1 minute read

COVIDAÐGERÐIR

ELKO tók strax mjög hart á sóttvarnareglum í faraldrinum til að vernda bæði starfsfólk og viðskiptavini. Ekkert var gefið eftir í fjöldatakmörkunum, settar voru upp sprittstöðvar fyrir viðskiptavini og virkt gæðakerfi var á þrifum á snertiflötum. Þá var grímuskyldu viðhaldið öllum stundum og starfsfólki og viðskiptavinum stóð til boða að fá grímur. Heimapróf voru í boði á hverri starfsstöð fyrir þá sem vildu.

Vi Starfsf Lk Covid

Ljóst var að sérstakan stuðning þurfti fyrir starfsfólk sem var alla daga í framlínunni á þessum erfiðu tímum og þeir sem þurftu voru hvattir til að nýta sér sálfræðiþjónustu í gegnum velferðarpakkann. Stöðuuppfærslur og hughreystandi skilaboð voru reglulega birt öllu starfsfólki, þá sérstaklega í tengslum við tilmæli og breyttar aðgerðir stjórnvalda.

This article is from: