1 minute read

MÆLD LOSUN KOLEFNISJÖFNUÐ

Aðgerðasvið 1: Bein losun gróðurhúsalo tegunda frá starfsemi og eldsneytisnotkun farartækja.

Aðgerðasvið 2: Óbein losun gróðurhúsalo tegunda sem tengd er raforkunotkun og notkun á heitu vatni í fasteignum og á lóðum ELKO.

Aðgerðasvið 3: Óbein losun gróðurhúsalo tegunda virðiskeðju ELKO, úrgangur frá rekstri og viðskiptaferðir.

Ll

Mæld losun frá starfsemi ELKO fyrir árið 2022, bein og óbein, úr aðgerðasviðum 1, 2 og 3 er kolefnisjöfnuð í gegnum móðurfélagið Festi hf. Fram að þessu hafa á hverju ári verið keyptar óvo aðar kolefniseiningar frá Kolvið til að mæta mældri losun gróðurhúsalo tegunda frá samstæðunni. Í ár keypti Festi vo aðar kolefniseiningar í Gold Standard úr verkefni í Búlgaríu. Verkefnið snýst um að draga úr losun metans og framleiða raforku. Keyptar voru 2.127 einingar, árgerð 2020 af Greensteps GMbh í verkefni nr. GS4238. Verkefnið styður við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna nr. 6, 11 og 13. Ekki er öll kolefnislosun frá rekstri og virðiskeðju ELKO mæld. Öll losun sem fellur undir umfang 1 og 2 er mæld en þeir þæ ir sem eru mældir í umfangi 3 eru flugferðir og úrgangur.

This article is from: