Litakort Friðriks Ómars

Page 1

Friðriks Ómars

Litakort

Ég tengi tónlist við liti og liti við

tónlist. Þegar ég er að setja upp tónleika þá sé ég alltaf einhvern lit fyrir mér fyrir hvert lag.

Þegar ég var barn þá hlustaði ég á alvöru söngvara. Alvöru raddir. George Michael, Aretha Franklin, Elvis Presley, Whitney Houston, Freddie Mercury, Tina Turner. Þetta voru svona dívur, sem kannski gerir mig að Divo. Það gefur því augaleið að mínir litir eru skírðir í höfuðið á þessum sömu dívum!

TURNER MERCURY MICHAEL

Litakort Friðriks Ómars

PRESLEY HOUSTON FRANKLIN

TURNER

Drottning rokksins! Gul-gyllti liturinn er kraftmikill og geggjaður með þeim bláa. Þessi er fyrir Tinu!

Ef velja á kraftmikinn lit í rými þá eru gulir tónar augljósasta valið. Turner er afgerandi litur sem fyllir hvaða rými sem er með birtu, sól og orku. Turner er tilvalinn á staka veggi með öðrum dempaðri tónum t.d. í lifandi og skapandi rýmum eins og eldhúsum, afþreyingar- og vinnuherbergjum eða skrifstofum. Rammaðu inn eða afmarkaðu hluta af vegg, t.d. í kringum skrifborð eða leiksvæði með beinum eða bogadregnum línum. Turner er einnig spennandi valkostur fyrir lakk en fátt gleður meira en gul, lökkuð og svipsterk hirsla í annars hlutlausu rými.

Þetta er litur sem setur svo sannarlega tóninn og er örvandi fyrir heilabúið og sköpunarkraftinn.

Hlusta
Jóhanna Heiður, Litaráðgjafi BYKO

MERCURY

Þegar mála á alrými er best að velja hlutlausan lit sem skapar gott flæði í allri íbúðinni. Mercury er akkúrat þannig. Þessi ljósgrái tónn er klassískur og hæfilega kaldur til að passa vel með öðrum meira afgerandi litum. Ef skapa á rými í látlausum, skandinavískum stíl hentar Mercury vel til þess. Í herbergjum sem njóta ekki mikillar birtu getur verið gott að mála í lit eins Mercury og sér í lagi ef fólk kann betur við kaldari blæbrigði. Svo hentar hann með öllum gólfefnum og innréttingum!

Gráir litatónar eru róandi bakgrunnur fyrir öll rými.

Hlusta
Mercury er skærasti liturinn
í kortinu, einfaldlega af
því að Freddie er skærasta stjarnan.
Ljós litur sem passar með öllum hinum.
Jóhanna Heiður, Litaráðgjafi BYKO

MICHAEL

Í björtum herbergjum eru dekkri litir gjarnan valdir. Oft getur það hreinlega reynst nauðsynlegt t.a.m. á sumrin þegar birtan flæðir inn um gluggana. En dekkri litir dempa ekki bara ljós, heldur skapa líka notalega stemningu. Michael er fullkominn hlutlaus, milligrár litur sem er hvorki of dökkur né of ljós. Hann tónar vel með öllu hvort sem hugmyndin er að nota hann sem mildan bakgrunn, eða í kringum ljósar hurðir og innréttingar svo þær poppi út og njóti sín betur.

Litur sem er notalegur bakgrunnur fyrir íbúðina, húsgögn af öllu tagi, húsmuni og málverk.

Hlusta
George fær gráan tón, enda er slíkt vinsælt um þessar mundir. Ég myndi vilja hafa Michael uppi um alla veggi hjá mér.
Jóhanna Heiður, Litaráðgjafi BYKO

PRESLEY

Hlusta

Ef fólk kýs liti sem setja sterkan svip á rými þá er Presley frábær valmöguleiki. Hann hentar mjög vel þegar gera á svo kallaða “Feature Walls,” eins og myndaveggi, sjónvarpsveggi eða jafnvel við höfðagafl í svefnherbergi. Þá eru viðarþiljur á veggjum gott dæmi um annars konar afmörkuð svæði sem Presley henta vel á. Veggir af þessu tagi hafa sótt í sig veðrið undanfarið og setja mikinn svip á heimilið. Presley er líka frábær í að lakka húsgögn, glugga eða innréttingar.

Bláir litatónar hafa verið vinsælir í svefnherbergjum enda er liturinn rólegur og djúpur.
Elvis hefur fylgt okkur frá blautu barnsbeini. Hann er auðvitað kóngurinn og liturinn því blár. Blue Suede Shoes, einhver?
Jóhanna Heiður, Litaráðgjafi BYKO

HOUSTON

Hlusta

Ef þú ert að leita að róandi og fallegum blágrænum litatón sem hentar í öll rými þá er Houston liturinn fyrir þig. Houston minnir á stillt, sægrænt haf og hefur þannig róandi og notaleg áhrif. Fullkomið dæmi um notkun á honum væri í barnaherbergi með tvískiptum veggjum. Neðri hlutinn yrði dekkri en efri hluti og loftið þá enn ljósara. Sem dæmi væri liturinn Mercury tilvalinn með Houston í þessum tilgangi. Litur er mjög hentugur í svefnherbergi en einnig í forstofur og stofur. Fer vel með öllum tegundum viðarhúsgagna.

Grænir og bláir litatónar hafa það samnefnt að vera litir jafnvægis og róar.

Whitney er flottasta og besta söngkona sem uppi hefur verið
á plánetunni jörð!
Hún á því skilið fagran, ljósgrænan lit sem hrífur.
Jóhanna Heiður, Litaráðgjafi BYKO

FRANKLIN

Hlusta

Ef þú ert í leit að kraftmeiri lit í grænu deildinni þá er Franklin dökkur, blágrænn litur sem gefur rýminu rólegt yfirbragð. Hann bregst ríkulega við birtuskilyrðum og er stundum blár en stundum grænn. Þessi færi einstaklega vel með tekki og auðveldlega má sjá hann fyrir sér í stofum þar sem margar grænar plöntur spretta á meðal dökkra viðarhúsgagna. Þá getur verið fallegt að para saman keimlíka liti og skapa þannig skemmtilega og einstaka áferð.

Franklin og Houston njóta sín vel saman og mynda góðan tón í tón með sínum grænbláu litbrigðum.

Jóhanna Heiður, Litaráðgjafi BYKO
Drottning sálartónlistarinnar er að sjálfsögðu með. Hún var beðin að vera guðmóðir Whitney, en afþakkaði. Hún er það samt í anda!

Litaráðgjöf

Komdu í heimsókn til okkar í BYKO Breidd og við ráðleggjum þér með litavalið. Gott er að koma með mynd af rýminu sem á að mála.

Litaskanni

Komdu með þinn uppáhalds hlut eða flík og litaskanninn finnur rétta litinn.

Áferð Nýting málningar Þekja Samantekt Mjög góð 6 strokur úr 1 dýfu Best Fáguð lokaáferð og frábær nýting á málningu, ekkert fer til spillis Góð og jöfn 4 strokur úr 1 dýfu Betri Fallegri lokaáferð og betri nýting Svolítið ójöfn 3 strokur úr 1 dýfu Góð Góð lokaáferð og nýting PREMIER TASKMASTER ESSENTIALS 1. sæti 2017-2021 JAFNVÆGISVOG 2021 VIÐURKENNING
Öll verð eru í íslenskum krónum og eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Allar vörur fást í BYKO Breidd en minna framboð getur verið í öðrum verslunum.

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.