1 minute read
EINFÖLDUM VÖRUAFHENDINGU OG UPPSETNINGU
from Samfélagsskýrsla ELKO 2022
by ELKO
Fjölmargir möguleikar eru í vöruafhendingu fyrir viðskiptavini sem versla á netinu til að auðvelda þeim lífið. Afhendingarmátar eru allt frá því að viðskiptavinir geti sótt vöru á fjölmörgum N1 stöðvum og sótt í afhendingarbox vítt og breitt um landið, yfir í að fá þvottavél afhenta beint inn í þvottahús og fengið hana uppsetta af fagmanni. Með hagkvæmni stærðarinnar í flutningum næst sparnaður í útblæstri viðskiptavina sem annars hefðu komið í verslun.
130 AFHENDINGARSTAÐIR ÞAR SEM
Yfir
VIÐSKIPTAVINIR GETA SÓTT VÖRUR SÍNAR
ELKO rekur sitt eigið afhendingarbox sem uppsett er í ELKO Lindum fyrir pantanir úr vefverslun og er það opið allan sólarhringinn. ELKO býður upp á tækniþjónustu og uppsetningu í heimahúsum á höfuðborgarsvæðinu í gegnum samstarfsfyrirtæki sitt, Herra Snjall.