1 minute read
VEL TEKIÐ Á MÓTI NÝJU STARFSFÓLKI
from Samfélagsskýrsla ELKO 2022
by ELKO
ELKO leggur metnað sinn í að fyrstu kynni nýs starfsfólks séu hlý og persónuleg. Til að tryggja það er haldin stöðluð nýliðafræðsla strax á fyrstu dögum hvers og eins í starfi. Fræðslan er óháð stöðugildi viðkomandi. Starfsþjálfunarkerfi ELKO tekur svo við í verslunum þar sem núverandi starfsfólk kynnir vinnustaðinn og menninguna og veitir gagnlegar upplýsingar sem gerir nýju starfsfólki kleift að kynnast skráðum og óskráðum reglum vinnustaðarins. Starfsþjálfarar veita einnig félagslegan stuðning og huga að því að nýliðar myndi tengsl innan hópsins. Hver ELKO-verslun hefur að minnsta kosti tvo starfsþjálfara innanhúss sem hafa það markmið að efla vöruþekkingu og kynna verkferla, starfsreglur og þjónustu ELKO fyrir nýju starfsfólki.
STARFSÞJÁLFARAR STYRKJA NÝLIÐA“