Lokaskýrsla 2013 2014 stjórn verkefna og námsstyrkjasjóðs fg og sí

Page 1

Frá skimun með LtL til LOGOS greiningar Lokaskýrsla til Verkefna- og námsstyrkjasjóðs FG og SÍ Verkefnið er byggt á nýrri Aðalnámskrá grunnskóla kafla 7.10 um sérfræðiþjónustu í grunnskólum og kafla 9.9 um stöðluð próf og skimunarpróf. Þar segir í kafla 7.10 bls. 44: Snemmtækt mat á stöðu nemenda og ráðgjöf í kjölfarið er mikilvæg til að sem fyrst sé hægt að bregðast við námslegum, félagslegum og sálrænum vanda og skipuleggja kennslu og stuðning, með starfsfólki skóla, þannig að það hæfi hverjum nemanda í skóla án aðgreiningar......Sérfræðiþjónustan skal styðja á fjölbreyttan hátt við starfsemi og starfshætti í skólum, starfsfólk þeirra og foreldra með ráðgjöf og fræðslu. Á bls. 56 kafla 9.9 stendur: Skólar skulu eiga aðgang að greinandi prófum og öðrum matstækjum sem auðvelda könnun á tilteknum þáttum náms og kennslu þar sem hægt er að nota niðurstöður til að veita nemendum leiðsögn og kennslu við hæfi. Stöðluð próf, t.d. lestrarpróf, lesskimunarpróf.... til að greina erfiðleika snemma á skólagöngunni og auka líkur á að ráðin verði bót á þeim með skipulegum aðgerðum.

2014 Elín G. Jóhannsdóttir, sérkennari Kópavogsskóla, styrknúmer 03/13 6/1/2014


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.