3
4
5
DÚKKUHEIMILI y 2. hluti z
BLS. 6
Frumsýnt 21. september
BLS. 8
Frumsýnt 15. mars
BLS. 22
Frumsýnt 14. september
BLS. 16
Frumsýnt 29. desember
BLS. 18
Sýningar hefjast 31. ágúst
HALLDÓRA GEIRHARÐSDÓTTIR
HARALDUR ARI
BLS. 28
Sýningar hefjast 8. september
BLS. 24
Sýningar hefjast 22. nóvember
BLS. 10
ÞURÍÐUR BLÆR
SIGURÐUR ÞÓR
ARON MÁR
Frumsýnt 12. apríl
Ég dey.
BLS. 32
Frumsýnt 27. apríl
BLS. 38
Sýningar hefjast 6. apríl
Frumsýnt 4. janúar
FÓLK STAÐIR & HLUTIR
E F T I R U P P R E N N A N D I
Þ R J Ú
N Ý
H Ö F U N D A
O G
Jólaflækja
BLS. 44
L E I K R I T
Frumsýnt 3. nóvember
K R A F T M I K I L
BLS. 42
HILDUR SELMA SIGBERTSDÓTTIR MATTHÍAS TRYGGVI HARALDSSON ÞÓRDÍS HELGADÓTTIR
BLS. 46
6
Frumsýnt 28. febrúar
BLS. 48
Sýningar hefjast 24. nóvember
BLS. 30
Frumsýnt 10. janúar
BLS. 36
Sýningar hefjast 13. febrúar
7
Sjáumst í leikhúsinu Kæru leikhúsgestir
TRYGGÐU ÞÉR BESTA VERÐIÐ MEÐ ÁSKRIFTARKORTI
Það er með mikilli gleði og tilhlökkun sem við leggjum af stað inn í nýtt leikár. Sýningar vetrarins eru kraftmiklar og afgerandi og eiga það sameiginlegt að skoða manneskjuna og samfélagið í öllum sínum myndum. Við í Borgarleikhúsinu erum afar þakklát fyrir meðbyr síðustu ára og einsetjum okkur að bjóða upp á leikhús í hæsta gæðaflokki. Eins og áður leggjum við áherslu á að snerta strengi í brjóstum áhorfenda, örva hug þeirra og hjörtu. Í leikhúsinu komum við saman og skoðum heiminn, spyrjum spurninga, finnum til og gleðjumst. Við hlökkum til ferðarinnar með ykkur í vetur. Sjáumst í leikhúsinu! Kristín Eysteinsdóttir Leikhússtjóri
8
9
Velkomin heim, Nóra! UNNUR ÖSP OG HILMIR SNÆR TAKAST Á VIÐ KUNNUGLEG HLUTVERK Í FERSKU OG SJÁLFSTÆÐU FRAMHALDI AF EINU ÞEKKTASTA LEIKRITI LEIKLISTARSÖGUNNAR Í lokasenu Dúkkuheimilis, byltingarkenndu verki Ibsens frá 1879, tekur Nóra Helmer þá ögrandi ákvörðun að fara frá eiginmanni sínum og börnum og hefja nýtt líf án þeirra. Þessi hápunktur verksins – þegar Nóra skellir aftur hurðinni á það líf sem hún hefur fram að því lifað – þeytti evrópsku leikhúsi og samfélagsumræðu inn í nútímann. Í Dúkkuheimili, 2. hluta, hefur þó nokkur tími liðið frá brottför Nóru. Núna er bankað á þessar sömu dyr - Nóra er snúin aftur. Hvers vegna? Hvaða áhrif mun það hafa á þau sem hún skildi eftir? Hverjar verða afleiðingarnar? Hvar hefur hún verið? Leikritið er hnyttin rannsókn á samskiptum, hlutverkum kynjanna og ólíkum hugmyndum um ástina, hjónabandið og skuldbindingar. Unnur Ösp Stefánsdóttir og Hilmir Snær Guðnason leika aðalhlutverkin eins og í Dúkkuheimili Ibsens sem sló í gegn í Borgarleikhúsinu ekki alls fyrir löngu. Dúkkuheimili, 2. hluti, var tilnefnt til 8 Tony-verðlauna árið 2017, meðal annars sem besta leikritið.
NÝJA SVIÐIÐ
FRUMSÝNT 21. SEPTEMBER
Höfundur: Lucas Hnath Þýðing: Salka Guðmundsdóttir Leikstjórn: Una Þorleifsdóttir Leikmynd: Börkur Jónsson Búningar: Stefanía Adolfsdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist: Una Sveinbjarnardóttir Danshöfundur: Sveinbjörg Þórhallsdóttir Leikgervi: Guðbjörg Ívarsdóttir Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen Leikarar: Ebba Katrín Finnsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir
DÚKKUHEIMILI y 2. hluti z
10
11
Allur heimurinn elskar Matthildi SÖNGLEIKUR Í HÆSTA GÆÐAFLOKKI UM HEILLANDI OG BRÁÐSKEMMTILEGAN BÓKAORM Matthildur er nýr söngleikur sem byggir á hinni rómuðu skáldsögu Roalds Dahl. Litla stúlkan Matthildur er óvenjulega gáfuð, tilfinninganæm og bókelsk og líklega þess vegna með sérlega ríkt ímyndunarafl. Foreldrar hennar eru þó af öðru sauðahúsi, fáfróð og óhefluð, og skólastjórinn Karítas Mínherfa er hreinasta martröð. Matthildur lumar þó á ýmsum ráðum gegn heimsku fólksins og með styrk sínum og hugrekki tekst henni að vinna sér sess í veröldinni. Þetta er fræg saga um litla stúlku sem þróar með sér ofurkrafta í baráttunni við ranglæti heimsins. Söngleikurinn var frumsýndur hjá Royal Shakespeare Company í Stratford-upon-Avon, fæðingarbæ Shakespeares árið 2010. Þaðan var hann fluttur á West End og Broadway og hefur víða slegið aðsóknarmet enda einstaklega glæsilegur söngleikur sem heillar unga sem aldna. Þá hefur Matthildur hlotið hátt í hundrað verðlaun af ýmsu tagi og þar af sextán verðlaun sem besti söngleikurinn. Handritshöfundur er leikskáldið Dennis Kelly sem hefur samið fjölda framúrskarandi leikrita, meðal annars Elsku barn sem Borgarleikhúsið sýndi árið 2011. Ástralinn Tim Minchin, höfundur tónlistarinnar, er einn fremsti söngleikjatónsmiður nú um stundir og hefur fengið fjölda verðlauna, nú síðast Olivier-verðlaunin fyrir söngleikinn Groundhog Day sem sýndur var í Old Vic í London og á Broadway í fyrra og hitteðfyrra.
12
STÓRA SVIÐIÐ
FRUMSÝNT 15. MARS
Höfundur: Roald Dahl Leikhandrit: Dennis Kelly Tónlist og söngtextar: Tim Minchin Íslenskun: Gísli Rúnar Jónsson Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson Danshöfundur: Lee Proud Tónlistarstjórn: Agnar Már Magnússon Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Búningar: María Th. Ólafsdóttir Lýsing: Þórður Orri Pétursson Myndband: Ingi Bekk Leikgervi: Margrét Benediktsdóttir Hljóð: Garðar Borgþórsson Aðstoðarleikstjórn: Hlynur Páll Pálsson Leikarar: Arnar Dan Kristjánsson, Björgvin Franz Gíslason, Björn Stefánsson, Ebba Katrín Finnsdóttir, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir, Erna Tómasdóttir, Ísabella Dís Sheehan, Salka Ýr Ómarsdóttir, Aðalbjörg Emma Hafsteinsdóttir, Arnaldur Halldórsson, Baldur Björn Arnarsson, Edda Guðnadóttir, Emil Björn Kárason, Erlen Ísabella Einarsdóttir, Gabríel Máni Kristjánsson, Hilmar Máni Magnússon, Hlynur Atli Harðarson, Jón Arnór Pétursson, Linda Ýr Guðrúnardóttir, Lísbet Freyja Ýmisdóttir, María Pála Marcello, Patrik Nökkvi Pétursson, Þóra Fanney Hreiðarsdóttir, Þórey Lilja Benjamínsdóttir
13
HALLDÓRA GEIRHARÐSDÓTTIR
Kvöld sem breytir lífi þínu HVERSU LANGT ERT ÞÚ TIL Í AÐ GANGA TIL AÐ NÁ ÞÍNU FRAM? Hópur kraftmikilla og sjarmerandi nemenda kemur óvænt í heimsókn til umsjónarkennara síns með vín og gjafir undir því yfirskini að óska henni til hamingju með afmælið. Þau standa öll á tímamótum, eru að klára menntaskólann og í þann mund að taka stóra skrefið út í lífið. En fljótlega komumst við að því að raunverulegi tilgangurinn er allt annar en að gleðja kennarann sinn. Við tekur hrikaleg atburðarás þar sem hlutirnir fara gjörsamlega úr böndunum. Í Kæru Jelenu takast kynslóðir á í verki sem spyr stórra spurninga um siðferðisleg mörk, einstaklingshyggju og hugsjónir. Hvar liggja mörk okkar frá því að vera framagjörn og metnaðarfull yfir í að vera ofbeldisfull, yfirgangssöm og siðblind? Ljúdmíla Razumovskaja skrifaði Kæru Jelenu árið 1980 og hófst þá sigurför um heiminn. Verkið sló rækilega í gegn í Þjóðleikhúsinu fyrir tæpum 30 árum í þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur sem Kristín Eiríksdóttir hefur yfirfarið til að færa það nær okkur í stað og tíma.
14
LITLA SVIÐIÐ
HARALDUR ARI
ÞURÍÐUR BLÆR
SIGURÐUR ÞÓR
ARON MÁR
FRUMSÝNT 12. APRÍL
Höfundur: Ljúdmíla Rasúmovskaja Þýðing: Ingibjörg Haraldsdóttir Leikstjórn: Unnur Ösp Stefánsdóttir Leikmynd og búningar: Filippía I. Elísdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist: Valgeir Sigurðsson Leikgervi: Elín S. Gísladóttir Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen Leikarar: Aron Már Ólafsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Haraldur Ari Stefánsson, Sigurður Þór Óskarsson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir
15
Brynhildur: Mig langar til að byrja á því að segja að Shakespeare er ekki eitthvað ósnertanlegt og upphafið. Leikritin hans eru ekki fyrir einhverja elítu, hann er bara að segja sögur af fólki, sögur fyrir alla. Þeir sem fóru á sýningarnar hans komu beint úr vinnunni með epli í vasanum og köstuðu því upp á svið ef þeim ekki líkaði. Úlfhildur: Þannig að Shakespeare hefur verið á sínum tíma eins og sjónvarpsþáttasería í hámhorfi – margra klukkustunda sýningar? Fólk gekk út og inn og alltaf hélt serían áfram á sviðinu ... Já, ætli það ekki bara!
... afmyndun ... ... þetta er svo bilað hvernig fólk hefur þurft, og þarf, að bera sína afmyndun sem kannski er engin af-myndun, það er bara búið að ákveða að eitt er já og annað er nei – og það er auðvitað bara vitlaus heimur. En Ríkharður er sagður ljótur og þegar það er sagt nógu oft, þá ferðu að trúa því sjálfur. Þannig að hann ber þetta með sér og svo er hann líka andlega veill, því hnúturinn inni í honum, biturleikinn og reiðin, fer upp í höfuðið á honum og hann eirir engu. En það dugir ekki til, enda fjallar verkið líka um hverfulleika lukkunnar, hann byrjar á toppnum og svo fer allt á hvolf þegar hann missir tökin, því hann svíkur alla, sína bestu vini, sína bræður og alla sína fjölskyldu – og endar svo sem kóngur í kortér. Andlega innistæðulaus og tilfinningalega borinn ofurliði.
En hvernig kom þetta til með þig og Ríkharð? Ja, sumt getur maður ekki látið vera. Ríkharður III er verk sem ég hef lengi haft miklar mætur á – ég menntaði mig í Bretlandi meðal annars til að komast nær þessum bókmenntum. Ég sóttist eftir verkefninu – það er stórfenglegt að fá svona byr undir vængina sína.
Ugluvæl, illvirki og andar BRYNHILDUR GUÐJÓNSDÓTTIR OG ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR KRYFJA RÍKHARÐ III - JÓLASÝNINGU BORGARLEIKHÚSSINS Í ÁR
16
Af hverju? Hvað er svona spennandi við þetta verk? Hvar eigum við að byrja? Shakespeare er náttúrulega stórkostlegt leikskáld. Þetta er eitt af fyrstu verkunum hans, nokkuð langt, síðasta leikritið í sögulegum fjórleik um Rósastríðin: borgarastyrjöld um bresku krúnuna. Við höfum þegar hitt Ríkharð í fyrri verkunum. Þar sjáum við þennan fatlaða en færa stríðsmann sem hefur unnið sér frægð á vígvelli og uppskorið aðdáun föður síns. En bróðir hans verður konungur, Játvarður IV, og það líkar Ríkharði illa. Metnaðargirnin heltekur hann. Hann vill verða kóngur. Í Ríkharði III býr Shakespeare í fyrsta sinn til sögu þar sem höfuðpersónan er stærri en frásögnin. Rósastríðin eru fyrirmynd Krúnuleikanna, sem slegið hafa í gegn bæði sem skáldsögur og sjónvarpssería og fjalla einmitt um endalausa stríðsleiki í kringum hásæti. Af hverju er þetta efni svona vinsælt, er þetta ekki bara eitthvað vesen í frekum köllum? Ég hef mikinn áhuga á sögutengdu efni og þarna mætist hvort tveggja, saga og tilfinningar: Rósastríðin hafa náð hámarki og það er kominn friður en þessi friður gerir ekkert annað en að búa til ólgandi stríð í höfðinu á Ríkharði sem er allt í einu stríðsmaður sem hefur ekki tilgang. Svo má ekki gleyma því lykilatriði að hann fæðist fatlaður. Ríkharður hefur alla tíð búið við það að þeir sem hitta hann í fyrsta sinn hrökkva í kút vegna þess hvernig hann lítur út. Hann er eðalborinn en óæskilegur. Klár en krypplaður. Það er mjög spennandi að skoða þessa ... mig vantar orðið ...
Fötlun Ríkharðs – afmyndun hans, krypplingurinn sem hefur orðið að fyrirmynd annarra illmenna, nú síðast í Riff-Raff í Rocky Horror, þetta er ansi viðkvæmt svið og mikið verið fjallað um hvernig fötlun er – sérstaklega í afþreyingarefni – það sama og illska. Og Ríkharður er einhverskonar upphafspunktur hvað það varðar. Fyrir mér er hann frægasta illmenni leikbókmenntanna – hann er „skrímsli“ sem ætti að fela sig í myrkrinu, en í staðinn er hann konungborinn maður sem gerir tilkall, vegna þess að hann er svo klár, hann er menntaður og hann er stríðsmaður og þessvegna er hann á öðrum stað. Þetta er gríðarlega viðkvæmt umfjöllunarefni, en þetta snýst líka um samfélagið og hvað er samþykkt og hvað ekki. Hver ákveður hvað er fallegt og hvað er ljótt. Akkúrat. Hann á mjög einkennilegt samband við móður sína sem talar um hann sem skömmina sína. Hann hefur fengið að heyra það frá því hann var pínulítill að meðgangan var ömurleg og fæðingin hörmuleg, hann fæðist með tennur og uglan vælir – allt eins skelfilegt og hugsast getur. Mamma hefur aldrei sagt: „þetta er allt í lagi.“ Og nú er pabbi dáinn og Ríkharður er einn og hefur ekki tilgang og hann leggur af stað í tryllingsferðalag í hringiðu síns eigin sjúka huga og við förum með honum og getum ekki annað því hann er svo heillandi. Hann getur verið banvænt kynþokkafullur eina mínútuna og þá næstu mesti lúði bæjarins – og það er það sem er svo gaman, því Ríkharður kemur sjálfum sér á óvart! Eins og þegar hann allt í einu stígur fram og reynir við sætustu píuna og hún segir bara jájá. Hann talar við hana og eins og hún segir: „orðin hans breyttust í hunang og ég bara veit ekki hvað gerðist ...“
17
„Við erum ekki að segja sögu Englands. Við erum að segja sögu af fólki sem er að reyna að lifa við reglur karllægs samfélags“ Hann gerir eins og honum sýnist. Og dugnaðurinn í þessari mannskepnu, vegna fötlunarinnar þarf hann að vera fjórum sinnum fljótari að hugsa og fjórum sinnum klárari en aðrir til að komast á sama stað. Honum finnst hann eiga eitthvað inni hjá náttúrunni og þess vegna treystir hann engum og ýtir öllum frá sér. Þessi nagandi heift er alltaf til staðar og þetta endalausa samtal sem hann á við sjálfan sig, sannfæringarsamtalið: „samviskan er bara fyrir kjána“. Að lokum er það samt samviskan sem verður honum að falli. Eftir að móðir hans formælir honum er eins og „brynjan“ bresti og heimur hans byrjar að molna. Vopn kvenna eru orð ... Ríkharður hefur líka mikið vald á tungumálinu, hann stýrir öllu. Hann býr í karlaheimi sem setur reglurnar, en hann þverbrýtur þær allar. Það er eitt af því sem er svo spennandi við hann. Því við erum ekki að segja sögu Englands. Við erum að segja sögu af fólki sem er að reyna að lifa við reglur karllægs samfélags. Allir eiga að hlýða, konunum er það óbærilegt og konungurinn brýtur reglurnar. Það er gríðarlegt kvenhatur í verkinu og þarna verður teflt fram fimm kynslóðum kvenna á móti illvirkjanum: það eru sextíu ár á milli þeirrar yngstu og elstu. Við segjum söguna að einhverju leyti í gegnum þær og ég fæ gæsahúð af spenningi. En það er enginn saklaus í þessum heimi og ekki konurnar heldur, því þær verða að beita alveg jafn miklum klækjabrögðum til þess að komast af. Allir ljúga, konurnar líka. Þannig er verkið einnig drifið áfram af tungumálinu og máttur orðanna er gríðarlegur. Shakespeare er auðvitað höfundur sem hefur verið ákveðið viðmið hvað varðar leikhús og tjáningu og það gustar um hans texta.
18
Við erum með nýja þýðingu, Kristján Þórður Hrafnsson kemur með glænýja, aðgengilega og kraftmikla þýðingu í bundnu máli. Skýrleikinn er í fyrirrúmi en hann heldur í braginn, og það skiptir miklu máli, því Shakespeare vinnur með taktinn. Ég hlakka mikið til að takast á við nýja textann með leikurunum. Formið er notað til tjáningar. Já, og við munum vinna með textann og taktinn með danshöfundinum, Valgerði Rúnarsdóttur, sem skilur gróteskuna og tónskáldinu Daníel Bjarnasyni sem á alla epíkina. Ríkharður í dag? Með því að taka þennan kvennavinkil á þetta ertu á vissan hátt að færa þetta til nútímans. En hvað segir þetta verk okkur í dag? Valdagráðugir menn og voldugir illvirkjar verða alltaf til. Stríð er bara stækkuð mynd af persónulegum erjum og vald spillir sjálfu sér. Mig langar ekki að nefna nein tiltekin dæmi eða nöfn, en auðvitað eru þetta dæmisögur sem Shakespeare er að skrifa, sögur sem segja „svona fer þegar ...“ Svo þú ætlar að forðast skýrar tilvísanir. Já, þetta er óður til leikhússins, við ætlum að nota meðul leikhússins til að eiga þessa heilögu samverustund, segja sögu sem vonandi gerir það að verkum að við skiljum eitthvað betur og verðum í kjölfarið betra fólk. Mér finnst meiri slagkraftur í því að sjá þetta fólk í sínum heimi frekar en að búa til vígvöll sem við þekkjum úr sjónvarpi, það gerist sjálfkrafa í höfðinu á áhorfendum. Því áhorfandinn, það er ansi klár skepna get ég sagt þér!
Merkingarsköpun viðtakandans er meira og meira til umræðu, enda er það tilgangurinn, að nota listina eins og sleif til að hræra í heilagrautnum. Það þarf ekki að troða hlutum ofan í kokið á fólki. Ákveðnir hlutir eru sýnilegir en salurinn býr til restina. Þannig leikhúsi hef ég áhuga á. Ég þarf ekki að sýna fólki allt. Ég nefndi áðan að Ríkharður væri ákveðin fyrirmynd illmenna – og það er vel þekkt að illmenni og skrímsli virðast lifa lengur en góða fólkið. Þau beinlínis ganga aftur og aftur ... Það er eitthvað í okkur sem laðast að illmennum. Sérstaklega ef það er valdhafinn sjálfur sem er illmenni. Hann er líka bara maður sem kemur öllum í klandur og hagar sér eins og honum sýnist og rífur jörðina undan öllum. Ríkharður er bæði leikari og leikstjóri. Og hann er með endalausan dólgshátt og enginn veit hvernig á að bregðast við. Allt í einu er búið að hálshöggva mann og annan, trúlofast ekkju yfir líki og krýna nýjan kóng. Hann er þá líka einskonar „trickster“ eða klækjarefur. En hvað með húmorinn? Shakespeare er frægur fyrir fyndni og kómík er alltaf mikilvæg í verkum hans. Ójá. Fyrir mér er svo margt myljandi fyndið í þessu, bæði í orðum og gjörðum. Shakespeare er bæði ótrúlega fyndinn og mjög dónalegur. Það er gaman.
hluti af karlaheiminum en brýtur líka allar reglur hans, eins og þú sagðir áðan. Þannig að það er heilmikið í þessu verki sem spilar á mörk hins kvenlega og karllæga. Það er alveg rétt, jaðarsetning hans felst í fötluninni og þessvegna þarf hann að vera svona rosalega klár og með því að tjá sig svona hratt og vel í tungumálinu þá nær hann flugi og verður klækjatól, sem er vissulega eitthvað sem hefur verið sagt kvenlegt. Það eru samt kvenlegu kraftarnir sem vinna á honum, formælingar, spádómar og draumar. Draumarnir eru frásagnaraðferð sem við þekkjum úr Íslendingasögunum og það er eitthvað sem þú hefur unnið með sjálf í fyrri verkum. Draumar og spádómar eru auðvitað mjög fyrirferðarmiklir í Íslendingasögum. Í Brák blandaðist það svo keltneska sagnaarfinum sem er enn andlegri. Goðafræðin hefur líka allaf verið mér mikil uppspretta hugmynda og í samhengi við konur og formælingar nægir að nefna örlaganornirnar, Urði, Verðandi og Skuld. Í Ríkharði III takast ekki bara á karla- og kvennaheimur heldur líka raunheimur og handanheimur. Og hver getur sagt að annar sé réttari en hinn? Ríkharður drepur alla - allir í kringum hann verða andar sem ásækja hann. Er það raunverulegt? Þegar langanir okkar og þrár eru orðnar svo óraunverulegar og úr takti við raunveruleikann, hvað snýr þá upp og hvað niður? Þá er Ríkharður ef til vill orðinn óraunverulegur og draugarnir raunverulegir. Eitt er víst að sá sem æðir áfram með orðunum: „ ... þá skal ég verða verstur allra þrjóta“ hans bíða ekki blíð örlög.
Svo að ég komi aftur inn á þetta með fötlunina, þá er Ríkharður á einhvern hátt jaðarsettur á sama hátt og hið kvenlega – sbr. klósett sem eru fyrir konur og fatlaða, sem gefur til kynna að það sé það sama. Ríkharður er
19
Ég, tveggja stafa heimsveldi ILLRÆMDASTI SKÚRKUR WILLIAMS SHAKESPEARES MÆTIR Í KVENNAFANS Á STÓRA SVIÐIÐ Ríkharður III er eitt af fyrstu leikritum Shakespeares og var frumflutt fyrir meira en fjögur hundruð árum. Samt hefur það ekki á nokkurn hátt misst gildi sitt, síst af öllu núna þegar siðmenning og mannúð eiga undir högg að sækja. Leikritið segir frá baráttu valdasjúks manns sem svífst einskis til að ná æðstu metorðum - verða konungur Englands. Hann vílar ekki fyrir sér að myrða þá sem ryðja þarf úr vegi og kvænast til að komast yfir krúnuna. Leikritið fjallar um hvernig hann kemst til valda sem samviskulaus morðingi. Eina markmið hans er alger yfirráð. Þetta er átakasaga þar sem heimar karla og kvenna takast á. Valdamiklir karlar setja leikreglur heimsins og valdalitlar konur eiga ekki annarra kosta völ en að hlýða. Ríkharður glímir við fimm kynslóðir kvenna sem gera allt sem þær geta til að hindra framgöngu hans. En hann er útsmoginn og óútreiknanlegur, tungulipur og eldsnöggur að hugsa. Hann er leikari og leikstjóri í sínu eigin siðlausa sjónarspili sem hann spinnur áfram af óhugnanlegri snilld.
20
STÓRA SVIÐIÐ
FRUMSÝNT 29. DESEMBER
Höfundur: William Shakespeare Þýðing: Kristján Þórður Hrafnsson Leikstjórn: Brynhildur Guðjónsdóttir Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Búningar: Filippía I. Elísdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Dramatúrg: Hrafnhildur Hagalín Tónlist: Daníel Bjarnason Danshöfundur: Valgerður Rúnarsdóttir Leikgervi: Elín S. Gísladóttir Hljóð: Baldvin Þór Magnússon Leikarar: Arnar Dan Kristjánsson, Davíð Þór Katrínarson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Halldór Gylfason, Hilmar Guðjónsson, Hjörtur Jóhann Jónsson, Jóhann Sigurðarson, Kristbjörg Kjeld, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sólbjört Sigurðardóttir, Valur Freyr Einarsson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir
21
Síðasta uppklappið STJARNAN SEM HEFUR FYLLT HÚSIÐ SÍÐAN Í MARS 2017 GLITRAR ÁFRAM Á STÓRA SVIÐINU Elly heldur áfram að heilla landsmenn og snýr aftur í takmarkaðan tíma ásamt hljómsveit. Enn gefst tækifæri til að hrífast með söng og sögu þessarar einstöku söngkonu sem heillaði karlmenn en gerði konur afbrýðisamar auk þess að ganga þrisvar í hjónaband, drekka snákablóð og smygla forboðnum apa til Íslands. Katrín Halldóra Sigurðardóttir hefur hlotið einróma lof fyrir túlkun sína á einni dáðustu söngkonu þjóðarinnar. Misstu ekki af þessu vinsæla verki sem varpar ljósi á viðburðaríkt líf sem var á sínum tíma efni í safaríkar sögusagnir og slúður þótt Elly reyndi að forðast sviðsljós fjölmiðla eftir megni.
„Rýnir á hreinlega ekki nógu sterkt orð til að lýsa magnaðri túlkun Katrínar á Elly“ SBH. Morgunblaðið.
„Höfundar bregða á það bráðsniðuga ráð að þræða þekktustu lög Ellyjar í gegnum sýninguna og gefa þeim nýja dýpt með því að tengja þau við atburði í lífi hennar“ SJ. Fréttablaðið.
22
STÓRA SVIÐIÐ
SÖNGVARI ÁRSINS
BÚNINGAR ÁRSINS
SÝNINGAR HEFJAST 31.ÁGÚST
Höfundar: Gísli Örn Garðarsson og Ólafur Egilsson Leikstjórn: Gísli Örn Garðarsson Leikmynd: Börkur Jónsson Búningar: Stefanía Adolfsdóttir Lýsing: Þórður Orri Pétursson Tónlistarstjórn: Sigurður Guðmundsson Höfundur sviðshreyfinga: Selma Björnsdóttir Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir Hljóð: Garðar Borgþórsson Leikarar: Björgvin Franz Gíslason, Björn Stefánsson, Hjörtur Jóhann Jónsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Katrín Halldóra Sigurðardóttir Hljómsveit: Aron Steinn Ásbjarnarson, Björn Stefánsson, Guðmundur Óskar Guðmundsson, Sigurður Guðmundsson og Örn Eldjárn
Í samstarfi við Vesturport
23
Krakkar skrifa - við sýnum
Leikfélag Reykjavíkur fyrr og nú
FYRIRLESTRARÖÐ FYRIR FÉLAGSMENN Leikfélag Reykjavíkur var stofnað fyrir meira en 120 árum og hefur frá upphafi verið metnaðarfullur félagsskapur. Nú hyggst félagið standa fyrir umræðum og fyrirlestrum fyrir félagsfólk um leiklist fyrr og nú. Fyrirlestrarnir fara fram í forsal Borgarleikhússins og verður hægt að kaupa léttan hádegisverð og njóta undir fyrirlestrum og spjalli. Félagið er öllum opið og er almennt félagsgjald 6.000 kr. Kortagestir Borgarleikhússins fá félagsaðild með helmings afslætti eða á 3.000 kr. Upplýsingar um Leikfélagið, sögu þess og samþykktir, eru á heimasíðu Borgarleikhússins, borgarleikhus.is.
HÁDEGISFYRIRLESTRAR KL. 12-13 Í VETUR
4. sept. Einn leikari, einsamall
8. jan. Illa áttaðir ungir menn
Ólafur Egill Egilsson og Valur Freyr Einarsson segja frá uppfærslunni á Allt sem er frábært. Margrét Helga Jóhannsdóttir segir frá verkinu Sigrún Ástrós eftir Willy Russell sem sýnt var í Borgarleikhúsinu árið 1990.
Brynhildur Guðjónsdóttir segir frá Ríkharði III, jólasýningu Borgarleikhússins. Kjartan Ragnarsson segir frá sýningunni á Hamlet í Iðnó árið 1988.
25. sept. Hvað gerðist eiginlega eftir að Nóra skellti hurðinni?
19. mars Söngleikir
Una Þorleifsdóttir segir frá Dúkkuheimili, 2. hluti og Harpa Arnardóttir segir frá sviðsetningu á Dúkkuheimili Ibsens frá 2014. Sveinn Einarsson, fyrrverandi leikhússtjóri og heiðursfélagi LR rifjar upp fyrri sýningar.
23. okt. Vonarstjörnur Hrafnhildur Hagalín kynnir ungskáld vetrarins og segir frá því markverðasta sem er að gerast í leikritun þ.á.m. Núna! 2019 sem verður frumsýnt í janúar. Einnig segir Ólafur Egill Egilsson frá fyrsta leikriti Jóns Magnúsar Arnarssonar, Tvískinnungi, ásamt höfundi.
24
Á þessu leikári sýnum við sigurverkin úr leikritunarsamkeppni sem haldin var á síðasta leikári í samvinnu við RÚV og KrakkaRÚV. Fjölmörg leikrit bárust, hvaðanæva af landinu, en sigurvegararnir voru Iðunn Ólöf Berndsen, með verkið Tölvuvírusinn, og Sunna Stella Stefánsdóttir sem samdi leikritið Friðþjófur á geimflakki. Verðlaunin voru afhent á Sögum, verðlaunahátíð barnanna, síðastliðið vor en í febrúar verða verkin svo sett upp í leikstjórn Halldórs Gylfasonar.
Sunna Stella Stefánsdóttir Friðþjófur á geimflakki
Iðunn Ólöf Berndsen Tölvuvírusinn
Segðu okkur í stuttu máli frá sjálfri þér. Ég heiti Sunna Stella og ég er 7 ára með stutt hár. Ég elska mest að semja sögur og skoða nýjar borgir. Mér finnst best að vera góð við alla sem ég kynnist, því að ef að þú brosir framan í heiminn þá brosir heimurinn framan í þig.
Segðu okkur í stuttu máli frá sjálfri þér Ég heiti Iðunn Ólöf Berndsen og er 10 ára (að verða 11 ára). Ég er lestrarhestur, íþróttamanneskja og grínisti. Ég vil alltaf læra eitthvað nýtt og skrifa sögur.
Hver eru þín helstu áhugamál? Ég elska að ferðast með fjölskyldunni minni, eignast nýja vini, fara á hestbak, syngja og dansa inni í stofu. Svo finnst mér líka gaman að leika við vini mína og búa til allskonar ævintýri með þeim. Hvað fékk þig til að skrifa leikrit? Ég er alltaf að búa til sögur og það ljómaði yfir mér þegar ég sá tækifærið til að semja alvöru leikrit.
Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri Matthildar, sem sviðsett hefur marga stóra söngleiki segir frá söngleikjaleikstjórn. Stefán Baldursson segir frá uppsetningu Litla leikfélagsins á Poppleiknum Óla í samstarfi við Óðmenn í Tjarnarbíói 1970.
Hvernig datt þér þessi saga í hug? Ég var búin að vera að leika mér í hákarlaleik daginn sem ég byrjaði á sögunni. Mig langar líka svo mikið að fara út í geim, sagan gerist í geimnum.
30. apríl Áleitið og ögrandi leikhús
Hefurðu farið í leikhús? Ef svo er, hvað er eftirminnilegasta sýningin sem þú hefur séð? Já. Ég fór til New York í fyrra og fór að sjá Wicked á Broadway. Ég er ennþá að syngja lögin úr sýningunni.
Leikstjórinn Gréta Kristín Ómarsdóttir segir frá Bæng! eftir Marius von Mayenburg. Sveinn Einarsson og Þórunn Sigurðardóttir leikkona segja frá Ivonne Búrgundarprinsessu eftir Witold Gombrowicz, sem sýnd var árið 1968 í Iðnó.
Hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðin stór? Það kemur í ljós!
Hver eru þín helstu áhugamál? Ferðast, lesa, læra eitthvað nýtt og æfa handbolta og íshokkí. Svo finnst mér gaman að spila á hljóðfæri. Hvað fékk þig til að skrifa leikrit? Ég sá auglýsingu í skólanum um námskeið fyrir handritasmiðju og ákvað að fara á það. Mér finnst svo gaman að skrifa sögur þannig að ég prófaði eitthvað nýtt og hafði rosalega gaman af því. Hvernig datt þér þessi saga í hug? Ég sá marga vera í tölvunni, eins og foreldra mína og vinkonur, og festast jafnvel í tölvunni. Ég ákvað að skrifa leikrit um að það væri miklu skemmtilegra að gera eitthvað annað. Hefurðu farið í leikhús? Ef svo er, hver er eftirminnilegasta sýningin? Já, afi minn kaupir oft miða handa mér í leikhús. Ég get ekki valið á milli Billy Elliot, Mary Poppins, Línu langsokks og Bláa hnattarins, þær voru allar geðveikar. Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Rithöfundur. Kannski grunnskólakennari eða menntaskólakennari. Mig langar pínu að vera leikkona en ég er með smá sviðsskrekk.
25
Gleðileikur um depurð EINLEIKUR SEM HEFUR GEFIÐ TUGÞÚSUNDUM ÁHORFENDA UM ALLAN HEIM NÝJA SÝN Á LÍFIÐ OG TILVERUNA Allt sem er frábært fær fólk til að hlæja þar til það skilur loks hvers vegna það grætur! Hvernig bregst ungur sonur við myrkum hugsunum móður sinnar? Hann býr auðvitað til lista yfir allt sem er frábært í heiminum og gerir lífið þess virði að lifa því: Rjómaís, guli liturinn, kung fu-myndir, vatnsslagur, mega horfa fram eftir á sjónvarpið, fólk að detta, rússíbani ... Tuttugu árum síðar er listi unga drengsins í fullu gildi og hefur lengst svo um munar - í ævilanga áminningu um það að gleði er ekki síst að finna í hlutum sem virðast léttvægir. Valur Freyr Einarsson stendur einn á sviðinu í hlutverki manns sem gerir atlögu að depurðinni og lífsleiðanum, með aðstoð áhorfenda og listann góða að vopni, og segir í leiðinni hrífandi sögu af ást, sorg og ís með dýfu. Höfundur er Duncan Macmillan, sá hinn sami og skrifaði verkin Andaðu og Fólk, staðir og hlutir sem sló í gegn í Borgarleikhúsinu á síðasta leikári. Þetta einfalda en snjalla verk hefur verið sett á svið víða um heim og hlotið gríðarlega góðar viðtökur gagnrýnenda jafnt sem áhorfenda og birtist hér í þýðingu Kristínar Eiríksdóttur.
26
LITLA SVIÐIÐ
FRUMSÝNT 14. SEPTEMBER
Höfundur: Duncan Macmillan Þýðing: Kristín Eiríksdóttir Leikstjórn: Ólafur Egill Egilsson Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir Lýsing: Þórður Orri Pétursson Hljóð: Baldvin Þór Magnússon Aðstoðarleikstjórn: Hlynur Páll Pálsson Leikari: Valur Freyr Einarsson
27
Sungin sagnfræði á hundavaði SPENNIÐ HLÁTURTAUGARNAR! HUNDUR Í ÓSKILUM RÝNIR Í ÞAÐ SEM GERÐIST EFTIR AÐ FYRSTA KONAN KOM TIL LANDSINS Á NÍTJÁNDU ÖLD. Hundur í óskilum heldur hér áfram að varpa óvæntu ljósi á Íslandssöguna með húmorinn að vopni. Nú er komið að sögu kvenna og kvennabaráttunni. Frá því að konan kom til landsins í lok nítjándu aldar hafa íslenskir karlmenn gert sitt besta til að laga sig að breyttum aðstæðum. En hefur okkur tekist sem skyldi? Sagan greinir frá örfáum konum – raunar svo fáum að það er búið að skíra rakettur í höfuðið á þeim öllum. Hundur í óskilum veltir við hverjum steini og grefur upp ýmislegt óvænt og skemmtilegt í sögu jafnréttisbaráttunnar. Búðu þig undir drepfyndna sagnfræði með söngvum. Kvenfólk sló í gegn hjá Leikfélagi Akureyrar sl. vetur og var tilnefnd til þrennra grímuverðlauna. Hundur í óskilum er margrómaður og verðlaunaður dúett sem er leikhúsgestum að góðu kunnur fyrir leiksýningar sínar Sögu þjóðar sem hlaut Grímuverðlaun árið 2012 og Öldina okkar sem gekk fyrir fullu húsi í Samkomuhúsinu á Akureyri og svo í Borgarleikhúsinu í kjölfarið.
28
NÝJA SVIÐIÐ
SÝNINGAR HEFJAST 22. NÓVEMBER
Höfundar: Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur Stephensen Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir Leikmynd og búningar: Íris Eggertsdóttir Lýsing: Lárus Heiðar Stefánsson Tónlist: Hundur í óskilum Myndband: Jón Páll Eyjólfsson Hljóð: Gunnar Sigurbjörnsson Leikarar: Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur Stephensen Hljómsveit: Fríða Björg Pétursdóttir, Hrafnhildur Einarsdóttir, Margrét Hildur Egilsdóttir, Una Haraldsdóttir Gestasýning frá Leikfélagi Akureyrar
29
Fullt hús af lífi
30
Ríkharður, Jelena og Matthildur í Endurmenntun Í tengslum við uppsetninguna á Ríkharði III og Kæru Jelenu efnir Endurmenntun HÍ til námskeiða í samstarfi við Borgarleikhúsið. Rýnt er í verkin og nemendum boðið á æfingar og að hitta aðstandendur sýninganna. Á vorönn verður sérstakt fjölskyldunámskeið í tengslum við sviðsetninguna á Matthildi. Miði á lokaæfingu verkanna er innifalinn í námskeiðsgjaldi. Frekari upplýsingar og skráning er í síma 525-4444 og á endurmenntun.is
Leikur að læra í Borgarleikhúsinu
Skólana í leikhúsið
Nú eru 40 nemendur í Leiklistarskóla Borgarleikhússins og hafa margir þeirra tekið þátt í alls kyns uppfærslum sem og öðru leiknu efni. Þótt það sé augljós eftirspurn eftir ungum og hæfileikaríkum leikurum er því miður ekki unnt að fjölga í skólanum fyrr en á næsta leikári þegar fyrsti árgangurinn hefur útskrifast.
Að vanda verður öllum elstu börnum í leikskólum Reykjavíkur boðið að kynnast leikhúsinu og töfrum á fjörlegri sýningu. Nemendum 5. bekkjar er hins vegar boðið á Hamlet litla, barnasýningu ársins 2014, og nemendum 10. bekkjar í Reykjavík er boðið að sjá Haha, nýja sýningu úr smiðju tvíeykisins Sturlu Atlas og Joey Christ.
10 dropar af leikhúsi í Borgarbókasafninu
Opnir kynningarfundir, samlestrar og æfingar
Á þessu leikári munu Borgarleikhúsið og Borgarbókasafnið í Kringlunni bjóða upp á Leikhúskaffi. Aðstandendur sýninga segja frá og sýna leikmyndir og aðra umgjörð. Þar að auki bjóðast gestum sérstök afsláttarkjör á miðum í forsölu. Nánari upplýsingar fást með pósti á hlynurpall@borgarleikhus.is
Sunnudaginn 2. september verður haldinn opinn kynningarfundur þar sem sýningar leikársins verða kynntar. Einnig verður boðið upp á opna samlestra og opnar æfingar á völdum verkum. Aðgangur er ókeypis en miðar fást á borgarleikhus.is
Haha
HAHA ER SÝNING FYRIR UNGT FÓLK UM UNGT FÓLK SEM ÖLLUM 10. BEKKINGUM GRUNNSKÓLA ER BOÐIÐ Á Í BORGARLEIKHÚSINU. HÖFUNDAR ERU SIGURBJARTUR STURLA ATLASON OG JÓHANN KRISTÓFER STEFÁNSSON.
Hér áður fyrr þótti ekki við hæfi að fjalla opinberlega um kvíða og ýmislegt annað sem veldur álagi, en nú hefur umræðan opnast og ungmenni taka mun virkari þátt í henni. Heimurinn sem þetta fólk elst upp við í dag er langt frá því að vera sá sami og foreldra þeirra. Hvaða áhrif hefur það á manneskju að alast upp með háhraðanettenginu þegar aldrei er efast um neitt því allt er einni leitarvél frá því að vera staðfest. Er fært yfir Hellisheiði? Hvað er stærsta fjall í heimi? Hver eru einkenni kvíða? Í þessari nýju og fersku sýningu munu Sigurbjartur og Jóhann, sem hingað til hafa verið þekktari sem tónlistarmennirnir Sturla Atlas og Joey Christ, skoða andlega heilsu ungs fólks í víðu samhengi, en þeir lofa því að í lok sýningar verði allir áhorfendur komnir með fleiri en eina sjúkdómsgreiningu!
31
Besta partýið hættir aldrei SJÚSKAÐ SJABBÝ SJÓV MEÐ PÁL ÓSKAR Í BRODDI FYLKINGAR Fjörið heldur áfram fyrir fullu húsi á Stóra sviðinu - fyrir þau sem eiga eftir að prófa í fyrsta skipti og líka fyrir þau sem vilja fá það aftur. Í þessum sígilda tímamótasöngleik leitar kærustuparið, Brad og Janet, ásjár í gömlum kastala í aftakaveðri eftir að springur á bílnum hjá þeim. Þar hitta þau fyrir klæðskiptinginn og vísindamanninn Frank-N-Furter og teymi hans sem er skipað skrautlegum persónum, m.a. nýjasta sköpunarverkinu, vöðvatröllinu Rocky. Unga parið glatar sakleysi sínu smátt og smátt enda freistingarnar margar og endirinn kemur alltaf jafn skemmtilega á óvart. Rocky Horror er fyrir löngu orðinn klassískur söngleikur. Hann var frumsýndur í Royal Court leikhúsinu í London árið 1973 og hefur síðan farið sigurför um heiminn, ekki síst á hvíta tjaldinu og mörg laganna hafa öðlast sjálfstætt líf. Þótt gleðin sé í fyrirrúmi fjallar Rocky Horror Show líka um mikilvægt málefni: Réttinn til að vera sá sem maður er, með öllum sínum sérkennum og á því sérlega brýnt erindi á meðan valdamesta fólk heims ýtir undir og elur á ótta og hatri í garð jaðarhópa.
„Maður dáist að fagmennsku og leikgleði, sem er aðalsmerki þessarar sýningar. Enginn brotinn hlekkur.” BS. DV.
32
„Páll Óskar er stjarna, á því er enginn efi. Hann nýtur sín í hlutverki Frank og ber með sér blæ af Lizu Minelli, í dragútgáfu þó, það er mikið hrós í hans sokkabandabelti“ SJ. Fréttablaðið.
STÓRA SVIÐIÐ
SÝNINGAR HEFJAST 8. SEPTEMBER
Höfundur: Richard O´Brien Þýðing: Bragi Valdimar Skúlason Leikstjórn: Marta Nordal Danshöfundur: Lee Proud Tónlistarstjórn: Jón Ólafsson Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Búningar: Filippía I. Elísdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Myndband: Ingi Bekk Hljóð: Gunnar Sigurbjörnsson og Baldvin Þór Magnússon Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir Aðstoðarleikstjórn: Hlynur Páll Pálsson Leikarar: Arnar Dan Kristjánsson, Björn Stefánsson, Brynhildur Guðjónsdóttir, Halldór Gylfason, Haraldur Ari Stefánsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Páll Óskar Hjálmtýsson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir, Valdimar Guðmundsson Dansarar: Arna Sif Gunnarsdóttir, Arnór Björnsson, Guðmunda Pálmadóttir, Margrét Erla Maack, Steve Lorenz, Valgerður Rúnarsdóttir, Viktoría Sigurðardóttir, Yannier Oviedo
33
Höfundar: Hildur Selma Sigbertsdóttir, Matthías Tryggvi Haraldsson og Þórdís Helgadóttir Leikstjórn: Kristín Jóhannesdóttir Leikmynd og búningar: Stígur Steinþórsson Lýsing: Þórður Orri Pétursson Tónlist: Garðar Borgþórsson Leikarar: Ebba Katrín Finnsdóttir, Haraldur Ari Stefánsson, Vala Kristín Eiríksdóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, o.fl.
Þensla
Rannveig og Axel ætluðu að hafa það huggulegt í bústað en samfélagsmiðlar koma upp um staðsetningu þeirra og hlutirnir taka óvænta stefnu.
Stóri Björn er einbúi í heimi þar sem persónurnar heita furðunöfnum og kakkalakkar spyrja hvort seríósskálin á sviðinu sé mastersgráða, klámspóla eða „spirituality“.
Agnes er búin að fylla stofuna af hitalömpum og rakatækjum. En það er samt ekki út af þessu sem Egill er að skilja við hana.
Hildur Selma útskrifaðist af sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands vorið 2018.
34
eftir Matthías Tryggva Haraldsson
Matthías Tryggvi útskrifaðist af sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands vorið 2018
eftir Þórdísi Helgadóttur
Þórdís Helgadóttir er menntuð í heimspeki, ritlist og ritstjórn í Háskóla Íslands og hefur starfað við ritstörf af ýmsu tagi.
L E I K R I T N Ý
Stóri Björn
eftir Hildi Selmu Sigbertsdóttur
Þ R J Ú
Sumó
H Ö F U N D A
O G
Höfundarnir fylgja í fótspor Tyrfings Tyrfingssonar, Kristínar Eiríksdóttur og Sölku Guðmundsdóttur sem ruddu brautina með NÚNA 2013 og hafa skipað sér í framvarðarsveit íslenskra leikskálda.
FRUMSÝNT 10. JANÚAR
K R A F T M I K I L
Síðastliðinn vetur fór Borgarleikhúsið aftur af stað með verkefni sem kallast NÚNA 2019. Leitað var til sex ungra höfunda um hugmyndir að 30 mínútna leikritum og urðu þrjár kraftmiklar og spennandi hugmyndir fyrir valinu. Höfundar þeirra eru Hildur Selma Sigbertsdóttir, Matthías Tryggvi Haraldsson og Þórdís Helgadóttir. Verk þeirra hafa síðan verið þróuð áfram í samvinnu við dramatúrga Borgarleikhússins og leikstjóra verkefnisins, Kristínu Jóhannesdóttur og verða sýnd saman á einu kvöldi.
LITLA SVIÐIÐ
U P P R E N N A N D I
ÞRJÚ NÝ OG KRAFTMIKIL LEIKRIT EFTIR UPPRENNANDI HÖFUNDA
E F T I R
Núna er ekki á morgun, það er NÚNA …
HILDUR SELMA SIGBERTSDÓTTIR MATTHÍAS TRYGGVI HARALDSSON ÞÓRDÍS HELGADÓTTIR 35
Alltof mikið testósterón FLUGBEITTUR GAMANLEIKUR BEINT ÚR HROLLVEKJANDI SAMTÍMANUM Leikritið fjallar um undrabarnið Rolf Bæng, bjargvætt mannkyns - að eigin áliti. Björn Thors túlkar þetta einstaka undrabarn sem fæðist fullskapað; heiltennt og altalandi, og hans fyrsta verk er að heilla okkur öll upp úr skónum. Í augum foreldra sinna er Bæng óviðjafnanlegur í alla staði; saklaus og forvitinn drengur gæddur öllum hugsanlegum hæfileikum. Foreldrarnir eru víðsýnt, vel stætt og gott fólk sem er staðráðið í að ala upp óskabarn þjóðar. Ekkert getur hindrað Bæng í að ná á toppinn, hvorki konur né almenn velsæmismörk. Hann mun breyta heiminum - hvort sem okkur líkar það betur eða verr og hefst handa strax í móðurkviði þar sem hann ryður tvíburasystur sinni úr vegi. Bæng! er spánnýtt verk eftir eitt þekktasta núlifandi leikskáld Þýskalands, Marius von Mayenburg. Það er gegnsýrt af pólitískum tilfinningum og kolsvörtum húmor sem ekkert er heilagt.
36
NÝJA SVIÐIÐ
FRUMSÝNT 27. APRÍL
Höfundur: Marius von Mayenburg Þýðing: Hafliði Arngrímsson Leikstjórn: Gréta Kristín Ómarsdóttir Leikmynd: Börkur Jónsson Búningar: Eva Signý Berger Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist: Garðar Borgþórsson Myndband: Ingi Bekk Leikgervi: Elín S. Gísladóttir Hljóð: Garðar Borgþórsson Leikarar: Björn Thors, Brynhildur Guðjónsdóttir, Davíð Þór Katrínarson, Halldór Gylfason, Hjörtur Jóhann Jónsson o.fl.
37
Leikskáld Borgarleikhússins Borgarleikhúsið ræður á hverju ári nýtt leikskáld í starfsmannahópinn. Á þessu leikári var Björn Leó Brynjarsson leikskáld hússins og hefur hann aðstöðu í leikhúsinu og nýtur aðstoðar, leiðsagnar og stuðnings leikhússtjóra og leiklistarráðunauta. Björn Leó vinnur að verki sem ber vinnutitilinn Magnum Opus og er frumsýning áætluð á Nýja sviðinu í september 2019. Í hópi fyrrverandi leikskálda Borgarleikhússins eru m.a. Salka Guðmundsdóttir og Tyrfingur Tyrfingsson sem bæði hafa skipað sér í framvarðarsveit íslenskra leikskálda. Björn Leó segir verkið vera existensíalískt gamandrama sprottið upp úr hugleiðingum um hina ómögulegu leit að sannleikanum og sáttinni við lífið og dauðann.
Íslensk leikritun 38
VIÐ EFLUM ÍSLENSKA LEIKRITUN Borgarleikhúsið leggur ríka áherslu á höfundastarf og þróun handrita og hvetur og styður íslensk leikskáld á öllum aldri. Markmiðið er að efla íslenska leikritun og gera hana sem samkeppnishæfasta við erlenda samtímaleikritun.
ÍSLENSK LEIKRIT Í ÚTRÁS - ERLENT SAMSTARF Bláskjár eftir Tyrfing Tyrfingsson, fyrrverandi leikskáld Borgarleikhússins, var leiklesið á Avignon-leiklistarhátíðinni í Frakklandi í ágúst sl. Þá er fyrirhuguð sýning á verki hans Kartöfluætunum í Amsterdam. Borgarleikhúsið er aðili að Fabulamundi – Playwrighting in Europe - sem miðar að kynningu og dreifingu á evrópskum leikritum í aðildarlöndunum. Loks má nefna að fyrirhuguð er leiklestrarhátíð á íslenskum leikritum í frönskum þýðingum í Théâtre 13/Seine í París 18. og 19. apríl 2019. Þar verða m.a. leiklesin nokkur verk sem frumsýnd hafa verið í Borgarleikhúsinu.
Af sviði á bók Á undanförnum árum hefur Borgarleikhúsið gefið út nokkur af þeim íslensku leikritum sem frumsýnd hafa verið í leikhúsinu. Þetta er gert í samstarfi við Þorvald Kristinsson, bókmenntafræðing og Kristínu Gunnarsdóttur sem hannar bækurnar. Sú nýjasta er Kartöfluæturnar eftir Tyrfing Tyrfingsson.
FÁÐU LEIKRIT INN UM LÚGUNA Félagar í Leikritaklúbbi Borgarleikhússins fá útgefin leikrit send heim fyrir aðeins 2.900 kr. Nýir áskrifendur fá 30% afslátt af fyrstu bókasendingunni og veglegan afslátt af áður útgefnum verkum. Skráðu þig með tölvupósti á leikritaklubbur@borgarleikhus.is.
39
Lífið er ekki nógu ávanabindandi „NEYSLAN ER EKKERT VANDAMÁL. ÉG ÞARF KANNSKI EINSTAKA SINNUM AÐ STJÓRNA HENNI BETUR.“ Búðu þig undir að verða kippt með í ferðalag þar sem engin leið er að átta sig á hvað er satt og hvað logið. Þessi magnaða sýning hlaut frábæra dóma á síðasta leikári og snýr nú aftur á Litla sviðið í takmarkaðan tíma. Leikkonan Emma er alkóhólisti og lyfjafíkill sem fellst loks á að fara í afvötnun á meðferðarstofnun eftir klúður á sviði. Þótt hún virðist öll af vilja gerð til að takast á við vandamálið kraumar harðsvíraður fíkill undir niðri - sem ekkert er heilagt. Emma er heillandi, klár og meinfyndin og velgir því meðferðarfulltrúum sínum verulega undir uggum enda er fíkillinn meistari í lygum. Fólk, staðir, hlutir er eftir breska leikskáldið og leikstjórann Duncan Macmillan og gekk fyrir fullu húsi á West End í London árið 2015. Það er nístandi lýsing á meðferð frá upphafi til enda þar sem aðalpersónan gengur í gegnum allar þær vítiskvalir sem slíkri meðferð fylgir. Efniviðurinn er áleitinn enda stendur hann mörgum nærri þar sem fjallað er um fíknimeðferð á nýstárlegan, áhrifamikinn en um leið grátbroslegan hátt. Um leið er þessari áleitnu spurningu varpað fram: Komumst við vímulaus af í þessum geggjaða heimi?
„Nestuð safaríkum efnivið vinnur Nína Dögg sannkallaðan leiksigur í hlutverki fíkilsins og þetta er áhrifaríkasta frammistað leikara á leikárinu.“ SBH. Morgunblaðið
„Áferðarfögur og vel leikin sýning sem skapar eftirminnilega kvöldstund“ SJ. Fréttablaðið
LEIKKONA ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI
LITLA SVIÐIÐ
FÓLK STAÐIR & HLUTIR
LEIKKONA ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI
SÝNINGAR HEFJAST 13. FEBRÚAR
Höfundur: Duncan Macmillan Þýðing: Garðar Gíslason Leikstjórn: Gísli Örn Garðarsson Leikmynd: Börkur Jónsson Búningar: Katja Ebbel Fredriksen Lýsing: Þórður Orri Pétursson Tónlist: Gaute Tönder og Frode Jacobsen Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir Hljóð: Garðar Borgþórsson Leikarar: Björn Thors, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Hannes Óli Ágústsson, Jóhann Sigurðarson, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir
Í samstarfi við Vesturport og Þjóðleikhúsið í Osló
„Líklega ein besta frammistaða leikkonu sem við höfum séð, hjá Nínu Dögg Filippusdóttur“ BS. Kastljós, RÚV.
40
41
Trúir þú á líf fyrir dauðann? CHARLOTTE BØVING VARÐ FURÐU LOSTIN ÞEGAR HÚN KOMST AÐ ÞVÍ AÐ HÚN MYNDI DEYJA Á EINHVERJUM TÍMAPUNKTI. OG ÞÚ LÍKA. „Ég var orðin 50 ára þegar ég uppgötvaði að ég myndi á einhverjum tímapunkti deyja. Ég furðaði mig á því hvernig ég gat komist hjá því í svona langan tíma að horfast í augu við dauðann. Þessi sýning er unnin út frá þessari uppgötvun.” Í sýningunni mun Charlotte skoða lífið frá sjónarhóli dauðans og skoða dauðann frá sjónarhóli lífsins. Hvers vegna forðumst við að ræða dauðann? Þarf hann að vera sorglegur og leiðinlegur? Hver segir að við deyjum í raun og veru? Og af hverju er svona erfitt að lifa lífinu lifandi? Charlotte mun ögra sjálfri sér og áhorfendum með því að framkvæma fimm hluti sem hún hefur aldrei áður gert á leiksviði, suma vegna þess að hún hefur ekki þorað því áður. „Ég geri þetta nú eða aldrei, það skiptir ekki máli hvernig þetta fer. Ég er hvort sem er að fara að deyja“.
NÝJA SVIÐIÐ
FRUMSÝNT 4. JANÚAR
Höfundur: Charlotte Bøving Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson Leikmynd og búningar: Þórunn María Jónsdóttir Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson Dramatúrg: Gréta Kristín Ómarsdóttir Lýsing og hljóð: Garðar Borgþórsson
Ég dey.
Leikari: Charlotte Bøving Í samstarfi við Opið út
Ég dey er þriðji einleikur Charlotte Bøving. Hinir fyrri eru „Hin smyrjandi jómfrú“ 2002 og „Þetta er lífið – og nu er kaffen klar“ 2010. Charlotte var tilnefnd til Grímunnar fyrir báðar sýningarnar.
42
43
Í nánum samskiptum verðum við samstaklingar SALKA GUÐMUNDSDÓTTIR SPJALLAR VIÐ JÓN MAGNÚS ARNARSSON UM TVÍSKINNUNG Það er Borgarleikhúsinu mikil ánægja að kynna til leiks nýtt og spennandi leikskáld á þessu leikári, en verkið Tvískinnungur eftir Jón Magnús Arnarsson verður frumsýnt á Litla sviðinu í leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar. Þótt um sé að ræða fyrsta leikverk höfundar er hann enginn nýgræðingur í orðlistinni, því Jón Magnús hefur áralanga reynslu af annars konar skáldskap.
Þegar við mæltum okkur mót við Jón Magnús var hann nýkominn heim af Norðurlandamótinu í ljóðaslammi, þar sem hann hreppti þriðja sætið. Eftir að hafa fengist við rapp og ljóðagerð frá unga aldri kolféll hann fyrir þessum bræðingi ljóðog sviðslista, sem hann lýsir sem keppni í ljóðaflutningi þar sem náið samband myndast við áhorfendur. Slammið er list augnabliksins og á því ýmislegt sameiginlegt með leikhúsinu. Jón kemur að leikritun eftir óvenjulegum leiðum þótt hann hafi alltaf þekkt vel til í leikhúsheiminum. „Ég kem úr mikilli leikhúsfjölskyldu en er búinn að vera í allt öðru,“ segir Jón. „Fór reyndar í leiklistarnám og er auðvitað búinn að sjá fullt af leikhúsi en ég var svolítið týndur í lífinu í langan tíma – þannig að ég kem eiginlega nýr inn í þetta núna.“ Síðla árs 2015 sá Jón Magnús auglýsta höfundasmiðju Borgarleikhússins, Félags leikskálda og handritshöfunda og Listahátíðar í Reykjavík. Hugmyndin að Tvískinnungi kviknaði og hann hellti sér út í skrifin. „Ég var staddur í eftirpartýi, lokaði mig inni í herbergi og skrifaði fyrstu senuna eins og hún kom til mín.“ Verkið vakti athygli, var valið í höfundasmiðjuna og leiklesið af leikurum hússins vorið eftir. Síðan hefur það þróast og dafnað. Í Tvískinnungi notast Jón Magnús meðal annars við rím, slangur og glæný orð úr eigin kolli. „Skáldagyðjan í höfðinu á mér virkar bara svona. Hún rímar voða mikið og er mjög ljóðræn og fer á mikið skýjaskokk. Þannig flæðir þetta út úr mér.“
44
Fyrir listamann sem á því að venjast að flytja verk sín sjálfur og miðla þeim milliliðalaust til áhorfenda hlýtur að vera stórt skref að leggja leikrit í hendur leikstjóra og ganga inn í fjölmennt ferli þar sem listrænir stjórnendur og leikarar taka við. „Það er svolítið erfitt!“ viðurkennir Jón og hlær. „Sama hvað maður treystir fólkinu vel. Ég er vanur að eiga í mjög nánu sambandi við áhorfendur og þetta verk stendur mér nærri. Mér leið nú eiginlega eins og ég yrði að leika í verkinu sjálfur en þá er maður auðvitað fastur á því verksviði og getur lítið skipt sér af heildarmyndinni. Þannig að það bíður bara betri tíma.“ Efniviðinn byggir skáldið á eigin reynslu af stormasömu sambandi. „Eru ekki öll fyrstu verk byggð á persónulegri reynslu?“ spyr Jón og glottir, en undirstrikar að í sköpunarferlinu verði svo eitthvað allt annað til. Í verkinu teflir hann leikhúsinu fram sem hliðstæðu við ástarsamband og spyr: „Er maður ekki alltaf að leika? Með einhvern tvískinnung? Þegar fólk er í sambandi sem gengur út á þráhyggju, neyslu og rugl stígur það alltaf upp á sömu hringekjuna aftur. Sama rifrildið, sama makeup-sexið, haltu mér, slepptu mér. Alltaf næsta sena, næsti karakter.“ Umfjöllunarefnið er því sígilt. Ótal listamenn hafa glímt við stórar spurningar um ástina og brokkgeng sambönd. Jón kann á því góða skýringu: „Við erum einstaklingar með okkar kjarna og sjónarhól, en svo hleypum við annarri manneskju inn í líf okkar og eignumst samlífi, verðum eiginlega „samstaklingar“. Allt líf okkar snýst um náin samskipti við annað fólk. Þetta er það stærsta í lífinu.“
45
Ást er einvígi „VIÐ RÍÐUM, RÍFUMST, RÍÐUM, ROKK OG RÓL RUGL“ Iron Man og Svarta ekkjan hittast í partýi; eru þau óvinir eða elskendur, eru þau ókunnug eða hafa þau þekkst í þúsund ár? Tvískinnungur er einvígi þar sem tveir leikarar takast á við tvísaga fortíð. Þau stíga inn í hringinn vopnuð tungumáli sem særir og tælir, heillar, meiðir, strýkur, svíkur, rífur upp og rífur niður - í leit að raunverulegum leikslokum. Undir hálfrímuðum texta slamm-skáldsins Jóns Magnúsar Arnarssonar kraumar ólgandi fíknikvika, tilfinningar og ástríða, þráhyggja, órar og líka spurningin um hver þú ert þegar þú ert ekki þú sjálfur.
46
LITLA SVIÐIÐ
FRUMSÝNT 3. NÓVEMBER
Höfundur: Jón Magnús Arnarsson Leikstjórn: Ólafur Egill Egilsson Leikmynd og búningar: Sigríður Sunna Reynisdóttir Lýsing: Þórður Orri Pétursson Tónlist: Young Nazareth Leikgervi: Margrét Benediktsdóttir Hljóð: Garðar Borgþórsson Leikarar: Haraldur Ari Stefánsson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir
47
Nú verður allt OK! EIN FYNDNASTA SÝNING ÁRSINS SNÝR AFTUR– NEMA EITTHVAÐ KOMI UPP Á Leikhópur í Borgarleikhúsinu setur upp morðgátu við nokkuð frumstæðar aðstæður en sýningin á að vera nokkurs konar „break-through“ fyrir hópinn. Ekki byrjar það vel því fljótlega fer allt úrskeiðis; leikmyndin virkar ekki sem skyldi, hurðir opnast ekki, leikmunavörðurinn hefur ekki staðið sig í að koma fyrir hlutum á réttum stöðum og leikararnir kunna ekki almennilega textann sinn. Úr þessu verður sprenghlægileg atburðarás þar sem allt klikkar sem klikkað getur og rúmlega það - á meðan leikararnir streða við að koma til skila hinu hádramatíska morðgátuleikriti. Verkið fékk Olivier-verðlaunin sem besti gamanleikurinn í Bretlandi 2015 og hefur gengið fyrir fullu húsi síðan það var frumsýnt árið 2014.
„Bergur Þór er hér í essinu sínu enda hokinn af grínreynslu. “ SJ. Fréttablaðið
48
STÓRA SVIÐIÐ
SÝNINGAR HEFJAST 6. APRÍL
Höfundar: Henry Lewis, Jonathan Sayer, Henry Shields Þýðing: Karl Ágúst Úlfsson Leikstjórn: Halldóra Geirharðsdóttir Leikmynd og búningar: Helga I. Stefánsdóttir Lýsing: Páll Ragnarsson Leikgervi: Margrét Benediktsdóttir Hljóð: Garðar Borgþórsson Leikarar: Bergur Þór Ingólfsson, Birna Rún Eiríksdóttir, Davíð Þór Katrínarson, Halldór Gylfason, Hjörtur Jóhann Jónsson, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir
„Þetta er feykilega skemmtilegt, maður hlær vel og þetta er fínasta fjölskylduskemmtun. “ +BS. Kastljós.
49
Hvað varð um konuna? FRIÐGEIR EINARSSON PÚSLAR SAMAN SÖGU KONUNNAR SEM VAR Á MALLORCA Í BÍKINÍI, RETTUR OG KODAK INSTAMATIC Þetta byrjar allt með myndaalbúmi sem sviðslistamaðurinn Friðgeir Einarsson keypti á flóamarkaði í Belgíu. Við þekkjum ekki fólkið á myndunum og það er ráðgáta af hverju albúmið var til sölu. Var því stolið? Týndist það? Var því kannski hent? Það eina sem við vitum er að belgísk kona fór í frí til Mallorca fyrir 40 árum, drakk sangría, fór á ströndina, sigldi á hjólabát og tók myndir af sér og vinkonu sinni. Eftir tíu ára umhugsun hefur Friðgeir loks ákveðið að reyna að hafa uppi á réttmætum eiganda albúmsins og skila því. En þá þarf hann að leggjast í umfangsmikla rannsóknarvinnu, átta sig á tengslum persónanna á myndunum og hugsanlegum örlögum þeirra.
NÝJA SVIÐIÐ
FRUMSÝNT 28. FEBRÚAR
Höfundur og leikstjórn: Friðgeir Einarsson Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir Danshöfundur: Ásrún Magnúsdóttir Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Tónlist: Snorri Helgason Hljóð: Baldvin Þór Magnússon Leikari: Friðgeir Einarsson
Í samstarfi við Kriðpleir
Í Club Romantica kynnir Friðgeir fólkið á myndunum fyrir áhorfendum, segir sögu þess og sviptir hulunni af því hvað varð um þessa belgísku konu. Í leiðinni veltir hann fyrir sér hvað verður um myndaalbúm og minningar okkar þegar við hverfum af sjónarsviðinu. Hver mun segja okkar sögu? Mun einhver muna eftir okkur eftir 40 ár? Með Friðgeiri á sviðinu verður tónlistarmaðurinn Snorri Helgason sem semur tónlist sérstaklega fyrir verkið.
50
51
Litrík jólasýning fyrir þau yngstu a j k æ l f Jóla Einar er alltaf einn. Líka á jólunum. En Einari leiðist aldrei. Hann finnur alltaf upp á einhverju til að gera einveruna áhugaverða. Þegar hann lokast uppi á háalofti heima hjá sér á aðfangadag þarf hann að gera sitt besta til að halda hátíðina heilaga. En Einar er óheppinn og á það til að flækjast í jólaseríum eða lenda i slagsmálum við hangikjöt.
Tvær sýningar á 7.500 kr.
Með Íd árskorti færðu 36% afslátt af miðum á Dísablót og Um hvað syngjum við.
NÓVEMBER Á SPECTACULAR
FEBRÚAR Á STÓRA SVIÐINU
Ný íslensk dansverk við frumsamda íslenska tónlist.
Nýtt dansverk eftir hinn framsækna belgíska danshöfund Pieter Ampe við tónlist Jacob Ampe.
dísablót
VERK NR. 1 eftir Steinunni Ketilsdóttur við tónlist Áskels Harðarsonar. POTTÞÉTT MYRKUR eftir Ernu Ómarsdóttur og Valdimar Jóhannsson við tónlist Sigur Rósar.
Í VETUR Á LISTASAFNI REYKJAVÍKUR
SUNNUDAGAR Á STÓRA SVIÐINU
Röð dúetta eftir íslenska danshöfunda í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur.
rafmagnað ævintýri
MAÍ Í GAUTABORG
ÓÐur og flexa
Fjörug fjölskyldusýning eftir Hannes Þór Egilsson og Þyri Huld Árnadóttur. SGM. Fréttablaðið
Þessi sýning var tilnefnd til Grímuverðlauna með Berg Þór Ingólfsson í aðalhlutverki en hann er einnig höfundur og leikstjóri sýningarinnar. Barna- og fjölskyldusýningar Bergs eru margrómaðar. Má þar nefna Mary Poppins, Billy Elliot, Horn á höfði, Hamlet litla og Bláa hnöttinn. Í tvö ár hefur hann leikið þessa sýningu fyrir unga áhorfendur á aðventunni en nú mun hinn fjölhæfi gamanleikari, Björgvin Franz Gíslason, taka að sér hlutverk Einars og hringja inn jólin á gamansaman og hjartnæman hátt fyrir yngstu áhorfendur Borgarleikhússins og fjölskyldur þeirra.
DESEMBER Á ICE HOT DANSHÁTÍÐ
SBH. Morgunblaðið
52
„Varla hægt að gefa börnum betri gjöf“ MK. Víðsjá
Dúettaröð
Íd + anna þorvalds
Dansverk eftir Ernu Ómarsdóttur við tónverk Önnu Þorvaldsdóttur í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar.
fórn LITLA SVIÐIÐ
SÝNINGAR HEFJAST Í NÓVEMBER 2018
Hátíð nýrra helgisiða snýr aftur heim eftir sigurför um Evrópu. Aðeins ein sýning! The Independent The Evening Standard Theaterkrant
„Yljar áhorfendum og minnir okkur á að jólin snúast ekki um gjafirnar heldur samveruna við annað fólk“
um hvað syngjum við
Tryggðu þér Íd árskort á www.id.is eða í 568 8000. Skráðu þig í Vinafélag Íd í vinafelag@id.is.
Höfundur: Bergur Þór Ingólfsson Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson Leikmynd og búningar: Móeiður Helgadóttir Lýsing og tónlist: Garðar Borgþórsson Leikari Björgvin Franz Gíslason
53
Stækkaðu kvöldið í Borgarleikhúsinu Lifandi samverustaður!
Forsalurinn í Borgarleikhúsinu býður upp á skemmtilega möguleika til að gera meira úr leikhúsferðinni. Salurinn opnar kl. 18.30 öll sýningarkvöld og er boðið upp á ljúffengan mat og drykk. Til að nýta hléið sem best er snjallt að panta veitingar og veigar sem bíða þín á merktu borði. Nánari upplýsingar í síma 568 8000 eða á www.borgarleikhus.is.
Kokteilbarinn Eitt af því sem hægt er að gera fyrir sýningar eða í hléi er að kíkja við á glæsilega kokteilbarinn. Hann er opinn á völdum sýningum og þar finna allir ferska og fjörlega drykki við sitt hæfi, bæði áfenga og óáfenga. Rúsínan í pylsuendanum er að drykkirnir tengjast ákveðnum sýningum í húsinu - hver á sinn hátt.
Hópar, veislur og skoðunarferðir
Það er alltaf gaman að koma í leikhúsið í góðum hópi. Við bjóðum hópum af öllum stærðum og gerðum, t.d. vinnustöðum, upp á hagstæð tilboð í veitingar fyrir sýningar og er m.a. hægt að fá skoðunarferð, máltíð og sýningu - sannkallaða leikhúsveislu í einum pakka! Við sníðum stærð og umfang viðburðarins að þörfum hvers hóps; allt frá standandi veislum til gómsætra máltíða. Sendu okkur línu á veitingar@borgarleikhus.is.
Taktu sýninguna með þér heim Í Borgarleikhúsinu er hægt að fá margs konar áhugaverðan varning sem tengist sýningum hússins. Auk stuttermabola, plakata o.fl. má nefna veglegar og eigulegar leikskrár með áhugaverðum upplýsingum um verkin. Tónlist úr sýningunum Rocky Horror og Elly hefur notið gríðarlegra vinsælda og loks má nefna að bækur með völdum íslenskum leikritum sem hafa verið sett upp í Borgarleikhúsinu fást í miðasölunni.
Útgefandi: Borgarleikhúsið, ágúst 2018 / Ritstjórn og ábyrgð: María Hrund Marinósdóttir / Hönnun: ENNEMM Ljósmyndir: Ari Magg, Atli Þór Alfreðsson, Grímur Bjarnason, Jón Guðmundsson, Saga Sig o.fl. / Teikningar: Bobby Breiðholt, Pétur Stefánsson og Hrefna Lind Einarsdóttir Prentun: Oddi / Innihald blaðsins er birt með fyrirvara um breytingar Borgarleikhúsið | Listabraut 3 | 103 Reykjavík | Miðasala 568 8000 | Skrifstofa 568 5500 | www.borgarleikhus.is | Fylgdu okkur á Facebook, Instagram og Snapchat.
54
55