1 minute read
SJÁLFBÆRNISUPPGJÖRIÐ
from Samfélagsskýrsla ELKO 2022
by ELKO
Félagið er skráð á aðallista NASDAQ og er sjálfbærniuppgjör þetta unnið með hliðsjón af ESG leiðbeiningum NASDAQ á Íslandi og Norðurlöndum og ESG Reporting guide 2.0 útgefnum í febrúar 2020 með ársskýrslu. Þær leiðbeiningar byggja á ráðleggingum sem settar voru fram árið 2015 af Sameinuðu þjóðunum, samtökum um sjálfbærar kauphallir (e. Sustainable Stock Exchange Initiative) og vinnuhópi hjá Alþjóðasamtökum kauphalla (e. World Federation of Exchange). Upplýsingar í skýrslunni koma frá starfsfólki og sérfræðingum á viðkomandi sviðum hjá ELKO.
CO2 uppgjör eru fengin í gegnum vef Klappa þar sem þeim hefur verið streymt í gagnabanka þeirra. Skýrslan nær yfir alla starfsemi félagsins og byggir á rekstrarárinu 2022. Fjöldi flugferða var gefinn upp hjá viðkomandi flugfélagi og eldsneytislítrar úr viðskiptamannabókhaldskerfi N1, upplýsingar um sorplosun eru fengnar frá viðkomandi losunaraðila og orku- og vatnsnotkun frá viðkomandi veitum. Samanburðarupplýsingar geta breyst milli ára ef betri uppfærðum upplýsingum hefur verið streymt í gagnabanka Klappa. Uppgjörið er ekki staðfest af 3. aðila.