hvað ætlar þú að grilla í sumar?
Nýjustu grillin og aukahlutir
Pizzauppskriftir frá OONI
Uppskriftir frá Sælkerabúðinni
Weber GBS-grillkerfið
Umhirða & hreinlæti
Pizzaofnar
Aukahlutir
Nýjustu grillin og aukahlutir
Pizzauppskriftir frá OONI
Uppskriftir frá Sælkerabúðinni
Weber GBS-grillkerfið
Umhirða & hreinlæti
Pizzaofnar
Aukahlutir
INNIHALD:
2 msk jómfrúarólífuolía (30 g)
2 hvítlauksgeirar, muldir eða smátt skornir
4 bollar San Marzano plómutómatar (800 g)
1 tsk sykur (5 g)
1 tsk salt (8 g)
Handfylli af fínt skornu basil Svartur pipar eftir smekk
LEIÐBEININGAR:
Hitið olíuna á meðalheitri pönnu. Leyfið olíunni að hitna og snöggsteikið hvítlaukinn þar til hann verður mjúkur. Eldið hvítlaukinn ekki lengur en 1 mínútu.
Hellið tómötum í skál og brjótið þá niður með gaffli eða maukara og hellið svo á heita pönnuna.
Setjið basil, sykur, salt og pipar á pönnuna og leyfið að malla við lágan hita í 45 mínútur eða þangað til sósan hefur þykknað örlítið. Smakkið sósuna og kryddið eftir smekk.
Sósuna má nota strax eða geyma í lofttæmdum umbúðum í kæli í allt að viku eða í frysti í allt að 6 mánuði. Afþíðið sósuna yfir nótt eða með „Defrost“ stillingu í örbylgjuofni.
Viltu gera pizzuna alveg frá grunni? Hér er einföld uppskrift af ítölskum pizzubotni frá Ooni. Uppskriftin er fyrir ca. 1 kg af deigi sem dugar fyrir þrjár 16“ pizzur eða fjórar 12“.
Notaðu deigsköfuna frá Ooni til að skipta niður deiginu. Mótaðu alltaf deigið í kúlur svo að auðvelt er að teygja út deigið í rétt form.
Það er lítið mál að frysta deigið. Best er að frysta deigið eftir að það hefur hefast í eitt skipti (2 klst). Skiptu þá deiginu í kúlur, settu smá olífuolíu í ílátið og skelltu í frystinn.
INNIHALD:
368 ml volgt vatn
3 tsk
LEIÐBEININGAR:
Blandaðu saman vatninu og þurrgerinu. Setjið önnur þurrefni í aðra skál og blandið gerblöndunni vel saman við. Ef þú notar hrærivél með krók er best að hnoða deigið í vélinni í 5 til 10 mínútur. Ef þú ert að hnoða deigið í höndunum er mælt með að hnoða í 10 mínútur. Settu svo rakt viskustykki yfir og láttu hefast á heitum stað í tvær klukkustundir. Deigið ætti að tvöfaldast í stærð á þeim tíma.
Skiptu deiginu í 3 til 4 jafna hluta, miðað við hvort þú ætlar að baka 12 eða 16 tommu pizzur. Settu hverja kúlu í sér skál eða á bakka, settu viskustykki yfir og leyfðu þvi að hefast í annað skiptið í 30 til 60 mínútur.
Þegar deigið er tilbúið setur þú hveiti á borðplötuna og notar fingurgómana til að fletja út kúluna. Því næst notar þú lófana til að snúa og teygja deigið í rétta stærð. Napólískar pizzur eru að jafnaði mjög þunnar og bakast hratt.
Góður grillmatur slær öllu öðru við. Það getur verið gaman að grilla og þá sérstaklega þegar grillarinn töfrar fram allskonar skemmtilega rétti fyrir sig, fjölskylduna eða vinina. Lyktin, bragðið og hljóðin bjóða okkur í sannkallaða skynvitundarveislu. Það er spennandi að grilla og pæla í matnum – sérstaklega þar sem það er hægt að grilla nánast hvað sem er.
Sumir grilla einfaldlega til að halda eldhúsinu hreinu á meðan aðrir líta á þetta sem lífstíl. Þeir hörðustu taka fram grillið við fyrsta vorboða og skella beint í „fyrsti í grilli“ stöðuuppfærslu en aðrir grilla allt árið um kring í öllum veðrum og elska það.
Með réttum aukahlutum getur þú fært eldamennskuna út fyrir og notið alls þess besta sem grillið býður upp á. Njóttu þín úti og brilleraðu við grillið í sumar.
WEBER
Q 3200 gasgrill á fótum
• 3 ryðfríir brennarar 6,35 kW/h Rafstýrð kveikja og ljós í handfangi
• Pottjárnsgrindur 63 x 45 cm
• Niðurfellanleg hliðarborð Q3200S
Q 1200
• Samanbrjótanlegur hjólavagn
•
WEBER
Q 2200 gasgrill á föstum fótum
• Ryðfrír brennari 3,51 kW/h
• Grillflötur 39 x 54 cm
• Rafstýrður kveikjurofi Innfellanleg hliðarborð Q2200F
Taktu matreiðsluna upp á annað stig með GBSkerfinu frá Weber. Opnaðu fyrir nýjum möguleikum og sýndu grillhæfileika þína með spennandi aukahlutum sem smellpassa í öll Weber GBSgrill. Aukahlutirnir eru gerðir úr einstaklega hitaþolnum efnum og passa ofan í hringinn á grillgrindinni til að ná enn meiri hita. Möguleikarnir eru endalausir.
Langar þig að grilla pizzur, safaríkan kjúkling, stökkt grænmeti, ljúffengar kássur, sætabrauð eða sjávarfang? Weber GBS kerfið opnar fyrir nýja möguleika við grillið. Njóttu þín úti í veðurblíðunni og eldaðu allt sem hugurinn girnist á grillinu.
WEBER Spirit EPX-325s GBS snjallgrill
• Rafstýrð kveikja og lokaður skápur
• Innbyggður SMART kjöthitamælir
• Aukabrennari, Sear Station 2,2 kW/h
• Postulíns-glerungshúðað lok - svart WE46713584
WEBER Spirit E-325s GBS gasgrill
• Rafstýrð kveikja og lokaður skápur GBS pottjárnsgrillgrindur
• Auka brennari, Sear Station 2,2 kw/h
• Postulín-glerungshúðað lok – svart E325SSPIR
WEBER Spirit E-315 GBS gasgrill
• Rafstýrð kveikja og lokaður skápur
• GBS pottjárnsgrillgrindur
• Ryðfrítt stál í bragðburstum Postulín-glerungshúðað lok – svart E315SPIR
WEBER Spirit II E-310 GBS gasgrill
• Postulín-glerungshúðað lok
• GBS pottjárnsgrillgrindur
• Rafstýrð kveikja og hitamælir í
•
•
•
• Pottjárnsgrindur „Weber Crafted“
Weber kola- og ferðagrill eru fullkomin í útileguna
nauta-tomahawk með chimichurri
INNIHALD:
1 Tomahawksteik (um 8001000 g)
Salt
Pipar
Olía
Smjör
200 g chimichurri
LEIÐBEININGAR:
Stillið ofninn á 5055 °C blástur.
Setjið steikina í eldfast mót og veltið upp úr olíu. Athugið að salta alls ekki áður en steikin er elduð. Setjið nokkrar smjörklípur ofan á
LJÓSMYNDIR: HEIÐDÍS GUÐBJÖRG GUNNARSDÓTTIR
steikina og setjið hana síðan inn í ofninn. Miðið við 90 mínútna eldunartíma fyrir hvert kíló af kjöti. Þegar tíminn er hálfnaður er gott að snúa steikinni við og velta henni upp úr olíunni og smjörinu sem hefur bráðnað í eldfasta mótinu og elda áfram.
Hitið svo grillið vel og saltið steikina.
Grillið steikina í um 34 mínútúr á hvorri hlið. Takið steikina af grillinu og leyfið henni að hvíla í 56 mínútúr.
Setjið svo steikina aftur í ofninn á 180 °C í 6 mínútur og leyfið henni að hvíla í 5 mínútur áður en hún er skorin og borin fram.
Berið steikina fram með chimichurri, grófu salti og meðlæti að eigin vali.
INNIHALD:
Eitt búnt fersk steinselja, hreinsið stilkana frá
Eitt búnt ferskur kóríander, hreinsið stilkana frá 50 ml ólífuolía eða meira ef þarf
2 rauðir eldpiprar
½ tsk gróft sjávarsalt
Safi úr ½ sítrónu
23 hvítlauksgeirar
LEIÐBEININGAR:
1 2 3 4
Saxið fínt steinselju, kóríander, eldpipar og hvítlauk.
Setjið síðan hráefnin, eitt í einu, í mortél og blandið vel saman áður en þið bætið næsta hráefni við til að ná að brjóta það vel niður.
Bætið ólífuolíu, sítrónusafa og salti saman við og hrærið vel.
Upprunalega aðferðin við að gera chimichurri er að vinna það vel saman með mortéli. En einnig er hægt að auðvelda sér lífið og nota blandara eða matvinnsluvél
LEIÐBEININGAR:
500 g smælkikartöflur
150 g majónes
2 tsk kapers
1 tsk ferskur graslaukur
30 g Dijonsinnep
Börkur af 1 sítrónu
Safi úr ½ sítrónu
Salt Pipar
Olía
INNIHALD: 1 2 3 4
Sjóðið kartöflurnar í vatni í 2030 mínútur með smá salti. Sigtið síðan kartöflurnar og leyfið þeim að kólna í sigtinu í 5 mínútur.
Veltið kartöflunum upp úr olíu og kryddið með salti. Grillið kartöflurnar á heitu grilli, veltið þeim um fram og aftur þangað til fallegar rendur eru komnar á kartöflurnar.Takið þær af grillinu og leyfið þeim að kólna.
Blandið majónesi, kapers, dijonsinnepi, smátt skornum graslauk, berki og safa úr sítrónu saman í skál.
Blandið kartöflunum að lokum saman við og kryddið með salti og pipar eftir smekk.
INNIHALD:
1 kjúklingur, um 1,5 kg
3 msk olía
330 ml japanskur Asahibjór
4 msk kjúklingakrydd
2 msk reykt paprika
2 tsk púðursykur
2 tsk cayennepipar
1 msk salt
1 tsk hvítlauksduft
1 msk cuminduft
KJÚKLINGAKRYDD: 1 2 3 4 5
Blandið kryddunum saman. Dreifið olíu yfir kjúklinginn og stráið kryddinu yfir hann.
Hellið bjór ofan í skál á kjúklingastandi og setjið kjúklinginn á standinn.
Ef þið eigið ekki stand er hægt að skera ofan af bjórdós og setja hana inn í kjúklinginn.
Hitið grillið vel og eldið kjúklinginn á standinum í 4050 mínútur eða þar til kjarnihitinn er orðinn 72 °C.
Gott er að hafa djúpsteiktar franskar eða kimchisætkartöflusalat með.
FCC
Pizza Chef 12” pizzaofn
• 4,4 kW, 30,5 x 30,5 cm grillsvæði Nær allt að 500° C hita á 15 mín.
• Hægt að leggja saman fætur
• Pizzasteinn fylgir FCCG2256000
Mansion 3.0 gasgrill
• 3 ryðfríir brennarar, lokaður skápur
• Húðaðar steypujárnsgrindur, MGS
• Rafmagnskveikja og hitamælir í loki Slanga og þrýstifafnari seld sér
Mansion 4.1 gasgrill
• 4 ryðfríir brennarar og hitahella
• Húðaðar steypujárnsgrindur
Haltu grillinu hreinu og gefðu því aukinn líftíma
Áður en nýtt grill er notað í fyrsta sinn skal hreinsa grindurnar vel með heitu vatni og mildri sápu. Þar á eftir á að hita grindina vel með því að setja grillið á hæsta hita. Leggðu eldhúspappír í matarolíu og dreifðu henni með grilltöng yfir grindina, láttu grillið vera á mestum hita í 15 mínútur.
MUNDU EFTIR GRILLBURSTANUM
Notaðu grillbursta á grillgrindina og endaðu svo á því að strjúka yfir með rökum klút. Sumir grillburstar eru eingöngu ætlaðir fyrir grillgrindina, ekki innan í grillið sjálft. Þar getur þú notað samþjappaðan álpappír. Notið almennt aðeins bursta úr messing eða ryðfríu stáli.
GRILLIÐ ÞRIFIÐ AÐ UTANVERÐU
Utanvert grillið er best að þrífa með sápu og rökum klút. Strjúkið svo yfir með þurrum klút.
Ef lítilsháttar ryð fellur á samskeyti grillsins getur þú fjarlægt það með sýrufrírri olíu (WD40). Gott er að bera sýrufría olíu reglulega á utanáliggjandi samskeyti grillsins og pússa yfir með klút. Aldrei setja sýrufría olíu eða svipuð efni ofan í sjálft grillið.
Berið ávallt olíu á grillgrindina áður en byrjað er að grilla. Olían gerir það að verkum að minni hætta er á að maturinn festist við grillgrindina. Ekki er ráðlagt að nota ólífuolíu þar sem hún getur gefið frá sér óæskilegt bragð við mikinn hita. Til að setja olíuna á grindina á auðveldan og öruggan hátt er hægt að væta eldhúspappír með matarolíu og bera hana á grindina með grilltöng.
Berið alltaf olíu á pottjárnsgrindurnar eftir notkun. Öðru hverju er gott að taka kalda grindina og leggja hana í volgt sápuvatn. Leggið svo grindina aftur í grillið og setjið á mesta hita í 15 mínútur. Nú ættu síðustu óhreinindin að hafa þornað og þú getur burstað þau í burtu með grillburstanum. Berið svo vel af matarolíu á grindina eftir notkun til að hindra að hún ryðgi.
Setjið alla brennara á hæsta hita og hafið kveikt á grillinu í 15 mínútur. Leyfið grillinu að kólna og takið bragðburstirnar úr grillinu og burstið með grillbursta úr ryðfríu stáli eða messing. Ef þú ætlar að taka grillið alveg í gegn getur þú lagt bragðburstirnar í sápuvatn. Notið þá svamp til að hreinsa þær, hreinsið vel og þurrkið af með tusku.
Brennarana og botninn á Q grillunum og öðrum gasgrillum þarf að þrífa reglulega. Slökktu á grillinu, láttu það kólna og burstaðu óhreinindin af brennaranum með hreinum grillbursta úr ryðfríu stáli eða messing. Hreinsaðu einnig fituna reglulega úr botninum með góðum svampi. Skrapið óhreinindin niður í álbakkann, svo ekki sé hætta á að það kvikni í fitunni.
Ef þú vilt ráðast í allsherjarhreingerningu getur þú notað eitt af hreinsiefnunum frá Weber sem gefur aukagljáa á yfirborð grillsins. Til eru hreinsiefni fyrir allar tegundir af grillum sem auðvelda hreingerninguna og setja punktinn yfir iið.
FITUBAKKAR
Gamlir fitubakkar með uppsafnaðri fitu geta skapað eldhættu. Skiptu reglulega um bakka til að tryggja öryggi við grillið. ELKO selur úrval álbakka sem henta vel til að grípa umfram fitu og olíu.
WEBER hreingerningarsvampur
• Frábær á allar gerðir grilla
• 2 stk. í pakka WA17688
álbakkar - 10 stk
• Grípur fitu og olíu
• Fyrir Weber gasgrill WA6415
WEBER iGrill 2 kjöthitamælir
• Tvöfaldur skynjari WiFi, BT, snjallforrit WA7221
WEBER uppkveikjukubbar - 48 stk
• Hraðari uppkveikja
• Virkar í roki og rigningu WA17612
WEBER grillbursti - 46 cm Stálþræðir og Bamboo
• Hallandi haus WA6276
WEBER hreinsiefni f. grillgrindur
• Fyrir grindur og bragðburstir
• Viðurkenndur hreinsir WA17875
WEBER hamborgasrapressa
• 120 g eða 220 g borgarar
• Má fara í uppþvottavél WA6400
IGT þrýstijafnari + slanga
• Smellt 80 cm IGT48021010
WEBER grillkol - 4 kg
• 100% náttúruleg
• Án allra aukaefna
WEBER Premium grillhanskar
• Verndar gegn hita
• Sílikon fyrir öruggt grip WA6669 WA6670
ATOMIC Crème Brûlée brennari
• Handhægur brennari Margir litir í boði TAKK3044
Aðeins á höfuðborgarsvæðinu Verð: 18.995 kr.