Á S K R I F TA R KO RT
Tryggðu þér besta verðið! * LÚXUSKORT *
EÐA
4-7 sýningar og ýmis fríðindi
40%
AFSLÁTTUR
30%
AFSLÁTTUR
* LEIKHÚSKORT *
8 sýningar + og ýmis fríðindi
KYNNINGARFUNDUR Á NÝJU LEIKÁRI! 1.sept Ekki missa af kynningarfundi fyrir nýtt leikár á Stóra sviði Borgarleikhússins sunnudaginn 1. september kl. 13.00.
Nánar á borgarleikhus.is
HALLDÓRA GEIRHARÐSDÓTTIR
HARALDUR ARI
ÞURÍÐUR BLÆR
SIGURÐUR ÞÓR
ARON MÁR
3
Dirfska Mennska Samtal KRISTÍN EYSTEINSDÓTTIR SEGIR FRÁ NÝJUNGUM Í STARFI BORGARLEIKHÚSSINS
Fyrir fimm árum tók Kristín Eysteinsdóttir við starfi leikhússtjóra í Borgarleikhúsinu. Listræn forysta hennar hefur vakið mikla athygli og að baki eru margar sterkar og eftirminnilegar sýningar sem notið hafa hylli áhorfenda og hlotið margvíslegar viðurkenningar. Það sætti þess vegna tíðindum þegar Kristín sagði í fjölmiðlum fyrr á þessu ári frá leit Borgarleikhússins að nýjum stefnumiðum í starfinu. Í spjalli við Þorvald Kristinsson segir hún frá helstu nýjungum og nýmælum sem leikhúsgestir mega vænta í vetur. „Já, við settumst niður, listrænir stjórnendur og valinn hópur starfsfólks með það að markmiði að rýna í eigin barm. Hvernig getum við gert betur? Við njótum þess líka að búa núna við meira öryggi en oft áður, fjármálin hafa verið okkur hagstæð síðustu tvö ár og fjöldi áhorfenda með mesta móti. Allt þetta gefur manni frelsi til að doka við og spyrja: Hvert viljum við fara? Við byrjuðum á því að velja okkur þrjú lykilorð, eins konar stefnuyfirlýsingu – dirfska, mennska, samtal – og upp úr því spruttu um fjörutíu hugmyndir, misjafnlega góðar auðvitað, en allt voru þetta skapandi hugmyndir sem fólu í sér nýjungar. Við enduðum svo á að velja einar sjö sem við ætlum að láta rætast á nýju leikári, en fleiri verða að veruleika á næstu árum.“
4
Hverjum erum við að gleyma? Dirfska, mennska, samtal, þetta eru stór orð, ein og stök. Hvaða leiðir sjáið þið fyrir ykkur til að efla og auka samband leikhússins við áhorfendur?
„Fyrir mér snýst leikhús um samtal við samfélag – í einni eða annarri mynd. Það er kallað eftir þörfinni fyrir samtal, að kunna að hlusta á sögu, gamla sögu og nýja, og kunna að segja hana svo að hún nái eyrum og augum þeirra sem sitja í salnum. Sú spurning sem hæst bar að mínu viti var þessi: Eru einhvers staðar hópar sem við erum að gleyma eða horfa fram hjá? Fjöldi Pólverja sem hér búa nálgast nú tuttugu þúsund. Stór hluti þeirra hefur búið hér árum saman, hér eiga þeir heima, en eiga sér rætur í annarri menningu og öðru tungumáli sem okkur er framandi. Er okkar tungumál ekki líka jafn framandi þeim? Koma þeir í leikhúsið? Hvað getum við gert til að nálgast þá, gefa þeim þá tilfinningu að þeir eigi erindi við okkur? Þessi spurning er auðvitað ekki bara okkar, hún brennur á heiminum nú þegar þjóðir og þjóðabrot fara í flokkum yfir lönd og finna sér bústað í nýju landi.“
Og þá er að framkvæma, hefjast handa á áþreifanlegan hátt. „Já, og þeirri áskorun ætlum við að mæta með því að bjóða upp á skjátexta á pólsku á völdum sýningum á Stóra sviðinu á komandi vetri. Víða í leikhúsum á meginlandi Evrópu tíðkast nú orðið að bjóða upp á skjátexta á ensku, en það sem við ætlum að gera er nýjung í leikhúsi hins talaða orðs hér á landi. Hvort þetta dugar til að kalla þennan fjölmenna hóp í Borgarleikhúsið, það á svo eftir að koma í ljós. Eflaust þurfum við að fylgja þessu eftir með því að bjóða innflytjendum af ólíku þjóðerni að koma og skoða húsið og kynnast starfseminni. Fólki á helst að líða eins og það eigi sitt annað athvarf í leikhúsinu, að það sé eign okkar allra. Þetta höfum við gert gagnvart börnum og unglingum með góðum árangri, en kynning af þessu tagi á líka erindi við fullorðið fólk.“ Þar sem menningarheimar mætast „Við stefnum síðan hærra því að í samráði við Listahátíð 2020 mun Borgarleikhúsið efna til sýningar með pólskum leikurum. Ég hef átt þess kost að fylgjast náið með pólsku leikhúsi á liðnum árum, það er með því besta sem við þekkjum og snar þáttur í menningu fólks þar í landi. Þjóðin á sína uppáhaldsleikara og fylgist grannt með þeim, það sjáum við best á fjölda þeirra Pólverja sem flykkist á pólskar kvikmyndir þegar þær eru sýndar í Reykjavík. Við erum með öðrum orðum stödd í heimi þar sem ólíkir menningarheimar mætast og við því viljum við bregðast. En að byggja brýr milli þjóða, það heppnast varla nema í náinni samvinnu við þá pólsku innflytjendur sem hér búa. Því við verðum að vita hvað tengist þjóðarstoltinu og aðdáun þeirra á eigin menningu sem við viljum tengja þeirri íslensku.“ Hér er leikhúsið sem sagt að glíma við sjálfan fjölþjóðleikann. Það er ögrandi verkefni. „Satt er það, en væntanlega verður þetta líka næring fyrir Íslendinga ef vel er á haldið, til þess fallið að opna glugga og vekja athygli á leikhúsmenningu sem á sér langtum dýpri rætur en sú íslenska. Og draumurinn er auðvitað sá að auka virðingu manna fyrir samlöndum okkar af erlendum uppruna.“ Umbúðalaust Ekki er allt upp talið enn. Fréttir hafa borist af nýju tilraunasviði í Borgarleikhúsi. „Já, á þriðju hæð hússins ætlum við að opna tilraunasvið í vetur sem við köllum Umbúðalaust. Þar gefst ungum höfundum og þeim sem eru að stíga sín fyrstu spor í leikhúsi kostur á að spreyta sig og láta á sig reyna í atvinnuleikhúsi þar sem við leggjum fram tæknilegan búnað og listrænan stuðning. Allt í því skyni að reyna að styrkja tengsl áhorfenda við grasrótina og auka meðvitund þeirra um vaxtarbroddana í listinni. Það hefur vantað þess háttar leiksvið.
Þegar við auglýstum þennan möguleika fengum við umsóknir frá 88 hópum og ásamt dramatúrgum hússins ákváðum við að tala við þá alla. Þetta varð okkur sem störfum í húsinu merkilegur innblástur og kveikti löngun til nánari kynna. Unga fólkið er sjálft leikendur, leikstjórar og höfundar eigin verks og hugmyndar, og hóparnir þrír sem urðu fyrir valinu fá frjálsar hendur en sýna, eftir að hafa unnið að verkefninu í fjórar vikur, sama hvar verkið er statt.“ Rithöfundar stíga á svið „Ein af þeim hugmyndum sem mér þykir einna vænst um og er hvað stoltust af er að eiga samstarf við rithöfunda á talsvert öðrum nótum en við eigum að venjast hér í húsi. Við köllum það Kvöldstund með listamönnum og næsta vetur hafa þrír höfundar þegið boð um að koma, flytja okkur boðskap sinn af leiksviðinu og spjalla við gesti. Fyrstur til leiks verður Andri Snær Magnason sem fjallar í erindi sínu, „Um tímann og vatnið“, um sambúð kynslóðanna við náttúruna í ljósi bókar sem hann vinnur að um það mál, hvernig Íslendingar fortíðar hafa lifað með landi sínu, hvað megi af þeim læra, hvað hafi breyst og hvað bíði okkar á næstu árum og áratugum. Næstur í röðinni er Bergur Ebbi Benediktsson. Í erindi sem hann kallar „Skjáskot“, fjallar hann um tíma samfélagsmiðla og skjáskota, og síðan mun Vera Illugadóttir miðla af þekkingu sinni. Titillinn er kunnuglegur, „Í ljósi sögunnar“, en nú ætlar Vera að flytja okkur nýja þætti sem ekki hafa áður heyrst og fær til liðs við sig Hall Ingólfsson tónlistarmann sem skreytir flutninginn með framlagi sínu. Allt eru þetta rithöfundar sem hlotið hafa mikla athygli og aðdáun fyrir ábyrga umfjöllun og gagnrýni á veruleika líðandi stundar. Það einkennir þau líka að hafa einstakt lag á að tengja umfjöllunarefni sín við fortíðina sem við erum sprottin úr. Samtal við samfélag Þetta minnir öðrum þræði á tvær áhrifamiklar kvöldstundir sem vöktu athygli og fengu mikla aðsókn en sættu líka gagnrýni úr stöku horni. Að nú væri leikhúsið heldur betur á villigötum í verkefnavalinu. Þá hef ég í huga upplestur á Stóra sviðinu í desember 2017 á #metoo-sögum kvenna í tilefni af átaki Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Svo gerðist það ári síðar, í desember 2018, að leikarar hússins fluttu hluta úr samtali alþingismanna á veitingastaðnum Klaustri – fyrir fullu húsi. „Jú, það er rétt, við fengum að heyra að við værum farin að bjóða upp á efni sem ætti ekkert erindi í leikhús. Ég skal játa að ég kunni að meta þessar raddir, þar fékk ég nefnilega sönnun þess að við værum að tala við samfélag okkar. Báðir þessir viðburðir fjölluðu um ábyrgð manna á orðum sínum og gerðum og eitthvað segir mér að við höfum sjaldan verið nær leikhúsi fornaldar en einmitt þessi kvöld sem þú nefnir. Gríska leikhúsið, sjálf vagga leiklistarinnar á Vesturlöndum, var umfram allt samtal við lýðræðið, í þágu lýðræðisins.
5
„Það er ekkert sem toppar þá tilfinningu þegar maður leggur allt undir frá fyrsta degi, markmiðin stór og djörf ... og svo gerist það góða, sýningin fer lengra en maður hafði vonað og séð fyrir sér“
Erum við þá ekki komin í næsta nágrenni við heimildaleikhúsið? „Jú, og hugmyndin er svo sem ekki ný í starfi Borgarleikhússins. Á síðasta leikári fluttum við leikverk eftir Jón Atla Jónasson um Landakotsskóla í samstarfi við Útvarpsleikhúsið. Það heppnaðist vel og allt er þetta heimildaleikhús í einhverri mynd. Í því sambandi má minna á leiksýninguna Flóð árið 2016 sem ég er stolt af, hún var að mínu viti mikið afrek og byggðist á ítarlegri heimildavinnu um snjóflóðin á Flateyri 1995.“ Að taka alþýðleikann skrefinu lengra Hvað líður því leikhúsi sem við þekkjum best og eigum helst að venjast. Öllum þeim sýningum sem nú njóta mestra vinsælda og aðsóknar? „Þær verða á sínum stað. Þegar blaðað er í kynningarriti leikársins má sjá að flest er kunnuglegt hvað stefnu og strauma varðar – klassísk leikrit, samtímaleikrit sem vakið hafa mikla athygli í nágrannalöndunum og þá ekki síst ný íslensk leikrit. Það er gott að geta staðfest það að við reynum að leita að jafnræði hér í húsi. Íslensk leikrit telja til dæmis meira en helming þess sem við setjum á svið í vetur. Því það sem ég hef verið að nefna í þessu spjalli snýst ekki um nýjungagirni. Við erum ekki að hafna neinu af því sem hlotið hefur góðar undirtektir á liðnum árum, heldur vonumst við til að seilast lengra og víðar. Ég lít svo á að aldrei megi gleyma upprunanum, Leikfélag Reykjavíkur var og er alþýðuleikhús í orðsins besta skilningi. Það er arfur okkar sem núna störfum í Borgarleikhúsinu og við megum aldrei missa sjónar á þessum arfi, við viljum vera leikhús fyrir alla, ekki útvalinn hóp. Aftur á móti ber okkur skylda til að þoka alþýðleikanum áfram, taka hann skrefinu lengra, birta áhorfandanum nýja sýn á kunnuglegt efni, rækta hefðirnar og arfinn en stýra vextinum í nýjar áttir í stað þess að staðfesta gamlar og grónar hugmyndir áhorfenda. Njála, veturinn 2015–2016 í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar, er gott dæmi um þetta. Þar var nýju ljósi varpað á efni sem
6
Íslendingar þekkja eins og lófann á sér. Þar gekk hið gamla í gegnum endursköpun, sýningin náði til fjöldans og var sýnd tæplega 50 sinnum. Það verður að teljast sigur þegar um er að ræða jafn ögrandi sýningu og Njálu. Ef við erum endalaust í staðfestingarhlutverkinu er ég hrædd um að við stöndum uppi með steindautt leikhús.“ Þá hellist yfir mann hamingjan Hvað þykir þér vænst um þegar þú hugsar til síðustu ára í starfi leikhússtjóra? „Það er ekkert sem toppar þá tilfinningu þegar maður leggur allt undir frá fyrsta degi, markmiðin stór og djörf, síðan vinnur listrænt teymi að verkefninu í eitt til tvö ár og svo gerist það góða, sýningin fer lengra en maður hafði vonað og séð fyrir sér. Njála, Dúkkuheimili, Guð blessi Ísland, Mávurinn, Ríkharður III svo ég nefni dæmi. Þegar við tökum djarfar ákvarðanir er uppskeran oftar en ekki ríkuleg. Og þá hellist yfir mann hamingjan, við höfum komist lengra í sameinuðu striti en okkur óraði fyrir. Starfið verður þess virði að lifa í því og lifa fyrir það.“ Höfum við einhvers staðar gleymt góðri hugmynd sem leikhúsið ætlar að gera að veruleika í vetur? „Eitt verð ég að nefna! Loksins er komið að því að opna hugmyndagátt á vefsíðu Borgarleikhússins þar sem gestir og gangandi geta viðrað hugmyndir sínar og komið með ábendingar. Fyrir allmörgum árum var að finna „hugmyndakassa“ í forsal Borgarleikhússins, en við höfum aldrei áður nýtt vefsíðuna í þessum tilgangi eins og það er þó nærtækt. Með því erum við að undirstrika vilja okkar til að eiga í samtali við gesti okkar og alla þá sem láta sig leikhúsið varða. Það kæmi mér ekki á óvart að starfsfólk leikhússins fyndi þarna í gáttinni krydd í réttina sem við eigum eftir að bjóða í framtíðinni.“
Leikfélag Reykjavíkur er opið öllum – vertu með! Leikfélag Reykjavíkur er eitt elsta starfandi menningarfélag landsins, stofnað fyrir meira en 120 árum. Það hefur staðið fyrir metnaðarfullum viðburðum í gegnum tíðina og var meðal annars drífandi í byggingu glæsilega leikhússins okkar. Borgarleikhúsið hefði aldrei risið án þessa félags. Síðastliðinn vetur stóð leikfélagið fyrir skemmtilegum hádegisfundum um leiklist fyrr og nú. Í vetur verður haldið áfram í svipuðum dúr í Forsal Borgarleikhússins. Léttur og hressandi hádegisverður sem fólk getur keypt og gætt sér á undir fyrirlestrum og spjalli. Einnig hyggst félagið minnast þess, með veglegum hætti, að þrjátíu ár eru liðin frá vígslu Borgarleikhússins. Þar að auki fá félagar boð á samlestra og opnar æfingar og ýmsa aðra viðburði í leikhúsinu. Leikfélag Reykjavíkur er öllum opið og almennt félagsgjald er 6.000 krónur. Kortagestir Borgarleikhússins fá félagsaðild með helmings afslætti, á 3.000 krónur og að sjálfsögðu er ókeypis fyrir 70+. Handhafar Lúxuskorta eiga þess kost að gerast félagar án endurgjalds. Upplýsingar um Leikfélagið, sögu þess og samþykktir er að finna á vef Borgarleikhússins, borgarleikhus.is.
Laugardagur 21. september kl. 11
Málþing um Jóhann Sigurjónsson í tilefni af 100 ára dánardægri hans
Magnús Þór Þorbergsson flytur erindi um Jóhann og verk hans: „Útilegumenn og búðarlokur“. Að því loknu verða pallborðsumræður með ungu sviðslistafólki og loks munu leikarar Leikfélags Reykjavíkur leiklesa Galdra-Loft. Málþingið hefst kl. 11.00 á Litla sviðinu. Veitingar í boði. Síðar í vetur mun leikhúsið efna til leiklestrasyrpu á öðrum leikritum Jóhanns Sigurjónssonar.
Þriðjudagur 8. október kl. 12-13
Farsar og Leikfélag Reykjavíkur eru tvenna sem margir þekkja Fló á skinni og Sex í sveit hafa verið vinsælustu farsar Leikfélagsins. Bergur Þór Ingólfsson hefur leikstýrt og leikið í mörgum Leikfélagsförsum. Gísli Rúnar Jónsson hefur þýtt og staðfært fjölmarga farsa og þekkir þá og lögmál þeirra betur en margir aðrir. Þeir Bergur og Gísli leiða okkur inn í heim farsans.
Þriðjudagur 14. janúar kl. 12-13
Vanja frændi / Sögur úr sveitinni
Brynhildur Guðjónsdóttir, leikstjóri segir frá uppfærslu sinni á Vanja frænda og Kjartan Ragnarsson rifjar upp sviðsetningu sína á Sögur úr sveitinni sem voru tvö leikrit Tsjékhovs, Vanja frændi og Platonov.
Þriðjudagur 18. febrúar kl. 12-13
Gosi og barnaleikritin í Borgarleikhúsinu, stór og smá
Ágústa Skúladóttir segir frá sýningunni Gosi og fyrri barnaleikritum sínum. Bergur Þór Ingólfsson sem hefur leikstýrt, samið og leikið í mörgum barnasýningum, stórum og smáum, segir frá verkefnum sínum með áherslu á stórsýningarnar Matthildur, Blái hnötturinn, Billy Elliot og Mary Poppins og fjallar einnig um eigin leikrit, Horn á höfði, Hamlet litli og Sókrates.
Þriðjudagur 17. mars kl. 12-13
Bubbi, leiksýningar um stjörnur Ólafur Egill Egilsson, leikstjóri fjallar um sýningu sína Níu líf ásamt því að fjalla um stjörnusýninguna Elly sem hann átti stóran hlut í. Líkt og Elly hefur Bubbi heillað landsmenn með söng sínum í áratugi. Þau eru bæði stjörnur sem samofnar eru þjóðarsálinni. Bubbi mun einnig mæta með gítarinn og flytja nokkur lög.
Þriðjudagur 7. apríl kl. 12-13
Veisla – revíur
Dóra Jóhannsdóttir og Saga Garðarsdóttir fjalla um erindi revíunnar nú á tímum og segja frá sýningunni Veisla. Revíur eru merkileg alþýðuskemmtun sem forðuðu Leikfélagi Reykjavíkur oftar en einu sinni frá fjárhagslegu strandi. Una Margrét Jónsdóttir sem hefur rannsakaði revíurnar og gert um þær útvarpsþætti segir frá revíum fyrri tíma.
„Við byggjum leikhús“ Borgarleikhúsið var vígt 20. nóvember 1989 og er byggingin því þrjátíu ára. Leikfélagið hyggst minnast þessara tímamóta með veglegum hætti. Nánar kynnt síðar.
7
Er allur heimurinn til sölu? Prófessor nokkur kemur á sveitasetur látinnar eiginkonu sinnar með seinni konu sína, hina ungu og ómótstæðilegu Jelenu. Dóttir prófessorsins af fyrra hjónabandi og Vanja, bróðir fyrri konunnar, hafa lagt á sig ómælda vinnu í gegnum tíðina við að sinna búinu. En nú er prófessorinn orðinn gamall, hefur allt á hornum sér og hyggur á róttækar breytingar. Örvænting og vonleysi heltekur Vanja því átakamikið uppgjör er óumflýjanlegt. Vanja frændi er eitt af stóru meistaraverkum Antons Tsjékhovs og af mörgum talið það skemmtilegasta. Þrátt fyrir brostnar vonir og sorg er það stútfullt af húmor og náttúrulegum léttleika. Hér takast á mismunandi viðhorf til lífsins; vellystingar og græðgi á móti umhyggju fyrir jörðinni og náttúrunni. Hvernig eigum við að lifa áfram þegar sársaukafullur sannleikurinn um tilgang okkar og stöðu blasir við? Vanja frændi er eitt af mest leiknu leikritum Tsjékhovs og birtist hér í leikstjórn Brynhildar Guðjónsdóttur sem stýrði hinni vinsælu sýningu, Ríkharður III, á síðasta leikári.
8
STÓRA SVIÐIÐ
FRUMSÝNT 11. JANÚAR
Höfundur: Anton Tsjékhov Þýðing: Gunnar Þorri Pétursson Leikstjórn: Brynhildur Guðjónsdóttir Leikmynd: Börkur Jónsson Búningar: Filippía Elísdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist: Bjarni Frímann Bjarnason Leikgervi: Elín Sigríður Gísladóttir Hljóð: Þórður Gunnar Þorvaldsson Leikarar: Arnar Dan Kristjánsson, Halldór Gylfason, Hilmir Snær Guðnason, Jóhann Sigurðarson, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Valur Freyr Einarsson.
9
Hvar endarðu ef þú heldur bara áfram að hlaupa? Maður á ónefndum stað byrjar að hlaupa eftir barnsmissi. Hann hleypur og hleypur og getur ekki hætt. Hann getur ekki höndlað sorgina með öðrum hætti, á hlaupunum finnst honum hann vera léttur, frjáls og sterkur. Þannig getur hann tjáð sig um missinn, ranglætið og varnarleysið sem angrar hann. Á hlaupum getur hann sagt frá líðan sinni og tilfinningum, sem er ekki sterkasta hlið margra karlmanna. Line Mørkeby er eitt fremsta leikskáld Danmerkur og í þessu áleitna leikriti leitar höfundurinn svara við því hvernig við getum lifað áfram eftir barnsmissi. Textinn er ryþmískur, knappur og tilfinningaríkur og ferðalagið óvenjulegt, átakanlegt og heillandi í senn. Gísli Örn Garðarsson er einn á sviðinu og hleypur í gegnum sálarangist aðalpersónunnar. Tekjur Gísla Arnar af sýningunni renna til samtakanna Nýrrar dögunar, Bergsins, Ljónshjarta og Dropans. „Ég ólst upp í fimleikum, þar sem æfingarnar á hverju áhaldi taka um 40 sekúndur. Ég hef aldrei hlaupið af neinu viti. Ég veit í raun fátt leiðinlegra eða erfiðara. Ég hef ekki eirð í mér til þess. Svo sé ég alla sem eru að hlaupa til að styrkja hin ýmsu málefni og ég dáist að öllu þessu fólki sem leggur þetta á sig. Og ekki síst fyrir samtalið sem það býr til um hvernig hvert áfall hefur áhrif á svo marga. Ég hef reynt það á eigin skinni og eftir því sem maður verður eldri, skilur maður betur mikilvægi þess að geta talað við aðra um hvað sem er sem hrjáir mann. Það er líklega eina leiðin til raunverulegs sálarfrelsis. Vonandi verða drengir framtíðarinnar betri í þessu en okkar kynslóð. Það er a.m.k. von mín að þessi sýning verði lóð á þær vogaskálar og um leið að hún geti stutt við samtök sem geta notið góðs af því. Mér reiknast til að ég hlaupi 10 - 12 km á hverri sýningu. Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður.“
10
STÓRA SVIÐIÐ
FRUMSÝNT 22. SEPTEMBER
Höfundur: Line Mørkeby Leikhandrit: Auður Ava Ólafsdóttir Leikstjórn: Baldvin Z Leikmynd: Börkur Jónsson Lýsing: Þórður Orri Pétursson Tónlist: Herra Hnetusmjör Leikgervi: Elín S. Gísladóttir Hljóð: Garðar Borgþórsson Leikarar: Gísli Örn Garðarsson o.fl.
11
Þessi vinsæli gamanleikur hefur aldrei verið fyndnari Hjónakornin Benedikt og Þórunn skella sér í bústaðinn í Eyjafirði en hvort með sitt leyndarmálið í farteskinu. Hann hugsar sér gott til glóðarinnar þegar hún hyggur á heimsókn til móður sinnar og býður bæði viðhaldinu og vini sínum til veislu en allt í einu snýst eiginkonunni hugur og ákveður án fyrirvara að vera um kyrrt. Þá hitnar hratt í kolunum og þegar veisluþjónustan bætist í hópinn ætlar beinlínis allt um koll að keyra. Hver bauð hverjum í mat og til hvers? Hver er að halda við hvern og af hverju? Og hvað er veisluþjónustan að bjóða upp á í raun og veru? Þessi sprenghlægilegi og vinsæli gamanleikur hefur farið algjöra sigurför um heiminn og lagt London, París, New York og Reykjavík að fótum sér. Gísli Rúnar og Bergur Þór hafa uppfært og tímastillt verkið upp á nýtt til að kitla hláturtaugarnar enn meira.
12
STÓRA SVIÐIÐ
FRUMSÝNT 5. OKTÓBER
Höfundur: Marc Camoletti Íslenskun: Gísli Rúnar Jónsson Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson Leikmynd: Petr Hloušek Búningar: Stefanía Adolfsdóttir Lýsing: Þórður Orri Pétursson Leikgervi: Guðbjörg Ívarsdóttir Hljóð: Þorbjörn Steingrímsson Leikarar: Haraldur Ari Stefánsson, Jörundur Ragnarsson, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Sigurður Þór Óskarsson, Sólveig Guðmundsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir.
13
Galdrarnir ná nýjum hæðum á stóra sviðinu Matthildur sló rækilega í gegn á síðasta leikári og heldur sigurgöngunni áfram á Stóra sviðinu með sínum kraftmikla barna- og leikarahópi. Þessi magnaði söngleikur byggir á sögu Roalds Dahl og fjallar um Matthildi, óvenjulega gáfaða og bókelska stúlku með afar ríkt ímyndunarafl. Foreldrar hennar eru hins vegar fáfróð og óhefluð og skólastjórinn hreinasta martröð. Matthildur lumar á ýmsum ráðum gegn ranglæti og heimskupörum og tekst að vinna sér sess í veröldinni með samviskuna og hugrekkið að leiðarljósi. Söngleikurinn Matthildur hefur hlotið hátt í hundrað verðlaun af ýmsu tagi og þar af sextán verðlaun sem besti söngleikur. Leikstjóri er Bergur Þór Ingólfsson sem á að baki stóra söngleikjasigra á borð við uppfærslurnar á Billy Elliot og Bláa hnettinum. Sýningin var kosin sýning ársins í Sögum – menningarverðlaunum barna en um þau verðlaun er kosið eingöngu af börnum. Söngleikurinn fékk einnig tvenn Grímuverðlaun á Íslensku sviðslistaverðlaununum árið 2019; Vala Kristín Eiríksdóttir var leikkona ársins í aukahlutverki og Lee Proud fékk verðlaun fyrir dans- og sviðshreyfingar ársins.
„Matthildur er þrekvirki.“ ÞT. Morgunblaðið.
„Þetta er eiginlega bara stórsýning á heimsmælikvarða.“
„Markvert er hversu frábærlega ungu einstaklingarnir í hópnum standa sig, öll sem eitt.“ SJ. Fréttablaðið.
BB. Menningin.
SÝNING ÁRSINS
14
LEIKKONA ÁRSINS
DANS- OG SVIÐS-
Í AUKAHLUTVERKI
HREYFINGAR ÁRSINS
STÓRA SVIÐIÐ
SÝNINGAR HEFJAST 7. SEPTEMBER
Höfundur: Roald Dahl Leikhandrit: Dennis Kelly Tónlist og söngtextar: Tim Minchin Íslenskun: Gísli Rúnar Jónsson Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson Danshöfundur: Lee Proud Tónlistarstjórn: Agnar Már Magnússon Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Búningar: María Th. Ólafsdóttir Lýsing: Þórður Orri Pétursson Myndband: Ingi Bekk Leikgervi: Margrét Benediktsdóttir Hljóð: Garðar Borgþórsson og Þórður Gunnar Þorvaldsson Aðstoðarleikstjórn: Hlynur Páll Pálsson Leikarar: Erna Tómasdóttir, Ísabella Dís Sheehan og Salka Ýr Ómarsdóttir. Arnar Dan Kristjánsson, Björgvin Franz Gíslason, Björn Stefánsson, Rakel Björk Björnsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir, Þorleifur Einarsson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir. Aðalbjörg Emma Hafsteinsdóttir, Arnaldur Halldórsson, Baldur Björn Arnarsson, Edda Guðnadóttir, Emil Björn Kárason, Erlen Ísabella Einarsdóttir, Gabríel Máni Kristjánsson, Hilmar Máni Magnússon, Hlynur Atli Harðarson, Jón Arnór Pétursson, Linda Ýr Guðrúnardóttir, Lísbet Freyja Ýmisdóttir, María Pála Marcello, Patrik Nökkvi Pétursson, Þóra Fanney Hreiðarsdóttir og Þórey Lilja Benjamínsdóttir. Dansarar: Andrea Lapas, Arna Sif Gunnarsdóttir, Guðmunda Pálsdóttir, Steve Lorenz (danskapteinn), Sölvi Viggósson Dýrfjörð og Viktoría Sigurðardóttir.
15
Er lygin sönn? Ung námskona kemur í einkaviðtalstíma til háskólakennara sem á von á stöðuhækkun og er að kaupa sér hús. Það sem byrjar sem sjálfsögð hjálp við námið breytist hins vegar í miskunnarlausa orrahríð og ógnvænlega atburðarás sem kollvarpar valdajafnvæginu á milli þeirra – og lífinu sjálfu í leiðinni. Hvert er sambandið á milli valds, tungumáls og kynjamisréttis? Það er ein af þeim áleitnu spurningum sem þetta beitta og meistaralega skrifaða leikrit slær okkur út af laginu með. Verk um vald og sannleika sem lætur engan ósnortinn.
NÝJA SVIÐIÐ
FRUMSÝNT 27. MARS
Höfundur: David Mamet Þýðing: Kristín Eiríksdóttir Leikstjórn: Hilmir Snær Guðnason Leikmynd: Sean Mackaoui Búningar: Sean Mackaoui Lýsing: Þórður Orri Pétursson Leikgervi: Margrét Benediktsdóttir Hljóð: Garðar Borgþórsson Leikarar: Ólafur Darri Ólafsson og Vala Kristín Eiríksdóttir.
16
17
SÝNING ÁRSINS
LEIKSTJÓRI ÁRSINS
LEIKARI ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI
LEIKMYND ÁRSINS
BÚNINGAR ÁRSINS
LÝSING ÁRSINS
„Þá skal ég verða verstur allra þrjóta“ Ríkharður III sló í gegn á síðasta leikári í leikstjórn Brynhildar Guðjónsdóttur og hlaut mikið lof. Leikritið, sem er eitt af fyrstu leikritum Shakespeares, var frumflutt fyrir meira en fjögur hundruð árum og hefur ekki á nokkurn hátt misst gildi sitt nú á tímum þegar siðmenning og mannúð eiga undir högg að sækja. Ríkharður III er valdasjúkur maður sem svífst einskis til að verða konungur Englands. Hann vílar ekki fyrir sér að myrða þá sem ryðja þarf úr vegi og kvæna sér leið að krúnunni. Ríkharður glímir við fimm kynslóðir kvenna sem gera allt til að hindra framgöngu hans. En hann er útsmoginn og óútreiknanlegur, tungulipur og eldsnöggur að hugsa, leikari og leikstjóri í eigin sjónarspili sem hann spinnur áfram af óhugnanlegri snilld. Sýningin var sigurvegari Grímuverðlaunanna árið 2019 og fékk alls sex verðlaun; sýning ársins, Brynhildur Guðjónsdóttir var leikstjóri ársins, Hjörtur Jóhann Jónsson leikari ársins í aðalhlutverki, Ilmur Stefánsdóttir fékk verðlaun fyrir leikmynd ársins, Filippía I. Elísdóttir fyrir búninga ársins og Björn Bergsteinn Guðmundsson fyrir lýsingu ársins. Auk þess var Edda Björg Eyjólfsdóttir tilnefnd sem leikkona ársins í aðalhlutverki og Baldvin Magnússon og Daníel Bjarnason fyrir hljóðmynd ársins.
„Ríkharður III er ein af bestu leiksýningum síðustu ára, stjórnað með öruggri hendi Brynhildar og leidd áfram af stórkostlegum leik Hjartar Jóhanns.“ SJ. Fréttablaðið.
18
STÓRA SVIÐIÐ
SÝNINGAR HEFJAST 23. OKTÓBER
Höfundur: William Shakespeare Þýðing: Kristján Þórður Hrafnsson Leikstjórn: Brynhildur Guðjónsdóttir Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Búningar: Filippía I. Elísdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Dramatúrg: Hrafnhildur Hagalín Tónlist: Daníel Bjarnason Sviðshreyfingar: Valgerður Rúnarsdóttir Leikgervi: Elín S. Gísladóttir Hljóð: Baldvin Þór Magnússon Leikarar: Arnar Dan Kristjánsson, Davíð Þór Katrínarson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Halldór Gylfason, Hilmar Guðjónsson, Hjörtur Jóhann Jónsson, Jóhann Sigurðarson, Kristbjörg Kjeld, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sólbjört Sigurðardóttir, Valur Freyr Einarsson og Þórunn Arna Kristjánsdóttir.
„Áhrifaríkasta Shakespeareuppfærsla sem ég minnist á íslensku sviði og þó víðar væri leitað.“
„Innkoma Kristbjargar Kjeld sem Margrét ekkjudrottning var glæsileg, aðeins stórleikkonur geta tekið svona yfir víðáttusvið og sal með nærveru sinni.“
ÞT. Morgunblaðið.
MK. Menningin.
19
Eitt ástsælasta ævintýri allra tíma Trésmiðurinn Jakob kemst yfir talandi viðardrumb og fær þá hugmynd að smíða úr honum brúðu. Til verður spýtustrákurinn Gosi, forvitinn prakkari sem á erfitt með að feta hinn rétta veg. Í stað þess að hlýða föður sínum heldur hann á vit vafasamra ævintýra, kynnist talandi engisprettu sem reynir að koma fyrir hann vitinu, lætur undirförulan kött og ref snúa á sig og þarf að ganga í gegnum alls konar hremmingar áður en hann kemst til þroska með dyggri hjálp bláhærðu dísarinnar. Leikarar og tónlistarmenn sýna okkur þetta sígilda og ástsæla ævintýri um spýtustrákinn í nýjum og litríkum búningi. Leikstjóri sýningarinnar, Ágústa Skúladóttir, hefur leikstýrt fjölda barnaog fjölskyldusýninga sem ávallt hafa notið mikilla vinsælda.
LITLA SVIÐIÐ
FRUMSÝNT 23. FEBRÚAR
Höfundur: Carlo Collodi/Ágústa Skúladóttir Söngtextar: Karl Ágúst Úlfsson Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir Leikmynd: Þórunn María Jónsdóttir Búningar: Þórunn María Jónsdóttir Lýsing: Þórður Orri Pétursson Myndband: Elmar Þórarinsson Tónlist: Eiríkur Stephensen og Eyvindur Karlsson Leikgervi: Guðbjörg Ívarsdóttir Hljóð: Þorbjörn Steingrímsson Leikarar: Halldór Gylfason, Haraldur Ari Stefánsson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir.
20
21
Hvað áttu eftir stærsta missi lífs þíns? Áfallið sem sprengdi hjónabandið eltir þau eins og skuggi. Hann fór til Frakklands og hóf nýtt líf. Hún var um kyrrt í húsinu þeirra og hefur reynt að aðlaga sig sorginni. Tíu árum eftir skilnað hittast þau aftur við óvæntar aðstæður. Fortíðin nagar, óuppgerðir hlutir líta dagsins ljós og sumum tilfinningum verður ekki lýst með orðum. Þau dansa á hárfínni línu afbrýðisemi, söknuðar, væntumþykju, biturðar og kraumandi ástríðna. Og í sameiningu þurfa þau nú að taka afdrifaríka ákvörðun. Hilmir Snær og Nína Dögg takast á við kynngimögnuð hlutverk í margverðlaunuðu leikriti um sorgina í ástinni í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Eitur er hollenskt leikrit sem hefur farið sigurför um heiminn undanfarinn áratug og verið þýtt á yfir tuttugu tungumál. Leikskáldið Lot Vekemans skrifar af óvenjulegri skarpskyggni um sameiginleg örlög tveggja einstaklinga sem gera úrslitatilraun til að sættast við fortíðina.
22
LITLA SVIÐIÐ
FRUMSÝNT 1. NÓVEMBER
Höfundur: Lot Vekemans Þýðing: Ragna Sigurðardóttir Leikstjórn: Kristín Jóhannesdóttir Leikmynd: Börkur Jónsson Búningar: Þórunn María Jónsdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Leikgervi: Elín Sigríður Gísladóttir Tónlist: Garðar Borgþórsson Hljóð: Garðar Borgþórsson Leikarar: Hilmir Snær Guðnason og Nína Dögg Filippusdóttir.
23
Ég er mannlegur, ég er hégómagjarn, ég er breyskur … Ólafur Egill Egilsson spjallar við Bubba í sólskininu.
24
Við Bubbi mælum okkur mót í Borgarleikhúsinu. Förum fyrst í myndatöku. Bubbi er með sólgleraugun, tekur þau ekki niður, ekki að ræða það. Eftir að Saga ljósmyndari er búin að smella af leitum við að stað til að spjalla. Endum uppi á þaki þar sem sólin skín og Áslaug og Ásta í mötuneytinu eru að fá sér smók. Bubbi tekur þær samstundis tali. B: Hvað reykiði mikið? Ásta: Ég reyki bara í vinnunni. Frá tveimur og upp í tíu, svo þegar ég kem heim þá reyki ég mjög lítið. B: Eigum við segja 15 sígarettur á dag? Þú ert að reykja fyrir nokkur hundruð þúsund á ári. Ef þú myndir hætta að reykja þá geturðu farið á skemmtiferðaskip með fjölskyldunni, siglt um gríska Eyjahafið og verið bara með nikótíntyggjó, byrja bara þar … Ásta: Nei sko, Bubbi, það kostar nú líka sígarettutyggjóið og þeir sem ég þekki þeir eru háðir því. B: Ég hætti. Fyrst tók ég 4 milligrömm í tvo mánuði síðan tók ég tvö milligrömm í tvo mánuði og svo bara extra-tyggjó.
Ó: Voru þær það ekki? Hlutfallslega, ég meina þú ert bara sex ára. Ásta: Já, þú varst svo lítill. Áslaug: Voru þetta svona langar sígarettur, Moore. Nei, hvað hétu þær? B: Nei, þetta voru filterslausar Camel. En svo var farið með mig til læknis, hún hét Hulda Sveinsson og hún sagði að ég myndi hætta að vaxa. Ég yrði dvergur. En mamma merkti alltaf svona á dyrakarminn hvað við stækkuðum mikið og þegar ég sá að ég var ennþá að stækka þá náði ég bara í stól og fór í efsta skápinn þar sem hún geymdi sígaretturnar. Við reyktum allir strákarnir í Vogunum, Lark sígarettur, þær voru með svona svörtum kúlum í filternum sem áttu að taka eitrið svo við skiptum yfir í þær. En ég er djöfull feginn að vera laus við þetta. Ó: Þú ert ekki eins og sumir sem eru löngu hættir en vakna upp á næturna með vísifingur og löngutöng klemmdar saman, að dreyma að þeir séu að reykja?
Ásta: Djöfull ertu duglegur …
B: Nei, ég er alveg laus við þetta. Ég fór og hitti lungnasérfræðing, hann sagði mér að ég yrði að hætta, ég væri orðinn fertugur. En hann sagði líka: „Ekki reyna neitt. Haltu bara áfram að reykja þangað til þig langar að hætta, annars gengur þetta ekki.“ Og ég átti veiði þarna á mánudeginum eftir og tók þetta í veiðinni. Bara einn klukkutíma í einu og það gekk. Mig langaði til að hætta og ég hætti, var bara laus við þetta.
B: Já. En ég byrjaði þegar ég var sex.
Ó: Og þú ert laus við margt annað …
Áslaug: Nei, Bubbi minn, hættu nú alveg.
B: Já. Það gerðist á sama hátt. Ég vaknaði bara eina nóttina og búmm, ég er hættur. Tók fráhvarfið bara á götunni. Ég fór reyndar og hitti Svein Rúnar lækni og hann lét mig fá reseft og sagði mér að ég mætti taka eina töflu eða allan pakkann og ég fór í apótekið og tók auðvitað allan pakkann og mér leið æðislega, ekkert mál að sofna og bara allt í góðu. Svo hitti ég apótekarann í einhverri veislu og hann spurði: „Hvernig hefur sonur þinn það?“ Og ég sagði: „Hvað meinarðu?“ „Nei, af því að þú fékkst hjá mér töflurnar þarna, töflurnar fyrir ungabörn sem eru með svefntruflanir.“ Og ég hringdi í Svein Rúnar og hann sagði: „Ég var viss um að þú myndir sannfæra sjálfan þig um að þetta myndi virka.“ Og ég gerði það – og það virkaði.
Ásta: Hvað er langt síðan þú hættir? B: Sextán ár.
B: Jú, jú, byrjaði að taka ofan í mig tólf ára. Og þegar ég var í heimavistarskóla í Vejle í Danmörku þá lét mamma mig hafa miða til skólastjórans og á honum stóð: Sonur minn reykir, það á að skammta honum sex krónur vikulega fyrir píputóbaki. Þá var ég fjórtán og það reykti allur skólinn. Ó: Í ævisögunni þinni er saga af þér þegar þú varst sjö ára og mamma þín bað þig um að hætta að stela af henni sígarettum og þú sagðir „já, mamma“ og hún sagði „gott, farðu nú út að leika Bubbsi minn“ og þú sagðir „já, mamma“ svo stalstu tveimur sígarettum úr veskinu hennar á leiðinni út. B: Þetta er satt. Þegar bræður mínir föttuðu að ég var byrjaður að reykja þá nýttu þeir sér það. Allan bróðir minn bað mig um að fara út í sjoppu að kaupa bland … tónik. Heitir það ekki tónik? Ásta: Jú. Í ginið. B: Viðbjóðslegur drykkur og ég sagði „neibb“ þá sagði hann, ég skal gefa þér sígarettu, þú getur reykt hana niðrí þvottahúsi og ég sagði „Já, ókei“. Í minningunni voru þær risastórar. Sígaretturnar.
Ó: Tölum aðeins um sannfæringuna, þú hefur minnst á það í sumum viðtölum sem ég hef lesið við þig að þú hafir verið sannfærður um það frá því þú varst lítill strákur að þú ættir eftir að verða tónlistarmaður. B: Já. Ég man hvenær það gerðist, ég var í Gullfossi, og ég hélt að skipstjórinn væri danski kóngurinn, af því að hann var í flottum búning og hét Kristján og ég var að syngja fyrir þau, pínulítill með plastgítar sem mamma gaf mér, ég man eftir risastórum andlitum hlæjandi og þá gerðist eitthvað. Frá þessum tímapunkti var þetta bjargföst vissa. Þetta er það sem ég á að gera. Vondu tímarnir, erfiðu tímarnir á verbúðunum, þegar ég var unglingur … Ég skildi gítarinn aldrei við mig. Ég var
25
alltaf sannfærður um að þetta væri mitt hlutskipti. Þetta er það sem ég vil og þetta er það sem ég ætla mér. Og ég sagði það við fólk. Ég hitti um daginn Óla Halldórs vin minn í galleríinu hjá Tolla, hann er sjómaður sem gerðist múslimi, og hann var að segja mér að við hefðum hist í Kristjaníu sjötíu og sjö og ég hefði sagt að ég ætlaði heim, til að verða frægur. Og hann hugsaði bara með sér: „Vá, Bubbi er alveg farinn, hann er bara búinn að missa það.“ Og ég hitti konu um daginn sem á svona ég man þig, þú manst mig bók, og ég hafði skrifaði í hana, það var svona þú veist, „Hvað ætlarðu að verða“ og ég skrifaði skáld og tónlistarmaður, þá var ég fimmtán ára. Ó: En þú varst kannski ekki líklegur framan af til þess að verða eitthvað, ég meina þú varst ess-mæltur og skrifblindur og skapstór og erfiður. B: Vandræðagemsi. Ó: Þú fengir kannski einhverjar greiningar ef þú værir að vaxa úr grasi í dag. B: Já, allan pakkann. Ó: Þú ert stór pakki, er það ekki lag eftir þig, Ég er stór pakki? B: Jú, jú. Það voru engar umbúðir - en mikið innihald. Engar slaufur og fínerí. Bubbi hlær eins og sólin. Ó: En það dró ekkert úr þér? B: Nei. Ó: Ég talaði við Hrein Valdimarsson í safnadeildinni upp í RÚV, hann er einn af þeim fyrstu sem tók þig upp … B: Sá fyrsti. Ó: Hann sagði mér að þú hefðir labbað inn, sest niður, tekið upp gítarinn og byraði að spila eins og þú værir alvanur og hann sagði bíddu, bíddu, ég þarf að stilla hérna aðeins og svo gerir hann það og þú spilaðir inn lögin þín, einhver fimm eða sex lög í einum rykk, ein taka … B: Já þetta var fyrir útvarpsþáttinn hennar Silju Aðalsteins, fóstru minnar, um farandverkafólkið, þarna var ég ekki búinn að gefa neitt út, var ekki byrjaður. Ó: Hreinn sagðist hafa farið heim til konunnar sinnar og sagt: „Heyrðu, það var ungur maður hjá mér dag - hann verður eitthvað, þessi strákur.“ B: Já, já, en ég fékk greiningu, ég var sendur í Danmörku til sérfræðings, fjórtán. Og með gítarinn með mér. Og hann spurði mig hvernig mér hefði gengið í skóla á Íslandi, og ég sagði: „Bara hræðilega.“ Og hann lætur mig taka einhver próf og sagði svo: „Við erum búnir að komast að því að þú ert með skrifblindu
26
og talnablindu, en þú ert ekki vitleysingur sama hvað þér hefur verið sagt, þú náðir topp skori þar. En af því að þú ert að fara heim til Íslands þá náum við ekki að vinna mikið með þér svo við erum búnir að ákveða að þú takir ekki próf hérna hjá okkur, þú bara spilar á gítarinn, heldur tónleika og við gefum þér einkunn fyrir.“ Og ég gekk heim og var bara í himnaríki og það voru blokkir þarna þar sem ég var að labba og ég tók bara upp gítarinn og spilaði Dylan og Woody Guthrie fyrir alla sem vildu heyra. Ó: Og hann fylgdi þér gítarinn, vinur þinn, upp frá því í gegnum allskonar erfiðleika og áföll … B: Ég man meira að segja að þegar þeir voru að lenda á tunglinu og allir voru að kalla á mig að koma og sjá þá var ég bara með gítarinn inn í herbergi, að æfa mig, reyndar vegna þess að ég var að fara að hitta stelpu niðrá ströndinni, til að spila fyrir hana. En já, ég meina mitt fjölskyldumunstur, mamma ein, með fjóra stráka, skólinn, ég lenti í misnotkun, ég var kvíðinn, brotinn, óöruggur, hræddur við allt, alltaf í vörn. Í gegnum allt yfirgaf gítarinn mig aldrei og tónlistin ekki heldur, það var mitt haldreipi, nánast fram á þennan dag. Ó: Getur verið að þarna, þegar þú gengur um með gítarinn alla daga, hafir þú verið leita að einhverju til að gera þig heilan, fylla upp í sprungurnar í hjartanu. Fyrst með tónlistinni, svo með því að verða frægur, með fíkninni, græjudellunni, veiðimaníunni … B: Já, já. Ég var í stöðugum ótta og á flótta. Með því að gera svona (opnar faðminn) var ég í rauninni að gera svona (setur hendur í varnarstöðu boxara). Með því að opna mig, var ég í raun að blokkera mig. Ég var opinn og útávið en það var líka til að fólk kæmist ekki of nálægt mér. Það er ekki fyrr en á síðustu árum, eftir að ég byrjaði að vinna í mér að ég áttaði mig á því að ég hef oftar en ekki notað tónlistina til að verja mig. Sköpunargáfuna. Þeim mun meira sem ég samdi, þeim mun ofar sem ég komst, þeim mun „opnari“ sem ég var, þeim mun öruggari varð ég í flóttanum, þetta er dálítið geggjað. Eins og Tyson sagði, honum leið best í hringnum, þar stjórnaði hann öllu, svo þegar hann steig út úr hringnum vissi hann varla hver hann var. Ó: Og þú stjórnar kringumstæðunum fullkomlega þegar þú ert með gítarinn. Þegar þú ert Bubbi, með sólgleraugun og allt það … Finnst þér þú stundum hafa verið að leika sjálfan þig? Karakterinn Bubba? B: Sko, framan af var ég mest í því að vera bara hávær, taka orðið, taka yfir herbergið eða salinn, svo enginn kæmist nálægt mér. Svo enginn færi að spyrja, þú veist: „Heyrðu, þú ert flottur en hvernig líður þér, hvernig ertu?“ Ó: Og í dag, hvernig líður þér? Hvernig ertu? B: Sko, undrið er að gerast, eftir að ég gekk á hólm við sjálfan mig, allt í einu finnst mér ég bara vera … Já, æðislegur bara. Ó: Gekkst á hólm … þú ert að tala um ljóðabækurnar þínar eða?
B: Já og vinnuna sem ég er búinn að vera að vinna í sjálfum mér. Nú klappa ég mér á bakið og segi já, karlinn minn, þú ert ágætur, þetta var flott hjá þér en nú þarftu ekki lengur… Þú þarft ekki að vera að þessu, þú þarft ekki að vera með öflugra skotflaugakerfi en Rússarnir og Kanarnir í gangi. Ó: Kalda stríðinu er lokið? B: Já. Sko, það var þannig, og það vita þetta kannski ekki margir, ef nokkur, en ef ég heyrði í sjálfum mér í útvarpinu þá slökkti ég. Átti erfitt með sjálfan mig. Mússíkina mína. Fortíðina. En núna þegar krakkarnir segja „pabbi þú ert í útvarpinu“ þá hækka ég fyrir þau og segi bara „já, gamli góður!“ Þannig að sprungurnar eru að gróa, þær eru að fyllast upp. Ó: En það er dálítið geggjað að þótt þú talir um flóttann í sköpuninni þá finnst mér þú alltaf færast nær sjálfum þér í tónlistinni, svona frá og með plötunni Konu kannski, þar sem yrkisefnin eru ekki lengur atómsprengjur eða löggiltir hálfvitar, svona almennt stöff, heldur hlutir sem skipta þig persónulega máli, ástarsorg, fíknin … B: Já, þar finn ég dálítið tóninn. Ekki sem þetta egósentríska skrímsli sem ég er í holdinu heldur fer ég raunverulega að skoða sjálfan mig. Með tónlistinni. Í mörgum af lögunum mínum er ég í rauninni að syngja um mig þótt það hljómi eins og eitthvað annað. Ég fór að kanna sjálfan mig, beint og óbeint með tónlistinni og stundum afhjúpaði ég sjálfan mig gagnvart sjálfum mér. Ó: En þó að þú talir um að kanna sjálfan þig þá hefur maður oft heyrt þig kallaðan hitamæli þjóðarinnar, eða loftvog samfélagsins, eða eitthvað í þá áttina, erki-Íslendinginn, spegilinn okkar. Þú veist, sumir segja við mig „þegar Bubbi er á góðum stað þá erum við í góðum málum“ ... og öfugt. B: Já, já. Ég er auðvitað oft að taka fyrir málefni sem eru í gangi í samfélaginu og allt það, stundum á undan umræðunni og stundum á eftir. En það sem ég held er að þegar ég er að syngja um minn sársauka, mína gleði, þá er ég að spegla tilfinningar annarra einlægt. Þetta er svo lókal að allir geta átt þátt í því. Ó: En þú hefur líka stundum stuðað fólk. Þú, utangarðsmaðurinn, ert innan garðs einhvers staðar í einhvern tíma, og fólk segir „Bubbi er okkar maður“, það sögðu a.m.k. margir á vinstri vængnum þegar þú söngst um hlutskipti verbúðarfólks, og svo ertu allt í einu farinn að syngja um duglausa verkalýðsforystu eða ástina eða hvali eða að bjóða flóttafólk velkomið og fólk segir bíddu, bíddu: „Hvar er gamli Bubbi, hvar er okkar maður?“ B: Fólk á það til að vilja frysta mann. Eða frysta tímann kannski. En ég hef aldrei pælt mikið í því hver ég var, eða hver ég var í augum einhvers úti í bæ einhverntíma. Ég held líka að ef þú ferð eftir þínum eigin kompás, ert ekki að elta tísku eða strauma, þá náirðu alltaf til fólks, inn í kjarnann á því. Þú verður tímalaus í þínu tilfinningakerfi, í þínum alheimi. Ó: Og tískan í dag ert þú. Þín innri vitund. Alla daga …
B: Já, þannig á það að vera. Það er góður staður til að vera á. Ó: Talandi um það. Mér finnst þú vera á góðum stað. Það er búið að vera gaman að hitta þig og kynnast þér aðeins. Ég sé að þú ert umvafinn vinum og fjölskyldu, þú talar um sprungur sem eru að gróa, kompás sem vísar réttan veg. Hvernig gerðist þetta, hvernig losar maður sig úr gömlum hjólförum, hættir að gera það sem er ekki gott fyrir mann. Ég meina þú hefur farið langt niður, og risið upp aftur. Hvað þarf til? B: Nógu mikinn sársauka. Sársauka sem er svo rosalegur að maður segir: „Ég get ekki meir. Þetta ástand eða næsti niðurtúr eða skellur eða hvað það er verður sennilega enn verri en sá síðasti og ég meika það ekki.“ Þegar sú hugsun fæðist, þá er kominn grundvöllur til að fara að bregðast við. Byggja eitthvað upp. Þá smám saman fer maður að ná utan um hlutina. Hættir að deyfa sig og sefa, slekkur á varnarkerfinu, tekur rauða og bláa vírinn úr sambandi og umfaðmar sjálfan sig. Svo er ekki verra ef maður á einhvern að, eða getur fundið einhvern, ég hef verið svo heppinn að eiga gott fólk, góðan bróður. Tolli hefur haft jafnmikil áhrif á mig og mamma, ef ekki meiri. Hann gafst ekki upp á mér þegar allir héldu að ég væri endanlega að tapa mér. Ó: Þú virkar æðrulaus á mig, margir hafa spurt hvort þú sért ekki manískur, hringjandi stöðugt og með stöðug inngrip og skoðanir og viljir hafa þetta svona eða hinsegin. En mér finnst þú einmitt frekar afslappaður, ég meina svona í ljósi þess að við erum að gera sýningu um líf þitt, sögurnar þínar, erfiða hluti stundum. B: Það er um tvennt að ræða, A: Ótti og stjórnun, og ég er búinn að prófa allar útgáfur af því í gegnum tíðina, eða B: Sleppa tökunum og treysta því að það fari allt á besta veg. Niðurstaðan úr þessu, held ég, verður alltaf sú sama, ef hún er á annað borð heiðarleg, hvort sem ég djöflast og stjórna eða leyfi hlutunum bara að gerast þá á fólk eftir að komast að því að ég er mannlegur, ég er hégómagjarn, ég er breyskur. Þetta er eins og með tónlistina, maður verður að treysta fólki sem maður er að vinna með til að gera sitt besta, það er oft grunnforsendan fyrir því að hlutirnir verði í lagi. Ég er alveg vís með að fara að fegra mig, láta mig líta betur út, koma betur út úr einhverju, ef ég er of mikið með puttana í þessu. Það er ekki málið. Þetta verður að vera alvöru, ég get alveg höndlað það. Ó: En hvað með aðra, þá sem eru partur af þinni sögu, þau verða þarna líka. Á sviðinu. B: Hvað á ég að gera, sauma saman á mér munninn? Þetta er eins og að fara í viðtal eða skrifa ævisöguna sína. Auðvitað vil ég engan meiða eða særa, það verða allir að njóta sannmælis, en ég get ekki haft áhyggjur af því að einhver úti í bæ vilji fá silkimeðferð. Þetta er sagan mín - og eins og allir þá sé ég líf mitt með mínum augum - aðrir með sínum, þannig er það bara. Ég get ekki breytt því. Ég verð að fylgja minni sýn, minni sannfæringu, mínum kompás, og axla ábyrgð á því - það er eina leiðin til að gera hlutina. Ó: Hlakkarðu til að sjá útkomuna? B: Ég get ekki beðið maður. Ég get ekki beðið!
27
Við erum öll, við erum öll, við erum öll, Bubbi! Bubbi Morthens er samofinn þjóðarsálinni í öllum sínum birtingarmyndum: Stjarnan sem rís úr slorinu; fyrst sem málsvari verkalýðsins, svo alþýðusöngvari þjóðarinnar, þá atómpönkari og gúanórokkari sem breytist í ballöðu-poppara sem syngur með stórsveitum. Skoðanaglaði gasprarinn, skrifblinda ljóðskáldið, fíkillinn sem reis upp, kvennamaðurinn og sá sem elskar aðeins eina konu, Kúbverjinn og Hollywood-víkingurinn, veiðimaðurinn, friðarsinninn og boxarinn. Sögur Bubba Morthens eru sögur okkar allra; sögur Íslands. En hver er hann í raun og veru? Og hver erum við? Í þessari stórsýningu munu leikarar, dansarar, tónlistarmenn og fleiri góðir gestir, leggja allt í sölurnar við leitina að Bubbanum í okkur öllum og fylla sviðið með sögum, lögum, ljóðum og litum þessa elskaða og óþolandi listamanns.
STÓRA SVIÐIÐ
FRUMSÝNT 13. MARS
Höfundur: Ólafur Egill Egilsson Söngtextar: Bubbi Morthens Leikstjórn: Ólafur Egill Egilsson Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Búningar: Filippía I. Elísdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist: Bubbi Morthens Tónlistarstjóri: Guðmundur Óskar Guðmundsson Danshöfundur: Lee Proud Leikgervi: Elín Sigríður Gísladóttir Hljóð: Gunnar Sigurbjörnsson Leikarar: Aron Már Ólafsson, Björn Stefánsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir,Rakel Björk Björnsdóttir, Valur Freyr Einarsson o.fl.
28
29
Það verður að vera gaman! Það er bara ekkert skemmtilegra en gott partý! Geggjuð stemmning, vinir í glasi, gjafir, bestu lögin spiluð hátt, gott slúður og grillaðar pylsur á miðnætti. En það er hægt að klúðra þessu. Kannski leigir maður of stóran sal eða velur of flókið þema. Gleymdist að fá leyfi frá nágrönnunum? Er Sigrún frænka ekki of taugaveikluð til að vera veislustjóri? Veislur eru mikilvægur hluti af lífinu. Hugsið ykkur bara öll afmælin sem við höfum farið í, árshátíðirnar, útskriftarveislurnar, brúðkaupin, matarboðin, allar brauðterturnar og kransakökurnar sem við höfum innbyrt með freyðivíni eða beljurauðvíni í plastglösum á fæti sem tollir illa. Dóra Jóhannsdóttir og Saga Garðarsdóttir eru með fyndnustu grínurum landsins og hafa staðið fyrir uppistandi, spunaleikhúsi og hvers kyns leiklistargjörningum árum saman. Þær hafa m.a. verið höfundar Áramótaskaupsins. Hinn vinsæli Prins Pólo gerir tónlistina og Veisla verður því bragðgóð en görótt blanda af grínsketsum og tónlist sem svarar áleitnum spurningum á borð við hvort tartalettur séu góðar í alvörunni og hversu vel megi skemmta sér í erfidrykkjum. #veislaiborgo
30
LITLA SVIÐIÐ
FRUMSÝNT 17. APRÍL
Höfundar: Dóra Jóhannsdóttir og Saga Garðarsdóttir Leikstjórn: Dóra Jóhannsdóttir Leikmynd: Eva Signý Berger Búningar: Eva Signý Berger Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist: Prins Póló Leikgervi: Guðbjörg Ívarsdóttir Hljóð: Þórður Gunnar Þorvaldsson Myndband: Elmar Þórarinsson Leikarar: Halldór Gylfason, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Saga Garðarsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir og Sigurður Þór Óskarsson.
31
Lífið getur verið svo niðurdrepandi Lífið er dálítið niðurdrepandi á útfararstofu Jóns. Samt kviknar smá lífsneisti með syni hans, Helga Þór líksnyrti, þegar aðstandandi líksins á börunum birtist; ung stelpa sem hann þekkir. Það lifnar yfir þeim báðum, þau skilja hvort annað og eru að byrja að tengjast þegar Jón mætir á svæðið. Hann er móður og másandi eftir að hafa séð sýnir og kastar fram spádómi um að líf Helga sé í stórhættu. Og þar með byrjar allt. Helgi Þór rofnar er drepfyndið og spennandi leikrit um það hvort maðurinn komist undan sögunni um sjálfan sig og geti losað sig úr álögum. Þetta er fimmta verkið sem Tyrfingur Tyrfingsson frumsýnir í Borgarleikhúsinu en fá af leikskáldum nýrrar kynslóðar hafa vakið jafn mikla athygli og notið jafn mikillar hylli. Áður hafa Kartöfluæturnar, Auglýsing ársins, Bláskjár og Skúrinn á sléttunni verið sýnd hér og kynnt á leiklistarhátíðum í Evrópu. Von er á uppfærslu á Kartöfluætunum í einu virtasta leikhúsi Hollands, Toneelgroep Oostpool sem hefur einnig tryggt sér réttinn á þessu nýja verki: Helgi Þór rofnar.
32
NÝJA SVIÐIÐ
FRUMSÝNT 17. JANÚAR
Höfundur: Tyrfingur Tyrfingsson Leikstjórn: Stefán Jónsson Leikmynd: Gretar Reynisson Búningar: Stefanía Adolfsdóttir Lýsing: Pálmi Jónsson Leikgervi: Margrét Benediktsdóttir Hljóð: Garðar Borgþórsson Leikarar: Bergur Þór Ingólfsson, Hilmar Guðjónsson, Hjörtur Jóhann Jónsson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir.
33
Tvær sögur – eða alltaf sama sagan? Einn daginn neitar húsmóðirin að leika hlutverk sitt og hættir að sinna heimilinu. Hún fer í verkfall, leggur niður störf og leirtauið safnast upp. Hvernig tekst heimilisfólki að aðlagast breyttum hlutverkum kynjanna og nýjum valdahlutföllum? Verkið er fjölskyldusaga sem sögð er á tveimur mismunandi tímabilum með áherslu á áhrif hverrar kynslóðar á þá næstu og samskipti hjóna í blíðu og stríðu. Er hægt að brjótast undan hlutverkunum? Eða verður þú alltaf mamma þín? María Reyndal hefur á undanförnum árum getið sér gott orð sem höfundur og leikstjóri. Kvenfélagið Garpur, sem setur upp verkið í samstarfi við Borgarleikhúsið, hefur áður vakið athygli fyrir sýningarnar Mannasiðir og Sóley Rós ræstitæknir sem hlaut fimm Grímutilnefningar og tvenn Grímuverðlaun árið 2017 fyrir leikrit ársins og leikkonu ársins í aðalhlutverki. Mannasiðir var páskamynd RÚV 2018 sem hlaut fjórar Eddutilnefningar og var valin besta leikna sjónvarpsefni ársins 2018. Verkið er styrkt af Leiklistarráði, Starfslaunasjóði listamanna og Reykjavíkurborg. Samstarf við Kvenfélagið Garp.
34
NÝJA SVIÐIÐ
FRUMSÝNT 7. FEBRÚAR
Handrit: María Reyndal Leikstjórn: María Reyndal Leikmynd: Egill Ingibergsson Búningar: Margrét Einarsdóttir Lýsing: Egill Ingibergsson Tónlist: Úlfur Eldjárn Leikarar: Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson.
35
„Lífið er ógeðslegt, Jelena, er það ekki?“ Kæra Jelena snýr aftur eftir kraftmikil viðbrögð áhorfenda og gagnrýnenda á síðasta leikári. Verkið fjallar um hóp nemenda sem kemur óvænt í heimsókn til umsjónarkennara síns með vín og gjafir undir því yfirskini að óska henni til hamingju með afmælið. Þau standa öll á tímamótum, eru að klára menntaskólann og við það að taka stóra skrefið út í lífið. Fljótlega komumst við þó að því að þau hafa allt annað í huga en að gleðja kennarann sinn og atburðarásin fer gjörsamlega úr böndunum. Í Kæru Jelenu takast kynslóðir á í verki sem spyr stórra spurninga um siðferðisleg mörk, einstaklingshyggju og yfirlæti. Á hvaða tímapunkti breytast framagirni og metnaður í yfirgang, ofbeldi og siðblindu? Ljúdmíla Rasúmovskaja skrifaði leikritið árið 1980 og fór það sigurför um heiminn, auk þess að vera kvikmyndað. Í nýrri þýðingu Kristínar Eiríksdóttur færum við verkið nær okkur í stað og tíma. Kæra Jelena fékk tvær tilnefningar til Grímuverðalauna árið 2019. Halldóra Geirharðsdóttir fékk tilnefningu sem leikkona ársins í aðalhlutverki og Sigurður Þór Óskarsson sem leikari ársins í aukahlutverki.
„Farið og horfist í augu við hryllinginn.“ „Kraftmikil endurvakning á leikriti um kynslóðabilið og samfélag á krossgötum.“ SJ. Fréttablaðið.
MK. Víðsjá.
„Það er óhætt að segja, að allur leikhópurinn vinni leiksigur, hver fyrir sig og sameiginlega.“ JSJ. Kjarninn.
36
LITLA SVIÐIÐ
SÝNINGAR HEFJAST 9. JANÚAR
Höfundur: Ljúdmíla Rasúmovskaja Þýðing: Kristín Eiríksdóttir og Ingibjörg Haraldsdóttir Leikstjórn: Unnur Ösp Stefánsdóttir Leikmynd og búningar: Filippía I. Elísdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist: Valgeir Sigurðsson Dramatúrg: Hrafnhildur Hagalín Leikgervi: Elín S. Gísladóttir Hljóð: Þórður Gunnar Þorvaldsson Leikarar: Aron Már Ólafsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Haraldur Ari Stefánsson, Sigurður Þór Óskarsson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir.
HALLDÓRA GEIRHARÐSDÓTTIR
HARALDUR ARI
ÞURÍÐUR BLÆR
SIGURÐUR ÞÓR
ARON MÁR
37
„Sönn saga? Hvað er það? Sannleikurinn er róf!“ Heimildamyndagerðarkonan Rakel er stödd í niðurníddum iðnaðarbæ, djúpt í Amazon-frumskóginum, ásamt Andra, tökumanni sínum og elskhuga. Þau eru að gera heimildamynd um föður Rakelar, sérvitra Nóbelskáldið Benedikt, sem er dauðvona. En feðginin hafa ekki hist í áratugi og geta ómögulega komið sér saman um hvernig Benedikt á að birtast í heimildamyndinni. Óuppgerð fjölskyldumál og framandi hitasótt blandast sjálfu höfundarverki Benedikts í draumkenndri og ærslafullri atburðarás þar sem áreiðanleiki heimsins hrynur til grunna. Verkið er spennandi könnunarleiðangur um hinar mörgu hliðar sannleikans og þrá mannsins eftir því að skilja eitthvað eftir sig. Er hægt að gera hlutlausa heimildamynd? Er hægt að vita og miðla sannleikanum? Hvað þá sannleikanum um sjálfan sig? Björn Leó Brynjarsson er einn af mest spennandi höfundum ungu kynslóðarinnar. Hann var leikskáld Borgarleikhússins leikárið 2017/18 og Stórskáldið er afrakstur vinnu hans.
38
NÝJA SVIÐIÐ
FRUMSÝNT 18. OKTÓBER
Höfundur: Björn Leó Brynjarsson Leikstjórn: Pétur Ármannsson Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Búningar: Ilmur Stefánsdóttir Lýsing: Pálmi Jónsson Myndband: Pálmi Jónsson og Elmar Þórarinsson Leikgervi: Margrét Benediktsdóttir Hljóð: Þórður Gunnar Þorvaldsson Leikarar: Hilmar Guðjónsson, Jóhann Sigurðarson og Unnur Ösp Stefánsdóttir.
39
MEÐ VERU ILLUGADÓTTUR
Hin vandaða þáttaröð Veru Illugadóttur „Í ljósi sögunnar“ hefur slegið í gegn, bæði í Ríkisútvarpinu og á hlaðvarpsveitum netsins. Í þáttunum rekur Vera atburði úr mannkynssögunni á lifandi og áhugaverðan hátt og hefur hlustendahópurinn stækkað jafnt og þétt þau sex ár sem þátturinn hefur verið í loftinu, enda sannleikurinn oft lygilegri en nokkur skáldskapur. Af nógu er að taka og nú fær sagan nýtt líf í sviðsljósinu þar sem Vera stígur á svið í eigin persónu ásamt Halli Ingólfssyni tónlistarmanni. Þau munu kafa í áhugaverða atburði sem fáir hafa áður heyrt á minnst í heillandi návígi við áhorfendur. Um er að ræða nýja þætti sem verða aðeins fluttir á leiksviði.
40
NÝJA SVIÐIÐ
FRUMSÝNT 22. apríl
Skjáskot BERGUR EBBI BENEDIKTSSON Hver er staða manneskjunnar í rafrænum heimi þar sem allar hugsanir fá einkunn, flokkun og umsagnir? Eru nýjar kynslóðir frekari en þær fyrri eða er réttlætið loks að sigra? Hvers vegna heldur veröldin áfram þrátt fyrir kúariðu, 2000-vanda, Brexit og Trump? Hver er æðsti ótti nútímamannsins? Hræðumst við ekki lengur eld og tortímingu, heldur þvert á móti þá staðreynd að framvegis mun aldrei neitt gleymast eða eyðast? Þetta eru nokkrar af þeim áleitnu spurningum sem Bergur Ebbi, uppistandari og rithöfundur leitar svara við í fyrirlestri sínum sem byggður er á bókinni Skjáskot sem nýverið kom út á vegum Máls & menningar.
NÝJA SVIÐIÐ
FRUMSÝNT 19. nóvember
Um tímann og vatnið ANDRI SNÆR MAGNASSON Á næstu 100 árum mun jörðin okkar fara í gegnum breytingar sem eru stærri en tungumál okkar og myndhverfingar geta höndlað. Þessar yfirvofandi ummyndanir sprengja í raun skynjun okkar svo við heyrum bara eitthvað hvítt suð. Andri Snær Magnason ætlar að hjálpa okkur að sjá í gegnum suðið og skilja stærðirnar með því að blanda saman persónulegum sögum, vísindum, minningum og hugmyndum um framtíðina. Þannig vefur hann fyrir okkur söguþráð sem er í senn ævintýralegur, alvarlegur og kannski með vonarglætu í lokin. Búðu þig undir ferðalag upp á Vatnajökul, þar sem við hittum Robert Oppenheimer, höfund kjarnorkusprengjunnar, leitum að uppruna lífsins og heyrum um frændann sem endurholdgaðist sem forsögulegur krókódíll áður en við förum á fund hjá heilögum manni sem lumar á svarinu við spurningunni um tilgang lífsins.
STÓRA SVIÐIÐ
FRUMSÝNT 8. október
41
Ást og karókí Við þurfum að tala aðeins um ómissandi karlmenn Hver er þessi maður sem neitar að stíga til hliðar? Sem telur sig svo nauðsynlegan samfélaginu að ekkert má steypa honum af stalli hans? Eins og hermaður ver hann sig þegar ásakanir berast á hendur honum og hann biðst ekki afsökunar þegar samfélagið reynir með samanteknum ráðum að kippa undan honum fótunum. Hver er hann? Í sviðslistahópnum Ást og karókí eru fimm ungir og ómissandi karlmenn sem munu skoða þessa sérstöku tegund áhrifamanns í nýju sviðsverki. Þeir eru Adolf Smári Unnarsson, Birnir Jón Sigurðsson, Friðrik Margrétar-Guðmundsson, Matthías Tryggvi Haraldsson og Stefán Ingvar Vigfússon. Frumsýnt 12. mars
Kartöflur Hvort er meira virði: 50 leggings úr gjafaleik á Instagram eða 50 pokar af gullauga? Kartaflan fjölgar sér með spírum í móðurlegg og er ófær um að tjá sig. Hún er stolt jarða sinna, hún er kölluð Keisari eða Blálandsdrottning, Premiere eða Eyvindur, nú eða einfaldlega Helga, eftir ræktunarkonu sinni Helgu Gísladóttur frá Unnarsholtskoti í Hrunamannahreppi. Komin frá frönskum sjómönnum sem skildu eftir sig blátt kartöfluútsæði og brún augu austur í Berufirði. Fyrir norðan er hún rauð og harðger og vel fallin til suðu eða í salat. Sviðslistahópurinn CGFC leggur af stað í ferðalag með kartöfluna sem leiðarvísi í tilraunakenndu sviðsverki. Hvað gerist þegar hópurinn sendir óvæntan tölvupóst í Þykkvabæinn?
42
Ertu hér? Dans- og hljóðverk sem hefur verið í vinnslu í 25 ár „Við spjölluðum alltaf á MSN áður en við fórum í kirkjuna. Líka áður en við fórum í skólann og eftir að við komum heim, fyrir mat og eftir mat. Þetta voru tvö leynileg hliðarlíf, kirkjan og Internetið. Þar héldum við framhjá raunveruleikanum, framhjá Austó og hinum krökkunum sem mættu á diskótekin.“ En hvað gerist þegar lífið byrjar og það fer að molna undan fyrirkomulaginu? Ásrún Magnúsdóttir og Halla Þórlaug Óskarsdóttir hafa verið bestu vinkonur frá því þær voru sex ára. Þær hafa verið til staðar hvor fyrir aðra - en þær hafa líka ekki verið það. Ertu hér hefur verið í bígerð í 25 ár og fjallar um það að fullorðnast í gegnum vináttuna.
Ýr Jóhannsdóttir, Hallveig Kristín Eiríksdóttir, Halldór Eldjárn, Birnir Jón Sigurðsson og Arnar Geir Gústafsson.
Höfundar: Ásrún Magnúsdóttir og Halla Þórlaug Óskarsdóttir
Frumsýnt 24. október
Frumsýnt 21. maí
AÐRAR FRUMSÝNINGAR 2019-2020 RHYTHM OF POISON
29.02
Elina Pirinen og vinir með líkamlega veislu í Borgarleikhúsinu. , Brjálæðislega hrifnæm líkamleg listsköpun á andlegu ástandi“ - Dance Info Finland
AIŌN
01.04
eftir Ernu Ómarsdóttur og Önnu Þorvaldsdóttur. Sýnt í Hörpu í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands. , AIŌN er náttúruafl“ - Dagens nyheter
RÓMEÓ + JÚLÍA
06.06
eftir Ernu Ómarsdóttur og Höllu Ólafsdóttur við sígilt tónverk Sergei Prokofiev. Sýnt í Hofi á Akureyri í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Þjóðleikhúsið og Listahátið í Reykjavík. , Hugrakkur, dásamlegur, þokkafullur og óhugnanlegur samleikur og sigur fyrir hina fullkomlega óhræddu Íslendinga “ - BR-Klassik
ÍD ÁRSKORT
Tvær sýningar Íslenska dansflokksins í Borgarleikhúsinu
5.900 kr. Sparaðu 40%
ÍD UNGMENNAKORT
Fyrir 25 ára og yngri Tvær sýningar Íslenska dansflokksins í Borgarleikhúsinu
2.900 kr. Sparaðu 70%
43
Hvað ef við erum ekki nógu fyndin, þroskuð, æðisleg og sexý? Hver er ég? Er ég það sem ég held að ég sé? Eða það sem þú heldur að ég sé? Er ég kannski bara það sem ég held að þú haldir að ég sé? Í sturlaðri von um að vera nógu æðisleg, sexý, fyndin og þroskuð engjumst við um í baráttunni við ófullkomleikann. Við finnum fiðringinn þegar við hljótum viðurkenningu umhverfisins en fyllumst einmanaleika og skömm þegar við afhjúpum okkur. Er ég nógu góð? Er ég best? Er ég yfirhöfuð eitthvað án tungumáls, kyns, þjóðernis ... og vegabréfs? HÚH! Leikhópurinn RaTaTam hefur á skömmum tíma orðið þekktur fyrir afgerandi sýningar. Með hlýju, húmor, leik og tónlist skoðar hópurinn ófullkomleika mannsins, draumasjálfið, leyndarmál og landamæri; hvernig sjálfsmyndin þyrlast um allslaus og nakin í hrárri og skynlausri hreinskilni. Fyrri verk RaTaTam eru heimildasýningin Suss! sem byggði á reynslusögum fólks um heimilisofbeldi og Ahhh ... verk um ástina sem gert var upp úr textum Elísabetar Jökulsdóttur. Leikhópurinn hefur hlotið verðskuldaða viðurkenningu, tilnefningar og verðlaun auk þess að hafa verið boðið á leiklistarhátíðir víðs vegar um Evrópu.
44
LITLA SVIÐIÐ
FRUMSÝNT 27. SEPTEMBER
Handrit: RaTaTam Leikstjórn: Charlotte Bøving Leikmynd: Þórunn María Jónsdóttir Búningar: Þórunn María Jónsdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist: Helgi Svavar Helgason og RaTaTam Leikgervi: Þórunn María Jónsdóttir Hljóð: Helgi Svavar Helgason og RaTaTam Dramatúrg: Stefán Ingvar Vigfússon Framkvæmdastjóri: Halldóra Rut Baldursdóttir Leikarar: Albert Halldórsson, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Guðrún Bjarnadóttir, Halldóra Rut Baldursdóttir og Hildur Magnúsdóttir.
45
Hvað varð eiginlega um konuna á myndinni? Þetta byrjar allt með myndaalbúmi sem keypt var á flóamarkaði í Belgíu. Það eina sem við vitum er að belgísk kona fór í frí til Mallorca fyrir 40 árum, drakk sangría, fór á ströndina, sigldi á hjólabát og tók myndir af sér og vinkonu sinni. Eftir tíu ára umhugsun hefur kaupandinn loks ákveðið að reyna að hafa uppi á réttmætum eiganda albúmsins og skila því. En þá þarf hann að leggjast í umfangsmikla rannsóknarvinnu, átta sig á tengslum persónanna á myndunum og hugsanlegum örlögum þeirra. Í Club Romantica kynnir sviðslistamaðurinn og rithöfundurinn Friðgeir Einarsson fólkið á myndunum fyrir okkur og notar töfra leikhússins til að svipta hulunni af því hvað varð um þessa belgísku konu. Í leiðinni veltir hann fyrir sér hvað verður um myndaalbúm og minningar okkar þegar við hverfum af sjónarsviðinu. Hver mun segja okkar sögu? Mun einhver muna eftir okkur eftir 40 ár? Með Friðgeiri á sviðinu er tónlistarmaðurinn Snorri Helgason sem semur tónlist sérstaklega fyrir verkið. Friðgeir hefur starfað með hópum á borð við Kriðpleir, Sextán elskendur og Íslenska dansflokkinn, auk þess að hafa gefið út tvær bækur. Club Romantica fékk Grímuverðlaun fyrir leikrit ársins árið 2019 og var auk þess tilnefnt til þrennra annarra verðlauna; sýning ársins, Pétur Ármannsson sem leikstjóri ársins og Snorri Helgason fyrir tónlist ársins.
NÝJA SVIÐIÐ
SÝNINGAR HEFJAST 28. SEPTEMBER
Höfundur og leikstjórn: Friðgeir Einarsson Leikstjórn: Pétur Ármannsson Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir Sviðshreyfingar: Ásrún Magnúsdóttir Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson og Pálmi Jónsson Tónlist: Snorri Helgason Hljóð: Baldvin Þór Magnússon Leikari: Friðgeir Einarsson
„Niðurstaðan er ein besta sýning þessa leikárs“ SJ. Fréttablaðið.
„Einlægur áhugi Friðgeirs á rannsóknarefni sínu og heillandi framsetning hefur smitandi áhrif á áhorfendur sem deila eðlilega forvitni hans.“ SBH. Morgunblaðið.
Í samstarfi við leikhópinn Abendshow. Verkefnið er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneyti - Leiklistarráði. LEIKRIT ÁRSINS
46
„Frásögn Friðgeirs nær að snerta ótalmargar taugar. Hún er í senn fyndin, hjartnæm, spennandi og persónuleg.“ ÞSH. Víðsjá.
47
Sannar en lygilegar sögur! Jón Gnarr steig á svið í Borgarleikhúsinu í janúar síðastliðnum með nýja sýningu þar sem áhorfendum gefst tækifæri til að heyra sannar en lygilegar sögur frá hans ferli. Fáir segja sögur eins og hann og enn færri hafa frá jafn mörgu að segja. Hann hefur komið víða við með Tvíhöfða, Fóstbræðrum, sem grínisti, rithöfundur og auðvitað sem borgarstjóri Reykjavíkur svo eitthvað sé nefnt. Á Kvöldvökunni segir sagnamaðurinn Jón sögur af lífi sínu og má með sanni segja að sumt af því sem hann hefur upplifað sé alveg hreint lygilegt. Meðal þess er þegar hann var afklæddur á hommaklúbbi í New York, þegar hann átti notalegt spjall við íslenskan nasista sem hitti Hitler, apakött sem kom til Íslands og maðurinn sem hélt að Jón væri Lýður Oddsson. Það er alveg víst að engin Kvöldvaka með Jóni verður nákvæmlega eins. Hvert kvöld verður einstök upplifun þar sem sagnahefðin og frásagnargleðin mun ráða ríkjum. Sumar sögurnar hafa einhverjir heyrt hann segja í útvarpinu en flestar hafa aldrei heyrst áður.
48
KVÖLDVAKA með Jóni Gnarr LITLA SVIÐIÐ
SÝNINGAR HEFJAST 6. SEPTEMBER
Höfundur: Jón Gnarr Leikari: Jón Gnarr
Hvað breyttist þegar fyrsta konan kom til landsins á 19. öld? Frá því að konan kom til landsins í lok nítjándu aldar hafa íslenskir karlmenn gert sitt besta til að laga sig að breyttum aðstæðum. Hefur okkur tekist sem skyldi? Hundur í óskilum leitar svara með því að velta við hverjum steini og grafa upp ýmislegt óvænt og skemmtilegt úr sögu jafnréttisbaráttunnar. Búðu þig undir drepfyndna sagnfræði með söngvum – á sannkölluðu hundavaði. Hundur í óskilum heldur hér áfram að varpa óvæntu ljósi á Íslandssöguna með húmorinn að vopni. Þessi fjölhæfi dúett er margrómaður fyrir leiksýningar sínar Sögu þjóðar, sem hlaut Grímuverðlaun árið 2012, og Öldina okkar, sem gekk fyrir fullu húsi, bæði í Samkomuhúsinu á Akureyri og í Borgarleikhúsinu. Kvenfólk sló í gegn bæði á Akureyri og hér í Borgarleikhúsinu og var tilnefnd til þrennra Grímuverðlauna.
„Á sama tíma og áhorfendur gátu hlegið sig máttlausa yfir skemmtilegheitum Eiríks og Hjörleifs fór þungur undirtónn sýningarinnar ekki á milli mála.“ SBH. Morgunblaðið.
„Súrrealískur og stórskemmtilegur söngfyrirlestur með hárbeittum skilaboðum.“
NÝJA SVIÐIÐ
SÝNINGAR HEFJAST 12. OKTÓBER
Höfundar: Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur Stephensen Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir Lýsing: Lárus Heiðar Stefánsson Leikmynd og búningar: Íris Eggertsdóttir Tónlist: Hundur í óskilum Myndband: Jón Páll Eyjólfsson Hljóð: Gunnar Sigurbjörnsson Leikarar: Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur Stephensen Hljómsveit: Fríða Björg Pétursdóttir, Hrafnhildur Einarsdóttir, Margrét Hildur Egilsdóttir og Una Haraldsdóttir.
SJ. Fréttablaðið.
„Þeir eru svo hugmyndaríkir sem músíkantar.“
Gestasýning frá Leikfélagi Akureyrar
HA. Menningin. .
49
Einlæg og töfrandi jólasýning fyrir yngstu leikhúsgestina Jólaflækja er falleg og fyndin barnasýning sem sýnd hefur verið á jólum frá árinu 2017. Einar er alltaf einn. Líka á jólunum. En Einari leiðist aldrei. Hann finnur alltaf upp á einhverju til að gera einveruna áhugaverða. Þegar hann lokast uppi á háalofti heima hjá sér á aðfangadag þarf hann að gera sitt besta til að halda hátíðina heilaga. En Einar er óheppinn og á það til að flækjast í jólaseríum eða lenda í slagsmálum við hangikjöt. Sýningin var tilnefnd til Grímuverðlauna með Berg Þór Ingólfsson í aðalhlutverki en hann er einnig höfundur og leikstjóri sýningarinnar. Jólaflækja hringir inn jólin á gamansaman og hjartnæman hátt fyrir yngstu áhorfendur Borgarleikhússins og fjölskyldur þeirra.
„Yljar áhorfendum og minnir okkur á að jólin snúast ekki um gjafirnar heldur samveruna við annað fólk“
a j k æ l f Jóla
LITLA SVIÐIÐ
SÝNINGAR HEFJAST 23. NÓVEMBER
Höfundur: Bergur Þór Ingólfsson Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson Leikmynd og búningar: Móeiður Helgadóttir Lýsing og tónlist: Garðar Borgþórsson Leikari: Bergur Þór Ingólfsson
„Varla hægt að gefa börnum betri gjöf“ MK. Víðsjá
SBH. Morgunblaðið
Útgefandi: Borgarleikhúsið, ágúst 2019 / Ritstjórn og ábyrgð: María Hrund Marinósdóttir Hönnun: ENNEMM / Ljósmyndir: Ari Magg, Atli Þór Alfreðsson, Grímur Bjarnason, Saga Sig o.fl. Prentun: Oddi / Innihald blaðsins er birt með fyrirvara um breytingar Borgarleikhúsið | Listabraut 3 | 103 Reykjavík | Miðasala 568 8000 | Skrifstofa 568 5500 | borgarleikhus.is | Fylgdu okkur á Facebook og Instagram.
50
Gómsætur forleikur! G E R Ð U G OT T KVÖ L D E N N ÞÁ B E T R A Leikhúsbar Borgarleikhússins er opinn frá kl. 18 öll sýningarkvöld. Taktu kvöldið snemma og fáðu þér hressingu í Happy Hour milli 18 og 19 eða ljúffenga smárétti af matseðlinum okkar fyrir sýningu eða í hléi. Korthafar fá afslátt af veitingum.
af veitingum
* LÚXUSKORT *
10% af veitingum
AFSLÁTTUR
5%
AFSLÁTTUR
* LEIKHÚSKORT *