1 minute read
MARKMIÐ ELKO ÁRIÐ 2023
from Samfélagsskýrsla ELKO 2022
by ELKO
ELKO vill alltaf gera betur til að styðja við samfélagslega ábyrgð og hafa verið sett skammtímamarkmið fyrir árið 2023:
2 3 4 5 6
Yfir 90% starfsmanna telji nýliðamóttöku ELKO hafa verið góður undirbúningur til að hefja störf.
Bjóða upp á fjórfaldar flokkunartunnur í almennum rýmum starfsmanna og viðskiptavina. Auka fræðslu til viðskiptavina og starfsmanna um umhverfisstefnu ELKO, flokkun og hringrásarhagkerfið.
Að allir starfsmenn þekki velferðarpakka ELKO
Að stærri hluti forflutnings gáma erlendis í skip verði með lest í stað flutningabíla.
Málefni sem styðja við hringrásarhagkerfið hljóti amk 30% úthlutana úr styrktarsjóði.
7 8 9 10 11 12 13
Undirbúa innleiðingu á hleðslulausnum fyrir starfsfólk og viðskiptavini sem og hjólageymslulausnum fyrir viðskiptavini.
Gera sjálfbærnimat á birgjum sem samanstanda af yfir 80% af innkaupaveltu.
Bjóða upp á afpökkunarborð og flokkun á umbúðum fyrir viðskiptavini í völdum verslunum ELKO.
Aðeins séu keyptar umhverfisvottaðar rekstrarvörur og vinnusvæði verði merkt með upplýsingablöðum um matarsóun og heilsu.
Að allar starfsstöðvar og verslanir séu með LED-lýsingu.
Yfir 95% starfsmanna ELKO telji sig vera trausta ráðgjafa.
ELKO byrjar með rafræna afhendingarseðla í stað prentaðra í vöruhúsið.