Borgarleikhúsið 2022-2023

Page 1

Fullt hús af töfrum 2022—2023 Borgarleikhúsið

2 Borgarleikhúsið aðíKomduáskrifttöfrum

Lúxuskort: 8+ sýningar Leikhúskort: 4–7 sýningar 3040 afafslátturafafslátturmiðummiðum afafslátturafafslátturafafslátturveitingumveitingumveitingum% % 10% 15% 10% 25 ára og yngri: 4 sýningar 50 afafslátturmiðum % Miðasala á borgarleikhus.is og í síma 568-8000 Tryggðu þér bestu sætin á besta verðinu

Ofurhetjumúsin OFURHETJUMÚSINKjarval Töfraheimur Kjarvals fyrir krakka Allt sem er frábært 20232022

9lífBubbiMorthensSöngleikur Síðustu dagar Sæunnar Prinsessuleikarnir Gísli Örn Garðarsson Eftir Line Mørkeby NJÁLA Á HUNDAVAÐI Tjaldið samstarfi við Miðnætti Hvíta tígrisdýrið Í samstarfi við Slembilukku

ágúst janúaroktóberseptember nóvember desember Borgarleikhúsið6 2022 Hamingjudagar Tjaldið Níu líf Síðustu dagar Sæunnar BaraFyrrverandismástund! Hvíta MátulegirtígrisdýriðMacbeth Emil í Kattholti Allt sem er frábært Njála á hundavaði Á eigin vegum Ég hleyp sviðStóra Fílalaghæð3.sviðLitlasviðNýja Umbúðalaust Festival 2022–2023

janúar marsfebrúar apríl maí júní 2023 Góða ferð inn í gömul sár PrinsessuleikarnirMacbethtígrisdýriðMarat/Sade Svartfugl Umbúðalaust/Í fréttum er þetta helst Umbúðalaust/Rómantík

Með áræði, metnað og fjölbreytni að leiðarljósi héldum við af stað inn í síðasta leikár sem reyndist fullt af áskorunum tengdum faraldrinum en færði okkur að lokum stórkostlega uppskeru. Borgarleikhúsið var sigursælt á síðustu Grímuverðlaunahátíð, en báðar stóru sýningar leikhússins voru valdar sýningar ársins: 9 líf Sýning ársins 2022 og Emil í Kattholti Barnasýning ársins 2022. Grasrótarvettvangur ungs sviðslistafólks, Umbúðalaust, var valinn Sproti ársins 2022 á Grímunni sem var okkur einstakt gleðiefni og auk þess sem listamenn hússins voru verðlaunaðir fyrir glæsilega frammistöðu. Gestir fylltu salina um leið og samkomutakmörkunum sleppti og hver sýningin á fætur annarri rataði til síns hóps. Fyrir þetta erum við sannarlega þakklát og viðbrögð áhorfenda endalaus hvatning til að halda áfram á okkar vegferð. Takk! Listamenn hússins eru sem fyrr í forgrunni og prýða forsíðu kynningarritsins. Þau eru krassandi og kynngimögnuð þar sem þau taka sér stöðu í áhorfendasalnum. Listamaðurinn horfir yfir vinnusvæðið sitt, tóma rýmið þar sem töfrarnir gerast. Við leggjum af stað með fullt hús af hæfileikum og hlökkum til að taka á móti þér, kæri gestur! Leikárið inniheldur bæði gamalt og nýtt. Sýningar sem náðu fögru flugi halda áfram; 9 líf, Emil í Kattholti, Njála á hundavaði, Ég hleyp, Fyrrverandi og samstarfssýningin Tjaldið. Nógu er svo af nýju að taka. Það er sérstök ánægja að geta boðið upp á verk tveggja fráfarandi leikskálda hússins: Síðustu dagar Sæunnar eftir Matthías Tryggva Haraldsson og Góða ferð inn í gömul sár eftir Evu Rún Snorradóttur eru vönduð verk sem með ólíkum hætti fjalla um dauðann og skilja okkur eftir með vitneskju og hollar vangaveltur. Á Litla sviðinu lifnar við saga Kristínar Steinsdóttur, Á eigin vegum, í leikgerð Maríönnu Clöru Lúthersdóttur og Sölku Guðmundsdóttur sem fjallar um lífsvilja og þrá og síðar á árinu verður magnað tilfinningauppgjör krufið í Svartfugli eftir David Harrower. Í Mátulegum eftir Thomas Vinterberg og Claus Flygare, á Nýja sviðinu, fylgjumst við með tilraunum fjögurra lífsleiðra menntaskólakennara til að mæta hversdeginum með því að vera bara mátulegir og í kjölfar þeirra sigla inn Prinsessuleikar Elfriede Jelinek, þar sem Mjallhvít, Þyrnirós og Jackie Kennedy standa andspænis okkur. Á Stóra sviðinu berst hinn franski Michel fyrir því að fá Bara smástund! í friði og ró, okkur til mikillar kátínu, í verki Florian Zeller. Í janúar leikstýrir svo hin litháíska Uršulė Bartoševičiūtė goðsagnakenndu verki William Shakespeare þar sem Macbeth hjónin mögnuðu, í stjórnleysi sínu, ganga fram af lífinu á allan mögulegan máta. Í samstarfi við Slembilukku leiðir Nýtt, spennandi og kraftmikið leikár er runnið upp og enn ætlum við að upplifa saman, njóta, hlæja, lifa og læra.

8 Borgarleikhúsið 2022–2023

leikhúsgesturKæri

Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri Hvíta tígrísdýrið, eftir Bryndísi Ósk Þ. Ingvarsdóttur, ungmenni og aðra áhorfendur inn í háskalegt ævintýri. Óhætt er svo að fullyrða að Marat/Sade verði merkilegt sjónarspil en það er heiður að bjóða Lab Loka til samstarfs með viðamikla sýningu, þar sem elsta kynslóð leikara og listamanna landsins stígur á svið í mögnuðu verki Peter ÞaðWeiss.má segja að leiðarstef leikársins sé að lifa af. Að lifa af heimsfaraldur, að lifa af fordóma, kúgun, áföll, svik, skömm, lífsleiðann eða hversdaginn. Að lifa, að fá að lifa og leyfa öðrum að lifa nákvæmlega eins og þau eru. Í heimi þar sem ráðist er að lífinu og frelsinu úr ótrúlegustu áttum höfum við val. Okkar val á alltaf að vera að lifa til fulls og gæta þess að aðrir njóti þeirra sömu réttinda. Með því að segja fjölbreyttar sögur af mismunandi fólki í margvíslegum aðstæðum lærum við og lyftum við undir lífið í öllum sínum margbreytileika. Ekki get ég hugsað mér betri stað til að lifa og læra en Viðleikhúsið.erummeð fullt hús! Velkomin í Borgarleikhúsið.

„Það má segja að leiðarstef leikársins sé að lifa af. Að lifa af heimsfaraldur, að lifa af fordóma, kúgun, áföll, svik, skömm, lífsleiðann eða hversdaginn. Að lifa, að fá að lifa og leyfa öðrum að lifa nákvæmlega eins og þau eru.“

Ljósmynd: Kazuma Takigawa

ogBorgarleikhúsiðJómfrúinísamstarf Leikhúsbarinn Leikhúsbar Borgarleikhússins býður upp á úrval af ekta dönsku smurbrauði frá Jómfrúnni. Jómfrúin tengir íslenskt gæðahráefni við aldagamlar hefðir svo úr verður einstök matarupplifun fyrir gesti. Pantaðu veitingar á borgarleikhus.is eða komdu og skoðaðu úrvalið. 2022–2023Borgarleikhúsið10

Viltu eftirminnilegt leikhúskvöld fyrir hópinn þinn? Við sníðum stærð og umfang heimsóknar ykkar að þörfum hópsins. Tilvalið er að byrja kvöldið á skoðunarferð um Borgarleikhúsið og gæða sér á dýrindis veitingum frá Jómfrúnni áður en leiksýningin hefst. Ráðstefnur og salaleiga Hægt er að leigja sali fyrir ýmis tækifæri og ýmsar stærðir af veislum. Nánari upplýsingar hjá borgarleikhus@borgarleikhus.is

Gerðu gott kvöld ennþá betra Gefðu þér góðan tíma til að njóta leikhúskvöldsins með girnilegum mat og drykk. Leikhúsbarinn er opinn frá kl. 18:30 öll sýningarkvöld og því er tilvalið að mæta snemma og kitla bragðlaukana með ljúffengum veitingum áður en tjaldið fer upp. Komdu með þinn hóp í leikhús!

Til er kenning um að áfengismagn í líkama mannskepnunnar sé í raun hálfu prómilli undir æskilegum mörkum. Áfengi hefur fylgt manninum frá örófi alda, það sagt opna hugann, liðka fyrir samræðum og kynda undir sköpunargáfunni en getur það jafnframt verið hættulegt og eyðileggjandi afl. Í Mátulegum ákveða fjórir menntaskólakennarar á miðjum aldri að gera tilraun til að sannreyna kenninguna um að manneskjan sé fædd með of lítið áfengismagn í blóðinu — þeir eru lífsleiðir, staðnaðir í starfi og á góðri leið með að sigla einkalífinu í strand. Getur verið að áfengi sé í raun svarið við vandamálum þeirra, svarið við lífsgátunni? Mátulegir er grátbroslegt verk um leitina að lífsneistanum, lífsfyllingunni og þá refilstigu sem sú leit getur leitt mann á. Verkið er sviðsútgáfa Thomas Vinterberg af kvikmynd hans DRUK sem unnið hefur til fjölda verðlauna.

Sviðshreyfingar: Anna Kolfinna Kuran Leikgervi: Elín S. Gísladóttir

Leikarar: Halldór Gylfason Hilmir Snær Guðnason

Frumsýnt: Salur: 30. desember Nýja

Jörundur Ragnarsson Þorsteinn Bachmann

Hljóðmynd: Ísidór Jökull Bjarnason

Mátulegir

Höfundar: Thomas Vinterberg og Claus Flygare Þýðing: Þórdís Gísladóttir

2022–2023Borgarleikhúsið12

Leikstjórn: Brynhildur Guðjónsdóttir

svið

Leikmynd: Heimir Sverrisson

Er manneskjan fædd með hálfu prómilli of lítið?

Búningar: Filippía Elísdóttir

Lýsing: Þórður Orri Pétursson

Mátulegir

SMÁSTUND!BARA

Frumsýnt: Salur: 23. september Stóra svið Sprenghlægilegur gamanleikur! 2022–2023Borgarleikhúsið14

Höfundur: Florian Zeller Þýðing: Sverrir Norland Leikstjórn: Álfrún Örnólfsdóttir Leikmynd og búningar: Helga I. Stefánsdóttir Lýsing: Ólafur ÁgústStefánsson Hljóðmynd: Jón Örn Eiríksson Leikgervi: Guðbjörg Ívarsdóttir Leikarar: Bergur Þór Ingólfsson Jörundur Ragnarsson Sigurður Þór Óskarsson Sólveig Arnarsdóttir Sólveig Guðmundsdóttir Vilhelm ÞorsteinnNetoBachmann

Sprenghlægilegur gamanleikur eftir eitt þekktasta leikskáld Frakka, sem sópað hefur til sín verðlaunum að undanförnu fyrir handrit sitt að kvikmyndinni Faðirinn sem hann leikstýrði einnig.

Michel sér fram á ljúfan laugardag í ró og næði og tækifæri til að hlusta á mjög sjaldgæfa og goðsagnakennda djassplötu sem hann hefur fundið á markaðnum, en það virðist ekki eiga að verða. Natalie eiginkona hans vill ræða son þeirra, Sebastien, sem vill láta breyta nafni sínu í Fucking Rat, og henni finnst líka tími til kominn að horfast í augu við gamlar syndir úr sambandinu; hjákonan er þjökuð af samviskubiti og vill ljóstra upp um hliðarspor Michels, framkvæmdirnar á baðherberginu eru að fara úr böndunum, það lekur niður til nágrannans og iðnaðarmaðurinn reynist ekki allur þar sem hann er séður.

SMÁSTUND!

Leikstjórinn, hin litháíska Uršulė Bartoševičiūtė er rísandi stjarna í leikhúsheimi Evrópu og kemur hingað með bæði nýja strauma og sterka hefð í farteskinu og tekst á við þetta stysta en mögulega magnaðasta verk Shakespeare ásamt einvala liði leikara og listrænna stjórnenda.

MACBETH

Saga hins blóði drifna, skoska konungs Macbeth var fyrst sett á svið fyrir meira en fjögur hundruð árum en galdurinn við bestu verk William Shakespeare er að viðfangsefnið er eilíft og talar sífellt inn í samtímann. Líf ungs hermanns breytist þegar hann heyrir spádóm um að hann verði konungur. Mun spádómurinn rætast sjálfkrafa - eða er öruggara að Macbeth hjálpi til? Metnaður breytist í valdasýki, ofbeldi getur af sér ofbeldi og ofbeldi breytir manneskjum til frambúðar, þeim sem verða fyrir því jafnt þeim sem beita því. En hvar liggja rætur ofbeldisins, hver er uppsprettan og hvernig breiðist það út? Getur eitt ofbeldisverk orðið að stríði?

„Það eitt

er til sem ekki' er í rauninni til.”

Frumsýnt: Salur: 13. janúar Stóra

svið Höfundur: William Shakespeare Þýðing: Kristján Þórður Hrafnsson Leikstjórn: Uršulė Bartoševičiūtė Leikmynd: Camilla Clarke Búningar: Liucija Kvašytė Tónlist: Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson Lýsing: Pálmi Jónsson Hljóðmynd: SteingrímssonÞorbjörn Leikgervi: Elín S. Gísladóttir leikstjóra:Dramatúrg/aðstoðarmaður Andrea Vilhjálmsdóttir Leikarar: Árni Þór ÞórunnSólveigSólveigSigurðurRakelHjörturHaraldurEstherBjörnBergurÁsthildurLárussonÚaSigurðardóttirÞórIngólfssonStefánssonTalíaCaseyAriStefánssonJóhannJónssonÝrStefánsdóttirÞórÓskarssonArnarsdóttirGuðmundsdóttirArnaKristjánsdóttir 2022–2023Borgarleikhúsið16

9líf

Bubbi Morthens er samofinn þjóðarsálinni í öllum sínum birtingarmyndum: Stjarnan sem rís úr slorinu; fyrst sem málsvari verkalýðsins, svo alþýðusöngvari þjóðarinnar, þá atómpönkari og gúanórokkari sem breytist í ballöðupoppara sem syngur með stórsveitum. Skoðanaglaði gasprarinn, skrifblinda ljóðskáldið, fíkillinn sem reis upp, kvennamaðurinn og sá sem elskar aðeins eina konu, Kúbverjinn og Hollywoodvíkingurinn, veiðimaðurinn, friðarsinninn og boxarinn. Sögur Bubba Morthens eru sögur okkar allra; sögur Íslands. En hver er hann í raun og veru? Og hver erum við? Í þessari stórsýningu leggja leikarar, dans arar, tónlistarmenn og fleiri góðir gestir allt í sölurnar við leitina að Bubbanum í okkur öllum og fylla sviðið með sögum, lögum, ljóðum og litum þessa elskaða og umdeilda listamanns.

Dansarar: Katrín Mist Haraldsdóttir Sólbjört Sigurðardóttir Sölvi Viggósson Dýrfjörð Kórar: Stúlknakór ogSöngskólinnReykjavíkurDomusvoxAurora Hljómsveit: Aron Steinn Ásbjarnarson Guðmundur ÖrnÞorvaldurHjörturGuðmundssonÓskarIngviJóhannssonÞorvaldssonEldjárn

Höfundur & leikstjórn: Ólafur Egill Egilsson

Danshöfundur: Lee Proud Tónlistarstjórn:

Tónlist og söngtextar: Bubbi Morthens

Leikarar: Björn Stefánsson Elín EstherHallTalía Casey Halldór ÓttarMagnúsHlynurValurRakelJóhannHjörturHaraldurHalldóraGylfasonGeirharðsdóttirAriStefánssonJóhannJónssonSigurðarsonÝrStefánsdóttirFreyrEinarssonAtliHarðarsonBjarnasonKjerulfÞorvarðarson

Guðmundur Óskar Guðmundsson Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Búningar: Filippía Elísdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Hljóðmynd: Gunnar Sigurbjörnsson og Þórður Gunnar Þorvaldsson Leikgervi: Elín S. Gísladóttir Sýningar hefjast: Salur: 26. ágúst Stóra svið Sýning ársins á Grímunni 2022 Gríman 2022 Sýning —Leikkona—SöngvariársinsársinsHalldóraGeirharðsdóttirársinsHalldóraGeirharðsdóttir 18 2022–2023Borgarleikhúsið

Pálsson Emil Barnasýning ársins á Grímunni 2022 Sýningar hefjast: Salur: 27. ágúst Stóra svið í Kattholti Leikarar: Árni Þór

Hver kannast ekki við Emil í Kattholti, uppátækjasama og hjartahlýja drenginn sem er hugarsmíð barnabókahöfundarins ástsæla Astrid Lindgren? Síðan Emil kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1963 hefur hann átt vísan stað í hjörtum barna jafnt sem fullorðinna um heim allan og er nafn hans samofið hugmyndum um lífsgleði og prakkaraskap. Hér kynnumst við ekki bara Emil og Ídu, litlu systur hans, heldur einnig misþolinmóðum foreldrum þeirra, Ölmu og Antoni, hinni seinheppnu Línu vinnukonu, sögukonunni Týtuberja Mæju, vafasömu Ráðskunni á fátækrahælinu og síðast en ekki síst stórvini Emils, Alfreð vinnumanni. Hér skortir ekki fjörið þegar leikstjórinn Þórunn Arna Kristjánsdóttir leiðir glæsilegan hóp leikara og tónlistarmanna inn í Smálöndin sænsku. Kattholt er heill heimur ævintýra og nú lifnar hann sem aldrei fyrr í söngvum og gleði á stóra sviði Borgarleikhússins. Höfundur: Astrid Lindgren Höfundar leikgerðar: Johan Gille, Maríanna Clara Lúthersdóttir og Þórunn Arna Kristjánsdóttir Þýðing: Þórarinn Eldjárn Leikstjórn: Þórunn Arna Kristjánsdóttir Tónlist: Georg Riedel Danshöfundur: Lee Proud Tónlistarstjórn: Agnar Már Magnússon Leikmynd: Eva Signý Berger Búningar: María Th. Ólafsdóttir Lýsing: Pálmi Jónsson Hljóðmynd: Garðar Borgþórsson Myndbönd: Elmar Þórarinsson Leikgervi: Elín S. Gísladóttir Aðstoðarleikstjórn: Hlynur Páll ÞórunnSóleyHlynurGunnarÞorsteinnVilhelmSölviSólveigSigurðurSigrúnRakelKatrínKatlaJóhannEstherBergurÁsthildurLárussonÚaSigurðardóttirÞórIngólfssonTalíaCaseySigurðarsonMargrétÞorgeirsdóttirMistHaraldsdóttirÝrStefánsdóttirEddaBjörnsdóttirÞórÓskarssonGuðmundsdóttirViggóssonDýrfjörðNetoBachmannErikSnorrasonAtliHarðarsonRúnArnarsdóttirObbaGunnarsdóttir

Hljóðfæraleikarar: Agnar Már Magnússon Andrés Þór Gunnlaugsson Kjartan Guðnason Ólafur SigrúnSólveigHólmMorávekKristbjörg Jónsdóttir Gríman 2022 Barnasýning ársins 20 Borgarleikhúsið 2022–2023

Sögur 2022 — verðlaunahátíð barnanna Sýning Leikararársinsársins

Prinsessu leikarnir

Höfundur: Elfriede Jelinek Þýðing: Bjarni Jónsson Leikstjórn: Una Þorleifsdóttir Leikmynd, búningar og lýsing: Mirek Kaczmarek

Tónlist og hljóðmynd: Gísli Galdur Þorgeirsson Leikgervi: Elín S. Gísladóttir Leikarar: Bergur Þór Ingólfsson Birgitta

„Ertu prins, eða heitirðu bara Prins?” Frumsýnt: Salur: 17. mars Nýja svið 2022–2023Borgarleikhúsið22

ValaSólveigJörundurHaraldurBirgisdóttirAriStefánssonRagnarssonArnarsdóttirKristínEiríksdóttir

Þegar Þyrnirós vaknar af aldarlöngum svefni horfist hún í augu við mann sem hún hefur aldrei séð en veit að hún á að elska. Eða hvað? Hver er hún án prinsins? Þarf Mjallhvít að deyja til að verða „hamingjusöm upp frá því” með sínum prinsi - sem hún hefur heldur aldrei séð? Þarf aðeins einn koss til að skapa prinsessu? Er það Chanel dragtin sem gerir Jackie að prinsessu? Með beittu háði og skörpu innsæi nálgast Nóbelskáldið Elfriede Jelinek goðsagnir og ævintýri um ólíkar prinsessur, tengsl þeirra við prinsa og eigin sjálfsmynd, fordóma og fegurð, dauða og frelsi. Þrír þættir sem tefla fram ólíkum prinsessum: Mjallhvíti, Þyrnirós og Jackie Kennedy. Una Þorleifsdóttir leikstýrir þremur stórleikkonum, þeim Birgittu Birgisdóttur, Völu Kristínu Eiríksdóttur og Sólveigu Arnarsdóttur í gegnum skógarþykkni og rósagerði í leit að prinsessunni í okkur sjálfum.

Búningar: Stefanía Adolfsdóttir Tónlist: Sóley Stefánsdóttir Lýsing: Pálmi Jónsson Hljóðmynd: SteingrímssonÞorbjörn

2022–2023Borgarleikhúsið24

Á eiginvegum

Leikgerð: Maríanna Clara Lúthersdóttir og Salka Guðmundsdóttir Leikstjórn: Stefán Jónsson Leikmynd og myndbönd: Egill Sæbjörnsson

„Almennt er sætabrauðið í erfidrykkjum að aukast á kostnað mæjónessins.“ Frumsýnt: Salur: Litla svið

Höfundur: Kristín Steinsdóttir

Leikgervi: Guðbjörg Ívarsdóttir Leikari: Sigrún Edda Björnsdóttir

16. september

Sigþrúður er ekkja, stundar blaðburð, garðyrkju og jarðarfarir af miklum móð. Hún er ein en ekki einmana – hún hefur alltaf þurft að treysta á sjálfa sig og er ljómandi góður félagsskapur ef út í það er farið. Fólkið hennar er allt horfið á braut – en hefur reyndar farið mislangt. Sigþrúður gerir sér litlar vonir enda hefur lífið kennt henni að slíkt hafi ekkert upp á sig en draumarnir hafa þó fylgt henni frá blautu barnsbeini og nú fá þeir loks byr undir báða vængi. Á eigin vegum byggir á rómaðri skáldsögu metsöluhöfundarins Kristínar Steinsdóttur sem kom út árið 2006. Bókin var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og hlaut Fjöruverðlaunin árið 2007. Sigrún Edda leikur hér í sínum fyrsta einleik á 40 ára leikferli.

vegum 25

Illugi: „Manstu hvað það var sem heillaði þig mest þegar þú fórst í leikhúsið ung að árum?“ Uršulė: „Þegar ég var barn fannst mér flestallt skemmtilegt en ég held að fyrsta „öðruvísi“ leikhúsreynslan hafi líklega verið þegar ég sá í fyrsta sinn sýningu eftir ítalska leikstjórann Romeo Castellucci. Það kemur kannski ekki á óvart, ég held að hinar mjög svo sjónrænu og litríku sýningar hans höfði oft ekki síst til ungs fólks. Þetta var á einhvern hátt mikilvæg stund fyrir mig, áherslan var ekki á orðin og mér fannst ég fíla sýninguna frekar en skilja hana og það var eftirminnilegt að uppgötva að þannig gæti leikhús líka verið. Að mörgu leyti finnst mér reyndar að ég sé í minni leikhúshugsun alveg á mörkum austurs og vesturs. Litháískt leikhús hefur frá gamalli tíð verið undir miklum áhrifum frá rússneska leikhúsinu og rússneska leikhússkólanum, og mitt nám dró auðvitað dám af því, einkum BA-námið. En ég tók snemma eftir því að þegar ég fór að fara á leikhúshátíðir og sækja sýningar erlendis, þá voru það yfirleitt vestrænar sýningar sem ég sóttist eftir. Og þegar ég fór svo í meistaranámið hjá Yönu, þá var sjónarhorn hennar mjög vestrænt, að segja má. Og núna finnst mér að ég hafi grætt á að giska jafn mikið úr báðum herbúðum og nýti mér í mínu starfi álíka margt úr báðum áttum.“ Það varð liðáhorfendurleikhússinshlutverkaðsameinaogleggjaþeimíbaráttunniviðhiðilla.

2022–2023Borgarleikhúsið26

Samtal við: Eftir: leikstjóraBartoševičiūtėUršulė JökulssonIlluga

„Ég fæddist í Vilníus og er af fjölskyldu sem alltaf hefur látið sig menningu miklu varða, sótt menningarviðburði og notið menningar yfirleitt út í æsar. Ég naut þeirra forréttinda að alast beinlínis upp á tónleikum og leiksýningum, slíkt var bara óaðskiljanlegur hluti af lífi fjölskyldunnar frá því að ég man eftir mér. Ég vissi mjög snemma að þetta var það sem mig langaði til að fást við, og þá ákvað ég það bara, og ég var ekki nema svona 9 ára þegar ég var farin að taka þátt í leikklúbbum í skólanum, og gerði það alla tíð síðan. Þegar ég lauk stúdentsprófi langaði mig í leikstjóranám en þá var bara boðið upp á það annað hvert ár, svo ég ákvað að prófa eitthvað allt annað meðan ég biði og hóf að læra arabísku í hálft ár en það dugði til að ég áttaði mig endanlega á að ég er framkvæmdamanneskja (practitioner) en ekki fræðingur (theoretician). Ég er ekki manneskja sem getur setið við skrifborð með bækur og skoðað og skilgreint og sett fram kenningar, ég vil taka þátt í atinu sjálfu, vinna með fólki, setja undir mig hausinn og gera eitthvað. Kenningar eru bara ekki mitt svið. Svo eftir þessa misheppnuðu tilraun til að gerast fræðimaður í arabísku þá fór ég allshugar fegin í Leikhús- og tónlistarskólann í Litháen og tók á fjórum árum BA-próf í leikstjórn og hélt svo áfram í tvö ár í meistaranámi í sama skóla undir handleiðslu Yönu Ross, sem þið þekkið nú Íslendingar eftir tvær sýningar hennar í Borgarleikhúsinu. Þannig var nú mín leið í leikhúsið.“

Andarnir eru komnir á kreik

Sem yður þóknast. Litla leikhúsið í Vilnius.   Ljósmyndari: Mika Savičiūtė

Uršulė: „Það er reyndar góð spurning. Vinir mínir spurðu mig stundum að þessu og það var oft bara mjög erfitt að svara þessu. Það er svo ótrúlega fjölbreytt hvað manni er gert að gera. Einn daginn er maður með kennarann sinn á bakinu, bókstaflega, hann þrýstir á magann á þér og segir drungalega: Þaðan á röddin að koma, ekki úr hálsinum, heldur djúpt neðan úr maga, og það getur farið furðu langur tími í svona lagað. Í mínu tilfelli gekk BA-námið fyrstu tvö þrjú árin mikið út á leik. BA-námið var undir stjórn Jonasar Vaitkusar sem þótti merkur leikstjóri og kennari heima í Litháen og ég hafði afar góða prófessora í leiklist og við gerðum margt hugmyndaríkt og skemmtilegt. Þú veist, við erum ekki með þýska leikhúsið, við erum ekki með Sprechtheater þar sem fólk situr lon og don og skilgreinir textann, textagreining er ekki endilega sterkasta hliðin á litháíska leikhúsinu. Það sem við sóttumst helst eftir í náminu var að finna „eventinn“ sem við gátum svo byggt á, finna andrúmsloftið, finna konfliktinn, og það gerðum við ekki síst með því að vera sífellt að búa til litlar etýður, örstutt lítil leikrit, eiginlega sýnishorn sem eiga samt að segja einhverja sögu eða gefa eitthvað til kynna. Í meistaranáminu breyttist þetta algjörlega, þá kom Yana til sögunnar og sá að það vantaði þennan stóra þátt í menntunina hjá okkur, textagreiningu og dramatúrgíu þar að lútandi. Þá fórum við meira út í skapandi skrif. En þegar upp er staðið, þá lærir maður ekki leikstjórn nema með því að leikstýra. Og dapurlegast er að þá hlýtur maður óhjákvæmilega að gera svo mörg mistök og hlaupa af sér hornin áður en manni lukkast eitthvað, og meðan maður er að gera mistökin hefur maður ekki hugmynd um að þetta sé kannski allt tóm vitleysa, og það er ekki fyrr en eftir frumsýningu sem maður áttar sig á að maður skipaði llugi: „Og hvað hefurðu helst grætt á leikhúshefð þíns eigin Uršulė:lands?“„Ja,leikhúshefð okkar Litháa mótaðist síðustu áratugi 20. aldar og á kannski svolítið mótsagnakenndan hátt, þar sem annars vegar voru rússnesk áhrif mikil, eins og ég sagði áðan, og við fengum margt gagnlegt þaðan, en á hinn bóginn litu flestir Litháar á vist okkar í Sovétríkjunum sem hersetu erlends ríkis, og leikhúsið, eins og annað í samfélaginu, var undir miklum þrýstingi þess vegna. Það varð hlutverk leikhússins að sameina áhorfendur og leggja þeim lið í baráttunni við hið illa. En það mátti ekki gera á of opinskáan hátt og þess vegna varð leið leikhússins mjög symbólísk, að segja má. Hlutirnir voru ekki sagðir hreint út, það þurfti að fara í kringum flestöll málefni og tala undir rós. Og ég er ekki fyrst og fremst að tala um texta leiksýninga, heldur alla uppsetninguna, leikstíl og annað. Eimuntas heitinn Nekrošius, sem var stórmenni í litháísku leikhúslífi, hann var til dæmis mikill meistari í þessu. Það voru alltaf mörg lög í sýningunum hans. Og ég finn í sjálfri mér heilmikla hvöt til að fara þessa leið. Nú er ég að vísu fædd eftir að Litháen varð sjálfstætt ríki og ég lifði því í rauninni ekki á eigin skinni það tímabil skoðanakúgunar þegar fólk þurfti að fela skoðanir sínar og hugsanir og semja sig að áróðri yfirvalda. En það eimir enn eftir af slíkum hugsunarhætti í aðferðum og samskiptamáta okkar og ég hef ekkert á móti því að nota ýmislegt úr þeim leikhúsheimi sem Nekrošius og fleiri sköpuðu. En um leið er ég pólitísk á mun opinskárri hátt en þeir gátu leyft sér og tel að leikhúsið eigi að vera pólitískt tæki fremur en bara symbólískur spegill á mannlífið.“

Illugi: „Litháíska leikhúsið hefur vakið mikla athygli síðustu áratugi. Á Íslandi var það mikil opinberun fyrir leikhúsfólk þegar Rimas Tuminas, mikilhæfur leikstjóri á sama reki og Nekrošius, kom hingað fyrst fyrir aldarfjórðungi og setti upp sýningar á máta sem lítt eða

Í Litháen má fara í leikhús til að hugsa um heiminn

Illugi: „Leikstjóranám þekkist því miður varla hér á Íslandi. Það væri gaman að vita í hverju það er helst fólgið í Litháen, ég meina hreinlega hvað varstu að gera öll þessi ár?“

2022–2023Borgarleikhúsið28 Uršulė leikstjóriBartoševičiūtė

ekki hafði sést hér áður. Hvernig ætli standi á því að fámenn þjóð eins og Litháar hafi alið af sér svo marga frábæra leikstjóra?“

Uršulė: „Þetta er spurning sem ekki hefur fundist neitt svar við, þótt töluvert hafi verið gruflað. Ég efast í rauninni um að það sé til einhver einn litháískur leikstjóraskóli. Ég svara svona spurningum gjarnan svo að við Litháar höfum fyrst og fremst mjög góðan jarðveg fyrir leikstjóra að vaxa í, og þá meina ég í þeim skilningi að þetta starf og leikhúsið almennt njóta virðingar, það er litið á leikhúsið sem fullgilda leið til að skynja og skilja heiminn og láta til sín taka. Í Litháen má fara í leikhús til að hugsa um heiminn.“

rangt í hlutverkin, textinn var ómögulegur, leikgerðin slæm og sjálfur var maður á einhverjum villigötum. En ég trúi því einlæglega að maður læri þetta með

Illugi:tímanum!“„Hvenær ertu ánægð að loknum vinnudegi? Hvenær ferðu heim að kvöldi eftir heilan dag af ströngum æfingum og hugsar: Þetta var frábært, út af þessu er ég í leikhúsinu! Hvað hefur þá gerst?“

Uršulė: „Hm, ég er hreinlega ekki viss um að ég sé nokkurn tíma svona ánægð. Ég meina það. Því ef maður er svona ánægður, til hvers þá að fara í vinnuna daginn eftir? Mér finnst í rauninni, og þetta sagði ég við íslensku leikarana mína þegar við settumst niður með Macbeth í fyrsta sinn, að sýningin sé í rauninni tilbúin áður en við byrjum. Og það eina sem ég þarf að gera með mínu fólki er að finna leiðina að henni. Hún er þarna einhvers staðar úti í skógi, hún býr í leikriti Shakespeares, hún býr í hugmyndinni, hugsuninni, og andarnir eru komnir á kreik, þeir eru orðnir til og ég þarf bara að finna leiðina þangað, og til þess þarf ég og við öll að þræða hinn stórskrýtna krókótta skógarslóða sem vinnan í leikhúsinu er. Og til að finna sýninguna, þá gerir maður mistök, villist út af slóðanum, maður verður alveg ringlaður og veit ekki sitt rjúkandi þarna rammvilltur í skóginum, og stundum er maður að því kominn að hrökklast til baka, er þetta ekki allt alveg ómögulegt, en samt er maður orðinn alveg heillaður af leiðinni og leitinni og takmarkinu, og þetta er allt svo spennandi að maður heldur áfram og það er það sem fær þig til að fara í vinnuna daginn eftir, hvað sem á dynur. Hvað gerist ef ég beygi þarna við stóra tréð? Hvað skyldi vera á bak við þetta fjall þarna í fjarska? Kannski er sýningin mín þar?“ Illugi: „Ég sá það einhvers staðar haft eftir þér í viðtali að þér þætti akkur í því að sýningarnar þínar vektu sterk viðbrögð áhorfenda, jafnvel á sjálfum sýningunum. Mér sýndist þú ekkert slá hendinni á móti því að áhorfendur mættu með tómata til að láta rigna yfir sviðið ef svo bæri undir.“

Að bjóða fólki upp á að hugsa og bregðast við. Uršulė: „Já, haha, ég meinti það nú kannski ekki alveg bókstaflega og ég stefni heldur ekki markvisst að því að efna til deilna, en vissulega langar mig að vekja gagnrýna hugsun áhorfenda. Þetta er eiginlega helsta markmið okkar leikhúsfólks. Að bjóða fólki upp á að hugsa og bregðast við. Við getum bara spurt spurninga, við getum bara skapað grunn fyrir samræður, ég veit þetta er klisja en við verðum alltaf að hafa þetta í huga, að leikhúsið er ekki fyrir einhverja elítu til að eiga huggulega kvöldstund saman. Það er allt annar tilgangur með þessu streði og sá tilgangur er mjög pólitískur, sem sé að skilgreina einstaklinginn innan síns Illugi:samfélags.“„Ogekkivantar pólitíkina í Macbeth, tala nú ekki um á okkar stríðstímum. En hvað veldur því að þú vilt við þessar aðstæður setja upp Macbeth en ekki eitthvert splunkunýtt leikrit um stríð, metnað, ógnir? Hlyti ekki nýtt leikrit að segja okkur meira um það sem nú er að gerast?“ Uršulė: „Það tæki alla ævina að svara þessari spurningu en fyrir mér snýst þetta um tungumálið. Tungutak Macbeths er fjarlægt okkur, það er svo framandlegt og það felur beinlínis í sér fjarlægðina. Þú verður að hafa fyrir því að skilja heim leikritsins og það er eftirsóknarvert og gagnlegt í sjálfu sér. Ég efast ekki um að það sé hægt að skrifa stórkostlegt leikrit um Úkraínu, um Mariupol, og áreiðanlega verður það gert, en þau leikrit verða samt ekki umsvifalaust almennur sannleikur eins og Macbeth er löngu orðinn, þau verða um Úkraínu og Mariupol, og hvorki leikarar né áhorfendur þurfa þá að leysa dulmálið sem felst í því leikriti sem við ætlum nú að setja upp, þessari veröld Shakespeares sem er í senn svo nærri og þó svo fjarlæg. Við neyðumst til að taka eftir, drekka í okkur það sem gerist á sviðinu, átta okkur á tungutakinu og reyna upp á eigin spýtur að skilja það og túlka, í stað þess að á okkur dynji upplýsingar. Ég er nýbúin að gera Sem yður þóknast eftir Shakespeare, og Shakespeare er svo sveigjanlegur, það er hægt að setja hann niður hvar sem er, og túlka á alla lund, en samt er hann aldrei billegur, þú þarft alltaf að hafa fyrir hlutunum, bæði sem leikstjóri, leikari, og áhorfandi, sem ekki er minnst um vert.Þaðer til dæmis engan veginn hægt að svara því í einu orði um hvað Macbeth er. Fólk segir, já, það er augljóslega um vald og þrána eftir valdi og blóðþorsta og metnað til að verða konungur, og jújú, allt í lagi með það, en mér finnst Macbeth samt ekki vera aðallega um þetta, mér finnst leikritið fyrst og fremst vera um ótta. Í mínum augum er Macbeth fyrst og fremst um mekanisma óttans, því allt sem gerist á sviðinu á sér stað í ótta. Blóðþorstinn stafar af ótta. Á því stigi mála sem við erum nú í Evrópu hlýtur Macbeth að verða mjög dapurleg og harmræn samræða um það sem verður að breytast í sjálfri tilveru mannsins svo við andskotumst til að hætta að drepa hvert annað. Hvað það er í kerfinu, í okkur sjálfum, í okkar hugsanamekanisma sem við virðumst ekki geta breytt. Og ég held að við þurfum að líta langt aftur til að reyna að skilja villuna sem við sitjum föst í og það er að parti til ástæðan fyrir því að við grípum til Shakespeare, því þá sjáum við svart á hvítu að mekanismi hugsunarinnar er enn sá sami og þá blasir líka svo sorglega við að hann verður að breytast, það er löngu tímabært.“

Þetta er eiginlega helsta markmið okkar leikhúsfólks.

StankevičiusLjósmyndari: DonatasÞjóðleikhúsiðblóði.íKaunas.

Illugi: „Þetta viðtal er tekið töluvert fyrir frumsýningu og við tvö vitum því ekki núna hvernig staðan verður þegar þið frumsýnið. En hvernig hefur stríðið í Úkraínu nú þegar haft áhrif á hugsanir þínar um leikritið og hvernig þú munt nálgast verkefnið?“

Af holdi og

Uršulė: „Það er erfitt að tala um þetta vegna þess að stríðið hefur svo gjörsamlega snúið hugsunarhætti okkar á hvolf. Á tímabili fannst mér eftir að innrásin hófst að við ættum að hætta við þetta leikrit. Þetta væri ekki rétti tíminn, efni þess væri í senn of nákomið okkur en um leið væri það sem er að gerast hundrað sinnum skelfilegra en nokkuð það sem Shakespeare skrifar um í þessu leikriti. En svo fannst mér að þetta væri kannski einmitt viðeigandi stund til að minna okkur á — og þetta hljómar kannski hallærislega — en mér fannst skyndilega málið snúast um evrópsk gildi, þau gildi að við gerum þetta af fúsum og frjálsum vilja, við komumst að því hvað við viljum segja af fúsum og frjálsum vilja og fólkið kemur í leikhúsið af fúsum og frjálsum vilja, og ekkert skal geta breytt því. Að halda upp á frjálsan vilja er stærsti miðfingurinn sem við getum sýnt Vladimir Pútin því hann á engan óvin hættulegri en frjálsan vilja. Macbeth á einmitt í baráttu við frjálsan vilja, hann hefur ekki vald á vilja sínum, hann verður að kalla á hið yfirnáttúrulega sér til aðstoðar og hvatningar, og svo þegar allt er á leið í hundana kennir hann hinu yfirnáttúrulega um það sem úr lagi hefur gengið, en í raun er allt sem þú gerir sprottið úr þínum frjálsa vilja. Það er kjarni evrópskrar hugsunar. En fortíðin, og það sem hún hefur safnað í sálarkirnu okkar hvers um sig, það er líka mikilvægt, því má ekki gleyma. Ég uppgötvaði skemmtilega hlið á því um daginn þegar ég var að spjalla við leikarana mína í Macbeth. Við vorum þá farin að ræða um hvernig ein leiksýning væri eins og barn sem sett er saman úr DNA fólks úr gerólíkum áttum. Og þá er gott að fást við Macbeth því það er svo hnitmiðað leikrit og það getur verið hollt að sjá hvernig mismunandi fólk tekst á við þetta ofbeldi og blóðþorsta og valdsýki og reiði. Og þá fann ég hvað minn austur-evrópski uppruni var mér mikilvægur. Eins og ég sagði áðan, ég er fædd í sjálfstæðu landi sem vill horfa í vestur og ég hef líklega aldrei metið minn austur-evrópska uppruna nógu mikils, mínar rætur eru þar, vissulega, en mér fannst það aldrei vera stór partur af minni sjálfsvitund. Ég meina, eftir að við Litháar losnuðum undan Sovétinu þá þráðum við það mest að geta talist Norður-Evrópubúar. Við hefðum gefið hvað sem er til að geta sagt: Við erum Norðurlandabúar, við erum ekkert úr austrinu, því Evrópa hneigist svo til að tengja Austur-Evrópu við Rússland og setja alla Austur-Evrópumenn undir sama hatt. En síðan innrásin í Úkraínu hófst þá hefur vitund okkar sem AusturEvrópumanna einhvern veginn styrkst og við förum ekki lengur fer ekki lengur í felur með hana. Og nú vil ég viðurkenna að, já, ég kem frá Austur-Evrópu, en um leið er ég gjörólík þessum Russky Mir, þessum rússneska heimi, við erum allt öðruvísi. Við höfum verið að segja umheiminum í áratugi að þetta myndi gerast, að það væri þurs við bæjarlækinn, og við höfum reynt að vekja athygli á þeim voðaverkum sem þessi heimshluti hefur mátt þola um aldir, ekki bara nú upp á síðkastið, heldur um aldir, en enginn hefur hlustað í alvöru og þeir hafa í rauninni aldrei þurft að taka minnstu ábyrgð á því sem þeir hafa gert, Rússarnir, og aldrei hafa þeir séð neina sök hjá sjálfum sér. Ættingjar mínir voru fluttir til Síberíu eftir að Litháen var hernumið í seinni heimsstyrjöldinni og í nærri öllum litháískum fjölskyldum eru til dæmi um fólk sem var sent í útlegð eða drepið af Rússunum. Bara svo þeir fengju að vaða uppi. Rússar voru heimsvaldasinnuð nýlenduþjóð og eru enn. En þegar við reyndum að segja umheiminum að kannski ætti að líta á landið okkar sem fórnardýr nýlenduveldis, ekki síður en löndin í Afríku eða Asíu, þá fáum við alltaf stórskrýtin viðbrögð, en ég held að trauma nýlendutímans sé mjög lifandi í Litháen enn í dag, og það kemur út sem sameiginlegar minningar sem við eigum öll. Í mér býr í innbyggðuralvörunnióttiviðfólk.

2022–2023Borgarleikhúsið30

Og þessu hef ég sem sagt verið að átta mig á, hvernig langtímaminnið getur náð yfir margar kynslóðir og búið í DNA okkar, og þetta vorum við að ræða, leikararnir og ég, og þá rifjaðist upp það sem íslensk leikkona benti mér á fyrir nokkrum árum, að þótt þið Íslendingar ættuð engar minningar um stríð, ekki hér á ykkar eigin landi, þá eigiði minningar um viðureign við óblíða náttúru, eldgos, hafís, ofsaveður, ég veit ekki hvað, og þetta eru að sumu leyti jafn átakanlegar minningar en þó um leið svo gerólíkar. Því við í Litháen, við flúðum út í skógana undan morðvörgum, þar reyndum við að finna skýli og mat og felustaði og öryggi því aðrir menn ætluðu að drepa okkur, og við flúðum undan mönnunum út í náttúruna, hún var okkar skjól. En þið gerðuð þveröfugt, þið flúðuð frá náttúrunni til manna, því eina leiðin til að lifa af óblíð náttúruöflin var að hjálpast að, þjappa sér saman og byggja samfélag. Og þetta er svo ólíkt DNA. Í mér býr í alvörunni innbyggður ótti við fólk. Ég óttast fólk af því það eina sem við gerðum svo lengi var að drepa fólk eða vera drepin. Og nú er það byrjað aftur. En þið óttist ennþá náttúruna. Eða óttast er kannski fullmikið sagt, en þið hafið allavega varann á gagnvart henni. Því þið vitið frá gamalli tíð að frá náttúrunni stafar ógnin.

Og Macbeth felur allt þetta í sér.

Það veriðgeturstutt á milli hláturs og gráturs

Sólbjört Sigurðardóttir Halldóra Geirharðsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir Sólveig Guðmundsdóttir Sigrún Edda VilhelmBjörnsdóttirNeto Þorsteinn Bachmann Jörundur Ragnarsson Snorri Engilbertsson Björn EstherStefánssonTalíaCasey Sölvi Viggósson DýrfjörðBergur Þór Ingólfsson Gísli Örn Garðarsson Katrín Mist Haraldsdóttir Eiríkur Stephensen og Hjörleifur HjartarsonSigurður Þór Óskarsson

Þórunn Arna Kristjánsdóttir Ásthildur Úa Sigurðardóttir Haraldur Ari Stefánsson Halldór Gylfason Hjörtur Jóhann Jónsson Jóhann Sigurðarson Sólveig Arnarsdóttir Gunnar Erik Snorrason, Óttar Kjerúlf Þorvarðarson, Sóley Rún Arnarsdóttir, Þórunn Obba Gunnarsdóttir, Hlynur Atli Harðason og Magnús Þór Bjarnason Rakel Ýr Stefánsdóttir Guðrún S. Gísladóttir Árni Þór Lárusson Katla Margrét Þorgeirsdóttir Hilmir Snær GuðnasonBirgitta Birgisdóttir Valur Freyr Einarsson

Leikmynd og búningar: Júlíanna Lára Steingrímsdóttir Tónlist: Örn Eldjárn Lýsing: Pálmi Jónsson Hljóðmynd: SteingrímssonÞorbjörn

Skrifstofumaður á miðjum aldri fær heimsókn frá ungri konu sem leitar eftir uppgjöri vegna sambands þeirra mörgum árum áður. Hann á að baki fangelsisdóm, hefur hafið nýtt líf undir nýju nafni og tilviljun ein gerir það að verkum að konan hefur uppi á honum. Bæði eru þau þjökuð af fortíðinni sem hefur markað djúp spor í tilvist þeirra. Hún hefur setið föst í sömu sporum í fimmtán ár á meðan hann hefur reynt að byrja upp á nýtt, en þegar hún birtist er ljóst að hið liðna verður ekki flúið. Átakanlegt og áleitið verk eftir eitt fremsta leikskáld Skota síðustu áratuga.

Leikgervi: Guðbjörg Ívarsdóttir Leikarar: Ásthildur Úa Sigurðardóttir Valur Freyr Einarsson

Frumsýnt: Salur: 25. mars Litla svið SVARTFUGL Hvað ætlar þú að gera þegar fortíðin bankar uppá? 2022–2023Borgarleikhúsið34

Höfundur: David Harrower Þýðandi og leikstjóri: Vignir Rafn Valþórsson

SVARTFUGL 35

Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson Lýsing: Pálmi Jónsson Hljóðmynd: SteingrímssonÞorbjörn Leikgervi: Elín S. Gísladóttir Leikarar: Guðrún Gísladóttir Jóhann Sigurðarson Snorri Engilbertsson

Höfundur: Matthías Tryggvi Haraldsson Leikstjórn: Una Þorleifsdóttir Leikmynd og búningar: Elín Hansdóttir

Síðustu dagar

Sæunnar „Hefur þú smakkað svartan morgunverð?“ 2022–2023Borgarleikhúsið36

Allir deyja – þar á meðal Sæunn. Sæunn sem nennir ekki að prjóna. Sæunn sem sér eftir því að hafa ekki skapað fleiri minningar. Sæunn sem rígheldur í þær minningar sem þó fékkst tími til að skapa. Sæunn sem veit ekki hver fær að eiga persneska teppið sem þau hjónin keyptu '97. Sæunn sem spyr sig hvenær sonurinn kíki við. Síðustu dagar Sæunnar er ljúfsárt leikrit um nánd og fjarlægð, dauðann, maukaðan elliheimilismat og leitina að sátt.Nýtt verk eftir Matthías Tryggva Haraldsson, annað af fráfarandi leikskáldum Borgarleikhússins. Frumsýnt: Salur: 28. október Litla svið

Frumsýnt: Salur: 4. febrúar Nýja svið

Ertu tilbúin/n/ið að horfast í augu við sannleikann? 2022–2023Borgarleikhúsið38

Góða ferð inn í gömul sár er nýtt verk eftir annað af fráfarandi leikskáldum Borgarleikhússins, Evu Rún Snorradóttur. Þetta er þátttöku- og heimildaleikhús sem fjallar um HIV faraldurinn á níunda og tíunda áratugnum í Reykjavík. Verkið er tvískipt en í fyrri hlutanum hlusta gestir í einrúmi á hljóðupptökur sem byggja meðal annars á viðtölum við aðstandendur þeirra sem veiktust og hjúkrunarfólk. Beint í kjölfarið, í síðari hlutanum er gestum boðið til veislu á Nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu, þar sem við í sameiningu leitum leiða til að heila sárin. Þessi áhrifamikla sýning fjallar um heimsfaraldur sem, ólíkt þeim sem nýverið geisaði, var sveipaður skömm og þaggaður niður. Höfundur: Eva Rún Snorradóttir Umgjörð: Guðný Hrund Sigurðardóttir Lýsing: Hallur Már Pétursson Hljóðmynd: Jón Örn Eiríksson

Góða ferð í gömul sár

ferð

sárinn

Leikarar: Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir Jökull Smári Jakobsson

Aðstoðarleikstjórn: Magnús Thorlacius

Gírastúlkan, Klakadrengurinn og Ósýnilega stúlkan búa uppi á háalofti undir ógnarstjórn Konunnar með kjólfaldinn. Þau dreymir um að komast burt, en lykillinn er vel falinn. Ekki bætir úr skák að Hvíta tígrisdýrið fylgist með hverri hreyfingu úr skuggunum. Hvíta tígrisdýrið er myrkt og táknrænt fjölskylduævintýri um það að vera innilokuð og minnimáttar. Fæstar fjölskyldur eru fullkomnar og fullorðnir þykjast stundum mega koma fram við börn eins og þeim hentar, en hvað gerist þegar börnin svara fyrir sig? Sýningin er fyrir gesti frá sex ára aldri en hentar einnig þeim allra hugrökkustu undir sex ára. Verkið er styrkt af Sviðslistasjóði, Launasjóði listamanna og Borgarsjóði.

Tónlist og hljóðmynd: Eygló Höskuldsdóttir Viborg

Framkvæmdastjórn: Ragnheiður Maísól Sturludóttir Myndskreytingar á kynningarefni: Pétur Atli Antonsson

Laufey

Höfundur: Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir Leikstjórn: Guðmundur Felixson Leikmynd og búningar: Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir

ÍÞuríðurHaraldsdóttirBlærJóhannsdóttirsamstarfiviðleikhópinnSlembilukku

Frumsýnt: 7. janúar Salur:

Litla svið „Mig langar svo að sjá hvað er þarna úti. Ef það kemur ófreskja, þá verð ég bara tilbúinn!” 2022–2023Borgarleikhúsið40

Hvíta tígrisdýrið

Lýsing: Guðmundur Felixson og Magnús Thorlacius

Tónlist: Richard Peaslee Tónlistarstjórn: Guðni Franzson Lýsing: Arnar Ingvarsson Sviðshreyfingar: Valgerður Rúnarsdóttir

„Hvað er eitt baðker fullt af blóði miðað við það blóð sem eftir á að renna”

Bæling og losti, kúgun og uppreisn, hinir jaðarsettu gegn valdinu! Marat/Sade, öðru nafni Ofsóknin og morðið á Jean Paul Marat sýnt af vistmönnum geðveikrahælisins í Charenton undir stjórn De Sade markgreifa, er eitt af öndvegisverkum 20. aldarinnar – marglaga og margslungið í efni og formi. Verkið, sem er eftir þýska leikskáldið Peter Weiss, var fyrst frumsýnt árið 1963 og hefur frá upphafi verið umdeilt og vakið sterk viðbrögð. Hér er leikrit inni í leikriti – vistmenn geðveikrahælisins í Charenton setja á svið verk undir stjórn hins alræmda markgreifa De Sade. De Sade er einnig höfundur leikritsins og sjálfur vistmaður á hælinu. Verkið hverfist um frönsku byltinguna og er þrungið átökum og andstæðum sem endurspeglast í hinum týndu sálum hælisins. Í uppfærslu Lab Loka og Borgarleikhússins á þessu kraftmikla leikriti verður til mögnuð sýning þar sem Nýja sviðið fyllist af mörgum dáðustu en jafnframt elstu listamönnum íslensku þjóðarinnar en þau yngstu eru um sjötugt og þau elstu níræð. Hér er óhætt að lofa einstakri upplifun og sjónarspili sem seint gleymist.

janúar

Leikarar: Arnar Jónsson Árni Pétur Guðjónsson

Eggert o.fl.ÞórhildurÞórhallurÞorsteinnViðarSigurðurSigrúnMargrétKristbjörgJúlíaJórunnJónHelgaHaraldHannaGuðmundurÞorleifssonÓlafssonMaríaKarlsdóttirG.HaraldssonElínborgJónsdóttirHjartarsonSigurðardóttirHannamKjeldGuðmundsdóttirHjálmtýsdóttirSkúlasonEggertssonGunnarssonSigurðssonÞorleifsdóttir

Lab

2022–2023Borgarleikhúsið42

Hljóðfæraleikarar: Reynir Jónasson Reynir Sigurðsson Í samstarfi við leikhópinn Loka

Höfundur: Peter Weiss Þýðing: Árni Björnsson Leikstjórn: Rúnar Guðbrandsson Leikmynd og búningar: Ingibjörg Jara Sigurðardóttir og Filippía Elísdóttir

Verkið er styrkt af Sviðslistasjóði, Launasjóði listamanna og Leiklistarráði.

Frumsýnt: Salur: 20. Nýja

svið

Marat/ Sade

Ég hleyp

Nýja svið

44 2022–2023Borgarleikhúsið

Höfundur: Line Mørkeby Þýðing: Auður Ava Ólafsdóttir Leikstjórn: Harpa Arnardóttir Leikmynd: Börkur Jónsson Búningar: Filippía Elísdóttir Tónlist og hljóðmynd: Ísidór Jökull Bjarnason Lýsing: Pálmi Jónsson Leikgervi: Elín S. Gísladóttir Leikari: Gísli Örn Garðarsson Sýningar hefjast: Salur: 9. september

Gísli Örn Garðarsson er einn á sviðinu og hleypur í gegnum sálarangist aðalpersónunnar í leikstjórn Hörpu Arnardóttur en hann hlaut tilnefningu til Grímunnar sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í sýningunni.

Line Mørkeby er eitt fremsta leikskáld Danmerkur og í þessu áleitna leikriti leitar höfundurinn svara við því hvernig við getum lifað áfram eftir barnsmissi. Textinn er rytmískur, knappur og tilfinningaríkur og ferðalagið óvenjulegt, átakanlegt og heillandi í senn.

Maður á ónefndum stað byrjar að hlaupa eftir barnsmissi. Hann hleypur og hleypur og getur ekki hætt. Hann getur ekki höndlað sorgina með öðrum hætti, á hlaupunum finnst honum hann vera léttur, frjáls og sterkur. Þannig getur hann tjáð sig um missinn, ranglætið og varnarleysið sem hrjáir hann. Á hlaupum getur hann sagt frá líðan sinni og tilfinningum, sem mörgum karlmönnum reynist erfitt.

Sýningar hefjast: Salur: 1. október Nýja svið Höfundur og leikstjóri: Valur Freyr Einarsson Leikmynd og búningar: Ilmur Stefánsdóttir Tónlist: Davíð Þór Jónsson og Salka Valsdóttir Lýsing: Ingi Bekk Myndbönd: Elmar Þórarinsson og Ingi Bekk Hljóðmynd: Salka Valsdóttir Sviðshreyfingar: Anna Kolfinna Kuran Leikgervi: Elín S. Gísladóttir og Ilmur Stefánsdóttir Aðstoðarleikstjórn: Hlynur Páll Pálsson Leikarar: Árni Þór Lárusson Halldór ÞórunnÞorsteinnValaKatlaJörundurGylfasonRagnarssonMargrétÞorgeirsdóttirKristínEiríksdóttirBachmannArnaKristjánsdóttir

Vinir hittast til að kryfja málin í „symposium“; samræðum með víni, þar sem allt er undir; samböndin, samlífið, draumarnir, áföllin, sjálfshjálparnámskeiðin, samskiptin við tengdó og stjúpbörnin og síðast en ekki síst Hversufyrrverandi!ofthugsarðu um fyrrverandi? Er eðlilegt að stjúpsystkin klóri augun úr hvoru öðru? Hvað eru eiginlega margir í þessu hjónabandi? Er hundurinn ekki óeðlilega ástleitinn? Hver var að tala um opið samband? Þúsundþjalasmiðurinn

Valur Freyr Einarsson leikstýrir hér eigin verki með aðra meðlimi CommonNonsense sér við hlið en hópurinn, með Ilmi Stefánsdóttur myndlistarkonu og leikmyndahöfundi og tónlistarmanninum Davíð Þór Jónssyni innanborðs, á að baki dásamlegar sýningar á borð við Söngleikinn Leg og Tengdó. Útkoman er myljandi fyndið og hjartnæmt verk sem speglar flókið fjölskyldulíf og sambönd nútímans þannig að við finnum samhljóm við okkar eigin grátbroslegu tilveru.

Fyrrverandi

Sýningar hefjast: Salur: 14. október Nýja svið

Eftir að hafa farið á hundavaði um sögu íslensku þjóðarinnar í þremur brakandi skemmtilegum sýningum – Sögu þjóðar, Öldinni okkar og Kvenfólki – snýr hinn óviðjafnanlegi dúett Hundur í óskilum aftur og ræðst á einn af hornsteinum íslenskrar menningar – sjálfa Njálu.

Höfundur: Óþekktur Leikgerð: Hjörleifur Hjartarson Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir Leikmynd og búningar: Þórunn María Jónsdóttir Tónlist: Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson Lýsing og myndbönd: Ingi Bekk Hljóðmynd: Þorbjörn Steingrímsson Leikgervi: Þórunn María Jónsdóttir og Elín S. Gísladóttir Aðstoðarleikstjóri og framleiðslustjóri: Vigdís Perla Maack Leikarar: Eiríkur HjörleifurStephensenHjartarson

2022–2023Borgarleikhúsið46

Drepfyndin sýning þar sem þeir Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur Stephensen hlaupa meira en hæð sína í öllum herklæðum í gegnum skrautlegt persónugallerí Njálu. Við sögu koma taðskegglingar, hornkerlingar, kinnhestar, kartneglur og þjófsaugu svo fátt eitt sé nefnt. Sýningin hlaut tilnefningu fyrir leikrit ársins á Grímuhátíðinni 2022.

Njála á hundavaði

Skannaðu QR kóðann eða farðu inn á orkusalan.is/komdu-i-vidskipti og skráðu þig í viðskipti. Skrifaðu „Borgarleikhús” í tilvísunarreitinn og þú færð frítt rafmagn í heilan mánuð! VIÐ FRÍTTBJÓÐUMSTUÐ! Þú ert aðeins eina mínútu að skipta yfir

Leikstjórn: Agnes Wild Leikmynd, búningar og leikgervi: Eva Björg Harðardóttir

Tjaldið

48 2022–2023Borgarleikhúsið

Tónlist og hljóðmynd: Sigrún Harðardóttir Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson

Sviðshreyfingar: Juliette Louste Flytjendur: Andrea Ösp Karlsdóttir

Jóakim Meyvant Kvaran Sýningar hefjast: Salur: 17. september

Nýja svið Leikhópurinn Miðnætti er barnafjölskyldum að góðu kunnur enda hefur hann á síðustu árum sett upp fjölmargar metnaðarfullar og stórskemmtilegar sýningar fyrir börn á öllum aldri. Hér má t.d. nefna Geim-mér-ei, Á eigin fótum og sýningar og sjónvarpsþætti um álfana dásamlegu Þorra og Þuru. Nú er Miðnætti mætt í Borgarleikhúsið með undurfallega sýningu fyrir allra yngstu leikhúsgestina. Tjaldið er upplifunarleikhús fyrir börn frá þriggja mánaða til þriggja ára – sem og foreldra þeirra og forráðamenn. Hér verður boðið upp á litla veislu fyrir skynfærin þar sem börnin fá að skyggnast undir leikhústjaldið og upplifa tóna, liti og snertingu sem bæði örvar, þroskar og gleður andann. Sýningin var tilnefnd sem Barnasýning ársins á Grímuhátíðinni 2022 og var Agnes Wild jafnframt tilnefnd til Grímuverðlauna sem leikstjóri ársins. Athugið að ekki er stuðst við móðurmál í sýningunni nema að mjög litlu leyti svo hún er ætluð öllum börnum óháð tungumáli. Eftir sýningu verður í boði að setjast fram í forsal leikhússins og njóta veitinga og notalegrar stundar með börnunum. Verkefnið er styrkt af Menntaog menningarmálaráðuneyti og Sviðslistaráði. Í samstarfi við leikhópinn Miðnætti.

Sýningar hefjast: Salur: 5. nóvember Nýja svið „Ó, þetta er hamingjudagur, þetta verður enn einn hamingjudagur!“ segir Vinní, frægasta kvenpersóna Samuels Becketts. Hún er ákveðin í því að lífið sé hamingjuríkt og fallegt, þrátt fyrir að útlitið sé allt annað en Hamingjudagarbjart. fjallar um takmarkalausan lífsvilja manneskjunnar og ódauðleika bjartsýninnar. Verkið þykir eitt skemmtilegasta leikrit Nóbelshöfundarins sem lætur hér gamminn geisa með hrífandi húmor, visku og ólíkindi. Höfundur: Samuel Beckett Þýðing: Árni Ibsen Leikstjórn: Harpa Arnardóttir Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir Tónlist og hljóðmynd: Ísidór Jökull Bjarnason Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Leikarar: Edda Björg Eyjólfsdóttir Árni Pétur Guðjónsson

Gestasýning frá

Hamingjudagar Leikfélagi Akureyrar

er vettvangur þar sem sviðslistafólk morgundagsins fær tækifæri og frelsi til þess að þróa hugmyndir sínar. Umgjörð sýninganna er með minnsta móti - þær eru mikið til umbúðalausar en tími og svigrúm gefst til rannsókna og tilrauna á sviði leiklistar. Markmiðið er að styrkja grasrótarstarf í íslensku sviðslistalífi og efla tengsl yngri kynslóðar sviðshöfunda við GrímunniUmbúðalaust2020leikritaðvonirgróskanplantaverkefnunumBorgarleikhússins.áhorfendurMeðerveriðaðfræjumogstundumerjafnvelennmeirienstóðutil.ÞarmánefnaKartöflurvartilnefntsemársinsáGrímunniognúsíðasthlautSprotaársinsá2022. → 50 2022–2023Borgarleikhúsið

FemCon Komið á FemCon og breytið öllu við ykkur sjálfar! Skilgreinir þú þig sem konu og vilt efla sjálfa þig í vinnu og einkalífi? Viltu vera framkvæmdastýra í eigin lífi? Ertu algjör gólfmotta og vilt læra að vera meiri tussa við fólkið í kringum þig? Hleyptu þá út þinni innri gyðju. Þrjár konur hafa þróað óskeikula aðferð til þess að þú getir orðið besta mögulega útgáfan af sjálfri þér. Loksins kemur femínisminn að almennilegu gagni til að við konur fáum sem mest út úr honum. Höfundur og þátttakendur: Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir Rebecca Scott Lord Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Höfundar og þátttakendur: Andrés P. Þorvaldsson Ari Ísfeld Óskarsson Helgi Grímur Hermannsson Tómas Helgi Baldursson Höfundar og þátttakendur: Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir Eygló Höskuldsdóttir Viborg Laufey Haraldsdóttir

Sýnt: Salur: 3. sept Nýja svið Nú gefst áhorfendum það einstaka tækifæri að sjá öll þrjú Umbúðalausu verkefni síðasta leikárs á einu kvöldi. Athugið að Umbúðalaust festival verður aðeins þetta eina kvöld. Á vísum stað Í geymslum liggja hlutir í dvala, en eru þó á vísum stað. Allir hlutir í geymslum eiga sér sögu og þá gildir einu hvort geymslurnar eru vel skipulagðar IKEA hillur eða rykfallnir skúrar, hvort umræddur hlutur vekur upp fortíðarþrá eða samviskubit, hvort hann kostaði 25 krónur árið 1972 eða 25.000 krónur árið 2021. Enginn veit lengur hvaða hlutir leynast í sumum kössum, samt var einhvern tíma tekin ákvörðun um að geyma þá. Hafa hlutir í geymslum ennþá gildi? Er gildið þá fjárhagslegt, sagnfræðilegt eða jafnvel tilfinningalegt? Getur geymsla orðið safn? How to make love to a man Það hættulegasta í heiminum er niðurlægður karlmaður. Sviðslistahópurinn Toxic Kings leggur til atlögu við eitraða karlmennsku og þá löngun sem blundar í flestum ef ekki öllum karlmönnum að vera rómansaðir upp úr skónum, með kertum, blómum og kósíheitum, bubblubaði og Barry White. Eru karlmenn stundum bara pínulitlir í sér og vilja vera pússíkallar heima?

festivalUmbúðalaust Gríman 2022: Sproti ársins

Frumsýnt: Salur: 3. febrúar 3.hæð Fréttaútsendingar eiga minni í þjóðarsál Íslendinga. Leikmyndirnar og stefin endurspegla tíðaranda hvers tíma og ógjörningur að finna sannari spegil á samtímann en nýjasta fréttatímann. Fréttir eru sannleikur og flutningur á þeim sannasti performansinn, enda ekki um neinn leik né lygi að ræða heldur hlutlausa miðlun upplýsinga. Eða hvað? Hvað leynist handan myndavélarinnar? Af hverju talar fréttaþulurinn svona skringilega? Eru þessar fréttir allar eins skrifaðar? Eru þessar endalausu sjónvarpsútsendingar kannski að renna sitt skeið? Erum við orðin Sviðslistahópurinndofin?BEIN ÚTSENDING ætlar að gera þessum óljósu mörkum sannleikans og sviðssetningarinnar skil með því að rannsaka hina performatívu eiginleika fréttaflutnings; fagurfræði, form, aðferðir og umgjörð. Niðurstöður hópsins verða kynntar fyrir áhorfendum á sviði, í beinni útsendingu, þar sem allt er undir og ekkert má klikka. Kæru landsmenn, í fréttum er þetta helst. fréttum er þetta helst Borgarleikhúsið Þátttakendur: Annalísa Hermannsdóttir — sviðshöfundur Hákon Örn Helgason — sviðshöfundur Katrín Helga Ólafsdóttir — tónskáld Magnús Thorlacius — sviðshöfundur 52

Í

2022–2023

Frumsýnt: Salur: 24. mars 3.hæð Anna Margrét Ólafsdóttir er þekkt sem myndlistarog gjörningalistakona en hér stígur hún skref á ská í sýningu um rómantík þar sem áhorfendur eru þátttakendur og þátttakendur eru áhorfendur. Rómantík er alls konar, hún getur verið milli elskhuga, vina, með manni sjálfum, innan fjölskyldu eða með ókunnugum. Rómantík sem tilfinning er sannkölluð joie de vivre, hún gerir lífið safaríkt og hjálpar manni að njóta augnabliksins. Ef tilfinningin er ást þá býr rómantíkin í gjörðinni sem ber vitni um þessa tilfinningu. Hér verður rómantíkin rannsökuð sem neysluvara, sem mannleg hegðun og sem samfélagsbreyta – sýningin er blanda af fræðslu, samtali og gjörðum tengdum rómantík í þeirri von að áhorfendur gangi út ögn rómantískari einstaklingar en þeir voru áður.

Rómantík Þátttakandi: Anna Margrét Ólafsdóttir — myndlistarmaður og sviðshöfundur

→Skólasýningar 10. bekkjarsýningin: Allt sem er frábært 5. bekkjarsýningin: Kjarval Leikskólasýningin: Ofurhetjumúsin Á ári hverju er börnumúr Reykjavík boðið í Borgarleikhúsið. Nemendum í 10. bekk er boðið á hina hjartnæmu og mikilvægu sýningu Allt sem er frábært.Öllum nemendum 5. bekkjar er í ár boðið á Kjarval, undurfagurt og skemmtilegt verk um JóhanneslistmálarannSveinsson Kjarval. Leikskólasýning ársins er ávallt gleðilegur viðburður en þá fyllist leikhúsið af öllum elsta árgangi leikskólanna í Reykjavík en í vetur verður það hin hugljúfa og töfrandi sýning Ofurhetjumúsin. 2022–2023Borgarleikhúsið54

Allt sem er frábært

Allt sem er frábært er gleðieinleikur um depurð. Einstök upplifun sem fær fólk til að hlæja þar til það skilur hvers vegna það grætur. Vala Kristín Eiríksdóttir gerir í þessu sérstæða verki lista yfir allt sem er frábært í heiminum. Með aðstoð áhorfenda, sem taka virkan þátt í sýningunni, gerir hún atlögu að depurðinni og lífsleiðanum — og segir í leiðinni hrífandi sögu af ást, sorg og ís með dýfu. Verkið er eftir Duncan Macmillan sem er Íslendingum að góðu kunnur sem höfundur leikritanna 1984, Andaðu og Fólk, staðir og hlutir. Allt sem er frábært hefur verið leikið um allan heim og gefið óteljandi áhorfendum nýja sýn á lífið og tilveruna.

Höfundur: Duncan Macmillan Þýðing og staðfærsla: Kristín Eiríksdóttir Leikstjórn: Ólafur Egill Egilsson Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir Lýsing: Þórður Orri Pétursson Hljóðmynd: Baldvin Þór Magnússon Leikgervi: Guðbjörg Ívarsdóttir Aðstoðarleikstjórn: Hlynur Páll Pálsson Leikari: Vala Kristín Eiríksdóttir Sýningar hefjast: Salur: 24.nóvember Litla svið

Höfundur leikgerðar og leikstjóri: Stefán Hallur Stefánsson Leikmynd og búningar: Guðný Hrund Sigurðardóttir

En hver var þessi sérkennilegi maður – og hvaðan kom hann? Í leikandi léttri fjölskyldusýningu sem byggir að hluta til á verðlaunabók Margrétar Tryggvadóttur , Kjarval –Málarinn sem fór sínar eigin leiðir, er leitast við að draga upp mynd af Kjarval; drengnum, manninum og málaranum. Listin sjálf er sömuleiðis í brennidepli; hvernig hún er allt í kringum okkur og hefur áhrif á lífið alla daga, við horfum á listina og ef við erum heppin þá horfir hún til baka.

Jóhannes Kjarval batt bagga sína ekki sömu hnútum og samferðamenn en kenndi okkur að líta umhverfið nýjum augum og sjá listina í hinu stórbrotna jafnt sem hinu hversdagslega – í hrikalegu hrauni en líka í mygluðum Athugiðflatkökum.að

Kjarval

2022–2023Borgarleikhúsið56

Tónlist: Úlfur Eldjárn Lýsing: Pálmi Jónsson Hljóðmynd: Þorbjörn Steingrímsson Sviðshreyfingar: Kata Ingva Leikgervi: Elín S. Gísladóttir Aðstoðarmaður leikstjóra: Rakel Björk Björnsdóttir Leikarar: Haraldur Ari Stefánsson Þuríður Blær Jóhannsdóttir Sýningar hefjast: Salur: febrúar Litla svið Listmálarinn Jóhannes Sveinsson Kjarval var ekki bara einn merkasti málari sem Íslendingar hafa átt, heldur má segja að hann hafi átt stóran þátt í að kenna þjóð sinni að meta stórbrotna náttúru landsins, náttúrunnar vegna.

Kjarval er einungis í boði fyrir skólaheimsóknir.

músinOfurhetju-

Höfundur & leikstjórn: Þórunn Arna Kristjánsdóttir Tónlist og útsetningar: Rakel Björk Björnsdóttir Lýsing: Pálmi Jónsson Myndbönd: Elmar Þórarinsson og Pálmi Jónsson Hljóðmynd: Þorbjörn Steingrímsson Leikarar: Elín RakelHallÝr Stefánsdóttir Sýningar hefjast: Salur: mars Stóra svið Leikhúsið hefur legið í dvala um stund og því er frábært að fá fullan sal af börnum til að hjálpa okkur að vekja það. Ef það tekst þá er aldrei að vita nema að áhorfendur fái að heyra æsispennandi ævintýri, eða kannski alveg ótrúlega sögu, pínulitla sögu um ennþá minni mús sem ferðast um undraheima leikhússins í leit að hugrekki sínu. Þetta er engin venjuleg mús. Þetta er ofurhetjumús, sem býr yfir öllum þeim ofurhetjukröftum sem til eru. En dag einn gerist það ótrúlega að ofurhetju kraftarnir fjúka út í veður og vind og eftir stendur bara ósköp venjuleg mús. Hún ákveður því að leggja upp í mikla háskaför til þess að finna kraftana sína. Á ferðalaginu mætir hún miklum hindrunum og þarf að horfast í augu við sinn stærsta ótta en kemst um leið að því hversu gott það er að eiga góðan vin sem mætir á svæðið og styður og hvetur mús áfram þegar mús þarf mest á að Ofurhetjumúsinhalda.ereingöngu í boði fyrir leikskólaheimsóknir.

BorgarleikhússinsLeiklistarskóli

2022–2023Borgarleikhúsið58

Vetrarstarf Í Leiklistarskóla Borgarleikhússins er boðið upp á þriggja ára metnaðarfullt leiklistarnám fyrir börn á grunnskólaaldri. Námið er spennandi valkostur fyrir krakka sem hafa brennandi áhuga á leiklist.Leiklistarskóli Borgarleikhússins leggur áherslu á skapandi leiklistarnám undir leiðsögn framúrskarandi kennara. Jákvæð hvatning og uppbygging nemenda er lykilþáttur í starfi skólans. Í náminu kynnast nemendur einnig starfi Borgarleikhússins og fá heimsóknir frá listamönnum sem starfa í húsinu. Á hverju vori taka nemendur þátt í metnaðarfullri uppskeruhátíð þar sem útskriftarnemar sýna frumsamið leikverk og nemendur á yngri stigum sýna styttri atriði. Sumarnámskeið Á sumrin fyllist Borgarleikhúsið af börnum því Leiklistarskólinn býður upp á fjölbreytt sumarnámskeið fyrir krakka á aldrinum 7-17 ára. Boðið er upp á skapandi leiklistarnámskeið þar sem unnið er með leikgleði, spuna og sjálfstraust. Á námskeiðinu er jafnframt lögð áhersla á persónusköpun, leiktúlkun og líkams- og raddbeitingu. Einnig er hægt að sækja metnaðarfullt söngleikjanámskeið þar sem leiklist, dansi og söng er blandað saman. Hver dagur skiptist upp í fjölbreytta dagskrá; nemendur sækja leiklistartíma, danstíma þar sem kenndur er söngleikjadans og söngtíma sem byggja á Complete Vocal Technique, sem er alhliða radd- og söngtækni. Þegar hafa mörg hundruð börn sótt þessi skemmtilegu námskeið.

Léttir Á hverju ári tekur Leiklistarskóli Borgarleikhússins á móti hópi barna sem eru í leit að alþjóðlegri vernd á Íslandi. Verkefnið er styrkt af Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði Reykjavíkurborgar og er hluti af þeirri vegferð Borgarleikhússins að auka aðgengi að menningarstarfsemi hússins. Áhersla er lögð á sköpun og leikgleði með lágmarksáherslu á tungumálið. Þátttakendur fá skoðunarferð um leikhúsið og þá er þeim einnig boðið á þá barnasýningu sem er í gangi hverju sinni.

Krakkar skrifa leikrit Borgarleikhúsið, í samstarfi við KrakkaRÚV, stendur fyrir leikritunarsamkeppni barna á aldrinum 6–12 ára undir yfirskriftinni Krakkar skrifa. Krakkar skrifa er hluti af Sögum - verðlaunahátíð barnanna. Vinningsverkin eru svo sett á svið og eru það nemendur á 3. stigi Leiklistarskóla Borgarleikhússins sem leika en allir listrænir stjórnendur sýninganna eru starfandi listamenn við Borgarleikhúsið.

BALL dansflokkurinnÍslenski Snýr aftur í haust! MIÐASALA Í SÍMA 568 8000 & ID.IS „Stórkostleg skemmtun en líka umbreytandi afl“ Víðsjá 4 grímutilnefningar!

og minnkum skját íma AUKUM SAMVERU 60 Borgarleikhúsið 2022–2023

Með þér á vegferðstafrænni Við erum með lausnina Við hjálpum fyrirtækjum að taka betri ákvarðanir með greiningu gagna og innleiðingu viðskiptalausna. Hafðu samband og við tengjum þig við framtíðina. wise.is | sala@wise.is

Leikhúskaffi Borgarleikhúsið og Borgarbókasafnið í Kringlunni verða með viðburði í tengslum við einstakar sýningar þar sem aðstandendur segja frá æfingaferli og tilurð verks auk þess sem gestir fá kynningu á leikmynd. Í vetur verða sýningarnar Á eigin vegum, Síðustu dagar Sæunnar, Macbeth og Svartfugl til umræðu.

Aðrir viðburðir vetrarins

Endurmenntun Endurmenntun Háskóla Íslands, í samstarfi við Borgarleikhúsið, býður upp á spennandi námskeið í tengslum við uppfærslur vetrarins.

Hennar rödd — Fyrir raddir kvenna af erlendum uppruna Félagasamtökin Hennar rödd starfa með það að markmiði að auka skilning og vitund meðal almennings á stöðu kvenna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi. Félagið mun standa fyrir skemmtilegum og áhugaverðum viðburði með vorinu en áherslan verður á konur af erlendum uppruna í listum. Þetta er annar viðburðurinn sem Hennar rödd heldur í Borgarleikhúsinu en á síðasta ári héldu samtökin ráðstefnu um heilsu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi sem heppnaðist afar vel.

Viltu vita meira?

Leikfélag Reykjavíkur býður upp á hádegisfundi Leikfélag Reykjavíkur var stofnað 11. janúar 1897 og fagnaði því 125 ára afmæli á þessu ári. Félagið er öllum opið og hægt er að skrá sig í það á vefsíðu Borgarleikhússins. Félagsmenn mynda öflugan bakhjarl þeirrar starfsemi sem fram fer í Borgarleikhúsinu og fá félagar boð á opnar æfingar og ýmsa aðra viðburði í húsinu. Á hverju leikári stendur Leikfélagið fyrir hádegisfundum um leiklist, oft tengdum sýningum hússins, þar sem gestum gefst kostur á að gæða sér á léttum hádegisverði gegn vægu gjaldi í forsal leikhússins. Á hádegisfundum í vetur verður meðal annars fjallað um franska gamanleiki í uppsetningum LR, þýðingar á verkum Shakespeare, leikmyndahönnun og sömuleiðis mun leikskáld hússins, Birnir Jón Sigurðsson segja frá sér og sínum verkum. Í september verður síðan staðið fyrir málþingi um dönsk áhrif í íslensku leikhúsi, en þann 23. september fagna Danir því að 300 ár eru liðin frá upphafi danskrar leiklistar.

borgarleikhus.is

62 2022–2023Borgarleikhúsið

Þóra Sigurðardóttir og Stefanía Guðmundsdóttir í fyrstu uppfærslu Leikfélag Reykjavíkur, Ævintýri í Rósenborgargarði (1897) eftir Johan Ludvig Heiberg. Ljósmynd: Sigfús Eymundsson

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir leikhúsinu kleift að bjóða landsmönnum upp á metnaðarfullt og skapandi leikhús. Jafnframt er stuðningur eftirtalinna fyrirtækja ómetanlegur.

Gott að vita Gott aðgengi Í Borgarleikhúsinu er gott aðgengi fyrir hjólastóla. Salerni fyrir fatlaða er staðsett við Nýja sviðið. Textun Borgarleikhúsið býður upp á skjátexta á ensku, pólsku og íslensku á völdum sýningum. Tónmöskvar Allir salir hússins eru búnir sérstökum tónmöskvum sem gera notendum heyrnatækja kleift að heyra betur það sem fram Leikáriðfer.2022-2023 Útgefandi: Borgarleikhúsið Ábyrgðarmaður: Alexía Björg Jóhannesdóttir Ritstjórn: Halla Björg Randversdóttir og Maríanna Clara Lúthersdóttir Umsjón með textagerð: Halla Björg Randversdóttir, Magnús Þór Þorbergsson og Maríanna Clara Lúthersdóttir Prentun: Svansprent Ljósmynd á forsíðu: Kazuma Takigawa Stílistar á forsíðu: Filippía Elísdóttir og Agnieszka Baranowska Leturgerð: Sharp Grotesk Hönnun: Brandenburg Innihald blaðsins er birt með fyrirvara um breytingar. Fylgdu103ListabrautSími:borgarleikhus.is56880003ReykjavíkokkuráFacebook og Instagram:Bakhjarlar@borgarleikhusid

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.