Heill heimur fræðslu

Page 1

VORMISSERI 2023 HEILL HEIMUR FRÆÐSLU

Ritstjórn: Þórunn Arnaldsdóttir Ábyrgð: Halla Jónsdóttir endurmenntunarstjóri Umbrot: Sigrún K. Árnadóttir Innihald bæklingsins er birt með fyrirvara um breytingar.

VORMISSERI 2023

Bæklingurinn HEILL HEIMUR FRÆÐSLU er nú gefinn út í fyrsta skipti en hann sameinar allt námsframboð Endurmenntunar á sviðum persónulegrar og starfstengdrar hæfni á vormisseri 2023. Bæklingurinn er einungis gefinn út á rafrænu formi og er einstaklega notendavænn en hægt er að smella beint á hvert og eitt námskeið til að fara á skráningarsíðu. Námskeiðin eru ýmist stað- eða fjarnámskeið og merkt eftir því en sum eru bæði stað- og fjarnámskeið og hafa viðeigandi titil. Fjarnámskeið Endurmenntunar gefa staðnámskeiðum ekkert eftir þegar kemur að gæðum og upplifun þátttakenda en í langflestum tilfellum er kennt í rauntíma í gegnum Zoom og hafa þátttakendur því aðgengi að kennara og námsefni líkt og þeir væru í kennslustofu. Frekari upplýsingar um námskeið og starfsemi Endurmenntunar er að finna á endurmenntun.is

2

FRÓÐLEIKUR OG SKEMMTUN

3

HEIMILI OG HÖNNUN

HEIMILI OG HÖNNUN

FJARNÁMSKEIÐ

Á námskeiðinu er farið í grunnatriði hönnunar innan heimilisins s.s. uppröðun húsgagna, hvernig hengja eigi upp myndir og litaskema. Hvernig má láta húsgögn, persónulega muni, myndir, liti og lýsingu spila saman til að mynda góða heild á heimilinu?

Kennsla: Emilía Borgþórsdóttir, iðnhönnuður

ELDHÚSIÐ - HJARTA HEIMILISINS

FJARNÁMSKEIÐ

Á námskeiðinu verður farið yfir skipulag og fyrirkomulag eldhússins og hvaða þætti þarf að hafa í huga þegar farið er í stórar eða smáar framkvæmdir. Þetta er námskeið fyrir þá sem vilja gera einfaldar breytingar en stórar útlitslega sem og þá sem vilja gjörbreyta eldhúsinu og ætla í viðamiklar aðgerðir.

Kennsla: Emilía Borgþórsdóttir, iðnhönnuður

STOFAN Á HEIMILINU - HEILDARMYND Á FJÖLNOTA RÝMI

STAÐNÁMSKEIÐ

Stofan er fjölnota rými og því skiptir máli að skilgreina hlutverk hennar – stór og smá. Við viljum hafa hana hlýlega og umfram allt nýtilega þannig að hún þjóni þörfum okkar, hvort heldur sem við

höfum sjónvarp, borðstofu og/eða vinnurými í sama rými. Á námskeiðinu verður farið í nánast allt sem viðkemur stofunni: Liti, lýsingu, uppröðun húsgagna, myndir á veggjum og fleira. Hvernig þjónar stofan þörfum fjölskyldunnar? Kennsla: Emilía Borgþórsdóttir, iðnhönnuður

AÐKOMAN OG ÚTISVÆÐIÐ

- HRESSUM UPP Á AÐKOMU HÚSSINS OG PALLINN/SVALIRNAR

STAÐNÁMSKEIÐ

Hvernig getur útisvæðið þjónað þörfum fjölskyldunnar? Gefur aðkoman rétta mynd af heimili okkar? Á námskeiðinu verður farið

4
SKOÐA
SKOÐA
SKOÐA

yfir ýmislegt sem viðkemur heimreiðinni og því útisvæði sem tilheyrir heimilinu, s.s. liti, lýsingu, útihúsgögn, plöntur og fleira.

Kennsla: Emilía Borgþórsdóttir, iðnhönnuður

ÁHRIF UMHVERFIS INNANDYRA Á LÍÐAN OG HEILSU FÓLKS

STAÐNÁMSKEIÐ

Á námskeiðinu verður rætt vítt og breitt um áhrif umhverfis innandyra á líðan og heilsu fólks og verða fjölbreyttar gerðir umhverfis skoðaðar. Velt verður vöngum yfir því hvernig bæta megi gæði umhverfis og þannig stuðla að vellíðan og bættri heilsu.

Kennsla: Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði

NÁTTÚRAN OG

FASTEIGNAKAUP Á MANNAMÁLI

FJARNÁMSKEIÐ

Markmið þessa námskeiðs er að væntanlegir kaupendur og seljendur hafi grunnskilning á söluferli fasteigna og þeim helstu meginreglum sem þar gilda sem og praktísk atriði sem vert er að hafa í huga við kaup og sölu fasteigna.

Kennsla: Guðbjörg Matthíasdóttir, lögfræðingur og löggiltur fasteignasali

ALMENN VEÐURFRÆÐI OG TÚLKUN VEÐURSPÁA

FJARNÁMSKEIÐ

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu hugtök í veðurfræði og veðurspám, þátttakendur fá leiðbeiningar í lestri og túlkun veðurspáa og viðvarana og læra að afla sér réttra gagna miðað við þarfir hvers og eins. Tilvalið námskeið fyrir göngugarpa sem vilja vera vel undirbúnir!

Kennsla: Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu á Veðurstofu Íslands

LÍFRÍKI ÍSLANDS

STAÐ- OG FJARNÁMSKEIÐ

Kynntir verða helstu flokkar plantna og kjörsvæði þeirra og fjallað um þróun gróðurfars hér á landi í gegnum jarðsögu landsins. Fjallað verður um íslensk húsdýr, innflutning þeirra og nýtingu í gegnum aldirnar, sem og villt spendýr á og við landið, veiðar þeirra og nýtingu. Áhersla verður lögð á fuglalíf á Íslandi, tegundir og kjörsvæði, og helstu fiskistofna ásamt fiskveiðum og þróun þeirra.

Kennsla: Edda Elísabet Magnúsdóttir, líffræðingur, Jónas P. Jónasson, sjávarlíffræðingur, Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur, Rannveig Thoroddsen, grasafræðingur og Stefán Óli Steingrímsson, líffræðingur

JARÐFRÆÐI ÍSLANDS

STAÐ- OG FJARNÁMSKEIÐ

Farið verður yfir þau ferli sem hafa myndað og mótað Ísland í tímans rás út frá sjónarhóli innrænna og útrænna afla. Sérstök áhersla verður lögð á sérkenni íslenskrar náttúru, þar á meðal afleiðingar einangrunar og þá umhverfisþætti sem áhrif hafa haft á mótun íslensks landslags og náttúrufars.

Kennsla: Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðingur

5
UMHVERFIÐ
SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA

HAMINGJA OG HEILBRIGÐI

LIFÐU Í SÁTT

- LÆRÐU AÐ NOTA AÐFERÐIR ACT TIL AÐ TAKAST Á VIÐ ERFIÐLEIKA Í LÍFINU OG ÖÐLAST MEIRI SEIGLU

STAÐNÁMSKEIÐ

ACT (Acceptance and Commitment Therapy) er eitt örast vaxandi gagnreynda meðferðarformið í heiminum í dag. Það telst til þriðju bylgju hugrænnar atferlismeðferðar og miðar að því að auka sálfræðilegan sveigjanleika. ACT byggir á þeirri kenningu að í stað þess að bæla eða forðast sársaukafulla atburði séu núvitund og sátt sveigjanlegri viðbrögð gagnvart áskorunum lífsins. Kennsla: Hjördís Inga Guðmundsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði fullorðinna, sérmenntun í hugrænni atferlismeðferð og viðbótarmenntun í ACT

ÁRANGURSRÍK SAMSKIPTI

FJARNÁMSKEIÐ

Þetta námskeið er hugsað fyrir þá sem vilja auka þekkingu sína og færni á því sviði. Farið verður yfir þau atriði sem einkenna jákvæð og árangursrík samskipti og hvernig unnt er að takast á við krefjandi einstaklinga með farsælum hætti þrátt fyrir ólíkar þarfir þeirra og framkomu. Fjallað verður m.a. um samtalstækni,

virka hlustun, listina að gagnrýna og aðferðir til að leysa ágreining.

Kennsla: Jóhann Ingi Gunnarsson og Bragi Sæmundsson, sálfræðingar

SKOÐA

ORKUSTJÓRNUN

- AUKIN ORKA OG VELLÍÐAN

STAÐNÁMSKEIÐ

Hver og einn einstaklingur er að sinna mörgum hlutverkum og upplifir oft togstreitu á milli hlutverka. Sumir tala um að vera á sjálfstýringu og leita í skyndilausnir eins og kaffi til að komast í gegnum daginn. En allir vilja vakna fullir af orku og leggja sig alla fram í starfi og einkalífi, skila sem mestum afköstum og njóta lífsins til fulls. Viðfangsefnið á þessu námskeiði er orkustjórnun sem er aðferð eða leið sem hjálpar okkur að komast nær því markmiði en með orkustjórnun eykst líkamleg og tilfinningaleg orka og þar með seigla og úthald.

Kennsla: Ragnheiður Stefánsdóttir, mannauðsstjóri og markþjálfi

SKOÐA

6
SKOÐA

ÖFLUGT SJÁLFSTRAUST

FJARNÁMSKEIÐ

Á námskeiðinu er lögð áhersla á að kenna þátttakendum að greina muninn á miklu og litlu sjálfstrausti og ekki síst að kenna aðferðir til að byggja upp og efla sjálfstraust. Kennsla er í formi fyrirlestra, umræðna, verkefna og æfinga.

Kennsla: Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur

BYRJAÐU Í GOLFI - FYRIR BYRJENDUR OG LENGRA KOMNA

STAÐNÁMSKEIÐ

Á námskeiðinu eru grunnatriðin í golfi kennd með Starting New At Golf (SNAG) golfkennslukerfinu sem hefur slegið í gegn út um allan heim. Kennslan fer fram í formi fyrirlestra, æfinga og leikja. Kennsla: Magnús Birgisson, PGA golfkennari og SNAG master leiðbeinandi

SKOÐA

JÓGA NIDRA

STAÐNÁMSKEIÐ

Jóga Nidra (Amrit method of Yoga Nidra) er ævaforn hugleiðsluaðferð sem samanstendur af líkams-, öndunar- og núvitundaræfingum. Þessar æfingar eru sérhannaðar til þess að slaka svo djúpt á huga og líkama að við hreinlega „rennum“ inn í djúpa hugleiðslu án fyrirhafnar. Námskeiðið er fyrir alla þá sem hafa áhuga á að kynnast sjálfum sér betur, bæta líðan sína og heilsu, draga úr streitu og spennu í líkamanum, draga úr líkamlegum einkennum streitu, stýra hugsunum og sofa betur.

Kennsla: Jóhanna Björk Briem, MA í áhættuhegðun og forvörnum og löggiltur sjúkranuddari

AÐ VERÐA BETRI EN ÉG ER - AÐ NÁ HÁMARKSÁRANGRI Í LÍFI OG STARFI

STAÐNÁMSKEIÐ

„Að verða betri en ég er“ er sjálfstætt framhald námskeiðsins „Öflugt sjálfstraust“ sem notið hefur mikilla vinsælda um árabil. Á þessu þjálfunarnámskeiði verður áherslan lögð á þær aðferðir sem afreksfólk á hinum ýmsum sviðum beitir til að ná árangri í leik og starfi. T.d. hvernig við setjum okkur háleit markmið og náum þeim. Hvernig unnt er að bregðast við áföllum og mótlæti með farsælum hætti, ná góðum tökum á streitu auk þess að laða fram það besta í öðrum

Kennsla: Jóhann Ingi Gunnarsson og Bragi Sæmundsson, sálfræðingar

FJÁRMÁL VIÐ STARFSLOK

STAÐNÁMSKEIÐ

Fróðlegt og gagnlegt námskeið um það sem mikilvægast er að hafa á hreinu þegar starfsævi lýkur. Vandlega verður farið yfir þær breytingar sem vefjast fyrir mörgum, svo sem varðandi Tryggingastofnun, lífeyrismál, skatta og sparnað.

Kennsla: Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka

SKOÐA

7
SKOÐA SKOÐA SKOÐA

HÚMOR OG AÐRIR STYRKLEIKAR

STAÐNÁMSKEIÐ

Styrkleikar okkar drífa okkur áfram og eru manneskjunni jafn eðlilegir og það að draga andann. Það sem við græðum á því að þekkja og nota styrkleika okkar er að við öðlumst betri sjálfsvitund og þekkingu á því hvað fyllir okkur eldmóði og orku og vellíðan okkar og hamingja eykst.

Kennsla: Edda Björgvinsdóttir, leikkona, MA í menningarstjórnun og diplóma í jákvæðri sálfræði

sannað að listir geta hjálpað fólki að finna sig í þjóðfélaginu og öðlast aukið öryggi í samfélagi við aðra. Kennsla: Halldóra Arnardóttir, Ph.D. listfræðingur og meðstjórnandi verkefnisins Listir og menning sem meðferð

HÚMOR OG GLEÐI Í SAMSKIPTUM ... DAUÐANS ALVARA

STAÐNÁMSKEIÐ

Húmor í daglegum samskiptum auðveldar fólki að takast á við allskonar uppákomur, leysa úr vandamálum og draga úr streitu. Færð hafa verið rök fyrir því að uppbyggilegur húmor, t.d. á vinnustöðum, bæti áþreifanlega líðan starfsfólks, auki starfsánægju og getu. Sköpunargáfa eykst þegar húmor er notaður á jákvæðan hátt, einnig víðsýni og umburðarlyndi og húmor hefur afar jákvæð áhrif á ónæmiskerfið.

Kennsla: Edda Björgvinsdóttir, leikkona, MA í menningarstjórnun og diplóma í jákvæðri sálfræði

LISTIR OG MENNING, HUGAREFLING VIÐ ALZHEIMERS-SJÚKDÓMNUM

FJARNÁMSKEIÐ

Á námskeiðinu verður fjallað um listir og menningu í samhengi við alzheimers-sjúkdóminn. Rýnt verður í aðferðir hugareflinga og nálganir til að auka lífsgæði og félagsleg samskipti út frá myndlist, bókmenntum, leikrænni tjáningu og kökugerð. Þegar er

GAGNRÝNIN HUGSUN VIÐ ÁKVARÐANATÖKU

STAÐNÁMSKEIÐ

Á þessu námskeiði verður farið yfir einstaka þætti í ákvarðanaferlinu og hvernig við getum varast að fella hleypidóma í einstökum málum. Athyglinni verður sérstaklega beint að því hvaða spurninga við eigum að spyrja okkur til að hlýða rökum og fara eftir réttum upplýsingum.

Kennsla: Henry Alexander Henrysson, Phd í heimspeki

SKOÐA

AÐ SKARA FRAMÚR VIÐ ATVINNULEIT

FJARNÁMSKEIÐ

Á námskeiðinu verður farið yfir allt það helsta sem hafa ber í huga við atvinnuleit: andlega hlutann, lífssögu þína, hvert stefnirðu og hvað hefurðu fram að færa. Hvernig á að gera áhugavekjandi ferilskrá og kynningarbréf, allt um viðtalið bæði fyrir og eftir og hvar og hvernig er best að leita að starfi.

Kennsla: Einar Sigvaldason, MBA, stjórnendaþjálfi og ráðgjafi hjá Senza Partners

SKOÐA

8
SKOÐA SKOÐA SKOÐA

FJÖLSKYLDAN

DRAUMAÞJÓFURINN - FJÖLSKYLDUSÝNING Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU

STAÐNÁMSKEIÐ

Á námskeiðinu koma þátttakendur í heimsókn í leikhúsið. Gunnar Helgason, höfundur bókarinnar sem leikritið er byggt á, og Björk Jakobsdóttir, höfundur leikgerðarinnar, segja frá verkinu og því hvernig leiksýning byggð á bók verður til. Farið verður í könnunarleiðangur um ævintýralega leikmyndina á Stóra sviðinu í fylgd Ilmar Stefánsdóttur leikmyndahöfundar. Eftir stutt hádegishlé hefst svo leiksýningin sjálf.

Kennsla: Gunnar Helgason rithöfundur, Björk Jakobsdóttir leikgerðarhöfundur, Ilmur Stefánsdóttir leikmyndarhöfundur

SJÁLFSSKAÐA- OG SJÁLFSVÍGSHEGÐUN UNGLINGA

STAÐNÁMSKEIÐ

Sjálfskaða- og sjálfvígshugsanir og hegðun er algengari hjá unglingum en fullorðnum m.a. vegna aldurs-, þroska-, og aðstæðutengdra áhrifaþátta. Þar sem sjálfskaða- og sjálfsvígshegðun er nokkuð algeng meðal unglinga er gott fyrir foreldra að hafa þekkingu á einkennum, ástæðum og hvernig best er að bregðast við miðað við þá þekkingu sem er til í dag.

Kennsla: Kristín Inga Grímsdóttir, sérfræðingur í barna- og unglingageðhjúkrun

9
SKOÐA SKOÐA

TEXTAGERÐ OG MIÐLUN EFNIS

SKÁLDLEG SKRIF

FJARNÁMSKEIÐ

Hér lærir þú hvernig þú berð þig að ef þig langar að skrifa. Þú lærir um þá grunnþætti sem ráða ferðinni þegar þú tekur fyrstu skrefin á ritvellinum. Hér er þér bókstaflega kennt að stýra hugmyndum þínum í farveg og koma þeim á rétta braut. Kennsla: Kristján Hreinsson, skáld og heimspekingur

þannig að þú sjáir hvernig þú markar þér braut og varðar þinn veg. Kennsla: Kristján Hreinsson, skáld og heimspekingur

HLAÐVARPSGERÐ

STAÐNÁMSKEIÐ

Á námskeiðinu verður fjallað um vöxt miðilsins, einkenni vinsælla hlaðvarpa og tekjumöguleika. Þá verður fjallað um aðferðir til að búa til hlaðvörp á einfaldan hátt, m.a. með ókeypis forritum og ódýrum upptökutækjum. Að lokum verður fjallað um leiðir til að koma hlaðvörpum á framfæri við hlustendur, m.a. í gegnum hlaðvarpsveitur og með markaðssetningu á samfélagsmiðlum.

Kennsla: Guðmundur Hörður Guðmundsson, kynningar- og vefstjóri við HÍ

AÐ SKRIFA TIL AÐ LIFA

STAÐNÁMSKEIÐ

SKÁLDLEG SKRIF

- FRAMHALDSNÁMSKEIÐ

FJARNÁMSKEIÐ

Hér lærir þú hvernig þú berð þig að þegar þú hefur ákveðið að skrifa. Þú lærir að skoða, vega og meta þá þætti sem ráða för á ritvellinum. Hér er þér bókstaflega kennt að stýra skrifum þínum

Á þessu námskeiði er unnið með atburði úr eigin lífi, drauma og ómeðvitað hugsanamunstur. Þátttakendur skrifa um góðar og slæmar minningar, fara í ferðalag um undirmeðvitundina með æfingum sem slökkva á rödd skynseminnar en styrkja rödd hjartans og innsæisins.

Kennsla: Ólöf Sverrisdóttir leikkona og ritlistarkona

10
SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA

SKRIF...ANDI

STAÐNÁMSKEIÐ

Á þessu námskeiði er lögð áhersla á að skrifa sér til gamans og opna fyrir flæði og hugmyndir. Notaðar eru fjölbreytilegar kveikjur og æfingar sem örva ímyndunarafl og sköpunargleði.

Kennsla: Ólöf Sverrisdóttir, leikkona og ritlistarkona

NÁMSLÍNA:

SKÁLDSAGNASKRIF

FJARNÁMSKEIÐ

Á þessu námskeiði er farið yfir ferlið við það að skrifa skáldsögu – skref fyrir skref. Hvernig er best að bera sig að? Hvernig er hægt að finna „réttu“ leiðina? Hver eru hin nauðsynlegu atriði sem hafa ber í huga? Námskeiðið er í tveimur hlutum og á milli þeirra fá þátttakendur tækifæri til að vinna að eigin ritsmíð.

Kennsla: Kristján Hreinsson, skáld og heimspekingur

AÐ RITA ÆVISÖGUR OG ENDURMINNINGAR

STAÐNÁMSKEIÐ

Á námskeiðinu verður fjallað um ævisögur og endurminningar frá ýmsum sjónarhornum. Helstu skólar í ævisagnaritun verða kynntir en líka aðferðir til þess að takast á við eigin minningar, fróðleik eða upplýsingar. Farið verður vandlega í frásagnaraðferðir og ýmsar leiðir sem hægt er að nota, og jafnframt fjallað um heimildanotkun og frágang þeirra.

Kennsla: Páll Valsson, bókmenntafræðingur og rithöfundur

LAGASMÍÐAR OG TEXTAGERÐ

Lagasmíðar og textagerð er námslína fyrir alla sem eru áhugasamir um að búa til tónlist – hvort sem þeir hafa einhvern grunn í tónlist eða ekki. Á Íslandi er gríðarlega sterk tónlistarmenning og í dag geta í rauninni allir búið til tónlist. Með grunnskilningi á uppbyggingu lags, þjálfun í textagerð og innsýn í helstu forrit sem hægt er að nýta til að taka upp og búa til tónlist geta lagasmíðar þó orðið markvissari. Fyrir suma eru lagasmíðar skapandi áhugamál, fyrir aðra eru þær leið til tjáningar enda eru textar og tónlist góð leið til að koma hugleiðingum sínum á framfæri.

Þátttakendur öðlast þekkingu á lagasmíðum og innsýn í lagasmíðar starfandi tónlistarmanna. Farið er yfir uppbyggingu lags og texta, leiðir til að ýta undir sköpun og einnig þjálfa þátttakendur upp leikni með því að glíma við verkefni. Auk þess verður farið yfir helstu forrit og búnað sem tengjast lagasmíðum og þátttakendur læra á einfaldan hátt grunnatriði í tengslum við upptökur og pródúseringu.

Á námskeiðstímanum er farið einn dag í lagasmíðabúðir (á höfuðborgarsvæðinu) þar sem þátttakendur semja lag í samvinnu við aðra.

Fagleg umsjón: Hildur Kristín Stefánsdóttir, tónlistarkona og tónskáld, Jelena Ciric, tónlistarkona, söngvaskáld og kórstjóri og Jóhannes Ágúst Sigurjónsson, pródúser og lagahöfundur.

11
SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA

BÓKMENNTIR OG SAGA

FORSETAR BANDARÍKJANNA

- ÞEIR BESTU OG ÞEIR VERSTU

STAÐNÁMSKEIÐ

Forseti Bandaríkjanna er alla jafna valdamesti maður heims og hefur svo verið lengi. En hverjir eru þeir 45 einstaklingar sem gegnt hafa þessu starfi? Frá því að George Washington var kjörinn fyrsti forseti Bandaríkjanna og þar til nú að Joe Biden á í vök að verjast, hefur persóna Bandaríkjaforseta alltaf vakið mikla athygli. Á þessu námskeiði fer Illugi Jökulsson yfir röð forsetanna frá upphafi og segir á þeim bæði kost og löst á líflegan og fjörlegan hátt.

Kennsla: Illugi Jökulsson rithöfundur

SKOÐA

LAXDÆLA SAGA - ÁSTIR, ÁTÖK OG KRAFTMIKLAR KONUR

STAÐ- OG FJARNÁMSKEIÐ

Laxdæla saga er ein af merkustu og þekktustu Íslendingasögunum. Hún skartar glæsilegum hetjum á borð við Kjartan Ólafsson, en hans bíða harmræn örlög. Þó eru kvenpersónurnar eftirminnilegri: landnámskonan Auður djúpúðga, írska prinsessan Melkorka, Guðrún Ósvífursdóttir, en engar konur í samtíð hennar stóðust samanburðinn við hana. Listfengi sögunnar verður í fyrirrúmi en einnig hvernig hún túlkar átök Sturlungaaldar í myndinni sem hún dregur upp af fyrstu kynslóðum Íslendinga á mörkum kristni og heiðni.

Kennsla: Torfi Tulinius, prófessor í íslenskum miðaldafræðum við HÍ. Gestakennari er Vilborg Davíðsdóttir.

JÓLABÓKAFLÓÐIÐ MEÐ DRUSLUBÓKUM OG DOÐRÖNTUM

STAÐNÁMSKEIÐ

Á þessu fimm kvölda námskeiði er eitt nýlegt skáldverk tekið til umfjöllunar í hvert skipti. Kennarar munu leiða umræðuna og setja verkin í fræðilegt samhengi og síðan geta þátttakendur tekið þátt í umræðunni eins og þeim hentar. Tveimur höfundum verður boðið í heimsókn til að ræða við þátttakendur um verk sín.

Kennsla: Guðrún Elsa Bragadóttir, Kristín Svava Tómasdóttir, Helga Ferdinandsdóttir og Guðrún Lára Pétursdóttir.

SKOÐA

GRÓÐUR OG GRAFIR Í HÓLAVALLAGARÐI

STAÐNÁMSKEIÐ

Árið 2023 eru liðin 185 ár síðan fyrsta gröfin var tekin í Hólavallagarði, gamla kirkjugarðinum við Suðurgötuna í Reykjavík. Garðurinn er þjóðargersemi en hann er einstakur staður með ótvírætt menningarsögulegt gildi. Hann hefur aldrei

12
SKOÐA

verið endurnýttur eða endurskipulagður eins og venjan er í borgarkirkjugörðum nágrannalanda okkar. Hann er eitt stærsta útiminjasafn á landinu, gróður hans er sérstakur og mörg minningarmarka garðsins eru einstök í alþjóðlegu samhengi.

Kennsla: Heimir Björn Janusarson, garðyrkjumaður og umsjónarmaður Hólavallagarðs

MILAN KUNDERA

- Í LJÓSI SKÁLDSÖGUNNAR

STAÐNÁMSKEIÐ

Á námskeiðinu verður fjallað um verk tékkneska rithöfundarins Milan Kundera og þau sett í samhengi í bókmennta- og hugmyndasögunni.

Kennsla: Friðrik Rafnsson, bókmenntafræðingur og þýðandi

HAMILTON OG JEFFERSON

- STOFNFEÐUR, FRUMKVÖÐLAR, FJANDMENN

STAÐNÁMSKEIÐ

Thomas Jefferson og Alexander Hamilton voru tveir af mikilvægustu stofnfeðrum Bandaríkjanna. Farið verður yfir ævi þeirra, átök og hvernig þeir mótuðu Bandaríkin.

Kennsla: Andri Þorvarðarson, MA í sögukennslu og sögukennari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti

með myndasýningu og hins vegar ganga með leiðsögn um fæðuhringinn í miðbæ Reykjavíkur þar sem komið verður við á um 10 póstum. Um er að ræða létta göngu/rölt um kvosina.

Kennsla: Sólveig Ólafsdóttir, nýdoktor í sagnfræði við Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands.

VESTUR-ÍSLENDINGAR - SAGA OG SAMSKIPTI

STAÐNÁMSKEIÐ

Viltu efla tengsl við vestur-íslenska ættingja? Á námskeiðinu verður fjallað um vesturferðirnar, helstu Íslendingabyggðir og gagnlegar aðferðir til að rekja ættir eða leita upplýsinga á netinu. Áhersla verður lögð á hagnýt atriði til að auðvelda þátttakendum að að viða að sér upplýsingum og undirbúa samskipti við VesturÍslendinga. Saga vesturferðanna myndar bakgrunn en nútíminn er í forgrunni.

Kennsla: Stefán Halldórsson, félagsfræðingur og Almar Grímsson, fyrrverandi formaður Þjóðræknisfélagsins

REYKVÍSKA ELDHÚSIÐ

- MATUR OG MENNING Á SÍÐUSTU ÖLD

STAÐNÁMSKEIÐ

Matarmenning og geymsluaðferðir hafa tekið miklum breytingum eftir því sem tækninni hefur fleytt fram. Á námskeiðinu er fjallað um matarmenningu Reykvíkinga á síðustu öld og hún sett í samhengi við mannlíf og tíðaranda þess tíma. Námskeiðið er tvískipt: Annars vegar er hefðbundinn fyrirlestur

ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Á BAK VIÐ TJÖLDIN STAÐNÁMSKEIÐ

Skemmtilegt og fræðandi námskeið um Þjóðleikhúsið okkar allra, þar sem þátttakendur kynnast Þjóðleikhúsbyggingunni í sögulegu samhengi, fara í skoðunarferð, öðlast innsýn í vinnuna baksviðs og kynnast því hvernig leikhúsgaldurinn verður til. Kennsla: Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri, Pétur H. Ármannsson arkitekt og Ásdís Þórhallsdóttir, sviðsstjóri í Þjóðleikhúsinu

13
SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA

ÚT Í HEIM

AÐ HLEYPA HEIMDRAGANUM - FLUTT TIL SPÁNAR

STAÐNÁMSKEIÐ

Hefur þig dreymt um að prófa að búa á Spáni? Á þessu námskeiði er helstu spurningum svarað varðandi búferlaflutninga til Spánar og góð ráð gefin fyrir þá sem eru að íhuga þann möguleika. Kennsla: Snæfríður Ingadóttir, ferðalangur með meiru

ÍBÚÐASKIPTI

- MEIRI UPPLIFUN, MINNI KOSTNAÐUR

STAÐNÁMSKEIÐ

Fjölmiðlakonan Snæfríður Ingadóttir hefur gert íbúðaskipti að hluta af lífsstíl sínum og ferðast árlega erlendis með fjölskyldu sína án þess að greiða fyrir gistingu. Á þessu námskeiði deilir hún reynslu sinni af íbúðaskiptum og veitir þátttakendum innblástur til gefandi og hagsýnni ferðalaga.

Kennsla: Snæfríður Ingadóttir, ferðalangur með meiru

PARÍS

- LÍF OG LYSTISEMDIR

STAÐNÁMSKEIÐ

Farið verður í sögu Parísar og skoðaðar myndir og kort sem koma þátttakendum að góðum notum í eiginlegri Parísarferð. Þátttakendur munu fá glögga mynd af ólíkum hverfum borgarinnar og upplifa líf og lystisemdir hennar gegnum líflega frásögn Gérard Lemarquis.

Kennsla: Gérard Lemarquis, stundakennari við Hugvísindasvið HÍ

14
SKOÐA SKOÐA SKOÐA

AÐ FERÐAST EIN UM HEIMINN - FRELSI, ÆVINTÝRI OG ÁSKORANIR

FJARNÁMSKEIÐ

Að ferðast ein eða einn er stórkostlegur ferðamáti. Það felur í sér mikið frelsi en á sama tíma nokkrar áskoranir. Á þessu námskeiði verður fjallað um hvað ber að hafa sérstaklega í huga þegar við erum ein á ferð úti í hinum stóra heimi og hvers konar ævintýri bíða þeirra sem þora.

Kennsla: Guðrún Ólafsdóttir, reyndur ferðalangur með meiru

ERT ÞÚ MEÐ HUGMYND AÐ NÁMSKEIÐI?

Starfsfólk Endurmenntunar er stöðugt á höttunum eftir nýjum kennurum og hugmyndum að spennandi námskeiðum. Við hvetjum alla sem telja sig hafa góðar hugmyndir að hafa samband við Jóhönnu Rútsdóttur, náms- og þróunastjóra: hannaru@hi.is

INDVERSK MENNING OG SAMFÉLAG II

STAÐNÁMSKEIÐ

Meginmarkmið námskeiðsins er að kynna félags- og menningarlega arfleifð Indlands fyrir nemendum. Í ljósi þess hve viðfangsefnið er víðfeðmt verður áhersla lögð á elstu rit Indlands Vedaritin, Upanisjadritin og Itihasa. Einnig munu nemendur kynnast félagslegum hefðum Indlands, fjölskyldugerðum og venslum. Stuðst verður við fjölbreytt námsefni, m.a. hljóð-og myndefni.

Kennsla: Shilpa Kathri Babbar

SKOÐA

FRÆÐSLUSTYRKUR

Átt þú rétt á styrk frá stéttarfélagi til að sækja námskeið eða nám? Fjölmörg stéttarfélög veita styrki til fræðslu og náms. Vinnumálastofnun veitir einnig styrki.

KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ HÉR

15
SKOÐA

HINDÍ FYRIR BYRJENDUR I HINDÍ FYRIR BYRJENDUR II

STAÐNÁMSKEIÐ

Kennsla: Shilpa Kathri Babbar

KÓRESKA FYRIR BYRJENDUR I

KÓRESKA FYRIR BYRJENDUR II

STAÐNÁMSKEIÐ

Kennsla: Somyeong Im, certified Korean language teacher

TUNGUMÁL

SPÆNSKA I SPÆNSKA II SPÆNSKA III

STAÐNÁMSKEIÐ

Kennsla: Steinunn Björk Ragnarsdóttir, MA í spænsku

JAPANSKA FYRIR BYRJENDUR I

JAPANSKA FYRIR BYRJENDUR II

STAÐNÁMSKEIÐ

Kennsla: Sumi Gohana, kennari við Mála- og menningardeild á Hugvísindasviði Háskóla Íslands

16
ÍSLENSKUGRUNNUR 1
ÍSLENSKUGRUNNUR 1
ÍSLENSKUGRUNNUR 2
ÍSLENSKUGRUNNUR 2
SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA
STAÐNÁMSKEIÐ
FJARNÁMSKEIÐ
STAÐNÁMSKEIÐ
FJARNÁMSKEIÐ

ÍTALSKA FYRIR BYRJENDUR I

ÍTALSKA FYRIR BYRJENDUR II ÍTALSKA FYRIR BYRJENDUR II

STAÐNÁMSKEIÐ

Kennsla: Maurizio Tani, stundakennari í ítölsku við HÍ

ÞÝSKA FYRIR BYRJENDUR III ÞÝSKA FYRIR BYRJENDUR IV

STAÐNÁMSKEIÐ

Kennsla: Friederike Wiessner, sendikennari við HÍ

PÓLSKA FYRIR BYRJENDUR II

STAÐNÁMSKEIÐ

Kennsla: Katarzyna Rabeda

FRANSKA FYRIR BYRJENDUR III

FRANSKA FYRIR BYRJENDUR IV

STAÐNÁMSKEIÐ

Kennsla: Sigurbjörg Eðvarðsdóttir

17
SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA

BRENNIDEPLI

HATURSORÐRÆÐA OG HATURSGLÆPIR

STAÐNÁMSKEIÐ

Að undanförnu hefur verið mikið rætt um bakslag í réttindabaráttu minnihlutahópa en framsetning hatursfullrar tjáningar í garð minnihlutahópa er nokkuð almenn. Á námskeiðinu verður fjallað um hatursorðræðu og hatursglæpi; orsök, helstu birtingarmyndir og afleiðingar. Því verður jafnframt velt upp hvar mörkin liggja á milli frjálsrar og ólögmætrar tjáningar.

Kennsla: Dr. Eyrún Eyþórsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri

DRAUMAR - SPEGILL SÁLARINNAR

STAÐNÁMSKEIÐ

Á námskeiðinu færðu tækifæri til að kynnast betur hugmyndum um eðli og gildi drauma í tilfinningalífinu og hvernig hægt er að túlka drauma og nýta sér þá til andlegrar uppbyggingar.

Kennsla: Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, prestur í Grafarvogskirkju

MEIRA EN ÞÚ VILT VITA UM DAUÐANNRÉTTARLÆKNISFRÆÐI FYRIR FORVITNA

STAÐNÁMSKEIÐ

Hvernig metur réttarlæknir dánartíma? Hvernig rotna lík? Vaxa neglur eftir dauðann? Hvernig fer krufning fram? Slys eða manndráp? Um allt þetta og margt fleira verður fjallað á „öðruvísi“ námskeiði sem er sniðið að forvitni skrifandi og skapandi fólks.

Kennsla: Pétur Guðmann Guðmannsson, réttarlæknir

GRUNNATRIÐI Í FJÁRMÁLUM HEIMILANNA

STAÐNÁMSKEIÐ

Aukin áhættuvitund um fjármál heimilisins getur létt fjárhagslegar skuldbindingar síðar meir. Markmiðið með námskeiðinu er draga fram helstu áhættuþætti í fjármálum heimila og efla þannig fjármálavitund þátttakenda. Meðal annars verður farið yfir lánsfjármögnun, sparnaði, tryggingar og lífeyrisiðgjöld.

Kennsla: Eggert Þ. Þórarinsson, aðstoðarframkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands

18
Í
SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA

STERKARI Í STARFI

19
20 STJÓRNUN OG FORYSTA JÁKVÆÐ VINNUSTAÐAMENNING SKIPTIR MÁLI! ÁRANGURSRÍKARI STARFSMANNASAMTÖL MÓTAÐU FRAMTÍÐINA MEÐ SVIÐSMYNDAGREININGUM - SKAPAÐU ÞÉR OG ÞÍNU FYRIRTÆKI NÝ TÆKIFÆRI SÁTTAMIÐLUN STYRKTU STÖÐU ÞÍNA - LINKEDIN FYRIR SÉRFRÆÐINGA OG STJÓRNENDUR INNRI ÚTTEKTIR FYRIR STOFNANIR OG FYRIRTÆKI SKIPULAGSMÁL - LEIÐSÖGN FYRIR SVEITARSTJÓRNARFÓLK OG AÐRA ÁHUGASAMA LESTUR ÁRSREIKNINGA SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA
21
- FRÁ LÖGUM TIL DAGLEGRA VERKEFNA INNAN FYRIRTÆKJA OG STOFNANA FRUMKVÆÐI Í SÖLU - VIÐSKIPTAVINUR TIL FRAMBÚÐAR ÁHÆTTUVARNIR KULNUN Í STARFI: ORSÖK, ÁHÆTTUÞÆTTIR OG EINKENNI HLUTVERK OG ÁBYRGÐ STJÓRNARMANNA - HAGNÝT UMFJÖLLUN UM LÖG OG REGLUR STJÓRNA FÉLAGA ACTIVITY BASED WORKING - CREATING A BETTER WORLD OF WORK SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA FYRIRMYNDAR SKJALASTJÓRN - AÐFERÐIR OG HAGNÝT RÁÐ
NETÖRYGGI Á ÍSLANDI
22 STJÓRNUN OG FORYSTA ERFIÐ STARFSMANNAMÁL FAGLEG HEGÐUN OG SAMSKIPTI Á VINNUSTAÐ STJÓRNUN FYRIR NÝJA STJÓRNENDUR HLUTVERK OG ÁBYRGÐ STJÓRNARMANNA - HAGNÝT UMFJÖLLUN UM LÖG OG REGLUR STJÓRNA FÉLAGA AÐ SKAPA SÁLRÆNT ÖRYGGI Á VINNUSTAÐ MANNAUÐSSTJÓRNUN FYRIR NÝJA STJÓRNENDUR SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA MARKAÐSSETNING Í STAFRÆNUM HEIMI - HAGNÝTT NÁMSKEIÐ FYRIR STJÓRNENDUR
23 LESTUR ÁRSREIKNINGA SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA ÁRANGUR Í STARFI AÐ SKARA FRAM ÚR Í ATVINNULEIT - FERILSKRÁIN, KYNNINGARBRÉFIÐ OG ATVINNUVIÐTALIÐ ÁRANGURSRÍK SAMSKIPTI VERKEFNASTJÓRNUN - FYRSTU SKREFIN VERKEFNASTJÓRNUNVERKEFNISÁÆTLUN VERKÁÆTLANIR
24 ORKUSTJÓRNUN - LEIÐ TIL AÐ FYRIRBYGGJA STREITU OG AUKA VELLÍÐAN GREINING ÁRSREIKNINGA EFNISMARKAÐSSETNING Á FYRIRTÆKJAMARKAÐI GAGNRÝNIN HUGSUN VIÐ ÁKVARÐANATÖKU SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA ÁRANGUR Í STARFI
25 LAGALEGA HLIÐIN SKATTALAGABREYTINGAR 2023 VALFORSENDUR Í OPINBERUM INNKAUPUM VEITUREGLUGERÐIN RÉTTARSTAÐA VERKKAUPA OG VERKTAKA LÉTTA LEIÐIN - INNKAUP OPINBERRA AÐILA Á HEILBRIGÐIS-, MENNTA-, MENNINGAR- OG ANNARRI SÉRTÆKRI ÞJÓNUSTU RAMMASAMNINGAR SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA
26 ARKITEKTÚR / VERKFRÆÐI UMHVERFISSÁLFRÆÐI - SÁLRÆN ÁHRIF AF NÁTTÚRU OG BYGGÐU UMHVERFI Á LÍÐAN ALGILD HÖNNUN OG AÐGENGI Í MANNGERÐU UMHVERFI - SKILJUM ENGAN EFTIR! VECTORWORKS - ÞRÍVÍDDARHÖNNUN OG BIM HÚSAKÖNNUN - SKRÁNING OG MAT Á VARÐVEISLUGILDI HÚSA OG MANNVIRKJA ÁHRIF UMHVERFIS INNANDYRA Á LÍÐAN OG HEILSU FÓLKS SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA
27 STAFRÆN HÆFNI GAGNASÖFN OG SQL MICROSOFT POWER BI SQL FYRIRSPURNARMÁLIÐ MICROSOFT PLANNER OG TEAMS - VERKEFNASTJÓRNUN OG SKIPULAG EXCEL - GRUNNATRIÐI VERKEFNASTÝRING MEÐ MICROSOFT ONENOTE OG OUTLOOK SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA
28 HUGBÚNAÐARPRÓFUN ISTQB® CERTIFIED TESTER FOUNDATION LEVEL COURSE ISTQB® FOUNDATION LEVEL EXAM SKOÐA SKOÐA EXCEL - HELSTU AÐGERÐIR FYRIR VIRKA NOTENDUR MICROSOFT TEAMS FYRIR VIRKA NOTENDUR - FULLNÝTTU MÖGULEIKANA EXCEL - FLÓKNARI AÐGERÐIR FYRIR LENGRA KOMNA MICROSOFT TEAMS OG ONEDRIVE SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA STAFRÆN HÆFNI
29 STAÐLANÁMSKEIÐ BEITING ÍST 30 Í FRAMKVÆMD JAFNLAUNASTAÐALL I: KYNNING Á JAFNLAUNASTAÐLI OG INNGANGUR ÁHÆTTUSTJÓRNUN MEÐ HLIÐSJÓN AF ISO 31000 JAFNLAUNASTAÐALL V: LAUNAGREINING GÆÐASTJÓRNUNARKERFI (ISO 9001) - UPPBYGGING OG INNLEIÐING JAFNLAUNASTAÐALL II: GÆÐASTJÓRNUN OG SKJÖLUN HÖNNUN OG INNLEIÐING STJÓRNKERFIS UM UPPLÝSINGAÖRYGGI SAMKVÆMT ISO/IEC 27001:2013 JAFNLAUNASTAÐALL III: GERÐ VERKLAGSREGLNA OG ANNARRA SKJALA Í GÆÐAKERFUM JAFNLAUNASTAÐALL: VIRKNI OG VIÐHALD JAFNLAUNAKERFIS JAFNLAUNASTAÐALL IV: STARFAFLOKKUN SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA

ISO 45001 STJÓRNUNARKERFI UM HEILBRIGÐI OG ÖRYGGI Á VINNUSTAÐ

CE-MERKINGAR VÉLA - HVAÐ ÞARF AÐ GERA OG HVERNIG

SKOÐA SKOÐA

30
31
OG
LÍFRÍKI ÍSLANDS JARÐFRÆÐI ÍSLANDS FERÐAÞJÓNUSTA OG ÁHRIF FERÐAMENNSKU ÁFANGASTAÐURINN ÍSLAND LEIÐSÖGUMAÐURINN 2 SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA
LAND
ÞJÓÐ
32
LISTIR OG MENNING, HUGAREFLING VIÐ ALZHEIMERS-SJÚKDÓMNUM
- SAMFYLGD Í KJÖLFAR ÁFALLA
HAGNÝT RÉTTARLÆKNISFRÆÐI FYRIR FAGFÓLK Í HEILBRIGÐIS- OG RÉTTARKERFINU FRAMHALDSNÁMSKEIÐ SJÁLFSSKAÐA- OG SJÁLFSVÍGSHEGÐUN UNGLINGA SÁLGÆSLA OG ÁFALLAHJÁLP
LYFJALAUS MEÐFERÐ VIÐ SVEFNLEYSI
SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA HEILBRIGÐISGEIRINN
HAGNÝT RÉTTARLÆKNISFRÆÐI FYRIR FAGFÓLK Í HEILBRIGÐISOG RÉTTARKERFINU SÁLRÆN ÁFÖLL - ÁFALLAMIÐUÐ NÁLGUN OG ÞJÓNUSTA

SÉRSNIÐNAR

FRÆÐSLULAUSNIR

Endurmenntun Háskóla Íslands hefur þjónað atvinnulífinu í áratugi og er í stöðugu samtali við fyrirtæki, stofnanir og fagfélög um þarfir fyrir fræðslu. Þetta endurspeglast í fjölbreyttu framboði EHÍ og hægt er að panta stök námskeið þaðan fyrir tiltekna hópa. Einnig er boðið upp á sérsniðnar fræðslulausnir sem geta m.a. innifalið:

• Greiningu markmiða og þarfa – innihald fræðslu og kennsluhættir

• Hönnun fræðslu í takt við þarfir

• Undirbúning og framkvæmd fræðslu

• Mat á árangri – eftirfylgd

ÁVINNINGUR

Stjórnendur nútímans eru meðvitaðir um að þekking og hæfni starfsfólks er grundvöllur árangurs. En fræðsla er fjárfesting og það skiptir máli að tímanum sé vel varið. Mikilvægt er að vinna faglega að undirbúningi og framkvæmd fræðslu svo að hún skili því virði sem henni er ætlað. Þegar fyrir liggur að fræða þurfi hóp starfsfólks um tiltekið efni er ástæða til að íhuga sérsniðnar lausnir en ávinningur þess felst m.a. í því að þær: Hitta beint í mark

• Svara sértækum þörfum um fræðslu hvað varðar bæði innihald og kennsluhætti

• Taka mið af stefnu og starfsemi hvers fyrirtækis (markmiðum, menningu, aðstæðum, tíma o.fl.)

Sveigja sig að aðstæðum

• Fræðslan fer fram á þeim tíma sem hentar best.

• Góð aðstaða er fyrir hendi í húsnæði Endurmenntunar en einnig er

sjálfsagt að koma með fræðslu inn í fyrirtæki og stofnanir ef það hentar betur.

• Stafrænar fræðslulausnir gefa starfsfólki kost á að velja stað og stund sem hentar þeim best.

Efla liðsheild

• Skapar vettvang fyrir fólk til að vera samferða í fræðslu, taka umræður og hafa gaman.

Tryggja fagmennsku

• Hjá Endurmenntun starfa sérfræðingar í fræðslu með þekkingu á kennslu, áralanga reynslu af þarfagreiningu, undirbúningi og öllum þeim smátriðum í framkvæmd fræðslu sem skipta sköpum þegar á hólminn er komið.

• Þarfagreining er ávallt unnin í góðu samstarfi við tengilið þess fyrirtækis eða stofnunar sem um ræðir.

• Endurmenntun starfar með kennurum sem eru hæfustu sérfræðingar á hverju sviði, bæði úr háskólasamfélaginu og atvinnulífinu.

Gera árangur mælanlegan

• Skýr markmið með fræðslu og faglegur undirbúningur eru grundvöllur þess að hægt sé að meta árangur hennar.

• Endurmenntun leggur áherslu á að fylgja því eftir hvort markmiðum með fræðslu hafi verið náð og hefur til þess viðeigandi verkfæri.

Ef óskað er eftir nánari upplýsingum um sérpöntuð námskeið og/eða sérniðnar fræðslulausnir þá vinsamlegast sendið póst á endurmenntun@hi.is

33
34 TRAS - SKRÁNING Á MÁLÞROSKA UNGRA BARNA - RÉTTINDANÁMSKEIÐ MARKVISSAR AÐGERÐIR Í KJÖLFAR TRAS STARF SÉRKENNSLUSTJÓRA Í LEIKSKÓLUM VANRÆKSLA OG OFBELDI GEGN BÖRNUM - SAMSTARF VIÐ BARNAVERNDARNEFNDIR STÆRÐFRÆÐISKIMUN Í LEIKSKÓLA - MIO LEIKSKÓLI FYRIR ALLA ALLUR REGNBOGINN Í LEIK- OG GRUNNSKÓLA SORG OG SORGARVIÐBRÖGÐ BARNA OG UNGLINGA SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA KENNSLA OG SKÓLASTARF
35
MÁLÖRVUNAREFNI
INTRODUCTION TO CIRCLE SOLUTIONS SKOÐA SKOÐA SKOÐA SKOÐA
LANGAR ÞIG AÐ BYGGJA UPP JÁKVÆÐARI MENNINGU Í KENNSLUSTOFUNNI? SÖGUPOKAR - HEILDSTÆTT
MEÐ ÁHERSLU Á LÆSI Í VÍÐUM SKILNINGI TENGSLAVANDI HJÁ LEIK- OG GRUNNSKÓLABÖRNUM - GAGNLEGAR ÁHERSLUR OG AÐFERÐIR SEM LOFA GÓÐU

NÁMSLÍNUR OG LENGRA NÁM

FJÁRMÁL OG REKSTUR

Í náminu verður farið yfir greiningu og flokkun verkefna og hvernig mikilvæg verkefni eru meðhöndluð og stofnun verkefnahópa sem skila bestum árangri. Kenndur verður grunnur í Agile verkefnastjórnun með áherslu á Kanban og Scrum. Farið verður í fjárhagsáætlanir, kostnaðargreiningu, eftirlit, arðsemi og val á mismunandi leiðum. Nemendur fá innsýn í virðisgreiningu, núvirði, framtíðarvirði og áhrif þess á lok verkefnis. Kynntar verða fjármögnunarleiðir og þær tengdar við fjárhagsáætlanir, greiðsluáætlanir og áhættumat.

Námið er ætlað þeim sem vilja öðlast hagnýta þekkingu á sviði fjármála og stýringar verkefna og þurfa að halda utan um kostnað og nýtingu fjármagns. Námið hentar þeim sem hafa fengið aukna ábyrgð á sviði fjármála í störfum sínum eða stefna á slík störf.

Kennsla: Bjarni Frímann Karlsson, viðskiptafræðingur og f.v. lektor við Viðskiptafræðideild HÍ, Einar Birkir Einarsson, verkfræðingur með B.Sc. og M.Sc. í hljóðverkfræði og Gísli Örn Bjarnhéðinsson, M.Sc. rekstrarhagfræðingur.

JÁKVÆÐ FORYSTA OG JÁKVÆÐ SÁLFRÆÐI Á VINNUSTAÐ

- fyrir stjórnendur og sérfræðinga á mannauðssviði

Markmið námsins er að kynna jákvæða forystu fyrir nemendum og skoða hvernig megi hagnýta jákvæða sálfræði á vinnustöðum. Lögð verður áhersla á að skoða forystuhlutverkið í víðu samhengi, allt frá því að taka forystu í eigin lífi til forystuhlutverks í vinnu og á öðrum sviðum samfélagsins.

Farið verður yfir mismunandi forystustíla sem rannsóknir sýna að skili góðum árangri þegar kemur að því að leiða fólk til góðra verka bæði í einkalífi og á vinnustað með áherslu á afköst, helgun, starfsanda, heilsu og líðan. Þetta eru forystustílar eins og jákvæð forysta, styrkleikamiðuð forysta, forysta byggð á gildum, núvitandi forysta og heilsueflandi forysta.

Kennsla: Dr. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, kennslustjóri námsins, sálfræðingur, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis og forseti evrópusamtaka um jákvæða sálfræði, Ragnhildur Bjarkadóttir, sálfræðingur, Lisa Vivoll Straume, PhD og forstjóri Mind í Noregi og Vanessa King, MAPP, Action for Happiness.

36
SKOÐA SKOÐA

HAGNÝT MANNAUÐSSTJÓRNUN

- stjórnandinn í síkviku umhverfi

Markmið námsins er að auka sjálfstraust og færni stjórnenda með mannaforráð, m.a. í að leiða einstaklinga og teymi á hvetjandi og uppbyggilegan hátt til aukins árangurs. Að námi loknu eiga þátttakendur að vera betur í stakk búnir til að nýta sér hagnýtar aðferðir mannauðsstjórnunar í starfi sem stjórnendur og stuðla að eigin starfsþróun í síbreytilegu starfsumhverfi.

Námið er einkum sniðið að stjórnendum sem ekki hafa sérstaka menntun í mannauðsstjórnun og stjórnendur smærri fyrirtækja sem eru ekki með sérstaka mannauðsdeild. Einnig hentar námslínan millistjórnendum og nýjum stjórnendum sem vilja efla hæfni sína í mannauðsstjórnun sem og öllum þeim sem vilja tileinka sér fagleg vinnubrögð innan skipulagsheilda og stuðla að heilbrigðu og öflugu starfsumhverfi.

Kennsla: Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir og Hildur Halldórsdóttir, sérfræðingar í mannauðsmálum og eigendur AUKI - mannauður og stjórnendaráðgjöf. Gestakennarar eru: Brynjar Már Brynjólfsson mannauðsstjóri Isavia, Guðrún Margrét Eysteinsdóttir, lögfræðingur og M.Sc. í mannauðsstjórnun og Þóra H. Christiansen, aðjúnkt við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

SÉRNÁM Í HUGRÆNNI ATFERLISMEÐFERÐ

- fyrir sálfræðinga og geðlækna Í samvinnu við Félag um hugræna atferlismeðferð Námið samsvarar 64 ECTS einingum.

Tveggja ára sérnám í hugrænni atferlismeðferð fyrir sálfræðinga og geðlækna. Í náminu er megináhersla lögð á hagnýta þekkingu á sviði hugrænnar atferlismeðferðar (HAM). Leitast er við að gera nemendur hæfa til að beita hugrænni atferlismeðferð í starfi.

Fyrstu vinnustofur námsins miða að því að kenna góðan grunn í hugrænni atferlismeðferð og lögð verður áhersla á meðferð algengustu geðraskana og svefnvanda. Námið verður svo smám saman sérhæfðara og áhersla á fleiri geðraskanir eins og þráhyggju og árátturöskun, áfallastreituröskun, geðhvörf og geðrof.

Handleiðsla dreifist yfir námstímann og er veitt af sálfræðingum sem eru sérfræðingar í klínískri sálfræði.

Kennsla: Kennslustjóri námsins er Sigurbjörg Jóna Ludvigsdóttir, yfirsálfræðingur á KMS og sérfræðingur í klínískri sálfræði. Að náminu koma færustu sérfræðingar á sviði hugrænnar atferlismeðferðar, bæði erlendir og innlendir.

37
SKOÐA
SKOÐA
38 ENDURMENNTUN HÁSKÓLA ÍSLANDS, DUNHAGA 7, 107 REYKJAVÍK, SÍMI 525 4444, ENDURMENNTUN.IS

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.