Byko gluggar og hurdir

Page 1

GLUGGAR OG HURÐIR - FYRIR ALLAR HÚSGERÐIR

Viðargluggar - Álgluggar - Álklæddir viðargluggar - Bílskúrshurðir - Útihurðir


Frábær nýjung hjá BYKO

REYNSLA, ÞEKKING OG FJÖLBREYTT ÚRVAL BYKO býður upp á fjölbreytt úrval glugga og hurða sem framleiddir eru í okkar eigin glugga- og hurðaverksmiðju. BYKO hefur framleitt glugga og hurðir í fjöldamörg ár, hvort tveggja sérhannað fyrir íslenskar aðstæður. Sú mikla reynsla og þekking sem áunnist hefur í BYKO gegnum árin hefur skilað sér í mikilli vöruþróun þannig að bæði gluggarnir og hurðirnar uppfylla ýtrustu gæðakröfur sem gerðar eru á markaðnum. Reynslan hefur líka sýnt fram á einstaklega góða endingu og mikla hagkvæmni í uppsetningu.

Gluggar og hurðir sem henta þínu húsi Það er mikilvægt að velja glugga og hurðir sem henta aðstæðum og umhverfi hverju sinni. Sölumenn BYKO hafa margra ára reynslu og eru þjálfaðir í að veita viðskiptav­inum faglega ráðgjöf og góða þjónustu. Það er því alltaf hægt að stóla á að fá góð ráð í BYKO þegar kemur að vali á gluggum og hurðum.

3ja ára ábyrgð á fullfrágengnum gluggum úr verksmiðju BYKO


BYKO gluggar með gæðavottun BYKO gluggar eru CE vottaðir og með íslenska gerðar­vottun frá Nýsköpunar­miðstöð Íslands (NMI). Þar eru gluggarnir prófaðir reglulega í slagregnskáp. BYKO er aðili að NORDMARK gæðaeftirliti og hefur fengið sérstaka viðurkenningu NTR (Nordisk Trerad). Rakainnihald viðarins er stöðugt kannað og fylgst er með loftrakastýringu í fyrirtækinu.

Uppsetning, viðhald og umhirða glugga og hurða Best er að setja glugga og hurðir upp fullfrágengna þegar húsið er tilbúið undir tréverk, þar sem raka- og hitastig hefur mikil áhrif á timbur og því skiptir rakastig á geymslustað einnig gífurlega miklu máli. Viðhaldstíðni glugga og hurða fer eftir notkun og aðstæðum, hversu mikið mæðir á þeim, sól, rigningu og almennri veðrun. Mælt er með því að bera á olíuborna glugga að minnsta kosti einu sinni til tvisvar á ári. Endurmálun glugga og hurða fer einnig eftir því hversu mikið mæðir á viðnum. Skrár og lamir þarfnast enn fremur viðhalds og þarf að smyrja, með sýrulausri olíu eða feiti, eftir þörfum eða minnst tvisvar á ári. Nánari upplýsingar um almennt viðhald hurða og glugga veita sölumenn glugga- og hurðadeildar BYKO og ráðgjöf um endurmálun og olíuburð veita sérfræðingar í málningardeildum BYKO. Auk þess má fá frekari upp­lýsingar á www.byko.is.

Gæðaeftirlit BYKO gluggar eru með íslenska vottun frá Nýsköpuna­rmiðstöð Íslands (NMI).


bílskúrshurðir í miklu úrvali BYKO býður nú upp á endingargóðar bílskúrshurðir úr galvanhúðuðu stáli sem hafa fyrir löngu sannað sig í rysjóttu íslensku veðurfari. Hurðirnar eru með þykkri einangrun og þola því verulegt vindálag og kulda. Vandaður umbúnaður og traustur frágangur tryggir síðan viðhaldsfría endingu árum saman. Grunnlitur hurðanna er hvítur RAL9016 en síðan er hægt að sérpanta þær í öllum litum RAL– litakortsins. Enn fremur er hægt að fá hurðirnar með ýmsum viðaráferðum. Öflugt brautarkerfi hefur margsannað sig við íslenskar aðstæður og renna hurðarflekarnir á braut sem fer upp fyrir efstu brún dyraopsins þannig að hæð þess nýtist að fullu. Öflugir gúmmílistar tryggja þétta lokun og þol gegn vatni og vindi. Að neðan er gúmmílisti með þrefaldri lokun, þ.e. niður, út og inn. Auðvelt er að opna hurðirnar með handafli og einnig er hægt að tengja bílskúrshurðaopnara við þær. Bílskúrshurðirnar eru með klemmivörn.

BYKO býður alla þjónustu við hurðirnar og hægt er að fá þaulvana menn til að annast uppsetningu þeirra. Nánari upplýsingar um mælingar, áferð og úrval á www.byko.is

Nánari upplýsingar á byko.is, eða senda fyrirspurn á gluggar@byko.is Sími 515 4000


BYKO gluggarnir eru sérsmíðaðir að þínum óskum Gler BYKO býður upp á ýmsar tegundir glers í gluggana. Stöðluð framleiðsla er með góðu einangrunargleri þar sem U-gildi er ca 1,1 - 1,3. Því lægra sem U-gildið er því meiri ein­angr­un. Einnig býður BYKO upp á ýmsar gerðir sól­varnarglers. Allir glerlistar eru með fræstri rauf fyrir þéttilista sem sameinar kosti hefðbundins þéttilista og toppfyllingar.

Gluggapóstar og karmar Á karmastykkjum og innanverðum póstum eru brúnir fræstar þannig að gluggarnir eru fallegri og nettari, en þeir fást einnig án skrautprófíls að innanverðu. Allar aðrar brúnir eru rúnnaðar sem dregur úr hættu á skemmd­um við flutning og ísetningu. Við málun myndast því heil filma sem slitnar ekki á skörpum brúnum. Öll lárrétt föls eru hallandi til að vatn safnist ekki fyrir í þeim og allir undirlistar eru með droparauf að neðan. Hönnun ál­undirlistans miðar að því að halda fölsum þurrum og góðri loftun við glerið. Þá eru fræstar í öll karmastykki vatns- og vindraufar sem einnig eru sæti fyrir gluggalamir. Timburprófíll

Álklæddur timburprófíll


Álklæddir viðargluggar Álklætt að utan og viður að innan. Hægt að velja úr fjölda lita á álkápu.

Viðargluggar BYKO býður upp á viðarglugga úr furu, oregon furu og mahóní. Gluggana er hægt að fá í fjölmörgum útfærslum. Gluggarnir eru fúavarðir. Þeir eru síðan yfirborðsmeðhöndlaðir með viðurkenndu akrýl þekjandi málningar­kerfi, þar sem hægt er að velja um fjölda lita. Hægt er að fá gluggana án yfirborðsmeðhöndlunar en ekki er mælt með því, því best er að bera á viðinn og yfirborðsmeðhöndla sem allra fyrst áður en hann fer undir beran himin.

Álklæddir viðargluggar Álkápan í álgluggunum frá BYKO veitir margfalt veðrun­ar­­­þol og endingu umfram hefðbundna tréglugga. Hönn­un álkápunnar stuðlar að því að halda fölsum þurrum með góðri loftun. Henni er smellt á klossa sem tryggja góða loftun um timburhluta gluggans og halda honum þurrum. Kosturinn við álklædda glugga er að þeir eru nánast viðhaldsfríir og sérstaklega endingargóðir.

Álgluggar BYKO býður einnig upp á vandaða álglugga í allar gerðir bygginga.

Hallandi föls eru í undirstykkjum á fögum. Fræst er úr karmastykkjum fyrir IPA gluggajárnum. Allar brúnir eru rúnaðar. Hallandi föls eru í öllum undirstykkjum.

Viðargluggar Fura / Mahóní / Oregon fura

Hægt er að velja um gluggajárnakerfi og fjölda opnunar­möguleika án verulegs aukakostnaðar. Mælt er með notkun bremsulama í fölsum og stangarlæsingum að neðanverðu til að fá sem besta þéttingu.


BYKO Hurðir fyrir íslenskar aðstæður BYKO framleiðir fjölmargar gerðir af hurðum í marg­vís­legum útfærslum úr besta fáanlega efni sem völ er á. Hurðirnar fást úr furu, oregon furu og mahóní. Auk þeirra stöðluðu og fyrir fram hönnuðu hurða, sem sjá má teikningar af í þessum bæklingi, sérsmíðar BYKO einnig hurðir eftir óskum hvers og eins.

Svalahurðir Svalahurðir er einnig hægt að fá með útliti útihurða. Frá UH1 til UH18 að undanskilinni UH6.

BYKO býður einnig upp á vandaðar rennihurðir úr áli.

SH1

SH2

SH3

Læsingar Allar innopnanlegar hurðir BYKO eru með þriggja punkta læsingu sem staðalbúnað en þriggja punkta læsing er mikill kostur. Með henni færðu þrjár læsingar: eina uppi, eina í miðjunni og eina niðri. Þriggja punkta læsingar veita ekki einungis meira öryggi heldur eru þær þéttari en hefðbundnar eins punkt læsingar.


Þriggja ára ábyrgð á fullfrágengnum gluggum úr verksmiðju BYKO

250 mm

Mikið úrval af hurðum og útfærslum

UH1

UH2

UH3

UH4

UH5

UH6

UH7

UH8

UH9

UH10

UH11

UH12

UH6-A

UH6-B

UH6-C

UH6-D

UH13

UH14

UH15

UH16

Hvítt

Fura

Oregon fura

Mahóní

Viðartegundir UH17

UH18

UH21

UH6-E

UH13 - með hliðargluggum

Nánari upplýsingar á byko.is, eða senda fyrirspurn á gluggar@byko.is Sími 515 4000

Hægt er að velja úr fjölda lita í RAL-litakerfi auk þess að olíubera þær með glærri viðarvörn.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.