JARÐVINNUVÉLAR Leigumarkaðurinn er með rétta tækið fyrir þig
lm@lmleiga
www.lmleiga.is
515 4020
Skoðaðu vörulista og verðlista lmleiga.is
JARÐVINNUVÉLAR
Þjöppurnar sem eru til leigu hjá Leigumarkaði BYKO hafa flestar titringsvörn í handföngum. Þær eru þægilegar í meðförum en ætíð skal nota hanska við stjórnun þessara tækja vegna titrings frá þeim. Þær stærri keyra í báðar áttir þannig að það þarf bara að velja þá stærð sem hentar og er sjálfsagt að leita ráða hjá starfsmönnum Leigumarkaðar með val á rétta tækinu fyrir verkefnið. Raunveruleg þjöppun á jörð og malbiksefni gerir miklar kröfur um réttan búnað fyrir hvert skilgreint verk. Jarðvegsþjöppum er skipt í þyngdarflokka og uppgefin þjöppunardýpt er óþjappað efni. Það þýðir að lag þykktin er 25% hærri en fullþjappað. Mælt er með minnst fjórum yfirferðum. Fleiri yfirferðir þýða ekki endilega aukna þjöppunarþykkt heldur miklu frekar aukið öryggi þjöppunarinnar.
ÖRYGGISTÁKN Til að aðstoða fólk við að uppfylla skilyrði fyrir öryggi og heilsu eru hér skráð nokkur öryggisatriði og tákn. Leigumarkaðurinn mælir með notkun þess öryggisbúnaðar sem táknin standa fyrir. ÖRYGGISGLERAUGU Þar sem þetta tákn kemur fyrir er mælt með öryggisgleraugum við notkun á tækjum. Sumar vélar dreifa flísum og spónum í kringum sig. Leitið ráða hjá starfsmönnum við val á gleraugum. RYKGRÍMUR OG GRÍMUR MEÐ SÍUM Huga skal vel að þessu tákni við sum tækin þar sem mjög mikilvægt er að huga að heilsu sinni vegna ryk-, reyk- og efnamengunar sem getur skaðað heilsu fólks ef ekki eru notaðar grímur. Starfsmenn veita ráð við val á grímum. HEYRNARHLÍFAR OG EYRNATAPPAR Til að verjast skaðlegum hávaða sem orsakast af notkun tækja skal velja réttar heyrnarhlífar. Í sumum tilvikum dugar að nota eyrnatappa.
ÖRYGGISSKÓR Mikilvægt er að vera í sérútbúnum skóm með stáltær þegar unnið er með ýmis tæki. Það borgar sig að setja öryggið á oddinn.
EINNOTA SAMFESTINGUR Það getur verið nauðsynlegt að klæðast samfestingi við ákveðna vinnu, s.s. málningarvinnu og annað sem getur skaðað föt eða hörund.
VINNUHANSKAR Fjölmargar gerðir af hönskum geta verið heppilegar við vinnu með hin ýmsu tæki. Til að verja hendur fyrir efnum, hita og áverkum er bent á að velja þá hanskategund sem hentar hverju sinni.
SUÐUHJÁLMUR Nauðsynlegt er að nota suðuhjálm við hvers konar suðu til að koma í veg fyrir augnskaða eða bruna.
ÖRYGGISHJÁLMAR Enginn ætti að stunda vinnu á nokkru athafnasvæði án þess að bera öryggishjálm Öryggis hjálmurinn verndar gegn hlutum, sem geta fallið frá mannvirkjum, og höfuðhöggum sem fólk getur orðið fyrir við vinnu sína.
BRUNAHÆTTA Sum tæki geta valdið íkveikju vegna neistamyndunar og opins loga. Varast þarf sérstaklega hvert loga og neistaflugi er beint. Mælt er með að slökkvitæki sé tiltækt og við
höndina þegar slík tæki eru notuð.
FLUTNINGATÁKN
Flutningatákn eru til að leiðbeina við ákvarðanir um flutningamöguleika á tækjum og tólum. Langflest tæki eru skráð með sína þyngd og eru merkt táknum sem sýna þann flutningamöguleika sem er talinn heppilegastur. Þar sem ekki eru tákn er hægt að taka tæki undir höndina og flytja með hvaða fólksbíl sem er. Athugið að kerra getur komið til greina sem flutningatæki í stað skutbíls, jeppa eða flutningabíls. SKUTBÍLL EÐA JEPPI Hér er mælt með skutbíl eða jeppa til flutninga.
FLUTNINGABÍLL Nota verður flutningabíl ef þetta tákn kemur fyrir. Heppileg stærð flutningabíls getur verið mismunandi eftir tækjum.
BÍLL MEÐ KÚLU Með þessu tákni er átt við að hægt sé að draga tækið á bíl með kúlu. Leitið ráða hjá starfsmönnum ef minnsti vafi leikur á að bíll sé nægilega aflmikill til að draga viðkomandi tæki.
JARÐVINNUVÉLAR
Vörunúmer
21-JAR-ÞJ09
Jarðvegsþjappa 100 kg Þyngd Vinnubreidd Þjöppunarkraftur Kraftur Eldsneyti
97 kg 50 cm 20 kN 4,0 kW Bensín (óblandað)
Við hellulagningu eða við lagningu hitarörs í bílaplan hentar þessi þjappa vel. Það er hægt að fá gúmmípúða undir þjöppuna til að vernda hellurnar þegar rennt er allra síðast yfir sandfyllinguna
Sjá verðlista á lmleiga.is
JARÐVINNUVÉLAR
Vörunúmer
21-JAR-ÞJ05
Jarðvegsþjappa 50 kg – Rafm. Þyngd Vinnubreidd Þjöppunarkraftur Kraftur Eldsneyti
48,5 kg 38 cm 10,5 kN 0,55 kW Rafmagn (230V)
Við hellulagningu eða við lagningu hitarörs í bílaplan hentar þessi þjappa vel. Þessi þjappa er rafdrifin og því hljóðlát og auðvelt að koma í gang.
Vörunúmer
21-JAR-ÞJ06
Jarðvegsþjappa 60 kg Þyngd Vinnubreidd Þjöppunarkraftur Kraftur Eldsneyti
64 kg 40 cm 13 kN 2,2 kW Bensín (óblandað)
Við hellulagningu eða við lagningu hitarörs í bílaplan hentar þessi þjappa vel.
Vörunúmer
21-JAR-ÞJ18
Jarðvegsþjappa 160 kg Þyngd Vinnubreidd Þjöppunarkraftur Kraftur Eldsneyti
161 kg 50 cm 30 kN 5,5 kW Bensín (óblandað)
Ef verið er að skipta um jarðveg í bílaplani þá er þetta minnsta þjappan sem ætti að nota í það. Það fæst góð þjöppun og það þjappast ekkert alltof þykkt lag í einu. Gott er að fara fjórum sinnum yfir. Síðan er gott að skipta yfir í 100 kg þjöppu þegar farið er að setja yfir snjó bræðsluna og hellurnar.
Sjá verðlista á lmleiga.is
JARÐVINNUVÉLAR
Vörunúmer
21-JAR-ÞJ30
Jarðvegsþjappa 300 kg Þyngd Vinnubreidd Þjöppunarkraftur Kraftur Eldsneyti
275 kg 60 cm 45 kN 6,7 kW Bensín (óblandað)
Þetta er vél sem hentar mjög vel í húsgrunna og bílastæði eða þar sem krafa er um mikla þjöppun. Þjappan er með titringsvörn í handfangi þannig að hún er mjög notenda væn en muna skal þó eftir hönskunum til að forðast álagsmeiðsli.
Vörunúmer
21-JAR-ÞJ50
Jarðvegsþjappa 500 kg Þyngd Vinnubreidd Þjöppunarkraftur Kraftur Eldsneyti
497 kg 71 cm 65 kN 10,1 kW Dísel
Þessi vél er 500 kg og hentar í öll stærri verkefni þar sem krafist er 100% öryggis með þjöppunina. Verktakar nota hana við húsgrunna fjölbýlishúsa sem og minni húsgrunna en einnig til að geta þjappað þykkara lag í einu.
Vörunúmer
21-JAR-ÞJ85
Jarðvegshoppari Þyngd Vinnubreidd Þjöppunarkraftur Kraftur Eldsneyti
66 kg 28 cm 16,2 kN 3,0 kW Blandað bensín (1:25)
Ef verið er að þjappa sand eða möl á mjög þröngum stöðum s.s. við stólpa eða í skurðum þá er þetta vélin sem hentar. Hún er einföld og meðfærileg í notkun og þægilegt að vinna með hana.
Sjá verðlista á lmleiga.is
JARÐVINNUVÉLAR
Vörunúmer
21-JAR-GR02
Smágrafa 1,5 t Kraftur Þyngd Hám. mokstursradíus v/jörðu Hám. moksturshæð Hám. lestunarhæð Hám. mokstursdýpt við vegg Hám. mokstursdýpt Flutningslengd Flutningsbreidd Flutningshæð Eldsneyti
9,6 kW 1540 kg 373 cm 336 cm 229 cm 181 cm 225 cm 371 cm 99/124 cm 235 cm Dísel
Þessi smágrafa er þægileg og auðveld í notkun. Er með húsi sem eykur þægindin við vinnu til muna sérstaklega ef veður er ekki gott. Hana er gott að nota í ýmiss konar jarðvinnu s.s. ef færa þarf til tré, útbúa bílaplan, grafa fyrir dreni eða þró o.s.frv. Starfsmenn LM fara í gegnum grunnatriði við notkun gröfunnar áður en hún er leigð út. Varast skal að snúa gröfunni á hörðu undirlagi því þá er dálítil hætta á að gúmmíbeltið detti af henni. Ef þetta gerist, sem er frekar óalgengt, þá skal hring ja í starfsmenn LM og láta vita. Reynið ekki að koma beltinu á sjálf því það getur skemmt það.
Vörunúmer
21-JAR-GR01
Smágrafa 0,9 t Kraftur Þyngd Hám. mokstursradíus v/jörðu Hám. moksturshæð Hám. lestunarhæð Hám. mokstursdýpt við vegg
7,4 kW 920 kg 302,5 cm 287,0 cm 203,5 cm 137,5 cm
Hám. mokstursdýpt Flutningslengd Flutningsbreidd Flutningshæð Eldsneyti
171,5 cm 275 cm 70/86 cm 223 cm Dísel
Þessi smágrafa er nett og einföld í notkun. Hana er gott að nota í ýmiss konar jarðvinnu s.s. ef færa þarf til tré, útbúa bílaplan, grafa fyrir dreni eða þró o.s.frv. Starfsmenn LM fara í gegnum grunnatriði við notkun gröfunnar áður en hún er leigð út. Varast skal að snúa gröfunni á hörðu undirlagi því þá er dálítil hætta á að gúmmíbeltið detti af henni. Ef þetta gerist, sem er frekar óalgengt, þá skal hring ja í starfsmenn LM og láta vita. Reynið ekki að koma beltinu á sjálf því það getur skemmt það.
JARÐVINNUVÉLAR
Vörunúmer
21-JAR-BE08
Beltavagn 0,6 t Kraftur 12 kW Þyngd 655 kg Burðargeta 1200 kg (600 kg*) Stærð rýmis sléttfullt 393 L (240 L*) Stærð rýmis kúffullt 446 L (280 L*) Flutningslengd 182,3 cm Flutningsbreidd 79 cm Flutningshæð 128 cm Eldsneyti Dísel
* í hæstu stöðu
Hér er í boði öflugt tæki sem skemmir ekki viðkvæman gróður í görðum þó eitthvað þurfi að rótast þar. Vagninn er með breið belti sem dreifa þunganum. Vagninn getur mokað upp í flutningskerið og sturtað úr því. Tækið hentar vel alls staðar þar sem flytja þarf til jarðveg.
Vörunúmer
21-GAR-LÓ11
Hjólbörur bensíndrifnar Kraftur Þyngd Burðargeta Stærð rýmis sléttfullt Stærð rýmis kúffullt Flutningslengd Flutningsbreidd Flutningshæð Eldsneyti
4 kW 155 kg 300 kg 113 L 134 L 160,9 cm 71,6 cm 93,4 cm Bensín (óblandað)
Frábærar hjólbörur sem eru mótorknúnar og ganga fyrir bensíni. LM kappkostar að vera ávallt með nýjustu tækin sem geta auðveldað vinnuna og aukið ánæg ju við hin ýmsu störf. Þessar hjólbörur henta einstaklega vel í garðinn, á byggingarstaðinn eða hvar sem er þar sem flytja þarf jarðveg.
Sjá verðlista á lmleiga.is
SKEMMUVEGI 2 - 515 4020 |
ÞÓRÐARHÖFÐA 4 - 896 6060
lmleiga.is | lm@lmleiga.is