6. bekkur

Page 1

Læsi 6. bekkur

1

FRÁ SKIMUN MEÐ LTL TIL LOGOS Unnið með styrk frá Verkefna– og námsstyrkjasjóðs FG og SÍ

Íslenska 6.bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

2

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

3

Frá skimun með LtL til LOGOS

Grunnþættir og lykilhæfni

Íslenska 6.bekkur Bls.

Efnisyfirlit Grunnþættirnir 6 1. Talað mál, hlustun og áhorf............................................. 5 Að segja sögu og hlusta á sögu, MP3 spilari Lífsleiknibókin Ertu? Kennsluleiðbeiningar á vef námsgagnastofnunnar 2. Lestur og bókmenntir...................................................... 17 Bókin Mokoka Íslendingasögur, einkenni og stíll Þjóðsögur Gegnum holt og hæðir með verkefnum og ítarefni Bók um bók, (miðbjörg) Völusteinn, verkefni í kennsluleiðbeiningum Lestu meira, samvinna bókasafna og hljóðbókasafnsins Bragfræði og myndmál 3. Ritun............................................................................... 27 Skrifað um kjörbók Margt gott um ritun á vefnum Málbjörg Úrdráttur, skriflegur eða munnlegur Leiðbeiningar fyrir ritun, 10 góð ráð Uppbygging ritunar, inngangsorð Gátlisti í uppbyggingu ritgerðar og fl. Sjálfsmat við ritgerðasmíð Kjörbókaritgerð, 10 góð ráð Matsblað í fyrirgjöf fyrir ritgerðir fyrir kennara 4. Málfræði......................................................................... 38 Skrifa sem mest á tölvur, Málfræðibókin mín Einkunnastigi í stafsetningu 90 orð 5. Lestur heima, fræðsla til foreldra.................................... 41 Lífsleikni heima, góðar bækur Lestraraðferðir Nýtt framsagnarpróf úr púlti Viðmið í hraðlestri, hvað geta heimilin gert Námstækni 6. Námsmat................................. ....................................... 53 Frammistöðumat Lykilhæfni Viðmið í hraðlestri, lesskilningi og LOGOS Framsagnarmat úr ræðupúlti 7. Einstaklingsnámskrá í lestri........................................... 58

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

4

Frá skimun með LtL til LOGOS

Grunnþættir og lykilhæfni

Íslenska 6.bekkur

1) Íslenskukennsla það fag sem kennir beinlínis læsi en læsi snýst þó um annað og meira en það að verða læs. Læsi í íslensku snýst einnig um að öðlast orðaforða, hæfni í málnotkun, ritun, læsi og skilning á bókmenntum svo eitthvað sé nefnt. 2) Sköpun er einnig nátengd íslenskukennslu því tungumálið er skapandi í eðli sínu.

Læsi og sköpun eru þeir grunnþættir

menntunar sem eru gegnumgangandi þættir í allri íslenskukennslu. Bent er á að hvetja skuli börn og ungmenni til leiks og ýta undir skapandi aðferðir í námi og að virkja ímyndunarafl nemenda í tengslum við úrlausn viðfangsefna í skólanum. Með því að hlúa að hinum skapandi þætti er stuðlað að persónulegu námi sem frumkvæði nemenda og skyldi tengjast inn í allt skólastarf. 3) Heilbrigði og velferð er í aðalnámskrá skilgreint sem alhliða heilbrigði og vellíðan, bæði líkamleg, andleg og félagsleg. Skólinn skyldi því stuðla að líkamlegu heilbrigði með því að sjá til þess að nemendur fái nauðsynlega hreyfingu og heilsusamlegt fæði. Einnig er það hlutverk skólans að huga að andlegu og félagslegu heilbrigði og velferð með því að skapa nemendum öruggt, jákvætt og uppbyggjandi umhverfi í skólum. Stuðla þarf að því að byggja upp jákvæða og heilbrigða sjálfsmynd nemenda og skal þeim gefinn kostur á að þroska hæfileika sína á einstaklingsmiðaðan hátt. 4) Jafnréttismenntun miðar að því að nemendur beri virðingu fyrir því sem aðskilur okkur og að kenna nemendum að þennan rétt þurfi að standa vörð um til að hægt sé að skapa samfélag sem raunverulega virðir jafnan rétt allra. 5) Lýðræði og mannréttindi í víðum skilningi fjallar hér ekki einungis um lýðræðissamfélag, lýðræðislega stjórnskipan eða mannréttindamál heldur einnig um lýðræðisleg vinnubrögð og virðingu fyrir mannréttindum í samskiptum á milli fólks, hvort sem er inni á heimilum, í skólanum eða í samfélaginu. 6)

Í félagslegu tilliti snýst sjálfbærnimenntun um að jafna bilið

milli fólks og miðar að því að allir eigi jafnan rétt til afkomu og góðra lífsskilyrða.

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

5

Hæfniviðmið fyrir íslensku í 5.– 7.bekk 1.Talað mál, hlustun og áhorf Við lok 7. bekkjar á nemandi að geta: 

tjáð sig skýrt og áheyrilega og gert sér grein fyrir gildi góðrar framsagnar.

tjáð eigin skoðanir og tilfinningar og haldið athygli áheyrenda, m.a. með aðstoð leikrænnar tjáningar.

flutt mál sitt með viðeigandi áherslum og túlkun og tekið þátt í samræðum og rökræðum samkvæmt reglum.

hlustað af athygli og beitt þekkingu sinni og reynslu til að skilja það sem sagt er á ólíkan hátt og brugðist við á viðeigandi hátt.

nýtt sér myndefni og rafrænt efni á gagnrýninn hátt.

átt góð samskipti, hlustað, gætt tungu sinnar og sýnt viðeigandi kurteisi.

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

6

1.Talað mál, hlustun og áhorf Að segja sögur og að hlusta á sögu Sá sem er góður í að segja sögur er líklegur til að vera góður í að skrifa sögur. Hægt er að nota ýmsar leiðir til að þjálfa nemendur á þessu sviði. T.d. mætti skipuleggja ákveðinn sögutíma þar sem nemendur skiptust á að segja sögur. Sögurnar geta verið frumsamdar, sögur sem aðrir hafa sagt þeim eða frásagnir af raunverulegum atburðum. Sögunum má safna saman á segulband, myndband eða bara njóta þess að hlusta á þær án þess að vinna neitt frekar með þær. Víða má nálgast leiðbeiningar um það hvernig á að segja sögu og á leikjavefnum. Að hlusta á sögu Á sama hátt og það er gott að æfa sig í að segja sögur en gott að hlusta á sögur. Nemendur og kennari geta skipst á að velja sögur til að segja, hægt er að hlusta á sögur lesnar upp í útvarpi, á geisladiskum.

MP3-spilari MP3 eða samskonar tæki er orðið nauðsynlegt í námi, heima eða í skólanum. Það má nota það við að: 1.

Hlusta á sögur og fylgjast með í bókinni.

2.

Ræða við félaga um sögurnar.

3.

Endursegja sögur sem hlustað er á.

4.

Teikna myndir úr sögunni á meðan hlustað er á söguna.

5.

Á nams.is eru hljóðbækur sem auðvelt er að hlaða niður og geta nemendur hlustað á bækurnar heima, bæði til skemmtunar og námsbækur.

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

7

1.Talað mál, hlustun og áhorf

Lífsleikni Bókin Ertu?

Notuð í

grunn og Lífleikni, sjálfstraust, sjálfsagi og samkennd sem handbók fyrir kennara og

Lífsleikni notuð til að hlusta—tjá sig– ígrunda—

Aldís Yngvadóttir 2009 Ritstjóri: Sylvía Guðmundsdóttir

Í lífsleikniefninu Ertu? er megináhersla lögð á að efla félags-, siðferðisog tilfinningaþroska nemenda. Tengsl milli þessara þátta og velfarnaðar í lífinu hafa orðið æ ljósari á undanförnum árum og sterk staða á þessum sviðum hefur einnig jákvæð áhrif á námsárangur. Helstu markmið námsefnisins eru að nemendur: 1. öðlist aukinn skilning á sjálfum sér og þeim gildum sem þeim finnst mikilvæg 2. efli og styrki sjálfsmynd sína 3. læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum 4. þjálfist í að vera læsir á eigin tilfinningar og annarra 5. læri ýmsar gagnlegar aðferðir í samskiptum 6. geri sér grein fyrir réttindum sínum og skyldum og í hverju borgaravitund felst 7. geri sér grein fyrir eigin ábyrgð

Kennsluhættir og vinnubók Þessu næst er komið að meginverkefnikennslustundarinnar sem felst í því að vinna verkefnablað, eitt eða fleiri. Í flestum tilvikum er um einstaklingsbundna vinnu að ræða en sumar spurningar henta prýðilega fyrir litla hópa eða paravinnu. Kennari metur og ákveður hvernig hann hagar því. Áhersla er lögð á að nemendur líti í eigin barm og kanni hvernig þeir standa að vígi í ýmsum þáttum. Verkefnablöðin miðast að mestu við einstaklingsbundna vinnu en hópa- og paravinna kemur einnig til greina. Reyna ætti að koma við hópavinnu þar sem hægt er því að það gefur nemendum kost á þjálfun í samskiptafærni. Mælt er með því að foreldrar fái upplýsingar um námið, markmið og tilhögun í bréfi sem þeim er sent í upphaf Lífsleikni – sjálfstraust, sjálfsagi og samkennd. Handbók fyrir kennara og foreldra Höfundar: Erla Kristjánsdóttir, Jóhann Ingi Gunnarsson og Sæmundur Hafsteinsson. Námsgagnastofnun. Í bókinni er leitast við að varpa ljósi á hugtakið lífsleikni og hvernig það tengist uppeldisstarfi og menntun. Auk fræðilegrar umfjöllunar hefur bókin að geyma fjölda af ábendingum og hugmyndum sem gagnast kennurum jafnt sem foreldrum Reykjavík. 2004. i námsins. Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

8

Kennsluleiðbeiningar á vef námsgagnastofnunar:

http://www.nams.is/lifsleikni/ertu/ertu_klb.pdf Sjálfsþekking kemur sér vel bls. 1 og Svona er ég bls. 2 og gildi bls. 3

Gardner skilgreinir greindir sem líf-sálfræðilega hæfni til að nýta kunnáttu og hæfni á tiltekinn hátt við að leysa mál og skapa afurðir sem safélagið metur (Gardner, 1999) Gardner leggur áherslu á að allir búi yfir 8 greindum. Einstaklingar hafa mismikla hæfileika út frá greindum sínum sem eru skv. Gardner: Hæfileiki í: Málgreind, til að tjá sig í mæltu máli. Nýtíst t.d. Í að tala, hlusta og lesa. Rök– og stærðfræðigreind, til að skilja tölur og/eða vera góður í rökhugsun og rökfærslu. Nýtist t.d. Í við að fara með peninga. Rýmisgreind, greind mynda og ímynda. Sjá myndir í huganum. Listamenn. Skara fram úr í listgreinum í skólanum Segja frá skýrum sjónrænum ímyndum þegar verið er að hugsa um eitthvað. Auðvelt með að lesa kort, línurit og skýringarmyndir. Teiknar nákvæmar myndir af fólki eða hlutum. Líkar vel þegar sýndar eru kvikmyndir, skyggnur eða ljósmyndir. Þykir gaman að púsluspilum og öðrum sjónrænum athöfnum Dreymir oft dagdrauma. Byggir áhugaverðar þrívíðar byggingar, t.d. Úr legó Krotar á blað eða skólabækur. Fær meiri upplýsingar úr myndum en orðum við lestur. Þurfa að nota myndir og sjónrænar aðferðir við að ná tökum á lestri. Líkams– og hreyfigreind, er greind alls líkamans t.d. Íþróttamenn, dansarar, leikarar og greind handanna, vélvirkjar, skurðlæknar. Hreyfir sig , kippist til, slær létt með puttunum, iðar þegar hann /hún situr á stól, þarf að snerta hluti til að læra um þá. Gaman að vinna með leir og taka hluti í sundur og setja saman aftur. Oft talin ofvirk með athyglisbrest. Hreyfa sig, búa til og snerta til að læra. Tónlistargreind, hæfni til að halda lagi, muna lög, tilfinningu fyrir takti og njóta tónlistar. Syngja oft, humma og blístra ósjálfrátt. Muna sönglög, ruggar sér taktfast, raula þegar þau læra. Það hjálpar þeim að koma skipulagi á hugsanir sínar. Samskiptagreind, hæfileiki til að skilja aðra, og eiga gott með að vinna með Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

9

öðrum. Eignast vini og sýna öðrum samkennd. Þau hafa mikla næmni fyrir tilfinningum og fyrirætlan annarra. Blandar geði við marga. Þykir gaman í hópleikjum. Hefur ríka samkennd með tilfinningum annarra. Virðist vera fæddur leiðtogi. Oft erfitt með lestur og stærðfræði, en gengur samt vel í námi. Sjálfsþekkingargreindin, er trúlega sú mikilvægasta en um leið sú erfiðasta. Svarar því hverjar eru mínar sterku og veiku hliðar. Hafa trú á sjálfum sér og móta stefnuna, setja sér markmið. Þau vita hver þau eru og hvers þau eru megnug að áorka í lífinu. Leikin í að setja sér markmið, þrautseig og læra af fyrri mistökum. Hafa sterka þörf fyrir að vera ein og hugsa sín mál. Þau gætu viljað farið eigin leiðir í námi t.d. Lestri og stærðfræði ef um erfiðleika þar er um að ræða. Umhverfisgreind, næmi fyrir náttúrunni og um hverfinu. Kenna lestur í gegnum söng, ljóðagerð og segja sögur, leika leikrit, semja leikrit, vinna saman að verkefnum og taka mið af áhugasviði hvers og eins nemenda.

Sjálfsmynd mín bls. 5. vinnubók

Spegil-sjálfið sem felst í því að sjálfsmynd einstaklings er undir sterkum áhrifum af því sem hann telur að öðrum finnist um hann. Segja má að börn spegli sig í áliti annarra á þeim. Því skiptir miklu máli að þau njóti virðingar og væntumþykju fái staðfestingu á því að þau séu einhvers virði. Þau verða fyrir áhrifum af þeim sem þau hafa mest samneyti við og öðrum tísku fyrirmyndum úr fjölmiðlum. Sjálfsímynd, sjálfsmat og sjálfsvirðing er þungamiðjan í sjálfstrausti.

Hvað er mikilvægt í fari vinar? Vinnubók bls. 6 (sjá til

Virðing og traust í vináttu og samskiptum v-bók bls. 28 og 29 (sjá til

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

10

Vinir og vinátta bls. 26 (sjá fyrir neðan)

Samskipti, vinnubók bls.19, 20 og 21 Virðing, Skilgreining á hugtakinu samkennd: Samkennd er hæfni einstaklings til að 

setja sig í spor annarra,

sýna hluttekningu og

stuðning.

Viðkomandi á auðvelt með að hlusta og sýna lifandi áhuga á því að skilja það sem sagt er.

Samkennd birtist í umburðarlyndi gagnvart ólíkum sjónarmiðum og einstaklingum.

Sá sem býr yfir góðri samkennd nýtur þess að mynda tengsl og skilja aðra persónur.

Hann veit að slíkur eiginleiki er dýrmætur, skilar honum sjálfum virðingu og vináttu.

Samkennd lýsir sér í áhuga á að hjálpa öðrum og að bæta heiminn án þess að gera eigingjarnar kröfur á móti.

Það sem einkennir góð og þægileg samskipti: 1.

Virðing: sýna virðingu með að hlusta, og þar með sýndi vinur áhuga á mér og skoðunum mínum.

2.

Traust: tileinka sér jákvæð viðhorf hver í annars garð sýna trúnað og þagmælsku. Traust er kjarni vináttu.

3.

Skilningur: einsetja sér að hlusta vel og skilja aðra skilar sér fljótt í samskiptum. Hrósa öðrum, en draga sig í hlé ef vinur talar endalaust. Við eigum nefnilega að hlusta og tala líka sjálf, þar sem gagnkvæmt traust ríkir.

4.

Jákvæðni: Sá jákvæði leitar stöðugt að lausnum og leiðum, en sá neikvæði að hindrunum og afsökunum. Ekki tala illa um aðra það er smitandi, láta sig frekar hverfa á braut í þannig umræðu. Jákvæðni er líka smitandi og skapar gott andrúmsloft og samskipti.

5.

Sveigjanleiki: vera tilbúinn að slá af eigin kröfum, geta gefið eftir.

6.

Einlægni: tjá sig af heilum hug og vera sjálfum sér samkvæmur.

7.

Þolinmæði: Finna rétta augnablikið til að leysa ágreining. Sjónarmið okkar skilar sér á endanum, með þolinmæði og jákvæðu hugarfari.

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

11

Hæfileikar mínir, vinnubók bls. 7

Það er ekki nóg að hafa hæfileikann. Það þarf sjálfstraust, það má skilgreina: Einstaklingur með gott sjálfstraust hefur trú á sjálfum sér og eigin getu. Hann býr yfir nægjanlegu öryggi til að koma skoðunum sínum og óskum á framfæri, mynda heilbrigð tengsl og treysta öðrum. Einstaklingur með gott sjálfstraust þekkir vel sterkar og veikar hliðar sínar og kann að fara með hvort tveggja af skynsemi sjálfum sér og öðrum til gagns. Sjálfstraust einkennist af tilfinningu fyrir því að geta áorkað hlutunum og eiga velgengni og hamingju skilið. Sjálfstraust felst í sjálfsímynd, sjálfsmat og sjálfsvirðingu. Lítið sjálfstraust er neikvæðni og dómharka í eigin garð. Velta sér upp úr eigin vanköntum, ógæfu eða getuleysi. Samskipti kringum óörugga einstaklinga verða spennt og óþægileg. Á bak við þetta yfirborð lélegs sjálfstrausts lúrir oft djúpstæður ótti við álit annarra og höfnunartilfinning, ótti við að verða fyrir árás eða gagnrýni. Þessi vonda tilfinning byggist oftast á óraunhæfu sjálfsmati. Bætt hugarfar er það sem gildir og hugsa frekar: “ Það er allt í lagi með mig, ég hef kosti og galla eins og aðrir”. “ Hvar get ég fengið leiðbeiningar” Lykillinn að bættu sjálfstrausti felst í æfingu og endurtekningu. Aðeins það að takast á við hlutina og prófa sig áfram skilar árangri. Einstaklingur með gott sjálfstraust er ekki gallalaus og hann hefur sínar takmarkanir. Hann þekkir takmörk sín, sterkar og veikar hliðar og veit að það er óskynsamlegt að ætla sér um of. Við viljum bæta okkur í viðráðanlegum skrefum og bætir stöðugt persónulega færni án samkeppni við aðra. Þeir virða getu og kosti annarra án þess að finna til minnimáttarkenndar. Ekki “við erum bestir” eða ég er betri en einhver annar, breytist í “ ég get lengi bætt eigin árangur og náð meiri þroska og færni” og “ ég er staðráðin(n) í að ná tökum á þessu og trúi að ég geti það”.

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

12

Hvert stefni ég? Vinnubók bls. 8

Þeir sem eru ákveðnir eru tilbúnir til að keppa að markmiðum sínum, leggja á sig til að nám þeim. Í þeirra augum eru markmiðin skýr og raunhæf. Það sem gerir gæfumuninn er þó það að sá ákveðni leitar lausna og hefur skýra hugmynd um leiðina að takmarkinu. Ákvarðataka hans einkennist af  Jákvæðni  Nákvæmni  Hann sér fyrir sér hvert hann stefnir  Á auðvelt með að gera sér í hugarlund ávinninginn af því að ná árangri  Skapar þannig sterka löngun til árangurs  Leitar leiða og finnur nýjar ef fyrri leið dugar ekki  Hann byggir á góðu sjálfstrausti  og trúir því staðfastlega að hann geti náð árangri  Og verði sjálfur að leggja á sig erfiði. Mikilvægt er að markmið séu raunhæf. Áhersla er lögð á að markmið snýst um persónulega færni og getu, eitthvað sem viðkomandi getur haft áhrif á og stjórnað. Þegar kennt er um ákvarðanatöku og markmiðssetningu er mikilsvert að fjalla um og leggja áherslu á eftirfarandi: 1. Skýr markmið. Geta séð markmiðið skýrt fyrir sér. Nemandi svarar spurningum eins og hvers vegna vil ég ná þessu markmiði? Hverju breytir það fyrir mig? hvernig er tilfinningin? Upplifunin? 2.

Löngun og vilji. Hef ég í raun brennandi áhuga á þessu? Er þetta kannski eitthvað sem aðrir vilja? Hverju þarf ég að kosta til? Hverju þarf ég að fórna? Er ég tilbúin(n) til þess að auka t.d. Vinnu og álag, minnka frítíma og skemmtanir, breyta lífsstíl? Nenni ég þessu í raun og veru?

3.

Trú á eigin getu. Trúi ég því að ég geti náð markmiði mínu? Hafa aðrir trú á mér? Skiptir það mig máli? Sé ég sjálfa(n) mig fyrir mér sem sigurvegara? Hvernig tala ég við sjálfan mig? Hef ég efasemdir og kann ég að vinna á þeim? Kunna að peppa sig upp.

4.

Undirbúningur. Búa til vandaðar áætlanir í smáatriðum. Hvernig ætla ég að bregðast við ef eitthvað fer úrskeiðis?

5.

Framkvæmd. Þeir sem ná markmiðum sínum eru vinnusamir og gera það sem þarf að gera. Við þurfum að æfa okkur skref fyrir skref, allt tekur tíma. Ekkert fæst áreynslulaust. Mótlæti og erfiðleikar eru til að sigrast á. Uppgjöf kemur ekki til greina. Einnig er mikilsvert að kunna að notfæra sér stuðning, geta rætt málin, leitað ráða og þegið aðstoð. Enginn getur unnið sigra fyrir okkur.

6.

Eftirfylgni og umbun. Það er þýðingarmikill eiginleiki að kunna að njóta árangurs eftir að honum er náð.

7.

Að þora. Lífsleiknikennsla á að styrkja nemendur í því að þora að taka ákvarðanir. Ótti við mistök eða gagnrýni má ekki hindra okkur.

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

13

Að hafa trú á sjálfri/sjálfum sér Vinnubók bls. 9 (sjá í hvert stefni ég)

Þessar óútreiknanlegu tilfinningar vinnubók bls. 10

Tilfinningagreind, sem Daniel Goleman gerði heimsþekkt í bók sinni Emotional Intelligence:(1995) Hann skilgreinir hana sem persónulega færni sem er sjálfsvitund(að þekkja eigin tilfinningar) sjálfsstjórn(að hafa stjórn á tilfinningum) og áhugahvöt

(að hvetja sjálfan sig áfram).

Félagslega færni sem er að þekkja tilfinningar annarra, að vera fær í samskiptum og að ráða við náin sambönd. (Goleman 1995) Í bókinni 2002 leggur hann áherslu á sjálfsvitund, sjálfsstjórnun, félagsvitund og stjórnun á samskiptum. Leggja skal áherslu hjá litlum börnum 

að þau viti hvernig þeim líður á ákveðinni stundu,

að þau hafi stjórn á hvatvísi og geti frestað umbun,

að þau beri kennsl á tilfinningar annarra og

geti róað sjálft sig.

Markmið lífsleiknikennslu er að: 

Nemandi getur þroskað margbreytileik eigin tilfinninga og sé þannig meðvitaður um hvernig tilfinningar hafa áhrif á hegðun,hugsun, og öll samskipti lifandi vera.

Nemandi geti ræktað með sér samkennd, samhygð og virðingu fyrir skoðunum og lífsgildum annarra.

Nemandi geti öðlast færni í tjáskiptum og styrkist þannig í að tjá og fylgja eftir skoðunum sínum, tilfinningum og hugarefnum.

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

14

Reiði

vinnubók bls. 12 og 13 að tjá

Við segjum stundum að fólk sé skapmikið. Það felur m.a. Í sér  að viðkomandi lætur skoðanir sínar og tilfinningar óhikað í ljós,  sættir sig illa við hindranir og jafnvel aðfinnslur.  Stóru skapi fylgja sterkar tilfinningar.  Það eykur sjálfstraust að hafa tilfinningu fyrir því að ráða við sjálfan sig og aðstæður sínar. Uppbyggileg reiði hefur ákveðið einkenni.  Beinist að réttri persónu (á viðeigandi stað og stund).  Stuðlar að breytingu í hegðun þess sem hún beinist að.  Sjálfstjórn, sjálfstal  Leggja mat á reiði. Gefa reiði sinni einkunn frá 0—10  Líkamstjáning. Skoða vel líkamstjáningu tengda reiði. Hvernig áhrif hefur hún á aðra?  Að segja frá reiði. Orða reiði sína af nákvæmni. Ná tök á erfiðum tilfinningum með því að tjá þær í orðum. Æfa sig í að tjá reiði með þunga og yfirvegun.  Bæta fyrir brot, biðjast afsökunar. Æfa viðbrögð. Draga lærdóm af reiðiköstum og finna nýjar leiðir.  Velja ákveðin atvik og ræða þau,  setja upp leikþætti og leika atriði.  Skrifa þau eða  teikna.  Skrifa lista yfir slæm viðbrögð og góð. Æfingin skapar meistarann.

Ég boð Góð aðferð til að tjá tilfinningar bls. 15, 16 og 17 Ég boðum fylgir hreinskilni, frásögn um eigin sjónarmið og tilfinningar, ábendingar um lausnir og leiðir, upplýsingar um flest sem að gagni má koma. Hreinskilni er að opna sjálfan sig, gefa af sér og leggja fram eigin hugmyndir. Leggja skal áherslu á að nota ég boð, þessi aðferð lýsir staðfestu og ákveðni og við sleppum því að móðga eða niðurlægja viðmælanda okkar. Þú boðum fylgir aðeins ásakanir og persónuleg gagnrýni. Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

15

Að hugsa jákvætt vinnubók bls. 11 og

Jákvæðni er góð þjálfun í að horfa á félaga sína og viðfangsefni í jákvæðu ljósi. Leita að því góða í fari annarra. Viðfangsefni sem leysanleg ekki vandamál. Stundum þurfum við hjálp til að skilja hvernig neikvæðar hugsanir og sjálfstal hneppa okkur í fjötra gagnvart verkefnum okkar. ..

Að hlusta

vinnubók bls. 23 og 24

Bls. 105 Virk hlustun. 1.

Leggja svo vel við hlustir að við getum endurtekið af skilningi það sem sagt var

2.

Einbeita sér að því að skilja hvað viðmælanda finnst mikilvægast. Hver eru aðalatriðiðn í þínum huga? Hvað vilt þú helst tjá þig um ? Hver er forgangsröðin? Getur þú sagt mér hvers vegna? Hvernig vilt þú sjá útkomuna, hvað vilt þú að gert verði?

3.

Einsetja sér bæði fyrir viðtal og í því að sýna þolinmæði og yfirvegun.

4.

Spyrja spurninga sem hvetja viðmælanda til að skýra betur mál sitt. Geturðu sagt mér meira frá þessu? býstu þessu betur fyrir mér. Hvenær gerðist þetta?

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

16

5.

Nota þagnir. Þegar tveir einstaklingar ræða saman getur verið gott að þagna andartak og “hlusta á þögnina”, kanna eigin upplifun og tilfinningar. Sé andrúmsloftið rafmagnað og spennt er líklegt að einhver þoli illa þögnina og rjúfi hana. Sé þögnin hins vegar þægileg má búast við góðum árangri í samtalinu. Það er einkenni á sambandi góðra vina að þeir geta þagað saman.

6.

Taka eftir líkamstjáningu bæði sinni eigin og viðmælanda.

Að tjá sig

vinnubók bls. 25

Þú tilheyrir samfélagi vinnubók bls. 29, 30 og 31

Heimild: Erla Kristjánsdóttir, Jóhann Ingi Gunnarsson, Sæmundur Hafsteinsson. 2004. Lífleikni sjálfstraust, sjálfsagi og samkennd. Handbók fyrir kennara og foreldra. Ritstjóri Aldís Yngvadóttir 1.útgáfa 2004 Námsgagna-

Heimil: Aldís Yngvadóttir, 2009. Ertu vinnubók í lífsleikni. Ritstjóri Sylvía Guðmundsdóttir. Námsgagnastofnun.

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

17

Hæfniviðmið fyrir íslensku 5. - 7.bekk 2. Lestur og bókmenntir Við lok 7. bekkjar á nemandi að geta: http://vefir.nams.is/sogu_oska/volusteinn.pdf 

lesið texta við hæfi með góðum hraða og af skilningi, lagt mat á hann og túlkað.

notað þekkingu og reynslu ásamt ríkulegan orðaforða við lestur og skilning á texta.

greint og fjallað um aðalatriði í texta og helstu efnisorð og notað mismunandi aðferðir við lestur og skilning á texta.

lesið sér til ánægju og fróðleiks og gert öðrum grein fyrir þeim tilfinningum sem texti hefur á hann.

lesið gamlar og nýjar bókmenntir, þar á meðal þjóðsögur, ljóð, og bókmenntir ætlaðar börnum og unglingum .

greint nokkur frásagnarform bókmennta og beitt fáeinum bókmenntafræðilegum hugtökum til að efla skilning, svo sem tíma, sjónarhorni, sögusviði og boðskap.

beitt nokkrum hugtökum til að fjalla um form og innihald ljóða, svo sem rím, ljóðstafi, hrynjandi, líkingar og boðskap.

aflað upplýsinga úr bókum og fjölbreyttu rafrænu efni, unnið úr þeim og nýtt við lausn verkefna.

lesið úr einföldum tölulegum og myndrænum upplýsingum og túlkað þær. Valið sér fjölbreytt lesefni við hæfi til gagns og ánægju.

http://vefir.nams.is/midbjorg/themaverkefni.html Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

18

Bókin Mokoka Bókin er lesin og unnin verkefni sem þjálfa hljóðkerfisvitund (þ.e. rím, greina setningar í orð, greina orð í atkvæði, vinna með samhljóðasambönd, stofn/rót orða, greina í sundur og tengja saman hljóð/stafi í orðum) samhliða kennslu í lestri og stafsetningu. Markmið; 

að styrkja lestrarfærni (leshraða og lesskilning)

að styrkja stafsetningarfærni

að styrkja hljóðkerfisvitund

að styrkja sjálfvirkni í lestri

að styrkja hlustunarskilning

Tímabil; Börn sem eiga við alvarlega lestrarörðugleika að stríða fá til viðbótar þjónustu við sitt hæfi hjá sérkennara um lengri eða skemmri tíma. Í boði er m.a.: Stafsetningarátak Í upphafi hverrar kennslustundar fá nemendur efni til að vinna með s.s. stutta texta, sögur o.fl. Nemendur vinna ýmist einir eða í pörum. Í kennslustundum er lögð áhersla á að vinna með eftirfarandi atriði: Einfalda og tvöfalda samhljóða, y,ý og ey, óhljóðrétt orð, stóra stafi – sérnöfn, n og nn ng og nk Markmið: • að styrkja hljóðkerfisvitund að

styrkja stafsetningarfærni

• að þjálfa sjónminni og utanbókarlærdóm á orð • að kenna aðferðir sem hjálpa til við að muna rithátt orða

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

19

2. Lestur og bókmenntir Íslendingasögur í

endursögn Brynhildar Þórarinsdóttur Lesnar á hljóðbók,

Njála

Egla

Laxdæla

Íslendingasögur helstu einkenni og still Sögur um Íslendinga á tímabilinu frá landnámsöld til fyrri hluta 11. aldar. Sögurnar eru flestar skráðar á 13. öld. Þær fjalla um hetjur og hetjuskap. Sagt er frá ýmsum átökum sögupersóna, deilum, mannvígum, hefndum og sáttum. Einnig er sagt frá því þegar ungir höfðingjasynir fara í siglingu, heimsækja erlenda höfðingja og lenda í ýmsum ævintýrum. Aðrar þjóðir eiga ekki sambærilegar sögur. Sögurnar voru skráðar nokkrum öldum eftir sögutímann. EkSæmd skiptir söguhetjur Íslendingasagna miklu máli. Ef einhver taldi sig beittan óréttlæti greip hann til hefnda til að verja sæmd sína

Helstu einkenni Íslendinga-sagna Hlutleysi er eitt af einkennum Íslendingasagna. Ekki er dregin ályktun eða tekin afstaða heldur sagt frá því sem hægt er að sjá og heyra. Orðið sæmd er skylt orðinu sómi. Það merkir heiður eða virðing. Spurningin var ekki hvort menn ættu að hefna heldur hvernig þeir ættu að gera það. Talið var betra að deyja með sæmd en að lifa við smán. Fyrirboðar og yfirnáttúrulegir atburðir eru algengir í Íslendingasögum. Oft er gefið í skyn hvernig fer fyrir söguhetjunum með alls konar fyrirboðum og draumum. Fyrirboði merkir e-ð sem boðar óorðinn hlut, spá eða viðvörun. Stundum eru sögupersónur skyggnar og sjá fyrir atburði Stíll Stíll Íslendingasagna er einfaldur, setningarnar eru yfirleitt stuttar og hnitmiðað ekkert er vitað um höfunda þeirra. Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

20

2. Lestur og bókmenntir Þjóðsögur Bókin Trunt, trunt og tröllin Þessar sögur eru lesnar til spurningakeppninnar og því skyldusögur núna. Álfar og huldufólk: Átján barna faðir í álfheimum Legg í lófa karls, karls Draugar: Móðir mín í kví kví Kímni- og ýkjusögur: Bakkabræður smíða sér hús Þegar Bakkabræður rugluðu saman fótunum Helgisögur: Sálin hans Jóns míns Vantar í bókina Kirkjusmiðurinn að Reyni, fá þá sögu annars staðar.

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

21

Þjóðsögur Trunt, trunt og tröllin með hljóðbók og vinnubók, fyrir mið– og unglingastig. útgefið 2009. Nýrri útgáfa

Gegnum holt og hæðir.

Kennsluleiðbeiningar, Trunt trunt og tröllin Veffang http://www.nams.is/trunt/klb_a_vef.pdf Ítarefni með samnefndri bók

Legg í lófa karls, kars

Móðir mín í kví kví

Álfar og huldufólk Draugar

Bakkabræður smíða sér hús

Kímni– og Ýkjusögur

rugla saman fótunum

Kímni– og Ýkjusögur

Sálin hans Jóns míns

helgisögur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

22

2. Lestur og bókmenntir Gegnum holt og hæðir Er nýrri útgáfa af Trunt, trunt og tröllin sem unnið hefur verið með hér að framan Líka með hljóðbók og vinnubók, báðar fyrir mið– og unglingastig, útgefið 2011

Gegnum holt og hæðir Þjóðsögur eru frásagnir sem hafa lifað í munnmælum mann fram af manni. Það þýðir að ekki er vitað um uppruna þeirra, höfunda eða hver sagði þær fyrstur. Sögurnar eru misgamlar, sumar þeirra hafa varðveist öldum saman. Við vitum að sögurnar eru ekki alltaf byggðar á sönnum eða raunverulegum atburðum. Sumar þjóðsögur eru þó þannig að það mætti hugsa sér að þær væru sannar. Þær segja okkur líka ýmislegt um það hvernig fólk hugsaði fyrr á öldum, hverju það trúði og hvað það aðhafðist. Fáar þjóðir eiga jafnstórt safn af þjóðsögum og Íslendingar.

Ítarefni og vinnuhefti á Netinu

http://vefir.nams.is/klb/ gegnum_holtoghaedir_...

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

23

2. Lestur og bókmenntir Verkefni í yndislestri Bók um Bók I Verkefni áður en þú lest bókina 1. 2. 3. 4. 5. 6.

Notaðu annaðhvort A5-stílabók eða búðu til þína eigin vinnubók með ýmsum upp- lýsingum og umfjöllunarefni um skáldsöguna þína. Búðu til fallega forsíðu til að hafa fremst í vinnubókinni. Á fyrstu síðu vinnubókarinnar skráir þú eftirfarandi hjá þér: nafn bókarinnar nafn höfundar útgáfuár útgáfufyrirtæki blaðsíðufjölda daginn sem þú byrjar að lesa bókina áætlaðan tíma sem það tekur þig að lesa bókina Lýstu útliti bókarinnar í a.m.k. 30 orðum.

II Verkefni á meðan þú lest bókina 1. 2. 3. 4. 5. 6.

Segðu öðrum frá því sem þú ert að lesa um. Gerðu lista yfir persónurnar í bókinni og lýstu þeim í fáeinum orðum. Teiknaðu mynd sem sýnir hvernig helstu persónurnar eru tengdar. Teiknaðu mynd sem lýsir umhverfi sögunnar. Settu þig í spor einnar persónu í bókinni. Lýstu henni í a.m.k. 40 orð. Skrifaðu 5 – 10 línur þar sem þú segir frá því hvernig þú heldur að bókin endi

III Verkefni eftir að þú hefur lesið bókina 1.

Allar sögur hafa upphaf, miðju og endi. Hvernig er þessu háttað í þinni bók? Útskýrðu það vel í u.þ.b. 60 orðum. 2. Búðu til nýja bókarkápu á bókina þína. Teiknaðu mynd sem þér finnst hæfa efni hennar og skrifaðu texta sem hentar á bakkápuna. 3. Gæti bókin hafa endað öðruvísi? Skrifaðu nýjan endi á bókina sem er allt öðruvísi en sá sem höfundurinn skrifaði. Lestu hann upphátt fyrir skólafélaga þinn eða kennara. 4. Skráðu hjá þér fimm atriði um það sem þér finnst vera jákvætt 5. Settu þig í spor rannsóknarlögreglu sem lýsir eftir tveimur persónum í bókinni þinni. Búðu til auglýsingu þar sem þú notar bæði mynd og texta. 6. Skrifaðu mat þitt á bókinni og notaðu til þess a.m.k. 40 orð. Gott er nota dæmi og rökstyðja Orð sem oft eru notuð til að lýsa bókum: skemmtileg – leiðinleg – erfið – einföld – flókin – auðlesin – sorgleg – fyndin – vel skrifuð – áhugaverð – spennandi – ógleymanleg – fróðleg – óvenjuleg – óraunverulegskemmtilegar myndir Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

24

2. Lestur og bókmenntir Völusteinn Völusteinn er létt og skemmtileg bók með stuttum sögum og góðri lesturstærð, henni fylgir vinnubók á netinu með ofangreint veffang og hljóðbók. Markmiðin eru að efla lesskilning og lestraráhuga og veita þjálfun í lestri og ritun.

Verkefnin í vinnubókinni eru 14 http://vefir.nams.is/sogu_oska/volusteinn.pdf

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

25

Bækur lesnar á miðstigi 20013-14

Lestu meira

verkefni

Skólabókasafns í samvinnu við hljóðbókasafnið. Þessar bækur eru allar til á hljóðbók á hljóðbókasafninu. Allar til á hljóðbók. LESUM MEIRA spurningarkeppni á vegum bókasafna í Kópavogi. Guðrún Helgadóttir Öðruvísi fjölskylda Jón Oddur og Jón Bjarni Sigrún Eldjárn Eyja gullormsins Forngripasafnið Kristín Helga Gunnarsdóttir Draugaslóð Ríólitreglan Þorgrímur Þráinsson Ertu Guð afi? Þriðji ísbjörninn Guðmundur Ólafsson Emil og Skundi (fyrsta bókin) Friðrik Erlingsson Benjamín dúfa Gunnar Helgason Víti í Vestmannaeyjum Margrét Örnólfsdóttir Aþena: Hvað er málið með Haíti? Þjóðsögur Átján barna faðir í Álfheimum Kirkjusmiðurinn á Reyni Sálin hans Jóns míns Bakkabræður Legg í lófa karls, karls Móðir mín í kví, kví Íslendingasögur í endursögn Brynhildar Þórarinsdóttur Njála Egla Laxdæla

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

26

2. Lestur og bókmenntir Bragfræði og myndmál Eitt af einkennum hefðbundinna ljóða er rím. Rím getur verið margs konar og er það flokkað eftir einkennum: Þegar rímorðin eru eitt atkvæði kallast rímið karlrím eða einrím. Dæmi: hús – mús Þegar rímorðin eru tvö atkvæði kallast rímið kvenrím eða tvírím. Dæmi: kon•a – svon•a Þegar rímorðin eru þrjú atkvæði kallast rímið þrírím. Dæmi: verð•in•u – sverð•in•u Þegar sérhljóð og samhljóð ríma saman nefnist rímið alrím. Dæmi: langa – ganga Þegar aðeins samhljóðarnir eru eins nefnist rímið hálfrím. Dæmi: stund – land Endarím getur bæði verið víxlrím og runurím. Víxlrím nefnist það þegar 1. og 3. lína ríma saman og 2. og 4. lína (abab). Runurím nefnist það þegar t.d. 1. og 2. lína ríma saman og 3. og 4. lína (aabb). Dæmi um víxlrím Er sumarið kom yfir sæinn A Dæmi um runurím og sólskinið ljómaði’ um bæinn A Þegar hnígur húm að þorra, A og vafði sér heiminn að hjarta B oft ég hygg til feðra vorra, A og þá fyrst og fremst til Snorra A Innrím birtist inni í braglínunum. Það er einnig algengt í málsháttum. Innrím er líka kallað miðrím. Skoðaðu vel eftirfarandi dæmi. Dó á fjöllum geislaglit, glóir mjöll á dröngum. Skógarhöll með haustsins lit hló þar öll af söngvum.

Láttu smátt en hyggðu hátt, heilsa kátt ef áttu bágt. Leik ei grátt við minni mátt. Mæltu fátt og hlæðu lágt.

Guðmundur Böðvarsson

Margur er knár þótt hann sé smár. Morgunstund gefur gull í mund.

Einar Benediktsson

Persónugerving er ein tegund myndmáls. Hún er mjög algeng í málinu, ekki síst í ljóðagerð. Ýmis fyrirbæri Dæmi: Sótsvartur, bálreiður, dún- náttúrunnar, hugmyndir og dauðir hlutir eru persónugerðir og fá mannlega mjúkur. eiginleika. Myndhverfing getur verið eitt orð eða heil setning.

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

27

Hæfniviðmið fyrir íslensku í 5. - 7.bekk 3. Ritun Við lok 7. bekkjar skrifað læsilega og af öryggi með persónulegri rithönd, getur beitt algengum aðgerðum í ritvinnslu, gengið frá texta og notað orðabækur og önnur hjálpargögn. valið textategund, skipulagt og orðað texta, svo sem sögur, frásagnir, lýsingar og fyrirmæli, á þann hátt sem hæfir tilefni. samið texta þar sem beitt er eigin sköpun, notið þess að tjá hugmyndir sínar og reynslu og veita öðrum hlutdeild með því að kynna ritunina eða leyfa öðum að lesa. beitt og hefur náð valdi á helstu atriðum stafsetningar og greinarmerkjasetningar. lesið texta og skoðað hann með það í huga að kanna hvernig höfundur skrifar og nýtt það við eigin ritun.

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

28

3. Ritun http://vefir.nams.is/malbjorg/bokmenntir.html Sjáið frekar inná vefnum

Skrifað um kjörbók •

Nafn bókar og höfundur – Ein lína.

Bókaforlag, útgáfuár, blaðsíðufjöldi – Ein lína.

Söguþráður bókarinnar – Fimm til tíu línur.

Viðfangsefni bókarinnar, vandamál sem tekin eru til umfjöllunar o.fl. – Fimm til tíu línur.

Aðalpersónur sögunnar – Fimm til tíu línur.

Umhverfi sögunnar og tími; bær, borg, úthverfi, smábær, sveit, árstíð, veður, fjárhagur fólks, menntun, viðhorf o.fl. – Fimm til tíu línur.

Hvort hentar þessi bók frekar stelpum en strákum? – Þrjár línur.

Hver gæti boðskapur sögunnar verið? – Þrjár til fimm línur.

Hver er helsti kostur bókarinnar? – Þrjár til fimm línur.

Hver er helsti galli bókarinnar? – Þrjár til fimm línur.

Málbjörg / SKS

1

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

29

http://vefir.nams.is/malbjorg/ritun.html Málbjörg vefur um kennsluleiðbeiningar og hugmyndir

Í ritun er fjallað um  Bókmenntaritgerðir  Dagbókarskrif  Mannlýsingar  Tímarit og hönnun  Þýðingar  Ferilsritun—gátlisti  Hugleiðing  Einfalt matsblað  Ítarlegt matsblað  Prófarkarlestur  Tíu góð ráð  Sjálfsmat í ritun Glærusafn  Að skrifa úrdrátt  Dæmi um ritdóm  Ritun-leiðbeiningar

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

30

3. Ritun Hvað er hægt að gera heima? samheitaorðbækur, málshátta- og orðtakasöfn, Útdráttur Ritun útdrátta er góð leið til að þjálfa ritun auk þess sem nemendur þjálfast í lestri, lesskilningi og stafsetningu. Nemendur fá góða þjálfun í að greina aðalatriði frá aukaatriðum. Ágæt leið til að þjálfa nemendur í að skrifa útdrætti er að fá þá til að segja í stuttu máli frá innihaldi kvikmyndar, sjónvarpsefnis, blaðagreinar eða skáldsögu. Ræddu við barnið um kvikmyndir sem þið horfið á. Til dæmis má ræða um persónurnar, tímann og staðinn sem myndin gerist á og um rás atburða, og fáðu það til að koma með tillögur um viðbót við myndina.

Hvað er úrdráttur 

Útdráttur er stutt samantekt aðalatriða úr texta. Útdráttur á að vera á samfelldu máli, ekki einstök orð eða samhengislausar setningar. Í útdrætti er notað eigið orðalag. Þess vegna er óhætt að breyta textanum og umorða. Útdráttur hefur upphaf, meginmál og niðurlag eins og aðrar ritsmíðar. Í útdrætti ætti að nota eigin fyrirsögn en ekki þá sömu og í frumtextanum. Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

31

3. Ritun Leiðbeiningar fyrir ritun Tíu góð ráð 

Notaðu sem flest tækifæri til að skrifa.

Vandaðu skrift, frágang, málfar og stafsetningu.

Endurritaðu textann þinn eins oft og þörf krefur.

Lestu textann þinn upphátt. Þannig heyrir þú gjarnan ef orðalagið er einkennilegt eða ef eitthvað þarf að orða betur. Notaðu skriffæri sem þér finnst þægilegt að skrifa með/ ritvinnslu.

Mundu eftir að nota greinaskil.

Gættu þess að hafa málsgreinar ekki of langar.

Veldu fyrirsögn sem hæfir innihaldi textans.

Gættu þess að nota ekki sömu orð aftur og aftur.

Notaðu handbækur. Samheitaorðabók og fl. Stafsetningarorðabók eða stafsetningarpúka. Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

32

Uppbygging ritunar Inngangsorð 1.

Allar ritsmíðar þurfa að hafa viðeigandi inngangsorð.

2.

Inngangsorðin eiga að vera sjálfstæð.

3.

Fyrirsögn á ekki að nota sem hluta af inngangsorðum.

4.

Inngangsorðin þurfa að hafa upphaf, miðju og endi.

Dæmi um viðeigandi inngangssetningar: Ég hef mjög gaman af því að horfa á kvikmyndir og eru gamanmyndir í sérstöku uppáhaldi. Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að horfa á kvikmyndir. Myndirnar um Harry Potter eru í mestu uppáhaldi núna en það á áreiðanlega eftir að

Meira um Inngangsorð Ein málsgrein – löng runa: Hún sagði mér að hætta þessu því að klukkan væri orðin margt auk þess sem ég þyrfti að vakna snemma á morgun og að betra væri að koma sér snemma í háttinn en mig langaði að fá að vaka lengur því að ég var í páskaleyfi . . . Tilraun til að betrumbæta: Hún sagði mér að hætta þessu því að klukkan væri orðin margt. Ég þyrfti að vakna snemma á morgun og að betra væri að koma sér snemma í háttinn. Mig langaði að vaka lengur því að ég var í páskaleyfi . . . Upptalningarfrásögn ber að forðast. Í slíkum frásögnum hefur gleymst að nota punkta og kommur. Þess í stað eru notaðar samtengingar – og oft þær sömu aftur og aftur. Þegar ég vaknaði í morgun fékk ég mér morgunmat og síðan fór ég í sturtu. Eftir skólann fór ég í bæinn og svo í tónlistarskólann. Um kvöldið hitti ég vini mína eins og ég geri gjarnan. Ritmál og talmál. Í rituðum texta gilda aðrar reglur en í talmáli. 1.Ritaður texti er gjarnan formlegri en talmál. 2.Í talmáli er eðlilegt að nota hikorð. 3.Þau eiga hins vegar ekki heima í rituðum texta – nema ætlunin sé að hafa textann með talmálssniði. Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

33

4.Í ritmáli eru síður notuð orð eins og rosalega, ferlega, ógeðslega, geðveikt, svona, sem sagt, ekkert smá . . . 5. Endurtekningar. Margar málsgreinar hefjast á sömu orðum eða sama setningarhluta. Tvær eða fleiri efnisgreinar hefjast á sömu orðum eða sams konar setningarhlutum. Sömu orð koma fyrir aftur og aftur. Þeir fóru svo út og svo sofnaði strákurinn og það var svo eins og þeir . . Þannig að hann fór út og þannig sagði hann henni að . . . Þegar ég fór til útlanda í sumar vissi ég ekki hvað ég átti að gera við köttinn. Þegar mamma sagði mér að við yrðum að . . Lengd efnisgreinar. Hver efnisgrein er ein heild sem rúmar eina hugsun. Efnisgrein hefur upphaf, miðju og enda. Eðlileg lengd efnisgreina er fimm til fimmtán línur. Minna en tvær línur og meira en hálf síða er ekki í lagi. Kafli í bók, frétt í blaði eða sendibréf eru vanalega byggð upp af nokkrum efnisgreinum. Greinaskil geta verið tvenns konar. Gæta samræmis og velja aðra hvora leiðina – ekki blanda þeim saman. Inndregið eða ekki.

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

34

3. Ritun Gátlisti Er í lagi með uppbyggingu ritunarinnar? Eru upphafsorðin í lagi og líkleg til að vekja áhuga? Eru lokaorðin skýr og áhugaverð? Er textinn líklegur til að vekja áhuga lesandans? Er byggingin í lagi þ.e. upphaf – miðja – endir? Er orðalag og stafsetning í lagi? Eru greinaskil í textanum? Eru sömu orð notuð aftur og aftur? Er of mikið af samtölum í frásögninni? Er textinn eins og upptalningarfrásögn? (og svo, síðan, þá . . . ) Er eðlilegt samhengi í textanum, þ.e. leiðir eitt af öðru? Er textinn lipur og þægilegur aflestrar? Er fyrirsögnin áhugaverð? Er tilgangurinn með skrifunum skýr? Eru punktar og kommur á réttum stöðum? Mætti sleppa einhverju? Er einhverju ofaukið? Er í lagi með greinarmerkin ? 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7.

Ekki nota punkt á eftir fyrirsögn. Mundu eftir spurningarmerki á eftir spurningu – líka í fyrirsögnum. Mundu eftir að setja punkt í lok málsgreina og eitt bil á eftir punkti þegar þú notar tölvu. Tvípunktur á að vera á undan beinni ræðu eða beinum tilvitnunum t.d.: Jónas kallaði út um gluggann: „Viltu láta köttinn í friði?“ Gæsalappir eru notaðar á undan og eftir beinni ræðu, t.d.: Afi sagði orðrétt við mig: „Hertu þig nú, strákur.“ Gæsalappir eru gjarnan notaðar sem afsökunarbeiðni, t.d. þegar menn sletta erlendum orðum: Þetta er mjög „cool“. Gættu þess að skrifa dagsetningar rétt, t.d. 28. júní.

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

35

3. Ritun Sjálfsmat, Gátlisti við ritun Er fyrirsögnin áhugaverð?

 já

 já  Eru lokaorðin skýr og áhugaverð? já  Eru greinaskil í textanum? já  Hefur textinn upphaf, miðju og endir? já  Notar þú sömu orð aftur og aftur? já Er textinn eins og upptalningarfrásögn? (og svo, síðan,svo já  Er orðalag og stafsetning í lagi? já  Eru punktar og kommur á réttum stöðum? já  Er textinn lipur og þægilegur aflestrar? já  Mætti sleppa einhverju eða er einhverju ofaukið? já  Fylgdir þú öllum leiðbeiningum og fyrirmælum? já  Ertu ánægð/ur með verkið þitt? já  Er textinn líklegur til að vekja áhuga lesandans? já  Er frágangur eins og best verður á kosið? já  Er textinn þinn birtingarhæfur? já

Eru upphafsorðin í lagi?

 er ekki viss

 nei

 já

 er ekki viss  er ekki viss  er ekki viss  er ekki viss  er ekki viss .. er .) ekki viss  er ekki viss  er ekki viss  er ekki viss  er ekki viss  er ekki viss  er ekki viss  er ekki viss  er ekki viss  er ekki viss

 nei  nei  nei  nei  nei  nei  nei  nei  nei  nei  nei  nei  nei  nei  nei

 já

Dagsetning og undirskrift: ________________________________________________________________

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

 já  já  já  já  já  já  já  já  já  já  já  já  já  já


Læsi 6. bekkur

36

3. Ritun 10 góð atriði við gerð Kjörbókaritgerðar 1.Lengd ritgerðarinnar á að vera u.þ.b. tvær vélritaðar blaðsíður, 12 punkta letur, leturgerð Verdana línubil 1,5. Skila á ritgerðinni með forsíðu. Uppkast ritgerðarinnar á að fylgja með í möppunni. 2.Nafn ritgerðarinnar skal vera á forsíðu, rétt fyrir ofan miðja blaðsíðu. Á forsíðu skal einnig koma fram hver skrifaði ritgerðina, hvaða ár, í hvaða skóla og nafn kennarans á forsíðunni. 3.Málfar, stafsetning og frágangur verður að vera í mjög góðu lagi. Lestu mjög vel yfir uppkastið áður en þú hreinritar. Uppkast er ekki endanleg ritgerð. Það er vinnuskjal og eðlilegt að breyta texta, bæta við hann eða strika yfir hluta af honum. 4.Rifjaðu vel upp efni bókarinnar og skrifaðu hjá þér athugasemdir sem þú telur skipta máli fyrir ritgerðina. Leitaðu skýringa á því sem þú skilur ekki. 5.Allar ritgerðir hafa inngang, meginmál og niðurlag. Í stuttum ritgerðum nægir að nota greinaskil til að afmarka þessa skiptingu. 6.Inngangur: U.þ.b. fimm línur. Þar kemur fram nafn bókar, nafn höfundar eða þýðanda ef bókin er eftir erlendan höfund, útgáfuár, blaðsíðufjöldi, aðrar bækur höfundar og jafnvel örstutt æviágrip hans. 7.Söguþráður: U.þ.b. tíu línur. Endursegðu efni sögunnar í stuttu máli. 8.Persónulýsingar: U.þ.b. tuttugu línur. Hver er aðalpersóna sögunnar? Hvernig er henni lýst. Athugaðu útlit og skapgerð. Hverjar eru helstu aukapersónur og hvernig er þeim lýst? Hvernig tengjast þær aðalpersónunni? Hvernig eru samskipti persónanna? Virka persónurnar raunverulegar? 9.Umhverfi og tími: U.þ.b. fimm línur. Hvar og hvenær gerist sagan? Hvað gerist hún á löngum tíma? Hvernig er umhverfinu lýst? Við hvernig aðstæður lifir fólkið sem sagt er frá? 10.Lokaorð: U.þ.b. tíu línur. Í lokaorðum dregur þú saman helstu niðurstöður þínar um bókina. Þú getur t.d. fjallað um hvað þér fannst gott við bókina og hvað mætti fara betur? Er hún raunveruleg, geta atburðir eins og sagt er frá gerst í raunveruleikanum eða gerast þeir bara í bókum? Hefur sagan einhvern boðskap? Hvað er gert til að gera hana spennandi? Finnst þér það takast? Hvaða aldri hentar bókin?

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

37

3. Ritun Matsblað í ritun kennara. Nafn og bekkur: ____________________________Einkunn: _________ Frágangur

Umsögn

Fyrirmæli forsíða viðeigandi fyrirsögn nafn höfundar á forsíðu dagsetning á forsíðu leturstærð 14 p. línubil 1,5 - lengd _____ bls.

 fyrir­mælum fylgt  fyrirmælum aðeins fylgt að hluta til.

Texti Fyrirmæli góð stafsetning viðeigandi greinarmerkjasetning lipurt orðalag vandað mál skipting í efnisgreinar

Umsögn

 stafsetning er góð  greinarmerkjasetning er í lagi  greinarmerkjasetning er ekki í lagi  stíllinn er lipur  orðaval er fjölbreytt

Efnistök Fyrirmæli - sjálfstæði - skilningur - inngangur - meginmál - lokaorð

Umsögn

 sýnir sjálfstæði  sýnir skilning á viðfangsefninu  inngangssetning við hæfi  lokaorð við hæfi

Heildar-mat Fyrirmæli - fylgja fyrirmælum

 orðaval er of fábreytt  málvillur  of langar málsgreinar  ónákvæm skipting í efnisgreinar  yfirlestur vantar  annað ___________________

 upptalningarfrásögn  sýnir efninu lítinn skilning  of einföld umfjöllun  annað ___________________

Umsögn  vel unnin ritgerð  gæti orðið góð ritgerð með smávægilegum breytingum  ekki nógu góð ritgerð  skipulagi ábótavant

 of einföld umfjöllun  of lítil vinna lögð í ritgerðina  endurvinna þarf ritgerðina og skila henni aftur  annað ___________________

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

38

Hæfniviðmið fyrir íslensku í 5. - 7.bekk 4. Málfræði Við lok 7. bekkjar gert sér nokkra grein fyrir eigin máli og hafi skilning á gildi þess að bæta það. notað allríkulegan orðaforða í ræðu og riti og gert sér grein fyrir margræðni orða og nýtt sér málfræðikunnáttu sína við orðmyndun, tal og ritun. nýtt sér kunnáttu og færni til að fletta upp orðum í orðabókum og öðrum gagnabrunnum um mál. áttað sig á hvernig orðaforðinn skiptist í sagnorð, (nafnhátt, nútið og þátíð) Fallorð(Nafnorð, kyn, tala, fallbeyging, sérnöfn og samnöfn. Þekki greini nafnorða. Lýsingarorð, stigbeyging og fallbeyging) óbeygjanleg orð og greint hlutverk og helstu einkenni orðflokka og beygingarformdeildir þeirra. notað orðtök og málshætti í töluðu máli og rituðu og greint notagildi þeirra i texta.

beitt þekkingu sinni á málfræði við að búa til setningar, málsgreinar og efnisgreinar og gert sér grein fyrir fjölbreytileika málsins. beitt þekkingu sinni á málfræðilegum hugtökum í umræðu um mál, ekki síst eigið mál, talað og ritað.

nýtt orðaforða sinn til að skapa ný orð og samsetningar og nýtt það í eigin sköpun. gert sér grein fyrir notagildi íslenskrar málfræði við nám í erlendum málum.

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

39

Gott úrval af orðabókum og öðrum handbókum um málið, s.s. samheitaorðbækur, málshátta- og orðtakasöfn, ætti að vera á góðum og áberandi stað í hverri kennslustofu. Hvetja ætti nemendur til að nota þær sem oftast. Best væri ef nemendur ættu þess kost að taka slíkar bækur með sér í próf.

Málfræði samhliða lestri bóka     

Málfræði og málnotkun

Í Samheitaorðabókinni má finna samheiti margra orða. Skráðu hjá þér nokkur nafnorð úr bókinni þinni og finndu síðan samheiti þeirra. Skráðu hjá þér a.m.k. tíu orð úr bókinni þinni sem þarfnast útskýringa. Finndu skýringar á orðunum í orðabók og skráðu hjá þér. Leitaðu að orðtökum og málsháttum í bókinni þinni og skráðu hjá þér. Finndu og skráðu hjá þér fimm sérnöfn og fimm samnöfn. Taktu fram kyn orðanna. Finndu tíu sagnorð í bókinni þinni. Skráðu þau í nafnhætti, nútíð og þátíð.

Skrifa sem mest á tölvur Það er mikilvægt fyrir þau börn sem skrifa á tölvur í skólanum að geta nýtt sér handbækur um málið og leiðréttingapúka við ritun, jafnt heima sem í prófum. Fríar handbækur á netinu.

Þessar bækur eru ætlaðar nemendum sem læra íslensku og góðar fyrir lestrarhópinn. Með öllum helstu atriðum sem þarf að standa skil á í málfræði.

Finnbjörg Finnbjörg er lítil bók um málfræði og stafsetningu. Hún er einkum ætluð til íslenskukennslu á miðstigi grunnskóla. Í bókinni er fjallað um helstu reglur og hugtök sem nemendur þurfa að kunna skil á og þau útskýrð með dæmum. Bókin er aðgengileg og útskýrir flókna hluti á einfaldan hátt. Á íslenskuvefnum Miðbjörg er að finna kennsluhugmyndir, glærusafn og verkefni sem nýtast með Finnbjörgu. Þar er einnig safn stafsetningartexta og tillögur um notkun þeirra.

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

40

Stafsetning

Einkunnastigi

Rétt rituð orð

Einkunn

Rétt rituð orð

Einkunn

Rétt rituð orð

Einkunn

90

10

71

5,7

52

3,5

89

9,5

70

5,6

51

3,4

88

9

69

5,5

50

3,2

87

8,8

68

5,4

49

3,1

86

8,5

67

5,3

48

3

85

8,2

66

5,2

47

2,9

84

8

65

5

46

2,8

83

7,8

64

4,9

45

2,7

82

7,5

63

4,8

44

2,6

81

7,2

62

4,7

43

2,5

80

7

61

4,6

42

2,4

79

6,8

60

4,5

41

2,3

78

6,7

59

4,4

40

2,2

77

6,6

58

4,3

39

2,1

76

6,5

57

4,2

38

2

75

6,4

56

4,1

28

1

74

6,2

55

4

0

0

73

6

54

3,8

72

5,8

53

3,6

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

41

Frá skimun með LtL til LOGOS

Grunnþættir og lykilhæfni

Íslenska 6.bekkur

5. kafli Lestur heima, fræðsla til foreldra. Lífsleikni heima.

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

42

Hvað get ég gert - við of mikla NEIKVÆÐNI ? Bókin leiðir börn og foreldra þeirra gegnum aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar sem notaðar eru til að breyta neikvæðri hugsun. Með ”skref-fyrir-skref” leiðbeiningum er börnunum beint í átt til jákvæðara og hamingjusamara lífs. Þessi gagnvirka sjálfshjálparbók er því heilsteypt úrræði til að fræða, hvetja og styrkja börn í að bæta líf sitt og líðan.

Hvað get ég gert - v ið of miklar ÁHYGG JUR? Bókin hjálpar börnum og foreldrum við að beita aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar, sem oftast er notuð við meðhöndlun á kvíða. "Skref fyrir skref" aðferðir og verkefni í formi teikninga og orða hjálpa barninu að öðlast nýja færni til að draga úr kvíða. Þessi gagnvirka sjálfshjálparbók er heilsteypt úrræði til að fræða, hvetja og styrkja börn í því að vinna bug á ofvöxnum áhyggjum. Bókin er 80 blaðsíður.

Hvað get ég gert - við of mikla NEIKVÆÐNI ? "Skref fyrir skref" lýsingar kenna börnum aðferðir í reiðistjórnun sem miða að því að kæla reiðar hugsanir og stýra reiðitengdri hegðun, sem leiðir til þess að börnin verða rólegri og afkastameiri. Þessi gagnvirka sjálfshjálparbók er heilsteypt úrræði til að fræða, hvetja og styrkja börn í því að vinna að breytingum. Bókin er 96 blaðsíður, efni hennar er sett fram með einföldum og skiljanlegum hætti.

http://www.hvadgeteggert.is/index.html Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

43

Fjölbreyttar leiðir við lestur og lestrarkennslu. Helstu aðferðir hljóðlesturs eru: Nákvæmnislestur: Nákvæmnilestur byggir á því að lesa hvert orð. Hraðinn er mismunandi eftir því hvað er lesið. Þar sem lestur er virkt ferli er mikilvægt að lesandinn velti alltaf fyrir sér hver sé tilgangurinn með lestrinum. Hvernig hann ætlar að nota hann, skoða textauppbyggingu og leita að lykilorðum sem geta auðveldað honum skilning. Nákvæmnislestur krefst greinandi hugsunar við túlkun og mat á efninu og því er leshraðinn minni en þegar lesið er hratt í hljóði. Leitarlestur: Leitarlestur er notaður til að finna ákveðnar upplýsingar í texta t.d. í orðabók, verðlista og símaskrá. Lesandinn rennir augunum yfir textann þar til hann finnur það sem hann leitar að og les þá vandlega yfir til að vera viss um að hafa réttu upplýsingarnar. Lesa allt að 1500 orð á mín. Yfirlitslestur: Yfirlitslestur er notaður við t.d. lestur tímarita og dagblaða og er þá oftast

lesið hratt. Þegar textinn er þungur er algengt að lesa þurfi textann aftur. Lesa 250—350 orð á mínútu. Með hljóðlestri: • auka börn leshraða sinn • gefst börnum tækifæri til að lesa á sínum hraða • þjálfast börn í að einbeita sér og úthald við lesturinn eykst • styrkist og eykst málskilningur og orðaforði • verða framfarir í lesskilningi • læra börn að njóta og lifa sig inn í efnið og setja sig í spor annarra

Helstu aðferðir lesskilnings eru: Gagnvirkur lestur: Nemendur lesa/skoða efni textans, einn gerir samantekt á efninu hinir bæta við, spurninga spurt og að lokum er spáð fyrir um framhald miðað við það sem á undan er komið í samvinnu tveggja eða fleiri. Þegar gagnvirkur lestur er notaður í kennslu vinna nemendur saman, skiptast á hlutverkum og allir eru virkir.

SSLSR (skoða, spyrja, lesa, segja og rifja upp): Textinn er skoðaður, spurningar búnar til, textinn lesinn og spurningum svarað, sagt frá efninu og efnið rifjað upp. Aðferðin byggir á fimm

þrepum 1. skoðar nemandinn myndir, fyrirsagnir og annað til að átta sig á innihaldi textans. 2. spyr hann spurninga úr efninu. 3. les hann texta til að svara spurningum. 4. endursegir hann efnið. 5. rifjar hann upp innihald textans með aðstoð spurninga.

Hugtakakort Hugtakakort eru gjarnan notuð til að vinna úr innihaldi bóka á myndrænan hátt. Unnið er út frá ákveðnum lykilhugtökum. Smærri undirhugtök flokkast svo undir þau þannig að þau gefa heildarmynd af innihaldi textans sem unnið er með.

Framsagnarlestur – leiklestur – “skrautlestur” - er raddlestur lesinn með viðeigandi túlkun og skal lesarinn æfa sig að lesa textann áður en hann er fluttur.

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

44

Framsagnarpróf framkvæmd og mat · Hvert próf er stuttur texti úr sögubók ásamt ljóði. Til eru nokkrar gerðir

af prófum.

Nemendur draga sér eintak.

· Allir nemendur fá prófið með sér heim daginn fyrir próf til að æfa sig og síðan fá þeir að æfa sig tíu mínútur fyrir próftíma. · Prófið skal tekið í almennri kennslustund og eru allir nemendur viðstaddir. · Nemendur lesa úr ræðupúlti hver á eftir öðrum. · Allir nemendur skulu jafnframt vera ,,prófdómarar” og gefa bekkjarfélögum sínum

einkunn í framsagnarprófinu. Prófdómarar geta haft mat

nemenda til hliðsjónar við sitt mat. · Trufli nemandi bekkjarfélaga sinn í framsagnarprófi verður hann dreginn niður um 0,25 í sínu eigin prófi.. Lagt er mat á eftirfarandi þætti: 

Líkamsstaða t.d. Koma sér vel fyrir í púltinu, rétta úr sér, standa í báðar fætur, anda djúpt og horfa fram. Bíða eftir að allir eru tilbúnir að hlusta.

Lestrarlag t.d. Hik, endurtekningar, rangt lesin orð

Framburður

Tími og þagnir

Blæbrigði og túlkun

Samskipti við áheyrendur

·

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

45

Viðmið 6. bekkjar er að lesa geta lesið á hraðaprófi 170—200 atkvæði á mínútu í lok vetrar. Viðmið

Hasbrouck og Tindal frá 2006 yfir rétt lesin orð á mínútu fyrir meðalnemanda miðað við bekk og önn. 6.bekkur haust 127 lesin orð á mínútu. vetur 136 lesin orð á mínútu. vor 150 lesin orð á mínútu. Mælt er með því að nemendur sem hafa ekki náð settu viðmiði á hraðaprófi í lok vetrar fari í LOGOS greiningu.

Hlutverk heimilis Mikilvægt er að barnið hafi næði til að einbeita sér við heimanámið. Margir vilja hafa tónlist í eyrunum til að útiloka umhverfihljóð. Hvert barn þarf að skapa sínar venjur. Mörgum þarf að stýra eða sitja hjá þeim á meðan þau læra, önnur vinna alveg sjálfstætt.

Hlutverk foreldra er að styðja við þarfir barnsins, hverjar sem þær eru. Mikilvægt er að foreldrar séu þátttakendur í lestrarnámi barnanna og gefi sér tíma til að ræða innihald þess sem lesið er, útskýra erfið orð og álykta um hvað gæti gerst næst.

Hvert barn kemur sér upp sínum eigin venjum við heimanámið.

Markmið með heimalestri Markmið með heimalestri er að barnið auki leshraða sinn og bæti við orðaforða og málskilning. Ganga þarf úr skugga um að það skilji lesinn texta og líka ef lesið er fyrir þau, þ.e. að ræða um textann og útskýra orð.

Gott er að fá barnið til að segja frá því sem það las í hljóði og æfa þannig endursögn sem gagnast líka í ritun, sögugerð.

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

46

Frá skimun með LtL til LOGOS

Grunnþættir og lykilhæfni

Íslenska 6.bekkur

3. Námstækni

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

47

http://vefir.nams.is/namstaekni/ Rætt er um á vefnum:

Það er mjög einstaklingsbundið

1. Að skipuleggja tíma sinn

hvaða vinnuaðferðir skila árangri

2. Lífsvenjur sem hafa áhrif á árangur í námi

enda.Þess vegna þurfa allir að

3. Minni, gleymsku og einbeitingu 4. Árangursríkar lestraraðferðir 5. Glósur

hjá hverjum og einum nemskoða vinnuaðferðir sínar út frá eigin forsendum og í ljósi þess hversu sáttur einstaklingurinn er við þann árangur sem hann nær.

6. Að skrifa ritgerð 7. Prófundirbúning og próftöku 8. Að vinna gegn prófkvíða 9. Jákvætt hugarfar og líðan 10. Að setja sér raunhæf markmið

Margir þættir hafa áhrif á það

Þessa námstækni er að finna á vefnum hér fyrir ofan og gott að lesa í gegnum hana

hvernig okkur gengur að læra, s.s. 

lífsvenjur,

heimilisaðstæður,

líðan í skóla,

kennslan sem við fáum,

áhugi og einbeitingarhæfileikar.

Markmiðið er að þú finnir út hvernig þú getur unnið vel og skipulega að þínu námi. Þú getur

Þessi bók er börnunum afhent til eignar og farið yfir námstækni.

lært, hafðu trú á þér.

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

Ritun

Ritun

Ritun

48

fræðileg ritgerð/heimildarritgerð

Hreinritun

uppsetning og frágangur

Heimildaritgerð með heimildaskrá aftast

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

49

Prófundirbúningur og próf prófkvíði

Jákvætt hugarfar Að setja sér markmið

Sjálfstæð vinnubrögð og ábyrgð á eigin námi

Sjálfskönnun:

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

50

Markmið út frá sjálfsskoðun Svefn—venjur þínar

Mataræði hreyfing

minni

Ýmsar aðferðir hjálpa þér við að festa atriði í minni:

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

51

einbeiting

lestur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

52

hugarkort

Námsvenjur

lífsvenjur

sjálfskönnun

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

53

Frá skimun með LtL til LOGOS

Grunnþættir og lykilhæfni

Íslenska 6.bekkur

6. Námsmat

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

54

Frammistöðumat Frammistöðumat fer fram tvísvar á ári fyrir foreldradag. Þá skrifa bæði nemendur og kennarar í mentor hvernig hefur gengið og nemendur setja sér markmið og telja upp veikleika sína og styrkleika. Þeir merkja einnig við hvernig þeim líður í skólanum. Þessi vinna fer fram með foreldrum og skapast góð vinna um stöðu náms og líðan í skólanum. Mentor sér um uppsetningu sem kennarar og nemendur fylla inn í þar til gerða reyti. Hvernig stend ég mig í skólanum í samanburði við mat kennarans? Þetta á við í öllum námsgreinum skólans. Það er líka fjallað um annað eins og: Veikleikar– skráðu það sem þú telur helstu veikleika þína í námi: Dæmi. Sá sem skrifar: mér finnst íþróttir erfiðastar Styrkleikar—Skráðu það sem þú telur helstu styrkleika í námi: Sá sem skrifar: Ég er góð í myndmennt og textíl og mér finnst það gaman. Markmið—Skráðu þau markmið sem þú ætlar að vinna að fram að næsta stöðumati. Sá sem skrifar: Ég ætla að reyna að mæta alltaf á réttum tíma í skólann og vinna vel í tímum. Líðan Mér líður vel í kennslustundum

nemandi v

Mér líður vel í íþróttum

nemandi v

Skipulag Ég nýti tímann í skólanum vel

nemandi O

Hegðun Ég er kurteis við starfsfólk skólans nemandi V Heimanám Ég lýk öllu heimanáminu á tilsettum tíma

nemandi V

V merkir ávallt O merkir oftast / merkir stundum X merkir sjaldan.

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

55

Lykilhæfni 6. bekkur lífsleikni

Tjáning og miðlun

Tjáð hugsanir sínar og tilfinningar á skipulegan hátt.

Verið virkur hlustandi, meðtekið upplýsingar og rökstutt mál sitt á einfaldan hátt.

Lagað framsetningu sína að umræðuefni og notað viðeigandi hugtök og orðaforða.

Miðlað skýrt eigin þekkingu, skoðunum, hugsunum og tilfinningum á þann hátt sem við á hverju sinni.

Sett fram einfalda áætlun um efnistök og úrlausn verkefna án aðstoðar

Búið til viðmið sem hjálpa til að bæta eigin árangur í námi.

Lært af mistökum og nýtt sér niðurstöður við úrlausn verkefna

Skoðað upplýsingar á gagnrýnan hátt og stutt skoðanir sínar með einföldum rökum.

Greint og kynnt hvort aðferð við verkefnavinnu hafi borið árangur.

Gert sér grein fyrir til hvers er ætlast í námi og skólastarfi og borið ábyrgð á eigin vinnubrögðum

Gert sér grein fyrir styrk sínum í leik og námi og byggt upp jákvæða sjálfsmynd.

Unnið með öðrum að skipulögðum verkefnum sem tengjast nám og félagsstarfi innan skóla á jákvæðan hátt.

Gert sér grein fyrir eigin hlutverki í samstarfi og verið virkur félagslega.

Haft áhrif á skólasamfélagið sitt með virkri þátttöku í leik og starfi.

Tekið leiðsögn og uppbyggilegri gagnrýni á jákvæðan hátt með stuðningi.

Nýting miðla og upplýsinga

Notað fleiri en einn upplýsingaveitu við upplýsingaöflun og borið saman upplýsingar.

Notað margvíslega miðla við öflun gagna og til stuðnings við nám.

Sýnt ábyrgð í meðferð og dreifingu upplýsinga, hvort sem er til persónulegra nota eða verkefnavinnu, og nýtt rafrænar leiðir og samskiptamiðla af ábyrgð.

Ábyrgð og mat á eigin námi

Gert sér grein styrkleikum sínum og getur nýtt sér þá í námi.

Sett sér markmið í námi og unnið eftir þeim að mestu leyti.

Skapandi og gagnrýnin hugsun

Sjálfstæði og samvinna

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Skipulagt með leiðsögn eigið nám með hliðsjón af hæfnisviðmiðum aðalnámskrár.


Læsi 6. bekkur

56

Lesskilningur Orðarún Orðarún. Lesskilningur hæfnin til að lesa aldurssvarandi texta og svara miserfiðum spurningum úr textanum. Orðarún er staðlað lesskilningspróf ætlað 3.—8 . Bekk grunnskóla. Tvö próf eru fyrir hvern árgang. Í hverju prófi eru tveir textar, hvor um sig með tíu fjölvalsspurningum. Orðarún varðar aðallega ferns konar færni: 1.

Færni til að greina staðreyndir, orðréttar eða umorðaðar.

2.

Færni til að draga ályktanir af því sem ekki er sagt berum orðum.

3.

Færni til að átta sig á meginefni.

4.

Færni til að útskýra orð og orðasambönd.

Miðstöð skólaþróunar við HA stendur að gerð prófsins. Það er inni í Mentor og svör í handbókinni.

LOGOS lestrargreiningartæki Logos er greiningartæki til að greina lestrarerfiðleika. Það er þýtt úr norsku og staðfært. Prófið er í tveimur hlutum og er fyrri hlutinn fyrir 3.—5. bekk en seinni hlutinn ætlaður 6.—10. bekk og fullorðnum. Prófið greinir m.a. Færni í leshraða, lesskilningi, skilningi á hlustun og alls 17 lestrartengdri færni. Nánari upplýsingar má fá á vefsíðu www.logos-test.is.

Lesin orð á Mínútu Viðmið Hasbrouck og Tindal frá 2006 yfir rétt lesin orð á mínútu fyrir 

meðalnemanda miðað við bekk og önn. 5.bekkur haust 126 lesin orð á mínútu. vetur 140 lesin orð á mínútu. vor 150 lesin orð á mínútu.

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

57

Próf á skólaárinu september Hraðlestrarpróf október Hraðlestrarpróf nóvember Hraðlestrarpróf Desember Lesskilningspróf, Orðrún janúar Hraðlestrarpróf Framsagnarpróf Hraðlestrarpróf Lesskilningspróf

Framsagnarpróf úr ræðupúlti—framkvæmd og mat. Framsagnarlestur –leiklestur – “skrautlestur” - er raddlestur lesinn með viðeigandi túlkun og skal lesarinn æfa sig að lesa textann áður en hann er fluttur. · Hvert próf er stuttur texti úr sögubók ásamt ljóði. Til eru nokkrar gerðir af prófum. Nemendur draga sér eintak. · Allir nemendur fá prófið með sér heim daginn fyrir próf til að æfa sig og síðan fá þeir að æfa sig tíu mínútur fyrir próftíma. · Prófið er tekið í almennri kennslustund og eru allir nemendur viðstaddir. · Nemendur lesa úr ræðupúlti hver á eftir öðrum. · Allir nemendur skulu jafnframt vera ,,prófdómarar” og gefa bekkjarfélögum sínum einkunn í framsagnarprófinu. Prófdómarar geta haft mat nemenda til hliðsjónar við sitt mat. · Trufli nemandi bekkjarfélaga sinn í framsagnarprófi verður hann dreginn niður um 0,25 í sínu eigin prófi. Lagt er mat á eftirfarandi þætti: · framburð · áherslur, þagnir og samband við áheyrendur · lestrarlag (t.d. hik, endurtekningar, rangt lesin orð) · raddstyrk Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

58

Einstaklingsnámskrá í lestri

Íslenska 6.bekkur

Grunnþættir og lykilhæfni

Einstaklingsnámskrá í lestri Bakgrunnsupplýsingar frá LtL

Greining á stöðu nemenda Niðurstaða úr LOGOS Framsagnar lestur Hraðlestur Taka D1eða C2 í LtL Lesskilningur í Orðarún Ritun Stafsetning

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

59

Einstaklingsnámskrá

Markmið Markmiðið mitt er að: Ég geri það með því að: 1. 2. 3. Hvað gæti truflað mig eða haft áhrif á að ég nái markmiði mínu: 1. 2. 3. Þetta get ég gert til að passa upp á það að ekkert trufli mig: 1. 2.

Eftirfylgni: Skoða hvað gekk vel.

Hvað á að kenna

Hvernig

Hvað þarf að bæta.

Hvers vegna

Í hvað langan tíma

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

60

Einstaklingsnámskrá

Námsmat Símat

lesfimi

hlustunar- ritun

hlustun

lykilhæfni frammi-

Sept. Okt. Nóv. Des. Jan. Feb. mars apríl maí júní

Lykilhæfni í 6. bekk Tjáning og miðlun Skapandi og gagnrýnin hugsun Sjálfstæði og samvinna Nýting og miðla, upplýsinga Ábyrgð og mat á eigin námi.

Þeir sem komu að þessari einstaklingsnámskrá: Nemandi___________________________________________________________________________________________________ Umsjónarkennari___________________________________________________________________________________________ Deildarstjóri sérkennslu____________________________________________________________________________________ Nafn forráðamanns________________________________________________________________________________________ Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Læsi 6. bekkur

61

Í aðalnámskrá grunnskóla 2013 stendur: . Leita þarf allra leiða til þess að bæta stöðu þeirra nemenda sem af einhverjum ástæðum gengur illa að læra að lesa. Þar þarf að grípa inn í sem allra fyrst. . Í bókmenntum finna ungir lesendur fyrirmyndir og geta sett sig í spor persóna. Þannig getur bókmenntakennsla í skólum stuðlað að sterkari sjálfsmynd nemenda, kennt þeim umburðarlyndi í garð ólíkra menningarsamfélaga og minnihlutahópa.

Nám til framtíðar-Kynningarvefur mennta– og menningarmálaráðuneytis

http://www.namtilframtidar.is/#!/

Hæfni og Gagnrýn hugsun Hæfni er ekki einn af grunnþáttunum en er aftur á móti það markmið sem menntun í grunnþáttunum stuðlar að. Hér er átt við að sé lögð áhersla á að flétta grunnþættina sex inn í skólastarfið fái börn og ungmenni aukna og mikilvæga hæfni í að taka þátt í samfélaginu sem heilbrigðir og sterkir einstaklingar.

Í inngangskafla að grunnþáttum menntunar í aðalnámskrá kemur eftirfarandi fram í stuttri málsgrein sem fjallar um sköpun: „Allir grunnþættirnir eiga sér rætur í gagnrýninni hugsun, ígrundun, vísindalegum viðhorfum og lýðræðislegu gildismati.“

Gagnrýnin hugsun leggur grunninn að áherslubreytingum í skólastarfi sem og öðru starfi. Til að hægt sé að innleiða grunnþættina sex inn í skólastarfið þarf starfsfólk skóla að horfa á starfið, gildin sem unnið er eftir, kennsluaðferðir og námsefni á gagnrýninn hátt og með opnum og skapandi huga. Auk þess sem það að virkja gagnrýna hugsun nemenda ætti að vera hluti af lýðræðismenntun þeirra. Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.