1 minute read

PAPPÍRSLAUS STARFSEMI

ELKO var eitt fyrsta fyrirtæki á Íslandi til að innleiða rafræna verðmiða sem hafa allt að sjö ára líftíma og leysti þar með af hólmi alla óþarfa útprentaða verðmiða. Verð og eiginleikar t.d. sjónvarpa eru birt beint á skjám til að spara notkun hillumiða. Rafrænar verð- og eiginleikamerkingar spara fyrirtækinu töluverðan tíma og fyrirhöfn ásamt því að minnka pappírsnotkun um leið og viðskiptavinum er veitt betri þjónusta.

Ný tínslulausn við tiltekt á vefpöntunum í vöruhúsi gerir starfsfólki kleift að taka saman pantanir með rafrænum skannalausnum þar sem pantanir eru flokkaðar í tölvukerfi í stað þess að prenta þær út. Áætlaður pappírssparnaður við nýju tínslulausnina er rúmlega hálft tonn á ári ásamt því að afköst starfsfólks jukust umtalsvert.

Yfir

20.000

N Tur S Ttar Rafr Nt

ELKO býður viðskiptavinum upp á val um hvort þeir vilji útprentaðar kvittanir eða nótur en hægt er að óska eftir afriti reikninga í tölvupósti þegar viðskiptavinir ljúka við vörukaup á elko.is. Viðskiptavinir geta einnig með rafrænum skilríkjum skráð sig inn á innri vef á elko.is sem kallast „mínar síður“ og séð þar allar kaupnótur, gildistíma trygginga, ábyrgðartíma raftækja og fleira. Árið 2022 voru rúmlega 20.500 nótur sóttar í gegnum mínar síður.

This article is from: