Kynningarrit Borgarleikhússins 2024-2025

Page 1


Borgarleikhúsið

LÚNA

ÁRIÐÁN SUMARS Brúðkaup Fígarós

Ásthildur Úa Hilmir Snær Sigrún Edda Sigurður Þór
Tennessee Williams
Kriðpleir og
Elísabet Jökuls:

Kæri leikhúsgestur

Enn höldum við af stað í ný

þegar söngleikurinn Níu líf var sýndur í 250. sinn fyrir fullum sal. Máttur leikhússins er mikill og þegar best lætur ná sýningarnar okkar augum og eyrum fjölda fólks, vekja hughrif og veita ánægju.

Barnamenning er okkur í Borgarleikhúsinu mikið hjartans mál og það var því ákaflega skemmtilegt að Fíasól gefst aldrei upp! hreppti þrenn verðlaun á Sögum – Verðlaunahátíð barnanna. Á Grímuverðlaunahátíðinni var sýningin Fúsi – aldur og fyrri störf sigursæl og snýr hún aftur, annað leikárið í röð ásamt Fíusól og hinn mögnuðu Lúnu eftir Tyrfing Tyrfingsson.

Þegar vel gengur er bjart yfir og við eflumst í að gera enn betur. Leikárið framundan er fullt af nýju efni, nærandi sögum, nostalgíu, notalegheitum og nostursamlega unnum þýðingum. Á verkefnaskránni má finna glænýtt verk eftir fráfarandi leikskáld Borgarleikhússins Birni Jón Sigurðsson sem ber titilinn

kvikmyndinni Brokeback Mountain, bráðfyndna nútímaverkið Óskaland sem fjallar um það sem okkar bíður á efri árum og meistaraverk Tennessee Williams Kött á heitu blikkþaki sem leikstjórinn Þorleifur Örn Arnarsson mun fara höndum um á Litla sviðinu ásamt mögnuðum leikhópi.

Endurkoma Ellyjar er fjölmörgum mikið gleðiefni en nú, fimm árum síðar, stígur Katrín Halldóra á sviðið á nýjan leik ásamt leikurum og hljómsveit þessarar rómuðu sýningar Gísla Arnar Garðarssonar. Í kringum afmæli Leikfélags

Reykjavíkur í janúar fáum við að njóta sögu Auðar Övu Ólafsdóttur á Stóra sviðinu en Gréta Kristín Ómarsdóttir leiðir glæsilegan hóp leikara í glænýrri leikgerð

Bjarna Jónssonar á hinni vinsælu skáldsögu Ungfrú Ísland. Rúsínan í pylsuendanum er svo tvímælalaust nýjasta sköpunarverk Ólafs Egils Egilssonar, sem hann að þessu sinni vinnur ásamt Völu Kristínu Eiríksdóttur. Í mars hittum við fyrir manninn sem glatt hefur kynslóðir

Ljósmynd: Svenni Speight

um af hlátri. Við skyggnumst undir húddið á fremsta grínista landsins og komumst að því hvað knýr þessa dýrðlegu vél í sýningunni Þetta er Laddi. Átta framúrskarandi gamanleikarar mæta á svið ásamt Jóni Ólafssyni og hljómsveit, að ógleymdum Ladda sjálfum!

Af nógu verður að taka en ótaldar eru allar glæsilegu samstarfs- og gestasýningarnar sem við bjóðum upp á á leikárinu. Ég hvet þig, kæri leikhúsgestur, til að skoða áskriftarleiðirnar okkar vel og alla afslættina sem kortagestum bjóðast. Áskrift veitir á bilinu 3040% afslátt, vildarkjör á veitingum og 50% afslátt fyrir 25 ára og yngri. Það munar um minna!

Í Borgarleikhúsinu skín alltaf sól. Sól inni, sól í hjarta, sól í sinni.

Við erum að springa úr spenningi. Vertu með!

Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri

Komdu í áskrift og fáðu bestu sætin á besta verðinu

Leikhúskort: 4–7 sýningar

30

afsláttur af miðum

Lúxuskort: 8+ sýningar

40

25 ára og yngri: 4 sýningar

50

afsláttur af miðum % % %

afsláttur af miðum

Frumsýningarkort:

Borgarleikhúsið býður sérstök frumsýningarkort í takmörkuðu magni.

Verið fyrst til að sjá sýningar vetrarins.

afsláttur af veitingum

afsláttur af veitingum

afsláttur af veitingum 10% 10%

afsláttur af veitingum

svið

ágúst október september nóvember desember janúar

Fíasól gefst aldrei upp

Sýslumaður Dauðans

hamingja Óskaland

Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar

Sextíu kíló

Jól á náttfötunum

á

Tóm
Fúsi
Köttur

Ungfrú Ísland

Árið án sumars

Brúðkaup Fígarós

Þetta er Laddi

Innkaupapokinn

Fjallabak

Verðlaunaskáldsaga Auðar Övu birtist á Stóra sviðinu

Frumsýnt:

17. janúar Stóra svið

Verðlaunaskáldsaga Auðar Övu birtist hér ljóslifandi á Stóra sviðinu í mögnuðu sjónarspili. Hekla þráir að skrifa en það reynist fjarlægur draumur fyrir unga konu á Íslandi rétt eftir miðbik síðustu aldar. Draumurinn er enn fjarlægari fyrir Íseyju, sem er gift og komin með barn og eru sjálfkrafa allar bjargir bannaðar. Bara að fá að vera til á eigin forsendum virðist utan seilingar og hið sama upplifir hinn ungi Jón John. Ungfrú Ísland er kyngimögnuð saga sem gerist á barmi byltinga, fangar tíðaranda og tilfinningar. Þetta er saga um baráttu fólks fyrir höfundarétti á eigin lífi á tímum þegar sjálfstæði kvenna og hinseginleiki voru þyrnar í augum íhaldsams samfélags, barátta sem enn er háð í dag. En þetta er einnig saga um sjálfan sköpunarkraftinn, lífsviljann og ævarandi leit að betri heimi, þar sem allt það sem ekki er orðið til kraumar undir yfirborðinu og brýtur sér leið í ljósið með tilheyrandi titringi og átökum.

Ritsnilld Auðar Övu er landsmönnum að góðu kunn og hér má finna leiftrandi húmor, þungan harm og heillandi fegurð. Leikstjórn er í höndum Grétu Kristínar Ómarsdóttur og leikgerðin er unnin af Bjarna Jónssyni en með helstu hlutverk fara Íris Tanja Flygenring, Birna Pétursdóttir, Fannar Arnarsson og Hjörtur Jóhann Jónsson.

Höfundur: Auður Ava Ólafsdóttir

Leikgerð: Bjarni Jónsson

Leikstjóri: Gréta Kristín Ómarsdóttir

Leikmynd: Kristinn Arnar Sigurðsson

Búningar: Filippía Elísdóttir

Tónlist: Unnsteinn Manuel Stefánsson

Lýsing: Pálmi Jónsson

Hljóð: Unnsteinn Manuel Stefánsson og Jón Örn Eiríksson

Leikgervi: Elín S. Gísladóttir

Leikarar: Birna Pétursdóttir

Esther Talía Casey

Fannar Arnarsson

Haraldur Ari Stefánsson

Hjörtur Jóhann Jónsson

Íris Tanja Flygenring

Sólveig Arnarsdóttir

Valur Freyr Einarsson

Vilhelm Neto

Þórunn Arna Kristjánsdóttir

Dásamlega fyndið og heiðarlegt verk um fjölskylduflækjur og kynslóðabil

Óskaland

Frumsýnt:

11. október

Kvöldmaturinn er kominn á borð hjá hjónunum Nönnu og Villa. Hún kemur með límónaðið, hann er tilbúinn með glasamotturnar og svo setjast þau að snæðingi eins og flest kvöld undanfarin fimmtíu ár. En í stað þess að ræða um veðrið eða sjónvarpsdagskrána segist Nanna vilja skilnað og Villi samþykkir það vafningalaust. Áður en hendi er veifað eru synir þeirra hjóna, auk tengdadóttur, mætt á staðinn til að telja foreldrum sínum hughvarf. Gamalt fólk skilur ekki, gamalt fólk ætti að vita betur, gamalt fólk ætti ekki að vera með vesen! Eru þau hvort eð er ekki orðin of gömul til að vera að spá í ást og hamingju?

Óskaland, eða Grand Horizons er brakandi ferskt og bráðfyndið verk eftir bandaríska verðlaunaskáldið Bess Wohl. Leikstjóri er Hilmir Snær Guðnason og með hlutverk fara Eggert Þorleifsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Jörundur Ragnarsson, Vilhelm Neto, Esther Talía Casey, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Fannar Arnarsson.

Höfundur: Bess Wohl

Þýðing: Ingunn Snædal

Leikstjóri: Hilmir Snær Guðnason

Leikmynd: Börkur Jónsson

Búningar: Urður Hákonardóttir

Tónlist: Moses Hightower

Lýsing: Gunnar Hildimar Halldórsson

Hljóð: Þorbjörn Steingrímsson

Leikgervi: Guðbjörg Ívarsdóttir

Leikarar: Eggert Þorleifsson

Esther Talía Casey

Fannar Arnarsson

Jörundur Ragnarsson

Sigrún Edda Björnsdóttir

Vilhelm Neto

Katla Margrét Þorgeirsdóttir

Hinn óborganlegi Laddi er mættur í

Þetta er

LADDI

Frumsýnt: 7. mars

Salur: Stóra

svið

Hver er Laddi? Og hvaðan kemur húmorinn sem hefur verið samofinn húmor heillar þjóðar í bráðum hálfa öld? Í þessari sýningu verður skyggnst inn í kollinn á Ladda, uppruni gamalkunnra persóna kannaður, þróun íslensks gríns sett undir smásjá og lyklar að manninum sjálfum á bak við grínið dregnir fram – en fyrst og fremst verður hlegið – og þakkað fyrir alla gleðina. Óborganleg sýning um óborganlegan mann sem fyrir löngu er orðinn þjóðargersemi og almannaeign.

Leikstjórinn og handritshöfundurinn Ólafur Egill hefur löngum sótt í íslenskan veruleika og sett upp hverja verðlaunasýninguna á fætur annarri þar sem hann kryfur samtímann og segir sögur þjóðarinnar. Nægir þar að nefna Níu líf og Ástu sem hann skrifaði og leikstýrði og Elly sem hann skrifaði ásamt Gísla Erni Garðarssyni. Hér fær hann leikkonuna og handritshöfundinn Völu Kristínu Eiríksdóttur til liðs við sig í handritaskrifin og býður svo Þórhall Sigurðsson, sjálfan Ladda, velkominn í sófann ásamt fremstu gamanleikurum Borgarleikhússins.

Höfundur: Ólafur Egill Egilsson og Vala Kristín Eiríksdóttir

Leikstjóri: Ólafur Egill Egilsson

Tónlistarstjórn: Jón Ólafsson

Danshöfundur: Lee Proud

Leikmynd: Eva Signý Berger

Búningar: Guðný Hrund Sigurðardóttir

Lýsing: Pálmi Jónsson

Hljóð: Jón Örn Eiríksson

Myndbandagerð: Elmar Þórarinsson

Leikgervi: Elín S. Gísladóttir

Leikarar:

Ásthildur Úa Sigurðardóttir

Birna Pétursdóttir

Halldór Gylfason

Hákon Jóhannesson

Katla Margrét Þorgeirsdóttir

Laddi

Sigurður Þór Óskarsson

Vala Kristín Eiríksdóttir

Vilhelm Neto

Hljómsveit:

Friðrik Sturluson

Jón Ólafsson

Ólafur Hólm

Stefán Már Magnússon

Elly snýr aftur á Stóra sviðið!

Elly

Sýningar hefjast: 6. september Salur:

Elly er komin aftur! Í takmarkaðan tíma stígur Katrín Halldóra aftur á Stóra sviðið sem Elly Vilhjálms í rómaðri sýningu Gísla Arnar Garðarssonar eftir handriti Gísla og Ólafs Egils Egilssonar. Sýningin sló á sínum tíma öll met og naut fádæma vinsælda. Nú snýr Elly aftur vegna fjölda áskorana!

Hún bjó yfir óræðri dulúð og töfraði áhorfendur með söng sínum og leiftrandi persónuleika; túlkunin hógvær og ígrunduð, röddin silkimjúk og hlý. Líf Ellyjar varð stundum efni í sögusagnir og slúður sem hún hirti lítið um að svara því hún var dul og forðaðist sviðsljós fjölmiðlanna. Í þessari mögnuðu sýningu fetar Katrín Halldóra í fótspor einnar dáðustu söngkonu þjóðarinnar og syngur sig inn í hjörtu áhorfenda sem aldrei fyrr.

Höfundur: Gísli Örn Garðarsson og Ólafur Egill Egilsson

Leikstjóri: Gísli Örn Garðarsson

Tónlistarstjóri: Guðmundur Óskar Guðmundsson

Sviðshreyfingar: Selma Björnsdóttir

Leikmynd: Börkur Jónsson

Búningar: Stefanía Adolfsdóttir

Lýsing/Umsjón með enduruppsetningu: Þórður Orri Pétursson/ Pálmi Jónsson

Leikgervi/Umsjón með enduruppsetningu: Árdís Bjarnþórsdóttir/ Elín S. Gísladóttir Hljóð/Umsjón með enduruppsetningu: Garðar Borgþórsson/ Þorbjörn Steingrímsson

Leikarar:

Björgvin Franz Gíslason

Hjörtur Jóhann Jónsson

Katla Margrét Þorgeirsdóttir

Katrín Halldóra Sigurðardóttir

Sigurður Ingvarsson

Þórunn Arna Kristjánsdóttir

Hljómsveit:

Aron Steinn Ásbjarnarson Guðmundur Óskar Guðmundsson

Hjörtur Ingvi Jóhannsson

Þorvaldur Þór Þorvaldsson

Örn Eldjárn

Fullt verð: Áskriftarverð (-30%): 12.900.- 9.030.-

Tímalaus klassík Tennessee Williams í leikstjórn Þorleifs Arnar

KÖTTUR Á HEITU BLIKKÞAKI

Frumsýnt: Salur:

28. desember Litla svið

Í þessu meistaraverki Tennessee Williams kemur fjölskylda saman til að fagna stórafmæli föðurins, en þegar líða tekur á kvöldið er fögnuðurinn fljótur að snúast upp í andhverfu sína. Erfðadeilur, sálarflækjur og kynferðisleg spenna leiða persónur verksins á tilfinningaleg jarðsprengjusvæði, þar sem baráttan fyrir tilverunni, frelsinu og sannleikanum tekur yfir. Hvað erum við tilbúin að gera til að horfast ekki í augu við raunveruleikann?

Þorleifur Örn er þekktur fyrir umfangsmiklar sýningar og listræn stórvirki, en í þetta sinn tekst hann á við sígilt verk með innilegri nálgun og mögnuðum leikhópi. Þetta áhrifamikla verðlaunaverk hefur aðeins einu sinni áður verið sett á svið í atvinnuleikhúsi á Íslandi en um fádæma vinsældir þess þarf ekki að fjölyrða.

Höfundur: Tennessee Williams

Þýðing: Jón St. Kristjánsson

Leikstjóri: Þorleifur Örn Arnarsson

Leikmynd og búningar: Erna Mist

Lýsing: Gunnar Hildimar Halldórsson

Hljóðmynd: Ísidór Jökull Bjarnason

Leikarar: Ásthildur Úa Sigurðardóttir

Halldór Gylfason

Hákon Jóhannesson

Heiðdís Hlynsdóttir

Hilmir Snær Guðnason

Jörundur Ragnarsson

Katla Margrét Þorgeirsdóttir

Sigurður Ingvarsson

Ástarsaga fyrir okkar tíma

Fjallabak

Brokeback Mountain

Frumsýnt: Salur: 21. mars Nýja svið

Eins og Rómeó og Júlía okkar tíma hefur ástarsaga kúrekanna Ennis og Jacks snert við hjörtum áhorfenda um allan heim. Verkið byggir á samnefndri Pulitzerverðlauna smásögu Annie Proulx og síðar gerði kvikmyndaleikstjórinn Ang Lee rómaða kvikmynd eftir sögunni. Hér segir af kúrekunum Ennis og Jack sem hittast fyrir tilviljun þegar þeir vinna við að smala búfé á fjöllum í Bandaríkjunum um miðbik síðustu aldar. Þrátt fyrir gríðarlega fordóma samfélagsins dragast þeir hvor að öðrum og reyna saman að höndla ást og frelsi sem er í fullkominni mótsögn við ofbeldið og erfiðleikana í umhverfi þeirra.

Leikstjórinn Valur Freyr Einarsson fær til liðs við sig tvo af fremstu leikurum Borgarleikhússins í hlutverk Ennis og Jacks auk þess sem lifandi tónlist sýningarinnar er í höndum Guðmundar Péturssonar og Þorsteins Einarssonar.

Höfundur: Ashley Robinson

Þýðing: Maríanna Clara Lúthersdóttir og Sigurbjörg Þrastardóttir

Tónlist og söngtextar: Dan Gillespie Sells

Leikstjóri: Valur Freyr Einarsson

Leikmynd: Axel Hallkell Jóhannesson

Búningar: Stefanía Adolfsdóttir

Lýsing: Gunnar Hildimar Halldórsson

Hljóð: Þorbjörn Steingrímsson

Leikgervi: Guðbjörg Ívarsdóttir

Leikarar:

Björn Stefánsson

Esther Talía Casey

Hilmir Snær Guðnason

Hjörtur Jóhann Jónsson

Íris Tanja Flygenring

Hljómsveit:

Guðmundur Pétursson

Þorsteinn Einarsson

Fyndið, hjartnæmt og sprúðlandi af sköpunargleði

Sýslumaður Dauðans

Frumsýnt:

Salur:

21. september Nýja svið

Sýslumaður Dauðans er nýr, íslenskur, súrrealískur drama-gamanleikur. Ævar Birkisson missir föður sinn, Birki Ævarsson og á Útfararstofu Orfeusar fær Ævar tilboð sem hann getur ekki hafnað. Upphefst kafkaískur leiðangur Ævars í leit að föður sínum þar sem hann tekst á við ævintýralegar kynjaverur en líka rannsóknarlögreglu, spjallþáttastjórnendur og síðast en ekki síst, Sýslumann Dauðans. Verkið er skapað inn í íslenskan veruleika og er fyndið, hjartnæmt og sprúðlandi af sköpunargleði.

Höfundurinn, Birnir Jón Sigurðsson var starfandi leikskáld Borgarleikhússins leikárin 2023-2024 og er Sýslumaður Dauðans afrakstur þeirrar vinnu. Leikstjórinn Stefán Jónsson grípur verkið höndum tveimur og með frábærum hópi leikara og listrænna stjórnenda leiðir hann okkur inn í magnaðan heim sem er í senn harmrænn og bráðfyndinn.

Höfundur: Birnir Jón Sigurðsson

Leikstjóri: Stefán Jónsson

Leikmynd og búningar: Mirek Kaczmarek

Tónlist: Ásgeir Trausti

Lýsing: Mirek Kaczmarek/ Jóhann Friðgeir Ágústsson

Hljóð: Ísidór Jökull Bjarnason

Myndbandagerð: Birnir Jón Sigurðsson

Leikgervi: Elín S. Gísladóttir

Leikarar:

Birna Pétursdóttir

Haraldur Ari Stefánsson

Hákon Jóhannesson

Pálmi Gestsson

Sólveig Arnarsdóttir

Auður Ava Ólafsdóttir, rithöfundur

„Myndir

þú setja ýsu í pott fyrir mig í hádeginu?“

Auður Ava Ólafsdóttir, rithöfundur, gerði sér ferð í Borgarleikhúsið til að ræða við Maríönnu Clöru Lúthersdóttur um Ungfrú Ísland, hvernig bókin kom til og hvernig tilfinning það sé að sleppa tökunum af skáldsögu og horfa á eftir henni inn í leikhúsið.

Auður: Ég tók fram þessa bók aftur og er búin að vera að blaða í gegnum hana – í fyrsta sinn í langan tíma. Sumt er tímalaust – eins og staða minnihlutahópa. Bókin fjallar ekki bara um skáldkonur og hlutskipti þeirra í samfélaginu á þeim tíma þegar ekki var gert ráð fyrir að þær hefðu rödd heldur er þetta í rauninni saga um ungt fólk á jaðri samfélagsins. Við sögu koma fjórir skapandi einstaklingar – tvær konur og tveir ungir menn. Það er einn hommi í hópnum sem er mjög mikilvæg persóna sem kannski hefur fallið svolítið í skuggann af skáldkonunum tveimur, aðalsögupersónunni Heklu sem er sögð skrifa eins og karlmaður þegar henni er hrósað og Íseyju vinkonu hennar sem er húsmóðir með lítið barn og ólétt að öðru. Og það er ekkert óeðlilegt við það þótt einn af þessum fjórum, annar ungi maðurinn, eigi erfitt með að fá hugmyndir. Hann hefur þessa miklu löngun til að verða skáld – kannski meiri löngun heldur en að skrifa.

Ef lesnar eru sjálfsævisögur annars vegar karlhöfunda og hins

vegar kvenhöfunda, þá má sjá ákveðið mynstur sem felst í því að karlhöfundar eru fæddir skáld, það er að segja starfsheitið kemur á undan þeirri athöfn að skrifa. Mér koma til að mynda til hugar frægar sjálfsævisögur Sartre og Nabokov. Sjálfsævisögur kvenhöfunda - við getum tekið Annie Ernaux sem dæmi - hefjast oft ekki fyrr en á kynþroskaskeiðinu og þar er það líkaminn sem er miðlægur í sögunni - ekki skáldagáfan. Og fyrir rithöfunda af kynslóð Ernaux og Heklu Gottskálksdóttur sem eru að byrja að skrifa fyrir tíma getnaðarpillunnar er sá líkami vandamál því hann getur orðið barnshafandi. En í grunninn er Ungfrú Ísland bók um að konur hafi alltaf verið skáld.

En viðtökurnar við bókinni voru mjög pólaríseraðar – svo ég noti hugtak sem er komið inn í umræðuna síðan. Ungfrú Ísland kemur út 2018 og fékk annars vegar ofboðslega góða dóma, fimm stjörnur í Mogganum – sem ég hafði aldrei fengið fyrir bók áður og hins vegar voru mjög harkaleg viðbrögð sem ég sá ekki fyrir og sem byggðust á því að ég væri einhvern veginn að fikta í ákveðinni kanónu í bókmenntasögunni. Að konur hefðu í raun haft alla möguleika en hefðu bara ekki verið jafn góðir höfundar. Ég hafði talið það til almennrar skynsemi – sem var líklega ofmat hjá mér - að það hlyti alltaf að vera jafnmikið af hæfileikaríkum kven- og karlrithöfundum í öllum samfélögum

þar sem tækifærin væru jöfn. Og að það væri bara söguleg staðreynd að konur í íhaldssömu samfélagi 7. áratugarins hafi ekki átt möguleika á að verða rithöfundar. Nema kannski örfáar undartekningar.

Svo var annað – sem er kannski eðlilegt í litlu samfélagi en ég hélt ég hefði passað það vel í bókinni - að menn ímynduðu sér að hún væri lykilróman. Að það væri að finna í henni einhverjar sögulegar fyrirmyndir. En bókin er á engan hátt lykilróman. Ímyndunarafl Íslendinga er bara slíkt að okkur tekst alltaf að lesa í allt. Líka þar sem ekkert er. Þannig að það var notuð gamalkunnug aðferð og bent á eitt atriði sem væri ótrúverðugt –þessi gata var tvístefnugata en ekki einstefnugata 1963 - og þar með væri öll sagan ótrúverðug. Þar með fór fólk á mis við merkingu skáldsögunnar því hún fjallar nefnilega um hæfileikana sem við misstum af. Um skáldkonur sem voru ekki til en hefðu getað verið til ef samfélagið hefði verið öðruvísi.

Ég man að í upphafi var ég að velta fyrir mér að skrifa bók um konu af kynslóð ömmu – sem er fædd undir lok 19. aldar. Báðar ömmur mínar voru í raun fátækar sveitastúlkur, önnur missti báða foreldra þegar hún var barn, hin annað foreldrið, önnur var músíkölsk en hin hafði bæði hæfileika og löngun til að skálda en lífið bauð ekki upp á það.

Ég held að í báðum ömmum mínum hafi búið fegurðarþörf af

sama toga og ég reyni að gera skil í bókinni og felst í því að stækka hversdagsleikann og búa til fegurð úr honum.

Að búa sér til ævintýri og hliðarveruleika með hjálp ímyndunaraflsins líkt og mannkynið hefur alltaf gert.

Fegurðin í bókartitli felst ekki í útlitsfegurð heldur í þeirri huggun að geta búið sér til heim sem er heill og fagur í þeim skilningi að hann gengur upp eins og listaverk, eins og skáldsaga.

MCL: En hvað verður til þess að þú ákveður að láta bókina gerast á öðrum tíma?

Auður: Það eru eiginlega tvær ástæður fyrir því að ég ákvað að staðsetja söguna í upphafi 7. áratugarins. Annars vegar sú staðreynd að ég er listfræðingur að mennt og það vill svo til að ég hef skrifað talsvert um íslenska myndlist á 7. áratugnum og lesið mikið af viðtölum við íslenska myndlistarmenn sem einmitt eru tekin á Mokka- staður sem er hluti af sögusviði bókar! Þannig að mér fannst ég vera með 7. áratuginn í blóðinu og með nokkrum rétti má segja að fyrirmyndir Mokkaskáldanna í bókinni- ef einhverjar eru – hafi verið myndlistarmenn. Hin ástæðan er kannski svolítið persónulegri. Þannig var að móðir mín lést þegar ég var að byrja á bókinni og jafn undarlegt og það kann að virðast þá var það að sökkva mér niður í 7. áratuginn mín aðferð til að halda henni lengur hjá mér. Í mínum huga var þetta hennar tímabil. Hún var heimavinnandi húsmóðir sem átti fimm börn á ýmsum aldri og rak sjö manna heimili og á þeim tíma sem sagan gerist stóð hún eins og hálf þjóðin í húsbyggingum og hrærði í steypudalli með ungabarn á handlegg.

Síðan eru alltaf nokkrir hvatar og nokkrar spurningar sem verða til þess að maður skrifar bók. Eitt af því sem ég spurði mig að var til að

mynda af hverju aðrar þjóðir- við getum tekið Dani sem dæmi - áttu á þessum tíma svona margar frábærar skáldkonur sem höfðu miklu meira vægi í samfélaginu heldur en hér. Og það þurfti svo sem ekkert að grafa neitt djúpt til að sjá að íslensku samfélagi var stjórnað á öllum sviðum af karlmönnum – í reykfylltum bakherbergjum eins og það er orðað. Ekki bara í stjórnmálum og efnahagslífinu heldur stýrðu karlmenn líka bókmenntaheiminum. Þá voru karlmenn snillingar en konur erfiðar. Það sýnir vel hverjir stjórnuðu landinu að ávextir voru í hæsta tolla flokki – fyrir þessa barnmörgu þjóð! En svo var annað sem var ekki tollað...

MCL: Vindlar og viskí kannski – fyrir reykfylltu bakherbergin?

Auður: Loks má segja að segja að ákveðið bakslag í réttindum hinsegin fólks og almennt í mannréttindamálum í heiminum árin 2017 og 2018 þegar ég vann að bókinni hafi verið viss trigger. En homminn Jón John er mikilvæg persóna í sögunni.

MCL: Mér finnst þetta frábær tími fyrir þessa sögu þó að hún gæti að sumu leyti gerst á hvaða tímum sem er. En einmitt þarna eru breytingar handan við hornið – sem við lesendurnir vitum af –sem persónurnar fá kannski bara óljósa hugmynd um m.a. í gegnum tónlistina sem berst til landsins og þau munu lifa að sjá breytingar þótt þau muni ekki vera ungt fólk í þeim breytingum. Þannig að það er einhver von sem felst í því. En svo líka er þetta staðsett þannig að Halldór Laxness og Þórbergur Þórðarson kasta ákveðnum skugga – bæði jákvæðum og neikvæðum –á öll þessi ungu skáld. Þessi kynslóð sem er með svo sterkar fyrirmyndir, karlfyrirmyndir.

Auður: Já, Steinunn Sigurðar segir frá að hún vissi varla að það væru til kvenrithöfundar! Hún hafði nánast bara lesið bækur eftir karlmenn þegar hún gefur 19 ára út fyrstu

ljóðabókina árið 1970.

MCL: Einmitt – þannig að þetta er frábær staðsetning þarna milli þess þegar íslensk bókmenntahefð verður aftur til og nútímans sem við vitum að er að koma.

Auður: Já, er þetta ekki bara allt að koma? Það var auðvitað allt annar veruleiki á Íslandi þegar bókin kom út árið 2018 en fyrir 60 árum þegar hún á að gerast. Þess vegna komu viðbrögðin við bókinni svolítið á óvart. Það hafa verið skrifaðar skrilljón bækur og gerðar skrilljón bíómyndir um karlhöfunda sem konur dást að en svo skrifa ég eina bók um kvenhöfund sem setur svolítið allt á hliðina.

MCL: Já, maður heldur að ákveðnum árangri hafi verið náð en svo þarf ekki annað en að einhver karlhöfundur eða bara þekktur einstaklingur sem maður ber virðingu fyrir sé beðinn að nefna tíu bestu rithöfundana eða tíu bækur sem höfðu mest áhrif á þá og þá er ekki neinn kvenhöfundur nefndur. Auður: Ég held að þeir séu kannski bara einlægir í þessu. Að karlhöfundum finnist karlhöfundar betri. Ég var sjálf spurð um það einhvern tímann í svona bókmenntadinner erlendis hvort það væru ekki einhver góð ljóðskáld á Íslandi. Ég hélt nú það og byrjaði spennt að telja upp. Þegar ég hafði lokið upptalningunni þá var fólk hætt að borða og horfði á mig og sá sem bar upp spurninguna dró þetta saman: þú nefndir átta konur og tvo karlmenn. Og ég var bara, ó gerði ég það? Ég er algjörlega kynblind þegar kemur að listum og var bara að telja upp frumlegustu ljóðskáldin. Listinn hefði sennilega orðið öðruvísi ef ég hefði verið spurð um skáldsagnahöfunda.

MCL: En svo alast karlmenn líka upp í einhverju samfélagi og fylgja ákveðnum vegvísum – það þarf að lesa þetta og þetta og svo að lesa þetta og þetta – og það þarf stundum að taka meðvitað skref inn í einhvers konar femínisma til þess að lesa eitthvað annað. Þetta er

einhvers konar blinda.

Auður: Það er sagt að konur lesi bækur bæði eftir konur og karla en karlar lesi fremur bækur eftir karlkyns höfunda. Kannski tengist þetta þörf til að spegla sig í aðalpersónunni – sem gæti skýrst af því að konur skrifa kannski frekar um konur.

MCL: Þeim er kannski ekki kennt að setja sig í spor kvenna á sama hátt og við hin sem ósjálfrátt verðum að setja okkur í spor karlmanna – það er menningarlega óhjákvæmilegt.

Auður: Ég hef reyndar skrifað tvær bækur um karlmannlega viðkvæmni – Afleggjarann og Ör – gegn eitraðri karlmennsku. Þegar Afleggjarinn var þýddur og ég hitti erlenda lesendur, þá voru alveg jafnmargir karlmenn í salnum.

MCL: Ég man ekki hver sagði þessa snilldarsetningu – að í listum og bókmenntum þá stæði konan alltaf fyrir konu en karlmaðurinn gæti staðið fyrir manneskjuna. Og ég er sammála því að það sé þannig sögulega en ég held ekki að það þurfi að vera þannig. Maður sér bara persónu eins og Línu Langsokk –sem öll lítil börn geta speglað sig í. Þannig að ég trúi ekki að það sé í eðli okkar – ég trúi því að það sé hægt að breyta því.

Auður: Já, algjörlega, það er það sem höfundurinn gerir, hann hefur endaskipti á hinu viðtekna og snýr hlutum á hvolf. (Tekur upp Ungfrú Ísland og blaðar í bókinni). Eitt af því sem lista-og bókmenntasagan segir okkur er að karlkyns listamenn hafa haft tilhneigingu til að líta á konur sem músur og hlutverk þeirra að styðja, hughreysta og hvetja þá þegar efasemdirnar banka upp á. Í sögulegu samhengi hafa konur oft verið smættaðar niður í fallega líkama.

Mér er minnisstæð grein sem ég rakst á í tiltekt hjá mér þegar ég vann að Ungfrú Ísland sem Isabella Alliende skrifaði fyrir TMM fyrir margt löngu þegar hún var hér gestur á bókmenntahátíð. Í kringum

1990 ef ég man rétt. Hún telur upp nokkrar kvengerðir, eins konar erkitýpur, sem sé að finna í verkum karlhöfunda og niðurstaða hennar er skýr: konurnar sem karlmenn lýsa eru ekki til. Í Ungfrú Íslandi sný ég aðeins upp á hefðina þegar kærasti söguhetjunnar, skáldið Starkaður spyr Heklu: „Hvað sérðu við mig?“ Og hún svarar „Þú ert karlmaður, þú ert með líkama.“

Hana dreymir hins vegar um að einhver segi við hana: ,,Skrifaðu“ og það er einmitt það sem Jón John gerir, hún er svo lánsöm að eiga einhvern að sem trúir á hana. Það gæti ég trúað að hafi verið draumur margra kvenna sem þráðu að skrifa á þeim tíma sem söguhetjan var uppi að eiga einhvern að í lífinu sem sagði við þær „skrifaðu“ – ég skal setja í þvottavélina – skrifaðu – ég skal elda í kvöld.

MCL: Já, Jón John myndi sjóða ýsubitana fyrir Heklu – eins og Starkað dreymir um hún geri þótt hann sé farið að gruna að það muni ekki gerast. Það er náttúrulega dásamleg senan þar sem hann segir við hana „Myndir þú setja ýsu í pott fyrir mig í hádeginu?“

Auður: Í bókinni flýr homminn Jón John til Kaupmannahafnar af því að hann telur að þar séu meiri möguleikar á að vera hann sjálfur. En það var ekkert auðvelt heldur!

En stóra spurningin í bókinni er hvert flýr skáld sem ekki hefur verið gefið út og skrifar á fámennistungumáli sem 177.000 manns tala?

Í bókinni er að finna þá hugmynd að föðurland rithöfunda sé tungumálið – það er kallað móðurlandið í bókinni. Og þarna 2018 þegar bókin kemur út þá er komin einangrunarstefna í Evrópu, þjóðir að segja sig úr Evrópusambandinu eins og Bretar, og aðrar að íhuga það. Mig langaði til að draga upp mynd af lokuðu, einangruðu landi. Á þessum tíma ferðuðust fáir til útlanda og í bókinni er aðeins einn ferðamaður! Við áttum örfáar

millilandavélar og þetta ár, 1963 ferst íslensk vél, Hrímfaxi, í Osló –með sjö farþega um borð. Þetta er árið sem Surtseyjargosið hófst og mig langaði til að kona að vaska upp í Hveragerði væri sú fyrsta sem sæi gosský á himni. Og að hún myndi hringja í aðra konu sem væri kannski líka að vaska upp og segja henni að horfa til himins.

Mér fannst ég líka nauðsynlega þurfa að koma að ýmsum persónulegum kenningum og hugmyndum um sköpunina í bókinni – og helsta málpípa þeirra er kannski Ísey, vinkona Heklu, sem veit ekki að hún er skáld. Sem skrifar samtöl og er óvart búin að skrifa leikrit.

MCL: Bara hvernig hún bíður eftir dagblöðunum utan af fiskinum sem hún kaupir – ef það skyldi vera eitthvað spennandi þar til að lesa. Hún er svo svelt.

Auður: Það er aftur þessi grunnhugmynd um að stækka hversdagsleikann, gera hann að einhverju, skapa fegurð úr honum, úr því sem ekkert er. Og það er í sjálfu sér inntak skáldskapar og allrar listsköpunar. Þú ert að vinna með eitthvað smátt, með eina þjáða persónu og þá ertu að vinna með þjáningu mannkyns.

MCL: Hversu erfið er sú tilhugsun að sleppa tökunum af bókinni? Af því nú þekkir þú leikhús-formið náttúrulega mjög vel! Þú skrifaðir þarna fjögur leikrit milli 2012 og 2015 – og Ör var fyrst skrifað sem leikrit áður en það varð skáldsaga og svo aftur leikrit á sviði!

Auður: Mér finnst leikritun ofboðslega spennandi listform – ekki síst fyrir það hversu opið það er í tíma og rými. Það er hægt að gera svo mikið sem ekki er hægt að gera í öðrum listmiðlum sem gerir það bæði ofboðslega spennandi og ofboðslega erfitt. En mér finnst tilhugsunin mjög góð. Sérstaklega af því að ég ber ekki neina ábyrgð heldur hópur af hæfileikaríku fólki hér í Borgarleikhúsinu sem ætlar að gera bókina að sínu verki.

Íslenski dansflokkurinn Spennandi dansár

HVERFA

Eftir Melkorku Sigríði Magnúsdóttur

LIMINAL STATES-ÓRÆTT ALGLEYMI

Eftir Margréti Söru Guðjónsdóttur

JÓLADRAUMAR

Verk fyrir börn eftir Ingu Maren Rúnarsdóttir

ORFEUS OG EVRIDÍS

Eftir Ernu Ómarsdóttur

WHILE IN BATTLE I’M FREE, NEVER FREE TO REST

Eftir Hooman Sharifi

ÍD ÁRSKORT

35% afsláttur

25 ára og yngri

50% afsláttur

Íd árskort á id.is eða í miðasölu

Borgarleikhússins í síma 568 8000

Ljósmynd Sunna Ben

Óstöðvandi hláturskast

Tóm hamingja

Frumsýnt: Salur:

25. október Nýja svið

Tóm hamingja er glæný gleðisprengja á tveimur sviðum. Þetta ferska og sprenghlægilega leikhúsform heldur öllum á tánum, leikurum jafnt sem áhorfendum.

Vinahópurinn ákveður að taka smá inngrips partý uppi í bústað um áramótin. Þau hafa þungar áhyggjur af Hjálmari sem virðist alveg vera að missa af hamingjulestinni. Hann er óvirkur á samfélagsmiðlum og hættur að drekka sem er klárlega merki um alvarlegt þunglyndi. Því ákveður vinahópurinn að hjálpa. Þessi áramót eiga að vera tóm hamingja svo Hjálmar sjái ljósið á ný. En misskilningur, meðvirkni, ofskynjunarvöfflur, framhjáhald, kind og fleira flækja bústaðarferðina all verulega.

Gaflaraleikhúsið er þekkt fyrir stórskemmtilegar sýningar unnar lóðbeint upp úr íslenskum veruleika og áhorfendur verða ekki sviknir af þessu bráðfyndna verki sem allir frá fermingu og fram á grafarbakkann geta hlegið að.

Höfundar: Arnór Björnsson, Ásgrímur

Gunnarsson og Óli Gunnar Gunnarsson

Leikstjórn og dramatúrg: Björk Jakobsdóttir

Leikmyndahönnun og smíði:

Svanhvít Thea Árnadóttir

Tónlist: Máni Svavarsson

Lýsing: Freyr Vilhjálmsson

Aðstoðarleikstjóri: Kolbrún María Másdóttir

Framkvæmdastjórn:

Björk Jakobsdóttir og Gunnar Helgason

Leikarar:

Arnór Björnsson

Ásgrímur Gunnarsson

Berglind Alda Ástþórsdóttir

Óli Gunnar Gunnarsson

Steinunn Arinbjarnardóttir

Vigdís Halla Birgisdóttir

Sýningin er styrkt af Sviðslistasjóði og Hafnafjarðarbæ.

Í samstarfi við Gaflaraleikhúsið.

„Mundu töfrana“

Kriðpleir og

Innkaupapokinn

Elísabet

Jökuls

Frumsýnt: Salur:

Leiksýningin Innkaupapokinn er vefur sem leikhópurinn Kriðpleir spinnur umhverfis veröld Elísabetar Jökulsdóttur og leikrit hennar Mundu töfrana. Í verki Elísabetar, sem hún skrifaði fyrst árið 1992, leita Ella og Trúðurinn bróðir hennar að „Barninu“ til þess að færa því tár svo það geti syrgt pabba sinn og haldið áfram eigin tilveru. Handritið hefur verið hálfgert olnbogabarn í íslensku leikhúsi í rúmlega 30 ár og aldrei ratað á svið þrátt fyrir þrotlausar tilraunir höfundar og stöðug endurskrif. En í kjölfar þess að Ragnar Ísleifur Bragason, meðlimur í leikhópnum Kriðpleir frétti af þrautagöngu Elísabetar hefur ný von kviknað því Ragnar vill óður og uppvægur koma Elísabetu, frænku sinni, til bjargar með hjálp félaga sinna úr leikhópnum. Sumir gætu sagt að þetta væri eins og að fara úr öskunni í eldinn. Það er að minnsta kosti ekki vandræðalaust að lífga við gamlan galdur …

Leikhópurinn Kriðpleir er einn af virkari hópum íslensku sviðslistasenunnar. Hópurinn hefur samið um tug verka fyrir leiksvið og útvarp, sýnt þau innanlands sem utan og hlotið fjölmargar tilnefningar til Grímunnar.

Höfundur: Elísabet Jökulsdóttir og leikhópurinn

Leikstjórn: Bjarni Jónsson og leikhópurinn

Leikmynd og búningar:

Ragnheiður Maísól Sturludóttir

og Sigrún Hlín Sigurðardóttir

Tónlist: Benni Hemm Hemm

Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson

Þátttakendur:

Árni Vilhjálmsson

Friðgeir Einarsson

Ragnar Ísleifur Bragason

Ragnheiður Maísól Sturludóttir

Saga Garðarsdóttir

Sigrún Hlín Sigurðardóttir

Styrkt af Sviðslistasjóði og Listamannalaunum.

Rómantísk

ÁRIÐ ÁN SUMARS

Frumsýnt: Salur: 31. janúar Stóra svið

Hópur ungskálda bíður af sér óvenjulegan sumarstorm í sveitasetri við Genfarvatn. Þau drepa tímann með ýmsum óhugnaði en þetta kvöld er eitthvað annað og meira sem ásækir þau en bara skáldskapur.

Hinn umtalaði leikhópur Marmarabörn snýr aftur á svið með síðasta hluta hamfara-þríleiks síns. Fyrri sýningar hópsins, Að flytja fjöll í þremur atrennum og Eyður, hlutu mikið lof áhorfenda og gagnrýnenda og hafa verið sýndar víða um heim. Marmarabörn stefna saman tilraunamennsku og hefðum leikhúsformsins til þess að setja á svið tímalausar sögur á áhrifaríkan og leikandi hátt.

Árið án sumars er ögrandi sjónarspil innblásið af raunverulegum atburðum sem áttu sér stað árið 1816 sem er betur þekkt sem árið án sumars. Höfuðskáld Rómantíkurinnar ætluðu sér að sleikja sólina við Genfarvatn en þurftu oft að verja tíma innandyra vegna veðurs því eldgos hinum megin á hnettinum hafði valdið óvenjulegu gjörningaveðri. Ýmis bókmenntaverk urðu til í þessari afdrifaríku sumardvöl, þar má nefna Frankenstein eftir Mary Shelley, Vampíruna (e. The Vampyre) eftir John Polidori og sum þekktustu ljóð Byrons lávarðar.

Eins og þegar Viktor Frankenstein horfðist í augu við skelfilegt sköpunarverk sitt eða líkt blóðþyrstri vampíru sem svífur á fórnarlamb, stöndum við nú líka andspænis ógurlegri afturgöngu: afleiðingum gjörða okkar í formi loftslagsbreytinga.

Höfundur og leikstjórn:

Leikhópurinn Marmarabörn

Leikmynd og búningar:

Guðný Hrund Sigurðardóttir

Tónlist: Gunnar Karel Másson

Dramatúrg: Igor Dobricic

Aðstoðarleikstjórn: Birnir Jón Sigurðsson

Framkvæmastjórn: MurMur/Kara Hergils

Þátttakendur:

Katrín Gunnarsdóttir

Kristinn Guðmundsson

Saga Kjerúlf Sigurðardóttir

Sigurður Arent Jónsson

Védís Kjartansdóttir

Í samstarfi við leikhópinn Marmarabörn.

Stutt af: Rosendal Teater, Reykjavík Dance Festival, MASQ, Listaháskóli Íslands.

Styrkt af: Sviðslistasjóði, Listamannalaunum, Norræna Menningarsjóðnum, Norrænu Ráðherranefndinni, Reykjavíkurborg.

Brúðkaup Fígarós

Frumsýnt: Salur:

Kammeróperan í samstarfi við Borgarleikhúsið setur upp hina sívinsælu gamanóperu Brúðkaup Fígarós eftir Mozart í nýrri íslenskri þýðingu Bjarna Thors Kristinssonar.

Greifinn og greifynjan eru ungt og upprennandi athafnafólk sem hefur tekist hið ómögulega og byggt upp farsæla starfsemi í kringum vínrækt í Mosfellsbæ, en ekki er allt sem sýnist í þessari paradís. Þó að óperan sé í grunnin kómísk þá eru þar sterkir samfélagslegir þættir sem tala til okkar í dag og það er spennandi áskorun að yfirfæra þann hluta verksins yfir á nútímasamfélag. Í þessari útgáfu óperunnar láta starfsmenn vínræktuninnar óréttlæti og kynferðislega áreitni greifans ekki viðgangast og snúa á yfirmann sinn (með aðstoð greifynjunnar) til að sýna honum í tvo heimana.

Áhorfendur eru dregnir inn í heim óperunnar strax og þeir mæta í leikhúsið en áður en sýningin sjálf hefst býðst gestum að taka þátt í vínsmökkun sem greifinn stendur fyrir.

Höfundur: Lorenzo Da Ponte

Höfundur tónlistar:

Wolfgang Amadeus Mozart

Leikstjórn og þýðing:

Bjarni Thor Kristinsson

Tónlistarstjórn: Elena Postumi

Leikmynd: Eva Björg Harðardóttir

Lýsing: Friðþjófur Þorsteinsson

Búningar: Andri Unnarsson

Aðstoðarleikstjóri:

Snæfríður Sól Gunnarsdóttir

Æfingapíanisti: Matthildur Anna Gísladóttir

Einsöngvarar:

Bryndís Guðjónsdóttir, Greifynjan

Eggert Reginn Kjartansson, Basillio / Don Curzio

Jón Svavar Jósefsson, Bartolo

Jóna G Kolbrúnardóttir, Súsanna

Hildigunnur Einarsdóttir

Marcellina

Kristín Sveinsdóttir, Cherubino

Oddur Arnþór Jónsson, Greifinn

Ragnar Pétur Jóhannsson, Antonio

Unnsteinn Árnason, Fígaró

Vera Hjördís Matsdóttir, Barbarina

Hljómsveit:

Pétur Björnsson, 1. fiðla

Guðbjartur Hákonarson, 2. fiðla

Anna Elísabet Sigurðardóttir, víóla

Hrafnhildur M Guðmundsdóttir, selló

Jacek Karwan, kontrabassi

Steinunn Vala Pálsdóttir, flauta

Matthías Nardeau, óbó

Baldvin Ingvar Tryggvason, klarinett

Bryndís Þórsdóttir, fagott

Emil Steindór Friðfinnsson, horn

Styrkt af Sviðslistasjóði.

Fullt verð: Áskriftarverð (-30%): 9.900.- 6.930.-

Ólafur Egill Egilsson, leikstjóri

„Unnu öll í Kassagerðinni“

Ólafur Egill Egilsson, leikstjóri og höfundur sýninganna Níu líf og Ástu og handritshöfundur Ellyjar hitti Maríönnu Clöru Lúthersdóttur í stutt spjall um þessar óvenjulegu sýningar sem hafa fangað hug og hjörtu áhorfenda en ekki síður um nýjustu sýninguna, Þetta er Laddi, sem væntanleg er á fjalirnar í vetur.

MCL: Mig langaði að spyrja þig út í þessar sýningar sem þú ert búinn að vera að gera upp úr íslenskum veruleika um Elly, Bubba, Ástu Sigurðar og nú Ladda. Hvað var það sem heillaði þig við þessar íslensku sögur sem kemur svo í ljós að áhorfendur heillast ekki síður af?

Ólafur: Ég held að ég og áhorfendur séum bara sammála um að við höfum áhuga á þessum sögum. Við höfum áhuga á samfélagi okkar – þá og nú – og mér finnst fátt skemmtilegra en að grafa upp gamlar sögur og setja mig inn í liðna tíð. Oftar en ekki tengjast þessar sögur og skarast – margar af persónunum í lífi Ellyjar Vilhjálms voru líka þáttakendur í lífi Ástu –Líka Bubba – það er til dæmis gaman að segja frá því þau unnu öll í Kassagerðinni á einhverjum tímapunkti! Bubbi vann í Kassagerðinni, Ásta Sigurðardóttir vann í Kassagerðinni, Elly vann í Kassagerðinni og Laddi!

MCL: Þú ert að ljúga!!!

Ólafur: Nei!!

MCL: Jæja, þá erum við alla vega komin með fyrirsögn á viðtalið:

Ólafur: Já! Unnu öll í Kassagerðinni!

MCL: En þetta er náttúrulega aldrei einhver einangruð saga – þetta er alltaf líka samfélagið sem er undir, þótt persónulegar sögur fólksins séu í forgrunni.

Ólafur: Algjörlega. Sagan af Elly er ekki bara saga um konu sem þarf að standa með sjálfri sér og vinna sig í gegnum erfiðar kringumstæður, heldur líka saga um samfélag á skeri á norðurhjara þar sem það að vera kona og skemmtikraftur var minniháttar, og það speglar áherslur og tíðaranda sem kallast svo aftur á við daginn í dag, gefur okkur amk. einhver viðmið. Mikilvægur punktur er líka að það er enginn annar að segja þessar sögur, þetta eru sögurnar okkar og það er enginn úti í hinum stóra heimi að fara að segja söguna af Ómari Ragnarssyni eða Katrínu Jakobsdóttur eða Steinku Bjarna. Ef við gerum það ekki – þá verða þær bara ekki sagðar – og oft hef ég á tilfinningunni að það megi hreinlega engan tíma missa, eins og með Ástu og Elly þá er fólkið sem man sögurnar – sem man sjálfar fyrirmyndirnar - óðum að hverfa úr þessum heimi, og með því fólki hverfa sögurnar að eilífu, nema eitthvað sé að gert.

MCL: Þarna eru komnar mjög góðar ástæður fyrir því að gera þessar sýningar en svo getur líka verið erfitt og hættulegt að gera þetta – af nákvæmlega sömu ástæðu. Af því að fólkið sem um ræðir er

ýmist lifandi eða þeirra nánustu lifandi. Það hlýtur að vera líka flókið, eins og með Níu líf, en auðvitað er lykillinn þar að einhverju leyti að þú myndaðir svo gott samband við Bubba og hann hafði líka auðmýkt til að leyfa þér að segja söguna.

Ólafur: Já. Bubbi treysti leikhúsinu og gaf sig allan í að afhjúpa sögu sína og sál. En auðvitað er þetta jafnvægislist – oft er verið að fjalla um erfiða hluti, breyskt fólk í erfiðum kringumstæðum, og þá hefur hver sitt sjónarhorn. Ég reyni að passa mig á því að dæma engan, láta fólk og atburði njóta vafans, en vinkillinn er auðvitað alltaf í gegnum þá persónu sem stendur í miðju verksins. Í Elly til dæmis tók ég fyrst og fremst mið af hennar eigin orðum í þeim fáu viðtölum þar sem hún ræddi sitt einkalíf. Fólk verður svo bara að hafa það í huga að hér er ekki um að ræða neinn alglildan sannleika eða dóm um einn né neinn.

MCL: En það er líka þetta sem heillar okkur, þessar sögur grípa okkur af því þetta eru breyskar manneskjur – en við erum líka að dást að þeim.

Ólafur: Já, svo er það svo fallegt, að oftar en ekki situr fólk í salnum sem þekkti fólkið sem verið er að sýna á sviðinu, persónulega jafnvel – þetta er svo lítið samfélag. Og þess vegna er stundum nóg að rétt tæpa á hlutum – eins og til dæmis í Elly – ég meina samband Ellyjar og Svavars [síðasta eiginmanns hennar] var stormasamt og það þurfti ekkert að fara inn í það og lýsa því öllu í

smáatriðum. Það var nóg bara að gefa það til kynna – þau voru ólíkar manneskjur og voru kannski á ólíkum forsendum í sínu sambandi og fólk skilur og skynjar og veit án þess að maður þurfi að fara að leika út einhverjar hörmungar. En þetta er jafnvægislist.

MCL: En greinilega áskorun sem þér finnst áhugaverð.

Ólafur: Algjörlega – það er eftir svo miklu að slægjast. Eins og við minntumst á áðan þá eru þessar sögur einstaklinga hluti fyrir heild og lýsa líka samfélagi okkar og viðhorfum í gegnum tíðina. Eins og til dæmis með Ladda – hans ferill nær eiginlega utan um þróun húmors á Íslandi í rúma hálfa öld. Hann kemur fram í fyrstu skemmtiþáttunum okkar í sjónvarpi, skrifar Kaffibrúsakarlasketsana með Gísla Rúnari á sínum tíma, þegar íslenskur húmor var að fæðast og komast út úr gamanvísum og presta-eftirhermum og Laddi stendur enn á sviðinu í dag með nýjustu kynslóð grínaranna! Og eins og með tónlistina byrjuðum við á að herma eftir því sem var að gerast í útlöndum, Halli og Laddi stældu t.d. ameríska grínistan Spike Jones hægri vinstri og Glámur og Skrámur eru svo ákveðið svona íslenskt Sesame Street og svo byrjar þetta að þróast og karakterarnir fara að spretta meira úr íslenskum samtíma og íslensku nærumhverfi og verða táknmyndir fyrir gildi og áherslur í okkar samfélagi. Þarna er afdalabóndinn, fúli húsvörðurinn, ríkisstarfsmaðurinn sem hvergi er metinn að verðleikum, þarna er graði presturinn og feimni performerinn og læknirinn sem allt veit og kann og þessir karakterar væru ekki eins og þeir eru nema af því að samfélagið sem þeir spretta úr er eins og það er og Laddi fer að gera það sýnilegt fyrir okkur, með sínu gríni.

Og svo allt Spánargrínið sem kemur á þeim tíma þegar Íslendingar eru í fyrsta sinn að fara til sólarlanda með ferðatöskur fullar af grænum baunum og hangikjöti svo þeir svelti

ekki, af því fólk borðaði auðvitað engar pitsur og pöstur, einhverntíma heyrði ég af fjölskyldu sem tók málverk af Heimaey með sér til þess að setja upp á vegg á hótelíbúðinni.

Og Danagrínið, það eru leifar af því að það átti að gera grín að Dönum af því að við þurftum að losna undan þeim og Grínverjinn jafnvel endurspeglar einhvern veginn heimóttarskapinn og vanþekkingu okkar á hinu framandi. Ég meina –það voru nánast engir Kínverjar hér! Þess vegna voru þeir fyrir okkur bara af annarri plánetu og við gátum gert grín að þeim af því við þekktum engan Kínverja.

MCL: Það eina sem við vissum um þjóðina var að þeirÓlafur: borðuðu sterkan mat! Og þeir bjuggu til flugelda. Sú sýn endurspeglar samfélagsgerð!

MCL: Það segir náttúrulega allt um Íslendinga upp úr 1980 og ekkert um kínversku þjóðina!

Ólafur: Ekki nokkurn skapaðan hlut! En þetta er það sem mér finnst áhugavert – það er svo gaman í dag að skoða hvað hefur breyst í gegum tíðina, hvað af þessu gríni má eða má ekki gera í dag. Má kannski bara alltaf gera grín að öllu? Eða erum við komin í gegnum ákveðið skeið, og sumt verðum við bara að setja ofan í kistu og gleyma því?

MCL: Það er mjög spennandi að skoða hvað var fyndið þá og hvað er fyndið núna – líka út frá því hvort það sé eitthvað sem okkur finnst hreinlega ekki fyndið núna af því að samfélagið er orðið öðruvísi.

Ólafur: Einmitt! Og líka –

– í staðinn fyrir að hlæja að Grínverjanum – getum við hlegið að samfélaginu sem bjó Grínverjann til?

MCL: Og getum við horfst í augu við að við höfum verið svona? Þó við séum vonandi núna komin lengra frá því! Eins mikilvægt og það er að skoða hvernig þjóðfélagið hefur breyst og hvað er ekki í lagi í dag þá

er líka mikilvægt að gera sér grein fyrir því hvernig hlutirnir voru og reyna ekki að ritskoða það og fela það og segja „Hér voru aldrei neinir fordómar“

Ólafur: Þetta viljum við allt skoða í – skemmtilegheitum – með Ladda í forgrunni og með þessari frábæru músík hans – því það má ekki gleyma því að Laddi er jafnmikill tónlistarmaður og grínari og hefur samið bæði músík og texta, nokkur af ástsælustu lögum þjóðarinnar.

MCL: Á mínu heimili hefur Jón Spæjó og Út með jólaköttinn verið spilað endalaust!

Ólafur: Hjá mér Súperman, Í Vesturbænum, Roy Rogers! Við ætlum að koma þessum lögum upp á svið og flétta þetta saman: Ladda, gamla Ísland og nýja Ísland – slá þessu upp í veislu, grín, tónleika, revíu og kabarett sýningu!

Og miðjan í þessu öllu, innsti kjarninn, er svo dálítil ráðgáta, sem er prívat-persóna Ladda sjálfs.

Hann hefur í gegnum tíðina haldið sér til hlés og hann er þessi rólegi og hlédrægi, nánast feimni maður. Trúðurinn með tárið – maður með hlæjandi grímu en hvað liggur á bakvið þá grímu?

Hann skemmtir okkur – en finnst honum sjálfum gaman? En burtséð frá öllum sálgreiningum þá held ég að þetta verði stórskemmtileg sýning – við erum með frábæran efnivið sem spannar hálfa öld af gríni og svo ætlum við að beita öllum meðölum leikhússins, það verða dansnúmer og leynigestir og innhringingar og óvæntar uppákomur og ég veit ekki hvað!

MCL: Eldgleypar og lifandi dýr?

Ólafur: Eldgleypar, lifandi dýr, þjóðdansar, áhættuatriði, eftirhermur, gamanmál og sprell! Og náttúrlega æðisleg hljómsveit og ég held að þótt okkur finnist við öll þekkja Ladda þá verði þetta sýning sem eigi eftir að koma á óvart, sýna okkur nýjar hliðar á Ladda, og vonandi okkur sjálfum líka.

Magnað, beitt og meinfyndið verk úr smiðju Tyrfings Lúna

Sýningar hefjast: Salur:

Tilkynnt síðar Litla svið

Lúna snýr aftur á Litla sviðið eftir fádæma góðar viðtökur gagnrýnenda jafnt sem áhorfenda.

Í brakandi fersku verki eftir höfuðskáld okkar Íslendinga, Tyrfing Tyrfingsson, er komið aðfangadagskvöld og hjónaleysin Lúna og Ingi sitja heima og vilja helst vera einhvers staðar allt annars staðar. Þegar barið er að dyrum er þar hvorki kominn andi jólanna né jólasveinninn heldur Heiðar snyrtir sem á erindi við Inga.

Eins og allir vita sem þekkja til verka Tyrfings er enginn honum fremri þegar kemur að því að skapa persónur, samtöl og aðstæður sem skera inn að hjarta, vekja hlátur en eru jafnframt svo óbærilegar að þær valda jafnvel líkamlegum óþægindum. Persónur hans eru gjarnan á skjön við samfélagið, tilheyra hópi sem oft kallast jaðraður, en eru þegar nánar er að gáð fyrst og fremst breyskar manneskjur – stundum bara aðeins lélegri í að fela breyskleika sína en við hin.

Lúna er áttunda leikrit Tyrfings Tyrfingssonar og það sjötta sem sýnt er í Borgarleikhúsinu. Þeir Stefán Jónsson, leikstjóri, sameina nú krafta sína í þriðja sinn í þessari mögnuðu sýningu sem hlaut fádæma viðtökur og fjórar Grímutilfnefningar á síðasta leikári.

Höfundur: Tyrfingur Tyrfingsson

Leikstjórn: Stefán Jónsson

Leikmynd: Börkur Jónsson

Búningar: Helga I. Stefánsdóttir

Tónlist og hljóðmynd: Ísidór Jökull Bjarnason

Lýsing: Gunnar Hildimar Halldórsson

Leikgervi: Elín S. Gísladóttir

Leikarar:

Ásthildur Úa Sigurðardóttir, Hilmir Snær Guðnason, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sigurður Þór Óskarsson

Barnasýning ársins á Sögum 2024

gefst aldrei upp Fíasól

Sýningar hefjast: Salur:

8. september Stóra svið

Fíasól gefst aldrei upp snýr nú aftur á Stóra sviðið ásamt öllum barnahópnum í þessari vinsælu fjölskyldusýningu sem gekk fyrir fullu húsi á síðasta leikári, hlaut fjórar tilnefningar til Grímunnar og fern verðlaun á Sögum, verðlaunahátíð barnanna, þar á meðal fyrir Barnasýningu ársins.

Hún er óstöðvandi gleðisprengja, full af orku en stundum löt, skarpgreind en fljótfær og svo hugmyndarík að foreldrum hennar stendur hreinlega ekki alltaf á sama. Stelpuskottið Fíasól er fyrir löngu orðin sígild í íslenskri barnabókmenntasögu og á sér aðdáendur á öllum aldri. Hér stígur hún aftur á Stóra sviðið í Borgarleikhúsinu í nýrri leikgerð sem byggir á rómuðum skáldverkum Kristínar

Helgu Gunnarsdóttur.

Leikstjórinn Þórunn Arna Kristjánsdóttir leiðir úrvalslið leikara og magnaðan barnahóp í fjölskyldusöngleik með frumsaminni tónlist hins góðkunna Braga Valdimars Skúlasonar.

Höfundur: Kristín Helga Gunnarsdóttir

Leikgerð: Maríanna Clara Lúthersdóttir og Þórunn Arna Kristjánsdóttir

Tónlist og söngtextar:

Bragi Valdimar Skúlason

Leikstjórn: Þórunn Arna Kristjánsdóttir

Danshöfundur: Valgerður Rúnarsdóttir

Tónlistarstjórn: Karl Olgeirsson

Leikmynd: Eva Signý Berger

Búningar: Júlíanna Lára Steingrímsdóttir

Lýsing: Pálmi Jónsson

Hljóðmynd: Þorbjörn Steingrímsson

Leikgervi: Elín S. Gísladóttir

Leikarar:

Birna Pétursdóttir

Halldór Gylfason

Íris Tanja Flygenring

Jörundur Ragnarsson

Sigrún Edda Björnsdóttir

Sigurður Ingvarsson

Vilhelm Neto

Auðunn Sölvi Hugason

Auður Óttarsdóttir

Bríet Sóley Valgeirsdóttir

Garðar Eyberg Arason

Guðmundur Brynjar Bergsson

Guðný Þórarinsdóttir

Gunnar Erik Snorrason

Heiðrún Han Duong

Hildur Kristín Kristjánsdóttir

Hlynur Atli Harðarson

Jakob Steinsen

Kolbrún Helga Friðriksdóttir

Kristín Þórdís Guðjónsdóttir

Oktavía Gunnarsdóttir

Óttar Kjerulf Þorvarðarson

Rafney Birna Guðmundsdóttir

Rebecca Lív Biraghi

Sigurður Hilmar Brynjólfsson

Stormur Björnsson

Viktoría Dalitso Þráinsdóttir

Þyrí Úlfsdóttir

Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar

Sýningar hefjast: Salur: 7. september Litla svið

Dr. Football

Gestasýning

Jól á náttfötunum

Sýningar hefjast: Salur: 24. nóvember Litla svið

Þá Gunna og Felix þarf sennilega ekki að kynna fyrir neinum enda hafa þeir glatt börn á öllum aldri í áratugi og verið brennandi í áhuga sínum og ástríðu fyrir barnamenningu. Nú bjóða þeir félagarnir — ásamt Pálma Sigurhjartarsyni — börnum og fylgdarfólki á dásamlega jólastund í Borgarleikhúsinu, alla sunnudaga á aðventunni.

Gegnum tíðina hefur Felix gefið Gunnari sérlega góðar jólagjafir og þessi jól ætlar Gunni að launa vini sínum hugulsemina og gefa Felix bestu jólagjöf í heimi. Nú er gjöfin góða á leiðinni og bæði Gunni og Felix eru að farast úr spenningi rétt eins og öll börn sem bíða jólanna með fiðrildi í maganum.

Jól á náttfötunum hefur nú þriðja sýningarárið og þeir Gunni og Felix lofa gleði, söng, gríni, spennu og síðast en ekki síst jólahuggulegheitum á aðventunni!

Heimur bókanna opnast

Sýningar hefjast: Salur:

14. nóvember

Hallgrímur Helgason er margverðlaunaður metsöluhöfundur sem fangað hefur hug og hjörtu þjóðarinnar með verkum sínum um fólkið í sjávarþorpinu Segulfirði í bókum sínum Sextíu kíló af sólskini Sextíu kíló af kjaftshöggum bókinni, Sextíu kíló af sunnudögum væntanleg er nú í haust.

Hallgrímur er kunnur sögumaður og hefur haldið gríðarlega vinsæl námskeið þar sem hann opnar bækurnar upp á gátt fyrir lesendum sínum og nú gerir hann gott betur og býður gestum til sætis á Litla sviði Borgarleikhússins. Á sviðinu rekur hann frásögnina í gegnum skáldsögurnar af alkunnri list, les upp úr bókunum, lyftir hulunni af vinnuferlinu, baksögunum og innblæstrinum og gæðir persónur sínar lífi sem aldrei fyrr.

hjartnæm

FÚSI

aldur og fyrri störf

Sýningar hefjast: Salur:

Litla svið

Fúsi, aldur og fyrri störf, er heimildaleiksýning um Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson. Í sýningunni fer Fúsi yfir ævi sína og valin atriði úr fjölbreyttu lífi hans eru færð í leik- og söngbúning með aðstoð leikara og söngvara. Fúsi er húmoristi, fótboltaáhugamaður, leikari, söngvari og lífskúnstner sem minnir okkur á að lífið er alltaf þess virði að lifa því þó stundum sverfi að. Hindranirnar í lífi Fúsa hafa eflt hann og hvatt til að lifa lífinu til hins ýtrasta með fötlun sinni og njóta hvers einasta dags. Stundum er lífsreynsla þó þess eðlis að aldrei verður fyllilega hægt að komast yfir hana, sama hversu jákvæður og sterkur einstaklingur er.

Sýningin byggir á viðtölum við Fúsa, sem Agnar Jón frændi hans og leikstjóri sýningarinnar tók við hann meðan á Covid faraldrinum stóð. Tilurð sýningarinnar er því samband frændanna Fúsa og Agnars og samverustundir þeirra.

Sýningin var tilnefnd til fjölda Grímuverðlauna árið 2024, þar á meðal sem sýning ársins og hlaut verðlaunin fyrir leikstjórn og Sprota ársins. Þá fékk Fúsi Múrbrjótinn, verðlaun Þroskahjálpar, fyrir að brjóta niður veggi í þágu þroskahamlaðra.

Höfundar: Agnar Jón Egilsson og Sigfús Sveinbjörn

Svanbergsson

Leikstjórn: Agnar Jón Egilsson

Leikmynd og búningar: Svanhvít Thea Árnadóttir

Tónlist: Egill Andrason

Lýsing: Gunnar Hildimar Halldórsson

Aðstoð við söng: Gísli Magna

Grafísk hönnun: Ragnar Visage

Tæknikeyrsla: Snorri Beck Magnússon

Aðstoðarleikstjóri: Ástbjörg Rut Jónsdóttir

Þátttakendur: Agnar Jón Egilsson, Egill Andrason, Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir ofl.

Í samstarfi við sviðslista-framleiðandann Monochrome og List án landamæra

Skólasýningar

Á ári hverju er börnum úr Reykjavík

boðið í Borgarleikhúsið.

Nemendum í 10. bekk er boðið á hina hjartnæmu og mikilvægu sýningu Allt sem er frábært. Öllum

nemendum 5. bekkjar er boðið á Kjarval, undurfagurt og skemmtilegt verk um listmálarann Jóhannes

Sveinsson Kjarval. Leikskólasýning ársins er ávallt gleðilegur viðburður en þá fyllist leikhúsið

af öllum elsta árgangi leikskólanna í Reykjavík en í vetur verður það hin hugljúfa og töfrandi sýning

Ofurhetjumúsin. Skólasýningum fylgir nú veglegt fræðsluhefti frá leikhúsinu sem nemendur og kennarar fá í hendur fyrir sýningu til að dýpka og stækka leikhúsferðina.

Skólatilboð fyrir nemendahópa!

Öðrum sveitarfélögum stendur til boða að kaupa sýninguna fyrir nemendur sína.

Nánari upplýsingar: midasala@borgarleikhus.is

Allt sem er frábært

Salur:

Litla svið

Allt sem er frábært er gleðieinleikur um depurð. Með aðstoð áhorfenda, sem taka virkan þátt í sýningunni, gerir Vala Kristín Eiríksdóttir atlögu að depurðinni og lífsleiðanum - og segir í leiðinni hrífandi sögu af ást, sorg og ís með dýfu.

Höfundur: Duncan Macmillan

Þýðing og staðfærsla: Kristín Eiríksdóttir

Leikstjórn: Ólafur Egill Egilsson

Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir

Lýsing: Þórður Orri Pétursson

Hljóðmynd: Baldvin Þór Magnússon

Leikgervi: Guðbjörg Ívarsdóttir

Aðstoðarleikstjórn: Hlynur Páll Pálsson

Leikari: Vala Kristín Eiríksdóttir

Kjarval

Salur:

Litla svið

Í leikandi léttri fjölskyldusýningu sem byggir að hluta til á verðlaunabók Margrétar Tryggvadóttur um listamanninn, er leitast við að draga upp mynd af Jóhannesi Sveinssyni Kjarval; drengnum, manninum og málaranum.

Höfundur leikgerðar og leikstjóri:

Stefán Hallur Stefánsson

Leikmynd og búningar: Guðný Hrund Sigurðardóttir

Tónlist: Úlfur Eldjárn

Lýsing: Pálmi Jónsson

Hljóðmynd: Þorbjörn Steingrímsson

Sviðshreyfingar: Kata Ingva

Leikgervi: Elín S. Gísladóttir

Aðstoðarmaður leikstjóra: Rakel Björk Björnsdóttir

Leikarar: Íris Tanja Flygenring og Sigurður Ingvarsson

Ofurhetjumúsin

Salur:

Stóra svið

Leikhúsið hefur legið í dvala um stund og því er frábært að fá fullan sal af börnum til að hjálpa okkur að vekja það. Þá er aldrei að vita nema að áhorfendur fái að heyra æsispennandi ævintýri, eða kannski alveg ótrúlega sögu, pínulitla sögu um ennþá minni mús sem ferðast um undraheima leikhússins í leit að hugrekki sínu.

Höfundur og leikstjóri: Þórunn Arna Kristjánsdóttir

Tónlist og útsetningar: Rakel Björk Björnsdóttir

Lýsing: Pálmi Jónsson

Myndbönd: Elmar Þórarinsson og Pálmi Jónsson

Hljóðmynd: Þorbjörn Steingrímsson

Leikarar: Elín Hall og Rakel Ýr Stefánsdóttir

Leiklistarskóli Borgarleikhússins

Vetrarstarf

Í Leiklistarskóla Borgarleikhússins er boðið upp á þriggja ára metnaðarfullt leiklistarnám fyrir börn á grunnskólaaldri. Lögð er áhersla á skapandi nám þar sem jákvæð hvatning og uppbygging nemenda er í forgrunni undir leiðsögn framúrskarandi kennara. Á hverju vori taka nemendur þátt í metnaðarfullri nemendasýningu þar sem útskriftarnemar sýna frumsamið leikverk og nemendur á yngri stigum sýna styttri atriði. Inntökuprufur í námið eru árlega að hausti. Prufurnar eru opnar öllum börnum sem eru að hefja nám í 5.–8.bekk. Árlega eru teknir inn í skólann 32 nýir nemendur.

Sumarnámskeið

Í júní og júlí eru sumarnámskeið fyrir krakka á aldrinum 8-16 ára. Boðið er upp á bæði leiklistarog söngleikjanámskeið. Hvert námskeið endar með sýningu á Litla sviðinu. Skráning á námskeiðin opnar að vori.

SÖGUR — krakkar skrifa leikrit

Borgarleikhúsið setur á svið þrjú leikrit sem hlutu verðlaun á Sögum-verðlaunahátíð barnanna. Það eru nemendur á lokaári Leiklistarskóla Borgarleikhússins sem leika og allir listrænir stjórnendur sýninganna eru starfandi listamenn við Borgarleikhúsið.

Léttir leiklistarsmiðja

Leiklistarsmiðja fyrir börn með flóttabakgrunn sem er unnin í samstarfi við Birtu, stoðdeild í Seljaskóla. Verkefnið er styrkt af Mennta- og barnamálaráðuneytinu og er hluti af þeirri vegferð Borgarleikhússins að auka aðgengi að menningarstarfsemi hússins. Í leiklistarsmiðjunni er áhersla lögð á sköpun og leikgleði með lágmarks áherslu á tungumálið. Þátttakendur fá skoðunarferð um leikhúsið og er einnig boðið á fjölskyldusýninguna Fíasól gefst aldrei upp.

Leikhúsbarinn

Einstök kvöldstund í Borgarleikhúsinu

Kaffi og sara

Nýtt á matseðli

Leikhúsplattinn

Nýtt á matseðli

Elly smørrebrød

Elly smørrebrød, sérvalið af Katrínu Halldóru Sigurðurdóttur aðalleikkonu söngleiksins Elly, í samstarfi við matreiðslumeistara Jómfrúarinnar.

Katrín Halldóra bragðar á Elly smørrebrødinu.

Leikhúsbar Borgarleikhússins býður upp á úrval af ekta dönsku smurbrauði frá Jómfrúnni. Húsið

opnar kl. 18:30 öll sýningarkvöld og því geta gestir byrjað leikhúskvöldið á einstakri matarupplifun.

Kynntu þér úrval veitinga á borgarleikhus.is

Komdu í hópferð í leikhús Ráðstefnur og salaleiga

Viltu eftirminnilegt leikhúskvöld fyrir hópinn þinn? Við sníðum stærð og umfang heimsóknar ykkar að þörfum hópsins. Tilvalið er að byrja kvöldið á skoðunarferð um Borgarleikhúsið og gæða sér á dýrindis veitingum frá Jómfrúnni áður en sýningin hefst.

Nánari upplýsingar: midasala@borgarleikhus.is

Í Borgarleikhúsinu er hægt að leigja sali fyrir ýmis tækifæri og veislur af ólíkum stærðum og gerðum. Hafðu samband í tölvupósti á borgarleikhus@borgarleikhus.is til að nálgast nánari upplýsingar um útleigu rýma.

Aðgengi

Í Borgarleikhúsinu er gott aðgengi fyrir hjólastóla. Salerni fyrir fatlaða er staðsett við Nýja sviðið.

Textun

Borgarleikhúsið býður upp á textun og táknmálstúlkun á völdum sýningum.

Tónmöskvar

Allir salir hússins eru búnir sérstökum tónmöskvum sem gera notendum heyrnatækja kleift að heyra betur það sem fram fer.

Nánari upplýsingar um aðgengismál má finna á heimasíðu leikhússins: borgarleikhus.is

Leikárið 2024-2025 Útgefandi: Borgarleikhúsið Leikhússtjóri: Brynhildur Guðjónsdóttir Ábyrgðarmaður: Guðný Steinsdóttir

Ritstjórn: Maríanna Clara Lúthersdóttir

Umsjón með textagerð: Maríanna Clara Lúthersdóttir

Prentun: Svansprent

Ljósmynd á forsíðu: Svenni Speight

Stílisti á forsíðu: Júlíanna Steingrímsdóttir

Leturgerð: Sharp Grotesk

Hönnun: Brandenburg

Upplýsingar um sýningar og verð eru birtar með fyrirvara um breytingar.

borgarleikhus.is

Sími: 568 8000

Listabraut 3 103 Reykjavík

Fylgdu okkur á Facebook og Instagram: @borgarleikhusid

Bakhjarlar

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir leikhúsinu kleift að bjóða landsmönnum upp á metnaðarfullt og skapandi leikhús. Jafnframt er stuðningur eftirtalinna fyrirtækja ómetanlegur.

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir leikhúsinu kleift að bjóða landsmönnum upp á metnaðarfullt og skapandi leikhús. Jafnframt er stuðningur eftirtalinna fyrirtækja ómetanlegur.

Bakhjarlar

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.