VORMISSERI 2022
1
VORMISSERI 2022 Bæklingurinn FRÓÐLEIKUR OG SKEMMTUN hefur að geyma allt námskeiðsframboð Endurmenntunar á sviðum menningar, persónulegrar hæfni og tungumála á vormisseri 2022. Að auki er þar að finna vel valin námskeið í starfstengdri hæfni sem gefa áhugasömum tækifæri á að styrkja sig á sínu sviði eða læra nýja færni. Bæklingurinn er nú gefinn út einungis á rafrænu formi og er einstaklega notendavænn en hægt er að smella beint á hvert og eitt námskeið til að fara á skráningarsíðu. Námskeiðin eru ýmist staðeða fjarnámskeið og eru merkt eftir því en sum eru bæði stað- og fjarnámskeið og hafa viðeigandi titil. Fjarnámskeið Endurmenntunar gefa ekkert eftir þegar kemur að gæðum og upplifun þátttakenda en í langflestum tilfellum er kennt í rauntíma í gegnum Zoom og hafa þátttakendur því aðgengi að kennara og námsefni líkt og þeir væru í kennslustofu. Frekari upplýsingar um námskeið og starfsemi Ritstjórn: Þorbjörg Pétursdóttir og Þórunn Arnaldsdóttir Ábyrgð: Halla Jónsdóttir endurmenntunarstjóri Umbrot: Sigrún K. Árnadóttir
Endurmenntunar er að finna á endurmenntun.is.
Innihald bæklingsins er birt með fyrirvara um breytingar
2
FJÁRMÁLIN ÞÍN PENINGAR - SKEMMTILEGU HLIÐARNAR VIÐBURÐUR Léttar og skemmtilegar sögur úr heimi fjármálanna. Litið verður á merkilega atburði í mannkynssögunni, áhugaverðar persónur og kostnaðarsöm mistök svo eitthvað sé nefnt. Fyrirlesturinn byggir á efni bókarinnar Peningar eftir Björn Berg Gunnarsson og verður í líflegum flutningi höfundar. Kennsla: Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka SKO ÐA
FJÁRMÁL VIÐ STARFSLOK STAÐ- OG FJARNÁMSKEIÐ Á námskeiðinu er fjallað á einföldu og skýru máli um reglur vegna skerðinga Tryggingastofnunar, skatta á sparnað, lagalegt öryggi bankareikninga og ríkisskuldabréfa og fleira sem fróðlegt er að vita þegar komið er á lífeyrisaldur. Kennsla: Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar- og fræðslu Íslandsbanka S KO ÐA
ALLT SEM ÞÚ VILT VITA UM RAFMYNTIR
PERSÓNULEG FJÁRMÁL
FJARNÁMSKEIÐ Vöxturinn í rafmyntaheiminum hefur verið hraður og tækifærin hafa aldrei verið jafn augljós. Á námskeiðinu verður farið yfir sögu rafmynta og snert á öllum þeim flötum sem skipta mestu máli. Kennsla: Kjartan Ragnars, ML, HDL og regluvörður Myntkaupa ehf.
FJARNÁMSKEIÐ Það borgar sig að huga vel að fjármálum. Á þessu námskeiði verður rætt um ýmsar hliðar persónulegra fjármála, frá skuldum og eignum að daglegum útgjöldum og undirbúningi fyrir kostnaðarsöm tímabil á lífsleiðinni. Kennsla: Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka
SKO ÐA
S KO ÐA
3
HEIMILIÐ OG FJÖLSKYLDAN
SJÁLFSSKAÐA- OG SJÁLFSVÍGSHEGÐUN UNGLINGA
STOFAN Á HEIMILINU
- NÁMSKEIÐ FYRIR FORELDRA OG AÐSTANDENDUR
STAÐNÁMSKEIÐ Á námskeiðinu verður farið í nánast allt sem viðkemur stofunni: Liti, lýsingu, uppröðun húsgagna, myndir á veggjum og fleira. Hvernig þjónar stofan þörfum fjölskyldunnar? Kennsla: Emilía Borgþórsdóttir iðnhönnuður
- HEILDARMYND Á FJÖLNOTA RÝMI
STAÐNÁMSKEIÐ Sjálfsskaða- og sjálfsvígshegðun unglinga er vaxandi vandi á Vesturlöndum og víða farið að skilgreina hana sem lýðheilsuvanda. Hegðunin er þess eðlis að hún veldur álagi og spennu innan fjölskyldna, meðal unglinga og hjá þeim sem starfa með unglingum. Ástæðan er m.a. sú að erfitt getur verið að greina á milli. Kennsla: Kristín Inga Grímsdóttir, sérfræðingur í barna- og unglingageðhjúkrun
SKO ÐA
HEIMILI OG HÖNNUN STAÐNÁMSKEIÐ Á námskeiðinu verður farið yfir grunnatriði hönnunar innan heimilisins s.s.uppröðun húsgagna, hvernig hengja á upp myndir og litaskema. Hvernig má láta húsgögn, persónulega muni, myndir, liti og lýsingu spila saman til að mynda góða heild á heimilinu? Kennsla: Emilía Borgþórsdóttir iðnhönnuður
S KO ÐA
Á ÉG TILVERURÉTT? - UM LÍÐAN SYSTKINA LANGVEIKRA BARNA
SKO ÐA
STAÐNÁMSKEIÐ Fyrir foreldra og nánustu aðstandendur þeirra Markmiðið með námskeiðinu er að auka þekkingu og yfirsýn foreldra, stórfjölskyldu og fjölskylduvina á aðstæðum systkina langveikra barna. Með aukinni þekkingu verður vonandi auðveldara fyrir þau að aðstoða systkinin við þær áskoranir sem þau takast á við daglega er varðar fjölskyldulíf, vini, stuðning í skóla og tómstundastarf. Kennsla: Salbjörg Á. Bjarnadóttir geðhjúkrunarfræðingur
ÍBÚÐASKIPTI - MEIRI UPPLIFUN, MINNI KOSTNAÐUR STAÐNÁMSKEIÐ Fjölmiðlakonan Snæfríður Ingadóttir hefur gert íbúðaskipti að hluta af lífsstíl sínum og ferðast árlega erlendis með fjölskyldu sína án þess að greiða fyrir gistingu. Á þessu námskeiði deilir hún reynslu sinni af íbúðaskiptum og veitir þátttakendum innblástur til gefandi og hagsýnni ferðalaga. Kennsla: Snæfríður Ingadóttir, ferðalangur með meiru
S KO ÐA
SKO ÐA
4
LÖG UM FJÖLEIGNARHÚS – LÍF Í FJÖLBÝLI OG REKSTUR HÚSFÉLAGA
AÐKOMAN OG ÚTISVÆÐIÐ
STAÐNÁMSKEIÐ Á þessu námskeiði verður farið yfir helstu atriði laga um fjöleignarhús og þær reglur sem gilda um ákvarðanatöku og fundarhald, mun á séreign og sameign, kostnaðarhlutdeild, nýtingu séreignar og sameignar ásamt helstu skyldum við rekstur húsfélaga. Kennsla: Guðbjörg Matthíasdóttir, lögfræðingur og löggiltur fasteignasali
- HRESSUM UPP Á AÐKOMU HÚSSINS OG PALLINN/SVALIRNAR STAÐNÁMSKEIÐ Hvernig getur útisvæðið þjónað þörfum fjölskyldunnar? Gefur aðkoman rétta mynd af heimili okkar? Á námskeiðinu verður farið yfir ýmislegt sem viðkemur heimreiðinni og því útisvæði sem tilheyrir heimilinu, s.s. liti, lýsingu, útihúsgögn, plöntur og fleira. Kennsla: Emilía Borgþórsdóttir iðnhönnuður
S KO ÐA
SKO ÐA
AÐ HLEYPA HEIMDRAGANUM - FLUTT TIL SPÁNAR
NÚVITUND Í UPPELDI BARNA
STAÐNÁMSKEIÐ Hefur þig dreymt um að prófa að búa á Spáni? Á þessu námskeiði er helstu spurningum svarað varðandi búferlaflutninga til Spánar og góð ráð gefin fyrir þá sem eru að íhuga þann möguleika. Kennsla: Snæfríður Ingadóttir, ferðalangur með meiru
STAÐNÁMSKEIÐ Núvitund (e. mindfulness) hjálpar börnum og fullorðnum við að takast á við áskoranir daglegs lífs og öðlast meiri hugarró og vellíðan. Á þessu stutta en hagnýta námskeiði færðu innsýn í hvað núvitund er og kynnist leiðum og æfingum sem stutt geta við núvitund barna en ekki síst hvernig þú getur aukið eigin núvitund og styrkt þig sem uppalanda. Kennsla: Bryndís Jóna Jónsdóttir, diplóma í jákvæðri sálfræði og MA í náms- og starfsráðgjöf
S KO ÐA
SKO ÐA
5
TEXTAGERÐ OG MIÐLUN EFNIS
SKÁLDLEG SKRIF FJARNÁMSKEIÐ Hér lærir þú hvernig þú berð þig að ef þig langar að skrifa. Þú lærir um þá grunnþætti sem ráða ferðinni þegar þú tekur fyrstu skrefin á ritvellinum. Hér er þér bókstaflega kennt að stýra hugmyndum þínum í farveg og koma þeim á rétta braut. Kennsla: Kristján Hreinsson, skáld og heimspekingur S KO ÐA
AÐ SKRIFA TIL AÐ LIFA FJARNÁMSKEIÐ Á þessu námskeiði er unnið með atburði úr eigin lífi, drauma og ómeðvitað hugsanamunstur. Þátttakendur skrifa um góðar og slæmar minningar, fara í ferðalag um undirmeðvitundina með æfingum sem slökkva á rödd skynseminnar en styrkja rödd hjartans og innsæisins. Kennsla: Ólöf Sverrisdóttir, leikkona og ritlistarkona
RITLISTARNÁMSKEIÐ BYGGT Á HETJUFERÐINNI (THE HERO´S JOURNEY) STAÐNÁMSKEIÐ Hetjuferðin (The Hero´s Journey) hefur fylgt mannkyni frá því að við fórum að segja sögur og átta okkur á umbreytingarmætti sagnalistarinnar. Þátttakendur munu kynnast töfrum þessa forna frásagnarlíkans og skrifa hetjuferðir sem geta hvort heldur verið skáldskaparlegs eða ævisögulegs eðlis. Kennsla: Björg Árnadóttir, rithöfundur og ritlistarkennari
S KO ÐA
HLAÐVARPSGERÐ STAÐNÁMSKEIÐ Á námskeiðinu verður fjallað um vöxt miðilsins, einkenni vinsælla hlaðvarpa og tekjumöguleika. Þá verður fjallað um aðferðir til að búa til hlaðvörp á einfaldan hátt, m.a. með ókeypis forritum og ódýrum upptökutækjum. Að lokum verður fjallað um leiðir til að koma hlaðvörpum á framfæri við hlustendur, m.a. í gegnum hlaðvarpsveitur og með markaðssetningu á samfélagsmiðlum. Kennsla: Guðmundur Hörður Guðmundsson, kynningar- og vefstjóri við HÍ
SKO ÐA
KVIKMYNDAHANDRIT II STAÐNÁMSKEIÐ Á námskeiðinu er skrifað kvikmyndahandrit í fullri lengd. Lagt er upp með sögulýsingu (e. treatment), sem þróuð er yfir í handritsgrind og þaðan í fullskrifað handrit. Kennsla: Huldar Breiðfjörð, rithöfundur og handritshöfundur
S KO ÐA
SKO ÐA
6
SKÁLDLEG SKRIF – FRAMHALDSNÁMSKEIÐ FJARNÁMSKEIÐ Hér lærir þú hvernig þú berð þig að þegar þú hefur ákveðið að skrifa. Þú lærir að skoða, vega og meta þá þætti sem ráða för á ritvellinum. Eins verður ýmislegt skoðað sem snýr að útgáfu, undirbúningi fyrir útgáfu og samskiptum við útgefendur. Kennsla: Kristján Hreinsson, skáld og heimspekingur S KO ÐA
KVIKMYNDAHANDRIT I STAÐNÁMSKEIÐ Inngangsnámskeið í handritsskrifum fyrir kvikmyndir. Sérstök áhersla verður lögð á að skoða strúktúr og dramatíska uppbyggingu kvikmyndahandrita. Farið verður í grundvallarhugmyndir og hugtök sem varða handritsformið og jafnframt verður myndræn frásögn í kvikmyndum borin saman við skáldsögur, leikrit og sjónvarpsseríur. Kennsla: Huldar Breiðfjörð, rithöfundur og handritshöfundur
RÉTTARLÆKNISFRÆÐI FYRIR RITHÖFUNDA STAÐNÁMSKEIÐ Hvernig metur réttarlæknir dánartíma? Hvernig rotna lík? Vaxa neglur eftir dauðann? Hvernig fer krufning fram? Slys eða manndráp? Um allt þetta og margt fleira verður fjallað á „öðruvísi“ námskeiði sem er sniðið að forvitni skrifandi og skapandi fólks. Kennsla: Pétur Guðmann Guðmannsson réttarlæknir
S KO ÐA
SKO ÐA
SKRIF...ANDI STAÐNÁMSKEIÐ Á þessu námskeiði er lögð áhersla á að skrifa sér til gamans og opna fyrir flæði og hugmyndir. Notaðar eru fjölbreytilegar kveikjur og æfingar sem örva ímyndunarafl og sköpunargleði. Við skoðum ólík sjónarhorn og frásagnaraðferðir og æfum okkur að skrifa alls konar texta, ljóð og lýsingar. Kennsla: Ólöf Sverrisdóttir, leikkona og ritlistarkona SKO ÐA
BRAGFRÆÐI FYRIR BYRJENDUR
SKAPANDI SKOÐANA- OG ÞEKKINGARSKRIF
FJARNÁMSKEIÐ Ef þig langar að læra undirstöðuatriði bragfræðinnar, ef í þér blundar skáld eða ef þig langar að setja saman tækifæriskveðskap sem er laus við bragvillur, þá er þetta námskeið eitthvað fyrir þig. Kennsla: Kristján Hreinsson, skáld og heimspekingur
STAÐNÁMSKEIÐ Á námskeiðinu verða skrifaðar greinar og færslur um þekkingu, reynslu og viðhorf þátttakenda með það að markmiði að skrifin höfði til hins almenna lesanda (e. Creative Nonfiction Writing). Kennsla: Ólöf Sverrisdóttir, leikkona og ritlistarkona SKO ÐA
S KO ÐA
7
HAMINGJA OG HEILBRIGÐI BYRJAÐU Í GOLFI
GERLAR OG GEÐHEILSA
- FYRIR BYRJENDUR OG LENGRA KOMNA
- HVAÐ SEGJA VÍSINDIN?
STAÐNÁMSKEIÐ Í samstarfi við Hissa, ráðgjafar- og fræðslumiðstöð um golf. Golf er vinsæl íþrótt meðal allra aldurshópa og það er hægt að byrja að spila golf hvenær sem er á lífsleiðinni. Á námskeiðinu verður farið í alla þá grunnþætti sem nauðsynlegir eru fyrir fyrstu skrefin á golfvellinum. Kennsla: Magnús Birgisson, PGA golfkennari og SNAG master leiðbeinandi
FJARNÁMSKEIÐ Nýjar rannsóknir benda til þess að upptök ýmissa sjúkdóma megi rekja til ójafnvægis í meltingarvegi. Á þessu námskeiði verða áhrif örveruflóru þarmanna á geðheilsu skoðuð. Farið er yfir hvernig mataræði og mjókursýrugerlar geta haft áhrif, hvað getur raskað örveruflóru meltingarvegar og hvaða aðferðir má nota til að byggja upp og bæta. Kennsla: Birna G. Ásbjörnsdóttir, M.Sc. í næringarlæknisfræði
S KO ÐA
SKO ÐA
ÖFLUGT SJÁLFSTRAUST
NÚVITUNDARNÁMSKEIÐ: VELKOMIN Í NÚIÐ – FRÁ STREITU TIL SÁTTAR
STAÐ- OG FJARNÁMSKEIÐ Sjálfstraust er undirstaða margra færniþátta, svo sem hvernig okkur vegnar í samskiptum við aðra, hvernig við setjum markmið, tökum ákvarðanir og vinnum undir álagi. Kenndar verða aðferðir til að efla sjálfstraust og ákveðni og skoðað hvað einkennir einstaklinga með hátt/lágt sjálfsmat. Fjallað verður um áhrif hugarfars, viðhorfa og hugsunar á hegðun og líðan, sjálfsstjórn og sjálfsstyrkingu. Kennsla: Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur
STAÐNÁMSKEIÐ Í núvitundarþjálfun er tvinnað saman aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og sálfræði austrænnar visku. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt fram á að núvitundarþjálfun hefur jákvæð áhrif á vellíðan, bætir heilsufar, dregur úr streitu, kvíða og depurð. Hún felur í sér að læra að nema staðar „hér og nú“, láta af sjálfstýringu hugans og sættast betur við það sem er. Kennsla: Herdís Finnbogadóttir sálfræðingur
S KO ÐA
SKO ÐA
8
JÁKVÆÐ SÁLFRÆÐI OG STYRKLEIKAÞJÁLFUN (COACHING) - NÝTTU STYRKLEIKA ÞÍNA Á NÝJAN HÁTT STAÐNÁMSKEIÐ Á námskeiðinu verður farið yfir rannsóknir á styrkleikum, bjartsýni og hamingju og fjallað um gildi jákvæðni fyrir sköpun og árangur. Einnig verður fjallað um kosti styrkleikaþjálfunar og hvernig hægt er að nýta sér verkfæri úr styrkleikaþjálfun í daglegu lífi. Kennsla: Anna Jóna Guðmundsdóttir, kennari og ráðgjafi og gestakennari á námskeiðinu er Kristín Linda Jónsdóttir, sálfræðingur, kennari og ritstjóri S KO ÐA
HEILAHEILSA OG ÞJÁLFUN HUGANS STAÐNÁMSKEIÐ Markmið námskeiðsins eru að þátttakendur öðlist þekkingu á hugrænum þáttum og hvaða hlutverki þeir gegna í okkar daglega lífi, að öðlast betri innsýn í eigin hugrænu styrkleika og veikleika ásamt því að læra leiðir til að þjálfa hugann. Kennsla: Ólína G. Viðarsdóttir, sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum við HÍ SKO ÐA
JÓGA NIDRA STAÐNÁMSKEIÐ Jóga Nidra (Amrit method of Yoga Nidra) er ævaforn hugleiðsluaðferð sem samanstendur af líkams-, öndunarog núvitundaræfingum. Jóga Nidra þýðir jógískur svefn þar sem farið er inn á dýpsta svið slökunar á sama tíma og fullri meðvitund er haldið. Kennsla: Jóhanna Björk Briem, Amrit Jóga Nidra leiðbeinandi og Rajadhiraja yogakennari S KO ÐA
AÐ VERÐA BETRI EN ÉG ER
ALLUR REGNBOGINN
– AÐ NÁ HÁMARKSÁRANGRI Í LÍFI OG STARFI
- HINSEGIN FRÆÐSLA FYRIR ALMENNING
STAÐNÁMSKEIÐ Hvernig hámarka ég árangur minn? Hvernig getum við unnið með og breytt viðhorfum okkar og venjum til að ná fram okkar besta þegar máli skiptir? Sjálfstætt framhald námskeiðsins „Öflugt sjálfstraust“ sem notið hefur mikilla vinsælda um árabil. Kennsla: Jóhann Ingi Gunnarsson og Bragi Sæmundsson sálfræðingar
FJARNÁMSKEIÐ Hvað er pankynhneigð? Hvað er þetta hán? Hvað eru ódæmigerð kyneinkenni? Er hommi slæmt orð? Ef hinsegin heimurinn og öll þau hugtök sem honum tengjast vekja forvitni þína þá er þetta námskeið fyrir þig! Kennsla: Sólveig Rós Másdóttir, MA í stjórnmálafræði og diplóma í jafnréttisfræði
S KO ÐA
SKO ÐA
9
HÚMOR OG GLEÐI Í SAMSKIPTUM ... DAUÐANS ALVARA STAÐNÁMSKEIÐ Húmor í öllum sínum fjölbreytileika er viðfangsefnið á þessu námskeiði. Húmor getur gjörbreytt andrúmslofti og aukið til muna ánægju og gleði í samskiptum, hvort sem um er að ræða fjölskyldur, vinnustaði, félagasamtök eða vinahópa. Kennsla: Edda Björgvinsdóttir, leikkona, MA í menningarstjórnun og diplóma í jákvæðri sálfræði SKO ÐA
DRAUMAR - SPEGILL SÁLARINNAR STAÐNÁMSKEIÐ Á námskeiðinu færðu tækifæri til að kynnast betur hugmyndum um eðli og gildi drauma í tilfinningalífinu og hvernig hægt er að túlka drauma og nýta sér þá til andlegrar uppbyggingar. Kennsla: Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, prestur í Grafarvogskirkju S KO ÐA
SÚRKÁLSVEISLA FYRIR ÞARMAFLÓRUNA STAÐNÁMSKEIÐ Á þessu námskeiði verður lögð áhersla á að skoða áhrif örveruflóru þarmanna á heilsu. Farið verður yfir hvernig mataræði og mjólkursýrugerlar geta haft jákvæð áhrif á heilsu. Einnig skoðað hvað getur raskað örveruflóru meltingarvegar og hvað er til ráða. Kennsla: Birna G. Ásbjörnsdóttir og Dagný Hermannsdóttir S KO ÐA
HÚMOR OG AÐRIR STYRKLEIKAR
KONUR Á BESTA ALDRI
STAÐNÁMSKEIÐ Húmor er einn af fjölmörgum styrkleikum manneskjunnar og er óumdeilanlega afar mikilvægur þáttur í þroskaferli hvers og eins og vegur að auki þungt þegar kemur að því að draga úr streitu og hjálpa manneskjunni að blómstra. Kennsla: Edda Björgvinsdóttir, leikkona, MA í menningarstjórnun og diplóma í jákvæðri sálfræði
- FÆÐA OG FLÓRA SKIPTA MÁLI FJARNÁMSKEIÐ Á námskeiðinu verður fjallað um fæðu og þarmaflóru í tengslum við breytingaskeið kvenna. Fæðuval hefur áhrif á örveruflóru meltingarfæranna. Farið er yfir hvernig röskun á þessari mikilvægu flóru getur stuðlað að hitakófum og svitaköstum og haft áhrif á svefn og andlega líðan. Námskeiðið byggir á rannsóknum í næringarlæknisfræði. Kennsla: Birna G. Ásbjörnsdóttir, M.Sc. í næringarlæknisfræði
SKO ÐA
S KO ÐA
10
NÁTTÚRAN OG UMHVERFIÐ GARÐFUGLAR
GÖNGULEIÐIR Á REYKJANESI
- FÓÐRUN OG AÐBÚNAÐUR
STAÐNÁMSKEIÐ Reykjanesið er lítt kannaður gullmoli fyrir áhugafólk um gönguferðir og náttúru. Á þessu námskeiði ætlum við að fara í ferðalag í kennslustofunni um nokkrar þekktar og óþekktar gönguleiðir á svæðinu. Á ferðalaginu heyrir þú ekki bara af gönguleiðunum heldur líka náttúru, sögu, jarðfræði og öðru áhugaverðu. Kennsla: Jónas Guðmundsson, gönguleiðsögumaður og ferðamálafræðingur
STAÐNÁMSKEIÐ Rúmlega 50 fuglategundir hafa sést í einstökum görðum á Íslandi. Á námskeiðinu verður fjallað um helstu tegundir sem búast má við í íslenskum görðum, sýndar myndir af fuglunum, farið yfir helstu náttúrulegar fæðugerðir vetur og sumar og hvað best er að bjóða þeim ef þeir sýna sig í garðinum. Kennsla: Örn Óskarsson, líffræðingur og framhaldsskólakennari S KO ÐA
SKO ÐA
ALMENN VEÐURFRÆÐI OG TÚLKUN VEÐURSPÁA STAÐ- OG FJARNÁMSKEIÐ Á námskeiðinu verður farið yrir helstu hugtök í veðurfræði og veðurspám, þátttakendur fá leiðbeiningar í lestri og túlkun veðurspáa og viðvarana og læra að afla sér réttra gagna miðað við þarfir hvers og eins. Frábært námskeið fyrir göngugarpa og útivistarfólk. Kennsla: Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu á Veðurstofu Íslands S KO ÐA
GÖNGULEIÐIR Á HÁLENDINU
FERÐAJARÐFRÆÐI VESTURLANDS
STAÐNÁMSKEIÐ
STAÐNÁMSKEIÐ Fjallað verður um jarðfræði Vesturlands eins og hún blasir við hinum almenna ferðamanni. Farið verður yfir milljóna ára jarðsögu Snæfellsness, Mýra og Borgarfjarðar, forna og nýja eldvirkni svæðisins, ummerki jökla og jarðhita, ásamt því að jarðfræði helstu náttúrufyrirbæra landshlutans verður skoðuð. Tilvalið námskeið fyrir ferðalög og gönguferðir sumarsins en ekki síður fyrir aðra sem hafa áhuga og ánægju af því að fræðast um jarðfræði. Kennsla: Snæbjörn Guðmundsson jarðfræðingur
Á þessu námskeið ferð þú í ferðalag um nokkrar þekktar og óþekktar gönguleiðir á hálendinu, flestar á hinu fallega og vinsæla svæði að Fjallabaki í nágrenni Landmannalauga. Á ferðalaginu heyrir þú af náttúru, sögum, jarðfræði og fleiru skemmtilegu. Hvort sem þú ætlar þér að ganga á hálendinu, ferðast í huganum, ert vanur göngumaður eða byrjandi nýtist námskeiðið þér. Kennsla: Jónas Guðmundsson, gönguleiðsögumaður og ferðamálafræðingur S KO ÐA
SKO ÐA
11
BÓKMENNTIR OG SAGA FLATEYJARBÓK: ÓLAFS SAGA TRYGGVASONAR
Kennsla: Guðrún Elsa Bragadóttir, Kristín Svava Tómasdóttir, Salka Guðmundsdóttir, Helga Ferdinandsdóttir og Guðrún Lára Pétursdóttir
STAÐ- OG FJARNÁMSKEIÐ Flateyjarbók hefur löngum verið talið merkasta íslenska miðaldahandritið. Þungamiðja handritsins eru sögur fjögurra norskra konunga en í þeim eru fjölmargir þættir sem m.a. fjalla um íslensk málefni. Fyrst af þessum sögum er Ólafs saga Tryggvasonar hin mesta, samin á 14. öld, en Ólafur var sá sem kristnaði Ísland. Á námskeiðinu verður meðal annars varpað ljósi á menningu 14. aldar, afstöðu Íslendinga til heiðni og kristni á miðöldum, eðli konungsvaldsins og samskipti Íslands og Noregs á miðöldum. Kennsla: Ármann Jakobsson, prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands
SKO ÐA
TEXTÍLSAGA STAÐNÁMSKEIÐ Textílar hafa fylgt mannkyninu frá upphafi. Á námskeiðinu verður farið yfir þróun textílhandverks og sögu á heimsvísu. Þá verður sjónum beint að íslenskum textíl í gegnum aldirnar, áhrifavöldum og stefnum. Kennsla: Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, stundakennari í Myndlistaskóla Reykjavíkur, textílkona og textílforvörður SKO ÐA
S KO ÐA
HEIMSBÓKMENNTAPERLAN HÆTTULEG SAMBÖND STAÐNÁMSKEIÐ Frægasta bréfaskáldsaga allra tíma, Hættuleg sambönd (1784) eftir franska höfundinn Laclos, kom nýlega út á íslensku. Þar segir af Merteuil markgreifynju og Valmont vísigreifa, lífsreyndu og kaldrifjuðu aðalsfólki sem finnst vanta krydd í tilveruna. Þau ákveða að draga fólk á tálar ýmist sér til skemmtunar eða í hefndarskyni og skrifast á um árangurinn. Úr verður magnað manntafl þar sem allar hvatir og tilfinningar mannsins takast á. Kennsla: Friðrik Rafnsson, bókmenntafræðingur og þýðandi. Gestakennari er Viðar Víkingsson kvikmyndaleikstjóri
JÓLABÓKAFLÓÐIÐ MEÐ DRUSLUBÓKUM OG DOÐRÖNTUM
SKO ÐA
STAÐNÁMSKEIÐ Á þessu fimm kvölda námskeiði er ætlunin að taka eitt skáldverk til umfjöllunar í hvert skipti. Tveimur höfundum verður boðið í heimsókn til að ræða við þátttakendur um verk sín. Kennarar munu leiða umræðuna og setja verkin í fræðilegt samhengi og síðan geta þátttakendur tekið þátt í umræðunni eins og þeim hentar.
SVARTIDAUÐI DAUÐI OG ENDURFÆÐING Á MIÐÖLDUM STAÐNÁMSKEIÐ Á námskeiðinu verður skyggnst inn í samfélag fjórtándu og fimmtándu aldar í Evrópu. Svartidauði og áhrif hans verða í forgrunni: Hvað gerist í tiltölulega sterku og rótgrónu samfélagi þegar stórum hluta fólks er sópað burt á skömmum tíma? Hvaða
12
ÆTTFRÆÐI
áhrif hafði það á efnahag og lífsviðurværi, valdamenningu, trúarlíf og menningu? Hvaða drepsótt var Svartidauði nákvæmlega? Kennsla: Viðar Pálsson, dósent í sagnfræði við HÍ
AÐ RITA ÆVISÖGUR OG ENDURMINNINGAR
S KO ÐA
STAÐNÁMSKEIÐ Á námskeiðinu verður fjallað um ævisögur og endurminningar frá ýmsum sjónarhornum. Helstu skólar í ævisagnaritun verða kynntir en líka aðferðir til þess að takast á við eigin minningar, fróðleik eða upplýsingar. Kennsla: Páll Valsson, bókmenntafræðingur og rithöfundur
SAGNALANDIÐ NÝJA BÓKMENNTAFERÐ UM ÍSLAND STAÐNÁMSKEIÐ Þetta námskeið er einstæð bókmenntaleg hringferð um Ísland. Sagt verður frá fimmtán stöðum um allt land, í máli og myndum og tengslum þeirra við bókmenntir okkar. Þátttakendur munu vonandi sjá bæði staði og verk í nýju ljósi að hringferð lokinni. Kennsla: Halldór Guðmundsson, rithöfundur og bókmenntafræðingur
SKO ÐA
VESTUR-ÍSLENDINGAR - SAGA OG SAMSKIPTI
S KO ÐA
STAÐNÁMSKEIÐ Viltu efla tengsl við Vestur-íslenska ættingja? Hyggur þú á ferð um Íslendingaslóðir vestan hafs? Á námskeiðinu verður fjallað um vesturferðirnar, helstu Íslendingabyggðir og gagnlegar aðferðir til að rekja ættir eða leita upplýsinga á netinu. Kennsla: Stefán Halldórsson, félagsfræðingur og Almar Grímsson, fyrrverandi formaður Þjóðræknisfélagsins
STALÍN STAÐNÁMSKEIÐ Jósef Stalín var leiðtogi Sovétríkjanna í nærri 30 ár, grimmur einræðisherra sem bar ábyrgð á dauða milljóna manna. En getur verið að hann hafi bjargað veröldinni frá enn verri örlögum undir járnhæl þýskra nasista? Og hví grétu milljónir Sovétmanna þegar hann lést? Kennsla: Illugi Jökulsson rithöfundur
SKO ÐA
S KO ÐA
ÆTTFRÆÐIGRÚSK - FJÖLSKYLDUSAGA ÞÍN Á NETINU
ÁTÖKIN UM ÚTFÖRINA
STAÐNÁMSKEIÐ Lærðu að nýta þér gagnagrunna og skjalasöfn á netinu til að afla upplýsinga um sögu fjölskyldu þinnar allt að 200 ár aftur í tímann. Sérfróðir gestir á sviði sagnfræði og ættfræði koma í heimsókn á námskeiðið. Þátttakendur fá æfingaverkefni og leiðbeiningar með sér heim og geta sótt ítarefni á sérstakri vefsíðu námskeiðsins. Kennsla: Stefán Halldórsson, félagsfræðingur, rekstrarhagfræðingur og ættfræðigrúskari
UM HEIMAGRAFREITI Á ÍSLANDI 1878-2022 STAÐNÁMSKEIÐ Á tímabilinu um 1880–1960 ruddu heimagrafreitir sér mjög til rúms hér á landi og höfðu mikil áhrif á útfararsiði sem verið höfðu í föstum skorðum í hátt í 1000 ár. Á námskeiðinu verður grafist fyrir um ástæður þessara breytinga og áhrif þeirra allt til þessa. Kennsla: Hjalti Hugason, prófessor emeritus í kirkjusögu við HÍ S KO ÐA
SKO ÐA 13
ÚT Í HEIM
AÐ FERÐAST EIN UM HEIMINN
HEIMSBORGIN BERLÍN - ÁÞREIFANLEG SAGA, MENNING OG MANNLÍF
- FRELSI, ÆVINTÝRI OG ÁSKORANIR STAÐNÁMSKEIÐ Að ferðast ein eða einn er stórkostlegur ferðamáti. Það felur í sér mikið frelsi en á sama tíma nokkrar áskoranir. Á þessu námskeiði verður fjallað um hvað ber að hafa sérstaklega í huga þegar við erum ein á ferð úti í hinum stóra heimi og hvers konar ævintýri bíða þeirra sem þora. Kennsla: Guðrún Ólafsdóttir, reyndur ferðalangur með meiru
STAÐNÁMSKEIÐ Kristín Jóhannsdóttir þekkir mjög vel þróun Berlínar en hún bjó þar í 10 ár. Hún mun fara í gegnum hápunkta sögu borgarinnar og taka stöðuna á „nýju Berlín“, heimsborginni sem á enga sinn líka. Kennsla: Kristín Jóhannsdóttir, sagnfræðingur og bókmenntafræðingur
S KO ÐA
SKO ÐA
PARÍS - LÍF OG LYSTISEMDIR
AÐ FERÐAST MEÐ LEST - BRUNAÐ ÁFRAM Á VIT ÆVINTÝRANNA
STAÐNÁMSKEIÐ Farið verður í sögu Parísar og skoðaðar myndir og kort sem koma þátttakendum að góðum notum í eiginlegri Parísarferð. Þátttakendur munu fá glögga mynd af ólíkum hverfum borgarinnar og upplifa líf og lystisemdir hennar gegnum líflega frásögn kennarans. Kennsla: Gérard Lemarquis, stundakennari við Hugvísindasvið HÍ
STAÐNÁMSKEIÐ Lestarferðalög bjóða upp á þægilegan fararmáta við allra hæfi og stundum með fegursta landslag beint fyrir utan gluggann. Hugurinn fer á flug og hjartað tekur gleðikipp. Kennsla: Guðrún Ólafsdóttir, reyndur ferðalangur með meiru SKO ÐA
S KO ÐA
14
LISTIR OG LEIKHÚS
KÍNVERSK SKRAUTSKRIFT STAÐNÁMSKEIÐ Kínversk skrautskrift þykir mjög heillandi listform í Kína sem og allri Austur – Asíu og eru góðir skrautskrifarar settir á stall meðal fremstu listamanna í Kína, Japan og Kóreu. Á þessu námskeiði verða helstu atriði kínverskrar skrautskriftar kynnt til sögunnar. Námskeiðið er kennt á ensku. Kennsla: Jia Yucheng, sendikennari hjá Konfúsíusarstofnuninni Norðurljós SKO ÐA
KPOP GLEÐI! STAÐNÁMSKEIÐ Kpop er dægurlagatónlist frá Suður Kóreu og hafa vinsældir Kpop aukist gríðarlega um allan heim og hefur jafnvel teygt anga sína alla leið til okkar á Íslandi. Nú gefst tækifæri til að kynna sér þann gleðigjafa sem þessi tónlist er á einni skemmtilegri kvöldstund. Kennsla: Guðrún Ólafsdóttir, reyndur ferðalangur með meiru S KO ÐA
15
TUNGUMÁL DANSKA
KÓRESKA FYRIR BYRJENDUR I KÓRESKA FYRIR BYRJENDUR II
- ÞJÁLFUN Í TALMÁLI Á LÉTTUM NÓTUM
DANSKA II
STAÐNÁMSKEIÐ Kennsla: Somyeong Im, certified Korean language teacher
STAÐNÁMSKEIÐ Kennsla: Casper Vilhelmssen dönskukennari
S KO ÐA
SKO ÐA
SPÆNSKA I SPÆNSKA II SPÆNSKA III STAÐNÁMSKEIÐ Kennsla: Steinunn Björk Ragnarsdóttir, MA í spænsku S KO ÐA
KÍNVERSKA FYRIR BYRJENDUR I STAÐNÁMSKEIÐ Kennsla: Wei Ding, sendikennari Konfúsíusarstofnunar við Háskóla Íslands
RÚSSNESKA FYRIR BYRJENDUR I RÚSSNESKA FYRIR BYRJENDUR II
S KO ÐA
STAÐNÁMSKEIÐ Kennsla: Irma Matchavariani, MA í rússneskri málfræði og bókmenntum og Ph.D. í þýðingafræði SKO ÐA
16
ÞÝSKA – FYRSTU SKREFIN STAÐNÁMSKEIÐ Kennsla: Solveig Þórðardóttir, þýskukennari við Menntaskólann við Sund S KO ÐA
ÞÝSKA FYRIR BYRJENDUR III ÞÝSKA FYRIR BYRJENDUR IV STAÐNÁMSKEIÐ Kennsla: Friederike Wiessner, sendikennari við HÍ
INDVERSK MENNING OG SAMFÉLAG II HINDÍ FYRIR BYRJENDUR II
S KO ÐA
STAÐNÁMSKEIÐ
SKO ÐA
ÍSLENSKUGRUNNUR 1 ÍSLENSKUGRUNNUR 2 STAÐNÁMSKEIÐ
SKO ÐA
ÍTALSKA FYRIR BYRJENDUR I ÍTALSKA FYRIR BYRJENDUR II ÍTALSKA FYRIR BYRJENDUR III STAÐNÁMSKEIÐ Kennsla: Maurizio Tani, stundakennari í ítölsku við HÍ S KO ÐA
FRANSKA FYRIR BYRJENDUR III FRANSKA FYRIR BYRJENDUR IV STAÐNÁMSKEIÐ Kennsla: Ásta Ingibjartsdóttir
PÓLSKA FYRIR BYRJENDUR II
S KO ÐA
STAÐNÁMSKEIÐ Kennsla: Katarzyna Rabeda SKO ÐA
17
STYRKTU ÞIG Í STARFI VELLÍÐAN OG VELGENGNI Í STARFI
ÁRANGURSRÍK SAMSKIPTI
- MEÐ JÁKVÆÐA SÁLFRÆÐI OG NÚVITUND AÐ LEIÐARLJÓSI
FJARNÁMSKEIÐ Viltu ná forskoti í samskiptafærni? Viltu auka árangur þinn og öryggi þegar kemur að samskiptum, jafnvel við krefjandi aðstæður? Hagnýtt námskeið fyrir alla sem vilja bæta sig í samskiptafærni. Kennsla: Jóhann Ingi Gunnarsson og Bragi Sæmundsson sálfræðingar
STAÐNÁMSKEIÐ Það er fjölmargt sem við sem einstaklingar getum gert til að stuðla að eigin vellíðan og velgengni. Á þessu námskeiði er farið yfir hvernig við getum nýtt okkur jákvæða sálfræði og núvitund til að efla okkur í starfi. Áhersla er lögð á hagnýtar æfingar og verkefni sem hægt er að tileinka sér strax og ná þannig að næra neistann og blómstra í starfi. Kennsla: Bryndís Jóna Jónsdóttir, núvitundarkennari, MA í námsog starfsráðgjöf og diplóma í jákvæðri sálfræði
SKO ÐA
INNLEIÐING FRÆÐSLUKERFIS - MIKILVÆGI SAMSKIPTA, STEFNUMÓTUNAR OG HELSTU AÐGERÐIR
S KO ÐA
STAÐNÁMSKEIÐ Námskeiðið byggist á fræðslu- og mannauðskerfinu eloomi en efnistök námskeiðsins geta átt við innleiðingu annarra sambærilegra kerfa. Á seinni degi námskeiðsins verður farið ítarlega í helstu aðgerðir í eloomi. Einnig verður lögð áhersla á efnisgerð, uppsetningu fræðslu og hvernig hægt er að hámarka miðlun upplýsinga til starfsfólks fyrirtækja og stofnana. Kennsla: Baldur Vignir Karlsson, verkefnastjóri á menntadeild Landspítalans
VERKÁÆTLANIR STAÐNÁMSKEIÐ Á námskeiðinu er farið yfir meginrás verkefna og m.a. rætt um ferli, áfanga og tímavörður og gerð verkáætlana. Rætt er um mat á aðfangaþörf, farið er í ýmsa fjárhagslega þætti, kostnaðararáætlanir og notkun aðferðar unnins virðis (e. earned value). Þátttakendur læra grunnatriði í gerð kostnaðaráætlana og hvernig byggja má upp einfaldar kostnaðaráætlanir og áætla fjárstreymi í verkefnum. Kennsla: Sveinbjörn Jónsson, verkfræðingur og MPM, samræmingarstjóri hjá Isavia
SKO ÐA
WORDPRESS – BYRJENDANÁMSKEIÐ
S KO ÐA
STAÐNÁMSKEIÐ Stutt en hnitmiðað námskeið fyrir þá sem vilja læra að setja upp sinn eigin vef. Ekki er gert ráð fyrir að þátttakendur hafi reynslu af vefhönnun eða hafi komið að gerð vefsíðna. Almenn tölvuþekking er nóg. Kennsla: Atli Þór Kristbergsson, ráðgjafi og kennari
GOOGLE ANALYTICS OG LEITARVÉLABESTUN FYRIR BYRJENDUR STAÐNÁMSKEIÐ Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja læra betur á Google Analytics og nota það til að ná betri árangri með vefsíðuna sína. Að námskeiðinu loknu munu þátttakendur kunna að lesa helstu gögn og tölur sem leynast í Google Analytics og skipta máli. Kennsla: Hannes Agnarsson Johnson, Chief Growth Officer hjá Smitten
SKO ÐA
S KO ÐA
18
FERLAGREINING OG TÆKIFÆRI TIL UMBÓTA
MICROSOFT TEAMS - DAGLEG NOTKUN FJARNÁMSKEIÐ Á þessu námskeiði verður farið yfir daglega notkun á Microsoft Teams svo sem uppröðun teyma, festur, síur, bókamerki, skipanir, tengingar við önnur kerfi, uppsetningu lista, samskipti við SharePoint, nýjar viðbætur og fleira. Kennsla: Atli Þór Kristbergsson, ráðgjafi og kennari
STAÐNÁMSKEIÐ Námskeiðinu er ætlað að kynna fyrir þátttakendum grunnatriði ferlagreininga, hvernig ná má utan um núverandi stöðu tiltekinna ferla, teikna þau upp og greina tækifæri til umbóta. Kennsla: Ásdís Kristinsdóttir vélaverkfræðingur og Margrét Edda Ragnarsdóttir rafmagnsverkfræðingur, eigendur og ráðgjafar hjá Gemba
SKO ÐA
WORDPRESS – EFNISSTJÓRNUN
S KO ÐA
STAÐNÁMSKEIÐ Námskeið fyrir þá sem bera ábyrgð á texta- og myndvinnslu, innsetningu á viðhengjum, hlekkjum svo og vísunum í myndbönd. Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi sótt námskeið í WordPress og/eða kunni að vinna með kerfið. Kennsla: Atli Þór Kristbergsson, ráðgjafi og kennari
AGILE VERKEFNASTJÓRNUN STAÐNÁMSKEIÐ Hugmyndafræði Agile við stjórnun verkefna er upphaflega komin frá hugbúnaðariðnaðinum en hefur síðastliðin ár verið að breiðast út í fleiri greinar atvinnulífsins. Kennsla: Viktor Steinarsson, yfirmaður gagnateymis og hugbúnaðarþróunar viðskiptakerfa Símans og vottaður verkefnastjóri IPMA og ScrumMaster
SKO ÐA
ÁRANGURSRÍK FRAMSÖGN OG TJÁNING
S KO ÐA
STAÐNÁMSKEIÐ Á þessu námskeiði verður byggð upp tækni til að ná frekari árangri í því að halda fyrirlestur og tala fyrir framan hóp. Í gegnum markvissar æfingar öðlast þátttakendur meira öryggi í framkomu og geta byggt upp persónulegan frásagnarstíl eftir sínum þörfum. Kennsla: Þórey Sigþórsdóttir er leikkona og raddkennari frá NGT the Voice Studio International
EXCEL - HELSTU AÐGERÐIR FYRIR VIRKA NOTENDUR STAÐNÁMSKEIÐ Farið er yfir allar helstu aðgerðir í Excel sem nýtast við vinnslu gagna og nokkur innbyggð föll skoðuð. Flýtileiðir eru kynntar og fleira sem hjálpar fólki að vinna með Excel. Kennsla: Oddur Sigurðsson, sérfræðingur hjá Íslandsbanka
SKO ÐA
S KO ÐA
VERKEFNASTJÓRNUN FYRIR SJÁLFSTÆTT STARFANDI ELDHUGA STAÐNÁMSKEIÐ Ertu í sjálfstæðum rekstri og með marga bolta á lofti? Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig nýta má aðferðir verkefnastjórnunar við að skipuleggja starfsemina svo hægt sé að hámarka árangur og virði. Unnið verður að persónulegum verkefnum á meðan námskeiðinu stendur. Kennsla: Hafdís Huld Björnsdóttir og Svava Björk Ólafsdóttir, MPM verkefnastjórar og stofnendur RATA
SAMSKIPTI OG PERSÓNULEG STEFNUMÓTUN STAÐNÁMSKEIÐ Á þessu einstaka námskeiði verður lögð áhersla á samskipti og persónulega stefnumótun sem leið til valdeflingar og að efla sjálfið. Kennsla: Baldur Vignir Karlsson, verkefnastjóri á menntadeild Landspítalans
S KO ÐA
SKO ÐA 19
E N D U R M E N N T U N H Á S K Ó L A Í S L A N D S , D U N H A G A 7 , 1 0 7 R E Y K J AV Í K , S Í M I 5 2 5 4 4 4 4 , E N D U R M E N N T U N . I S 20