36

Borgarleikhúsið

2021–2022

Höfundur og leikstjórn: Kristján Ingimarsson Tónlist og hljóð: Lasse Munk Leikmynd: Kristian Knudsen, Charlotte Calberg og Kristján Ingimarsson Búningar: Charlotte Calberg Lýsing: Karl Sørensen/Ingi Bekk Dans og sviðshreyfingar: Kristján Ingimarsson, Thomas Bentin, Noora Hannula, Kajsa Bohlin ásamt öðrum þátttakendum í sýningunni Leikgervi: Ida Seidelin Leikarar: Kristján Ingimarsson (KIC) Noora Hannula (KIC) Thomas Bentin (KIC) Inga Maren Rúnarsdóttir (ÍD) Þyri Huld Árnadóttir (ÍD) Aldís Amah Hamilton Björn Stefánsson Hjörtur Jóhann Jónsson Rakel Björk Björnsdóttir Sigurður Þór Óskarsson Í samstarfi við Íslenska dansflokkinn og KICompany.


37


Bráðskemmtileg ferðasaga — á pólsku!

TU JEST ZA DROGO

Úff, hvað allt er dýrt hérna

Frumsýnt:

febrúar

Salur:

Litla svið

Leikhópurinn PóliS kom fram á sjónarsviðið með hinni stórskemmtilegu sýningu Co za poroniony pomysl eða Úff, hvað þetta er slæm hugmynd sem var sýnd í Tjarnarbíói á síðasta ári. Leikhópinn skipa listafólk af pólskum og íslenskum uppruna sem búa til leikandi léttar sýningar þar sem samskipti þessara tveggja vinaþjóða eru í brennidepli. Nú snýr hópurinn aftur í samstarfi við Borgarleikhúsið með grínsýningunni Tu jest za drogo, eða Úff, hvað allt er dýrt hérna. Hér er sögð ferðasaga tveggja ungra Pólverja sem koma til landsins til þess að vinna og safna peningum fyrir brúðkaup sitt heima í Póllandi. Á ferðalaginu hitta þau fyrir furðulegt fólk og lenda í ýmsum ævin­týrum sem reyna á samband þeirra. Hér er kærkomið tækifæri til að hlæja að samskiptum og samskiptaörðugleikum en ekki síst að okkur sjálfum. Sýningin fer öll fram á pólsku og ensku en fyrir íslenskumælandi áhorfendur verður textun í boði.

38

Borgarleikhúsið

2021–2022

Höfundur: Ólafur Ásgeirsson Leikstjórn: Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Tónlist: Unnsteinn Manuel Stefánsson Leikmynd og búningar: Wiola Ujazdowska Lýsing: Fjölnir Gíslason Framkvæmdastjórn: Kara Hergils Leikarar: Aleksandra Skolozynska Jakub Ziemann Ólafur Ásgeirsson Í samstarfi við leikhópinn PóliS. Verkefnið er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneyti — sviðslistaráði.


39


Þoka Lítil og stór ævintýri leynast í þokunni

Frumsýnt:

mars

Salur:

Litla svið

Tað er trolsligt at ganga i mjørka.

Þoka er íslensk/færeysk leiksýning fyrir börn sem leikur á mörkum vísinda og þjóðsagna. Sýningin fjallar um náttúrufyrirbrigðið þoku, sem er þegar öllu er á botninn hvolft lítið annað en sveimur örsmárra vatnsdropa, ský sem liggur við jörðu. En margt býr í þokunni og í bland við fræðslu um þetta magnaða veðurfyrirbæri opnast ævintýra- og þjóðsagnaheimur þokunnar á sviðinu. Tveir leikarar taka þátt í sýningunni, hin færeyska Beinta K. Clothier og hinn íslenski Hilmir Jensson. Þau kynna okkur fyrir íslenskum og færeyskum þjóðsögum um þokuna, gera tilraunir með að skapa þoku á sviðinu og kenna okkur sitthvað um Ísland og Færeyjar í leiðinni. Skemmtileg og fræðandi sýning fyrir þriggja ára og eldri.

40

Borgarleikhúsið

2021–2022

Höfundar: Aðalbjörg Árnadóttir, Salka Guðmundsdóttir og leikhópur Leikstjórn: Aðalbjörg Árnadóttir Tónlist: Gunnar Karel Másson Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Dramatúrg: Salka Guðmundsdóttir Framkvæmdastjórn: Davíð Freyr Þórunnarson Leikarar: Beinta K. Clothier Hilmir Jensson Í samstarfi við leikhópinn Sel. Verkefnið er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneyti — sviðslistaráði og hinum færeyska Mentanargrunnur Landsins.


41


Tjaldið Hlusta, snerta, sjá! Fyrsta leikhúsupplifunin

Frumsýnt:

október

Salur:

Nýja svið

Leikhópurinn Miðnætti er barnafjölskyldum að góðu kunnur enda hefur hann á síðustu árum sett upp fjölmargar metnaðarfullar og stórskemmtilegar sýningar fyrir börn á öllum aldri. Hér má t.d. nefna Geim-mér-ei, Á eigin fótum og sýningar og sjónvarpsþætti um álfana dásamlegu Þorra og Þuru. Nú er Miðnætti mætt í Borgar­ leikhúsið með undurfallega sýningu fyrir allra yngstu leikhúsgestina. Tjaldið er upplifunarleikhús fyrir börn frá þriggja mánaða til þriggja ára – sem og foreldra þeirra og forráðamenn. Hér verður boðið upp á litla veislu fyrir skynfærin þar sem börnin fá að skyggnast undir leikhústjaldið og upplifa tóna, liti og snertingu sem bæði örvar, þroskar og gleður andann. Athugið að ekki er stuðst við móðurmál í sýningunni svo hún er ætluð öllum börnum óháð tungumáli. Eftir sýningu verður í boði að setjast fram í forsal leikhússins og njóta veitinga og notalegrar stundar með börnunum.

42

Borgarleikhúsið

2021–2022

Höfundar: Agnes Wild, Eva Björg Harðardóttir, Nick Candy og Sigrún Harðardóttir Leikstjórn: Agnes Wild Tónlist og hljóð: Sigrún Harðardóttir Leikmynd, búningar og leikgervi: Eva Björg Harðardóttir Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Sviðshreyfingar: Juliette Louste og Agnes Wild Framleiðslustjórn: Kara Hergils Flytjendur: Nick Candy Sigrún Harðardóttir Í samstarfi við leikhópinn Miðnætti. Verkefnið er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneyti — sviðslistaráði.


43


GOSI Sýningar hefjast:

Salur:

september Stóra svið

Trésmiðurinn Jafet kemst yfir talandi viðardrumb og fær þá hugmynd að smíða úr honum brúðu. Til verður spýtustrákurinn Gosi, forvitinn prakkari sem á erfitt með að feta veg dyggðar­innar. Í stað þess að hlýða föður sínum heldur hann á vit vafa­samra ævintýra, kynnist talandi krybbu sem reynir að koma fyrir hann vitinu, lætur undirförulan kött og ref snúa á sig og þarf að ganga í gegnum alls konar hremmingar áður en hann kemst til þroska með dyggri hjálp bláhærðu dísarinnar. Leikarar og tónlistarmenn setja á svið þetta sígilda og ást­sæla ævintýri um spýtustrákinn í nýjum og litríkum búningi. Leikstjóri sýningarinnar, Ágústa Skúla­ dóttir, hefur leikstýrt fjölda barna- og fjölskyldu­sýninga sem ávallt hafa notið mikilla vinsælda. Gríman 2020: Barnasýning ársins

S.B.H. Morgunblaðið „Gosi er allt í senn falleg, fynd­in og töfrandi sýning sem enginn leik­húsunnandi ætti að láta fram hjá sér fara.“

Höfundur: Carlo Collodi Leikgerð: Ágústa Skúladóttir, Karl Ágúst Úlfsson og leikhópurinn Söngtextar: Karl Ágúst Úlfsson Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir Tónlist: Eiríkur Stephensen og Eyvindur Karlsson Leikmynd og búningar: Þórunn María Jónsdóttir Lýsing: Þórður Orri Pétursson Hljóð: Þorbjörn Steingrímsson Myndbönd: Elmar Þórarinsson Leikgervi: Þórunn María Jónsdóttir og Guðbjörg Ívarsdóttir Grímugerð: Elín S. Gísladóttir Leikarar: Árni Þór Lárusson Halldór Gylfason Katla Margrét Þorgeirsdóttir Eiríkur Stephensen Eyvindur Karlsson

44

Borgarleikhúsið

2021–2022


Allt sem er frábært Sýningar hefjast:

október

Salur:

Litla svið

„Ég byrjaði á listanum þegar ég var 7 ára. Ég ætlaði að gera lista yfir allt sem er frábært og gerir lífið þess virði að lifa því.“ Allt sem er frábært er gleðieinleikur um depurð. Einstök upp­lifun sem fær fólk til að hlæja þar til það skilur hvers vegna það grætur. Valur Freyr Einarsson gerir í þessu sér­stæða verki lista yfir allt sem er frábært í heiminum. Með aðstoð áhorfenda, sem taka virkan þátt í sýningunni, gerir hann atlögu að depurð­inni og lífsleiðanum - og segir í leiðinni hrífandi sögu af ást, sorg og ís með dýfu. Verkið er eftir Duncan Macmillan sem er Íslendingum að góðu kunnur sem höfundur leikritanna 1984, Andaðu og Fólk, staðir og hlutir. Allt sem er frábært hefur verið leikið um allan heim og gefið óteljandi áhorfendum nýja sýn á lífið og tilveruna. S.B.H. Morgunblaðið „Valur Freyr er eins og fiskur í vatni í þessari sýningu þar sem hann leikur, syngur og dansar léttilega í gegnum vandmeðfarinn efniviðinn.“

Höfundur: Duncan Macmillan Þýðing og staðfærsla: Kristín Eiríksdóttir Leikstjórn: Ólafur Egill Egilsson Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir Lýsing: Þórður Orri Pétursson Hljóð: Baldvin Þór Magnússon Aðstoðarleikstjórn: Hlynur Páll Pálsson Leikari: Valur Freyr Einarsson

45


Er ég mamma mín? Sýningar hefjast:

Salur:

september Nýja svið Einn daginn neitar húsmóðirin að leika hlutverk sitt og hættir að sinna heimilinu. Hún fer í verkfall, leggur niður störf og leir­tauið safnast upp. Hvernig tekst heimilisfólki að aðlagast breyttum hlutverkum kynjanna og nýjum valdahlutföllum? Verk­ið er fjölskyldusaga sem sögð er á tveimur mismunandi tíma­bilum með áherslu á áhrif hverrar kynslóðar á þá næstu og samskipti hjóna í blíðu og stríðu. Er hægt að brjótast undan hlut­verkunum? Eða verður þú alltaf mamma þín? María Reyndal hefur á undanförnum árum getið sér gott orð sem höfundur og leikstjóri. Kvenfélagið Garpur, sem setur upp verkið í samstarfi við Borgarleikhúsið, hefur áður vakið athygli fyrir sjónvarpsþættina Mannasiði og leikverkið Sóleyju Rós, ræstitækni sem hlaut fimm Grímutilnefningar og tvenn Grímuverðlaun árið 2017 fyrir leikrit ársins og leikkonu ársins í aðalhlutverki. Mannasiðir, sem var páskamynd RÚV 2018, hlaut fjórar tilnefningar til Edduverðlaunanna og var valin besta leikna sjónvarpsefni ársins 2018. Gríman 2020: Kristbjörg Kjeld Besta leikkona í aukahlutverki

S.A. TMM „Kristbjörg Kjeld vann beinlínis leiksigur.“

Höfundur og leikstjóri: María Reyndal Tónlist og hljóð: Úlfur Eldjárn Leikmynd og lýsing: Egill Ingibergsson Búningar: Margrét Einarsdóttir Leikgervi: Sigríður Rósa Bjarnadóttir Leikarar: Arnaldur Halldórsson Katla Njálsdóttir Kristbjörg Kjeld María Ellingsen Sigurður Skúlason Sólveig Guðmundsdóttir Sveinn Ólafur Gunnarsson Í samstarfi við Kvenfélagið Garp. Verkefnið er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneyti — sviðslistaráði, Starfslaunasjóði listamanna og Reykjavíkurborg.

46

Borgarleikhúsið

2021–2022


Club Romantica Sýningar hefjast:

Salur:

september Nýja svið Þetta byrjar allt með myndaalbúmi sem var keypt á flóa­ mark­aði í Belgíu. Það eina sem við vitum er að belgísk kona fór í frí til Mallorca fyrir 50 árum, drakk sangría, fór á ströndina, sigldi á hjólabát og tók myndir af sér og vinkonu sinni. Eftir tíu ára umhugsun hefur kaupandinn loks ákveðið að reyna að hafa uppi á réttmætum eiganda albúmsins og skila því. En þá þarf hann að leggjast í umfangsmikla rannsóknarvinnu, átta sig á tengslum persónanna á myndunum og hugsanlegum örlögum þeirra. Í Club Romantica kynnir sviðslistamaðurinn og rithöfund­urinn Friðgeir Einarsson fólkið á myndunum fyrir okkur og notar töfra leikhússins til að svipta hulunni af því hvað varð um þessa belgísku konu. Í leiðinni veltir hann fyrir sér hvað verður um myndaalbúm og minningar okkar þegar við hverf­um af sjónarsviðinu. Hver mun segja okkar sögu? Mun ein­hver muna eftir okkur eftir 50 ár? Með Friðgeiri á sviðinu er tón­ listarmaðurinn Snorri Helgason sem samdi tónlist sér­ stak­lega fyrir verkið. Club Romantica fékk Grímuverðlaun fyrir leikrit ársins árið 2019 og var auk þess tilnefnt til þriggja annarra verðlauna; sýning ársins, Pétur Ármannsson sem leikstjóri ársins og Snorri Helgason fyrir tónlist ársins. Gríman 2019: Leikrit ársins

S.J. Fréttablaðið „Niðurstaðan er ein besta sýning þessa leikárs.“

Höfundur: Friðgeir Einarsson Leikstjórn: Pétur Ármannsson Tónlist: Snorri Helgason Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson og Pálmi Jónsson Hljóð: Baldvin Þór Magnússon Sviðshreyfingar: Ásrún Magnúsdóttir Flytjendur: Friðgeir Einarsson Snorri Helgason Í samstarfi við leikhópinn Abendshow. Verkefnið er styrkt af menntaog menningarmálaráðuneyti — sviðslistaráði.

47


M 1 . O 4 O R LIVE

ÍD ÁRSKORT ÞRJÁR sýningar í Borgarleikhúsinu á 30% afslætti

FIMM sýningar í Borgarleikhúsinu á 40% afslætti

KYNNTU ÞÉR NÝTT DANSÁR

ÍD UNGMENNAKORTFyrir 25 ára og yngri ÞRJÁR sýningar í Borgarleikhúsinu á 50% afslætti

ID.IS


49

er vettvangur þar sem sviðslistafólk morgundagsins fær tækifæri og frelsi til þess að þróa hugmyndir sínar. Umgjörð sýninganna er með minnsta móti ­— þær eru í raun umbúðalausar en hins vegar gefst tími og svigrúm til rannsókna og tilrauna á sviði leiklistar. Markmiðið er að styrkja grasrótarstarf í íslensku sviðslistalífi og efla tengsl yngri kynslóðar sviðshöfunda við áhorfendur Borgarleikhússins. Segja má að með verkefnunum sé verið að planta fræjum og stundum er gróskan jafnvel enn meiri en vonir stóðu til. Þannig má til dæmis nefna að hópurinn sem stóð á bak við hina bráðskemmtilegu og Grímutilnefndu sýningu Kartöflur sem sýnd var undir hatti Umbúðalauss fyrir tveimur árum, sneri aftur á síðasta leikári með hina gríðarlega metnaðarfullu barna­óperu Fuglabjargið sem hlaut ein­róma lof gagnrýnenda og áhorfenda. Borgarleikhúsið hlakkar mikið til að fylgjast með sprettunni á næsta leikári.


Ertu hér? Frumsýnt:

Salur:

nóvember 3.hæð

Dans- og hljóðverk um vináttu stelpna í lífsins ólgusjó. „Við spjölluðum alltaf á MSN áður en við fórum í kirkjuna. Líka áður en við fórum í skólann og eftir að við komum heim, fyrir mat og eftir mat. Þetta voru tvö leynileg hliðarlíf, kirkjan og inter­netið. Þar héldum við fram hjá raunveruleikanum, fram hjá Austó og hinum krökkunum sem mættu á diskótekin. En hvað gerist þegar lífið byrjar og það fer að molna undan fyrir­komulaginu?“ Ásrún Magnúsdóttir og Halla Þórlaug Óskarsdóttir hafa verið bestu vinkonur frá því þær voru sex ára. Þær hafa verið til staðar hvor fyrir aðra - en þær hafa líka ekki verið til staðar. Ertu hér? hefur verið í bígerð í 25 ár og fjallar um að fullorðnast í gegnum vináttuna.

Höfundar og þátttakendur: Ásrún Magnúsdóttir Ásrún útskrifaðist af samtímadansbraut sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands árið 2011. Halla Þórlaug Óskarsdóttir Halla Þórlaug lauk BA prófi í myndlist frá Listaháskóla Íslands 2012 og svo MA prófi í ritlist frá Háskóla Íslands árið 2014.

50

Borgarleikhúsið

2021–2022


Á vísum stað Frumsýnt:

Salur:

desember 3.hæð Í geymslum liggja hlutir í dvala, en eru þó á vísum stað. Allir hlutir í geymslum eiga sér sögu og þá gildir einu hvort geymslurnar eru vel skipulagðar IKEA hillur eða rykfallnir skúrar, hvort umræddur hlutur vekur upp fortíðarþrá eða samviskubit, hvort hann kostaði 25 krónur árið 1972 eða 25.000 krónur árið 2021. Enginn veit lengur hvaða hlutir leynast í sumum kössum, samt var einhvern tímann tekin ákvörðun um að geyma þá. Hafa hlutir í geymslum enn þá gildi? Er gildið þá fjárhagslegt, sagnfræðilegt eða jafnvel tilfinningalegt? Getur geymsla orðið safn? Sviðslistahópurinn Slembilukka ætlar nú að gramsa í geymslum landsins til þess að komast að því hvað fólk geymir og af hverju. Hlutunum sem þær finna verður svo komið fyrir á vísum stað, fyrir allra augum, í Borgarleikhúsinu.

Höfundar og þátttakendur: Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir Bryndís er menntaður sviðshöfundur frá Listaháskóla Íslands. Eygló Höskuldsdóttir Viborg Eygló er með meistaragráðu í tónsmíðum frá New York University — Steinhardt. Laufey Haraldsdóttir Laufey er menntuð leikkona frá Rose Bruford College of Theatre í London.

51


How to Make Love to a Man Frumsýnt:

mars

Salur:

3.hæð

Það hættulegasta í heiminum er niðurlægður karlmaður. Sviðslistahópurinn Baðmenn leggur til atlögu við eitraða karlmennsku og þá löngun sem blundar í flestum ef ekki öllum karlmönnum að vera rómansaðir upp úr skónum, með kertum, blómum og kósíheitum, bubblubaði og Barry White. Til grundvallar rannsókninni liggur kynlífshjálparbók frá 1981 – How to Make Love to a Man – sem notuð verður til að velta upp spurningum um fjölbreytni karl­mennskunnar, tilfinningalíf og brothætta sjálfsmynd karlmanna. How to Make Love to a Man er sýning um mýkt, karlmennsku og leyfi til að hafa það kósí.

Höfundar og þátttakendur: Andrés P. Þorvaldsson Andrés útskrifaðist sem leikari frá The Liverpool Institute of Performing Arts árið 2020. Ari Ísfeld Óskarsson Ari er menntaður leikari frá Royal Central School of Speech and Drama. Helgi Grímur Hermannsson Helgi stundar nám í ritlist við Háskóla Íslands og er jafnframt menntaður sviðshöfundur frá Listaháskóla Íslands. Tómas Helgi Baldursson Tómas er menntaður sviðshöfundur frá Listaháskóla Íslands og er einnig með BA gráðu í Almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands.

52

Borgarleikhúsið

2021–2022


Fem Con Frumsýnt:

maí

Salur:

3.hæð

Komið á FemCon og breytið öllu við ykkur sjálfar! Skilgreinir þú þig sem konu og vilt efla sjálfa þig í vinnu og einkalífi? Viltu vera framkvæmdastýra í eigin lífi? Ertu algjör gólfmotta og vilt læra að vera meiri tussa við fólkið í kringum þig? Hleyptu þá út þinni innri gyðju og framkvæmdastýru! Fjórar gyðjur hafa þróað óskeikula aðferð til þess að þú getir orðið besta mögulega útgáfan af sjálfri þér. Nú geta allar konur fundið sína eigin eitruðu yfirkonu. Síðustu ár hefur markaðsvæðing femínisma aukist gríðarlega og eru í boði fjölmargar „lausnir“ sem þegar nánar er að gáð bera ýmis merki pýramídasvindls. Konur eru í meirihluta kaupenda þessara lausna og hefur femínisminn þannig orðið þjónn efnishyggjunnar. Í nýju sviðsverki rannsakar uppistandshópurinn Fyndnustu mínar heim eitraðrar femínískrar markaðssetningar með húmorinn að vopni.

Höfundar og þátttakendur: Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir Hekla útskrifaðist sem sviðshöfundur frá Listaháskóla Íslands árið 2016. Lóa Björk Björnsdóttir Lóa er menntaður sviðshöfundur frá Listaháskóla Íslands. Rebecca Scott Lord Rebecca er með MA gráðu í sviðslistum frá Listaháskóla Íslands og BA gráðu í myndlist frá Maryland Institute College of Art. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Salvör útskrifaðist sem sviðshöfundur frá Listaháskóla Íslands.

53


EQC. Njóttu rafmagnsins. EQC er 100% rafmagnaður sportjeppi frá Mercedes-Benz. Með drægi allt að 417 km, háþróuðum tæknibúnaði og 4MATIC fjórhjóladrifinu eru þér allir vegir færir. Komdu og reynsluaktu EQC.

Askja · Krókhálsi 11-13, · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi

54

Borgarleikhúsið

2021–2022

Þú finnur Mercedes-Benz á Íslandi á Facebook og Instagram.


55


Við erum með lausnina. Tengjumst.

wise.is

56

Borgarleikhúsið

2021–2022


EKKI GLEYMA STUÐINU! Stanslaust stuð fyrir gesti Borgarleikhússins! Skannaðu QR kóðann eða farðu inn á orkusalan.is/komdu-i-vidskipti og skráðu þig í viðskipti. Skrifaðu “Borgarleikhús” í athugasemdareitinn og þú færð frítt rafmagn í heilan mánuð!

57


Fræðsla og fjör Leiklistarskóli Borgarleikhússins

Námskeið og viðburðir

Börnum í Reykjavík boðið í Borgarleikhúsið

Vetrarstarf Í Leiklistarskóla Borgarleikhússins er boðið upp á þriggja ára metnaðarfullt leiklistarnám fyrir börn 10–16 ára.

Endurmenntun Endurmenntun Háskóla Íslands, í samstarfi við Borgarleikhúsið, býður upp á spennandi námskeið í tengslum við uppfærslur vetrarins.

Leikskólasýningin Leikskólasýning ársins er ávallt gleðilegur viðburður þar sem öllum elsta árgangi í leikskólum Reykjavíkur er boðið að koma og sjá ævintýralega sýningu.

Sumarnámskeið Leiklistarskólinn býður einnig upp á fjölbreytt sumarnámskeið fyrir krakka á öllum aldri sem mörg hundruð börn hafa nýtt sér. Krakkar skrifa leikrit Borgarleikhúsið í samstarfi við KrakkaRÚV, stendur fyrir leikritunar­ samkeppni barna á aldrinum 6–12 ára undir yfirskriftinni Krakkar skrifa. Vinningsverkin eru svo sett á svið og það eru nemendur Leiklistarskóla Borgarleikhússins sem leika. Léttir Leiklistarskóli Borgarleikhússins tekur á móti hópi barna sem eru í leit að alþjóðlegri vernd á Íslandi. Verkefnið er styrkt af Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði Reykjavíkurborgar og er hluti af þeirri vegferð Borgarleikhússins að auka aðgengi að menningarstarfsemi hússins. Áhersla er lögð á sköpun og leikgleði með lágmarksáherslu á tungumálið. Þátttakendur fara einnig í skoðunarferð um leikhúsið og verður svo boðið á barnasýningu.

Leikhúskaffi Borgarleikhúsið og Borgarbókasafnið í Kringlunni verða með viðburði í tengslum við einstaka sýningar þar sem aðstandendur segja frá æfingaferli og tilurð verks auk þess sem gestir fá kynningu á leikmynd. Hennar rödd Félagasamtökin Hennar rödd starfa með það að markmiði að auka skilning og vitund meðal almennings á stöðu kvenna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi. Félagið mun halda ráðstefnu og pallborðsumræður í Borgarleikhúsinu nú í haust. Pop-up viðburðir Leikhúsgestir geta átt von á óvæntum uppákomum með stuttum fyrirvara, leiklestrum, skemmtikvöldum, söngstundum og ýmsum öðrum skemmtilegum viðburðum.

5. bekkjarsýningin Öllum nemendum 5. bekkjar í Reykjavík er árlega boðið á sýningu. Í vetur verður boðið upp á undurfagurt og skemmtilegt verk um listmálarann Kjarval. 10. bekkjarsýningin Nemendum í 10. bekk í Reykjavík er boðið á leiksýningar í Borgarleikhúsinu á hverjum vetri. Að þessu sinni er það hin hjartnæma og mikilvæga sýning Allt sem er frábært.

Meira um fræðsludeildina á borgarleikhus.is


Leikfélag Reykjavíkur Leikfélag Reykjavíkur fagnar í vetur 125 ára afmæli, en það var stofnað 11. janúar 1897. Félagið er öllum opið og hægt er að skrá sig í það á heimasíðu Borgarleikhússins. Félagsmenn mynda öflugan bakhjarl þeirrar starfsemi sem fram fer í Borgarleikhúsinu og fá félagar boð á opnar æfingar og ýmsa aðra við­burði í húsinu. Eins og undanfarin ár stendur Leikfélagið fyrir hádegisfundum um leiklist, oft tengdum sýn­ingum hússins, þar sem gestum gefst kostur á að gæða sér á léttum hádegisverði gegn vægu gjaldi í forsal leikhússins. Einnig verður boðið upp á mál­þing um Svövu Jakobsdóttur og dagskrá í tilefni af 125 ára afmæli Leikfélagsins, þar sem fjallað verður um Leikfélag Reykjavíkur í fortíð, nútíð og framtíð og lög úr sýningum Leikfélagsins flutt.

Stjórn Leikfélags Reykjavíkur Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður Ingibjörg E. Guðmundsdóttir, varaformaður Védís Hervör Árnadóttir, ritari Hilmar Oddsson, meðstjórnandi Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, meðstjórnandi Varamenn: Sigríður Hagalín Björnsdóttir Þorsteinn S. Ásmundsson

Uppákomur í vetur Viðburðir á vegum Leikfélags Reykjavíkur sem áætlaðir eru í vetur, dagsetningar verða auglýstar síðar.

Eftir Caryl Churchill

Veisla – revíur og kabarettar

Bergur Þór Ingólfsson og Saga Garðarsdóttir segja frá kabarettsýningunni Veislu og Una Margrét Jónsdóttir fjallar um revíur og kabaretta fyrri tíma.

59

Málþing

Erindi og umræður um Svövu Jakobsdóttur og leikrit hennar ásamt leiklestri á verkinu, Æskuvinum, sem sýnt var hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1976.

Leikskáld Borgarleikhússins

Matthías Tryggvi Haraldsson og Eva Rún Snorradóttir segja frá vinnu sinni og hugmyndum um leikritun og leikhús.

Caryl Churchill – Ein komst undan Kristín Jóhannesdóttir segir frá vinnu sinni með verkið Ein komst undan eftir Caryl Churchill, eitt merkasta leikskáld Bretlands síðustu áratuga.


Gott að vita Gott aðgengi Í Borgarleikhúsinu er gott aðgengi fyrir hjólastóla. Salerni fyrir fatlaða er staðsett við Nýja sviðið.

Textun Borgarleikhúsið býður upp á valdar sýningar með skjátexta. Í boði eru textar á íslensku, ensku og pólsku.

Tónmöskvar Stóri og Litli salur hússins eru búnir sérstökum tónmöskvum sem gera notendum heyrnar­ tækja kleift að heyra betur það sem fram fer.

Afslappaðar barnasýningar Leikhúsið hefur boðið upp á svokallaðar afslappaðar sýningar, t.d. á Gosa, sem henta þeim sem vilja minna áreiti, meira öryggi og lægri hljóðstyrk.

Fáið fréttirnar fyrst Þeir sem eru skráðir á póstlista Borgarleikhússins fá fréttir af tilboðum, sýningum og nýjungum. Einnig er mögulegt að fylgjast með samfélagsmiðlum, sjá það sem fram fer að tjaldabaki og vera í beinu sambandi við leikhúsið.

Veislur Við sjáum bæði um standandi veislur og margrétta máltíðir og sérsníðum viðburði að þörfum ólíkra hópa.

Gjöf sem lifnar við Gjafakort fást í miðasölu Borgarleikhússins, á vef Borgarleikhússins og á þjónustuborði Kringlunnar.

Gjafavörur Við seljum fjölbreytta og skemmtilega muni sem tengjast leiksýningum okkar.

Næg bílastæði Fyrir leiksýningar er nóg af bílastæðum við Kringluna, bæði á efri og neðri hæð bílastæðisins.

Strætó stoppar við innganginn Við Borgarleikhúsið stansa strætisvagnar frá öllum hverfum borgarinnar. Skildu bílinn eftir heima, njóttu leikhúskvöldsins og náðu síðustu ferð heim.

Mætið tímanlega Við hvetjum gesti til að vera snemma á ferðinni. Tilvalið er að eiga notalega stund fyrir sýningu, glugga í leikskrár og panta veitingar fyrir sýningu og/eða í hléi. Leiksýningar hefjast á tilsettum tíma og er þá leiksalnum lokað.

Sóttvarnir Í Borgarleikhúsinu gerum við allt til að gæta öryggis gesta og starfsfólks á tímum Covid-19. Við erum í góðri samvinnu við sóttvarnaryfirvöld og förum í hvívetna eftir gildandi reglum. Sýnum tillitssemi – gerum þetta saman og höfum gaman!

Nánari upplýsingar í síma 568 8000 eða á borgarleikhus.is 60

Borgarleikhúsið

2021–2022


Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús. Jafnframt er stuðningur nokkurra öflugustu fyrirtækja landsins ómetanlegur. Fyrir þetta erum við afar þakklát.

Leikárið 2021–2022 Útgefandi: Borgarleikhúsið Ábyrgðarmaður: Pétur Rúnar Heimisson Ritstjórn: Halla Björg Randversdóttir og Maríanna Clara Lúthersdóttir Umsjón með textagerð: Halla Björg Randversdóttir, Magnús Þór Þorbergsson og Maríanna Clara Lúthersdóttir Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Ljósmyndir á kápu: Viðar Logi Hugmyndasmiður og yfirstílisti kápu: Filippía Elísdóttir Stílistar kápu: Elín S. Gísladóttir, Jón Albert og Stefanía Adolfsdóttir Letur: Sharp Grotesk Hönnun: Brandenburg Innihald blaðsins er birt með fyrirvara um breytingar. borgarleikhus.is Sími: 568 8000 Listabraut 3 103 Reykjavík Fylgdu okkur á Facebook og Instagram: @borgarleikhusid



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.