Sérlausnir sniðnar að þínum þörfum

Page 1

Heildarlausnir fyrir fagmenn

Sérlausnir

- sniðnar að þínum þörfum Við erum til staðar fyrir alla þá sem koma að verklegum framkvæmdum. Framsækið og metnaðarfullt starfsfólk okkar er í fararbroddi hvað varðar tæknilegar heildarlausnir og nýjungar í byggingariðnaði. Við aðstoðum viðskiptavini okkar við efnisútreikninga ásamt því að gera tilboð í alla efnisþætti sem snúa að framkvæmdum.


Grófvara

Timbur – Stál – Plötur – Einangrun Við seljum alla grófa byggingavöru eins og timbur, stál, steinull, gips og múrefni ásamt því að veita ráðgefandi þjónustu við val á hentugu efni. Sölumenn Timburverslunar sérhæfa sig í að veita ráðgjöf varðandi húsbyggingar og reikna út fyrir þig efnisþörfina, ráðleggja varðandi einangrun, hjálpa til við efnisval og leitast við að svara þeim spurningum sem þú kannt að hafa. Við reynum eftir bestu getu að nýta okkar eigin framleiðslu, það býður upp á marga góða kosti. Við fylgjum öllum gæðastöðlum og bjóðum gott verð. Timburvinnsla BYKO fer núorðið alfarið fram í timburverksmiðju fyrirtækisins í Lettlandi, BYKO-LAT.

Hafðu samband og ég aðstoða þig!

Stefán Valsson stebbi@byko.is


Timbur

Plötur

Þakefni

Allir okkar timburbirgjar hafa FSC og PEFC rekjanleikavottanir og við getum aðstoðað þig við að finna hvaða tegund hentar þínu verki, við getum boðið:

Við bjóðum mikið úrval af plötum með mismunandi eiginleika, hvort sem þú þarft hljóðeinangrun, mygluvörn, rakaþol eða eldvörn þá finnum við lausnina með þér. Allir timburbirgjarnir okkar hafa FSC og PEFC rekjanleikavottanir. Úrvalið okkar inniheldur:

Við getum boðið allt sem til þarf fyrir þakið, mismunandi tegundir af þakefni ásamt dúk sem hentar hverju verkefni, við veitum ráðleggingar varðandi burðarvirki og mismunandi lausnir í takt við það efni sem valið er hverju sinni, við getum boðið:

• Spónaplötur • Svansvottaðar • Eldþolnar • Plasthúðaðar • Gólfplötur, fræstar fyrir gólfhitalögn • Calcium silicate plötur mygluvarðar • Harðtex plötur • MDF plötur – standard og rakaþolnar • Sólbekki og borðplötur • Límtréplötur • OSB 3 plötur • Krossviður - margar tegundir • Mótaborð • Gipsplötur • Standard gipsplötur • Votrúmsplötur • Eldvarnarplötur • Utanhússplötur • Fermacell trefjagipsplötur • Gólfgipsplötur • Þunnar gipsplötur • Léttar gipsplötur • Harðar gipsplötur • Hljóðeinangrandi Heraklith og Troldtekt trétrefjaplötur • Bílgeymsluloft • Íþróttahús • Sundlaugar

• Þakjárn • Bárujárn • Alusink • Litað • Stallað þakjárn • Solstadtag • Icopal AeroDek Tradition • Icopal AeroDek Unique • Þakdúk • Icopal Base og Top asfaltdúkur • Icopal asfaltdúkur undir torf • Icopal þakdúkur undir asfalt (malbik) • SIGA þakdúkar • Þakrennur • Plastrennur • Stálrennur

• Byggingatimbur • Mygluvarið byggingatimbur • Styrkflokkaðan burðarvið • CE vottun • Gagnvarið timbur – NTR A – NTR B • Harðviður – Ýmsar tegundir • Kebony meðhöndlað timbur • Svansvottað • Hitameðhöndlað timbur • Lunawood - Svansvottað • Málaðar timburklæðningar

Stál Við bjóðum kambstál með EPD umhverfisyfirlýsingu, stál er almennt ekki mjög umhverfisvænt en við getum boðið þér hefðbundið kambstál auk þess að geta einnig aðstoðað þig við að finna umhverfisvænni valkost í sérpöntun, það sem við eigum til eru: • • •

Kamstálsstangir 8 – 32 mm • Stálgæði B500NC • EPD - Umhverfisyfirlýsing Kambstálrúllur 8 – 20 mm • Stálgæði B500NC • EPD - Umhverfisyfirlýsing Kambstálsnet 5, 6, 7 og 8 mm • Stálgæði B500NA

Einangrun Við bjóðum nokkrar tegundir einangrunar, bæði steinull og plasteinangrun. • • •

Steinullareinangrun • EDP - Umhverfisyfirlýsing EPS plasteinangrun XPS þrýstiþolin Plasteinangrun

Kerfisloft Við getum boðið upp á steinullar- og málmklæðningar frá Knauf Ceiling Solutions en slíkar klæðningar henta einkar vel í rými eins og verslanir, skrifstofur, kennslustofur, fundarsali, sjúkrahús og votrými.

Múrefni Við bjóðum nokkrar tegundir af múrblöndum, bæði inni og úti múr, staurasteypu og gólefnismúr. • Schomburg • Innimúr • Útimúr • Gólfefni • BM Vallá • Innimúr • Útimúr • Gólfefni • Staurasteypa fyrir sólpallaundirstöður og almennar viðgerðir. • Sakret • Staurasteypa fyrir sólpallaundirstöður og almennar viðgerðir.

BYKO sérlausnir

Grófvara - 3


Gluggar og útihurðir Fyrir íslenskar aðstæður

BYKO framleiðir glugga og hurðir í ýmsum útfærslum, allt eftir þörfum viðskiptavina og veitir starfsfólk okkar ráðgjöf og upplýsingar vegna hönnunar og útfærslu sem hentar hverjum og einum. Afgreiðslutími sérsmíðaðra glugga og hurða er alla jafna 8-10 vikur frá staðfestri pöntun. Afgreiðslutími getur lengst á álagstímum, vinsamlegast leitið upplýsinga hjá sölumönnum.

BYKO-Lat gluggar og hurðir Við höfum í yfir 30 ár framleitt glugga og hurðir sem eru sérhannaðar fyrir íslenskar aðstæður. Gluggarnir eru framleiddir í verksmiðju BYKO-LAT og eru CE merktir. BYKO framleiðir bæði timburglugga og álklædda timburglugga ásamt hurðum í sama stíl. Gluggarnir eru sérsmíðaðir eftir teikningum. Staðlaður litur er hvítur RAL 9010 en hægt er að sérpanta nánast alla liti úr RAL litakerfinu. Gler er háeinangrandi og meðal U-gildi glersins 1.1 – 1.3. Hægt er að velja um sólvarnargler, öryggisgler, matt gler eða hljóðeinangrandi gler. Hægt er að velja á milli þess að hafa skrautfræsingu innan á körmum eða beinan prófíl ásamt því að fá raufar fyrir áfellur, sólbekki að innanverðu án aukakostnaðar. Framleiðsluábyrgð BYKO glugga er 5 ár.

BYKO l g uggar í

30

ár

BYKOsérlausnir BYKO sérlausnir 4 - Gluggar Grófvara& útihurðir

Linolie aldamótagluggar

Velux þakgluggar

BYKO býður upp á glugga sem líkjast hinum sígildu aldamótagluggum í eldri húsum á Íslandi. Þessir gluggar koma frá framleiðandanum Linolie í Danmörku og hafa verið settir í mörg falleg hús sem gerð hafa verið upp á síðustu árum.

VELUX þakglugga þekkja flestir enda einn virtasti þakgluggaframleiðandi heims í dag. Saga fyrirtækisins spannar tæp 80 ár og er það þekkt fyrir gæði og flottar tæknilausnir.

Svarre gluggalausnir Hönnun Svarre glugganna gerir þá einstaka á markaðnum. Að utan er einungis gler og eru þeir því viðhaldslitlir að utanverðu, einungis þarf að þrífa glerið. Gluggarnir koma með þreföldu 6 mm. hertu gleri samlitu við innri skífur. Hljóðeinangrun er 38 dB en hægt að auka einangrun upp í 42 dB. Svarre gluggi sem er 1230 x 1480 mm. hefur U-gildið 0,6 og eru gluggarnir hannaðir og prófaðir upp að 1800 paskal þrýstingi. Framleiðsluábyrgð er 5 ár og afgreiðslutími er um það bil 10 til 12 vikur frá staðfestri pöntun. Gluggarnir eru alltaf sérsmíðaðir eftir teikningum.

Við erum með allar stærðir hefðbundinna þakglugga á lager hjá okkur en einnig er hægt að sérpanta hjá okkur margar sérlausnir, t.d. sjálfvirka lokun glugga og margar tegundir gluggatjalda. BYKO hefur selt VELUX glugga í áratugi.

Bílskúrshurðir BYKO býður upp á endingargóðar bílskúrshurðir úr galvanhúðuðu stáli sem hafa fyrir löngu sannað sig í rysjóttu, íslensku veðurfari. Þykk einangrun, vandaður umbúnaður og traustur frágangur tryggir góða endingu með litlu viðhaldi og hægt er að panta þær í öllum litum og einnig með viðaráferð.


Hafðu samband og ég aðstoða þig!

Kjartan Long kjartan@byko.is


Álgluggar og tæknilausnir

Góð ráðgjöf og fjölbreytt úrval sérhannaðra lausna Álgluggar eru nánast viðhaldsfríir og henta því einstaklega vel íslenska veðurfarinu, álið er sterkt og á sérstaklega vel við þegar kemur að stærri gluggum og glerverkum. Við bjóðum vandaðar álgluggalausnir í allar gerðir bygginga auk ýmissa álhurðalausna, s.s. hringhurðir, hand- og sjálfvirkar rennihurðir ásamt fjölbreyttu úrvali opnunar- og hurðabúnaðar með álgluggum og hurðum.

Habila

Við bjóðum einnig ýmsar tæknilausnir bæði staðlaðar vörur sem og sérsniðið að þörfum þinna verkefna hverju sinni. Þetta eru vörur eins og stálgluggar, felliveggir, búningaskápar og stálgrindarhús

Hafðu samband og ég aðstoða þig!

Þorsteinn Lárusson steini@byko.is

®

BYKO sérlausnir 6 - Álgluggar og tæknilausnir


Stálhurðir Við bjóðum upp á stálhurðir og glugga frá Doordec. Hægt er að fá hurðir og glugga ýmist með eða án eldvarnarkröfu. Hurðir og gluggar uppfylla kröfur byggingareglugerðar og eru með CE vottun. Starfsmenn okkar veita ráðgjöf og upplýsingar vegna hönnunar, útfærslu og liti sem henta hverjum og einum. Fjölmargar glergerðir eru í boði, t.d. einangrunargler, eldvarnargler, öryggisgler og fleiri. Stálhurðir 1000 x 2180mm í RAL 7037 eru til á lager. Stálgluggar og hurðir frá BYKO eru meðal annars í Hörpu tónlistarhúsi, höfuðstöðvum Alvogen, Fosshóteli Höfðatorgi og eru mjög algengar í sameign fjölbýlishúsa.

hringhurðir og ásamt fjölbreyttu úrvali opnunar- og hurðabúnaðar með álgluggum og hurðum. www.reynaers.com

Búningaklefar Við bjóðum búningsskápa frá Alsanit í Póllandi. Alsanit framleiðir búningaskápa, sturtu og salernisskilrúm, munaskápa o.fl Alsanit er aðallega að framleiða úr HPL efni en einnig er hægt að fá skápa úr málmi með HPL eða glerhurðum.

www.doordec.ee

Skápana má fá í ýmsum litum, hægt er að hafa einn ríkjandi lit, eða raða mörgum litum saman. Starfsfólk okkar aðstoðar og veitir ráðgjöf þegar kemur að því að hanna útfærslur og við að velja læsingar og númeraspjöld á skápana.

Felliveggir

Skápa frá BYKO og Alsanit má t.d. sjá í Sporthúsinu og Mjölni svo eitthvað sé nefnt.

Við bjóðum upp á vandaða felliveggi frá Habila í Danmörku. Veggina er hægt að hafa í ýmsum útfærslum hvað varðar útlit, hljóð og brunakröfur. Habila felliveggir eru CE vottaðir. Felliveggi frá okkur er meðal annars hægt að finna í Hörpu og Háskólanum í Reykjavík en þess má geta að í Hörpu eru tveir hæstu felliveggir á Íslandi, rétt rúmir 7 metrar á hæð. www.habila.dk

Álgluggar Við erum með vandaðar álgluggalausnir frá Reynaers í allar gerðir bygginga. Álgluggar þurfa lítið viðhald og henta því sérstaklega vel í íslensku veðurfari. Álið á sérstaklega vel við þegar stærri gluggar eiga í hlut, t.d. í iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði og einbýlishús svo eitthvað sé nefnt. Það hefur einnig verið vinsælt að nota álhurðir og glugga í innveggjakerfi og í staka glugga og hurðir t.d. í íþróttahúsum, sameignum fjölbýlishúsa o.fl. BYKO hefur komið að mörgum stærstu álgluggaverkefnum sem ráðist hefur verið í hér á landi síðustu ár, en engin verkefni eru þó of smá fyrir okkur. Meðal verkefna má nefna Bláa Lónið, Leifsstöð, Smáralind, nýja viðbyggingu Norðurorku og Sjóböðin á Húsavík svo fáein dæmi séu nefnd. Boðið er upp á ýmsar álhurðalausnir, svo sem hand- og sjálfvirkar rennihurðir,

Á heimasíðu Alsanit á Íslandi www.alsanit.is er hægt að finna frekari upplýsingar um vörurnar, stærðir, útlit o.fl.

Reyklosun Reyklosun er sett upp þar sem þörf er á að losa reyk og hita til að tryggja öryggi almennings og slökkviliðsmanna t.d í vöruhúsum, iðnaðarhúsnæði, stigahúsum, lyftustokkum og bílakjöllurum. Tilgangur reyklosunar er að koma í veg fyrir að reykur og hiti dreifist og haldist fyrir á ákveðnu svæði. BYKO býður hágæða reyklúgur frá Icopal þar sem hægt er að velja um nokkrar útfærslur í opnunarbúnaði og útliti. Mikið úrval er í boði í búnaði, útliti og gerð. Icopal reyklúgur hafa verið notaðar í þó nokkrar byggingar hér á landi og má t.d. nefna íþróttahúsið Kórinn, íþróttahúsið Ásgarð, Fjölbrautaskólann í Breiðholti og Grunnskólann á Egilsstöðum.

Yleiningar Í meira en 20 ár hefur Balex Metal boðið upp á hágæða vörur fyrir byggingariðnaðinn um alla Evrópu. Yleiningar eða samlokueiningar eru í síauknum mæli notaðar sem vegg- og þakklæðning á ýmsar gerðir bygginga. Fyrir utan lágt verð á hvern fermetra, miðað við hefðbundnar klæðningar, er margfalt fljótlegra að klæða húsið með

samlokueiningum. Yleiningar þurfa lítið sem ekkert viðhald, er auðvelt að þrífa og standast auðveldlega útlitssamanburð við hefðbundnar klæðningar. Yleiningarnar eru sniðnar fyrir hvert verkefni fyrir sig. Við gerum tilboð í einingarnar með skrúfum og áfellum. Allt sem þarf eru teikningar og við hönnum yleiningarnar á bygginguna. Sendu okkur teikningar eða fyrirspurnir á netfangið bondi@byko.is. Við bjóðum upp á bæði PIR (polyisocyanurate) yl-einingar og steinullareiningar í ýmsum þykktum.

Stálgrindarhús Í samstarfi við Rolstal bjóðum við nú upp á ýmsar útfærslur af stálgrindarhúsum. Hvort heldur sem er óeinangruð eða klædd með samlokueiningum. Stálgrindarhús hafa fyrir löngu sannað notagildi sitt við íslenskar aðstæður og hjá Rolstal eru húsin framleidd eftir óskum hvers og eins. Við hönnun húsanna er tekið mið af íslenskum aðstæðum hvað varðar vind- og snjóálag ásamt íslenskum byggingareglugerðum. Húsin eru framleidd í verksmiðju Rolstal í Póllandi og þeim fylgja teikningar. Möguleikarnir eru nánast óteljandi hvað varðar útfærslur, hvort sem um er að ræða véla- og vörugeymsælur, skrifstofuhúsnæði eða landbúnaðarbyggingar. Einnig eru í boði stöðluð stálgrindarhús í 80m2, 150m2,“ 250m2 og 350m2 stærðum. Efnispakkinn samanstendur af hönnun, teikningum, stálgrind, yleiningum, gluggum og hurðum. Sendið fyrirspurnir á netfangið bondi@byko.is. www.rolstal.com

Glerveggir Fjölbreytt úrval af fallegum glerveggjalausnum frá Triplan, hvort sem er einfalt eða tvöfalt kerfi. Hægt að velja um gler hurðir eða timburhurðir. Hægt er að uppfylla sérstakar kröfur um hljóðdeyfingu, allt að 50dB og ýmsar eldvarnarkröfur. www.triplan.dk

BYKO sérlausnir

Álgluggar og tæknilausnir - 7


Lagnavörur Heildarlausnir fyrir þitt verk

Í Lagnaverslun BYKO þjónustum við alla fagmenn sem tengjast pípulögnum. Hjá okkur færðu flest það efni sem tengist iðnaðinum og leggjum við mikinn metnað í að veita persónulega þjónustu og hágæða lagnaefni. Viðskiptavinir Lagnaverslunar eru fyrst og fremst píparar og fagaðilar sem tengjast pípulögnum, þar er seld öll lagnavara eins og rör, fittings, dælur, rotþrær, ofnar og hreinlætistæki svo eitthvað sé nefnt. Sölumenn Lagnaverslunar leggja sig fram um að svara þeim spurningum sem viðskiptavinir hafa varðandi lagnaefni og finna bestu lausnir fyrir hvern og einn. Lagnaverslunin þjónar öllu höfuðborgarsvæðinu og styður við aðrar verslanir BYKO í sambandið við sölu og ráðgjöf.

Hafðu samband og við aðstoðum þig!

Árni Kvaran arnibk@byko.is

Ofnasmiðjan

Hágæða ofnar frá Hollandi Brugman ofnar eru nýjung í vöruúrvali BYKO en framleiðendur þessara ofna eru þekktir fyrir nýsköpun í hitatækni. Ofnarnir frá Brugman eru framleiddir í Hollandi og hannaðir með það að markmiði að auka skilvirkni í hitun ásamt því að líta vel út og henta í mismunandi rými. Brugman ofnarnir eru framleiddir samkvæmt ströngustu kröfum og stöðlum, eru úr hágæða stáli og húðaðir með endingargóðri varnarfilmu. Framleiðandi ábyrgist endingu ofnanna í allt að 10 ár.

BYKO sérlausnir 8 - Lagnavörur / Ofnasmiðjan

Almar B. Viðarsson almar@byko.is


Hreinlætis- og blöndunartæki Eldhús og baðherbergi

Við bjóðum fjölbreytt úrval hreinlætis- og blöndunartækja sérsniðið að þörfum viðskiptavinar, veitum ráðgjöf og setjum saman pakka eftir þínum þörfum.

Gustavsberg

Duravit

Gustavsberg hefur framleitt postulín í yfir 190 ár og eiga þeir stóran þátt í því hvernig norrænt útlit hreinlætistækja, hugvit og hönnun er auðþekkjanleg í dag.

Duravit er þýskur framleiðandi með hágæða hreinlætistæki úr keramik. Stílhrein og falleg hönnun frá árinu 1817.

Villeroy & Boch Villeroy & Boch er eitt þekktasta vörumerki í heimi með djúpar rætur í evrópskri menningu. Hefðir, gæði og frumleg hönnun einkennir merkið sem gefur mikla möguleika við hönnun útlits innandyra.

Damixa Damixa er danskur framleiðandi sem hefur framleitt fágaða og stílhreina vöru allt frá árinu 1932. Alþjóðlega viðurkennt vörumerki sem er þekkt fyrir nýsköpun, hönnun, framúrskarandi gæði og umhverfislega vitund.

Hafðu samband og ég aðstoða þig!

Sigurður Ásbjörn Pétursson siggibj@byko.is

Grohe

Hönnun og gæði

BYKO hefur selt Grohe tæki í tugi ára og þetta eru tækin sem við treystum. Grohe er leiðandi merki í blöndunartækjum, þekkt fyrir gæði og fallega hönnun. Grohe eru mjög framarlega þegar kemur að tækninýjungum og við bjóðum upp á mjög breiða vörulínu, allt frá einföldum gerðum upp í hátísku hönnun.

BYKO sérlausnir

Lagnavörur / Ofnasmiðjan - 9


Valvara

Hafðu samband og ég aðstoða þig!

Hurðir, innréttingar, parket og flísar

Örn Haraldsson orn@byko.is

Herholz

Fallegar innihurðir Herholz innihurðir eru þýsk gæðaframleiðsla sem hægt er að fá í mörgum litum, gerðum og stærðum allt eftir þínum þörfum. Herholz hurðirnar skara fram úr hvað varðar gæði, tækni og hönnun á innihurðum og bjóða einnig mikla möguleika í sérpöntunum. Við bjóðum upp á hefðbundnar innihurðir, glerhurðir, rennihurðir og öryggishurðir með hljóðvist allt upp í 47 db og brunaþol upp í EICS 90.

Parket BYKO hefur í mörg ár verið leiðandi fyrirtæki í sölu á parketi, bæði í spónlögðu viðarparketi og harðparketi. Algengasta viðartegundin, eikin, er alltaf til á lager en einnig bjóðum við upp á sérpantanir. Harðparketið sem BYKO selur er með 10 til 30 ára ábyrgð frá framleiðanda.

Krono Original Krono Original er endingargott harðparket sem fæst í þykktum 8-14 mm. Parketið er leyfilegt í svansvottaðar bygginga, þýsk gæði sem hafa sannað sig.

Scheucher Scheucher er hágæða viðarparket frá Austurríki sem hefur skapað sér frábært orðspor á alþjóðlegum vettvangi. Scheucher er selt í yfir 30 löndum um allan heim.

BYKO sérlausnir 10 - Valvara - hurðir & parket


JKE

Gæði og góð hönnun JKE er danskt vörumerki sem býður uppá einstaklega breiða línu af innréttingum í hæsta gæðaflokki. Innréttingarnar frá JKE hafa verið mjög vinsælar, allt frá því þegar þær komu fyrst á markaðinn 1970. JKE er með dreifingaraðila í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og nú hjá BYKO á Íslandi.

Boðið er upp á lausnir sem gera vinnuna auðveldari og skemmtilegri þar sem þægindi eru í fyrirrúmi, t.d búrskápar, stórir tækjaskápar, hornskúffur og fleira. Hægt er að fá innréttingarnar í mörgum mismunandi viðartegundum og sprautulakkaðar í hvaða lit sem er. Möguleikar í hönnun og útfærslu eru nær endalausir og fagmenn okkar teikna upp bestu mögulegu lausnina fyrir þitt rými. Allar hvítar innréttingar frá JKE uppfylla kröfur Svansins og eru því leyfilegar í Svansvottaðar byggingar.

Flísar Við bjóðum upp á mikið úrval gólfflísa af öllum gerðum, hvort sem um er að ræða glerjaðar, gegnheilar eða granítflísar. BYKO hefur alla tíð fylgst vel með straumum og stefnum og er með mikið úrval á lager af bæði vönduðum gæðamerkjum og ódýrari fjöldaframleiddum flísum auk flísa sem eru sérunnar eftir ýmsum stærðum og gerðum eftir óskum viðskiptavinar. Við erum meðal annars með umboð fyrir þekkt vörumerki eins og til dæmis E-stone, SIntesi, Villeroy & Boch, Porcelaingres og Land Porcelanico.

BYKO sérlausnir

Valara - JKE & flísar - 11


Utanhússklæðningar

Hafðu samband og ég aðstoða þig!

Þorsteinn Lárusson steini@byko.is

Klæddu húsið í þínum stíl

Við bjóðum fjölbreyttar lausnir þegar kemur að því að klæða byggingar, bæði staðlaðar og sérframleiddar klæðningar sem henta þörfum viðskiptavina. Við bjóðum klæðningar sniðnar að íslensku veðurfari og veitum faglega ráðgjöf þegar kemur að hönnun og útfærslu.

Cembrit

Steni

Cembrit framleiðir endingargóða klæðningu úr trefjasementi sem er fallegur og endingargóður kostur til að klæða innri og ytri hlífðarfleti. Cembrit plötur sameina fallegt útlit, endingu og þol gagnvart íslenskri veðráttu.

STENI klæðningu er hægt að fá í nokkrum útfærslum; STENI Colour, STENI Nature og STENI Vision. Í STENI Colour er hægt að velja úr 60 stöðluðum litum og þremur gljástigum, þú getur virkilega spilað með lita- og gljástig til að klæða bygginguna. STENI Colour krefst lágmarks viðhalds og er hægt að þrífa klæðninguna með flestum hreinsiefnum sem ætluð eru til þrifa á byggingum. Hægt er að háþrýstiþvo STENI Colour og með réttum hreinsiefnum er einnig hægt að fjarlægja graffiti án þess að eyðileggja plöturnar.

Vörur Cembrit uppfylla kröfur um hagkvæma byggingu og langvarandi endingu ásamt því að þær flokkast sem óbrennanlegar og ónæmar fyrir þörunga- og bakteríumyndun svo sem mosa og sveppum. www.cembrit.dk

Swiss Pearl Swiss Pearl er elsti framleiðandi sementsklæðningar í heiminum og hefur sama uppskrift verið notuð síðastliðin 30 ár. Swiss Pearl er nútímaleg klæðning í hæsta gæðaflokki sem þolir mikinn kulda. Hægt er að velja um yfir 70 liti á klæðninguna og það er 20 ára ábyrgð á efninu

BYKO sérlausnir 12 - Utanhússklæðningar

STENI Nature er fáanlegt í 12 mismunandi náttúrulegum steinum, sumar gerðir með allt að fjórum mismunandi steinastærðum; örfínn, fínn, miðlungs og gróft. STENI Nature krefst lágmarks viðhalds og er hægt að þrífa klæðninguna með flestum hreinsiefnum sem ætluð eru til þrifa á byggingum.

Skapaðu einstakt útlit með STENI Vision. Hægt er að velja um 14 staðlaða hönnunarstíla í þremur mismunandi gljástigum en einnig er hægt að skapa sinn eigin stíl með STENI Vision Custom. Hönnunarvalkostirnir eru nánast ótakmarkaðir og ef þú vilt nota eigin myndir munum við hjálpa þér að koma þeim á STENI. STENI plötur eru 100% vatnsfráhrindandi og henta því einkar vel við íslenskar aðstæður. www.steni.no

Sérframleiddar utanhússklæðningar Við getum einnig útvegað sérframleiddar utanhússklæðningar sem henta þínum þörfum, endilega hafðu samband.


CLT Einingar

BYKO býður nú upp á einingar úr krosslímdu timbri sem er spennandi nýjung á byggingamarkaði.

CLT einingarnar eru byggðar upp af mis mörgum timburlögum sem límd eru saman á umhverfisvænan hátt. Þetta byggingarefni er hagkvæmt í framleiðslu, dregur úr efnissóun, er mjög endingargott og umhverfisvænt. Þessi nýja tækni er því einkar góður valkostur fyrir húsbyggingar þar sem allt burðarvirki kemur tilsniðið og tilbúið á verkstað sem gerir það kleift að reisa og

loka húsum á ótrúlega stuttum tíma. Þessi tækni hefur ekki einungis verið nýtt við byggingu minni húsa heldur einnig stærri bygginga svo sem skóla og fjölbýlishúsa.

Hafðu samband og ég aðstoða þig!

Kjartan Long kjartan@byko.is

Garantell geymslulausnir

Nýtt í BYKO

Sérsniðnar geymslulausnir frá Garantell er nýjung hjá BYKO Við aðstoðum þig við að finna þá lausn sem hentar fyrir þitt verk, hvort sem þú vilt geymslur úr vírneti eða stáli þá getum við fundið rétta lausn fyrir þig. Geymslulausnir frá Garantell samanstanda af vírnetsgrindum eða stálplötum sem koma tilsniðnar eftir máli svo einfalt er að setja saman á staðnum ásamt hurð og læsingu. Hægt er að velja um skandinavíska skrá, evrópska skrá eða lausn fyrir hengilás. Hafðu samband við okkur og kannaðu hvort þetta er lausn sem hentar þínu verki

Hafðu samband og ég aðstoða þig!

Þorsteinn Lárusson steini@byko.is

BYKO sérlausnir

Geymslur / CLT einingar - 13


BYKO Leiga

Hafðu samband og ég aðstoða þig!

Pétur Jónsson petur@byko.is

Þarftu að kaupa eða leigja?

BYKO Leiga býður upp á mikið úrval af tækjum og búnaði til leigu en einnig til sölu, bæði nýtt og notað.

Skoðaðu úrvalið á bykoleiga.is

Honda aflvélar • • •

BYKO hefur tekið við sölu á Honda aflvélum. Mikið úrval áreiðanlegra tækja á lager. Sláttuvélar, sláttuorf, rafstöðvar, vatnsdælur, snjóblásarar, utanborðsmótorar o.s.frv. Hægt er að sérpanta með stuttum fyrirvara.

Encomat masturs-, mannskaps- og vörulyftur • Gæðalyftur til leigu eða sölu • Masturslyftur eru einfaldar eða tvöfaldar og allt að 30m lengd. • Mannskapslyftur eru með kallkerfi á hverri hæð. • Lyfturnar er hægt að nota á mjög háar byggingar. • Lyftur til á lager og tilbúnar í leigu strax.

Frigerio hjólapallar • Léttir og meðfærilegir. • Auðveldir í uppsetningu. • Tvær breiddir í boði, einfaldir og tvöfaldir. • Hægt að ná allt að 15,5m hæð með breiðari gerðinni. • Pallarnir eru til sölu og leigu. • Ef viðskiptavinur á pall úr kerfinu er hægt að leigja viðbót ef á þarf að halda.


Böckmann kerrur • • •

Erum með til sölu og leigu kerrur frá þýska framleiðandanum Böckmann Hægt að sérpanta ýmsar útgáfur. Margar gerðir í boði fyrir fjölbreytt verkefni.

Hünnebeck steypumót • • • •

Kranamót, handflekamót, sökkulmót, loftamót og súlumót. Mikið úrval aukahluta til leigu og sölu. Verð á m2 breytilegt, fer eftir samsetningu. Mót eru hrein og tilbúin í verkið.

Vinnustaðagirðingar • • • •

Vinnustaðagirðingar til sölu og leigu Algeng stærð er 3,5m á lengd og 2m á hæð. Hentar bæði fyrir vinnusvæði en einnig til annarra nota eins og fyrir viðburði. Leigan býður upp á sterkari tegund en gengur og gerist á markaðnum í dag.

Kostir

• Þykkara stál • Heilsoðin samskeyti • Krækjufesting • Heitgalvaniseraðar

Villalta vinnupallar • Útbreiddasta vinnupallakerfi landsins • Léttir, meðfærilegir og auðveldir í uppsetningu. • Uppfylla nýjan EN 12810 og EN 12811 staðal. • Vara sem hefur margsannað gildi sitt við íslenskar aðstæður.


Umhverfisvitund í byggingariðnaði

Við veitum ráðgjöf og aðstoðum þig við val á réttum efnum til umhverfisvænni framkvæmda. Hafðu samband og ég aðstoða þig!

Jóna Guðrún Kristinsdóttir jona@byko.is

BREEAM

og stuðlar að því að byggingar verði umhverfisvænni og hagkvæmari í rekstri.

Við hjá BYKO höfum á undanförnum mánuðum kynnt okkur vottanir og unnið að því að auðvelda okkar viðskiptavinum að nálgast upplýsingar og þau fylgiskjöl sem þarf þegar byggja á samkvæmt vottunarkerfinu.

Svanurinn

er eitt elsta og þekktasta vistvottunarkerfi í heimi fyrir byggingar en þetta er breskt vottunarkerfi sem hefur verið aðlagað að alþjóðlegu umhverfi, það tekur á fjölmörgum þáttum er varða umhverfi og sjálfbærni

Við hjá BYKO höfum tekið þátt í spennandi samstarfsverkefnum sem hafa veitt okkur dýrmæta reynslu þegar kemur að byggingu Svansvottaðra bygginga ásamt því að kynna okkur vel þær kröfur sem gerðar eru til byggingarefna í slíkum verkefnum. Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og var stofnað af norrænu ráðherranefndinni

árið 1989. Svanurinn er þekktasta umhverfismerki Norðurlandanna og með skrifstofu í hverju landi fyrir sig sem sér um vottanir í sínu landi. Á Íslandi er skrifstofa Svansins hýst hjá Umhverfisstofnun. Árið 2020 voru samtals um 30 þúsund íbúðir ýmist vottaðar eða í vottunarferli. Á Íslandi má nefna nokkrar Svansvottaðar byggingar eins og visthús.is, IKEA blokkin, Suðurlandsbraut 24 sem dæmi og á dagskrá eru bygging fyrsta Svansvottaða grunnskóla á Íslandi sem er Kársnesskóli, íbúakjarni í Reykjavík og a.m.k. 40 aðrar íbúðir.

Munurinn á vottunaraðferðum og aðgengilegar upplýsingar er matskerfi sem gefur mismunandi stig í gegnum vottunarferlið. Framkvæmdaraðili hefur nokkuð frjálsræði innan ákveðins ramma en krefst fagþekkingar og mikilla upplýsinga. Svanurinn byggir hins vegar á því að það verður að uppfylla allar kröfur staðalsins og byggingar eru annaðhvort vottaðar eða ekki. Svanurinn hentar því betur í verkefni eins og íbúðarhús á meðan er meira notað í aðrar tegundir húsnæðis og eru viðurkenndir ráðgjafar og matsfólk sem þurfa að ákveða stig vottunar á hönnunartíma og sannreyna gögn. Á vefsíðu BYKO má finna vörur sem eru nothæfar í Svans- og

vottuð verkefni.

Undir flokknum „Byggingavörur” er búið að raða saman öllum vottuðum vörum undir heitið „Grænni byggingar”. Þegar smellt er á vöruna má finna nánari upplýsingar um hvort varan sé vottuð, rekjanleg og beri önnur gögn sem nýtast í vistvottunarferlið. Þar má ýmist finna Svansmerkið, merki sem tiltekur hvort vara sé leyfileg í svansvottaða byggingu og einnig EPD yfirlýsingu, VOC vottun eða FSC vottun.

Önnur umhverfismerki

Leyfilegt í Svansvottað hús

Ábyrgðarmaður: Eggert Kristinsson. Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.