Borgarleikhúsblaðið 2015 - 2016

Page 1

1

BORGARLEIKHÚSIÐ 2015 - 2016


ÞORVALDUR DAVÍÐ KRISTJÁNSSON VALA KRISTÍN EIRÍKSDÓTTIR

VALUR FREYR EINARSSON EYSTEINN SIGURÐARSON


EFTIR ANTON TSJÉKHOV

SÖGURNAR SEM EKKI MÁTTI SYNGJA

FÓRN


KÆRU LEIKHÚSGESTIR Það er með mikilli gleði og tilhlökkun sem við í Borgarleikhúsinu kynnum fyrir ykkur nýtt leikár sem er að okkar mati bæði metnaðarfullt og kraftmikið. Borgarleikhúsið er leikhúsið ykkar, kæru áhorfendur, það eruð þið sem skiptið okkur mestu máli. Á síðastliðnu leikári voru öll aðsóknarmet slegin en rúmlega 220.000 leikhúsgestir heimsóttu Borgarleikhúsið á því ári. Fyrir það erum við afar þakklát. Við viljum vera í lifandi samtali við áhorfendur okkar og samfélagið, við viljum rýna í samtímann og spyrja mikilvægra og ágengra spurninga. Í vetur einsetjum við okkur að gera enn betur og færa okkur enn nær ykkur, leikhúsgestir góðir, en áherslan verður lögð á fortíð okkar, nútíð og framtíð í nýju ljósi. Við skoðum sögurnar okkar frá nýjum hliðum, veltum við steinum og fáum til þess listamenn sem margir hverjir hafa haslað sér völl víðs vegar um heiminn. Á Stóra sviðinu bjóðum við upp á stórsýningar þar sem öllu verður tjaldað til. Leikstýran Yana Ross, sem hefur sópað að sér verðlaunum víðsvegar um Evrópu undanfarin ár, sviðsetur krassandi útgáfu af meistaraverkinu Mávinum og Þorleifur Örn Arnarsson færir okkur ástsælustu sögu þjóðarinnar, Njálu, í algerlega nýjum búningi. Söngleikjaunnendur verða ekki sviknir í ár því að Abba-söngleikurinn Mamma Mia mun án efa sprengja þakið af húsinu í vor í meðförum margra okkar fremstu sviðslistamanna. Borgarleikhúsið leggur mikla áherslu á frumsköpun og höfundastarf. Við erum því afar stolt af því að á Litla sviðinu frumsýnum við fimm ný íslensk verk. Þar hefja trúðarnir okkar leikinn með trúðaóperunni Sókrates, tónlistarmaðurinn KK slær á ljúfsára strengi í sýningunni Vegbúar og Hrafnhildur Hagalín og Björn Thors taka saman höndum og færa okkur Flóð, heimildaverk um snjóflóðið á Flateyri, sem féll fyrir 20 árum. Verkin Illska og Made in Children spyrja áleitinna spurninga um samtíma okkar og samfélag. Á Nýja sviðinu hefjum við leikinn með verðlaunaverkinu At, ögrandi samtímaverki um vægðarlausa samkeppni. Við færum ykkur eitraðasta eftirpartý leiklistarsögunnar með meistaraverkinu Hver er hræddur við Virginíu Woolf? og ljúkum svo leikárinu með ærslafulla og hárbeitta gleðileiknum Auglýsing ársins eftir eitt áhugaverðasta leikskáld yngri kynslóðarinnar, Tyrfing Tyrfingsson. Vegna mikilla vinsælda snúa nokkrar sýningar frá fyrra leikári aftur: Billy Elliot sem heillaði áhorfendur upp úr skónum, ólíkindatólið sívinsæla Lína Langsokkur, hin umtalaða Hystory og Kenneth Máni stela senunni enn á ný auk þess sem sigurvegari Grímunnar, Dúkkuheimili, verður sýnt í takamarkaðan tíma. Kæru áhorfendur, framundan er óvenju spennandi leikár. Ég hvet ykkur til að vera með okkur í vetur og slást í hóp 11.000 ánægðra kortagesta. Ég hlakka til að sjá ykkur í leikhúsinu. Við tökum á móti ykkur með opinn faðminn! Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri

OPIÐ HÚS – FRÁBÆR BYRJUN Á LEIKÁRINU Opið hús markar upphaf leikársins í Borgarleikhúsinu. Opna húsið hefur notið gríðarlegra vinsælda undanfarin ár enda gefst allri fjölskyldunni skemmtilegt tækifæri til að skyggnast inn í töfraveröld leikhússins, hitta ótrúlegustu persónur, njóta veitinga og sjá brot úr verkum leikársins. Eins og fyrri daginn þarf enginn að hafa miða, bara áhuga á því að uppgötva eitthvað nýtt og skemmta sér! Að þessu sinni er opna húsið haldið laugardaginn 29. ágúst milli kl. 13 og 16.


Tryggðu þér ÁSKRIFT!

15.900 kr. FJÓRAR SÝNINGAR AÐ EIGIN VALI 2.000 króna viðbótargjald ef valdir eru 2 söngleikir

Miðasala Borgarleikhússins

568 8000

www.borgarleikhus.is Opið alla virka daga frá 10-18 og til 20 sýningardaga. Um helgar er opið frá 12-20.


6

ALLT AÐ GERAST Í BORGARLEIKHÚSINU Borgarleikhúsið fékk 30 Grímutilnefningar Íslensku sviðslistaverðlaunin, Gríman, eru afhent ár hvert og þar er því hampað sem þótt hefur skara fram úr á liðnu leikári. Dúkkuheimili eftir Henrik Ibsen fékk 11 tilnefningar og hlaut sex verðlaun; sýning ársins, leikstjóri ársins, leikkona ársins í aðalhlutverki, leikmynd ársins, búningar ársins og lýsing ársins. Vegna mikillar eftirspurnar verða nokkrar aukasýningar á Dúkkuheimili í september. Billy Elliot hlaut átta tilnefningar og Lína Langsokkur og Hystory fjórar tilnefningar hvor. Þetta er glæsilegur árangur enda eru verðlaunin mikill heiður.

Tveir stórsöngleikir í Borgarleikhúsinu Við sviðsetningu á Billy Elliot fyrr á þessu ári var bókstaflega allt lagt undir til að sýningin yrði sem glæsilegust og gæfi söngleikjum á Broadway og West End ekkert eftir. Áhorfendur tóku söngleiknum afar vel og mun hann halda áfram á Stóra sviðinu fram eftir vetri. Í vetur mun Borgarleikhúsið frumsýna annan stórsöngleik, einn vinsælasta söngleik allra tíma, Mamma Mia. Aldrei áður hafa tveir söngleikir verið á einu og sama leikári Borgarleikhússins. Við spennum bogann afar hátt og eins gott að hitta beint í mark. Lee Proud kemur enn og aftur beint frá West End og mun semja dansa eins og hann gerði svo glæsilega í Mary Poppins og Billy Elliot. Leikstýran Unnur Ösp Stefánsdóttir mun svo halda þétt utan um allt samspil í söng, leik og dansi. Við lofum dúndur ABBA-fjöri í vetur.

Opnir samlestrar Fyrsta skrefið í æfingum leikrita er svokallaður samlestur. Þá koma starfsfólk leikhússins og aðstandendur sýningarinnar saman og leikararnir lesa leikritið upp í fyrsta sinn. Samlestur er oftast eins konar hátíðarsamkoma; upphaf langrar ferðar sem lýkur með pompi og prakt á frumsýningu. Gefst áhugafólki um leikhús tækifæri til að koma á samlestur leikverkanna sem sýnd verða í vetur. Þetta er liður í því að opna leikhúsið upp á gátt og skapa skemmtilegan formála að væntanlegum sýningum. Tímasetning samlestranna verður nánar auglýst síðar en þeir eru yfirleitt í forsal leikhússins.


7

Leiklistarhátíðin Lókal og RDF í Borgarleikhúsinu Lókal verður haldin í áttunda sinn í haust. Að þessu sinni verður hátíðin í samfloti með Reykjavik Dance Festival. Þrjár sýningar verða í Borgarleikhúsinu: Atlas eftir Portúgalana Borralho & Galante þar sem 100 Reykvíkingar, fulltrúar hinna ýmsu starfsstétta, stíga á stóra sviðið. Verkið dregur nafn sitt af gríska guðinum Atlasi sem var dæmdur til þess að bera heiminn á herðum sér. Í danssýningunni Giselle takast dansarar á við ýmis sígild balletthlutverk. Karl- og kvenhlutverk renna saman, prinsar breytast í tré sem umbreytast í fljúgandi erni sem verða að bændum. Einstakt dansverk sem höfðar til aðdáenda Celine Dion, Rihönnu og allra þeirra sem elska cyberpunk, nútímadans og Johann Sebastian Bach! Áhugaleikhús atvinnumanna er hópur atvinnufólks sem hefur áhuga á frelsi til óháðrar listsköpunar í leiklist. Leikhópurinn frumsýnir verkið Ást og ástleysi sem er síðast í syrpu fimm leiksýninga undir yfirskriftinni „Ódauðlegu verkin“. Hin fjögur verða einnig sýnd á hátíðinni.

Leikarar Borgarleikhússins á rauða dreglinum Kvikmynd Gríms Hákonarsonar, Hrútar, sigraði heiminn á mikilvægustu kvikmyndahátíð heims í Cannes í vor þar sem hún var frumsýnd. Þetta er í fyrsta sinn í 68 ára sögu keppninnar í Cannes sem íslensk kvikmynd í fullri lengd vinnur til verðlauna en Hrútar vann til fyrstu verðlauna í flokknum Un Certain Regard. Myndin hlaut mikið lof og aðalleikurunum Sigurði Sigurjónssyni og Theódór Júlíussyni var hrósað í hástert. Myndin hlaut einnig verðlaun á kvikmyndahátíðinni Transilvania International Film Festival í Rúmeníu, á hátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi og var tilnefnd til LUX-verðlauna Evrópusambandsins og hlaut Gullna turninn sem besta mynd á kvikmyndahátíðinni í Palic í Serbíu. Augljóslega stefnir hún í svipaða sigurför og kvikmynd Rúnars Rúnarssonar Eldhaf: Verðlaun á verðlaun ofan. Við í Borgarleikhúsinu óskum aðstandendum myndarinnar innilega til hamingju. Hver hefði trúað því að kvikmynd um íslenskt sauðfé gæti fengið mann til að gráta?

Nýir leikarar Borgarleikhúsið hefur fengið til liðs við sig þrjá nýútskrifaða leikara næsta vetur: Eystein Sigurðarson, Völu Kristínu Eiríksdóttur og Þuríði Blæ Jóhannsdóttur. Öll útskrifuðust þau frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands síðastliðið vor. Þau munu leika í Ati, Mávinum, Njálu, Mamma Mia o.fl. Við bjóðum ungu leikarana velkomna í sterkan leikhóp Borgarleikhússins.


8 Blóðheitar konur, hugrakkar hetjur og brennuvargar – en ekki alveg eftir bókinni

ERTU AÐ GRENJA SKARPHÉÐINN?

Frumsýnt í desember 2015

Ber er hver að baki nema sér bróður eigi!

Höfundar: Mikael Torfason og Þorleifur Örn Arnarsson

Njála er nýtt íslenskt leikverk sem sækir innblástur í Brennu-Njáls sögu, eina ástsælustu sögu okkar Íslendinga. Sagan hefur lifað með þjóðinni í sjöhundruð ár, verið lesin í öllum menntaskólum landsins og sjaldan átt meiri vinsældum að fagna en einmitt nú. Hún segir frá því hvernig við urðum að þjóð, og hetjur bókarinnar, þau Gunnar, Skarphéðinn, Njáll, Hallgerður og Bergþóra eru sveipuð goðsagnakenndum ljóma og hafa mótað og markað þjóðarsálina allt til þessa dags. Sýningin er unnin í samvinnu við Íslenska dansflokkinn undir stjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar og Ernu Ómarsdóttur, danshöfundar og dansara. Þau munu tjalda öllu til og nýta ótakmarkaða töfra leikhússins til að skoða þessa stórbrotnu sögu frá ýmsum sjónarhornum í sýningu sem verður í senn forvitnileg, ögrandi og litrík leikhúsveisla. Bardagar, ástir, hefndir og völd en umfram allt Njála eins og þú hefur aldrei séð hana áður!

Leikstjóri: Þorleifur Örn Arnarsson Danshöfundur: Erna Ómarsdóttir Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Búningar: Sunneva Ása Weisshappel Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist: Árni Heiðar Karlsson Hljóðmynd: Valdimar Jóhannsson Hljóð: Baldvin Þór Magnússon Leikgervi: Margrét Benediktsdóttir Leikarar: Aðalheiður Halldórsdóttir, Björn Stefánsson, Brynhildur Guðjónsdóttir, Erna Ómarsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Hjörtur Jóhann Jónsson, Jóhann Sigurðarson, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Valgerður Rúnarsdóttir, Valur Freyr Einarsson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir

Mikael Torfason er blaðamaður og rithöfundur og vakti fyrst athygli með skáldsögunni Falskur fugl sem kom út árið 1997, síðan hefur hann sent frá sér fjórar skáldsögur og leikritið Harmsögu. Þorleifur Örn Arnarsson hefur getið sér gott orð sem leikstjóri hérlendis og erlendis og hefur m.a. unnið leikgerðirnar að Englum alheimsins og Sjálfstæðu fólki. Erna Ómarsdóttir er einn virtasti dansari og danshöfundur Íslendinga og hefur unnið víða um heim með fremstu dansog sviðslistahópum Evrópu og listamönnum á borð við Jan Fabre, Sidi Larbi Cherkaoui, Björk, Jóhann Jóhannsson og Gabríelu Friðriksdóttur. Erna hefur vakið athygli og hlotið mikið lof fyrir sinn einstaka stíl, núna síðast fyrir verkið Black Marrow sem hún samdi ásamt Damien Jalet, en það var tilnefnt til Grímuverðlaunanna 2015 sem sýning ársins.

Samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins

Máttarstólpi:

Stóra sviðið


9


10 ABBA-söngleikurinn sem allir elska

ÓMÓTSTÆÐILEG GLEÐISPRENGJA!

Frumsýnt í mars 2016 Höfundar: Catherine Johnson og ABBA Þýðing: Þórarinn Eldjárn Leikstjóri: Unnur Ösp Stefánsdóttir Aðstoðarleikstjóri: Hlynur Páll Pálsson Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Búningar: Filippía I. Elísdóttir Lýsing: Þórður Orri Pétursson Danshöfundur: Lee Proud Tónlist: ABBA Tónlistarstjóri: Jón Ólafsson Hljóð: Gunnar Sigurbjörnsson Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir Myndvinnsla: Petr Hlousek Leikarar: Arnmundur Ernst Bachman, Brynhildur Guðjónsdóttir, Esther Thalía Casey, Eysteinn Sigurðarson, Halldór Gylfason, Helgi Björnsson, Hilmar Guðjónsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Orri Huginn Ágústsson, Vala Kristín Eiríksdóttir, Valur Freyr Einarsson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir o.fl.

Máttarstólpi:

Mamma mía, enn og aftur þú æ, æ, allt sem þarf að varast mamma mía, veit hver kjaftur nú æ, æ, að ég er að farast?

Ömurlegt allt varð bara af því ég lét þig fara æ, æ, að ég skyldi sleppa þér mamma mía, alveg ljóst það er æ, æ, ég átti ekki’ að sleppa þér

Yfir 54 milljónir manna um allan heim hafa hrifist með og fallið fyrir persónum, sögu og rífandi fjörugri tónlist ABBA í söngleiknum heimsfræga Mamma Mia. Enn fleiri hafa séð bíómyndina með Meryl Streep í aðalhlutverki en sagan segir frá einstæðri móður sem undirbýr brúðkaup einkadóttur sinnar. Forvitni dótturinnar ungu um uppruna sinn verður til þess að hún býður á laun þremur gömlum kærustum móður sinnar í brúðkaupið í því skyni að komast að því hver þeirra sé faðir hennar. Nú eru góð ráð dýr; gömlu kærastarnir vilja allir eiga dótturina og móðirin þarf að horfast í augu við skrautlega fortíð sína – úr verður syngjandi skemmtilegur tilfinningarússíbani fyrir alla viðstadda.

Unnur Ösp Stefánsdóttir tekst hér á við einn frægasta söngleik allra tíma með einvala hóp listamanna sér við hlið. Þau bjóða upp á ómótstæðilega gleðisprengju, sannkallaða stórsýningu sem mun án efa hrífa unga sem aldna. Catherine Johnson (1957) er breskur leikritaog handritshöfundur, best þekkt fyrir handrit sitt að kvikmyndinni og söngleiknum Mamma Mia sem farið hefur sigurför um heiminn. ABBA (1972) var sænsk popphljómsveit sem sló í gegn um allan heim á áttunda áratugnum. Hljómplötur ABBA eru með söluhæstu hljómplötum allra tíma.

Stóra sviðið


11

BORGARLEIKHÚSIÐ KYNNIR HÖFUNDUR

CATHERINE JOHNSON

FRUMGERÐ TÓNLISTAR OG SÖNGTEXTA

BENNY ANDERSSON BJÖRN ULVAEUS ÁSAMT SÖNGVUM EFTIR STIG ANDERSON

VIÐBÓTAREFNI OG ÚTSETNINGAR

MARTIN KOCH

UPPHAFLEGA SVIÐSETT AF JUDY CRAYMER, RICHARD EAST OG BJÖRN ULVAEUS Í LONDON FYRIR LITTLESTAR Í SAMSTARFI VIÐ UNIVERSAL. TÓNLIST ER BIRT Á VEGUM UNIVERSAL MUSIC PUBLISHING GROUP


12 Margverðlaunað meistarastykki eftir Edward Albee

EITRAÐASTA EFTIRPARTÝ LEIKLISTARSÖGUNNAR

Frumsýnt í janúar 2016

Ég sver það … ef þú værir yfirhöfuð til, þá myndi ég skilja við þig …

Höfundur: Edward Albee Þýðing: Salka Guðmundsdóttir

Marta og Georg elska hvort annað. Þau vita allt um sig og lífið en samt – eða einmitt þess vegna – eru þau ekki hamingjusöm. Hann er sögukennari við lítinn háskóla, hún heimavinnandi. Að lokinni rektorsveislu í háskólanum býður Marta nýja unga líffræðikennaranum og konu hans heim í eftirpartý án vitneskju eiginmanns síns. Hann þekkir allt of vel gestaleiki konu sinnar. Hún veit allt um völd sín og áhrif og nýtur þess að leika sér að tilfinningum annarra. Miskunnarlaus stigmagnandi barátta hrekur fjórar glæsilegar persónur út á ystu nöf í þessu stórkostlega leikriti.

Leikstjóri: Egill Heiðar Anton Pálsson Leikmynd: Gretar Reynisson Búningar: Helga I. Stefánsdóttir Lýsing: Þórður Orri Pétursson Tónlist: Margrét Kristín Blöndal Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen Leikgervi: Margrét Benediktsdóttir Leikarar: Elma Stefanía Ágústsdóttir, Eysteinn Sigurðarson, Hilmir Snær Guðnason, Margrét Vilhjálmsdóttir

Máttarstólpi:

Edward Albee er eitt fremsta leikskáld Ameríku. Leikritið Hver er hræddur við Virginíu Woolf? var frumsýnt í New York árið 1962 og kvikmyndað skömmu síðar með þeim Elizabeth Taylor og Richard Burton og hefur allar götur síðan talist til sígildra leikrita og verið leikið um allan heim.

Leikritið er margverðlaunað auk höfundarins sem meðal annars hlaut hin virtu Pulitzer-verðlaun í tvígang.

Nýja sviðið


13


14 Þeir láta allt flakka og þeim er ekkert óviðkomandi

TRÚÐARNIR HAFA TEKIÐ YFIR DAUÐADEILDINA!

Frumsýnt í október 2015

Ég veit það eitt að ég veit ekki neitt

Höfundar: Bergur Þór Ingólfsson og Kristjana Stefánsdóttir

Trúðar Borgarleikhússins hafa fært okkur dásamlegar sýningar. Við höfum séð trúðana okkar glíma við dauðasyndir og jólaguðspjallið. Nú ætla þeir að tækla heimspekina og taka Sókrates sér til fyrirmyndar – og spyrja og spyrja og spyrja þangað til við komumst að minnsta kosti skrefi nær því að vita um hvað við getum verið sammála í heiminum. Trúðum er ekkert óviðkomandi. Í opinni og einlægri nálgun glíma þeir við stóru spurningarnar og eru í senn fyndnir og harmrænir, grimmir og góðir.

Leikstjórar: Rafael Bianciotto og Bergur Þór Ingólfsson Leikmynd: Egill Ingibergsson Búningar: Stefanía Adolfsdóttir Lýsing: Egill Ingibergsson Tónlist: Kristjana Stefánsdóttir Hljóð: Garðar Borgþórsson Leikgervi: Elín S. Gísladóttir Leikarar: Bergur Þór Ingólfsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir, Maríanna Clara Lúthersdóttir

Máttarstólpi:

Síðasta trúðasýning Borgarleikhússins, Jesús litli, var valinn sigurvegari Grímunnar 2010. Jesús litli var valin sýning ársins og leikverkið sjálft var valið leikrit ársins auk þess sem sýningin hlaut sjö Grímutilnefningar. Gagnrýnendur hlóðu sýninguna lofi og áhorfendur voru hrærðir og yfir sig hrifnir.

Rafael Bianciotto fæddist í Buenos Aires í Argentínu og lærði þar tölvunarfræði og leiklist. Í samstarfi við Mario Gonzalez, leikara í París, uppgötvaði hann töframátt grímunnar og Commedia dell’arte. Hann hefur leikstýrt fjölda sýninga og haldið námskeið í trúðleik víða um heim. Hann leikstýrði Dauðasyndunum hér í Borgarleikhúsinu sem hlaut sex tilnefningar til Grímuverðlauna árið 2009. Bergur Þór Ingólfsson útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1995 og hefur verið leikari og leikstjóri við Borgarleikhúsið síðustu 15 ár og leikið í fjölda sýninga, meðal annars í Jesús litla og Dauðasyndunum. Hann leikstýrði Horn á höfði, Hamlet litla, Mary Poppins, Kenneth Mána og Billy Elliot sem sýnt er í Borgarleikhúsinu um þessar mundir. Bergur hefur hlotið fjölda Grímuverðlauna í ýmsum flokkum.

Litla sviðið


15


16

Verðlaunaleikstjórinn Yana Ross leikstýrir þekktasta verki Tsjékhovs

„HJARTA MITT SLÆR ÖRAR ÞEGAR ÉG LES TSJÉKHOV“

Yana Ross leikstýrir Mávinum eftir Anton Tsjékhov sem verður frumsýndur á Stóra sviði Borgarleihússins í október. Það er mikill fengur fyrir íslenskt menningarlíf að fá þennan áhugaverða og öfluga leikstjóra til starfa, enda hafa uppsetningar Yönu hlotið mikið lof og athygli á undanförnum árum. Yana Ross er fædd í Lettlandi, hún ólst upp í Moskvu og Bandaríkjunum og er nú búsett í Litháen. Hún leikstýrir víða um heim; í Svíþjóð, Ungverjalandi, Þýskalandi, Suður-Kóreu, Moskvu og New York. Á síðasta leikári sviðsetti Yana Vanja frænda eftir Anton Tsjékhov í Borgarleikhúsinu í Uppsölum í Svíþjóð og töldu sænskir leiklistargagnrýnendur sýninguna vera í hópi fimm bestu leiksýninga ársins. Við náðum tali af Yönu þar sem hún var í óðaönn að ljúka æfingum á Mávinum fyrir sumarið og spurðum hana fyrst hvaða aðferð hún notaði við að takast á við þetta 119 ára gamla leikrit?

Hvernig mátar þú verkið við samtímann? Hvað gerir leikrit að samtímaverki? Þarf það að vera skrifað á okkar tímum og lýsa því andartaki sem skiptir okkur máli – okkar andartaki? Hjarta mitt slær örar þegar ég les Anton Tsjékhov, mér finnst ég hafa fengið nýskrifað verk í hendurnar. Hann er höfundur með gott eyra fyrir samtímanum og greinir mannlega hegðun niður í smæstu smáatriði. Hann er óvæginn, háðskur, mjög fyndinn og kvikindislegur. Ég er satt best að segja ástfangin af honum! Ég elska manninn! „Samvinna“ okkar hefur nærandi áhrif á mig. Mér finnst stundum eins og hann sé bara nýbúinn að skrifa þetta leikrit og ég get ekki beðið eftir því að áhorfendur fái að sjá það!“

Tsjékhov var fyrst og fremst læknir. Hann hafði lifibrauð sitt af því að skera fólk upp, stinga höndunum í iður þess og komast að upptökum sjúkdómsins. Þess vegna eru leikrit hans einskonar skurðaðgerð. Þau kafa djúpt inn í manneskjuna og hvolfa úr henni innyflunum. Það er að vissu leyti óbærilegt fyrir hvern þann sem kemur að þessum verkum, en ferlið sem verður til er á einhvern hátt heilandi. Hæfileiki hans til að sjúkdómsgreina okkar tíma, þjóðfélag okkar og málefni kynjanna er án fordæmis. Tsjékhov lærði mikið af Ibsen en gekk mun lengra. Honum fannst sér ekki bera skylda til að flytja fólki ákveðinn siðferðisboðskap. Hann eftirlét lesendum og áhorfendum að ákveða hvort persónur hegðuðu sér vel eða illa, hvort þær væru góðar eða slæmar manneskjur. Hann blandaði saman svörtu og hvítu og úr urðu ógreinilegir gráir litir sálarlífsins .


17

Hvaða þýðingu hefur Mávurinn í dag? Í mínum huga veltir leikritið fyrir sér tilvist listamannsins. Hvaða þýðingu hefur það að vera listamaður á Íslandi í dag? Tilheyra þjóð sem státar sig af aldalangri bókmenntahefð en þar sem orðið „listamaður“ vekur einnig upp einhvers konar skömm? Þjóðin virðist ætlast til að landið sé ræktað og að fjársýslan sé í lagi en maður eigi hins vegar ekki að krota á blað, dansa eða mála. Þegar við lesum skáldsögur eftir Karl Ove Knausgård eða Erík Örn Norðdahl, þá sjáum við að barátta þeirra fyrir stöðu sinni sem rithöfundar er jafngild baráttu Tsjékhovs fyrir 120 árum! Ofan á allt þetta bætist að kjarni leikritsins er meðvirk fjölskylda. Þarf frekari sannana við?

Hve mótaðar eru hugmyndir þínar um uppsetninguna þegar æfingar hefjast? Mér finnst mikilvægt að ögra leikurunum til þess að líta á leikritið eins og það hefði verið skrifað beint fyrir þá. Ég vil að upplifunin sé eins og við séum að bragða á rjómaís í fyrsta sinn. Tilfinningin verður að vera undursamleg. Það verður að vera fullkomlega ný uppgötvun.

Hvert er, að þínu mati, hlutverk áhorfenda í dag? Heldur þú að það sé annars konar en fyrir 119 árum þegar Mávurinn var frumsýndur? Það er erfitt fyrir mig að segja hvernig áhorfendur voru fyrir 120 árum. Ég er ekki nógu gömul! Mig grunar samt að þeir hafi lítið breyst. Manneskjan leitar eftir djúpri tengingu allt sitt líf. Við leitum að tilgangi og einhverju sem breytir okkur og kemur okkur á óvart. Okkur þyrstir í skilning, samúð, spennu og áskorun. Fegurð leikhússins felst í að fólk á þar sameiginlega stund og upplifun sem það deilir samstundis hvert með öðru, mun hraðar en hægt er að pósta á Fésbókinni. Fullnægjan verður djúp og merkjanleg. Inntak hennar fylgir manni út úr leikhúsinu og stundum endist hún lífið á enda.

Hvað með þá listrænu sýn, eða menningu sem þú tekst á við á hinum ýmsu stöðum, er mikill munur á afstöðu fólks eftir samfélögum? Að sjálfsögðu, leikhúsmenningin er töluvert fjölbreytt. Mér finnst oft skrítið að horfa á leiksýningar bandarískra eða þýskra kollega minna. Við höfum oftar en ekki mjög ólíkar skoðanir á hlutunum. Hugmyndafræði, pólitík, foreldrar, trúarbrögð og skólar – allt eru þetta fulltrúar eða útsendarar ólíkra menningarlegra sjónarmiða, ef svo má að orði komast. Mannlegi þátturinn hefur samt yfirhöndina og finnur sér ávallt farveg í listinni; býr til tengingar. Tungumál listarinnar á sér engin landamæri.

Úr sýningunni Vanja frændi í Svíþjóð

Uppsetningar þínar eru mjög sjónrænar. Hvernig vinnur þú með öðrum listrænum aðstandendum sýningarinnar? Það er engu líkara en það sé stór hluti af mér sem manneskju, hluti af fagurfræði minni. Hugmyndirnar kvikna áður en æfingar hefjast, í sjálfu æfingaferlinu og jafnvel stundum eftir að sýning hefur verið frumsýnd. Ég hvet alla þá listrænu aðstandendur sem vinna með mér að vera á æfingum, eins mikið og þeir hafa tök á. Sjálf held ég áfram að vinna að uppsetningunni eftir frumsýningu. Til dæmis breytti ég eitt sinn byrjun á sýningu tveimur árum eftir frumsýningu. Ég fylgist með sýningunum og ég bregst við þeim. Vinnu við verkið er ekki endilega lokið á frumsýningardegi, því þetta er lifandi efni sem tekur breytingum eftir því hver viðbrögð áhorfenda eru á sýningum. Og í rauninni breytist ég sjálf um leið; ég lít á það sem hluta af starfi mínu sem leikstjóri.

Þú ert með áhugaverðan menningarlegan bakgrunn, fæddist í Lettlandi, bjóst í Moskvu, Bandaríkjunum og í Litháen síðustu misserin. Því hefur verið haldið fram að það sé erfitt að negla niður eða staðsetja leikstjórnarstíl þinn. Ef svo er, heldurðu að þessi fjölbreytti bakgrunnur eigi þar hlut að máli? Ég held að það sé öllum hollt að smitast af ferðabakteríunni, eins og henti mig þegar ég var yngri, sem hefur þær afleiðingar að maður verður forvitinn, í stað þess að hræðast hið ókunna. Ég þrái líka að kynnast öðrum menningarheimum og það, fyrst og fremst, hvetur mig áfram. Ég er svo heppin að búa yfir bæði vestrænu og austurevrópsku genamengi. Mér finnst ég vera heima hjá mér hvort sem ég er stödd í New York eða Varsjá. Allt þetta flakk gerir þó að verkum að mér líður stundum eins og ég eigi hvergi heima. Ég er flökkukona og kýs að hugsa ekki of mikið um rætur mínar eða ríghalda í einn stað umfram annan. Ég lít á það sem hlutverk mitt í lífinu að bera frjókorn á milli blóma, rétt eins og sístarfandi býfluga! Og ég ber með mér alls konar blómaryk. Ragnheiður Skúladóttir


18 Leikhúsperla besta leikskálds allra tíma

KRASSANDI UPPFÆRSLA Á KRAFTMIKLU MEISTARAVERKI

Frumsýnt í október 2015 Höfundur: Anton Tsjékhov Þýðing: Ingibjörg Haraldsdóttir Leikstjóri: Yana Ross Aðstoðarleikstjóri: Hlynur Páll Pálsson Leikmynd: Zane Pihlström Búningar: Filippía I. Elísdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson Hljóð: Baldvin Þór Magnússon Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir Leikarar: Björn Stefánsson, Björn Thors, Halldóra Geirharðsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Hilmir Snær Guðnason, Jóhann Sigurðarson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Guðrún S. Gísladóttir

Snemma í fyrramálið fer ég aftur til London með Wow Air í opna prufu. Það er ruddalegt þetta líf! Mávurinn er eitt stórbrotnasta leikrit rússneska leikskáldsins Antons Tsjékhovs. Það er eitt besta leikrit allra tíma, gamansamt og alvarlegt í senn. Mávurinn fjallar um lífið sjálft, en þó einkum um líf í listum, ástir og ástleysi. Símon elskar Maríu, María elskar Konna, sem elskar Nínu, sem elskar rithöfundinn sem elskar bara sjálfan sig. Vonlausir listamenn, virtir eða misheppnaðir, reyndir eða barnalegir, í upphafi ferils eða við endalok hans. Nístandi gamanleikur um spurninguna eilífu: Hvernig eigum við að lifa? Ógleymanleg, ljúfsár mynd af manneskjunni. Eins og alltaf þrá allir hið ómögulega, þrá breytingar fyrir tilstilli listarinnar eða ástarinnar.

Anton Pavlovitsj Tsjékhov er eitt mikilvægasta leikskáld allra tíma. Leikrit hans hafa verið á fjölum leikhúsa um allan heim sleitulaust síðustu eitthundrað tuttugu og fimm ár. Leikritið var frumsýnt í Alexandra-leikhúsinu í Moskvu árið 1896. Þetta er í fyrsta sinn sem Mávurinn er sýndur á fjölum Borgarleikhússins. Verkið var áður sýnt í Iðnó árið 1971 og í Þjóðleikhúsinu fyrir næstum aldarfjórðungi. Leikstjóri er litháíska leikstýran Yana Ross sem vakið hefur mikla athygli bæði í heimalandi sínu og víða um heim ekki síst fyrir nýstárleg og kraftmikil tök á sígildum leikritum.

Stóra sviðið


19

EFTIR ANTON TSJÉKHOV


20

Sýningin sem heillaði alla á síðasta leikári snýr aftur

FIMM STJÖRNU LEIKHÚSUPPLIFUN!

Sýningar hefjast á ný í september 2015 Höfundar: Lee Hall og Elton John Þýðing: Karl Ágúst Úlfsson Leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson Aðstoðarleikstjóri: Hlynur Páll Pálsson Danshöfundur: Lee Proud Leikmynd: Petr Hlousek Búningar: Helga I. Stefánsdóttir Tónlist: Elton John Tónlistarstjóri: Agnar Már Magnússon Lýsing: Þórður Orri Pétursson Hljóð: Gunnar Sigurbjörnsson Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir Aðstoðardanshöfundur: Chantelle Carey

Það skiptir litlu hvernig líf þitt er, leyfðu fjörinu að krauma í þér

Billy Elliot: Baldvin Alan Thorarensen, Bjarni Kristbjörnsson, Hjörtur Viðar Sigurðarson, Sölvi Viggósson Dýrfjörð Leikarar: Björn Stefánsson, Emilía Bergsdóttir, Grettir Valsson, Gunnar Hrafn Kristjánsson, Halldór Gylfason, Halldóra Geirharðsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Hilmir Jensson, Hjörtur Jóhann Jónsson, Jóhann Sigurðarson, Karl Friðrik Hjaltason, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Magnús Guðmundsson, Orri Huginn Ágústsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Unnur Elísabet Gunnarsdóttir, Viktoría Rós Antonsdóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Örn Árnason o.fl.

Þrekvirki í íslenskri sviðslist. SJ – Fbl.

Leikkona ársins í aukahlutverki Halldóra Geirharðsdóttir

Máttarstólpi:

Metnaðarfullt stórvirki. SJ – Fbl.

Hér smellur allt saman og skilar sér í stórkostlegri sýningu. Snilldin liggur ekki síst í því hvað allt er áreynslulaust. SBH – Mbl.

Sýningin á Billy Elliot var frumsýnd í mars á síðasta leikári og sló rækilega í gegn en hún hlaut einróma lof áhorfenda og gagnrýnenda og hefur verið sýnd fyrir fullu húsi síðan. Billy Elliot er mögnuð og falleg saga um baráttu drengs við fordóma samfélagsins og fjölskyldunnar um að fá að vera sá sem hann er og dansa. Sagan af Billy Elliot minnir okkur á mikilvægi þess að öll börn hafi sömu tækifæri til að hæfileikar þeirra fái að njóta sín. Þetta er kraftmikil, vel sögð saga um alvöru fólk með frábærri tónlist Elton John og ungum hæfileikaríkum íslenskum drengjum í aðalhlutverkum. Þeir Sölvi, Hjörtur, Baldvin og Bjarni hafa sannarlega sungið sig og dansað inn í hjörtu áhorfenda Borgarleikhússins og mæta nú aftur á svið í hlutverki Billys á nýju leikári. Sýningin er sannkallað sjónarspil þar sem saman fara leiftrandi leikhústöfrar og stórkostleg dans- og söngatriði.

Stóra sviðið



22 Nýtt og hárbeitt leikrit um miskunnarlausa samkeppni

HVERSU LANGT MYNDIR ÞÚ GANGA TIL AÐ LIFA AF?

Frumsýnt í september 2015

Vandamálið við að vera svona lágvaxinn er að þú eyðir allri ævinni í stuttbuxum

Höfundur: Mike Bartlett Þýðing: Kristín Eiríksdóttir

Tvö störf. Þrír umsækjendur. Andrúmsloftið er rafmagnað. Vinnufélagar bíða eftir mikilvægu starfsviðtali og fjandinn er laus. Fals og lygi svífa yfir vötnum. Persónurnar leggja sig fram um að atast hver í annarri af grimmilegu miskunnarleysi. Staðan er fullkomlega ótrygg og áhorfendur komast ekki hjá því að sogast inn í keppnina. Samviskubitið gerir sig líklegt til að naga okkur inn að beini. Leikskáldið bendir á nístingskaldan sannleikann um okkur sjálf. Enginn vill vera í hlutverki þess sem tapar.

Leikstjóri: Kristín Eysteinsdóttir Leikmynd: Gretar Reynisson Búningar: Gretar Reynisson Lýsing: Þórður Orri Pétursson Tónlist: Hallur Ingólfsson Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir Leikarar: Eysteinn Sigurðarson, Vala Kristín Eiríksdóttir, Valur Freyr Einarsson, Þorvaldur Davíð Kristjánsson

Mike Bartlett (1980) er eitt helsta og afkastamesta leikskáld Breta um þessar mundir. Hann hefur sent frá sér fjölmörg verk á undanförnum árum, At var frumsýnt 2013 og endursýnt í Young Vic leikhúsinu í London 2015 þar sem það hlaut frábærar viðtökur og var sýnt fyrir fullu húsi í margar vikur. At hlaut bresku leiklistarverðlaunin Olivier árið 2013 sem besta nýja leikritið.

Nýja sviðið


ÞORVALDUR DAVÍÐ KRISTJÁNSSON VALA KRISTÍN EIRÍKSDÓTTIR

VALUR FREYR EINARSSON EYSTEINN SIGURÐARSON


24 Nýtt íslenskt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið

KK SEGIR SÖGUR BRÆÐRA SINNA Á VEGINUM

Frumsýnt í október 2015

Gítarinn hefur alltaf verið með mér, bæði í gleði og sorg

Höfundar: Jón Gunnar Þórðarson og KK

Tónlistarmaðurinn KK stígur á svið og segir sögu gítaranna sinna sem hafa fylgt honum í blíðu og stríðu í gegnum árin. Hann greinir frá uppruna þeirra og sérstökum tengslum sínum við hvern og einn þeirra – allir tengjast þeir á einn eða annan hátt skrautlegu lífi og örlögum erlendra söngvaskálda sem áttu það sameiginlegt að þrá réttlæti og frelsi. Í verkinu tvinnast þessar sögur saman við lífshlaup KK sjálfs, spurt er um mikilvægi listarinnar, mátt hennar í hörðum heimi og leitina eilífu að hinum „eina sanna tóni“. KK slær á sína alkunnu strengi og fer með áhorfendur í ógleymanlegt ferðalag.

Leikstjóri: Jón Gunnar Þórðarson Leikmynd: Móeiður Helgadóttir Búningar: Móeiður Helgadóttir Lýsing: Garðar Borgþórsson Tónlist: KK Hljóð: Garðar Borgþórsson Myndvinnsla: Roland Hamilton Leikari: KK

Máttarstólpi:

Jón Gunnar Þórðarson (1980) útskrifaðist með BA gráðu í leikstjórn frá Drama Centre í London. Hann hefur leikstýrt tugum verka hér heima og

erlendis og unnið sem aðstoðarleikstjóri hjá Royal Shakespeare Company og Vesturporti. Þá hefur hann skrifað og staðfært fjölda verka. Kristján Kristjánsson KK (1956) er með þekktustu tónlistarmönnum landsins. Hann hefur samið lög og leikið inn á hljómplötur og geisladiska um áratugaskeið og unnið til yfir tuttugu gull- og platínuverðlauna fyrir tónlist sína. Hann samdi tónlistina við leikrit John Steinbeck, Þrúgur reiðinnar og Fjölskylduna, sem bæði slógu aðsóknarmet í Borgarleikhúsinu.

Litla sviðið


25

SÖGURNAR SEM EKKI MÁTTI SYNGJA


26

EFTIRMINNILEGUSTU LEIKHÚSFERÐIRNAR Hrafn Bogdan Haraldsson 18 ára

„Við vorum tveir með áskriftarkort, þrettán og fjórtán ára gamlir, svo komu fimm vinir inn í hópinn og við höfum verið með áskriftarkort síðan. Gauragangur er eftirminnilegasta sýningin. Á þeim tíma fannst okkur það vera eitt af toppleikritunum. Í dag höfum við skiptari skoðanir um verkin og höfum líka séð svo margar sýningar.”

Soffía K. Guðmundsdóttir 51 árs

„Mér finnst alltaf æðislegt að koma í Borgarleikhúsið og fá mér kaffi fyrir sýningar. Það er svo notalegt og ég er alltaf velkomin. Dúkkuheimili hefur haft mest áhrif á mig og er með því betra sem ég hef séð. Ég valdi hana ekki í kortið mitt en vinkona mín vildi fara svo ég keypti aukamiða og fór með henni. Þetta reyndist vera besta sýningin sem ég hef séð í langan tíma. Hún snerti mig djúpt og sat lengi í mér.“

Björn Sveinsson 65 ára

„Fló á skinni í Iðnó er eftirminnilegasta sýningin og stendur upp úr. Í framhaldi af þeirri leiksýningu byrjuðum við konan mín saman og eru rúm 40 ár síðan. Ég veit ekki hvort það var leikritið eða leikhúsið sem kom okkur saman. Við hjónin erum mjög dugleg að stunda leikhúsið og það jaðrar við að sumir hneykslist á okkur. Það er svo skemmtilegt að fara í leikhús og kynnast menningunni.”

Þórey Inga og Lovísa Rán Örvarsdætur 11 og 8 ára

„Mary Poppins var fyrsta sýningin sem við systur sáum í Borgarleikhúsinu. Söngur og dans var það skemmtilegasta og svo var strompalagið svakalega flott þegar Gói labbaði upp vegginn. Það var rosalegt. Við hlógum mjög mikið á Mary Poppins. Billy Elliot og Mary Poppins eru jafnskemmtilegar.”


27

Haukur Hólmsteinsson 29 ára

„Fyrsta sýningin sem ég sá í Borgarleikhúsinu var Litla hryllingsbúðin. Ég var lítill polli og fannst það alveg magnað. Það var líka hræðilegt, plantan var svo óhugnanleg. Ég er duglegur að fara í leikhús og það eru alltaf góðar leiksýningar í Borgarleikhúsinu. Uppáhaldssýningin mín er reyndar Strýhærði Pétur. Það var öðruvísi leikhús og frábær upplifun. Áhorfendur stóðu og leikhúsið var allt í kringum mann og maður var í hringiðunni alla sýninguna. Það var skemmtilegt.”

Ellen Pétursson 94 ára

„Ég verð alltaf svo jákvæð þegar ég fer í leikhús. Öll verk eru svo skemmtileg. Ég hef alltaf verið leikhúskona, hef reynt að fá sem besta upplifun úr leikhúsferðunum. Ég læt aldrei neitt fara framhjá mér og hef verið með kort í mörg ár. Mér finnst voða gaman að koma í Borgarleikhúsið og þar er alveg sérstök stemning sem ég finn ekki annars staðar. Ég ætla að vera með mitt sæti áfram meðan ég tóri.”

Guðríður Sveinsdóttir 76 ára

„Ég man mest eftir síðasta vetri og þar stendur Billy Elliot uppúr. Barnabarnið mitt dansaði þar og ég fylgist vel með því. En það er eitt mjög eftirminnilegt leikrit sem var sýnt á Litla sviðinu árið 1996 með Ingvari E. Sigurðssyni og hét Svanurinn. Rosalega flott sýning, situr ennþá í minninu. Viðmótið hjá starfsfólkinu er til fyrirmyndar og Guðrún í miðasölunni er næstum orðin besta vinkona mín.”

Ingvi Þorsteinsson 85 ára

„Ég fór í leikhús í fyrsta sinn á barnaleikrit í Iðnó 5 ára gamall. Ég man ekki hvað það hét. Síðan hef ég farið afar mikið í leikhús. Það skilur eitthvað eftir, djúpt í huga mér. Ekki aðeins gott leikhús heldur líka vont leikhús. Leikhúsið er líka rosalega rómantískt. Við hjónin, ég og Inga Lára förum oft í leikhús. Leikhúsið hefur afskaplega sterka vitund hjá manni.”


28 Stórbrotið leikrit sem allir núverandi og fyrrverandi makar ættu að sjá

SIGURVEGARI GRÍMUNNAR 2015 SNÝR AFTUR

Sýning ársins, leikstjóri ársins, leikkona ársins í aðalhlutverki leikmynd ársins, búningar ársins, lýsing ársins.

Sýningar hefjast á ný í september 2015 Höfundur: Henrik Ibsen Þýðing : Hrafnhildur Hagalín Leikstjóri: Harpa Arnardóttir Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Búningar: Filippía I. Elísdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist: Margrét Kristín Blöndal Dramatúrgía: Hrafnhildur Hagalín Hljóð: Garðar Borgþórsson Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir Leikarar: Arndís Hrönn Egilsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Valur Freyr Einarsson, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Þorsteinn Backmann Börn: Alexander Kaaber Bendtsen, Andrea Magnúsdóttir, Bjarni Hrafnkelsson, Jarún Júlía Jakobsdóttir, Steinunn Kristín Valtýsdóttir, Vera Stefánsdóttir

Máttarstólpi:

Ég ætla að komast að því hvor hafi rétt fyrir sér, þjóðfélagið eða ég Dúkkuheimili var sannkallaður sigurvegari Grímuverðlaunanna í ár og sópaði til sín tilnefningum og verðlaunum. Sýningin hlaut í allt ellefu tilnefningar og sex verðlaun, m.a. sem sýning ársins. Vegna mikillar eftirspurnar verður hún því tekin upp og sýnd í takmarkaðan tíma í september. Nóra er ein þekktasta kvenhetja leiklistarinnar. Hún býr á venjulegu heimili ásamt eiginmanni sínum Þorvaldi og þremur börnum. En Nóra á sér leyndarmál sem enginn má komast að, allra síst Þorvaldur. Í augum hans er álit samfélagsins á honum og fjölskyldu hans mikilvægara en allt annað. Komist upp um leyndarmálið gæti það á svipstundu rústað hamingju fjölskyldunnar. Nóra stendur frammi fyrir erfiðu vali, að þrauka áfram í þrengslum dúkkuheimilisins eða rjúfa múrinn og yfirgefa eiginmann og börn. Dúkkuheimili er stórbrotið leikverk sem allir núverandi og fyrrverandi makar ættu að sjá og ekki síður þeir sem hyggja á sambúð – eða hafna henni ...

Henrik Ibsen skrifaði Dúkkuheimili árið 1879 og tryggði það honum ekki einungis heimsfrægð heldur stendur það enn í dag sem helsta og magnaðasta verk er flettir ofan af stórri lífslygi. Með glöggskyggni sinni og næmi fyrir mannlegum tilfinningum skoðar hann líf í hjónabandi, grundvöll þess og innihald.

Dúkkuheimili er bæði fersk og djörf. Hér er á ferðinni sýning sem enginn leikhúsunnandi ætti að láta framhjá sér fara. SBH – Mbl.

Leikmyndin er stórvirki. Ilmur Stefánsdóttir á mikið hrós skilið. SJ – Fbl.

Mesta afrek sem maður hefur séð á leiksviði. HA – Djöflaeyjan

Stóra sviðið


29


30 Nýtt íslenskt leikrit um snjóflóðið á Flateyri árið 1995

ÁHRIFAMIKIÐ HEIMILDAVERK UM ATBURÐI SEM ALDREI GLEYMAST

Frumsýnt í janúar 2016

Ég var tveggja og hálfs árs þegar flóðið féll. Ég man ekkert.

Höfundar: Hrafnhildur Hagalín og Björn Thors

Árið 1995 féll stórt snjóflóð á bæinn Flateyri á Vestfjörðum. Þrjátíu og þrjú hús lentu undir flóðinu, tuttugu manns týndu lífi, þrjátíu og fjórir björguðust. Flóð er heimildaverk byggt á þessum atburðum. Á þessu ári eru 20 ár liðin frá því að flóðið féll og vill Borgarleikhúsið minnast atburðanna sem mörkuðu djúp spor í þjóðarsálina á sínum tíma.

Leikstjóri: Björn Thors Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson Búningar: Snorri Freyr Hilmarsson Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist: Garðar Borgþórsson og Fjallabræður Hljóð: Garðar Borgþórsson Leikgervi: Margrét Benediktsdóttir Leikarar: Bergur Þór Ingólfsson, Kristbjörg Kjeld, Kristín Þóra Haraldsdóttir

Þátttakendur í sýningunni rannsaka og rifja upp atburði, spyrja spurninga og raða saman brotum frá þessari örlagaríku nótt 25. október árið 1995. Við fáum innsýn í sögur fólksins í þorpinu, þeirra sem lentu í flóðinu og þeirra sem stóðu utan við það, björgunarmanna og barnanna sem voru of ung til að muna atburðarásina en lifðu eftirmála flóðsins og ólust upp við umtalið og þögnina sem fylgdi í kjölfarið. Verkið er byggt á nýlegum viðtölum við Flateyringa og unnið í nánu samstarfi við þá. Flóð er áhrifamikið

nýtt íslenskt heimildaverk um mikilvægi þess að varðveita söguna fyrir börnin okkar og framtíðina, um samstöðu og samheldni og það sem skiptir raunverulegu máli í lífinu. Hrafnhildur Hagalín (1965) er leikskáld og listrænn ráðunautur Borgarleikhússins. Hún hefur sent frá sér leikrit um áratugaskeið og hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín. Björn Thors (1978) er margverðlaunaður leikari. Hann var meðhöfundur að verkinu Kenneth Máni sem sló rækilega í gegn í Borgarleikhúsinu á síðasta leikári. Flóð er hans fyrsta leikstjórnarverkefni við Borgarleikhúsið.

Litla sviðið


31


32 Auglýsing = Leikrit + lógó

ÆRSLAFULLUR OG ANDSTYGGILEGUR GLEÐILEIKUR EFTIR TYRFING TYRFINGSSON

Frumsýnt í apríl 2016

Það er svo niðurlægjandi að vera Íslendingur

Höfundur: Tyrfingur Tyrfingsson

Auglýsingastofa í gömlu leikhúsi er á barmi gjaldþrots þegar loksins birtist kúnni með fulla vasa fjár. Eigandinn og hans teymi taka til óspilltra málanna og leggja allt í sölurnar til að mæta óskum þessa leyndardómsfulla viðskiptavinar. Þau taka sköpunarstarfið föstum tökum en skyndilega harðnar á dalnum – gömul og dramatísk stjarna snýr aftur og listakonan María fer að sjá líf nöfnu sinnar Poppins í hillingum. Stórkostlegt lið leikara í flugbeittu leikriti sem sviptir hulunni af markaðshyggju Íslendinga.

Leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson Leikmynd: Eva Signý Berger Búningar: Eva Signý Berger Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist: Garðar Borgþórsson Hljóð: Garðar Borgþórsson Leikgervi: Margrét Benediktsdóttir Leikarar: Björn Thors, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Hjörtur Jóhann Jónsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Theódór Júlíusson

Tyrfingur Tyrfingsson (1986) er með áhugaverðustu leikskáldum landsins af yngstu kynslóð höfunda. Auglýsing ársins er annað verk hans í fullri lengd en áður hafa verið sýnd í Borgarleikhúsinu Skúrinn á sléttunni og Bláskjár sem hlutu á sínum tíma mikið lof.

Um Bláskjá Frábærlega skemmtilegt og skrifað af miklum skáldskap. GSE – Djöflaeyjan

Um Skúrinn á sléttunni Fram er kominn höfundur sem vekur góðar vonir og full ástæða er til að hvetja til dáða. Það er ekki á hverjum degi sem við getum gengið út úr leikhúsinu og sagt slík tíðindi. Að sjálfsögðu bíðum við spennt eftir því sem Tyrfingur sendir frá sér næst. JVJ – DV

Nýja sviðið


33


34 Ágústa Eva er hin eina sanna Sigurlína Rúllugardína Nýlendína Krúsímunda Efraímsdóttir Langsokkur

STERKASTA STELPA Í HEIMI HELDUR ÁFRAM AÐ HEILLA OKKUR!

Sýningar hefjast á ný í september 2015

Elskið börnin ykkar, elskið þau meira og svo enn meira – og þá kemur skynsemin af sjálfu sér

Höfundur: Astrid Lindgren Þýðing: Þórarinn Eldjárn

Lína Langsokkur hefur sannarlega heillað landsmenn upp úr skónum, yfir 50.000 manns hafa komið í heimsókn og tekið þátt í uppátækjum þessa hjartahlýja og réttsýna prakkara sem allar kynslóðir barna verða að kynnast.

Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Búningar: María Th. Ólafsdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlistarstjóri: Stefán Már Magnússon Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir Hljóð: Baldvin Magnússon Brelluþjálfari: Steve Harper Sýningastjóri: Ingibjörg Elfa Bjarnadóttir Danshöfundar: Ágústa Skúladóttir og Katrín Ingvadóttir Leikarar: Ágústa Eva Erlendsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir, Eysteinn Sigurðarson, Halldór Gylfason, Hjörtur Jóhann Jónsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Magnús Guðmundsson, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Orri Huginn Ágústsson, Valur Freyr Einarsson, Örn Árnason o.fl.

Máttarstólpi:

Lína Langsokkur, Herra Níels api og hesturinn eru aftur mætt til leiks ásamt vinum sínum Tomma og Önnu. Leiðindaskarfurinn frú Prússólín er staðráðin í að koma Línu fyrir á vandræðaheimili þannig að Lína þarf að hafa sig alla við vilji hún búa áfram á Sjónarhóli. Ágústa Eva fer á kostum sem Lína í þessu skemmtilega leikriti sem sýnir okkur að við eigum alltaf að vera við sjálf og ekkert annað. Astrid Lindgren, höfundur Línu Langsokks, er einn ástsælasti barnabókahöfundur allra tíma. Hún fæddist 14. nóvember árið 1907 í Smálöndum í Svíþjóð og lést í Stokkhólmi 28. janúar 2002, 94 ára að aldri. Hún skrifaði samtals 40 barnabækur og fjölda myndabóka.

Hljómsveit : Stefán Magnússon, Unnur Birna Bassadóttir, Björn Stefánsson, Karl Olgeirsson

Börn: Agla Bríet Einarsdóttir, Ágúst Beinteinn Árnason, Ágúst Örn Wigum, Álfheiður Karlsdóttir, Bjarni Hrafnkelsson, Davíð Laufdal Arnarsson, Elva María Birgisdóttir, Gríma Valsdóttir, Helena Clausen Heiðmundsdóttir, Hildur Clausen Heiðmundsdóttir, Ísabella Rós Þorsteinsdóttir, Mikael Köll Guðmundsson, Sóley Agnarsdóttir, Steinunn Lárusdóttir

Bráðskemmtileg sýning. SJ – Fbl.

Uppfærsla Borgarleikhússins á ævintýrum Línu Langsokks er allt í senn lífleg, fjörug og mikilvæg. Það er löngu tímabært að ný kynslóð fái að kynnast þessari einkennilegu ofurkonu betur. VG – DV

Stóra sviðið


35


36 Atburðir sem ekki mega gleymast

EKKI HÆTTA AÐ HORFA, ÞETTA ER MIKILVÆGT!

Frumsýnt í febrúar 2016

Þú býrð í Nazistan, alveg sama hvar þú býrð

Höfundar: Óskabörn ógæfunnar

Agnes er ástfangin af Ómari sem er ástfanginn af Agnesi sem er ástfangin af Arnóri sem er ísfirskur nýnasisti.

Leikstjóri: Vignir Rafn Valþórsson Leikmynd: Brynja Björnsdóttir Búningar: Guðmundur Jörundsson Lýsing: Magnús Arnar Sigurðsson Leikarar: Hannes Óli Ágústsson, Sólveig Guðmundsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson Byggt á samnefndri skáldsögu eftir Eirík Örn Norðdahl.

Sýningin er styrkt af menntaog menningarmálaráðuneytinu og Reykjavíkurborg. Í samstarfi við Óskabörn ógæfunnar.

Illska er ástarsaga úr Íslandi nútímans. Hárbeitt ádeila á stefnur og strauma í íslensku þjóðfélagi og veltir upp spurningum sem erfitt er að spyrja, og enn erfiðara að svara. Getum við setið hjá á meðan heimurinn breytist? Verðum við að gæta bræðra okkar og systra? Erum við að sofna á verðinum? Hvað verður um þrjú hundruð þúsund manna þjóð ef landamærin opnast og við dembum okkur á bólakaf í fjölmenningarþjóðfélag 21. aldarinnar? Lifir íslensk menning, þjóð og tunga það af?

Óskabörn ógæfunnar er sjálfstætt starfandi leikhópur sem kom eins og ferskur blær inn í íslenskt leikhúslíf árið 2012. Sýningar hópsins hafa alla jafnan vakið mikla athygli fyrir hugrekki og nýstárleika. Eiríkur Örn Norðdahl (1978) er einn framsæknasti höfundur sinnar kynslóðar og hefur vakið mikla athygli fyrir verk sín, bæði ljóð og skáldsögur.

Illska hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2012 og bóksalar kusu hana bestu skáldsögu ársins. Einnig fékk hún tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandanna 2013.

Litla sviðið


37


38 Opnunarsviðsverk 30. Listahátíðar í Reykjavík

MAÐURINN ER EKKI FULLBÚIÐ SKÖPUNARVERK

Frumsýnt í maí 2016 Listrænir stjórnendur: Erna Ómarsdóttir og Valdimar Jóhannsson
 Listamenn: Matthew Barney, Gabríela Friðriksdóttir, Ragnar Kjartansson og Íslenski dansflokkurinn.

Einungis tvær sýningar verða á þessum stórviðburði 13. og 16. maí. Samstarfsverkefni Íslenska dansflokksins, Shalala, Borgarleikhússins og Listhátíðar í Reykjavík.

“Religion is essentially the art and the theory of the remaking of man. Man is not a finished creation.” Edmund Burke Þrítugasta Listahátíð í Reykjavík verður opnuð með sviðsverki undir listrænni stjórn Ernu Ómarsdóttur og Valdimars Jóhannssonar (Shalala) unnið í samstarfi við Matthew Barney, Gabríelu Friðriksdóttur og Ragnar Kjartansson. Íslenski dansflokkurinn, Shalala, Borgarleikhúsið og Listahátíð í Reykjavík standa í sameiningu að stórkostlegri sýningu í Borgarleikhúsinu öllu. Áhorfendum er boðið að upplifa nýjan heim þar sem tvinnað er saman dansi, tónlist og miklu sjónarspili. Sköpunarkrafturinn mun ráða ríkjum um allt leikhúsið, á leiksviðum, að tjaldabaki og í forsal. Listamenn sýna listir sínar, dans verður stiginn og hinir ýmsu hópar fá tækifæri til að kynna lífsskoðanir sínar. Getur listin ein og sér verið trúarbrögð og ef svo er, hvern eða hvað myndum við tilbiðja,

hvernig væru helgiathafnirnar? Í Fórn verður skapaður heimur þar sem tengsl listar við trúarathafnir mannkynsins eru rannsökuð og krufin. Sögulegar og menningarlegar rætur trúarbragða rifnar upp, grandskoðaðar og umturnað.

Sýnt um allt hús


39

FÓRN


40

Inniflugeldasýning í fyrsta sinn á Íslandi

Bardagar, ástir, hefndir og völd!

Þú sást Stjörnubrim lýsa upp borgina á Menningarnótt Reykjavíkur. Í október mun Íslenski dansflokkurinn endurskapa þá sýningu í dansi, með aðstoð stórfenglegra sviðsflugelda, undir dyggri stjórn Siggu Soffíu Níelsdóttur.

Forvitnileg, ögrandi og litrík leikhúsveisla undir stjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar leikstjóra og Ernu Ómarsdóttur danshöfundar. Öllu verður til tjaldað og töfrar leikhússins nýttir til að takast á við þessa stórbrotnu sögu.

Frumsýning í lok október á Stóra sviðinu

Frumsýning í lok desember á Stóra sviðinu

Miðaverð 4.900 kr.

Miðaverð 5.500 kr.

sérstakur stuðningsaðili OG HIMINNINN KRISTALLAST er

Samstarfsverkefni Íslenska dansflokksins og Borgarleikhússins

Annað á árinu Ágúst - september 2015 obsidian pieces

Gríman 2015

Danshöfundur ársins Dansari ársins Tónlist ársins

Hin margrómaða sýning BLÆÐI: obsidian pieces eftir Damien Jalet, Ernu Ómarsdóttur og Sidi Larbi Cherkaoui verður sýnd aftur 30. ágúst og 6. september á Stóra sviðinu. Sýningin 30. ágúst er hluti af dagskrá Lókal og RDF. Sýningin hlaut 9 tilnefningar til Grímunnar 2015 þ.á.m. sem sýning ársins 2015. Þú getur valið BLÆÐI sem hluta af Íd árskortinu.

SGM - Fréttablaðið

MG - Pjatt.is

MÁ - Morgunblaðið

Febrúar 2016 Á Sónar Reykjavík og RDF: All inclusive eftir Martin Kilvadi - Ekki hluti af Íd árskorti


2015 - 2016 HALDA AFMÆLI

FÓRN Töfrar, áhætta, grín og glens!

Opnunarsviðsverk Listahátíðar

Barnaverk sem hvorki börn né fullorðnir mega missa af. Óvæntir hlutir gerast þegar ofurhetjur halda afmæli og litríkir gestir mæta á svæðið. Bráðfyndið og skemmtilegt dansverk eftir Hannes Þór Egilsson og Þyri Huld Árnadóttir í leikstjórn Péturs Ármannssonar.

Einstakur viðburður undir stjórn Ernu Ómarsdóttur og Valdimars Jóhannssonar (Shalala) í samvinnu við Matthew Barney, Gabríelu Friðriksdóttur og Ragnar Kjartansson. Íd, Shalala, Borgarleikhúsið og Listahátíð í Reykjavík bjóða áhorfendum að upplifa nýjan heim sprottinn úr dansi, tónlist og miklu sjónarspili.

Frumsýning í lok janúar á Nýja sviðinu

Frumsýning um miðjan maí

Miðaverð 2.500 kr.

Miðaverð 5.500 kr.

Þú færð tvo miða á Óður og Flexa halda afmæli ef þú velur sýninguna sem hluta af Íd árskortinu.

ATH - Aðeins tvær sýningar í boði.

Þrjár sýningar á aðeins 9.900 kr. Sparaðu allt að 40% með Íd árskorti Með Íd árskorti færð þú: • Þrjár sýningar á verði tveggja • 25% afslátt af öðrum sýningum og viðburðum Íd • Betri kjör á gjafakortum og viðbótarmiðum • Örugg sæti á þrjár sýningar Íd að eigin vali

Tryggðu þér Íd árskort á www.id.is eða í miðasölu Borgarleikhússins í síma 568 8000 Skráðu netfang þitt við kaup á Íd korti svo að þú missir ekki af sértilboðum til korthafa.


42 Nýtt og nærgöngult leikverk með krökkum í öllum aðalhlutverkum

HVERNIG GERA BÖRNIN HEIMINN BETRI?

Frumsýnt í febrúar 2016

Þetta er rusl í heimi sem nú þegar er fullur af rusli

Höfundar: Ásrún Magnúsdóttir, Aude Busson og Alexander Roberts

Listamennirnir Aude Busson, Ásrún Magnúsdóttir og Alexander Roberts hafa fengið til liðs við sig sex flytjendur sem aðstoða þau við að leysa úr vandamálum heimsins. Flytjendurnir eru allir undir tíu ára aldri. Heiminum er troðið á svið og börnunum er varpað þangað inn. Þar glíma þau við risavaxin hugtök og áskoranir með sínum smáu höndum, augum og eyrum …

Leikstjórar: Ásrún Magnúsdóttir, Aude Busson og Alexander Roberts Leikmynd: Guðný Hrund Sigurðardóttir Tónlist: Borko Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen Framkvæmdastjóri: Berglind Sunna Stefánsdóttir

Sýningin er styrkt af menntaog menningarmálaráðuneytinu og Reykjavíkurborg.

... stríð, rusl, Afríka, menntun, góðgerðarsamtök, einræði, ofstæki, Google, kettir, íslam, rafmagnsbílar, hamborgarar, njósnavélar, þrælahald, Íran, Kína, NorðurKórea, Ísrael, Palestína, minnismerki, þrekhjól, kreppa lýðræðisins, hryðjuverk, óskilvirk mótmæli, tölvur, neysluhyggja, íslamófóbía, alheimsvæðing, mold, fjöll, nýfrjálshyggjuöfl, velferðarríki, Evrópusambandið, kristni, fátækt, flóttamenn …

Heimurinn sem við höfum skapað og þau munu erfa, byggja og bæta fyrir komandi kynslóðir. Börnin nálgast þessi óyfirstíganlegu hugtök og áskoranir, hefjast handa og meðhöndla sviðið eins og múrsteina. Einhvers staðar þarf að byrja. Ástandið í heiminum er á okkar ábyrgð og það er jafnframt á okkar ábyrgð að bæta hann. Made in Children veltir því upp hvernig börn geta tekist á við heiminn sem þau hringsnúast í.

Litla sviðið


43


44 Hjörleifur og Eiríkur fara á hundavaði yfir síðastliðin fimmtán ár

ÞEIR FÆRÐU OKKUR SÖGU ÞJÓÐAR, NÚ TAKAST ÞEIR Á VIÐ ÖLDINA OKKAR

Sýningar hefjast á ný í október 2015 Höfundur: Hundur í óskilum (Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson) Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir Leikmynd: Axel Hallkell Jóhannsson Búningar: Axel Hallkell Jóhannsson Lýsing: Þóroddur Ingvarsson og Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist: Hundur í óskilum Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen Leikarar: Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson

Það væri kúl ef þú keyptir af mér og ég mundi kaupa af þér Þú mundir fixa fokking lánið fyrir mig og ég fixa fokking lánið fyrir þig Hljómsveitin Hundur í óskilum, skipuð þeim Eiríki Stephensen og Hjörleifi Hjartarsyni, frumsýndi á síðasta ári nýjan sjóntónleik, Öldin okkar, í tilefni 20 ára afmælis sveitarinnar. Sýningin sló eftirminnilega í gegn, hlaut einróma lof gagnrýnenda og var tilnefnd til tvennra Grímuverðlauna. Sýningin verður aftur tekin upp á þessu leikári. Hundinum er ekkert íslenskt óviðkomandi; hann gefur sig í tali og tónum að risi og falli íslensks efnahagslífs, ræður í gjörðir stjórnmálamanna og spyr allra spurninganna sem brenna í brjóstum leikhúsgesta.

Áhorfendur eiga eftir að veltast um úr hlátri. Stórskemmtileg sýning þar sem hugmyndaauðgi, einlægni og beittur húmor ráða ríkjum. SJ - Fbl.

Sum þessara atriða voru svo fyndin að ég fékk magakrampa. SA - TMM

... Þeir hlífa engum, hvort heldur það eru stjórmálamenn eða útrásarvíkingar, og allra síst sjálfum sér. Allt er þetta borið á borð með gleðibrosi á vör ... SBH - Mbl.

Nýja sviðið


45 Björn Thors túlkar Kenneth Mána listilega og af hlýju

GÓÐKUNNINGI LÖGREGLUNNAR STELUR SENUNNI ENN OG AFTUR

Sýningar hefjast á ný í október 2015 Höfundar: Jóhann Ævar Grímsson, Saga Garðarsdóttir og Björn Thors Leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson Leikmynd: Móeiður Helgadóttir Búningar: Helga Rós Hannam Lýsing og hljóð: Garðar Borgþórsson Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir Leikari: Björn Thors Byggt á samnefndri persónu úr sjónvarpsþáttaröðinni Fangavaktin eftir Jóhann Ævar Grímsson, Jón Gnarr, Jörund Ragnarsson, Pétur Jóhann Sigfússon og Ragnar Bragason

Í samstarfi við Sagafilm.

Hafið þið séð barn þroskast?

Kenneth Máni Johnson, um tíma Ketill Máni Áslaugarson, er eilífðarfangi sem glímir við lesblindu, athyglisbrest, ofvirkni og almennt hömluleysi. En hann er alveg óhræddur við að segja áhorfendum frá þessu öllu saman og svara spurningum þeirra um ,,lívið og tilverunna”. Sýningin gekk fyrir fullu húsi allan síðasta vetur enda ótrúlega fyndið skemmtikvöld þar sem Kenneth Máni lætur dæluna ganga og engar tvær sýningar eru eins! Höfundarnir Jóhann Ævar Grímsson og Saga Garðarsdóttir leiða nú saman krafta sína í fyrsta sinn í samvinnu við leikarann Björn Thors til að ljá Kenneth Mána loksins rödd á sviði Borgarleikhússins.

Sýningin er bráðskemmtileg. Meistaralega gert. JBG – Fbl.

Stundum hélt ég að ég ætlaði að kafna úr hlátri. SA – tmm.is

Maður kvöldsins er Björn Thors sem túlkar Kenneth Mána snilldarlega og af hlýju. Björn Thors hefur persónuna frábærlega vel á valdi sínu. SGV – Mbl

Litla sviðið


46 Eitt umtalaðasta leikrit síðasta leikárs kemur aftur á svið

ÞRJÁR VINKONUR SEM ERU EKKI VINIR Á FACEBOOK HITTAST OG DREKKA LANDA

Sýningar hefjast á ný í október

Segðu mér getur verið að ... kúkaðirðu á stofugólfið?

Höfundur: Kristín Eiríksdóttir

Dagný, Begga og Lilja voru bestu vinkonur í grunnskóla. Þegar þær voru fimmtán ára hættu þær að tala saman. Síðan eru liðin tuttugu ár.

Leikstjóri: Ólafur Egill Egilsson Leikmynd: Eva Signý Berger Búningar: Eva Signý Berger Lýsing: Valdimar Jóhannsson Tónlist: Högni Egilsson og Valdimar Jóhannsson Hljóðfæraleikur: Claudio Puntin Hljóð: Baldvin Magnússon Myndband: Elmar Þórarinsson Leikarar: Arndís Hrönn Egilsdóttir, Birgitta Birgisdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir

Í samstarfi við Sokkabandið

Þær mætast stundum á förnum vegi: í Melabúðinni, á Ægisíðunni eða í ræktinni úti á Nesi. Þær brosa, kinka kolli, segja: Sæææl ... en hendurnar dofna og þær verkjar í hjartað. Dagnýju finnst kominn tími til að þær hittist svo hún sendir þeim skilaboð á Facebook og býður þeim heim til sín í kaffi. Hana langar til að hreinsa andrúmsloftið en Beggu finnst ekki vera hægt að laga til í minningum annarra og Lilja man ekki neitt. Kristín Eiríksdóttir er myndlistarmenntaður rithöfundur. Fyrsta bókin hennar, Kjötbærinn, kom út árið 2004. Á eftir fylgdu svo ljóðabækurnar Húðlit auðnin (2006), Annarskonar sæla (2008) og Kok (2014) en hún var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir hana. Árið 2010 kom út smásagnasafnið Doris deyr og haustið 2012 sendi hún frá sér sína fyrstu skáldsögu, Hvítfeld – fjölskyldusaga. Hún hefur einnig skrifað tvö leikrit: Karma

fyrir fugla ásamt Kari Ósk Grétudóttur og verkið Skríddu sem sett var upp í Borgarleikhúsinu í apríl 2013.

Uppfærsla Sokkabandsins á Hystory er hreint út sagt mögnuð og í raun skylduáhorf fyrir allt leikhúsáhugafólk. SBH – Mbl.

Hystory hlaut fjórar Grímutilnefningar: Leikrit ársins Leikstjóri ársins Ólafur Egill Egilsson

Leikkona ársins í aðalhlutverki Arndís Hrönn Egilsdóttir

Sproti ársins Kristín Eiríksdóttir og Sokkabandið

Litla sviðið


47

ÍSLENSK LEIKRITUN Í BORGARLEIKHÚSINU – ÖFLUGT HÖFUNDASTARF

Íslensk leikritun Í Borgarleikhúsinu er lögð rík áhersla á höfundastarf, þróun handrita frá fyrstu hugmynd til fullbúinna verka og leitast er við að hvetja og styðja íslensk leikskáld á öllum aldri. Við viljum gera innlenda leikritun framúrskarandi og samkeppnishæfa við það besta í erlendri samtímaleikritun.

Leikskáld hússins Leikritunarsjóður Leikfélags Reykjavíkur var stofnaður árið 2008 með það að markmiði að efla nýsköpun og fjölbreytni í íslenskri leikritun, auka vægi leikritunar í samfélaginu og stuðla að því að hún njóti virðingar í samfélagi lista. Fyrstu leikskáld sjóðsins voru Auður Jónsdóttir og Jón Gnarr. Sýning Jóns, Hótel Volkswagen vakti mikla athygli sem náði út fyrir landsteinana. Kristín Marja Baldursdóttir var leikskáld árið 2013 en Tyrfingur Tyrfingsson var leikskáld Borgarleikhússins á síðasta leikári. Leikritunarsjóður LR mun auglýsa á næstunni eftir umsóknum fyrir næsta leikskáld Borgarleikhússins.

Sjö ný íslensk verk frumsýnd Á leikárinu 2015-2016 frumsýnum við sjö ný íslensk leikverk, Auglýsingu ársins eftir Tyrfing Tyrfingsson, Njálu, sjálfstætt verk byggt á Njálu, eftir Mikael Torfason og Þorleif Örn Arnarsson í samstarfi við leikhópinn, Flóð, nýtt heimildaverk um snjóflóðið á Flateyri, unnið af Hrafnhildi Hagalín og Birni Thors byggt á viðtölum við fólk sem tengdist flóðinu. Sókrates er nýtt trúðaverk þar sem heimspekin verður krufin til mergjar. KK segir sögur bræðra sinna á veginum í verkinu Vegbúar. Samstarfsverkefni Borgarleikhússins verða einnig ný íslensk leikverk: Illska, leikgerð eftir Óskabörn ógæfunnar byggt á Illsku eftir Eirík Örn Norðdahl í leikstjórn Vignis Rafns Valþórssonar. Made in Children eftir Aude Busson, Ásrúnu Magnúsdóttur og Alexander Roberts.

Höfundasmiðja Borgarleikhússins Borgarleikhúsið efnir til höfundasmiðju í samstarfi við Félag leikskálda og handritshöfunda á leikárinu 2015-16. Auglýst verður eftir verkum í vinnslu, þrjú handrit verða valin og þau unnin áfram í samstarfi við dramatúrg, leikstjóra og leikara hússins. Leiklestur verður svo á verkunum á Alþjóðlega leikhúsdeginum 27. mars 2016.

ER EKKI NÓG AÐ ELSKA?

EFTIR BIRGI SIGURÐSSON

Bókaútgáfa Borgarleikhússins og Þorvaldar Kristinssonar Á næsta leikári ræðst Borgarleikhúsið, í samstarfi við Þorvald Kristinsson, í úgáfu á íslenskum verkum sem frumsýnd verða í Borgarleikhúsinu. Fyrsta verkið sem gefið verður út er Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur en það var sýnt við miklar vinsældir af Sokkabandinu í samstarfi við Borgarleikhúsið á síðasta leikári og verður tekið upp á leikárinu 2015-16. Bækurnar verða til sölu í Borgarleikhúsinu og öllum helstu bókabúðum í Reykjavík.


1 48

VIÐ SETJUM SVIP Á BORGARLEIKHÚSIÐ

i

leikar

leikkona

i

tjór

gss

ula skip

eldhús

leikari

framkvæ

ludeild

fræðs

leikari

astjóri

veiting

mdastjór

adeild

i

búning

ræsting

leikkona

vadeild

Leikger i

ar

leik

a

kon

leik

leikari

leikmunad

eild i

Leikgervad

eild

leikar

leikmyndahönnuður

tónlista

rmaður

leikkona

leikari

leikkona

a

leikkon

leikkona

stjóri

leikhús

vadeild

Leikger

leikkona

una

deild

leikm

leikkon

a

leikmun

adeild

g ræstin

leikari eldhús

ur

armað

tónlist

Móttöku

stjóri


49

hljóðdeild

leikari

leikari

söngko

na

leikkona

hljóðdeild

ljósa

deild

leikari

leikko

na

hljóðdeild

ri

stjó

kaðs

mar

i

leikar

leikari

sviðsmaður

leikari

gjaldkeri sviðsmaður

leikkon

sviðsm

a

aður

leikari

r

maðu

sviðs

leikkona

leikari

ild

de ynda

leikm

húsvörð

ur

marka

leikmyndadeild

ðsdeild

hljóðdeild

h

ljósa

leikmyndahönnuður

sýningarstjóri

ur

uð önn

i

leikar

leik

ari

sýningarstjóri

matre

iðslum

sýningarstjóri

ild ervade

leikg

aður

miðasala

uður

leikmyndahönn

ljósahönnuður

tjóri

sviðss

sviðsmaður

leikstjóri

svi

ðs

miðasala

leikstjóri

tjóri

sölus

miða

miðasala móttökuritari

ma

ðu

r


50

VEITINGAR Forstöðumaður veitingasviðs hjá okkur í Borgarleikhúsinu er Kristín Ólafsdóttir. Kristín er m.a. framreiðslumaður, garðyrkjufræðingur af blómaskreytingabraut og viðburðastjóri að mennt og með víðtæka reynslu af hótelstörfum. Hún rak um tíma tvær blómabúðir á Akureyri ásamt eiginmanni sínum, Jóhanni Gunnari Arnarssyni, og einnig voru þau hjónin ráðsmenn á Bessastöðum í tíu ár. Frá Bessastöðum í Borgarleikhúsið, er það ekki stórt stökk? Kannski ekki beint stórt stökk en þó mikil breyting. Við vorum mestmegnis tvö að vinna þar en hér í Borgarleikhúsinu vinna í kringum 150 manns. Ég sakna þess að vinna ekki með Jóa mínum alla daga eins og við gerðum alltaf. Fæ hann stundum til að koma og hjálpa mér í leikhúsinu þegar hann getur. Það er helsta breytingin. Bæði eru þetta mjög krefjandi störf en jafnframt gefandi og mjög skemmtileg. Á Bessastöðum sáum við um allt innanhúss á staðnum, alla skipulagningu á viðburðum, móttöku gesta, matreiðslu, framreiðslu og persónulega aðstoð við forsetahjónin. Það var ótrúleg reynsla, krefjandi og skemmtileg.

og einnig er hægt að panta veitingar sem bíða tilbúnar á merktu borði í hléinu. Líkt og í vetur verður lifandi tónlist af og til í forsal á komandi leikári og góð tilboð á leikhúsbarnum að loknum sýningum um helgar. Það er því upplagt fyrir gesti að setjast niður og ræða sýninguna eða bara njóta notalegs andrúmslofts í forsalnum. Vert er að geta þess að panta þarf veitingar með a.m.k. sólarhrings fyrirvara með því að senda tölvupóst á veitingar@borgarleikhus.is eða hringja í miðasöluna í síma 568-8000. Sörur í Borgarleikhúsinu Sörurnar námu land á Íslandi á árunum í kringum 1989 um það leyti sem Borgarleikhúsið var opnað en voru fram að því óþekktar hér á landi. Það var Ástríður Guðmundsdóttir sem hóf bakstur þeirra í Borgarleikhúsinu og við af henni tók Theódór Júlíusson leikari sem bakaði Sörur af stakri snilld fyrir leikhúsið í fjögur ár. Reyndar er hann auk leikaramenntunar einnig með bakaramenntun. Guðrún Stefánsdóttir eiginkona hans og miðasölustjórinn okkar tók svo við af honum en Kristín Ólafsdóttir er arftaki hennar í bakstrinum. Kristín bakar nú að jafnaði 3-500 Sörur á viku og allt upp í þúsund stykki ef hópar panta.

Við tökum hópum af övel á móti llum stærð um

Verður veitingasalan í forsal með breyttu sniði á komandi leikári? Hugmyndin er að auka úrval veitinga og skapa notalegt umhverfi í forsalnum. Okkur langar til að upplifun gestanna byrji þegar þeir ganga inn í anddyrið. Búið er að breyta lýsingu, setja myndir á veggi og gera forsalinn hlýlegri. Við munum bjóða starfsmannahópum eða öðrum hópum upp á tilboð í veitingar fyrir sýningar t.d. verður hægt að fá skoðunarferðir, mat og leiksýningu, allt í einum pakka. Í boði verða áfram snittubakkar og tapasbakkar og einnig ostabakki og svo hópamatseðill. Við tökum glöð á móti fólki í mat bæði fyrir sýningar

Hægt er að v gómsætra elja á milli margra rétta: • Súpa og h eimabakað brauð. • Kjúklinga brin og kirsube gur með döðlum, fe rja ta fersku sala tómötum, kartöflug osti ratíni, ti og heima bökuðu bra uði. • Roast bee f með heim alöguðu remúlaði, s te og fersku s iktum lauk, kartöflu salati alati. • Lambalæ ri Bernaise , kartöflug og salat. ratín • Ferskasti fis meðlæti. kur dagsins ásamt


51

LÍFLEGT OG FJÖRUGT FRÆÐSLUSTARF Markmið fræðsludeildar Borgarleikhússins er að opna leikhúsið fyrir ungum jafnt sem öldnum og vekja þannig áhuga nýrra kynslóða og nýrra áhorfenda. Leikskóla- og grunnskólanemendum er meðal annars boðið í ævintýralegar heimsóknir í leikhúsið, skoðunarferðir og starfskynningar eru haldnar samkvæmt óskum, auk þess sem margvíslegt efni tengt sýningum er gefið út og gert aðgengilegt á heimasíðu Borgarleikhússins.

KYNFRÆÐSLA PÖRUPILTA Þriðja árið í röð halda Pörupiltar og Borgarleikhúsið áfram að fræða 10. bekkinga borgarinnar um það sem allir eru að spá í, en enginn þorir að tala um. Þessar heimsóknir hafa heppnast mjög vel á undanförnum leikárum og mælst vel fyrir hjá 10. bekkingum í Reykjavík sem boðið er að sjá uppistandið Kynfræðsla Pörupilta. Sýningin var styrkt af Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar sem og Skóla- og frístundasviði. Skólar utan Reykjavíkur sem hafa áhuga á að fá kynfræðsluheimsókn Pörupilta eru hvattir til að hafa samband við Hlyn Pál fræðslustjóra, hlynurpall@borgarleikhus.is.

BILLY ELLIOT DANSNÁMSKEIÐ Á síðasta leikári stóð Borgarleikhúsið fyrir sex vikna dansnámskeiði í tengslum við sviðsetninguna á söngleiknum Billy Elliot. Kennarar voru þeir sömu og þjálfa Billy strákana, en á námskeiðinu fengu þátttakendur að kynnast ýmsum ólíkum dansstílum á borð við ballett, stepp- og nútímadans. Námskeiðinu lauk síðan með hópferð í leikhúsið að sjá sýninguna og heimsókn baksviðs að skoða leikmyndina, hitta leikhópinn og skoða króka og kima leikhússins. Vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn í haust, en nánari tímasetningar verða auglýstar síðar. Allar frekari upplýsingar um námskeiðið má nálgast með því að senda póst á billy@borgarleikhus.is

LEIKSKÓLABÖRN HEIMSÆKJA UNDRAVERÖLD LEIKHÚSSINS Öllum elstu börnum í leikskólum Reykjavíkur verður boðið að kynnast leikhúsinu og töfrum þess með bráðfjörugri sýningu sem er sérhönnuð fyrir þau. Undanfarin tvö ár hefur vel á fjórða þúsund leikskólabarna komið í heimsókn og kynnst undraveröld leikhússins á fjörugan og fræðandi hátt. Markmið heimsóknarinnar er sýna börnunum hvað hægt er að gera í leikhúsi, en til marks um það má vitna í einn fimm ára gutta sem horfði forviða á síðustu leikskólasýningu og sagði hátt og snjallt yfir allan salinn á einum tímapunkti: „Hvernig er hægt að snjóa inni?“

NÁMSKEIÐ Í SAMSTARFI VIÐ ENDURMENNTUN

GRUNNSKÓLANEMENDUR SKOÐA LEIKHÚSIÐ Síðustu tvö leikár hefur Borgarleikhúsið boðið öllum nemendum 5. bekkjar í grunnskólum Reykjavíkur að verja skemmtilegum morgni í Borgarleikhúsinu, þar sem tækifæri gefst til að skoða leikhúsið, sjá leiksýningu og taka þátt í leiksmiðju. Sú sýning sem boðið verður upp á í haust nefnist Hamlet litli, en hún var samin sérstaklega fyrir þetta tilefni á þar síðasta leikári og hlaut Grímuverðlaunin sem barnasýning ársins 2014.

Í tengslum við uppsetninguna á Njálu og heimspekilegu trúðasýninguna Sókrates efnir Endurmenntun Háskóla Íslands til námskeiða í samstarfi við Borgarleikhúsið. Rýnt verður í verkið, baksvið þess og hugarheim, auk þess sem þátttakendum verður boðið á æfingar þar sem þeim gefst tækifæri til að hitta aðstandendur sýningarinnar. Skráning er hjá Endurmenntun í síma 525 4444 og á www.endurmenntun.is

FRÆÐSLUDEILDIN ER FYRIR ÞIG OG ALLA HINA Auk skipulagðrar dagskrár kappkostar fræðsludeildin að sinna eftir fremsta megni öllum þeim sem áhuga hafa á að fræðast meira um starfsemi leikhússins. Fræðslustjóri leikhússins, Hlynur Páll Pálsson, svarar öllum spurningum með glöðu geði! Hann er með netfangið hlynurpall@borgarleikhus.is


VERTU MEÐ Í ÁSKRIFT! FJÓRAR SÝNINGAR Á AÐEINS 15.900 KR. 2.000 króna viðbótargjald ef valdir eru tveir söngleikir.

ÁSKRIFTARKORT ER ÁVINNINGUR

VERTU MEÐ OKKUR Í VETUR

• 30% afsláttur af miðaverði • Öruggt sæti á þær leik- og danssýningar sem þig langar að sjá • Betri kjör á gjafakortum og viðbótarmiðum • Afsláttur af varningi sem seldur er í miðasölu • Afsláttur af menningarviðburðum hjá samstarfsaðilum • Miðasala reynir ávallt að hliðra til dagsetningum ef þær henta þér ekki

Þú kaupir áskriftarkort og velur fjórar sýningar sem þú vilt sjá. Ef það nægir ekki þá getur þú bætt við eins mörgum sýningum og þú vilt með 30% afslætti og þannig gefst þér kostur á að sjá fleiri af þeim fjölmörgu sýningum sem verða á fjölunum í vetur.

ÁSKRIFT Á AÐEINS

10.900 KR. FYRIR UNGT FÓLK

VIÐ SENDUM ÞÉR SMS! 25 ára og yngri fá áskriftarkort á kostakjörum, aðeins 10.900 kr. fyrir fjórar sýningar að eigin vali.

Ekki hafa áhyggjur af því að gleyma hvenær þú átt miða í leikhúsið. Við látum þig vita með SMS. Mundu bara að skrá GSM númerið þitt þegar þú gengur frá áskriftinni.

ÞRJÁR GÓÐAR LEIÐIR TIL AÐ NÁLGAST ÁSKRIFTARKORT Á borgarleikhus.is ýtir þú einfaldlega á hnappinn Kaupa áskrift efst til hægri á síðunni, þú færð svo kortið sent heim. Þú hringir í síma 568 8000, gengur frá kaupunum og færð kortið sent heim. Líttu inn til okkar í leikhúsið við Listabraut. Við tökum vel á móti þér!

Viðskiptavin 2.000 kr. afsl ir Íslandsbanka fá átt af í september áskriftarkortum ef greitt er m greiðslukort i frá Íslandsb eð an í miðasölu Bo rgarleikhúss ka ins.


GOTT AÐ VITA MÆTIÐ TÍMANLEGA

NÆG BÍLASTÆÐI

Í rúmgóðum og notalegum forsal Borgarleikhússins má njóta léttra veitinga, glugga í leikskrár og eiga ljúfa stund fyrir sýningu. Tilvalið er að panta veitingar til að njóta í hléinu. Leiksýningar hefjast á tilsettum tíma og þá er áhorfendasalnum lokað.

Fyrir leiksýningar er alla jafna rúmgott á bílastæðum við Kringluna. Við bendum á að einnig eru bílastæði á neðri hæðinni. Þaðan er gengið upp tröppur beint að miðasölunni.

STRÆTÓ STOPPAR FYRIR UTAN Í kringum Borgarleikhúsið stoppa strætisvagnar frá öllum hverfum borgarinnar. Gestir geta skilið bílinn eftir heima, notið leikhúskvöldsins í rólegheitum og náð síðustu ferð heim aftur.

SÆLKERALEG LEIKHÚSUPPLIFUN

DISKAR, BÆKUR OG BOLIR

GOTT AÐGENGI

Kitlaðu bragðlaukana og njóttu ljúffengra veitinga í rólegheitum áður en tjaldið er dregið frá. Við tökum vel á móti einstaklingum jafnt sem hópum og töfrum fram sannkallaðar leikhúsveislur. Frekari upplýsingar í síma 568 8000 eða á www.borgarleikhus.is

Borgarleikhúsið býður upp á ýmsa skemmtilega muni sem tengjast sýningum þess, svo sem geisladiska með tónlistinni úr Línu Langsokk, Mary Poppins og fleiri sýningum. Einnig fást ýmsar vörur tileinkaðar Skoppu og Skrítlu og gæðalegt leikhúskonfekt.

Borgarleikhúsið býður upp á gott aðgengi fyrir hjólastóla og pláss fyrir hjólastóla í áhorfendasölum. Einnig vekjum við athygli á því að salir Stóra og Litla sviðsins eru búnir sérstökum tónmöskvum sem gera notendum heyrnartækja kleift að heyra betur það sem fram fer á sviðinu.

VEISLUR OG SKOÐUNARFERÐIR

GJÖF SEM LIFNAR VIÐ

FÁÐU FYRSTUR FRÉTTIRNAR

Gerðu kvöldið enn eftirminnilegra. Við sníðum stærð og umfang veislunnar að þörfum hópsins og bjóðum allt frá standandi veislum til margréttaðra máltíða. Sendu okkur línu á veitingar@borgarleikhus.is og við gerum kvöldið ógleymanlegt. Áhugasamir geta líka pantað skoðunarferðir um Borgarleikhúsið.

Þú getur keypt gjafakort í miðasölu Borgarleikhússins, á vef Borgarleikhússins, borgarleikhus.is, og á þjónustuborði Kringlunnar. Áskriftargestir Borgarleikhússins fá kortin með sérstökum afslætti.

Þeir sem skrá sig á póstlista á borgarleikhus.is

SÖNGLIST – FYRIR HRESSA KRAKKA Söng- og leiklistarskólinn Sönglist hefur verið starfræktur í Borgarleikhúsinu í yfir 10 ár. Þar hafa margir krakkar smitast af leiklistarbakteríunni og fengið tækifæri til að spreyta sig á sviði. Nemendur skólans eru á aldrinum 7–16 ára og fá vandaða söng- og leikþjálfun hjá menntuðum kennurum. Vetrarnámskeið hefjast í september og standa í 12 vikur hvert. Nánar á www.songlist.is

geta átt von á góðum tilboðum og eru fyrstir til að fá allar fréttir. Borgarleikhúsið er einnig mjög virkt á samfélagsmiðlum eins og Facebook og Instagram. Þar gefst þér tækifæri til að skyggnast bak við tjöldin og vera í beinu sambandi við leikhúsið.

Útgefandi: Borgarleikhúsið, ágúst 2015 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Þorgeir Kristjánsson Hönnun: ENNEMM auglýsingastofa Ljósmyndir: Ari Magg, Börkur Sigþórsson, Grímur Bjarnason, Jón Guðmundsson, Jorri, Lárus Sigurðarson, Silja Magg o.fl. Prentun: Oddi Borgarleikhúsið | Listabraut 3 | 103 Reykjavík Miðasala 568 8000 | Skrifstofa 568 5500 | www.borgarleikhus.is Fylgdu okkur á Facebook



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.