Kynningarrit Borgarleikhússins 2023-2024

Page 1

2023—2024
Borgarleikhúsið
Tjaldið Í samstarfi við Miðnætti 9líf Bubbi Morthens Söngleikur Hvíta tígrisdýrið Í samstarfi við Slembilukku Teprurnar
Í VASANUM
MEÐ B I U M B S ÓN Ú R D Í LE
með
GUÐ
Heiðari snyrti Kvöldstund

Veldu þína leið í leikhúsið

Tryggðu þér sæti á þínar sýningar

Fáðu bestu sætin á besta verðinu

Leikhúskort: 4–7 sýningar

% %

Lúxuskort: 8+ sýningar 30 40

25 ára og yngri: 4 sýningar

%

Miðasala á borgarleikhus.is og

7.600 3.800 7.600 5.320
afsláttur af miðum afsláttur af miðum
Almennt miðaverð Almennt miðaverð Almennt miðaverð kr. kr. kr. kr. kr. kr. Með 30% afslætti Með 40% afslætti Með 50% afslætti 7.600 4.560
af miðum
50 afsláttur
í síma 568-8000
2023
Litla svið Nýja svið Stóra svið
Guð í vasanum
Aðventa Fíasól gefst aldrei upp
október september nóvember desember janúar Níu líf
Jól á náttfötunum 4 Borgarleikhúsið 2023–2024
Mátulegir
Með
Tjaldið
Deleríum búbónis ágúst
Fúsi Teprurnar Svartþröstur

mars febrúar aprílmaí júní

Vaðlaheiðargöng

And Björk, of course ...

Kvöldstund með Heiðari snyrti

Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar

Hvíta tígrisdýrið

2024
X upp
Eitruð lítil pilla
janúar
5

Sígild perla aftur á svið!

Deleríum búbónis

29. september Stóra svið

Jólin eru á næsta leiti og Ægir Ó. Ægis forstjóri og mágur hans, jafnvægismálaráðherrann, sjá fram á stórgróða vegna einkaleyfis þeirra á innflutningi á jólatrjám og ávöxtum. En það er í mörg horn að líta hjá forstjórahjónunum Ægi og Pálínu. Frumsýning á ballettinum Djáknanum á Myrká stendur fyrir dyrum, þar sem Guðrún dóttir þeirra fer með aðalhlutverkið og Pálína þráir ekkert heitar en að mæta á frumsýninguna á bílnúmerinu R-9. Dægurlagahöfundurinn Leifur og atómskáldið Unndór takast á um ástir Guðrúnar. Sigga sviðsmaður vonar að sýningin hrynji ekki öll í gröf djáknans. Mælirinn gengur hjá leigubílstjóranum Gunnari og hinn slóttugi Einar í Einiberjarunni reynist erfiður ljár í þúfu. Þegar skip Ægis og ráðherrans með öllum herlegheitum jólanna er sett í sóttkví vegna skæðs faraldurs – Deleríum búbónis – þurfa mágarnir að taka á öllum sínum spillingarráðum.

Deleríum búbónis er ein af perlum íslensks leikhúss, dásamlegur gamansöngleikur með pólítískum broddi, fullur af sígildum lögum bræðranna Jónasar og Jóns Múla Árnasona, lögum á borð við „Einu sinni á ágústkvöldi“, „Ljúflingshóll“ og „Söngur jólasveinanna“, sem flestir þekkja sem „Úti er alltaf að snjóa“.

Höfundar: Jónas og Jón Múli Árnasynir

Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson

Danshöfundur: Unnur Elísabet Gunnarsdóttir

Tónlistarstjórn: Agnar Már Magnússon

Leikmynd: Heimir Sverrisson

Búningar: Stefanía Adolfsdóttir

Lýsing: Gunnar Hildimar Halldórsson

Hljóðmynd: Þorbjörn Steingrímsson

Leikgervi: Guðbjörg Ívarsdóttir

Leikarar: Ásthildur Úa Sigurðardóttir

Björn Stefánsson

Esther Talía Casey

Haraldur Ari Stefánsson

Halldór Gylfason

Sigurður Þór Óskarsson

Sólveig Guðmundsdóttir

Valur Freyr Einarsson

Vilhelm Neto

Hljómsveit:

Agnar Már Magnússon

Matthías Hemstock

Nicolas Moreaux

Sigurður Flosason

Frumsýnt: Salur:
2023–2024 Borgarleikhúsið 6

B I U M B S ÓN Ú R D Í LE

Fíasól Óstöðvandi gleðisprengja á Stóra sviðinu!

gefst aldrei upp

Frumsýnt: Salur:

2. desember Stóra svið

Hún er óstöðvandi gleðisprengja, full af orku en stundum löt, skarpgreind en fljótfær og svo hugmyndarík að foreldrum hennar stendur hreinlega ekki alltaf á sama. Stelpuskottið Fíasól er fyrir löngu orðin sígild í íslenskri barnabókmenntasögu og á sér aðdáendur á öllum aldri. Í vetur stígur hún loks á Stóra sviðið í Borgarleikhúsinu í nýrri leikgerð sem byggir á rómuðum skáldverkum Kristínar Helgu Gunnarsdóttur.

Það gengur á ýmsu bæði í skólanum og á heimilinu þegar Fíasól ákveður að hafa tækjalausan dag og ekki síður þegar hrekkjavakan nálgast. En þegar mamma heldur að þau pabbi geti bara lagt sumarhýru Fíusólar inn á bankabók verður nú fyrst allt vitlaust og Fíasól stofnar hjálparsveit barna. Eins og Fíasól segir sjálf þá er ekki alltaf gott að vita hvort hugmyndir séu góðar eða slæmar þegar þær koma upp í kollinn!

Leikstjórinn Þórunn Arna Kristjánsdóttir leiðir hér úrvalslið leikara og kraftmikinn barnahóp í nýjum fjölskyldusöngleik með frumsaminni tónlist hins góðkunna Braga Valdimars Skúlasonar.

Höfundur: Kristín Helga

Gunnarsdóttir

Leikgerð: Maríanna Clara

Lúthersdóttir og Þórunn Arna Kristjánsdóttir

Tónlist og söngtextar: Bragi

Valdimar Skúlason

Leikstjórn: Þórunn Arna

Kristjánsdóttir

Danshöfundur: Valgerður Rúnarsdóttir

Tónlistarstjórn: Karl Olgeirsson

Leikmynd: Eva Signý Berger

Búningar: Júlíanna Lára

Steingrímsdóttir

Lýsing: Pálmi Jónsson

Hljóðmynd: Þorbjörn

Steingrímsson

Leikgervi: Elín S. Gísladóttir

Leikarar:

Bergur Þór Ingólfsson

Birna Pétursdóttir

Jörundur Ragnarsson

Rakel Ýr Stefánsdóttir

Sigrún Edda Björnsdóttir

Sveinn Ólafur Gunnarsson

Sölvi Dýrfjörð

Vilhelm Neto

Auðunn Sölvi Hugason

Auður Óttarsdóttir

Bríet Sóley Valgeirsdóttir

Garðar Eyberg Arason

Guðmundur Brynjar Bergsson

Guðný Þórarinsdóttir

Gunnar Erik Snorrason

Heiðrún Han Duong

Hildur Kristín Kristjánsdóttir

Hlynur Atli Harðarson

Jakob Steinsen

Kolbrún Helga Friðriksdóttir

Kristín Þórdís Guðjónsdóttir

Oktavía Gunnarsdóttir

Óttar Kjerulf Þorvarðarson

Rafney Birna Guðmundsdóttir

Rebecca Lív Biraghi

Sigurður Hilmar Brynjólfsson

Stormur Björnsson

Viktoría Dalitso Þráinsdóttir

Þyrí Úlfsdóttir

2023–2024 Borgarleikhúsið 8

Kraftmikill verðlaunasöngleikur með magnaðri tónlist Alanis Morissette

Frumsýnt:

16. febrúar

Stóra svið

Það er allt í himnalagi hjá Mary Jane. Eiginmaðurinn Steve er í góðri stöðu, sonurinn Nick var að komast inn í Harvard og dóttirin Frankie… tja… hún er svo skapandi og lífleg. Steve vinnur reyndar 60 tíma á viku, Nick er að bugast undan væntingunum sem til hans eru gerðar og Frankie reynir að fóta sig sem ættleidda tvíkynhneigða dóttir úthverfadrottningarinnar. En Mary Jane er í lagi. Þessar nokkru ópíóða töflur á dag eru bara til að slá rétt aðeins á sársaukann eftir bílslysið í fyrra. Smátt og smátt er farið að kvarnast upp úr fallegu fjölskyldumyndinni sem Mary Jane sendir með jólakortinu á hverju ári og áður en yfir lýkur þarf öll fjölskyldan að horfast í augu við óþægilegar staðreyndir – óþægilegar staðreyndir sem eru kannski grundvöllur lífsins þegar betur er að gáð.

Söngleikurinn Eitruð lítil pilla byggir á tónlist af plötu Alanis Morissette, Jagged Little Pill, einni áhrifamestu plötu tíunda áratugarins og einni söluhæstu hljómplötu allra tíma. Tónlist Morissette einkennist af óbeisluðum krafti og hráum og hnitmiðuðum textum. Lög á borð við „You Oughta Know“, „You Learn“ og „Ironic“ eru ótvírætt meðal helstu einkennislaga tíunda áratugarins.

Höfundur: Diablo Cody

Tónlist og söngtextar: Alanis

Morissette

Þýðing: Matthías Tryggvi

Haraldsson og Ingólfur Eiríksson

Leikstjórn: Álfrún Helga

Örnólfsdóttir

Danshöfundur: Saga Sigurðardóttir

Tónlistarstjórn: Örn Eldjárn

Leikmynd: Eva Signý Berger

Búningar: Karen Briem

Lýsing: Pálmi Jónsson

Hljóðmynd: Kristinn Gauti

Einarsson

Myndbandshönnun: Elmar

Þórarinsson

Leikgervi: Andrea Ruth Andrésdóttir og Hildur Emilsdóttir

Leikhópur:

Aldís Amah Hamilton

Birna Pétursdóttir

Elín Sif Hall

Esther Talía Casey

Hannes Þór Egilsson

Haraldur Ari Stefánsson

Hákon Jóhannesson

Íris Tanja Flygenring

Jóhanna Vigdís Arnardóttir

Marinó Máni Mabazza

Rakel Ýr Stefánsdóttir

Sigurður Ingvarsson

Sölvi Dýrfjörð

Valur Freyr Einarsson

Védís Kjartansdóttir

Hljómsveit:

Ingibjörg Elsa Turchi

Sólrún Mjöll Kjartansdóttir

Tómas Jónsson

Þorbjörn Sigurðsson

Örn Eldjárn

2023–2024 Borgarleikhúsið 10
Salur:

Ný óborganleg sýning frá leikstjóra og höfundi Er ég mamma mín?

Með Guð í vasanum

Frumsýnt: Salur:

22. september Nýja svið

Ásta upplifir sig í blóma lífsins þótt hún glími við ýmis veikindi og erfiðleika sem fylgja hækkandi aldri. Ekki bætir úr skák að hjartkær einkadóttirin þvælist dálítið fyrir henni og er hreint út sagt óþolandi stjórnsöm á köflum. Þegar Ásta mætir sínum stærstu áskorunum er gott að eiga öflugan bakhjarl í Guði – ekki síst þar sem segja má að Ásta sé með hann gjörsamlega í vasanum eða hvað? Það kemur svo í ljós að Guð þarf að láta hendur standa fram úr ermum í þeim miklu breytingum sem standa fyrir dyrum í lífi Ástu.

María Reyndal sló rækilega í gegn með verkinu Er ég mamma mín? sem gekk fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu í þrjú leikár. Hér er hún komin með nýtt verk, að þessu sinni um Ástu og samferðafólk hennar – lífs og liðið og baráttu mannsandans við að sleppa tökunum. Með Guð í vasanum einkennist af hlýju og leiftrandi húmor enda hefur María einstakt lag á að fjalla á grátbroslegan en heiðarlegan hátt um mannleg samskipti. Katla Margrét Þorgeirsdóttir fer fyrir einvala liði leikara í þessari fallegu sýningu.

Höfundur og leikstjóri: María Reyndal

Leikmynd og búningar: Brynja

Björnsdóttir

Lýsing: Pálmi Jónsson

Hljóðmynd: Ísidór Jökull Bjarnason

Leikgervi: Elín S. Gísladóttir

Aðstoð við handrit og dramatúrg:

Sveinn Ólafur Gunnarsson

Leikarar:

Hjörtur Jóhann Jónsson

Katla Margrét Þorgeirsdóttir

Kristbjörg Kjeld

Rakel Ýr Stefánsdóttir

Sólveig Arnarsdóttir

Sveinn Ólafur Gunnarsson

2023–2024 Borgarleikhúsið 12

Kvöldstund með Heiðari snyrti

Frumsýnt: Salur:

19. janúar Litla svið

Í nýju og brakandi fersku verki eftir höfuðleikskáld okkar Íslendinga, Tyrfing Tyrfingsson, er Heiðar snyrtir aðalsöguhetjan. Það er aðfangadagskvöld jóla og hjónaleysin Lúna og Ingi sitja heima og vilja helst vera einhvers staðar allt annars staðar. Þegar barið er að dyrum er þar hvorki kominn andi jólanna né jólasveinninn heldur Heiðar snyrtir sem á erindi við Inga.

Eins og allir vita sem þekkja til verka Tyrfings er enginn honum fremri þegar kemur að því að skapa persónur, samtöl og aðstæður sem skera inn að hjarta, vekja hlátur en eru um leið svo óbærilegar að þær valda jafnvel líkamlegum óþægindum. Persónur hans eru gjarnan á skjön við samfélagið, tilheyra hópi sem oft kallast jaðraður, en eru þegar nánar er að gáð fyrst og fremst breyskar manneskjur – stundum bara aðeins lélegri í að fela breyskleika sína en við hin.

Kvöldstund með Heiðari snyrti er áttunda leikrit Tyrfings Tyrfingssonar og það sjötta sem sýnt er í Borgarleikhúsinu. Þeir Stefán Jónsson, leikstjóri, sameina nú krafta sína í þriðja sinn.

Höfundur: Tyrfingur Tyrfingsson

Leikstjórn: Stefán Jónsson

Leikmynd: Börkur Jónsson

Búningar: Helga I. Stefánsdóttir

Tónlist og hljóðmynd: Ísidór

Jökull Bjarnason

Lýsing: Gunnar Hildimar

Halldórsson

Leikgervi: Elín S. Gísladóttir

Leikarar:

Ásthildur Úa Sigurðardóttir

Hilmir Snær Guðnason

Sigrún Edda Björnsdóttir

Sigurður Þór Óskarsson

úr
Tyrfings
Magnað, beitt og meinfyndið verk
smiðju
14 Borgarleikhúsið 2023–20242023–2024 Borgarleikhúsið

Teprurnar

Frumsýnt: Salur:

20. október Litla svið

Andri og Eva hafa ekki stundað kynlíf í fjórtán mánuði og fjóra daga. Samt er ekkert að. Ekki þvælast andvökur og brjóstagjafir fyrir barnlausu parinu; engin kulnun í vinnunni; engin risvandamál eða hormónatruflanir; ekki skortir ástina og löngunin er svo sannarlega til staðar. En ekkert gengur. Það er komið að úrslitastundu. Þau eru komin í leikhúsið til að gera það! Skoska leikskáldið og leikstjórinn Anthony Neilson er helst þekktur fyrir óvægin og erfið verk á borð við Ritskoðarann og Ófagra veröld sem bæði hafa verið sýnd hér á landi. Hann hefur þó skrifað margs konar ólík verk, bæði fyrir leikhús og kvikmyndir og með Teprunum sýnir hann á sér nýjar hliðar. Þar eru samskipti kynjanna í brennidepli en verkið einkennist fyrst og fremst af leiftrandi húmor þótt broddurinn sé aldrei langt undan. Hér fara leikararnir góðkunnu

Vala Kristín Eiríksdóttir og Jörundur Ragnarsson

á kostum í hlutverkum Evu og Andra undir styrkri stjórn Hilmis Snæs Guðnasonar.

Höfundur: Anthony Neilson

Þýðing: Ingunn Snædal

Leikstjórn: Hilmir Snær Guðnason

Leikmynd og búningar: Sean Mackaoui

Lýsing: Fjölnir Gíslason

Hljóðmynd: Ísidór Jökull Bjarnason

Leikgervi: Guðbjörg Ívarsdóttir

Leikarar:

Jörundur Ragnarsson

Vala Kristín Eiríksdóttir

„Just do it!“
2023–2024 Borgarleikhúsið 16

Frumsýnt: Salur: 1. mars Nýja

svið

Við endimörk sólkerfisins bíða fimm geimfarar eftir afleysingu. Enginn kemur. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir berast engin svör frá Jörðu. Tíminn líður. Klukkan tifar á Jarðartíma, þótt sólarhringurinn á Plútó sé 153 tímar. Hvenær missir fólk tengsl við tímann þegar ekkert viðmið er lengur til að mæla daga, vikur, mánuði, ár? Tíminn verður afstæður og raunveruleikinn molnar í sundur þegar fimm einstaklingar eru lokaðir í rými sem engin leið er að komast út úr. Dulmagnað og hrollvekjandi spennuleikrit eftir eitt athyglisverðasta leikskáld Bretlands, Alistair McDowall.

Una Þorleifsdóttir hefur leikstýrt mörgum af áhugaverðustu og rómuðustu sýningum síðustu ára og má þar nefna Atómstöðina –endurlit í Þjóðleikhúsinu og Þéttingu hryggðar Síðustu daga Sæunnar og Prinsessuleikana Borgarleikhúsinu. Hér leiðir hún glæsilegan hóp leikara um ókunnar slóðir.

Er einhver þarna úti?
X
2023–2024 Borgarleikhúsið 18

Kæri leikhúsgestur

Framundan er litríkt leikár sem upphefur mennskuna, talar opinskátt, setur mörk og syngur hátt. Í Borgarleikhúsinu ríkir blómlegur baráttuandi og það er mér sannur heiður að hefja annað tímabil í starfi leikhússtjóra umkringd framúrskarandi hópi fólks, fyrsta flokks listamönnum og algjörlega frábærum krökkum sem taka þátt í leiksýningum vetrarins.

Verkefnaskrá vetrarins er einstaklega glæsileg. Níu líf halda áfram sinni sigurgöngu, en sýningar nálgast nú 200 og leikárin orðin fimm. Mátulegir halda áfram að mæla prómillin og magnaða sýningin Svartþröstur snýr aftur.

Á Stóra sviðinu birtast okkur þrjár stórsýningar þar sem tónlist og dans leika veigamikið hlutverk. Fyrst ber að telja endurvakningu sígildrar perlu, Deleríum búbónis eftir þá bræður Jónas og Jón Múla Árnasyni. Um er að ræða farsakennt verk með pólitískan brodd umvafið gullaldar tónlist sem á stað í hjörtum okkar allra.

Barnamenning blómstrar sem aldrei fyrr í Borgarleikhúsinu en Fíasól gefst aldrei upp! er næsta stórsýning leikársins. Söguhetja

Kristínar Helgu Gunnarsdóttur, með sína ríku réttlætiskennd og heillandi galsaskap, birtist ljóslifandi á sviðinu ásamt óviðjafnanlegri fjölskyldu og vinum. Tónlist og

textar eru eftir Braga Valdimar Skúlason. Spennið beltin – það er

bylting á næsta leiti því „heilmikil áhrif hvert barn getur haft!“

Síðasta stórsýning ársins er svo Eitruð lítil pilla eftir Diablo Cody með magnaðri tónlist kanadísku tónlistarkonunnar Alanis Morissette. Handritið hlaut Tony verðlaunin eftirsóttu en tónlistin er margverðlaunuð og skaut Alanis Morissette upp á stjörnuhimininn á einni nóttu. Hvernig setjum við mörk, hvernig tökumst við á við áföll, hvernig sýnum við samtakamátt og hvenær segjum við stopp? Tilfinningarík fjölskyldusaga, tryllt tónlist og óttaleysi við tabú á Stóra sviðinu í febrúar, en sýningin markar að auki endurkomu Jóhönnu Vigdísar Arnardóttur í Borgarleikhúsið.

Á minni sviðum verður íslenskt efni í öndvegi auk spennandi erlendra nútímaverka. Fyrsta frumsýning leikársins er ljúfsár og leiftrandi fyndin sýning Maríu Reyndal Með Guð í vasanum þar sem Katla Margrét Þorgeirsdóttir fer fyrir einvala liði leikara. Við höldum áfram að brosa í október þegar Teprurnar eftir Anthony Neilson mæta á Litla sviðið til að gera það. Efni sem kitlar flesta: kynlíf, eða skortur á því öllu heldur!

Á síðustu Grímuverðlaunahátíð hlaut Matthías Tryggvi Haraldsson, leikskáld Borgarleikhússins 20202022, Grímuna fyrir leikrit ársins, Síðustu daga Sæunnar. Það var sérlega ánægjulegt enda leikskáld

hússins mikilvægur listamaður sem starfar í húsinu undir verndarvæng leikritunarsjóðs LR.

Í vetur sýnum við nýjasta verk Tyrfings Tyrfingssonar, fyrrum leikskálds Borgarleikhússins, Kvöldstund með Heiðari snyrti með Hilmi Snæ Guðnasyni í titilhlutverkinu. Við höldum áfram að æsa skilningarvitin á allan mögulegan máta þegar sálfræðitryllir sem gerist í geimstöð birtist á Nýja sviðinu í mars. Tíminn verður afstæður og aðstæður ógnvænlegar í mögnuðu verki Alistair McDowall, X.

Í samstarfi við leikhópinn Monochrome og List án landamæra fáum við að skyggnast inn í líf og áskoranir Fúsa, Sigfúsar Sveinbjörns Svanbergssonar, sem er lífskúnstner og leikari sem lifir með fötlun. Leikhópurinn Rauði sófinn brýst með okkur í gegnum byl á heiði í Aðventu sem er leikgerð byggð á bók Gunnars Gunnarssonar og leikhópurinn Verkfræðingar rýnir í brokkgengt samband manns og náttúru í rannsókn sinni um fagurfræði Vaðlaheiðarganganna.

Þetta og ótalmargt fleira í Borgarleikhúsinu á komandi leikári. Verið velkomin!

20 Borgarleikhúsið 2023–2024
Eftir sólríkt sumar og góða hvíld erum við komin til starfa á ný. Síðasta leikár fór vel með okkur. Hver sýningin á fætur annarri rataði til sinna, húsið var fullt af lífi og hrein unun að sjá glaða gesti njóta samveru og veitinga í fallegum forsal leikhússins.
Brynhildur
21
Ljósmynd: Svenni Speight

FÚSI aldur og fyrri störf

Frumsýnt: Salur:

17. nóvember Litla svið

Fúsi, aldur og fyrri störf, er heimildaleiksýning um Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson. Í sýningunni fer Fúsi yfir ævi sína og valin atriði úr fjölbreyttu lífi hans eru færð í leik- og söngbúning með aðstoð leikara og söngvara. Fúsi er húmoristi, fótboltaáhugamaður, leikari, söngvari og lífskúnstner sem minnir okkur á að lífið er alltaf þess virði að lifa því þó stundum sverfi að. Hindranirnar í lífi Fúsa hafa eflt hann og hvatt til að lifa lífinu til hins ýtrasta með fötlun sinni og njóta hvers einasta dags. Stundum er lífsreynsla þó þess eðlis að aldrei verður fyllilega hægt að komast yfir hana, sama hversu jákvæður og sterkur einstaklingur er.

Sýningin byggir á viðtölum við Fúsa, sem

Agnar Jón frændi hans og leikstjóri sýningarinnar tók við hann meðan á covid faraldrinum stóð.

Tilurð sýningarinnar er því samband frændanna Fúsa og Agnars og samverustundir þeirra.

Höfundar: Agnar Jón Egilsson og

Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson

Leikstjórn: Agnar Jón Egilsson

Leikmynd og búningar: Svanhvít

Thea Árnadóttir

Þátttakendur:

Agnar Jón Egilsson

Halldóra Geirharðsdóttir

Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson

Vala Kristín Eiríksdóttir

Í samstarfi við sviðslistaframleiðandann Monochrome og List án landamæra

Falleg
og hjartnæm sýning um merkilegt lífshlaup
22 Borgarleikhúsið 2023–2024

AÐVENTA

Frumsýnt: Salur:

„Maður þvælist með hundi og hrút um öræfin í desember, leitar að kindum, hreppir slæm veður en kemst lifandi til byggða …“ Svo segir rithöfundurinn Jón Kalman frá í formála þessarar perlu íslenskrar bókmenntasögu, Aðventu Gunnars Gunnarssonar.

Í byrjun desember 1925 hélt

Benedikt Sigurjónsson á fjöll með hund og forystusauð í leit að kindum. Þeir tefjast við smölun fyrir aðra, hreppa slæm veður, leitin dregst á langinn fram yfir jól, nestið klárast og vosbúðin er mikil. Loks ná þeir til byggða, þrotnir að kröftum en með nokkrar kindur. Aðventa byggir á þessari eftirleitarferð Benedikts um Mývatnsfjöll en frásögn hans birtist í tímaritinu Eimreiðinni árið 1931 og varð Gunnari innblástur að hans frægustu skáldsögu.

Aðventa er þó svo miklu meira en saga af kindaleit í vondu veðri, því óveður geisa líka innra með fólki.

Í sögunni býr harmræn ástarsaga, leit

mannsins að trú og tilgangi, afturlit til ævi sem styttist í annan endann og sú sátt sem hverjum manni er nauðsyn að ná við fortíðina svo lifa megi af en farast ella. Þá er sagan óður til náttúrunnar og dýranna og þeim djúprætta kunnugleik sem líklega næst aðeins milli fjarskyldra dýrategunda.

Í uppsetningu Sviðslistahópsins Rauða sófans verður leitast við að miðla þáttum verksins – stórfenglegri náttúru, ríku innra lífi aðalsöguhetjunnar og samspilinu þar á milli. Sú óvenjulega leið er farin að hafa sýninguna að mestu án orða en þess í stað mynda tónlist, myndlist, leiklist og tækni órofa heild. Áhorfandinn dregst inn í iðandi stórhríð en sér þar hjörtu sem bjarma frá sér kærleika og ást.

Sýningin er styrkt af Sviðslistasjóði, Launasjóði sviðslistafólks og Gunnarsstofnun.

Höfundur: Gunnar Gunnarsson

Leikgerð: Móeiður Helgadóttir og Egill Ingibergsson

Leikstjórn og lýsing: Egill Ingibergsson

Leikmynd og teikningar: Þórarinn Blöndal, Móeiður Helgadóttir og Egill Ingibergsson

Búningar og leikgervi: Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir

Tónlist og hljóðmynd: Sigurður Halldórsson

Framkvæmdastjórn: Davíð Freyr Þórunnarson/MurMur

Leikarar:

Friðgeir Einarsson

Lovísa Ósk Gunnarsdóttir

Í samstarfi við leikhópinn

Rauða sófann

Sígild skáldsaga í nýrri og óvenjulegri uppfærslu
3. desember Nýja svið
24 Borgarleikhúsið 2023–20242023–2024 Borgarleikhúsið

Tilvistarlegur gleðileikur um brothætt samband manns og náttúru

Vaðlaheiðargöng

Frumsýnt: Salur:

2. febrúar Nýja svið

Verk um stórkostlegustu framkvæmd Íslandssögunnar, samband manns og náttúru, um fólk sem svimar aðeins og heldur að aðrir geti mögulega séð að það sé eitthvað tens og sé að stara á það, um fólk sem vill bara að það sé auðveldara að fara austur fyrir.

Verkið Vaðlaheiðargöng er unnið í samsköpun undir listrænni stjórn Karls Ágúst Þorbergssonar. Verkið endurspeglar þá ljóðrænu fegurð sem birtist í framkvæmdasögu Vaðlaheiðarganga, sambandi mannlegs hversdagsleika og náttúru og yfirvofandi endalokum alls í kjölfar hamfarahlýnunar.

Leikhópurinn Verkfræðingar er nýr af nálinni en meðlimir hans hafa getið sér gott orð með fjölbreyttum sýningum sviðslistahópa á borð við 16 elskendur og Sóma þjóðar.

Sýningin er styrkt af Sviðslistasjóði og Launasjóði sviðslistafólks.

Höfundur: Leikhópurinn

Verkfræðingar

Listræn stjórnun og leikstjórn:

Karl Ágúst Þorbergsson

Leikmynd og búningar: Júlíanna

Lára Steingrímsdóttir

Tónlist og hljóðmynd: Gunnar

Karel Másson

Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson

Framleiðandi: Davíð Freyr Þórunnarson/MurMur

Leikarar:

Aðalbjörg Árnadóttir

Hilmir Jensson

Kolbeinn Arnbjörnsson

Í samstarfi við leikhópinn

Verkfræðinga

26 Borgarleikhúsið 2023–20242023–2024 Borgarleikhúsið

Síðasta leikár!

9líf

25. ágúst Stóra svið

Nú er tilvalið að skella sér aftur á Níu líf – eða í þriðja sinn, eða fjórða!

Fimmta leikárið í röð mætir stórsýningin Níu líf á Stóra sviðið – nú þegar hafa yfir hundrað þúsund manns séð sýninguna og ætlar vinsældum hennar seint að linna. Enda er Bubbi Morthens samofinn þjóðarsálinni og sögur Bubba eru sögur okkar allra; sögur Íslands.

Höfundur og leikstjóri: Ólafur Egill Egilsson

Tónlist og söngtextar: Bubbi Morthens

Danshöfundur: Lee Proud

Tónlistarstjórn: Guðmundur Óskar Guðmundsson

Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir

Búningar: Filippía Elísdóttir

Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson

Hljóðmynd: Gunnar Sigurbjörnsson og

Þórður Gunnar Þorvaldsson

Leikgervi: Elín S. Gísladóttir

Leikhópur: Björn Stefánsson, Elín Hall, Esther Talía Casey, Halldór Gylfason, Halldóra Geirharðsdóttir, Haraldur Ari Stefánsson, Hjörtur Jóhann

Jónsson, Halldór Gylfason, Jóhann Sigurðarson, Katrín Mist Haraldsdóttir, Rakel Ýr Stefánsdóttir, Sólbjört Sigurðardóttir, Sölvi Viggósson Dýrfjörð, Valur Freyr Einarsson, Hlynur Atli Harðarson, Magnús Bjarnason og Óttar Kjerulf Þorvarðarson

Kórar: Söngskólinn Domus vox, Stúlknakór Reykjavíkur og Aurora

Hljómsveit: Aron Steinn Ásbjarnarson, Guðmundur Óskar Guðmundsson, Hjörtur Ingvi Jóhannsson, Þorvaldur Þorvaldsson og Örn Eldjárn

Sýningar hefjast: Salur: Söngvari og leikkona ársins — Halldóra Geirharðsdóttir Gríman 2022
28 Borgarleikhúsið 2023–2024
Sýning ársins

Mátulegir

Sýningar hefjast: Salur:

26. ágúst Nýja svið

Til er kenning um að áfengismagn í líkama mannskepnunnar sé í raun hálfu prómilli undir æskilegum mörkum. Áfengi hefur fylgt manninum frá örófi alda, það sagt opna hugann, liðka fyrir samræðum og kynda undir sköpunargáfunni en getur jafnframt verið hættulegt og eyðileggjandi afl. Í Mátulegum ákveða fjórir menntaskólakennarar á miðjum aldri að gera tilraun til að sannreyna kenninguna um að manneskjan sé fædd með of lítið áfengismagn í blóðinu - þeir eru lífsleiðir, staðnaðir í starfi og á góðri leið með að sigla einkalífinu í strand. Getur verið að áfengi sé í raun svarið við vandamálum þeirra, svarið við lífsgátunni?

Mátulegir er grátbroslegt verk um leitina að lífsneistanum, lífsfyllingunni og þá refilstigu sem sú leit getur leitt mann á. Verkið er sviðsútgáfa Thomas Vinterberg af kvikmynd hans Druk sem unnið hefur til fjölda verðlauna.

Höfundar: Thomas Vinterberg og Claus Flygare

Þýðing: Þórdís Gísladóttir

Leikstjórn: Brynhildur Guðjónsdóttir

Leikmynd: Heimir Sverrisson

Búningar: Filippía Elísdóttir

Lýsing: Þórður Orri Pétursson

Hljóðmynd: Ísidór Jökull Bjarnason

Sviðshreyfingar: Anna Kolfinna Kuran

Leikgervi: Elín S. Gísladóttir

Leikarar: Halldór Gylfason, Hilmir Snær

Guðnason, Jörundur Ragnarsson og

Þorsteinn Bachmann

Sviðsútgáfa af kvikmyndinni Druk 29

Hvíta tígrisdýrið

Sýningar hefjast: Salur:

febrúar Litla svið

Gírastúlkan, Klakadrengurinn og Ósýnilega stúlkan

búa uppi á háalofti undir ógnarstjórn Konunnar með kjólfaldinn. Þau dreymir um að komast burt, en lykillinn er vel falinn. Ekki bætir úr skák að Hvíta tígrisdýrið fylgist með hverri hreyfingu úr skuggunum. Hvíta tígrisdýrið er myrkt og táknrænt fjölskylduævintýri um það að vera innilokuð og minni máttar. Fæstar fjölskyldur eru fullkomnar og fullorðnir þykjast stundum mega koma fram við börn eins og þeim hentar, en hvað gerist þegar börnin svara fyrir sig?

Þessi magnaða barnasýning gekk fyrir fullu húsi síðasta vetur og var því ákveðið að bæta við nokkrum sýningum á þessu leikári. Sýningin er fyrir gesti frá sex ára aldri en hentar einnig þeim allra hugrökkustu undir sex ára.

Sýningin er styrkt af Sviðslistasjóði, Launasjóði sviðslistamanna og Borgarsjóði.

Höfundur: Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir

Leikstjórn: Guðmundur Felixson

Leikmynd og búningar: Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir

Tónlist og hljóðmynd: Eygló Höskuldsdóttir Viborg

Lýsing: Kjartan Darri Kristjánsson

Aðstoðarleikstjórn: Magnús Thorlacius

Framkvæmdastjórn: Ragnheiður Maísól Sturludóttir/ MurMur

Myndskreytingar á kynningarefni: Pétur Atli Antonsson

Leikarar: Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Jökull Smári Jakobsson, Laufey Haraldsdóttir og Þuríður Blær Jóhannsdóttir

Í samstarfi við leikhópinn Slembilukku

30 Borgarleikhúsið 2023–2024

SVARTÞRÖSTUR

Sýningar hefjast: Salur: 26. október Litla svið

31

Gestasýning frá Leikfélagi Akureyrar

And Björk, of course...

Sýningar hefjast: Salur:

apríl Nýja

svið

Leikritið And Björk, of course... eftir Þorvald Þorsteinsson er drepfyndinn og hrollvekjandi leiðangur um sjálfsmyndir einstaklinga og þjóðar. Nokkrar ólíkar persónur koma saman á sjálfshjálparnámskeiði til að finna sig, hreinsa til í sálarlífinu og verða betri manneskjur. Í gegnum miskunnarlausa leiki freista þau þess að ná stjórn á lífi sínu, finna tilgang og verða eitthvað annað og meira en vanmáttug og ein úti á ballarhafi.

And Björk, of course... er sprenghlægilegt, óviðeigandi og óþægilegt. Verkið var fyrst frumsýnt í Borgarleikhúsinu árið 2002 í leikstjórn Benedikts Erlingssonar og hlaut einróma lof gagnrýnenda.

Höfundur: Þorvaldur Þorsteinsson

Leikstjórn: Gréta Kristín Ómarsdóttir

Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir

Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson

Hljóðmynd: Axel Ingi Árnason og Pétur Karl Heiðarson

Leikarar: Arna Magnea Danks, Davíð Þór Katrínarson, Eygló Hilmarsdóttir, Jón Gnarr, María Pálsdóttir, María Heba Þorkelsdóttir og Sverrir Þór Sverrisson

32 Borgarleikhúsið 2023–2024

Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar

Sýningar hefjast: Salur:

2. febrúar Litla svið

Þorleifur Aron, kallaður Doddi, fráskilinn karlmaður á fimmtugsaldri og Óli Gunnar, yngri bróðir hans hittast til að horfa á alla leiki Manchester United saman í sófanum. Leikir enska liðsins eru fastinn sem gefur lífi þeirra lit en einnig sá tími sem þeir geta eytt saman og fengið frið frá amstri dagsins. Yfir leiknum fá tilfinningar þeirra lausan tauminn og í gegnum leikinn fá þeir útrás auk þess sem óhófleg drykkja þeirra er réttlætanleg. Þennan tiltekna laugardag sem verkið gerist bregður út af vananum er Benedikt Hafberg, hinn nýi kærasti barnsmóður Dodda ásamt söngvaranum Valdimar bætast óvænt við hópinn að horfa á leikinn. Spennan innan sem utan vallar eykst sem því nemur og úr verður óútreiknanleg atburðarás sem spannar 90 mínútur. Því líkt utan vallar sem innan þá getur allt gerst í heimi knattspyrnunnar. Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar alla sem elska og hata fótbolta. Sýningin hlaut fjórar tilnefningar til Grímuverðlaunanna 2023.

Sýningin er styrkt af Sviðslistasjóði.

Höfundar:

og Ólafur Ásgeirsson

Hugmynd:

Ólafur Ásgeirsson og Viktoría Blöndal

Leikstjórn:

Leikmynd og búningar:

Valdimar Guðmundsson

Ásta Jónína Arnardóttir og Juliette Louste

Sviðshreyfingar:

Dramatúrg:

Leikarar:

Pétursson, Sveinn Ólafur Gunnarsson

og Valdimar Guðmundsson

Gestasýning 33
Dr. Football

Jól á náttfötunum

Sýningar hefjast: Salur:

26. nóvember Litla svið

Þá Gunna og Felix þarf sennilega ekki að kynna fyrir neinum enda hafa þeir glatt börn á öllum aldri í áratugi og verið brennandi í áhuga sínum og ástríðu fyrir barnamenningu. Nú bjóða þeir félagarnir - ásamt Karli Olgeirssyni - börnum og fylgdarfólki á dásamlega jólastund í Borgarleikhúsinu, alla sunnudaga á aðventunni.

Gegnum tíðina hefur Felix gefið Gunnari sérlega góðar jólagjafir og þessi jól ætlar Gunni að launa vini sínum hugulsemina og gefa Felix bestu jólagjöf í heimi. Nú er gjöfin góða á leiðinni og bæði Gunni og Felix eru að farast úr spenningi rétt eins og öll börn sem bíða jólanna með fiðrildi í maganum.

Jól á náttfötunum var frumsýnd í Gaflaraleikhúsinu síðustu jól en nú eru Gunni og Felix komnir á Litla sviðið í Borgarleikhúsinu og lofa gleði, söng, gríni, spennu og síðast en ekki síst jólahuggulegheitum!

Gestasýning
34 Borgarleikhúsið 2023–2024

Tjaldið

Sýningar hefjast: Salur:

10. september Nýja svið

Leikhópurinn Miðnætti er barnafjölskyldum að góðu kunnur enda hefur hann á síðustu árum sett upp fjölmargar metnaðarfullar og stórskemmtilegar sýningar fyrir börn á öllum aldri. Þetta er þriðja leikárið þar sem Miðnætti kemur í Borgarleikhúsið með þessa undurfallegu sýningu fyrir allra yngstu leikhúsgestina.

Tjaldið er upplifunarleikhús fyrir börn frá þriggja mánaða til þriggja ára. Hér verður boðið upp á litla veislu fyrir skynfærin þar sem börnin fá að skyggnast undir leikhústjaldið og upplifa tóna, liti og snertingu sem bæði örvar, þroskar og gleður andann. Sýningin var tilnefnd sem Barnasýning ársins á Grímuhátíðinni 2022 og var Agnes Wild jafnframt tilnefnd til Grímuverðlauna sem leikstjóri ársins.

Athugið að ekki er stuðst við móðurmál í sýningunni nema að mjög litlu leyti svo hún er ætluð öllum börnum óháð tungumáli. Eftir sýningu verður í boði að setjast fram í forsal leikhússins og njóta veitinga og notalegrar stundar með börnunum.

Í samstarfi við leikhópinn Miðnætti.

Sýningin er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneyti — Sviðslistaráði.

Leikstjórn: Agnes Wild

Leikmynd, búningar og leikgervi: Eva Björg

Harðardóttir

Tónlist og hljóðmynd: Sigrún Harðardóttir

Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson

Sviðshreyfingar: Juliette Louste

Flytjendur: Nick Candy og Sigrún Harðardóttir

35

Skólasýningar

Á ári hverju er börnum úr Reykjavík boðið í Borgarleikhúsið. Nemendum í 10. bekk er boðið á hina hjartnæmu og mikilvægu sýningu Allt sem er frábært. Öllum nemendum 5. bekkjar er boðið á Kjarval, undurfagurt og skemmtilegt verk um listmálarann Jóhannes Sveinsson Kjarval. Leikskólasýning ársins er ávallt gleðilegur viðburður en þá fyllist leikhúsið af öllum elsta árgangi leikskólanna í Reykjavík en í vetur verður það hin hugljúfa og töfrandi sýning Ofurhetjumúsin.

Allt sem er frábært

Sýningar hefjast: Salur: mars

Litla svið

Allt sem er frábært er gleðieinleikur um depurð. Með aðstoð áhorfenda, sem taka virkan þátt í sýningunni, gerir Vala Kristín Eiríksdóttir atlögu að depurðinni og lífsleiðanum - og segir í leiðinni hrífandi sögu af ást, sorg og ís með dýfu.

Höfundur: Duncan Macmillan

Þýðing og staðfærsla: Kristín Eiríksdóttir

Leikstjórn: Ólafur Egill Egilsson

Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir

Lýsing: Þórður Orri Pétursson

Hljóðmynd: Baldvin Þór Magnússon

Leikgervi: Guðbjörg Ívarsdóttir

Aðstoðarleikstjórn: Hlynur Páll Pálsson

Leikari: Vala Kristín Eiríksdóttir

36 Borgarleikhúsið 2023–2024

Kjarval

Sýningar hefjast: Salur:

apríl Litla svið

Í leikandi léttri fjölskyldusýningu sem byggir að hluta til á verðlaunabók Margrétar Tryggvadóttur um listamanninn, er leitast við að draga upp mynd af Jóhannesi Sveinssyni Kjarval; drengnum, manninum og málaranum.

Höfundur leikgerðar og leikstjóri:

Stefán Hallur Stefánsson

Leikmynd og búningar: Guðný Hrund Sigurðardóttir

Tónlist: Úlfur Eldjárn

Lýsing: Pálmi Jónsson

Hljóðmynd: Þorbjörn Steingrímsson

Sviðshreyfingar: Kata Ingva

Leikgervi: Elín S. Gísladóttir

Aðstoðarmaður leikstjóra: Rakel Björk Björnsdóttir

Leikarar: Birna Pétursdóttir og Haraldur Ari Stefánsson

Ofurhetjumúsin

Sýningar hefjast:

mars

Leikhúsið hefur legið í dvala um stund og því er frábært að fá fullan sal af börnum til að hjálpa okkur að vekja það. Þá er aldrei að vita nema að áhorfendur fái að heyra æsispennandi ævintýri, eða kannski alveg ótrúlega sögu, pínulitla sögu um ennþá minni mús sem ferðast um undraheima leikhússins í leit að hugrekki sínu.

Höfundur og leikstjóri: Þórunn Arna Kristjánsdóttir

Tónlist og útsetningar: Rakel Björk Björnsdóttir

Lýsing: Pálmi Jónsson

Myndbönd: Elmar Þórarinsson og Pálmi Jónsson

Hljóðmynd: Þorbjörn Steingrímsson

Leikarar: Elín Hall og Rakel Ýr Stefánsdóttir

37

Einstök kvöldstund

í

Borgarleikhúsinu

Leikhúsbar Borgarleikhússins býður upp á úrval af ekta dönsku smurbrauði frá Jómfrúnni. Barinn

opnar kl. 18:30 öll sýningarkvöld og því geta gestir byrjað leikhúskvöldið á einstakri matarupplifun.

Þú getur pantað veitingar á borgarleikhus.is eða skoðað úrvalið á staðnum.

Komdu í hópferð í leikhús

Viltu eftirminnilegt leikhúskvöld fyrir hópinn þinn? Við sníðum stærð og umfang heimsóknar ykkar að þörfum hópsins. Tilvalið er að byrja kvöldið á skoðunarferð um Borgarleikhúsið og gæða sér á dýrindis veitingum frá Jómfrúnni áður en sýningin hefst.

Ráðstefnur og salaleiga

Í Borgarleikhúsinu er hægt að leigja sali fyrir ýmis tækifæri og veislur af ólíkum stærðum og gerðum. Hafðu samband í tölvupósti á borgarleikhus@borgarleikhus.is til að nálgast nánari upplýsingar um útleigu rýma.

Leikhúsbarinn
38 Borgarleikhúsið 2023–2024

EKKERT DRAMA BARA RAFMAGN

Frítt rafmagn fyrir þig í heilan mánuð

Það tekur aðeins tvær mínútur að skipta yfir. Skannaðu QR kóðann eða farðu inn á orkusalan.is og skráðu þig í viðskipti. Skrifaðu „Borgarleikhús“ í tilvísunarreitinn og þú færð frítt rafmagn fyrsta mánuðinn!

39

Leiklistarskóli Borgarleikhússins

Vetrarstarf

Í Leiklistarskóla Borgarleikhússins er boðið upp á þriggja ára metnaðarfullt leiklistarnám fyrir börn á grunnskólaaldri. Lögð er áhersla á skapandi leiklistarnám þar sem jákvæð hvatning og uppbygging nemenda er í forgrunni undir leiðsögn framúrskarandi kennara. Á hverju vori taka nemendur þátt í metnaðarfullri uppskeruhátíð þar sem útskriftarnemar sýna frumsamið leikverk og nemendur á yngri stigum sýna styttri atriði. Inntökuprufur eru á hverju hausti.

Sumarnámskeið

Leiklistarskóli Borgarleikhússins býður upp á fjölbreytt sumarnámskeið fyrir krakka á öllum aldri. Boðið er upp á skapandi leiklistar- og söngleikjanámskeið þar sem unnið er með leikgleði, spuna og sjálfstraust. Á námskeiðinu er jafnframt lögð áhersla á persónusköpun, leiktúlkun og

líkams- og raddbeitingu. Þegar hafa mörg hundruð börn sótt þessi skemmtilegu námskeið.

Krakkar skrifa leikrit

Borgarleikhúsið, í samstarfi við KrakkaRÚV, setur á svið tvö leikrit sem hlutu verðlaun á Sögum-verðlaunahátíð barnanna. Það eru nemendur á lokaári Leiklistarskóla Borgarleikhússins sem leika og allir listrænir stjórnendur sýninganna eru starfandi listamenn við Borgarleikhúsið.

Léttir

Á hverju ári tekur Leiklistarskóli Borgarleikhússins á móti hópi barna sem eru í leit að alþjóðlegri vernd á Íslandi. Verkefnið er styrkt af Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði Reykjavíkurborgar og er hluti af þeirri vegferð Borgarleikhússins að auka aðgengi að menningarstarfsemi hússins. Áhersla er lögð á sköpun og leikgleði með lágmarks áherslu á tungumálið. Þátttakendur fá svo skoðunarferð um leikhúsið og er einnig boðið á sýningu.

40 Borgarleikhúsið 2023–2024

Gott að vita

Gott aðgengi Í Borgarleikhúsinu er gott aðgengi fyrir hjólastóla. Salerni fyrir fatlaða er staðsett við Nýja sviðið.

Textun

Borgarleikhúsið býður upp á skjátexta á ensku, pólsku og íslensku á völdum sýningum.

Tónmöskvar

Allir salir hússins eru búnir sérstökum tónmöskvum sem gera notendum heyrnatækja kleift að heyra betur það sem fram fer.

Leikárið 2023-2024

Útgefandi: Borgarleikhúsið

Leikhússtjóri: Brynhildur Guðjónsdóttir

Ábyrgðarmaður: Guðný Steinsdóttir

Ritstjórn: Alexía Björg Jóhannesdóttir, Halla Björg Randversdóttir og

Maríanna Clara Lúthersdóttir

Umsjón með textagerð: Magnús Þór Þorbergsson og Maríanna Clara Lúthersdóttir

Prentun: Svansprent

Ljósmynd á forsíðu: Svenni Speight

Stílisti á forsíðu: Filippía Elísdóttir

Leturgerð: Sharp Grotesk

Hönnun: Brandenburg

Innihald blaðsins er birt með fyrirvara um breytingar.

borgarleikhus.is

Sími: 568 8000

Listabraut 3 103 Reykjavík

Fylgdu okkur á Facebook og Instagram: @borgarleikhusid

Bakhjarlar

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir leikhúsinu kleift að bjóða landsmönnum upp á metnaðarfullt og skapandi leikhús. Jafnframt er stuðningur eftirtalinna fyrirtækja ómetanlegur.

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.