Dvergarnir 2017

Page 1

Dvergarnir

R

tofan

leyfas

Einka

Vร RULISTI

d

arvern

Hรถnnun

9


ÞETTA ERUM VIÐ Óskar Ingi Húnfjörð er menntaður byggingafræðingur frá Byggingarháskólanum Vitus Bering í Horsens Danmörku með B.Sc. gráðu “Bachelor of Architectural Technology and Construction Management“. Óskar er framkvæmdastjóri og sér um stjórnun, vöruþróun og markaðsmál.

Brynja Sif Ingibersdóttir er menntuð byggingafræðingur frá Byggingarháskólanum Vitus Bering í Horsens Danmörku með B.Sc. gráðu “Bachelor of Architectural Technology and Construction Management“. Brynja er rekstrarstjóri og sér um bókhald og innheimtu.

Brynjar Marinó Húnfjörð er menntaður Rafeindavirki og Margmiðlunarfræðingur. Brynjar er framleiðslustjóri og sér um framleiðslu- og gæðamál í verksmiðjunni.

Íslandshús R

síða 2


Frá því að fyrirtækið hóf framleiðslu á Dvergunum, hefur vöruþróun verið einn mikilvægasti þátturinn í rekstrinum. Nú þegar, framleiðir fyrirtækið um 25 tegundir af stöðluðum forsteyptum einingum sem sérhannaðar hafa verið af okkur. Þyngd eininganna er frá 30 kg upp í 2.000 kg. Þá bjóðum við yfir 50 tegundir af margvíslegum tengistykkjum og fylgihlutum sem auka verulega notagildi stólpanna. Tengihlutirnir eru sérhannaðir fyrir Dvergana og framleiddir á Íslandi. Íslandshús ehf. er nýsköpunarfyrirtæki sem þróar og framleiðir forsteyptar einingar eins og Dvergana®, nýja tegund stólpa sem eru undirstöður fyrir t.d. sumarhús, bílskýli, smáhýsi, sólpalla, girðingar, göngustíga, stiga og brýr, skilti og flaggstangir, íþrótta- og leiktæki ofl. Þá má nefna lausnir í Öryggisgirðingum, en Íslandshús framleiðir undirstöður undir færanlegar og niðurgrafnar öryggisgirðingar og býður upp á heildarlausnir. Fyrirtækið framleiðir einnig lausnir er varða umferðarstýringu, eins og 4 teg. af umferðareyjum og 2 teg. kantsteina fyrir bifreiðastæði til stýringar á umferð og skipulagi bifreiðastæða. Árekstrarvarnir eru dæmi um notagildi framleiðslu fyrirtækisins og eru stólparnir Njörvi og Njörvi plús+ vinsælir í slíkar varnir. Þá framleiðir fyrirtækið stólpa með fæti með margvíslegum lausnum til að afmarka umferð og aðgang að svæðum hjá sveitarfélögum, fyrirtækjum, á ferðamannastöðum og hjá opinberum aðilum. Fyrirtækið tekur einnig að sér að framleiða sérlausnir samkvæmt óskum og þörfum viðskiptavina og getur aðstoðað við hönnun og útfærslur þeirra. Við kappkostum að hafa ávallt allar okkar framleiðsluvörur til á lager til að geta sinnt viðskiptavinum strax. Við erum þakklát fyrir þær góðu móttökur sem fyrirtækið og framleiðsluvörur þess hafa fengið hjá viðskiptavinum. Fyrirtækið leggur áherslu á að hanna og framleiða vörur sem hafa kosti og notagildi umfram aðrar hefðbundnar lausnir. Þess vegna er kjörorð okkar: Við framleiðum lausnir!

Skrifstofa Fitjaás 24, 260 Reykjanesbæ Verksmiðja Bogatröð 13, bygging 2102 Ásbrú, 235 Reykjanesbæ Sími 577 6700 Tölvupóstur islandshus@islandshus.is Framkvæmdastjóri Farsími Tölvupóstur

Óskar Ingi Húnfjörð, byggingafræðingur 858 9100 oskar@islandshus.is

Rekstrarstjóri Farsími Tölvupóstur

Brynja Sif Ingibersdóttir, byggingafræðingur 858 9101 brynja@islandshus.is

Framleiðslustjóri Brynjar Húnfjörð Farsími 858 9102 Tölvupóstur brynjar@islandshus.is Rekstrarform Einkahlutafélag (ehf) ÍSAT nr. 23.61.0 Framleiðsla á byggingarefni úr steinsteypu 71.12.1 Starfsemi verkfræðinga Kennitala Banki

571085-2329 / Vsk. nr. 96144 Íslandsbanki Reykjanesbæ 0542-26-571085

síða 3


Dvergarnir taka stjórnina

A1

A6

A7

A8

síða 4 síða 4

A9

A14

A15


A2

A3

A4

A11

A5

A12

A10 A13

A16

A17

A18

síða 5 síða 5


Dvergarnir gera gagn

B4

B1

B3 B2

B11

síða 6 síða 6

B12

B13

B5


B6

B8

B7

B9 B10

B14

B15

B16

síða 7 síða 7


Vel merkt með Dvergunum

C1 C2

C6

síða 8 síða 8

C9

C11

C3


C4 C5

C8

C10

C7

C12

C13

C14

síða 9 síða 9


Dvergarnir alls staðar

D2

D1

D4

D5

síða 10 síða 10

D8

D9

D10


Á sjó

D3

D6

D7

D11

D12

síða 11 síða 11


Dvergarnir í garðinum

E2

E1

E8

síða 12 síða 12

E9

E11


E3

E6

E7

E10

E12

E13

síða 13 síða 13


Dvergarnir í vörn og sókn

F1

F2

F4

F10

F5

síða 14

F6

F7

F8


F3

F12

F11

F9

F13

E9

F14

síða síða15 15


Dvergarnir

eru ný hönnun á stólpum undir sumarhús, bílskýli og smáhýsi, sólpalla, girðingar, öryggisgirðingar, göngustíga, skilti & flaggstangir, stiga & brýr, íþrótta- & leiktæki, afmarkanir bílastæða & svæða, árekstrarvarnir og umferðarstýring ofl.

Frábær hönnun, styrkur og léttleiki tryggja betri undirstöðu og festu í jarðvegi. Hönnun stólpanna skilar um 35% léttari einingum en sléttir stólpar sem gerir þá meðfærilegri og tryggir jafnframt mun betri festu í jarðvegi en hefðbundnar undirstöður. 16mm eða 20mm innsteypt heitgalvanhúðuð múrhulsa í toppi stólpanna gefur möguleika á hæðar- og stefnustillingum með snittteinum í mismunandi lengdum, múrhulsan er einnig festing fyrir ýmsar tegundir af heitgalvanhúðuðum festingajárnum og tengistykkjum. Í DVERGANA er notuð sjálfútleggjandi C45 (Mpa) gæðasteypa sem er mjög veðurþolin og uppfyllir miklar kröfur um styrk og endingu fyrir forsteyptar einingar sem verða fyrir miklu veðurálagi, úrkomu og frosti. DVERGARNIR eru hannaðir með það markmið að lágmarka þyngd þeirra til að auðvelda almenna meðhöndlun, sérstaklega við erfiðar aðstæður í bakgörðum og úti í náttúrunni við sumarhús og víðar. Form þeirra tryggir á móti hámarks festu í jarðvegi sem fæst með því að nýta þyngd jarðvegsins næst þeim. Þannig taka þeir með sér jarðveg umhverfis þá sem er oft margföld eigin þyngd þeirra. Í DVERGUNUM er 6-12mm steypustyrktarstál; suðuhæft kambstál. Í hverjum stólpa er að lágmarki stálgrind með fjórum lóðréttum stöngum og lykkju í botni, en mismunandi útfærsla á stálgrind, járnastærð og magni af steypustyrktarstáli fer eftir stærð og notagildi hvers stólpa. Stálið eykur styrk stólpana og tengist 16mm eða 20mm innsteyptri múrhulsu sem er í toppi stólpanna. Þetta tryggir örugga boltafestingu þeirra hluta sem festir eru á stólpana, allt eftir þörfum og aðstæðum hverju sinni.

DVERGARNIR og tengistykki þeirra eru sprottin af íslenskri hönnun og hugviti. Framleiðsla Dverganna fer fram á Íslandi og er atvinnuskapandi. Tengistykki Dverganna eru einnig íslensk framleiðsla, hönnuð fyrir íslenskar aðstæður og notagildi.

Í DVERGANA er innsteypt sérhönnuð járnagrind sem tengd er 16mm eða 20mm innsteyptri heitgalvanhúðaðri múrhulsu í toppi stólpanna sem gefur möguleika á hæðar- og stefnustillingum og er festing fyrir ýmsar tegundir festi- og tengistykkja. Þess vegna eru DVERGARNIR engir venjulegir stólpar - form þeirra, burðarhönnun og fjölbreytilegt notagildi er kostur sem engir aðrir stólpar geta státað af.

R

síða 16

ÍSLANDSHÚS OG DVERGARNIR eru skrásett vörumerki og óheimilt er að nota þau með einhverjum hætti án leyfis Íslandshúsa ehf.

Einkaleyfastofan

Hönnunarvernd

DVERGARNIR, TENGISTYKKIN og önnur framleiðsla Íslandshúsa er varin með Hönnunarvernd skráðri hjá Einkaleyfastofu.


Dvergana er líka hægt að fá málaða í “umferðargulum” lit eða sérlit t.d. einkennislit fyrirtækis. Einnig er hægt að fá Dvergana sérmerkta með innsteyptu lógói/merki fyrirtækja eða stofnanna.

Í öllum forsteyptum framleiðsluvörum Íslandshúsa eru innstimplaðar merkingar sem lýsa heiti, þyngd vörunnar, framleiðanda og framleiðslunúmeri. Með innra gæðaeftirliti fyrirtækisins er framleiðsluferlið rekjanlegt, sé þess þörf vegna gæðamála. Ath. uppgefnar þyngdir framleiðslunnar geta verið breytilegar +/- 5%.

Íslandshús hefur staðið fyrir viðamiklum tilraunum til að staðfesta einstaka jarðvegsfestu Dverganna. Stólparnir voru grafnir í þjappaða frostfría fyllingu, frostfría óþjappaða fyllingu og í mold. Tilraunirnar sýndu að festa stólpanna í jarðvegi er umtalsvert meiri en reiknað togþol. Niðurstöður tilraunanna eru kynntar aftast í þessum bæklingi, en einnig má sjá tilraunirnar á myndböndum á heimasíðu Íslandshúsa.

síða 17


Dvergarnir

ÁLFUR, PURKUR, TEITUR og NAGGUR

eru framleiddir úr C45 (Mpa) steinsteypu. Í toppi Álfs, Purks og Teits er innsteypt 16mm heitgalvanhúðuð múrhulsa sem tengist öflugri 8mm járnagrind sem þeir eru styrktir með. Ofan á stólpann er hægt að festa ýmsar tegundir af sérhönnuðum festingajárnum með 16mm bolta eða snittteini sem passar í innsteyptu múrhulsuna í toppi hans.

Vörunúmer - D030 Dvergurinn ÁLFUR Álfur hentar vel sem undirstaða undir sólpalla þar sem skipt hefur verið um jarðveg og hann frostfrír. Stólpanum er komið fyrir ofan á fyllingu eða hann grafinn niður.

þyngd:

togþyngd:

hæð:

toppur:

botn:

á bretti:

30kg

70kg

30cm

15x15cm

30x30cm

6stk

Vörunúmer - D060 Dvergurinn PURKUR Purkur hentar vel sem undirstaða undir sólpalla og skilti margskonar og er grafinn niður í frostfría fyllingu.

síða 18

þyngd:

togþyngd:

hæð:

toppur:

botn:

á bretti:

50kg

300kg

60cm

15x15cm

30x30cm

6stk


Vörunúmer - D080 Dvergurinn TEITUR Teitur hentar vel sem undirstaða undir sólpalla og er grafinn niður í frostfría fyllingu. Stólpinn hentar einnig vel sem undirstaða fyrir grindverk og/ eða girðingu og sem undirstaða undir smáhýsi.

þyngd:

togþyngd:

hæð:

toppur:

botn

á bretti:

65kg

600kg

80cm

15x15cm

30x30cm

6stk

Í toppi Naggs er innsteypt 20mm heitgalvanhúðuð múrhulsa sem tengist öflugri 10mm járnagrind sem hann er styrktur með. Ofan á Nagg er hægt að tengja sérsmíðaðan 5mm þykkan Bjálkaskó eða Vinkil með 20mm Snittteini.

Vörunúmer – D120 KRAFT Dvergurinn NAGGUR Naggur er sérstaklega hannaður sem undirstaða/burðareining undir sumarhús og mannvirki þar sem krafist er nægjanlegs styrks samkvæmt kröfum í byggingareglugerð. Naggur er grafinn niður í frostfría fyllingu og þjappað að honum.

þyngd:

togþyngd:

hæð:

toppur:

botn

á bretti:

185kg

2.100kg

120cm

20x20cm

40x40cm

2stk síða 19


Dvergarnir

ÁLFUR plús+, PURKUR plús+, TEITUR plús+ og NAGGUR plús+

eru framleiddir úr C45 (Mpa) steinsteypu. Í toppi Álfs+, Purks+ og Teits+ er innsteypt 16mm heitgalvanhúðuð múrhulsa sem tengist öflugri 8mm járnagrind sem þeir eru styrktir með. Ofan á stólpann er hægt að festa ýmsar tegundir af sérhönnuðum festingajárnum með 16mm bolta eða snittteini sem passar í innsteyptu múrhulsuna í toppi hans.

Vörunúmer - D031 Dvergurinn ÁLFUR plús+ Álfur plús+ hentar vel sem stólpi ofanjarðar vegna stöðugleika hans og passar vel sem undirstaða undir sólpalla þar sem skipt hefur verið um jarðveg og hann frostfrír eða til afmörkunar á svæðum og undir skilti hverskonar.

þyngd:

togþyngd:

hæð:

toppur:

mittismál:

botn:

á bretti:

80kg

300kg

40cm

15x15cm

30x30cm

50x50cm

2stk

Vörunúmer - D061 Dvergurinn PURKUR plús+ Purkurplús+ hentar vel sem stólpi ofanjarðar vegna stöðugleika hans og passar vel fyrir afmörkun á svæðum eða undir skilti hverskonar. Stólpinn hentar einnig vel sem undirstaða fyrir grindverk og/eða girðingu og sem undirstaða undir smáhýsi.

síða 20

þyngd:

togþyngd:

hæð:

toppur:

mittismál:

botn:

á bretti:

100kg

800kg

70cm

15x15cm

30x30cm

50x50cm

2stk


þyngd:

togþyngd:

hæð:

toppur:

mittismál:

botn:

á bretti:

115kg

1.300kg

90cm

15x15cm

30x30cm

50x50cm

2stk

Vörunúmer - D081 Dvergurinn TEITUR plús+ Teitur plús+ hentar vel sem stólpi ofanjarðar vegna stöðugleika hans og passar vel fyrir afmörkun á svæðum eða undir skilti hverskonar. Stólpinn hentar einnig vel sem undirstaða fyrir grindverk og/eða girðingu og sem undirstaða undir smáhýsi.

Í toppi Naggs plús+ er innsteypt 20mm heitgalvanhúðuð múrhulsa sem tengist öflugri 10mm járnagrind sem hann er styrktur með. Ofan á Nagg plús+ er hægt að tengja sérsmíðaðan 5mm þykkan Bjálkaskó eða Vinkil með 20mm Snittteini.

Vörunúmer – D121 KRAFT - Dvergurinn NAGGUR plús+ Naggur plús+ er sérstaklega hannaður sem undirstaða/ burðareining undir sumarhús og mannvirki þar sem krafist er nægjanlegs styrks samkvæmt kröfum í byggingareglugerð. Naggur plús+ er grafinn niður í frostfría fyllingu og þjappað að honum. Naggur plús+ hentar vel sem stólpi ofanjarðar vegna stöðugleika hans og passar vel fyrir afmörkun á svæðum.

þyngd:

togþyngd:

hæð:

toppur:

mittismál:

botn:

á bretti:

285kg

3.800 kg

135cm

20x20cm

40x40cm

60x60cm

1stk síða 21


Dvergarnir

HNERRIR, DRAUPNIR, ÞJARKUR, DURGUR, JÖTUNN & JÖTUNN plús+ eru framleiddir úr C45 (Mpa) steinsteypu.

Þetta eru sterkir og massífir stólpar og undirstöður, þar sem mest áhersla er lögð á þyngd og öflugar festingar. Hönnun undirstaðanna miðast við mismunandi þarfir og nýtingarmöguleika þar sem eigin þyngd þeirra er nauðsynleg til að standast kröfur um festu.

16mm innsteyptar heitgalvanhúðaðar múrhulsur í toppi undirstaðanna gefur möguleika á hæðar- og stefnustillingum með 16mm snittteinum í mismunandi lengdum og er festing fyrir ýmsar tegundir af heitgalvanhúðuðum festingajárnum og tengistykkjum. Í hverri undirstöðu og stólpa eru, auk stálgrindar, nokkrar tvöfaldar 300mm járnalykkjur sem auka styrk stólpanna og tengjast innsteyptu múrhulsunum sem eru í toppi þeirra. Þetta tryggir örugga boltafestingu þeirra hluta sem festir eru á stólpana, allt eftir þörfum og aðstæðum hverju sinni.

Þessi “EIFFELTURN” er samsettur úr Dvergunum JÖTNI, HNERRI og NAGG

Vörunúmer - S041 Dvergurinn HNERRIR 15 Hnerrir hentar vel sem undirstaða ofanjarðar og passar vel sem undirstaða undir sólpallinn ofan á frostfría fyllingu eða til festingar á hverju sem er t.d. hjólagrindum, ruslagrindum ofl. Einnig passar einingin sem hækkun ofan á Dvergana Draupnir, Þjark, Durg og Jötunn og festist i gegnum boltagötin. 1stk 16mm múrhulsa er í toppi Hnerris. Bil á milli 16mm gata í hornum er c/c 220mm.

síða 22

þyngd:

togþyngd:

hæð:

toppur:

botn:

á bretti:

60kg

60kg

15cm

40x40cm

40x40cm

8stk


Vörunúmer – S043 Dvergurinn DRAUPNIR 30 Draupnir er alhliða undirstaða undir skilti, smáhýsi og hvað sem er. Dvergurinn hentar líka sem stólpi ofanjarðar vegna stórs grunnflatar hans. 5stk 16mm múrhulsur eru í toppi Draupnis. Bil á milli 16mm múrhulsna í hornum er c/c 220mm.

þyngd:

togþyngd:

hæð:

toppur:

botn:

á bretti:

145kg

250kg

30cm

40x40cm

55x55cm

2stk

Vörunúmer – S044 Dvergurinn ÞJARKUR 40 Þjarkur er alhliða undirstaða undir skilti, smáhýsi og hvað sem er. Dvergurinn hentar líka sem stólpi ofanjarðar vegna stórs grunnflatar hans. 5stk 16mm múrhulsur eru í toppi Þjarks. Bil á milli 16mm múrhulsna í hornum er c/c 220mm.

þyngd:

togþyngd:

hæð:

toppur:

botn:

á bretti:

210kg

400kg

40cm

40x40cm

60x60cm

1stk

Vörunúmer - S045 Dvergurinn DURGUR 50 Durgur er alhliða undirstaða undir skilti, smáhýsi og hvað sem er. Dvergurinn hentar líka sem stólpi ofanjarðar vegna stórs grunnflatar hans. 5stk 16mm múrhulsur eru í toppi Durgs. Bil á milli 16mm múrhulsna í hornum er c/c 220mm.

þyngd:

togþyngd:

hæð:

toppur:

botn:

á bretti:

290kg

700kg

50cm

40x40cm

65x65cm

1stk síða 23


Vörunúmer - S046 Dvergurinn JÖTUNN 60 Jötunn er alhliða undirstaða undir skilti, smáhýsi og hvað sem er. Dvergurinn hentar líka sem stólpi ofanjarðar vegna stórs grunnflatar hans. 5stk 16mm múrhulsur eru í toppi Jötuns. Bil á milli múrhulsana í hornum er c/c 220mm.

þyngd:

togþyngd:

hæð:

toppur:

botn:

á bretti:

370kg

1.000kg

60cm

40x40cm

70x70cm

1stk

NÝTT Vörunúmer - S046 Dvergurinn JÖTUNN 60 plús+ Jötunn plús+ alhliða undirstaða undir stór skilti, stórar flaggstangir, gáma, smáhýsi og hvað annað sem er. Dvergurinn hentar vel sem stólpi ofanjarðar vegna stórs botnflatar. 5stk 16mm múrhulsur eru í toppi Jötuns plús. Bil á milli múrhulsana í hornum er c/c 220mm.

5

síða 24

694230

156276

þyngd:

togþyngd:

hæð:

toppur:

botn:

á bretti:

730kg

2.850kg

75cm

40x40cm

100x100cm

1stk


Skiltasteinar Sterkir steinar með góðri járnagrind og henta allstaðar þar sem þörf er á öflugum skiltaundirstöðum.

NÝTT Vörunúmer – D035 Dvergurinn GLÁMUR Glámur er sérhannaður skiltasteinn sem passar fyrir 2” skiltarör. Í gegnum Glám gengur öflugt 500x6,4mm heitgalvanhúðað rör. 3 boltar M16x16mm HDG festa skiltarörið í Glám. Glámur þolir sérstaklega vel mikið álagsþol sem skiltaundirstaða fyrir ýmsar tegundir skilta s.s umferðarskilti og upplýsingaskilti. Glámur er grafinn niður og vel þjappað að honum. þyngd:

togþyngd:

hæð:

toppur:

botn:

á bretti:

65kg

255kg

35cm

18x18cm

40x40cm

4stk

5

694230

156221

NÝTT Vörunúmer – D036 Dvergurinn GLÁMUR plús+ Glámur plús+ er sérhannaður skiltasteinn sem passar fyrir 2½” skiltarör. Í gegnum Glám plús+ gengur öflugt 750x4,5mm heitgalvanhúðað rör. Í toppi rörsins er krans 75x6,3mm fyrir 4 bolta M16x16mm HDG til að festa skiltarörið. Glámur plús+ þolir sérstaklega vel mikið álagsþol sem skiltaundirstaða fyrir ýmsar tegundir skilta s.s umferðarskilti og upplýsingaskilti. Glámur plús+ er grafinn niður og vel þjappað að honum.

þyngd:

togþyngd:

hæð:

toppur:

botn:

á bretti:

185kg

875kg

60cm

25x25cm

50x50cm

2stk síða 25


Fyrir sveitarfélög - opinberar stofnanir og fyrirtæki Íslandshús framleiðir ýmsar sérlausnir sem henta vel sérþörfum sveitarfélaga, stofnana og fyrirtækja. Lausnir þessar og vöruhönnun verða oft til í samvinnu við notendur þar sem Íslandshús útfærir óskir þeirra yfir í forsteyptar lausnir. Vörur þessar eru ávallt til á lager og afhendast með stuttum fyrirvara.

NÝTT Vörunúmer - S030 Fargsteinn Fargsteinninn er sérhannaður steinn til að fergja fánaborgaramma. Handföng úr ryðfríu stáli eru innsteypt í steininn. Í toppi hans eru ryðfrí stöflunarjárn til að auðvelda stöflun hans. Raufarnar undir Fargsteininum eru til að steinninn setjist ofan á rammann/standinn sem er undir fánaborgaruppistöðunum. Þannig er líka hægt að stafla steininum ofan á hvern annan til að auka fargið á fánaborgarstandinum. Undir Fargsteininum eru 2 gúmmírendur til að draga úr hættu á broti þegar steinunum er staflað saman. þyngd:

hæð:

toppur:

botn:

á bretti:

28kg

170cm

18x38cm

20x40cm

12stk

Vörunúmer – S050 STEINI 50 Steini er framleiddur með járnalykkjum sem tengjast heitgalvanhúðuðum 16mm múrhulsum í toppi hans. Múrhulsurnar eru fimm, ein við hvert horn hans og ein í miðju. Stólpinn hentar vel sem undirstaða undir skúrbyggingar og skiltii. Steini er grafinn niður eða látinn standa frír ofan á jarðvegi. Sérhannaðar Fánaborgir 3ja - og 5 stanga passa ofan á Steina 50 og festast með fjórum M16x30 HDG boltum.

síða 26

þyngd:

togþyngd:

hæð:

toppur:

botn:

á bretti:

320kg

730kg

50cm

50x50cm

55x55cm

2stk


Umferðar lausnir

Nú er líka hægt að fá Eyjuna merkta með prentuðu logomerki á ryðfrírri plötu.

Vörunúmer - EY090 SÓLEY SKILTAEYJA er framleidd úr C45 (Mpa) steinsteypu. Sóley er meðfærileg umferðareyja sem hentar vel til að afmarka hraðalækkun innanbæjar með því að setja tvær eyjur sitthvoru megin á götuna og þrengja þannig aksturslínu og hægja á umferð. Í eyjunni eru innsteyptar 7stk 16mm heitgalvanhúðaðar múrhulsur sem tengjast tvöfaldri K189/6mm járnagrind í eyjunum. Á eyjuna passar Skiltaboginn, en einnig er auðvelt að festa skilti á eyjuna með öðrum skiltaundirstöðum t.d. 1½” eða 2” röri og röraskó sem má festa í hverja sem er af 7 múrhulsum í toppi eyjunnar. SÓLEY hentar líka fyrir margskonar aðrar umferðarmerkingar og leiðbeiningaskilti. Hægt er að fá innsteypt logo/bæjarmerki í sitthvorn endann á eyjunni. Eyjan er afhent máluð.

Sóley lengd:

breidd:

hæð:

tengimúffur:

hífilykkjur:

þyngd:

1800mm

900mm

140mm

7stk M16

2stk YF050

460kg síða 27


Vörunúmer - EY080

BORGAREY - er forsteypt umferðareyja sem auðvelt er að meðhöndla. Eyjan er staðsett ofan á malbikaðar götur annað hvort öðru megin eða beggja vegna á akbrautinni til að þrengja götuna með það að markmiði að draga úr umferðarhraða. Í eyjuna eru innsteyptar 7stk 16mm heitgalvanhúðaðar múrhulsur sem tengjast tvöfaldri K189/6mm járnagrind í eyjunum. Á eyjuna passar Skiltaboginn, en einnig er auðvelt að festa skilti á eyjuna með öðrum skiltaundirstöðum t.d. 1½” eða 2” röri og röraskó sem má festa í hverja sem er af 7 múrhulsum í toppi eyjunnar. BORGAREY hentar líka fyrir margskonar aðrar umferðarmerkingar og leiðbeiningaskilti. Hægt er að fá logo/bæjarmerki fest ofan á sitthvorn endann á eyjunni. Eyjan er afhent máluð.

BORGAREY SKILTAEYJA er framleidd úr C45 (Mpa) steinsteypu.

SKILTABOGI, RÖR, SKILTAFESTINGAR og allir tengihlutir eru til á lager hjá Íslandshúsum ehf. Íslandshús útvegar líka skiltin.

Umferðareyja uppsett með skiltaboga og umferðarmerkjum.

tofan

leyfas

Einka

nd

arver Hönnun

stærri eyja

Borgarey

síða 28

lengd:

breidd:

hæð:

tengimúffur:

hífilykkjur:

þyngd:

2400mm

1200mm

200mm

7stk M16

2stk YF050

1.080kg


FAGUREY - er forsteypt umferðareyja sem auðvelt er að meðhöndla. Eyjan er staðsett ofan á malbikaðar götur annað hvort öðru megin, miðsvæðis eða beggja vegna við gangbrautir. Eyjan getur líka verið endi á graseyju sem aðskilur akbrautir. Í eyjuna eru innsteyptar 4stk 16mm heitgalvanhúðaðar múrhulsur sem tengjast tvöfaldri K189/6mm járnagrind í eyjunum. Á eyjuna passar Skiltaboginn, en einnig er auðvelt að festa skilti á eyjuna með öðrum skiltaundirstöðum t.d. 1½” eða 2” röri og röraskó sem má festa í hverja sem er af 4 múrhulsum í toppi eyjunnar.

Vörunúmer - EY081 FAGUREY ½ SKILTAEYJA er framleidd úr C45 (Mpa) steinsteypu.

2 stk ½ umferðareyjur uppsettar við gangbraut með gangbrautarmerki.

Hægt er að fá logo/bæjarmerki fest ofan á sitthvorn endann á eyjunni. Eyjan er afhent máluð.

stærri eyja ½

Fagurey lengd:

breidd:

hæð:

tengimúffur:

hífilykkjur:

þyngd:

1200mm

1200mm

200mm

4stk M16

2stk YF050

530kg síða 29


Umferðastýringar & Öryggisstólpar

Vörunúmer - EY082 BORGARHÓLMI KANTSTEINN

Borgarhólmi

Ofan á kantsteininn eru innsteyptar M16 heitgalvanhúðaðar múrhulsur, þar sem hægt er að festa skilti á 1½” eða 2” rör með Röraskóm. Einnig passar steinninn fyrir sérhannaðan 1½” Röraboga fyrir skilti. Borgarhólmi er afhentur málaður.

lengd:

breidd:

hæð:

tengimúffur:

þyngd:

2400mm

350mm

220mm

5stk M16

360kg

Vörunúmer - EY083 LANGHÓLMI KANTSTEINN

Langhólmi

síða 30

Ofan á kantsteininn eru innsteyptar M16 heitgalvanhúðaðar múrhulsur, þar sem hægt er að festa skilti á 1½” eða 2” rör með Röraskóm. Einnig passar steinninn fyrir sérhannaðan 1½” Röraboga fyrir skilti. Langhólmi er afhentur málaður. lengd:

breidd:

hæð:

tengimúffur:

þyngd:

1800mm

260mm

160mm

5stk M16

125kg


Vörunúmer – Ö0001

Njörvi

NJÖRVI - ÖRYGGISUNDIRSTAÐA Öflug undirstaða undir færanlegar öryggisgirðingar. Njörvi er framleiddur úr C45 (Mpa) steinsteypu með öfluga 10mm járnagrind. Í toppi Njörva eru M16 og M12 innsteyptar múrhulsur til að festa stoðir fyrir öryggisnet eða rör og staura eftir þörfum hverju sinni. Auðvelt er að meðhöndla stólpann með lyftara eða hífa hann upp með 2stk Ø20mm hífilykkjum sitthvoru megin í hliðum stólpans.

lengd:

breidd:

hæð:

þyngd:

múrhulsur:

múrhulsur:

2400mm

650mm

530mm

1.260kg

5stk M16

8stk M12

Járnagrindin í NJÖRVA & NJÖRVA plús+ Vörunúmer – Ö0002

Njörvi Plús+

NJÖRVI PLÚS+ ÖRYGGISUNDIRSTAÐA

NÝTT

Öflugur stólpi sem árekstrarvörn til að verja mannvirki og gangandi fólk. Hann hentar vel sem undirstaða undir Vindbrjót og Öryggisgirðingar. Stólpinn er hentugur til skyndilokana á vegum og aksturstakmarkana. Njörvi plús+ er framleiddur úr C45 (Mpa) steinsteypu með mjög öfluga 10mm járnagrind. Í toppi Njörva plús+ eru M16 og M12 innsteyptar múrhulsur til að festa stoðir fyrir öryggisnet eða rör og staura eftir þörfum hverju sinni. lengd:

breidd:

hæð:

þyngd:

múrhulsur:

múrhulsur:

2400mm

800mm

620mm

1.980kg

5stk M16

8stk M12 síða 31


Tengistykkin Ýmsar útfærslur af tengijárnum er hægt að skrúfa ofan á stólpana í múrhulsuna sem steypt er í topp stólpanna, auk þess gefur það möguleika á hæðar- og stefnustillingum með 16mm snittteinum í mismunandi lengdum. Tengijárnin eru sérhönnuð fyrir Dvergana og íslenskar aðstæður, þau eru smíðuð úr 3-5mm heitgalvanhúðuðu “HDG” stáli, öflug, sterk og passa fyrir timburstærðirnar sem eru á markaðnum. Stauraskórnir eru með stansaðan botn svo hann verður íhvolfur til þess að hliðar tengistykkisins hvíli traust ofan á Dvergtoppunum. Röraskórnir eru úr öðrum þykktum, en með sama hætti á stansaðri botnplötu svo þeir hvíli traustir ofan á toppi Dverganna.

Vörunúmer – DF017 STAURASKÓR 95 HDG. Stauraskórinn er skrúfaður fastur ofan á Dvergana með Bolta M16x50. Í botni skósins eru einnig fjögur göt fyrir skrúfur svo auðvelt sé að skrúfa skóinn ofan á timburundirstöður eða trépall. Tréstaurinn er festur i skóinn með Boltum M10x110. Stauraskórinn er sérhannaður og passar vel fyrir 95x95mm tréstaura og tryggir stöðugleika girðingarinnar/grindverksins án sérstakrar afstífingar. 1.630gr.

breidd:

lengd:

hæð:

botn:

tengibolti:

festiboltar:

95mm

95mm

150mm.

íhvolfur

2stk DF021

2stk DF028

Vörunúmer – DF015 STAURASKÓR 95 teg: A /+45 HDG.

1.800gr.

síða 32

Á einni hlið skósins eru fastsoðin eyru fyrir 45mm bjálka sem gæti t.d. verið undirbygging undir sólpall. Stauraskórinn er skrúfaður fastur ofan á Dvergana með Bolta M16x40 og staurinn/dregarinn með M10x110 og M10x60 Boltum. Í botni skósins eru einnig fjögur göt fyrir skrúfur svo auðvelt sé að skrúfa skóinn ofan á timburundirstöður eða trépall. Stauraskórinn passar vel fyrir 95x95mm tréstaura og tryggir stöðugleika girðingarinnar/grindverksins án sérstakrar afstífingar.

breidd:

lengd:

hæð:

botn:

95mm

95mm

130mm

íhvolfur

tengibolti:

festiboltar:

festiboltar:

1stk DF025 2stk DF028 1stk DF027


Vörunúmer – DF018 STAURASKÓR 95 teg: L /+45 +45 HDG. Á tveimur hliðum skósins eru fastsoðin eyru fyrir 2x45mm bjálka sem gætu t.d. verið undirbygging undir sólpall. Stauraskórinn er skrúfaður fastur ofan á Dvergana með Bolta M16x50 og staurinn/dregarinn með M10x110 og M10x60 Boltum. Í botni skósins eru einnig fjögur göt fyrir skrúfur svo auðvelt sé að skrúfa skóinn ofan á timburundirstöður eða trépall. Stauraskórinn passar vel fyrir 95x95mm tréstaura og tryggir stöðugleika girðingarinnar/grindverksins án sérstakrar afstífingar. breidd:

lengd:

hæð:

botn:

tengibolti:

95mm

95mm

150mm

íhvolfur

DF021

festiboltar:

2.360gr.

festiboltar:

2stk DF028 2stk DF027

Vörunúmer – DF019 STAURASKÓR 95 teg: I /+45 +45 HDG. Á tveimur hliðum skósins eru fastsoðin eyru fyrir 2x45mm bjálka sem gætu t.d. verið undirbygging undir sólpall. Stauraskórinn er skrúfaður fastur ofan á Dvergana með Bolta M16x50 og staurinn/dregarinn með M10x110 og M10x60 Boltum. Í botni skósins eru einnig fjögur göt fyrir skrúfur svo auðvelt sé að skrúfa skóinn ofan á timburundirstöður eða trépall. Stauraskórinn passar vel fyrir 95x95mm tréstaura og tryggir stöðugleika girðingarinnar/grindverksins án sérstakrar afstífingar.

2.360gr.

breidd:

lengd:

hæð:

botn:

tengibolti:

festiboltar:

festiboltar:

95mm

95mm

150mm

íhvolfur

DF021

2stk DF028

2stk DF027

Vörunúmer – DF009 STAURASKÓR 95 teg: T /+45 +45 +45 HDG. Á þremur hliðum skósins eru fastsoðin eyru fyrir 2x45mm bjálka sem gætu t.d. verið undirbygging undir sólpall. Stauraskórinn er skrúfaður fastur ofan á Dvergana með Bolta M16x50 og staurinn/dregarinn með M10x110 og M10x60 Boltum. Í botni skósins eru einnig fjögur göt fyrir skrúfur svo auðvelt sé að skrúfa skóinn ofan á timburundirstöður eða trépall. Stauraskórinn passar vel fyrir 95x95mm tréstaura og tryggir stöðugleika girðingarinnar/grindverksins án sérstakrar afstífingar.

2.500gr.

breidd:

lengd:

hæð:

botn:

tengibolti:

festiboltar:

festiboltar:

95mm

95mm

150mm

íhvolfur

DF021

2stk DF028

3stk DF027 síða 33


Sérstærð

Vörunúmer – DF032 STAURASKÓR 90 HDG.

Stauraskórinn er skrúfaður fastur ofan á Dvergana með Bolta M16x40. Í botni skósins eru einnig fjögur göt fyrir skrúfur svo auðvelt sé að skrúfa skóinn ofan á timburundirstöður eða trépall. Tréstaurinn er festur i skóinn með Bolta M10x110. Stauraskórinn passar vel fyrir 90x90mm tréstaura og tryggir stöðugleika girðingarinnar/grindverksins án sérstakrar afstífingar. 1.500gr.

breidd:

lengd:

hæð:

botn:

tengibolti:

festiboltar:

90mm

90mm

150mm

íhvolfur

DF025

2stk DF028

Sérstærð

Vörunúmer – DF033 STAURASKÓR 90 teg. A /+45 HDG.

Á einni hlið skósins eru fastsoðin eyru fyrir 45mm bjálka sem gæti t.d. verið undirbygging undir sólpall. Stauraskórinn er skrúfaður fastur ofan á Dvergana með Bolta 16x40. Í botni skósins eru einnig fjögur göt fyrir skrúfur svo auðvelt sé að skrúfa skóinn ofan á timburundirstöður eða trépall. Stauraskórinn passar vel fyrir 90x90mm tréstaura og tryggir stöðugleika girðingarinnar/grindverksins án sérstakrar afstífingar. 1.830gr.

breidd:

lengd:

hæð:

botn:

tengibolti

festiboltar:

festiboltar:

90mm

90mm

150mm

íhvolfur

DF025

2stk DF028

1stk DF027

Vörunúmer – DF013 VINKILSKÓR HDG. Alhliða vinkill með hlið sem á eru göt fyrir skrúfur og bolta til festingar. Undir botn Vinkilsins er soðin 16mm ró sem passar fyrir Snitttein sem skrúfast í topp Dverganna, þá er hægt að hæða- og stefnustilla Vinkilinn svo hann passi í lárétta stöðu bjálkans sem í hann verður festur. Vinkillinn passar vel fyrir allar stærðir bjálka/undirstöðu undir sólpalla og aðrar undirstöðugrindur. 465gr.

síða 34

hæð:

breidd:

botn:

botnfesting:

tengiteinn:

festiboltar:

120mm

95mm

60mm

M16 Ró

snittteinar DF001-005

2stk DF027


Vörunúmer – DF011 BJÁLKASKÓR 45 HDG. Undir botn Bjálkaskósins er soðin 16mm ró sem passar fyrir Snitttein sem skrúfast í topp Dverganna, þá er hægt að hæða- og stefnustilla Bjálkaskóinn svo hann passi í lárétta stöðu bjálkans/ dregarans sem í hann verður festur. Á hliðum Bjálkaskósins eru göt fyrir skrúfur og bolta til festingar. Bjálkaskórinn passar vel fyrir 45x145mm bjálka/undirstöður undir sólpalla og aðrar undirstöðugrindur. 700gr.

breidd:

lengd:

hæð:

botn:

tengiteinn:

festiboltar:

45mm

95mm

120mm

M16 Ró

snittteinar DF001-005

1stk DF027

Vörunúmer – DF012 BJÁLKASKÓR 95 HDG. Undir botn Bjálkaskósins er soðin 16mm ró sem passar fyrir Snitttein sem skrúfast í topp Dverganna, þá er hægt að hæða- og stefnustilla Bjálkaskóinn svo hann passi í lárétta stöðu bjálkans/ dregarans sem í hann verður festur. Á hliðum Bjálkaskósins eru göt fyrir skrúfur og bolta til festingar. Bjálkaskórinn passar vel fyrir 2x45x145mm bjálka/undirstöður undir sólpalla og aðrar undirstöðugrindur.v 830gr.

breidd:

lengd:

95mm

95mm

hæð:

botn:

120mm M16 Ró

tengiteinn:

festiboltar:

snittteinar DF001-005

1stk DF028

Vörunúmer – DF034 STAURA ANKER 95 HDG. Staura ankerið er skrúfað fast ofan á Dvergana með Bolta M16x50. Söguð er 6mm rás upp í neðri endann á 95x95 tréstaur sem er smeygt á staura ankerið og staurinn boltaður á tengistykkið með 2x Bolta M10x110. Staura ankerið er sérhannað og passar vel fyrir 95x95mm tréstaura, en er ætlað fyrir lágar girðingar þar sem afstífing er tryggð. 2.360gr.

breidd:

lengd:

hæð:

botn:

tengibolti:

festiboltar:

95mm

95mm

150mm

íhvolfur

1stk DF021

2stk DF027

síða 35


Meiri styrkur

Vörunúmer – DF042 RÖRASKÓR 2“ XTRA HDG.

Rörahólkur með öflugum fæti og 2stk 12mm festiboltum til festingar á 2” röri. Röraskórinn er skrúfaður fastur ofan á Dvergana með Bolta M16x50. Röraskórinn passar vel fyrir 2“ galvanhúðað járnrör og er nægjanlega stöðugur til að tryggja stöðugleika girðingarinnar/grindverksins án sérstakrar afstífingar. Röraskórinn hentar sérstaklega vel fyrir skiltaundirstöður af ýmsum tegundum s.s umferðarskilti og upplýsingaskilti með mikið álagsþol. 2.400gr.

rör:

fótur

hæð:

botn:

tengibolti:

festiboltar:

6,3mm

6mm

120mm

íhvolfur

DF021

2stk 12mm

Vörunúmer – DF039 RÖRASKÓR 1½“ HDG. Rörahólkur með 2stk 12mm festiboltum til festingar á 1½” röri. Röraskórinn er skrúfaður fastur ofan á Dvergana með Bolta M16x40. Röraskórinn passar vel fyrir 1½“ galvanhúðað járnrör og er nægjanlega stöðugur til að tryggja stöðugleika skiltisins, girðingarinnar eða grindverksins án sérstakrar afstífingar. Röraskórinn hentar sérstaklega vel fyrir skiltaundirstöður af ýmsum tegundum s.s. Skiltaboga, umferðarskilti og upplýsingaskilti. 1.100gr.

rör:

fótur:

hæð:

botn:

tengibolti:

festiboltar:

4,5mm

5mm

120mm

íhvolfur

DF025 / DF026

2stk 12mm

Vörunúmer – DF050 PRÓFÍLSKÓR 50 HDG. Prófíll með 2stk 12mm festiboltum til festingar á 50x50mm prófíl. Prófílskórinn er skrúfaður fastur ofan á Dvergana með Bolta M16x40. Prófílskórinn passar vel fyrir 50x50mm galvanhúðað prófílrör og er nægjanlega stöðugur til að tryggja stífni girðingarinnar/grindverksins án sérstakrar afstífingar. Prófílskórinn hentar einnig vel fyrir snúrustaura sem fáanlegir eru hjá Íslandshúsum (sérpöntun með fyrirvara). 1.120gr.

síða 36

prófill:

fótur:

hæð:

botn:

tengibolti:

festiboltar:

4mm

5mm

120mm

íhvolfur

1stk DF025

2stk 12mm


Vörunúmer – DF014 PLATTI 120 HDG. Plata sem á eru göt fyrir skrúfur og bolta til festingar. Undir Plattanum er soðin 16mm ró sem passar fyrir Snitttein sem skrúfast í topp Dverganna, þá er hægt að hæða- og stefnustilla Plattann svo hann passi í lárétta stöðu hlutarins sem á hann verður festur. Plattinn passar vel til festingar timburs, bjálka eða annarra hluta ofan á Dvergana, t.d. bekki og borðplötu. 490gr.

breidd:

lengd:

þykkt:

botnfesting:

tengiteinn:

120mm

120mm

4mm

M16 Ró

snittteinar DF001-005

Vörunúmer – DF010 VINKILL HDG. Vinkill sem á eru göt fyrir skrúfur og bolta til festingar. Alhliða vinkill fyrir tengingar á timbri í burðargrind undir sólpalla og aðrar undirstöðugrindur. Vinkillinn er sterkur og heitgalvanhúðaður.

400gr.

hæð:

lengd:

breidd:

festiboltar:

120mm.

95mm.

95mm

DF027

Vörunúmer – YF024 STÁLPLATTI HDG undir Röra- & Stauraskó. Plattinn er til að leggja undir Röraskó eða Stauraskó ofan á toppi Dverganna til þess að varna því að þeir geti grafið sig niður í steypuhulsuna og losað þannig um herslu á tengistykkinu. Það er einungis þörf á þessari lausn þegar mikið vindálag og titringur virkar á hlutinn sem festur er við Dvergana. 600gr.

breidd:

lengd:

þykkt:

festiboltar:

140mm

140mm

4mm

DF021 síða 37


Við framleiðum líka lausnir fyrir þá sem vilja steypa sjálfir Vörunúmer – DF008 STEYPUMÚFFA M16 HDG MEÐ STEYPUTEINI.

350gr.

16mm skrúfmúffa með 8mm steypustyrktarjárni 2x30cm löngu. Steypumúffan er stillt af og lögð í steypu sem steypt er á staðnum, t.d. þegar verið er að reisa jarðveggi á lóðarskilum eða steyptar gangstéttir og staðsteypta stólpa undir sólpalla og girðingar/grindverk. Þá er mögulegt að nýta allar tegundir tengistykkjanna ofan á staðsteypt mannvirki. steypumúffa:

steypujárn:

M16

8mm / 2x30cm

Vörunúmer – EY009 REKNAGLI HDG. Naglinn er ætlaður til að festa niður í malbik, kantsteinana Borgarhólma og Langhólma. Naglinn er rekinn niður í gegnum göt sem eru á steinunum og niður í malbikið undir þeim. Þannig dregur hann úr möguleikum á hliðarfærslu kantsteinanna. 850gr.

haus:

teinn:

lengd:

40X24mm

Ø20mm

300-400mm

Hjálpin Vörunúmer – V001 HJÁLP - LYFTISTÖNG 90. Sérsmíðuð lyftistöng á 16mm snittteini sem passar í topp Dverganna. Stoppró er á teininum til að stjórna betur afstöðu/snúningi Dvergsins þegar lyftistöngin er notuð. Stöngin er skrúfuð í topp Dverganna og hentar vel fyrir tvær manneskjur til að bera Dvergana á milli sín og færa þá til. 1.500gr.

síða 38

lengd:

þvermál:

snittteinn:

stoppró:

900mm

Ø22mm

100x16mm

M16


Vörunúmer - SF060 FÁNABORG 3ja stanga HDG. Fánaborgin passar fyrir 50mm fánastangarör. Ál- eða stálrörunum er stungið ofan í 3 stk 60cm hólka og ganga þau 30cm niður í þá. Á hólkana er festur endurskinsborði til að gera hólkana sýnilegri, þá fylgja einnig rauð plastlok til að loka hólkunum þegar borgin er ekki í notkun. Fánaborgin passar ofan á Steina 50 vörunr. S050, sem er grafinn niður þannig að aðeins standi upp úr 30cm af hólkunum og verður fánaborginni með undirstöðueiningu þannig varanlega komið fyrir. Einnig er hægt að skrúfa borgina beint ofan á gangstétt eða aðra örugga festu. botnplata:

hólkar:

hæð:

festiboltar:

þyngd:

43x43cm

2” rör

600mm

4stk M16x30mm

22kg

Vörunúmer - SF061 FÁNABORG 5 stanga HDG. Fánaborgin passar fyrir 50mm fánastangarör. Ál- eða stálrörunum er stungið ofan í 5 stk 60cm hólka og ganga þau 30cm niður í þá. Á hólkana er festur endurskinsborði til að gera hólkana sýnilegri, þá fylgja einnig rauð plastlok til að loka hólkunum þegar borgin er ekki í notkun. Fánaborgin passar ofan á Steina 50 vörunr. S050 sem er grafinn niður þannig að aðeins standi upp úr 30cm af hólkunum og verður fánaborginni með undirstöðueiningu þannig varanlega komið fyrir. Einnig er hægt að skrúfa borgina beint ofan á gangstétt eða aðra örugga festu.

botnplata:

hólkar:

hæð:

festiboltar:

þyngd:

43x43cm

2” rör

600mm

4stk M16x30mm

26kg síða 39


KRAFT

- Tengistykkin KRAFT tengistykki Dverganna eru smíðuð úr 5mm þykku stáli og heitgalvanhúðuð “HDG”. Tengistykkin eru stærri og öflugri en venjuleg tengistykki Dverganna, þau eru sérstaklega hönnuð með styrk í huga til að takast á við stærri verkefni. Undir tengistykkjunum er langró svo auðvelt sé að stilla hæð tengistykkjana með M20 Snittteinum. Tengistykkin eru sérframleidd fyrir Dvergana

NAGGUR OG NAGGUR plús+

sem eru sérstaklega hannaðir sem undirstaða/burðareining undir sumarhús og mannvirki þar sem krafist er nægjanlegs styrks samkvæmt stöðlum og kröfum í byggingareglugerð.

Vörunúmer – DF006 SNITTTEINN KRAFT M20 150 HDG m/spori.

300gr.

20mm snittteinn, 15cm langur. Snittteinninn er tengi- og stillistykki á milli Dvergsins Naggur og tengistykkisins ofan á honum. Með teininum er bæði hægt að stilla hæð festistykkisins og stefnu þess fyrir timbrið eða það efni sem festa á. Í teininn er stansað spor fyrir 17mm lykil til herslu.

Vörunúmer – DF038 VINKILSKÓR KRAFT HDG með langró. Sterkur vinkill með hlið sem á eru göt fyrir skrúfur og bolta til festingar. Undir botn Vinkilskósins er soðin 20mm langró sem passar fyrir M20 Snitttein sem skrúfast í topp Dvergsins Nagg og Nagg plús+ og er þá hægt að hæða- og stefnustilla Vinkilskóinn svo hann passi í lárétta stöðu bjálkans sem í hann verður festur. Vinkillinn passar vel fyrir allar stærðir bjálka/undirstöðu undir sumarhúsið og aðrar undirstöðugrindur. 1.450gr.

síða 40

hæð:

breidd:

botn:

botnfesting:

tengistykki:

festiboltar:

180mm

120mm

80mm

M20 Ró

snittteinar DF006

2stk DF029


Vörunúmer – DF037 BJÁLKASKÓR KRAFT 100 HDG með langró. Sterkur Bjálkaskór með götum á hliðum fyrir skrúfur og bolta til festinga. Undir botn Bjálkaskósins er soðin 20mm langró sem passar fyrir M20mm Snitttein sem skrúfast í topp Dvergsins NAGG og NAGG plús+ og er þá hægt að hæða- og stefnustilla Bjálkaskóinn svo hann passi í lárétta stöðu bjálkans sem í hann verður festur, t.d. bjálka undir sumarhúsið og aðrar undirstöðugrindur. 2.350gr.

hæð:

breidd:

botn:

botnfesting:

tengistykki:

festiboltar:

180mm

120mm

100mm

M20 Ró

snittteinar DF006

2stk DF029

NÝTT Vörunúmer – DF035 GÁMAFESTING HDG. Stöðluð festing úr steypujárni fyrir flutningagáma. Festingin passar í festigöt á hornum gámanna og boltast niður á td. Draupnir, Þjark, Durg eða Jötunn. Festinguna er einnig hægt að bolta niður á steyptan flöt. Í botni festingarinnar er boltagat fyrir festibolta. Hér er einföld lausn til að tryggja að gámar fjúki ekki.

3.420gr.

hæð:

breidd:

botn:

botngat:

festiboltar:

100mm

100mm

100x100mm

Ø25mm

DF025 / YF051 síða 41


Snittteinar - boltar og rær Ýmsar stærðir af Boltum, Snittteinum, Skinnum og Róm eru nauðsynleg til að festa ofan á stólpana ýmis tengistykki til festingar á staurum, bjálkum og rörum. Þessir hlutir eru allir úr ryðfríu efni eða heitgalvanhúðaðir “HDG” til að standast íslenska veðráttu og álag. Á snittteinana er búið að stansa spor fyrir 13mm skrúflykil til að herða snittteinana ca. 3cm niður í múrhulsuna í toppi Dverganna. Snittteinarnir eru í mismunandi lengdum og gefa möguleika á hæðar- og stefnustillingu tengistykkjanna sem skrúfast ofan á þá.

Heitgalvanhúðaðir Snittteinar Vörunúmer – DF001

80gr.

SNITTTEINN 60 M16 HDG m/spori - 16mm snittteinn, 6cm langur. Vörunúmer – DF002

130gr.

SNITTTEINN 100 M16 HDG m/spori - 16mm snittteinn, 10cm langur. Vörunúmer – DF003

195 gr.

SNITTTEINN 150 M16 HDG m/spori - 16mm snittteinn, 15cm langur. Vörunúmer – DF004

260 gr.

SNITTTEINN 200 M16 HDG m/spori - 16mm snittteinn, 20cm langur. Vörunúmer – DF005 SNITTTEINN 1000 M16 HDG. - 16mm snittteinn, 100cm langur.

1.305gr.

Teinninn er hugsaður til þess að saga niður í lengdir eftir þörfum hverju sinni á framkvæmdastað. síða 42


Heitgalvanhúðaðir boltar 100gr. Vörunúmer – DF020 BOLTI M16x30 8.8 HDG 933 - SPENNISKINNA M16 HDG. og SKINNA M16 HDG.

16mm skrúfbolti, 3cm langur með tveimur skinnum. Með boltanum eru t.d. Fánaborgir festar ofan á Steina 50.

Vörunúmer – DF025 110gr. BOLTI M16x40 8.8 HDG 933 - SPENNISKINNA M16 HDG. og SKINNA M16 HDG. 16mm skrúfbolti, 4cm langur með tveimur skinnum. Með boltanum eru Stauraskór og Prófílskór festir ofan á Dvergana.

Vörunúmer – DF021 120gr. BOLTI M16x50 8.8 HDG 933 - SPENNISKINNA M16 HDG. og SKINNA M16 HDG. 16mm skrúfbolti, 5cm langur með tveimur skinnum. Með boltanum eru Stauraskór og Röraskór festir ofan á Dvergana.

Vörunúmer – YF045 50gr. BOLTI M12x30 8.8 HDG 933 - SPENNISKINNA M12 HDG. og SKINNA M12 HDG. 12mm skrúfbolti, 3cm langur með tveimur skinnum. Með boltanum eru t.d. öryggisuppistöður festar ofan á Njörva.

5

694230

156283

Brot-bolti 110gr. Vörunúmer – DF026 Öryggisbolti M16x40 8.8 HDG 933 - SPENNISKINNA M16 HDG. og SKINNA M16 HDG.

16mm skrúfbolti, 4cm langur með tveimur skinnum. Í boltann er rennd öryggisrauf Ø7mm til að veikja boltann. Með boltanum er Rörabogi á Umferðareyjur festur.

síða 43


Heitgalvanhúðaðir Langboltar og rær Vörunúmer – DF027 100gr. BOLTI M10x60 8.8 331 og RÓ HDG - 10mm skrúfbolti, 6cm langur með ró. Með boltanum er bjálki festur í Bjálkaskó 45.

Vörunúmer – DF028 150gr. BOLTI M10x110 8.8 331 og RÓ HDG - 10mm skrúfbolti, 11cm langur með ró. Með boltanum er staur festur í Stauraskó 95 og bjálkar í Bjálkaskó 95.

Vörunúmer – DF029

285gr.

BOLTI M16x130 8.8 331 og RÓ HDG.

SPENNISKINNA M16 HDG. og 2stk SKINNUR M16 HDG. 16mm skrúfbolti, 13cm langur með skinnum og ró. Með boltanum er bjálki festur í Kraft Bjálka- og Vinkilskó.

Heitgalvanhúðaðar rær Vörunúmer – YF042

30gr.

STOPPRÓ M16 HG. 8.8 HDG - 16mm ró.

Róin notast með 16mm snittteinum og boltum til að stilla stefnu tengistykkjanna ofan á toppi Dverganna.

Vörunúmer – YF048

60gr.

STOPPRÓ M20 HG. 8.8 HDG - 20mm ró.

Róin notast með 20mm snittteinum og boltum til að stilla stefnu KRAFT - tengistykkjanna ofan á toppi Dverganna.

Heitgalvanhúðaður múrbolti Vörunúmer – YF051 MÚRBOLTI M16x150 og SKINNA + RÓ HDG.

16mm múrbolti, 15cm langur með ró. Með boltanum eru tengistykkin t.d. Röraskó og Stauraskó fest ofan á gangstétt eða steyptan vegg.

síða 44

245gr.


Ryðfríir boltar - teinar og rær Vörunúmer – DF030 100gr. BOLTI A4 M16x40 933 ryðfrír - SPENNISKINNA A4 M16 og SKINNA A4 M16. 16mm skrúfbolti, 4cm langur með tveimur skinnum. Með boltanum eru ryðfrí tengistykki og plötur festar ofan á Dvergana.

5

694230

156245

5

694230

156252

5

694230

156290

120gr. Vörunúmer – DF031 BOLTI A4 M16x50 933 ryðfrír - SPENNISKINNA A4 M16 og SKINNA A4 M16.

16mm skrúfbolti, 5cm langur með tveimur skinnum. Með boltanum eru ryðfrí tengistykki og plötur festar ofan á Dvergana.

Vörunúmer – YF0455 50gr. BOLTI A4 M12x30 933 ryðfrír - SPENNISKINNA A4 M12 og SKINNA A4 M12. 12mm skrúfbolti, 3cm langur með tveimur skinnum. Með boltanum eru t.d. ryðfríar uppistöður festar ofan á Njörva.

Ryðfrí ró Vörunúmer – YF040

30gr.

STOPPRÓ A4 M16 ryðfrí - 16mm ró.

Róin notast með 16mm snittteinum og boltum til að stilla stefnu tengistykkjanna ofan á toppi Dverganna.

Ryðfríir snittteinar Vörunúmer – DF007

1305gr.

SNITTTEINN 1000 M16 A4 m/spori - ryðfrír 16mm snittteinn, 100cm langur. Vörunúmer – DF007b SNITTTEINN 100 M16 A4 m/spori - ryðfrír 16mm snittteinn, 10cm langur.

1.30gr.

5

694230

156238

síða 45


Heitgalvanhúðaðar Franskar skrúfur Vörunúmer – DF101

130gr.

FRÖNSK SKRÚFA M12x180 og SKINNA HDG.

12mm SKRÚFA, 18cm löng með 24mm SKINNU. Skrúfan notast til að festa t.d. DVERGA PLÚS+ ofan á malbik. Í malbikið er borað 8mm gat með steinbor.

Vörunúmer – DF103

225gr.

FRÖNSK SKRÚFA M12x260 og SKINNA HDG.

12mm SKRÚFA, 26cm löng með 50mm SKINNU. Skrúfan notast til að festa t.d. Langhólma eða Sóley ofan á malbik. Í malbikið er borað 8mm gat með steinbor.

Vörunúmer – DF104

435gr.

FRÖNSK SKRÚFA M16x300 og SKINNA HDG.

16mm SKRÚFA, 30cm löng með 50mm SKINNU. Skrúfan notast til að festa t.d. Borgarhólma, Fagurey OG Borgarey ofan á malbik. Í malbikið er borað 10mm gat með steinbor.

Hífilykkjur Vörunúmer – YF050

290gr.

HÍFILYKKJA - RAUÐUR AUGABOLTI M16 HDG.

Lykkjuna er hægt að nota sem hífilykkju til að færa Dvergana til og eins þegar verið er að stilla þeim upp. Í lykkjuna er einnig hægt að festa kaðal eða keðju sem tengist á milli Dverganna þegar þeir eru notaðir sem afmörkun ofan jarðar. Gatmál 35mm.

Vörunúmer – YF050b HÍFILYKKJA - RAUÐUR AUGABOLTI M20 HDG.

430gr.

Lykkjuna er hægt að nota sem hífilykkju til að færa Dvergana til og eins þegar verið er að stilla þeim upp. Í lykkjuna er einnig hægt að festa kaðal eða keðju sem tengist á milli Dverganna þegar þeir eru notaðir sem afmörkun ofan jarðar. Gatmál 45mm. síða 46


Tappar Ýmsar tegundir af plasttöppum til tengingar og lokunar á röraendum og skrúfgangi.

Vörunúmer – YF021 RÖRATENGI 2”. Sérframleitt tengistykki sem passar ofan á 2” rör. Í tengistykkið er innsteypt M16 ryðfrí ró, sem passar fyrir öll tengistykki. Röratengið er hentugt til að nota með Kaðalgripi, Kaðalhorni ofl. þegar 2” rör eru notuð sem uppistaða í kaðalgirðingu eða afmörkun hverskonar. stærð:

tengiró:

Ø60mm

M16

110gr.

Vörunúmer – YF019 PLASTTAPPI í 1½” rör. Tappi sem sleginn er inn í enda á galvanhúðuðu járnröri t.d. skiltaröri, til að loka endanum svo rörin fyllist ekki af vatni eða óhreinindum. 14gr.

Vörunúmer – YF020 PLASTTAPPI í 2” rör. Tappi sem sleginn er inn í enda á galvanhúðuðu járnröri t.d. skiltaröri, til að loka endanum svo rörin fyllist ekki af vatni eða óhreinindum. 18gr.

Vörunúmer – YF022 GULUR TAPPI 16mm. Tappi til að loka múrhulsunni í toppi Dverganna, Umferðareyjum og Kantsteinum, þegar ekki eru skrúfuð tengistykki í hulsurnar. Tappinn varnar því að óhreinindi fylli múrhulsuna þegar hún er ekki í notkun.

2gr.

síða 47


Toppstykkin - til afmörkunar Ýmsar útfærslur af toppstykkjum sem hægt er að skrúfa ofan á stólpana í múrhulsuna sem steypt er í topp þeirra. Toppstykkin eru sérhönnuð fyrir Dvergana og íslenskar aðstæður, þau eru smíðuð úr ryðfríu stáli, einföld og þægileg í uppsetningu og skapa snyrtilega umgjörð um kaðalútfærslu til afmörkunar svæða. Hönnun og útfærsla toppstykkjanna er sprottin upp af þörfinni til að geta afmarkað svæði, bæði fyrir gangandi og bílaumferð. Með því að nýta Dvergana plús+ til að raða í girðingu/ marklínu ofanjarðar og nota þessar ýmsu útfærslur af toppstykkjum fyrir kaðal og kaðalgirðingu er auðvelt að stýra umferð og afmarka eða loka svæðum, bílaplönum og aðkomu að náttúrusvæðum. Toppstykkin eru framleidd úr ryðfríu 304 stáli. Snittteinar, rær og skinnur eru úr A4 ryðfríu stáli.

Vörunúmer – DF060 KAÐALGRIP ryðfrítt. Kaðalgripið er skrúfað fast ofan á Dvergana og stefnufest með stopprónni. Í hlið Kaðalgripsins er snittaður 6mm bolti svo ekki sé mögulegt að draga kaðalinn til í gripinu. Kaðalgripið er sérhannað og passar vel fyrir Kaðal PE 28mm sem er fáanlegur í mörgum litum.

350gr.

þvermál:

lengd:

hæð:

snittteinn:

stoppró:

stoppskrúfa:

38mm

100mm

140mm

M16

M16

M6

Vörunúmer – DF063 KAÐALHORN ryðfrítt. Kaðalhornið er skrúfað fast ofan á Dvergana og stefnufest með stopprónni. Í hlið Kaðalhornsins er snittaður 6mm bolti svo ekki sé mögulegt að draga kaðalinn til í gripinu. Kaðalhornið passar vel fyrir Kaðal PE 28mm sem er fáanlegur í mörgum litum. 360gr.

síða 48

þvermál:

lengd:

hæð:

snittteinn:

stoppró:

stoppskrúfa:

38mm

100mm

140mm

M16

M16

M6


Vörunúmer – DF061 KAÐAL LOKA ryðfrí. Kaðallokan er skrúfuð föst ofan á Dvergana og stefnufest með stopprónni. Í hlið Kaðallokunnar er snittaður 6mm bolti svo ekki sé mögulegt að draga kaðalinn til í gripinu. Kaðallokan er sérhönnuð til þess að geta læst með hengilás hliðum og svæðum sem eru afgirt með Dvergum og kaðli og passar vel fyrir Kaðal PE 28mm sem er fáanlegur í mörgum litum. 605gr.

þvermál:

lengd:

hæð:

snittteinn:

stoppró:

stoppskrúfa:

38mm

100mm

140mm

M16

M16

M6

Vörunúmer – DF062 KAÐALKRÓKUR ryðfrír. Kaðalkrókurinn er skrúfaður fastur ofan á Dvergana og undir ryðfríu tengistykkin fyrir kaðal. Kaðalkrókurinn er gjarnan notaður við gagnstæðan stólpa við hliðopnun á móti Kaðallokunni til að geta geymt uppgerðann kaðalinn þegar hlið eða hluti af kaðalgirðingu er opinn. 305gr.

hringur:

breidd:

efnisþykkt:

Ø130m

30mm

4mm

hæð:

breidd:

efnisþykkt:

400mm

350mm

2mm

Vörunúmer – DF065 SKILTASPJALD A4 ryðfrítt. Skiltaspjaldið er skrúfað fast ofan á Dvergana og undir ryðfríu tengistykkin fyrir kaðal. Skiltaspjaldið er notað til að koma á framfæri upplýsingum með því að líma upp A4 kynningu eða leiðbeiningu á spjaldið. Þannig má nýta Dvergana til þess að auglýsa vöru eða þjónustu, auk þess sem þeir eru notaðir til að afmarka plön eða bifreiðstæði með kaðli. 2.200gr.

síða 49


Vörunúmer – YF010 KAÐALL MARLIN PE. Litsterkur kaðall sem passar vel í Kaðalgripin og er tilvalinn til að afmarka og girða af bifreiðastæði og önnur svæði þar sem nauðsynlegt er að stjórna umferð bíla og gangandi.

þvermál:

litir:

28mm

rauður, gulur, blár, grænn

Vörunúmer – YF011 KAÐALENDI - HERPIHÓLKUR Plasthólkur sem er þræddur upp á enda á 28mm Kaðli til að ganga frá endanum. Hólkurinn er hitaður með hitabyssu eða gasi og herpist hólkurinn þá saman utan um kaðalinn. 12gr.

herping:

lengd:

35/12mm

80mm

Vörunúmer – YF015 ENDURSKINSMERKI. Endurskinsmerki sem hægt er að líma á hliðar í toppi Dverganna. Henta einnig vel til að líma á Staurahatta og Skiltaspjald lítið. Sérprentum lógó/merki á endurskinsmerki eftir óskum viðskiptavina.

síða 50

breidd:

hæð:

120mm

80mm


Vörunúmer – DF064 SKILTASPJALD lítið ryðfrítt. Skiltaspjaldið er fest á kaðal sem liggur á milli Dverganna til þess að auka sýnileika í bilinu á milli stólpanna. Á skiltaspjaldið er hægt að líma endurskinsmerki til að tryggja sýnileika í myrkri. Í hlið kaðalrörsins er snittaður 6mm bolti til að festa skiltið á kaðlinum svo skiltið haldist á sínum stað. 310gr.

rör þvermál:

hæð:

breidd:

stoppró:

stoppskrúfa:

34mm

100mm

140mm

M16

6mm.

Vörunúmer – DF070 KERRUKÚLUSETT ryðfrítt. Sérsmíðað ryðfrítt Kerrukúlusett sem passar ofan á alla Dvergana. Með settinu fylgir tengiplata með áfastri 40cm keðju til að festa/læsa við kerruna. Hentar vel til þess að geyma kerruna, tjaldvagninn eða hjólhýsið heima við.

1.365gr.

kúla:

festing:

tengiplata:

keðja:

Ø50mm

M16

130x50x5mm

6mm L/L 42x12mm

NÝTT Vörunúmer – DF066 LYFTIGRIP ryðfrítt. Sérsmíðað ryðfrítt tengistykki til að hífa Dvergana með þegar notuð eru tengistykki fyrir Kaðal til afmörkunar. Ryðfrír fjaðurlás fylgir til að binda kaðal í til hífingar. Lyftigripið passar undir tengistykkin Kaðalgrip, Kaðalhorn og Kaðalloku. Kaðalgripið sem sést á myndinni er ekki hluti af Lyftigripinu. 390gr.

efnisstærð:

festing:

fjaðurlás:

220x35x6mm

M16

50x8mm

síða 51


Fyrir sveitarfélög - fyrirtæki stofnanir og húsfélög

NÝTT Vörunúmer – ÖF101 VINDBRJÓTUR Sérhönnuð laserskorin gataplata úr ryðfríu stáli. Hægt er að fá Logo fyrirtækis eða stofnunar skorið í plöturna. 2-3 plötur geta verið á hverri undirstöðu t.d Njörva sem myndar þá 230 - 240cm háa vindvörn. Þessi lausn er að virka og hefur langa endingu. lengd:

hæð:

þykkt:

þyngd:

uppistöður:

tengiboltar:

2400mm

570mm

1,5mm

145kg

2stk ÖF003

8stk YF0455

plötufestingar: 4stk ÖF015

Vörunúmer – ÖF030

RÖRASLÁ Röraslá úr Ø84mm ryðfríu röri. Sláin passar á Njörva og Njörva plús+ og er fest með 2stk M16 ryðfríum boltum sem eru ekki sýnilegir. Rörasláin er góð til að auka afmörkunargildi Njörva og Njörva plús+ gagnvart gangandi fólki. lengd:

hæð:

rörþykkt:

þyngd:

tengiboltar:

2085mm

500mm

2mm

14kg

2stk DF031

Vörunúmer – ÖF031 RÖRASLÁ HDG

Röraslá úr 2” - Ø60,3mm heitgalvanhúðuðu röri. Sláin passar á Njörva og Njörva plús+ og er fest með 8stk M12 heitgalvanhúðuðum boltum. Rörasláin er góð til að auka afmörkunargildi Njörva og Njörva plús+ gagnvart gangandi fólki.

síða 52

lengd:

hæð:

rörþykkt:

þyngd:

tengiboltar:

2050mm

400mm

3,65mm

14kg

8stk DF031


Vörunúmer – SF050 GANGSTÍGABOGI A - HDG Rörabogi úr 1½” röri. Boginn passar á 2stk Álf plús+ setta saman hlið við hlið og er fest með 2stk M16 boltum sem eru ekki sýnilegir. Röraboginn er góður til að hægja á umferð rafskutlna og skellinaðra á gangstígum gagnvart gangandi fólki. lengd:

hæð:

rörþykkt:

þyngd:

tengiboltar:

1000mm

400mm

3,25mm

10,5kg

2stk DF021

NÝTT

Vörunúmer – SF051 GANGSTÍGABOGI B - HDG Rörabogi úr 1½” röri. Boginn passar á Draupnir, Þjark, Durg og Jötunn og er festur með 4stk M16 boltum. Röraboginn er góður til að hægja á umferð rafskutlna og skellinaðra á gangstígum gagnvart gangandi fólki. lengd:

hæð:

rörþykkt:

þyngd:

tengiboltar:

1000mm

400mm

3,25mm

12,2kg.

4stk DF030

NÝTT Sérpöntun Vörunúmer – DF036 GIRÐINGAGRIP HDG. Sérsmíðað tengistykki til að halda vinnugirðingum sem notaðar eru til að afgirða byggingarsvæði. Fyrir staðlaðar vinnugirðingar sem fást í byggingavöruverslunum. Girðingagripið er fest ofan á Álf plús+ sem hefur verið boraður tveimur götum sem fætur girðingarinnar stingast ofan í og skrúfast gripið svo um uppistöðurnar og heldur girðingunni örugglega. botn:

lengd:

hæð:

þyngd:

tengibolti:

135x135mm

250mm

170mm

2,3kg

DF021 síða 53


Vörunúmer – ÖF001 ÖRYGGISUPPISTAÐA teg. A Prófílrör 2mm þykkt, heitgalvanhúðað. Botnstykki uppistöðunnar er 8mm plata með 4 götum fyrir M12 bolta til að festa uppistöðuna á öryggisundirstöðuna Njörva. 7,4 kg.

stærð:

lengd:

botn:

tengiboltar:

60x40mm

2075mm

120x120x8mm

4stk YF045

Vörunúmer – ÖF002 ÖRYGGISUPPISTAÐA teg. B

7,7 kg.

Prófílrör 2mm þykkt, heitgalvanhúðað. Botnstykki uppistöðunnar er íhvolf 6mm plata með gati í miðjunni fyrir M16 bolta til að festa uppistöðuna á Dvergana eða öryggisundir stöðuna Njörva. Tengiboltinn sést ekki utanfrá á þessari uppistöðu. stærð:

lengd:

botn:

tengibolti:

60x40mm

2080mm

140x140x6mm

DF021

Vörunúmer – ÖF003 ÖRYGGISUPPISTAÐA teg. C

7,3 kg.

síða 54

Prófílrör 2mm þykkt, ryðfrí 304. Botnstykki uppistöðunnar er 8mm plata með 4 götum fyrir M12 bolta til að festa uppistöðuna á öryggisundirstöðuna Njörva. Uppistöðurnar eru fyrir Vindbrjót. stærð:

lengd:

botn:

tengiboltar:

60x40mm

2080mm

120x120x8mm

4stk YF045


Vörunúmer – ÖF006 ÖRYGGISNET - galvanhúðað Öryggisnetið er mótað með láréttum 3D rásum til styrktar. Möskvastærð er 50x200mm úr Ø5mm stálteinum.

22,3 kg.

lengd:

hæð:

festistykki:

samtengingar:

2508mm

2030mm

ÖF015

ÖF017

Vörunúmer – ÖF007 ÖRYGGISNET - galvanhúðað & Polyhúðað í lit. Öryggisnetið er mótað með láréttum 3D rásum til styrktar. Möskvastærð er 50x200mm úr Ø5mm stálteinum. Netið getur verið gult eða grænt á litinn.

22,7 kg.

lengd:

hæð:

festistykki:

samtengingar:

2508mm

2030mm

ÖF015

ÖF017

Vörunúmer – ÖF015 NETFESTING Ryðfrí festing með plastfóðringum fyrir öryggisnet á uppistöður og tappar til að loka skúfgötum.

85gr.

Vörunúmer – ÖF016 TAPPI Plasttappi til að loka efri enda á öryggisuppistöðum.

20gr.

Vörunúmer – ÖF017 SAMTENGING - Tengistykki til að tengja saman öryggisnet á samskeytum. síða 55


Skiltalausnir

Umferðarskilti fylgir ekki Vörunúmer - EY001 SKILTABOGI 1½” HDG.

8.000gr.

Skiltaboginn er sérsmíðaður og passar ofan á Sóley, Borgarey, Fagurey, Borgarhólma og Langhólma. Boginn er festur með 2stk Röraskóm 1½” og Öryggisboltum. Á boganum eru fjögur eyru til að festa umferðarskilti, stærð 43x43cm. Með boganum fylgja tengiboltar, skinnur og spenniskinnur, ásamt teflonfóðringum til að varna tæringu á milli skiltis og festingar. Hægt er að fá sérsmíðaðar Skiltabaulur sem passa á skiltabogann til að festa viðbótarskilti á bogann.

rör:

hæð:

breidd:

tengistykki:

tengibolti:

festiboltar:

1½”

1200mm

c/c 500mm

2stk DF039

2stk DF026

4stk 12mm

Vörunúmer – EY005 SKILTABAULA HDG á 1½” rör og röraboga.

210gr.

síða 56

Heitgalvanhúðuð skiltaklemman er ætluð til þess að festa skilti á skiltarör eða uppistöðu. Hún hentar vel til að bæta skiltum á skiltabogann sem festur er á umferðareyjur og kantsteina. Með klemmunni eru boltar og skinnur.


Vörunúmer – EY006b SKILTAFESTING 1½” HDG - stutt. Festiklemma fyrir umferðarskilti og önnur lítil skilti. Festingin passar fyrir 1½” rör. Með festingunni fylgja tengiboltar, skinnur og spenniskinnur, ásamt teflonfóðringum til að varna tæringu á milli skiltis og festingar. 460gr.

lengd:

efni:

boltar:

210mm

25x5mm

4stk 8mm

Vörunúmer – EY006 SKILTAFESTING 2” HDG - stutt. Festiklemma fyrir umferðarskilti og önnur lítil skilti. Festingin passar fyrir 2” rör. Með festingunni fylgja tengiboltar, skinnur og spenniskinnur, ásamt teflonfóðringum til að varna tæringu á milli skiltis og festingar. 470gr.

lengd:

efni:

boltar:

210mm

25x5mm

4stk 8mm

Vörunúmer – EY007 SKILTAFESTING 2” HDG - löng. Festiklemma fyrir stór umferðarskilti og önnur stærri skilti. Festingin passar fyrir 2” rör. Með festingunni fylgja tengiboltar, skinnur og spenniskinnur, ásamt teflonfóðringum til að varna tæringu á milli skiltis og festingar. 820gr.

lengd:

efni:

boltar:

475mm

25x5mm

4stk 8mm síða 57


NÝTT Vörunúmer – EY010 SKILTAFESTING 2½” HDG - stutt. Festiklemma fyrir stór umferðarskilti og önnur stærri skilti. Festingin passar fyrir 2½” rör. Með festingunni fylgja tengiboltar, skinnur og spenniskinnur, ásamt teflonfóðringum til að varna tæringu á milli skiltis og festingar. 780gr.

lengd:

efni:

boltar:

250mm

30x6mm

4stk 8mm

NÝTT Vörunúmer – EY010b SKILTAFESTING 2½” HDG - löng.

990gr.

Festiklemma fyrir stór umferðarskilti og önnur stærri skilti. Festingin passar fyrir 2½” rör. Með festingunni fylgja tengiboltar, skinnur og spenniskinnur, ásamt teflonfóðringum til að varna tæringu á milli skiltis og festingar. lengd:

efni:

boltar:

500mm

30x6mm

4stk 8mm

Skiltarör - söguð í lengdir eftir óskum viðskiptavina Vörunúmer – YF030 RÖR 1½“ HDG 48,3x3,25mm. SKILTARÖR sem passar í Röraskó 1½” Til er plasttappi og skiltafesting fyrir þessa rörastærð.

Vörunúmer – YF031 RÖR 2” HDG 60,3x3,65mm. SKILTARÖR sem passar í Röraskó Xtra 2” og Glám skiltastein. Til er plasttappi og skiltafesting fyrir þessa rörastærð.

Vörunúmer – YF032 RÖR 2½” HDG 76,1x3,65mm. SKILTARÖR sem passar í Glám Plús+ skiltastein. Til er plasttappi og skiltafesting fyrir þessa rörastærð. síða 58


Auglýsinga- og leiðbeiningaskilti

Skiltarammar úr ryðfríu stáli með/án lýsingar Íslandshús framleiðir skiltaramma/uppistöður úr ryðfríu stáli. Skiltarammarnir passa ofan á Dvergana, Þjark, Durg og Jötunn. Íslandshús útvegar skilti og merkingar eftir óskum kaupenda.

Skiltarammi úr 60x60mm ryðfríu prófílstáli. Á skiltinu er ljósahattur með innbyggðu LED ljósi. Stærð á skiltum, B:1500 x H:850mm. og B:1500 x H:200mm.

Skiltarammi úr 60x60mm ryðfríu prófílstáli. Stærð á skilti B:1200 x H:1500mm.

síða 59


Bílastæða lausnir BORGARHÓLMI & LANGHÓLMI

Kantsteinana er auðvelt að meðhöndla og stilla upp. Þeir geta verið staðsettar ofan á malbikuð plön og bifreiða stæði til þess að afmarka akstursleiðir og bílastæði. Undir steinunum eru spor fyrir lyftara til að færa þá til, sporin auðvelda líka drenun á vatni. Hægt er að festa kantsteinana niður með Frönskum skrúfum eða sérhönnuðum Reknöglum sem reknir eru niður í malbik eða jarðveg í gegnum þar til gerð göt á steinunum.

síða 60


Vindbrjótur

NJÖRVI í alvöru roki

Vindmæling sýnir að þessi lausn brýtur vindinn niður um allt að 80% í um eins metra fjarðlægð fyrir aftan Vindbrjótinn og um 70% í um tveggja metra fjarðlægð frá honum.

Á móti vindi á Keflavíkurflugvelli

síða 61


Umferða lausnir

Sóley

umferðareyja uppsett með skiltaboga og umferðarmerkjum.

Íslandshús útvegar skilti og merkingar eftir óskum kaupenda.

síða 62


Árekstravarnir & lokanir

NJÖRVI & NJÖRVI plús+ Öflugir stólpar til að verja mannvirki og gangandi fólk. Njörvi hentar einnig vel til að afmarka akstursleiðir og bílaplön. Stólparnir eru hentugur til skyndilokana á vegum og aksturstakmarkana.

Njörvi plús+ var valinn sem árekstrarvörn í kringum flugstöðina á Keflavíkurflugvelli síða 63


Öryggisgirðingar Öryggislausnir sem henta vel til lokunar á t.d. vinnusvæðum, hafnarsvæðum og flugvallarsvæðum. Girðingalausnin er fáanleg bæði sem færanleg bráðabirgðagirðing með þungri undirstöðu ofanjarðar og einnig sem varanleg lokun með niðurgröfnum stólpum. Slíkar varanlegar lausnir henta vel t.d. í kringum leikskóla, skóla, fyrirtæki, geymslusvæði ofl.

Njörvi með Röraslá úr Ø84mm ryðfríu efni Vörunr. ÖF030

Öryggisnetið er mótað með láréttum 3D rásum til styrktar. Möskvastærð er 50x200mm úr Ø5mm stálteinum. Netið er heitgalvanhúðað og hægt að fá það Polyhúðað í lit og undirstöðustólpann málaðan.

síða 64


Sérhönnuð öryggisuppistaða sem passar á allar tegundir Dverga

Niðurgrafin Öryggisgirðing fest á Dverginn Teitur plús+

NJÖRVI undirstaðan er einnig hönnuð þannig að hægt sé að nota tréstaura 95x95mm eða 90x90mm sem uppistöður fyrir grindverk og afmarkanir. Þá er einnig hægt að festa 1½” eða 2” rör á undirstöðuna sem uppistöður fyrir girðingu. Auðvelt er að flytja Njörva, annars vegar með gaffallyftara eða hífa hann upp á sérstökum hífilykkjum sem eru til beggja hliða í toppi. Þannig þarf ekki að taka grindverkið eða netið af undirstöðunni vegna flutninga.

síða 65


Tækniupplýsingar

Form Dverganna tryggir hámarksfestu í jarðvegi sem næst með því að nýta þyngd jarðvegsins næst þeim. Þannig taka þeir með sér jarðveg umhverfis þá sem er oft margföld eigin þyngd þeirra. Í þessari skýringarmynd sem hér er sýnd er gert ráð fyrir að stólparnir séu grafnir niður í hefðbundna frostfría og þjappaða malarfyllingu. Töflur undir hverri vörutegund í vörubæklingnum sýna reiknaða togþyngd hvers stólpa. Nauðsynlegt er að hafa í huga að jarðvegur er mismunandi að uppbyggingu og reiknuð togþyngd getur verið önnur eftir því hvaða jarðvegur liggur að þeim, hverskonar þjöppun og frágangur er í kringum stólpana, vatnsmagni í jörðu og svo hversu djúpt stólparnir eru grafnir.

síða 66


Frágangur á Dvergum í jarðvegi: Almenna reglan er að fylling fyrir stólpa í jörðu þarf að vera þjappanleg og frostfrí. Það er mjög mikilvægt að fyllingin sé bleytt en þó ekki þannig að það standi í henni vatn á meðan þjappað er. Almennt er betra að nota sem þyngsta þjöppu. Sé notuð 100 kg plötuþjappa má lagþykkt vera allt að 20cm en þynnri ef notuð er léttari þjappa. Þetta miðast við 6 umferðir á þjöppunni. Góð fylling þarf að ná a.m.k. botnbreidd Dvergsins niður fyrir hann og til hliðar við hann. Nota má víbrófætur, en þá má lagþykkt ekki vera mikið meiri en 10cm. Burðarþol skerðist um 50-80% þegar góð fylling er illa þjöppuð. Góð þjöppun er því lang mikilvægasti þátturinn í burðargetu og togþoli Dverganna. Dvergana má þó alveg grafa niður óþjappaða fyllingu eða jafnvel mold. Burðargeta þeirra og togþol er samt sem áður mun meira en í hefðbundnum stólpum. Þá má gera ráð fyrir því að þeir geti allt að 10-30 faldað eigin þyngd sína í jörðinni.

Góður frágangur skiptir máli

síða 67


Burðargeta Dvergana

Íslandshús hefur staðið fyrir viðamiklum tilraunum til að staðfesta einstaka jarðvegsfestu Dverganna. Tilraunirnar sýndu að festa stólpanna í jarðvegi er umtalsvert meiri en reiknað togþol. Niðurstöður tilraunanna eru hér kynntar, en einnig má sjá tilraunirnar á myndböndum á heimasíðu Íslandshúsa.

Togþols-tilraunir Inngangur:

Haustið 2015 voru framkvæmdar togprófanir á Dvergunum. Þeir voru grafnir niður við þrenns konar aðstæður; í vel þjappaða frostfría fyllingu eins og lýst er hér að framan, frostfría óþjappaða fyllingu og í venjulegan óhreyfðan moldarjarðveg. Prófanir fóru þannig fram að vog var tengd við Dvergana og togað var í með gröfu. Fyrir stærstu Dvergana þurfti að fá stóran kranabíl. Einnig voru gerðar prófanir þar sem togað var lárétt í Dvergana og var notaður til þess vörubíll. Hér er gerð grein fyrir þessum prófunum og niðurstöðum þeirra auk reiknaðs þrýstiburðarþols Dverganna. Í töflunni hér að neðan er yfirlit yfir helstu stærðir Dverganna. Einnig er hér sýnt graftardýpi sem notað var í togprófunum og þrýstiþolsreikningum.

Tafla 1 - Dvergar Dvergar teg.

Massi

Toppflötur

Botnflötur

Hæð

Graftardýpt

PURKUR

50 kg

15x15 cm

30x30 cm

60 cm

50cm

TEITUR

65 kg

15x15 cm

30x30cm

80 cm

70 cm

TEITUR +

115 kg

15x15 cm

50x50 cm

90 cm

80 cm

NAGGUR

180 kg

20x20 cm

40x40 cm

120 cm

110 cm

NAGGUR +

285 kg

20x20 cm

60x60 cm

135 cm

125 cm

Leyfilegt togálag: Þar sem aðeins var framkvæmt eitt próf af hverri tegund eru engar tölfræðilegar upplýsingar til sem geta gefið meðalgildi og staðalfrávik og því ekki hægt að reikna kennigildi. Það eina sem vitað er með vissu að akkúrat sá dvergur sem togað var í stóðst ákveðið álag. Ef togað hefði verið í annan eins dverg við hliðina er ólíklegt að hann hefði komið upp við nákvæmlega sama álag. Ef hægt væri að reikna kennigildi þyrfti samt að reikna með öryggisstuðli vegna þolhönnunar.

Tafla 2 - togálag Dvergar teg.

síða 68

Togálag

Leyfilegt álag

Færsla við leyfil. álag

Hlutfall af massa

Athugasemdir

PURKUR

2.160 kg

1.600 kg.

4 mm

31,4

Kom upp úr fyllingu

TEITUR

3.600 kg

1.900 kg

EM

30,6

Stökkt brot í steypu

TEITUR +

3.800 kg

1.900 kg

EM

16,1

Stökkt brot í steypu

NAGGUR

10.300 kg

5.100 kg.

1 mm

28,2

Stökkt brot í steypu

NAGGUR +

10.300 kg

5.100 kg.

1 mm

EM

Ekki prófað, niðurstk fyrir Nagg notuð


Reiknað þrýstiþol: Þrýstiþol var ekki prófað en til eru vel viðurkenndar reikniaðferðir fyrir sökkla (e. shallow foundation) sem eiga við fyrir lóðréttan þrýstikraft á Dvergana. Hafa ber í huga að hér er aðeins reiknað þrýstiþol þar sem ráðandi brotmynd er í jarðveginum. Innri brot s.s. í járnagrind, steypu eða múffu eru ekki skoðaðar hér. Þessar brotmyndir þarf að ákvarða með prófunum.

Tafla 3 - þrýstiþol Dvergar teg.

Þrýstiþol í vel þjappaðri grús.

Þrýstiþol í óþjappaðri grús.

ÁLFUR

1,5 t (15 kN)

610 kg (6,0 kN)

PURKUR

1,7 t (17 kN)

710 kg (7,0 kN)

TEITUR

1,8 t (18 kN)

765 kg (7,5 kN)

TEITUR +

8,1 t (80 kN)

2,8 t (28 kN)

NAGGUR

4,0 t (40 kN)

2,0 t (20kN)

14,8 t (1458 kN)

7,1 t (71 kN)

NAGGUR +

Togþols-tilraunirnar voru unnar af starfsmönnum Íslandshúsa undir leiðsögn LEIFS SKÚLASONAR KALDAL Byggingarverkfræðings M.Sc./ Civil Engineer M.Sc.

síða 69


Samantekt Dvergarnir margfalda togþol sitt ef þeir eru grafnir niður í vel þjappaða frostfría fyllingu. Getur þetta verið allt af 10-30 föld eigin þyngdar Dvergsins. Með sama hætti dregur verulega úr togþyngd eininganna ef jarðvegur er óþjappaður og laus í sér. Togþyngdin verður þá allt að 3x minni. Í tilraunum voru Dvergarnir líka grafnir niður í venjulegan óhreyfðan moldarjarðveg og óþjappaðri mold mokað aftur að þeim. Samanburðurinn sýndi fram á það hve þjöppun er mikilvæg. Í vel þjappaðri grús haggast Dvergurinn ekki fyrr en álagið er orðið nægjanlegt til að toga hann upp. Miklu minna átak þarf til að toga Dverg lausan úr illa þjappaðri grús þótt efnið sé hið sama. Í moldinni þarf hins vegar ekki mikið álag til að Dvergurinn byrji að togast upp úr en til þess að toga dverg lausan úr mold þarf svipað álag og í illa þjappaðri grús. Einnig þarf að hafa í huga að ekki er tryggt að Dvergarnir verði ekki fyrir frostlyftingu og hreyfingu ef þeir eru grafnir í jarðveg sem ekki er frostfrír. Við ákveðnar aðstæður þar sem formbreytingar skipta litlu máli er vel hægt að grafa dvergana beint í mold. Íslandshús hefur þegar bætt framleiðslu sína í ljósi niðurstaða af tilraununum með því að tryggja enn frekar styrk toppsins á Dvergunum með sérstökum topplykkjum, aukinni járnabindingu og með auknum styrk í múrhulsunni sem er innsteypt í topp Dverganna.

Tafla A - Yfirlit yfir álestur á togmælir, Dvergar togaðir upp úr mismunandi jarðvegi Dvergar teg.

Mælaálestur þjöppuð fylling

Athugasemdir

Mælaálestur óþjöppuð fylling

Mælaálestur mold

Athugasemdir: komu upp úr fyllingu

PURKUR

2.160 kg

Kom upp úr fyllingu

300kg

300 kg

Mismikil færsla við álestur

TEITUR

3.600 kg

Stökkt brot í steypu

600 kg

400 kg

Mismikil færsla við álestur

TEITUR +

3.800 kg

Stökkt brot í steypu

1.000 kg.

890 kg

Mismikil færsla við álestur

NAGGUR

10.300 kg

Stökkt brot í steypu

2.000 kg

1.280 kg

Mismikil færsla við álestur

? kg

Varð að grafa upp

3.800 kg

2.200 kg

Mismikil færsla við álestur

NAGGUR +

Tafla B - Yfirlit yfir álestur á togmælir, Lárétt hliðarfærsla við tog Dvergar teg.

Mælaálestur átak þvert á topp

PURKUR / TEITUR

2.230 kg.

NAGGUR

3.400 kg

síða 70

Mælaálestur átak þvert á topp í 1,9 mtr. hæð frá toppi 160 kg

Athugasemdir Stökkt brot í steypu Stökkt brot í steypu


Gæðakerfið Íslandshús heldur uppi innra gæðakerfi og eftirliti með framleiðslu sinni. Hver steypulota er sérstaklega skráð á framleiðsluskýrslu sem hefur hver um sig sitt framleiðslunúmer sem er innsteypt í allar framleiðsluvörur fyrirtækisins. Þannig er rekjanlegt hvenær viðkomandi eining var framleidd, hver var samsetning steypunnar og önnur atriði og athugasemdir er skipta máli við framleiðslu Dverganna. Íslandshús tekur reglulega þrýstiþolsprufur af framleiðslu sinni sem eru prófaðar af Nýsköpunarmiðstöð Íslands og skráir niðurstöður svo fyrirtækið geti sannreynt styrk framleiðslunnar.

síða 71


Íslandshús.Is snjallar lausnir - þín vegna

Heimasíða: islandshus.is Facebook: facebook.com/islandshus Instagram: islandshus_ehf

Íslandshús ehf. Fitjaás 24, 260 Reykjanesbær Sími: 577 6700 Farsímar: 858 9100 / 858 9101 / 858 9102 Netfang: islandshus@islandshus.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.