Endurmenntun Háskóla Íslands - vormisseri 2016

Page 1

FRÓÐLEIKUR OG SKEMMTUN

MENNING PERSÓNULEG HÆFNI TUNGUMÁL

NÁMSKEIÐ FYRIR ÞIG

VORMISSERI 2016

1


Hátt í 70 spennandi námskeið Endurmenntun tekur nýju ári fagnandi og býður fjölbreytt framboð spennandi námskeiða á vormisseri. Í þessum bæklingi kynnum við með stolti hátt í sjötíu námskeið þar sem fróðleikur og skemmtun fléttast saman. Þar á meðal eru nokkur námskeið um hina ýmsu staði í veröldinni svo sem Mið-Austurlönd, Rússland, Frakkland, Balkanskaga og Róm. Söngleikir stóru leikhúsanna verða til umfjöllunar en einnig má finna námskeið m.a. um bókmenntir, tónlist, golf, hönnun og núvitund að ótöldum fjölbreyttum tungumálanámskeiðum. Við ítrekum enn og aftur að námskeiðin í þessum bæklingi eru öllum opin án tillits til fyrri menntunar. Við hlökkum til að sjá þig Kristín Jónsdóttir Njarðvík, endurmenntunarstjóri

Viltu vinna gjafabréf? Þann 25. janúar drögum við út tvo heppna vinningshafa sem hafa skráð sig á eitthvert námskeið hjá okkur á vormisseri og hljóta þeir gjafabréf frá Endurmenntun að verðmæti 15.000 krónur. Skráðu þig fyrir þann tíma – þú gætir dottið í lukkupottinn

Efnisyfirlit: Menning Persónuleg hæfni Tungumál

3-6 8-13 15

Ítarlegar námskeiðslýsingar eru á endurmenntun.is

Afsláttur fyrir þá sem skrá sig snemma Allir sem skrá sig í síðasta lagi 10 dögum fyrir upphafsdag námskeiðs fá afslátt af námskeiðsgjaldi.

Umsjón: Thelma Jónsdóttir. Ljósmyndir: Úr safni Endurmenntunar. Umbrot og hönnun: S. Logason. Prentun: Svansprent Gefið út af Endurmenntun Háskóla Íslands. Reykjavík 2016. Ábyrgðarmaður: Kristín Jónsdóttir Njarðvík.

2


MENNING Mið-Austurlönd: Trúarbrögð, stjórnmál og saga

Á þessu inngangsnámskeiði verður nútíma trúarbragða- og stjórnmálasaga MiðAusturlanda skoðuð frá byrjun 19. aldar til dagsins í dag. Fjallað verður um helstu trúarbrögð svæðisins (íslam, kristni og gyðingdóm), þróun þjóðríkisins og samþættingu trúmála og stjórnmála. Sérstaklega verður reynsla Egyptalands, Írans, Tyrklands, Ísraels og Palestínu könnuð. Hvenær: Fim. 14., mán. 18., mið. 20. og mán. 25. jan. kl. 19:30 - 22:00 (4x) Kennari: Dr. Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams College í Bandaríkjunum Verð: 32.900 kr.

Heimur jazzins Á námskeiðinu, sem hefur hlotið mikið lof, verða þátttakendur leiddir inn í heim jazztónlistarinnar með tali og tónum. Farin verður hraðferð yfir jazzsöguna og helstu stílar og lykilflytjendur kynntir. Markmiðið er að eftir námskeiðið hafi þátttakendur öðlast yfirsýn yfir ólíkar gerðir jazztónlistar, þeir hafi kynnst helstu straumum og stefnum, skilji hvað tónlistin gengur

út á og geti notið hennar enn betur en áður. Miði á tónleika er innifalinn í námskeiðsgjaldi. Hvenær: Mán. 18. og 25. jan. kl. 20:15 - 22:15. Auk þess er farið á eina jazztónleika á námskeiðstímanum, dagsetning þeirra verður kynnt síðar. Kennari: Sigurður Flosason, yfirkennari jassdeildar FÍH Snemmskráning verð: 18.900 kr. Almennt verð: 20.800 kr. Snemmskráning til og með 8. janúar

Morkinskinna Á námskeiðinu verður fjallað um sagnaritið Morkinskinnu, sögu Noregskonunga og íslenskra þegna þeirra, eitt merkasta íslenska sagnarit miðalda sem enn er tiltölulega óþekkt meðal almennings. Sérstaklega er fjallað um viðhorf til íslensks þjóðernis og konungsvalds, fagurfræði ritsins og átök sem þar birtast. Hvenær: Þrír námskeiðshópar í boði: Þri. kl: 19:30 - 21:30 (26. jan. - 15. mars) Snemmskráning til og með 16. janúar Mið. kl: 10:00 - 12:00 (27. jan. - 16. mars) Snemmskráning til og með 17. janúar Fim. kl: 19:30 - 21:30 (28. jan. - 17. mars) Snemmskráning til og með 18. janúar

Kennarar: Ármann Jakobsson, prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands. Aðstoðarkennari er Þórdís Edda Jóhannesdóttir, doktorsnemi í íslenskum bókmenntum. Snemmskráning verð: 30.900 kr. Almennt verð: 34.000 kr.

Skógarlendi listarinnar - innlit í samtímalist í Reykjavík, samtal og vettvangsferðir Á námskeiðinu ætlum að við kynnast listinni í Reykjavík. Markmið námskeiðsins er að varpa ljósi á ólíkar hliðar samtímalistar, hvaðan hún sprettur og hvert hlutverk hennar getur verið. Listin er kannski eins og skógur, fjölbreytileg og frjósöm, samsett af stóru og örsmáu, ljósi og dimmu, áþreifanlegu og óáþreifanlegu. Námskeiðið verður á léttu nótunum og fyrst og fremst upplifun með fræðandi ívafi, skemmtilegt ferðalag um frjósamar lendur. Hvenær: Fim. 28. jan., 4. og 11. feb. kl. 19:30 21:30 (3x) Kennarar: Dorotheé Kirch, MBA og próf frá Listaháskóla Íslands og Edda K. Sigurjónsdóttir, MA og framkvæmdastjóri Nýlistasafnsins Snemmskráning verð: 20.900 kr. Almennt verð: 23.000 kr. Snemmskráning til og með 18. janúar 3


Jólabókaflóðið með Katrínu Jakobsdóttur Jólabókaflóðið er leshringur þar sem nýleg skáldverk eru lesin og sérkenni þeirra og inntak rædd. Á þessu fimm kvölda námskeiði er ætlunin að taka eitt skáldverk til umfjöllunar í hvert skipti. Tveimur höfundum verður boðið í heimsókn til að ræða við þátttakendur um verk sín. Kennari mun leiða umræðuna og setja verkin í fræðilegt samhengi og síðan geta þátttakendur tekið þátt í umræðunni eins og þeim hentar. Í fyrsta tíma verður fjallað um bókina Stóri skjálfti eftir Auði Jónsdóttur. Hringurinn ákveður í sameiningu bókalistann eftir það. Hvenær: Mið. 20. jan. - 17. feb. kl. 20:15 – 22:15 (5x) - FULLBÓKAÐ Fim. 28. jan. - 25. feb. kl. 20:15 - 22:15 (5x) Kennari: Katrín Jakobsdóttir, MA í íslenskum bókmenntum Snemmskráning verð: 24.900 kr. Almennt verð: 27.400 kr. Snemmskráning til og með 18. janúar

Pílagrímaleiðin til Santiago de Compostella

Jakobsvegurinn eða leiðin frá Roncevalles á landamærum Spánar og Frakklands til borgarinnar Santiago de Compostella á norðvestur Spáni er um 740 km löng og oft gengin á 40 dögum. Tugþúsundir manna ganga þessa eldfornu pílagrímaleið árlega og vinsældir hennar fara stöðugt vaxandi. Hún liggur um fjölbreytt og mikilfenglegt landslag, stórbrotið sögusvið og merkar menningarminjar. Á námskeiðinu er sagt frá þessari leið, staðháttum, sögu hennar og sérkennum. Hvenær: Mán. og fim. 1., 4., 8. og 11. feb. kl. 20:15 – 22:15 (4x) Kennari: Jón Björnsson, rithöfundur og ferðalangur Snemmskráning verð: 25.900 kr. Almennt verð: 28.500 kr. Snemmskráning til og með 22. janúar

Söngleikurinn Mamma Mia Í samstarfi við Borgarleikhúsið

Í tilefni af sviðsetningu Borgarleikhússins á söngleiknum Mamma Mia er efnt til námskeiðs um verkið og uppsetninguna. Fjallað verður um tónlist ABBA og saga frægustu popphljómsveitar heims krufin. Einnig verður söngleikurinn, tilurð hans og sögusviðið kynnt. Þátttakendur munu jafnframt 4

eiga kost á að fylgjast með æfingu í Borgarleikhúsinu ásamt því að sækja lokaæfingu og ræða við leikstjóra og aðstandendur. Miði á lokaæfingu er innifalinn í námskeiðsgjaldi. Hvenær: Þri. 2. feb., 9. feb. og 8. mars kl. 20:00 - 22:00 og fim. 18. feb. kl. 13:00 - 16:00 (4x) Kennarar: Óttarr Proppé, alþingismaður, Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikstjóri, Þórarinn Eldjárn, þýðandi verksins og Jón Ólafsson, tónlistarstjóri Snemmskráning verð: 15.900 kr. Almennt verð: 17.500 kr. Snemmskráning til og með 23. janúar

Balkanskagi - púðurtunna Evrópu Saga Balkanskaga er ótæmandi viskubrunnur. Þar lifa ólíkar þjóðir, með mismunandi trúarbrögð, umkringdar hver annarri. Stundum í sátt hver við aðra en stundum með blóðug átök á milli sín. Á námskeiðinu verður leitað eftir orsökum og skýringum, rifjuð upp 1000 ára forsaga svæðisins og spáð betur í atburðarásir 20. aldar. Fjallað verður um hið fræga rit Nóbelskáldsins Ivo Andric, Brúin á Drinu, og með ljósmyndum verða söguslóðirnar skoðaðar. Hvenær: Mán. og mið. 15., 17. og 22. feb. kl. 20:00 – 22:00 (3x) Kennari: Ferenc Utassy, fararstjóri og aðalræðismaður Íslands í Búdapest Snemmskráning verð: 20.900 kr. Almennt verð: 23.000 kr. Snemmskráning til og með 5. febrúar

Bókabörn - upphaf íslenskra barnabóka Námskeiðið fjallar um upphaf íslenskra barnabóka og fyrstu barnabókahöfundana. Fjallað verður um mismunandi viðhorf samfélags og ýmissa tímaskeiða til barna og bernsku eins og þau endurspeglast í íslenskum barnabókum og barnamenningu fram að seinna stríði. Margir bráðskemmtilegir textar leynast þar. Bókin Bókabörn - Íslenskar barnabókmenntir verða til er innifalin í námskeiðsverði. Hvenær: Mán. 22. og fim. 25. feb. kl. 20:00 – 22:00 Kennari: Dagný Kristjánsdóttir, prófessor við HÍ Snemmskráning verð: 20.900 kr. Almennt verð: 23.000 kr. Snemmskráning til og með 12. febrúar

Sálarrannsóknir, spíritismi og guðspeki á Íslandi Í byrjun 20. aldar urðu miklar breytingar á trúarlífi og menningu Íslendinga.

Spíritisminn haslaði sér völl og náði mikilli útbreiðslu meðal fólks af öllum stigum. Guðspekihreyfingin og hreyfingar sem tengdust frjálslyndri guðfræði og kirkjunni á margslunginn hátt náðu fótfestu um svipað leyti. Á námskeiðinu verður gerð grein fyrir þessum hreyfingum, uppruna þeirra, hugmyndafræði og afstöðu til trúarbragða og vísinda og áhrif þeirra á bókmenntir og listir. Fjallað verður um félagslegar forsendur þeirra, skipulögð samtök og einstaka leiðtoga og talsmenn þessara hreyfinga. Hvenær: Fim. 25. feb., 3. og 10. mars kl. 20:15 - 22:15 (3x) Kennari: Pétur Pétursson, prófessor við HÍ Snemmskráning verð: 20.900 kr. Almennt verð: 23.000 kr. Snemmskráning til og með 15. febrúar

Á Ólafsvegi Ólafur helgi Haraldsson, Noregskóngur, víkingur og harðjaxl fór sína síðustu för frá strönd Eystrasalts (nú Sundsvall) upp Jamtaland og yfir til Noregs. Hann varð frægasti dýrlingur Norðurlanda og þessi síðasta leið hans varð frægasta pílagrímsleið Norðurlanda. Á námskeiðinu verður fjallað um feril Ólafs, lifandi og dauðs, og gönguleiðin rakin. Þá verður pílagrímsleiðinni lýst en hún er hentug göngueða hjólaleið, frá Sundsvall til Þrándheims, þvert yfir Skandinavíuskaga, um 600 km löng og hæst í 550 m hæð. Hvenær: Mán. 29. feb. og 7. mars kl. 20:00 22:00 Kennari: Jón Björnsson, rithöfundur og ferðalangur Snemmskráning verð: 15.900 kr. Almennt verð: 17.500 kr. Snemmskráning til og með 19. febrúar

Saga, menning og stjórnmál í Rússlandi Á námskeiðinu er farið yfir helstu atriði sögu, menningar og bókmennta Rússa. Fjallað er um samband ríkis og kirkju og þróun þess, tengslin við Konstantínóbel, klausturhreyfinguna og kirkjulist í Rússlandi. Í lokin er fjallað um þróun ríkisvaldsins í Rússlandi frá upphafi fram á okkar daga með sérstakri áherslu á nútímann. Einnig verður kvikmyndin Andrei Rublev eftir Andrei Tarkovsky kynnt á námskeiðinu. Hvenær: Þri. 1., 8. og 15. mars kl. 20:15 - 22:15 Kennarar: Pétur Pétursson, prófessor við HÍ, Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur og Rebekka


Þráinsdóttir, MA í rússneskum bókmenntum og aðjúnkt við HÍ Snemmskráning verð: 20.900 kr. Almennt verð: 23.000 kr. Snemmskráning til og með 20. febrúar

70 ár í Dalnum - um skáldkonuna Guðrúnu frá Lundi og verk hennar Fjallað verður um rithöfundinn Guðrúnu frá Lundi en árið 2016 eru 70 ár frá því fyrsta bindi Dalalífs kom út. Sú fræga og víðfeðma skáldsaga markaði skil í íslenskri bókmennta- og menningarsögu hvað vinsældir og efnistök varðar en átti ekki uppá pallborðið hjá öllum. Hvað gerði það að verkum að kerlingin mátti ekki skrifa í friði á 6. og 7. áratugnum? Í hverju lá hættan? Hvenær: Mið. 2., 9. og 16. mars kl. 20:15 22:15 (3x) Kennarar: Marín Guðrún Hrafnsdóttir, bókmenntafræðingur og langömmubarn Guðrúnar. Gestafyrirlesari er Kristín Sigurrós Einarsdóttir, blaðamaður og svæðisleiðsögumaður. Snemmskráning verð: 20.900 kr. Almennt verð: 23.000 kr. Snemmskráning til og með 21. febrúar

Sýrland Borgarastríðið í Sýrlandi er nú mjög í brennidepli, bæði vegna þess skelfilega ástands sem þar ríkir en einnig vegna þeirra flóttamanna sem flykkjast nú til Vesturlanda. En hver er rótin að þessum atburðum? Hver er saga Sýrlands? Hverjir eru að berjast um hið hrjáða land núna? Hvaða hópar takast á og hvers vegna? Illugi Jökulsson rekur sögu Sýrlands á þremur kvöldum, allt frá örófi alda til dagsins í dag. Hvenær: Fim. 3., 10. og 17. mars kl. 20:00 22:00 (3x) Kennari: Illugi Jökulsson, rithöfundur Snemmskráning verð: 20.900 kr. Almennt verð: 23.000 kr. Snemmskráning til og með 21. febrúar

Söngleikurinn Djöflaeyjan Í samstarfi við Þjóðleikhúsið

Þjóðleikhúsið, í samstarfi við Baltasar Kormák, frumsýnir í apríl nýjan söngleik byggðan á hinum geysivinsælu sögum Einars Kárasonar um hið skrautlega mannlíf í braggahverfum Reykjavíkur á eftirstríðsárunum. Á námskeiðinu verður rætt

um skáldsögurnar sem liggja sýningunni til grundvallar, kvikmyndina Djöflaeyjuna, Reykjavík eftirstríðsáranna og braggahverfin. Þátttakendur koma í heimsókn í leikhúsið á æfingatímanum, sjá forsýningu á verkinu og námskeiðinu lýkur með umræðum með þátttöku aðstandenda sýningarinnar. Leikhúsmiðinn er innfalinn í námskeiðsgjaldi. Hvenær: Þri. 8. mars kl. 20:00 - 22:00, þri. 15. mars kl.19:30 - 21:00, leiksýning mið. 6. eða fim. 7. apr. kl. 19:30 og þri. 12. apr. kl. 19:30 (4x) Kennarar: Einar Kárason, Atli Rafn Sigurðarson, Baltasar Kormákur og fleiri Snemmskráning verð: 15.900 kr. Almennt verð: 17.500 kr. Snemmskráning til og með 27. febrúar

Matur í kvikmyndum Matur er mannsins megin - líka í kvikmyndum. Það er sjaldan tilviljun hvað er borið á borð í tilteknu atriði í kvikmynd, þar sem matur er oft notaður til að leggja áherslu á tilfinningaátök innan samfélags, til að fagna viðburði eða notaður í táknrænum tilgangi.

Sagnfræðitengd námskeið heilla Þórir Arngrímsson hefur verið mikill áhugamaður um sagnfræði allt frá barnæsku og þá sérstaklega um sögu Rómverja. Fyrir um tíu árum kom hann á sitt fyrsta námskeið hjá okkur í Endurmenntun og hefur verið fastagestur síðan. Hvernig kom til að þú byrjaðir að koma á námskeið?

Ég sá námskeiðin ykkar auglýst og þegar ég var byrjaður að mæta var eiginlega ekki aftur snúið. Ég finn alltaf einhver áhugaverð námskeið og sum árin hef ég sótt allt að fimm námskeið. Mér finnst þægilegt og gott að koma til ykkar og námskeiðin eru á hóflegu og góðu verði. Hvernig velur þú námskeið sem þú sækir?

Ég hef sótt flest námskeiðin með Illuga Jökulssyni undanfarin ár enda fæ ég mikið út úr þeim námskeiðum. Ég veit að hverju ég geng og í mínum huga er gæðastimpill á námskeiðum með Illuga. Ég hef einnig verið að sækja námskeiðin með Magnúsi Þorkeli og búinn að skrá mig á námskeiðið hans á þessu misseri. Þar fæ ég vitneskju um nútímasögu Mið-Austurlanda enda afar gott að fá fróðleik um það sem er að gerast á því svæði í dag annars staðar frá en í fjölmiðlum. Er eitthvað eitt námskeið sem stendur upp úr?

Það er erfitt að velja enda mörg námskeið afar góð. Ætli ég verði ekki að velja námskeiðið um Róm með Ólafi Gíslasyni sem var einstaklega vandað og gott og ferðin í kjölfarið var einstök. Það að sækja námskeið um ákveðna staði áður en ég ferðast þangað þykir mér mjög skemmtilegt enda gera þau ferðalögin enn áhugaverðari. Ég sótti því einnig námskeið um Berlín, París og Grikkland áður en ég fór þangað. 5


Á þessu námskeiði verður fjallað um tengsl kvikmynda og matar og skoðað í hvaða tilgangi matur í kvikmyndum er notaður, hvernig hann endurspeglar margbreytilegar tilfinningar og hugarástand, upplýsir samband á milli persónanna og óskir svo eitthvað sé nefnt. Hvenær: Mán. 17. mars kl. 20:00 - 22:00 Kennari: Oddný Sen, kvikmyndafræðingur Snemmskráning verð: 8.900 kr. Almennt verð: 9.800 kr. Snemmskráning til og með 7. mars

Suðurgöngur til Rómar - pílagrímagöngur Fornsögur okkar eru ríkar af frásögnum af pílagrímagöngum eða suðurgöngum til helgra staða, ferðum sem farnar voru til sáluhjálpar, yfirbóta og heilla. Á námskeiðinu verða þessar frásagnir rifjaðar upp og stuðst við einstakan leiðarvísi Nikulásar Bergssonar, ábóta á Munkaþverá, frá árinu 1154 um suðurgöngur. Jafnframt verður varpað ljósi á orsakir og eftirmál atburðanna. Hvenær: Þri. 29. mars og 5. apr. kl. 20:00 22:00 Kennari: Magnús Jónsson, BA í sagnfræði Snemmskráning verð: 15.900 kr. Almennt verð: 17.500 kr. Snemmskráning til og með 19. mars

París - líf og lystisemdir Farið verður í sögu Parísar og skoðaðar myndir og kort sem koma þátttakendum að góðum notum í eiginlegri Parísarferð. Þátttakendur munu fá glögga mynd af ólíkum hverfum borgarinnar og upplifa líf og lystisemdir hennar gegnum líflega frásögn Gérard Lemarquis. Hvenær: Mið. 30. mars og 6. apr. kl. 20:00 22:00 Kennari: Gérard Lemarquis, stundakennari við Hugvísindasvið HÍ Snemmskráning verð: 15.900 kr. Almennt verð: 17.500 kr. Snemmskráning til og með 20. mars

Smásögur heimsins: Norður-Ameríka Smásagan hefur staðið í miklum blóma í Norður-Ameríku undanfarna öld og þaðan koma margar af helstu smásagnaperlum heimsins. Á námskeiðinu verða skoðaðar nokkrar frægar lykilsögur, allar í nýjum íslenskum þýðingum. Byrjað verður á sögu eftir Sherwood Anderson frá 1919 og endað 6

á sögu eftir kanadíska Nóbelsverðlaunahafann Alice Munro frá 2006. Meðal annarra höfunda sem lesnir verða má nefna William Faulkner, Flannery O’Connor og Joyce Carol Oates. Hvenær: Mán. 4., 11. og 18. apr. kl. 20:00 - 22:00 (3x) Kennari: Rúnar Helgi Vignisson, dósent í ritlist við Háskóla Íslands og einn af ritstjórum nýs safnrits um smásögur víðsvegar úr heiminum. Gestakennarar koma einnig í heimsókn. Snemmskráningarverð: 20.900 Almennt verð: 23.000 Snemmskráning til og með 25. mars

Popp- og rokktónlist í fræðilegu ljósi Eru Bítlarnir eitthvað merkilegir tónlistarlega séð? Hvernig er hægt að útskýra velgengni Bjarkar? Er streymi og niðurhal af netinu að drepa niður tónlist eða eru þetta vegvísar til framtíðar? Undanfarin tuttugu ár hefur verið mikill vöxtur í hinum svokölluðu dægurtónlistarfræðum (popular music studies) þar sem menn gera sér far um að svara spurningum eins og þessum fræðilega. Þessu námskeiði er ætlað að kynna efni og sjónarhorn slíkrar nálgunar og gera þátttakendum kleift að kafa dýpra í ýmsa kima dægurtónlistarinnar. Hvenær: Þri. 5., 12. og 19. apr. kl. 20:15 – 22:15 (3x) Kennarar: Arnar Eggert Thoroddsen, MA í tónlistarfræðum og Viðar Halldórsson, PhD í félagsfræði og lektor við HÍ Snemmskráning verð: 20.900 kr. Almennt verð: 23.000 kr. Snemmskráning til og með 26. mars

Eyðimerkurstríðið Eyðimerkurstríðið í seinni heimsstyrjöldinni er sveipað framandi og rómantískum blæ. En raunveruleikinn var mun harðari. Átökin stóðu í næstum þrjú ár yfir eitt hrjóstugasta og hættulegasta svæði jarðar. Skortur á drykkjarvatni, ferskum mat, hiti, flær og flugur reyndu mjög á menn milli þess sem þeir reyndu að drepa hvern annan. Á námskeiðinu verður fjallað um sögu Eyðimerkurstríðsins þannig að þátttakendur sjái átakasöguna í heildarsamhengi. Fjallað verður um menn, vopn, hertækni og Eyðimerkurstríðið sett í samhengi við átökin á Miðjarðarhafinu. Hvenær: Mið. 6. og 13. apr. kl. 20:00 - 22:00 Kennari: Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður

Snemmskráning verð: 15.900 kr. Almennt verð: 17.500 kr. Snemmskráning til og með 27. mars

Hvað getum við gert í Frakklandi fyrir EM, á eftir … eða á meðan? Frakkland er mesta túristaland í heimi en þangað koma um 85 milljónir ferðamanna á ári. Í sumar munu margir Íslendingar leggja leið sína til Frakklands vegna EM, sem fer fram á fjölmörgum stöðum, vítt og breytt um landið. Á þessu námskeiði mun Gérard Lemarquis fjalla um hvern og einn keppnisstað strákanna okkar og ræða hvað þessir staðir hafa upp á að bjóða. Hvenær: Mán. 18. og 25. apr. kl. 20:00 - 22:00 Kennari: Gérard Lemarquis, stundakennari við Hugvísindasvið HÍ Snemmskráning verð: 15.900 kr. Almennt verð: 17.500 kr. Snemmskráning til og með 8. apríl

Gönguleiðir í gamla Barðastrandarhreppi, V-Barð. Gamli Barðastrandarhreppur liggur við norðanverðan Breiðafjörð með fjörðinn undir og jökulkrýndan fjallgarðinn handan hans. Fegurðin er óumdeilanleg, eyjarnar lónandi á firðinum, kjarrivaxnir dalir, tignarleg fjöllin og sandurinn guli – svo langt sem augað eygir. Svæðið er mjög fjölskylduvænt með sundlaugar, heita potta og fjöruna með sínum ævintýraheimi. Námskeiðið gefur leiðsögn um gönguleiðir og áhugaverða staði í gamla Barðastrandarhreppi sem samanstóð af Hjarðarnesi, Vatnsfirði og Barðaströnd og er í Vestur-Barðastrandarsýslu. Hvenær: Þri. 3. maí kl. 20:00 – 22:00 Kennari: Elva Björg Einarsdóttir, BA í guðfræði, MA í mannfræði og kennarapróf Snemmskráning verð: 8.900 kr. Almennt verð: 9.800 kr. Snemmskráning til og með 23. apríl


Sækir námskeið til að víkka sjóndeildarhringinn Það má segja að Guðríður Ásgeirsdóttir sé tíður gestur hjá okkur í Endurmenntun en hún hefur sótt námskeið hjá okkur síðastliðin tuttugu ár. Guðríður starfar í fjármálageiranum og hefur sótt mörg starfstengd námskeið. Í gegnum árin hefur hún einnig sótt ýmis menningarnámskeið, garðræktarnámskeið og frá og með síðasta hausti hefur hún tilheyrt þeim stóra hópi fólks sem sækir Íslendingasagnanámskeiðin okkar. „Vinnutengd námskeið sæki ég til að efla mig í starfi. Önnur námskeið sæki ég til að víkka sjóndeildarhringinn. Það er alltaf gefandi að hlusta á fagmann fjalla um sitt fagsvið af kunnáttu og ástríðu“, segir Guðríður sem sækir vinnutengd námskeið langoftast ein en námskeið sem vekja forvitni hennar af öðrum ástæðum ýmist ein eða í félagi með öðrum, sem þá eykur ánægjuna. „Á mínum vinnustað erum við hvött til símenntunar. Einn brunnur af nokkum sem ég leita til í þeim efnum eru námskeið og vel ég þau eftir því sem er ofarlega á baugi í mínu starfi á hverjum tíma. Val á öðrum námskeiðum hefur fylgt öðrum lögmálum og tilviljunum“, segir Guðríður sem hlakkar mikið til að fara í menningarsögulegt ferðalag um miðaldir með Ármanni Jakobssyni á þorranum og góunni. „Ég bíð spennt eftir umfjöllun hans um Morkinskinnu sem „stjórnendahandbók““, bætir Guðríður við. Aðspurð hvort það séu einhver námskeið sem standi upp úr segir Guðríður að það komi ýmis ólík námskeið upp í hugann. „Þau eiga það sameiginlegt að hafa verið góð blanda af merkilegu efni og kennurum sem hefur vakið áhuga á ýmsum þáttum þess“, segir Guðríður að lokum.

FYLGSTU MEÐ ENDURMENNTUN SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR OG VERTU MEÐ OKKUR Á FACEBOOK

7


PERSÓNULEG

HÆFNI Listin að mynda norðurljós

Á námskeiðinu er fjallað um grunnstillingar stafrænna myndavéla með tilliti til þess að ljósmynda norðurljós að næturlagi. Dæmi um það sem farið er í eru fókusstillingar, ISO stillingar, lokunarhraði, ljósop og val á fylgihlutum. Til þess að ná að fanga norðurljós á ljósmynd þarf sá sem tekur myndina að hafa grunnskilning á stillingum myndavélarinnar, linsu og jafnframt vita hvaða aukahluti er gott að hafa til að auka líkurnar á að norðurljósin skili sér á mynd. Hvenær: Fim. 14. jan. kl. 19:00 - 22:00 Kennari: Ólafur Þórisson, margmiðlunarhönnuður Verð: 13.100 kr.

Söngtextagerð - langar þig að yrkja söngtexta? Þá leikur lánið við þig því það að yrkja söngtexta er eitt af því sem allir geta lært. Á námskeiðinu verður farið í grunnhugtök 8

bragfræðinnar, ýmsar aðferðir við textagerð skoðaðar og þá verður fólki bókstaflega kennt að yrkja söngtexta. Undir lok námskeiðsins munu nemendur geta ort sönghæfa texta og metið ýmsa af þeim þáttum sem geta gert góðan texta enn betri. Hvenær: Mán. 18. og 25. jan. og 1. feb. kl. 20:00 - 22:00 (3x) Kennari: Kristján Hreinsson, skáld og heimspekingur Snemmskráning verð: 23.900 kr. Almennt verð: 26.300 kr. Snemmskráning til og með 8. janúar

Heimili og hönnun Á námskeiðinu er farið í grunnatriði innanhússhönnunar á einföldu máli. Tekin eru fjölmörg dæmi um vel heppnaðar samsetningar. Hvað fer saman, hvað ekki og af hverju ekki? Að loknu námskeiðinu ættu þátttakendur að geta gert einfaldar breytingar heima við sem draga betur fram

þann stíl sem hentar vel þeim munum og húsgögnum sem eru til á heimilinu. Ekki er nauðsynlegt að fara í dýrar framkvæmdir til að endurspegla persónulegan stíl. Hvenær: Fim. 21. og 28. jan. kl. 19:30 - 21:30 Námskeiðið verður endurtekið í febrúar og apríl. Kennari: Emilía Borgþórsdóttir, iðnhönnuður Snemmskráning verð: 15.900 kr. Almennt verð: 17.500 kr. Snemmskráning til og með 11. janúar

Velkomin í núið – frá streitu til sáttar Velkomin í núið er átta vikna núvitundarnámskeið sem er hugsað fyrir almenning til að takast á við streitu daglegs lífs. Í núvitundarþjálfun er tvinnað saman aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og sálfræði austrænnar visku. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt fram á að núvitundarþjálfun hefur jákvæð áhrif á vellíðan, bætir heilsufar, dregur úr streitu, kvíða og depurð. Hún felur í sér að læra að nema staðar „hér


og nú“, láta af sjálfstýringu hugans og sættast betur við það sem er. Hvenær: Fim. 21. jan. og mán. 1. feb. - 14. mars kl. 20:15 - 21:45 (8x) Kennari: Anna Dóra Frostadóttir, sálfræðingur Snemmskráning verð: 49.000 kr. Almennt verð: 53.900 kr. Snemmskráning til og með 11. janúar

Staldraðu við - að vera meira og gera minna árið 2016 Í þessari vinnustofu munu þátttakendur vinna markvisst að persónulegri sýn sinni fyrir árið 2016. Lögð er áhersla á nálganir sem auka líkur á vellíðan og hamingju á forsendum jákvæðrar sálfræði. Unnið er með skemmtilegum og uppbyggjandi hætti að skilgreiningum gilda og markmiða er stuðla að vexti. Fyrir námskeiðið verða lögð fram mælitæki sem að styðja við áframhaldandi vinnu og árangur. Hvenær: Mið. 27. jan. og 3. feb. kl. 17:30 20:30 Kennarar: Guðrún Margrét Snorradóttir og Ylfa Edith Jakobsdóttir, ráðgjafar Snemmskráning verð: 28.900 kr. Almennt verð: 31.800 kr. Snemmskráning til og með 17. janúar

Grænmetisfæði, miðjarðarhafs-, lágkolvetna- eða steinaldarmataræði – hvert er besta mataræðið fyrir manninn? Á námskeiðinu er annars vegar fjallað um grænmetisfæði og vegan fæði og hins vegar um mataræði sem inniheldur dýraafurðir. Mismunandi mataræði verður kannað með heilsu mannsins að leiðarljósi, bæði út frá lýðheilsu- og klínískum sjónarmiðum. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist innsýn inn í hver sé rótin að hverri tegund mataræðis, hvaða áhrif þær geti haft og hvernig þær hafa áhrif á lýðheilsu ráðleggingar um mataræði og næringu annars vegar og klínískar ráðleggingar hins vegar. Hvenær: Mið. 3. feb. kl. 16:30 - 19:30 Kennari: Freydís Hjálmarsdóttir, næringarfræðingur M.Sc Snemmskráning verð: 11.900 kr. Almennt verð: 13.100 kr. Snemmskráning til og með 24. janúar

Byrjaðu í golfi – fyrir byrjendur og lengra komna Í samstarfi við Golfsamband Íslands og Hissa, ráðgjafar- og fræðslumiðstöð um golf

Á námskeiðinu eru grunnatriðin í golfi kennd með Starting New At Golf (SNAG) golfkennslukerfinu sem hefur slegið í gegn út um allan heim. Kennslan fer fram í formi fyrirlestra, æfinga og leikja. Hvenær: Mán. og mið. 8., 10. og 15. feb. kl. 20:00 - 22:00 (3x) Kennt er 10. feb. í æfingahúsnæði GSÍ – Námskeiðið verður endurtekið í mars. Kennari: Magnús Birgisson, PGA golfkennari og SNAG master leiðbeinandi Snemmskráning verð: 23.900 kr. Almennt verð: 26.300 kr. Snemmskráning til og með 29. janúar

Öflugt sjálfstraust Sjálfstraust er undirstaða margra færniþátta, svo sem því hvernig okkur vegnar í samskiptum við aðra, hvernig við setjum markmið, tökum ákvarðanir og vinnum undir álagi. Í raun má segja að öflugt sjálfstraust sé ákveðin forvörn þar sem sterkir einstaklingar eiga auðveldara en aðrir með að taka ákvarðanir, setja mörk og verjast óæskilegum áhrifum frá umhverfinu. Á námskeiðinu er lögð áhersla á að kenna þátttakendum að greina muninn á miklu og litlu sjálfstrausti og ekki síst að kenna aðferðir til að byggja upp og efla sjálfstraust. Hvenær: Mán. og mið. 8., 10. og 15. feb. kl. 13:00 – 16:00 (3x) Kennari: Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur Snemmskráning verð: 36.900 kr. Almennt verð: 40.600 kr. Snemmskráning til og með 29. janúar

Góð heilsa - samspil næringar og huga á andlega og líkamlega líðan Á námskeiðinu er fjallað um hvers vegna hollt fæði skilar ekki alltaf bættri heilsu. Farið er yfir mikilvægi þarmaflóru og þá sérstaklega með tilliti til andlegrar og líkamlegrar heilsu. Fjallað er um áhrif hugar á heilsu, meðal annars út frá streitu, jákvæðum hugsunum, slökun, viðhorfum, þakklæti og tilfinningum. Námskeiðið byggir á rannsóknum á sviði næringar- og læknisfræði ásamt jákvæðri sálfræði. Markmiðið er að hver einstaklingur öðlist dýpri skilning á mikilvægi þess að velja rétt þegar kemur að því að næra sig andlega og líkamlega. Hvenær: Mán. 8. feb. kl. 17:00 - 20:00 Kennarar: Birna G. Ásbjörnsdóttir MA í næringarlæknisfræði og gagnreyndum heil-

brigðisfræðum og Jóhanna Björk Briem, MA í áhættuhegðun og forvörnum og löggiltur sjúkranuddari Snemmskráning verð: 10.900 kr. Almennt verð: 12.000 kr. Snemmskráning til og með 29. janúar

Smásagnaskrif Námskeiðið samanstendur af ítarlegum og kerfisbundnum lestri smásagna, glærum þar sem tæknibrögð smásögunnar eru reifuð, umræðum í tímum, yfirferð kennara á smásögum þátttakenda þar sem gefin eru góð ráð (samskipti í gegnum tölvupóst á milli kennslustunda) og upplestri í kennslustundum. Markmiðið er að þátttakendur öðlist dýpri skilning á smásagnaforminu og sagnagerð almennt og taki framförum í eigin skrifum. Hvenær: Þri. 9. feb. - 1. mars kl. 19:30 - 21:30 (4x) Kennari: Ágúst Borgþór Sverrisson, rithöfundur Snemmskráning verð: 33.900 kr. Almennt verð: 37.300 kr. Snemmskráning til og með 30. janúar

Íbúðaskipti - meiri upplifun, minni kostnaður Gætirðu hugsað þér að ferðast um heiminn án þess að greiða krónu fyrir gistingu? Viltu fá meiri upplifun út úr ferðalögum þínum? Íbúðaskipti verða sífellt vinsælli, enda bæði hagkvæm og skemmtileg leið sem gefur aukin tækifæri til ferðalaga. Fjölmiðlakonan Snæfríður Ingadóttir hefur gert íbúðaskipti að hluta af lífstíl sínum og ferðast árlega erlendis með fjölskyldu sína án þess að greiða fyrir gistingu. Á þessu námskeiði deilir hún reynslu sinni af íbúðaskiptum og bendir einnig á aðrar óhefðbundnar leiðir til þess að halda ferðakostnaði í lágmarki. Hvenær: Þri. 9. feb. kl. 19:30 - 22:00 Kennari: Snæfríður Ingadóttir, ferðalangur með meiru Snemmskráning verð: 10.900 kr. Almennt verð: 12.000 kr. Snemmskráning til og með 30. janúar

Húmor og gleði í samskiptum ... dauðans alvara Húmor í öllum sínum fjölbreytileika er viðfangsefnið á þessu námskeiði. Húmor getur verið afar uppbyggilegur og nærandi en er einnig vandmeðfarið samskiptatæki. Fjölmargar rannsóknir sýna að það er t.d. mikil heilsubót af því að nota húmor á jákvæðan hátt. Húmor getur gjörbreytt 9


andrúmslofti og aukið til muna ánægju og gleði í samskiptum, hvort sem um er að ræða fjölskyldur, vinnustaði, félagasamtök eða vinahópa. Húmor í daglegum samskiptum auðveldar fólki að takast á við allskonar uppákomur, leysa úr vandamálum og draga úr streitu.

geti fundið að hegðun barns án þess að höggva í persónuleika þess og að barninu sé gert mögulegt að taka ábyrgð án þess að tengslin við foreldri skaðist. Hjónum og pörum sem sækja námskeiðið býðst 10% afsláttur af báðum námskeiðsgjöldum.

Hvenær: Mið. 10. feb. kl. 19:00 - 22:00 Kennari: Edda Björgvinsdóttir, leikkona og MA í menningarstjórnun Snemmskráning verð: 11.900 kr. Almennt verð: 13.100 kr. Snemmskráning til og með 31. janúar

Hvenær: Mið. 10., 17. og 24. feb. kl. 20:00 – 22:00 (3x) Kennari: Wilhelm Norðfjörð, sálfræðingur Snemmskráning verð: 23.900 kr. Almennt verð: 26.300 kr. Snemmskráning til og með 1. febrúar

Fjármál við starfslok

Vönduð íslenska - tölvupóstar og stuttir textar

Fróðlegt og gagnlegt námskeið um það sem mikilvægast er að hafa á hreinu þegar starfsævi lýkur. Vandlega verður farið yfir þær breytingar sem vefjast fyrir mörgum, svo sem varðandi Tryggingastofnun, lífeyrismál, skatta og sparnað. Með aukinni þekkingu má spara umtalsverðar fjárhæðir auk þess sem við fáum betri yfirsýn yfir væntar tekjur þegar lífeyrisgreiðslur taka við af launatekjum. Hvenær: Mið. 10. feb. kl. 16:15 - 19:15 Kennari: Björn Berg Gunnarsson, viðskiptafræðingur og löggiltur verðbréfamiðlari Snemmskráning verð: 11.900 kr. Almennt verð: 13.100 kr. Snemmskráning til og með 31. janúar

Ég-boð fyrir foreldra Ég-boð er aðferð sem foreldrar geta notað þegar þeir þurfa að setja skýrar reglur um hegðun barna og mikilvægt er að börn hlusti og taki tillit til þeirra og annarra. Með þessari aðferð er lögð áhersla á að foreldi

Gríðarleg aukning hefur orðið í framleiðslu texta á undanförnum áratugum. Sífellt fleiri þurfa að semja ritaða texta, oftast fremur stutta, bæði í starfi og einkalífi. Í langflestum tilvikum eru textar samdir til þess að aðrir lesi þá. Nokkur lykilatriði sem hafa verður í huga eru tími, sjálfsöryggi, þekking á viðfangsefni, bygging texta, málfar og birting. Á þessu námskeiði verður farið yfir helstu einkenni texta sem samdir eru á íslensku og þátttakendur þjálfaðir í að semja stutta texta, t.d. tölvupósta, efni á innri vefi, heimasíður og fréttabréf. Hvenær: Fös. 12. feb. kl. 9:00 - 12:00 – Námskeiðið er endurtekið í apríl. Kennari: Sigurður Konráðsson, prófessor í íslensku Snemmskráning verð: 14.900 kr Almennt verð: 16.400 kr. Snemmskráning til og með 2. febrúar

Skáldleg skrif Á námskeiðinu verður farið í það með afar einföldum hætti hvernig við berum okkur að þegar við höfum í hyggju að skrifa. Hér er bent á þann grunn sem verður að vera til staðar, hvort sem um er að ræða eina vísu, ljóð, smásögu, skáldsögu eða annað form ritlistar. Alltaf eru sömu hugtökin að skjóta upp kollinum, grunnurinn sem við byggjum verk okkar á. Við munum fara hægum skrefum og skoða vandlega þau form sem koma við sögu. Einfaldar skýringar og fjölmörg dæmi verða tekin fyrir. Hvenær: Mán. 15. feb. - 14. mars kl. 20:15 22:15 (5x) Kennari: Kristján Hreinsson, skáld og heimspekingur Snemmskráning verð: 34.900 kr. Almennt verð: 38.400 kr. Snemmskráning til og með 5. febrúar

Betri fjármál fyrir þig - einstaklingsmiðuð þjálfun í persónulegum fjármálum Markmið námskeiðsins er að aðstoða þátttakendur við að skipuleggja fjármálin og byggja upp sjálfstjórn. Námskeiðið stuðlar að því að snúa fjármálum þátttakenda úr viðbrögðum við aðstæðum (reactive) í fyrirbyggjandi markmið í fjármálum (proactive). Námskeiðið færir þátttakendum verkfæri til að taka stjórn á daglegu lífi og fjármálum með yfirsýn og markmiðum. Vinnubók er innifalin í námskeiðsverði. Hvenær: Þri. 16. feb. kl. 19:00 - 22:00 og 8. mars kl. 18:00 - 19:00 Kennari: Haukur Hilmarsson, ráðgjafi í fjármálahegðun Snemmskráning verð: 20.900 kr. Almennt verð: 23.000 kr. Snemmskráning til og með 6. febrúar

UMSAGNIR ÁNÆGÐRA ÞÁTTTAKENDA: „Merkileg stofnun, sem hefur opnað mörgum margar leiðir, aukið þekkingu borgaranna og gert þá hæfari til að takast á við störf sín, áhugamál og samfélag“

„Ég er mjög ánægð með að í flestum tilvikum er hægt að fá endurgreiðslu af námskeiðsgjaldi hjá stéttarfélagi. Það hjálpar manni til að sækja þessi frábæru námskeið“

10


sögu sinni með öðrum.

Jákvæð sálfræði og styrkleikaþjálfun (Coaching) - nýttu styrkleika þína á nýjan hátt Jákvæð sálfræði fæst við rannsóknir á því sem fólk gerir rétt frekar en því sem fólk gerir rangt. Á námskeiðinu verður farið yfir rannsóknir á styrkleikum, bjartsýni og hamingju og fjallað um gildi jákvæðni fyrir sköpun og árangur. Einnig verður farið í kosti styrkleikaþjálfunar og hvernig hægt er að nýta sér verkfæri úr styrkleikaþjálfun í daglegu lífi. Jákvæð sálfræði hefur þrjár grunnstoðir: jákvæðar tilfinningar, styrkleika og jákvæð samskipti. Dæmi um styrkleika einstaklinga eru hugrekki, samúð, sköpunarkrafur, þrautseigja og heilindi. Hvenær: Mið. 17. og 24. feb. og 2., 9. og 16. mars kl. 19:30 - 21:30 (5x) Kennarar: Anna Jóna Guðmundsdóttir, kennari og ráðgjafi. Gestakennari á námskeiðinu er Kristín Linda Jónsdóttir, sálfræðingur, kennari og ritstjóri. Snemmskráning verð: 38.900 kr. Almennt verð: 42.800 kr. Snemmskráning til og með 7. febrúar

Tækifærisræður - væri ekki gaman að geta staðið upp og haldið ræðu við hátíðleg tækifæri? Allir hafa frá einhverju merkilegu að segja og feimni á ekki að vera því til fyrirstöðu að maður tjái sig þegar löngunin kemur yfir mann. Námskeið þetta miðar að því að byggja upp sjálfstraust þátttakenda svo þeir hafi kjarkinn til að standa upp og halda ræðu þegar stundin kallar. Hér er skemmtunargildi og húmor í hávegum hafður. Markmiðið er að geta notið þess að deila

Hvenær: Mið. 24. feb. og 2. mars kl. 20:15 22:15 Kennari: Þórey Sigþórsdóttir, leikkona og raddkennari frá NGT the Voice Studio International Snemmskráning verð: 15.900 kr. Almennt verð: 17.500 kr. Snemmskráning til og með 14. febrúar

Fjörefni fyrir 50+ Vísindalegar rannsóknir hafa sannað að hamingjan eykst með hækkandi aldri. Aldurinn einn og sér tryggir þó ekki hamingjuna heldur viðhorfin sem við tileinkum okkur. Eitt af því sem jákvæða sálfræðin hefur fært okkur eru rannsóknir á því sem einkennir fólk sem gengur vel í lífinu. Við getum öll tileinkað okkur aðferðir sem geta stuðlað að aukinni hamingju okkar og vellíðan. Fjölmargar æfingar og andleg „leikfimi“ getur leitt okkur inn í afskaplega hamingjuríkt líf. Ræktum okkur sjálf, kærleikann, húmorinn og hamingjuna. Með gleðina að vopni erum við ósigrandi. Hvenær: Mið. 24. feb. - 16. mars kl. 13:00 15:00 (4x) Kennarar: Edda Björgvinsdóttir, leikkona og Ragnhildur Vigfúsdóttir, markþjálfi Snemmskráning verð: 33.900 kr. Almennt verð: 37.300 kr. Snemmskráning til og með 14. febrúar

Kvíði barna og unglinga - foreldranámskeið Í samstarfi við geðsvið Landspítalans

Á námskeiðinu, sem byggir á kenningum og aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar, er fjallað um eðli og einkenni kvíða, helstu kvíðaraskanir og æskileg viðbrögð við kvíða barna og unglinga. Hjónum og pörum sem sækja námskeiðið býðst 10% afsláttur af báðum námskeiðsgjöldum. Hvenær: Þri. 1., 8. og 15. mars kl. 19:30 21:45 (3x) Kennarar: Berglind Brynjólfsdóttir og Sigríður Snorradóttir, sálfræðingar á barnaog unglingageðdeild Landspítalans Snemmskráning verð: 37.900 kr. Almennt verð: 41.700 kr. Snemmskráning til og með 20. febrúar

Hvítur sykur, kókospálmasykur, sukrin, aspartam, xylitol - orka eða eitur? Á námskeiðinu verður fjallað um mismunandi tegundir sykurs og hvaða áhrif þær hafa í líkamanum. Einnig verður kannað í hvaða tilfellum hver tegund gæti hentað betur en önnur með heilsuna að leiðarljósi, bæði út frá lýðheilsu- og klínískum sjónarmiðum. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist þekkingu á sykri, hvaðan hann kemur og hvaða áhrif hann hefur í líkamanum. Hvenær: Mið. 2. mars kl. 19:30 - 22:00 Kennari: Freydís Hjálmarsdóttir, næringarfræðingur M.Sc Snemmskráning verð: 9.900 kr. Almennt verð: 10.900 kr. Snemmskráning til og með 21. febrúar

„Þakklátur fyrir þann fróðleik sem ég hef öðlast hjá Endurmenntun“

„Hef verið mjög ánægð með öll þau námskeið sem ég hef sótt hjá Endurmenntun. Auk fræðslunnar sem ég hef sótt mér hafa þau líka gert lífið áhugaverðara og skemmtilegra“

„Hef sótt nokkur námskeið hjá EHÍ í gegnum árin. Alltaf verið sátt við fyrirlesara og uppsetningu námskeiða sem hefur valdið því að ég reyni að taka a.m.k. 1-2 námskeið á ári“ 11


Vönduð íslenska - stafsetning og greinamerki Lesandi tekur alltaf fyrst eftir yfirborði texta, stafsetningu, greinarmerkjum, bilum á milli orða og beygingum. Sjái lesandi að höfundur texta hafi kastað höndum til þessara atriða er hætt við að hann hafi ekki áhuga á að lesa lengi og taka textann alvarlega. Á þessu námskeiði verður farið í reglur um stafsetningu og greinarmerki. Rædd verða ýmis álitamál og getið um helstu breytingar sem orðið hafa á reglum á síðustu áratugum. Hvenær: Mán. og fim. 7. og 10. mars kl. 17:00 - 19:00 Kennari: Sigurður Konráðsson, prófessor í íslensku Snemmskráning verð: 16.900 kr Almennt verð: 18.600 kr. Snemmskráning til og með 26. febrúar

Að verða betri en ég er – að ná hámarksárangri í lífi og starfi Hvernig setjum við okkur háleit markmið og náum þeim? Hvernig er hægt að bregðast við áföllum og mótlæti með farsælum hætti og ná góðum tökum á streitu? Hvernig löðum við fram það besta í öðrum? Reynslan sýnir að flestir trúa því að þeir geti bætt sig á einhverjum sviðum. Til þess að svo megi verða er þó mikilvægt að tileinka sér rétt hugarfar. En hvað einkennir hugarfar þeirra sem ná jafnan sínu besta fram, jafnvel við krefjandi aðstæður? Á þessu þjálfunarnámskeiði verður áherslan lögð á þær aðferðir sem afreksfólk á hinum ýmsum sviðum beitir til að ná árangri í leik og starfi. Hvenær: Mið. og mán. 9. og 14. mars kl. 13:00 – 16:00

Kennarar: Jóhann Ingi Gunnarsson og Bragi Sæmundsson, sálfræðingar Snemmskráning verð: 23.900 kr. Almennt verð: 26.300 kr. Snemmskráning til og með 28. febrúar

Hugþjálfun – leið til árangurs Sjálfsstjórn og markmiðssetning eru meginviðfangsefni þessa námskeiðs. Hugmyndir eru sóttar víða, t.d. í dáleiðslufræði og hugræna atferlismeðferð. Sjálfsdáleiðsla og hugþjálfun byggist á aðferðum til að ná betri tökum á og stjórna eigin tilfinningum, komast framhjá huglægum hindrunum og efla minni, einbeitingu og athyglisgáfu. Kennt er um streitu, slökun og aðferðir til að stjórna spennu, setja sér raunhæf markmið og fylgja þeim eftir. Hvenær: Mið. og mán. 30. mars, 4. og 6. apr. kl. 16:15 – 19:15 (3x) Kennarar: Jóhann Ingi Gunnarsson og Hörður Þorgilsson, sálfræðingar Snemmskráning verð: 36.900 kr. Almennt verð: 40.600 kr. Snemmskráning til og með 20. mars

Málörvun, boðskipti og læsi mikilvægur fróðleikur fyrir foreldra og aðra uppalendur Á námskeiðinu verða kynntar spennandi og hagnýtar aðferðir um hvernig hægt er að ná árangri í málörvun allra barna og undirbúa þau fyrir lestur og frekara nám. Einnig verður fjallað sérstaklega um börn sem eru í áhættuhópi fyrir lesblindu og ræddar hugmyndir til þess að styrkja börn sem þurfa stuðning til þess að ná tökum á lestri. Áhersla verður lögð á hvernig hægt er að þekkja helstu frávik í málþroska og vinna markvisst með málörvun ungra barna.

Hvenær: Mán. 4. og 11. apr. kl. 20:15 - 22:15 Kennarar: Ásthildur Bjarney Snorradóttir, sérkennari og talmeinafræðingur og Bergrós Ólafsdóttir, talmeinafræðingur Snemmskráning verð: 20.900 kr. Almennt verð: 23.000 kr. Snemmskráning til og með 25. mars

Hugleiðsla og jógaheimspeki Á námskeiðinu er kafað í frumhugmyndafræði jóga. Kennd er hugleiðsla og gjörhygli, jógaheimspeki og grunnurinn að þessum fornu fræðum. Við skoðum hvort Yoga Sutrur Patanjalis og Bhagawat Gita eigi erindi til okkar í dag og hvort þessi fornu rit séu raunverulegur leiðarvísir til að öðlast andlegt og líkamlegt heilbrigði í hringiðu nútímans. Þetta er skemmtilegt og fræðandi námskeið og hentar bæði þeim sem vilja kafa djúpt í fræðin og þeim sem vilja hefja ástundun eða efla sína heimaástundun enn frekar. Hvenær: Þri. 19. apr. – 17. maí kl. 18:00 – 20:00 (5x) Kennari: Kristbjörg Kristmundsdóttir, jógakennari Snemmskráning verð: 33.900 kr. Almennt verð: 37.300 kr. Snemmskráning til og með 9. apríl

Að fegra heimilið - kafað dýpra í heimili og hönnun Námskeiðið Heimili og hönnun hefur verið afar vinsælt síðustu misseri og ánægðir þátttakendur vilja læra meira á þessu sviði. Hér er því boðið upp á framhaldsnámskeið þar sem kafað verður dýpra í fræðin og unnar verklegar æfingar. Námskeiðið er einungis ætlað þeim sem hafa tekið fyrra námskeiðið. Þátttakendur vinna með rými

FRÆÐSLUSTYRKIR STÉTTARFÉLAGA Stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja nám og námskeið. Við hvetjum alla til að nýta þessa styrki. 12


að eigin vali og gera þær breytingar sem við á. Þátttakendur fá persónulega ráðgjöf frá kennara með tölvupósti á milli tíma. Hvenær: Þri. 26. apr. og 3. og 10. maí kl. 20:00 - 22:15 (3x) Kennari: Emilía Borgþórsdóttir, iðnhönnuður Snemmskráning verð: 27.900 kr. Almennt verð: 30.700 kr. Snemmskráning til og með 16. apríl

Gríptu sumarið með enn betri landslagsmyndum Langar þig til að eiga enn betri landslagsmyndir að sumri loknu? Viltu þekkja grunnreglurnar við landslagsmyndatöku, vita hvernig þú getur nýtt fjölbreytilegt veður í skemmtilegar myndir og vita hvaða

búnað er gott að hafa? Þá er þetta upplagt námskeið fyrir þig. Á námskeiðinu er farið í grunnstillingar á myndavélinni og myndatökuferlið sem hentar sérstaklega vel þeim sem hafa áhuga á að læra meginreglur landslagsljósmyndunar, 70/30, forgrunn/bakgrunn, leiðandi línur o.fl. Hvenær: Mán. 2. maí kl. 18:00 - 21:00 Kennari: Ólafur Þórisson, margmiðlunarhönnuður Snemmskráning verð: 11.900 kr. Almennt verð: 13.100 kr. Snemmskráning til og með 22. apríl

Jarðgerð í heimagörðum Í samstarfi HORTICUM menntafélag

Það hefur færst mikið í vöxt að garðeigend-

ur komi sér upp safnhaugum í görðum sínum og jarðgeri lífrænan úrgang s.s. gras, greinar og lauf. Mikið af lífrænum úrgangi fellur einnig til í eldhúsum og honum má umbreyta í áburðarríka úrvals safnhaugamold eða svokallaða moltu. Hér er um að ræða grunnnámskeið, sérstaklega ætlað þeim sem hyggja á jarðgerð eða eru nýlega byrjaðir. Nú er tækifæri til að læra rétt vinnubrögð við jarðgerð frá upphafi. Hvenær: Þri. 10. maí kl. 19:00 - 22:00 Kennarar: Baldur Gunnlaugsson, skrúðgarðyrkjumeistari og garðyrkjutæknir og Sveinn Aðalsteinsson, plöntulífeðlisfræðingur Snemmskráning verð: 11.900 kr. Almennt verð: 13.100 kr. Snemmskráning til og með 30. apríl

Fleiri áhugaverð námskeið á eftirfarandi sviðum má finna á vef Endurmenntunar • Erlendir sérfræðingar • Ferðaþjónusta • Fjármál og rekstur • Heilbrigðis- og félagssvið • Starfstengd hæfni

• Stjórnun og forysta • Uppeldi og kennsla • Upplýsingatækni • Verkfræði og tæknifræði 13


LÍFIÐ Í ENDURMENNTUN

14


TUNGUMÁL Danska

Norska

Hvenær: Mán. og mið. 8. feb. - 24. feb. kl. 17:00 - 19:00 (6x) Kennari: Casper Vilhelmssen, kennari Snemmskráning verð: 36.900 kr. Almennt verð: 40.600 kr. Snemmskráning til og með 29. janúar

Hvenær: Mið. 3. feb. - 9. mars kl. 19:30 - 21:30 (6x) Kennari: Arnhild Mølnvik, norskukennari Snemmskráning verð: 39.900 kr. Almennt verð: 43.900 kr. Snemmskráning til og með 24. janúar

Enska

Norska fyrir byrjendur - að tala og skilja

Hvenær: Mán. og fim. 1. - 18. feb. kl. 16:30 - 18:30 (6x) Kennari: Mica Allan, enskukennari Snemmskráning verð: 39.900 kr. Almennt verð: 43.900 kr. Snemmskráning til og með 22. janúar

Hvenær: Fim. og mán. 7. - 28. apr. kl. 20:15 - 22:15 (6x) Kennari: Gry Ek Gunnarsson, kennsluráðgjafi í norsku Snemmskráning verð: 39.900 kr. Almennt verð: 43.900 kr. Snemmskráning til og með 28. mars

Danska - þjálfun í talmáli á léttum nótum

Practical English

Ítalska

Ítalska fyrir byrjendur Hvenær: Þri. og fim. 26. jan. - 11. feb. kl. 17:00 - 19:00 (6x) Kennari: Maurizio Tani, stundakennari í ítölsku við HÍ Snemmskráning verð: 36.900 kr. Almennt verð: 40.600 kr. Snemmskráning til og með 16. janúar

Kínverska

Kínverska fyrir byrjendur Í samstarfi við Konfúsíusarstofnunina Norðurljós Hvenær: Mán og fim. 29. feb. - 11. apr. kl. 20:15 - 22:15 (10x) Kennari: Zhou Junqing, sendikennari frá Ningbo háskóla í Kína Snemmskráning verð: 44.900 kr. Almennt verð: 49.400 kr. Snemmskráning til og með 19. febrúar

Hagnýt norska fyrir heilbrigðisstarfsfólk

Hagnýt norska fyrir verkfræðinga og tæknifræðinga Hvenær: Mán. og fim. 29. feb. - 17. mars kl. 14:00 - 16:00 (6x) Kennari: Gry Ek Gunnarsson, kennsluráðgjafi í norsku Snemmskráning verð: 39.900 kr. Almennt verð: 43.900 kr. Snemmskráning til og með 19. febrúar

Spænska Spænska I

Hvenær: Mán. og fim. 1. feb. - 18. feb. kl. 20:00 - 22:00 (6x) Kennari: Steinunn Björk Ragnarsdóttir, MA í spænsku Snemmskráning verð: 36.900 kr. Almennt verð: 40.600 kr. Snemmskráning til og með 22. janúar

Spænska II Hvenær: Þri. og fim. 29. mars - 14. apr. kl. 20:00 - 22:00 (6x) Kennari: Steinunn Björk Ragnarsdóttir, MA í

spænsku Snemmskráning verð: 36.900 kr. Almennt verð: 40.600 kr. Snemmskráning til og með 19. mars

Sænska

Hagnýt sænska fyrir heilbrigðisstarfsfólk Hvenær: Þri. 5. apr. - 10. maí kl. 20:00 - 22:00 (6x) Kennari: Elísabet Brekkan fil. cand, leikhúsfræðingur og kennari Snemmskráning verð: 39.900 kr. Almennt verð: 43.900 kr. Snemmskráning til og með 26. mars

Þýska

Þýska fyrir byrjendur II Í samstarfi við Hugvísindasvið HÍ Hvenær: Mán., þri., og fim. kl. 12:30 - 13:10. Kennsla hefst 11. janúar. Kennari: Jessica Guse, aðjúnkt við HÍ Verð: 79.000 kr. Námskeiðið er hægt að taka til eininga

Pólska

Pólska fyrir byrjendur I Í samstarfi við Hugvísindasvið HÍ Hvenær: Þri. og fim. 9. feb. - 17. mars kl. 16:40 - 18:10 Kennari: Anna Maria Rabczuk Verð: 52.000 kr. Námskeiðið er hægt að taka til eininga

Pólska fyrir byrjendur II Í samstarfi við Hugvísindasvið HÍ Hvenær: Mán. og mið. 8. feb. - 16. mars kl. 16:40 - 18:10 Kennari: Anna Maria Rabczuk Verð: 52.000 kr. Námskeiðið er hægt að taka til eininga

15


Endurmenntun Háskóla Íslands – Dunhagi 7 – 107 Reykjavík Netfang: endurmenntun@hi.is Opnunartími Endurmenntunar er mán. - fim. kl. 8:00 - 22:00, fös. kl. 8:00 - 17:00 og lau. kl. 9:00 - 12:00. Sumarafgreiðslutími er kl. 8:00 - 16:00 alla virka daga. Nánari upplýsingar og skráning á endurmenntun.is eða í síma 525 4444

Fylgdu okkur á Facebook 16

/endurmenntun.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.