Lokaskýrsla 2013 2014 stjórn verkefna og námsstyrkjasjóðs fg og sí

Page 1

Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar Lokaskýrsla til Verkefna- og námsstyrkjasjóðs FG og SÍ Verkefnið er byggt á nýrri Aðalnámskrá grunnskóla kafla 7.10 um sérfræðiþjónustu í grunnskólum og kafla 9.9 um stöðluð próf og skimunarpróf. Þar segir í kafla 7.10 bls. 44: Snemmtækt mat á stöðu nemenda og ráðgjöf í kjölfarið er mikilvæg til að sem fyrst sé hægt að bregðast við námslegum, félagslegum og sálrænum vanda og skipuleggja kennslu og stuðning, með starfsfólki skóla, þannig að það hæfi hverjum nemanda í skóla án aðgreiningar......Sérfræðiþjónustan skal styðja á fjölbreyttan hátt við starfsemi og starfshætti í skólum, starfsfólk þeirra og foreldra með ráðgjöf og fræðslu. Á bls. 56 kafla 9.9 stendur: Skólar skulu eiga aðgang að greinandi prófum og öðrum matstækjum sem auðvelda könnun á tilteknum þáttum náms og kennslu þar sem hægt er að nota niðurstöður til að veita nemendum leiðsögn og kennslu við hæfi. Stöðluð próf, t.d. lestrarpróf, lesskimunarpróf.... til að greina erfiðleika snemma á skólagöngunni og auka líkur á að ráðin verði bót á þeim með skipulegum aðgerðum.

2014 Elín G. Jóhannsdóttir, sérkennari Kópavogsskóla, styrknúmer 03/13 6/1/2014


Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar

AÐDRAGANDI OG UNDIRBÚNINGSVINNA Í tilefni nýrrar Aðalnámskrá grunnskóla og grunnþáttunum 6 sem hún byggir á eru boðaðar miklar breytingar í grunnskólum landsins. Skólanámskrá, námsefni, kennsluhættir, lykilhæfni og námsmat og margt fleira er endurskoðað og lagfært eins og lög gera ráð fyrir. Allir kennarar skólans vinna saman að þessum breytingum og ég hef tekið þátt í þeirri vinnu samhliða því að vinna að þróunarverkefni mínu, Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar, sem hefur verið mikil vinna utan vinnuramma míns og hófst með miklum krafti strax í fyrrasumar með lestri lífsleiknibóka. Ég hef í fjögur ár stýrt framkvæmd á nýju mats og stuðningskerfi LtL leið til læsis, sem uppfyllir kröfur Aðalnámskrár. Komin er góð reynsla af því í skólanum. Ég hef prófað alla nemendur í 1. til 4. bekk tvisvar á ári með þeim prófum, auk þess að leggja fyrir 1.bekk skimunarþáttinn sem gefur til kynna hvaða nemendur eru í áhættu með að geta lent í erfiðleikum með lestur síðar á skólagöngunni. Þegar lesfimin hefur náð meðaltali miðað við landsmeðaltal, sem LtL reiknar út á tölvutæku formi, hætta börnin í sérstöku átaki. Hin sem ennþá eiga í lestrarvanda eru greind með LOGOS greiningartæki fyrir dyslexíu í 3.- 4. bekk fyrir samræmdu prófin. LOGOS greining nær yfir stærri hóp barna með lestrarvanda en fyrri greiningartæki sem notuð hafa verið. Fræðimenn telja að hægt sé að þjálfa nemendur það vel í lestri að nemendur greinist ekki með dyslexíu í 10. bekk þegar greint er aftur með LOGOS. Þetta hef ég orðið vör við í starfi mínu sem greinandi. Stafsetning og ritun sem oft tekur lengri tíma að þjálfa er ekki tekin með í niðurstöðum LOGOS greiningar. Fjölbrautaskólar krefjast þess að greiningarskýrslan sé ekki eldri en tveggja ára, vegna þessa nýju viðhorfa. Aðrir fræðimenn halda því fram að dyslexía sé ólæknanleg, en þeir greina þá með öðru greiningartæki og er þá jafnréttmætt. Ég legg ekki mat á þessar kenningar í þessu verkefni, en ég hef tekið eftir því að LOGOS greining nær til stærri hóps barna en 2|Lokaskýrsla til Verkefna- og námsstyrkjasjóðs FG og SÍ


Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar

Anton Index greiningartækið og hópurinn sem greinist er með fjölbreyttari veikleika þ.e. mis alvarlega dyslexíu. Ég stýrði gerð lestrarstefnu skólans fyrir nokkrum árum og í framhaldi af þeirri vinnu og reynslu minni af LtL og LOGOS greininga, langaði mig að vinna áfram með þennan litla hóp nemenda sem eru í hættu með að lenda í lestrarvanda í 1. – 4. bekk og nemendur sem greinast með dyslexíu eftir það.Tilraun mín með verkefninu er að spyrja, hvernig er best hægt að taka á málum þessara barna þar til þeir verða greindir aftur í 10. bekk með LOGOS greiningartæki. Þeir taka greiningarskýrsluna með sér á leið út í framhaldsskólann til að fá alla þá þjónustu sem viðtökuskóli býður uppá.

MARKMIÐ VERKEFNISINS Verkefnið heitir, Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar. Markmið þess er að: •

safna saman efni til þjálfunar í læsi og fróðleik samkvæmt nýrri námskrá, lykilhæfni og grunnþáttunum 6 fyrir börn með lestrarerfiðleika frá 1. bekk til 10.bekk.

leggja áherslu á sjálfsstyrkingu barnanna í sérkennslutímum jafnhliða lestrarnáminu.

setja á vef skólans samantektina í handbók fyrir hvern árgang 1. – 7. bekk og eina sameiginlega handbók fyrir 8 – 10. bekk, til upplýsinga við gerð einstaklingsnámskrár í læsi og almennur fróðleikur og stuðningur við nemendur, kennara og foreldra.

Markmið fyrir hvern árgang var að: •

vera til stuðnings við starfsemi skólans og starfsfólk.

3|Lokaskýrsla til Verkefna- og námsstyrkjasjóðs FG og SÍ


Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar •

móta heildarsýn á aðstæður og hagsmuni nemenda með lestrarvanda.

að halda utan um þennan hóp barna og þjóna honum.

vera stuðningur við nemendur og foreldra þeirra.

leggja til að notuð verði ákveðin færnispróf í íslensku fyrir hvern þátt hennar og niðurstöður verði leiðbeinandi fyrir alla aðila.

vera fyrirbyggjandi, taka á námslegum, félagslegum og sálrænum vanda.

veita nemendum leiðsögn og stuðla að kennslu við hæfi með einstaklingsnámskrá í læsi.

birta stigþyngjandi áætlun fyrir börn sem glíma við lestrarvanda út frá námskrá í íslensku.

skrásetja allar þær bjargir sem nemendur með dyslexíu geta nýtt sér.

leggja áherslu á fagmennsku og hvatningu í samskiptum.

hvetja foreldra og nemendur að nýta sér tæknina við nám.

auka trú nemenda á eigin getu.

gera nemendur meðvitaðri um eigið nám.

SKIPULAG UMFANG OG FRAMKVÆMD VINNUNNAR Skipulag vinnunnar var í fyrsta lagi að afla mér upplýsinga og lesa allt sem ég komst yfir um þennan litla hóp með lestrarvanda og hvað gæti komið þeim best til að ná árangri. Í öðru lagi safnaði ég upplýsingum saman í handbækur sem hægt er að leita í þegar upp koma spurningar um hvernig farsælt er að styðja þessa nemendur og foreldra þeirra. 4|Lokaskýrsla til Verkefna- og námsstyrkjasjóðs FG og SÍ


Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar

Ég ásamt nokkrum kennurum úr skólanum unnum saman við að kynna okkur sérstaklega grunnþáttinn um Heilbrigði, þar kom í ljós hve nauðsynlegt er fyrir börn með lestrarvanda að fá þjálfun í félagsfærni og uppbyggingu sjálftraustsins, þannig að þau megi verða sterkir einstaklingar og komast hjá kvíða eða feluleik gagnvart veikleika sínum. Því hef ég lagt sérstaka áherslu á að lesa allar bækur um lífsleikni frá 1. – 10. bekk og raðað þeim niður á bekki eins og mér þótti eiga við hvern árgang. Þessi kennsla fer fram í sérkennslutímum samhliða læsi. Þarna er að finna skemmtilegar klípusögur og félagsfærnisögur sem kennari les og rætt er um í 10 – 15 mínútur af kennslustundinni. Verkefni unnin, skrifaðar dagbækur og útbúnir minningakassar svo eitthvað sé nefnt. Allt er þetta íslenska og ritun og reynt er að ná til hvers og eins með leikjum og sögum sem skipta þau máli. Það hefur verið lögð rík áhersla hjá mér í þessari vinnu að velja styrkjandi og styðjandi verkefni fyrir hvert aldursstig. Umfangið var mikið en skemmtilegt, því meira sem ég las því ákafari varð ég að vinna verkið vel og komast yfir allt efnið í íslensku og lífsleikni. Auðvitað var þetta allt of mikil vinna, en ég þakka fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að sökkva mér niður í efnið. Handbækurnar eiga að auðvelda öllum aðilum að vinna saman. Allir aðilar geta með þessu móti verið samtaka í þeirri þjálfun sem á sér stað inni í bekk, heima og í sérkennslunni. Þær eru hugsaðar sem undirbúningur undir faglega vinnu á einstaklingsnámskrá í lestri og ritun ásamt félagsfærni á öllum aldursstigum. Leiðsagnarmat, frammistöðumat og lykilhæfni er haft að leiðarljósi ásamt markmiðssetningu barnanna sjálfra. Lestrarátakið Lestu meira sem skólabókasöfnin og hljóðbókasafnið standa að í skólanum fyrir 5. til 7. bekk er alveg til fyrirmyndar. Þar hafa börn með lestrarvanda geta blómstrað og verið sigurvegarar innan bekkjarins með því að svara flestum spurningum úr ca. 15 lesnum bókum sem eru ákveðnar fyrirfram. Þetta átak er á hverju ári og sýnir að börn með 5|Lokaskýrsla til Verkefna- og námsstyrkjasjóðs FG og SÍ


Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar

lestrarvanda geta líka. Mörg hafa vanist á að skerpa minnið við hlustun bókmennta og í nýju námskránni er lögð meiri áhersla á hlustun fyrir alla nemendur, sem er gott. Þessum upplýsingum er komið til foreldra þessa hóps og þau hvött til að hala niður af Hljóðbókasafninu fyrir börnin sín sem geta tekið fullan þátt í lestrarátakinu og orðið sigurvegarar. Kennarar fóru í námsferð til Akureyrar að skoða skóla og gafst mér þá kostur á að kynna mér lestrarkennslu þessara skóla. Í þessari ferð var áhugaverður fyrirlestur um lykilhæfni sem kveikti í kennurum og hvatti til dáða að leggja meiri áherslu á hana. Ég sótti líka fyrirlestur í Hafnarfjörð þar sem kennarar í þeim bæ höfðu unnið með lykilhæfnina og búnir að kortleggja hvaða hæfni má gera ráð fyrir á hverju skólaári. Þetta er dæmi um góða vinnu sem ég hef fengið að láni og komið til skila inn í skólann með þessu verkefni. Í framhaldinu kom sálfræðingur og hélt fyrirlestur um samskipti og kynnti bók sína Í nándinni – innlifun og upphyggja, geðhjúkrunarfræðingur hélt fyrirlestur um sjálfsskaða, formaður dyslexíufélagsins hélt fyrirlestur um dyslexíu og tækni og höfundar LtL, leið til læsis, héldu fyrirlestur um það efni. Þessi fyrirlestraröð var fyrir alla kennara skólans. Lestrarvandi tengist líka oft börnum sem greinast með ADHD og fór ég á tvær ráðstefnur sem tengjast því. Skólinn vinnur eftir fjölgreindarkenningunni í 1. – 4. bekk og áhersla er lögð á styrkleika nemenda í skapandi vinnu og verkgreinum, sem styður við styrkleika barna með lestrarvanda. Erla Kristjánsdóttir o.fl. segir í bók sinni, að börn hafa sterka þörf fyrir að finna til sín á einhvern hátt vera góð í einhverju, hafa hlutverk og viðfangsefni sem þau skilja og vita og skiptir umheiminn og þau sjálf máli. Hætta er á að börn með lestrarvanda fái kvíða og lágt sjálfsálit og finnast allt í sambandi við þau sjálf og allt sem þau leggja á sig og vera gagnslaust og tilgangslaust.

Samkvæmt þessu er lögð áhersla á að byggja upp sjálfsmynd þeirra með markvissum hætti, samhliða lestrarnáminu. Það er stór þáttur í því að ná árangri. Uppbyggingarstefnan er notuð við að leysa agamál í skólanum og eru nemendur sífellt að vera færari að bera ábyrgð á sinni hegðun og leysa úr 6|Lokaskýrsla til Verkefna- og námsstyrkjasjóðs FG og SÍ


Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar

málum sem koma upp milli þeirra í samskiptum við sáttarborðið, þar sem fylgt er ákveðnu ferli til að ræða málin. Börnin hafa því fengið nokkra undirstöðu og þjálfun að vinna með sjálfan sig og samskipti. Börnin læra hvað þau sjálf geta gert til að leysa ágreiningsmál sem upp koma í skólastofunni eða úti. Það var auðsótt að biðja skólann um að kaupa allar lífsleiknibækur sem ég sá á markaðnum, strax í byrjun vinnunnar. Ég notaði sumarið til að lesa þessar bækur og vann síðan úr því í handbækurnar fyrir hvert aldursstig. Þessi vinna miðaðist að því að styrkja nemendur til að ná tökum á því erfiða námi sem lestur getur verið þessum börnum alla skólagönguna. Vinnan er miðuð við að vera fyrirbyggjandi með því að byrja í 1. bekk með snemmtækri íhlutun. Í vetur las ég og kynnti mér allt námsefnið í íslensku við skólann og meira til. Námsefnið var borið saman við kröfur sem aðalnámskráin gerir til nemenda við lok 4. bekkjar, 7. bekkjar og 10.bekkjar. Metið var mikilvægi þess fyrir þennan hóp nemenda og tillit tekið til hljóðbóka, framsetningu og skapandi skrifa. Það efni sem ég mæli með var sett inn í handbækurnar ásamt íslensu vefum s.s. Miðbjörg, Málbjörg og íslenska á yngsta stigi veftorg og dæmi tekin um góða þjálfunarþætti í handbókunum. Viðtöl við námsráðgjafa, umsjónarkennara, íslenskukennara, og bókasafnskennara um íslenskukennslu og lífsleiknikennslu skólans fór fram jafnt og þétt meðan vinnan fór fram við gerð verkefnisins. Kennarar tóku allir vel undir að veita upplýsingar um kennsluna sína og hvaða námsefni þeir notuðu mest og hvað hefur reynst þeim vel. Ég gat á móti kynnt verkefnið mitt og gefið upplýsingar úr því sem þeir voru þakklátir fyrir og töluðu flestir um hvað vinnan mín væri gagnleg skólasamfélaginu og margir tóku fram bækur í kennslu sinni sem ég mælti með.

7|Lokaskýrsla til Verkefna- og námsstyrkjasjóðs FG og SÍ


Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar

1.

NIÐURSTAÐA OG MAT Á HVERNIG TIL HEFUR TEKIST MEÐ VERKIÐ. HEFUR UPPHAFLEGUM MARKMIÐUM VERIÐ NÁÐ?

2. 3.

KYNNINGU Á VERKEFNI FYRIR KENNURUM NOTKUN VINNUSTUNDA OG ÚTLAGÐUR KOSTNAÐUR

Hæfni er ekki einn af grunnþáttunum en er aftur á móti það markmið sem menntun í grunnþáttunum 6 stuðlar að. Hér er átt við, að ef lögð er áhersla á að flétta grunnþættina sex inn í skólastarfið fái börn og ungmenni aukna og mikilvæga lykilhæfni í að taka þátt í samfélaginu sem heilbrigðir og sterkir einstaklingar. Þetta tel ég mjög mikilbægt og legg ríka áherslu á það. Stór þáttur í sérkennslunni er heilbrigði og velferð, sjálfsstyrking og skapandi þáttur innan bókmennta og ritunar. Lýðræðið birtist í vali nemenda innan hvers námsþáttar, ásamt einstaklings markmiðsetningu í hverri námsgrein. Ég tek hér dæmi úr handbókinni: Nemandi setur sér markmið: að bæta sig í lestri. Hann ákveður að gera það með því að:

• lesa heima 10 mínútur á dag í hljóði. 2. Skrifa upp eftir texta í bókinni í 10 mínútur 3. Endurtaka nú upphátt sama texta og lesinn var í 10 mínútur og keppa við klukkuna um að verða fljótari í hvert sinn. 4. Æfa mig þrisvar á sama texta og taka tímann. Hann veltir fyrir sér hvað gæti truflað hann í að nám markmiðum sínum:

• get gleymt mér í fótbolta • Finn ekki tíma fyrir lestur. Hann skrifar síðan niður hvað hann getur gert til að passa upp á að ekkert

8|Lokaskýrsla til Verkefna- og námsstyrkjasjóðs FG og SÍ


Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar trufli hann:

Halda dagbók um árangur minn í tímatökunni og sýna foreldrum og

kennurum.

Skipuleggja tíma minn betur og ákveða að lesa á sama tíma á

hverjum degi.

Velja mér skemmtilega bók sem ég ræð vel við að lesa.

Sérkennari og nemandi ræða síðan saman eftir vikuna: Hvað gekk vel

Náði að lesa alla daga

Náði að bæta mig um 5 mínútur í endurteknum hraðlestri.

Hvað þarf að bæta

Nennti ekki alltaf að skrifa upp úr bókinni.

Notaði of lítinn tíma til að æfa ritun.

Svona markmið er gert í samvinnu við sérkennara eða foreldri og má einnig nota í lífsleikninni sem verið er að vinna með og eru þá sömu spurningum beitt og eftirfylgni eftir viku. T.d. Markmið: ég ætla að bæta samskipti mín við vini mína og hemja reiðina, síðan fylla nemandi og stuðningsaðili saman út áætlunina og nemandi reynir að ná settu marki og síðan er rætt um hvað hefur tekist vel og hvað mætti halda áfram að æfa og hvernig. Gripið hefur verið til aðgerða til að hjálpa efnaminni fjölskyldum í skólanum með tilliti til sjálfbærrar menntunar. Öll börn fá þá aðstoð sem nauðsyn krefur. Þar á ég við nauðsynleg hjálpartæki, sem á líka við um jafnrétti til menntunar. Jafnréttið í skóla án aðgreiningar er algert og þarfir hvers og eins nemenda eru virktar. Það getur stuðlað að lágu sjálfstrausti að tilheyra minnihlutahóp, börn með lestrarvanda, sem verður fyrir barðinu á fordómum. Þegar svo er, er hætta á að barn myndi sér þá skoðun á sjálfu sér að það sé á einhvern hátt ekki eins og það eigi að vera. Nemandinn á þá auðvelt með að trúa 9|Lokaskýrsla til Verkefna- og námsstyrkjasjóðs FG og SÍ


Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar

gagnrýni, en trúir ekki hrósinu því það passar ekki við hina neikvæðu sjálfsmynd þess. Þetta kemur fram í einni af bók Erlu Kristjánsdóttur um lífleikni, en hún er fyrirferðamikil í gerð lífsleikniefnis fyrir grunnskólann og fullorðna. Ég tek undir þetta og er ánægð með hvernig ég hef tekið á þessum málum strax í byrjun verkefnisins. Það hefur aukið mikilvægi verkefnisins að mínu mati. Ég hef lagt áherslu á sterkar hliðar nemenda svo sem að kenna framsögn úr ræðupúlti og hef leiðbeiningar um það í handbókinni. Geta þessara nemenda í framsögn getur verið mikil, þar sem þeir æfa lesinn texta heima og lesa síðan upp fyrir bekkinn. Komið hefur í ljós að nemandi fær oft mikið hærri einkunn í framsögn, en hraðlestri. Það er hvetjandi og styrkjandi. Læsi snýst um annað og meira en það að verða læs þar segir orðrétt í ritröð um grunnþættina. Læsi hefur löngum verið tengt við þá kunnáttu og færni sem fólk þarfnast til þess að geta fært hugsun sína í letur (ritað) og skilið prentaðan texta (lesið). Það hefur snúist um eitt kerfi tákna, prentmálið, og þá menningu og þau tjáningarform sem tengdust því. Í skólum hafa menn litið svo á að færni á þessu sviði væri fyrst og fremst bundin við einstaklinga og hægt væri að mæla hana, sumir væru fluglæsir en aðrir treglæsir eða jafnvel ólæsir.

Í lokin segir: Þótt þeim verkfærum, sem

nota má í skólastarfi hafi fjölgað, dregur það þó engan veginn úr mikilvægi ritunar og lesturs í hefðbundnum skilningi. Sem fyrr skiptir það miklu máli að börn nái tökum á tiltekinni lestrar- og ritunartækni en athyglin beinist nú jafnframt að allri þeirri tækni sem nemendur geta notað í samskiptum, námi og merkingarsköpun – í þágu sjálfra sín og samfélagsins.

Meginmarkmið læsis er að nemendur séu virkir þátttakendur í að umskapa og umskrifa heiminn með því að skapa eigin merkingu og bregðast á persónulegan og skapandi hátt við því sem þeir lesa með hjálp þeirra miðla og tækni sem völ er á. Það snýst einnig um að öðlast orðaforða, málskilning, hæfni í málnotkun, læsi og skilning á bókmenntum, hlustun, framsögn og ritun. Læsi og sköpun eru þeir grunnþættir menntunar sem eru gegnumgangandi þættir í allri íslenskukennslu, hvort sem um ræðir bókmennta- eða málfræðihlutann. Bókmenntahlutarnir, ljóð og sögur, gera nemendur læsa á ólíka bókmenntastíla auk þess að vera sköpun, listsköpun, í eðli sínu. Bókmenntir verða með þessu móti frekar 10 | L o k a s k ý r s l a t i l V e r k e f n a - o g n á m s s t y r k j a s j ó ð s F G o g S Í


Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar

bókmenntasaga og nemendur kryfja frásagnarhefðina svo eitthvað sé nefnt. Það er annað en lesskilningur sem of mikil áhersla er lögð á í bókmenntum að mínu mati. Lesskilning á að kenna sérstaklega og er bent á dæmi um gott efni til þess á vef námsgagnastofnunnar, Lesið til skilnings. Prófað er í samræmi við kennsluna og mælt með Orðrún í 3. – 8. bekk. Kennarar eru farnir að nota Orðrún sem lesskilningspróf í vetur í samræmi við mína hvatningu. Það vantar kannski svolítið uppá að öll börn með lestrarvanda fái prófið lesið upp fyrir sig. Það er nauðsynlegt að mínu mati og skipta prófinu í tvær einingar, því hér er ekki verið að prófa þau í lestri heldur hlustunarskilningi, sem er oft góður hjá þessum minnihlutahóp. Samræmi þarf á einkunnarblaði og skrifa hlustunarskilningur, hjá þeim börnum sem fá prófið lesið fyrir sig. Til þess að jákvæð styrking geti átt sér stað þarf að huga betur að skilgreiningu hvers þáttar í íslenskunni. Hafa hann skýrann á einkunnablaði barnanna, svo allir geri sér grein fyrir hvaða þekkingu var verið að kanna og sigrarnir verða þá ef til vill fleiri. Þessu hef ég komið til skila í skólasamfélagið, en framkvæmdir eru ekki hafnar nema að litlu leiti og mun ég fylgja því eftir.

Sköpun er einnig nátengd íslenskukennslu því tungumálið er skapandi í eðli sínu. Bent er á að hvetja skuli börn og ungmenni til leiks og ýta undir skapandi aðferðir í námi og að virkja ímyndunarafl nemenda í tengslum við úrlausn viðfangsefna í skólanum. Með því að hlúa að hinum skapandi þætti er stuðlað að persónulegu námi sem frumkvæði nemenda. Skapandi skrif er stór þáttur í þessu samhengi. Í handbókinni tek ég dæmi um góðar bækur og kennsluvefi og ekki síst setti ég inn stigagjöfina sem notuð er á samræmdu prófunum. Allir geta gert sér grein fyrir þeim kröfum sem gerðar eru og hagað þjálfun í samræmi við þær kröfur. Þessar upplýsingar eru góðar fyrir nemendur og foreldra þeirra til að vinna með sjálfstætt heima t.d. við dagbókarskrif. Heilbrigði og velferð er í aðalnámskrá skilgreint sem alhliða heilbrigði og vellíðan, bæði líkamleg, andleg og félagsleg. Skólinn skyldi 11 | L o k a s k ý r s l a t i l V e r k e f n a - o g n á m s s t y r k j a s j ó ð s F G o g S Í


Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar

því stuðla að líkamlegu heilbrigði með því að sjá til þess að nemendur fái nauðsynlega hreyfingu og heilsusamlegt fæði. Einnig er það hlutverk skólans að huga að andlegu og félagslegu heilbrigði og velferð með því að skapa nemendum öruggt, jákvætt og uppbyggjandi umhverfi í skólum. Stuðla þarf að því að byggja upp jákvæða og heilbrigða sjálfsmynd nemenda og skal þeim gefinn kostur á að þroska hæfileika sína á einstaklingsmiðaðan hátt. Áherslubreytingar í skólastarfi eru þær að búið er að innleiða heitar máltíðir og næga hreyfingu og komið að því að huga betur að andlegu og félagslegu heilbrigði nemenda. Að mínu mati hefur orðið vakning á þessu sviði með tilkomu grunþáttanna og áherslu á lykilhæfni nemenda á hverju skólastigi fyrir sig. Skólinn minn er heilsuskóli og leggur áherslu á þennan þátt. Lögð er rík áhersla á að efla sjálfsmynd nemandans alla skólagönguna. Góð andleg líðan gerir gæfumuninn í að ná árangri í læsi. Í félagslegu tilliti snýst sjálfbærnimenntun um að jafna bilið milli fólks og miðar að því að allir eigi jafnan rétt til afkomu og góðra lífsskilyrða. Efnahagslegi þátturinn tengir svo hina tvo, þar sem efnahagslegur ávinningur má ekki koma niður á náttúrunni eða afkomu fólks til náms og þess að geta nýtt hæfileika sína til fulls í námi. Þessi þáttur er stór í sérkennslunni hvað varðar tækjakaup og hjálpartæki. Gera þarf skýrari reglur um styrki til hjálpartækja kaupa fyrir foreldra og kennara, þannig að börnin geti á auðveldan hátt nýtt sér öll þau hjálpartæki sem þau þurfa í námi s.s. tölvur, talgervil, léðréttingapúka, MP3 spilara, iphone, ipad, kindle, upptökutæki og fleira. Í því sambandi má nefna að skólinn er að taka upp kennslu þar sem nemendur geta spilað innlögn kennarans í tölvunni sinni heima, þegar þeim hentar. Þetta eru nýir kennsluhættir sem henta börnum vel með lestrarvanda og athyglisbrest. Þetta getur aukið árangur þeirra í námi, en til þess þurfa þau tæknibúnað heima. Lýðræði og mannréttindi í víðum skilningi fjallar hér ekki einungis um lýðræðissamfélag, lýðræðislega stjórnskipan eða mannréttindamál 12 | L o k a s k ý r s l a t i l V e r k e f n a - o g n á m s s t y r k j a s j ó ð s F G o g S Í


Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar

heldur einnig um lýðræðisleg vinnubrögð og virðingu fyrir mannréttindum í samskiptum á milli fólks, hvort sem er inni á heimilum, í skólanum eða í samfélaginu. Það er einnig hægt að iðka og æfa sig í lýðræðislegum vinnubrögðum og samskiptum í skólastofunni. Hér tengist lýðræðið meðal annars val barnsins á námsefninu. Það er eitt af aðalatriðum til árangurs er að barnið velji sér lesefni og fái eitthvað um það að segja, hvenær og hvar hann lærir tiltekið efni. Þessi þáttur er orðin töluvert stór í skólakerfinu okkar. Rétt er að skerpa aðeins á honum í íslenskunáminu. Það er að segja að gera börnin meðvitaðri um nám sitt og hvernig hægt er að náð árangri í námi. Þeirra áhugi og eldmóður er lykilþátturinn sem fæst með lýðræðislega settum markmiðum, sem þau setja sér með hjálp foreldra og kennara. Markmiðsþrepin með leiðsagnarnámi og mati er nýjung að því leyti að markmiðin eru sýnilegri öllum og talað er um þau á foreldrafundum alla skólagönguna, þar sem nemandinn, foreldri og kennari ræða um markmið nemandans og leiðir til að ná þeim. Eftirfylgni, hvernig til hefur tekist er mikilvæg á fundum með nemanda og foreldri þess. Kennslan er ekki síður að kenna þá tilfinningu sem felst í að vera sigurvegari, að ná sínu markmiði, hvar svo sem nemandinn er staddur í lestrarferlinu. Það eitt og sér að ná markmiði sínu gerir nemanda að sigurvegara alveg óháð því hvað barnið fær í einkunn. Þar með breytist þessi minnihlutahópur sem á erfitt með lestur frá því að vera taparar í sigurvegara, sem eflir þá til dáða að gera betur og ná næsta markmiði sínu. Í aðalnámskrá eru taldir upp eftirfarandi þættir jafnréttismenntunar og felst hún m.a. í því að koma skuli í veg fyrir að fólki sé mismunað eftir utanaðkomandi þáttum sem skilgreinir það, sem getur verið „aldur, búseta, fötlun, kyn, kynhneigð, litarháttur, lífsskoðanir, menning, stétt, trúarbrögð, tungumál, ætterni og þjóðerni.“

Hér er aðalatriðið að mismuna ekki börnum í

sérkennslunni. Það er æskilegast að hver nemandi hafi sína einstaklingsnámskrá í læsi og fyllsta samræmis sé gætt í sérkennslunni í umsjónarbekknum og við heimanámið. Með samantekt á efni í íslensku, 13 | L o k a s k ý r s l a t i l V e r k e f n a - o g n á m s s t y r k j a s j ó ð s F G o g S Í


Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar

lífsleikni og fræðslu fyrir foreldra, kennara og nemendur um eigið nám, hef ég lagt mitt af mörkum með þessu verkefni. Efnisyfirlit sem tekið er úr handbókunum fyrir hvern árgang er birt hér fyrir neðan og má sjá út frá því hverjar áherslurnar eru í hverjum árgangi fyrir sig. Verkið var unnið í Publisher forritinu og gafst það vel. Skilin til skólastjórans á verkefninu voru á PDF formi og inná vef skólans. Þar er auðvelt að ná í þær upplýsingar sem skólasamfélagið er að fást við þá stundina. Verkefnið hefur verið kynnt í samhengi við gerð íslenskunámskrá fyrir hvert stig, 1.4. bekk 5.-7. bekk og 8. – 10. bekk. Kennarar fengu handbækurnar í hendur og unnu út frá þeim, þar sem það átti við. Ég hef fengið góða dóma hjá kennurum og verður það aðgengilegt til frekari afnota á sameiginlegum innri vef skólans. Verkefninu verður fylgt eftir á komandi árum og er það trú mín að vel hafi tekist til. Það væri gott að bæta inní verkefnið námsvísum í íslensku en sú vinna er ekki endanlega tilbúin svo það bíður betri tíma. Þannig hef ég hugsað mér að endurnýja handbækurnar með nýjum upplýsingum sem skólinn ákveður og vert er að safna saman fyrir nemendur með lestrarvanda. Þess má geta til gamans, að verkefnið kveikti hjá mér löngun til mála SMÁFÓLKIÐ sem var fyrsta teiknimyndaserían sem þorði að nefna félagslegan vanda og börn með lestrarvanda. Það eru sextíu og fjögur ár síðan að fyrsta serían kom í dagblaði en hún átti eftir að fara í yfir sautjánþúsund dagblöð víðs vegar um heiminn. Fyrir þennan tíma var ekki í tísku að tala um tilfinningar sínar hvað þá heldur að gera teiknimyndaseríu þar sem lögð var áhersla á þær. Kalli Bjarna eins og hann er kallaður á íslensku er sífellt í vandræðum með samskipti og finnst hann vera utangátta í þjóðfélaginu og með lestrarvanda. Hann sagði sjálfur einlæglega, ég vill bara, að fólki líki við mig. Hann hafði ef til vill ekki nægilega sterka sjálfsmynd og var það hvati minn til að kynnast höfundi teiknimyndaseríunnar betur. Þá kom í ljós að hann var að mörgu leiti fyrirmynd Kalla Bjarna. Honum fannst enginn elska sig þrátt fyrir alla þessa frægð um allan heim. Ég hélt síðan einkasýningu 6. mars 2014 í 14 | L o k a s k ý r s l a t i l V e r k e f n a - o g n á m s s t y r k j a s j ó ð s F G o g S Í


Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar

Eiðisskeri á Seltjarnarnesi, á myndum mínum málaðar út frá teiknimyndaseríunni í olíu á striga. Þær prýða handbækurnar 8 til að gera þær áhugaverðari. Sýningarsalurinn var pantaður fyrir ári. Á sama tíma og ég var að byrja á verkefninu. Þetta var skapandi vinna sem kviknaði við gerð verkefnisins og skilaði sér út í þjóðfélagið. Ég er aðeins að sýna fram á hvert áhuginn fyrir efninu getur leitt mann í skapandi vinnu, eins er það með nemendurna, ef þeir fá að njóta sín í þeim verkefnum sem þau taka sér fyrir hendur, eins og ég hef fengið með þessu verkefni og styrk frá Verkefna- og námsstyrkjasjóði FG og SÍ. Vinnustundirnar sem fóru í þetta verkefni var allur minn frítími í eitt ár. Ég lagði mig alla fram um að gera efnið aðgengilegt og áhugavert fyrir aðra. Ég hef bara fengið jákvæðni og fólk hefur almennt í skólanum sýnt því áhuga og óbeint hefur það leitt til meiri áhuga á að fræðast um þennan minnihlutahóp og þarfir hans, eins og fyrirlestrar í skólanum benda til meðan á verkefninu hefur staðið og fleira sem óþarfi er að telja upp hér. Allir fyrirlestrar og fagleg ráðgjöf var borguð af skólanum, einnig bækur og ráðstefnur fyrir mig. Ferðin til Akureyrar borgaði KÍ, eftir stendur vinnustundir mínar, 40 stundir á viku 1 mánuð í sumar= 460.000,10 tímar á viku í 17 vikur = 170 tímar = 488.750 10 tímar á viku í 20 vikur=200 tímar= 575.000,Þessar tölur eru aðeins til að sýna fram á hluta þess tíma sem ég varði í þetta verkefni. Ég á það til að sökkva mér niður af áhuga í það efni sem ég tek mér fyrir hendur og það á sannarlega við hér. Ég þakka fyrir mig þetta hefur verið gefandi tími og vænti ég þess að geta gefið hann til baka á komandi árum inn í skólasamfélagið

15 | L o k a s k ý r s l a t i l V e r k e f n a - o g n á m s s t y r k j a s j ó ð s F G o g S Í


Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar

16 | L o k a s k ý r s l a t i l V e r k e f n a - o g n á m s s t y r k j a s j ó ð s F G o g S Í


Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar

Grunnþættirnir og Lykilhæfni Frá skimun með LtL til LOGOS

íslenska 17 | L o k a s k ý r s l a t i l V e r k e f n a - o g n á m s s t y r k j a s j ó ð s F G o g S Í


Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar

1. bekkur Læsi 1. bekkur

Grunnþættirnir 6 Hæfniviðmið fyrir íslensku og námefni 1. Talað mál, hlustun og áhorf............................................ 5 Lífsleikni bókin um Tíslu. Ljáðu mér eyra. 2. Lestur og bókmenntir, vefur íslenska á yngsta stigi. Sagan um Bólu. Lestrarlandið. Það er leikur að læra. Við lesum A.. 9 3. Ritun. Vefur orðasjóður námsefni til málörvunar.......... 16 4. Málfræði........................................................................ 23 5. Leið til læsis, snemmtæk íhlutun.................................. 25 6. Lestur heima, foreldrafræðsla....................................... 35 Lífsleiknibækur til að vinna með, Bókin um Tíslu Bréf til foreldra. Bókin lestur er lykill af þekkingu og betri framtíð. Hugtakið einstaklingsmiðun Ný aðalnámskrá, snemmtæk íhlutun Sjónrænn orðaforði, lesskilningur Early Steps kennsluprógrammið Fjölskinja nálgun í lestrarnáminu, hljóðaaðferð Leiðbeinandi lestur/framsögn, orðaaðferðin. Raddlestur Hvísllestur Hljóðlestur Bergmálslestur Kórlestur Paralestur Að hlusta á sögu, lesskilningur Lestrarbækur, 0—30 atkvæði á mínútu Þróun hljóðkerfishæfnisþátta Hlutverk heimilis. Bókin hvað get ég gert við of mikilli neikvæðni. Hvað get ég gert þegar reiðin tekur völdin. Hvað get ég gert við of miklar áhyggjur. Leggjum börnum lið við læsi, bæklingur Heimilis og skóla. 7. Tímaáætlun—Kennsluáætlun......................................... 48 8. Námsmat..................................................................... 51 Viðmið í lestri Frammistöðumat Lykilhæfniviðmið 9. Einstaklingsnámskrá í læsi........................................... 59

Efnisyfirlit:

18 | L o k a s k ý r s l a t i l V e r k e f n a - o g n á m s s t y r k j a s j ó ð s F G o g S Í


Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar

19 | L o k a s k ý r s l a t i l V e r k e f n a - o g n á m s s t y r k j a s j ó ð s F G o g S Í


Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar Læsi 2. bekkur

Íslenska 2.bekkur Efnisyfirlit:

Grunnþættirnir og Lykilhæfni

Grunnþættirnir 6 Hæfniviðmið fyrir íslensku 1. Talað mál, hlustun og áhorf. Bókin íslenska nýja málið mitt. .... 5 Tjáning og framsögn, sjálfsmat. Bókin í stafaleit. Vefur Orðasjóður. Lífsleikni Spor 1 2. Lestur og bókmenntir.......................................................... 8 Borgamúsi og Sveitarmúsi, lesskilningur. Glói á lestrareyju. Lestrarbækur námsgagnastofnunar 2 fl Við lesum B. Lestrarlandið Lestrarbækur, smábækur og ljósrit, vefur lestur á yngsta stigi. Smábókaskápurinn, lestrarbækur, hljóðbækur 3. Ritun................................................................................. 13 Veftorg, lestur og ritun, vefur Fingrafimi 1 og 2 Fingrasetning, ferilritun, gátlistar fyrir ritun Ritun, gátlisti Ritun, leiðsagnarmat 4. Málfræði............................................................................ 18 Listi yfir algeng orð 5. Lestur heima, leiðbeiningar til foreldra ............................ 19 Lífsleikni heim Bréf til foreldra Markmið með heimalestri Heimalestur, að hlusta á barnið sitt lesa Hlustunarskilningur, Lesskilningur, áherslur í kennslu Raddlestur, hraðlestur, endurtekinn lestur- Samlestur, paralestur og Bergmálslestur—Leiðbeinandi lestur og stuðningur: Lestrarbækur, raðað upp eftir þyngd. 6. Tímaáætlun sett fram í dagatali........................................ 26 Lífsleiknibókin spor 1 skipulögð með Kennsluleiðbeiningum 7. Námsmat......................................................................... 34 Hraðapróf, lesin orð á mínútu, frekari stuðningur 20 | L o k a s k ý r s l a t i l V e r k e f n a - o g n á m s s t y r k j a s j ó ð s F G o g S Í


Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar Viðmið í lestri Frammistöðumat Lykilhæfniviðmið Hraðlestrarpróf, lesfimi, orðalestrarpróf, lesskilningspróf og fleira 8. Einstaklingsnámskrá í læsi..............................................

43

Bls.

21 | L o k a s k ý r s l a t i l V e r k e f n a - o g n á m s s t y r k j a s j ó ð s F G o g S Í


Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar

Frá skimun með LtL til LOGOS

22 | L o k a s k ý r s l a t i l V e r k e f n a - o g n á m s s t y r k j a s j ó ð s F G o g S Í


Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar

23 | L o k a s k ý r s l a t i l V e r k e f n a - o g n á m s s t y r k j a s j ó ð s F G o g S Í


Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar Læsi 3. bekkur Frá skimun með LtL til LOGOS

24 | L o k a s k ý r s l a t i l V e r k e f n a - o g n á m s s t y r k j a s j ó ð s F G o g S Í


Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar

Íslenska 3.bekkur

Grunnþættirnir og Lykilhæfni Einstaklingsnámskrá í lestri Grunnþættirnir 6 Hæfniviðmið fyrir íslensku 1. Talað mál, hlustun og áhorf................................................. 5 Ég er bara ég Spor 2 Skólablaðið Hlustum á þjóðsögurnar okkar - Hljóðbók og textar 2. Lestur og bókmenntir.......................................................... 9 Lestrarbækur, viðmið, leshraði 50—100atkv/mín. Sögusteinn. Lestrarbækur, viðmið, leshraði 100—150 atkv/mín Lestrarbækur með vinnubókum. Vefur orðaleikir. Lestrarbækur námsgagnastofnunar 2013 Lesþjálfi, vefur á nams.is Lesskilningur á Málbjörg, Bók um bók, Vefur Miðbjörg Sjálfsmat, verkefnisins Bók um bók 3. Ritun................................................................................. 18 Forrit– lestur—ritun. Á náms.is Samhljóðar í himingeimnum. Lesum og skoðum orð. Rúllugardínuforrit. Sögupíramídi, ferilritun Forritið sögusmiðjan Ritun á samræmdu prófi, gátlisti 4. Málfræði. Lestur og stafsetning. Vefur orðakistur. Vefur Íslenska á yngsta stigi................................................................ 23 5. Lestur heima, leiðbeiningar til foreldra............................. 24 Lífsleikni heima Lestraraðferðir Hlutverk heimilis Sjálfvirkni og nákvæmni 6. Tímaáætlun sett fram í dagatali...................................... 29 7. Námsmat........................................................................ 38 Einfalda lestrarlíkanið Frammistöðumat Lykilhæfniviðmið Bréf til foreldra Eftirfylgnipróf LtL og dæmi um úrræði hjá LOGOS 25 | L o k a s k ý r s l a t i l V e r k e f n a - o g n á m s s t y r k j a s j ó ð s F G o g S Í


Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar Þjálfun fer eftir þörfum hvers og eins Muna orð og tölur, Viðmið í lestri

Lesfimi, eyðublað fyrir framfarir Lesskilningur, orðrún 8. Einstaklingsnámskrá í læsi.....................................

49

Efnisyfirlit:

26 | L o k a s k ý r s l a t i l V e r k e f n a - o g n á m s s t y r k j a s j ó ð s F G o g S Í


Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar

27 | L o k a s k ý r s l a t i l V e r k e f n a - o g n á m s s t y r k j a s j ó ð s F G o g S Í


Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar

Læsi 4. bekkur

28 | L o k a s k ý r s l a t i l V e r k e f n a - o g n á m s s t y r k j a s j ó ð s F G o g S Í


Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar Grunnþættirnir og Lykilhæfni Einstaklingsnámskrá í lestri Deildastjóra sérkennslu Umsjónarkennara foreldrar nemandi

Frá skimun með LtL til LOGOS

Íslenska 4.bekkur Efnisyfirlit: Grunnþættirnir 6 1. Talað mál, hlustun og áhorf................................................. Lífsleikni, Spor 3 og Spor 4 Miðbjörg, ævintýri Málbjörg, rætt um bækur Hlusta á sögu og endursegja hana öðru barni 2. Lestur og bókmenntir.......................................................... Lestrarbækur námsgagnastofnunnar 4. og 5. Lukkudýrið. Litlu landnemarnir

Lestur hljóðbóka námsgagnastofnunnar. Skólavefur H.C Andersen Lestrarbókin Sögusteinn og Völusteinn með verkefnum og hljóðbók Miðbjörg, Íslendingasögur, bragfræði. Loftur og gullfuglarnir. Lestur með hljóðbókum. Skólavefur um lesskilning Hugarflug 1 og 2 3. Ritun.................................................................................. Sögupíramídi og ritunarbókin eftir Lasse Ekhol Matsreglur í ritun, samræmd próf Miðbjörg, gátlisti fyrir ritun Miðbjörg, sjálfsmat í ritun Sjálfsmat í ritun Skrifað í skrefum, ævintýri og ritun Fingrafimi og stafsetning í tölvu Vefur Ritbjörg og Að skrifa rétt. Náms.is Lestur og stafsetning 4. Málfræði............................................................................ Málfræðibókin mín 1, 2 og 3 Gátlisti fyrir málfræði 5. Lestur heima, leiðbeiningar til foreldra…………………......... Lífsleikni heima. Hvað get ég gert við of mikilli neikvæðni, áhyggjum

5

14

22

31 34

29 | L o k a s k ý r s l a t i l V e r k e f n a - o g n á m s s t y r k j a s j ó ð s F G o g S Í


Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar og reiði bækurnar. Lesskilningur Hraðlestur, nákvæmislestur og framsögn Sjálfvirkni og nákvæmni og markmið með heimalestri Þyngd á lestrarbókum Stuðningsúrræði á samræmdu prófi 6. Námsmat. ........................................................................

42

7. Einstaklingsnámskrá í læsi................................................

47

Orðrún. Viðmið í 4 bekk. Lykilhæfni og frammistöðumat

30 | L o k a s k ý r s l a t i l V e r k e f n a - o g n á m s s t y r k j a s j ó ð s F G o g S Í


Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar

31 | L o k a s k ý r s l a t i l V e r k e f n a - o g n á m s s t y r k j a s j ó ð s F G o g S Í


Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar

32 | L o k a s k ý r s l a t i l V e r k e f n a - o g n á m s s t y r k j a s j ó ð s F G o g S Í


Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar Grunnþættirnir 6 1.Talað mál, hlustun og áhorf............................................... 5 Útileikhús Við ræðupúltið (málbjörg) Lífsleikni, Lagt í vörðuna og Að sitja fíl, nám í skóla um hamingju og velferð Bréf til foreldra Ljóð í Draumi sérhvers manns Ljóð í Dag Viðurkenning á námskeiði Ítarefni í lífsleikni, nám í skóla-um hamingju og velferð Félagsfærni, lífsleikni, Lagt í vörðurnar, geðorðin 10 Félagsfærni, Orð eru til alls fyrst Hlustum á þjóðsögurnar okkar 2. Lestur og bókmenntir....................................................... 25 Yndislestur með hljóðbókum Óskasteinn, Kennsluleiðbeiningar með verkefnum Gegn um holt og hæðir, þjóðsögur, kennsluleiðbeiningar og hljóðbók Trunt, trunt, og tröllin, hljóðbók og kennsluleiðbeiningar Lestu meira, í lestrarkeppninni með hljóðbókasafninu 3. Ritun................................................................................ 31 Málbjörg, ritunarverkefni Miðbjörg, að halda dagbók Ritunarbókin eftir Lasse Ekholm Matsblað í ritun 4. Málfræði......................................................................... 36 Málfræðibókin mín Stafsetning, Miðbjörg 90 orð Einkunnastigi í stafsetningu 2. Lestur heima, fræðsla til foreldra Lífsleiknibækur heima Lestraraðferðir

5. Hlutverk heimilis., framsögn og LOGOS…………….……....

42

7. Námsmat.......................................................................

51 59

Hvað er hægt að gera heima Fjölbreyttur lestur og lestrarbækur Reikna út leshraða í hljóðlestri 6. Tímaáætlun sett fram í dagatali Lífsleikni-Lagt í vörðuna....... Lestrarvenjur, gátlisti, sjálfsmat Frammistöðumat Lykilhæfni Viðmið í hraðaprófi, lesskilningur Orðrún og LOGOS Orðabækur

8. Einstaklingsnámskrá í læsi.............................................

65

Íslenska 5. bekkur Efnisyfirlit: 33 | L o k a s k ý r s l a t i l V e r k e f n a - o g n á m s s t y r k j a s j ó ð s F G o g S Í


Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar

Frá skimun með LtL til LOGOS Grunnþættirnir og lykilhæfni Læsi 5. bekkur

34 | L o k a s k ý r s l a t i l V e r k e f n a - o g n á m s s t y r k j a s j ó ð s F G o g S Í


Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar

Læsi 6. bekkur

35 | L o k a s k ý r s l a t i l V e r k e f n a - o g n á m s s t y r k j a s j ó ð s F G o g S Í


Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar

36 | L o k a s k ý r s l a t i l V e r k e f n a - o g n á m s s t y r k j a s j ó ð s F G o g S Í


Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar

Grunnþættir og lykilhæfni

Íslenska 6.bekkur Efnisyfirlit: Frá skimun með LtL til LOGOS Grunnþættirnir 6 1. Talað mál, hlustun og áhorf............................................... Að segja sögu og hlusta á sögu, MP3 spilari

5

Lífsleikni – sjálfstraust, sjálfsagi og samkennd, Handbók fyrir kennara og foreldra

Lífsleiknibókin Ertu? Kennsluleiðbeiningar á vef námsgagnastofnunnar 2. Lestur og bókmenntir........................................................ 17 Bókin Mokoka Íslendingasögur, einkenni og stíll Þjóðsögur Gegnum holt og hæðir með verkefnum og ítarefni Bók um bók, (miðbjörg) Völusteinn, verkefni í kennsluleiðbeiningum Lestu meira, samvinna bókasafna og hljóðbókasafnsins Bragfræði og myndmál 3. Ritun................................................................................ 27 Skrifað um kjörbók Margt gott um ritun á vefnum Málbjörg Úrdráttur, skriflegur eða munnlegur Leiðbeiningar fyrir ritun, 10 góð ráð Uppbygging ritunar, inngangsorð Gátlisti í uppbyggingu ritgerðar og fl. Sjálfsmat við ritgerðasmíð Kjörbókaritgerð, 10 góð ráð Matsblað í fyrirgjöf fyrir ritgerðir fyrir kennara

4. Málfræði......................................................................... Skrifa sem mest á tölvur, Málfræðibókin mín Einkunnastigi í stafsetningu 90 orð 5. Lestur heima, fræðsla til foreldra.................................... Lífsleikni heima, góðar bækur Lestraraðferðir Nýtt framsagnarpróf úr púlti Viðmið í hraðlestri, hvað geta heimilin gert Námstækni

6. Námsmat................................. ......................................

38 41

53

Frammistöðumat Lykilhæfni Viðmið í hraðlestri, lesskilningi og LOGOS Framsagnarmat úr ræðupúlti

7. Einstaklingsnámskrá í læsi.............................................

58

37 | L o k a s k ý r s l a t i l V e r k e f n a - o g n á m s s t y r k j a s j ó ð s F G o g S Í


Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar

Læsi 7. bekkur

38 | L o k a s k ý r s l a t i l V e r k e f n a - o g n á m s s t y r k j a s j ó ð s F G o g S Í


Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar

39 | L o k a s k ý r s l a t i l V e r k e f n a - o g n á m s s t y r k j a s j ó ð s F G o g S Í


Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar

og Frá skimun LOGOG

Íslenska 7.bekkur Efnisyfirlit:

Grunnþættirnir 1. Talað og áhorf................................................

5

Grunnþættir lykilhæfni með LtL til 6 mál, hlustun

Framsögn, segja frá atburði, nota hljóðnema Lífsleikni, Höndlaðu hamingjuna á unglingsárum Verkefni úr Höndlaðu hamingjuna á unglingsárum Lífsleikni, Hugrún + vinnubók

2. Lestur og bókmenntir........................................................ 10 Gegnum holt og hæðir Völusteinn Málbjörg, greining bókmennta, sögusvið og fl. Skilgreining á lestri Lestu nú, hraðlestur í hljóði með lesskilningi Lestrarkeppni með hljóðbókasafninu Lesið til skilnings 3. Ritun................................................................................ 16 Ritbjörg og málbjörg vefir með ritunaræfingum Málbjörg, að skrifa um kjörbók Matsblað fyrir kennara við ritun Bókin beinagrindur, margskonar textar Matsreglur í ritun á samræmdu prófi 4. Málfræði......................................................................... 26 Bókin Finnbjörg Miðbjörg Málfræðibókin mín 1, 2 og 3 5. Lestur heima, fræðsla til foreldra................................... 27 Góðar lífsleiknibækur heima Lestraraðferðir Hlutverk heimilis 6. Tímaáætlun sett fram í dagatali...................................... 32 Stuðningsúrræði á samræmdu prófi Uppbygging íslenskuprófsins og dæmi 7. Námsmat........................................................................ 37 Viðmið í lestri Frammistöðumat Lykilhæfni 8. Einstaklingsnámskrá í læsi.............................................. 43

40 | L o k a s k ý r s l a t i l V e r k e f n a - o g n á m s s t y r k j a s j ó ð s F G o g S Í


Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar

41 | L o k a s k ý r s l a t i l V e r k e f n a - o g n á m s s t y r k j a s j ó ð s F G o g S Í


Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar

42 | L o k a s k ý r s l a t i l V e r k e f n a - o g n á m s s t y r k j a s j ó ð s F G o g S Í


Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar Læsi 8. - 10. bekkur

íslenska 8-10. bekkur Efnisyfirlit: Frá skimun með LtL til LOGOS Grunnþættir og lykilhæfni

Grunnþættirnir 6 1. Talað mál, hlustun og áhorf.............................................. Leið þín um lífið, lífsleikni Leið þín um lífið, valdir kaflar fyrir hvern árgang Nám um velferð, lífsleikni, Að sitja fíl og Mp3 spilari Orð eru til alls fyrst, tjáskipti fyrir unglinga Stefnan sett í 10. bekk, lífsleikni 2. Lestur og bókmenntir....................................................... Vefur með lesskilningi Unnið með greiningu á sögu, Sverðberinn, 40 vikur, Leikur á borði eftir Ragnheiði Þemavinna, hópvinna úr verðlaunabókum Ragnheiðar Miðbjörg, greining á sögum Gegnum holt og hæðir með hljóðbók Með fjaðrabliki til á hljóðbók Léttlestrarbækur og Mályrkjubækurnar 3 með hljóðbók Bækur með hljóðbókum og vinnubókum Skrifa um kjörbók, sjá málbjörg Að skrifa örsögu Lestu nú og með verkefnum 3. Ritun................................................................................ Málbjörg ritun og stafsetning, gagnvirkar æfingar á vef á nams.is Tölvutækniöld Gátlistar fyrir mat á ritun Verum virk að læra félagsfærni, Hugsi heimspekisögur 4. Málfræði........................................................................... Mályrkja 1,2 og 3 bækur með hljóðbók 5. Lestur heima fræðsla til foreldra....................................... Góðar bækur til að lesa heima í lífsleikni Einkenni lesblindu Fjölbreyttar leiðir við lestur Námstækni á vef Vallaskólaleiðin Að efla sjálfstraust nemenda

5

13

29

34 37

43 | L o k a s k ý r s l a t i l V e r k e f n a - o g n á m s s t y r k j a s j ó ð s F G o g S Í


Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar Að koma í veg fyrir sjálfsvíg og sjálfsvígstilraunir meðal unglinga 6. Námsmat ....................................................................... Samræmd próf Frammistöðumat Lykilhæfni í 8, 9 og 10 bekk 7. Einstaklingsnámskrá í læsi.. ............................................

47

60

44 | L o k a s k ý r s l a t i l V e r k e f n a - o g n á m s s t y r k j a s j ó ð s F G o g S Í


Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar

HEIMILDIR: Aðalnámskrá Grunnskóla. Almennur hluti 2011. Greinasvið 2013. Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Ann Turnbull, Rud Turnbull, Elizabeth Erwin, Leslie Soodak (2006) Families, Professionals, and expceptionality. Positive outcomes thougt parnerships and trust. Pearson Education Ltd. Aldís Yngvadóttir (2009) Ertu? bók og vinnubók í lífsleikni: Námsgagnastofnun. Andrew Matthews. íslensk þýðing Gjörn Kristján Arason. Höndlaðu hamingjuna á unglingsárum. BS Capital ehf. Anna Steinunn Valdimarsdóttir og Ingibjörg Sigtryggsdóttir (2011) Mér er í mun... Bókmenntir fyrir efri bekki grunnskóla: Námsgagnastofnun. Anna Steinunn Valdimarsdóttir og Ingibjörg Sigtryggsdóttir (2013) Með fjaðrabliki... Bókmenntir fyrir efri bekki grunnskóla: Námsgagnastofnun. Álfheiður Steinþórsdóttir, Guðfinna Eydal (2010) Sálfræði einkalífsins- lærðu á lífið. Oddi. Reykjavík. Ásdís Olsen og Karl Ágúst Úlfsson (2000) Ég er bara ég: Námsgagnastofnun Reykjavík. Ásthildur Bj. Snorradóttir og Valdís B. Guðjónsdóttir, 2010. Ljáðu mér eyra. Með DVD diski. Ísafoldarprentsmiðja. Bryndís Guðmundasóttir (2010) Lærum og leikum með hljóðin: Reykjavík. Raddlist ehf. Coleman, Daníel (2000) Tilfinningagreind. áslaug Ragnar þýddi: Reykjavík Iðunn. Edda Hrund Svanhildardóttir safnaði saman (2009) Trunt, trunt og tröllin, íslenskar þjóðsögur og ævintýri: Námsgagnastofnun. Edda Hrund Svanhildardóttir safnaði saman (2011) Gegnum holt og hæðir íslenskar þjóðsögur og ævintýri: Námsgagnastofnun. Elín Elísabet Jóhannsdóttir (2003) Spor 1-4. Ásamt kennsluleiðbeiningum. Námsgagnastofnun. Erla Kristjánsdóttir, Jóhann Ingi Gunnarsson og Sæmundur Hafsteinsson. (2004) Lífsleikni – sjálfstraust, sjálfsagi og samkennd. Handbók fyrir kennara og foreldra Námsgagnastofnun. Erling Roland og Grete Sörensen Vaaland. (2001) Saman í sátt. Leiðir til að fást við einelti í samskiptavanda í skólum: Námsgagnastofnun

45 | L o k a s k ý r s l a t i l V e r k e f n a - o g n á m s s t y r k j a s j ó ð s F G o g S Í


Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar Guðmundur Kristmundsson og Þóra Kristinsdóttir. Lestur er lykill að þekkingu og betri framtíð.Læsi - bæklingur fyrir foreldra. Fjölnir Ásbjörnsson og Guðni Kolbeinsson (1997) Lestu nú, leskaflar: Lestu betur, vinnubók. Forlagið. Fjölnir Ásbjörnsson, Guðni Kolbeinsson (1994) Lestu betur leskaflar og (1999) vinnubók. Forlagið Fríða Björnsdóttir og Guðrún Þórðardóttir (2009) Lagt í vörðuna, Geðræktarefni fyrir miðstig grunnskóla: Námsgagnastofnun. Guðbrandur Árni Ísberg (2013) Í nándinni – innlifun og umhyggja. Forlagið Halla Magnúsdóttir ( 2010). Hugmyndir, reynsla og viðmið tengd kennslu barna með dyslexíu. Félag lesblindra á Íslandi. Halldóra Haraldsdóttir (2009). Talað mál og hlustun. Í íslenska 1. og 2. bekk Handbók kennara. Reykjavík: Námsgagnastofnun Hanna Kristín Þorgrímsdóttir (2012) Sagan um Bólu 1-10: Námsgagnastofnun Helga Friðfinnsdóttir, Sigrún Löve og Þorbjörg Þóroddsdóttir (1999) Markviss þjálfun hljóðkerfisvitundar. málörvun Reykjavík: Námsgagnastofnun. Helga Sigurmundsdóttir og Steinunn Torfadóttir (2011) Lestrarlandið, Vinnubók : Námsgagnastofnun Heilbrigði og velferð. Grunnþáttur í menntun á öllum skólastigum (2012) Mennta- og menningarmálaráðuneyti. Námsgagnastofnun. Hlín Helga Pálsdóttir og Ragnheiður Hermannsdóttir, Helga Sigurmundsdóttir (2011) Íslenska í 3. og 4. bekk. Handbók kennara. Lykill að andans auði: Námsgagnastofnun. Hópur sérkennara tók saman (2010) Hlutverk og verksvið sérkennara. Sérkennarafélagið. Hrund Hlöðversdóttir (2012) Bókin um Tíslu. Og vefur http://vefir.nams.is/tisla/index.html Námsgagnastofnun Hulda Sigrún Guðmundsdóttir( 2012) Verum virk. Félagsstörf, fundir og framkoma: Námsgagnastofnun Ian Morris (2009) Erla Kristjánsdóttir þýddi (2012) Að sitja fíl. Nám í skóla um hamingju og velferð : Reykjavík. Námsgagnastofnun Ingibjörg Jóhannsdóttir, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Torfi Hjartarson (2012) SKÖPUN. Grunnþáttur í menntun á öllum skólastigum: Mennta- og menningarmálaráðuneyti. Námsgagnastofnun. Ingibjörg Karlsdóttir í samvinnu við Ellen Calmon (2013) ADHD og farsæl skólaganga. Ásamt vinnublöðum. Námsgagnastofnun. Irene Kassorla (1987) Sjálfstraust & sigurvissa. Iðunn, Reykjavík. 46 | L o k a s k ý r s l a t i l V e r k e f n a - o g n á m s s t y r k j a s j ó ð s F G o g S Í


Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar Jafnrétti. Grunnþáttur í menntun á öllum skólastigum (2012) Mennta- og menningarmálaráðuneyti. Námsgagnastofnun. Jóhann Ingi Gunnarsson, Sæmundur Hafsteinsson (2005) Með lífið að láni. Hagkaup. Jóhann Ingi Gunnarsson, Sæmundur Hafsteinsson, Marteinn Steinar Jónsson (2008) Þú getur...... Hagkaup, Reykjavík. Kristín Steinsdóttir(2003) Smábækur Námsgagnastofnunnar um samhljóðasambönd 18. Reykjavík: Námsgagnastofnun Kristín Arnardóttir (2007) Ég get lesið Handbók um fyrstu skrefin í lestrarnámi ungra barna fyrir leikskóla, grunnskóla og heimili. Reykjavík: Garðyrkjumeistarinn. Lasse Ekholm, Hildur Jórunn Agnarsdóttir þýddi (2006) Ritunarbókin: Námsgagnastofnun Leonore Brauer, Dr. Richard Greyn, Br. Astrid Erdmann, Maritta Schöne. Stefán Jónsson þýddi (2002) Leið þín um lífið. Siðfræði fyrir ungt fólk. Ásamt verkefnum. Námsgagnastofnun. Lesvefurinn: Um læsi og lestrarerfiðleika. http77lesvefurinn.hi.is7 Læsi. Grunnþáttur í menntun á öllum skólastigum (2012) Mennta- og menningarmálaráðuneyti. Námsgagnastofnun. Lýðræði og mannréttindi. Grunnþáttur í menntun á öllum skólastigum (2012) Menntaog menningarmálaráðuneyti. Námsgagnastofnun. Matthías Viðar Sæmundsson og Sigurður Björnsson (2000) Hugsi. Um röklist og lífleikni: Námsgagnastofnun. Mennta- og menningarmálaráðuneytið (2011) Aðalnámskrá grunnskóla: Almennur hluti og íslenska. Nathaniel Branden (2003) Betra sjálfsmat. Lykillinn að lífshamingju. JPV útgáfa. Ólafur Páll Jónsson, Þóra Björg Sigurðardóttir (2012) Lýðræði og mannréttindi, Grunnþáttur í menntun á öllum skólastigum: Námsgagnastofnun Paul Stallard (2006) Bætt hugsun – Betri líðan Handbók í hugrænni atferlismeðferð fyrir börn og unglinga. Skrudda. Páll Guðbrandsson þýddi ( 2008) Borgamúsi og sveitarmúsi: Skólavefurinn ehf Peter Clough and Jenny Corbett ( 2006) Theories of Inclusive Education. Great Britain, Athenæum Press Limited, Tyne & Wear. Ragnheiður Gestdóttir tók saman (2005) Óskasteinn, Bók til að lesa saman og ræða um: Námsgagnastofnun. Ragnheiður Gestdóttir tók saman (2007) Völusteinn, Bók til að lesa saman og ræða um: Námsgagnastofnun.

47 | L o k a s k ý r s l a t i l V e r k e f n a - o g n á m s s t y r k j a s j ó ð s F G o g S Í


Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar Rósa Eggertsdóttir og Þóra Björk Jónsdóttir (2006) Lexía fræði um leshömlun, kenningar og mat. Akureyri: Háskólinn á Akureyri. Rósa Eggertsdóttir ( 2008) Lestur er línudans: Leiðir til að efla lesskilning: Ráðstefna í Brekkubæjarskóla á Akureyri. sótt...http://starfsfolk,khi.is7ingvar7sas7lesskilningur7akureyri7hjamyndir_ Skólaþjónusta Eyþings Rósa Eggertsdóttir (1998) Fluglæsi: Áherslur, stefnumörkun og aðferðir í lestrarkennslu. Akureyri: Skólaþjónusta Eyþings. Sharon Walpole and Michael C. McKenna (2007) Differentiated reading instrucdtion. Strategies for Primar Grades. The Guilford Press, New York. Sigríður Björk Kristinsdóttir, 2008. Góð sjálfsmynd= Betri námsárangur? B.Ed ritgerð: Háskóli Íslands, Menntavísindasvið. http://skemman.is Sigrún Ágústdóttir (2010) Að ná tökum á náminu. Námstækni. Námsgagnastofnun. Sigrún Ágústdóttir (2004) Námstækni fyrir efstu bekki grunnskóla. Veffang http://vefir.nams.is/namstaekni/index.htm Sigurður Björnsson (2010) Hugrún, Sögur og samræðuæfingar. Heimspeki með börnum: með vinnubók, Námsgagnastofnun. Sjálfbærni. Grunnþáttur í menntun á öllum skólastigum (2012) Mennta- og menningarmálaráðuneyti. Námsgagnastofnun. Sköpun. Grunnþáttur í menntun á öllum skólastigum (2012) Mennta- og menningarmálaráðuneyti. Námsgagnastofnun. Sólrún Guðmundsdóttir ( 2012) Virk hlustun: Litróf ehf. námsgagnastofnun. Sue Palmer, Hrefna Birna Björnsdóttir og Sigríður Nanna Heimisdóttir þýddu (2011) Beinagrindur, Handbók um ritun: Námsgagnastofnun. Sylvía Guðmundsdóttir ritst. (2009) Íslenska í 1. og 2. bekk. Handbók kennara. Lykill að andans auði: Námsgagnastofnun. Sylvía Guðmundsdóttir ritst. (2011) Lestrarlandið lestrarbók fyrir byrjendur: Námsgagnastofnun. Sylvía Guðmundsdóttir og Ingólfur Steinsson ritstjórar (2002) Sögusteinn: Námsgagnastofnun. Sylvía Guðmundsdóttir ritst. (2011) Lestrarlandið sögubók: Námsgagnastofnun. Stefán Jökulsson (2012) Læsi. Grunnþáttur í menntun á öllum skólastigum: Mennta- og menningarmálaráðuneyti. Námsgagnastofnun. Steinunn Hrafnsdóttir (2000) Orð eru til alls fyrst. Námefni í tjáskiptum: Reykjavíkur Akademían. Steinunn Torfadóttir 82010) Lestrarnám og lestrarkennsla sigrar og ósigrar, Talfræðingurinn 21. Bls. 31-35: 48 | L o k a s k ý r s l a t i l V e r k e f n a - o g n á m s s t y r k j a s j ó ð s F G o g S Í


Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar

Steinunn Torfasóttir, Helga Sigmundsdóttir, Bjartey Sigurðardóttir og Ásthildur Bj. Snorradóttir, Jóhanna Ella Jónsdóttir, Sigurgrímur Skúlason (2011), Leið til læsis: Stuðningskerfi í lestrarkennslu. Reykjavík: Námsmatsstofnun. Ýmir (2005) Að vaxa úr grasi allir saman Fimm einingar. A4. Walpole, S og Mckenna M., (2007) Differentiated reading instruction: strategies for the Primary Grades New York: The Guilford Press.

49 | L o k a s k ý r s l a t i l V e r k e f n a - o g n á m s s t y r k j a s j ó ð s F G o g S Í


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.