1 minute read

HJÁLPUM VIÐSKIPTAVINUM AÐ FLOKKA

Í anddyri verslana ELKO er að finna endurvinnsluskápa þar sem viðskiptavinir geta komið með smærri raftæki, farsíma, fartölvur, rafhlöður og fleiri vörur. ELKO tryggir að þeim sé komið í ábyrgt endurvinnslu- eða hringrásarferli í gegnum Foxway og

Íslenska Gámafélagið.

ELKO greiðir sérstakt gjald til Úrvinnslusjóðs vegna innflutnings raftækja, sem tryggir ábyrga og örugga förgun að loknum líftíma tækjanna án aukagjalds. Úrvinnslusjóður sér um umsýslu og ráðstöfun úrvinnslugjalds með það að markmiði að skapa hagræn skilyrði fyrir endurnýtingu úrgangs og endanlega förgun spilliefna.

ÁBYRG FÖRGUN

TRYGGÐ FYRIR VIÐSKIPTAVINI

Hlutfall raftækjaúrgangs á einstakling í Evrópu er með því hæsta sem gerist í heiminum, en í úrganginum er oft að finna hættuleg efni. Framleiðsla á hátæknibúnaði krefst hágæða og sérhæfðra málma og því skiptir miklu máli að raftækjum sé fargað á ábyrgan máta.

This article is from: