1 minute read

FRÍÐINDI OG VIÐBURÐIR

ELKO býður upp á fjölmörg fríðindi fyrir starfsfólk í formi styrkja, afslátta og stuðnings. Starfsfólk er hvatt til að nýta sér fríðindin til að bæta líf sitt þegar það er hægt. Öll fríðindi eru skráð og kynnt fyrir starfsmönnum í nýliðakynningu. Dæmi um fríðindi eru skó- og buxnastyrkur og afslættir í Krónunni, ELKO og N1.

Fjölmargir viðburðir eru einnig á vegum ELKO, þar má helst nefna uppskeruhátíð, óvissuferðir og jólahlaðborð ásamt árshátíð sem haldin er á vegum FESTI og starfsmannafélagsins. Mökum er boðið á meirihluta viðburða hjá ELKO til að fólk fái tækifæri til að kynnast betur hópnum með sínum betri helming.

This article is from: