Læsi 3. bekkur
FRÁ SKIMUN MEÐ LTL TIL LOGOS Unnið með styrk frá Verkefna– og námsstyrkjasjóðs FG og SÍ
Íslenska 3.bekkur
Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
2
Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
3
Frá skimun með LtL til LOGOS
Íslenska 3.bekkur Efnisyfirlit
Grunnþættirnir og Lykilhæfni
Bls.
Efnisyfirlit Grunnþættirnir 6 Hæfniviðmið fyrir íslensku 1. Talað mál, hlustun og áhorf......................................... Ég er bara ég Spor 2 Hlustum á þjóðsögurnar okkar - Hljóðbók og textar 2. Lestur og bókmenntir.................................................. Lestrarbækur, viðmið, leshraði 50—100atkv/mín Lestrarbækur, viðmið, leshraði 100—150 atkv/mín Lestrarbækur með vinnubókum Lestrarbækur námsgagnastofnunar 2013
5
9
Lesþjálfi, vefur á nams.is Lesskilningur á Málbjörg, Bók um bók Sjálfsmat, verkefnisins Bók um bók 3. Ritun.......................................................................... Forrit– lestur—ritun Sögupíramídi, ferilritun Forritið sögusmiðjan Ritun á samræmdu prófi, gátlisti 4. Málfræði..................................................................... 5. Lestur heima, leiðbeiningar til foreldra....................... Lífsleikni heima Lestraraðferðir Hlutverk heimilis Sjálfvirkni og nákvæmni 6. Tímaáætlun sett fram í dagatali............................... 7. Námsmat................................................................. Einfalda lestrarlíkanið Frammistöðumat Lykilhæfniviðmið Bréf til foreldra Eftirfylgnipróf LtL og dæmi um úrræði hjá LOGOS Þjálfun fer eftir þörfum hvers og eins Muna orð og tölur Lesfimi, eyðublað fyrir framfarir Lesskilningur, orðrún 8. Einstaklingsnámskrá í lestri......................................
18
23 24
29 38
49
Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
4
1) Íslenskukennsla það fag sem kennir beinlínis læsi en læsi snýst þó um annað og meira en það að verða læs. Læsi í íslensku snýst einnig um að öðlast orðaforða, hæfni í málnotkun, ritun, læsi og skilning á bókmenntum svo eitthvað sé nefnt.
2) Sköpun er einnig nátengd íslenskukennslu því tungumálið er skapandi í eðli sínu. Læsi og sköpun eru þeir grunnþættir menntunar sem eru gegnumgangandi þættir í allri íslenskukennslu. Bent er á að hvetja skuli börn og ungmenni til leiks og ýta undir skapandi aðferðir í námi og að virkja ímyndunarafl nemenda í tengslum við úrlausn viðfangsefna í skólanum. Með því að hlúa að hinum skapandi þætti er stuðlað að persónulegu námi sem frumkvæði nemenda og skyldi tengjast inn í allt skólastarf. 3) Heilbrigði og velferð er í aðalnámskrá skilgreint sem alhliða heilbrigði og vellíðan, bæði líkamleg, andleg og félagsleg. Skólinn skyldi því stuðla að líkamlegu heilbrigði með því að sjá til þess að nemendur fái nauðsynlega hreyfingu og heilsusamlegt fæði. Einnig er það hlutverk skólans að huga að andlegu og félagslegu heilbrigði og velferð með því að skapa nemendum öruggt, jákvætt og uppbyggjandi umhverfi í skólum. Stuðla þarf að því að byggja upp jákvæða og heilbrigða sjálfsmynd nemenda og skal þeim gefinn kostur á að þroska hæfileika sína á einstaklingsmiðaðan hátt. 4) Jafnréttismenntun miðar að því að nemendur beri virðingu fyrir því sem aðskilur okkur og að kenna nemendum að þennan rétt þurfi að standa vörð um til að hægt sé að skapa samfélag sem raunverulega virðir jafnan rétt allra. 5) Lýðræði og mannréttindi í víðum skilningi fjallar hér ekki einungis um lýðræðissamfélag, lýðræðislega stjórnskipan eða mannréttindamál heldur einnig um lýðræðisleg vinnubrögð og virðingu fyrir mannréttindum í samskiptum á milli fólks, hvort sem er inni á heimilum, í skólanum eða í samfélaginu. 6) Í félagslegu tilliti snýst sjálfbærnimenntun um að jafna bilið milli fólks og miðar að því að allir eigi jafnan rétt til afkomu og góðra lífsskilyrða. Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
5
Hæfniviðmið fyrir íslensku 1. Talað mál, hlustun og áhorf Við lok 4. bekkjar beitt skýrum og áheyrilegum framburði og nýtt sér leiðbeiningar og aðstoð við að bæta framburð og framsögn. tjáð sig með aðstoð leikrænnar tjáningar frammi fyrir hópi og staðið fyrir máli sínu.
sagt frá eftirminnilegum atburði og lýst ákveðnu fyrirbæri. Endursagt efni sem hlustað hefur verið á eða lesið.
hlustað og horft með athygli og skilningi á upplestur, leikið efni, ljóð og söngva og greint frá upplifun sinni. nýtt sér og endursagt efni á rafrænu formi.
átt góð samskipti, hlustað og sýnt kurteisi.
Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
6
1. Talað mál, hlustun og áhorf læra að eiga góð samskipti. Lífsleikni Ég er bara ég, Kennsluleiðbeiningar með þemaheftum jafnrétti Bókin er eftir þau Ásdísi Ólsen og Karl Ágúst Úlfsson. Námsgagnastofnun 2000 Bókin lesin með börnunum hún segir frá Dolla dropa sem kemst inn í börnin í bekknum og lýsir því hvað þau eru ólík. Níu ólíkum krökkum er lýst. Bókin er 12 opnur. Ein opna lesin og rædd í hverjum tíma.
Spor 2 þrjú atriði á mánúði út skólaárið Markmið Að efla tilfinningaþroska nemenda. Að auka samskiptahæfni nemenda. Að nemendur læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðru fólki og umhverfi sínu. http://www.nams.is/lifsleikni/spor_2_klb.pdf 1.Tilfinningar Orðaforði Finna til, kenna til, finna sársauka, svíða, verkja, meiða sig. 2.Líkaminn hefur tilfinningar Orðaforði Gráta, kveina, stynja, hugga, kúra, vera í fangi, umla, andvarpa, súpa hveljur 3.Góðar tilfinningar. Við getum látið öðrum líða vel Orðaforði Ánægja, kæti, gleði, vellíðan, ró, bros, hlátur. 4.Tilfinningalíf. Ýmislegt í umhverfinu getur haft áhrif á tilfinningar, okkar Orðaforði Spenna, rósemd, æsingur, kátína, ótti, sorg, söknuður 5.Af hverju verðum við reið Orðaforði Reiði, gleði, feimni, fleiri tilfinningar. 6.Jákvæðar tilfinningar Orðaforði Gleði, kátína, hamingja, lífsgleði, rósemd. 7.Kvíði Orðaforði Kvíði, tilhlökkun, öryggi, sefa, magnast. 8.Leiðir til að sefa kvíða Orðaforði Hræðsla, hræddur/hrædd, ótti, óttaslegin/ n, hætta, skaðlaust, sigrast á ótta, hugmyndaflug, smeyk/ur, óörugg/ur. 9. umgegni Orðaforði Ganga vel um. Umgengni. Bera virðingu fyrir eigum annarra. Bera virðingu fyrir sínum eigin eigum. Verðmæti. Tillitssemi. Allt á rúi og stúi, óreiða, drasl, rusl. Allt á sínum stað. 10.Smitandi hlátur og gleði Orðaforði Gleði, kátína, hamingja, vellíðan, ærsl og læti. 11. sorg og grátur. Orðaforði Sorg, hryggð, tregi, grátur, gráta, væla, skæla, hrína, grenja. Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
7
12.Vinir og samskipti Orðaforði Sammála, ósammála, sættast. 13.Eru allir vinir Orðaforði Vinsæll, óvinsæll 14.Að biðjast fyrirgefningar Orðaforði Sættast, sætti, sátt/ur, ósætti, ósátt/ur, ágreiningur, að biðjast fyrirgefningar, að fyrirgefa, slettist upp á vinskapinn 15.Óvart og viljandi Orðaforði Viljandi, óviljandi, skemmdarverk, að virða eigur sínar og annarra. 16.Orsök og afleiðing. Bera ábyrgð á eigin gjörðum. Orðaforði Orsök, afleiðing, sekt. 17.Að setja út á aðra. Að fá að vera eins og maður er. Orðaforði Að setja út á aðra. 18.Að hrósa og vera hrósað. Orðaforði Hrós, að hrósa, sterkar hliðar, áhugi, vellíðan, vanlíðan. 19.Stríðni og ósætti.Orðaforði Að gefa höggstað á sér, slá vopnin úr höndum. 20.Að slá vopnin úr höndum stríðnispúka. Orðaforði Illkvittni, stríðni, hrekkir, að slá vopnin úr höndum, viðbrögð. 21.Reiði. Róa og sefa reiðina sjálfur. Orðaforði Sefa reiði, missa stjórn á sér, viðbragð, ótti. 22.Hegðun í skólanum. Orðaforði Brúka munn, rífa kjaft, ybba gogg, að svara fullum hálsi, kurteisi, þéringar. 23.Þegar vinir bregðast. Orðaforði Neikvæður, jákvæður 24.Er hollt að leiðast. Orðaforði Leiði, leiðatilfinning. 25.Að bera virðingu fyrir sjálfum sér.Orðaforði Að bera virðingu fyrir sjálfum sér. 26.Hollir lífshættir. Kunna að hugsa vel um sig. Orðaforði Hollir lífshættir. Lesnar klípusögur úr leiðbeiningunum, farið í leiki og sungið.
Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
8
Hlustum á þjóðsögurnar okkar - Hljóðbók Á þessari hljóðbók eru lesin ævintýrin Búkolla, Kerling vill hafa nokkuð fyrir snúð sinn, Gilitrutt, Velvakandi og bræður hans og Átján barna faðir í Álfheimum. Ævintýrin hafa áður verið gefin út á snældum 1993 með efninu Ótrúleg eru ævintýrin eftir Sigríði J. Þórisdóttur
Textana af sögunum er hægt að prenta út hér: http://vefir.nams.is/thjodsogur/index.htm Hljóðsögurnar eru hér: http://www.nams.is/Namsefni/Valid-namsefni/?productid=b7b083c67587-41a2-a6e4-c22b4f9d15e2
Að endursegja sögu
Tveir vinna saman, hlusta á sögu og endursegja. Gott er að segja söguna út frá þessum hjálparorðum 1.
Hvar gerist saman?
2.
Hverjir koma við sögu?
3.
Hvað gerist?
4.
Hvernig endar sagan?
5.
Hvað getum við lært af sögunni?
Mp3-spilari MP3 eða samskonar tæki er orðið nauðsynlegt í námi, heima eða í skólanum. Það má nota það við að: 1.
Hlusta á sögur og fylgjast með í bókinni.
2.
Ræða við félaga um sögurnar.
3.
Endursegja sögur sem hlustað er á.
4.
Teikna myndir úr sögunni á meðan hlustað er á söguna.
5.
Á nams.is eru hljóðbækur sem auðvelt er að hlaða niður og geta nemendur hlustað á bækurnar heima, bæði til skemmtunar og námsbækur þegar nemendur verða eldri.
Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
9
Hæfniviðmið fyrir íslensku 2. Lestur og bókmenntir Verkefni Við lok 4. bekkjar
beitt aðferðum við umskráningu hljóða og stafa þannig að lestur verði lipur og skýr. nýtt góðan orðaforða við að skilja texta. tengt þekkingu sína og reynslu við lesefni í því skyni að ná merkingu þess. valið sér lesefni eftir áhuga og þörf og lesið sögur, ljóð og fræðiandi efni, sem hæfir lestrargetu, sér til ánægju og skilnings. lesið ævintýri, sögur og ljóð ætlað börnum. beitt hugtökum eins og persónu, söguþræði, umhverfi og boðskap. beitt fáeinum algengum hugtökum í bragfræði svo sem rími, kvæði, vísu og ljóðlínu. aflað sér upplýsinga úr ýmsum tiltækum gagnabrunnum, svo sem bókum og á rafrænu formi. lesið úr táknmyndum og myndrænu efni, svo sem einföldum skýringarmyndum, kortum og myndritum. valið bók eða annað lesefni og lesið sér til ánægju
Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
10
Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
11
Lestrarbókum raðað upp eftir þyngd Viðmið: Leshraði á bilinu 50 - 100 atkvæði á mín. Hvíti kjólinn Barnagaman 4. hefti Tína fer í frí Ormurinn í Lagarfljóti Drekadansinn Láki Máni og þjófahyskið Vinir Afríku Mörkin horfin Ungi litli Rut fer í nýjan skóla Rut á afmæli Rut og raddirnar tvær Lesum og lærum Bras og þras á Bunulæk Til sjós og lands Davíð og fiskarnir Litla gula hænan Kanínur og kátir krakkar Kibba kiðlingur
Sjóferð bláa sjóræningjans Ríkarður rauði Það var skræpa Sprelligosar Einn í óbyggðum Músarindill lærir að fljúga Músarindill lærir að syngja Kálfur lærir að segja satt Helsingi lærir að heilsa Litla gula hænan Gagn og gaman 2. hefti Dúbbi dúfa Dagur í lífi Busa Puti í kexinu Þjófarnir og svínslærið Spékoppar 1
Ljósin lifna Alli Nalli og tunglið Snuðra og Tuðra 1 Snuðra og Tuðra 2 Snuðra og Tuðra 3 Snuðra og Tuðra 4 Snuðra og Tuðra 5 Snuðra og Tuðra 6 Snuðra og Tuðra 7 Snuðra og Tuðra 8 Snuðra og Tuðra 9 Snuðra og Tuðra 10 Skrýtna skráagatið Sprengjusérfræðingurinn Nauðlendingin Afi minn í sveitinni Annað sumar hjá afa
Spékoppar 2 Spékoppar 3 Valli á enga vini Litla ljót Þrír Tommar og
Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
12
Lestrarbókum raðað upp eftir þyngd Viðmið: Leshraði á bilinu 100—150 atkvæði á mín. Við lesum C Sumardvöl í sveit Sumar í borg Sigga og álfkonan Dúbbi verður stór Langamma Hjördís Bangsi í lífháska Dregið að landi Áni ánamaðkur Því eru hér svona margir kettir Unginn sem neitaði að fljúga Helga og hunangsflugan Jói og Jötni Egill Geiturnar þrjár Sigga og skessan 1 -10 Hannesar saga Grásteins 1- 5 Allt getur gerst + vinnubók Lukkudýrið + vinnubók Mokoka - námskeið Litlu landnemarnir - námskeið Draugasaga Dóra litla Loftur og gullfuglarnir + vinnubók Ekki af baki dottinn Skúli skelfir Skúli skelfir og leynifélagið Skúli skelfir gabbar tannálfinn Skúli skelfir fær lús Grettir og berserkirnir Grettir og skógarbjörninn Dísa ljósálfur Alfinnur álfakóngur Dvergurinn Svartskeggur Hreinn og sjóræningjarnir
Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
13
Lestrarbækur með vinnubókum
Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
14
Lestrarbækur námsgagnastofnunar 2013 3. flokkur Átta bækur í þessum flokki eru stuttar sögur þar sem algengustu samhljóða-sambönd eru tek in fyrir á kerfisbundinn hátt. Texinn er byggður upp af algengum orðum og settur fram með stuttum línum og lestrarhléum sem gerir hann aðgengilegan. Myndskreytingar auðveldalesskilning. Hentar vel sem lestrarþjálfunarefni í framhaldi af 1. og 2. flokki. Einnig eru í þessum flokki smábækur þar sem ýmis samhljóðasambönd koma oft fyrir án þess að þau séu æfð á kerfisbundin hátt. Læstur inni (st, str, strj) Úti að aka (sl, slj, sm, smj, sn, snj) Á spani (sp, spr, sj, sv) Á strönd (bl, fl, gl, hl, hlj, kl, pl,(sl)) Í gjótu (bj, dj, fj, gj, hj, kj, rj,(sj)) Í lofti (br, dr, fr, gr, hr, pr, tr, þr,(skr, spr)) Hjá risaeðlum (hv, kv, tv, þv,(sv)) Skrýtinn dagur hjá Gunnari Margt skrýtið hjá Gunnari TX10. Það er ég. Valdi og Vaskur
Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
15
2. Lestur og bókmenntir http://www1.nams.is/islyngsta/index.php
Velkomin á vefinn! Markmið þessa veftorgs er að auðvelda kennurum, kennaranemum og öðrum uppalendum að finna stafrænt námsefni sem nýtist við nám í íslensku í 1. til 4. bekk grunnskóla. Hér má bæði finna áhugaverðar kennsluhugmyndir og ýmiss konar nemendaefni, t.d. verkefni sem vísað er í handbókinni Íslenska í 1. og 2. bekk og viðbótarefni með lestrarbókaflokkunum Listin að lesa og skrifa og Smábókaflokknum. Undir hnappnum Annað efni eru verkefni sem fylgja málörvunarefninu Orðasjóður, lestrarkennsluefnið Leikur að orðum,verkefni með bókunum Kæra dagbók 1 og 2 sem ætlaðar eru nemendum með annað móðurmál en íslensku og verkefni með efninu Bókakistan. Í verkefnasafninu eru sýnishorn af ýmsum verkefnum sem nýtast við móðurmálskennsluna. Til að fá heildarsýn yfir efni Námsgagnastofnunar fyrir yngsta skólastigið er hins vegar nauðsynlegt að fara inn á vefsíðuna www.nams.is, smella á hnappinn Námsefni, velja námsgreinina og aldursstigið.
Forrit lesið fyrir nem og hann horfir á texta. Hraðastillinguna má nota á ýmsan hátt. Í fyrsta lagi þjónar hún þeim tilgangi að mæta mismunandi lestrar leikni og lestrarhraða nemenda. Í öðru lagi geta nemendur sjálfir fylgst með hvernig þeim fer fram í leshraðanum. Einnig má hugsa sér að með sumum nemendum felist æfingin í að hafa hægan hraða og sjá hve oft nemandi nær að endurtaka setninguna áður en hún hverfur. Ýmsir möguleikar eru fyrir hendi. Bækurnar sem lesnar eru : Græni gaukurinn Vinir Afríku Gagga og Ari Unugata Ilmur Litlu landnemarnir Bras og þras á Bunulæk Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
16
2. Lestur og bókmenntir Bók um bók Nemandi skrifar hjá sér lesnar bækur I Verkefni áður en þú lest bókina
Notaðu
annaðhvort
A5-
með ýmsum upp- lýsingum
stílabók eða búðu til þína eigin vinnubók og umfjöllunarefni um skáldsöguna þína.
Búðu til fallega forsíðu til að hafa fremst í vinnubókinni.
Á fyrstu síðu vinnubókarinnar skráir þú eftirfarandi hjá þér:
nafn bókarinnar nafn höfundar útgáfuár blaðsíðufjölda daginn sem þú byrjar að lesa bókina áætlaðan tíma sem það tekur þig að lesa bókina
II Verkefni á meðan þú lest bókina
Segðu öðrum frá því sem þú ert að lesa um.
Gerðu lista yfir persónurnar í bókinni og lýstu þeim í fáeinum orðum.
Teiknaðu mynd sem sýnir hvernig helstu persónurnar eru tengdar.
Teiknaðu mynd sem lýsir umhverfi sögunnar.
Skrifaðu 5 – 10 línur beint upp úr bókinni.
III Verkefni eftir að þú hefur lesið bókina
Allar sögur hafa upphaf, miðju og endi. Hvernig er þessu háttað í þinni bók? Útskýrðu það vel með því að segja vini, kennara eða foreldri frá því.
Búðu til nýja bókarkápu á bókina þína. Teiknaðu mynd sem þér finnst hæfa efni hennar og skrifaðu texta sem hentar á bak kápunnar.
Gerðu þér ferð á bókasafnið og leitaðu að fleiri bókum um svipað efni. Skráðu þessar bækur hjá þér í vinnubókina þína. Taktu fram hvaða ár bækurnar komu út og hver höfundur þeirra er.
Gæti bókin hafa endað öðruvísi? Skrifaðu nýjan endi á bókina sem er allt öðruvísi en sá sem höfundurinn skrifaði. Lestu hann upphátt fyrir skólafélaga þinn eða kennara.
Settu þig í spor rannsóknarlögreglu sem lýsir eftir tveimur persónum í bókinni þinni. Búðu til auglýsingu þar sem þú notar bæði mynd og texta. Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
17
2. Lestur og bókmenntir Bók um bók Sjálfsmat nemenda Sjálfsmat
1. Ég undirbjó mig vel heima
alltaf
oftast
stundum
sjaldan
aldrei
2. Ég vann vel í tímum
alltaf
oftast
stundum
sjaldan
aldrei
3. Mér tókst að ljúka við
allt
næstum því allt
4. Ég
vann mjög vel
5. Mér fannst vinnan við bókina
skemmtileg
of lítið
m hefði getað gert betur
m í lagi
m sæmileg
m vann of lítið
m leiðinleg
Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
18
Hæfniviðmið fyrir íslensku 3. Ritun
Við lok 4. bekkjar
dregið rétt til stafs og skrifað skýrt og læsilega.
nýtt í ritun þekkingu á grunnþáttum í byggingu texta, svo sem upphafi, meginmáli og niðurlagi. samið texta frá eigin brjósti, svo sem sögu, frásögn, ljóð eða skilaboð. nýtt sér fyrirmyndir í ritun, svo sem af lestri bóka, blaða eða rafræns efnis. beitt einföldum stafsetningarreglum og notað tiltæk hjálpargögn við hæfi. skrifað texta á tölvu og beitt einföldustu aðgerðum í ritvinnslu. skrifað og leyft öðrum að njóta þess með upplestri eða lestri. http://www1.nams.is/islyngsta/page_web.php?id=500
Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
19
3. Ritun - Forrit Fingrasetning lestur og ritun Það er gott að nota Dordinglar og Töframaðurinn fyrir 1—4 bekk meðan verið er að læra fingrasetningu. Nemendur byrja með að setja fingur á heimalykla samkvæmt, fingrafimi 1 og 2. Í þessum tveim fingraleikjum er verið að skjóta niður stafi sem birtast á skjánum. Í Hlaupabraut og Klifrarinn eru skrifuð orð sem birtast á skjánum og skrifað er í kapp við tíma, annars vegar á hlaupabraut og hins vegar í fjallgöngu Góðar æfingar í fingrasetningu.
Samhljóðar í himingeimnum er gagnvirkur vefur ætlaður nemendum á yngsta stigi grunnskólans en nýtist fleirum, eins og nemendum með annað móðurmál en íslensku og nemendum sem taka hægum framförum í lestri og stafsetningu. Hann er hugsaður sem liður í hlustun og hljóðgreiningu; að nemendur æfist í gegnum leikina í að greina á milli hljómlíkra bókstafa Vefur sem gerir mikið gott fyrir dyslexíu börn og hægt er að vinna með hann alveg fram í 7. bekk. Það eru 3 þyngdarstig á vefnum Málfræði og ritun úr léttum lestrarbókum s.s. TX 10, Margt skrýtið hjá Gunnari, Gagga og Ari, Rumur í Rauðhamri. Orðflokkar, nafnorð, lýsingarorð, sagnorð. Kyn og tala nafnorða. Samheiti og andheiti Lesum og skoðum orð. Gott efni í 3 bekk. Hlusta á sögur, fylgjast með, vinna með orð, breyta letri og skrifa sögu. Sögurnar eru allar til í skólanum og sum börnin hafa getað lesið í gegnum þær, önnur ekki. Gagga og Ari Geimveran Græni gaukurinn Kata og ormarnir ata og vofan Rumur í Rauðhamri Tx 10 í fótbolta Tx 10 í skólanum Unugata Vinir Afríku Rúllugardínuforrit sögur sem eru bara lesnar eru. Rúllugardínan hvetur börnin að lesa hraðar og einbeita sér við lestur. Bækurnar sem lesnar eru : Græni gaukurinn Vinir Afríku Gagga og Ari Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
20
Sögupíramídi Góð leið til að byggja upp ritaða frásögn. Hann er í 6 liðum: 1.
finna nafn á aðalpersónu sögunnar.
2.
finna tvö lýsingarorð sem eiga við aðalpersónuna
3.
finna þrjú orð sem lýsa umhverfi sögunnar.
4.
finna fjögur orð sem lýsa vandamáli sem kemur upp á í sögunni.
5.
Finna fimm orð sem lýsa atburði í sögunni.
6.
Finna sex orð sem lýsa lausn á sögunni og sögulokum.
Ritun frá eigin brjósti
Ferilritun
Ritun skiptist í : 1.
Tæknileg atriði , skrift, stafsetningu, uppsetningu texta og fingrasetningu.
2.
Efnisleg atriði eru uppbygging sögu, skipulag, efnistök og málfar.
Ferilsritun er aðferð sem leggur áherslu á heilstæða ritunarkennslu. Unnið er jöfnum höndum með: 1.
Stafsetningu 2 Lestur 3 Skrift 4 Talað mál 5 Frágang 6 Málfræði 7 ritleikni
Fjögur þrep ferilsritunar: 1.
undirbúningur, æfa sig að skýra öðrum frá hugmyndum sínum, gera minnispunkta, nota myndir, teikna upp atriðin og/eða hugarkort
2.
uppkast, Góð spássía og gott línubil. Nemandi fer yfir verkið sitt með gátlista síðan fer kennari yfir og leiðbeinir fyrir umritun.
3.
umritun Gott að nota gátlista og fara yfir uppkastið út frá þeim. Lesa uppkastið upphátt yfir og málfar leiðrétt, áður en það er skrifað niður aftur.
4.
birting. Flutningur úr púlti fyrir bekkjarfélaga eða safna sögunum í bekkjarblað.
Gátlisti fyrir ritun i 2. bekk 1.
Er bil á milli orða?
2.
Gefur ritunin til kynna hvað er að gerast
3.
og um hvern sagan er?
4.
Komu fram í sögunni fleiri en tvær hugmyndir?
5.
Er sagan skrifuð í réttri tímaröð?
6.
Eru málsgreinar með stórum staf og punkti?
7.
Eru algeng orð rétt stafsett? Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
21
Hæfniviðmið fyrir íslensku 3. Ritun
Sögusmiðjan Höf.: Hildigunnur Halldórsdóttir Ritvinnsluforrit með ýmsum aðgerðum sem ætlað er að veita nemendum innblástur og örva þá til ritunar. Það fellur að markmiðum ferlisritunar og er ætlað nemendum frá 8 ára aldri. Einnig hentar það til kennslu
Byggt er á því að nemendum er gefinn kostur á að skoða myndir sem tengjast því ritefni sem þeir hafa valið sér. nýbúa.
Ritill forritsins er mjög einfaldur og einu ritvinnsluaðgerðirnar eru klippa, afrita og líma. Ef nemandi hefur náð tökum á ritvinnslu í öðrum forritum getur hann tekið sögu sína inn í hvaða Windows-ritvinnsluforrit sem er. Forritinu er ætlað að: - gera ritun að leik - kenna nemendum að setja fram hugsanir sínar og hugmyndir í rituðu máli - gera nemendur gagnrýna á það sem þeir skrifa - auðvelda þeim að laga og breyta því sem þeir hafa skrifað.
Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
22
3. Ritun Gátlisti fyrir ritun á samræmdu prófi, 2013. Þjálfa þarf hvern þátt fyrir sig. Fyrsta persónu frásögn,t.d. ég fór í ferðalag Frásagnartexti er í Þátíð t.d.ég fór í ferðalag Meginmál. Atburðir í tímaröð, hvað gerðist fyrst og hvað síðast.
1. Hvers vegna? skrifa ég þessa sögu Inngangur 2. Hvar? gerðist sagan Inngangur 3. Hvenær? gerðist sagan Inngangur 4. Hver? er með í sögunni, persónu, dýr....Inngangur 5. Hvað? hvað gerðist merkilegt, skemmtilegt, óvænt....Meginmál í
réttri tímaröð. Skrifaðu minnst 8 línur. 1 til 3 atriði sem komu fyrir í ferðalaginu. 6. Hvernig? endanði ferðalagið. Lokaorð
Endursögn í þátíð 1. persónu frásögn uppá 16 línur í aðra hverja línu eða ein blaðsíða. 4 línur í inngang og lokaorð. 8 línur í meginmál. Ekki endurtaka neitt í frásögninni og ekki skrifa um eitthvað allt annað en nafn sögunnar er um. Mundu segðu frá einhverju sem þú hefur upplifað.
Skrifar þú skýrt með orðabili? Hefurðu góðan orðaforða? Notar fjölbreytt orðaval. Notarðu lýsingarorð? Notarðu stuttar setningar? Notarðu langar setningar? Mundu eftir . og síðan stórum staf í næstu setningu. Er efnið í tímaröð með greinaskil á milli atriða. Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
23
Hæfniviðmið fyrir íslensku 4. Málfræði
Við lok 4. bekkjar beitt töluðu máli og rituðu af öryggi og ráði yfir orðaforða og málskilningi sem hæfir þroska. þekkt, fundið helstu einingar málsins, svo sem bókstafi, hljóð, orð, samsett orð og málsgrein. raðað í stafrófsröð og gert sér grein fyrir notagildi þess við leit og skipulag. gert sér grein fyrir mismunandi hlutverki nafnorða, lýsingarorða og sagnorða, þekkt mun á samnöfnum og sérnöfnum og geti m.a. bent á þau í eigin texta. leikið sér með ýmis einkenni tungumálsins, svo sem margræðni orða og fundið kyn, tölu.
Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
24
Frá skimun með LtL til LOGOS
Grunnþættirnir og
Íslenska 3.bekkur
5. kafli Lestur heima, leiðbeiningar til foreldra
Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
25
Hvað get ég gert - við of mikla NEIKVÆÐNI ? Bókin leiðir börn og foreldra þeirra gegnum aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar sem notaðar eru til að breyta neikvæðri hugsun. Með ”skref-fyrir-skref” leiðbeiningum er börnunum beint í átt til jákvæðara og hamingjusamara lífs. Þessi gagnvirka sjálfshjálparbók er því heilsteypt úrræði til að fræða, hvetja og styrkja börn í að bæta líf sitt og líðan.
Hvað get ég gert - v ið of miklar ÁHYGG JUR? Bókin hjálpar börnum og foreldrum við að beita aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar, sem oftast er notuð við meðhöndlun á kvíða. "Skref fyrir skref" aðferðir og verkefni í formi teikninga og orða hjálpa barninu að öðlast nýja færni til að draga úr kvíða. Þessi gagnvirka sjálfshjálparbók er heilsteypt úrræði til að fræða, hvetja og styrkja börn í því að vinna bug á ofvöxnum áhyggjum. Bókin er 80 blaðsíður.
Hvað get ég gert - við of mikla NEIKVÆÐNI ? "Skref fyrir skref" lýsingar kenna börnum aðferðir í reiðistjórnun sem miða að því að kæla reiðar hugsanir og stýra reiðitengdri hegðun, sem leiðir til þess að börnin verða rólegri og afkastameiri. Þessi gagnvirka sjálfshjálparbók er heilsteypt úrræði til að fræða, hvetja og styrkja börn í því að vinna að breytingum. Bókin er 96 blaðsíður, efni hennar er sett fram með einföldum og skiljanlegum hætti.
http://www.hvadgeteggert.is/index.html Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
26
Lestraraðferðir. Raddlestur: Byrjendur í lestri lesa almennt upphátt á meðan þeir eru að þjálfa tæknilega hlið lestrarferlisins. Eftir því sem lestrarfærnin eykst fara nemendur að lesa meira í hljóði. Radd-/Hraðlestur: Markmiðið með því að þjálfa nemendur í hraðlestri er að auka leshraða þeirra í nákvæmnislestri. Hraðlestur byggist á því að nemandinn reynir að lesa enn hraðar en hann er vanur. Hann getur t.d. endurlesið stuttan texta nokkrum sinnum og mælt hvað hraðinn eykst við endurtekninguna.
• þjálfast börn í að einbeita sér og úthald við lesturinn eykst • styrkist og eykst málskilningur og orðaforði • verða framfarir í lesskilningi • læra börn að njóta og lifa sig inn í efnið og setja sig í spor annarra
Endurtekinn lestur með tímatöku Hentar vel þeim sem eru búnir að ná lestrarferlinu en lesa hægt. Blaðsíðan er lesin þrisvar sinnum og tíminn tekinn í hvert sinn. Barnið keppir þannig við sjálft sig og reynir að bæta eigin tíma við hverja endurtekningu. Þar sem endurNákvæmnislestur: tekningin er mjög mikilNákvæmnilestur byggir á því vægur þáttur og mörgum að lesa hvert orð í hljóði. finnst endurtekning ekki Hraðinn er mismunandi eftir spennandi, er þetta ágæt því hvað er lesið. Þar sem leið til að lífga upp á endurlestur er virkt ferli er mikil- tekningarlesturinn. vægt að lesandinn velti alltaf fyrir sér hver sé tilgangurinn Leiðbeinandi lestur og með lestrinum. Hvernig stuðningur hann ætlar Foreldri/forráðamaður les að nota hann, skoða textaákveðinn texta, barnið æfir uppbyggingu og leita að sig síðan í hljóði eða lágt og lykilorðum sem geta auðreynir að líkja eftir lestri veldað honum skilning. þess og les að lokum uppNákvæmnislestur krefst hátt. Fyrirmyndin leiðbeinir greinandi hugsunar við og uppörvar nemandann túlkun og mat á efninu og strax. því er leshraðinn minni en Að hlusta og lesa þegar lesið er hratt í hljóði. Hlustun á hljóðbók/tölvu samhliða lestri er góð æfing í Með hljóðlestri: sjálfvirkni í lestri. Á • auka börn leshraða sinn nams.is/krakkasidur er • gefst börnum tækifæri til hægt að finna upplestur á að lesa á sínum hraða léttlestrarbókum sem Námsgagnastofnun gefur út. Þar
er einnig að finna allar útgefnar hljóðbækur sem gefnar hafa verið út með námsbókum (undir hljóðefni) og er hægt að hlusta á það frítt. Samlestur Foreldri/forráðamaður og barn lesa saman upphátt. Paralestur Foreldri/kennari og barn lesa upphátt til skiptis t.d. eina og eina setningu eða efnisgrein.
Lesskilningur: SSLSR (skoða, spyrja, lesa, segja og rifja upp): Textinn er skoðaður, spurningar búnar til, textinn lesinn og spurningum svarað, sagt frá efninu og efnið rifjað upp. Aðferðin byggir á fimm þrepum 1. skoðar nemandinn myndir, fyrirsagnir og annað til að átta sig á innihaldi textans. 2. spyr hann spurninga úr efninu. 3. les hann texta til að svara spurningum. 4. endursegir hann efnið. 5. rifjar hann upp innihald textans með aðstoð spurninga.
Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
27
Hvernig get ég aðstoðað barnið mitt best? - Með því að veita því stuðning, uppörvun og hrós, en horfa jafnframt raunsæjum augum á getu þess. - Það er mjög mikilvægt að forðast árekstra og spennu. Ef barnið er neikvætt er gott að nota samlestur eða paralestur, í paralestri getur foreldri lesið meira en barnið og vakið þannig áhuga barnsins á efni sögunnar. - Gott er að styðja við lestrarnám barnsins að lágmarki 20-30 mínútur á dag. Með því að lesa fyrir það og vinna með því þar sem það er statt í lestrarnáminu. - Vera vakandi fyrir því að lestrarbækur séu af hæfilegri þyngd. Ef barnið kemur með of þunga bók heim er gott að lesa kórlestur. -Ýta undir sterkar hliðar barnsins til að stuðla að jákvæðri sjálfsmynd þess. -Foreldrar eru að vinna mikilvægt starf með barninu, lestrarþjálfunin fer að mestu leyti fram heima og þeir stuðla að jákvæðu viðhorfi til lestrar. - Barn sem elst upp við það að heimanámið er gert að gæðastund, foreldris og barns, býr að því alla ævi. Foreldrar kvitta þegar barn hefur lesið heima. Það er kvittunarblað í þessum bækling sem gott er að nota til að skrá tímann sem fer í lestur. Þegar barnið hefur safnað sér t.d. 2 klukkustundum er hægt að verðlauna það, bæði heima og í skólanum. Barnið kemur þá með þennan bækling og sýnir mér.
Markmið með heimalestri
að barnið bæti við orðaforða sinn og málskilning.
að barnið nái að sýna framfarir í lestrarnáminu.
að efla sjálfsmynd barnsins og koma í veg fyrir að það upplifi sig sem tapara.
að foreldri styðji og styrki barnið sitt og fylgist með framförum þess dag frá degi.
að efla samvinnu milli foreldra og kennara.
Markmið mitt með þessum bæklingi er að veita foreldrum stuðning, kynna þeim það sem gefið hefur góðan árangur í lestrarkennslu og hvetja foreldra til að skapa gæðastund með barninu. Ég nota þær aðferðir sem ég hvet foreldra til að nota heima og í sameiningu tekst okkur að hjálpa barninu í námi sem oft er mjög erfitt fyrir það. Það þarf oft mikla þolinmæði en árangurinn sést greinilega þar sem vel er unnið. Allir vilja sjá árangur og það er gott fyrir barnið að fylgjast með framförum sínum. Ég met árangurinn reglulega yfir veturinn, sjá bls. 5.
Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
28
Sjálfvirkni og nákvæmni Sjálfvirkni
á sér stað
eftir að nákvæmni er náð. Viðmið
fyrir sjálfvirkni:
þegar nemandinn hefur
að koma strax. Gott að
náð stigi nákvæmni. Hann
nota eggjarklukku.
veit sjálfur hvort hann
Verkefni
t.d. Lesa í eina
Þegar hægt er að fram-
gerði rétt eða ekki. Leið-
mínútu og telja lesin orð.
kvæma “færnina” á meðan
réttingar brjóta hér bara
Lesa í 10 mínútur og telja
að athyglinni er beint
niður barnið í mörgum til-
blaðsíðurnar, lesa sömu
annað.
fellum.
blaðsíður aftur og telja
Það
er hægfara ferli að
Flýtir
fyrir sjálfvirkni ef
blaðsíðurnar. Komst barnið
ná sjálfvirkni miðað við
nemandi fær endurgjöf um
lengra í seinna skiptið ?
hve það er fljótt hægt að
hve langan tíma það tók
Gott er að nota þessi verk-
ná nákvæmni.
hann að leysa tiltekið
efni líka við að skrifa
verkefni. Endurgjöfin þarf
réttan texta uppúr bók.
skrifa þessir þrír aðilar undir hana.
niðurstöður, endurtaka valda prófhluta og meta framfarir.
Leiðréttingar
gagnslitlar
LOGOS greining Þegar barn er farið að lesa uppá 3 - 4 á hraðaprófi er fyrst hægt að greina það með LOGOS. Hvað er LOGOS? LOGOS er hágæða greiningartæki til að greina lestrarerfiðleika hjá börnum, unglingum og fullorðnum. LOGOS er nýtt tölvuforrit til að greina dyslexiu og aðra lestrarerfiðleika. LOGOS er hugsað fyrir grunnskóla en getur einnig nýst framhaldsskólum, lestrarmiðstöðvum, fullorðinsfræðslu og einkaskólum. Þegar barn hefur fengið greininguna dyslexíu þarf að gera einstaklingsnámskrá fyrir það. Þessa námskrá gerir umsjónarkennari í samráði við sérkennara sem leiðbeinir barninu og foreldra. Þegar námskráin er tilbúin,
Hvernig er prófið uppbyggt? 1. hluti er í 17 þáttum og er ætlaður og staðlaður fyrir 3. – 5. 2. hluti er í 14 þáttum og er ætlaður og staðlaður fyrir 6. – 10. bekk og fullorðna. Þættirnir greina færni í leshraða, lesskilningi, skilningi á hlustun, umkóðunarfærni og annarri lestrartengdri færni. Flestir prófþættir eru metnir með tilliti til áreiðanleika og viðbragðsflýtis. Niðurstöður hvers prófs vistast rafrænt og LOGOS prófið gefur möguleika á að sækja fyrri próf-
Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
29
Frá skimun með LtL til LOGOS
Grunnþættirnir og
Íslenska 3.bekkur
6. kafli Tímaáætlun sett fram í dagatali
Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
30
Október 2013 Mánud
Þriðjud
Miðvikud
Fimmtud
Föstud
1
2
3
4ráðstöfunard
7LtL skimun
8
9
10
11
14LtL skimun
15
16
17
18
21vetrarleyfi 22vetrarleyfi 23ráðstöfunard 24foreldrad 28
29
30
25
31
Spor2 4.Tilfinningalíf. Ýmislegt í umhverfinu getur haft áhrif á tilfinningar, okkar Orðaforði Spenna, rósemd, æsingur, kátína, ótti, sorg, söknuður 5.Af hverju verðum við reið Orðaforði Reiði, gleði, feimni, fleiri tilfinningar. 6.Jákvæðar tilfinningar Orðaforði Gleði, kátína, hamingja, lífsgleði, rósemd.
Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
31
Nóvember 2013 Mon
Tue
Wed
Thu
Fri
1 4
5
6
7
8
11
12
13
14
15
18
19
20
21
22
25
26
27
28
29
Spor 2 7.Kvíði Orðaforði Kvíði, tilhlökkun, öryggi, sefa, magnast. 8.Leiðir til að sefa kvíða Orðaforði Hræðsla, hræddur/ hrædd, ótti, óttaslegin/n, hætta, skaðlaust, sigrast á ótta, hugmyndaflug, smeyk/ur, óörugg/ur. 9. umgegni Orðaforði Ganga vel um. Umgengni. Bera virðingu fyrir eigum annarra. Bera virðingu fyrir sínum eigin eigum. Verðmæti. Tillitssemi. Allt á rúi og stúi, óreiða, drasl, rusl. Allt á sínum stað. 10.Smitandi hlátur og gleði Orðaforði Gleði, kátína, hamingja, vellíðan, ærsl og læti.
Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
32
Desember 2013 Mánud
Þriðjud
Miðvikud
Fimmtud
Föstud
2 9
3 10
4 11
5 12
6 13
16
17
18
19
20litlu jól
Spor 2 11. sorg og grátur. Orðaforði Sorg, hryggð, tregi, grátur, gráta, væla, skæla, hrína, grenja. 12.Vinir og samskipti Orðaforði Sammála, ósammála, sættast. 13.Eru allir vinir Orðaforði Vinsæll, óvinsæll 14.Að biðjast fyrirgefningar Orðaforði Sættast, sætti, sátt/ur, ósætti, ósátt/ur, ágreiningur, að biðjast fyrirgefningar, að fyrirgefa, slettist upp á vinskapinn
Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
33
Janúar 2014 Mánud
Þriðjud
Miðvikud
Fimmtud
Föstud
3 6þrettándi
7
8
9
10
13
14
15
16
17
20
21
22ráðstöfunar
23
24
27
28
29
30
31
Spor 2 15.Óvart og viljandi Orðaforði Viljandi, óviljandi, skemmdarverk, að virða eigur sínar og annarra. 16.Orsök og afleiðing. Bera ábyrgð á eigin gjörðum. Orðaforði Orsök, afleiðing, sekt. 17.Að setja út á aðra. Að fá að vera eins og maður er. Orðaforði Að setja út á aðra.
Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
34
Febrúar 2014 mánud
Þriðjud
Miðvikud
Fimmtud
Föstud
3
4
5
6
7
10
11
12
13
14
17
18
19
24vetrarleyfi
25
26
20foreldrard 21vetrarleyfi 27
28
Spor 2 18.Að hrósa og vera hrósað. Orðaforði Hrós, að hrósa, sterkar hliðar, áhugi, vellíðan, vanlíðan. 19.Stríðni og ósætti.Orðaforði Að gefa höggstað á sér, slá vopnin úr höndum. 20.Að slá vopnin úr höndum stríðnispúka. Orðaforði Illkvittni, stríðni, hrekkir, að slá vopnin úr höndum, viðbrögð.
Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
35
Mars 2014 Mánud
Þriðjud
Miðvikud
Fimmtud
Föstud
3bolludagur 10
4sprengidagur 11
5öskudagur 12
6 13
7 14
17
18
19
20
21
24
25
26
27
28
31 Spor 2 21.Reiði. Róa og sefa reiðina sjálfur. Orðaforði Sefa reiði, missa stjórn á sér, viðbragð, ótti. 22.Hegðun í skólanum. Orðaforði Brúka munn, rífa kjaft, ybba gogg, að svara fullum hálsi, kurteisi, þéringar. 23.Þegar vinir bregðast. Orðaforði Neikvæður, jákvæður
Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
36
Apríl 2014 Mánud
7
28
Þriðjud
Miðvikud
Fimmtud
Föstud
1
2
3
4
8
9
10
11árshátíð
22
23
24
25
29
30
Spor 2 24.Er hollt að leiðast. Orðaforði Leiði, leiðatilfinning. 25.Að bera virðingu fyrir sjálfum sér.Orðaforði Að bera virðingu fyrir sjálfum sér. 26.Hollir lífshættir. Kunna að hugsa vel um sig. Orðaforði Hollir lífshættir. Lesnar klípusögur úr leiðbeiningunum, farið í leiki og sungið.
Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
37
Maí 2014 Mánud
Þriðjud
Miðvikud
Fimmtud
Föstud
1
2
5
6
7
8
9
12
13
14
15
16
19
20
21
22
23
26námsmat
27námsmat
28námsmat
29
30ráðstöfunard
Ég er bara ég Bókin er eftir þau Ásdísi Ólsen og Karl Ágúst Úlfsson. Námsgagnastofnun 2000 Bókin lesin með börnunum hún segir frá Dolla dropa sem kemst inn í börnin í bekknum og lýsir því hvað þau eru ólík. Níu ólíkum krökkum er lýst. Bókin er 12 opnur. Ein opna lesin og rædd í hverjum tíma.
Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
38
Frá skimun með LtL til LOGOS
Grunnþættirnir og
Íslenska 3.bekkur
7. Kafli Námsmat
Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
39
Námsmat í lestri annars vegar og lesfimi hins vegar.
Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
40
Frammistöðumat Frammistöðumat fer fram tvísvar á ári fyrir foreldradag. Þá skrifa bæði nemendur og kennarar í mentor hvernig hefur gengið og nemendur setja sér markmið og telja upp veikleika sína og styrkleika. Þeir merkja einnig við hvernig þeim líður í skólanum. Þessi vinna fer fram með foreldrum og skapast góð vinna um stöðu náms og líðan í skólanum. Mentor sér um uppsetningu sem kennarar og nemendur fylla inn í þar til gerða reyti. Hvernig stend ég mig í skólanum í samanburði við mat kennarans? Þetta á við í öllum námsgreinum skólans. Það er líka fjallað um annað eins og: Veikleikar– skráðu það sem þú telur helstu veikleika þína í námi: Dæmi. Sá sem skrifar: mér finnst íþróttir erfiðastar Styrkleikar—Skráðu það sem þú telur helstu styrkleika í námi: Sá sem skrifar: Ég er góð í myndmennt og textíl og mér finnst það gaman. Markmið—Skráðu þau markmið sem þú ætlar að vinna að fram að næsta stöðumati. Sá sem skrifar: Ég ætla að reyna að mæta alltaf á réttum tíma í skólann og vinna vel í tímum. Líðan Mér líður vel í kennslustundum
nemandi v
Mér líður vel í íþróttum
nemandi v
Skipulag Ég nýti tímann í skólanum vel
nemandi O
Hegðun Ég er kurteis við starfsfólk skólans nemandi V Heimanám Ég lýk öllu heimanáminu á tilsettum tíma
nemandi V
V merkir ávallt O merkir oftast / merkir stundum X merkir sjaldan. Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
41
Frammistöðumat Áhugi Til fyrirmyndar
Er ávallt jákvæður og tilbúinn að takast á við ný verkefni.
Góð framvinda
Er yfirleitt tilbúinn að takast á við ný verkefni.
Þarf að taka sig á
Er misvel tilbúinn að takast á við ný verkefni.
Þarfnast verulegra úrbóta
Er sjaldan tilbúinn að takast á við ný verkefni.
Frammistaða Til fyrirmyndar
Hefur ávallt góðan skilning á verkefnum og getur nýtt sér þekkingu sína.
Góð framvinda
Hefur yfirleitt góðan skilning á verkefnum og lýkur þeim.
Þarf að taka sig á
Gengur misvel að skilja verkefnin og ljúka þeim.
Þarfnast verulegra úrbóta
Hefur takmarkaðan skilning á verkefnum og lýkur þeim sjaldan.
Vinnubrögð Til fyrirmyndar
Vinnur ávallt vel, lýkur verkefnum og sýnir sjálfstæði.
Góð framvinda
Vinnur yfirleitt vel og sýnir oftast sjálfstæði.
Þarf að taka sig á
Vinnur misvel og þarf að sýna meiri vandvirkni og sjálfstæði.
Þarfnast verulegra úrbóta
Einbeitir sér illa að vinnu og skortir vandvirkni og sjálfstæði.
Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
42
Lykilhæfni 3. bekkur lífsleikni/sjá Hafnarfjörður
Tjáning og miðlun
Tjáð hugsanir sínar og skoðanir sínar fyrir framan hóp
Hlustað á aðra og áttað sig á skoðunum og hugmyndum annarra
Notað einfaldan orðaforða sem tengist umfjöllunarefni hverju sinni og tekið tillit til mismunandi viðmælenda
Unnið sjálfstætt eftir verklýsingu við úrlausn verkefna
Metið eigin verk og annarra út frá fyrirfram gefnum þáttum, t.d. Með aðstoð gátlista og gert áætlun um úrbætur
Gert sér grein fyrir að oft eru fleiri en ein rétt lausn og að læra má af mistökum
Gert sér grein fyrir munur er á staðreyndum og skoðunum
Unnið eftir fyrirmælum og sýnt sjálfstæði í vinnubrögðum
Gert sér grein fyrir styrkleikum sínum
Unnið með öðrum að skipulögðum verkefnum sem tengjast námi
Borið ábyrgð á ákveðnu hlutverki í samstarfi
Nýtt sér leiðsögn á uppbyggilegan hátt
Nýting miðla og upplýsinga
Leitað upplýsinga í ólíkum miðlum með leiðsögn
Nýtt upplýsingar og heimildir við eigin verkefnasköpun
Skilið og nýtt sér grunnreglur um netnotkun
Ábyrgð og mat á eigin námi
Gert sér grein fyrir styrkleikum sínum
Séð hvenær hann hefur náð markmiðum í námi
Tekið þátt í að skipuleggja eigið nám
Skapandi og gagnrýnin hugsun
Sjálfstæði og samvinna
Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
43
Bréf um LOGOS greiningu sent til foreldra eftir áramót Kæru forráðamenn, Nú er kominn tími til að huga að LOGOS greiningarprófi fyrir barnið ykkar. Þetta próf greinir dyslexíu og tekur barnið prófið á tölvu. Hugbúnaður prófsins reiknar út niðurstöðurnar og próftakandi skrifar skýrslu, sem fer til skólans og foreldra. Umsjónarkennari kallar síðan á fund þar sem farið er yfir stöðu barnsins í lestrarnáminu og hvað gera skal í framhaldinu, ef niðurstöðurnar eru neikvæðar. Oft er staða barns það alvarleg í 3. bekk að ekki reynist hægt að taka prófið, það er að segja prófið reynist barninu of erfitt. Þá er það tekið aftur í byrjun 4.bekkjar. Það er mikilvægt að börn með lestrarörðuleika fái greiningu fyrir samræmu prófin, sem eru tekin í 4. bekk, 7. bekk og 10. bekk. Þar er lesið fyrir þau af diski sem fylgir prófinu. Þannig tekur barnið hlustunarpróf að hluta og er það venjulega helmingur lesskilnings hluta prófsins í 4. og 7. bekk en allt prófið er lesið í 10. bekk í íslensku. Gefin er lengri tími í prófinu ca. 30 mín. og barn getur notað fartölvuna sína við ritun eða notað MP3 spilarann sinn til að hluta á upplesturinn. Það á við bæði í íslensku, stærðfræði og ensku. (þetta eru þó breytilegar reglur frá námsmatsstofnun) Þegar gengur hægt að lesa notar barnið alla sína orku í lesturinn og man oft ekki það sem það les, eða skilur ekki hvað spurt er um. Að vera seinlæs er ekki að vera tregur. Hæglæs börn muna oft mjög vel þegar lesið er fyrir þau og gengur námið vel á þann hátt alla skólagönguna. Í lok 10. bekkjar taka þau börn aftur LOGOS greininguna, sem ætla að nota sér
Lestrarátak, Lestrarhestar
sérúrræði framhaldskólanna og háskólanna. Það eru engar hindranir í námi þótt
barnið greinistfá með Þeim eru allir vegir færir. Allir nemendur blaðdyslexíu. með stundir. Lestrarhesturinn er mynd af þremur kukkum. hestur í ýmsum útgáfum sem Foreldrar eru hvattir á skrifstofuna um LOGOS greiningu á Nemendur lesa heima og í til að þaufara fá að velja sér þau og litasækja og skólanum allur lestur er líma upp á vegg. sérstöku og eyðublaði. skráður með því að lita mínúturnar á klukkurnar. Til Kær kveðja að fá lestrarhest þá þurfa þau að ____________________________________________ lesa í samfellt tvær klukku-
Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
44
Eftirfylgnipróf lesfimi og orðalistar í Leið til læsis Viðmið
Hasbrouck og Tindal frá 2006 yfir rétt lesin orð á mínútu fyrir meðalnemanda miðað við bekk og önn: 3. bekkur haust 71 lesin orð á mínútu. vetur 92 lesin orð á mínútu. vor 107 lesin orð á mínútu.
110– 150 atkvæði eða 5.0—6.5 í lok ársins Markmið með hraðlestrarprófi er að meta hversu hratt og nákvæmt nemandinn getur Lestrarnákvæmni telst viðunandi ef villur eru undir 3% af lesnum texta. Eftirfylgnipróf Leið til læsis. Lesfimi (fluency), eftirfylgnipróf LtL. sýnir hæfni barnsins til að lesa upphátt ákveðinn orðafjölda á mínútu í aldurssvarandi texta, rétt og án hiks og endurtekninga. Lesskilningsspurningar fylgja hverju prófi. Prófið segir til um hvort barnið tekur eðlilegum framförum og hvar það stendur miðað við viðmið árgangsins og allt landið. Orðalistar prófa sjónrænan orðaforða. Nemandi
í 3. bekk (að hausti) sem ekki nær 60 atkvæðum fær einstaklingsáætlun í
lestri.
LOGOS Lestrargreiningartæki Logos er greiningartæki til að greina lestrarerfiðleika. Það er þýtt úr norsku og staðfært. Prófið er í tveimur hlutum og er fyrri hlutinn fyrir 3.—5. bekk en seinni hlutinn ætlaður 6.—10. bekk og fullorðnum. Prófið greinir m.a. Færni í leshraða, lesskilningi, skilningi á hlustun og alls 17 lestrartengdri færni. Niðurstöður hvers prófs vistast rafrænt og LOGOS prófið gefur möguleika á að sækja fyrri prófniðurstöður, endurtaka valda prófhluta og meta framfarir.. Þegar barn er farið að lesa uppá 2,5 – 3 á hraðaprófi er fyrst hægt að greina það með LOGOS. Þegar barn hefur fengið greininguna dyslexíu þarf að gera einstaklingsnámskrá fyrir það. Þessa námskrá gerir umsjónarkennari í samráði við sérkennara sem leiðbeinir barninu og foreldra. Þegar námskráin er tilbúin, skrifa þessir þrír aðilar undir hana. Við á eggjum áherslu á snemmtæka íhlutun og kennslufræðileg úrræði hvað varðar lestrarnám barna. Nánari upplýsingar má fá á vefsíðu www.logos-test.is. Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
45
Þjálfunin fer eftir þörf hvers og eins 1. Úrræði sem efla hljóðkerfisvitund. Rímæfingar Hlusta
eftir hvort orð rími eða ekki
Finna
orð sem ríma við upplesið orð
Finna
bullorð sem ríma
2.
Setningagreining. Í byrjun eiga setningarnar að vera stuttar ( 2 eða 3 orð), en
smám saman má fjölga orðum í setningunum. ●
Kennarinn les eina setningu og leggur mikla áherslu á hvert orð í setningunni.
●
Nemandinn endurtekur setninguna og klappar við hvert orð í setningunni.
Kennarinn segir eina setningu, nemandinn endurtekur hana og leggur niður „orðakubb" fyrir hvert orð.
3.Greining orða í atkvæði. Þegar nemandinn nær tökum á að greina setningar í orð má beina athygli hans að atkvæðum orðsins. Verkefnið felst í að finna hversu mörg atkvæði eru í einu orði. dinn býr til setningu með ákveðnum fjölda orða. Hlusta
á orð. Klappa atkvæðin í orðinu.
Hlusta
á orð. Leggja niður „kubb" fyrir hvert atkvæði.
Mál og hugtök. Að örva nemandann til þess að segja frá
Hlutir eða myndir lagðar á borð. Kennari/foreldri lýsir einum hlut eða mynd og
nemandinn bendir á það sem talað var um. Síðan má skipta um hlutverk. Spjöld
með myndum sem nemandinn þekkir lögð í stafla, myndirnar snúa niður.
Nemandinn og kennari/foreldri draga spjöld til skiptis og lýsa myndinni sem þeir hafa fengið. Hinn á að giska hvað er á myndinni. Endursegja
sögur sem kennari/foreldri segir eða les.
Að æfa nemandann í að ljúka setningum. Til þess að þjálfa málskilning getur kennari/foreldri byrjað á setningu og látið nemandann ljúka henni. Það er mikilvægt að segja nemandanum að þannig sé það líka þegar lesið er. Skilji maður fyrstu orðin er oft létt að skilja það sem á eftir kemur. Þegar þetta hefur verið æft um stund má skipta um hlutverk. Að koma auga á samsetningu orða. Nemandinn á með hjálp kennara /foreldris að finna samsett orð t.d. þar sem „hús" er hluti orðsins. Dæmi: Húsgögn, húsnæði, húsþak, húsdýr.
Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
46
Að þjálfa nemandann í að muna tölur, bókstafi, orð, orðaraðir, fyrirmæli o.s.frv. Kennari/foreldri nefnir tvær tölur, hljóð eða orð greinilega og með u.þ.b. einnar sekúndu millibili. Nemandinn endurtekur strax. Fjöldi atriða sem endurtaka á er aukinn í samræmi við árangur.
Kennari/foreldri segir setningu. Í fyrstu aðeins tveggja til þriggja orða. Nemandinn endurtekur. Lengd setninganna er fyrst aukin þegar nemandinn getur haft setningarnar orðrétt eftir.
Hér á eftir eru nokkrar tillögur að æfingum: Finna fremsta hljóðið í orði. Mælt er með að nota orð sem byrja á sérhljóða.
Einnig má nota samhljóða en þá önghljóð sem hægt er að segja lengi eins og s, l, r, m og n.
Finna hljóð sem eru eins í orðum sem lesin eru upp.
Hlusta eftir hvort tilgreint hljóð sé í orði.
Finna sama hljóð sem kemur fyrir í fleiri orðum. Dæmi: sól, skjól, hjól o.s.frv.
Raða myndum í flokka eftir því hvort orðið byrjar á sama hljóði
Finna aftasta hljóð í orði sem lesið er upp.
Finna hversu mörg hljóð eru í einu orði. Klappa hljóðin eða leggja kubb fyrir hvert hljóð.
2. Úrræði sem efla bókstafanám. Fyrir nemendur sem eiga sérstaklega erfitt með tenginguna bókstafur hljóð geta eftirfarandi æfingar komið að gagni. Nemandi fær að handfjatla og vinna með form bókstafanna. Þá er gott að nota stóra stafi úr tré, leir eða sandpappír.
Hægt er að útbúa áþreifanlega bókstafi á pappaspjöldum, til að mynda úr sandpappír, taui, leir, ullargarni og þess háttar, og kenna nemandanum að fylgja forminu með fingrunum.
Nemandinn fær stóra og greinilega bókstafi. Hann fer ofan í útlínur þeirra og litar síðan. Mikilvægt er að nemandinn fái æfingu í að teikna bókstafsformin með hraða og öryggi.
Kennari/foreldri örvar nemandann til þess að segja frá hvernig bókstafirnir líta út. Kennari/foreldri hjálpar nemandanum að átta sig á formi bókstafsins, segir síðan hljóðið og sýnir hvernig það myndast í munninum.
5.Úrræði sem efla nám orðmynda leiftur spjöld. Æfing sem hefur reynst mjög vel fyrir torlæsa nemendur er leikur sem byggir á leiftur spjöldum. Gerð eru mörg spjöld með orðum sem nemandinn á að læra sem orðmyndir, til dæmis átta pör af orðum. Orðin eru skrifuð með prentstöfum á pappaspjöld. Í fyrstu læra nemendur að þekkja þessi orð. Aðalatriðið er að nemandinn læri að þekkja þessi orð sem innri orð en þessi aðferð byggir á nákvæmum fyrirmælum frá kennara þar sem hann sýnir fram á hvernig röðun bókstafanna í orðinu gerir nemandanum kleift að þekkja það aftur. Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
47
Minnisspil. Spilið Memory hefur einnig gefið góða raun við að æfa orðmyndir. Í stuttu máli gengur spilið út á að tvö og tvö spil með sama orði eru lögð á borðið og snúa orðin niður. Fjöldi orða getur verið misjafn, frá 5 og upp í 8 pör. Val orða ræðst af aldri nemenda og áhugasviði Æfið orðmyndir með orðaspilum Æfið orðmyndir einstakra orða (100 algengustu orð í íslensku).
Nemandinn lærir að þekkja orð af leiftur spjöldum sem brugðið er upp.
Orðin eru æfð með því að lesa og skrifa samfelldan texta.
6. Úrræði sem efla leshraða Blönduð lestraraðferð. Í þessu verkefni blandast saman frjáls lestur og stýrður lestur. Meginleiðirnar eru: 1.Kennarinn les textann fyrst upphátt fyrir nemandann, útskýrir erfið orð og ræðir innihaldið. Nemandinn tekur lesefnið með sér heim og les það upphátt fyrir foreldra eða einhvern annan fullorðinn. Næsta dag les nemandinn textann fyrir einhven annan nemanda í bekknum. Þeir ræða innihald textans, koma fram með spurningar ef einhverjar eru og ræða þær við kennarann. 2.
Seinna sama dag er tekin stund til hljóðlesturs (frjáls lestur). Kennarinn að-
stoðar við að finna bækur sem henta nemandanum m.t.t. aldurs, áhuga og þyngdarstigs. Markmiðið með þessum lestri þarf að vera nemandanum skýrt og augljóst. Nemandinn getur einnig sagt öðrum nemanda frá innihaldi bókarinnar. Hafi þeir lesið sömu bók geta þeir rætt saman um innihaldið. 3.Samið er við foreldra/uppalendur að nemandinn eigi að lesa minnst 15 mínútur fjóra daga vikunnar. Foreldrar eða nemandinn sjálfur heldur dagbók yfir hversu mikið hann les bæði m.t.t. tíma og hversu margar blaðsíðu hann les á viku. 4.Til tilbreytingar er oft þjálfaður Kennarastuddur raddlestur, Skiptilestur (Parlesing) Skráning, skeiðklukka og skýrslugerð, Endurtekinn lestur ( Repetert lesing), Víxllestur (Veksellesing), Kórlestur ( Korlesing), Kennsluforrit, Frjáls lestur Hljóðbækur á snældum og geisladiskum. Flest allt námsefni hefur verið gefið út á geisladiskum eða snældum og ættu nemendur með lestrarerfiðleika að nýta sér þann möguleika (Blindrabókasafnið býður upp á víðtæka þjónustu á þessu sviði). Við notkun hljóðbóka eykur nemandinn leshraða sinn með því að fylgja textanum í bókinni á meðan hann hlustar. Kostur þess að nota hljóðbækur og/eða geisladiska er það að nemandinn fær strax tilfinningu fyrir réttum framburði. Hann heyrir hvernig orðin sem hann getur ekki umkóðað sjálfur eru lesin rétt og getur jafnframt tileinkað sér réttar áherslur og framsögn. (nokkur úrræði sem LOGOS gefur)
Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
48
Orðrún frá 3. bekk til og með 8. bekk 2 próf á ári eða skipti niður í 4 próf á ári, eins og hér er gert.
Orðarún. Lesskilningur hæfnin til að lesa aldurssvarandi texta og svara miserfiðum spurningum úr textanum. Orðarún er staðlað lesskilningspróf ætlað 3.— 8 . Bekk grunnskóla. Tvö próf eru fyrir hvern árgang. Í hverju prófi eru tveir textar, hvor um sig með tíu fjölvalsspurningum. Orðarún varðar aðallega ferns konar færni: 1.
Færni til að greina staðreyndir, orðréttar eða umorðaðar.
2.
Færni til að draga ályktanir af því sem ekki er sagt berum orðum.
3.
Færni til að átta sig á meginefni.
4.
Færni til að útskýra orð og orðasambönd.
Miðstöð skólaþróunar við HA stendur að gerð prófsins. Það er inni í Mentor.
Lesskilningur Orðrún, úrlausnir
Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
Dagsetn.
49
Nafn bókar
Einstaklingsnámskrá Fjöldi mínútna. í heimalestri
fjöldi mínútna
Samtals lesið á dag
Íslenska 3.bekkur í skólanum
Grunnþættirnir og Lykilhæfni Einstaklingsnámskrá í lestri
Bakgrunnsupplýsingar frá LtL
Greining á stöðu nemenda
Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
50
Dagset n.
Nafn bókar
Markmið
Hvað á að kenna
Hvernig
Einstaklingsnámskrá Fjöldi mínútna. í heimalestri
fjöldi mínútna
í skólanum
Samtals lesið á dag
Hvers vegna
Í hvað langan tíma
Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
51
Einstaklingsnámskrá
Námsmat Símat
lestur
hlustunar- ritun
hlustun
lykilhæfni frammi-
Sept. Okt. Nóv. Des. Jan.
Feb. mars apríl maí júní
Þeir sem komu að þessari einstaklingsnámskrá: Nemandi___________________________________________________________________________________________________ Umsjónarkennari___________________________________________________________________________________________ Deildarstjóri sérkennslu____________________________________________________________________________________ Nafn forráðamanns________________________________________________________________________________________
Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður
Læsi 3. bekkur
52
Í aðalnámskrá grunnskóla 2013 stendur: . Leita þarf allra leiða til þess að bæta stöðu þeirra nemenda sem af einhverjum ástæðum gengur illa að læra að lesa. Þar þarf að grípa inn í sem allra fyrst. . Í bókmenntum finna ungir lesendur fyrirmyndir og geta sett sig í spor persóna. Þannig getur bókmenntakennsla í skólum stuðlað að sterkari sjálfsmynd nemenda, kennt þeim umburðarlyndi í garð ólíkra menningarsamfélaga og minnihlutahópa
Nám til framtíðar-Kynningarvefur mennta– og menningarmálaráðuneytis
http://www.namtilframtidar.is/#!/
Hæfni og Gagnrýn hugsun Hæfni er ekki einn af grunnþáttunum en er aftur á móti það markmið sem menntun í grunnþáttunum stuðlar að. Hér er átt við að sé lögð áhersla á að flétta grunnþættina sex inn í skólastarfið fái börn og ungmenni aukna og mikilvæga hæfni í að taka þátt í samfélaginu sem heilbrigðir og sterkir einstaklingar.
Í inngangskafla að grunnþáttum menntunar í aðalnámskrá kemur eftirfarandi fram í stuttri málsgrein sem fjallar um sköpun: „Allir grunnþættirnir eiga sér rætur í gagnrýninni hugsun, ígrundun, vísindalegum viðhorfum og lýðræðislegu gildismati.“
Gagnrýnin hugsun leggur grunninn að áherslubreytingum í skólastarfi sem og öðru starfi. Til að hægt sé að innleiða grunnþættina sex inn í skólastarfið þarf starfsfólk skóla að horfa á starfið, gildin sem unnið er eftir, kennsluaðferðir og námsefni á gagnrýninn hátt og með opnum og skapandi huga. Auk þess sem það að virkja gagnrýna hugsun nemenda ætti að vera hluti af lýðræðismenntun þeirra.
Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður